Kjósarhreppur

Í „Fornleifaskráningum í Kjósarhreppi“ árin 2008-2012 má m.a. lesa eftirfrandi fróðleik um upphaf og þróun nokkurra bæja í sveitarfélaginu:

Þorlákstaðir

Þorláksstaðir

Þorláksstaðir – túnakort 1917.

20 hdr 1705. Reynivellir áttu hér ítak, eldiviðargröf.
1705: „Haglítið er og landþröngt mjög, so að fyrir þann skuld verða heimamenn engið í beit að leggja, en átriðningur er mikill af annara manna peningum, bæði frá Eyjum, Hurðarbaki og Reynivöllum. Hætt er túninu mjög so fyrir snjóflóðum og skriðum … Landbrot mikið gjörir Laxá bæði á högum og engi, og bólgnar bæði áin og lækir úr fjallinu yfir mestan hluta graslendiss um vetur. Á engið, sem þó er besti kostur jarðarinnar, verður ekki sóktur heyskapur fyrir foruðum nema brúkað sje með stórerfiði.“ JÁM, 413. 1840: „… þar er góður heyskapur og engi stórt, en lítið beitiland sumar og vetur.“ SSGK, 257. 1917: Tún 5 teigar, garðar 1450m2.
Mestallt slétt, þýfi í túnjöðrum.

Blönduholt

Blönduholt

Blönduholt – túnakort 1917.

12 hdr 1705. Jarðarinnar er ekki getið í heimilum fyrr en 1616. Jarðabréf, 18.
Blönduholtskot; eyðihjáleiga í byggð frá um 1665 til um 1700.
1917: Tún allt sléttað 3 teigar, garðar 1280m2. „Þegar Jón Stefánsson, faðir minn, kom að Blöndholti 1891 (að mig minnir), var allt túnið karga stórþýft, utan ein stór flöt, rúm hálf dagslátta, sem búið var að slétta, hún var kölluð Stóraflöt [hún var í hallanum norðaustan við bæinn]. Hann sléttaði túnið allt með handverkfærum. Þegar það var búið, ræsti hann mýrarstykki neðan við túnið [mýrin var kölluð Veitan, hún var á milli túnsins og Stöðuls], og hafði lokið að slétta það líka, áður en vinnuvélar komu til sögunnar. Hann flutti frá Blöndholti 1935, þá orðinn gamall og mjög lúinn. Verst held ég grjótið hafi farið með hann, sem kom úr þúfunum. Það setti hann allt í garða utan við túnið. Seinni árin, sem hann var við sléttun, þoldi hann ekki að rista ofan af, en var mikið við að stinga (pæla) og þekja.“ Ö-Blönduholt, 5

Þúfa

Þúfa

Þúfa – túnakort 1917.

20 hdr 1705 „Sýslumaður lætur Þúfu aðeins vera 14, en Þúfukot 6 h, að dýrleika, og efnir A.M. það með hér greindum leigumála.“ JJnm, 99. 1352/1397 og um 1478 á Reynivallakirkja hrossabeit í landi jarðarinnar (DI III 70-71, DI IV, 116-117, DI VI, 178-79). Þúfukot; hjáleiga í byggð 1705. Síðar byggt Litlaþúfa, eða Lindarbrekka.
1917: Tún 3 teigar að mestu slétt, garðar 1040m2.

Þúfukot

Þúfukot

Þúfukot – túnakort 1917.

Hjáleiga Þúfu. 1847 „Sýslumaður lætur Þúfu aðeins vera 14, en Þúfukot 6 h, að dýrleika, og nefnir A.M. það með hér greindum leigumála.
1802 segir, að á Þúfukoti hafi verið sú kvöð til forna, að hafa 12 hesta til beitar frá Reynivalla kirkju.“ JJnm, 99
1917: Tún 2,4 teigar rúmlega hálft sléttað, garðar 700m2.

Eyri (Hvalfjarðareyri)

Eyri

Eyri og Eyrarkot – túnakort 1917.

40 hdr. 1705. 30 hdr. 1847. Hálfkirkja var á jörðinni. Landnámsjörð Svartkels, sem fyrst bjó að Kiðafelli en flutti síðar að Eyri.
1198 er jarðarinnar getið í Sturlungu þar sem rætt er um Ketil Eyjólfsson og Ljót son hans er þar bjuggu. Sturlunga I, 235.
Elsta heimild um kirkju á Eyri er í kirknaskrá Páls biskups frá um 1200. (DI XII, 9)
Næst er kirkjunnar getið í máldaga Saurbæjarkirkju um 1220: „[í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. oc æilifsdals ar. nema af eyri. oc vr myrdal. ef þar bua landeigendr. þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. en ef leiglendingar bua þar eða hiabuðar menn. þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra. ef þav giora skiptingar tiund;“ (DI I, 402).
1315: „Þa er Arni biskup vigdi kirkiu a Eyri gerdi hann þa skipan a ad Eyrar kirkia skal taka tyvnd oc lýsitolla af ollum heima monnvm þar: enn jngialldur leggur til kirkiu j saurbæ xij ær“ (DI II, 404). Enn er kirkjunnar getið í máldaga Saurbæjarkirkju frá um 1315: „[til Saurbæjar] liggia tijundir til millum blikdalzär oc eilyfsdalzar nema af eyri og yr mydal ef Þar bua landeigenndur. skulu Þeir taka heima tijund sijna oc allra hiona sinna. enn ef leiglenndijngar bua Þar eda hiabudamenn Þa skal j saurbæ gialldast tijunnd Þeirra oc hiona Þeirra. ef Þau giora skiptijnngar tijunnd;“ (DI III, 32) Síðan er kirkjunnar getið í máldaga sem hefur verið tekinn saman einhverntíma á árunum 1491-1518: „Kirkian a Eyri aa .iiij. kugilldi. … Jtem þridung veidar j lagxfossi j lagsaa.“ (DI VII, 54) 1569: Biskup selur jörðina fyrir Kirkjuferju í Árnessýslu. Hvor jörð 30 hdr en 10 hdr í heimalandi er kirkjueign. (DI XV, 312-314)
„Uppkot var þar sem Eyrarbærinn stendur nú, en Útkot þar sem Eyrarkot er í dag.“ Ö-Eyri og Eyrakot ath og viðb., 2.
Í Jarðabók Árna og Páls 1705 eru 4 býli á jörðinni, eitt með upprunalega nafninu, annað nefnt Þorkelskot eftir ábúandanum og síðan Efrakot (8 hdr) og Neðrakot (5 hdr) sem hvorugt er talin hjáleiga. Síðan er þar ein hjáleiga, Blómsturvellir í ábúð 1705. JÁM III, 393-394. Hjáleigur 1847; Eyrar-Uppkot og Eyrar Útkot. Heimajörðin var lögð undir Eyrar-Uppkot. HJ: Ljósmyndir I, 66
1705: „Hætt er fyrir snjóflóðum og skriðum bæði túnum, högum, engjum og húsum og hefur nýlega þar á skaði orðið bæði túni og engi. JÁM III, 395.
1917: Tún 2 teigar að mestu sléttað, garðar 350m2. Uppkotið virðist sameinað heimajörðunni 1917.

kikja

Eyri

Eyri og nágrenni – kort 1908.

c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 9
[um 1220]: [í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. oc æilifsdals ar. nema af eyri. oc vr myrdal. ef þar bua landeigendr. þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. en ef leiglendingar bua þar eða hiabuðar menn. þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra. ef þav giora skiptingar tiund; Máld DI I 402 [Saurbæjar].
[1315]: Eyre Þa er Arni biskup vigdi kirkiu a Eyri gerdi hann þa skipan a ad Eyrar kirkia skal taka tyvnd oc lýsitolla af ollum heima monnvm þar: enn jngialldur leggur til kirkiu j saurbæ xij ær; Máld DI II 404 [gæti vel verið Árni mildi, Þá öld yngra].
[1315]: [til Saurbæjar] liggia tijundir til millum blikdalzär oc eilyfsdalzar nema af eyri og yr mydal ef Þar bua landeigenndur. skulu Þeir taka heima tijund sijna oc allra hiona sinna. enn ef leiglenndijngar bua Þar eda hiabudamenn Þa skal j saurbæ gialldast tijunnd Þeirra oc hiona Þeirra. ef Þau giora skiptijnngar tijunnd; Máld DI III 32 [Saurbæjar – ekki er ljóst hvort sérákvæðin um tíundina eiga við um Eyri, líklega ekki].
[1491-1518]: Eyrar maldagi j Kios. Kirkian a Eyri aa .iiij. kugilldi. Jtem ein gaumul messuklædi sterk. Jtem iij smakluckur. Jtem þridung veidar j lagxfossi j lagsaa. Máld DI VII, 54 [AM 238 4to, bl. 124 (Bessastaðabók)]
17.5.1765: Bænhús á Eyri lagt niður; (PP, 113) [konungsbréf].
1705 segir í Jarðabók Árna og Páls: „Hjer er hálfkirkja, og embættaði þá fólk er til sacramentis hjer heima og af næstum bæjum hjer fyrir innan, sem enn lengra eiga að sækja til Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi, og þjónar presturinn Sr. Páll Sveinsson þessari hálfkirkju ásamt Saurbæjar og Brautarholts kirkjum.“ „Kirkjugarður er neðan Eyrarhóls. Nú er búið að slétta hann.

Eyrar-Uppkot (Efrakot)
1705 eru 4 býli á jörðinni, Efra kot er talið býli, ekki hjáleiga, dýrleiki 8 hdr. Hjáleiga Hvalfjarðareyrar. „Uppkot var þar sem Eyrarbærinn stendur nú, en Útkot þar sem Eyrarkot er í dag.“ Ö-Eyri og Eyrakot ath og viðb., 2.
1917: Tún 4 teigar, garðar 720m2, virðist sameinað heimajörðunni 1917.

Eyrar-Útkot (Neðrakot)
1705 eru 4 býli í byggð á Eyri, Neðrakot (5 hdr) eitt af þeim ekki talið hjáleiga. Hjáleiga Hvalfjarðareyrar. „Uppkot var þar sem Eyrarbærinn stendur nú, en Útkot þar sem Eyrarkot er í dag.“ Ö-Eyri og Eyrakot ath og viðb., 2.
1917: Tún 2 teigar meira en 1/2 sléttað, garðar 760m2.

Útskálahamar

Útskálahamar

Útskálahamar – túnakort 1017.

16 hdr 1705.
1917: Tún 4,8 teigar, að mestu sléttað, garðar 580m2.

Kiðafell

Kiðafell

Kiðafell – túnakort 1917.

16 hdr 1705. Býlið Ós í landi jarðarinnar, byggt um 1856. Landnámsjörð Svartkels sem settist þar að fyrst en flutti síðar að Eyri.
1917: Tún 4,9 teigar, að mestu sléttað (á síðustu 15 árum), garðar 700m2.

Bær

Bær

Bær – túnakort 1917.

16 hdr 1508/1705. 1508 er jarðarinnar getið í sölubréfi er jörði er seld fyrir 8 hundruð í lausafé, á liggur jörðin í Saurbæjarkirkjusókn. DI VIII, 207.
1847 er hjáleigunnar Litlabæjar getið.
1705: „Úthey eru mjög ljett, so að valla eru fóðurgæf þaug bestur. Hætt er fyrir foruðum, torfgröfum og holpytta lækjum.“ JÁM III, 399. 1917: Tún 3,8 teigar, allt sléttað, garðar 1600m2.

Meðalfell

Meðalfell

Meðalfell – túnakort 1917.

60 hdr. 1705. Bændaeign. 60 hdr. 1847. Landnámsjörð Valþjófs Örlygssonar.
Kirkju í Meðalfelli er fyrst getið um 1200 í kirknaskrá Páls biskups. (DI XII, 10).
Næst er kirkjunnar getið í máldaga frá um 1367: „xlvii. A medalfelle j kios er kirkia vijgd med gude mariu drottningu.“( DI III, 219) Máldagi kirkjunnar hefur varðveist í Vilchinsbók frá 1397: a xxc j heimalandi. leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. …Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. so gropttur.“ (DI IV, 115-116)
1473: Jörðin nefnd í bréfi. DI V, 728.
1512: Jörðin nefnd í bréfi. DI VIII, 410. 1575: Máldagi kirkjunnar (DI XV,
633-634) Meðalfellskot; hjáleiga 1705, einnig eyðihjáleiga nefnt Dæliskot. Hjarðarholt nýbýli frá 1905.
1705: „Hætt er túnunum mjög fyrir fjallskriðum og verður oftast árlega þar af skaði, sem með stórerfiði þarf að umbæta.“ JÁM III, 408.
1840: „… liggur þar við undir hálsendanum að sunnanverðu, þar er stórt tún, engi á Laxárdalsbökkum, landslítið heima, en því meira á Meðalfellsdal, hvar haghús er brúkað.“ SSGK, 257.
1917: Heimatún og austurtún 11,1 teigar, garðar heima 950m2. Allt slétt. „Meðalfell á engjar í Laxárdalnum með fram ánni að sunnan, á alllöngum kafla.“ Ö-Meðalfell, 6

kirkja

Meðalfell

Meðalfell.

c. 1200: Kirknaskrá Páls, DI XII 10
[1367]: xlvii. A medalfelle j kios er kirkia vijgd med gude mariu drottningu. þetta ber alltt saman vid Vilchinsbok. vtann Vilchinsbok er fyllre; Hítardalsbók DI III 219 1397: a xxc j heimalandi. leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. [+mannshlut í Laxá] Þar skal vera heimilisprestur og messa hvern helgann dag og j ollumm ix lestra holldum. Hvern dag vmm Langafostv oc Jolafostv oc ij daga j viku Þess j millumm. Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. so gropttur. kirk[iu] messa krossmessv a haustid portio Ecclesiæ vmm xiiij ar ixc. fiell þar nidur af cc; Máld DI IV 115-116.
1575: Máld DI XV 633-634.
[1600]: Kyrkiukugillde j kios. … A medalfelli vj. kyrckiu kugilldi … JS 143 4to, bl. 374.
12.8.1808: Meðalfellskirkja lögð niður; (PP, 114) [konungsbréf Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: „Kirkjustaður og er annecteruð með Reynivalla sókn.“ Merki kirkju og kirkjugarðs sjást ennþá 20-30 m suðaustan við íbúðarhúsið á Meðalfelli. „Suðaustan við bæinn er Kirkjugarðurinn. Fyrir austan hann er Kirkjugarðsflötin, austur að skurðinum og niður að vegi, sem liggur þar austur túnið,“ segir í örnefnaskrá.

Meðalfellskot

Meðalfell

Meðalfell – kort 1908.

Hjáleiga Meðalfells í byggð 1705. Kominn í eyði 1917, þá er bæjarstæðið sléttað 1840: „Hefir land nokkuð heima, og á Meðalfellsdal haghús, en engið á Laxárbökkum; sæmileg heyskaparjörð.“ SSGK, 257.
1917: Tún kotsins 4,6 teigar, garðar 1020m2.
Bæjarstæði Meðalfellskots var sléttað 1917 skv. túnakorti. Sennilega hefur síðasti ábúandi þar verið Þórður Edilonsson sem getið er í ritinu Kjósarmenn. Hann bjó í kotinu frá 1900-1904 en fluttist þá til Hafnarfjarðar.
Samkvæmt túnakorti frá 1917 stóð bærinn um 380 m austar en Meðalfell. Hann stóð þar sem nú er vel sléttað tún ofan við þjóðveginn meðfram Meðalfellsvatni á milli tveggja skurða.
Vel sléttað gróið tún. Fjallið Meðalfell er norðan megin við það en Meðalfellsvatnið er sunnan megin við það. Engar leifar af bæjarstæðinu sjást. Samkvæmt Gísla Ellertssyni stóð bærinn þar sem nú er smá ógróinn malarblettur í túninu. Þar kemur stundum upp grjót. Ekki vottar fyrir teljandi hólmyndun á þessum stað. Fyrir framan eða sunnan íbúðarhús var kálgarður samkvæmt túnakorti frá 1917 en hann er líka horfinn. Þess má geta hér að sennilega hafa öll útihús í austanverðu túninu, verið nytjuð frá Meðalfelli þegar túnakortið var teiknað árið 1917, enda Meðalfellskot þá komið í eyði fyrir nokkuð löngu.

Eyjar

Eyjar

Eyjar – túnakort 1917.

40 hdr. 1705. Bændaeign. 40 hdr. 1847. Hálfkirkja var á jörðunni.
Kirkjunnar á Eyjum er fyrst getið í máldaga fram því um 1180: “ Mariu kirkia i Eyivm a .x. hundraþ j lande oc scog j Svinadal.“ (DI I 267). Í máldaga kirkjunnar frá um 1367 segir: „xlviij. Mariukirkia j eyium a xc j lande og skog j Suijnadal.“ (DI III, 21°9) í Vilcinsmáldaga er textinn svipaður.
1397: „a xc j landi oc skog j Svijnadal.“( DI IV, 116)
Hjáleigur 1705 Eyjahóll og Hvassanes (í eyði frá því snemma á 18. öld) báðar í byggð, Gróukot hjáleiga í eyði frá um 1645 og önnur nafnlaus eyðihjáleiga einnig í eyði frá um 1645. Eyjahóll; hjáleiga 1847, í sömu ábúð og Eyjar frá 1888.
Á túnakorti er einig nefnt Hólahúsatún sem virðist vera í byggð 1917.
1705: „Engjum spilla skriður úr fjalli, en túnunum bæði og engjunum vatnságángur af á, sem nærri rennur með aur og grjóti og landbroti. Hætt er kvikfjenaði fyrir foruðum. Búfjárhögum spilla skriður.“ JÁM III, 405.
1840: „… á þýfði láglendi, hefir stórt tún, engi víðslægt en heimaland minna, útbeitarlítið á vetrum; jörðin á Eyjadal.“ SSGK, 257.
Tvíbýli 1917: Tún alls 10,79 teigar, garðar 2000m2.

hálfkirkja

Eyjar

Eyjar.

[1180]: Mariu kirkia i Eyivm a .x. hundraþ j lande oc scog j Svinadal. buning sinn allan i tiolldom oc alltara klæþom. krosom oc kloccom oc kertisticom. oc þat er at skylldo þarf til guþs þionostu at hafa. þa er messo scal syngia. fyrir þat vtan er prestr hefir meþ ser. þar scal syngia annan hvarn dag loghelgan af reyne vollom. scildr til paska dagr oc kyndil messa. kavpa hundraþe alna. Heima tivnd oc lysa of vetrinn of nætr þa er svngit er oc fyrir allar log hatiþer. [Þar scal syngia annan hvarn dag loghelgan. oc kaupa slico kaupe sem biskup vill; Máld DI I 267 (frá [ yngri viðbót?)
[1367]: xlviij. Mariukirkia j eyium a xc j lande og skog j Suijnadal. les Vilchinsbok; Hítardalsbók DI III 219 1397: a xc j landi oc skog j Svijnadal. Þar skal syngia annann hvern dag loghelgann af Reynivollumm. paskadag oc kyndilmessv. Þar skal lvkast c presti. tekzt heimatiund lysa vmm vetrinn vmm nætur þa er sungid er oc firir allar hatijder; Máld DI IV 116. Hluti af bæjarhól Eyja, horft í suður á hlaðinu í Eyjum I.
1598: hálfkirkja; AM 263 fol. bl. 63, 65} Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: „Hjer segja menn að til forna hafi hálfkirkja verið, en enginn minnist, að það hús hafi uppi verið nje tíðir fluttar og við öngvan þykjast menn talað hafa, sem það mundi.“

Flekkudalur (enn efri)

Flekkudalur

Flekkudalur – túnakort 1917.

40 hdr 1705, þá tveir bæir. JÁM III, 403.
1483: Jarðarinnar getið í sölubréfi, þá kaupir Margrét Vigfúsdóttir 10 hdr í Flekkudal, þá í Reynivallakirkjusókn, DI V, 800.
1847: 40 hndr. Bændaeign. Í Jarðatali Johnsens segir einnig: „Báðir Flekkudalir eru þángað til 1802 taldir saman. Prestur nefnir Efri- og Neðri-Flekkudal, með 1 ábúenda hvorn, en sýslumaður 1 Flekkudal, einsog líka prestur, Grjóteyri, sem engin jarðabók getur um, en máske er það sama sem jarðabækurnar kalla Neðri-Flekkudal, hvarámóti prestur að líkindum aðgreinir býlin á Flekkudal sjálfum (enum efri), í Efri- og Neðri Flekkudal, því sýslumaður telur 1 Flekkudal 25 h., en Grjóteyri 15 h. Að dýrleika, alls 40 h., einsog jarðabækurnar.“ JJ, 100.
1705: „Hætt er fyrir skriðum og snjóflóðum bæði húsum og túni. Á brýtur engjar og tún og ber grjót yfir til stórmeina. Hætt er fyrir foruðum og dýjum.“ JÁM III, 403.
1840: „… hefir fallegt tún,
ekki mikið ummáls, engi nokkuð til hlítar og veitiland á dalnum um sumar, en minnni útbeit vetrar.“ SSGK, 257.
Túnakort 1917: Tún 5,5 teigar allt slétt, garðar 1000 m2.

Flekkudalur

Flekkudalur og nágrenni – kort 1908.

Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: „Er Guðni [Ólafsson 1935 til a.m.k. 1949] að bæta jörðin, með stækkun og umbótum á túninu og með uppþurrkun með skurðgröfu með fyrirhugaða frekari túnrækt.“
1847: „Hve mikinn fénað prestsetrið Reynivellir framfæri, skýrir prestur eigi frá, en segir, að 5 kúg. fylgi heimajörðunni, og að túnið sé undirorpið skemmdum af snjóflóðum og aurskriðum, ef eigi árlega er við gjört með mannafla og kostnaði. Staðurinn á rétt til móskurðar og skóg til kola á Vindási, svo og skógarreit í Reynivallatúngum í Skoradal, en óvist var (1839) hvort hann á laxveiði í Laxá, sem eigi heldur í mörg undanfarin ár hefir verið notuð.“ JJ, 104-105.
1917: Tún 6,7 teigar auk grafreitar 0,17 teigar. Túnin slétt og greiðfær. Garðar 1500 m2.

kirkjugarður – kirkja
Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 segir: „Reineveller, var beneficium og kirkjustaður. Er nú heimabærinn aldeilis eyðilagður af snjóflóðum og skriðum, so ekkert bæjarhús stendur eftir. Kirkjan og kirkjugarðurinn stendur enn nú, þó í stórum háska, samt eru þar tíðir fluttar. Er í staðinn þessa beneficii er sóknarprestinum, sem nú er Sr. Torfi Halldórsson, af sál. Kóngi Friðrik 3ja gefin til bústaðar jörðin Vindás 1664.“ Kirkjan á Reynivöllum stóð áður inni í kirkjugarði, um 190 m NNV við nýja bæinn en rétt suðvestan við elsta þekkta bæjarstæðið á Reynivöllum. Kirkjan, sem byggð var 1859, var færð úr garðinum (fyrir 1917), í um 100 m til suðausturs þar sem hún stendur nú.

Flekkudalur – Grjóteyri

Grjóteyri

Grjóteyri – túnakort 1917.

Til 1802 voru Flekkudalir taldir en jörð. Jörðin nefnd Flekkudalur neðri og Grjóteyri í heimildum en jörðin heitir nú Grjóteyri.
1705: „Hætt er fyrir skriðum og snjóflóðum bæði húsum og túni. Á brýtur engjar og tún og ber grjót yfir til stórmeina. Hætt er fyrir foruðum og dýjum.“ JÁM III, 403.
1840: „… ekki stór heyjajörð, lík hinni hvað landkosti snertir ..“ SSGK, 257. 1917: Tún 5,6 teigar garðar 580m2.

Sandur

Sandur

Sandur – túnakort 1917.

10 hdr 1705. 1687 er jörðin seld og er á 10 hdr. Jarðabréf, 20. Bærinn var færður fyrir 1705 vegna skriðu og vatnsfalla. Austurkot nefnt í örnefnaskrá.
1705: „Tún eru nær engin , því öll hin fornu eru eyðilögð af skriðum og vatni og varð fyrir þeim háska bærinn af honum fornu tóftum að færa. Landþröng er mikil. Á hin sama brýtur árlega og fordjarfar engið, túnið og það lítið, sem verið er að rækta. Ekki má óhætt kalla bænum þar sem nú er hann fyrir skriðum og snjóflóðum. Sandfjúk spillir túni og engjum.“ JÁM III, 404.
1840: „Túnið er ekki mikið, engi nokkurt, land til sumarbeitar
nóg, en lítið um vetrartíma.“ SSGK, 257.
1917: Tún 3,5 teigar, mestallt slétt, garðar 1100m2.

Möðruvellir

Möðruvellir

Möðruvellir – túnakort 1917.

40 hdr 1702, tveir bæir. 1198 jarðarinnar getið í Sturlungu. Sturlunga saga I, 235 Jarðarinnar er einnig getið í Hauksbók og Þórðarbók Landnámu.
Tvö eyðibýli nefnd 1705, Svínadalskot byggð á selstöðu en komin í eyði og nýtt sem sel og Grámói sem fátt virðist vitað um. JÁM III, 415.
Nefnd í örnefnaskrá Múlakot og nafnlausar rústir af býli, báðar tóftir virðast vera í Svínadal og gæti önnur því verið af Svínadalskoti. Svínadalur er grösugur og fagur dalur. Vestari hlutinn tilheyrir Möðruvöllum en eystri hlutinn Írafelli.
1705: „Skriða spillir túninu merkilega … Engjar eru snögglendar mjög, og fordjarfast af skriðum árlega meir og meir og þurfa ábúendur engi annarstaðar til að fá. Vetrarríki er mikið. Hætt er fyrir snjóflóðum bæði túni og húsum.“ JÁM III, 415. „Þar er land mikið á Svínadal og dalverpi Trönudals. En engi örðugt mjög, sem þó er undirlagt oft grasspjöllum af leita- og lestamönnum á sumrin.“ SSGK, 256.
1917: Tún 8,7 teigar á báðum býlum, garðar 2200m2 á báðum býlum. „Túnin sléttuð að mestu og nokkuð slétt af náttúru. Fjárbælið er nú um stund í órækt (ófjárhæft) og því ekki talið hér með túninu. En blettur hjá því, núplægður, í góðri rækt.“

Írafell

Írafell

Írafell – túnakort 1917.

20 hdr 1705, 1/2 konungseign. Bændaeign (áður konungseign). 20 hdr. 1847. Tvíbýli á jörðinni. Bænhús var á jörðunni.
1705 er nefnd eyðihjáleigan Fornaskjól. Ónafngreind eyðihjáleiga nefnd í örnefnaskrá. Svínadalur er grösugur og fagur dalur. Vestari hlutinn tilheyrir Möðruvöllum en eystri hlutinn Írafelli.
1705: „Snjóflóð og skriður granda högum og engi, þó meir á kóngsins parti.“ JÁM III, 417.
1840: „Heyskaparjörð allgóð og á mikið og gott land bæði til fjalls og láglendis um hæðir og mýrarsund …“ SSGK, 256.
1917: Tún 5 teigar, garðar 1500m2. „Túnið mest alt sléttað á síðustu 20 árum, heldur sérvel.“ Túnakort.

þjóðsaga – legstaður

Írafell

Írafell – bæir og nokkrar minjar.

„Írafellsfjall, sem bærinn stendur undir. Á því eru þessi örnefni: Kýrdalsklettur (klettagnípa sunnan í miðri fjallsbrún), og vestur frá honum eru Stigabrekkur upp undir fjallsbrún. Ír[a]dalur er vestast á háfjallinu. Þjóðsaga segir, að þar sé frumbyggi Írafells (Íri) dysjaður. Vestur af fjallinu eru Axlir,“ segir í örnefnaskrá. Litlu norðaustan við gróna skriðu úr vestanverðu fjallinu er lítið dalverpi uppi á brún fjallsins, grasi gróið. Fyrir miðju er stallur og þar framan við er sefgras og engjagróður því sem næst fram á brún, en þurrt. Dældir eru í dalverpinu en engin sýnileg merki um legstað. Þessi staður er um 500 m norðaustan við bæjarstæði.

Gullkistuhóll – þjóðsaga

Írafell

Írafell – Gullkistuhóll.

„Austan við Stóraflóa er Brúarhlaðaás og Brúarhlaðaeyrar. Vestast á þeim er Gullkistuhóll. Þjóðsaga segir, að þar hafi Íri grafið gull sitt o. fl. Þrisvar sinnum hefir verið grafið í hólinn (síðast 1909 af Reykvíkingum) og ekkert fundizt. Austan til á miðjum Brúarhlaðaeyrum er Svartiskúti.
Suður frá honum (norðan í áðurnefndum Öxlum) er Gildurás,“ segir í örnefnaskrá.
Gullkistuhóll er skammt ofan við þjóðveginn suður af Brúarhlaðaási, um 1,2 km norðan við bæ.
Hóllinn er lágur og liggur gömul leið fast við hann og yfir hann að hluta. Norðan og norðvestanvert á hólnum er gróðurlaus melur og flagmói en annarsstaðar vex mosi og lyng. Nokkuð þýft er á gróna hlutanum. Vestan við hólinn er mýrlent, sunnan við hann eru hólar og hæðir og norðan og austan við hann eru grónar áreyrar.
„Magnús telur að enginn núlifandi maður geti bætt þessa skrá og staðfesti hann hana, en lét þess þó getið í sambandi við gröft í Gullkistuhól, að Magnús í Stardal hafi líklega stjórnað uppgreftinum 1909. Og sagan segir að þeim er unnu þetta verk hafi sýnst Hækingsdalsbærinn standa í björtu báli. En Hækingsdalur er eini bærinn sem sést af Gullkistuhól,“ segir í viðbótum við örnefnaskrá. Ekki eru greinileg merki þess að grafið hafi verið í hólinn en það hefur eflaust átt þátt í því að gróður er horfinn á köflum, auk vegagerðar. Hóllinn er um 25 x 20 m, liggur norðaustur-suðvestur.

Neðri-Háls

Neðri-Háls

Neðri-Háls – túnakort 1917.

Pr. lénsjörð. 30 hdr. 1847. 30 hdr. 1705, jörðin gefin presti sem þjónar Seltjarnarnesi. Bænhús er talið hafa verð á jörðinni.
1468: Jörðin er nefnd í vitnisburðarbréfi. DI V, 516.
1705 er Ullarhóll eyðihjáleiga og einnig er greint frá meintu býli sem nefnt er Arnakot en ekki þótti ljóst hvort þar var býli eða ekki.
1917: Tún 8 teigar, garðar 1450m2.
1840: „… jörðin hefir þó grasgefið tún, víðslægt engi og notagott beitiland vetur sem sumar.“ SSGK, 255.

Hvammur

Hvammur

Hvammur – túnakort 1917.

60 hdr. 1570, 1712. Bændaeign. „Hvamm-Þórir nam land á millum Laxár ok Forsár ok bjó í Hvammi. Hann deildi við Ref inn gamla um kú þá, er Brynja hét ok Brynjudalur er við kenndr; sú kvíga hafði horfit Þóri fyrir longu, en sú kvíga fannsk í Brynjudal, þar er Refr átti land, ok fjórir tigir nauta með henni, þeirra er oll voru frá henni komin ok höfðu gengit sjálfala úti; því kenndi hvor tveggja sér nautin. En Þórir fell fyrir Ref með átta manna, þá er þeir borðusk hjá hólnum þeim, er síðan eru kallaðir Þórishólar.“ Landnámabók, ÍF I, 56-59. Hvamms er einnig getið í Harðar sögu – ÍF XIII, 65, 86-70 og 79.
Í Sturlungasögu er getið Jörundar hins mikla úr Hvammi en hann var með Þorleifi í Görðum í Bæjarbardaga 1237 og má ráða af samhengi að hann hafi verið fyrirliði manna úr Kjós og Hvalfirði. Eftir bardagann var rænt í Saurbæ og Hvammi og bendir það til að búið í Hvammi hafi þá verið með hinum stærri í héraðinu. – Sturlunga saga I, 405 og 407.
Elsta heimild um kirkju í Hvammi er í Hítardalsbók frá 1367 – DI III, 21°8. 1397 átti kirkjan Hvammsey auk sex kúgilda – DI IV, 118 sbr. 1497 – DI VII, 375. Kirkjan var hinsvegar vígð 1502 og er vígslumáldagi hennar frá því ári varðveittur. Þar kemur fram að kirkjan hefur eignast skógartungu í Skorradal. Í tilefni af vígslunni var leyfi gefið til að vígja saman hjón, skíra börn og leiða konur í kirkju eftir barnsburð. Þá vígði Stefán biskup sérstaklega líkneski Lúkasar guðspjallamanns og verndardýrlings kirkjunnar og gaf hverjum þeim 40 daga aflát sem bæri líkneskið í skrúðgöngum, sem voru hluti af helgihaldi í kaþólskum sið, eða gerði kirkjunni nokkuð gagn – DI VII, 609-610.

Hvammsvík

Hvammsvík.

Í máldaga frá 1570 er þess getið að jörðin var 60 hdr að dýrleika – DI XV, 632. Á seinni hluta 16. aldar bjó í Hvammi Hannes Ólafsson lögréttumaður (kemur við skjöl á árabilinu 1565-1590) og eftir hann sonur hans Jón, sem var líka lögréttumaður og hreppstjóri í Kjósarhreppi og stóð í margskyns málastappi á alþingi á árunum 1619-1662. Sonur Jóns hét Ólafur og mun hafa búið í Hvammi eftir föður sinn en um 1700 höfðu börn Ólafs erft hann og jörðina og voru þá 5 systkin eigendur að Hvammi, en Hvammsvík var orðin sérstök eign sem gengið hafði úr ættinni fyrir miðja öldina þegar Ólafur Hannesson, bróðir Jóns lögréttumanns, seldi 12 hundraða erfðahlut sinn Brynjólfi biskupi í Skálholti – JÁM III, 431, 433. JÁM XIII, 70-71, 74-76, 85. Eitt systkinanna, Eyjólfur Ólafsson, sem var húsmaður á Akranesi lýsti því með bréfi hinn 13. mars 1709 að hann ætti fimmtung í Hvammi sem væri alls 60 hundraða jörð. Eyjólfur segir að hann fái nú jarðarhluta sinn varla byggðan „nema til hýsingar fátækra sveitarómaga og tíundargjalds þeim, sem búa á hinum hluta jarðarinnar. Eyjólfur getur um hálfkirkjuna og segir að Hvammsey, sem liggi undir kirkjuna, hafði áður verið slægjuland en að nú spretti lítið gras á henni „eða nær að segja ekkert“. Hann getur þess einnig að skógarítakið, sem kirkjunni er eignað, sé í Skógartungu í Vatnshornskógi í Skorradal – JÁM XIII, 70-71. Í JÁM er dýrleiki allrar jarðarinnar sagður vera 60 hundruð, en af þeim er hjáleigan Hvammsvík metin á 12 hundruð. Þá var tvíbýli í Hvammi en bóndinn í Hvammsvík leigði auk þess 4 hundruð af Hvammi og hafði þannig alls 16 hundruð af jörðinni undir bú sitt. Þessi skipting milli jarðanna hélst óbreytt fram á 19. öld en í skýrslu sýslumanns frá 1840 er Hvammur þó aðeins talinn vera 40 hundruð og Hvammsvík þeim mun meira eða 20 hundruð – JJ, 101.
1705 eru nefndir Naglastaðir, sem þá voru tóftir langt innan landamerkja, og tómthúsið Ásmundarstaðir, sem hafði verið í eyði í meira en tuttugu ár. Ekkert er vitað um byggð á Naglastöðum og eru tóftir þeirra ekki þekktar en Ásmundarstaðir hafa verið innantúns og mögulega orðið til um svipað leyti og Hvammsvík.
Eftir 1780 átti Páll Jónsson, hospitalshaldari í Gufunesi með meiru, meirihluta jarðarinnar að því er virðist um alllangt skeið en ekki er vitað til þess að hann hafi nokkurntíma búið þar – Alþ. Í. XVI, 397, 399-400, 524, 530; XVII, 140. Kirkjan í Hvammi var tekin af með konungsbréfi 17. maí árið 1765 – Sveinn Nielsson: Prestatal og prófasta, 114. Skógurinn sem kirkjan átti í Skorradal mun þá hafa lagst undir jörðina en í jarðabók frá 1804 er getið um hann.
1840: „… þar er þýft og tyrjótt tún, arðlítið , mýrarengi víðslægt og landrými allgott og vetrarhagabeit.“ SSGK, 255.
1847 bjuggu þrír leiguliðar í Hvammi auk eins í Hvammsvík.

Hvammsvík

Hvammsvík

Hvammur og Hvammsvík.

Var hjáleiga frá Hvammi, sjálfstætt býli 1847. Talið er að Jón Marteinsson muni fyrstur hafa byggt í Hvammsvík, en hann eignaðist jörðina í makaskiptum við Brynjólf biskup fyrir Eystra-Miðfell á Hvalfjarðarströnd um 1660. Þessi jarðarhluti mun vera þannig til kominn að 12 hundruð úr Hvammi voru erfðahluti Ólafs Hannessonar, bróður Jóns lögréttumanns í Hvammi, sem hann fékk eftir föður sinn 1609. Ólafur seldi síðan Brynjólfi biskupi hlutann og það mun hafa verið þá eða í tíð Jóns Marteinssonar sem Hvammsvík varð að sérstöku býli.
Í jarðabók Árna og Páls frá 1705 kemur fram að sr. Oddur Árnason á Kálfatjörn hafði átt jörðina til 1702 en þá hafði eignast hana Markús Brandsson á Vatnsleysu. Þáverandi ábúandi í Hvammsvík leigði einnig hluta af Hvammi og hefur Hvammsvík því ekki verið að neinu leyti minna bú en Hvammur þar sem var tvíbýli og jafnan síðan. 31.7.1749 selur Þórdís Halldórsdóttir Kort Jónssyni lögréttumanni Hvammsvík fyrir 12 hundruð með 2 ½ kúgildi – Alþ.Í. XIII, 472. Ári síðar eða 15.7.1750 er lýst fyrir hönd Herdísar Hallvarðsdóttur brigð í 12 hundrð í jörðinni Hvammi, kölluð Hvammsvík, og framboðnir peningar til innlausnar hennar – Alþ.Í. XIII, 475. 24.5.1792 gefur Solveig Kortsdóttir syni sínum sr. Oddi Þorvarðssyni hjáleigu í Hvammi í Kjós, Hvammsvík nefndri, 12 hundruð að dýrleika með 1 kúgildi, henni til uppiheldis fyrir lífstíð – Alþ.Í. XVI, 95. 3.1.1795 selur sr. Oddur Þorvarðsson Guðmundi Þórðarsyni jörðina Hvammsvík, 12 hundruð að dýrleika með 1 kúgildi – Alþ.Í. XVI, 235. Hvammsvík var jafnan talin 12 hundruð af dýrleika Hvamms, en 1840 telur sýslumaður hana 20 hundruð. Þó Hvammsvík væri aldrei svo vitað sé eign sömu aðila og áttu Hvamm eftir 1609 fyrr en á 20. öld þá voru formleg landaskipti aldrei gerð milli jarðanna og var beitilandi óskipt á milli þeirra. Ábúendur á jörðinni urðu að flytja af henni á árunum 1943-45 á meðan hersetulið var á staðnum. (HJ Ljósmyndir I, 28).
1712: Yfir tún hjáleigunnar fauk skel og sjávarsandur og engi hennar þóttu nær eyðilögð af skriðum.

Hurðarbak

Hurðarbak

Hurðarbak – túnakort 1917.

20 hdr 1705, Meðalfellskirkjueign. JÁM III, 411. 1847: 20 hndr. Bændaeign. JJ, 99.
Árið 1397 segir í máldaga Meðalfellskirkju: „a xxc j heimalandi. leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. …Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. so gropttur.“ DI IV, 115-116. „Snjóflóð féll á bæinn 1699 og tók fjós og fé.“ Hannes Þorsteinsson segir nafnið eiga að vera Hurðarbak en ekki Urðarbak eins og áður hafði verið lagt til að væri upprunaleg mynd þess.
HÞ: „Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“ Árbók fornleifafélagsins 1923, 34.
1705: Selstöðu í Meðalfellsland þarf með þágu að þiggja eður betala verði, því að búfjárhagar eru að mestu eyðilagðir af skriðum, og neyðast því ábúendur til að beita engi sitt geta þó ekki við varað að peningur gángi á Meðalfells og Þorláksstaða engi. Túnin eru merkilega fordjörfuð af snjóflóðum og skriðum, og er fyrir hvörutveggja þessum jafnan yfirhángandi voveiflegur mannháski manna og fjenaðar, gjörist og árlega í næstu 20 ár hjer af mein og skaði, og kostar það ábúendur stórerfiði sjerhvört ár og moka skriður, og hefur landsdrottinn það hingað til öngvu launað. Landþröng hin mesta.“ JÁM III, 411.
1840: „Þar er heyskapur allgóður, en mikið lítið beitiland og ekkert mótak.“ SSGK, 257.

Hurðarbak

Hurðarbak.

Túnakort 1917: Tún 5,4 teigar, garðar 2.160 m2.
Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: „Túnið girti hann [Sveinbjörn Guðmundsson 1906-1939] með netgirðingu. … En sjerstaklega gott verk gerði hann [Gunnar Holm 1939-1946] á Hurðarbaki með því að láta sljetta árbakkana (Laxár) í Hurðarbakslandi og yfirhöfuð engjarnar þar og Hurðarbaksnes, og er svo komið, að engjarnar mestallar að Hurðarbaki eru orðnar vjeltækar og fjótunnar og ná yfir mun stærra svæði en í tíð Sveinbjarnar Guðmundssonar. Gunnar fjekk sjer dráttarvjel til heimilisnota og fjekk hann hana viðeigandi greiðu og með þeim tækjum eru engjarnar að Hurðarbaki ákaflega fljótslegnar. Venjulega eru engjarnar á Hurðarbaki mjög grasgefnar, en Gunnar bar mikið á þær af útlendum áburði og eru þær nú [1949] í fremstu röð. Einnig bætti hann heimatúnið allmikið og stækkaði það nokkuð.“

Morastaðir

Morarstaðir

Morarstaðir – túnakort 1917.

16 hdr 1705, konungseign. JÁM III, 389. 1847: 16 hndr. Kirkjueign. JJ, 99.
1705: „Landþröng er mikil. Skriður spilla úthögum. Hætt er peníngi fyrir fornum torfgröfum.“ JÁM III, 389-390.
Túnakort 1917: Tún 3,2 teigar, að mestu slétt, garðar 600 m2. Í bókinni Ljósmyndir eftir Halldór Jónsson segir: „Þegar Einar [Jónsson] byrjar búskap [1908] á Morastöðum, hefir hann tjáð mjer, að túnið hafi gefið af sjer 120 hesta, en nú [1949] með nýræktinni um eða yfir 500 hesta, er bezt lætur. Er nú Morastaðatúnið að mestu orðið sljett og vjeltækt. Meir en helmingur af ræktuðu landi er nú túnauki, gerður í tíð þeirra feðga. … Þegar Einar kom að jörðinni, voru engar girðingar til, en nú er túnið girt með netgirðingu og nokkuð af engjum, röskir tveir kílómetrar.“

Eilífsdalur

Eilífsdalur

Eilífsdalur – túnakort 1917.

20 hdr. 1705, Eilífsdalskot 1/4 jarðarinnar 1705 þá í byggð. JÁM III, 399, 400. 1690: 20 hdr. jörðin seld fyrir 60 hdr í lausafé. Jarðabréf, 21.
Í Kjalnesinga sögu segir: „Helgi bjóla, son Ketils flatnefs, nam Kjalarnes millum Leiruvágs ok Botnsár ok bjó at Hofi á Kjalarnesi. … Helgi skipaði skipverjum sínum lönd þau, sem hann hafði numit; hann fékk Þrándi á Þrándarstöðum, Eilífi í Eilífsdal, Hækingi í Hækingsdal, Tind á Tindsstöðum ok þar hverjum, sem honum þótti fallit vera.“ ÍF XIV, 3.
Nafnið Eilífsdalur kemur fyrst fyrir um 1220 í máldaga Saurbæjarkirkju: „[í Saurbæ] liggia tiundir til millum blikdals ar. oc æilifsdals ar. nema af eyri. oc vr myrdal. ef þar bua landeigendr. þa sculu þeir taka sina tiund heima oc hiona sinna allra. en ef leiglendingar bua þar eða hiabuðar menn. þa scal j saurbæ þeirra tiund gialldaz oc hiona þeirra. ef þav giora skiptingar tiund;“ DI I, 402.
1352: Á Reynivallakirkja lambahöfn í Eilífsdal. DI III, 70-71.

Eilífsdalur

Eilífsdalur.

1468: Landamerkjabréf milli Eilífsdals og Mýdals. DI V, 516. [1478]: Á Reynivallakirkja lambabeit í Lambatungum í Eilífsdal. DI VI, 178-179. 1847: 20 hndr. Bændaeign. JJ, 100.
1705: „Engið er fordjarfað af skriuðum, en túnin brjóta árlega tvær ár, sem hjá þeim falla, er og háksi af þessum hvorutveggjum skaða jafnlega. Sandfjúk grandar ogso túnunum.“ JÁM III, 401.
Túnakort 1917: Tún 5,4 teigar, garðar 540 m2. Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: Engir voru kartöflugarðar í Eilífsdal, er hjer var komið sögu [1899-1912]. Kvað Oddur [Andrjesson], að reynt hafi verið að rækta kartöflur, en eigi lánazt vegna þess, hve jarðvegur er leirborinn þar sem til var sáð, og meiri hætta á næturfrostum þar í fjallakví að heita mátti. Fyrir allmörgum árum [texti skrifaður 1949] hefir þó verið hafizt handa í Eilífsdal um kartöfluræktun, en nokkuð fjær bænum, og gefizt yfirleitt allvel, enda í betri jarðvegi fyrir þann jarðargróða en heima við bæinn. … Í tíð Þórðar Oddssonar [1912-1941] var túnið girt með netgirðingu, en á árinu 1946 endurbættu bræðurnir [Oddur og Þorkell Þórðarsynir] girðinguna og stækkuðu hana, þannig, að hún nær um tún og engjar og er þa ð gott og mjög þarft verk.“

Fremri Háls (Litli Háls)

Fremri-Háls

Fremri-Háls – túnakort 1917.

12 hdr 1705. Eyðibýli 1705 voru Sauðafell, Möngutóftir (Margrétarkot) og Hulstaðir. JÁM III, 418. 1847: 12 hndr. Bændaeign. JJ, 100.
Hannes Þorsteinsson: Fremri-Háls réttnefni. HÞ:“Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“, Árbók fornleifafélagsins 1923, 34.
1705: „Túnin eru stórlega fordjörfuð af skriðum og enn hætt við meiri skaða bæði bænum og túnum, mönnum og fjenaði. Engjar öngvar í vissum stað, nema hvað slegið er vítt og dreift í heiðarlandi, og þó ekki í sama stað nema annaðhvört ár. En þær engjar, sem áður voru og nær liggja bænum, eru harnær eyðilagðar af skriðum og leir. Þverá, sem hjá túninu rennur, er kölluð Hálsá, brýtur túnið og ber grjót á. Hætt er bænum fyrir snjóflóði, og hefur það oft yfir fallið, so legið hefur við húsbroti.“ JÁM III, 418.
1840: „Heyskapur er erfiður og reytingslegur, en landrými mikið og gott, helzt um sumartímann, vetrarþungt.“ SSGK, 256.
Túnakort 1917: Tún 6,8 teigar, að mestu sléttað, garðar 950 m2.
Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: „Nokkrar umbætur hafa verið gerðar á túni jarðarinnar í Jóns tíð [á tímabilinu 1927-1949] með hjálp dráttarvjelar.“

Saudafell – sel

Fremri-Háls

Fremri-Háls; mögulegt sel við Sauðafell[skot]…

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1705 segir: „Selstöðu á jörðin í heimalandi.“ Þar segir einnig: „Saudafell hefur verið hjáleiga í þessarar jarðar landi, bygð í manna minni á fornu eyðibóli, þar sem halda, áður hafi lögbýlisjörð verið, en nær eyðilögð vita menn eigi, og hefur þetta land fyrir hundrað ár Hálsi átölulaust eignað verið. […] Eyðilagðist fyrir þá grein, að bóndanum á Fremrahálsi þótti sú bygð of mjög að sjer og sínum peningi þrengja, og eru nú síðan yfir 40 ár, sem það hefur ekki bygst; þar með er það vetrarríki mesta fyrir fannlögum, og því örvænt að aftur byggjast muni. Er þar nú selstaða frá Hálsi.“ Í örnefnaskrá Fremri-Háls segir svo frá: „Hálsá á upptök sín í Tjarnhólum, rennur eftir Seldal og áfram vestur með hlíðinni, sem síðar er nefnd, rennur skammt austan við bæ og út í Laxá. […] Upp af Selflóa er Stóra-Sauðafell, sem áður getur. Það afmarkast af Seldal. Vesturendi fellsins er nefndur Sauðafellstagl. Þar hjá eru tóftir gamals eyðibýlis, sem hét Sauðafellskot.“ Í viðbótum við örnefnaskrá segir einnig: „Úr þeim tjörnum kemur Selgil, sem rennur norður í Fremra-Hálsland í Kjós. Þar neðar, austan merkja, eru gamlar tættur eftir sel.“

Valdastaðir

Valdastaðir

Valdastaðir – túnakort 1917.

30 hdr. 1705, Reynivallakirkjueign. Munnmæli um að bænhús hafi verið á jörðinni.
1237 er jarðarinnar getið í Sturlungu. Sturlunga saga I, 406. 1352/1397 og um 1478 á Reynivallakirkja kastar skurð í landi jarðarinnar. DI III 70-71; DI IV, 116-117; DI VI, 178-79.
1705 er forn eyðihjáleiga í túninu og einnig nefnd þar Bollastaðir sem forn lögbýlisjörð sem Valdastaðir og Neðri-Háls hafa haft afnot af. JÁM III, 428.
1847: Kirkjueign. 30 hndr. JJ, 100. 1705: „Túnin liggja undir skriðum og so engið, og jafnlega verði fyrir þeim skaða, spillist og nokkuð ár frá ári. Landþröngt er heldur en ekki, og stendur jörðin á horni landsins.“ JÁM III, 428.
1840: „… þar er tún í betra lagi, engi nokkuð, lítið beitarland og stopul vetrarútbeit, vantar mótak …“ SSGK, 255.
Túnakort 1917: Tún 8 teigar, meirihluti sléttað, garðar 1900 m2.

Valdastaðir

Valdastaðir.

Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: „Þegar Guðmundur byrjar búskap á Valdastöðum [1875], var allt túnið kargaþýft. Tók hann brátt að sljetta það. Fyrstu áhöldin við túnasljettun voru torfljáir til ofanafristu og skófla. Vildi ganga illa að láta bitið haldast í ljánum í malarjarðvegi, eins og víða er í túnum undir Reynivallahálsi. … Þá var talið, að túnið hafi gefið af sjer að meðaltali árlega um 120 hestburði. Allt var þá ógirt, bæði tún og engjar. Síðan girti hann tún og að nokkru leyti engjar, mest með grjótgörðum. Þegar hann hætti búskap [1908], mun túnið hafa gefið af sjer um 300 hestburði, þá var það orðið mikið sljett, en ekki þó nærri allt. …
Árið 1944 var talið, að túnið fóðraði um 20 nautgripi, 15 hross og 250 sauðfjár, en síðan hefir það verið stækkað að mjög miklum mun. Nokkuð löngu áður en Guðmundur hættir búskap, var farið að nota ávinnsluherfi, eða nálægt aldamótum, en kerran kemur til sögunnar töluvert síðar. Sláttuvjel var næst fyrst farið að nota á Valdastöðum nálægt árinu 1928 og rakstarvjel nokkru seinna. Af ræktuðu landi fengust árið 1944 um 600 hestburðir.“

Fossá

Fossá

Fossá – túnakort 1917.

16 hdr 1705. JÁM, 436. 1847: 16 hndr. Bændaeign. JJ, 101. „Seljadalur: þar var búið fram til 1921 (Reynivallasel).
Á 17.öld sölsaði Reynivallaprestur undir sig Seljadal, en Fossá átti hann áður. Vindás átti þar líka sel (Sognssel), þess vegna er dalurinn kenndur við fleiri en eitt sel.“ Ö-Fossá ath og viðb., 3.
1840: „… ekki er hér heyskapur mikill, en hagkvisti gott og útigangur um vetur; partur norðan af Seljadal báðum megin liggur undir þessa jörð.“ SSGK.
Túnakort 1917: Tún 5,9 teigar, mest sléttað, garðar 800 m2. Í bókinni Ljósmyndir I segir svo: „Um aldamótin, eða laust eftir þau, tekur við búi á Fossá Ólafur Matthíasson, … Um aldamótin mátti segja, að túnið á Fossá væri sljett að einum fjórða hluta, sumt af því af náttúrunni. Ólafur Matthíasson gerði mikið að því að sljetta túnið, auðvitað með hinum gömlu aðferðum og höndum sínum. …
Árið 1939 fara bræðurnir Helgi og Björgvin Guðbrandssynir … að búa á Fossá og hafa búið þar síðan [skrifað 1949]. … Hafa þeir bætt túnið mjög mikið og haft til þess not af dráttarvjel. Eru báðir gefnir fyrir sauðfje og hafa mestmegnis haft þar sauðfjárbú og alifugla, en vegna veiki í sauðfjenu eru þeir farnir að leggja meiri rækt við að fjölga kúm og eru farnir að selja mjólk til Reykjavíkur og flytja hana með mjólkurbílum, er flytja af Hvalfjarðarströnd. … Einnig áttu þeir, sem Skorhaga og Þrándarstaðamenn, rjett til reka fyrir landi jarðarinnar og fengu þeir mikið efni með þeim hætti, og gott, að því skapi.“

Skorhagi (Múli)

Skorhagi

Skorhagi – túnakort 1917.

10 hdr. 1705. Eyðibýlið Þórkötlustaðir nefnt 1705. JÁM III, 441. Jörðin hét áður Múli og er Múla getið í máldaga Reynivallakirkju frá 1352. DI III, 70-71. Múla er getið í landnámu en þar bjó Refur hinn gamli sonur Þorsteins landnámsmanns í dalnum. Þar segir: „Hvamm-Þórir nam land millim Laxár ok Forsár ok bjó í Hvammi. Hann deildi við Ref um kú þá, er Brynja hét ok Brynjudalr er við kenndr; … Son Þórólfs smjors var Solmundr, faðir Þorsteins, þess er land nam í Brynjudal á millim Bláskeggsár ok Forsár; hann átti Þorbjorgu kotlu, dóttur Helga skarfs Geirleifssonar, er nam Barðastrond; þeira son var Refr í Brynjudal, faðir Halldóru, er átti Sigfús Elliða-Grímsson.“ ÍF I, 57, 59 (H18 og H19).
Hannes Þorsteinsson telur að jörðin hafi áður heitið Skorrhagi. HÞ:“Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“ Árbók fornleifafélagsins 1923, 34. 1705: „Tún jarðarinnar brýtur Brynjudalsá. Engjunum spilla skiður, og hefur bærinn fluttur verið fyrir þann skuld, að skriður eyðilögðu hin fornu tún að ofan, en áin að framan.“ JÁM III, 442.
1840: „… hér er heyskapur lítill, en góður útigangur vetur og sumar.“ SSGK, 254. 1917: Tún 2,8 ha (meira en 1/2 þýft), garðar 729 m2.
Í bókinni Ljósmyndir I eftir Halldór Jónsson segir: „Nokkrar umbætur hefur Júlíus [Þórðarson 1922-1951] gert á túninu í seinni tíð. Litlir matjurtargarðar eru í Skorhaga og hefir bú þeirra hjóna jafna verið lítið og mjög treyst á beit með sauðfje. Kýr hafa verið þar fáar.“ Ljósmyndir bls. 36-37.

Reynivellir

Reynivellir

Reynivellir – túnakort 1917.

Beneficial. 30 hdr. 1847. „Jarðabækurnar nefna bæði Vesturkot og Austurkot.“ JJ, 100 (nmgr.) Staður, dýrleiki ekki gefin upp 1705 vegna þess að þá var jörðin í eyði eftir snjóflóð sem féll um 1699. Þá var henni skipt upp í 3 býli, Nýjabæ, Austurkot og Vesturkot sem öll voru í byggð.
Kirkjunnar á Reynivöllum er fyrst getið í máldaga Ingunnarstaðakirkju og kirkjunnar í Eyjum: [1180]: „ef enginn fæsc prestr. [á Ingunnarstöðum] Þa scolo reynevellingar fyrst eiga kost at lata syngia til Þessa kaups ef Þeir vilia,“ DI I, 266.
[1180]: „Mariu kirkia i Eyivm … Þar scal syngia annan hvarn dag loghelgan af reyne vollom;“ DI I, 267. c. 1200: „veisla ger mót Páli bp á yfirreið,“ Biskupasögur I, 340.
1200: Kirkjunnar er næst getið í kirknaskrá Páls biksups. DI XII, 9. Í máldaga kirkjunnar frá 1352 segir: „a kirkian. allt heima lannd og eina vtjord er heitir j sornne. þridiung j laxafossi oc særliga siovarfoss. Bollstædijnnga hyl. kiosar sker. fiogara tiga sauda beit j mula lannd. lamba hofnn j eilyfsdal. ellefu tigum. ij manada beit gomlum saudum j sanndfellz hlijd oc skiolgard j vinndaslanndi oc kastar skurdur. er annar kastar skurdur j eyiarlannd. þridie til valldastada. xij rossa beit j þufu lannd. vj j eyrar lannd.“ DI III, 70-71.
Næsti máldagi kirkjunnar sem varðveist hefur er frá um 1367: „xliv. Mariukirkia a Reynevollum a heimaland alltt Sornns land. þridiung j laxfoss. Sioarfoss allann.“ DI III, 219.
Í Vilcinsbók frá því um 1397 segir: „a heimaland allt. Sornsland. þridiung j Laxfossi. Siofarfos allann. Kiosarskier. Bollstædingahylur. tuær skogartoptter j Skoradal oc ein j Svijnada.“ DI IV, 116-117. Í mádlaga Eyjakirkju frá 1397 segir: „[til Eyja] skal syngia annann hvern dag loghelgann af Reynivollumm. paskadag oc kyndilmessv.“ DI IV, 116.

Reynivellir

Reynivellir í byrjun 20. aldar.

Í máldaga Ingunnarstaðakirkju frá því 1397 segir: „ef ei fæst prestur. [á Ingunnarstöðum] Þa skulu Reynivellingar fyrst eiga kost ad lata syngia,“ DI IV 118. Í máldaga kirkjunnar frá því um 1478 segir: „Mariukirkia a reynivollum j kios a heimalannd allt sornns lannd. þridiunng j laxfosse. siofarfoss allann. kiosarsker. bollstædijnngahyl. ij skogartopter j skoradal oc eina j suijnadal. kastar skurd j vinndas lannd. annan j þorlaksstada lannd. þ[ridia] j ualldastada lannd. tueggia manada beit aullu saudfee a ve[tur]inn j sandfellzhlijd oc skiolgard j vinndaslannd. xl sauda hofnn j mula fiall oc skiol j mariuhelle oc scal sa telia epter hueria hrijd sem byr ä mula. lammba beit j lammbatungur j eileifsdal. xij hrossa beit a veturinn j þufu land. vj hrossa beit [j] eyrar lannd.“ DI VI, 178-79.
1486: Bréf um kirkjuna. DI VI, 586-87.
1575: Máldagi kirkjunnar. DI XV, 632-633.

Reynivellir

Reynivellir.

1705: „Túnin eru stórlega fordjörfuð, þau eru sjálum heimastaðnum fylgdu, og mikinn part eyðilögð, og er jafnan voði fyrir meiri skaða, so að ekki dirfast menn bygð að setja í hinu forna bæjarstæi síðan snjóflóð 1699 yfirfjell staðinn, braut hús, deyddi prestinn og 6 manneskjur aðrar, en beinbraut og limlesti þá, sem þó urðu með stórerfiði úr snjóflóðarústunum með mannsöfnuð upp mokaðir og náðust lífs, en þó að bana komnir. Engið, sem þó er bæði gott og mikið, skemmir stundum Laxá með grjóti og aur, þar með eru foruð á engjavegi, so að ekki verður tilsókt nema brúkað sje. Landþröngt er, so að ábúendur verða engið að beita, því að heimahagar eru mikinn part fordjarfaðir af skriðum.“ JÁM III, 425.
1847: „Jarðabækurnar nefna bæði Vesturkot og Austurkot.“ JJ,
100 (nmgr.). Einnig var um tíma búið á Reynivallaseli og á Gerði en þar var byggt timburhús yfir vinnumann um 1930.

Sogn

Sogn

Sogn – túnakort 1917.

1705: 12 hdr. 1705, Reynivallakirkjueign. JÁM III, 426. 1352, [1367] 1397 [1478]: Jörðin eign Reynivallakirkju. DI III, 70-71, DI III, 219, DI IV, 116-117, DI VI, 178-79. Árið 1705 er jörðin nefnd Sofn eða Sogn, 1840 Sorn en 1847 Sogn. Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu og Kjósarsýslu, 255. 1705: „Tún eru lítil og fordjarfast mjög af skriðum. Engið er gott en ærið votlent mikinn part og forað yfir að sækja, sem brúka þarf.“ JÁM III, 426.
1840: „… hefir lítið tún og beitiland, en engi mikið á Laxárbökkum, vantar mótak …“ Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu og Kjósarsýslu, 255.
Túnakort 1917: Tún 4,9 teigar, garðar 1100 m2.

Hvítanes

Hvítanes

Hvítanes – túnakort 1917.

20 hdr. 1705. JÁM III, 435. 1585: Jörðin gefin í arf. Metin á 20 hdr. Jarðabréf, 18.
Í eyði frá um 1942, í Hvítanesi byggði herinn mikið af byggingum, herskálahverfi o.fl. og lagðist jörðin því í eyði. Vígdrekar og Vopnagnýr, 69-76.
Í bókinni Kjósarmenn eftir Harald Pétursson segir: „Jón Helgason og síðari kona hans Lára Þórhannesdóttir bjuggu í Hvítanesi 1933-1941, en hrökkluðust þaðan er jörðin var hernumin. Þar hefur ekki verið búið síðan.“ Kjósarmenn, 81.
1705: „Túnum og úthögum spillir fjallsskriða.
Engjar eru nær öngvar, því skriður hafa mestan part eyðilagt þær litlar sem voru.“ JÁM III, 435.
1840: „… þar er stór tún, rammþýft. Engi lítið grasgott og lítið land til veitar – ekki óhult fyrir aurskriðum á túnið.“ SSGK, 255.
Túnakort 1917: „Mest alt túnið sléttað, smáblettir og jaðrar þýfðir. Tún telst 5,9 t. (Mikil útgræðsla). Kálgarðar 950 m2.“

Þrándarstaðir

Þrándarstaðir

Þrándarstaðir – túnakort 1917.

20 hdr. 1705. Bænhús var á jörðunni. JÁM III, 437-438. 1705 er nefnd nafnlaus eyðihjáleiga, í byggð um 1675-1700. Talin vera sama jörð og Þorbjarnarstaðir nefndir í Harðarsögu sem talin er rituð á fyrir hluta 13. aldar. ÍF XIII, xlix.
Jörðin nefnd í dómabréfi 1509 vegna úrskurðar um eignarétt á henni. DI VIII, 284. Bændaeign. 20 hdr. 1847. „Prestur einn nefnir Þrándarstaði „neðri“ og „efri“. Skálholtsstóls hjálendan er talin í jarðabóks stólsins 13 2/3 h. að dýrleika.“ JJ, 101 (nmgr.). 1840: „… heyskapur er ekki mikill, en beitarland betra og útigangur nokkur.“ Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 254-255.
Túnakort 1917: Tún 6,4 teigar, meira en 1/2 sléttað, garðar 1100 m2.

Ingunnarstaðir

Ingunnarstaðir

Ingunnarstaðir – túnakort 1917.

20 hdr 1705, Skálholtsdómkirkjueign, talið að hún hafi til forna verið 30 hdr. Bændaeign. 27 1/3 hdr. 1847.
Kirkju á Ingunnarstöðum er fyrst getið í máldaga frá um 1180: „Kirkia a oc in helga agatta allt land a Jngunar stoþum oc settung j eyrar lande.“ (DI I 266).
Kirkjunnar er næst getið í kirknaskrá Páls frá um 1200 (DI XII 10). Í máldaga frá því um 1367 segir: „Kirkia heilagrar Augottu a jngunnarstodum a heimaland alltt og siottung j eyialande.“ (DI III 219)
Í Vilcinsbók frá um 1397 segir: „a heimaland allt oc settung j Eyalanndi.“ (DI IV 118) 1575: Máldagi kirkjunnar (DI XV 632). „Jarðabækurnar (hinar eldri, nema stólsjarðabókin) telja jörð þessa með
Hrísakoti (A. M.), aðeins 20 hdr. Að dýrleika, og leggur sýslumaður 5 h. Þaraf á Hrísakot.“
Jarðabók Johnsens, 101 (nm.gr.) Hrísakot var hjáleiga 1705 en er orðin bændaeign 1847. Tvö eyðibýli eru nefnd 1705, Gullhlaðsvellir og Þórunnarsel. Hálfkirkja var á jörðinni. JÁM III, 339-441.
1705: „Túnum og engjum grandar skriða til stórmeina og kostar oft stórerfiði af að moka. Hætt er fyrir snjólfóðum bæði á bæ og tún.“ JÁM III, 440.
1840: „… sæmileg heyskapar og útigangsjörð; á hún hrístak og fjárbeit fram í dalnum, ekki frí fyrir skiðuáföllum og hefir lítið mótak eður ekki.“ Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 254.
Túnakort 1917: Tún 4 teigar, allt slétt, garðar 620m2.

hálfkirkja

Ingunnarstaðir

Ingunnarstaðir.

Í Jarðabók Árna og Páls frá 1705 er getið um hálfkirkju á jörðinni: „Hjer er hálfkirkja og embætti flutt þá er heimafólk er til sacramentis.“ Bænhús var á Ingunnarstöðum en ekki er vitað nákvæmlega hvar það var. Samkvæmt heimildamanni fór tveimur sögum af staðsetningu bænhússins. Annars vegar var talað um að það hefði verið heima við bæinn en hins vegar að það hefði verið í nokkurri fjarlægð suðvestan við bæ. Lengi mátti sjá glitta í hleðslu við suðausturhorn íbúðarhússins á Ingunnarstöðum, milli þess og fjárhúss og voru uppi getgátur um að sú hleðsla gæti staðið í samhengið við bænhúsið.

Hrísakot

Hrísakot

Hrísakot – túnakort 1917.

Árið 1705 er Hrísakot afgömul hjáleiga eða afbýli Ingunnarstaða. JÁM III, 439-440.
Samkvæmt bókinni Kjósarmenn eftir Harald Pétursson fór kotið í eyði árið 1919 en var nytjað frá Ingunnarstöðum fram til ársins 1953. Það ár byggðist kotið upp aftur fólki frá Ingunnarstöðum. Kjósarmenn, 43.
Samkvæmt Guðrúnu Björnsdóttur, heimildamanni, fór Hrísakot endanlega í eyði um 1964.
1840: „…Heyskaparlítið; á skógarland og allgóða útbeit við hagahús; þar er ekki mótar …“ Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 254.
Túnakort 1917: Tún 3,2 teigar allt slétt, garðar 460 m2.

Káranes

Káranes

Káranes – túnakort 1917.

20 hdr 1673, Jarðabréf, 19. 20 hdr 1705. Káranes er komið í byggð árið 1705 samkvæmt Jarðabók Árna og Páls en Káraneskot, hjáleiga, virðist ekki í byggð þetta sama ár. Þó er vísbending í texta um að þar sé engu að síður tvíbýli. Þar segir: „Ábúandinn Grímur Magnússon, býr á hálfri. Annar Loftur Bjarnason, býr á hálfri.“ JÁM III, 409-410.
Árið 1397 segir í máldaga Meðalfellskirkju: „a xxc j heimalandi. Leiguland Þat er ad Hurdarbaki heitir. …Þar liggia vnder tiunder af Hurdarbaki oc Karanesi oc lysitollar. So gropttur.“ DI IV, 115-116. Rjómabú var á jörðinni. Örnefnaskrá, 2.
1705: Landþröng er mikil, og bólgna vötn yfir mestallan haga um vetur, og gjörist því jörðin vetrarþúng í mesta máta.“ JÁM III, 410.
1840: „Heyskapur er þar nokkur á bökkum líkt og á hinu kotinu og landslag sama.“ SSGK, 258.
Túnakort 1917: Tún 3,7 teigar, garðar 1000 m2 . Allt sléttað.

Káraneskot

Káranes

Káranes.

Hjáleiga Káraness, ekki í byggð árið 1705 þegar Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er skrifuð. JÁM III, 409.
Í Jarðabók Johnsens frá 1847 er Káraneskot skráð sem hjáleiga. Þar segir í neðanmálsgrein. „Sýslumaður skiptir dýrleikanum jafnt niður á milli Káraness og kotsins, 10 h.á hvoru.“ JJ, 99.
1840: „… niður á flatlendi, á flötum hávaða við lítið seg; hefir allsæmilegan heyskap og mýrlendi til beitar, ekki mikið.“ segir í Sýslu- og sóknalýsingum Gullbringu- og Kjósasýslna. SSGK, 257.
Túnakort 1917: Tún 2,6 teigar, allt slétt, garðar 820 m2.

Laxárnes

Laxárnes

Laxárnes – túnakort 1917.

16 hdr 1705. Laxveiði góð árið 1705, þá sagt að áður hafi selveiði verið til hlunninda. JÁM III, 397-398.
1483: Jarðarinnar er getið í sölubréfi. DI V, 800. 1507: Jarðarinnar er getið í dómabréfi, þá virðist jörðin vera í Saurbæjarkirkjusókn. DI VIII, 146.
Flóakot: Hjáleiga í byggð fyrir 1685 samkvæmt Jarðabók Árna og Páls. Í bókinni Kjósarmenn segir frá því er kotið er aftur byggt upp um 1861 og var í byggð til 1870. Þar hefur ekki verið búið síðan. JÁM III, 398; Kjósarmenn, 451.
Melkot: Hjáleiga frá 1843-1849 og frá 1864-1882. Kjósarmenn, 444. HÞ telur Laxárnes réttara en Laxanes. HÞ:“Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“ Árbók 1923, 34.
1705: „Engjar eru öngvar, so annarstaðar þarf til að kaupa ut supra.“ JÁM III, 398.
Túnakort 1917: Tún 3,8 teigar, allt sléttað, garðar 820 m2.
„Móinn við voginn er kargþýfður, kafloðinn með háum bökkum við sjó, og brotnað því nokkuð. Mjóst er orðið milli bakkans og vestur túnsins við garðlagshornið um 16 metra. Þaðan norður eftir er túnefnið mikið og gott. Túnið alt afgirt.“

Mýdalur (Miðdalur)

Miðdalur

Miðdalur – túnakort 1917.

40 hdr 1705. Í Jarðabókinni frá 1705 er jörðin samanlagt metin á 40 hdr en henni var skipt í fjögur býli, þrír aðgreindir bæjir sem standa þó allir saman og heita allir Mýdalur. Fjórða býlið stendur á túninu og er nefnt Miðdalskot. Einnig er getið um eyðihjáleigu á bænum sem ekki er vitað hvar var. JÁM III, 385-389.
1468: Landamerkjabréf milli Eilífsdals og Mýdals. DI V, 516.: Mydals kirkiu maldagi. Maríu kirkia j Mydal aa .x.c j heimalandi og viij ær en Jon Palsson lagdi til suo .iiij. Kugilldi voru.“ DI VII, 54.
Jörðin átti uppsátursítak í landi Mela nálægt Kiðafellsárós. Konungur átti 6 hdr af jörðinni sem var árið 1847 metin á 36 hdr. JJ, 100.
„Mýrdalskot er fyrst nefnt 1802, en áður hlýtur það að vera talið með undir höfuðjörðunni, sem með Mýrdals parti var talin 40 h. Öll (A.M.) og parturinn þarí útaf fyrir sig 6 h., með 36 al. 1sk. 1 kúg. … Annars segir þar, að eyðijörðin „Efri-Mýdalur“ sé yrkt bæði frá Mýdal og Mýdalskoti.“ JJnm, 100. Jörðin heitir nú Miðdalur.

Mýdalur

Mýdalur (Miðdalur).

Mýdalskot hjáleiga, lögð undir Mýdal. HÞ telur Mýdalsnafnið réttast: HÞ:“Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“ Árbók fornleifafélagsins 1923, 34.
1705: „Tún, engjar og hagar eru sífeldum skriðum undir orpnar, sem árlega spilla, og er jafnan fyrir því hætt, jafnvel heygörðum og fjósum þeirra Sölmundar og Guðlaugs. … Engjar eru annars litlar mjög, snöggvar og grýttar. Landþröng er mikil. Hætt er fyrir snjóflóðum og foruðum.“ JÁM III, 388.
1917: Tún 3,3 teigar, garðar 550m2. Mestallt tún á Miðdal er slétt.

hálfkirkja
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1705 segir: „Hjer hefur áður hálfkirkja verið, og er hún aflögð fyrir löngu, so sjötigir menn minnast valla að húsið var uppi, og þó voru tíðir löngu fyr aflagðar.“ Í örnefnaskrá segir: „Brekka beint upp af bæ heitir Kirkjubrekka.“ Í viðbótum við örnefnaskrá segir einnig: „Kirkjubrekka: Eitt sinn var kirkja í Miðdal. Ef til vill hefur hún staðið undir þessari brekku. Ekki er vitað um grafreiti í Miðdal, nema að einn maður er jarðaður í þessari brekku.

Mýdalskot (Miðdalskot)

Miðdalskot

Miðdalskot – túnakort 1917.

1705, er Mýrdal skipt í fjögur býli, þrír aðgreindir bæir sem standa þó allir saman og heita allir Mýdalur. Fjórða býlið stendur á túninu og er nefnt Miðdalskot. Konungur átti 6 hdr af jörðinni.
1847: Hjáleiga Mýdals. „Mýdalskot … áður hlýtur það að vera talið með undir höfuðjörðinni, sem með Mýdalsparti var talin 40 h. Öll (A.M.) og parturinn þarí útaf fyrir sig 6 h., með 36 al. 1sk. 1 kúg.“ JJnm, 100.
1917: Meirihluti túna í kotinu er slétt.

Möðruvellir

Möðruvellir

Möðruvellir – túnakort 1917.

40 hdr 1702, tveir bæir. 1198 jarðarinnar getið í Sturlungu. Sturlunga saga I, 235 Jarðarinnar er einnig getið í Hauksbók og Þórðarbók Landnámu.
Tvö eyðibýli nefnd 1705, Svínadalskot byggð á selstöðu en komin í eyði og nýtt sem sel og Grámói sem fátt virðist vitað um. JÁM III, 415. Nefnd í örnefnaskrá Múlakot og nafnlausar rústir af býli, báðar tóftir virðast vera í Svínadal og gæti önnur því verið af Svínadalskoti. Svínadalur er grösugur og fagur dalur. Vestari hlutinn tilheyrir Möðruvöllum en eystri hlutinn Írafelli.
1705: „Skriða spillir túninu merkilega … Engjar eru snögglendar mjög, og fordjarfast af skriðum árlega meir og meir og þurfa ábúendur engi annarstaðar til að fá. Vetrarríki er mikið. Hætt er fyrir snjóflóðum bæði túni og húsum.“ JÁM III, 415. „Þar er land mikið á Svínadal og dalverpi Trönudals. En engi örðugt mjög, sem þó er undirlagt oft grasspjöllum af leita- og lestamönnum á sumrin.“ SSGK, 256.
1917: Tún 8,7 teigar á báðum býlum, garðar 2200m2 á báðum býlum. „Túnin sléttuð að mestu og nokkuð slétt af náttúru. Fjárbælið er nú um stund í órækt (ófjárhæft) og því ekki talið hér með túninu. En blettur hjá því, núplægður, í góðri rækt.“

Hækingsdalur

Hækingsdalur

Hækingsdalur – túnakort 1917.

30 hdr. 1705. Bænhús var á jörðinni. Eyðihjáleigur tvær 1705, Sauðhús og Háamýri. JÁM III, 419-422. Bændaeign. 30 hdr. 1847. JJ, 100.
1237: Í Sturlungasögu er getið um mann úr Hækingsdal. Sturlunga saga I, 405 og 407.
Varðveist hefur landamerkjabréf Vindáss frá því um 1270 þar sem getið er merkja milli Vindáss og Hækingsdals. DI II, 81-82.
Samkvæmt Hannesi Þorsteinssyni er Hækingsdallur réttnefni. „Rannsókn og leiðrjettingar á nokkrum bæjanöfnum á Íslandi“ Árbók 1923, 34.
1705: „Túnunum hverutveggjum spillir skriða og snjóflóð, og er fyrir því árlegur háski, kostar og oft erfiði af að moka. Enginu spillir ogso skriða.“ JÁM III, 421.
1840: „… Þar er heyskapur nokkur, en beitiland arðgott, einkum á sumrum og landrými …“Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 256.
Túnakort 1917: Tún 7,2 teigar, slétt, garðar 1370 m2.

Vindás

Vindás

Vindás – túnakort.

20 hdr 1705. Bústaður sóknarprests í Kjós gefin af kóngi eftir að bærinn að Reynivöllum eyðilagðist í skriðum og snjóflóði árið 1664. JÁM III, 422-423.
Varðveist hefur landamerkjabréf jarðarinnar frá því um 1270. Um landamerki milli Vindáss og Reynivalla annarsvegar og Vindáss og Hækingsdals hinsvegar. DI II, 81-82. 1352/1397 og um 1478 á Reynivallakirkja skjólgarð í landi jarðarinnar ásamt kastarskurði. (DI III 70-71, DI IV, 116-117, DI VI, 178-79).

Vindás

Vindás.

1705: „Engjar eru nær öngvar, sem þessari jörðu fylgdi áður hún var prestunum gefin, og brúkar því presturinn engið, sem óskpilt varð eftir, þá beneficium fordjarfaðist, so mikið af því og lítið sem hönum líkar. Högum spilla skriður.“ JÁM III, 422-423. 1840: „… Heyskaparlítil jörð með stóru og þýfðu túni. Þar er allgott beitarland um sumar og vetur og skógarblettur af smáviði í Sandfellshlíð.“ Sýslu- og sóknarlýsingar Gullbringu- og Kjósarsýslu, 256.
Túnakort 1917: Tún 5,2 teigar (meirihluti sléttað), garðar 1170 m2.

Heimildir:
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi I: Þorláksstaðir, Blönduholt, Þúfa, Þúfukot, Eyri, Eyrar-Uppkot, Eyrar, Útkot, Útskálahamar, Kiðafell, Möðruvellir, Írafell, Bær, Meðalfell, Meðalfellskot, Eyjar, Eyjahóll, Flekkudalur neðri, Sandur, Neðri-Háls, Hvammur og Hvammsvík – Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2008.
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi II: Hurðarbak, Morastaðir, Eilífsdalur, Flekkudalur, Grjóteyri, Fremri Háls, Valdastaðir, Fossá og Skorhagi –
Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2010.
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III: Reynivellir, Vesturkot, Seljadalur, Sogn, Hvítanes, Þrándarstaðir, Ingunnarstaðir og Hrísakot; II. bindi – Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2012.
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi III: Káranes, Káraneskot, Laxárnes, Miðdalur, Miðdalskot, Hækingsdalur og Vindás I. bindi – Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2012.

Kjós

Kjós – kort.

Hreindýrahorn

Lönguhlíðar takmarkast að austanverðu af Löngulíðahorni.
Svæðið innan (austan) við hornið, Lönguhlíðakrókur, ætti að mörgu leyti að vera áhugavert fyrir göngufólk, annars vegna vegna Stórkonugjáfegurðar ofanhlíðanna milli Hornsins og Kerlingarhnúka og hins vegar vegna Stóra-Bollahraunsins, sem rann þarna undir hlíðunum og inn fyrir Lönguhlíðahorn. Hraunið er apalhraun á þessu svæði, þakið þykkum hraungambra. Í kvosum og hvylftum leynist ýmislegt frá fyrri tíð, s.s. hreindýrahorn, hraunhellar, skjól og gamlar götur.
Stórkonusteinar nefnast nokkur móbergsbjörg í Lönguhlíðakróki, heldur nær Kerlingarskarði en Kerlingargili (sem er utan við Lönguhlíðarhorn). Samkvæmt gamalli munnmælasögu velti tröllskessa í Stórkonugjá björgunum niður af Lönguhlíðarfjalli þegar eftirreiðarmenn reyndu að fanga hana.
Stórihvammur eða Lönguhlíðarhvammur austan Lönguhlíðarhorns var mjög grösugur í eina tíð og gott beitiland, en sandburður hefur spillt undirlendinu. Þó má enn sjá gróin valllendi milli hrauns og hlíða. Hraunið er úr Bollunum í Skörðunum, sem fyrr sagði. Stóribolli er einn formfegursti gígur landsins og enn nær óraskaður. Ofan hvammsins eru tvö gil og upp af því vestara áberandi móbergsklettur, sem nefnist Stórahvamms-Stapi. Beggja vegna að ofanverðu eru háir móbergsveggir. Fíll verpir ofarlega í veggjunum.
Stórahvamms-StapiLönguhlíðarhorn skagar út úr hlíðinni líkt og Vatnshlíðarhornið norðan Lambhagatjarnar, Í því sunnanverðu er Kerlingagilið, ágæt gönguleið og greiðfær upp á Lönguhlíðar og áfram inn í Brennisteinsfjöll, eða þótt ekki væri fyrir annað en að skoða Mýgandagróf, hina litskrúðugu hvylft rétt innan við Lönguhlíðabrúnina.
Sagan segir að tröllskessa í Kerlingarhnúk hafi farið að heimta hvalreka á Hvaleyri ásamt systur sinni. Skiptin drógust vegna deilna um réttindi til hlutanna. Systirin hélt heim áleið um kvöldið ásamt fjölskyldu sinni, en skessan í Kerlingarhnúk ákvað að dvelja daginn eftir hjá vinkonu sinni í Hvaleyrahamri. Eins og alkunna er dagaði fjölskyldan fyrrnefnda uppi á Valahnúkum þegar sólin birtist þeim ofan við Grindarskörðin snemmmorguns.
LönguhlíðarkrókurTröllskessan úr Kerlingarhnúk dvaldi enn um sinn hjá vinkonu sinni. Tóku þær upp á ýmsu er hrekkti mennska menn á Hvaleyri. Varð svo mikið ónæði af skessunum saman að ábúendur ákváðu að fara gegn þeim. Söfnuðu þeir liði við sólsetur og kveiktu elda á hamrinum. Heimaskessan kærði sig kollótta, en vinkona hennar vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið. Ákvað hún að flýja ónæðið og halda heim á leið. Þegar tröllskessan var komin upp á Stórhöfða varð henni litið aftur. Sá hún þá háværan flokk manna með kyndla fylgja henni þétt eftir. Hélt hún þá för sinni áfram upp Stórahvammsgil (hét áður Stórkonuhvammsgil) í Undirhlíðum og alla leið upp á Lönguhlíðar um Stórkonugjá ofan við þar sem nú heitir Stórihvammur eða Lönguhlíðahvammur (-krókur).
LönguhlíðahvammurÞarna gætu örnefni hafa færst til, ekki síst vegna hraðans, sem á skessunni var. Eftirmenn fylgdu þétt á eftir. Þegar þeir voru komnir í Stórahvamm (sumir segja hann heita Stjórahvamm) bað fyrirliðinn þá nema staðar, enda tröllskessan þá kominn upp á efstu brúnir ofan gjárinnar. Það var líka vel af ráðið því nú tók tröllskessan til við að kasta í þá stórum steinum, hverjum á fætur öðrum. Fylgdarmenn forðuðu sér út úr seilingu og mun það hafa orðið þeim til lífs. Má enn sjá brunaför eftir þá í hrauninu neðan við hvamminn. Biðu þeir síðan af sér húmið. Skömmu fyrir birtingu hvarf tröllskessan í átt að Kerlingarhnúk og linnti þá látunum.
Til marks um atburðinn forðum má enn sjá svonefna Stórkonusteina undir Stórkonugli og er Stórahvamms-Stapi þeirra stærstur. Lækur rennur niður í Lönguhlíðarkrók frá Kerlingarskarði vestanverðu. Heitir hann Stórkonulækur.

Grindarskörð

Grindaskörð og Bollar. Helgafell nær.

 

Járngerðarstaðir

Þegar Vesturbraut í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík var nýlega grafin upp vegna úrbóta  á varanlegri gatnagerð kom verktakinn niður á hlaðið garðlag. Sá hafði þegar uppi snör handtök, fjarlægði garðinn og mokaði yfir. Vitni urðu þó að atvikinu. Skv. Þjóðminjalögum hefði verktakanum borið að tilkynna fundinn til Fornleifaverndar ríkisins. Ekki er ólíklegt að ætla að þarna hafi verið um að ræða leifar heimagarðs gamla bæjarins á Járngerðarstöðum, þeim er kom við sögu „Tyrkjaránsins“. Af meðfylgjandi uppdrætti að dæma liggur Vesturbrautin í gegnum gamla veggstæðið. Eðlilegt er því að spyrja: „Í ljósi gildandi laga; hvers vegna var ekki gert ráð fyrir að minjar myndu finnast á þessu svæði áður og á meðan á framkvæmdunum stóð og hvers vegna var ekki fylgst með hvort svo væri?“
Járngerðarstaðir - grá lína er ætlaðir garðarÍ
Þjóðminjalögum, 2001 nr. 107, 31. maí segir: „12. gr. Hver sá sem verður var við að fornleifar liggi undir skemmdum skal gera Fornleifavernd ríkisins viðvart. Ef fyrirsjáanlegt er að minjastaður spillist vegna breyttrar landnotkunar eða framkvæmda skal viðkomandi sveitarfélag eða framkvæmdaraðili gera Fornleifavernd ríkisins viðvart með hæfilegum fyrirvara. Fornleifavernd ríkisins ákveður að höfðu samráði við Náttúruvernd ríkisins hvort rannsóknar er þörf, hvort friðlýsa beri viðkomandi stað eða hvort fornleifarnar megi víkja og þá með hvaða skilmálum.
13. gr. Nú finnast fornleifar sem áður voru ókunnar og skal finnandi þá skýra Fornleifavernd ríkisins frá fundinum svo fljótt sem unnt er. Sama skylda hvílir á landeiganda og ábúanda er þeir fá vitneskju um fundinn. Ef fornleifar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd uns fengin er ákvörðun Fornleifaverndar ríkisins um hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum.

Gamli bærinn á Járngerðarstöðum

14. gr. Nú telur landeigandi, ábúandi eða einhver annar, þar á meðal sá sem stjórnar opinberum framkvæmdum, að hann þurfi að gera jarðrask, svo sem vegna vegagerðar, veitulagnar, framræslu eða skógræktar, er haggað geti við fornleifum og skal hann þá skýra Fornleifavernd ríkisins frá því áður en hafist er handa við verkið. Lýst skal nákvæmlega breytingum þeim er af framkvæmd mundi leiða. Fornleifavernd ríkisins ákveður hvort og hvenær framkvæmd megi hefja og með hvaða skilmálum. Við allar meiri háttar framkvæmdir, svo sem vegagerð, virkjanaframkvæmdir, flugvallargerð, veitulagnir og skógrækt, skal sá sem fyrir þeim stendur bera kostnað af nauðsynlegum rannsóknum.
Kostnaður Fornleifaverndar ríkisins vegna athugunar á fornleifafundi sem gerð er í því augnamiði að staðfesta eðli og umfang fundarins skal greiddur af stofnuninni.
Framkvæmdaraðili greiðir kostnað vegna þeirra rannsókna á fornleifum sem Fornleifavernd ríkisins úrskurðar að séu nauðsynlegar vegna athafna hans
.“
Var bygginganefnd Grindavíkur í fríi? Þarf að fjölga byggingafulltrúum í bænum svo hægt verði að fylgjast með að fleiri fornleifum verði ekki spillt í framtíðinni? Mun verktakinn iðrast? Hvert verður frumkvæði Fornleifarverndar ríkisins? Spennandi tímar virðast vera framundan. Meira HÉR.

Járngerðarstaðir og Vesturbraut

Lágafellsleið

Í annarri frásögn hér á vefsíðunni má lesa um svonefnda Lágafellsleið, þ.e. forna leið milli Grindavíkur og Ósa um Lágafell og áfram yfir að verslunarstöðunum við Þórshöfn og Básenda. Í þeirri ferð tókst að rekja götuna frá Lágafelli niður í Ósabotna. Litlar vörður voru víða við þann kafla leiðarinnar. Núna var suðurhlutinn rakinn, frá Lágafelli að Árnastíg í norðvestanverðum Eldvörpum.

Lagafellsleid-22

„Á 14. öld varð skreið aðalútflutningsvara landsmanna og fiskveiðar munu hafa eflst mjög. Þar var Grindavík engin undantekning. Framan af var skreiðarverslunin í höndum norskra kaupmanna og miðstöð hennar var í Bergen. Þegar kom fram á 15. öld urðu Englendingar sífellt umsvifameiri á fiskimiðunum hér við land og í helstu verstöðvum. Í kjölfar þeirra fylgdu þýskir Hansakaupmenn sem brátt náðu yfirhöndinni í skreiðarversluninni af Norðmönnum. Hörð samkeppni ríkti milli Englendinga og annarra kaupmanna um íslensku skreiðina, og sló oft í brýnu með þeim.
Lagafellsleid-27Þegar kemur fram á 16. öld bundust valdsmenn innanlands og Hansakaupmenn samtökum um að reka Englendinga burt héðan. Þess má geta að umboðsstjórn konungs var um þetta leyti oftast í höndum þýskra manna. Englendingar höfðu aðalbækistöðvar sínar í Hafnarfirði, en voru hraktir þaðan 1518. Eftir það varð Grindavík þeirra aðalhöfn, en ekki sátu þeir lengi á friðarstóli þar. Englendingar stunduðu hér miklar fiskveiðar úr landi, og höfðu því fjölda innlendra manna í sinni þjónustu – eða allt þar til þeir voru hraktir af landi brott 1539.
Englendingar höfðu aðalbækistöðvar sínar í Hafnarfirði, en voru hraktir þaðan 1518. Eftir það varð Grindavík þeirra aðalhöfn, en ekki sátu þeir lengi á friðarstóli þar. Englendingar stunduðu hér miklar fiskveiðar úr landi, og höfðu því fjölda innlendra manna í sinni þjónustu – eða allt þar til þeir voru hraktir af landi brott 1539.
Árið 1640 hættu kaupmenn að sigla á Grindavík og tóku upp kaupskap á Básendum ís taðinn. Hefur þetta sjálfsagt verið vegna þess að ekki var óalgengt aðs kipum hlekktist á í höfninni og eitt sinn, skömmu eftir tilkomu einokunarinnar mun skip hafa farist þar. Grindvíkingar kvörtuðu sáran undan missi verlsunarinnar, enda var það þeim til mikil óhagræðis að þurfa að flytja afurðir og verslunarvörur sínar til og frá Básendum. Þá varð þetta til að fæla frá utanhéraðsmenn sem gerðu út á vertíðina. Þar var svo eftir að Brynjólfur Sveinsson biskup beitti sér í málinu að Grindavíkurhöfn var tekin upp aftur 1664.

Staðarvör

Staðarvör.

Var höfnin nú flutt í Staðarhverfi. Hélst verslun þar allt til 1745 að hún var aftur felld niður, og þurftu Grindvíkingar síðan að flytja vörur sínar á Básenda enn á ný. Var því nú borið við að höfnin væri að fyllast af sandi svo skipin tækju niðri. Til að bæta mönnum upp óþægindin var Grindvíkingum heitið flutningsgjaldi fyrir vörur sem þeir legðu inn hjá Básendakaupmanni. 

Lagafellsleid-24

Þrátt fyrir það voru þeir óánægðir með þetta ástand og stóð oft í stappi út af flutningsgjaldinu. Eftir 1745 var engin föst verslun í Grindavík í einaoghálfaöld. Sagt er að kaupmannshúsin færu í sjóinn í miklu flóði 1799. Þá brotnuðu einnig verslunarhúsin á Básendum í þessu sama flóði og féll verslun niður þar. Grindavík var ætíð með minnstu verslunarhöfnum á einokunartímanum. Hún var þó eftirsótt vegna fisksins sem þaðan kom. Jón Aðils segir í bók sinni um einokunarverslunina að Grindavík og Básendar saman hefðu verið leigð fyrir 743 ríkisdali á ári 1684, en leigan hækkað í 1150 ríkisdali 1689. Hafnirnar voru þá boðnar hæstbjóðendum. Kaupsvæði verslunarinnar náði aðeins um hreppinn, Grindavík og Krýsuvík, en öðru hvoru var verslun sótt þangað úr Höfnum, Selvogi og Ölfusi, meðan slíkt leyfðist á einokunartímanum.“
Lagafellsleid-34Í örnefnalýsingu Vilhjálms Hinriks Ívarssonar frá Merkinesi um Hafnahrepp má lesa eftirfarandi: „Svo sem 1/2 kílómetra norðaustar í gjánni er klapparhóll, sem lítið ber á, og heitir hann Gamli-Kaupstaður. Ekki er kunnugt um nafngift þessa nema ef vera kynni, að setja megi í samband við alfaraleið (hestagötu) úr Grindavík til Keflavíkur til forna og þarna hafi máske verið áningarstaður.“
Líklega á Vilhjálmur Hinrik við þessa götu þegar hann nefnir alfaraleiðina. Um er að ræða auðvelda reiðleið, tiltölulega slétta að Lágafelli. Ásinn, sem þar þarf að fara yfir, er aflíðandi, gróinn og mjög greiðfær. Norðan í hlíðinni sést gatan mjög vel.
Sem fyrr sagði var ætlunin að skoða þetta víðfeðmi betur fljótlega m.t.t. framangreinds. Lítið sést til gömlu leiðarinnar suðaustan undir Lágafelli (þ.e. milli Lágafells og Sandfells, en þegar komið er inn á Eldvarpahraunin þar sem þau eru sléttust um mið Eldvörpin, sést gatan glögglega þar sem hún er mörkuð í hraunhelluna, allt þar til hún sameinast Árnastíg við háa og myndarlega vörðu. Á meðfylgjandi korti (því neðra) er umrædd leið grænlituð.

Heimild:
-Hafnir (Hafnahreppur), Vilhjálmur Hinrik Ívarsson skráði; fæddur 12/8 1899, Eyvík, Grímsnesi, Árnessýslu; flytur að Merkinesi í Höfnum 1934.
-Ægir, 78. árg. 1985, 6. tbl. bls. 301-308.

Lágafell

Varða við Lágafellsleið.

Beinakerling

Í Morgunblaðinu árið 2001 segir Árni Björnsson frá „Beinakerlingum„:
„Nokkrar stórar hlaðnar vörður við alfaravegi hafa verið kallaðar beinakerlingar. Sagnir eru um þær meðal annars á Mosfellsheiði, Botnsheiði, Skarðsheiði, Þorskafjarðarheiði, Stóra-Vatnskarði, Vatnahjalla ofan Eyjafjarðar, Smjörvatnsheiði milli Vopnafjarðar og Jökuldals, Fjallabaksvegi og Mýrdalssandi, en nafnfrægastar hafa orðið kerlingarnar á Kaldadal, Stóra-Sandi og Kili. Ekki er öldungis ljóst hvernig nafnið er hugsað. Algengt er reyndar að drangar séu nefndir karl eða kerling og því var nærtækt að gefa uppmjóum vörðum svipað heiti. Athygli vekur að getið er um beinahrúgu við sumar þeirra eða bein sjást enn innan um grjótið.
beinakerling-3Þekktasta skýring er á þá lund að ferðamenn hafi stungið skilaboðum í hrosslegg og komið honum fyrir í vörðunni. Menn gátu verið að láta aðra vita af ferðum sínum, tilkynna um strokufé, segja frá nýmælum eða vara við einhverri hættu. Þá var stutt í að menn í góðu skapi sendu væntanlegum ferðalöngum kersknisvísur á sama hátt. Sá kveðskapur hefur haldið minningu beinakerlinganna lengst á lofti og orðið beinakerlingavísa er löngu farið að merkja groddalega neðanþindarvísu af þeim toga sem nú á dögum virðist ein helsta skemmtun kvenna sem karla í fjölmiðlum og á mannamótum, svo því er líkast sem fólk sé upp til hópa nýbúið að fá hvolpavit.
Önnur túlkunartilraun er á þá leið að hér sé upphaflega ekki um nein dýrabein að ræða, heldur nafnorðið beini í merkingunni hjálp eða greiði, að fá góðan beina, og sagnorðið að beina manni leið í rétta átt. Merkingin hafi því einna helst verið „hjálpsöm kona“. Þeir sem löngu síðar skildu ekki þessa merkingu tóku að búa sér til nýja skilgreiningu.
Þriðja tilgátan gerir beinakerlingar að minjum um heiðinn átrúnað, til dæmis að hörgum frjósemis-gyðjunnar Freyju. Hér hafi dýrum verið blótað henni til heiðurs og beinin séu leifar þeirra. Í samræmi við það hafi átt sér stað frjósemisdýrkun með frjálslegu kynlífi eins og víða eru spurnir af meðal þjóðflokka sem enn eru tengdir náttúrunni á eðlislægan hátt. Eftir kristnitöku hafi kirkjan fordæmt og afskræmt slíkt athæfi og kallað saurlífi. Leifar þessa finnist í blautlegum athöfnum og kveðskap í tengslum við beinakerlingar.
GluggavardaFjórða skýringartilraunin er sú að upphaflega hafi fé eða hestar sem drápust á ferðalögum verið urðaðir og grjóti hlaðið utan um skrokkinn í þrifnaðar- eða hreinlætisskyni svo að hrætætlur fykju ekki út um víðan völl. Þegar skrokkarnir rotnuðu undir grjótinu urðu beinin ein eftir og stóðu út á milli steinanna eða sást í þau inni í hrúgunni. Eftir nokkrar aldir vissi enginn lengur hvernig á þessari beinahrúgu stóð og hugmyndaríkir menn tóku að smíða kenningar.
Fyrsta tilgátan er að sjálfsögðu vinsælust, enda í samræmi við þá lagfæringu á orðum Ara fróða að „hvatki er missagt er í fræðum þessum, þá er skylt að hafa það heldur, er skemmtilegra reynist“. Elstu varðveittar beinakerlingavísur eru frá lokum 17. aldar. Þær eru oftast ortar í orðastað kerlingar sem ögraði næsta ferðamanni til að sanna henni karlmennsku sína.“
Við þetta má bæta að ekki er ósennilegt að beinakerling, hafi verið hlaðin varða, stök á áberandi hól eða hæð, vegamótum eða á öðrum slíkum stað, þar sem sérstök þörf hafi verið á til að beina vegfarendum rétta leið á annars villgjörnu svæði.

Heimild:
-Morgunblaðið 3. mars 2001, bls. 40.

Skilaboðavarða

Skilaboðavarða millum Krýsuvíkur og Herdísarvíkur.

Lágafell

Á Lágafelli stóð bænhús fyrir árið 1700 en staðurinn tengdist aftur kristnisögu sveitarinnar seint á síðustu öld þegar Lágafellskirkja var reist eftir harkalegar deilur, en af þeim segir í Innansveitarkroniku eftir Halldór Laxness. Lágafellskirkja hefur verið endurbyggð en er að stofninum til sama kirkjan. Að Lágafelli bjó athafnamaðurinn Thor Jensen síðustu æviár sín.

Lágafell

Lágafell – hermenn í nágrenninu á stríðsárunum.

Nokkur þúsund hermenn bjuggu í bröggum í Mosfellssveit í síðari heimsstyrjöldinni (frá Lágafelli að Suður-Reykjum og Hafravatni). Ein eftirminnilegasta ljósmyndin frá þeim tíma er af nokkrum hermönnum við loftvarnabyssu á lágri hæð í virki norðvestan við Lágafellskirkju. Byssan er horfin og mennirnir einnig, en eftir stendur gróið virkið til áminningar um hinu válynda tíma í sögu mannkynsins, ekki bara hér á landi heldur og um gjörvalla heimsbyggðina.
Á skilti við Lágafellskirkju stendur: „Hér að Lágafelli var bænhús seint á miðöldum en Lágafellskirkja var vígð árið 1889 og er að stofni til sú sama og hér stendur. Endurbætur voru gerðar á kirkjunni 1956 og 1979. Lágafellskirkja tekur 160-180 manns í sæti.

LágafellLágafell er gömul bújörð og prestar Mosfellinga sátu hér í kringum aldamótin 1900. Á þriðja ártaug 20. aldar eignaðist athafnamaðurinn Thor Jensen (1863-1947) jörðina og bjó hér á efri árum sínum í íbúðarhúsi sem stendur enn. Á 5. áratugnum keypti Mosfellshreppur hluta af Lágafellslandi og var því skipt niður í nokkur nýbýli þar sem búskapur var um nokkurt skeið. Stór hluti af þéttbýliskjarna Mosfellsbæjar hefur risið í landi Lágafells.“
Meðfylgandi ljósmynd er af Mosfellingum árið 1901 eftir messu að Lágafelli. Guðrún Þorláksdóttir og Sigurður Guðmundsson héldu þá gullbrúðkaup sitt hátíðlegt þennan dag.

Lágafell

Lágafell – Lágafellshúsið (þinghúsið).

Myndin er af Þinghúsinu, eins og það var kallað. Myndin er tekin úr turni Lágafellskirkju. Ártal óvíst.
Í Sögu Kjalarnesprófastsdæmis segir að presturinn sr. Jóhann Þorkelsson hafi flutt að Lágafelli árið 1885 og búið í eigin húsi og sama hafi gengt um eftirmann hans, sr. Ólaf Stephensen sem þjónaði Mosfellingum á árunum 1890-1904. Ólafur þessi gerði samning við Lestarfélag Lágafellssóknar um viðbyggingu við hús sitt árið 1898.
Þegar maður veltir fyrir sér hvenær Lágafellshúsið er byggt má gera ráð fyrir að það hafi verið einhvern tíma í kringum byggingu og vígslu kirkjunnar, en Lágafellskirkja var byggð árið 1888 og vígð árið eftir 1889.

Lágafell

Lágafell – þinghúsið.

Í ritinu Bókasafn í 100 ár, saga Lestarfélags Lágafellssóknar og Héraðsbóksafns Kjósarsýslu, kemur fram að kirkjan og þinghúsið hafi lengi verið einu samkomustaðir sveitarinnar. Á árunum 1898-1922 fór öll félagsstarfsemi Mosfellinga fram í Lestrarfélagshúsinu eða þangað til Brúarland var byggt árið 1922.

Viðbyggingin sem Lestrarfélagið byggði var kallað Þinghúsið eftir að Mosfellshreppur festi kaup á henni.

Viðbyggingin var haldið við húsið með langri járnslá sem lá þvert í gegnum það. Segir í sögu bókasafnsins að íþóttamannslegir drengir hafi notað þessa slá til ýmissa æfinga um leið og þeir sóttu sér lesningu í bókasafnið í húsinu.

Húsið var flutt árið 1968 á þann stað þar sem það stendur nú, í Hlíðartúni, nánar tiltekið við Lágumýri 6.

Lágafell

Lágafell (MWL).

„Lágafell í Mosfellssveit er í landnámi Þórðar skeggja, en hann nam land á milli Úlfarsár og Leiruvogs“ (Landnámabók I, bls. 48). Jörðin Lágafell er fyrst nefnd í skrá um jarðir sem komið hafi undir Viðeyjarklaustur eftir að Páll ábóti kom til Viðeyjar. Lágafell er þar skráð 20 hundraða jörð. Skrá þessi er gerð 1395.
Árið 1541 er hin nýja kirkjuskipan samþykkt um Skálholtsbiskupsdæmi. Konungur hafði slegið eign sinni á klaustureignir í löndum sínum og svo varð einnig hér á landi. Þróunin gat því ekki orðið á annan veg en að Lágafell yrði krúnujörð.

Lágafell

Lágafell 1895.

Árið 1547 fær Jón Bárðason „lífsbréf“ af konungi fyrir ábýlisjörð sinni „Laugefeldt“ [Lágafelli] (Dipl. Isl. XI, bls. 593). Í Fógetareikningum Kristjáns skrifara og Eggerts Hannessonar frá 1547-1552 er Lágafell skráð, leiga og landskylda jarðarinnar. Leigan, landskylda og skreiðargjaldsreikningar þessir eru af konungsjörðum í Borgarfirði, Viðeyjarklaustursjörðum, öðrum konungsjörðum í Kjalarnesþingi og af Skóga- og Merkureignum (Dipl. Isl. XII).
Sumarið 1703 skrifuðu þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín jarðabók Mosfellssveitar og í henni er eftirfarandi lýsing Lágafells: Eigandinn kóngl. Majestat. Ábúendur Jón Ólafsson, býr á hálfri, annað Þorvaldur Teitsson, býr á hálfri. Landskuld i c. Betalast með fríðu uppá sama taxta sem áður greinir að kvikfjenaður sje hjer í sveit af Bessastaðamönnum í landskuldir tekinn.

Lágafell

Lágafellskirkja 1889.

Við til húsabótar leggja ábúendur. Leigukúgildi iii. Leigur betalast í smjöri heim til Bessastaða eður Viðeyjar. Kúgildin uppýngja ábúendur. Kvaðir eru mannslán um vertíð, eitt af allri jörðinni, og gjalda ábúendur það til skiptis. Í tíð Heidemanns voru tvö mannslán, ef tveir bjuggu á jörðunni, og gaf hann þá tíu fiska þeim, er í það sinn ekki fjell til að gjalda mannslánið. Hestlán til alþingis tvö ef tveir ábúa og hestar eru til, og í tíð Jens Jurgenssonar kveðst Jón Ólafsson hafa til látið í þessa kvöð hross sex vetra gamalt, og það síðan aldrei aftur fengið og öngvan betaling fyrir. Dagslættir tveir í Viðey, gjaldast in natura ella leysast með tíu fiskum og fæðir bóndinn sig sjálfur nema hvað einu sinni á dag er í tje látinn lítill mjólkurmatur.

Lágafell

Lágafellskirkja um 1960.

Hríshestar tveir, sinn af hverjum. Tveir hestar af digulmó og stundum fjórir. Torfskurður í mógröfum síðan Heidemanns tíð að aflögðust megin skipaferðir, en þessa kvöð hefur umboðsmaðurinn Páll Beyer í næstu tvö ár ekki kallað. Skipaferðir allt fram á Heidemanns tíð, en aflögðust þá upp hófst forpachtningin, og skip kom ekki lengur í Seyluhöfn.
Timbur í Þingvallaskóg að sækja á tveimur hestum og fæða sig sjálfur. Þessi kvöð hófst og endist í Heidemanns tíð. Húsastörf á Bessastöðum í Heidemanns tíð, stundum í samfelda þrjá daga, og var hvorki gefinn matur nje drykkur. Fóður um vetur, aldrei minna en ein kyr að þriðjúngi og aldrei meira en ein kýr að fullu.

Lágafell

Lágafell 1940.

Er þessi kvöð í fyrstu so upp komin, að í tíð foreldra þeirra, sem nú eru á lífi, voru frá Viðey skikkuð tvö lömb á bæ í sveitina og síðan smáaukið. Þessi kvöð hefur nú í ár ekki kölluð verið og ekki meir í fyrra en eins lambs fóður.
Kvikfjenaður hjá Jóni viii kýr, ii kvígur veturgamlar, ii úngkálfar, xvii ær með lömbum, i geld, vi sauðir gamlir, vi þrevetrir, vii tvævetrir, xiiii veturgamlir, ii hestar, i foli veturgamall, ii hross, i unghryssa; hjá Þorvaldi vi kýr, ii kvígur veturgamlar, i naut þrevett, ii úngkálfar, xii ær með lömbum, ii sauðir tvævetrir, xi veturgamlir, i hestur, iii hross, i únghryssa.
Selstöðu hefur jörðin áður brúkað í Stardal. Vatnsból meinlega erfitt, þá snjóvetrar eru (Jarðabók Árna og Páls).

Lágafell

Lágafell – herforingjaráðskort 1909.

Af ritheimildum að dæma hefur verið samfelld byggð á Lágafelli að minnsta kosti frá því á 14. öld. Á ljósmynd sem tekin var af Lágafellsbænum árið 1895 sést að þá voru þar enn torfhús en samkvæmt túnakorti frá 1916 og ljósmynd frá fyrri hluta 20. aldar höfðu þar hins vegar verið byggð þrískipt steinhús á þeim tíma. Á túnakortinu sjást líka útihús með áfastri rétt sem stóðu vestar en bæjarhúsin. Kálgarðar eru norðan og sunnan við húsin. Nú eru bæði torfhúsin og steinhúsin horfin og sléttað hefur verið yfir gamla bæjarstæðið á Lágafelli. Hluti þess er undir kirkjugarðinum og sennilega undir veginum að kirkjunni.

Lágafell

Lágafell – loftmynd 1954.

Fyrstu vísbendingu um bænhús eða kirkju að Lágafelli er að finna í Fógetareikningum þar sem greint er frá tveimur kirkjukúgildum að Lágafelli og að séra Jón hafi fengið landskuldina eða eina kú í kaup. Í reikningunum frá árunum 1547-1548 segir: „Jtem med Lagefeldt ij kýrckequelld. landskyldt en ko. thenne tog sere Ioen ij sin kop.“ Í reikningunum frá 1548-1549 er orðalagið nánast eins: „Jtem mett Lagefeldt ij kýrckequellder landskyldt j c tog sere Ion thene ko j sit kop.“ Í reikningum frá 1549-1550 segir síðan: „Jtem mett Lagefeld ij kirkekior landskyldt er j c. tog sere Ion thene landskyldt j sit kop.“

Lágafell

Lágafellskirkja 2020. Saga Lágafellskirkju hefst með konungsbréfi frá árinu 1774 þar sem skipað var að sameina Mosfells- og Gufunessóknir í eina. Þessi tilskipun var afturkölluð tveim árum síðar. Hugmyndin kom fram aftur rúmri öld síðar eða 1886 þegar Magnús Stephensen, landshöfðingi, gefur út tilskipun um að sameina sóknirnar og leggja af kirkjurnar á Mosfelli og í Gufunesi en reisa nýja kirkju á Lágafelli.

Í kirknamáldögum frá því um 1600 kemur fram að bænhús og kirkjukúgildi hafi verið bæði að Lágafelli og Varmá en að þau séu aflögð.

Einungis eru því heimildir um kirkju á Lágafelli um miðja 16. öld og gæti það bent til þess að notkun hennar hafi einskorðast við stutt tímabil. Óljóst er hvar þessi miðaldakirkja hefur verið staðsett en væntanlega hefur kirkjustæðið verið nálægt bæjarstæðinu.
Því fer fjarri að kirkja hafi verið samfellt á Lágafelli allt frá 16. öld en hins vegar var ráðist í byggingu nýrrar kirkju árið 1887 og var hún vígð 1889. Lágafellskirkja var endurbyggð og endurvígð árið 1931 og aftur á sjötta áratugnum og stendur hún enn.

Heimildir m.a.:
–Skráning fornleifa í Mosfellsbæ, Skýrslur jóðminjasafnasins 2006.
-Antikva, Fornleifaskráning, Lágafell, 2022.

Lágafell

Lágafell – Gamla þinghúsið (Lágafellshúsið) við Lágumýri 6 árið 2023.

 

Brúargjá

Skoðaður var óbrennishólmi inni í Lynghólshrauni (Berghrauni/Rauðhólshrauni) vestan við Grindavík. Áður hafði neðri hluti hraunsins, aðskilið, verið skoðar ofan við Lambagjá. Nú var ætlunin að skoða þennan hólma ofan við Brúargjá, sem Jón Jónsson, jarðfræðingur, lýsir í hraunaritgerð sinni. Þar segir hann m.a. um hraun þetta: „Það þessara hrauna, sem er næst elst kemur fram í viki því er verður milli Eldvarpahrauns að austan og Rauðhólshrauns vestan við Grænabergsgjá í landi Staðar, en auk þess í óbrennishólmum þar norður af. Ekki mun það hafa sérstakt nafn en vikið milli áður nefndra hrauna mun heita Moldarlág.

Svæðið-2

Hraun þetta er afar sérstætt að útliti. Það er nú talsvert gróið en sendinn jarðvegur og foksandslag í öllum lægðum. Aldur hraunsins má nokkuð marka af því að það er brotið um þvert af gjám og sprungum, og hefur því verið til áður en þær mynduðust. Sprungurnar sjást aðeins í tveim elstu hraununum þarna, en hvorki í Rauðhólshrauni né Eldvarpahrauni. Jafnframt er svo að sjá sem litlar eða engar hreyfingar hafi á þessu svæði orðið frá því að Rauðhólshraun rann. Það sem vekur undrun er ytra útlit þessa hrauns, en því verður trauðla með orðum lýst og jafnvel góðar ljósmyndir gera því ekki full skil. Það er þunnt, varla nema 5 – 6 m og auðvelt hefur reynst að grafa gegnum það, en þéttan bergkjarna virðist víðast hvar vanta. Þó sést hann á kafla ofan við Lambagjá. Hraunið samanstendur af misstórum og alla vega löguðum bergbrotum, flestum hellulaga, mest 15-25 cm þykkum og afar blöðróttum.
BrúargjáVíða má greina opnar rásir eftir hraunlænur eða gas. Nú horfa þær í allar áttir „eins og andarvana auga í sjálfs sín tómleik rýni“. Svo hefur þetta ekist saman í hrauka og hóla, sem sumir eru nokkurra metra háir og óreglulega dreifðir um svæðið. Eina skýringin sem mér er tiltæk á þessu útliti hraunsins er eitthvað á þessa leið: Hraunið hefur verið mjög heitt, þunnfljótandi, gasmikið og hefur runnið hratt. Eftir fyrstu og hörðustu goshrinu hefur nokkurt hlé orðið, nóg til þess að skorpa hefur náð að myndast á hrauninu, en það hefur að nokkru leyti runnið í rásum undir yfirborði. Næsta hrina í eldvarpinu verður til þess að skorpan brotnar upp og ýtist saman í hóla og hrúgöld. Sums staðar getur að líta hvernig hraunið úr síðari hrinunni (?) hefur vafist utan um brotin úr fyrstu skorpunni. Í heild er þessi myndun hin furðulegasta, og hef ég engan hennar líka séð. Upptök hraunsins eru ófundin, en hljóta að vera á því svæði, sem nú er hulið Eldvarpahrauni og/eða Rauðhólshrauni og geta ekki verið fjarri. Nyrst sést það í óbrennishólmum röskum kílómetra ofan við Lambagjá. Þar er það stórbrotnast og raunar ekki útilokað að þar séu upptök þess enda þótt ekki séu þar neinir dæmigerðir gígir. 

Gatan

Athyglisvert er að gjár, sem eru margra metra breiðar ganga gegnum þetta hraun, en næst undir því er hraun úr Sandfellshæð, eins og áður segir. Virðist því aldursmunur þessara tveggja hrauna ekki vera ýkja mikill. Í vestari óbrennishólmanum er Sandfellshæðarhraunið yfir 20 metra þykkt og grófstuðlað. Gegnum bæði hraunin gengur gjá, margra metra breið. Ég hef leyft mér að kalla hana Brúargjá sökum þess að yfir hana hefur myndast brú, steinbogi, úr Rauðhólshrauni. Að dæma af þeim staðreyndum, sem hér má lesa í landslaginu hafa gjárnar orðið til á tímabilinu frá því að Sandfellshæð var virk eldstöð til þess að Rauðhóll gaus. Aldursákvörðun þessara eldstöðva getur því varpað ljósi á hvenær gjárnar mynduðust á þessu svæði. Að samsetningu er hraunið dæmigert þóleiíthraun með ámóta miklu af plagíóklasi og pýroxeni, 4% ólivín og aðeins um 1% plagíóklasdíla.“
Ein gjáinÞegar gengið var inn í óbrennishólmann var komið inn á gamla götu, rudda að hluta, í gegnum hraunið beggja  vegna hans. Efst í hólmanum var fyrirhleðsla þar sem gatan fór upp úr honum og inn á nýrra hraunið, sem er allt umleikis hólmann. Brúargjá er neðst óbrennishólmanum. Bæði þar og ofan við hólmann, þegar komið er í Sandfellshæðarhraunið, má sjá hinu stórbrotnu gjár, sem hraunið hefur staðnæmst við á köflum. Efsti hluti gjárinnar heitir Hrafnagjá.
Reykjanesskagi er er allur eldbrunninn enda á milli. Fjallabálkur gengur eftir honum endilöngum og er uppistaðan í honum móbergsfjöll, sem myndast hafa við eldgos undir jökli á síðustu ísöldum. Láglendi eru nokkru meiri norðan á skaganum en sunnan, en þau eru þakin hraunum frá nútíma (frá lokum síðustu ísaldar og fram á sögulegan tíma) og grágrýtishraunum frá hlýskeiðum ísaldar.
GatanÚthafshryggurinn gengur á land á Reykjanestá (Mið-Atlanshafshryggurinn, Reykjaneshryggur) og mun það vera eini staðurinn á jörðinni, þar sem svo háttar til. Gosbelti gengur þaðan austur skagann (Reykjanesgosbeltið), allt austur í Selvog – Ölfus, en þar tengist það gosbelti, sem stefnir norðaustur og nær allt norður fyrir Langjökul (Langjökulsgosbeltið eða Vestara-gosbeltið). Eru Hellisheiði og Hengillinn á því. Gosfylki, eða eldstöðvakerfi, ganga á ská yfir gosbeltið og stefna norðaustur. Þau eru fjögur til átta, eftir því hvernig skilgreint er, og einkennast af móbergshryggja-kerfum og gossprunguknippum. Dyngjur og móbergsstapar frá ísöld (Fagradalsfjall, Langahlíð, grunnurinn undir Heiðinni há) eru tengd gosfylkjunum og eru staparnir mestir um sig af fjöllunum á skaganum. Sprunguskarar fylgja gosfylkjunum, með opnum sprungum og virkum misgengjum.
Þessar sprungur, margar hverjar djúpar og mikilfenglegar, má sjá í Sandfellshæðarhrauninu vestan við Grindavík. Nýrri hraun hafa runnið að og yfir gjárnar að hluta, en á stökum stað má sjá hluta af þeim elstu, stærstu og stórbrotnustu.
Fljótlega er ætlunin að fylgja götu, sem liggur upp úr óbrennishólma Lambahrauns að sunnanverðum Eldvörpum (FERLIR-1487).
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Jón Jónsson: Hraunið við Lambagjá, Náttúrufræðingurinn – 56. árg., 4. tbl. 1986, bls. 209-211.

Grindavík

Gengið um Grindavík og nágrenni.

Verbúð

“Um aldir hafði það hagnast landbændum að senda vinnumenn sína í verið til útróðra á vetrarvertíð einmitt þegar hvað minnst var um að vera og erfiðast um bjargræði til sveita.

Sjóklæði

Fátækir einyrkjar héldu einnig oft í verið og skildu búið eftir í höndum konu og barna. Þá héldu ungir bændasynir suður á Nes og undir Jökul til að “togna á árinni”, eins og það var kallað, njóta frjálsræðis fjarri föðurhúsum og lenda í slarki.
Útróðrarmennirnir komu af stóru svæði; allt austan af Síðu og norðan úr Skagafirði. Eins og eðlilegt má teljast sóttu Vestfirðingar og Snæfellingar ekki í ver suður á Nes. En þangað sóttu Húnvetningar, Dalamenn, Borgfirðingar og Mýramenn, að því er ætla má  til jafns við verstöðvar undir Jökli. Skagfirðingar voru fjölmennir frá fornri tíð er Norðlendingar fjölmenntu á útgerð Hólastóls á Bæjarskerjum. Kjósverjar, Kjalnesingar, Mosfellingar og Reykvíkingar héldu einnig suður á Miðnes ef þeir sóttu ekki eigin inntökubáta í Garði og Leiru. Þá var títt að Strandarmenn, Njarðvíkingar og fleiri “innanbugtarmenn” sæktu í verin á utanverðum Reykjanesskaga áður en þeirra eigin vertíð hófst 14. mars – til að  ná sér í nokkra viðbótarfiska áður en síðbúnir vermenn leystu þá að hólmi. Uppistaðan í vermannafjölda þeirri er á hverri vertíð reri á bátum útvegsbænda á Miðnesi var þó Sunnlendingar: Árnesingar, Rangæingar og Skaftfellingar, en þó einkanlega, eins og áður hefur verið að vikið, menn úr Landeyjum og undan Eyjafjöllum. Eftir aldamót færðist þó í auka að menn úr byggðum við sunnanverðan Faxaflóa reru frá Miðsnesi en þá hafði verið breytt um útgerðarhætti á Miðnesi svo þeim svipaði meir til útvegs Innnesinga.
Samkvæmt fornri venju þurftu vermenn á útnesinu að vera “komnir að sínum keip” á kyndilmessu, hinn 12. febrúar. Í umhleypingum, vetrarhörkum og skammdegi janúarmánaðar þurftu þessir menn því að ferðast landshluta á milli, iðurlega fótgangandi með þungar byrðar, “þræða hrikalegt fjalllendi og buðótta dali” og leggja að baki grýtt hraun og beljandi fljó.
Héldu þeir oft af stað úr heimasveit í hópum, þó meðalstórum svo hægar reyndist að afla gistingar. Norðlendingar þurftu að glíma við langa heiðarvegi og erfiða fjallvegi en Sunnlendingar fóru léttstígari götur. Oftast var byggð fylgt og reynt að Uppróðrarmenn að störfumhafa sem stysta leið milli bæja. Stundum voru þó farnar öræfaleiðir eins og “Skagfirðingavegur” um Stórasand og Fjallabaksleið. Voru það áhættusamar ævintýraferðir sem gátu endað með ósköpum, eins og slysið fræga á Fjallabaksleið 1868 ber vitni um. Þá urðu fjórir vermenn úti á leið til Suðurnesja en bein þeirra fundust ekki fyrr en að tíu árum liðnum. Fátt jafnast þó á við stórslysið á Tvídægru í janúar 1588 er 13 vermenn urðu úti og margir fleiri örrkumluðust. Bæði Norðlendingar og Sunnlendingar, er héldu í útver á Suðurnesjum, þurftu síðan að fara yfir úfin og villugjörn Reykjaneshraunin sem oft reyndust erfiðasti hjallinn. “Hraunstrýta kom eftir hraunstrýtu”… svitinn fraus fraus á hálsnetum okkar, klakaskel setti í loðhúfuna og niður fyrir augu, sem smám saman varð að brjóta burtu”, svo vitnað sé í hrollkennda frásögn Eyjólfs Guðmundssonar, sem bætti við að skrambi reimt hefði verið á leiðinni. Þessar langferðir á versta árstíma voru eitt af merkilegri fyrirbærum í gamla bændasamfélaginu auk þeirra mikilvægu samskipta Vermenninnsveita og sjávarsíðu er þeim fylgdu.
Á ofanverðir 19. öld voru menn ráðnir upp á hlut að fornu lagi og eins upp á fast vertíðarkaup. Hlutamenn lögðu með sér mötu sem þeir höfðu ýmist með sér að heiman eða fengu hjá kaupmönnum ásamt skinnklæði og hluta veiðifæra. Hjá bændum fengu þeir vökvun og á stundum harðæti en þurftu að greiða fyrir soðningu. Í aukinni samkeppni um vinnufafl við sjávarsíðuna fór að tíðkast undir lok 19. aldar að sjómenn væru ráðnir upp á kaup og ókeypis fæði og húsnæði. Sérstaklega voru það Norðanmenn sem réðu sig uppá fast kaup á Miðnesi og í Höfnum. Vertíðarkaup var yfirleitt 40-50 krónur en gat verið allt að 100 krónur, Það var vitanlega hagstæðara útvegsbændum á aflaárum en útróðrarmönnum í aflatregðu. Reyndar héldu vermennirnir til í húsakynnum útvegsbændanna og í tómthúsum í kring, ólíkt og var á tímum konungsútgerðar fyrrum. Þegar Sigurður frá Syðstu-Mörk kom að Miðkoti laust eftir 1879 voru útróðrarmenn þar hýstir í óþiljuðu herbergi undir baðstofuloftinu. Sigurði þótti þetta þröngar og daunillar vistarverur. Var siður vermanna að hengja skinnklæði á stólpa er voru á milli rúmanna og lagði af þeim hvað mestan ódaun. Þröng var á þingi í þessum vistarverum. Þurftu menn að liggja saman í hverju rúmi. Var það algengt Oddur V. Gíslasonumkvörtunarefni útróðarramanna hversu þröng og hörð marhálmsfleti Suðurnesjamanna væru. Í þessum vistarverum mötuðust einnig útróðramennirnir er þeir komu af sjónum að kvöldi. Vistarverur í Miðkoti voru fornlegar og lét Sigurður betur af bænum að Bursthúsum, þar sem voru “allgóð húsakynni og meiri þrifnaður”. Af samanburði við aðrar lýsingar á aðbúnaði vermanna á Suðurnesjum má þó ætla að lýsing hans sé í meginatriðum rétt.
Verið heillaði unga menn; “töfraheimar hranna laga / hugann til sín draga” kvað Þorsteinn Gíslason. Það veitti frjálsræði og ævintýri en einnig þolraunir og vosbúð. Flestir komu þó vitanlega fyrir annarra verknað eða í leit að lífsbjörg en gátu þó engu að síður notið karlmennskulífsins í verinu.
Skiptar skoðanir voru um gildi verferða. Sérstaklega lá verbúðarlíf undir ámæli á ofanverðri 19. öld er sveitarbændur tóku að finna fyrir samkeppni við sjávarsíðuna um vinnuafl. Einnig lögðu áhugamenn um verklegar og menningarlegar framfarir á Íslandi orð í belg. Bæði var fundið að aðbúnaði og lélegri menningu. Má telja vonum seinna að aðbúnaður útróðrarmanna kæmu til umræðu. Sjóbúðir voru ærið óhrjálegar vistarverur; þröngar, kaldar, loftlausar og daunillar. Hreinlæti var mjög ábótavant og húsakynni þessi óholl í meira lagi. Áhrifa þessa gætti ekki hvað síst í heilsufari. Kvillasamt var á vertíðum. Sérstaklega voru hver skyns kýli og fingurmein algeng. Má rekja það til vosbúðar og óhreinlætis og hversu oft ígerð komst í smáskeinur jafnvel svo að hætt var við stórfelldu heilsutjóni, ef til vill bana, ef í komst eitrun. Ætla má að aðbúnaður sjómanna hafi verið betri þar sem sem þeir voru vistaðir á heimilum eða sérstökum vermannaskálum er tengdir voru bæjarhúsum. Þá var mjög til bóta ef sjóklæði og veiðarfæri voru geymd í bæjargöngum eða sértakri skemmu.
Veður gátu verið váleg og brimasamt mjög á vetrarvertíð á Miðsnesi. Landlegur voru því tíðar og oft gæftarleysi svo vikum skipti. Stundum voru útróðrarmenn látnir ganga til annarra starfa eins og t.d að dytta að grjótgörðum bænda. Annars þurftu þeir að finna sér eitthvað til dundurs í ógæftum. Ef inni þurfti að að sitja ófu menn, gerðu að skinnklæðum eða hnýttu hrognkelsanet, sumir tegldu og táðu, aðrir spiluðu spil eða tefldu. Ekki fara af því sögur hvort Vermaðurfjárhættuspil hafi verið iðkað til vansa af vermönnum á Miðnesi. Í Grindavík fékk Oddur á Stað sett sýslumannsbann á “hazardspil” er honum þótti “kötturinn” (en svo hét vinsælasta fjárglæfraspilið) vera farinn að taka völdin af þorskinum. Oddur fékk þá einnig sett bann á allt lausaprang með áfengi í Grindavík og fylgdu málssóknir í kjölfarið mörgum bændum til armæðu. Ekki er vitað hvort leynivínsala og drykkjuskapur var viðlíka vandamál á utanverðu Rosmhvalanesi. Ef til vill voru Útskálaklerkar ekki eins eftirlitssamir og eldhuginn á Stað. Þá var styttri ganga Miðnesinga en Grindvíkinga til Keflvavíkur. Oft var kátt í “Norðfjörðsbúð” (Knutzonsverslun) þegar vermenn söfnuðust þangað í landlegum, skammdegi og vetrarhörkum.
Þótti mörgum iðjuleysi sjómanna í landlegum (og “atvinnusjómanna” utan vertíða) hið mesta þjóðfélagsböl. Hvöttu gagnrýnendur formenn og útvegsbændur ti að ganga á undan með góðu fordæmi, fá útróðramönnum verðug viðfangsefni í hendur, kenna þeim til landverka, og hvetja til bóklesturs. Hvatt var m.a. til stofnunar lestrarfélaga í verstöðvum til að bæta úr bágu menningarástandi og beina huga þeirra frá “iðjuleysi eða dýrslegu gjáleysi”. Þessi umræða varð háværari eftir afnám vistarskyldu er vinnumönnum í ársvistum fór fækkandi. Íslensk sjómannastétt var í mótun; stétt lausamann sen fylgdu vertíðum um landið, reru ýmist á árabátum eða þilsskipum, og kröfðust í auknum mæli fastra peningagreiðslna í stað hefðbundinna ráðningar upp á hlut. Hvort raddir siðapostula og heimsósómaþulur hafði náð eyrum manna í útverum Suðurnesja vitum við ekki. Á stórbæjum suður með sjó var ekki reynt að víkka sjóndeildarhring útróðrarmanna, enda engar forsendur fyrir hendi, í mesta lagi var haldið að mönnum fornum guðsótta. Vermenn hlýddu þar á húslestra úr postillum (helst Vídalínspostillu því sjómenn mátu fremur “kjarna og kraft” en hægláta umvöndun), voru látnir setja ofan í Jesú nafni, syngja sjóferðasálma og hafa yfir sjóferðabænir. Vermenn þurftu að þjónusta á fleiri vegu. “Verpóstar” báru þeim bréf og sögðu almælt tíðindi. Yfirleitt veittu þekktir landshornaflakkarar þesa þjónustu og höfðu þá oft skemmtanir fyrir útróðrarmenn. Á hávertíð voru þessir menn nokkurs konar tengiliðir útvera við umheiminn. Ef útróðrarmenn þurftu að svara tilskrifum komst margt heljarmennið til lands og sjávar í hann krappan, því margir þessara manna kunnu ekki að rit nafn sitt hvað þá meira. Var þá leitað á náðir pennafærra manna í byggðalaginu. Presturinn, hreppsstjórinn og hérðarslæknirinn önnuðust margs konar bréfaskriftir bæði fyrir Miðnesinga og útróðrarmenn þeirra. Sumir kvörtuðu yfir ónæðinu er þessu fylgdi enda skiptu útróðrarmenn hundruðum í útverum Suðurnesja.
Ekki fara af því sögur að útvegsbændur á Miðnesi hafi átt í erfiðleikum með að manna báta sína. Samkeppni um Uppvaxin verstöð - Grindavík fyrrumvinnuafl jókst þó töluvert er skútuútgerð óx fiskur um hrygg sunnanlands og vestan á lokaáratug 19. aldar. Betri og jafnari aðkomumöguleikar löðuðu fólk til fastrar búsetu í skútuútgerðarbæjunum, bæði úr sjávarbyggðum Suðurnesja og eins fólk sem fyrrum hafði sest þar að. Samkeppni um vistfast vinnuafl var harðari en samkeppni um lausamenn. Þó ríkti ákveðið jafnvægi milli skútuútgerðar og bátaútvegs á vetrarvertíðarsvæðunum. Ákveðin umsetning skútuáhafna átti sér stað; sumir voru einungis á skútu á vetrarvertíð en reru voru og sumar á bátum (t.d. Austfjörðum); aðrir reru á vetrarvertíða (t.d. á Miðnesi) og jafnvel einnig á vorvertíð en skiptu síðan á skútu um lok eða Jónsmessu. Þá þurfti minna aðkomuvinnuafls við eftir að lóðir urðu höfuðveiðarfæri Miðnesinga og útgerð hinna fornu stórkskipa aflagðist. Útvegsbændur á Suðurnesjum þurfu þó að hafa allar klær úti við að afla sér manna. Þeir skrifuðust á við landbændur og höfðu menn til taks í Rekjavík, þá vermenn streymdu þangað, er gáfu sig á tal við aðkomumenn sem skorinortu ávarpi; “Ertu ráðinn lagsi?”

Heimild:
-Ásgeir Ásgeirsson – Við opið haf, sjávarbyggð á Miðnesi 1886-1907 – 1998.

Fugl

„Reykjanes er alveg einstakur staður á jörðinni því þar má sjá flekaskil milli meginfleka jarðskorpunnar, Evrasíuflekans og Norður-Ameríkuflekans, á þurru landi.

pall E

Páll Einarsson.

Flekaskilunum fylgir landmótun, eyðing, eldvirkni, jarðhitavirkni, sprungur, misgengi og jarðskjálftar. Flekarnir fjarlægjast hver annan um tvo sentímetra á ári “sagði Páll Einarsson, prófessor við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og einn helsti sérfræðingur landsins í jarðskjálftum við upphaf 6 klst ferðar um Reykjanesið. „Þegar ný kvika kemur ekki upp úr iðrum jarðar, eins verið hefur s.l. 800 árin verða afleiðingarnar þær að landið lækkar og sjórinn nær að éta smám saman af landinu, einkum á sunnanverðum Skaganum. Í þessari ferð var m.a. ætlunin var að skoða bæði jarðsöguna, – mótunina og kíkja á mögulega þróun í þeim efnum í nánustu framtíð. Páll var annar tveggja leiðsögumanna í skoðunarferð sem farin verður um Reykjanesið sem lið í afmælisdagskrá Verkfræði- og náttúruvísindasviðs í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands. Hinn var Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur, og er fjallað um hans þátt hér á eftir.

gja-22

Svæðið er stöðugt viðfangsefni vísindamanna, bæði innlendra og erlendra, sem koma til að rannsaka þau ferli sem skapa nýja jarðskorpu á flekaskilum. Í ferðinni voru m.a. skoðuð þversnið í gegnum eldgíga og gossprungur sem og mismunandi gerðir sprungna athugaðar. Sérstök stopp voru áætluð ofan við Sandvík og á Reykjaneshæl.
Strax í upphafi ferðar fjallaði Páll um flekaskil Ameríkuflekans annars vegar og Evrasíuflekans hins vegar. Sagði hann líta mæti t.d. á Keflavík sem „ameríska borg“ en Grindavík aftur móti sem „evrópska borg“. Skilin væru um 5 km breið, en þau væru hvergi skýrari en yst á Reykjanesi.

Flekaskil

Flekaskil.

Flekarnir rækju í burt frá hvorum öðrum sem næmi að jafnaði 18-19 mm á ári. Þannig mætti greina 18 cm rek á 10 ára tímabili, 1.80 m á einni öld og 18 m á þúsund árum. Það samsvarði nokkurn veginn breidd svonefndrar gjáar á milli meginlenda, sem væri einungis skemmtileg framsetning á efninu, en fjarri lagi. Jaðar Ameríkuflekans væri nokkurn veginn þarna, en eins og fyrr sagði, er jaðar Evrópuflekans í u.þ.b. 5 km fjarlægð í austri. Þegar um hreint frárek væri að ræða færðust flekarnir beint í sundur, en þegar flekarnir hliðruðust kallaðist það hliðrek.

Brú milli heimsálfa

Brú milli heimsálfa.

Þannig væri ysti hluti jarðar samsettur úr nokkrum geysistórum bergflekum sem ná djúpt niður í seigan möttul jarðar. Flekarnir eru 100–200 km þykkir og „fljóta“ ofan á möttlinum. Efsti hluti flekanna kallast jarðskorpa og er hún 5-70 km þykk. Við flekamót rekur fleka saman, líkt og sjá mátti afleiðingarnar af nálægt Japan nýlega, en við flekaskil rekur þá í sundur.
Við flekaskil valda iðustraumar í möttulbráðinni því að flekar færast í sundur. Þar þrýstist bráðin hraunkvika upp og bætist á jaðra flekanna. Eldgos verða þar sem hraunkvikan brýst alla leið upp á yfirborð. Flekaskil eru að langmestu leyti á botni úthafanna og mynda þau geysilangt net af neðansjávarhryggjum, alls um 60 þúsund km að lengd.

Sprunga

Hraunsprunga.

Aðeins um 1% af úthafshryggjum jarðar eru ofansjávar og það gerir Reykjanesið sem og Ísland allt svo sérstakt. Úthafshryggurinn sem liggur um Ísland og sker það í tvennt kallast einu nafni Norður-Atlantshafshryggur og er hann hluti af jöðrum flekanna tveggja.
Svæði þar sem flekana tvo rekur hraðast í sundur eru kölluð gliðnunarbelti eða rekbelti. Utan rekbeltanna eru tvö hliðarbelti og liggja þau í eldri jarðskorpu en rekbeltin. Tvö þverbrotabelti tengja saman hliðrun sem er á Norður-Atlantshafshryggnum um mitt Ísland.
Hliðrun úthafshryggjarins stafar líklega af miklum möttulstrók, svokölluðum heitum reit með sérstaklega heitu, léttu og miklu kvikuuppstreymi, sem er undir Íslandi. Miðja möttulstróksins er undir Vatnajökli og togar strókurinn hrygginn eða gliðnunarbeltin til sín.
AtlantshafshryggurinnTil eru þrjár gerðir af hreyfingum við flekamæri, svæðin sem tveir flekar liggja saman. Sú fyrsta er tveir samliggjandi flekar færast í átt hvor frá öðrum á svæði sem nefnist flekaskil, önnur er að flekar færast hvor í átt til annars á svæði sem kallað er flekamót og sú þriðja er sniðgeng flekamæri (þverbrotabelti, hliðrunarbelti) þar sem tveir flekar færast meðfram hvor öðrum. Við flekaskil, þar sem plöturnar færast í sundur, eins og t.d. á Íslandi, er uppsteymi í möttli jarðar og ný jarðskorpa myndast stöðugt þar sem flekarnir skilja eftir sig gliðnunina. Við flekamót gerist  annaðhvort það að þar sem flekar rekast hvor á annan eyðist jarðskorpan hjá þyngri flekanum en léttari flekinn byggist upp eða þá að tveir jafnþungir flekar rekast hvor á annan en þá geta þeir ekkert annað en þrýst upp á við. Við sniðgeng flekamæri geta verið miklar jarðskjálftahreyfingar þar sem mikill þrýstingur myndast við mismunandi hreyfingar tveggja fleka.

Atlantshafshryggurinn-2

Frá því að Atlantshafið byrjaði að opnast, í lok Miðlífsaldar og upphafi Nýlífsaldar, hefur Norður-Ameríkuflekann og Evrasíuflekann rekið í gagnstæðar áttir. Á gliðnunarsvæðinu í miðju Norður-Atlantshafi hefur byggst upp hryggur og þessi hryggur skýtur kollinum upp úr hafinu hér á Íslandi. Fljótlega eftir að endurbætt landrekskenning varð viðurkennd á 7. áratugnum
var ljóst að tilvera Íslands er mjög tengd landrekinu og í raun afleiðing þess og samspils við möttulstrókinn. Ísland gnæfir um 2-4 km yfir venjulega hæð Norður-Atlantshafshryggjarins.

Landris

Landris.

Það sem skapar Íslandi þessa sérstöðu, er að undir landinu er óvenjumikið uppstreymi heits efnis úr möttlinum, svokallaður möttulstrókur eða heitur reitur. Þessi heiti reitur hefur verið virkur að minnsta kosti síðustu 55 milljónir árin og virkni hans virðist ekki fara minnkandi enn sem komið er.

Sandfellshaed

Talið er að fyrir um 20 milljónum ára hafi flekaskilin rekið yfir heita reitinn og þar með hafi myndun Íslands hafist.
Páll sagði megineldfjöllin eftir síðustu ísöld, dyngjurnar, hafa gefið af sér undirlendi það er Reykjanesskaginn byggist á nú. Í raun væru þau ekki líkar hinum gríðarstóru dyngjum er þekkjast víða um heim, heldur mætti fremur kalla þær dyngjuskyldi. Á leið um Reykjanesbrautina var ekið yfir hraun frá Hrútargjárdyngju vestan við Straum. Dyngjan gaus fyrir ca. 7.000 árum og hefur, líkt og aðrar dyngjur, gosið samfleitt í nokkra áratugi eða jafnvel í eina öld. Hrútagjárdyngjan hefði gefið af sér apalhraun. Þegar litið væri yfir slík hraun mætti víða sjá flatar ójöfnur og hraunkýli (hraunhveli). Þegtta gerðist þegar fljótandi efsti flötur hraunkvikunnar storknaði en fljótandi hraunið streymdi fram undir. Þá safnaðist það stundum í þrær eða hólf, lyftu storknuðu þakinu um stund, en rynni síðan áfram ef og þegar kvikan næði að bræða sér áframhaldandi leið – og landið sigi á ný. Við þessar aðstæður spryngi storknuð hraunkvikan ofan á glóðinni.

Berggangur a reykjanesi

Apalhraun, lík Afstapahrauni, gerðu sig á annan hátt; yltu fram seigfljótandi undan þunga straumsins og mynduðu gróf hraun sem jafnan væru síðar erfið yfirferðar.
Þráinsskjöldurinn væri dyngjuskjöldur allt frá því í lok síðustu ísaldar. Sjá mættu leifar þessa efst við gígbrýnina. Sandfellshæðin væri litlu yngri, en frá henni hefði runnið mikið magn hraunvikur er myndaði núverandi undirlag ysta hluta Reykjanesskagans, stranda á millum. Tvo hliðarskyldi mætti sjá á dyngjuskyldinum; annars vegar Berghóla og Hafnarbergs og hins vegar Langhól miklu mun ofar. Einn væri þó sá dyngjuskjöldur, sem ekki  væri ætlunin að heimsækja að þessu sinni, þ.e. Heiðin há. Hún væri dæmigerður dyngjuskjöldur, líkt og Skjaldbreið og Trölladyngja.

Kapelluhraun

Kapelluhraun.

Páll lýsti Kapelluhrauni (rann 1151) og Afstapahrauni (ca. 1700 ára) þegar ekið var í gegnum þau. Auk þess fjallaði hann nánar um nýhraunin á Skaganum. Fram kom að kortlagning og aldursgreiningar á hraunum á Reykjanesskaga hafi leitt í ljós að eldvirknin síðustu 10.000 árin einkennist af gosskeiðum sem vara í 400-600 ár. Á milli gosskeiðanna eru um 600-800 ára goshlé. Á hverju gosskeiði verða flest eða jafnvel öll eldstöðvakerfin á skaganum virk. Gossaga síðustu tveggja gosskeiða er allvel þekkt og myndin af því þriðja síðasta óðum að skýrast. Um eldri gosskeið liggja fyrir takmarkaðar upplýsingar enn sem komið er, þó bætist smám saman við ný vitneskja.
Tímasetning hrauna á Reykjanesskaga Atlantshafshryggurinn-23byggir annars vegar á C-14 aldursgreiningum á gróðurleifum undan hraunum og hins vegar á gjóskulagatímatali.
Gjóskutímatalið byggir á Heklu- og Kötlulögum ásamt gjóskulögum sem eiga upptök í sjó við Reykjanes. Landnámslagið (LNL), frá því um 870 e.Kr., finnst um allan skagann og er eitt mikilvægasta leiðarlagið. Á seinni hluta nútíma, síðustu 4500 árin, er stutt á milli gjóskulaga í jarðvegssniðum og tímatalið því notadrjúgt en neðar verður það hins vegar mun gisnara, sem takmarkar notagildi þess. Frá síðasta gosskeiði eru þekktir þrennir eldar, þeir fyrstu á 10. öld og hinir síðari á 12. og 13. öld. Hraun frá fyrstu eldunum eru í Brennisteins-fjallakerfinu, s.s. Tvíbollahraun, Breiðdalshraun, Húsfellsbruni, Selvogshraun og Kristnitökuhraunið. Þrjú fyrstnefndu hraunin hafa verið aldursgreind af Jóni Jónssyni (1983). Mögulegt verður að teljast að einhver þessara hrauna hafi brunnið á 11. öld. Öll liggja þessi hraun ofan á Landnámslaginu og undir Miðaldalaginu (ML) frá 1226.

Atlantshafshryggurinn-24

Við kortlagningu hrauna í Brennisteinsfjöllum og í Krýsuvíkurkerfinu kom í ljós að þar er að finna hraun sem liggja fast undir Landnámslaginu. Lítill sem enginn jarðvegur er sjáanlegur þar á milli. Næsta þekkjanlega gjóskulag undir þessum hraunum, eða gjalli frá upptakagígum þeirra, er Heklulag sem er 1400-1500 ára gamalt (kallað „Gráa lagið“ vegna sérstaks litar). Yfirleitt er nokkur jarðvegur á milli „Gráa lagsins“ og hraunanna. Út frá afstöðu hraunanna til gjóskulaga teljum við að þau séu frá 8.-9. öld.

gja-22

Ljóst er að hraunin tilheyra síðasta gosskeiði en ekki því næsta á undan sem varð fyrir um tvö þúsund árum. Síðasta gosskeið lengist því um allt að 200 ár og spannar tímabilið frá um 750-1240 e.Kr., eða um 500 ár. Hraunin sem um ræðir er annars vegar að finna í Brennisteinsfjalla-kerfinu og hins vegar í Krýsuvíkurkerfinu. Í Brennisteinsfjöllum eru það Hvammahraun og Vörðufellsborgahraun. Upptök þess fyrrnefnda eru í gígaröð efst í Brennisteinsfjöllum. Stærsti gígurinn heitir Eldborg. Síðarnefnda hraunið kemur frá gígaröð nokkru sunnar, vestan undir Vörðufelli, sem nefnd er Vörðufellsborgir. Skammur tími hefur liðið á milli gosanna. Hraunin eru ungleg og hafa stundum verið talin meðal sögulegra hrauna. Jón Jónsson taldi þau ekki með í þeim hópi en þó vera mjög ung. Hraunin þekja til samans ríflega 40 km2 og runnu ofan úr fjöllunum á nokkrum stöðum, s.s. um Hvamma í átt að Kleifarvatni og fram af Herdísarvíkurfjalli um Lyngskjöld og nokkur fjallaskörð þar fyrir austan.

Nutimahraun

Í Krýsuvíkurkerfinu er hraun frá líkum tíma í Móhálsadal. Upptök þess eru á um sjö kílómetra langri gígaröð, talsvert slitróttri. Á nýlegu jarðfræðikorti af Reykjanesskaga er hraunið nefnt Hrútafellshraun. Stærstu gígarnir eru Lækjarvallagígar austan við Djúpavatn. Lítill hraunfláki sem aðgreinist frá meginhrauninu er á risspildu Hrútagjárdyngju. Ofan á henni, skammt norðvestur af gíg dyngjunnar, hefur opnast tveggja kílómetra löng gossprunga sem gefið hefur frá sér hraun sem er um 0,66 km2 að flatarmáli. Meginhraunið er hins vegar um 6,8 km2 að lágmarki en syðsti hluti þess er hulinn af Ögmundarhrauni, sem er frá 12. öld.

Valahnúkar

Tröllin á Valahnúkum.

Út frá afstöðu hraunanna til gjóskulaga verður ekki annað séð en að þau séu öll mynduð á mjög svipuðum tíma. Ekki er þó víst að eldar hafi verið uppi í báðum eldstöðvakerfunum samtímis, en skammt hefur liðið á milli þeirra. Úr þessu mætti mögulega fá skorið með aldursgreiningum á koluðum gróðurleifum og mó undan hraunum og gjalli. Slík sýni hafa nýverið náðst frá tveimur stöðum. Annar staðurinn er norðan við rissvæði Hrútagjárdyngju og hinn í Sogum. Sýnin hafa verið send til greiningar.

Móhálsadalur

Móhálsadalur.

Á báðum svæðunum, þ.e. í Móhálsadal og í Brennisteinsfjöllum, hafa hlaðist upp stórir gjall- og klepragígar sem bendir til að gosin hafa verið kröftug og staðið nokkuð lengi. Hraunin í Brennisteinsfjöllum ná yfir stórt svæði. Gosvirknin þar hefur smám saman færst í einn megingíg sem gefið hefur frá sér mikið af hrauninu. Hvammahraun er að mestu úfið og illfært apalhraun en umhverfis gígasvæðið er helluhraun. Talsverð hraunbunga með dyngjulögun er við aðalgíginn.

Sveifluhals-22

Eldarnir á 8.-9. öld bæta nokkru við þá mynd sem við höfum af eldvirkni á Reykjanesskaga. Til dæmis er nú ljóst að á sama gosskeiðinu hefur gosið tvisvar í sama eldstöðvakerfi. Einnig bendir nú flest til að gosskeiðin séu nokkru lengri en talið hefur verið, en vísbendingar um það hafa einnig komið fram varðandi gosskeiðið fyrir um 2000 árum. Eldgos á Reykjanesskaga á næstunni kæmi ekki á óvart.
brennisteinsfjoll-222Vísindamenn sem voru við rannsóknir á Reykjaneshrygg síðasta sumar rak í rogastans þegar þeir uppgötvuðu gríðarstóra megineldstöð á hryggnum en fræðilega ætti hún ekki að geta verið þar. Er hún líklega sú eina sinnar tegundar í heiminum. Fullyrt er að þetta sé með merkustu uppgötvunum í jarðvísindum í áratugi. Auk eldfjallsins fundu þeir tvö gömul rekbelti sem stjórnuðu upphleðslu Vestfjarðarkjálka og Snæfellsness. Á meðal þess sem finna mátti á hafsbotninum voru greinileg ummerki eftir borgarísjaka og fornir árfarvegir.
Megineldstöðin, sem fengið hefur nafnið Njörður, er á stærð við Reykjanes, eða um 50 km í þvermál. Í toppi hennar má greina öskju, eða sigketil sem er um 10 km í þvermál. Núverandi rekás Reykjaneshryggjar liggur í gegnum Njörð. Reykjanes-sprungukrefiAðstæður við Njörð eru því svipaðar og í Kröflu, þar sem að megineldstöðin og sigketill hennar er klofin af Kröflusprungu-sveimnum.
Reykjaneshryggurinn er því um margt stórmerkilegur jarðfræðilega. Einnig Reykjanesið, sem er eini staðurinn á jarðkringlunni þar sem glögglega má sjá úthafshrygg ganga á land.
Sprengigígur er á Reykjaneshæl og 6-7 slíkir í Krýsuvík, þ.e. Gestsstaðavatn, Grænavatn, Stamparnir og Augun og a.m.k. einn norðan við Grænavatn. Þeir hefðu orðið til vegna kvikuuppleitunar undir bergvatn, sem sprenging hafi hlotist af með tilheyrandi afleiðingum.
Páll taldi að Sveifluháls (Austurháls) hefði orðið til í nokkrum gosum, bæði undir snemmjökli og undir lok síðasta jökulsskeiðs þegar íshettuna var að leysa. Mætti sjá þess glögg merki á einstaka hnúkum hálsins.
Greanavatn-22Gossaga Reykjanessskagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin virðist hafa verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin. Dyngjugos virðast hafa verið algeng á fyrri hluta Nútíma þ.e. fyrir 5000 – 10 000 árum en sprungugosin hafa verið nær einráð síðustu 5000 árin.
Eldgos eru ekki jafndreifð í tíma. Þau virðast koma í hrinum. Á Reykjanesskaganum koma hrinurnar á um 1000 ára fresti og stendur hver goshrina í 200 – 350 ár. Síðasta hrinan hófst um miðja tíundu öld og lauk á seinni hluta þrettándu aldar.
nedansjavargosNeðansjávargos verða einnig á Reykjaneshryggnum, suðvestur af Reykjanesi. Þau hegða sér svipað og gos undir jökli. Spungugos undir jökli mynda móbergshryggi og eru þeir algengir á Reykjanesskaganum.
Á Krýsuvíkursvæðinu má víðast hvar sjá túff, brotaberg, móberg og bólstraberg. Sumstaðar er þessu öllu hrært saman líkt og í risastórum grautarpotti. Landlyfting hefur orðið í Krýsuvík síðustu par ára. Landið suðvestan við Kleifarvatn hefur risið um 5-15 cm sem getur gefið vísbendingu um að ekki verði langt að bíða eftir einhvers konar hraunuppstrymi þar. Einkennin eru dæmigerð fyrir aðdraganda goss, þ.e. landlyfting og tíðir litlir skjálftar í langan tíma. Að vísu seig landið um tíma, en hefur nú verið að rísa á nýjan leik. Svona goshrinur eru taldar koma eftir öllu Reykjanesinu á um 1000 ára fresti og standa í um 300 ár með hléum. Síðasta hrina hófst fyrir um 1100 árum.

bolstraberg-22„Ég vildi gjarnan sjá Hafnfirðinga taka tillit til staðreynda tilverunnar eins og íbúar snjóflóðahættusvæða gera. Það er þó alls ekki raunhæf hætt á að sprunga opnist inn í byggðina þarna – en ansi nálægt (það er verið að moka gjallinu úr gígunum í burtu þarna rétt fyrir ofan) og það ætti að gera fyrirfram ráð fyrir varnar-mönum til að stýra hugsanlegu hraunflóði því þau munu koma og eru fremur þunnfljótandi á Reykjanesi – þarna ættu ekki síður að vera hraunvarnar-manir fyrir ofan byggðina en að menn reisa hljóðvarnar-manir meðfram götum og hraðbrautum til að verja hús fyrir hávaða. Það er engin hætta á miklum sprengigosum á Reykjanesi og fyrir ofan Hafnarfjörð heldur fyrst og fremst hraungosum. –

Sundhnúkur

Sundhnúkur ofan Grindavíkur.

Grindavík æti að huga að þessu líka – þó aldir geti liðið þá getur það líka gerst á morgun. Menn byggja háhýsi með hliðsjón af miklum jarðskjálftum þó líkur á að stór jarðskjálfti ríði yfir Reykjavík (með upptök við eða undir Reykjavík) séu nær engar – þegar aftur víst er að fyrr að síðar mun hraun renna þar sem Vallahverfi er nú og víðar. Því ætti að skipuleggja byggð frá upphafi þannig að byggðin þoli það, rétt eins og að gera þarf ráð fyrir að hús þoli jarðsjálfta af stærð sem aldrei eða nær aldrei kemur í Reykjavík. Einföld en nægilega efnismikil og öflug efnis-mön ofan byggðar stýrir hrauninu frá byggðinni“

Gunnar thor-2Gunnar Þór Hallgrímsson fuglafræðingur annaðist leiðsögnina ásamt Páli. Gunnar hefur unnið að doktorsverkefni um máfa og tófur á Reykjanesi ásamt því að rannsaka fuglalíf svæðisins fyrir  Náttúrustofu Reykjaness í Sandgerði. „Á Reykjanesi er eitt fjölbreyttasta fuglalíf á landinu yfir vetrartímann og það er viðkomustaður fjölmargra farfugla á haustin og vorin. Þar eru  líka nokkur fuglabjörg þar sem finna má mikinn fjölda sjófugla,“ segir Gunnar og bætir við. „Í ferðinni sjáum við flesta þá vetrargesti sem enn eru til staðar og einnig fyrstu farfuglana, eins og sílamáv og lóu.“
Gunnar Þór Hallgrímsson er líffræðingur frá Háskóla Íslands og er í doktorsnámi við sama skóla. Helstu verkefni Gunnars eru á sviði fuglafræði en mörg verkefni eru í vinnslu á því sviði. Þannig fylgist Gunnar mjög náið með sílamávavarpinu á Miðnesheiði en samkvæmt gögnum frá 1995 er það eitt hið stærsta í heimi.

Sílamávur

Sílamávur.

Athuganir á sílamávavarpinu felast meðal annars í að skoða aðferðir sem nota megi til fækkunar máfsins en bent hefur verið á vandamál tengdu svo stóru varpi í nágrenni alþjóðaflugvallar. Samhliða rannsóknum á sílamávi sem unnar eru í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskólans vinnur Gunnar m.a. að athugunum á sendlingum í samstarfi við skoska aðila, æðarfugli í samstarfi við Háskólann í Glasgow, eiturefnavistfræði í samstarfi við Stokkholmsháskóla og vöktun arnarstofnsins í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrustofu Vestfjarða, Náttúrustofu Vesturlands og Fuglavernd.

loa-12

Undanfarin tvö ár hefur mikið borið á mávum í Reykjavík og nærliggjandi sveitarfélögum og hafa margir kvartað undan átroðningi fuglsins inn í mannabyggðir. Fuglafræðingar benda á að ástandið sé mjög óvenjulegt og að það tengist atferlisbreytingum hjá fuglategundinni. Fæðuskortur rekur máva frá varpstöðvum inn í þéttbýlið.
„Mávarnir eru að segja okkur að það er ekki allt í lagi í sjónum,“ segir Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur hjá Náttúrustofnun Reykjaness, í samtali við mbl.is „Það er alvarlegt ástand í gangi sem við skiljum ekki og mávarnir eru að minna okkur á það.“  Sílamávurinn hefur til að mynda verið mjög aðgangsharður í ætisleit við Reykjavíkurtjörn og jafnvel veitt sér andarunga til matar. Gunnar segir stofn sílamávsins hafa fjölgað mjög mikið undanfarin ár en árið 2004 virðist sem að hann hafi náð hámarki. Ári síðar hafi farið að halla undan fæti í varpi hjá mávnum og það varð algjör viðkomubrestur, þ.e. fáir ungar komust á legg úr varpinu.

Fjöruspói

Fjöruspói.

Gunnar Þór benti þátttakendum á sílamáva, bjartmáva (sem eru vetrargestir hér, en verpa á Grænlandi), urtönd (sem er smæst anda), skúfönd, stokkendur, tjald (sjá má aldur hans bæði á gogg og fótum), fjöruspóa (sem er sjaldgæfastur fugla hér á landi, telur einungs ca. 10 fugla), lóu (sem nýkominn var til landsins, m.a. sást hópur slíkra með ca. 30 fuglum koma inn yfir ströndina), geirfuglinn og margt fleira.

geirfuglar

Gunnar benti reyndar á að síðustu tveir geirfuglarnir í heiminum hefðu verið veiddir  á syllu í Eldey þann 3. júní 1844. Þar með hefði þeirri merkulegu fuglategund verið útrýmt endanlega. Geirfuglinn var allt að 70 cm hár, vóg um 5 kg og var ófleygur. Í útliti líktist geirfuglinn nokkuð mörgæsum, en er ekki af sömu ætt. Geirfuglinn var góður sundfugl og nærðist einkum á fiski. Útbreiðslusvæði geirfuglsins voru strandsvæði Norður-Atlantshafsins. Geirfuglinn var algengur víða í Norður-Atlantshafinu allt fram á 16. öld, en veiði gekk grimmt á stofninn. Einhverjar sögur fara af því að til geirfugls hafi sést eftir það, einkum á Grænlandi allt fram á sjötta áratug 19. aldar, en óvíst er um áreiðanleika þeirra sagna. Framan af var geirfugl veiddur til matar, en þegar fuglinum fór að fækka verulega fóru safnarar og náttúrugripasöfn að borga háar fjárhæðir fyrir fuglinn og má segja að það hafi verið hinn endanlegi dauðadómur tegundarinnar.

Geirfugl

Geirfulg á Náttúruminjasafninu.

Um 80 uppstoppaðir geirfuglar hafa varðveist til dagsins í dag. Einn þeirra má finna á Náttúrufræðistofnun Íslands.
Gunnar Þór fjallaði auk þess m.a. um sendil, súlu og fýl, en síðastnefndi er ekki mávategund þó svo að flestir teldu svo vera. Í Eldey væri ein af stærstu súlubyggðum í heimi og sú stærsta hér við land. Þar væri fjöldinn orðin svo mikill að fáar fleiri kæmust þar að.
Þá fjallaði Gunnar Þór um tófuna og tilvist hennar á Skaganum, ekki síst til að stemma stigu við fjölda máva við flugbrautirnar á Miðnesheiði.
Frábært veður. Ferðin tók 6 klst og 6 mín.

Heimildir m.a.:
-Páll Einarsson, prófessor við HÍ.
-Gunnar Þór Hallgrímsson, líffræðingur.
-Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands 26. nóvember 2010.
-Magnús Á. Sigurgeirsson og Kristján Sæmundsson, Íslenskar Orkurannsóknir, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík.

Eldey

Eldey.

Gamli Kirkjuvogur

Gengið var um sunnanverða Ósabotna að Hunangshellu, en við hana er gömul þjóðsaga um finngálkn kennd.
osar-22Á þessari leið má velja um gömlu reiðleiðina er liggur rétt ofan við ströndina eða gamla vagnveginn. Hann, líkt og reiðleiðin, er enn sýnilegur austan túngarðs hins horfna bæjar Teigs (enn má þó sjá skorsteininn af bænum skammt austan Hafna). Ef vel er að gáð má sjá að vagnvegurinn hefur á einhverjum tíma verið útfærður í bílveg og að hætt hafi verið við þær vegabætur í miðjum kliðum. Þegar komið var austur fyrir Hunangshelluna var haldið frá gatnamótunum að Njarðvík eftir reiðleiðinni þar sem Lágafellsleiðin sameinast henni áleiðis að gamla verslunarstaðum í Þórshöfn. Gatan er greinileg í heiðinni og sjá má fallnar vörður við hana. Þegar komið var yfir austanverðan Djúpavog tók við vagnvegur frá Illaklifi áleiðis að verslunarstaðnum.
Af og til mátti þó osar-23sjá gömlu reiðleiðina út frá veginum. Á Selhellu og við Draugavog eru tóftir, bæði ofan Selhellu og efst á henni. Vestan við tóttina er fallegt vatnsstæði í klöpp. Efst við sunnanverðan Selvoginn, sem er næsti vogur, eru einnig tóttir. Gengið var inn fyrir voginn og inn á þjóðleiðina, ofan við Beinanesið að Hestaskjóli og áfram fyrir Djúpavog, sem fyrr sagði. Í botni vogarins liggur girðing upp í heiðina, í átt að varnarsvæðinu. Norðan vogarins, þegar upp á holtið (Illaklif) er komið, er Kaupstaðaleiðin rudd svo til þráðbein á drjúgum kafla. Í stað þess að fylgja leiðinni niður að tóttum sunnan við Illaklif var haldið áfram vestur yfir holtið, að kletthól, sem þar er beint framundan. Vestan undir hólnum er allnokkuð gras og í því tóttir Stafnessels. Á landakorti frá árinu 1945, sem haft var meðferðis, er selið merkt þarna og reyndist það rétt vera. Í því eru a.m.k. þrjár tóttir. Vatnsstæði er bæði á klapparholti norðan við selið svo og á klapparhól svo til beint í vestur, ofan við Gamla Kirkjuvog. Þar er sögð hafa verið kirkja til forna.
osar-24Elstu heimildir um Vog er að finna í Landnámu. Þar segir að Ingólfur hafi gefið Herjólfi frænda sínum land á milli Vogs ok Reykjaness. Síðar breyttist nafnið í Kirkjuvog. Kirkjuvogur var fluttur suður yfir Ósa á seinni hluta 16 aldar, með kirkjunni, og stendur nú við Hafnir. Mannabein hafa fundist í uppblæstri á gamla bæjarstæðinu og voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800 að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt. Gengið var að gamla bæjarhólnum, en Kaupstaðaleiðin liggur rétt ofan við hólinn. Á honum er greinileg hleðsla á tveimur stöðum, sú efri hringlaga og sú neðrir ferhyrningslaga. Þarna gæti hafa verið osar-25kirkjugarður og kirkja eða bær. Neðan bæjarhólsins er þrjár tóttir.
Í tveimur þeirra eru greinilegar hleðslur. Sú syðsta virðist hafa verið gerði. Í skýrslunni er þar sagður vera gamall kirkjugarður, sem verður að teljast vafasamt. Sunnan við gerðið er tangi. Fremst á honum er hlaðið gerði, en tanginn hefur greinilega sigið nokkuð eins og annað land á svæðinu, eða um 8 mm á ári skv. staðfestum mælingum.
Vikið var út af vagngötunni til suðurs vestan Illaklifs og gamalli götu niður lága brekku. Þar sést hlaðinn garður á hægri hönd. Sunnar sést í háan grashól. Á honum er tótt. Einnig á öðrum skammt suðvestar. Neðan hans, rétt ofan við sjóinn, en lítið norðar, er hlaðinn garður. Fer hann nú á kaf í flóði. Gatan liggur í átt að Stafnesseli, þó lítillega til hægri, og yfir holtið. Á holtinu liggur hún einnig til suðurs, að gerði og tótt norðvestan Djúpavogs, þeim sem minnst var á áðan og eru undir Illaklifi.

osar-26

Skammt austar er önnur tótt, mun stærri, og sú þriðja suðvestar. Við hana er hlaðið gerði, sennileg aupp úr eldri fjárborg, sem enn mótar fyrir. Götunni var fylgt upp brekkuna uns komið var að manngerðum stórum grónum hól á klöpp. Þarna kanna að vera dys, a.m.k. benda ummerkin til þess. Umleikis hólinn miðsvæðis er hringlaga hleðsla. Skammt þarna vestar er Gamli Kirkjuvogur. “Til forna lá jörðin hins vegar inn með Ósunum að norðanverðu. Þar er mikil rústabunga, grasi gróin. Húsaskipan er ekki hægt að greina. Vestan við bæjarhólinn, ca. 8 m, eru nokkrir steinar, en undir þeim er gamli bæjarbrunnurinn. Sunnan við bæjarhólinn má sjá leifar af því sem virðist vera forn kirkjugarður. Einnig má sjá leifar túngarðs norðan við hólinn og hlaðinn brunn vestan við hann, en tóttir enn lengra í vestur, sem gætu verið tóttir útihúsa. Greinilegar traðir eru frá bænum í norður upp á Kaupstaðaleiðina.“

osar-27

Kaupstaðaleiðin er falleg vagngata á melhálsi upp af Djúpavogi, en gamla þjóðleiðin liggur sunnar, að Gamla-Kirkjuvogi. Enn önnur leið, greinilega minn farin, liggur frá Djúpavogstóftunum og rétt ofan við strönina að Gamla-Kirkjuvogi. Þar á leiðinni er slétt flöt og gerði. Liggur veggur þess út í sjó, en land mun hafa sigið þarna verulega á umliðnum öldum (nokkra millimetra á ári skv. mælingum).
Gamli-Kirkjuvogur er sagður vera mjög gamall, forveri bæjanna handan Ósa. Sumir segja það þar hafi verið landnámsjörð. Sjá má þar tóftir, garða, gerði o.fl. og virðast þær allar mjög komnar við aldur. Fremur fátt er vitað um Kirkjuvog hinn forna. hans er ekki getið í öðrum fornritum en Landnámu. En árið 1334 segir frá því á annálum að Þorleifur nokkur hafi drepið Þorbjörn osar-28prest í kirkju og lagði sig síðan sjálfur með hnífi.
Í Jarðabók 1703 er tekið fram að gamli Kirkjuvogur sé fornt eyðibýli í Kirkjuvogs landi. “Aðrir halda því fram að þetta bæjarstæði sé í Stafness landi”. Líklega er talið að jörðin hafi farið í eyði um 1580”.
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi skrifaði grein í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903 um „Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902“. Þar segir hann m.a. um Gamla-Kirkjuvog og Gamla-Kotvog, sem áttu að hafa verið norðan Ósa en ekki sunnan eins og síðar varð. „Kirkjuvogur hefir til forna staðið langt inn með Ósunum að norðanverðu. Ósarnir eru sem dálítill fjörður, sem gengur til austurs inn úr Hafnavík. Innst skiftist hann í smávoga, og kallast þeir Ósabotnar. Er löng bæjarleið frá Þórshöfn inn að Kirkjuvogi forna.
Þar sem bærinn var, er rústabunga mikil. Þar er alt nú blásið hraun, osar-29þó er rústin að nokkru leyti grasgróin. Er eigi hægt að sjá grein á húsaskipun og eigi sést með vissu hvar kirkjan hefir verið. En kunnugir menn vita það, því mannabein hafa fundist þar, er kirkjugarðurinn blés upp. Voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800, að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt.
Kotvogur stóð þó þar, sem hann er enn, sunnanmegin við Ósana. En kirkjusókn átti hann að Kirkjuvogi og allir bæir fyrir innan Kalmanstjörn. En þaðan, og frá þeim bæjum, er sunnar voru, var kirkja sótt að Kirkjuhöfn. Til Kirkjuvogs sóttu líka Suðurnesjabæirnir: Fuglavík, Melaberg, Hvalsnes og Stafnes, ásamt hjáleigum. Stóð það fram að 1370, er Oddgeir biskup vígði kirkju á Hvalsnesi. Enn átti Innri-Njarðvík sókn að Kirkjuvogi: hélzt það, þó Kirkjuvogur væri fluttur suður fyrir Ósa, og þangað til 1760, er Ólafur biskup Gíslason, vígði kirkju í Njarðvík.

osar-30

Fremur er það fátt, sem menn vita um Kirkjuvog hinn forna. Þess er getið í Árbókum Espólíns II. 68. að 1467 seldi Ólafur biskup Rögnvaldsson Eyjúlfi Arnfinnssyni »Voga« í Rosmhvalsnesshreppi fyrir 5 jarðir á Vestfjörðum. Nú er enginn bær í Rosmhvalsnesshreppi, er heitir »í Vogum«. Mun hér því átt við Kirkjuvog hinn forna og ef til vill Kotvog með, eða þó öllu heldur Djúpavog, sem mun hafa verið hjáleiga frá Kirkjuvogi og staðið við Ósabotnana. Svo segir í landamerkjabréfi frá 1270: »En lyngrifamörk skilur gata sú, er liggur fyrir innan Torfmýrar og upp á Háfaleiti til vörðu þeirrar, er stendur á leitinu þar, sem hæst er milli Kirkjuvogs, Njarðvíkur og Djúpavogs. En rekamörk millum Djúpavogs, Starness og Hvalsness skilur gróf sú, er verður fyrir innan klettana til hægri handar, er riðið er frá Kirkjuvogi.

osar-31

Hér virðist »Djúpivogur « vera bæjarnafn. Og það getur ekki verið annað nafn á Kirkjuvogi, þar eð hann er líka nefndur í sömu málsgreininni. Nokkru fyrir innan Kirkjuvog hinn forna gengur gróf mikil frá Ósabotnunum þvert til norðurs. Gengur sjór nokkuð inneftir henni, og heitir þar enn Djúpivogur. Þar litlu innar ætti bærinn, Djúpivogur, að hafa verið. Merki sjást ekki til þess; en það er ekki að marka. Sjór hefir mjög gengið á land í Ósunum, og getur bæjarstæðið verið brotið af. Þó hefir það ekki verið sjávargangur, heldur sandfok, sem eytt hefir Kirkjuvogi hinum forna. Hvenær það var, vita menn ógjörla. Jarðabók Á. M. telur hann hafa verið í eyði meir en 120 ár þá er hún var rituð. Hefir það því eigi verið síðar en á 16. öld, en getur vel hafa verið fyr. Það liggur nærri að ætla, að þá hafi sami maður átt bæði Kirkjuvog og Kotvog, er hann flutti Kirkjuvog heim á tún í Kotvogi. Bendir það til þess, að Kotvogur hafi frá upphafi verið talinn hjáleiga frá Kirkjuvogi, þó Ósarnir væri á milli. Þess er getið, að Kirkjuvogskirkja átti 1/2 Geirfuglasker. — Kirkjubólskirkja og Hvalsnesskirkja áttu 1/4 hvor.

osar-33

Elstu heimildir um Vog er að finna í Landnámu. Þar segir að Ingólfur hafi gefið Herjólfi frænda sínum land á milli Vogs ok Reykjaness. Síðar breyttist nafnið í Kirkjuvog. Kirkjuvogur var fluttur suður yfir Ósa á seinni hluta 16 aldar, með kirkjunni, og stendur nú við Hafnir. Mannabein hafa fundist í uppblæstri á gamla bæjarstæðinu og voru þau flutt að Kirkjuvogi. Var það nálægt aldamótunum 1800 að bein voru síðast flutt þaðan, en sagt er að nokkuð hafi verið flutt áður, smátt og smátt. Gengið var að gamla bæjarhólnum, en Kaupstaðaleiðin liggur rétt ofan við hólinn. Á honum er greinileg hleðsla á tveimur stöðum, sú efri hringlaga og sú neðrir ferhyrningslaga. Þarna gæti hafa verið kirkjugarður og kirkja eða bær.

osar-32

Neðan bæjarhólsins er þrjár tóttir. Í tveimur þeirra eru greinilegar hleðslur. Sú syðsta virðist hafa verið gerði. Í skýrslunni er þar sagður vera gamall kirkjugarður, sem verður að teljast vafasamt. Sunnan við gerðið er tangi. Fremst á honum er hlaðið gerði, en tanginn hefur greinilega sigið nokkuð eins og annað land á svæðinu, eða um 8 mm á ári skv. staðfestum mælingum.
Fremur fátt er vitað um Kirkjuvog hinn forna. hans er ekki getið í öðrum fornritum en Landnámu. En árið 1334 segir frá því á annálum að Þorleifur nokkur hafi drepið Þorbjörn prest í kirkju og lagði sig síðan sjálfur með hnífi. Í Jarðabók 1703 er tekið fram að gamli Kirkjuvogur sé fornt eyðibýli í Kirkjuvogs landi. “Aðrir halda því fram að þetta bæjarstæði sé í Stafness landi”. Líklega er talið að jörðin hafi farið í eyði um 1580”.
osar-34Þórshöfn var helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga. Með einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en án árangurs. Sendu verslanir í Keflavík oft skip sín þangað með salt, timbur og aðra þungavöru en tóku í staðinn fisk af bændum á Miðnsesi og í Höfnum. Í byrjun 20. aldar fór skipakomum að fækka til Þórshafnar, enda tók Sandgerði þá við hlutverki verslunarstaðar á Miðnesi.
Áletranir eru á klöppum austan við Þórshöfn. M.a. er þar áletrunin HP á sléttri jarðfastri klöpp undir klapparholti. Sumir vilja halda því fram að sammstöfunin eigi við Hallgrím Pétursson, prest í Hvalsnesi er einnig þjónaði Höfnum um tíma (eftir 1644).

osar-35

Skammstöfunin er á miðri jarðfastri klöpp utan í jökulsorfnu klapparholti. Umhverfis áletrunina eru síðan aðrar skammstafanir og jafnvel ártöl. Ofan við hlöppina eru áletrnir og útflúr. Til hliðar eru nýrri áletranir, m.a. frá 20. öld.
Gengið var út með víkinni beggja vegna og festarhringjanna leitað. En þrátt fyrir útfjöru fundust hringirnir ekki. Jón Borgarson í Höfnum kvaðst hafa siglt þangað yfir fyrir nokkrum árum og þá m.a. litið festarhringina augum. Næsta skref verður að fara með Jóni í Þórshöfnina og skoða hringina.
Vestan þræsingur stóð inn í Ósana og því auðvelt að ímynda sér við hvaða aðstæður þurfti að takast á við er koma þurfi vélavana skipunum inn fyrir skerjagarðinn og inn í örugga höfnina í Þórshöfn. Utan hennar var hvítfyssandi öldurótið, en innan var lygna og angurværð. Auðvelt var að sjá fyrir sér hversu góð Þórshöfn var skipum hér fyrr á öldum.

osar-37

Þórshöfn var helsti verslunarstaður Þjóðverja á 15. og 16. öld og sló þar stundum í brýnu milli þeirra og Englendinga. Með einokunarversluninni minnkaði mikilvægi Þórshafnar og lagðist hún af sem verslunarstaður. Á 19. öld hófust skipakomur þangað á nýjan leik og sóttu heimamenn það fast að hún yrði gerð að löggiltum verslunarstað en án árangurs. Sendu verslanir í Keflavík oft skip sín þangað með salt, timbur og aðra þungavöru en tóku í staðinn fisk af bændum á Miðnsesi og í Höfnum. Í byrjun 20. aldar fór skipakomum að fækka til Þórshafnar, enda tók Sandgerði þá við hlutverki verslunarstaðar á Miðnesi.
Árið 1881 strandaði rétt hjá Þórshöfn enska vöruflutningaskipið Jamestown. Skipið var eitt allra stærsta seglskip sinnar tíðar, meira en 100 metra langt og 20 metra breitt og er eitt af tröllauknum akkerum þess varðveitt í Höfnum.
osar-38Farmurinn var afar verðmætur því lestar skipsins voru fullar af úrvals timbri. Efra Sandgerði sem er elsta húsið í Sandgerði er byggt úr þessu timbri. Sögur segja þó að ballest skipsins hafi verið öllu verðmætari því hún hafi verið mexikóskt silfurgrýti. Ef til vill liggur því verðmætur silfursjóður á hafsbotni í Ósum.
Á morgni hvítasunnudags, 26. júní árið 1881 brá mönnum í Höfnum á Suðurnesjum í brún; heljarstórt seglskip hafði strandað við Hvalsnes á milli Hestakletts og Þórshafnar gegnt Kotvogi í Kirkjuvogshverfi. Þeir sem fyrstir komu á vettvang sáu að skipið var mannlaust og auðséð að það hafði verið lengi á reki því seglbúnaður þess og reiði var horfinn að mestu leyti.
Við nánari skoðun kom í ljós að skipið, sem mun hafa verið um 4000 tonn á núverandi mælikvarða og því engin smásmíði, – líklega með allra stærstu skipum sem til Íslands höfðu komið fram að því. Skipið var fullhlaðið borðviði af mismunandi tegundum, m.a. harðviði og allt kjörviður.
osar-36Í Suðurnesjaannál Sigurðar Sívertsen er m.a. fjallað um þetta strand. Þar er þess geta hve vel hafi verið um farminn búið og greinilega unnið af mikilli verkþekkingu. Þar segir m.a. að tekist hafi að bjarga miklu af farmi Jamestown og hafi timbrið verið notað til húsbygginga, ekki einungis á Suðurnesjum, en þar má enn sjá hús sem byggð voru úr þessu efni, heldur einnig austur um sveitir. Menn af Suðurnesjum mynduðu með sér félag um kaup á strandgóssinu og tókst að semja við sýslumann um kaupin. Eftir óveður nokkrum dögum eftir strandið brotnaði skipið í spón og hvarf. Það er til marks um veðurfar og sjólag við strönd Hafnahrepps að þetta stóra skip mölbrotnaði á fáum dögum eftir að hafa , eins og seinna kemur í ljós, verið á reki stjórnlaust á Norður-Atlantshafinu um 4ra mánaða skeið.
osar-39Í bókum má finna frásögn Ólafs Ketilssonar á Kalmannstjörn, hreppstjóra í Höfnum af strandi Jamestown. Þar nefnir hann þennan einkennilega stein sem hafi verið barlest skipsins og gerir því skóna að þetta hafi hugsanlega verið silfur. Í Bath Daily Times mánudaginn 21. nóvember 1881 er enn fjallað um Jamestown. Þar segir: „Svo virðist sem frægð Jamestown ætli engan enda að taka. Í tímaritinu Maine Mining Journal segir að fyrsta framleiðsla af málmgrýti frá námunni á Deer Isle hafi skrautlegan feril að baki og hafi endað á óvæntum stað. Málmgrýtið hafi Jamestown tekið sem barlest þegar það hélt til Swansee (svo !) í Englandi með timburfarm fyrir nærri ári. Járngrýtið er líklega enn í greypum þessa ólánsfleys þar sem það bar beinin.“ Það sem er örugglega rétt í þessu, og ber saman við blaðagreinar frá þessum tíma, er að barlestin var málmgrýti frá Deer Isle-námunni. Ástæða þess að einhvern grunaði að um silfur hefði verið að ræða er líklega vegna þess að saman við hefur verið svokallaður „klinker“ sem myndast í málbræðsluofnum. Þar með telst kenningin um silfurbarlestina afsönnuð.“

Gamli Kirkjuvogur

Gamli Kirkjuvogur – uppdráttur ÓSÁ.