Bessastaðir

Í Tímanum árið er sagt frá göngu blaðamanns með dr. Kristjáni Eldjárn um land Bessastaða:
„Bessastaðir á Álftanesi… Þeir hafa verið stjórnarsetur, kirkjustaður og skólajörð, prentsmiðjupláss með bóka- og blaðaútgáfu. Þeir hafa verið í eign fræðimanna og skálda, eins og Snorra Sturlusonar og Gríms Thomsen. Þar hafa setið landstjórnarmenn og fyrirmenn eins og höfuðsmenn og amtmenn og fógetar, ríkisstjóri og forseti. Þar hafa stafað uppeldis- og skólamenn eins og Hallgrímur Scheving og vísindamenn eins og Sveinbjörn Egilsson og Björn Gunnlaugsson.
Bessastadir-221Þar hafa stundað skólanám sitt öndvegismenn eins og Jónas Hallgrímsson,… um langan tíma eru örlög og saga margra smábýla og lífskjör margra leiguliða tengd við þetta höfuðból. Það er saga um kúgun og eymd og yfirtroðslur. Loks er saga Bessastaða saga um erlenda ásælni og yfirdrottnun útlends valds og þjóðlegt viðnám við því eða tilraunir til þess“. Þannig kemst Vilhjálmur Þ. Gíslason að orði í bók sinni um Bessastaði. Þótt hér sé getið um ýmsa þætti í langri og litríkri sögu staðarins fer því þó fjarri að á allt sé minnst. Á Bessastöðum gæti hver steinn og hver þufa sagt sögu ef hún hefði mál, og það var þvi ekki undarlegt að forvitni okkar vaknaði þegar við fréttum af ritgerð dr. Kristjáns Eldjárns í nýjasta hefti Árbókar Hins íslenska fornleifafélags, þar sem hann ritar um örnefni og minjar í landi Bessastaða. Við fórum þess því á leit við dr. Kristján að hann liti með okkur blaðamönnum yfir Bessastaðaland og tók hann því ekki fjarri. Varð það loks úr að við ökum suður á Álftanes í einstöku góðviðri sl. fimmtudag, í því skyni að heimsækja nokkra minjastaði í Bessastaðalandi.
Leiðin liggur um Álftanesveg meðfram Gálgahrauni sem eins og raunar Hafnarfjarðarhraunið allt er komið ofan úr Búrfelli. Sólin blikar á Skerjafirðinum og Reykjavík er vissulega fögur til að sjá núna.Ekki fer hjá að okkur detti í hug að í svona veðri mundi hafa viðrað vel fyrir skólapilta að skreppa í róðrarferð yfir til höfuðstaðarins. Ekki er erfitt að setja sér fyrir hugskotssjónir dálítinn hóp ungra manna á leið niður að Skólanausti þar sem piltar áttu bátkænu, sem þeir notuðu til slíkra ferðalaga. Það var reyndar hún sem varð stofninn að Bræðrasjóði Lærða skólans þegar skólinn var fluttur frá Bessastöðum til Reykjavíkur 1846.
Bræðrasjóður er enn til og á að styrkja fátæka nemendur. Það er ekki illa til fundið, því þegar Bessastaðaskóli var og hét, voru margir nemenda ekki loðnir um lófana.
„Nú sést hvernig Álftanes takmarkast í þrengri merkingu af Lambhúsatjörn og Skógtjörn“, segir dr. Kristján, þegar við ökum eftir eiðinu milli þeirra. „Þetta eru allt kallaðar tjarnir þótt raunar séu þetta fremur firðir, opnir út í sjó. Það er vegna þess að þetta hafa verið tjarnir þegar landið var hærra fyrr á tíð. En við skulum aka hér norður fyrir staðinn að Bessastöðum og líta á Bessastaðatjörn“.

Bessastaðahólmi og Kári
Bessastadakirkja-221Við göngum nú niður að sjálfri Bessastaðatjörn en Bessastaðaland takmarkast að sunnan af Lambhúsatjörn en að norðan af Bessastaðatjörn. Að austan er svo Skerjafjörður.
„Bessastaðatjörn var áður opin út í sjó,“ segir Kristján, „en henni var síðar lokað með varnargarði og því er nú í henni ferskt vatn og þar er hvorki flóð né fjara nú. Þetta var gert vegna þess hve sjór sótti á landið en hér má sjá hvar gamla strandlínan hefur áður verið. Nú er þetta allt að gróa upp. Í varnargarðinum er lokubúnaður, sem þannig er gerður að það streymir út úr tjörninni þegar fjarar út, en hins vegar kemst enginn sjór inn, þegar fellur að.
Hér úti í tjörninni má sjá Bessastaðahólmann sem var nokkuð stækkaður og treystur í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar, forseta og einnig hólmann Kóra en hann lét Ásgeir gera og skírði eftir fæðingarstað sinum Kóranesi á Mýrum. Ásgeir lét einnig gera dalilið sund í gegnum blátangann norður af bílstjórahúsinu og búa þannig til ey eða hólma sem kallast Andey. Allt hefur þetta verið gert vegna æðarfuglsins. Ósinn út úr tjörninni hét Dugguós, en hann er nú úr sögunni eftir að stíflan var gerð. Nú, hér ofan við tjarnarbakkann má sjá leifar af gamla túngarðinum og það sést best á því hve nærri hann er kominn tjörninni hve sjór hefur veriö búinn að brjóta landið niöur. Garðurinn hefur svo legið hér i átt fyrir vestan húsið sem hann Snorri Jónasson bílstjóri býr í, en garðinn, eins og hann var, má sjá á uppdrætti sem Björn Gunnlaugsson gerði 1831 og er nú í Þjóðskjalasafni. Ég studdist við þann uppdrátt, þegar ég tók saman ritgerð mina um örnefni og minjar hér, auk fleiri heimilda sem mér voru tiltækar, svo sem Dægradvalar Gröndals og fjölmargra annarra. Túngarðurinn lá svo alla leið niður í Lambhúsatjörn“.

Prentsmiðjudanskan
Bessastadir - sjobud - 2Við göngum nú vestar í landið og hér verður fyrir okkur ferkantaður, steinsteyptur grunnur undan húsi einu. „Já, hér erum við komnir að prentsmiðjuhúsi Skúla Thoroddsen. Þetta var herjans mikið hús enda bæði skólahús og prentsmiðjuhús. Oft verður mér hugsað vegna hvers það hefur verið byggt svona langt frá bænum og hef helst komist að þeirri niðurstööu að það hafi þótt hentugt að hafa það svona nálægt sjónum. Þá var ekki búið að loka Bessastaðatjörn og hægt að komast hingað á bátum. Skúli Thoroddsen keypti Bessastaði 1898 og var hér með sína stóru fjölskyldu svo sem frægt er. Hjá honum var Jón Baldvinsson sem síðar varð þekktur stjórnmálamaður, lengi prentari en hér prentaði Skúli Þjóðviljann. Já, og hérna varð prentsmiðjudanskan til. Hér var mikið af ungu fólki í skóla fyrst og fremst börn hjónanna og vinir þeirra, og þau léku sér að því að tala blending af dönsku og íslensku sem þau tóku upp á að kalla prentsmiðjudönsku. Þarna austan við prentsmiðjugrunninn sjáum við svo garðspotta, sem stefnir þvert á sjávarbakkann og austanvið hann svolitlar húsatóttir. Það er ekki alltaf auðvelt aö sjá hvernig svona nokkuð hefur þjónað lífinu. Sennilega hefur þetta verið sjóbúð því hér hefur verið athafnapláss við sjóinn. Hér hafa aðeins smábátar getað komist að, en þegar við komum út í Skansinn sjáum við út á Seyluna, þar gátu skip lagst.“

Bessastaðanes
Bessastadanes-221Leiðin liggur nú út á Bessastaðanes. Á leið okkar verður barnabúskapur, kjálkar horn og leggi
r í röðum eins og börn léku sér að á Íslandi öldum saman. Skyldi það tíðkast enn einhversstaðar í sveitum? Við komum einnig að Brunnhúsinu sem notað var þar til frá því fyrir tíu árum, þegar Bessastaðir komust loks í samband við vatnsveitu. Um sama leyti var fyrst lagt malbik á veginn þangað.
Bessastaðanes er mikið land, flatlent en þó ekki árennilegt til túnræktar, vegna þess hve grýtt það er. Sem kunnugt er var lengi rætt um að hér yrði gerður flugvöllur, en margar ástæður liggja til þess að best færi á að hér yrði lýst friðland. Á leiðinni úti Skans göngum við eftir jökulruðningsöldu sem gengur út allt Bessastaðanes og heldur áfram handan Skerjafjarðarins. Á þessari öldu stendur t.d. Kópavogskirkja. Það eru því ekki einungis sögulegar minjar sem hér er að finna heldur einnig jarðsögulegar.

Skansinn
Bessastadir-222Þá er komið að merkilegustu fornminjum i Bessastaðalandi en það er „Skansinn“ svonefndi. Skansinn er virki. Í stórum dráttum fjórir moldarveggir, sem upphaflega hafa verið mjög háir, en eru nú ávalir grasi grónir. „Hingað komu Tyrkir árið 1627″, segir Kristján. „Siglingaleiðin hér á Skerjafirðinum er heldur óhrein og annað skip Tyrkjanna festist á grynningum hér úti á Seylunni. Tyrkir fluttu þá fólk sem þeir höfðu rænt og varning úr strandaða skipinu yfir í hitt skipið og létu þeir sem hér stóðu í landi þá óáreitta á meðan. Þetta þótti nú heldur skammarleg frammistaða hjá Bessastaðamönnum, að þeir skyldu ekki ráðast á þá, þegar þeir sáu að þeir voru strandaðir, því þeir höfðu hér einhverja fallbyssuræfla og önnur eldvopn. Var sagt aö Holgeir Rtísenkrans höfuðsmaður hefði haft söðlaðan hest hér að húsabaki, til þess að geta komist burtu ef Tyrkir gengju á land. Þessir atburðir urðu til þess að Skansinn var byggður skömmu á eftir. Þá var farið að leggja skatta á menn til þess að koma upp einhverjum vörnum. Þetta hefur tekið langan tíma, ekki síður en nú á dögum gerist. Menn hafa verið áratugum saman að byggja Skansinn og það var víst ekki fyrr en um 1680, sem hann mátti heita fullgerður. Var hann kallaður Ottaskans, eða Ottavirki eftir Otta Bjelke höfuðsmanni. Auðvitað voru vinnukvaðirnar og gjöldin til byggingarinnar óvinsæl. Byggingarefnið er mest mold, en sjálfsagt er grjót í þessu líka. Þetta er með meiri mannvirkjum frá þessum tíma hér á landi eins og enn má sjá. Þarna hafa verið dyr og fallbyssur þarna í veggjunum, sem sneru út á sjóinn. Fallbyssurnar lágu hér mjög lengi og sukku niður í svörðinn, en þegar Jörundur hundadagakóngur kom til landsins, þá lét hann taka þær og flytja til Reykjavíkur og kom þeim upp á Battarí

ið sem hann lét gera. Þegar hann féll voru byssurnar svo enn teknar, farið með þær út á Viðeyjarsund og sökkt þar í sæ. Samt eru til nokkrar kúlur úr Skansinum í Þjóðminjasafninu og hér á Bessastöðum amk. tvær. Þær eru svo sem eins og mannshnefi á stærð.
Nei, það hefur aldrei verið grafið hér í Skansinn og enda ekki við miklu að búast hér, þar sem þetta var aldrei notað. En það er glöggt að Skansinn hefur verið hafður þetta stór til þess að menn gætu flúið hér inn og hægt að verjast hér með töluverðu liði manna aðvífandi ófriðarmönnum af hafi.“

Óli Skans
Skansinn-221
Hér var síðar býli og það má sjá af því að hér er bæði tún og túngarður. Þetta hefur verið kotbýli, kotrass auðvirðilegur,“ eins og Benedikt Gröndal segir í Dægradvöl. Hér bjó á sinni tíð maður sem Ólafur hét og var kallaður Óli Skans, en braginn um hann kunna víst allir. Þótt lýsingin sé ófögur á Óla í bragnum og lýsing Gröndals á kotinu þá er allt önnur lýsing á þessu hjá Erlendi Björnssyni á Breiðabólsstöðum, sem þekkti hann vel. Eftir bók hans „Sjósókn“ að dæma, en þá bók ritaði Jón Thoroddsen, hefur þetta verið ágætis náungi. Auðvitað ber að trúa orðum Erlendar fremur.
Hér má sjá túngarð kotsins Skans, sem er allur hlaðinn úr grjóti. Það hefur ekki verið lítil vinna að hlaða þetta. Á hlið við garðinn hér með sjónum hefur svo verið hlaðinn garðspotti sem ég skil ekki hvernig stendur á. Hann er hér eins og 5-6 metra frá hinum garðinum og það er eins og hætt hafi verið við að hlaða hann lengra.
Hér má loks sjá leifar af veggjum húss þar sem Gísli Jónsson listmálari fékk leyfi til að byggja og stóð hér uppi við Skansinn. Hann var merkilegur alþýðumálari og bróðir Guðjóns á Hverfisgötunni, sem margir kannast við. Menn kunna að spyrja hvar menn hafi fengið vatn hér fyrir býlið Skans. Þarna gæti hafa verið brunnhola. enda óskiljanlegt til hvers annars menn hafa grafið hér svo djúpa holu og þarna má sjá. Þarna uppi á Skansinum og í þýfinu hér má svo sjá menjar um útihús.“.

Skólanaust
skansinn-222„Þegar Bessastaðir voru seldir Skúla Thoroddsen 1898 var Skansinn skilinn undan, vegna þess að menn ætluðu einhverjir að efna til útgerðar sem aldrei varð þó af. Ég sá í einhverjum gjörningi að sú sneið sem undan var skilin hefði markast af línu sem dregin var frá Skólanausti í Bessastaðatjörn. Það er ekki þó líklegt að þessir tveir veggstúfar hérna séu leifar af Skólanausti og að línan í tjörnina hafi verið miðuð við járnstöngina sem þarna stendur og hefur staðið þarna mjög lengi. Eins og sjá má er sjórinn að brjóta bakkann hérna niður og sé þetta Skólanaust, þá eru þessar síðustu leifar þess nú í hættu. Það var að líkindum hér sem Bessastaðapiltar höfðu bát sinn, þann sem Bræðrasjóður var síðar stofnaður fyrir, þegar hann var seldur.“

Æðarvarp
Á göngu okkar um Bessastaðaland mætti halda að ekki hefðu orðið á vegi okkar nema dauðar minjar umliðins tíma sem töluðu sínu þögla máli. En því fer fjarri því á Bessastaðatjörn syntu álftir, sem Kristján segir að stundum séu þarna allt að þrjátíu saman og nær bakkanum sjást nokkrar virðulegar heimagæsir frá Bessastöðum. Þarna er líka líflegt af kríu á sumrum og ekki má gleyma æðarfuglinum.
„Já, æðarfuglinn fer að verpa hérna í maí,“ segir Kristján.
„Þetta varp er nokkuð þétt á vissum stöðum, en er annars úti um allt landið hérna. Mér er sagt að góðir æðarbændur hafi einhver ráð með að fá fuglinn til að verpa þéttar. Það er auðvitað mikið hagræði bæði við að verja varpið og við dúntekjuna. En æðarvarpið er viðkvæmt meðan það stendur yfir frá því í maí eins og ég sagði og fram í endaðan júni. Það er því ákaflega mikilvægt að fuglinn sé ekki styggður á þeim tíma og vonand

i verður þetta spjall okkar ekki til þess að auka ónæði á fuglinum. En menn hafa til þessa ekki verið ágengir við landið hérna og ég vona að svo verði framvegis. Æðarfuglinn er friðhelgastur fugla á Íslandi, eins konar húsdýr, og það gerir enginn sæmilegur maður að trufla hann um varptímann, nógur er nú vargurinn samt, hrafn og svartbakur. Og reyndar er það að sjálfsögðu svo að alls ekki er ætlast til að menn fari um Bessastaðanesið nema með sérstöku leyfi þeirra, sem á staðnum ráða.“
Já, það er ekki neinn hörgull á lífi í Bessastaðalandi og það má geta þess að úti hjá Skothúshólnum komum við auga á eldfjöruga fjallakónguló á hlaupum, sem við töldum vera öruggt vormerki.
Leiðin liggur nú lengra út á Bessastaðanes og héðan er fögur sýn til Reykjavíkur.
bessastadir - 2013-2„Það er nokkurn veginn víst að hvergi á öllu Íslandi er eins gott stæði fyrir stóra borg og í Reykjavík segir Kristján. Það er því athyglisverðara þar sem það er næstum því tilviljun að höfuðborgin reis hér. Sé farið nokkuð aftur í tímann, þá var Reykjavík aðeins þessi litli verslunarstaður, „Holmens Havn“, eins og hann var kallaður og vissulega reis borgin ekki hér af þeirri ástæðu að hún hafði allt það til að bera sem þarf til þess að stórborg geti risið, t.d. nær óendanlegt landrými. Borgin getur þanið sig í allar áttir, nema í sjó fram: — inn eftir öllu Kjalarnesi upp alla Mosfellssveit og loks í þessa áttina ef vill, sameinast Hafnarfirði, þegar þar að kemur. Landið er líka hæfilega öldótt, til þess að fá borginni nauðsynlega fjölbreytni.“
Nú er komið suður fyrir sjómerkið sem stendur á Bessastaðanesinu og hér verður fyrir okkur sérkennileg þúst í landinu nokkra tugi metra frá merkinu. Þetta er töluverð upphækkun mjög þýfð að ofan en að öðru leyti eins og 1 metra hár pallur. ,,Ég held að þetta hljóti að hafa verið sauðaborg,“ segir Kristján Eldjárn, ,,eða ef til vill skjól bæði fyrir kindur og hesta. Þessi er sporbaugslaga en hér skammt frá er önnur rúst af fjárborg, allnokkru stærri og hún er kringlótt, en þannig voru fjárborgir oftast hér á landi. Hringur er enda stysti veggur sem hægt er að reisa í kring um tiltekna spildu. Leifar af enn einni fjárborg er svo hér lengst frá, einnig kringlóttri. Hún er innarlega í Bessastaðanesi þar sem hallar til Skerjafjarðar, andspænis Kópavogskaupstað. Sú borg hefur verið úr grjóti um 10 metrar í þvermál og innan í henni er annar hringur, 4-5 metrar í þvermál.“
Kristján tekur reyndar fram hvað eftir annað að það sé fremur lítið um minjar eftir búsumstang á jafnstórum stað og Bessastöðum.
Ljósmyndarinn hefur skroppið frá á þessari göngu okkar um Bessastaðanes og fært bílinn nær hliðinu skammt frá Bessastaðabúinu, Lambhústjarnarmegin í Nesinu. Þangað liggur nú leiðin og Kristján segir okkur að þar munum við koma að hóli þeim, þar sem hið svonefnda „skothús“ fálkafangara konungs á að hafa staðið.
„Já, konungur hafði áður fyrri einkarétt á öllum fálkum sem veiddust í landinu. Það var hans privilegium. Fálkaveiðarnar voru líka all mikið fyrirtæki. Fálkafangarar voru ráðnir um land allt, þ.e. menn sem þjálfaðir höfðu verið í því að handsama fálkana. Þeir voru fluttir hingað til Bessastaða og geymdir í Fálkahúsinu og hingað kom sérstakt skip til þessað sækja þá, „Fálkaskipið“. Þeir sem kunnugir eru í Kaupmannahöfn og Fredriksbergi munu kannast við Falkonerhuset og Falkonerallé, þar sem fuglarnir voru áður fyrri tamdir og vandir.“
Nú er komið að tóftunum, þar sem Benedikt Gröndal taldi að Fálkahúsið hefði staðið. Segir hann svo í Dægradvöl: „Þar hæst á bungunni er kringlóttur grasblettur og rúst eftir gamalt byrgi þar sem fálkarar hafa líklega legið við fyrrum, það var kallað „skothúsið og er þaðan víðsýni mikið og fagurt.“ Kristján telur að hvað sem líður ummælum Gröndals megi telja sennilegt að þarna hafi verið skotbyrgi. En satt hefur Gröndal sagt um víðsýnið enda er þetta hæsti staður í Bessastaðalandi.

Grásteinn
bessastadir-223Við höfum víða gert stans, en einn staður er þó eftir. Það er Grásteinn.
Grásteinn liggur að vísu utan lands Bessastaða, hár og reisulegur steinn, nokkuð vestur af hliðinu heim að Bessastöðum. Í hann eru klappaðar nokkrar holur í röðum og ber það til þess að þegar vegurinn var lagður út nesið var fyrst ætlunin að hann lægi yfir þann stað þar sem steinninn stendur. Var þá búist til að kljúfa steininn og holurnar gerðar. En einhver álög voru á steininum að sögn Kristjáns, og fór svo að þegar átti að reka fleygana og kljúfa steininn slasaðist einn maðurinn. Var þá hætt við verkið.
„Þar fór vel“, segir Kristján því steinninn er hinn ágætasti og sögufrægur. Segir frá honum m.a. í Dægradvöl. Landamerki milli Eyvindarstaða og Bessastaða eru og bein lína úr Grásteini í miðjan Bessahólma og milli Brekku og Bessastaða úr Grásteini í Lambhúsatjörn.“
Hjá Grásteini nemum við staðar og litum á steininn. Fornleifafræðingar hafa sjötta skilningarvit, þegar faldir fjársjóðir eru annars vegar og því kemur okkur ekki á óvart þegar Kristján stingur fingri niður í rifu í steininum og dregur þar upp krónupening. Hann er að vísu sleginn eftir síðustu myntbreytingu og Kristján lætur hann í rifuna aftur, — og hver veit nema einhverjir fornfræðingar framtíðarinnar eigi eftir að finna hann þarna(!)
En við Grástein er óhætt að gera að gamni sínu, — það leyfðu þeir sér að minnsta kosti skólapiltarnir á Bessastöðum sem voru einmitt að yrkja um Grástein þegar þeir kváðu um heiðursmanninn Jón Jónsson skólameistara:
Á Grandanum heyrist grátur og
raus
grátur og raus, grátur og
raus,
á grandanum heyrist grátur og
raus,
getið þið hvern ég meini.
Lector situr sálarlaus
sálarlaus, sálarlaus.
Lector situr sálarlaus
sunnan undir steini
Virðar segja viskulaus,
viskulaus, viskulaus,
virðar segja viskulaus
vestan undir steini.
Aðrir segja ærulaus,
ærulaus, ærulaus,
austan undir steini.
Nokkrir segja náttúrulaus,
nátturulaus, náttúrulaus,
nokkrir segja náttúrulaus
norðan undir steini.

Leiðarlok
Þessum stutta göngutúr okkar í góðvirðinu með Kristjáni Eldjárn er nú að ljúka. Hér vantar ekki viðsýnið eins og rétt nú áður var minnst á og land Bessastaða blasir við næst okkur og í fjarlægð blá fjöll sem geyma að baki sér byggðir landsins í fjörðum þess og dölum. Hingað var lengi mænt, bæði með kvíða og von. Héðan lituðust þeir um ýmist skemur eða lengur, landnámsmaðurinn Bessi Þormóðsson, Diðrik Pining, Týli hirðstjóri Pétursson, Hvidfeld og Rosenkrans, Grímur Thomsen, Hallgrímur Scheving, Sveinbjörn Egilsson, Jónas Hallgrímsson og fleiri merkismenn sem koma við íslenska sögu. —AM“

Heimild:
-Tíminn 8. apríl 1982, bls. 16-18.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Húshólmi
Tiltölulega fáar bæjartóftir hafa verið rannsakaðar á Íslandi og því er erfitt að fullyrða um það hvernig þróun húsagerðar hefur verið. Víst er þó að hún þróaðist frá einföldum húsum til flóknari húsa. Landnámsmenn reistu sér skála með svipuðu lagi og þekktust í Noregi og á Suðureyjum líkt á sjá má á lagi landnámsskálans í Aðalstræti í Reykjavík, sem talinn er að hafi verið reistur um 930. Húsagerðin þróaðist hins vegar öðruvísi hér en annars staðar, einkum vegna byggingarefnisins sem og aðstæðna.
Erfitt hefur verið að halda við einföldum húsum. Við endurnýjun hefur þurft að rífa þau frá grunni og byggja upp á nýtt. Lausnin hefur verið að byggja við þau, flytja í nýbygginguna og endurnýja síðan gamla húsið (skálann). Þannig mynduðust smám saman afhýsi eða hliðarbyggingar út frá upphaflegu byggingunni líkt og sjá má á tóftum Stangar í Þjórsárdal (eyddist í Heklugosi 1104), síðar í Gröf í Öræfum (fór í eyði í gosi úr Öræfajökli 1362) og Fornu-Lá í Eyrarsveit (fór í eyði á tímabilinu 1450-1550). Lokastigið má síðan sjá t.d. á Glaumbæjarbænum, sem er frá fyrri hluta 20. aldar.
Eiríksstaðir í Haukadal er tilgátuhús af elstu gerð húsa hér á landi. Rústirnar í Aðalstræti gefa vel lögun og stærð slíkra húsa til kynna, staðsetningu langelds o.fl. Örfáar skissur eru til í fornum handritum um útlit húsa frá þeirra tíma, s.s. í Skarðsbókarhandritinu. Fljótlega hafa húsin (skálarnir) verið þiljaðir að innan.
Valþjófsstaðahurðin (frá ca. 1200) sýnir útskurð lítillar stafkirkju. Stafverkið þróaðist síðan eins og annað, allt frá því að hornstaurar voru grafnir í jörðu og stafþil milli þeirra og að því að hornstaurar voru lánir standa á grjótundirstöðum.
Síðastnefnda gerðin var notuð allt frá 11. öld og fram að siðaskiptum. Þá tók við svonefnt „bindingsverk“, en á milli þeirra hafði „stokkaverkið“ verið notað. Slíkt handbragð má t.d. sjá í bjálkahúsunm. Bindingsverkið var í rauninni grind, sem gerð eftir ákveðnu lagi og klædd, t.d. með torfi og grhóti. Það var allsráðandi eftir siðaskiptin, þótt endurbyggð eldri hús hafi stundum haldið fyrra lagi.

Laufás er ágætt dæmi um þróun húsagerðar frá 16. öld allt til 20. aldar. Fyrst var byggður skáli, síðan nýbygging við stafn. Þá var bætt við húsin eftir þörfum, s.s. skemmu, smiðju og dúnhúsi. Eldri hús voru rifin og ný tóku mið af þágildandi kröfum og aðstæðum. Veðurlag setti mark sitt á húsagerðina.
Árið 1776 kom fram hugmynd frá dönskum arkitekt um íslenskt íbúðarhús, byggt að hætti eyjaskekkja. Það var úr steini og torfi, með torfi á þaki, en arni og hitahólfum inni. Herbergin voru tvö, sitt hvoru megin. Guðlaugur Sveinsson kom fram með hugmynd sína að íslenska burstabænum (1791). Upphitun var ekki í íslenskum bæjum, utan hlóðarhitans. Íslenska tillagan breytti herbergisskipan verulega. Hins vegar voru herbergi næst timburgöflunum lítt nothæf nema að sumarlagi vegna kulda. Glaumbær í Skagafirði er dæmi um stóran burstabæ frá 19. öld og fram á 20 öld.
Gaukstaður í Hróarstungu, byggðir 1900, er annar tveggja kotbæja á Íslandi með fjósbaðstofu. Kýr voru þá hafðar í fjósi undir baðstofunni þar sem fólk hafðist við. Rakinn, lyktin og hávaðinn var þó til vansa. Mun þetta hafa tíðkast á minni bæjum hjá fólki í þokkalegum efnum. Önnur tegund af fjósbaðstofu var til, svonefnd gangfjósbaðstofa. Þá var gangurinn á baðstofuloftinu lægri en pallarnir til hliðar.
Verksummerki á timbri getur gefið til kynna hvernig það var unnið og með hvaða verkfærum. Sagnir voru til hér á landi frá upphafi landnáms, en ekki til stórviðarbrúks. Slíkar sagir komu ekki til sögunnar í Noregi fyrr en á 16. öld. Þangað til var timbur unnið með því að meta hvern stofn, strika hann og afhýða. Loks voru fleygar reknir í jafnþykkan plankann og hann klofinn í þiljur.
Stafkirkjurnar íslensku voru bygðar með þeirri aðferð.
Undir það síðasta vék torfið smám saman fyrir timbrinu, tjörupappanum og bárujárninu. Tjörupappinn kom hingað til lands um 1840 og bárujárnið um 1880. Um þetta leyti varð vakning í að byggja betri híbýli, einkum meðal menntamanna og aðkominna útlendinga. Landsmenn streyttust þó á móti – töldu og vildu viðhalda burstabænum sem megineinkennum íslenskrar húsagerðarlistar. Fyrstu íslensku arkitektarnir (1900-1940), s.s. Rögnvaldur Ólafsson og Guðjón Samúelsson, dreymdi um að finna upp þjóðlegan íslenskan byggingastíl. Slíkan stíl má sjá á Korpúlfsstöðum og á Laugarvatni.
Framhús úr bárujárni voru byggð framan við gömlu torfbæina (1890-1920), en innangengt var úr þeim í gamla hlutann.
Eiríksstaðir í Svartárdal er ágætt dæmi um bæ frá upphafi 20. aldar, byggður upp úr eldri tóftum. Hann er nú að hruni kominn og því kjörið tækifæri fyrir fornleifafræðinga að fylgast með og skrá breytingar á hrunaferli bæjarins þar sem hann er smám saman að verða að rúst.Byggt á kennslustund (HS) í fornleifafræði við HÍ 2006.

Landnámssýning

Landnámssýningin í Aðalstræti – skáli.

Grænuborgarrétt

Þegar FERLIR reyndi að leita upplýsinga um fjárrétt undir Stapanum kom upp „Brekkurétt„. Ljóst er að réttin var þarna, neðan við Stapabúð og að sú búð lagðist í eyði á undan Brekkubænum þar skammt austar. Réttarinnar er hvorki getið í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Stóru-Voga né í umfjöllun Sunnudagsblaðs Tímans 1964 um helstu minjastaði vestan Voga. Þar segir: „Brekka, reist árið 1848, hélzt í byggð fram um 1930, en þá flutti síðasti búandinn þaðan og reisti sér hús í Vogum. Það er fyrsta „þurrabúðin” sem rís þar í hverfinu á þessari öld. Stapabúð, reist 1872. Þar var búið til 1896, og hefur búðin hangið uppi að nokkru til skamms tíma. Kerlingabúðir voru nokkru utar.“

Stapabúð

Stapabúð. Þarna sést „Brekkurétt“ á sjávarkampinum neðan við matjurtargarðinn norðan við húsin.

Það liðu því 34 ár á millum ábúnaðar Stapabúðar og Brekku, þ.e. eftir að Stapabúð fór í eyði. Í hugum Vogabúa þess tíma var Brekkuréttinn undir Stapanum neðan við fyrrum Stapabúð. Réttin sú gæti upphaflega heitið „Stapabúðarétt“, en hennar er hvergi getið í heimildum. Þó má sjá hana á ljósmynd frá Stapabúð fyrir árið 1896. „Brekkuréttar“ er ekki getið í „Aðalfornleifaskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – áfangaskýrsla III, Fornleifastofnun Íslands 2006.“

Brekkurétt

Í „Brekkurétt“.

Í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Stóru-Voga er, sem fyrr sagði, ekki getið um „Brekkuréttir, en hann getur þar um Vogaréttir: „Upp af Heljarstíg, vestanvert við Kvennagönguskarð, eru Háhólar. Vestast undir Kvíguvogabjörgum er Mölvík og Hólanef þar litlu austar og þar enn austar er svo Skollanef, út þangað teygir sig gróðurlendisræma. Þar innan við eru svo ystu verbúðirnar og nefndust Kerlingarbúðir. Heita þær svo vegna þess að útróðramenn er þar voru tóku kerlingu er hjá þeim var matselja, drápu hana og notuðu í beitu. Einn mannanna vildi ekki taka þátt í ódæði þessu. Áður en vermenn þessir reru síðasta róðurinn birtist hún manni þessum í draumi og bað hann að róa ekki þennan róður. Gerði hann sér upp veiki og lá eftir. Vermennirnir drukknuðu allir í þessum róðri. Þannig hefndi kerling þessa verknaðar. Framundan eru svo Kerlingarbúðarvarir, voru þær allgóðar lendingar. Næst þar fyrir innan var svo Stapabúð, stóð í Stapabúðartúni og er lítið eftir af því en Stapabúðarvarir voru þar framundan. Þá er Sandvík og Sandvíksvör, var þar allgóð lending.

Brekka

Brekka undir Stapa 1928. Stapabúð, innar, í eyði.

Þá kom Brekka í Brekkutúni er náði allt upp í Eggjar. Þarna var lengst byggð undir Stapanum. Fram undan var Brekkulón og Brekkulónsvarir eða Brekkuvarir. Fram undan Brekku var tangi nefndur Hólmur og þar var Hólmsbúð og framundan henni Hólmsbúðarvör. Langasker innan við Brekkulóð, en svo var Brekkutúnið kallað, var svo Kristjánstangi. Fremst á honum var Brimarhólmur og þar fram af Brimarhólmstangi og fram í tanganum Tangavör eða Brimhólmstangavör.

Vogaréttin

Vogarétt – loftmynd 1954.

Tvö vik voru þarna, nefndust Moldir og greindust í Stóru-Moldu og Litlu-Moldu. Stakksfjörður heitir fjörðurinn milli Brunnastaðatanga og Hólmsbergs. Inn úr honum liggja Vogarnir milli Eyrartanga að utan og Kvíguvogastapa að sunnan. Aðalbýli Voganna eru Stóru-Vogar en upprunalegasta nafnið mun vera Kvíguvogar. Úr Stóru-Voga landi byggjast síðan Minni-Vogar. Síðar byggðust svo hjáleigur og báru ýmiskonar nöfn. Vestast voru Stapakot, Brekka og Hólmur sem áður eru nefndar. Þessar hjáleigur eru víða nefndar… Þá munu Snorrastaðir hafa verið ein hjáleigan en talið er að þeir hafi farið í eyði í eldsumbrotum á 13. öld en þá voru uppi miklir eldar á Reykjanesi.

Upp af Moldu voru Vogaréttir. Voru þar lögréttir fyrir Strandar-, Rosmhvalanes-, Hafna- og Grindavíkurfjárbændur. Innan við, þar nokkru sunnar, eru vegamót Almenningsvegarins, Gamla- og Skógfellavegar eða Grindavíkurvegar. Hvergi er þarna getið um Brekkurétt.

Voagrétt

Vogarétt – uppdráttur ÓSÁ.

Í „Deiliskráningu fornleifa í Vogavík, Vogum á Vatnsleysuströnd (Fornleifastofnun Íslands 2014) segir m.a. um Vogaréttina: „Vogaréttir heimild um rétt 63°58.369N 22°23.552V. Upp af Moldu eru Vogaréttir. Voru þar lögréttir fyrir Strandar- Rosmhvalanes- Hafnar- og Grindavíkurfjárbændur,“ segir í örnefnaskrá. Samkvæmt Sesselju G. Guðmundsdóttur sést ekki til réttarinnar þar sem grjót úr henni var tekið og sett í sjóvarnargarð. Viktor Guðmundsson telur að réttin hafi staðið við austurhorn stórs bragga í norðvesturhorni afgirtrar lóðar fiskeldisins. Skátamót voru haldin þarna um 1974-1975, var þá hægt að sjá neðstu steinanna í hleðslunni, annars hafði grjótið verið tekið til hafnargerðarinnar.
Réttin stóð þar sem nú er lóð fiskeldisstöðvar á flatlendi skammt suðvestur af ströndinni.

Vogarétt

Vogaréttin – mynd Sigurðar Inga Jónssonar, sem staðsetur réttina fyrrverandi af nákvæmni á núverandi lóð Stofnfisks.

Upplýsingar um rétta staðsetningu réttarinnar bárust eftir að vettvangsvinnu lauk og var staðurinn því ekki skoðaður á vettvangi en líkur eru til þess að lítið sem ekkert sjáist til minja um réttina. Farið var aftur á vettvang veturinn 2014 þegar unnin var deiliskráning á lóð Stofnfisks og umhverfis hana vegna breytinga á aðalskipulagi og þá var staðurinn skoðaður þar sem réttin var. Engin ummerki sjást um réttina vegna bygginga og annarra mannvirkja í tengslum við starfsemi Stofnfisks.“

Vogarétt

Kristjánstangi – uppdráttur (úr fornleifaskráningu fyrir Vogavík).  Fyrrum rétt eða fjárborg?

Enn ein réttin á þessu svæði var á Kristjánstanga. Hennar er getið í Fornleifaskráningu fornleifa í Vogavík á Vatnsleysuströnd, Fornleifastofnun Íslands 2014. Þar segir m.a.: „Eftir að vettvangsvinnu við aðalskráningu lauk árið 2008 benti Viktor Guðmundsson, heimildamaður, skráningarmönnum á hringlaga hleðslu í fjörunni á Kristjánstanga auk fleiri hleðslna sem eru að koma undan sjávarbakkanum. Hleðslurnar eru um 785 m suðvestan við Stóru-Voga. 2014: Farið var aftur á vettvang þegar unnin var deiliskráning á lóð Stofnfisks og umhverfis hana vegna breytinga á aðalskipulagi og þá voru þessar minjar skoðaðar á vettvangi.
Minjarnar eru á grýttu svæði í fjörunni sunnan við flatar og sléttar klappir. Sjór gengur yfir svæðið og brýtur stöðugt af sjávarbakkanum.
Viktor Guðmundsson gaf eftirfarandi upplýsingar um minjarnar: Hringlaga hleðslan er um 11 m í þvermál, grjóthlaðin. Veggir hennar eru um 1,4 m á þykkt. Rétt austan við þessa hleðslu eru aðrar hleðslur að koma undan bakkanum og fast við þær hleðslur hefur hugsanlega verið vör. Landbrot hefur verið þarna undanfarin ár og gætu þessar hleðslur eyðilagst á skömmum tíma.

Kristjánstangi

Hleðslur í fjöruborðinu á Kristjánstanga.

Ekki er ljóst hvers konar mannvirki/mannvirkjum þessar hleðslur hafa tilheyrt en líklegt er að þau hafi tengst útgerð og fiskverkun. Hlutverk hringhleðslunnar er einnig óútskýrt. Ef til vill hefur hún líka verið í tengslum við útgerð en það kann að vera að þetta séu leifar af stæðilegri fjárborg. Ekki er þá ólíklegt að eftir að hún féll úr notkun hafi grjótið úr henni sem ekki var gróið við svörðinn verið endurnýtt í hleðslur. Það grjót sem skilið var eftir hefur nú komið í ljós þegar sjórinn hefur hreinsað allan jarðveg ofan af því. Stórhætta er vegna landsbrots.

Og þá að Grænuborgarréttinni. Í Örnefnalýsingu GS fyrir Stóru-Voga segir m.a.: „Austur af Búðarvör taka við Minni-Vogafjörur, Ytri- sem ná að Grænuborgartöngum. Frá Búðinni lá einnig Grænuborgarkampur alla leið að Vesturtúngarði og bak við kampinn, Grænuborgarstígur, allt heim í Vesturhlið á Grænuborgartúngarði sem er grjótgarður vestan og sunnan túnsins. Grænaborg stendur á bæjarhólnum en í suðurtúninu er klapparhóll sem heitir Latur. Austan Grænuborgarhúss í Grænuborgartúni er Grænuborgarbrunnur og Brunngatan þaðan og heim til húss. Sjávargatan liggur heiman að niður á kampinn en þar er Grænuborgarnaust og Grænuborgarvör. Á kampinum er Sjávarbyrgið eða Grænuborgarbyrgi. Grænuborgarós liggur vestan Grænuborgartanga og fram af ósnum eru Ósskerin. Í tanganum er Grænuborgarlón. Hnallsker er hérna fram af og Manndrápssker, er líklegt að þar hafi orðið mannskaði þó þar um sé engin sögn.

Grænuborgarrétt

Grænuborgarrétt.

Frá Grænuborgarvör liggja Austurkotsfjörur allt út undir Djúpaós. Þar taka við Minni-Vogafjörur, Eystri- allt að Syðrirás. Yst í Djúpaós er Dýpstiós. Nokkru innar er Vatnasker, þar upp af eru Vatnsskersbúðir og Vatnsskersbúðarvör. Einnig Djúpavogsvör. Austan við hólmana sem Vatnsskersbúðir eru á er svo Innrirás og skerst hún nokkru lengra inn í landið en Syðrirás. Frá Grænuborgarvör og allt inn að Syðrirás var á sjávarkampinum sjóvarnargarður. Var hans oft ærin þörf því í háflæðum rann sjórinn inn yfir Austurtúnið og var þá ekki lítið verk að hreinsa allt grjót og þara af túninu. Þar sem sjóvarnargarðurinn og suðurtúngarðurinn komu saman var Grænuborgartúngarðshliðið, eystra. Ofan eða sunnan suðurtúngarðs var Grænuborgarrétt. Var hún vorrétt þeirra Vogamanna. Spölkorn sunnar lá Almannavegurinn, Gamli- og þó hann sé nú ekki farinn sést hans glögg merki. Vestasti hluti Vatnsleysustrandarheiðar sem er í Stóru-Voga landi nefnist Vogaheiði“.
Ólíklegt er að „Grænaborgarréttin“ hafi verið vorrétt Vogamanna, líkt og að framan segir. „Réttin“ ber þess öll merki að hafa verið heimastekkur þar sem fært var frá eftir að selstöður í heiðinni lögðust af.

Grænuborgarrétt

Grænuborgarrétt.

Í Fornleifaskráningu í landi Minni-Voga og Austurkots (Fornleifastofnun Íslands 2006, bls. 11) segir: „Grænuborgarrétt hleðsla rétt 63°59.401N 22°23.077V – Ofan eða sunnan Suðurtúngarðs var Grænuborgarrétt. Var hún Vorrétt þeirra Vogamanna.“ segir í örnefnaskrá. Réttin er um 70 m norðvestur af vörðu. Réttin sem er hlaðin utan í nokkuð háan hól, stendur í gróinni kvos umkringd grýttum hólkollum.
Réttin er 15 x 11 m að stærð og er grjóthlaðin. Hún er aflöng, snýr norður-suður og skipist í þrjú hólf. Um miðjan vesturvegg hleðslunnar er lítið hólf, um 2×2 mað utanmáli. Út frá því er hleðsla sem skiptir réttinni í tvennt. op er í norðvesturhorni réttarinnar. Frá opinu liggur um 10 m hlaðinn grjótgarður sem sveigir fyrst til VNV en síðan til vestur og hefur líklega verið byggður til að auðvelda innrekstur í réttina. Hleðsluhæð réttarinnar er mest um 0,6 m og í veggjum sjást 4-5 umför af grjóti.
Hættumat: hætta, vegna framkvæmda.“

Brunnastaðarétt

Brunnastaðarétt 2022.

Brunnastaðarétt á Vatnsleysuströnd er hvergi getið í heimildum. Hún sést þó vel á loftmynd frá árinu 1954. Í „Aðalfornleifaskráningu fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – áfangaskýrslu III (Fornleifastofnun Íslands 2006)“ er getið um fornleifar í Brunnastaðahverfi, en réttin sú kemur þar hvergi við sögu. Út frá loftmyndinni frá 1954 ná staðsetja réttina og við athugun Ferlirs á vettvangi mátti glögglega slá leifar hennar, sbr. meðfylgjandi drónamynd.

Brunnastaðarétt

Brunnastaðarétt 1954 – uppdráttur ÓSÁ.

Af framangreindu má sjá að hvorki er hægt að treysta á Örnefnalýsingar né fornleifaskráningar þegar fornleifar eru annars vegar. Jafnan eru þær síðarnefndu byggðar á þeim fyrrnefndu, en þess minni áhersla jafnan lögð á að leita uppi minjar að fenginni reynslu á fæti hverju sinni…

Heimildir:
-Örnefnalýsing Gísla Sigurðssonar fyrir Stóru-Voga.
-Tíminn Sunnudagsblað 20. sept. 1964, bls. 883.
-Fornleifaskráning í landi Minni-Voga og Austurkots, Fornleifastofnun Íslands 2006, bls. 11.
-Deiliskráning fornleifa í Vogavík, Vogum á Vatnsleysuströnd, Fornleifastofnun Íslands 2014.
-Aðalfornleifaskráning fornleifa í Sveitarfélaginu Vogum – áfangaskýrsla III, Fornleifastofnun Íslands 2006.

Brunnastaðarétt

Brunnastaðarétt – fyrr og nú.

Finnsstaðir

Norðan Vífilsstaðavatns eru rústir á lágum hól; Finnsstekkur. Í örnefnalýsingum er einnig getið um Hálshús og Finnstaði.
FinnsstadirÞessar tóftir eru „þegar farið er inn með Vífilsstaðavatni. Er þá komið í vog eða krika, sem nefnist Hálshúsakriki. Hafa Hálshús verið þarna nálægt. Þarna eru rústir á lágum hól, nefnist þar Finnstekkur (ÖS-GS). Stekkur var í eina tíð við voginn Hálshúskrika sem er í nyrsta hluta Vífilsstaðavatns (ÖS).“ Þá segir: „Í gömlum skjölum er þess getið að þarna hafi verið hjáleiga nefnd Finnsstaðir (ÖS). Þarna eru rústir í lágum hól, en í fornu bréfi og Jarðabók Árna og Páls eru Finnastaðir hjáleiga frá Vífilsstöðum, þá niðurlögð fyrir nokkru (ÖS, 1971).“
Tóftirnar gætu einnig um tíma hafa þjónað sem beitarhús sbr..: „Björn Konráðsson ráðsmaður á Vífilsstöðum taldi að þarna hefði verið býli og peningshús, sem var seinna breytt í beitarhús“. Ásýnd tóftanna benda til þessa, en undir þeim eru greinilega eldri búsetuminjar, hugsanlega Finnsstaða.

Heimildir:
-Örnefnastofnun, Ari Gíslason og Örnefnastofnun, 1971.
-Örnefnastofnun, Gísli Sigurðsson.

Finnsstaðir

Finnsstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

Breiðabólstaður

Eftirfarandi viðtal við Gísla Sigurðsson birtist í Þjóðviljanum árið 1967:
Gisli Sigurdsson 1967„Mig grunar að fjöldi Reykvíkinga viti lítið um Álftanes, annað en að þar situr forseti íslenzka lýðveldisins og að áður fyrr sátu á Bessastöðum óvinsælir útlendir umboðsmenn hans hátignar danakóngs. En sagan um Álftanesið er ekki einungis sagan um kóngsins menn og kúgara, heldur líka sagan af hinum kúguðu, þrælakistunni og aftökum fyrir misjafnar sakir, stundum engar, Ég fékk Gísla Sigurðsson lögregluþjón í Hafnarfirði til fylgdar um nesið nú á dögum, en hann er einn kunnasti maður þar um slóðir og hefur safnað ógrynni örnefna af Álftanesi og víðar.
Kóngsnes er gamalt uppnefni á Álftanesi, enda sölsaði kóngur það snemma undir sig ásamt ölflu kviku, bændum og búaliði. Þannig voru Álftnesingar i nánara sambýli við hið veraldlega vald en flestir aðrir landsmenn og kvaðir þær, sem hans hátign þóknaðist að leggja á menn, komu harðar niður á þeim en nokkrum öðrum. Má því með nokkrum rétti segja, að þeir hafi um aldir lifað í hreinni ánauð umboðsmanna kóngs á Bessastöðum. Þeir skyldu róa á kóngsskipum, leggja til menn og hesta í hvert sinn er umboðsmaður krafðist, ásamt óteljandi öðrum kvöðum. Benedikt Gröndal, sem var alinn uþp á Bessastöðum og Eyvindarstöðum á Álftanesi, segir svo frá í Dægradvöl sinni, að oftsinnis hafí menn verið kallaðir frá róðrum tiil að sigla höfðingjum og kvinnum þeirra um sundin. Þá var oft vani þeirra, þá er þeir báru kvinnurnar út í bátana, að hrasa með þær í sjóinn og misstu þær við það löngun til nánari kynna af þeirri hráblautu höfuðskepnu. Kóngur gerði út nær öll, ef ekki öll skip af Álftanesi, en þaðan var mikið útræði og varir framundan hverjum bæ að heita mátti. Þannig varð hans hátign mesti útgerðarmaður á Íslandi næstur á eftir Guði almáttugum og ekki síður harður húsbóndi.
Nú mun það vera nokkuð almenn skoðun að Álftnesingar hafi verið kúgaður kotalýður, frugtandi sig fyrir Breidabolsstadur og AkrakotBessastaðavaldinu með kollhúfuna í annarri hendinni, en hálftóma pontuna í hinni. Gísli vill ekki viðurkenna þessa mynd af Álftnesingum fyrri alda. Hann segir þvert á móti að það bera vott um talsverðan mannsbrag, að þeir skyldu yfirleitt hafa tórt og skilað landinu eftirkomendum við svo hroðalegar aðstæður.
Til þess að gera langa sögu Bessastaða stutta verður hér tilfærður kaflinn um þá úr bók Þorsteins heitins Jósepssonar, „Landið þitt“.
„Bessastaðir (GK) forsetasetur og fornt höfuðból á Álftanesi. Fyrst þegar Bessaataða er getið í fornum heimiidum, eru þeir í eigu Snorra Sturlusonar, eins kunnasta sagnfræðings og rithöfundar á Norðurlöndum á sínum tíma — sjá Reykholt (BO). Skömmu síðar kemst jörðin i konungseign og verður brátt að höfuðsetri æðstu valdsmanna konungs á islandi og það allt til loka 18. aldar.

Landakot og Deild

Þá hafa allan þann tíma verið teknar ákvarðanir um ýmsa þá atburði sem hvað örlagaríkastir hafa orðið fyrir íslenzku þjóðina og ekki ætíð á sem beztan veg. Í byrjun 19. aldar er lærði skólinn, þá æðsta menntastofnun Íslendinga, fluttur að Bessastöðum og starfar þar undir handleiðslu mikilhæfra og góðra kennara um 40 ár, þar til hann flytzt til Reykjavíkur 1846.
Á seinni hluta 19. aldar eða frá 1867, eru Bessastaðir í eigu eins af kunnustu og mikilhæfustu skáldum 19. aldarinnar, Gríms Thomsens (1820-1896). Eftir hann liggur fjöldi ritsmíða, einkum um fagurfræði og bókmenntir og mikið af því var birt á erlendum tungumálum, en kunnastur er hann fyrir ljóðaskáldskap sinn, sem í ýmsu skipar sérstöðu í íslenzkri ljóðagerð. Grímur Thomsen lét sig landsmál allmiklu skipta og sat á Alþingi Íslendinga um fjölda ára.
Á Bessastöðum fæddist Benedikt Sveinbjarnaron Gröndal (1826-1907), eitt af sérkennilegustu skáldum og rithöfundum okkar á síðari hluta 19. aldarinnar. Hann hefur skrifað fjölda skáldrita, auk kennslubóka og bóka og ritgerða um náttúrufræði.
Svidholt 1967Eftir lát Gríms Thomsens hafa Bessastaðir verið lengst í eigu einstakiinga, unz Sigurður Jónasson forstjóri í Reykjavík gaf ríkinu staðinn fyrir þjóðhöfðingja-setur. Síðan hafi báðir forsetar Íslands dvalið þar, Sveinn Björnsson frá því hann varð ríkisstjóri 1941 og síðan forseti 1944 til dánardægurs og sáðan Ásgeir Ásgeirsson, sem hefur setið þar frá 1952.
Forsetabústaðurinn á Bessastöðum er með elztu húsa á Íslandi, byggður 1763 sem amtmannssetur, síðan hefur húsinu verið nokkuð breytt og byggt við það.
Á Bessastöðum er kirkia, líka gamalt hús, en hún var í smíðum frá 1780 títt 1823. Fyrir fáum árum hafa verið settir í hana nýir gluggar með litglerjum eftir íslenzka listamenn. Í Bessastaðakirkju eru tveir legsteinar, annar yfir Pál höfuðsmann Stígsson d. 1566, hinn yfir Magnús amtmann Gíslason d. 1766.
Í Bessastaðalandi var gert virki á 17. öld (Skansinn) til að verjast sjóræningjum og óvinaher, ef þeir gerðu sig líklega til að ráðast á staðinn. Skansinn er í Bessastaðalandi með háurn veggjum, nú grasi gróinn. Gegnt Bessatöðum er Gálgahraun. Í því er Gálgaklettur, þar sem sakamenn voru hengdir — sjá Kópavogur (GK). Voru líkin urðuð í klettaskoru skammt frá aftökustaðnum, og sagt er að þar hafi fundizt mannabein á sl. öld.“ Svo mörg eru þau orð og má af þeim ráða að þarna eru miklar söguslóðir þrungnar miklum örlögum bæði einstaklinga og þjóðar okkar sem heildar.

Bjarnastadir - barnaskoli

Gísli kann sögu af manni nokkrum, sem dæmdur hafði verið af lífi og skyldi hengjast í Gálgahrauni. Manninum fannst sér milkil virðing sýnd, að hann skyldi hengjast að höfðingjaboði við hátíðlega opinbera athöfn og hagaði klæðaburði sínum í samræmi við það. Hann fór í sparifötin og voru gylltir hnappar á jakkanum. Líkið var síðan látið hanga uppi um nóttina, eins og þá var siður, en um morguninn var búið að reyta skarthnappana af jakkanum fangans. Það var gott að njóta leiðsagnar Gísla um Áltftanesið, en ekki verður sagt í stuttri blaðagrein að gera sagnfræði eða örnefnum nein skil, svo að gagn verði að. Við munum því fara fljiótt yfir sögu og reyna að kynna fólki þetta fallega nes við bæjardyr Revkvíkinga, Kópavogsbúa, Garðhreppinga og Hafnfirðinga.
Maður hefur strax á tilfinningunni að maður sé kominn langt upp í sveit, þegar hrauninu sleppir og við tekur hið eiginlega Álftanes. Úti á nesinu er allt gróðri vafið. tún við tún og myndarleg býli hvert sem augum er rennt. Þar eru Breiðabólsstaðir, Eyvindarstaðir. Sviðholt, Langbolt, Bjarnastaðir, Skógtjörn að ógleymdum Bessastöðum. en þangað snerum við fyrst fararskjótum okkar.
Litlibaer - sumarhusÆtlunin var fað fara út á Skansinn, en þegar til átti að taka var öll umferð þangað út stranglega bönnuð, og nenntum við ekki að þiðja leyfis að fara þangað. Tveir hólmar eru þarna við landið og heitir annar Bessahólmi. Enginn veit hvernig það nafn er til komið, en sagnir enu um að þar sé haugu í Bessa þess er fyrstum mun hafa byggt á Bessastöðum, en þeir eru ekki taldir með landnámsjörðum í Landnámu. Þar fyrir er svo sem engan veginn víst að svo sé ekki. Í hólmanum er æðarvarp og eins í öðrum hólma nær landi.
Það er fallegt á Bessastöðum í góðu veðri eins og var þennan dag. Heyskapur var þar í fullum gangi og heyjað fyrir þjóðina, þvtí að öll eigum við þessa vildisjörð. Eyvindarstaðir eru skammt þar frá. Þangað er búsældarflegt heim að líta og þar bjó Sveinbjörn Egilsson skáld, meðan hann var refctor Bessastaðaskóla. Þar bjó líka Benedikt Gröndal um tíma. Þarna ekki alllangt í burtu er steinn einn mikill og mæla fjórar jarðir land sitt í hann. Um hann er sú saga, að skólapiltar á Bessastöðum hafi setið þar fyrir Jðni Jónssyni meðan hann var lektor við skólann og hýtt hann þar. Út af því var kveðinn gamansamur bragur, eins og títt var í þá daga, er stóratburðir gerðust.
Helguvik - skurarÍ þessu bjarta og fagra veðri var viðsýnt af nesinu, þótt það sé lágt, en sagt er að af Garðaholti megi sjá til byggða þar sem meira en helmingur þjóöarinnar er saman kominn. Sjálft er nesið lágt, eins og fyrr er sagt og sjórinn hefur sífellt verið að eyða af því stórum skikum og eru heimildir til um, að eítt kotið hafi sex sinnum verið fært undan sjávarágangi. Það er því ekki undarlegt að víða er hægt að sjá fyrir sjóvarnargörðum, sem hlaðnir hafa verið á undangengnum öldum. Í landi hvers stórbýlis hefur verið fjöldinn allur af kotum og hjáleigum ásamt þurrabúðum. Nöfn þeirra margra lifa enn í dag, þó að þau sjálf sáu löngu horfin. Þannig er um örreitiskot úr Sviðholtslandi. Það hét Friðrikskot, en var uppnefnt „Friðriksgáfa“ eftir stórhýsi á Möðruvöllum norður. Þarna var og Bakkakot og þar var glímuvöllur, sem nefndur var Bakkakotsbakki, en á honum var mikið glímt á árunum 1880-1884. Upphaflega var kotið hjáleiga frá Sviðholti, en kóngsumboðsmaður gerði það að sjálfstæðu býli og tók fyrir það fulla leigu. önnur kot hétu Gesthús, Hákot, Sveinskot, Marmarakot og Glerhöll, og eru fáein talin.
Nafnið á síðastnefnda kotinu er þannig til komið að settar voru tvær glerrúður í glugga og hefur ÁlBessastadir 1967ftnesingum þótt slíkt nokkurt oflæti hjá kotkarli. Ein af kvöðum Álftnesinga sem leiguliða hans hátignar, var að róa á skipum hans. Umboðsmaður sá hag sinn og kóngs í því að hafa skipin sem flest og smæst, til að fá því fleiri skipshluti.

Eitt sinn stóð hjáleigan Litlibær niðri undir sjó hjá Bjarnastöðum, þar sem nú stendur barnaskóli hreppsins. Árið 1918 tók Gísli þátt i því ásamt fleirum að rífa niður tætturnar af kotinu og rakst þá á hellu eina, og var klöppuð vangamynd af manni á hana. Myndin var nauðalík vangamynd þeirri sem til er af Jónasi Hallgrímssyni. Gísli lagði helluna til hliðar, en hafði ekki rænu á að tilkynna þjóðminjaverði fundinn og er hellan nú sennilega glötuð með öllu, nema hún hafi lent einhversstaðar í hleðslu. Mé nærri geta hvílíkur missir er af líkum gripum, svo fátækir sem við erum af steinmyndum frá fyrri öldum, ef legsteinar eru ótaldir. Nú stendur í landi Litlabæjar sérkennilegur sumarbústaður. Hann er alllur hlaðinn úr grjóti þaðan úr fjörunni og ákaflega skemmtilegt mannvirki.
Það er hægt að aka um nesið þvert og endilangt, en þar sem höfund þessara skrifa skortir bæði ritsnilld og þekkingu til að gera nesinu nokkur afgerandi skil i svo stuttu máli, getur hann ekki annað en ráðlagt íbúum þéttbýlisins hér í suðvesturhorni Faxaflóans að líta út á Álftanes, áður en þeir fara að skokkast eitthvað út í buskann í sumarleyfinu sínu, jafnvel til útlanda. Að vísu ferst höfundi ekki að liggja fólki á hálsi fyrir að Heita að vatni handan lækjarins, því u.þ.b. eitt hundrað metra frá heimili hans er einn af alvíðsýnustu útsýnisstöðum hér í nágrenninu. Þangið hefur hann komið nákvæmlega tvisvar og í fyrra skiptið eftir að hafa búið í námunda við hann í átta ár. Svona er mannfólkið skritið að horfa ævinlega út í blámann en aldrei niður fyrir tærnar á sér og svo er sagt að við séum skammsýn!
Undirritaður vill hérmeð þakka Gísla Sigurðssyni samfylgdina um Álftanesið og afsaka hve sorglega lítið hefur orðið úr þeim fróðleik, sem hann reyndi að miðla höfundi á leiðinni.“

Heimild:
-Þjóðviljinn 30. júlí 1967, bls. 6-7. Gísli Sigurðsson.

Bessastaðir

Bessastaðir.

Urriðakot

„Tún og tóftir eyðibýlisins „Urriðakots“ þekkja margir sem þarna eiga leið um, en eðlilega er saga býlisins minna kunn.
Urridakot-22Til að bæta nokkuð úr því fer hér á eftir lýsing á mannlífi í Urriðakoti á meðan það var og hét. Um er að ræða hluta úr lengri ritgerð um þetta svæði, sbr. eftirmála. Tölur í svigum vísa til heimildaskrár aftast í textanum. Urriðakot var áður konungseign og síðar ríkiseign, en komst í einkaeign 1890. Alþingishátíðarárið 1930 bjuggu þar og höfðu búið í áratugi hjónin Guðmundur Jónsson (1866-1941), frá Urriðakoti, og Sigurbjörg Jónsdóttir (1865-1951), frá nágrannabænum Setbergi og áttu þau jörðina. Þau eignuðust 12 börn og er frá þeim mikill ættbogi kominn. Samkvæmt Fasteignabók 1932 var bústofn þeirra 140 sauðkindur og 5 kýr og auk þess 2 hross. Voru þá einungis fjórir bændur í Garðahreppi og aðliggjandi hreppum (Seltjarnarneshreppur, Bessastaðahreppur og Vatnsleysu-strandarhreppur), sem voru fjárríkari en þau hjón og þar af einungis tveir, sem áttu að marki fleira fé en þau. Fimm kýr þótti og álitleg nautgrtipaeign í þá daga.
Urridakot-23Er því nokkuð ljóst, að Urriðakotshjón hafa orðið að halda vel á spöðunum til þess að sjá bæði bústofni sínum og sér og sínum börnum farborða. Í Urriðakoti og nágrannabæjunum þar, sem sauðfjáreign var umtalsverð, byggðist sá búskapur mjög á útibeit. Voru þá höfð fjárhús ýmist heima við bæ eða beitarhús frá bæ þar, sem útibeit þótti góð. Sauðaeign var einnig veigamikill liður í fjárbúskap í þá tíð, en sauðir voru jafnan látnir ganga nær sjálfala úti árið um kring. Jón Guðmunds-son á Setbergi (1824-1909), faðir Sigurbjargar í Urriðakoti, var einn mesti fjárbóndi, sem sögur fara af hér um slóðir. Hann átti og fleiri sauði en allir aðrir. Í æviþætti af honum segir: “Allt fé á Setbergi í tíð Jóns bjargaðist á útigangi nema lömb og hrútar.”  

Urridakot-24

Guðmundur í Urriðakoti hafði á vetrum lömb og hluta af ánum í fjárhúsi heima við tún og beitti ánum með gjöf. Hluti af ánum var hafður fram eftir vetri við beitarhús í hraunjaðrinum þar nærri, sem nú er golfvöllurinn. Þegar snjóþyngsli voru, fór Guðmundur með hey í stórum poka upp eftir að hygla ánum. Guðmundur átti einnig um það bil 20 sauði, þegar mest var. Gengu þeir sjálfala, einkum í austanverðri Vífilsstaðahlíð, Selgjá, Búrfellsgjá og á Tungum, og gátu haft afdrep í hellum og skútum, sem þar eru víða.
Á síðari árum notaði Guðmundur skúta í jaðri Urridakot-25Búrfellshrauns undir Vífilsstaðahlíð, sunnan við Kolanefsflöt og örskammt frá grillstæðinu og bílastæðinu, sem nú er til þess að gefa við sauðum sínum í harðindum. Hann bar heyið í pokum yfir hraunið frá beitarhúsunum. Áður hafði mundur vanið sauði síns við veglegra fjárbyrgi, sem er skammt sunnan línuvegarins í hrauninu. Ef Guðmundur í Urriðakoti mætti nú rísa úr gröf sinni og skunda um Urriðakotsland, myndi honum án efa finnast púttarar í námunda við beitarhús sín og grillarar í námunda við sauðaskúta sinn framandlegir menn og óvelkomnir á sínu landi. Ef þeir Tóftabrot í Urriðakoti. Tóftir Urriðakots, Urriðakotsvatn og Hrauntangi.
Setbergshamar ber við loft til vinstri. Horft til Hádegisholts frá bæjarstæðinu í Urriðakoti. hinir sömu skyldu hins vegar sjá mann Urridakot-26koma hlaupandi við fót (Guðmundur í Urriðakoti var með afbrigðum léttstígur), er eins víst, að þeim yrði líkt við. Og þó! Þeim myndi án efa falla allur ketill í eld, þótt ekki væri nema vegna klæðaburðar mannsins. (“Þótt snjór væri eða bleyta var hann alltaf á kúskinnsskóm og án yfirhafnar hvernig sem viðraði“).
Mjólkin úr kúnum var mjög spöruð heima fyrir og var hún vafalaust drýgsta tekjulind búsins. Var mjólkin seld til Hafnarfjarðar og flutt á reiðingi allt fram undir 1930, að ökufær vegur var lagður milli Urriðakots og Setbergs. Um líkt leyti var tekið að nota heygrind til heyflutninga, en sláttuvél eignaðist Guðmundur aldrei.
Eitt var sérlega athyglisvert í tengslum við Urridakot-29heyskap í Urriðakoti, en það var nýting fergins (tjarnarelftingar), sem óx í vatninu. Fergin er nú horfið í vatninu og því miður er engin mynd til af því sérstaka verklagi, sem tengdist nýtingu þess. Um þetta farast Guðmundi Björnssyni svo orð: “Ferginið stóð ca. 30 cm upp úr vatninu og glitti í það á köflum. Við sláttinn voru menn á þrúgum úr tunnustöfum eða klofháum stígvélum og höfðu nót á milli sín. Með gaffli var því skóflað í land og síðan þurrkað á svokallaðri Ferginisflöt. Það var svo gefið kúm sem fóðurbætir.” Svo mikill var þessi ferginsheyskapur í vatninu, að hann nam 40-50 hestburðum (ekki tíundað sérstaklega í Fasteignabók 1932). Voru kýrnar sólgnar í þennan “fóðurbæti” og hafa án hafa verið vel haldnar og í góðri nyt. Ferginið í Urriðakotsvatni var með vissu slegið 1952. Engin bein skýring er hinsvegar á því hvers vegna fergin er nú horfið úr vatninu. Talið er, að það hafi horfið eftir 1973-1974 og orsökin hafi verið breytingar á frárennsli vatnsins. Önnur skýring kann þó að liggja beinna við, sem sé að vöxtur og viðgangur fergins í vatninu hafi verið háður því að það hafi verið slegið reglulega.

Lok búskapar í Urriðakoti.

Urriðakot

Urriðakot – túnakort frá 1908.

Þau Guðmundur og Sigurbjörg hættu búskap í Urriðakoti 1935. Þau voru þó áfram í Urriðakoti með 20-30 kindur. Jörðina leigðu þau dóttur sinni og tengdasyni. Um mitt ár 1939 seldu þau tveimur sonarsonum sínum jörðina og fluttust alfarin frá Urriðakoti 1941. Að heimsstyrjöldinni lokinni komst jörðin í eigu Oddfellowa. Eftir það bjuggu ýmsir á jörðinni fram undir 1960. Þá fór jörðin endanlega í eyði og skömmu síðar brann bærinn þar. Sú verðbólga, er hófst í landinu í kjölfar hernáms Breta, gleypti andvirði jarðarinnar og urðu Guðmundur og Sigurbjörg þá eignalaus. Auður þeirra fólst því í börnum þeirra og öðrum afkomendum líkt og hefur orðið hlutskipti fjölmargra annarra, sem hafa séð eignir sínar furða upp í verðbólgubáli.“
Framangreind lýsing Þorkels Jóhannssonar er að mörgu leyti skemmtileg. Öllu áhugaverðara, en óljósara, er að við Urriðavatn var selstaða frá landnámstíð; að öllum líkindum frá Hofstöðum, bæ Vífils ferðafélaga Ingólfs þess er fyrstur var skráður til heimilis hér á landi. Nýlegur uppgröftur á staðnum varpar nýju ljósi á upphaf og þróun selstöðva, sem verður að teljast til tímamóta í fornleifafræði hér á landi.

Heimild:
-http://www.ismennt.is/not/ottarkjartans/skrif/Horfin%20t%C3%AD%C3%B0%20%C3%AD%20Urri%C3%B0akoti.pdf

Urriðakot

Urriðakot – uppgröftur.

Bieringstangi

Árni Óla fjallar um „Tanga-Hvíting“ í bók sinni „Strönd og Vogar„:

Strönd og Vogar„Sú er sögn, að eitt sinn hafi komið erlent skip til Voga, seint á vetri eða að vorlagi. Var þá harðindatíð og frost mikil, svo allar fjörur voru sem klakabólstur og lagís víða með ströndum fram. Þrír menn af skipi þessu ætluðu að fara inn á Bieringstanga. Gengu þeir á skipsbátinn og reru inn eftir. En fram undan tanganum lentu þeir í lagíshröngli. Munu þeir ekki hafa verið ís vanir, enda fór svo, að bátnum hvolfdi og drukknaði einn þeirra.
Þessi maður gekk þegar aftur og gerði af sér ýmsan óskunda á tanganum og voru menn hræddir við hann. Var hann kallaður Tanga-Hvítingur, vegna þess að hann var með hvíta húfu á kolli. Mun og ekki hafa verið trútt um, að menn héldi að hann drægi að sér fleiri sjódauða menn, og að draugarnir yrði margir um skeið.
Símon Dalaskáld reri margar vertíðir syðra og mun það hafa verið veturinn 1865, eða þar um bil, að hann reri á Bieringstanga, og mun þá hafa verið á útgerð Bjama á Esjubergi. Þótti þá draugagangur þar með meira móti. Út af því orkti Símon „Rímur af Bieringsborgar-bardaga“. Þær sem til í Landsbókasafni, en þó eigi heilar, því að 14 vísur vantar framan af fyrstu rímu, en alls voru rímurnar átta. Símon gerir þar draugana að Tyrkjum, er komið hafi á flota miklum til að herja á „Bieringsborg“. En kempurnar, sem fyrir voru, lögðu til orustu við þá.
Fyrir þeim voru tveir konungar, Magnús á Lykkju á Kjalarnesi og Bjarni á Esjubergi, en hinn þriðji var hersir, Þórður Þórðarson frá Kistufelli. Þar sem og nefndir synir Magnúsar, Tómas og Eyjólfur.

Þessir höfðu mikla makt,
málma tamir sköllum.
Borgin stóð með býsna prakt
blómlegum á völlum.
Um þann tíma ekki rór
— eyddist friður blíður —
upp á ríki Strandar stór
stríddi Tyrkjalýður.

BieringstangiOrustan varð hin grimmasta og er getið margra manna, er vel gengu fram, svo sem Erlings hreppstjóra á Geitabergi, afa Ásmundar Gestssonar kennara, Halldórs frá Kollafirði, Þorsteins frá Þúfnalandi, Þórðar frá Snartarstöðum. Símon kemur þar og sjálfur við sögu. Taldi hann fyrst úr að barizt væri, en er orustan var sem mannskæðust, varð hann hræddur:

„Ekkert stendur illum fjendum mót,
föllum vér í banabað,
bölvað er að vita það.“
Síðan kastar sverði hastarlega,
og af klökkum öldujó
ofan sökk í djúpan sjó.

Bieringstangi

Bieringstangi – tóft.

Gat hann þó svamlað til lands, en vermenn unnu frægan sigur á illþýðinu.
Eigi lauk þó draugaganginum á Bieringstanga með þessu. Tanga-Hvítingur var þar enn á sveimi og gerði mönnum glettur. Vildu menn þó fegnir losna við hann. Eitt sinn skaut Gunnar bóndi í Halakoti silfurhnapp á hann, og var það talið óyggjandi, ef um venjulega drauga var að ræða. Hvíting mun og hafa brugðið illilega er hann fékk í sig silfurhnappinn, því að hann sundraðist við það í tómar eldglæringar. En svo skreið hann saman aftur og hélt uppteknum hætti allt fram um 1890. En þá hvarf hann.“

Heimild:
-Strönd og Vogar – Árni Óla, Tanga-Hvítingur, 1961, bls. 266.

Bieringstangi

Bieringstangi – uppdráttur ÓSÁ.

Sjómaður

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1955 er m.a. fjallað um „Kolaveiði í Dugguósi við Bessastaði“: „Í ósnum, sem er milli Bessastaðatjarnar og sjávar og nefndur er Dugguós, var ákaflega mikil kolaveiði og einnig fyrir utan hann. Var kolinn venjulega veiddur þar frá því hálfum mánuði fyrir fardaga og allt til Mikjálsmessu.
Bessastadatjorn-221Var kolinn veiddur í svokölluð kolanet. Var alltaf vitjað um net þessi einu sinni á dag. Aflinn var misjafn, þetta frá 60 og mest upp í 150 fiska. Þætti slíkt nú daglega góður fengur. — Var þetta spikfeitur skarkoli, til jafnaðar rúmlega pund að þyngd. Stundum kom fyrir að smálúða kæmi í netin, og voru þær frá fimm og allt að tólf pundum. Þótti kolaveiðin einhver indælustu hlunnindi sem fylgdu Bessastöðum og Breiðabólsstöðum. Ári eftir að fyrstu togararnir komu hér í Faxaflóa, hurfu þessi dýrmætu hlunnindi frá þessum tveimur jörðum og verður sá skaði alltaf ómetanlegur. – (Sjósókn).“
Í Lögbergi-Heimskringlu árið 1963 er jafnframt fjallað um Dugguós: „Þar sem áður flæddi sjór, eru nú ræktaðar karlöflur.
Við brugðum okkur í vikunni suður á Álftanes og litum þar á kartöflugarð, sem segja má, að unninn hafi verið úr greipum Ægis, því fyrir nokkrum árum lá þar allt undir sjó. Nú er á nesinu fimm hektara kartöfluakur, og er uppskeran ágæt, því jarðvegurinn virðist auðugur af öllum efnum, og heppilegur til kartöfluræktar.
Bessastadir - sjobudÁrið 1952 og ’53 var hlaðinn varnargarður í hinn svonefnda Dugguós, eða Bessastaðaós á Álftanesi, og fékkst við það mikið land, sem áður hafði allt verið undir sjó, en fyrir innan þennan garð myndaðist einnig tjörn sú, sem kölluð er Bessastaðatjörn og ræktaður er í lax.
Það var Sveinn Björnsson fyrrverandi forseti, sem lét hefjast handa um gerð garðsins, og hélt Ásgeir Ásgeirsson forseti áfram verki hins látna forseta. Þar sem nú er kartöflugarðar voru einu sinni mógrafir norðurbæjanna á Álftanesi aðallega Landakots og Breiðabólstaðar, en í stórstreymi gekk sjórinn alla leið þangað upp. Svo var einnig gerður varnargarður fyrir vestanáttinni fyrir nokkrum árum, og á enn eftir að framlengja hann nokkuð svo hann nái að garðinum, sem er fyrir Dugguósi, en við það fæst enn nokkurt land til ræktunar.
Sett var niður í garðinn, sem er eign Erlends Sveinssonar lögregluþjóns, 6. júní og hefur verið unnið við upptöku undanfarna viku. Jarðvegur er þarna auðugur af öllum efnum og hefur uppskeran verið góð. — Í fyrra, en þá var fyrst sett niður í þennan garð, varð uppskeran sumsstaðar í honum 16 til 17 föld, og þykir víst ekki ónýtt að fá svo góða uppskeru. Auk kartaflanna eru þarna ræktaðar rófur og hafa þær sprottið mjög vel í sumar. – Tíminn 5. okt.“

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins 27. febrúar 1955, bls. 124.
-Lögberg-Heimskringla 31. okt. 1963, bls. 8.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – örnefni.

Grænaflöt

Eftirfarandi er úr viðtali sem Jóhann Davíðsson tók við Lárus getur sá síðarnefndi m.a. um svonefndan Sængurkonuhellir í Herdísarvíkurlandi.
Þar segir Lárus: “Ég er fæddur 03.01.1931 í Stakkavík, flutti að GrænaflötBrunnastöðum 29. ágúst 1944. Dótinu var jafnað á hestana, sem voru 6 að tölu. Erfiðlega gekk að koma þessu öllu á hestana því þetta var svo mikið drasl. Við vorum t.d. með 50 hænur. Um 100 kg. fóru á hvern hest. Reiðhestur Einars Ben og farskjóti Elínar, Faxi, voru m.a. notaðir. Ekkert var skilið eftir, en þetta var alls um 300 kg, sem tínt var til. Lagt var af stað frá Stakkavík kl. 10:00 að morgni. Þrjú korter tók að komast upp á Selstíg, en farið var yfir fjöllin og um Grindarskörð. Ekkert var tekið af hestunum á leiðinni, þeir einungis hvíldir á leiðinni. Ferðin gekk mjög vel. Allir báru líka eitthvað. Mamma var t.d. með rokkinn sinn. Pabbi reiddi tveggja ára son Elínar, Svavar. Þegar komið var í Hafnarfjörð kl. 20.00 um kvöldið var staðnæmst á Öldugötunni þar sem tekið var af. Lagt var stað aftur kl. 11:00 morgunin eftir og komið að Brunnastöðum kl. 22:15. Búfénaðurinn var hins vegar rekin út með hlíðunum, um Kerlingadal, Eldborgarskarð, með Veggjum og um Kálfadali uns komið var að Lambatjörn. Þar var hann tekinn á bíl.

Rót

Það var stúlka í Selvogi, líklega í Bartakoti, Litla-Leðri eða  Stóra-Leðri. Hún var mjög lagin við að hjálpa dýrum. Maður kom til hennar í svefni og vakti hana og bað hana að fylgja sér vestur í Herdísarvík til að hjálpa konunni sinni því hún væri þar í barnsnauð, þar í Sængurkonuhelli sem talin var vera í Herdísarvíkurlandi. Hún var í fyrstu hrædd, en þegar hún kom út og sá tvo gráa hesta brá af henni. Fylgdi hún manninum vestur að Grænulaut og gekk þar inn í hellinn. Bjart var þar í stóru herbergi. Þar lá konan sem hafði legið þar í tvo sólrahringa, illa farin. Hún gat bjargað bæði konu og barni vegna þess hversu lagin hún var. Að launum fékk hún skartklæðnað, skautbúning, sem margar konur i Selvogi öfunduðu hana af. Konurnar vildu gjarnan fá klæðin lánuð hjá henni, en hún var nísk á þau. Fór hún jafnan í þeim til Strandarkirkju.
Opið er skammt vestan við Grænuflöt, utan í fjallhlíðinni, þúfa út úr hlíðinni svona ójöfnun, opið blasir við. Hellirinn er mjög gróinn því hann var notaður af útigangsfé sem var mikið notað á veturnar. Opið snýr að sjó. Það sést vel, 1 m á hæð og 1/2 m á vídd. Ég hef ekki farið inn í hann sjálfur. En margir hafa farið inn í hann og þóttu hann rúmgóður.“

MosatáknÍ örnefnalýsingum fyrir Herdísarvík er getið um Sængurkonuhelli, sbr. hjá Gísla Sigurðssyni: „Á brunanum voru svo Ingimundarhæðir og þar upp af Hrísbrekkur, Litla-Hrísbrekka og Stóra-Hrísbrekka. Litlu vestar en Sýslusteinn lá alfaraleiðin gamla um Klifið, sem eiginlega var vestan landamarka. Það nefndist ýmsum nöfnum, svo sem Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur verið hlaðin varða í Illaklifi, nefnist Klifsvarða. Sunnan yngra hraunsins er hellisskúti, nefnist Sængurkonuhellir. Þar leitaði kona einu sinni skjóls og fæddi þar barn.“
Í annarri lýsingu eftir Gísla segir: „Alfaravegurinn gamli liggur þarna um hraunið um Klifhæð, sem einnig ber eftirtalin nöfn: Klifið, Háaklif, Illaklif og Vondaklif. Nú hefur mikil og stæðileg varða verið hlaðin í Klifið, Klifsvarða, og ofan hennar er svo Sýslusteinn, og liggur (svo) þar um landa- og sýslumörk. Austur af Klifhæð er lítill hellisskúti, nefndur Sængurkonuhellir. Þar var eitt sinn förukona á ferð, dró sig inn í skútann og eignaðist barn.“

Heimild:
-Viðtal Jóhanns Davíðssonar við Lárus Kristmundsson 1. febr. 2006.

Sængurkonuhellir

Herdísarvíkurhraun – Sængurkonuhellir.

Krýsuvík

Í „Rauðskinna hin nýrri“ skrifar Jón Thorarensen um Ræningjahól í Krýsuvík.
Krýsuvíkurbærinn 1898„Þegar ég var 18 vetra gamall, átti ég heima í Krýsuvík. Ég var þar vinnumaður ásamt fjórum öðrum. Tuttugu manns voru á heimilinu, kátt fólk og skemmtilegt. Vorið 1898 stundaði ég þar veiðar í berginu, náði fugli og eggjum. Ég fór á morgnana niður á berg og var þar allan daginn fram á kvöld.
Krýsuvík var stórbýli, túnið afar stórt og hæðótt, svo ekki sást yfir það allt frá bænum. Í túninu er hæð, sem heitir Ræningjahóll. Þegar komið er sunnan í hól þennan, sét ekki heim að bænum. Hæð þessi er slétt tún og skammt fyrir innan túngarðinn.
Það var, að mig  minnir, í níundu viku sumars 1898, að ég svaf hjá einum vinnumanninum, sem heitir Jón Ívarsson. Rúmið okkar var inni við gluggann, og svaf ég fyrir ofan Jón. Þá dreymdi mig draum þann, sem nú skal greina: Mér þótti maður koma inn gólfið, inn að rúmi mínu. Mann þennan hafði ég ekki séð áður; var hann á að gizka um þrítugt. Hann var meðalmaður á hæð. Hann var í stuttbuxum og skóm úr íslensku skinni, sem voru svo djúpir, að þeir náðu upp á ökla, dregnir saman með skinnþvengum. Ég hafði aldrei séð mann með þannig fótbragð. Hann var í svartri prjónapeysu, með prjónahúfu á höfðinu, sem var eins og alpahúfur þær, sem nú eru notaðar. Mér þótti hann heilsa mér  og biðja mig um að koma með sér heim til sín.

Krýsuvíkurbærinn 1910

Föt mín lágu á kofforti, sem stóð við rúm mitt. Mér fannst ég fara fram fyrir Jón og klæða mig í flýti og ganga með manninum út og vestur bæjarhlað og suður að Ræningjahól, og þegar við vorum þangað komnir, erum við allt í einu komnir að bæ, sem ég hafði aldrei fyrr þar séð, því að ég bjóst við að sjá þar aðeins slétt tún. Þessi bær var með tveim húsum, hlið við hlið, og gengið þversum inn í bæinn um hleðsluna. Þegar við komum inn í fremra bæinn, voru gömul hjón þar fyrir, sem sátu á rúmum sínum og sitt barnið hjá hvoru. Voru þau að gefa börnunum að borða skyr eða graut úr tréskálum. Við héldum svo inn í innra bæinn. Þar inni var kona mannsins, sem ég var með. Mér virtist hún vanfær og að því kominn að veikjast og ala barn. Rúmstæði var á gólfinu, sem var brotið, og það bað maðurinn mig að gera við, um leið og hann fékk mér verkfæri, og fór ég að fást við þetta, eins og ég væri vanur smiður.

Ræningjahóll og túnbletturinn sunnan hans

Þegar ég hafði lokið viðgerðinni, lét konan f´öt í rúmið, en maðurinn hafði orð á því við mig, að hann gæti ekki borgað mér þetta, en hann skyldi minnast mín síðar. Ég hélt því næst heim, og fylgdi maðurinn mér alveg inn að rúmi mínu. Þar kvaddi hann mig og fór út, en mér fannst ég hátta aftur og sofna. Þannig var draumurinn.
Þennan morgun svaf ég fram að fótaferðatíma. Klæddist þá og hélt til veiða niður á berg. Þegar ég  var kominn suður með túngarðinum, þá verður mé rlitið upp að Ræningjahól, og þá mundi ég, hvað mig dreymdi um nóttina. Ég hugsaði sem svo, að þetta væri allt tóm vitleysa, þarna gæti enginn bær verið, og svo hvarf þessi draumur alveg úr minni mínu. Ég var allan daginn frammi á bergi, og veiddi ég með mesta móti þennan dag. Ég kom heim klukkan níu um kvöldið; þá var fólkoð að borða kvöldverðinn, margt við sama borð, og ég fór að borða líka.
Þá spyr Jón Ívarsson mig, hvað ég hafi verið að gera út í nótt. „Ég fór ekkert út“, var mér að orði. Þá svaraði hann: „Júm ég sá þig klæðast, og þú varst lengi úti“. „Það getur ekki verið“, svaraði ég. Rétt í þessu kom húsbóndinn inn, heyrði samtal okkar og segir: „Jú, ég  var úti og var að reka fé úr túninu um klukkan tvö, og sá þig koma sunnan frá Ræningjahól og fara inn í bæinn“.
Mér þótti þetta nokkuð skrítið og minntist þess þá aftur, er mig dreymdi um nóttina, og sagði fólkinu drauminn, en það varð alveg undrandi af frásögn minni. En aldrei hefir mig dreymt manninn í Ræningjahól aftur.  (Handrit Guðmundar Guðmundssonar trésmiðs í Reykjavík).“

Heimild:
-Jón Thorarensen – Rauðskinna hin nýrri, þjóðsögur, sagnaþættir, þjóðhættir og annálar, II. bindi, 1971, bls. 54-56.

Krýsuvík

Krýsuvík seinni tíma – uppdráttur ÓSÁ.