Eldey

Hér á eftir ferð „Lýsing á Höfnum“ eptir Brand hreppstjóra Guðmundsson í Kirkjuvogi og birtist í Blöndu 1923 – prentað eptir eigin handarriti hans, úr safni, Bókmentafélagsins 72 fol. í Lbs. Hefur hann sent skýrslu þessa sóknarpresti sínum §íra Sigurði B. Siverfsen a Útskálum og samið hana eptir beiðni hans, sem sóknarlýsingu Kirkjuvogssóknar um 1840. En skýrslu þessa mun svo síra Sigurður hafa gefið Magnúsi stúdent Grímssyni, þá er hann ferðaðist um Reykjanesskaga 1847, og reit lýsingu af honum, því að handrit þetta er nú meðal plagga Magnúsar í Bókmentafélagssafninu.
Hafnir-41Brandur var fæddur á Brekkum á Rangarvöllum í september 1771, og var faðir hans Guðmundur Brandsson, sonarson Bjarna Halldórssonar á Víkingslsæk, er hin fjölmenna Víkingslækjarætt er frá komin. Hann flutti síðan suður að Kirkjuvogi og drukknaði þar á góuþrælinn 1801, en Brandur sonur hans andaðist í Kirkjuvogi 16. júní 1845, nálega 74 ára gamall. Synir hans voru Vilhjálmur, Hafliði, Guðmundur alþingismaður, er drukknaði 1861, Einar og Björn í Kirkjuvogi faðir Þórðar, er þar bjó síðar, föður Björns verzlunarmanns og Einars kennara í Reykjavík. Síra Sigurður B. Sivertsen lýsir svo Brandi Guðmundssyni í Kirkjuvogi i Suðurnesjaannál sínum (í minni eigu):
Hafnir-42„Hann var merkasti maður í mörgum greinum, mikill gáfumaður, mjög vel greindur og vel að sér, en nokkuð sérlundaður, alvörugefinn og siðavandur, þurr ákomu, en skemmtinn og ræðinn, þegar hann var tekinn tali, mesti hófs- og reglumaður, skrifaði atkvæðavel alla hönd, einhver bezti skipasmiður í sína tíð og fljótur, einkum smíðaði hann stórskip, — alls 40, og 100 smærri á 40 árum — hraustmenni mesta, kappsamur og atorkusamur, vildi ekki hlut sinn láta við hvern sem átti, þegar þóttist á réttu standa; var lengi hreppstjóri í Hafnahreppi og í miklu afhaldi“.
(H. Þ.)

Hafnir-43

„Kirkjan i Höfnum er aunexía frá Útskálum nú, áður lá hún til Hvalsness-prestakalls; hún er í Kirkjuvogi, er timburhús, sem tilheyra 6 málnytukúgildi, gelzt eptir þau hálf leiga, en hálf fellur niður fyrir ábyrgð og viðhald; hún á 1/3 part í heimalandi, reka frá Ósum til Klaufar 5 álna tré og þaðan af stærri annaðhvert ár, samt hálft Geirfuglasker; er byggð fyrir fáum áruin. Jörðin Kirkjuvogur er metin að dýrleika 72 hndr., auk Merkiness, sem er talin 20 hndr., kölluð kirkjujörð, tíundast því ekki, en gelzt landskuld af til Kirkjuvogs ábúenda; það er stór bær, sæmilega húsaður að nokkru leyti; 3 eru ábúendur heima á jörðinni, kallast Austur- Mið- og Vesturbær; sá austasti, sem lengi hefir verið ábúenda eign er bezt húsaður; hinn næstnefndi, sem er Thorkelii barnaskóla stiptunar eign er miklu miður, en sá vestasti í meðallagi.—

Hafnir-44

Kotvogur er bær í sama túni, 17 hndr. í nefndri jörðu, en 3 hjábýli innan túngarða, og 1 utangarðs, byggt fyrir 10 árum liðnum. Byggð þessi er við sjóinn, hvar Kirkjuvogsósar byrja; er sjór fyrir vestan og norðan, en ósarnir liggja til austurs landnorðurs, eru um hálfa viku sjávar að lengd með skerjum víða, sandi líka í botni, marhálmi, skeljum nokkuð og ýmislegu. Selveiði á vorin var í þeim nokkur fyrrum og eptir fardagaleyti af kópum, sem nú er ekkert orðið vegna ósvífinna skota á öllum árstímum; hrognkelsaveiði er í þeim nokkur kringum miðsumarsskeið. Á jörðinni allri hafa verið hafðar frá 10 fyr, en nú 11 eða 12 kýr, því jörðin gengur af sér vegna sandfoks á túnið og sjávar landbrots. Sauðfé er þar nokkurt og hestar, en bágt vill veita að fleyta þar fram skepnunum; hagalönd eru mikil að víðáttu, en yfrið snauð að gæðum, mest partinn grjóthólar, hraun með gjám og klettum; alslags lyng vex þar, lítið af einiöngum, ber eru þar stundum á eini, kræki- og bláber og litið af grasteigingum.

Hafnir-45

Stutta bæjarleið þaðan sunnar er Merkines; þar eru 2 ábúendur, tún allsæmilega gott, því þar fýkur enn ekki á sandur, en sjór gengur þar nærri, þó ekki geri mikinn skaða enn; 4 kýr eru þar optast hafðar og lítið af fé og hestum; öll hin sömu eru þar hagalönd og í Kirkjuvogi, en ekkert hjábýli. Kirkjuvogur var áður fyrir norðan Osa, sem nú er Stafnessland, meina menn fluttan fyrir hér um 300 árum síðan liðnum (Í Jarðabók AM. segir, að Gamli Kirkjuvogur hafi legið í auðn lengur en 120 ár 1703, en það bæjarstæði var i Kirkjuvogslandi) og voru hér þá tvær jarðir: Haugsendar (Svo hdr., ef til vill réttara: Haugssandar. Jarðabók AM. 1703 nefnir Haugsendakot, þá fyrir löngu komið í eyði, en Árnagerði (eða Arnagerði) hafi farið í auðn þá ekki fyrir löngu, sökum vatnsleysis og átroðnings kvikfénuðar frá Kirkjuvogi) og Arnagerði. Sú fyrri lagðist í eyði hér um fyrir 200 árum vegna sandfoks; var á milli Kirkjuvogs og Merkiness; hin, sem er fyrir innan spölkorn mun hafa lagzt í eyði fyrir nálægt 100 árum af ágangi af mönnum og skepnum, eins og á Kirkjuvogstún og líka vegna sandfoks frá sjó og uppbrots þar.

Hafnir-46

Túngarðar, hvar verður, fylgja byggðinni, og kálgarðar eru yrktir og ræktaðir eptir mætti. Hvað Kirkjuvogstún muni hafa af sér gengið má meðal annars af því ráða, að Ingigerður heitins (þ. e. Ingigerður Tómasdóttir (f:1804) kona Vilhjálms Hákonarsonar hins eldra i Kirkjuvogi (f 1803, 79 ára)sál. Hákonar (Hákon Vilhjálmsson dó 1821) sagði Gróu minni (Gróa Hafliðadóltir kona Brands var mesta yfirsetukona og merkiskona (f 1855)) að kerling gömul gömul, móðir Sesselju í Garðhúsum, er eg man til, hefði sagt eptir annari kerlingu, að full sáta heys heiði í hennar tíð verið slegin á Kirkjuskeri, sem nú íer í kaf í hverjum stórstraumi, og þá heíði varla verið klyfjafært milli Þvottakletta og búðarbakkans, sem nú er að 30 faðma rúm í millum, en sandur skemmir þó enn meira, því að í þau 50 ár, er eg veit til, hefur blásið af norðurtúninu til vissu kýrfóðuravallarstærð auk skemmda, sem garðafærslur sýna.

Hafnir-47

Heyrt hef eg, að þær 3 jarðir Stóra- og Litla Sandhöfn og Kirkjuhöfn hafi allar verið 60 hndr. að dýrleika og Kirkjuhöfn þeirra fyrst lagzt í eyði, að kirkja hafi þar staðið, eptir að jörðin lagðist í eyði, en of naumt mun tilnefnt tímatalið á annað hundrað ár síðan (hefur lagzt i eyði um 1660 (sjá síðar) því nefnd Ingigerður sál. vissi að eins til, að uppblásin mannabein i hennar minni hefðu verið flutt til Kirkjuvogskirkju og lögð þar í kirkjugarð og eru þó síðan full 100 ár. Það er nokkurnveginn víst, að Litla Sandhöfn lagðist seinast i eyði; sagt er mér, að ekkja hafi átt, hún verið 8 hndr., gefin af henni Viðeyjarklaustri og hún með þvi móti síðar orðið kóngseign (frá [b. v. eptir aukablaði með hendi höf. þar getur hann og þess, að hann hafi á „landcommissiþingi á Járngerðarstöðum 1801 séð í bók hjá commissariis Kirkjuvog nefndan fyrir norðan Ósa ár 1516, sem mig minnir og þar i getið eyðijarða Haugsenda hér og Arnagerðis“ [Þetta bréf er ekki kunnugt nú, en ártalið gæti verið skakkt t.d. 1616).

Hafnir-48

Bæjarleið sunnar með ströndinni [en MerkinesJ er Kalmanstjörn (Kalimanstjörn, hdr.) 20 hndr. jörð með JunkaragerU, sem Vs partur úr neíndri jörðu, og er skammt bil milli túna. Tún eru þar stórskemmdum undirorpin af sandfoki og sjávarbroti á Gerðið; þó hafa menn þar optast haft i kýr, því nielaslægjur eru þar, en tún mikið þverbrestasamt. Spölkorn sunnar er eyðijörðin Kirkjuhöfn („Hefur óbygð legið um 40 ár“ (Jarðab. AM. 1703).) Hún mun hafa lagzt í eyði vegna sandfoks; þar var kirkja áður en í Kirkjuvogi. Á milli þesssa og Kalmanstjarnar eru girðingar nokkrar líkast til sem eptirstöðvar af húsagrundvelli, hver í orði er, að þýzkir, þá höndluðu hér við land, er á tali, að hafi átt, en höfnin þá verið Kirkjuhöfn. Þar er gott sund í öllum sunnanáttum, en lending verri. Sunnar er Sandhöfn, eyðijörð, aflögð vegna sandfoks („Hefur óbygð legið hér um 50 ár,“ segir í Jarðab. AM. 1703) því ekkert sést eptir, utan lítið af hól, hvar bærinn skyldi hafa staðið. Sunnar er Eyrin innan Hafnabergs. Þar var bær og útræði seinast fyrir rúmum 50 árum; er þetta í vik nokkru (fyrir) sunnan Kalmanstjörn: Skammt sunnar byrjar Hafnabergs nyrðri endi, og er þar fyrnefnd Klauf, klettar með gjá í millum; bergið er um hálfa viku sjávar á lengd, rúmir 20 faðmar þar hæst er, ógengt, en sigið í það og stöku sinnum lent við það að neðan; þar er svartfugl, lítið af súlu, eggvarp og fuglatekja nokkur, sem heyrir til Kalmanstjörn.

Hafnir-49

Fyrir sunnan bergið eru sandar og hraungrýti; kallast það Lendingarmalir, (líklega réttara: melar, sbr. skýrslu Þorkels hér á undan) og er þar lent þá verður brims vegna í norðan- og austanátt, þá menn sökum storma ekki geta dregið inn fyrir bergið. Sunnar eru Skjótastaðir, sem meint er forn eyðijörð, enda er í tali, að allt Reykjanes hafi fyrrum byggt verið. Sunnar er Stóra Sandvík og er í mæli, að Kaldá skyldi hafa fallið þar í sjóinn, og liggur þar gjá uppundan og inn til fjalla, sem myndar líka vatnsfarveg afarstóran, eu það getur líka svo hafa myndazt af eldrennsli, því allt Reykjanes er af eldi einhverntíma gersamlega brunnið (á aukablaði getur höf. nánar um gjá þessa, er hann kallar Haugsvörðugjá, er sé þar stærst gjáa að lengd og breidd, og sumstaðar með hömrum beggja vegna; muni víða vera um 100 faðma breið og sumstaðar miklu meir; sé sagt, að Kaldá, er þar eigi að hafa runnið, hafi hlaupið í jörð í jarðeldum, en vatn sé ofarlega í Sandvík, þar sem Kaldá hafi átt að renna í sjó fram, en hvort það vatn sjáist frá sjónum gegnum sandkampinn, segist höf. ekki vita,).

Hafnir-50

Sunnar er Litla-Sandvik, þá klettabelti með litlum grasteigingum og blöðkuhnubbum, þá Kistuberg, lítið berg, nytjalaust; síðan Kinnin, berg nokkurt gróðurlaust, síðan Aunglabrjótur, nef syðst á nesinu það vestur veit, beygist það svo til suður landsuðurs. Stendur þar Karl, klettur mikill í sjó fyrir nesinu um 50—60 faðma kár, er var þó hærri fyrir, því í jarðskjálfta féll ofan af honum hetta mikil í þeirra manna minni, er nú lifa; upp undan honum á landi er bergsnös, kallast Kerling, og eru þau brúkuð fyrir mið í Reykjanessröst og víðar m. ff. Sunnar eru: Valahnúkar, bergsnös há, Valahnúkamöl og Skarfasetur syðst; beygist þá nesið til austur landnorðurs, því stór vík skerst þar inn í og má því kallast hálfeyja. Framundan Skarfasetri á sjó eru 2 klettar, sem varast þarf, þá fyrir það er lagt, og boði einn; er þar sem optast iðukast og óhreinn sjór. Á nesinu eru jarðhitar og hverir, stórir hólar eða lítil fjöll, sandöldur, ægisandur og hraun; sumstaðar sjást grasteigingar, blöðkuhnubbar, lyng, einiangar hér og hvar og grófasta brunahraun. Frá Kirkjuvogi til syðsta tauga þess mun vera um 2 1/2 míla vegar, en frá Kalmanstjörn til Grindavíkur 2 mílur og er það þjóðvegur, liggur til landsuðurs. Annar vegur liggur frá Höfnum til kauptúnsins Keflavíkur í norður nær 1 1/2 míla langur.

Hafnir-52

Fiskafli er þar helzti bjargræðisstofn manna; sjómenn eru þar í betra meðallagi og sjósókn, langræði mikið, en optast með landi suður. Fiskur gengur á öllum árstímum, helzt með stórstraum; menn hafa tekið eptir, að austangöngur með sílhlaupum koma helzt með góu og þeim straumnum, líka stundum síðar; vestangöngur, sem eru sjaldgæfar fyrri, lenda einkum í röst; þorskur, ýsa, keila, þyrslingur, skata, karfi, langa eru þær fiskitegundir, er veiðast á færi og öngla, líka hákarl nokkuð, við andþóf og stundum stjóra.
— Sundið í Kirkjuvogi er þrautgott, en langt og ógurlegt í brimum, snúningar eru á því lakari og lending háskasöm; eru þar blindsker fyrir sunnan sundið spottakorn.
Hafnir-53Í Merkinesi er lakara sund, en lending um flóð betri. Bæði liggja sund þessi til austurs í land öl þess við er snúið og haldið í suður. Sundið á Kalmanstjörn liggur í sömu átt, er stutt, þröngt og slæmt í brimum, en beint. Útsker er fyrir innan nyrðri önda bergsins og skammt frá landi, sést á það með hálfföllnum sjó; pað heitir Eyrarsker. Önnur útsker eru ekki með Reykjanesi Hafnamegin. En Eldey er klettur stór í hafinu í vestur frá Reykjanesi um 3 vikur sjávar; það er mestpartinn hengiberg með fáum hillum; að austar má lenda við klöpp í ládeyðu, og er þvert nmur með henni 9 faðma djúp. Skerjahryggur með ósum inn í liggur hálfhring til útnorðurs og vesturs frá nefndri klöpp; tvö sker eru í boga þessum, hann kemur upp með hálfföllnum sjó. Klöppin er um 3 eða 4 ljábrýnur að stærð eða 80 ferskeytta faðma. Klettur þessi, það til lands veit, mun vera að ágizkan vel svo 100 faðma langur, um 40 að norðan, en á sjósíðuna (nefnil. vestan) 80—90 faðma og suðurhornið 15—20 faðmar, hæðin eptir ágizkun 90—100 faðma mest, móberg með blágrýti neðst, öllum mönnum ógengt. Slý er mikið á klöppinni og því hættulegt upp að komast, sem er um 2 faðma hæð um fjöru, og er þá skárst að lenda. Súgur er þar mikill og iðukast.

Hafnir-55

Fugl er mikill á nefndri klöpp og á einni hillu stórri uppundan, sem ekki verður upp á komizt, súla mest upp á eynni. Maður, sem þangað hefur farið nokkur vor, segist hafa náð þar mest 10 í hlut af svartfugli, 2 og 3 af súlu, — 24 geirfuglum alls á skip langmest, en optast 5 til 8, en seinustu 2 vorin hafi hann ekki sést — og 100 í hlut af eggjum. Lítið er þar af sel, en afarstyggur. Skammt frá Eldey er klettur í útsuður, kallaður Eyjadrangi (mun vera það sem nú kallast Eldeyjardrangur), sem hvergi verður upp á komizt, enda er hann gæðalaus. Geirfuglasker er í vestur í hafinu undan Eldey. Þangað var ferðazt í fyrri tíð til geirfugladráps; en engir eru nú uppi, hjá hverjum menn geti fengið vissar sögur um arðsemi þess eða lögun, lending eða afstöðu. Fyrir nokkrum árum var gerð þangað ferð á þiljuskipi og varð til einskis að kalla. Sagt er, að menn hafi gert þangað ferðir fyrir og eptir slátt á sumri, sem þá lukkaðist, hafi mannshlutur orðið fullt svo mikill sem fullkomins manns sumarkaup úr Norðurlandi. Skrifað finnst, að skip hafi farizt þar (sumarið 1639 fórust með allri áhöfn 2 skip af 4, er til Geirfuglaskers fóru um. Í mæli er, að 12 vikur sjávar séu úr Höfnum í skerið, en 6 til Eldeyjar). Í suður frá skerinu er klettur, sem kallast Skerdrangi, en í vestur frá því eða til útnorðurs hefur brunnið í hafinu fyrir fáum árum.

Hafnir-56

Í Höfnum er rigninga- og snjóasamt frá austurslandsuðurs og sunnanáttum og stormasamast, líka bitur kuldi; norðanveður eru vægari að tiltölu, útnyrðingar hættusamastir sjófarendum, útsynningar ganga miklir um jólaaðventu og á útmánuðum, skruggur stundum, en ekki orðið skaði af, hrævarelda og ýmsar loptsjónir orðið vart við. Flestar grasategundir munu þar á heiðinni og hraununum, líka nærri sjó. Engin eru þar rennandi vötn og ekki fjöll það heita megi. Trjáreki á Kalmanstjarnar rekaplássi, sem er stórtré opt, allarðsamur til húsabóta, engir skógar. Ekki hefur hval rekið í Höfnum yfir 60 ár; engar vita menn þar fornmenjar í jörðu eða á, en steinkol meina menn vera á Reykjanesi. Sláttur er þar byrjaður i 14. og 15. viku sumars, stendur yfir 2 og stundum 3 vikur. Þang brúkast þar til eldsneytisog að geyma í fisk. Ullarvinna, hampspuni og smíðar tíðkast þar á vetrum. Menn munu þykja þar drungalegir, því plássið er afskekkt og fámennt, en málvitrir og starfsamir. Þeir munu flestir eiga ættir að rekja til sveitamanna austur, að öðruhvoru kynferði.

Athugagrein
Af 60 ára reynslu er aðgætt, að flóð hafi orðið mest um og eptir veturnætur, veður mest um jól fram yfir miðjan vetur af land- og hafsuðri til útsuðurs, en vestan- og norðanáttir hafa verið skæðastar sjófarendum í Höfnum. Klettur er framan Hafhaberg, laus við land, má fara milli hans og þess, stendur optast upp úr um flóð, og þvi ekki sérlega hættulegur. Víða eru boðar með landi, en ekki sérleg rif eða útgrynni. Röstin fyrir Reykjanesi liggur til vesturs frá nesinu til Eldeyjar; hálfa viku sjávar frá því er svo mikið misdýpi, að á skipslengd er 14 og líka 40 faðma djúp, og er það hraunhryggur þverhniptur að uorðan, en flatur suður af. Viku sjávar frá landi verður sandalda um 50 faðma djúp, en botuast ekki þá norður eða suður af ber; sandalda þessi breikkar því meira sem fram [eptir dregur og ætla menn hún nái framt að Eldey. Skammt frá heuni, hér um bil 80 faðma, er 40 faðma djúp landsmegin, en grynnra að vestan.

Kirkjuvogur

Opt er straumur svo mikill í röstinni, þó veður sé gott, að ekki gengur á fallið, þótt siglt sé og róið af mesta kappi. Aðfall er þar venjulega meira eu útfall; Stundum ber til, að þar [er ekki skiplægur sjór, þó annarsstaðar sé ládeyða. Vestan- og sunnanáttir eru þar beztar, þá hægar ern, en austanáttir hættulegastar, því að sækja er & einn laudsodda í austur, en haf a allar síður, en straumar opt óviðráðanlegir. Ekki hefur þar skip farizt svo menn viti, en erfitt er að sækja þangað; mörg hefur þaðan máltíð fengizt; það er um 4 vikna sjóarlengd þangað frá Kirkjuvogi. Þetta er þá, sú upplýsing, er eg get í stuttu máli meðdeilt yður, prestur minn góður, í því áður umtalaðaogbið egyður auðmjúklega vel aðvirða, en skyldi þar þurfa nokkru við að bæta, vildi eg að því leyti geta sýnt viljann, en bið auðmjúklega leiðréttingar á missmíðinni og yfirsjónum.

Br[andur] Guðm[unds]son.
Til prestsins herra S. B. Sívertsen á Útskálum.“

Heimild:
-Blanda,2. bindi 1921-1923, bls. 51-60.

Hafnir

Gengið um Hafnir.

Vigdís Ketilsdóttir

Í Fálkanum 1963 er viðtal við Vigdísi Ketilsdóttur frá Kotvogi í Höfnum undir yfirskriftinni „Æskudagar í Höfnum„. Hún var þá 95 ára og mjög vel ern. Sveinn Sæmundsson skrifaði viðtalið. Þar segir m.a.:

Kotvogur-23„Á nítjándu öldinni, þegar allur almenningur barðist í bökkum, en ný tækni var að koma til sögunnar fór mikið orð af ríkidæmi ýmissa útvegsbænda á Álftanesi og suður með sjó. Flestir voru þetta miklir dugnaðar og fyrirhyggjumenn, sem nytjuðu landið og sóttu jafnframt sjóinn. Sumir höfðu komizt í álnir af eigin rammleik, en aðrir höfðu hlotið nokkurn arf og ávaxtað sitt pund með ráðdeild, og var sá hópurinn stærri.
Einn þeirra höfðingja sem hvað mest orð fór af um miðja nítjándu öldina, var Ketill Ketilsson í Kotvogi, Ketilssonar Jónssonar ættaður af Álftanesi.
Katli var svo lýst, að hann var höfðingi í sjón og raun, alvörumaður og trúmaður mikill. Kona hans var Vilborg Eiríksdóttir, ættuð austan ag Skeiðum, en alin upp á Litla-Landi í Ölfusi. Þau Ketill og Vilborg eignuðust sex börn er upp komust og er af þeim komin mikil ætt. Meðal barna þeirra voru Ketill, sem tók við búi í Kotvogi, Eiríkur, sem lengi bjó að Járngerðarstöðum í Grindavík og Vígdís, húsfrú að Grettisgötu 26 í Reykjavík.

kotvogur-23

Vigdís er ern svo af ber. Þrátt fyrir níutíu og fjögur ár að baki, er hún hress og glöð í bragði, stálminnug og hafsjór af fróðleik, ekki einungis frá gömlum dögum, heldur frá því sem hefur skeð fyrir nokkrum árum eða því sem skeði fyrir nokkrum vikum eða mánuðum. Í stuttu rabbi sagði Vigdís mér frá ýmsu sem á dagana hafði drifið, en saga merkar konu í níutíu og fimm ár verður ekki sögð í stuttri blaðagrein. Því verður þetta ekki ævisaga heldur nokkrar ósamstæðar myndir.
— Ég er fædd í Kotvogi árið 1868 en fór eins árs gömul í fóstur til Gunnars Halldórssonar og Halldóru Brynjólfsdóttur í Kirkjuvogi. Þetta atvikaðist þannig, að móðir mín veiktist og okkur tveim yngstu börnunum var komið í fóstur. Kirkjuvogur var næsti bær við Kotvog, — túnin lágu saman. Mamma fór til Reykjavíkur til lækninga, hún var sullaveik og það voru átta aðrir slíkir sjúklingar hjá Jónassen ]ækni.

kotvogur-24

Lækningaaðferðin þætti ekki á marga fiska núna, sjúklingurinn var látinn sitja á stól og svo var stungið á honum. Af þessum níu sjúklingum dóu sjö. Mamma og ungur piltur lifðu af. Þegar hún kom aftur heim í Kotvog, voru fósturforeldrar mínir búnir að taka ástfóstri við mig og vildu helzt hafa mig áfram. Það drógst að ég færi heim aftur og þegar ég var átta ára dó Gunnar fóstri minn. Þá tók ég af skarið og sagðist ekki yfirgefa fóstru mína. Í Kirkjuvogi var ég svo til nítján ára aldurs, en auðvitað með annan fótinn í Kotvogi seinni árin.
Meðan mamma var veik í Reykjavík bjó hún hjá þeim Geir Zoega í húsinu sem nú er nýbúið að rífa neðarlega á Vesturgötunni. Mikið sé ég eftir því húsi. Ég var þarna seinna og mjög dásamlegar endurminningar á ég þaðan. Pabbi minn og Geir Zoega voru miklir vinir. Geir var frábærlega duglegur maður og var jöfnum höndum í búskapnum, verzluninni og útgerðinni. Hann var allt í öllu og virtist hafa tíma til alls. Við vorum þarna stundum langdvölum, en aldrei fékkst Geir til að taka við borgun. — Bændur sunnan að ráku fé til Reykjavíkur og seldu bæjarmönnum. Ég man að pabbi sendi Geir einu sinni tvo væna sauði. Vinnumaður var í Kotvogi, sem Einar hét, kallaður Melkir. Hann var trúmennskan sjálf en einfaldur og skrítinn í tilsvörum. Einar var meðal rekstrarmanna þegar pabbi sendi Geir sauðina tvo. Þegar þeir voru komnir með reksturinn inn í Reykjavík dreif að margt fólk til þess að skoða féð. Þar á meðal var Theodor Jónassen bæjarfógeti sem fór að þukla sauðina og hafði orð á því hvað þeir væru fallegir. Einar þekkti ekki bæjarfógetann, rauk að honum og sagði: „Hvað, ætlar þú að stela sauðunum? Hann Ketill minn á þá“!“
kotvogur-25Baðstofulífið var skemmtilegt í Kotvogi. Þar var yfir tuttugu manns í heimili á vertíðinni og allt prýðis fólk. Pabbi var ákaflega heppinn með það. Hann var mikill alvörumaður, en hafði ekki á móti því að glatt væri á hjalla hjá unga fólkinu. Auk heimilsfólksins, var alltaf margt ungt fólk af bæjunum í kring,sem kom og sat í baðstofunni á kvöldin og tók þátt í vinnunni og kátínunni. Eiríkur bróðir minn var ekkert hrifinn af ullarvinnunni, en hann var hrókur alls fagnaðar heima. Hann spilaði listavel á harmonikku og stundum var dansað. Við fengum að dansa í fremri stofunni, sum okkar höfðum lært að dansa í Reykjavík og eldri bændum í nágrenninu fannst þetta í meira lagi skrítið, það man ég glöggt.
Húslestur var lesinn á hverjum degi á haustin og veturna og á sunnudögum allt árið. Á eftir var sunginn sálmur. Oftast var lesið úr Pétursbók og þeir lásu til skiptis bræður mínir.
Baðstofan á Kotvogi var gríðar stór. Fremst var afþiljað hús, þar sváfu foreldrar mínir. Alltaf voru lesnar sögur eða annar fróðleikur á vokunni. Noregskonunga sögur voru í uppáhaldi og ýmsar bækur sem út komu.
Hjá okkur var alltaf mikill og góður matur, alltaf eldað það mikið að hægt væri að bjóða gestum að borða, því mjög var gestkvæmt.
Steikur voru á stórhátíðuKotvogur-26m og voru steiktar í stórum potti með flötum botni og loki. Í þessum pottum var líka bakað brauð og þá var potturinn látinn standa á glóðinni og glóð líka látin ofan á lokið til þess að fá brauðið til þess að bakast jafnt. Einu sinni á ári kom skip með vörur frá Keflavík. Þetta var mikill  flutningur, því fólkið var margt. Í fremri stofunni voru tvær stórar byrður sem kornmaturinn var geymdur í.
Heima í Kotvogi var mjög stór og reisulegur bær. Þar voru tvær stofur auk baðstofunnar og húsakostur allur mjög góður. Bærinn var byggður úr rekaviði og það var alltaf sérstakur ilmur af honum, úr viðnum. Við unga fólkið fórum stundum margt saman í útreiðartúra, og þá var glatt á hjalla. Ég var alltaf mikið fyrir hesta og við höfðum lengi hesta hérna á Grettisgötunni.
Pabbi átti úrvalsgæðinga, og meðan ég var lítil, var mér og bróður mínum á líkum aldri stranglega bannað að fara á bak þeim. Einu sinni sem oftar fórum við, bróðir minn og ég, út með sjó. Við vorum alltaf með snæri og oftast náði Hafnir-21maður hestum til þess að komast leiðar sinnar.
Við vorum bæði aðeins krakkar þegar þetta gerðist. Pabbi hafði þá fyrir nokkru fengið tvo gæðinga norðan úr Skagafirði og hafði vinur hans fyrir norðan valið þá fyrir hann ,og sent suður. Pabbi hafði lagt sérstaklega ríkt á við okkur að láta þessa tvo í friði, en þeir voru í girðingu og voru tvö rekatré í hliðinu, þannig að okkur krökkunum var ofraun að opna það eða loka. Nú sem við vorum þarna innfrá, sáum við enga aðra hesta, en þessa tvo gæðinga hans pabba og freistingin var of sterk: Við hnýttum upp í þá og fórum á bak. Það var eins og við manninn mælt, að þeir tóku á rás og við réðum ekki við neitt. Efra tréð í hliðinu var ekki í og þeir stukku léttilega yfir það neðra með okkur á bakinu og geistust á harða stökki heim að Kotvogi. Þeir stönzuðu ekki fyrr en heima á hlaði.
Pabbi átti kíki og einmitt þennan dag var hann að kíkja inneftir. Einhver af heimilisfólkinu heyrði hann allt í einu hrópa upp yfir sig: „Guð minn góður!“ Hann hafði komið auga á hestana, sem fóru sem fugl flygi yfir vegi og vegleysur með okkur á bakinu. Ekki man ég hvort við hlutum refsingu fyrir tiltækið, en ekki reyndum við að óhlýðnast þessu banni í annað sinn.

Hafnir-22

Frá Kotvogi voru gerð út tvö skip á vertíð, áttæringur og teinæringur. Pabbi var heppinn með menn á þau eins og reyndar allt sitt fólk, og oft varð ég þess vör, að ungum mönnum þótti gott að vera á útgerð hans. Ungar stúlkur tóku fullan þátt í störfunum og við jafnöldrur mínar unnum í öllu nema því að bera á tún. En í fiskinum vorum við seint og snemma á vertíðinni og fram á sumar. Ég get sagt að ég hafi átt tvenna dásamlega foreldra, mömmu og pabba í Kotvogi og mömmu og pabba í Kirkjuvogi fósturforeldra mína. Fósturforeldrar mínir áttu einn son, séra Brynjólf, sem seinna giftist systur minni. Gunnar fóstri minn í Kirkjuvogi var meðalmaður að hæð, þrekinn og annálaður kraftamaður.
Bærinn í Kirkjuvogi var tveggja hæða timburhús og stóð skammt frá sjónum, en stétt fyrir framan húsið, hellulagðri, hallaði niður að sjónum. Fóstra minn vantaði einu sinni stóra hellu í hornið á stéttinni og hann fór með piltana sína til þess að sækja hana. Þeir leituðu nokkuð og kölluðu á hann. Sögðust hafa fundið hellu sem væri góð en hún væri jarðföst. „Getið þið ekki ráðið við hana fjórir?“ spurði hann. Þeir sögðust ekki komast að henni fjórir. Fóstri minn gekk að hellunni, lyfti henni og bar hana út á skipið.
Einu sinni í landlegu komu tveir ungir menn, sem heldur þóttu árásasamir að Kirkjuvogi og voru undir áhrifum. Ekki vissi ég hvernig þetta byrjaði, en þeir voru uppi á lofti og lenti þar saman í slagsmál. Einhver hrópaði að sækja húsbóndann. Fóstri minn kom upp á loftið með hægðinni, tók þá báða og setti á sitt hvort hné svo bökin snéru saman og hélt þeim þannig. Þeir voru alveg óðir og vildu bíta hvern annan heldur en ekki, en fóstri minn hélt þeim í stálgreipum þangað til móðurinn rann af þeim. Hann var annálaður kraftamaður og stilltur vel og misnotaði ekki sína miklu krafta. Gunnar fóstri minn gat ekki heitað mér um neitt, sem ég bað hann um og alltaf fann hann leiðir til þess að veita mér bænir mínar, án þess að ganga í berhögg við neitun fóstru minnar ef svo bar undir.

Hafnir-23

Mér er minnisstætt að einu sinni á miklum afladegi var hann að salta aflann og allir unnu að nýtingu hans. Ólafur bróðir minn sem var nokkrum árum eldri en ég, kom heim frá Kotvogi og sagðíst ætla á bát út í varpeyju, sem liggur skammt undan landi, ,,og ég verð skipstjórinn,“ sagði hann. Ég hljóp inn til fóstru minnar og bað um leyfi að fara með. Hún sagði að það kæmi ekki til mála að ég færi með. Þetta væru allt börn og svona ferðalag stórhættulegt fyrir þau. Ég hef víst farið að skæla, nema þegar ég kom þangað sem fóstri minn var að salta fiskinn, spurði hann hvað væri að. Ég sagði að fóstra mín hefði bannað mér að fara í skerið með Ólafi. „Já, með eintómum krökkum máttu ekki fara og auðvitað hefur fóstra þín rétt fyrir sér eins og alltaf, en hún bannar þér ekki að fara með mér.“ Svo hætti hann að salta og réri með okkur krakkana út í eyju.
Þegar afurðunum var afskipað, voru bátarnir lestaðir í lítilli vík, sem heitir Þórshöfn. Þetta var afburða góð höfn og þröngt sund inn í hana. Fóstri minn og piltar hans voru einu sinni að skipa út hrognum í tunnum. Þegar þeir komu út að skipinu sem átti að taka tunnurnar, var þeim sagt að þeir yrðu að bíða, því yfirmennirnir væru að borða. Ekki munu Gunnari fóstra mínum hafa líkað þessi svör. Allt í einu heyrðu yfirmenn og aðrir á skipinu, sem var hátt á sjónum, dynki og skruðninga. Þeir þustu frá borðhaldinu og urðu þá vitni að því, að fóstri minn tók hverja tunnuna af annarri og kastaði þeim upp úr bátnum upp á þilfarið. Þeir létu hann ekki bíða það semKotvogur-27 eftir var af útskipuninni.
Alltaf eru mér minnisstæðar ferðir okkar út að Kalmannstjörn. Þar bjó ekkja, Ráðhildur að nafni, mesta sæmdarkona. Hún missti þrjá mennina sína og unnusta að auki. Tvo þeirra tók sjórinn. Ráðhildur var mjög gestrisin og manni fannst mikið til koma að fá kaffi og kræsingar í stofunni. Hún missti einnig son sinn í sjóinn, ég man að skipið fórst þriðja jóladag. Móðir mín var hlédræg kona og fátöluð, en þegar hún lét i ljósi skoðun sína á einhverju máli var eftir því tekið. Merkur maður sem ég þekkti í æsku, sagði einu sinni, að aldrei hefði hann vitað svo ólík hjón, sem forelra mína, né heldur jafn gott hjónaband. Þau dáðu hvort annað. Vart mun hafa liðið sá dagur að pabbi væri ekki beðinn einhvers greiða og hann var með afbrigðum bóngóður. Þó var tvennt sem honum var sárt um: Það voru skip, sem alltaf voru höfð í sem beztu lagi, og svo hestar.
Einu sinni snemma morguns, kom nágranni okkar einn, sem ég nafngreini ekki, heim að Kotvogi. Foreldrar mínir voru ekki komnir á fætur en maðurinn bað pabba að lána sér bát til þess að sækja timbur, sem rekið hafði úr strönduðu skipi. Þennan dag var hálf illt í sjó, og pabbi sagði manninum að hann vildi helzt ekki lána bátinn, því þeir létu hann berjast við grjótið og færu ekki nógu vel með hann að öðru leyti. Maðurinn fór við svo búið. Pabbi snéri sér að mömmu og spurði hvort hún væri ekki á sama máli. „Gazt þú ekki neitað honum með færri orðum,“ sagði hún. Pabbi skildi hvert hún fór. Hann fór fram í baðstofu þar sem piltarnir voru að borða morgunverð og sagði þeim að taka áttæring, róa inn í ósa og sækja timbrið fyrir manninn, og síðan ættu þeir að bera það á land og koma því fyrir heima hjá honum.

Kotvogur-28

Pabbi átti jörðina Hvalsnes og þar byggði hann kirkju árið 1864. Þessi kirkja var úr timbri. Mörgum árum seinna komu menn af Nesinu og tjáðu honum að þakið á kirkjunni væri farið að leka. Ég man þetta eins og það hefði gerzt í gær. Pabbi sat eftir að mennirnir voru farnir og var hugsi. „Ég er ákveðinn i að láta gera það,“ sagði hann upp úr eins manns hljóði. Mamma spurði hvort hann ætlaði að láta gera við þakið á kirkjunni. „Ég er ákveðinn í að byggja nýja steinkirkju,“ sagði hann. „Ég ætla ekki að skilja eftir eitthvert fúahrip handa börnunum mínum.“ Svo lét hann byggja steinkirkju þá er nú stendur á Hvalsnesi árið 1887.
Geir Zoega útvegaði honum færasta trésmið héðan úr Reykjavík, Magnús Ólafsson og steinsmiður var Stefán, faðir Sigvalda Kaldalóns og þeirra systkyna. Pabbi kostaði kirkjubygginguna að öllu leyti.
Ég giftist tuttugu og tveggja ára. Maðurinn minn var Ólafur Ásbjörnsson frá Njarðvík. Við hófum útgerð frá Kotvogi en þá voru togararnir komnir á miðin, þeir skófu Hafnaleirinn og þessa vertíð fiskaðist varla í soðið, hluturinn var frá 16—50 fiskar. Margir á skipinu okkar Ólafs voru svonefndir útgerðarmenn, þ. e. menn sem réru fyrir fast kaup yfir vertíðina en voru ekki upp á hlut. Það vor létu sumir bændur sem ég vissi um úrin sín eða giftingarhringana til þess að gera upp við sjómennina. Vitanlega urðu þeir að fá sitt. Við bjuggum lengi að afleiðingum þessarar lélegu vertíðar, rétt eftir aldamótin.
Eftir 12 ára búskap í Keflavík fluttum við til Reykjavíkur.“

Heimild:
-Æskudagar í Höfnum – Vigdís Ketilsdóttir, Fálkinn 06.02.1963, 36. árg, 5. tbl. bls. 8-9 og bls. 36.

Hafnir

Gengið um Hafnir.

Járngerðarstaðir

„Það er alkunnugt að þegar Tyrkjar rændu hér á landi 1627 gjörðu þeir landgöngu í Grindavík. Segja menn þeir hafi komið upp á Járngerðarstöðum og söfnuðust menn saman og gengu móti þeim og varð bardagi í fiskigörðunum fyrir Grindavíkursjórofan varirnar.
Þá bjó karl gamall á Ísólfsskála. Hann átti stálpaðan son; rauða meri átti hann líka. Karlsson heyrði talað um að Tyrkjar væru í Grindavík. Hann bað föður sinn lofa sér að fara þangað til að sjá þá. Karl var tregur til þess, en sonurinn sókti fast eftir. Karl lét það þá eftir og setti hann á bak Rauðku og bað hann ríða hægt þangað til hann sæi Tyrkja og snúa þá aftur og flýta sér sem mest.
Hann fór nú og segir ekki af honum fyrr en hann sá Tyrkja þar sem þeir börðust við landsmenn. Þá stukku tveir strax og ætluðu að taka hann. Hann varð dauðhræddur, reið undan og barði á báða bóga, en Rauðka var ekki viljugri en svo að Tyrkjar voru alltaf í nánd við hana. Þó dróst svo austur á Hraunssand að þeir náðu henni ekki.

Hraun

Hraun í Grindavík.

Ofan til á miðjum sandi náðu báðir undir eins í taglið á henni, en hún sló aftur undan sér og setti sinn hóf fyrir brjóst hvorum Tyrkja svo þeir féllu niður dauðir, en Rauðka hljóp nú svo hart að karlssyni þótti nóg um og kom hann heill heim á Skála.

Hraun

Dys við Hraun.

Leiði Tyrkjanna sést enn á Hraunssandi, hlaðið úr grjóti og lítið grasi vaxið ofan, næstum kringlótt, nálega einn faðm á hvurn veg. Slétt er fram á það því sandinum hallar, en undan brekkunni er það nálega tveggja feta hátt. Sumir kalla það Kapellu. (Grafið var í hólinn á fimmta áratug 20. aldra. Í ljós kom kapella frá 15. öld. Nefnd dys mun vera á hól vestan Hrauns).

Þyrnir

Þyrnir hjá Járngerðarstöðum.

Í bardaganum veitti landsmönnum miður. Særðu Tyrkjar suma, en tóku suma; þó féllu margir af Tyrkjum.
Helgi hét maður; hann barðist með kvíslarfæti og drap fimmtán Tyrkja, en var síðan tekinn. Hann var keyptur út löngu seinna og er sú sögn eftir honum höfð, að hann hafi drepið tvo eigendur sína, hvorn eftir annan, þá hann hlóð múrvegg, en þeir fundu að verkinu, og hafi hann hlaðið þeim í vegginn svo þeir fundust ekki og engan grunaði að Helgi hefði ollið hvarfi þeirra.
Engin dys sést þar sem bardaginn var eða þar nálægt. En svo segja Grindvíkingar og fleiri að þar vaxi þyrnir síðan þar kom saman kristið blóð og heiðið, en það er raunar þistill, en ekki þyrnir.“

Jón Árnason IV 161 – Brynjúlfur Jónsson skráði – Tillaga til alþýðlegra fornfræða.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – sögusvið „Tyrkjaránsins“ – uppdráttur ÓSÁ.

Þórkötlustaðahverfi

Þegar fornleifaskráningar eru annars vegar eiga fornleifa- eða sagnfræðingar (allt eftir hverjir vinna úr skráðum heimildum) stundum það til að taka fyrirliggjandi gögn sem gefin.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi 2018 – Túnakortið frá 1918 með yfirliggjandi loftmynd.

Tökum einfalt dæmi; Árið 2018 var gerð skýrsla um „Fornleifar í Þókötlustaðahverfi“ í Grindavík með undirskriftinni „Verndarsvæði í byggð“. Upplýsingar í skýrslunni eru m.a. byggðar á Túnakorti af Þórkötlustöðum frá 1918, gert af Vigfúsi Guðmundssyni. Kortið er varðveitt á Þjóðskjalasafni Íslands.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – minjauppdráttur frá 2018. Þarna er Klöpp fast við og austan Buðlungu. Hrauntún er komið „innan  svæðis“.

Þegar Túnakortið er skoðað eru á því augljósar villur. Jörðin Klöpp er t.d. tekin út úr samhengi og hliðsett – líkt og hún væri Hrauntún. Jörðin Hrauntún er ekki merkt inn á Túnakortið. Á loftmynd og á uppdrætti af hverfinu sést hins vegar vel hvernig staða jarðarinnar Klappar er og hefur verið í samhenginu.

Þórkötlustaðahverfi

Hrauntún í Þórkötlustaðahverfi.

Þegar Túnakortið er verulega vandlega gaumgæft má sjá á því ótal mannvirki, þrátt fyrir alla gallana, sem ekki hafa ratað inn í skýrsluna – einhverra hluta vegna…

Heimildir:
-Fornleifar í Þórkötlustaðahverfi: Verndarsvæði í byggð, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2018.
-Túnakort af Þórkötlustöðum frá 1918. Kortið gerði Vigfús Guðmundsson. Það er varðveitt á Þjóðskjalasafni Íslands en hægt er að nálgast það á vef safnsins (hlaðið niður 14. ágúst 2017):
http://manntal.is/myndir/Tunakort/Gullbringusysla/Grindavikurhreppur/Jpg400/grindavikurhreppur 004.jpg

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – Túnakort 1918.

Brennisel

Kolagrafir hafa verið til allt frá því er landið byggðist. Kolin voru nauðsynleg til upphitunar og járngerðar, en auk þeirra var ýmsu öðru til tjaldað er verma þurfti híbýli og óna.
SkiltiSkilgreiningin á kolum er þessi: „Fast eldsneyti úr ummynduðum plöntuleifum. Í náttúrunni verða kol til úr jurtaleifum sem setjast til í mýrum og fenjum og ná ekki að rotna nema að takmörkuðu leyti sökum úrefnisfirrðar. Jurtaleifarnar lenda smám saman undir fargi jarðlaga og umbreytast á löngum tíma í kol. Kol innihalda mikið af kolefni og eru fyrirtaks eldsneyti.
„Kol finnast ekki í jörðu á Íslandi. Mór er í raun fyrsta stig kolamyndunar með um 60% kolefnisinnihald og surtarbrandur kemst enn nær því að vera kol með um 70% kolefni. Á Íslandi var stunduð kolagerð, sumstaðar allt fram til upphafs 20. aldar. Kolin voru gerð úr kurluðu birki eða rekavið og nefndust viðarkol.“
KolagröfKolagerð er skilgreind svona: „Sú athöfn að búa til viðarkol. Venjulega var talað um að gera til kola. Viður, oftast birki en stundum fjalldrapi eða rekaviður, var höggvinn og kurlaður, síðan settur í þar til gerða kolagröf. Þá var eldur borinn að en gröfin síðan byrgð með torfi. Þannig hélst glóð í kurlinu og var látin krauma í þrjá til fjóra daga. Afurðin var viðarkol.“
Kolagröf er/var „gryfja sem gert er til kola í. Kolagrafir finnast gjarnan nokkrar saman, oft upp af rekafjörum, á skógi vöxnum svæðum eða þar sem skógur hefur verið. Oft eru það sporöskjulaga eða hringlaga dældir með grónum krögum úr torfi í kring.
Viðarkol eru kol unnin úr viði þannig að viður, oftast birki eða rekaviður en stundum fjalldrapi, er settur í kolagröf, kveikt í og byrgð með torfi þannig að loft komst ekki að. Þetta var látið krauma í þrjá til fjóra daga. Viðarkolin voru nauðsynlegt Kolhólleldsneyti í smiðjum og til rauðablásturs.“
Í Heiðmörkinni er spjald við eina gönguleiðina. Á því stendur: „Víða í Heiðmörk má finna kolagrafir sem sýna að á svæðinu hefur verið mikill skógur. Um miðja sextándu öld voru jarðirnar Elliðavatn, Hólmur og Vatnsendi í konungseign og ábúendir greiddu hluta leigugjaldsins í viðarkolum, samtals 36 tunnur á ári. Til svo mikillar kolagerðar hefur þurft mikinn við og að auki nýttu ábúendur skóginn til eigin þarfa.“ Hvergi eru nefndar kolagrafir staðsettar.
Það er ekki á hverjum degi sem gert er til kola á Íslandi lengur. Samt eru ekki nema tæp 200 ár síðan þetta var árlegur viðburður og hver bær þurfti sín kol. Á Miðaldadögum sem haldnir verða á Gásum í Eyjafirði var gert til kola í sveitinni í fyrsta skipti í 200 ár.

Kolagrof-1

Við kolagerðina var stuðst við heimildarmynd Ósvaldar Knútsen um kolagerð í Skaftafelli frá miðri síðustu öld. Einnig voru notuð ný fornverkfæri sem kallast páll, reka og sniðill. Á laugardeginum var tekin gröf og kurlað og kveikt í. Hún var svo hulin í sólarhring. Seinnipart á sunnudag var svo gröfin verða opnuð og kolin hirt.
Kolagerð var bönnuð með lögum árið 1755 því að sú skógareyðing sem henni fylgdi fór fyrir brjóstið á þáverandi kóngi. Skógar í Skagafirði og Eyjafirði voru illa farnir eftir þessa iðju eftir því sem heimildir eru til um. Fyrstu friðunarlög til verndunar skóga hér á landi voru því sett 10. maí 1755 og að tilskipan danska konungsins.
Í skýrslu Umhverfisráðuneytisins, Vernd og endurheimt íslenskra birkiskóga, frá 2007 segir m.a.: „
Lýsingar frá 18. öld benda til þess að skógar hafi einkum verið nýttir til kolagerðar og hrísrif til eldiviðar auk þess sem búpeningi var beitt á skóga að vetrarlagi. Viðarkol voru sérstaklega mikilvæg til að smíða og dengja ljái en án þeirra varð ekki heyjað, búpeningur svalt og síðan fólkið. 

Kolanef-2

Árið 1755 var gefin út tilskipun um að skógarleifar skyldu verndaðar en ekki verður séð að hún hafi dugað enda var þjóðin háð nýtingu skóganna.“
Kolagrafir má sjá víða á Reykjanesskaganum, s.s. í Almenningi og í Strandarheiði. Á fyrrnefnda staðnum má finna leifar „Brennisels“ sem og nálægra mannvirkja er benda til kolagerðar. A.m.k. tíu kolagrafir eru augljósar þar í nágrenninu. Á síðarnefnda staðnum má finna örnefni, s.s. Kolhól. Þar eru og minjar er benda til aðstöðu til kolagerðar fyrrum. Auk þess má sjá minjar slíkrar vinnslu í Kolgrafarholti nokkru neðar í heiðinni.
Eitt örnefni enn, hugsanlega tengt kolagerð, er þekkt á svæðinu; Kolanef. Í örnefnalýsingu fyrir Urriðakot segir Svanur Pálsson m.a. um Kolanef og nágrenni: „Suðaustur af einbúa eru rústir beitarhúss, sem byggt var fyrir minni heimildarmanns. Austur og suðaustur af beitarhúsrústunum er hraunið tiltölulega slétt og lægra en umhverfið og nefnist Flatahraun. 

Kolanef-1

Flatahraun nær norður á móts við Kolanef í Vífilsstaðahlíð. Í Flatahrauni hefur verið gróðursett töluvert [af] furu og greni. Í norðaustur frá rústum beitarhússins í norðausturbrún hraunsins gegnt Kolanefi í Vífilsstaðahlíð við Kolanefsflöt, sjá örnefnaskrá Vífilsstaða, er lítill hellir, sem nefnist Sauðahellir. Veit op hans að hlíðinni, og eru hlaðnir kampar báðum megin við innganginn. Við hann var sauðum frá Urriðakoti gefið á gadd (á jörðina) allt frá því, að heimildarmaður man fyrst eftir sér til 1933. Heyið var borið heiman frá Urriðakoti í poka á bakinu.“

 Í örnefnalýsingu SP fyrir Vílfilsstaði segir m.a.: „Ef 

Kolanef-3

Heiðmerkurvegurinn er farinn suðaustur með Vífilsstaðahlíð, er rúmlega einum kílómetra suðaustan Maríuhella komið að smábungu á hlíðinni, sem kallast Kolanef. Í því er nú bæði sitkagreni- og stafafuruskógur. Vestan við Kolanef er lítil flöt, nú mjög eydd, sem kallaðist Kolanefsflöt.“
Gísli Sigurðsson segir í sinni örnefnalýsingu um Vífilsstaði af Kolanefi: „síðan inn eftir lægð milli Vífilsstaðahlíðar og hraunsins. Er þá komið að hrygg sem liggur upp hlíðina er nefnist Kolanef og niður undan því er Kolanefsflöt. Hér fyrir innan er mikill slakki í hlíðinni, nefnist Ljóskollulág.“
Nefndur Sauðhellir gæti auðveldlega hafa verið afdrep fyrir kolagerðafólk við Kolanefsflöt neðan Kolanefns. Við hellinn má a.m.k. sjá móta fyrir kolagröfum.

Heimildir m.a.:
www.instarch.is/instarch/ordasafn/k/
www.wikipedia.org/wiki/Viðarkol
-http://www.pressan.is/ferdapressan/Lesa_ferdapressan/kolagerd-a-gasum–midaldahatid-i-eyjafirdi-naestu-helgi-
-Lovsamling for Island III, nr. 559, bls. 219.
-http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Birkiskogar.pdf
-Svanur Pálsson – örnefnalýsing fyrir Urriðakot.
-Svanur Pálsson – örnefnalýsing fyrir Vífilsstaði.
-Gísli Sigurðsson – örnefnalýsing fyrir Vífilsstaði.

Skógur

Þórkötlustaðahverfi

Þórkatla bjó á Þórkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar voru þær giftar. Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands.

Þórkötludys

Sigurður Gíslason á Hrauni við dys Þórkötlu í Þórkötlustaðahverfi.

Þórkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þórkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og menn vita ekki til að þar hafi farizt skip á réttu sundi.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir.

Það er að segja frá Járngerðar karli að hann drukknaði á Járngerðarstaðasundi. Þá varð Járngerður afar grimm og mælti svo um að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi. Segja menn að nú sé fyrir víst nítján drukknuð, en þá er eitt eftir og má búast við að það farist þá og þá. Á götu þeirri sem til skips var gengin frá Járngerðarstöðum er leiði Járngerðar.

Tómas Þorvaldsson við dys Járngerðar

Tómas Þorvaldsson við dys Járngerðar.

Sagan segir að Þórkatla hafi verið kona Þorsteins hrúfnis (jötuns) og Járngerður hafi verið kona Þórðar leggjalda. Þeir voru synir Molda-Gnúps. Þegar eiginmaður Járngerðar fórst á Járngerðarstaðasundi mælti Járngerðu svo til um að 20 skip skyldu þar og farast. Hún var dysuð að hennar beiðni við sjávargötuna frá Járngerðarstöðum svo hún gæti fylgst með hverjir réru hverju sinni.

Dys Járngerðar er í vegkantinum, sunnanmegin, í beygjunni á milli Víkur og Hliðs. Tómas Þorvaldsson, sem vísaði á dysina, sagði það venju að sjómenn, sem gengu sjávargötuna framhjá dysinni, stöðvuðu þar og signdu sig eða báðu bænir áður en þér héldu til báts.

Járngerðardys

Dys Járngerðar – áður en malbikað var hana.

Í sama óveðri slapp eiginmaður Þórkötlu inn á Þórkötlustaðasundið. Þórkatla mælti þá svo til um að þar myndu engir bátar farast. Hefur hvorutveggja gengið eftir. Þórkatla mælti fyrir um að hún skyldi dysjuð þar sem hún sæi yfir Þórkötlustaðasundið.
Dys Þórkötlu er er í túninu austan við Hof.

Jón Árnason IV 231
Skv. upplýsingu Tómasar Þorvaldssonar.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – uppdráttur ÓSÁ eftir ábendingum Guðjóns í Vík.

Krýsuvík

 Brennisteinn var unninn í Krýsuvík um miðja 18. öld. Til er umsögn um námusvæðið og lýsing á ummerkjum þar stuttu síðar. Af þeim má sjá að á svæðinu ætti enn að móta fyrir tóftum af búðum námumanna. Ætlunin var að ganga um vinnslusvæðin og leita ummerkja.

Loftmynd af námusvæðunum í Krýsuvík

Þegar aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 – Krýsuvík, er skoðað má reka augun í eftirfarandi um Krýsuvíkursvæðið: „Um 1930 var erfitt að stunda búskap í kringum Hafnarfjörð, bæjarbúar voru sjálfum sér ekki nógir um neyslumjólk og beitiland vantaði fyrir sauðfé. Ekki fékkst aukið ræktarland úr Garðakirkjulandi og var þá farið að svipast um eftir öðrum jörðum nærri bænum. Krýsuvík þótti álitlegust og ritaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar Einari Benediktssyni bréf í janúar 1933 og spurðist fyrir um hvort jarðeignir hans í Krýsuvík eða Herdísarvík væru fáanlegar til kaups. Tveimur árum síðar átti bærinn kost á að kaupa Krýsuvík fyrir 50.000 krónur og tók jörðina á leigu á fardögum 1935 til eins árs, með það í huga að kaupa hana síðan með gögnum og gæðum. Með lögum nr. 11, 1. febrúar 1936 var ríkissjóði heimilað að taka eignarnámi lönd í lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar og lönd sem liggja að Hafnarfirði. Eftir það upphófst mikið málaþras um væntanleg kaup bæjarins á jörðum Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar og afnotaréttinn. Gekk á þessu í nokkur ár þar til lögunum var breytt og tóku lög nr. 101, gildi 14. maí 1940. Þar sagði að Gullbringusýsla skyldi fá í sinn hlut lítt ræktanlegt beitiland jarðanna Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar til sumarbeitar fyrir sauðfé samkvæmt skiptagerð frá 1. maí 1939, en Hafnarfjarðarkaupstaður fengi jarðirnar að öðru leyti með öllum gögnum og hlunnindum, sem þeim fylgdu og fylgja bæri, að undanteknum námuréttindum. 

Minjakort í aðalskipulaginu 2005-2025 - rauðir deplar

Hinn 20. febrúar 1941 gaf Dóms- og kirkjumálaráðuneytið út afsal fyrir Krýsuvík til Hafnarfjarðar.
Árið 1935 var ákveðið að leggja Suðurlandsbraut um Krýsuvík til að fá snjóléttan vetrarveg milli Árnessýslu og Reykjavíkur. Árið 1945 var lagningu vegar fyrir Kleifarvatn lokið og árið eftir hófst borun eftir jarðhita í Krýsuvík.
Gróðurhús voru reist og tekin í notkun í mars 1949 ásamt húsi fyrir starfsfólk. Tveimur árum síðar hófst bygging bústjórahúss og 130 gripa fjóss sem aldrei var lokið því 1950 var framkvæmdafé á þrotum. Þá hafði ræst úr mjólkurskorti bæjarbúa með bættum samgöngum við Suðurland. Framkvæmdir hófust að nýju í Krýsuvík 1954 er 15 hektarar voru teknir í fulla ræktun. Keypt voru 100 gimbralömb og flest varð féð um 650 áður en þessum rekstri var hætt nokkrum árum síðar. Gróðrarstöðin og búskapurinn gengu ekki vel og illa hélst á starfsfólki. Var búrekstri af hálfu bæjarins hætt í Krýsuvík 1960. Eftir það voru húsin leigð til einstaklinga sem ráku þar ýmiskonar starfsemi, þar á meðal gróðurhús, svínabú og refabú svo fátt eitt sé talið.
Árið 1953 kom Hafnarfjarðarbær á fót vinnuskóla í Krýsuvík fyrir drengi á aldrinum 10-13 ára. Dvöldust um 40-50 drengir í Krýsuvík frá júníbyrjun til ágústloka, en komu heim til sín aðra hverja helgi. Bjuggu þeir í íbúðarhúsi því sem reist hafði verið fyrir starfsfólk gróðrarstöðvarinnar. Drengirnir stunduðu ýmis störf meðan á sumardvölinni stóð, fóru í leiki, stunduðu íþróttir og fóru í gönguferðir um nágrennið.

Við Seltún

Árið 1960 var tekið við drengjum frá 8-12 ára og dvölinni skipt upp í tvö fimm vikna holl. Voru rúmlega 50 piltar í hvoru holli og var nú meiri áhersla lögð á léttari störf og leiki ýmiskonar. Lauk þessari starfsemi árið 1964.
Bústjórahúsið var reist árið 1948 fyrir Jens Hólmgeirsson sem átti að stjórna kúabúinu í Krýsuvík. Hann flutti aldrei í húsið og aldrei kom til þess að kýr yrðu bundnar á bása í fjósinu. Árið 1952 sagði Jens stöðu sinni lausri og eftir það var húsið notað í stuttan tíma fyrir stjórnendur vinnuskólans í Krýsuvík. Árin liðu, húsið grotnaði niður og var mjög illa farið þegar Sveinn Björnsson listmálari fékk það til afnota 1974. Hann gerði húsið upp, flutti þangað málaratrönur, pensla, liti og húsbúnað og kom sér upp vistlegri vinnustofu. Sveinn hafði tekið þátt í að reisa þaksperrurnar á fjósinu í Krýsuvík á sínum tíma og þekkti því staðhætti. Þarna starfaði hann að list sinni þar til hann lést 1997.
Húsið ber þess merki að þar hefur listamaður verið að störfum. Sveinn skreytti loft, veggi og hurðir Í Baðstofuhússins og lagði tröppurnar litskrúðugum teppabútum. Nú kallast bláa húsið með rauða þakinu ekki lengur Bústjórahúsið heldur Sveinshús eftir listmálaranum og rannsóknarlögreglumanninum Sveini Björnssyni, sem sá til þess að húsið endaði ekki sem gapandi tóft, heldur öðlaðist virðulegan sess sem listasetur.“
Þá kemur kafli um fornleifar. Þar segir m.a.: „
Krýsuvík var heil kirkjusókn og eitt mesta höfuðból landsins með mörgum hjáleigum. Munnmæli herma að byggðin hafi upphaflega verið í Húshólma, óbrennishólma í sunnanverðu Ögmundarhrauni. Þar er mjög fornt bæjarstæði sem kallað er Hólmastaður í eldri heimildum. Hjáleigur voru að jafnaði fimm til átta talsins en í gömlum heimildum er getið um 13 býli. Á heimajörðinni voru Suðurkot, Norðurkot, Snorrakot, Stóri-Nýibær, Litli-Nýibær, Arnarfell og nýbýlið Lækur. Fjær voru kotin Vigdísarvellir, Bali, Fitjar og Fell. Kaldrani stóð við suðvesturenda Kleifarvatns og Gestsstaðir sunnan Krýsuvíkurskóla.
Krýsuvíkurkirkju er fyrst getið í kirkjuskrá Páls Jónssonar Skálholtsbiskups um 1200.
Minjaleifar undir BaðstofuMargt bendir til að kirkja hafi risið í Krýsuvík á fyrstu áratugum kristni, en núverandi kirkju byggði Beinteinn Stefánsson á Arnarfelli 1857. Þetta er lítið guðshús einfaldrar gerðar, án turns, og eina húsið sem enn stendur á bæjarhólnum. Kirkjan var aflögð sem helgidómur og rúin öllum verðmætum 1929. Eftir það notaði einbúinn Magnús Ólafsson, síðasti íbúi Krýsuvíkur, hana sem íbúðarhús til 1945. Endurbygging kirkjunnar hófst 1957 og var hún endurvígð 31. maí 1964 og færð Þjóðminjasafninu til eignar. Árið 1997 var Sveinn Björnsson listmálari jarðsettur í kirkjugarðinum en þá voru liðin 80 ár frá síðustu greftrun þar. Á vorin er haldin messa í kirkjunni og altaristafla eftir Svein hengd þar upp, en tekin niður við messu á haustin og færð til vetrarvistar í Hafnarfjarðarkirkju.
Í ítarlegri skýrslu Bjarna F. Einarssonar um fornleifar og umhverfi í Krýsuvík eru 22 minjar teknar út sem merkar fornleifar og/eða þær sem lagt er til að verði merktar og gerðar aðgengilegar fyrir ferðamenn.

Krýsuvík 1810

Minjunum er skipt upp í fjóra flokka eftir mikilvægi:
1 Meint staðsetning Kaldrana, túngarðsleifar eyðibýlis, friðlýstar árið 1930.*
2 Rústir, trúlega sel.****
3 Rúst, hugsanlega sel en mögulegt er að hér hafi staðið hjáleigan Fell.*
4 Stóri-Nýibær, bæjarhóll og ógreinilegar rústir.**
5 Litli-Nýibær, bæjarhóll og afar fallegur brunnur.***
6 Gestsstaðir. Fornt eyðibýli (11-12. öld). Friðlýst 1964.****
7 Garður, trúlega engjagarður gerður úr jarðvegi og torfi.**
8 Mógrafir.*
Tóft í Krýsuvík9 Krýsuvíkurhverfi, rústir Krýsuvíkurbæjarins ásamt hjáleigum í og við heimatúnið. Hér má sjá heillegt
bæjarstæði fyrri tíma, stóran bæjarhól með húsarústum, tröðum, túngörðum o.fl. Ein hjáleigan,
Norðurkot er friðlýst frá 1964. Auk þess var Krýsuvíkurkirkja tekin á fornleifaskrá 1964.****
10 Rétt og rústir. Réttin er gott dæmi um litla heimarétt.**
11 Rúst, stekkur og skúti.****
12 Arnarfell, eyðibýli.***
13 Rétt, hlaðin úr grjóti, vel farin og falleg.**
14 Fitjar, heillegar rústir eyðibýlis.****
15 Fjárhús.****
16 Rústir, trúlega sel.****
17 Eyðibýli, e.t.v. rústir hjáleigunnar Eyri er fór í eyði 1775.****
18 Rústir, trúlega skepnuhús.*
Krysuvik-22119 Sundavarða, sjómerki og rúst.***
20 Nátthagi, eini nátthaginn sem vitað er um í Krýsuvíkurlandi.***
21 Rúst, afar falllegt beitarhús, skúti að hluta.***
22 Rétt, gamla Krýsuvíkurréttin.**
**** = gull *** = silfur ** = brons * = aðrar minjar.“
Hér að framan er ekki minnst á sýnilegar tóftir á námusvæðunum í Baðstofu eða við Seltún. Hins vegar eru merktar inn fornleifar (sel) utan í vestanverðu Nýjalandi sunnan Kleifarvatns, en þar eru engar slíkar. Bæði var það vegna þess að svæðið flæddi reglulega þegar hækkaði í Kleifarvatni og auk þess skorti þar vatn í millum til þess að hægt væri að byggja þar selstöðu. Norðar eru tóftir, líklega af bænum Kaldrana, sem þar átti að hafa verið í fornöld.

Krysuvik-222

Aftur á móti er Kaldranasel ekki skráð í hinni „ítarlegri“ skýrslu. Ekki heldur útihúsa frá fornbýlinu Gestsstöðum, forna tóft suðaustan Stóra-Nýjabæjar, tóft á Bæjarfellshálsi og svo mætti lengi telja.
Við Seltún eru og leifar frá brennisteinsvinnslunni um miðja 18. öld. Ein tóftin er skammt suðvestan við aðalnámuvinnslusvæðið. Safnhaugurinn var þar sem nú er bifreiðastæði.
Við skoðun á nágrenni Baðstofu mátti sjá leifar gömlu námubúðanna. Þær eru nú að hluta komnar undir veg, sem lagður var upp í Baðstofu þegar borað var fyrir heitu vatni fyrir Krýsuvíkurhúsin árið 1954.
Þegar fyrrnefnt aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 – Krýsuvík er skoðað má reka augun í fjölmargt um Krýsuvíkursvæðið, sem hér hefur verið rakið að hluta. En þar er líka fjölmargt ósagt. Spyrja mætti – og það með nokkrum sanni; hvers vegna er verið að leggja svona mikla vinnu í „rannsóknir“, „skráningar“ og miklar „skýrslugerðir“, sem væntanlega er ætlað að byggja marktækar ákvarðanir á, þegar svo augljóslega er kastað til höndunum?! Er með sæmilegu móti hægt að byggja heilt aðalskipulag tiltekins svæðis á slíkum gögnum?
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-Aðalskipulag Hafnarfjarðar 2005-2025 – KRÝSUVÍK.Leifar brennisteinsvinnslunnar frá því á 19. öld

Hvassahraun

Erindi þetta var flutt í Kálfatjarnarkirkju á menningardegi í kirkjum á Suðurnesjum 23.10.05.

Ólafsgjá

Ólafsgjá og Ólafsvarða.

„Örnefni er dýrmætur arfur sem geymir upplýsingar um sögu, tungu og lifnaðarhætti horfina kynslóða. Örnefni hafa oft augljósa tilvísun til landslags, náttúrunnar og eða tengt atburðum svo sem slysförum. Örnefni er nauðsynleg til að staðsetja sig og aðra og mun persónulegri heldur en gerfihnattarstaðsetning GPS. Samantektin er um nokkur örnefnum sem vakið hafa áhuga höfundar.

Byrjum ferðina inn við landamerki Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps, Markaklettur er þar við Hraunsnes. Örnefnin; Markaklettur, Markhella, Markhóll, Markhelluhóll og Markavarða eru öll notuð til aðgreiningar á eignalöndum, þ.e. þau afmarka land hvers bónda.

Upp í Almenningum ofan Hvassahrauns er örnefnið Brennhólar, þar var gert til kola í eina tíð.
Önnur örnefni í Strandarheiðinni sem vísa einnig til kolagerðar eru; Kolgrafarholt, Kolhólar, Kolhólagjá og Kolhóll. Þessi örnefni eru flest í Vatnsleysulandi sem segir að fyrr á öldum hafi verið meiri skógur þar en sunnar í heppnum

Vegrið er ofan Reykjanesbrautar við Hvassahraun, þar eru; Vatnsgjárnar, Helguhola, Þvottargjá og Ullargjá sem augljóslega segja til um notkun. Þar nálægt er Strokkamelur með Strokkunum, sem bera nafn sitt af lögun sinni. Þetta eru hraundrýli, hol að innan og líkjast smjörstrokkum. (Hvassahraunskatlar). Þá er þar næst Brugghellir, þar var soðin landi (heimaunnið brennivín) á bannárunum á síðustu öld.

Kálfatjörn

Ólafur Erlendsson við Landabrunn.

Mestu undirlendin í hreppnum eru Þráinskjaldarhraun, gamalt hraun sem nú er heiðin, vestan við Afstapahrauni og að Vogastapa. Ekki er vitað af hverju hraunið heitir þetta.

Búðavík, Búðabakkar eða Búðaflatir heitir í Vatnsleysuvík. Þar var fyrrum verslunarstaður og höfn Hansakaupmanna sem voru þýskir. Hafnhólar eru við fjarskiptamöstrin á Strandarheiðinni og tengjast höfninni á Vatnsleysu fyrrum.

Upp með Afstapahraunskanti að vestan miðja vegu til fjalla er hringlaga hlaðin fjárborg, Gvendarborg, hlaðin af Guðmundi Hannessyni sem bjó hér í Breiðagerði, annað örnefni hér er kennt við son hans Brand. Komun að því síðar.

Efstu hjallar heiðarinnar heita Brúnir, þar er Hemphóll, „þjóðsagan“ segir að prestarnir á Stað og Kálfatjörn hafi átt sameiginlega hempu og var þetta afhendingarstaður hennar. Hemphóll er þó ekki miðja vegu milli Staðar og Kálfatjarnar og sagan er ótrúleg enda hóllinn mikið úr leið.

Förum nú niður heiðina í stefnu á Vogana, þar er svæði sem heita Margur Brestur og Huldur og vísa til margra gjáa og sprungna á svæðinu sem sumar geta verið huldar (faldar) þegar snjór liggur yfir og auðvelt að hrapa niður í þær.

Þráinsskjöldur

Í gíg Þráinsskjaldar.

Þar suður af er Ólafsvarða og Ólafsgjá, tilurð þess örnefnis er í grófum dráttum þessi. Árið 1900 bjó í Hlöðuneshverfi, Ólafur Þorleifsson, þá 39 ára gamall. Rétt fyrir jól það ár fór Ólafur í heiðina að leita kinda en skilaði sér ekki heim um kvöldið. Hafin var leit að Ólafi daginn eftir með 30-40 mönnum. Til Ólafs hafði sést við Kálffell í Vogaheiði daginn áður, þrengdi það leitarsvæðið dálítið. Leitað var á Aðfangadag og aftur milli jóla og nýárs, án árangurs. Liðu nú 3 áratugir.

Á jólaföstu árið 1930 þegar verið var að smala heiðinna misstu smalarnir þrjár kindur í sprungu og þurfti því að fara aftur daginn eftir með reipi og annan búnað til að síga eftir fénu. Sigmaður var Rafn Símonarson frá Austurkoti á Ströndinni, tvær kindanna náðust upp úr gjánni á lífi, en þar ofan í fann Rafn líka tvö brot af göngustaf sem hann tók með sér til byggða. Um kvöldið fór Rafn að Halakoti til Ágústar bónda þar og biður hann að lýsa staf Ólafs (þá voru liðin 30 ár frá hvarfi hans). Lýsing Ágústar passaði við stafbrotin. Var nú ekki meira gert í bili. Um vorið þegar snjóa leysti héldu 4 menn að gjánni og seig Rafn aftur niður, þá sá hann þar strax mannabein og þóttust menn þess fullvissir að þar væri um bein Ólafs að ræða. Beinin voru tínd saman og grafin að Kálfatjörn.

Hvassahraun

Brugghellir við Hvassahraun.

Yfirgefum nú Ólafsgjá og höldum í suðvestur að Stóru-Aragjá en yfir hana liggur gamla þjóðleiðin til Grindavíkur Skógfellavegurinn, þar heitir gjáin Brandsgjá. Brandur þessi var sonur Guðmundar sem hlóð Gvendarborg sem ég nefndi áðan.
Brandur bjó á Ísólfsskála austan við Grindavík og var kallaður Skála-Brandur.
Í byrjun jólaföstu 1911 fór Brandur til Hafnarfjarðar að selja rjúpur og kaupa inn fyrir heimilið. Dagleið var frá Grindavík til Hafnarfjarðar, og gisti Brandur því í Hafnarfirði og fór að snjóa um nóttina. Á heimleiðinni kom hann við hjá Benedikt Péturssyni (Bensa) í Suðurkoti í Vogum og var langt liðið á dag þegar hann lagði á Skógfellaveginn, hnédjúpur snjór var þá kominn á heiðinni. Honum gekk förin ágætlega í byrjun en margar gjár eru þarna á leiðinni. Þegar hann kom að Stóru-Aragjá sem er síðasta gjáin sem hann þurfti að fara yfir vildi svo illa til að hann missti annan hestinn ofan í gjánna. Þá snýr hann til baka að Suðurkoti í Vogum eftir aðstoð. Bensi útvegar honum þrjá menn sem fara upp eftir í myrkrinu, með byssu meðferðis. Hesturinn náðist ekki upp og var því aflífaður. Hætt var að snjóa og komið harðnandi frost. Skiljast nú leiðir Vogamanna og Brands.
Brandur komst heim að Ísólfsskála undir morgun, þá illa kalinn á báðum fótum. Hann var sendur á Keflavíkurspítala á Þorláksmessu og kom ekki heim aftur fyrr en sumardaginn fyrsta árið eftir, þá orðin örkumla maður og hætti búskap og flutti til Hafnarfjarðar.

Förum næst að Stapanum, Reiðskarð heitir þar sem Stapagatan (gamla þjóðleiðin) fer upp Stapann. Næsta skarð vestan við Reiðskarð heitir Kvennagönguskarð. Karlmenn fóru Reiðskarðið enn kvenfólkið valdi frekar Kvennagönguskarðið og gat þá verið í friði og úr augnsýn karlanna um smá stund.

Förum nú til baka í Brunnastaðahverfi. Í Suðurkotstúni er flöt ein sem heitir Pelaflöt, hún mun hafa verið seld fyrir einn pela af brennivíni segja örnefnaskrár.

Endum nú ferðina í túnfætinum á Kálfatjörn, þar heitir Landabrunnur, þó er ekki neinn landi í honum heldur er um lítið vatnsstæði að ræða ofan við svonefndan Landamóa.“

Brandsgjá

Vörður við Brandsgjá.

Saurbær

Höfuðbólin og kirkjujarðirnar Saurbær og Brautarholt deildu með sér Blikdalnum. Selsminjarnar þar bera þess glögg merki. Nú var ætlunin að ganga lönd bólanna, allt frá Saurbæ í norðri að Brautarholti í suðri. SaurbæjarkirkjaMillum mátti m.a. sjá tóftir Bjargs, Melavalla, Bakka Bakkaholts, Brekku, Mýrarholts og Bala. Andriðsey er þarna skammt undan landi.
Tilgangurinn með ferðinni var ekki síst að berja augum jarðmyndanir á utanverðu Kjalarnesinu, en þar eru óvíða gleggri en einmitt á fyrrgreindu svæði. Mannabein hafa komið undan sjógangi á gamla kirkjugarðinn að Saurbæ svo sjá mátti nokkur slík á leiðinni. 

Saurbæjarkirkja á Kjalarnesi, sem nú er nokkuð farin að láta á sjá, er í Reynivallaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Saurbær er ævaforn kirkjustaður og löngum höfðingjasetur. Saurbæjarkirkja er steinkirkja vígð á jóladag 1904. Rúmlega tveimur árum áður hafði timburkirkjan sem stóð á sama stað fokið í ofsaveðri.
Sú kirkja var byggð af Eyjólfi Þorvarðarsyni sem reisti fleiri Brautarholtskirkjakirkjur, m.a. í Brautarholti og á Þingvöllum.
Hún er lítil (8 x 6 m) en snotur; setloft er yfir framkirkju. Hún var bændakirkja til 1950 þegar söfnuðurinn tók við henni. Kirkjan á merka gripi, sem flestir komu til hennar í tíð Sigurðar sýslumanns Björnssonar, sem bjó í Saurbæ 1687-1723. Í katólskum sið var þar kirkja helguð Jóhannesi skírara.
Hin Kjalarneskirkjan,
Brautarholtskirkja, er einnig í Reynivallaprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi. Hún má teljast afkomandi fyrstu kirkju á Íslandi, þeirrar kirkju sem suðureyski landnámsmaðurinn Örlygur Hrappsson reisti á Esjubergi skömmu fyrir árið 900 og frá segir í Landnámu og víðar. Kirkjur hafa verið í Brautarholti frá fornu fari. Kirkjan, sem þar er nú, var reist árið af Eyjólfi Þorvarðarsyni frá Bakka á Kjalarnesi 1857 og er henni lýst í fyrstu prófastsvísitasíu árið eftir sem vönduðu og snotru húsi. 

Bein

Litlar breytingar hafa orðið á henni síðan. Áratug eftir vígslu kirkjunnar kom þjóðskáldið síra Matthías Jochumsson til þjónustu í kirkjunni (1867-73). Kirkjan er að innanmáli 18,15 m 5,65 m á breidd; á hvorri hlið er tveir jafnstórir gluggar, upphaflega með sex rúðum hvor en auk þes lítill tveggjarúðu gluggi yfir prédikunarstóli og var hann frá upphafi. Þessi kirkja var einnig upphaflega byggð með turni. Yfir kirkjudyrum er fjögurra rúðu gluggi. Á sönglofti voru upphaflega tveir langbekkir en langt er síðan loftinu var lokað og orgelið flutt niður. Prédikunarstóllinn er frá 17. öld. Rúðuþil var og er í kór. Kórgrindur milli sönghúss og framkirkju hafa hins vegar verið teknar niður fyrir löngu. Enn sem fyrr eru tvær klukkur í turni, hin stærri frá 1740. Skírnarsár er sérkennilegur, ítalskur að gerð, úr marmara, tvíhólfa.

Berggangur

Þegar kirkjan var byggð var hins vegar í henni skírnarfat úr tini og komið til ára sinna. Ekki er vitað, hver örlög þess urðu. Altaristaflan sýnir Jesúm á bæn í Getsemane, kom í kirkjuna árið 1868.Klukkur eru tvær í turni. Önnur frá 1740, hæð 23 cm en þvermál 34. Hin er án áletrunar og mun minni: hæð 17 cm en þvermál 22,5. Árið 1958 fór fram gagnger viðgerð á kirkjunni, en 1967 var gerð breyting á henni að innan með því að innstu bekkir báðum megin voru teknir brott og gangur milli bekkja breikkaður. Haustið 1987 hófust gagngerar viðgerðir á kirkjunni, var þá m.a. grafið undan henni og steyptar nýjar undirstöður svo og sökklar. Þá var kirkjan klædd að nýju yst sem innst. Gunnar Bjarnason húsasmíðameistari sá um smíðina en Hörður Ágústsson hafði umsjón með verkinu.

Fjaran

Brautarholti frá fornu fari. Kirkjan,sem þar er nú, var reist árið af Eyjólfi Þorvarðarsyni frá Bakka á Kjalarnesi 1857 og er henni lýst í fyrstu prófastsvísitasíu árið eftir sem vönduðu og snotru húsi. Litlar breytingar hafa orðið á henni síðan. Áratug eftir vígslu kirkjunnar kom þjóðskáldið síra Matthías dlmvsson til þjónustu í kirkjunni
Jarðfræði Kjalarness er áhugavert efni og ástæða til að kynna sér hana enn frekar. Jarðfræðin; landmótunin og veðrunin, kemur einkar glögglega í ljós þegar gengið er um fjöruna milli Saurbæjar og Brautarholts. Víða má sjá setlög, ýmsar bergtegundir, bergganga, innskot, kristalla, holufyllingar og hnyðlinga.
Kjalarnes er útkulnuð eldstöð. Esjan er aðallega úr eldri grágrýtis móbergi (síð tertíer) frá ísöld. Jarðgrunnurinn í Grundarhverfi og þar í kring er frá ísaldarlokum og yngri, og þar er vatnaset.

Tóft

Brimnes er úr grágrúti frá ísöld, yngra en 0,7 milljón ára. Á Kjalarnesi er líka basískt innskotsberg og má finna þetta berg á Músarnesi, Mógilsá og við Esjuberg. Við Esjuna í Kollafirðinum má líka finna berghlaup.
Esjan hefur myndast á einni milljón ára. Í henni eru 3 megineldstöðvar og í henni má greina 10 jökulskeið. Í fjallinu skiptast á hraun- og móbergslög og hafa efstu lögin samsvörun í yfirborðslögum á höfuðborgarsvæðinu. Ýmis jarðfræðileg fyrirbrigði eru vel sýnileg í fjallinu og upp á Esju eru til margar skemmtilegar gönguleiðir. Gönguleiðir með ströndinni eru ekki síður áhugaverðar.
Eldstöðvakerfi á Reykjanesskaganum; Kjalarnes- og Stardalseldstöðina, hefur rekið út af gosbeltinu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.
Ströndin skammt frá Brautarholti

Litli-Meitill

Þann 14. ágúst 1964 var forsíðufrétt MBL um litla flugvél, Cessna 140, sem saknað var á leið frá Eyjum. Einn maður var sagður hafa verið í vélinni. Víðtækri leit var haldið uppi, jafnt nótt sem dag. Flugvélin bar einkennisstafina TF-AIH.
MeitillFlugmaðurinn fór frá Vestmannaeyjum kl. 14:55 daginn áður (þann 13. ágúst), en þegar hún skilaði sér ekki á áætluðum lendingartíma í Reykjavík kl. 15:50 var þegar farið að grennslast fyrir um vélina. Gott veður var í Eyjum, en á leiðinni lenti flugvélin í þoku, radíósambandið slitnaði við vélina og spurðist ekkert til hennar eftir það. Síðast urðu menn varir við flugvélina skammt frá Þrengslaveginum, um kl. 16:00 þennan dag.
Um miðnætti var búið að leita allt leitarsvæðið eins og hægt var, en vegna slæmra skilyrða var leit erfið og ónákvæm. Skyggni var ekki nema um 20 metrar.
Tveir vegavinnubílstjórar höfðu heyrt í flugvélinni. Annar sagði að hann og félagar hans „höfðu setið á mosaþembu og voru að drekka síðdegiskaffið sitt og bifreiðar ekki í gangi. Sáu þeir þá greinilega ljósa háþekju og einn mann í henni og flaug hún yfir veginum og hefir að líkindum séð ljós frá bifreiðum sem þar voru á ferð í þokunni, en hún hafði verið svo þétt að aldrei sá til fjalla allan þann tíma sem vegavinnumennirnir voru þar efra eða frá kl. 9 í gærmorgun. Lá þokan fyrst og fremst yfir Þrengslaskarðinu.“
Meitill Hann sagðist „telja sig greinilega hafa heyrt vélina snúa við og halda austur aftur og stendur það heima að örskömmu síðar heyrir vélskóflumaður frá Vegagerðinni í henni, er hann var á gangi rétt hjá veginum. Segir hann að „skyndilega hafi hún aukið við vélarkraftinn og síðar hafi hann heyrt allmikinn hávaða en síðan ekkert hljóð. Hann var þá staddur á veginum nokkuð sunnar við sjálft Þrengslaskarðið og virtist honum hávaðinn sem hann heyrði síðast koma sem úr suðri eða úr hlíðum Lambafellsins. Þess vegna var haldið þangað fyrst til leitar.“
Í MBL daginn eftir eða þann 15. ágúst (bls. 8) er sagt frá „Slysstað í hlíðum Litla-Meitils“. Fréttir höfðu borist um um fund flugvélarinnar. Fréttamaður (vig) fór á vettvang og lýsti aðkomunni. Hann gekk ásamt björgunarmönnum „hratt norður yfir Eldborgarhraunið og með hlíðunum sem vita veggbrattar til austurs… Er ofar kom sá ég móta fyrir flakinu. Ljósar málmþynnur, rifnar og tættar, heillegt stélið. Er nær kom sá ég að í miðju var þetta að mestu brunarústir. Þögulll hópur stóð yfir banabeði ungs manns.“
Þyrla frá Varnarliðinu kom á vettvang, lenti á fjallinu og flutti lík flugmannsins á brott. „Þokan grúði yfir okkur eins og kirkjuhvelfing. Stórbrotið landslag og niðri undir bröttum hlíðunum grillti í Eldborgarhraunið eins og flosteppi, munstrað með hraunnibbum upp úr mjúkum mosanum. Þetta var undurfögur, en hrikafengin og nokkuð harðhnjóskuleg kirkja íslenskrar náttúru, þar sem vélarkrafturinn þagnar við minnstu snertingu.“ Ljósmyndir með fréttinni voru m.a. teknar af Sveini Þormóðssyni, fréttaljósmyndara. Þær munu hafa verið þær fyrstu er hann tók á löngum ferli, sem á eftir fylgdi.

Heimild:
-Morgunblaðið 14. og 15. ágúst 1964.