Hellisgerði

Við innganginn í Hellisgerði í Hafnarfirði er skilti með eftirfarandi upplýsingum:

Hellisgerði

Fjarðarhellir í Hellisgerði.

„Sögu Hellisgerði má rekja aftur til miðvikudagsins 15. mars árið 1922. Þá hélt Guðmundur Einarsson framkvæmdarstjóri trésmiðjunnar Dvergs framsögu á fundi er hann nefndi „Getur félagið Magni haft áhrif á útlit Hafnarfjarðar?“

Hellisgerði

Hellisgerði 2024.

Í framsögunni svaraði hann spurningunni játandi með að koma upp skemmti- og blómagarði sem yrði Magna til sóma og bænum til mikillar prýði. Í kjölfarið var stofnuð nefnd innan félagsins sem hafði það hlutverk að finna heppilegan stað fyrir garðinn. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að hið svokallaða „Hellisgerði“ á milli Reykjavíkurvegar og Kirkjuvegar værið kjörið fyrir garðinn. Þar var vísir að trjálundi en C. Zimsen verslunarstjóri hafði látið girða af svæði í kringum Fjarðarhelli um aldamótin.

Hellisgerði

Hellisgerði.

Haustið 1922 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að láta félaginu í té hið umbeðna garðstæði endurgjaldslaust. Það skilyrði fylgdi þó samþykkt bæjarstjórnar að skemmtigarðurinn yrði opinn almenningi á sunnudögum á sumrin og að ef eigi yrði búið að griða svæðið af og hefja ræktun þar innan tveggja ára, missti félagið rétt sinn til landsons. Vorið eftir var búið að girða Hellisgerði af og þann 24 júní var haldin þar útiskemmtun sem hafði þann tilgang að afla fjár til starfseminnar og kynna fyrir bæjarbúum. Við það tækifæri afhenti Magnús Jónsson bæjarfógeti Málfundafélaginu Magna Hellisgerði fyrir hönd bæjarfélagsins og óskaði þeim velfarnaðar í starfinu. Skemmtunin þótti takast svo vel að ákveðið var að halda Jónsmessuhátíð árlega til fjáröflunar. Til skemmtunar voru ræðuhöld, lúðrablástur, söngur og dvöl í gerðinu sjálfu.

Síðasta Jónsmessuhátíðin í Hellisgerði var haldin árið 1960.

Hellisgerði

Hellisgerði.

Í Skipulagsskrá fyrir garðinn kemur fram að tilgangur hans var fyrst og fremst þvíþættur. Í fyrsta lagi að vera skemmtigarður, þar sem bæjarbúar áttu kost á að njóta ánægju og hvúldar í tómstundum sínum. Í öðru lagi að vekja áhuga bæjarbúa á blóma- og trjárækt og í þriðja lagi að geyma óraskaðar minjar um hið sérkennilega bæjarstæði Hafnarfjarðar.

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Vorið 1924 hófst ræktun í Hellisgerði og var þá Ingvar Gunnarsson kennari ráðinn forstöðumaður. Upphafleg stærð garðsins var um 4000 m2 en árið 1960 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að láta Magna í té 6000 m2 land til viðbótar við Hellisgerði. Óhætt er að segja að enginn enn maður hafi ráðið eins miklu um útlit og rekstur Hellisgerðis frá upphafi og Ingvar Gunnarsson en að honum látum var Sigvaldi Jónsson garðyrkjumaður ráðinn forstöðumaður en eftirmaður hans vera Svavar Kjærnested. Eftir að starfsemi Magna og Garðráðs lagðist niður hefur umsjón og eftirlit Hellisgerðis verið í höndum garðyrkjustjóra Hafnarfjarðarbæjar.“

Hellisgerði

Hellisgerði.

Kálfatjörn

Eftirfarandi, „Suður með sjó„, er byggt á óbirtu handriti er Erlendur Magnússon frá Kálfatjörn (f: 1892) skyldi eftir sig. Um er að ræða handrit á stílabókarblöðum er urðu eftir undir berum himni er eyðibýlið Norðurkot var flutt með nútímatækjum yfir að Kálfatjörn. (Svo virðist sem að hér sé um að ræða erindi, sem Erlendur hélt af gefnu tilefni um leiðina milli Innnesja og Útnesja (Reykjavíkur og Njarðvíkur).
BrunnurÁrtalsins er ekki getið, en Erlendur, sem manna fróðastur var um Kálfatjörn og nágrenni, lést árið 1975). Norðurkot var einn fyrsti barnaskólinn á Vatnsleysuströnd (næst á eftir Brunnastaðaskóla) og þar var Erlendur kennari um skeið. Eftir að skólinn lagðist af sem og ábúðin á jörðinni var þar innan dyra safnað saman ýmsum persónulegum munum og minjum fólksins, sem hafði búið á svæðinu. Ekki virðist hafa verið lögð rækt við varðveislu þessa því vindur, vatn og vegfarendur áttu greiða leið að gögnunum. Sumt var borið á aðra bæi, en sumt annað varðveitt á staðnum.
FERLIR kom stílabókinni, að afritun lokinni, á sinn stað, en hvort einhver áhugasamur hefur fangað hana til frekari varðveislu skal ósagt látið. Áhugi „þarlendra“ á sögulegum og áþreifanlegum menningarverðmætum sínum virðist hafa verið takmarkaður – hingað til a.m.k.
(Eftirfarandi er endurritað sbr. handritað blaðsíðutal (1-11) ásamt athugasemdum, sem á það eru skráðar).

„Leiðin suður með sjó – þ.e. vegurinn frá Innnesjum til Suðurnesja, liggur hvorki um fjöll né fyrnindi. Í meir en 10 aldir var hún farin af ríðandi en þó fremur af gangandi fólki, og var ein af fjölförnustu leiðum landsins og á því sögu s.a.s. í hverju fótmáli. Enn þá á fólk heima suður með sjó – aldrei fleira en nú – kemur sunnan með sjó og fer suður með sjó. Ingólfur Arnarson lét ýmsa hafa af landnámi sínu til búsetu þ.á.m. Steinunni frændkonu sína í Hvassahrauni og allt land þar fyrir sunnan að hún greiddi með heklu flekkóttri og kvað kaup skyldu kallast. Árni Óla telur að Steinunn hafi búið í Hólmi í Leiru, en Eyvindi fóstra sínum og frænda gaf hún land frá Hvassahrauni að Vogastapa. Hann bjó að Stóru-Vogum. Hrolleifur í Heiðarbæ vildi hafa jarðabítti við Eyvind og skoraði hann á hólm er hann vildi ekki öðru vísi láta [merkt við]. Fluttist Eyvindur að Heiðarbæ og bjó þar lengi. Fluttist síðar suður á Nes og bjó á Bæjar(Býjar)skerjum.
Fjárskjól– Ketill Gufa kemur og við sögu Suðurnesja. Hann bjó skamman tíma á Gufuskálum í Leiru, en Steinunn í Hólmi þoldi hann ekki í nábýli við sig og kvað þar skyldu verstöð vera á Gufuskálum. Þaðan var stutt á fiskimið og gott á land að leggja fisk til herslu, (sem var algengasta verkunaraðferðin í þá daga).
Fljótlega verður fjölfarið austan úr sveitu og suður með sjó.  Skipti á land- og sjávarafurðum var fólkinu nauðsyn. Vorferðirnar voru aðallega um Jónsmessuleytið og hélst svo fram á 2. áratug þessarar aldar að austanbændur fjölmenntu þá suður með sjó með afurðir sínar og til kaupa á fisk[meti] í staðinn.
Skal nú lagt upp í ferð suður með sjó og ferðin hafi á Skólavörðuholtinu sem kennt er við vöröuna sem nú er horfin illu heilli. – Við höldum suður yfir Eskilhlíðina og ofan í Fossvog. Ef þetta er um lestirnar eru þarna mörg tjöld, margir ferðamenn með fjölda hesta, margir þeirra á leið suður með sjó, aðrir að koma þaðan. Þetta er góður áningarstaður, grasivaxinn dalur með straumlygnum læk með krystaltær[u] vatni til svölunar mönnum og málleysingjum.
Við förum yfir Kópavogshálsinn og síðan yfir Kópavogslækinn, sem ekki getur nú kallast vatnsfall, þótt allmikill geti hann orðið í leysingum eins og t.d. þegar börnin frá Hvammkoti drukknuðu og Matthías orti um sín [fögru] eftirmæli. Í stórstraumsflóðum fellur sjórinn langt upp í lækinn.
Nú tekur við Arnarneshálsinn, sem er lægri og styttri en Kópavogshálsinn. Sunnan við hann er Arnarneslækurinn sem rennur út í Skerjafjörð eins og fyrrnefndir lækir. Norðan við lækinn stóð bærinn Arnarnes, en sunnan við hann tóku við allstór mýri, sem nú er löngu ræktuð og að sumu leyti byggð eins og hálsarnir, sem báðir eru þéttsetnir húsum. Fyrrum var mikill mór tekinn upp í Arnarnesmýri, því þar var mótak allgott og nærtækt.

Gamla gatan

Í gamla daga voru stórar þúfur hlaðnar sem vörður við veginn [götuslóðann] sem lá eftir mýrinni endilangri. Komu þær sér oft vel fyrir vegfarendur. Syðst í mýrinni var Hraunsholtslækur, mjór en nokkuð niðurgrafinn og djúpur og því víðsjáll í myrkri a.m.k. fyrir ókunnuga. Þegar kemur yfir Hraunsholtið tekur við Garðahraun – nú oft nefnt Hafnarfjarðarhraun.
Yfir það liggur vegurinn niður í Hafnarfjörð þann eina með því nafni af landsins mörgu fjörðum og ber vissulega nafn með rentu. Þar er stutt sigling um og út og var það ómetanlegt hagræði á dögum seglskipanna. Inni í höfninni var hið bezta lægi, ágætur akkerisbotn, þéttur djúpur leirbotn. Hafnarfjörður var mikið notaður fyrir [vetrar]lægi á skútuöldinni.
Yfir hraunið lá vegurinn niður í plássið, slétt svæði undir háuum kambi hraunsins þar sem framrennsli þess hafði stanzað. Plássið liggur niður að höfninni. Þar var athafnasvæði ferðamanna, bæði af sjó og landi og þar kom fyrsta bátabryggja Hafnfirðinga – Brydesbryggjan. Nú hefur allt þetta svæði og suður fyrir læk verið fyllt upp og þar er nú umferðargata. Við það fór lending og smábátauppsátur margra Hafnfirðinga. Af plássinu lá vegurinn með sjóum eftir mölinni yfir lækinn – Hafnarfjarðarlækinn – sem var aðalvatnsból byggðarinnar og þar tóku skipin [sjómenn] vatn og fluttu á tunnum út í skipin.
Þótt lækurinn í Hafnarfirði sé ekki stór á hann samt merka sögu. Þar var reist fyrsta vatnsaflsrafstöð á Íslandi og timburverksmiðja af dugnaðariðjuhöldinum Jóhannesi Reykdal. Vegurinn lá svo yfir lækinn og ofan við mölina neðan við Hamarskot og svo skáhalt upp og suður yfir Hamarinn og niður hjá bænum Hellu og á mölina er þar tók við suður fyrir Flensborg. Malarsvæði þetta sem er botn fjarðarins var kallað Bankinn þótt þarna væri um langan aldur skipum lagt á þurrt til að hreinsa af þeim slí og annan gróður. Ofan við mölina var tjörn og umhverfis hana mýri. Þar var mótak. Einhverntíma hefur þar vaxið skógur. Það sýndu sverir lurkar sem komu upp úr mógröfunum.
Rétt sunnan við Flensborg komum við að litlum læk, Ásbúðarlæk. Eru þá talin vatnsföll á leiðinni frá Rvík suður með sjó.
Gamla Þegar yfir lækinn kemur, liggur vegurinn til suðurvesturs ofan við bæina Ós, oftast nefndur Óseyrarós, stundum Flensborgarós eða Ásbúðarós því upp af honum var býlið Ásbúð.
Beggja vegna við ósinn var uppsátur þeirra er heima áttu sunnan til í firðinum. Var þar alltaf margt báta. Í ósinn sjálfan voru á haustin sett þilskip, sem flutu vel inn í hann um flóð en voru svo rétt á þurru um fjöru. Þar var gert við þau eftir því sem þurfa þótti og aðstaða leyfði. Einn þeirra, sem að þeim smíðum vann var Óli norski – sérkennilegur [dugnaðar]karl, krypplingur og hafði kikinn herðakistil. Hann mun hafa verið skipstjóra lærður enda sagði hann stundum – Mig getur allt – til sjós og lands.
En höldum nú áfram suður með sjó – Vegur lá suðvestur með Óseyrartúni og meðfram Hvaleyrartjörn þar sem nú er skipasmíðastöðin Bátalón og yfir Hvaleyrina meðfram hinu fallega Hvaleyrartúni, yfir Hvaleyrarsand inn í Hellnahraunið þar sem nú er Sædýrasafnið. Þá er farið suður yfir suður yfir Kapelluhraun ofan við Hraunabæina og suður yfir Almenninginn svonefnda – þ.e. hraunið milli Hraunabæja og Hvassahrauns. Í Almenningi er mikið skógarkjarr. Þar var gert til koma áður fyrr og þar var rifið hrís og lyng til eldiviðar á Bessastöðum og víðar, margir hestburðir á ári hverju og var furða hvað það entist. Nú er Almenningur að gróa upp bæði að grasi og skógi. – Í Almenningi er Gvendarbrunnur, hraunhola með grasbala í kring. Í henni er alltaf einhver vatnslögg. – Flestir stoppuðu við Gvendarbrunn og margir skáru fangamark sitt í grasið.
VarðaÞau voru orðin æðimörg. – Þau gömlu greru og hurfu en eönnur ný komu í staðinn. Eftir að upphlaðni vegurinn kom um hraunið 1912 tók af alla umferð hjá Gvendarbrunni.
– Skammt norður af Gvendarbrunni er, eða var öllu heldur, Rauðhóll – allhár og mikill um sig, en hefur verið tekinn í ofaníburð í vegi og lóðir og til fyllingar í húsgrunna að ógleymdum Reykjavíkurflugvelli sem að mestu er gerður úr Rauðhól sem segja má að sé nú orðinn eins mikið niðurgrafinn eins og hann var [stóð] upp úr áður. – Vestur-suðvestur af Gvendarbrunni er svonefndur Smalaskáli – hrauntunga með helli í og horfir munninn gegnt Gvendarbrunni. Við munnan eru hleðslur nokkrar enda er þetta gömul fjárgeymsla Hraunamanna. Sunnan við Smalaskála er fjárborg – Óttarstaðaborg, hlaðin af Kristrúnu á Óttarsstöðum og fjármanni hennar. Nú er skammt til hreppsmarka [seinasta bæjar] í Vatnsleysustrandarhreppi – Hvassahrauns – alkunnur bær fyrir gestrisni og greiðasemi um aldaraðir enda lá það vel við til að fá hvíld og hressingu eftir gönguna frá Hafnarfirði suður með sjó. Austan og ofan við bæinn er hraunið allhátt. Þar er hóll með vörðu á og heitir Skyggnir enda er frá honum víðsýni til allra átta. – Suður frá Hvassaahrauni heita [Siggudagur] og Látur. Þaðan var útgerð fyrrum. Þarna kemur ferskt vatn undan hrauninu sem blandast sjó og myndast tjarnir í hraunlágunum þegar að fellur [og gæti í þeim sjávarfalla]. – Þá erum við komin í Afstapahraunið. Neðan ogs unnan við það er Kúagerði – alkunnur áningarstaður, en nafnið dregið af kúahögum Vatnsleysulenda, enda er þetta einn af fáum gróðurblettum á þessum slóðum. Þar var bær ekki alls fyrir löngu. Hann reisti Einar nokkur kallaður lóni – enda frá Lónakoti – hafði áður verið í siglingum. Einar reri einn á báti og sóttust strákar eftir því að vera með honum því að Einar var barngóður. Þegar krakkarnir hlýddu honum ekki nógu fljótt sagði Einar og brýndi raustina: Þið verðið að læra að hlíða strákar – það eru hörð sjólögin. – Var þetta síðan haft að orðtaki. Sunnan við Kúagerði heitir Akurgerði –dálítið graslendi alveg við Vatnsleysuvíkurbotninn.
Gamla – Frá Afstapahrauni liggur vegurinn eftir Ströndinni ofan við byggðina alla leið á Vogastapa. Ofan við hann liggur Strandarheiðin frá Afstapahrauni að innan að Grindavíkurhrauni að sunnan. Innstu bæir á ströndinni eru Vatnsleysurnar og Flekkuvík. Fyrir sunnan hana gengur Keilisnesið út í sjó. Eftir því og upp á heiðina liggur hæðarhryggur, Stefánsvörðuhæð, því Stefán bóndi Pálsson á Stóru-Vatnsleysu hlóð þar vörðu, ágætlega gerða og hefur henni verið haldið við af þeim feðgum frá Litlabæ, Jóni Helgasyni og Magnúsi syni hans sem klöppuðu nafnið á hana. Frá vörðunni er mjög víðsýnt, því þaðan sést allur fjallahringurinn frá Snæfellsjökli og út að Garðskagatá.
Byggðin á Ströndinni er nokkuð samfelld en þó skipt Innströnd, Miðströnd og Suðurströnd að Bieringstanga, sem dregur nafn af Bireing, sem þar hóf útgerð og athafnasemi. Frá tanganum er nokkurt óbyggt bil suður að Vogum sem nú er pláss í miklum uppgangi.
Á Vatnsleysuströnd hefur alltaf verið nokkur landbúnaður og sjást menjar þess enn í dag, þar sem eru selin mörgu á Strandarheiðinni og stekkirnir, sem [fylgdu] s.a.s. hverju byggðu bóli. Byggðin er meðfram sjónum eða skamt frá ströndinni og vegur lá milli bæjanna og leiðarinnar. Kirkjustaður Vatnsleysustrandar er á Kálfatjörn og þar var prestsetur frá öndverðri kristni og til ársins 1919 er síðasti presturinn, sr. Árni Þorsteinsson andaðist [eyða] (vantar sem innskot prestatalið frá Kálfatjörn, sem var í kassanum) því árið 1907 hafði brauðið verið lagt niður með lögum og sameinað Görðum á Álftanesi.
Sunnan við Vogana liggur vegurinn um svonefnt Reiðskarð upp á Vogastapa, sem áður hét Kvíguvogabjarg. Vegurinn upp skarðið var brattur, en ekki langur. Reiðskarð mun heita svo af því að það var eina leiðin með hesta upp á Stapann. Gönguleiðir voru um Kvennagönguskarð, Brekkuskarð og Rauðastíg, sem þótti illfært en var þá stundum farinn um fjöru til að stytta sér leiðina um Vogasand, því að fjöruborð er þarna allmikið. Undir Stapanum stóðu bæirnir Brekka og Stapabúð. Á þeim – og syðstu bæjunum í Vogunum, Suðurkoti og Bræðraparti, var fyrrum talsverð gestnauð og mikil gestrisni líkt og áður er sagt frá um Hvassahraun. –
Reiðskarð Upp af Reiðskarði liggur vegurinn suðvestur yfir Stapann – fram hjá Grímshól, sem er á Vogastapa þar sem hann er hæstur.
Þarna – hjá Grímshól er Vogastapi hæstur, lækkar aflíðandi. Til landsins er er standberg í sjó fram. Vegur liggur suðvestur niður Grynnriskoru, í gömlum ritum nefnd Kolbeinskora – Þar eru mörk milli Vatnsleysustrandar og Njarðvíkurhrepps. – Úr Grynnriskoru var farið yfir hæðarbungu og yfir í Dýpriskoru, sem skerts lítið undir?? Stapann. Bilið milli Skoranna heitir Hörsl?? Á því eru 3 smáhæðir, sem eru kallaðar Grynnsta-hörsl? Miðhörsl og Dýpsta hörsl og voru notaðar fyrir mið úti á fiskislóðum. Nú er aflíðandi halli niður að Stapakoti í Innri-Njarðvík. Við veginn má sjá garð hlaðinn í Kross úr grjóti og torfi. Þetta mannvirki eins og mörg önnur slík voru byggð til þess að útigangsfénaður gæti haft þar skjól hvaðan, sem vindurinn blés.
Enda þótt all-langt sé á (leiðar)enda þess vegar, sem kallað er “suður með sjó” skal hér látið látið staðar numið.“

Handritið er óundirritað, en við samanburð á ritun hliðstæðra og jafnvel sömu upplýsinga má sjá að þær eru skráðar með eigin hendi Erlendar. Ummerki eru um brunaleifar á handritinu, en eins og kunnugt er brann húsið á Kálfatjörn, fyrrum heimili Erlendar árið 1988.
Enn þann dag í dag má sjá hluta leiðarinnar, sem Erlendur lýsir í framangreindu handriti, s.s. um norðanverða Arnarneshæð, um Hellnahraunið þar sem nú er golfvöllur að hluta og framkvæmdarsvæði, austan við Brunann, spotti við kapellluna í Kapelluhrauni, um Brunaskarð ofan Gerðis, Alfaraleiðin ofan Hraunabæjanna, Almenningsleiðin um Vatnsleysuströnd, Reiðskarð og Stapagötuna á Vogastapa. Skógfellavegur frá Vogum til Grindavíkur, Skipsstígur og Árnastígur frá Njarðvíkum og Prestastígur frá Höfnum til Grindavíkur má enn feta um gróin hraunin – klappaða í berghelluna. Þá má enn sjá Sandgerðisveginn milli Grófarinnar og Sandgerðis og bæði Efri- og Neðrileið (Garðstíg) milli Grófarinnar og Garðs. Auk þessa sér enn fyrir Fuglavíkurleiðinni og Hvalsnesleiðinni milli Grófarinnar og framangreindra staða.
Gamla Ljóst er að víða hafa hinar gömlu þjóðleiðir, fótfetungar horfinna kynslóða, verið eyðilagðar bæði af vanþekkingu og vangá. Oft hefði verið lítið mál að hliðra nýrri vegum spölkorn án vandkvæða og þar með varðveita gömlu leiðirnar sem áþreifanlegan minnisvarða um þar sem var og nú má telja til hluta af arfleifðar eftirlifandi kynslóða. Hún sem og afkomendur þeirra munu hafa gott af því að verða meðvituð með með augljósum hætti hvernig og við hvaða aðstæður forfeður og -mæður þeirra komu þeim til manns (og kvenna).
Hinar gömlu alfaraleiðir eru hluti af sögðu svæðisins, líkt og verstöðvar, sel eða aðrar búskaparminjar er undirstrika tilvist fólksins fyrr á öldum – fólksins, sem kom okkur til þessa lífs.
Þegar horft er á vinnuvélarnar í Hellnahrauni sunnan Hafnarfjarðar skafa ofan af hraunhellunni og þar með afmá forna þjóðleið um hraunið, þegar horft er á hús byggð þvert á leiðirnar þar sem má vænta ómældrar umferðar framliðinna um ókomna tíð og raska þannig heimildisfriði nýbúanna, þegar horft er á óþarfa jarðrask í nálægð nýrra þjóðvega og þegar horft er upp á algert meðvitundarleysi ungra sérfræðinga nýrra úrræða um minjar gamalla tíma verður ekki hjá því komist að undirmeðvitundinni sárni. Margir fá fyrir hjartað þegar þeir horfa upp á óþarfa rask á ósnortu umhverfi. Sama gildir um þá, sem sjá og þekkja til gamalla mannvirkja í landslaginu er öðrum virðist hulið – og allrar þeirra sögu sem þær fela í sér, jafnvel þótt jarðlægar séu.
Þegar haldnar eru sérstakar menningarhátíðir í sveitarfélögunum á Suðurnesjum er áherslan einkum lögð á „hoppukastala“ og sölutjöld. Hvernig væri að horfa að hluta til á og gefa þátttakendum, hvort sem um er að ræða heimafólki eða gestum þess, a.m.k. svolitla innsýn í aðdraganda og forsögu þess að viðkomandi samfélag hafi orðið til og getað dafnað með þeim hætti, sem raunin er. Sá þáttur hlýtur bæði óneitanlega og óhjákvæmilega að vera hluti af „menningu“ þess svæðis, sem er jú jafnan megintilefni fagnaðarins.
Heimild:
-Suður með sjó – Erlendur Magnússon frá Kálfatjörn (f: 1892, d: 1975) – óbirt handrit.

Norðurkot flutt til nýrra heimkynna

Norðurkotshúsið flutt af grunni.

Hvassahraun
Girðingu austan Hvassahrauns var fylgt til norðurs frá Skyggni. Skammt undan hólnum er gamla Hvassahraunsréttin, fallega hlaðin í hraunkvos.
Girðingin, eða öllu heldur undirhleðslan, endar niður við sjó skammt austan við Stekkjarhól. Gengið var austur með ströndinni, Hvassahraunsbót. Gatan er að mestu gróin og auðvel yfirferðar.

Hraunsnesskjól

Hraunsnesskjól.

Grjótkampurinn er mikið til sérkennilegt grágrýti, sem ber þess glögg merki að hafa storknað í sjó. Eftir u.þ.b. hálftíma göngu skipti um. Framundan var nokkuð langur, grasi gróinn, tangi, Hraunsnes. Framan við hann voru falleg vatnsstæði. Inn á nesinu er hlaðið fjárskjól. Svæðið ber með sér að þarna hafi verið beitt á árum áður.
Haldið var áfram austur með ströndinni. Framundan sást Markaklettur þar sem hann stóð upp úr hrauninu næst sjónum. Kletturinn er landamerki Hvassahrauns og Lónakots. Gömul girðing liggur upp frá honum. Ofan hans eru tveir staurar og hefur hlið verið á milli þeirra. Handan Markakletts var komið að nokkrum fallegum spegilsléttum tjörnum inn á milli Kindinhárra kletta. Við eina tjörnina var, að því er virtist, elliær sækind. Tókst að taka ljósmynd af kindinni með því að læðast að henni og koma að óvörum. Vel mátti sjá sauðasvipinn á henni ef vel var að gáð. Þegar hún varð mannaferða var stökk hún áleiðis til sjávar og hvarf sjónum.
Skammt austar eru háir klettar, Réttarklettar. Gróið er í kringum þá. Umhverfis eru hlaðnir garðar og mótar fyrir tótt norðan við klettana. Hlaðinn stekkur er utan í garði austan þeirra. Ekkert nafn virðist vera á þessu svæði því það virðist ekki vera til á kortum. Heimild er til um kot fyrrum á þessu vsæði, Svínakot. Í örnefnalýsingu fyrir Lónakot segir m.a. um þetta svæði: „Úr Söndugrjóti lá landamerkjalínan í Markhól eða Hól, sprunginn, með Markhólsþúfu. Þar er enga áletrun að finna. Frá norðurtúngarðshliði lá Sjávargatan vestur með sjónum.
Gata þessi vestur með sjónum var gerð fær hestvagni eftir 1920 og eftir henni ekið með reka af fjörunum. Lónakotsvör var vestan og neðan vesturtúngarðsins, en mun sjaldan hafa verið notuð nema að sumri til. Hér nokkru vestar var Brimþúfa, þúfa uppi á kletti. Niðri í fjörunni var Mávahella, þar sátu mávarnir og skarfarnir [og] viðruðu sig. Vestan var strýtumyndaður hóll, nefndist Nípa. Þar upp af í hrauninu var fjárskjól, Nípuskjól og Nípurétt, tóft réttar við hellisskúta syðst í lægðinni. Nokkru lengra vestur voru klettastrýtur, nefndust Réttarklettar.  Milli þeirra voru allvel grónar flatir og réttartættur, garðar og skjól.“
Sjávargötunni var fylgt til austurs, yfir hraunhaft, framhjá Nípu og áfram áleiðis að Lónakoti.
Ef fé hefur verið haldið þarna mátti draga þá ályktun að þar hlyti að vera einhver fjárskjól auk þessa vestan á nesinu. Þegar vel var skyggnst mátti greina hleðslu á hól í suðri. Stígur virtist liggja í þá áttina. Honum var fylgt og var þá komið að miklum hleðslum fyrir skúta, fjárhelli. Skútinn var í hárri hraunkvos og var vel gróið í kring. Ekki var að sjá merki mannaferða í eða við skútann, sem er vel hár og rúmgóður.
Sjávargötunni var fylgt til austurs, yfir hraunhaft, framhjá Nípu og áfram áleiðis að Lónakoti.
Tækifærið var notað og mannvistarsvæðið rissað upp.
Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Lónakot

Lónakot – uppdráttur ÓSÁ.

Bláfjöll

Í Sveitarstjórnarmál 1980 fjallar Kristján Benediktsson um „Bláfjallafólkvang„.

Bláfjallafólkvangur

Bláfjallafólkvangur – kort.

„Hinn 31. janúar 1973 samþykkti náttúruverndarráð stofnun fólkvangsins, og með auglýsingu í Stjórnartíðindum tveimur mánuðum síðar má segja, að hann hafi verið orðinn að raunveruleika. Þau sveitarfélög, sem í upphafi stóðu að Bláfjallafólkvangi, voru Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes og Selvogur. Síðar bættust í hópinn Hafnarfjörður, Garðabær og Keflavík.
Meðfylgjandi uppdráttur sýnir vel legu Bláfjallafólkvangs og veginn á skíðasvæðin, sem tengist Austurveginum víð Sandskeið. Austurhornið er Vífilfell. Þaðan liggur línan eftir háhrygg fjallgarðsins í Kerlingahnúk á Heiðinni há. Hæsti punkturinn á fjallshryggnum er Hákollur, 702 metrar, og er hann beint upp af Kóngsgili. Frá Kerlingahnúk liggja mörkin um Litla-Kóngsfell, Stóra-Bolla og í Heiðmerkurgirðinguna við Kolhól.
Síðan eru mörkin um Heiðmerkurgirðingu að punkti, sem skerst af línu, sem dregin er milli Stríps og Stóra-Kóngsfells. Síðan liggja mörkin um Sandfell, norðvestur af Rjúpnadölum, í koll Vífilfells.

Bláfjöll

Bláfjöll – Drottning.

Innan Bláfjallafólkvangs er mikið um hraun og eldstöðvar margar. Víða í hraununum eru op og hellar og vissara að fara með gát um þau svæði og fylgja merktum gönguleiðum.

Eldborg

Eldborg (Drottning) og Stóra-Kóngsfell við Bláfjöll.

Eldborg er friðlýst náttúruvætti rétt við veginn. Hún er falleg eldstöð, sem mikið hraun hefur komið frá. Vegurinn frá brekkubrúninni norðan Rauðuhnúka og upp á skíðaslóðirnar liggur mestan part á Eldborgarhrauni.
Skammt frá Eldborginni eru tvö fell, Stóra-Kóngsfell (596 m), þar sem fjallkóngar skipta leitum, og Drottningarfell, sem bæði er lægra og minna um sig. Hvergi hef ég séð nákvæma stærðarmælingu af Bláfjallafólkvangi. Ekki mun fjarri lagi að áætla, að hann sé 70—80 km2.“

Heimild:
-Sveitarstjórnarmál 01.02.1980, Bláfjallafólkvangur, Kristján Benediktsson, bls. 7-8.

Bláfjöll

Gengið um Bláfjallasvæðið.

Keflavík

Reykjanesbær.
ReykjanesbærReykjanesbær varð til við sameiningu sveitarfélaganna Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna 11. júní 1994.
Í desember árið 2005 búa í Reykjanesbæ 11 þúsund íbúar á landsvæði sem nær frá norðurmörkum Keflavíkur og út á Reykjanestá.
Keflavík, Njarðvík og Hafnir byggðust í kringum sjósókn og fiskverkun sem var meginstoð atvinnulífsins.

Keflavík.
Reykjanesbaer-50Mikil verslun var stunduð í Keflavík sem gerði hana að stærsta þorpinu á Suðurnesjum, höfuðstað svæðisins. Má rekja verslunarsögu Keflavíkur allt til upphafs 16. aldar og er vitað um þýska kaupmenn þar árið 1518. Undir lok 16. aldar komu Hamborgarkaupmenn til Keflavíkur en þegar Danir settu einokunarverslunina á 1602 féll Keflavík í hendur Kaupmannahafnar. Þessi dönsku áhrif í verslun í bænum héldust svo alveg fram á 20. öld, þó svo að Einokunarverslunin hafi um síðir liðið undir lok. Keflavíkurhreppur var stofnaður 1908 og þann 22. mars 1949 fékk Keflavík kaupstaðaréttindi.

Njarðvík.
Reykjanesbaer-51Njarðvík er breið vík sem gengur til suðurs úr Stakksfirði. Byggðin í Njarðvík skiptist í Ytri – og Innri-Njarðvík. Ekki er ljóst hvenær sú skipting varð en það var snemma á öldum. Talið er að kirkja hafi verið reist í Njarðvík á 11. öld. Njarðvík var fyrrum hluti af Vatnsleysustrandarhreppi en fékk sjálfstæði sem sveitarfélag 1889. 1908 rann Keflavík saman við Njarðvík undir merkjum Keflavíkurhrepps en Njarðvíkingar klufu sig frá á ný 1942 og tóku á ný að starfa sem sjálfstætt sveitarfélag og fékk Njarðvík kaupstaðarréttindi 1. jan 1976. 

Hafnir.
Hafnir-110Hafnir eru annað landstærsta sveitarfélagið á Reykjanesi en byggð þar er fámenn nú miðað við það sem áður var. Hafnir byggðust upp í kring

um mikið útræði.
Kirkjuvogshverfið nefnist Hafnir í daglegu tali en þar hafa búið 80-120 manns sl. 2 áratugi. Fyrr á öldum voru Hafnir ein af stærstu verstöðvum landsins en þær eru samheiti fyrir 3 hverfi (lendingar), þ.e. Kalmanstjörn, Merkines og Kirkjuvog. Nú er byggðin öll í gamla Kirkjuvogshverfinu auk íbúðarhúss í Merkinesi og í Junkaragerði. Á 19. öld var Kotvogur í Höfnum eitt stærsta býli landsins. Var fjölmenn byggð í Höfnum og útræði mikið á stórum bátum allt fram til aldamótanna 1900.

Landnám.

Fornmannaskáli

Land það sem nú er Reykjanesbær hefur verið í byggð allt frá landnámstíð. Landnáma getur þess að Ingólfur Arnarson hafði látið frændkonu sína, Steinunni gömlu, hafa mikið land í landnámi sínu, m.a. land Keflavíkur og Njarðvíkur. Land Hafna gaf hann frænda sínum og fóstbróður, Herjólfi Bárðarsyni. Þess má til gamans get

a að langafabarn þessa Herjólfs, Bjarni Herjólfsson, sigldi fyrir slysni til Norður-Ameríku frá Grænlandi og er talinn hafa verið fyrsti víkingurinn til að gera það. Félagi hans Leifur Eiríksson kannaði svo síðar þessa siglingaleið eins og frægt er orðið.
Í augum okkar nútímamanna eru gjafir Ingólfs vægast sagt í stærri kantinum. Bjarni Guðmarsson lýsir samskiptum þeirra Ingólfs og Steinunnar gömlu á skemmtilegan hátt í bókinni
Saga Keflavíkur 1766-1890: Sagan segir að á öndverðri landnámstíð hafi Ingólfur landnámsmaður Arnarson viljað gefa frænku sinni, Steinunni gömlu, Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun. Þætti það líklega rausnarleg tækifærisgjöf nú á dögum sem innihéldi m.a. Voga, Njarðvíkur, Keflavík, Garð og Sandgerði. Steinunn sá hins vegar skemmst í hendi sér að gjöfin var að vísu góð en böggull fylgdi skammrifi. Æ sér gjöf til gjalda eru forn sannindi og það gæti verið vandkvæðum bundið að endurgjalda gjöf Ingólfs. Þá kynni frændanum að snúast hugur ef örlætið rjátlaðist af honum. Steinunn gamla virðist hafa borið talsvert skyn á fasteignaviðskipti. Hún brá nú á það ráð að leggja flekkótta enska kápu, heklu sem kölluð var, á móti Rosmhvalanesi Ingólfs. Með því móti mátti kalla viðskipti þeirra kaup en ekki gjöf; þau voru ,,kvitt” og engin hætta á að Ingólfur hætti við allt saman. Eftir þessu fyrsta fasteignamati á Suðurnesjum, sem sögur fara af hefur Keflavík varla verið metin meira en sem nam einu hnappagati á enskri kápu eða í mesta lagi vasa.

Þróun byggðanna.
KeflavikÓvíst er um upphaf fastrar byggðar í Keflavík, Njarðvík og Höfnum, því heimildir eru af skornum skammti þegar sögunum af Steinunni gömlu sleppir. Þó eru menn nokkuð vissir um að
kotið Keflavík, sem staðurinn hefur síðan alltaf verið kenndur við, hafi verið þar sem nú er tún, beint á móti Duushúsunum. Á þessu túni er hóll sem talinn er vera rústir þessa kotbýlis, sem að öllum líkindum var torfbær en slík híbýli voru lang algengust á Íslandi áður fyrr. Gömlu Duushúsin voru aftur á móti fyrstu timburhúsin í Keflavík.

Duushúsin.
DuusTalið er að það hafi ekki myndast fastur byggðarkjarni í Keflavík fyrr en komið var fram á 16. öld en þá var hún í eigu Danakonungs sem réði yfir Íslandi. Það voru Njarðvíkurjarðirnar
sömuleiðis og íbúar greiddu landsskuldina, sem var einskonar húsaleiga, með fiski.
Árið 1889 varð Njarðvíkurhreppur til en það má segja að hreppur sé það sem kallað er sveitafélag í dag. Fyrir þann tíma hafði Njarðvík verið hluti af Vatnsleysustrandarhreppi. Árið
1908 varð Njarðvík aftur hluti af öðrum hrepp en í þetta sinn Keflavíkurhrepp. Sameiningartímabilið varði í 34 ár en Keflavíkurhreppi var skipt upp árið 1942. Ástæðan var sú að Njarðvíkingar voru ósáttir við ýmislegt, t.d. fannst þeim rafveitu og hafnarmálum þeirra illa sinnt en raflýsing frá Rafveitufélagi Keflavíkur náði ekki til Njarðvíkur.
Þann 22. mars 1949 fékk Keflavík svo kaupstaðarréttindi og Njarðvík 27 árum síðar eða árið 1976.
Engar heimildir eru til um það hvenær sérstök stofnun Hafnahrepps hafi átt sér stað en líklegt er að hreppurinn hafi frá upphafi verið með þeim minnstu á landinu. Árið 1703 voru íbúar
Hafna 91 og eru það elstu íbúafjöldatölur byggðarlagsins. Síðan þá hefur íbúafjöldinn verið á bilinu 100-200. Það er talið líklegt að hreppsmörkin hafi breyst lítið síðan Herjólfur Bárðarson nam þar land.
Á góðum árum fjölgaði fólki í þorpunum Keflavík, Njarðvík og Höfnum, en um leið og fiskaðist illa fækkaði að nýju. Eftir 1820 er fyrst hægt að tala um þéttbýlismyndun í Keflavík en þá
fjölgaði íbúum nokkuð mikið. Árið 1920 var Keflavík orðið hið myndarlegasta kauptún og voru langflest íbúðarhúsin byggð úr timbri.
Án efa hafa fengsæl fiskimið verið helsta ástæða þess að

 menn fluttust fyrst til Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna en Suðurnesjamenn voru þekktir fyrir sjósókn sína eins og textinn „Suðurnesjamenn” eftir Ólínu Andrésdóttur við lag Sigvalda Kaldalóns gefur til kynna.

Fast þeir sóttu sjóinn.
duus-3Í margar aldir byggðu Íslendingar afkomu sína á landbúnaði og þá sérstaklega fjárbúskap. Þar af leiðandi þótti landsmönnum Suðurnesin ekkert sérstaklega spennandi staður að búa
á vegna þess að þar var ræktunarland mjög lélegt og landbúnaður þess vegna hafður sem aukabúgrein. Það var ekki fyrr en á fyrri hluta 20. aldarinnar að þjóðin gerði sér grein fyrir gildi fisksins, sem hafði haldið lífinu í Suðurnesjamönnum, þ.m.t. Keflvíkingum, Njarðvíkingum og Hafnamönnum, frá ómunatíð. Sjósókn og fiskverkun litaði því lífið í þessum þorpum mjög. Fjörunytjar voru líka mikilvægar. Þá nýttu menn sér ýmislegt sem var að finna í fjörunni. Við skulum því kanna nánar hvernig lífið í þessum sjávarþorpum var hér áður fyrr þegar menn reru til sjós á opnum árabátum.

Haldið til sjós.
Á fyrri hluta 19. aldar og fram yfir aldamótin 1900 jókst þilskipaútgerð í Faxaflóa en árabátar voru Kopaþó áfram algengastir eins og hafði verið á öldunum áður. Á áraskipum réru menn
aldrei það langt að ekki sást til lands, nema ef fiskaflinn brást eða að menn leituðu að sérstökum fiskitegundum. Þá voru stundaðir dagróðrar og tíminn sem veiða mátti á miðunum var takmarkaður.

Sjómenn í árabát.
Þilskipin (skúturnar) voru með þili (dekki) eins og nafnið bendir til, þau voru stærri og með meiri seglum og gátu því komist lengra út á sjó. Áður fyrr var mjög algengt að þeim hafsvæðum þar sem fiskinn var að finna eða hinum svokölluðu fiskimiðum væri lýst í bundnu máli til að muna staðsetningu þeirra betur. Dæmi um slíka vísu er eftir feðgana Vilhjálm H. Ívarsson og Þórodd Vilhjálmsson frá Merkinesi í Höfnum:
Önglabrjóts er erfitt mið,
sem ekki gefur neinum frið, 
gr
unnt í Norðurstrengnum stendur,
steingarður í eldi brenndur.
HafnirUpp úr miðri 19. öld var mikil útgerð í Höfnum enda fluttu þangað á þessum tíma metnaðarfullir og duglegir ríkisbændur. Þeir voru þekktir fyrir að sækja sjóinn fast, í öllum veðrum og
þóttu miklir sjógarpar. Þetta hafði maður sem kallaður var Finnur á Kjörseyri að segja um Hafnamenn skömmu eftir 1860: Ég man vel, þegar ég var á Hvalsnesi að Hafnamenn reru oft í rokveðri um norðursjóinn, sem er undan Miðnesinu, þegar norðanáttir voru,

 þótt engum Nesmanni dytti í hug að fara á flot, enda áttu þeir ekki eins hægt aðstöðu vegna veðurstöðu. Manni datt oft í hug, þegar Hafnaskip mörg og stór sigldu fyrir framan nesið, skip Ólafs Tryggvasonar, er þau sigldu fyrir Svoldur. Sjómönnum þótti upphefð í því að róa hjá sjógörpunum í Höfnum.
Sjóslys voru ekki óalgeng. Það gat verið mikil blóðtaka fyrir svo lítil samfélög að missa menn í sjóinn. Það gat orðið til þess að heilu fjölskyldurnar urðu bjarglausar sem varð til þess 

að sundra þurfti fjölskyldunni og fólkið að segja sig til sveitar, sem þýðir að fólkið varð háð greiðslum frá sveitarfélaginu til að hafa í sig og á. 

Sjómenn – Sjóklæði.
Minnismerki um horfna sjomennÞegar sjómenn reru til sjós klæddust þeir skinnbuxum úr sauðskinni, kálfskinni eða hrosshúðum. Þær náðu upp á nafla og voru bundnar með snæri eða skinnól. Skórnir voru úr sútuðu leðri. Síðan voru þeir í skinnstökkum úr kindaskinni, með ermum úr lambsskinnum og vöfðu að sér um úlnliði. Hálsmálið drógu þeir saman og höfðu ullartrefla um hálsinn. Innanundir voru þeir í strigastakki og strigabuxum yfir vaðmálsföt eða prjónuð ullarnærföt. Loks voru þeir með sjóhatta og sjóvettlinga.

Vertíð, verkun og útflutningur.
Í Gullbringusýslu veiddu menn mest á milli 2. febrúar og 12. maí. Þetta var hin svokallaða vertíð, sem var og er sá veiðitími sem menn veiddu og verkuðu fisk. Í heild sinni var Gullbringusýsla eitt mesta útróðrasvæði landsins á 18. öld.
Þegar Íslendingar voru undir Danaveldi setti danski konungurinn ákveðnar verslunarreglur á Íslandi sem var þannig að bara Danir máttu selja Íslendingum vörur sem ekki voru
framleiddar á Íslandi og aðeins Danir máttu kaupa varning af Íslendingum. Þessi tími er kallaður einokunartíminn því svona verslunarbann heitir einokun. Á einokunartímanum var mestallur fiskur sem seldur var úr landi verkaður í skreið en það var tímafrek og vandasöm vinnsluaðferð.Á seinni hluta 18. aldar breyttust þó aðferðir við að veiða fisk og verka nokkuð mikið. Þá var byrjað að nota þorskanet og Íslendingum kennd saltfiskverkun. Saltfiskurinn var að mestu 

leyti seldur til Miðjarðarhafsins, aðallega Spánar. Eftir að netaveiðar urðu almennar á Suðurnesjum varð það algengara að bændur úr öðrum landshlutum sendu vinnumenn sína þangað til að vinna á vertíð.

Salftfiskkonur í Keflavík í byrjun 20. aldar.
Duus-2Í fiskiþorpunum Höfnum, Njarðvík og Keflavík voru svokallaðar verstöðvar en það voru útgerðarstaðir. Þaðan sigldu bátar út á sjó og komu með fiskinn að landi til verkunar. Verstöðvar voru tvennskonar: útver og heimræði. Í útver komu menn utan af landi með báta og búnað og dvöldu þar aðeins á meðan á tímabundinni sjósókn st

óð. En það hét aftur á móti heimræði þegar fiskveiðar voru stundaðar frá heimili heimamanna.
Það er óhætt að segja að alla 19.öldina hafi lífið verið saltfiskur í Keflavík, Njarðvík og Höfnum. Menn verkuðu afla sinn sjálfir og fluttu tilbúna vöru í verslunarstaðinn, en kaupmennirnir í
Keflavík voru líka umsvifamiklir útgerðarmenn og höfðu því mikla fiskverkun í nágrenni við sig.

Breyttir útgerðarhættir.Fyrstu vélbátarnir sigldu úr Njarðvíkur- og Keflavíkurhöfn í byrjun 19. aldar. Þá komu þangað margir sjómenn annars staðar frá en samt voru engar verbúðir reistar. Aðkomusjómenn fengu þess í stað að búa í útihúsum en það hefur sjálfsagt ekki verið neitt sérstaklega skemmtilegur húsakostur! Þetta var eflaust gert svo að menn hefðu ekki ákveðið að setjast að í verbúðunum.
Þessir breyttu útgerðahættir urðu til þess að fólki fór stigfækkandi í Höfnum. Vélbátarnir rúmuðu ekki alla þá sjómenn sem höfðu haft pláss á árabátunum. Menn leituðu því annað eftir
atvinnu, margir til annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum, aðallega Keflavíkur.

Daglegt líf áður fyrr.
KeflavíkSamfélagið í þessum sjávarþorpum litaðist allt af atvinnulífi þess. Á vertíð snerist allt um sjóróðra og útgerð. Flestir vinnufærir karlmenn sóttu sjóinn en konur, börn og eldri menn
hjálpuðu til með fiskverkun og sáu um húsdýrin. Á vorin og sumrin vann fólk við heyskap og önnur nauðsynleg verk og sumir fóru burt í verkavinnu. Á haustin voru sjómenn í raun atvinnulausir því þá var hvorki veitt né verkað. Fólk var þó önnum kafið við færaspuna, önglasmíði og skinnklæðagerð. Þó að mest hafi verið fiskað á vertíð þá veiddu menn sér að sjálfsögðu í soðið allan ársins hring.
Þó að vinnan hafi skipt mestu máli í svona strandarsamfélögum þá kunni fólk líka að skemmta sér. Kirkjuhátíðir, afmæli, brúðkaup, barnsfæðingar og tyllidagar gáfu fólki tilefni til að
gera sér glaðan dag og lokadagur vertíðar var hátíðisdagur.
Á seinni hluta 18. aldar borðaði fólk á Suðurnesjum aðallega fisk með smjöri, mjólk og kornvöru. Við sjávarsíðuna var algengt að menn fengu sér þunnan rúg- eða bygggraut með
örlítilli mjólk eða mysu út á. Um miðjan dag borðuðu menn harðfisk eða herta þorskhausa og smjör með og á kvöldin var yfirleitt soðinn fiskur með smjöri á boðstólnum. Á tyllidögum á haustin var boðið upp á kjötsúpu en um og eftir jól var vindþurrkað kjöt algengt á Suðurnesjum en ekki reykt.
Fram yfir seinni heimsstyjöld var t.d. Njarðvík sambland af fiskimannabyggð og sveitaþorpi og þar ægði öllu saman. Búfjárhald tíðkaðist fram eftir síðustu öld, sérstaklega í
Innri-Njarðvík. Á flestum lóðum stóðu misgóð íbúðarhús, fiskverkunarhús, geymsluhús, gripahús, útieldhús og útikamrar en fólk losaði þó sums staðar úrgang sinn í gripahúsum. Vatnið var sótt í brunna og í þá var hægt að fá þokkalegt vatn allan ársins hring. Sums staðar var vatnið þó saltblandað. Vatnið var takmarkað og olli vatnsskortur íbúum oft miklum óþægindum. Búfjárhald tíðkaðist fram eftir síðustu öld, aðallega í Innri-Njarðvík.

Verslun í Keflavík.
KeflavíkMikil verslun var stunduð í Keflavík sem gerði hana að stærsta þorpinu á Suðurnesjum, höfuðstað svæðisins. Saga Keflavíkur skilur sig að því leyti örlítið frá sögu Njarðvíkur og Hafna,
þar sem nær eingöngu var róið til fiskjar. Fyrstu viðskipti Keflvíkinga við útlendinga hófust í byrjun 16. aldar en þá komu þangað þýskir kaupmenn til að versla við heimamenn. Undir lok 16. aldar komu Hamborgarkaupmenn  til Keflavíkur en þegar Danir settu einokunarverslunina á árið 1602 féll verslunarstaðurinn Keflavík í hendur danska konungsins í Kaupmannahöfn. Þegar einokunarverslunin komst á varð Keflavík ein af 20 höfnum sem versla átti á hér á landi. Keflvíkingar seldu fyrst og fremst fisk.

Saltfiskurinn þurrkaður í fjörunni í Keflavík.
GamliHolger Jacobeus, síðasti einokunarkaupmaðurinn, hafði mikinn áhuga á þessari fiskverslun og var í fararbroddi. Hann eignaðist t.d. hlut í fiskiduggu, stærra skipi en hér tíðkuðust, og hvatti hann til þess að menn tækju upp netaveiðar o.fl. Holger var fyrsti einokunarkaupmaðurinn sem settist að í Keflavík. Segja má að þar með hafi hann lagt hornstein að myndun þorpsins Keflavík. Dönsk áhrif á verslun í bænum héldust svo alveg fram á 20. öld, þó svo að einokunarverslunin hafi liðið undir lok.
Á seinni hluta 19. aldar breyttist Keflavík úr verslunarþorpi í útgerðarþorp og flestir íbúarnir byggðu afkomu sína á því sem sjórinn gaf. Rétt fyrir miðja 20. öld urðu þó gífurlegar
breytingar á atvinnulífi Suðurnesjamanna og þá sérstaklega Keflvíkinga, Njarðvíkinga og Hafnamanna.

Sjávarútvegur um og eftir stríð.
KeflavíkLjóst er að öll atvinnan sem skapaðist við komu bandaríska hersins var og er mikil. En hvaða áhrif ætli þessi nýju atvinnutækifæri hafi haft á sjávarútveginn í Njarðvík og Keflavík sem
hafði áður mótað allt samfélag bæjanna? Eins og áður hefur komið fram einkenndi það sjósókn Suðurnesjamanna að mest var veitt á vetrarvertíð og var hún svo sannarlega annatími þeirra. Vertíðarnar voru þó misjafnar en árið 1942 var gósenár, sem þýðir að þá fiskaðist einstaklega vel. Það ár var vertíðin sem sagt mjög góð og Bretar borguðu vel fyrir fiskinn. Peningar voru bæjarbúum kærkomnir.
Þetta var árið sem Njarðvíkurhreppur var stofnaður á ný og maður sem kallaður var Kristinn Reyr setti Bókabúð Keflavíkur á laggirnar. Lífinu í Keflavík og Njarðvík á þessu ári lýsti maður sem hét Albert K. Sanders svona: „Allt dafnaði þá. Börn keyptu sér buddu, unglingar ilmandi, marghólfa veski, sem marraði í. Fullorðnir fengu sér nýja og stærri peningakassa og fyrirtæki eldtrausta og þjófhelda skápa á stærð við símaklefa. Og bækur birtust, komu og fóru. Fólk sem lengi hafði lifað á brauði einu saman – og illa það á stundum – gat loksins látið eftir sér að kaupa brauð og bók.

Hvorttveggja í senn.
Reykjanesbaer-34Þrátt fyrir að góðæri væri til sjávar og mikið að gerast var engu að síður erfitt að manna bátana því nú var setuliðsvinna í boði og hún heillaði miklu meira heldur en þorskveiðistrit.
Margir minni bátar lágu auðir í höfnum og sumir stærri bátar önnuðust flutninga fyrir breska hersetuliðið. En þó svo að stríðinu lyki varð ekkert aftur eins.

Keflavíkurhöfnin full af skipum.
Á sjöunda áratug síðustu aldar breyttist bátafloti Keflvíkinga og Njarðvíkinga þannig að stálbátar komu í stað trébáta. Þeir voru miklu stærri og betur búnir. Á 8. áratugnum dofnaði
mjög yfir útgerð í Keflavík og Njarðvík. Þeir menn sem gert höfðu út allt frá því á millistríðsárunum höfðu nú hætt störfum eða snúið sér að öðru.
Vinnuaflsskortur var ekki eina vandamál útgerðamanna á Suðurnesjum. Fiskvinnslustöðvarnar voru orðnar of margar og fengu ekki nóg hráefni til vinnslu, verðbólga varð meiri og þar
sem vetrarvertíðin krafðist bara vinnuafls á ákveðnum tíma árs leitaði fólk í aðra vinnu sem það hafði allt árið. Þessi hnignun sjávarútvegsins varð hvað mest í Keflavík og Njarðvík af landinu í heild.

Heimildir m.a.:
-VÍSIR Föstudagur 2. júni 1978, bls. 5.
-Upplýsingaskilti í Reykjanesbæ.

Reykjanesbær

Reykjanesbær.

Þingvallavegur

„Lagning gamla Þingvallavegarins hófst árið 1886 og var að fullu lokið árið 1891. Þessi þjóðvegur gegndi því hlutverki í rúmlega 40 ár að greiða mönnum leið yfir langa og oft torsótta heiði, þegar farartækin voru eigi önnur en fætur manna thingvallavegurinn gamli-901og hesta, og síðar á bifreiðum, en telja verður því lokið eftir alþingishátíðina árið 1930.
Vegurinn liggur austan við Seljadalinn, en áður lá leiðin um þann dal. Eftir dalnum rennur Seljaá. Þar sem Seljaá beygir meðfram Borgarhólum, hefur verið byggð brú yfir ána. Við Háamel hefur sæluhús  verið byggt úr tilhöggnu grjóti. Austan við Morldabrekkur mótar fyrir tóftum. Það eru leifar elsta sæluhússins á heiðinni sem kunnugt er um. Það sæluhús var lagt niður og nýja sæluhúsið byggt á Háamel, á sama tíma og vegurinn var lagður, sem fyrr segir.
Verkstjóri við lagningu Þingvallavegarins var Erlendur Zakaríasson, en hann og bróðir hans Árni, voru þekktir vegaverkstjórar á síðustu áratugum 19. aldar og fram á fyrstu áratugi þeirrar tuttugustu.
Einar Finnsson járnsmiður frá Meðalfelli í Kós hafði lært vegalagningu í Noregi. Hann byggði brúna á Seljaá og ræsin á veginum eru hans handverk. Sigurður Hannesson, bróðir hins kunna landspósts, Hans Hannessonar, hlóð vörðurnar og sæluhúsið. Þessir menn hafa báðir hlaðið sér veglega minnisvarða, sem enn standa að mestu óhreyfðir.
Vörður, brýr, veggir og vegræsi gamla Þingvallavegarins heyra undir listaverk hagleiksmanna og hvort mun það ekki í verkahring komandi kynslóða að vernda þau sem slík um aldur og ævi?
Þegar leið að alþingishátíðinni 1930, var farið að huga að veginum milli Reykjavíkur og Þingvalla. Þá þótti sýnt, að vegurinn myndi ekki bera uppi þá umferð sem ætla mátti að yrði milli þessara höfuðstaða. Því varð að ráði að leggja annan veg um Mosfellsdal og Mosfellsheiði norðanverða. Þeirri vegagerð lauk svo um vorið 1930 áður en hátíðin hófst. Umferð var þá þannig hagað, að frá Reykjavík var farið um nýja veginn um Mosfellsdal, en gamla veginn að austan.
Þegar alþingishátðinni var lokið, var hlutverki gamla Þingvallavegarins líka lokið. Honum var ekki lengur haldið við, þörfin fyrir hann var ekki nein orðin, þar sem nýrri vegurinn var framtíðarleiðin.“

Heimild:
-Safn til sögu Reykjavíkur – Reykjavík, miðstöð þjóðlífs, samgönguleiðir til Reykjavíkur að fornu og nýju, bls. 79-97.

Mosfellsheiði

Gamli Þingvallavegurinn.

 

Borgarkot

Gengið var frá Stefánsvörðu, um Borgarkotsstekk, að hlaðinni refagildru ofan við Borgarkotstúnið. Þaðan var gengið að Hermannavörðunni, fallinni og raskaðri á hól við austurlandamerki Borgarkots, stórgripagirðingunni gömlu er liggur við hann áleiðis upp frá ströndinni og síðan þaðan til veturs í átt að Kálfatjörn. Henni var fylgt niður að Þjófabyrgi og síðan vestur með ströndinni að Borgarkotstóttunum. Láfjöróttur sjórinn var spegilsléttur. Krían var mætt á svæðið og fór mikinn.

Borgarkot

Borgarkot – uppdráttur ÓSÁ.

Við skoðun á tóttum Borgarkots bættust þrjár tóttir við þær fjórar, sem áður höfðu verið skoðaðar. Ljóst er að þarna hafa verið mun meiri umsvif en álitið hefur verið. Sjórinn hefur brotið smám saman af ströndinni, en túnið hefur náð mun lengra fram á klappirnar líkt og annars staðar með ströndinni. Framan við þær er myndarleg vör, sem líkast til hefur verið notuð fyrr á öldum, en kotið fór í eyði á 18. öld þegar bóndinn var ranglega sakaður um að hafa skorið sauð Flekkuvíkurbónda á aðfangadag. Síðar mun hafa komið í ljós að sauðurinn var prestsins á Kálfatjörn. Vont að þurfa að missa allt sitt fyrir sauðsmisskilning. Lokið var við uppdráttargjörð af svæðinu.
Borgarkot var um tíma nýtt frá Viðeyjarklaustri (sjá fyrri umfjöllun um Borgarkotssvæðið). Klaustrið átti margar jarðir með norðanverðum skaganum, umhverfis Reykjavík og á sunnanverðu vesturlandi (sjá meðfylgjandi kort).
Vatnssteinar (Vaðsteinar) voru litnir augum, en á milli þeirra er fallegt vatnsstæði. Vestan þess er hlaðið gerði eða rétt. Vestan réttarinnar má sjá hleðslur er að öllum líkindum tengjast refaveiðum. Ein hrúgan ber þess ummerki að hafa verið refagildra. Sjá má hlaðinn „ganginn“ í henni ef vel er að gáð.

Borgarkot

Jarðeignir Viðeyjarklausturs á Reykjanesskaga.

Að þessari gaumgæfingu lokinni var strikið tekið suður heiðina í leit að svonefndum Bakkastekk. Hann fannst eftir stutta leit, greinilega mjög forn. Hann er á hraunhól allnokkuð suðsuðaustur af Bakka. Búið var að umbreyta austurhluta hans og hlaða úr honum refagildru. Þarna virðist því víða hafa verið átt við refaveiðar. FERLIR hefur skoðað um 70 hlaðnar refagildrur á Reykjanesi en ótaldar eru tvær mjög gamlar gildrur skammt ofan við gildruna ofan Borgarkots, gildra ofan við Húsatóftir, sem og tvær gildrur í Hraunsleyni ofan við Hraun og jafnvel gildra á Stóruflöt við Grindavík. Gildrurnar þarna virðast allar hafa sömu lögun og líklega gerðar af sama manninum. „Fellan“ virðist hafa verið hentugur steinn, en ekki slétt þunn hella, eins og t.d. í gildrunum á Selatöngum, við Húsfell, í Básum og undir Sundvörðuhrauni. Sumar heimildir segja gildruveiðar þessar vera komnar frá landnámsmönnum, en aðrir vilja meina þær yngri. Þær virðast þó að mestu hverfa eftir að byssur urðu almenningseign hér á landi. Þó er ekki óraunhæft að álíta að menn hafi haldið við einstaka refagildrum, einkum þeim sem voru á reglulegri leið þeirra, s.s. í beitarhús eða á rekagöngum.
Tiltölulega auðvelt væri að endurgera refagildrur líka þeim, sem fyrr voru notaðar, svo heillegar eru þær sem eftir standa.
Veður var frábært – sól og blíðviðri.
Gerður var uppdráttur af svæðunu (sjá mynd).
Frábært veður.

Borgarkot

Refagildra ofan Borgarkots.

Hópssel

Gengið var eftir gamla vagnveginum er lá úr Járngerðarstaðahverfi framhjá og ofan við Hóp að Þórkötlustaðahverfi og áfram að Hrauni. Sunnan vegarins má enn sjá hina fornu götu er lá á milli hverfanna. Ofan við Klöpp/Teig var gömlu þjóðleiðinni frá Þórkötlustöðum fylgt upp á Skógfellastíg (-veg/Vogaveg). Þar sem gatan kemur inn á veginn skammt sunnan Sundhnúks eru gatnamót götu er lá upp frá Járngerðarstöðum. Þaðan var haldið eftir Reykjaveginum til vesturs inn fyrir Hagafell að Gálgaklettum, síðan til baka og Jángerðarstígsgata Skógfellavegar fetuð niður í Járngerðarstaðahverfi.

Lagt af stað

„Allir leiðir liggja til Rómar“ var sagt fyrrum. Á sama hátt má segja að fyrrum hafi  „allar götur hafi legið til Grindavíkur“. Grindavík var t.d. um aldir ein mesta „gullkista“ Skálholtssbiskups. Afurðir þaðan brauðfæddu alla skólasveina stólsins sem og heimilisfólkið, þ.á.m. biskupinn sjálfan. Sagt er og að biskupinn hafi af og til nartað í fisk frá Grindavík, öðrum til samlætis. Aðal útflutningsafurðir Biskupsstóls komu og frá Grindavík. Það þarf því engan að undra að göturnar fyrrnefndu hafi markast djúpt í hraunhelluna undan hinni miklu umferð – því flestir, sem komu til Grindavíkur, fóru reyndar þaðan aftur, sumir þó seint og um síðir.

Fræðsla

Grópför gatnanna í hraunhellunni gætu jafnvel verið eldri en byggðin, þ.e. landnám Molda-Gnúps árið 934. Sundhnúkahraunið að austanverðu er t.d. 2400 ára. Eldvarpahraunin eldri, sem verja undirstöðuna að vestanverðu, eru frá svipuðum tíma. Um Sundhnúkahraunið liggur Vogavegurinn (Skógfellastígur) frá Járngerðarstöðum, Hópi og Þórkötlustöðum upp fyrir Skógfellin (algengt var að götur voru nefndar eftir ákvörðunarstað, sbr. Selvogsgötu frá Hafnarfirði í Selvog er einnig var nefndur Suðurfararvegur)). Í örnefnalýsingu fyrir Þórkötlustaði segir: „Ofan við byggðina er geil í hraunið og byrjar þar gamli vegurinn frá Þórkötlustöðum til Voga og Hafnarfjarðar. Þar heitir Leynir (Þórkötlustaðaleynir til aðgreiningar frá Hraunsleyni) og nær hann inn á móts við Vatnsheiði. Gatan liggur samhliða hraunrima. Vegurinn liggur austan Stóra-Skógfells og var nefndur þar Skógfellsvegur og tekur við af Sprengisandi“.

Gamli vagnvegurinn

Um eldri Eldvarparhraunin lágu Skipsstígur frá Járngerðarstöðum og Árnastígur frá Húsatóftum. Þessar götur sameinuðust í eina við ofanverðan Rauðamel og enduðu í Njarðvíkum.
Í örnefnalýsingu fyrir Járngerðarstaði segir: „Á Gerðavöllum er allt fullt af görðum. Þeir eru hlaðnir á tvo vegu við vellina og eiga að vera eftir Junkarana en þeir reru til skiptis eftir veðri úr Grindavík og Höfnum (Njarðvíkum) eftir því sem sögurnar segja. Fóru þeir með skipin á milli og hét þar Skipsstígur“. Sumir hafa nefnt stíg þennan Skipstíg (Skipsstíg) eða Skipastíg. Ekkert af því er vitlausara en annað.

Gatan

Hluti Skipsstígsins, norðvestan undir Lágafelli, var gerður upp sem vagnvegur skömmu eftir aldarmótin 1900. Um var að ræða atvinnubótavinnu er dugði skammt við endurnýjun vegarins og aðlögun hans að nútímakröfum þar sem stígurinn lá um Lágafellsheiðina þar sem nú er loftskeytastöð. Þá segir: „Rétt fyrir suðaustan Klifgjá er vegurinn ruddur og greiðfær. Heitir sá spölur Árnastígur. Árni nokkur, sem fyrrum bjó í Kvíadal, litlu koti í Staðartúni, mun hafa rutt þennan stíg.“

Skógfellavegur

„Prestastígur“ hefur jafnan verið genginn í seinni tíð, en hans er hvorki getið í örnefnalýsingum fyrir Húsatóftir né Stað. Í örnefnalýsingu sem Vilhjálmur Hinrik Ívarsson gerði fyrir Hafnir er heiti götunnar ekki heldur nefnt, einungs: “ Til norðvesturs er feikistór hóll upp af gjárbarminum og heitir hann Presthóll. Meðfram honum lá hestagata frá Kalmanstjörn og undir Haugum til Grindavíkur. Vegur þessi var varðaður og standa margar vel enn í dag“. Prestastígur var reyndar til forðum, en þá lá hann frá Höfnum að Stað – um Hafnaheiði. Vörðubrot yfir heiðina gefa legu hans til kynna. Sú gata, sem seinna hefur verið genginn, og vörður upp hlaðnar, hefur fremur verið farin til skemmtunar en gagns því vörðurnar voru hlaðnar eftir að Staðarprestur hætti að þjóna Höfnum. Það á þó einungis við um nyrðri hlutann, þ.e. norðan Sandfellshæðar. Syðri hlutinn er hluti af gömlu götunni milli Staðar og Hafna. Prestarstígurinn er þó allur eftir sem áður áhugaverð leið fyrir þá sem nenna að hreyfa sig og vilja kynnast stórmerkilegri jarðfræði Reykjaness, s.s. flekakenningunni (Haugsvörðugjá), gosmyndunum á sprungureinum (Eldvörp og Stampar (Hörsl)) og tilurð nútímahrauna í bland við stórkostuleg dyngjugosin í Sandfellshæð, Háleyjabungu og Skálafelli.
Hér að framan hefur verið minnst á aðalleiðirnar, s.s. Árnastíg versus Skipsstíg, Skógfellastíg (Vogaveg og Grindavíkurveg) og Prestastíg. Aðrar leiðir lágu og til Grindavíkur eða millum hverfanna í Grindavík.  Auk þess lágu leiðir að tilteknum stöðum, s.s. selstígar frá Stað og Járngerðarstöðum að Baðsvallaseljunum og síðar upp á Selsvelli undir Núpshlíðarhálsi, frá Hópi að Hópsseli undir Selhálsi og frá Hrauni að Hraunsseli millum Þrengsla.

Götur

Sandakravegurinn millum Ísuskála (Ísólfsskála) kemur inn á seinni tíma kort og þá þjóðleið með sunnan- og vestanverðu Fagradalsfjalli. Áþreifanlegi merki eru þó um hann frá Sandhól áleiðis millum Skógfellanna, djúpt markaðan í hraunhelluna. Þarna mun hafa verið þýðingarmikil aðflutningsleið fyrrum, bæði að Selatöngum og fyrir austanmenna að verunum á norðanverðum Reykjanesskaganum, s.s. á Vatnsleysuströndinni.
Þá er í örnefnalýsingu getið um Gyltustíg: „Vestan við Klifhól, utan í fjallinu [Þorbirni] vestast, er Gyltustígur, eins konar hraunveggur (sjá HÉR). Hann er vestarlega í Þorbirni að sunnanverðu frá Lágafellstagli og upp úr“.
GengiðInnanhverfagötur má nefna t.d. Hraunkotssgötuna milli Hrauns og Hraunkots, þeirra austastur í Þó

rkötlustaðahverfi, Þórkötlustaðagötuna millum Hrauns og Þórkötlustaða og Eyrarveginn, eða Randeiðarveginn, millum Hrauns og Járngerðarstaða. Sú gata var einnig nefnd Kirkjugatan því hún var jafnframt kirkjuvegur Þórkötlustaðabúa um eiðið út að Staðarkirkju áður en kirkjan var flutt í Járngerðarstaðahverfi og endurvígð það árið 1909 og eiðið var grafið inn í Hópið. Sjá og örnefnalýsingu: „Randeiðarstígur er gata á milli Hrauns og Þórkötlustaða og var hann farinn áður fyrr er aðalumferðargatan lá fyrir neðan Þórkötlustaði og var þar komið á Eyrargötuna (LJ). Hét hún Eyrargata en litið markar fyrir henni nú. Önnur gata er Við Gálgaklettanorðar og liggur um Kirkjuhóla og fram hjá Hópi“. Síðar kom fyrrnefnd gata (vagnvegurinn) milli Þórkötlustaðahverfis og Járngerðarstaðahverfis um Hóp. Lá hún um svonefnda Kirkjuhóla og ofan hverfisins um „garðhliðið á Hrauni“.
Enn má nefna, þótt stuttur hafi verið, svonefndan „Hópsanga“, frá Hópi upp á Skógfellastíg (Grindavíkurveg). Enn ein meginleiðin inn á Skógfellaveginn frá Grindavíkurbæjunum var Hraunsgata. Lá hún frá Skógfellaveginum móts við Sundhnúk, skammt ofan gatnamóta Vogavegar, og síðan niður með hraunjöðrum Beinvörðuhrauns og Dalahrauns að Vatnsheiðadyngjunni. Lá hún milli Grenhóls og Húsafjallsaxlarinnar að Hrauni.
Í SundhnúkahrauniEnn eru ótaldir Ísólfsskálavegur, bæði frá Hrauni um Skökugil upp á Siglubergsháls, bakleiðin vestan Hrafnahlíðar og Ögmundarstígurinn (sjá HÉR) og Hlínarvegurinn sem framhald af hvorutveggja til Krýsuvíkur. Einnig leið frá Þórkötlustöðumk þvert á Skógfellaveg (Grindavíkurveg) yfir sunnanverðan Sýlingarfellsháls og áfram inn á Skipsstíg móts við Lat. Allar hafa þessar leiðir ákveðið menningargildi því þær endurspegla samgöngusögu svæðisins frá upphafi mannlegra vega.
Síðasta menninngarverðmætir er krefjast mun þessa tiltils á næstu árum er gamli Grindarvíkurvegurinn, sem lagður var á árunum 1914 til 1918 (sjá HÉR). Nýjasti rennireiðarrenningur þessi varð til á sjöunda áratug 20. aldar. Auk hans liggja nú seinni tíma malarvegir vegir að Grindavík frá Reykjanesvita (upphaflega lagður 1918) og frá Krýsuvík (Ögmundarstígur og Hlínarvegur) 1956.
ÞorbjörnÍ Landnámu (Sturlubók) er þess getið að Molda-Gnúpur Hróflsson hafi numið Grindavík, líklega um 934, og Þórir haustmyrkur Vígbóðsson nam Selvog og Krýsuvík. Synir Molda-Gnúps voru Gnúpur, Björn, Þorsteinn og Þórður. Eiginkona Gnúps var Arnbjörg Ráðormsdóttir og Björn giftist Jórunni dóttur Arnbjargar og Svertings Hrolleifssonar (á Hrauni). Í annarri útgáfu Landnámu (Hauksbók) segir að Gnúpur hafi fallið ásamt 2 sonum sínum í átökum við Kaplagarða um veturinn. Hinir synirnir; Björn, Þórður og Þorsteinn, hafi hins vegar numið land í Grindavík, líklega í hverju hverfanna þriggja.
ÁðLítið er vitað um byggð í Grindavík fyrstu 300 árin. Má það teljast eðlilegt því á ofanverðum 

þeim tíma hefur byggðin líklega tæmst um tíma. Um 1150 byrjaði að gjósa austan við Grindavík og aftur um 1188. Mikið hraun rann. Um svipað leyti byrjaði að gjósa að austanverðu. Um 1211 færist goshrinan nær (Eldvörpin) og enn 1226 þegar Illahraun og Afstapahraun ógna byggðinni. Ekki er ólíklegt að fólk hafi þá verið búið að fá nóg og því flutt sig til öruggari staða, a.m.k. um tíma.
Líklegt má telja að Molda-Gnúpur Hrólfsson, eða synir hans, hafi sest að þar sem nú er Hóp (aðrir nefna Þórkötlustaði. Á báðum stöðunum vottar fyrir leifum landnámsskála. Fyrrnefnda nafnið bendir til samnefnu bæjar hans í Álftaveri veturinn áður er nefnt hafði Hof, er gæti í Grindavík hafa breyst í Hóp eftir að kristni var innleidd.
Hér að framan hefur verið reynt að koma á framfæri svolitlum fróðleik um nú fjarlægar þjóðleiðir – Grindavíkurgöturnar fyrir vora daga.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Við GálgaklettaVið gatnamótin á Skógfellavegi

Grindavík

Jarðskjálftar á Íslandi verða á brotabelti á flekaskilum. Tvö slík belti eru á landinu: Á Suðurlandi, frá Ölfusi til Landssveitar og á Norðurlandi, kennt við Tjörnes. Öflugustu jarðskjálftar á Íslandi eru um 7 að stærð og geta valdið töluverðu tjóni. Þeir eru tíðir undir brotabeltunum og undir megineldstöðvum.

Grindavík

Þórkötlustaðaréttin eftir jarðskjálftann 31. júlí 2022.

Reykjanesskaginn er umorpin eldsumbrotum frá fyrri tíð. Elstar eru dyngjurnar s.s. Þráinsskjöldur og Hrútargjárdyngja, þá stakir gígar s.s. Stóra-Eldborg og Búrfell og loks gígaraðir á sprungureinum, s.s. Eldvörp og Sundhnúkar. Öllum þessum umbrotum fylgja ógrynnin öll af misstórum jarðskjálftum, líkt og íbúar Grindavíkur og nágrennis hafa áþreifanlega orðið varir við í aðdraganda eldgossins í Geldingadölum í Fagradalsfjalli í aprílmánuði árið 2021.

Grindavík

Þórkötlustaðarétinn 1. ágúst 2022.

Enn og aftur, nú í júlílok og byrjun ágústmánaðar árið 2022 skelfur jörð í umdæmi Grindavíkur með tilherandi óróa. Óvenjustór jarðskjálfti varð síðdegis þann 31. júlí, eða 5.5 á Richter. Skjálftinn felldi m.a. nokkar vörður og auk þess hluta af fjárrétt Grindvíkinga í Þórkötlustaðahverfi líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Í sögulegu samhengi hefur orðið manntjón, en það hefur breyst með betri byggingu húsa skv. stöðlum sem eiga að standast skjálfta sem vænt er í Íslandi.

Grindavík

Þórkötlustaðaréttin 1. ágúst 2022.

Hveragerði

Þorpsmyndun hófst í Hveragerði árið 1929, Hveragerðishreppur var stofnaður 1946 og varð bæjarfélag 1987. Í árslok 2021 eru íbúar Hveragerðisbæjar 2.982.

Hveragerði

Reykjafoss.

Hveragerði byggðist í landi Vorsabæjar í Ölfusi en nafnið var upphaflega á hverasvæði því sem er í bænum miðjum, sunnan og vestan kirkjunnar. Hveragerði er fyrst skráð í Fitjaannál laust fyrir 1700 þar sem sagt er frá tilfærslu goshvers í landskjálftum 1597. Af lýsingu Ölfushrepps árið 1703 eftir Hálfdan Jónsson lögréttumann á Reykjum má ætla að hverir hafi þá verið nýttir til baða, suðu og þvotta. Enn kemur Hveragerði við sögu árið 1844 þegar ákveðið var að flytja lögréttir Ölfusinga frá Hvammi í Borgarheiði við Hveragerði. Fyrsta tilraun til þurrabúðarlífs í Hveragerði tengist byggingu ullarverksmiðju við Reykjafoss í Varmá árið 1902. Vatnshjól og reimdrif knúðu vélar hennar og árið 1906 var sett upp lítil vatnsknúin rafstöð til ljósa og gatan að þjóðvegi við Ölfusréttir upplýst ári síðar, fyrsta götulýsing í dreifbýli á Íslandi.

Hveragerði

Hveragerði – grunnur ullarverksmiðjunnar.

Reykjafossverksmiðjan var rekin til 1912 og árið 1915 var hún rifin nema grunnurinn sem enn sést.
Samvinnufélag um Mjólkurbú Ölfusinga var stofnað 1928, 45 ha lands keyptir og var hverasvæðið þar í. Mjólkurstöðvarhús var byggt sumarið 1929 (Breiðumörk 26) og sama sumar risu tvö fyrstu íbúðarhúsin, Varmahlíð og sumarhús í Fagrahvammi þar sem ylrækt hófst í Hveragerði.

Hveragerði

Vatnsaflsstöðin.

Ullarverksmiðjan Reykjafoss var starfrækt við samnefndan foss í Varmá í Hveragerði á árunum 1902-1914 og sjást sökklar hússins enn. Verksmiðjan var reist til þess að vinna afurðir úr íslenskri ull og var tilraun til þess að auka arðsemi ullarinnar og íslensks landbúnaðar. Ullarverksmiðjunni var valinn þessi staður svo nýta mætti fossaflið til að knýja vélar verksmiðjunnar en einnig vegna þess að Varmá frýs aldrei, sem var mikilsvert fyrir verksmiðju sem átti að starfa allan ársins hring. Framleiðslan gekk þó ekki eins vel og vonir höfðu staðið til en lopi, sem var aðalframleiðsluvaran, þótti ekki henta nógu vel til tóskapar. Þann tíma sem fyrirtækið starfaði var því fremur haldið uppi af framfararhug og góðum vilja manna úr héraðinu en fjárhagslegri getu. Fór svo að lokum að verksmiðjan varð gjaldþrota og var húsið rifið í maí 1915 og selt á uppboði ásamt vélum.

Hveragerði

Stífla ofan við vatnsaflstöðina.

Með ullarverksmiðjunni bárust jafnframt ýmsar nýjungar sem ekki höfðu áður sést í sveitum austan fjalls. Árið 1906 var tekin í notkun lítil vatnsaflsrafstöð til lýsingar og árið eftir var sett upp götulýsing frá heimreiðinni og út að þjóðveginum við gömlu Ölfusréttir.

Fjölbreytilegar tilraunir til nýtingar jarðvarma í atvinnurekstri einkenna sögu Hveragerðis. Jarðhitasvæði í miðjum bænum og næsta nágrenni skapa Hveragerði sérstöðu meðal þéttbýla á Íslandi og þó víðar væri leitað.

Heimildir:
-https://www.hveragerdi.is/is/mannlif/hveragerdisbaer/saga-hveragerdisbaejar
-https://www.facebook.com/HveragerdiSightseeing/photos/ullarverksmi%C3%B0jan-reykjafoss-var-starfr%C3%A6kt-vi%C3%B0-samnefndan-foss-%C3%AD-varm%C3%A1-%C3%AD-hverager/1607717886034702/

Hveragerði

Vatnsaflsstöðin.