Brunnastaðasteinninn

Í Fréttablaðinu föstudaginn 23. febrúar 2018 mátti lesa eftirfarandi frásögn: “239 ára grjót frá Vatnsleysu metið á hálfa milljón”.

Brunnastaðir

Virgill Scheving Einarsson.

“Danskur grjóthnullungur fannst við jarðvegsframkvæmdir á landi Efri-Brunnastaða á Vatnsleysuströnd fyrir nokkrum árum. Steinninn er frá 1779 og fornmunasali í Skotlandi metur hann á hálfa milljón íslenskra króna.
Þegar Virgill Scheving Einarsson, landeigandi á Efri-Brunnastöðum -Skjaldarkoti í Vogunum, erfði landareignina flutti hann heim frá Skotlandi, þar sem hann hafði búið í fimmtán ár, og réðist í heilmiklar framkvæmdir á eigninni.

„Það var skurðgröftur í gangi hérna fyrir þremur árum og ég fór eitthvað að skoða í jarðvegshauginn sem kom upp úr skurðinum og rek augun í sérkennilegan stein sem liggur þar,“ segir Virgill.

„Ég sá að það voru stafir á honum þannig að ég þurrkaði af honum og sé að öðru megin á honum stendur ártalið 1779 og hinum megin eru skrautskrifaðir upphafsstafir tveggja einstaklinga.“

Virgill telur víst að steininn hafi verið steyptur til minningar um brúðkaup, veglegur minnisvarði um tímamótaatburð í lífi löngu horfinna ábúenda. „Ofan á honum hefur verið klemma sem hefur brotnað af. Steininn hefur verið skraut.“

Með hjálp fornmunasala og sérfræðinga í Skotlandi komst Virgill að því að steininn kemur frá Danmörku. „Það voru tvíbýli hérna og einhverjir ábúendur hafa gift sig og látið steypa þetta í Danmörku.“

„Steinninn vegur um eitt kíló og Virgill segir hann ekki mikinn um sig, álíka stóran og „Neskaffi-krukku eða eitthvað þannig.“
Hann fór með steininn til Glasgow og sýndi hann fornsala þar í borg.

Brunnastaðasteinninn

Brunnastaðasteinninn – 1779.

„Karlinn hafði hann í viku, lét skoða hann og röntgenmynda til þess að komast að því hvað væri í honum. Niðurstaðan er að í honum er hart danskt granít, sennilega frá Jótlandi. Hann er vel steyptur. Það var ekki komið svona gott sement, eða steinlím eins og þeir kalla það hingað til lands á þessum tíma. Það kom allt frá Danmörku í þá daga. Hann bauð mér 500 þúsund kall í hann og sjálfsagt smyr hann einhverju á hann og selur hann áfram.“

Virgill byrjaði á að kanna áhugann á steininum hér heima en hann reyndist enginn. „Ég talaði við sveitarfélagið hérna og þeir sýndu mér afturendann. Þeir hafa nú ekki komið vel fram við mig hérna í Vogunum. Þeir hirtu líka nafnið af okkur og kalla þetta Voga. Ég á heima á Vatnsleysuströnd en ekki Vogum. Ég sýndi Minjastofnun hann líka og þar var enginn áhugi heldur.“

Virgill ætlar sér því að fara með steininn aftur til Glasgow og selja hann þar. Steinninn hafi í sjálfu sér ekkert gildi fyrir honum enda ekki frá forfeðrum hans kominn.

„Mitt fólk kom hingað úr Árnessýslu 1943 þannig að hann tengist því ekki þannig að ég er bara að spá í að fara með hann úr landi. Þeir segja að það sé ólöglegt en ég ætla bara að láta karlinn fá hann. Hann lætur mig þá fá hálfa milljón fyrir hann. Ég er ekki í neinu hallæri með peninga eða svoleiðis en finnst alveg eins gott að láta steininn bara fara þessa leið.“

Sjá meira um steininn HÉR.

Heimild:
-Föstudagur 23. febrúar 2018.

Brunnastaðasteinninn

Brunnastaðasteinninn.

Njarðvíkurkirkja

Í Reykjanesbæ er nú búið að leggja göngustíg með strandlengjunni allri frá Helguvík að Stapanum. Ef hann er genginn allur varir gangan í 2 klst og 2 mín.

Upphaf

Á leiðinni er búið að merkja nokkra staði og koma fyrir fróðlegum upplýsingaspjöldum. Reyndar er stígurinn ekki alveg samfelldur því milli Kirkjuvíkur í Ytri-Njarðvík og Víkingaheima í Innri-Njarðvík er krækt um eldri stigu. Á Fitjunum eru t.d. Njarðvíkurtjarnir, ríkar af fuglalífi sem og Tjörnin í Innri-Njarðvík. Þegar gengið er frá Grófinni verður fyrst fyrir (við upphaf stígsins) svonefndur Skessuhellir. Frá og með honum má lesa eftirfarandi upplýsingar í þessari röð:

1. Skessan í fjallinu.
Hér býr skessan í fjallinu. Til eru margar bækur um skessuna og vinkonu hennar Siggu sem hafa notið mikilla vinsælda. Eðli þessarar stóru skessu er ljúft. Hún er alla vinur og boðin og
búin til að nota stærð sína og krafta til hjálpar í vanda smákrílanna, vina sinna.

Hellir skessu

Hönnun hellisins og framkvæmd við gerð skessunnar var í höndum listahópsins Norðurbáls. Við undirbúning verkefnisins leituðu þeir ráða hjá skessunni sem kom með ábendingar um gerð hellisins en í hann er notað efni úr nálægu umhverfi sem gerir hann samofinn landinu. Hellisveggirnir er hlaðanir upp að skúta í berginu og er hellirinn alls 150 fermetrar að stærð.
Við hleðsluna var smíðuð þakgrind úr rekaviðarbjálkum og á gólfinu er grjóthleðsla með völum sem skassan hefur dundað sér við að leggja. Hellirinn er skreyttur að hætti skessunnar með allskonar glingri, gærum, skeljum, netabobbingum o.fl.
Skessan er í fullri stærð og situr sofandi í ruggustól í eldhúsinu.

2. Iðandi líf Stakksfjarðar.
Reykjanesbaer-1Stakksfjörðurinn er matarkista fyrir sjófugla og hvali. Ef horft er til hafs má sjá sjófugla um allan fjörð. Þar sem síli leita upp í yfirborðið má sjá hópa máfa, eins og ritur, sílamáfa, 
silfurmáfa og svartbaka steypa sér í sjóinn eftir sílinu. Og krían blandar sér einnig í hópinn. Svartfuglar sitja á sjónum milli þess sem kafa undir yfirborðið til að ná sér í bita úr sílatorfunni. Pípunefirnir, fýllinn og skrofan, sveima um hafflötinn í leit að æti í yfirborðinu. Drottning hafsins, súlan, er sjaldan langt undan, komin úr Eldey að sækja sér fæðu. Það er mikilfenglegt að horfa á súlukastið, takið eftir því hvernig hún leggur aftur vængina rétt áður en hún rýfur vatn til að komast dýpra eftir fiskinum. Undir yfirborðinu má stundum greina hvali eins og hrefnur, sem renna sér með opið ginið inn í sílatorfuna. Háhyrningar og smærri tannhvalir sækja oft líka í sílatorfur.

3.  Baldur.
Baldur er fyrsti frambyggði alhliða fiskibáturinn, sem byggður var fyrir íslenskar aðstæður. Hann er 40 tonn. Egill Þorfinnsson, skipasmiður í Keflavík, teiknaði Baldur en Ólafur
Björnsson réði fyrirkomulagi, stýrishúsi o.fl.. Baldur hf í Keflavík lét byggja Baldur í Djupvig Varv í Svíþjóð, hann kom til Keflavíkur í fyrsta sinn 19. mars 1961 og hóp þegar veiðar. Á BAldri voru stundaðar veiðar með línu, net, humartroll og dragnót, sem hann er frægastur fyrir. Á Baldri var nota skuttog, í fyrsta sinn á íslensku skipi, vorið 1961 við humartroll, það sannaði strax yfirburði umfram síðutog. Á Baldri voru fyrst notaðir vírar í stað tóga við dragnót. Það dró mikið úr slysahættu, létti vinnu og dró úr kostnaði.
Baldur var alla tíð mikil happafleyta, fékk t.d. viðurnefninn “Gullmolinn”. Þegar honum var lagt eftir 42 ár, þann 28. febr. 2003, hafði hann fært að  landi tæp 28 þúsund tonn, auk
sandkola o.fl. Aldrei henti nokkurt slys bát eða menn öll þessi ár.

4. Ankeri Brúarfoss.
Þetta ankeri er af Brúarfossi sem HF Einskipafélag Ísands lét smíða í Danmörku 1927. Félagið átti Brúarfoss í 30 ár enda eitt af farsælustu skipum félagsins fyrr eða síðar.

5. Keflavík.

Reykjanesbaer-6

Gamalt heiti á víkinni og bóndabænum Keflavík.
Jörðin Keflavík komst snemma í konungseign þótt hvorki væri hún stór né kostamikil en allt frá miðöldum var hún eftirsótt vegna nálægðar við fiskimiðin og sem heppileg verslunarhöfn.
Undir lok 18. aldar hófst nýtt skeið í sögu jarðarinnar þegar kaupmaðurinn og fjölskylda hans ásamt starfsfólki flutti á staðinn.
Hver verslun fékk úthlutað ákveðnu svæði við ströndina og út frá verslunarhúsunum gegnu síðan bryggjur eins og sjá má á teikningunni hér fyrir ofan. Á 20. öld hafa sjóvarnargarðar og
landfyllingar breytt landslaginu töluvert en að vísu má enn sjá leifar af miðbryggjunni.
Húsunum fjölgaði í þorpinu eftir því sem leið á 19. öldina. Hús dönsku verslunarinnar voru fremst Reykjanesbaer-8meðfram ströndinni og eru sum þeirra enn uppistandandi. Upp af þeim var fyrst
þyrping toprfbæja þar sem bjuggu Íslendingar. Uppúr aldamótunum 19. og 20. aldar tóku bárujárnsklædd hús við og upp úr miðri 20. öld tók við tími steinsteypunnar auk þess sem húsin stækkuðu og hverfunum fjölgaði.

6. Keflavík á 19. öld.
Myndin hefur verið tekin undir lok 19. aldar. Á henni má sjá árabáta fjær í Stokkavör og nær í uppsátri Fischerverslunar. Líklegast eru þetta uppskipunarbátar sem notaðir voru til að
ferja varning í og úr skipum sem lágu utar þar sem hafnaraðstæður voru ekki fyrir hendi.
Stokkavör er í landi Keflavíkurjarðarinnar. Þar voru árabátar dregnir á land en verðmæti jarðarinnar var alla tíð nátengt fiskveiðum. Uppúr miðri 18. öld var kaupmönnum leyft að setjast
að á verslunarstöðum og þá hófts eiginleg þéttbýlismyndun á Íslandi.

Reykjanesbaer-3

Fyrsti kaupmaðurinn sem settist að í Keflavík var Holger Jacobæus árið 1766. Síðar áttu fleiri kaupmenn eftir að setjast hér að. Öflugasta verslunin framan af var Duusverslun sem var rekin frá 1848 til 1920.
Húsið til vinstri er Miðpakkhúsið, við hliðina er geymsluskúr og til baka verslunar- og ibúðarhús Fischerverslunar en öll þessi hús tilheyrðu henni. Gamla búð var byggð fyrir Duusverslun
árið 1870, þar fyrir ofan má sjá hólinn þar sem bændabýlið Keflavík stóð en túnið er nú friðlýst.
Til hægri á myndinni má sjá tvö af verslunarhúsum Duusverslunar.
Reykjanesbaer-2

Húsið sem stendur þvert á núverandi Duusgötu og var byggt fyrir Holger Jakobæus og fjölskyldu, var rifið. Lengst til 

hægri aðeins neðar sést í gaflinn á Bryggjuhúsi Duusverslunar sem enn stendur.

7. Keflavík 1920.
Undir lok 19. aldar hafði íslenskt samfélag breyst varanlega. Þéttbýlið hafði skotið rótum og landsmenn gátu nú eflt sjávarútveg með margvíslegum hætti til dæmis með útgerð þilskipa
og saltfiskverkun. Margvíslegum höftum hafði verið létt af versluninni, til dæmis var hægt að flytja saltfisk beint á Spánarmarkað sem skipti miklu máli.

Reykjanesbaer-4

Örnefnið Myllubakki er ungt en það tengist myllu sem P.C. Knutszon lét reisa í Keflavík um 1833 til kornmölunar. Myllan var þó fljótlega tekin úr notkun.
Örnefnið gekk svo í endurnýjun lífdaga þegar grunnskólinn við Sólvallagötu fékk nafnið Myllubakkaskóli að undangenginni hugmyndasamkeppni hjá nemendum og kennurum.
Myndin er tekin á Framnesi um 1920 um það bil á því svæði sem þú stendur. Næst eru íbúðar- og verslunarhús Edinborgarverslunarinnar, nú Hafnargata 31, þar niður af er
Edinborgarbryggjan. Verslun Edinborgar var stofnuð í Reykjavík árið 1895 í félagi við tvo skoska athafnamenn. Verslunin var með útibú víðar en í Keflavík.
Reykjanesbaer-5Stóra húsið aðeins fjær er læknishúsið, Hafnargata 26, þá kemur hús Ingibergs Ólafssonar, hafnargata 24, og síðan koma hús við Hafnargötu 16, 18 og 29. Þrír bátar sjást í
Nástrandarvör og utar sést Myllubakkinn.

8. Jarðfræði – Örnefni.
Sjóvarnargarðurinn er úr grágrýti sem rann fyrir 200.000 árum. Grjótið er sprengt úr hraunlagastabbanum í Helguvík. Á stöku stað í þessu stórgrýti eru þær frumeindir sem bergið er
gert úr það stórar að auðvelt er að greina þær.
Ólivínið sem er grænt á litinn myndar græna flekki á sumum steinanna og ef betur er að gáð má sjá þar ljósa eða glæra plagíóklasa og dökka ágit kristalla.
Reykjanesbaer-7Einnig má sjá rauðar járnútfellingar sem myndast hafa á yfirborðum einstaka hrauntaums og jafnvel bregður fyrir hraunreipum sem eru kólnunarfyrirbæri á dyngjuhraunum.
Víða má sjá blöðrur sem myndast hafa í hrauninu þegar það afgasaðist og sumstaðar sést hvernig gasi hefur skilið eftir sig rákir eða rör þegar það steig upp í gegnum hálfstorknaða
hraunkvikuna.
Örnefni er sérnafn á tilteknum stað. Nöfnin lýsa stöðum, t.d. sérkennum hvers staðar, eða bera vitni um minnistæða atburði eða þjóðsögur.
Íslensk örnefni hafa fylgt landnámsmönnum. Þeir hafa snemma gefið stöðum í landnámi sínu nöfn. Þessi nöfn geta tekið breytingum með breyttum staðháttum og búsetu.
Reykjanesbaer-9Örnefni á stærstu stöðunum urðu almannaeign en örnefni á smáum stöðum í einstökum landareignum voru aðeinns þekkt af heimamönunnum ein sog er enn í dag. Örnefnin eru
vegvísar í landinu. Nauðsynlegt var að þekkja þau til að vita hvar maður var staddur.

9. Básinn.
Vélvæðing bátaflotans hófst á Íslandi í byrjun 20. aldar. Þá áttfaldaðist afli landsmanna og þjóðartekjur margfölduðust á nokkrum áratugum.
Víða um land hafði verslunin forgöngu um vélvæðinguna. Í Keflavík var Duusverslunin öflugust en kraftar hennar beindust á þessum tíma að skútuútgerð í Reykjavík. Það kom í hlut
einstaklinga að byggja upp vélbátaútgerðina hér.

Reykjanesbaer-10

Á þriðja áratugnum tóku forvígismenn fjögurra útgerða sig til og komu sér upp aðstöðu í Básnum á Vatnsnesi. Þar byggðu þeir bryggju og reistu hús upp af henni, þannig að hægt var að keyra aflann beint frá borði inn í hús. Aðstaðan var komin í gagnið fyrir vetrarvertíðina árið 1929. Frumkvöðlar frystiiðnaðarins í Keflavík komu m.a. úr þessum hópi en honum var ýtt úr vör á Vatnsnesi á 4. og 5. áratug 20. aldar.
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá Básbryggjuna. Upp af bryggjunni má sjá fjölda fiskvinnsluhúsa. Til vinstri er Röstin, fiskvinnsluhús og verbúðir, lengst í eigu Margeirs Jónssonar. Fyrir
miðri myndi sést í gaflinn á íbúðarhúsi Vatnsnesjarðarinnar. Jóhann Guðnason, eigandi jarðarinnar, lét reisa húsið á fjórða áratug 20. aldar. Hann var einn margra frumkvöðla á fyrri hluta aldarinnar.

Árið 1969 var húsið gefið til Byggðasafns bæjarfélagsins af Bjarnfríði Sigurðardóttur, ekkju Jóhanns, til  minningar um hann og foreldra þeirra beggja.

10. Sjávarföllin.

Reykjanesbaer-12

Á hverjum sólarhring er tvisvar flóð og þar af leiðandi tvisvar fjara. Það eru að meðaltali 12 klukkustundir og 25 mínútur á milli tveggja flóða og færist tími háflóðs aftur um 50 mínútur á hverjum sólarhring. Sjávarföllin byrja við suðurströndina og fara svo réttsælis um landið. Flóð við sunnanverða Austfirði verður 10 klukkutímum seinna en í Reykjavík.
Ýmsar veiðar hafa tengst beint flóði og fjöru bæði varðandi lögn og drátt veiðarfæra. Þá er liggjandinn eða ögustundnin milli flóðs og fjöru þekktur þáttur í vinnuferli til sjós. Flóð og fjara
hefur löngum skipt máli við hafnir landsins, sérstaklega með tilliti til hæðarmunar við bryggju. Hæðarmunur á flóði og fjöru geta orðið allt að 5 metrar hér um slóðir.

11. Vatnsnesvitinn – Slysavarnir við Íslandsstrendur.
Til forna höfðu menn margvísleg ráð til að rata á úthafinu en oft reyndist hættulegasti kaflinn vera sá sem næstur var landi, þá skipti miklu máli að vera staðkunnugur.
Reykjanesbaer-13Þegar siglingar milli landa urðu tíðari fóru menn að skoða leiðir til að leiðbeina sæfarendum t.d. með ljósmerkjum.
Fyrsti ljósvitinn sem reistur var á Íslandi var Reykjanesviti, reistur 1878. Í kjölfarið komu svo aðrir vitar einn af öðrum eftir strandlengjunni. Vatnsnesvitinn var reistur árið 1920 til að
leiðbeina sæfarendum sem sigldu hér inn til hafnar.
Sjóslys voru alla tíð algeng við Íslands strendur. Á tímabilinu 1881 til 1930 drukknuðu til dæmis 3442 sem er að meðaltali 70 manns á ári. Það var mikil blóðtaka fyrir fámenna og
fátæka þjóð. Þessi kafli í sögu Íslands er átakanlegur og harmur þeirra sem misstu ástvini sína mikill. Sjóslysið varð oft upphafið af enn meiri harmi þegar heimili voru leyst upp og fjölskyldur sundruðust.
Oddur V. Gíslason prestur í Grindavík vann ötullega að öryggismálum sjómanna og hvatti menn mjög til dáða á 19. öld.

Reykjanesbaer-14

Árið 1928 var Slysavarnarfélag Íslands stofnað. Deildir þess störfuðu um allt land, m.a. í Keflavík og Njarðvík. Síðar sameinuðust öll björgunarfélög landsins í félagið Landsbjörg. Þessar fjöldahreyfingar hafa lyft grettistaki í björgunarmálum þjóðarinnar.

12. Reykjanesbær – bærinn minn.
Lag og texti Gunnars Þórðarsonar og Þorsteins Eggertssonar; Hvergi í heiminum er ég sáttari en í bænum sem fóstraði mig…

13. Keflavíkurhöfn.
Á tímum bátaútvegsins þurfti ekki að hafa mikið fyrir hafnarframkvæmdum þótt fyrir kæmi að menn löguðu til lendingar og varir til að auðvelda sér athafnir eins og þær að draga báta á
land. Kaupmenn höfðu bryggjur við verslunarhús sín en þær voru einungis notaðar fyrir uppskipunarbáta en ekki fyrir stór hafskip.
Reykjanesbaer-15Þegar siglingar til landsins urðu tíðari í kjölfar iðnbyltingarinnar var ljóst að þeir staðir sem ekki gátu boðið upp á þokkalega hafskipahöfn myndu dragast aftur úr og jafnvel leggjast í
eyði. Bygging slíks manvirkis verður þó seint talin einföld eða ódýr aðgerð og víst að margvísleg sjónarmið geta tekist á.
Í Keflavík vildi það þannig til að maður að nafn Óskar Halldórsson, síldarspekúlant og athafnamaður, Reykjanesbaer-16hóf árið 1933 að byggja hafskipahöfn í landi Vatnsness á eigin reikning. Síðar
keypti Keflavíkurbær eignirnar hans og Keflavíkurhöfn, fyrsta hafskipahöfnin á Suðurnesjum, varð til.
Framtak Óskars skipti miklu máli varðandi viðgang byggðarinnar og hvatti menn til frekari framkvæmda í Keflavíkurhöfn og á fleiri stöðum á Suðurnesjum.
Enn má sjá leifar af hafskipabryggju Óskars en Keflavíkurhöfn hefur byggst upp á löngum tíma og eru þar núna nokkrar bryggjur. Ein þeirra er kölluð Kraftaverkið en sjá má að hún er
hlaðin og er hún að öllu leyti handgerð.

14. Stekkjarhamar – holótt grjót.
Reykjanesbaer-17Örnefnið á hamrinum bendir til að hér hafi veriðs tekkur sem minnir á þá tíð þegar lömb voru færð frá ánum til að hægt væri að mjólka þær.
Sagnir eru einungis um að fjárrétt hafi verið í lautinni. Hér voru haldnar samkomur og hingað naut fólk þess að koma í lautarferð. Ástarlautin er líka vel þekkt heiti á svæðinu. Staðurinn
er friðlýstur.
Holótt grjót getur myndast þegar bráðið gosberg storknar svo hratt að gasgufum vinnst ekki tími til að losna úr kvikunni áður en hún stirðnar.
Víða myndast líka holótt grjót við saltveðrun nálægt sjávarströnd. Þar smýgur sjávarlöður inn í smágerðar holur í frauðkenndu bergi eða holur eftir gosgufubólur í storknuðu bergi.

Reykjanesbaer-17

Síðan kristallast saltið út úr vatninu. Þá þenst saltið út, sprengir út frá sér og myndar með tíð og tíma enn stærri og dýpri holur inn í bergið. Þéttari lög í berginu taka síðan til sín vatn og lenda því eftir sem hryggir á milli holanna.
Holótt grjót við sjávarströnd getur þannig upphaflega átt rætur sínar að rekja til gasgufubóla eða saltveðrunar. Sandur sem blæs til í holunum getur síðan stækkað þær enn meir.

15. Berggrunnur.
Berggrunni norðanverðs Reykjanesskaga má skipta í tvennt. Annars vegar eru hraun sem hafa brunnið á nútíma og þekja allt svæðið frá Hvaleyrarholti við Hafnarfjörð að Vogastapa
hér í austri. Hins vegar eru hlýskeiðshraun (grágrýtishraun) sem einkenna svæðið hér um kring og á Rosmhvalanesi.
Talið er að dyngjuhvirfill sé á Háaleiti á flugvallarsvæðinu og hafi hraunin á öllu Rosmhvalanesinu runnið þaðan bæði vestur til  Sandgerðis, norður til Garðs og yfir Keflavíkursvæðið og
norðanverða Njarðvík. Sunnar tekur við Njarðvíkurhraunið.

Reykjanesbaer-18

Þetta Háaleitisgrágrýti virðist vera eitt hraun á yfirborðinu en allmikið rofið t.d. er áberandi brún ofan við gömlu hitaveitugeymana í Njarðvík. Þykkt hraunanna er óljós en í holum sem boraðar hafa verið í Helguvík nær það 40 metra niður fyrir núverandi sjávarmál. Ef hraunið á upptök í Háaleiti er það talið vera allt að 90 metra þykkt.

16. Smiðshúsavör.
Reykjanesbaer-18Vör er sá staður þar sem róið var til fiskjar út frá verstöð þangað sem menn fóru með báta sína og skipshafnir þegar notaðir voru árabátar til fiskveiða. Vör er stytting á orðum eins og
lendingarvör eða róðrarvör.
Menn ýttu árabátum sínum úr vör. Þeir lögðu af stað í róður frá þeim stað því þar var jafnan lítil vík og minni öldugangur. Þannig var auðveldara að ýta bátum út í sjó eða leggja þeim aftur
í fjöruna. Í dag ýta menn ýmsu úr vör. Þannig hefur tenging við að ýta úr vör færst yfir á ýmsi verkefni sem menn eru að byrja. Þá er þeim ýtt úr vör.

Reykjanesbaer-19

Jörðin Ytri-Njarðvík var einkar verðmæt sökum útræðis frá henni eins og tíðkaðist á Suðurnesjum. Í aldaraðir byggðist upp hverfi kotbýla á sjávarjörðum en byggðin var ótraust, óx á góðum tímum en lá í dvala þegar illa áraði. Varanlegt þéttbýli myndaðist í Ytri-Njarðvík í upphafi tuttugustu aldar með því að kotbýlin náðu að skjóta rótum og vaxa vegna framfara í sjávarútvegi. Landbúnaður var ávallt stundaður samhliða sjósókninni langt fram á 20. öld.

17. Ytri-Njarðvík – sjósókn, höfnin og fólkið.
Reykjanesbaer-20Á 19. öld hófst salfiskverkun með miklum krafti hér á landi. Fólkið sóttist eftir að flytja á sjávarsíðuna. Fjölskyldur sem bjuggu í kotum, eins og Þórukoti og Höskuldarkoti, gátu komið
undir sig fótunum með því að veiða þorsk og verka hann sjálft í saltfisk.
Með vélvæðingu bátaflotans í upphafi 20. aldar urðu bátarnir fljótari á miðin og gátu sótt lengra. Fiskafli margfaldaðist og lagði grunn að varanlegu þéttbýli víðs vegar við ströndina.
Eftir því sem leið á 20. öldina skipti góð hafnaraðstaða sköpum um það hvort byggðin þróaðist eða lagðist af. Njarðvíkingar börðust lengi fyrir höfn en þrátt fyrir loforð ríkisvaldsins
gekk ekki þrautarlaust að koma verkefninu af stað.
Reykjanesbaer-21Karvel Ögmundsson, útvegsmaður í Njarðvík, tók þá til sinna ráð, fjármagnaði og sá um fyrstu framkvæmdir við Njarðvíkurhöfn. Hann fékk síðar greitt í ríkisskuldabréfum. Karvel sem
var heiðursborgari Njarðvíkur koma víða við, byggði m.a. fyrsta frystihúsið í Njarðvík árið 1938.
Skipasmíðar eiga sér langa sögu í Njarðvík. Fyrsta skipasmíðastöðin ásamt dráttarbraut var reist í Innri-Njarðvík árið 1935 af Eggerti Jónssyni frá Nautabúi.
Eggert var mikill athafnamaður með töluverð umsvif í Innri-Njarðvík. Allmargir vélbátar voru smíðaðri í stöðinni og gekk reksturinn vel.
Eftir rétt um áratugar starf kom upp ágreiningur milli Eggerts og skipasmiða sem unnu hjá honum, þeir vildu eignast hlut í fyrirtækinu. Þegar Eggert neitaði þessari hugmynd, sögðu
þeir upp störfum og stofnuðu árið 1945 Skipasmíðastöð Njarðvíkur í Ytri-Njarðvík. Stöðin er starfrækt enn í dag og er sú eina sem eftir er í bæjarfélaginu.

18. Ytri-Njarðvík – þróun byggðar.

Reykjanesbaer-22

Skipulagt mála á Íslandi allt fram á 20. öld var með þeim hætti að landinu var skipt upp í bændajarðir, lögbýli. Allt var skilgreint út frá þeim. Hvort sem það voru afréttarlönd eða lendingarstaðir báta (varir). Fjöldi lögbýla á Íslandi hefur verið nokkuð stöðugur allt fram á 20. öld eða rúmlega 4000. Frá miðöldum og fram undir lok 18. aldar voru flestir ábúendur lögbýla leiguliðar ríkra landeiganda, þeirra strærstir voru kirkjan og krúnan.
Til að standa skil á leigugjöldum af jörðunum gripu margir, einkum við sjávarsíðuna, til þess ráðs að leigja út part af jörðinni, sem hjáleigur eða tómthús, til að efla tekjur sínar.
Reykjanesbaer-23Fjölskyldan sem bjó á hjáleigunni mátti stunda landbúnað og halda skepnur en tómthúsfólkið mátti bara stunda sjóinn.
Ytri-Njarðvík var eitt þessara lögbýla og henni tilheyrðu nokkur kot sem voru hjáleigur eða tómthús. Með eflingu sjávarútvegs efldist byggðakjarninn og ekki síst minnstu einingarnar,
kotin. Þórukot og Höskuldarkot er góð dæmi um þessa þróun.
Fjölskyldurnar er nýttu sér nálægðina við sjóinn og gátu byggt upp efnahag sinn. Búskapur bar nokkur framan af, til dæmis áttu margir eina kú en einkum ræktaði fólk matjurtir, s.s. kál
og kartöflur við hús sín.
Þéttbýlið í Ytri-Njarðvík á sér ævarfornar rætur í þessu gamla íslenska kerfi. Eftir því sem leið á 20. öldina urðu jarðirnar að lóðum og lóðirnar minnkuðu. Smám saman hætti heimilið
að verða sjálfstæð eining og varð hluti af stærra samfélagi, bæjarsamfélaginu.

19. Bolafótur – Hallgrímur Pétursson.

Reykjanesbaer-24

Ævi skáldsins var viðburðarík, hann ólst upp á biskupsetrinu á Hólum en rúmlega tvígugur var hann við nám í Kaupmannahöfn þegar hópur Íslendinga kom þangað frá Alsírborg. Hann var hluti af hóp sem sjóræningjar höfðu rænt í Tyrkjaráninu um áratug fyrr og selt í ánauð til Norður-Afríku.
Í hónum var Guðríður Símonardóttir og tókust með þeim heitar ástir. Vorið 1637 birtust þau í Keflavík og var hún þá langt gengin með fyrsta barn þeirra, Eyjólf. Framundan var ótrúlega
erfiður tími fyrir þetta langt að komna par. Hér á þessu túni hefur kotbýlið Bolafótur verið, þar sem þau hjón bjuggu um einhvern tíma á fyrstu búskaparárum sínum.
Á Suðurnesjum bjuggu þau líklega í um 14 ár. Hallgrímur vann við það sem til féll, m.a. fyrir kaupmann í Keflavík og við sjósókn. Þrátt fyrir mikla erfiðleika kom náungakærleikurinn þeim
til hjálpar. Grímur Bergsson í Njarðvík, lagði á sig að aðstoða þau með því að borga sektargjöld vegna þess að barnið þeirra fæddist utan hjónabands.

Reykjanesbaer-25

Hallgrímur gerðist prestur á Hvalsnesi. hagurinn vænkaðist en þó var harmurinn ekki langt undan. Dóttir þeirra Steinunn dó aðeins nokkurra ára gömul. Á Hvalsnesi er legsteinn hennar sem talið er að Hallgrímur hafi sjálfur gert og er hann einn mesti dýrgripur í eigu kirkna á Suðurnesjum.
Pretsembættið á Hvalsnesi var upphaf á farsælum ferli Hallgríms í prestastétt en lengst þjónaði hann í Saurbæjarkirkju á Hvalfjarðarströnd. Þar samdi hann Passíusálmana. Um miðjan
aldur veiktist Hallgrímur af holsveiki eða líkþrá og dó árið 1674 sextugur að aldri en Guðríður lifði mann sinn og lést í hári elli árið 1681.

20. Stekkjarkot 1855-1924.

Reykjanesbaer-26

Endurbygging Stekkjarkots var afmælisverkefni í tilefni af 50 ára afmæli Njarðavíkurkaupstaðar 1992. Stekkjarkot var opnað af forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur í ágúst 1993.
Reykjanesbaer-28Stekkjarkot var þurrabúð og gefur hugmynd um bústað sem algengir voru á þessum slóðum á 19. öld. Þurrabúð merkti að íbúarnir máttu ekki halda skepnur s.s. kýr eða kindur. Slík
kot voru ávallt byggð í landareign annarra og borguðu kotbúar fyrir afnotin til dæmis með sjávarfangi eða þeir réru á bátum landeigandans. Þurrabúðafólkið varð þannig að treysta algerlega á það sem hafið gaf.
Stekkjarkot á sér slitrótta sögu en fyrst er það byggt á árunum 1855-1857 sem vitað er. Búsetan þar lagðist síðan af 1887. Kotið var byggt upp aftur árið 1971 en 1924 var kotið
komið í eyði. Stekkjarkot náði því að verða grasbýli um 1921 sem hefur gefið kotverjum rétt á að hafa einhverjar skepnur. Kotið sem við sjáum núna er byggt upp með stuðningi endurminninga eins af síðustu íbúunum. Eldri hlutinn á rætur aftur til 19. aldar þar er hlóðaeldurinn. Yngri hlutinn er frá síðari búsetudögum. Baðstofa og eldhús eru alþiljuð, komin kolaeldavél og ekki  virðist hafa farið illa um heimilisfólkið. Saga Stekkjarkots er ekki löng eins og við þekkjum hana en gefur innsýn í þennan síðasta hluta merkilegrar sögu kotbyggða við ströndina.

21. Hvað heitir landslagið – Örnefni.
Til að vita um hvaða stað verið er að tala þarf allt að heita eitthvað. En hvað ræður för þegar nöfn eru valin á landið? Nöfn á stöðum eru kölluð örnefni. Í örnefninu gefur verið falin mikil
saga, stórkostlegar hugmyndir og jafnvel draumsýnir.
Hvað merkir til dæmis örnefnið Njarðvík? Vísar það til Norrænna goðsins Narðar eða er það lýsing á Reykjanesbaer-29þeirri staðreynd að víkin Njarðvík er nær, Nærvík?
Sé víkin kennd við fyrrnefndan Njörð er frá honum að segja að hann var með svo fallega fætur að Skaði valdi sér hann sem mannsefni. Hún hélt reyndar að hún væri að velja Baldur og
kannski þess vegna varð upphafstónninn í hjónabandi þeirra fremur leiðinlegur.
Njörður gat hins vegar ekki hugsað sér að sofa uppi í fjöllunum í Þrymheimum vegna ýlfurs frá úlfum.
Samkomulag þeirra hjóna varð því á þann hátt að hún svaf níu nætur í Nóatúnum og hann síðan níu nætur í Þrymheimum.
Á Njörð var oft heitið af sæfarendum þar sem hann réð vindum og gróðri jarðar. Upphaflega hafði hann verið dýrkaður sem frjósemisguð en börn hans, Freyja og Freyr tóku nær alfarið
við því hlutverki.

22. Eldhúsið í Stapakoti – matur áður fyrr.
Reykjanesbaer-30Skúli Magnússon landfógeti skrifaði áhugaverða ritgerð árið 1785 um margt það sem skiptir máli um íslenskt samfélag. Suðurnesjamönnum lýsti  hann þannig að þeir væru yfirleitt
geðgóðir, guðhræddir, hreinskilnir og góðir gestgjafar.
Enskur ferðamaður að nafni Henry Holland kom hingað til lands árið 1810. Njarðvíkingum lýsti hann svo að þeir væru áhugasamir og forvitnir án þess að vera frekir og að karlmenn
væru líkir öðrum íslenskum körlum, hávaxnir, rjóðir í kinnum og með sítt ljóst hár.
Þessi glæsimenni sem lifðu hér um slóðir nærðust fyrst og fremst á fiskmeti hvers konar, ásamt mjöl- og mjólkurmat. Morgunmaturinn var mjöl- eða rúggrautur með mjólk eða smjöri út
á. Síðar um daginn fékk fólkið sér harðfisk eða herta þorskhausa. Kjöt var bara til hátíðabrigða, kjötsúpa að hausti og reykt eða vindþurrkað kjöt er leið á veturinn.

Reykjanesbaer-31

Elstu byggingar sem fundist hafa á Íslandi eru kallaðar “skálar”. Í skálunum var sofið, unnið, eldaður matur og borðað. Við slíkar aðstæður getur myndast mikill reykur sem ekki er heilsusamlegur.
Þegar byggðin þróðist má sjá að upp af skálanum eða nágrenni hans fóru menn að byggja sérstök hús þar sem matur var eldaður, eldhús. Þar inni voru hlóðirnar. Slík eldhús voru í
notkun allt fram á 19. öld er byrjað var að flytja inn kolaeldavélar. Hlóðirnar voru þó áfram í notkun hjá þeim fátækari og einnig á stærri heimilum þegar mikið stóð til, t.d. þegar soðið var slátur.
Eggert Guðmundsson listmálari fæddist í Stapakoti í Innri-Njarðvík árið 1906. Hann var alla tíð þjóðlegur listamaður, myndefni hans voru Reykjanesbaer-32fornsögur, ljóð, þjóðsögur og saga þjóðarinnar.
Hann hélt fjölda málverkasýninga á Íslandi og erlendis. Verk eftir hann prýða mörg heimili á Suðurnesjum og víðar, einnig eru nokkur verk í listasafna. Hann lést árið 1983.

23. Kópa – Harðfiskur og skreið.
Stutt er á fengsæl fiskimið frá Njarðvík. Mest fiskaðist á fyrst mánuðum ársins þegar þorskurinn gekk á grunnmið til að hrygna. Vetrarvertíð kallast veiðitímabilið frá kyndilmessu til
lokadags (2. febrúar til 11. maí). Fjöldi fólks kom á vertíð suður með sjó.
Lengst framan af var afli vetrarvertíðar verkaður í skreið. Skreið var þurrkaður og hertur fiskur. Hún var verkuð þannig að fyrst var fiskurinn slægður (tekin úr honum innyflin) og hann
síðan látinn þorna í stæðum eða kös fram undir miðjan aprílmánuð.
Reykjanesbaer-33Síðan var fiskurinn þurrkaður (hertur) með því að láta hann liggja á grjótgörðum helst þar sem vindur gat leikið um hann.
Fiskurinn var yfirleitt orðinn fullharnaður í lok júnímánaðar og tilbúinn til sölu hjá kaupmanni eða sem vistir til vetrarins á heimilum landsmanna.
Fiskur var alla tíð mikilvægur hluti af fæðu landsmanna og enn í dag borðar fólk harðfisk með smjöri sem minnir á þann tíma þegar hvers konar brauðmatur var hátíðisfæða en “brauð”
Íslendinga var harðfiskur með smjöri.
Málverkið gerði Eggert Guðmundsson listmálari fyrir Margeir Jónsson, útgerðarmann, en báðir voru fæddir í Stapakoti. Á því má sjá Stapakot og víkina Kópu í Innri-Njarðvík, en þar var
útræði og uppsátur fyrir árabátana. Í Stapakoti var þríbýli. Á vetrarvertíðum voru allt að 40 sjómenn víðs vegar af landinu sem réðu sig í skipsrúm frá Stapakoti. Húsin hægra megin á myndinni voru að sögn geymsluhús fyrir net og sjávarfang.

Stigur-2

Nú tekur við Stapinn. Ekki er ólíkleg að fleiri upplýsingaskilti verði sett upp við strandstíginn. Við hann auk þessa eru ýmis listaverk og minningarmerki, s.s. um Jón Þorkelsson Thorchellius skólameistara í Skálholti, um Sveinbjörn Egilsson, fyrsta rektor Lærða skólans, um staðsetningu fyrstu þjóðhátíðar fjögurra innstu hreppa Gullbringusýslu 15.-16. ágúst 1874, auk þess ýmiss mannvirki á leiðinni megi vel telja til minnisvarða um liðna tíð.
Innan við Grófina er t.d. minnismerki sjómanna eftir Ásmund Sveinsson 
til minningar um drukknaða og horfna sjómenn. Verkið var keypt að frumkvæði Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur með framlagi úr sjóði um minnismerki sjómanna auk fjárstyrks frá nokkrum útgerðum og Keflavíkurbæ.

Skessuhellir

Skessuhellir.

Járngerðarstaðir

Í tilefni að uppsetningu söguskiltis á atburðarsviði “Tyrkjaránsins” við Járngerðarstaði var efnt til menningar- og sögutengdrar göngu um gamla Járngerðarstaðahverfið (2006). Skiltið, sem staðsett er við horn Verbrautar og Víkurbrautar, á auk þess að minna á sögulegt upprunahlutverk Járngerðarstaða í þróun byggðar í Grindavík. Ætlunin er að setja svipuð skilti upp á fleiri sögustöðum í byggðarlaginu, s.s. Þórkötlustaðahverfi, Hópi, Stórubót og jafnvel Þórkötlustaðanesi og Staðarhverfi. Allt eru þetta staðir, sem telja verður til þeirra markverðari í forsögu bæjarins, auk þess sem vonandi fást sérstök tækifæri síðar til að vekja athygli á hinu merka mannlífi, búskap, útgerð og verslun í Grindavík áður fyrr.
JárngerðarstaðahverfiGangan var í boði Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins. Eftir stutta athöfn þar sem forstöðumaður Saltfisksetursins, Óskar Sævarsson, kynnti tilurð og tilgang skiltisins var tekið til við að lýsa atburðarrás “Tyrkjaránsins” um Jónsmessubil árið 1627. Rifjaður var upp sá hluti hennar er gerðist þarna á sjónrænu sögusviði. Oft koma upp efasemdaraddir um nákvæma staðsetningu atburðarrásarinnar, einkum vegna þess að staðhættir hafa breyst á þeim nær 380 árum, sem liðnir eru frá atburðinum. Það er þó aðallega þrennt, sem styrkir fólk í þeirri trú að þetta geti verið staðurinn; a) frásögn þátttakenda og heimildamanna við skráningu atburðarrásarinnar, b) lýsing Brynjúlfs Jónssonar frá Minna-Núpi þar sem sagt er frá því að “barist hafi verið í fiskigörðum Járngerðarstaða” og c) þjóðsagan um Tyrki í þjóðsögusafni Jóns Árnasonar þar sem segir að “þyrnir hafi sprottið upp þar sem blóð heiðinna manna og kristinna blönduðust” eftir bardagann. Þyrnir þessi, sem reyndar er þystill, vex einmitt við gatnamót Verbrautar og Víkurbrautar.
Í tilefni afhjúpunar upplýsingarskiltisins var talið vel við hæfi að þakka Guðjóni í Vík og Tómasi frá Núpi sérstaklega fyrir þeirra þátt við gerð þess. Báðir sýndu áhuga á verkinu og voru fúsir til að gefa allar þær upplýsingar er dygðu til að ljúka því með sómasamlegum hætti. Fleirri komu að verkinu. Eiga þeir allir verulegar þakkir skyldar.
Á nýja skiltinu eru m.a. eftirfarandi upplýsingar:

Þú ert hér
Járngerðarstaðahverfi“Þú stendur á slorþró Hafrenningshússins. Það var einnig nefnt Grindvíkingahúsið um tíma. Aftan við þig eru nokkur gömul hús (byggð um og eftir aldarmótin 1900). Elst er Flaggstangarhúsið (Flagghúsið), byggt 1890. Nokkur hús eru horfin, t.a.m. Einarsbúð.
Framundan eru Járngerðarstaðir og nálægir bæir. Svæðið, sem þú hefur nú yfirsýn yfir, var vettvangur “Tyrkjaránsins” í júnímánuði árið 1627.
Uppdrátturinn byggir á örnefnalýsingu frá árinu 1967, lýsingum Guðjóns Þorlákssonar í Vík, Tómasar Þorvaldssonar o.fl. á staðháttum. Hafa ber m.a. í huga að heiti túnbletta og einstakra húsa hafa tekið breytingum frá einum tíma til annars.

Járngerðarstaðir
Járngerðarstaðahverfið er einn þriggja byggðakjarna í Grindavík. Austast er Þórkötlustaðarhverfi og vestast er Staðarhverfi.
Talið er að Grindavík hafi byggst mjög snemma. Í landnámsbók er talað um að Molda-(G)Núpur Hrólfsson hafi numið hér land (í kringum 934). Gera má ráð fyrir því að bæjarkjarnar hafi byrjað að myndast á 10. eða 11. öld. Ekki er ólíklegt að staðsetning þeirra hafi ráðist af graslendi, aðgengi að vatni og aðstöðu til sjósóknar á þessum stöðum.
Talið er að þingstaður Grindvíkinga hafi frá upphafi verið á Járngerðarstöðum. Það bendir til þess að búið hafi verið þar allt frá landnámsöld.

Járngerðarstaðahverfi Heimildir um um sögu jarðarinar og ábúendur fyrir 1700 eru mjög af skornum skammti. Helst er getið um fjöruréttindi, en þó er sýnt, að jörðin hefur komist í eigu Skálholtsstaðar ekki síðar en um miðbik 15. aldar.
Grindavík var verslunarstaður allt frá miðöldum og fram á 18. öld. Þjóðverjar og Englendingar höfðu aðstöðu við Járngerðarstaði á 15. og 16. öld. Sögulegur atburður gerðist hér aðfaranótt 11. júni 1532 við virki Englendinga ofan við Stóru bót. Þá voru 15 þeirra vegnir vegna ágreinings. Sá atburður breytti verslunarsögu landsins.
Af Jarðabókinni 1703 má sjá að Járngerðarstaðir voru taldir hin mesta kostajörð, en hún var þá enn í eigu Skálholtsdómkirkju.

Strax um aldamótin 1800 var þegar kominn vísir að þéttbýli. Það samanstóð af tveimur býlum, sem þar voru, auk hjáleiganna sem byggðar voru í landi jarðarinnar. Um aldarmótin 1900 bjuggu flestir í Járngerðarstaðarhverfi, 59 manns, en mun færri í hinum hverfunum. Á árunum 1840 og 1841 voru aðeins 7 aðalbýli í sókninni og 13 hjáleigur.
Á 19. öld hélt byggðin áfram að vaxa og Járngerðarstaðahverfi varð miðstöð byggðar í Grindavík. Upphaf kaupstaðarins sem nú stendur má rekja til Einars Einarssonar frá Garðhúsum en hann setti upp verslun í húsi sem hann byggði árið 1897. Einarsbúð var síðan reist hér skammt frá 1917.

Um aldamótin 1900 voru íbúarnir 357 talsins en árið 2006 voru þeir um 2600. Árið 1931 var gerð bryggja hér niður undan gömlu húsunum. Leifar hennar sjást enn. Árið 1939 var grafið skipalægi inn í Hópið þar sem aðalhöfnin er nú. Árið 1974 fékk bærinn kaupstaðarréttindi.
Grindavík er einn öflugasti útgerðarbær landsins með fjölda báta og togara og sterkum sjávarútvegsfyrirtækjum.

“Tyrkjaránið”
JárngerðarstaðahverfiAtburðurinn hafði mikil áhrif á alla landsmenn. Í langan tíma á eftir voru Íslendingar mjög á varbergi. Þeir óttuðust endurkomu sjóræningjanna.
Það var um Jónsmessuna 1927 að skip kom að Grindavíkurströndum. Íbúafjöldinn var nálægt 180 manns. Búðir kaupmannsins danska stóðu þá í Járngerðarstaðalandi.
Á Járngerðarstaðavíkinni lá danskt kaupskip. Lauritz Bentson, Grindavíkurkaupmaður, sendi átta Íslendinga að aðkomuskipinu. Þegar þeir komu um borð voru þeir umsvifalaust herteknir. Upplýst varð að fátt væri um varnir í landi. Foringi “Tyrkjanna”, Amorath Reis, fór frá skipi sínu með þrjátíu vopnaða menn. Þeir byrjuðu á því að hertaka danska skipstjórann og tvo menn með honum, rændu kaupmannsbúðina, en kaupmaður flúði og með honum aðrir Danir.

Þá gerðist margt á örfáum klukkustundum. “Tyrkirnir” snéru sér að Grindvíkingunum. Þeir skunduðu eftir sjávargötunni heim að Járngerðarstöðum. “Tyrkjunum” lá á því þeir gátu alveg eins átt von á að kaupmaðurinn sneri aftur með lið manns. Í bænum gripu þeir Guðrúnu Jónsdóttur, konu Jóns Guðlaugssonar. Hún var borin nauðug frá bænum. Í götunni kom þar að bróðir Guðrúnar, Filippus. Þegar hann reyndi að koma henni til hjálpar var hann barinn og skilinn eftir hálfdauður. Annar bróðir Guðrúnar, Hjálmar, bar þá þar að ríðandi. Tóku “Tyrkir” hestinn af honum og stungu. Lá Hjálmar óvígur eftir.
“Tyrkir” rændu fé úr bænum á Járngerðarstöðum, tóku Halldór Jónsson, bróður Guðrúnar og tvo sonu hennar, Helga og Héðinn, en bróðir hennar, Jón, hafði verið einn af þeim átta, sem fóru út í skipið í upphafi. Jón Guðlaugsson, bónda á Járngerðarstöðum ráku “Tyrkir” til strandar með sonum hans og Halldóri, en vegna þess að Jón var þá orðinn aldraður maður og veikur gáfu þeir hann lausan er hann féll við í fjörunni. Stúlku eina, Guðrúnu Rafnsdóttur, tóku þeir með húsfrúnni og færðu til skips.
Þennan örlagaríka morgun var 12 Íslendingum, þarf af helmingur Grindvíkingar, og þremur Dönum, rænt í Grindavík.

Járngerðarstaðahverfi Á útleið ginntu “Tyrkir” hafskip á leið til vesturs til sín með fölsku flaggi. Þeir hertóku það skip.. Áður en “Tyrkir yfirgáfu Grindarvíkursjó gáfu þeir tveimur mönum, sem höfðu verið um borð í skipsbátnum, burtfararleyfi. Þeir náðu bát sínum og réru til lands. Eftir þetta fóru ræningjarnir burt frá Grindavík. Loks héldu þeir til heimahafnar í borginni Salé í Marokkó.
Afdrif Grindvíkinganna, sem rænt var, urðu með ýmsu móti. Þau Guðrún Jónsdóttir og Halldór bróðir hennar voru aðeins skamma hríð í þrældómi í Alsír. Komust þau til Danmerkur 1628 og heim til Íslands með vorskipunum sama ár. Halldór samdi rit um Tyrkjaránið. Um afdrif Guðrúnar Rafnsdóttur er ekki vitað. Árið 1630 skrifuðu þeir bræður Jón og Helgi foreldrum sínum bréf og voru þeir þá þrælar. Helgi varð frjáls eftir fjársöfnun 1636. Komst hann heim setti ásamt eiginkonu sinni saman bú á Járngerðarstöðum.
Jón bróðir hans, Héðinn og Jón Jónsson, móðurbróðir þeirra, hvíla sennilega í afrískri mold. Sama gildir um bátsverjana fimm, sem reru út að ræningjaskipinu þennan morgun 1627.

Þótt sjóræningarnir hafi jafnan verið nefndir “Tyrkir”, sem var þá samheiti yfir alla múslima í grennd við Miðjarðarhafið, hafa þeir að öllum líkindum verið Evrópubúar.

Sagan segir að: “Í bardaganum veitti landsmönnum miður. Særðu Tyrkjar suma, en tóku suma; þó féllu margir af Tyrkjum.
Helgi hét maður; hann barðist með kvíslarfæti og drap fimmtán Tyrkja, en var síðan tekinn. Hann var keyptur út löngu seinna og er sú sögn eftir honum höfð, að hann hafi drepið tvo eigendur sína, hvorn eftir annan.” Í þjóðsögum Jóns Árnasonar segir auk þess: “En svo segja Grindvíkingar og fleiri að þar vaxi þyrnir síðan þar kom saman kristið blóð og heiðið.”

Á árinu 2007 eru, sem fyrr segir, liðin 380 ár frá þessum sögulega atburði í Grindavík. Það væri því vel við hæfi að minnast hans sérstaklega, t.d. með því að gera þá staði, sem gætu hafa tengst atburðinum, sýnilega og aðgengilega áhugasömum íbúum og gestum þeirra.
ÓSÁ hannaði útlit upplýsingaspjaldsins, Martak í Grindavík bjó til standinn og Stapaprent annaðist prentun. Skiltagerðin er styrkt af Pokasjóði.

Járngerðarstaðahverfi Genginn var hringur um hverfið, þangað sem “blóðþyrnirinn” vex og síðan að dys Járngerðar og Járngerðarstaðabæjunum. Gengið var til baka meðfram strandlengjunni, með Járngerðarstaðavíkinni og vörunum að gömlu bryggjunni og ýmislegt skoðað sem fyrir augu bar á leiðinni. Reynt var að gera gönguna bæði skemmtilega og fræðandi fyrir alla fjölskylduna. Uppákomur s.s harðfisks- og hákarlamakk o.fl. var í boði á leiðinni. Gangan endaði síðan við gamla Flaggstangarhúsið (Flagghúsið, sem verið er að endurreisa og var til sýnis í tilefni dagsins. Einn eigandi þess, Erling Einarsson, bauð gesti velkomna, sagði frá forsögu hússins, lýsti tilkomu nafngiftarinnar sem og notkun þess. Fram kom að ætlunin er að hýsa krambúð í húsinu, sem verður að teljast bæði áhugavert, einkum í ljósi þess að Einarsbúð, afurð og afkoma forfeðra hans, var lengi framan af í næsta húsi að vestanverðu, og áskorun, bæði til bæjarstjórnarfólks er þarf nú að taka ákvörðun um markvissa uppbyggingu og nýtingu þessa fyrrum upphafs byggðaþróunar í Grindavík og viðhalds hennar til lengri framtíðar. Ljóst er að allflest húsanna á svæðinu eru í niðurníðslu. En þegar haft er í huga að þarna uxu fáeinir bæir og nokkur ver fyrrum upp í hverfi og síðan heilt samfélag kaupstaðar verður ekki hjá því komist að meta þetta afmarkaða svæði með tilliti til lengri framtíðar. Ekki verður langs að bíða að kaupstaðurinn (unglingurinn) verði borg (fullorðinn). Þá er ekki verra að til verði áþreifanleg merki upprunans – hjartans.

Og þá aftur að göngunni. Eftir að hafa gengið að “blóðþyrninum”
var Verbrautinni fylgt að “Járngerðardys”. Hún mun vera í vestanverðri (túnmegin) beygjunni á milli Hliðs og Víkur. Tómas Þorvaldsson, 85 ára, tók á sínum tíma á móti FERLIR í Grindavík. Þegar staðsetja átti dys Járngerðar, sbr. söguna, gekk hann hikalust að framangreindum stað. Gatan liggur til suðurs frá Garðhúsum, sem Einar kaupmaður byggði 1918.
Járngerðarstaðahverfi Brynjúlfur Jónsson lýsir dysinni í frásögn sinni (1903). Segir hann að gamla sjávargatan hafi fyrrum legið til suðurs frá Járngerðarstöðum, en það var samheitið á torfunni, og yfir þar sem nú er Helgavöllur. Vergatan er yfir gömlu götunni. Þar sem gatan beygir á móts við Garð, á milli Víkur og Hliðs, var Járngerður dysjuð. Í þjóðsögunni segir að dysin hafi verið einn faðmur á breidd og þrír á lengd. Hafi dysin hækkað til austurs. Framhjá henni hafi vermenn gengið til skips. Vergatan hefur verið lögð yfir dysina, sem fyrr segir, en ef grannt er skoðað má sjá í suðvesturhorn dysjarinnar, sjávarmegin, undan veginum.
Brynjúlfur segir frá því að hann hafi grafið í dysina en þá hafi þar visrt vera gamall öskuhaugur. Hafa ber í huga að Rafnshús voru þarna skammt suðaustar, Syðri Gjáhús skamt norðar og Gjákot fast við. Gamli Víkurbærinn var svo örskammt norðar. Þarna gæti því verið um að ræða öskuhól frá hverjum þessara bæja, hvort sem hóll (dys) hafi verið þar fyrir eður ei.
Þjóðsagan segir að “Þorkatla bjó á Þorkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar voru þær giftar.
Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands. Þorkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þorkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og menn vita ekki til að þar hafi farizt skip á réttu sundi.
Það er að segja frá Járngerðar karli að hann drukknaði á Járngerðarstaðasundi. Þá varð Járngerður afar grimm og mælti svo um að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi. Segja menn að nú sé fyrir víst nítján drukknuð, en þá er eitt eftir og má búast við að það farist þá og þá. Á götu þeirri sem til skips var gengin frá Járngerðarstöðum er leiði Járngerðar.”

Járngerðarstaðahverfi Vestan við Garðhús eru Járngerðarstaðir. Næsta hús að vestan er Valdabær, síðan Járngerðarstaðir og loks Vesturbær.

Gamla kirkjan var reist árið 1909 (-1982), að mestu leyti úr efni kirkjunnar að Stað (1858). Hún var afhelguð 1982 og nýtt sem barnaheimili eftir 1988. Nálægt henni er Krosshús, þar sem Halldór Laxnes skrifaði Sölku Völku, læknisbústaður Sigvalda Kaldalóns og Garðhús Einars G. Einarssonar, fyrsta kaupmanns Grindavíkur.
Árið 1803 var Nyrðra-Garðshorn orðin hjáleiga frá Járngerðarstöðum. Í Landnámi Ingólfs III, segir m.a. að 1840 er “eigi fagurt á Járngerðarstöðum, því þó þar ei sé ýkja illa húsað, þá stendur bærinn og allt hverfi þetta nema Krosshús niður í dæld eða dalverpi, og er þaðan hvergi víðsýnt. Þýfð hafa tún verið á Járngerðarstöðum, en eru mikið sléttuð í seinni tíð af bóndanum Þórði sál. Einarssyni og þar núverandi bónda sr. Einari Jónssyni. Hafa og nokkrir hjáleigubændurnir í seinni tíð þessa jarðarbót eftir þeim upp tekið. Bæði í túninu og utanhúss eru djúpar vatnsgjár, í hverjar sjór fellur að í og út; í sumum þeirra er oft veiddur áll, og mætti þó mikið meira veiða, ef atorka og rækt við höfð. Það hafa Járngerðarstaðir til landkosta fram yfir Stað og Húsatóptir og meiri en nokkurt annað býli í þessari sókn, að fyrst er þar nóg vatn í gjám þessum handa fénaðinum, og svo í öðrum smá stöðutjörnum, eins líka þar er grasgefnast utantúns, þó eigi megi hagar heita. Mætti þó halda þar fáum skepnum heima á sumardag, hvað ekki má heita mögulegt á Stað og Húsatóptum.”

Árið 1847 voru hjáleigurnar; Kvíhús, Rafnshús, Akurhús, Krosshús, Hóll, Lángi, Gjáhús, Garðhús og Vallhús. Stundum er þá talað um Járngerðarstaðahverfi.
Árið 1840 var skv. sóknarlýsingu tvíbýli á heimajörðinni og fylgdu hverjum parti 5 hjáleigur. Elsta úttekt bæjarins er af Vesturbænum frá 1882. Þar voru þá baðstofa, göng, bæjardyr, skáli, eldahús, búr í norðurenda baðstofu, fjós með 3 básum, hesthús fyrir 3 hesta, heyhús, smiðja, sjómannabúð, fiskhjallur, húsagarður með bæjarrönd, túngarður 160 fðm, traðargarður 85 fðm og kálgarður. Fyrir sumu þessu mótar fyrir enn í dag.
Járngerðarstaðahverfi Íbúðarhúsið, sem nú stendur á Járngerðarstöðum (Vesturbær) var byggt á síðasta áratug 19. aldar. Húsið er nýlega uppgert og byggt hefur verið við það. Um er að ræða járnbáruklætt timburhús með hlöðnum kjallara. Að sögn eiganda er húsið elsta hús Grindavíkur, sem enn er búið í.
Hlaðhús voru hjáleiga árið 1703. Hennar er ekki getið í tali Johnsens 1847. Ekki er vitað hvar Hlaðhús stóðu og örnefnið er nú týnt. Helst er að giska á að húsið hafi verið í námunda við hlað Járngerðarstaða þar sem nú er malbikaður vegur.

Dalurinn er tjörn í suðaustanverðu heimatúni Járngerðarstaða. Í henni eru brunnar á a.m.k. tveimur stöðum, frá Vallarhúsum og Hólshúsi, jafnan nefndir holur. Sölvhóll er gróin hraunhæð sunnan Dalsins. Jórunn í Njarðvík, uppalin á Járngerðarstöðum, sagði Guðmundi Finnbogasyni þá sögu að húsfreyjan í Vallarhúsum (Vallhúsum) hafi bent á að huldufólk byggi í Sölvhól. Hann mætti ekki slá. Eitts inn sló bóndinn í Vallarhúsum Sölvhól og rapst þá kýrin á bænum.

Staðnæmst var við Tíðarhliðið, bent á hin ýmsu örnefni, s.s. Píkuskarðsklett, Vatnsstæðið, Bóndastakkatún, Hliðartún, Kjöthól o.fl., auk þjóðsagnakennda staði, t.a.m. Þjófagjá í Þorbjarnarfelli, Silfru, Junkaragerði, Sölvhól, Járngerðardys, “blóðþyrnirinn” og fleiri staði þarna í nágrenninu eða í sjónmáli.
Við girðinguna sunnan við Tíðarhliðið eru strompleifar af togaranum Ásu sem fórst utan við Litlubót 1926. Togarinn var í eigu Duus-verslunar. Fyrirtækið átti þrjú skip með Ásunafninu og fórust þau öll, en mannbjörg varð í öll skiptin. Þau voru í raun undirstaðan undir veldi Duus, en sagan segir að þegar átti að reis hús fyrir verslunina í Kaplaskjóli í Reykjavík hafi eiganda hennar birst kona í draumi. Sú hafi sagst heita Ása. Bað hún hann um að reisa ekki hús á þessum stað, ella myndi hann hafa verra af. Húsið var reist og afleiðingarnar urðu framangreindar.

Járngerðarstaðahverfi Vatnsstæðið er afurð gjánna er liggja við grindavík ofanverða, en lágu einnig fyrrum í gegnum þorpið. Þær hafa nú verið fylltar.
Þetta voru (og eru) hyldjúpar gjáarsprungur með vatni í sem á yfirborði er að mestu ósalt og flæðir og fjarar í þeim eins og í sjónum. Silfurgjáin er einna stærst, skammt fyrir ofan túngarðinn á Járngerðarstöðum. Í gjá þessari segir sagan, að fólgin sé kista full af silfurpeningum. Hafa allar tilraunir til þess að hefja þennan fjársjóð upp strandað á því að þá er menn hafa náð kistunni upp á gjáarbarminn, þá hefir mönnum sýnzt allt Járngerðarstaðaþorpið standa í björtu báli og hafa menn því jafnan sleppt kistunni aftur. Síðasta tilraunin fór á þá leið að þeir slepptu ekki einungis kistunni heldur fylltu gjána upp með mold. Svo að nú er yfir kistunni grasi gróin brekka.

Skaldan var kynnt til sögunnar. Hún var orðið eyðikot 1840. Í sóknarlýsingu segir að það hafi legið í útnorður út við túngarðinn. Líklegast er að Skjalda hafi verið þar sem seinna var byggt steinhlaðið útihús við túngarð. Útihúsið var sambyggt við túngarðinn vestan við bæinn, norðvestan við heimreiðina. Enn má greina hvar húsið hafði staðið þó að sléttað hafi verið yfir það. Tómas Þorvaldsson, sem fæddur er á Járngerðarstöðum sagði Skjöldu hafa verið eitt fyrsta fátækraskjólið í Grindavík og til merkis um velvild Járngerðisstaðabænda sem og samfélagsins, sem þá var.

Tómas segir Hraunstekki vera austan við Gerðisvallabrunna. Sunnan við þá er hlaðinn stekkur og tótt undir grónum hól. Þar voru lömbin höfð um vorið þegar ærnar voru reknar í sel innan við Þorbjörn (Baðsvallasel).
Við Gerðisvallabrunna eru garðar hlaðnir í ferkantað gerði. Þar er Junkaragerði. Þýskir og heimamenn áttu í gerðinu með sér marga glettuna fyrr á öldum. Innan þess má sjá gamlar tóttir. Eftir að Englendingar höfðu verið hraktir frá Grindavík 1532 sátu Hansamenn nánast einir að verslun við Íslendinga um sjö áratuga skeið, eða þangað til Danir tóku að sauma að þeim og einokuðu verslunina. Líklegt má telja að Hansamenn hafi sest að þarna í búðum Englendinga eftir að þeir voru flæmdir á brott. Gerðið sést vel og gaman er að ganga um svæðið með hliðsjón af sögunni.
Járngerðarstaðahverfi Junkarar bönnuðu t.d. heimamönnum að fara inn fyrir gerðið á meðan þeir voru í róðrum, en þeir læddust nú samt þar inn fyrir og náðu sér í ýmislegt nýtanlegt. Junkarar reyndu að hefna sín á Grindvíkingum, en þeir svöruðu fyrir sig með því að saga í sundur árar, gera gat á báta o.s.frv.
Einar Ól. Sveinsson segir svo frá því í útgáfu sinni á Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum:
“Einhvern tíma í fyrri daga höfðu nokkrir menn – tólf eða átján – hafst við í óbyggðinni milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíka. Áttu þeir sitt skip í hverri þessari veiðistöð og höfðu þar rammgjört gerði til að geyma í skipið og það, er til þess heyrði. Enn heitir bær einn í Höfnum Junkaragerði, og gömul girðing, er leifar sjást af á Gerðavöllum milli Járngerðarstaða og Húsatófta í Grindavík, er líka kölluð Junkaragerði. Eiga þeir að hafa haldið sig þar, er þeir voru í Grindavík, og róið út úr Stóru-Bót, sem þar er hjá. Þar er að vísu ekki ræði, nema brimlaust sé og vindur standi af landi. En Junkarar reru heldur aldrei nema þar, sem vindur stóð af landi og þá er svo var hvasst, að aðrir reru ekki. Þá er logn var, voru þeir á landi, komu þá til bæja og réðu einir öllu hjá konum, meðan karlmenn voru á sjó. Höfðu menn illan hug á þeim, en þorðu ekki á þá að ráða, því að þeir voru mestu garpar.
Og þó að menn kæmust í gerði þeirra, þá er þeir voru eigi þar, þorðu menn eigi að láta Junkara sjá þess nein merki; þá var við hefnd að búast. Menn vildu samt fyrir hvern mun ráða þá af dögum og leituðu ýmsra bragða til þess.
Einu sinni boruðu menn göt á skip þeirra upp við hástokk, þar sem ekkert bar á, fyrr en skipið var orðið hlaðið. Þá rann sjór inn um götin; en Junkarar flöttu þá fisk og lögðu fyrir þau og björgðust svo til lands.
Járngerðarstaðahverfi Í annað sinn voru dregnir af keiparnir, keipanaglarnir sagaðir sundur til hálfs og keiparnir svo reknir á aftur. Naglarnir brustu þá, er í land skyldi róa, því að þá var mótvindur. Þá reru Junkarar við hné sér til lands.
Í þriðja sinn voru skautarnir dregnir af árum þeirra, árastokkarnir svo sagaðir sundur til hálfs eða meira, skautarnir síðan negldir á aftur, svo að ekki bar neitt á neinu. Nú reru Junkarar, er vindur stóð af landi; en í það sinn komu þeir ekki að landi aftur. Sagt er, að hverjir fyrir sig; Grindvíkingar, Hafnamenn og Njarðvíkingar hafi lengi eignað sér það, að þar hafi Junkarar verið af dögum ráðnir.”
Í upphafi sögunnar er getið um stað í “óbyggðinni milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíkur”, sem Junkarar höfðust við í. Ekki er ólíklegt að hér geti verið átt við byrgin í Sundvörðuhrauni þar sem þeir hafi geymt byrgðir sínar. Hafa þeir getað flutt og falið þær þar og verið jafnlagt fyrir alla að sækja þangað aðdrætti þegar þurfa hefur þótt.
Staldrað var ofan við Litlubót, Hvítisandur barinn augum sem og Fúlatjörn og önnur örnefni austur með ströndinni. Af Hádegishól var litið yfir sögusviðið, rifjuð upp nöfn hinna gömlu bæja, bæði þeirra sem enn sjást sem og þeirra er hafa horfið. Vellir flutu t..a.m. upp í flóðinu mikla 1925. Hólsgarður, hlaðinn úr grjóti, við hjáleiguna Hól er enn svo til óraskaður. Þá sést Hólsholan enn í Dalnum.
Þeginn var hákarl hjá Óskari við hákarlahjall Gísla og Guðjóns. Þá var “reykofn” (reykgámur) Víkurbænda kynnt til sögunnar. Verið er að endurnýja kyndinguna, en í hana er einungis notað úrvals tað, þriggja ára gamalt, úr Víkurfjárhúsunum. Þarna er því að mörgu leyti rekin einn sjálfbærasti búskapur bæjarfélagsins. Heimaslátrun var ekki hafin þegar gangan átti sér stað, sem betur fer.
Járngerðarstaðahverfi Ofan við gömlu varirnar var farið yfir nöfnin á þeim frá vestri til austurs; Fornavör, Suðurvör, Stokkavör og Norðurvör (Skökk) innan við gömlu bryggjuna, sem byggð var 1931. Átta árum síðar var grafið inn í Hópið og varanleg bryggja gerð þar um 1950.
Ofan við gömlu bryggjuna eru enn nokkur gömul hús, s.s. Varir, Sæmundarhús, Bakki og Flagghúsið.
Flagghúsið er eitt elsta hús Grindavíkur, talið vera byggt árið 1890. Erling Einarsson, einn eiganda hússins, áformar að koma húsinu í upprunalegt horf og eru framkvæmdir vel á veg komnar. Hann hafði húsið opið í tilefni dagsins og bauð þátttakendur velkomna. Ljóst er að mikið verk er enn fyrir höndum. Erling er þegar búinn að endurbyggja skemmda hluta burðarvirkis hússins, skipta um gólf beggja hæða einnig er búið að skipta um þak og þaksperrur einangra húsið utanvert á gömlu klæðninguna og bárujárnsklæða að utan. Alla nýja viðarhluta hefur Erling gert gamla í útliti með sérstakri bæsunaraðferð.
Flagghúsið fékk viðurnefni sitt af því að það þjónaði sjófarendum á Járngerðarstaðasundi. Dagbjartur Einarsson frá Ásgarði (1876-1944) hætti formensku fimmtugur að aldri og tók þá að sér það hlutverk að gefa sjófarendum leiðbeiningar ú landi um veðurhofur og lendingaraðstæður. Járngerðarstaðarsund var erfitt, jafnvel vönum mönnum og landtaka oft erfið og illfær. Á tímabilinu frá 1925 framundir 1940 var notað sérstakt merkjakerfi sem Dagbjartur sá um.
Í fyrstu var hengt á suðurgafl Sæbóls hvítt merkjaflagg en síðar var sett á Flagghúsið mikil stöng á norðurgaflinn. Þá var hífður upp einn belgur ef vá var í vændum t.d veðrabrigði og tveir belgir þýddi aðgát á sundi og brim í lendingu.
Járngerðarstaðahverfi Gifta fylgdi þessu starfi hans og færðu formenn í Járngerðastaðahverfi honum silfurskjöld er hann lét af þessum starfa sem viðukenningu fyrir hjálp á hættustundum.
Húsnúmer í Grindavík eru miðuð við þann stað, sem Flagghúsið er nú. Flagghúsið hefur gegnt marg­víslegum verkefnum meðal annars verið íbúðarhús, verbúð, samkomustaður, beitu­skúr, pakkhús, salthús, veiðafærageymsla og netaloft. Auk þess er þarna sögusvið nóbels­verðlauna­skáldsins og leiksvið kvikmyndarinnar “Sölku Völku”. Þarna er upp­spretta myndlistar málarans Gunnlaugs Scheving enda miðja margra mynda hans.
Erling hafði séð til þess að gestir gengu ekki beint inn á gólf Flagghússins á skítugm skónum. Hann hafði farið ásamt nokkrum öðrum á heimalendur Íslólfsskálalands, inn á Hraunssnes vestan Mölvíkur, og sótt þangað stóra og slétta hraunhellu. Mjög var haft fyrir því og mikið vandað við að koma henni heilli á þar til sniðna kerru. Þegar stöðvað var síðan við áfangastaðinn kom í ljós að stóra slétta hellan hafði brotnað í tvennt – ekki þolað flutninginn í kerrunni. Það er sem sagt skýringin á sprungunni í dyrahellu Flagghússins. Þetta þurfti að skrá því bæði er það að heimildir þurfa jú að vera fyrir öllu, ekki síst ef einhverjum dytti í hug að spyrja síðar.
Í máli Erlings, eftir að hafa boðið, innkomna gesti velkomna, kom fram að Flagghúsið, sem var byggt árið 1890, varð að pakkhúsi verslunar Einars í Garðshúsum eftir að Einarsbúð var byggð norðan við það árið 1917. Á milli hennar og pakkhússins var var vegur milli húsanna. Afgirt port var austan Einarsbúðar. Sunnan við pakkhúsið var lítill kofi, jafnan nefndur Lubbi. Erling kvaðst hafa áhuga á að endurbyggja hann svo hann geti gegnt þar nýju hlutverki salernisaðstöðu og fleiru frá Flagghúsi framtíðarinnar. Ekki stæði til að breyta neinu í Flagghúsinu sjálfu, enda mátti þar innan dyra sjá hinar gömlu áletranir pakkhússhlutverksins á veggjum, súðum og bitum.
Loft er í Pakkhúsinu. Því er haldið uppi með hluta af mastri og bugtspjóti skútu er strandaði við Þórkötlustaðavík út frá Leifrunarhól, sama ár og húsið var endurbyggt. Hvorutveggja eru hinar ágætustu minjar um skútuöldina, afleiðingar sjósóknar og þá samtvinnuðu sögu er var óhjákvæmileg hlutdeild í lífi fólks í Grindavík fyrrum.
Járngerðarstaðahverfi Erling benti á gamlar bækur er tilheyrðu bókhaldi Einarsverslunar og hafa varðveist. M.a. er þar um að ræða færslur er varða lagningu Grindavíkurvegarins á árunum 1913-1918. Þá fengu Grindvíkingar, að þeirra frumkvæði, fé frá Alþingi til vegalagningarinnar gegn því að formenn Grindavíkurbátanna legðu hluta lifrapeninga áhafnar þeirra á móti. Það varð til þess að vegurinn var lagður.
Sami háttur var hafður á er kvenfélagshúsið í Járngerðarstaðahverfi var byggt á sínum tíma.
Með endurbyggingu Flagghússins er kominn grundvöllur til að endurgera hluta gamla bæjarins, ofan við gömlu Norðurvörina, í Járngerðarstaðahverfi. Það myndi án efa setja mikinn svip á bæinn, fylla bæjarbúa stolti og jafnframt gera Grindavík að áhugaverðari kosti fyrir ferðamenn – ekki síst innlenda.
Aðgengið og umhverfið þarfnast lagfæringar, sem fyrr sagði. Vel væri við hæfi að steinleggja helstu samgönguæðar og gangstéttir, gerða ráð fyrir endurbyggingu gamalla húsa á svæðinu (að sjálfsögðu að uppfylltum nútímakröfum) frá “Resikó” að Hópsnesi og gera þarna lítið þorpsgildi er um leið yrði nokkurs konar minnismerki um það sem var – og verður.
Flagghúsið mun nú ganga í endurnýjun lífdaga. Þar verður krambúð og e.t.v. eitthvað fleira áhugavert. Mikilvægt er að ráðafólk í Grindavík skoði, meti og ákveði hver eigi að verða framtíð þess gamla byggðakjarna er ávöxtur bæjarfélagsins er sprottin upp af, leifum þess liðna, en jafnframt áþreifanlegum minnismerkjum er sýna þarf tilhlýðilega virðingu – þar sem gömlu húsin eru annars vegar.
Grindavík, líkt og önnur byggðalög landsins, á sér merka sögu.
Frábært veður.

Heimild m.a.:
-Einar Ól. Sveinsson – Íslenskar þjóðsögur og ævintýri – 1952.
-Guðjón Þorláksson.
-Tómas Þorvaldsson.
-Erling Einarsson.
-Færslubækur Einarsverslunar 196 og 1917.
-Saga Grindavíkur – Jón Þ. Þór – 1994.
-Öldin okkar – Öldin sautjánda; 1601-1800; 1966.
-Guðsteinn Einarsson – 1960.
-Íslenskar bókmenntir 1550-1900 – Kristinn Kristjánsson.
-Helgi Þorláksson, Sjórán og siglingar, Mál og menning, Reykjavík, 1999.
-Þorsteinn Helgason, “Hverjir voru Tyrkjaránsmenn”, Saga 1995, bls. 110-34.
-Þjóðsögur Jóns Árnasonar.
-Frásagnir Brynjúlfs frá Minna-Núpi.
-Rauðskinna.
-Rit Björns Jónssonar frá Skarðsá um Tyrkjaránið.
-Sagnir, munnmæli, frásagnir og leiðbeiningar elstu núlifandi manna í Grindavík.

Skiltið

Reykjavegur

Þegar ekið er eftir Reykjanesbraut, á milli Keflavíkur og Hafnarfjarðar, virðist Reykjanesskaginn hrjóstrugur og ekki vel fallinn til gönguferða og útivistar. Við nánari skoðun kemur annað í ljós. Hann hefur upp á flest að bjóða sem göngu- og útivistarfólk leitar að. Hraunið og auðnin hefur aðdráttarafl, ekkert síður en gróskumikið gróðurlendi, þótt á annan hátt sé.

Á honum leynast einnig víða fallegar gróðurvinjar. Mosinn í hraununum er sérkennilegur. Einstök náttúrufyrirbrigði er þar líka að finna eins og hraunsprungur og misgengi, eldgíga, hrauntraðir, jarðhitasvæði, hella, fuglabjörg og fleira. Helsti gallinn við svæðið sem útivistarsvæði er sá, að vatn er víðast hvar af skornum skammti. Þetta þarf þó ekki að vera vandamál ef fyrirhyggja er höfð í þeim efnum.

Eldvörp

Eldvörp.

Í jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn mjög merkilegur. Hann er hluti af Atlandshafshryggnum mikla, sem liggur um þvert Ísland og er eini staðurinn þar sem hægt er að skoða hann ofansjávar. Sköpunarsaga landsins verður hér ljóslifandi. Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanesskaga síðan land byggðist. Það nýjasta sennilega á 14. öld. Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir um 12-15 þúsund árum, hafa um 200 eldstöðvar í fjórum eldstöðvakerfum, verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni, sem þekur yfir 1000 ferkílómetra landsvæði. Má þar á meðal finna allar helstu gerðir íslenskra eldstöðva.

Árið 1995 var ákveðið að stika gönguleið um Reykjanes og reisa skála við hana. Gönguleiðin hlaut nafnið Reykjavegur. Nákvæm tildrög að þessari ákvörðun verða ekki rakin hér en aðeins sagt að árið 1993 kom Ari Trausti Guðmundsson þessari hugmynd á framfæri við Ferðamálanefnd Reykjavíkur sem leiddi til þess að Ferðamálasamtök á höfuðborgarsvæðinu tóku málið að sér og stofnuðu framkvæmdanefnd á vegum nær allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum undir forystu Péturs Rafnssonar. Þessi sveitarfélög hafa fjármagnað framkvæmdina. Auk þess komu Ferðamálasamtök Suðurnesja, Útivist, Ferðafélag Íslands og fleiri aðilar að málinu.

Leiðin var stikuð sumarið 1996 og reistir hafa verið tveir skálar við hana auk þess sem ætlunin var að fá afnot af skálum sem nú þegar eru við leiðina, t.d. í Bláfjöllum og á Hengilssvæðinu. Vonandi heldur uppbyggingin áfram. Einn helsti kostur þessarar gönguleiðar er hvað hún er nálægt byggð og aðkoma að henni þægileg á mörgum stöðum án þess að fólk verði vart við skarkala þéttbýlisins. Hún liggur um óbyggð svæði og fullnægir því vel þörfum fólks að vera í náinni snertingu við náttúruna og hvíla líkama og sál frá hraða hversdagsins. Áreynslu getur hver sniðið við sitt hæfi, gengið alla vegalengdina í einni ferð á átta dögum eða í styttri áföngum. Dagsgöngur eftir hlutum Reykjavegarins henta vel þar sem víða er auðveld aðkoma að leiðinni á bíl. Dagleiðirnar, eins og þeim er lýst hér, miðast við að gengið sé á milli skála sem framkvæmdanefndin reiknaði með að koma upp við gönguleiðina. Heildarvegalengd Reykjavegarins er um 125 km frá Reykjanesi til Nesjavalla en um 145 km löng ef gengið er alla leið til Þingvalla. Reykjavegurinn er þannig hátt í þrisvar sinnum lengri en Laugavegurinn margfrægi.

Hér á eftir er stutt lýsing á leiðinni frá vestri til austurs. Þessari grein er fyrst og fremst ætlað að vekja athygli á þessari leið fremur en að vera nákvæm leiðarlýsing eða heildarúttekt á landsvæði því sem hún liggur um. Margar bækur hafa verið skrifaðar um Reykjanesskagann, jarðfræði hans, sögu og náttúru sem hægt er að lesa til frekari fróðleiks.

1. dagleið: Reykjanes – Þorbjarnarfell

Reykjanes

Sólarlag á Reykjanesi.

Ef Reykjavegurinn er farinn frá vestri til austurs hefst gangan við Reykjanesvita. Þar eru nokkur kennileiti sem vert er að minnast á. Vitinn stendur á Bæjarfelli. Gott útsýni er af fellinu yfir nágrennið. Í vestri blasa við Valahnúkar og Eldey úti í hafi. Í suðri Vatnsfell og Reykjanestá en dyngjurnar Skálafell og Háleyjabunga í austri. Norðar í hrauninu er Sýrfell. Á Valahnúk var fyrsti viti á Íslandi, reistur árið 1878 en hann hrundi í jarðskjálfta og undirstaða hans er nú horfin þar sem sjórinn brýtur úr hnúknum. Austan Bæjarfells og norðan Skálafells er mikið jarðhitasvæði með gufu- og leirhverum og Gunnuhver sennilega þeirra þekktastur enda þjóðsagan um Gunnu sem var komið fyrir í hvernum, vel þekkt.

Frá Valahnúk er ströndinni fylgt norður á Önglabrjótsnef og áfram norður Stampahraun og yfir gossprunguna sem Stamparnir eru á og hraunið tekur nafn sitt af. Talið er að Stampahraun yngra hafi runnið á 14. öld. Frá Kistubergi er ströndinni fylgt norður í Stóru-Sandvík. Aðeins austar í hrauninu er gömul bílaslóð sem nú er lokuð fyrir bílaumferð, sem einnig er hægt að ganga eftir ef fólk vill hafa sléttara undir fæti.

Stóra-Sandvík er allstór vík með sandfjöru og skeljum. Austur af víkinni er tjörn sem vert er að gefa gaum. Í austur frá henni er lægð í hraunið sem leiðin liggur um. Þarna þarf að fara yfir bílveginn og stefnan tekin á Haug, sem er lítið eldvarp sunnan Haugsvörðugjár. Þar er komið inn á Prestastíg (Hafnarleið) sem er gömul leið á milli Húsatófta í Grindavík og Kalmannstjarnar. Þessi leið er greinileg og vel vörðuð. Henni er fylgt sunnan Sandfellshæðar með jaðri Eldvarpahrauns á kafla en síðan inn í hraunið hjá Rauðhól. Prestastígurinn liggur þaðan til suðurs niður að Húsatóftum en Reykjavegurinn beygir hins vegar norður með Eldvarpasprungunni að austan, að borholu Hitaveitu Suðurnesja sem þar er. Á toppi Sandfellshæðar er gríðarlega stór gígur sem er um 450 m í þvermál og að minnsta kosti 20 m djúpur og vel þess virði að ganga upp á hæðina. Þótt Sandfellshæð sé ekki nema um 90 m y.s. er gríðarlega víðsýnt af henni. Í norðri blasa við fellin Sandfell, Lágafell, Þórðarfell, Súlur og Stapafell sem reyndar er að mestu horfið vegna efnistöku. Í austri blasa Eldvörpin við og lengra Þorbjarnarfell. Eldvörp eru um 10 km löng gígaröð í stefnu suðvestur – norðaustur. Talið er að síðast hafi gosið þar fyrir meira en 2000 árum. Jarðhiti er í Eldvörpum og voru þar fyrrum stundum bökuð brauð sem vafalítið hefur komið sér vel í eldiviðarskorti. Örstutt vestan við borholuna er hellir í hrauninu. Þegar Hitaveita Suðurnesja lét bora eftir gufu þarna sumarið 1982 brotnaði hraunið undan jarðýtu sem vann við frágang í kringum holuna. Í ljós kom hellir með geinilegum mannvistarleifum, beinum og hleðslum. Ekki er vitað hver eða hverjir höfðust þarna við. Hellirinn er alllangur eða 25-30 m en hvergi hærri en 1,5 m og víðast hvar mun lægri eða 40-50 sentímetrar.

Aðeins um það bil 1 km austur/suðaustur af þessum helli eru húsarústir í Sundvörðuhrauni sem vert er að leggja leið sína að. Þær eru skammt vestur af Sundvörðunni, vel faldar í dálítilli hraunkvos. Þetta eru 10 tóftir, flestar vestanundir hraunbrún en tvær þeirra eru uppi á henni. Þetta eru allmikil mannvirki, misstórar en sú stærsta þeirra er um það bil 4 x 1,5 m á stærð.

Engar heimildir hafa fundist um þessar rústir og hafa því verið uppi getgátur um tilvist þeirra. Þær fundust fyrir tilviljun veturinn 1872 og elstu lýsingu á þeim er að finna í Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen en hann skoðaði þær árið 1883.

Frá Eldvörpum liggur leiðin austur yfir Sundvörðuhraun. Fljótlega er farið yfir Árnastíg, sem er vörðuð leið á milli Húsatófta í Grindavík og Njarðvíkurfitja. Þegar komið er nokkuð austur í hraunið er farið inn á Skipstíg, sem liggur í átt til Grindavíkur, að skála undir Lágafelli suðvestan við Þorbjarnarfell. Þessi dagleið er um það bil 20 km og hækkun sáralítil.

2. dagleið: Þorbjarnarfell – Leirdalur

Baðsvellir

Baðsvellir.

Frá náttstað undir Lágafelli liggur leiðin norður með Þorbjarnarfelli að vestan, norður fyrir það og austur um Baðsvelli. Á þessari leið er gott að rifja upp þjóðsöguna um útilegumennina 15 sem sagt er að hafi hafst við í Þjófagjá og stolið fé Grindvíkinga. Þjófagjá er sigdalur eða sprungur sem kljúfa Þorbjarnarfell að endilöngu. Baðsvellir eru grasi grónir vellir norður af Þorbjarnarfelli þar sem gróðursett hafa verið tré á undanförnum árum. Skammt norður af Baðsvöllum er orkuver Hitaveitu Suðurnesja úti í Illahrauni, kennt við Svartsengi. Illahraun er frá sögulegum tíma, sennilega frá 13. öld. Varla er hægt að fara hjá Svartsengi án þess að fara í bað í Bláa lóninu.

Frá Baðsvöllum liggur leiðin upp að heitavatnsgeyminum í skarðinu á milli Þorbjarnarfells og Hagafells. Þegar þangað er komið, er beygt í austur, farið yfir Grindavíkurveginn og upp á Hagafell. Leiðin liggur austur með hamravegg, sem er misgengi sem klýfur fellið, en undir hamraveggnum eru Gálgaklettar. Af hæðinni opnast útsýni í austur. Svartsengisfell er nú á vinstri hönd og Sundhnúkur beint framundan. Sunnan hans er Vatnsheiðin og austur af henni blasir Fiskidalsfjall við. Héðan liggur leiðin yfir á Vatnsheiðina sunnan Sundhnúks. Efst á henni er gígur sem vert er að skoða áður en haldið er austur af henni niður í Beinavarðahraun. Þar liggur leiðin á milli hrauns og hlíðar, austur í krikann vestan undir Hrafnshlíð. Hér er ákaflega fallegt og vel þess virði að staldra við í hraungjótu áður en haldið er áfram norður með Hrafnshlíðinni. Fljótlega lækkar hlíðin og aftur er beygt í austur og gengið yfir Borgarhraun með stefnu á Borgarfjall, sem er syðsti hluti Fagradalsfjalls. Vestan í Vatnsheiðinni, sunnan Sundhnúks, er farið yfir Skógfellaveg sem var gömul alfaraleið á milli Grindavíkur og Voga og Vatnsleysustrandar. Farið er yfir Sandakraveg, sem lá á milli Ísólfsskála og Stapa austur við Borgafjall, en talið er að hann hafi komið inn á Skógfellaleiðina norðan við Stóra-Skógfell. Hér kunna þó nöfn á þessum leiðum að hafa breyst þar sem heimildir eru misvísandi. Fyrir austan Borgarhraun breytir landið um svip, við taka blásnar hlíðar og melar með Slögu og Skálamælifell á hægri hönd en Langahrygg, Lyngbrekkur og síðar Einihlíðar á þá vinstri. Ekki er úr vegi að staldra við hjá Drykkjarsteini en sagt er að rigningarvatn, sem safnast í holu í honum, þrjóti aldrei. Austan Einihlíða er misgengi og vesturbarmur þess nefnist Méltunnuklif og eftir því er gengið að skála í Leirdal. Hér er ekkert drykkjarvatn svo hugsa þarf fyrir því. Þessi dagleið er um það bil 14 km og liggur hæst í rúmlega 120 m y. s. á Vatnsheiði.

3. dagleið: Leirdalur – Djúpavatn

Hraunssel

Hraunssel- uppdráttur ÓSÁ.

Suður lægðina austan Méltunnuklifs, hefur tunga úr Leggjabrjótshrauni runnið vestur um skarð á milli Sandfells og Höfða og suður með honum að vestan. Leiðin norður með Höfða liggur þar á milli hrauns og hlíðar. Yfir hraunhaftið sunnan Sandfells er greiðfær leið og áfram norður með því að austan. Þegar komið er spölkorn norður með fellinu er beygt til hægri yfir hraunið í átt að Núpshlíðarhálsi (Vesturhálsi) sem á þessum stað heitir Skólahraun. Gömul gata er á köflum grópuð í hraunið á þessari leið. Litlu norðar en gatan kemur að Núpshlíðarhálsi, er Hraunsel en þar var sel frá Hrauni í Grindavík. Hér sér greinilega til tótt sem er minnisvarði um löngu liðna búskaparhætti.

Frá Hraunseli liggur leiðin eftir gamalli götu á milli hrauns og hlíðar norður með Núpshlíðarhálsi að vestan. Smátt og smátt fjarlægist Sandfell í blámóðuna að baki, Hraunsels-Vatnsfell og fleiri fell þokast hjá á vinstri hönd en Driffell, Keilir og Oddafell skýrast þá norðar dregur. Þegar komið er norður fyrir Þrengsli er fljótlega komið á Selsvelli. Selsvellir eru allmikið gróðurlendi sem myndast hefur með framburði lækja úr hálsinum.

Vellirnir eru eins og vin í eyðimörk, og hér var eftirsótt beitiland fyrir búfé. Selsvellir tilheyrðu Stað í Grindavík og notuðu Staðarprestar og hjáleigubændur þeirra selstöðuna. Um miðja nítjándu öld höfðu hér 6 bændur í seli ásamt prestinum á Stað og átti hver sitt selhús. Samtals voru þá um 500 fjár og 30 nautgripir á Selsvöllum.

Norðan Selsvalla taka aftur við hraun, mosavaxin víðast hvar. Spölkorn vestan við Núpshlíðarháls úti í hrauninu er einn fallegasti hraungígurinn á Reykjanesskaga, Moshóll. Því miður er búið að skemma hann með umferð ökutækja og er það sorglegt dæmi um virðingarleysi í umgengni okkar við náttúruna. Hann er nyrsti gígurinn á gígaröð sem Afstapahraun er runnið úr. Það rann í norður og í sjó fram í Vatnsleysuvík, hjá Kúagerði, löngu eftir að land byggðist. Úr suðurhluta sprungunnar er Leggjabrjótshraun runnið, sem fyrr er nefnt. Jarðhiti er á svæðinu á milli Sandfells og Oddafells.

Frægastur er Hverinn eini í hrauninu sunnan Oddafells. Hann var áður vellandi leirhver en lætur nú lítið yfir sér. Hér liggur leiðin upp hæðardrög meðfram gígaröðinni sem m.a. Afstapahraun er runnið úr og upp á Núpshlíðarháls (Vesturháls). Í einum þessara gíga, norður undir Grænudyngju, er Sogasel en þar höfðu Kálfatjörn og Bakki selstöðu. Nyrsti hluti hálsins heitir Trölladyngja, 402 m.y.s. Milli hennar og Grænavatnseggja opnast lægð í hálsinn sem heitir Sog. Þar er mikil ummyndun eftir jarðhita og litadýrð mikil. Lækur rennur norður Sog sem getur þrotið í þurrkatíð. Á brúnunum vestan við þetta skarð liggur leiðin þvert yfir Núpshlíðarháls og niður á Lækjarvelli norðan Djúpavatns, sem er allmikið vatn í kvos í Móhálsadal austan undir Núpshlíðarhálsi. Á leiðinni yfir hálsinn er farið fram hjá Spákonuvatni, sem er í gömlum gíg. Á Lækjarvöllum er skáli og þar er einnig gott að tjalda. Nægilegt drykkjarvatn er í læknum sem rennur um vellina og þeir taka nafn af. Þessi dagleið er stutt eða um það bil 14 km og mesta hækkun tæplega 300 m.y.s. þar sem farið er yfir Núpshlíðarháls undir Grænavatnseggjum.

4. dagleið: Djúpavatn – Kaldársel

Djúpavatn

Djúpavatn.

Þegar farið er frá Lækjarvöllum liggur leiðin til vinstri, norður Móhálsadal á milli Fíflavallafjalls og Hrútafells. Til að byrja með er slétt og gott undir fæti en norðar ýfist hraunið heldur. Farið er í gegnum Hrúthólma, sem er óbrynnishólmi í hrauninu austur af Mávahlíðum. Þar er komið á gamla leið sem lá á milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar og nefnist Hrauntungustígur.

Nokkru norðan Hrúthólma lá önnur leið út af henni niður að Straumi og nefndist Straumsselsstígur. Frá Hrúthólma er farið yfir að Hrútagjá og þaðan norður að Sandfelli. Hrútagjá er sigdalur sem liggur í vesturjaðri mikillar eldstöðvar, Hrútagjárdyngju, í norðanverðum Móhálsadal. Þarna er ákaflega skemmtilegt umhverfi og ástæða til að gefa sér tíma til að skoða sig um. Við Sandfell er komið á aðra forna leið á milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur sem heitir Stórhöfðastígur. Ekki fylgjum við henni lengi þar sem Reykjavegurinn liggur austur með Sandfelli og Fjallinu eina að Krísuvíkurvegi nokkru norðan Vatnsskarðs. Farið er yfir hann og gengið austur að Undirhlíðum og þar er komið á enn eina forna leið á milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur, Undirhlíðarveg. Héðan er leiðin greið og auðrötuð eftir gömlum götum með Undirhlíðum niður í Kaldársel. Þegar komið er á móts við Helgafell er farið fram hjá eldgígum á sprungu sem gaus á 12. öld. Vestan undir Undirhlíðum, suður undir Vatnsskarði, á Kapelluhraun hins vegar upptök sín. Það rann í sjó fram hjá Straumsvík eftir landnám.

Eins og menn munu taka eftir, sem ganga þessa leið, hefur gróðurfar hér breytt um svip. Sést hér trjágróður í fyrsta skipti við Reykjaveginn allt frá Reykjanesi. Í Kaldárseli hefur KFUM rekið sumarbúðir fyrir börn í langan tíma og þar er skilarétt Hafnfirðinga. Hér er vatnsból þeirra einnig og gömul vatnsleiðsla frá því til bæjarins. Úr því rennur Kaldá ofanjarðar á nokkur hundruð metra kafla en hverfur síðan aftur í hraunið. Þjóðsagan segir að fyrrum hafi Kaldá komið úr Þingvallavatni en eftir að Ingólfur landnámsmaður gróf Soginu farveg úr því, þar sem síðan heitir Grafningur, hafi Kaldá þorrið. Önnur saga segir að tveir synir fjölkunnugs karls nokkurs hafi drukknað í ánni og eftir það hafi hann kveðið hana niður. Þriðja sagan segir að hún hafi þornað eftir mikið eldgos. Frá Kaldárseli er ágæt gönguleið á Helgafell sem er 328 m.y.s. Í Kaldárseli er Reykjavegurinn um það bil hálfnaður. Þessi dagleið er um 18 km löng og öll undan fæti.

Önnur skemmtileg leið austur eftir Skaganum er að þræða hæstu tinda. Þá væri farið upp sunnan á Fagradalsfjall, yfir það og austur um Þráinsskjöld og gengið á Keili. Þaðan væri farið um Reykjaveginn austur yfir Núpshlíðarháls. Frá Djúpavatni væri síðan aftur farið af Reykjaveginum austur yfir Móhálsadal og Sveifluháls (Austurháls) um Ketilstíg að Seltúni. Þaðan liggur leiðin síðan sunnan Kleifarvatns upp á Vörðufell og um Brennisteinsfjöll í Bláfjöll. Þetta væri nokkuð löng dagleið eða 25-30 km.

5. dagleið: Kaldársel – Bláfjöll

Kaldársel

Gengið um Kaldárselssvæðið.

Fimmta dagleiðin hefst með göngu austur fyrir Valahnjúka með Búrfell og síðan Húsfell á vinstri hönd og Valahnjúka og Helgafell á þá hægri, inn á Selvogsgötu. Frá Búrfelli rann hraun það sem Hafnarfjörður stendur að hluta til á fyrir um það bil 7000 árum. Hrauntröðin frá fellinu er ein sú stærsta á landinu, Búrfellsgjá. Selvogsgata er gömul leið á milli Hafnarfjarðar og elvogs og liggur um Grindaskörð sem héðan bera við himinn í suðri. Ekki er er leið að líta við í Valabóli norðaustan í Valahnjúkum. Þar er Músarhellir sem áður var notaður sem áningastaður en síðar sem gististaður Farfugla eftir að þeir girtu staðinn og ræktuðu upp gróðurvin í kringum hann. Fleiri hellar eru hér austur í hrauninu og reyndar víða á þessu svæði.

Selvogsgatan liggur hér um Húsfellsbruna sem eru ágætlega greiðfær, allt suður að hálendinu. Áberandi kennileiti á þessum stað er Stóribolli, Tvíbollar og Grindaskörð á milli þeirra og Syðstubolla, beint fram undan. Langahlíð, Dauðadalir og Lönguhlíðarhorn eru á hægri hönd en Kristjánsdalir og Kristjánsdalahorn á þá vinstri. Lengra í burtu ber Hvirfill (621 m.y.s.) við himinn. Leiðin fylgir hér Selvogsgötu upp á brúnina hjá Draugahlíðum en beygir þar útaf henni til austurs og stefnir nú beina leið á suðurhluta Bláfjalla. Þegar nær dregur Bláfjöllum er farið hjá Strompum, sem er gömul eldstöð, en hraunið sem er farið um er helluhraun, nokkuð greiðfært yfirferðar. Í þessu hrauni er mikið um hella og þeirra frægastir eru Strompahellar. Þeir verða þó ekki skoðaðir að neinu gagni nema með sé sérstakur búnaður til hellaskoðunar. Dagleiðinni lýkur síðan á skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Þessi dagleið er um það bil 17 km löng og hækkunin nálægt 450 m.

Þegar komið er upp úr Grindaskörðum er einnig hægt að leggja lykkju á leið sína og fara að Þríhnjúkum sem eru norður á fjallsbrúninni ofan við Kristjánsdali. Undir Þríhnjúkum er gríðarstór hellir, sá stærsti sem vitað er um. Á yfirborðinu lætur hann lítið yfir sér, aðeins gat niður í jörðina um það bil 10 m í þvermál en ofan í hann er ekki hægt að fara nema í sigvað. Hann víkkar þegar neðar dregur og dýpt hans er um 120 m. Full ástæða er til að fara varlega við hellisgatið þar sem landinu hallar að því. Frá Þríhnjúkum liggur leiðin vestan og sunnan Stóra-Kóngsfells að Bláfjallaskála.

6. dagleið: Bláfjöll – Sleggjubeinsdalur

Ólafsskarðsvegur

Varða við Ólafsskarðasveg ofan Ólafsskarðs.

Frá Bláfjallaskála er best að fara aðeins vestur með Bláfjallahorni og yfir það við skíðalyftuna í Suðurgili. Þá er komið upp á fjallsbrúnina, sem er hæsti hluti Reykjavegarins, en þaðan er frábært útsýni til allra átta í björtu veðri. Þaðan liggur leiðin á milli Bláfjalla og Kerlingarhnjúks niður með Bláfjöllum að austan. Fljótlega er komið á kindagötur við fjallsræturnar sem liggja áfram niður í skarðið á milli Bláfjalla og Fjallsins eina. Þaðan er mikið og fagurt útsýni norður yfir, þar sem Lambafell, Syðri Eldborg og Blákollur blasa við nær, en Hengilsvæðið fjær. Þá er skammt á Ólafsskarðsveg, sem liggur um Ólafsskarð upp úr Jósepsdal nokkru norðar, með hlíðum Bláfjalla og áfram austan Geitafells suður af hálendisbrúninni.

Við fylgjum nú Ólafskarðsvegi norður með Bláfjöllum allt norður að Leiti. Á þessari leið eru sérkennilegar tjarnir úti í hrauninu sem stinga mjög í stúf við þetta vatnslausa svæði. Frá Leitum rann mikið hraun fyrir um það bil 4700 árum. Það rann víða um svæðið, suður af hálendisbrúninni á milli Geitafells og Litlameitils og í þeirri hvísl er Raufarhólshellir. Einnig norður á milli Lambafells og Blákolls allt norður að Húsmúla og ein tunga þess rann alla leið í sjó fram í Elliðavogi. Í þeirri tungu Leitahrauns eru Rauðhólar við Elliðavatn. Í Leitahrauni eru Eldborgirnar tvær, Nyrðri-Eldborg og Syðri-Eldborg. Frá þeim er Svínahraunsbruninn runninn árið 1000 og það er því hið eiginlega Kristnitökuhraun. Frá Leiti er farið norður hraunið með stefnu á Syðri-Eldborg, en hún er mjög fallegur gígur. Fara verður varlega því mosinn er viðkvæmur og fljótur að traðkast niður ef gengið er um af gáleysi. Frá Syðri-Eldborg liggur leiðin áfram norður og niður að Nyrðri-Eldborg sem var ekki síður skemmtileg en sú syðri en er því miður búið að skemma með efnistöku. Síðan er stefnan tekin í skarðið á milli Lambafells og Lambafellshnjúks, yfir þjóðveg nr. 1. Svínahraunsbruninn er úfinn en vel fær í nágrenni þjóðvegarins. Þegar hrauninu sleppir er síðasti spöluninn í náttstað í Sleggjubeinsdal auðveldur yfirferðar og auðrataður undir vesturhlíð Reykjafells og Skarðsmýrarfjalls. Farið er um hlað á Kolviðarhóli þótt bæjarhúsin standi ekki lengur uppi. Þar var fyrst byggt sæluhús 1844 en síðar var þar frægur greiðasölustaður langt fram á tuttugustu öld. Að húsabaki er Hellisskarð og um það lá gömul alfaraleið úr Ölfusi um Hellisheiði.

Í Kjalnesingasögu segir frá því þegar Kolviðaur á Elliðavatni sat fyrir Búa Andríðarsyni undir Hellisskarði og vildi drepa hann þar sem þeir vildu báðir eiga sömu stúlkuna. Búi varðist vel þar sem síðan heitir Búasteinn og drap Kolvið og menn hans alla en Kolviðarhóll heitir síðan eftir honum.

Hér í Sleggjubeinsdal lýkur sjöttu dagleiðinni á Reykjaveginum. Þetta er lengsta dagleiðin, yfir 20 km löng en að mestu undan brekku að fara.

7. dagleið: Sleggjubeinsdalur-Nesjavellir

Sporið

Sporið ofan Dyradals.

Sjöunda dagleiðin hefst í Sleggjubeinsdal, sem er dalverpi sem gengur inn að Hengli á milli Skarðsmýrarfjalls og Húsmúla. Úr Sleggjubeinsdal er góð gönguleið um Sleggjubeinsskarð inn í Innstadal og áfram upp á Hengil. Á undanförnum árum hefur Orkuveita Reykjavíkur staðið fyrir því að merkja gönguleiðir á Hengilsvæðinu. Ein þessara leiða, og sú sem kemur inn á Reykjaveginn, liggur úr Sleggjubeinsdal, vestur fyrir Húsmúla og inn í Engidal norðan hans. Önnur mjög skemmtileg leið og styttri liggur yfir Húsmúlann, undir Sleggju. Þegar upp á Húsmúlann kemur opnast sýn norður yfir Engidal og Þjófahlaup vestan undir Hengli. Engidalur er grösugur og mýrlendur. Úr norðri kemur Engidalshvísl, sem er samsafn lækja úr vesturhlíðum Hengils. Hana er oftast hægt að stikla. Við suðurenda Þjófahlaups, vestan Engidalshvíslar er nýlegt hús sem Orkuveita Reykjavíkur á. Það er til afnota fyrir gesti og gangandi sem gera vilja stuttan stans á leið sinni um svæðið. Austan árinnar, langleiðina uppi við Hengil, rís upp úr grónu landinu sérkennilegur klettadrangur sem minnir á risavaxna höggmynd af skepnu einni mikilli og er vel þess virði að staldra við og skoða.

Eftir að hafa kastað mæðinni í húsi Orkuveitunnar liggur leiðin norður með Þjófahlaupi eftir dal eða lægð vestan undir Hengli. Allnokkru norðar undir Skeggja er Marardalur. Dalur þessi er umluktur hömrum á alla vegu, gróðursæll og marflatur í botninn eftir framburð lækja úr fjallinu. Í honum er haglendi gott enda notaður til beitar fyrir geldneyti hér áður fyrr. Grjótgarður, sem hlaðinn hefur verið fyrir eina sæmilega útganginn úr honum sunnanverðum, ber vitni um þetta. Gangandi fólki er þó vel fært upp úr honum að norðan.

Þegar kemur norður fyrir Hengil er um tvær leiðir að velja. Önnur liggur norður í Dyradal og um Dyr og Dyraveg hinn forna niður að Nesjavöllum. Ef þessi leið er valin er dagleiðin um 18 km. Hin leiðin beygir til austurs undir Skeggja og liggur í hlíðum Hengils fyrir botni Skeggjadals og Kýrdala, austur af hálendinu. Orkuveita Reykjavíkur hefur gefið út kort um gönguleiðir á Hengilssvæðinu þar sem hægt er að kynna sér þessar leiðir nánar.

Á Nesjavöllum hefur Orkuveita Reykjavíkur reist virkjun til framleiðslu á heitu vatni til hitunar húsa á Reykjavíkursvæðinu og einnig hefur verið hafin raforkuframleiðsla í virkjuninni. Á Nesjavöllum lýkur stikuðu leiðinni um Reykjaveginn og á korti framkvæmdanefndarinnar um Reykjaveginn, sem gefið hefur verið út, er reiknað með að Reykjavegurinn liggi á milli Nesjavalla og Reykjanestáar. Hins vegar er freistandi fyrir göngufólk að halda áfram til Þingvalla. Einnig væri gaman að framlengja þessa gönguleið upp á Miðhálendið. Þannig væri hægt að fara upp hjá Skarðsheiði og austur um Hlöðuvelli, sunnan Langjökuls og tengja leiðina Kjalvegi hinum forna um Hveravelli, norður í land. Þaðan væri hægt að fara hvort heldur sem væri niður í Blöndudal í Húnavatnssýslu eða Eyfirðingaveg norðan Hofsjökuls að Laugafelli og annað hvort niður í Austurdal í Skagafirði eða um Vatnahjallaveg niður í Eyjafjörð.

Aðrar leiðir eru og tengdar Reykjaveginum.

Hér að framan hefur Reykjaveginum verið lýst í mjög stuttu máli. Auk þess vona ég að verði stikuð leið yfir Fagradalsfjall, Keili, Núpshlíðarháls og Sveifluháls yfir Brennisteinsfjöll til Bláfjalla eins og minnst er á hér að framan. Ef það er gert verður hægt að fylgja fjallatoppum eftir endilöngum skaganum. Nú þegar er stikuð leið yfir Hengil ef menn vilja halda áfram úr Bláfjöllum og fara yfir hann.

Gunnar H. Hjálmarsson – úr tímaritinu Útivist (utivist.is).

Eldvörp

Kvöld í Eldvörpum.

Möðruvallasel II

Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: “Selstöðu á jörðin, aðra þar sem heitir Trönudalur og eru þar hagar mjög fordjarfaðir af skriðum, aðra þar sem heitir Svínadalur og eru þar sumarhagar bæði góðir og miklir.” Þar segir einnig: “Suinadals Kot, hjáleiga bygð fyrst í manna minni í selhögum jarðarinnar, og eyðilögð aftur fyrir 10 árum. […]

Möðruvallasel II

Möðruvallasel II – uppdráttur ÓSÁ.

Eyðilagðist fyrir vetrarríki. Kann ei aftur að byggjast að bagalausu, síðan selstaðan á Trönudal er fordjörfuð […].”
Býli þetta er skráð sérstaklega þar sem ekki er víst að það hafi staðið á sama stað og selið. Seltóftir eru í breiðum lækjarfarvegi, sem greinilega er löngu uppþornaður, milli fjalls og ár, undir norðanverðu holti, gróðurlausu.
Umhverfis tóftir er grösugt og gróið og norðan við þær skiptast á sléttar flatir og smáþýfi.
Þrjár tóftir sjást á svæðinu sem er um 30 x 10 m stórt og snýr A-V. Tóft A er vestast á svæðinu. Hún er um 5 x 4 m stór og snýr N-S. Suðurveggur er í barðinu sem er ofan við allt rústasvæðið til suðurs. Op er á tóft í norðausturhorni. Tóftin er allgreinileg en gróin og ekki sést í grjót. Mesta hleðsluhæð um 0,5 m. Tóft B er á miðju svæðinu, um 8 m austan við tóft A. Hún er einnig vel greinileg en gróin og ekki sést í grjót. Mesta hleðsluhæð er 0,4 m. Tóftin er um 3,5 x 3,5 m og snýr í NV-SA. Norðausturveggur er ógreinilegur og líklegt að op inn í tóftina hafi verið á þeirri hlið. Tóft C er um 2,5 m austan við tóft B. Hún er mjög óskýr og gróin, ekki sést í grjót. Tóftin er um 8 x 4 m stór og snýr AV. Ekki er víst að um tóft sé að ræða, er mjög hlaupin í þúfur. Mesta hleðsluhæð í tóftum er um. Fátt bendir til þess að býli hafi verið á þessum stað og ekki er að sjá rústahól eða túngarð í grenndinni.

Möðruvallasel III

Möðruvallasel III – uppdráttur ÓSÁ.

Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: “Selstöðu á jörðin, aðra þar sem heitir Trönudalur og eru þar hagar mjög fordjarfaðir af skriðum, aðra þar sem heitir Svínadalur og eru þar sumarhagar bæði góður og miklir.” “Framan við Pokagil eru Rauðshjallar, og framan þeirra er nafnlaust gil. Hryggur þar innar heitir Dyngja. Í henni er gróður, en ekki sjást þar selrústir. Þar neðst við Dyngju við ána eru Selflatir, og handan þeirra austar eru Marteinsvellir. Framan við Dyngju er Trönudalsbotn,” segir í örnefnaskrá. Selið er innarlega í Trönudal austanverðum. Það er um 2,9 km frá bæ. Sunnan og ofan við selið eru klettar sem úr fjarlægð minna á kýr eða kind með lömb á gangi. Selið er neðst í grösugri og brattri brekku nærri árgilinu sem er vestan við það. Austan við selið er lækjardrag og rofabörð. Framan við selrústir til norðer uppspretta, lítill pollur og dýjamosi.
Stærð rústasvæðis er um 25 x 25 m. Á rústasvæðinu eru alls 4 tóftir og garðlag eða veggjaleifar í norðvesturjaðri svæðisins. Allar tóftirnar og garðlagið snúa NA-SV nema tóft D sem snýr NV-SA. Öll mannvirkin á svæðinu eru nokkuð fornleg og gróin, hvergi sést í grjót í hleðslum. Hleðslur eru signar, eru um 0,3 – 0,5 m á hæð. Tóft A er um 9 x 4 m stór og skiptist í tvö hólf sem eru hvert fram af öðru, opin til norðausturs. Um 2 m eru á milli tóftar A og B. Tóft B er um 8 x 5,5 m, hún skiptist í 3 hólf.

Möðruvallasel III

Möðruvallasel III.

Á suðausturhlið hennar eru tvö lítil óskýr hólf en eitt nokkuð greinilegt í norðvesturhorni tóftarinnar. Garðlag C er um 6 m langt, um 8 m vestan við tóft B. Norðvestan við það eru þúfur sem kunna að vera byggingaleifar og garðlagið e.t.v. frekar veggur í tóft. Tóft D sem er 2 m vestan við tóft E er grafin inn í brekku að hluta en veggir á öðrum hliðum eru greinilegir. Tóftin er um 4 x 2 m stór, ógreinilegt op er á tóftinni í austurhorni. Tóft E er ógreinileg, einföld, um 6 x 5 m, opin í norðausturenda. Líklegt er að öll mannvirki tilheyri sama byggingarstigi en þó eru tóft E og garðlag/veggur C mun ógreinilegri en tóftir A,B og D. Það kann ef til vill að vera vegna þess að þær tóftir hafi verið hús en erfitt er að geta sér til um hlutverk annarra mannvirkja. Ekki sjást rústahólar undir tóftum.

Við leit að Trönudalsseli í Svínadal fannst enn eitt selið, Möðruvallamegin árinnar. Það liggur í bogadregnum hvammi við ána. Lítill lækur rennur niður með því að vestanverðu. Tóftirnar eru áberandi og uppfylla allar reglur um dæmigert sel fyrri tíma. Hér verður þar nefnt Möðruvallasel III.

Möðruvallasel IV

Möðruvallasel IV – uppdráttur ÓSÁ.

Þá fannst við leit í Trönudal enn eitt selið. Trönudalssel I er ofarlega í dalnum, austan árinnar, undir svonefndri Dyngju. Neðar er fallegt sel; þrjár formlega lagaðar tóftir og stekkur. Frá selinu er ágætt útsýni yfir undirlendið. Það var nefnt Möðrudalssel IV.

Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: “Suinadals Kot [Svínadalskot], hjáleiga bygð fyrst í manna minni í selhögum jarðarinnar, og eyðilögð aftur fyrir 10 árum. […] Kúgildi var ekkert og töðuvöllur nær enginn, en útheyja slægjur nægilegar.[…] Eyðilagðist fyrir vetrarriki. Kann ei aftur að byggjast að bagalausu, síðan selstaðan á Trönudal er fordjörfuð […].”
Tóftir Svínadalskots er neðan Trönudals, áberandi tóftir, auk garðs.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi I: Birna Lárusdóttir, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2008, bls. 114 og 119.
-Jarðabók Árna og Páls 1705.

Möðruvallasel I

Möðruvallasel I – uppdráttur ÓSÁ.

Írafellssel II

Í Jarðabók Árna og Páls 1705 segir: “Selstöðu á jörðin í sínu eigin landi á Svínadal.” “Í Svínadal eru þessi örnefni: Harðivöllur heimastur að Rauðhúfugili (djúpt jarðfallsgil). Þá Selflatir og Selgil. (Þar var haft í seli áður fyrr),” segir í örnefnaskrá.

Írafellssel II

Írafellssel II – uppdráttur ÓSÁ.

Selið er ofarlega á smáþýfðri, grösugri og mosavaxinni tungu milli tveggja gilja sem hallar mót vestri. Svínadalur er víður og mjög grasgefinn en gróðurlausir melar eru sumsstaðar við árbakkann og gróðurlítið er í skriðum úr sumum gljúfrum.
Þrjár tóftir eru í selinu á svæði sem er alls um 48 x 16 m stórt og snýr A-V. Neðst á svæðinu og vestast er grænn og grösugur, stórþýfður hóll, um 20 x 15 m að stærð og snýr norður-suður. Á honum efst er hægt að greina einfalda tóft (A). Um 30 m þar ofan við til ASA er tvískipt tóft (B) á barmi gils sem lítill lækur rennur eftir. Í kringum hana er harðlent og slétt. Enn ofar, þar sem gilið mjókkar, um 10 m ASA við (B) er einföld lítil tóft (C) við stórt svart bjarg. Tóft A er um 5,5 x 3 m stór. Hún snýr norður-suður og er inngangur inn í hana í norðvesturhorni. Ekki er hægt að greina önnur greinileg hólf eða aðrar tóftir á hólnum en þó virðist lítið hólf framan við tóftina til vesturs, er um 1,5 x 1 m að innanmáli. Tóft B er 6 x 5,5 m og liggur austur-vestur.
Hún skiptist í 2 hólf og er það vestara að innanmáli 1,5 x 1 m og það austara um 2 x 1 m. Inngangur í tóftina er í norðvesturhorni. Þaðan er op til suðurs inn í vestara hólfið og til austurs í austara hólfið. Tóft C er um 4 x 3 m og snýr austur-vestur.
Grjóthleðsla sést í suðurvegg þessarar tóftar en annars sjást ekki gjóthleðslur í veggjum tóftanna. Tóft C er veigaminnst og líklegt að þar hafi verið aðhald. Mesta hleðsluhæð er um 0,5 m.

Heimild:
-Fornleifaskráning í Kjósarhreppi I: Birna Lárusdóttir, Fornleifastofnun Íslands, Reykjavík 2008, bls. 126.
-Jarðabók Árna og Páls 1705.

Írafell

Írafell.

Hafnarfjörður

Í Morgunblaðinu 1964 er m.a. fjallað um makaskipti á jörðum í Hafnarfirði og Garðahreppi undir fyrirsögninni “Garðahreppur og Hafnarfjörður skipta á jörðum”: “Matthías Á. Mathiesen hafði framsögu á Alþingi í gær fyrir frumvarpi til laga um lögsagnar umdæmi Hafnarfjarðar-kaupstaðar. Þar er lagt til, að kaupstaðurinn og Garðahreppur skipti á löndum. Flutningsmenn frumvarpsins eru Matthías Á. Mathiesen, Geir Gunnarsson, Jón Skaftason og Birgir Finnsson. Frv. hljóðar svo ásamt greinargerð:

Balavarda-2

1. gr. Hafnarfjörður skal vera lögsagnarumdæmi út af fyrir sig með kaupstaðarréttindum. Takmörk kaupstaðarsvæðisins eru þessi:
A. 1. Bein lína úr „Balaklöpp: við vesturenda Skerseyrarmalar í vörðu við veginn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur, þar sem hann fer lækkandi ofan af norðurbrún hraunsins.
2. Þaðan bein lína í Hádegishól, sem er gamalt hádegismark frá Hraunsholti, nálægt í hásuður frá bænum, spölkorn frá hraunjaðrinum.
3. Þaðan bein lína í Miðaftanshól, sem er gamalt miðaftansmark frá Vífilsstöðum.
4. Þaðan í vörðu í Stórakrók.
5. Þaðan í vörðu í neðstu jarðbrú í Kaplakrika.
Engidalur-varda6. Eftir Kaplalæk í vörðu við hraun jaðarinn, beint vestur af stað þeim, þar sem Kaplalæk er veitt úr eldri farvegi sínum, rétt norðan við Baggalár, vestur af Setbergslandi.
7. Þaðan bein lína í stíflugarð rafstöðvarinnar.
8. Eftir stíflugarðinum, yfir tjörnina.
9. Upp með rafstöðvartjörninni að sunnan, þar til kemur að nýju Reykjanesbrautinni.
10. Meðfram norðurbrún nýju Reykjanesbrautarinnar, þar til hún sker eignar markalínu Setbergs og Hafnarfjarðar, sem er úr stíflugarðinum í markaþúfu við gömlu sand gryfjurnar, þ.e. um miðja lóðina nr. 3 við Stekkjarkinn.
Hadegisholl-varda11. Þá lína í markaþúfu við gömlu sandgryfjurnar.
12. Þaðan í Lækjarbotna.
13. Þá í Gráhellu.
14. Þaðan í miðjan Ketshelli.
15. Eftir Selvogsmanna- eða Grindaskarðsvegi í Kaplatór (Strandartorfur).
16. Þaðan bein lína í Markraka.
17. Þaðan bein lína um Melrakka gil (Markrakagil) að Krýsuvíkurvegi.
18. Þaðan bein lína í Markhelluhól.
19. Þaðan í Hraunkrossstapa.
20. Þá í Miðkrossstapa.
21. Þá í Hólbrunnshæð.
22. Þá í Stóra-Grænhól.
23. Þá í Skógarhól.
24. Og í Markaklett við Hraunsnes.

Hrafnista-varda-2B. Sá hluti jarðanna Krýsuvíkur og Stóra-Nýjabæjar, sem Hafnarfjarðar-kaupstaður á. Allt land innan ofangreindra takmarka telst til lögsagnar-umdæmisins. Kaupstaðurinn skal setja nægilega mörg varanleg merki, er sýni greinilega takmörk landsins, og halda þeim við.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu skal jafnframt vera bæjarfógeti kaupstaðarins.
2. gr. Með lögum þessum eru úr gildi felld lög nr. 33/1929, ásamt breytingu á þeim lögum, nr. 31/1959, um bæjarstjórn í Hafnarfirði, s
vo og 3. tl. 1. gr. laga nr. 11/1936.

3. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

Middegisholl-varda

Bæjarstjórnin í Hafnarfirði og sveitarstjórnin í Garðahreppi hafa með bréfi, dags. 27/4 1964, sem prentað er sem fylgiskjal hér á eftir óskað eftir því, að frumvarp til laga um breytingu á lögsagnarumdæmi þessara sveitarfélaga verði flutt og samþykkt á yfirstandandi þingi. Eins og fram kemur í bréfinu, er hér náð endanlegu samkomulagi um þessi mál, en á undanförnum árum hefur mál þetta verið á dagskrá þessara sveitarfélaga.

Fylgiskjal.
Hafnarfirði, 27. apríl 1964.
Hr. alþingismaður,
Matthías Á. Mathiesen,
Hafnarfirði.
Að undanförnu hafa farið fram viðræður á milli fulltrúa frá Hafnarfjarðarkaupstað og Garðahreppi um breytingu á lög sagnarumdæmismörkum milli sveitarfélaganna, svo og eftirgjöf á réttindum þeim yfir landi úr fornu Garðatorfunni í Garðahreppi, Gullbringusýslu, er Hafnarfjarðarkaupstaður öðlaðist með leigusamningi við landbúnaðarráðherra f.h. jarðeignadeildar ríkisins, dags. 14. nóv. 1940.

Markhella-222

Niðurstöður þessara viðræðna hafa orðið þær, að samkomulag hefur náðst, sem staðfest hefur verið af hreppsnefnd Garðahrepps á fundi hennar þann 1. apríl sl. með eftirfarandi samþykkt: „Hreppsnefnd Garðahrepps samþykkir fyrir sitt leyti, að lögagnar-umdæmismörkum Hafnarfjarðar-kaupstaðar verði breytt þannig, að það land, sem nú er sunnan Hafnarfjarðar og innan lögsagnarumdæmis Garðahrepps, þ.e. svokallaðar hraunajarðir, verði framvegis innan lögsagnar umdæmis Hafnarfjarðar.
Samþykkt þessi er bundin því skilyrði, að Hafnarfjarðarbær afsali til Garðahrepps þeim landsspildum, sem bærinn hefur á leigu frá jarðeignadeild ríkisins og eru innan lögsagnarumdæmis Garðahrepps. Jafnframt verði tryggt, að Garðahreppur fái fullan umráða rétt yfir þessum landsspildum, með leigusamningi við jarðeignadeild ríkisins, enda verði þau ákvæði laga nr. 11/1936, sem varða umræddar landsspildur felld úr gildi”.

hafnarfjardarkirkja-222

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar gerði á fundi sínum þann 21. þ. m. um málið svo hljóðandi ályktun: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkir fyrir sitt leyti, að lögsagnar-umdæmismörkum milli Hafnarfjarðar-kaupstaðar og Garðahrepps verði breytt á þá lund, að hluti Garðahrepps, sem liggur sunnan við Hafnarfjörð, verði framvegis innan lögsagnar umdæmis Hafnarfjarðar. Jafnframt lýsir bæjarstjórn því yfir, að hún er reiðubúin til þess að falla frá leigurétti sínum að ræktunarspildum úr landi jarðeignadeildar ríkisins á Hraunsholti og við Arnarnesveg skv. leigusamningi, dags. 14. — 11. — 1840, þegar er framangreind breyting á lögsagnarumdæmismörkunum hefur átt sér stað. Leigusamningar við einstaka aðila, sem stað eiga í greindum samningi, skulu þó áfram vera í gildi.
Samþykkt þessi er gerð með því skilyrði, að Garðahreppur falli frá öllum kröfum, er hann kann að eiga til bóta fyrir lögsagnarumdæmis-breytinguna”. Með hliðsjón af ofangreindu samkomulagi leyfum vér oss að fara þess á leit við yður, herra alþingismaður, að þér hlutizt til um, að flutt verði á Alþingi því, er nú situr, frumvarp til laga um breytingu lögsagnarumdæmis þessara sveitarfélaga, er samrýmist ofangreindum samþykktum sveitarfélaganna.

Virðingarfyllst, Ólafur G. Einarsson.
Sveitarstjórinn í Garðahreppi.
Hafsteinn Baldvinsson.”

Heimild:
-Morgunblaðið 6. maí 1964, bls. 8.Ketshellir-varda

Hafnarfjörður

Hér segir Gísli Sigurðsson lögregluþjónn nokkuð frá gömlu hafnfirzku kotunum, byggðahverfunum og gömlum örnefnum. En hann segir líka frá riddaranum og þurrkvínni hans, svo og kóngsins böðli og Bessastaðavaldinu, en fáa staði landsins hefur erlent vald leikið jafn grátt og byggðina á Suðurnesjum, bæði fyrr og síðar, og engir Íslendingar heldur lengur borið menjar erlendrar yfirdrottnunar en fólkið þar.

Gísli Sigurdsson-221Gísli Sigurðsson lögregluþjónn í Hafnarfirði hefur ekki aðeins safnað heimildum er komnar hafa verið að því að glatast, heldur hefur hann einnig grafið upp þræði úr sögu Hafnarfjarðar um hálfa fjórðu öld aftur í tímann. Í fyrri hluta spjallsins við hann vorum við komin að því að ræða um einstaka bæi og örnefni.
— Með fyrstu bæjarnöfnunum sem heimildir eru um hér í Hafnarfirði, segir Gísli, er Brúarhraun. Það var byggt um 1770, en líklega mun hafa verið þar sjóbúðarnefna á 17. öldinni.
Klofi var byggður 1775 og Gestshús um 1790. Fram af Gestshúsum var á sínum tíma byggð fyrsta hafskipabryggja í Hafnarfirði og Bæjarútgerðarhúsin standa á Klofalóðinni. Nýjahraun, (nú 27 við Strandgötu) var byggt 1806. Garður eða Sigþrúðarbær stóð þar sem byggt var hús Einars Þorgilssonar (nr. 25 við Strandgötu). Markúsarbær (Markús þessi var forfaðir Brynjólf Jóhannessonar leikara) stóð þar sem nú er Sjálfstæðishúsið (nr. 29 við Strandgötu). Fyrsti bær við Lækinn var Weldingshús, byggt um 1784 og kennt við Kristján Welding, steinsmið og assistent við verzlanir hér. Frá honum er mikil ætt komin. Lækjarkotsnafnið kemur fyrst fram um 1830, en það er ekki það Lækjarkot sem síðar var kunnugt móti Dverg.
Bæirnir voru eins oft kenndir við konur, t.d. Kolfinubær, — sem einnig var nefndur Tutlukot. Á Hamrinum var Hamarsbærinn, sem Bjarni Oddsson verzlunarmaður hjá aranum og þurrkvínni hans, svo og kóngsins böðli og Bessastaðavaldinu, en fáa staði landsins hefur erlent vald leikið jafn grátt og byggðina á Suðurnesjum, bæði fyrr og síðar, og engir Íslendingar heldur l
engur borið menjar erlendrar yfirdrottnunar en fólkið þar.

Hafnarfjordur-222Linnet byggði á öldinni sem leið. Sjóbúð var þar nokkru sunnar. Hamarsbæjarnafnið færðist svo yfir á annan bæ, sem nú er Hellubraut 9, en upphaflegi Hamarsbærinn var svo kallaður Bjarnabær, og er nafnið í góðu gildi enn, Hella er byggð um 1870, og heitir þar svo enn. — Þá kemur næst suður í Flensborgar- eða Skuldarhverfið. Þar verður fyrst fyrir Guðrúnarkot. Nafn þetta lifir fram yfir 1860. Þar umhverfis rís svo heil bæjarþyrping, kölluð Skuldarhverfi. Hvernig nafnið er til komið er óvíst, en líklegt má telja að bæirnir hafi verið í skuld við Flensborgarverzlunina; það voru fátæklingar sem þarna bjuggu.
Óseyri verður til 1770-1774 og Ásbúð um svipað leyti og Melurinn. Brandsbær heitir svo eftir fyrsta Hafnarfjordur-223búanda þar, Guðbrandi að nafni.
Í Vesturbænum var t.d. Skamagerens Hus, er fyrst hét svo, en síðar aldrei kallað annað en Skóbót. Skerseyrar og Bala er beggja getið í jarðabók Árna Magnússonar. Þar vestur frá var líka bær sem kallaður var Sönghóll, og hefur sennilega einhverntíma verið glatt á hjalla þar.
Fyrst framan af virðist Hafnarfjarðarnafnið aðeins hafa náð yfir byggðina norðan Lækjarins. Byggðin í hrauninu skiptist í Lækjarþorpið, það náði frá Gerðinu (hjá Barnaskólanum) og inn að Gunnarssu
ndi. Brúarhraunshverfið náði frá Guðarssundi að Linnetsstíg — og suður að Læk við Ósinn. Frá Linnetsstíg tók við Skemmuþorpið vestur að Rvíkurvegi. Stofuþorpið eða Akurgerði var þaðan vestur að Merkúrgötu eða Klofa og Gestshúsum.

hafnarfjordur-224

Frá læknum og suður að Hamri var stundum nefnt Miðfjörður, nokkru seinna er öll byggðin suður að Hamri nefnd Hafnarfjörður. Bærinn Jófríðarstaðir suður á Hamrinum hét áður Ófriðarstaðir, nefndur í heimildum frá 1595 sem sérstakur bær — og var þá konungsjörð. Árið 1816 er þetta land, allt sunnan frá Bruna (Hafnarfjarðarmegin við Straum) og allt vestur að Fiskakletti í Hafnarfirði komið í eigu Bjarna riddara Sivertsens.
— Bjarni riddari var víst einn umsvifamesti Hafnfirðingur, fyrr og síðar.
— Já, og þegar hann fór að stofna til skipasmíða byggði hann m.a. þurrkví fyrir 3 skip við Skipaklett. Hún var til fram að 1882 eða 1884, ég talaði við fólk sem
 mundi hana þar. Í sóknarlýsingu sr. Árna Helgasonar prófasts í Görðum er ágæt lýsing á henni. Sr. Árni segir þar:

Hafnarfjordur-226

„Í Hafnarfirði er grafin gröf inn í malarkambinn í hléi við klettasnös sem gengur fram í fjörðinn til suðurs skammt fyrir vestan það elzta höndlunarhús. Í þessa gröf gengur sjór með hverju aðfalli, en um fjöruna er hún þurr. Fyrir framan er hurð og sterkt plankaverk með grjóthleðslu fyrir innan, nema þar sem hurðin er. Hingað eru á haustin, með stórstraumsflóði, leidd 3 þilskip.
Fleiri rúmast þar ekki, en eigi veit ég hvort þetta má heita hróf. Flest þilskip standa allan veturinn í fjörum hinu megin fjarðarins, sunnan til við Óseyrartanga, bæði þau sem hér eiga heima og eins nokkur annarstaðar frá”. Á Skipakletti er nú risin aðalbygging Hraðfrystihúss Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar.
— Voru ekki fleiri „klettarnir” — og hefur þú ekki safnað örnefnum a!mennt?
— Jú, ég hef safnað töluverðu af gömlum örnefnum, “bæði eftir munnegri geymd og skráðum heimildum og reynt að rekja sögu þeirra.
Hafnarfjordur-228„Klettarnir” voru t.d. Brúarhraunsklettur, „Fjósaklettur”, Skipaklettur (stundum nefndur jagtaklettur) — hann er sem fyrr segir horfinn undir Bæjarútgerðina, og loks var Fiskaklettur. Hann var þar sem nú er Vesturgata 32; var fjórklofinn. Hann hét svo vegna þess að af þessum kletti var hægt að fiska úr landi áður fyrr. Það var strax dýpi fyrir utan og þar á leirnum var oft mikill fiskur fyrrum. Vesturhamarinn gekk líka stundum undir nöfnunum Sjávarhamar og Skiphamar, en Vesturhamarsnafnið hefur alltaf borið sigur af hólmi. Allir þessir „klettar” eru fyrir löngu horfnir nema eitthvað mun enn sjást af Fiskakletti. Fyrir sunnan fjörðinn var Grandinn með Skiphól, Kringlu og Háagranda. Þar fyrir sunnan tekur Hvaleyrin við. Á Hvaleyri hafa sennilega verið einhver reisulegustu bæjarhús á landinu, bæði á 19. og 20. öld. Þorsteinn Jónsson bjó þar á 19. öld og 1850—1870 bjuggu þar Jón Hjartarson og Þórunn Sigurðardóttir. Ég hef lýsingu á bæ þeirra; það var mjög myndarlegur bær. Hjáleigur á Hvaleyri voru allt að því 6, og hétu þær eftir körlunum sem á þeim bjuggu. Sveinskot fær nafn af Sveini Eiríkssyni er býr þar frá. 1840—1855. Halldórskot eftir Halldóri búanda þar 1847—1877. Hjartarkot eftir Hirti er bjó þar 1868—1872. Vesturkot mun lengst af hafa verið kallað því nafni af því það var vestast, en það var líka nefnt Drundurinn af því það var yzta totan á eyrinni. Ennfremur voru á Hvaleyri Þórðarkot og Tjarnarkot. Þegar
 mest var byggt voru t a r sex hjáleigur samtímis, og húsmenn að auki, bæði á aðalbænum og hjáleigunum.

Í sambandi við þessa könnun mína á nöfnum hef ég fengið lýsingar af bæjunum í bæjum hjá mörgu ágætu fólki og hef getað borið lýsingar þess saman. Þá fór ég einnig að grafa upp hvaðan fólkið var komið, og er langt kominn með það en það er tafsamt verk. Heimildarbækurnar eru orðnar um hundrað, manntöl og kirkjubækur norður til Eyjafjarðar og og austur í1 Skaftafellssýslu, því fólkið var komið hingað og þangað að. Þá hef ég einnig kannað dómbækur í þessu sambandi. Árið 1603 býr á Hvaleyri Guðlaugur nokkur Guðlaugsson.
Í Alþingisbók frá Kópavogsþingi er hans getið það ár. Þeir voru teknir fjórir saman fyrir þjófnað, en svo virðist sem hann hafi tekið á sig sökina, því Jónar tveir sluppu og einnig Ólafur nokkur Pétursson er var „borgaður út fyrir góðra manna bænarstað og sakir ætternis, og svo vegna neyðar konu sinnar og barna og erfiðleika í búskap”.. Ekkert slíkt hlífir Guðlaugi og um hann segir svo:
,,Um Guðlaug Guðlaugsson þá ályktast svo og fullnaðist að áðurskrifaður Guðlaugur undirbjó og Bjarni Sivertssenlofaði með fullnaðarhandsölum sjálfviljuglega konunginum og hans umboðsmönnum að þjóna sína lífstíð, og refsa það honum verður skipað eftir lögmáli, það gjöra að þvi tilskyldu að hann hefði nokkurt auðkenni það hann mætti bera alla sína daga fyrir vondan glæp og tilverknað, og til merkis ef hann kann aftur um að hlaupast, en steli hann aftur eða sýni hann aðra nokkra óhlutvendni, þá sé hann réttfangaður og dræpur”.
Hvaleyrarbóndi þessi er þannig brennimerktur og gerist Bessastaðaböðull til þess að bjarga eigin lífi og félaga sinna, annarra en þess sem var „borgaður út fyrir góðra manna bænarsíað og sakir ætternis”. Sonur Guðlaugs, Jón að nafni, bjó í Hamarskoti og giftist dóttur lögréttumanns á Vatnsleysuströnd. Ormur Jónsson býr á Hvaleyri 16S6—1714. Hann var leiguliði konu
ngs. Ábúðarkjör hans eru þessi:

Sivertsenshus-3

„Kvaðir eru; Mannlán um vertíð, tveir hríshestar heim til Bessastaða með skyldu, en margoft þar fyrir utan einn hríshestur, tveir eða þrír á ári fyrir bón, og einu sinni í tíð Heidemanns sjo um árið og tveimur áskyldum. Hér að auki tveir dagslættir árlega heim til Bessastaða og fæði bóndinn verkamennina sjálfur. Ennþá hér á ofan skipaferðir hvenær sem umboðsmaðurinn á Bessastöðum kallar, vetur eða sumar, og er óvíst hve margar verði, fæðir bóndinn mann þann ávallt sjálfur, hvort sem reisan varir lengur eða skemur”. Auk þess þegar upptalda er svo lambsfóður án endurgjalds.
Í þessu sambandi er vert að minnast þess að Hvaleyrarbóndinn hafði marga hjáleigubændur og hefur hann vafalaust reynt að koma sem mestu af þessum kvöðum yfir á þá, svo þá sem endranær hafa byrðarnar komið þyngst niður á þeim fátækustu.
Gísli hefur frá mjög mörgu fleiru að segja, en þetta verður að nægja að sinni. Við sleppum þvi að ræða nú um veru Englendinga og Þjóðverja á Hvaleyri, sem báðir höfðu þar aðsetur og þá sinn hvoru megin við Ósinn, og var ærið róstusamt stundum.
Gömlu skipanaustin, sem þó voru enn við lýði fyrir ekki löngu árabili, munu nú horfin.

Sivertssenshus-1Sívertsenshúsið mun vera elzta hús í Hafnarfirði. Það var reist á árunum 1776 til 1778 á Langeyrarmölum á vegum konungs-verzlunarinnar. Árið 1791 tók Knud Dyrekjaer faktor húsið á leigu og 1793 kaupir hann það af konungi fyrir 15 dali og fjóra skildina. Bjarni riddari Síversen kaupir svo húsið af honum 1804 og flytur það inn í Akurgerði. Kaupverðið var þá 164 dalir og 32 skildingar. Árið 1899 varð húsið barnaskóli, síðan hafði Hafnarfjarðarbær þar skrifstofur sínar um langt árabil og um skeið voru þar skrifstofur verkamannafélagsins Hlífar og Sjómannafélags Hafnarfjarðar.”

Heimild:
-Þjóðviljinn, 26. apríl 1960, bls. 6-7 og 10.Hafnarfjordur-221

Grindavík

Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri skrifar um Grindavík – Ágrip af sögu og staðarlýsing – í Sveitarstjórnarmál árið 1974:

Saga
Eiríkur Alexandersson, bæjarstjóri Grindavíkur„Maður hét Hrólfur höggvandi. Hann bjó á Norðmæri, þar sem hét Moldatún. Hans synir voru þeir Vémundur og Molda-Gnúpur. Þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir. Gnúpur fór til íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra og nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár og Álftaver allt. Þar var þá vatn mikið og álftveiðar á.
Molda-Gnúpur seldi mörgum mönnum af landnámi sínu og gerðist þar fjölbyggt, áður jarðeldur rann þar ofan, en þá flýðu þeir vestur til Höfðabrekku og gerðu þar tjaldbúðir, er heitir á Tjaldavelli. En Vémundur, sonur Sigmundar kleykis, leyfði þeim eigi þar vist. Þá fóru þeir í Hrossagarð og gerðu þar skála og sátu þar um veturinn, og gerðist þar ófriður með þeim og vígafar. En um vorið eftir fóru þeir Molda-Gnúpur vestur í Grindavík, og staðfestust þar.”
Svo segir í Landnámu.
Synir Molda-Gnúps voru þeir (Hafur)-Björn, Gnúpur, Þorsteinn Hrungnir og Þórður Leggjaldi. Munu þeir bræður hafa stundað landbúnað og sjósókn jöfnum höndum.

Atvinnuvegir
GrindavíkÞessir búskaparhættir héldust síðan í Grindavík allar götur fram til loka fimmta áratugs þessarar aldar. Var sjávarútvegur undirstöðuatvinnuvegur, stundaður á árabátum allt til ársins 1926, en landbúnaður var annar aðalatvinnuvegurinn þannig, að þeir, sem áttu jarðir í hreppnum, höfðu hvort tveggja. Fyrst og fremst sjávarútveg, en einnig landbúnað.
Upp úr síðustu aldamótum færðist landbúnaðurinn frekar í aukana, og var þá farið að auka ræktun túna. Eftir 1920 þótti t. d. sjálfsagt að nota landlegudaga, sem oft voru margir, til að skera ofan af ræktanlegu landi og gera úr því tún. Verkfæri voru ristuspaði, skófla og haki.
Til sömu tíðar jókst og útgerðin, og um  1920 munu 24 bátar hafa verið gerðir út frá Grindavík frá hinum 3 aðallendingarstöðum í hreppnum, sem þá voru í Staðarhverfi, Járngerðarstaðahverfi og Þorkötlustaðahverfi.
Sem áður er sagt, voru árabátar notaðir frá landnámstíð allt til ársins 1926. Þá fyrst voru vélar settar í 2 báta, sem notaðir voru á vetrarvertíð, og hétu þeir eftir það trillubátar. Þetta lánaðist svo vel, að í árslok 1927 var búið að setja vélar í alla báta í hreppnum nema einn. Á vetrarvertíð árið eftir mátti segja, að trillubátaöldin væri gengin í garð í Grindavík, þar sem þá voru allir bátar komnir með vél.
Eins og allir vita, liggur Grindavík fyrir opnu hafi, þar sem brimaldan gengur óbrotin á land. Stærð og þyngd bátanna takmarkaðist þess vegna löngum af því, að hægt væri að setja þá á land. M. a. af þeirri ástæðu komu vélar mun seinna í báta í Grindavík en víða annars staðar á landinu, þar sem hafnarskilyrði voru betri frá náttúrunnar hendi.
GrindavíkFljótlega upp úr aldamótunum komu spil til sögunnar til að draga bátana á land. Spil þessi voru smíðuð úr tré, og gengu menn umhverfis þau og sneru þeim þannig, að dráttartaugin vatzt upp á lóðrétt kefli. Spil þessi voru seinna endurbætt, svo að hægt var að nota þau við setningu trillubátanna, og síðan voru þau látin duga til að draga dekkbátana, sem voru 7-8 lestir að stærð.
Sem sögur herma, mun kóngsverzlun hafa verið í Staðarhverfinu fram til ársins 1745, en hana tók af í náttúruhamförum. Þessi staður mun því frá upphafi hafa verið talinn líklegust lega fyrir báta. Af þeim sökum mun útgerð dekkbáta fyrst hafa verið reynd frá Staðarhverfinu, og á árunum 1920-24 voru 2 dekkbátar gerðir út þaðan, en sú útgerð lagðist þó niður af ýmsum ástæðum.
Upp úr 1930 er svo farið að dekka stærri trillubátana og olli það vaxandi erfiðleikum við að setja þá með þeim frumstæðu spilum, sem áður er lýst. Varð það til þess, að menn fóru að gera því skóna að grafa ós í gegnum rifið, sem lokaði Hópinu í Járngerðarstaðahverfi, og menn sáu að gæti orðið gott skipalægi, hvernig sem viðraði.
Á árinu 1939 er svo ráðizt í að grafa ósinn með handverkfærum og eftir þá framkvæmd gátu þeir bátar, sem þá voru til, komizt inn í Hópið á hálfföllnum sjó og fengið þar örugga legu. Árið 1945 var fengið dýpkunarskip, sem Reykjavíkurhöfn átti, til að grafa ósinn, og má þá segja, að útgerðarsaga Grindavíkur í nútímastíl væri hafin. Síðan hefur nær óslitið verið unnið að endurbótum í Hópinu og hafnarmannvirki verið byggð, svo að nú er Grindavíkurhöfn orðin ein öruggasta bátahöfn á landinu. Innsiglingin (sundið) er þó enn eins og á dögum Molda-Gnúps, erfið og varasöm. Gengur úthafsaldan óbrotin inn á grynningar í víkinni, og verður hún stundum ein samfelld brimröst, sem engri fleytu er fært um. Með stærri og betri skipum verða landlegudagar vegna brima þó sífellt fátíðari.
GrindavíkÁ árunum 1939—1942 varð mikill afturkippur í athafnalífi og þróun Grindavíkur. Voru þar að verki áhrif frá heimsstyrjöldinni síðari 1939-1945, sem þá geisaði. Markaðir lokuðust fyrir fisk í Miðjarðarhafslöndum Evrópu þegar í byrjun stríðsins, svo að saltfiskurinn, sem var aðalframleiðslan, lá óseldur fram eftir ári 1939.
Þegar svo úr rættist í árslok og Bretar fóru að kaupa allan saltfisk af Islendingum og síðan alla okkar fiskframleiðslu til stríðsloka, var hin svokallaða setuliðsvinna komin til sögunnar. Mannaflinn fór í hana, en útgerð dróst mjög saman. Ýmsir fluttu þá í burtu og fólkinu fækkaði. Þetta lagaðist þó aftur fljótlega upp úr 1945 með tilkomu betri hafnarskilyrða í Hópinu, sem áður er getið.

Landbúnaður var lengst af annar aðalatvinnuvegur Grindvíkinga og stundaður af kappi fyrst og fremst sem hliðargrein við sjávarútveginn.
Upp úr síðustu aldamótum færðist svo nýtt fjör í búskapinn með aukinni ræktun túna, eins og fyrr er sagt. Samkvæmt landbúnaðarskýrslum er búfjáreign Grindvíkinga árið 1930 63 nautgripir, 2781 sauðkind og 67 hross. Árið 1940 eru samsvarandi tölur 92 nautgripir, 2857 sauðkindur og 51 hross, og virðist búskapur þá vera í hámarki.
Eftir að höfn er byggð í Hópinu og grundvöllur skapaðist fyrir útgerð stærri báta, má segja, að mikil breyting verði á atvinnuháttum hreppsbúa. Fleiri og fleiri fara að byggja afkomu sína eingöngu á útgerð og fiskiðnaði, en landbúnaði hrakar til sömu tíðar. Árið 1945 virðist þessi neikvæða þróun vera hafin, en þá eru 80 nautgripir, 2386 sauðkindur og 78 hross til í hreppnum. Nautgripum fækkaði mjög á næstu árum, og 1963 er síðustu kúnni fargað. Enn er þó sauðfjárrækt nokkuð stunduð, en aðallega af eldri mönnum í hjáverkum. Nú eru 1429 sauðkindur og 26 hross í hreppnum og fækkar með hverju ári.

Fiskibátar
GrindavíkFrá því er sögur hófust og allar götur fram til ársins 1945 eru fiskveiðar stundaðar á smáfleytum; opnum árabátum til ársins 1926 og síðan á hálfopnum eða dekkuðum trillum. Stærstu trillurnar voru líklega um 9 lestir að stærð. Fjöldi bátanna hefur sjálfsagt verið breytilegur á hinum ýmsu tímum, en eins og áður er getið, voru 24 bátar gerðir út frá Grindavík um 1920 frá öllum hverfunum þremur.
Árið 1919 var byggð fyrsta bryggjan í Grindavík í Járngerðarstaðahverfi. í Þorkötlustaðahverfi var svo byggð bryggja árið 1930 og í Staðarhverfi þremur árum síðar. Voru þetta miklar framfarir frá því, sem áður var, en eftir sem áður varð að setja bátana á land. Með tilkomu hafnarmannvirkjanna í Hópinu lögðust svo róðrar fljótlega niður frá Staðar- og Þorkötlustaðahverfi, og síðan hefur útgerð eingöngu verið stunduð frá Járngerðarstaðahverfinu.
Eftir afturkipp stríðsáranna fer heldur að rofa til í útgerðarmálum Grindavíkur um og eftir 1945. Og með frekari dýpkun og mannvirkjagerð í höfninni árið 1949 er þróuninni alveg snúið við og nýtt líf færist í atvinnulífið á staðnum. Upp úr 1950 hefst svo hið stórkostlega framfaraskeið í sögu Grindavíkur, sem hefur staðið óslitið síðan. Til dæmis um ótrúlega aukningu á sjósókn og aflabrögðum síðustu árin má nefna, að árið 1967 bárust á land í Grindavík 24.753 lestir af bolfiski í 2830 sjóferðum, árið 1970 öfluðust 46.077 lestir í 5522 sjóferðum og árið 1973 44.525 lestir í 6380 sjóferðum. Frá Grindavík er nú gerður út 51 bátur frá 10 og upp í 363 lestir, þar af eru 7 bátar 10-50 lestir, 16 bátar 50-100 lestir, 20 bátar 100-200 lestir og 8 bátar 200 lestir og þar yfir.

Fiskverkun

Grindavik

Verkun aflans var lengi vel einhæf, eins og annars staðar á landinu. Fram eftir öldum verkuðu Islendingar aðallega skreið, og var hún ásamt prjónlesi aðalútflutningsvara landsmanna. Eftir að Íslendingum lærðist að nota salt, varð saltfiskverkun fljótlega aðalframleiðsluaðferðin ásamt skreiðarframleiðslunni. Eins og allir vita, voru ýmsar fiskafurðir meðhöndlaðar á annan hátt, en þá í smærri stíl og aðallega til innanlandsneyzlu. Þó er rétt að geta um lýsisframleiðsluna, sem alltaf hefur verið mikil að vöxtum, og hefur lýsið löngum verið Íslendingum nytsamt bæði sem heilsulind, ljósmeti og útflutningsvara.
Lengst af fór verkun aflans fram sem heimilisiðnaður eða með þeim hætti, að hlutasjómenn verkuðu hver sinn hlut, eftir að í land var komið. Seinna, með tilkomu trillubátanna, verkuðu svo skipverjar í sameiningu aflann hver af sínum báti, og fóru hlutaskipti fram eftir því verði, sem fékkst fyrir aflann, eftir að hann hafði verið seldur. Nú tíðkast varla annað en að aflinn sé seldur upp úr sjó, eins og það er kallað, og fiskverkunarstöðvar í landi kaupi aflann og sjái um verkun hans. Fjölbreytni í verkunaraðferðum er nú meiri en áður gerðist. Fyrsta hraðfrystihúsið var reist í Grindavík árið 1941, Hraðfrystihús Grindavíkur h.f., og 5 árum síðar var Hraðfrystihús Þorkötlustaða h.f. stofnað. Eru bæði þessi fyrirtæki enn starfandi og hafa eflzt með árunum og eru nú með stærstu fyrirtækjum í Grindavík. Þriðja hraðfrystihúsið rekur svo Arnarvík h.f.
Saltfiskverkunarfyrirtæki eru samtals 14, bæði stór og smá, og er Þorbjörn h.f. þeirra stærst. Eru þá hraðfrystihúsin 3 meðtalin, en þau reka einnig saltfiskverkun. Mestur hluti aflans, sem á land berst, er saltaður, frystur fiskur er í öðru sæti, en skreiðarframleiðsla hefur að mestu legið niðri seinustu árin af markaðsástæðum erlendis. Þá er eftir að geta um beina- og fiskimjölsverksmiðju, sem er 1 á staðnum. Vinnur hún úr því slógi og beinum, sem til fellur frá fiskverkunarstöðvunum og einnig síld og loðnu eftir því sem aflast.

Verzlun og viðskipti
GrindavíkEins og áður er sagt, var kóngsverzlun í Staðarhverfinu fram til ársins 1745, að hana tók af í náttúruhamförum. Frá þeim tíma og allt fram undir síðustu aldamót er mér ókunnugt um verzlunarhætti að öðru leyti en því, að svokallaðir spekúlantar eða fríhöndlarar komu hér við á skipum og ráku vöruskiptaverzlun við íbúana. Einnig má geta þess, að fyrir og upp úr aldamótunum síðustu gerði Lefóliisverzlun á Eyrarbakka út skip, sem hún sendi til Grindavíkur og allt vestur fyrir Reykjanes með vörur að sumrinu til. Var hér einnig um vöruskiptaverzlun að ræða. Verzlunarskip þessi munu hafa verið með gufuvél og gekk það fyrsta, sem vitað er um, undir nafninu „Den lille”. Á eftir honum kom bátur, sem hét Oddur, kallaður Bakka-Oddur. Sá slitnaði upp af legunni í Grindavík í einni verzlunarferðinni í suð-austan stormi og stórsjó og varð þar til á fjörunum. Til sömu tíðar hafði Lefoliisverzlun saltfiskmóttöku hér á staðnum á vetrarvertíðum.
Fyrir og um aldamótin mun Duusverzlun í Keflavík hafa haft nokkur viðskipti við Grindvíkinga. Voru þau á þá leið, að menn sóttu úttekt sína til Keflavíkur ýmist á hestum eða á sjálfum sér og greiddu hana aftur með verkuðum saltfiski að sumrinu, sem Duusverzlunin lét sækja á sínum skipum.
Rétt fyrir aldamótin byrjaði Einar G. Einarsson í Garðhúsum að verzla í húsi, sem hann lét byggja fyrir ofan lendinguna á Járngerðarstöðum, og má það teljast fyrsta verzlunarhús okkar tíma í Grindavík. Verzlun Einars í Garðhúsum þróaðist fljótlega svo, að aðkomuverzlanirnar lögðust niður. Lengst af var nær eingöngu um vöruskiptaverzlun að ræða eins og áður, en breyttist smátt og smátt í nútímahorf. Fram til ársins 1932 var verzlun Einars í Garðhúsum eina verzlunin á staðnum og fullnægði þörfum Grindvíkinga að mestu, enda má segja, að vöruúrval væri mikið og fjölbreytt. Árið 1932 stofnaði Ólafur Árnason verzlun í húsi sínu að Gimli, og var það fyrsta samkeppnin, sem Einar í Garðhúsum fékk á staðnum. Næsta áratuginn urðu litlar breytingar á verzlunarháttum, en upp úr 1940 byrjar Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis hér verzlun í smáum stíl, en stofnar hér formlega deild árið 1944.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – gamli bærinn.

Árið 1946 er sú deild lögð niður, en verður upp frá því útibú frá Kaupfélagi Suðurnesja í Keflavík. Kaupfélagið hefur rekið hér verzlun síðan og er nú stærsta verzlunarfyrirtækið á staðnum með allumfangsmikinn verzlunarrekstur.
Verzlun Einars í Garðhúsum hætti rekstri árið 1957 og Verzlun Ólafs Árnasonar þremur árum síðar.
Nú eru í Grindavík auk Kaupfélagsins 6 verzlanir; 2 matvöruverzlanir, bókaverzlun byggingarvöruverzlun, vefnaðarvörubúð og smávörubúð. Ein veitingastofa er á staðnum, og einnig má geta þess, að nokkrar fiskvinnslustöðvarnar hafa um skeið rekið verbúðir sínar sem gisti- og matsölustaði. Með tilkomu félagsheimilisins Festi á árinu 1972 hefur verið unnt að bjóða upp á þjónustu í mat og drykk þar. Þá eru í Grindavík 2 vélsmiðjur með nokkuð umfangsmikinn rekstur, bæði viðgerðir og nýsmíði, aðallega í sambandi við bátaflotann, og 2 lítil trésmíðaverkstæði.

íbúa- og byggðaþróun
Grindavík er talin frá ómunatíð að hafa verið í 3 hverfum: Staðarhverfi vestast, Járngerðarstaðahverfi í miðið og Þorkötlustaðahverfi austast. Milli þessara hverfa voru svo taldir einstaka bæir: Húsatóftir milli Staðar- og Járngerðarstaðahverfis. Hóp milli Járngerðarstaða- og Þorkötlustaðahverfis og Hraun rétt austan við Þorkötlustaðahverfi, en ísólfsskáli nokkru austar.
Grindavík - Gamli bærinnKrýsuvíkurhverfi var einnig tilheyrandi Grindavíkurhreppi allt til ársins 1936, að hluti af Krýsuvíkurlandi var lagður undir Hafnarfjarðarbæ. Sögur herma, að í öndverðu hafi helztu jarðir í hreppnum verið Staður, Húsatóftir, Járngerðarstaðir og Hraun. Með nýjum og nýjum kynslóðum í aldanna rás skiptust heimajarðirnar, og bændum, þ.e.a.s. jarðeigendum, fjölgaði, og jarðir urðu fleiri og smærri. Einnig hafa jarðirnar gengið kaupum og sölum, ýmist verið konungs-, kirkju- og síðar ríkisjarðir eða bændajarðir.
Nú eru lóðir og lendur í hreppnum ýmist í eigu ríkis, sveitarfélags eða hinna ýmsu landeigenda. Frá landnámstíð og allt framá þessa öld var íbúunum gjarnan skipt eftir því, hvort þeir áttu land eða voru landlausir. Þeir, sem land áttu, nefndust bændur, en hinir þurrabúðar- eða tómthúsmenn. Eftir að þéttbýliskjarnar fóru að myndast fyrir alvöru, leið þessi skilgreining undir lok.
Byggðin var frá upphafi í þremur hverfum, eins og oft hefur verið að vikið. Risu þessi hverfi umhverfis lendingarstaðina. Tók enginn lendingarstaðurinn öðrum fram, svo að nokkra úrslitaþýðingu hefði fyrir byggðaþróunina. íbúafjöldinn hefur því fremur ráðizt af öðrum ástæðum, s.s. framtaki fólksins, húsakosti o.s.frv.
Árið 1890 er tekið manntal í Staðarprestakalli, þ.e.a.s. í Grindavíkurhreppi að Krýsuvík undanskilinni. Þá eru samtals 302 íbúar í sókninni. í Staðarhverfi búa þá 63 íbúar, í Járngerðarstaðahverfi 145 og í Þorkötlustaðahverfi 94 íbúar.

Gríndavík

Grindavík – höfnin.

Með byggingu hafnar í Hópinu í Járngerðarstaðahverfi skapast fyrst þær breyttu aðstæður, sem valda því, að útgerð leggst með öllu niður frá Staðar- og Þorkötlustaðahverfunum og hefur fljótlega þau áhrif, að byggðin dregst saman á þessum stöðum og þó sérstaklega í Staðarhverfinú, sem er fjær. Enda fór svo, að Staðarhverfið fór fljótlega í eyði. Lengst var búið á Stað eða til ársins 1964. Örlög Þorkötlustaðahverfis urðu nokkuð á annan veg. Byggð hefur að vísu ekki aukizt síðan höfnin var gerð, en heldur ekki minnkað verulega, sumpart mun þetta stafa af tiltölulega lítilli fjarlægð frá höfninni og sumpart af því, að hraðfrystihús var reist þar árið 1946 og veitti mikla atvinnu, einmitt um sama leyti og róðrar lögðust niður frá hverfinu sjálfu.
Eins og áður er getið, stóðu atvinnuvegir með nokkrum blóma á fyrstu áratugum þessarar aldar og fjölgaði íbúunum þá nokkuð. Árið 1900 eru íbúarnir 357, og árið 1938 eru þeir orðnir 553. Á stríðsárunum kom svo afturkippurinn, sem áður er lýst, svo að árið 1945 er íbúatalan komin niður í 489. Það er svo ekki fyrr en 1950 sem íbúatölunni frá 1938 er aftur náð eða því sem næst. Eftir það heldur fjölgunin áfram jafnt og þétt, þannig að árið 1960 eru íbúarnir 734, fimm árum síðar eru þeir orðnir 913, og árið 1968 fara þeir yfir 1000. Árið 1970 voru þeir 1169, hinn 1. desember 1973 voru Grindvíkingar 1456, og nú, hinn 1. desember 1974 munu þeir vera alveg um 1600.

Staðarlýsing

Grindavík 1968

Eins og flestum er kunnugt, er Grindavíkurland að mestu leyti þakið hraunum, sem runnið hafa eftir lok síðustu ísaldar. Þó er nokkurt graslendi meðfram sjónum, þar sem byggðin var, en hún hefur nú á síðari árum þokazt upp á hraunin í Járngerðarstaðahverfi. Þá eru og í landi hreppsins sérstakir gróðurblettir í hinum víðlendu hraunum, og má þar sérstaklega nefna Selsvelli vestan í Núphlíðarhálsi innarlega, sem er sérstaklega fallegur staður. Um vellina rennur lækur, og mun vatn hvergi renna ofanjarðar annars staðar svo utarlega á skaganum, enda hverfur hann fljótlega, þegar kemur í hraunið. Annar skemmtilegur gróðurblettur er á Vigdísarvöllum, sem er austan í Núphlíðarhálsinum. Þar var áður búið og lengi tvíbýlt. Mun síðasti bóndinn hafa farið þaðan árið 1907.
Norðan í Þorbirni er nokkurt graslendi. Þar hefur verið afgirt svæði til skógræktar og virðist ræktunin þrífast þar mjög vel. Norðan undir Svartsengisfelli er og fallegur gróðurblettur, og hafa Grindvíkingar haldið þar útiskemmtanir til margra ára.
Bæjarland Grindavíkur er mjög víðlent og nær alla leið frá Reykjanestá austur í Selvog. Ef Iandamörkin eru rakin nákvæmlega frá vestri til austurs, eru þau úr miðri Möl við Reykjanes í Sýrfell. Þaðan beina línu í miðja Hauksvörðugjá í Súlur. Úr Súlum í Stapafellsþúfu. Þaðan í Arnarklett fyrir sunnan Snorrastaðatjarnir. Úr Arnarkletti í Litla-Skógfell og þaðan í Kálffell í Kálffellsheiði. Þaðan í Fagradals-Hagafell og þaðan í Litla-Keili. Frá Litla-Keili í Sog (Sogaselsdal) undir Trölladyngjuhlíðum og með þeim í Markhelluhól. Frá Markhelluhól, norðanvert við Fjallið eina í Markrakagil, þaðan í Markraka í Dauðadölum og þaðan í Stóra-Kóngsfell. Úr Stóra-Kóngsfelli í Litla-Kóngsfell og þaðan suður heiðina beina línu í Sýslustein og síðan í Seljabót.
Sjóndeildarhringur Grindvíkinga takmarkast víða af fjöllum, sem flest eru í landi bæjarins. Þau eru fremur lág, en setja þó mikinn svip á umhverfið. Öll munu þau vera gosmyndanir og ekki eldri en frá því seint á síðustu ísöld. Þessi eru helzt: Sýrfell, Sandfell, Súlur, Þórðarfell, Stapafell, Þorbjörn (Þorbjarnarfell), Svartsengisfell, Hagafell, Fagradalsfjall, Húsafell, Fiskidalsfjall, Festarfjall, Slaga, Skála-Mælifell, Krýsuvíkur-Mælifell og Geitahlíð austast. Ströndin liggur fyrir opnu úthafinu, víðast hvar lág og lítið vogskorin. Nokkrar litlar víkur ganga þó inn í hana á stöku stað, og eru Staðarvík, Járngerðarstaðavík og Hraunsvík þeirra helztar, og við þær hefur byggðin staðið alla tíð, þegar Krýsuvík er undanskilin. Inn af Járngerðarstaðavíkinni er svo Hópið, eina örugga skipalægið á allri strandlengjunni. Á milli Járngerðarstaðavíkur og Hraunsvíkur er lítið nes, sem heitir Hópsnes, en gengur líka undir nafninu Þorkötlustaðanes.

Jarðhitinn í Svartsengi

Svartsengi

Jarðhitasvæði eru mikil og virk innan bæjarlandsins, og eru jarðhitasvæðin á Reykjanesi og í Krýsuvík þeirra mest. Á svæðinu þar á milli má víða sjá merki um hita í jörðu. Haustið 1971 og fram í janúar 1972 voru boraðar tvær holur við Svartsengi í Grindavík á vegum Grindavíkurhrepps. Var tilgangurinn tvíþættur: Annars vegar að freista þess að fá upp varma til hitaveitu í Grindavík og hins vegar til þess að fá úr því skorið, hvers eðlis hitinn væri (háhiti eða lághiti) í sambandi við þær miklu umræður, sem fram höfðu farið um nýtingu jarðvarma til stóriðju s.s. sjóefnavinnslu. Árangurinn lét ekki á sér standa. Áformað hafði verið að bora eina holu 700-800 m djúpa, en þegar holan var orðin 240 m djúp, var hætt, því þá var hitinn kominn í rúmar 200° C og afl holunnar um það bil 60 kg/sek. Var þá síðari holan boruð. Varð hún 400 m djúp, lítið eitt heitari en sú fyrri og afl hennar um 70 kg/sek. Ókostur var það hins vegar, að vatnið í holunum var salt og ekki unnt að virkja það til hitaveitu, án þess að um varmaskipti yrði að ræða, þ. e. að gufan yrði notuð til upphitunar á fersku vatni. Boranir þessar sönnuðu einnig, að Svartsengissvæðið var háhitasvæði, svipað og á Reykjanesi, og síðan hafa athuganir leitt í ljós, að það er ekki minna en 4 km2 að stærð.
Á fundi sínum 7. apríl 1972 samþykkti hreppsnefnd Grindavíkurhrepps að bjóða hinum sveitarfélögunum á Suðurnesjum til samvinnu um nýtingu jarðhitans í Svartsengi. Það tók sveitarfélögin nokkuð langan tíma að ákveða sig, þar sem áhugi var þá mikill hjá þeim að freista þess að bora eftir varma í landi Keflavíkur.
Seint á árinu 1973 var loks ákveðið að snúa sér að Svartsengi, og hefur samfleytt verið unnið síðan að undirbúningi hitaveitu á Suðurnesjum undir forystu Samstarfsnefndar sveitarfélaganna þar.

Svartengi

Svartsengi.

Á árinu 1974 hefur Orkustofnun verið athafnasöm á Svartsengissvæðinu. Hafa nú verið boraðar þar tvær hitaholur til viðbótar með gufubornum. Eru þær 1500 og 1700 m á dýpt, 230°—240° C heitar og afl þeirra samanlagt um 180 kg/sek. Einnig hefur verið boruð 1 kaldavatnshola, sem gefur mikið og gott vatn til upphitunar. Varmaskiptatilraunir voru einnig gerðar á árinu, og gáfu þær góða raun.
Á vegum sveitarfélaganna hefur talsvert verið unnið að hönnun og áætlanagerð varðandi hitaveituna og núna rétt fyrir jólin samþykkti Alþingi lög um Hitaveitu Suðurnesja, sem er sameign sveitarfélaganna á Suðurnesjum (60%) og ríkisins (40%), en ríkið fékk snemma áhuga á fyrirtækinu vegna Keflavíkurflugvallar. Binda Suðurnesjamenn miklar vonir við, að framkvæmdir geti nú farið að hefjast innan tíðar.
Svartsengissvæðið er í eigu einkaaðila. Er það óskipt sameign ýmissa landeigenda í Grindavík. Samningaviðræður standa yfir, en er ólokið enn. Vonandi verða þeir ekki til þess að tefja þessar þýðingarmiklu framkvæmdir.

Fengin kaupstaðarréttindi
Grindavíkurhreppur öðlaðist kaupstaðarréttindi með lögum nr. 18, 10. apríl 1974.”

Heimild:
-Sveitarstjórnarmál, 34. árg. 1974, Grindavík – Ágrip af sögu og staðarlýsing – Eiríkur Alexandersson, bls. 255-265.

Grindavík - Einarsbúð

 

Hraun

Sigurður Gíslason á Hrauni er manna kunnugastur um örnefni og staðhætti á jörðinni Hrauni skammt austan við Þórkötlustaðahverfi í Grindavík.

Sigurður

Rætt var við Sigga þar sem hann dvelur um þessar mundir á Hjúkrunarheimilinu að Víðihlíð við góða umönnun. Sigurður fæddist á Hrauni 5. maí árið 1923 og hefur búið þar fram til þessa.
“Ég veit sjálfsagt eitthvað um örnefnin á Hrauni, en þekki þau ekki endilega öll”, segir Siggi. “Krókur hét t.d. krikinn vestast í túninu, norðan Vatnagarða. Þar eru tóftir. Draugagerði eru leifar garða eða gerðis austan við Tíðarhliðið, innan garðs. Bakki eða Bakkar voru norðan við Gamla bæinn. Bóndinn þar vildi nefna það Litlahraun, en fékk ekki. Hrauntún var vestan við Gamla bæinn. Sunnuhvoll var norðan við Hrauntún og Gamla bæinn. Sauðagerði var austast í túninu og sjást tóftir þess enn. Vatnagarður (-ar) lýsti ég áður, en Gamli bærinn var vestan og sunnan við núverandi hús; tvíbýlið.

Hraun

Hraun um 1940 – hér sést gamli bærinn og sjóbúðin.

Hraun

Vatnagarðar – tóftir.

Fjárhús tóftir eru á a.m.k. tveimur stöðum er enn sjást. Gamlibrunnur er ofan við Hrólfsvík. Krókshellir er í Krókstúninu. Suðvestan þess lá Eyrargatan út á Nes. Hraunkotsgatan lá upp úr Króknum yfir að Haunkoti og Þórkötlustaðagatan lá upp um Fremra-Leiti út í Þórkötlustaðahverfi. Allar þessar götur sjást enn, nema kannski Eyrargatan. Á götum þessum voru hlið í túngarðinum. Hraunsvegur var nýjasta gatan áður en núverandi þjóðvegur kom. Hann lá um Efra-Leiti, framhjá Hvammi og um Tíðarhliðið á Hrauni. Markhóll er upp á Efra-Leiti, hlaðinn. Hraunsleynir er austar. Ofan hans er hlaðin refagildra og leifar af fleirum í Leyninum sjálfum. Hraunsvörin var þrískipt; Suðurvör (Hraunsvör), Norðurvör og Bótin. Þú þekkir svo Hraunsbrunninn og hvar líklegt er að kirkjan til forna gæti hafa staðið austan við Gamla bæinn.
Ekki má gleyma Dysinni ofan við bæinn þar sem karlsson er sagður hafa verið grafinn eftir Tyrkjaránið  og Ræningjadysinni, eða Kapellunni, á Hraunssandi, sem Kristján Eldjárn gróf í og fann þar eitthvað að gripum. Tyrkjahellirinn er svo uppi á Efri-Hellum, en þar var alltaf gott vatn fyrir kýrnar. Og ekki má gleyma Guðbjargarhelli, en hann var löngum athvarf öm
mu minnar fyrst eftir að hún kom að Hraunu, vildi hún vera í næði.” 

Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar, sem Gísli Hafliðason, bóndi, Hrauni (Vestur-Hrauni) og Guðmundur Guðmundsson, bóndi á Ísólfsskála (fyrrum bóndi á Austur-Hrauni (Manntal 1910)), gáfu kemur eftirfarandi fram: “Fram af túninu gengur þangivaxinn tangi fram í sjó, sem fer í kaf um flóð.
SunnuhvollÞegar Jón Jónsson, afi Gísla Hafliðasonar, var hér, var á tanganum grasflöt. Sunnan við Skarfatanga í bás, sem þar er, strandaði franskur togari. Einnig strandaði kútter Hákon hér 1926 milli 8. og 9. maí.
Næst austan við Skarfatangann er Markabás, sem fyrr getur. Hann gengur þannig inn í bergið og fer alveg í kaf um flóð. Þar flæðir allt, sem þar kann að vera. Í túninu eru engin nöfn, en gerðið austur af túninu er nefnt Sauðagerði. Túnið sjálft er nafnalaust.
Næsta vík við Skarfaklett er Hvalvík, svo er Hrólfsvíkin fyrrnefnda. Síðan er Vondafjara eða Vindfjara. Utan hennar gengur fram Skeljabótarklöpp. Er þá komið heim undir bæ, og er þar vík, sem heitir Skeljabót. Út af Skeljabót heitir Barnaklettur. Vestan við Barnaklett er Hraunsbót og fjaran þar heitir Hraunsvör. Þá taka við, niðri á túninu, Vatnagarðar. Þar var eitt sinn býli.
SunnuhvollHúsafell er vestan við Fiskidalsfjall. Skarð á milli fellanna er einungis nefnt Skarð. Grasbrekkur framan í Húsafelli heita: Langigeiri og er austast; Djúpigeiri, Litli-Skotti og Stóri-Skotti er vestast. Kvos upp á Húsafelli fyrir ofan Stóra-Skotta heitir Húsafellsdalur. Austur af hrauninu framan við Húsafell er hellisskúti sem nefndur er Guðbjargarhellir. Hann er kenndur við Guðbjörgu ömmu Magnúsar Hafliðasonar en hún hafði þarna afdrep í leiðindum sínum fyrst eftir að hún kom að Hrauni.
Landamerki Hrauns og Þórkötlustaða eru um hæstu bungu Innstuhæðar frá hól á Hraunsleiti framan við Hraunsleyni. Úr Innstuhæð eru landamerkin í norðaustur í svonefnda Vatnskatla í Fagradalsvatnsfelli.”

Loftur Jónsson skráði örnefni í Hraunslandi:

Guðbjargarhellir

“Jörðin Hraun í Grindavík á land að Ísólfsskála og Krýsuvík að austan, Vatnsleysuströnd að norðan og Þórkötlustöðum að vestan. Bærinn stendur við sjó utarlega við Hraunsvík að vestanverðu.
Eftirfarandi hjáleigur voru í Hraunslandi: Vatnagarður syðst í túninu. Þar bjó eitt sinn ekkja á 17. öld og hafði allt upp í 8 kýr þegar flest var. Bakkar (eða Litla-Hraun) norðan núverandi túns. Sunnuhvoll norðvestan við Hraun og Hrauntún þar vestur af. Óljósar sagnir eru um hjáleiguna Draugagerði vestur við túnhlið. Þar stóðu fjárhús sem elstu menn muna. [Á túnakorti frá 1918 eru merktar þar “gamlar rústir”.]

Slok

Hraunsgarðar í Slokahrauni.

Örnefni sem mér eru kunn í landi Hrauns eru eftirfarandi: Með sjó er Markabás vestast. Hann er austan við svonefnd Slok og skiptir löndum á milli Þórkötlustaða og Hrauns. Austan við Markabás er Hádegistangi. Hádegisklettur er þar ofan og sunnan við. Hann hét öðru nafni Klofaklettur, tvær strýtur voru upp úr honum en önnur er nú brotin af fyrir mörgum áratugum.
Þetta var hádegismark frá gamla bænum á Hrauni. Þar Sauðagerðinorðan við er Skarfatangi. Það er smátá sem skagar út í sjóinn en fer í kaf á flóði. Magnús Hafliðason segist muna eftir grasi á Skarfatanga og þegar hann var ungur hafi gamlir menn sagt sér að grasbakki hafi verið á Skarfatanga. Skip hafa strandað sitt hvoru megin við Skarfatanga. Franski togarinn Cap Fagnet að sunnan og kútterinn Hákon að norðanverðu. Vikið norðan við Skarfatanga heitir Vatnagarður og sama nafn ber syðsti hluti túnsins þar upp af. Sker út af Vatnagarði kemur aðeins upp úr á stórstreymisfjöru og er kallað Klobbasker. Sagt er að það hafi komið upp þegar bænahús var aflagt á Hrauni (sennil. Á 17. öld). Gamla sundið lagðist þá einnig af. Vatnstangi er norðan við Vatnagarð. Þar rennur fram ferskt vatn.
Fast norðan Vatnstanga er Suðurvör Hraunog var þar aðallending á Hrauni. Norðan við Suðurvör er sker og var farið fa
st með því þegar lent var og var það nefnt Rolla. Norðurvör er í þröngum klöppum þar norður af og þar var aðeins hægt að lenda í mátulega sjávuðu. Baðstofa er stór klöpp fast fyrir norðan Norðurvör. Þar norður af er Bótin og þar var nyrsta lendingin. Þaðan var hægast að fara út í vondu. Efst í Bótinni er klettur sem fer í kaf á flóði og heitir Barnaklettur. Þar áttu að hafa flætt og síðan drukknað tvö börn.

Túnið upp af Bótinni er nefnt Sauðagerði. Bóndagerði var líka til í túninu en er komið undir kamp fyrir löngu síðan. Önnur örnefni eru ekki kunn í túninu.

Markhóll

Skeljabót er næst fyrir norðan Bótina. Þar eru klappir sem nefndar eru Skeljabótarklappir. Vondafjara er þar fyrir norðan. Síðan kemur Hrólfsvík, Efri- og Fremri- með skeri á milli. Í Hrólfsvík strandaði breskur togari (Luis). Upp af Efri-Hrólfsvík er grjóthrúga og kölluð Ræningjabæli. Þar gróf dr. Kristján Eldjárn þegar hann var þjóðminjavörður og taldi hann að þetta hafi verið enskur verslunarstaður.
Hvalvík er norðan við Hrólfsvík. Hvalhóll er á kampinum milli þeirra. Fram undan hamrabelti ofan Hvalvíkur er stór klettur laus við landið og heitir Skarfaklettur. Hellir í hamrabeltinu rétt ofan Skarfakletts heitir Dunkhellir. Hann er nú að mestu fullur af grjóti.

Festarfjall

Festarfjall – Hraunssandur nær.

Fjaran undir Festarfjalli heitir Hraunssandur. Skora hét rauf í bergið fyrir norðan Dunkhelli en er nú horfin. Stígurinn var gata niður á sand og var hún upp við fjallsræturnar. Þar er nú bílfært niður. Klettarani skagar fram á sandinn og heitir Vestrinípa. Eystrinípa er töluvert austar og skilur hún á milli Hraunsands og Skálasands og þar af landamerki. Ekki er hægt að komast fram hjá þessum klettum nema þegar lágsjávað er. Við Eystrinípu er áberandi lóðrétt blágrýtisstuðlabergslag í berginu kallað Festin. Þjóðsaga segir þetta vera gullhálsfesti tröllkonu sem bjó í fjallinu.
Hún lét svo um mælt að þegar ábúendum á Hrauni tækist að Túnakortláta dóttur heita í höfuð sér og stúlkan gengi á sandinum þarna fyrir neðan mundi festin falla um háls henni. Þetta virðist ekki hafa tekist enn.
Festarfjall er fyrir botni Hraunsvíkur. Í daglegu tali er það kallað Festi. Norðan við Festi og á milli fjallsins Hrafnshlíðar er Siglubergsháls. Skökugil heitir gil með grasgeira í suðvestan í Hrafnshlíð. Þar ofar í hlíðinni heitir Vondaklif. Djúpidalur er norðaustan í Hrafnshlíð.
Vestan við Hrafnshlíð er Fiskidalsfjall. Þar sem fjöllin mætast er Skökugil að framan en að norðan er djúpt gil eða geil inn á milli fjallanna og heitir Svartikrókur. Við rætur Fiskidalsfjalls að norðan var mikið af stórum björgum sem hrunið höfðu úr fjallinu en eru nú farin, voru notuð við byggingu hafnargarðs í Grindavíkurhöfn. Þetta var kallað Stórusteinar. Framan í fjallinu að austanverðu eru grasbrekkur sem kallaðar eru Hálsgeirar og grasbrekka að vestanverðu heitir Berjageiri.”

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Ara Gíslasonar.
-Örnefnalýsing Lofts Jónssonar.
-Sigurður Gíslason, Hrauni.
Hraun 1924