Í lýsingu segir: “Sel frá Ölfusvatni: Gamlasel var í kvos sunnan undir Selhól í Ölfusvatnshólum.
Rennur Ölfusvatnsá Gamlaselþar rétt hjá og er Kaldá þar komin í ána. Þetta sel er ævagamalt. Þarna handhjuggu fylgdarmenn Þórðar kakala Þorstein Guðnason, fylgdarmann Gissurar Þorvaldssonar, …”
Sunnan frá Mælifelli gengur rani að ánni. Vestan í þessum rana, við Seltanga, eru tættur Nýjasels. Hér er talið hafa verið síðast haft í seli í Grafningi, árið 1849. Síðasta selstúlkan var Anna Þórðardóttir, síðar húsfreyja að Villingavatni (1850-1888). Nýjasel er móti norðvestri við smátjörn á mýrarbletti sem er alveg við selið. Selið var meira en klukkutíma gangur að því frá Ölfusvatni. Var fénu beitt í Laka. “Er þetta eina selið sem er vitað með vissu, hvenær var síðast notað, en það var 1849. …”
Tóftirnar í báðum selstöðunum eru greinilegar. Þegar selstaða Gamlasels er skoðuð má sjá þar selstöðuminjar á þremur stöðum, allt frá upphafi landnáms til loka 18. aldar.

Gamlasel

Gamlasel.