Vestri-Skógtjörn

Á norðvestanverðu Álftanesi er falleg vík, nánast falin á bak við háan sjóvarnargarð. Sumir segja víkina heita eftir húsi bæjarstjórans, en því mun vera öfugt farið, enda kom hvorutveggja til löngu fyrir hans daga í embætti. Á landakortum er Í Helguvíkhún nefnd Vestri-Skógtjörn, en á seinni árum hefur hún jafnan verið nefnd Helguvík. Víkin er grunn og sendin. Allan ársins hring er þar mikið af öndum. Hávella kemur þar gjarnan nærri landi. Á vorin eru tjaldar áberandi á leirunni innst í víkinni og ýmsir aðrir vaðfuglar sjást þar. Austan Helguvíkur var lífrík sjávartjörn, sem frá því að sjóvarnargarðar voru styrktir hefur nánast gróið upp.
Á Álftanesi einstaklega auðugt náttúrulíf. Þar eru fágæt fuglasvæði þar sem verpa um 30 fuglategundir auk þeirra þúsunda farfugla sem nýta svæðið til áningar og fæðuöflunar á ferðum sínum milli Evrópu og heimskautasvæða á Grænlandi og í Kanada vor og haust. Fjöldi fugla dvelur einnig á Álftanesi veturlangt og sækir viðurværi í hinar víðáttumiklu og gjöfulu fjörur.Um er að ræða sjóvarnir við Kasttanga, frá Kasttanga að Grund, við Akrakot og í vesturhluta Helguvíkur í Sveitarfélaginu Álftanesi.
Í úrskurði Umhverfisstofnunar árið 2005 um fyrrnefnda sjóvarnagarða segir m.a.: “Umhverfisstofnun bendir á að við Gróðurkollur í HelguvíkKasttanga muni sjóvörnin koma í efsta hluta fjörunnar og leggur Umhverfisstofnun áherslu á að við gerð sjóvarna á norðanverðu Álftanesi verði þess gætt að sjóvarnirnar hindri ekki umferð fólks um fjöruna né torveldi aðgang að fjörunni þar sem möguleikar séu til útivistar neðan sjóvarna. Umhverfisstofnun telur að ekki ætti að raska sandfjöru neðan núverandi sjóvarna frekar frá Kasttanga að Grund og sunnan við sjómerki Akrakoti.”
Um áhrif á menningarminjar segir ennfremur: “Fornleifavernd ríkisins bendir á að á fyrirhuguðu framkvæmdasvæði frá Kasttanga að Grund sé hlaðinn grjótgarður sem sé nokkuð siginn en vel sýnilegur. Fram kemur að huga þurfi að því að ekki verði skemmdir á garðinum við fyrirhugaða framkvæmdir. Fornleifavernd ríkisins bendir á að við vesturhluta Helguvíkur séu nokkuð af hleðslum í og við sjávarkambinn. Norðan Haukahúsins sé hleðslugarður og garðlag upp tún að húsinu Sviðsholti. Niður af Sviðsholti séu hleðslur skotbyrgis og veggur. Norðan skotbyrgisins sé óreglulegur eldri sjóvarnargarður sem sé hruninn og frá suðurenda sjóvarnargarðsins liggi garðlag í sveig til austurs.”
Ummerki eftir sandmaðk í fjörunniEftir að hafa skoðað aðstæður við Helguvík var haldið að prestssetrinu Görðum á Álftanesi. Upplýsingar höfðu fengist um að gamla torfkirkjan og gamli Garðabærinn hafi staðið ofan við núverandi kirkju, nánast upp undir núverandi þjóðvegi. Þessir Garðar á Álftanesi er sá sem sveitarfélagið Garðabær er kenndur við. “Talið er að kirkja hafi verið að Görðum á Álftanesi allt frá því að kristni var lögtekin á Íslandi árið 1000. Hvar Garðar voru er hvergi getið. Þjóðsagnaskýring hefur varðveist þess efnis að Garður hafi fyrrum verið þar sem Garðaflatir eru nú, ofan Búrfellsgjár. Garðakirkju er fyrst getið í heimildum um 1200 í kirknamáldaga Páls biskups Jónssonar. Á þjóðveldis- og Sturlungaöld eru litlar heimildir um íbúa Álftaness og þar í kring. Eftir að hreppskipan komst á, á þjóðveldisöld, tilheyrðu núverandi landsvæði Garðabæjar Álftaneshreppi og einnig bæði höfuðbólin Garðar og Bessastaðir.”
Minjareitur þessi ofan við kirkjuna er vel afmarkaður. Hann er greinilega innan gamals hleðslugarðs. Um er að ræða forvitnilegar tóftir, sem ástæða hefði verið til að rannsaka.
Garðabærinn nær - Garðakirkja fjær