Reykjanesviti

Fyrsti vitinn við strendur Íslands var byggður á Valahnúki á Reykjanesi árið 1878. Ljós hans var fyrst tendrað þann fyrsta desember. Um aldarmótin 1900 voru vitar landsins orðnir 5 að tölu.

Reykjanesviti

Reykjanesviti 1910.

Talsvert hefur verið fjallað um fyrsta vitann sem og aðra er síðar voru byggðir við strandir landsins. Uppbyggingu vitakerfisins lauk með byggingu Hrollaugseyjavita árið 1954, en þá var ljósvitahringnum um landið lokað. Í dag er fjöldi ljósvita við strendur landsins alls 104, þar af 17 á Reykjanesskaganum.
Í dag sjást einungis leifar þessa fyrsta vita, neðan Valahnúks. Einungis fáum árum eftir að ljós hans var tendrað fyrsta sinni kom í ljós að hann hafði verið settur niður á röngum stað.
Nýr viti var því byggður á Vatnsfelli og tekin í notkun árið 1908. Vitinn er að flestu leyti eins í dag og upphaflega, nema hvað efsta ásýnd hans hefur tekið svolitlum breytingum í gegnum tíðina. Þá hafa vitavarðahúsin einnig verið endurnýjuð.

Reykjanesviti

Árið 1905 var svo komið að jarðskjálftar og brim höfðu brotið svo mikið úr Valahnúk að hætta var talin á að Reykjanesviti félli í hafið. Var því ákveðið að reisa nýjan vita. Á árunum 1907-1908 var byggður nýr viti á Bæjarfelli á Reykjanesi. Gamli vitinn var felldur með sprengingu þann 16. apríl 1908. Alþingi veitti fé til byggingar vitans til að flýta fyrir framkvæmdum.
Vitinn er byggður úr tilhöggnu grjóti og steinsteypu. Þeir Frederik Kiørboe arkitekt og Thorvald Krabbe verkfræðingur teiknuðu vitann. Framkvæmum lauk á Þorláksmessu 1907 og kveikt var á vitanum 20. mars 1908.

Yfirleitt er sagt að núverandi viti standi á Bæjarfelli, en þar er um miskilning að ræða. Hæðin heitir Vatnsfell, enda dregur fellið nafn sitt af vatni undir hlíðum þess. Leó M. Jónsson segir m.a. um þetta á vefsíðu sinni þar sem hann lýsir svo ágætlega Höfnum og landssvæði, sem tilheyra þeim: „Fyrsti ljósviti á Íslandi var reistur á Valahnjúki 1878. Í miklum jarðskjálftum 8-9 árum síðar hrundi úr hnjúknum og sprungur mynduðust ofan á honum. Var þá talið að reisa yrði vitann á öruggari stað og var þá núverandi viti á Vatnsfelli (nefnt eftir litlu vatni/uppsprettu sem er norðan þess – reyndar eru þeir til sem fullyrða að heitið Vatnsfell sé dregið af eimingartækjum sem þar voru sett upp og áttu að sjá vitavarðarhúsinu fyrir drykkjarvatni en sem ekki reyndist svo þörf fyrir) byggður og tekinn í notkun 1908.“

Gott útsýni er af fellinu yfir nágrennið. Í vestri blasa við Valahnúkar og Eldey úti í hafi. Í suðri Vatnsfell og Reykjanestá en dyngjurnar Skálafell og Háleyjabunga í austri. Norðar í hrauninu er Sýrfell.
Hóllinn sem er á móti Vatnsfelli og er á vinstri hönd þegar ekið er fram hjá vitavarðarhúsinu á leið út að Valahjúk nefnist Bæjarfell. Sunnan undir því eru leifar útihúsa fyrsta vitavarðarins sem og brunnur, sem hlaðin var í tilefni byggingar fyrsta vitans hér á landi.
Leó fjallar jafnframt um nýjasta vitann á Reykjanesi, vitann á Austurnefi eða ofan við Skarfasker: „Annar viti, minni, var reistur sunnar á svokölluðu Austurnefi og er ástæðan sú að lítið fell, sem nefnist Skálarfell, skyggir á ljósið frá stóra vitanum á nokkru svæði þegar siglt er úr suðri.“
Vitinn, sem teljast verður til „hálfvita“ var byggður sem aukaviti árið 1909, endurgerður árið 1914 og síðast endurgerður árið 1947. Fyrsti vitinn á Skarfasetri gekk fyrir gasi og var einn fyrsti sjálfvirki vitinn við Íslandsstrendur.

Þegar gengið er um Reykjanesvitasvæðið er ágætt að byrja gönguna við vitann á Vatnsfelli. Þaðan er hægt að ganga eftir gömlum flóruðum stíg, sem enn er nokkuð greinilegur og liggur frá Vatnsfelli að Valahnúk.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Þessi stígur var notaður af vitaverðinum þegar vitja þurfti gamla vitans.
Í umfjöllun um samgöngumál á vefsíðu samgöngumálaráðu-neytisins og einstök tímamót á þeim vettvangi er m.a. fjallað um „Þjóðveginn yfir sjóinn“. Þar segir m.a. að „í raun komu strandsiglingar í stað járnbrautarsamgangna sem tíðkuðust í öðrum og þéttbýlli löndum. Slíkt lá í raun beint við því langflestir Íslendingar hafa ávallt búið nálægt strandlengju landsins, en miðja landsins óbyggð sem kunnugt er. Ennfremur þurfti mikil útgjöld og erfiði til þess að ryðja vegi á landi, enda stóðu ansi margar ár, heiðar og fjöll fyrir ferðum fólks, einkanlega á vetrum. En á sjó voru allar götur greiðar svo lengi sem veður og ísalög voru ekki til tafar.

Reykjanesviti

Reykjanesviti.

Fjárfestingar í siglingamannvirkjum –höfnum og vitum – voru einnig sérstaklega fýsilegar fyrir þá sök að þær nýttust einnig fyrir ferðir fiskiskipa. Þannig var búið í haginn fyrir samgöngur og fiskveiðar á sama tíma. Samt sem áður voru Íslendingar seinir til þess að byggja upp innviði sjósamgangna. Fyrsti vitinn var byggður á Reykjanesi 1878 og um aldamótin 1900 voru aðeins fjórir [aðrir] vitar hérlendis. Á þeim tíma voru engar hafnir við landið, utan þess að kaupmenn reistu trébryggjur við verslanir sínar. Til að mynda voru fjórar trébryggjur í Reykjavík, en höfn kom þar ekki fyrr en árið 1912. Vitaskuld skorti peninga til framkvæmda, en einnig mátti um kenna doða hjá opinberum aðilum. Strandferðaskipin lögðu því hvergi að landi áhringferð sinni, heldur sáu léttabátar og breið bök íslenskra dagvinnumanna um að flytjafólk og vöru á milli skips og lands þar sem stöðvað var hverju sinni.“
Öðrum þræði segir að það sem knúið hafi mest á um vitagerð hér á landi hafi verið millilandasiglingarnar. Kaupmenn og útgerðarmenn hafi haft áhyggjur af skipum sínum eftir að þau nálguðust landið, einkum að vetrarlagi. Sigla þurfti fyrir Reykjanesið og þar var ekki síst þörf á leiðarmerkjum svo auka mætti öryggi siglingaleiðarinnar og fá þar með skipstjóra til siglinga með vörður þessa leið.
SVFÍ hafði skömmu fyrir 1950 komið fyrir björgunarbúnaði í Reykjanesvita og var haft eftirlit með honum, að sögn Vilhjálms Magnússonar, þótt vitinn hafi ekki verið á skrá sem björgunarstöð á þeim tíma. Sá búnaður var síðar aukinn og endurbættur (1966).
Þrátt fyrir vitana á Reykjanesi var ströndin þar ekki óhappalaus. Leó segir svo frá „Þegar eitt stærsta skip, sem strandað hefur við Ísland, olíuskipið Clam, fór upp í klettana sunnan við Valahnjúk á Reykjanesi, að morgni 28 febrúar 1950, drukknuðu 27 sjómenn. Björgunarsveit úr Grindavík tókst með harðfylgi að bjarga 23 mönnum.

Rafnskelsstaðaberg

Viti á Rafnkelsstaðabergi.

Björgunarsveitarmenn úr Höfnum komust ekki til hjálpar vegna þess að enginn vegur hafði ekki enn verið lagður út á Reykjanes sunnan Kalmanstjarnar. Sjálfvirkur sími kom ekki í Hafnir fyrr en seint á 8. áratugnum; fram að því var símstöðin opin á ákveðnum tímum dags eins og tíðkaðist víða annars staðar á landinu og nefndist kerfið ,,sveitasími.“
Í marsmánuði 1954 strandaði togarinn Jón Baldvinsson undir svörtum hamravegg Reykjaness. Svo giftusamlega tókst til að björgunarsveitarmönnum úr Grindavík tókst að bjarga allri áhöfninni. Enn vantaði veginn úr Höfnum, en um 3 km styttri leið er út á Valahnjúk á Reykjanesi úr Höfnum en úr Grindavík. Í bók Jónasar Guðmundssonar, Togaramaðurinn Guðmundur Halldór, er áhrifarík lýsing á þessu strandi og því hvernig einstaklingur, bjargarlaus um borð í strönduðu skipi, og sem veit að um líf eða dauða er að tefla, sér allt í einu ljós frá bílum björgunarsveitarmanna birtast uppi á bjargbrúninni í sortanum framundan. Guðmundur Halldór (faðir Guðmundar ,,Jaka“ Guðmundssonar) var einn af skipverjum á bv. Jóni Baldvinssyni.“
Kristján Sveinsson skrifar nokkuð ítarlega um fyrsta vitann á Íslandi í Lesbók Morgunblaðsins 30. nóv. 2003. Þá voru liðin 125 ár frá því að fyrst var kveikt vitaljós á vitanum á Valahnúk á Reykjanesi. Kristján segir m.a. frá tildrögum vitabyggingarinnar og fólki sem við þá sögu kom, reyndar stundum með dramatískum hætti.
Í umfjölluninni segir Kristján m.a. frá því að það hafi verið Arnbjörn Ólafsson, vitavörður, sem tendraði ljós á vitanum fyrsta sinni, „einni klukkustund eftir sólarlag þegar hann stóð í ljóshúsi hins nýbyggða Reykjanesvita og kveikti á olíulömpunum 15 í ljóstæki hans, hverjum á eftir öðrum“.

Reykjanes

Gata vestan Valahnúks.

Líklegt má þó telja að hann hafi við það notið dyggrar aðstoðar umsjónarmanns byggingarinnar, hins danska Alexanders Rothes, sem einmitt hafði leiðbeint Arnbirni um vitavörsluna. Vígsludagur vitans á Valahnúk markaði formlegt upphaf vitaþjónustu á Íslandi.
Stöðulögin árið 1871 og stjórnarskrán þremur árum síðar (1874) færðu Alþingi fjárveitingarvald. Í skjölum Alþingis kemur fram að þingmennirnir Snorri Pálsson og Halldór Kristján Friðriksson hafi þá flutt frumvarp til laga um vitagjald hér á landi – þótt enginn væri vitinn. Þeir virtust vilja tryggja fjárhagslegan grundvöll til vitabygginga og reksturs vitanna, þegar þeir yrðu byggðir.
Kristján lýsir m.a. í grein sinni hvernig Vitagjaldsfrumvarpið varð til þess að farið var að huga að byggingu vita á Íslandi fyrir alvöru. „Ekki er að sjá að komið hafi til álita að byggja fyrsta vitann annars staðar en á Reykjanesinu, enda koma langflest skip úr hafi upp að suðvesturhorni landsins.“ Reyndar þarf varla að taka fram að svo hafi verið, enda Reykjanesið og Röstin nær ávallt fyrstu nálgunarstaðir verslunar- og farskipa á leið til landsins.
Eftir umræður við Dani var af fyrrgreindum ástæðum talið mikilvægt að hefja vitavæðingu Íslands á Reykjanesinu.
Eftir að Danir höfðu boðist til að lá í té ljósahús og vitatæki var ákveðið að vitabygginguna sjálfa myndu Íslendingar kosta. Sumarið 1876 var farið að kanna væntanlegt vitastæði og aðstæður til byggingar þar. Varð niðurstaðan sú að best væri að byggja vitann á Valahnúk. Þar hjá var nóg af hraungrjóti til byggingarinnar og auk þess rekaviður í fjörum, sem bæði mátti nota við vitasmíðina og til eldsneytis. Ekki er að sjá að leitað hafi verið eftir formlegu samþykki landeigenda, enda menn kannski ekki á eitt sáttir hverjum það tilheyrði.

Reykjanesviti

Leifar gamla vitans á Valahnúk.

Að sögn Helga Gamalíelssonar frá Stað hétu malirnar austan Valahnúks Staðarmalir og tilheyrðu Stað, en Reykjanesmalir að vestanverðu. Nú eru Staðarmalir jafnan nefndar Valahnúkamalir (í fleirtölu). Líklegast er að landamerkin fyrrum hafi legið um Valahnúk, annað hvort í hábrúnina eða í vikið vestan hennar. Sjórinn hefur verið iðinn við að breyta ásýnd strandarinnar og hefur Valahnúkur ekki farið varhluta af því.
Vorið 1877 tilnefndi flotamálaráðuneytið nefndan Alexander Rothe, danskan verkfræðing, til að undirbúa byggingu vitans. Herma sagnir að hann hafi þá um sumarið farið til Íslands og síðan í tvær rannsóknarferðir á Reykjanesið áður en hann afhenti tillögu sína að vita og vitavarðabústað ásamt hlöðnum brunni á Reykjanesi. Bæði Alþingi og danska þingið samþykktu fjárframlög til verksins og samið var við Rothe um byggingu steinhlaðins vita og vitavarðabústaðar.
Hafist var handa við verkið í júní 1878. Með verkfræðingnum kom danskur múrarameistari (Lüders), en hann hafði m.a. annast byggingu Hegningarhússins við Skólavörðustíg árið 1872, en aðrir starfsmenn voru Íslendingar. Rothe gerði ráð fyrir að nota hraungrjótið sem þarna er, en Lüders leist ekki vel á það. Reyndist það líka við athugun vera hið lélegasta byggingarefni.
Þá var tekið til þess bragðs að flytja stuðlaberg neðan úr fjörunni um alllangan veg. Það, ásamt ýmsum öðrum töfum, varð til þess að vitabyggingin gekk nokkuð hægar en Rothe hafði gert ráð fyrir. Vinnukrafturinn reyndist óáreiðanlegur því karlarnir áttu það til að þjóta fyrirvaralaust úr steinhögginu í fiskiróður eða heyskap. Og svo var veðurfarið þarna yst á nesinu bæði örðugt og óhagstætt þetta sumar og um haustið.
Rothe tókst þó að ljúka þeim um haustið og „var þá risinn á Valahnúknum steinhlaðinn viti, límdur saman með steinlími sem í var Esjukalk og brennsluofn í Reykjavík sem Kalkofnsvegur dregur nafn sitt af.“ Einnig hafði verið byggður þar skammt frá bær fyrir vitavörðinn og fjölskyldu hans.

Reykjanesviti

Reykjanesviti – fyrsti vitinn.

„Reykjanesvitinn frá 1878 var áttstrendur, um 4,5 m í þvermál og 6,2 m á hæð. Turninn skiptist í tvær hæðir, jarðhæð og efri hæð þar sem vaktherbergi vitavarðarins var. Ljóshúsið var úr steypujárni og umhverfis það svalagólf sem girt var með járnhandriði. Ljóstæki vitans var upphaflega samansett úr 15 olíulömpum og að baki hverjum þeirra var holspegill úr messing sem magnaði ljósið. Þremur lömpum með speglum var bætt í ljóstækið árið eftir að vitinn var tekinn í notkun til að bæta lýsingu hans. Þetta ljóstæki var í vitanum fram til ársins 1897, en þá var sett í hann 500 mm snúningslinsa, sem enn er til, og steinolíulampi með tveimur hringlaga kveikjum.“
Vitinn stóð fram til ársins 1908, sem fyrr segir. Jarðskjálftar og ágangur sjávar á Valahnúkinn urðu til þess að laska svo vitann og undirstöðu hans að talin var hætta á að hann félli í hafið og vitavörður hafði neitað að standa þar vaktir. Nýr viti, sá sem enn stendur, var reistur veturinn 1907-1908 og þann 16. apríl 1908 var gamli vitinn felldur með sprengingu.

Reykjanesviti

Arinbjörn og Þórunn.

Árið 1884 hafði Arnbjörn og eiginkona hans, Þórunn Bjarnadóttir, fengið nóg eftir sex ára dvöl á Reykjanesinu og Arnbjörn sagði upp vitavörslunni. Hann fluttist til Reykjavíkur og síðar til Keflavíkur þar sem hann stundaði verslunarstörf og rak bakarí, auk annarra umsvifa. Þórunn lést árið 1912 og Arnbjörn árið 1914.
Eftir standa vitarnir tveir; á Vatnsfelli og á Austurnefi. Nú eru tvö ár í að fyrrnefndi vitinn, á Vatnsfelli, verði fornleif skv. gildandi þjóðminjalögum. Hins vegar má ekki gleyma því að ýmsar fornleifar má finna í nágrenni við vitann, s.s. hlaðna garða, brunninn (sem hlaðinn var úr tilhöggnum steinum), stíg vitavarðarins frá Vatnsfelli/Bæjarfelli að Valahnúk, flóraða götu vestan Valahnúks o.fl. Sjá má enn móta fyrir grunni geymsluhúss þess er varningi í 1908 vitann var skipað upp í ofan við Kistu, hlaðið hús skammt austar, vörður með gamalli leið, hlaðin byrgi, áletranir á klappir sem og nokkra þjóðsagnakennda staði, sem ber að varðveita. Reykjanesvirkjunin nýja sækir að þessum fyrrum mannvirkjum, sem í raunininni gefur enga ástæðu til að spilla þeim. Ef það gerist verður það einungis fyrir einskæran klaufaskap.

Reykjanes

Brunnur neðan Reykjanesvita.

Vegna framkominna upplýsinga um Reykjanesvitann og annað honum tengt vildi Kristján Sveinsson geta þess að “það er full ástæða til að taka það fram að ekki var sjálfgefið að reisa fyrsta vita Íslands á Reykjanesi. Skip sem koma að landinu úr suðaustri (þaðan koma skip frá Danmörku og Noregi) hafa landkenningu mun fyrr og það hlaut auðvitað að koma til greina að hefja vitavæðingu Íslands á því að byggja landtökuvita austar á suðurströndinni. Á tímum seglskipanna var alengt að halda skipum á leið inn í Faxaflóa langt af suðurströndinni og svo djúpt til vesturs til að forðast hina hættulegu strönd enda sigling meðfram ströndum þeim hættuleg. Með tilkomu gufuskipa breyttist þetta, þau voru ekki eins háð veðri og vindum eins og gefur að skilja og farið var að sigla nær landi en áður hafði verið gert og skip sem komu úr hafi fyrir sunnan land héldu nærri Reykjanesi á leið sinni til hinna vaxandi þéttbýlisstaða við Faxaflóa. Það voru forsendurnar fyrir byggingu Reykjanesvitans. En landtökuvitann vantaði eftir sem áður og oft var um það rætt. Danska vitamálastjórnin gerði seint á 19. öld hátimbraðar og kostnaðarsamar áætlanir um byggingu slíkra vita á Íslandi sem ekkert varð úr og þegar Stórhöfðaviti á Heimaey var byggður árið 1906 fóru fram umræður um það hvort gera ætti hann að landtökuvita með því að útbúa hann með sterku ljósi. Danska vitamálastjórnin lagðist eindregið gegn því vegna þess hversu skerjótt er við Eyjar og hefur sjálfsagt gert rétt með því.
Dyrhólaeyjavitinn (sá sem nú stendur) sem reistur var 1927 er fyrsti raunverulegi landtökuvitinn. Hann var og er ljóssterkasti viti landsins. Vitinn sem stóð í Dyrhólaey frá árinu 1910 dugði ekki sem landtökuviti vegna þess hve lítið ljós hans var. Ísland fékk sem sagt ekki sinn landtökuvita fyrr en 1927 og þá var tæknin svo langt á veg komin að árið eftir var settur þar upp radíóviti, sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi.

Reykjanesviti

Reykjanesviti á Vatnsfelli.

Samkvæmt fyrirmælum um vitavörslu voru ljós vitans ætíð tendruð klukkustund eftir sólarlag. Það gerði Arnbjörn Ólafsson þann 1. des. 1878 án nokkurrar aðstoðar frá Alexander Rothe sem var þá farinn úr landi. En auðvitað hafði hann kennt Arnbirni að meðhöndla vitatækin áður en hann fór.
Haustið 2002 kom út bókin Vitar á Íslandi. Leiðarljós á landsins ströndum 1878–2002 eftir Guðmund Bernódusson, Guðmund L. Hafsteinsson og undirritaðan. Þar er á bls. 29–41 greint frá byggingu eldri Reykjanesvitans og tildrögum hennar.
Því má svo bæta við að Reykjanesvitinn sem byggður var veturinn 1907–08 er miklu merkilegri í sögu þjóðarinnar en flestir vita af. Hann var stór og viðamikil framkvæmd á sinni tíð á íslenskan mælikvarða. Ákvörðun um byggingu hans var tekin af Íslendingum einum og forræði Dana hafnað (danska vitamálastjórnin hafði áform um að reisa þarna járngrindarvita) og enda þótt hönnuðir vitans, Thorvald Krabbe verkfræðingur og Frederik Kiørboe arkitekt, væru báðir Danir var vitabyggingarverkefnið sönnun þess að Íslendingar væru fullfærir um að taka ákvarðanir varðandi tæknimál sín og fylgja þeim eftir. Eins og gefur að skilja tengdist þetta heimastjórninni árið 1904 og er til marks um aukið sjálfstraust og áræði sem fylgdi þeim pólitísku tímamótum. Stjórnsýsluhættir í kringum málið voru kannski ekkert til fyrirmyndar eins og hægt er að lesa um í fyrrnefndu riti tveggja, Guðmunda og undirritaðs, bls. 55–56, en það var alveg heilmikill kraftur í mönnum að koma þessu verkefni í kring og þar sem það tókst svo vel er ekki vafi að það efldi kjarkinn og áræðið til frekari verka á tæknisviði.
Þá má loks geta þess að í framangreindum fróðleik um Reykjanesvitann og umhverfi hans kemur fram að Reykjavíkurhöfn hafi verið gerð árið 1912. Hið rétta mun vera að hafnargerðin í Reykjavík hófst árið 1913 og stóð um fjögurra ára skeið, til 1917.”

Heimildir m.a.:
-leoemm.com
-Samgönguráðuneytið – skalasafn.
-Alþingi – skjalasafn.
-Þjóðskjalasafnið.
-Kristján Sveinsson – Lesbók Morgunblaðsins 30. nóv. 2003.
-Kristján Sveinsson.

Reykjanes

Við Reykjanesvita – uppdráttur ÓSÁ.

Köldulaugar

Ætlunin var að ganga um Laugagilin svonefndu er hýsa Nesjalaugar, Köldulaugar og Ölfusvatnslaugar (Hagavíkurlaugar) í norðaustanverðum Hengli, ofan við Nesjavelli. Laugarnar liggja nálægt miðjum hlíðunum svo hækkunin í fyrstu var nokkur, en síðan er hægt að fylgja stikuðum stíg á milli fyrrnefndu lauganna og kindagötu að þeirri síðastnefndu.
KoldulaugargilGönguleiðin er tiltölulega greiðfær, en hafa þarf vara á að nálgast hverasvæðin því víða eru hveraugu, sem erfitt er að varast.
Hitaveita Reykjavíkur keypti Nesjavelli til orkuvinnslu 1964 og hófust fyrstu boranir 1965. Undirbúningur virkjunar fór fram á árunum 1980-85 og var ákveðið að reisa allt að 400 MW varmaaflsvirkjun. Framkvæmdir hófust 1987 og var fyrsti áfangi 100 MW virkjunar tekinn í notkun haustið 1990.

Köldulaugar
Boraðar hafa verið 18 holur og eru 13 nýtanlegar til orkuvinnslu. Tíu holur eru tengdar virkjuninni.
Nesjavallavirkjun framleiðir nú 120 MW af rafmagni og 300 MW í varmaorku, jafngildir 1640 1/sek af 83° C hita. Á Nesjavöllum hafa verið boraðar 25 holur, dýptin er á bilinu 1.000 til 2.200 metrar og mælst hefur allt að 380° C hiti. Meðalhola býr yfir 60 MW orku, sem nægir til hitaveitu fyrir 7500 manns og umframgufa er notuð samtímis til rafmagnsframleiðslu.

Koldulaugargil

Jarðgufan er ekki notuð beint heldur er hún nýtt til að hita efnasnautt kalt grunnvatn. Vatnið er fengið úr borholum við gíginn Grámel við Þingvallavatn,, hitað upp í varmaskiptum á Nesjavöllum og dælt 83 °C í tank á Kýrdalshrygg. Þaðan sem það rennur 27 km langa leið til Höfuðborgarsvæðisins.
Á um 1.100 m dýpi í holu 6 er hoti nálægt 300 °C.

Hengilssvæðið er eitt stærsta háhitasvæði landsins, um 100 km2 að flatarmáli. Hveravirkni á svæðinu á uppruna sinn í kólnandi kviku á 7-10 km dýpi. Kalt vatn streymir niður í iður jarðar, kemst í tæti við heitt berg, hitnar og leitar til yfirborðs eftir sprungum og misgengjum og birtist á yfirborði sem hverir.
Hverir og laugar eru víð á Hengilssvæðinu. Þekktustu hverasvæðin eru í Reykjadal inn af Hveragerði, á Ölkelduhálsi, í Innstadal og sunnan við Nesjavelli neðst í hlíðum Hengils. Þar heita Nesjalaugar og Köldulaugar við samnefnd gil.
Við Köldulaugargil eru nær eingöngu gufu- og leirhverir sem gefa vísbendingu um mikinn hita. Umhverfis hverina er stórt svæði með ljósum ummyndunarskellum sem gefur til kynna tilfærslu á hverasvæðinu. Ljós leir, kísill- og brennisteinsútfellingar gefa svæðinu ljóst yfirbragð ásamt rauðleitum járnssamböndum.

Nesjalaugar
Á skilti við Nesjalaugar er samskonar lýsing og á skiltinu við Köldulaugar.

Ölfusvatnslaugar (Hagavíkurlaugar)
Hins vegar er ekkert skilti við Hagavíkurlaugar, en svo eru Ölfusvatnslaugar nefndar á gOlfusvatnslaugar-4önguliðakorti Orkuveitu Reykjavíkur af Hengilssvæðinu. Í jarðfræðilýsingum á vefsíðu ÍSOR segir eftirfarandi um Ölfusvatnslaugar:
„Ölfusvatnslaugar eru austan undir Hengli, þyrping hvera og kalklauga. Hverirnir eru í brekkunni ofan við laugarnar, aðallega gufuhverir. Töluverður brennisteinn er í þeim. Laugarnar eru á dálitlum bala. Þar hafa fyrrum verið goshverir. Gospípa þess stærsta er 1,5 m á vídd og í henni smáólga af loftbólum og lítið rennsli af um 70°C heitu vatni. Hrúðurbunga, 50×50 m að stærð, er umhverfis. Hún er úr kalkhrúðri. Hverir og laugar austan við Hengil frá austanverðum Innstadal inn að Ölfusvatnslaugum eru með kolsýruríku vatni og ölkeldur koma fyrir. Koldíoxíð er kvikugas sem einkum ber á í háhitakerfum þegar innskotsmassi, hér sennilega gömul kvikuþró, í rótum þeirra storknar.“

NesjavellirÁ Nesjavöllum er ferskvatn hitað með varma úr jarðhitavökva sem fyrr sagði. Ferska vatnið inniheldur uppleyst súrefni og verður vatnið því mjög tærandi, þegar það er hitað upp í 80°C. Því er
vatnið afloftað með suðu við undirþrýsting. Við suðuna næst nær allt uppleysta súrefnið úr
vatninu, en til viðbótar er bætt í vatnið jarðhitagufu, sem inniheldur brennisteinsvetni.
Brennisteinsvetnið gengur í samband við súrefnið, sem eftir er, og það sem gæti bæst við á leið til notenda. Innihald brennisteinsvetnis í þessu hitaða vatni frá Nesjavöllum er álíka og í vatni frá lághitasvæðum Orkuveitunnar. Þó hefur komið í ljós, að brennisteinninn virðist lausari í hitaða vatninu heldur en lághitavatninu. Því er ekki hægt að yfirfæra tæringarreynslu af lághitavatni yfir á upphitað vatn. Hér er því enn eitt dæmi um að bein færsla á reynslu er varhugaverð.

Heimildir m.a.:
-Gönguleiðir á Hengilssvæðinu – göngukort.
-Upplýsingaskilti við Nesjalaugar, Köldulaugar og borholu 6.
-or.is
-Hreinn Frímannsson, Nesjavallavirkjun, Orkuþing 2001.

Köldulaugar

Köldulaugar.

 

Arnarfell

Þegar til stóð að hluti Hollywoodpeningamyndarinnar „Flags of our Fathers“ með frægum leikstjóraframleiðanda yrði tekin hér á landi hlupu einstaklingar, félög og stofnanir hver um annan þveran til greiða fyrir að svo mætti verða. Svo mikill var atgangurinn að allir sem hluta áttu að máli vildu leggja sitt af mörkum – svo þeir mættu uppskera sinn hlut af peningakökunni.
Íslenski fáninn á Eiríksvörðu á ArnarfelliHughrif eins og virðing fyrir landinu og þrautseigri sandgræðslu í Stóru-Sandvík, tillitsemi við viðkvæma náttúru og aðgát gagnvart aldagömlum kirkjustað gleymdust algerlega – því PENINGAR voru í boði. Meira að segja stofnanir eins og Fornleifavernd ríkisins og Landgræðsla ríkisins (fyrrum Sandgræðsla ríkisins) féllu á kné; annars vegar með því að vantelja fjölda fornleifa á svæðinu í og við Arnarfell og hins vegar að gefa viðstöðulaust eftir um aðstöðu á svæðunum – án teljandi skilyrða. Bæjarstjórinn í Hafnarfirði, sem fékk Krýsuvíkursvæðið til umráða með „fjandsamlegri yfirtöku“ úr umdæmi Grindavíkur fyrrum, birtist almenningi með einnar og hálfrar milljóna krónumerki í augum og brosti, auk þess em nefndir og ráð bæjarins settu umsvifalaust já á kjörseðilinn. Gengið var að öllum kröfum leikstjóraframleiðandans – skilyrðislaust.
Sviðsmynd á ArnarfelliÞá kom æmt úr einungis einu horni – FERLIR gerði athugasemdir við fyrirhugaða vegarlagningu og jarðrask, auk þess sem ábendingar voru lagðar fram um að forsendur ákvörðunartöku, sem byggð var á fornleifaskráningu á svæðinu væri ábótavant. Bent var á a.m.k. 12 fornleifar aðrar, sem sérfræðingar Fornleifaverndar ríkisins höfðu bara alls ekki ert ráð fyrir. Í kjölfarið birtist yfirklór forstöðumanns stofnunarinnar, en ekkert málefnalegt. Forn þjóðleið, sem leggja átti t.d. undir plan starfseminnar við Krýsuvíkurveginn, átti að vera uppþornaður lækjarfarvegur, nafnkenndur skúti í fellinu náttúrufyrirbrigði, brunnur gamla Arnarfellsbæjarins léttvægur o.s.frv. Ekki var litið á fornt arnarhreiður á Arnarfelli sem varðveislufyrirbæri og svo mætti lengi telja. Í stað þess að taka öllum Gamla þjóðleiðin og planið við Arnarfellviðbótarábendingum fengins höndum fór stofnunin í algera vörn – og hélt sig þar. Viðbrögðin sýndu ótvírætt viðhorf hennar til áhugafólks þessa lands um minjar og verndun þeirra – sem verður að teljast sérstakt áhyggjuefni. Hafa ber í huga að FERLIR hefur yfir að ráða menntuðu fólki á sviði fornleifafræðinnar sem og fólki með miklu mun meiri reynslu í leit og vettvangskönnun að fornleifum, en Fornleifastofnun ríkisins býr yfir.
Landgræðsla ríkisins, sem væna greiðslu, kom með útspil er virtist vitrænt þá, en sýndarleikur í ljósi nýjustu vitneskju. Gert var að skilyrði að planið fyrrnefnda yrði fjarlægt sem og öll ummerki eftir veg að fellinu. Þá yrði gengið frá öllu jarðvegsraski eftir sprengjugígi og hlíðar, sem til stóða að svíða með gaslogum, myndu verða græddar upp – pasta og punktur. En hver varð raunin tveimur árum síðar?
Til stóð að hindra FERLIRsfélaga að ganga um bæði Arnarfellssvæðið og Stóru-Sandvíkursvæðið á meðan á upptökum stæði. Öryggisverðir voru ráðnir, en allt kom fyrir ekki. FERLIRsfélagar gengu inn og út um svæðin, bæði á meðan á undirbúningi og myndatökum stóð, án þess að nokkuð var við ráðið. Fylgst var alveg sérstaklega með öllum efndum í ljósi gefinna loforða.
Í miðjum kliðum féllust forystumenn fyrirsvarsstofnunnar kvikmyndafélagsins Hollywoodiska á rök FERLIRs, bauð til vettvangsfundar og féllst á að lágmarka mögulegar skemmdir á landi. Í trausti þess að viðkomandi stofnanir myndu standa við sitt voru hin jákvæðu viðbrögð hlutaðeigandi aðila talin ásættanleg. Annað kom hins vegar á daginn.
Enn má sjá skaða á gróðri í hlíðum Arnarfells þar sem hann hafði verið sviðinn með gaslogum. Einnig í Stóru-Sandvík þar sem olía var notið í sama skyni (vegna misstaka að sögn). Vegstæðið að fellinu er enn óraskað sem og hluti plansins svonefnda. Hinn hluti þess er nú ófrágengið bifreiðaplan við Ísólfsskálaveg við austanvert Ögmundarhraun – öllum til ama. Hitt er öllu verra að eftirhreitunum hefur verið sturtað á Krýsuvíkurheiðna ofan við Selöldu – einnig öllum til ama. Jarðvegsdúkur, sem hindra átti skemmdir á ofanáliggandi jarðvegi, stendur upp úr hrúgunum á báðum stöðum sem minnisvarði um loforð, sem ekki stóð til að efna. Dúkurinn umræddi gat hvorki endurheimt hluta hinnar fornu þjóðleiðar né gróðurinn sem þar var. Ummerkin á vettvangi dæma sig sjálf.
„Stórmyndin“ Flags of our Fathers hefur litlu áorkað fyrir Hafnarfjörð og Grindavík. Hún varð einungs augnabliks afþreying þeirra sem er hvort er eð sama um allt nema sjálfa sig. Söguleg tengsl hennar við Ísland og sögu þess, arf þjóðarinnar eða menningu hennar er og verður ENGIN – til framtíðar litið. Sár landsins eru og verða þó enn til staðar um ókomin ár.
Malarhrúgurnar ofan við Selöldu sem og ófrágengið bifreiðastæðið við austanvert Ögmundarhraun eru Landgræðslu ríkisins til skammar. Þær eru einnig táknrænar fyrir afstöðu Fornleifarverndar ríkisins Hestshellir– sem og bæjarstjóra og nefnda Hafnarfjarðarbæjar.
Hér, þrátt fyrir bölsýnina, fylgir stutt saga af peningaáhuganum vegna umræddrar stórmyndar; ein senan átti að gerast við hellisop. Hestshellir við Grindavíkurveginn varð fyrir valinu. Leitað var til bæjarstjóra, en hann taldi hellinn í landi Járngerðarstaða. Kvikmyndafólkið hafði upp á einum jarðeigandanna, (Grindvíkingi #1) og hringdu í hann. Sá vissi ekkert um Hesthelli, en þegar hann heyrði upphæðina 50.000 kr. nefnda samþykkti hann viðstöðulaust. Seinna sagði Grindvíkingur #1 frá því að þegar hann heyrði að einhver hefði viljað greiða honum þessa upphæð fyrir eitthvað sem hann vissi ekkert um – hefði hann bara samþykkt það si svona.
Framangreind frásögn endurspeglar bæði viðbrögð einstaklinga og stofnana við alls kyns gylliboðum hverdagsins. Svona virðast hlutirnir ganga á Eyrinni í dag.

Stríðsfáni

Stríðsfáni reistur á Arnarfelli.

Jökulgil

„Bretar hertóku Ísland 10. maí 1940 en þeir vildu koma í veg fyrir að Þjóðverjar hernæmu landið og kæmu hér upp bækistöð. Þjóðverjar fóru að fljúga könnunarflugvélum til Íslands árið 1941 en þeir voru í fyrsta lagi að leita að veðurupplýsingum. Flug í Evrópu réðst af Íslandslægðinni svokölluðu sem segja má að stjórni veðrinu á norðaustanverðu Atlantshafi og í Vestur-Evrópu.
wulf 100Þýskar könnunar-flugsveitir fóru síðan að leggja leið sína til Íslands með reglubundnum hætti eftir að farið var að nota Hvalfjörð sem skipalægi fyrir bresk og bandarísk herskip og íshafs-skipalestirnar á leið til Norður-Rússlands. Þá vildu Þjóðverjar einnig fylgjast með uppbyggingu herbækistöðva og umsvifa breska og bandaríska hersins á Íslandi og notuðu við það flugvélar með ljósmyndabúnaði.
„Loftorrustur sem slíkar voru þess eðlis að þetta var í flestum tilvikum ein þýsk flugvél sem var gerð tilraun til að granda en oftast mistókst það af ýmsum ástæðum,“ segir Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, sem hefur skrifað nokkrar bækur um stríðsárin.
„Það verður að hafa í huga að flestar orrustuflugvélar þess tíma flugu bara sjónflug en gátu ekki flogið mikið í skýjaveðri og náttúrlega illa í slæmum veðrum. Þýsku vélarnar voru hins vegar vel búnar til langflugs á þessum slóðum. Flugmenn þeirra voru vel þjálfaðir, yfirleitt með mikla reynslu og flugu auðveldlega blindflug. Þeir nýttu sér að þeir gátu falið sig í skýjum og ef skyggni þraut gátu þeir snúið við og flogið til bækistöðva sinna í Noregi. Bresku og bandarísku orrustuflugvélarnar voru miklu verr útbúnar hvað þetta varðar en þær nutu hins vegar þess að ratsjárstöðvar gátu leiðbeint þeim en það nægði samt sem áður ekki til þess að þeir næðu í skottið á nema örfáum þýsku flugvélanna.“
Bandamenn skutu niður fimm þýskar flugvélar á Íslandi í síðari heimsstyrjöldinni. Sú fyrsta var skotin niður yfir Faxaflóa 14. ágúst árið 1942. Vélin var fjögurra hreyfla, af gerðinni Focke Wulf Fw 200 C-4 Condor sem upphaflega var hönnuð til farþegaflugs. Vart varð við ferðir hennar austur af Vík í Mýrdal með stefnu í vesturátt. Flugvélin gerði árás á skipalest 30 sjómílur suður af Grindavík um morguninn og hélt síðan með Reykjanesi og Garðskaga inn á Faxaflóa. Þar mættu henni bandarískar orrustuflugvélar og hófu skothríð að henni með þeim afleiðingum að þýska flugvélin sprakk og hrapaði í sjóinn. Þetta var fyrsta óvinaflugvélin sem Bandaríkjamenn skutu niður í Evrópu í síðari heimsstyrjöldinni.
Svinaskard-991Þýski lautinantinn Harald Osthus flaug vél 120. könnunarsveitar af gerðinni Junkers Ju-88D yfir Borgarnes 18. október sama ár; 1942. Flugvélar 33. orrustuflugsveitar Bandaríkjahers voru sendar á loft frá Reykjavík. Osthaus reyndi að felast í skýjum yfir Þingvöllum eftir að skotið hafði verið á flugvélina en ein bandarísku flugvélanna rak í hana hreyfilinn með þeim afleiðingum að stél þýsku vélarinnar eyðilagðist. Bandaríska flugmanninum tókst naumlega að lenda á Reykjavíkurflugvelli en vél Þjóðverjans hrapaði í Svínaskarði og fórst Osthus ásamt tveimur félögum sínum þennan októberdag.
Það var svo í apríl árið eftir, 1943, að áhöfn úr 50. orrustuflugsveit Bandaríkjahers skaut niður aðra Junkers 88 flugvél yfir Faxaflóa. Vélin lenti í hrauninu á Strandarheiði ofan við Vatnsleysuströnd. Karl Bruck lautinant flaug vélinni og fórst hann ásamt tveimur öðrum en loftskeytamanninum, Anton Mynarek, tókst að bjarga sér í fallhlíf en hann var fyrsti þýski flugmaðurinn sem bandarískir hermenn tóku til fanga í styrjöldinni í Evrópu.
„Það var auðvitað mikilvægt að Þjóðverjar kæmust ekki upp með að geta flogið að vild og kannað hvað hér væri á ferðinni sem varð að fara leynt, hvort sem það voru skipaferðir eða uppbygging heraflans og bækistöðva,“ segir Friðþór. „Ótti manna tengdist því að ef í ljós kæmi að varnirnar á landinu töldust vera litlar eða lélegar, þá kynnu Þjóðverjar að gera hér meiriháttar loftárás á hernaðarskotmörk eða jafnvel á Reykjavíkurhöfn eða flugvöllinn.“

Heimild:
-Ský, 3. tbl. 1912, bls. 34-36.

Breiðagerðisslakki

Þýskur flugmaður handtekinn eftir að hafa hrapað í Breiðagerðisslakka ofan Vatnsleysustrandar.

Litli-Hamradalur

Upplýsingar höfðu borist um að efst á Núpshlíðarhálsi væri steinn. Í hann hafi verið grópuð hola. Aðrir lausir steinar eru þar hjá. Líklegt mætti telja að þarna hafi verið stöng á landamerkum enda bendi heimildir til þess??
GatiðÁgreiningur hefur verið um merkin þarna, millum Ísólfsskála og Hrauns. Í örnefnalýsingu fyrir Ísólfsskála segir m.a.: „Úr fjöru við Festargnípu vestan við svonefndan Skálasand til norðurs að merktum kletti við götuna á Móklettum, svo til austurs í miðja suðuröxl á Borgarfjalli. Síðan sama sjónhending austur Selvallafjall að merkjum Krýsuvíkur og þá suður að Dágon.“ Samhljóða texti er í landamerkjabréfi frá 1890, samþykkt af á Hrauni af fólki frá Hrauni. Austurmörkin eiga skv. þessu að vera um „Selsvallafjall“, sem er ofan Selsvalla, norðarlega í Núphlíðarhálsi.
Í örnefnalýsingu fyrir Hraun segir um sömu merki: „…úr austanverðu Festarfjalli úr berggang, sem þar er, og nefndur er Festi. Er það alláberandi stuðlabergsgangur, hálsfesti tröllkonu nokkurar, þaðan beint norður yfir fjallið í Mókletta, sem vegurinn liggur nú í gegnum. Þaðan beint austur í Skarðvallaháls, norður í svonefndan Sogaselsdal…“ Hér er getið um „Skarðvallaháls“. Hann er sunnarlega í Núphlíðahálsi, eða skammt norðan við þar sem gamli vegurinn fór um skarð á hálsinum fyrrum.
HrafnÆtlunin var að skoða vettvang  þar sem gatsins er getið og kanna verksummerkin með hliðsjón af lýsingum beggja jarðanna.
Lagt var af stað upp úr Litla-Hamradal og gengið á Hálsinn. Uppgangan var auðveld með því að þverskera hlíðina jafnt og þétt upp á við. Hrafnaflokkur fylgdist með úr lofti. Þegar komið var upp fyrir Selsvelli (ofan Selsvallafjalls) var hálsinum fylgt til suðurs uns komið var að nefndum steini. Ekki þurfti mikla skoðun til að sjá að hér var um að ræða skessuketil í móbergsbjargi. Þeir myndast þannig að laust grjót (steinn) úr hraðara bergi nær að fá vindinn til að leika við sig, velta sér um og fram og til baka uns hann myndar smám saman skál eða holu í bergið. Síðan hjálpa vatn og frostverkun til við að stækka ketilinn. Þegar holan er orðin það djúp að vindurinn nær ekki niður í hana fyllist hún smám saman af sandi og gróðri. Engin mannanna verksummerki fundust þarna. Þá kom staðsetningin ekki heim og saman við fyrrnefndar lýsingar á mörkum Hrauns og Skála.
Á NúphlíðarhálsiSkv. upplýsingum
Guðmundar Guðmundssonar, bónda, Ísólfsskála, er umhverfinu af Núphlíðahálsi lýst þannig: „Á Selatöngum var sundmerkið þannig, að Dagon átti að bera í Litlabólið í Núpshlíð. Vestur af Lambastapa er berg og ekki undirlendi. Undir því bergi er nefnt Skálasandur. Vestar er stuðlabergsgangur, sem heitir Festi. Þaðan á Þórir haustmyrkur að hafa numið land austur í Selvog, og nú eru hér meki móti Hrauni.
Nú tökum við aðra umferð og byrjum enn austan frá. Upp af Selatöngum er hraunið nafna- og auðkennalítið, frekar jafnlent, þó ekki sé það slétt. Merkin eru hér línan úr Dagon í Trölladyngjurætur að vestanverðu, en Trölladyngja er útbrunnið eldfjall. Hraun á ekki svo langt til norðurs. Núpshlíðarháls, sem reyndar vafi er, hvort Hraun á í. Hlíðin sunnan í hálsinum heitir Núpshlíð. Þar uppi er hið forna Vigdísarvallaland. Á móti þar austast er fjallshlíðin nefnd Skalli, og er það í Vigdísarvallalandi. Vestur af því er smárauf nefnd Litlaból lítið fjárból, er blasir vel við frá Selatöngum, enda innsiglingamið þar á leguna.
Þar upp af er lægðin nefnd Dalur og upp, og ofan eða austanvert við há-Núpshlíð heitir Langagörn. [Annar staðar segir Ísólfur NátthagiGuðmundsson: Krossgil er vestanverðu í Stóra-Hamradal, er í Vesturhálsi.] Hún liggur meðfram dalnum alla leið að Vigdísarvöllum, breytir þar um útlit og nefnist innst Litli-Hamradalur. Vel má vera, að öll Langagörn sé í Krýsuvíkurlandi, en ég set hana hér, því annars glatast hún. Vestar og hærra en Litlabót er Stórabót. Það er móhella. Þar austur og upp af er Skálagörn, skora, er liggur til norðurs. Þar er vinkilbeygja á gamla veginum. [Loftur Jónsson segir um þetta í sinni lýsingu: „Skálagörn er jarðsig suð-suðvestan í Núphlíð og liggur frá jafnsléttu að gamla veginum norðan Núphlíðar. Móklettur eða hella í hlíðinni að vestan heitir Stóraból. Skalli er hnúkur sem gengur í suður úr Núphlíð og er hann á mörkum Vigdísarvalla og Ísólfsskála. Vestan Skalla er kvos þvert yfir Núphlíð sem heitir Langagörn (Vallagörn). Vestan undan Löngugörn fremst er klettur sem heitir Litlaból.

Brak

Vestan Skalla er kvos sem heitir Dalur (og þar fyrir norðan kemur Vallagörn eða Langagörn sem nær norður fyrir Litla-Hamradal… Núphlíðarháls nær frá gömlu götunni í Núphlíð og fremst í Krossgil. Krossgil er fremst í Stóra-Hamradal og þar fyrir austan er Lyngkrókur. Að kunnugra manna sögn þá er Leggjabrjótshraun vestan við Höfða en Grákvíguhraun á milli Höfða og Núphlíðarháls. Á korti er Leggjabrjótshraun sagt austan Höfða og er það sennilegra því þar er hraunið úfið og illt yfirferðar en vestan Höfða er það tiltölulega slétt.]
Vestan við Núpshlíð er hraunspilda, sem heitir Grákvíguhraun og nær vestur að allmikilli hæð, sem nefnd er Höfði. Við suðurenda hans er vegurinn allknappur og heitir þar Méltunnuklif. Er sagt, að þar hafi eitt sinn farið méltunna af hesti og niður fyrir.“
Í örnefnalýsingu fyrir Hraun (Gísli Hafliðason) segir: „Bærinn stendur við sjó vestanvert við Hraunsvík, rétt utast við hana vestanverða. Merkjalína sú, sem Gísli gaf mér upp (og fyrr er getið um), var þannig: úr austanverðu Festarfjalli úr berggang, sem þar er, og nefndur er Festi. Er það alláberandi stuðlabergsgangur, hálsfesti tröllkonu nokkurar, þaðan beint norður yfir fjallið í Mókletta, sem vegurinn liggur nú í gegnum. Þaðan beint austur í Skarðvallaháls, norður í svonefndan Sogaselsdal… Ef tekin er önnur lýsing, þá ber henni saman að vestan og norðan og að austan, nema, að þar eru merkin frá Selsvallafjalli samhliða Krýsuvík, þar til ber saman miðsuðuröxlin á Borgarfjalli og Móklettar.

Varða

Verður þessi lýsing því örugglega af einhverjum hluta Skálalands líka, sbr. þinglesin merki, því ég held þau fyrri séu ekki þinglesin, þó ég sé engan veginn viss um það… í Þrengslum þessum eru rústir eftir Hraunssel. Þar var haft í seli endur fyrir löngu frá Hrauni. Sandfellið er stórt fell. Hér nokkru norðar slítur hraunhaft þrengslin í sundur, og heitir þar norðar Selsvallafjall, og Selsvellir er gróið landsvæði þar, fallegt um að sjá… Austur frá Hvernum eina eru Grænavatnseggjar. Eru þær framhald af Selsvallafjalli. Undir hömrum í þeim eru Kúalágar. Hér inn með hálsinum heitir Bergháls. Hann er framan við Trölladyngju. Þaðan sést á Höskuldarvelli, og er bratt niður á þá. Smákonu-  eða  Spákonuvötn eru tvö eða þrjú, innan við Grænavatn í Sogunum.“
SelsvellirLoftur Jónsson segir um merkin í sinni örnefnalýsingu: „Austast í Siglubergshálsi eru móbergshnúkar og heita Móklettar. Landamerki Hrauns og Ísólfsskála eru úr Eystrinípu í Festi og í norðurhnúk Mókletta. Þar er merki klappað í móklöpp. Þaðan eru merkin í miðja suðuröxl Borgarfjalls. Síðan ber landeigendum ekki saman um landamerki. Eigendur Hrauns segja þau í vörðu á Núphlíð og síðan norður í Sogaselsdal. Eigandi Ísólfsskála segir þau úr öxl Borgarfjalls og í Selsvallafjall og þaðan í Sogaselsdal.“ Finna þarf fyrrnefnda vörðu eða leifar hennar.
Komið var við í Hraunsseli í veðurblíðunni. Síðan var haldið upp á Hálsinn á ný. Í gróinni hlíðinni er hvammur, sennilega nátthagi frá selinu. Efst á Hálsinum, skammt norðan við selið, fannst brak úr Hudson-flugvél, sem fórst þar á stríðsárunum. Hún tilheyrði 269. flugsveit Breta. Slysið er, skv. slysaskýrslunni dags. 10.06.1943, staðsett í Driffelli. Flugstjóri var J. Coles, en auk hans voru í vélinni J.J. Hill, L. Franklin, J.E. Robbins og F.G. Crofts. Þeir fórust allir.

Selsstígur

Vélin var í eftirlitsflugi er hún fórst.
Hálsinum var fylgt áfram til suðurs. Þar á háhæð eru ummerki eftir vörðu. Gat er í móbergsklöppinni, að því er virðist eftir mælistiku. Staðurinn kom þó ekki heldur heim og saman við fyrrnefndar merkjalýsingar, enda engin „sjónhending“ að Móklettum þaðan.
Ljóst er að merki Hrauns og Ísólfsskála eru sunnar á Hálsinum, sennilega á svonefndum „Skarðvallahálsi“. Sá háls er að öllum líkindum þar sem gamli vegurinn fór um skarð á hálsinum. Ofan þess hækkar hann verulega og kæmi ekki á óvart að þar kynnu að leynast ummerki eftir landamerki. Skoðun þess svæðis bíður nálægrar FERLIRsferðar, enda landssvæði sem ekki hefur verið gaumgæft sérstaklega, en full ástæða hefur verið til ef tekið er mið af fjölbreytileika landslags og litbrigða á svæðinu.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Ísólfsskála.
-Örnefnalýsing fyrir Hraun.

Hraunssel

Gálgaklettar

„Á allmörgum stöðum nálægt Reykjavík voru menn teknir af lífi. Um þetta eru bæði til munnmæli og ritaðar heimildir.
Í thingvellir-drekkingarhylurHafnarfirði eru til Jófríðarstaðir, sem einnig hafa verið nefndir Ófriðarstaðir. Þar getur Árni Magnússon um Gálgatorfu, en engum sögum fer þó af aftökum. Bessastaðir voru langt fram eftir öldum geymslustaður fyrir hina verstu skálka og þar var algengt að menn væru teknir af lífi eftir fangavist. Árið 1634 var konu drekkt í torfgröf þar nærri. Í Gálgahrauni gegnt Bessastöðum eru Gálgaklettar, sem virðast bjóða upp á að gálgatré sé sett milli þeirra, en ekki munu þó skjalfestar heimildir um það. Þó er sagt frá þjófi sem hengdur var fyrir að stela smjöri suður af Bessastöðum og fleiri sagnir benda til þess að þar hafi nafngreindir menn verið líflátnir. Árbæjarmorðmálið varð frægt í sögum, þó að nú hafi þagnað þar um. Maður hét Sigurður og var Arason. Hann var ungur og ógiftur árið 1704, en bjó hjá móður sinni á hálfum Árbæ, en á hinum helmingnum bjó Sæmundur Þórarinsson með Steinunni konu sinni Guðmundsdóttur. Steinunn þessi fékk Sigurð Arason til þess að bana manni sínum. Þeir fóru saman að veiðum í Elliðaánum 21. september og Sæmundur fannst örendur undir Skötufossi næsta dag. Fljótlega kom upp kvittur um að Sigurður væri banamaðurinn og við yfirheyrslu játaði hann glæp sinn og síðar Steinunn líka. Sigurður var höggvinn skammt frá túngarði dómþingsins í Kópavogi, en Steinunni drekkt í læknum þar fyrir austan. Var svo höfuð Sigurðar sett á stöng við gröf hans. Þess má geta að árið 1988 fundust dysjar á þessum slóðum þegar leggja átti veg. Í þeim voru annars vegar bein konu sem sögð var í „óvenjulegri stellingu“ og giskuðu menn á að hún gæti hafa verið dysjuð í pokanum eftir drekkinguna, en hins vegar fannst beinagrind af karlmanni sem á vantaði höfuðið. Konu af Suðurnesjum sem launfætt hafði barn var varpað fyrir sjávarkletta eftir dóm í Kópavogi, en ekki eru þeir nánar staðsettir. Við Skerjafjörð er Hangahamar, en það kann að vera náttúrunafn.

Upp úr 1750 fækkaði aftökum mjög. Glæpamenn voru sendir til refsingar í Danmörku og nokkru síðar var reist glæsilegt fangelsi við Arnarhól í Reykjavík, sem nú hýsir galgaklettar-991ríkisstjórnarfundi. Á þessum árum hafði mannúðar-sjónarmiðum vaxið fiskur um hrygg, en íslenskum sýslumönnum líkaði illa að geta ekki hengt þjófa að fornum sið. Þrátt fyrir að konungur boðaði árið 1734 að ekki skyldi lengur taka menn af lífi fyrir þjófnað sniðgengu íslenskir valdsmenn þau fyrirmæli. Árið 1757 skrifuðu þeir undir bænaskjal til konungs um að mega halda áfram þessum gamla skikk, en voru ekki bænheyrðir. Sem fyrr var það sjónarmið ofan á að það horfði til sparnaðarauka að fá að hengja þjófa af sparnaðar- og hagkvæmnisástæðum, því að varðhald og flutningur til Danmerkur voru dýr.
Alþekktar eru frásagnir af hinni síðustu aftöku á Íslandi árið 1830, en nokkrum árum síðar var Sigurður Gottvinsson, sem sat af sér dóm í Kaupmannahöfn, hálshöggvinn. Hafði hann banað fangaverði. Fáir vita að dauðarefsing var í lögum á Íslandi miklu lengur og síðast var maður dæmdur til dauða hér á landi árið 1914, þó að refsingunni væri ekki framfylgt. Þá var kona dæmd til dauða fyrir morð, en hún var náðuð og refsingunni breytt í fangavist. Árið 1928 var dauðarefsing loks felld úr lögum á Íslandi.“

Heimild:
-Ský, 3. tbl. 1912, bls. 24-27.

Kópavogur

Þinghóll – dysjar.

Almenningavegur

Í örnefnaskrá og öðrum heimildum úr Vatnsleysustrandarhreppi er Almenningsvegurinn nefndur og er þá átt við þjóðleiðina sem lá úr Vogum (sem og öðrum byggðum sunnar) og inn í Hafnarfjörð. Frá Vogum nefndist hún Almenningsleiðin, en frá Kúagerði nefndist hún Alfaraleið til Hafnarfjarðar.

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnur við Alfaraleiðina.

Gatan er hér gengin eftir endilöngum Vatnsleysustrandarhreppi frá Hæðinni við Voga og eins langt inn úr og hægt er. Frá vegamótum Vogar-Vatnsleysuströnd er stefna götunnar til norðausturs á Presthóla, tvo ílanga hóla sem ber við himin og liggur hún á milli þeirra. Vegna þess hve gatan er óljós að Presthólunum er best að staðsetja hólana frá Hæðinni áður en lagt er upp. Stekkjarholt er rétt neðan Neðra-Presthóls en Brunnastaðalangholt suðaustan við þá.
Vegurinn var í eina tíð vel varðaður og enn má sjá vörðubrot á þessum fyrsta hluta leiðarinnar með tiltölulega stuttu millibili ef vel er að gáð. Fólk ætti að huga að því ef það er óvisst um götuna, en veit nokkurn veginn stefnuna að undantekningalítið má finna hana aftur við hóla þar sem eitthvert graslendi er og á það sama við um flestar gamlar götur sem liggja að hluta um grjótmela og moldarflög.
Á milli Presthólanna er gatan djúp og augljós og skammt austan þeirra sjást hófför í klöppum. Frá hólunum liggur leiðin svo í stefnu á Arnarbælið sem er að margra mati stærsti og fallegasti hóllinn í heiðinni. Gatan liggur fast við hólinn að ofanverðu og er mjög greinileg þar. Arnarbælið er grasi vaxið og ágætur áningarstaður fyrir göngufólk en vatn er þar ekkert frekar en annars staðar á þessum slóðum. Frá Arnarbæli til Breiðagerðis er vegurinn mjög óljós og að mestu óvarðaður svo erfitt getur verið að rekja hann síðasta spölinn niður í Breiðagerði.
Ofan Breiðagerðis þar sem Gamlivegur og núverandi Strandarvegur koma saman má sjá vísi að vegagerð fyrri tíma, þ.e. flórlagða götu sem stundum var nefnd Hestaslóðin og gæti verið að sú slóð hafi verið lögð ofan á Almenningsveginn. Gott er að fylgja Hestaslóðinni inn á móts við Kálfatjarnarafleggjarann.

Almenningsvegur

Á Almenningsvegi.

Á köflum allt inn að Prestsvörðu sem stendur rétt ofan og austan afleggjarans að kirkjunni er gatan grjótfyllt milli klappa, þ.e. flórlögð svæði sem nú eru mosagróin að mestu.
Austan vörðunnar hækkar landið dálítið og þar heitir Hæðin. Frá götunni á þessum slóðum sjáum við annað veifið í Staðarborgina, stóra grjóthlaðna fjárborg í Kálfartjarnarheiði. Á leiðinni upp hæðina er hætta á að tapa götunni endrum og sinnum enda engar vörður sjáanlegar sem gætu vísað veginn. Neðan við Strandarveginn innst á Hæðinni er Stefánsvarða, falleg og reisuleg, kennd við Stefán Pálsson útgerðarmannn á Stóru-Vatnsleysu (f.1838). Varðan var endurhlaðin árið 1970 af Jóni Helgasyni frá Litlabæ og syni hans Magnúsi. Á stein í vörðunni er klappað nafnið Stefánsvarða. Varðan stendur við gamla götu sem virðist vera frá svipuðum tíma og Almenningsvegurinn og liggur hún neðar og nær bæjum allt frá Vatnsleysu og að Kálfatjörn og hefur líklega verið meira notuð af heimafólki en hinum almenna vegfarenda. Hólarnir tveir neðan við vörðuna heita Stefánsvörðuhólar, norðan undir nyrðri hólnum er Borgarkotsstekkur.
Þegar komið er upp á Hæðina er auðvelt að rekja sig eftir götunni sem liðast á milli hóla skammt ofan Strandarvegarins. Innri hæðin á þessum slóðum heitir Tvívörðuhæð og gengur Strandarvegurinn í gegn um hana en dálítill slakki skilur á milli hæðanna tveggja.

Vatnsleysuströnd

Almenningsvegur – Eiríksvegur ofan Vatnsleysu.

Haldið er áfram eftir Almenningsveginum og rétt austan Tvívörðuhæðar er Arnarvarða. Varðan sjálf er nú grjóthrúga en hóllinn sker sig nokkuð úr umhverfinu og liggur djúp gatan fast við hann að norðanverðu. Nær bílveginum er Tvívörðuhóll og lítill stekkur vestan undir honum.
Frá Arnarvörðu er vítt útsýni yfir heiðina og niður til Strandarinnar. Upp undir Reykjanesbraut sjást Hafnhólarnir tveir, Litli- og Stóri-, er sá síðarnefndi í stefnu á Keili séður frá Arnarvörðu. Nær er svo nokkur hæð sem heitir Þorsteinsskáli, er hún í stefnu á Þorbjarnarfell við Grindavík. Suðvestan Þorsteinsskála sést Staðarborgin á sléttlendi. Rétt sunnan við Arnarvörðu er langur klapparhryggur sem heitir Löngubrekkur.
Nú hallar undan fæti og gatan er augljós austur af Arnarvörðu. Á móts við gamla Flekkuvíkurafleggjarann liggur Almenningsvegurinn um 50 m fyrir ofan Strandarveginn, þar er lítið grjótbyrgi sem hlaðið hefur verið við veginn. Á þessum slóðum, rétt ofan hans, er gömul vegagerð sem heitir Eiríksvegur og liggur hann frá Kúagerði og endar í Flekkurvíkurheiðinni. Við breikkun Reykjanesbrautar færðist Strandarvegurinn ofar í heiðina með tilheyrandi hringtorgi að brautinni en þessi lýsing miðar við Strandarveginn eins og hann lá fyrir breytingarnar, enda sér móta vel fyrir honum austan við gamla veginn ofan við Vatnsleysuströnd.
Stuttu innan grjótbyrgisins er farið yfir Hrafnagjá, þrönga misgengissprungu sem gengur niður um tún Stóru Vatnsleysu og í sjó fram. Rétt vestan gjárinnar og neðan Eiríksvegar er komið að Vatnsleysustekk. Á þessum slóðum er erfitt að fylgja götunni og virðist sem Eiríksvegur liggi yfir hana á köflum. Ofan vegar við Stóru Vatnsleysu er túnblettur og ofan hans liggur Eiríksvegur og Almenningsvegurinn hlið við hlið.

Almenningsvegur

Almenningsvegur við Arnarvörðu.

Nú hallar aðeins undan fæti og slóðinn nálgast Strandveginn aftur og þar hverfur hann og Eiríksvegur undir afleggjarann að rafstöð fiskeldisstöðvarinnar við Vatnsleysu. Innar, á móts við Steinkeravík (Stekkjarvík), sem er austan stöðvarinnar liggja vegirnir þrír þétt hlið við hlið og er Almenningsvegurinn í miðjunni.
Fagurhóll heitir hóll niður við sjóinn innan víkurinnar og á móts við hann liggja vegirnir tveir undir Strandarveginn, Almenningsvegurinn þó aðeins innar. Áfram er haldið veginn um Akurgerðisbakka en sjórinn hefur sýnt bökkunum töluverðan ágang og næst Afstapahrauninu hverfur hann undir malarkamb en kemur svo aftur í ljós í Kúagerði. Kúagerði var frægur áningarstaður áður, gott vatn í tjörninni og nógir hagar um kring. Þarna liggur Almenningsvegurinn fast við fjörukambinn og myndar nokkuð grasi gróna rönd, kögraða hraungrýti, en þegar komið er að tjörninni hverfur gatan undir umrótið sem varð við byggingu Reykjanesbrautar.

Næst er haldið frá Kúagerði upp fyrir Reykjanesbrautina og að austurjaðri Afstapahraunsins en þar mátti rekja götuna áfram en líklega er hún nú horfin undir nýbreikkaða brautina. Rétt við gamla Keflavíkurveginn á móts við Hvassahraun er Hvassahraunsrétt og þar finnst gatan aftur ofan vegarins. Hún liðast upp hólaklasann á milli Gamla-Keflavíkurvegarins og Reykjanesbrautarinnar. Innan við hólana hverfur hún síðan undir brautina rétt áður en vegirnir fara að liggja alveg samhliða austan Hvassahraunsbæjar (þetta getur hafa breyst við breikkun brautarinnar. Há uppfylling er þar sem Almenningsvegurinn kemur undan brautinni og þar er gatan mjög greinileg en vörður eru engar við hana á þessu svæði.

Alfaraleiðin

Alfaraleiðin.

Framundan er nokkuð hæðótt og gróið hraun þar sem vörður sjást á stangli við götuna. Þegar innar dregur liggur hún um nokkuð slétta, vörðulausa hraunfláka sem nefnast Sprengilendi. Í fyrstu er leiðin óljós en þegar komið er hálfa leið yfir „sléttuna“ skýrist hún verulega og hófför fara að sjást í klöppunum. Gatan liggur ofarlega á þessu svæði en þó aldrei meira en 3-400 m frá Reykjanesbrautinni.
Innan við Sprengilendið liggur slóðinn ofan við mjög klofinn og sérkennilegan hraunhól en ofan götunnar og hólsins er hæð sem heitir Taglhæð og á henni er merktur jarðsímastrengur. Þarna sveigir Almenningsvegurinn til austurs, hækkar dálítið og fjarlægist Reykjanesbrautina til muna. Næst er haldið yfir kennileitalítið svæði um nokkurn veg. Framundan til hægri við götuna og aðeins ofar er mjög sérkennilegur, stakur klettahóll sem er eins og hetta í laginu. Þessi hóll er mjög áberandi séður frá Reykjanesbrautinni þó hann sé ekki stór. Hér sjást lítil og fá vörðubrot við götuna. Nú fer útsýnið að víkka til muna og fljótlega sést í stóra sprungna klapparhæð í austurátt sem nefnist Smalaskálahæð og klapparhól í framhaldi af henni til suðurs. Stefna götunnar er fast hægra megin við hólinn í stefnu sem næst á Vífilfellið. Neðar sést í Kristrúnarborg, fallega heillega fjárborg frá Óttarsstöðum sem sögð er hlaðin um 1870 af Kristrúnu Sveinsdóttur húsfreyju á Óttarsstöðum og vinnumanni hennar. Handan borgarinnar er svo Smalaskálhæðin með fallegum jarðföllum sem gaman er að skoða. Þá er gengið um Draugakróka.

Alfaraleiðin

Alfaraleiðin um Hafnarfjörð.

Gvendarbrunnshæð heitir næsta hæð en sveigt er upp fyrir hana og farið um Löngubrekkur sem liggja utan í hæðinni ofanverðri. Nú sést í fjárskjól, Gvendarbrunnshæðarskjól, með hleðslum við op og er hellirinn í hæðinni við götuna. Fast austan við fjárskjólið er svo Gvendarbrunnurinn, gott vatnsból í klöpp en um brunninn þveran liggur gömul fjárgirðing.
Austar er komið að hárri og uppmjórri vörðu en hún er sú fyrsta af nokkrum fallegum vörðum sem standa við götuna frá Gvendarbrunnshæð að Kapelluhrauni. Nú taka Þrengslin við en þar liggur hún þröngt á milli hárra hraunhóla. Næsta kennileiti er hár og brattur klapparhóll með rismikilli vörðu sem sést víða að. Neðan við hann er gatan mjög greinileg en frá hólnum og ofan eyðibýlisins Þorbjarnarstaða er hún óljós og hverfur loks undir háan hraunkantinn spöl fyrir ofan Gerði (sumarhús á vegum álversins). Þar sem gatan lá upp á hraunið hét Brunaskarð syðra. Mótar enn fyrir því í hraunkantinum þar sem gatan liðast upp á hraunbrúnina.
Framundan eru svo brunaruðningarnir á móts við álverið og að sjálfsögðu sést engin gata þar fyrr en komið er að Kapellunni sem stendur á hraunhól í miðju umrótinu rétt ofan við Reykjanesbrautina beint á móti álverinu. Gatan sést þar á um 10 m kafla. Kapellan, sem var endurhlaðin á sjöunda áratug 20. aldar, er friðlýst lítið grjótbyrgi úr hraunhellum og snúa dyrnar í suðvestur en veggirnir eru tæplega mannhæðar háir. Kapellan er tileinkuð heilagri Barböru, dýrðlingi úr kaþólskum sið. Fyrir innan Kapelluna tekur við rutt svæði, en göngustígur liggur um það áleiðis til Hafnarfjarðar. Þegar komið er inn á hraunið á ný sjást vörðubrot. Þeim er fylgt til norðurs uns gatan beygir undir Reykjanesbrautina þar sem hún fylgir hraunlægðum í áttina að hárri vörðu, sem nú er á golfvellinum. Héðan í frá sést ekki móta lengur fyrir gömlu Alfaraleiðinni um Hvaleyri og til Hafnarfjarðar.

Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd – Sesselja G. Guðmundsdóttir.

Vatnsleysuströnd

Vegir á Vatnsleysuströnd – ÓSÁ.

Ármannsfell

Frá Ármannshelli í Ármannsfelli segir í Ármannssögu? Er sagan kannski einber skáldskapur? Ármann í Ármannsfelli var sagður vera vitur risablendingur á landnámsöld, sem var næsti nágranni Ingólfs Arnarssonar í norðaustri. Ingólfur benti honum m.a. á nýlega byggð ofan byggðar hans sbr. fimmta kafla sögunnar:
armannsfell-21„Ármann gerði bú í Ármannsfelli.
Þá er kom fram á vetr ok lengdi daga, gekk Ármann norðr ok austr um fjöll ok gerði sér leiðir kunnar ok landslag.
Þat var einn dag, at Ármann gekk um kletta nokkura, er liggja norðr frá Hrafnabjörgum. Hann sá, at maðr gekk fyrir honum. Maðrinn var lágr vexti ok hafði fuglakippu á herðum. Ármann nálgast hann skjótt ok spyrr hann at nafni. Hann kvaðst Hleiðúlfr heita, — «ok á ek hér byggð, eða ertu Ármann? Ok veit ek víst þú stýrir heillum.» Ármann bað hann vísa sér til bólstaðar, þar er landkostir séu. Hleiðúlfr segist þat mega gera. «Fell stendr hér gagnvart, ok eru skógar miklir ok grasgæði, at trautt munu betri finnast. Ok vísa ek þér því hér til, at ek vil þik sem næst byggð minni, því mér mun oft gagn af þér standa ok fleirum, er þín við þurfa.» Ármann brosti ok kvað honum vel mælast, — «ok muntu góðr karl.» Gaf hann þá Hleiðúlfi hníf ok belti. Hann tók við ok þakkaði gjöfina ok kvaðst launa skyldu. Ármann segist eigi til launa gefit, — «en góð þykir mér vinátta þín.» Skildu þeir síðan, ok ferr Ármann heim. Um vorit at tvímánuði taldi bóndi fé sitt ok var einskis vant. Gaf hann Ármanni tólf ær með lömbum ok tólf geldinga. Keypti hann byggð sunnan undir fellinu ok felldi skóg til rjóðrs. Eigi er getit, at hann réði hjú til bús síns, ok græddist honum fljótt fé. Þat fann Ármann, at fét sótti meir norðr um fellit. Þótti honum ágangr meiri it neðra.
armannsfell-22Flutti hann þá byggð sína norðr í fellit. Þar hafði hann helli mikinn ok annan handa fénu. Vandi hann svo fét, at þat rann sjálft til hellisins hvert kveld, er viðraði.
Þat fundu byggðarmenn skjótt, at eftir þat Ármann kom í fjallit, urðu fjárhöld ok heimtur betri, ok töldu bændr fé sitt úr afréttum, en þess er vant var, kom sjálfkrafa, ok þótti þeim sem Ármann ræki þat til byggða. Tóku því margir þat ráð, er þeim var nokkurs vant, at heita á hann til fulltingis, ok sumir leituðu styrks ok hjálpar hjá honum, ok þat gafst þeim öllum vel. Gerðist hann því vinsæll víða um landit. Á sumrum hélt hann fé sínu norðr um Bláskóga ok í felli því, er hann kallaði Kvikféyndisfell, ok þótti honum þat þá feitara at mörvum. Þá er Ármann hafði verit nokkura vetr á Íslandi, kom utan úr Norvegi Bárðr Dumbsson, frændi hans, ok setti bú á Snæfellsnesi. Fundust þeir brátt ok bundu með sér þann forna vinskap, er verit hafði með feðrum beirra. Ok svo hefir frá sagt verit þeir hafi þegit veizlur hvor af öðrum at miðjum vetri ok héldu því jafnan.“

Og þá var bara að leita framangreindra staðfestinga á sögunni…

Ármannsfell

Ármannsfell frá Prestastíg.

 

Þorbjörn

Jón Tómasson segir í Faxa 1945 frá ferð sinni til Grindavíkur undir fyrirsögninni „Hvað er að gerast þar?“.
Grindavik-991„Hvað bíður manns bak við þetta gráa og úfna apalhraun? hugsar sjálfsagt margur, sem rennur fyrsta sinni inn í hið háa og hrikalega Grindavíkurhraun fyrir sunnan Seltjörn. Og ef það væri ekki þessi mjói mjúki vegur, sem brotinn var gegnum torfærurnar fyrir um 30 árum, og sem telja má allgóðan, þá væri vegfarandi ekki miklu betur settur heldur en þótt hann stæði í Ódáðahrauni. Þess má geta, að á meðan umferð var hófleg um þennan veg, var hann talinn með allra beztu vegum landsins.
Þegar komið er suður á Selháls, er meirihluti hraunsins að baki, Svartsengi og Hagafell ávöl og mild að frádregnum Gálgaklettum til vinstri — þar sem útilegumenn voru hegndir áður fyrr — og Þorbjörn með björtum og djörfum línum til hægri.
Þó að Þorbjörn sé hvorki stór né hrikalegur, er hann elskaður og virtur af Grindvíkingum. Hann er fagur og heillandi. Hann býr yfir grindavik-992einhverju duldu og hann hefur laðað til sín frá því að hann var fyrst augum litinn. Utsýni af honum er ágætt, enda hefur hann hjálpað mörgu Grindvísku ungmenni til að víkka sjóndeildarhring sinn, og sýnt þeim fyrsta sinni Eyjafjallajökul, Vestamannaeyjar, Eldey og allt Reykjanes, Esjuna og Reykjavík, Snæfellsjökul og svo allt þarna á milli. Og saga Þorbjörns er án efa einhver sú merkilegasta, sem nokkurt fjall á. En því miður kann ég ekki mikið af henni. Jarðfræðingarnir eiga sjálfsagt eftir að segja okkur eitthvað af henni. Öllum eru þó kunnug tröllin, sem til voru í gamla daga. Eitthvert þeirra hefur orðið ógurlega reitt við Þorbjörn litla og ætlað að sökkva honum í sjó eða kljúfa bann í herðar niður, og hann ber þess menjar ennþá.
Þjófagjá er glöggt merki þess, en hún gengur fró toppi og langt inn í iður fjallsins.
Þegar maður er grindavik-993þar niðri, finnst manni maður vera svo nærri  þessu óþekkta og furðulega, sem inni fyrir býr, að maður stendur á öndinni og væntir þess að heyra búktal jarðarinnar eða einhverjar annarlegar raddir, sem fræði menn um undur jarðarinnar. Og þó að maður standi þar á snjófönn, — en snjór er þar stundum langt fram eftir sumri, jafnvel allt árið, — þá finnst manni allt í einu sem hiti eða jafnvel sterkur straumur þjóti um mann, er maður hugsar til þess að sennilega hafi skorpa jarðarinnar opnast þarna endur fyrir löngu ag út hafi runnið glóandi grjót, sem eytt hefur gróðurlöndum Reykjanesskagans og orðið síðan að þessu erfiða hrauni. Útilegumenn og þjófar héldu til í Þjófagjá og gerðu bændum í nágrenninu búsifjar miklar. Þetta var, — en nú er Þorbjörn ekki lengur þjófabæli og í margar aldir hefur verið hljótt um tröllin, Ísöld og Gos, sem átt hafa sinn þátt í því, að Þornjörn er einmitt svona.

grindavik-994

Sennilega á Þorbjörn vinsældir sínar að einhverju leyti því að þakka, að hann skýlir Grindvíkingum fyrir norðangjóstinum og dregur til sín hitageisla sólarinnar, og veldur því að Grindavíkin er hlýjasta og vinalegasta byggðarlag Suðurnesja.
En ferðamaðurinn, sem kominn var á Selháls sá framundan sér Atlantshafið í allri sinni dýrð og vogskorna ströndina í aðeins 5 til 6 km. fjarlægð.
Ströndin og hafið leika sér saman — og leikur sá er lengsti leikur, sem átt hefur sér stað. Hann er líka sá stórfenglegasti leikur, sem fram hefur farið á jörðinni.
Þarna í Grindavík hefur hann verið svo blíður, einlægur og hjartnæmur að undrum sætir. Því verður ekki með orðum lýst hve atlot þeirra eru innileg og þýð. Hafið bylgjast og blakar við blógrýtið og mölina, sem malar af ánægju og þangbrúskar breiða úr sér á klöppunum, en þönglarnir, sem eru útverðir strandarinnar beygja sig og hneygja eins og vera ber, þegar bylgja eða boði ganga í garð.
Þegar „vindur vargur“ kemur í heimsókn slæst upp í vinskapinn og aldan angrar klöppina og klettaskútar kasta frá sér með illindum bárubroti. Þannig eykst þetta „orð af orði“, þar grindavik-996til fullur fjandskapur er orðinn milli láðs og lagar.
Fylkingar af himin háum haföldum streyma að landi og gera fyrirvaralaust heiftúðlegar landgöngur. Hávaðinn, súgurinn og hvæsið, — brimgnýrinn er óskaplegur — heillandi hljómkviða haisins. Margra tonna blágrýtisbjörg eru leiksoppur, mannvirkin tortímast — og menn láta lífið. En ströndin tekur kröftuglega á móti innrás holskeflanna og rekur þær af höndum sér, þó telja gamlir menn, að ströndin hafi farið hallloka og orðið að láta af hendi rakna nokkurt land, og ég man eftir grænum bölum og bændabýlum, sem honfið hafa vegna ágangs sjávarins.
Í aldaraðir hafa þó Grindvíkingar, eins og flestir aðrir landsmenn, átt afkomu sína undir brigðlyndu hafinu. Þeir hafa barizt með þrautseygju gegn örðugleikunum. Þeir hafa unnið marga sigra, en sigurlaun þeirra hafa oft ekki verið annað en meiri erfið]eikar. Í seinni tíð hafa verið gerðar margar tilraunir til að létta starf grindvíska sjó mannsins. Þeir hafa fengið vélar, stærri og betri báta, bættar bryggjur o.s.frv. Í sumar var t. d. bryggja og varnargarður við þrautalendinguna í Þorkötlustaðarnesi bættur að miklum mun.
Grindavik-99720—30 menn undir stjórn Halldórs Þórðarsonar unnu að þessu verki í margar vikur og mun kostnaður verksins vera fast að 150 þús. kr. En langsamlega merkilegasta úrbótin tel ég að liggi í hafnargerðinni í Hópinu. Það eru allar líkur til, að sá áfangi verði svo glæsilegur, að þar komi betri höfn en til er á Reykjanesi og þó að víðar væri leitað. Áleitni Atlantshafsins hefur verið stöðugur háski fyrir bátana og einnig staðið í vegi fyrir því, að þeir væru stækkaðir svo sem bátar annarra verstöðva.
En í Hópinu ættu þeir að hafa örugga höfn, hvernig svo sem hafið hamast. Á þennan hátt er áhyggjum létt af skipverjum og þeir njóta friðar og öryggis, þegar báturinn er í höfn. Báturinn getur verið stærri og traustari, þar með er öryggi sjómanna og aðbúnaður bættur, og það eiga þeir sannarlega skilið. En við þetta vex líka aflavonin til hagsbóta fyrir alla. Það kæmi mér ekki á óvart þó innan fárra ára yrði Grindavík eftirsóknarverðasta verstöðin við Reykjnesskagann. Þegar farkostirnir eru orðnir sambærilegir við það, sem annarsstaðar tíðkast, þá eru kostir staðarins margir.
grindavik-995Auk fyr getinnar hafnar má telja: 1. Stutt á miðin, sem skapar tíma og olíusparnað. 2. Góð fiskimið, sem bátar úr næstu verðslöðvum verða oft að leita á, einkum er á vertíð líður. 3. Vídd fiskisviðsins, í tregum afla, er ýmist betra á miðum Vestmannaeyinga eða Sandgerðinga, en á báðar þessar slóðir geta góðir bátar úr Grindavík sótt. Menn vilja kannske malda í móinn með því að benda t. d. á brimið eða að Hópshöfnin geti aldrei orðið hafskipahöfn og því erfitt að losna við afurðirnar. Því er til að svara, að ég tel að allmiklu af þeirri hættu sé bægt frá með góðum og stórum dekkbátum, einnig vil ég benda á, að allstór skip munu geta komizt inn í Hópið. Svo er það ekki nema tímaspursmál þar til flughöfnin á Reykjanesi verður orðin stærsta útflutningshöfn landsins, og verði vegur lagður yfir hraunið frá Grindavík, skemstu leið á flugvöllinn, þá eru það ekki nema um 10 km. Það ætti því ekki að vaxa svo mjög í augum, ekki hvað sízt, ef farið verður að þurrvinda þorskinn, eins og líkur eru til og léttist hann þá um 9/10 hluta.“

Heimild:
-Faxi,5. árg. 1945, 8. tbl. bls. 1-3.

Grindavík

Grindavík – séð frá Þjófagjá.

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur nefnist gamall götuslóði sem liggur frá bænum Þórustöðum á Vatnsleysuströnd og upp heiðina. Stígurinn heldur þessu nafni allt upp fyrir Vestriháls og að eyðibýlinu Vigdísarvöllum og Bala austan undir Núpshlíðarhálsi.

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur. Her er hann sagður 12 km, en er allst 21 km.

Götuslóðinn byrjar um 200 m norðan afleggjarans að bænum og sér þess nú næsta lítil merki að þar hafi verið gata.
Gatan liggur um móa og moldarflag suðvestan við allmikinn klapparhól ofan við Gamla-Keflavíkurveginn. Þegar komið er upp fyrir hól þennan er stefna stígsins til austurs sjónhending skammt norðan við Trölladyngju. Nokkru ofar (um 1 km) liggur gatan um Þórustaðaborg en þar eru rústir stekks eða fjárborgar í vel grónum móa vestan undir allháum hól.
Frá Þórustaðaborg er stefnan áfram sú sama og fyrr er getið og að Lynghól, löngum hól, söðulbökuðum (þ.a. lægstum um miðjuna). Hóllinn er rétt ofan við miðja vegu milli Strandarvegar og Reykjanesbrautar. Stígurinn liggur um hólinn miðjan og er mjög greinilegur þarna upp hólinn vestanverðan. Frá Lynghól er stefnan síðan suðaustlæg að stórum klapparhól sem nefnist Kolgrafarholt skammt ofan Reykjanesbrautar, en það dregur nafn sitt af tveimur djúpum, grasigrónum bollum sunnanvert í holtinu.

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur.

Undir Kolgrafarholti austanverðu eru tóftir af sauðabyrgi frá Þórustöðum, þar var áningarstaður á leið í fjallið á haustin um Þórustaðastíg. Liggur gatan meðfram Kolgrafarholti norðaustanmegin. Frá Kolgrafarholti er stefna götunnar austan Sýrholts sem er allmikil hæð í heiðinni og liggur slóðinn þar sem lægst er á milli holtsins og Flekkuvíkursels en það stendur nokkuð fyrir neðan Grindarvíkurgjá. Í selinu sjást sex kofatóftir og kví. Vatnsstæði er í klapparholu uppi á ásnum norðan tóftanna. Þeir Kálfatjarnarbræður Gunnar og Ólafur Erlendssynir nefna Flekkuvíkursel í örnefnaskrá árið 1976 og segja: „Herdís Jónsdóttir frá Flekkuvík, f. 1858 kom í selið sem barn og voru þar þá bæði smali og selráðskona. Í selinu voru þá eingöngu hafðar kindur.”

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur um Núpshlíðarháls.

Einiberjahóll heitir stór hóll skammt neðan Grindavíkurgjár og liggur stígurinn spölkorn vestan hans. Einiberjahóll er hornmark jarðanna Kálfatjarnar, Flekkuvíkur og Vatnsleysu. Yfir gjána liggur stígurinn svo milli tveggja þúfna sem standa á vesturbarmi hennar en hærri bergveggurinn snýr til fjalla.
Þegar komið er upp fyrir Grindavíkurgjá er farið sem leið liggur í stefnu norðan til við Keili. Ofarlega í heiðinni liggur gatan vestan við stóran hól sem heitir Kolhóll. Stór skál er ofan í miðjan hólinn og eftir nafninu að dæma mætti halda að þar hafi verið kolavinnsla. Áfram liggur svo leiðin að norðurhorni Hrafnafells (Móbergsstapa rétt við Keili að norðanverðu) og síðan fram með því og að Keili. Frá þessu svæði liggur síðan Höskuldarvallarstígur yfir hraunið að Oddafelli.

Þórustaðastígur

Þórustaðastígur við Selsvelli.

Þórustaðastígurinn liggur áfram frá Hrafnafelli og er stefnan í suðaustur að Melhól en hann er spöl ofan Keilis við hraunjaðarinn að Driffelli. Fyrsti spölurinn er um brunakarga, stuttan veg, en svo eru sléttar klappir að fellinu. Stígurinn liggur síðan í sveig með Driffellinu að austanverðu og svo suður með því drjúgan spöl.
Þegar komið er á móts við stóra gíginn við norðurenda Selsvalla liggur leiðin yfir hraunhaft í stefnu fast sunnan við gíghólinn. Upp frá völlunum liggur gatan síðan upp gilið andspænis gígnum og þegar komið er upp á fjallið sveigir slóðin til suðurs.
Niður á túnið á Vigdísarvöllum er svo farið um skarðið vestan við Bæjarhálsinn og við gömlu reitina.

Heimild m.a.:
-Örnefni og gönguleiðir á Vatnsleysuströnd – Sesselja G. Guðmundsdóttir.

Þórustaðaborg

Þórustaðaborg.