FEELIR

Föstudaginn 1. maí árið 2020 varð FERLIR tuttugu og eins árs. Þennan dag fyrir jafnmörgum árum hittust nokkrir starfsfélagar í Lögreglunni í Reykjavík við Kaldársel. Ætlunin var að skoða nærumhverfið með tillliti til sögu svæðisins, minjar og náttúru þess; hvort sem varðaði flóru eða fánu. Jafnframt var takmarkið að nýta áhugavert svæði, Reykjanesskagann (fyrrum landnám Ingólfs) til hreyfingar og útivistar, ekki síst sem tilbreytingu frá hinu daglega amstri vinnunnar.
Selvogs-Jói mætti þá við öllu búinn (sjá opnumynd) að teknu tilliti til áður birtrar auglýsingar um fyrirhugaða ferð; „ætlunin er m.a. að feta yfir læki, kafa í hella og fara á fjöll“

Hver FERLIRFERLIRsferðin rak síðan  aðra í framhaldinu. Í dag eru þær orðnar fleiri en sex þúsund talsins – með hlutfallslega miklum uppsöfnuðum fróðleik, að ekki sé talað um öll hreyfingarígildin (lýðheilsugildin).

Fljótlega var FERLIRsvefnum komið á fót, í árdaga allra vefsíðugerða. Til þess fékkst styrkur til kaupa á fartölvu frá Rannsóknarsjóði Seðlabankans til að vinna texta, myndir og birta. Alla tíð síðan hafa öll sveitarfélögin í fyrrum landnámi Ingólfs, utan Grafningshrepps, auk einstakra fyrirtækja, stutt viðhald vefsíðunnar (þ.e. greitt tilfallandi hýsingargjöldin frá ári til árs). Þeim hefur á móti staðið til boða að nota allt efni hennar þegnum sínum að kostnaðarlausu, hvort sem um er að ræða í leik eða starfi. Það á jafnframt við um alla aðra er áhuga hafa á útivist og vilja fræðast um fólkið er byggt hefur landssvæðið fram til þessa.

Á þessu tímabili hefur reynst nauðsynlegt vegna tækniframfara og hýsingarkrafna að uppfæra vefsíðuna þrisvar sinnum, nú síðast með styrk úr Náttúruverndarsjóði Pálma Jónssonar. Vandinn hefur jafnan falist í að nýta eldra uppsafnað efni og aðlaga það að breyttum breytanda. Hingað til hefur tekist að yfirstíga slíka erfiðleika, þökk sé hæfileikaríku tæknifólki…

Vonandi mun áhugasömu fólki um svæðið nýtast innihald vefsíðunnar til langrar framtíðar.

HÉR má sjá nokkrar ljósmyndir frá fyrstu FERLIRsferðunum…

FERLIR

FERLIRsþátttakendur í Bálkahelli.

Kind

Á vefsíðunni hefur af og til verið fjallað um einstaka staði, minjar eða minjasvæði á Reykjanesskaganum (landnámi Ingólfs).

Umleitun

Tilgangurinn með umfjölluninni er hefur m.a. verið að fá viðbrögð fólks, sem hugsanlega kann að búa yfir vitneskju um hvorutveggja – og jafnvel ýmislegt umfram það. Með því hefur verið hægt að safna bæði ábyggilegum og áður óþekktum upplýsingum um sérhvert umfjöllunarefni. Hafa ber í huga að einstakir staðir hafa í gegnum tíðina verið nefndir fleiru en einu nafni og jafnvel þótt sumir telji það nafn, sem þeir þekkja, vera hið eina rétta, kann raunin að vera bæði önnur og hvorutveggja. Upplýsingar geta því stundum orðið misvísandi, en þó ávallt upplýsandi. Orð geta verið stafsett með mismunandi hætti. Óbrinnishólahraun hefur t.a.m. verið ritað sem „Óbrennishólahraun“ og „Óbrynnishólahraun“. Þá þarf stundum bara að láta reyna á hvað kann að vera líklegast og réttast þótt nafnið sjálft geti í raun verið aukaatriði í öllu því, sem það hefur upp á að bjóða. Þess vegna er svo mikilvægt að sem flestir, sem búa yfir upplýsingum um efnið, láti í sér heyra – þótt ekki sé fyrir annað en að fá „hugskeyti“ frá fólki er veit um staði, sem öðrum eru nú gleymdir, en því þykir sérstaklega áhugaverðir.

VitneskjaFERLIR hefur þegar skoðað og safnað upplýsingum um 440 sel eða selstöður á Reykjanesskaganum, yfir 90 fjárborgir, um 180 brunna og vatnsstæði, um 240 gamlar leiðir, 90 hlaðnar refagildrur, um 660 hella, skúta og fjárskjól, um 80 letursteina, um 90 hlaðnar réttir, um 25 skotbyrgi, um 230 sæluhús og sögulegar tóttir, um 25 hlaðnar vegavinnubúðir, um 190 sögulegar vörður auk vara, nausta, grenja o.fl. o.fl. o.fl. o.fl. á svæðinu. Margt hefur og uppgötvast við eftirgrennslan og skipulegar leitir. Allt myndar þetta heildir búskapar- og atvinnusögu svæðisins. Miklar upplýsingar hafa fengist frá áhugasömu og margfróðu fólki á Reykjanesi, sem hefur skráð, gefið út og/eða þekkir til staðanna. Er því sérstaklega þakkaður skilningurinn og alúðin við miðlun efnis. Þessa fólks verður alls getið ef og þegar „Bókin mikla – Reykjanesskinna“ kemur út.
Ef áhugasamir lesendur telja sig enn búa yfir upplýsingum um einstaka staði, sem ástæða er til að skoða, varðveita og skrá, eru þeir beðnir að hafa samband við netfangið ferlir@ferlir.is.
Handan

Ferlir

2007 – 12. maí (fyrsta daginn eftir lokadag – upprifjun);

Selatangar

Gengið um Selatanga á afmælishátíð Grindavíkur 2009.

FERLIR-001: Helgafell. Fyrsta FERLIRsferðin. Þátttakendur mættu og voru við öllu búnir. Takmarkið var að komast fyrstu ferðina – allt til enda. Þegar öllum lúnum, og sumum mjög þreyttum, hafði tekist það, loksins, var markmiðið sett á a.m.k. eitt hundrað ferðir um Reykjanesskagann með það fyrir augum að skoða hann svo til allan – næstu mánuðina.

FERLIR-100 – Ákveðið var að fara a.m.k. eitt hundrað FERLIRsferðir til viðbótar um Reykjanesskagann því ljóst var nú að mikið var enn óskoðað. Orðið þreyta var ekki lengur til í orðaforðanum. Öllum var nú meðvitað um að því meiri vitneskja sem fékkst því minna töldu þeir sig vita um svæðið.

Eldvörp

Í Eldvörpum.

FERLIR-200 – Ákveðið að reyna að halda áfram og freysta þess að komast yfir sem flestar minjar og sögulega staði á Reykjanesi áður en skósólarnir væru allir. Svolítill styrkur fékkst frá Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar til að skrá og ljósmynda minjar og minjastaði á Reykjanesi. Gerðar voru exel-skrár yfir helstu tegundir minja og gps-punktar þeirra skráðir. (Gps-tæki var fengið að láni hjá Jóni Svanþórssyni, ljósmyndavél hjá ónafngreindu fólki og ljósmyndarinn hverju sinni kostaði framköllun).

FERLIR-300 – Í ljós hafði komið að af ótrúlega miklu var af að taka. Listinn yfir óskoðuð svæði og áður fundnar, en týndar, og líklegar ófundnar minjar lengdist óðfluga. Ákveðið var að ganga a.m.k. eitt hundrað ferðir til viðbótar og reyna að “tæma” svæðið “ af „skráningarskyldum“ minjum.

Húshólmi

Boðið upp á veitingar í Húshólma.

FERLIR-400 – Skráning minja hafði gengi vel og ótrúlega margar minjar og minjastaðir fundist við “leitir” á einstökum svæðum. Til að varðveita samhengið var og ákveðið að rissa upp helstu minjasvæðin til varðveislu og sem hugsanleg gögn til varanlegri framtíðar. Í fyrstu umferð voru teiknuð upp um 100 svæði. Uppdrættirnir hafa verið varðveittir í Reykjanesskinnu, sem verður, um sinn a.m.k., einungis til í einu órafrænu eintaki.

FERLIR-500 – Þrátt fyrir að búið væri að ganga og fara yfir einstök svæði og skoða, leita og skilgreina, komu enn í ljós minjar, sem ekki hafði verið vitað um áður, s.s. garðar, refagildrur, gamla leiðir, borgir, fjárskjól, brunnar, vatnsstæði o.fl. Ákveðið var að halda áfram enn um sinn, en láta síðan staðar numið við FERLIR-600.

Njarðvíkursel

Innri-Njarðvíkursel.

FERLIR-600 – Ljóst var að ekki yrði komist yfir allt svæðið með það fyrir augum að skrá allt, sem þar væri að finna. Ákveðið var að fresta ferð nr. 600, fara beint í nr. 601, en beina athyglinni fyrst og fremst að áhugaverðustu svæðunum, s.s. í umdæmi Grindavíkur og Hafnarfjarðar, en önnur sveitarfélög á svæðinu hafa ekki sýnt fornum minjum sínum jafn mikinn áhuga og þau. Fyrir lá að hér var um mikil verðmæti til framtíðar að ræða. Áhugi á umhverfi, útivist og hreyfingu fóru greinilega stigvaxandi.

FERLIR-700 – Minjar og saga eru ekki einu auðævi Reykjanesskagans. Jarðfræði, umhverfi, dýralíf, flóra sem og annað er lítur að áhugaverðum útivistarmöguleikum á svæðinu er í rauninni ótæmandi ef vel er að gáð.

Grindavíkurvegur

Byrgi vegavinnumanna við Grindavíkurveg.

Svæðið nýtur nálægðar um 2/3 hluta þjóðarinnar, en þrátt fyrir það er það eitt hið vannýttasta á landinu. Mikill áhugi hefur verið á að reyn að „opinbera“ minjar, minjasvæði og forn mannvirki á Reykjanesi og gera þær aðgengilegar áhugsömu fólki. Í byrjun árs 2004 var afráðið að sækja um styrk úr Þjóðhátíðarsjóði, sem er í vörslu Seðlabanka Íslands, með það fyrir augum að leggja drög að slíkri „opinberun“, hvort sem væri með rafrænum hætti eða blaðrænum. Þann 9. júní 2004 barst tilkynning frá sjóðsstjórninni um að FERLIR hafi verið veittur umbeðinn styrkur. Nú verður ekki aftur snúið. Stefnt var að opinberri og birtingu uppsafnaðra upplýsinga og fróðleiks (sem birtist nú lesendum hér á vefsíðunni).

Og enn er haldið áfram – á meðan að einhverju er að stefna. Síðasta FERLIRsferðin var nr. 2021. Nú er stefnt að því að ferðirnar um Reykjanesskagann, fyrrum landnám Ingólfs, verði a.m.k. 3000 talsins…

Ferlir

Ferlir á ferð í Selvogi.

Sveifluháls

Tilgangur Ferðahóps rannsóknardeildar lögreglunnar í Reykjavík (FERLIR) var að stuðla að, undirbúa og skipuleggja sjálfbærar hollferðir starfsmanna á fæti um helgar um sumar (þ.e.a.s. þeirra sem ekki voru á helgarvöktum) – hlutaðeigendum að kostnaðarlausu.

Ferlir

Jóhann Davíðsson var við öllu búinn í fyrstu FERLIRsferðinni.

Þátttakendur gátu einnig verið aðstandendur í boði starfsfólks (konur og börn) og í vissum tilvikum skjólstæðingar, auk útvalinna lögfræðinga. (Þeir, sem eingöngu voru að sækjast eftir félagsskap hinna síðastnefndu voru hvattir til að nota tímann í eitthvað annað. Ekki var ætlunin að ræða um vinnuna). Þátttökufjöldinn takmarkaðist einungis við þungatakmarkanir Vegagerðarinnar á hverjum stað. Einu kröfurnar, sem gerðar voru til þátttakenda, voru að þeir gætu hreyft sig, haft áhuga á hreyfingu eða haft gaman að því að sjá aðra hreyfa sig. Þeir þurftu þó að koma sér sjálfir á upphafsreit. Ferðahraðinn réðst af yfirferð þess síðasta í hópnum. Áhersla var lögð á að halda hópinn, en ekki var sérstaklega fundið að viðsnúningi í undartekningartilvikum. Gott skap var nauðsynlegt sem og vilji til að reyna svolítið á sig. Gengið var annað hvort á laugardegi eða sunnudegi yfir sumarið – svo starfsmenn gætu slappað vel af fyrir og eftir göngur í vinnunni.

Ferlir

Vel úbúinn FERLIRsfélagi á leið í Brennisteinsfjöll.

Fyrsta gönguferðin var farin laugardaginn 29. apríl. (Fólk hafði þá sunnudaginn þann 30. til að jafna sig). Mæting var fyrir kl. 13:55 innan við gatnamótin (beygt til vinstri) að sumarbústöðunum (Litla-Hraun) við Sléttuhlíð af Kaldárselsvegi fyrir ofan Hafnarfjörð (og beygt til hægri hjá bleiku blöðrunni). Ekið var inn á nefndan Kaldárselsveg við kirkjugarðinn sunnan við Keflavíkurveg á móts við gatnamót Öldugötu, af Flóttamannavegi, áleiðis að Sléttuhlíð.

Búnaður þurfti einungis að vera góðir skór, létt og fitusnautt nesti, bitjárn og vasaljós, auk hlífðarfatnaðar (sem var sjaldgæfur í Hafnarfirði í þá daga). Gengið var sumarbústaðaveginn ofan Sléttuhlíðar, yfir á Kaldárselsveg, að Kaldá (tærasta vatnsbóli á Íslandi), yfir ána að rótum Helgafells (ca. 250 m hátt). Þaðan var fetað beint af augum upp norðurhlíðina.

Ferlir

FERLIRsfélagar hafa mætt mörgu áhugaverðu á ferðum sínum um Reykjanesskagann.

Andinn var dreginn í dalverpi eftir fyrstu 92 metrana og síðan haldið áfram suðuryfir og upp vesturhlíðina uns toppnum var náð. Þar gafst kostur á að njóta útsýnisins yfir svo til allt Stór-Hafnarfjarðarsvæðið og krota upphafsstafi sína í nærtækt móbergið með bitjárni. Eftir það var haldið niður aflíðandi austurhlíðina og yfir að Valabóli. Þar var áð við Músarhelli með útsýni yfir að Búrfelli og Mygludali. Þar var nestið dregið fram.

Ferlir

FERLIRsfélagar fóru um öll þau svæði er þá lysti – þrátt fyrir boð og bönn.

Frá Valabóli var gengið eftir gömlum vegarslóða í norður að hraunsprungu þar sem falinn er undir hrauninu u.þ.b. 100 metra langur hellir. Þeir, sem ekki höfðu þá þegar týnt vasaljósunum, gátu skoða sig þar lítillega um.

Urriðakotsdalur

Gengið um Efri-Urriðakotsdal (þar sem nú er golfvöllur).

Þá var gengið eftir gömlu Selvogsgötunni, framhjá Smyrlabúðum að Kershelli. Þeir sem enn höfðu eitthvert þrek gátu skoðað Lambshelli í u.þ.b. 300 metra fjarlægð. Eftir stutta dvöl við hellana var gengið að bílunum, sem þá voru í innan við 570 metra fjarlægð. Þangað var komið fyrr en seinna (enda nánast enginn mótvindur).

Þar sem þátttakan var bæði sæmileg og ágæt, var ákveðið að fara í fleiri slíkar sjálfbærar gönguferðir af og til um helgar um sumarið. Stefnt var m.a. að því að ganga á Þorbjörn (ca. 220 metra hátt) fyrir ofan Grindavík, horfa yfir þorpið og feta síðan niður Þjófagjá og yfir að Eldvörpum þar sem fyrir eru mannhlaðinn hraunbyrgi frá tímum Tyrkjaránins. Leiðsögumaður í þeirri för verðurSigurður Ágústsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn og formaður ferðanefndar rannsóknardeildar lögreglunnar í Grindavík (FERÐLEGIR).

Selvogsgata

Gengið um Selvogsgötu.

Ætlunin var og að ganga á Akrafjall fyrir utan Akranes undir leiðsögn. Þegar fólk væri komið í sæmilega þjálfun yrði e.t.v. gengið af Bláfjallavegi upp Grindarskörð (gömlu Selvogsgötuna) og litið á Tvíbolla eða Stóra-Bolla, gengið áfram með Draugahlíðum að brennisteinsnámunum, upp að Kistufelli og horft yfir Gullbringuna og Reykjanesið – sjáva á millum. (Hugsanlega yrði þá lögð lykkja á leiðina yfir á Kristjánsdalahorn til að kíkja niður í u.þ.b. 200 metra djúpan helli, sem þar er.)

Ferlir

Ferlir á Vatnsleysuströnd.

Tillaga kom fram að ganga frá Höskuldarvöllum á Keili. Þá var einnig stefnt að fjörugönguferð, t.d. um Straumsvík, Óttastaði og Lónakot sem og stungið var upp á göngu um Laugaveg að Lækjartorgi og áfram um og yfir gamla Grímstaðaholtið, þ.e.a.s. ef leiðsögumaður fengist til göngunnar.
Fleiri hugmyndir og tillögur komu fram um skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu, bæði um Hengilsvæðið, í Krýsuvík og á Reykjanesskaganum. Starfsfólk var hvatt til að skila inn tillögum. Farið yrði með þær sem trúnaðarmál þangað til þær yrðu auglýstar áhugasömum.

Framhaldið yrði undir þátttakendum komið. Tillit yrði ekki tekið til vilja einhverra varðandi fyrirkomulag gönguferðanna, en þeir myndu þó geta haft einhver áhrif á undirbúninginn, framkvæmdina og stemmninguna á hverjum tíma.

Helgafell

Á Helgafelli.

Ekki var um skyldumætingu að ræða og ekki var greidd aukavinna fyrir þátttökuna. Ekki einu sinni ferða- eða matarpeningar. Þátttakendur báru bæði ábyrgð á sjálfum sér og sínum birgðum. Eina ábyrgðin var tekin á góðu gönguveðri, a.m.k. í nágrenni Hafnarfjarðar. Þeir, sem missa máttu aukakílóin og höfðu gaman af að ferðast um torfærar slóðir, voru hvattir til að sýna gildandi jeppaeigendum hvernig fara mætti að því.

Í stuttu máli sagt – fyrsta FERLIRsgangan gekk að mestu eftir skv. framangreindri lýsingu. Hún tók 4 klst og 21 mínútu. Sól og blíða.

Sjá fleirri myndir frá fyrstur FERLIRsferðum.

-ÓSÁ skráði.

Ferlir

FERLIR á ferð um Selvog.

Ferlir

Gengið um Sveifluháls.

FERLIR

Frá upphafi hafa þeir þátttakendur FERLIRs, sem lokið hafa a.m.k. fimm ferðum áfallalítið eða sýnt af sér sérstaka hæfni, áræðni eða fundvísi geta hugsanlega fengið FERLIRshúfu því til staðfestingar.
FerlirHúfan hefur merkingu og á sér uppruna. Hún hefur þann eiginleika að aðlagast höfði viðkomandi. Í henni eru varnir og bjargir er bæði verja eigandann fyrir aðsteðjandi hættum og geta bjargað honum úr vanda, sem hann er þegar kominn í. Auk þess fylgja henni ótímasettar eldgosa- og jarðskjálftavarnir, en áhrifaríkust eru þeir eiginleikar hennar að geta gefið eigandanum kost á að sjá í myrkri – ef rétt er snúið.
Á fimmta tug manna og kvenna hafa þegar öðlast þessa viðurkenningu FERLIRs. Handhafarnir bera nú húfur sínar með stolti, enda eru þær til marks um einstaka hæfileika þeirra.

FERLIR

Laufhöfðavarða.

Til gamans má geta þess að tvær húfur, sem týndust, komu í leitirnar skömmu síðar. Aðra hafði eigandinn lagt frá sér í Brennisteinsfjöllum. Þremur dögum síðar var bankað upp á hjá honum og honum afhent húfan. Hina fann eigandinn á snaga í rakarastofu í borginni og uppgötvaði þá að húfunni hafði hann týnt á Bláfjallasvæðinu rúmri viku fyrr. Þriðja húfan týndist svo norðvestan við Einbúa, sunnan við Kastið, fyrir stuttu. Hennar er vænst í hús innan tíðar.
Lygilegasta sanna sagan er þó sú er segir af FERLIRsfélaganum, sem varð það á að stíga óvart með annan fótinn fram af snjóhengju á bjargbrún. Honum til happs náði hann að grípa í húfuderið og að hanga á því nógu lengi til að geta stigið skrefið til baka á fast. Síðan hefur hann jafnvel og sofið með húfuna – svona til öryggis…

Ferlir

Ólafur, bæjarstjóri Grindavíkur, í ferð með FERLIR á Háleyjum.

 

FERLIRsvefsíðan var á sínum tíma sett upp af vanefnum og -þekkingu á síkri tækni, en með aðstoð hjálpsamra fjögurra handa og tveggja skilningsríkra huga var fræinu sáð.

Dropinn

Stoðhola í skála í Ögmundarhrauni er hraunið í eldgosahrinunni 1151-1153 rann yfir byggð landsnámsfólks.

Morgunblaðið lagði þar m.a. tvær hendur á plóg, auk tveggja annarra Árna Torfasonar er hannaði vefsíðuna með tíu fingrum sem og stuðningi þáverandi bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, Ólafs Ólafssonar. FERLIRsvefsíðan hefur, þrátt fyrir góðan skilning margra, þurft að bregðast við aðstejandi vanda í umleitun stöðugrar þróunnar. Ótrúlegum fróðleik um afmarkað landssvæði hefur á skömmum tíma verið safnað á einn stað. Eitthvað sem fáum hefur áður tekist. En eitt er að leita uppi, vettvangsstaðfesta, skrá, ljósmynda, draga upp og safna efni inn á síðuna – og annað að viðhalda, uppfæra og skrá nýtt efni er varða nýjar uppgötvanir, upplýsingar, ábendingar og viðbætur um skrásett efni frá áhugasömum lesendum.

Ferlir

Þátttakandi í fyrstu FERLIRsferðinni, Jóhann Davíðsson, tilbúin í hvað sem er, enda aldrei að vita við hverju var að búast…

Nú eru liðinir a.m.k. kvart auk tveggja áratuga aukreitis frá upphafinu. Í nútímanum gera nokkur ár því miður (eða sem betur fer) tækin fljótt úrelt. Tíminn gerir því sífelldar kröfu um skjót og vakandi viðbrögð. FERLIR mun fagna endurnýjuðum áfanga þann 12. 01. 2009 n.k. kl. 12.01. Síðan mun smám saman taka ítrekuð par ár að uppfæra gamalt efni á nýjum vefsíðum.
Tilgangur upphafsins var einfaldur; að bjóða þaulsetnu skrifstofufólkinu upp á tilbreytingu er fælist í hreyfingu og hugeflingu. Málið er að þegar fólk, er felst til tiltekinna starfa, festist smám saman í hugarfari áráttu rannsóknanna. Stundum reynist mikilvægt að líta út fyrir „kassann“ og skoða aðra möguleika utan hans.

Göngur og  hreyfing um ókunnar slóðir efla jafnan hugarþelið; draga viðkomandi út úr hversdagsleikanum; gera honum kost á skoða og meta söguna á annan hátt með hliðsjón að verkefnum líðandi stundar.
Fólk, hvort það eru bankastjórar, alþingismenn, ráðherrar, forseti, læknir, skrifstofumaður, verkamaður/-kona eða hreingerningarmaður/-kona hefur alltaf gott af hollri hreyfingu út í því sögulega umhverfi sem forferður allra þeirra hafa alist upp við í gegnum tíðina…

Ferlir

FERLIRsfélagar á góðri stundu um jól við Rauðshelli.

 

Sveifluháls

FERLIR stóð upphaflega fyrir FErðahóp Rannsóknardeildar Lögreglunnar Í Reykjavík.

Í Gvendarhelli

Í Gvendarhelli (Arngrímshelli). Formaður Ferðafélags Grindavíkur, Erling Einarsson, skoðar aðstæður.

Áhugasamt lögreglufólk um útivist og hreyfingu frá hversdagsins önn, krefjandi rannsóknum og stuttum kyrrsetum þeirra á millum, tók sig saman árið 1999 og ákvað að líta svolítið í kringum sig – víttka sjóndeildarhringinn og kynnast betur sínu nærtækasta umhverfi. Umræðan um svonefnt „Burn out“; úti í heimi, nú túlkað sem „kulnun í starfi“, hafði þá verið til umræðu, án þess þó að njóta sérstakrar athygli annarra stétta hér á landi á þeim tíma. Reykjanesskaginn varð fyrir valinu, bæði vegna nálægðarinnar og ekki síður vegna lítils áhuga fólks almennt á því svæði (þótt undarlega megi teljast).

Ferlir

FERLIRsfélagar á göngu um Almenningsveginn á Vatnsleysuströnd í frábæru veðri.

Eftir að þátttakendur höfðu kynnt sér og rannsakað gaumgæfilega margvíslegar heimildir, -bæði gamlar og nýjar, skráðar og óskráðar – kom í ljós að Skaginn hafði upp á ótrúlega mikla fjölbreytni að bjóða.

Forn

Húshólmi – skáli.

Allt frá fornum minjum um búsetu frá upphafi norræns landsnáms til áþreifanlegrar atvinnuþróunarsögu frá fornöld til vorra tíma, þjóðsagnakennda staði, fornar þjóðleiðir, stórkostlega og síbreytilega náttúrufegurð, tímasetta jarðsögu, fjölbreytta flóru og fánu, sendnar strandir jafnt sem rísandi björg, magnþrungið brim, langa fjallgarða, formfagur fjöll, gróna dali, tifandi læki, fjölskrúðug jarðhitasvæði og svo mætti lengi telja.

Ferlir

FERLIRsfélaga á göngu um ofanverð Hraunin í frábæru veðri.

Til að gera alllanga sögu mjög stutta er rétt að nefna að þegar hafa verið farnar rúmlega 3300 gönguferðir um Reykjanesskagann, sem markast af hinu forna landnámi Ingólfs, vestan línu milli Hvalfjarðarbotns og Ölfusárárósa.

Ferlir

Ferlir á ferð um vetur á Sveifluhálsi.

Hópurinn, breytilegur frá einum tíma til annars, hefur notið leiðsagnar frábærs fólks, sem miðlar hefur fróðleik og sértæka vitneskju um einstök svæði. Því fólki verður seint fullþakkað fyrir móttökurnar.

Ferð

Undirbúningur næstu ferðar.

Auk texta má sjá fjölda mynda og uppdrætti af yfir 200 minjasvæðum. Margt mjög áhugasamt fólk hefur verið með í ferðum. Sumt af því hafði áður skoðað og skráð upplýsingar á afmörkuðum svæðum. Þátttaka þess hefur gert hópnum kleift að auka víðsýnið og fræðast um ýmislegt það, sem áður virtist óþekkt. Við leitir hefur hópurinn fundið áður óþekktar minjar og staðsett aðrar, sem heimildir voru um en virtust týndar. Alls staðar, þar sem bankað hefur verið að dyrum, hefur hópnum verið mjög vel tekið.

Ferlir

Reynir Sveinsson miðlar fróðleik við Hvalsneskirkju.

Þátttakendur hafa einnig átt frábært samstarf við ágæta fulltrúa Hellarannsóknarfélagsins, Ferðamálafélags Grindavíkur, kirkjuverði, skólastjórnendur, innfædda leiðsögumenn og margra fleiri á ferðum sínum. Sem dæmi má nefna að bæjarstjórinn í Grindavík. Ólafur Ólafsson, var sérstaklega áhugasamur um sitt umdæmi og mætt í margar ferðir er farnar voru innan umdæmisins.

Uppgötvanir

Í hellinum FERLIR í Brennisteinsfjölum.

Verður það að teljast einkar virðingarvert því talsverður tími hefur farið í ferðir um það víðfeðma umdæmi. Safnað hefur verið miklum fróðleik um Skagann, skráðir GPS-punktar á minjar, hella, skúta, sel og annað er merkilegt hefur þótt. Þá hafa einstök minjasvæði, s.s. Gömlu Hafnir, Húshólmi, Selatangar, Krýsuvík, Selalda, Strandarhæð, Kaldársel o.fl. staðir verið dregin upp skv. lýsingum eldra fólks, en fróðleiksmiðlun þess verður seint metin að verðleikum.

Selatangar

FERLIRsfélagar á Selatöngum.

Ágætt samstarf var við Örnefnastofnun á meðan hún var og hét. Naut stofnunin góðs að því með því að fá afrit af örnefnakortum er gjörð voru. Viðtöl hafa og verið tekin við fólk, sem enn man hvaða minjar voru hvar og hvað var gert á hverjum stað.
Afraksturinn má nú sjá hér á vefsíðunni… 

Ganga

Gengið um Sveifluháls – í frábæru veðri.

Grindavík

Tillaga að nokkrum stuttum gönguleiðum í umdæmi Grindavíkur:

Staðarhverfi

Staðarhverfi – kort ÓSÁ.

a. Staðarhverfi; Kóngsverslunin – Staður – Stóra-Gerði – Staðarvör – Staðarbrunnur – Hvirflar
b. Stóra-Bót: Virkið – Skyggnir – Junkaragerði – Fornavör – Sjávargatan – Járngerðardys
c. Sundvörðuhraun; “Tyrkjabyrgi” – “útilegumannahellir”
d. Eldvörp; jarðfræði – klepragígar – fagurt landslag – hrauntröð
e. Þorbjörn; Ræningjagjá – Camp Vail – Baðsvellir – Gálgaklettar
f. Hópsnes; Hóp – sjóbúðir – Sigga – skipsströnd

Þórkötlustaðanes

Sögu- og minjaskilti í Þórkötlustaðanesi – ÓSÁ.

g. Þórkötlustaðanes; Strýthólahraun – fiskibyrgi – Leiftrunarhóll – saga útgerðar á fyrri huta 20. aldar – tilfærsa byggðar – minjar ískofa – lifrabræðsla – spil – fjaran
h. Þórkötlustaðahverfi; Buðlunga – Klöpp – Slokahraun – þurrkgarðar – byrgi – varir
i. Hraun; dys – Gamlibrunnur – kapella – krossrefagildra – Guðbjargarhellir– forn skírnarfontur – Hraunssandur
j. Vatnaheiði; K9 – Skógfellavegur – vatnsstæði – myllusteinagerð – hellir (skjól fyrir Tyrkjum)

Húshólmi

Gamla Krýsuvík í Húshólma – uppdráttur ÓSÁ.

k. Hópsheiði; Jónshellir – Skógfellavegur – Gálgaklettar – Eldborgir
l. Arnarseturshraun; Arnarseturshellir – vegavinnubúðir – Dollan – Kubbur – Hestshellir – Hnappur
m. Skipsstígur; Dýrfinnuhellir – Gíslhellir – forn þjóðleið – Rauðhóll
n. Ísólfsskáli; Hrauntangi – þurrkgarðar – byrgi – Hraunsnes – Rekagata
o. Selatangar; forn verstöð byrgi – hús – garðar – refagildrur – Katlahraun – fjárskjól
p. Húshólmi; fornar minjar – garðar – selstaða – fjárborg – grafreitur
q. Litlahraun; selstaða – rétt – fjárskjól – tóftir
r. Klofningar; Argrímshellir (Gvendarhellir) – Bálkahellir
s. Seljabót; Herdísarvíkursel – gerði – Keflavík – Bergsendar

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Ferlir

Eftirfarandi er hugmynd, sem fæddist nýlega í einni FERLIRsgöngunni. Hún er áhugaverð, bæði fyrir íbúa höfðuborgarsvæðisins og aðra, en engu að síður fyrir aðila ferðaþjónustunnar á Reykjanesskaganum.

Búrfellsgjá

FERLIRsfélagar í Búrsfellsgjá; Jóhann Davíðsson og Björn Ágúst Einarsson. Ágúst Einarsson.

Hugur felst í að gera eitthvað óhefðbundið, en hagkvæmt í sumafríinu; að breyta íbúðinni tímabundið í sumarbústað og gerast ferðamaður á heimaslóðum, skoða dagblöðin og Netið, sjá hvað er í boði og nýta sér það. Sú athugun kæmi áreiðanlega mörgum á óvart og víst má telja, þótt einhver vildi leggja sig allan fram við að komast yfir sem mest, að hann kæmist hann aldrei yfir allt, sem í boði er. Hægt er að spássera um einstök útivistarsvæði með bakpoka, skoða söfn eða kirkjur, kíkja í búðir (oft töluð útlenska), sóla sig á ströndinni með Cervaza (víða fallegar sandstrandir) eða jafnvel taka fram gönguskóna, útbúa nesti og halda á vit náttúrunnar og sögulegra minja skammt utan við byggðina. Allt er þetta meira og minna ókeypis (nema kannski nestið). Hagnaðinum er hægt að verja til að kaupa eitthvað sérstakt í nágrannabyggðalögunum eða jafnvel nýta í eitthvað þarf síðar.

Lambafellsklofi

Í Lambafellsklofa.

Upplandið býður upp á falleg fjöll, dali, strandbjörg, eldborgir og hrauntraðir. Gróður er fjölbreytilegur (um 400 tegundir mosa) og landnemaplöntur á hverju strái.

Með því að skoða FERLIRssíðuna gætu vaknað hugmyndir um ferðir eða leiðir, sem hægt væri að nýta í þessu nýstárlega sumarfríi. Og ekki er verra að geta sofið í rúminu sínu á milli „ferðalaga“.

Til að komast að fallegum og fjölbreytilegum göngusvæðum þarf ekki að aka nema í innan við klukkustund (í mesta lagi) og þess vegna er hægt að nýta daginn vel. Einnig er hægt að breyta til og taka strætisvagn eða rútu á milli svæða eða byggðalaga.
Minna má á að bjart er svo til allan sólarhringinn og því hægt að njóta útiverunnar bæði vel og lengi hverju sinni. Fuglasöngur er ríkjandi, en umferðarniðurinn víkjandi. Og svo er ekkert sem mælir á móti því að setjast bara niður á fallegum stað, njóta umhverfisins og hvílast.

Arnarvatn

Arnarvatn á Sveifluhálsi.

Þeir, sem best þekkja til, segja að á Reykjanesskaganum sé alltaf sól (reyndar er hún stundum á bak við skýin) og syðst á honum komi ferskt ónotað súrefnið fyrst hér að landi í öllum góðum áttum.
Með þessu fyrirkomulagi er hægt að gera góðar áætlanir með stuttum fyrirvara og fátt ætti að vera því til fyrirstöðu að þær geti gengið eftir.
Njótið sumarsins, afslöppuð og upplýst, í fallegu umhverfi Reykjanesskagans (skrifað árið 2004).

Sogin

Horft yfir Sogin.

Snorri

Gengnar FERLIRsferðir um Reykjanesið eru nú um 3200 talsins. Hver ferð hefur að jafnaði verið 7 km. Skv. því hafa verið farnir 20. 700 km eða sem nemur u.þ.b. nokkrum hringferðum í kringum landið. Í þessum ferðum hafa verið skoðaðar:

Ferlir

Í hellinum FERLIR í Brennisteinshellum.

-90 fjárborgir,
-120 brunnar og vatnsstæði,
-283 gamlar göngu- og þjóðleiðir,
-60 greni,
-603 hellar og skútar,
-83 letursteinar,
-68 hlaðnar refagildrur,
-92 gamlar réttir,
-401 sel og nálæg mannvirki,
-32 skotbyrgi,
-193 sæluhús og sérstakar tóttir,
-23 vegavinnubúðir,
-17 vitar,
-320 vörður á sögulegum stöðum,

auk eldvarpa, eldgíga, gosrása, dala, fjalla, hóla, hæða, vatna, stranda, gjáa, hvera, gróðurs, hrauna, móa, mela, dysja, gatna, stíga, brúa, stekkja, kvía, vara, byrgja, nausta, sjóbúða, flóra og annarra mannvirka eða sögulegra staða.

Urriðakotsdalur

Gengið um Efri-Urriðakotsdal (þar sem nú er golfvöllur)

Ef gert er ráð fyrir að sérhver göngumanna hafi náð af sér um 0.5 kg í hverri ferð ætti 80 kg maður nú að hafa lést um 850 kg. Af því mætti draga þá ályktun að þeir, sem oftast hafa gengið, væru nú horfnir með öllu. En sem betur fer er það nú ekki svo. Þeir hinir sömu hafa fengið tækifæri til að næra sig á milli ferða og þannig tekist að vega upp þyngdartapið, en auk þess njóta þeir að einhverju leyti aukinna vistmuna, meiri vöðvabyggingar, efldrar notadrjúgrar þekkingar sem og aukins skilnings á landi og þjóð sem hverjum og einum er svo mikilvægur til enn meiri þroska og viðurværis. Með lögjöfnun má því segja að þeir, sem ekki hafa tekið þátt í FERLIRsgöngum, séu nú þeim fátækari því þær hafa hingað til ekki kostað þátttakendur neitt annað en milliferðir.

Húsfell - refagildra

Refagildra ofan við Húsfell.