Fornleifar

Ritheimildir eru þekktar allt frá tímum Egypta og jafnvel eldri. Í fyrstu var ritað á steintöflur, síðan pappírus. Hér á landi eru elstu skráðar heimildir frá 12. öld. Þær fjalla um forsöguna – eldri tíma en þær eru skráðar. Skipta má því ritheimildum í “Sögulegra tíma” umfjöllun annars vegar og “Forsögulegar” hins vegar. Skilgreiningar liggja þó ekki alveg á hreinu – hvar liggja mörkin?

“Frumsagan” er stundum nefnd “proto-history”. En hverskonar heimildir gera sögu? Ritmál er t.d. ekki sama og saga. Skipta má ritheimildum m.a. í flokka eftir innihaldi. Þannig eru frásagnarheimildir t.a.m. ein tegund og Krónikur (sögur lands, manns, stofnunar og trúarbragða er lúta bókmenntalegum lögmálum) og annálar (samtímaheimildir, fáheyrðir atburðir, efni haldið til haga, n.k. dagblöð þess tíma) önnur.
Ritheimildarýni fjallar um gagnrýna söguritun. Vísindaleg sagnfræði er hins vegar skipuleg greining á gæðum heimilda með áherslu á bréf, skjöl og skrifræðisgögn.
Leopold von Ranke var “faðir vísindalegrar sagnfræði”. Hann sagði að “Wie es eigentlich gewesen ist” (að segja hlutina eins og þeir eiginlega eru). Gagnrýni hafði komið fram á ógagnrýna söguritun. Oft var um að ræða samhengislaus söfn af anekdótum. Sagan þurfti að vera hlutlæg. Gera þurfti greinamun ákjaftasögum og þjóðsögum og öðrum vísindalegum heimildum, vísindalegri sagnfræði. Þjóðfræðin varð til sem fræðigrein til að vinna úr fyrrgreindum heimildum.
Eitt af verkefnum sagnfræðinnar er t.d. að greina á mili falsaðra og ekta skjala, s.s. landamerkjabréfa.
En um hvað er sagan? Stjórnmálasagan er saga konunga og stríða. Persónusaga er saga konunga og skálda. Um þessi viðfangsefni var venjulega skrifað í upphafi ritmáls. Stóru samhengin komu síðan með Gibbon (Hnignun og hrun rómverska heimsveldisins (1776-88)) og Hagsaga verður til á 19. öld.

Samhengi verðu í sögurituninni sem og stefnu sögunnar. Fjallað er um “Hnig og ris” og Framþróunarkenningar koma fram. Í þeim var fjallað um þróun sem jákvætt ferli (Vélhyggju). Þannig fjallaði Karl Marx um Þrælakerfi > Lénskerfi > Kapítalisma > Kommúnisma. Ritað var um Efnishyggjuna (hagfræði ræður gangi sögunnar) og Hugmyndasaga varð til á prenti. Fram kom að hugmyndinar sem slíkar geti haft áhrif á framþróun. Spurning er og verður þó; hvort kemur á undan – hugmyndin eða aðlögun að hugmyndinni? Getur hugmyndin staðið ein eða þróast hygmyndin út frá raunveruleikanum á hverjum tíma? Max Weber fjhallaði um Uppruna kapítalismans í vinnusiðferði mótmælenda. og Annales skólinn kom til sögunnar meðal sagnfræðinga á millistríðsárunum í Frakklandi. Þrjú samhengi sögulegra ferla og fyrirbæra voru þar ráðandi: “Skammtími” – dagar, mánuðir, ár og áratugir er fjalla um persónur, stjórnmál og stríð, “Miðtími” – áratugir og aldir er fjalla um hugmyndakerfi, ríki, hagkerfi og stofnanir á borð við kirkju og “Langtími” – aldir og árþúsund er fjalla um loftslag, framleiðslukerfi (landbúnaður) og samfélagsgerðir.
Braudel hélt því fram að “Stjórnmálasagan væri ryk”. Þannig getur ryk bæði þýtt “lag” er lægi ofan á samfélagsmyndinni sem slíkri og “dust”, sem þyrfti að þurrka á burt. Þannig þarf stundum að horfa á setningar og jafnvel einstök orð með fleiri en einn skilning í huga. Mikilvægt væri að geta sett fornleifar í kennileg samhengi – ekki endilega með sagnfræðina sem viðmið.
Sagan er. (punktur) Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að punkturinn getur bæði verið eitthvað og ekki neitt. Sagnfræðin skilgreinir hann með fyrrgreindum hætti en fornleifafræðin varpar ljósi á hann eins og hann er – ef hann er þá eitthvað.
Hugmyndir fræðimanna og almennings fara ekki alltaf saman. Fræðimenn hafa ekki verið nægilega duglegir að koma efni sínu á framfæri með skiljanlegum hætti. Fornleifafræðingar (eiga að) taka þátt í að móta söguna – og geta það. Fyrir sögulega tíma byggir sagan nær alfarið á ritheimildum. Nauðsynlegt er því fyrir fornleifafræðinga að þekkja þær heimildir, geta gagnrýnt þær, geta virkjað þær fyrir fornleifarannsóknir og ekki síst geta tekið þátt í túlkun ritheimilda.
Heimildir eru “Frumheimildir” – Elsta eða fyrsta – eða Afleiddar (secondary) heimildir. Þegar skoðuð eru Frumrit og afrit frumrita verður að gera ráð fyrir að textar breytast í afritun, s.s. í Landnámu og Ísl.sagnum. Sagan heldur þó megineinkennum sínum og yfirleitt vísa afritin til frumútgáfunar. Upphaflega útgáfan (Frumútgáfan) gæti þó verið glötuð með öllu.

Falsanir koma venjulega fram sem formleg skjöl þar sem þau hafa verið “diktuð upp” eða breytt. Ekki er endilega um að ræða nýjar útgáfur, heldur hefur eldri útgáfum verið breytt, þ.e. eldri skjöl notuð að hluta til. Þannig bendir t.d. ýmisleg textafræðileg athugun til að einn elsti kirkjumáldaginn, sem átti að hafa verið ritaður um 1140, hafi í rauninni verið ritaður um 1300.
Trúverðugleiki heimilda skiptir miklu máli. Er sama atburðar/atriðis getið í annarri heimild eður ei. Íslendingabók er ágætt dæmi um þetta. Þar hefur flestum tilvitnunum verið fundinn staður annars staðar og allflest, sem þar var skráð, virðist standast. Þar er og sagt frá atburðum, sem ekki er getið um annars staðar í rituðum heimildum. Skyldleiki texta – textatengsl, er því mikilsverð þegar textar eru skoðaðir og bornir saman. Fyrirmyndir – heimildir texta, er þýðingarmiklar þegar heimildir eru metnar. Fordómar – skoðanir höfundar, er eitt af því sem gæta þarf að sem og Tilgangur textans. Er hann Áróður eða Staðfesting á atburði. Með hvaða hætti má telja hann Tæknilegan? Hver eru Áhrif textans, bæði á þátíð og framtíð? Var Útbreiðsla hans mikil? Hafði hann Áhrif á aðra texta eða höfunda? Hvaða Áhrif hafi hann á söguna? Allt eru þetta mikilsverðar spurningar með hliðsjón af notkun og túlkun ritheimilda – frá frumrita til afrita.
Í heimildarýni er nauðsynlegt að þekkja hvaða heimildir eru til, um hvað þær eru, hverskonar upplýsingar er að finna í þeim, hvernig er hægt að nota þær upplýsingar til fræðilegrar umræðu um tilurð, aldur, upphaflegt samhengi, höfund, handritageymd og túlkun. Ágæt dæmi eru Íslendingabók, Landnámabók, Íslendingasögur, og Kirkjumáldagar.
Íslendingabók virðist rituð af Ara fróða á árunum 1122-33. Í varðveittri útgáfu segir að hún sé önnur útgáfa af henni, sem hafi verið mun ítarlegri. Sú útgáfa er glötuð. Fram kemur að höfundur hafi einnig skrifað fyrri útgáfuna. Landnáma fjallar um sögu Íslands frá landnámi til 1120, kirkjuna, upphaf Alþingis sem og stjórnskipan landsins. Allt virðist standast m.v. aðrar heimildir. Sagan ber keim af því að höfundur er alinn upp af Haukdælum. Þá virðist hún rituð í ákveðnum tilgangi, þ.e. tryggja ættarveldinu völd.

Landnámabók er hins vegar miklu stærra og flóknara verk. Hún er til í nokkrum afritum, s.s. Sturlubók (1270-80) og Hauksbók (byggir á Sturlubók, en bætir við). Hauksbók vísar til þess að Sturlubók sé rituð upp úr öðru afriti þar sem fram kemur að Ari fróði átti fyrst að hafa ritað um landnámið. Svo er að sjá að Landnáma hafi að nokkru tekið mið af Íslendingabók. Mikill munur er á afritum Sturlubókar og Hauksbókar. Þess vegna er mikilvægt að gera glögg skil á heimildum þegar vitnað er í þær. Melabók er knappari útgáfa endurritunar Landnámu og stendur næst svonefndri Styrmisbók (milliafritun). Þannig eru til mismunandi gerðir Landnámu eftir mismunandi ritara af mismunandi tilefnum á mismunandi tímum. Írum er. t.a.m. gert talsvert hátt undir höfði í Hauksbók. Ástæðan er óljós, en svo virðist sem ætlunin hafi verið að bæta þar með upp frumútgáfu Landnámu. Kolskeggur gamli er jafnan nefndur sem söguritari, en hann virðist vera aðalheimildamaður af atburðum á Austurlandi. Landnáma virðist þannig vera samvinnuverkefni þar sem safnað er saman heimilamönnum af ýmsum landhlutum og þeir látnir segja frá landnámsmönnum og atburðum á hverjum stað. Landlýsingar virðast því oft furðu nákvæmar. Oft er sagt frá landnámsmönnum, hvar þeir bjuggu og hjafnvel hvaðan þeir komu.
Íslendingasögur eru hins vegar flokkar ævi- og ættarsagna. Frásganir þeirra tengjast ákveðnum ættum og mönnum á 10. og 11. öld, þrátt fyrir að þær voru ritaðar á 13. og 14. öld og jafnvel allt fram á 19. öld. Þær nýjustu gefa þeim elstu lítt eftir. Engir höfundar eru þekkir og við vitum lítið um hvenær einstakar sögur vour ritaðar. Sögurnar hafa hins vegar haft mikil áhrif á landsmenn í gegnum aldir og allt til þessa dags. Þær voru mjög útbreiddar og víðast hvar lesnar sem húslestrar og þannig átt drjúgan þátt í sagnamenningu þjóðarinnar um langan aldur. Íslendingasögur tengjast þjóðarímyndinni sterkum böndum. Sem heimildir eru lýsingar á mönnum eitt og lýsingar á húsakosti, vopnum og öðru annað. Sögurnar eru gullnáma um þjóðfræðileg og samfélagsleg málefni fyrri tíma. Vandamálið er hins vegar tímasetningarnar, sem fyrr sagði. Handritið sjálft er ekki góð vísbending, en innihaldið er það hins vegar.

Kirkjumáldagar er formlegar kirkjuheimildir. Elsta er Reykholtsmáldagi (1180). Flestir máldagar hafa glatast, en eru til í afritum frá 17. öld. Þeir eur formleg skjöl um eignir, réttindi og skilyrði kirknanna, ítök, gripi, tíundargreiðslur bæja og gjafir. Til eru á annað hundrað máldagar frá 12. og 13. öld. Auðunnarmálgadi kom t.d. frá Hólum og Wilkinsmáldagi frá Skálholti. Þeir eru ólíkir að mörgu leiti og lúta hvor um sig ákveðinni formfestu. Máldagarnir eru yfirleitt safn máldaga, sem stöðugt hafa verið skrifaðir upp, en eru ekki til í frumútgáfum. Þeir urðu því til á löngum tíma, bætt er inn í fyrri texta og annað strikað út eftir því sem við átti hverju sinni. Flókið er að rekja hvaðan heimild komst inn í kirkjumáldaga og vandasamt er að meta þessar heimildir því mjög svo erfitt er að tímasetja þær. Þá er og erfitt að meta málhefðir eða rithefðir út frá textunum, jafnvel fyrir fræðimenn. Fyrir fornleifafræðinga eru þetta merkar heimildir; upplýsingar um einstaka gripi, jarðir, hvenær þær fóru í eyði, uppruna gripa, sem varðveist hafa, o.s.frv.
Ritheimildir eina sér gefa verið fornleifar, s.s. áletranir, handritin sem fornleifar (einkum gerðfræði þeirra) eða aldurs- og efnagreiningar bleks og skinns. Textar geta og verið fornleifar sem og Diplómasían – gerðfræði strúktúrs textans. Þá geta fornleifar í raun veru textar þar sem túlkunarfræðin ræður ríkjum. En það er nú enn eitt viðfangsefni fræðigreinarinnar.

Upplýsingar fengnar í tíma í HÍ í fornleifafræði hjá Orra Vésteinssyni – 2006.