Stapinn

Af Stapadraugnum fara ekki miklar sögur. Sagnir herma að draugurinn hafi haldið sig í Vogastapa sem er milli Innri-Njarðvíkur og Voga á norðanverðum Reykjanesskaga. Hins vegar er ekki greint frá því hvernig hann hafi verið til kominn. Hann var sagður hafa hrellt ferðamenn og farið um þá óblíðum höndum. Í Íslenzkum sagnaþáttum og þjóðsögum sem Guðni Jónsson safnaði saman, er getið um eitt slíkt tilfelli. Sögnin er heldur óljós en atvikið virðist hafa átt sér stað á áttunda áratug 19. aldar.

Stapadraugurinn - eina ljósmyndin, sem náðst hefur af honum

Ónafngreindur maður úr Garði á Reykjanesi fannst nær dauða en lífi á Stapanum. Hann var borinn í Stapakot og var þar nokkurn tíma að jafna sig áður en hann fór heim. Þegar hann var spurður hvað fyrir hann hafði komið togaðist ekki upp úr honum nokkur skýring, en draugnum á Stapanum var kennt um það. Hans er líka getið í þætti af förumanninum Árna funa í sama safni, en ekki nema í framhjáhlaupi.
Að öðru leyti virðist segja heldur fátt af draugsa, en á hinn bóginn eru tvær sagnir um aðra reimleika þarna í grenndinni. Þeim sem ekki trúir á drauga þykir væntanlega fánýtt að velta því fyrir sér hvort það eru aðrar sögur af „sama“ draug, en frásagnirnar gætu samt verið tengdar.
Fyrst ber að nefna Vogadrauginn, sem svo er kallaður. Ólíkt Stapadraugnum státar hann af almennilegri upprunaskýringu og auk þess hélt hann sig á bæjum. Sagan segir að ferðalangur hafi beiðst gistingar í Vogum, en verið úthýst þaðan og lagt leið sína yfir Stapann til Njarðvíkur. Veðrið var heldur misjafnt og maðurinn ferðalúinn og svangur. Morguninn eftir fannst hann svo dauður rétt við Grímshól á Vogastapa. Hann var borinn heim á bæinn þar sem honum hafði verið meinað um gistingu og var grafinn skömmu síðar.
Í kjölfar þessa varð vart reimleika á bænum og héldu menn að afturgangan vildi hefna sín fyrir litla gestrisni húsráðenda. Næstu ábúendur urðu líka varir við draugaganginn. Vomurinn sótti að húsfreyjunni
með svefnóværð mikilli því ekki hafði hún fyrri fest blund á kvöldin í rúminu fyrir ofan mann sinn en hún fór að láta illa í svefninum. Fyrst í stað vakti Jón hana, en jafnskjótt sem hún blundaði aftur kom að henni sama óværðin.
Bóndanum á bænum, Jóni þessum, tókst að reka „næturgestinn“ af höndum þeirra en sá fór ekki langt heldur tók að ásækja bóndann í Tjarnarkoti þarna í nágrenninu. Jón var þá fenginn til að flæma drauginn þaðan líka og fylgdi hann hinum óhreina anda burt frá bænum í Tjarnarkoti og þangað sem nú er búð sú í Vogum sem heitir Tuðra. Þar kom hann honum fyrir og bað hann sökkva þar niður til hins neðsta og versta helvítis þaðan sem hann væri kominn og gjöra aldei framar mein af sér í Vogum.
Upp frá því segir ekki mikið af þessum ógæfusama ferðamanni, nema að ekki þótti alltaf allt með felldu í Tuðru.
Á seinni tímum hafa svo komið til aðrar draugasögur sem tengjast akveginum við Vogastapa. Samkvæmt 
þeim er þar á kreiki bíldraugur. Eftir lýsingum að dæma stendur hann við vegbrúnina og sest inn hjá þeim sem af góðmennsku sinni bjóða honum far. Hins vegar lætur hann ekkert upp um það hvert hann ætlar og þegir þunnu hljóði. Eftir nokkra stund er hann svo horfinn eins og hann hafi gufað upp.
Önnur saga er sú að rétt við Vogastapa hreinlega birtist tveir menn í aftursætum bíla, sitji þar stutta stund í friði og spekt en hverfi svo jafnundarlega og þeir birtust. Þegar Árni Björnsson gaf út Íslenskt vættatal fyrir rúmum tíu árum gat hann þess að Stapadraugurinn hefði hrellt ferðamenn en látið minna á sér kræla eftir að nýja Reykjanesbrautin var lögð. Sennilega hverfur hann þá alveg þegar hún hefur loksins verið tvöfölduð.
Í framangreindu er m.a. vitnað í Guðna Jónsson, Íslenzkir sagnaþættir og þjóðsögur IX, Ísafoldarprentsmiðja hf, Reykjavík, 1951, bls. 25, Árna Björnsson, Íslenskt vættatal, Mál og menning, Reykjavík, 1990, Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, Bókaútgáfan Þjóðsaga og Prentsmiðjan Hólar hf. Reykjavík, 1954, I. bindi bls. 378-9, og Sigurð Nordal og Þórberg Þórðarson, Gráskinna hin meiri, Bókaútgáfan Þjóðsaga, Reykjavík, 1962, síðara bindi bls. 217-18.

Heimild:
-visindavefur.hi.is

Stapagata

Stapavegur.

Lönguhlíðahorn
Enginn veit með vissu hvað íslenzka flóran hefur að geyma margar tegundir af plöntum. Á hverju ári finnast allmargar nýjar tegundir, bæði af sveppum, fléttum og mosum sem ekki var áður vitað að væru til á Íslandi. Það er hins vegar sjaldgæfara að nýjar blómplöntur og byrkningar finnist. Undantekningar eru þó þó blómin sem fundust við Árnastíginn um árið…

Hvönn

Hvönn.

En eftir því sem best er vitað í dag, á þessari stundu, munu um 5.400 villtar tegundir plantna vaxa í landinu.
Fjöldi plöntutegunda á Íslandi er hlutfallslega lágur miðað við mörg önnur sambærileg svæði með svipuð veðurskilyrði. Skýringu þess er einkum að leita í einangrun landsins og skömmum tíma síðan ísöld lauk, en kuldaskeið íslandar hafa útrýmt mörgum tegundum, sem síðan hafa ekki átt afturkvæmt. Þó má á ári hverju sjá nýja landnema, ef vel er að gáð.
Á Íslandi eru nú skráðar:
-um 2000 tegundir af sveppum, auk um 700 tegundir sveppa sem eru fléttumyndandi, þ.e. hafa þörunga í þjónustu sinni.
-um 710 tegundir af fléttum.
-um 600 tegundir af mosum.
-um 430 tegundir villtra blómplantna.
-um 40 tegundir af byrkningum.

Bikarblóm

Bikarblóm.

Á Reykjanesskaganum er stundum sagt að þar sé einungis eitt blóm – og þá er mosinn ekki meðtalinn. Þetta blóm heitir stundum lambagras, stundum geldingahnappur, stundum bláklukka, stundum brönugras – allt eftir hvernig á það er litið. Þetta eina blóm vekur alltaf jafn mikla athygli, hvar sem til þess sést á annars fáskrúðugu landi. Þess vegna er svo mikilvægt að líta niður fyrir sig og í kringum sig næst þegar þegar gengið er utan vegar á skaganum. Horfa þarf á litla blómið, lit þess og lögun. Hvorutveggja segir til um nafn þess.
Á Reykjanesskaganum er annars stór hluti hans þakin hraunum og eru þau klædd mosaþembu (hraungambra), mólendi eða jafnvel kjarri, allt eftir aldri hraunanna.

Jarðfræðikort

Jarðfræðikort ÍSOR af Reykjanesskaga.

Að öðru leyti ber mest á lyng- og heiðagróðri, mólendi eins og það er oftast kallað, en minna ber á graslendi eða jurtastóði þó það sé einnig til og þá aðallega í lautum og bollum. Einnig er töluvert kjarrlendi í brúnum. Á seinni árum hefur sá trjágróður sem gróðursettur hefur verið sett svip á landið og jafnframt hefur annar gróður tekið verulegum framförum vegna skjóls og friðunar. Þó má sjá verulega gróðureyðingu á einstökum svæðum, s.s. í Krýsuvík og á Strandarheiði og upp með fjallshlíðum, s.s. í Brennisteinsfjöllum.
Allur gróður á sér ákveðinn líftíma. Þá deyr hann og annar gróður tekur við. Á meðan vinna vindar, vatn og frost á veikburða gróðrinum og gerir nýjum erfitt uppdráttar.
Sjá meira um gróðir á Reykjanesskaganum HÉR, HÉR og HÉR.Heimildir m.a.:
-http://floraislands.is/

Hraungambri

Hraungambri.

Grótta

„Af Gróttu fara litlar sögur, og ekki er mjer kunnugt um hvenær bygð hefir hafist þar, en upphaflega var þarna hjáleiga frá Nesi, og hefir þó sennilega áður verið útróðrastöð.
Þess er getið í Jarðabók grotta-223Árna og Páls 1703 að kóngsskip, fjögra manna far, hafi fyrrum gengið þaðan, en því hafi ekki fylgt nein verbúð, og hafi skipshöfnin hafst við í sjóbúð, sem Nesbóndi átti þar og goldið leigu fyrir. Í fógetareikningum þeirra Kristjáns skrifara og Eggerts Hannessonar á árunum 1548—1552 má sjá, að greitt hefir verið formannskaup á báti, sem haldið var út frá Gróttu (sem Kristján skrifari kallar Gröthen). Er fyrstu árin talað um sexæring, en seinasta árið um fjögurra manna far.
Nafnið Grótta er kvenkynsorð af nafninu Grótti, sem þýðir kvörn. Er fræg orðin kvörnin Grótti, sem malaði alt er maður vildi og Fróði ljet þær Fenju og Menju mala á gull, en þær mólu salt í staðinn, svo að skipið sökk og síðan varð sjórinn saltur. Hér hefir þótt allmikill brimsvarrandi á fjöruskerjum. Um það ber líka vott hin alkunna draugsvísa:
Dauðinn sótti sjávardrótt,
sog var ljótt í dröngum.
Ekki er rótt að eiga nótt
undir Gróttutöngum.
grotta-222Landslagi á framanverðu Seltjarnarnesi fyrir framan Valhúsahæð, er svo háttað, að það er að mestu sljett. Um mitt nesið er allstór tjörn, sem heitir Bakkatjörn, en margir villast nú á og kalla Seltjörn. Beggja megin við hana eru sjávargrandar, sem tengja Suðurnes við land. Er það sljett og grasi gróið, og þar héldu Reykvíkingar einu sinni þjóðhátíð sína. Á hernámsárunum lagði herinn Suðurnes undir sig, en nú hefir lögregla Reykjavikur þar bækistöð sína og stundar þar æfingar. Inn í Bakkatjörn fellur sjór um ofurlítinn ós út við Suðurnes þegar stórstreymt er. Norðan við nyrðri grandann er dálítil vík, sem verður að lóni með stórstraumsfjöru, því að þá örlar á skerjakögur fyrir utan það. Þetta er Seltjörn sem nesið er kent við. Hefir áður verið land fyrir framan hana, en sjórinn brotið það gjörsamlega, eins og víðar hjer um kring. Smnir halda að nafn tjarnarinnar sje dregið af því, að þarna hafi Reykjavíkurbóndi áður haft í seli, því að alt Seltjarnarnesið var upphaflega land Reykjavíkur. En þessi tilgáta um nafnið er sennilega alröng. Sel voru höfð upp til heiða og fjalla, en ekki á útnesjum. Er og í fornum heimildum getið um það, að Reykjavík hafi átt selstöðu þar sem kallað var Víkursel hjá Undirhlíðum (seinna kallað Gamla Víkursel). Hafði selið þar skógarhogg til eldneytis. Einnig er talið að bóndi (eða bændur) í Örfirisey hafi haft selstöðn undir Selfjalli, þar sem heitir Örfiriseyjarsel og átti það þar hrísrif og lyngrif til eldneytis. Um elstu og stærstu jarðirnar á Seltjarnarnesi er þess líka getið að þær hafi átt sel. Lambastaðir áttu selstöðu undir Selfjalli, þar sem hjet Lambastaðasel, og Nes átti selstöðu í Seljadal undir Grímafelli (nú kallað Grímmanns- eða Grímarsfell) og hjet þar Nessel. Hitt er miklu líklegra að Seltjörn hafi verið kend við sel og að þar hafi upphaflega verið selalátur. Vitað er að selveiði helst hjer við nesið fram eftir öldum, og enn 1703. Er hún í jarðabókinni talin til hlunninda á jörðum báðum megin Skerjafjarðar.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 28. júlí 1946, bls. 309-310.

Grótta

Gróttuviti.

Þórkötlustaðahverfi

Kirkjan í Grindavík var á Stað í Staðarhverfi fram til 1909. Þá var hún flutt yfir í Járngerðarstaðar-hverfi þar sem hún hefur verið síðan – að vísu á tveimur stöðum.
KirkjugatanKirkjugatan frá Hrauni og Þórkötlustaða-hverfi lá yfir norðanvert Þórkötlustaða-nesið, um Gjána og framhjá Vatnsstæðinu að Rifsósi, eiðinu er lokaði Hópið af að utanverðu. Síðar, á fjórða áratug 20. aldar og síðar, var opnað inn í Hópið, rásin breikkuð og dýpkuð og eiðið þar með fjarlægt að mestu. Jafnan var gengið um ósinn væri hann fær. Sú leið var styttri. Kirkjuhóll (Kirkjuhólar) voru á norðaustanverðri Gjárbrúninni á leiðinni frá Þórkötlustöðum framhjá Hópi að Járngerðarstaðarhverfi. Nokkru sunnar er Gjáhóll, sunnan götunnar, og sést hann enn – gróinn í kollinn. Á fyrstu árum 20. aldar byrjuðu Hópsmenn að opna ósinn inn í Hópið, bæði til að koma bátum sínum í betra skjól og einnig til að stytta sjávargötuna. Hópsvörin var áður utan við rifið og sést hún að hluta til þrátt fyrir miklar framkvæmdir við varnargarða á umliðnum árum. Í lok fjórða áratugarins var hafist handa við að grafa ósinn enn frekar og opna öðrum bátum leið inn á leguna í Hópinu – þar sem núverandi höfn er nú. Kirkjugatan yfir Nesið, eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd, lagðist því af í byrjun síðustu aldar. Ummerkin um hana sáust þó lengi á eftir, m.a. á meðfylgjandi ljósmynd frá 1942. Garðarnir á myndinni eru seinni tíma matjurtargarðar Þórkötlustaðarbúa.
Þórkötlustaðanesið 1942Gjáin er hrauntröð frá því að hraunið, sem myndaði Þórkötlustaða-nesið-/Hópsnesið, rann fyrir nálægt 2400 árum. Hún er að mestu heil að sunnanverðu, en á norðanverðu Nesinu hefur hún verið fyllt. Loftmynd, sem tekin var árið 1942 sýnir braggabyggð í þeim hluta rásarinnar, en hann var síðar notaður fyrir ruslahaug og þá fylltur. Segja má að þar hafi Grindvíkingar sagt amen eftir efninu. Kirkjugatan hafði þá verið aflögð, en ruslahaugar komnir í götustæðið. Eldsneytisgeymar (Esso) eru skammt norðvestar. Sunnan þeirra lá gatan yfir hæðina.
Gatan sést enn á stuttum kafla sunnan undir hraunbakka á norðaustanverðu Nesinu þar sem hún liggur vestur yfir það. Hlaðið er um kálgarða utan í kantinum. Innan hans eru tveir aðrir minni garðar. Austari garðurinn hefur verið settur ofan í götuna. Vestan hans lá gatan upp geil í hæð og sést hún enn þar sem hún lá upp lága hæðarbrún. Handan þess hefur svæðinu verið raskað, bæði með sorphaugunum, mannvirkjunum og sáningum. Þegar komið er upp á brúnina sést gatan enn þar sem hún lá niður mosahraunið í átt að Vatnsstæðinu og framhjá því, með stefnu að ósnum fyrrverandi. Handan þess taka við hlaðnir garðar, malarvegur og meira rask við Síkin. Sunnan þeirra voru sjóbúðir Hópsmanna. Enn má sjá kofatóftir við Síkin.
Eftir að kirkjan var endurreist í Járngerðarstaðahverfi styttist kirkjugata Hrauns- og Þórkötlustaðahverfisbúa verulega.
Hópsnesið - gatanÁ fyrrnefnda staðnum var rekið myndarbýli á 19. öld. Um 30 manns voru þar í heimili. Til samanburðar voru 32 í heimili á Járngerðarstaðabæjunum tveimur árið 1901. Þórkötlustaðabæirnir þrír voru einnig mannmargir, en auk þeirra voru jafnan þrír aðrir bæir í hverfinu frá því í byrjun 19. aldar; Einland, Klöpp og Buðlunga. Íbúar voru að jafnaði um 30 talsins. Auk þessara bæja sótti fólkið á Ísólfsskála (Ýsuskála) kirkju á Stað og síðar Járn-gerðarstöðum. Allt hefur þetta fólk fetað kirkjugötuna meira og minna reglulega yfir Nesið, sem enn sést – að hluta. Prestarnir, Kristján Eldjárn Þórarinsson, Geir Bachmann og Oddur Gíslason, virðast hafa haft það aðdráttarafl í þá tíð er dugði til að draga þreytta fætur austlægra Grindvíkinga alla leið vestur yfir Nesbrúnina – og þurfti þá mikið til.
Grindvíkingar hafa ávallt verið trúrækið fólk, enda fylgir trúin sjómennskunni. Gamla gatan, sem hér hefur verið lýst, bar þess líka merki. Á loftmyndinni, sem tekin var árið 1942, sem fyrr sagði, sést kirkjugatan mjög vel þar sem hún liggur á ská þvert yfir hana. Myndin er því miklu mun merkilegri en ella. Leiðin lagðist af með tilkomu akvegarins skammt norðar og nú má berja augum. FERLIR gekk leiðina fyrir skömmu og skoðaði sérstaklega þá hluta hennar er enn sjást. Ljósmyndir voru teknar og það markverðasta skráð.
Brátt mun þessi gamla kirkjugata heyra sögunni til – eins og svo margt annað.

Heimildir m.a.:
-Loftur Jónsson.
-Ljósm./rétth.: Sævar Jóhannesson.

Þórkötlustaðahverfi

Kirkjugatan.

 

Handrit

Hin áhugaverða handritasýning „Handritin“ er í fjórum rýmum á fyrstu hæð Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu.

HandritasýningFyrst eru sýnishorn af myndristum frá Norðurlöndum og Bretlandseyjum (myndinar segja sömu goð- og hetjusögur og lesa má um í Snorra Eddu og eddukvæðum) lýst munnlegri geymd (aðstæður við lifandi flutning sagna og kvæða), kristni og upphafi ritunar (Biblían, bókin og trúin), skáldum á borð við Egil Skallagrímsson (sagt frá Agli og lífi Eddufræða á síðari öldum, með ríkulegu myndefni úr svokallaðri Melsteðs Eddu) og pólitískum og veraldlegum ritum (ættfræði, Landnáma og lagaritun). Tölva er þarna með efni um goðsögur Eddanna, skýrðar viðtökur og pólitískt hlutverk fornsagna á 18. og 19. öld (á Norðurlöndum, í Þýskalandi, á Englandi, í Norður-Ameríku og á Íslandi), upplýsingar um Árna Magnússon (m.a. sagt frá komu fyrstu handritanna frá Danmörku ) og sýnd skjákvikmynd um ævi hans og störf.
Í öðru rými eru sýndar konungsgersemar undir plasthjálmi (um er að ræða rökkvað rými með helstu gersemum í Árnasafni. Í öndvegi er skipað Konungsbók eddukvæða og Flateyjarbók, en þessar tvær bækur voru fyrstu handritin, sem Danir skiluðu Íslendingum. Við hlið þeirra eru Konunsbók Snorra Eddu, lögbækurnar Staðarhólsbók Grágásar og Jónsbók og ekki síst Stjórn, hin fagra biblíuþýðing).

HandritasýningÍ þriðja rýmu er kynnt skrift og bókagerð (skriftarastofa þar sem sýnd eru vinnubrögð við gerð handrita á miðöldum. Tæki og tól til bókagerðar, allt frá verkfærum til skinna, sýnishorn íslenskra rithanda ásamt fornum myndlýsingum af bókagerð og skinnaverkum. Fyrir miðju er opin tölva með vefsíðu Árnastofnunar með ítarlegri fræðslu um sama efni). Í fjórða rými eru sýnd handrit Íslendingasagna og Íslendingabók, varin undir plasthálmi (Handrit af ýmsu tagi sem leiða vel í ljós fjölbreytni Árnasafns, meðal annars merkasta handrit Íslendingasagna, Möðruvallabók, og tvö önnur handrit Egilssögu. Einnig er hér handrit Íslendingabókar og Landnámu, galdrabók og saga heilagrar Margrétar, auk myndskreytts pappírshandrits Snorra Eddu og Eddukvæða, Melsteðs Eddu, sem á sér merkilega sögu).
Í svo umfangsmiklu efni og handritin eru verður aldrei hægt að gera því ítarleg skil, einungis gefa upplýsta, en takmarkaða, mynd af því.

HnadritasýningÞegar komið er inn á sýningagólfið er gengið á mynd í gólfinu, skorna í dúkinn. Fljótlega kemur í ljós að það er hægt að fá upplýsingar um það sem fyrir augu ber á veggspjöldum, misjafnlega stórum, en að öllu jafna læsilegum. Sum spjöldin eru það neðalega að innkoman krefst svolítillar leikfimi, sem reyndar ætti bara að vera flestum holl. Samkvæmt einu spjaldanna er myndin á gólfinu eftirmynd frá 11. öld á steini í Ramsundborg í Svíþjóð og segir frá atviki í sögu Sigurðar Fáfnisbana. Á veggjum við innganginn eru myndir af erlendum ristum ásamt upplýsingaspjöldum (Ein myndin er af myndsteini frá 11. öld í kirkjugarði á Upplandi vestur af Uppsölum í Svíþjóð. Önnur er af myndsteini frá austurströnd Englands, Lindisfarne (793), en það ártal er talið marka upphaf víkingatímabilsins er vikingar réðust á klaustrið. Þriðja myndin er rúnarista frá Timans í Roma á Gotlandi. Hún er frá seinni hluta 11. aldar og tengist goðafræði líkt og hinar). Á einu skiltanna innan við innganginn stendur eftirfarandi: „Fyrir daga ritunar er sögðu menn sögur af goðum og hetjum og ræktu trú sína án þess að styðjast við bækur. Efni af þessu tagi var fyrst skráð með myndum, sem hafa dregið fram aðalatriði hverrar sögu í hugum sagnamanna og áheyrenda þeirra”. Hér er kveðið á um forsögu og aðdraganda handritagerðar, sem verður að teljast nokkuð góð byrjun.

Þegar inn í sýningarsalinn er komið þarf að ganga undir boga. Á boganuHandritasýningm eru rúnastafir. Íslendingar, og jafnvel margir aðrir sýningargestir, eru hjátrúafullir minnugir kritum í þjóðtrú og kæra sig ekki um að ganga undir hvað sem er, sbr. stiga. Hvergi var að sjá fyrir hvað þessar rúnaristur stæðu. Upplýsingarnar gætu þó leynst þarna einhvers staðar. Þær gætu hvort sem er verið bölbæn eða heillaóskir. Gestum finnst alltaf viðkunnanlegra að vita undir hvað þeir eru að gangast – svona til gamans.
Innan við bogann er sagt frá sagnaskemmtun á íslenskum heimilum, forsögu víkinga og íslenskra skálda við hirðir konunga sem og dróttkvæðunum við upphaf víkingatímabilsins. „Frá fyrstu tíð eru til heimildir um þann sið að skemmta með sögum á Íslandi, ýmist munnlegum eða lesnum úr bókum. Á miðöldum var lesið upphátt úr handritum og tíðkaðist það áfram þótt bækur væru prentaðar og bókaeign yrði almennari. Á 18. öld var það enn helsta dægradvöl manna á kvöldvökum að lesa fornsögur og kveða rímur og hélst sá siður fram á 20. öld”.

HandritasýningSýndar eru stórar myndir úr Íslensku Hómilíubókinni, ritaðri um 1200, og Helgastaðabók, sem rituð var um 1400. Fram kemur að „á miðöldum skrifuðu Íslendingar veraldlegar sögur um bændur og höfðingja frá fyrstu öld Íslandsbyggðar. Einnig sögur af víkingum og konungum sem gerast í þeim löndum sem norrænir menn fóru til á víkingaöld. Með sagnaritun sinni varðveittu Íslendingar þá landafræðiþekkingu, sem áður var miðluð með munnlegum sögum kynntust bæði eigin landi og fjarlægum heimsálfum í gegnum sögur. Menningarlegt landnám við norðanvert Atlantshaf fór þannig fram með því að láta sögur gerast í landslaginu”. Þessar sögulegu upprifjanir í nálægð mynda af fornum handritum hjálpar safngestum betur að skilja uppruna þeirra og mikilvægi.
Á vegg er landakort. Á kortið eru skráðar hinar ýmsu sögur og handrit eftir landshlutauppruna þeirra. Athygli vekur að engin slík eru á Reykjanesskaganum og það þrátt fyrir að “hinn fyrsti landnámsmaður” settist þar að og bjó þar það sem eftir var (a.m.k. skv. skráðum heimildum).
Kynntar voru “nútímabókmenntir”, þ.e. myndablöð og vinsælar sögur þar sem efnið er m.a. sótt í goðafræðina og víkingatímann. Má þar nefna sögur Tolkiens um Hobbit og meistaraverk Wagners. Seinni tíma kort og spil tengt innihaldi handritanna eru og til sýnis.

HandritasýningInnihaldinu í öðru herbergi hefur verið lýst, þ.e. handrit Konungsbókar Eddukvæða (elsta og merkasta safni eddukvæða og frægast allra íslenskra bóka), Skarðsbók Jónsbókar (gerð 1280 – kennd við Jón lögmann Einarsson), Staðarhóls-bók Grágásar (lögbók íslenska þjóðveldisins), Stjórn (safn þýðinga úr Gamla testamentinu), Konungs-bók Snorra Eddu (rituð snemma á 14. öld) og Flateyjarbók (stærsta íslenska skinnbókin, rituð á miðöldum).
Eðlilegt myrkur ríkir umhverfis handritin og eykur það á áhrifamátt þeirra. Engum gæti dottið í hug að káfa á plashjálminum, sem umlykur handritin. Upplýsingaskiltin við þau gefa góða upplýsingar um gripina, en sagnfræðilegir úrdrættir væru þarna vel þegnir því ekki er víst að allir sýningargestir viti í raun um efnisinnihald handritanna. Það að þau skuli vera jafn merkileg og þau eru, ætti að gefa tilefni til a.m.k. örstutts úrdráttar á því sem sýnt er.
Gripir og upplýsingar í þriðja rými gefa ágæta mynd af efni, gerð og textum handrita og bóka. Til sýnis eru áhöld, fjaðurpennar, blek, litir og litasteinar, lýst hversu langan tíma gat tekið að rita eitt handrit og hvernig það reyndi á skrifarana. Meðferð og verkun skinna er gerð góð skil og nýta má aðgengilegar lesmöppur til að fræðast nánar um einstök efnisatriði. Þetta rými brýtur ágætlega upp sýningu handritanna millum þess.

HnadritasýningÍ fjórða rýminu má t.d. berja Margrétarsögu augum, lítið galdrakver, Íslendingabók Ara fróða (handritið var skrifað af Jóni Erlendssyni frá Villingarholti 1651), Hauksbók Landnámu (handritið var skrifað af Hauki Erlendssyni 1302-1310), Kálfalækjarbók Njáls sögu, Melstaða Eddu (skrifuð af Jakobi Sigurðssyni á 18. öld), Ketilsbók Egilssögu (skrifuð af Katli Jörundssyni í Hvammi á 17. öld, Möðruvallabók (Safnrit Íslendingasagna ) og Þetubrot Egilssögu (elsta handrit sögunnar, sennilega frá 13. öld, eignað Snorra Sturlusyni).
Þetta rými er í rauninu framhald af rými tvö. Má því umsögn þess og gilda um það.
“Hvernig er tekið á gripafræði handrita?” Svar við því er að nokkru komið fram; vel að mörgu leyti, en sagnfæðilegri fylling væri vel þegin. Sagan er útskýrð með almennum hætti og sýnd tiltekin handrit og aðrir gripir henni til stuðnings. Skýringartextar eru og handritunum til stuðnings, en þegar um einstök handrit er að ræða mætti koma innihaldsúrdráttur af því sem fyrir augu ber. Safngestir sá snjáð handrit og máðar bækur, skinnsíður og blaðsíður, letur og myndir, en þeir geta ekki lesið innihaldið – það sem þetta allt snýst um – forn texti og lýsing á formfögru efni, gert af fólki við upphaf ritunar hér á landi og við aðstæður, sem sýningargestir gætu varla ímyndað sér hverjar voru. Enda ekki mikið gert af því að lýsa aðstæðum skrifaranna á sýningunni. Eflaust hafa fræðimenn og ólærðir mismunandi þörf á skýringum. Og eflaust þurfa skýringarnar að vera mismunandi, allt eftir því hver á í hlut. Ljóst er að aldrei verður hægt að setja upp sýningu sem þessa svo öllum líki. Rétt er að þakka aðstandendum fyrir það sem þó hefur verið gert því þarna hefur verið um að ræða mikla undirbúningsvinnu. Og hin fornu handrit þjóðarinnar hefur sennilega aldrei verið aðgengilegri almenningi og einmitt nú – þar sem þau eru á “Handritasýningunni” í Þjóðmenningarhúsinu, þar sem aðgangur er m.a.s. ókeypis á miðvikudögum.
Gripir og myndir eru í flestum tilvikum ágætlega stutt með skýringartextum og textaspjöldum. Gripirnir, einkum handritin, eru áhrifamiklir til sýninga, ekki síst þegar svo vel er lýst tilurð þeirra, hinni miklu vinnu sem var samfara rituninni og ávinningnum af gerð þeirra. Síðari söfnun og endurheimt handritanna er önnur saga, en ekki síður mikilvæg fyrir heimildargildi innihaldsins og stuðning við menningu hinnar miklu söguþjóðar.

Sýningin með hliðsjón af „Handritin heima. Af sýningu og bók.“
Til hliðsjónar við verkefnasmíðina var gefin upp greinin „Handritin heima. Af sýningu og bók.“ Saga 42:2 (2003), bls. 211-222 (Saga, tímarit Sögufélagsins 42:2 2003, ritstjórar Hrefna Róbergsdóttir og Páll Björnsson, Sögufélag Reykjavíkur, bls. 211-222).
Grein Más fjallar um þessa sýningu, “Handritin”, í Þjóðmenningarhúsinu. Í henni kemur fram að sýningin var opnuð þar 5. október árið 2002. Sviðsmyndir ehf annaðist uppsetningu, en auk þess er getið um höfunda sýningarinnar, Gísla Sigurðsson og Steinþór Sigurðsson, og sýningarnefndina, sem skipuð var sex aðilum öðrum, en Gísli átti hugmyndina á sínum tíma.
Höfundur fjallar í upphafi almennt um handrit, útlit, hönnun, skreytingar, skrift og texta og bendir m.a. á að „óþarflega oft er hann talinn mikilvægastur og handrit þá einungis metin sem vitnisburður um texta” (Saga 42:2, bls. 212.). Honum finnst sýningarbókin “hin álitlegasta, líkt og sýningin, sem hún fylgir”. En þótt bókin og sýningin sé “lofsvert framtak” eru hvorutveggja “ ekki gallalaus”.

HnadritasýningHöfundi finnst Handritasýningin og efnistök sýningarbókarinnar of “slétt og felld”, of hefðbundin. Hann vill fá að „sjá saumförin og vita af því sem ekkert er vitað um ennþá. Hvers vegna er texti handrita misgóður? Hvers vegna er efnasamsetning á íslensku bleki óþekkt?” Undirritaður hefur ekki skoðað sýningarbókina og getur því hvorki lagt mat á efnisinnihald hennar né efnistök höfunda. Það er líka ljóst að slík bók hefði ekki verið lesinn í anddyrinu áður en haldið var inn á sýninguna. Hún hlýtur því alltaf að verða metin eftir á, með hliðsjón af sýningunni, nema gesturinn geri sér aðra ferð á hana að lestri loknum. Bókin, sem slík, gæti þó staðið ein sér sem og fræðsluefni hennar og því orðið efni í annað verkefni. Óvíst er hvort hinir tilteknu gripir á sýningunni geti fyllt nánar út í það, sem fram kemur í bókinni, eða bætt upp það sem þar vantar m.v. lýsingu Más.
Höfundur getur þess að „strangt til tekið eru á sýningunni “Handritin” sárafá handrit, sem þar að auki segja afar takmarkaða sögu um íslensk handrit á miðöldum, hvað þá á síðari öldum. Ef til vill réðu öryggissjónarmið þessu…”. Innkoman á sýninguna sé þó “áhrifamikil”, sýningahönnuðir sýna „hugkvæmni við notkun á ljósprentuðum útgáfumhandrita til að koma að gagnegum fróðleik um ritmenningu miðalda”og efnistök eru í „góðu samræmi við áherslu í bókinni” þótt tengja hefði mátt betur „viðtökur og pólitískt hlutverk fornsagna á 18. og 19. öld”.

Handritasýning

Skarðsbók – Tyrkjaránið.

Höfundi finnst, að öðrum sýningarhlutum ólöstuðum, langmest fylling vera í sýningarhlutanum um bókagerðina, sem kemur reyndar ekki á óvart. Þó er „látið eins og samkomulag ríki um alla hluti, sem aftur verður til þess að gera fræðin minna spennandi í augum almennings en þau eru í raun og veru. Framtíðarsýnin virðist heldur engin vera”. Mestum vonbrigðum veldur samt meðferðin á handritunum sjálfum” . Þar á greinarhöfundur við að þar sem sex frægustu handritin eru „lýsa dauf ljós úr lofti herbergis”, og langt er á milli þeirra. Í síðar herberginu er „Möðruvallabók lokuð og illa upplýst svo hún nýtur sín engan veginn” . Þá bendir hann á að handrit séu ekki “tákn” heldur “hlutir”. Þau „vísa fyrst og fremst veginn til þekkingar á menningu og sögu okkar ágæta lands” .
Undirritaður er ekki sammála Má um skort á “framtíðarsýninni”. Sennilega hafa hönnuðir sýningarinnar einungis ætlað að takmarka við það sem var, en láta aðra um það sem verður.
Undirritaður er ekki heldur sammála Má um að með því að hafa handritin undir plasthjálmum séu þau “nánast kviksett” Auðvitað getur verið erfitt fyrir lærðan fræðimann að þurfa að horfa upp á uppsprettu fræðigreinarinnar svo nærri, en samt ósnertanlega, þar sem hún er undir skotheldum plasthjálmi. Ef fyrir því er góðar og gildar ástæður. Hér áður fyrr hefði einhver viljað nálgast gott handrit með það fyrir augum að nýta það til húðar með húslestri, gera úr því snið, nota til umbúða eða jafnvel í viðskiptum. Í dag er hættan mest á því að einhverjir með miður góðar hugsanir reyni að valda á því skemmdum. Þess vegna geta þau ekki verið eins aðgengileg og æskilegt hefði verið.
Í lok greinarinnar bendir höfundur hins vegar á mikilvægi breyttra áherslna á næstu sýningum og að „nálgast verður handritin ekki einungis sem táknmyndir heldur líka sem fornminjar, sem hægt er að taka á” . Þar er undirritaður honum hjartanlega sammála, ekki síst fyrir hönd fræðimanna.

Sýningin með hliðsjón af Ezio Ornato – „Lofræðu um handritamergð.”
„Hvernig í ósköpunum fór fólk að þessu? Hvaðan kom tæknin, hvernig þróaðist hún og hver var árangurinn? Hefð er fyrir því hérlendis að spyrja ekki þessara einföldu spurninga. Þá sjaldan að hugað er að útliti og lögun handrita er það til að afla vísbendinga um texta og sögur”. Þessu til staðfestingar er vitnað til ummæla Árna Magnússonar í upphafi 18. aldar. Í bók Ezio Ornato eru „þrjár langar ritgerðir sem allar byggja á þeirri forsendu að spennandi sé að athuga handrit svo þúsundum skiptir, að mestu óháð innihaldi, fegurð og gæðum, með öðrum orðum sem menningarlega og sögulega afurð”. Um 20 ára rannsóknir hans snerust fyrst og fremst um frönsk og ítölsk handrit. Á sýningunni “Handritin”, eru handritin fyrst og fremst notuð til sjónrænna áhrifa, en minni áhersla lögð á sagnfræðilegar útlistanir, svo sem fyrr er getið.
Á einum stað í sýningunni kemur fram hversu marga kálfa hafi þurft í skinnin í Flateyjarbók, eða 113 kálfskinn. Að öðru leyti svarar Handritasýningin ekki þessum spurningum, enda má segja að hún sé byggð á þeirri hefð, sem getið er um, að spyrja ekki slíkra spurninga. Útlit og lögun handritanna kemur vel fram á sýningunni, en hvergi er upplýst hvers vegna hvorutveggja er með þeim hætti er raun ber vitni. Sennilega er lögun meginhluta handritanna skv. erlendum fyrirmyndum er höfðu þróast um alllangan tíma. Sérhvert handrit var sérstakt og hafði því eðlilega sín einkenni. Það ætti að geta sagt fræðimönnum allnokkuð við rannsóknir þeirra sem og einstakra aðskildra síðna. Segja má að bæði útlit og hlutfallsleg lögun handrita og síðar bóka hafi þegar náð þeirri fullkomnun, sem fólk nýtur enn þann dag í dag, þótt í minna broti sé nú að jafnaði.
Ekki er vitað til þess að íslensk skinnhandrit hafi verið aldursgreind með þeirri tækni, sem nú er til staðar til slíkra nota, en vel væri til þess vinnandi. Þarna hefur nær eingöngu verið byggt á hinum sagnfræðilegu upplýsingum um uppruna þeirra. „Útlitseinkenni handrita hafa og ekki verið gaumgæfð með skipulegum hætti hér á landi…. Eigindlegar athuganir á handritum sem gripum eða minjum eru sárafár, hvað þá sem heild eða mengi.” (Ezio Ornato, bls. 10). Skrifað hefur verið um efnafræðilegar athuganir á fáeinum skinnbréfum (Rannver Hannesson, óbirt lokaritgerð frá 1995) og skoðuð litadýrð skreytinga í miðaldahandritum (Selma Jónsdóttir “Gömul krossfestingamynd.” Skírnir 139 (1965), bls. 134-147 og Guðbjörg Kristjánsdóttir, “Íslenskt saltarablað í Svíþjóð.” Skírnir 157 (1983), bls. 60-67).
„Annað er ekki til um handritagerð og ámeðan svo er halda fræðimenn og háskólanemar örugglega áfram að líta aðeins á eitt handrit í einu vegna textans og fleiri en eitt aðeins ef sami texti er á báðum eða sama rithönd. Útlitsleg einkenni verða áfram einungis áhugaverð af handrit er sérlega stórt, til dæmis Flateyjarbók, eða einkennilega lítið, s.s. nokkur handrit Margrétarsögu”. Vakin er athygli á að sérstaða einstaka handrits sem og samanburður handrita hefur ekki verið gefinn gaumur sem skyldi. „Textinn einn er í augsýn. Þessi nálgun kann að byggja á þeirri forsendu að um leið og við sjáum handrit vitum við að þetta er handrit, nefnilega bók á skinni með blaðsíðum og myndum og letri. Við gerum okkur gins vegar ekki umsvifalaust grein fyrir því hver textinn er og þess vegna er spurt eftir honum eða löngun vaknar til að gefa hana út. Handritið gleymist. Þýðanda þykir nóg um og bendir á að ástandið sé „svo slæmt”. Hér er um ákveðna fullyrðingu að ræða og því var full ástæða til að skoða Handritasýninguna með hliðsjón af henni. Hafa bar þó í huga að sýningin sem slík getur ekki svarað fyrir fullyrðinguna, en hún ætti þó gefa einhverja vísbendingu um að hún væri ekki að öllu leyti sönn. Ekki var að sjá að gerð hafi verið tilraun til þess. Að vísu “gleymist” handritið ekki, en tilrauna og starfa við rannsóknir á því er hvergi getið.
Í “Lofræða um handrit” er þess getið að Jónsbókarbrot séu 53 talsins, Njálubrotin eru tíu og jafnmörg úr Egils sögu. Það kemur ekki skýrlega fram á sýningunni, en þó má ljóst telja að hver “bók” hafi verið til í fleiru en einu handriti, sumar allnokkrum. Fróðlegt væri að fá yfirlit um hvenær þær voru endurritaðar eftir að frumútgáfunni sleppti. Það yfirlit gæti gefið góða mynd af virkni og áhuga þjóðarinnar á lesefninu sem og hugsanlega mynd af breyttum þjóðfélagsháttum.
Erlendis hafa farið fram rannsóknir á samanburði handrita, bæði til að bera saman fleiri en eitt handrit og komast að niðurstöðum um verklag við handritagerð sem slíka. Dæmi eru nefnd til sögunnar. Hér á landi er viðfangsefnið, gerð handrita, nokkuð afmarkað, bæði í tíma og hvað varðar staðsetningu, og því kjörið viðfangefni til rannsókna með hliðsjón af því. Handritasýningin kveður lítið á um rannsóknir á íslenskum handritum. Með þeim væri e.t.v. mögulegt að „tengja miðaldahandrit við félagsleg og efnahagslegt umhverfi þeirra” á þeim tíma er þau voru gerð.

Hér að framan er að nokkru byggt á tilfinningu og mati undirritaðs við skoðun á sýningunni “Handritin” í Þjóðmenningarhúsinu, inngangi og samantekt þýðanda, Más Jónssonar, í bókinni “Lofræða með handritamergð” og grein hans “Handritin heima – Af sýningu og bók“. “Handritasýningin” var að nokkru metin m.t.t. gripafræði handrita. Í skrifum þessum hefur verið reynt að brúa bil beggja; leggja út frá huga og hjarta, en jafnframt vitna í skráðar og “samþykktar” heimildir “viðurkenndra” fræðimanna.
Sýningin „Handritin“ er lofsvert framtak og á í rauninni viðurkenningu skilið. Á henni gefst fólki kostur á að skoða þann merka menningararf landsmanna, sem handritin óneitanlegu eru.

ÓSÁ.

Þjóðmenningarhúsið

Þjóðmenningarhúsið.

Elliðakot

Í „Skráningu fornleifa í Mosfellsbæ 2006“ segir m.a. um Elliðakot (Helliskot):
Ellidakot-222
Saga Kotsins er fyrst getið árið 1395 í skrá um kvikfé og leigumála á jörðum Viðeyjarklausturs. Þá er jörðin í eyði og kallast „Hellar“ (Dipl. Isl. III, bls. 598). Í heimild frá 1704 er svo talað um „Hellirs Kot“ og virðist líklegt að um sömu jörð sé að ræða (sbr. Ólaf Lárusson 1944). Hún er þá í eigu konungs með tvo ábúendur sem búa hvor á sínum helmingi hennar (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 288-9). Árið 1847 er jörðin hins vegar orðin bændaeign og býr eigandinn þar einn (J. Johnsen, bls. 96). Nafnið Elliðakot var tekið upp um 1883. Að sögn Karls Nordahls (f. 1898) hafði jörðin verið í eyði þegar afi hans byggði þar timburhús til íbúðar árið 1887. Samkvæmt fasteignabókum hefur kotið lagst í eyði aftur á árunum 1938-1957 (Fasteignabók) en í heimild frá 1978 kemur fram að húsið hafi brunnið árið 1949 (Guðlaugur R. Guðmundsson, bls. 1) Samkvæmt Eyðijarðaskrá 1963 er jörðin þá í eigu dánarbús Gunnars Sigurðssonar í Gunnarshólma en þar eru engin nothæf hús og hæpið talið að leggja í kostnað til búsetu (Skýrsla um eyðijarðir 1963). Gamli húsgrunnurinn stóð þó enn þá 1978 (Guðlaugur R. Guðmundsson).

Ellidakot-229

Náttúrufar og jarðabætur Í eyðijarðaskránni frá 1963 segir nánar tiltekið að á jörðinni séu hvorki íbúðarhús né peningshús, ekkert hesthús, en fjárhús og heygeymsla „…gömul, mjög léleg, ónothæf.“
Önnur útihús eru ekki á jörðinni. Þar er gamalt tún, 2-3 ha., og nýrækt, ræktuð og nytjuð frá Gunnarshólma en ræktunarskilyrði léleg, „…flatlendar mýrar, óhentugar til nýræktar“. Um beitiland segir að sumarbeit sé góð í Mosfellsheiði og einnig vetrarbeit þegar snjólétt er og er þess getið að jörðin hafi síðustu árin verið notuð til slægna og beitar frá Gunnarshólma.
Samgönguaðstaða:
Ellidakot-224„Léleg heimreið frá Suðurlands-braut“ (Skýrsla um eyðijarðir 1963). Í Landamerkjabók Elliðakots frá 1890 segir að mörk jarðarinnar að sunnanverðu séu „…frá Vífilfelli niður Sandskeiðið niður fyrir Vatnasæluhús og svo eptir árfarinu fyrir súnnan Neðrivötn niður að þúfu sem stendur á Holtstanga fyrir neðan Neðrivötn, þaðan eins og ræður syðsta kvíslin af Fossvallaánni niður hjá Lækjarbotni fyrir sunnan Tröllbörn hjá Lækjarmóti niður hjá Hraúnsnefi og þaðan eptir sömú kvísl þar til hún fellur [í] Elliðaána við svokallað Heiðartagl.“
Að V- og N-verðu ræður síðan „Elliðaáin… …til austurs þar til Gudduós fellur í hana, og svo ósinn sem hann nær uppí Selvatn, og svo Selvatnið, sem það nær lengst til austurs þar sem Sellækurinn fellur í það, þaðan beina stefnu til suðausturs yfir heiðina í Lyklafell sem það er hæðst, og svo eptir árfari nú frá Lyklafelli til austurs uppað stefnú beint frá Borgarhólum í Vífilfell sem er takmörk Árnessýslu“.

Ellidakot-225

Ein tóft við Elliðakot er að öllum líkindum merkilegri an aðrar, sbr.: „Tóftir í hólnum voru skráðar árið 1982. Þær voru þá mjög ógreinilegar en skrásetjara virtist þær vera af húsum, görðum og jafnvel vegi. Þarna voru a.m.k. tóftir tveggja mannvirkja en að öðru leyti var erfitt að greina minjarnar eða sjá á þeim nokkra heildarmynd (Bjarni F. Einarsson).
Á Túnakorti Elliðakots frá 1916 eru útlínur bæjarrústa merktar inn á mitt túnið. Skrásetjari sem skoðaði gamla bæjarhólinn árið 1982 sagði hann vera um 130 m NNA vegarins (Bjarni F. Einarsson).
Í Örnefnalýsingu 1978 segir að bærinn hafi staðið undir Dyngju, norðan Lækjarbotna, í hvilft eða lægð sem heitir Nátthagi. Þar virðist að vísu vera átt við yngri bæinn sem var úr timbri og ekki er ljóst hvort hann hafi verið byggður á sama stað og gamli torfbærinn (Guðlaugur R. Guðmundsson).

Ellidakot-226

Tóftir í hólnum voru skráðar árið 1982. Þær voru þá mjög ógreinilegar en skrásetjara virtist þær vera af húsum, görðum og jafnvel vegi. Þarna voru a.m.k. tóftir tveggja mannvirkja en að öðru leyti var erfitt að greina minjarnar eða sjá á þeim nokkrar minjar. Af Túnakortinu má ráða að bærinn hafi verið byggður úr torfi og grjóti. Að sögn Karls Nordahls (f. 1898) var Elliðakot í eyði þegar afi hans byggði þar íbúðarhús úr timbri árið 1887 og hefur því verið hætt að nota gamla torfbæinn fyrir þann tíma.“

Ljóst er að nefnd fornleifaskráning er fyrir margra sakir ónákvæm og margt á eftir að koma í ljós varðandi Elliðakot við nánari rannsóknir á vettvangi; einkum það er lítur að upphaflegri nýtingu svæðisins (sjá nánar síðar).
Í Árbók Hins íslenska Fornleifafélags 1914, segir m.a.: „Nú veit enginn hvar Viðeyjarsel hefir verið, þar sem þeir, er sendir voru úr Hafnarfirði eftir Ögmundi biskupi að Hjalla, áðu áður en þeir lögðu á Ólafsskarð.

Ellidakot-233

En mér þykir líklegt að það hafi verið við Selvatn, rétt hjá þessum vegi, sem þar er sameiginlegur fyrir allar áðurnefndar leiðir, og að Elliðárkot  Helliskot (Elliðakot), hafi þá verið lítt bygt eða í eyði, og hið góða og mikla sumarbeitarland þess notað til beitar fyrir selfénað klaustursins“. Þess má geta að nefnt Viðeyjarsel var í Lækjarbotnum ásamt Örfiriseyjarseli. Sjást tóftir þeirra enn greinilega. Lækjarbotnaselið var um tíma notað frá Bessastöðum svo ekki er ólíklegt að Viðey hafi jafnframt haft selstöðu í Helliskoti.
Í Árbókinni 1923 segir um nafnið: „
Elliðákot (Helliskot). Nafnið Elliðakot er tekið upp fyrir nál. 40 árum, og nefna nú allir svo. Mun því réttast að láta það standa óhaggað, enda segja kunnugir menn, að enginn hellir sé þar nálægt, sem kotið gæti verið við kennt. Má vera, að Hellis- sé afbökun úr Elliða-, eins og Elliðaár afbökuðust í Hellirár“.

Heimildir:
-sbr. Skráningu fornleifa í Mosfellsbæ, Þjóðminjasafnið 2006.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1914, bls. 13-14.
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1923, bls. 33.

-Dipl. Isl. III: Diplomatarium Islandicum.
-Íslenskt fornbréfasafn, sem hefir inni að halda bréf, gjörnínga, dóma og máldaga og aðrar skrár, er snerta Ísland og íslenzka menn. Kaupmannahöfn og Reykjavík 1857 og áfr.
Fasteignabók. Löggilt af fjármálaráðuneytinu samkvæmt lögum nr. 3, 6. jan. 1938. Reykjavík 1942-1944.
-Fasteignabók I. Mat fasteigna í sýslum samkv. lögum nr. 33 frá 1955. Öðlast gildi 1. maí 1957. Reykjavík 1956-1957. Guðlaugur R. Guðmundsson.
-Örnefnalýsing Elliðakots og Vilborgarkots. Örnefnastofnun Íslands 1978.
-Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Gullbringu-og Kjósarsýsla. Þriðja bindi. Reykjavík 1982.
-J. Johnsen. Jarðatal á Íslandi, með brauðalýsingum, fólkstölu í hreppum og prestaköllum, ágripi úr búnaðartöflum 1835-1845, og skýrslum um sölu þjóðjarða í landinu. Kaupmannahöfn 1847.
-Landamerkjabók í afsals- og veðmálsbók fyrir Gullbringu-og Kjósarsýslu 1890. Ólafur Lárusson. „Nokkur byggðanöfn“. Byggð og saga. Reykjavík 1944.
-Skýrsla um eyðijarðir skv. fyrirmælum 53. gr. laga nr. 75 frá 1962, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum. – Ópr. 31.12.1963.
-Fornleifaskráning í Mosfellssveit 1980-1982. Skráningarbækur Þjóðminjasafns Íslands.
-Guðlaugur R. Guðmundsson. Örnefnalýsing kots og Vilborgarkots. Örnefnastofnun Íslands 1978.
-Túnakort Elliðakots í Mosfellssveit frá 1916.

Elliðakot

Elliðakot 2009.

Krýsuvík

Árni Óla, blaðamaður, grúskari og samhengishugsuður, skrifaði eftirfarandi um „Krýsuvík“ í Lesbók Morgunblaðsins árið 1932:
Krýsuvík - höfuðbólið - 1910„Krýsuvík er landnámsjörð. Þar nam Þórir haustmyrkur land. Þá hefir byggðin sennilega verið vestar en nú er, eða þar sem kölluð er gamla Krýsuvík. Eru bæjarrústir þar í hrauni og sandi sem nú er óbyggilegt. Um skeið var Krýsuvík höfuðból með mörgum hjáleigum. Nú er lítið orðið eftir af fornri frægð.
Þegar fara skal hjeðan til Krýsuvíkur er nú um tvær leiðir að velja. Önnur er sú, að fara í bifreið til Grindavíkur. Þaðan er ruddur bílvegur austur að Ísólfsskála og bílar hafa klöngrast alla leið þaðan til Krýsuvíkur. en slæmur mun vegurinn víða vera, aðalega vegna lausagrjóts. Þeir sem fara þessa leið mega því búast við því að verða að ganga milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur.
Hin leiðin, sem farin hefir verið frá öndverðu liggur frá Hafnarfirði, um Kaldársel og síðan „undir hlíðum“, sem af því hafa dregið nafn og kallast nú Undirhlíðar. Hefjast þær rjett fyrir vestan Helgafell og ná saman við Sveifluháls, en hann teygir sig alla leið suður undir sjó á milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur. – Fremst er hnúkur, sem heitir Mælifell, og er hann tilsýndar að norðan mjög svipaður Keili.
Krýsuvík - höfuðbólið - 1887Vegurinn meðfram hlíðunum er sljettur og liggur milli hrauns og hlíða alla leið. Mætti þar ryðja góðan bílveg. Undirhlíðar eru fallegar og stinga mjög í stúf við grátt og grettið hraunið. Þær eru talsvert grónar og skjógarkjarr í þeim virðast og mikið af þröstum í skóginum. Ómar hinn dillandi söngur þeirra hátt og lágt í hlíðunum.
Fyrst í stað er útsýn lítil, en þegar kemur suður með Sveifluhálsi er úti í hrauninu Fjallið eina (223 m) og þá Hrúthólmi (200 m). Hjá Sandfelli er nokkur brekka upp Sandfellsklofa upp á Norðlingaháls og blasa þá við í hrauninu Mávahlíðar (237 m) og hálf svipill fjöll þar fyrir vestan, Trölladyngja (393 m) og Grænadyngja (390 m). Vegurinn heitir Ketilsstígur og dregur nafn af kvos nokkurri eða skál, vestarlega í Sveifluhálsi, og heitir hún Ketill. Þar liggur leiðin yfir hálsinn til Krýsuvíkur, Er hálsinn allhár og er sagt að fallegt og einkennilegt sje að sjá af honum yfir Kleifarvatn og Krýsuvíkursveit. Nú eru menn að vísu hættir að fara þessa leið, heldur er farið milli Undirhlíða og Sveifluháls yfir Vatnsskarð upp að norðurbotni Kleifarvatns og svo suður með því að vestan.
Krýsuvík - höfuðbólið - 1910Þriðja leiðin, sem ókunnugir ættu að vara sig á, liggur frá Katlinum suðvestur með hlíðum að Vigdísarvöllum. Þar voru áður tveir bæir. Stóðu þeir á völlum nokkrum í krika milli Vigdísarháls (230 m) og Núpshlíðarháls (354 m). Annar bærinn hefir nú lengi verið í eyði og hinn um nokkur ár. Þeir töldust til Krýsuvíkursóknar, þótt þeir væru vestan Sveifluháls. Þar er gríðarstórt tún og nær eggsljett, en nú er kominn mikill mosi í það af órækt. Það hefir verið girt af með voldugum túngarði og er hann víða stæðilegur enn. Eftir húsatóftum að dæma, hefir þarna verið stórt bú. En uppi úr nokkru af rústunum hefir verið bygð fjarrjett.
Í Krýsuvík er nú í rauninni aðeins einn bær bygður, Nýibær. Sjálft höfuðbólið Krýsuvík er að vísu í ábúð, en það er hreinasta rányrkja.

Nýibær í Krýsuvík 1932

Bærinn hefir staðið í eyði á vetrum og er nú orðinn svo hrörlegur, að ekki er hægt að búa í honum lengur. Hjálpast þar að viðhaldsleysi og rottugangur mikill. Hafa rotturnar grafið allan bæinn sundur. Kirkja var þarna fyrrum, en hún var lögð niður fyrir fjórum árum. Stendur þó húsið enn, ofurlítill kumbaldi úr timbri. Og nú ætlar ábúandi að búa í henni í sumar, hefir rifið úr henni bekki, altari og prjedikunarstól og hefir bekkina fyrir rúmbríkur. – Túnið er komið í megna órækt og hefir ekki verið slegið síðast liðin sumur. Er það því ekki nema tímaspurnsmál hvenær Krýsuvík leggst algerlega í eyði, því að hvorki eigandi nje ábúandi munu hafa hug á því að bygja upp staðinn. Og þegar húsin eru fallin, getur enginn hafst þar við.
Í Stóra-Nýjabæ er bygging fremur ljeleg, en þó hefir ábúandi bygt þar baðstofu og mikið af peningshúsum. Hann hefir nú búið þarna í 37 ár samfleytt og komið þar upp 17 mannvænlegum börnum, 10 dætrum og 7 sonum.
Þegar hann kom að Nýjabæ voru 8 bændur í Krýsuvíkurhverfinu og var þá Krýsuvík enn höfuðból. En nú er sem sagt allar jarðirnar komnar í eyði nema Nýibær. Jeg spurðu hann hvernig á þessu stæði og sagði hann að jörðinni hefði hrakað stórum síðan hann kom þangað, og Kleifarvatn ætti sinn drjúga þátt í því.
KleifarvatnKleifarvatn er hinn mesti kenjagripur, vex ýmist eða lækkar stórkostlega, án þess að menn viti glöggar orsakir til þess. Í mestu leysingum á vorin sjer varla neinn mun á því að það hækki, en svo vex það máske smám saman ár frá ári, og svo kemur aftur tímabil að alt af minnkar í því. Fyrir allmörgum árum var ágætt flæðiengi sunnan við vatnið. Fengust af því 500 hestar af stör og um 100 hestar af eltingu á bökkunum. en svo tók Kleifarvatn að vaxa, flæddi yfir alt þetta engi og lá á því samfleytt 8 ár. Þá var vatnið svo mikið að ekki varð komist með fram því öðru vísu en hleypa á sund fyrir forvaða. Fyrir nokkrum árum tók vatnið svo að lækka og hefir lækkað ár frá ári. Þar sem hið góða starengi var áður, er nú ægisandur og rýkur úr honum yfir engjarnar, sem eftir eru efst í dalnum, og spillast þær af því ár frá ári. Nú er svo lítið í Kleifarvatni að stórt fjöruborð er undir forvöðum þeim þar sem áður va á sund. Lambatangi, sem áður var eyja langt úti á vatni, er nú landfastur fyrir löngu. Þar verptu áður álftir á hverju ári, en nú hafa þær ekki frið þar lengur og hafa flutt sig búferlum að Arnarvatni, sem er uppi á Sveifluhálsi, rjett hjá veginum frá Katli og er 278 metra yfir sjávarflöt. – Í botni Kleifarvatns eru margir heitir hverir, og eru nú tveir þeirra komnir upp úr því að sunnan. Í fyrra var Hver í Krýsuvíkhitinn í vatninu mældur og reyndist 9-20 stig. Er það því útvalinn sundstaður, og eflaust stærsta sundlaug hjer á landi. en vegna hitans í vatninu er talið að silungur geti ekki þrifist þar, þótt lífskilyrði sje að öðru leyti góð fyrir hann. Áður fyrri var þó silungur í vatninu, að því er Eggert Ólafsson segir í ferðabók sinni, en nú sjest þar ekki branda, og hefir ekki sjest langa lengi. Silungurinn hefir orðið aldauða, og má vera að það stafi af því að hverir hafi komið upp í vatninu og orðið silungunum að bana. En þrátt fyrir það þótt Kleifarvatn sje svona hlýtt, leggur það landa milli á vetrum og þarf ekki ýkja mikið frost í logni til þess að helluís komi á þa og hefir oft verið farið með hesta yfir það á ísi, þvert og endilangt.

Arnarfellsrétt í Krýsuvík

Annað, sem bóndinn á Nýjabæ taldi jörðinni til foráttu, er sívaxandi ágangur sauðfjár og hesta. Streymir þangað fje úr Grindavík, Höfnum, Stafnesi og víðar og stóð af Ströndinni. Á seinni árum hefir sauðfjárrækt aukist mjög í Grindavík, en þar eru engir hagar og streymir fjeð því þegar á vorin á Krýsuvíkurheiði og eru oft þúsundir fjár þar í heimalandinu. – Girðingar eru engar til þess að bægja þessum stefnivarg frá og má heita ógerlegt að verja tún og engjar. Fjeð gengur þarna umhirðilaust alt vorið og þar bera ærnar. Þegar fram á sumar kemur, eru gerðir út fjölda margir menn til þess að smala fjenu saman og marka lömb. Er alt safnið rekið í stóra rjett og veit enginn hvað hann á af lömbum, hve margar ærnar eru tvílembdar, hver margar lambgtur eða geldar. Í rjettinni eru ærnar látnar helga sjer lömbin meðan til vinst, eða meðan nokkur skepna jarmar. Lömbin eru jafnóðum mörkuð og ærnar helga sjer þau, en alt af vera margir ómerkingar eftir, eigi færri en 60 í fyrra. Eins og nærri má geta er ullin farin að trosna á rollunum og í þrengslunum og troðningnum í rjettinni slitnar hún svo af þeim, að alt rjettargólfið er eins og einn ullarbingur að kvöldi og vaða menn þar ullina eins og lausamjöll. Þannig gengur nú sauðfjárræktin á þeim stað, en auðvitað yrði Grindavíkur og Hafnamenn í vandræðum með sitt fje, ef Krýsuvíkurland væri afgirt.
KrýsuvíkurréttKrýsuvík hefir verið ágæt sauðajörð, enda hafa bændur lifað þar aðallega á sauðfjárrækt, því að tún hafa verið fremur lítil og ljeleg. Í Nýjabæ var alt túnið ákaflega stórþýft þegar núverandi ábúandi kom þngað. Var það líkast því sem há upphlaðin leiði væri hvert við annað. Nú hefir mestur hluti túnsins verið sljettaður og er í góðri rækt, svo að bóndi getur haft þar þrjár kýr. Auk þess hegir hann komið þar ipp góðum matjurtargörðum, en þeir þektust ekki, er hann kom þangað. Fær hann nú árlega um 20 tunnur af kartöflum og nokkuð af rófum. Þrífast kartölfur þar vel og er þó enginn hiti í jörð þar sem garðarnir eru.
Hlunnindi eru lítil; trjáreki er þó nokkur, og eggja og fuglatekja í Krýsuvíkhrubergi, en síga verður eftir hverju eggi og hverjum fugli. Í Geststaðavatni, sem er þar uppi í heiðinni, er dálítil silungsveiði. Var silungurinn fluttur þangað fyrir mörgum árum að ráði Bjarna Sæmundssonar og hefir hann þrifist þar vel.
Það hefði einhvern tíma verið kallað gott bú hjá bóndanum í Nýjabæ, 3 kýr, 14 hross og rúmlega 400 fjár framgengið. En hvað er gott bú nú?
Hverasvæði við Seltún - brennisteinsnámusvæðið-Jeg hefi reynt að halda í horfinu, segir hann, og búið hér ekki gengið saman. en nú er svo komið, að það er einskis virði, nema að eins það, sem fæst af því til heimilisins. Í haust sem leið fekk jeg 200 krónur fyrir jafnmargar kindur og lögðu sig á 1100 krónur á stríðsarunum. Ull og gærur telur maður ekki lengur. Fyrir 10 pd. sauðargæru fekk jeg t.d. að eins kr. 1.50 í haust. –
Eins og áður er sagt er gott sauðland í Krýsuvík og verður því að treysta mest á sauðfjárrækt. Útbeit er ágæt, þótt engin sje fjörubeit, en fjeð þarf nákvæmrar hirðingar og verður maður alt af að fylgja því á vetrum. Er það nokkur furða þótt menn trjenist upp á því, þegar þeir sjá að til einskis er barist? Eina vonion er að úr rætist um sölu sauðfjárafurða, og þess má ekki lengi bíða, ef fjöldi sauðfjárbænda á ekki að hverfa frá búskapnum og jarðirnar að leggjast í eyði, í viðbót við þann eyðijarðafjölda sem fyrir er.

Námusvæðið

Fyrir mörgum árum starfræktu Englendingar brennisteinsnámur í Krýsuvíkurhjeraði. Bygðu þeir þar nokkur stór hús og sjer enn móta fyrir því hvar þau hafa staðið. En þetta fyrirtæki fór á höfuðið og hafði verið eytt til þess miljónum. Brennisteinninn gekk til þurðar þessi árin og nú erfitt að finna mikið af hreinum brennisteini, þar sem námurnar voru. En leifar mannvirkjanna eru þar þögull vitnisburður um mishepnað erlent fyrirtæki hjer á landi. Að minstu leyti mun þó fje það, sem námafjelagið tapaði, hafa runnið í vasa Íslendinga. Íslenskir verkamenn fengu eina krónu á dag vor og haust en hálfa krónu um sláttinn, og hestleiga mun hafa verið 1-2 krónur á dag. (Brennisteinninn var allur fluttur á hestum til Hafnarfjarðar).
Ferðamenn, sem fara til Krýsuvíkur, ætti að skoða Kleifarvatn, brennisteinsnámurnar og þó fyrst og fremst stóra leirhverinn, sem kom upp árið 1925. Hver sá er skamt ofan við Nýjabæ, norðan í svokölluðum Tindhól, og er skamt rá veginum. Þarna var áður dálítil velgja í jarðveginum, en enginn hver.
Svo var það einn morgun að fólkið í Nýjabæ vaknaði við vindan draum – svo snarpan jarðskjálfta, að það kastaðist til í rúmunum, en brak og brestir voru í hverju bandi, eins og kofarnir ætluðu niður að ríða. Jarðskjálfti þessi stafaði af því að hinn nýi hver braust út. Varð það með svo geisilegum krafti að stór spilda sprakk úr hæðinni og þeyttist langar leiður, en sjóðandi leðja úr hverjum vall alla leið noðrur að Kleifarvatni og tók alveg af læk, sem engjafólk var vant að sækja drykkjarbatn í. Gríðarstór steinn, sem var uppi á melnum, fleygðist langar leiðir í burtu og stendur nú nokkuð frá hvernum sem talandi tákn þessara hamfara náttúrunnar.
Austurengjahver ofan við NýjabæHver þessi mun tvímælalaust vera stærsti og hrikalegasti leirhver í heimi. Englendingur nokkurð, sem skoðað hafði brennisteinshverina í Ítallíu og Nýja Sjálandi, varð alveg höggdofa og mállaus af undrun, er hann sá þennan hver. Enda mun flestum fara likt er þeir sjá hann, að þeir verða orðlausir af undrun og hryllingi, því að hann er ægilegur, og krafturinn svo óskaplegur, að enginn getur gert sjer í hugarlund nema sá, er sjer hann. Hverinn mun lílkega vera um 8-10 m. í þvermál og þarna þeytast óaflátlega upp ótal leðjustrókar, mannhæðar eða tveggja mannhæða háir. Leðjan byltist þannig og gýs í æðisgegnum hamförum, en gufumörkkurinn er svo þjettur, að ekki sjer í sjálfan hverinn, nema vindur sje og gufuna legi frá. Þegar logn er stígur gufumökkurinn svo hátt í loft upp, að hann sjest hjeðan frá Reykjavík yfir fjöllin. Uppi í melnum, ofan við sjálfan hverinn, eru gufuhverir nokkrir, og þeytist gufan þar út af svo miklum krafti að líkast er þegar skip „blása af“ sem ákafast, og er hvinurinn svo mikill að vart má heyra mannsins mál. Er melurinn sundur soðinn af gufunni og þessum óskaplega hita. Fyrir neðan hverinn eru þrír eða fjórir aðrir hverir. Sá næsti er stærstur, hringmyndaður og sljettur á yfirborðim nema hvað alt af kraumar í honum og með nokkuru millibili skvettist upp úr honum dálítið gos á einum stað, eons og hann sje að reka út úr sjer tunguna framan í áhorfanda.

Leifar frá brennisteinsvinnslunni við Seltún

Einn ef hverum þessum er ákfalega heitur og hvín látlaust í honum, en ekki er gott að komast að honum.
Síðan þessi mikli hver myndaðist, hafa menn tekið eftir því, að hverirnir í fjöllunum beggja vegna hafa kólnað að mun og sumir þegar orðið kaldir.
Það er engin leið að giska á hver ægikraftur leysist þarna úr læðingi og eyðist engum til gagns. Ágiskanir geta orðið fjarstæða á hvora sveifina sem er, en trúa myndi jeg, væri mjer sagt það, að kraftur þessi mundi nægja til þess að framleiða nóg rafmagn handa Suðurlandi, svo vítt, sem giskað er á að afl Sogsfossanna muni nægja.
Væri góður bílvegur til Krýsuvíkur, er enginn efi á því að útlendir ferðamenn mundu streyma þangað hópum saman til þess að skoða hver þenna, enda mun varla upp á meiri náttúrundur að bjóða hjer á landi.“
Frásögn þessi er ekki síst athyglisverð í ljósi umræðna um sveiflukennt vatnsborð Kleifarvatns, ágang búfjár í Krýsuvík og virkjunarmöguleika á svæðinu.

Eiríkur Tómasson frá Járngerðarstöðum í Grindavík skrifaði „Athugsasemdir“ við ofangreinda grein í Morgunblaðið þannn 30.08.1932:

Árni Óla„Í Lesbók Morgunblaðsins, frá 26. júní s.l., er ritgerð um Krýsuvík eftir Árna Óla. Þar er sumt sagt á þann hátt að valdið getur misskilningi hjá þeim, sem hjer eru ókunnugir, ef engin athugasemd fylgir, hygg jeg það stafi af því að höfundurinn taki heimildarmanninn helst til bókstaflega.
Hið fyrsta, sem jeg hygg rangt með farið er það, að mjer vitanlega hefir enginn bíll farið enn milli ísólfsskála og Krýsuvíkur, en frá Hafnarfirði fór bíll í fyrrasumar þangað.
Það í umræddri grein, sem jeg vil aðallega gera athugasemdir við eru ummæli þau, er höfundurinn hefir eftir Nýjabæjarbóndanum um Grindvíkinga og sauðfje þeirra. Það, sem fyrst skal tekið fram er það, að sauðfje í Grindavík mun ekki hafa fjölgað á síðustu árum.
Þá er það ekki rjett, að Grindavík eigi ekkert beitiland. Það er að vísu ekki mikill gróður í því eftir stærðinni að dæma, en hið sama má segja um Krýsuvíkurland, það er víða ærið hrjóstugt þó gróður sje þar meiri en í Grindavíkurlandi. — Grindavíkurland er geysistórt. Það nær vestan frá Valahnúkamöl á Reykjanesi, liggja landamörkin þaðan um Sýrfell, Stapafell, Kálffell, Vatnskatla í Fagradalsvatnsfelli og Sogasel, þaðan suður Núpshlíðarháls og að sjó í Seltöngum. Að dæma alt þetta svæði haglaust, er vægast sagt þarflausar ýkjur, enda gengur þar margt af fje Grindvíkinga og sjest það best er smalað er til rjetta á haustin, fæst þá góður samanburður á því fje, sem kemur úr Grindavikurlandi og því er frá Krýsuvík kemur, og er það alltaf lítill hluti heildarinnar samanborið við heimasafnið. En þetta er þar að auki mál, er fyrir allmörgum árum hefir náðst samkomulag um, þar sem Grindvíkingar borga árlega hagatoll til ábúandans í Krýsuvík og auk þess leggja þeir til milli 20 og 30 menn við fjársöfnun í Krýsuvíkurlandi til rjetta á hverju hausti.
Eiríkur TómassonÞað, sem sagt er um smölun á vorin er sumt hreinasta bull, t.d. það, að menn viti ekki hve margar ær þeirra eru geldar eða búnar að missa. Það er að vísu satt, að menn vita það ekki fyr en í rjettirnar kemur, en þá er vönum fjármönnum auðvelt að ganga úr skugga um hvort ær eru með lambi eða ekki; hitt er oft að menn vita ekki hvaða ær eru með einu eða tveimur lömbum, en aðferðir til ap komast að því, og oft heppnast, þekkja vanir fjármenn, að minsta kosti þar, sem fje gengur saman úr fleiri sveitum um sauðburðinn.
Jeg tel það mjög vafasamt að Nýjabæjarmenn hafi nokkurn tíma hirt um að telja lömb þau, er afgangs verða þar við aðrekstra á vorin, en hafi þeir talið þau í fyrra og þá reynst að vera 60, þá mun það vera óvenju margt, en svo ber þess að gæta að nokkuð af móðurlausum lömbum kemst til mæðra sinna eftir að öllu fjenu hefir verið sleppt í hvert sinn.
Það verður ekki annað sjeð en öllu þessu fje sje safnað á vorin í einn rekstur, sem allur sje rekinn í eina geysistóra rjett, en svo er ekki. Á hverju vori smala Grindvíkingar tvisvar Krýsuvíkurland með Nýjabæjarmönnum, með nokkru millibili. Í hvorri ferð er rekið að, til rúnings og mörkunar, á fjórum stöðum, svo lambatalan deilist á 8 aðrekstra og þar af leiðir að meiri líkur eru til að fleiri af lömbunum hitti mæður sínar, heldur en ef um eina rjett og einn aðrekstur væri að ræða.
Um ullina í „rjettinni“ ef það að segja, að hún er að vísu nokkur, en ekki meiri en annars staðar þar, sem jeg hefi komið undir svipuðum skilyrðum. Það, að „rjettar“-gólfið sje eins og „ullarbyngur“, og menn vaði ullina eins og lausamjöll“ eru þær ýkjur, sem sverja sig í ættina til heimildarmannsins. Annars þarf hann ekki að taka það sárt þó aðkomufje skilji eitthvað af ull eftir í „rjettinni“, því það mundi með öllu reiðilaust, af eigendum þeirra lagða, þó hann hirti þá og hagnýtti sjer.

Stóri-Nýibær

Stóri-Nýibær í Krýsuvík.

Þeir, sem lesa umrædda grein munu vænta þess að Nýjabæjarmenn forðuðust af fremsta megni að ómerkingar þeirra og fje í ull lenti í þessum vandræðarjettum, t.d. með því að ganga til ánna nm sauðburðinn og marka lömbin og hirða ullina jafnóðum og ær eru rýjandi. Þetta virðist vel framkvæmanlegt, í fyrsta lagi af því, að mestur hlutinn af ám þeirra gengur um sauðburðinn á engjunum og syðrihluta SveifluháJs, sem er skamt frá bænum og ekki víðáttumikið og í öðru lagi eru þar venjulega heima 4 eða 5 karlmenn og drengir til að smala, en þeir, sem þessum málum eru kunnugir vita, að lömb þeirra koma venjulega langflest ómörkuð til rjetta og fje þeirra leggur til sinn skerf af ull í „bynginn“ á rjettargólfið.
Að mínu áliti er það hvorki ágangur Kleifarvatns nje aðkomufjenaðar, sem aðallega hefir lagt Krýsuvík í eyði, að svo miklu leyti sem orðið er, þó hvort tveggja hafi átt nokkurn þátt í því. Aðalorsökin hygg jeg sje hve jörðin er mannfrek og erfitt til aðdrátta, en á síðari árum hafa það reynst verstu gallar á jörðum.“ – Eiríkur Tómasson, Járngerðarstöðum.

Heimild:
-Árni Óla – Krýsuvík – Lesbók Morgunblaðsins sunnudaginn 26. júní 1932.
-Morgunblaðið, 199. tbl. 30.08.1932, Athugasemdir, Eiríkur Tómasson – Járngerðarstöðum, bls. 2.

Krýsuvík

Grein Árna Óla um Krýsuvík í Lesbók Morgunblaðsins 1932.

Grindavík

Lífið í Grindavík haustið 1944 virðist hafa verið bæði sælt og friðsamt. Í bók Agnars Þórðarsonar, Í leiftri daganna, sem kom út hjá Máli og Menningu árið 2000 segir frá bréfi sem Gunnlaugur Scheving, listmálari, skrifaði Agnari frá Grindavík haustið 1944, þegar Agnar lá á Vífilsstaðahæli. Í bréfinu, sem er bráðskemmtilegt, segir m.a. eftirfarandi frá menningarlífinu í Grindavík:
Hraun við Grindavík„Ég hef verið hér lengst af hjá Sigvalda Kaldalóns og loks nokkra daga á Hrauni hjá Gísla. Fyrir nokkru síðan komu hér stórkarlar úr Reykjavík, biskupinn (ég sá hann ekki), Páll Ísólfsson og Eggert Stefánsson. Þeir komu að Hrauni, ég var þá þar. Stemningin var stórkostleg. Jetnir voru þorskhausar með smjeri. Eggert varð snortinn af hápatríótískri harðfiskrómantík. -Þetta er Íssland-. Á fínasta hóteli í París er ekki hægt að fá þorskhaus -ekki heldur í Búdapest eða London. Aðeins Íssland á þorskhaus -aðeins Íssland á þessa Aaa-rómu (hakan út í loftið). Þessa dásamlegu þjóðlegu stemningu, þennan yndislega há-ísslenska þorskhausaintelligens og harðfiskvísindi Guðmundar Finnbogasonar -þar var tekið í nefið. Sveitasæla, smjerskaka. -Yndislegt.
Ein af myndum GunnlaugsSvo komu sögur af þorskhausalestarferðum í gamla daga. -(Dásamlegt-dásamlegt). Ekkert gat stöðvað svona lest nema þegar einhver hryssan eignast folald- (Nú hver andskotinn) -Þá var skal ég segja ykkur stansað í einn dag -svo var folaldið bundið inn á milli, og síðan haldið á stað. (Dááásamlegt) Hugsið ykkur -þorskhausar á ferð gegnum hraun, gegnum endalausan brunasand -og svo glænýtt folald inn á milli. Þetta er Ísland -framtíð þjóðarinnar og listarinnar er að fólkið skilji þetta, gútjeri þessa stemningu.
Blessaðir jetið þið meira smjer, meiri þorskhaus. -Yndislegt.
Á eftir þorskhausunum kom kaffi með nýbakaðri köku -nýtt smjer -allskonar bakkelsi. -Ný stemning. Þessi ísslenska flatbrauðsstemning -með endurminningar um gamlar hlóðir í sveitinni -þegar maður var smali. -Ha -ekkert land í veröldinni á slíkan flatbrauðskúltúr og Ísland. Það er eins og að svífa til himins á vængjum morgunroðans. -Yndislegt.
Að síðustu var veislunni slitið. Innileg handabönd með hristingi. Stundin var búin og horfin út í eilífðina. Bíllinn hikstaði á hlaðinu og svo var haldið af stað.
Ég hef sem sagt haft það gott og skemmtilegt. Engin dagblöð -ekkert útvarp -það er jarðnesk sæla nú á dögum. Fréttir hef ég engar að segja þér. Ég bið þig að heilsa öllum heima og svo Gunnlaugi  -ég kveð þig svo með ósk um góðan bata.
Þinn einl. – Gunnlaugur“

Hvort fæði það, sem boðið var upp á í Grindavík á þessum tíma, var eitthvað annað og meira en þorskhausar skal ósagt látið – en ljóst er að jafnan var listafólki og öðru aðkomufólki vel boðið þar á bæjum á þeim tímum – sem endranær.

Heimild:
-Agnar Þórðarson – Í leiftri daganna – Mál og menning 2000, bls. 79-80.
(Haukur Ólafsson – FERLIRsfélagi – framsendi frá London).

Grindavík

Grindavík – loftmynd.

Kolviðarhóll

Í Tímanum 1977 er fjallað um „Kolviðarhól 1877-1977, fyrsta gisti og veitingahúsið á Hellisheiði…„:

Kolviðarhóll
„Í byrjun júlí síðastliðins var gamla gistihúsið að Kolviðarhóli, sem nú er eign Reykjavíkurborgar rifið til grunna.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Fyrsta gistihúsið á þessum stað var reist 1877, en áður var sæluhús á Kolviðarhóli og var það orðið léleg vistarvera þeim, sem þangað leituðu í vondum veðrum. Þetta fyrsta gistihús var lengi eina húsið á staðnum. Oft var þröngt setinn bekkurinn og þúsundir manna munu hafa gist þar. Matthías Jochumson, þá prestur i Odda, kom þar í janúar 1884 og hitti 40 ferðamenn, sem voru veðurtepptir. Og á loftinu í þessu húsi gisti í rúmi með mosadyngju sr. Bjarni Jónsson vígslubiskup, lítill drengur í fyrstu ferð sinni til sumardvalar austur í Ölfus.
Kolviðarhóll
Þriðja og síðasta gistihúsið að Kolviðarhóli, sem nú er horfið, reisti Sigurður Daníelsson gestgjafi 1929 og var það með öllu nýtízku þægindum, sem þá þekktust hér á landi, m.a. ljósavél og raflýsingu.

Draugatjörn

Draugatjörn – sæluhúsið.

Þjóðvegurinn forni milli Árnessýslu og Mosfellssveitar lá nokkru norðar en nú er farið og skammt frá Kolviðarhóli. Sæluhús var fyrst reist á þessum slóðum 1703 við svonefnda Draugatjörn fyrir framan Húsmúlann, og var það eina vistarveran milli byggða fram til 1844, að sæluhús var reist á Kolviðarhóli. Sumarið 1877 sama ár og fyrsta gistihúsið var reist að Kolviðarhóli hófst vegagerð yfir Svínahraun sem var lokið sumarið eftir.
Hellisheiði var um aldir og er enn einn fjölfarnasti fjallvegur landsins. Við sem ökum þessa leið í upphituðum bílum höfum litla hugmynd um þá baráttusem forfeður okkar háðu hér í vetrarferðum. Mannskaðar voru tíðir á þessum slóðum, þótt engar tölur séu til um hversu margir hafa látið þar líf sitt. Trúlegt er að flestir hafi orðið úti á þessum slóðum á 18. öld, einkum eftir móðuharðindin 1784. Fólk flúðu heimili sín og reikaði allslaust undan hörmungunum í vesturátt.

Hellisheiði

Hellsiheiði – forna leiðin um helluna.

Skjalfestar heimildir eru um manntjón á Hellisheiði á 130 ára timabili frá 1792-1922. Í bók sinni Sögu Kolviðarhóls greinir Skúli Helgason frá 24, sem urðu úti á heiðinni á þessu tímabili, en getur þess að ekki sé víst að þar séu allir upp taldir.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 1910.

Einn þeirra fyrstu sem vakti máls á að reist skyldi veitingahús á Kolviðarhóli var Sigurður Guðmundsson málari á fundi í „Kveldfélaginu“ svonefnda sem var e.k. leynifélag í Reykjavík árið 1871.
„Þar mætti hafa hvers kyns veitingar. Þar þyrfti að blása í lúðra svo sem þriðja hvérn tíma til að leiðbeina villtum ferðamönnum, sömuleiðis hafa alpahunda og fl.“ Í fundargerðinni, sem virðist rituð af Sigurði sjálfum, er rissmynd af þessu fyrirhugaða húsi. Er á miðju þaki þess turn mikill með gluggum, sem ætlazt var til að ljós logaði í, þá er dimma tæki, en upp af honum var stöng með flaggi. Þar sem Sigurður talar um „alpahunda“, á hann við að þeir gætu orðið til bjargar villtum ferðamönnum, er úti lægju í illviðrum og ekki næðu til mannabyggða.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Hugmynd Sigurðar málara um veitingahúsbyggingu á Kolviðarhóli virðist þó hafa þótt ærið loftkastalakennd, eins og flest annað hjá honum á þeim tíma, og var henni víst lítill gaumur gefinn. Þegar hann lézt þrem árum síðar sá hann ekki votta fyrir framkvæmdum á þessari hugmynd sinni fremur en öðrum hugsjónum sínum, þótt margar ættu þær eftir að verða að veruleika i einhverri mynd.
Fyrsti gestgjafi að Kolviðarhóli var Ebernezer Guðmundsson frá Minna-Hofi á Rangárvöllum, en kona hans var Sesselja Ólafsdóttir frá Geldingaholti. Þau voru þar hálft annað ár, en þá tók við Ólafur Arnason frá Hlíðarendakoti, og heitkona hans Málfríður Jónsdóttir af Vatnsleysuströnd.
KolviðarhóllBjuggu þau við harðindi og fátækt og höfðu sama og engar tekjur af ferðamönnum. Frumburður þeirra fæddist að Kolviðarhóli og var skírður eftir staðnum, en andaðist fimm vikna gamall. Ólafur og Málfríður fóru til Ameríku 1886 og komust þar vel af. Næsti gestgjafi, Sigurbjörn Guðleifsson, var kunnur fyrir lækningar. Sambýliskona hans var Soffía Sveinsd. Þau bjuggu einnig við kröpp kjör að Kolviðarhóli og voru þar aðeins í eitt ár í nábýli við Jón Jónsson, sem tók við Sigurbirni, en þeir eltu grátt silfur saman. Kona Jóns var Kristin Daníelsdóttir. Guðni Þorbergsson tengdasonur þeirra og Margrét dóttir þeirra tóku síðan við, en í tíð þeirra jókst umferð mjög. Nýr akvegur var lagður á svipuðum slóðum og farið er enn í dag. Hestavagnaöldin hófst og samgöngur urðu meiri. Guðni lét reisa nýtt gistihús á Kolviðarhóli aldamótaárið.
Sá gestgjafi sem lengst sat að Kolviðarhóli og varð viðkunnastur þeirra allra var Sigurður Danlelsson 1906-1935. Valgerður Þórðardóttir hafði verið vinnukona að Kolviðarhóli um þriggja ára skeið þegar Sigurður kom þangað ókvæntur maður, og gengu þau í hjónaband ári síðar. Sigurður og kona hans voru mikið fyrirhyggju- og framtaksfólk og unnu margvíslegar framkvæmdir á staðnum.
KolviðarhóllSigurður hafði jafnan margt hesta og var fylgdarmaður og vann oft björgunarstarf í illviðrum. „Það var gömul hefð á Kolviðarhóli, að húsinu var aldrei lokað um nætur. Þar voru opnar dyr allan sólarhringinn, svo að ferðamenn, sem bæri þar að garði um nætur í vonskuveðri, gætu tafarlaust komizt í húsaskjól. Enda var það almenn venja ferðamanna, er komu þar eftir háttatíma að þeir gengu inn og kveddu þar nauðþurfta sinna. Þar var alla jafna allt til reiðu. Þar var matur og drykkur veittur, þó um hánótt væri, og þar var fylgdarmaður og hestur til taks, ef með þurfti, á hvaða tíma sólarhrings sem var, hvort heldur var austur yfir fjall eða suður yfir Svínahraun. Þetta var erilssöm og erfið þjónusta, en hún var álitin næstum sjálfsögð og ekki talin eftir. Hún var ávallt seld við vægu verði og margur var sá, er lítið gat goldið fyrir sig fyrr á árum og sumir ekki neitt. Þannig gekk starfið á Kolviðarhóli ár eftir ár, gestastraumarnir komu og fóru, en mitt í þeirri miklu mannös stóð gestgjafinn sjálfur, Sigurður Danlelsson, alltaf samur og jafn, veitti öllum fyrirgreiðslu og leysti úr vandkvæðum manna, sem gátu verið mörg. Þar komu menn af öllum stéttum þjóðfélagsins og var það stundum hnöttóttur lýður, er hafði á sér litla háttvísi né siðmenningarbrag. Þangað komu oft ölvaðir menn, er höfðu í frammi heimtufrekju og ódámshátt. Slíkum gestum sýndi Sigurður fulla einurð og mælti þá stundum til þeirra ekki með neinni silkitungu. En svo var það búið, og enginn erfði slíkt við hann, enda lá það orð á að hann ætti engan óvildarmann.“ (Úr sögu Kolviðarhóls).
KolviðarhóllSíðasta árið sem Sigurður lifði, sumarið 1935 hófst hann handa um að láta búa til heimagrafreit í túninu á Kolviðarhóli. Það gerði fornkunningi hans Erasmus Gíslason úr Reykjavík. Legstaður þessi er þannig byggður, að grafhvelfing var gerð í jörð niður, steypt í hólf og gólf, með opi á lofti, svo að líkkista mætti komast niður um. Yfir opið var steinhella gerð. Grafhvelfingin er það há undir loftað hún er manngeng. Er þar rúmgott fyrir þrjár líkkistur. Ofanjarðar eru veggir steyptir umhverfis á alla vegu, á annan metra á hæð, og á vesturhlið eru dyr með hurð fyrir. Í grafhvelfingunni hvíla jarðneskar leifar Sigurðar Daníelssonar, Valgerðar Þórðardóttur og sonar þeirra Davíðs Sigurðssonar, járnsmíðs, sem lézt af slysförum 25 ára gamall.
Valgerður kona Sigurðar, var annáluð fyrir hjálpfýsi og margar sögur fóru af viðbrögðum hennar við veikt og hrakið ferðafólk. Hún var mikill dýravinur, og henni var ekki nóg að gera gestunum gott heldur þurftu hestar og hundar þeirra að fá sitt. Valgerður bjó í tæp þrjú ár að Kolviðarhóli eftir að hún missti mann sinn 1935.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll um 1930.

Haustið 1938 seldi hún Íþróttafélagi Reykjavíkur Kolviðarhól með öllum mannvirkjum. Hún lét þó ekki af störfum þar heldur veitti gistihúsinu áfram forstöðu næstu 5 ár eða til 1943. Var hún þá orðin 72 ára, hafði hana ekki grunað 40 árum áður, er hún fyrir tilviljun réðst að Kolviðarhóli, að hún ætti þar svo langan starfsdag framundan. Bjó hún síðan í þrjú ár í litlu húsi skammt frá sem Sigurður maður hennar hafði látið byggja og svo 10 ár í Hveragerði unz hún lézt í Landakotsspítala eins og maður hennar.
KolviðarhóllTignir menn og tötrum búnir hafa haft viðkomu að Kolviðarhóli og um síðustu aldamót settu förumennirnir svip á staðinn, svo sem Jón Repp, Bréfa-Runki, Jón söðli, Guðmundur dúllari, Eyjðlfur ljóstollur, Símon Dalaskáld, Guðmundur kíkir, Óli prammi, Gvendur blesi, Árni funi og Langstaða-Steini.
Margar sagnir eru af minnisverðum atburðum á Hellisheiði, svo sem þegar Þuríður formaður átti þar leið um og síðar er Indriði Einarsson skáld lá þar úti, eða barnsfæðing, sem átti sér þar stað sumarið 1890 og loks eru allar draugasögurnar.
KolviðarhóllÍþróttafélag Reykjavíkur ætlaði að gera Kolviðarhól að miðstöð vetraríþrótta og eftirsóttum hvíldarstað á sumrin. Félagið átti einnig að halda uppi greiðasölu fyrir ferðamenn. Áhugamenn unnu að ýmsum framkvæmdum, byggður var pallur framan við húsið, upplýst og hituð skíðageymsla, skíðabrekkur lagfærðar og byggðir stökkpallar.
Þegar Valgerður Þórðard. fór frá Kolviðarhóli var sem brotið blað í sögu Kolviðarhóls.
Veitingamennirnir, sem komu eftir hana urðu ekki „mosavaxnir“ á staðnum. Í nóvember 1951 kemst Kolviðarhóll á síður Reykjavíkurblaðanna vegna veru varnarliðsmanna og íslenzkra stúlkna þar.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Á vordögum 1952 var svo komið um stjórn og starfsemi Kolviðarhóls, að enginn fékkst til þess að vera þar, og ferðafólk virtist forðast staðinn. Var þá húsunum lokað og enginn maður hafði þar aðsetur lengur. Strax á fyrsta ári fór að bera á því að óheiðarlegir vegfarendur legðu þangað leið sína. Rúður voru brotnar í gluggum, ruplað og rænt úr stofum, og þessi saga endurtók sig æ ofan í æ. Loks var staðurinn viðurstygging og eyðileggingin uppmáluð og var svo síðustu tvo áratugina eða meir.
„Hvort Kolviðarhóll á eftir að rísa úr auðn og niðurlægingu skal engu um spáð“, segir Skúli Helgason í bók sinni 1959. „En eitt er víst: hann verður aldrei aftur það, sem hann einu sinni var. Því valda fyrst og fremst breyttir tímar og allt viðhorf þjóðlífsins.“
Kolviðarhóll
„Guð gaf okkur Hólinn til hjálpar hröktum ferðamönnum af fjallvegum, en ekki til leikaraskapar“. Þessa látlausu setningu mælti Valgerður Þórðardótur, þegar hún var flutt af Kolviðarhóli fyrir fullt og allt. Þessi orð hins síðasta fulltrúa staðarins fela í sér stærri staðreyndir en í fljótu bragði kann að virðast. Líf og starf þeirra gestgjafa, sem lengst og bezt sátu Kolviðarhól var enginn leikaraskapur.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Með þrotlausu starfi, þrautseigju og fórnfýsi unnu þeir sig upp og gerðu þannig „garðinn frægan“. Þeir gerðu jafnan fyrr kröfu til sjálfra sín en annarra. Þeir vissu það, að lífinu varð ekki lifað þar, svo yrði með sæmd á værðarsvæflum við sukk og sællífi. Þess vegna gátu þeir haldið uppi reisn staðarins svo lengi, sem þeirra naut við. En þegar þeir hurfu þaðan á braut, komu „nýir siðir með nýjum herrum.“ Tíminn er búinn að skera úr því, hvernig þau siðaskipti reyndust. Máltækið segir, að „maður komi manns í stað“, og er það að vissu leyti sannleikur. Er þar átt við það að þótt einn hverfi frá athöfn og ævielju, þá komi aðrir og taki við. En svo bezt getur það gengið, að þeir, sem eftir lifa og áfram halda, hafi manndóm til þess að halda í horfinu. Því eins og segir í Hávamálum: „Bautasteinar standa í brautu nær, nema reisi niður að níð.“
Með þeim orðum skal sögunni lokið.“ SJ tók saman.

Í Lesbók Morgunblaðsins 2001 fjallar Gísli Sigurðsson um „Kolviðarhól – Athvarf á leið yfir Hellisheiði, tímabil Sigurðar og Valgerðar á hólnum„:

Kolviðarhóll
„Gistihúsbygging þeirra Sigurðar Daníelssonar og Valgerðar Þórðardóttur á Kolviðarhóli árið 1929 var afreksverk og húsið sjálft byggingarlistaverk Guðjóns Samúelssonar. Umsvifin á Kolviðarhóli urðu mest í tíð Sigurðar og Valgerðar, enda bílaöld gengin í garð. Með breyttum Suðurlandsvegi varð Kolviðarhóll ekki lengur í þjóðbraut, þar var ekki lengur þörf á gististað. Hugmyndir og dug vantaði til að finna húsinu nýtt hlutverk. Skemmdarvargar unnu á því tjón, en bæjarstjórn Reykjavíkur gekk í lið með þeim og lét mola húsið mélinu smærra.
Kolviðarhóll
Fáar ljósmyndir eru til frá tímaskeiði lestaferðanna sem vonlegt er. Þó hefur ein verið tekin við Kolviðarhól 1904 og sýnir hún Hannes póst Hannesson, annálaðan ferðagarp, leggja upp í dumbungsveðri af Hólnum. Hann er með sex hesta undir koffortum og sjálfur blæs pósturinn í lúður í nafni embættisins. Á mynd sem tekin er líklega áratug síðar sést að tæknileg umskipti hafa orðið; þá er póstvagnalest á ferð suður með Reykjafellinu; póstvagnarnir með háu þaki og sýnilegt að þeir hafa getað tekið farþega.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Þægindin eru komin til sögunnar, bílaöldin rétt handan við hornið. Þriðja myndin sem varðveizt hefur er tekin á Kolviðarhólshlaði í tíð Guðna og Margrétar um aldamótin 1900. Þetta hefur verið snemma vors og enn mikill snjór norður í Skarðsmýrarfjalli… Ferðamenn hafa brugðið sér inn til að fá sér hressingu og hefur ekki þótt taka því að spenna frá vagnhesta eða taka ofan koffort af baggahestum. Á myndinni sem birtist í síðustu Lesbók er fortíðin að syngja sitt síðasta og millistigið, hestvagninn, er kominn til sögu; fyrsti bíllinn þó ókominn til landsins. Enn er til ljósmynd, tekin tveimur áratugum síðar. Þá hafði verið ekið upp að Kolviðarhóli á virðulegri, svartri drossíu eins og þessi farartæki voru gjarnan kölluð þá. Hún er með bílnúmerið RE 85 og bílstjórinn er Vígmundur Pálsson úr Mosfellssveit. Bíllinn var orðinn þarfasti þjónninn.

Teningunum kastað og örlög ákveðin

Kolviðarhóll

Landpóstur á ferð með lúður sinn.

Gestgjafarnir á Hólnum, Sigurður Daníelsson frá Herríðarhóli og Valgerður Þórðardóttir frá Traðarholti, voru í rauninni fulltrúar nýrrar aldar og gerbreyttra samgangna sem gerðu hvorttveggja, að umferðin að Kolviðarhóli margfaldaðist, en kipptu líka fótum undan þessum rekstri með tímanum.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Menn urðu fljótir í förum og sífellt færri þurftu á gistingu að halda. Óhætt er að segja að Sigurður og Valgerður á Kolviðarhóli hafi orðið þjóðkunnar persónur, enda bæði afburðafólk fyrir áræði og dugnað. Þau voru gestgjafar á Kolviðarhóli frá 1906 til 1935 og Valgerður var þar lengur, eða til 1943.
Sigurður Daníelsson var Holtamaður að uppruna, kominn af Torfa sýslumanni í Klofa á Landi. Hálfbróðir hans var Daníel bóndi í Guttormshaga, faðir Guðmundar rithöfundar. Sigurður þótti bráðþroska ungur maður og var fljótt talinn óvenjulegt mannsefni, hjálpsamur og ljúfur og ávann sér alls staðar traust.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – loftmynd.

Eftir 1902 er Sigurður skráður í Reykjavík og stundar þá ýmsa vinnu til sjós og lands; þar á meðal voru fjárkaupaferðir fyrir ýmsa kaupmenn á haustin. Mikilvægasti vendipunkturinn í lífi hans var hinsvegar þegar hann réðst í að kaupa Kolviðarhól, þá 37 ára og ókvæntur. Um þriggja ára skeið hafði Valgerður Þórðardóttir frá Traðarholti í Stokkseyrarhreppi verið vinnukona hjá Guðna og Margréti á Hólnum. Hún var öllum hnútum kunnug í rekstrinum og Sigurði þótti fengur í að fá hana sem ráðskonu. Raunar voru þau orðin hjón eftir fyrsta árið. Hjónaband þeirra varð barnlaust, en áður hafði Sigurður eignast soninn Davíð.
Kolviðarhóll
Sigurður Daníelsson þótti „réttur maður á réttum stað“ á Kolviðarhóli, öflugur arftaki þeirra Jóns Jónssonar og Guðna Þorbergssonar. Í þau 30 ár sem hann var gestgjafi á Hólnum gerði hann stórfelldar umbætur í ræktun og byggingum; menn kölluðu það þrekvirki.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Hann varð meðal hinna allra fyrstu meðal bænda til að fá þúfnabana til að slétta og brjóta land og jók svo túnrækt á Kolviðarhóli að töðufengur margfaldaðist og fór yfir 400 hestburði um það er lauk. Á síðasta áratugnum sem hann lifði lét hann vinna á fjórða þúsund dagsverk að túnrækt og fénaðarhúsbyggingum og gat þá losað sig við jörð austur í Ölfusi sem hann hafði nýtt til heyskapar.
Sigurður Daníelsson var meðalmaður á hæð en þrekinn. Hann var svipsterkur maður, hærður vel með dökkar og miklar augabrúnir og yfirskegg. Á yngri árum var hann með glóbjart hár. Aldrei kvartaði hann þótt móti blési, æðraðist ekki yfir því sem orðið var, áreiðanlegur í viðskiptum, reglusamur og gerði vel við sitt fólk, höfðingi í lund.
KolviðarhóllValgerður Þórðardóttir var ekki síður framúrskarandi og þótti bera af ungum stúlkum í sinni sveit. Ung fór hún að heiman til vinnumennsku á Háeyri og á Stokkseyri. Þar kynntist hún ungum manni frá Ísafirði og átti með honum tvær dætur. En sambúð þeirra varð ekki til framtíðar. Maðurinn flutti til Noregs og Valgerður átti ekki annarra kosta völ en að koma dætrum sínum í fóstur. Ætlun hennar var að fara í atvinnuleit til Austfjarða og ásamt vinkonu sinni lagði hún af stað fótgangandi til Reykjavíkur. Veður var vont og þung færð á leiðinni yfir heiðina. Þær stöllur náðu samt að Kolviðarhóli og gistu þar. Matreiðslukona sem verið hafði í vinnu hjá Guðna og Margréti var þá á förum og Guðna leizt strax vel á þessa kraftmiklu, ungu konu úr Flóanum og falaði hana umsvifalaust. En Valgerður setti þá upp mun hærra kaup en þekktist og Guðni kvaðst ekki geta gengið að því. „Gott og vel, þá er því sleppt,“ svaraði Valgerður og bjóst til brottferðar með vinkonu sinni. En ekki voru þær komnar lengra en niður af hólnum þegar Guðni kom hlaupandi og vildi ganga að kröfum Valgerðar. Hún sneri við; teningunum hafði verið kastað, örlög ráðin. Upp frá því var hún kennd við Kolviðarhól. Í fjögur ár var Valgerður í þjónustu Guðna og Margrétar og svo tók hún við gestgjafahlutverkinu sem eiginkona Sigurðar Daníelssonar eins og áður var sagt.

Kolviðarhóll

Saga Kolviðarhóls.

Í Kolviðarhólssögu sinni segir Skúli Helgason, að aldrei verði hægt að lýsa ævistarfi Valgerðar á Kolviðarhóli svo að glögg mynd fáist af því: „Allar frásagnir verða eins og veikt bergmál af því sem hún var. Henni er svo lýst, að skapgerðin var sterk, viljaþrekið óbilandi, framkoman uppörvandi og hressileg, hjálpfýsin með afbrigðum og velviljinn einstæður, hver sem í hlut átti. Hún krafðist mikils af starfsfólki sínu og þoldi illa sérhlífni. En hjúum sínum reyndist hún ævinlega hin ágætasta húsmóðir.“ Björgunarstörf Sigurðar fólust í að koma örmagna mönnum inn úr dyrum á Kolviðarhóli. Þar tók Valgerður við þeim, dró af þeim vosklæði, háttaði þá ofan í rúm og hjúkraði þeim eins og með þurfti. Þegar þeir fóru að skjálfa kvaðst hún hafa hætt að óttast um líf þeirra.

Stórvirki á Kolviðarhóli

 

Árið 1929 réðst Sigurður Daníelsson í að byggja 140 fermetra steinhús, kjallara hæð og ris. Megineinkenni hússins voru þrjár svipmiklar burstir. Þetta hús reis tignarlega á Hólnum, byggingarlistaverk Guðjóns Samúelssonar, húsameistara ríkisins, sem var einmitt á þessu tímaskeiði að gera athyglisverðar tilraunir til að endurvekja burstabæjarstílinn með nýju byggingarefni, steinsteypunni. Laugarvatnsskólinn er til dæmis frá sama tíma.
Kolviðarhóll
Margir hafa tekið eftir því að burstir fara vel undir fjallshlíðum og sannaðist það bæði á Laugarvatni og Kolviðarhóli. Þetta svipmót fær líka aukinn styrk sé húsið hátt. Sérkennilegt var, að miðburstin var mjórri en hinar og ögn lægri og í öðru lagi það, að kvistur gekk í gegnum burstirnar þrjár. Þá lausn notaði Guðjón ekki annarsstaðar.
Nú varð heldur betur staðarlegt heim að líta á Hólinn; „skýjaborgir“ Sigurðar málara orðnar að veruleika og gott betur. Í húsinu voru 20 vistarverur, 6 herbergi í kjallara, önnur 6 herbergi og 2 stofur á hæðinni og 8 herbergi undir súð í burstunum. Húsið var allt steinsteypt, miðstöðvarhitun frá kolakatli í kjallara og raflýsing frá stórri ljósavél. Byggingarkostnaðurinn nam 70 þúsundum sem var stórfé á árunum 1929–30. Úr ríkissjóði fékkst 12 þúsund króna styrkur; hitt kostuðu þau Sigurður og Valgerður sjálf.

Ekki allar ferðir til fjár

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – grafhýsi Sigurðar, Valgerðar og Davíðs.

Hér var gengið fram af miklu áræði og ekki vissu menn þá að heimskreppan mikla var framundan. Nú var sú aðstaða fengin sem lengi hafði verið nauðsynleg og þau hjón urðu þekkt sem afburða gestgjafar. En ekki voru allar ferðir til fjár og enn sem fyrr var Kolviðarhóll björgunarstöð við alfaraleið í óbyggðum. Fyrir mikla og óhemju erfiða vinnu við hjálparstarf og björgun mannslífa var einskis krafizt.
Þó að vegum sé nú haldið opnum með snjómokstri þekkja margir þann ótrúlega mun sem orðið getur á veðri í Reykjavík og uppi í Svínahrauni. Hæðarmunurinn er þó ekki ærinn. Fyrsti vegurinn upp eftir Svínahrauni var lítið sem ekki neitt upphlaðinn og hann varð ófær í fyrstu snjóum.

Símastaurar

Símastaurar við fjallveg.

Árið 1907 var sími lagður austur yfir Hellisheiði og sími kom þá að Kolviðarhóli. Eftir það varð föst venja Sigurðar að nota símann til að fylgjast með mannaferðum ef illa leit út með veður og færð. Þá hafði hann annarsvegar samband við Lögberg, efsta byggða ból ofan Reykjavíkur og hinsvegar við Kotströnd í Ölfusi. Þegar Sigurður frétti að einhver hefði lagt af stað í tvísýnu veðri og skilaði sér ekki á eðlilegum tíma, fór hann óbeðinn af stað til leitar og aðstoðar þó ekki sæist út úr augum, ýmist einn eða með einhvern með sér. Aftur og aftur kom hann að mönnum sem voru búnir að gefa allt frá sér og lagstir fyrir. Alltaf tókst Sigurði að bjarga þeim. Á verstu snjóavetrunum kom fyrir að hann færi tvær eða þrjár björgunarferðir sama daginn, ýmist upp á Hellisheiði eða fram í Svínahraun Þegar heilsu Sigurðar fór að hraka 1935 lét hann það verða sína síðustu framkvæmd á Kolviðarhóli að útbúa heimagrafreit með steinsteyptu grafhýsi. Þarna vildi hann bera beinin og nú er þetta grafhýsi eina mannvirkið sem uppi stendur á staðnum fyrir utan nokkra grjótgarða. Krabbamein í hálsi dró Sigurð til dauða. Hann var þá 67 ára og fylgdi honum mikill mannfjöldi til grafar.

Frægir menn og flakkarar

Einar Benediktsson

Einar Benediktsson gat kvartað yfir verðskránni á Kolviðarhóli.

Förumenn, eða flakkarar eins og þeir voru nefndir, áttu vísan næturstað á Kolviðarhóli og ekki gátu þeir borgað fyrir sig. Einn þeirra, sem margoft hafði gist á Hólnum og þegið matarbita, kom þangað aldraður og þrotinn að kröftum með þá ósk eina að hann mætti fá að deyja hjá Valgerði. Honum varð að ósk sinni. „Ég saknaði þessara manna þegar þeir hættu að koma,“ sagði Valgerður, „þó að mér væri alltaf illa við sóðaskapinn sem þeim fylgdi.“ Meðal förumanna sem oft komu að Kolviðarhóli voru Jón Repp, Bréfa-Runki, Jón söðli, Guðmundur dúllari, Eyjólfur ljóstollur, Símon Dalaskáld, Guðmundur kíkir, Óli prammi, Gvendur blesi, Árni funi og Langstaða-Steini.

En þjóðskáld, stjórnmálamenn og frægir erlendir ferðamenn gistu líka á Kolviðarhóli. Á gestalistanum eru ýmis þjóðkunn nöfn: Sigurður Breiðfjörð skáld, Þuríður formaður og séra Matthías Jochumsson.

Matthías Jockumsson

Matthías Jockumsson.

Hann segir frá því í ævisögu sinni, að hann gisti á Hólnum 1884 á austurleið. Ófærð var og hríðarveður og 40 ferðamenn höfðu þá verið hýstir á Hólnum. Þeim gaf séra Matthías öllum staup af brennivíni og síðan gengu menn til náða.
Hannes Hafstein skáld og ráðherra kom oft á Hólinn og gisti þar tvívegis. Í eitt skiptið var hann á ferð þeirra erinda að vígja Sogsbrúna. Þótti heppilegt að skipta þeirri löngu leið austur að Sogi í tvo áfanga og gista á Kolviðarhóli. Annað skáld, Einar Benediktsson, gisti þar ásamt konu sinni þegar hann var sýslumaður í Rangárvallasýslu. Það var ólíkt Einari sem að jafnaði jós út fé, að hann kvartaði yfir háu verði á gistingunni. Gott hjá Guðna, að hann bauðst þá til að gefa honum gistinguna eins og flökkurunum, en ekki þáði skáldið það. Eitt skáldið enn, Grímur Thomsen, hafði sérstaklega stutt húsbygginguna á Hólnum 1877 og gisti þar löngu síðar og bað um tvennt: Þrjú staup af brennivíni og að hestur hans yrði látinn í hús og breitt yfir hann. Grímur átti þá fá ár eftir.
Daniel Bruun.Íslandsvinurinn Williard Fiske gisti á Kolviðarhóli 1879 ásamt séra Matthíasi. Daniel Bruun gisti þar oft og baróninn á Hvítarvöllum hafði þar viðkomu þegar hann fór til að athuga ölkelduvatn í Hengli, sem hann hugðist nýta. Áður var minnst á Friðrik kóng VIII sem kom að Kolviðarhóli í Íslandsförinni 1907.
Hnignun og fall á Kolviðarhóli Eftir lát Sigurðar bjó Valgerður áfram á Kolviðarhóli til ársins 1938 og sinnti gestgjafahlutverki. En 10. apríl 1938 seldi hún Íþróttafélagi Reykjavíkur Kolviðarhól ásamt öllum mannvirkjum. Þá var sá skilningur ríkjandi að ÍR ætti að annast áfram greiðasölu og gistingu og Valgerður var ráðin næstu 5 árin til að veita gistihúsinu forstöðu.
Í fardögum 1943 lét hún starf sitt laust, þá orðin 72 ára. Á þriðja ár bjó hún áfram í litlu timburhúsi sem Sigurður hafði byggt norður á völlunum. Þar bjó öldruð kona með henni sem lengi hafði starfað á Hólnum og saman hugsuðu þær um nokkrar kindur og hænsni. Þær fóru alfarnar 1946 og settust að í Hveragerði. Þar bjó Valgerður til dauðadags 13. júní 1946, þá orðin 86 ára. Þá var aðeins eftir síðasta ferðin á Hólinn þar sem kistu hennar var komið fyrir í grafhýsinu.

KolviðarhóllHjá Íþróttafélagi Reykjavíkur voru uppi stór áform um að Kolviðarhóll skyldi verða miðstöð vetraríþrótta. Breyta átti húsinu svo það rúmaði a.m.k. 100 næturgesti. Í sjálfboðavinnu átti að fegra staðinn, planta trjám, hreinsa skíðabrekkur, hlaða stökkpall og undirbúa gott skautasvell á vetrum. Á sumrin átti Kolviðarhóll að vera hvíldar- og skemmtistaður fyrir Reykvíkinga.
Í Alþýðublaðinu sagði svo 1. september 1938: „25 piltar við vinnu og vinnunám á Kolviðarhóli. Miklar framkvæmdir á hinum nýja skíðastað Reykvíkinga. Unglingavinna byrjar að líkindum uppúr næstu mánaðamótum.“

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll – skíðasvæði.

Piltarnir unnu m.a. að því að byggja pall á hlaðinu. „Hefur verið gerð mikil og rammleg upphækkun fyrir framan húsið og hefur það verið mikið verk og vandasamt. Grjót hafa piltarnir sprengt upp í hrauninu og flutt það á bíl þaðan. Þá vinna þeir að gerð skíðastökkbrautar við Búastein þar sem skilyrði eru sögð mjög góð fyrir stökkpall.“
Skemmst er frá því að segja að pallurinn sem gerður var við húsið sumarið 1938 var það eina af þessu sem komst í framkvæmd. Hlaðinn kantur hans að framanverðu er nánast það eina sem ekki var eyðilagt og sést enn. Trjárækt varð aldrei að veruleika; ekki skautasvellið heldur. Talsverð vinna var lögð í lagfæringar á skíðabrekkum og sumarið 1945 lagði ÍR nýja vatnsveitu heim í hús og byggði skíðageymslu. Um 30 manns unnu að þessu í sjálfboðavinnu.

Kolviðarhóll 1910

Kolviðarhóll 1910.

ftir að Valgerður hætti umsjón með veitingarekstri gekk á ýmsu og alls komu níu menn að rekstrinum á tímabili sem lauk 1948, þegar Kolviðarhóll var leigður Rauða krossi Íslands fyrir barnaheimili. Það stóð í ár og eftir það var ekki um neinn samfelldan rekstur að ræða. Síðastur til þess að bjóða gestum veitingar á Kolviðarhóli varð Guðni Erlendsson sem einnig rak veitingaskála við Gullfoss.
Pólitískur hanaslagur varð til þess að flýta fyrir endalokunum á Kolviðarhóli. Hann varð með þeim hætti að dagblöð í Reykjavík, Alþýðublaðið og Þjóðviljinn, birtu æsifréttir um að bandarískir hermenn hefðu sést með íslenzkum stúlkum á Kolviðarhóli. Þær áttu að hafa verið drukknar. Einkanlega var það Þjóðviljinn sem gerði sér mat úr þessu og var þar talað um Kolviðarhólshúsið sem aðstöðu fyrir „telpnaveiðar hernámsins“. Formaður ÍR lofaði að láta stöðva meintan ósóma, en Morgunblaðið taldi að þessi umræða væri byggð á ýkjum.
Kolviðarhóll
Vorið 1952 var hún Snorrabúð sannarlega orðin stekkur; enginn fékkst þá til að vera á staðnum og um líkt leyti fór að bera á því að skemmdarvargar og bullur legðu leið sína á Hólinn til þess eins að skemma húsið. Rúður voru brotnar, hurðir sprengdar upp og húsbúnaði, sem þar hafði orðið eftir, var stolið.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Árin liðu og á síðari hluta sjötta áratugarins leit hin glæsta burstabygging Sigurðar og Valgerðar á Kolviðarhóli út eins og þau hús sem orðið hafa fyrir árásum í stríði. Búið að brjóta allar rúður, jafnvel karmana með og hnullungar lágu um öll gólf, svo stórir að fíleflda karlmenn hefur þurft til að kasta þeim inn af þvílíku afli að þeir moluðu bæði rúður og gluggapósta. Allur húsbúnaður var sömuleiðis í méli og með mikilli fyrirhöfn höfðu miðstöðvarofnar jafnvel verið slitnir frá. Umhverfis húsið var allt í braki, útihúsin fallin og túnið í órækt.
Kolviðarhóll
æjarráð Reykjavíkur samþykkir að brjóta húsið niður Hjá öllu þessu hefði mátt komast með því einu að ráða húsvörð og halda húsinu við. Það hefði kostað einhverjar krónur en við ættum í staðinn hús sem væri byggingarsögulegt verðmæti og því hefði verið fundið nýtt hlutverk við hæfi.. Þar hefði til að mynda getað orðið miðstöð gönguferða um Hengilssvæðið eða safn um samgöngur og flutningatækni fyrr á tímum. Ekkert slíkt safn er til. Þeir tímar þegar ekkert var hægt að flytja nema lyfta því á klakk, svo og hestvagnaöldin, eru ungu fólki jafnfjarlægir og söguöldin og samt er ekki lengra síðan en svo að reiðingar og hestvagnar tilheyrðu daglegum veruleika þegar elzta kynslóðin í landinu var ung. Jafnvel þótt skemmdarvargar brytu allt á Kolviðarhóli sem brotnað gat og fátt væri óskemmt innanstokks, þá stóð þetta sögulega hús eftir sem áður. Það var ekki fyrir neinum.
Einhverntíma hefði komið að því að framsýnir menn tækju til hendinni og þá hefði húsið gengið í endurnýjun lífdaganna. En því miður réð sú skammsýni ferðinni sem telur fara bezt á því að brjóta allt niður sem er gamalt og slétta yfir öll gengin spor.
Kolviðarhóll
Tímanum 22. janúar 1960 segir svo í fyrirsögn: „Aldargamall gististaður lagður undir fallhamar.“ Og í frétt blaðsins er m.a. eftirfarandi: „Sl. þriðjudag kl. 16 gerði bæjarráð Reykjavíkurbæjar samþykkt um að fela bæjarverkfræðingi að fjarlægja húsin að Kolviðarhóli. Þá er lokið langri og litríkri sögu. Þegar starfsmenn bæjarverkfræðings hafa brotið þar gömlu húsin sem eftir standa, mun þögnin geyma Kolviðarhól.
Íþróttafélag Reykjavíkur hafði selt Reykjavíkurbæ húsin á Kolviðarhóli og höfðu áhugasamir menn gert tilraun til endurbóta; skipt um glugga og ýmislegt fleira.“
En það var ekki fyrr en 12. júlí 1977 að menn á vegum bæjarverkfræðingsins komu að Kolviðarhóli með járnkúlu til að mola steinveggina.. Ekki hafa allir verið sannfærðir um réttmæti þess, því málið var borið undir Þór Magnússon þjóðminjavörð, en hann beitti sér að minnsta kosti ekki gegn eyðingunni. Tíminn er eina blaðið sem ýjar að því að þetta sé vafasamur verknaður og segir í fréttinni um niðurbrotið 14. júlí 1977: „Umhugsunarefni er hvort ekki sé þar verið að brjóta niður minjar sem eftirsjá er í.“
Í Morgunblaðinu er smáfrétt 28. júlí 1977 með ljósmynd sem Ragnar Axelsson hefur tekið og sýnir hún þegar verið er að skófla því síðasta af steinhúsinu upp á vörubíl.
Síðan hefur þögnin ríkt á Kolviðarhóli – og skömmin.“

Í Óðni  1923 er fjallað um „Ebenesar Guðmundsson, gullsmið„, en hann réði húsum á Kolviðarhóli fyrstur ábúenda:

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 2010. Horft frá Hellisskarði.

Vorið 1878 flutti Ebeneser með fjölskyldu sinni á Kolviðarhól og varð þannig hinn fyrsti maður er gerði þann stað að bygðu bóli. En brátt fóru frumbýliserfiðleikarnir að gera vart við sig; hússkrokkurinn bláber og að vetrarlagi mjög kaldur, engar slægjur, erfiðir aðdrættir; engin eldiviður nema grámosi, og það sem verst var, vatnsleysi — að eins regnvatn.
— Veitingarnar miklu rýrari en búist var við, sumpart sökum þess að ferðamenn voru þá óvanir að kaupa greiða, höfðu nóg nesti sjálfir, enda samkvæmt leyfisbrjefinu skylt að hýsa þá og hesta þeirra ókeypis í nokkrum hluta húsanna, og aukakostnaður talsverður að hafa ljós að jafnaði allar nætur að vetri til í gluggum íbúðarhússins, þar að auki voru þau hjónin alt of gestrisin og góðgerðasöm til að geta haft á hendi greiðasölu með nokkrum ágóða, og gestnauðin tafði húsbóndan frá handverkinu.
Loks þreyttist Ebeneser á öllum þeim erfiðleikum er þarna voru, auk þess sem heilsuleysi og óyndi fjölskyldunnar bættist ofan á, flutti hann því frá Kolviðarhóli haustið 1879 og settist að á Eyrarbakka og rak þar iðn sína til dauðadags; hann ljetst af lifrarkrabba 12. des 1921. Mjög voru þau hjón vel þokkuð þegar þau voru á Kolviðarhóli, fyrir greiðvikni sína og góðgerðasemi við þurfandi ferðamenn, og margra góðra gesta myntust þau einnig frá þeim tíma, sjerstaklega Jóns landæknis Hjaltalín, sem þar var tíður gestur sökum ölkelduvatnsins í Henglafjöllum, sem hann notaði allmikið.“

Í Lesbók Morgunblaðsins 1972 er „100 ára minning Valgerðar Þórðardóttur frá Kolviðarhóli“:

Kolviðarhóll

Valgerður Þórðardóttir.

„Valgerður fœddist 30. jún i 1871 að Traðarholti í Stokkseyrarhreppi. Foreldrar hennar voru Þórður bóndi Þorvarðsson frá Brattsholti í Flóa og kona hans Guðríður Jónsdóttir, komin af Bergsætt.
Átján ára fór hún í vist til Jóns ríka í Móhúsum á Stokkseyri og var þar um skeið ásamt nokkurri dvöl heima í Traðarholti.
Það var vorið 1902, að hún ætlaði sér að breyta um störf og þá fór hún að heiman. Leiðin lá um Kolviðarhól, sem var gististaður. Gestgjafinn naut þá lítillega fjárhagsstuðnings frá sýslumanni. Það var áskilið að þar væri höfð stúlka, er kynni til matreiðslustarfa.
Guðni Þorbergsson og kona hans Margrét bjuggu þar, er Valgerður og önnur stúlka með henni gistu þar umrætt vor. Guðni hafði haft spurnir af Valgerði og verið bent á að hún hentað í vel í starf þetta. Hann falaði hana því til þjónustu, en hún setti upp óvenju hátt kaup á þeirra tíma mælikvarða. Fór svo, að Guðni veigraði sér við að ganga að kröfu hennar. Lagði Valgerður þá úr hlaði. Ekki var hún langt komin, er gestgjafinn kallaði á eftir henni til frekara viðtals. Sagðist hann ganga að skílmálum hennar og sneri hún þá aftur heim með honum.

Kolviðarhóll - Guðni og Margrét

Margrét og Guðni.

Urðu þau Guðni og Margrét, ásamt börnum þeirra, tryggir vinir Valgerðar alla tíð. Það má með sanni segja að þessi næturgisting varð afdrifarík, því Valgerður átti heima á Kolviðarhóli í nærri hálfa öld, og þar varð hennar lífsstarf.
Nafn hennar er þekkt um land allt. Þessari sérstöku ágætiskonu hefur verið þakkað af almenningi og hinu opinbera. Hennar óvenjulega erfiða starf krafðist mikilla hygginda og framsýni til þess að geta rækt það grundvallaratriði að hlúa að öðrum. Hún sagði: „Guð gaf okkur „Hólinn“ (svo var Kolviðarhóll oft nefndur) til þess að hlúa að hröktum og þreyttum ferðamönnum, en ekki til leikaraskapar.“ Sýna þessi orð að hún hefur tekið starf sitt alvarlega og skilið tilgang veru sinnar í þessum fjallasal, sem svo sannarlega gaf ekki mikinn tíma til frjálsræðis. Geysilega vandasamt verk hvíldi á henni, þegar á það er litið, að hún var í þessari stöðu til sjötíu og tveggja ára aldurs, og mörg ár með fullri reisn eftir að hún missti mann sinn. Til gamans má geta þess, að árið sem Valgerður fæddist var haldinn fundur í Reykjavík um þá nauðsyn að veitingahús væri rekið á Kolviðarhóli. Sigurður Guðmundsson málari bar þá hugmynd fram á fundi 26. janúar 1871 í „Leynifélaginu“ svokallaða.

Sigurður Guðmundsson

Sigurður Guðmundsson, málari.

Árið 1905 seldi Guðni Kolviðarhól Sigurði Daníelssyni frá Herríðarhóli í Holtum. Þann 16. apríl 1906 giftust þau Sigurður og Valgerður og hófu þar búskap sama vor, og bjuggu þar til ársins 1935, er Sigurður lézt. Hann var mesti myndar- og ágætismaður og góður gestgjafi.
Varla verður annars þeirra hjóna minnzt án þess að hins sé getið, því að svo var starf þeirra samofið. Sigurður var framkvæmdasamur dugnaðarmaður. Hann byrjaði á því að rækta þar jörðina, sem var mjög erfitt og dýrt, vegna þess hversu hátt hún liggur yfir sjávarmáli, 200 m. Árið 1929 var húsið á Kolviðarhóli byggt og stendur enn. Það var stórt og vandað þriggja hæða hús með miðstöðvarhitun og rafmagni frá olíukyntri ljósavél, sem sérstakt hús var byggt yfir. Vatnsleiðsla var lögð, svo rennandi vatn var þar. Áður var vatni dælt úr brunni með dælu, en síðar með vatnshrút frá uppistöðu. Var þetta mikil hagræðing frá því, er vatni var ekið heim á vagni í tunnum, og þó var erfitt að ná því. Sigurður byggði líka votheysgryfjur með allra fyrstu bændum; var að þeim nokkurt öryggi. Ekki veitti af, fjallaskúrir komu skyndilega og gegnvættu nærri þurrt hey. Um langan veg þurfti að fara til þess, að afla heyfanga; alla leið austur í Ölfus. Þar átti Sigurður jörð, sem nýtt var til slægna.“

Í Vísi 1977 er sagt frá „Veislunni á Kolviðarhól“:

Halldór Laxness

Halldór Laxness.

„Halldór Laxness segir á einum stað um Kolviðarhól: Þar ætti að vera viðboð handa prestum/mikið voðalega er skemmtilegt á Hólnum. Og satt er það, að Kolviðarhóll er kunnur aö skemmtilegheitum. Um mitt sumar árið 1907 kom Friðrik konungur áttundi í heimsókn hingað, og meðal annarra ágætra verka gaf hann út á fyrsta degi heimsóknarinnar konunglega tilskipun, þar sem sagði að samkvæmt óskum forsætisráðherra beggja landanna „höfum vér með allra hæstum úrskurði, dagsettum í dag (þ.e. 30. júlí), skipað nefnd alþingismanna“ og ríkisdagsmanna til þess að undirbúa ráðstafanir til nýrrar löggjafar um stjórnskipulega stöðu Íslands í veldi Danakonungs.“ Að líkindum mun Friðrik áttunda varla hafa órað fyrir því að sú sambandslaganefnd, sem hann var að stofna til, yrði upphafið að lokasprettinum í sjálfstæðismálum Íslendinga. Hins vegar hafði konungur þær artir til landsins, að hann hefði eflaust látið kyrran liggja slíkan grun.
En viðbrögð við frægri ræðu, sem konungur flutti, kominn austan frá Gullfossi og Geysi, benda eindregið til þess að hið danska fylgdarlið hafi um margt talið að einungis væri verið að sinna daglegu nuddi um sífeldar athuganir á réttarstöðu landsins innan veldis Danakonungs.

FriðrikSamtímaheimildir skýra frá því að konungur hafi fengið gott veður í austurreisunni, heiðan himinn og sólskin frá morgni til kvölds. Og ekki skemmdi að töluvert var af kampavíni með í förinni. Svo fóru leikar, þegar komið var að Kolviðarhóli undir kvöld, áður en lagt var upp í síðasta áfangann til Reykjavíkur að Friðrik konungur flutti stutta tölu yfir nærstöddum, hrifinn eftir velheppnaða ferð, hýr af freyðandi veigum, og þess fullviss að allir konungar og keisarar Evrópu mundu öfunda sig af þeirri för, sem var að ljúka.
Í hinni stuttu ræðu talaði hann um ríkin tvö, þ.e. Ísland og Danmörku. Lengi hefur verið deilt um það, hvort konungi hafi orðið á mismæli, eða hvort hann var með vilja að ýta bæði við Íslendingum og Dönum með því að tala um hin tvö ríki. Of seint er að spyrja Friðrik, en eftir þessa ræðu óx Íslendingum ásmegin, enda liðu ekki nema ellefu ár þangað til þessi hugsun Danakonungs var orðin að veruleika með sambandslögunum. En þetta orðalag konungs var merkilegt að öðru leyti, og má Kolviðarhóll vel njóta þess, það benti viðstöddum á, að utanríkismál, eða öllu heldur milliríkjamál, eru flókin og vandasöm og þeirra verður varla gætt sem skyldi yfir glösum af freyðivíni á sólskinsstund. Orðræðan um ríkin tvö var því nokkur kennslustund jafnframt því að vera fagnaðarefni þeim, sem lengi höfðu beðið eftir skilningi á þörfum og vilja eyþjóðarinnar.“

Í Vísi 1976 er sagt að „Húsið á Kolviðarhóli [sé] nær ónýtt vegna vanhirðu og skemmdarverka“. „Ætti að brjóta húsið niður“, segir borgarverkfræðingur.

Kolviðarhóll
„Þeir sem lagt hafa leið sina upp að Kolviðarhóli hin síðustu misseri hafa varla komist hjá að taka eftir því hve hroðalega illa útleikið hið stóra og fyrrum glæsilega húsa þar er. Í öllu húsinu er ekki ein einasta heil rúða, allar hurðir hafa verið rifnar af hjörum, ofnar, kranar, vaskar og annað þess háttar liggur ýmist brotið um öll gólf, eða þá að því hefur verið stolið. Fyrir nokkrum mánuðum kviknaði í efstu hæðinni í austurhluta hússins, og hefur engin viðgerð farið fram ennþá.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll.

Saga Kolviðarhóls er bæði löng og merkileg, og þar var um áratuga skeið rekin veitingasala og gistihús. Er ekki að efa að margur ferðalangurinn hafi rennt hlýjum og þakklátum augum heim að Kolviðarhóli í frosti og kafaldsbyl á ferðum sínum milli þéttbýlisins við Faxaflóa og sveitanna austur í Árnessýslu. Þó Hellisheiði þyki nú ekki erfið yfirferðar né hættuleg ferðamönnum, þá hafa sennilega fleiri orðið þar úti en á nokkrum öðrum fjallvegi á Íslandi. Stafar það trúlega bæði af því hve umferð um hana hefur jafnan verið mikil, og ekki síður vegna þess hve leiðin er stutt. Þá ber allt húsið þess merki, að sauðfé getur gengið þar um að vild sinni, því sum gólfin eru verr útlítandi en mörg fjárhús sem ekki hefur verið stungið út úr lengi.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 1957.

Þannig er í stuttu máli útlits í þessu stóra húsi, sem eitt sinn var ein glæsilegasta bygging í allri Árnessýslu, og þó víðar væri leitað.
Jörðin Kolviðarholl hefur verið í eigu Reykjavíkurborgar í nokkur ár, en jörðin er í Ölfushreppi í Árnessýslu. Hjón úr Reykjavík bjuggu þar með börnum sínum fyrir örfáum árum.

Draugatjörn

Draugatjörn – sæluhústóftin.

Áður en hús var reist á Kolviðarhóli var um langan aldur sæluhús þar skammt frá, við svonefndan Húsmúla, sem dregur nafn af sæluhúsinu sem þar stóð undir múlanum. Eru til heimildir um hús þar allt frá árinu 1703, og vafalaust hefur sæluhús verið löngu áður þó ekki finnist um það skriflegar heimildir.
Fljótlega mun það þó hafa þótt ófullnægjandi að hafa sæluhúsið undir Húsmúlanum, og því var það að menn úr Reykjavik og Ölfusi tóku sig saman um að byggja sæluhús á Kolviðarhóli við, Hellisskarð. Var fyrsta sæluhús á þeim stað reist árið 1844.
KolviðarhóllStarfræksla gistihúss á Kolviðarhóli hófst síðan árið 1878, og var frá þeim tíma rekið þar gistihús og greiðasala með stuttum hléum allt fram til ársins 1952, en síðustu árin var gistihúsið og greiðasalan rekin af Íþróttafélagi Reykjavíkur (ÍR).
Sögu Kolviðarhóls verða gerð nánari skil hér í blaðinu á næstunni, en vert er að hafa það í huga er menn leggja leið sina að Kolviðarhóli að þar var eitt sinn rekið glæsilegt gistihús, og staðurinn er þess alls ómaklegur að hann verði látinn grotna niður eins og nú er að gerast. Betur hefði þá farið að húsið brynni niður á einni nóttu, og hyrfi þar með niðurlægingarlaust af sjónarsviðinu. Það væri vissulega verðugt verkefni fyrir Reykjavíkurborg, Ölfushrepp og Árnesingafélagið að stuðla að því í sameiningu að reisa staðinn til fornrar virðingar að nýju.
Eins og er eru þó ekki miklar líkur á að svo verði, því samkvæmt upplýsingum borgarverkfræðings í gær eru ekki uppi neinar áætlanir um að gera við húsið, enda sé það í lakara ástandi en fokhelt hús. „Ef ég mætti ráða myndi ég láta kúluna á húsið og brjóta það niður“, sagði borgarverkfræðingur.“ -AH

Í Tímanum  segir; „Rifið niður á Kolviðarhóli“:

Kolviðarhóll
„Þriðjudag sl. var hafizt handa um að brjóta niður gamla gistihúsið á Kolviðarhóli, sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Ekki er liðinn nema rétt rúmur áratugur síðan húsið var lagfært mjög, skipt um glugga í því og ýmislegt fleira. Voru þar á ferðinni áhugasamir menn um framtíð staðarins og er nú verk þeirra að engu að verða. Spellvirkjar ýmsir hafa að vísu lagt gjörva hönd á niðurrif hússins, brotið allar rúður og hurðir og jafnvel kveikt í húsinu. Er þetta starf þeirra nú fullkomnað og verið að rifa niður húsið. Umhugsunarefni er hvort ekki sé þar verið að brjóta niður minjar sem eftirsjá er af. Kolviðarhóll er sögufrægur staður og lá þar gamla þjóðleiðin um Hellisskarð fram til þess að akvegur var lagður yfir Hellisheiði. Leiðin frá Lögbergi að Kolviðarhóli, eða austan úr Ölfusi var hér áður drjúgur spotti, sem menn nú aka á rúmum stundarfjórðungi.
Þegar hin „græna bylting“ hefur lokið sínu verki, mun heimagrafreitur síðustu gestgjafanna á Kolviðarhóli, Valgerðar Þórðardóttur og Sigurðar Danlelssonar, verða einu minjarnar á þessum sögufræga stað.“

Sjá meira um Kolviðarhól HÉR.

Heimildir:
-Tíminn, 158. tbl. 24.07.1977, Kolviðarhóll 1877-1977, fyrsti gisti og veitingahúsið á Hellisheiði…, bls. 2-3.
-Lesbók Morgunblaðsins 07.04.2001, Kolviðarhóll – Athvarf á leið yfir Hellisheiði, tímabil Sigurðar og Valgerðar á hólnum, – Gísli Sigurðsson, bls. 10-12.
-Óðinn, 7.-12. tbl. 01.07.1923, Ebenesar Guðmundsson, gullsmiður, bls. 56-57.
-Lesbók Morgunblaðsins, 16. tbl. 30.04.1972, 100 ára minning Valgerðar Þórðardóttur frá Kolviðarhóli, bls. 8-9 og 16.
-Vísir, 5. tbl. 07.01.1977, Veislan á Kolviðarhól, bls. 10-11.
-Tíminn, 149. tbl. 14.07.1977, Rifið niður á Kolviðarhóli, bls. 1.

Kolviðarhóll

Kolviðarhóll 28. júlí 1977.

Grafarsel

Í Örnefnalýsingu Björns Bjarnasonar fyrir Grafarholt nefnir hann m.a. fjárbyrgi í Byrgisholti er hafi verið frá Grafarkoti (bærinn Gröf var við Grafará ofan Grafarvogs, Grafarholt var þar sem er núverandi Vesturlandsvegur (bærinn var færður þar sem nú eru leifar Grafar 1907) og Grafarkot (Holtastaðir) var rétt norðan við golfskálann , en tóftir kotsins sjást þar enn):

Byrgisholt

Byrgisholt – fjárborg.

„Um Grafarkot segir í A.M.: „byggð upp að nýju fyrir 50 árum, þar menn meina, að forn eyðijörð verið hafi og hún fyrir svo löngum tíma í auðn komin, að fæstir vita, hvað hún hafi til forna kölluð verið; eftir sögn eins gamals manns þykjast nokkrir heyrt hafa, að þessi jörð hafi heitið að fornu Holtastaðir“. Fornu rústirnar eru miklar um sig. Túnið hefur verið mikið stærra fyrrum og girt, en utan við það afar fornir (alsokknir) garðar og fjárbyrgi. Borgir og byrgi hafa víða verið hér, enda ætíð fremur á beit en gjöf að byggja fyrir sauðfé.
Milli Selhóls og Úlfhildarholts gengur dalur, Moldardalur og Moldardalsgeirar upp af honum. Þá erum við komin að Byrgisholti en fyrir sunnan holtið er Trippadalur.“ (Ö. Graf 2, s.27). Sunnan í Byrgisholti um 300 m frá spennivirki sem er efst í Almannadal, 100 m fyrri vestan við veginn sem gengur upp Tryppadal er fjárbyrgi – í grjótholti.“

Byrgisholt

Byrgisholt – fjárborg.

Í Jarðabók Árna og Páls segir um selstöðu Grafar; „Selstöðu á jörðin í heimalandi, sem nauðsynleg er, því jörðin stendur á horni landsins, en er mjög landljett heima.“ 145 Í örnefnalýsingu fyrir Gröf segir; „Djúpidalur er suðvestur af Grenisás, djúpur dalur. Hann er lokaður inni, en opnast suður að Hvömmum, skáhalt að svonefndum Selbrekkum. … .Þá eru Selbrekkur, er ná alveg frá Rauðavatni upp að Tvísteinum. Þar sér fyrir seltóftum efst í aðalbrekkunni.“

Grafarsel er enn vel sýnilegt ofarlega í grasigróinni brekku norðaustur af Rauðavatni. Fjárborgin er á ás allnokkuð suðaustan við selið. Hún er í jaðri skógræktar og hefur furutrjám bæði verið plantað við hana og í.

Heimild:
-Örnefnalýsing fyrir Grafarholt, Björn Bjarnason 1967.
-Jarðabók ÁM og PV 1703; Gröf.

Byrgisholt

Byrgisholt og Grafarsel – loftmynd.