Garðahverfi

Í Fornleifaskráningu Garðabæjar 2009 segir m.a. um Hausastaði, Katrínarkot og Selskarð:

Hausastaðir
Ekki hluti af Hafnarfirði 1367, eign Garða, DI III, 220. 1565, skrá yfir byggðar jarðir staðarins, sem ekki voru hjáleigur: “Gudmunde Hausastade fyrer malnytu kugillde. miöltunnu. manslán ad vertid. med jördenne eitt kugillde.” DI XIV, 427. 1703: ” … lögbýli kallað því það hefur fult fyrir svar en stendur þó í óskiftu Garðastaðar landi so sem hjáleigur. Jarðadýrleiki óviss.” JÁM III, 189 Garðakirkjueign.
1703: “Túninu er hætt við að spilli sjáfargángur. Engjar öngvar. úthagar sem heima á staðnum i óskiftu landi.” JÁM III, 191.
1918: “1,8 teigar teigar og 720 m2”

Hlíð

Hausastaðir og nágrenni – Túnakort 1918.

Í skráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá gamla bæjarstæðið í miðju túni og er þar ein bygging úr torfi og snýr nokkurnveginn í suður. Aftan við hana eru húsatóftir upp við garðvegg. Líklega er þetta Austurbærinn sem nefndur er í Örnefnaskrá 1964. Vesturbærinn fór í eyði um aldamótin 1900 en ,,Bæirnir stóðu saman meðan tvíbýli var”. Í Örnefnalýsingu 1976-7 er lýst nýrri vistarverum: ,,Hausastaðir eru í norðvestur frá Grjóta. Húsið stendur nokkuð hátt, og er útsýni gott frá því. Það var byggt árið 1920 á sama stað og gamli bærinn var áður. Fast norðan við íbúðarhúsið er hlaða með sambyggðu fjósi og fjárhúsi og einnig vatnsgeymi, sem regnvatni var safnað í. Vatnið úr honum rann svo í fjósið. Hlaðan var byggð um 1930.” (Bls. 10). Með gamla bænum er átt við Austurbæinn því Katrínarkot var um 1930 flutt þangað sem Vesturbærinn hafði staðið. Skv. Fasteignabókum 1932 (bls 23) og 1942-4 (bls. 81) var nýja húsið úr timbri og járnvarið.”
“Að hluta undir núverandi húsi,” segir í Fornleifaskrá RT og RKT.

Hausastaðir

Hausastaðir 2021 – loftmynd.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá gamla bæjarstæðið í miðju Hausastaðatúni. Á jörðinni var tvíbýli og er í örnefnaskrá 1964 talað um Austurbæ og Vesturbæ: “bæirnir stóðu saman meðan tvíbýli var” […] Bygging sem sést á Túnakortinu mun vera Austurbærinn en Vesturbærinn var samkvæmt Örnefnalýsingu 1976-7 “tómthús”. Hann “fór í eyði um aldamótin 1900, og var húsið þá flutt til Hafnarfjarðar” en hjáleigar Katrínarkot síðar fært í vesturstæðið: “Íbúðarhúsið í Katrínarkoti stendur norðvestan hlöðunnar og fjóssins á Hausastöðum, en þangað var það flutt árið 1930. Fjós og hlaða, byggð um svipað leyti, standa fast norðvestan við húsið. […] Þar stóð áður vesturbærinn á Hausastöðum.” […] Stæði Vesturbæjarins og síðar hins yngra Katrínarkots var því norðvestan gamla Austurbæjarins og núverandi íbúðarhúss.”

Garðahverfi

Hausastaðir 2020.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Auk kálgarðsins sunnan bæjarhúsanna sýnir Túnakortið 1918 ómerktan garð sem nær næstum að landamerkjagarði Hausastaða og Hausastaðakots. Ef til vill er þetta svo nefndur Húsagarður en um hann segir í B-gerð Örnefnaskrár 1964: ,,Austan við Hausastaðahúsið eru ummerki garðs, þar er sagt að staðið hafi Thorkelliisjóðsskólinn.” […] Skv. A-gerð var þessi garður sunnan bæjarins […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Hliðhallt, rétt austan við húsið, var gamall ferhyrndur garður, sem kallaður var Húsagarður. Hausastaðaskóli stóð áður í þessum garði. Nú er garður þessi nær alveg horfinn, þó má enn sjá hver stærð hans hefur verið. Þegar Ólafía [Eyjólfsdóttir á Hausastöðum] man fyrst eftir, mátti sjá hlaðna bekki þvers í garðinum.” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 liggur garðurinn “rétt suður af Hausastöðum upp við og samsíða girðingu sem þarna er”. […] Þarna er greinilega verið að fjalla um sama garðinn þótt ýmist sé hann sagður sunnan eða austan við húsið en e.t.v. Er kálgarðinum sunnan megin að nokkru leyti ruglað saman við Húsagarð.”
Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Meintur Húsagarður er á Túnakortinu ferhyrndur, afmarkaður með hlöðnum veggjum og hefur stefnuna austur-vestur. Austan og sunnan megin virðist vera gamalt garðlag sem ekki er haldið við.
Milli þessa garðs og kálgarðsins liggur gata yfir í átt að Hausastaðakoti. Uppistandandi garður er ferhyrndur, fallega hlaðinn úr grjóti með tveimur hleðslubrúnum og yfirgróinn. Hann er 8,75 m á lengd og 9,8 m á breidd, veggir um 1,1 m breiðir og 0,6 m háir, stefnan austur-vestur. Tryggvi Gunnarsson í Grjóta taldi garðinn hafa legið kringum Hausastaðaskóla og eystri vegginn hafa verið hluta landamerkjagarðsins milli Hausastaða og Hausastaðakots.”

Garðahverfi

Hausastaðir – kort.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Nokkuð vestar og nær sjó en Hausastaðabærinn sést á Túnakorti 1918 hið gamla Katrínarkot. Bærinn er úr torfi og skiptist í sjö hólf. Hlaðnir veggir kringum garða ganga út frá framhúsunum. Í Örnefnaskrá 1964 er einnig talað um Niðurkot, e.t.v. vegna þess að býlið var niður við sjó: “Hjáleiga eða nýbýli stofnað um 1850 úr Hausastaðalandi […] í Garðahverfi vestast […] tún býlisins lá norðan og vestan Hausastaðatúns” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Þar byggðu fyrst hjón að nafni Eyjólfur og Katrín, líklega snemma á 19. öld, og dregur býlið nafn af konunni. Katrínarkoti fylgdi alltaf grasnyt. Bærinn var fluttur um 1930, þangað sem hann er nú, […] og útihúsin einnig. Þar stóð áður vesturbærinn á Hausastöðum.” […]
Við Fornleifaskráningu 1984 segir að stæði gamla Katrínarkots sé “í túninu norð-vestur af núverandi Katrínarkoti niður við sjóinn” en kotið var flutt ofar “undan ágangi sjávar”. Núna er þarna lítill ávalur hóll í mjög grónu túni.”

Katrínarkot

Katrínarkot – heimtröðin.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnaskrá 1964 er nefnd Hliðsnesgata sem “lá frá Sjávarhliðinu vestur Skreflu yfir Oddakotsós eða um Sandeyrina út að Hliðsnesi” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Vegurinn liggur á milli Hausastaða og Katrínarkots til sjávar, en þá beygir hann til vesturs út í Hliðsnes.””

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá að girt er kringum tún Hausastaða á alla vegu og einnig milli þess og Katrínarkots. Í Fasteignabókum árin 1932 […] og 1942-4 […] er talað um túngarð og hagagirðingu. Garðatúngarður er norðan megin en Hausastaðatúngarður sunnan megin, nefndur í Örnefnaskrá 1964: “Hann lá á Sjávarkampinum, mikill grjótgarður” […] og nefnist framhald hans Katrínarkotstúngarður. Auk þess eru þarna Hausastaðatúngerði neðri neðan Guðrúnarvallar og Högnavallar […], e.t.v. Milli Hausastaða og túnspildu frá Hausastaðakoti er sýnd vírgirðing á Túnakortinu en samsíða henni fannst við Fornleifaskráningu 1984 gamall yfirgróinn túngarður hlaðinn upp í 0,6 m hæð.”

Garðahverfi

Katrínarkotsbrunnur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá að girt er kringum allt Katrínarkotstún en skv. Fasteignabókum 1932 […] og 1942 […] er þar túngarðar og hagagirðingar. Garðatúngarður er norðan megin og í Örnefnaskrá 1964 er Katrínarkotstúngarður sagður sunnan megin: Hann var framhald Hausastaðatúngarðs og “lá niður undir sjó, frá Sjávarhliðinu vestur undir Dal” á Skreflu ,,vestan og neðan Katrínarkotstúns” […] Á Túnakorti sést girðing við túnið vestan megin en skv. Örnefnalýsingu 1976-7 var a.m.k. byggður þar garður þegar kom fram á 20. öld: “Vestan við túnið í Katrínarkoti er hlaðinn torfgarður til varnar sjávargangi frá Skógtjörn, sem liggur vestan lands Katrínarkots og Hausastaða. Sigurjón Sigurðsson hlóð þennan garð um 1930.” […] Garðurinn við Skógtjörn sést enn þá mjög skýrt.”

Hausastaðir

Hausastaðir – túngarður.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnaskrá 1964 kemur fram að Péturssteinar eru á Hausastaðagranda: ,,Þrír steinar er liggja úti á Grandanum miðsvæðis […] Péturssteinn innsti: Allstór steinn á Grandanum ausatanverður […] Pétursstein mið: Steinn þessi liggur nokkuru utar og vestar […]
Péturssteinn ysti: Steinn þessi er yztur […]” […] Grandanum og mismunandi hlutum hans er lýst nákæmlega í Örnefnalýsingu 1976-7: “Fram af miðju Hausastaðatúni gengur skerjagrandi mikill í sjó fram […] Grandi þessi kemur aðeins upp úr á fjöru […]. Kringla heitir á Grandanum næst utan Gedduóss. Þar er Grandinn hæstur, og er kringla því það fyrsta, sem upp úr kemur af honum. Þrír stórir steinar á Hausastaðagranda, út af Kringlu, heita Péturssteinar. Þeir koma upp úr næst á eftir Kringlu, og er steinninn í miðið þeirra stærstur […]” Þar eð kirkjan í Görðum var helguð heilögum Pétri hafa steinarnir e.t.v. verið kenndir við hann.” Í skráningu RT og RKT kemur fram að ekki sjáist lengur til Péturssteina.
“Á rifi fram undan Garðahverfinu eru þrír steinar sem kallaðir eru Péturssteinar með bókstöfunum S.P.S.T. áhöggnum. Þeir eru taldir merkissteinar milli prestssetursins og nágrannajarðanna árið 1677 til afmörkunar á réttindum til sölva sem vaxa í fjörunni.”

Garðafjara

Husastaðir- fjaran.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Jarðabókinni 1703 segir um Hausastaði: “Heimræði er árið um kring, en lending bág og gánga skip ábúenda eftir hentugleikum. Inntökuskip hafa hjer sjaldan verið og mega þó vera, tekur þá ábúandinn undirgift af þeim. En Selskarð, Garðastaðar kirkjujörð, brúkar hjer skipsuppsátur frá um lángan aldur og nær undir 30 ár verbúðar stöðu, sem ákomin skal vera eftir dispensation staðarhaldaranna.” […] Líklegt virðist að lendingin eða vörin við Hausastaði hafi verið fyrir enda Hausastaðasjávargötu, utan við sjávarhliðið. Skv. Örnefnaskrá 1964 voru tvær varar vestan Hausastaðagranda en frá þeim var róið fram á Vöðla, ,,grynningar framan við Skreflu langt í sjó fram” […]
Þetta voru Katrínarkotsvör og Hausastaðavör […] Sú síðarnefnda lá næst fyrir austan þá fyrrnefndu […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Hausastaðavör er vestast niður af Hausastaðatúni. í henni fengur Selskarðsmenn oft að hafa bát, en ekki var talað um séstaka Selskarðsvör. Vestast niður af Katrínarkotstúni […] var Katrínarkotsvör.” Vöðlar eru staðsettir “milli Kringlu og Oddakotsóss […] Þar eru leirur og hægt að vaða um fjörur.””

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 virðist mega sjá op eða hlið á sjógarðinum fyrir enda götu sem liggur frá Katrínarkoti eldra og er þar e.t.v. Katrínarkotsvör.
Skv. Örnefnaskrá 1964 var hún “vestust allra varanna” í Garðahverfi, “aðeins vestan við sjávarhliðið” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Vestast niður af Katrínarkotstúni, fyrir vestan Draugasker, var Kartínarkotsvör. Hún hefur ekki verið notuð lengi.”” Vettvangslýsing á minjunum fylgir ekki skráningu RT og RKT.

Aukatjörn

Aukatjörn.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 var Kaldakinn býli eða “þurrabúð frá Hausastöðum”, norðan þeirra eða “norðast í Hausastaðatúni […] niður undir Aukatjörn”. Köldukinnargerði hét “lítið gerði umhverfis þessa þurrabúð” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Köldukinn, þurrabúð frá Katrínarkoti, var norðan þess (þ.e. Katrínarkots), niður undir Skógartjörn. Tættur hennar sjást enn. Ólafíu [Eyjólfsdóttur á Hausastöðum] rámar aðeins í byggð í Köldukinn, en hún fór í eyði rétt fyrir aldamótin 1900.” […] Skv. Örnefnalýsingu 1958 var Högnavöllur niður undir sjó en “þar norðar […] Köldukinnarvöllur […]” Við Fornleifaskráningu 1984 er Kaldakinn sögð vera “norðaustan við Katrínarkot, neðan heimkeyrslu og kálgarðs sem þarna er, rétt við sjóinn. Austan þess er lítið steinsteypt hús, reist fyrir barnaheimili”.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Þarna er mjög grasi vaxið […] mest áberandi er veggjarbrot, um 8,5 m á lengd og 0,5 m á hæð. Brotið stefnir til sjávar en út frá því “í vesturátt virðist hafa verið ferhyrndur garður, nú fremur óljós”, um 11,5 m á breidd. Tryggvi Gunnarsson í Grjóta telur líka byggðina hafa lagst af í kringum aldamótin.”

Háteigur

Háteigur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 sést steinhús með þrískiptum garði norðan Katrínarkota og Hausastaða. Þetta er nánar tiltekið rétt austan við götu í útjaðri túnsins. Hlaðnir veggir liggja kringum garðinn, milli norðurhluta hans sem er kálgarður, vestur hlutans sem er órækt og austurhlutans sem er túnblettur. Þetta gætu verið Rústirnar sem nefndar eru í Örnefnaskrá 1964: “Litlu norðar en Kaldakinn voru rústir, líklega af bæ.” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Rústir eru rétt norðan vð Köldukinn, en ekki veit Ólafía, af hverju þær eru.” […] Auk ábúenda í Vesturbæ og Austurbæ Hausastaða nefna Manntöl fjölskyldur í nafnlausum hjáleigum og tómthúsum og gætu Rústirnar og aðrar slíkar sem eru nær Litlutjörn verið af einhverju þeirra.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á þessum stað eru enn þá mjög greinilegt grjóthlaðið gerði og má vel vera að ein þurrabúðin hafi verið þarna.”

Hausastaðir

Hausastaðatúngarður.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 er brunnur rétt utan Garðatúngarðs við enda Hausastaðabrunngötu og Katrínarkotsbrunngötu. Í Örnefnaskrá 1964 er nefndur Hausastaðabrunnur: “Brunnur norðan bæjarins. Hlaðnar voru tröppur niður í hann. Vatnið spilltist af aðrennslisvatni.” […] Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 var Hausastaðabrunnur Katrínarkotsmegin: “rétt fyrir austan (u.þ.b. 8 m) endann á Stíflisgarði, sem lá milli Skógartjarnar og syðsta hluta hennar, Litlutjarnar. “Í hann var sótt vatn frá Hausastöðum, Katrínarkoti og Hausastaðakoti og stundum einnnig frá Grjóta og Móakoti. Ekki þraut í þessum brunni fyrr en á seinni árum. Einar sex til sjö tröppur voru niður í brunninn. Hausastaðabrunnur lagðist af um 1927, og var þá grafinn brunnur frá Katrínarkoti. Slóðar frá bæjunum að Hausastaðabrunni nefndust Brunngötur. Var ein frá hverjum bæ.” […] Brunnurinn sem var grafinn við Katrínarkot reyndist illa og var því aftur gerður brunnur á slóðum gamla Hausastaðabrunnsins: “Litlamýri er fast austan við Litlutjörn, og flæðir sjórinn upp að henni. Á seinni árum gróf Valgeir, bróðir Ólafíu [á Hausastöðum], brunn í Litlumýri, og reyndist ágætt vatn í honum.””

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 má sjá götu sem liggur norður frá bænum meðfram garði eða girðingu sem skilur milli Hausastaða og Katrínarkots. Hún endar í hliði á Garðatúngarði en þar fyrir utan er brunnur. Þettta er líklega Hausastaðabrunngata sem nefnd er í Örnefnaskrá 1964: “Brunngatan lá frá Brunninum heim til bæjar.”” Í örnefnaskrá segir: “Rétt fyrir austan (u.þ.b. 8 m) endann á Stíflisgarði, Katrínarkotsmegin, var Hausastaðabrunnur. Í hann var sótt vatn frá Hausastöðum, Katrínarkoti og Hausastaðakoti og stundum einnig frá Grjóta og Móakoti. Ekki þraut í þessum brunni fyrr en á seinni árum. Einar 6-7 tröppur voru niður í brunninn. Hausastaðabrunnur lagðist af um 1927 … Slóðir frá bæjunum að Hausastaðabrunni nefnust Brunngrötur. Var eins frá hverjum bæ.” Búið er að raska Brunngötunum með sléttun og vegagerð, t.a.m með Sjávargötu.

Skógtjörn

Garður/brú yfir Aukatjörn. Hausastaðir fjær.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Norðan við Köldukinn og Rústirnar, eru aðrar rústir sem gætu verið af þriðja býlinu. Þetta er á bakka Litlutjarnar við Skógtjörn. Hjábýlis- og tómthúsfólk sem nefnt er í Manntölum gæti hafa búið þarna eða þar sem nú eru Rústirnar, ein fjölskylda árið 1703 […], tvær 1801 […] og aðrar tvær 1845 […]”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Fornleifaskýrslu séra Markúsar Magnússonar árið 1820 segir: ,,Dómhringar (afmörkuð svæði þar sem dómar voru kveðnir upp). Merki sjást til eins slíks á jörð Garðakirkju, Hausastöðum, gömlum þingstað; hann er kringlóttur, um 30 faðmar að ummáli, en annars er ekkert merkilegt við hann.” Skv. Örnefnaskrá 1964 var á Hausastöðum “þingstaður fyrir Álftaneshrepp, Hausastaðaþinghá.” Hann var fluttur að Görðum eftir konungsbréfi 23. feb. 1816.”

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Sunnan við bæjarhúsin er á Túnakortinu kálgarður og veggir hlaðnir meðfram honum að vestan og sunnan.” Í skráningu RT og RKT kemur fram að ekki sjáist lengur til kálgarðsins.

Hausastaðir

Hausastaðir – garðar austan við bæjarstæðið.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 […] og Örnefnalýsingu 1976-7 […] stóð Hausastaðaskóli eða Thorkiliisjóðsskólinn áður í Húsagarði í austanverðu Hausastaðatúni.” Vettvangslýsing á minjunum fylgir ekki skráningu RT og RKT.
Í skýrslu RT og RKT segir: “Í manntali 1801 hafði aðalábúandinn Þorvaldur Böðvarsson auk búskapar og útgerðar umsjón með Hausastaðaskóla sem stofnaður var 1791 fyrir gjafafé Jóns Þorkelssonar Skálholtsrektors. Þorvaldur hafði 11 heimilismenn og í heimavist skólans voru 14 börn […] Skólinn var þó lagður niður árið 1812.”
Á öðrum stað segir: “Þetta var fyrsti heimavistarskólinn á Íslandi séstaklega ætlaður alþýðubörnum. Hann var fyrir fátækar stúlkur og pilta úr Kjalarnesþingi og höfðu börn af Álftanesi ekki forgang umfram önnur […] Börnin áttu að læra lestur og guðsorð, garðrækt og ýmis gagnleg störf…Börnin voru á lsrinum sjö til sextán ára en gert var ráð fyrir að þau væru tólf, sex piltar og sex stúlkur.” Nú stendur minnisvarði um skólann sem reistur var um 1980 um skólann sem stendur enn við bugðu á leið til bæjarins.

Hausastaðir

Hausastaðir – minnismerki um Hausastaðaskóla fremst.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 liggur gata frá Hausastöðum milli garða, um túnið austur að Hausastaðakoti og þaðan norður að hliði í Garðatúngarði. Hlaðnir veggir eru meðfram henni báðum megin síðasta spölinn. Þetta hljóta að vera Hausastaðatraðir, Hausastaða-Norðurtraðir eða Kotatraðir en “svo voru traðirnar heim að Hausastöðum og Kotinu kallaðar” […], þær lágu “austur frá Hausastöðum […] norður í hlið á Garðatúngarði”, þ.e. Hausastaðahlið eða Kotahlið.”

Hausastaðir

Hausastaðir – Dalurinn.

[…] Bakkinn eða tanginn allvel gróinn.” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 er svo veginum lýst: “Sléttur og grasi gróinn tangi liggur út í Hliðsnes á milli sjávar og Skógtjarnar. Vegurinn út í Hliðsnes liggur eftir honum. Tangi þessi heitir Skrefla. Næst túninu, norðan við Skreflu, er lægð, sem heitir Dalur.
[…] Óshólmar ganga út í Skógtjörn, út frá vesturenda Skreflu, grasi gróið land og bleytusandur á milli. Þeir fara í kaf á flóði. Vestan við Óshólma var Ósinn. Um hann féll áður sjór á milli Hliðsness og Skreflu. Var þá eingöngu hægt að fara út í Hliðsnes á báti eða um fjöru. Ósinn var einnig nefndur Oddakotsós eftir býli, sem stóð rétt fyrir vestan hann, austast á Hliðsnesi. Nú hefur verið fyllt upp í Ósinn og því bílfært út í Hliðsnes, sem áður var eyja. Í Skógtjörn, fyrir vestan Ósinn, er Sandeyri. Hún stóð lengi vel nokkuð upp úr, og var hægt að fara hana út í Hliðsnes, þótt nokkuð væri fallið í Ósinn. Austan við veginn, þar sem hann liggur niður að sjónum, suðvestur af Hausastaðahúsi, er tún Hausastaða. Það nær einnig alveg út að vegi til norðausturs.” […]  Núverandi vegur hefur trúlega verið lagður ofan á gömlu götuna.”

Katrínarkot

Katrínarkot.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnaskrá 1964 er nefnt Arndísarkot: “Kot þetta stóð á Skreflu. Sér enn rústirnar […] Þurrabúð […] Þar bjó Arndís. […] Dalur: Vestan og neðan Katrínarkotstúns var lægð, í hana féll sjór úr Skógtjörn. Lægðin nefndist Dalur.” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Sléttur og grasigróinn tangi liggur út í Hliðsnes á milli sjávar og Skógartjarnar. Vegurinn úr í Hliðsnes liggur eftir honum. Tangi þessi heitir Skrefla. Næst túninu, norðan við Skreflu, er lægð, sem heitir Dalur. Á flóði fellur sjórinn (úr Skógartjörn) inn í hann. Þó er Dalurinn gróinn. Tóftarbrot er nálægt miðjum dalnum. Þar var eitt sinn tómthús, nefnt Arndísarkot.” Áður var Dalurinn minni og tilheyrði Arndísarkot þá Skreflu.” […] Tóftirnar eru enn sýnilegar.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í landi Hausastaða austan bæjanna, nokkru utan Garðatúngarð, er útihúsatóft, nánar tiltekið staðsett í vegkrikanum rétt norðan heimreiðarinnar að húsinu Brautarholti.”

Hnausastaðakot

Hausastaðakot

Hausastaðakot – loftmynd.

Garðakirkjueign. 1703: Hjáleiga Garða. Ekki hluti af Hafnarfirði ” … hjáleiga í óskiftu Garðastaðar landi, og segja menn hún hafi til forna legið til Hausastaða og verið þar frá tekin og lögð undir staðinn fyrir mannslá og mjeltunnu, sem hvoritveggja var áður skilið í landskuld auk þeirra sem nú er.” JÁM III, 189.
1918: “Tún 1 teigur og 1160 m2 kálgarðar.”

Garðahverfi
Í Fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Túnakortið 1918 virðist sýna tvö bæjarstæði með húsaþyrpingum í Hausastaðakotstúni og er hið suðaustara merkt Hausastaðakot. Miðað við aðrar heimildir og upplýsingar heimamanna er þetta þó villa: húsin sem eru norðvestar nær Hausastöðum, hafa tilheyrt Hausastaðakoti, en í hinu stæðinu var þurrabúðin Grjóti. Í norðvestara stæðinu eru tvær byggingar og kálgarðar. Nyrðra húsið er úr torfi, skiptist í þrennt og er líklegra kotið en skv. Örnefnaskrá 1964 var það hjáleiga eða þurrabúð frá Hausastöðum (A161). Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Grjóti […] er norðaustur af Hlíð. […] Býlinu fylgir land Hausastaðakots, en það stóð mitt á milli Grjóta og Hausastaða.” (Bls.9).
Þetta kemur saman við Fornleifaskráningu 1984 þar sem segir að kotið sé ,,í hánorður frá núverandi Grjóta og í vestur frá Brautarholti, sem er nýtt hús. Mitt á milli Grjóta og Hausastaða.” Þarna er sléttlent og þar sem bærinn stóð er nú kálgarður “girtur á háhólnum”.
Í Fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Bæjarstæðið hefur verið jafnað út og eru lítil merki um húsaskipan. Grjót úr veggjum er þó sjáanlegt og virðast húsin hafa staðið í röð og snúið göflum í vestur út á sjó. “Komið mun hafa verið fyrst austan. Aftan við norðurenda húsalengjunnar var hlaða sem vísar hornrétt á framhúsin, eða í N (10°) – greinilega yfirgróin, grjóthlaðin tóft. Lengd líkl. 4.1 og breidd 2.1.””

Garðahverfi

Hausastaðakotsbrunnur.

Í Fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Brunnhola, nálægt einum metra á dýpt, u.þ.b. 20 m suðaustur af Hnausastaðakotsbæ, var nefnd Hausastaðakotsbrunur.” (Bls. 9). Skv. Fornleifaskráningu 1984 er brunnurinn í sléttu mólendi “rétt suðaustan við kálgarðshleðslu bæjarins”.”
Í Fornleifaskráningu RT og RKT 2003 segir: “Brúnir hans sjást ekki en fyllt hefur verið upp í hann með smágrjóti sem myndar hring og er þvermálið um 1,20 m.”

Selskarð

Selskarð

Selskarð – Túnakort 1918.

Jarðardýrl. óviss 1703. Garðakirkjueign. Fyrst getið 1367, þá meðal jarða Garðakirkju – DI III, 220, sbr. 1397 – DI IV, 107. 1565, skrá yfir byggðar jarðir staðarins, sem ekki voru hjáleigur: “Asbirne Selskard fyrer iij. vætter fiska. áskilinn kyrfödurs vallar slattur. med jordunne ij kugillde.” DI XIV, 437. 1703 var einn ábúandi, landskuld 60 álnir, 1 leigukúgildi – JÁM III, 221.
Túnið er á norðurhlið eiðisins milli Garða og Álftaness. Það er náttúrulega slétt valllendi og hefur sennilega ekki verið jafnað mikið með vélum. Austantil tekur við mýri en sjórinn brýtur af norðanmegin.
Sunnan og vestan við eru flagmóar. Álftanesvegur liggur eftir endilöngu túninu. Túnið er varið af sjávarnargarði norðanmegin vestast en sunnan með því er einnig hleðsla, varla meir en girðingarundirstaða, og skurður utanmeð henni.

Selskarð

Selskarð – húsgrunnur.

“Jörðin Selskarð er á milli Lambhústjarnar og Skógatjarnar. Hún er nú komin í eyði fyrir nokkrum árum. Gamalt íbúðarhús stendur norðan við veginn út á Álftanes. Á sama stað stóð gamli bærinn áður.” segir í örnefnalýsingu. Húsið er nú horfið en eftir er allhár hóll fast norðan við núverandi Álftanesveg þar sem eiðið milli Álftaness og lands er mjóst.
Í túni (nú hrosshagi) á eiði og eru um 100 m til sjávarmáls í Lambhústjörn að norðan en um 300 m að sunnan. Þjóðvegur liggur upp að hólnum að sunnan og er mögulega á honum að hluta.
Syðsti hluti steyptra undirstaða síðasta íbúðarhússins sést enn, um 10 m frá veginum. Nyrðri og meiri hluti grunnsins er hinsvegar horfin því gríðarmikil hola, um 25×20 m að stærð, hefur verið grafin ofan í bæjarhólinn. Hún er 2-3 m djúp og hafa rofin úr henni verið sett á barmana að austan og vestan. Er hóllinn af því mjög hár að norðvestan. Hliðar holunnar eru grónar en sjá má að hleðslugrjót hefur oltið úr sárinu.
Bærinn hefur staðið á náttúrulegri upphækkun en mannvistarlög eru varla undir 1 m á þykkt. Sunnan og vestan við bæinn hefur verið allstór kálgarður og er hlaðinn garður meðfram honum. Hleðslustubbur sést gegnt húsgrunninum fast við veginn og síðan kantur meðfram veginum en að norðvestan er hleðslan skýr og allt að 0,8 m há.

Selskarð

Selskarð – brunnur.

Um 150 m austur af bæjarhólnum í Selskarði er útihústóft, um 20 m sunnan við sjóvarnargarð og fast vestan við litla hestarétt úr tré.
Í túnjaðri – nú hestagirðing. Austan og norðan við er talsvert rask og síðan blautur flagmór.
Tóftin er illa hlaðin úr mjög stóru og mjög litlu grjóti. Torf, eða í það minnsta grasrót, er utan á veggjunum en steypuleifar eru ofaná á nokkrum stöðum. Hleðslurnar eru að miklu leyti hrundar inn í tóftina, einkum austur-gafl. Timburþil hefur verið á vesturgafli. Mikið rusl er í tóftinni. Samkvæmt túnakorti var þetta kálgarður.

Selskarð

Selskarð – gerði.

Fyrir botni Lambhústjarnar er lágur sjóvarnargarður, sem einnig er túngarður Selskarðs vestast.
Garðurinn er lítilfjörlegur austast, varla meir en girðingarundirstaða en á móts við Selskarð gildnar hann og standa þar 2-3 umför uppúr. Garðurinn er byggður ofanvið sjávarmál og fylgir bakkanum með hvössum hornum. Á köflum eru nokkrir metrar milli garðs og sjávarbakka en annarsstaðar er garðurinn fast á bakkanum.

Heimild:
-Fornleifaskráning Garðabæjar  2009.

Hausastaðaskóli

Hausastaðaskóli um 1800.

Garðaholt

Í Fornleifaskráningu Garðabæjar 2009 segir m.a. um Miðengi, Hlíð og Móakot:

Miðengi var Garðakirkjueign. 1703: Hjáleiga Garða. Ekki hluti af Hafnarfirði “Gamli menn segja, að Miðengi sje fyrst bygt úr Hlíðarlandi ekki fyrir fullum 100 árum, og hefur í manna vinni verið hálft fyrirsvar, áður en Sr. Ólafur tó það var violenter satir; imó mag. Jón Widalin man og veit að þar hefur hálft fyrirsvar verið.” JÁM III, 187
1918: Tún 1,4 teigar og kálgarðar 1180 m2″.

Hlíð

Miðengi og nágrenni – Túnakort 1918.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnkakorti 1918 má sjá gamla bæjarstæðið sunnarlega í Miðengistúni, nálægt sjónum. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Miðengi er niður frá Háteigi, og er sama heimreið að báðum bæjunum. Húsið í Miðengi stendur u.þ.b. 40-50 m fyrir ofan fjöru. Það var byggt fast aftan (norðaustan) við gamla bærinn (þ.e. þar sem hann var).” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 stóð gamli bærinn beint framan við núverandi íbúðarhús, þar sem hlaðið er nú […]”.
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Bærinn á Túnakortinu samanstendur af um sex torfhúsum en eitt þeirra er opin tóft.
Stefnan er suðvestur-norðaustur. Skrásetjari segir: “Hafa bæjarhúsin vísað til suðvesturs, út á sjóinn og má sjá á hleðsluraðir, niðurtroðnar í hlaðinu.” Skv. Fasteignabók voru timburhús komin í Miðengi árið 1932.” Ekki kemur fram í skráningu RT og RKT hvort bæjarhóll sjáist eða hvert ástand minjanna sé í dag.

Garðaholt

Garðaholt – örnefni – ÓSÁ.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 eru útihús rétt vestan við bæinn, m.a. svolítið ferhyrnt steinhús. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Fjós og hlaða eru u.þ.b. 10 m vestur af íbúðarhúsinu. 100 ára gamall skúr er áfastur fjósinu að sunnan. Séra Hens Pálsson í Görðum lét flytja skúr þennan frá útskálum.” […] Jens var prestur í Görðum á tímabilinu 1895-1912.”

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá tvo kálgarða framan við bæjarhúsin […] í Miðengi. Sá vestari við útihúsin er líklega sá sem skv. Örnefnalýsingu 1976-7 heitir “Fjósgarður.””

Garðaholt

Garðaholt

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 er kálgarður suðaustan við bæjarhúsin, líklega sá sem kallaður er Framgarður í Örnefnalýsingu 1976-7: “Rétt suður af bænum er Framgarður, kálgarður, aflagður fyrir nokkrum árum.” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 er garðurinn “beint suður af íbúðarhúsinu”…”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Garðurinn á Túnakortinu er með hlöðnum veggjum, ferhyrndur og hefur stefnuna suðvestur-norðaustur. Kemur það heim við Fornleifaskráningu: “ferhyrndur, grjóthlaðinn garður, sem vísar á lengdina í átt til sjávar”, þ.e. í suðvestur. Utanlengd hans er um 32 m en breiddin 13,6 m. Vesturendinn er betur varðveittur, hæð 0,8 m.”

Miðengi

Miðengi.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá að varnargarður er neðan Miðengistúns og út frá honum liggja girðingar kringum túnið. Skv. Fasteignabók var Miðengi árið 1932 umgirt túngarði og hagagirðingu […] Miðengistúngarður hét sá hluti sjógarðsins sem var þarna, skv. Örnefnaskrá 1964 “þykkur og mikill” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Á bakkanum er grjótgarður til varna ágangi sjávar.” […] Neðan túnsins er breið klapparfjara og klapparnef fram í sjó. Þarna er ekkert landbrot en flæðir oft inn á lágt land innan við kambinn.”

Miðengi

Miðengi – útihús 2021.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 sýnist vera breitt hlið á sjóvarnargarðinum þar sem Sjávargata endar en þar fyrir neðan er líklega Miðengisvör. Skv. Örnefnaskrá 1964 var hún “næst fyrir austan Hlíðarvarirnar. Einnig grýtt.” […].
Miðengisklappir hétu “klappirnar í Miðengisvör” […] og í sjónum fram undan henni var Miðengissker, e.t.v. sama og Miðengishryggur […]. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Vörin, nefnd Miðengisvör af bæ, er beint niður undan húsinu. Ofan hennar er hlið á garðinum, og voru bátarnir settir um það upp á tún, þegar vont var á vetrum. Miðengisklappir heita stórar klappir, sem ganga fram í sjó vestan við Miðengisvör. Miðengissker er fram af þeim. Svolítið bil verður milli klappanna og skersins. Á flóði fellur alveg yfir Miðengissker.”

Garðahverfi

Miðengi.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 má sjá lítið ferhyrnt mannvirki byggt utan í sjógarðinn, e.t.v. grjóthlaðið naust.”

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 sést brunnur utarlega í túninu, suðaustan bæjarstæðisins, nálægt mörkum Miðengis og Garða. Miðengisbrunnur er nefndur í Örnefnaskrá 1964, neðan og sunnan bæjarins. Ekki gott vatn.” […] Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 var hann “u.þ.b. 20-25 m norðaustur af hólnum”, þar sem sjóbúð var áður ,,á kampinum milli Miðengis og
Garða […] Af heimafólki var hann bara nefndur Brunnur. Vont vatn þótti í honum og saltblandað.” Vettvangslýsing á aðstæðum fylgir ekki skráningu RT og RKT.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá götu liggja frá bæjarhúsum, suðvestur milli garða og niður að sjó. Virðist vera hlið á sjógarðinum þar sem gatan endar. Væntanlega er þetta leiðin sem lýst er í Örnefnalýsingu 1976-7: “Gatan liggur frá íbúðarhúsinu á milli Framgarðs og Fjósgarðs, og skiptist hún neðan garðanna. Liggur Sjávargata beint niður að vörinni, en Brunngata suður að brunni”

Garðahverfi

Miðengisbrunnur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 var Miðengisbrunnur “neðan og sunnan bæjarins” […] og lá Miðengisbrunngata neðan frá honum “heim til bæjar” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Gata liggur frá íbúðarhúsinu á milli Framgarðs og Fjósgarðs, og skiptist hún neðan garðanna. Liggur Sjávargata beint niður að vörinni en Brunngata suður að brunni.”

“Þá á Miðengi land uppi á Garðholti, og tilheyra því bæði Völvuleiði [á líklega að vera Mæðgnadys]og Presthóll […] Á háholtinu, suðaustan við Garðholtsveg (þ.e. vegarins (svo) yfir holtið), er þúfa sem kölluð er Völvuleiði.” segir í örnefnaskrá KE. “hér fyrir ofan prestssetrið á Garðaholti…er Völvuleiði, sem fornar sagnir eru um að þar sé grafin Völva (spákona) sem farið hafi um í heiðini. En við leit finnast þar engar menjar eða leifar af nokkru tagi, ” segir í FF.

Garðahverfi

Presthóll.

“Syðst á Garðaholti heitir Holtsendi, þar sem nú eru geysimiklar sandgryfjur. Það, sem mest ber á á holtinu, er, að á því sunnarlega er smáhæð, sem heitir Völvuleiði,” segir í örnefnaskrá AG. Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. fornleifaskráningu 1984 er Völvuleiði “uppi á háhæð vestan við þjóðveginn út á Álftanesi, sunnan vegar út að Görðum, syðst á Garðaholti.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Þar er miðlungsgrýttur melur, nokkuð grösugur allt um kring. Hóllinn sést greinilega langt að, grænni en umhverfið og stendur hátt.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “[Hóllinn] er grasivaxinn en sjá má grjót og hola er í honum miðjum. Hann er um 11 m að lengd og breidd og snýr í austur (100°) út úr holunni.”

Völvuleiði

Völvuleiði.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnalýsingu 1958 segir: “Það, sem mest ber á holtinu, er, að á því sunnarlega er smáhæð, sem heitir Völvuleiði. Heldur vestar, austanvert, þar sem Garðavegur kemur á Álftanesveg, er grasigróinn klapparhóll, ber að norðan og vestan. Þessi hóll heitir Presthóll. Þar hlóð sr. Jón Loftsson, sem hér var prestur 1562, vörðu og dvaldi þar öllum stundum.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 er þetta “grágrýtisklapparhóll við vegamót Garðaholts- og Álftanesvegar” […] en í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Presthóll er stór klettahóll, klofinn endilangs, í krikanum austan við Garðaholtsveg, þar sem hann liggur af Álftanesvegi.” […] Kristján Eldjárn skoðaði hólinn árið 1978: “Þar sem vegurinn út á Álftanes liggur yfir Garðaholtið er til vinstri handar (þegar út á nesið er ekið) dálítill klettahóll, (eða kannski réttara að segja klappahóll), sem heitir Presthóll. Um hann eru þjóðsögur og mun vera huldufólk í.” Kannski Garðapresturinn hafi átt vingott við það en hóllinn er enn á sínum stað.”

Garðahverfi

Miðengi 2013.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá lítið ferhyrnt torfhús við girðingu í norðvesturjaðri Miðengistúns. Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: “U.þ.b. 50 m norðvestur af hlöðunni, út við girðingu, milli Hlíðar og Miðengis, er kindakofi, sem tekur um 30 fjár.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnalýsingu frá 1958 segir: “Fram af Miðengi er Miðengisbryggja. Það er þangi vaxin flúð. Þar utar er Hlíðarsker […].” […] Þetta er náttúruleg bryggja af sama tagi og voru við Bakka, Dysjar og Hausastaði.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 eru tvö samföst útihús rétt vestan við bæinn. Þau eru líklega úr steini og hafa stefnuna suðvestur-norðaustur.” Ekki er frekari lýsing á aðstæðum í skráningu RT og RKT.

Garðar

Garðar – túngarður – Hlíð utar og Hliðsnes fjærst.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Götusteinn var skv. örnefnaskrá 1964 “steinn er lá við götuna milli Hlíðar og Miðengis. Á steini þessum voru þau ummæli, að hann mætti ekki hreyfa.” […] Við þetta gerir Kristján Eiríksson athugasemd í Örnefnalýsingu 1976-7: “Nokkuð stór steinn er í Miðengistúni, fast vestan við brunngötuna frá Hlíð. G.S. Nefnir hann Götustein í lýsingu sinni. Kristján [Eyjólfsson í Miðengi] segir það rangt, en man ekki rétta nafnið” […] Steinninn er enn á sama stað.”

Hlíð 1565: Á lista yfir byggðar hjáleigur í landi Garða. “Hlid byggd Hakone fyrer iij. Vætter fiska. Mannslán og formennska á skilenn. Er med hiáleigunne eitt kugillde. Enn adur voru þar tvo.” DI XIV, 438.
Garðakirkjueign. 1397: Eign kirkjunnar á Görðum. DI IV, 107. 1703: Hjáleiga Garða. Ekki hluti af Hafnarfirði “Hlíð var so sem lögbýli áður en Miðengi var þar frá tekið og var þar þá fyrirsvar að menn meina.” JÁM III, 187.
1918: “Tún 1,4 teigar og kálgarðar 1200 m2”

Hlíð

Hlíð.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 má sjá þyrpingu húsa í gamla bæjarstæðinu í Hlíð og er hinn svo kallaði Hlíðar-Vesturbær væntanlega vestanmegin. Hann skiptist í tvennt, austara húsið aflangt og hólfast aftur í tvennt. Þetta eru torfhús með standþili og snúa í suðvestur. Af Fasteignabókum má sjá að komið var timburhús árið 1932 […] og járnvarið 1942-4 […] Skv. Örnefnaskrá 1964 voru bæirnir tveir: “Býli í Garðahverfi, hjáleiga frá Görðum, þar var jafnaðarlegast tvíbýli.” […] Við þetta bætir Örnefnalýsing 1976-7: “Húsið í Hlíð er u.þ.b. 150 m beint í norður frá Miðengi, en nokkru lengra frá sjó. í Hlíð var tvíbýli til 1924, en þá fær Gísli Guðjónsson alla jörðina og reisir þá hús það, er nú stendur. Þar hefur að vísu verið stækkað síðan. Fjós og hlaða er rétt norðan þess. Íbúðarhúsið stendur á sama stað og Austurbærinn í Hlíð var áður, en fjósið og hlaðan, þar sem Vesturbærinn stóð.””

Hlíð

Hlíð.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Austan megin í bæjarstæðinu, til hliðar við Hlíðar-Vesturbæ […] er á Túnakorti 1918 stór bygging, líklega svo kallaður Hlíðar-Austurbær. Hann skiptist í sex hluta. Fremst eru tvö aflöng hús sem hvort um sig hólfast í tvennt og virðist snúa í suðvestur. Þvert á norðausturgafl suðaustara hússins liggur minna aflangt hús og samfast við hlið þess annað stærra. Húsin eru úr torfi og e.t.v. með standþili. Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 stóðu bæirnir fram til ársins 1924 en þá var reist nýtt íbúðarhús á þeim stað sem Austurbærinn var áður, um “150 m beint í norður frá Miðengi, en nokkru lengra frá sjó” […] og kemur það heim við staðsetningu bæjarins á kortinu.”

Garðahverfi

Karkur.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 liggja fimm samfastir kálgarðar með hlöðnum veggjum kringum bæjarhúsin að norðaustan, norðvestan og suðvestan. Af þeim er væntanlega kominn stóri kálgarðurinn sem í Örnefnalýsingu 1976-7 er sagður vera “fast vestan við íbúðarhúsið” sem Gísli Guðjónsson reisti 1924 í stæði gamla Austurbæjarins […].” Vettvangslýsing á minjunum fylgir ekki skráningu RT og RKT.
Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Hluti garðsins fannst við fornleifaskráningu 1984 framan eða “norðvestan við bæinn í Hlíð en skrásetjari taldi þar vera gömlu heimakálgarðhleðsluna. Þarna er “yfirgróin grjóthleðsla, nú mjög lág” og nær um 30 m til norðurs framan eða vestan “við núverandi íbúðarhús […] þar kemur aðeins horn í hleðsluna til austurs”, síðan heldur hún áfram um 16 m til norðurs”.
Hleðslan “myndar bakka þarna í túnið” og er “uppfyllt að austan”.”

Móakot

Móakot – grunnur sjóbúðar.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 var Hlíðarkot hjáleiga eða þurrabúð frá Hlíð og stóð vestan Hlíðarbæjanna “samhliða, með stétt” […], skv. Örnefnalýsingu 1976-7 ,,fast austan við Vesturbæinn. Kotið var löngu komið í eyði, þegar Gísli [Guðjónsson] kom að Hlíð” 1924 […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 var það í hlaðinu á Hlíð. Minjarnar eru þó horfnar og í þeirra stað komin geymsla.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Brunnur í grjótinu mitt á milli Grjóta og Hlíðar hét Karkur. Í hann safnaðist eingöngu rigningarvatn. Annars var vatn í Hlíð aðallega sótt í Garðalind. […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 er Karkur “um miðja vegu milli bæjanna” og “grýtt allt í kring.” Vatnsbólið var notað í minni Tryggva Gunnarssonar í Grjóta, þá “um 3 álnir á dýpt”. Brunnurinn er “um 0,75 í þvermál – ekki greinilega kringlóttur”, markaður með grjóti “á allar hliðar og sá í vatn, en hann er nú byrgður með fleka”.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá götu sem byrjar við skemmu suðaustan Hlíðar-Austurbæjar og liggur þaðan suður um tún bæjanna og gegnum hlaðið í Miðengi. Líklega er þetta Hlíðarbrunngata eða Brunngata sem skv. Örnefnaskrá 1964 lá frá Hlíð og Miðengi að Garðalind ,,því þangað var sótt gott neysluvatn” […] Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 “lá brunngata frá Hlíð niður fyrir neðan Miðengi og þaðan austur í Garðalind” og var vatn í Hlíð aðallega sótt þangað.”

Garðaholt

Garðaholt – Götur.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 eru gerði í túninu austan Hlíðarbæja upp við Garðatúngarð. Við suðausturenda þess syðsta er hústóft úr torfi og grjóti, aflöng með stefnuna suðvestur-norðaustur. Trúlega er þetta Gata sem skv. Örnefnaskrá 1964 var “þurrabúð við vestur túngarð Garða, ofan við Hlíðarbæi” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Í suðaustur (u.þ.b. 150 m) frá íbúðarhúsinu var grasbýli, sem hét Gata. Hún fór í eyði um síðustu aldamót, og féll þá túnið undir Austurbæinn í Hlíð. Var þá byggður þar á tóftunum bær yfir karl og kerlingu á vegum hreppsins. Þau fóru þaðan um 1925, og keypti þá Gísli [Guðjónsson] bæinn og hefur haft hann fyrir fjárhús síðan og gert á honum ýmsar breytingar.” Gísli mundi eftir bænum í Götu en “Götuland girðir að mestu land Miðengis af til austurs. Spildan frá Götu, sem ræktuð er ofan Miðengistúns, er nefnd Götuvöllur, og tilheyrir hún Hlíð.” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 er Gata í eða við suðurhorn garðs “beint upp af Miðengi í suðaustur frá Hlíð”.”
Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Allt um kring er slétt graslendi og aflíðandi halli… Þarna eru tvö fjárhús úr torfi og grjóti með trégafla að ofan og bárujárnsþaki. Aftara eða austara húsið er um 5 m langt að utan og vísar í suðvestur (240°) en hitt húsið kemur hornrétt framan eða vestan á það. Suðurendi garðhleðslunnar liggur nokkurn veginn á mitt austara húsið. Væntanlega eru þetta húsin sem Gísli byggðu á bæjartóftunum.”

Garðar

Garðaholt – loftmynd 1954.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 sést hvernig girt er í kringum allt Hlíðartún með görðum og girðingum. Meðfram Hlíðartröðum sem liggja frá Garðatúngarði til bæja er garður hlaðinn suðvestur að heimakálgarðshleðslunni. Annar garður sem er enn austar skilur milli Götu og Háteigs. Frá honum liggur síðan girðing í vestur milli Götu og Miðengis og við bæjarstæði Hlíðar byrjar aftur garður sem nær suðvestur að sjó. Þar er sjóvarnargarðurinn hlaðinn eftir öllum sjávarkambinum framhjá Hlíðarvörum og hefur framhald hans varðveist neðan Móakots. Rétt austan varanna liggur girðing upp frá sjógarðinum að heimakálgarðshleðslunni og nokkru vestan þeirra liggur landamerkja girðing milli Hlíðar og Móakots. Hún endar við austurvegg Móakotstraða sem liggja áfram norðaustur að Garðatúngarði. Skv. Fasteignabókum eru túngarðar og hagagirðingar við Hlíð árið 1932 […] og áfram 1942-4 […] Við Fornleifaskráningu 1984 fannst hluti Garðatúngarðs ofan Hlíðar en hleðslubrotið endar ofan við Grjótahúsið. Þetta er “þurr grjóthleðsla, þakin skófum og nokkuð gömul að sjá, […] nú innan girðingar Hlíðarmegin á um 70 m kafla eða að heimkeyrslu Hlíðar – og síðan áfram svolítinn spöl”.”

Miðengi

Hlíð – sjóvarnargarður.

“Á sjávarbakkanum fyrir Hlíðartúni lét Gísli hlaða sjóvarnargarð á árunum 1928 – 38. Var hann bæði hlaðinn úr fjörugrjóti og grjóti, sem tekið var upp úr túninu. Grjótið í túninu var tekið upp með svonefndum grjótgálga, en slík verkfæri fluttust þá hingað til lands frá Noregi. Voru þeir ýmist gerðir af þrem eða fjórum löngum spýtum (u. þ. b. 3 – 4 m löngum). Spýturnar mættust í oddi, og var ein lengri og til stuðnings (tvær í fjögurra spýtna gálga). Efst í gálganum var þrískorin blökk og önnur tvískorin rétt fyrir neðan hana. Neðarlega á gálganum voru svo tannhjólin (tvö), og var sveifin fest á svera járnteina á milli aðalspýtnanna. Á endann á vírnum var fest stór járnkjaftatöng til að grípa um steinana. Á veturna var grjótið klofið í hæfilega hleðslusteina. Fyrst voru klappaðar raufir í steinana með stuttu millibili. Mátti það helzt ekki vera lengra en spönn. Til þessa var notaður sérstakur klöppuhamar. Þá voru stálfleygar reknir niður í holurnar. Oddurinn mátti ekki nema við botn holunnar, því þá kom ekki þvinga á steininn. Til að koma í veg fyrir það var sett gyrði báðum megin á fleyginn, og þrýstist það til hliðanna, um leið og fleygurinn var rekinn niður. Eftir að fleygunum hafði verið fest í raufunum, var rekið nokkuð jafnt á fleygaröðina. Klofnuðu steinarnir þá af þvinguninni, og urðu kantarnir merkilega sléttir. Steinarnir, sem voru klofnir, voru fyrst og fremst grágrýti,” segir í Örnefnalýsingu KE.

Hlíð

Hlíð – sjóvarnagarður og varir.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 virðist mega sjá varir sitt hvorum megin við enda sjávargötunnar frá Hlíðarbæjum. Í Örnefnaskrá 1964 eru nefndar Hlíðarvör vestri eða Vesturbæjarvör sem “tilheyrði vesturbænum í Hlíð” […] og Hlíðarvör eystri eða Austurbæjarvör sem ,,tilheyrði Austurbænum” […]. Vesturbæjarvör er líklega rétt fyrir neðan Hlíðarbúð. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Í fjörunni, beint niður af húsinu, er Hlíðarvör. Þar er fjaran nokkuð slétt, en safnaðist í hana stórgrýti á vetrum. Þurfti því að ryðja hana á vorin. Hlið var á garðinum fyrir ofan vörina, og voru bátarnir settir um það upp á tún, ef sjógangur var mikill.” […] Umrætt bátahlið má sjá á Túnakortinu þar sem gatan endar milli vara og er það nokkuð breitt.”

“Þurrabúðin Sólheimar var byggð örskammt norðaustan við Grjóta, og braut ábúandinn svolítinn blett í kringum húsið, og er hann nefndur Sólheimagerði. Húsið sjálft er sem næst því, sem heimreiðin í Grjóta er nú,” segir í örnefnaskrá KE. Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Sólheimar voru við heimkeyrsluna að Grjóta, rétt utan Garðatúngarðs að sögn Tryggva Gunnarssonar. Þar var tómthús en engar minjar fundust við Fornleifaskráningu árið 1984 […] Sólheimar eru ekki nefndir í heimildum fyrri alda og því ekki vitað hvenær þeir voru í ábúð. Eitthvað af tómthúsfólkinu sem getið er um í Hlíð í Manntölum 1801 […] og 1845 […] hefur þó e.t.v. haldið til í þessu húsi.”

Hlíð

Hlíð – Grjóti og Holt – Túnakort 1918.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 var Holt “þurrabúð í Garðahverfi, ofan Hlíðarbæja” eða “hjáleiga vestan við Götu” Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Í háaustur frá Hlíð er Holt. þar er nú stórt timburhús, byggt nálægt 1942. Rétt fyrir norðan það er pakkhús. Gamli bærinn í Holti stóð u.þ.b. 20 m í suður frá íbúðarhúsinu, sem nú er. Svolítið gerði var í kringum og hann og kálgarður í því, framan við bæinn. Sá bær fór í eyði rétt fyrir aldamótin 1900, og var Holt ekki aftur í byggð, fyrr en reist var húsið, sem nú er. Holt stendur rétt ofan við túngarðinn í Hlíð (þ.e. garðinn, sem Garðaprestar létu hlaða ofan túna í Garðahverfi).” …” Þurrabúðin Holt var eina 150-200 m norðvestur af Háteigi, og verður þess nánar getið síðar”

Miðengi

Miðengi – loftmynd.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti liggur stór ræktarblettur út frá Garðatúngarðiog Illugagerði ofan Hlíðar. Hann er óreglulegur í lögun en þó nokkurn veginn ferhyrndur, umkringdur hlöðnum veggjum, með stefnu norðvestur-suðaustur. Þetta mun vera Holtsgerði en skv. Örnefnaskrá 1964 ræktaði Eyjólfur Eyjólfsson það
umhverfis Holtsbæinn. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Gamli bærinn í Holti stóð u.þ.b. 20 m í suður frá íbúðarhúsinu, sem nú er. Svolítið gerði var í kringum hann og kálgarður í því, framan við bæinn.” […] Trúlega er þetta grjóthlaðni ferhyrndi garðurinn sem fannst við Fornleifaskráningu 1984. Hann liggur beint í suður út frá núverandi Holti, í smáþýfi þar sem er grýtt á köflum.”

Hlíð

Hlíð.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “[Holtsgerði] er um 30×32 m að stærð með stefnu í vestur, veggirnir 1,8 m á breidd.”
Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Rétt við norðurhorn kúagerðis, í miðjum Garðatúngarði, er á Túnakortinu 1918 sýndur ferhyrndur kálgarður með grjóthlöðnum veggjum og stefnu með túngarðinum. Þetta er trúlega Illugagerði sem skv. Örnefnaskrá 1964 var “rétt hjá Holtsgerði”, þ.e. stóra garðinum sem sést austan við það á kortinu . […] Illugagerði var “ræktað […] þarna á holtinu. Það gerði Illugi Brynjólfsson, er bjó um aldamótin 1900 í Holti” […] en þess má geta að alnafni hans og e.t.v. ættingi var bóndi á nágrannabænum Ráðagerði skv. Manntali 1816 […] og bjó þar fram um miðja 19. öldina […]. Garðurinn fannst við Fornleifaskráningu 1984 og er nánar tiltekið staðsettur framan og vestan við núverandi Holt.”

Móakot

Móakot – loftmynd.

Móakot er nefnt árið 1698, Árbók 1929, 6. Garðakirkjueign.
1703: Hjáleiga Garða. Ekki hluti af Hafnarfirði. “… er bygð úr Hlíðarlandi fyrst i þeirra manna minni, sem nú lifa.” JÁM III, 188
1930: Fer í eyði.
1918: Tún 1 teigur og 800 m2″.

Móakot

Móakot.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 sést bæjarstæði Móakots nokkurn veginn í miðju túni, suðvestan Hausastaðakots og norðvestan Hlíðarbæja. Skv. Örnefnaskrá 1964 var býlið “hjáleiga frá Görðum. Ofar en Hlíð.” […] en í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Móakot var u.þ.b. 150 m suðvestur af Hausastaðakoti. Það fór í eyði um 1930. Svolítill blettur kringum kotið var nefndur Móakotstún. Bæjartóftirnar eru í landi Haustastaðakots, en túninu er skipt á milli Hlíðar og Haustasaðakots, og á Hlíð eystri hlutann.” […] Við Fornleifaskráningu 1984 var Móakot staðsett “norðvestur af Grjóta, norðan við Hlíð […] slétt tún fyrir vestan og norðan – aflíðandi gróin en grýtt brekka að baki.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu hólfast bærinn í fernt, byggingarefnið er torf en standþil á tveimur framhúsum, stærstu hólfunum, en þau snúa suðvestur að sjónum. Það kemur heim við lýsingu skrásetjara sem segir lengd bæjarhúsa til vesturs vera 5,85 m og þau hafa vísað göflum út á sjó. Aðeins mótar fyrir veggjum, um 1 m á breidd. Skv. Fasteignabók stóð þessi torfbær enn árið 1932.”

Garðar

Móakot – tóftir.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 virðist mega sjá vör fyrir enda götunnar sem liggur frá Móakoti að sjó. Skv. Örnefnaskrá 1964 var Móakotsvör “nokkru sunnar en Hausastaðavör vestust varanna, innan Hausastaðagranda” og Móakotsklappir eða Móakotssker voru “rétt við Móakotsvörina” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Móakotsvör er beint niður undan tóftunum”, þ.e. bæjartóftunum.”

“Rétt fyrir austan (u.þ.b. 8 m) endann á Stíflisgarði, Katrínarkotsmegin, var Hausastaðabrunnur. Í hann var sótt vatn frá Hausastöðum, Katrínarkoti og Hausastaðakoti og stundum einnig frá Grjóta og Móakoti. Ekki þraut í þessum brunni fyrr en á seinni árum. Einar 6-7 tröppur voru niður í brunninn. Hausastaðabrunnur lagðist af um 1927 … Slóðar frá bæjunum að Hausastaðabrunni nefndust Brunngötur. Var eins frá hverjum bæ.” Búið er að raska brunngötunum með sléttun og vegagerð, t.a.m. með Sjávargötu.

Móakot

Móakot.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Túnakortið 1918 sýnir kálgarða suðvestan, sunnan og suðaustan bæjarins en skv. Fornleifaskráningu 1984 eru hleðslur kálgarðs og kartöflugarðs vestur af bæjarhúsalengjunni.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Kálgarðurinn er beint vestur af hústóftinni en í suðurenda hans aflangur kartöflugarður og girðing milli þeirra. Frá húsinu eru um 26 m að vesturvegg kálgarðsins og 3 m í norðurvegginn sem er um 29 m langur að girðingu. Garðurinn virðist opinn til austurs. Stallur hefur myndast við frambrún kálgarðshleðslunnar. Kartöflugarðurinn er um 34 x 7 m að innanmáli með stefnuna vestur-austur. Garðveggirnar eru 1-1,5 m á breidd, grjóthlaðnir í austurhlutanum.”

Móakot

Móakot – brunnur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í þýfi um 17 m norðaustur frá Móakoti fannst við Fornleifaskráningu 1984 brunnur. Hann er hringlaga, um 1 m í þvermál og 1,5 m niður að vatnsyfirborði. Hann er hlaðinn úr grjóti og stendur opinn en gaddavír hefur verið settur fyrir.”

“Hausastaðakambur var ofan þessara vara … Og Skiptivöllurinn með búðum og hjöllum bæjanna … Móakotsbúð var á Hausastaðakambi, búð og hjallur frá Móakoti, við Skiptivöllinn,” segir í
Örnefni og leiðir í Garðabæ. Móakotsbúð hefur að líkindum verið upp af Móakotsvör, sem er rúmlega 120 m suðvestur af bæ.

Móakot

Bátar í fjörunni neðan Móakots.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Túnakorti 1918 liggja traðir úr austurhorni Móakotstúns beint norðaustur framhjá Grjóta og út að hliði í Garðatúngarði sem í Örnefnaskrá 1964 er nefnt Móakotshlið eða Grjótahlið.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 sést að girt er kringum allt Móakotstún og liggur sjógarður eftir sjávarkampinum. Skv. Fasteignabók var þar túngarður og hagagirðing árið 1932.”
Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Hluti varnargarðsins fannst við Fornleifaskráningu 1984: “Niður við sjóinn vestan við Hlíð […]. Fallega hlaðinn grjótgarður”, um 1,2 m á hæð og 1,5 m á breidd og nær frá girðingu milli Hlíðar og Grjóta.”

Heimild:
-Fornleifaskráning Garðabæjar 2009.

Móakot

Móakot – kálgarður.

Garðar

Í Fornleifaskráningu fyrir Garðabæ árið 2009 segir m.a um Garða á Garðaholti, Ráðagerði og Nýjabæ:

Garðar

Garðar – Túnakort 1918.

Kirkjustaður. Hóll var hjáleiga 1803. 1307: “ad stadur j Gördum a Alftanese ætte allann vidreka og hvalreka fra Ranganiogre og [i] Leitu kvenna bása. ad kalftiorninga fiouru.” DI II, 362. 1367 átti kirkjan allt heimland, Hausastaði og Selskarð, Hlið, Bakka, Dysjar, Harunasholt og Hjallaland, auk þess afrétt í Múlatúni – DI III, 220 sbr. 1397 – DI IV, 107-108. 1558: Var kirkjujörðin Hlið lögð til Bessastaða en Garðar fengu í staðinn Vífilsstaði DI XIII, 317. 1697 var staðurinn 60 hndr.
Hafnarfjörður á 16 ha þríhyrning úr landi Garða, frá gömlu marklínunni í átt að Álftanesvegi, þar sem nú er hluti ad Norðurbænum í Hafnarfirði. Görðum tilheyrir landið sjávarmegin við Hafnarfjarðarveg inn að Arnarneslæk sem ræður til sjávar. Ö-Garðahverfi, 2. Er Hafnarfjarðarkaupstaður var stofnaður 1907 voru honum ákveðin norðurmörk “Úr sjó utanvert við Balatún, sjónhending eftir takmörkum Hafnarfjarðarhrauns og Dysjamýrar, þar til kemur á hinn forna veg frá Görðum til Reykjavíkur. Eftir þeim vegi í Engidal. Þaðan eftir nyrðri brún Hafnarfjarðarhrauns, þar til kemur á móts við austurhorn Hraunholtstúns …” (ÁG Saga Hafnarfjarðar I, 101). Land þetta tilheyrði þó Garðastað eftir sem áður en 1912 keypti Hafnarfjarðarkaupstaður það mestallt og heimilaði Alþingi það með lögum nr. 12, 22.10.1912 með þessum merkjum: “Bein lína úr Balaklöpp við vesturenda Skerseyrarmalar í veginn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, þar sem hann fer að fara lækkandi frá norðurbrún hraunsins. Þaðan bein lína í Hádegishól, hádegismark frá Hraunsholti, nálægtí hásuður frá bænum, spölkorn frá hraunjaðrinum…” Hamarskotstún var eftir sem áður eign Garðastaðar (ÁG Saga Hafnarfjarðar I, 102-104). Görðum tilheyrir landið sjávarmegin við Hafnarfjarðarveg inn að Arnarneslæk sem ræður til sjávar. Ö-Garðahverfi, 2.
1703: “Úthagar nálægt heimastaðnum eru bæði þröngvir og snögglendir.” JÁM III, 181.

Garðar

Garðaholt – loftmynd 1954.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti frá árinu 1918 má sjá bæjarstæðið í Görðum nokkurn veginn í miðju túni, austan kirkjunnar, ofan og norðan kirkjugarðsins. Þar eru þrjár stórar byggingar, lítið hús og for.
Gamli bærinn gæti verið stóra torfhúsið næst kirkjunni en það skiptist í tvö aðalhólf og virðist anddyrið snúa í suðvestur að bæjarhlaðinu. Í Örnefnalýsingu 1958 segir: “Ofan við Kirkjugarðinn er býlið Garðar.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 stóðu “byggingar staðarins […] á bæjarhólnum austan kirkju […] ofarlega í Garðatúni miðsvegar í hverfinu” […] Örnefnalýsing 1976-7 hefur þetta: “Garðar, hið forna prestsetur og höfuðból, eru norðvestur frá Nýjabæ. Tún Nýjabæjar, Króks og Garða liggja saman. Gamli bærinn í Görðum stóð aðeins vestar en nýja húsið. Kirkjan var vestan hans […]”.”

Garðaholt

Garðaholt – örnefni – ósá.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í grein frá árinu 1904 […] segir Matthías Þórðarson að Garðakirkja hafi áður verið innan kirkjugarðsins. Á Túnakorti 1918 sést gamla kirkjan vestan við bæjarhúsin og sýnist vera úr steini með stefnuna suðaustur-norðvestur. Skv. Örnefnaskrá 1964 var hóllinn “þar sem Garðakirkja stóð” kallaður “Kirkjuhóll” […] Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir hins vegar: “Gamli bærinn í Görðum stóð aðeins vestar en nýja húsið. Kirkjan var vestan hans, og hefur hún verið endurbyggð á sama stað.” […] Núverandi kirkja var reist árið 1966.”

“Bygt í tíð og með leyfi Peturs Reyelssonar kaupmanns lengra inn í Garðastaðar landareign en Einarhús [sem var líklegast innan núverandi marka Hafnarfjarðar] af búandanum i Digranesi á Seltjarnesi, sem þessi búð brúkaði og skipi sínu þar hjá til fiskjar hjelt um vertíð orðlofslaust af staðarhaldaranum, so vítt menn vita. Búðin iggur nú í eyði síðan fiskiríið brást í Hafnarfirði,” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703.
Nákvæm staðsetning búðarinnar er ekki þekkt.

Garðar

Garðar árið 1900.

“Byggð nokkru síðar en Digranessbúð í tíð Knúts Storms kaupmanns í Hafnarfirði og með hans leyfi að menn meina. Stendur þessi búð álíka lángt inn í Garða landareign sem Digranesbúð. Brúkaðist hún og brúkast enn núi fyrir verbúð um vertíð af ábúandanum á Hólmi við Seltjarnarnes í leyfi kaupmannsins í Hafnarfirði, so framt menn vita, að vísu leyfislaust af staðarhaldaranum, og gánga þar við þessa búð tvö tveggja manna för jafnlega um vertíð,” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703. Nákvæm staðsetning búðarinnar er ekki þekkt.

Garðar

Garðar fyrrum.

“Út með Hafnarfirði í Garðastaðalandi standa þessi tóm hús: Eysteinshús eður Geirahús. Þingvallna búð. Stigshús eður Jodísar hús. Illugabúð eður Langeyrarbúð. Ofanmannabúð. Laugardælabúð. Þessar búðir eru sumar 50 ára gamlar, sumar ýngri, sumar fárra ára. Hefur staðarhaldarinn þær í þeim góðu fiskiárum burt leigt, sumar aðkomandi mönnum með skipsuppsátri fyrir v aura undirgift og sumar lögðust inn skipshafnir, sem reru á staðarhaldarans bátum, er þar við búðirnar uppsátur höfðu, og fjekk þá tómthússmaðurinn soðningskaupið. Þessar grasleysubúðir eru nú síðan fiskiríið minkaði sumpart öldúngiss niðurfallnar, sumar hánga uppi enn nú íbúðar og leigulausar á fallandi fæti, ef fiskiríið ei aftur að legst,” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703. Nákvæm staðsetning búðarinnar er ekki þekkt.

Garðahorlt

Garðaholt.

“Út með Hafnarfirði í Garðastaðalandi standa þessi tóm hús: Eysteinshús eður Geirahús. Þingvallnabúð. Stigshús eður Jodísar hús. Illugabúð eður Langeyrarbúð. Ofanmannabúð.
Laugardælabúð. Þessar búðir eru sumar 50 ára gamlar, sumar ýngri, sumar fárra ára. Hefur staðarhaldarinn þær í þeim góðu fiskiárum burt leigt, sumar aðkomandi mönnum með skipsuppsátri fyrir v aura undirgift og sumar lögðust inn skipshafnir, sem reru á staðarhaldarans bátum, er þar við búðirnar uppsátur höfðu, og fjekk þá tómthússmaðurinn soðningskaupið. Þessar grasleysubúðir eru nú síðan fiskiríið minkaði sumpart öldúngiss niðurfallnar, sumar hánga uppi enn nú íbúðar og leigulausar á fallandi fæti, ef fiskiríið ei aftur að legst,” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703. Nákvæm staðsetning búðarinnar er ekki þekkt.

Garðaholt

Stríðsminjar á Garðaholti.

“Hefur verið tómthús, fyrir átta eður tíu árum fyrst uppbygt. … Nú er þetta býli öldungiss eyðilagt og i tóftarbrot komið og byggist aldrei nema stór fiskiganga inn á Hafnarfjörð komi,” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703. “Sýslumaður nefnir eigi býli þetta, en jarðabækurnar telja hér 3 smábýli, sem sé Garða kirkjueign (Lángeyri, Bali og Skerseyri), en prestur nefnir Lángeyri eingaungu,” segir jarðaskrá Johnsens frá 1847. “Balatún: Tún býlisins Bala. Er eiginlega í Garðahverfi, en þar sem hann er á Hrauninu verður hann hér með. Balatúngarður: Túngarður austan túnsins aðallega,” segir í örnefnaskrá Hafnarfjarðar.
“Gamli bærinn á Bala stóð á hraunbrún. .. Íbúðarhúsið, sem nú er, stendur u.þ.b. 100 m beint upp af, þar sem gamli bærinn stóð. Það var byggt um 1931. Fjós og hlaða eru skammt upp af húsinu. Fjárhús standa upp við veginn til Hafnarfjarðar,” segir í örnefnaskrá Garðahverfis. Nákvæm staðsetning býli þess sem getið er í jarðabók er ekki þekkt, en samkvæmt lýsingu hefur það sennilega verið skammt frá hjalli sem er nú á þessum slóðum og er á hraunbrúninni.

Skerseyri

Tóftir Skerseyrar.

Í manntali frá 1801 er Litla Langeyri talin milli Skerseyrar og Stóru-Langeryrar og vor þar þá tvö heimili með 4 og 2 mönnum. Í sóknarlýsingu frá 1842 er Litla-Langeyri talin meðal býla á svæðinu milli Fiskakletts og Skerseyrar. “L[itla]-Langeyratún: Tún býlis er þarna stóð. Síðar Brúsastaðir. L[itlu]-Langeyrartúngarður: Garður af grjóti kringum býlið. L[itlu]-Langeyrarbrunnur: Brunnur í laut sunnan við Bæinn. Aðeins á Fjöru. ” Brúsastaðatún: 1890 var grafið í gömlu bæjarústirnar og kom upp brot af leirbrúsa. Þar af kom nafnið.” segir í örnefnlýsingu Álftaneshrepps. 1901 voru 5 heimilismenn á Brúsastöðum en fyrir aldamótin hafði þurrabúðin verið í eyði um skeið. Tvö hús standa bæjarstæðinu og er mikið af grjóthlöðnum görðum umhverfis, flestir nýlegir en hugsanlegt er að sumir séu leifar af túngörðum frá 19. öld.

Sjóminjasafn

Teikning að fyrirhuguðu sjóminjasafni á Skerseyri.

1703 segir um Skerseyri “Hjáleiga í Garðastaðarlandi hjer um XX ára gömul og hefur þetta býli samkvæmt því fyrst byggst eftir 1680 ” “2 heimili með 6 og 2 mönnum voru á Skerseyri 1801 en 1816 var þar aðeins eitt heimili með 4 mönnum. Skerseyri er talin meðal býla í sóknarlýsingu frá 1842” SSGK, 206. Samkvæmt manntali 1845 voru enn 4 til heimilis á Skerseyri. Samkvæmt manntali 1901 bjuggu 5 heimilismenn þar. Haustið 1902 var Skerseyri í eyði en byggðist þó aftur skömmu síðar.
“Skerseyrartún: Næsta býli við L[itlu]-Langeyri. Þar var kýrgras eitt sinn og býlið hjáleiga frá Görðum. Skerseyrartúngarður. Hann lá um túnið. En við sjó horfinn í Mölina.” segir í örnefnalýsingu. Hús með torfþaki stendur rétt við ströndina byggt inn í hól. Upphlaðin leið liggur meðfram suð-vestur hlið. Húsið er tvískipt og eru á því tveir inngangar sem snúa í suð-austur. Framhlið er úr við, norð-austur og norð-vestur hlið eru klappir og suð-vestur hliðin er hlaðin úr grjóti. Þetta er ekki bæjarhús en er trúlega tengd búskap. Ekki að sjá neitt á svæðinu sem gæti verið bústaður.

Völvuleiði

Á Völvuleiði 1999.

“Þegar kemur vestur fyrir Stifnishóla, er Skerseyrarmöl, og í henni er Skerseyrarvör.” “Skerseyrarvör. Hún var þarna í fjörunni á sinni tíð. Niðurlögð [1964].” Þar sem vörin hefur verið er hlaðin og steypt varða.

Í Fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Suðvestan til í Garðaholti, norðvestur af Völvuleiði, fannst við Fornleifaskráningu 1984 kofi og sunnan hans kálgarður.”
Í Fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Kofinn er ferhyrndur og utanmál hans 7,25×5 m. Hann er hlaðinn úr grjóti, norðausturhliðin grafin inn í hæðina og grasþak á honum. E.t.v. Hefur þetta verið kartöflugeymsla.”

“Hún lá vestan Balaklettanna,” segir í örnefnalýsingu Hafnarfjarðar. “Balaklettur gengur í sjó fram innan (austan) við Balamöl Vestan við hann var lending frá Bala,” segir í örnefnalýsingu Garðahverfis. Ekki er greinanleg manngerð, rudd vör vestan Balakletta, svo lendingin hefur verið náttúruleg. Balavör hefur verið um 50 m VNV af Balaklettsvörðu.

Bali

Balavarða (landamerkjavarða).

“Segir í örnefnaskrá Hafnarfjarðar. Varðan er á klett við sjávarmál, um 50 m suður af unglegum hjalli sem stendur líklega nærri fyrrum bæjarstæði Bala.
Varðan er á hraunkletti í sjó fram, skammt norðaustur af er hraunið gróið grasi. Varðan er um 1,3 m á hæð og um 1 m í þvermál. Hún er hlaðin úr hraungrýti og steypt er á milli umfara. Varðan er brotin að ofan og hefur því verið hærri áður fyrr.

Garðar

Garðar og nágrenni – örnefni. ÓSÁ.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 má sjá gamla grafreitinn í Görðum rétt suðvestan við kirkjuna og bæjarhúsin. Skv. Örnefnalýsingu 1958 er Garðakirkjugarður neðan bæjarins, upp af þurrabúðinni Hól: “Þarna er svæði slétt upp að kirkjurúst, en á það vantar nöfn.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 lá hann “neðan kirkjunnar og bæjarhúsanna” […] Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: ,,Gamli kirkjugarðurinn er sunnan kirkjunnar og íbúðarhússins. Hann hefur nú verið stækkaður til vesturs.” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 er kirkjugarðurinn beint niður og vestur af núverandi bæjarhúsum “girtur grjóthlöðnum garði”.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Þegar Matthías Þórðarson rannsakaði legsteina í Garðakirkjugarði árið 1903 komst hann að því að þar eru sex frá 17. öld og einn frá byrjun 18. aldar, auk þess sem nýlega hafði fundist brot af 17. aldar steini: “Allir þessir legsteinar eru höggnir úr venjulegu hraungrýti (dolerit) og sömu tegundar og annað grjót í Garðholti. Þrír af þeim […] lágu fyrir dyrum kirkjunnar, sem áður var í kirkjugarðinum, og því nokkuð máðir, en þó er letrið enn vel skýrt á þeim öllum.” […] Árið 1918 voru “um 40 minnisvarðar” í Garðakirkjugarði.”” Ekki er þess getið í skráningu RT og RKT hvað gamli garðurinn sé stór, hvort hann hafi verið sléttaður eða hvort þar sjáist merki eldri kirkju.

“Þaðan er bein lína í Hvíluhól, en sá hóll er fast norðaustan við Garðaveginn til Hafnarfjarðar. Á Hvíluhól lögðu menn af sér byrgði á leið til og frá Hafnarfirði.” Mikið rask hefur verið á þessu svæði og er hóllinn horfinn.

Garðaholt

Garðaholt – götur og býli.

“Gardhus, hjáleiga fyrirsvarslaus samtýniss við hinar hverfinu.” segir í jarðabók Árna og Páls frá 1703. Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 má sjá byggingu vestan við Garðatraðir og Garðahlið rétt innan túngarðsins, líklega svo nefnd Garðhús. Í Örnefnalýsingu 1958 er talað um hól vestur af Görðum ofan götu […] en skv. Örnefnaskrá 1964 var þetta “hjáleiga og þurrabúð” upp við eða ,,vestan Garðahliðs” […] Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: “Efst í Garðatúni, fast vestan við heimreiðina, eru gamlar tóftir af þurrabúðinni Garðhúsum.” […] Fornleifaskráning fór fram 1984 og eru minjarnar neðan vegar rétt áður en kemur að “heimkeyrslu að Garðakirkju […]” beint niður af spennistöð sem þarna er.” “Þjóðvegurinn er beint upp af, tún niður af, að kirkjunni.” Nokkru vestar kemur fram hluti af landamerkjagarði Garðalands og stefnir á Háteig.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Tóftin er ferhyrnd, mjög greinileg og virðist niðurgrafin. Hún skiptist í tvennt, innanlengdin 7 m að skilveggjum og 11,7 m frá honum, innanbreiddin um 3 m og veggirnir 1,5 m á breidd. Tóftin er full af grjóti, hefur nokkurn veginn sömu stefnu og vegurinn og vísar sú langhlið sem fjær honum er í suðvestur að Garðatúni. Fram af henni er eins konar bakki, e.t.v. Útlínur kálgarðsins sem þá er um 14 m breiður frá húsinu. Þetta kemur saman við Túnakortið sem sýnir aflangt torfhús með stefnuna norðvestur-suðaustur og áfastan kálgarð suðvestan megin.”

Bali

Bali – fjárhús.

Rúst af fjárhúsi er við gatnamót Garðavegar og afleggjarans sem áður lá að býlinu Bala. Umhverfis tóftina er grasigróið hraun.
Tóftin er hlaðin úr hraungrýti og er steypt á milli umfara, sem eru um 7. Veggjahæð er rúmlega 1,5 m og þykkt er milli 0,5 og 1 m. Hún er um 9 x 7 m að stærð og snýr NA-SV. Rústin er ferhyrnd og í henni eru tvö hólf, en vesturvegg vantar og hefur hugsanlega verið þil þar fyrir. Gólf eru steypt. Að líkindum er um rúst fjárhúss að ræða, en í örnefnaskrá segir að fjárhús Bala standi “upp við veginn til Hafnarfjarðar.”

“Skv. Örnefnaskrá 1964 tók Gálgahraunsstígur syðri við þar sem Dysjabrú sleppti. Hann lá austur frá Mónefi upp á Flatahraun við Hvítaflöt nokkru norðar, framhjá Oddsnefi og Bakkastekksnefi í hraunjaðrinum og um Gatnamót yfir í Engidal…Meðan Hafnfirðingar áttu kirkjusókn að Görðum eða fram til 1908 þurftu þeir að fara þessa leið en í miklum leysingum fóru þeir frekar Kirkjustíg síðasta spölinn,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.

Garðalind

Garðalind.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Garðalind er á Túnakortinu 1918 merkt inn beint suðvestur af Garðakirkjugarði þar sem túnið mætir mýrlendinu fyrir neðan, þ.e. Garðamýri […] Skv. Örnefnalýsingu 1958 er “við mýrarjaðarinn […] stór steinn, og hjá honum er uppspretta, sem heitir Garðalind.” […] Í Örnefnaskrá 1964 er hún einnig nefnd Garðabrunnur: “Svo var aðalvatnsból hverfisins kallað. Lind með rennandi vatni góðu. Þar var brunnur grafinn undir stórum steini og hlaðin upp með tröppum niður að vatninu […] Þangað sótti allt hverfið vatn til fjóss og bæjar.” Steinninn er kallaður Grettistak: “Mátti þar sjá fingraför Grettis er hann tók bjargið og færði í vegg brunnsins, lindarinnar.” […] Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: “Garðalind er niður undir Garðatjörn, beint niður af bænum í Görðum. Stór klettur er yfir lindinni. Er hann nefndur Grettistak. Tvær, þrjár tröppur eru ofan að vatninu í lindinni. Í garðalind var sótt vatn frá mörgum bæjum í Garðahverfi og jafnvel öllum í miklum þurrkum. Aldrei þraut Garðalind, og þótti í henni bæði heilnæmt og gott vatn., Smálækur rennur frá lindinni.” Samkvæmt Fornleifaskráningu 1984 er lindin beint niður af íbúðarhúsinu í Görðum, í vesturátt til sjávar, með grasbala ofan við upp að gamla kirkjugarðinum og blauta mýri framan við.”

Garðabúð

Garðabúð.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Kletturinn liggur yfir lindinni eins og lok eða þak en nafnið Grettistak mun frekar ungt. Í Fornleifaskýrslu sinni um Garða árið 1820 lýsir séra Markús Magnússon þessu allnákvæmlega: ,,Ekki eru hér nein svokölluð Grettistök, en tveir klettar eru hér innan túns eða afgirts heimalands prestsetursins Garða, tveir sem mannaverk eru á. Annar klettanna liggur yfir brunni eða lind sem sér prestsetrinu og þeim sem nærri búa fyrir hinu besta vatni. Kletturinn er að þvermáli 13 álnir en 3 3/4 álnir að hæð, í laginu ein og píramídi, snýr frá austri til suðvesturs, liggur á jarðfastri klöpp, en til suðurs eru á báðar hliðar settir þungir óhræranlegir steinar sem afmarka sjálfan brunninn sem kletturinn liggur yfir og skýlir að ofan fyrir snjó og frostum svo að hann fennir aldrei í kaf eða frýs. Þar sem klettur þessi er svo stór að ekki virðist unnt að hræra hann af þessum stað hefur honum líklega annað hvort verið velt ofan á steinana sem hann hvílir á nú, eða verið lyft upp að framan til þess að koma þeim undir hann.” […] Árið 1984 kemur vatnið enn undan þessu stóra bjargi sem skrásetjari kallar ,,framhlið vatnsbólsins en bárujárnsþak, þakið torfi hefur verið reist aftan við það […] Byggt hefur verið utan um vatnsbólið – hlaðið múrsteinum – ferhyrnt lítið (dælu)hús sem gengið er inn í um dyr að sunnan”, um 1,8x2m að stærð og 1,2 m á hæð. Vatnsrásin sem einnig sést á Túnakortinu liggur líkt og áður í átt til sjávar en út í skurð og meðfram henni á um 4rra m kafla næst steininum eru hlaðnir veggir. Dæluhús og seinni tíma hleðslur hafa síðan hrunið utan af lindinni sem varðveist hefur óskemmd með klettinum yfir.”

Garðaholt

Garðaholt – Götur.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Nokkru suðaustan Sjávargötu, milli samnefndrar leiðar og Garðalindar og ofan mýrlendis, er á Túnakortinu 1918 tvískiptur Kálgarður. Öðrum heimildum ber saman um að þarna sé hið gamla stæði Hóls, hjáleigu og þurrabúðar frá Görðum eða eins og segir í Örnefnalýsingu 1958: ,,Við mýrarjaðarinn er […] uppspretta, sem heitir Garðalind. Aðeins utar er Hóll.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 stóð hann ,,neðar en Sjávargata í Garðatúni […] niður undir Garðamýri […]” […] og í Örnefnalýsingu 1976-77 er sagt svona frá: ,,Hér áður voru tveir bæir niður við Garðatjörn, vestast og neðst í Garðatúni. Hét sá eystri Hóll, og voru kallaðir Hólsgarðar í kringum hann, kálgarðar, sem í var ræktað, eftir að Hóll lagðist í eyði. Nú hafa þeir verið jafnaðir og grjótinu ýtt upp í hrúgu.” […]”

Garðaholt

Garðaholt.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Jarðabók 1703 segir: “Heimræði er árið um kríng og lending góð, og var hjer útræði hið besta meðan fiskur var á Hafnarfirði. Gánga hjer skip staðarhaldarans árið um kring eftir hentugleikum. Engin inntökuskip hafa hjer nýúngu gengið en mega þó vera, því að varir eru nógar.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 var lending í Garðavör við Garðasjó, fjöruna sunnan Miðengisvarar. “Vörin var nokkuð mikil um sig, enda mikil útgerð oftast frá Görðum. Var ætíð talað um að róa eða lenda í Garðasjó, og sandhryggurinn eða sjávarkampurinn allt austur undir Bakka nefndur svo.” Enn fremur er nefndur Garðagrandi en ..svo var sjávarkampurinn stundum kallaður mest allur” eða “frá Miðengi suður að Bakka” […] Skv. Örnefnalýsingu 1976-77 er Grandi við sjóinn framan við Garðamýri […] en tveir bæir niður við hana ,,vestast og neðst í Garðatúni. […] Vestari bærinn hét Sjávargata.
Garðavör er neðan hennar, vestast á Granda.”

Garðar

Garðar – Móakot.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 er bærinn í Háteigi beint norðvestan Garða, alveg upp við Garðatúngarð. Hann skiptist í fimm hús og er byggður úr steini. Girt er kringum tún hans en nokkru austar í því er hús sem gæti verið Ráðagerði. Bygginarefnið er skv. Fasteignabókum áfram hið sama 1932 […] en auk þess er nefnt timbur árin 1942-4 og húsið þá járnvarið […] Í Örnefnalýsingu 1958 segir að Ráðagerði sé neðar en Gata og “Háteigur í líkri hæð, svo Miðengi neðan undan Háteigi.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 er Háteigur býli eða “hjáleiga frá Görðum litlu vestar en Ráðagerði” og Háteigstún ,,nú sameinað Ráðagerðistúni.” […] Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: “Býlið Háteigur er vestan Garða. Tún Háteigs liggur vestan Garðatúns, alveg niður að sjó. Íbúðarhúsið stendur efst í túninu, rétt fyrir neðan garðinn (þ.e. garðinn” […] þ.e. túngarðinn.”

Garðahverfi

Garðaviti.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnalýsingu 1958 segir: “Á háholtinu er viti, Garðaviti. Þar var áður torfvarða og kveikt á lukt.” […] Örnefnaskrá 1964 bætir við: “Hann mun hafa verið reistur um 1870. Hann stóð á holtinu norður frá Garðahliði.” […]. Örnefnalýsing 1976-77 hefur þetta: “Á klöpp fyrir ofan Háteig var viti hér áður, Garðaviti.” […] Við Fornleifaskráningu 1984 segir að tóftir séu “uppi á háhólnum […] svo til beint upp af Háteigi”, alveg við veginn, ofan og austan hans og er hæðin grýtt allt um kring.”
Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: ,,Leifar sjást af tveimur tóftum hlið við hlið og virðast þær samfastar. Sú austari er stærri og greinilegri, innanmálið um 5,8 x 2 m. Hún er nokkuð niðurgrafin og um 1,1 m á dýpt. Stefnan er norður-suður. Sú vestari er öll ólögulegri, um 2,5 x 2 m að innanmáli […] Vitinn var í notkun sem ljósgjafi á tímabilinu 1868-1912 […] Tryggvi Gunnarsson í Grjóta (f.1899) mundi eftir honum og sagði hann hafa verið notaðan sem mið af sjó fyrir fiskibáta en á stríðsárunum notuðu Bretar hann sem virki. Húsið var síðan “selt og flutt heim að Hlíð, þar sem það var notað sem kamar”.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Nokkru norðvestan við kirkjuna sýnir Túnakortið 1918 garð. Hlaðnir veggur liggja kringum hann upp að girðingu sem skilur milli Garða annars vegar, Háteigs og Ráðagerðis hins vegar. Þetta hlýtur að vera niðursokkni grjóthlaðni garðurinn sem fannst við Fornleifaskráningu 1984 og vísar eins og á Túnakortinu í norðvestur frá Garðakirkjugarði, “út að girðingu við Ráðagerði”. Hann beygir síðan í horn til vesturs.”

Móslóði

Móslóði.

“Stígur úr Garðahverfi, lá meðfram Garðaholti og yfir Flatahraun og svo yfir hraunið inn að Arnarnesvogi, en þar tóku Garðhverfingar upp mó. Troðningur þessi var nefndur Móslóði. (Ath.: G.S. nefnir hann Gálgahraunsstíg syðra, en ekki kannast Guðmann við það nafn, og mun það rangt. Gamli vegurinn (götuslóði) úr Reykjavík út á Álftanes lá yfir Hraunsholtslæk og út með ströndinni. Hann greinist í tvo slóða í Hraunviki. Hefur annar suðvestlæga stefnu nokkurnveginn á [Garða]holtsendann (þar sem sandnámið var. Hann var við líði fram um 1920, en er nú að mestu uppgróinn. Er þetta hinn fyrrnefndi Móslóði. Eftir honum var farið með klyfjahesta og reiddur mór úr Hraunsholtsmýri, áður en akvegur kom til sögunnar.” segir í örnefnalýsingu. Þessi stígur hefur verið sá austasti af þeim sem lágu yfir hraunið milli Garða og Hraunsholts. Hann hefur af lýsingunni að dæma legið upp í hraunið á svipuðum slóðum og Álftanesvegur kemur nú niður úr því að sunnan, og þaðan legið til norðurs uns hann sameinaðist
Fógetagötu í miðju hrauninu.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Við Lambhústjörn [í Garðahrauni] eru Gálgaklettar, og dregur nokkur hluti hraunsins nafn af þeim. … Skammt austur frá Hraundröngunum, með tjörninni, eru Gálgaklettar, klofinn hraunstandur, og er skammt á milli klettanna. Á milli þeirra var lagt tré og óbótamenn hengdir þar. Þessir klettar eru einnig nefndir Gálgi og hraunið þar í kring Gálgahraun.” Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Við fornleifaskráningu 1984 segir að þetta sé í úfnum norðvesturhluta Gálgahrauns, um 650 m í norðnorðvestur frá fjárborginni og um 10 m yfir sjávarmáli: “Klofinn hraunklettur – 2 m bil þar sem mest er – á milli gjábarma.” […] Gálgaklettar eru þó fjarri þingstað sveitarinnar í Kópavogi og heimildir eru ekki þekktar frá fyrri öldum um aftökur á þessum stað.”

Garðastekkur

Garðastekkur.

“Krummaklettar eru fyrsta örnefnið á hægri hönd, þegar farið er norður hraunbrúnina norðan Álftanesvegar. Hefur hraunskelin brotnað þar niður og myndað klettana. … Rústir af gamalli fjárrétt, Garðastekk, eru u.þ.b. 150 metrum norðan við Krummakletta,á móts við Garðaholtsveg, þar sem hann kemur á Álftanesveg. Rétt þessi var notuð fram yfir 1930.” segir í örnefnalýsingu. Tveir túnbleðlar eru sunnan undir hraunbrúninni á móts við Garðaholtsveg. Norðan við austurendann á vestari blettinum er stekkurinn, grjóthlaðin rétt með 4 hólfum og vestan við hana gróin tóft.
Réttin er hlaðin utan í hraunkant og hefur stekkjartún verið í kring. Það hefur nú verið ræktað. Fjær eru stórgrýttir flagmóar.
Réttin skiptist í fjögur hlaðin hólf en milli hennar og hraunsins myndast einnig tvö hólf til viðbótar. Þá sjást leifar af fimmta hólfinu nyrst. Sunnan við það er 11 x 9 m hólf með dyrum á vesturvegg og eru hleðslurnar allar bogadregnar í þessu hólfi. Sunnan við það er stærsta hólfið og er ekki gengt á milli. Það er 19x6m og er aðeins gegnt úr því í annað af tveimur minni hólfum sem eru áföst við það sunnanvið. Þau eru bæði um 5x5m með dyr á suðurvegg. Í krikanum sem myndast vestan við stekkinn er grasi gróin tóft, 10x4m að utanmáli og mögulega kró eða smátóft aftanúr henni að austan. Gæti verið hinn eiginlegi stekkur.

Eskines

Eskines – sjóbúðir.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í endurminningum sínum frá 1968 segir Ólafur Þorvaldsson: “Hrauntanga þann, sem gengur fram í sjó, milli Arnarnesvogs og Lambhúsatjarnarinnar, hef ég frá æskuárum heyrt nefndan “Eskineseyrar” og munu eldri nágrannar þessa staðar enn kannast við það nafn, þótt enginn viti nú, af hverju dregið er.” Síðan segir hann frá kofarúst í hraunjaðrinum upp af Eskineseyrum: “Sögu þessa tóttarbrots hef ég frá fólki, sem mundi byggingu hennar og tildrög. Það mun hafa verið skömmu eftir komu séra Þórarins Böðvarssonar að Görðum, sennilega nálægt 1870 að honum kom til hugar, hvort ekki mundi kleift að rækta æðarvarp á Eskineseyrum. Séra Þórarinn mun hafa verið kunnugur æðarvarpi frá Ísafjarðardjúpi, áður en hann fluttist að Görðum, og hvort tveggja vitað, bæði um gagnsemi þess og það, að mögulegt væri að koma upp varpi, þar sem ekki var áður, ef aðstaða væri sæmileg og natni og kunnátta viðhöfð.

Eskines

Tóft af hænsnakofa við Eskines.

Þar eð Garðkirkja átti þetta land, og svo vildi til, að mjög skammt undan var mikið varpland, Bessastaðanes, og fugl fór mikið um sundið milli nessins og Eyranna, mun séra Þórarinn hafa talið ómaksvert að reyna, hvort ekki væri hægt að fá eitthvað af fugli, sem þarna fór um, til þess að taka heima á Eskineseyrum, væri eitthvað til þess gert, byggð hreiður og annað, sem fylgir þess konar starfsemi. Hann lét ekki við hugmyndina eina sitja, heldur lét hann byggja kofa þann, sem enn sést móta fyrir og flutti þangað karl og konu, sem búa skyldu í haginn fyrir æðarfuglinn. Einnig lét hann þau hafa með sér nokkur hænsn, þar eð talið var, að hænsn lokkuðu fuglinn að með vappi sínu úti við, ásamt söng hanans. Lítinn eða engan árangur mun tilraun þessi hafa borið og var því bráðlega hætt frekari tilraun í þessa átt, og hefur víst ekki síðan verið freistað að koma æðarvarpi upp á Eskineseyrum.” […]. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: ,,Skammt fyrir innan Gálga byrja Vatnagarðar, en svo heitir hraunið með Lambhúsatjörn. […] Nokkru fyrir ausatn þá eru Eskineseyrar svokallaðar. Í hraunjaðrinum fyrir ofan Eskineseyrar byggði séra Þórarinn í Görðum kofa, er hann hugðist koma sér þar upp æðarvarpi. Rústir kofans sjást enn. Eskineseyrar ganga til austurs út í Arnarnesvog. […] Á Eskineseyrum er fjörumór.” […]. Skv. Fornleifakönnun 1999 er kofinn í gjá ofan við Eskines […] Séra Þórarinn (f. 1825) var prestur í Görðum á tímabilinu 1868-95.” Eskinesbyrgi er ekki nánar lýst í fornleifaskráningu RT og RKT.

“Vestur frá Húsafelli er gamalt fróðlegt eldfjall, sem heitir Búrfell. Vestur úr því gengur Búrfellsgjá. Í gjánni er hellir, sem heitri Búrfellshellir, ágætur fjárhellir,” segir í örnefnaskrá. Búrfellshellir er sunnarlega í Búrfellsgjá nærri eldfjallinu. Hellirinn er við vesturbakka gjárinnar og um 1,1 km sunnar í henni en Gjárrétt. Hellirinn er í fremur grónu hrauni.
Munni Búrfellshellis er 5-6 m breiður og um 3 m hár og snýr til suðurs. Hleðsla er fyrir munnanum og dyr á henni miðri. Hleðslan er mest 2 m há, 1 m breið og úr stóru til miðlungs hraungrýti. Dyrnar á hleðslunni eru um 1 m breiðar. Lofthæð hellisins minnkar þegar innar dregur og endar innst í um 1,2 m hæð. Hellirinn er um 9 m djúpur og víðast um 6 m breiður, en norðaustur úr honum liggur lítill afhellir, um 5 m djúpur og mest 2 m breiður. Sauðaskán er á hellisgólfinu.

Gjárrétt

Gjárétt.

“Við norðurenda Búrfellsgjár er gömul rétt, sem heitir Gjárrétt,” segir í örnefnaskrá. Gjárrétt er merkt með skilti og er við göngustíg einna nyrst í Búrfellsgjá, um 320 m SSA af trébrú yfir Hrafnagjá við göngustíg.
Gjárrétt er á grónum hraunbotni Búrfellsgjáar, en Búrfellsgjá er á þessum slóðum breið og tiltölulega grunn.
Gjárrétt var hlaðin 1840 og var fjárskilarétt Álftaneshrepps til 1922, en eftir það var réttað í henni að einhverju marki allt til 1940. Réttin er þurrhlaðin úr miðlungs og stórum hraunhellum og eru í henni fremur fallegar hleðslur. Nokkuð eru hleðslurnar gengar til, en eru allt að 1,6 m þar sem þær eru hæstar og 8 umför. Þykkt veggja er 0,5 – 1 m. Hraunhleðslurnar eru grónar skófum og mosa. Réttin er nokkuð ferköntuð í laginu, u.þ.b. 35×25 m að stærð N-S og í henni eru 13 dilkar. Til suðausturs frá réttinni liggur nokkuð sigið garðlag, um 15-20 m langt, hæst 1 m (en víðast nokkuð lægra) og 0,5 – 1m breitt. Garðlagið liggur frá réttinni að öðru aðhaldi, við vesturbarm Búrfellsgjáar. Aðhaldið nýtir náttúrulega hraunveggi að norðan, vestan og sunnan, en austurveggurinn er hlaðinn úr hraungrýti og þar er inngangur. Austurveggurinn er um 25-30 m langur og liggur frá norðri til suðurs, og er inngangurinn skammt norðan við miðjan vegginn.
Hleðslan er hæst við innganginn, um 2,3 m, en annars er meðal hæð um 1 m og þykkt um 0,5 m. Veggurinn er fallega hlaðinn, en ráða má af skorti á skófum og mosa að þar sem hann er hæstur við innganginn, að hleðslan þar sé líklega nokkuð nýrri en annarsstaðar. Að innanmáli er aðhaldið allt að 20×20 m og innst (eða vestast) í því er hlaðið byrgi við náttúrulegan hraunvegginn. Vestast í aðhaldinu slútir hraunbrúnin fram til austurs og myndar grunnan helli, sem byrgið hefur verið hlaðið við. Hleðslur mynda norður-, austur- og suðurveggi byrgisins, en loft og vesturveggur eru náttúrulegir. Þar sem hleðslan er hæst og minnst tilgengin, nær hún enn upp í hið náttúrulega þak byrgisins, alls um 3 m og er 18 umför. Annars er hleðslan að nokkru leyti gengin til.
Á suðurvegg byrgisins og undir skyggni hraunbakkans eru dyr, um 1,5 m háar. Aðrar dyr, um 1 m háar, eru á austurvegg byrgisins, en austurveggurinn er afar breiður svo allt að 3 m löng göng liggja frá eystri dyrunum inn í byrgið. Sauðaskán er á gólfi byrgisins. Alls er rústasvæðið, réttin, garðlagið og aðhaldið, rúmlega 50 x 50 m að stærð

Garðaflatir

Garðaflatir – minjar.

“Sunnan réttarinnar heita Garðaflatir. Þar mun hafa verið sel. Ef til vill eru Norðurhellarnir hér nálægt, enda eru hér miklar rústir uppi í brekkunni,” segir í örnefnaskrá. Selrústin er á Garðaflötum austanverðum, í lágri brekku, um 660 m SA af Gjárrétt.
Kenningin í örnefnaskránni um að Norðurhellar kunni að vera nærri Garðaflötum er hinsvegar röng, því þeir eru mun norðar, eða norðan við Selgjá sem er aftur norður af Búrfellsgjá. Óvíst er frá hvaða bæ selið hefur verið, en það er um 9,4 km frá bæ á Görðum.
Garðaflatir eru grasigrónar og þýfðar, en norður og vestur af þeim er mosavaxið hraun og melur suður og austur af. Einföld, nokkuð stór tóft er greinileg og um 5 m norðaustur af henni eru mögulega frekari rústir. Tóftin er um 10 löng og 5 m breið og snýr NV-SA. Hún hefur að líkindum verið hlaðin úr torfi og grjóti, en einungis glittir þó í grjót sitthvoru megin við innganginn að norðvestan. Tóftin er sigin, mest um 0,5 m á hæð en víðast nokkuð lægri og eru veggirnir útflattir og ríflega 2 m breiðir. Tóftin er algróin sinu og lyngi. Um 5-10 m norðaustur af tóftinni er möguleg rúst annars mannvirkis, en þó er það afar óljóst. Helst er sem greina megi vegg sem snýr eins og tóftin og svipað langur henni, en afar siginn og alveg yfirgróinn og ekki sést í grjót.

Vatnsgjá

Vatnsgjá í Búrfellsgjá.

Vatnsgjáin er sprunga í hrauninu í botni Búrfellsgjár, um 50 m NNA af Gjárétt 048 og er merkt með skilti.
Vatnsgjáin er vatnsból réttarinnar. Brunnurinn er náttúrulegt vatnsból í sprungu í Búrfellsgjá og er nauðsynlegt að fikra sig um 6 m niður þrönga sprunguna eftir einstigi til að nálgast vatnið. Þrep hafa verið hlaðin til að auðvelda ferðina niður í brunninn.

“Skiemma, útihús heima við staðinn í Görðum. Hefur um fáeina tíma ljeð verið manni einum til íbúðar, so sem hjáleiga og fylgdi því þá grasnyt sú, er nú er með hjáleigunni, er Garðabúð heitir, og var hún óbyggð á meðan Skemma bygðist so sem getið er áður við Garðabúð.” Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skemma var skv. Jarðabók árið 1703 “útihús heima við staðinn í Görðum” sem um tíma var leigt “manni einum til ábúðar”. Skemmu fylgdi sama grasnyt og seinna hjáleigunni Garðabúð sem kom í stað hennar.”

Garðar

Garðar – Höll.

“Óskarbud. Tómthús. Stendur í Garðastaðar landi og er uppbygð af Jakob Bang … Og bygð einnri konu að nafni Ósk, sem hans vegna seldi þar tóbak, brennivín og annan varníng. Síðan hafa sjer eignarráð yfir búðinni tiltekið Bessastaðamenn og hafa þar látið gánga kóngsbáta, stundum tíu, stundum fleiri, stundum færri, item inntökuskip fyrir undirgift eður annan góðvilja meðan fiskiríið var gott í Hafnarfirði. Búðin stendur enn nú, en þó í auðn,” segir í Jarðabók Árna Magnússonar. Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Jarðabók byggði Jakob Bang, síðar sýslumaður í Árnessýslu, verbúð eða tómthús í landi Garða, í valllendi nálægt Dysjamýri […] Hún var uppistandandi árið 1703 en óbyggð og ekki er greint nánar frá staðsetningu. Ekki er heldur minnst á tómthúsið í síðari heimildum.” Í skráningu RT og RKT kemur fram að fornleifin sjáist ekki á yfirborði.
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Búðin var kend við Ósk, leigjanda Bang, sem “hans vegna seldi þar tóbak, brennivín og annan varníng.””

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í bæjarstæði Hóls sýnir Túnakortið 1918 tvo samfasta kálgarða með hlöðnum veggjum og götuslóða á milli frá suðaustri til norðvesturs en skv. Örnefnalýsingu 1976-77 umgirtu þeir Hólsbæinn: “[…] voru kallaðir Hólsgarðar í kringum hann, kálgarðar, sem í var ræktað, eftir að Hóll lagðist í eyði. Nú hafa þeir verið jafnaðir og grjótinu ýtt upp í hrúgu.” […].
Þetta virðist mega lesa úr lýsingu við Fornleifaskráningu 1984: “Þarna er allhár, greinilegur hóll með miklu grjóti í. Enga lögun tófta sér í honum.” Hóllinn er um 16 m á lengd og 11,5 á breidd með stefnu norður-suður. Bakki liggur um 14 m suður úr honum, líklega hluti byggðaleifanna.”

Brúsastaðir

Brúsastaðir – uppsátur.

Tóft er við sjávarmál um 50 m suður af Brúsastöðum. Hún er byggð utan í klappir alveg við sjóinn. Hlaðið úr grjóti og að hluta styrkt með sementi.

Gata liggur til austurs, yfir hraunið. Að hluta byggð upp úr hraungrýti.

Þrír steyptir grunnar, trúlega braggar, eru sitthvoru megin við Herjólfsgötu, sunnan við þar sem hún mætir Garðavegi og Herjólfsbraut. Á hæð, um 500 m frá sjó. Hver grunnur um sig er um 14 x 35m, með steyptum veggjum 0,5-2m á hæð. Snúa allir norður-suður og hafa innganga á báðum endum. Búið er að setja upp körfuboltakörfur á mið grunninn.

Gönguhóll

Gönguhóll (Sönghóll), austan Langeyrarmala.

“Þegar komið er yfir Gönguklif, taka við Langeyrarmalir, og þar vestar er Rauðsnefstangi. Þar var eitt sinn hvalstöð, en lagðist niður vegna þess, að þar kom fyrir slys.” segir í örnefnalýsingu. Rauðsnefstangi er mjög óslétt hraungrýtt svæði. Þar eru tvær litlar tjarnir, um 20 m frá sjó. A m k 7 litlar (3x5m) grjóthlaðnar tóftir eru á þessum stað, og grjóthlaðnir garðar á milli. Ein tóft stendur enn með þaki og timburstoðum.

“Hammershússlóð: Hún lá sunnan við Rauðsnef undir húsi sem Hvalfangarinn norski Hammer reisti þarna um 1860. Hér átti að verða Hvalstöð, en hætt var við það.” Þetta hús hefur verið á sama svæði og eða heldur sunnar. Enginn húsgrunnur er þó þar.

“Gamli vegurinn (götuslóði) úr Reykjavík út á Álftanes lá yfir Hraunsholtslæk og út með ströndinni. Hann greinist í tvo slóða í Hraunviki. … Hinn götuslóðinn úr Hraunviki hefur vestlæga stefnu, og hefur hann verið alfaraleið á liðnum öldum. Víða sjást djúpir troðningar og hófaför í klöppunum. Hann greinist um mitt hraunið. Liggur annar í Garðahverfið, en hinn út á Álftanes. Rétt sunnan við, þar sem vegirnir skiptast, er Skyggnir, stór, einstæður klettur.” segir í örnefnalýsingu. Troðningar sjást meðfram fjörunni í Hraunviki og upp með hraunbrúninni vestan við vikið, en um 50 m frá flæðarmáli, þar sem lítið vörðutyppi er á brúninni liggur gatan upp á hrauið og er þar geil í brúnina. Hraunið er allslétt um 400 m bein vestur frá Hraunviki og liggur leiðin um það slétta svæði og skiptist gatan sumstaðar í fleiri en eina rás en er allsstaðar mjög skýr. Hún liggur síðan í hlykk fram hjá hraunklettum þar sem hraunið er einna hæst og beygir til norðvesturs vestan við klettana. Þar sem gatan beygir er hraunið allslétt og gætu troðningar legið þaðan til suðusrs og suðvesturs en ekki eru þeir skýrir. Frá beygjunni liggur gatan beint í um 300 m – og er þar samsíða fyrirhuguðu vegarstæði, sumstaðar innan við 20 m frá því, en fer undir veglínuna við hæl sem merktur er 1660 m. Þar beygir gatan til vesturs og liggur síðan niður úr hrauninu á móts við hleðsluna.

Garðagata

Garðagata – kirkjuvegurinn. Mæðgadysin fremst.

Í flagmóunum vestan við hraunið má rekja götuna áfram til vesturs og hefur hún nokkuð beina stefnu á Selskarð. Þar sem gatan nálgast fjörumál í Lambhústjörn eru götupaldrar á stuttum kafla en síðan hverfur hún alveg í mýri og flög. Vestan við Selskarð sést framhald götunnar en þar hefur verið gerður malarvegur, nú aflagður. Líklegt er að gatan hafi klofnað við Selskarð og austari grein legið út á Bessastaði en hin á vesturhluta Álftaness. Á móts við núverandi Garðaholtsveg liggur annar slóði upp í hraunið, um 100 m norðan við Garðastekk og liggur til norðausturs og sameinast aðalgötunni eftir um 250 m. Þetta mun vera gatan sem lá í Garðahverfi. Sú gata er mun ógreinilegri en aðalgatan út á Álftanes.
Í hrauninu er gatan víðast alldjúp geil, allt að 1 m djúp og 1-2 m breið. algróin. Brotnað hefur af götunni á einum stað við Lambhústjörn.

Garðar

Krókur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir; “Á Túnakorti 1918 má sjá bæjarstæði Króks, austan Garða, alveg upp við túngarð og er girt kringum tún býlisins. Sunnan við Krók er Nýibær. Í Örnefnalýsingu 1958 segir: “Upp af Dysjum heitir Pálshús. Þar ofar er Krókur, og enn ofar er gamli skólinn.” […] Skv Örnefnaskrá 1964 var Krókur “hjáleiga og stundum þurrabúð frá Garðastað, suður með Garðatúngarði […] Krókstún: tún býlisins, ekki ýkjastórt, en þó nytsamt” […]. Örnefnalýsing 1976-77 hefur þetta: “Fyrir ofan Nýjabæjartún er túnið í Króki, og stendur húsið efst í því, rétt við veginn. Fjós og hlaða eru rétt austan þess. Samkomuhús er rétt ofan vegar, sunnan við Garðholtsveg (þ.e. veginn yfir Garðaholtið).””

Krókur

Krókur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir; “Árið 1918 samanstóð Króksbær af sex torfhúsum og snéru framgaflar með standþili suðvestur að Króksbrunngötu og garði. Við gerð Fasteignabókar 1932 var torfbærinn enn uppistandandi […] en skv. Fornleifaskráningu 1984 var nýtt íbúðarhús byggt þremur árum síðar […], timburhúsið með járnvörðum veggjum sem tilgreint er í Fasteignabók 1942-4 […]. Þessi bær stendur enn með þremur bárujárnsklæddum burstum og var sú sem er í miðjunni raunar byggð upp úr gamla torfbænum árið 1923. Austurburstin er frá 1934 en þá hafa torfveggirnir sennilega verið teknir niður og vesturburstin er frá 1945. Bærinn stendur nánast óbreyttur frá 1950 og er sérstakt að hann hefur haldið svipmóti torfbæjar, einnig hvað herbergjaskipan varðar. Fjósið og hlaðan á bak við eru frá 1920-30. Nú hefur bærinn verið endurgerður og er til sýnis fyrir almenning. Krókur er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti alþýðufólks á fyrri hluta 20. aldar.”

Garðahverfi

Álftanesgata/Fógetastígur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Fornleifaskýrslu um Garða 1820 segir Markús Magnússon: “Ekki eru hér nein svokölluð Grettistök, en tveir klettar eru hér innan túns eða afgirts heimalands prestssetursins Garða, tveir sem mannaverk eru á. Annar klettanna liggur yfir brunni eða lind sem sér prestssetrinu og þeim sem nærri búa fyrir hinu besta vatni. […] Hinn kletturinn hér – í miðju túni prestsetursins, er 13 álnir að umfangi og 1 3/4 alin að hæð og liggur flatur. Hann hvílir á undirlagi úr litlum steinum og sýnir það augljóslega að klettinum hefur verið lyft og steinarnir lagðir undir hann. Það er merkilegt við þennan klett sem liggur um 160 faðma frá sjónum, að hann er sorfinn á annarri hliðinni, alveg eins og þeir klettar sem liggja í sjávarmálinu eru sorfnir af sjávarganginum. Af því mætti ætla að sjórinn hafi fyrrum gengið svo hátt sem kletturinn stendur nú, fremur en að svo stór klettur hafi verið fluttur svo langan veg frá ströndinni, en reynslan er þó gagnstæð þessari ætlan, því að sjá má að sjórinn brýtur stöðugt landið hér í nágrenninu.” […] Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir svo séra Árni Helgason: “Hvorki blótsteina né Grettistök þekki ég hér, en einstakur steinn, mikill um sig, stendur fyrir vestan Garða, er sumir segja sé brimbarinn þeim megin, er veit frá sjó (hann er frá sjó meir en 100 faðma og 5-6 eða meir yfir sjávarborðið).” […] Við Fornleifaskráningu 1984 er getið um “tvö björg” vestur frá Görðum, um 18 m suðaustan Garðalindar, austan við Garðamýri og er tóft byggð utan í þeim, vestan megin. Þetta gæti verið kletturinn sem séra Markús nefnir.”

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 er skólahús beint vestur af Króki, nokkru utan Garðatúngarðs. Húsið er úr timbri og hefur stefnuna norðvestur-suðaustur. Í Örnefnalýsingu 1958 segir: “Upp af Dysjum heitir Pálshús. Þar ofar er Krókur, og enn ofar er gamli skólinn.” […] Þarna er nú samkomuhús [Garðaholt].”

Garður

Garður – Garðavegur liggur að Garðatröðum.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá traðir sem byrja vestan bæjarhúsanna í Görðum, milli þeirra og kirkjunnar og liggja beint norðaustur að hliði í Garðatúngarði.
Mun það vera Garðahlið eða Garðastaðarhlið sem skv. Örnefnaskrá 1964 var Aaðalhlið á Garðatúngarði beint upp frá staðnum” en frá því lágu Garðatraðir “heim á hlað milli staðarhúsa og kirkjunnar”.” Ástandi traðanna er ekki lýst í skráningu RT og RKT.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Rétt austan Háteigsbæjarins sýnir Túnakortið 1918 tvö hringlaga mannvirki sem gætu verið brunnar. Einhver punktalína liggur frá bænum framhjá þeim að Garðatúngarði en greinileg gata er þar ekki. Í Örnefnaskrá 1964 er þó minnst á Háteigshlið í garðinum […]” Ekkert er sagt til um ástand minjanna í fornleifaskráningu RT og RKT.

Garðahverfi

Háteigur 1915.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 er garður suðvestan megin framan bæjarhúsa í Háteigi, líklega sami og lýst var við Fornleifaskráningu 1984 “suðvestur af húsinu” og var enn notaður. Garðurinn er grjóthlaðinn, nær upp í 1,2 m hæð og er um 17 x 48 m að stærð, með stefnuna norðvestur-suðaustur […]”

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 er tvíhólfa útihús úr torfi, upp við landamerkjagarð suðvestan Háteigs, miðja vegu milli hans og Miðengis. Gata er ekki sýnd milli bæjanna en e.t.v. Eru þetta samt gripahús sem skv. Örnefnalýsingu 1976-77 “eru aðeins vestar og neðar en íbúðarhúsið [í Háteigi], við veginn niður að Miðengi.”” Ekki er frekari lýsing á ástandi minjanna í fornleifaskráningu RT og RKT.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir: “Garðlag er og þvert yfir Garðahverfi sem skiptir því í austur og vestur hverfið. Fleiri garðlög finnast, er sýna, að hér eru tún forðum útgrædd upp í Garðaholt.” […] Hér mun átt við Garðatúngarð sem skipti milli Garðatorfunnar meðfram sjónum og nytjalands hverfisins fyrir ofan. Á Túnakorti 1918 má sjá hvar hann liggur frá suðaustri til norðvesturs meðfram túnum bæjanna Dysja, Pálshúsa, Nýjabæjar, Garða, Ráðagerðis, Hlíðar, Hausastaðakots og Hausastaða. Hann byrjar við Balatjörn og endar við Skógtjörn. Skv. Fasteignabókum er enn túngarður við allar jarðirnar árin 1932-44.”

Garðar

Garðar – túngarður, og Hlíð.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnaskrá 1964 segir: “Garðatúngarður: Þetta var mikill túngarður, hlaðinn af grjóti. Lá neðan frá Dysjamöl við Balatjörn norður allt að Skógtjörn. Girti þannig af alla Garðatorfuna með hjáleignatúnunum. Séra Markús stiptprófastur Magnússon lét hlaða þennan garð á síðari hluta 18. aldar. Var það mikið mannvirki.” […] Þegar garðurinn var lagður voru um leið fjarlægðir aðrir garðar sem voru ,,vítt um túnin ofanverð, og munu hafa verið nokkurs konar varnargarðar um akurreiti, þegar akuryrkja var stunduð […]” Talað var um Austurgarð austur frá Garðahliði en Vesturgarð vestur frá því. […] Austan Dysja var kallaður Dysjatúngarður. Fornleifaskráning fór fram árið 1984 og fundust þá hlutar Vesturgarðsins. Ofan Garða er hann varðveittur frá Garðhúsum til Háteigs og birtist síðan aftur á um 70 m kafla ofan Hlíðar en endar við girðingarhorn við heimkeyrslu Grjóta. […] Ætla má að allir íbúar garðahverfis hafi sameinast um byggingu þessa mikla túngarðs undir stjórn séra Markúsar enda hefur þeim líklega borið skylda til. Eins og fram kemur voru þarna eldri garðlög fyrir en mannvirkjagerð af þessu tagi hefur tíðkast frá fornu fari. Annars staðar á landinu eru varðveittir langir garðar sem varið hafa heilu byggðalögin og má nefna Skagagarð á Garðskaga og Bjarnagarð í Landbroti. Í Grágás eru lagaákvæði um byggingu slíkra garða og segir þar að Löggarður átti að vera “fimm feta þjokkur við jörð niðri, en þriggja ofan, og skal hann taka í öxl þeim manni af þrepi, er bæði hefir gildar álnir og faðma”.”

Garðar

Garðar 2021.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Mýrarhús hét skv. Jarðabók “hjáleiga í óskiftu Garðastaðalandi” sem var komin í eyði árið 1701 en hafði verið byggð í 60 ár eða lengur. 35 álna landskuld hafði goldist í fiski í kaupstað og eitt kúgildi í fiski eða smjöri til Garða. Grasnautnin fóðraði kúgildið en hana brúkaði síðan staðarhaldarinn. […] Hjáleigunnar er ekki getið í síðari heimildum og hefur e.t.v. ekki byggst aftur. Af nafninu að dæma hefur hún verið staðsett nálægt mýri, trúlega Garðamýri […] en þar nokkru sunnar en Sjávargata og Hóll er greinilegur tóftarhóll.”

“Svo voru göturnar meðfram hrauninu úr Engidal í Vikið,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. “Moldargöturnar lágu vestan við Troðningana við Hraunsholtslæk og upp með Gálgahrauni að norðaustan, þvert suður frá vesturenda Troðninga,” segir í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar, göturnar eru jafnframt sýndar á korti á bls. 6 í sömu bók. Moldargötur voru áður fyrr austur af Garðahrauni og Gálgahrauni og vestur af því svæði sem Ásahverfið nú byggir. Á þessari landræmu sem snýr nokkurn veginn N-S frá Engidal norður í Hraunsvik, er nú gatan Hraunsholtsbraut og vestan við hana, meðfram hraunjaðrinum er malarborinn göngustígur. Engin merki Moldargatna sjást á vettvangi.

Garðahverfi

Katrínarkot yngra.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Manntali 1845 er Tómthús talið meðal býla í Garðahverfi en þar bjuggu Jón Jónsson “grashúsmaður, vitstola í 10 ár”, kona hans Katrín Eyjólfsdóttir og fjögur börn þeirra, Eyjúlfur, Erlendur, Jón og Ingveldur. Auk þeirra voru Ingunn Helgadóttir sem lifði “af handavinnu sinni” og sonur hennar Ólafur Einarsson […] Tómthús þetta er ekki nefnt í öðrum heimildum og hefur e.t.v. einungis verið í byggð í tíð þessara tveggja fjölskyldna. Nöfn húsfreyjunnar og elsta sonarins minna þó á fyrstu ábúendurna í Katrínarkoti sem hétu Katrín og Eyjólfu og gætu þar verið tengsl. Þar eð Katrínarkot á að hafa byggst á sama tíma og Tómthús birtist í Manntalinu vaknar sá grunur að um sama býli sé að ræða. Eðlilega hefur þá með tímanum verið farið að kenna það við húsfreyjuna sem hlýtur að hafa staðið ein fyrir öllum heimilisrekstri og búskap fyrst maður hennar var veikur. Það að Tómthús er í Manntalinu talið upp næst á eftir Hausastöðum en næst á undan Hausastaðakoti gæti bent til að það hafi verið staðsett í nágrenni þeirra eða á sömu slóðum og Katrínarkot. Á móti mælir hins vegar að Katrín og Eyjólfur í Katrínarkoti eru talin hafa verið hjón en ekki mæðgin eins og fólkið í Tómthúsi og því eru býlin skráð í sitt hvoru lagi. ” Ekki er greint frá aðstæðum á svæðinu né mögulegu ástandi Tómthúss í skráningu RT og RKT.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 var Höll “hjáleiga og þurrabúð” frá Görðum og stóð bærinn “utan Garðs, ofan Garðahliðs” […] Við Fornleifaskráningu 1984 segir að tóft hans sé svo til beint upp af Garðakirkju, “rétt eftir að kemur að vegamótum heim að henni, að norðan”. Allt í kring er grýtt holtið. Mundi Tryggvi Gunnarsson í Grjóta eftir því þegar búið var í þurrabúðinni. Þarna er garður og við norðausturhorn hans lítil aflöng tóft, grjóthlaðin og niðursokkin. Hún er um 6 m á lengd og 2,1 m á breidd, þykkt veggja um 0,5 m. Stefnan er suður-norður og virðist inngangurinn vera á suðurgafli […]
Höll er hvorki nefnd í jarðabókum né manntölum.”

Garðahverfi

Hallargerði.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnaskrá 1964 er Hallargerði sagt liggja kringum Höll: “Svo hét gerði umhlaðið miklum grjótgarði norðan vegar […] garður af grjóti kringum bæinn” […]
Gerði sem teiknað var upp við Fornleifaskráningu 1984 er þó vestan við hústóftina.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: ,,ferhyrndur garður eða þurr grjóthleðsla, um 40,8 m á breidd og 18,2 m á lengd, veggir 1,8 m á breidd. Um 19 m frá austurendanum mótar fyrir yfirgróinni hleðslu, um 1,2 m á breidd, sem liggur þvert inn í garðinn.”

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Fornleifaskráningu 1984 var aðalloftvarnarbyrgi Breta á stríðsárunum hæst á hæðinni, þ.e. í Garðaholtsenda, og mjög grýtt allt í kring. “Nú stendur hús á staðnum og sér engin merki umsvifa Bretanna”.”

Hernám

Skotbyrgi á Garðaholti.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Fornleifaskráningu 1984 eru tvö samtengd skotbyrgi ofan Garðakirkju, í austurbrún Garðaholts, beint út frá útsýnisskífu, grýtt holtið allt í kring.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Þetta eru ferhyrnd steinsteypt byrgi 2 x 3 m að stærð. Á 18 m bili milli þeirra hlykkjast grjóthlaðin skotgröf eins og göng, um 1 m á breidd og 0,80-1 m á dýpt. Hún liggur suður út frá vestra byrginu, beygir til austurs, bugðast upp að og austur fyrir eystra byrgið og sveigir svo suður meðfram brún lítils klettabeltis. Útsýni er úr byrgjunum til norðurs, aðallega út á Álftanes.”

Mæðgnadys

Mæðgnadys.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnaskrá 1964 er nefnd Mæðgnadys: “Dys eða þúfa norðan í holtinu skammt frá Garðagötu norðan Torfavörðu. Þar varð úti griðkona frá Görðum með barn sitt ungt […] mæðgur […].” Ekki kemur fram í skráningu RT og RKT hvernig ástand dysjarinnar er í dag.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 lá Garðagata “frá Garðahliði norður hjá Prestahól í Stekkinn” […], þ.e. Garðastekk og við hana hefur Götuhóll eða Göthóll e.t.v. verið kenndur, “klapparhóll litlu norðar en Presthóll, rétt við Garðagötu” […] Framhald virðist vera af götunni um 100 m norðan við stekkinn, á móts við núverandi Garðaholtsveg, en þar liggur skv. Fornleifakönnun 1999 annar slóði upp í hraunið til norðausturs og sameinast Álftanesgötu eða Gálgahraunsstíg nyrðra eftir um 250 m.”

Hvíldarklettar

Hvíldarklettar.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 voru Hvíldarklettar “grágrýtisklappir upp frá Álamýri. Austan Hausastaða.” […].  Þeir eru ekki langt frá Garðavegi og hafa e.t.v. verið áningarstaður”

Garðar

Garðar – fjárborg við Garðastekk í Garðahrauni.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Minnispunktum úr skoðunnarferð 1978 segir Kristján Eldjárn: ,,Fjárborg hefur verið á hraunbrúninni; (Gálgahrauns) beint andspænis Görðum, fáeinum metrum ofan við réttina og aðrar minjar þar sem heitir Stekkur […]. Varla er unnt að segja með réttu að fjárborgin sé hluti af stekksminjunum, þótt hvort tveggja sé viðkomandi sauðfé, og þess vegna er borgin talin sér. Nú er ekkert eftir af borginni nema undirstöðurnar, en þær eru líka mjög greinilegar og skemmtilegar. Borgin hefur verið hlaðin úr hraungrjóti og alveg kringlótt, um 10 m í þvm út á ytri brúnir. Veggir allþykkir. Trúlegt virðist að borgin hafi verið rifin til þess að fá grjót í réttina sem hlaðin hefur verið á stekkjarstæðinu og enn stendur. Ég var að athuga stekkjarminjarnar og réttina 20. sept. þegar ég allt í einu rak augun í þennan skemmtilega hring í hrauninu. Grjótið er allt með skófum og litum eins og hraunið sjálft svo að næstum lítur út eins og náttúran sjálf hefði teiknað þennan hringferil svona hárrétt á jörðina. En svo er þó reyndar ekki, heldur er þetta eitt af mörgum fjárskjólum hér á Reykjanesi, þar sem útigöngufé var ætlað að ganga af, helst allan veturinn.” Við Fornleifaskráningu 1984 er fjárborgin sögð vera “á hrauntá í jaðri Gálgahrauns” um 30 m norðaustan og ofan fjárkofans og rúmlega 375 m frá Bessastaðavegi.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Rústin er mjög skýr, “hringlaga eða réttur hringur að utanmáli”,
um 11 m í þvermál. Veggir eru um 2 m á breidd og auðgreinanlegir því þeir eru ólíkt umhverfinu lítt mosagrónir. Hæð þeirra er ekki teljandi en í rústinni miðri er grjót og hún er há miðað við umhverfið.”

Gálgahraun

Gálgahraun – naust.

Í skráningarskýrslu frá 1999 segir OV: “Við norðvesturhorn Gálgahrauns, þar sem það rennur út í Lambhúsatjörn er dálítil vík og í henni hleðsla sem gæti verið eftir naust.”

“Upp með hraunbrúninni, ofan við Balatjörn, skerst hraunnef fram í tjörnina. Það heitir Mónef ,” segir í örnefnaskrá AG. Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 náði Dysjamýri frá Garðatúngarði austur að hrauni, frá Dysjamöl og Balatjörn upp að holti” þ.e. Garðaholti, en norðan við Bala er Mónef, ,,hraunsnef lítið, sem svo heitir.” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Dysjamýri er milli Garðahrauns og Garðaholts […] á hraunjaðrinum með henni […] norðan við Bala gengur Mónef fram í mýrina. Hér áður var tekin upp mór í Dysjamýri, en því var hætt, þegar Guðmann [Magnússon] man eftir. Mórinn mun hafa verið þurrkaður á Mónefni” […] Skv. Jarðabók 1703 áttu flestar jarðir í Garðahverfi mótak í landi staðarins en þar segir: “Móskurður til eldiviðar hefur nægur verið, en fer í þurð og gjörist erfiður.” […] Aðalmótekjusvæðið var þó í Hraunholtsmýri við Arnarnesvog.”

Garðar

Bali – gerði.

Gerði er skammt suðvestur af enda afleggjarans sem áður lá að Bala frá Garðavegi. Gerðið er nærri sjó, 30-40 m suður af Balatjörn og 70-80 m VNV af hjalli sem stendur við Balakletta og er að líkindum nærri gömlu bæjarstæði Bala. Inni í gerðinu og í kring er algróið þykkri sinu og nokkuð þýft.
Gerðið er hlaðið úr hraungrýti, sem er gróið mosa og skófum. Það er um 35 x 25 m N-S að stærð og ferhyrnt, en þrengist til suðurs og er innan við 10 m á breidd syðst. Hleðslurnar eru um 1 m á þykkt og 0,5 m háar. Gerði þetta er án efa mun yngra en rétt 034 sem er hátt í 200 m norðaustar.

Garðar

Ráðagerði.

Ráðagerði var Garðakirkjueign. 1703: Hjáleiga Garða “Rádagierde, hjáliega í óskiftu staðarins landi. Jarðardýrleiki er óviss.” JÁM III, 185.
1918: “Tún 1,4 teigar og kálgarðar 1020 m2.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá hús úr steini eða torfi ofarlega í túninu rétt suðaustan Háteigs og Götu, norðvestan Garða. Húsið hefur stefnuna norðvestur-suðaustur og kálgarðar eru til hliðar við það en líklega er þetta bæjarstæði Ráðagerðis sem nefnt er í Örnefnalýsingu 1958 […] og síðan í Örnefnaskrá 1964: “Fyrrum býli, hjáleiga frá Görðum, stendur ofar en Gata […]” litlu austar en Háteigur sem það liggur nú undir. […]. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Ráðagerði var í Háteigstúni nærri túngarði milli Garða og Háteigs, neðanhallt við húsið í Háteigi. Það er farið í eyði fyrir lifandi löngu.” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 er þetta í grösugum aflíðandi halla á milli Háteigs og Garðakirkju. Um 19,15 m frá garðhleðslu sem þarna er sést óljós steinaröð, líklega frambrún bæjarins.

Garðahverfi

Nýibær.

Nýibær 1565: skrá yfir byggðar jarðir staðarins, sem ekki voru hjáleigur: “Nyiabæ Gudmunde fyrer iij vætter fiska. vallarslátt. Röa a skipenu heim um kring ár. med jördunna kugillde.” Garðakirkjueign. “Nýebær, kallaður hálfbýli, því þarer ekki fyrirsvar (eða hreppamanna hýsing) nema að hálfu. Stendur þetta býli í óskiftu Garðastaðar landi og samtýniss við Garða eins og hin í hverfinu, er hjáleigur kallast.” JÁM III, 184.
1918: “Tún 1,9 teigar”.

Garður

Nýibær – túnakort 1919.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti má sjá stæði Nýjabæjar með þyrpingu húsa og garða norðarlega í Nýjabæjartúni. Bærinn er úr torfi og hólfast í þrennt með stefnu suðvestur-norðaustur. Í Örnefnaskrá 1964 segir að hann sé “neðar í túni en Krókur” […] og Örnefnalýsing 1976-7
bætir við: “Nýibær er upp af Pálshúsum og liggja túnin saman. Hlaða og fjós eru rétt austur af gamla húsinu. Nú hefur nýtt hús verið byggt í Nýjabæ í túnjaðrinum austur við veginn. Nýbýlið Grund, sem byggt var nálægt 1950, er ofan og austan við túngarðinn. Því fylgir ekki grasnyt, aðeins lítil lóð.” […] Skv. Fasteignabókum var komið timburhús í Nýjabæ árið 1932 […] og járnvarið 1942-4 ef ekki fyrr […] Núverandi íbúðarhús hefur vafalaust raskað eldri byggingarleifum. Erfitt er að meta hvort einhverjar leifar bæjarhúsanna geti enn leynst undir sverðinum.”

Heimild:
-Fornleifaskráning í Garðabæ 2009.

Garðaholt

Garðaholt – skotgrafir við Garðaveg..

 

Garðahverfi

Í Fornleifaskráningu fyrir Garðabæ árið 2009 er m.a. getið um Pálshús í Garðaholti:

Pálshús

Pálshús.

1565: Á lista yfir byggðar hjáleigur í landi Garða. “Pálshus byggd Heriolfe fyrer iij. vætter fiska. og vera fyrer skipe stadarens heima. og Röa á þvi epter þvi sem sá skicka vill sem Ráda á stadnum. er þar med j kugillde.” DI XIV, 438. Garðakirkjueign. “Palshus, hjáleiga fyrirsvarslaus, stendur í óskiptu Garðastaðar landi og samtýniss við staðinn og hinar hjáleigurnar í hverfinu.” JÁM III, 183.
1918: ,,Pálstún 1,5 teiga og 870 m2 kálgarða.”

Dysjar

Dysjar, Bakki, Pálshús – Túnakort 1918.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti árið 1918 má sjá bæjarstæði Pálshúsa austan megin í túninu. Bærinn er byggður úr torfi og hólfast í fimm hluta með stefnu nokkurn veginn suðurnorður. Skv. Fasteignabókun er komið timburhús árið 1932 […], járnvarið 1942-4 eða fyrr […]. Í
Örnefnaskrá 1964 segir: “Pálshús: Hjáleiga frá Garðastað neðan til við Nýjabæ, þar á bala.” […]  Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 eru Pálshús ,,skammt noðan Dysja, en lengra frá sjónum.” Ekki er nánari lýsing á Pálshúsum eða ástandi fornleifa þar í fornleifaskráningu RT og RKT.

Bakki

Pálshús – Garðafjara.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Jarðabók 1703 segir um réttindi ábúanda í Pálshúsum: “Uppsátur hefur staðarhaldarinn unt hönum hjer til þar sem heita Pálshúsvarir. Enn inntökuskip má hann eigi taka” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 var Pálshúsavör í smá viki austan Bakkabæjar, eða “austan til við lítið nef í Bakkafjöru”.” Ekki er nánari lýsing á vörinni í fornleifaskráningu RT og RKT.

“Skv. Örnefnaskrá 1964 er Pálshúsabrunnur “rétt fyrir ofan bæinn. Allgott vatnsból” […] Hann sést ekki á túnakorti.”

Heimildir:
-Fornleifaskráning fyrir Garðabæ 2009.
-Fornleifaskráning í Urriðaholti 2003.

Garðaholt

Garðaholt – bæir.

 

Garðar

Í Fornleifaskráningu Garðabæjar 2009 segir m.a. um Bakka í Garðahverfi:

Dysjar

Dysjar, Bakki, Pálshús – Túnakort 1918.

1397; Eign kirkjunnar á Görðum. DI IV, 107. 1565, skrá yfir byggðar jarðir staðarins, sem ekki voru hjáleigur: “Backe Jone Jonssyne fyrer iiij. vætter fiska. vallarslátt. mannslán. med jordunne ij kugillde.” DI XIV, 437. Garðakirkjueign. “Kallast lögbýli því það hefur fult fyrirsvar,en stendur þó í óskiftu Garðastaðar landi og samtýniss við Garða so sem aðrar hjáleigurnar í hverfinu. Jarðardýrleiki er óviss. … Þessum bæ fylgdi til forna Garðamýri (ein mýri þarí hverfinu … Mýrina tók hjer frá Sr. Þorkell Arngrímsson og lagði til heimastaðarins sökum eklu á torfristu og útheyss slægjum og færðist so aftur landskuldina …” JÁM III, 182-183.
1910, byggð lagðist af. GRG, 77.
1703: “Túnið spillist stórlega af sjó, sem það brýtur og sand á ber; hefur þetta smám saman ágjörst so að menn segja að bærinn hafi þess vegna þrisvar frá sjónum fluttur verið og sýnist að túnið mestan part muni með tíðinni undir gánga.” JÁM III, 182-183.
1918: “Bakka túnið alt sléttað og meirihluti hinna túnanna.”

Bakki

Bakki – rof á sjávarbakka. Sjá má minjar í bakkanum.

“Á Túnakorti árið 1918 má sjá tvær byggingar í bæjarstæðinu á Bakka alveg niður við sjó og er sú stærri líklega bærinn. Í Örnefnaskrá 1964 er nefndur Bakkahryggur “er lá eftir vesturtúni Pálshúsa […] heiman frá bæ allt niður undir Bakka […] Bærinn stóð á Bakka og hafði verið margoft færður undan sjó og eru nú rústir hans að falla niður í fjöruna”. Bakkatún heitir “tún býlisins, sem sjór brýtur stöðugt til skemmda” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Niður af íbúðarhúsinu í Pálshúsum er u.þ.b. 200 m langur hryggur niður að sjó. Hann heitir Bakkahryggur. Neðst á honum stóð bærinn á Bakka. Sjórinn brýtur nú stöðugt landið þarna, og er bakkinn niður í fjöruna víða ein til tvær mannhæðir. Bakki er löngu komin í eyði og liggur undir Pálshúsum. Fjárhús og hlaða frá Pálshúsum eru nú á Bakka. Gamli bærinn á Bakka stóð fast vestan við, þar sem hlaðan er” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 var Bakki “frammi á sjávarbakkanum í vestur frá Pálshúsum […] heimatúnið að baki (til austurs) sjávarbakkinn beint fram af,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.
“Túnakortið [1918] sýnir þrjú aflöng og samföst torfhús, miðhúsið minna en hin. Þau eru með standþili og snúa í norðvestur. Þessi hús stóðu skv. Fasteignabók enn árið 1932 […] en þau eru ekki lengur sýnileg.
Þarna er hins vegar tóft hlöðu sem byggð var ofan í þar sem bærinn stóð, um 8,5 x 7 m að utanmáli, þvermál að innan 3,5. Hún er með grjóthlöðnum hringlaga veggjum, göflum og bárujárnsþaki og virðist ögn niðurgrafin.”

Dysjar

Bakki – Dysjarétt.

“Á Túnakortinu 1918 er útihúsabygging í gamla bæjarstæðinu rétt suðaustan við suðurhorn bæjarins […].  Tvö aflöng samliggjandi hús snúa nokkurn veginn í suður og aftur úr því eystra gengur þriðja húsið sem er minna og ferningslaga. Húsin eru úr torfi og með standþili.”

“Við hlið hlöðu í gamla bæjarstæðinu á Bakka hefur jarðhús með kúptu grasþaki verið byggt ofan í skotvarnarbyrgi.”

“Við Fornleifaskráningu 1984 eru “einhverjar tættur í túninu, nú horfnar – ekki vissu Pálshúsamenn hver þær voru eða hvað” […] Sennilega eitt af útihúsunum sem sjá má á Túnakortinu.” s

“Suður af rústunum í bæjarstæðinu var fiskibyrgi en það var farið í sjóinn þegar Fornleifaskráningin fór fram 1984.”

Bakki

Bakki – skotbyrgi fallið í fjöruna.

“Í Örnefnaskrá 1964 segir: ,,Bakkabrunngata: Hún lá heiman frá bæ upp kringum Garðamýri í Garðalind […].”

“Á Túnakorti 1918 sést gata liggja frá Bakkavör meðfram sjávarbakkanum og að bæjarstæðinu vestan megin. Hluti hennar hefur e.t.v. farið í sjóinn en hún virðist byrja við garðlag sem liggur frá vesturhorni Bakkabæjar. Í Örnefnaskrá 1964 segir um Bakkastíg: “Svo hét stígur er lá frá Bakka eftir sjávarbökkunum,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.

“Bretar byggðu þar tvö loftvarnarbyrgi á stríðsárunum, og eru þau nú að fara í sjó,” segir í örnefnaskrá KE. “Í Fornleifaskráningu 1984 segir að jarðhús hafi verið byggt ofan í eitt þessarra byrgja “en þau voru mörg hér frammi á bakkanum, með skotgröfum á milli. Sumt er brotið ofan í flæðarmál, annað á leiðinni þangað. Mikið brýtur hér af landi að sögn heimamanna í Pálshúsum”.”

Bakki

Bakki – skorbyrgi fallið í fjöruna.

“Bretar byggðu þar tvö loftvarnarbyrgi á stríðsárunum, og eru þau nú að fara í sjó,” segir í örnefnaskrá KE. “Í Fornleifaskráningu 1984 segir að jarðhús hafi verið byggt ofan í eitt þessarra byrgja ,,en þau voru mörg hér frammi á bakkanum, með skotgröfum á milli. Sumt er brotið ofan í flæðarmál, annað á leiðinni þangað. Mikið brýtur hér af landi að sögn heimamanna í Pálshúsum”,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.

Bakki

Bakki – Jobbasteinninn; rekasteinn.

“Skv. Örnefnaskrá 1964 heita Bakkafjörur “fram við Bakkatún” en bakkagrandi er “sjávarkamburinn næst við Bakka” eða “syðsti hluti malarkampsins við Bakka” en þar er samkvæmt Túnakorti 1918 “molaberg grýtt […] er sjór brýtur”. Bakkabryggja er svo skerjahryggur er liggur fram í sjó frá Bakka […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Skerjarani suðvestur frá Bakka heitir Bakkabryggja.” […] Aðrar náttúrulegar bryggjur í Garðahverfi eru fyrir neðan Dysjar, Miðengi og Hausastaði,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.

Heimildir:

-Fornleifaskráning í Garðabæ 2009.
-Fornleifaskráning í Garðaholti 2003.

Garðaholt

Garðaholt – Bakki.

Garðahverfi

Í Fornleifaskráningu í Garðabæ árið 2009 kemur m.a. eftirfarandi fram um Dysjar sunnan Garða á Garðaholti:

1397; Eign kirkjunnar á Görðum. DI IV, 107. 1565, skrá yfir byggðar jarðir staðarins, sem ekki voru hjáleigur: “Dysiar. Jone Markussyne fyrer iij. vætter fiska mannslán. vallarslátt, med jördunne ij kugillde. Jtak j sölfafiöru stadarins einn dag.” DI XIV, 437. Garðakirkjueign. “Lögbýli kallað því það hefur fullkomið fyrirsvar sem aðrar sveitajarðir, en stendur þó í óskiftu Garðastaðarlandi og samtýniss við Garða, nema hvað túnið alleina er afdeilt. Jarðadýrleiki er óviss.” JÁM III, 181. Hafnarfj. að Garðahreppur gerðu makaskipti árið 1971 og eignaðist bærinn hluta úr landi Dysja. ÁG: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I, 116.
1703: “Túnum spillir sjáfargángur.” JÁM III, 182.
1918: “Austurbæjarkálgarðurinn á Dysjum hefur verið færður 5 sinnum síðustu 28 árin undan sjóbakkabrotinu, rúmleg garðsþyktina um sinn. Hér mun og hafa britað upp síðan í fornöld engjar miklar.”

Dysjar

Dysjar, Bakki, Pálshús – Túnakort 1918.

“Dysjabæir standa vestan Balatjarnar. Standa Vestur-Dysjar aðeins nær sjónum en Dysjar, en stutt er á milli bæjanna. … Gömlu bærinir á Dysjum stóðu frammi á sjávarbakkanum, beint niður af íbúðarhúsinu, sem nú er. Nú hefur sjór brotið alveg upp að gamla bæjarstæðinu,” segir í örnefnaskrá KE. “Á Túnakortinu 1918 er eystri bærinn, Austur-Dysjar eða Dysjar-Austurbær, ögn stærri en sá vestari. Hann skiptist í fjögur hólf og hefur stefnuna suðvestur-norðaustur. Byggingarefnið virðist vera torf en Samkvæmt Fasteignabókum var þar komið timburhús árið 1932 […] og járnvarið 1942-4 […]. Bæirnir voru að mestu horfnir í sjóinn þegar Fornleifaskráning fór fram 1984 en annar þeirra, líklega Austurbærinn var beint norðvestan fjóss og hlöðu sem fundust, milli þeirra “og útihúss sem þarna er nú”,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.

Garðahverfi

Dysjar.

“Dysjabæir standa vestan Balatjarnar. Standa Vestur-Dysjar aðeins nær sjónum en Dysjar, en stutt er á milli bæjanna. … Gömlu bærinir á Dysjum stóðu frammi á sjávarbakkanum, beint niður af íbúðarhúsinu, sem nú er. Nú hefur sjór brotið alveg upp að gamla bæjarstæðinu. … U.þ.b. 15 m sunnan við gripahúsin voru gömlu Dysjabæirnir, og er þeirra áður getið,” segir í örnefnaskrá KE. “Á Túnakorti 1918 má sjá tvær stórar torfbyggingar í bæjarstæðinu, væntanlega bæina tvo en sá vestari skiptist í tvö aflöng hólf og hið vestara aftur í tvö ferningslaga hólf. Stefnan er suðvestur-norðaustur. Samkvæmt Fasteignabók eru Vestur-Dysjar enn úr torfi árið 1932 […] en þær eru ekki nefndar árin 1942-4 og hafa væntanlega verið komnar úr byggð þá. Í örnefnaskrá 1964 er talað um Dysjar Vesturbæ og Dysjar Austurbæ. Stóðu bæirnir “lítið eitt aðgreindir fram um 1970” […]. Í Örnefnalýsingu frá 1976-7 segir: “Dysjabæir standa vestan Balatjarnar. Standa Vestur-Dysjar aðeins nær sjónum en Dysjar, en stutt er á milli bæjanna. Dysjavör er vestan við Balamöl. Gömlu bæirnir á Dysjum stóðu frammi á sjávarbakkanum, beint niður af íbúðarhúsinu, sem nú er. Nú hefur sjór brotið alveg upp að gamla bæjarstæðinu. Fast fyrir norðan núverandi íbúðarhús er fjós og hlaða, byggt um 1944-45. Bílskúr tengir það íbúðarhúsinu. Fjárhús er fast norðaustan fjóssins. […] Íbúðarhúsið á Vestur-Dysjum stendur, eins og nafnið bendir til, rétt vestan við Austur-Dysjar og gripahús og hlaða frá Vestur-Dysjum rétt sunnan hússins. U.þ.b. 15 m sunnan við gripahúsin voru gömlu Dysjabæirnir […]”. Þeir voru að mestu horfnir í sjóinn þegar fornleifaskráning fór fram 1984, annar þeirra, líklega sá vestari, var alveg farinn en “hleðslugrjót sést í bakkanum.”

Dysjar

Dysjar – Dysjabrunnur fremst.

Árið 1703 var hér góð lending. “Dysjabæir standa vestan Balatjarnar. Standa Vestur-Dysjar aðeins nær sjónum en Dysjar, en stutt er á milli bæjanna. Dysjavör er vestan við Balamöl,” segir í örnefnaskrá KE. “Í Jarðabók 1703 segir: ,,Heimræði er hjer árið um kríng og lending góð, varir stórar nóg so inntökuskip mætti gánga, og heyrir þá sú undirgift leiguliða til.” […] Á Túnakorti 1918 má nokkuð austan bæjanna á Dysjum sjá vör með tveimur naustum og einhvers konar gerði, líklega úr grjóti. Dysjavör er nefnd í Örnefnaskrá 1964: “Hún var neðan bæjanna og austanvert við þá. Góð vör. […] Lík er flutt voru til Garðakirkju fóru um Dysjavör.” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: Dysjabæir standa vestan Balatjarnar” og “Dysjavör er vestan við Balamöl” en svo nefnist kamburinn við tjörnina. “Skerjarani gengur í sjó fram suðvestur frá Dysjabænum, og heitir hann Dysjabryggja. Uppsátrið var austan Dysjabryggju, þar sem skerjunum sleppir.” […] Ekki er tekið fram hvort uppsátrið við bryggjuna sé Dysjavör en að sögn skrásetjara 1984 er hún í grýttum sjávarbakkanum “rétt sunnan við bárujárnssker sem þarna er”. Þegar Fornleifaskráning fór fram var bátabyrgi sem þarna var hins vegar farið í sjó og sér nú engin merki um mannvirki.”

Dysjar

Dysjar – Dysjarétt.

“Rétt norðaustan vesturbæjarins, er samkvæmt Túnakorti útihús, líklega úr steini, byggt við garðsenda vestan heimreiðar eða Dysjatraða.”

“Rétt norðan Austurbæjarins, við garðsenda austan Dysjatraða, er á Túnakortinu 1918 útihús úr torfi.”

“Rétt norðan við Austur-Dysjaútihúsið, utan við garðshorn austan Dysjatraða, er á Túnakortinu 1918 útihús úr timbri.”

“Nálægt austurhorni eystri Dysjabæjarins sýnir Túnakortið 1918 svolítið mannvirki sem gæti verið for eða skólpgryfja.”

“Rétt við austurlangvegg eystri Dysjabæjarins er samkvæmt Túnakortinu 1918 útihús, líklega úr timbri.”

Garðahverfi

Garðahverfi – Bæir.

“Niðri við sjóinn, sunnan Austur-Dysja sýnir Túnakortið ferhyrningslaga útihús úr torfi. Þetta er á sömu slóðum og fjós og hlaða sem fundust við Fornleifaskráningu 1984: “Sunnan við Austurbæinn, alveg fram á sjávarbakkanum” og ,,tilheyrðu gömlu bæjunum að Dysjum”. Nú er þarna kálgarður og “aðeins veggur að vestan og vísar í 220° hornrétt á hann til suðausturs”.”

“Á Túnakorti 1918 liggja kálgarðar umhverfis Dysjabæina og eru girtir með hlöðnum veggjum út að sjógarðinum. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Sunnan við gripahúsin voru gömlu Dysjabæirnir […] Kartöflugarðar voru fyrir framan þá, nú að mestu komnir í sjó.” Við Fornleifaskráningu 1984 segir: “Hér er núna kálgarður og aðeins veggur að vestan og vísar í 220°hornrétt á hann til suðausturs. Grjót og torfhlaðinn, 21 m á lengd, grasivaxinn. Mjög hár”.”

“Norðan Dysjabæja sýnist á Túnakortinu 1918 vera útihús með áföstum garði, nánar tiltekið upp við Dysjatraðir austan megin þar sem þær taka á sig hlykk til austurs.”

Garðaholt

Garðaholt – Götur.

“Skv. Örnefnaskrá 1964 lá Dysjabrunnur “austan bæjanna […] í mýrlendri flöt”. Brunnurinn sést ekki á Túnakortinu 1918 en þar er hins vegar “pollur” á þessum slóðum í Dysjatúni og nokkru austar byrjar “mýri”,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003. Í skráningu RT og RKT kemur fram að fornleifin sjáist ekki á yfirborði.

“Í Örnefnaskrá 1964 segir að Dysjabrunngata lá “frá brunninum heim til bæja”, segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003. Engin lýsing á götunni fylgir skráningu RT og RKT, né kemur fram hvort enn sjáist til hennar.

“Túnakortið sýnir útihús í túninu norðvestan Dysjabæja, nálægt sjávarbakkanum. Húsið er aflangt og virðist úr torfi. Það hefur nokkurn veginn stefnuna norður-suður.”

Garðaholt

“Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir […]: ,,Skerjarani gengur í sjó fram suðvestur frá Dysjabænum, og heitir hann Dysjabryggja. Uppsátrið var austan Dysjabryggju, þar sem skerjunum sleppir. Stakur steinn er í Dysjabryggju nálægt því beint fram af gripahúsum Vestur-Dysja. Sá heitir þórarinn.” […]. Samkvæmt Fornleifaskráningu 1984 gengur Dysjabryggja “út í sjó suður af bænum” og er ekki um mannvirki að ræða, heldur er þetta “náttúrulegur lágur tangi sem lent var við” […] má bera þetta saman við Bakkabryggju, Miðengisbryggju og Hausastaðabryggju sem einnig hafa verið
myndaðar af náttúrunnar hendi. Staki kletturinn Þórarinn á Dysjabryggju er forvitnilegur í ljósi þess að á Hausastaðabryggju er annar slíkur klettur sem einnig heitir Þórarinn. Sá sem er við Dysjabryggju var ysta sker við innsiglingu til Hafnafjarðar gegnt Helgaskeri.”

Garðaholt

Garðahverfi.

“Við fornleifaskráningu 1984 fundust grunnur og tóft byggingar á grasi grónum tanga rétt austan við afrennslið úr Balatjörn, þ.e. á bakkanum Dysjamegin. Að sögn húsfreyjunnar á Dysjum er þetta frá lýsisbræðslu sem norskur maður setti upp.” “Grunnurinn er mjög reglulega ferhyrndur og frambrúnin greinilegust en vestast hefur sjórinn borið möl upp á bakkann. Hann er um 7,7 m á breidd og 10,7 m á lengd miðað við það sem sýnilegt er, grjóthlaðinn með grófri steinsteypu í samskeytunum. 1,75 m frá suðurausturhorni grunnsins, um 0,5 m neðan hans, gengur grjóthlaðinn stallur 2,75 m út til austurs. Óljóst er hve langt hann nær til norðurs en hann er líka hlaðinn úr grjóti og hefur e.t.v. verið undirstaða timburhúss. Norðan megin við stóra grunninn er lítil tóft, 9,15 m á breidd og 3,4 m á lengd.”

“Á Túnakorti 1918 er girt í kringum mestan hluta Dysjatúns, með túngarði út að mýrinni norðaustan megin og að austan en þar er hann sérlega skýr. Að suðvestan tekur við sjógarður sem liggur eftir sjávarbakkanum framhjá bæjunum. Á kaflanum frá þeim yfir að Bakka hefur sjórinn brotið af landinu og er þar enginn garður. Girðing skilur svo tún Dysja frá túnum Bakka og Pálshúsa. Skv. Fasteignabók er enn girt með túngarði og girðingu árið 1932. Skv. Örnefnaskrá 1964 lá Dysjatúngarður “aðallega á austurkanti túnsins”.”

Garðaholt

Garðaholt.

“Á Túnakortinu 1918 má sjá traðir sem liggja milli Dysjabæja, annars vegar suður gegnum kálgarðana niður að sjó, hins vegar norður í átt að Pálshúsum. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Sunnan við gripahúsin voru gömlu Dysjabæirnir […] Traðir lágu niður í fjöru milli þeirra.” Í örnefnaskrá 1964 er nefndur Dysjavegur eða Dysjatraðir sem “lá frá Dysjum eftir túninu að Pálhúsahliði” en það mun vera sama og Nýjabæjarhlið. Frá því lágu Nýjabæjartraðir og Pálhúsatraðir og hafa Dysjatraðir tekið við af þeim.”

Dysjar

Dysjar.

“Á milli Dysja og Pálshúsa var gamalt býli, nefnt Dysjakot,” segir í örnefnaskrá KE. “Í Örnefnalýsingu 1958 segir: “Syðsta jörðin og næst sjó er Dysjar. Þar ofan túns var býli, sem nefnt er nú Gamlakot. Nú er þar kálgarður, og þar sem vegur liggur heim, er stykki í túni, sem heitir Gamlakotsvöllur.” […] Samkvæmt örnefnaskrá 1964 var þetta “þurrabúð í Dysjatúni upp með veginum” ýmist nefnt Dysjakot eða Gamlakot og hefur annaðhvort verið “kennt við Gamla er það bjó, eða verið upprunalegasta kotið við Dysjar” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir nánar frá: “Skammt norðan Dysja, en lengra frá sjónum, eru Pálshús. Á milli Dysja og Pálshúsa var gamalt býli, nefnt Dysjakot. Síðasti ábúandinn þar hét Gamalíel Jónsson, kallaður Gamli. Var kotið í hans tíð nefnt Gamlakot. Dysjakotsvöllur nefndist þríhyrnd spilda, sem fylgdi kotinu. Í tíð Gamla var einnig farið að kalla hana Gamlakotsvöll. Gamlakot og Gamlakotsvöllur er nú komið í tún. […] Ekki er kotið merkt inn á Túnakortið árið 1918 enda hefur það verið komið í eyði fyrir þann tíma. Þar virðist þó mega sjá garðinn miðja vegu milli Dysja og Pálshúsa.

“Á Túnakorti 1918 sést ferhyrndur garður þar sem Gamlakot á að hafa verið í Dysjatúni, þ.e. miðja vegu milli Dysjabæja og Pálshúsa en samkvæmt Örnefnalýsingu 1958 er kálgarður þar sem kotið var áður […] Í Örnefnaskrá 1964 er nefnt Gamlakotsgerði: “Svo var lítið gerði kallað kringum kotið, nú flöt.” […] Garðurinn var skrásettur við Fornleifaskráningu 1984,” segir í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003.

Heimildir:
-Fornleifaskráning í Garðabæ 2009.
-Fornleifaskráning á Garðaholti 2003.

Garðaholt

Garðaholt.

Víkingaaldaskáli

Í Fornleifaskráningu í Garðabæ 2009 er m.a. fjallað um Hofsstaði:

Hofstaðir

Hofstaðir – Túnakort 1918.

GK-177 Hofsstaðir
1395: “Skrá um jarðir þær, er komið hafa undir Viðeyjarklaustr síðan Páll ábóti kom til Viðeyjar. … Hofstader.vij. c.” DI, III, 598.
1703: Konungseign. JÁM, III, 226.
1847:10 hdr. Konungseign.
1965: Búskapur leggst af. GRG, 20.
1966: Jörðin seld Garðahreppi undir íbúðarhúsalóðir. GRG, 20.
1890: “Jörðin eigi sitt eigið tún en ekkert land utan túns.”GRG, 2001.
Túnakort 1918: Tún, sléttað, 2,9 teigar. Kálg. 700 m2”

Hofstaðir

Hofstaðir – loftmynd 1954.

Í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi segir: “Býli í Garðahreppi, fyrrum Álftaneshreppi. Jörðin átti sitt eigið tún, en ekkert land utan túns. Beit átti býlið í óskiftu Garðastaðalandi. Gömul munnmæli herma eftirfarandi: Hofsstaðir eiga beit utan túns fyrir hest í stokk og kýr í hafti.
Hofstaðabærinn: Hann stóð austan til við láganhól í túni miðju.” “Hofsstaðir býli í Garðahreppi, fyrrum Álftaneshreppi, stóð á Hofstaðahól eða Bæjarhólnum,” segir í örnefnaskrá GS.

Hofsstaðir

Hofsstaðir – byggðir 1923.

Hofsstaðir eru næsta hús vestur af Vídalínskirkju og sunnan götunnar frá Hofstöðum er Tónlistarskóli Garðabæjar og sýningarsvæði Hofstaðaskálans. Að sunnan markast lóð Hofstaða af götunni Kirkjulundi.
Hofsstaðir eru nú inni í þéttri byggð, þótt engin bygging sé fast upp við bæinn. Talsverður trjágróður vex á lóð Hofstaða.
Hofstaðabærinn sem nú stendur er byggður 1923 og er tvílyft steinhús með kjallara. Sennilega eru talsvert miklar búsetuminjar í kringum Hofstaði, bæði á lóðinni sem og undir malbiki fjær frá húsinu, en skálinn skammt sunnan við ber vott um búsetu frá fyrstu tíð. Erfitt er að gera sér grein fyrir stærð og umfangi bæjarhólsins sökum sléttaðs og malbikaðs umhverfis í kring. Fyrir nokkrum áratugum síðan kom upp úr túni nærri Hofstaðabænum hraunhella 50x30x10 sm að ummáli. Gat, um 2 sm í þvermál, er klappað í gegnum hana nærri annarri langhlið. Hugsanlega er um að ræða myllustein eða eitthvað slíkt. Gripurinn stendur í dag upp við húsvegg Hofstaða til skrauts.

Hofsstaðir

Hofsstaðir – fyrirmyndar frágangur eftir fornleifauppgröft.

“Ofan við þetta hraun er bærinn Hofsstaðir og er ekki úti á nesinu sjálfu. Jónas Hallgrímsson segir frá, að hann hafi rannsakað hæð sem nefnist “Hofhóll” og er þar í túninu, en þar reyndist aðeins venjulegur öskuhóll, grasi vaxinn.” FF 1, 19. Hóllinn er á grasflöt 20 m SA af Lögreglustöð Garðabæjar og 30 m SV af Tónlistarskóla Garðbæjar. Var áður innan túns, er nú á opnu grænu svæði. Nokkuð er búið að byggja og malbika í kring en hóllinn hefur enn sem komið er sloppið.
“Hof eller Tingstæd tales ikke heller om i dette Sogn [Reykjavík]; de som boede her sögte först Kialarnes, og siden til Hofstad paa Alftenes inden Garde Sogn, hvor endnu sees Ruster af en betydelig Bygning,” segir í Frásögur um fornaldarleifar frá 1821. Fremur lágur hóll, rís hæst um 0,7 m. Erfitt er að henda reiður nákvæmlega á ummálinu, virðist vera um 6 m NA-SV, en SA hluti hólsins rennur algerlega inn í umhverfið, gæti þó allt eins verið rúmlega 10 m langur.

Hofsstaður

Hofsstaður eftir fornleofauppgröft.

Á túnakorti frá 1918 er sýnt útihús innan kartöflugarðs rétt vestan við bæjarhúsin. Nú er svæðið sléttuð lóð Hofstaða.
Gróinn bakgarður, sléttaður og í honum er talsverður trjágróður. Einnig er í dag sólpallur SV við húsið sem teygir sig að líkindum inn á það svæði sem kálgarðurinn náði áður yfir.

Í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi segir: ,,Hofstaðabrunnur: Hann var í túnjaðrinum sunnan bæjarins. Aflagður.” “Hofstaðatúngarður lá umhverfis túnið á alla vegu, hlaðinn að mestu af torfi og grjóti. Sér nú ekkert af honum nema garðbrot fram undan húsinu niðri í mýrinni, en þar nálægt var Hofstaðabrunnur, og frá honum heim til bæjar lá Brunngatan,” segir í örnefnaskrá GS. Brunnurinn er horfinn undir byggð. Hann var þar sem nú stendur fjölbýlishúsið Garðatorg 17.
Brunnurinn er nú undir byggð og malbiki.
Samkvæmt heimildamanni þornaði brunnurinn oft og þá þurfti að sækja vatn til Lindarinnar og seinna meir til Hafnarfjarðar. Í bakgarði Hofstaða fast við grindverk að Kirkjulundi 8 eru tveir þvottasteinar sem stóðu áður við Hofstaðabrunn en voru fluttir þegar Garðatorg var byggt. Steinarnir voru áður 3 en 1 glataðist. Þvottur var lagður á steinana og klappaður með viðarspaða.
Steinarnir eru hvor um sig um 1x1x0,5 m í þvermál.

Hofsstaðir

Hofsstaðir – loftmynd 2020.

Í Jarðabók Árna og Páls frá árinu 1703 segir: ,,Torfrista og stúnga og móskurður hjálplegt.” Ekki er ljóst hvar móskurðurinn fór fram sem rætt er um í Jarðabók en í minni heimildamanns var mótak þar sem Mýrarhverfið er nú risið og sérstaklega þar sem nú stendur Hofstaðaskóli, neðan Bæjarbrautar og niður að Arnarneslæk.

Skálinn er á lóð Tónlistarskóla Garðabæjar. Hann fannst og var kannaður við fornleifauppgröft sem fór fram árin 1994-1998, í tengslum við byggingu leikskólans Kirkjubóls. Skálinn er um 35 m ASA af bæjarstæði.
Minjagarður hefur verið hannaður um skálann.
Skálinn er talinn frá lokum 9. aldar. Hann er 30×8 m að stærð og snýr nokkurn veginn N-S.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009.

Hofsstaðir

Hofsstaðir – skálinn.

Hraunsholt

Í Fornleifaskráningu í Garðabæ árið 2009 segir m.a. um Hraunsholt:

1565: Bygging jarða Garðakirkju. ,,Hraunshollt byggt mäg Þorsteins fyrer fridar. xx. alner. äskilinn vallarslattur. og mannslän um vertid. med jördunne eckert kugillde. madurinn heiter Ingemundur.” DI, XIV, 437.
1703: “Hraunsholt efa menn hvert heita skuli hálflenda eður lögbýli, því þar er margoft ekki fyrirsvar nema til helmínga, utan þegar vel fjáðir menn hafa ábúið, og stendur þetta býli í óskiftu Garðastaðar landi. …Eigandinn Garðakirkja.” JÁM, III, 222.
1703: “Engjar öngvar.” JÁM, III, 223.
1918: “Tún 2,5 teigar og kálgarður 600 m2.”

Hraunsholt

Hraunsholt 2020. Húsið t.h. er síðasta bæjarhúsið í Hraunsholti.

“Hraunsholt: Býli í Garðahreppi, fyrrum Álftaneshreppi. Á afmarkað tún og rétt til afnota af Garðakirkjulandi að tiltölu. … Hraunsholtsbærinn: Stóð á holtshryggnum austarlega,” segir í örnefnaskrá.
Bæjarhóllinn er við sauðausturenda Hraunholtsvegar. Hraunholtsvegur 8, sem er nýbygging, er byggður utan í hólinn norðvestanverðan, en einnig nær bakgarður Hraunholtsvegar 6, sem í er mikill trjágróður, inn á hólinn að norðvestan.
Búið er að byggja hús og leggja innkeyrslu á bæjarhólnum. Hóllinn er talsvert mikið raskaður, bæði vegna nýlegra framkvæmda við Hraunsholtsveg 8, sem og vegna þess að síðustu bæjarhúsin (sem enn sést grunnurinn af) hafa verið steinsteypt og með kjallara. Súrheysturn stendur enn undir þaki á bæjarhólnum. Erfitt er að átta sig fyllilega á ummáli bæjarhólsins sökum framkvæmda á og í kringum hann. En hóllinn er að líkindum um 40×40 m að stærð. Nokkuð mikið af 20. aldar keramikbrotum eru á hólnum og eru þau án efa ættuð úr róti sökum framkvæmda á og við hólinn, jafnframt eru brunnin bein og tennur úr nautgripum á hólnum sem gætu verið ættuð úr nálægum öskuhaugi.

Hraunsholt

Hraunsholt – Túnakort 1918.

Á túnakorti frá 1918 er sýnt útihús 5-10 m suðaustur af Hraunsholtsbænum. Rúst útihússins er að líkindum undir sverði austarlega á bæjarhólnum.
Búið er að byggja hús og leggja innkeyrslu á bæjarhólnum. Hóllinn er talsvert mikið raskaður, bæði vegna nýlegra framkvæmda við Hraunsholtsveg 8, sem og vegna þess að síðustu bæjarhúsin (sem enn sést grunnurinn af) hafa verið steinsteypt og með kjallara. Súrheysturn stendur enn undir þaki á bæjarhólnum.

Á túnakorti frá 1918 er sýnt mannvirki um 10-20 m austur af bæ. Mannvirkið er austarlega á bæjarhólnum og sést enn. Búið er að byggja hús og leggja innkeyrslu á bæjarhólnum. Hóllinn er talsvert mikið raskaður, bæði vegna nýlegra framkvæmda við Hraunsholtsveg 8, sem og vegna þess að síðustu bæjarhúsin (sem enn sést grunnurinn af) hafa verið steinsteypt og með kjallara. Súrheysturn stendur enn undir þaki á bæjarhólnum. Lítið, ferhyrnt og þaklaust steypt mannvirki sem er um 2,3×2 m að ummáli NA-SV. Veggjahæð er um 1 m. Veggir eru 0,15 m þykkir og fremur margar stórar steinvölur eru íblandaðar steypunni.

Hraunsholt

Hraunsholt – loftmynd 1954. Braggahverfið Slingsby Hill fyrir miðri mynd.

Á túnakorti frá 1918 er útihús sýnt fast utan túngarðs, um 50 m vestur af bæ. Útihúsið hefur verið skammt suður af enda botnlangagötunnar Lækjarfitjar, sem og skammt suður af skotbyrgi úr Seinni heimsstyrjöld sem þar er.

Á túnakorti frá 1918 er sýnt útihús um 70 m norðvestur af íbúðarhúsinu á Hraunsholti. Þar sem útihúsið var áður stendur nú einbýlishús að Hraunsholtsvegi 2.

Á túnakorti frá 1918 er sést kálgarður um 80 m vestur af íbúðarhúsi Hraunsholts. Garðbrot og þúst, sem sennilega eru leifar kálgarðsins, eru um 5 m suðvestan við bakgarð Hraunsholtsvegar 2.
Garðbrotið og þústin eru á grónu, gömlu túni, örskammt frá frá bakgarðgörðum húsa við Hraunsholtsveg. Nokkuð hátt og mikið gras er yfir rústinni og enn vex rabbabari við garðbrotið, þótt grisjóttur sé. Garðbrotið er um 1 m breitt og 3 m langt SA-NV og er um 0,3 m hátt. Garðlagið er hlaðið úr torfi og hraungrýti og glittir í grjót í suðausturenda þess en annars er það vel yfirgróið. Fast við norðvesturenda garðbrotsins er þúst. Þústin er nokkuð óregluleg í laginu ekki er hægt að greina á henni hólf. Þústin rennur vel inn í umhverfið svo mörk hennar eru ekki augljós, en hún er að líkindum um 4 x 3 m að stærð NV-SA og 0,3 m há.

Hraunsholt

Hraunsholt – loftmynd 1958.

“Garður að torfi og grjóti lá umhverfis túnið,” segir í örnefnaskrá. Túngarðurinn liggur frá girðingu bakgarðs Garðs (íbúðarhús úr timbri við innkeyrslu sem gengur inn af Lækjarfitjum) í 90 m til SSV. Túngarðsbrotið er hátt í 150 m austur af bæjarhól.
Túngarðurinn er í gömlu grónu túni. Hægt er að rekja túngarðinn um 90 m leið. Að NNA er garðurinn lágur og yfirgróinn og einstaka mosavaxið grjót stingst upp úr honum. Um miðbikið er garðurinn afar siginn og líkist einna helst grjótfylltri “rennu”. Um 10 m frá SSV enda er garðurinn mikið raskaður á 4 m spotta. Garðurinn er um 1 m breiður og skagar hæst um 20 sm. Stærstu steinarnir í garðinum eru um 0,5 x 0,5 m að ummáli.

“Suðurtraðir: Lá[g]u heiman frá bæ suð-vestur í Gömlu-Fjarðargötur…Suðurtraðarhlið: Hlið þar sem lá[g]u saman garðar traða og túns,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. “Suðurtraðir Hraunsholtsbæjar lágu frá bænum í suðvestur niður undir hraun og sameinuðust þar Gömlu-Fjarðargötu sem var alfaraleið til Hafnarfjarðar í eina tíð, eða allt fram til 1898 (G.S. Skráði eftir Sigurlaugu Jakobsdóttur í Hraunsholti),” segir í örnefni og leiðir í Garðabæ. Suðurtraðir sjást ekki á túnakorti 1918 og því hefur líklega verið hætt að nota þær fyrir þann tíma. Samkvæmt heimildamanni, Guðlaugi R. Guðmundssyni, lágu traðinar að Helguflöt, sem er slétt grasflöt fast VSV af Hraunsholtstúngarði og er merkt á kort á bls. 14 í örnefni og leiðir.

Garðahevrfi

Engidalsvegur aftan Fjarðarkaupa.

“Traðir eða vegur af Hafnarfjarðarveginum heim að bæ. Vesturtraðarhlið: Hlið þar á túngarðinum út undir Hafnarfj-vegi. Hraunsholtsstígur: Nú 1963 er vegurinn nefndur þessu nafni,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. “Vesturtraðir voru aftur á móti síðar til komnar, eða ekki fyrr en Hafnarfjarðarvegurinn hafði verið lagður, og lágu út eftir hryggnum um Vesturtraðahlið,” segir í örnefnaskrá GS. Vesturtraðir eru á túnakorti frá 1918 og liggja NNV frá bæjarhúsum og út úr túni. Vesturtraðir voru líklegast á svipuðum slóðum og Hraunsholtsvegur er í dag.

“Þá voru Norðurtraðir. Þær lágu frá bænum austanvert niður í Norðurtraðahlið, og lágu þær milli hárra garða, austurtraðagarðs og vesturtraðagarðs,” segir í örnefnaskrá GS. Á túnakorti 1918 eru það líklegast Norðurtraðir sem liggja til NA frá bæjarhúsum og út úr túni. Ekki sást til traðanna á vettvangi.

“Nokkru vestar í holtinu, en túngarðurinn var, mátti til skamms tíma sjá þetta gamla garðlag,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið Í Álftaneshreppi. “Túngarður um Hraunsholtstún, hæstur að sunnanverðu til að verjast fénu úr hrauninu,” segir í örnefnaskrá EBB. “Þá mátti fram undir 1940 sjá Gamla-Garðlagið alllangt vestur á holtinu,” segir í örnefnaskrá GS. Ekki sást til Garðlagsins gamla á vettvangi og er sennilegast að það hafi verið rutt niður við sléttun.

“Svo var troðningurinn, eða Alfaravegurinn kallaður, er lá suður frá Suðurtraðarhliði, suðvestur yfir hraunið til Hafnarfjarðar,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið. “Hluti af Gömlu-Fjarðargötu sést enn milli lóða Hraunshólum 6-8,” segir í örnefnaskrá EBB. Samkvæmt heimildamanni var steyptur göngustígur, sem liggur frá Stekkjarflöt að Hraunshólum, lagður yfir Gömlu Fjarðargötur. Enn er hægt að greina götuna í bakgarði Hraunshóla 18, sem og fast austan við lóð Hraunshóla 18, 2-3 m suður af göngustígnum.
Vestan Hraunsholtslækjar eru Gömlu Fjarðargötur að mestu undir nýjum steyptum göngustíg, en austan lækjar undir byggð eða sléttaðar.
Brot leiðarinnar sem enn sést er um 12-13 m langt A-V og er í ósléttuðu þýfi. Reiðgatan er um 3-4 m breið og samanstendur af nokkrum samhliða rásum í gegnum þýfið. Hver rás er um 20 sm djúp og 0,2-0,5 m breið.

Engidalsvarða

Engidalsvarðan.

“Markavarðan á Engidalsnefni. Landamerki Hafnarfj. og Garða,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Markavarðan er á umferðareyju á Reykjarvíkurvegi, fast vestan móta Hafnarfjarðarvegar og Reykjavíkurvegar. Varðan er á gróinni umferðareyju.
Markavarðan er hlaðin úr hraungrýti og er styrkt með steypu. Hún er um 1,8 m á hæð og rösklega 1×1 m í grunnmál. Toppur vörðunnar er stök hraunhella sem stendur upp á rönd og er skorðuð föst með steypu. Umför í vörðunni eru 8 – 9 og er varðan nokkuð mosavaxin.

“Þá var Stekkurinn í Stekkjarlautinni vestur af Fjarðargötu og Húfugjóta þar suður af,” segir í örnefnaskrá GS. “Í suðaustur af bæ er hóll, heldur austur af Hádegishól, sem er allstór, og heitir hann Klofhóll; við hann eru svonefndar Löngugjótur, og Stekkjargjótur bera í hann frá bæ séð,” segir í örnefnaskrá AG.
Stekkjarlaut er SA við mót Hafnarfjarðarvegar og Fjarðarhrauns og liggur í austur átt meðfram Hafnarfjarðarvegi að norðan, rúmlega 500 m suðvestur af bæ.
Stekkjarlaut er afmörkuð með 4 m háum hamri að sunnan en malbikuðum vegi að norðan og vestan, en endar í byggð að austan. Lautin er gróin grasi og þónokkrum trjágróðri. Þónokkrar framkvæmdir hafa farið fram í og við lautina, t.a m. vegagerð, grafið hefur verið fyrir ræsum og malarslóði liggur suður frá Hafnarfjarðarvegi og í átt að Marklandi.
Hraungrýtishleðsla er upp við hamarinn vestast í lautinni, við Fjarðarhraun, sem mögulega er leif stekksins. Hleðslan er 4 m löng og er 0,5-0,7 m há, þykkt óviss en allt að 1 m. 2-3 umför og stærsta grjótið um 0,4 m á kant. Mestmegnis er gróið yfir hleðsluna, gras, mosi og trjágróður.

Hraunsholt

Hraunsholtsselsstígur.

“Stígur frá Suðurtraðarhliði um Hraunbrúnina suður hraunið í svokallað Hraunsholtssel,” segir í Skrá yfir örnefni og leiðir í Álftaneshreppi. Hraunsholtsselsstígur fannst ekki við vettvangsathugun. Búið er að slétta grasflötina þar sem Suðurtraðarhlið var áður, sem og ryðja hraunið þar sem Hraunsholtssel var sunnan Hádegishóls. Þó má vera að enn leynist ummerki stígsins í Flatahrauni.
Nyrðsti hluti stígsins er sléttaður og sá syðsti var í hrauni sem nú er búið að ryðja. Líkast til leynist enn hluti stígsins í Flatahrauni, sem er nokkuð gróið.

Hraunsholtssel

Varða ofan Hraunsholtssels.

“Var í eina tíð á hrauninu sunnan Hádegishóls,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið. “Selstígurinn lá suður með Hádegishól í Hraunsholtssel, en talið er, að það hafi verið við Hraunsholtshella, öðru nafni Hraunsholtskletta, og er þar grænka kringum, þó hellarnir séu litlir,” segir í örnefnaskrá GS.
“Hraunsholtssel…var sunnan við Hádegishól Hraunsholts og einnig nefnt Hraunsholtshella. Selstígurinn lá sunnan við Brunann, framhjá Hádegishól, að Selinu (G.S.). G[unnar] Ben[ediktsson] sá enn votta fyrir selinu 1987,” segir í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. Nú er búið að ryðja hraunið sunnan Hádegishóls undir byggð og bílaplan, en þar er iðnaðarhverfi (Hraunahverfið austan Fjarðahrauns). Selið hefur verið um 500 m SSA af bæ.
Sunnanverður Hádegishóll er mikið raskaður því búið er að ryðja hraunið að stórum hluta.
Ekki sáust augljósar fornleifar sunnan Hádegishóls, en þó er afar þýfður og mishæðóttur grasblettur sunnan hólsins þar sem fornleifar kunna að leynast undir sverði. Allt í kringum grasblettinn, sem er um 15×10 m A-V, er rutt hraun og mikið rask.

Hádegisvarða

Hádegisvarða á Hádegishól.

“Alfaravegurinn 1: Lá af Gömlu-Fjarðargötum norður með Túngarði niður að Hraunholtslæk, yfir hann og niður Háubakka, en þar var mikill áningarstaður ferðamanna,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Sést ekki til, grasflötin kringum túnið gamla er sléttuð og svæðið kringum Hraunsholtslæk (norðan Flatahrauns) er meira og minna undir byggð.

“Alfaravegurinn 2: Hann lá af Gömlu-Fjarðargötu milli Hraunbrúnar og Túngarðs eftir lægðinni að Neðra-Nefi í Krossgötur,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Ekki sést til Alfaravegarins 2, grasflötin kringum túnið gamla er sléttuð og svæðið kringum Hraunsholtslæk (norðan Flatahrauns) er meira og minna undir byggð.

Hraunsholtslækur

Hraunsholtslækur.

“Neðra vað: Svo hét vaðið við Hraunhornið yfir lækinn,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið. “Leiðin liggur hér inn með hraunbrúninni inn að Hraunsnefi neðra eða Neðranefi, sem lá alveg við Hraunsholtslæk, sem bar þetta nafn frá nefinu niður til sjávar. Hér var yfir lækinn Vaðið eða Neðravað,” segir í örnefnaskrá GS. Vaðið er 10-15 m ofar (sunnar) í Hraunsholtslæk en brú við Stekkjarflöt og um 280 m austur af bæ.
Lækurinn breikkar nokkuð á þessum stað og verður við það grynnri og lygnari, en lækjarfarvegurinn þrengist aftur neðan vaðsins (þar sem brúin er). Af hófförum að dæma á lækjarbakkanum er vaðið enn nýtt af reiðmönnum.

“Í eina tíð var göngubrú yfir lækinn, kölluð svo.” “Ofan við það (Neðravað) var hleðsla, og myndaðist við það foss eða flúð, nefndist Efri-fossar og þá Efri-fossvað. Hleðslan nefndist Hofstaðabrú,” segir í örnefnaskrá GS. Í Örnefnum og leiðum í landi Garðabæjar segir: “Hofsstaðabrú var göngubrú sunnan við Neðravað á Hraunholtslæk,” segir í GRG. Hofstaðabrú er merkt á kort herforingjaráðs frá 1903 (eða 1905?). Þar sem Hofstaðabrú var áður er nú göngubrú yfir Hraunsholtslæk, vestur af SV enda Stekkjarflatar og S af Stjörnuvelli.
Grónir lækjarbakkar og steyptur göngustígur eru nú á þessum slóðum.

Hraunsholt

Hvammsfjárhús.

“Hraungjótan [Hraunnefsgjóta] var einnig kölluð svo. Þarna var fjárhús og sjást enn rústirnar,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. “Sunnan við nefið kom svonefndur Hvammur. Vestast í honum var Hraunsnefsgjóta og þar rétt hjá Hvammsfjárhús,” segir í örnefnaskrá GS. Fjárhúsið er í Hafnarfjarðarhrauni norðaustanverðu, SV af Smáraflöt 22 og 24 (sem eru beint handan Hraunholtslækjarlæjar) og 80 m vestur af brú yfir Hraunholtslæk sem er framhald göngustígs frá Lindarflöt.
Hvammfjárhús er um 370 m ASA af bæ. Fjárhúsið er hlaðið í úfnu hrauni. Umhverfis fjárhúsrústina er þýfi, gróið háu og þéttu grasi sem sker sig frá hrauninu umhverfis og bendir til mikils magns lífræns úrgangs í jarðvegi. Jafnframt ef horft er til suðvestur Hvammsins frá Hraunsholtslæk er augljóst að brekkan upp að ANA vegg fjárhússins er mun grænni og grónari en umhverfið sem bendir til að mokað hafi verið út úr fjárhúsinu og hent niður brekkuna sem er niður af ANA vegg.

Hraunsholt

Við Hvammsfjárhús.

Fjárhúsrústin er um 7×6 m, snýr NNA-SSV og er innrabyrði hennar 4×3,5 m NNA-SSV. Langveggir fjárhússins (ANA og VSV veggir) eru hlaðnir úr stóru og miðlungs hraungrýti og standa hæstir um 1,5 m. Í ANA vegg er hraunhleðsla að innanverðu (4 umför greinileg) og torf hlaðið upp að utan. VSV veggur virðist hafa nokkuð þykkari hraunhleðslu en óljóst er hvort torfhleðsla hafi verið pökkuð upp að honum að utan á sama hátt þar sem hann er meira hruninn, sérstaklega fyrir miðju. Niður frá báðum langveggjum (ANA og VSV veggjum) eru aflíðandi brekkur. ANA veggur snýr að Hvamminum, sem gengur inn í Hafnarfjarðarhraun að austan, en VSV veggur snýr að lægð í hrauninu sem notuð hefur verið sem aðhald eða hugsanlega sem heygarður. Mun minni hraunhleðslur hafa verið í NNA og SSV veggjum og hugsanlega voru þar timburþil fyrir. Rúmlega 4 m breið lægð er í hrauninu fast VSV við rústina og er hún mörkuð að VSV með klapparvegg. Lægðin liggur samhliða rústinni en er nokkuð lengri og er hleðsla í henni að SSV sem skapar aðhald, en engin hleðsla er sjáanleg að NNA. Í lægðinni er talsvert mikið torfhrun úr VSV vegg fjárhúsrústarinnar. Hlaðna aðhaldið er hæst um 1,6 m, 1 m breitt og er 5-6 umför. Hleðslan er vaxin nokkuð miklum mosa og skófum.

Hraunsholt

Vegur að Hvammsfjárhúsum.

“Vað yfir lækinn kallað svo. Hagakotsvað áður nefnt,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. “Hvammurinn var einnig kallaður Milli nefja, allt inn að Efranefi eða Hraunsnefi efra. Þar var einmitt Hagakotsvað, sem einnig var nefnt Efravað,” segir í örnefnaskrá GS. Efravað er um 10 m sunnar en Neðravað og 20-25 m sunnar í Hraunsholtslæk en brú við Stekkjarflöt.
Grónir lækjarbakkar. Lækjarfarvegurinn við Efravað er heldur þrengri en við Neðravað.

Á túnakorti frá 1918 er kálgarður sýndur um 10 m suður af bæ. Ekki er vitað hvort hlaðið garðlag var utan um kálgarðinn fyrr á tímum, en í dag eru leifar seinni tíma girðingar, fúnir timburstaurar og vír, á sama stað.

Hraunsholtslækur

Hraunsholtsvatnsból.

“Hraunsholtsvatnsból: Vatnsból frá Hraunsholti var við Stórahyl fram til ársins 1910 að Vífilsstaðahælið var byggt,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið. Hylurinn er í Hraunsholtslæk, um 15 m SV við girðingu sem umlykur knattspyrnuvöll Stjörnunnar og um 140 m NV af göngubrú yfir Hraunsholtslæk, sem brúar göngustíg frá Stekkjarflöt að Hraunhólum. Stórihylur er um 200 m ANA af bæ.
Tær og sefgróinn lækur umlukinn grasivöxnum lækjarbökkum.

“Skólabrú: Eftir að skólinn var byggður, lá brú þarna yfir lækinn,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið. Þar sem Skólabrú var áður er nú göngubrú úr viði yfir lækinn. Göngubrúin brúar Hraunsholtslæk á stíg sem liggur frá íþróttahúsi Stjörnunnar að Lækjarflöt.
“Bugðulækjarvað: Vað yfir lækinn neðan Bugðumels,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið.
“Bugðulækjarvað á Hraunsholtslæk þar sem síðar var byggð göngubrú fyrir nemendur skólans, Skólabrú,” segir í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. Þar sem Bugðulækjarvað var áður er nú göngubrú yfir Hraunsholtslæk sem er hluti stígs sem liggur frá íþróttahúsi Stjörnunnar að Lækjarflöt.

Hraunsholtsækur

Hraunsholtslækur – Skólabrú við Bugðulækjarvað.

“Neðri Fossavað: Þar ofan við fossinn var vað svo kallað,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið. Neðri Fossavað var áður á þeim stað þar sem Hraunholtslækur rennur nú undir Sjálandsskóla. Lækurinn rennur undir stóra skólabyggingu. Þegar skráning á vettvangi fór fram voru miklar framkvæmdir í gangi allt í kring, bæði niðurrif gamalla bygginga sem og bygging nýrra, og hefur umhverfið tekið miklum breytingum.

“Brunnur grafin 1910 rétt hjá Stöðlinum,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Brunnurinn sást ekki við vettvangsathugun og er annaðhvort búið að fylla upp í hann og slétta úr eða hann er kominn undir byggð (Lækjarfit).
“Brunngatan: Lá frá Brunninum heim til bæjar,” segir í skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi.
“Brunngatan lá vestan traðargarðanna heim til bæjar,” segir í örnefnaskrá GS. Brunngatan sást ekki við vettvangsathugun og er að líkindum bæði búið að slétta úr henni sem og að hún er kominn undir byggð, bæði gatan að brunninum frá 1910 og alla leið að Hraunsholtsvatnsbóli.

Fógetagata

Fógetagata.

“Hann [Álftanesvegur] var fyrst troðningur er lá um Holtið norðan Þjóðvegar úr Engidal niður að Brúarvaði,” segirí Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftanesi. “Álftanesvegur, fyrrum Selstígurinn, lá frá Suðurtraðahliði á Hraunsholtstúni vestur með hraunbrúninni norðan við Engidal, í holtinu út að hrauni og þar upp, en Hraunsholt á ekkert land þar,” segir í örnefnaskrá GS. “Er Álftanesvegur sami og Gjárréttarstígur (Seljastígur)? Allt sama örnefnið kallað Götur frá Hraunsholti,” segir í örnefnaskrá EBB.
Áður fyrr tengdist Álftanesvegurinn í landi Hraunsholts Fógetavegi, sem var aðalgatan gegnum Garðahverfi norður á Álftanes og sem enn sést til að hluta. Ekki sést þó til vegarins í landi Hraunholts því hann er undir malbiki og byggð, m.a. að líkindum Hraunholtsbraut og Ásahverfinu.

Á túnakorti frá 1918 er sýndur kálgarður um 20 m ASA af bæ. Ekki er vitað hvort hlaðið garðlag var utan um kálgarðinn fyrr á tímum, en í dag eru leifar seinni tíma girðingar, fúnir timburstaurar og vír, á sama stað.

Hraunholtslækur

Hraunholtslækur.

“Mýrin vestan Hraunsholtslækjar. Mótak mikið,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi.
“Vestur eða norðvestur frá bæ er, niður við sjó, sem hér heitir Arnarnesvogur, mýri, sem nefnd er Hraunsholtsmýri. Þar tóku Hafnfirðingar mó áður fyrr. Þessi mýri, sem nú er allmikið komin undir hús og tún, nær svo austur að Hraunsholtslæk,” segir í örnefnaskrá AG. Hraunholtsmýri var svæðið vestan Hraunsholtslækjar á þeim slóðum sem Langalína og Strikið eru í dag, en ekki eru vesturmörk mýrarinnar eða mótaksins kunn.
Hraunholtsmýri er nú undir byggð, jafnframt voru miklar byggingframkvæmdir í gangi þegar skráning á vettvangi fór fram.

“Götur frá Neðri-fossum vestur eftir Sjávarbökkunum,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. “Troðningur liggur hér inn að Neðrafossvaði, er liggur ofan til við Neðrifossa, en neðan þeirra rennur lækurinn niður í fjöruna,” segir í örnefnaskrá GS. Troðningar voru rétt ofan til við fjöruna vestan við Hraunsholtslæk, vestan við Neðri fossa og Réttartanga,” segir í Örnefni og leiðir í Garðabæ, en leiðin er merkt á kort í sömu bók á bls. 14. Troðningar voru áður meðfram ströndinni frá frá Réttartanga, vestur að Hraunsviki. Nú er steyptur göngustígur meðfram ströndinni, en ekkert sést til hinna gömlu Troðninga.
Byggð er komin langleiðina að ströndinni, fjölbýlishús sem tilheyra Strandvegi og austast við Réttartanga er búið að landfylla.

Flatahraun

Rétt í Flatahrauni.

Rétt er norðarlega í Hafnarfjarðarhrauni, um 90 m A af Hraunhólum 18, um 200 m suður af bæjarhól, rúmlega 50 m suður af rétt og 70 m S af göngustíg milli Stekkjarflatar og Hraunshóla.
Umhverfi réttarinnar er þýft og grasi gróið en víðsvegar stingst úfið hraun í gegnum svörðinn. Réttin er á hraunspildu inni í byggð. Réttin er um 23×19 m að flatarmáli og snýr A-V. Í NA horni réttarinnar er tóft. Tóftin er um 5,5×5 m og snýr N-S. N veggur hennar er klöpp og dyr hafa að líkindum verið á S vegg. Veggir tóftarinnar eru úr hraungrýti (litlu og meðal stóru) og torfi. Hægt er að greina 3 umför af hraungrýti. Þykkt veggja er mest um 2,5 m á S vegg og hæð mest um 1,3 m á V vegg. Veggir réttarinnar eru nokkuð tilgengnir og lágir, en þeir eru hlaðnir úr hraungrýti af öllum stærðum. Ekkert torf er sjáanlegt í réttinni. Veggirnir eru mest 1 m breiðir og 1 m háir, þó að jafnaði séu þeir ekki nema 0,2-0,3 m á hæð. Lítil sem engin skipting er sjáanleg innan réttarinnar og kann það hugsanlega að stafa af því að viðarþil hafi verið nýtt innan réttarinnar.

Flatahraun

Flatahraun – uppdráttur ÓSÁ.

Lítið aðhald eða tóft er í lægð í Hafnarfjarðarhrauni, um 70 m A af Hraunshólum 18, 180 m S af bæjarhól, um 20 m NV af rétt 038 og 50 m S af göngustíg milli Stekkjarflatar og Hraunshóla. Hleðslurnar eru ofan í lægð í hrauninu sem í eru tvö hellisop sem opnast til S og NV. Lægðin er gróin í botninn en hliðar hennar eru víðast bert hraun.
Hellarnir sem opnast inn af lægðinni eru fremur lágir og litlir og með mikið af stórgrýti á hellisgólfinu.
Mannvirkið er um 5×4 m að stærð og snýr A-V. Veggir eru úr hraungrýti og torfi og víðast um 1 m á þykkt en eru sumsstaðar (sérstaklega að A og V) nokkuð óljósir því þeir renna inn í umhverfið. Sennilega einhvar konar aðhald sem gæti tengst rétt, en hugsanlega er um hústóft að ræða. Hleðsluhæð mest um 0,5 m. Ekki hægt að greina fjölda umfara af hraungrýti.

Garðlag er á lóð Hraunshóla 18, um 4 m norður af íbúðarhúsinu. Garðlagið er á gróinni lóð og vex trjágróður tiltölulega nálægt.
Garðlagið er úr hraungrýti og torfi og snýr N-S. Óvíst er um stærð hleðslugrjóts eða fjölda umfara því vel er gróið yfir garðinn af grasi og mosa. Lagið er 6 m langt, 0,5 m breitt og hæst 0,3-0,5 m. Bil er á garðinum rétt sunnan við hann miðjan, en líkast til er fremur um rask að ræða en op því greina má sennilegt hrun austan við opið.

Flatahraun

Flatahraun – Hesthús.

Hesthús er á baklóð Hraunhóla 18, um 20 m S af Hraunhólum 18 og um 200 m SSV af bæ.Lóðin er grasigróin og er í jaðri Hafnarfjarðarhrauns. Mikið af birki og grenitrjám er á lóðinni, sem m.a. vaxa á tóftinni og stafar henni talsverð hætta af því.
Samkvæmt heimildamanni er tóftin af hesthúsi. Tóftin er um 6×5 m og snýr NS. Hún er hæst um 1,5 m (hraunhleðsla að innanverðu). Tóftin er hlaðin úr meðal-og stóru hraungrýti og torfi. Innrabyrðið er hraunhleðsla (4 umför) en þó stingst einnig hraungrýti hér og þar í gegnum torfið utan á. Tóftin er nokkuð tilgengin og má það að hluta rekja til tjrágróðurs sem vex á henni. Sunnan við hesthústóftina er sokkið garðlag. Garðlagið er 7 m langt og 0,3 m breitt og er að stórum hluta yfirgróið grasi, lyngi og mosa. Hæst skagar garðlagið um 0,3 m og eru 2 umför greinileg, en hugsanlega leynast fleiri umför undir sverði. Að líkindum var garðlagið einungis hlaðið úr hraungrýti en engu torfi.

Garðagata

Garðagata – kirkjuvegurinn.

“Þær [Krossgötur] var að finna á mel frá Hraunhorninu. Vegamót,” segir í örnefnaskrá. Vegamótin Krossgötur voru áður þar sem nú er sléttgrasflöt milli Stekkjarflatar og Hraunholtslæks, SA við göngubrú sem þar er yfir lækinn.

Skotbyrgi úr síðari heimsstyrjöld er um 7 m SV af botni Lækjarfitjar og um 15-20 m SA af Lækjarfiti 16. Byrgið stendur í gömlu grónu túni og er að mestu yfirgróið grasi. Byrgið er fullt af rusli.
Byrgið er steinsteypt og er enn undir þaki og að mestu niðurgrafið, svo ganga verður niður nokkur þrep til að komast inn í það. Byrgið er 3 x 2,5 m N-S. Gengið er inn í það að vestan en skotraufin vísar til austurs, í átt að Kópavogi og Reykjavík.

Hagakotsstígur

Gjáarréttarstígur/Hraunholtsstígur.

Hraunsholtsstígur lá áður fyrr frá Hraunsholti að Urriðakoti og Gjáarréttum. Hann er enn greinanlegur þar sem hann liggur SSA yfir Hafnarfjarðarhraun. Stígurinn verður greinilegur uppi á hrauninu um 70 m VSV af göngubrú yfir Hraunsholtslæk sem er niður af Bakkaflöt 22 og 24 og liggur þaðan til SSA í um 490 m að Miðhrauni 4.
Slóðinn er grasmeiri og gulari en umhverfið, en meira lyng vex í kring. Nyrðst er gatan greinileg sem 1-3 rásir í jörðinni sem stefna suður, mest um 1 m á breidd 1 m og 20 sm á dýpt. Slóðinn hlykkjast gegnum hraunið og sneiðir hjá því úfnasta. Um 90-100 m sunnar hverfur slóðinn undir malbikaðann göngustíg frá Bakkaflöt sem gengur þvert á hann. Undan göngustígnum stefnir slóðinn til SSA að Miðaftanshól (á honum er áberandi steypt varða með áletruninni “1960”). Stígurinn er mjög greinilegur nálægt rótum Miðaftanhóls og liggur suður meðfram rótum hólsins. Suðvestan undir Miðaftanshól gengur Dýrtíðarvinnuvegur þvert á Hraunsholtsstíg, sem kemur nokkuð greinilegur undan honum. Þaðan liggur stígurinn að Miðhrauni 4, en hverfur þar skammt NA við.

Samkvæmt heimildamanni var tekinn mór á Jónsflöt. Svæðið tilheyrir nú Vatnsveitu Garðabæjar við Lyngás og er nýtt undir byggingar og geymsluplan. Jónsflöt er um 600 m NNV af bæ.

“Stöðulgjóta var heimarétt tók um 30-40 kindur, sunnan við túnið í laut,” segir í örnefnaskrá EBB.
“Stöðulgjóta lá á hægri hönd eða vestan við Fjarðargötu,” segir í örnefnaskrá GS. Réttin er við norðurjaðar Hafnarfjarðarhrauns um 30 m SSV af göngustíg sem liggur milli Stekkjarflatar og Hraunshóla, um 80-90 m austur af Hraunshólum 18 og um 150 m suður af bæ. Þýfð og grasi gróin flöt á opnu svæði innanbæjar, sem er afmarkast af Hafnarfjarðarhrauni að sunnan og vestan.
Aðhaldið er eitt hólf og er hlaðið úr hraungrýti. Suður- og vesturveggir aðhaldsins eru úfið hraun sem norður- og austurveggir eru hlaðnir upp að. Þeir eru hlaðnir úr litlu og meðalstóru hraungrýti og torfi (um 4 umför). Veggirnir eru nokkuð signir og tilgengnir og er mesta þykkt norðurveggjar um 1,5 m. Aðhaldið snýr N-S og er um 6,5 x 4,5 m. Dyr eru á austurvegg. Hleðsluhæð er mest um 0,5 m. Á bergveggnum fast SA við réttina er hleðsla, um 1 m breið og 1,5 m há og er líkast að þar hafi verið hlaðið upp í lítinn hellisskúta. Ummerki um stöðulinn hafa verið afmáð. “…á Stöðlinum voru kýrnar mjólkaðar á unglingsárum Sigurlaugar (fædd árið 1898),” segir í örnefnaskrá EBB. “Við Norðurtraðahlið var Stöðullinn vestan við þær,” segir í örnefnaskrá GS. Óvíst er hvort mannvirki hafi tengst Stöðlinum, en ef svo hefur verið eru kvíarnar horfnar í dag og útsléttaðar. Staðsetning Stöðulsins er því ekki þekkt.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009.

Járnbrautarvegur

Járnbrautarvegurinn/Dýrtíðarvegurinn í Hafnarfjarðarhrauni.

Urriðakot

Í Fornleifaskráningu fyrir Garðabæ árið 2009 má m.a. sá eftirfarandi um Urriðakot, sem var fyrrum í Garðabæ:

Ural shot

Urridakot –  Túnakort 1918.

“Bærinn stóð suðvestan í Urriðakotsholti norðaustan við Urriðakotsvatn. Bærinn stóð nálægt miðju túninu”, segir í örnefnaskrá SP. Á túnakorti 1918 sést Urriðakot í miðju túni og samanstendur úr sjö sambyggðum húsum. Þar af sýnast tvö þau suðvestustu vera úr torfi en tvö þau norðaustustu úr steini og gengur aftur af þeim minna torfhús. Tvö hús eru auk þess sýnd sem opnar tóftir. Stefnan er norðvestur-suðaustur. Skv. Fasteignabók var þarna komið timburhús með vatnsveitu árið 1932 (bls. 23). Í Örnefnaskrá 1964 segir: “Bærinn stóð austur og upp frá Urriðavatni, við það kennt (…) því sem næst í miðju túni.” (Uk. A20/Bt. B443). Í örnefnalýsingu 1988 segir:

Ural shot

Urridakot.

“Urriðakot er jörð í Garðabæ. Bærinn stóð suðvestan í Urriðakotsholti, norðaustan við Urriðakotsvatn. Bærinn stóð nálægt miðju túninu.”
“Túnið lá í halla í holtinu.” segir í Fornleifaskráningu RT og RKT.
Á bæjarhólnum í dag eru leifar af yngsta bænum frá miðri síðustu öld en Urriðakot fór í eyði 1958. Grunnarnir af húsunum eru allir mjög greinilegir. Það eru háir steyptir veggir sem enn standa og bárujárnsleifar inni í tóftunum. Það er sennilegast að bærinn hafi alltaf staðið á núverandi bæjarstæði.
Bæjarhóllinn er nokkuð hár og breiður og hægt er að sjá á vettvangi að hóllinn er manngerður. Það er því nokkuð öruggt að undir yngstu húsunum er að finna mannvistarleifar,” segir í Fornleifaskráningu RT og RKT.

Ural shot

Urriðakot – kort 1908. Götur til norðurs og vesturs eru merktar.

Inn á túnakort frá 1918 er merkt ferningslaga útihús skammt (ca 6 m) suðvestan við bæjarhúsin. “Tóftin orðin mjög sokkin en sést þó enn á vettvangi”, segir í fornleifaskrá RT og RTK.

Inn á túnakort frá 1918 er merkt útihús skammt vestur af syðsta bæjarhúsinu. Útihúsið virðist vera um 4 m vestur af bæjarhúsunum og 2 m norður af útihúsi. “Þessar tóftir eru orðnar sokknar og sjá má móta fyrir grjóthlöðnum undirstöðum”, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK.

Inn á túnakort frá 1918 er merkt útihús um 110 m suðvestur af bæjarhúsum Urriðakots. “Hún (tóftin) er aflöng úr torfi og hefur stefnuna norður-suður… Leifar af grjóthlöðnum undirstöðum af útihúsinu fundust á vettvangi, tóftin er 11 m á lengd og 2,5 m á breidd. Líklega hefur grjót út túninu verið sett í útihúsið eftir að það var rúst. Stór steinn er við suður endann,” segir í Fornleifaskráningu RT og RTK.

Inn á túnakort frá 1918 er merkt útihús um 140 m SSV af bæjarhúsum Urriðakots og fast vestan við kálgarð.
“Ekki sáust nein merki um þessa tóft en leifar af kálgarðinum sáust óljóst á vettvangi, en mun betur á loftmyndinni”, segir í Fornleifaskrá RT og RTK

Urriðakot 1958

Urriðavatn og Urriðakot 1958 – loftmynd. Túngarður, bæjarhús og útihús sjást vel.

Inn á túnakort frá 1918 er merkt útihús um 90 m suður af bæjarhúsum Urriðakots og um 20 m suðvestur af útihúsi. “Á túnakorti 1918 er ferhyrningslaga torfhús neðan við ærhús …líklega lambhús sem nefnt er í Örnefnalýsingu 1988: “Túnið austan traðanna …var kallað Austurtún. Efst á Austurtúninu voru fjárhúsin, ærhúsið uppi við túngarð og lambhúsið neðar””, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK.
“Tóftin af lambhúsinu snýr í N-S og er inngangur að norðan. Hefur hún verið grjót- og torfhlaðin, lengd um 11 m og breidd 9. Hleðsluhæð frá 20 cm til 50 cm. Rústin er töluvert sokkin í sinu”, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK.

Urriðakot

Urriðakot og Camp Russel, neðst t.h, 1958 – loftmynd.

Inn á túnakort frá 1918 er merkt útihús rúma 60 m suður af bæjarhúsum Urriðakots og um 20 m norðaustur af lambhúsi. “Í Örnefnalýsingu 1988 segir: “Túnið austan traðanna …var kallað Austurtún. Efst á Austurtúninu voru fjárhúsin, ærhúsið uppi við túngarð og lambhúsið neðar.”…Fjárhúsin má líklega sjá á túnakorti 1918 en þar eru tvö hús í túninu austan traðar…annað, væntanlega ærhúsið, uppi við túngarð …en hitt nokkru neðar”, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK.

“Á Túnakortinu er ærhúsið byggt úr torfi, tvískipt með stefnuna norður-suður. Fjárhúsin sem við skráðum á vettvangi eru sennilega byggð ofan á eldri útihúsum. Húsgrunnurinn sem stendur enn er steyptur og má sjá leifar af bárujárnsplötu í tóftinni, þó eru líka leifar af torf og grjóthleðslu í hluta rústinni, sem eru merki um eldra hús. Við suðurenda hefur verið hlaða og í sjálfu fjárhúsinu má sjá garð og steypt fjárbað”, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK.

Urriðakot

Urriðakot.

“Suður frá bænum lágu traðir, hlaðnar úr torfi og grjóti. Traðirnar svo sléttaðar út 1918. Í eystri traðarveggnum var stór steinn, sem ekki var hreyfður, þegar traðirnar voru sléttaðar”, segir í örnefnaskrá SP. “Á Túnakorti 1918 má sjá traðir sem liggja frá bænum suðvestur um túnið. Þetta eru líklega Suðurtraðir sem svo eru nefndar í Örnefnaskrá 1964, “traðir með tveimur görðum” sem lágu “frá bæ niður undir Dýjakrók” Suðurtraðarhlið hét svo hliðið ” þar sem saman komu garðar traða og túns””, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK.
“Það má sjá fyrir hvar traðirnar lágu en þær voru sléttaðar út og því horfnar að mestu leyti”, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK. Ekki sást til traðanna við vettvangsskráningu.

Urriðakot

Urriðakot.

“Urriðakotsbærinn stóð í Urriðakotstúni, nær miðju. Umhverfis túnið var Urriðakotstúngarður, hlaðinn af torfi og grjóti. Suðurtúngarður sunnan að túninu. Austurtúngarður að ofan og Vesturtúngarður vestan”, segir í örnefnaskrá GS. “Túnið austan traðanna var kallað Austurtún. Efst á Austurtúninu voru fjárhúsin, ærhúsið uppi við túngarð, og lambhús neðar”, segir í örnefnaskrá SP. “Á Túnakorti 1918 má sjá að túngarður liggur kringum túnið að sunnan, austan og norðan. Í Fasteignabók 1932 kemur fram að algirt var í kringum Urriðakot með túngarði og girðingu…Örnefnaskrá 1964 ber hins vegar saman við Túnakortið: “Urriðakotstúngarður: garður af torfi og grjóti umhverfis túnið, að norðan, austan og ofan og sunnan, allt niður í Dýjamýri””, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK.
“Túngarðurinn er ágætlega varðveittur og er auðvelt að rekja hann allan eins og hann er á túnakortinu frá 1918. Sést vel að garðurinn er hlaðinn úr torfi og grjóti. Hleðsluhæð er frá 30 cm og allt að 1 metra. Hann hefur þó á stöku stað sokkið töluvert en með góðu móti væri hægt að varðveita hann allan og lagfæra þar sem hann er lægstur. Það er ekki ólíklegt að garðurinn sé í grunninn frá elstu tíð”, segir í Fornleifaskráningu RT og RTK

Urriðakot

Urriðakot.

“Ofan (norðaustan) bæjarins var Uppitúnið. Þar alveg við túngarðinn, beint upp af bænum, var fjárrétt, sem síðast var notuð u.þ.b. 1934-35”, segir í örnefnaskrá SP. Aðhaldið er fast austan við túngarðinn, upp af bæjarrústum Urriðakots.
Umhverfis aðhaldið er grasigróið þýfi, en austar og ofar í holtinu er mest megnis lyng. Búið er að ryðja veg þvert yfir Urriðakotsholt frá norðri til suðurs að Elliðavatnsvegi og liggur vegur þessi rúmlega 50 m austur af aðhaldinu.
Aðhaldið er hlaðið úr grjóti, grónu skófum og nokkrum mosa og er vesturveggur þess hluti af túngarði Urriðakots. Utanmál er um 12×6 m og snýr aðhaldið N-S. Um 2 m breiður inngangur er að sunnan. Fremur stórt grjót er í hleðslunum og þær virðast vera nokkuð tilgengnar, nema að garðurinn hafi í upphafi ekki verið vandlega hlaðinn. Mest er hægt að greina 5 umför og hæstar eru hleðslurnar um 1 m og rúmlega 1 m breiðar.

Inn á túnakort frá 1918 er merkt gata sem liggur frá norðurmörkum túns, suður að bæjarhúsum. “Nyrst í túninu var slétta, sem kölluð var Kinn, en niður af henni úti undir garði var laut, sem kölluð var Snorralaut…Rétt fyrir neðan Snorralaut lá gata frá bænum norðvestur úr túninu”, segir í örnefnaskrá SP.
Gamalt tún, vaxið þykkri sinu og byrjað að þýfast.

Urriðakot

Urriðakot – uppdrátur.

“Neðan við traðirnar í mýrarjaðrinum rétt utan við túnið var brunnurinn, en leiðin frá brunninum til bæjar lá um traðirnar. Frá brunninum liggur Brunnrásin eftir mýrinni út í vatnið”, segir í örnefnaskrá SP.
“Niðurflöt var slétta kölluð ofan frá bæ niður að vatni sunnan við Hólmana. Neðst í Niðurflötinni var Brunnurinn, vel upphlaðinn brunnur” segir í örnefnaskrá GS. Samkvæmt heimildamanni, Svani Pálssyni, hefur brunnurinn líklega verið við NA-verðan jaðar Dýjamýrar við enda Brunnrásarinnar, sem þaðan liggur í kræklóttum farvegi til NNV í Urriðavatn.
Brunnrásin er við gróna mýri og er þýft allt í kring. Í SSA-endanum er Brunnrásin breiðari en nær Urriðakotsvatni og myndar smá poll, um 2×1 m að stærð, sem er hinn gamli brunnur. Þar er að finna nokkuð af meðalstóru grjóti sem gæti verið ættað úr fallinni hleðslu. Grjótið er þó mjög tilgengið og yfirgróið.

Urriðakot

Urriðakot – brunnur.

“Mýrin sunnan við túnið heitir Dýjamýri. Ofan við veginn rétt fyrir sunnan túnið er Grjótréttin, rústir gamallar réttar, sem móðir mín veit ekki, hvenær hætt var að nota”, segir í örnefnaskrá SP. “Úr Suðurtraðarhliði lá Urriðakotsstígurinn. Ofanvert við hann mýrarblettur, nefndist Hlandpollur, og þar fyrir ofan Grjótrétt, rústir gamallar réttar. En suður af var Dýjakrókshóll”, segir í Örnefnaskrá GS. Heimildamaður, Svanur Pálsson man ekki eftir að hafa séð þessa rétt, en hún mun hafa verið sunnan túns og norðan Elliðavatnsvegar. Þar er nú grasi gróið þýfi.
Ekki sást til réttarinnar við vettvangsathugun, kann að vera að hún hafi verið rifin og grjótið nýtt í önnur mannvirki, t.d. er nokkuð um mannvirki úr seinni heimsstyrjöld í næsta nágrenni.

Urriðakot

Urriðakot – ábúendur.

“Í austurhorni Dýjamýrar eru uppsprettur undan holtinu, og kallast það svæði Dýjakrókar. Ofan við Dýjakróka er lítill hóll, Dýjakrókarhóll. Í hólnum var talið búa huldufólk og sá afi minn, Guðmundur Jónsson bóndi í Urriðakoti, konu, sem hann þekkti ekki sækja vatn í fötum í Dýjakróka snemma á þessari öld”, segir í örnefnaskrá SP. Dýjakrókahóll er syðst í Urriðakotshlíð, skammt norðan Elliðvatnsvegar, sunnan túns og austan innkeyrslu að Urriðakoti. Umhverfis hólinn er gróið, en nokkuð mikið stórgrýti stingst gegnum gras, lyng og mosa á hólnum.

Urriðavatn

Urriðavatn – Dýjakrókahóll fyrir miðju.

“Frá Urriðakoti lá Gjáarréttargata upp Dýjakrókaflöt, norðan við Dýjakrókarhól og upp á Urriðakotsháls, venjulega stytt í Háls … Um Urriðakotsháls liggur nú bílvegur, sem venjulega er kallaður Flóttavegur eða Flóttamannavegur. Hann liggur milli Hafnafjarðar og Suðurlandsvegar og var lagður af bretum á Stríðsárunum. … Hið opinbera nafn hans á vegamerkjum er Elliðavatnsvegur, en einnig er hann nefndur Vatnsendavegur…Í neðri (norðvestur) enda Selgjár er Selgjárhellir. … Örskammt norðvestur af Selgjárhelli er Sauðahellir. Sauðhellirinn er norðan við vörðu við Gjáaréttargötu, en Gjáarréttargatan er vörðuð í gegnum hraunið alla leið austur með Sneiðingjum í Vífilsstaðalandi”, segir í örnefnaskrá Urriðakots SP. “Þá lá hér undir Hraunhólnum Gjáarréttarstígur og síðan norðan hraunbrúnarinnar, fyrst um Maríuflöt eða Maríuvelli undir Hlíðarhorninu og síðan inn eftir lægð milli Vífilsstaðahlíðar og hraunsins,” segir í örnefnaskrá Vífilsstaða GS.

Urriðakot

Grásteinn við Grásteinsgötu.

Gjáarréttargata er undir Elliðavatnsvegi þar sem hann liggur úr landi Urriðkots austur í land Vífilsstaða að Maríuvöllum. Þar hefur Gjárréttargata sveigt til suðurs á svipuðum slóðum og Heiðmerkurvegur og marlarbornir gönguslóðar meðfram honum eru í dag. Gatan hefur legið yfir þröngt og gróið sléttlendi milli Flatahrauns og Vífilsstaðahlíðar, þar vex nú mosi, gras og trjágróður. Gatan sést enn greinilega þegar komið er ofan í Selgjár og liggur hún þar meðfram austur brún gjárinnar.
Gjárréttargata er að miklu leyti undir nýrri vegi, en hún er þó afar greinileg þegar komið er ofan í Selgjá og liggur þar meðfram eystri gjárbarminum. Gatan er sem nokkrar samhliða rásir í jörðinni og er vel gróin.

“Á holtinu beint upp af fjárhúsunum efst á Austurtúninu, sem áður voru nefnd, er Dagmálavarða, eyktarmark frá Urriðakoti, en norðar uppi á háholtinu er Stóravarða. Hana hlóð Jón Þorvaldsson, afi heimildarmanns, og var hún mjög vel hlaðin, en hefur nú verið spillt”, segir í örnefnaskrá SP. “Upp af Grjótrétt, þar sem holtið er hæst, er Stóravarða”, segir í örnefnaskrá AG.
“Stóravarða: Stór varða á Urriðakotsholti, þar sem það er hæst. Þar er staurasamstæða fyrir raflínu Suðurnesja,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi.
“Varðan stendur ennþá á klöppinni, neðst í henni er óvenju stórt grjót,” segir í fornleifaskráningu RT og RTK

Urriðakot

Urriðakot – vegurinn um Vesturmýri.

“Í miðri Vesturmýri liggur Urriðakotsvegur yfir vatnslænu, sem nefnist Kelda. Við vegagerðina var hún brúuð og brúin nefnd Keldubrú. Áður var hún stikluð á steinum nokkru norðar”, segir í örnefnaskrá SP. Í skráningu RT og RTK var tekið hnit við Keldubrú en þar er ekki að finna frekari lýsingu á mannvirkinu né ástandi þess.

Urriðakot

Urriðakot – Stekkjatúnsrétt.

“Mýrin sunnan vegar, en norðaustan undir Hrauntanga, kallast Kriki. … Norðavestan við Krikann, norðan vegarins, sem áður var nefndur, skagar hraunnef út í mýrina. Það kallast Kvíanef. Norðan undir því er rétt, sem kallast Kvíar. Síðast var fært frá 1918, og var þá búinn til stekkur í öðrum enda Kvíanna. Það var í eina skiptið, sem heimildamaður man eftir því að fært var frá, því það hafði ekki verið gert í langan tíma fyrir 1918”, segir í örnefnaskrá SP. Kvíarnar eru hlaðnar við austanverða hraunbrúnina fast vestan við Vesturmýri, um 200 m suður af nýju BYKO búðinni að Kauptúni 6 í Garðabæ og um 500 m NV af bæ.
Kvíarnar eru fast austan í úfnu hrauni, sem er að stórum hluta gróið grasi, mosa og lyngi, en fast vestan við er þýfð og grasi gróin mýri. Kvíarnar nýta sér náttúrulega hraunbrún og skarð í hrauninu sem hlaðið er við með hraungrýti til að skapa lokað aðhald.

Urriðakot

Urriðakot – kvíar.

Kvíarnar eru aflangar N-S, allt að 30 m á lengd og 3 m breiðar (með hleðslu). Við suðurenda er skilrúm sem myndar lítið hólf, um 2×2 m að utanmáli og inn af hólfinu gengur lítill hellisskúti inn í hraunið. Hellismunninn er um 1 m hár og 0,5 m breiður, en skútinn er ekki nema rúmlega 2 m djúpur en þrengist svo mikið. Einnig er hlaðið afmarkað hólf við norðurenda Kvíanna, sem er um 3 x 1,5 m N-S að stærð.
Miðja Kvíanna er eitt stórt hólf, allt að 25 m langt og 2 m breitt að innanmáli. Langveggir norðurhluta Kvíanna eru náttúrulegir sprunguveggir, allt að yfir 2 m háir, en hlaðið er fyrir N-endann. Eystri langveggur suðurhlutans er hlaðinn úr hraungrýti, um 4 umför og hæstur rúmlega 1 m. Mest er um miðlungsstórt hraungrýti í hleðslunum. Um 1 m breiður inngangur er um miðbik hins hlaðna eystri langveggs.

Urriðavatn

Urriðavatn – rétt.

“Í Hrauntanga rétt norðvestan við Mjóatanga er stór klettur með sýlingu í. Hann kallast Sýlingarhella og er á mörkum Urriðakots og Setbergs”, segir í örnefnaskrá SP. “Mjóitangi er kallað þar sem hraunið gengur lengst út í vatnið að vestan…Vestur af Mjóatanga er klettur sem kallast Sýlingahella”, segir í örnefnaskrá AG. Sýlingarhella er um 40 m norður frá Urriðakotsvatni, ef landamerkjagirðingu milli Urriðakots og Setbergs er fylgt, en girðingin liggur þvert á helluna.
Sýlingarhella er náttúrulegt hraunbjarg á úfinni hrauntungu sem gengur út í Urriðakotsvatn. Ekki er hægt að sjá að hellan sé tilklöppuð, sýlingsnafnið á líklega við spísslaga skarð sem gengur niður í helluna að ofan.

Miðaftansvarða

Miðaftansvarða.

“Norðvestur af norðurenda Vesturmýrar er hraunið tiltölulega slétt og flatt og kallast þar Flatahraun. Þar liggur nú akvegur, sem nefndur er Reykjanesbraut. Norður af Flatahrauni er nokkuð áberandi hóll með vörðu, Miðaftanshóll. Hann er á mörkum Urriðakots, Hafnarfjarðar og Vífilsstaða”, segir í örnefnaskrá SP.
Miðaftanshóll er einn mest áberandi hóllinn í Hafnarfjarðarhrauni. Hann er um 300 m suður af Hagakotslæk, í beinni línu frá grænum reit milli Bakkaflatar og Sunnuflatar. Miðaftanshóll er í fremur úfnu hrauni og er að nokkru leyti gróinn lyngi og grasi.
Varðan sem nú stendur á Miðaftanshól er ekki gömul. Hún er hlaðin úr hraungrýti og er steypt á milli umfara. Í steypulagið undir efsta grjótinu er letrað ártalið “1960”. Flatamál vörðunnar er 1×1 m og er hún 1,5 m á hæð.

Vífilsstaðir

Urriðakot-Dyngjuhóll.

“Nokkru sunnan við Dyngjuhólsflöt gengur smáhorn suðvestur úr hrauninu, sem kallast Hraunhorn. … Nokkurn spöl suðaustur af hraunhorni er vik inn í hraunið, og liggur Grásteinsstígur þar inn í hraunið. Hann dregur nafn af stórum steini, Grásteini, við stíginn í hrauninu”, segir í örnefnaskrá SP.
“Grásteinsstígur lá fram hjá Grásteini frá Hraunhornsflöt að Kolanefsflöt,” segir í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. Stígurinn hlykkjast til suðausturs inn á kargann á vesturmörkum Flatahrauns, úr viki sem er 30m ASA af rétt. Þaðan liggur stígurinn að beitarhúsi.
Grásteinsstígur er í úfnu og mosavöxnu hrauni. Stígurinn er ruddur í gegnum hraunkargann frá golfvelli og austur að beitarhúsi. Á Flatahrauni austan kargans var ekki mögulegt að rekja stíginn lengra sökum snjóa og gróðurs, þó að samkvæmt örnefnalýsingu hafi hann legið alla leið austur yfir Flatahraun að Kolanefsflöt. Grásteinsstígur hefur að líkindum ekki verið reiðgata heldur gönguslóði, sökum erfiðrar yfirferðar um hraunið.

Urriðakot

Urriðakot – Stekkjatúnsrétt.

“Nokkru sunnan við Dyngjuhólsflöt gengur smá horn suðvestur úr hrauninu, sem kallast Hraunhorn. … Nokkurn spöl suðaustur af Hraunhorni er vik inn í hraunið, og liggur Grásteinsstígur þar inn í hraunið. Hann dregur nafn af stórum steini, Grásteini, við stíginn í hrauninu. Skammt sunnan við vikið, sem Grásteinsstígur liggur um, er gömul rétt, sem kölluð var Stekkjartúnsrétt, eða aðeins Stekkjartún”, segir í örnefnaskrá SP. “Í hrauninu suðaustur af Grásteini er hóll sem kallast Einbúi. Suðvestur af Einbúa er réttarbrot, þar er svokallað Stekkjartún”, segir í örnefnaskrá AG.
“Hér nokkru sunnar er komið í Stekkinn. Þar var Stekkatúnið, hvammur í hrauninu. Þarna var líka Stekkatúnsrétt eða Gamla réttin sem var í hraunbrúninni nokkru sunnar”, segir í örnefnaskrá GS. “Stekkatúnsréttin: Rétt þessi er nú (1964) horfin með öllu. Þarna hafa verið byggðir sumarbústaðir. Erfitt með vatn,” segir í Skrá yfir örnefni og leiðir í landi Garðabæjar.
Stekkatúnsrétt er í litlu viki í karganum á vesturmörkum Flatahrauns, fast austan í golfvellinum. Rúst hennar er um 160 m SSV en rúst stekksins, um 220 m NV af rétt og hátt í 950 m SA af bæ. Samkvæmt heimildamanni, Svani Pálssyni, er réttarrústin sem hér er skráð líklegast Stekkatúnsrétt.
Fast austan við réttina er golfvöllur, sem hefur að líkindum farið yfir hluta mannvirkisins, en hún er annars í grónu viki inni í afar hrjóstrugri hraunbrún. Birki vex milli hólfs og garðlags, en einnig virðist jarðrask hafa átt sér stað sunnan við hólfið og norðan við garðinn.

Urriðakot

Urriðakot – nafnlausa réttin.

“Við hraunið, nokkru suðaustar er önnur rétt nafnlaus, sem byggð var í minni heimildarmanns”, segir í örnefnaskrá SP. “Í hvammi neðan við Kúadali er rétt þétt við hraunbrúnina. Innst í réttinni er lítill skúti,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Réttin er fast vestan við hraunkargann sem myndar vesturbrún Flatahrauns, við austanverðan golfvöllinn. Réttin gamla er rúmlega 220 m suðaustur af réttarbroti, um 130 m VNV af beitarhúsi og um 1,2 km SA af bæ.
Að austanverðu er réttin byggð fast í úfið hraun sem er að mestu gróið mosa og lyngi, en skammt vestan við er golfvöllur og hefur hluti garðs sem tengist að réttinni að vestanverðu verið rifinn þegar völlurinn var gerður.
Eftir af réttinni er eitt hólf og um 20 m langt garðlag sem gengur austur úr því. Hólfið er um 10×6 m að utanmáli, snýr N-S og er inngangur að norðan. Réttin er hlaðin úr meðalstóru hraungrýti sem er ekkert tilklappað. Hleðslurnar eru mest um 1,3 m á hæð, 7 umför og þykkt er víðast um 0,5 m. Lítill skúti er í hrauninu syðst á austurhlið hólfsins, 2 m breiður, rúmlega 1 m djúpur og 0,7 m hár, og er austurveggur hólfsins hlaðinn yfir náttúrulega hraunþekju skútans. Um 2 m norðan við innganginn í hólfið er vesturendi 430 m langs garðs sem sem liggur SV-NA yfir Flatahraun.

Selgjá

Selgjá.

“Úfna hraunið á móts við Svarthamra í Vífilsstaðahlíð kallast Kargi. Suður af Karganum er mikil hrauntröð, Selgjá. Hún er framhald Búrfellsgjáar, sem nær upp í Búrfell. Í Selgjá eru rústir af mörgum gömlum byrgjum, og eru sum þeirra í Urriðakotslandi, en flest í Garðakirkjulandi”, segir í örnefnaskrá SP.
“Austan við Sauðahelli er Selgjá sem er lægð í hraunið er nær upp að Búrfelli þótt hún heiti ekki því nafni alla leið”, segir í örnefnaskrá AG. “Vestast í Selgjánni er Selgjárhellir. Selgjárbyrgin og Selgjárselin eru 33 að tölu í 11 sambyggingum því hér höfðu Álftnesingar í seli lengi eða allt fram á 18. öld”, segir í örnefnaskrá GS.
Mikið af rústum eru í Selgjá og eru þær allar, sem og Norðurhellar, friðlýstar af Kristjáni Eldjárn með lögum frá 1964. “Slétt tún (hagi), um 100 m langt og 40-50 m breitt NV við hraun þar NV af melur, kjarr og grastorfur.” Botn Selgjár er sléttur og gróinn grasi, mosa og lyngi og mynda gjárbarmarnir náttúruleg aðhald fyrir búfénað.
Selgjárhellir er náttúrulegur hellir í mosa og grasivöxnu hrauni. Hraunhellir þessi hefur áður verið lengri en hrunið saman að hluta í öndverðu svo labba þarf upp úr NV enda Selgjár og niður aftur í 7×3 m dæld sem er framan við hellismunnann.

Urriðakot

Urriðakot – Selgjárshellir.

Selgjárhellir er um 8-10 m djúpur SA-NV, 4 m breiður og lofthæð er 1,2-1,5 m. Í botni hans er mikið grjót. Tveir stuttir grjótgarðar hafa verið hlaðnir fyrir munnann og á milli þeirra er 1 m breiður inngangur. Í hvorum grjótgarði eru 7-9 umför og eru þeir 0,5-1,2 m háir og 1 m breiðir.

Þorsteinshellir

Fjárskjól við Selgjá. Sauðahellir, einnig nefndur Þorsteinshellir.

“Í neðri (norðvestur) enda Selgjár er Selgjárhellir. … Örskammt norðvestur af Selgjárhelli er Sauðahellir. Sauðhellirinn er norðan við vörðu við Gjáaréttargötu, en Gjáarréttargatan er vörðuð í gegnum hraunið alla leið austur með Sneiðingjum í Vífilsstaðalandi. … Þessi hellir mun hafa verið notaður á svipaðan hátt og fyrr nefndur Sauðahellir, en fyrir minni heimildarmanns”, segir í örnefnaskrá SP. “Við vesturenda Selgjár er Sauðahellir efri”, segir í örnefnaskrá AG.

Selgjá

B-steinninn í Selgjá.

“Við norðausturbarm Selgjár, niðri í gjánni, er svokallaður B-steinn, en svo er nefnd hraunhella, sem rís þar upp á rönd líkt og legsteinn og bókstafurinn B hefur verið höggvinn í”, segir í örnefnaskrá SP. Steinninn er ofan í gjánni, næstum fast við eystri gjáarbarminn, um 180 m SA frá Selhelli við norðurenda Selgjár. Steinninn er í grónu hrauni.
B-steinn er hraunhella, um 1 m há, hátt í 0,5 m breið og 0,2 m á þykkt. Lag B-steins minnir helst á legstein og snýr hann flatri framhliðinni til vesturs. Framan á steininn, við hægra horn hans að ofan, er klappað B, um 20 x 10 sm í þvermál. Stafurinn líkur ekki ýkja ellilega út og er líklega frá því snemma á 20. öld. Hugmyndir hafa verið uppi um að stafurinn standi fyrir “brunn”, en samkvæmt heimildamanni, Svani Pálssyni, eru engar líkur til þess þar sem enginn brunnur er á þessum slóðum.

Sel í Selgjá

Sel í Selgjá – uppdráttur ÓSÁ.

“Austan við Kúadali er Fjárhústóftin syðri. Það var upphaflega reist sem Sauðahús”, segir í örnefnaskrá GS. “Nokkru norðar en Skotbyrgið er rúst gamals fjárhúss við allstóran klett”, segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Fjárhústóftin syðri er um 470 m NV af Selgjárhelli, skammt frá öðru háspennumastri frá Heiðmerkurvegi.
Fjárhústóftin er uppi á hárri mosa- og grasigróinni hæð í hrauninu. Tóftin er hlaðin uppvið náttúrulegt bjarg, sem myndar hluta suðurveggjar hennar. Innanmál tóftarinnar er 6×2,5 m A-V og dyr eru á vesturvegg. Veggirnir eru um 0,8 á hæð og um 1-2 m á breidd. Nokkuð hefur hrunið úr hraunhleðslum veggjanna, sem eru grónar mosa, grasi og lyngi. Gluggi er hlaðinn í suðurvegg tóftarinnar.

Urriðakot

Urriðakot – Selgjárhellir.

“Selstæðið þarna (Vestast í Selgjánni) var einnig nefnt Norðurhellar, Norðurhellnasel”, segir í örnefnaskrá GS. “Í landamerkjabréfi er Selgjá nefnd Norðurhellagjá. Er það nafn þá dregið af Selgjárhelli og fleiri hellum í norðurenda hrauntraðarinnar, sem hafa þá heitið Norðurhellar. Heimildarmaður kannast ekki við þessi nöfn úr mæltu máli,” segir í örnefnaskrá SP. “Þetta nafn (Norðurhellar) á þessum stað er að finna í sóknarlýsingu síra Árna Helgasonar í Görðum frá 1842. Einnig segir frá þessu örnefni í lögfesti Þorkels prests Arngrímssonar frá 1661,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Norðurhellar eru skammt norðan við Selgjá, og ætti Selgjárhellir og Sauðahellir efri að flokkast með þeim, enda á sömu slóðum og hlutar af sama hellakerfi.
Hraunið er að mestu gróið mosa, lyngi og grösum. Við yfirferð um svæðið fundust 8 hellar til við bótar við Selgjárhelli [034] og Sauðahellinn efri, en snjór hamlaði nánari könnun þeirra. Hellarnir beint upp af (NV af) Selgjárhelli, virðast vera stærstir og í þeim mætti hugsanlega finna hleðslur. Þar af í helli A, sem er um 30 m NV af Selgjárhelli, virðist vera hlaðið þak úr meðalstórum hraunhellum sem er að hluta hrunið.

Hádegisholt

Hádegisvarðan á Hádegisholti.

“Flóðahjallavarða: Varða þessi átti að vera á Flóðahjalla, fyrirfinnst ekki,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Jafnframt segir í skrá þeirri að “Hálsinn”, “Urriðakotsháls” og “Flóðahjallaháls” séu allt örnefni á sama hálsinum og að “Flóðahjallatá” sé “Vestur og upp frá Hálsinum” og að þar hafi landamerkjavarðan átt að standa. “…Flóðahjallatá, en þar var Flóðahjallatávarða ,” segir í örnefnaskrá GS. Varðan er á tá sem stendur út úr NV horni Flóðahjalla, fast sunnan við Urriðavatn og er þar vítt útsýni til allra átta. Flóðahjallavarða er rúmlega 300 m NV af herminjum. Varðan er á 30-40 m hárri hæð, á lúpínu-, mosa- og lyngigrónum mel, en gras grær næst vörðunni. Varðan er hrunin, en eftir er grjóthrúga, 3×2 m að flatarmáli N-S og 0,6 m há.

Vífilsstaðir

Flóttamannavegur við Camp Russel á Urriðaholti.

Ekki var saga hverrar rústar eða hver rúst skráð nákvæmlega, en herminjar eru ekki verndaðar í þjóðminjalögum. Þó hefur sú hefð skapast á síðustu árum að slíkar minjar eru skráðar en ekki mældar upp nákvæmlega eins og gert er þegar um fornleifar er að tefla. Eins og sést á kortinu er um er um allstórt svæði að ræða og fjöldi húsgrunna og annarra minja mikill”. segir í fornleifaskráningu RT og RKT. Herminjarnar eru á gróðurlitlu og grýttu svæði austast á Urriðaholti.
“Herminjar eru margar enn greinilegar í Urriðaholti, fæstar heillegar… Ber mest á steinsteyptri stjórnstöðinni, nokkrum steyptum grunnum, litlum turni og hliði inn á svæðið”. Á korti á bls. 67 í skýrslunni RT og RKT eru teiknuð upp um 40 mannvirki á svæðinu. Telja má nánast öruggt að hér sé komið braggahverfi er kallaðist Russell og var í Urriðakotsholti.

Urriðakot

Urriðakot – fornleifarannsóknarsvæðið.

Fornleifauppgröftur fór fram á Urriðakoti árið 2010. Í ljós komu fornar selstöður, væntanlega frá Hofstöðum. Urriðakot á sér ekki langa sögu í heimildum en bæjarins er fyrst getið á 16. öld. Átti því enginn von á því þarna myndu koma í ljós svo umfangsmiklar minjar sem raun ber vitni.

Urriðaholt

Urriðaholt- snældursnúður eftir uppgröft.

Við uppgröftinn hafa fundist skáli, fjós, geymsla, búr og soðhola frá landnámi fram á 11. öld. Nánari aldursgreining þarf að fara fram til að hægt sé að segja hvort minjarnar séu frá fyrstu tíð landnáms. Frá miðöldum – eða rétt eftir 1226 – hafa fundist leifar af búri, eldhúsi og skemmu, en ekki hefur komið í ljós neitt íveruhús frá þeim tíma. Það kann að hafa staðið ofan við uppgraftarsvæðið.

Merkilegir gripir fundust á svæðinu, fyrst og fremst snældusnúðar, annar skreyttur og hinn með áletruðum rúnum. Fátítt er að finna gripi með rúnaristum á Íslandi. Auk þess hafa fundist tvær perlur frá víkingaöld, bökunarhellur, brýni, innflutt frá Noregi, járnhnífar, naglar og ýmsar bronsþynnur.

Margt bendir til þess að þarna hafi verið seljabúskapur en ekki föst búseta. Er það mjög áhugavert þar sem ekkert sel hefur verið að fullu rannsakað á Íslandi.

Í Fornleifaskráning í Urriðaholti árið 2005 segir m.a. eftirfarandi um Urriðakot:

Urriðakot

Urriðakot 2005.

“Urriðakot er fyrst nefnt í jarðaskiptabréfi árið 1563, ein 19 jarða sem konungur fær ískiptum fyrir jafnmargar sem renna til Skálholtsstóls. Samkvæmt Jarðabók Árna og Páls var kotið árið 1703 hálfbýli í eigu konungs, ekki með “fyrirsvar nema tilhelmings á móts við lögbýlisjarðir”. Ábúendur voru þeir Þórður Magnússon og Ólafur Ingimundarson en í Manntali sama árs er í stað hins síðarnefnda tilgreindur Guðmundur Nikulásson. Hjá Þórði bjó ein þjónustustúlka en með hinum 27 ára gamla Guðmundi var móðir hans, Ása Ólafsdóttir, ekkja, yngri systur hans, Steinunn og Þóra, og Ásdís Ásbjarnardóttir, 6 ára “sveitarómagi”. Í Manntali árið 1801 bjuggu á jörðinni hjónin Hannes Jónsson og Þorgerður Þorsteinsdóttir með Sigríði, 15 ára dóttur, og þrjá litla syni 2-5 ára. 15 árum síðar var dóttirin flutt að heiman en fæðst hafði önnur, Kristín. Þegar Manntal var tekið árið 1845 var þetta fólk á brott og Eyjúlfur nokkur Gíslason, 22 ára, orðinn bóndi í Urriðakot og Guðrún Gísladóttir 24 ára, ráðskona hjá honum. Ef til vill hafa þau verið systkini en bæði voru úr Ölvesi og þaðan var líka 16 ára gömul vinnukona þeirra, Þuríður Þorgeirsdóttir. Samkvæmt Jarðatali var Urriðakot komið í bændaeign árið 1847 og ábúandi einn leigjandi. Jörðin er einnig nefnd í Jarðabók 1861. 1932 var hún samkvæmt Fasteignabók í einkaeigu og sjálfsábúð eða sjálfsnytjun. Hún lagðist í eyði um miðja 20. öldina en var áfram nytjuð frá næstu jörðinni Setbergi.

Urriðakot

Urriðakot – útihús 2005.

Jarðardýrleiki var óviss árið 1703 en landskuld alls 20 álnir. Hún skiptist til helminga milli ábúenda og gallst í fiski í kaupstað, áður heim til Bessastaða. Leigukúgildi var eitt, hálft hjá hvorum og greitt í smjöri til Bessastaða. Ábúendur uppyngdu það sjálfir. Þórður átti tvær kýr og eitt hross og Ólafur eina kýr að hálfu en jörðin fóðraði þrjár. Kvaðir voru mannslán um vertíð sem þeir guldu til skiptis, dagsláttur og lambsfóður af báðum og tveir hríshestar árlega. Þegar Páll Beyer varð umboðsmaður konungs tók hann þó aðeins einn á tveimur árum. Aðrar kvaðir, svo sem skipaferðir og heyhestur til fálka sem bændum bar að bera, voru sjaldan heimtar. Ábúendur lögðuuppbótarlaust við til húsabótar í fjórtán ár og Þórður kvartaði yfir að hafa tekið viðhúsunum í lélegu ásigkomulagi. Þeir höfðu hrístekju til kolagjörðar og eldiviðar í landi konungs, torfristu og stungu. Engjar voru votlendar. Nokkur silungsveiði var ílandareigninni en hún þó ekki stunduð. Dýrleiki jarðarinnar taldist 3 1/3 hundruð árið 1847 en 17,4 ný hundruð 1861. Þegar kom fram á 20. öld var matsverðið 111-115 hundruð kr., kúgildi fimm, sauðir 140-50 og hrossin eitt eða tvö. Urriðakotstún hafði mest allt verið sléttað þegar Túnakort var gert árið 1918, þá 3,3 ha og 14 árum síðar fengust 154 hestburðir í töðu en 115 í útheyi. Vestan túnsins voru engjar, mýrlendi og móarætur.

Urriðakot

Urriðakot – fjárhús 2005.

Í Landamerkjaskrá frá 1890 segir: “Urriðakot á hálfa Fjárhellra mót Vífilstöðum sem fyrrum hjetu Maríuhellrar frammí vörðuna sín megin á Norðurhellragjáarbarmi, og í stóra steininn á fremmsta Tjarnholtinu með grasþúfu uppá, þaðan heimleiðis í vörðuna á miðri Þverhlíðinni þaðan í vörðuna á Flóðahjallatánni úr henni í Álp[t]artanga, þaðan í hellu sem er í miðjum hrauntanganum, kölluð Sílingarhella úr henni í uppmjóan háan Klett með Klofavörðu uppá sín megin [við] Stóra Krók og í gamlar Fjárrjettargrjótgirðingar í moldarhrauni, og uppí áðurnefnda Urriðakots Fjárhellra.”Undir skjalið rita Nikulás Jónsson, eigandi Urriðakots, Jón Þorvarðsson, bóndi í Urriðakoti og Jón Guðmundsson í Setbergi en Þórarinn Böðvarsson gerir eftirfarandi athugasemd: “Landamerkjaskrá þessa samþykki jeg fyrir hönd Garðakirkju að öðruleyti en því, að Maríuhellrar (nú Vífilsstaðahellrar) eru samkvæmt máldögum eign Vífilstaða svo sem jeg hefi lýst yfir þar sem jeg hefi skráð það, sem Vífilstaðir eiga sjerstaklega.” Urriðakot er innan hinna fornu merkja á landi Garðakirkju á Álftanesi.

Urriðakot var sums staðar skrifað Aurriðakot eða Örriðakot en eftir að það lagðist í eyði var nafninu breytt í Urriðavatn.”

Heimild:
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009.
–Fornleifaskráning í Urriðaholti, Ragnheiður Traustadóttir, 2005.

Maríhellar

Urriðakotshellir – fjárhellir.

Vífilsstaðir

Í Fornleifaskráningu í Garðabæ árið 2009 er ma.a. fjallað um Vífilsstaði:

1547-1548: Í Fornbréfasafni er Vífilsstaða tvisvar getið í Fógetareikningum af konungsjörðum í Borgarfirði, Viðeyjarklaustursjörðum og öðrum konungsjörðum í Kjalarnesþingi. “Jtem met Weuelstedom ij legekior. xij for. landskyldt en guelde. ij lege vj forenger smör dt. her ij foder iiij lamb oc aff foder 4 lam oc ij landskyldt en 4 ar gamle ko dt.” DI, XII, 113.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – gerði.

1549-1550: Í fógetareikningum af konungsjörðum í Borgarfirði, Viðeyjarklaustursjörðum og öðrum konungsjörðum í Kjalarnesþingi er greint frá Vífilsstöðum. “Jtem mett Wiüelstedom ij kiör xij foer landskiöld jc n lege vij förenger smör etc. oc j lege til geffuit for en geldmelckeko oc j landsskyldt en vj ar gamel ko etc.” DI, XII, 154.
1550: Í afgjaldarreikningum Kristjáns skrifara, svo og sjávarútgerðarbók.”Jtem mett Wiiüelstedom ij kiör xij foer landskyldt jc ij lege vij förenger smör etc. oc j lege tilgeffurt for en geeldmelckeko oc j landskyldt en sex ar gamel ko etc.” DI, XII, 174.
1552: Í fógetareiknungum yfir ofangreindar jarðir. “Jtem mett Wiuelstedom iiij kör. vj faar. landskyld jc. ij leger j vett smör. dt. och ij landskyld j iij aars gamel ko. dt.” DI, XII, 400.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – aðhald.

1553. Í hlutabók og sjávarútgerðarreikningi Eggerts hirðstjóra. “Jtem Ion Pouelsson aff Vijuelsted viij alne vattmell.” DI, XII, 577.
1558: “Kirkjujörðin Hlið lögð til Bessastaða, en til Garða í staðinn Viðeyjarklausturjörðin Vífilsstaðir.” DI, XIII, 317.
1565: Bygging jarða Garðakirkju. ,,Wifilstader Jone Pälssyne fyrer malnytu kugillde og mannslän. med
jördunne ij kugillde.” DI, XIV, 437.
1703: Garðakirkjueign. JÁM, III, 224.
1847: Jarðardýrleiki ekki tilgreindur. JJ,92.
1974: Búrekstur lagðist niður á Vífilsstöðum. GRG, 45.
Túnakort 1919: Tún allt sléttað, stærð ekki gefin upp.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – gamli bærinn 1910.

“Býli í Garðahreppi, fyrrum Álftaneshreppi. Þar hefur verið sjúkrahús (Berklahæli) frá 1910…Vífilsstaðabærinn stóð nær því í miðju túni vestanverðu. Rústir nú.” segir í örnefnaskrá Vífilsstaða. Rústir Vífilsstaðabæjarins eru horfnar en þó er nokkuð auðvelt að átta sig á staðsetningu bæjarins út frá afstöðu hans gagnvart spítalanum samkvæmt túnakorti frá 1919. Á túnakortinu er jafnframt sýndur kálgarður, austan og sunnan við bæinn sem enn sjást leifar af. Fjarlægð bæjarstæðisins vestsuðvestur frá spítalanum er um 150 m. Austan við kálgarðsleifarnar er lítill timburkofi.
Rústir bæjarins hafa nú verið sléttaðar og eru nú í túni. Ekki er hægt að tala um eiginlegan bæjarhól.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – túnakort 1918.

Kálgarður er sýndur á túnakorti, fast austan og sunnan við gamla bæinn. Leifar austur- og suðurveggja hans sjást enn allgreinilega. Fjarlægð norðurenda austurveggjar að spítalanum, er um 140 m. Þýfður óræktarmói innan túns. Skógarlundur er austan og norðaustan við kálgarðinn.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – loftmynd 1954. Hér sést gamla bæjarstæðið neðst t.h.

Kálgarðurinn er grjóthlaðinn og er hleðsluhæð mest um 0,5 m. Lengd austurveggjar er um 25 m en suðurveggurinn er um 20 m að lengd. Austurveggurinn er mun greinilegri en suðurveggurinn.

Útihús er sýnt á túnakorti frá 1919. Er það nú horfið. Nú er slétt grasflöt á þessum stað.

Útihús er sýnt á túnakorti frá 1919 um 140 m norðvestur af spítalanum. Virðist það vera á svipuðum slóðum og útihús sem nú standa. Ekki er ljóst hvort um sama útihús er að ræða.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir 1908.

“Býli í Garðahreppi, fyrrum Álftaneshreppi. Þar hefur verið sjúkrahús (Berklahæli) frá 1910…” segir í örnefnaskrá Vífilsstaða. Spítalinn er sýndur á túnakorti frá 1919 og stendur hann enn.

[Reyndar er getið um Vífilsstaði í Landnámu, sbr. : (Sturlubók) – 8. kafli: “Vífli gaf Ingólfur frelsi, og byggði hann að Vífilstóftum; við hann er kennt Vífilsfell; þar bjó (hann) lengi, varð skilríkur maður“.]

Í Jarðabók Árna og Páls segir: “Torfrista og stúnga nægileg.” Óljóst er hvar torf hefur verið rist þegar Jarðabókin var tekin saman á 18. öld, en ekki er þó ólíklegt að það hafi verið í Vatnsmýri eða Vetrarmýri.
Vetrarmýri er um 330 m NNA við Vífilsstaði, milli Vífilsstaða og Hnoðraholts, en Vatnsmýri er um 100-150 m SSA við Vífilsstaði. Vetrarmýri er búið að breyta í golfvöll, en Vatnsmýri er deig og þýfð mýri, gróin grasi og mosa.
Ekki sáust ummerki torfristu við vettvangsathugun.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir 1909 – hornsteinn lagður að Vífilsstaðaspítala.

“Garður af torfi og grjóti lá umhverfis túnið, norðan, austan og sunnan Engjarnar að neðan og lækurinn,” segir í örnefnaskrá. Vífilsstaðatúngarður er nú að mestu horfinn utan þess að sjá má slitrur af honum meðfram austurjaðri gamla túnsins.
Vestan við garðinn er trjálundur, en austan við hann er þýfður grasmói.
Garðurinn er mikið siginn. Torf er einungs allra nyrst annars yfirleitt um að ræða grjótnibbur í reglulegri röð. Heildarlengd garðlagsins er um 85 m. Hleðsluhæð hans er mest nyrst, um 0,4-0,5 m og er hann jafnframt breiðastur þar eða um 1,3 m neðst.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – garðar. Gamla bæjarstæðið ofar.

“Brú yfir lækinn niður undan bænum.” segir í örnefnaskrá. Steinsteypt brú er yfir lækinn beint niður undan gamla bæjarstæðinu. Upphlaðnar traðir eru frá brúnni til norðausturs.
Þýfðir og grasigrónir lækjarbakkar. Lækurinn er nokkuð breiður fyrir ofan (austan) brúnna, en þrengri við og fyrir neðan hana.
Brúin er um 1,6 m á breidd og um 3,3 m á lengd. Sjá má greinilegar hleðslur í bakkanum beggja vegna brúarinnar. Ekkert handrið er á brúnni. Þar sem brúin er steinsteypt þá er hún líklega frá svipuðum tíma og spítalinn og telst því ekki til fornleifa. Spítalinn og þau mannvirki sem honum tilheyra eru þó í sjálfu sér menjar um þá mikilsverðu starfsemi sem rekin hefur verið á Vífilsstöðum frá upphafi 20. aldar. Því fær brúin að fljóta með hér.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Suðurtraðir.

Suðurtraðir “lágu heiman frá bænum niður að lækjarbrúnni.” samkvæmt örnefnaskrá. Traðir þessar sem eru upphlaðnar, má enn sjá á kafla frá brúnni, norðan lækjarins. Þær eru einnig sýndar á túnakorti frá 1919. Þar sem traðirnar sjást ennþá, liggja þær um þýfðan grasmóa. En eftir það tekur við slétt tún. Traðirnar liggja í norðaustur frá brúnni um 50 m, en beygja eftir það til austurs og eru þær greinilegar á um 40 m kafla eftir það. Samkvæmt túnakortinu beygja þær síðan aftur til norðausturs eftir þetta allt að aðalveginum að Vífilsstöðum. Er líklegt að þessi síðastnefndi hluti sé sá sem kallaður er Norðurtraðir og er sá hluti alveg horfinn. Hleðsluhæð traðanna er líklega mest um 0,5 m og breidd þeirra um 3 m.

Í örnefnaskrá segir: “Norðurtraðir: Var eiginlega troðningur af Alfaraveginum heim að bæ.” Norðurtraðir eru horfnar með öllu. Á túnakorti eru sýndar samfelldar traðir sem liggja frá aðalveginum að spítalanum meðfram austanverðum kálgarðinum sem er austan og sunnan við bæjarstæðið. Eftir það beygja liggja þær fyrir sunnan kálgarðinn á kafla en beygja síðan til suðvesturs eftir það. Er þessi síðasti hluti líklega sá sem nefnist Suðurtraðir í örnefnaskrá.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Jónshellnastígur.

Í örnefnaskrá segir: “Stígur þessi liggur frá Brúnni suður að Hellunum.” Þessi stígur er enn allgreinilegur og auðvelt að fylgja honum að Jónshellum (“Hellunum”). Stígurinn liggur í gegnum hraunbreiðu. Um er að ræða mjóan troðning sem hlykkjast í gegnum hraunið.

Í örnefnaskrá segir: “Vatnsbólið var í læknum niður undan bænum við Brúna. Þýfðir og grasigrónir lækjarbakkar. Lækurinn er nokkuð breiður fyrir ofan (austan) brúnna, en þrengri við og fyrir neðan hana.

Í örnefnaskrá segir: “Finnsstekkur: Stekkur var þarna í eina tíð við voginn.” Finnsstekkur er um 1 km austnorðaustur frá Vífilsstaðaspítala. Hann er rétt norðan við veginn að Elliðavatni, undir “suðvestur horni” Smalaholts. Reiðvegur liggur hjá tóftinni. Á grasi- og lyngi grónum hjalla við brekkurætur. Tóftin er um 14×6 m stór. Hún skiptist í tvö hólf, rétt og lambakró. Er lambakróin byggð við réttina að suðaustanverðu, bæði hólfin norðvestur-suðaustur. Ekki eru greinilegar dyr á milli hólfanna. Dyr eru hins vegar allgreinilegar á norðvestur enda réttarinnar hólfsins. Réttin er um 11×6 m að stærð og lambakróin um 4x3m. Hleðsluhæð er mest um 1 m. Hleðslur eru yfirleitt grónar þótt sjáist í hleðslugrjót hér og þar.

Finnsstaðir

Finnsstaðir – Finnstekkur.

Í örnefnaskrá: “Í gömlum skjölum segir að þarna [við Finnstekk] hafi verið hjáleiga.” Engar aðrar minjar eru sjáanlegar við Finnstekk og er mögulegt að hann sé byggður upp úr tóftum hjáleigunnar. Fær hjáleigan sömu hnit og stekkurinn. Örnefnaskrá SP talar um Finnstekk og Finnstaði sem einn og sama staðinn: “Milli Skyggnisholts og Smalaholts eru rústir á lágum hól, sem nefnast Finnsstekkur eða Finnsstaðir.”

“Hér í norður, bak við Smalholt, er Rjúpnahlíð og þá Rjúpnadalur og svo Rjúpnahæð með Rjúpnahæðarvörðu sem héðan liggur landamerkjalínan í í miðja Kjóavelli, en þar var Kjóavallavarða,” segir í örnefnaskrá GS. Varðan hefur áður verið á Rjúpnahæð um 200 m norðan við Elliðavatnsveg. Á Rjúpnahæð er nú sendistöð fyrir höfuðborgarsvæðið.

Vífilsstaðavatn

Vatnsgeymir við Vífilsstaðavatn.

Í örnefnaskrá segir: “Hann [vatnsgeymirinn] er upp í hlíðinni upp frá vatnsósnum, byggður 1910. Vatnið svo leitt heim í Vífilsstaðahælið.” Vatnsgeymirinn er um 190 m NA við Grímssetu, fast við göngustíg sem liggur upp að henni. Geymirinn er í norðaustanverðri Vífilsstaðahlíð í lúpínu- og mosagrónu umhverfi og stórt basaltgrjót stendur upp úr gróðrinum hér og þar.
Steinsteyptur tankur, hringlaga sívalningur grafinn í jörðu. Tankurinn er ríflega 4 m í þvermál og stendur 1,2 m upp úr jörðinni.

Nokkuð ógreinileg tóft er rúmlega 3 km suður af Vífilsstöðum og um 550 m SV af Vífilsstaðaseli. Tóftin, sem líkast til er af beitarhúsi, er fast austan við göngustíg sem liggur N-S milli skógar og hrauns. Gras, mosa- og skógivaxinn mói. Birkihríslur vaxa inni í tóftinni. Tóftin er 12 m löng, 5 m breið og snýr N-S. Veggjahæð er 0,6-0,8 m en breidd 1-1,5 m. Tóftin er eitt hólf og inngangur er ekki greinanlegur. Engar grjóthleðslur eru sjáanlegar í tóftinni og er hún algróin grasi og mosa.

Urriðakot

Sauðahellir Urriðakots undir Vífilsstaðahlíð.

“Flatahraun nær norður á móts við Kolanef. Í Vífilsstaðahlíð. Í Flatahrauni hefur verið gróðursett talsvert [af] furu og greni. Í norðaustur frá rústum beitarhússins í norðausturbrún hraunsins gegnt Kolanefi í Vífilsstaðahlíð við Kolanefnsflöt … Er lítill hellir, sem nefnist Sauðahellir. Veit op hans að hlíðinni, og eru hlaðnir kampar báðum megin við innganginn. Við hann var sauðum frá Urriðakoti gefið á gadd (á jörðinni) allt frá því að heimildamaður man fyrst eftir sér til 1933. Heyið var borið heiman frá Urriðakoti í poka á bakinu”, segir í örnefnaskrá SP. “Sauðahellir: Allgóður hellir í hraunbrúninni inn með Vífilsstaðahlíð undir Kolanefi,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Hellirinn er um 450 m ANA af beitarhúsi, hinu megin við Flatahraun og um 20 m SV af göngustíg undir Vífilsstaðahlíð. Hellirinn sést þó ekki frá stígnum vegna hraunkarga sem er á milli. Skammt sunnar og hinu megin við göngustíginn er skilti sem á stendur “Almennar Tryggingar H/F lét gróðursetja þennan lund vorið 1958”.
Hellirinn er í úfnu hrauni, sem að nokkru leyti er gróið grasi, mosa og lyngi. Hellismunninn er um 3 m víður, um 1 m hár og opnast til NA. Frá sitthvorum enda hellisopsins ganga stuttir garðar og mynda aðhald framan við hellinn. Garðarnir ganga ekki alveg saman fyrir framan hellismunnann, heldur er rúmlega 0,5 m bil á milli þeirra fjærst munnanum. Hvor garður er um 5 m langur,
1-1,5 m á breidd og mest rúmlega 1 m hár. Að jafnaði eru 5 umför í hvorum garði. Garðarnir eru haganlega hlaðnir úr ótilklöppuðu grjóti.

Heiðmörk

Fjárborg og fjárhús í Heiðmörk.

“Réttarflatir: Þar eru við Hraunbrúnina undir hlíðinni, vel grónar…Réttir: Rústir gamalla rétta eru þarna við hraunbrúnina,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftanesi. “Á flötum niður undan Svínahlíð norður með var Stekkurinn í svonefndu Stekkatúni og þar norðar voru Réttarflatir og þar Réttir, rétt við brún Svínahrauns,” segir í örnefnaskrá GS. Réttirnar voru um 100 m NNV af stekknum í Stekkatúni og rúmlega 200 m norðaustur af Maríuhellum. Þar sem réttin var áður er nú malbikaður vegur og bílastæði.

Hnoðraholt

Hnoðraholt – skotbyrgi.

Skotbyrgi frá síðari heimsstyrjöldinni er á svonefndu Hnoðraholti um 1 km norðnorðaustur frá Vífilsstaðaspítala og um 90-100 m suðaustur af íbúðarhúsinu við Háholt 1.
Melholt sem að mestu er vaxið þéttum lúpínubreiðum. Gott útsýni er frá byrginu, einkum í norður og vestur. Byrgið er 3,5 x 3,5 m að stærð og er það hálf niðurgrafið, en um 1,20 m standa upp úr jörðu (og annað eins er niðurgrafið). Byrgið er steinsteypt með um 9 cm breiðum og 20 cm háum skotraufum, tveim á vestnorðvesturhlið, og einni á norðaustur og suðvestur hlið. Inngangur er niður í byrgið á austsuðausturhlið.

Hnoðraholt

Hnoðri á Hnoðraholti.

Varða er á dálitlu klapparholti norðvestan til á hábungu Hnoðraholts, um 370 m norðaustur frá skotbyrginu. Gott útsýni til allra átta, einkum þó norður og vestur. Varðan er um 80 sm á hæð og um 1 x 1 m að flatarmáli, en mjókkar upp. Varðan er fremur hroðvirknislega hlaðin.

Í örnefnaskrá segir: “Vífilsstaðabeitarhús: Í Hraunbrúninni er fjárhústótt, jötustallar.” Tóftin er um 280 m SSA af Sauðahellinum nyrðri og rúmlega 50 m SV við veg undir Vífilsstaðahlíð. Beitarhúsið er um 2,5 km SSA af bæ. Rúmlega 3 m austur af tóftinni er rúst fjárborgar og um 10 m vestan við er garðbrot.
Umhverfis tóftina er úfið mosavaxið hraun, en fyrir framan tóftina og fjárborgina er hraunið vel grasivaxið á smá bletti, sem er eflaust leyfar túnbleðils. Tóftin er tvö hólf, hið stærra er austanmegin og er að líkindum fjárhús en hið minna kann að vera hlaða. Hún er hlaðin úr þurri hraungrýtishleðslu, úr hraunhellum sem sumar hverjar kunna að hafa verið klappaðar til. Utanmál tóftarinnar er 10,5 x 7,5 og snýr hún N-S. Hleðsluhæð er mest um 1,5 m, en víðast kringum 1 m og mesti fjöldi umfara er 7-8. Tóftin er gróin mosa, grasi og lyngi og er austurveggur mest yfirgróinn. Óvíst er hvort veggirnir hafi verið einangraðir að utan með torfi.

Heiðmörk

Fjárborg í Heiðmörk.

Í örnefnaskrá: “Þarna hefur átt að gera fjárborg. Aðeins undirstaðan.” Fjárborgin er rúmlega 3 m austur af Vífilsstaðabeitarhúsi, rúmlega 50 m SV af vegi undir Vífilsstaðahlíð og um 20 m frá göngustíg sem liggur samhliða veginum. Umhverfis borgina er úfið mosavaxið hraun, en fyrir framan hana og Vífilsstaðabeitarhús er hraunið vel grasivaxið á smá bletti, sem er eflaust leyfar túnbleðils. Borgin er vel yfirgróin mosa og lyngi og að NA-verðu vex á henni birki.
Hringlaga fjárborg með dyr sem opnast til norðausturs. Borgin er sigin og yfirgróin og greinilega ekki fullhlaðin. Hún er hlaðin úr miðlungs og stóru hraungrýti eða hraungrýtishellum. Hleðsluhæð er ekki nema um 0,3-0,4 m, nema að utanverðu að austan er hægt að greina 5 umför og er hleðslan þar um 1 m há. Borgin heldur hringlaga formi sínu mjög vel þó sumsstaðar sé grjótið nokkuð tilgengið. Hún er 8,5 m í þvermál.

Vífilsstaðahlíð

Fjárborg og fjárhús frá Urriðakoti undir Vífilsstaðahlíð.

Í örnefnaskrá: “Hann [Vífilsstaðaselsstígur] mun hafa legið heiman frá bæ, undir Svínahlíð og með Vífilsstaðahlíð skáhalt upp eftir Ljóskollulág upp á hálsinn að Selinu austan Víkurholta.” Heiman frá Vífilsstaðabæ að Ljóskollulág hafa Vífilsstaðaselstígur og Gjáréttargötur verið sami slóðinn, þaðan hafa þeir greinst og Vífilsstaðaselsstígur sveigt austur að Vífilsstaðaseli. Í dag er malaborinn göngustígur meðfram Vífilsstaðahlíð, en upp eftir Ljóskollulág er erfitt að greina gömlu leiðina sökum skógræktar og
annars gróðurs, en þó vottar fyrir gróinni götu, um 0,5 m breiðri sem liggur upp holtið í ANA.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Víkurholtsvarða.

Í örnefnaskrá segir: ,,Víkurholt: Tvö klapparholt uppi á Hálsinum ofan til við Eyjólfshvamm. Víkurholt Nyrðra: Nyrðra holtið, sem var hærra, kallað svo. Víkurholtsvarða Nyrðri: Allstór varða uppi á klapparholtinu.”. Víkurholtsvarða nyrðri er landamerkjavarða. Hún er uppi á háu holti, um 200 m NA af Víkurholtsvörðu syðri, um 790 m ASA af Vífilsstaðabeitarhúsi og um 640 m SSA af Vífilsstaðaseli.
Varðan er hlaðin úr hraungrýti, um 1,5 m há og 2×1 m að þvermáli. Varðan er ekki ýkja gróin.

Í örnefnaskrá: Allstór varða uppi á Klapparholtinu. Er þá komið í suðurmarkalínu.” Víkurholtsvarða syðri er á vesturbrún Víkurholts, um 200 m SV af Víkurholtsvörðu nyðri, um 700 m SA af Vífilsstaðabeitarhúsi og um 610 m S af Vífilsstaðaseli. Víkurholtsvarða syðri er landamerkjavarða. Varðan er á klettabrún, gróinni grasi, lyngi, lúpínu og á stöku stað.
Víkurholtsvarðan syðri er grjóthlaðin, um 1,5 m á hæð og 2 m að ummáli. Varðan er ógróin.

Vífilsstaðir

Flóttamannavegur við Camp Russel á Urriðaholti.

“Úr Suðurtraðarhliði lá Urriðakotsstígurinn …En neðan frá Urriðakotsstíg lá svokölluð Norðlingagata upp á hálsinn og áfram austan í holtinu, þá leið sem nú liggur Flóttavegurinn, Vatnsendavegur eða Elliðavatnsvegur”, segir í örnefnaskrá Urriðakots GS. “Vífilsstaðastígur: Lá úr Urriðakotsholti yfir hraunið undir Dyngjuhól neðan Svínahlíðar að ósnum og þaðan af Vífilsst.
Nordlingagata: Stígur þessi var einnig kallaður svo,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftanesi. “Norðlingagata (Norðlingastígur) var gatan kölluð sem lá undir Flóðahjalla sunnan frá Oddsmýrarlæk. Gatan lá sunnan frá Norðlingahálsi, sunnan við Flóðahjalla, milli Klifs og Sandahlíðar að Vífilsstaðahlíð,” segir í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. Á þeim slóðum sem Vífilsstaðastígur er sagður vera er nú malbikaður vegur (Elliðavatnsvegur eða Flóttavegur), en ekkert sást til gamalla gatan við
vettvangsskoðun.

Vífilsstaðir

Gunnhildur – Grímsseta.

“Norðurendi hennar (Vífilsstaðahlíðar) kallast Hlíðarhorn og þar uppi er varða, sem kölluð var Grímssetur, en í seinni tíð er farið að nefna hana Gunnhildi, en það gæti verið komið af ensku “Gunhill” byssuhæð, því að nálagt vörðunni er steypt skotbyrgi frá hernámsárunum,” segir í örnefnaskrá SP. Byrgið er á norðurbrún hæðar vestan við Vífilsstaðavatn, um 50 m vestan við vörðuna Grímssetu og u.þ.b. 1 km suður af Vífilsstöðum. Mikið af stóru grjóti er í kringum byrgið og fast uppvið það, en fjær eru lúpínubreiður. Skotbyrgið er steypt ofan í sand-og malarundirlag.
Byrgið er niðurgrafið og stendur um 0,5 – 1 m upp úr jörðinni. Það er 5 m á lengd og 4 m á breidd og snýr A-V. Skotraufin vísar til norðvesturs og er á horni byrgisins. Innanmál er 2,5 x 2,5 m og lofthæð er ríflega 1,8 m. Veggir eru steinsteyptir og um 0,3 m á þykkt. Niðurgrafinn inngangur er á austurhlið. Hann er um 1 m djúpur, steinsteyptur og 2 x 1 m að flatarmáli A-V. Umhverfis innganginn er hlaðinn veggur úr hraungrýti. Hann er um 1 m hár og samanstendur af 7 umförum og er steypt á milli þeirra. Mikið af grjóti er inni í byrginu.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Gunnhildur/Grímseta.

“Allstór varða og gömul upp á holtinu. Gunnhildur: Svo var Grímsseta kölluð af vistfólki Hælisins,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Norðurendi hennar (Vífilsstaðahlíðar) kallast Hlíðarhorn og þar uppi er varða, sem kölluð var Grímssetur, en í seinni tíð er farið að nefna hana Gunnhildi, en það gæti verið komið af ensku “Gunhill” byssuhæð, því að nálagt vörðunni er steypt skotbyrgi frá hernámsárunum,” segir í örnefnaskrá SP. Grímsseta er um 50 m NA af steyptu skotbyrgi úr Síðari heimsstyrjöld. Varðan er fremst á norðurbrún holtsins vestan við Vífilsstaðavatn og sést til hennar langar leiðir.
Allt í kringum vörðuna er landið gróið mosa, grasi og lúpínu, en víða stendur stórgrýti upp úr gróðrinum.
Grímsseta er haganlega hlaðin úr fremur stóru grjóti, 1,8 – 2 m á hæð og þakin skófum. Þvermál hennar er 4 x 3 m. Efsti hluti vörðunnar er hruninn og er því stór grjóthrúga sunnan við hana.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Vífilsstaðasel.

“Það lá í grunnu dalverpi vestur af Vatnsás. Þar eru allmiklar rústir. Hefur verið vel hýst,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álfaneshreppi. “Ef farið er…upp á Vífilsstaðahlíð, þar sem Einarsnef gengur fram og haldið til norðausturs, þar sem Ísallínan liggur, er fljótlega komið á klapparás suðaustan háspennulínunnar, sem Selás nefnist. Suðvestan undir ásnum er grasi gróin[n] slakki á móts við mastur nr. 29 í Ísallínu. Suðaustast í slakkanum eru rústir Vífilsstaðasels,” segir í örnefnaskrá SP. Vífilsstaðasel er hátt í 3 km suður af bæ. Vífilsstaðasel er um 550 m NA af Vífilsstaðabeitarhúsi, 40 m VSV af kvíum 045 og um 100-150 m sunnan við línuveg.
Tóftirnar eru á um 1-2 m háum hól, mjög þýfðum og grónum háu grasi og mosa. Selrústin er falin innst í smáum hvammi milli Seláss að austan og Selholts að vestan.
Selið er aflangt, um 30 x 10 m og snýr N-S. Fimm hólf virðast vera í því, öll í röð og inngangur í þau hefur verið á vesturhlið. Veggir tóftanna eru um 2-3 m breiðir og um 0,5 -1,2 m háir. Ekki sést til grjóthleðslna. Tóft sem gæti verið af kvíum er 40 m VSV frá selinu.

Vífilsstaðasel

Vífilsstaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Í örnefnaskrá: ,,Hann [Vatnsendavegur] liggur um Vífilsstaðaland, yfir hraunið hjá Dyngjuhól, um Svínahlíð yfir lækinn á brú við Ósinn. Upp í Skygnisholt, um Finnsstekk og upp á Vífilsstaðaháls þaðan um Rjúpnadal og ofan Vatnsenda á Suðurlandsveginn við Rauðavatn. Vegur þessi var upphaflega kallaður Flóttavegur.” Gatan kallast Elliðavatnsvegur þar sem hún liggur um land Garðabæjar og er enn nýtt sem akvegur.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Dyngjuhóll.

“Suður af hellunum rétt sunnan við Heiðmerkurveginn er stór hraunhóll, sem áður var með einni vörðu, en nú með mörgum. Hann kallaði Urriðakotsfólkið Dyngjuhól, en Vífilsstaðafólkið Hádegishól, og var hann eyktarmark þaðan”, segir í örnefnaskrá SP. Hóllinn er um 1350 m SSV af Vífilsstöðum og er bein sjónlína þar á milli. Um 10-15 m hár hóll úr hraungrýti, vaxinn mosa, birkikjarri og berjalyngi.
Á Hádegisholti eru a m k 9 vörður, allar hlaðnar úr hraungrýti. Engin þeirra er hærri en 0,6 m eða meira en 1,5 m í þvermál.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Maríuhellar.

“Í Svínahrauni rétt norðaustan við vegamót Flóttavegar [Elliðavatnsvegar] og Heiðmerkurvegar eru Maríuhellar. Þeir eru tveir og eru á mörkum Urriðakots og Vífilsstaða. Hellarnir voru fyrrum notaðir sem fjárhellar. Nyrðri hellirinn var notaður frá Vífilsstöðum, en hinn frá Urriðakoti. Þessir hellar eru oftast kallaðir Vífilsstaðahellar”, segir í örnefnaskrá SP. Maríuhellar eru skammt norðan við Heiðmerkurveg þar sem hann liggur þvert á Elliðavatnsveg og eru merktir með skilti. Hellarnir eru rúmlega 150 m NNV af Hádegisholti og 1,2 km SSV af Vífilsstöðum.
Maríuhellar eru tveir náttúrulegir hellar í Vífilsstaðahrauni. Í fyrndinni hefur verið um einn helli, eða hraunrás, að ræða, en þak hans er að hluta fallið svo úr verða tveir hellar andspænis hvor öðrum, sinn hvoru megin við hrunið. Hraunið er að nokkru leyti mosa- og grasivaxið.
Um 25 m N-S eru milli munna hellanna tveggja. Nyrðri hellirinn er um 20 m langur NV-SA, 12 m breiður og um 3 m hár. Stærri munni hellisins er við suðausturendann og vísar að syðri hellinum, en jafnframt er mjög lítið op við norðvesturendann. Syðri hellirinn er um 20-25 m langur N-S, 10 m breiður og um 3-4 m hár. Í þaki syðri hellisins er 2×1 m stórt gat og grjóthrun á gólfi hans fyrir neðan. Hrunið skiptir syðrihellinum í tvö hólf. Engar hleðslur er að finna innan í Maríuhellum.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Maríuhellar – kort.

“Stekkatúnið: Svo voru Máríuvellir einnig kallaðir. Stekkur frá V[ífilsstöðum],” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. “Í hraunjaðrinum fast uppi við Vífilsstað[a]hlíð beint vestur af Grímssetri er lítil flöt og kallast sá hluti hennar, sem nær er hlíðinni, Maríuvellir, en hlutinn, sem er nær hrauninu, Stekkjartún. Í Stekkjartúni var rétt eða rústir af rétt. Þegar Flóttavegurinn [nú Elliðavatnsvegur], sem liggur um norðurjaðar flatarinnar, var lagður, var réttin rifin,” segir í örnefnaskrá SP. “Á flötum niður undan Svínahlíð norður með var Stekkurinn í svonefndu Stekkatúni og þar norðar voru Réttarflatir og þar Réttir, rétt við brún Svínahrauns,” segir í örnefnaskrá GS. Rúst stekksins á Maríuvöllum er um 10 m vestur af rótum Svínahlíðar, rúmlega 1,1 km SSV af bæ og um 250 m norðaustur af Hádegisholti.
Tóftin er á lítilli gras- og mosavaxinni flöt milli Svínahlíðar og Flatahrauns. Birkihríslur vaxa fast norðan og sunnan við rústina.
Stekkjartóftin er 9 x 5 m að ummáli og snýr N-S. Rústin er sigin og er hæð veggja um 0,5 m en breidd um 1 m. Einungis er um 0,5 m bil milli austur og vestur langveggja. Óljóst er hvort tóftin er eitt hólf eða hvort hún sé tvískipt, en þúst er fast við vesturvegg að norðan, sem kann að vera leifar annars hólfs.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Guðnýjarstapi.

“Norðan í háholtinu er varða, sem heitir Guðnýjarstapi,” segir í örnefnaskrá AG. “Norðan í háholtinu var varða, Guðnýjarstapi…Nú er allt Hofstaðaholtið komið undir byggingar,” segir í örnefnaskrá SP. “…eftirfarandi lýsing passar betur “Norðan í holtinu er Guðnýjarstapi, klapparhóll með grasþúfu. Guðnýjarstapi er nú inn á lóð Holtsbúðar 87,”” segir í örnefnaskrá EBB (viðauka við skrá SP).
“Markavarðan: Hún mun hafa verið norðan og neðan við Guðnýjarstapa,” segir í Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi. Sunnan, austan og vestan við Guðnýjarstapa eru Holtsbúð 87, 89 og 91.
Guðnýjarstapi er náttúruleg smáhæð, um 8×6 m að flatarmáli NV-SA og allt að 1,5 m há. Hér og þar standa hraunbjörg upp úr grasigrónum stapanum og efst á honum er stór þúfa. Mögulegt er að þúfan sé yfirgróin varða, en líklegra er að Markavarðan sé komin undir byggð.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Guðnýjarstapi.

“Norðan í háholtinu er varða, sem heitir Guðnýjarstapi. Einnig er varða, hlaðin af sjúklingum, á holtinu. Sú varða heitir Hallbera,” segir í örnefnaskrá AG. “Nú er allt Hofstaðaholtið komið undir byggingar,” segir í örnefnaskrá SP. “Hallbera varða austan í Hofsstaðaholti hvarf, þegar byggð reis á holtinu. Hún stóð, þar sem lóð Gígjulundur 6 er nú,” segir í örnefnaskrá EBB (viðauka við skrá SP). Varðan var um 610 m SSA við Vífilsstaði.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Arnarsetursvarðan.

“Arnarsetur (-> Arnarbæli, Arnarstapi) er hæð norður af Hjallabrún og landamerki fyrir Vatnsendajörðina…Í beinni stefnu til suðurs frá Kjóavöllum og þar sem hæst ber til að sjá er klapparborg sem ber nafnið Arnarsetur,” segir í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. Landamerkjavarðan á Arnarseti er um 1,5 km ANA af Vífilsstaðaseli. Varðan er uppi á hárri hæð í grýttu landslagi.
Varðan er um 1,2 m há og 3 x 2 m að flatarmáli NA-SV og er nokkuð strýtulaga. Hún sést langt að. Neðri hluti vörðunnar er grasivaxinn en að ofan má greina mjög óreglulega hleðslu og stendur þar tréprik upp úr, sem bendir til að bætt hafi verið við vörðuna fyrir skömmu síðan.

Rúmlega 40 m austur af Vífilsstaðaseli eru kvíar. Kvíarnar eru á mosa- og grasivöxnum kletta- og grjótás sem snýr N-S, rofinn að hluta.
Kvíarnar eru hlaðnar úr hraungrýti. Þær eru tvö hólf, um 14 m langar, 3-6 m breiðar og snúa NA-SV. Norðeystra hólfið er hringlaga, um 6 m í þvermál og hefur dyr á SA hlið. Suðvestara hólfið er aflangt NA-SV, rúmlega 7 m langt og 3 m breitt og opnast til SV. Veggir kvíanna eru nokkuð signir, 0,3-0,6 m háir og 0,4-0,6 m á breidd.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – Draugahellir.

“Ofanvert við Maríuhella var svo Draugahellir,” segir í örnefnaskrá GS. “Draugahellir er á svæði skátanna, þarf að síga í hellinn. Hann er stór og hár. Opið þröngt. Maður kemur fyrst niður á syllu (með vasaljós meðferðis). Nú hafa skátarnir sett upp borð í honum. Hellirinn er ekki langt frá Heiðmerkurveginum,” segir í örnefnaskrá EBB. Draugahellir er um 15 m norður af Maríuhellum og um 200 m norður af Hádegishól. Hellisopið sést ekki frá vegi þó það sé um 40 m ANA af gatnamótum Heiðmerkurvegar og Elliðavatnsvegar.
Hraunhellir sem snýr NA-SV og tilheyrir eflaust sama kerfi og Maríuhellar. Munni hans er um 0,5×0,5 m.
Örnefnið Draugahellir bendir til að þjóðsaga kunni að vera til um hellinn, þó skrásetjari hafi ekki fundið heimildir þar að lútandi.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – fjósið.

“Norðan Vífilsstaða liggur stórt mýrasvæði, Vetrarmýri. Í suðvesturhorni þess er Bjarnakriki. Þar er talið að verið hafi á tímabili reimleikar miklir,” segir í örnefnaskrá GS. “Suðvesturhorn Vetrarmýrar við fjósið á Vífilsstöðum heitir Bjarnakriki. Þar þótti reimt og var sagt, að óeðlilegur skepnudauði hefði verið í fjósinu fyrst eftir að það var tekið í notkun, svo að sóknarpresturinn var fenginn til að vígja fjósið. Tók þá fyrir reimleikana,” segir í örnefnaskrá SP. “Bjarnarkriki í túni Vífilsstaða er horfinn undir Reykjanesbraut, þar var sleða- og skíðabrekka ofan í krikann,” segir í örnefnaskrá EBB (viðauka við skrá SP). Bjarnarkriki er um 180 m NNV við Vífilsstaði.
Reykjanesbraut liggur yfir Bjarnarkrika og norðaustan við götuna er golfvöllur.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Garðabæ, Fornleifastofnun Íslands 2009.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir – fjárhús fyrrum, sem hvergi hefur verið minnst á…