Fjárskjól

Fjárskjól eru fjölmörg á Reykjanesskaganum (u.þ.b. 85 talsins). Um er að ræða leifar fyrri búskaparhátta þegar féð var önnur af tveimur stoðum samfélagsins. Hin var útræðið.

Fjárskjól

Fjárskjól í Óbrinnishólum.

Enn má sjá minjar fjárskjólanna, sem flestum hverjum var komið fyrir í náttúrulegum hraunskútum, -hellum og/eða -rásum, þar sem vænta mátti skjóls fyrir fé, allt eftir árstíðum sem og öðrum hentugheitum. Stundum þurfti að verja búpeninginn með grjóthleðslun og/eða reftun. Sum fjárskjólin voru notuð við hin fjölmörgu sel og selstöður (Straumssel, Óttarsstaðasel, Lónakotssel og Hvassahraunssel), sem afdrep í vondum veðrum (Sauðabrekkuskjólin), eða sem tímabundin útihús (Gvendarhellir (Armgrímshellir), Fjárskjólshraunshellir, Litlahraunsfjárskjól, Vetrarhellir, Hausthellir o.s.frv.).
Fjárskjólin fjölmörgu, sem og aðrar minjar á svæðinu, þarf að varðveita og umgangast af nærgætni og virðingu.
Sjá MYNDIR