Víkingaskip

Í Lesbók Morgunblaðsins 8. ágúst 1954 er m.a. fjallað um Ísland fyrir landnámstíð: “Galfried af Monmouth (d. 1154) getur þess í sögum sínum, sem Bretasögur eru ritaðar eftir, að Arthur konungur færi til Íslands. Í brezkum annálum er víðar getið um för Arthurs konungs til Íslands.

Arthur konungur

John de Wavrin (lifði enn 1469) segir þannig, að Arthur konungur hafi farið með lið sitt til Íslands (Yzland): hafi hann barizt þar, sigrað Íslendinga (Yzaladois) og bælt þá undir sig. Þess er getið í innganginum til laga Játvarðs konungs góða (1042-46) að Arthur hafi lagt undir sig Ísland, Grænland, Vínland og fleiri lönd. – De Costa trúir Galfreied af Monmouth eins og nýju neti. Hann er sannfærður um að Arthur konungur hafi siglt til Íslands um 505 með miklu liði, og þar hafi þá verið talsverð byggð Íra, en seinna meir hafi norrænir víkingar hrakið þá af landi burt. (Ólafur Davíðsson)”
Hér er framangreind tilvísun endurvakin, ekki síst í ljósi áhuga manna um að hinn “Heilagi kaleikur” kunni að leynast á Kili, en Arthur konungur var jafnan orðaður við gripinn þann sbr. ítarlegri frásögn um hvorutveggja á Wikipedia.

Landnám

Landnám fyrir “landnám”.