Seltún

Í bókinni „Auður úr iðrum jarðar“ skrifar Sveinn Þórðarson m.a. um Brennisteinsnám í Krýsuvík og víðar.
Seltun-22„Brennisteinn hefur fyrir víst verið fluttur héðan á tóftu öld og út allar miðaldir..:“ Í Árna sögu biskups er vikið að brennisteins-útflutningi eftir fall þjóðveldisins 1262-64. Þar kemur fram að konungur vill nú einkarétt til brennisteinskaupa en áður hafi erkibiskupinn í Niðarósi mátt kaupa hér „frjálslega brennustein og fálka“. Erkibiskup beitti sér gegn þessu áformi konungs og urðu lyktir þær að kirkjan fékk tíund af þeim brennisteini sem fluttur var til Noregs. Engar hömlur virðast hins vegar hafa verið lagðar á það hér á miðöldum að menn græfu sjálfir eftir brennisteini og seldu hann hverjum sem kaupa vildi…
Suðvestanlands, í Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum, var grafið eftir brennisteini en í mun minna mæli en fyrir norðan.
Seltun-23Brennisteinn var notaður í hernaði til þess að búa til gríska eldinn sem svo kallðaðist en honum var meðal annars varpað á skip til að kveikja í þeim. Þá var brennisteinn notaður til þess að gera herbrest en honum var ætlað að skjóta óvinum skelk í bringu.
Þegar farið var að nota brennistein til púrgerðar á Norðurlöndum á fimmtándu öld er líklegt að ásókn í brennistein frá Íslandi hafi aukist. Styrjaldi í Evrópu, til dæmis hundraðárastríðið, jók vitaskuld eftirspurnina og hann varð arðvænleg verslunarvara. Enskir kaupmenn keyptu brennistein sem fluttur var landleiðina úr Mývatnssveit að Straumi við Hafnarfjörð. Þjóðverjar keyptu líka talsvert af honum af Íslendingum. Þegar Kristján III (1534-1559) var á dögum reyndi hann að herja út lán hjá Englandskonungi. Var þá um það rætt að Seltun-28veðsetja Ísland og Færeyjar fyrir láninu.
Til þess að gylla Ísland fyrir Englendingum var tekið fram að hér væri gnægð af brennisteini.
Friðrik II (1559-1588) hafði úti öll net og öngla til að hafa sem mestar tekjur af landinu enda runnu þær óskiptar í fjárhirslu hans. Hann áskildi sér einkarétt á brennisteinstekju árið 1561 og lét lengi upp frá því reka brennisteinsnám og verslun með brennistein á sinn kostnað. Lýsi var notað til þess að hreinsa brennisteininn. Konungur tók sér því einkarétt til lýsisikaupa bæði norðan- og sunnanlands og einnig í Noregi 1562…

Seltun-24

Gísli Magnússon, Vísi-Gísli, hafði einkaleyfi til brennisteinstekju um hríð eða frá 1647. Hann missti einkalyfi sitt í hendurnar á auðugum, flæmskum kaupmanni, sem var lánadrottinn Danakonunga árið 1665. Þriðja einkaleyfið var veitt tveim Þjóðverjum árið 1724, en þeir máttu einungis flytja brennisteininn til Danmerkur eða Noregs. Hreinsistöð var reist í Kaupmannahöfn. Sú hreinsistöð var starfrækt til ársins 1729.
Þegar Innréttingar Skúla Magnússonar voru stofnaðar um miðja átjándu öld var komið upp húsi í Krýsuvík árið 1753 til að vinna brennistein á Íslandi. Erfiðlega mun hafa borið við að selja brennisteininn þrátt fyrir að verðinu væri í hóf stillt. Því var það að Norðmaðurinn Ole Hencel var sendur hingað til lands sumarið 1775, en hann var nemandi við námuskólan í Kóngsbergi. skyldi hann meðal annars skoða námurnar norður í landi og í Krýsuvík en þá hafði raunar ekki verið grafið eftir brennisteini þar um alllangt skeið eða frá 1764. enn fremur skyldi hann kynna sér aðferðir sem notaðar voru við brennisteinsnámið og hreinsunina og gera tillögur um úrbætur ef þurfa þætti.

seltun-25

Hreinsunin fór í stuttu máli fram þannig að lýsi var hellt í járnpott þegar brennisteinninn var að því kominn að bráðna og því hrært saman við hann en allur leir blandaðist lýsinu og flaut ofan á. Þegar brennisteinninn var þunnbráðinn var lýsið fleytt ofan af ásamt óhreinindunum og var til þess notuð járnskólfa með götum. Þá var brennisteinninum ausið í gegnum sáld í trémót. Þess var gætt að þau væru gegnsósa af vatni til þess að brennisteinninn festist ekki í þeim.

seltun-26

Hneckel lagði til að brennisteinninn yrði þveginn með vatni, en til þess þurfti annan útbúnað, semhann teiknaði upp. Slíkur búnaður var algengur í námum þar sem grafið var eftir málmsandi.
Sumarið 1812 fór Englendingurinn John Parker til Krýsuvíkur. Undirrót ferðarinnar var stríð bandamanna við Frakka. Árið 1858 keypti breskur plantekrueigandi í Vestur-Indíum, Joseph William Bushby, brennisteinsnámurnar í Krýsuvík af Sigurði Sigurðssyni á Stórahrauni og Sveini Eiríkssyni bónda í Krýsuvík „við afarverði“, eða á 1.400 ríkisdali. 

seltun-27

Bushby hóf þegar að grafa og afla brennisteins og lagði út í mikla fjárfestingar. Hélt hann námurekstrinum áfram tvö sumur en kostnaðurinn við að flytja brennisteininn óhreinsaðan á klyfjahestum til Hafnarfjarðar reyndist mikill svo að eftirtekjan varð rýr. Eftir það fara engar sögur af brennisteinsnámi á hans vegum.
Dr. E.W. Perkins gerði sér ferð til Íslands sumarið 1868 þeirra erinda að skoða og kanna brennisteinsnámurnar í Krýsuvík. Hann hvarf síðan af landi brott en kom aftur umhaustið ásamt tveimur löndums ínum. Hafði þá verið stofnað félag í London, „Krísikrbrennisteinsfélagið“, sem hafði „keypt“ námurnar af Bushby samkvæmt því sem segir í Þjóðólfi. Hið rétta er að tveir Bretar, Goeorge Seymour og farðir hans, tóku námurnar á leigu til 14 ára.

Seltun-29

Oddur V. Gíslason var ráðinn verkstjóri við brennisteinsgröftinn sem hófst þá um veturinn. Þennan vetur, 1868-1869, voru tíu og stundum yfir tuttugu manns við brennisteinsgröft í Krýsuvík. Grafnar voru upp 650 lestir af óhreinsuðum brennisteini en gert var ráð fyrir að úr honum mætti vinna ríflega 100 lestir af hreinsuðum brennisteini. Skömmu fyrir jól 1870 fórst skip á leið til landsins á þeirra vegum undir Eyjafjöllum og fara engar sögur af frekara brennisteinsnámi þeirra í Krýsuvík eftir það.
Árið 1872 er getið um Bretann George Thome við brennisteinsgröft í Krýsuvík ásamt bræðrum sínum.
Seltun-30Thomas George Paterson, málafærslumaður frá Edinborg, tók námurnar í Krýsuvík á leigu 1876. Um vorið árið eftir kom til landsins bróðir hans, efnafræðingurinn William Gilbert Spence Paterson, og „útreiknaði brennisteinsjörðina í „Krýsivík“. Ári síðar var stofnað félag, Brennisteinsfélag Krýsuvíkur, sem síðar hlaut nafnið Hið íslenska brennisteins- og kopafélag. Enn var nýtt félag stofnað, Bórax-félagið árið 1882, en forsprakki beggja þessara félaga var Paterson í Edinborg.
Svo hagaði til í Krýsuvík þegar hér var komið við sögu að lítið var orðið eftir af brennisteini ofanjarðar þar sem auðvelt var að ná í hann. Því urðu menn að færa sig ofar í fjallshlíðina og grafa eftir honum þar.
Til þess að koma honum niður eftir var útbúinn rennustokkur og undir hann Seltun-31brugðið krosstrjám. Fyrst var brennisteininum mokað í hann ásamt leir og öðrum óhreinindum. Eftir stokknum rann vatn sem bar brennisteininn með sér. Neðar höfðu verið myndaðir stíflupollar sem öllu var hleypt í, vatninu, brennisteininum og því sem kom upp með honum. Þegar fyrsti pollurinn var orðinn fullur var látið renna í hinn næsta og þannig koll af kolli. Brennisteinninn settist á botninn og þegar búið var að hleypa úr vatninu var honum mokað upp á handbörur og borinn burt.
Brennisteinninn var fluttur á hestum til Hafnargjarðar og geymdur þar uns hægt var að flytja hann úr landi. Í lestunum voru 70-80 burðarklárar. Tveir bátasmiðir frá Skotlandi voru fengnir til þess að smíða stóran bát til þess að flytja brennistein frá námunum yfir Kleifarvatn árið 1870 en leiðin til Hafnarfjarðar eftir Ketilsstíg vestur yfir Sveifluháls var vafalaust ógreiðfær hestum með klyfjar. Við norðurenda vatnsins voru reistir tveir „járnskúrar“ eins og þeir voru kallaðir, að öllum líkindum sem geymslur, og einnig var byggt geymsluhús í Hafnarfirði.
Á námusvæðinu í Krýsuvík voru reist tvö hús og voru bæði klædd bárujárni. Hið sama á líklega við skúrinn við Kleifarvatn. Munu þetta hafa verið fyrstu bárujárnshúsin á Íslandi.
Ofangreindum framkvæmdum mun að mestu hafa verið lokið um mitt ár 1880. Þá um sumarið auglýsti Spence Paterson ýmsan varning til sölu tengdum námugröftinum.“
Í fornleifaskráningu svæðisins kemur m.a. fram að „engar sýnilegar minjar sé að finna við Seltún frá brennisteinsvinnslunni“ og að námuhúsin framangreindi hafi verið „þar sem nú er bílastæði“. Hvorutveggja er rangt. Námuhúsin stóðu á Seltúnsbarði. Auk þess má sjá minjar bæði norðan við Kleifarvatn og undir Baðstofu vestan Hveradals. Steinsteypuminjar og tréþil í Seltúnslæknum neðan þjóðvegar eru minjar borunar á svæðinu eftir heitu vatni um miðja síðustu öld.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín. 

Heimild:
-Sveinn Þórðarson, Auður úr iðrum jarðar, saga hitaveitna og jarðhitanýtingar á Íslandi, XII. bindi, Reykjavík 1998, bls. 113-127.
-Frank Ponzi, Ísland fyrir aldamót, 1995.
-Fornleifaskráning fyrir Krýsuvík og Trölladyngju, 2008.

Seltún

Seltún – ljósmynd Sigfúsar Eymundssonar 1882. Aðstaða brennisteinsvinnsumanna.

Selsvellir

Sel á Reykjanesskaganum eru í sumu frábrugðin seljum annars staðar á landinu. Víða utan þess voru þau oft höfð upp til dala eða upp undir hlíðum fjarri bæjum. Flest seljanna á Reykjanesi eru u.þ.b. í einnar til tveggja klukkustunda göngufjarlægð frá bænum, sem þau voru frá. Það var talið til kosta að hafa fjarlægðina ekki of mikla eins og t.d. í Grindavíkurselin á Selsvöllum.

Baðsvellir

Sel á Baðsvöllum.

Yfirleitt voru selin í útjaðri jarðanna eða í óskiptu landi þar sem annað hvort var sæmilegt vatnsstæði eða brunnur. Flest seljanna eru norðvestan til undir hæð eða brekku í skjóli fyrir ríkjandi rigningarátt, þ.e. suðaustanáttinni. Má í því sambandi nefna Oddafellselin, Hvassahraunsselið, Flekkuvíkurselið, Fornasel (Litlasel), Nýjasel, Brunnastaðasel, Gjásel og Arahnúkasel. Yfirleitt hafa selstóftirnar sömu einkenni og önnur sel á landinu, þ.e. samliggjandi baðstofu og búr, en eldhúsið sér. Í mörgum seljanna má sjá misgamlar tóftir, s.s. á Selsvöllum og í Hraunsseli vestan við Núpshlíðarhás. Hið síðarnefnda lagðist reyndar af síðast selja á Reykjanesi, eða árið 1914. Í lýsingu Þorvaldar Thorodsen um ferð hans um Suðurland árið 1883 virðist Hraunssel og Selsvallaselin þá þegar hafa verið aflögð. Þau gætu þó hafa verið endurreist síðar sbr. skrif Guðrúnar Ólafsdóttur um Grindavíkurselin.

Selsvellir

Selsvellir – Uppdráttur ÓSÁ.

Í Andvara, tímariti Hins ísl. þjóðvinafélags, 1884, er sagt frá ferðum á Suðurlandi sumarið 1883 eftir Þorvald Thoroddsen, bls. 48. Þar segir m.a.: “Komum við fyrst að Hraunsseli; það er nú í rústum… Selsvellir eru stórar grassléttur norður með hálsinum… Þar hefir áður verið sel frá Stað í Grindavík, en er nú af tekið; nú hafa menn þar nokkurs konar afrétt…”.

Vindássel

Vindássel í Selvogsheiði – Uppdráttur ÓSÁ.

Áður hefur verið minnst á skrif Geirs Bachmanns í Lýsingu Grindavíkursóknar 1840-41 þar sem hann segir bæi í Grindavík þá hafa selstöður á Selsvöllum. Í Lýsingu Árna Helgasonar á Garðaprestakalli 1842 kemur fram að Garðar hafi haft “pening í seli til 1832”. Önnur sel þar hafi verið aflögð fyrir meira en hálfri öld.

Í “Frásögur um Fornaldaleifar”, útg. af Stofnun Árna Magnússonar, 1983, eru birtar skýrslur presta o.fl. af íslenskum fornminjum til dönsku fornleifanefndarinnar á árunum 1817-1823 . Hvorki er minnst á sel í Gullbringu- og Kjósarsýslu né í Árnessýslu (Ölfusi) í skrifum til nefndarinnar. Bendir það til þess að selin hafi þá verið í “eðlilegri” notkun á þeim tíma, nýlega aflögð eða að þau sel, sem vitað var um, en lagst af, hafi ekki verið það gömul að þau hafi talist til fornminja. Hafi svo verið getur ein skýringin verið sú að búsetuminjar eða minjar tengdar atvinnuháttum hafi ekki verið taldar til fornleifa, enda var lítið skrifað um slíkt til nefndarinnar. Hafa ber í huga að sel geta hafa lagst af um tíma, en síðan verið endurreist um sinn.

Hraunssel

Hraunssel.

En af framangreindum gögnum að dæma virðist selbúskapur á Reykjanesi að mestu hafa lagst af um og eftir miðja 19. öld; fyrr í Garðasókn en t.d. í Grindavíkursókn þar sem hann tíðkaðist enn um 1840, en selin verið í rústum árið 1883 þegar Þorvald Thoroddsen var þar á ferð. Ef taka á mið af núverandi tóftum selja á Reykjanesi eru þau líka að sjá heillegastar á Selsvöllum og í Þrengslum (Hraunssel). Einnig í Vífilsstaðaseli og Herdísarvíkurseli, Knarrarnesseli, Brunnastaðaseli og Straumsseli. Hins vegar eru seltóftir í Selvogsheiði og í Hafnaheiði greinilega mun eldri. Þá má sjá enn eldri tóftir innan um nýrri sel, s.s. Fornasel við Brunntorfur, Lónakotssel, Fornasel (Litlasel), Hlöðunessel, Baðsvallasel og Selöldusel.

Vindássel

Vindássel í Kjós.

Tóftir seljanna eru greinilega misgamlar. Ekki er vitað til þess að þær hafi verið aldursgreindar, en þó hefur Bjarni Einarsson, fornleifafræðingur, grafið í Fornasel vestan við Brunntorfur og taldi hann af niðurstöðum kolefnamælinga að dæma að það sel væri frá 14. eða 15. öld.

Við þessi gömlu sel eru yfirleitt hlaðnir tvöfaldir stekkir og einfaldar kvíar. Vatnsstæðin eru í hraunskálum eða á klapparhólum. Nokkur dæmi eru um allnokkur sel þar sem frá varð að hverfa fyrr en ætlað var vegna vatnsskorts. Lækir eru fáir á landssvæðinu. Auk Selsvallalækjar er lækur í Króksmýri norðan Vigdísavallar, á Bleikingsvöllum suðaustan þeirra, í Sogunum sunnan Trölladyngju, Kaldá við Kaldársel og síðan Vestri- og Eystri-lækur í Krýsuvík. Sumstaðar er þó stutt í lítil vötn í gígum og skálum. Annars staðar var erfiðara um slíkt, s.s. í Lónakotsseli og í seljunum í Vatnsleysustrandarheiðinni. Aðstæður gætu þó hafa breyst frá því sem áður var.

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel.

Þannig er t.d. sagt frá læk og jafnvel fossi fram af Stóru Aragjá ofan við hið sérstaka Gjásel. Það er sérstakt af því leyti að í því eru 7-8 samliggjandi raðhús í svo til beinni röð. Tveir stekkir eru við selið, en þeir gefa oft til kynna fjölda selja á hverjum stað. Þannig eru sel frá þremur bæjum í Brunnastaðaseli, fjögur í Knarrarnesseli, tvö í Flekkuvíkurseli. Selin á Selsvöllum hafa nokkra sérstöðu því þar munu hafa verið sel frá svo til öllum Grindavíkurbæjunum eftir að Baðsvallaselið norðan Þorbjarnarfells lagðist af vegna ofbeitar. Þar má sjá tóttir a.m.k. þriggja selja. Við mörg seljanna, einkum hraunsseljanna, eru fjárskjól með fyrirhleðslum, stundum fleiri en eitt, s.s. í Óttarstaðaseli og Straumsseli. Stundum eru skjólin nokkuð frá seljunum, s.s. fjárskjólið í Brunntorfum, en það hefur líklega upphaflega verið frá Fornaseli ofan við Gjásel.

Litla-BotnsselEnn eitt einkenni selja á Reykjanesi er nálægð fjárborga og/eða fjárskjóla. Eftir skoðun á yfir 70 fjárborgum á svæðinu er að sjá sem sumar þeirra séu beinlínis byggðar með afstöðu seljanna í huga, s.s. Djúpudalaborgin í Selvogi. Hún er í nálægð við Nesselið austan við Hellisþúfu, auk þess sem efst í Hnúkunum hafa fundist tóftir, sem líklegast hafa verið fornt sel. Þær hafa ekki verið rannsakaðar og hafa reyndar hvorki verið skráðar né er þeirra getið í örnefnalýsingum. Við þær tóftir er hol hraunbóla, hraunsskúti, sem notaður hefur verið til skjóls eða annarra þarfa. Þannig háttar einnig til við Litlalandssel ofan við Ölfus. Hellar hafa víða og verið nýttir til skjóls, en selin norðaustan við Vörðufell ofan við Strandarhæð, sem greinilega eru mjög gömul, t.d. Eimuból (sel Selvogsmanna voru gjarnan nefnd ból, sbr. Þorkelsgerðisból og Bjarnastaðaból nestan undir Hnúkum). Í því er hlaðinn stekkur inni í víðri hraunrás. Skammt vestar eru tóftir og miklar niðurgönguhleðslur við stóran hraunhelli. Innst í hellissalnum er aðeins eitt bein, en annars er ekkert annað á sléttu gólfinu.

Minjar í Selvogsheiði.

Merkilegur hellir, sem Guðmundur Brynjar Þorsteinsson frá Þorlákshöfn fann nýlega, hefur gengið undir nafninu “Bólið”. Alls óljóst er til hverra nota hann var eða ætlaður. Tóftirnar við hellinn eru heldur ekki til í örnefnalýsingum svo vitað sé. Sama á við tóft við gömlu Selvogsgötuna á milli Strandardals og Strandarhæðar. Þar er tóft og hlaðinn stekkur. Einnig suðaustan undir Svörtubjörgum. Þar er greinilegt sel með nokkrum rústum, löngum stekk, kví og fjárskjóli. Inni í því eru hleðslur. Reyndar hefur Selvogsheiðin lítt verið könnuð með tilliti til hugsanlegra fornleifa.

Staðarsel

Staðarsel.

Þórarinn bóndi Snorrason á Vogsósum taldi að selið undir Svörtubjörgum hafi heitið Staðarsel og verið fráfærusel þar sem lömbin voru færð frá og aðskilin frá ánum. Hann mundi þá ekki eftir því fyrr en farið var að spyrja hann um rústirnar, sem sumar eru mjög vel greinilegar. Líklegra er að þarna sé annað hvort komið sel frá Strönd, “Strandarsel”, því bæði hefur það verið í landi kirkjujarðarinnar Strandar og auk þess hefur það verið allveglegt á meðan var, eða frá landnámsbænum Hlíð við Hlíðarvatn, sem er þarna nokkru vestar. Vestan við selið eru a.m.k. þrjár fjárborgir; Hlíðarborg, Valgarðsborg og Borgarskarðsborg. Sunnan þeirra er Vogsósasel og vestan þess “Borgirnar þrjár”; þ.e. þrjár hlaðnar fjárborgir á hól skammt austan Hlíðarvatns. Við Eimuból má sjá tóftir Vindássels, en enn austar eru Þorkelsgerðisból og Bjarnastaðaból, hvorutveggja vegleg sel með mörgum tóftum. Þegar leitað var að síðastnefndu seljunum var farið eftir örnefnaskrám úr Ölfusi og ábendingum fróðra manna, s.s. Kristófers Bjarnasonar, kirkjuvarðar í Strandarkirkju, en samkæmt því átti Bjarnastaðasel að vera skammt frá klöppinni “Fótalaus”, þar sem klappað er LM (landamerki) Ness og Bjarnastaða. Selið er hins vegar mun ofar undir Hnúkabrekkunum og er Þorkelsgerðisból þar skammt (10 mín) vestsuðvestar.

Fornaselsstígur

Fornasels og Gjálselsstígur.

Við Kaldársel eru nokkrir fjárhellar og hlaðinn bálkur í einum þeirra. Í Setbergsseli er fjárhellir með mikilli hleðslu og skiptir önnur honum í tvennt. Að sunnanverðu var Hamarskotssel um tíma. Við Brunnastaðasel er hlaðin kví í gróinni gjá og er hún ennþá nokkuð heilleg. Séstæðastar eru hleðslur niðri í stóra hraunbólu vestan Hellishæðar, sem fyrr voru nefndar. Við munnan er tótt og aðrar skammt austar. Þar eru og hleðslur fyrir hraunrásir. Skammt norðar er Strandarsel [Staðarsel] undir Svörtubjörgum, en að sögn Þórarins Snorrasonar á Vogsósum mun það hafa verið fráfærusel (en annars mun hafa verið fært frá heima við bæ áður en ærnar voru reknar í sel), enda má sjá þess merki á aflöngum stekk sunnan selsins. Stakkavíkursel er ofan við Grænubrekkur. Við það er opin hraunbóla, líkt og í Hnúkum. Neðan við selið má, ef vel er að gáð, sjá merki enn eldra sels og torfstekkjar. Við nýrra selið er dæmigerður stekkur og hleðslur í fjárskjóli skammt ofan hans.

Selgjársel

Selgjá – Uppdráttur ÓSÁ.

Garðar höfðu í seli í Selgjá og Búrfellsgjá. Heimildir kveða á um að þar hafi verið 11 sel um tíma. Þau munu þó hafa verið aflögð alllöngu áður en Garðar hættu að hafa í seli. Margar minjar eru beggja vegna Selgjárinnar, en færri í Búrfellsgjá. Þar eru og nokkur fjárskjól með veglegum hleðslum. Mestar eru þær í svonefndum Sauðahelli syðri, skammt suðvestan við Selgjána og við Suðurhelli, sunnarlega í gjánni. Á Garðaflötum er getið um tóftir og garðveggi í gömlum heimildum og einnig þar má sjá, ef vel er að gáð, tóftir og veggi, greinilega mjög gamalt. Reyndar átti þar að hafa verið bær til forna, skv. sömu heimildum, en líklegra er þó að um selstöðu hafi verið að ræða. Þær tóftir hafa ekki verið kannaðar af fagfólki.

Selsstígur

Selsstígur.

Enn eitt einkenni seljanna eru hinir mörkuðu selsstígar. Víða má sjá þá klappaða í hart bergið eftir klaufir, hófa og fætur liðinna kynslóða. Dýpstar eru göturnar á stígunum vestan Selsvalla, enda hefur umgangur þar greinilega verið mikill um langan tíma. Straumsselsstígur er einnig vel markaður á kafla, en það er áður en hann greinist frá stíg að Gjáseli og Fornaseli, sem eru skammt norðan þess. Víða má rekja þessar götur enn þann dag í dag, en annars staðar eru þær orðnar grónar eða orðnar landeyðingu að bráð, s.s. efst í Vatnsleysstrandarheiðinni.

Hraunssel

Hraunssel – tilgáta.

Þótt sum seljanna hafi ekki verið mjög stór, s.s. Fornasel (Litlasel) ofan Vatnsleysustrandar og Hraunssel undir Löngubrekkum austan Raufarhólshellis, eru tóftirnar bæði lögulegar og vel læsilegar. Í því er flest það sem prýtt getur hefðbundið sel. Nýjasel austan Snorrastaðatjarna sem og Snorrastaðasel vestan þeirra hafa og verið lítil sel af ummerkjum að dæma. Svo hefur einnig verið um Hópsselið norðan við Selsháls, Möngusel í Hafnaheiðinni og Stafnessel austan Ósabotna. Kirkjuvogssel í Hafnaheiði hefur hins vegar verið mun stærra, líkt og Vogaselin efst í Vatnsleysustrandarheiði, fast undir Þráinsskyldi.

Merkinessel

Merkinessel.

Merkinesselin í Hafnaheiði voru tvö, hið nýrra og hið eldra, líkt og Vogaselin. Erfitt er að finna eldra selið, en það er mjög gróið, en sandauðn allt um kring. Nýrra selið er mun austar og fallega hlaðið undir gjávegg. Eitt húsanna er enn allheillegt sem og önnur mannvirki. Dæmi eru um að gömul sel hafi orðið framkvæmdum að bráð, s.s. Hraunsholtsselið undir Hádegishól í Garðahrauni, sem nú er í iðnaðarhverfi Garðbæinga á Hraunum.

Hraunssel

Hraunssel – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðarbók Árna Magnússonar og Páls Vídalín koma frásagnir af selstöðum sumra bæja á Reykjanesi, en alls ekki allra. Sjá má selja getið í sóknarlýsingum, en þó virðist eins og almennt hafi ekki verið ástæða til að geta þeirra sérstaklega í eldri lýsingum af lands- og búskaparháttum. Reyndar er búskaparháttum yfirleitt lítið lýst í slíkum heimildum eða máldögum. Ein ástæðan gæti verið sú að þeir hafi þótt það sjálfsagðir og á allra vitorði að ekki hafi verið talin ástæða til að geta þeirra sérstaklega. Einungis væri vert að geta þess sem þótti merkilegt sögulega þá er þær voru skrifaðar. Heimildir og sagnir eru af mjög gömlum seljum, en flestar eru þær frá síðari öldum. Vitað er yfirleitt frá hvaða bæjum hvert sel tilheyrði og höfðu sumir saman í seli, s.s. í Knarrarnessi og Brunnastaðaseli, að ekki sé talað um Selsvellina. Margar gamlar beitarhúsatóftir eru og á Reykjanesi, s.s. í Húshöfða norðan Hvaleyrarvatns (Jófríðastaðir), við Ásfjallsrana (Ás) og vestan við Hlíðarvatn (Stakkavík), en ekki er vitað til þess að þau hafi orðið að seljum eða verið notuð sem sel eins og víða annars staðar á landinu. Sel voru frá Hvaleyri og Ási austan við Hvaleyrarvatn og sel frá Stakkavík ofan við Stakkavíkurfjall.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Dæmi eru um sögur úr seljunum, s.s. frá Hvaleyrarseli þar sem nykur átti, skömmu fyrir aldarmótin 1900, að hafa ráðist á og drepið selráðskonuna í fjarveru smalans . Nykurinn átti að fara á milli Hvaleyrarvatns og Urriðavatns (önnur saga segir Lambústjarnar), en frosið þar í hel frostaveturinn mikla árið 1918. A.m.k. sást ekki til hans eftir það. Í Rauðhólsseli undir Rauðhól skammt norðan við Keili var fólki ekki vært eftir tíundu viku sumars vegna draugagangs, en það sel var frá Vatnsleysu .

Víkursel

Víkursel í Öskjuhlíð.

Tveggja selja er getið í Öskjuhlíð; Reykjavíkurselsins og Hlíðarhúsaselsins og nokkurra undir Selsfjalli við Lækjarbotna. Þar má enn sjá tóftir þessara selja nálægt skátaskálanum, en þær eru þó orðnar ógreinilegar.

Víða um land urðu sel að kotbýlum þegar fram liðu stundir. Á Reykjanesi eru líklega einungis þrjú dæmi um að sel hafi orðið að koti, þ.e. í Straumsseli, á Vigdísarvöllum og í Kaldárseli. Bærinn í Straumsseli brann fyrir aldarmótin 1900 og lagðist þá búseta þar niður, en bærinn á Vigdísarvöllum féll að mestu í jarðskjálfta skömmu eftir aldramótin 1900. Þar voru reyndar um tíma tveir bæir. Annar þeirra nefndist Bali og má vel sjá tóftir hans á vestanverðu túninu.

Þórkötlustaðasel

Þórkötlustaðasel á Vigdísarvöllum.

Vigdísarvellir var í fyrstu sel frá Krýsuvík, en bæir þar höfðu auk þess í seli undir Selöldu, sbr. sagnir af ræningjunum er komu upp Ræningjastíg og veittust að selráðskonum þar . Um tíma hafi Krýsuvík aðstöðu í Sogaseli, sem síðan fór undir Kálfatjörn. Auk þess er ekki loku fyrir það skotið að einhver Krýsuvíkurbæjanna hafi um tíma nytjað Húshólmann, en inn í hann er greiður og gróinn stígur og ummerki eftir selstöðu norðvestast í hólmanum. Í Kaldárseli var sel framan af og er síðast getið um búsetu Þorsteins Þorsteinssonar þar um aldarmótin 1900, en síðan nýtti Kristmundur Þorleifsson sér fjárskjólin þar um skamman tíma.

Fornasel

Fornasel í Strandarheiði.

Oftast bera selin nöfn þeirra bæja, sem gerðu þau út. Flekkuvíkursel var frá Flekkuvík, Hvassahraunssel var frá Hvassahrauni, Óttarstaðasel frá Óttarstöðum o.s.frv. Þó eru dæmi um að selin hafi dregið nöfn sín af staðháttum, s.s. Sogasel í Sogagíg, Selsvallasel af Selsvöllum og Gvendarsel undir Gvendarselshæð af Krýsuvíkur-Gvendi o.s.frv. Hin þrjú svonefndu Fornusel eru væntanlega nefnd svo vegna þess að ekki var ráðið í hvaðan þau höfðu verið gerð út. Þó er líklegt að Fornasel sunnan við Brunntorfur hafi verið frá Þorbjarnastöðum í Hraunum sem og Gjáselið þar skammt norðvestar. Einnig er getið þar um sel frá Lambhaga. Þorbjarnastaða-fjárborgin er skammt frá seljunum. Fornasel eða Fornusel (þau eru tvö) undir Sýrholti er hins vegar á huldu, enda virðist vera mjög komin við aldur. Svo virðist sem Þórusel hafi verið þar um tíma, en frásögn af því er óljós. Flestra seljanna er getið í gömlum heimildum og örnefnalýsingum. Nokkur þeirra, a.m.k. þeirra stærstu, má sjá á gömlu kortum, s.s. dönsku herforingjakortunum svonefndu, en annað það er gefur vísbendingu um að sel hafi verið að ræða á tilteknum stöðum eru nafngiftir tengdar þeim, s.s. Selháls, Selshæð, Selsvallafjall, Selsvellir, Selsfjall, Seljahlíð, Selalda, Selstígur og Selshóll.

Óttarsstaðaborg

Óttarsstaðaborg í Hraunum.

Óttarstaðaborgin, eða Kristrúnarborg, eins og hún hefur stundum verið nefnd, er við Óttarstaðaselsstíginn, Rauðamelsstíginn eða Skógargötuna, eins og hann hefur einnig verið nefndur. Straumsselsstígur liggur upp í Straumssel, Stakkavíkurselsstígur upp í Stakkavíkursel, Lónakotsselsstígur upp í Lónakotssel og svo mætti lengi telja. Til eru þó sel við alfaraleið, s.s. Hlíðarendaasel þar sem Ólafsskarðsvegur liggur svo til í gegnum selið sunnan Geitafells. Sum seljanna eru á fallegri stöðum en önnur. Má þar nefna Breiðbólstaðaselið í Krossfjöllum og selin í Sogagíg undir Trölladyngju. Hið fyrrnefnda státar af fögru útsýni niður í Dimmadal á meðan hið síðarnefnda nýtur skjóls í fallegum hraungíg undir öruggu og litskrúðugu faðmlagi Trölladyngju og Soganna. Ein tóftin er utan við gíginn.

Blikdalur

Tóft í Blikdal.

Hlaðin smalabyrgi eru við eða í nágrenni við sum selin eða nátthaga þeim tengdum. Má þar nefna byrgi við Efri-Straumsselshella ofan við Straumssel, neðan við Stakkavíkursel og við Óttarstaðasel.

Lítið hefur verið fjallað um sel og selbúskap hér á landi þrátt fyrir að hann hafi skipað veigamikinn þátt í atvinnusögu og þjóðlífinu í langan tíma. Egon Hitzler, þýskur fræðmaður, skrifaði bókina Sel – Untersuchungen zur geschichte des isländschen sennwesens seit der landnahmzeit, sem gefin var út í Noregi árið 1979. Hann hafði dvalið hér á landi sem styrkþegi við Háskóla Íslands veturinn 1968/69 og notaði það efni í magesterritgerð sína við háskólann í Erlangen-Nürnberg árið 1972. Árin 1974-77 starfaði hann sem sendikennari við Háskóla Íslands og notaði þá tíma til þess að endurskoða, endurbæta og auka við ritgerð sína. Árangurinn liggur fyrir í nefndri bók hans. Bókin, sem er efnismikil um viðfangsefnið, er skipt upp í 8 kafla: Í fyrsta kafla fjallar höfundur m.a. um alþjóðlegar rannsóknir á seljabúskap, heiti og hugtök og fyrri rannsóknir. Í öðrum kafla er fjallað um selin, selhúsin, sel í hellum, seljaþyrpingar, kvíar, sel á eyðibýlum og breyting selja í býli. Í þriðja kafla um skipulag seljabúskaparins, seltímann, selfólkið, búsmalann, selfarir og selgötur, selflutninga og eldivið og vatnsból.

Heiðarbæjarsel

Heiðarbæjarsel.

Í fjórða kafla fjallar höfundur um seljabúskap á Íslandi á miðöldum, eðli og þýðing miðaldaheimilda, heimildir frá þjóðveldisöld og heimildir frá 14. og fram á 16. öld.
Fimmti kafli fjallar um seljabúskap á Íslandi fram á byrjun 18. aldar, selstöður í Húnavatns-, Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslum, útbreiðslu, tegundir og aldur selja og leigusel.

Í sjötta kafla er lýst núverandi aðstæðum í Sauðadal (Hv) og nýtingu hans til seljabúskapar fyrr á tímum, staðhættir og helstu menjar um nýtingu, skiptingu landsins og tilkall til selstaða, heimidlir frá miðöldum og jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sem og tegundir selstaða og tímabundnar sveiflur í seljabúskapnum.

Litla-Botnssel

Litla-Botnssel – tilgáta.

Í sjöunda kafla er fjallað um upphaf, þróun og hvarf seljabúskapr á Íslandi, upphaf seljabúskapar á landnámsöld og einkenni hans á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, seljabúskap og eignaraðild á síðmiðöldum, sveiflur og hnignun seljabúskapar á Íslandi, niðurlagningu seljabúskapar á Íslandi og tilraunir til þess að endurvekja hann og glæða nýju lífi.

Í áttunda og síðasta kaflanum er yfirlit og útsýn, umræður umhugtök, íslenski seljabúskapurinn sem sögulegt fyrirbæri og íslenski seljabúskapurinn og nútíminn.
Loks er viðauki um seljabúskapinn á íslandi um aldamótin 1900 og dagleg störf, íslenskt/þýskt orðasafn um seljabúskap og loks einstakar athugasemdir”.

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel – tilgáta – ÓSÁ.

Hér er ekki ætlunin að skrifa magesterritgerð um sel á Reykjanesi, en reyna þó að nálgast viðfangsefnið þannig að það gefi nokkra góða sýn á fjölda selja og hversu ríkan þátt selbúskapurinn hefur átt í atvinnuháttum fólks á svæðinu, líkt og annars staðar á landinu. Því verður best lýst með eftirfarandi tilvitnunum í verk Hitzlers.

Sjá niðurlag um seljaumfjöllun HÉR.

Sjá meira um sel og selstöður á Reykjanesskaga HÉR.

Hópssel

Hópssel við Grindavíkurveg.

Krýsuvík

Í Sögu Hafnarfjarðar má lesa um tilraunir til rafmagnsframleiðslu í Krýsuvík sem og virkjun jarðvarma til húshitunar á miðri síðustu öld, eða stuttu eftir að bærinn fékk hluta Krýsuvíkurlands eftir að íslenska ríkið tók það eignarnámi 1941.

seltunkr-2

Í Seltúni.

„Bæjaryfirvöld í Hafnarfirði hófust handa um að láta kanna, hvort unnt yrði að nýta gufuna í Krýsuvík til rafmagnsframleiðslu og ráða þannig bót á þeim annmörkum, sem voru í rafmagnsmálum Hafnfirðinga. Ef vel tækist til, stóðu vonir til þess, að unnt reyndist að ná þeim markmiðum, að sjá Hafnfirðingum fyrir nægri raforku án truflana og spennufalls og einnig rafmagni til stóriðnaðar, og síðast en ekki sízt, að koma upp rafmagnsveitu í bænum.
Haustin 1941 og 1942 voru boraðar þrjár holur í Krýsuvík, 90 m, 145 m og 132 m djúpar við suðurenda Kleifarvatns, og annaðist Rannsóknarráð ríkisins verkið að beiðni Hafnarfjarðarbæjar. Úr holum þessum fékkst hvorki heitt vatn né gufa, en hins vegar mældist töluverður hiti. Hlé var á borunum 1943 og 1944, en vorið 1944 ályktaði bæjarráð að fara þess á leit við ríkisstjórnina, að hún notaði heimild þá, er fólst í þingsályktunartillögu um rannsókn á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík.
Haustið 1945 samþykkti bæjarstjórn hafnarfjarðar að hefja jarðboranir á ný í Krýsuvík á grundvelli áætlunar, sem Rafmagnseftirlit ríkisins hafði gert. Tilgangur jarðborananna var að rannsaka möguleika á virkjun jarðvarmans í Krýsuvík til raforkuframleiðslu og einnig að fá hita fyrir gróðurhús og íbúðarhús á staðnum. Í upphafi var notazt við lítinn tilraunabor, sem Jarðborunardeild ríksins átti, en með honum var einungis hægt að bora litlar holur. Árið 1946 festi Hafnarfjarðarbær kaup á stærri bor. Með þeim borunum var ljóst, að unnt var að fá geysimikla gufu í Krýsuvík.
Krysuvik-24Fyrstu árin gengu boranir erfiðlega vegna lítillar reynslu og hins sérstæða jarðvegs, sem bora þurfti. Sumarið 1949 fól bæjarstjórn rafveitustjóra að gera áætlun um kostnað við virkjun á gufu úr borholunum í Seltúni í Krýsuvík til að framleiða raforku, er fullnægði rafmagnsþörf Hafnarfjarðar og nágrennis. Í árslok 1951 var borunum í Krýsuvík svo langt komið, að í holunum voru um 60 tonn af gufu á klukkustund, sem samsvaraði um 7-8000 kw, ef alt væri virkjað. Áætlun var lögð fram um gufuaflsstöð. Bæjarráð samþykkti að óska þess við þingmann Hafnarfjarðar, að hann bæri fram á Alþingi frumvarp til laga um virkjun gufunnar í Krýsuvík. Tveimur dögum síðar, 5. des. 1951, flutti Emil Jónsson á Alþingi frumvarp til laga um virkjun jarðgufu í Krýsuvík. Frumvarpið dagaði upp, ekki síst vegna þess a á sama tíma var unnið að öðrum áfanga Sogsvirkjunar. Þar við bættist, að virkjun á borð við þá, sem fyrirhuguð var í Krýsuvík, var alger nýjung hér á landi og því vart við því að búast, að málið fengi brautargengi þegar í upphafi. Þar með lauk jarðborunum þeim, sem hófust að ráði í Krýsuvík 1945.

Krysuvik-25

Hitaveita frá Krýsuvík komst aftur á dagskrá vorið 1955, en þá var stefnt að samstarfi Hafnarfjarðar og Reykjavíkurborgar um auknar jarðboranir og hagnýtingu gufuorku í Krýsuvík í því skyni fyrst og fremst, að þaðan yrði lögð hitaveita til Hafnarfjarðar og Reykjavíkur.
Síðla árs 1955 hófust viðræðu að frumkvæði Reykjavíkur um fyrirhugaða hitaveitu frá Krýsuvík. Viðræðum var haldið áfram á árinu 1956. Drög að samningi lá fyrir, en ákvörðun var frestar. Í maí 1957 gerði Reykjavíkurborg Hafnarfjarðarbæ tilboð um sameignafélag um virkjun jarðhitans í Krýsuvík. Skortur á nægilega stórvirkum jarðborum hamlaði afgreiðslu málsins.
Meðan á þessum viðræðum við Reykjavíkurborg stóð um heitaveitu í Krýsuvík, voru einnig kannaðir aðrir möguleikar á því að hagnýta jarðhitann þar. Árið 1955 voru gerðar athuganir á því í Krýsuvík á vegum saltvinnslunefndar, hvort unnt væri að nota gufuna þar til að framleiða salt.
Það var ekki fyrr en 1960, að hinn stórvirki jarðbor ríkisins og Reykjavíkurborgar hóf boranir í Krýsuvík. Árið 1963 var gerð grein fyrir þeim árangri, sem náðst hafði við boranir í Krýsuvík, og rannsóknum, sem var verið að gera í nágrenni Hafnarfjarðar í sambandi við jarðhita.
Árið 1964 varð sú stefnubreyting að horfið var frá því að halda áfram borunum í Krýsuvík, enda var ljóst, að hita veita frá krýsuvík krafðist víðtækra undirbúningsrannsókna.

Krysuvik-26

Haustið 1969 gerði Hafnarfjarðarbær samning við Virkni h.f. um, að félagið gerði samanburðarkönnun á hitaveitu fyrir Hafnarfjörð, annars vegar með heitu vatni og hins vegar með rafmagni, frá jarðhitasvæðinu í Krýsuvík eða nágrenni hennar. Niðurstaðan varð sú að hraða skyldi viðræðum um hugsanlega samvinnu við reykjavíkurborg um nýtingu hins mikla jarðhitavatns á Reykjasvæðinu í Mosfellssveit og kaupum á heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur. Í nóvember 1971 hófust formelgar viðræður milli Hafnarfjarðarbæjar og Reykjavíkurborgar um hugsanleg kaup á heitu vatni frá Hitaveitu Reykjavíkur til að hita upp hús í Hafnarfirði. Það var samþykkt á fundi bæjarstjórnar 18. okt. 1972.“
Á ferð FERLIRs um fyrrum sögusvið jarðborana til raforku- og hitaveituöflunar í Krýsuvík kom í ljós að ein borholan, sem steypt hafði verið yfir, hafði látið á sér kræla; sprengt af sér byrðinginn og af óhljóðum að dæma undir niðri, virtist til alls líkleg. Skammt frá var önnur borhola þangað til fyrir áratug síðan, en þá sprakk hún í loft upp með tilheyrandi afleiðingum. Líklegt má telja að hinar borholurnar sex láti einnig að sér kveða í náinni framtíð, verði ekkert að gert.
Þess má geta að fyrrum borholusvæðið í Krýsuvík er nú eitt vinsælasta ferðamannaaðdráttarafl hér á landi.
Þrjár ástæður eru fyrir að ekki er enn búið að virkja í Krýsuvík; andvararleysi bæjarfulltrúa, takmörkuð tæknikunnátta fyrrum og frumkvæði annarra á virkjun jarðvarmans utan Krýsuvíkur.

Heimild:
-Ásgeir Guðmundsson, Saga Hafnarfjarðar 1908-1983, II. bindi, Skuggsjá 1983, bls. 31-43.

Seltún

Seltún – borhola 1956.

Hvalfjarðareyri

Gengið var um innanverðan Ósmel að Hvalfjarðareyri.
Á leiðinni voru skoðaðar minjar, fjörur, jarð- Hestaþingshóllog bergmyndanir, fuglar og selir, sjávarlón, grunnsævi og strandlengja utan ræktaðs lands neðan þjóðvegar frá Norðurkoti, inn að vík neðan við Eyrarkot og áfram að Eyrinni. Ósmelur er stór og fagur jökulgarður frá síðjökultíma. Meðfram ströndinni eru mikil set og öskulög sem og jarðlög með fornskeljum. Óvíða finnast jafn margar steintegundir á einum stað á landinu. Hvalfjarðareyri er fundarstaður baggalúta. Ofan við hana er Hestaþingshóll og undir honum Karl og Kerling. Svæðið, sem er í nánd við þéttbýli, hefur einstaklega mikið útivistar- og fræðslugildi.
Viti er yst á 
Hvalfjarðareyri. Hann var reistur þar árið 1948. Eldri menn minnast þess að vitinn hafi staðið utar, á grasbakka sem þá var. Eftir að uppdæling malarefna hófst við eyrina uppúr 1960 fór landið að brotna niður sem endaði með því að verja þurfti hann með grjóti.
Fyrst í stað var Vitinngrjótvörnin umlukin fjöruborðinu, en er nú eftir að landið hefur enn rýrnað, sem grjóthaugur umhverfis vitann.
Vitinn er í raun svokallað ljóshús sambærilegt og ljóshús sem er ofaná steyptum vitum. Það er áttstrent norskt mannvirki úr steypujárni á steyptum sökkli. Miðaldra fólk minnist þess, að þegar það voru börn, gerðu þau sér að leik að ganga á mjóum sökklinum og var keppikeflið að komast hringinn um vitann án þess að detta af sökklinum Var þá erfiðast að komast fyrir hornin átta. Ljóshúsið var upphaflega reist á Bjarntöngum 1913 en flutt í Hvalfjarðareyri eftir stríð.
Baggalútar [spherolites] nefnast smákúlur sem myndast í rýólítkviku þegar nálar af feldspati og kvarsi vaxa út frá kristalkími. Þeir eru ýmist stakir eða samvaxnir tveir eða þrír hér og þar í kvikunni. Talið er að þeir myndist við hraða kristöllun kvikunnar. Baggalútar eru yfirleitt frá 0,5 til 3 cm í þvermál en geta þó orðið enn stærri.
Skel í fornu setlagiÖrnefnið Hestaþingshóll bendir til þess að þar hafi farið fram hestaþing, -kaup eða -at.
Hestaþings-örnefni er að finna á nokkrum stöðum á landinu og fylgir þeim mörgum sú sögn að þar hafi farið fram hestaat, hestavíg eða hestaþing. Þannig segir Árni Magnússon frá: „Sunnan undir Sólheimajökli, í tungunni milli eystri kvíslarinnar og þeirrar, sem undir jökulinn rennur, heitir Hestaþingsháls. Þar segja menn, fyrrum hestavíg brúkuð verið hafa, sem og líklegt er af nafninu“ (Chorographica, bls. 33). Höfundur Holta-Þóris sögu, sem sennilega var samin á 19. öld, notaði nafnið í sögunni (bls. 495), en það virðist ekki þekkt á síðustu tímum og er ekki í örnefnaskrám.
Árni nefnir líka að Hestaþingstaðir heiti pláss einhvers staðar í Skaftártungu nærri Flögu (sama rit, bls. 25). Það er heldur ekki í Berggangurörnefnaskrám. Hestaþingshóll er við Rangá norðan við Völl í Hvolhreppi í Rang. og Hestaþingsflöt í Hróarsholti í Árn., tilvalinn leikvangur frá náttúrunnar hendi. Hún mun draga nafn sitt af því, að þar mun hafa verið att hestum til forna (Örnefnaskrá). Þar voru líka haldin hestamannamót á síðustu öld. Hestaþingsflatir eru í Hlíð í Grafningi. Þær eru nokkuð stórar valllendisflatir, niður undan Hellisgili, með gulvíðisrunnum í kring. Þar var áður haldið hestaþing. Hestaþingshóll er í landi Kaldaðarness í Flóa. Þar voru háð hestaþing til forna. Ef til vill hefur það einmitt gerst þar að Jóra bóndadóttir trylltist er hún sá hest föður síns bíða lægra hlut fyrir öðrum (sbr. Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur I, 173-175). Í Gullbringu- og Kjósarsýslu eru tveir Hestaþingshólar þekktir, annar í landi Varmár, tangi út í Leiruvog. Bendir nafn hans á forn hestaöt þarna niður við sjóinn. Hóll þessi er á tanganum, og ef vel er að gáð, virðist vera þarna um gamalt mannvirki að gera (Örnefnaskrá). Hinn Hestaþingshóllinn er á Eyri í Kjós. Bendir þetta örnefni á, að þarna á eyrinni hafi verið höfð hestaöt til forna (Örnefnaskrá). Hestaþingseyrar eru við Norðurá í landi Kalmanstungu í Borgarfirði (Chorographica, bls. 44). Þessir staðir eru allir á Suður- og Vesturlandi en aðeins er hægt að nefna hestaþingstaði utan þess svæðis í Skagafirði. Annar er Hestaþingshamar á Víðilæk í Seyluhr. í Skag. Í sóknalýsingu frá 1842 er talað um Hestaþingshamar (eða Hestavígshamar) í Víðimýrarhvarfi og segir að þar hafi „oft verið fundir áður, og þar hafa Skagfirðingar og aðrir kosið Brand Kolbeinsson yfir sig“ (Sókn., bls. 58, sbr. Sturlungu).

Set- og öskulög

Í annarri sóknalýsingu er talað um Hestavígshamar á Flugumýri (Sókn., bls. 105). Hann er nefndur Hestaþingshamar í ritinu Landið þitt Ísland II, 61. Orðið hestaþing kemur fyrir í nokkrum fornsögum (sbr. Gísli B. Björnsson og Hjalti Jón Sveinsson, bls. 32).
Hestaöt voru einnig þekkt í Noregi og víðar á norrænu svæði til forna (sjá Svale Solheim, Hestekamp í KLNM VI, d. 538-540). Hestaþing voru ekki vel séð af kirkjunnar mönnum. Árið 1592 hélt Oddur Einarsson Skálholtsbiskup prestastefnu á Kýraugastöðum í Landsveit, þar sem gerð var löng samþykkt, og stendur þar í 6. gr.: „Item fyrirbjóði prestarnir hestaþing, vökunætur og smalabúsreiðir á helgum dögum hvort það sker nótt eður dag“ (Alþingisbækur II, bls. 255). Í annarri gerð sömu samþykktar er bætt við á eftir „á helgum dögum“: „og aðra slíka heiðinglega háttu“ (sama rit, bls. 258).
Síðasta hestavíg á Íslandi fór fram á Vindhólanesi í Fnjóskadal um 1625 að sögn Jóns Espólíns (1769-1836) og greinir hann frá því í Árbókum sínum (VI, bls. 21-22). Frásögn hans af hestavíginu er birt í lestrarbók Sigurðar Nordals (Íslenzk lestrarbók 1750-1930, bls. 28-29). Í Hestaþings-örnefnum er því varðveittur vitnisburður um einn þátt í skemmtanahaldi fornmanna.

För eftir sækýr

Kiðafell er fremsti bærinn í Kjós. Kjósarörnefni eru a.m.k. níu á landinu, ef dæma má eftir Örnefnaskrá Íslands, og staka örnefnið kemur fyrir á nokkrum stöðum. Orðið kjós merkir ‘þröngur dalur’ eða ‘þröng vík’. Í Noregi kemur örnefnið Kjos eða Kjose fyrir a.m.k. allvíða: Kjos í Akershus, Buskerud, Sogn og Fjordane, Vest Agder og Kjose á Vestfold og Kjosen á Finnmörku, Telemark og í Troms bæði sem fjörður og bær við þennan fjörð en upp af bænum er Store Kjostind.
Sem fyrr segir var gengið um Ósmel. Um er að ræða fornan sjávargranda, sem gefur til kynna að sjávarstaðan hafi fyrrum, líklega á fyrra hlýskeiði, verið mun hærri en nú er. Utan við melinn eru langir öskuhraukar, líklega leifar goss á fyrra jökulskeiði. Undir þeim eru setlög með skeljaleifum, líklega frá þeim tíma er jökullinn hopaði. Neðan við, á ströndinni, eru jökulrispuð hvalbök.
Þegar ströndinSelur var gengin mátti víða sjá stulaðbergsganga frá þeim tíma er landið myndaðist þarna. Ýmist skiptast á hraunlög og setlög.
Einstaka selur stakk upp hausnum til að fylgjast með tvífætlingum á landi. Aðrir hvíldust á nálægum skerjum. Í sandinum mátti sjá för eftir sækýr, ef vel var að gáð og grannt var skoðað. Þær virtust hafa gengið á land, spígsporað um stund á ströndinni og síðan horfið aftur jafn skyndilega til sjávar. Þær höfðu borið með sér sjávarþang úr botni Hvalfjarðar.
Sigurbjörn Hjaltason, bóndi á Kiðafelli, sagði að það kæmi fyrir að sækýr gengju á land undir háum bökkunum neðan við bæinn, einkum þó á vorin, a.m.k. hefði hann heyrt slíkar sögur. Ekki væri haft orð á því, bæði til að koma í veg fyrir átroðning forvitinna og til að minnka ekki líkur á komu þeirra þarna því sjónin sú mun jafnan vera tilkomumikil. Oftast mætti sjá það á nautunum í girðingunni ofanverðri þegar sækýrnar gengju á land því þá héldu þeim engar girðingar.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnastofnun Íslands.

Í Hvalfirði

Gerðakot

Magnús Grímsson segir í ritgerð sinni „Fornminjar á Reykjanesskaga“ frá tveimur kumlum, sem fundust að Gerðakoti skammt SV Hvalsness árið 1854.
Gerdakot-2Nýbýlið virðist hafa verið byggt á lágum hól, sem að öllum líkindum hefur verið og er kumlateigur. Húsið stóð þangað til annað nýrra var byggt skammt NA. Það var timburhús á steyptum kjallara. Það hús var síðan flutt til Keflavíkur, sem það er enn (Sigurður Eiríksson í Noðurkoti).
Í „Kuml og haugfé“ er m.a. fjallað um fundinn á nefndum tveimur mannsbeinagrindum árið 1854 að Gerðakoti í Miðneshreppi. Þar segir m.a.: „Gerðakot er SV frá Hvalsnesi, nær sjó. Nafn bæjarins bendir til að hann sé ekki forn. Þar fundust tvær mannsbeinagrindur 1854 er verið var að grafa fyrir húsi (nýbýli) Finnendur hafa lýst fundinum vo vel að þar er engu við að bæta, og eru lýsingarnar birtar hér orðréttar;
Gerdakot-31. kuml. „Hinn 10. d. maím. í vor var ég undirskrifaður að grafa niður í sléttan hól að Gerðakoti. Þegar ég var kominn niður hér um bil 1 1/2 alin (um 95 sm), fann ég höfuðkúpu af manni í svörtu sandlagi, leitaði svo betur fyrir mér og fann von bráðara hálsliðina, sem rétt voru áfastir við höfuðkúpuna; lá beinagrindin frá landsuðri til útnorðurs.. hnífskaft og var járnryð á öðrum endanum..“ Undir þetta ritar Brynjólfur Jónsson frá Klöpp.
2. kuml. „Nokkru vestar en þau bein lágu, sem nú var lýst, fann ég undirskrifaður 13. d. maím. í voru mannsbein, er svo lágu, að höfuðið sneri til útnorðurs og fótleggirnir í landsuður, með þeim umbúnaði að hellur  voru á rönd resitar til beggja hliða og hellulag ofan á..“ Undir þetta ritar Jón Jónsson frá Gerðakoti.
Gerdakot-4„Heimilt virðast telja legstaði þessa með fornum kumlum, bæði vegna hnífsins (er svo virðist verið hafa) og umbúnaðar líkanna. Komlin snúa sitt á hvað og því varla gerð samtímis. Bendir það til kumlateigs, en síður að hé rhafi verið grafin lík af einhverri tilviljun. Lega líksins í 1. kumli  minnir á legu í 1. kumli á Hafurbjarnarstöðum. hellulagningin í 2. kumli er einnig eins og í barnskumlinu þar.“
Í Ingólfi 29.07.1854 má auk framangreinds sjá eftirfarandi frá útgefanda: „Viðvíkjandi beinafundi þessum hefur presturinn, sjera Sigurður að Útskálum, látið í ljósi það álit sitt, að bein þessi muni vera þeirra manna, sem árið 1551 voru drepnir af Norðlendingum í hefnd eptir Jón Arason, því svo stendur, að þeir hafi drepið alls 14 á Suðurnesjum, auk þeirra, sem þeir drápu á Kyrkjubóli; en úr dysi þeirra þar [við Hafurbjarnarstaði], segir hann, að uppblásin bein hafi verið tekin á fyrstu árum sínum og flutt að Útskálum.“

Heimildir:
-Kuml og haugfé, Kristján Eldjárn, 2. útgáfa 2000, bls. 94.
-Ingólfur 1854, Beinafundur á Suðurnesjum, bls. 131-32.
-Magnús Grímsson, Fornminjar á Reykjanesskaga, Landnám Ingólfs II, bls. 253-54.

Hvalsnes

Hvalsnes.

Ólafsskarð

Gengin var gömul þjóðsagnakennd þjóðleið, Ólafsskarðsvegur. Gangan hófst í Jósefsdal, austan Vífilsfells, þaðan var gengið upp Ólafsskarðið um fyrrum skíðabrekkur, áfram niður með austanverðum Bláfjöllum, milli gíganna Leitis og Eldborga og að Fjallinu eina norðvestan Geitafells. Svo virðist sem gatan hafi legið beggja vegna smáfjallsins, áfram niður með grónum hraunbrúnum (Hrossaflatir) og áleiðis niður með austanverðu Geitafelli. Gatan hefur verið merkt með stikum, en á köflum fara þar út fyrir annars augljósa götuna. Nokkur ofan við vestnorðanvert Geitafell má sjá gatnamót Ólafsskarðsleiðar og Heiðarvegar er liggur um austanverða Heiðina há að Grindarskörðum.

Svæðið

Ólafsskarðsvegir austan Ólafsskarðs.

Haldið var niður af heiðinni vestan Krossfjalla og komið niður að Litlalandi í Ölfusi. Á þessum heiðarkafla eru nokkra markaðar leiðir og sérhver ekki ómerkilegri en önnur.
FERLIR hefur ekki áður gengið þessa leið, en rakið aðrar götur á svæðinu, bæði upp með Búrfelli og um Krossfjöll. Þessar fornu götur koma ekki fram í fornleifaskráningum af svæðinu.
Ólafsskarðsvegur er nefndur eftir samnefndum bryta í Skálholti. Í frásögn Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi segir að einni sinni hafi lyklakippa Skálholtsstaðar týnst, og fannst hún hvergi. Varð að smíða aðra lykla. Leið síðan fram, þangað til 12 ár voru liðin og lyklatapið farið að gleymast, þá fundust lyklarnir í Lyklafelli hjá Fóelluvötnum. Kom þá upp hið sama, að ráðsmaður (eða bryti) staðarins hafði haft lyklana á sér, er hann reið í Reykjavíkurkaupstað, og hafði týnt þeim í fellinu, er hann áði.

Ólafsskarðsvegur

Ólafsskarðsvegur.

Um Lyklafell fjallar og þekkt þjóðsaga af sama meiði. Hún er um nefndan Ólaf bryta í Skálholti. Á að hafa soðið upp úr milli hans og ráðskonunnar á staðnum. Hún var ótúlegt skass og skaut honum svo skelk í bringu að hann lagði á blindan flótta og nam ekki staðar fyrr en við Lyklafell og kastaði þar búrlyklunum. Síðan hélt hann um Ólafsskarð upp úr Jósefsdal Ólafsskarðveg og heitir skarðið eftir honum. Steðjaði hann austur sýslur á Fjallabaksleið syðri. Við Brytalæki á Fjallabaksleið austanverðri datt hann dauður niður.
Frábært veður (reyndar það frábærasta er um getur). Leiðin, sem er 20.0 km, varði í 5 klst.

Ólafsskarðsvegur

Ólafsskarðsvegur ofan Ólafsskarðs.

 

Fagradalsfjall

Dalssel er eitt þeirra 400 selstöðva, sem hvað erfiðast er að staðsetja á Reykjanesskaganum, fyrrum landnámi Ingólfs. Minjarnar um þetta fyrrum sel eru þó enn vel sýnilegar á ystu mörkum Þórkötlustaðabæjanna í Grindavík (sem þó hafði verið ágreiningur um, bæði af hálfu Vogamanna og Járngerðarstaðabænda).
Vestan EsjuÍ BA-ritgerð ÓSÁ í fornleifafræði (birt með góðfúsleguleyfi höfundar), nefnir hann allar þekktar og óþekktar selstöður á Reykjanesskaganum vestan Esju. Þar kemur eftirfarandi fróðleikur um Dalssel. „Guðrún Ólafsdóttir segir um Sel og selstöður í Grindavíkurhreppi að Járngerðarstaðir brúkaði selstöðu á Baðsvöllum, en menn kvarta um að þar séu hagar of litlir og þröngir. Stórt mein var af vatnsleysi og þurfti fyrir þær sakir að kaupa selstöðu annars staðar. Járngerðarstaðamenn gerðu og tilkall til selstöðunnar í Fagradal norðan Fagradalsfjalls. Þetta kemur fram í lýsingu Jarðarbókarinnar á Stóru Vogum í Vatnsleysustrandarhreppi: …aðra [selstöðu] vill hún eigna sér þar sem heitir Fagridalur, er þar um eru misgreiningar, því Járngerðarstaðamenn í Grindavík vilja eigna sér þessa selstöðu, þó segja menn, að Fagridalur liggi fyrir norðan og vestan þann fjallahrygg, sem hæðst liggur millum Grindavíkur og Vatnsleysustrandar. Um selstöður frá Stóru-Vogum segir í Jarðabókinni 1703: „Selstöðu vissa á jörðin eina nærri þar sem kallað er Vogaholt, aðra vill hún eigna sjer þar sem heitir Fagridalur, en þar um eru misgreiningar, því Járngerðarstaðarmenn í Grindavík vilja eigna sjer þessa selstöðu, þó segja menn, að Fagridalur liggi fyrir norðan og vestan þann fjallahrygg, sem hæðst liggur millum Grindavíkur og Vatnsleysustrandar.‘‘
Í Dalsseli norðan Nauthólaflata - í FagradalÁrni Óla segir í bók sinni strönd og Vogar frá Dalsseli: „…auk þess eignuðust Stóru-Vogar sér selstöðu í Fagradal, þar sem heitir Dalssel, en um það var ágreiningur, því að Járngerðarstaðamenn í Grindavík eignuðu sér það líka.“
Höfundur skoðaði tóftir Dalssels í Fagradal árið 2003. Þær eru á sunnanverðum uppþornuðum lækjarbakka norðan við Nauthóla og Nautaflatir. Sjá má móta fyrir húsum og stekk eða kví ofar. Veggir sjást grónir, en ekki er að sjá hleðslur í þeim. Erfitt er að greina nákvæma rýmisskipan.“
Rétt er að geta þess að fyrrnefnd ritgerð er án efa það rit, sem finna má hvað viðarmestar upplýsingar um sel, staðsetningu þeirra og nýtingu á tilteknu svæði landsins, er um getur fyrr og síðar. Þá má vel koma fram að eftir að ritgerðin var skrifuð (vorið 2007) hefur höfundur bætt um betur og skráð allar selstöður norðan, vestan og austan Esju, þ.e. í öllu fyrrum landnámi Ingólfs, eða u.þ.b. 250 selstöður, rissað þær upp, staðsett þær með hnitum og lýst ástandi þeirra. Ekki er þó vitað til þess að sótt hafi verið um styrk til verksins, en slíks væri vel veitandi þótt ekki væri til annars en gefa mætti ritgerðina sem og viðbótina við hana út á prenti (með meðfylgjandi ljósmyndum og uppdráttum) – til varðveislu og fróðleiks upplýsinganna. Það er alltaf sárt til þess að vita að eintak slíks verks skuli að lokinni langri og mikilli vinnu vera lagt upp í hillu á safni, sem einungis örfáir hafa aðgang að.

Í DalsseliSkoðum Dalsselið svolítið nánar. Skógfellshraun er norðan Skógfellanna. Upp úr Skógfellshrauni rís allhátt fell sunnanvert, sem heitir Stóra-Skógfell. Litla-Skógfell er þar nokkru norðar, en er allmikið lægra og skiptir það löndum á milli Voga og Járngerðarstaða (að sumir telja). Stóra-Skógfell skiptir löndum á milli Járngerðarstaða og Þórkötlustaða (að aðrir telja) og eru merkin í næsta hnúk. Vogavegurinn liggur austan Stóra-Skógfells og var nefndur þar Skógfellsvegur (frá fyrri hluta 19. aldra var hann nefndur Sandakravegur) og tekur við af Sprengisandi. Mitt á milli Skógfella er svonefndur Hálfnunarhóll (í Járngerðarstaðalandi) og er þar talið hálfnað til Voga frá Þórkötlustöðum. Hraunið á milli Skógfella og Fagradalsfjalls heitir Dalahraun og nær það fram á móts við Kast. Það er lágt og víða sléttar klappir og mosaþembur. Úr Stóra-Skógfelli liggur markalínan í gjána í Kálffelli en það er lágt fell eða bunga sem er framarlega í Kálffellsheiði. Frá Kálffelli liggja landamerkin í vatnskatla í Fagradals-Hagafelli og þaðan í Innstuhæð á Vatnsheiði. Samkv. þessu er Sandhóll, sem er vestur af Kasti og Fagridalur, sem er kvos inn í Fagradalsfjall austan við Aura í landi Þórkötlustaða. Fagradals-Vatnsfell sem er norðvesturöxl Fagradalsfjalls er sömuleiðis í landi Þórkötlustaða.

Fagridalur - loftmynd

Aurar heita melar innan við og austan Dalahrauns og þar norður af eru grasflatir sem heita Nauthólaflatir. Þar var heyjað af bændum á Þórkötlustöðum. [Hér hefur jafnan gleymst að Þórkötlustaðir höfðu selstöðu í Dalseli í Fagradal, norðan Nauthólaflata]. Vesturhluti Beinavörðuhrauns nær vestur í land Þórkötlustaða. Slokahraun er á milli túnanna á Hrauni og Þórkötlustöða. Aðrar heimildir, sem fyrr er getið, kveða á um að Járngerðarstaðamenn hafi haft selstöðu í Fagradal. [Að öllum líkindum er um misskilning að ræða því engar skráðar heimildir eru til um að Járngerðarstaðabændur hafi haft selstöðu í Fagradal]. Bæði þeir og Hraunsmenn hafa hins vegar viljað eigna sér svæðið milli Vatnskatla, Kálffells og Litla-Skógfells. Það hafa einnig Vogamenn viljað gera sbr. framangreindu.
Í skrifum Guðrúnar Ólafsdóttur um sel og selstöður í Grindavík (Söguslóðir, afmælisriti helgað Ólafi Hannessyni sjötugum, 1979) segir hún m.a.: „Mönnum kemur eflaust margt fyrr í hug en græna selhaga og þriflegar selstúlkur, þegar minnst er á Grindavík, enda staðurinn frægari fyrir fisk undir hverjum steini en búkap. En Grindvíkingar hafa ekki lifað af fiski einum saman, og til skamms tíma þurftu þeir að sjá sér að mestu fyrir bújörðum sjálfir. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er m.a. getið um selstöður frá Grindavíkurbæjunum. Í Krýsuvík voru 6 hjáleigur. Selsstöður voru tvær á jörðinni, önnur til fjalls en hin nálægt sjó, báðar merkilegar góðar.

Staðarhverfi - næsta "landnemaverkefni" FERLIRs

Á Ísólfsskála er ekki minnst á selsstöðu. Frá Hrauni er selstaða langt frá og þó sæmilega góð. Þórkötlustaðir brúkaði selstöðu lengi í Krýsuvíkurlandi þar sem heitir á Vigdísarvöllum (sjá meira undir lýsingar). Selstaðan var leigð frá Krýsuvík, en Krýsuvík fékk aftur skipsstöðu fyrir landi Þórkötlustaða. Selstaðan er góð, en langt og erfitt að sækja. [Hér segir af selstöðu Þórkötlustaðabænda á Vigdísarvöllum, sem er skammt sunnan við þann stað er samnefndur bær stóð síðar undir Bæjarhálsi.]
Krýsuvíkurbændur nutu þess að eiga skamma og greiðfæra leið í ríkulega selhaga, enda eru aðstæður þar að flestu leyti ólíkar. Við Krýsuvík eru allmiklir flákar af lausum jarðlögum suðvestur af Kleifarvatni og þar fyrir sunnan er jökulnúið grágrýti frá hlýskeiði fyrir síðustu ísöld. Þar hefur náðst að myndast meiri jarðvegur og gróður en annars staðar á Reykjanesskaga sunnanverðum. Þar er að finna bæði móa og mýrar, og meira að segja er þar einhvern mó að finna. [Hér er hinu týnda Kaldranaseli lýst í mýrinni austan Nýjalands].
Gísli Sigurðsson, varðstjóri í Hafnarfirði, hefur um áraraðir viðað að sér fróðleik um þetta efni og vissi manna best um það. Hann hefur farið um allan skagann og leitað seljarústa, mælt og teiknað upp grunnmyndir af þeim, sem hann hefur fundið. Hann fullyrti að leifar væru að finna eftir sel á öllum þeim stöðum, sem nefndir hafa verið hér að framan nema við Seltún, á Baðsvöllum og í Fagradal. Við Seltún hafa ummerki horfið vegna umsvifa í sambandi við brennisteinsnám á 18. og 19. öld. Á Baðsvöllum er nú skógræktarlundur Grindvíkinga. Dalssel hefur Gísli aldrei fundið, þrátt fyrir nokkra leit.
BaðsvallaselDalssel er að öllum líkindum millitíðaselsminjar, þ.e. leifar minja frá 17. og 18. öld. Áður voru selin óregluleg hús, þrískipt; annars vegar sambyggð baðstofa og búr og hins vegar eldhús, en en undir lokin, líkt og áður, tók húsaskipanin og -gerðin mið af þróun íslensla torfbæjarins – í fyrstu óregluleg, en er á leið með reglulegri rýmisskipan. Þannig má sjá nýjustu selstöðurnar með reglulegri formgerð og jafnvel svolítið stærri rýmum en áður var. Hafa ber í huga að hér er miðað við selstöður á Reykjanesskaganum, en sel í öðrum landshlutum gætu verið með öðrum kennimiðum en hér er greint frá.
Sel og selstöður hafa skipt miklu máli í hreppnum í eina tíð svo að þar má finna orðum Þorvalds Thoroddsens í Lýsingu Íslands staðfestingu: “Hve afar mikla þýðingu selin hafa haft á fyrri öldum, sést af hinum óteljandi seljarústum, sem eru dreifar um afdali og heiðar um allt Ísland. Selstöður og nýbýli hafa verið nátengd hvert öðru, og á halllendum og útskæklum hálendisins eru mjög víða dreifðar rústir eyðibæja og selja, hvað innan um annað, enda hefir notkun þessara fjallhúsa skifst á ýmislega, sel og beitarhús orðið að sjálfstæðum býlum o.s.frv.”.
Ekki hefur tekist að timasetja með óyggjandi hætti hvenær síðasta selförin var farin. En ljóst er, að í þessum hraunbrunna úgerðarhreppi hafa grænir selhagar freistað búsmala og þriflegar selstúlkur strokkað smör í seljunum, sem enn sér móta fyrir á eggsléttum völlum á bak við gróðurlaus fjöll.“
Nýjustu upplýsingar benda til þess að selstöður hafi tíðkast á landssvæðinu allt frá landnámi til loka 19. aldar. Selstöður einstakra bæja breyttust á tímabilinu – nýjar voru teknar upp og eldri lögðust af. Ástæður staðsetninga þeirra breyttust einnig. Elstu selstöðurnar voru hvorutveggja tákn um nýtingarþörf og landnámsvernd, þ.e. þær voru staðsettar á ystu mörkum líkt og til að sýna fram á eignarréttinn. Síðar endurspegluðu selstöður bæði ástand í búskaparmálum landssvæðisins og möguleikum ábúendanna. Harðræði og erfitt árferði fækkaði selstöðum og jafnvel sameinaði aðrar nálægar. Hafa ber í huga að að allt líf landsmanna snerist um að halda lífi í sauðkindinni svo hún mætti halda lífi í mannskepnunni. Undir lok 19. aldar urðu umtalsverðar breytingar – líkt og oft vilja verða – sauðfé fjölgaði margfalt með aukinni heimatúnræktun, fólki fækkaði að sama skapi, en kúm bænda fjölgaði að sama skapi. Þetta varð til þess að ekki varð lengur nauðsynlegt að nytja ær í seli heldur var kúamjólkin unnin heima á bæ til mótvægis. Fé, sem áður var nýtt til mjólkurnytja, var nú fyrst og fremst nýtt til kjötnytja – í því fólst ágóðinn. Hér verður, fyrrum líkt og eftirleiðis, að horfa til markaðslögmálanna tveggja – framboðs og eftirspurnar sem og breyttrar samfélagsmyndar.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall, Nauthólar og Dalssel.

 

 

Gunnuhver er gufuhvera- og leirpyttaklasi.
Gufu- og leirhverir stafa af suðu í jarðhitageymi. Gufan Gunnuhver-12leitar upp og blandast yfirborðsvatni. Henni fylgja gastegundir. Þær gera vatnið súrt. Af því umbreytist hraungrýti og móberg í leir. Gufustreymið jókst mjög er þrýstingur lækkaði í jarðhitageyminum við vinnslu vatns og gufu úr honum. Stærsti leirhver landsins, nú með digrum suðustólpa í 20 m víðum stampi, er efst í brekkunni. Um tíma náði gosstólpinn um 10 m hæð og slettur úr honum hlóðust á barmana.
Óróasamt er á Reykjanesi af völdum jarðskjálfta. Þeir koma í hrinum en eru vægir, þeir stærstu rúmlega 5 á Richter. Í helstu hrinunum hefur sprunga sem liggur frá Valbjargagjá til norðausturs um Gunnuhver hreyfst til, síðast fyrir um 40 árum. Við slík umbrot hefur hveravirkni aukist um tíma og efnaríkt vatn úr jarðhitageyminum náð til yfirborðs og myndað goshveri með útfellingum af hverahrúðri.
Gunnuhver-13Þetta voru sjóhverir. Kísilhóll er nefndur eftir kísilhellu efst á honum. Í henni eru skálar eftir kulnaða goshveri. Kulnaður bolli Hversins 1919 er um 100 m sunnar, ofan vegar. Hann var síðast virkur kringum 1970. Skammt þar suðvestan við var Geysir (Reykjanes-Geysir) virkur kringum aldamótin 1900 og framan af 20. öld. Engin merki sjást um hann nú.

Heimild:
-http://isor.is/efni/9-gunnuhver-%E2%80%93-hverasvaedi

Gunnuhver

Við Gunnuhver.

Refur

Ætlunin var að ganga frá Sýslusteini í Lyngskjöld og leita uppi greni, sem þar á að hafa verið.

Sýslusteinn

Sýslusteinn.

Á þeim slóðum átti svonefnt þrætugreni að vera, en það var nefnt svo vegna þess að hvorki Selvogsmenn né Grindvíkingar töldu grenið vera í þeirra landi. Heyrir það til undantekninga að bændur afneiti landi því oftar en ekki hafa þeir deilt um yfirráð á slíkum svæðum. Bréfaskrifti fóru á millum hreppsnefndanna vegna þessa þar sem ítrekaðar voru skyldur hvorrar fyrir sig að vinna grenið. Ástæðan var fyrst og fremst sú að grenið var á ystu mörkum sveitarfélaganna og langt að fara fyrir báða aðila, þó heldur lengra fyrir Grindvíkinga. Líklegt mátti því telja að Lyngskjaldargrenið hafi verið það greni er olli framangreindum deilum fyrrum, nefnt „Þrætugreni“. Hafa ber í huga að akvegur þarna var fyrst gerður um miðjan fimmta áratug síðustu aldar. Að sögn kunnugra er grenið við landamerkjavörðu á „Skildi“ og eiga hlaðin byrgi skyttu að vera nálægt greninu.

Lyngskjaldargreni-1

Ólafur Þorvaldsson, síðasti bóndinn í Herdísarvík, getur um Lyngskjaldargrenið í lýsingu sinni af Herdísarvík: „…Vestan Klifhæðar er geil af eldra hrauni með miklum lynggróðri, en vestan hennar samfelld brunabreiða, sem runnið hefur ofan af fjalli vestan Lyngskjaldar. Austarlega í þessari brunabreiðu, en ofan vegar, er stór, stakur hraungrýtissteinn, og er hér Sýslusteinn, auðþekktur sökum stærðar og einstæðingsskapar. Sýslusteinn er á mörkum milli Árnes- og Gullbringusýslu, og þá einnig merkjasteinn milii Herdísarvíkur og Krýsuvíkur. Úr Sýslusteini liggja sýslumerki yfir Lyngskjöld, sem er bunga í brún fjallsins, og hefur yngsta hraunið runnið ofan af fjallinu, austan hans og vestan. Gren er á Lyngskildi, austan marka, Lyngskjaldargren. Meiri gróður er í Lyngskildi en umhverfis hann, t. d. mikið um eini, og er oft á haustin gott þar til einiberja…“
Mosavaxið hraun liggur neðan, ofan og beggja vegna Lyngskjaldar. Hann er í eldra greiðfærara helluhrauni. Svæðið hallar snarlega upp á stall vestan Herdísarvíkurfjalls. Hallinn er lyng- og hrísvaxinn. Þegar upp á hann er komið tekur við fyrrnefnt tiltölulega slétt hellurhraun. Ofar eru rásir og í þeim nokkir litlir hellar. Stallurinn er kjörið grenjasvæði því alls staðar má sjá op á yfirborðsrásum.

Þrætugrenin

Hleðslur við Þrætugrenin.

Lyngskjaldargrenið (-grenin) er rétt fyrir ofan hallann, fremst á stallinum, vestast í honum. Lítil varða er ofan við brúnina og síðan má sjá hvert opið á greninu á fætur öðru. Þau eru öll merkt með tveimur steinum. A.m.k. tvö byrgi refaskyttu eru sitt hvoru megin við grenjasvæðið. Meginopið er í nokkurs konar „urð“ skammt suðaustan við efra byrgið. Innan við það var skít að sjá, en hvergi var fiður eða önnur nýleg ummerki eftir ref í eða við grenin. Talsvert var af rjúpu í nágrenninu, sem bendir fremur til þess að refur hafist ekki við í greninu um þessar mundir. Hnit voru tekin. Af afstöðunni má ætla að grenið sé nokkurn veginn á sýslumörkunum fyrrnefndu, en þó heldur innan Selvogslands ef eitthvað er.

Þrætugrenin

Eitt þrætugrenjanna.

Refur hefur löngum verið veiddur á Reykjanesskaga. Í frétt í Morgunblaðinu 1987 segir m.a. um tófuveiðar á Reykjanesskaganum: „Tófu fjölgar ört í Gullbringusýslu að sögn refaskyttu sem fréttaritari Morgunblaðsins hefur rætt við. Refaskytturnar hafa fellt um 70 tófur í vor, og virðast tófurnar vera um allt. Einar Þórðarson refaskytta í Vatnsleysustrandarhreppi segir til dæmis að tófurnar séu við bæjardyrnar hjá sér á Vatnsleysu. Tófur hafa verið felldar við Innri-Njarðvík, úti á Reykjanesi og víðar. Þá hafa tófur sést víða, t.d. innan Varnarliðs-stöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli.
Einar Þórðarson og Lárus Kristmundsson refaskyttur í Vatnsleysustrandarhreppi hafa fellt 22 tófur í vor, sem er mesti fjöldi að minnsta kosti um langt skeið. Á síðasta ári felldu þeir 16 tófur alls. í vor fundu þeir tvöfalt greni í Hvassahrauni, það er að þar voru tvær læður í greninu. Á Vatnsleysuströnd hafa dauð lömb fundist við tófugreni.
MelrakkiÍsólfur Guðmundsson, bóndi í Ísólfsskála, refaskytta í Grindavíkurlandi, hefur fellt 17 tófur í vor. Hann skaut 3 tófuyrðlinga í einu skoti við tófugreni á Vatnsheiði. Í landi Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs að hluta hafa verið felldar 10 tófur úr 2 grenjum í vor að sögn Sigurðar Erlendssonar
refaskyttu. Hermann Ólafsson og Sveinbjörn Guðmundsson refaskyttur í Hafnahreppi hafa fellt samtals 20 tófur í vor, þar af eru 3 tófur er voru felldar í Njarðvíkurlandi.
Samtals hafa því 6 tófur verið felldar í ár, sem er svipaður fjöldi og á síðastliðnu ári. Að sögn Páls Hersteinssonar veiðistjóra voru felldar samtals 38 tófur í Gullbringusýslu árið 1985 og 31 árið 1984. Samkvæmt upplýsingum frá veiðistjóra var veiðin frá árinu 1975 eftirfarandi: Árið 1975 voru felldar 8 tófur í sýslunni, en árið 1976 voru þær 5, árið 1977 var engin tófa veidd, en þær urðu samtals 7 árið 1978, 1979 var engin tófa felld, en árið 1980 voru þær 2, árin 1981 og 1982 voru engar tófur veiddar í sýslunni en árið eftir hófst fjölgun, þá voru veiddar 11 tófur, árið eftir 31.“

Þrætugrenin

Skjól refskyttu við Þrætugrenin.

Og svolítill fróðleikur um tófuna: Talið er að tófan hafi sest að á Íslandi í lok ísaldar, fyrir um það bil 10 þúsund árum, en talið er að hún hafi komið hingað á hafís.
Fullvaxinn refur getur orðið tæpur metir á lengd, skrokkurinn ekki nema 56-60 cm. Og þyngdin getur orðið allt að 6 kg. Læðurnar eru yfirleitt léttari.
Til eru nokkur litarafbrigði af Íslenska heimskautarefnum en aðallitirnir eru mórautt og hvítt. Dýr af mórauðakyninu eru dökkbrún allt árið en geta verið með hvítan blett eða rák á bringu. Á sumum mórauðu dýrunum getur feldurinn orðið upplitaður á vorin, svo að hann sýnist ljósbrúnn eða grábrúnn. Dýr af hvíta afbrigðiðu eru aftur á móti grábrún á baki og ljósbrún á kvið á sumrin, en þau eru alhvít á vetrum. Mórauða afbrigðið er algengast á Íslandi þegar á heildina er litið. Trýni refsins er alltaf svart og eyrun upprétt. Refir ganga úr hárunum tvisvar á ári. Þeir skipta yfir í sumarfeldinn á tímabilinu frá miðjum maí til miðjan júní. Vetrarfeldur fullorðinna dýra vex út aftur í byrjun vetrar og er að vaxa eitthvað fram yfir áramót.

Þrætugreni

Skjól refaskyttu við Þrætugrenin.

Húsakynni tófunnar er kallað greni. Greni tófunnar eru margvísleg. Greni hennar eru víðast í stór-grýtisurðum neðarlega í fjallshlíðum eða í hraunrásum. Vitað er með vissu að mörg greni hafa verið notuð áratugum saman, þótt ekki sé það á hverju ári.
Tófan gýtur að jafnaði um miðjan maí eftir c/ 52 daga meðgöngu. Afkvæmi tófunnar kallast yrðlingar.
Meðal gotstærð íslensku tófunnar er 5-6 yrðlingar. Þeir fæðast blindir en augun opnast eftir 15 daga. Yrðlingarnir eru alveg háðir móðurmjólkinni fyrstu þrjár vikurnar en þá byrja þeir að éta kjöt. Læðan venur þá síðan af spena við 6-10 vikna aldur.
Báðir foreldrar hjálpast að við uppeldið. 

Vembla

Fyrstu þrjár vikurnar fer læðan lítið frá greninu og steggurinn sér að mestu einn um aðdrætti. Refaparið notar afmarkað heimasvæði sem það fer um í ætisleit og reynir að verja gegn öðrum refum. Heimasvæði sem varið er fyrir öðrum dýrum sömu tegundar er nefnt óðal. Bæði kynin merkja óðalið með þvagi á áberandi stöðum.
Yrðlingarnir taka smám saman að fara í stuttar og síðar lengri ferðir frá greninu. Þegar þeir eru orðnir um það bil tólf vikna gamlir, sem er venjulega snemma í ágúst, eru þeir oft farnir að dreifa sér og sofa á daginn í holum og glufum sem ekki teljast eiginleg greni. Næstu fjórar vikurnar eykst sjálfstæði þeirra og síðast er vitað til að refur hafi fært yrðlingum fæðu í lok ágúst þegar yrðlingarnir voru tæplega 14 vikna gamlir. Í byrjun september virðast þeir vera farnir að finna alla sína fæðu sjálfir.

Þrætugreni

Hleðslur við Þrætugrenin.

 Um miðjan september taka fyrstu yrðlingarnir að yfirgefa óðal foreldranna. Steggir virðast fara fyrr en læður.
Fæðan fer eftir aðstæðum, ýmislegt sjórekið, hrognkelsi, kræklingur, fuglar, egg, hreindýrahræ, rjúpur, þangflugnapúpur, ber, hagamýs o.fl.
Fá dýr eiga sér eins margar nafngiftir og refurinn á Íslandi.
Önnur Íslensk heiti eru: Djangi, djanki, dýr, dratthali, fjallarefur, fjallrefur, gráfóta, heimskautarefur, holtaþór, lágfóta, melrakki, melkraki, rebbali, rebbi, refur, skaufhali, skolli, tófa, tæfa, vargur og vembla.
Refaveiðar hafa verið stundaðar á Íslandi frá upphafi landnáms og refaskinn notuð sem verslunarvara.. Um tíma var bændum gert skylt að stunda grenjaleit á jörðum sínum og afréttum á eigin kostnað, þótt veiðimönnum væri greitt fyrir veiðina.“
Til baka var gengið eftir torsóttri fjárgötu undir Lyngskildi.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 1943-1948. Herdísarvík í Árnessýslu, eftir Ólaf Þorvaldsson, bls. 134.
-Morgunblaðið 14.07.1987, bls. 26.
-Villt spendýr, bls. 74-85.

Þrætugreni

Hleðslur við Þrætugrenin.

Þýskabúð

Sunnudaginn 23. apríl 1995 fundust mannabein í fjörunni norðan við Straum. Maður, sem verið hafði á gangi í fjörunni vestan við Straumsvík, gekk þar fram á bein, u.þ.b. 300 metrum norður af Straumsbænum. Fundurinn hefði ekki komist á vefsíðu FERLIRs nema vegna þess að beinin reyndust vera af fornmönnum.

Fjaran

Við skoðun á vettvangi hafði komið í ljós að um mannabein væri að ræða. Þetta voru um 40 bein, s.s. lærleggir, brot úr höfðukúpu, rifbein, hryggjarliðir, tennur o.fl. Beinin voru að rannsókn lokinni tekin í vörslu lögreglunnar.
Sýnishorn af beinafundinum var í framhaldinu sent til rannsóknarstofu í Danmörku. Í ágústmánuði barst niðurstaðan eftir nákvæma geislakolsrannsókn. Beinin reyndust af fleiri en einni manneskju. Þau höfðu legið í sjó og þess vegna þurfti að taka tillit til þess við aldursákvarðanir. Sjórinn varðveitir betur samsætur en landið. Með leiðréttri aldurgreiningu reyndist aldur beinanna vera frá því um miðja 11. öld.
Geislakol (C14) er geislavirk kolefnissamsæta. Með greiningu á geislakoli er hægt að ákvarða raunaldur lífræns efnis. Allar lífverur taka í sig C14 úr umhverfinu. Þegar lífvera deyr hættir upptaka efnisins en það sem eftir situr í vefjum minnkar jafnt og þétt. Helmingunartími geislakols er 5730 ár. Með því að mæla magn geislakols í lífrænu efni er hægt að reikna út hvenær lífvera dó. Aldursgreiningu með geislakoli er hægt að gera á t.d. beinum, viðarbútum, kolum, fræjum og skjeljum sjávardýra. Aðferðin var þróuð af Williard Libby og kom fyrst fram 1949.
Beinin Geislavirk frumefni klofna og mynda ný frumefni með jöfnum hraða. Frumefnið fer að klofna um leið og bergið storknar eða lífveran deyr. Helmingur af upphaflega efninu klofnar og verður að öðru efni á ákveðnum tíma og sá tími er kallaður helmingunartími en klofnunin er stöðugt ferli. Hlutfallið á milli efnanna er síðan mælt til að ákvarða aldurinn.
Helmingunartíminn er ein milljón ára. Með því að reikna út prósentuhlutfall geislavirks móðurefnis og stöðugs dótturefnis má aldursgreina sýnið. Í þessu dæmi, þar sem magn móðurefnis og dótturefnis er jafnt (1:1), vitum við að einn 9 helmingunartími er liðinn og að sýnið er 1 milljónar ára gamalt. Þegar hlutfall móðurefnis og dótturefnis nær 1:15 vitum við að sýnið er 4 milljóna ára. Þegar helmingunartími er gefinn er yfirleitt gefin upp mæliskekkja, þ.e. ± einhver ár.
Öll atóm hafa þéttan kjarna sem inniheldur svo til allan þunga atómsins. Umhverfis atómið eru neikvætt hlaðnar rafeindir. Kjarninn inniheldur tvær gerðir af ögnum, róteindir, sem eru jákvætt hlaðnar agnir, og nifteindir sem eru óhlaðnar. Rafeindir segja til um sætistölu en massi atómsins er samanlagður massi róteinda og nifteinda (massatala). Kolefni hefur atómnúmerið 6 en atómmassi þess getur verið 12, 13 eða 14. Þegar kraftarnir, sem binda nifteindir og róteindir saman, eru ekki nægjanlega sterkir klofnar kjarninn og er ferlið geislavirkt.
Hér á landi hafa einkum tvær aðferðir verið notaðar til að reikna út raunverulegan aldur jarðlaga. Önnur þeirra er framangreind geislakolsaðferð. Hún byggist á því að við stöðuga skothríð nifteinda myndar 14N (köfnunar-efni) í háloftunum 14C (kolefni) samsætu sem er geislavirk. 14C blandast síðan hinu venjulega 12C og kemur þannig inn í CO2 (koltvíoxíð) og þaðan til lífveranna. Þegar lífveran deyr hættir hún að taka við CO2 svo að þá er sama magn af 14C og 12C í lífverunni og í andrúmsloftinu. 14C samsæturnar byrja aftur á móti að brotna niður í lífverunni um leið og hún deyr. 14C brotnar þá niður í 14N og sá tími sem það tekur helming þess að breytast er 5.730 ± 40 ár og er það helmingunartími 14C þar sem um stöðugt ferli er að ræða.
Straumur Þessi aðferð mælir styrk geislakols í sýni og byggist á náttúrlegri β-geislun. β stendur fyrir svokallaða betageislun sem verður til í kjarna þegar nifteind breytist í róteind og orkumikla rafeind. Á síðustu árum hefur nýrri aðferð verið beitt til mælinga á geislakoli en sú aðferð byggir á massagreiningu (AMS), þ.e. þeirri staðreynd að nýtt geislakol er heldur þyngra en hinar kolefnissamsæturnar. Kostir þessara mælinga eru að minna sýni þarf til mælinganna og sá tími, sem tekur að mæla sýnið. er mun styttri.
Geislakolsaldur er gefinn upp sem aldur í geislakolsárum BP (before present) og er þá talið frá árinu 1950 en það ár hefur verið valið sem staðalár. Mæliniðurstöður beggja aðferða þarf að leiðrétta svo hægt sé að lesa úr þeim raunaldur í almanaksárum.
10 Geislakolsaðferðina er aðeins hægt að nota á lífrænar leifar. Plöntur taka til sín CO2 við ljóstillífun og dýr með kalkskeljar nota CO2 úr sjó við gerð skeljanna. Auk þess lifa dýr á lífrænu efni, þ.e. jurtum sem tillífa. Þannig er hægt að aldursgreina tré, kol, mó, fræ, skeljar, bein, pappír, hár, tennur og eggjaskurn svo eitthvað sé nefnt.
StraumsvörEkki er hægt að nota þessa aðferð lengra aftur í tímann en 50 þúsund ár og eiginlega varla lengra aftur en 30 til 35 þúsund ár en þá er orðið svo lítið eftir af 14C að það er tæplega mælanlegt. Geislakolsaðferðin hefur nýst fleirum en jarðfræðingum, svo sem fornleifafræðingum, sagnfræðingum og mannfræðingum.
14C/12C hlutfallið í andrúmsloftinu endurspeglar nánast samstundis framleiðslu 14C í heiðhvolfinu. Blöndunin tekur um það bil tvö ár. Þetta samsætuhlutfall er til staðar í öllum lífverum, sem anda að sér andrúmslofti og lifa á landi, þannig að aldur þeirra er núll ár við dauða, með tilliti til geislakolsgreininga. Blöndun 14C/12C hlutfallsins í andrúmsloftinu við heimshöfin tekur miklu lengri tíma, og mismunurinn milli hlutfallsins í andrúmsloftinu annars vegar og sjónum hins vegar leiðir til sýndaraldurs (reservoir age) sjógerða, sem er hærri en núll, og nemur hann hundruðum og allt að þúsundum ára á okkar dögum, með tilliti til geislakolsgreininga. Þetta stafar af því að sjávardýr og plöntur taka til sín gamalt kolefni með breyttu 14C/12C hlutfalli meðan þær lifa.
Í rauninni er beinafundurinn fyrrnefndi eitt og aldurgreiningaraðferðin önnur. Hvorutveggja er mikilvægt. Vitundin um mikilvægi hins síðarnefnda hefur verið viðurkennd eftir miklar rannsóknir, en vitundin um hið nærtæka, mögulegan vettvang og tengsl hans við fundinn, hefur verið vantækt.

StraumurLjóst er að beinin, sem eru úr fleirri en einni manneskju, gætu hafa verið umvafin sjóblandi um nokkurn tíma, en þeim hefur ekki skolað langt. Til þess eru of litlar líkur að þau hafi fundist svo mörg saman á einum stað á tilteknum tíma.
Í viðtölum við gamalt fólk kemur fram að sjórinn nemur að jafnaði um 50 metrum af strönd Reykjanesskagans á einum mannsaldri. Að vísu er það mismunandi eftir staðsetningum, minna í innvíkum en útnesjum, en að teknu tilliti til meðvitaðra minja og staðsetningu þeirra miðað við strandstöðu má áætla „landaftökuna“.
FERLIR fór á vettvang og skoðaði aðstæður. Norðan við Straum eru nokkrar varir, s.s. Straumsvörin og Þýskubúðarvarir. Svo vill til að 300 m norðan við Straum eru norðausturmörk Þýskubúðar, þekkts verslunarstaðar frá og eftir miðaldir (fram eftir 16. öld). Efsti hluti notadrjúgra hlaðinna mannvirkja ofan Straumsvarar sjást enn, u.þ.b. öld eftir að þau voru gerð.
Tangi er út í Straumsvíkina skammt norðaustan fundarstaðarins. Milli hans og annars tanga í vestri eru Þýskubúðarvarir (tvær). Innan þeirra er hlaðinn garður, varnargarður hinnar síðustu Þýskubúðar sjávarmegin.
ÞýskabúðSögn er um bænhús eða kirkju á Bænhúshól austan Óttarsstaðabæjanna. Staðurinn, sem er á grónum hól, hefur ekki verið rannsakaður. Sá trúarstaður er þó að líkindum yngri en sá sem hér greinir.
Telja verður ólíklegt að beinin séu af fólki, sem af einhverri ástæðu gæti hafa verið komið fyrir í sjónum í Straumsvík. Líklegra er að það hafi verið lagt þarna til hinstu hvílar, í föstu landi. Sjórinn hafi síðan smám saman tekið það til sín og þar með beinin.
Ef svæðið landmegin er skoðað af varfærni mætti ætla að hluti þess hafi verið manngert. Ferkantaður blettur, innan malarkambsins (og austan kálgarðsins austan núverandi húss), er bæði sléttari og hærri en umhverfið. Hann er afgirtur með hlöðum garði. Ekki er útilokað að þar hafi fyrrum verið grafreitur. Hann hafi síðan verið færður annað, gróið yfir og hann síðan gleymst smám saman. Því má ætla að beinin, sem fundust þennan sunnudag 1995, gætu hafa verið úr ystu gröfum þessa fyrrum grafreits – og að fleiri grafir megi finna þarna.
FERLIR skoðaði er ekki kunnugt um að að þarna hafi framangreindu möguleiki verið kannaður.
Þetta dæmi er því miður ágæt vísbending um að ekki séu nægilega mikilvæg tengsl á milli rannsóknaraðila hjá lögreglu og fornleifafræðinga, sem mögulega kunna að halda áfram hinum „meinlega“ og um leið skammtímalega þætti rannsóknar.

Heimildir m.a.:
-LH – RLR – MBL – 1995.
-http://www.instarch.is/instarch/ordasafn/
-http://www.flensborg.is/