Hetturvegur

Gunnar Benediktsson, áhugamaður um gönguslóðir, skrifar um “Hettustíginn” í Morgunblaðið 7. júní 1988. Þar segir hann m.a.:
Gunnar Benediktsson“Örnefnin Hattur og Hetta eru til á Sveifluhálsi og er Hattur austar (norðaustar). Ber þar saman örnefnaskrá Krýsuvíkur og landabréfum. Á landabréfunum eru nöfnin mismunandi nákvæmlega sett, en röðin er jafnan sú sama. Hins er þá að geta að Hettuvegur liggur ekki milli Hatts og Hettu (eins og sagt er í kynningu Útivistar) heldur sunnan undir Hettutindi. Þar heitir skarðið Sveifla og má sjá þegar á uppdrætti Björn Gunnlaugssonar frá 1831 að þar merkir hann veg og ritar nafnið Sveifla meðfram honum. Þessi leið er á uppdrætti Björns merkt sem leið frá Krýsuvík vestur yfir hálsa til Grindavíkur og hefur legið um Vigdísarvelli og Stóra-Hamradal og áfram vestur hjá Skála-Mælifelli og Drykkjarsteini til Grindavíkur eða á Sandakraveg til Vogastapa.
Vegurinn fyrir suðurenda Sveifluháls og vestur um Ögmundarhraun er einnig merktur á uppdrátt þennan, en á sumum yngri uppdráttum Björns er honum sleppt. Ketilsstígur er og sýndur. Þá má vitna í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 þar sem sagt er: “Geststaðir skal hafa jörð heitið undir Móhálsum ausanverðum, þar allnærri er nú liggur almenningsvegur”.

Hettuvegur

Rústir Gestsstaða má enn sjá skammt suðvestan vistheimilis í Krýsuvík. Séra Jón Vestmann í Selvogsþingum segir af fornleifum árið 1818 frá vegaruðningum um Ögmundarhraun og þjóðsögunni um hann. Hann lýkur frásögninni á þessum orðum: “Er hér síðan alfara vegur, miklu skemmri, sem áður lá norður í Fjöllum nærri Hrauns upptökum.” Sér Jón endurtekur þetta efnislega í sóknarlýsingu 1840. Unnt er að benda á fleiri tilvitnanir, er að þessu lúta.
Hér má segja að kominn sé mergurinn málsins: Áður en vermanna- eða þjóðleiðin var rudd yfir Ögmundarhraun var farin leið yfir fjöllin, innar á hálsunum, er þræddi fyrir upptöku hraunsins. Efstu aðalupptakagígir Ögmundarhrauns eru sem kunnugt er sunnan og suðaustan Vigdísarvalla. Þarna kemur í raun enginn annar vegur til greina en sá er Þorvaldur Thoroddsen gaf nafnið Hettuvegur. Hann hefur legið frá Krýsuvík undir Bæjarfelli, skammt suðvestan Gestsstaða, lagt á hálsinnn upp gjallbrekkurnar á móts við Gestsstaðavatnið mitt, upp í skarðið Sveiflu sunnan undir Hettutindi, ogniður á jafnlendi austur af Vigdíarvallahálsi.
Auðveldast er að finna leiðina þar með því að ganga á gilbrún, þar sem bílvegur nútímans um Móhálsadal liggurnæst Sveifluhálsi að vestan, syðst í eða sunnan Krókamýrar. Þar má við hagstæð birtuskilyrði sjá mannvirki á götunni í austurkinn gilsins auk þess sem glöggt mörkuð sporhella er í austurbrún þess. Ekki er gatan alls staðar greinileg um brekkur og hjalla upp undir Hettutind, en margir kaflar augljósir þeim, sem vanir eru göngum um grónar götur. Ekki skal láta það villa um fyrir sér að þar sem brattast er, ofan jarðhitasvæðisins vestan í Hettu (upp af Hettumýri), hefur jarðvegstorfa skriðið fram og skemmt leiðina þó að sauðfé og menn láti það ekki aftra sér. Hafa skal hugfast að götur hverfa mjög fljótt í gjallbrekkum, en hallinn í austurhlíð hálsins er hægur, sé rétt sneitt.
KortLeið þessi hefur, auk þess að vera alfaravegur til Grindavíkur, verið leið vermanna og annarra er niður fóru Þórustaðastíg á Vatnsleysuströnd.
Enn má geta þess að hverasvæðið í Krýsuvík, skarðið Sveifla, Vigdísarvellir, jarðhitasvæðið við Sandfell o.s.frv. eru öll á eða við belti það, er liggur eftir Reykjanesskaga endilöngum ogtalið er marka skil (og núningsflöt eða – kanta) jarðskoruflekanna, sem kenndir eru við Evrasíu og N-Ameríku. Þarna hefur því jörð skolfið – sveiflast – mjög oft. Þarna kann að vera skýring á örnefninu Sveifla. Þessu til frekari áréttingar má svo minna á margfallna bæina á Vigdísarvöllum vegna jarðskjálfta. Stefnu-breytingu eldgígaraðarinnar framan vallanna tengja sumir skilum þessum.
Ekki má rugla Hettustíg saman við Ketilsstíg norðar, og Drumdalaveg sunnar, sem ávallt eru merktir á landakort þessarar aldar, en Hettuvegur aldrei.
Til viðbótar framanritaðu má færa að því nokkur rök (sem hér er of langt að tekja) að vegurinn um Ögmundarhraun hafi ekki verið ruddur (a.m.k. ekki gerður hestfær) fyrr en um eða rétt fyrir 1750, en fyrsta gerð þjóðsögunnar um vegagerðina þar birtist í Ferðabók Sveins Pálssonar 1796.
Megi svo göngumönnum gróinna gatna vel farnast.”
Sjá meira HÉR, HÉR og HÉR. [Hafa ber í huga að gera þarf ákveðna fyrirvara við kort Björns, a.m.k. á nokkrum stöðum. Til dæmis er Selvogsgatan (Suðurfarargatan/Suðurferðaleiðin) fá Selvogi til Hafnarfjarðar dregin niður í Kaldársel með Kaldá þegar komið er framhjá Valahnúkum, en ekki niður með Smyrlabúðum og áfram niður með Setbergshlíðum eins og hún lá líka fyrrum.]

Heimild:-Gunnar Benediktsson, Morgunblaðið 7. júní 1988, bls. 4C.

Hetta

Hetta.