Tekið var hús á Lútheri Ástvaldssyni á Þrándarstöðum í Brynjudal. Hann fylgdi FERLIRsfélögum um dalinn með viðkomu á Stykkisvöllum, hinum forna bústað Tóft á StykkisvöllumRefs gamla, í selstóftum frá Hrísakoti (Þrándarstöðum), í Þórunnarseli, í tóftum Múla, bæjarleifum hins fyrsta landnámsmanns í Brynjudal og vísaði auk þess á gamla bæjarhólinn á Þorbrandssstöðum, en sá staður, auk Stykkisvalla (Gullhlaðsvalla), voru bústaðir sona Þorsteins þess er fyrstur nam land í Brynjudal í þökk Ingólfs Arnarssonar. Svo gamlar eru sumar þessarra tófta að einungis vönum leitarmönnum er kleift að finna þær og berja augum.

Sjá meira undir Lýsingar.