Sogin

Eftirfarandi friðlýsingar má finna á Reykjanesskaganum sbr. vefsíðu Umhverfisstofnunar:

-Akurey (Rvík)
-Álafoss (Mosf.)
-Ástjörn (Hafn.)

Tröllabörn

Tröllabörn.

-Ástjörn og Ásfjall (Hafn.)
-Bakkatjörn (Seltj.)
-Bláfjöll
-Borgir (Kóp.)
-Bringur (Mosf.)
-Búrfell (Garðab.)
-Bláfjöll (Rvík)
-Eldborg (Grindav.)
-Eldey (Reykjanesb.)
-Fjaran við Kastúsatjörn (Seltj.)
-Fossvogsbakkar (Rvík)
-Garðahraun (Gardab.)
-Gálgahraun (Gardab.)

Tungufoss

Tungufoss.

-Grótta (Seltj.)

-Hamarinn (Hafn.)
-Háubakkar (Rvík)
-Hleinar (Hafn.)
-Hlið (Álftan.)
-Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði (Hafn.)
-Kaldárhraun og Gjárnar (Hafn.)
-Kasthúsatjörn (Álftan.)
-Laugarás (Rvík)
-Litluborgi (Hafn.)
-Rauðhólar (Rvík)

Valhúsahæð

Valhúsahæð.

-Reykjanesfólkvangur
-Skerjafjörður (Garðab.)
-Skerjafjörður (Kóp.)
-Stekkjarhraun (Hafn.)

-Tröllabörn (Kóp.)
-Tungufoss (Mosf.)
-Valhúsahæð (Seltj.)
-Varmárósar (Mosf.)
-Vífilsstaðavatn (Garðab.)
-Víghólar (Kóp.)

Akurey

Akurey

Akurey – friðlýsing.

Akurey er lág og vel gróin eyja í Kollafirði, um 6,6 hektarar að stærð, norðaustan við Seltjarnarnes.Akurey flokkast sem alþjóðlega mikilvæg sjófuglabyggð en í eynni verpa ýmsir sjófuglar eins og lundi sem er langalgengastur, sílamáfur, æðarfugl og teista, jafnframt er Akurey mikilvæg vetrarstöð fyrir skarfa.

Markmiðið með friðlýsingu Akureyjar er að stuðla að vernd líffræðilegar fjölbreytni með því að vernda alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði í Reykjavík.

Í reglum um friðlandið er meðal annars kveðið á um að flug ómannaðra loftfara er óheimilt, þá er óheimilt að fara í land í Akurey nema með leyfi Umhverfisstofnunar og Reykjavíkurborgar.
Ákvæðið á þó ekki við um umsjónaraðila. Þá kemur einnig fram að óheimilt er að spilla gróðri og trufla dýralíf innan friðlandsins. Varðandi landnotkun þá er heimilt að nýta æðarfugl og sílamáf.
Umhverfisstofnun getur veitt leyfi til athafna í friðlandinu, s.s. til ljósmynda- og kvikmyndatöku.

Álafoss

Álafoss

Álafoss – friðlýsing.

Umhverfisráðherra hefur að tillögu sveitarfélagsins Mosfellsbæjar og að fengnu áliti Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands ákveðið að friðlýsa Álafoss og nánasta umhverfi hans. Landsvæðið er friðlýst sem náttúruvætti, skv. 2. tölul. 1. mgr. 53. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999.

Álafoss er fallegur foss í Varmá þar sem hún liðast í gegnum Álafosskvos í Mosfellsbæ. Varmá er á náttúruminjaskrá frá upptökum til ósa en áin og fossinn tengjast ríkulega atvinnu- og íþróttasögu Mosfellsbæjar. Árið 1896 hófst ullarvinnsla við Álafoss og vegna þeirrar starfsemi var áin stífluð ofan við fossinn. Myndaðist þá talsvert dýpi í ylvolgri Varmánni sem notað var til sundiðkunar og dýfinga. Má enn sjá leifar af tveimur dýfingarpöllum ofan við fossinn sem og leifar af stíflunni.

Hið friðlýsta svæði er 1,4 hektarar að stærð og nær yfir fossinn, töluvert svæði ofan og neðan hans og einnig skóglendi í svonefndu Álanesi sem er einn af eldri skógum bæjar­ins.

Markmiðið með friðlýsingu Álafoss sem náttúruvættis er að vernda fossinn sjálfan, nánasta umhverfi hans sem og menningarminjar sem tengjast sögu og þróun Mosfells­bæjar. Svæðið er fjölsótt, bæði af bæjarbúum og öðrum gestum og mikilvægt að treysta útivistar- og fræðslugildi þess.

Ástjörn

Ástjörn

Ástjörn – friðlýsing.

Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið 1978. Í desember 1996 var verndarsvæðið stækkað með stofnun fólkvangs við Ástjörn og Ásfjall umhverfis friðlandið.

Ástjörn er einstætt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í næsta nágrenni hins nær samfellda þéttbýlis höfuðborgarsvæðisins. Tjörnin og svæðið umhverfis hana einkennist af mjög auðugu gróður- og dýralífi. Þar er t.d. að finna eina flórgoðavarpið á Suðvesturlandi en tegundinni hefur fækkað til muna frá því sem var á fyrri hluta 20. Aldar og er flórgoði alfriðuð tegund og á válista. Í tjörninni er mikið smádýralíf sem er þó lítt rannsakað.

Ástjörn við Hafnarfjörð er í kvos vestan undir Ásfjalli. Bakkar tjarnarinnar eru raklendir og að norðaustanverðu er stórt mýrarstykki niður undan gamla Ásbænum.
Upp af votlendinu taka við þurrir grýttir móar sem eru að gróa upp og hefur trjám verið plantað í þá norðan og austan megin við tjörnina. Tvö gömul tún eru norðan tjarnarinnar, annars vegar við Stekk og hins vegar við Ás.

Ástjörn og Ásfjall

Ástjörn og Ásfjall

Ástjörn og Ásfjall – friðlýsing.

Ástjörn og Ásfjall var friðlýst sem fólkvangur árið 1996. Fólkvangurinn umlykur friðland Ástjarnar en Ástjörn og svæðið umhverfis hana var friðlýst árið 1978. Útsýni af fjallinu er gott og sérstaklega áhugavert fyrir áhugafólk um jarðfræði og sögu höfuðborgarsvæðisins. Á Ásfjalli eru minjar um hersetu fyrr á öldinni.

Ástjörn er einstætt náttúrufyrirbæri sem á sér enga hliðstæðu í næsta nágrenni hins nær samfellda þéttbýlis höfuðborgarsvæðisins. Tjörnin og svæðið umhverfis hana einkennist af mjög auðugu gróður- og dýralífi. Þar er t.d. að finna eina flórgoðavarpið á Suðvesturlandi en tegundinni hefur fækkað til muna frá því sem var á fyrri hluta 20. aldar og er flórgoði alfriðuð tegund og á válista. Í tjörninni er mikið smádýralíf sem er þó lítt rannsakað.

Stærð fólkvangsins er 56,9 ha.

Bakkatjörn

Bakkatjörn

Bakkatjörn – friðlýsing.

Bakkatjörn var friðlýst árið 2000. Bakkatjörn er ísölt tjörn og hefur svo verið frá um 1960 þegar lokað var fyrir leirvog sem þar var. Lægð kölluð Rásin tengdi áður Bakkatjörn og Seftjörn en sú síðarnefnda er nú horfin undir byggð.

Umhverfis Bakkatjörn er graslendi í sendnum jarðvegi og votlendi. Þær tegundir sem finna má innan friðlandsins eru m.a. melgresi, skriðlíngresi, tágamura, lokasjóður, mýrasauðlaukur, njóli, túnvingull, vallarsveifgras, klóelfting, mýrastör, knjáliðagras, lófótur, hálmgresi, gulstör, hrafnaklukka, vætuskúfur (vætusef), baldursbrá, fjöruarfi, fjörukál, hjartaarfi, vallhumall, snarrótarpunktur, túnvingull, gullvöndur, engjavöndur, hnúskakrækill, umfeðmingur, mýrasóley, augnfró, túnsúra, skarifífill, brennisóley, maríustakkur, gleym-mér-ei, hvítsmári, vallhæra og skriðlíngresi. Í blautustu lænunum vaxa lófótur, gulstör, mýrastör ásamt hrafnafífu, klófífu, hófsóley, skriðlíngresi, vætusefi, mýrasauðlauk og knjáliðagrasi.

Stærð friðlandsins er 14,9 ha.

Bláfjöll

Bláfjöll

Bláfjöll – friðlýsing.

Bláfjallafólkvangur var fyrst friðlýstur árið 1973. Fólkvangurinn er fjallaklasi sem rís hæst 685 m yfir sjávarmál. Vinsælt útivistarsvæði með góðri aðstöðu fyrir skíðafólk.

Aðilar að rekstri fólksvangs þess, sem stofnaður var í Bláfjöllum, sbr. auglýsingu ráðuneytisins nr. 97, 21. mars 1973 eru nú eftirtalin sveitarfélög: Reykjavíkurborg, Kópavogskaupstaður, Seltjarnarneskaupstaður, Hafnarfjarðarkaupstaður, Garðakaupstaður, Keflavíkurkaupstaður,
Njarðvíkurkaupstaður, Selvogshreppur, Miðneshreppur, Gerðahreppur, Vatnsleysustrandarhreppur og Bessastaðahreppur.

Stærð fólkvangsins er 9035 ha.

Borgir

Borgir

Borgir – friðlýsing.

Borgir voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 1981. Eftir að jökull hopaði í lok ísaldar, fyrir um 10000 árum, var Borgarholtið sker úti fyrir landi. Hafaldan skolaði burt smágrýti en skildi eftir lágbarða grágrýtis hnullunga sem einkenna holtið.

Mörk friðlýsta svæðisins fylgja jaðri Borga að sunnan. Að vestan liggja mörkin 10-15 m frá lóðarmörkum
aðliggjandi húsa, en 205 m frá þeim að norðan og norðaustan. Að austan fylgja mörkin jaðri Borga að því
undanskildu að utan markanna er um 25 m breið spilda inn að kirkjunni og um 15 m breið landræma
umhverfis hana.
Umhverfis friðlýsta svæðið afmarkast svonefnt jaðarsvæði. Ytri mörk þess liggja 10-15 m utan við mörk
friðlýsta svæðisins að austan og sunnan, en að vestan og norðan eru mörk þess jafnframt lóðamörk.

Stærð náttúruvættisins er 2,8 ha en umhverfis friðlýsta svæðið afmarkast svokallað jaðarsvæði og er stærð þess 1,3 ha.

Bringur

Bringur

Bringur – friðlýsing.

Borgir voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 1981. Eftir að jökull hopaði í lok ísaldar, fyrir um 10000 árum, var Borgarholtið sker úti fyrir landi. Hafaldan skolaði burt smágrýti en skildi eftir lágbarða grágrýtis hnullunga sem einkenna holtið.

Stærð náttúruvættisins er 2,8 ha en umhverfis friðlýsta svæðið afmarkast svokallað jaðarsvæði og er stærð þess 1,3 ha.
Bújörðin Bringur varð til sem nýbýli úr landi prestsetursins að Mosfelli árið 1856. Jörðin fór í eyði árið 1966, en þar er að finna talsvert af mannvistarleifum á bæjarstæðinu og heimatúninu. Jörðin Bringur er norðan Köldukvíslar en þaðan er víðsýnt yfir Mosfellsdal og allt til hafs. Handan árinnar, utan fólkvangsins, rís Grímansfell, sem er hæsta fjall Mosfellsbæjar, og rétt við túngarðinn er Helgufoss í Köldukvísl. Vestan við fossinn eru Helguhvammur, rústir Helgusels og Helguhóll, einnig nefndur Hrafnaklettur. Sagan segir að þar sé mikil huldufólksbyggð. Seljarústirnar vitna um löngu horfna atvinnuhætti þegar búpeningur var hafður í seli yfir sumartímann. Þjóðtrúin hermir að Helgusel sé nefnt eftir Helgu dóttur Bárðar Snæfellsáss, en önnur skýring á nafngiftinni byggir á því að landsvæðið var fyrrum í eigu kirkjustaðarins á Mosfelli og upphafleg merking nafnsins væri þá hið helga sel.

Örskammt frá túnfætinum í Bringum má sjá leifar af þjóðbraut, svonefndum Bringnavegi, sem lagður var árið 1910. Vegur þessi var tengileið milli Mosfellsdals og gamla Þingvallavegarins sem lá yfir Mosfellsheiði til Þingvalla.

Búrfell

Búrfell

Búrfell – friðlýsing.

Svæðið er mjög gott dæmi um jarðmyndanir sem eru sérstakar á landsvísu og hafa hátt vísinda- og fræðslugildi. Búrfell og hrauntraðir frá gígnum, gjárnar og misgengi eru mjög áberandi í landi. Búrfell er stakur gjall- og klepragígur sem tilheyrir eldstöðvakerfi Krýsuvíkur. Snemma á nútíma fyrir um 8100 árum rann úr Búrfelli Búrfellshraun sem hefur breytilega ásýnd eftir svæðum. Næst upptökunum í Búrfelli er hraunið slétt helluhraun með hrauntröðum eða hraunrásum með hellum. Fjær upptökunum er það klumpahraun. Innan svæðisins er talsvert af menningarminjum s.s. fjárskjól og seljarústir sem telja má einstakar í sinni röð, byggðar við gjárbarmana með baðstofum, eldhúsi, kvíum og stekkjum. Hluti svæðisins hefur verið friðlýstur sem hluti af Reykjanesfólkvangi síðan 1975.

Svæðið er 380 ha að stærð.

Eldborg í Bláfjöllum

Bláfjöll

Eldborg í Bláfjöllum – friðlýsing.

Eldborg er einn þriggja gíga af eldborgargerð hjá Kóngsfelli. Eldborg var friðlýst sem náttúruvætti árið 1971.

Fallegt landslag og sérstakar jarðmyndanir einkenna svæðið sem er á vatnsverndarsvæði. Göngustígur liggur frá bílastæði upp á Eldborgina. Haustið 2012 var unnið í göngustígagerð á svæðinu, villustígum var lokað og mosi græddur í sár þar sem villustígar höfðu myndast um gíginn.

Stærð náttúruvættisins er 34,8 ha.

Eldborg í Grindavík (Krýsuvík)

Eldborg

Eldborg undir Geitarhlíð – friðlýsing.

Eldborg undir Geitahlíð var friðlýst árið 1987. Eldborg er hluti af gjallgígaröð og er Stóra-Eldborg meðal fegurstu gíga Suðvesturlands.

Stærð náttúruvættisins er 100,5 ha.

Eldey
Eldey var friðlýst árið 1974 og er hún 77 metra há þverhnípt klettaeyja suður af Reykjanesi. Í Eldey er ein stærsta súlubyggð sem þekkist í heiminum og óhætt að segja að á sumrin sé eyjan þakin súlu. Óheimilt er að fara í eyna án leyfis Umhverfisstofnunar og til verndar fuglalífi eru skot bönnuð nær eynni en 2 km.

Stærð Eldeyjar er 2 hektarar.

Fjaran við Kasthúsatjörn

Kasthúsatjörn

Kasthúsatjörn – friðlýsing.

Aðliggjandi fjara við Kasthúsatjörn var friðlýst sem fólkvangur árið 2002. Markmið með friðlýsingu fjörunnar sem fólkvangs er að tryggja landsvæði til útivistar og almenningsnota. Fjaran og aðliggjandi sjávarsvæði eru sérstaklega áhugaverð til náttúruskoðunar svo sem fugla- og fjöruskoðunar. Aðgengi að svæðinu er gott og því ákjósanlegt til útikennslu.
Stærð fólkvangsins er 17,6 ha.

Hluti Kasthúsatjarnar og umhverfi hennar á Álftanesi var friðlýst sem friðland árið 2002 og er markmið með friðlýsingunni að vernda tjörnina með fjölskrúðugu fuglalífi hennar og lífríki, en tjörnin er strandtjörn, grunn og lífrík. Tjörnin býr yfir líffræðilegri fjölbreytni og er ákjósanleg til rannsókna og fræðslu.

Stærð friðlandsins er 4,20 ha.

Fossvogsbakkar

Fossvogsbakkar

Fossvogsbakkar – friðlýsing.

Fossvogsbakkar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1999. Á svæðinu er að finna fágætar jarðminjar í jarðsögu Reykjavíkur og landsins alls, Fossvogslögin, og felst verndargildi svæðisins í verndun þeirra.

Náttúruvætti eru náttúrumyndanir sem mikilvægt er að varðveita sakir fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna. Markmiðið með friðlýsingu Fossvogsbakka er verndun fágætra jarðminja svæðisins.

Setin í Fossvogsbökkum, hluti hinna svokölluðu Fossvogslaga, eru talin vera um 11.000 ára gömul, eða frá lokum síðustu ísaldar. Talið er að þau hafi myndast í einu af síðustu hlýskeiðunum eftir að bráðnun jökla hafði leitt til umtalsverðrar hækkunar sjávarstöðu. Lögin eru um 2 km að lengd við strandlengjuna og 5 m þykk þar sem þau eru þykkust. Sumsstaðar eru þau þó nærri horfin vegna sjávarrofs.

Setlögin liggja ofan á grágrýtisklöpp sem talin er hafa myndast fyrir 100-200 þúsund árum. Neðsta lag setlaganna er jökulberg sem myndað er úr jökulruðningi og bendir til þess að á svæðinu hafi verið jökull sem hefur hopað. Næstu lög eru sjávarsetlög, einkum fíngerð silt- og eðjusteinslög, sem bendir til þess að á svæðinu hafi verið grunnsævi. Í sjávarsetlögunum er að finna mikið magn af steingervingum, einkum skeljar lindýra. Ofan á sjávarsetinu er aftur að finna jökulberg sem bendir til þess að allra síðustu jökulskeið ísaldar hafi átt sér stað eftir að setlögin mynduðust. Af þessu má sjá að hægt er að fá mikilvægar vísbendingar um loftslagsbreytingar, landslagsmyndun, sjávarstöðu og lífríki á grunnsævi.

Einstakt er að merkar jarðminjar, líkt og finnast í Fossvogsbökkum, séu staðsettar í miðri borg og að mestu leyti mjög aðgengilegar og sýnlegar.

Á svæðinu er mjög fjölbreyttur gróður sem hefur tekið miklum breytingum á undanförnum árum og áratugum vegna útbreiðslu ágengra tegunda og landnámi slæðinga úr görðum. Þar sem setlögin eru ekki mjög brött og mynda nokkurs konar skriður eru þau nokkuð gróin af margvíslegum gróðri, einkum grastegundum, en einnig stórvaxnari gróðri. Á bökkum setlaganna er gróður víða stórvaxinn þannig að hann skyggir á jarðminjarnar. Á þeim svæðum er lúpína algeng.

Gróðurlendið á Fossvogsbökkum hýsir fjölbreytilegt smádýralíf og fuglalíf á svæðinu er mikið, einkum í fjörunni.

Við Fossvogsbakka er að finna minjar frá tímum síðari heimstyrjaldar. Um er að ræða húsgrunna sem tilheyra herbúð, Camp Mable Leaf. Austan við herbúðirnar eru tóftir sem byggðar voru árið 1944 og eru enn vel greinanlegar.

Náttúruvættið er 17,8 hektarar að stærð.

Garðahraun

Garðahraun

Garðahraun – friðlýsing.

Garðahraun og Vífilsstaðahraun (Svínahraun) eru hlutar hins svokallaða Búrfellshrauns. Hraunin eiga uppruna sinn í Búrfellseldstöðinni og eru talin vera um 8000 ára gömul. Svæðin eru aðgengileg og henta vel til útivistar, fræðslu og rannsókna fyrir áhugamenn jafnt sem vísindamenn. Innan þeirra eru merkar söguminjar, s.s. Berklastígur, sem var útivistarstígur sjúklinga frá berklahælinu á Vífilsstöðum og sk. Atvinnubótastígur, sem lagður var í atvinnubótavinnu frostaveturinn 1918, en var aldrei tekinn í notkun.

Markmið friðlýsingarinnar er að stofna fólkvang, útivistarsvæði í þéttbýli, þar sem jarðmyndanir, gróðurfar, fuglalíf og menningarminjar, m.a. fornar rústir eru verndaðar. Með friðlýsingunni eru tryggðir möguleikar til útivistar, náttúruskoðunar og fræðslu í náttúrulegu umhverfi.

Gálgahraun

Gálgahraun

Gálgahraun – friðlýsing.

Markmiðið með friðlýsingu Gálgahrauns er að vernda nyrsta hluta Búrfellshrauns, þann hluta hraunsins sem runnið hefur í sjó fram, bæði vegna jarðmyndana og lífríkis. Markmið friðlýsingarinnar er jafn­framt að varðveita Gálgahraun sem vettvang náttúruskoðunar og fræðslu um ókomna tíð.

Gálgahraun, Garðabæ, friðlýst sem friðland í stjórnartíðindum B.nr. 877/2009.

Verndargildi svæðisins byggir m.a. á því að verndarsvæðið í Gálgahrauni er á þessu svæði að mestu ósnortið. Þar sem hraunjaðarinn nær í sjó fram hefur rofmáttur úthafsöldunnar verið lítill í innvíkunum Arnarnesvogi og Lambhúsatjörn og er hraunið því að mestu eins og þegar það rann. Forsendur frið­lýsingarinnar eru jarðmyndanir, gróðurfar, fuglalíf og menningarminjar, en í hrauninu er m.a. forn gata, Fógetagata og forn aftökustaður, Gálgaklettur, sem hraunið dregur nafn sitt af.

Grótta

Grótta

Grótta – friðlýsing.

Grótta var friðlýst árið 1974. Grótta er í raun eyja sem tengd er við land af mjóum granda sem fer á kaf á flóði. Strönd eyjunnar hefur að mestu verið hlaðin upp vegna landsigs og er hún því eins og grunn skál. Vegna fuglaverndunar er óheimilt að fara um svæðið frá 1. maí til 15. júlí.

Eyjan er vel gróin og gróskuleg þrátt fyrir fábreytt gróðurlendi og tiltölulega fáar tegundir.
Auðugt og fjölbreytilegt fuglalíf er í Gróttu. Samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið eru um 450 kríupör í Gróttu. Krían er ábyrgðartegund og alfriðuð.

Viti var fyrst reistur árið 1897 og þar bjó lengi vitavörðurinn Albert Þorvarðarson (1910-1973), en Slysavarnarfélagið á Nesinu heitir eftir honum.

Frá Gróttu var áður útræði og segir sagan að skip hafi farist við Gróttutanga.

Dauðinn sótti sjávardrótt,
sog var ljótt í dröngum.
Ekki er rótt að eiga nótt
undir Gróttutöngum.

Stærð friðlandsins er 39,6 ha.

Hamarinn

Hamarinn

Hamarinn – friðlýsing.

Hamarinn var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1984. Á Hamrinum eru jökulminjar. Hann setur mikinn svip á miðbæ Hafnarfjarðar og nýtur vinsælda sem útivistarsvæði. Hamrinum tengjast sögur um álfa og huldufólk.

Stærð náttúruvættisins er 2,1 ha.

Háubakkar

Háubakkar

Háubakkar – friðlýsing.

Háubakkar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1983. Á svæðinu er að finna þykk setlög sem bera merki um áhrif loftslagsbreytinga á ísöld.

Náttúruvætti eru náttúrumyndanir sem mikilvægt er að varðveita sakir fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna. Markmiðið með friðlýsingu Háubakka er verndun fágætra jarðminja svæðisins í núverandi mynd.

Setlögin í Háubökkum tilheyra svokölluðum Elliðavogslögum sem mynduðust að öllum líkindum á löngu tímabili sem hófst fyrir meira en 300 þúsund árum og varði í að minnsta kosti 100 þúsund ár. Í setlögunum er bæði sjávar- og þurrlendisset sem bendir til þess að sjávarstaða hafi verið all breytileg á þeim tíma er setlögin mynduðust. Elliðavogslögin eru talin ná frá Brimnesi suður að Álftanesi, en Háubakkar eru með betri stöðum þar sem opnur eru að setlögunum sem víðast hvar eru grafin fyrir neðan yngri hraun- og setlög.

Neðstu setlögin eru jökulberg, líklega rúmlega 300 þúsund ára gamalt. Fyrir ofan jökulbergið taka við sjávarsetlög sem benda til hærri sjávarstöðu í kjölfar þess að jöklar bráðnuðu. Í sjávarsetlögunum er nokkuð af steingervingum, einkum samlokutegundir, t.d. kúfskel, krókskel og hallloka. Þessar tegundir eru nokkuð kuldasæknar og bendir það til þess að hiti sjávar hafi verið um 1-2°C lægri en í dag. Fyrir ofan sjávarsetið er meira jökulberg sem talið er vera um 250 þúsund ára gamalt. Efst í setlögunum er síðan þurrlendisset, einkum móset, meðal annars surtarbrand sem bendir til þess að gróskusamt votlendi hafi verið á svæðinu og loftslag hlýrra en nú. Ýmsar plöntuleifar er að vinna í surtarbrandinum.

Hleinar

Hleinar – friðlýsing.

Þær jarðminjar sem er að finna í Háubökkum veita mikilvæga innsýn í jarðsögu Reykjavíkur og endurspegla setlögin um 100 þúsund ára sögu sem einkennist af miklum umskiptum í veðurfari, sjávarstöðu og landmótun. Þá veita þau einnig góðar upplýsingar um lífríki sjávar og gróðurfar á þurrlandi.

Verndun lífríkis er ekki upprunalegt markmið með friðýsingu Háubakka. Hins vegar liggur svæðið að fjörum þar sem er töluvert fuglalíf og nokkuð um strandgróður. Þá er fjölbreytileiki plantna sem vex ofan á bökkunum og í skriðum mikill, sérstaklega gras og blómlendi, auk þess sem nokkuð stórvaxinn trjágróður finnst á svæðinu. Ágengar tegundir eins og alaskalúpína og skógarkerfill finnast á svæðinu.

Fuglar eru áberandi á svæðinu, einkum vaðfuglar, enda stendur svæðið við vog. Skordýralíf er töluvert.

Náttúruvættið er 2,1 hektarar að stærð.

Hleinar
Hleinar voru friðlýstir sem fólkvangur árið 2009. Markmiðið með friðlýsingu svæðisins er að vernda fjöru og útivistarsvæði í fögru hraunumhverfi sem vaxið er náttúrulegum gróðri svo sem mosa- og lynggróðri. Jafnframt er það markmið friðlýsingarinnar að vernda búsetulandslag og menningarminjar, en á svæðinu eru tóftir, fiskreitir, grjóthleðslur, gerði, garðar og vagnslóðar. Aðgengi að svæðinu er gott og það er því ákjósanlegt til fræðslu og útikennslu.

Fólkvangurinn er 32,3 hektarar að stærð og er hluti af friðlýsingu búsvæða fugla við Álftanes og Skerjafjörð í samræmi við náttúruverndaráætlun 2004-2008.

Hlið

Hlið

Hlið – friðlýsing.

Hlið á Álftanesi var friðlýst sem fólkvangur árið 2002. Árið 2020 var fólkvangurinn stækkaður og friðlýsingaskilmálar endurskoðaðir.

Markmið friðlýsingarinnar er að tryggja landsvæði til útivistar og almenningsnota og að vernda fuglalíf, búsvæði fugla og líffræðilega fjölbreytni svæðisins. Miðar verndunin að því að auðvelda almenningi aðgang að náttúrunni, svæðis til útivistar, náttúruskoðunar og til fræðslu. Fjaran og aðliggjandi sjávarsvæði eru áhugaverð til náttúruskoðunar svo sem fugla- og fjöruskoðunar.

Aðgengi að svæðinu er gott og er það hluti af lífríku svæði og því ákjósanlegt til útikennslu. Innan svæðisins eru m.a. margæs, æðarfugl, rauðbrystingur, sendlingur og tildra sem eru ábyrgðartegundir á Íslandi og eru þær skráðar á viðauka II og III við Bernarsamninginn. Á svæðinu er einnig auðugt botndýralíf á grunnsvæði og lífríkar þangfjörur. Jafnframt eru friðlýstar menningarminjar (Skjónaleiði) innan fólkvangsins.

Stærð fólkvangsins er 41 ha.

Nú verðum við náttúru landsins að liði
um ljómandi vordag í sjávarins niði.
Nú látum við seli og fugla í friði
og fólkvanginn stækkum hér úti í Hliði.
(Arinbjörn Vilhjálmsson, júní 2020.)

Hvaleyrarlón og Hvaleyrargrandi

Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði

Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði – friðlýsing.

Hvaleyrarlón og Hvaleyrarhöfði voru friðlýst sem fólkvangur árið 2009. Markmið með friðlýsingu Hvaleyrarlóns og fjara Hvaleyrarhöfða er að tryggja útivistar- og fræðslusvæði til útiveru og fuglaskoðunar ásamt því að vernda lífríki og leirur svæðisins sem eru m.a. mikilvægt búsvæði fugla.

Útivistar- og fræðslugildi svæðisins er hátt. Dýralíf í leiru er allauðugt og er fuglalíf sérlega auðugt á svæðinu. Aðgengi fyrir íbúa er gott og einnig eru grunnskóli og leikskóli í nágrenninu og svæðið því tilvalið til útikennslu. Svæðið hefur lengi verið vinsælt til útivistar og er ákjósanlegt til fuglaskoðunar allt árið, en oft má sjá á svæðinu sjaldséða gesti eins og t.d. gráhegra.

Svæðið er 39,9 hektarar að stærð.

Kaldárhraun og Gjárnar
Kaldárhraun og Gjárnar í Hafnarfirði voru friðlýst sem náttúruvætti árið 2009. Markmið með friðlýsingu Kaldárhrauns og Gjánna er að vernda hellu­hrauns­myndun og fagrar klettamyndanir í vestari hrauntröðinni frá hinni kunnu eldstöð Búrfelli.

Kaldárhraun er heillegt og óraskað helluhraun á vinsælu útivistarsvæði við Helgafell, en upptök hraunsins eru í gígum austan við norðurenda Gvendarselshæðar. Kaldárhraun er eitt síðasta dæmið um heillegt og óraskað helluhraun í landi Hafnarfjarðar og er fræðslu- og útivistargildi svæðisins metið hátt. Á svæðinu eru fornminjar sem tengjast selbúskap, m.a. gömul gata, Kaldárstígur.

Stærð hins friðlýsta svæðis er 208,9 ha.

Kasthúsatjörn

Kasthúsatjörn

Kasthúsatjörn – friðlýsing.

Hluti Kasthúsatjarnar og umhverfi hennar á Álftanesi var friðlýst sem friðland árið 2002 og er markmið með friðlýsingunni að vernda tjörnina með fjölskrúðugu fuglalífi hennar og lífríki, en tjörnin er strandtjörn, grunn og lífrík. Tjörnin býr yfir líffræðilegri fjölbreytni og er ákjósanleg til rannsókna og fræðslu.

Stærð friðlandsins er 4,20 ha.

Aðliggjandi fjara var svo friðlýst sem fólkvangur árið 2002.

Markmið með friðlýsingu fjörunnar sem fólkvangs er að tryggja landsvæði til útivistar og almenningsnota. Fjaran og aðliggjandi sjávarsvæði eru sérstaklega áhugaverð til náttúruskoðunar svo sem fugla- og fjöruskoðunar. Aðgengi að svæðinu er gott og því ákjósanlegt til útikennslu.

Stærð fólkvangsins er 17,6 ha.

Laugarás

Laugarás

Laugarás – friðlýsing.

Laugarás var friðlýstur sem náttúruvætti árið 1982. Á svæðinu eru jarðminjar í formi jökulsrispaðs bergs og einnig má sjá ummerki um sjávarstöðu við lok ísaldar.

Náttúruvætti eru náttúrumyndanir sem mikilvægt er að varðveita sakir fræðilegs gildis, fegurðar eða sérkenna. Markmiðið með friðlýsingu Laugaráss er verndun fágætra jarðminja svæðisins og vilji til að halda opnu svæði þar sem unnt væri að skoða þær merku jarðminjar sem eru á svæðinu.

Jarðminjar í Laugarási eru að mestu afmarkaðar við hæsta punkt svæðisins. Þar er að finna grágrýtisstórgrýti, ávalar klappir og hnullunga sem talin eru vera um 200 þúsund ára gömul og eru hluti af Reykjavíkurgrágrýtismynduninni. Jöklar ísaldar mótuðu grágrýtið og má sjá jökulrákir í stærri hnullungunum. Við lok ísaldar hækkaði sjávarborð og var Laugarás þá einn af fáum stöðum sem ekki var neðansjávar, en sjávarstaðan þá var um 45 metrum hærri en hún er nú. Aðeins efsti hluti Laugaráss stóð upp úr þannig að hann var lítið meira en sker. Ummerki um þetta má sjá á stórgrýti nálægt efsta punkti svæðisins sem er sjávarbarið.

Jarðminjar svæðisins veita mikilvæga sýn í jarðsögu Reykjavíkur og upplýsingar um loftslags- og landháttabreytingar.

Friðlýsing Laugaráss er ekki bara mikilvæg til verndar jarðminjum, heldur einnig vegna verndunar upprunalegs holtagróðurs í miðju þéttbýli þar sem upprunalegar, einkennandi tegundir eru ríkjandi og mynda sérstök samfélög sem eru nokkuð tegundauðug. Áður fyrr var þessi holtagróður ríkjandi á svæðinu, en hann á nú undir högg að sækja vegna lúpínu og trjágróðurs sem herjar á. Lúpínan myndar stórar og þéttar breiður sem stundum skyggja á eða hylja jarðmyndanirnar. Birki er algengasta trjátegundin, en einnig er mikið um selju. Aðrar trjátegundir sem finnast eru reynir, viðja, alaskavíðir, loðvíðir, stafafura og elri.

Ýmsir fuglar halda til á svæðinu, s.s. stari, svartþröstur og auðnutittlingur. Flugur og fiðrildi eru mest áberandi af skordýrum, einkum hunangsflugur, geitungar, birki- og víðifetar og ýmsar tvívængjur. Innan um gróðurinn er nokkuð um hattsveppi.

Náttúruvættið er 1,5 hektarar að stærð.

Litluborgir

Litluborgi

Litluborgir – friðlýsing.

Litluborgir voru friðlýstar sem náttúruvætti árið 2009. Markmiðið með friðlýsingu Litluborga er að vernda sérstæðar jarð­myndanir í landi Hafnarfjarðar. Jafnframt er það markmið með friðlýsingunni að varðveita jarðmyndanir svæðisins vegna mikils fræðslugildis, en Helgafell og nágrenni þess hefur um langan tíma verið afar vinsælt útivistarsvæði.

Litluborgir eru hraunborgir og gervigígar sem myndast hafa við það að hraun hefur runnið yfir stöðuvatn. Aðrar merkar og áhugaverðar myndanir á svæðinu eru dropsteinar og kísilgúr.

Stærð náttúruvættisins er 10,6 ha.

Rauðhólar

Rauðhólar

Rauðhólar – friðlýsing.

Rauðhólar voru friðlýstir sem fólkvangur árið 1974. Fótgangandi fólki er heimil för um allt svæðið og má ekki hindra slíka för með girðingu nema stigar til yfirferðar séu með hæfilegu millibili. Reiðgötum má ekki loka með girðingum. Þessi ákvæði eiga þó ekki við girðingar um vatnsból og ræktað land enda er umferð óheimil innan slíkra girðinga. Allt jarðrask er bannað innan fólkvangsins nema leyfi [Umhverfisstofnunar] komi til.

Stærð fólkvangsins er 130,2 ha.

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur

Reykjanesfólkvangur – friðlýsing.

Reykjanesfólkvangur var friðlýstur sem fólkvangur árið 1975. Mikið er um jarðhitasvæði og margskonar náttúruminjar innan fólkvangsins. Eldfjöll eru mörg innan fólkvangsins einkum lágar hraundyngjur og gossprungur. Móbergs- fjöll og stapar í óteljandi myndum er einkennandi fyrir landslag á svæðinu. Innan marka fólkvangsins er náttúruvættið Eldborg undir Geitahlíð. Naðurtunga finnst innan fólkvangsins og er hún á válista NÍ og talin talsvert útbreidd við hveri norðan Trölladyngju.

Stærð fólkvangsins er 29.262,7 ha.

Skerjafjörður – Garðabæ
Skerjafjörður innan bæjarmarka Garðabæjar var friðlýst sem búsvæði árið 2009. Markmið með friðlýsingunni er að vernda lífríki á strönd, í fjöru og grunnsævi Skerjafjarðar. Einnig er markmið með friðlýsingunni að vernda útivistar- og fræðslugildi svæðisins sem felst í auðugu lífríki og möguleikum til útivistar við ströndina.

Skerjafjörður

Skerjafjörður Garðabæ – friðlýsing.

Skerja­fjarðar­svæðið er undirstaða afar fjölbreytts fuglalífs allan ársins hring og er svæðið mikil­vægur viðkomustaður farfugla og fargesta sem hér hafa viðdvöl á leið sinni til og frá norðlægum varp­slóðum. Fjörur og leirur svæðisins eru lífríkar, þar eru miklar þangfjörur og grunnsævi er með auðugu botndýralífi. Skerjafjarðarsvæðið í heild sinni hefur alþjóðlegt verndargildi vegna fuglategunda, svo sem rauðbrystings og margæsar og einnig er svæðið mikilvægt vegna marhálms, en plantan hefur takmarkaða útbreiðslu hér á landi og er ein aðalfæðutegund margæsar. Fræðslugildi svæðisins er hátt með tilliti til lífríkis og aðgengi að svæðinu er gott, en strandlengjan er vinsæl til útivistar og fjörðurinn til skemmtisiglinga.

Við ákvörðun um friðlýsinguna var höfð hliðsjón af samningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu (Bern 1979) sbr. Stjórnartíðindi C 17/1993, samningnum um líffræðilega fjölbreytni (Ríó de Janeró 1992) sbr. Stjórnartíðindi C 3/1995 og samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf (Ramsar 1971) sbr. Stjórnartíðindi C 1/1978.

Stærð búsvæðisins er 427,5 ha.

Skerjafjörður – Kópavogur

Skerjafjörður

Skerjafjörður Kópavogi – friðlýsing.

Skerjafjörður innan bæjarmarka Kópavogs var friðlýst sem búsvæði árið 2012. Markmiðið með friðlýsingu Skerjafjarðar er að vernda lífríki við ströndina, í fjöru og á grunnsævi, einkum og sér í lagi með tilliti til fugla. Jafnframt er það markmið að vernda útivistar- og fræðslugildi svæðisins sem felst í líffræðilegri fjölbreytni og samrýmist verndun búsvæða fugla.

Skerjafjarðarsvæðið í heild hefur alþjóðlegt verndargildi vegna farfuglategunda, svo sem rauðbrystings og margæsar en þar er að finna lífríkar þangfjörur, leirur og grunnsævi sem skapa undirstöðu fyrir afar fjölbreytt fuglalíf allan ársins hring. Einnig er svæðið mikilvægt vegna marhálms og sjávarfitjungs sem hafa takmarkaða útbreiðslu hér á landi, en marhálmur er ein aðal fæða margæsar. Í Fossvogi og Kópavogi er stór hluti af leirum á Skerjafjarðarsvæðinu. Fræðslugildi svæðisins er hátt með tilliti til lífríkis og aðgengi að svæðinu er gott. Strandlengjan er vinsæl til útivistar og í Fossvogi eru iðkaðar siglingar og annað sjósport.

Við ákvörðun um friðlýsinguna var höfð hliðsjón af samningnum um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu (Bern 1979, sbr. Stjórnartíðindi C 17/1993), samningnum um líffræðilega fjölbreytni (Ríó de Janeró 1992, sbr. Stjórnartíðindi C 3/1995) og samþykkt um votlendi sem hafa alþjóðlegt gildi, einkum fyrir fuglalíf (Ramsar 1971, sbr. Stjórnartíðindi C 1/1978).

Stærð búsvæðisins er 62,6 ha.

Stekkjarhraun

Stekkjarhraun

Stekkjarhraun – friðlýsing.

Stekkjahraun var friðlýst árið 2009. Markmið með friðlýsingu svæðisins er að vernda útivistar­svæði í fögru hraunumhverfi þar sem jafnframt er athyglisvert gróðurlendi og sérstakar menningarminjar. Stekkjarhraun er hluti af hraunum sem runnu í Búrfellseldum fyrir um 7000 árum. Stekkjarhraun er í beinu framhaldi af Gráhelluhrauni og hefur hraunið runnið um þröngan farveg milli Setbergshlíðar og Mosahlíðar. Aðgengi að svæðinu er gott og er það því ákjósanlegt til fræðslu og útikennslu. Með friðlýsingunni er einnig verið að vernda votlendisbletti við Lækinn þar sem hann rennur með Stekkjarhrauni, en þar vaxa m.a. horblaðka og starir sem eru fágætar tegundir í þéttbýli.

Stærð hins friðlýsta svæðis er 15,9 hektarar.

Tröllabörn

Tröllabörn

Tröllabörn – friðlýsing.

Tröllabörn voru friðlýst sem náttúruvætti árið 1983. Náttúruvættið einkennist af sérkennilegum hraundrýlum (hornító) sem hafa verið notuð sem fjárskýli og jafnvel sem sæluhús. Þegar gosgufurnar koma úr útstreymisopum hraunsins brenna þær við hátt hitastig þegar þær sameinast súrefni loftsins. Þá hlaðast upp litlar en brattar strýtur úr kleprum sem gosgufurnar rífa með sér. Strýtur sem þessar, eða hraundríli, eru einkum algengar á hraundyngjum.

Stærð náttúruvættisins er 4,7 ha.

Tungufoss

Tungufoss

Tungufoss – friðlýsing.

Umhverfisráðherra hefur að tillögu sveitarfélagsins Mosfellsbæjar og að fengnu áliti Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar Íslands ákveðið að friðlýsa Tungufoss og nánasta umhverfi hans. Landsvæðið er friðlýst sem náttúruvætti, skv. 2. tölul. 1. mgr. 53. gr. laga um náttúruvernd, nr. 44/1999.

Tungufoss er fallegur foss neðarlega í Köldukvísl í Mosfellsbæ, á móts við Leirvogstungu og dregur fossinn nafn sitt af bæjarnafninu. Við Tungufoss má sjá leifar af heimarafstöð sem var reist árið 1930 af bóndanum í Leirvogstungu og bræðrum hans og framleiddi stöðin rafmagn fyrir bæinn fram til ársins 1958. Tveir fallegir hylir eru neðan við Tungufoss: Kerið, sem er beint fyrir neðan fossinn, og Klapparhylur litlu neðar. Nærsvæði fossins er vinsælt til útivistar en hið friðlýsta svæði er 1,4 hektarar að stærð.

Markmiðið með friðlýsingu Tungufoss sem náttúruvættis er að vernda fossinn sjálfan sem og menningarminjar innan þess. Svæðið hefur mikið útivistargildi enda fjölsótt bæði af bæjarbúum og öðrum gestum og mikilvægt að treysta útivistar- og fræðslugildi þess.

Valhúsahæð

Valahúsahæð

Valhúsahæð – friðlýsing.

Valhúsahæð var friðlýst sem náttúruvætti árið 1998. Á Valhúsahæð er rákað berg eftir ísaldarjökul. Þaðan er víðsýnt um Faxaflóa. Hæðin ber nafn sitt af húsum sem fyrr á öldum geymdu veiðifálka Danakonungs. Valhúsahæð er hæsti staður á Seltjarnarnesi í 31 m hæð yfir sjó.

Á Valhúsahæð er graslendi, lítt grónir melar, mólendistorfur og votlendisblettir. Þar er að finna fjölda tegunda t.d. olurt, túnvingul, blóðberg, vallelftingu, krossmöðru, gulmöðru, túnfífla, blávingul, vallhæru, axhæru, vallarsveifgras, hvítmöðru, klóelftingu, vallhumal, kattartungu, gleym-mér-ei, umfeðming, grávíðir, þursaskegg, túnvingul, mosajafna, krækilyng, mósef, brjóstagras, gullmuru, lógresi, friggjargras, mýrfjólu, þrenningarfjólu, njóla, túnsúru, brennisóley og maríustakk svo eitthvað sé nefnt.

Jarðfræði á Valhúsahæð er margbreytileg en þar er að finna laus jarðlög, basalthraunlög (grágrýti) og jökulrákir. Einnig er vel hugsanlegt að forna eldstöð sé að finna á Valhúsahæð. Aldur grágrýtishraunanna á Seltjarnarnesi er nokkuð óljós, en talið er að þau hafi myndast á næst síðasta hlýskeiði. Laus jökulruðningur sem þar er að finna er væntanlega frá lokum síðasta jökulskeiðs. Á Valhúsahæð má skoða minjar sem tengjast hersetu og sögu hernámsins hér á landi í seinni heimstyrjöldinni.

Stærð náttúruvættisins er 1,7 ha.

Varmárósar

Varmárósar

Varmárósar – friðlýsing.

Varmárósar voru fyrst friðlýstir árið 1980 sem friðland og var friðlýsingin endurskoðuð árið 2012. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda og viðhalda fitjasefi (Juncus gerardii) og búsvæði þess sem og náttúrulegu ástandi votlendis Varmárósa ásamt sérstöku gróðurfari sem þar er. Friðlýsingin á einnig að tryggja rannsóknir og vöktun á lífríki svæðisins og treysta útivistar-, rannsókna- og fræðslugildi svæðisins. Við endurskoðun friðlýsingarinnar 2012 var samningur um vernd villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu (Bern 1979), samningur um líffræðilega fjölbreytni (1992) og stefnumörkun stjórnvalda höfð til hliðsjónar.

Stærð friðlandsins er 9.76 hektarar og liggja mörk þess frá hesthúshverfinu við Varmárbakka og frá göngustíg við reiðhringi út í Varmá og norður fyrir Hestþinghól út í ósinn.

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn

Vífilsstaðavatn – friðlýsing.

Vífilsstaðavatn og nágrenni var friðlýst sem friðland árið 2007. Friðlýsingin tekur til Vífilsstaðavatns og hlíðanna að sunnar og austanverður upp frá vatninu upp á brún, að meðtöldu Grunnavatnsskarði. Vestur – og norðurmörk fylgja ofanbyggðavegi og Elliðavatnsvegi.

Friðlýsingunni er ætlað að stuðla að varðveislu og viðhaldi náttúrulegs ástands vatnsins og styrkja verndun tegunda og samfélagsgerðar með sérstæðum stofnum bleikju, urriða, áls og hornsíla í vatninu. Hornsílin í vatninu eru mjög sérstök þar sem þau skortir kviðgadda. Töluvert af andfuglum verpa við vatnið og mófuglar um­hverfis það. Markmið með verndun nærsvæðis vatnsins er að tryggja eðlilegt grunnvatnsstreymi til þess og viðhalda náttúrulegu gróðurfari svæðisins. Enn fremur er það markmið friðlýsingarinnar að treysta útivistar-, rannsókna- og fræðslu­gildi svæðisins.

Stærð friðlandsins er 188,3 ha.

Víghólar

Víghólar

Víghólar – friðlýsing.

Víghólar voru friðlýstir sem náttúruvætti árið 1983. Þar er að finna jökulsorfnar grágrýtis klappir, svokölluð hvalbök. Jökulrákirnar segja til um stefnu jökulsins sem lá yfir Kópavogi í lok ísaldar.
Víghólar og Borgarholt tilheyra víðáttumiklum hraunum sem runnu á hlýskeiðum ísaldar.

Stærð náttúruvættisins er 1,4 ha.

Heimild:
-https://www.ust.is/nattura/natturuverndarsvaedi/fridlyst-svaedi/sudvesturland/

Kaldárhraun og Gjárnar

Kaldárhraun og Gjárnar – friðlýsing.

Heiðmörk

Sigurður málari Guðmundsson kom fyrstur fram með hugmyndina um friðun Heiðmerkur árið 1870. Hann taldi nauðsynlegt að Reykvíkingar gætu notið útivistar í geðfelldu umhverfi í nágrenni bæjarins. En góðir hlutir gerast hægt – nú sem fyrrum.
Upplýsingaskilti í Heiðmörk - saga og tilurðÞað var þó ekki fyrr en 1936 að Hákon Bjarnason skógræktarstjóri kynnti hugmyndina opinberlega, en hann taldi svæðið ákjósanlegt til útivistar fyrir almenning. Árið 1946 var Skógræktarfélag Reykjavíkur stofnað og fékk þá svæðið í vöggugjöf. Heiðmörk var friðuð í nokkrum áföngum á árunum 1950-1958 frá Elliðavatni að Vífilsstaðahlíð. Nú er Heiðmerkursvæðið rúmir 3000 ha. að stærð, að Rauðhólum, en þeir voru friðlýstir árið 1961. Þann 25. júní 1950 var Heiðmörk vígð, en þá gróðursetti Gunnar Thoroddsen borgarstjóri, greniplöntu á Vígsluflöt.
Fyrsta gróðursetningin fór þó fram vorið 1949 þegar starfsmenn Skógræktarfélagsins gróðursettu 5000 greniplöntur í svæði sem nú heitir Undanfari. Árangur skógræktarstarfsins er greinilegur og vex nú upp á 800 ha. Svæði með yfir 60 tegundum trjá og runna. Nokkur trjánna hafa náð 20 m hæð. Mikil tilraunastarfsemi með mismunandi trjátegundum og ræktunaraðferðum hefur farið fram undanfarna áratugi en nú er aðallega gróðursett sitkagreni, stafafura og birki. Starfsmenn Skógræktarfélags Reykjavíkur, landnemafélög og vinnuhópar Vinnuskóla Reykjavíkur og Landsvikjunar hafa séð um gróðursetninguna. Nú hafa verið gróðursetta yfir 5 milljón plöntur í svæðið.
Upplýsingar á vefsíðu HeiðmerkurEn aðdragandinn var kannski ekki eins auðveldur og virðist skv. framangreindu. Náttúruvernd og markviss nýting umhverfisins hefur jafnan verið að frumkvæði fárra er séð hafa tilganginn umfram aðra. Þegar skilningurinn verður öðrum augljós skapast þó jafnan grundvöllur fyrir jákvæðari þróun þessa til lengri framtíðar.
Sigurður Nordal skrifaði grein í Lesbók MBL 11. maí 1941 sem hafði fyrirsögnina HEIÐMÖRK. Um var að ræða erindi sem hann hafði flutt á útvarpskvöldi Skógræktarfjelagsins 2. maí s.á. Erindið var síðar gefið út í safnriti Sigurðar, List og lífsskoðun, 3. bindi, bls. 317-323. Af þessu tilefni sagði Sigurður m.a.: “Til ills fórum vér um góð héruð, er vér skulum byggja útnes þetta” – er í Landnámu haft eftir Karla, þræli Ingólfs Arnarssonar, þegar fyrst var numið hér land. Mörgum manni, sem fer um aðalþjóðveginn til Reykjavíkur, austan yfir Fjall, mun koma eitthvað svipað til hugar. Það eru mikil umskipti að láta að baki sér hið grösuga víðlendi þar eystra og fara um Svínahraun og Sandskeið. Og svo má heita, að því nær sem dregur höfuðstaðnum, þegar komið er niður á Árbæjarmela og yfir Elliðaár, því óyndislegri verði þessi leið frá náttúrunnar hendi, mýrar og hrjóstug holt á víxl. Að vísu er margvíslega fegurð að sjá úr Reykjavík og í nánd við hana… Raun ber því líka vitni, að næsta nágrennið laðar ekki bæjarbúa til sín.
Nýlegar framkvæmdir í Heiðmörk - ólíkt því er áður hafst var aðÞað getur vakið hreinustu furðu að ganga á fögrum sunnudegi, hvort sem er um vetur eða sumar, út á Seltjarnarnes, inn með Viðeyjarsundum eða suður í Fossvog. Á þessum leiðum er oftast örfátt fólk á gangi, líkt og í grennd við ofurlítið þorp. Hvar eru tugir þúsundanna, sem kúldrazt hafa sex daga vikunnar við vinnu sína í bænum, innan húss og utan, og nú ættu að leita frá göturykinu, kolareyknum og húsaþvögunni, draga að sjer hreint loft, liðka sig, styrkja og hressa með eðlilegri hreyfingu, njóta fegurðar lofts, láðs og lagar? Hvar er allt fólkið?
Nú skulum við hugsa okkur, að göngumaðurinn leggi leið sína dálítið lengra frá bænum, upp á Vatnsendahæð, suður með Hjöllum, upp á Búrfell, Helgafell, upp í Grindaskörð. Þar er hægt að vera á ferð heila sunnudaga, í dásamlegasta veðri, án þess að sjá nokkura tvífætta skepnu á sveimi.
Eg hef einstöku sinnum tekið með mér kunningja mína, sem bornir og barnfæddir eru í Reykjavík, um þessar slóðir… – alveg gagntekinn af því að horfa yfir þetta land, eyðilegt að vísu, en með svo undarlega heiðan og sterkan svip í einfaldleika sínum. Það var ekkert annað en mjúkar, boðamyndaðara línur langra ása, einstöku lítil vötn, fáein fell, sem tóðu upp úr, og fjallasveigurinn frá Vífilsfelli til Keilis eins og skjólgarður um þessa friðarsýn. Mér fannst þá í svip, að þeta væri fegursta útsýni, sem eg ef séð. Það hafði áhrif á mig með einhvers konar persónulegum mætti, tilhaldslaust, alvarlegt, sefandi og styrkjandi í senn. Eg hafði ekkert af því skoðað, nema það sem séð varð frá þjóðveginum.
Nokkrum árum síðar, þegar eg kom heim til langdvalar í Reykjavík, byrjaði eg að kynnast því. Það voru ekki ferðalög, sem í frásögur eru færandi; sunnudagsgöngur með nestispoka á baki upp að Gvendarbrunnum, suður í Kaldársel, smám saman til nýrra og nýrra staða, sem náð varð til með því að ganga alla leið, fram og aftur, á einum degi. Þær kostuðu ekkert annað en skóslitið, og þær heimtuðu ekki önnur afrek en að taka hvorn fótinn fram fyrir annan. Eg er enginn göngugarpur, liðónýtur að klífa fjöll, hef aldrei lagt í að ganga upp á Esju, kann ekkert til þess að fara í öræfaferðir né útilegur. Mér dettur ekki í hug að efast um, að þeir menn, sem hafa dug og tækifæri til þess að ferðast um hálendi Íslands og liggja þar við, finni þar enn meiri hressingu, eflingu og æfintýri.
Þjóðhátíðarlundurinn frá 1974 illa farinn - afkomendur virðast bera takmarkaða virðingu fyrir frumkvöðlastarfinuVið skulum ganga fyrir vesturenda Elliðavatns, fram hjá beitarhúsunum og suðaustur yfir ásana. Allt í einu komum við niður í langan og mjóan dal, sem liggur til suðurs. Vestan megin er klettabelti með dálitlu skógarkjarri. Það eru Hjallarnir. Dalbotninn er víðast eggléttar grundir, aflíðandi móaflesjur að austan. Þarna er fjallaloft og fjallró, svo að ótrúlegt má þykja, að við séum ekki nema rúma 10 kílómetra frá borginni. Við göngum með Hjöllunum, beina leið að Gjáarrétt. Þar er einkennilegt um að litast, stór hellir, djúpar hraunsprungur, ein þeirra með vatnsbóli í botni og þrep gerð niður að því. Við höldum upp eftir Gjánni, sem hefur myndazt við að hraunstraumur hefur runnið þar fram, jaðrarnir storknað, en bráðin hraunleðjan í miðjunni skilið eftir auðan farveg. Gjáin er undrasmíð, með íhvolfum skjöldum beggja vegna, sem væru þing að að hafa bak við ræðupall í samkomuhúsi. Þegar hærra dregur, þrengist hún  og grynnist. Hraunsteinarnir verða rauðir, víða með víravirki af steinþráðum, eins og þeir væru nýstorkanðir. Og allt í einu sjáum við niður í stóran eldgíg, sem tæmt hefur allt hraunið úr sér niður Gjána. Hann heitir Búrfell.”
Þá fjallar Sigurður um næsta nágrenni, s.s. Kaldársel, Vatnsenda, Gvendarbrunna, Vífilsstaðahlíð, Húsfell, Helgafell og svæðið ofan Hafnarfjarðar.
Upplýsingar um Þjóðhátíðarlundinn - 1974“Ástæðan til þess, að eg hef gert þessar stöðvar að umtalsefni, er fyrirætlun Skógræktarfjelagsins að fá þær girtar og friðaðar. Það er tvennt, sem fyrir forystumönnum félagsins vakir; að klæða þetta landssvæði smám saman fjölbreyttum skógargróðri, ferga það og prýða, að laða fólkið af mölinni til þess að leita þar athvarfs og hressingar. Maggi Magnús yfirlæknir skrifaði hugvekju í Morgunblaðið, er hann nefndi Sumarland Reykvíkinga. Og Hákon Bjarnason skógræktarstjóri mun síðar í kvöld gera nánari grein fyrir málinu. Þetta er fyrirætlun sem á skilið óskiptan stuðning Reykvíkinga, bæði bæjarfélags og einstaklinga, og æskilegast væri, að nágrannabæirnir tveir, [Kópavogur] og Hafnarfjörður, tækju höndum saman að framkvæma hana af stórhug og myndarskap.
Þessum þjóðgarði þarf að velja nafn, sem honum í senn sæmir vel og minnir á takmark hans og tilgang. Eg vil stinga upp á því, að hann verði kallaður Heiðmörk. Heiðmörk er fornt heiti á einu fylkinu á Upplöndum í Noregi. Mörk er skógur. Allir finna, hversu vel það fer í nöfnum eins og Þórsmörk og Þelamörk. Í því er fólginn draumur voru um að klæða landið aftur íturvöxnum trjágróðri. Heiður er bjartur, og Heimörk; hið bjarta skóglendi. – er heiti, sem vel mun fara þessu friðsæla landi með tæru lofti og litum.
Heiðmörk á að verða okkar sólskinsblettur í heiði í réttri merkinu; þar eigum við að njóta heiðríku lands og lofts betur en unnt er að gera á götum bæjanna, heiðríkju hugans, heiðríkju einverunnar.”

(Sjá Heiðmörk – kort).

Heimildir m.a.:
-Sigurður Nordal, safnritið List og lífsskoðun, 3. bindi, bls. 317-323.
-Lesbók MBL. 11. maí 1941, bls. 161-163.
-Skilti við Helluvatn í Heiðmörk – Saga Heiðmerkur.

Heiðmörk

Fjárborg í Heiðmörk.

Hamarinn

Margt fróðlegt hefur verið sagt um Hamarinn í Hafnarfirði, enda einn af hornsteinum bæjarins  – í bókstaflegum skilningi þess orðs.
Örn Arnarsson hefur lítið ort um merkilega staði, eða náttúrufræðileg fyrirbrigði, sem löngum hafa þó seitt fram ljóð á tungu skáldanna. Til þess stendur hann of föstum fótum i mannlifinu. Og þegar hann yrkir um Hamarinn í Hafnarfirði, gerir hann þessa hamraborg að tákni, sem tjáir honum sérstaka sögu og gefur honum tilefni til að koma að því efni, sem jafnan er honum hugstæðast:

Hamarskot

Hamarskot – tilgáta.

Hamarinn í Hafnarfirði
horfir yfir þétta byggð,
fólk að starfi, fley sem plœgja
fjarðardjúpin logni skyggð.
Hamarinn á sína sögu,
sem er skráð í klett og bjarg.
Stóð hann af sér storm og skruggu,
strauma, haf og jökulfarg.
Hamarinn í Hafnarfirði
horfði fyrr á kotin snauð,
beygt af oki kóngs og kirkju
klæðlaust fólk, sem skorti brauð,
sá það vaxa að viljaþreki
von og þekking nýrri hresst,
rétta bak og hefja höfuð
hætt að óttast kóng og prest.
Hamarinn í Hafnarfirði
horfir fram mót nýrri öld.
Hann mun sjá, að framtið færir
fegra líf og betri völd.
Þögult tákn um þroska lýðsins:
Þar er hæð, sem fyrr var lægð,
jökulhefluð hamrasteypa,
hafi sorfin, stormi fægð.

Hvergi hefur Örn túlkað betur ást sína á alþýðunni en i þessu stílhreina kvæði.

Þóroddur Guðmundsson

Þóroddur Guðmundsson.

Þóroddur Guðmundsson frá Sandi fjallar um Hamarinn í Alþýublaði Hafnarfjarðar árið 1962 undir fyrirsögninni “Hugleiðingar um Hamarinn”. Þar skrifar hann m.a.:
“Á nöktum klöppunum Hamarsins sjást rákir, sem allar stefna í sömu átt, frá suðaustri til norðvesturs, og bera vitni um ísaldarjökulínn, sem gekk þar yfir á sínum tíma, en úrkomur og vindar hafa síðan jafnað yfir allt. Auðvitað vantar margt og mikið í þessa sögu, svo sem upphaf hennar og svo náttúrlega það, sem gerzt hefur á þeim stutta tíma, sem liðinn er.
Um forsögu Hamarsins verð ég fáorður, enda ekki allt of margvís um hana. Þess má þó geta, að hann er myndaður úr svo nefndu grágrýti, og gerðu það „Guð og eldur”, eins og Jónas Hallgrímsson komst að orði um náttúruundrin við Þingvöll, hraunið, björgin og gjárnar, en þó miklu fyrr, því að grágrýtið hefur, eins og merkin sýna, myndazt löngu áður en Þingvallar- og Hafnarfjarðarhraun runnu, sem gerðist ekki fyrr en eftir jökultíma, og þó löngu áður en Ásbjörn Özurarson nam land milli Hraunsholts og Hvassahrauns, sem í Landnámu segir frá.

Hamarinn

Á Hamrinum.

Saga Hamarsins þau rösku þúsund ár, sem liðin eru síðan, skal ekki heldur rakin. Aðeins vil ég minna á, að bærinn Hamarskot mun lengi hafa staðið, þar sem Flensborgarskólinn stendur nú. Og eftir að Hamarskot var rifið, stóð um árabil fjós, þar sem suðurálman er. Mætti friðsæld sú, ró og öryggi, sem jafnan fylgir kúnum, gefa vistmönnum skólans eitthvað af blessun sinni, auk mjólkurinnar sem þar er neytt dags daglega.
Þegar sá, er þetta ritar, í fyrsta sinn kom til Hafnarfjarðar og gekk upp á „Hamarinn, sem hæst af öllum ber,” eins og ég heyrði þá um hann sagt, stóð sunnan í honum áður nefnt fjós eða rúst af því, man ekki hvort heldur var. Síðar hefur mér veríð sagt, að eigandi fjóssins hafi verið merkiskonan Valgerður Jensdóttir, systir þeirra Bjarna bónda í Ásgarði í Dölum og Friðjóns læknis á Akureyri.

Hamarinn

Útsýni af Hamrinum yfir Austurgötu.

Hamarinn minnti mig þá þegar og minnir enn á hæðir þær erlendis, til að mynda í Bretlandseyjum, sem kastalar voru reistir á til varnar árásum óvina. Hins vegar getur naumast ólíkari manna verk en vopnavígi og virkiskastala gagnvart fjósi Valgerðar Jensdóttur og húsi Flensborgarskóla. Hefðu Íslendingar áður fyrr átt í styrjöldum við aðrar þjóðir, mundu þeir án efa hafa reist á Hamrinum hervirki. Og hvers virði hefði það verið, hjá beztu höín suðvestan lands? í stað þess byggðu þeir þar friðsaman bóndabæ, síðar fjós og loks ungmennaskóla. Mér finnst þetta táknrænt fyrir íslenzkan friðarvilja, sjálfsbjargarhvöt og menningarviðleitni.

Hamarinn

Hamarinn – Flensborgarskóli.

Víkjum því næst að síðasta tímabilinu í sögu Hamarsins, og þá um leið hlutdeild hans í menningarbaráttu Hafnfirðinga, með því að hann um aldarfjórðungs skeið hefur nú verið grunnur Flensborgarskóla, eins helzta menntaseturs bæjarins og þótt víðar sé leitað. Má því með sanni segja, að núverandi hús skólans hafi verið grundvallað á bjargi. En slíkt var af meistaranum frá Nasaret forðum talið viturlega gert.

Hamarinn

Markaðar klappir á Hamrinum.

Ég hef að vísu heyrt gamla Flensborgara hneykslast á því, að skólinn skyldi vera fluttur neðan frá sjó og upp á Hamar. Um slíkt geta eðlílega verið skiptar skoðanir. En hitt orkar ekki tvímælis, að góður skóli er þjóðþrifastofnun, hvort sem hann er byggður á bjargi eða sandi, hlutrænt skoðað, því að hinn andlegi grundvöllur skólans skiptir mestu máli: að hann sé bjarg þekkingar, trúmennsku, víðsýni og skilnings. Frá hendi Guðs og glóðum elds er Hamarinn meistaraverk og bæjarprýði eigi síður en aðrir bergkastalar lands vors. Og hann hefur sérstöðu meðal hamraborga: stendur í miðdepli f jölmenns kaupstaðar og er grundvöllur elztu menntastofnunar hans.

Hár er hann ekki, Hamarinn í Hafnarfirði, í metrum talið. Þó er hægt að beinbrjóta sig í brekkum hans, ef hált er og ógætilega farið.
Eflaust gengur margt ungmennið upp á þennan og fleiri hamra og þykist hafa hamingjuna í hendi sér, en missir hana. Sporin af jafnsléttu

barnæskunnar upp á setberg unglingsáranna eru ýmsum erfið, jafnvel nauðug, þrátt fyrir það að þau eru óhjákvæmileg.
Enn þá grænkar Hamarskotstúnið á vorin. Veturlangt og daglega ár eftir ár leggja mörg hundruð ungmenni leið sína upp á þennan Hamar í leit að fróðleik og þroska, óafvitandi eða vitandi vits, með namingjuvonina í brjósti og lýsigull eftirvæntingar í hendi sér, og um tveir tugir leiðsögumanna styðja þau í þessari leit. Hvern árangur skyldi hún bera?”

Hamarinn

Jón Símon Jóhannsson á Hamrinum.

Jón Símon Jóhannsson fjallar um álfana í Hamrinum í Degi árið 1998 undir fyrirsögninni “Baráttukveðjur frá álfunum”:

Í Hafnarfirði er heilt konungsveldi – álfa. Í Hamrinum býr kóngafólkið og börnin þar tala þýsku.

„Það eru aðallega íbúar í húsunum við Hamarinn sem verða varir við álfana og geta sagt frá samskiptum sínum við þá. Sjáendur segja að þeir séu vel klæddir og vel efnum búnir. Sumir hafa sagt að þessir álfar séu af konungakyni. Þetta séu höfðingjar meðal álfa. Svo er það fólkið sem hefur búið kringum Hamarinn. Þeir segja frá því að hlutir hafi horfið og hafa staðið í þeirri trú að álfarnir hafi tekið hlutina,” segir Símon Jón Jóhannsson þjóðfræðingur.

Engin hætta fyrir börn

Hamarinn

Hamarinn – útsýni.

Símon Jón er kennari í Flensborgarskóla í Hafnarfirði og hefur meðfram starfi sínu þar kannað þjóðsögur úr Hafnarfirði með það að markmiði að gefa út bækling eða litla bók. Hann segist lítið hafa fundið af beinum þjóðsögum tengt álfatrúnni og álfabyggðinni í Hafnarfirði enda ekki rétt að blanda þeim við það sem sjáendur segja. Í þjóðsögunum sé frekar fjallað um þá staði sem álfatrúin sé tengd við. Hann segir að af öllum stöðum loði álfatrúin mest við Hamarinn, klettinn við Flensborg. Álfatrúin komi helst fram í samtölum við fólk, nágranna álfanna.
„Það orð fer af Hamrinum að þar sé börnum engin hætta búin. Talsvert er um að börn séu að leika sér þar og menn fullyrða að þar hafi ekki orðið slys þó að klettarnir séu háir. Börn, sem leika sér þar, meiða sig ekki,” segir Símon Jón sem sjálfur hefur verið nágranni álfanna í Hamrinum en hann bjó í einu af húsunum undir Hamrinum um nokkurt skeið.
Hann segist sjálfur ekki hafa séð álfa eða orðið var við þá en hafa fundið það vel á mannfólkinu grönnum sínum í húsunum í kring, fólki sem hafði búið þar lengi, að það gekk út frá því að álfar byggju í Hamrinum.

Vildu ekki barnaheimilið

Flensborg

Flensborg á Hamrinum.

„Fyrir tiltölulega fáum árum stóð til að byggja barnaheimili nærri Flensborg sem jafnframt hefði orðið í grennd við Hamarinn. Það voru átök í bæjarsamfélaginu vegna þessarar byggingar. Þá hafði samband við Kristján Bersa Ólafsson, skólameistara í Flensborg, miðill sem sagði að álfar hefðu haft samband við sig og beðið sig um að koma á framfæri baráttukveðjum til Kristjáns. Þeir vildu ekki barnaheimili við Hamarinn. Síðar var hætt við að byggja barnaheimilið á þessum stað en það var ekki vegna álfanna,” segir Símon Jón. Hann bendir jafnframt á að sjáendur hafi greint frá því fyrir nokkrum árum að álfabörnin leiki sér mikið á svæðinu kringum Flensborg og að þau tali þýsku. Flensborg sé náttúrlega þýsk borg auk þess að vera framhaldsskóli í Hafnarfirði. Þýskustofurnar í skólanum snúi út að Hamrinum og hann rifjar upp að kennararnir hafi gantast með það fyrir nokkrum árum að það sé laglegt ef þeir séu með mun fleiri í þýskutímunum en virðist við fyrstu sýn. Kannski ágætis ábending í kjarabaráttu…
„Mér skilst á fólki, sem hefur búið lengi á þessu svæði, að það reikni með því að það sé álfabyggð í Hamrinum,” segir hann.

Sjá meira um Hamarinn HÉR, HÉR og HÉR.

Heimildir:
-Skinfaxi, 1. okt. 1948, Stefán Júlíusson – Um skáldskap Arnars Arnarssonar, bls. 86
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 15. des. 1962, Þóroddur Guðmundsson frá Sandi – Hugleiðingar um Hamarinn, bls. 4-5.
-Dagur, Lífið í landinu, 2. april 1998, Símon Jón Jóhannsson – Baráttukveðjur frá álfunum, bls. 1.

Hamarinn

Hamarinn.

Þingvellir

Í Íslendingabók er m.a. getið um Alþingi. Þar segir að maður, sem átti landið í Bláskógum upphaflega hafði verið gerður útlægur fyrir dráp á þræli. Hann var nefndur Þórir kroppinskeggi.
thingvellir-993Landið varð síðar almenningseign og fólkið setti þar niður Alþingi”: “Alþingi var sett at ráði Úlfljóts ok allra landsmanna, þar er nú er, en áðr var þing á Kjalarnesi, þat er Þorsteinn Ingólfssonr landnámamanns, faðir Þorkels mána lögsögumanns, hafði þar ok höfðingjar þeir, er at því hurfu.
En maðr hafði sekr orðit of þræls morð eða leysings, sá er land átti í Bláskógum. Hann er nefndr Þórir kroppinskeggi, en dóttursonr hans er kallaðr Þorvaldr kroppinskeggi, sá er fór síðan í Austfjörðu ok brenndi þar inni Gunnar, bróður sinn. Svá sagði Hallr Órækjusonr. En sá hét Kolr, er myrðr var. Við hann er kennd gjá sú, er þar er kölluð síðan Kolsgjá, sem hræin fundust.
Land þat varð síðan allsherjarfé, en þat lögðu landsmenn til alþingis neyzlu. Af því er þar almenning at viða til alþingis í skógum ok á heiðum hagi til hrossahafnar. Þat sagði Úlfheðinn oss.
Svá hafa ok spakir menn sagt, at á sex tigum vetra yrði Ísland albyggt, svá at eigi væri meir síðan.
Því nær tók Hrafn lögsögu Hæingssonr landnámamanns, næstr Úlfljóti, ok hafði tuttugu sumur. Hann var ór Rangárhverfi. Þat var sex tigum vetra eftir dráp Eadmundar konungs, vetri eða tveim, áðr Haraldr inn hárfagri yrði dauðr, at tölu spakra manna.
Þórarinn Ragabróðir, sonr Óleifs hjalta, tók lögsögu næstr Hrafni ok hafði önnur tuttugu. Hann var borgfirzkr.”

Thingvellir - budakortÍ Skýrslu Adolf Friðriksson, Garðar Guðmundsson og Howell M.Roberts um “Þinghald til forna – Framvinduskýrsla 2002” segir m.a. um fyrrum þingminjarannsóknir á Þingvöllum: “Árið 1998 hófst undirbúningur að fornleifarannsóknum á Þingvöllum og fól Þingvallanefnd Fornleifastofnun að taka saman greinargerð um stöðu rannsókna og gera tillögur um nýjar rannsóknir. Á grundvelli þessarar úttektar var gerð áætlun um frekari rannsóknir á þingminjum, og stofnað til verkefnisins “Þinghald til forna á Íslandi” undir stjórn Adolfs Friðrikssonar og Dr. Sigurðar Líndal. Er það samstarfsverkefni Fornleifastofnunar Íslands, Þingvallanefndar, Þjóðminjasafns Íslands, Hins íslenska bókmenntafélags og Raunvísindastofnunar HÍ. Rannsóknin nær til allra fornra þingstaða, og er markmið hennar að varpa nýju ljósi á gerð þeirra, aldur og hlutverk í samfélagi fornaldar.

Athuganir og skráning á 18. öld
Þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd á 13. öld tók þinghald á Þingvöllum breytingum, þannig að þar varð ekki lengur allsherjarsamkoma eins og lýst er í Íslendingasögum heldur fyrst og fremst dómþing og fundur ráðamanna landsins. Alþingi gegndi þó áfram veigamiklu hlutverki sem æðsta valdastofnun innlend en eftir að einveldi var komið á 1662 dró mjög úr pólitískri þýðingu þess uns það var lagt niður í lok 18. aldar. Voru elstu minjar þinghalds þá fallnar í gleymsku, huldar jarðvegi og yngri mannvirkjaleifum eða jafnvel horfnar með öllu. 18. öldin virðist þó hafa verið helsta öld framkvæmda á þingstaðnum en þá fóru embættismenn konungs aftur að byggja búðir í Þinginu og reist var sérstakt lögréttuhús.
Rannsóknir á fornum mannvistarleifum á Þingvöllum hófust á 18. öld og hafa þar verið gerðar margvíslegar athuganir síðan. Elsta lýsing af þingstaðnum er “Alþings Catastasis Epter sógn fyrre manna” sem mun hafa verið gerð árið 170027. Þar er sagt frá lögréttu og um 18 búðum. Búðatóftunum er ekki lýst, en sagt er hvar þær eru og að þær hafi tilheyrt hinum ýmsu mönnum, sem þekktir voru úr fornsögum. Þar segir að hið “gamla Lögberg” sé á Spönginni. Hafa fræðimenn síðan deilt hart um hvort Lögberg hafi verið þar á Spönginni eða á Hallinum vestan Öxarár. Af frumritinu eru til fjölmargar afskriftir sem sýnir rannsóknarsögu Þingvalla frá 1700-1945 og byggir fyrri hluti þessa yfirlits að mestu á hans verki.
Þessi ritgerð hefur leitt til þess að gerð var lýsing á þingstaðnum árið 1735, eins og hann var þá. Er hún gagnmerk samtímaheimild um hvar búðir lögmannanna, amtmanns, landfógeta, landsskrifara og búðir sýslumanna voru.
Árið 1783 skráði Jón Steingrímsson búðir á Þingvöllum og er þar að finna annars vegar lýsingu á fornmannabúðum en hins vegar þeim búðum sem þá voru og er sú lýsing ýtarlegri en eldri skráin. Þessar 18. aldar lýsingar á staðsetningu þingbúða fornmanna byggðu á munnmælum og ágiskunum út frá frásögnum fornsagnanna.
thingvellir - ornefnakortJón Ólafsson frá Grunnavík ólst upp hjá Páli Vídalín lögmanni og reið með honum til þings hvert sumar á árunum 1719-1726. Eru til lýsingar eftir hann á mannvirkjum frá þeirri öld31. Af þeim 18. aldar mönnum sem fjölluðu um þingstaðinn forna, var hann fyrstur til að benda á að Lögberg hafi líklega verið á Hallinum skammt norðan við Snorrabúð. Taldi hann sig m.a. hafa fundið leifar hinnar fornu lögréttu þar á berginu. Segist hann hafa fundið þar “ferkantaða hraunsteina, setta í hálfhring”, sem “voru allir mátulega stórir til að sitja á”. Þessir steinar eru ekki lengur á sínum stað því Jón og félagar hans tóku þá upp, veltu þeim niður af Hallinum og gerðu úr þeim stillur yfir ána. Er Þingvalla ennfremur getið í nokkrum landlýsingum og ferðabókum frá 18. öld, og eru þeirra merkastar lýsing Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar. Auk þessara lýsinga eru til þrír uppdrættir af þingstaðum frá 18. öld og einn frá öndverðri 19. öld. Enginn þeirra er nákvæmur í samanburði við uppdrætti frá síðari tímum, en sýna flestir engu að síður Þingvallabæ, kirkjugarðinn vestan, og kirkjuna norðan bæjar, nokkrar tjaldaðar búðir og helstu drætti í landslaginu í kring33.

Rannsóknir á 19. öld
Um miðja 19. öld fengu fornar mannvirkjaleifar á Þingvöllum táknrænt gildi í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og hér slær saman pólitískri sögu og sögu fræða og þjóðlegra rannsókna. Sigurður Guðmundsson málari og stofnandi Forngripasafns Íslands hóf rannsóknir á Þingvöllum, og var hann óspart hvattur af Jóni Sigurðssyni til þess. Athyglisvert er að þeir gerðu sér grein fyrir mörgum aðferðafræðilegum vandamálum varðandi minjaskoðun á söguslóðum. Jón varaði Sigurð við því að trúa öllum frásögnum fólks um minjastaði, og gæta sín á því “að þeir ljúgi engu sjálfir, sem segja frá, því þeim hættir við að ginna á þesskonar okkur sögufíflin”. Sigurður aflaði sér upplýsinga hjá staðkunnugum, og benti sjálfur á að mikilvægt væri við rannsókn á Þingvelli að safna upplýsingum um yngri minjar, s.s. fjárhús, fjós, heygarða og réttir til að þeim verði ekki ruglað saman við búðatóftir eða dómhringa. Jón lagði hart að Sigurði að rannsaka Þingvöll vandlega og skrifa um hann lærða ritgerð. Gerði Sigurður rannsókn á Þingvelli um 1861 og Bókmenntafélagið gaf út skýrslu hans árið 1878, að honum látnum. Var það fyrsta sjálfstæða verkið um fornleifar á Þingvelli.
Björn Gunnlaugsson, sem fyrr á öldinni hafði unnið að Íslandsuppdrætti fyrir Bókmenntafélagið, slóst í för með Sigurði og thingvellir - collingwoodgerðu þeir uppdrátt af staðnum sem var mun nákvæmari en fyrri kort. Ljóst er að Sigurður hafði talsverða þekkingu á sögunum og lögbókunum fornu. Þessar heimildir gefa þá mynd af þingstaðnum að þar hafi verið búðir er menn héldu til í yfir þingtímann, lögrétta og dómhringur. Í sögunum eru vísbendingar um afstöðu búða einstakra manna. Sigurður lagði mikla áherslu á að bera kennsl á hverja búð og ákvaða hver hafi þar haldið til á söguöld. Hann fann í sögunum lauslegar lýsingar á aðstæðum er gáfu einhverja vísbendingu um legu búðanna á svæðinu og bætti sumum við á Þingvallaruppdrátt án þess að þeirra sæjust merki á yfirborði. Niðurstaða Sigurðar var á þá leið að flestar sjáanlegar minjar á staðnum mátti tengja sögu fyrstu alda Íslandsbyggðar. Á örfáum stöðum getur hann yngri minja sem hann segir hafa verið byggingar sem reistar hafa verið á eldri tóftum. Af þessum sökum var ritgerð Sigurðar talsvert gagnrýnd af erlendum fræðimönnum.

Í riti Kristians Kålund um íslenska sögustaði46 er að finna rækilegustu lýsingu á Þingvöllum og þeim Þingvallavandamálum sem þá voru efst á baugi. Hann gefur stutta lýsingu á búðunum sem þar voru sýnilegar, en taldi líklegt að allar minjar sem voru þar frá söguöld, væru horfnar, enda hafi tóftarbrotin fornu horfið er nýjar búðir og aðrar byggingar voru reistar á Þingvöllum í aldanna rás.
Hið íslenska fornleifafélag lét það verða eitt sitt fyrsta verk eftir stofnun félagsins að gera rannsókn á Þingvelli 1880, enda var félagið upphaflega stofnað í kringum fyrirhugaðar Þingvallarannsóknir. Sigurður Vigfússon fór á vegum félagsins og rannsakaði bæði minjar og staðháttu, með hliðsjón af fornsögunum48. Hann birti með rannsókn sinni uppdrátt Björns Gunnlaugssonar að viðbættum nýjum upplýsingum. Sigurður mældi upp allnokkur mannvirki og gróf í minjar á sex stöðum beggja vegna Öxarár: í Biskupsbúð sem er skammt vestan við traðirnar að Þingvallabæ og norðvestan kirkjunnar, í hleðslu skammt vestan við suðurenda Spangarinnar, í mannvirkið á Spönginni, í “Njálsbúð” vestan ár á móts við Þingvallabæ, í “Snorrabúð”, og loks í hleðsluna á Hallinum norðan við Snorrabúð, þar sem sumir fræðimenn töldu að Lögberg hefði verið.

Thingvellir-993

Taldi Sigurður sig sanna að Lögberg hefði verið á Spönginni og snerist þar með gegn skoðunum virtra fræðimanna á borð við Kålund og Guðbrand Vigfússon, sem töldu Lögberg hafa verið vestan ár.

Mannvirki á Spönginni
Dagana 1. júní – 4. júní 1880 mældi Sigurður upp og gróf í mannvirki á Spönginni austan ár.49 Þar er hringlaga gerði og ferhyrnd tóft í miðju innan þess. Samkvæmt mælingum hans er hringlaga mannvirkið þar um 18,83 m (60 fet) í þvermál langsum eftir Spönginni (NA-SV), en um 16.63m (53 fet) þversum (NV-SA) að utanmáli. Inn í hringnum er lítil, ferhyrnd tóft, 9,73 m (31 fet) x 6,60m (21 fet) að utanmáli og snýr u.þ.b. NV-SA, með op á suður (SV) hlið. “Veggir tóttarinnar eru gildir og miklu hærri en brún hringsins umhverfis”, segir Sigurður. Hann lét grafa tvo skurði: annan langsum eftir Spönginni og annan þversum yfir miðjan hringinn og tóftina, niður að berginu undir. Hann skildi eftir tvö ógrafin höft í miðri tóftinni. Dýpst náðu skurðirnir 188 sm (3 álnir), við tóftarvegg þar sem hann er hæstur, en grynntust út til brúna á berginu. Sigurður áleit að tóftin hafi verið byggð ofan í hringinn síðar.

thingvellir-994

Þessu til stuðnings bendir hann á að hún stendur ekki í miðju hringsins, heldur suðaustan til í honum, hún er ólík að gerð og jarðvegur er mun þéttari inní henni en innan hringsins. Að öðru leyti er tóftinni ekki lýst, og ljóst að Sigurður hafði takmarkaðan áhuga á henni. Ekki eru gefin innri mál, mál á þykkt veggja eða hleðslugerð þeirra, en greint frá því hvort inní henni hafi verið e.k. skán eða ekki. Sigurður telur líklegt að hún sé búðartóft frá seinni tímum, og síðar, samkvæmt munnmælum, hafi lögrétta verið höfð þar. Öllu ítarlegri lýsingu gefur hann á hringmannvirkinu: “Aðaleinkenni á þessu mannvirki er það, að [flestir steinarnir finnast]…í fyrstu pálstungu, og svo mold fyrir neðan, og sýnist grjótinu dreift út með moldinni til uppfyllingar mest á yfirborðinu; sums staðar sjást engir steinar, og er mold alveg niðr í gegn, en einungis voru steinar á stangli í moldinni.” Lýsing hans á ystu brún hringsins virðist stangast á. Fyrst segir hann enga steinhleðslu hafa verið en “sums staðar hryggur af smágrjóti undir hringröndinni ystu”, en síðar segir hann í þremur örmum skurðanna sjáist “hleðsla yst eða grjót”. Taldi hann votta fyrir fleiri hringlaga hryggjum, jafnvel 2-3 innan hringsins: “er innar sem tveir eða þrír hringir úr grjóti, hver innan í öðrum, niður við bergið og í miðjunni sem væri lítið afgirt rúm með steinum á berginu(?), en ekkert verður sagt um þetta með frekari vissu”. Ljóst er að hinir meintu hringir hafi ekki verið ýkja greinilegir og Sigurður hefur ekki getað gert upp við sig hvort hann tryði því að þetta væru e.k. bekkir, eða náttúrulegir hryggir.50 Þetta mannvirki virðist m.ö.o. hafa verið e.k. pallur eða upphækkun úr mold og grjóti. Berghellan sem mannvirkið stendur á virðist flöt en lægst í miðju. Í skurðunum í miðju upphækkunnarinnar sást þunnt svart plöntulag “hér um bil eina alin 18-12 þumlunga frá berginu” eins og segir í skýrslunni. Lýsing er á þessu mannvirki í Lögberg, Þjóðólfi (1951) 3. árg, bls. 270: Á lögbergi miðju var það, sem dómendur sátu, þar sér enn merki til dómhringsins, og er það núna grasivaxin hringrúst. Innan í hring þessum sér til húsrústar, og er hún nýrri og glöggari; hún er frá seinni tímum Alþingis á Þingvöllum og var kölluð allsherjarbúð.

“Biskupsbúð”
thingvellir- yfirlit - 904Stór tóft er í Þingvallatúni, niður við árbakka, um 30 m norðan við kirkjuna.
Sigurður Vigfússon rannsakaði staðinn með grefti dagana 29. maí til 1. júní 1880. Honum sýndist tóftin “halda sínu upprunalega lagi” og “eru gaflhlöðin einkum skýr”. Samkvæmt mælingu hans er tóftin 104 fet (32,4 m) á lengd NA-SV, en 24 fet (7,58m) á breidd NV-SA. Eystri langveggurinn var óskýr, en dyr á vestri vegg, nær nyrðri enda54. Sigurður lýsir uppgreftinum svo: “Ég lét grafa umhverfis tóttina að utan þannig, að steinarnir í ytri hleðslunni, eða undirstaðan að utan kom öll í ljós, og svo skurð fyrir utan undirstöðusteinana líka allt í kring um tóttina.” Í ljós kom steinaröð með steinum af misjafnri stærð, sem af lýsingunni að dæma virðist víðast hafa verið tvær raðir, en sumstaðar meira eða minna tveföld, enda, ef til vill, meir, sumstaðar einföld. Út úr eystri vegg, við NA-horn er útbygging, um 20 fet (6,26 m) á hvorn veg, með dyr til austurs: “Í búðarkróknum út úr syðra vegg útbyggingarinnar sýndist að hafa verið grjótbálkur áfastur við útbygginguna. Hann er… [um] 16 feta [ 5 m] á annan veg, og eins eða meira á hinn. Hér um bil í miðjum bálkinum fannst mikið af öskumold og ösku og nokkuð af viðarkolum, sem eg geymi, einnig fundust þar tvö eða þrjú stykki af nautsbeinum með fleira smálegu, er eg geymi einnig. Ofan að grjótinu var misjafnlega djúpt, eftir því sem til hagar.”

thingvellir 1930-2

Svo virðist sem grafinn hafi verið skurður utan og innan með veggjunum, en ekki innan úr tóftinni. Sigurður nefnir ekki hvort tóftin virðist hafa verið umbyggð, og hann nefnir ekki gólfskán eða önnur merki. Síðar í skýrslunni er sagt að öll (ystu) gaflhlöð tóttanna hafi verið meira eða minna hálfhringlaga, þ.e. ekki bein heldur lítillega sveigð út á við.
Matthías Þórðarson skoðaði tóftina og verksummerki eftir uppgröftinn (1922?) og lýsti svo: “Nú er þetta allt vallgróið aftur, og óljóst, hvar verið hafi hleðslur þær, er Sigurður Vigfússon nefnir, nema gaflhlöðin eru bæði greinileg enn og allhá. Fyrir nyrðri hliðvegg sér og nokkuð, einkum vestan-til; sömuleiðis má sjá, hvar þær dyr hafa verið, sem Sigurður getur um, 11-12 fet (um 3,50 m) frá austurgafli að innan. … Fyrir útbyggingunni sér nær ekki; má þó sjá, við hvað Sigurður hefur átt, enda segir hann ljóst til þess”.

“Njálsbúð”
thingvellir - songhellir 2Dagana 4. til 7. júní gróf Sigurður Vigfússon upp stóra tóft sem stendur þar sem er dálítið nef á vesturbakka Öxarár gegnt Þingvallabæ, um 80 m vestan við Valhöll. Sigurður lýsir tóftinni svo fyrir uppgröft: “Eftir því sem hún lítur nú út, hefir hún öll fornleg einkenni, þar sem engin nýrri hleðsla sést innan í eða ofan á henni.” Tóftin liggur því sem næst í NNA-SSV. Samkvæmt mælingum Sigurðar er hún 86 feta (26,95m) löng og 25-27 feta (7,83-8,45 m) breið.59 Uppgraftaraðferðin við þessa tóft var önnur en sú sem notuð var við Biskupsbúð. Þar hafði hann grafið með veggjum hringinn í kring, en hér voru þeir breiðir og ógreinilegir, einkum langveggirnir. Við hliðvegggina beitti hann sömu aðferð og áður, þ.e. að grafa einskonar ræsi með veggjunum utan og innan, en hann gróf hinsvegar ofan af norðaustri til suðvesturs. Matthías Þórðarson lýsir tóftinni sem ferhyrndri grjótdreif: “Er hér nú engin upphækkun og engir veggir, en grjótið sýnir, hvar veggirnir hafa verið. Þeir virðast hafa verið um 1,5 m að þykkt, og lengdin er nú um 25,50 m, en breiddin 8,5 m að utanmáli.”
“Snorrabúð” svonefnd er norðan við götuna sem liggur í skarðinu um eystri brún Almannagjár.
Sigurður Vigfússon gróf í tóftina 7. og 8. júní 1880. Hann getur þess í skýrslu thingvellir - skotutjornsinni að tóftin hafi verið óaðgengileg til rannsóknar “því marghlaðið er innan í hana og seinast var þar stekkur, sem öllum er kunnugt og var allt fullt af grjóti á víð og dreif umhverfis búðina”. Tóftin snýr A-V og er 70 fet (21,93 m) á lengd og 30 fet (9,39 m) á breidd að utan máli samkvæmt mælingum Sigurðar. Hann virðist hafa grafið frá austur- og vesturenda hennar, bæði innan og utan veggja. Í skýrslunni segir að hann hafi einkum rannsakað “nyrðra gaflhlaðið”, en sennilega hefur átt að standa “eystra”, því norðurhliðin er langhlið, ekki gafl, og af samhenginu að dæma er þar átt við hliðina sem snýr frá Almannagjá. Lítið eða ekkert hefur verið grafið frá hliðveggjum, því Sigurður taldi að upprunaleg hleðsla þar væri horfin. Austan megin fann hann djúpt ræsi fyrir utan (ysta) vegginn og “þar virtust mér koma í ljós þrjár grjóthleðslur hver innan í og upp af annarri; þó þóttist ég nokkurn veginn viss um, að eg komst út fyrir hina ystu, og ef til vill, upprunalegu hleðslu.” Vestan megin, þ.e. sem snýr inn í gjána, fundust einnig “þrjár hleðslur á sama hátt, og er þar einnig grafið ræsi fyrir utan.” Ystu gaflhleðslurnar eru hálfhringmyndaðar. Ekki nefnir Sigurður neina gripi, öskudreif eða önnur ummerki.

Er Daniel Bruun skoðaði ummerki á Þingvöllum um aldamótin síðustu sá hann garðlag utan við austurenda tóftarinnar og taldi vera leifar virkis.61 Hann var áhugamaður um hernaðarmannvirki leitaði að virkisleifum víða.

spongin-3

Þetta garðlag er ekki nefnt í lýsingu Sigurðar, enda mun það ekki vera veggur eða virkisleifar, heldur uppkastið úr rannsókninni 1880. Matthías lýsir þessari sömu tóft svo: “Búð þessi er mjög veggjaþykk og glögg, en hleðslur þó úr lagi gengnar…. Austur-gaflhlað fláir mjög að neðan og verður bogamyndað neðst, og er grjótdreif umhverfis með jarðvegi nokkurum milli steina.” Samkvæmt mælingum Matthíasar er tóftin 10,3 m að lengd og 5,6 m að breidd að utanmáli, en 6,50 m x 2,30 m að innanmáli, með dyrum á suðurvegg. Talsvert ósamræmi er á mælingum þeirra Sigurðar. Tóft þessi er tvískipt, en það nefndi Sigurður ekki. Við vesturenda hennar er lítil tóft, jafnbreið, en lægri og um 5,40 m að lengd að utanmáli, en um 2,5 m að innamáli. Matthías telur ólíklegt að stekkur hafi verið settur í tóftina, því Öxará ræður merkjum og er tóftin því í landi Brúsastaða og allfjarri bæ.
Hleðsla við “Lögberg”. Þann 7. og .8. júní 1880 gróf Sigurður Vigfússon í hleðslu á gjábakkanum skammt norðan við “Snorrabúð”, þar sem sumir fræðimenn álíta að Lögberg hafi verið. Samkvæmt lýsingu hans var þar e.k. pallur 59-67 fet ( um18,5-21 m) að lengd c. N-S, og um 51 fet (16m) A-V. Sigurður gróf 3ja álna breiðan (1.88m) skurð frá gjábarmi og til austurs í gegnum mannvirkið út á brún.

bagall-21

Á brúninni kom í ljós “mikil og breið grjóthleðsla (þriggja álna breið [ 1.88m] og hálf önnur alin [0,94m] á hæð), sem þó er töluvert úr lagi gengin.” Grafið var frá henni að neðan beggja vegna á 48 feta [15 m] löngu bili. Í miðju mannvirkinu rakst Sigurður á lítinn og stuttan grjótbálk. Sigurður gróf síðan annan skurð langsum eftir miðju mannvirkinu, álíka breiðan, um fjórar álnir (2,5m) en heldur mjórri við norðurenda. Nær suðurenda (að því er virðist) fann Sigurður óreglulegan grjótbálk “margir stórir steinar, en sem allir virtust vera úr lagi gengnir”, voru sumir í moldinni en aðrir niður við bergið. Ekkert fannst nema mold norðanmegin, en sunnantil, u.þ.b. miðja vegu milli grjótbálkanna, kom Sigurður niður á mikið öskulag, þar í var skora stór og full af ösku. Öskulagið lá niður við bergið og er því eldra en upphækkunin, sem er úr mold, um 60-90 sm þykk. Þar var gjóta niður í bergið og taldi Sigurður hana hafa verið notaða fyrir eldstæði. Í öskunni voru viðarkol og beinaska. Að áðurnefndum hleðslum frátöldum er mannvirkið úr mold. Í miðju mannvirkinu fann Siguður “glerbrot rúma hálfa alin [rúmlega 31,33 sm] niður í moldinni; það er líkast því, sem það væri úr bumbunni á lítilli könnu með eftirgjörðu hálfgrísku lagi, líkt og tíðkast hefir á seinni tímum. Hálsinn á kerinu hefir verið thingvellir 1944-2gyltur utan og innan.
Utan á brotinu er upphleypt rós, leggir og blöð, gjört eftir náttúrunni, en grunnurinn er gulur. Gyllling og öll yfirhúð á brotinu lítur mjög nýlega út.” Það var niðurstaða Sigurðar að þetta mannvirki væri ekki Lögberg, heldur hugsanlega leifar af búðarvirki Orms Svínfellings sem nefnt er í Sturlungu. Margir aðrir fræðimenn, þ. á m. Matthías Þórðarson álíta að þarna hafi Lögberg verið.

Rannsóknir á 20. öld
Fræðilegur áhugi á Þingvöllum var mjög almennur um aldamótin og takmarkaðist ekki eingöngu við deilur um staðsetningu Lögbergs. Um þetta leyti naut minjastaðurinn hins vegar engrar sérstakrar friðhelgi. Á ársfundi Fornleifafélagsins 1901 fór Finnur Jónsson hörðum orðum um ástand minjaverndar í landinu. Gagnrýndi hann m.a. vegaframkvæmdir í Almannagjá og þá eyðileggingu sem rannsóknir Sigurðar Vigfússonar höfðu í för með sér og hvatti til þess að friðhelgi fornleifa yrði virt66. Finni varð að ósk sinni er Alþingi samþykkti árið 1907 lög um verndun fornmenja, þar sem þjóðminjaverði var m.a. heimilt að friðlýsa fornleifar.
thingvellir-994Ekki var leitast við að skera úr um Lögbergsdeiluna með fornleifauppgrefti á nýjan leik, en kortagerð og yfirborðsathuganir héldu áfram. Herforingjaráðið lét gera uppdrátt af Þingvelli 1908, og var hann gefinn út 1910. Á honum eru merktar sumar búðartóftir, en ekki t.d. mannvirkið á Spönginni eða áhleðslan þar sem Lögberg var talið vera. Var úr þessu bætt er Samúel Eggertsson og Matthías Þórðarson gerðu nýjan uppdrátt af þingstaðnum 1929. Byggði hann á ítarlegum vettvangsathugunum Matthíasar.

“Þorleifshaugur”
Er vegurinn (“Konungsvegur”) var lagður austur um Þingvallahraun 1907 í tilefni af heimsókn Friðriks 8., var tekinn jarðvegur ofan af hraunbungu og hól skammt vestan við veginn þar sem hann liggur um suðurenda Brennugjár. Voru sagnir um að þetta væri haugur Þorleifs jarlsskálds: “Hann var sýnilega gamalt mannvirki, lausagrjót mikið í honum, borið saman af mönnum, og var jafnvel enn í nokkrum hleðslulögum, og miklar moldir.

thingvellir-905

Lítilsháttar varð vart við ösku og leifar af birkikolum… Enn fremur fundust mjög óverulegar beinaleifar, örfúnar og lítill silfurpeningur…mjög eyddur og gegnsýrður svo að hann molnaði í sundur áður en hann yrði ákveðinn. …Einnig fundust óverulegar leifar af járnnagla og lítill járnmoli. Grjótdyngjan öll í hólnum aðgreindist í bálk, sem var í miðju, og þústir sem voru, hvor sínu megin, að austan og vestan við hann. Var dyngjan öll um 5 ½ m á lengd frá austri til vesturs og nær 4 m á hinn veginn”. Taldi Matthías líklegt ekki ekki fullvíst að þarna hafi verið haugur og leit út fyrir að hann hafi þegar verið grafinn áður og í honum rótað.
Árið 1927 voru öll gömull mannvirki á Þingvöllum, beggja vegna Öxarár friðlýst af þjóðminjaverði, svo og rústir eyðibýlanna Grímsstaða, Bárukots, Múlakots, Litla-Hrauntúns, Ölkofrastaða og ónefnds býlis undir Hrafnabjörgum. Ári síðar setti Alþingi lög um verndun þjóðgarðsins á Þingvöllum69. Margvíslegar athuganir voru gerðar á næstu árum á Þingvöllum og næsta nágrenni. Voru það einkum náttúruskoðun og örnefnaskráning.

Rannsóknir á síðustu árum

Þingvellir

Þingvellir – búðartóft.

Engin rannsókn með uppgrefti var gerð á Þingvöllum frá því er Matthías athugaði meint kuml vestan Brennugjár 1920 þar til tilkynnt var um óvæntan fornleifafund í Þingvallatúni 1957. Þá var verið að grafa fyrir jarðstreng og m.a. tekinn skurður skammt norðan við eystri enda Öxarárbrúar (neðri). Þar fannst s.k. tá-bagall á 43 sm dýpi. Gísli Gestsson gerði þar lauslega athugun og sá að hluturinn hafði komið úr jarðlagi með viðarkolaleifum. Undir því lagi voru mannvistarlög niður á eins metra dýpi í skurðinum71. Tá-bagallinn er að mati Kristjáns Eldjárns skreyttur með víkingaaldarstíl, sem nefndur er Úrnesstíll, og er frá ofanverðri 11. öld72. Er þessi fundur mjög merkur fyrir margra hluta sakir. Tá-bagall er tignarmerki biskupa og ábóta og gat Kristján þess til að hann hefði verið í eigu trúboðs- eða farandbiskups eða jafnvel eins af fyrstu biskupum Íslands. Er hann skreyttur í anda þeirrar listar sem stóð í blóma á lokaskeiði víkingaaldar, áður en hin rómanska kirkjulist miðalda ruddi sér til rúms. Loks ber að geta að þetta er ekki eingöngu eini tábagallinn sem fundist hefur á Íslandi, heldur og sá eini sem fundist hefur á Norðurlöndum.
Er Gísli athugaði betur jarðstrengsskurðinn sá hann ummerki um húsbyggingar um 13 metrum norðar og nær Þingvallabæ. Fann hann þar m.a. gólflag á tæplega 10 m thingvellir-stekkjargja-2löngum kafla. Er ljóst að skurðurinn hefur farið í gegnum fornar byggingar sem ekki sér til á yfirborði. Þjóðminjasafnið hugðist gera frekari rannsókn í Þingvallatúninu, en aldrei varð af því vegna anna starfsmanna og bíður þessi staður þess enn að gerð verði athugun á minjunum. Varð og enn langt hlé á fornleifaathugunum á Þingvöllum.
Árið 1985 hélt Landvernd ráðstefnu um Þingvelli 198573. Þar hélt Guðmundur Ólafsson deildarstjóri fornleifadeildar Þjóðminjasafns erindi um uppgrefti á Þingvöllum. Árið eftir hóf hann síðan uppmælingu á sýnilegum fornleifum á Þingvöllum. Mælingunum var haldið áfram 1987 og 1988, en engin skýrsla var gerð um árangurinn. Ekki er því unnt að fjalla nánar um þær athuganir hér, en þó skal þess getið að fram hefur komið að uppmælingin leiddi í ljós að á Þingvöllum væru fleiri búðaleifar en áður var talið. Samkvæmt lýsingum Matthíasar Þórðarsonar taldi hann um 37 búðaleifar á Þingvelli. Við athuganir 1986-1988 kom fram að þar væru a.m.k. 50 búðatóftir og tóftabrot.
Árið 1993 var gerð tilraun til að nota jarðsjá við fornleifaleit á Þingvöllum að ósk þjóðgarðsvarðar og Þingvallanefndar75. Rannsóknin takmarkaðist við spildu NNA við Valhöll og var gerð í því augnmiði að kanna ytri mörk “Njálsbúðar” og athuga hvort aðrar mannvistarleifar leyndust þar. Af þeim sjö sniðum sem mældu voru, náðu tvö þeirra yfir “Njálsbúð” og er niðurstaða mælinganna talin sýna að núverandi göngustígur þar nái yfir austurhluta hennar. Þess skal getið hér að á yfirborði er augljóst að stígurinn nær yfir austurlanghlið og norðausturhorn búðarinnar.
Önnur helsta niðurstaða mælinganna var sú að talið er líklegt að þær gefi vísbendingar um tvær búðir á svæðinu sem áður voru ókunnar. Á yfirborði er þar að sjá lága hóla sem standa upp úr mýrinni, en þeir hafa enga skýra tóftalögun. Auk jarðsjárinnar var notaður járnteinn og hann rekinn niður í svörðinn til að kanna hvort þar kynni að leynast grjót, sem gæti verið hleðslugrjót í veggjum. Sú athugun sýndi að grjót var m.a. að finna á þessum tveimur stöðum. Þó túlka beri niðurstöður jarðsjármælinga mjög varlega, þá er ekki ósennilegt að hólarnir í mýrinni séu búðaleifar. Er það gagnleg áminning um að fornleifar, og jafnvel þingstaðaleifar er víðar að finna á Þingvöllum en þar sem sjá má búðatóftir með berum augum. Í því sambandi má benda á að Vellirnir norðan við Öxará voru sléttaðir fyrir alþingishátíðina 1930 en þar geta vel hafa verið búðlaleifar.
thingvellir-gataÁrið 1998 hóf Þingvallanefnd undirbúning að nýjum rannsóknum á Þingvöllum og fól Fornleifastofnun að taka saman heimildir um staðinn og greinargerð um stöðu rannsókna og gera tillögur um nýjar rannsóknir.76 Sama ár gerði Adolf Friðriksson lítilsháttar vettvangsathugun til að skoða álitlega rannsóknarstaði og ástand fornleifa. Meðal þeirra staða sem voru skoðaðir voru mannvirkið á Spönginni, “Biskupsbúð”, “Njálsbúð”, “Snorrabúð” og áhleðslan á “Lögbergi”.
Tóftin á Spönginni er enn talsvert greinileg, en óljóst mótar fyrir meintum hring. Hinsvegar er ljóst að landið liggur hærra í kringum tóftina en bæði sunnan og norðan við. Enn má nokkurnveginn sjá hvar Sigurður gróf skurði sína. Staðurinn hefur orðið fyrir lítilsháttar skemmdum, því troðinn gönguslóði liggur frá suðurenda Spangarinnar til norðurs og þvert í gegnum hringinn og yfir tóftina. Er slóðinn sumsstaðar djúpur og rof í bökkunum.
Biskupsbúð virðist ekki hafa orðið fyrir hnjaski síðan Sigurður gróf ár 1880. Njálsbúð liggur á árbakkanum og lá slóði yfir austurhluta hennar, en liggur nú vestan við búðina. Veggirnir eru ógreinilegir og gengnir í sundur víða. Snorrabúð virðist lítið hafa breyst frá því Matthías Þórðarson lýsti henni fyrr á öldinni. Enn má sjá móta fyrir skurðum Sigurðar. Um áhleðsluna á Lögbergi er sömu sögu að segja. Þar sjást rásir í upphækkuninni sem eflaust eru skurðir Sigurðar frá 1880. Ofar hefur verið sett niður flaggstöng en ekki ljóst hvort sú framkvæmd hafi valdið einhverju raski.
Árið 1999 var gerð minniháttar athugun við Þingvallakirkju árið eftir, að ósk vísbendinga um eldri kirkjur á staðnum, og hvenær fyrsta kirkjan var reist á þeim stað sem hún stendur nú (síðan 1859). Eins var markmiðið að kanna ástand jarðvegs, varðveisluskilyrði og útbreiðslu gjóskulaga með tilliti til frekari rannsókna síðar. Grafinn var 10 m langur og 2 m breiður skurður til norðurs, við norðausturhorn kirkjunnar. Í ljós kom að jarðvegur er þar fremur grunnur, og undir er hraunklöpp. Þar fundust grjótundirstöður eldri kirkna og svo heppilega vildi til að vel varðveitt gjóskulög í jarðveginum gáfu skýra niðurstöðu um aldur hennar. Eldri lög, s.s. frá 871, 920 og 934 sáust ekki, enda hefur lítill jarðvegur verið á klöppinni á þeim tíma, en sjá mátti yngri lög ofar: Utan við undirstöðuna hefur verið grafinn skurður og sker hann Kötlulag frá c. 1500, en ekki yngra lag, sem er einnig Kötlulag, frá 1721. Af afstöðu laganna að dæma, hefur kirkjan verið reist á 16. öld.

Nýjar rannsóknir
Thingvellir 1771Þegar litið er yfir rannsóknarsögu Þingvalla í heild blasir við að athuganir á mannvistarleifum þar hafa litlu bætt við þekkingu á staðnum. Mestu fræðilegu púðri hefur verið eytt í að bera saman 13. aldar frásagnir um atburði á söguöld við sýnilegar minjar á staðnum, sem eru líklega flestar frá 18. öld. Einnig hefur lengi verið deilt um hvar Lögberg hafi verið, en lítið er t.d. vitað um aldur eða gerð mannvirkja. Því fer fjarri að fullreynt sé að nota fornleifafræðilegar vísbendingar til að fylla þá mynd sem eldri rannsóknir hafa dregið upp af staðnum. Athyglisvert er að þrátt fyrir allt sem skrifað hefur verið og skrafað um Þingvelli til forna, þá eru engar traustar fornleifafræðilegar heimildir fyrir hendi um forsögu þingstaðarins, þ.e. 10. og 11. öld, áður en ritöld hefst á Íslandi.

thingvellir 1789-2

Er áðurnefndur tá-bagall eina undantekningin frá þeirri reglu. Umfjöllun um forn mannvirki á Þingvöllum hefur að miklu leyti snúist um þjóðsögur, ágiskanir lærðra og leikra og jafnvel hreinan tilbúning. Áhrifa þessa gætir enn. Jón Ólafsson segist hafa velt niður steinum sem hann áleit hafa verið úr lögréttunni fornu og eru þau minjaspjöll á “þessum helgustu fornleifum landsins”, enn hörmuð. Hins vegar er engan veginn víst að Jón hafi haft rétt fyrir sér um eðli og aldur þessara minja, enda um hreina ágiskun að ræða af hans hálfu. Athuganir á svonefndum dómhringum víða um land hafa leitt í ljós að allskyns tóftir og jafnvel náttúrumyndanir hafa verið skýrð sem minjar um forna dóm- og þingstaði án þess að nokkur fótur sé fyrir því. Einnig er það áberandi einkenni á rannsóknum, skráningu og kortagerð á Þingvallaminjum að þær hafa takmarkast við minjasvæðið á Hallinum og á Spönginni auk stöku bletta austan ár, en heildarkönnun á fornleifum í landi Þingvalla hefur ekki enn verið gerð. Rannsóknir síðustu ára, þ.e. fjarkönnun 1993 og 1999 og uppgröfturinn norðan kirkju sýna að frekari fjarkönnun og uppgröftur gætu skilað verulegum árangri. Í næsta kafla verður fjallað um helstu forsendur og markmið nýrra rannsókna.

Rask á þingstaðnum

Thingvellir 1836-2

Á s.l. árþúsundi hefur orðið margvíslegt rask á Þingvöllum, bæði af völdum náttúru og manna. Svo sem kunnugt er hefur mikið landssig átt sér stað síðan frá landnámi og hefur það eflaust breytt ásýnd staðarins. Öxará rann áður vestan Almannagjár en var í fornöld veitt niður á vellina og hefur þar breitt úr sér. Hafi forn mannvirki staðið á völlunum skammt austan Öxarár má ætla að mörg þeirra séu nú horfin í rofi. Einnig er rof í bökkum vestanmegin, þar sem búðarleifar eru enn. Lét þjóðminjavörður dýpka aðalfarveg árinnar á þriðja áratugnum í því skyni að verja minjastaðinn.
Er nútíminn hélt innreið sína varð Þingvöllur að sérstökum áningarstað. Um s.l. aldamót (1897) var lagður vegur í Almannagjá til að auðvelda þar aðgang fólks að þessum merka sögustað. Eins og áður var getið harmaði Finnur Jónsson þessi náttúru- og fornminjaspjöll þegar árið 1901. Engu að síður héldu gáleysislegar vegaframkvæmdir þar áfram og árið 1907 var lagður vegur um þvera vellina og grafnar miklar gryfjur til beggja handa. Á árunum 1920-21 og 1923-24 lét þjóðminjavörður fylla þessar gryfjur á ný, taka af og þekja veginn og troðninga en leggja þess í stað nýjan akveg.
thingvellir 1905-2Síðan 1927 hafa fornleifar á Þingvöllum verið friðlýstar, og nýtur staðurinn aukinnar verndunar sem þjóðgarður. Engu að síður hafa minjaspjöll haldið þar áfram að nokkru leyti, m.a. vegna framkvæmda við undirbúning að Alþingishátíðum. Á Völlunum efri voru fornar reiðgötur sem nú sjást ekki lengur því undirbúningsnefnd Alþingishátíðarinnar 1930 lét slétta vellina og síðar voru þeir teknir til ræktunar. Var svo gert þrátt fyrir andstöðu þjóðminjavarðar84. 1929 voru bæjar- og peningshús tekin ofan, túnið stækkað til suðurs og lagður vegur yfir Fjósagjá, um Miðmundatún og vestur að Valhöll undir Hallinum.
Skömmu fyrir lýðveldishátíðina 17. júní 1944 var kirkjugarðinum á Þingvöllum umturnað, gömul, grasi-gróin leiði voru jöfnuð út eða færð í kaf. Árið 1940 var vígður nýr grafreitur austan við kirkjuna, en ekki er ljóst hvort fornleifar hafi komið þar fram.

thingvellir - ahugi

Ýmsar húsbyggingar fyrr og síðar á 20. öld, ásamt framkvæmdum við lagnir og aðra skurðagerð sem ábúð og mannavist fylgir, hafa eflaust valdið raski á fornminjum, þó ekki sé um það kunnugt. Fornleifafundurinn í Þingvallatúni 1957, þá er grafið var fyrir jarðstreng, ber um það glöggt vitni að fornleifar geta víða leynst þó ekki sjái til þeirra á yfirborði. Á þeim stað (Miðmundatún) og víðar hefur nú einnig verið plantað trjám og hafa rætur þeirra eflaust spillt fornleifum.
Meðal framkvæmda fyrir 1930 var að setja steina í nokkrar búðir með áletruðum búðanöfnum. Var það gert í því skyni að auðvelda ferðamönnum að átta sig á þingstaðnum. Þar eru merktar búðir sem hafa verið taldar búðastæði Snorra goða og Njáls, en einnig voru merktar búðir nokkurra embættismanna frá 18. öld. Má til sanns vegar færa að þær merkingar hafi litla þýðingu fyrir þjóðgarðsgesti, enda eru menn litlu nær að vita t.d. að tiltekin búð hafi verið búð Jens Madtson Spendrup sýslumanns.
thingvellir-ferdamennÁ sjötta og sjöunda áratugnum komu af og til upp hugmyndir um að byggja eftirlíkingar af þingbúðum á staðnum til að laða að fleiri ferðamenn og gefa þeim nánari hugmynd um hvernig var umhorfs við þinghaldið til forna. Var alloft sveigt að Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði í blöðum fyrir aðgerðaleysið, enda búðirnar “engum til gagns” eins og þær væru nú. Töldu sumir nauðsynlegt að reisa “virðulegt minnismerki” á Lögbergi. Þar þyrfti að rétta af hallann sem er á Lögbergsflatanum, rækta þar gras og setja blómabeð, og “byggja Lögréttu í fornum stíl”. Þó svo að hún “hafi aldrei verið staðsett upp á Lögbergshæðinni” þá yrði Lögréttubyggingin þar verðugt minnismerki engu að síður. Aðrir lögðu áherslu á að reisa “fróðlega og gagnlega eftirmynd af búðum til forna”, því það gæfi ekki aðeins útlendingum hugmynd um þinghaldið, heldur væri þetta “nauðsyn” fyrir Íslendinga sjálfa, einkum æskuna sem annars notar staðinn fyrir fylleríssamkomur. Kristján stóð gegn framkvæmdum af þessu tagi, og taldi sér fátt óskyldara en “að búa til fornleifar”. Á síðustu árum hefur orðið kúvending í þessum málum og nú er ekki hreyft við steini á Þingvelli án tilskilins og undirbúnings og eftirlits. Lagðir hafa verið göngustígar þar sem ekki er kunnugt um fornleifar og umferð beint frá viðkvæmum svæðum.
Ein af þeim fræðilegu spurningum sem eru hvað brýnastar er sú hver séu í raun takmörk þingstaðarins. Það veit enginn og ljóst er af skurðgrefti vegna veitulagna, nýlegum athugunum með fjarsjá og uppgrefti að fornleifar leynast víða á Þingvöllum. Auk þess hafa búðakönnuðir á 19. og 20. víða bent á staði þar sem þeir telja líklegt að leynist fleiri þingbúðir, en það hefur ekki verið kannað. Sumar þessara minja tilheyra vitaskuld Þingvallabæ og búskap þar, en aðrar munu vera þingminjar. Sú mynd sem almenningur hefur af staðnum byggir vitaskuld á því sem sést á yfirborði, en eflaust er heildarmyndin flóknari og einfaldlega stærri, ef svo má að orði komast. Brýnt er að gera almenna úttekt á ástandi minja á svæðinu, kanna rof í tóftarbrotum eða skemmdir vegna jarð- eða trjáræktar. Einnig er nauðsynlegt að skrá Þingvallaland í heild, og kortleggja þannig allar sýnilegar minjar, auk þeirra minja sem heimildir eru til um, en ekki eru sýnilegar á yfirborði. Þannig verður m.a. unnt að ákvarða takmörk þingstaðarins og gefa forsendur fyrir skipulagsvinnu og framtíðarráðstöfun jarðnæðis innan þjóðgarðsmarka. Búðir hafa verið beggja vegna árinnar og er mikilvægt, með könnunargrefti og fjarsjármælingar að staðsetja sem flesta minjastaði.

Rannsókn á Þingvöllum 2002

Þingvellir

Snorrabúð á Þingvöllum.

Samkvæmt upphaflegri áætlun var ráðgert að gera forkönnun á átta stöðum á Þingvöllum árið 2002, þ.e. vestan ár, á mannvirkinu á svonefndu Lögbergi, s.k. Snorrabúð, s.k. Njálsbúð og svæðinu sunnan Njálsbúðar, og austan ár, á Miðmundatúni þar sem tábagall fannst 1957, á Biskupshólum, á árbökkum Öxarár norðan Biskupshóla og á Spönginni.
Vegna fjárskorts var athugunum á Snorrabúð, Lögbergi og mannvirkjaleifum á Spönginni frestað, en lögð áhersla á að ljúka forkönnun á öðrum stöðum. Grafinn var könnunarskurður á þessum stað og fannst þá veggur sem væntanlega tilheyrir áður óþekktri búðartóft. Undir grasrótarlaginu (190) var fremur ljósleitur, brúnn og leirkenndur moldarjarðvegur (191) og í honum vottaði fyrir torfi. Þar undir var dökkbrún mold (192) og stóð vatn í á 30 sm dýpi. Syðst í skurðinum voru allnokkrir steinar, eflaust úr vegghleðslu, sem er talsvert hrunin.
Engar vísbendingar fundust um aldur mannvirkisins, og óvíst er um lögun þess og stærð, enda sjást lítil merki á yfirborði. Grafa þyrfti búðina upp til að sjá lögun hennar, en svæðið er blautt og því erfitt að stunda þar fornleifauppgröft. Þessi niðurstaða staðfestir engu að síður, að suðurmörk þingstaðarins austan ár eru einfaldlega óþekkt, því búðir kunna að hafa staðið hér og hvar á þessu svæði. Ummerki um mannvirki eru horfin því þau hafa sokkið í blautan jarðveginn. Finnist fleiri minjar á þessum slóðum mun það breyta heildarmynd þingstaðarins.

Fornleifakönnun austan ár – Miðmundatún

Þingvellir

Þingvellir – Öxarárfoss.

Árið 1957 var grafið fyrir jarðstreng á Miðmundatúni, skammt frá norðausturhorni brúarsporðsins, þar sem nú er trjálundur. Þar fannst fyrir tilviljun sjaldgæfur dýrgripur, s.k. tábagall frá 11. öld – tignarmerki biskupa. Við skyndiathugun það ár komu í ljós mannvistarlög sem bentu til að þar hafi staðið e.k. mannvirki, en þau voru ekki athuguð frekar. Ekki hefur verið vitað til þess að þingbúðir hafi staðið á þessum slóðum, en vissulega er fundurinn óvenjulegur og mannvistarlögin gefa fullt tilefni til frekari rannsókna.

Niðurstöður
thingvellir - thjodgardurSumarið 2002 hófust rannsóknir á fornleifum á Þingvöllum. Grafnir voru prufuskurðir á Miðmundatúni, Biskupshólum, austurbakka Öxarár skammt norðaustan Biskupshóla, og í svonefnda Njálsbúð og aðra tóft skammt vestan við hana. Helstu niðurstöður rannsóknanna eru þær fjöldi meintra búða er meiri en áður var talið. Áður óþekktar búðir komu í ljós á öllum þessum stöðum. Ljóst er nú að á Biskupshólum og þar í kring hefur ekki aðeins staðið ein búð, heldur mikil búðaþyrping, sem ekki sér lengur móta mikið fyrir á yfirborði nema að mjög litlu leyti. Svo virðist sem þar séu mannvirki allt frá 10.-11. öld. Elstu mannvirkin eru gerð úr voldugum veggjum með torfhleðslum og stóru grjóti. Ekki er hægt að segja frekar til um aldur eða hlutverk þessara mannvirkja, en þessi staður er vænlegur til rannsókna með uppgrefti. Hér hefur hlaðist upp talsverður jarðvegur, en eldri minjar virðast ekki hafa spillst af búðagerð frá síðari tímum, eða raski vegna búskapar né af náttúrulegum ástæðum. Eru vegghleðslurnar reyndar óvenjuheillegar, og vottar fyrir gólflögum. Eins fundust þar gjóskulög og varðveisluskilyrði í jarðvegi eru ágæt.
Önnur helsta niðurstaða sumarsins er sú að minjar á Þingvöllum sem öðrum þingstöðum eru víða að spillast af völdum náttúrunnar, einkum af völdum vatnsaga eða trjágróðurs, t.a.m. í mýrinni sunnan við búðaþyrpinguna vestan ár, við trjálundinn á Miðmundatúni og á bökkum Öxarár. Við athuganir á vorþingstöðum á Vestfjörðum kom í ljós að þeir hafa allir raskast að verulegu leyti, vegna vegagerðar, skriðufalla, trjágróðurs, rofs, vatnsaga og byggingaframkvæmda. Engu að síður eru upplýsingar um mannvirki á þessum stöðum mikilvægar við rannsóknir á eðli þingminja.”

Heimild:
-Þinghald til forna – Framvinduskýrsla 2002 – Adolf Friðriksson (ritstjóri). Höfundar efnis: Adolf Friðriksson, Garðar Guðmundsson og Howell M.Roberts, Reykjavík 2002.
http://www.nabohome.org/uploads/fsi/FS183-02141_Thinghald_til_forna.pdf

Þingvellir

Þingvellir – Almannagjá.

Ölkelduháls

Árni Óla fjallar um “Hverafugla” í Lesbók Morgunblaðsins árið 1972:
olfusvatnslaug-980“Ein af furðum Íslands eru hinir svonefndu hverafuglar. Engar frásagnir höfum vér um, hve langt er síðan menn veittu þeim fyrst eftirtekt, en fyrir 200—250 árum er þeirra viða getið. Þeirra hefir helzt orðið vart í Árnessýslu, en ekki ber lýsingum manna nákvæmlega saman um hvernig þeir eru í hátt. Öllum ber þó saman um, að þetta séu sundfuglar ogr dökkir á lit og líkja flestir þeim við litlar endur. En það einkennilegasta við þá er þetta, að þeir hafast við á bullandi heitum hverum, synda þar og stinga sér jafnvel niður i ólguna. Þetta hefir nú mörgum þótt ótrúlegt, sem von er, og í héruðum sem þeirra hefir ekki orðið vart, neita menn algjörlega að trúa því að þeir séu til og kalla þetta ofsjónir. En sögur um fuglana hafa endurtekið sig í sífellu, því að menn hafa séð þá hvað eftir annað, og þar á meðal glöggir og málsmetandi menn, sem ekki er gott að væna um ósannsögli. Ég mun nú rekja það helzta, sem ég hefi fundið skráð um þessa undarlegu fugla, og klykkja svo út með frásögnum tveggja núlifandi manna, sem hafa séð þá…
Hálfdan Jónsson lögréttumaður á Reykjum í Ölfusi ritaði lýsingu sveitarinnar 1703. Þar minnist hann á hver, sem sé rétt við alfaraveginn frá Hveragerði upp á Hellisheiði. Hann segir að hver þessi sé með bergi að austanverðu en sandmel annars staðar, en þar sé um tveggja álna hátt niður að vatni.

olkelduhals-881

Hverinn sé kringlóttur og víður sem lítið hús. Hann er bullandi með smásuðu, djúpur mjög og dimmur að sjá. Á þessum hver hafa skilríkir og sannorðir menn, sem um veginn fóru, séð tvo fugla synda, að vexti sem litlar andir, með kolsvörtum lit og hvítum baugum kringum augun. Þá þessir fuglar hafa um litinn tíma synt á hvernum, hafa þeir stungið sér og síðan komið upp aftur öllum, sem fuglana hafi séð, beri saman um þetta. Snorri Björnsson prestur á Húsafelli ritaði bækling um náttúru Íslands. Hann segir að hverafuglar séu algengir, en mjög styggir. Þó hafi þeir nýlega verið skotnir á Reykjum í Biskupsbungum, og höfundurinn lýsir einum, sem nafnkunn skytta, Teitur Björnsson, hafi skotið á Gunnuhver á Reykjanesi. Segir hann að fuglar þessir syndi á sjóðandi vatni og stingi sér í það. Kroppur þeirra soðnar ekki í heitu vatni, en ef ísköldu vatni er á þá hellt, þá verða þeir eftir 1 1/2 klukkustund sem soðnir séu. Fuglar þessir eru þó ætir, en nokkuð kuldabragð er að þeim.
Jón Ólafsson Grunnvíkingur segir frá hverafuglum í Ölfusi, og segir að einfaldir menn haldi, að þeir séu sálir fordæmdra. Ekki segist hann mundu hafa trúað því að slíkir fuglar væru til, ef ráðvandir og trúverðugir menn hefðu eigi sagt sér, og þeir jafnvel sumir lærðir. En eflaust sé margt í náttúrunni, sem vér ekki skiljum, og ekki sé alltaf rétt að neita einhverju, af því að menn hafi ekki séð það sjálfir.

olkelduhals-883

Þorsteinn Magnússon sýslumaður ritaði lýsingu Rangárvallasýslu 1744. Hann segir um hverafugla, að þegar þeir stingi sér, sjáist þeir ekki aftur á sama hver í það sinn.
Brynjólfur Sigurðsson sýslumaður ritaði lýsingu Árnessýslu 1743 og talar þar um hverafugla á Reykjalaug í Ölfusi, segist reyndar ekki hafa séð þá, en áreiðanlegir menn hafi sagt sér frá þeim. Þeir stinga sér á kaf í hverinn og eru á stærð við tittlinga, svartir með dökkum dröfnum. Segir hann að fuglar þessir hafi horfið við jarðskjálftann 1734 og ekki sézt síðan. Eggert Ólafssyni verður talsvert skrafdrjúgt um hverafuglana og segir svo frá í Ferðabókinni: Grafarhver í Hreppum er víður og sýður mikið í honum. Það er merkilegt við hver þennan, að menn fullyrða, að þeir hafi séð fugla synda þar á sjóðandi vatninu. Ef þetta er satt, þá er þar um að ræða einn af leyndardómum náttúrunnar. Menn eru ekki á eitt sáttir um stærð þessara fugla. Sumir segja að þeir séu á stærð við hrafna, aðrir að þeir séu eins og litlar andir, og enn halda sumir því fram, að þeir séu ekki stærri en lóur. Sjaldan sjást fleiri en tveir í einu.
Litnum gátu menn heldur ekki lýst með neinni nákvæmni, en flest um kom þó saman um að þeir væru dökkleitir. Akrahvera austurengjarhver-881(í Hveragerði) er oft getið í sambandi við hina svonefndu hverafugla. Okkur auðnaðist ekki að sjá þá. Fórum við þó oft að hverunum og biðum þar tímunum saman. En bæði núlifandi menn og eins forfeður þeirra þykjast hafa séð fugla þessa bæði á Akrahverum, Grafarhver og Hvernum eina í Gullbringusýslu og fleiri stöðum. Hálfdan Jónsson staðfestir það um hverina í Ölfusi, að margir skilorðir menn, ýmist nýdánir eða samtíðarmenn hans, hafi séð þessa fugla greinilega.

Enn lifa menn, sem hafa séð hverafugla og fullyrða þeir, að fuglarnir syndi ekki einungis, heldur stingi þeir sér, þegar komið sé nálægt hvernum og séu langan tíma i kafi og komi stundum ekki upp aftur. Þeir sjást ekki að staðaldri og oft líða 3—4 mánuðir milli þess að þeir sjást og sumir, sem búa þar í grennd, hafa aldrei séð þá. Þeir sjást einungis á tilteknum hverum og helzt á stórum hverum og djúpum og sjást þeir einnig á vetrum.
Hverafuglar er sagt að oft hafi sézt á Hvernum eina. Er hann þá eini leirhverinn, sem slíkt fágæti er sagt um. Sagt er að þeir stingi sér, þegar menn koma á hverbarminn, en þeim er lýst með nokkuð öðrum hætti hér en annars staðar. Þeir eru sagðir alsvartir, að eins á stærð við smáendur, fiðurlausir, með litlum vængjum.
badstofuhver-881Þessar ólíku lýsingar gera allar sagnir um hverafuglana grunsamlegar. Af þeirri orsök o.fl. hefir Horrebow ekki viðurkennt hverafuglana, og er honum það ekki láandi. Við erum enn í vafa um þá. Annars minnist ég þess, að maður á Reykjum í Ölfusi sagði mér, að ekki hefðu sézt fuglar á Reykjahver síðan jarðskjálftinn 1734 breytti landinu, en fyrir þann tíma hefðu þeir verið algengir.
Síðan segir Eggert frá eigin brjósti: Hver má trúa því, er honum trúlegast þykir um hverafugla þessa. Langfæstir Íslendingar trúa því, að hér sé um raunverulega fugla að ræða. Sumir halda að þetta sé einungis ímyndun eða missýningar, fram komin af myndum þeim, sem stundum koma fram í hveragufunni yfir vatninu. Aðrir haldi að það séu draugar, en fáeinir, og það helzt gamlir menn halda að fuglarnir séu sálir framliðinna, sem fengið hafa þessa mynd á sig. Er sú trú víst ævagömul. Við viljum ekki blanda okkur í þær deilur. En við treystumst ekki til að bera brigður á almenna sögn, sem staðfest er með frásögn af því, sem fjöldi trúverðugra manna hefir séð — og segja að þetta sé ekki neitt.
En ef við hins vegar ætlum að telja þetta náttúrulega ystihver-881fugla, þá veldur það allmiklum vandræðum, jafnvel þótt fuglarnir haldi sig ekki í sjóðandi vatni, heldur syndi aðeins skamma stund á því og stingi sér ef til vill aðeins til þess að skriða niður í holur í jörðinni, líkt og keldusvínið. Fiður þeirra Og hin harða húð á nefi þeirra og fótum, gæti ef til vill þolað hitann og jafnvel haldið vatninu frá líkama þeirra. En hvað á þá að segja um augun? Þau hlytu að vera með allt öðrum hætti en augu annara dýra, er menn þekkja, ef þau ættu að þola þennan hita. Því kynni að vera svarað þannig, að salamöndrur hafi einnig augu, en nú hafa nýjustu rannsóknir sýnt, að þær dveljast alls ekki í eldi, heldur hlaupa einungis af skyndingu gegnum bál. En þetta eru þó ekki einu vandræðin, sem leysa þarf úr. Enn mætti einnig spyrja hversu hátt að væri blöði þessara fugla.

landahver-881

Blóð fugla er yfirleitt létt og margir sjófuglar geta ekki kafað vegna þess hve léttir þeir eru. En þar til má svara því, að hveravatn er öðru vatni léttara, en andir eru yfirleitt þungir fuglar. Hitinn í hverunum veldur þó mestum erfiðleikum, ef skilja á, að lifandi fuglar geti haldizt við í þeim. En þótt fiður fuglanna og líkami hrindi vatninu frá sér, þá hlýtur það þó að hitna, en ef hitinn í umhverfi dýranna, hvort heldur það er loft eða annað, verður meiri en innihiti: dýrsins, er hann því banvænn. En þetta á einkum við um blóðheit dýr, eða þau sem hafa tvíhólfa hjarta og anda að sér lofti. Ef menn hins vegar vilja gera skriðdýr úr hverafuglum, þá er ef til vill auðveldara að skýra tilveru þeirra. En ef þetta eru venjulegir fuglar, þá eru þeir í sannleika mikil og furðuleg nýjung í náttúrufræðinni. Þannig fórust þá hinum kunna vísindamanni orð. Hann viðurkennir, að tilvera þessara hverafugla sé sér óskiljanleg, en hann er svo samvizkusamur, að hann við ekki dæma ósanna vitnisburði fjölda manna, kalla þá skrök, ofsjónir eða ímyndanir, eins og mörgum er hætt við þegar líkt stendur á.
Nær hálfri annarri öld seinna ferðaðist annar íslenzkur vísindamaður um allt Ísland, dr. Þorvaldur Thoroddsen. Hann minnist á hverafugla í ritum sínum og segir á einum stað: Þessi þjóðsaga um hverafugla hefir lengi haldizt.
Ég hefi sjálfur talað við alþýðumenn, sem eru sannfærðir um, að slíkir fuglar séu til
og þykjast jafnvel hafa séð konungshverþá. Og trúin á hverafugla lifir áfram í landinu, studd af nýjum og nýjum vitnisburðum manna, sem höfðu séð þessa kynjafugla.
Árið 1955 kom út bókin „Dulrænar smásögur”, sem fræðimaðurinn Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi hafði safnað, en Guðni mag. Jónsson sá um útgáfu bókarinnar. Sjöundi kafli hennar nefnist „Dulardýr” og fylgir honum svolátandi athugasemd: „Því er þessi flokkur látinn fylgja hér með, að enn sem komið er vantar vísindalega vissu fyrir tilveru slíkra dýra, eða hvernig er á því háttur, að menn hafa orðið þeirra varir. Og á meðan verða þau að teljast með hinu dularfulla.” Þarna eru meðal annars frásagnir manna og kvenna af hverafuglum sem þeir höfðu séð. Fer þar ekkert milli mála, því að Brynjúlfur hafði skráð frásagnirnar af þeirra eigin munni. Hér skal nú rakið efnið í sögum þessum:
Fyrstu söguna hefir Brynjúlfur eftir Vigfúsi Þorvarðarsyni í Hákoti í Flóa. Vigfús sagði svo frá, að hann var eitt sinn að koma úr skreiðarferð og var kominn austur yfir Hellisheiði að Hveragerði. Kom hann þá að „tæra hvernum, sem er milli gamla vegarins og nýja”.
Og sem hann kom þar, sá hann fugl synda á hvernum, móbrúnan að seltun-881lit og litlu stærri en spóa. Þegar Vigfús átti eftir 9—10 faðma að hvernum, stakk fuglinn sér og sá Vigfús á eftir honum ofan í vatnið, og bar hann svo brátt að hvernum að hann sá einnig hvernig loftbólur komu upp af fuglinum. — „Hann var stilltur maður og fámáll og talinn áreiðanlegur,” segir Brynjúlfur, „og eið kvaðst hann geta lagt út á þetta.”

Næsti sögumaður var Gísli sýslnefndarmaður Magnússon í Króki í Grafningi. Hann sagði svo frá, að vorið 1887 hefði hann verið að smala kindum sínum til rúnings og var kominn kl. 8 að morgni að Ölkelduhálsi, að stóra hvernum „sem er til hægri handar, þegar menn fara veginn milli hrauns og hliða úr Grafningi til Reykjavíkur.” Og er hann átti eftir 12—14 faðma að hvernum, sá hann fugla þar á sundi. Hann segir að sér hafi brugðið svo við þessa sýn, að hann hafi lokað augunum til þess að vita hvort þetta væri ekki missýning. En er hann lauk upp augunum aftur, sá hann að fuglarnir voru þarna enn og lýsti hann þeim svo: „Mér virtist stærðin á þeim vera heldur frekari en á litlu stokkönd. Liturinn var dökkmógrár, lítið ljósari á bringunni og undir kverkinni. Nefið sýndist mér frammjótt og hvasst. Þeir höfðu nokkuð hratt sund. Ekki sá ég þá hreyfa vængina. Þegar ég færðist nær, stungu þeir sér báðir þar nálægt, sem suðan bungaði mest upp í hvernum. Ég sá þá ekki aftur, enda stanzaði ég ekki við hverinn.”

hverafugl

Síðan lýsir hann hvernum, en segir að hann hafi breytzt nokkuð í jarðskjálftanum 1896, en haldi þó að mestu sama útliti og áður.
Þriðja sagan er höfð eftir Steinunni Guðmundsdóttur, vinnukonu á Ölfusvatni. Hún mundi ekki fyrir víst hvenær hún sá fuglana, en taldi að það mundi hafa verið um 1857. Hún var þá að raka slægju rétt hjá stóra hvernum á Ölkelduhálsi (þar sem Gísli sá fuglana). Kvaðst hún hafa orðið hrædd, er hún sá þá synda á sjóðandi vatninu. Sagði hún að þeir hefðu verið dökkgráir að lit, með beinan háls nokkuð háan. Hún sá þá synda lengi á hvernum, en hvorki sá hún þá stinga sér né fljúga og ekki hreyfa vængi.
Fjórða sagan er höfð eftir Sigríði Hannesdóttur húsfreyju í Króki í Grafningi. Kvaðst hún hafa heyrt Ámunda heitinn Einarsson, í Miðengi í Grímsnesi, segja frá því, að hann hefði séð tvo fugla á hvernum á Ölkelduhálsi synda þar saman og síðan stinga sér í suðuna. Hún kvaðst hafa spurt Jón Hjaltalin landlækni hvaða fuglar þetta hefðu getað verið, og hafi hann þá svarað, að það væri sérstakt andakyn.
Af tilviljun hafði ég spurnir af tveimur austurengjar-885mönnum, sem enn eru á lífi og hefir hlotnazt sú reynsla, oftar en um sinn, að sjá hverafugla. Annar þeirra er Ingólfur Þorsteinsson yfirlögregluþjónn í Reykjavík, en hinn er Guðmann Ólafsson bóndi á Skálabrekku í Þingvallasveit. Ég fór á fund Ingólfs og spurði hann hvað hæft væri í þessu. Hann sagði mér þá fróðlega og ítarlega frá reynslu sinni, og auk þess útvegaði hann mér umsögn Guðmanns um hvað fyrir hann hafði borið. „Mér þykir vænt um,” sagði Ingólfur, „að þú skulir vera að forvitnast um þetta. Mér er engin launung á því að ég er sannfærður um, að hverafuglar eru til, hvað sem almannarómur segir um það. Ég trúi betur mínum eigin augum heldur en því sem aðrir fullyrða um það, sem þeir hafa hvorki séð né heyrt. Um hitt vil ég ekkert fullyrða hvers kyns þessir hverafuglar eru, og í vitund minni er hér ekki um neina furðufugla að ræða, að öðru leyti en því, að þeir þola að synda og kafa í sjóðandi vatni. Annars býst ég við því, að þeir séu svipaðir öðrum fuglum og það muni sannast þegar náttúrufræðingum tekst að koma höndum á þá.”

Ingólfur ólst upp á Nesjavöllum í Grafningi, uppeldissonur hjónanna Brynjólfs Magnússonar og Þóru Magnúsdóttur, sem þar bjuggu lengi. Hann vandist öllum sveitastörf um í æsku, og vegna fjárgæzlu átti hann margar ferðir fram og aftur um landareignina, jafnt uppi í fjöllum sem á láglendi, og var því gjörkunnugur á þessum slóðum.

austurengjar-886

Og það var einmitt í landi Nesjavalla að hann komst í kynni við hverafuglana. En frásögn hans um það er á þessa leið: Þegar ég var á 11. og 12. árinu sá ég tvívegis fugla synda á sjóðandi hver og stinga sér hvað eftir annað í ólgandi suðuna. Þessir atburðir gerðust með rúmlega eins árs millibili á hverasvæðinu norðan í Hengli, en það hverasvæði er í landi Nesjavalla.
Í fyrra skiptið sem ég sá þessa fugla, var ég að smala og var einn á ferð. Það var vorið 1911. Ég var á gangi meðfram læk, sem rann eftir hvera svæðinu og var vatnið í honum snarpheitt, en ekki sjóðandi, þótt nokkur hluti þess væri kominn úr sjóðandi uppsprettum.
Allt í einu flugu þá tvær andir þarna upp af læknum, örskammt frá mér, en ég hafði ekki veitt þeim athygli fyrr en um leið og þær flugu upp af læknum. Ég hafði oft farið um þetta hverasvæði áður, en aldrei séð þar neina sundfugla, og sreip mig: þegar undrun að fuglar skyldu vera þarna á læknum svo heitur sem hann var. Auk þess var lækurinn svo lítill að ekki var líklegt að fuglar gætu synt á honum nokkuð að ráði, þótt auðvelt hefði verið fyrir þá að baða sig í honum.
Undrun mín varð þó olkelduhals-799enn meiri er ég sá fuglana fljúga beinustu leið að stærsta hvernum þarna á hverasvæðinu og hlamma sér niður á hann. Ég hefi þá verið í aðeins 40—50 metra fjarlægð frá hvernum þeim. Hann var langstærstur hveranna þarna og allir vissu að hann var sjóðandi heitur. Suðuólgan var svo mikil í honum, að hvinurinn í henni heyrðist góðan spöl í allar áttir. Hann er um 5 metrar að þvermáli, eða jafnvel meira. Umhverfis hann eru nokkuð háir, leirkenndir moldarbakkar, og vatnið í honum er mjög leirborið. Ég flýtti mér á eftir fuglunum til þess að athuga það nánar hvort þeir hefðu steypt sér beint niður í sjóðandi hverinn. Og þegar ég kom að hverabakkanum, sá ég að fuglarnir syntu fram og aftur um hverinn og svo stungu þeir sér hvað eftir annað á miðjum hvernum á meðan ég gekk umhverfis hann. Aldrei voru þeir nema örstutta stund í kafi hverju sinni, en augljóslega stungið þeir sér til þess að forðast mig, eins og algengt er að sundfuglar geri á vötnum og tjörnum, þegar þeir verða varir mannaferða. Ég gekk aðeins einn hring umhverfis hverinn og lofaði fuglunum síðan að vera í friði.
Svo var það á engjaslætti sumarið 1912, að ég sá þarna alveg sams konar fugla öðru sinni á sama stað. Þá var í fylgd með mér unglingspiltur, einu eða tveimur árum eldri en ég. Hann hét Sigurbergur Elísson og var á sínum efri árum verkstjóri hjá Gatnagerð Reykjavíkur. Við höfðum verið sendir til að snúa heyi, sem slegið hafði verið á nokkrum grasblettum þarna á hverasvæðinu. Leið okkar lá meðfram fyrrgreindum læk og flugu þá fuglarnir upp af læknum á svipuðum stað og í fyrra skiptið, og enn flugu þeir hratt og beint á stóra hverinn og settust á hann. Við strákarnir eltum þá þangað og sáum þá báðir, þar sem þeir syntu á hvernum. Þeir stungu sér þá einnig, hvað eftir annað, eins og áður og höguðu sér blátt áfram á sama hátt og þeir höfðu gert, er ég sá þá í fyrra skiptið.
Fuglarnir voru á stærð við litlar endur, móbrúnir á lit og þó fremur dökkir, en aðeins ljósari framan á bringunni og á hálsinum. Þeir flugu með mjög hröðum vængjablökum, eins og öndum er tamt. Vængir voru stuttir, en um vaxtarlag og hreyfingar líktust þeir mjög algengum andategundum af álíka stærð.

olkelduhals-792

Í fyrra skiptið sem ég sá fuglana, sagði ég fósturmóður minni frá því þegar heim kom. Hún bað mig þá að segja engum frá þessu, því að þetta gæti ekki verið rétt. Annað hvort hlyti mig að hafa dreymt þetta, eða missýnzt hrapallega. Ég var hins vegar sannfærður um, að hvorki var um draum né missýningu að ræða, heldur hafði ég með fullri rænu og með mínum eigin augum horft þarna á lifandi fugla og athæfi þeirra, þótt það þætti ótrúlegt. Afstöðu fóstru minnar hefi ég þó fullkomlega skilið og gert mér grein fyrir því, að það getur verið mjög óheppilegt fyrir mann að segja frá því, sem enginn getur trúað, þótt hann viti sjálfur að dagsatt sé.
Það var ekki fyrr en nokkrum áratugum eftir að ég sá þessa fugla, að ég varð þess vísari, að til voru staðfestar frásagnir annarra manna, sem höfðu séð fugla synda á sjóðandi hverum, og þessar frásagnir las ég í bókinni „Dulrænar smásögur” eftir Brynjúlf frá Minna-Núpi.
Enn var það nokkrum árum seinna, að ég fór sem oftar að heimsækja vin minn Guðmann Ólafsson á Skálabrekku. Hann hefir búið þar um margra ára skeið, en átti áður heima í Hagavík í Grafningi og er það næsti bær við Nesjavelli. Foreldrar hans bjuggu þar á þriðja og fjórða tug aldarinnar.
Hengill og hverasvæðið norðaustan í Nesjalaugar-771honum sést mjög vel frá Skálabrekku þegar bjart er veður. Og er ég nú var þar staddur, bar mikið á gufu upp af hverasvæðinu. En það er misjafnt og fer eftir veðurfari hvað gufan er áberandi. Ég hafði því orð á því við Guðmann, að í æsku hefði mér verið sagt að það vissi á rigningu, þegar mikill gufureykur væri úr hverunum. Guðmann tók ekki undir þetta, en leit einkennilega til min og sagði: „Heyrðu, sást þú aldrei fugla á hverunum í Henglinum?” Mér kom þetta á óvart, því að á þetta hafði aldrei verið minnzt okkar í milli, þrátt fyrir kynni okkar og vináttu allt frá barnsárum. Ég mun því hafa litið eitthvað kankvíslega til Guðmanns er ég svaraði bonum og sagði: „Sást þú þá kannski líka?” Þá sagði Guðmann, að þegar hann var í Hagavík og var í smalamennsku á vorin, hefði hann margsinnis séð fugla synda á sjóðandi hverum, og man ég að hann nefndi sérstaklega í því sambandi stóra hver inn á Ölkelduhálsi. Nú stóð svo á, þegar við vorum að ræða um þetta, að við sáum einnig mikla gufu upp af stóra hvernum á Ölkelduhálsi, sem er nokkuð austan við Hengil, og vissum við báðir hvar þessi stóri hver var. Ég spurði Guðmann hvort hann hefði komið oft að hvernum og kvaðst hann hafa komið þar nokkrum sinnum, en ekki muna með neinni vissu hve oft hann hefði séð þar hverafugla.
Guðmann lýsti fyrir mér fuglinum, sem hann sá og olufslaugar-771virtist mér sú lýsing eins geta átt við fuglana, sem ég sá á hverasvæðinu í Hengli. Það kom einnig fram í þessu samtali okkar Guðmanns, að þessi vitneskja um hverafuglana hafði verið honum, ekki síður en mér, nokkurt feimnismál, sem varhugavert væri að tala um við nokkurn mann, enda hafði móðir Guðmanns, er hann sagði henni frá fuglunum, tekið alveg sömu afstöðu til þess eins og fóstra mín. En móðir Guðmanns og fóstra mín voru systur, og báðar vel greindar konur.

Þannig sagðist Ingólfi frá. Og þá bað ég hann að reyna að ná til Guðmanns og fá sjálfs hans frásögn af hverafuglunum. Ekki stóð á því, og Guðmann sendi bréflega eftirfarandi frásögn: Ég var barn að aldri er ég heyrði fyrst talað um hverafugla, eða endur, sem syntu á heitum hverum. Margar sagnir eru um þessa fugla og einhvers staðar las ég frásögn um að prestur nokkur austan úr sveitum hefði verið á ferð í Hveragerði og séð þar fugla synda á hver. Almenningur trúði ekki þessum sögnum. Þær voru sem þjóðsögur. En margt getur verið satt í þjóðsögunum. Sjálfur hefi ég séð andir synda á sjóðandi hverum. Það var annaðhvort sumarið 1923 eða 1924 að ég sá þessa fugla fyrst í Hagavíkurlaugum við Hengilinn. Þa  syntu þeir á tærum hver, eina tæra hvernum á þessu hverasvæði. Ég sá þá úr nokkurri fjarlægð en fór ekki nógu gætilega, því að þeir flugu upp áður en ég komst nálægt þeim. Mér sýndist þetta vera fremur litlir fuglar, dökkir á lit. Þessi tæri hver var svo heitur, að enginn maður þoldi að dýfa hendi niður í hann. Austurengjar-779
Eftir þetta fór ég að hafa mikinn áhuga á þessum fuglum og oft lagði ég lykkju á leið mína, ef ég fór nálægt hverum. Mörg ár liðu og aldrei gat ég komið auga á þessa fugla. Einu sinni hafði ég þó heppnina með mér. Það var um sumar laust fyrir 1930. Ég var þá á leið að Kolviðarhóli „milli hrauns og hlíða,” sem kallað var. Á svonefndum Ölkelduhálsi er stór leirhver og er hann spölkorn frá götunni. Ég hafði oft komið að hver þessum áður, en í þetta sinn syntu tveir fuglar á honum. Nú komst ég svo nærri þeim, að ég sá þá greinilega. Þeir voru litlir, dökkir, þó ekki alveg svartir, heldur stærri en 1óa, en ekki beint líkir henni, stélstuttir, hálsinn beinn upp og fremur stuttur, bústnir, með áberandi slétt fiður. Þarna syntu þeir á sjóðandi heitum hvernum.

Í þriðja og síðasta skipti sá ég fuglana 1934 eða 1935, og voru þeir á tæra hvernum í Hagavíkurlaugum, en þá komst ég ekki eins nærri þeim og á Ölkelduhálsinum. Ég hefi oft athugað endur, sem ég hefi séð á vötnum og ám, en aldrei rekist á neinar, sem líkjast þessum fuglum.
Þannig eru þá frásagnir þessara tveggja manna, sem enn eru uppi og voru svo heppnir að sjá hverafugla, en krysuvik-799báðir látið hljótt um það, vegna þess að þeim var bannað á heimilunum að segja frá því. Þeir sáu þessa fugla á árunum 1911—1935. Vel má vera, að síðan hafi ýmsir orðið varir við fuglana, en þagað um það, svo að þeir ættu ekki á hættu að verða fyrir háðsglósum vegna hjátrúar og missýninga. Fordómar almennings eru oft bitrir og illt að fá þá yfir sig, nema menn minnist þess, hvernig þeir Grunnavíkur-Jón og Eggert Ólafsson tóku í þetta mál.

Nafnið hverafuglar mun vera orðið nokkuð gamalt, en það gefur enga bendingu um hver sú fugdategund er, sem það á við. Fuglarnir eru aðeins kenndir við hveri, en það er villandi, vegna þess að það gæti bent til þess, að fuglar þessir hafi aðsetur við alla hveri á landinu. En því fer fjarri. Þeirra hefir ekki orðið vart nema á tiltölulega litlu svæði og aðallega í Árnessýslu og jafnvel virðast þeir ekki vera að staðaldri á þeim hverum, þar sem þeirra hefir orðið vart, heldur bendir allt til þess, að þeir komi þar aðeins við endrum og sinnum. Á öðrum tímum hljóta þeir því að hafast við annars staðar.
Lýsingum á fuglunum ber ekki saman, nema um sumt, og fátt um þá vitað með vissu annað, en þetta eru sundfuglar sem geta kafað, og að þeim svipar mest til andarkyns um vaxtarlag og flug, enda munu þeir upphaflega verið nefndir hveraandir. Það nafn hefir þó lagzt niður, líklega vegna þess að ekki hefir þótt viðeigandi að ættfæra þá þannig. Í Orðabók Blöndals eru þeir kallaðir hverafuglar og fylgir þar þessi skýring: „Samkvæmt þjóðtrúinni eru það einhverjir fuglar, sem talið er að hafist við á heitum hverum.” Og samskonar upplýsingar er að fá í Orðabók Árna Böðvarssonar. Það væri fróðlegt að vita hvenær nýjar fregnir berast af þessum hverafuglum, og hvort menn verða þá ekki einhverju nær um hvers kyns þeir muni vera.”

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 28. maí 1972, bls. 2-3 og 14 og 16.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hverir.

Garðakirkja

Í Jarðabókinni 1703 eru Garðar á Álftanesi sagðir eiga selstöðu við Kaldá, væntanlega í Kaldárseli. Nú er að mestu búið að eyðileggja minjar hennar, en líklegt má telja að selstaðan geti verið allt frá því á 16. eða 17. öld. Minjar annarrar selstöðu í Garðalandi eru í Helgadal. Þar hefur verið kúasel af tóftunum að dæma, líklega frá miðöldum. Leifar þriðju selstöðuna, og þá elstu, sennilega allt frá landnámi, er að finna á Garðaflötum. Þar má einng sjá, að því er virðist fjós, skála og eldhús.

gardaflatir - minjakortÍ Hrafnkels sögu Freysgoða eru Garðar á Álftanesi orðnir til þegar á 10. öld og bjó þar Þormóður Þjóstarsson, bróðir voldugra manna sem veittu óvinum söguhetjunnar lið. Hann er látinn vera eiginmaður Þórdísar, dóttur Þórólfs Skalla-Grímssonar en þar eð Hrafnkatla er rituð um 1300 og varðveitt í ungum handritum verður henni ekki treyst. Konan mun hafa heitið Þuríður Þorleifsdóttir eins og segir í Landnámu en þar fæst raunar staðfesting á því að þeir feðgar, Þjóstar og Þormóður, bjuggu á Álftanesi. Bústaðurinn er þó ekki tilgreindur nánar.  Hvað sem því líður hafa Garðar snemma orðið kirkjustaður og prestssetur því skv. Kirknaskrá Páls biskups Jónssonar var risin þar kirkja árið 1200 ef ekki fyrr og þjónaði sú einnig Bessastöðum.  Fram eftir 13. öld var staðurinn þó áfram í höndum veraldlegra höfðingja og birtist með ýmsum hætti í heimildum frá þeim tíma. Árið 1230 er getið um Þorvald Gissurarson Viðeyjarkanoka “at boði j Görðvm”  og má vera að gestgjafi hans hafi verið Einar Ormsson sem að sögn Sturlungu bjó a.m.k. á staðnum árið 1243 og skaut skjólshúsi yfir frænda sinn, Þórð Bjarnarson. Sá var liðsmaður höfðingjans Þórðar kakala, á flótta undan fjandmönnum, og Ormur sá til þess að vel fór um hann í Görðum. Er m.a. getið um bað á staðnum en kvöld eitt þegar þeir frændur hugðust njóta þess réðust óvinirnir til inngöngu. Þórður fékk að tala við prest, væntanlega þann sem gegndi embætti á staðnum, en var síðan miskunnarlaust höggvinn í ytri stofu bæjarins. Næst eru Garðar nefndir árið 1264 þegar Gissur Þorvaldsson jarl gisti hjá Einari: “var honum þar vel fagnat, ok var þar nokkurar nætr”. Þangað bárust Gissuri varnaðarorð og talaði við sendimanninn “í kirkjugarðinum þar í Görðum”.

Gardakirkja-1Í Morgunblaðinu árið 1955 fjallar Árni Óla um sögu Garða: “Garðar á Álftanesi eru ekki taldir með landnámsjörðum, en þó mun hafa verið sett byggð þar þegar á landnámsöld.
Jörðin er í landnámi Ásbjarnar Özzurarsonar, bróðursonar Ingólfs Arnarsonar, og eftir því sem næst verður komizt, hét sá Þjóstarr, er þar bjó fyrstur. Hann var kvæntur Iðunni dóttur Molda-Gnúps, landnámsmanns í Grindavík, og er talið að þau hafi átt þrjá sonu. Einn þeirra var Þorkell, er fór einhver fyrstur manna hér á landi alla leið suður til Miklagarðs, dvaldist þar nokkur ár og var „handgenginn Garðskonunginum.”
Annar sonur Þjóstars var Þormóður, er bjó að Görðum eftir föður sinn. Hann var kvæntur Þuríði dóttur Avangurs ins írska, er fyrstur byggði að Botni í Hvalfirði, og smíðaði sér haffært skip úr skógi þeim er þar var þá. Getið er tveggja barna þeirra Þormóðar, Barkar er átti Hallvöru dóttur Odda Ýrarsonar, og Jórunnar. —
Landnáma segir frá því, að þeir Illugi rauði og Hólm-Starri hafi haft skifti á jörðum, konum og lausafé. Sigríður kona Illuga hengdi sig þá í hofinu á Hofstöðum í Reykholtsdal, „því að hún vildi ekki mannakaupið”. Ekki er getið um konu Starra, en líklega hefur hann tekið hana aftur þegar þannig fór um Sigríði, því að upp úr þessu fekk Illugi Jórunnar frá Görðum.
Um þessar mundir bjó í Vælugerði í Flóa sá maður er Öra hét. Svo er sagt að eftir ráðum Marðar gígju hafi hann orðið sekur þannig að hann skyldi falla óheilagur fyrir sonum Önundar bílds, nema í Vælugerði og örskotshelgi við landeign sína. Einu sinni rak Örn naut úr landi sínu og var þá veginn, og heldu allir að hann hefði fallið óheilagur. En ÞorJeifur neisti bróðir hans, keypti að Þormóði Þjóstarssyni í Görðum, er þá var nýkominn út á Eyrarbakka, að hann helgaði Örn. „Þormóður skaut þá skot svo langt af handboga, að fall Arnar varð í örskotshelgi hans”. Má á þessu sjá. að Þormóður hefur verið íþróttamaður og nafnkunnur bogmaður. Synir Þjóstars hafa því þegar gert garðinn frægan, þótt ekki fari af þeim neinar sögur. Og allt frá þeim tíma hafa Garðar verið merkur staður.

gardakirkja-3

Kirkja hefur sennilega verið reist þar skömmu eftir kristnitöku. Var hún helguð Pétri postula og er til skrá um presta þar síðan 1284. Þar var í gamla kirkjugarðinum svonefndur „vökumaður”. Var það trú hér á landi um eitt skeið, að sá, sem fyrstur væri grafinn í kirkjugarði, rotnaði ekki, heldur heldi stöðugt vörð um garðinn. Segir sagan, að eitt sinn er verið var að taka gröf í útnorðurhorni kirkjugarðsins, áður en hann væri færður inn”, þá var komið niður á rauðklæddan mann, órotinn, og skipaði prestur að byrgja gröfina þegar. Þetta hefur átt að vera einhver fornmaður í litklæðum, og hann vakir enn yfir kirkjunni, sem nú er líka utangarðs.
Torfkirkja var í Görðum öld fram af öld. En um miðja fyrri öld er komin þar timburkirkia. Hún entist illa og var orðin óhæf til messugerðar 1878. Þá var Þórarinn Böðvarsson prestur að Görðum. Hann vildi að söfnuðurinn tæki að sér kirkjuna og flytti hana til Hafnarfjarðar, en þar var þá meginhluti safnaðarins. Sóknarnefndin mun ekki hafa treyst sér til þessa, og varð það því úr, að ný kirkja var reist að Görðum og var hún hlaðin úr steini. Þvkir mér líklegt að notað hafi verið kalk úr Esjunni til þess að líma griótið saman. Var kalkbrennslan í Reykjavík þá í fullum gangi, og þeir munu hafa verið vel kunnugir Egill Egilsen forstjóri kalkbrennslunnar og séra Þórarinn Böðvarsson. Kirkja þessi var reist árið 1879. Þótti hún merkilegt hús.
gardakirkja-5Þegar kom fram yfir aldamótin var farið að tala um það í fullri alvöru að reisa nýa kirkju í Hafnarfirði, og var séra Jens Pálsson því mjög fylgjandi. Hann átti þá 2500 kr hjá kirkjunni, en bauðst til þess að láta þá skuld falla niður, ef söfnuðurinn vildi taka kirkjuna að sér og reisa nýtt guðshús í Hafnarfirði. Varð það svo úr, að með samningi gerðum 6. marz 1910, afhenti hann sóknarnefnd Garðakirkju til umsjónar og fjárhalds, og með þessum samningi gaf hann eftir skuld kirkjunnar við sig. Eigi varð þó úr því þá þegar að farið væri að reisa kirkju í Hafnarfirði. En það sem reið baggamuninn í því efni var stofnun fríkirkiusafnaðar í Hafnarfirði veturinn 1913, og að hafin var bygging fríkirkju bar þegar á sama ári. Þá vildi þjóðkirkjusöfnuðurinn ekki láta sitt eftir liggja og reisti þar kirkju árið eftir. Var þá ákveðið að leggia Garðakirkju niður og flytja gripi hennar í nýu kirkjuna.
gardakirkja-7Seinasta guðsþjónusta var haldin í Garðakirkju 23. sunnudag eftir trinitatis 1914 (15. nóvember), en þjóðkirkjuna nýju í Hafnarfirði vígði Þórhallur Bjarnarson biskup 20. desember sama ár.
Kom nú til orða að selja Garðakirkju til þess að afla fjár vegna kirkjubyggingarinnar, en það fórst þó fyrir. Stóð nú Garðakirkja auð og hrörnaði óðum, svo að blöskraði öllum þeim, sem báru hlýjan hug til hennar. Og árið 1916 bundust 10 menn samtökum um að bjarga kirkjunni. Það voru þeir: Ágúst Flygenring kaupmaður, Carl Proopé kaupmaður, Chr. Zimsen umboðsmaður, Einar Þorgilsson kaupmaður, Gunnar Egilsson skipamiðlari, Jes Zimsen kaupmaður, Jón Einarsson verkstjóri, dr. Jón Þorkelsson, Sigurgeir Gíslason verkstjóri og Þórarinn Egilsson útgerðarmaður. Eru þeir nú allir látnir, nema inn síðast nefndi. Einhver viðgerð fór nú fram á gömlu kirkjunni, en dugði lítt. Tímans tönn nagaði viði kirkjunnar jafnt og þétt, þótt lítið bæri á. Seinast var svo komið, að menn óttuðust að turninn mundi hrynja. Þá var hann rifinn, þakið tekið af og allt rifið úr kirkjunni innan veggja. Síðan hefur steintóttin staðið þarna gnapandi um langa hríð, en hún hefur látið furðu lítið á siá. Vindar hafa gnauðað á henni, regnið hefur lamið hana, frost og snjór hafa kreist hana köldum greipum, en hún stóðst allt þetta. Má á því sjá hve vel hefur verið gengið frá veggjunum. Eru þeir og snilldar vel hlaðnir, og skyldi steinninn hafa verið límd ur með kalki úr Esjunni, þá þarf engan að undra þótt kirkjurústin hafi staðið af sér öll veðraáhlaup um mörg ár, því að það kalk hefur reynzt óbilandi. Sama sumarið og Garðakirkja var reist, var reist steinhús í Reykjavík og límt með Esjukalki. Það stendur enn í Lækjargötu og sér ekki nein ellimörk á því, enda þótt það sé 75 ára gamalt. Eins hefði kirkjan getað staðið enn hnarreist og tíguleg, ef henni hefði verið sómi sýndur.
stiflisholl-229Þótt marga tæki það sárt hvernig fór um Garðakirkju, þá var eins og örlög hennar væri orpin þögn og hyldist í einhverri móðu. Það var engu líkara en að Hverfisdraugarnir sem séra Guðlaugur Þorgeirsson í Görðum, setti niður í Stíflishólum á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Garða fyrir tvö hundruð árum, hefði losnað og villtu nú mönnum sýn hálfu meir en þeir höfðu áður gert. Það var eins og aðalsöfnuðurinn, sem nú átti heima í Hafnarfirði, gæti ekki séð út að Görðum. En öldruðu fólki úr Garðahverfinu, sem fór til kirkju inn í Hafnarfjörð, vöknaði jafnan um augu er það gekk fram hjá rústum Garðakirkju. Nú er niðurlægingar tímabil gömlu Garðakirkjunnar senn á enda. Hún verður bráðum færð í sinn fyrra búning. Árið 1053 var Kvenfélag Garðahrepps stofnað, og á stofnfundi þess var þegar rætt um, að eitt af því sem félagið ætti að beitast fyrir, væri að reisa Garðakirkju úr rústum.

gardar-229

Síðan hafa 60 samhuga konur unnið að þessu í kyrrþey. Og þar sem konurnar leggjast á sveif, á við gamla vísan: Fram skal ganga haukur núna hvort hann vill eður ei. Hér mun og svo fara. Það er eins og sérstök blessun hafi fylgt þessu máli. Fjöldi manna, sem ber hlýjan hug til Garðakirkju, en hafði gleymt henni, hefur nú vaknað við, er konurnar voru komnar á stað, og ýmist lagt fram fé, eða lofað fé til viðreisnar kirkjunni. Aðrir munu á eftir koma. Og sóknarnefndin hefur þegar afhent félaginu kirkjurústina til eignar. Konurnar hafa fengið sérfróða menn til þess að athuga veggina til þess að ganga úr skugga um, að þeir sé enn svo sterkir að forsvaranlegt sé að byggja ofan á þá. Og veggirnir hafa staðizt prófið. Verður nú brátt hafizt handa um að gera við veggina og koma þaki á kirkjuna. Er það ætlan Kvenfélagsins að gera kirkjuna aftur sem allra líkasta því er hún var áður, meðan hún var ein af snotrustu og merkilegustu kirkjum landsins. En þegar því er lokið er það annarra en Kvenfélagsins að ákveða hvort hún skuli gerð að sóknarkirkju aftur.
Margar minningar eru bundnar við Garða, og sú ekki sízt, að þar fæddist Jón biskup Vídalín árið 1666. Finnst mönnum ekki eðlilegt að kirkja ætti að vera einmitt á þeim stað, þar sem áhrifamesti kennimaður íslands fæddist? Garðakirkja var upphaflega helguð Pétri postula, þeim mikla kennimanni frumkristninnar. Nú þegar hún rís af grunni aftur, þá mætti hún vel heita Vídalínskirkja. – Á. Ó.”

Heimild:
-Ísl. fornr. XI: 112.
-Ísl. fornr. I: 58-9, 78, 332.
-Ísl. fbrs. XII: 9.
-Ísl. fbrs. I: 498.
-Ísl. Fbrs. I:41-2, 313.
-Lesbók Morgunblaðsins 25. sept. 1955, bls. 519-521.
Garðakirkja

Herdísarvík

Eftirfarandi frásögn um ferð yfir Reykjanesfjallgarðinn er Ólafs Þorvaldssonar í Sunnudagsblaði Tímans árið 1969. Ólafur og fjölskylda hans bjó um tíma í Herdísarvík og hefur skrifað margan fróðleiksþáttinn um svæðið:

Selvosgleidir-551

“Ferð þessa fór ég að liðnum fardögum árið 1928. Ég lagði upp frá Hafnarfirði, einhesta, á hina ævafornu, fjölförnu leið milli Selvogssveitar og Hafnarfjarðar, sem liggur um þveran Reykjanesskagann nyrzt. Yfir fjallið er farið norðan Lönguhlíðar um skarð, er Kerlingarskarð heitir, og er á hinni gömlu Grindskarðaleið. Mín ferð var gerð til Herdísarvíkur, sem er vestust jörð í Selvogi og þar með í Árnessýslu, við sjó fram.
Ekki var Rauður minn neinn gæðingur. en léttur var hann og þægilegur ásetu, mjög góður ferðahestur, traustur og hraustur, svo að erfitt held ég hefði verið að ofbjóða honum. Þess utan var Rauður fallegur og vel vaxinn.
Klukkan tíu að kvöldi lagði ég af stað frá Hafnarfirði, austur yfir fjall. Veðrið var unaðslegt, logn og ekki skýskán á himni. Á ferð minni hafði ég hinn gamla og sjálfsagða máta; að fara hægt til að byrja méð, aðeins ferðamannagutl, en þess á milli lét ég kasta toppi. Alllangur aðdragandi er frá Hafnarfirði upp að fjalli, allt heldur á fótinn, en hvergi bratt. Mörg kennileiti eru á þessari leið, sem bera sitt nafn, og nefni ég hér þau helztu: Helgadalur, og er talið að þar hafi verið byggð að fornu og sjást þar enn rústir nokkrar, þar suður af er hið tigulega Helgafell, Valhnjúk, Mygludalir og þar vestur af Búrfell, sem einhvern tíma hefur gosið miklu hraungosi, þar nokkru austar Húsfell, stórt og ábúðarmikið. Allt þetta nefnda svæði má heita, að hafi verið mínar æsku- og ungdómsheimahagar. Ég gat því vel raulað fyrir munni mér hina fornu vísu: Þessar klappir þekkti ég fyrr, þegar ég var ungur…

Kerlingarskard-553

Úr Mygludölum liggur leiðin upp á hraunið, sem er hluti hins úfna og illfæra Húsfellsbruna. Í Mygludölum voru margir vanir að á smá stund, einkum á austurleið, þar eð þarna er síðasta grænlendi nálægt vegi, þar til kemur langt austur á fjall. Snertispöl upp í hrauninu eru Kaplatór, en til forna nefndar Strandartorfur. Þar átti Strandarkirkja í Selvogi skógarhögg, en nú sést þar öngin hrísla.
Á miðnætti var ég kominn allhátt í fjallið, þar sem grasi gróin hvilft er inn í efsta hluta þess. Í hvilft þessari fóru lausríðandi menn oft af baki, á austurleið. Á síðari helmingi nítjándu aldar var byggt þarna ofurlítið sæluhús. Kofa þann lét byggja W. G. S. Paterson, skozkur maður, forstjóri brennisteinsvinnslunar í Krýsuvík og Brennisteinsfjöllum. Brennisteinninn var fluttur á hestum til Hafnarfjarðar frá báðum þessum stöðum, og lá Brennisteinsfjallaleiðin vestur yfir Kerlingarskarð. Í áðurnefndri hvilft var
eins konar umhleðslustöð. Til þessara flutninga þurfti fjölda hesta, og mun Paterson hafa haft nær sjötíu, og sagðist hann vera mesti lestamaður Íslands.
Kerlingarskard-552Frá Brennisteinsfjöllum var brennisteinninn selfluttur þannig, að lest að austan fór ekki lengra en ofan fyrir skarðið í hvilft þá, sem hér er nefnd, og sú, sem frá Hafnarfirði korm, stanzaði einnig þarna. Svo var skipt um farangur, þannig að önnur lestin tók bagga 

hinnar og fór sína leið aftur til baka. Sæluhúskofann lét Paterson byggja sem afdrep handa lestamönnum og farangri, ef bíða þurfti eftir annarri hvorri lestinni. Uppruni þessa litla sæluhúss, held ég, að fæstum Selvogamanna hafi verið kunnur að hálfri öld liðinni frá tilkomu þess.
Svona gleymast á stundum, atvik og hlutir undrafljótt. Í þessu tilfelli gat ég, nýkominn í hreppinn frætt þá um þetta. Ég vék Rauð í hvilftina, út af götunni lítið eitt til vinstri, að litlu tóftinni, sem enn var allstæðileg, teymdi hann upp í brekkuna, spretti af hnakk og beizli, lét vel að Rauði og sagði við hann, að nú skyldi hann blása mæðinni, því “við eigum brekku eftir, hún er há”.

Brennisteinsnamur-551

Nú var lægst stund nætur, þegar náttúran tekur að mestu á sig náðir litla stund — enginn andblær, ekkert hljóð. Og einmana ferðalangur hefur heldur ekki hátt um sig. Eina hljóðið, sem ég heyrði, var þegar Rauður minn klippti grængresið ótt og reglubundið, svo og hinn lági andardráttur náttúrunnar, sem maður skynjar aðeins, þegar öll önnur hljóð þagna. Ég settist með hnakktösku mína framan undir öðrum dyrakampinum og fékk mér ofurlítinn miðnæturbita, og Rauður fékk sinn hluta. Ég fór að hugsa um það starf, sem hér fór fram fyrir sem næst hálfri öld. Hér heyrðust ekki lengur æðaslög athafnalífsins. Nú blundaði hér allt, nema ég og Rauður minn. Og mér varð hugsað til hinna mörgu frænda minna og vina, sem sumir lifðu nokkuð fram á tuttugustu öldina, er verið höfðu lestamenn Patersons. Í þennan litla hvamm fluttu þeir mat og annað til þeirra, sem í námunum unni í Brennisteinsfjöllum hér suður af.
Í miðnæturkyrrðinni er sem ég heyri málróm lestamanna, þeirra sem ég man bezt. Þeir, sem koma úr Selvogsgata-559margmenninu, segja fréttir þaðan, hinir, sem frá námunum koma, segja það, sem fréttnæmt er úr fámenni fjallanna. Síðan var skipzt á farangri og aftur haldið af stað, en hvammurinn og litla sæluhúsið biðu í kyrrð fjalla næstu komumanna. Vel man ég einn þeirra, sem unnu í þessum brennisteinsnámum, og ég spurði hann og spurði. Meðal annars sagði hann mér, að sjaldnast hefðu námumenn getað verið lengur niðri í námunum en fimm eða sex mínútur í einu sökum hitans — þá hefði verið skipt um. Allir urðu að vera í tréskóm, klossum, allt annað soðnaði óðar. Og margt annað sagði hann mér um lífið og starfið þarna, sem of langt mál er að rekja. Það er runninn nýr og bjartur dagur, klukkan er eitt ef
tir miðnætti.

Draugahlidagigur-551Ég rís á fætur, fel þessari enn stæðilegu sæluhústóft þær hugsanir mínar, sem bundnar eru henni og þeim mönnum, er hún var gerð handa fyrir rösklega hálfri öld. Tóftin lætur ekki mikið yfir sér og mun nú flestum óþekkt. Og ekki liggur lengur þarna um sá aðalvegur og sú alfaraleið þess byggðarlags, sem að minnsta kosti í fjórar aldir var voldug sveit og víðþekkt, bæði innan lands og utan, Selvogssveitar. Í þeirri sveit sátu um aldir margir lögmenn landsins. Þar sátu einnig á 14. öld tveir hirðstjórar, Vigfús Jónsson og sonur hans, Ívar Hólmur. Þegar þetta er skrifað, 1968, búa aðeins, að ég ætla, fjórir eða fimm bændur í Selvogi og enginn hjáleigubóndi. Þar munu nú ekki vera nein teljandi stekkjarþrengsli, og er mér tjáð, að bændur þessir búi vel, eftir því sem heyrist nú úr sveitum yfirleitt. Nú fer enginn Selvogsmaður lengur þessa gömlu Grindaskarðaleið. Að vísu var Kerlingarskarð farið seinustu áratugina, og er það skarð aðeins sunnar í fjallinu en Grindaskarð, því það þótti að ýmsu leyti greiðari leið, en leiðin engu síður kölluð Grindaskarðaleið. Þessi leið milli Selvogs og Hafnarfjarðar hefur verið mjög fjölfarin um margar aldir, það sýna hellurnar vestan fjallsins. Þar um má hafa það, sem Grímur Thomsen sagði af öðru tilefni: „Ennþá sjást í hellum hófaförin”. En nú sporar enginn hestur lengur þessar klappir.

Kerlingarskard-555Ég lagði á síðasta og örðugasta hjallann, sem var á leið minni austur. Ég læt Rauð ganga á undan mér, þar til komið er á hæstu brúnina. Útsýni þaðan er mikið til tveggja höfuðátta, austurs og vesturs. Sá, sem kemur upp á brún þessa mikla fjallaskaga og er ekki því kunnugri, mun þykja geta á að líta fyrst í stað. Það má segja, að þarna séu nokkur heimaskil. Við höfum í svipinn yfirgefið „vesturheim” og höldum í „austurheim”. Fljótt á litið, er landið ekki ólíkt yfir að sjá og áður var — hraunflákar miklir, sem runnið hafa kringum fell og hæðir, lítið af samfelldu gróðurlendi. Þó er gróðurinn nokkuð meiri til austurs. þótt lítt sé greinanlegur sökum fjarlægðar og halla landsins. En lengst í austri ber við „hið víða, blikandi haf”, Atlantshafið, sem héðan séð virðist engin takmörk eiga. Við litum aftur til vesturs yfir nýfarinn veg, og sjáum, að undirlendið er ekki ósvipað því, sem að austan er lýst. Þegar landið þrýtur blasir þar einnig við haf, Faxaflói, sem liggur til „mikils lands og fagurs” í hinum víða faðmi tveggja mikilla fjallaskaga, Reykjaness og Snæfellsness. Svo gott var skyggnið til vesturs að þessu sinni, að með góðum sjónauka hefði ég að öllum líkindum séð Kerlinguna við samnefnt skarð á Snæfellsnesi. En á því Kerlingarskarði, sem ég var staddur á er engin kerling. Við hvaða kerlingu er þá þetta skarð nyrzt á Reykjanesskaga kennt? Ef til vill skýrist það síðar.
Brennisteinsfjoll-567Ég stíg á bak, og Rauður fer að fikra sig ofan fyrri brekku fjallsins, unz komið er að miklum hraunfláka, sem fyllir dalinn milli Draugahlíðar að vestan og Hvalhnúks að austan. Á hraunbrúninni eru tvær allstórar vörður, Þarna greinist vegurinn af í þrjár kvíslar. Ein er lengst til hægri, liggur suðvestur með Draugahlíðum til Brennlsteinsfjalla. Beint af augum fram er götuslóði í suðaustur út á hraunið, og var einkum farinn af þeim útbæjanmönnum í Stakkavík og Herdísarvík. Lengst til vinstri er gata milli hrauns og hlíðar um svonefndan Grafning til Stóra-Leirdals vestan Hvalskarðs. Þetta er leið þeirra Austanvogsmanna. Þessum leiðum, ásamt fleiri fornum slóðum, hef ég nokkuð lýst í bók minni, Harðsporar, sem enn mun fáanleg hjá bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri.

Kistufell-551Ég rifja ég upp gamla sögu og segi Rauð mínum hana á meðan við löftrum austur yfir hraunflákann í átt til Hvalhnjúks. Vitanlega er þetta þjóðsaga eins og sú saga, sem sögð var skáldinu og sýslumanninum endur fyrir löngu vestur í hinu Kerlingarskarðinu. Saga sú, sem ég rifja hér upp, er sem næst á þessa leið: Í fyrndinni bjó tröllkona í Tröllkonugjá, norðaustur af Grindaskörðum. Eitt sinn fór hún að leitafanga til Selvogs. Kom hún þar á hvalfjöru og hafði þaðan með sér það, sem hún treysti sér til að komast með. En til hennar sást, og hún var elt. Erfið varð undankoman, og náðist kerla í skarði því, sem síðan er nefnt Hvalskarð og hnjúkurinn þar suður af Hvalhnjúkur. Og þjóðsagan heldur áfram og segir: Bóndi sá, sem kerlinguna elti, fékk sig ekki til að svipta hana hvalfengnum, heldur gerði við hana þann samning, að hún verði fyrir sig skörðin vestur á fjallinu, svo að sauðir hans rynnu ekki þar af fjallinu, heldur sneri hún þeim aftur til austurs. Eftir þetta setti tröllkonan grindur í nyrðri skörðin, en syðsta skarðið varði hún sjálf, sem eftir það var kallað Kerlingarskarð. Ekki getur sagan æviloka þessarar tröllkonu, og hvergi þar í grennd sjást þess merki, að hún hafi steinrunnið.

Brennisteinsfjoll-uppdratturNú vorum við komnir austur úr hrauninu að suðvesturenda Hvalhnjúks. Á fyrstu grösum brá ég mér af baki og gekk upp í brekkuna, leit á klukkuna og sá þá, að hún var lítillega farin að halla í þrjú. Þarna var ég næsta ókunnugur á móts við það, sem síðar varð. Af brekkunni sá ég til tveggja átta, til austurs og vesturs, og varð mér á að líta fyrst í austurátt. Héðan hallar landinu til austurs og suðausturs fram á brún þess fjalls, sem ég var enn staddur á, en þó nýfarinn yfir bæsta hrygg þess. Austur frá fjallinu tók við Selvogsheiði, allmikið land, en austur af henni blasti Atlantshafiö við í norðaustri „brosti á móti mér, Heiðin há, í helgiljóma” og birtu upprennandi sólar, löngu fyrir miðjan morgun. Þessi heiði ber fagurt nafn og fágætt. Þessa heiði hafa tveir andans menn, þeir Grétar Fells og Sigvaldi Kaldalóns, gert víðfræga í ljóði og lagi, og er ljóðlínan hér á undan úr því kvæði. Og svo varð „sólskin á sérhverjum tindi”. Síðan leit ég til vesturs yfir nýfarinn veg, Grindaskörð, og sá, að þar skein einnig „fagur roði á fjöllin”. Grindaskörð eiga sammerkt öðrum fjallvegum landsins um það, að þar skiptast á skin og skúrir. Þetta var ég búinn að reyna ári áður í Grindaskörðum. Mér flaug í hug kvæði Kristjáns Jónssonar um illveður í Grindaskörðum fyrir hundrað árum. Um tildrög þess segir höfundur: 

Selvogsleidin gamla-670„Eftirmæli eftir Jón Jónsson, barón v. Repp. Kveðið við þá harmafregn, er spurðist lát hans 1867, og að hann hefði frosið í hel í Grindaskörðum. Ég reis úr sæti sínu í brekkunni, beizlaði Rauð og steig á bak. Nú hallaði heldur undan fæti, og vegurinn var mýkri undir fæti og greiðari. Ég fór norðan við Svörtuhnjúka og Urðarás og hélt niður milli hraunsins og ásanna. Þannig „styttist leiðin löng og ströng”, þótt engan heyrði ég svanasöng. Í svonefndum Selbrekkum, neðarlega í Ásunum, vissi ég af vatni og fór með Rauð þangað. Þar drakk hann nægju sína. Þarna hefur einhvern tíma endur fyrir löngu verið grafið eftir mó, efalaust frá Stakkavík, og sést enn móta fyrir mógröfunum. Þar hefur einnig verið selstöð fyrrum.

Hliðarvatn-552Ég beindi nú Rauð í götuslóðann og lagði í síðasta áfangann að austurbrún fjallsins, þar sem Selstígur, brattur og krókóttur, liggur niður fjallið. Þeir, sem koma í góðu skyggni á þennan stað í fyrsta sinn, hljóta að verða einkennilega snortnir af því, sem þá blasir við. Hér skal aðeins nefnt hið helzta, sem sést. Fyrir fótum okkar liggur vatn, ekki svo lítið, Hlíðarvatn í Selvogi, og er sem næstu skrefin verði að stíga út í þetta vatn, þar eð það er svo nærri fjallinu, að ekki er gengt með því, en götuslóðinn allhátt uppi í brekkunni. Framan vatnsins er Víðisandur að sjó. Á sjávarströndinni, nokkuð austan vatnsins, hillir uppi hina fornfrægu Strandakirkju. Lengst til vesturs sér til Geitahlíðar innan Krýsuvíkur.

Strandarkirkja-590Ég fer af baki á brún fjallsins, læt Rauð rölta lausan á undan niður stíginn, sem er nokkuð í krókum, fyrst um smágerða skriðu, unz komið er í vel grónar brekkur fjallsins, kjarri vaxnar með blóm og góðgresi. Þegar niður úr sjálfum stígnum er komið,  tekur við hrauntunga, sem breiðist austur að vatninu. Yfir hraunið liggur gatan að túngarði jarðarinnar Stakkavíkur.
Klukkan er rösklega þrjú að morgni — allUr hljóta að sofa um þetta leyti nætur inni í litla bænum, sem Herdisarvik-579þá var enn. Þar bjuggu þá æskuvinur minn, Kristimundur Þorláksson, og kona hans, Lára, ásamt börnum sínum, sem voru mörg. Nú var Hlíðarvatn, sem lá að bæjardyrum Stakkavíkur, eins og spegill, og hafði skammt undan enn stærri spegill, þar eð morgunkyljan er enn ekki runnin á. Nú finnst mér sem ég sé nógu lengi búinn að halda til austurs og suðausturs, breyti hér algerlega stefnu minni og held nú í vestur, heim að Herdísarvík. Rauður tekur götuna vestur á hraunið, hann veit hvað við á. Hraun þetta, sem er mjög auðugt að örnefnum, nær frá Hlíðarvatni vestur að Krýsuvíkurheiði, og er því sú vegarlengd sem næst fimmtán kílómetrar. Að fjórðungi stundar liðnum komum við að austurhliði túngarðsins um heimatún Herdísarvíkur. Við vorum komnir heim eftir fimm og hálfrar klukkustundar ferð frá Hafnarfirði, sem er heldur rólega farið lausríðandi. Hér átti heimili okkar að vera, að minnsta kosti næstu fimm árin. Raunar urðu þau sex. Þá varð ég að standa upp af jörðinni fyrir eiganda hennar, Einari Benediktssyni skáldi.

Herdisarvik-gamliÉg spretti af Rauð, strýk honum um höfuð og háls og þakka honum góða og trausta samveru, hleypi honum síðan til tjarnarinnar, svo að hann geti fengið sér að drekka tært uppsprettuvatn. Ég tek hnakk og beizli og geng rólega heim að bænum. Kaffon minn fagnar mér að vanda hávaðalaus, hlær bara út að eyrum. Ég lít á úr mitt, klukkan er hálffjögur.
Í þetta skipti var ég að koma frá að skila af mér ábúð, sem við höfðum búið á síðastliðin tvö ár og lá undir Hafnarfjarðarkauptað. Von var á litlum þilfarsbáti, sem ég hafði tekið á leigu til þess að flytja búslóð okkar, ásamt matarforða og öðrum nauðsynjum til sumarsins.
Bátur þessi átti að hafa í eftirdragi stórt þriggja marina far, sem ég hafði keypt í Hafnarfirði. Báðir voru bátar þessir hlaðnir varningi, og þurfti því að sæta góðu veHerdisarvik-leifar gamlaðri og kyrrum sjó — Reykjanesröst á miðri leið. Þetta var því mikil áhætta, þótt nokkuð væri vátryggt. Um þetta, ásamt ýmsu fleira, var ég að hugsa á ferð okkar Rauðs yfir brattan fjallveginn með hraunbreiðurnar til beggja hliða. Og nú stóð ég á langþreyðu hlaði Herdísarvíkur. Ég geng að baðstofuglugga á suðurgafli, því að innan við hann vissi ég, að kona mín svaf, ásamt dóttur okkar, en vinnuhjú í austurenda baðstofunnar. Ég drep létt á rúðu, og í næstu andrá er tjaldi lyft frá, við horfumst í augu augnablik, og tjaldið fellur aftur fyrir. Eftir andartaksstund er loka dregin frá og kona mín stendur léttklædd innandyra. Þetta er mikill fagnaðarfundur, þar eð ég hef verið
 alllengi að heiman, og enginn vissi, hvernig mér gekk eða hvenær mín var von. En ég skal skjóta því hér við, að báturinn kom á öðrum, degi frá heimkomu minni með allan flutninginn algerlega óskemmdan.

Sú jörð, sem ég var þá að flytjast á, Herdísarvík í Selvogshreppi, á sannarlega sína sögu — og hana ekki ómerkilega. En Hún verður ekki sögð hér — og ef til aldrei. Nú er þessi jörð grafin gullkista og yzta borð hennar nokkuð farið að hrörna. Ef til vill opnar enginn framar þessa gullkistu…”

Heimild:
-Tíminn, sunnudagsblað, Reykjanesfjallgarður, Ólafur Þorvaldsson, 7. des. 1969, bls. 988-992.

Stakkavikurvegur-591

Hraunabæir

Eftirfarandi grein eftir Gísla Sigurðsson um Hraunabæina birtist í Lesbók Morgunblaðsins árið 1978:
“Hraunamennirnir gapa hvorki né góna lengur, því þeir eru engir til utan einn maður. Skilyrði til nútíma búskapar eru þar naumast fyrir hendi, en unaðslegt er að ganga þar um í góðu veðri.
Suður í Hraunum er mikill unaðsreitur, sem fáir vita Þó um. Þar eru djúpir grasbollar og háir hraunhólar.
Straumur-800Komin er sólin Keili á og kotið Lóna, Hraunamennirnir gapa og góna, Garðhverfinga sjá þeir róna. Þær byggðir, sem við taka á Reykjanesskaga sunnan Hafnarfjarðar, voru fyrr meir kallaðar einu nafni „suður með sjó”. Færi einhver aö ná sér í skreið eða annað sjómeti „suður með sjó” þurfti ekki aö skýra þaö nánar. Þessar byggðir voru ekki búsældarlegar; sjórinn var gjöfulli en landið. Fátæktin var einatt förunautur þeirra, sem bjuggu á kotunum suður með sjó, hvort heldur það var allar götur vestur í Leiru, í Höfnum, á Vatnsleysuströnd eða suður í Hraunum.
Nú er byggðin í Hraunum nánast að engu orðin. Eftir standa fáein hús, sem sumpart eru auð og mannlaus og sumpart hefur verið breytt í sumarbústaði. Enda þótt þessi gamla byggð sé í næsta nágrenni við þéttbýli Reykjavíkursvæðisins, munu þó næsta fáir, sem vita um tilvist hennar eða þangað hafa komið. Þeim sem óljósar hugmyndir hafa um Hraunin, skal bent á, að sú byggð hefst þegar komiö er framhjá Álverinu í Straumsvík á leið til Keflavíkur. Sveigt er út á malarveg hjá Straumi, sem dregur trúlega nafn sitt af fallegum lindum með bergvatnsstraumi, og líður undan hrauninu og myndar fallegar tjarnir á leið sinni út í víkina.
Leiðin liggur um hlaðið í Straumi, þar sem stendur þrístafna timburhús í herragarðsstíl og er þó í eyði. Þetta glæsilega íbúðarhús byggði Bjarni Bjarnason, sem síðar varð landskunnur maður sem skólastjóri á Laugarvatni.
Hann var þá kennari og skólastjóri í Hafnarfirði, en hafði fjárbú og ráðsmann í Straumi og var þá kominn í kynni viö Jónas frá Ottarsstadir eystri-800Hriflu. Þaðan og frá Guðjóni Samúelssyni komu áhrifin, sem leiddu til burstabæjarins í Straumi og síðar var þessi stíll endurtekinn í byggingu héraðsskólans á Laugarvatni. Húsið í Straumi var byggt 1927.
Þegar ekið er inn á bílastæði álversins, verða tóftir þar sem hallar niður í fjöruna og standa vel uppi. Þar stóð bærinn Stóri Lambhagi og á hraunhrygg, sem skagar út í Straumsvíkina, stóð Litli Lambhagi. Báðir þessir bæir fóru í eyði fyrir löngu. Annað bæjarstæði, sem ekki sést af veginum, er á vinstri hönd, þegar farið er suðurúr. Þar hétu Þorbjarnarstaðir og standa þar uppi túngarður og traðir ásamt með rústum af bænum. Þar var hætt búskap um 1930. Þurrabúð eða hjáleiga frá Þorbjarnarstöðum var nær veginum, þar sem nú stendur sumarbústaður undir fallegri brekku. Þar hét í Gerði.
ottarsstadir vestri-800Sé farið um hlaðið í Straumi, liggur malarvegur áfram til norðurs og vesturs yfir hraunhryggi og gjótur, sem því miður hafa of oft orðið athvarf fyrir bílhræ og er til mikilla lýta. Út með víkinni stendur Þýzkabúð ennþá uppi og utar í hvarfi stóð Jónsbúð. Þýzkabúð fór í eyði fyrir 1950 og telur Gísli fræðimaður Sigurðsson í Hafnarfirði, aö nafnið sé dregið af því, að Þjóðverjar hafi verzlað þarna fyrir margt löngu.
Á graskraga, sem verður á hraunjaðrinum vestur með ströndinni, hefur verið einna búsældarlegast í Hraunum og raunar er þar eini grasbletturinn, sem máli skiptir. Þar stóðu bæirnir Eystri og Vestari Óttarsstaðir og bærinn á Vestari Óttarsstöðum stendur enn meö þeim glæsibrag, að ástæða væri til að varðveita hann. Heiðurinn af því eiga systur, sem þar ólust upp og eignuðust síðan jörðina og búa þar á sumrum. Þar er ævintýri líkast aö koma; svo vel er allt varðveitt og bærinn snýr hvítmáluðum bárujárnsþiljum til suðurs.
Hus GudmundarÁ Eystri Óttarsstööum stendur timburhús, sem ekki er haldið við, en Guðmundur bátasmiður, sem þar er upprunninn, hefur byggt sér íbúðarhús lítið eitt austar og skýli yfir bátasmíðina. Þar stendur uppi
í fjörunni flak af timburskipi, sem hefur orðið málurum yrkisefni og fallegt á sinn hátt, enda þótt það hafi lokið hlutverki sínu. Guðmundur bátasmiður hafði á orði við okkur Helga Sæmundsson að dregist hefði úr hömlu að bera eld að því, en við báðum hann lengstra orða að þyrma flakinu. Stundum er mönnum svo mikið í mun að eyða því, sem ónýtt er talið, að þeir gá ekki að því að það geti haft neitt annað gildi. Í nánd við Hafnarfjörð stóðu ekki alls fyrir löngu nokkur falleg flök af timburskipum, sem ævinlega voru augnayndi. Mikið kapp var lagt á að fjarlægja þau með krafti stórvirkra véla og heföi verið nær að beina orkunni gegn mengun frá fiskimjölsverksmiðjunni ellegar smekkleysi Olíufélagsins, sem blasir við meira en flest annað í Hafnarfirði.
Á bæjunum í Hraunum var nálega einvörðungu stundaður fjárbúskapur og stílað uppá beit. Þar er snjólétt, en heyfengur hefur líka verið næsta lítill. Útræði var úr Óttarsstaðavör og Straumsvík.
Sumarbústaðir hafa risið þarna í lautum, en ekki ber mikið á þeim og þurrabúðin Eyðikot frá Óttarsstöðum hefur verið byggð upp og er nú glæsilegur sumarbústaður.
Gudmundur batasmidurVestan við Óttarsstaði þrýtur
graslendi og verður úfið hraun, sem runnið hefur fram í sjó. Er þar spölkorn, sem aldrei hefur byggzt, unz kemur að Lónakoti. Þar stendur íbúðarhúsið uppi að nokkru leyti, en ekki hefur verið búið þar síðan Lónakot fór í eyði eftir 1950. Síðasti bóndi þar var Sæmundur Þórðarson frá Vogsósum en nú á Kornelíus kaupmaður Lónakotið og hefur þar kindur. Beit þótti góð í Lónakoti, en túnið var aðeins örlítill bleðill og lá sífellt undir skemmtum af ágangi sjávar. Ekki voru skilyrði til lendingar viö Lónakot og því ekkert útræöi þaðan. En við Óttarsstaðavör hafa þeir staðið gallvaskir og skinnklæddir við sólarupprás og horft á Garðhverfinga róna eins og segir í vísunni.”

Gísli skrifaði einnig eftirfarandi grein um Hraunabæina í Lesbók Morgunblaðsins árið 2000:
NÚTÍMINN fór að mestu leyti hjá garði í Hraununum, en hann sést tilsýndar þaðan. Álverið gnæfir yfir í næsta nágrenni og skammt fyrir sunnan, á Keflavíkurveginum, æðir umferðin viðstöðulaust fram og til baka. Ef til vill er það þversagnarkennt, en nú er hægt að njóta þessa umhverfis einmitt vegna þess að nútímanum þóknaðist að koma ekki við í þessari horfnu byggð. Annars væri búið að setja jarðýtur á alla þessa grjótgarða sem falla svo vel að landinu; það væri búið að moka hólunum ofaní lautirnar, mylja hraunið til að ýta upp vegum og síðan væru athafnaskáldin búin að byggja eitthvað flott úr steinsteypu. En fyrir einhverja guðslukku fóru framfarirnar þarna hjá garði. Og 

Eydikot-800

Hraunamennirnir höfðu ekki bolmagn til þess að bylta umhverfinu. Það mesta sem vélaöldin hefur skilið eftir sig eru nokkur bílhræ.
Svo að segja beint suður af Straumsvík, snertuspöl handan við Keflavíkurveginn, eru rústir bæjarins á Þorbjarnarstöðum. Ekki ber mikið á þeim; grasbeðjan miskunnar sig yfir þessi fátæklegu mannanna verk. Um búskap og mannlíf á Þorbjarnarstöðum er næsta lítið að finna í rituðum heimildum, en búsetu þar lauk eftir 1930. Svo er að sjá af tóftunum að þarna hafi alla tíð verið torfbær. Í kring er talsvert graslendi sem verið hefur tún. Hlaðnir túngarðar standa enn uppi, svo og Þorbjarnarstaðarétt. Einn af morgum fallegum blettum í landi Þorbjarnarstaða, sem nú er í eigu Hafnarfjarðar, er við tjarnirnar sem verða inn af Straumsvík. Þar eru silfurtærar upppsprettur undan hraumnu, vatnsból sem  ekki hefur brugðist.
Steinsteypuöldin náði ekki til Hraunabæjanna svo teljandi væri; þó á að heita svo að standi uppi íbúðarhúsið Þýzkubúð. Hvort þessi hjáleiga frá Straumi hefur einhverntíma verið nefnd Þýzkabúð er ekki vitað.

Þyzkabud-800

En samkvæmt talshætti í Hraununum heitir húsið Þýzkubúð og er nafnið rakið til þess að Straumsvík var verzlunarstaður frá árinu 1400 og fram yfir 1600, en þá vöndu þýzkir og enskir kaupmenn komur sínar til landsins. Þá voru verzlunarbúðir þýzkra höndlara settar upp við varir út með Straumsvíkinni og þótt aldir hafi liðið eru nöfnin enn við lýði: Þýzkubúð og Þýzkubúðarvarir syðri og nyrðri. Nú stendur íbúðarhúsið í Þýzkubúð eitt til minningar um verzlunarstaðinn og hjáleiguna sem síðan reis þar. Húsið er af sér gengið, opið fyrir veðrum og vindi, hryggðarmynd. Samt var þetta steinsteypt hús, en hvenær það reis virðist enginn vita með vissu; það var snemma á öldinni. Síðar var byggt við það einhverskonar bíslag sem hangir uppi. Á barnsaldri átti Eiríkur Smith listmálari heima um tíma í Þýzkubúð.
Lítið eitt utar með víkinni og örskammt frá sjávarkambinum og Jónsbúðartjörn var þurrabúðin eða hjáleigan Jónsbúð á örlitlum túnbletti. Grjótgarður í kring, hraunhólar og grasigrónir bollar. ottarsstadir eystri-801
Jónsbúðarvör er beint niður af bænum og skaga Skötuklettar út í Straumsvíkina sunnan við víkina. Tvær samliggjandi tóftir sýna hvernig bærinn hefur verið, en Umhverfis- og útivistarfélag Hafnarfjarðar lét kanna Jónsbúð með prufuholugreftri og Fornleifafræðistofan hefur staðið að samantekt þar sem sjá má niðurstöður Bjarna F. Einarssonar fornleifafræðings. Líklega var ekki eftir neinu stórkostlegu að slægjast, enda fátt markvert sem kom í ljós. Þó voru rústir bæjanns nær óspilltar; ekkert jarðrask hafði átt sér stað þar. Ástæða er til þess að vekja athygli á þessum stað vegna þess að að minjar af þessu tagi eru hvergi sýnilegar lengur á höfuðborgarsvæðinu. Staðurinn geymir allar þær minjar sem við má búast að sjáist eftir þurrabúð eða hjáleigu; þar á meðal bæjarhús, túngarð, skepnuhús, vör, vörslugarð, hjall, sólþurrkunarreit og vatnsból. Tvær prufuholur sem grafnar voru í gólf bæjarhúsanna leiddu í ljós brennd og óbrennd bein fiska, fugla og spendýra. Kindakjöt, fiskur og fugl hefur venð á borðum í Jónsbúð og svartfugl gæti hafa verið veiddur til matar. Þrátt fyrir túna- og slægjuleysi hefur einhvern veginn verið aflað heyja handa einni kú. Önnur tóftin leiðir í ljós að þar hefur verið hálfþil og bæjardyr, en jafnframt fjós, og sást það á flórnum. Úr fjósinu hefur síðan verið gengið lítið eitt upp í baðstofuna, enda var sú skipan vel þekkt og hugsuð til að nýta hitann frá þlessuðum skepnunum.
Á baðstofunni hefur verið hálfþil og gluggi. ottarsstadir eystri-803Það er þurrabúðargerð hin yngri, sem svo er nefnd, en eldn gerðin var alveg án þilja, glugga og bursta; þesskonar bæir urðu nánast eins og hverjir aðrir grasi grónir hólar í landslaginu. Ekki er vitað um upphaf Jónsbúðar en búið var þar á 19. öldinni og eitthvað fram á þá 20. Tvö steinhlaðin mannvirki vekja athygli þegar ekið er eftir vegarspottanum vestur frá Straumi. Annarsvegar er mannhæðarhá tóft úr tilhöggnu og steinlímdu grjóti. Hún heitir Gíslatóft og var í henni útieldhús frá Óttarsstöðum eystri. Vestar er Eyðikot, sem nú er sumarbústaður í burstabæjarstíl og með fagurlega hlöðnum veggum úr hraungrjóti og veruleg prýði er að grjótgarði framan við húsin. Þarna stóð áður hjáleiga með sama nafni; einnig nefnd Óttarsstaðagerði. Umhverfi Óttarsstaðabæjanna er búsældarlegt á móti því sem menn hafa þurft að búa við á öðrum Hraunabæjum. Þarna eru grasgefin og ræktarleg tún sem hestamenn virðast nýta til beitar.
í Jarðabókinni frá því skömmu eftir 1700 er einungis nefnd ein jörð sem heitir Óttarstaðir, en að auki þrjár hjáleigur; Eyðikotið var eitt af þeim. Jarðardýrleikinn er óviss, segir Jarðabókin og jafn óvisst er hvort átt sé við báðar Óttarsstaðajarðirnar, en kóngurinn á slotið og leigur betalast í smjöri heim til Bessastaða.
Auk þess eru kvaðir um mannlán á vertíð, „item tveir hríshestar” sem taka á í Almenningi og „leverast in natura” heim til Bessastaða.
En það er sama sagan og í Lónakoti og áður lonakot-800var nefnt: Ábúandinn kvartar yfir því við Bessastaðavaldið „að ærið bágt sé orðið hrís að útvega og meinar sér léttara vera fyrir þessa tvo hríshesta að betala tíu físka, þá guð gefur fiskinn af sjónum”.
Fimm kýrfóður á túnið að gefa af sér og hefur þótt ekki lítil búsæld í Hraunum. Af hlunnindum nefnir Jarðabókin útigang „þá mestu hörkuvetur ei inn faiia”, hrognkelsatekja er í lónum þegar fjarar, heimræði er árið um kring, lending í meðallagi, en lítil rekavon. Gallar jarðarinnar eru hinsvegar að engjar eru ekki til, að gripir farast stundum í gjám þegar snjóar yfir liggja og afleitt er það líka að torfstunga, þ.e. torfrista, er nánast engin. Vatn var sótt í djúpan brunn í túninu á aðfallnu, en vatnið í honum var alltaf ferskt. Þar gilti sama lögmál og í lónunum sem áður voru nefnd. Þessi brunnur er með grjóthleðslu að innanverðu, en því miður hálffullur af plasti og öðru sem fokið hefur í hann.
Gamalt íbúðarhús er á Óttarsstöðum eystri, en það er ónýtt vegna hirðuleysis. Í gegnum brotna glugga og opnar dyr eiga snjór, regn og vindar greiða leið, en á hlaðinu skartar vörubílshræ.
Annað bílhræ er í fallega hlaðinni tóft lítið eitt sunnar. Óttarsstaðahúsið er samt sögulega merkilegt. Upphaf ottarsstadir vestri-802þess má rekja til skipsstrands sem varð við Þórshöfn, skammt sunnan við Stafnes árið 1881. Þá rak kaupfarið Jamestown mannlaust að landi og var bjargað úr því góðum feng af dýrindis húsaviði, um 100 þúsund plönkum. Þótti þetta mikil himnasending í timburskortinum og risu af þessum viðum mörg ný hús suður með sjó og þetta eina hús í Hraununum, á Óttarstöðum eystri. Húsið var síðar bárujárnsklætt.
Áður hafði bærinn á Óttarsstöðum eystri verið vestar, uppi í brekkunni hjá vesturbænum. Fátt er þar til minja um hann annað en hlöðuveggir sem hafa verið fágætlega vel hlaðnir og standa enn.
Síðustu ábúendur á jörðinni, hjónin Guðrún Bergsteinsdóttir og Sigurður Kristinn Sigurðsson hættu búskap þar 1952. Síðasti maður sem hafði fasta búsetu í Hraunum var hinsvegar Guðmundur sonur þeirra. Hann var bátasmiður og byggði sér hús niðri við fjörukambinn, en það er nú horfið. Guðmundur bátasmiður lézt 1985. Þennan jarðarpart, sem talinn var 5 ha, á fjölskyldan þó ekki lengur. Guðni Ívar Oddsson keypti hann 1979 og flutti síðan til Ameríku. Hann er dáinn en sonur hans, Paul I. Oddsson, erfði jörðina og hefur hann aldrei til Íslands komið.
Þyskabud-803Spölkorni vestar og uppi á hæð stendur bærinn á Óttarsstöðum vestri, fallega varðveittur timburbær, bárujárnsklæddur, og gefur góða hugmynd um útlit bæja snemma á öldinni áður en steinsteypuöld hófst. Þarna er fallegt bæjarstæði og líklega það elzta í Hraunum, einkum er víðsýnt út yfir Norðurtúnið, Langabakka og flóann til norðurs. Til suðurs sést minna en ætla mætti, því hraunbrúnin þar er há. Vestur af bænum hefur myndast hryggur tignarlegra hraunhóla og eftir honum endilöngum er frábærlega fallega hlaðinn grjótgarður. Austan við bæinn, þar sem eru grasi grónar lautir, er merkilegur hraunhóll í einni lautinni. Hann er svo sprunginn að hann er ekki kallaður hóll, heldur Hrafnagjá, enda hægt að ganga á jafnsléttu í gegnum hann á ýmsa vegu. Munnmæli herma að kirkjugarður hafi verið hjá Óttarsstöðum og hefur verið talið að enn móti fyrir honum. Þar eru og leifar af bænahúsi.
Á Óttarsstöðum vestri var búið til 1966, en bænum hefur verið vel við haldið. Síðustu ábúendur á Óttarsstöðum vestri voru Ragnheiður Hannesdóttir, húsfreyja á Óttarsstöðum vestri, og Guðmundur Sigurðsson, bátasmiður á Óttarsstöðum, síðasti maður sem átti heima í Hraunum.
ottarsstadir eystri-805Síðustu ábúendur á Óttarsstoðum eystri voru hjónin Áslaug Jónsdóttir og Guðmundur Ingvarsson frá Ketilvöllum í Laugardal. Þau hófu búskap þar 1918, keyptu jörðina þá og bjuggu þar til 1966, en dóu þá með þriggja vikna millibili.
Þau Óttarsstaðahjón áttu tvær dætur, Jónínu og Ragnheiði, sem er 84 ára og lét greinarhöfundi ýmislegt gagnlegt í té. Hún minnist þess úr föðurhúsum að faðir hennar sló allt túnið með orfi og ljá, enda var það ekki véltækt. Bústofninn var um 100 kindur þegar mest var, einn hestur og tvær kýr. Síðustu fimm árin bjuggu þau aðeins með kindur. Ragnheiður minnist þess að fénu var haldið að fjörubeit og þá staðið yfir því, en langmest var þó beitt á hraunið. Faðir hennar og Sigurður bóndi á Óttarsstöðum eystri reru saman til fiskjar þegar gaf á sjó, en þeir fóru aðeins skammt út fyrir og aldrei var vél í bátnum. Vestur með sjónum voru fiskbyrgi, sem enn sjást. Þar var fiskurinn þurrkaður. Börn Ragnheiðar og Jónínu eru núverandi eigendur jarðarinnar og þau eiga heiðurinn af
því að halda bænum í góðu horfi.
Vestur frá Óttarsstaðavör er malarkamburinn næstum þakinn lábörðum steinum, sem einu sinni voru hraunklappir og hafrótið braut upp. Það kom í ljós í Surtsey að brimið við ströndina þurfti ekki ýkja langan tíma til þess að gera lábarinn hnullung úr hrjúfum hraunsteini. En vörin hefur myndazt með því að hraunrani, sem oft flæðir yfir, girðir fyrir að norðanverðu. Þar fyrir utan snardýpkar skyndlega, sögðu mér kafarar sem voru að skoða sig um á botninum. En nú ýtir enginn lengur úr Óttarsstaðavör.”

Eftirfarandi grein birtist í Vísi árið 1969 um síðasta bóndann við Straumsvík:
ottarsstadir vestri-805Hin mikilfenglegu mannvirki, sem rísa upp norðan Straumsvíkur, vekja athygli þeirra vegfarenda, sem ekki eru þar daglega á ferð. En sjálfsagt verður það með þau eins og margt annað, að vaninn slævir eftirtektina og hin því nær kílómetralanga verksmiðjubygging hættir að vekja sérstæð viðbrögð augans.
Hraunið, sem nú hefur verið brotið niður, bjó yfir dulrænni fegurð í litbrigðum ljóss og skugga. Á því var aldrei hinn óumbreytanlegi kuldasvipur steinmúranna. Lifandi mosafeldur brosti við skapara sínum eins og önnur jarðarinnar börn.
Árið 1891 bjuggu í Stóra-Lambhaga i Hraunum, Guðjón Gíslason og Kristbjörg Steingrímsdóttir. Þann 21. september það ár fæddist sonur þeirra Magnús. Þá var fjölbýlt í Hraunahverfinu, enda fólkið margt, búskapur nokkur og áraskipaútgerð. Guðjón var útvegsbóndi, hélt út og stjórnaði sjálfur sex rónu skipi, varð honum gott til manna, því hann var ötull sjósóknari og aflasæll. Þótt oft væri snöggslægt Lambhagatúniö eftir langvarandi þurrka, tókst honum oftast að hafa tvær kýr og rúmlega eitt hundrað sauðfjár. En sum ár varð hann að sækja nokkurn heyskap inn á Álftanes. Á þessum tíma voru eftirtalin býli og hjáleigukot í Garðahreppi sunnan Hvaleyrar: Stóri-Lambhagi, Litli-Lambhagi, Gerði Þorbjarnarstaðir, Péturskot, Straumur, Þýzkabúð, Jónsbúð, Kolbeinskot, Eyðukot, Óttarsstaði og Lónakot. Það var yzti bær í Garðahreppi hinum forna.
Eins og fyrr er sagt, var mikil sjósókn frá þessum bæjum meðan ennþá var öld áraskipanna. Oftast var stutt róið. Aðalmiðin voru Lóndjúpið, Brúnin eða vestur á Svið. Til bar það, að farið var út í Garðssjó væri ördeyða á innmiðum, en þangað var að eins farið á velbúnum skipum að forviði, veiðarfærum og mann afla.
Eydikot-802Venjulega var aflavon þangað til togararnir fóru að skafa botn inn meðfram ströndinni, þá skipti sköpum. Ýmsir útvegsbændur voru brúnaþungir þegar þeir sáu aðfarirnar. Fullir pokar voru dregnir upp. Koli og lúða var hirt en öðrum fiski var hent og flaut hann dauður um allan sjó. Þetta varð til þess að sumir fóru að sækja í togara. Aðrir voru svo stórir af sjálfum sér að þeir höfðu ekki skap til en sátu í landi með sárt ennið, og bölvuðu ástandinu án þess að fá nokkuð að gert. Á vertíðinni var oft margt að komumanna, sem reru á útvegi heimabænda. Lending var fremur góð umhverfis Straumsvíkina bæði í Stóra-Lambhaga og þó sérstaklega við Straum eða í Straumsós en inn á hann varð aðeins komizt á flóði og þarna er mikill munur flóðs og fjöru.
Á þessari öld, þegar ýmiss konar skoðanakannanir virðast vera mjög ofarlega á dagskrá, er það ekki óalgengt, að þeir sem fræðast vilja taki upp símann, velji númer og spyrji um álit manna, sem þeir aldrei áður hafa átt nein samskipti við. Vel má vera að með svona hátta lagi þyki sumum sér nóg boðið, jafnvel þótt orðnir séu aldurhnignir og hafi á langri leið ýmsu kynnzt og mörgu vanizt.
Bifreiðin undir stjórn Magnúsar Guðjónssonar rennur mjúklega suður Hafnarfjarðarveginn. Hann er kunnugur þessari leið gamli maðurinn, því frá árinu 1916, að hann tók bifreiðastjórapróf hjá Agli Vilhiálmssyni, hefur hann oft setið undir stýri og lengst af milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Hann vildi gjarnan láta fólkinu í sín um heimabæ góða þjónustu í té og auðvelda því ferð til höfuðstaðarins. Árið 1922 fékk hann Kristján vagnasmið til þess að byggja fyrir sig farþegahús á vörubíl. Það rúmaði 13 manns. Þá varð Steindór Einarsson reiður og sagði að með þessu væri Magnús að stofna til harð vítugrar samkeppni við sína dýru og fullkomnu fólksbíla, en hann hafði þá keypt eina tuttugu slíka.

Gudmundur batasmidur-2

En Magnús lét sig ekki og hélt sínu striki, sagði aðeins: „Stærri bifreiðar til fólksflutninga er það sem koma skal”, og sú varð raunin á. Það sá Steindór síðar.
– Sjáðu, hérna, þar sem við ökum meðfram höfninni í Hafnarfirði var áður sjór. Þetta er nýtt land giört af mönnum. Þar sem vegurinn liggur framan undir hamrinum var áður hyldýpi. Í Ásbúðum bjó Andrés Jónsson. Ásbúðir, það er litli bærinn með fánalitunum þarna undir brekkunni Andrés safnaði fornminjum. Ég starfaði að þessu með honum af og til í fimmtíu ár, ók út um sveitir og sótti muni. Nú er sérstök deild í Þjóðminjasafninu, sem varðveitir þessar minjar, — Ásbúðasafnið.
— Hér er Óseyrin, þar var áður býli og oftast vel búið. Einu sinni átti þar heima Ísak í Fífuhvammi. Einar Þorgilsson útgerðarmaður þurrkaði fisk á grandanum framan við eyrina. Þarna syðst er svo Hvaleyrin. Sú jörð átti landamerki móti Stóra-Lambhaga. Í Óseyrarog Hvaleyrartjörnum var
fyrrum; -mikil rauðsprettuveiði.
-Já, ég man vel aðra mynd af Hafnarfirði en þá sem nú er sýnileg þeim sem um veginnfara.
Nú erum við komnir móts við hið mikla mannvirki — Álbræðsluna — sem reist hefur verið á landi Stóra-Lambhaga.

Stori Lambhagi-800

— Hér er orðin breytt síðan ég var að smala hraunin og ára skipum var hrundið á flot og ráð ið til hlunns í Straumsvíkur- og Lambhagavörum. Fyrstu sjóferðina fór ég 9 ára gamall. Ekki mun þá hafa verið til mikillar liðveizlu ætlazt enda var pilturinn lítt til stórræða, því sjóveikin þjakaði mig mjög og var svo jafnan, enda þótt ekki þýddi að láta slíkt á sig fá. Uppeldissystur minni, Margréti Magnúsdóttur, var öðruvísi farið. Hún var bæði kjarkmikil og sjósterk, enda reri hún sem dugandi karlmaður væri og þótti engu síður hlutgeng. Ekki sjaldan kom það fyrir, að hún fór á sjóinn þegar verra var veður og ég kaus heldur að hirða fé föður míns.
Einu minjarnar um hina fornu byggð í Stóra-Lambhaga er vörina, sem lent var og þetta gamla fjárhús við sjóinn. Í Straumi bjó lengi Guðmundur Símonarson. Hann hafði stórt bú. Þó sérstaklega sonur hans, Guðmundur Tjörfi, hann hafði mikinn fénað. Hjá honum var „Stjáni blái” oft á veturna áður en vertíð hófst. Stjáni ólst upp hjá séra Þórarni í Görðum, kom þangað 7 ára gamall frá Klöpp í Reykjavík. Séra Þórarinn keypti áraskip handa honum og Óla Garða. Stjáni var mikill sjómaður, ég þekkti hann vel. Þegar hann fór sína síðustu för var ég á bryggjunni í Hafnarfirði. Stjáni var örlítið ör og þegar ég hafði orð á því að honum lægi ekkert, á úteftir, leit hann til mín þeim augum, sem gáfu greinilega til kynna, að það væri hann en ekki ég, er réði þar ferðinni. Mun ég sennilega hafa verið einn þeirra síðustu, sem rétti honum höndina til kveðju.

ottarsstadir eystri-807

Svo „strengdi Stjáni klóna”, settist við stjórn og tók stefnu fyrir Keilisnes. Hann var þá búsettur í Keflavík. Hið snjalla kvæði, sem Örn Arnarson kvað, mun gefa nokkuð sanna hugmynd um þessa síðustu siglingu og einnig um manninn sjálfan, Meðan Stjáni var formaður fyrir séra Þórarin í Görðum reri hann venjulega úr Garðavör og sótti oftast út á Svið.
— í Straumi bjó síðar Bjarni Bjarnason, sem lengi var skólastjóri héraðsskólans á Laugarvatni. Hann var þá kennari í Hafnarfirði. Nú eru því nær öll hraunabýlin í eyði fallin. Að vísu hefur verið rekið svínabú í Straumi, en heyrt hef ég á orði haft, að þeim rekstri mundi senn lokið. Á Óttarsstöðum eru
heimilisföst roskin hjón. Húsbóndinn stundar smíðar og auk þess hafa þau nokkur hænsni. Öll þau ár, sem ég var heima í Stóra-Lambhaga, voru í Eyðikoti þrjú systkini – bræðurnir Sveinn og Guðmundur og systirin Steinunn Bergsteinsbörn. Sveinn var sjómaður en Guðmundur var sjálfmenntaður járn
smiður. Hann smíðaði mikið af skónálum og brennimörkum. Smiðjuhurðin bar glögg merki þeirrar iðju. Eins og ég drap á áðan, þá höfðu bændur hér í hverfinu talsverðan búpening. Enda þótt heyfengur væri venjulega rýr, þá kom þar á móti, að sauðfé var mjög létt á fóðrum. Marga vetur kom það aldrei í hús, nema lömbin fyrsta veturinn.
Þegar Thorbjarnastaðarrett-800verri voru veður lá féð í hellisskútum hér og þar í hrauninu. Ef tað safnaðist í þá voru þeir þrifnir og stungið út úr þeim, mátti segja að hér væri um að ræða nokkurs konar fjárhús. Þrátt fyrir það, að hraunið virðist gróðurvana yfir að sjá, þá þreifst féð vel bæði vetur og sumar, en hirðingin var erilsöm, sérstaklega á vorin, því víða eru jarðföll og holur, sem hættuleg eru nýfæddum lömbum og þungfærum ám. Yfir þessu þurfti að hafa vakandi auga.
Það féll oft í minn hlut að sinna þessu starfi meðan ég var drengur heima í Lambhaga, og kunni ég því vel. Þó hér sé ekki sprottið til lands að líta er víðáttan fögur og heillandi, sérstaklega á vorin, og hraunið
býr yfir meiri og fjöíbreyttari náttúruöflum en ætla mætti þegar menn líta yfir það sem
hraðfara vegfarendur. Það er margur fagur reitur falinn í skjóli hraunborganna. Þeir voru engir smákarlar sumir bændurnir hérna á ströndinni í gamla daga. Guðmundur á Auðnum, Guðmundur í Landakoti, Guðmundur í Flekkuvík og Sæmundur á Vatnsleysu. Þeim Guðmundi á Auðnum og Sæmundi þótti nú sopinn góður og komið gat fyrir að kaupstaðarferðin til Reykjavíkur tæki þá upp undir hálfan mánuð. Þá var komið við á bæjunum, þeginn og veittur beini, sem orsakað gat næturdvöl. En þetta voru dugnaðarmenn, aflasælir og sjálfum sér nógir.

Ottarsstadavor-800

Ég hef svo sem fengizt við ýmislegt fleira en aksturinn, enda þótt ég telji hann hafa verið mitt aðalstarf um ævina. Í tíu ár fékkst ég við útgerð og átti um sjö ára skeið elzta skipið í íslenzka veiðiflotanum, m.b. Njál, 38 lestir að stærð. Nokkuð kom ég einnig við verzlunarsöguna bæði sem
sjálfstæður aðili og nú síðustu átta árin verið innheimtumaður hjá firmanu Nathan & Ólsen.
— Jú, ég kvæntist árið 1913.
Konan mín hét Herdís Níelsdóttir, ættuð úr Hafnarfirði. Við bjuggum saman í 33 ár, þá lézt hún. Við vorum barnlaus og nú er ég einn míns liðs.
— Okkur liggur ekkert á, ég er minn eigin herra í dag.
— Aka, jú, ég sé vel til að aka þótt ég sé senn 79 ára gamall. Ennþá les ég gleraugnalaust. Ég hef aldrei ekið hratt ónei, og komizt leiðar minnar þrátt fyrir það.
Sérðu hvernig þeir hafa brotið niður hraunið. Á gömlum fjárgötum fortíðarinnar, hrófum áraskipanna, harðbalatúnum og húsatóftum fornra mannabyggða hafa þeir reist þetta verksmiðjuhús.
— Hvort munu þeir, sem þar ráða ríkjum svara betur kalli sinnar samtíðar en hinir, er áður lifðu þar lífi íslenzkra útvegsbænda?”

Heimildir:
-Lesbók Morgunblaðsins 7. maí 1978, Suður í Hraunum, Gísli Sigurðsson, bls. 8-9 og bls. 13.
-Lesbók Morgunblaðsins 25. mars 2000, Byggð og náttúra í Hraunum – Nútíminn fór hjá garði, Gísli Sigurðsson, bls. 4-6.
-Vísir 19. júní 1969, Bóndinn í Straumsvík, bls. 9-10.

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir vestri og eystri.

Straumur

Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, ritaði þrjár greinar í sunnudagsblað Tímans árið 1964 undir yfirskriftinni “SUÐUR MEÐ SJÓ”. Þar segir m.a.:
Hvaleyri“Af Hvaleyrarholti blasir við yngsti hluti Íslands, Reykjanesskaginn. Þar eru engar jarðmyndanir eldri en frá ísöld. Þá hlóðust upp fjöll um sunnan- og austanverðan skagann, en þau hlaða síðan hrauni á hraun ofan og heyja landvinningastríð við hafið, en það sargar og sverfur ströndina og hefur brotið mikið land.
Reykjanesskagi er eyðimörk, hraun hrjóstrug og grett og nær gróðurlaust, eldfjöll, örfokamelar og sandar. Byggðin stendur á vinjum við ströndina, en milli þeirra lágu troðningar um auðnirnar, og þar hefur ótrúlegur fjöldi manna þreytt síðustu göngu sína, lagzt til hinztu hvíldar við götuna. Fyrir daga ferðalaganna miklu þekktu unglingar hér um slóðir hvorki ár né læki nema af afspurn, og hvergi getur hér engjalönd nema í Krýsuvík. Hér þrömmuðu vermenn með mötur sínar á þorra, en skreiðarlestir siluðust um Jónsmessubil … í hitatíð og þurrkum sveittust menn og málleysingjar sárþyrstir á auðnunum, því að víða er óravegur milli vatnsbóla, skálar í kletti, holu niður með hamri eða lindar í fjöru.
“En þegar það brestur, er ekkert vatn utan fjöruvötn, varla nýtandi fyrir seltu, og fyrir þessa orsök missir kvikfénaður bæði nytjar og holda”, hraungjotasegir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 í kaflanum um Kirkjuvog. Það rignir engu minna á Reykjanesskaga en annars staðar á Suðvesturlandi, en gljúpur berggrunnur ungra hrauna drekkur í sig alla úrkomu og leiðir jarðvatnið eftir undirgöngum til sævar, og nefnist það fjöruvötn. Reykjanesskaginn liggur í þjóðbraut lægða á norðanverðu Atlantshafi, og þar er glímuvöllur vinda og tilraunastöð skaparans.
Eyðimerkurgróður er jafnan kjarnmikill, og svo er einnig á Reykjanesskaga. Elztu hraunin eru víða kjarri vaxin og tápmiklir skógar lundar á stökum stað, jafnvel reynistóð og mikið er um eini og beitilyng. Hér voru löngum bújarðir góðar og beitilönd og búpeningur gekk sjálfala á vetrum allt frá dögum Ingólfs landnámsmanns, þangað til Herdísarvíkur-Surtla féll fyrir hundum og mönnum sællar minningar í niðurskurðinum 1948. En skorti skagann sífrjóa töðuvelli og akurlönd, þó hafa gullkistur löngum legið í hafinu við túnfótinn.
forngataÁ Reykjanesskaga tóku menn sér fyrst bólfestu hér á landi. Skaginn er hluti af landnámi Ingólfs, og menn sóttu svo ákaft í slóð hans, að hann varð að reka úr túninu, hrekja suma burt úr héraðinu eins
og Ketil gufu. Aðrir öfluðu sér jarðnæðis við gullkistuna með vígfimi eins og Hrolleifur Einarsson í
Kvíguvogum, en hann hrakti Eyvind landnámsmann burt af jörðinni. Í árdaga hefur skaginn verið skógi vaxinn og góður undir bú, en sjórinn stórgjöfull. Af þeim sökum hafa menn þyrpzt hingað frá upphafi vega en hagsæld þeirra hefur ekki ávallt verið á marga fiska. Fjárplógsstofnanir kirkju- og konungsvalds settust að bændum við Faxaflóa, því að þar var feitan gölt að flá. Hér á landi hófst opinber skattheimta með tíundarlögunum um 1100, en í kjölfar þeirra sigldi röskun á eignaskiptingunni í landinu. Jarðeigendur settu leigupening, kúgildi, á jarðir sínar og kröfðust leigu af hvoru tveggja, en síðar færðu þeir sig upp á skaftið og lögðu ýmiss konar kvaðir á landsetana. Þeirra verður fyrst vart á jörðum Viðeyjarklausturs um 1300. Sú ánauð á leiguliðum virðist eiga upphaf sitt við Faxaflóa. Algengast var að landsdrottinn bætti fóðrarkvöð ofan á landskuldina, en þar við bættist síðar dagsláttur, mannslán eða dagsverk hjá landsdrottni, hestlán og róðrarkvaðir, þegar sjávarútvegur efldist á 14. öld. Um 100 manns mun hafa þurft á báta Viðeyjarklausturs á Vatnsleysuströnd um siðaskiptin og hafa landsetar þá orðið að halda þeim út á vertíðum. Þegar
landseta tók að veitast þungt að rísa undir álögunum, tók hann annan mann á jörðina með sér, leigði honum hjá sér nokkurn hluta hennar og velti yfir á hann sem mestu af afgjöldunum. Þannig varð íslenzka hjáleigubyggðin til, en hjáleigur urðu rúmlega 1/4 hluti eigna, sem hlóðu utan á sig auðæfum eins og snjóbolti, sem veltur ofan brekku. Það risu upp vellauðug stórhöfðingjasetur í landinu, þar blómgaðist íslenzk hámenning, þaðan eru okkur komnar íslenzkar fornbókmenntir.
KapellKlaustur og aðrar kirkjustofnanir voru fengsælastar á fé manna og aðrar fasteignir. Viðeyjarklaustur var stofnað 1226 og varð brátt vellauðugt. Þar var menntasetur, en menntunin kostaði fé, og voru
fasteignir bræðrunum einkar geðþekkt kennslugjald. Þeir voru sérfræðingar í fyrirbænum, en bænirnar
kostuðu fé, það var hollt sáluhjálp manna að hljóta hinztu hvíld í kirkjugarði í Viðey, en sá náðarstaður kostaði mikið fé, og síðast en ekki sízt þurftu menn að gefa fyrir sálu sinni og greiða fyrir alls konar yfirsjónir. Klaustrið í Viðey eignaðist nær allar jarðir suður með sjó á miðöldum. Bændur reyndu að halda í helztu útvegsjarðirnar, en urðu undan að láta sókn kirkjuvaldsins. Klaustrið hreppti Stóru-Voga 1496, og 1516 sölsaði Ögmundur bæja hér á landi, er stundir liðu. Auk þessa guldu menn skatt til kotunga, manntalsfiska, og margs konar gjöld til kirkna og presta.
kalfatEftir siðaskiptin 1550 hirti konungur eignir klaustranna og eignaðist flestar jarðir á Reykjanesskaga, allar í Hraunum og á Vatnsleysuströnd nema Kálfatjörn, sem var kirkjulén. En kóngur var æðsti mað
ur kirkjunnar og átti því í rauninni einnig kirkjujarðirnar. Af 15 jörðum á ströndinni guldust rúmlega 56 vættir af fiski, þegar konungur tók við þeim, en 113 vættir um 1700. Þannig jukust álögurnar við húsbóndaskiptin og voru þó ærnar fyrir. Bessastaðamenn tóku undir sig hálfa báta bænda og hálfan aflahlut, kröfðust tveggja dagsverka heima á Bessastöðum og urðu bændur að fæða verkamanninn, tveggja hríshesta, og þegar allt hrís var uppurið á Strandarheiði, þá urðu bændur að láta fjórðung af fiski fyrir h
ríshestinn. Þá komu ýmis köll. Bændur voru skyldir að hlýða, þegar Bessastaðamenn kölluðu, hýsa þá endurgjaldslaust, ljá þeim hesta, flytja þá bæði yfir sjó og land vetur og sumar, verka konungsskreiðina og flytja í kaupstað, bera fálka til skips; leggja fálkafénu hey o.s.frv.
hraVeðurfar er milt á Reykjanesskaga. Þar er snjólétt, en umhleypingasamt. Þar hefur hafís ekki lagzt að landi, frá því að sögur hófust, nema á 17. öld (1605, 1635, 1695)! En fólkið, sem byggði skagann, var einhver fátækasti lýður á fslandi á 17. og 18. öld. Það slapp við allt galdrafargan þessa tímabils. Meðal þess fundust hvorki stórþjófar né höfðingar. Þar var aðeins snauður bændalýður, sem barðist fyrir lífi sínu við máttarvöldin á sjó og landi. Skúli Magnússon landfógeti fer ekki í neinar graf; götur um orsakir örbirgðarinnar. Í lýsingu Gullbringu- og Kjósasýslu frá því um 1784 segir hann meginástæðuna fyrir fátækt manna, sem hefur í svo mörg ár svipt þá nauðsynlegum kröftum til þess að leita sér eðlilegrar lífsbjargar á sjó og landi, vera fjárplóg einokunarkaupmannanna. „Hvorki jarðskjálftar, jarðeldar, snjóar né skriðuföll, eigi heldur harðir vetur, rekísinn frá Grænlandi eða meðfædd leti er meginástæðan, ekki heldur óhóf um brennivín, tóbak eða dýran fatnað.
Allt þetta vekur mikla eftirtekt, af því að fátæktin er orðin svo óskapleg, að menn geta ekki veitt sér nauðsynlegustu föt og fæði, og því síður veitt sér hófsamlegar skemmtanir, þar ovedsem þeir búa við þungbærari vinnu og erfiðari kjör en siðmenntir íbúar nokkurs annars lands í Evrópu nú á tímum. Hitt er annað atriði, hvort einokunarverzluninni verði komið í það horf, að hún geti nokkurn tíma bætt það, sem hún hefur eyðilagt.”
Fjárkúgun og yfirgangur valdhafa erlendra og innlendra hefur hvergi á Íslandi verið jafngegndarlaus og á Reykjanesskaga. Þar tefldu menn um líf sitt við máttarvöldin á sjó og landi á degi hverjum. Mannfallið í liði þeirra var mikið. Það lægju valkestir af líkum allt í kringum skagann, ef alla þá, sem drukknuðu þar undan landi, ræki á fjörur í einu. Þar féll mikil fylking fyrir hendi böðulsins, og höfðu margir, sem hana skipuðu, ekkert til saka unnið frá okkar sjónarmiði. Dysjarnar við Kópavog skýra þá sögu að nokkru. Hundruð manna urðu úti á götuslóðunum yfir eyðimörkina. Skaginn er samt sem áður ekki einungis stórslysastaður.

storuv

Hér hafa Íslenidingar löngum staðið í návígi við ofureflið, en ávallt hrósað sigri um það er lauk. Þess vegna er íslenzk þjóð til í dag. Það eru til margskonar orrustu vellir á Íslandi, en utan Reykjanesskaga eru þeir að mestu tengdir minningum um bræðravíg, sundrungu, sem leiddi til þess, að Íslendingar fóru flokkum um landið og drápu hverjir aðra. Hér var ráðizt gagn erlendnm ofbeldisseggjum og þeir hraktir af landi brott. Hafnarfjörður, Básendar og Grindavík — eru nöfn, sem eitt sinn skörtuðu í bréfabókum furstanna á Vesturlöndum. Áttu þeir að leggja út í styrjöld um gullkistuna við Reykjanes? Áttu þeir að kaupa land, þar sem umboðsmenn þeirra urðu höfði styttri eins og Týli Pétursson? Þeim leizt ekki á blikuna og létu Dani og Íslendinga eina um hituna. Það var á 16. öld. Eftir allar hörmungar 17. og 18. aldar tekur loks að rofa í lofti, það var slakað á einokunarfjötrunum og konungsjarðir seldar. Einokunin og bændaánauðin var gengin sér til húð ar, verzlunin orðin gjaldþrota, og byggðin á skaganum hafði dregizt saman, jarðir lagzt í eyði um langan eða skamman tíma, jafnvel höfuðbólið Hvalsnes um skeið. Þegar svo var komið, varð að breyta til og fara að tillögum Skúla Magnússonar, sem skarpast hafði gagnrýnt hina fornu verzlunarskipan. Dómur hans um einokunarverzlunina reyndist réttur. Þegar losnaði um einokunarfjötrana, gerðust kraftaverk við Faxaflóa.
Bjarni Sívertsen (d. 1833), kotungssonurinn úr Selvoginum, gerðist umsvifamikill kaupmaður fyrstur íslenzkra manna, rak stórútgerð og s
tofnaði skipasmíðastöð. Hann eignaðist 10 þilskip og hafði sum í förum milli landa. Þann 5. september hljóp fyrsta þilskipið af stokkunum i skipasmíðastöð hans í Hafnarfirði. Það var merkur atburður í sögu þjóðarinnar. Þar voru aldrei smíðuð mörg þilskip, af því að þau voru mjög dýr og menn höfðu í mörg horn að líta. Fullsmíðuð skúta, 10 lestlr, kostaði yfir þrjú þús. ríkisdali, en 18 konungsjarðir á Miðnesi, á meðal þeirra Hvalsnes, Býjarsker, Gufuskálar, Stóri-Hólmur og Keflavík, voru seldar fyrir tæpa 3.200 ríkilsdali 1791.

gufus

Menn þurftu að kaupa sig úr ánauðinni. Þótt verð jarðanna væri ekki hátt, þá voru ekki margir leiguliðar, sem gátu keypt ábýlisjarðir sínar fyrst í stað, en þeim fór fjölgandi, eftir því sem árin liðu. Um 1820 er meiri hluti jarða á Reykjanesskaga kominn í bændaeign. Það hafði orðið efnahagsbylting á skaganum. Á undraskömmum tíma höfðu menn rétt þar talsvert úr kútnum. Þar var mikill afli, gott i árferði, og menn áttu við stórum bætt verzlunarkjör að búa. Þangað sóttu menn á vertíðum alla leið norðan úr Þingeyjarsýslum. Árið 1829 var „vetur svo góður, að varla dóu grös, og fiskafli var mikill syðra.
Sumir fengu á 17. hundrað í, hlut, og um haustið var mikill afli á grunnmiðum”. Sökum hafnleysis voru árabátar, sem hægt var að setja að loknum róðri, hentugustu sjósóknarskipin um Strönd og Suðurnes. Í Hafnarfirði efldist bátasmíði fyrir atbeina Bjarna Sívertsens. Þar voru mestir skipasmiðir þeir Þorsteinn Jónsson bátasmiður á Hvaleyri (d. 1805) og Ólafur Árnason á sama stað og Gísli Pétursson á Óseyri. Sagt er, að Þorsteinn hafi smíðað um 200 báta, en Ólafur um það bil 100 báta, mjög vandaða og vel gerða.

apalh

Nú eignuðust Íslendingar fyrstu lærðu skipstjórana, en þeir námu fræði sín erlendis. Fyrstur er talinn Guðmundur Ingimundarson í Breiðholti við Reykjavík. Hann keypti þilskip til fiskveiða og stýrði því sjálfur. Sú útgerð hófst 1803. Stjúpsonur Bjarna Sívertsens, Steindór Jónsson í Akurgerði í Hafnarfirði, tók sér nafnið Waage (d. 1825), var lærður skipstjóri og stýrði skipum milli landa, en litlu fyrr er talið, að Símon Sigurðsson frá Dynjandi í Arnarfirði hafi stýrt skipi yfir úthafið. Um þær mundir voru þrír óvenjulegir afreksmenn í tölu bænda við Vogastapa: Jón Sighvatsson í Höskuldarkoti í Ytri-Njarðvík, Jón Daníelsson í Stóru-Vogum og Ari Jónsson í Innri-Njarðvík. Þeir smíðuðu og létu smíða sér sína skútuna hver og urðu allir miklir útvegsmenn, eins og síðar verður sagt.
helluhÞað var vor í lofti við sunnanverðan Faxaflóa í byrjun 19. aldar. Áður óþekkt framtak og atorka losnaði þar úr læðingi margra alda kúgunar. Frá Innri-Njarðvík kom sá maður, „sem við eigum hvað mest að þakka endurreisn íslenzkrar tungu og bókmennta á öldinni, sem leið”, hinn frægi þýðandi Hómersljóða, Sveinbjörn Egilsson rektor lærða skólans í Reykjavík (1852). Þaðan var einnig ættaður nafni hans og systursonur, Sveinbjörn Hallgrímsson, fyrsti ritstjóri Þjóðólfs.
Hvaleyrarhraun er fremur flatt helluhraun, liggur suður af Hvaleyrarholti. Það er fornlegt og stingur mjög í stúf við Kapelluhraunið, úfið apalhraun, sem hefur verið brotið niður til vegagerðar á stóru svæði umhverfis Kapelluna, dálitla rúst á óbrotnum hraunhólma sunnan við bílabrautina. Þar sem brautin liggur næst sjó yfir Hvaleyrarhraun, er jökulsorfin grágrýtiseyja stráð stórgrýti rétt norðan við veginn. Þar gægist fram grágrýtisundirstaða hins forna hrauns, en það hefur fallið allt til sjávar. Til marks um aldur þess eru bergstallar, sem sjórinn hefur klappað í það í flæðarmáli, og heita þar Gjögur með ströndinni. Innan frá Hvaleyrarsandi og út að Kapelluhrauni (Bruna, Þórðarvík). Við Hvaleyrarsand eru Þvottaklettar. Þar streymir fram tært vatn í fjörunni, kaldavermsl. Þangað fóru konur frá Hvaleyri með lín sín til þvotta og þurrkuðu þau á Þvottaklettum. Hér telja menn, að komi fram vatn Kaldár, sem hverfur í hraunin fyrir ofan Hafnarfjörð.
Við vegbrúnina fornu liggja björg, sem eitt sinn var þrekraun að þoka úr stað. Efst á Hvaleyrarholti sunnanverðu hvílir klettur við aflagðan vegarspotta. Hann fluttu tveir fullhugar úr vegarstæðinu, 11 ára piltur og þreklítill karl, Gísli Sigurgeirsson og Ólafur Sigvaldason. „Út skyldi skrattinn”, og hér liggur eitt afreksverk þeirra þúsunda, sem brautina ruddu.
raudhRauðhóll nefnist malargryfja austast í Hvaleyrarhrauni við vegamót Krýsuvíkurvegar. Þar stóð áður lítið en snoturt eldfjall, eflaust eitt hið minnsta hér á landi. Hér stóðu tjöld vegamanna, sem ruddu brautina yfir hraunið 1905-1906. Þeir voru allir úr Hafnarfirði, en lágu hér við, fóru aðeins heim til sín í Fjörðinn tvisvar í viku. Vegalengdir voru miklar í þann tíð. Nú er ekkert eftir af Rauðhól nema lágur gígtappi í miðju eldvarpinu, en hann reyndist mokstrarvélum harður undir tönn. Hóllinn er eldri en Hvaleyrarhraun, því að það lá utan á honum á alla vegu og ofan á rauðamölinni, en þunnt moldarlag og kolaðir lyngstönglar finnast á mótum malar og hrauns. Undirlag rauðamalarinnar er barnamold, kísilleir, sem hefur orðið til í ósöltu vatni. Þarna hefur verið tjörn endur fyrir löngu, þegar eldgosið varð. Undir barnamoldinni  er ægisandur með skeljabrotum, svo að hér hefur sjór staðið í eina tíð.
Fyrir utan Straum við gamla veginn er Rauðimelur, gíghóll sömu ættar og Rauðhóll, og ónefndur malarhóll innar í hrauninu. Þessi fornu eldvörp liggja í stefnu frá norðaustri til suðvesturs eins og kapelluhraðrar gígaraðir skagans, og eru þau sennilega á einni gossprungu, en flestir gígar hennar munu þaktir hrauni. Gíslaskarð er skammt fyrir utan Rauðhól við gamla veginn, þar sem hann hverfur milli hraunhólanna. Það lætur ekki mikið yfir sér, en segir sína sögu. Gísli Gíslason, síðar bakari í Hafnarfirði, varð að brjóta veginum leið gegnum hraunhólana með járnkarl og sleggju að vopni. Þá voru hraunin illræmd yfirferðar. Vegamenn voru að vinna í Gíslaskarði, þegar stórbruni varð í Flygenringshúsinu í Hafnarfirði. Þeir sáu reykinn upp af bænum, en vissu ekki hvað um var að vera og fóru því hvergi. Þá voru fáir karlmenn heima í Firðinum eins og oftar á sumrin í þá daga, svo að konur urðu að vinna slökkvi- og björgunarstörfin.
Kapelluhraun tekur við af Hvaleyrarhrauni, ungt apalhraun, sem hefur verið brotið til vegagerðar á stóru svæði. Heildarnafn þess er Bruninn.
Það nefnist Nýjahraun í Kjalnesinga sögu og máldögum fornum og mun runnið á fyrstu öldum Íslandsbyggðar, sennilega á 13. öld. Það er runnið frá um 7 kapekm. langri gígaröð norður frá Vatnsskarði og hefur steypzt fram af sjávarhömrum við ströndina, en sjórinn unnið lítt á því til þessa, af því hve lítill tími hefur gefizt til starfsins. Það dregur nafn af Kapellunni, dálitlu grjótbyrgi á óhreyfðum hraunhólma við syðri brún bílabrautarinnar. Þar liggur ósnortinn hinn forni reiðvegur yfir Brunann. Við rannsókn 1950 fannst þar lítið líkneski heilagrar Barböru. Það er forn kristinn siður að reisa smákapellur við vegi mönnum til bænagerðar. Heilög Barbara og nafnið Kapella sannar, að hér hefur verið slíkur bænastaður. Nokkrar sagnir eru tengdar rústinni og fjalla um, að þar hafi verið dysjaður maður eða menn frá Bessastöðum vegnir til hefnda fyrir líflát Jóns Arasonar og sona hans. Ekki munu þær hafa við neitt að styðjast… Bruninn eða Nýjahraun hefur verið illur farartálmi, þegar það brann, og lokaði hér leiðum. Snemma hefur braut verið rudd yfir það, hlykkjóttur stígur, en sæmilega breiður og sléttur, svo að þar var hægt að spretta úr spori. Það er einhver elzta rudda brautin hér á landi. Eldri er Berserkjagata á Snæfellsnesi.
kaÞegar menn bruna bílabrautina fram hjá Kapellunni, geta þeir minnzt þess, að þar liggur hin forna slóð skreiðarlesta, vermanna, förufólks og höfðingja, sem þreyttu göngu eða teygðu gæðingana til verstöðvanna á Suðurnesjum. Hér fóru vopnaðar sveitir í eina tíð til þess að reka erlenda ribbalda úr stöðvum sínum í Gríndavík, hér fóru Hamborgarar með umboðsmann Danakonungs í taumi eða létu hann hlaupa fyrir hestum sínum og vísa sér á konungsskreiðina, og hér lögðu Norðlendingar leið sína, þegar þeir fóru suður á Rosmhvalanes 1551 til hefnda eftir líflát Jóns biskups Arasonar og sona hans.
Ytri brún Brunans er við Straumsvíkina. Þar liggur bílabrautin beint niður brekkuna, sunnar sveigir gamli akvegurinn sömu leið, en undan honum hlykkjast vagnvegyrinn frá 1906. Hér getur að líta þrjú stig íslenzkrar vegagerðar hlið við hlið, en fjórða og elzta stigið eru troðningarnir við Kapelluna, og víðar gægjast þeir fram við vegbrúnina. Elzti vegurinn er mesta mannvirkið, ef vel er að gáð.
Hann er lagður fyrir farartæki, sem knúið var áfram Straaf einu hestafli. Hann sneiðir brekkur og forðast mishæðir til þess að spara hestum átök og erfiði á löngum og lýjandi lestaferðum. Brúnir vegarins eru rúmlega tvær mannhæðir, fagurlega hlaðnar. Grjótið var borið á handbörum, og verkið lofar meistarana.
Hraunabæir nefndist byggðin við Straumsvíkina og að Lónakoti. Þar voru 14 býli, um þær mundir sem vegagerðin hófst fyrir 57 árum, en aðeins búið á tveimur jörðum, þegar henni lýkur með því að lögð er steypt akbraut um sveitina, en auk þess eru þar nokkrir sumarbústaðir. Hraunabæir þóttu afskekktir, áður en vegurinn var lagður 1906, en svo var þar gott undir bú, að menn dóu þar aðallega úr elli, að því munnmæli herma.
Straumsvíkin er fegursti staðurinn á leiðinni út Reykjanesskaga. Þar eru miklar uppsprettur í fjörunni og sæmilegt drykkjarvatn, þegar lágsjávað er. Uppspretturnar, straumarnir, gefa víkinni nafn. Húsin, sem standa að Straumi, voru reist af Bjarna Bjarnasyni. skólastjóra á Laugarvatni, en hann rak hér bú um og eftir 1920. Austan víkurinnar standa fornleg hús eyðijarðarinnar Lambhaga, sem var tijáleiga frá Þorbjarnarstöðum, eyðibýlis í hrauninu sunnan vegar.
Einnig stóðu hér í eina tíð Péturskot og Gerði, en út með víkinni Þýzkabúð Straumsvík-800og Jónsbúð, og stendur kofi á stað þeirrar fyrrnefndu. Hér var verzlunarhöfn á þeim öldum, er útlendir kaupmenn slógust um hverja krummavík við Faxaflóa. Þegar Þjóðverjar tóku að sækja til Hafnarfjarðar, slógu Englendingar búðum í Straumsvíkinni. Þannig var það vorið 1486. Þá unnu Þjóðverjar kappsiglinguna til fjarðarins, svo að Englendingar lögðu skipum sínum við klettana sunnan víkurinnar. Þaðan gerðu þeir áhlaup á Hafnarfjörð, tóku þá Hansakaupfar herskildi og nokkurn hluta áhafnarinnar. Þeir sigldu með aflann til Írlands og seldu þar skipið og mennina 11 að tölu í Calway. Það er eitt hið síðasta, sem vitað er um þrælaveiðar á Íslandi, unz Hundtyrkinn kom hingað 1627.
Vorið 1551 sendi Kristján konungur III skipalið til Íslands til þess að brjóta niður uppreisn kaþólskra manna. Frægasti sjóliðsforingi og víkingur i Danaher um þær mundir var Otti Stígsson. Hann lenti tveimur herskipum á Straumsvíkinni fyrir alþingi. Hernum var ekki veitt nein mótspyrna, af því að Jón Arason biskup og synir hans höfðu fallið fyrir böðulsöxi haustið áður.
Norðlingar drápu Kristján skrifara og menn hans seint í janúar um kirkjubveturinn á Kirkjubóli á Rosmhvalanesi. Nú varð herinn að vinna sér eitthvað til frægðar og sneri því vopnum sínum gegn bóndanum á Kirkjubóli, Jóni Kenikssyni, og Halli, húsmanni hans í Sandhólakoti. „Þeir voru báðir teknir um sumarið eftir og áttu að flytjast til alþingis. En þeir voru þverbrotnir og bágir viðureignar, fluttu þá að Straumi, og voru þeir þar báðir hálshöggnir. Þar var þá kaupstefna. Höfuðin voru fest á stengur, en bolirnir á hjóli sundur slitnir, og sá til merkis meir en 20 eður 30 ár.” Þeir Jón og Hallur voru þverbrotnir og bágir viðureignar, svo að herinn þorði ekki með þá til alþingis. Þar var herskipið og kanónurnar svo langt í burtu. Hér svalaði herinn metnaði sínum með því frægðarverki að stegla þá félaga. Hér gat að líta pyndingatækin og líkami píslarvottanna við götuna vegfarendum til áminningar.
Um túnið á Straumi liggur braut að Óttarsstöðum, fornri útvegsjörð í hrauninu utan við víkina. Þar voru kot í túni, m.a. Eyðikot og Lónakot nokkru utar með ströndinni. Þar hrjáði fólk mest um Reykjanesskaga, og brennið, sem þeir stungu undir pottinn á hlóðunum, var oft eingöngu
þurrkað þang og þari.
almennAlmenningur var illrændur í eina tíð fyrir það, hve hann var ógreiðfær, og þar var riki huldufólks og drauga. Fá skýr kennileiti eru meðfram bílabrautinni. Goltri heitir hóll, fyrsti verulegi hraunhóllinn, fyrir utan Straum við veginn. Austan við Hvassahraun er Sprengilendi, en nær túninu iiggur brautin milli
Skyggnis og Virkishóla.
Nokkru fyrir utan Goltra liggur vegur af brautinni suður hraunið og yfir á gamla veginn. Nokkru utar liggur annar vegur af honum yfir malargryfju innar í hrauninu. Þarna eru harðbalatún, erfitt um ræktun og engjar engar, en fjárbeit góð. Þótt byggðin standi við steypta bílabraut og háspennulínu, þá hefur rafvæðing íslands ekki náð heim á bæina, og brautin heim er allfrumstæð. Almenningur nefnast fornleg hraun utan við Straum, runnin frá ýmsum eldstöðvum undir Sveifluhálsi, m.a. við Mávahlíðar. Þar er víða talsverður trjágróður þrátt fyrir gengdarlausa rányrkju rúmlega 10 alda. „Rifhrís til kolagjörðar á jörðin í heimalandi, og líður hún á því rifhrísi stóran ágang af Stærri og Mínni Vatnsleysum, ábúendum og hjáleigu mönnum. Annars brúkar jörðin þetta hrís til að fæða kvikfénað í heyskorti. — . . . Eldiviðartak er af hrísi mestan part”, segir í ottasbkafla Jarðabókarinnar frá 1703 um Hvassahraun.
Hér var mótekja nær engin og reki lítill, svo að hrísið var aðaleldsneyti manna frá upphafi vega, og einnig bithagi búsmalans í harðindum. Þegar það þraut, rifu menn lyng og mosa og þurrkuðu þang til eldsheytis. Menn gengu hart að gróðrinum engu síður en útigangsfé, því að eldsneytis varð að afla, hvað sem það kostaði. Það eru engin undur þótt gróður um Almenning og Strandarheiði sé orðinn tærður af rányrkju margra alda. Eldiviðarskort urinn var ein af þeim plágum, sem Gryfja þessi er fornt rauðamelseldvarp eins og Rauðhóll. Þaðan sér nokkru utar mikla fjárborg, Kristrúnarborg, sem Kristrún Sveinsdóttir húsfreyja á Óttarsstöðum reisti með vinnumanni sínum einn veturinn seint á 19. öld. Þetta er mikið mannvirki og sýnir, að konur hafa kunnað að hlaða grjóti engu síður en karlar.
Austur af malargryfjunni rís hraunhæð, Smalaskáli, og er fornt skotbyrgi efst á henni. Suður af gryfjunni er hraunið mjög sprungið, hefur þar hrannazt upp kringum dálítinn gjallhól, eldvarp, og er kollur hans botn í alldjúpri skál eða kvos í illgengum hraunkarganum. Hóll þessi er ósnortinn, af því að illfært er að honum.
gvendarbrGamli vegurinn milli Straums og Hvassahrauns liggur nokkru innar í hrauninu en bílabrautin. Rauðimelur, fornt eldvarp, er skammt fyrir austan Smalaskála. Hann er eldri en hraunið, sem hefur lagzt utan að honum. Sumarið 1906 þokaðist gamli Keflavíkurvegurinn suður hraunin, og slógu vegamenn tjöldum um haustið við Rauðamel. Innar í hrauninu er Gvendarbrunnur, hola í sléttri klöpp austan við Gvendarbrunnshæð. Staðurinn er kenndur við Guðmund biskup góða. Vatnsbólið er heldur
ókræsilegt, en hefur þó svalað mörgum á leið um eyðimörkina.
Vatnsleysuströnd hefst hjá Hvassahrauni, innsta bæ á Ströndinni, eða nánar til tekið við Hraunsnes austan við Vatnsleysuvík. Nafnið merkir ekki ströndin vatnslausa, eins og flestir hyggja, heldur vatnslausnar ströndin, ströndin, sem vatnið streymir undan. Jarðvatnið, sem nær ekki að verða að ám og lækjum og liðast milli grösugra bakka um skagann, kemur hér fram í fjörunni. Fjöruvötnin eru sérkenni strandarinnar.

Vatnsl

„Vatnsból er næsta því ekkert nema fjöruvötn, og eru þau sölt”, segir Jarðabókin um Stóru-Vatnsleysu. Árið 1703 eru um 250 manns í sveitínni, 1760, 360, 1890 rúmlega 900, en 1960 um 370. Árið 1780 áttu Strandarar 121 bát, tveggjamannaför, en auk þeirra voru gerðir þar út 64 aðkomubátar, tveggjamannaför nema einn. Þá voru þar 269 aðkomnir vermenn um vertíðina. Á 19. öld stækkuðu bátarnir, sexæringar urðu algengastir, en bændur áttu þar einnig áttæringa og teinæringa, þilskip og loks skútur. Þá vex þar útgerð og sjávarafli miklu meir en mannfjöldatölur gefa til kynna. Um 1960 áttu bændur á Vatnsleysuströnd um 1200 fjár, 80 kýr, rúmlega 1000 svín og talsvert af alifuglum. Þar er frystihús og fiskverkunarstöð og vélbátaútgerð í Vogum.
Árið 1883 segir Þorvaldur Thoroddsen, að byggingar séu „hvergi jafngóðar á Íslandi” eins og á Vatnsleysuströnd, „svo að segja eintóm timburhús, vel vönduð og útbúin”. Timburhúsin voru flest reist úr farmi Jamestown, sem rak á fjörur í Höfnum 1881. Strandið olli tímamót um í húsagerð manna suður með sjó. En það voru ekki allir, sem gátu reist limburhallir, þótt strandgóssið væri ódýrt.
„Umhverfis stórbændabýlin”, segir Kristleifur Þorsteinsson, „voru fjölmjög þurrabúðarkot, sem öll voru byggð úr torfi,bæði þröng og óvistleg í mesta máta. Voru slíkir kofar aleiga þeirra, er í þeim bjuggu og lifðu þar við sult og seyru.

bae

Sá ég fyrst, er ég kom í þessa byggð, hvað fátæktin getur hnekkt bæði andlegum og líkamlegum þroska. Á alla vegu út frá stórbændum var hinn snauði þurrabúðarlýður. Útvegsbændur höfðu aftur á móti allsnægtir og böðuðu í rósum, eins og það er orðað”.
Árið 1904 strandaði norskt skip með timburfarm á Vogavík. Það vogrek varð til þess að útrýma torfbæjum að mestu í nágrenninu. Við Voga var kraðak af kotum, en þau hurfu úr sögunni að mestu snemma á þessari öld og fólk flýði Ströndina til betri hafna við Faxaflóa.
Nú þéttist byggðin að nýju við hina fornu verstöð. Vogar eiga sennilega eftir að verða talsverður útvegsbær. Hvassahraun þótti góð sauðjörð í eina tíð, og þaðan var talsvert úrræði. Jörðinni fylgdu nokkrar hjáleigur, en nú hefur hún verið í eyði um skeið. Aðalvatnsbólið þar á bæ var í hraunslakkanum sunnan við bílabrautina, litlu utan við túnið. Þar sér af brautinni ofan í smáseftjörn og hraunbrunn.
Arnstapahraun er úfinn hraunfláki utan við Hvassahraun, en frá honum teygist hrauntunga til sævar við Kúagerði. Nú nefnist það venjulega Afstapahraun, en mun latmæli.
Upphaflega mun hraunið afstasennilega haft verið samnefnt bænum, enda hvassast hrauna hér um slóðir, áður en Bruninn varð til. Norður af Trölladyngju er snotur eldborg, en úr henni hefur Arnstapahraunið runnið nokkru fyrir landnámsöld. Arnastapi er týnt örnefni.
Litlu innan við hrauntunguna við ströndina eru Látur og Látratjörn í hrauninu. Í tjörninni geymdu menn fiska, jafnvel lúðu, til þess að hafa nýtt i pottinn. Hér voru selalátur, urta og kópur byltu sér í fjorunni.
Kúagerði er forn áningarstaður við ytri jaðar Afstapahrauns. Þar eru smátjarnir, og liggur bílabrautin um þá stærstu. Betra þótti lestamönnum að hafa eitthvað til þess að blanda drykkjarvatnið.
Hér verða skörp gróðrarskil, úfnu, gróðurlitlu apalhrauni sleppir, en við tekur Strandarheiði, mjög fornleg helluhraun, sennilega 8 til 9 þúsund ára gömul. Elztu aldursmerki eru forn fjörumörk ” Ströndinni, m.a. hjá Kúagerði í um 10 m. hæð.
kuagVatnsleysuströndin er eini staðurinn hér á landi, þar sem þess sjást merki, að sjór hafi staðið hærra en nú á hrauni, sem runnið er eftir ísöld. Hrafnagjá, sem hefst vestan við túnið á Vatnsleysu og les sig suðvestur heiðina, og Aragjá stóra og litla innar á heiðinni, vitna einnig um aldur hraunsins, því að þær hverfa undir önnur hraun yngri. Vatnsleysustrandarhraun eru runnin frá mikilli dyngju nafnlausri
suður af Keili. Hún er mjög flöt, svo að ófróðum mönnum sést yfir, að hér er um eldfjall að ræða.
Akurgerði var fornt býli inn af Kúagerði. Það er eitt margra örnefna, sem minna á akuryrkju við Faxaflóa að fornu.
Steinunn hét kona og var kölluð hin gamla. Hún taldi til skyldleika við Ingólf landnámsmann i Reykjavík en hafði verið gefin bróður Skalla-Gríms, Þeir frændur urðu ekki langlífir í föðurlandi sínu, Noregi og lenti Steinunn i ekkjustandi. Þá leitaði hún til frænda síns í Reykjavík.

lei

„Hann bauð að gefa henni Rosmhvalanes ailt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla (Landnáma). Hekla var tízkukápa í þann tíð, en er nú gamaldags hökull á eldfjalli austur á Rangárvöllum. Fyrir stássflíkiná hlaut Steinunn alla Vatnsleysuströnd, Voga, Njarðvíkur, Keflavík, Leiru, Miðnes og allt að Ósabotnum. Kjarval gaf eitt sinn 10 þús. kr. málverk fyrir prjónavesti og þótti dýrt, en stertimennið Ingólfur lét einhverjar dýrmætustu lendur Íslands fyrir sparikápu til þess að spóka sig í á hinum tilvonandi rúnti Reykjavíkur. Skartgirni Reykvíkinga er ekki ný af nálinni.
Steinunn mun hafa búið að Stórahólmi í Leiru.
Vatnsleysuvík skert inn úr Faxaflóa milli Keilisness og Hraunsness. Við víkina hjá Vatnsleysu var verzlunarhöfn á 16. öld en lögð niður eftir að einokun hófst, og var bændum gert að sækja verzlun til Hafnarfjarðar.
Stóra-Vatnsleysa var útvegsjörð og kirkiustaður, en þar býr enginn, þegar þetta er ritað. Þar þótti reimt mjög á síðari helmingi 19. aldar, — draugar gengu þar um bæinn með hurðaskellum og látum og leituðu jafnvel í sæng til vermanna, en þóttu kaldir rekkjunautar. Hér eins og víðar er stórbýlið að hverfa í skugga smábýlisins.
vatnsleyMinni-Vatnsleysa er eitthvert mesta svínastórbýli í einstaklingseign á Norðurlöndum. Þorvaldur Guðmundsson kaup- og veitingamaður í Reykjavík stofnaði þar svínabú og alifugla 1954. Nú rýta 1000 svín, þar sercráður var hlaðið þorski. Frá Minni-Vatnsleysu eru hinir kunnu Auðunssynir, fimm sklpstjórar í íslenzka fiskiflotanum. Þeir eiga sér fimm systur, og eru sumar giftar skipstjórum. Auðun, faðir þeirra, var útvegsbóndi á Minni-Vatnsleysu, sonur Sæmundar Jónssonar bónda þar, en hann var einn af mestu útgerðarmönnum á Ströndinni seint á 19. öld, gerði út áttæring og þrjá sexæringa.
Flekkuvík er yzt bæja við Vatnsleysuvíkina. Úr Dalsfirði í Noregi, heimabyggð Ingólfs landnámsmanns, skerst Flekkufjörður, kenndur við bæinn Flekku. Þaðan á Flekka landnámskona að hafa komið. Ingólfur fékk henni bólstað í Flekkudal í Kjós. Þar festi hún ekki yndi og fluttist í víkina, sem við hana er kennd. Þar var gnægð veiðiskapar undan ströndinni og góð lending, en vandrötuð. Flekka mælti svo fyrir andlát sitt, að sig skyldi heygja í túninu gegnt innsiglingunni og aldrei skyldi skip farast þar á réttu sundi, meðan kumlið sæist. Þessu hafa menn trúað og sennilega orðið að trú sinni.
flekkusÍ túninu í Flekkuvík er dálítil þúst, klapparhóll, sem nefnist Flekkuleiði. Á honum liggur hraunhella, letruð rúnum: „Hér hvílir Flekka”. Rúnirnar munu ristar á 17. eða 18. öld til virðingar við verndarvættina Flekku. Í Flekkuvík er tvíbýli og gerðu bændur þar út sinn sexæringinn mjög vel útgerð”, segir Ágúst Guðhvor seint á 19. öld. „Lánaðist þar mundsson frá Halakoti í endurminningum sínum. Pétur Helgason, ungur formaður á báti frá Flekkuvík, bjargaði fimm mönnum af kili í óveðri undan Keilisnesi. Skipið var frá Vatnsleysu, og fórst þar formaðurinn, Auðun Jónsson, við þriðja mann. „En eftir þann róður fór Pétur aldrei á sjó, og var það skaði mikill með svo vaskan mann”, segir Ágúst. Þetta var 1887, þann 29. marz. Síld hefur löngum gengið á Faxaflóa, en lítil tök höfðu íslendingar
um rak hana á f jörur í stórviðrum. Um sumarmál 1863 er sagt, að rekið hafi feikn af síld í Vogum. Á síldarhrönnin við ströndina að hafa náð mönnum í mitt læri. Árið 1880 fór ívar Helgason, bróðir Péturs, til Noregs, ásamt tveimur öðrum mönnum, til þess að læra síldveiðar. Hann kom upp með 30 síldarnet og hóf veiðar. Síldina notaði hann einkum í beitu og varð manna aflasælastur.
Af Ívari lærðu menn hina nýju veiðitækni. Síldveiðar við Faxaflóa eiga upphaf sitt að rekja til Flekkuvíkur. Sjór brýtur kampa utan við Flekkuvík eins og víðar á Ströndinni. Þar hafa fundizt fornar rostungstennur i bökkunum og eitt sinn heiltennt hauskúpa. Hér hafa rostungar bylt sér í fyrndinni, en ísbirnir leitað að bráð, þótt bein þeirra hafi ekki fundizt. Rosmhvalanes er kennt við rostunga, rosmhvali, svo að þar hafa þeir leitað að landi á fyrstu öld eða öldum landsbyggðarinnar.
Bílabrautin á að liggja úr Kúagerði út yfir Vatnsleysuheiði, Vatnsleysustrandarheiði eða Strandarheiði og Vogaheiði og suður um Vogastapa til Keflavíkur. Strandarheiði sker byggðina milli Flekkuvíkur og
Kálfatjarnar og nær til sævar á Keilisnesi. Strandarar kalla suður fyrir heiðina til Kálfatjarnar, en Kálftirningar inn fyrir heiðina til Vatnsleysu, en hvorir tveggja fara þeir suður til Reykiavíkur.

kalfatj

Brautin verður það innarlega á heiðinni, að hún liggur handan við holt og hæðir suður frá byggðinni, sem fylgir ströndinni rækilega. Hér voru sel í eina tíð innar á heiðinni. Skúli Magnússon segir, að Strandarheiði sé „eitthvert hið bezta land til sauðfjárræktar, það sem ég hef séð á Íslandi”. Hér hafa verið skógar, eins og ýmis örnefni votta, en gróður hefur eyðzt mjög frá dögum Skúla og land blásið.
Skammt fyrir utan Kúagerði á brautin að liggja um allbreiðan sigdal, sem takmarkast af Hrafnagjá að utan, en Brúnum að innan (sunnan) og les sig út á Reykjanestá um Snorrastaðatjarnir og Seltjörn.

Stadarb

Utan vegar á Strandarheiði verða Hrafnhólar fyrst, en þá Þorsteinsskála. Af Þorsteinsskála er mjög víðsýnt um strendur Faxaflóa og Reykjanesskaga. Þá koma Lágar, sem ýmist eru kenndar við Vatnsleysu eða Kálfatjörn, og Lynghóll. Utan og norðan við Þorsteinsskála sér mikla fjárborg á sléttri klöpp, og nefnist Staðarborg eða Prestborg. Munnmæli herma, að vinnumaður á Kálfatjörn hafi reist borgina og ætlað að topphlaða hana, láta hleðsluna ganga saman í hvelfingu, en prestur bannað það. Þetta gramdist byggingameistar-anum, svo að hann hljóp úr vistinni. Borgin er meistaralega hlaðin. Fjárborgin íslenzka er fornrar ættar, telur jafnvel til frændsemi við hernaðarmannvirki
bronsaldarmanna, en hér var hún hlaðin sauðkindum til varnar í vetrarnæðingum. Þetta mun vera ein hver stærsta fjárborgin íslenzka, og er hún friðlýst og stendur undir vernd þjóðminjavarðar. Sunnan vegar eða innan er Kirkjuholt, Marteinsskáli og Kolgrafarholt í útsuður frá Staðarborg eða nokkru utar við brautina. Þar hefur áður verið höggvinn skógur til kola gerðar. Hrísið á Strandarheiði var að mestu uppurið á 19. öld, en menn rifu lyng til eldsneytis, unz allt þraut. Rányrkjan var ekki afleiðing skilningsleysis á þeim landspjöllum, sem unnin voru, heldur neyddust menn til að afla eldsneytis, hvað sem það kostaði. Stórbændurnir í Vogum bönnuðu með öllu hrístekju í Vogaholti laust fyrir 1900 og gerðu upptæka síðustu hrísbaggana, sem landseti þeirra tók í holtinu. Skógarvörð settu bændur við heiðina um miðja 19. öld.
cooKeilisnes er nyrzti tangi Vatnsleysustrandar. Undan nesinu fórst togarinn Coot 16. desember 1908, fyrsti vélknúði botnvörpungurinn, sem Íslendingar eignuðust, keyptur til landsins 1904. Hann var með skútuna Kópanes í eftirdragi. Mannbjörg varð. Á sömu slóðum fórst vélbáturinn Haukur frá Vatnsleysu 11. febrúar.

Byggðin á Vatnsleysuströnd skiptist i hverfi. Utan Strandarheiðar verður fyrst fyrir Kálfatjarnarhverfi, þá Þórustaðahverfi og Auðnahverfi.
Kálfatjörn er kirkjustaður. Nafn á að vera dragið af því, að kálfar af sækúakyni eiga að hafa komið úr Naustakotstjörn við sjávargötu Kálftirninga. í fornum máldaga er staðurinn nefndur Galmatjörn. en það er marklaust nafnahrengl. Ekki vilja sagnir hlíta því, að kirkja hafi frá upphafi staðið að Kálfatjörn, heldur á hún að vera flutt þangað undan ágangi sjávar annaðhvort frá Þórustöðum eða Bakka, austasta bænum í hverfinu. Sá bær var fluttur tvisvar undan sævarbroti á 18. öld. Að Kálfatjörn stendur ein af stærstu sveitakirkjum hér á landi. Hún var reist 1893, og voru þá rúmlega 900 manns í sókninni og um helmingi fleiri á vertíðum. Nú teljast sóknarbörnin um 370, og vermenn eru hættir að sækja á Vatnsleysuströnd.

godh

Þar var prestssetur til 1919, en þá var staðurinn gerður anniexía frá Görðum á Álftanesi og situr presturinn nú í Hafnarfirði. Kirkjugarðurinn á Kálfatjörn er heimatilbúinn, mold hefur verið ekið í hann, til þess að unnt væri að grafa menn þar skikkanlega, en jarðvegur er víðast grunnur á Ströndinni. Einn af Kálfatjarnarklerkum var Ámundi Ormsson, d. 1670. Á hans dögum bjó Björn Sturluson smiður á Bakka. Þeir voru báðir hagyrðingar. Björn var bendlaður við víg og óttaðist líflátsdóm, en var að lokum sýknaður.
Sveinbjörn Hallgrímsson er einn af mestu afreksmönnum, sem þjónað hafa Kálfatjarnarsókn. Hann vígðist aðstoðarprestur þangað 1842 og bjó i um skeið í Halakoti í Brunnastaðahverfi. Byltingarárið mikla 1848 stofnaði hann ásamt Páli Melsteð sagnfræðingi hálfsmánaðarblaðið Þjóðólf. Það varð langlífasta og eitthvert ábrifaríkasta málgagn, sem út hefur komið hér á landi. Aðstoðarpresturinn frá Kálftjörn er fyrsti íslenzki blaðamaðurinn. Þjóðólfur var löngum eitt helzta málgagn sjálfstæðisbaráttunnar útgefið hér á landi. Ármann á Alþingi, Fjölnir og Ný félagsrit voru gefin út í Kaupmannahöfn. Nú réðust fslendingar heima fram á ritvöllinn, tóku að gagnrýna stjórnarvöldin, krefjast aukins þjóðfrelsis og lýðréttinda.

moak

„En látum oss þá vakna, íslendingar, látum þjóðlyndi og þjóðrækni ná því valdi vfir hugum vorum, svo að vér álítum engin þau málefni oss óviðkomandi, sem að einhverju leyti horfa til heilla fyrir land vort.” — Þannig hljóðar ávarp Sveinbjarnar ritstjóra í fyrsta tölublaði Þjóðólfs. Hann hefur eflaust hvatt sóknarbörn sín af stólnum í Kálfatjarnarkirkju til þjóðrækni, djörfungar og framtaks. Hann var
ættaður úr Innri-Njarðvík, systursonur Sveinbjarnar Egilssonar rektors.
Þingstaður hreppsins var að Kálfatjörn fram til ársins 1818. Þá voru hreppsþingstaðirnir að Kálfatjörn, ýsur og 2 sundmagabönd í Keflavík, en samkvæmt kaupsvæðaskiptingu átti hann að verzla í Hafnarfirði. Kaupmaðurinn þar, Knud Storm, hafði ekki viljað nýta þessa vöru, en samt sem áður kærði hann Hólmfast fyrir verzlunarbrot og fékk hann dæmdan í háa sekt. Hólmfastur átti ekkert fémætt nema gamalt bátskrifli, og Knud Storm vildi ekki nýta það fremur en vöru bóndans og krafðist húðláts.
Var Hólmfastur bundinn við staur á Kálfatjarnarþingi og húðstrýktur miskunnarlaust að Holmsfastskotamtmanni viðstöddum, en því skotið til konungs, hvort hann skyldi ekki dæmdur til þrælkunar á Brimarhólmi. Hér var þó of langt gengið. Hinn danski lögmaður, Láritz Gottrúp, kærði meðferðina á Hólmfasti fyrir konungi, og síðar tóku þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín málið upp, og hlaut Hólmfastur nokkrar miskabætur. Eftir þetta var gerræði kaupmanna hnekkt að nokkru. Píslírnar við staurinn á Kálfatjarnarþingi voru ekki færðar til einskis. Hólmfastur Guðmundsson býr síðan á Bræðrakoti, hjáleigu frá Innri-Njarðvík.
Þingstaðir á Bæjarskerjum á Rosmhvalanesi og Járngerðarstöðum í Grindavík aflagðir, en þingstaður fyrir alla þrjá hreppana settur í Njarðvíkum. Þá voru Njarðvíkurnar einnig sameinaðar Vatnsleysustrandarhreppi, og hélzt það til 1885, en þá voru þær gerðar að hreppsfélagi með Keflavík. Þessar breytingar á hreppaskipt ingu eru sprottnar af fólksfjölgun á Ströndinni á 19. öld. Á fornum þingstöðum hefur víða verið helgistaður í heiðnum sið, og svo mun einnig á Kálfatjörn. Nokkru fyrir vestan bæinn er hóll, Goðhóll, og stóð þar kot í eina tíð. Hér hefur sennilega staðið hof þeirra Strandara.
BrunnaEinn afburður á Kálfatjarnarþingi er frægur að endemum í Íslandssögunni. Árið 1698 seldi bóndinn á einni hjáleigunni á Brunnastöðum, Hólmfastur Guðmundsson, 3 löngur, 10 víkum, árið 1703 og telst þá 56 ára. Árið eftir strýkingu Hólmfasts (1699) fékk Knud Storm menn á Kálfatjarnarþingi til þess að veita sér siðferðisvottorð, þar sem segir m.a., „að Knud Storm hafi umgengizt frómlega og friðsamlega við sérhvern mann . . . og sérhvers manns nauðsynjum jafnan góðviljuglega gegnt og tilbærilega hjálpað og fullnægt með góðri kaupmannsvöru í allan máta, svo sem sérhver óskað hefur og sérhverjum af oss er vitanlegt. Hvers vegna vér skylduglega viljum gjarna óska, að fyrr vel nefndur kaupmaður mætti vel og lengi með lukku og blessun sömu höndlan fram halda og hljóta (bæði hér á landi og annars staðar) guðs náð og gleðileg velfelli til lífs og sálar æ jafnan fyrir Jesum Kristum”. Landakot er austast í Auðnahverfi. Þar bjó Guðmundur Brandsson,
þingmaður Gullbringu- og Kjósarsýslu 1849-1861. Á alþingi barðist hann einkum fyrir því, að öllum flóum og fjörðum yrði lokað fyrir erlendum fiskiskipum, en danska stjórnin var ekki mjög skelegg í landhelgismálum íslendinga, eins og kunnugt er. Guðmundur drukknaði undan Flekkuvík við þriðja mann haustið 1861.
KnarrÁ Auðnum bjó Guðmundur Guðmundsson, einn af gildustu bændum á Ströndinni seint á 19. öld, átti 8 til 10 báta, auk þess þilfarsbát og rak stórbú. Á eínum af bátum hans reri Kristleifur Þorsteinsson fræði maður á Stóra-Kroppi 1882. Báturinn fórst í stórviðri út af Vogavíkinni. Kristleifur bjargaðist við annan mann, en 5 drukknuðu.
Knarrarnes, stóra og litla, standa utan við Breiðagerðisvíkina. Við forna heimreið að Stóra-Knarrarnesi er grágrýtisbjarg og á það klöppuð þessi vísa:
Seytján hundruð segjast ár,
senn þó fjögur rétt í von;
svo þá gjórði sem hér stár,
sá hét Bjarni Eyjólfsson.
Bjarni, sem ríslaði sér við að festa nafn sitt á steininn, var gildur bóndi Á Knarrarnesi um 1700. Menn vilja eigna honum ýmsar steinsmíðar fornar, áletranir á legsteina og jafnvel hleðslu Staðarborgar.
Gerðistangaviti stendur yzt á Atlagerðistanga, reistur til þess að vísa skipum leið milli Keflavíkur og hafna í Innnesjum og bátum til strandar við Stakksfjörð.
GerdistangavitiÁsláksstaðahverfi stendur á tanganum inn af vitanum. Það var útvegur eins og annars staðar á ströndinni. Þar drápu klausturmenn úr Viðey danskan mann veturinn 1540, en sá hafði verið í flokki Diðriks af Mynden, er hann rændi Viðeyjarklaustur á hvítasunnunni sumarið áður. Þá þeir fóru í ver um veturinn, „fóru þeir í Vatnsleysu á skipj og gengu þaðan um nóttina á Ásláksstaði og drápu Jóachim.” Hann var sá 13., sem tekinn var af lífi fyrir klausturránið. „Þótti mönnum það mikil og góð landhreinsun.” Á Ásláksstöðum stendur timburhús reist úr viði þeim, sem var á skipinu Jamestown, er strandaði í Höfnum 1881. Á Þórustöðum og í Óttarsstaðahverfnu standa einnig hús, sem reist voru úr því timbri.
Brunnastaðir voru metnir einna dýrastir jarða á Vatnsleysuströnd um miðja 19. öld. Þar var eitt bezta útræði á Ströndinni og skammt að sækja á stórgjöful mið. „Um miðja öldina voru margir bændur þar, en allir fátækir og reru hver hjá öðrum á tveggja manna förum, því að ekki áttu allir bát. En svo fluttust að Brunnastöðum tveir miklir athafnamenn, sinn á hvora hálflenduna, og þá skipti um.”
Guðmundur ívarsson hét annar frá Skjaldarkoti í Kálfatjarnarhverfi. Um 1865-1870 lét hann smíða sér teinæring, og var það um skeið eitt bezta skipið við Faxaflóa. „Um 1880 átti Guðmundur auk þess 3—5 sex manna för. Var þá mannmargt hjá honum, allt að 50-60 manns í heimili, því að skipverjar höfðu allir aðsetur þar heima, því að verbúðir þekktust varla.”
Jón Breiðfjörð Jónsson hét hinn. Hann fluttist að Brunnastöðum um 1870 og Iét þá breyta áttæring í þilfarsbát. Um 1890 er talið, að hann hafi gert út 6—8 skip, en auk þess rak hann verzlun. Þá fóru erfið ár í hönd. Erlendir togarar streymdu inn á Faxaflóa, eyðilögðu bátamiðin og aflinn brást. Jón varð að taka 1000 króna bankalán og þótti það stórfé. Hann gat ekki staðið í skilum og varð gjaldþrota og dó skömmu síðar. Hann hafði hýst bæ sinn af stórmennsku, en eftir gjaldþrotið lentu eignirnar í oraski og húsin brunnu 1905. Þá var uppgangstími Vatnsleysustrandar á enda um skeið. Barnaskóli var reistur að Brunnastöðum 1870-1872.

Brunnastaðaskoli

Séra Stefán Thorarensen gekkst fyrir skólastofnuninni, og naut hún nokkurs styrks úr Thorchilliisjóði. Þar var Pétur Pétursson, faðir dr. Helga Pjeturs, kennari um skeið. Þetta er einn af elztu barnaskólum á landinu.
Bieringstangi er fyrir sunnan Brunnastaðahverfið, kenndur við Moritz W. Biering kaupmann (d. 1857). Þaðan hefur lengi verið stundað útræði, og þar er stærsta vörin á ströndinni. Um 1840 er þar risin
fisktökustöð, salthús og fisktökuhús, sennilega frá Flensborgarverzluninni í Keflavík. Á lofti þeirra voru verbúðir, en í kring stóðu þurrabúðirnar Vorhús, Hausthús og fleiri. Einnig var þar önnur útgerðarstöð, Klapparholt. Eldra nafn á verstöð þessari er Tangabúðir. Á Bieringstanga var reimt eins og á fleiri verstöðvum. Draugurinn var erlendur að uppruna, gekk með hvíta húfu, en ekki mórauða og var því nefndur Tanga-Hvítingur. Hann gerði mönnum ýmsar glettur eins og drauga ér siður, og íeyttu menn ýmissa bragða til þess að losna við kauða. Eitt sinn skaut bóndinn í Halakoti hann með úlfurhnappi, en það átti að vera draugum öruggt skeyti. Hvítingur sundraðist í eldglæringar við skotið, en skreið saman aftur og hélt uppteknum hætti fram um 1890, en hvarf um þær mundir að sögn.
HalakotHalakot er syðst í Brunnastaðahverfinu. Þar bjó Ágúst Guðmundsson Ívarssonar á árunum frá 1910-1941. Eftir hann er greinagott rit um sjósókn og búskap á Vatnsleysuströnd á tímabilinu frá því um 1860 og fram um 1900. Hann var formaður frá 1888 til 1940 og missti aldrei mann í sjó og engin slys urðu á skipshöfn hans.
Stakksfjörður gengur inn fyrir Faxaflóa milli Keilisness og Stakks, kletts undan sunnanverðu Hólmsbergi norður af Keflavik. Á firði þessum voru fræg fiskimið og við hann stóðu og standa enn miklar verstöðvar. Á Stakksfirði og undan ströndinni ræktuðu menn fiskimiðin í gamla daga engu síður en túnin. Flestir formenn sóttu á sín sérstöku mið og fluttu þangað slor, fiskúrgang, jafnvel hundsskrokka og annað þess kyns, sem til féll. Það var kallað að bera niður, og sævargróðrar
hvatinn nefndist niðurburður, samanber áburður. „Öll þorskgota var borin niður þar á hraunið (Vogahraun) og mikið af slorí, og fiskurinn hændist þar að niðurburðinum og varð mestur, þar sem mest var borið niður,” segir Ágúst frá Halakoti. „Svo gjörðu margir fleiri meðfram öllum Strandarbrúnum og bættu veiðina.” Ræningjafloti eyðilagði miðin um skeið, en verstöðvar hafa eflzt að nýju við Stakksfjörð á síðustu áratugum.
VogVogar, dálítið þorp, stendur utan til við Vogavík. Þar er höfn, hafnargarður og bryggja, frystihús, söltunar- og fiskvinnslustöð. Þar eru gerðir út 2 til 3 vélbátar, 50—100 lestir að stærð. Útgerð hefur lagzt niður á Vatnsleysuströnd, en bændur þar hafa ekki með öllu slitið vinfengi við sjóinn. Synir sjósóknarans, Ágústs í Halakoti, stunda hér útgerð.
Hér fjölgar íbúunum, þótt þeim – fækki á Ströndinni og fornar útvegsjarðir eins og Stóra-Vatnsleysa og Flekkuvík leggist í eyði. Höfuðbólið var Stóru-Vogar hét áður Kvíguvogar, kennt við sækýr eins og Kálfatjörn. Þar var kirkjustaður fram yfir siðaskipti. Kirkjuhóll nefnist hóll fyrir sunnan veginn, þar sem ekið er inn í Vogaþorpið. Þar á kirkjan að hafa staðið. Nú eru Stóru-Vogar i eyði, og mikill reyk háfur trónar upp úr bæjarrústunum. í túnfætinum ofan við vörina liggur steinn. Eitt sinn á skip Jóns Daníelssonar að hafa steytt á honum í lendingu. Á næsta flóði óð Jón bóndi eftir bjarginu, stakk sjóvettling í munn sér og við átökin. Hér liggur það, einustu minjar um hinn jötuneflda Vogabónda.
Minni-Vogar eru i byggð, og í landi þeirra standa fiskvinnslustöðvarnar nýju. Þannig fer um hverfula heimsins dýrð.
StapabFrændi og fóstri Steinunnar gömlu hét Eyvindur Honum gaf
hún Vatnsleysustrandarhrepp, land milli Vogastapa og Hvassahrauns, fyrir alls ekki neitt. Hann bjó að Kvíguvogum.
Á Heiðarbæ i Þingvallasveit bjó Hrolleifur Einarsson, Ölvissonar barnakarls. Ölvir, afi hans, hafði verið mikill víkingur, en skemmti sér ekki við það að henda börnum á spjótsoddum, eins og þá var víkingasiður. Því hlaut hann auknefnið barnakarl. Heldur þótti Hrollleifi leið murtuveiðin á Þingvallavatni, sem reyndar hét Ölfusvatn í þann tíð, og lítið skyn bar hann á náttúrufegurðina þar efra. Hann bauð Eyvindi jarðaskipti, en skoraði hann á hólm, vildi hann ekki ganga að kaupunum. Ekki leizt Eyvindi ráðlegt að berjast við Hrolleif og fluttist að Heiðarbæ. Þar festi hann ekki yndi og leitaði að nýju á náðir Steinunnar frænku, en hún setti hann niður á Bæjarskerjum. Þannig hófst fólksflóttinn til Suðurnesja þegar á landnámsöld.
Í byrjun 18. aldar býr Jón Daníelsson hínn sterki í Stóru-Vogum (d. 1855). Hann keypti jörðina og sat þar fyrstur sjálfseignarbænda frá því á miðöldum. Jón lét smíða sér skútu og var aflasæll og auðugur og talinn fjölkunnugur. Hann á að hafa komið fyrir draugum, rekið illa anda úr mönnum og kunnað skil á töfrasteinum, sem gerðu menn fiskisæla. Þá sótti hann í Mölvík undir Vogastapa. Sonur Jóns Daníelssonar var Magnús. Hann lærði siglingafræði og skipasmiðar i Kaupmannahöfn 1816 og var skipstjóri og skipasmiður í Vogum og tók sér ættarnafnið Waage. Sagt er að hann hafi smíðað nálægt 100 róðrarskipa og báta og tvo þilfarsbáta frá stofni”. Hann varð fyrstur til þess hér á landi að rita um nauðsyn sjómannafræðslu og bauðst til þess að kenna mönnum fræði sín, en ekkert er vitað um það, á hvern hátt menn færðu sér það í nyt.
BrekkBændaánauð og einokun hafði sogið svo merg úr bændum við Faxaflóa, að þeír áttu varla sjófæra fleytu stærri en tveggja manna för, þegar líður á 18. öld. Þegar slakað var á 382 ánauðinn og einokunarfjötrunum, færðist þegar nýr þróttur í atvinnulífið.
Þrír bændur urðu fyrstir til að rétta úr kútnum, hófu skipasmíðar og útgerð í miklu stærri stíl en áður hafði þekkzt. Jón Daníelsson í Vogum er frægastur, en nafni hans Sighvatsson í Höskuldarkoti í Ytri-Njarðvík tók að sér að smíða skútu með aðstoð Gísla Péturssonar, skipasmiðs á Óseyri við Hafnarfjörð, árið 1814. Ekki leizt nágrönnum hans gæfulega á þessar tiltektir kotbóndans, en hann lét hrakspár ekkert á sig fá, og þrem árum síðar hljóp fyrsta þilskipið af stokkunum í Njarðvík. Meðan Jón vann að smíði skipsins, dvaldist Jón Norðfjörð, sonur hans, í Kaupmannahöfn og lauk þar stýrimannsprófi 1817. Hann stýrði skútu föður síns fyrstu árin, en síðar tók bróðir hans, Pétur við stjórninni.
Ari Jónsson, bóndi í Innri-Njarðvík, gerðist þriðji þilskipseigandinn við Vogastapa. Árið 1818 eiga skip Sigltþessara þriggja bænda öll að hafa verið við veiðar og reynzt mestu happaskip. Þau voru smá, ekki mikið yfir 10 lestir, en loðuðu þó þáttaskil í fiskveiðum íslendinga. Í kjölfar þeirra sigldu stærri skútur, þegar leið á öldina. Jón Sighvatsson í Höskuldarkoti er fyrsti kotungurinn hér syðra, sem hófst algerlega af sjálfum sér, alinn upp í fátækt, og varð einn af gildustu útvegsbændum. Gengi bænda við Vogastapa kveikti mönnum vonir um betri daga á Íslandi.
Skútuöldin við Faxaflóa hefst í Vogum árið 1863. Þá keypti Egill Hallgrímsson bóndi í Austurkoti ásamt öðrum f élögum sínum í hreppnum skútuna Lovísu um 45 rúmlestir að stærð. Í Vogum er bezt höfn frá náttúrunnar hendi við Vatnsleysuströnd og eina bjarglega skútuhöfnin. Lovísa og aðrar skútur þeira Vogamanna efldu hér stórútgerðarstöð. Þilskipin, sem þeir Jón Daníelsson létu smíða og smíðuðu um 1817, voru bátar ekki haffærandi. Þau voru þáttur í miklum vexti bátaflotans á fyrri helmingi 19. aldar og lögðu grunn að skútuöldinni, næsta stigi í fiskveiðasögu Íslendinga.

Briml

Egill Hallgrímsson (1817—’83) gerði út marga báta, 8 að sögn, rak lýsisvinnslu, fisk- og saltverzlun og hafði margt í vöfunum. Hann hafði Lovísu í beinum siglingum til Spánar, sendi þangað fisk og keypti salt. Árið 1870 tók sonur hans, Klemenz við skipstjórninni, en hann var einn af mestu sjósóknurum á Suðurnesjum um sína daga.
Einn af landsetum Egils var Nikulás Jónsson í Norðurkoti. Hann gerði út áttæring og sexmannaför, 5—6. Bátaútvegurinn hélt velli, þótt skútur bættust í hóp fiskiskipa. Það var skammt á miðin og uppgripaafli oft á tíðum. Ágúst í Halakoti segir, að þorskur hafi gengið „alla leið inn undir lendinguna á Hólmanum undir Grímshól og Mölvík og allt Hólhraunið og upp undir Stapann og Vogabrúnir. Á öllu þessu svæði var oft svo mikill fiskur í þorskanet, að daglega var þangað sótt fullfermi og sum skip tvær til þrjár hleðslur á dag bæði í net og á færi, og var hvergi jafnstór fiskur sem þarna undir Stapanum, á Vogabrúnum og um allt Vogahraun”.
Árið 1892 átti Klemenz Egilsson í Minni-Vogum nýjan áttæring. Þá var slíkt mokfiski undir Stapanum, að skipshluturinn greiddi bátsverðið á einni vertíð. En þar með var lokið auðsæld gullkistunnar, en óvæntir atburðir fóru í hönd. Þessi afli lifir enn í minni Vogamanna, og þeir kenna togveiðum um, að hann er þrotinn.
KristjanstKristjánstangi gengur út í miðja Vogayík. Þar stóð salthús í eina tíð.
Vogastapi, grágrýtisberg, hefst utan Vogavíkur, um 80 m. á hæð. Stapinn nefnist Kvíguvágabjörg í Landnámu, en Gullkistan í sóknarlýsingum 19. aldar „af því mikla fiskiríi, er tíðkað var á færi í hrauninu þar rétt upp undir”. Skúli Magnússon landfógeti segir um 1785: „Nú á tímum eru beztu fiskimið í Gullbringusýslu á vetrarvertíð á svæðinu frá Keflavík um Njarðvík, Stapa og inn eftir ströndinni til Brunnastaða. En bezt eru þau talin undir Stapa, þar sem þorskurinn gýtur jafnvel á þriggja faðma dýpi, tekur hann þar bezt beitu að næturlagi, þegar dimmt er. Þarna hafa fiskiveiðar tekið miklum framförum síðan 1756, vegna þess að þorskanet hafa verið tekin í notkun”. Ágúst frá Halakoti segir, að það hafi verið gaman að róa undir Vogastapa, „að skríða þar út með landinu í lygnum og sléttum sjó og taka svo nógan, fetan og stóran þorsk í netin. Það verður tæplega sagt um of af þeirri fiskimergð, sem gekk sum árin undir Vogastapa, enda var hann áður fyrr kallaður Gullkista Íslands og bar það nafn með rentu.” Hann telur, að á árunum frá 1870-’94 hafi gengið um 200 skip úr
Brunnastaðahverfinu, Vogum og Njarðvíkum. „Þegar fiskur var kominn undir Stapann, þá sóttu allir þangað, — sömuleiðis allir Vatnsleysingar, ef ekki var fiskur á Vatnsleysuvík. Var því oft ærið þéttskipað, þegar allir voru komnir undir Stapann.”
Löngum hefur margs konar hjátrú verið tengd Vogastapa, hann verið talinn bústaður álfa, og þar hefur þótt reimt. Margir urðu úti á Stapanum og hröpuðu fyrir björg, og eiga þeir að vera þar enn á flökti. Stapadraugar eru taldir með afbrigðum kurteisir, taka jafnvel ofan höfuðið fyrir tækni nútímans.
GrimshollGrímshóll heitir efsta bunga Stpans. Hann á að vera kenndur við Grím Rangæing, sem varð eftir af vermönnum og réðst tíl vistar hjá Stapabónda og gekk þar að eiga heimasætuna. Undir Vogastapa er dálítið undirlendi, ef að er gáð, en hefur verið miklu meira áður, því að sjór hefur brotið hér land.
Hólmbúðir eru forn verstöð undir Stapa. Hólminn er nes, sem gengur út í Vogavík gegnt Vogabæjum. Þar eru rústir af fornum fiskbyrgjum, grjótgörðum (fiskgörðum), “anleggshúsum” Knudtzons gróssera
reistum á 4. tug síðustu aldar, og þurrabúð, sem stofnuð var þar 1830. „Anlegg” nefndust salt- og fisktökuhús stórkaupmanna, gróssera á 19. öld. Talið er, að hér hafi verið gerðir út 18 til 20 bátai, þegar bezt lét á síðustu öld. Um 1900 lagðist Hólminn í eyði um skeið, unz Haraldur Böðvarsson hóf þar útgerð 8 lesta báts. Mjór er mikils vísir. Þetta var upphafið að útgerð Haralds Böðvarssonar á Akranesi, en í Hólmanum starfaði hann aðeins í þrjú ár. Þurrabúðir stóðu á strandræmunni undir berginu, og urðu sumar að grasbýlunum um það er lauk. Brekka,, reist árið 1848, hélzt í byggð fram um 1930. en þá flutti síðasti búandinn þaðan og reisti sér hús í Vogum. Það er fyrsta „þurrabúðin” sem rís þar í hverfinu á þessari öld. Stapabúð, reist 1872. Þar var búið til 1896, og hefur búðin hangið uppi að nokkru tii skamms tíms. Kerlingabúðir voru nokkru utar.
ReidskUm Reiðskarð lágu forðum reiðgöturnar upp Stapann. Kvennagönguskarð er utar, liggur um grasigróna brekku. Brekkuskarð er utan við Hólm og Rauðastígur nokkru utar. Mölvík er undan Grímshóli. Þar var uppgripanetaveiði, og þar tíndi Jón Daníelsson töfrasteina mönnum til fiskisældar. Strákar heita þrjár vörður, gömul mið nær Njarðvíkum. Kópa er vík við bergshalann, ytri enda Stapans hjá Stapakoti í Innri-Njarðvík.
Hinn blómlegi útvegur við Vogastapa hlaut snögg endalok árið 1894. „Þá komu togararnir hér, fóru á grynnstu mið og sópuðu á burt öllu lifandi úr sjónum, svo að fjöldi manna varð að flýja úr beztu veiðistöð þessa lands, sem var við sunnanverðan Faxaflóa allt að Garðskaga. — Þess vegna voru 1000 netakúlur seldar á uppboði eftir Guðna Jónsson á Brekku á 5 krónur, og stórjörðin Stóru-Vogar var boðin upp til skuldalúkningar á 2000 króna láni í Landsbankanum, og enginn bauð yfir það. — Þannig var hernám Engiendinga við Faxaflóa 1895.
UtskalAnnar sjósóknari af Vatnsleysuströnd, Benjamín Halldórsson frá Naustakoti, segir, að oft hafi mátt telja á Vogavík 50-100 enska togara, sem leitað höfðu vars undan ofviðrum, en stunduðu veiðar á Faxaflóa. Á leiðinni út köstuðu þeir á víkinni og toguðu frá landi. Eitt sinn strandaði enskur togari upp í fjöru undan Útskálum með vörpuna aftan í sér. Þetta var á aðfangadagskvöld. Skipverjar sáu ljósadýrð í kirkjunni og héldu, að þar væri togari í aðgerð og stefndu þangað. Þá var strandgæzla nær engin, svo að bændur voru varnarlausir gegn þeim ræningjum, sem óðu að landi og eyddu byggðina. Aðgerðarlausir vildu þeir þó ekki vera. Þeir fluttu hraungrýti út á miðin í þeirri von, að það eyðilegði vörpurnar, en ekki bægði það veiðiþjófum frá landi. Það er ekki mjög blómlegt umhorfs á Vatnsleysuströnd: byggðin er slitin, stórbýli í eyði og húsakostur á sumum jörðum lítt breyttur frá því í lok 19. aldar. Hér hefðl orðið samfelld byggð og borg stæði í Vogum, ef ræningjaflotinn hefði ekki lagzt að landi.

Minni-Vogar

Nú flosnuðu menn upp og flýðu byggðina, en miðin, sem þeir höfðu ræktað um aldir, lögðust i örtröð og auðn. Gildustu útvegsbændur þraukuðu aflaleysið, keyptu sér skútur og sóttu dýpra, og síðar hófst vélbátaútvegur. Fyrsta vélbátinn keypti Ásmundur Árnason í Hábæ í Vogum árið 1907. Vogamenn höfðu verið brautryðjendur í þilskipaútgerð, en nú voru þeir orðnir eftirbátar annarra, eins og bezt sést á því, að vélbátaútvegur hófst hér á landi 1902 og efldist mjög á næstu árum, en vélbátar náðu ekki til Voga fyrr en 5 árum síðar. Hin fisksælu mið voru þrotin. og útgerð gekk illa.
Á styrjaldarárunum glæddist afli að nýju, og um 1920 eignuðust bændur á ströndinni trillubáta. Ekki varð sú útgerð þeim mikil féþúfa. Það er fyrst með tilkomu 25 til 50 lesta vélbáta um 1940, að útgerðin tók að hjarna við að nýju í Vogunum. Í hönd fóru friðunarár heimsstyrjaldarinnar. Þegar togaraflotinn birtist að nýju og allt sótti í sama horfið og áður, var Faxaflóa lokað fyrir togveiðum árið 1952 og fiskveiðilandhelgin færð út 1958. Í Vogum hefur risið upp vísir að þorpi, en bílabrautin nýja sneiðir þar hjá garði, og íbúarnir eru uggandi um, að straumur tímans muni fylgja brautinni til bæjanna fyrir utan Vogastapa.”

-Tíminn, sunnudagsblað, 6. sept. 1964, Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, bls. 828-831.
-Tíminn, sunnudagsblað, 13. sept. 1964, Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, bls. 856-859.
-Tíminn, sunnudagsblað, 20. sept. 1964, Björn Þorsteinsson, sagnfræðingur, bls. 880-883.

Suðurnes

Suðurnes – skilgreiningar.

Járngerðarstaðir

Hér er birtur hluti af viðtali Jökuls Jakobssonar við Tómas Þorvaldsson, forstjóra, er þeir gengu saman um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Þetta er fyrsti þáttur frá 25. febrúar 1973.

Tómas“Í dag leggjum við leið okkar til Grindavíkur – um Járngerðarstaðahverfið. Við höfum fengið kunnugan leiðsögumann, sem er Tómas Þorvaldsson, forstjóri, en hann er fæddur hér og alinn upp eins og raunar ætt hans, mann fram af manni. Við hefjum göngu okkar á Sölvhóli þar sem við erum staddir þessa stundina.
Nú, héðan sjáum við plássið allt, Tómas, en þó helst plássið sem þú mannst best – það er gata æsku þinnar, sem við ætlum nú að rifja upp.”
“Eins og þú segir á ég ættir mínar hér nokkuð aftur eftir, a.m.k. 3-4 ættliði, en það þarf meira til svo einstaklingur verði til. Ættfróður er ég ekki. Við stöndum hér á Sölvhól, það er rétt, og hér sjáum við raunverulega yfir allt gamla Járngerðarstaðahverfið eins og það var þegar ég fór fyrst að muna eftir mér eða í kringum 1922-23 og upp úr því fer minnið að skýrast. Þessi blettur hér er álagablettur, en mér ekki kunnugt um að hafi nokkru sinni verið nytjaður svo aldrei hefur komið til vandræða af þeim sökum. Nú, það má segja að á þessum tíma var byggðalagið ekki stórt. Það voru einungis 33 íveruhús hér, en ef við förum lengur aftur í tímann, og styðst ég þá við það sem hefur verið sagt, að um aldarmót [1900] mun byggðalagið hafa verið innan nokkurs konar girðingar sem takmarkast af þessu sem við sjáum hér, þ.e. girðingu frá sjó hér til hægri handar, hér vestan við þennan hól, í hlið sem er hér rétt fyrir ofan og úr því hliði í tjörn sem heitir Vatnsstæði, og austur fyrir byggðina sjálfa að Krosshúsum (við sjáum hér Krosshús sem þau eru í dag, en þá var þar torfbaðstofa). Þar var annað hlið og þar gekk það til sjávar. Þetta var ekki stórt svæði.
SölvhóllÞetta svæði hefur náttúrulega sína sögu og hér lifði fólk og hrærðist og hafði sína drauma. Við sjáum hér beint fyrir framan okkur tjörn, sem heitir Dalurinn. Þetta var leikvettvangur ungra yfirleitt þegar ég var krakki, á veturnar á skautum og á vorin og fram á haustin þá var þetta okkar úthaf. Og þá siglu við okkar skipum og svo mun hafa verið gert af ungu fólki, sérstaklega ungum dengjum, alla tíð.
Það fór nú oft þá eins og verða vill í lífinu, sumir lentu í strandi, en aðrir komust betur af. Hér byggðum við okkar hafnir og lifðum í okkar stóra hugarheimi. Hérna höfum við þúfnakoll, sem við höfum beint fyrir framan okkur.
Ég minnist Dalurinnþess í bernsku að Bjarni Sæmundsson, fiskifræðingur, sat hér oft og horfði yfir byggðalagið, en hann var fæddur og uppaldinn hér á Járngerðarstöðum. Þegar hann sat þarna var hann að jafnaði að koma úr löngum gönguferðum. Hann var kominn nokkuð við aldur þegar þetta var og hafði hann þá gengið aðra leiðina með sjó eftir fjörunni og var hann þá að kynna sér allt líf sem þar hrærðist og hina leiðina eftir heiðinni til baka. Og þá var hann að leita eftir því lífi er hrærðist uppi á þurru landi, hvíldi sig svo hér og horfði yfir staðinn.”
Tíðahlið“Hafði Bjarni eitthver samneiti við ykkur unglingana er þið lékuð ykkur hér við tjörnina?”
“Já, hann hafði það mjög mikið því við voru oft með honum í þessum ferðum, unglingarnir frá Járngerðarstöðum, frændfólkið hans af yngri kynslóðinni, og ég held að hann hafi haft gaman af því að hafa okkur með og  við vorum að sniglast í kringum hann og verða honum úti um ýmislegt sem hann síðan kom fyrir á Náttúrugripasafninu í Reykjavík.
En það er nú svo að í þessari tjörn var mikið líf. Það var áll hér. Mér er sagt að örninn hafi oft tekið hér lifandi ála áður og fyrr og það hafi verið daglegur viðburður en ég, en aðeins eftir því að veiðibjalla var hér yfir og tók einn og einn og við fylgdumst með því krakarnir, en nú hef ég ekki neinar sagnir af því seinustu árin. Sennilega er lífið búið hér í Tjörninni. Það er einhver mengun, hún kemur alls staðar inn.
Ef við skoðum þetta aðeins hér – Tíðarhliðið sem ég nefndi. Nafnið bendir til að það hafi verið í sambandi við kirkjuferðir og að vissu leiti hefur það verið það því allir sem bjuggju hér í Járngerðarstaðahverfi og Þórkötlustaðahverfi þurftu í gegnum aldirnar að fara í gegnum þetta hlið til að fara til tíða út í Staðarhverfi, kirkjan var þar alveg til 1909 eða þangað til hún var flutt hingað í Járngerðarstaðahverfi.

Járngerðarstaðir

En svo þjónaði það líka svipuðu hlutverki fyrir Staðhverfinga þegar þeir þurftu aftur að fara að sækja kirkju hingað í Járngerðarstaðahverfið þá man ég eftir þeim þegar þeir komu gangandi eftir hæðunum hérna utan – það voru að vísu tvær leiðir, önnur eftir hrauninu og hin með sjónum, og leiðirnar voru farnar eftir því hvernig stóð á sjó því það er flæði á neðri leiðinni sem ekki er hægt að komast nema þannig stendur á. Þá stoppaði það yfirleitt í þessu hliði og skipti um skó og ég er ekki grunlaus um að það hver hafi átt sína holu þarna í garðinum til að geyma skóna sína og oft mun það skipt um eitthvað af ytri klæðum einkum þegar gott var veður og oft kom það við á Járngerðarstöðum þegar þannig stóð veður og skipti þar um föt. Við áttum mikið samneiti við þetta fólk sem lifði þarna og hrærðist á þessum árum og allt þar til það lagðist í eyði og þetta eru vinir og kunningjar og maður telur sér það til ágætis að eiga það að vinum og kunningum enn þann dag í dag.”
“Ykkur hefur aldrei dottið í hug að rugla skónum þeirra Staðhverfinga meðan þeir voru við messu?”
“Nei, ekki var maður svo mikDalurinnill prakkari – það var eitthvað í manni í sambandi við kirkjuferð að maður vildi ekki láta prakkaraskapinn ganga út fyrir það. Hér sjáum við þessa götu, sem við keyrðum hér út úr – það er bílvegur. Í mínu ungdæmi voru þetta traðir og lágu hér í gegnum plássið milli þessara tveggja hliða. Það voru vallgrónir grjótgarðar sem hlaðnir voru þannig að það var grjót annað lagið og torf hitt. Þetta voru svo þröngar traðir að fullorðnir menn gátu jafnvel spyrnt í báða garða og látið hrossið fara í burtu undan sér. Þetta var svona hér á milli þessara tveggja hliða þegar ég man fyrst eftir mér og bílvegur kom ekki fyrr en löngu seinna, það mun hafa verið 1928 eða 29 sem bílvegur fór hér í gegnum byggðarlagið. Annars voru hérna tvær götur í gegnum byggðalagið, það var þessi og önnur sem lá hérna frá Járngerðarstöðum og það var sjávargata. Við komum nú til að fara eftir þessum götum tveim og við þær eru flest þessi hús sem ég nefndi áðan, þessi 33, en nokkur af þeim eru þó þar fyrir utan og við munum leggja okkar leið að þeim.”
Frá Grindavík“Við kveðjum þá álagablettinn. Við höfum ekki raskað hér neinu svo við eigum ekki yfir okkur neinar hörmungar. Við göngum þá götur Tómasar.”
“Það hefur verið hér í Grindavík, eins og annars staðar, að það hafa skipst á skin og skúrir í atvinnulífi og það segir til sín í fólksfjölda því það er með fólkið eins og aðrar lífverur, hvítfuglinn og annað, að það flýgur að ætinu og frá því og það er oft þeir duglegustu sem jafnvel koma sér best að ætinu og það sýnir t.d. best ef við förum á árið 1910 að þá eru hér 358 manneskjur í þessum þremur hverfum. Krýsuvíkin fylgdi áður með, en hún telur ekki neina íbúa á þessum tíma. En svo verða smáhreyfingar. Árið 1920 eru hérna 438 manns, en svo milli 1920 og 30 eru í þessu hverfi yfirleit 260 og upp í 300, Járngerðarstaðahverfi. Í heild eru hér í byggðalaginu 1930 505 og 1940 509 og 1950 hefur talan lítið breyst því þá er talið 492, en svo tekur þetta að breyast upp úr 1950 og í dag eru hér 1250 manns, ef það er ekki orðið aðeins meira (þetta er talan um áramót).
GrindavíkEn í Jarðabók Árna Magnússonar þá er talið í Grindavík allri, sem eru með með töldum höfuðbólum og hjáleigum með Krýsuvík meðtaldir, eru 39 íveruhús með 184 manneskjum. Það sýnir talan á fólksfjöldanum sem við tókum hér upp 1930 og 1940 að þá er hér mikil lægð yfir öllu. Það er ekki fyrr en eftir þann tíma að við förum að ná okkur virkilega upp og hér fara að verða breytingar sem virkilega fóru í kjölfar þeirrar hafnargerðar sem gerð var hér inni í Hópinu.
Áður en við förum héðan af Sölvhól lítum við hér í allar áttir. Allir þessir hólar, hæðir og dældir hafa öll sín nöfn eða örnefni. Eins minnist ég þó sérstaklega, þ.e. Þanghóll. Það er þessi græni hérna til hægri handar niðri við sjóinn, en hann ber nafn af því er þangskurður var hér mikill og var smávegis eftir að ég fæddist þó ég minnist þess þó ekki, en hann ber nafn sitt af því að þang var borið hér upp á þennan hólinn, þurkkað og notað til eldsneytis. Enda kemur það mjög fram í bók Árna Magnússonar, Jarðabókinni, að þang var hlesta eldsneyti hér um slóðir og hefur verið allt fram yfir 1920.”
garðhus-2“Grindvíkingar hafa ekki  lengur hitann úr þanginu. Við yfirgefum þá Sölvól og göngum eftir götunni sem Tómas nefndi áður, förum í gegnum Tíðarhliðið sem Staðhverfingar geymdu skóna sína meðan þeir voru í kirkju. Fyrst verða fyrir okkur þrjú gömul hús sem standa hér í röð. Þetta munu vera hinir gömlu Járngerðarstaðir, sem hverfið dregur nafn sitt af. Getur þú, Tómas, sagt okkur deili á þessum húsum?”
“Við eru staddir á Járngerðarstaðahlaði og það hefur sjálfsagt langa sögu, hana kann ég ekki. Í mínu minni bjó hér Margrét Sæmundsdóttir, ekkja Tómasar Guðmundssonar og sitt til hvorrar handar við hana í austurhúsi, bjó Stefanía Tómasdóttir, dóttir hennar og Þorvaldur Klemensson og í vesturbænum Jórunn Tómasdóttir og Tómas Snorrason. Þetta býr hér þegar ég man eftir.
GrindavíkÁður en mitt minni hefst bjó hér Sæmundur Jónsson frá Húsatóftum. Einnig hafði búið hér Jóhanna Einarsdóttir, sem var bróðurdóttir Sæmundar. Ef við höldum okkur við þann tíma sem ég man eftir þá er hér tvíbýli og margt um manninn. Barnahópurinn var stór. Ég minnist margra góðra stunda er við lékum okkur við Dalinn. Hér bjó um og yfir 30 manns. Tvö skip voru gerð út héðan og aðkomendur voru inni á heimilunum. Því var hér oft fjör og kátt. Um Járngerðarstaðina sjálfa er ekki mikið að segja frá þessum tíma. Ekki var bílvegur hingað, bara þessi gata, sem við stöndum á sem og hólar og dældir.”
“Þú hlýtur Tómas að eiga margs að minnast þar sem hér var mikið fjölmenni og margt aðkomufólk. Varla hefur allt gengið snuðrulaust fyrir sig. Oft hlýtur að hafa verið glatt á hjalla?”

Grindavík

“Já, það er mikið rétt. Ef snuðra hljóp á þráðinn jafnaði það sig fljótt aftur. Það var sama á hvaða heimili maður sofnaði á kvöldin, maður var jafnsettur á þeim öllum. Allar deilur jöfnuðust. Auðvitað hljóp mönnum stundum kapp í kinn.
Ég heyrði sagt að einu sinni hefðu orðið ýfingar milli áhafna Sæmundar og Einars í Garðshúsum hérna niður við sjóinn. Þetta var nefnt “Hlunnaslagurinn”. Þetta minnti svolítið á víkingana í gamla daga.”
“Nafnið Hlunnaslagur segir væntanlega um vopnin sem notuð voru í þessari orrustu?”
“Já, munu hafa verið hlunnarnir sem notaðir voru til að setja skipin á bæði til sjávar og upp aftur þegar komið var að landi. Eitthvað mun skipverjum þótt að ekki væri farið með uppsátrið sjálft. Það átti þessi uppsátur, blett sem skipin stóðu á og einhverjar deilu stóðu milli háseta er leiddu til þess arna”.
“Þú hlýtur að eiga einhverjar bernskuminningar tengdar sjónum?”
Já, það er ekki frá því að maður eigi það, en við komum nánar að því er við komum að lendingunni sjálfri, þar sem hún var á sínum tíma og var allt fram að Seinni heimsstyrjöld.
GrindavíkHingað upp að görðunum við Járngerðarstöðum, gekk sjór upp á árið 1924. Hér niður á túnunum fyrir neðan, stóðu tvö býli, Vellir og Vallarhús. Ég man eftir því að aldan skall hér kolmórauð yfir húsin og fjósið með beljunum í fór hér langt upp á tún. Vellir lögðust af fljótlega eftir þetta flóð. Sömuleiðis man ég eftir því í Vallarhúsum að fólkið var leitt hér eftir hæstu rimunum á túnunum og yfir að bæjunum, að Garðhúsum og Járngerðarstöðum. Fara þurfti á bátum til að bjarga fólki út um loftglugga á Eiði. Þetta var geysilegt fljóð. Það lagði mikið af ræktuðu landi undir sig og eyðilagði og braut báta.
“Við göngum nú í áttina að stóru steinsteyptu tvílyftu húsi með háu risi og sambyggt er við það er hlaða eða einhvers konar birgðageymsla. Þetta hús hefur verið reist af stórhug og ríkidæmi. Hvað heitir þetta hús, Tómas?”
Þetta eru Garðhús.
[Byggt 1914.] Þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér Einar G. Einarsson og Ólafía Ásbjarnardóttir. Áður bjó hér Einar Jónsson, bróðir Sæmundar á Járngerðarstöðum. Einar í Garðhúsum var þekktur maður á sinni tíð og maður sem mikið kvað að um langan aldur og átti mikinn þátt í atvinnulífi hér. Um alla mikla menn standa stormar og það duldist engum að hér fór maður er gerði mikið og hafði stóran hug. Maður var alltaf velkominn hér á heimilið og aldrei fékk maður bágindi frá þeim hjónum þrátt fyrir prakarastrik. Einar kom hér á fót fyrstu verslun, frjálsri verslun. Við munum síðar koma að sjálfu verslunarhúsinu, sem nú er orðið hrörlegt og gamalt.
GrindavíkFyrri lýsingar eru af verslun hér í Járngerðarstöðum, en það var verslun Skúla Magnússonar, sem mun hafa verið hér við bæina… Einar í Garðhúsum var einnig í byrjun útgerðarmaður. Hann gerði út mörg skip. Þegar ég man fyrst eftir mér gerði hann út tvö skip og síðar fjögur. Geysimikið atvinunlíf var í kringum þetta. Syndir hans, Ólafur og Einar, stunduðu þetta. Hér var geysilega stórt hænsnabú, sennilega það stærsta á landinu, sem Einar kom upp, fleiri hundruð hænsni. Á þetta hlað og í þetta hlað, Garðhús, komu allir gestir sem til Grindavík komu. Þetta var höfuðból. Einar var aðalhvatamaður að Kaldalóns læknir kom hingað í byggðina. Hann tók hann inn á sitt heimili og var aðalhvatamaður að byggt var yfir Kaldalón.
GrindavíkurkirkjaÞað var margt fólk hér í heimili og systkinin mörg. Ég minnist sérstaklega Jóns Þorkelssonar, smiðs. Hann var með smiðju á bak við húsið. Hann stuggaði okkur oft frá, en var oftar okkur hjálpsamur. Ingibjörg Jónsdóttir var hér í Garðhúsum, ættuð austan úr Hreppum. Hún var hé rbarnakennari og lét sig margt skipta. Var hér mikið í félagsmálum, m.a. formaður Kvenfélagsins um áratugi. Hún stóð fyrir mikilli leikstarfi og alls kyns félagsstarfi fyrir Kvenfélagið. Á sumardaginn fyrsta tygjuðu Kvenfélagskonur sig til og komu að sjó og gerðu sjálfar að aflanum í húsi sem Einar lagði til. Þessi afli var styrkasta stoð og sennilega sú helsta að byggja upp  Kvenfélagshúsið og hefur verið okkar helsti samkomustaður. Ingibjörg átti áreiðanlega stærsta þáttinn í þessu.
Ingibjörg af sérstaklega laginn við dýr og menn.”
“Við höldum frá Garðhúsum, upp brekku. Við stöndum fyrir framan myndarlegt kastalalaga hús sem mikið hefur verið í borið.”
“Hér var torfbær. Þetta eru Krosshús. Hér utan við var svonefnda Krosshúsahlið, sem ég nefndi í upphafi. Vilborg og Eyjólfur bjGarðhúsuggu hér, starfssamt fólk. Hann var rólegri, en hún hugmikil. Dóttir þeirra, Guðrún, var farinn að búa hér með Aðalgeir Flóventssyni.
Það eru margir afkomendur þeirra hér.
Lifibrauð var ýmiss konar. Þar sem kýr voru þurfti að hafa þarfanaut. Það var okkar skemmtun stundum að horfa á athafnir manna og skepna. Síðan skeður það að þessi gamli torfbær var rifinn og allt þurrkað út. Einar Einarssonar, sonur Einars í Garðhúsum, byggði þetta stóra og myndarlega hús. Ekkja hans býr hérna ennþá. Það var hann sem byggði þetta stóra og myndarlega hænsnahús. Hann kom hér upp fyrsta bíóinu, sem líka var notað fyrir templarana. Hann var á undan sinni samtíð og fáir áttu jafn mikið og gott myndasafn af ýmsu héðan úr byggðalaginu frá því að hann var ungur drengur og allt til síðustu daga. Það eru örugglega töluverð verðmæti í því”.

Heimild:
-rúv – Jökull Jakobsson, Gatan mín – viðtal við Tómas Þorvaldsson 25. febrúar 1973.

Grindavík

Járngerðarstaðir fyrrum.