Húshólmi

Nú nýverið lauk Landgræðsla ríkisins verkefni sem miðar að því að loka slóðum í fjallendi Grindavíkur, Hrauns og Ísólfsskála. Settar voru lokanir við allar helstu leiðir þar sem torfærutæki hafa verið að fara inn á viðkvæm svæði og valdið þar skaða á gróðri. Fyrst og fremst eru þessar lokanir í Reykjanesfólkvangi sem er að mestu í landi Grindavíkur, en einnig í landi Ísólfsskála og Hrauns. Í vettvangsferð kom í ljós að fólk hefur að mestu virt þessar lokanir og virðist hafa skilning á málinu. Með þessu verkefni vill Landgræðslan tryggja að gróðurverndar átak sem þegar er hafið og mun halda áfram á næstu árum skili árangri. Vonandi verður í framhaldi hægt að hafa þessar leiðir opnar yfir sumartímann og komi til lokunar haust vetur og vor. Lykklar eru á hliðum á hverri lokun og hafa hagsmunaðilar þegar fengið lykkla. Með þessum aðgerðum ætti störf löggæslu á svæðinu að verða mun auðveldara í framtíðinni sem og starf landvarðar í fólkvanginum.
Þess má geta að Landgræðslan hefur unnið með FERLIR að uppgræðslu í Húshólma með góðum árangri. Sáð var í hólmann s.l. sumar og aftur í sumar (2006). Svo virðist sem tekist hafi að hefta gróðureyðinguna og auka þannig líkur á varðveislu hinna ómetnalegu minja, sem þar er að finna.

Heimild:
-www.grindavik.is

Húshólmi

Ljósker

Fyrsta ljóskerið í Reykjavík var tendrað þann 2. september 1876.
Bæjarstjórnin hafði keypt sjö ljósker og var því fyrsta valinn staður hjá Lækjarbrúnni við Bankastræti. Kveikt var á því þennan dag Bakarabrekkanog þá um haustið var hinum ljóskerunum komið fyrir á þeim stöðum þar sem mest þótti þörf fyrir þau. Bankastræti (sem hét eitt sinn Bakarabrekka) er stræti sem liggur frá Laugaveginum og Skólavörðustíg og á gatnamót við Lækjartorg.
Landsbankinn var fyrst opnaður þar árið 1. júlí 1886 og þann 2. september 1876 var kveikt var á götuljósi í Reykjavík í fyrsta sinn hjá Lækjarbrúnni við Bankastræti, og var það steinolíulugt.
Núllið, elsta almenningssalernið í Reykjavík sem enn er í notkun, er svo kallað vegna staðsetningar sinnar neðst í Bankastrætinu, neðan við fyrstu númeruðu lóðirnar.
LækurinnMenningarnótt var endursköpuð þann 12. október 2003 í Reykjavík þar sem Skólavörðustígur mætir Laugavegi og Bankastræti til að geta tekið upp atriði fyrir myndina Dís.
Fyrir endanum á Austurstræti var byggð fyrsta brúin yfir Lækinn árið 1828 og hafði sú framkvæmd mikil áhrif á framtíðargatnakerfi Reykjavíkur. Með tilkomu brúarinnar urðu Bankastræti/Laugavegur og Austurstræti með mikilvægustu götum bæjarins Lækjargata dregur nafn sitt af Læknum sem rann úr Tjörninni til norðurs í sjó fram. Samþykkt var á borgarafundi árið 1839 að ljúka við veg til suðurs frá Austurstræti að Skálholtsbrú, sem var yfir lækinn á móts við þann stað þar sem Bókhlöðustígur er nú.
LækjargataÁrið 1848 er þeim vegarspotta, sem þá er kominn, gefið nafnið Lækjargata. Læknum var lokað árið 1911 og hurfu þá þær brýr sem áður höfðu prýtt götuna. Þessari götu hefur einna mest verið breytt í Reykjavík en húsakostur hefur þó haldist þar betur en víðast hvar annars staðar.
Lækjargata dregur nafn sitt af Læknum sem rann úr Tjörninni til norðurs í sjó fram. Rosenören stiftamtmaður gaf henni nafnið. Samþykkt var á borgarafundi árið 1839 að ljúka við veg til suðurs frá Austurstræti að Skálholtsbrú, sem var yfir lækinn á móts við þann stað þar sem Bókhlöðustígur er nú. Árið 1848 er þeim vegarspotta, sem þá er kominn, gefið nafnið Lækjargata. Læknum var lokað árið 1913 og hurfu þá þær brýr sem áður höfðu prýtt götuna. Þessari götu hefur einna mest verið breytt af öllum í Reykjavík.
BrúinLækurinn hefur frá fornu fari verið afrennsli Tjarnarinnar en talið er að Víkurbændur hafi jafnvel dregið skip sín upp eftir læknum og notað Tjörnina sem skipalægi um vetur.
„Lækurinn kemur úr Tjörninni, en vatnið síast í hann úr vatnsmýrinni, og rennur hann (eða fremur “liggur”, því enginn straumur er í honum) út í sjó fyrir neðan Arnarhóls-kletta. Lækjarbakkarnir hafa fyrrum verið hlaðnir upp með grjóti, en nú er það alt mjög fallið og ljótt útlits, þar sem ekkert hefur verið um það hirt, þótt altaf sé verið að tala um að “prýða bæinn” og stórfé fleygt út í ýmislegt annað; einungis fyrir framan landshöfðingja-hússblettinn er lækjarbakkinn bæjarmegin hlaðinn upp með tegldu grjóti, hefur kannske þótt skömm að, að láta hið sama vera ávalt fyrir augum landshöfðingjans, sem aðrir verða að þola.
Brúarstæðið 2003Áður voru grindur fram með læknum bæjarmegin, en nú eru þær horfnar fyrir löngu, líklega til þess að auka frelsið, svo að hver geti drepið sig sem vill, eða eigi hægra með það.“
„Með götuskipaninni, sem gerð var 1848, var svo ákveðið að gata skyldi koma suður með læknum og heita Lækjargata. Næstu tvö árin var svo unnið að því í skylduvinnu að þrengja lækinn suður frá Bakarabrunni, hlaða vesturbakkann úr grjóti og hækka hann talsvert, til þess að síður væri hætta á að lækurinn flæddi þar yfir og inn á Austurvöll.“
„En ekkert skáld hefur þó kveðið um lækinn í höfuðborginni. Hann var þess víst eigi verður, því að þetta var ekki almennilegur lækur. Hann kom ekki tær og hvítfyssandi niður brekku. Hann var gruggugur og seinlátur, og hafði þann leiða sið að renna sitt á hvað. Með hverju flóði snerist straumurinn við og þá var hann saltur og bar með sér þang og þaradræsur, er síðan úldnuðu í farveginum, þar sem þær festust, og þaðan lagði illan daun, en enga blómaangan. …

Brúarstæðið 2009

Þessi lækur var ekki neinum að gagni. Engum veitti hann svölun í þessari vatnssnauðu borg, því að vatnið í honum var ódrekkandi. … Hann gerði mikið ógagn. Hann átti það til að stíflast og hlaupa yfir allan Austurvöll, svo að þar varð eins og hafsjór. Og þetta kom sér illa, þegar mennirnir voru farnir að byggja hús sín á Austurvelli. Þá kom vatnið inn í þau, valdandi skemmdum og tortímingu, en ekki varð komizt þverfóta nema í klofháum skinnsokkum. Mennirnir áttu því í sífelldu stríði við lækinn, og það kostaði peninga, og því varð hann öllum hvimleiður.“
Ljósið við Lækjarbrúna mun hafa verið nokkurn veginn á miðjum núverandi gatnamótum Lækjargötu og Bankastrætis. Ekkert er á vettvangi er gefur staðsetningu eða sögu þess til kynna.

Heimildir:
Árni Óla: „Nafngiftir gatna í Reykjavík“. Skuggsjá Reykjavíkur. Sögukaflar. Reykjavík 1961, bls. 328-344.
Árni Óla: Reykjavík fyrri tíma. Sögukaflar. Annað og þriðja bindi. Reykjavík 1985 og 1986.
Benedikt Gröndal: Reykjavík um aldamótin 1900. Kaupmannahöfn 1900.
Bæjarstjórn í mótun 1836-1972. Reykjavík 1971.
Guðjón Friðriksson: Saga Reykjavíkur. Bærinn vaknar. 1870–1940. Fyrri hluti. Reykjavík 1991.
Guðný Gerður Gunnarsdóttir og Hjörleifur Stefánsson: Kvosin. Byggingarsaga miðbæjar Reykjavíkur. Reykjavík 1987.
Knud Zimsens: Úr bæ í borg. Reykjavík 1952.
Páll Líndal: Reykjavík. Sögustaður við Sund. Saga og sérkenni höfuðborgarinnar í máli og myndum, 1.-3. bindi. Reykjavík 1988.
Tjörnin Saga og lífríki. Ólafur Karl Nielsen ritstjóri. Reykjavík 1992.

Reykjavík

Reykjavík 1836 – Gaimard.

Vatnsnesviti

Keflavík hefur breytt mjög um svip á síðustu árum, ekki síst ströndin. Miklar uppfyllingar og sjóvarnargarðar hafa verið hlaðnir meðfram ströndinni. Fyrir vikið týnast menjar og örnefni sem vert er að halda á lofti.Í dag hefur myndast meðfram ströndinni nýtt landssvæði sem býður upp á marga möguleika til útivistar, einnig hefur verið lagður þar nýr vegur sem nefnist Ægisgata.

Duushús

Duushús.

Í þessari leiðarlýsingu verður farið í göngutúr meðfram ströndinni og gengin nýja Ægisgatan frá Smábátahöfninni að Vatnsnesvita og reynt verður að gera nokkrum örnefnum skil ásamt lýsingu á því sem fyrir augu ber. Smábátahöfnin er í svokallaðri Gróf, sem stundum var nefnd „Keflavíkurgróf“ eða „Duusgróf“en þar var byggð bryggja árið 1928 – 1929. Það var Matthías Þórðarson, eigandi jarðarinnar sem stóð fyrir byggingu bryggjunnar og einnig lét hann grafa þar vísi að skipakví og þaðan skurð til sjávar. Matthías flutti síðan frá Keflavík og féllu þá niður frekari framkvæmdir. Það mætti segja að draumur Matthíasar um skipakví hafi ræst þegar smábátahöfnin var tekin í notkun árið 1993.Rauða húsið á hægri hönd nefnist Bryggjuhús og var vöruhús Duusverslunar. Bryggja gekk niður undan húsinu og út í sjó, nefndist hún Duusbryggja. Steinhleðsla, sem gengur undir túnið sjávarmegin við húsið, er hluti af sjóvarnargarði er var hlaðinn um árið 1900.Þegar beygt er inn á Ægisgötuna má sjá nokkuð stóran stein með uppröðuðum steinum í kring, það er minningarsteinn um skipsskaða sem átti sér stað rétt utan við Stokkavör en svo var þetta svæði kallað.

Duusbryggja

Duusbryggja.

Svæðið sem liggur frá Listaverki Ásgríms að stóru gráu húsi framundan kallast Myllubakki. Þegar gengið er meðfram Myllubakka og horft er til hægri upp á planið þar sem verslunin Nýjung er til húsa þá var á þessum stað byggð fyrsta kirkjan í Keflavík, en sú kirkja skekktist í óveðri og var síðan rifin, síðar var núverandi kirkja byggð á þeim stað sem hún er enn. Í dag stendur á fyrrverandi kirkjuplaninu listaverkið Flug eftir Erling Jónsson.Á vinstri hönd má sjá tröllahjón úr grjóti sem virðast standa vörð um Keflavíkina! Listaverkið er eftir Áka Granz.Þegar gengið er áfram Ægisgötuna er framundan áberandi fallegt og sérkennilega formað hvítt íbúðarhús. Helgi S. Jónsson skátahöfðingi, listamaður o.fl. byggði þetta hús og kallaði það „Heljarþröm,“ hvort sem það var vegna kostnaðar við bygginguna eða staðsetningar því húsið var byggt á kletti út við ströndina. Nokkuð hár grasblettur liggur frá húsinu hans Helga þar má finna tóftir og garðhleðslur bæjar sem nefndist Hæðarendi, kemur nafnið til af því að bærinn stóð uppi á „Hæð.“ (Fyrir heimamenn á miðjum aldri og sem muna eftir Æskulýðsheimilinu og Janusi húsverði þá ólst Janus upp á Hæðarenda).Framundan á vinstri hönd sést Keflavíkurmerkið sem Helgi S. Jónsson teiknaði og Erlingur Jónsson gerði standmynd af.
Þar var uppsátur Keflavíkurbóndans og Keflavíkurkaupmanns, þar lentu áttæringar þeirra og uppskipunarbátar. Uppi á túninu ofan við Gömlu búð (rautt gamalt hús sem stendur eitt og sér við hringtorgið) voru tvö spil til að draga skipin upp.Það var í Stokkavör sem Hallgrímur Pétursson og Guðríður Símonardóttir komu í land þegar þau komu til Íslands eftir Kaupmannahafnardvölina.Gengið er áfram Ægisgötuna og gott að kíkja annað slagið yfir grjóthleðsluna, því enn má sjá Miðbryggjuna sem svo var kölluð. Hún var upphaflega nefnd Fichersbryggja og var þá kennd við verslun Fichers kaupmanns sem lét byggja hana, hann verslaði í húsi því sem nefnt er Fichershús að Hafnargötu 2 (gula húsið á hægri hönd).Á þeim tíma voru hér þrjár bryggjur, Duusbryggja vestast, Fichersbryggja og Norðfjörðsbryggja. Því var Fichersbryggjan nefnd Miðbryggja, að hún var í miðið.Þegar staðið er á móts við hús sem á stendur „Svarta pakkhúsið“ en var Miðpakkhúsið, og horft upp Íshússtíginn sést lítið gult tvílyft hús. Það er fyrsta skólahúsið í Keflavík.Norðfjörðsgata nefnist gatan sem liggur beint frá Kirkjunni, niður að Ungó einsog húsið var nefnt um og uppúr miðri síðustu öld. Þar má staldra við og gera sér í hugarlund umhvefið einsog það var fyrir um það bil einni öld. Í Ungóhúsinu verslaði Knutzonsverslunin og nefndist húsið þá Norðfjörðshús eftir vinsælum verslunarstjóra sem starfaði þar. Neðan frá Norðfjörðshúsi gekk bryggja sem nefnd var Norðfjörðsbryggja, í dag stendur listaverk Ásgríms Jónssonar á móts við Norðfjörðsgötu.

KeflavíkKeflavíkurmerkið stendur á svokölluðum Ósklettum eða Ósnefi, Skollanef nefnist 7-8m hár grágrýtisklettur sem gengur austur úr Ósklettum. Á hægri hönd er gamla Sundhöllin sem var tekin í notkun árið 1939 þegar sjó var dælt í laugina og voru það félagar í Ungmennafélagi Keflavíkur sem áttu veg og vanda af byggingunni. Áfram er haldið og á vinstri hönd framundan má sjá litla vík sem gengur inn í landið og er nefnd Básinn. Árið 1929 hófu þar nokkrir stórhuga athafnamenn að reisa aðstöðu fyrir útgerð. Þeir byggðu myndarlega steinbryggju og upp með henni byggðu þeir allmikil fiskvinnsluhús að þeirra tíma mælikvarða, og standa sum þeirra enn. Básinn hefur verið fylltur upp, en þó sést enn í hluta af bryggjunni.Gengið er áfram með ströndinni þar til komið er að Vatnsnesvita sem stendur á Vatnsnesklettum, vitinn var byggður árið 1921 og er 8,5 m hár. Ef gengið er yfir hlaðna sjóvarnargarðinn við vitann er komið niður á sérkennilegar steinmyndanir þar má finna svonefndann Gatklett.

Heimildir m.a.:
-Byggðasafn Suðurnesja, Örnefni og sögustaðir í Keflavík.
-Sturlaugur Björnsson, Steinabátar.
-Rannveig Kristjánsdóttir tók saman.

Vatnsnesviti

Vatnsnesviti.

Gálgaklettar

Gálgaklettar eru á yfir 100 stöðum á landinu. Flest örnefnin tengjast aftökum eða aftökustöðum, hvort sem slíkar hafi farið þar fram eða ekki. Ofan við Stafnes er einn slíkur; Gálgar; tvær klettaborgir með u.þ.b. 6 metra bili á millum þeirra. Á skilti við klettaborgirnar má lesa eftirfarandi: „Við erum stödd við Gálgakletta (sem einnig [eru] nefndir Gálgar í landi Stafness, en örnefnið og munnmæli í sveitinni benda til að hér hafi menn verið hengdir til forna. Hér upp af heitir Gálgahraun.
SkiltiÁ Stafnesi er þekkt örnefnið Lögrétta, þar er hugsanlegt að sakamenn hafi verið dæmdir. En sögnin hermir að tré hafi verið lagt á milli klettanna og þeir hengdir þar á, sem Básendamenn greindi á við, en Básendar eru rösklega stundarfjórðungs gang héðan í austur [á að vera vestur]. Líkum hinna hengdu á að hafa verið kastað í gjótu undir öðrum klettinum og grjót borið að. [Ekki er líklegt að gjóta hafi verið þar á sandvindsorfnum hraunmelnum, en holu hefði auðvellega mátt grafa við klettinn].
Hvorki eru þekktar skjalfestar heimildir um að menn hafi verið réttaðir á þessum stað né mannabein eða annað sem styður sögnina, en bilið milli klettanna sýnist og breitt til þess að unnt sé að leggja gálgatré á milli þeirra. Einhver hinna þröngu sprungna getur þó komið til álita í þessu sambandi. [Hér gleymist að gálgar hafi ekki endilega þurft að vera úr þvertrjám milli kletta.

Gálgaklettar

Gálgaklettar ofan Stafness.

Líkams- og dauðarefsingar voru í lög leiddar á Íslandi á 13. öld. Líflátsaðferðirnar voru henging, hálshögg, drekking og brenna. Líkamlegar hegningar aðrar voru umfram allt hýðingar, en einnig brennimerking, og stundum voru menn handhöggnir, klipnir með glóandi töngum eða útlimir þeirra marðir áður en þeir voru teknir af lífi.
Dauðarefsing var afnumin úr lögum árið 1928 og heimild til hýðingar 1940 – en þá hafði þessum viðurlögum ekki verið beitt lengi. Síðasta aftakan fór fram 1830.
Stjórnarskrá Íslands bannar að dauðarefsing verði aftur tekin upp.“
Á vestari klettinum er grasi gróinn hóll. Ætla mætti að þarna hafi annað hvort verið dys, sem gróið hefur yfir, eða stór varða; kennileiti af sjó. Ekki er vitað til þess að rannsókn hafi farið fram á „mannvirkinu“.
Gálgar

Geirfugl

Mannhæðarhár bronsskúlptúr af geirfuglinum sáluga verður afhjúpaður í dag við Valahnjúk á Reykjanesi.
Geirfuglinn er gjöf frá bandaríska listamanninum Todd McGrain en hann sóttist eftir því Listamaðursjálfur að fá að koma fuglinum fyrir í fjörunni neðan við Valahnjúk á Reykjanesi. Verkið er hluti af stærra verkefni sem kallast Lost Bird Project og er tileinkað fimm útdauðum fuglategundum.
„Ég hef unnið að þessu verkefni undanfarin fimm ár og hef gert fimm skúlptúra af fimm útdauðum fuglategundum, þar á meðal geirfuglinum. Geirfuglinn var einn fyrsti fuglinn sem ég stúderaði en segja má að það séu um tíu ár síðan fuglinn „kom“ fyrst til mín,“ segir Todd McGrain.
ListaverkiðListamaðurinn eyddi meðal annars sex mánuðum á Ítalíu, í Róm, þar sem hann grandskoðaði fuglinn, sem verður afhjúpaður í dag klukkan 14. Listaverkið er gert í minningu geirfuglsins en 3. júní árið 1844 voru tveir síðustu geirfuglarnir í heiminum drepnir á syllu í Eldey, suðvestur af Reykjanesi. McGrain kom til landsins fyrir ári til að skoða aðstæður og sá geirfuglinn strax fyrir sér í fjörunni neðan við Valahnjúk. Þá heimsótti hann meðal annars Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem uppstoppaður geirfugl er geymdur.
„Við höfum myndað allt ferlið í kringum smíði fuglsins, flutning og uppsetningu og ætlum að vinna heimildarmynd út frá því og ég er viss um að þessi innsetning muni færa gróskufullt menningarlíf bæjarins upp á við. Veður og vindar í fjörunni munu svo gera fuglinn enn fegurri með tímanum en staðsetningin hefur bæði sögulega tilvísun og minnir á dramatísk örlög fuglsins.“

Heimild:
-Fréttablaðið 2. sept. 2010, sérblað bls. 10.

Geirfugl

Geirfuglar á Reykjanesi.

Vífilsstaðir

Á laugardag [4. sept. 2010] er liðin öld síðan berklahæli tók formlega til starfa á Vífilsstöðum. Af því tilefni fer fram skemmtun og fræðsla fyrir alla fjölskylduna á Vífilsstöðum. Pétur Magnússon, forstjóri Hrafnistu, er formaður afmælisnefndar.

vifilsstadir-22

„Berklar hafa fylgt mannkyninu frá örófi alda en urðu ekki risastórt vandamál hér á landi fyrr en upp úr aldamótunum 1900,“ segir Pétur, en á árunum 1911 til 1925 voru berklar algengasta dánarorsök Reykvíkinga og fimmtungur dauðsfalla á landsvísu.
„Berklar eru smitandi sjúkdómur og því var berklasjúklingum fyrirskipað að búa á afviknum stað til að draga úr smithættu. Í þeim tilgangi var Vífilstaðahælið byggt og valinn staður í sveit, þar sem til varð sérstætt samfélag sjúklinga sem bjuggu þar árum saman,“ segir Pétur.
Berklar eru oft kallaðir hvíti dauði, en sé ástand berklatímans fært til nútíðar væru 6.000 Íslendingar með sjúkdóminn. „Oft voru berklar dauðadómur en sjúklingar voru misjafnlega illa haldnir. Margir höfðu fótaferð meðan aðrir voru veikari. Á berklahælinu voru framkvæmdar flóknar og erfiðar skurðaðgerðir sem í dag þættu vafalaust hrottalegar, eins og þegar lungu sjúklinga voru höggvin í lækningaskyni. Þá var trú manna að ferskt loft gerði sjúklingunum gott og því útbúinn leguskáli þar sem sjúklingar voru vafðir í teppi og látnir liggja á bekkjum til að anda að sér fersku útiloftinu.“
Vifisstadir-21Pétur segir berkla hafa látið í minni pokann upp úr miðri síðustu öld þegar lyf fundust við sjúkdómnum, en eftir að berklahælinu var lokað opnaði Landspítalinn sjúkradeildir fyrir öndunarfærasjúklinga á Vífilsstöðum. „Á berklatímanum var mikið af ungu fólki á Vífilsstöðum og vitaskuld kviknuðu ástarsambönd í því lokaða samfélagi. Við undirbúning afmælishátíðarinnar hef ég hitt þónokkra sem komu undir á Vífilsstaðahælinu og eðlilega fæddust börn á þeim fjölda ára sem sjúklingar þurftu að dvelja þar. Einnig voru dæmi um að berklasjúk börn væru tekin af foreldrum sínum og látin búa á hælinu í einhver ár. 

Vifisstadir-25

Vífilsstöðum fylgir því merkileg saga og átakanleg, því auðvitað var þungbært fyrir fólk að verða fangar síns sjúkdóms á afviknum stað. Dauðinn vofði þar alltaf yfir og margir dóu, en stundum fékk fólk að fara heim ef það var talið læknað og heimsóknir leyfðust,“ segir Pétur.  Vífilsstaðir eru landnámsjörð, þar sem Ingólfur Arnarson gaf Vífli, húskarli sínum og þræl, bústað.
„Jörðin var lengi í eigu kirkjunnar og á Vífilsstöðum hefur alltaf verið rekinn búskapur. Á tímum berklahælisins var þar umtalsverður kúabúskapur og þar stendur enn risastórt fjós. Spítalann teiknaði Rögnvaldur Ólafsson og þykir húsið enn með glæsilegustu byggingum landsins. Það reis á aðeins átján mánuðum og mikið í sjálfboðavinnu, því allir skildu hve mikið lá við og lögðust á eitt,“ segir Pétur. Hann segir fagurt landslag Vífilsstaða leika hlutverk á afmælisdaginn.
Vifisstadir-24„Við verðum með leiðsögn um landareignina, siglingar á Vífilsstaðavatni, hoppukastala og grillaðar pylsur úti við, en sögusýningu og málþing í húsnæði spítalans. Þar sýnum við gamlar sjúkrastofur, myndir og ýmislegt sem tengist sögunni, og tölum um sögu berklaveikinnar ásamt því sem fólk segir frá mannlífi á Vífilsstöðum sem var,“ segir Pétur sem í vikunni kvaddi síðasta heimilisfólkið á hjúkrunarheimili Hrafnistu á Vífilsstöðum. „Hlutverk Vífilsstaða eftir afmælið er óráðið en ég vildi glaður sjá eitthvað heilbrigðistengt í húsinu áfram.“
Vifisstadir-23Við þetta má bæta að í tilefni afmælisins var gefið út fróðlegt blað; Vífilsstaðir – sagan í 100 ár. Í því kemur m.a. fram að Rögnvaldur Ólafsson hafi teiknað aðalbygginguna og Guðjón Samúelsson húsameistari yfirlæknisbústaðinn.
Á myndinni hér að ofan frá miðri 20. öld eru merkingar með eftirfarandi skýringum: 1 Mjólkurhús, 2 Fjós, 3 Hlaða, 4 Hlandþró, 5 Heygaltar, 6 Bílskúrar, 7 Trésmíðaversktæði, 8 Búshús (bústaður bústjóra), 9 Ráðhús (bústaður ráðsmanns), 10 Rimman, 11 Eilífðin, 12 Pilsakot, 13 Læknabústaður, 14 Hænsnabú, 15 Yfirlæknisbústaður, 16 Davíðsborg og Önnuborg, 17 Líkhús, smíða- og saumastofa, 18 Vífilsstaðahælið, 19 Leguskáli, 20 Smiðja og bílskúrar.
Vifisstadir-26Í afmælisblaðinu vegna 100 ára afmælis Vífilsstaðaspítala 5. sept. 2010 er komið víða við. Þar segir m.a.: „Á Vífilsstöðum er mikill húsakostur. Aðalbygginguna teiknaði Rögnvaldur Ólafsson arkitekt og yfirlæknisbústaðinn Guðjón Samúelsson húsameistari. Umtalsverður kúabúskapur var á Vífilsstöðum. Í dagblaðinu Vísi 20. október 1931 segir frá búskapnum á Vífilsstöðum. Í umfjöllun blaðsins kemur fram að við upphaf starfsemi Vífilsstaðaspítala 1910 sé talið að ræktað land hafi gefið af sér um 60 hesta heyfengs. Búskapur á jörðinni hófst 1916 og var starfræktur til ársins 1974. Blaðið segir frá því að fljótlega eftir að búskapurinn byrjaði hafi hafist umtalsverð ræktun á landi undir forystu Þorleifs Guðmundssonar bústjóra og síðar Björns Konráðssonar, sem tók við búforráðum árið 1925. Aðallega hefur áhuganum á nýræktuninni verið beint að túnrækt og síðar að garðrækt.
Vifisstadir-27Jarðræktin tók stórstígum framförum 1921 þegar þúfubaninn kom til landsins. Í blaðinu kemur fram að bústofninn hafi aukist jafnhliða ræktuninni og hafi um 70 nautgripir verið á búinu 1931, þar af um 60 mjólkandi kýr, sem að meðaltali gáfu af sér um 3334 lítra. Auk túnræktar gáfu kartöflugarðar af sér um 80 tonn og rófur vel á annað hundrað tonn. Auk þess var mikil kálrækt á Vífilsstöðum.
Í nóvemberbyrjun 1906 kom fram hugmynd um stofnun Heilsuhælisfélags meða Oddfellowsfélaga. Hælinu var fundinn staður á Vifilsstöðum. Fljótlega kom í ljós að daggjöld sjúklinga gátu ekki staðið undir rekstrinum. Í byrjun árs 1916 yfirtók landssjóður reksturinn.
Eftir því sem heyskaparþörf minnkaði á túnum Vífilsstaða vegna minnkandi búrekstrar hófts nýtt tímabil í trjárækt á staðnum. Frumkvæði í þeim efnum tók Georg Lúðvíksson, sem var forstjóri Ríkisspítalanna 1954-1959, og naut hann góðs liðsinnis Helga Ingvarssonar yfirlæknis og Björns Konráðssonar bústjóra. Afrakstur af því starfi var hinn stórglæsilegi trjálundur sem blasir við sunnan við hælið. Lundurinn er m.a. merkur fyrir þær sakir að hann var sérstaklega skipulagður í upphafi. Það gerði Jón H. Björnsson, sem var fyrsti Íslendingurinn sem menntaði sig sem landslagsarkitekt.“

Heimild:
-Fréttablaðið 2. sept. 2010, bls. 26.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir.

Breiðholt

Á skilti, sem komið hefur verið fyrir (árið 2010), þar sem Breiðholtsbærinn stóð, má lesa eftirfarandi: „Hér er bæjarhóll Breiðholtsbýlisins, sem Breiðholtshverfið er kennt við. Elstu öruggu heimildirnar um Breiðholt eru í skrá um jarðir sem komu undir Viðeyjarklaustur árið 1395 en líklegt má telja að byggð hér sé nokkru eldri. Hér mun hafa verið bænhús helgað heilögum Blasíusi en það var aflagt á 16. öld. Á fyrri hluta 20. aldar fundust hér forn mannabein í jörðu við bæinn. Hér ber þó að hafa huga hvort kom á undan; eggið eða hænan. Breiðholtsbærinn var kenndur við holtið ofanvert, en byggðin síðan við gamla bæinn!

Breidholt - skilti

Breiðholt varð eign konungs við siðaskipti eins og aðrar jarðir Viðeyjarklausturs. Skömmu síðar voru tekjur af jörðinni lagðar til framfærslu prestum sem þjónuðu kirkjum á Seltjarnarnesi. Prestar munu að jafnaði ekki hafa setið í Breiðholti, en þí bjó hér séra Árni Helgason dómkirkjuprestur og biskup 1815-1826.
Landamerki Breiðholtsjarðarinnar lágu að nágrannajörðunum: Vatenda, Hvammskoti (Fífuhvammi), Digranesi, Bústöðum, Ártúni og Árbæ.
Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var í upphafi 18. aldar tvíbýli hér í Breiðholti. Á hálfri jörðinni bjuggu þá hjónin Þórálfur Höskuldsson og Ásta Jónsdóttir og voru þar fimm í heimili. Bústofn þeirra var fjórar kýr, sjö ær, tvær gimbrar, einn sauður veturgamall, sjö lömb  og einn foli þrevetur.
Á hinum helmingi jarðarinnar bjó Loðvík Jónsson. Hjá honum voru þrír í heimili og bústofninn þrjár kýr, ein kvíga mylk, einn kálfur, þrjár ær, fjögur lömb og eitt hross. Til hlunninda töldust hrísrif, torfrista og stunga, mótaka og lyngrif nokkurt. Engjar spilltust af vatnságangi.
Breidholt - baerinn IISeint á 19. öld, í búskapartíð hjónanna Bjargar Magnúsdóttur og Jóns Jónssonar, voru í Breiðholti um 10 kýr, 200 ær og sex til átta hross. Þau hjónin áttu 13 börn. Mjólk, smjör og rjómi voru seld til Reykjavíkur. Þvottur var að hluta til þveginn í volgrum neðan við túnið. Mikill gestagangur var í Breiðholti á þessum tíma, t.d. komu hér við bændur autan úr sveitum með fé sitt á leið til slátrunar á haustin og börn úr Reykjavík komu í brejamó.
Bæjarstjórn Reykjavíkur keypti jarðirnar Breiðholt, Ártún og Árbæ árið 1906 til þess að tryggja sér aðgang að vatni Elliðaánna fyrir vatnsveitur bæjarins. En árið 1923 var Breiðholt orðið hluti af lögsagnarumdæmi Reykjavíkur.
Árið 1916 voru bæjarhús og tún Breiðholts mæld upp. Á hlaðinu stóðu þá sjö hús og önnur þrjú sunnar, túnin voru afmörkð með túngörðum og útihús voru í brekkunni austur af bænum. Vegurinn frá Fífuhvammi að Vatnsenda lá í gegnum hlaðið.
Breidholt - baerinn IIITorfbærinn sem hér stóð var rifinn 1940 og nokkru síðar byggt múrhúðað timburhús. Búskapur var í Breiðholti fram undir 1960.
Árið 1960 keypti Jón H. Björnsson landslagsarkitekt og eigandi Gróðrarstöðvarinnar Alaska erfðafesturétt Breiðholtsbýlisins og var með starfsemi hér til fjölda ára. Yngta hlaðan varð að verslunarhúsi gróðrarstöðvarinnar og ber nágrennið merki ræktunar hans.
Hið forna bæjarstæði Breiðholts ásamt kirkju og kirkjugarði var friðlýst árið 1981.
Á árunum 1960 til 1980 voru skipulögð og reist íbúðarhverfi í landi Breiðholts og bjuggu hér árið 2009 um 25.000 manns.

Heimild:
-minjasafnreykjavikur.is

Breiðholt

Breiðholt og nágrenni – herforingjakort frá 1906.

Selatangar

Á Selatöngum eru minjar gamallar verstöðvar. Núverandi minjar eru líkast til u.þ.b. tveggja alda gamlar, en eflaust hafa þær tekið breytingum frá því að verstöðin var fyrst notuð sem slík.

Á Töngunum

Á Selatöngum.

Á Selatöngum má enn sjá tóftir tveggja búða (Vestari búð og Austari búð) auk þess sem sést móta fyrir útlínum fleiri, verkunarhús þar sem gert var fyrst að fiskinum, þurrkbyrgi, þurrkgarða, þurrkreiti, brunn, smiðju, skúta með fyrirhleðslum, hesthúsi, Nótarhelli (þar sem dregið var fyrir sel), Mölunarkór, Sögunarkór og Smíðahelli, auk gamalla gatna og hlaðinna refagildra. Vestan við Seltanga er hið merkilega náttúrufyrirbrigði „Ketillinn“ í Katlahrauni og fjárskjól þeirra Vigdísarvallamanna (hlaðið skömmu eftir aldarmótin 1900).

Selatangar

Selatangar – rekagatan um Katlahraun.

Gengið var einn góðan sumardag árið 2002 um Selatanga með Jóni Guðmundssyni frá Ísólfsskála, sem hann man eftir minjunum eins og þær voru þegar hluti verstöðvarinnar var enn í notkun. Hann lá þar með föður sínum í Vestustu búðinni árið 1926 er Skálabóndi gerði enn út frá Töngunum. Jón minntist þess að reki hafi verið reiddur þaðan að Ísólfsskála eftir vestari Rekagötunni, sem liggur í gegnum Ketilinn og áleiðis heim að Skála. Leiðin er vörðuð að hluta, en víða sjást förin eftir hófa og fætur liðinna alda í klöppinni. Austari Rekagatan liggur til norðurs vestan vestari Látra. Rekagötunar voru einnig nefndar Tangagötur. Tækifærið var notað og svæðið rissað upp eftir lýsingu Jóns.

Selatangar

Á Selatöngum.

Jón sýndi m.a. Smíðahellinn, Sögunarkórinn, Nótahellinn, refagildrurnar, brunninn, smiðjuna, búðirnar, fiskvinnslubyrgin, þurrkbyrgin, þurrkgarðana, smiðjuna, skútana, lendinguna, Dágon (landamerkjastein Ísólfsskála og Krýsuvíkur, en verstöðin er að mestu innan landamerkja síðarnefndu jarðarinnar), skiptivöllinn o.fl. Ljóst er að ströndin hefur tekið miklum stakkaskiptum á síðustu áratugum og þarf að horfa á og meta aðstæður með tilliti til þess. Sjórinn hefur nú að mestu brotið skiptivöllinn sem og Dágon.

Selatangar

Selatangar – refagildra.

Jón taldi almennan misskilning ríkja um hlaðna fjárbyrgið norðan við Ketilinn. Sumir telja það mjög fornt, en það hefði í rauninni verið hlaðið af föðurbróður hans frá Vigdísarvöllum skömmu eftir aldarmótin 1900 vegna þess að fé þeirra Vígdísarvallamanna hefði tíðum leitað í fjöruna og þeir þá átt í erfiðleikum með að reka það hina löngu leið til baka. Því hafi skútinn verið hafður þarna til skjóls.

Selatangar

Fjárskjól í Katlahrauni.

Vaktarabærinn

Framkvæmdum við endurgerð Vaktarabæjarins, næstelsta timburhúss Grjótaþorpsins, lýkur á næstu tveimur mánuðum að sögn Þorsteins Bergssonar, framkvæmdastjóra Minjaverndar.
VaktarabaerinnReykjavíkurborg keypti húsið árið 2008 og afsalaði því til Minjaverndar sem hefur haft veg og vanda af framkvæmdunum sem hófust fyrir nokkrum árum. Vaktarabærinn, sem stendur við Garðastræti 23, var byggður á árunum 1844 til 1848. Húsið, sem er friðað, var upphaflega byggt sem pakkhús við gamla Vaktarabæinn, sem var torfbær. Vaktarabærinn dregur nafn sitt af Guðmundi vaktara Gissurarsyni, sem bjó þar. Húsinu var breytt úr pakkhúsi í íbúðarhús um árið 1886. Þá keyptu hjónin Sesselja Sigvaldadóttir og Stefán Egilsson húsið og bjuggu þar ásamt börnum sínum, sem öll fæddust í húsinu. Þeirra á meðal voru tónskáldið ástsæla Sigvaldi Kaldalóns og bróðir hans stórsöngvarinn Eggert Stefánsson. Þorsteinn segir að búið hafi verið í húsinu til ársins 1960 en síðan þá og þar til framkvæmdir við endurgerð þess hófust hafi það verið í niðurníðslu og meðal annars notað sem málningarskúr. Hann segir enn óvíst hvað gert verður við húsið að loknum endurbótum. Ýmsar hugmyndir séu uppi, ein sé sú að leigja húsið ferðamönnum. Elsta timburhús Grjótaþorpsins er hús Innréttinganna við Aðalstræti 10. Það var reist árið 1764.

Heimild:
-Fréttablaðið 2. sept. 2010, bls. 1.

Vaktarabærinn

Vaktarabærinn.

Kópavogsþingstaður

Við Þinghól á Kópavogsþingsstað eru tvö upplýsingaskilti frá Sögufélagi Kópavogs; annað er um Kópavogsfundinn 1662 og hitt um þingstaðinn. Á fyrrnefnda skiltinu má lesa eftirfarandi texta:
Kopavogsthingstadur-22„Árið 1660 hófst breyting stjórnskipunar konungsríkisis Danmerkur til einveldis. Vald konungs jókst, erfðaréttur konungsættarinnar var lögbundin og afnumin voru viss réttindi aðalsins. Áður var koungur kjörinn á stéttaþingum.
Friðri III. Danakonungur var hylltur á Alþingi 1649, árið eftir að hann tók ríki. Þegra hann varð einvaldur 1661 skyldi staðfesta nýja eiða í löndumhans. Í þeim erindagjörðum kom Henrik Bjelke, aðmíráll og hirðstjóri á Íslandi, sumarið 1662.
Borist höfðu bréf til landsins þá um vorið um að sendir skyldu fulltrúar á Alþingi til að hylla Friðri III. sem erfðakonung. Ekki var minnst á einveldishyllingu í þeim bréfum.

Kopavogsthingstadur-23

Hingaðkoma Bjelkes hirðstjóra tafðist um þrjár vikur, þinghaldi var lokið við Öxará þegar skip hans kom að landi í Skerjafirði. Eiðarnir voru því ekki undirritaðir á Alþingi. Fyrsta verk Bjelkes 12. júlí 1662 var að senda valdsmönnum bréf; þeirra var vænst við Bessastaði 26. júlí. Daginn eftir, sem var sunnudagur, skyldu eiðarnir undirritaðir.
Árni Oddsson lögmaður setti þing í Kópavogi mánudaginn 28. júlí 1662, degi of seint. Ástæða tafarinnar liggur ekki fyrir, en vísbendingar eru um að Árni og Brynjólfyr Sveinsson biskup hafi mótmælt til varnar fornum réttindum landsins. „Var þann dag heið með sólskini“ segir í Vallholtsannál.
Á Kópavogsfundinum 28. júlí 1662 var Friðrik III. hylltur sem „einn Absolut sauverejn og erfðaherra“ þannig varð hann hvort tveggja einvaldskonungur og erfðakonungur. Undir eðana rituðu 109 menn; báðir biskuparnir, báðir lögmennirnir, 42 prestar og prófastar, 17 sýslumenn, 43 lögréttumenn og bændur, svo og landþingsskrifari, klausturhaldari og bartskeri.

Kopavogsthingstadur-24

„Og að þessum eiðum unnum og aflögðum gerði lénsherrann herra Henrich Bjelke heiðarlegt gestaboð og sæmilega veizlu öllum þar saman komnum, og stóð hún fram á nótt með trómetum, fíólum og bumbum; fallstykkjum var þar og skotið, þremur í einu, og svo á konungsskipi, sem lá í Seilunni; rachetter og fyrværk gekk þar þá nótt, svo undrum gegndi“, segir í Fitjaannál.
Á þinginu voru undirritaðar bænaskrár til konungs um að fá að halda fornum lögum og réttindum, áréttuð fátækt landsins og nýju álögum hafnað. Ekki var minnst á einveldi í bænaskránum.
Með Kópavogsfundi minnkaði vald Alþingis. Konungur tók í ríkari mæli til sín löggjafarvaldið og styrkur embættismanna konungs á Bessastöðum jókst.“
Kopavogsthingstadur-25Á síðarnefnda skiltinu má lesa eftirfarandi texta: „Land Kópavogsbæjar var áður í Seltjarnarneshreppi hinum forna. Mörk hans voru á milli Kollafjarðar og Skerjafjarðar og allt til fjalla.
Frá gildistöku lögbókarinnar Járnsíðu 1271 var sett í landi Kópavogs hreppaþing og þriggja hreppa þing fyrir Seltjarnarneshrepp, Álftaneshrepp og líklega Mosfellssveit.
Á þingstaðnum í Kópavogi gengu dómar sýslumanna í héraði og var þar dómstigið fyrir neðan Öxarárþing. Dómabækur Gullbringusýslu, þ.m.t. Kópavogsþings, eru nokkrar til í Þjóðskjalasafni, sú elsta frá 1696.
Eldri vitnisburðir um Kópavogsþing en sjálfar dómabækurnar eru féinir til. Elstu þekktu rituðu heimildir eru frá 1523. Þá fékk Hannes Eggertsson hirðstjóri forvera sinn Týla Pétursson dæmdan og tekinn af lífi eftir ránsferð Týla og Kopavogsthingstadur-26flokks hans um Bessastaðagarð í átökum um völd og embætti.
Þann 5. apríl 1574 gaf Friðrik II. Danakonungur út opið bréf um að Alþingi skyldi flutt á þingstaðinn í Kópavogi. Þessi tilskipun var, líkt og margar aðrar, hundsuð af Íslendingum.
Síðustu aftökurnar í Kópavogi fóru fram 15. nóvember 1704. Þá var hálshöggvinn Sigurður Arason og drekkt Steinunni Guðmundsdóttur frá Árbæ fyrir morðið á manni Steinunnar, Sæmundi Þórarinssyni (sjá meira HÉR).
Þjófnaðarmál frá 1749 er síðasti þekkti dómurinn á Kópavogsþingi. Þing var sett í Reykjavík árið 1751 og þar með lýkur sögu þinghalds í Kópavogi þar til embætti bæjarfógetans í Kópavogi var stofnað 1955. Lægra dómsstigið var á ný í Kópavogi og Héraðsdómur Reykjaness í Hafnarfirði settur.“

Þinghóll

Afhjúpun upplýsingaskilta við Þinghól.