Fjárskjól
Fjárskjól

Fjárskjól í Óbrinnishólum.

Fjárskjól eru fjölmörg á Reykjanesskaganum (u.þ.b. 85 talsins). Um er að ræða leifar fyrri búskaparhátta þegar féð var önnur af tveimur stoðum samfélagsins. Hin var útræðið.
Enn má sjá minjar fjárskjólanna, sem flestum hverjum var komið fyrir í náttúrulegum hraunskútum, -hellum og/eða -rásum, þar sem vænta mátti skjóls fyrir fé, allt eftir árstíðum sem og öðrum hentugheitum. Stundum þurfti að verja búpeninginn með grjóthleðslun og/eða reftun. Sum fjárskjólin voru notuð við hin fjölmörgu sel og selstöður (Straumssel, Óttarsstaðasel, Lónakotssel og Hvassahraunssel), sem afdrep í vondum veðrum (Sauðabrekkuskjólin), eða sem tímabundin útihús (Gvendarhellir (Armgrímshellir), Fjárskjólshraunshellir, Litlahraunsfjárskjól, Vetrarhellir, Hausthellir o.s.frv.).
Fjárskjólin fjölmörgu, sem og aðrar minjar á svæðinu, þarf að varðveita og umgangast af nærgætni og virðingu.
Sjá MYNDIR