Fjörur II
Í sérprenti Ferðafélags Íslands 1985 fjallar Agnar Ingólfsson um fjörur á Suðrvesturlandi.
„Fjaran er hér talin vera nokkurn veginn sú landspilda, sem nær frá stórstraumsfjörumörkum hið neðra að stórstraumsflóðmörkum hið efra, og er þá miðað við meðalstraum. Útbreiðslumörk tegunda færist ofar, eftir því sem brim er að jafnaði meira. Er þetta afleiðing af því, að áhrif sjávar ná því ofar í landið, sem brim er meira.
Þeir umhverfisþættir, sem einkum hafa áhrif á gerð fjörunnar, lífríki hennar og notagildi, eru eftirfarandi: Undirlag (beður), brim, sjávarföll, hiti og selta.
Klappir og stórgrýtisurð eru víða ríkjandi undirlagsgerð á sunnanverðum Reykjanesskaga, en einnig eru slíkar fjörur hér og þar annars staðar, t.d. við Helguvík og Vogastapa og sums staðar á Kjalarnesi. Fíngerðari hnullungafjörur eru útbreiddar umhverfis Reykjavík svo og í Hvalfirði. Afbrigði af þessum fjörum eru hraunfjörur, þar sem hraun runnin eftir ísöld mynda fjörubeðinn. Þessa fjörugerð er að finna á svæðinu milli Voga og Álftaness, og einnig í Ósum við Hafnir. Þar sem brim er meira verður sums staðar stórgrýtisurð, þar sem hraun hafa runnið til sjávar, eins og á Reykjanesskaganum sunnanverðum. Sandflákar eru víða í fjörum á svæðinu. Á miðnesi er algengasta gerð fjöru víðáttumiklar fjörur með mörgum skerjum og smáhólmum, en sandflákum á milli. Minni svæði af slíkri gerð er einnig að finna t.d. austan Voga, á Álftanesi g seltjarnarnesi.
Í Hvalfirði eru einnig fjörur sem svipar til þessarar gerðar, þótt ekki séu þær víðáttumiklar. Fínkornóttar, víðáttumiklar leirur eru víða á svæðinu. Miklar leirur eru í Botnsvogi, Brynjudalsvogi og Laxárvogi og einnig í Kollafirði og Skerjafirði. Sjávarfitjar má telja afbrigði af leirum, en þetta eru svæði í fjöru þar sem beðurinn er jarðvegskenndur og háplöntugróður er ríkjandi. Víðáttumestu fitjarnar á svæðinu eru við innanverðan Leiruvog, en mjög víða eru smærri skikar.
Brimið er langmest við sunnanverðan Reykjanesskaga, og einnig er mikið brim á skaganum utanverðum sunnan Hafna. Á svæðinu norðan Hafna á Reykjanesskaganum utanverðum eru grynningar, sem draga mjög úr áhrifum brimsins. Þau svæði, sem afur á móti eru í mestu skjóli fyrir úthafsöldunni, eru fjörurnar í Skógtjörn og Ósum svo og leirusvæðin í innanverðum Hvalfirði, Kollafirði og Skerjafirði.
Sjávarföll eru veruleg á svæðinu. Munur fljóðs og fjöru á meðalstórstreymi er yfirleitt á bilinu 3.3 – 3.8 m. Hin miklu sjávarföll stuðla að því að gera fjöruna víðáttumikla. Mestar eru fjörurnar þar sem leirur eru, en minnstar við suðurströnd Reykjanesskaga, þar sem klappir og stórgrýtisurð ráða ríkjum.
Hiti sjávar við svæðið er hár. Meðalhiti í ágúst, sem er hlýjasti mánuðurinn, er nálægt 11°C og verður sumarhotinn hvergi meir hér við land svo nokkru nemi. Í köldustu mánuðum ársins, janúar og febrúar, er meðalhiti sjávar við Reykjanesskaga utan- og sunnanverðum um 4.0 – 5.8 °C og verður hvergi hærri hér við land bema sums staðar við suðurströndina, og munar litlu. Við sunnanverðan Faxaflóa virðist hitastig í febrúar vera eitthvað lægra, eða um 2.5 °C. Hið háa hitastig sjávar veldur því, að ýmsar tegundir dýra og plantna er að finna í fjörum suðvestanlands, en hvergi annars staðar við landið.
Selta sjávar við svæðið er jafnan um 35 prómill. Í fjörunni sjálfri er seltan þó víða lægri vegna frárennslis fersks vatns frá landi. Mest er seltulækkunin við árósa í Brynjudalsvogi, Botnsvogi, Laxárvogi, Leiruvogi og Elliðaárvogi. Þá er mikið um ísaltar tjarnir á svæðinu. Eftirfarandi tjarnir eru stærstar: Tjörnin í reykjavík, Bakkatjörn á Seltjanarnesi og Bessastaðatjörn á Álftanesi, svo og nokkrar tjarnir milli Ósa og Garðskaga. Fjölmargar smærri tjarnir eru á svæðinu, einkum í hrauninu á skaganum norðanverðum. Smálækir valda að auki mjög víða takmarkaðri seltulækkun.
Þar sem undirlag er stórgert og brim er ekki mikið að jafnaði eru stórvaxnir brúnþörungar yfirleitt mjög áberandi; þangfjörur. Þetta er langútbreiddasta fjörugerð á svæðinu. Sunnan Ósa er þó lítið af þangfjörum. Þangið í þessum þangfjörum þekur fjörurnar oft því nær alveg, nema efsta hluta þeirra.
Um er að ræða eftirfarandi tegundir; dvergþang, klapparþang, bóluþang, skúfþang og sagþang. Af áberandi þörungategundum í fjörum þessum má nefna þangskegg, söl, fjörugrös, sjávarkræður og kóralþang. Allar síðarnefndu tegundirnar eru rauðþörungar. Neðst í þangfjörum er einnig stundum dálítið af þara, bæði beltisþara og hrossaþara. Ýmsir grænþörungar eru einnig algengir í þangfjörum, s.s. maríusvunta, marglýja og slavak. Ofan við þangbeltið vaxa oft ýmsir smávaxnir grænþörungar, sem mynda slikju eða ló á steinunum, en sú planta, sem er einna mest áberandi ofan þangbeltisins er fjöruskófin. Myndar hún svarta skán og er oft svo samfelld að fjaran virðist svört tilsýndar á nokkru svæði ofan þangsins.
Dýrin í þangfjörunum eru mikluminna ábernadi en gróðurinn. Flest þeirra eru falin undir steinum eða þörungum, a.m.k. þegar lágsjávað er. Ofan þangbeltisins geta klettadoppur og hrúðukarlar verið mjög áberandi. Kræklingur eða bláskel er einnig stundum áberandi í þangfjörum, einkum þar sem ferks vatns gætir.
Víða í hraunfjörum á norðanverðum Reykjanesskaganum má sjá bláar skellur hér og þar af völdum kræklingsins, þar sem ferskt vatn seytlar. Nákuðungurinn getur einnig á stundum verið alláberandi í þangfjörum. Í þanginu er oft urmull af þangdoppum, mærudoppum, kúfstrútum, þarastrútum og gljáslifrum í þörungunum. Oft er mikið af baugasnotrum undir steinum, og talsvert getur verið af olnbogaskeljum ofan á þeim. Allir þessir sniglar eru þörungaætur. Mæruskel, þanglús og fjörulýs eru þörungaætur. Margar tegundir marflóa eru algengar í þangfjörum. Efst í þanginu eru tvær tegundir stökkmarflóa algengar. Talsvert getur verið af burstaormum í þangfjörum, t.d. pípuorminum.
Geysileg mergð örsmárra dýra innst í fjörunni. eru þessi dýr lítt könnuð hérlendis, en um er að ræða t.d. krabbaflær, þráðorma og sjómaura.
Framangreind dýr eiga uppruna sinn í sjónum. En í fjörunni eru einnig landrænar tegundir dýra, s.s. fjörujötunuxinn, fjörukóngulóin og fjörurykmýið. Villt hryggdýr má einnig finna í fjörunni, s.s. sprettfiskar, hrognkelsaseiði, hornsíli, ufsaseiði, keilubræður og sogfiskar.
Fremur fátt er um fugla í þangfjörum. Sendlingar leita þó þangað í ætisleit, þegar lágsjávað er, en minna er yfirleitt af öðrum vaðfuglum. Á flóðinu eru æðafuglar í þangfjörunni og á seinni árum er orðið algengara að rekast á minka í fæðileiu í fjörum svæðisins.
Fjörur koma manninum að notum á margan hátt, beint eða óbeint. Almennt má segja, að fjörður gegni mikilvægu hlutverki, bæði þegar vistkerfi sjávar og lands eiga í hlut. Gróska fjörugróðurs er mikil. Framleiðsla gróðursins á lífrænum efnum er svo undistaða hins auðuga dýralífs fjörunnar. Að auki sækja fuglar og önnur landdýr mikla fæðu í fjöruna og flytka þannig orku, sem bundist hefur fyrir tilstilli fjörugróðurs, upp á land.
Sjófuglar, eins og æðarfugl, svo og fiskar, flytja á hliðstæðan hátt orku úr fjörunniá haf út. Að aukis litna þörungar úr fjörunni í nokkrum mæli, og skolast bæði upp á land og á haf út, þar sem ýmsar lífverur, bæði gerlar, sveppir og dýr nýta sér þá. Mikil líf verður t.d. oft í þörungum, sem hrannast hafa upp rétt ofan fjöru í brimi. Smádýralífið í hrönnum þessum, ekki síst lirfur og púpur þangflugunnar er mikilvæg fæða ýmissa fugla, m.a. spörugla.
Fjörur eru á margan hátt hentugar sem útivistarsvæði. Fyrir náttúrskoðara er fjaran góssenland, þar sem hægt er að komast í snertingu við hið fjölbreyttasta líf, bæði gróður, smádýralíf og fugla. Lífríkið í fjörunni leggst ekki í dá að vetrinum að sama skapi og gerist uppi á landi, og jafnvel um hávetrartímann er mikið um að vera þar.“
Sjá meira HÉR og HÉR.
Heimild:
-Agnar Ingólfsson, Fjörur á Suðvesturlandi, sérprent úr Árbók FÍ 1985.