Fógetagarðurinn frá 1893 – skilti

Reykjavík - skilti

Í Fógetagarðinum í miðbæ Reykjavíkur er skilti um „Fógetagarðinn frá 1893„. Á því má lesa eftirfarandi fróðleik:

Reykjavík - skilti

Reykjavík – Fógetagarðurinn; skilti.

„Þegar Schierbeck landlæknir fór af landi brott árið 1893 seldi hann Halldóri Daníelssyni bæjarfógeta húsið sitt og afnot af gamla kirkjugarðinum fylgdi með í kaupunum. Anna, kona Halldóts, annaðsist garðinn af mikilli alúð næstu áratugina. Frá þessum tíma var komið nafnið Bæjarfógetagarðurinn, eða Fógetagarðurinn, sem enn loðir við hann.
Frá Anna Daníelsson var mjög virk í félagsmálum og átti meðal annars sæti í stjórn líknarfélagsins Hringsins og skólanefnd Kvennaskólans í Reykjavík. Hún tók einnig virkan þátt í starfsemi Garðyrkjufélags Íslands og átti sæti í sýningarnefnd vegna garðyrkjusýningar í tilefni 50 ára afmælis þess árið 1935. Anna lést árið 1940.

Faðir Reykjavíkur
Árið 1954 var komið fyrir í garðinum styttu af Skúla Magnýssyni landfógeta (1711-94), sem kallaður hefur verið „faðir Reykjavíkur“. Þegar grafið var fyrir stöpli styttunnar komu í ljós leifar af suðurvegg kirkjunnar sem stóð þar áður.

Reykjavík

Aðalstræti 10.

Skúli stofnaði ásamt fleirum ullarverksmiðjur við Aðalstræti um miðja 18. öld, svokallaðar Innréttingar, og áttu þær mikinn þátt í því að Reykjavík óx og dafnaði sem kaupstaður. Enn stendur eitt hús Innréttinganna, Aðalstræti 10, en það er elsta húsið í miðbæ Reykjavíkur, reist 1762. Þar er nú sýning á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur.“

Auk þessa skiltis eru fimm önnur í Fógetagarðinum er lýsa m.a. Víkurgarði, Víkurkirkju, Byggð við Aðalstræti á 10. öld og Landnámi í Reykjavík.

Skúli fógeti Magnússon

Skúli landfógeti Magnússon. Stytta í Fógetagarðinum.