Tyrkjabyrgi

Í fornleifaskráningu fyrir Grindavík segir m.a. Skipsstíg að hann „er talinn hafa að geyma fornleifar sem eru eldri en frá 1550. Aldur götunnar er dreginn af því að hún hefur markað djúpa rás í hraunhelluna á köflum, en slíkt gerist ekki nema eftir mjög langa notkun.” Nefndur stígur er þó ekki líkt því eins vel markaður og t.a.m. Árnastígur. Gæti það þó sagt meira til um umferð um stígana en aldur.

Sundvörðuhraun

Haldið var upp eftir Árnastíg frá Húsatóftum. Ætlunin var að ganga af honum um Brauðstíg, upp í svonefnd Tyrkjabyrgi undir Sundvörðuhrauni, í Eldvörp að svonefndum Útilegumannahelli og festa síðan Prestastíginn til baka niður að Húsatóftum.
Ævagamlar heimildir segja að árið 1000 hafi mest allt Reykjanes sokkið í sjó og Geirfuglasker komið upp. Þá átti landið að hafa legið langt út fyrir Eldey í norðvestur en Eldey (77 m.y.s.) og drangar við hana hafi áður verið fjöll á Reykjanesskaganum.
Annálar greina frá eldsumbrotum með stuttum hléum, á og úti fyrir Reykjanesi á 12. og 13. öld. Samkvæmt þeim hefur gosið á Reykjanesi árið 1118, og a.m.k. 13 sinnum á 13. öld. Sagt er að sumum eldgosum hafi fylgt miklir landskjálftar og þess getið að svartamyrkur hafi verið um annars hábjartan dag (1226) og að Reykjanesið hafi brunnið (1210 og 1211). Í hamförum á fyrri hluta 13. aldar er talið að byggð hafi eyðst á Reykjanesi en merki um hana sjást m.a. við Skjótastaði norðan Stóru-Sandvíkur. Í annál er þess getið að 18 manns hafi farist á Reykjanesi í landskjálfta og eldi árið 1118.
Næsta lítið er vitað um sögu Hafna á 14. og fram á síðari hluta 16. aldar eins og margra annarra staða á landinu, m.a. vegna þess að kirkjubækur, sem geymdar voru í Viðey, eyðilögðust í bruna. Þó munu vera til heimildir um mikinn landsskjálfta 1389 og að 1390 hafi hálft Reykjanesið brunnið. Til mun vera heimild um að eldur hafi komið upp í hafi fyrir Reykjannesi 1420 og að þá hafi skotið upp landi. Einnig er getið um eld fyrir Reykjanesi 1422 og aftur 1584.

Sundvörðuhraun

Í annál er greint frá eldi í ,,Grindavíkurfjöllum“ árið 1661 og hafi sést oft, fyrir og eftir jól, á Norðurlandi. Til er heimild um að árið 1706 hafi komið upp eldur í sjó fyrir Reykjanesi og einnig 1783 fyrir sunnan Geirfuglasker: Kom þá upp land sem sökk aftur (Nýey). Síðasta gos sem minnst er á í annálum, á eða fyrir Reykjanesi, á að hafa verið árið 1830 en þá sigu Geirfuglasker í sjó. Síðustu eldsumbrot sem heyrst hefur um, fyrir Reykjanesi, eiga að hafa átt sér stað í kringum 1930. Á þá að hafa gosið á sjávarbotni nálægt Eldey.
Skammt áður en komið er upp á sandinn má sjá eina vörðu, sem sker sig frá hinum. Hún er hlaðinn “klofin”, líkt og sumar aðrar vörður á Reykjanesi. Eru þær oft nefndar “stúlkur” eða “bræður”. Sjá má eina á hól austan við gömlu Hafnabæina. Systir hennar þar skammt norðar er hins vegar fallin. Láta má sér í hugarlund koma að annað hvort hafi hleðslumaðurinn viljað breyta til og hlaða öðruvísi vörðu en hinar voru, eða hann hafi viljað líkja eftir lagi vörðunnar ofan við Hafnir, sem þá voru. A.m.k. nær hugmyndin og framkvæmdin athygli vegfarenda um stíginn.
SundvörðuhraunÞegar komið var yfir Haugsvörðugjá liggur Reykjavegurinn út af Prestastígnum þar sem hann kemur eftir honum að austan, í áttina að Stóru Sandvík. Þarna gerbreyttist gróðufarið. Nú tóku við mosar, lyng og jafnvel lítil grassvæði í skjóli undir hæðum. Stígurinn er vel greinilegur þar sem hann liggur utan í Sandfellshæðinni og inn á nýlegan bílsslóða frá Svartsengi áleiðis út á Reykjanes. Slóðanum var fylgt uns stígurinn lá samhliða honum hægra megin, með hraunbrún. Nokkru ofar beygir hann inn á hraunið, áleiðis að Eldvörpum. Þar liggur hann yfir hæð á milli tveggja gíga, áfram niður slétt mosahraun og síðan niður holt og móa áleiðis niður að Húsatóftum og Stað. Norðan í Eldvörpum var vent út af stígnum til að berja “útilegumannahelli” þar augum. Hann er örstutt vestan við borholuna í hrauninu. Þegar Hitaveita Suðurnesja lét bora eftir gufu þarna sumarið 1982 brotnaði hraunið undan jarðýtu sem vann við frágang í kringum holuna. Í ljós kom hellir með geinilegum mannvistarleifum, beinum og hleðslum. Ekki er vitað hver eða hverjir höfðust þarna við. Hellirinn er alllangur eða 25-30 m en hvergi hærri en 1,5 m og víðast hvar mun lægri eða 40-50 sentímetrar.

Tyrkjabyrgi

„Tyrkjabyrgi“ – uppdráttur ÓSÁ.

“Tyrkjabyrgin” svonefndu er þarna nokkru (u.þ.b. einn km) austar, í hraunkrika sunnan undir Sundvörðuhrauni. Þetta eru 10 tóftir, en tvær þeirra eru uppi á henni. Þetta eru allmikil mannvirki, misstórar en sú stærsta þeirra er um það bil 4 x 1,5 m á stærð. Engar heimildir hafa fundist um þessar rústir og hafa því verið uppi getgátur um tilvist þeirra. Þær fundust fyrir tilviljun veturinn 1872 og elstu lýsingu á þeim er að finna í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen en hann skoðaði þær árið 1883.
Á toppi Sandfellshæðar (sem er dyngja) er gríð

arlega stór gígur sem er um 450 m í þvermál og að minnsta kosti 20 m djúpur og vel þess virði að ganga upp á hæðina. Þótt Sandfellshæð sé ekki nema um 90 m y.s. er gríðarlega víðsýnt af henni. Í norðri blasa við fellin Sandfell, Lágafell, Þórðarfell, Súlur og Stapafell sem reyndar er að mestu horfið vegna efnistöku. Í austri blasa Eldvörpin við og lengra Þorbjarnarfell. Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð í stefnu suðvestur – norðaustur. Talið er að síðast hafi gosið þar fyrir meira en 2000 árum. Jarðhiti er í Eldvörpum og voru þar fyrrum stundum bökuð brauð sem vafalítið hefur komið sér vel í eldiviðarskorti.
SundvörðuhraunÍ matsskýrslu Línuhönnunar fyrir Hitaveitu Suðurnesja (2003) um mat á umhverfisáhrifum vegna háspennulínu á milli Svartsengis og Fitja segir m.a. í áliti Bjarna Einarssonar, fornleifafræðings, að “fornleiðirnar fjórar; Skipsstígur, Prestastígur, Árnastígur og ónefnd leið, eru taldar hafa talsvert minjagildi í heild sinni, ein einstakar vörður á leiðunum eru taldar hafa lítið minjagildi. Fornleiðirnar, og er þá átt við götunar sjálfar, en ekki vörðurnar, eru taldar vera í mikilli hættu vegna mannvirkjagerðarinnar. Hættan felst einkum í slóðagerð sem fylgir línubyggingunni.
Pestastígur er vel vörðuð forn gönguleið úr Höfnum yfir Hafnasand og Eldvörp yfir í Staðarhverfi í Grindavíkurhreppi, Stígurinn er gömul þjóðleið. Skýringin á nafngiftinni er sögð vera sú að með prestakallalögum frá árinu 1907 var Kirkjuvogssókn í Höfnum lögð til Staðarprestakalls í Grindavík og hefur því Staðarprestur oft átt erindi um þessa fornu leið. Þessi áfangi var farinn frá Kalmanstjörn um Hafnarsand fyrir norðan Presthól og um Kinn, þar sem farið er ofan í sigdalinn upp af Stóru Sandvík, þaðan hjá Haug og yfir Haugvörðugjá og síðan með rótum Sandfellshæðar. Þar fylgir gatan hraunjaðri Eldvarpahrauns. Þegar kemur á móts við Rauðhól er farið yfir hraunhaft að hólnum og síðan hjá Eldvörpum og yfir Hrafnagjá og þaðan að Húsatóftum í Staðarhverfi. Leiðin er um 16 km.

Tyrkjabyrgi

Í „Tyrkjabyrgjunum“.

Óbrinnishólar

Jón Jónsson skrifaði grein (efni frá 1972) um Óbrinnishóla fyrir ofan Hafnarfjörð í Náttúrufræðinginn 1974-1975. Þar segir m.a.:
obrinnisholar-2„Undirhlíðar nefnast einu nafni hæðadrög þau, sem eru í beinu framhaldi af Sveifluhálsi frá Vatnsskarði norður að Kaldárbotnum. Hæðirnar eru að mestu leyti úr bólstrabergi, bólstrabreksíu og móbergsþursa af mismunandi gerð og útliti. Eftir Undirhlíðum liggja misgengi og verður af þeim sökum sigdalur eftir þeim endilöngum frá Leirdalshöfða og norður á móts við suðurenda Helgafells. Hluti af þeim sigdal ber nafnið Slysadalir. Dalurinn er víða grasi gróinn og hið fegursta útivistarsvæði.
Eldstöðvar eru á Undirhlíðum sjálfum, nyrzt í sigdalnum og á þrem stöðum vestur af Helgafelli. Þær eru sýnilega tengdar misgenginu, en það liggur um Kaldárbotna, myndar vesturbrún Helgadals og klýfur loks Búrfell um þvert og hverfur svo undir ung hraun nokkru norðar. Flestar eldstöðvarnar eru þó vestan undir Undirhlíðum og má heita að þær myndi nokkuð samfellda röð frá því vestan við Sveifluháls norðanverðan og norður að Kaldárbotnum. Svo að segja óslitið hraunhaf er frá Undirhlíðum norður og vestur að Faxaflóa. Hraunin eru mörg og frá mismunandi tímum. Yngstu eldstöðvarnar á þessu svæði eru gígaraðir tvær suður við Vatnsskarð, báðum megin við Krýsuvíkurveg, en úr þeim er Kapelluhraun komið.

obrinnisholar-3

Svæðið allt er rist að endilöngu af fjölda mörgum sprungum og gjám, sem rekja má allar götur suður í Móhálsa og norður að Mosfellsdal. Mest áberandi eru misgengin á Hjallasvæðinu milli Elliðavatns og Kaldárbotna. Þegar suður fyrir Kaldársel kemur eru flestar sprungurnar huldar yngri hraunum, en koma fram í hólmum, sem þau hafa ekki náð að renna yfir. Einn slíkur hólmi er dálítil hæð, sem stendur upp úr hraunhafinu um 700 m vestan við Undirhlíðar og tæpum 2 km sunnan við Kaldársel. Austan í þeirri hæð er röð eldgíga, sem Óbrinnishólar nefnast. Hólaröðin sjálf er rösklega 900 m á lengd. Hæsti gígurinn er eða öllu heldur var um 44 m hár yfir næsta umhverfi og um 124 m yfir sjó. Venja er að rita nafnið Óbrinnishólar og svo er gert á flestum kortum. Á það hefur verið bent, að nafnið sé hliðstætt við nafn á hólma, sem Ögmundarhraun rann í kringum og síðan ber nafnið Óbrennishólmi. Virðist þetta vera aðgengileg skýring og mætti því ætla að nafnið væri frá þeim tíma er gosið, sem myndaði Kapelluhraun, var mönnum ennþá í fersku minni.

obrinnisholar-4

Hæð sú, sem Óbrinnishólar eru á, er að mestu úr bólstrabergi og grágrýti. Eftir hæðinni endilangri er sigdalur (Graben) aðeins um 50 m breiður og með stefnu norðaustur-suðvestur. Aðeins austan við dalinn er þröng gjá og djúp, sem stefnir eins og hann, en sést ekki nema á nokkrum stöðum. Rétt austan við sigdalinn rísa gígirnir og stefnir röðin eins og dalurinn. Þessi sigdalur er athyglisverður vegna þess, að í misgenginu, sem takmarkar hann að austan, má sjá að spildan, sem sigið hefur milli sprungnanna, hefur ekki sigið lóðrétt heldur allmikið á ská og sýnir það ótvírætt, að ekki hefur einvörðungu verið um lóðrétta hreyfingu að ræða. Skriðrákir á bergfleti í misgenginu sýna þetta ljóslega. Þeim hallar um nálægt 45°.
obrinnisholar-5

Hvað viðvíkur gosstöðvunum sjálfum eru hólarnir fjórir og eru tveir þeirra, sem eru í miðju þeirra, hæstir. Regluleg gígskál er, eða réttara sagt var, í syðsta og nyrzta hólinn. Í hinum tveim hafa eldvörpin verið austan megin og þar hefur hraun runnið út úr þeim, en gígveggir byggzt upp aðeins á einn veg, þ. e. að vestan. Gígirnir verða því í laginu sem tveir hálfmánar hvor við annars hlið. Aðalhraunrennslið heftir komið úr syðsta gígnum og var gígskálin nærri fyllt hrauni. Þaðan hefur hraunstraumur fallið fyrst austur í stefnu á Undirhlíðar, en brátt beygt norður á við og loks vestur, er komið var norður fyrir nyrzta gíginn. Hluta úr þessum gíg hefur hraunáin rifið með sér og flutt langt vestur á hraun og standa þeir þar eftir sem gjall og hraunklebrastabbar og ber hátt yfir megin hraunflötinn. Nyrzti gígurinn var regluleg gjallkeila, sem hraun virðist ekki hafa runnið frá svo teljandi sé.

obrinnisholar-6

Það eru nú allmörg ár síðan að farið var að taka hraungjall úr Óbrinnishólum og hefur sú starfsemi aukizt mjög hin síðari ár. Er nú svo komið, að lítið er eftir af hinum forna svip hólanna, og virðist mega gera ráð fyrir að þeir hverfi alveg áður langt líður. Þessi starfsemi hefur orðið til þess, að áðurnefnt misgengi, sem kannski mætti nefna sniðgengi, er nú orðið vel sýnilegt, en auk þess hefur hún haft í för með sér, að fram hefur komið að þarna hefur gosið tvisvar á sama stað.
Fljótlega eftir að gjallnámið hófst hefur verið grafið til reynslu inn í hæsta hólinn að vestanverðu. Kom þá í ljós, að hann var ekki allur þar sem hann var séður, því undir tæplega metraþykku gjalli neðst í honum kom fram moldarlag, víðast hvar aðeins 5—8 cm þykkt, en undir því tók aftur við gjall. Þegar nánar var að hugað, kom í ljós, að efst í moldarlaginu eru leifar af gróðri, sem eyðst hefur, þegar gígirnir tóku að ausa yfir hann glóandi gjalli og vikri.

obrinnisholar-7

Þarna var hægt að tína kolaðar greinar og stofna, sem nota mátti til að ákvarða þann tíma, sem liðinn er frá því að gróðurinn eyddist, þ. e. frá því er þarna gaus síðast. Neðan við moldar- og gróðurleifalagið er aftur hraungjall, sem nær niður að jökulurð og föstu bergi.
Nokkur jarðvegur hefur verið kominn ofan á bólstrabergið, sem þarna myndar berggrunninn og jökulurðina, áður en þarna gaus fyrst, því greina má moldarlag undir eldri gosmölinni. Engar gróðurleifar hafa þó fundizt þar og verður því ekki ráðið í aldur þessara gíga að svo komnu máli. Ekki hefur heldur verið hægt að rekja nokkurt hraun með vissu til þeirra. Þó rennir mann í grun, að aldursmunur sé verulegur á eldri gosstöðvunum og þeim yngri, og má ráða það af eftirfarandi: Ljóst er, að næstsyðsti gígurinn tilheyrir fyrra gosinu og hefur hraun úr síðara gosinu runnið inn í hann að austan og myndað þar dálitla hrauntjörn. í gjallstálinu sunnan í þessum gíg má (eða mátti) vel greina sprungur, með nokkru misgengi, sem náðu upp í gegnum gjallið, en ekki sáust á yfirborði. Þessar sprungur stefna samsíða sigdalnum, sem áður er nefndur. Ekki sést votta fyrir slíkum sprungum í yngri gígunum.

obrinnisholar-8

Þetta sýnir, að sprungur hafa náð að brjóta þessa eldri gígi áður en síðara gosið hófst. Einnig sýna gróðurleifar þær, er síðar verður getið, að nokkur tími hefur liðið milli gosa. Svo aftur sé vikið að eldri gosmyndunum má geta þess, að ljóst er að það gos hefur byrjað sem öskugos. Þetta má sjá af um 0.65—0.80 m þykku lagi, sem liggur ofan á áðurnefndu moldarlagi og undir gjallinu. Það lag samanstendur af lítið eitt grænleitum, fremur fínum vikri, og innan um hann er firnin öll af örfínum hárum úr gleri. Þessi hár eru nefnd Peles-hár og er það nafn komið frá Hawaiieyjum og kennt við eldgyðjuna Pele. Ekki er mér kunnugt um, að getið sé um þess konar myndanir nema á þrem stöðum í hérlendum heimildum. Fyrst er þess getið í lýsingu séra Jóns Steingrímssonar á Skaftáreldum. Þar segir svo: ,,14. (júní 1783) var logn, dreif hjer þá miklum sandi yfir allt með enn meiri hárum, en vart var við í fyrra regninu, þann 9., þau voru svartblá og íglittin að lengd og digurð sem selshár; þau urðu ein breiða yfir jörðina og þar þau féllu á eyðisanda og vindur komst undir þau, samanvöfðust þau í aflanga hola ströngla“.

obrinnisholar-9

Þannig farast séra Jóni orð. Af lýsingu hans er ljóst, að þarna var um Peles-hár að ræða. Thoroddsen (1925) getur þess, að í Öskjugosinu mikla 1875 hafi á Grímsstöðum fallið aska með „eine Menge ineinandergewickelter brauner Glasfáden, die auf dem Wasser schwammen, fast eine Elle lang waren und groben Pherdehaar glichen“. Naumast verður á greinilegri lýsingu kosið og alls enginn efi getur verið á því, við hvað er átt. Loks kom þetta fyrir í Surtseyjargosinu, aðallega síðasta fasa þess í ágúst 1967 (Thorarinsson 1967).
Svo aftur sé vikið að Óbrinnishólum má geta þess, að nákvæm athugun á ljósbroti í glerþráðunum sýndi 1.578, er ákvarðað var í einlitu ljósi (nD 1.578). Oftast eru hárin 3—4 cm löng og sum svo fín, að þau sjást varla með berum augum. Hefur því orðið að nota stækkunargler við að safna þeim úr gjallstálinu.

obrinnisholar-10

Stundum ganga þræðirnir út frá dropalagaðri myndun úr sama efni. Þetta mun vera það, sem nefnt er Pelestár á Hawaiieyjum. Ekki er mér kunnugt um hérlent nafn á þessum hlutum, en ef til vill mætti nefna þá nornaþráð, nornaþræði og nornatár. Væri þá haldið að nokkru samræmi við þjóðtrúna frá Hawaii.
Hraun frá fyrra gosinu í Óbrinnishólum hef ég ekki fundið í næsta nágrenni þeirra, en um 1—2 km vestur af hólunum eru hólmar tveir, sem yngra hraunið hefur ekki runnið yfir. Vel má vera að eldra hraunið komi þar fram, en ekki hef ég haft tækifæri til að athuga það. Næst syðsti gígurinn í Óbrinnishólum er frá fyrra gosinu og eftir nokkra leit fannst þar allþétt hraunlag inni í gjallinu. Kom þá í ljós, að hraun það, er komið hefur í fyrra gosinu, er mjög ólíkt hrauninu úr því síðara. Aftur á móti er það svo líkt Búrfellshrauni, að það verður naumast frá því skilið. Kemur þetta vað greinilegast fram, þegar taldar hafa verið steintegundir á báðum hraunum.

obrinnisholar-11

Um aldur fyrra gossins í Óbrinnishólum er ekki vitað. Nokkur jarðvegur hefur verið kominn ofan á jökulurðina, þegar það skeði, en svo fátæklegur er jarðvegurinn þar sums staðar enn í dag, að slíkt gefur ekki miklar upplýsingar. Samkvæmt rannsóknum Guðmundar Kjartanssonar (1972) er aldur Búrfellshrauns um 7200 C14 ár. Vel gæti fyrra gosið í Óbrinnishólum hafa orðið á sama tíma. Vaknar því sú spurning: Er það tilviljun ein að hraunin eru svona lík að gerð eða er það kannski vegna þess, að samtímis gaus á báðum stöðum? Ekki verður með vissu sagt, hvað margir gígir hafa myndast í fyrra gosinu á þessum stað, en þrír hafa þeir verið a. m. k. Af þeim hafa tveir algerlega horfið undir gjall frá síðara gosinu.
Ofan á gjalli eldri giganna er moldarlag nokkuð mismunandi þykkt, eins og áður segir, en víðast 5—8 cm. Þó er það á stöku stað 10—15 cm. Efsti hluti moldarlagsins er svartur af koluðum gróðurleifum. Virðist það að verulegu leyti hafa verið mosi, enda má víða greina heillega mosa í þessu. För eftir birkistofna og greinar sjást víða og hafa stofnarnir sums staðar náð 15—20 cm upp í gjallið. Víða er sjálfur stofninn horfinn með öllu en eftir stendur börkurinn sem hólkur upp í gjallið. Gjallið hefur sums staðar verið svo heitt, að viðurinn hefur kolast algerlega og má því finna mikið af mjóum greinum og stofnum, sem eru kolaðir í gegn. Flestir eru slíkir stofnar eða greinar um 6 mm í þvermál og þaðan af mjórri. Vel gæti þetta hafa verið lyng, fjalldrapi eða víðir eins og birki. Sverari stofnar og greinar eru oftast kolaðir aðeins þeim megin, sem að gjallinu snýr, en fúnir eða horfnir með öllu nema börkurinn hinum megin: Norðan við syðsta gíghólinn, en úr honum var aðal hraunrennslið, fann ég allmarga stofna, sem voru alveg heil legir og 10—15 cm í þvermál. Þeir voru mjúkir og héldu formi á meðan þeir voru blautir, en urðu harðir sem grjót, þegar þeir höfðu þornað. Svo virðist sem hríslurnar hafi þarna vaxið í mosa líkt og birkihríslurnar, sem ennþá vaxa sunnan í nyrsta gíghólnum og á víð og dreif í hrauninu. 

obrinnisholar-12

Þegar stofninn lagðist til jarðar undir ofurþunga gosefnanna, pressaðist hann niður í mjúkan mosann og liefur varðveitzt þar, en mosinn einangrað hann það vel frá hitanum, að kolnun hefur ekki átt sér stað nema rétt þar sem hin heita gosmöl lagðist beint ofan á stofninn. Leifar af þessum forna birkiskógi hef ég sent til aldursákvörðunar á rannsóknastofu háskólans í Uppsölum, þar sem dr. Ingrid U. Olsson hefur gert á þeim C14 aldursákvörðun. Voru gerðar tvær ákvarðanir, eftir að efnið hafði fyrst verið meðhöndlað á mismunandi hátt. Útkoman varð þessi:
Sýni nr. U-2268 – 2370 ± 70 C1* ár
Sýni nr. U-2269 – 2100 ± 80 C14 ár
Með þeirri óvissu, sem við þessar ákvarðanir loðir enn, má telja að síðara gosið í Óbrinnishólum hafi því orðið um 650 árum f. Kr.
Bæði gosin í Óbrinnishólum hafa verið hraungos með kvikustrókavirkni, eins og flest sprungugosin á Reykjanesskaga. Fína gosmöl eins og þá, sem hefur verið svo áberandi í fyrsta þætti fyrra gossins, vantar í það síðara. Aftur á móti mætti segja, að síðara gosið hafi einkennst af því, hvað mikið hefur verið af hraunkúlum (bombum) í því. Þær eru af öllum stærðum frá því um 35—40 cm í þvermál allt niður í kúlur á stærð við krækiber eða ennþá minni. Oft eru þær mjög reglulegar og fullkomlega hnöttóttar. Hraun úr þessu gosi hefur aðallega komið úr syðsta gígnum. Það hefur runnið austur í átt að Undirhlíðum og svo norður á við, langleiðina norður að Kaldárseli. Svo beygir það vestur og hefur að öllum líkindum náð út í sjó við Straumsvík, en nokkru austar hverfur það undir Kapelluhraun.

obrinnisholar-13

Óbrinnishólahraun og Kapelluhraun eru svo lík, að vart verða þau aðgreind með berum augum eða í smásjá. Í sambandi við framkvæmdirnar við Straumsvík voru boraðar allmargar holur til rannsóknar á grunni þeim, sem álverksmiðjan stendur á, en hún stendur á nyrsta tanga Kapelluhrauns.
Við þær athuganir kom í ljós, að undir Kapelluhrauni er annað hraun mjög líkt því. Hraun þessi hafa verið nefnd Ka (= Kapelluhraun) og Kb (Tómasson og Tómasson 1966). Milli þessara hrauna er aðeins gjalllag, en undir Kb sums staðar sandlag. Tel ég nærri fullvíst, að hraun Kb sé úr síðasta gosi í Óbrinnishólum og því um 2140 ára gamalt. Þetta sama hraun kemur fram austan við Kapelluhraun skammt sunnan við gamla Reykjanesveginn og má rekja það þaðan suður og austur eftir norðan Kapelluhrauns, en það nafn er hér eingöngu notað um yngsta hraunstrauminn á þessu svæði, þann er álverksmiðjan stendur á.“

Heimild:
-Náttúrfræðingurinn, Jón Jónsson, Óbrinnishólar, 1974-1975, bls. 109-110.

Óbrinnishólar

Óbrinnishólar eru nú nánast óþekkjanlegri frá fyrri tíð vegna gífulegrar efnistöku.

Gerðavellir

Gengið var um Litlubót vestan Járngerðarstaðahverfis í Grindavík og litið yfir Fornuvör. Skoðaðir voru Gerðavellir, gengið umhverfis Gerðavallabrunna og síðan haldið yfir að Stórubót. Norðvestan hennar er Junkaragerði það er getið er í þjóðsögunni um Junkara.
Sagan segir að Grindvíkingar, Hafnabúar og Vogamenn hJunkaragerðiafi eldað grátt silfur við Junkara, sem höfðu búðir sínar ofan við Stórubót. Einnig er getið um samnefnt býli í Höfnum. Heimamenn fóru að næturlagi og boruðu göt á skip Junkara, söguðu sundur árar og reyndu þannig að gera þeim sem mestan miska til að losna við þá af svæðinu. Um tíma snérist andstaða heimamanna þó aðallega um Englendinga. Tókst heimamönnum með dyggri aðstoð Þjóðverja frá Básendum og Hafnarfirði, auk Hafnfirðinga og Njarðvíkinga, árið 1532 að drepa á annan tug Engendinga er höfðu hafst við í Virkinu þarna skammt austar með ströndinni, við svonefnda Ensgelsku lág ofan við Stróu-Bót. Þannig áttu þessir aðila sameiginlegan óvin um tíma er enduðu með því að hirðstjórinn lét dæma upp skip Englendinga og eignir til handa kónginum, en lét mannfólkið liggja óbætta hjá garði. Englendingarnir eru sagðir hafa verið dysjaðir utan í virkishólnum (sjá umfjöllun um Grindavíkustríðiðið undir Fróðleikur). Þar með lauk „ensku öldinni“ hér á landi.

Gerðavellir

Gengið um Gerðavelli – söguslóðir Grindavíkurstríðsins 1532.

Um búðir Junkara var garður, sem enn sést vel og voru búðir þeirra innan hans og framar. Enn sést móta vel fyrir görðunum og einnig fyrir búðunum innan hans. Eftir að Brunnarnir voru stíflaðir hækkaði í þeim og nær vatnið nú svo til alveg að Junkaragerðinu. Sunnan gerðisins er Hásteinsréttin, há og tignarleg á sjávarbakkanum. Á milli Junkaragerðis og Virkisins liggur Hrafnagjá, full af tæru neysluvatni, sem var meginástæða, auk lendingarinnar, fyrir veru kaupmanna þarna. Norðaustan við Brunnana eru tóftir frá því að Járngerðarstaðafólkið sat þar yfir ánum.
Sumir telja að á Gerðavöllum kunni að leynast minjar allt frá landnámsöld – ef vel væri að gáð.

Gerðavellir

Gerðavellir – uppdráttur ÓSÁ.

Þórkötlustaðarétt

Eftirfarandi upplýsingar um Þórkötlustaðarétt eru fengnar úr minni Sigurðar Gíslasonar frá Hrauni við Grindavík, 84 ára (f: 05. maí 1923). Siggi á Hrauni, eins og hann er jafnan nefndur, þekkir manna best austurumhverfi Grindavíkur. Hann man tímanna tvenna og hefur ávallt verið reiðubúinn að miðla öðrum fróðleik um liðna tíð. Siggi fylgdi FERLIRsfélögum að réttinni í Þórkötlustaðahverfi, sem lítið hefur verið vitað um – fram að þessu. (Rétt er að geta þess að Þórkötlustaðahverfið í Grindavík er eitt hið fegursta með því nafni á gjörvöllu landinu).

Hermann

“Þórkötlustaðaréttin, sú sem nú er, var komin, óbreytt að stærð og lögun, þegar ég man fyrst eftir mér. Faðir minn sagði að hún hefði verið hlaðin af Grindavíkurbændum um aldamótin 1900. Grjótið var að að einhverju leyti úr Vatnsheiðinni, auk þess sem kom upp úr túnsléttun í hverfinu og áreiðanlega hefur hraunhella verið þarna umhverfis réttina. Hún var síðan endurbætt fyrir nokkrum árum. Réttin hefur ávallt þótt góð til síns brúks.

Fyrrum var fé Grindvíkinga vel á fjórða þúsund á vetrarfóðrum. Féð af fjalli fyllti safnhólfið sem og alla dilka. Urðu bændur að rýma af og til úr dilkunum svo þeir gætu dregið allt sitt fé. Þegar gerðið kom til ofan við réttina greiddist heldur úr þrengslunum. Fjárbóndinn Dagbjartur Einarsson hefur upplýst um heildarfjáreign Grindarvíkurbænda á vetrarfóðrum, en hún mun nú vera 524 um þessar mundir (2007) og er þá allt meðtalið.

Dagbjartur

Áður var lögréttin í Krýsuvík, suðvestur undan Arnarfelli (Arnarfellsréttin). Hætt var að nota hana um 1950. Þangað til varð að reka úrdrátt frá Þórkötlustöðum upp í Krýsuvík og var afgangsféð selt þar.

Réttin suðaustan við Bæjarfellið var vorrétt. Þá voru rúningsréttir t.d. á Vigdísarvöllum og í Stóra-Hamradal, sem enn sjást leifar af.

Áður en Þórkötlustaðaréttin kom til réttuðu Þórkötlustaðabændur þar sem nú er grjótgarður vestast innan girðingar Efra-Lands, þ.e. þar í norðvesturhorninu, sem nú er. Þar var Gamla réttin. Í henni var enginn dilkur, einungis gerði. Sjá má leifar hennar ef vel er að gáð. Réttin var mun stærri en ætla mætti, en grjót var tekið úr henni og notað í garðana, sem sjá má ofan við Efra-Land.“

Hafur-Björn Molda-Gnúpsson er sagður, ef marka má þjóðsöguna, hafa átt gnægð fjár, enda „efnaðist hann mjög af fé“ eftir draumfarirnar með landvættinum og tilkomu geithafursins í hjörð hans (þess vegna er allt fé Grindvíkinga öðruvísi en annað fé landsmanna), og bræður hans fiskuðu aldrei sem fyrr. Auðguðust þeir bræður bæði af gæðum lands og sjávar.
Gamla réttinEkki þarf að leita að fjárrétt Hafur-Björns og bræðra því annað hvort hafa þeir ekki þurft að rétta eða sú rétt gæti löngu verið komin undir hraun því ekki eru ófá hraunin við Grindavík, sem runnið hafa eftir að ætt Molda-Gnúps bjó þar eftir árið 934. Fyrstu heimildir um byggð í Þórkötlustaðahverfi er um miðja 13. öld, en þá höfðu hraunin ofan núverandi byggðar runnið og kólnað að mestu. Við norðvesturhúshornið á núverandi Þórkötlustöðum (Miðbæjar) eru tóftir fornaldaskála að mati Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi (skrifað 1903). Hann skyldi þó aldrei vera eldri, og það jafnvel mun eldri, en gosið ofan við Grindavík árið 1226. Minjarnar, ef vel er að gáð og ef tilgáta Brynjúlfs er rétt, gætu þess vegna verið frá upphafi landnáms í Grindavík.

Neðripartur þessar umfjöllunar tengist ekki umfjöllunni um Þórkötlustaðarétt, nema fyrir það að einungis örkotslengd er á milli hennar og hans. 
Þórkötlustaðaréttin

Lyklafell

Jón Svanþórsson hefur verið að leita að og í framhaldi af því rekja hinn gamla Laufdælingastíg, forn reiðleið milli Lyklafells (inn á Austurvegina frá Reykjavík um Hellisheiði í Ölfus) og Þingvalla.

Laufdaelingagata-3

„Ég er búinn að ganga Laufdælingastíg frá Lyklafelli að Gamla Þingvallavegi.
Laufdælingastígur er rakinn frá norðurenda Lyklafells við gatnamót Dyravegar, Hellisheiðarvegar að austan og Elliðakotsleiðar (Helliskots) og Alfaraveginn gamla í Miðdal  að vestan. Forn vörðuleif er þar neðan við grunnt gil þar sem hægt er að komast í vatn. Laufdælingastígur liggur uppfyrir gildragið og yfir á mel austanvið það framhjá svörtu plaströri er stendur þar uppúr  jörðinni(N6405218 W 21313859). Upphaf stígsins er dálitið sérkennilegt en líklega hefur hann verið lagður svona til að aðgreina  hann frá Dyravegi. Gatan er greinileg í fyrstu  en síðan liggur hún á mel  og skiptis þar gatan (N 6405267 W 21 30996)og þá á að slá sér til vinstri yfir moldarbarð og er þá  komið á gróna velli  milli árfars og hlíðar, næstu ca. 2 km. Á leiðinni er brak líkist helst afturgafli á bílstjórahúsi á pick-up bíl.
Laufdaelingagata-4Svo er hundaþúfa á vinstri hönd og önnur skömmu seinna og eru þar gatnamót og liggur gata til hægri upp í móann að dálitlu vatni og síðan er ógreinileg gata  áfram framhjá vörðu sem hlaðinn hefur verið ofan á stóran stein (N6406361 W 2129448). Sýslumót? Gatan liggur síðan sniðhallt niður í dalkvosina  sem stígurinn hefur legið í frá Lyklafelli.
Ef ekki er farið að vatninu en haldið áfram inn dalkvosina hér er mikið vatnsrof og sést því ekki til götu en farið er norður  yfir lágan háls og er þá komið á greinilega götu aftur. Gatan liggur nú í gróningum samsíða Nesjavallaleið. Vatnsrof er hér mikið bæði ofan vegar og neðan.
Ofan Nesjavallavegar rís landið í hólaþyrpingu (Gamall gígur ?) og liggur gatan upp í hólana og þvert í gegn um þá.
Laufdaelingagata-5Varða er á hól framundan rétt ofan við línuveginn (Frakkastíg) (N6407223 W 2126657) og er farið með hólnum og komið að lækjarfarvegi. Gatan er í lækjarfarveginum  eða lækurinn étið sig niður úr götunni. Síðan er farið upp farveginn (götuna)hjá hól með vörðu (N6407547 W 2126546)Varða er nokkru vestar og gæti hún verið á sýslumörkum. Gatan sveigir nú til austurs og svo aftur til norðurs og er þá farið hjá vörðu á hól. (N6407816 W 2126256) og nú er gatan mjög djúp, nánast eins og gil. Aftur beygir gatan til austurs með brúnum  og er þá varða á vinstri hönd (N6407967 W 2125966). Blasir nú við  bergstandur  á brún með stein á toppi. Hér eru gatnamót. Áframhald leiðarinnar liggur upp til vinstri um skarð en leið liggur niður til hægri með hól og er þar varða sem ekki sést héðan (Sést frá suðri),um gróninga niður á heiði.
Snúm okkur að skarðinu og förum þar í gegn og eru þá vörðubrot á brúnum á báðar hendur. Síðan liggur leiðin um gróninga í grunnum dal og eu hér vörður á báðar hendur.
Næst liggur gatan til hægri með lágum hlíðum Varða er hér og ógreinileg gata upp með henni að  tjörn og vörðu og norður fyrir vörðuna (N6408563 W 2124583) er leiðin hæst  360 m y s. Hallar nú austur af og er gatan í gróningum með lækjarfarvegi  niður að Nesjavallalínu (N 64 8846 W2122234).

Laufdaelingagata-6

Farið er yfir línuveginn og með lækjarfarveginum (árfarveginum) að stað (N 6409207 W 2121620). Hér þarf að hafa athyglina í lagi því gatan þverbeygir til vinstri og sést í endan á henni út úr rofabakka. Hér eru gatnamót. Til hægri (í suður ) sér fyrir götu sem liggur suður að brekkum (Dyravegi) og áfram að Húsmúla. Ef haldið er áfram í árfarveginum er komið að gjá sem virðist gleypa allt vatn úr farveginum. Hér eru tvær vörður á gatnamótum  leiðar úr Mosfellsdal um Bringur í Grafning(N6409404 W 2120878).
Nú förum við  aftur á þann stað sem Laufdælingastígur sést í rofabakkanum í norður. Gatan er greinileg í grónu landi og fljótlega þverum við leiðina Bringur –Grafningur (N 6409355 W 2121680). Næst er komið að slóð sem lá með Sogslínu 1 sem lá niður í Mosfellsdal um Bringur.
Búið er að fjarlægja línuna.(N6409967 W Laufdaelingagata-72121953). Nú sveigir gatan svolítið til austurs og er hér með lækjarfarvegi þar til komið er að tjörn og grónum völlum  og svo áfram með læk þar til komið er að Gamla Þingvallaveginum  (N6411050 W 2121484) og er þar ein glæsilegasta varðan við Gamla Þingvallaveginn. Stígurinn stefnir svo áfram í átt að Moldbrekkum. Þegar farnir hafa verið um 750 -60 m norður frá Gamla Þingvallaveginum er gata þar þvert á vestan úr Seljadal og austur í átt að Vilborgarkeldu. Varða er dálítið sunnan Gamla þingvallavegar, steinn ofan á öðrum stærri (N6410810 W2121063). Önnur varða er töluvert sunnar (N6410077 W2120834). Mynda þær línu norður-suður við vörðurnar við Bringna–Grafningsleiðina. Ekki eru greinilegar götur á þeirri leið.
Gangan tók marga daga og 4 mín.
Kveðja Jón Sv.“

Laufdaelingagata-8

Auk þess hafði Jón skráð leiðina sbr.: „Ég sendi hér kort af Laufdælingastíg norður að Gamla Þingvallavegi. Sendi áðan kort af syðri hlutanum.
Ég talaði við Ómar Gauk [Jónsson] og kannaðist hann við gjána og sagði hafa legið þar á greni. Gjáargreni. Hann vissi ekki um nafn á skarðnu í Sköflungi þar sem gatan fer yfir í Grafning.
Ég varð mér úti um örnefnalýsingu fyrir Nesjar og er þar haft eftir Guðmanni Ólafssyni að Sköflungaskarð sé sunnan Sköflungs líklega þá skarðið þar sem raflínurnar eru.
Einnig er nefndur Sköflungsháls en ekki vitað hvar hann er, en Guðmann talið líklegt að hann sé hálsinn, sem gengur norður úr Sköflungi og sé það þá á mörkum.
Mér finnst skrítið að skarðið þar sem gata liggur úr sveitinni hafi ekki nafn og ef það hafi haft nafn að nafnið hafi gleymst svona gjörsamlega.
Kv.Jón Sv.“

Heimild:
-Jón Svanþórsson.

Laufdælingastígur

Laufdælingastígur.

Hvaleyrarvatn

Í ritgerð Daníels Páls Jónassonar; Hraunflæði á höfuðborgarsvæðinu – Saga hraunflæðis á svæðinu á nútíma og kortlagning mögulegra farvega til byggða“, hjá Háskóla íslands 2012 má m.a. lesa eftirfarandi um um jarðfræði Reykjanesskagans:

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi vestanverður – jarðfræðikort.

„Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu, sem liggur um Ísland þvert og er í beinu framhaldi af Reykjaneshryggnum, sem neðansjávar teygir sig langt suðvestur í haf og raunar er hluti af Atlantshafshryggnum mikla. Frá því að síðasta kuldaskeiði lauk hefur mikil eldvirkni verið á þessu svæði bæði ofansjávar og í hafi. Sú eldvirkni hefur á umliðnum öldum byggt upp Reykjanesskaga og verður ekki enn séð nokkurt lát á þeirri starfsemi (Jón Jónsson, 1983, 127).

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Reykjanes er það svæði þar sem Reykjaneshryggurinn nær yfirborði en fyrir suðvestan skagann er hryggurinn undir sjávarmáli (Ármann Höskuldsson, Hey., Einar Kjartansson & Gunnar B. Guðmundsson, 2007). Jarðfræðileg lega skagans nær frá Reykjanestá í suðvestri og að þrígreiningu plötuskilanna fyrir sunnan Hengilinn (Kristján Sæmundsson, 2010a) en á því svæði mætast Reykjanesgosbeltið, Suðurlandsbrotabeltið og Vesturgosbeltið (Weir o.fl., 2001). Á skaganum er sniðrekbelti og fer gliðnunin fram í eldstöðvakerfum sem liggja frá suðvestri til norðausturs (Kristján Sæmundsson, 2010a). Heildarlengd þessa rekbeltis á skaganum eru um 65 kílómetrar (Peate o.fl., 2009).

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – gosskeið.

Allt eldgosaberg á yfirborði skagans er yngra en 700.000 ára (Peate o.fl., 2009) en stór hluti yfirborðs Reykjaness þakið hraunum frá nútíma. Hraunin eru ýmist úr dyngjugosum eða sprungugosum en móberg frá fyrri og seinni hluta síðasta jökulskeiðs mynda fjallgarða og hryggi á skaganum auk móbergs frá eldri jökulskeiðum Brunhes (Kristján Sæmundsson o.fl., 2010). Síðasta jökulskeið, Weichsel, er almennt talið hafa náð frá því fyrir um 10.000 til 100.000 árum en segulskeið Brunhes, sem nær yfir önnur jökulskeið, byrjaði fyrir um 780.000 árum (Elsa G. Vilmundardóttir, 1997).

Reykjanesskaginn

Reykjanesskaginn.

Líkt og á Íslandi öllu kemur nær eingöngu upp basaltkvika á Reykjanesi (Páll Imsland, 1998). Á skaganum hafa basalthraungos samtals verið um 111 á nútíma, og þar af 15 á sögulegum tíma, og 33 sprengigos. Úr öllum þessum gosum hafa samtals myndast 26 km3 af hrauni og 7 km3 af gjósku eða sem samsvarar 29 km3 af föstu bergi (e. Dry Rock Equivalent, DRE) (Þorvaldur Þórðarson & Ármann Höskuldsson, 2008). Sé gengið um Reykjanes sjást ummerki þessarar eldvirkni afar vel og mörg eldvörp eru í steinsnar frá byggð og samgöngum. Eru þessi eldvörp enn greinanleg meðal annars sökum þess að eftir að ísaldarjökullinn hvarf hefur rof á skaganum minnkað verulega. Mörg ummerki eldvirkni eru einnig undir nýrri hraunum sem sífellt mynda ný lög ofan á skaganum en sem dæmi má nefna að síendurtekin hraunflæði hafa fært ströndina í Straumsvík fram um 1,5 til 2 kílómetra frá ísaldarlokum. Þar að auki eru fjöldi hrauna grafin undir yngri hraunum og sjást þau því ekki á yfirborði en þeirra verður aftur á móti vart í borholum (Haukur Jóhannesson & Sigmundur Einarsson, 1998).“

Traðarfjöll

Reykjanesskagi – jarðfræðikort.

Á vefsíðunni ferlir.is segir auk þess um aðstæður á svæðinu: „Þar sem hraun þekur mest af yfirborði á sunnanverðum Reykjanesskagans er lítið um jarðvatn er fjölbreytni gróðursins ekki mikil. Mikil úrkoma nægir ekki til að mynda þykkan jarðveg ofan á hrauninu vegna þess hve það er ungt.
Algengasta plantan er gamburmosi, síðan koma krækilyng og beitilyng. Nokkuð má sjá af birki í hraununum. Hér eru engin há og stór fjöll sem mynda skjól fyrir vindi svo að trén nái að vaxa vel. Því er gróðurinn mjög lágvaxinn á Reykjanesinu.

Reykjanesskagi 1944.

Reykjanesskagi 1844.

Stór samfelld grassvæði eru t.d. á Selsvöllum, Vigdísarvöllum, Krýsuvík, Baðsvöllum og víða með ströndinni. Birki og kjarr er víða í hraunum, sem mynda dágott skjól víða á Reykjanesinu. Þá er víða snjólétt í hraunum og snjó tekur fljótt upp vegna sólarhitans frá dökku grjótinu. Sum svæðin hafa látið mjög á sjá á seinni öldum vegna gróðureyðingar, s.s. Vatnsleysustrandarheiðin, Selvogsheiðin og Krýsuvík, og uppblásturs. Þá hefur orðið verulegt sandfok í Selvogi og á Hafnaheiði. Eitt seljanna, sem þar var tilgreint [frá Gálmatjörn (Kalmannstjörn)], undir Stömpum, er t.d. með öllu horfið. Sum selin á Vatnsleysustrandarheiði (undir þráinskyldi) sjást enn vel frá Reykjanesbrautinni þar sem þau kúra á gróðurtorfum og þráast enn við fyrir áburðinn frá selstímanum.“
Um gróður á Reykjanesskaganum segir jafnframt: „Venja er að fjalla um kjarr- og skóglendi sem eina heild, þó að á þessu tvennu sé þó nokkur munur.
Birki er eina íslenska trjátegundin sem myndar skóga. Hæstu birkitré verða rúmir 10 metrar á hæð, s.s. við Kerið í Undirhlíðum, og á ýmsum stöðum eru 5 -10 metra háir skógar. Mörg tré í skógum eru einkar fögur, beinvaxin með ljósan börk. Í gömlum bókum, eins og fornsögum, annálum og ferðabókum, eru víða til frásagnir um mjög vöxtulega skóga fyrr á öldum. Eyðing skóga á að verulegu leyti rót sína að rekja til ágengni manna og búsmala hans.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi 1879 – Kålund.

Birki myndar einnig víðáttumikið kjarr, sem er að stærstum hluta innan við tveir metrar á hæð og oft mjög kræklótt og margstofna. Margir álíta að kjarrlendið sé leifar af fornum birkiskógum og er það án efa rétt. Á hinn bóginn verður birki sem vex á útkjálkum vart miklu hærra. Meginhluti alls kjarr- og skóglendis er fyrir neðan 250 metra hæð yfir sjó en þó hefur birki fundist í um 600 metrum ofan sjávarmáls.
Aðrar trékenndar tegundir, eins og gulvíðir og loðvíðir, mynda sums staðar kjarr einnig. Botngróðri í kjarr- og skóglendi svipar oft til gróskumikils valllendis eða mólendis. Mólendi er yfirleitt þýft þurrlendi, vaxið grasleitum plöntum eða lágvöxnum runnagróðri.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – Innnes.

Berangur setur sterkan svip á landið. Í kjölfar búsetunnar átti sér stað mikil eyðing jarðvegs og gróðurs sem erfitt hefur verið að hemja allt til þessa dags. Auðnir landsins eru samt ekki með öllu gróðurlausar þó að jarðveg skorti. Plönturnar búa yfir sérstökum hæfileikum til þess að ræta sig og kljást við óblíð skilyrði.

Elliðaárdalur

Elliðaá og Blesaþúfa framundan.

Vötn, ár og lækir eru víðast hvar, hvort sem litið er á norðanverðan Skagann; Hvalvatn, Meðalfellsvatn, Fossá, Laxá,  Bleikdaslá, Bugðu, Köldukvís, Leirvogsá o.s.frv., eða á honum sunnanverðum; Ölfusá, Elliðaár, Rauðará, Rauðavatn, Elliðavatn, Urriðavatn, Hvaleyrarvatn, Ástjörn, Kaldá, Djúpavatn, Grænavatn, Gestsstaðavatn, Eystri-Lækur, vestri-Lækur, Seltjörn o.s.frv.
Seljabúkapurinn hefur ekki síst stuðlað að viðhaldi og útbreiðslu plantna sem og nýgróðurs. Þegar leitað er leifa fyrrum seljabúskapsins á Reykjanesskaganum má a.m.k. ganga út frá tvennu sem vísu; grasi í móa í skjóli við hól, hæð, misgengi eða gjá, fyrir austanáttinni (rigningaráttinni), og á, læk, vatni eða vatnsbóli. Báðir staðirnir bjóða því jafnan, auk minjanna, upp á fölskrúðuga flóru allt umhverfis.“

Heimildir:
-Hraunflæði á höfuðborgarsvæðinu – Saga hraunflæðis á svæðinu á nútíma og kortlagning mögulegra farvega til byggða; Daníel Páll Jónasson, Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóli Íslands 2012.
-https://ferlir.is/grodur-a-reykjanesskaganum-2/
-https://ferlir.is/grodur-a-reykjanesskaganum/

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – örnefni.

Flekkudalur

Stefnan var tekin á, annars vegar Flekkudal í Kjós, og hins vegar Trönudal í sömu sveit. Möðruvellir munu hafa átt selstöðu í Trönudal, millum Svínadals og Eyjadals í Kjós, sem og í Svínadal skv. Jarðabókinni 1703. Trönudalurinn er fremur stuttur m.v. bræður hans, en ætlunin var að leita að hugsanlegum mannvistarleifum uppi í dalnum.

Trönudalur - loftmynd

Áður hafði FERLIR komið að tóftum neðanvert í dalnum. Efst í dalnum á hins vegar að vera svonefnd Dyngja (malarrani) og við hana Selflatir. Nafnið gefur vísbendingu um selstöðu. Trönudalsrétt er, skv. örnefnalýsingu, framan við dalsmynni Trönudals sem og tóftir Múlakots. Einnig var ætlunin að skoða Flekkudal, milli Eyjadals og Eilífsdals. Þar, fremst í dalnum, eru, skv. örnefnalýsingu, Selhólar, en örnefnið gefur einnig ákv. vísbendingu um selstöðu í dalnum. Báðar vísbendingarnar voru áhugaverðar, einkum vegna þess að slíkum er farið að fækka verulega eftir undangegna leit að slíkum í landnámi Ingólfs. Áður en þessi ferð var farin hafði verið skráð 151 selstaða á svæðinu.
ÞSeltóftir í Flekkudalegar FERLIR kom að Efri-Flekkudal og hafði knúið dyra birtist húsfrú – og síðan bóndi. Hann, Jóhannes Björnsson, barnabarn Guðna Ólafssonar er skráði örnefni í dalnum fyrrum, var borinn og barnfæddur á staðnum. Fyrstu viðbrögðin voru varfærinn. Hann kærði sig ekki um að einhver starfsmaður einhverrar stofnunar væri að vaða um dalinn. Þegar hann áttaði sig á að hér var aðeins um að ræða áhugafólk um fornar minjar og starfshætti fyrri tíma breyttist viðmótið. Hann brá sér í gönguskó og bauðst til að sýna því nálægar minjar, sem nóg væri af. Engar þeirra voru skráðar í örnefnalýsinguna.
Fyrst benti Jóhannes á gamla bæjarstæðið í Flekkudal, sem hann efaðist reyndar um að hafi fengið nafnið af Flekku gömlu, þeirri er Flekkuvík væri nefnd eftir og hefði síðar átt að flytjast í Flekkudal. Efasemdir hans virtust reyndar réttar miðað við þjóðsöguna því í henni er gamla konan sögð hafa verið heygð ofan við Flekkuvík. Þar má enn í dag sjá rúnastein ofan á gröf kerlingar.Tutlutættur sjást enn vestan við veginn að Flekkudalsbænum, en þar mun fyrsti Flekkudalsbærinn hafa verið byggður, og jarðirnar þá verið eitt býli. „Mun það nafn vera frá ofanverðri 19. öld, hét fyrr Neðri-Flekkudalur og Flekkudalur, Efri-Flekkudalur. Um 1840 var Neðri-Flekkudalur fluttur austur fyrir Flekkudalsá og fékk sá bær nafnið Grjóteyri, en kotbýli verið um skeið í Neðri-Flekkudal sem fékk þetta heiti. Flekkudalsbæinn brann 1948 en var endurbyggður á hól sem heitir Hjálmur.“
Rétt neðst í FlekkudalJóhannes sagðist um langa tíð hafa smalað Flekkudal og Torfdal, sem gengur suðaustanvert úr hinum fyrrnefnda. Dalsbotn og ofanverðar hlíðar Flekkudals snúa mót norðri. Efst í þeim hafa jafnan verið verið snjóhvítir flekkir (snjóskaflar í giljum) allt sumarið. Taldi hann nafngiftina hafa verið fremur dregna af því staðbundna náttúrufyrirbæri en einhverri þjóðsögu um einhverja kerlingu. Það má vel til sanns vegar færa – standandi þarna í miðjum dalnum með alla flekkina í suðri fyrir augnlitinu.
Jóhannes sagði að í Flekkudal hefðu verið tveir bæir, Efri- og Neðri Flekkudalur. Grjóteyri væri að austanverðu. Mörkin lægju um Flekkudalsána. Vestan og ofan við bæinn, Efri-Flekkudal, væri Paradísartindur (frá Eilífsdal nefnist hann Skálatindur). Undir Paradísartindi væru minjar um tvær selstöður.
Farið var á vettvang. Þar undir hlíðinni voru grónar mannvistarleifar á tveimur stöðum; sú austari var eitt hús með gerði að sunnanverðu, en sú vestari eitt rými með stekkslíki að vestanverðu. Kálfabanafoss í FlekkudalMiðað víð lýsingu Jarðabókarinnar 1703 af búskapnum í Flekkudal að dæma gætu hér vel verið um að ræða selstöður frá bæjunum. Stekkjargatan hefur að vísu verið stutt, en stekkirnir við tóftirnar gefa tilefni til að ætla að þarna hafi verið selstöður um tíma. Vel sér fyrir rýmum og grjóthleðslum í þeim, en veggir standa grónir.
Jarðabókin 1703 segir reynar ekkert um selstöður frá „Fleckudal“. Hins vegar segir að þar séu „tveir sundurdeildir bæir. Kvaðir eru á jörðunum og fátt um fénað. Silúngsveiði í lítilli á, sem nærri bænum liggur.“ Jóhannes sagðist af því tilefni oft hafa veitt silung í læknum (Borgargili undir Skyggni (Stöðli)) er rennur í Flekkudalsána ofan við bæinn.
Þá var haldið upp eftir vestanverðri Flekkudalsánni frá Tutlutættum, áleiðis upp að Selhæðum. Vel sást móta fyrir stekk undir Borgargili (Grjóteyrarmegin), ofan við austanverða ána. Fljótlega var komið að hlaðinni rétt austur af Sauðatungulæk. Réttin er ferningslaga og hlaðin úr tilfallandi grjóti ofan við ána. Innar og ofar er grasgeiri, sem nær upp undir kletta, og heitir hann Stöðull.

Trönudalsrétt - Sandfell fjær

Haldið var áfram upp með ánni. Á tveimur stöðum þurfti að fara einstigi ofan þrengsla, hið fyrra móts við Kálfabanafoss, og þá var komið undir fyrrnefndar Selhæðir. Þar mátti sjá mannvistarleifar á tveimur stöðum; annars vegar leifar af hlöðnum stekk og hins vegar af óljósu mannvirki (of litlu til að geta talist sel). Þegar gengið var upp á hæðina ofanverða mátti einungis berja augum þýfi sem og mýrardrög. Í vestri blasti Grýlugil við með tilheyrandi fossmyndunum. Þaðan var hins vegar hin ágætasta útsýn, bæði inn og út dalinn. Innst blasi við Háifoss og yst Meðalfellsvatn. Staðurinn er tiltölulega stutt frá bænum. Líklega hefur verið haft þarna í seli um tíma, en án húsakosts því gert hefur verið út að heiman.
Þegar gengið var niður eftir Skyggni, sem Jóhannes sagði svo vera (Stöðli) birtist frábært útsýni yfir Meðalfellsvatn og Meðalfell.
Í örnefnalýsingu fyrir Flekkudal segir m.a.: „Austan og ofan við Austurlæk heitir Sauðatunga. Með henni að innan er annar lækur, sem heitir Sauðatungulækur. Innar er lægð, sem heitir Krókur. Neðan við Krók og norðan er Króksmelur, og austan hans er Krókmýri. Innar heitir Selhæðir, niðri í dalnum. Það er graslendi. Upp af þeirri hæð er gil, sem heitir Grýlugil. Brekkan frá Selhæðum og Grýlugili út að NTóftir Trönudalsréttar og Múlakots (Möðruvallasels)ónbungu heitir Kláusarbrekkur. Þær ná upp að brún, sem hér er klettalítil…. Austur af Sauðatungulæk, næst túni, er svonefndur Háhóll, grasivaxinn hóll. Austur af honum gengur smárani fram, sem heitir Snasi, fram að ánni. Bæjarmegin við hann er rétt.“
Austan Flekkudalsáar mátti sjá mannvistarleifar frá Grjótá. Heimsókn í þær mun bíða betri tíma. Bærinn er ekki nefndur í Jarðabókinni 1703, enda mun hann upphaflega hafa verið kotbýli frá Flekkudal.
Þá var haldið í Trönudal. Sigurður Guðmundsson, bóndi að Möðruvöllum I, Kjós, hafði áður aðspurður sagst vita af tóftum neðst í Trönudal, alveg undir Múlanum. Tóftirnar væru svo til við Trönudalsána. Hann hafði haldið að þetta hefði verið nafnlaust kot eða jafnvel beitarhús frá Möðruvöllum, en eftir á að hyggja væri ekki óraunhæft að ætla að þarna hefði einhvern tímann verið selstaða. Ummerkin gætu bent til þess.

Foss, einn af mörgum, í Trönudal

Með landskiptagerð 8. nóv. 1952 var heimalandi Möðruvalla skipt milli Möðruvalla I og II alls um 170 ha. Hið úrskipta land er næst Laxá og nær upp að Möðruvallahálsi en meginhluti lands jarðanna verður áfram óskiptur, þ.e. Svínadalurinn vestan megin, allur Trönudalur og Múlinn milli dalanna, Jafnframt taldist til hins óskipta lands fjallið Trana upp að vatnaskilum (þar sem vötnum hallar) og Möðruvallahálsinn að austanverðu alveg niður undir láglendi. Framangreint ætti þó ekki að rugla ummerkjum eftir mannvistarleifar á landssvæðinu.
Í örnefnalýsingu fyrir Möðruvelli segir m.a.: „Gildruholtslækur er hér innar. Hann rennur í Svínadalsá. Upp með honum að austan eru Brúnkublettir milli Gildruholts og Trönudalsár. Þar uppi er Gildruholtið. Mýri er þar austar nafnlaus, nema ofan til er valllendis- svæði nefnt Tunga, sem er ekki í neitt að neðan. Þar austur af er Trönudalsrétt. Þar upp af er nafnlaus hóll. Slóði er upp af Trönudalsrétt, gamall fjárslóði. Þar upp af er Sandhryggur, klappir og skriður. Þar vestur af er nafnlaust gil, og austur af er Trönudalsgil. Í því er foss, sem nefndur er Rjúkan. Næst eru Breiðubotnar, og efsta gilið heitir Pokagil. Það dregur nafn af lögun sinni í botninum. Ofan við Sandhrygg er nafnlaust. Breiðubotnar er aðallega botninn, ekki gilin sjálf. Framan við Pokagil eru Rauðshjallar, og framan þeirra er nafnlaust gil. Hryggur þar innar heitir Dyngja. Í henni er gróður, en ekki sjást þar selrústir. Gilið innar heitir Dyngjugil. Þar neðst við Dyngju við ána eru Selflatir, og handan þeirra austar eru Marteinsvellir. Framan við Dyngju er Trönudalsbotn. Marteinsvellirnir eru á móti Dyngju.“ Í viðbót við örnefnalýsinguna segir m.a.: „Ekki er vitað um sel i sambandi við Selflatir vetan við Trönudalsá.“
Athyglisvert er að tóftir, sem síðar var gengið að skammt vestan Trönudalsréttar, er hvergi getið. En fyrst að upphafsreit göngunnar. Haldið var upp (suður) eftir Trönualsá. Haldið var yfir vað á ánni austan Trönudalsréttar. Réttin stendur í halllendi neðan við neðanverðan Trönudal. Má deila um hvort þar geti verið fyrrnefndur dalur eða Svínadalsmynnið norðvestanvert. Veggir eru grónir, en standa. Um er ræða nánast ferningslaga rétt. Vestan undir henni eru tóftir af húsi, sennilega afdrepi fyrir leitarmenn. Erfitt er að áætla aldur tóftanna.
Skammt vestan réttarinnar eru tóftir. Í örnefnalýsingunni segir að „í nesinu milli Trönudalsár og Svínadalsár eru þrír fossar í ánni. Nesið nær frá Múlakoti og upp að Múla. Þessir þrír fossar, sumir fallegir, eru nafnlausir.“  Í lýsingunni er Múli sagður efst í Trönudal; „efst á Múla“, handan Dyngju.

Skessan

Þegar svæðið var skoðað (byrjað við Trönudalsrétt) mátti vel sjá tóftir skammt vestan hennar. Um var að ræða eitt rými, auk rýmis skammt sunnar. Hér gæti vel hafa verið um að ræða selstöðu fyrrum. Tóftirnar eru helst of litlar til að geta hafa verið kot, hvað þá bær. Þó gæti kot hafa vaxið þarna upp úr selstöðu – og húsakynni takmarkast af því. Ef um selstöðu hefur verið að ræða hefur hún líklega verið í notkun áður en Trönudalsréttin var byggð skammt austan hennar. Hún, eftir að hafa orðið að kotbýli, gæti einnig hafa orðið tilefni að gerð réttarinnar á þessum stað – því réttin virðist nýrri en selið (kotið). Múlakot er ekki til skv. Jarðabókinni 1703 svo það gæti hugsanlega hafa vaxið upp úr selstöðu Möðrudals, sbr. Selkot í Seljadal, Vigdísarvellir og Straumssel.
Haldið var upp eftir ánni. Trönudalur hækkar ört. Ef „árleiðin er valin þarf oft að þvera ána. Ef efri leiðin er valin og tekið mið af gömlu fjárgötunni, sem þar er, er auðvelt að ganga í ofanverðan dalinn. Þegar komið var upp fyrir gróðurhrygg blasti Botninn við. Framundan var Dyngjan; augljós. Neðst við hana eiga að vera svonefndar Selflatir. Þar eru að vísu grónar mýrarflatir, en hvergi, þrátt fyrir þver- og langsumleit á svæðinu, sést móta fyrir tóftum. Þær geta, undirlendisins vegna, verið löngu horfnar, auk þess sem skriður gætu hafa hulið selminjar þarna efst í dalnum. Þegar staðið er á Dyngunni og horft niður Trönudal er Sandfell helsta augnkonfektið. En alvaran segir standandanum þarna skýringsort að þröngt hlyti að hafa verið í búi ef sækja hefði átt grasnýtinguna alla leið þangað uppeftir, í svo snóþungt svæði langt fram á sumartíð. Efst í hömrunum að vestanverðu er Skessa, „klettadrangur undir Hnúksbrún, allferðugur kvenmaður, áður en hún varð að steini“. Þar hjá er Skessuhellir.
Óskasteinn í TrönudalsánniÍ Jarðabókinni 1703 er lýst selstöðum frá Möðruvöllum: „Selstöður á jörðin, aðra þar sem heitir Trönudalur og eru þar hagar mjög fordjarfaðir af skriðum, aðra þar sem heitir Svínadalur og eru þar sumarhagar bæði góðir og miklir.“ Líklegt má telja, af framangreindu, að mögulega hafi verið selstaða fyrrum efst í Trönudal. Hún hafi „fordjarfast“ og því eru engin ummerki eftir hana í dag. Selstaða sú, sem nefnd er í Svínadal, gæti hafa verið þar sem sá dalur og Trönudalur koma saman, þar sem síðar var búið í svonefndu Múlakoti um skamma hríð. Ummerki þar benda a.m.k. til þess að um fyrrum selstöðu hafi verið að ræða.
Á leiðinni upp með Trönudalsánni þurfti að þvera hana sjö sinnum. Í þriðju þveruninni vakti rauðleitur steinn, hvítmiðjóttur, sérstaka athygli. Þegar hann var veginn upp úr ánni virtist vera um óskastein að ræða.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst. og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Flekkudal.
-Örnefnalýsing fyrir Möðruvelli.
-Jóhannes Björnsson í Flekkudal.
-Jarðabókin 1703.

Ármót í miðjum Trönudal

Helgadalur

Gengið var frá Kaldárseli að hellunum austan Kaldársels, s.s. 90 metra helli, Vatnshelli, Gjáhelli, Rauðshelli, 100 m helli, Fosshelli o.fl. Á leiðinni var gamla vatssleiðsluhleðslan skoðuð. Frá hellunum var gengið yfir að Rjúpnadalahrauni og refagildran undir norðurhorni Húsfells skoðuð. Þá var leitað að gömlu fjárskjóli í Húsfelli, sem sagnir eru til um. Það fannst eftir nokkra leit. Framan við það eru gamlar hleðslur. Frá fjárskjólinu var gengið um gjárnar norðvestan Húsfells, um Mygludali og í Valaból.

Helgadalur

Helgadalur – tóftir.

Þegar komið var niður í Helgadal var ætlað bæjarstæði fornbýlis, sem þar á að vera, skoðað í dalnum. Ekki er ólíklegt er að þarna sé komið bæjarstæði það sem lengi hefur verið leitað að og heimildir kveða á um. Á landnámsmaður að hafa byggt sér bæ í Helgadal, en þrátt fyrir leitir hafa leifar hans ekki fundist. Hér gæti einnig verið um hina fornu Skúlastaði að ræða, en þeir eiga skv. sögunni að vera næstelsta bæjarstæði norrænna manna hér á landi. Við þetta ætlaða bæjarstæði liggur gömul þjóðleið. Fróðlegt væri að fá við tækifæri áhugasaman fræðing til að kíkja á aðstæður þarna.

Kaldá

Kaldá.

Framangreint eru nú einungis vangaveltur um hugsanlega möguleika því ekki er vitað til þess að svæðið eða þessi staður í Helgadal hafi verið skoðaður sérstaklega m.t.t. þessa.
Gengið var á Kaldárhnjúka og Kaldárbotnar skoðaðir áður en ferðin endaði við Kaldá.
Ferðin tók nákvæmlega 2 klst í ágætu veðri.

Helgadalur

Í Rauðshelli.

Krýsuvíkur-Mælifell

Ætlunin var að ganga á tvö samnefnd fell, Mælifell, á sunnanverðum Reyjanesskaganum. Mælifellin eru reyndar a.m.k. 12 talsins á landinu. Tvö þeirra eru fyrrnefnd fell í Krýsuvík (226 m.y.s.) og við Ísólfsskála (175 m.y.s). Þriðja Mælifellið á Reykjanesskaga (fyrrum landnámi Ingólfs) er í Grafningi.
SkjöldurMælifellin hafa verið höfð til viðmiðunar með einhverjum hætti, sem eyktamörk eða til að rata eftir, þar sem þau eru oft keilulaga og auðþekkjanleg langt að. Nafngift fellanna fylgdi og jafnan staðsetningum mælingastöðva danskra landmælinga- og kortagerðamanna um og í kringum aldarmótin 1900. Þau kort eru enn talin hin mestu nákvæmissmíð. Fleiri örnefni á Reykjanesskaganum má rekja til vinnu þeirra.
Fellin tólf með þessu nafni í landinu eru:

1) Í Grafningi í Árn.
2) Austan við Ísólfsskála í Gull. = Skála-Mælifell.
3) Vestan við Krýsuvík í Gull. = Krýsuvíkur-Mælifell.
4) Norðan Baulu í Norðurárdal í Mýr.
5) Norðan Axlarhyrnu í Staðarsveit í Snæf.
6) = Mælifellshnjúkur í Skag.
7) Í Djúpadal vestan Hleiðargarðs í Saurbæjarhr. í Eyf. Einnig nefnt Mælifellshnjúkur á kortum.
Skála-Mælifell8) Upp af Reykjahverfi í S-Þing.
9) Í Vopnafirði í N-Múl.
10) Í Álftafirði í S-Múl.
11) Á Fjallabaksleið syðri norðan Mýrdalsjökuls í V-Skaft., = Meyja(r)strútur.
12) Norðan Höfðabrekkuheiðar í Mýrdal í V-Skaft.

Krýsuvíkur-Mælifell er auðvelt uppgöngu, líkt og nafna þess ofan við Ísólfsskála. Fallegur lækur og melöldur voru á suðuröxlinni áður en haldið var upp meginásinn. Farvegur lækjarins sýndi vel kjarnabergið, sem er móberg, en ofan á því er bólstraberg, sem systkinin ís, frost, vindur og vatn hafa dunað við að brjóta niður, enda ber fellið þess glögg merki.
Uppi á kollinum er stinsteypustöpull með merki Landmælinga Íslands. „Röskun varðar refsingu“ segir áletrunin, en koparskjöldurinn er nr. 3188. Stöpullinn hefur verið staðsettur þar sem gamla varðan var fyrrum. Leifar hennar má sjá neðan við þar sem hún var fyrrum. Grjótinu hefur verið hlaðið í bil milli kletta norðan undir stöpulfætinum.
VörðuleifarAf Krýsuvíkur-Mælifelli er frábært útsýni, t.d. yfir Ögmundarhraun og Húshólma, Selöldu, Sveifluháls, Bleikingsvelli. Vigdísarvelli, Núpshlíðarháls og Latsfjall, auk þess góð yfirsýn er yfir litla lækinn milli Mælifellsins og Lafsfjalls sem hefur smám saman verið að brjóta undir sig hraunið á leiðinni til sjávar.
Mælifell mun vera svokallaður móbergs- og bólstrabergsgúlpur, myndaður í eldgosi seint á ísöld. Bergkvikan var svo seig að hún hlóðst upp yfir gosopinu en rann ekki í burtu sem hraun. Mælifell er samsett úr tveimur kvikugerðum, seti og bergi. Móbergið myndar meginhluta fjallsins, sem fyrr sagði.
Fellið myndaðist á síðustu ísöld, líkt og nágrannafjöllin og hálsanir. Hefði fjallið hins vegar myndast eftir ísöld hefði efni úr því vafalaust dreifst yfir umhverfið, auk þess sem sjá má að fjallið er ekki ósnortið af jöklum.
ÚtsýniSkála-Mælifell er líkt nöfnu sinni og ekki síður auðveld uppgöngu. Það er þó ólíkt að því leyti að það hefur myndast við gos í sjó. Efri hlíðar fellsins bera þess glögg merki, m.a. rauðleitt gjallið.
Á toppi fellsins er steyptur landmælingastöpull. Koparmerkið á honum er nr. 3710. Líkt og á hinu fellinu hefur gömlu vörðunni verið raskað, grjótinu kastað til hliðar milli stórra steina. Ekki er auðvelt að sjá ástæður þess að nauðsynlegt hafi verið að raska gömlu vörðunum, eða vörðuleifunum, á fellunum.
Frábært útsýni er af Skála-Mælifelli, hvort sem litið er til Grindavíkur, grenndarhraunin (Skollahraun, Katlahraun og Ögmundarhraun), Höfða, Sandfell og Fagradalsfjall. Þá lá Leirdalur fyrir fótunum neðra.
Af Skála-Mælifelli mátti glöggt sjá hvar Gamla-Krýsuvíkurgatan lá upp frá Leirdal og áfram austur. 

Götur við Méltunnuklif

Venjulega hefur verið talið að Hlínarvegurinn hafi verið lagður yfir hana, en kaflinn frá Einihlíðum að Méltunnuklifi er að mestu óraskaður. Í stað þess að leggja veginn ofan í gömlu götuna hefur verið ákveðið að leggja hann beint af augum á þessum kafla, en gamla gatan liggur í sveig sunnan við veginn og þvert á hann ofan við klifið. Gamla veginum var fylgt þennan kafla og niður Méltunnuklifið.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnastofnin Íslands.
-Þórhallur Vilmundarson: Mælifell. Lesbók Morgunblaðsins 4. og 11. júní 1994.

Gamla-Krýsuvíkurgatan

Básendar

Básendar voru verslunarstaður frá 1484 til 1800. Undir lok 18. aldar var Hinrik Hansen kaupmaður á Básendum. Hann bjó á Básendum enda hafði verslunin þar verið opin allan ársins hring í nærfellt fjóra áratugi þegar þá var komið við sögu.

Höfnin

Kaupmaður bjó í sérstöku húsi ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Sigurðardóttur frá Götuhúsum í Reykjavík, fjórum börnum þeirra hjóna, Símoni, Jóhanni Friðriki, Pétri og Maríu Lisbet, og vinnukonu. María var yngst barnanna. Þrjú önnur vinnuhjú og einn niðursetningur voru á Básendum veturinn 1799 og á vegum kaupmanns. Þau áttu heima í kotbæ skammt frá kaupmannshúsinu. Þann 9. janúar skall á ofasveður er fylgdi óhemjumikið flóð.
Hinrik Hansen kaupmaður sendi Sigurði Péturssyni, sýslumanni og skáldi, lýsingu á atburðum þessarar nætur og er lýsingin dagsett 16. mars 1799. Skjal þetta er varðveitt. Það er á dönsku. Vigfús Guðmundsson gaf það út nokkuð stytt í Blöndu og á íslensku:
„Vegna ástæðnanna verð eg að bera fram fyrir hérðasdómarann tjónið hræðilega, sem varð í byrjun þessa árs á verzlunarstaðnum Básendum, er eg hafði náðarsamlega í hendur fengið. Út af því er eg nú fjárþrota með óþroskuð börn og óþægilegan aðbúnað. Til að gera héraðsdómaranum þetta skiljanlegt, tek eg mér leyfi til að segja söguna sanna, eons og hún gerðist. Sést þá hversu ofurefli sævarins, hefur eyðulagt verzlunarstaðinn og margskonar fjármuni mína, og í hvílíkum dauðans vandræðum eg var staddur, með mínum nánustu, meðan allt var að eyðuleggjast. þessi hörmulega saga er þá svona:
Leifar Eptir að vil öll (eg, kona, 4 börn og vinnukona) vorum háttuð, varð eg þess var um nóttina (á að gizka kl. 2) hversu veðrið af suðri til vesturs magnaðist, svo iðulega fór að braka í húsunum. Þar að auku fóru að heyrast skellir, hver aptir annan, seins og veggbrjótur væri að vinnu við hlið hússins og undirstöðu. Af þessu fór eg á fætur, til þess að líta eptir veðrinu og vita, hvað gengi á úti. Þrátt fyrir svart myrkrið lauk eg upp húsdyrum eldhúsmegin, og þá þegar brauzt sjórinn inn á mig, með svo miklu afli og straum, að fyllti herbergin á lítilli stundu. Flúðum við þá í skyndi upp á húsloptið, hálfnakin upp úr rúmunum, því við óttuðumst, að við mundum farast í sjónum niðri, þar sem íbúðin var. Og í myrkrinu þorðum við ekki út úr húsinu, bæði vegna æðandi brimaldanna og rjúkandi ofviðris, svo vissum við líka að allt umhverfis húsin var hulið sjó. Og megum víst þakka guði, að við gripum þá ekki það óyndis úrræði, því þá hefðum við öll farizt. Þarna stóðum við nú langan tíma á loptinu í sífelldum dauðans ótta, og veður og sjór mundu þá og þegar mola húsið niður að grundveli. Ofviðrishrinurnar og brimið lamdi sífellt á húsinu, og það var nú farið að brotna, mótstöðuafl þess rýrnaði og sjórinn streymdi út og inn.
BrunnurHér um bil kl. 7 (að við héldum) treystumst við ekki lengur að geta bjargað lífinu þarna á loptinu. Braut eg því gluggann á norðurhliðinni. Þar smugum við öll út, eins og við stóðum (hálfnakin). Eg vóð með yngasta barnið á handleggnum, þar sem sjórinn flæddi yfir og skolaði með sér borðum, plönkum, fjarmunum og búshlutum. Náðum þó fjósinu með mestu erfiðismunum og lífshættu. Fjósið stendur svolítið hærra og fjær sjónum en íbúðarhúsið. En tæplega höfðum við dvalið þar fjórðung stundar, þegar mæniásinn brast í fjósinu. Við urðum því að flýja þaðan aptur, og til hlöðunnar. Annar gaflinn var brotinn af henni, en í staðinn var þar kominn hlaði af trjáviðardóti, er við urðum að skríða yfir, með mikilli hættu, til að komast inn.
Þarna stóðum við skjálfandi nokkurn tíma, unz veðrið fór með nokkuð af þakinu, en hinn hlutinn blaktaði fram og aptur, eins og blaðsnepill.

Ártal

Til þess að bjarga lífinu, gerðum við síðustu tilraun, yfirgáfum eyðilagða kaupstaðinn, leiddumst öll saman og héldum áleiðis til byggða. Vóðum svo og skriðum í rokinu, unz við eptir miklar þrautir náðum að næstu hjáleigu, er nefnist Lodda (Loðvíksstofa), rétt hjá Stafnesi. Fátæki bóndinn þar, Jón Björnsson og kona hans, tóku á móti okkur – sem vorum nærri örmagna af kulda, áreynslu og hugsýki – með mestu alúð og hjartagæzku. Létu og það allt gott í té, er þau gátu. Í baðstofu þessa ráðvanda manns höfðum við aðsetur og aðbúnað í 14 daga. Voru þar alls 19 manns, þar af 10 börn, en þó var baðstofan ekki nema 3 stafgólf („Fag“ = 2 álnir) á lengd, 3 1/2 alin á vídd og 3 álnir á hæð, af gólfi upp í mæniás. Þrátt fyrir alúð mannsins og góðvilja vildum við ekkilengur níðast á gestrisni hans. Til þess líka að rýmkva um okkur, fórum við á eyðijörðina Stafnes, og bjuggum um okkur í baðstofunni íslensku, sem þar var. Síðan höfum við haft þar okkar fátæklega aðsetur. Eins og hr. sýslumaðurinn mun sjá eru húsin mín öll í verzlunarstaðnum sama sem hrunin að grundvelli, og bærinn, sem var þar, líka. Fólkið úr honum bjargaði sér upp um þekjuna, og tókst því þann veg um nóttina að bjarga lífi sínu, með guðs hjálp, nema aldraðri konu, sem veðrið lamdi niður, svo hún drukknaði í flóðinu. Eptir að hvíld og næði færðist yfir hagi mína hefi eg varið tímanum til þess aðs etja stoðir undir það, sem uppi hangir af húsaskrokkum verzlunarstaðarins, moka úr þeim fjörumölinni og grafa upp dótið mitt úr rústum þessa ömurlega staðar, svo og að safna saman borðum, trjám og brotum húsa (og húsbúnaði). Við allt þetta árangurslitla strit, dag og nótt, er eg og konan orðin svo lasburða, að eg treysti mér tæplega að vinna lengur þetta erfiði. Og erfiðið verður því árangursminna, þar erkki þarf eptir að vonast eptir fólki til útróðra á þessum stað.

Letursteinn

Að lokum vil eg láta það álit mitt í ljósi, að landskjálfti hafi hér verið í verki með verði og sjó. Benda til þess ýmsar vörutegundir sem eg hefi fundið lítið skemmdar undir grundvelli. Þvílíkt gat varla orðið án mikils hristings og sérstaklegrar aukahreyfingar jarðvegsins.
Þar eg er skuldunautur hátignarinnar, sem átti veð og íhlutunarrétt í húsum á verzlunarstaðnum Básendum, verð eg að biðja yður, hr. sýslumaður, að koma hér við tækifæri og framkvæma löglega skoðun á rústunum og fjártjóninu. – Stafnesi 16. marz 1799, H. Hansen.“
Konan sem fórst í flóðinu hét Rannveig Þorgeirsdóttir, 79 ára niðursetningur sem hafði lengi verið rúmföst. Sýslumaður lét gera úttekt á tjóninu og er virðingagerðin dagsett 9. maí 179. Þar eru hús ýmist sögð vera gjörónýt eða stórskemmd. Auk þessa voru sex bátar sem kaupmaður átti og hafgði gert út til fiskveiða gjörónýtir, af sumum þeirra var kjölurinn einn eftir. Úttektin um flóðhæð og landbrot af völdum flóðsins sýndi að það hafði gengið 174 metra á land (164 faðma).
Básendakaupstaður var ekki endurreistur. Hansen fluttist til Keflavíkur.
Heimildir benda til að u.þ.b. 100 hús hafi skemmst eða eyðilagst af völdum flóðs eða roks á Suður- og Vesturlandi umrædda nótt, og 187 bátar. Getið er um 10 kýr, 226 kindur og 63 hesta sem flóðið grandaði. Ein kona drukknaði svo sem fram hefur komið.
Mjög djúp og kröpp lægð olli ofviðrinu. Loftþrýstingur var óvenju lágur og stórstreymt og hækkaði sjávarstaða við landið fyrir áhrif þessara þátt. Þar sameinuðust ofasarok af suðvestri og stórstraumsaðfall við að þrýsta sjónum inn fremur mjóa rennu. Sjór gekk að minnsta kosti fjórum álnum (um228 cm.) hærra á Básendum í flóðinu en í mestu stórstraumsfjöru.

Heimild m.a.:
-Lýður Björnsson, Básendaflóðið 1799 (2006).
-Mbl. 3. okt. 1971 – Básendaflóðið.

Letursteinn

Letursteinn á Básendum.