Krýsuvík – höfuðból og fjórtán hjáleigur
Árið 1989 ritaði Ólafur E. Einarsson eftirfarandi grein í Dagblaðið-Vísir undir fyrirsögninni „Höfuðbólið Krýsuvík og fjórtán hjáleigur þess„. Tveimur árum áður (7. mars, bls. 4-6) hafði hann ritað grein í Lesbók Morgunblaðsins um sama efni.
„Svo segir í fornum ritum að Grindavík eða Grindavíkursókn takmarkist að vestanverðu af Valahnúk á Reykjanesi, sem aðskilur bæði land og reka Hafna og Grindavíkur, en að austanverðu af Selatöngum, stuttum tanga í sjó fram vestan við Krýsuvíkurberg. Á Selatöngum er klettur nokkur, bergdrangur kallaður Dagon, sem er bæði landa- og rekamörk Grindavíkur og Krýsuvíkur að austanverðu. Þótt ofangreind landamerkjalýsing sé tekin úr riti síra Geirs Bachmanns frá 1840 veit ég ekki betur en að landamerki Grindavíkur að austanverðu séu þar sem jarðirnar Krýsuvík og Herdísarvík mætast, og þótt Hafnarfjarðarbær hafi á árunum um 1930 fest kaup á Krýsuvík tilheyrir hún landfræðilega Grindavík eftir sem áður.
Í embættisbókum Gullbringusýslu er landamerkjum Krýsuvíkur lýst þannig: „Maríukirkja í Krýsuvík í Gullbringusýslu á samkvæmt máldögum og öðrum skilríkjum heimaland allt, jörðina Herdísarvík í Árnessýslu og ítök, er síðar greina.
Landamerki Krýsuvíkur eru: 1. Að vestan: Sjónhending úr Dagon (Raufarkletti), sem er klettur við flæðarmál á Selatöngum í Trölladyngjufjallsrætur að vestan, sem er útbrunnið eldfjall norðanvert í Vesturhálsi, þaðan bein stefna í Markhelluhól, háan steindrang við Búðarvatnssvæði. 2. Að norðan: Úr Markhelluhól, sjónhending norðanvert við Fjallið eina, í Melrakkagil (Markrakkagil) í Undirhlíðum og þaðan sama sjónhending að vesturmörkum Herdísarvíkur, eða sýslumörkum Gullbringu- og Árnessýslu.
3. Að austan: Samþykkt og þinglýst vesturmörk Herdísarvíkur, sjónhending úr Kóngsfelli, sem er lág, mosavaxin eldborg umhverfis djúpan gíg, á hægri hönd við þjóðveginn úr Selvogi til Hamarfjarðar, örskammt frá veginum í Seljabótarnef, klett við sjó fram. 4. Að sunnan: nær landið allt að sjó.“
Ummál og takmörk
Þessu næst eru talin ítök þau sem kirkjan á og loks „ítök sem aðrir eiga í landi kirkjunnar“. Í jarðabók sinni geta þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín þess að ágreiningur nokkur sé um landamerki milli Krýsuvíkur og ísólfsskála en ekki skýra þeir neitt frá því um hvað sá ágreiningur sé.
Báðar þessar jarðir eru þá (1703) í eigu dómkirkjunnar í Skálholti. Í máldögum og öðrum skjölum, sem rituð eru löngu fyrir daga þeirra Páls og Árna, er svo sagt að hraundrangurinn eða kletturinn Dagon (Raufarklettur) sé landamerki og þá auðvitað fjörumerki millum jarða þessara. En hitt mun lengi hafa orkað tvímælis hvor af tveim brimsorfnum hraundröngum sem standa í flæðarmáli á Selatöngum, sé Dagon. Og enn eru eigi full 50 ár liðin (árið 1897) síðan þras varð. nokkurt og málaferii risu út af því hvor þessara tveggja kletta væri Dagon. Um þetta mál sýndist sitt hverjum og mun svo enn vera. Vísast um þetta mál í bækur GuUbringusýslu.
Á korti herforingjaráðsins danska er Dagon sýndur mjög greinilega en hér þarf að hafa í huga – eins og raunar víða annars staðar – hversu öruggar heimildir þeirra mælingamannanna hafi verið. Bilið milli þeirra tveggja hraundranga eða fjöruræma, sem deilurnar hafa verið um, mun eigi lengra en það að meðalstóran hval getur fest þar.
Ummál Krýsuvíkurlandareignar er milli 60 og 70 km en flatarmálið eitthvað á þriðja hundrað ferkílómetrar. Segja má að takmörk þessa svæðis séu: Ögmundarhrauh að vestan, Sveifluháls að norðvestan, Kleifarvatn að norðan, gróðurlitlar hæðir og melásar að norðaustan og svo Geitahlíð, Eldborg og Krýsuvíkurhraun að austan en bjargið og hafið að sunnan.
Þessi óbrunna landspilda er nálega 6 km breið syðst, eða sem svarar allri lengd Krýsuvíkurbergs frá Ytri-Bergsenda til hins eystri, en mjókkar svo jafnt og þétt allt norður að Kleifarvatni og verður þar ekki breiðari en suðurendi vatnsins, 1-2 kflómetrar.
En frá bjargbrún og inn að Kleifarvatni eru um 9 kílómetrar. Geta mætti þess til að valllendið og mýrarnar á þessu svæði mundi vera um 19 ferkílómetrar.
Kennileiti
Ýmis fell og hæðir rísa upp úr sléttlendi þessu, svo sem Lambafellin bæði sem aðskilja Vesturengi og Austurengi. Bæjarfeflið norðan við Krýsuvíkurbæinn og Arnarfell suður af bænum eru bæði móbergsfjöll. Nokkru sunnar er hálsdrag eitt er liggur austur af Fitjatúninu, eru þar vestastir móbergstindarnir Strákar, þá Selalda, Selhóll og Trygghólar austastir. – Það er talinn hádegisstaður frá Krýsuvík, þar sem mætast rætur eystri Trygghólsins og jafnsléttan austur af honum.
Suður af Selöldu og fremst á brún Krýsuvíkurbjargs er hæð sú er Skriða heitir. Mun þar vera hinn eini staður í berginu sem nokkurs móbergs gætir. En vestanvert við hæð þessa er basaltlag, eitt eða fleiri, efst í bjai^bníninni, skagar það lengra fram en móbergjð (af skiljanlegum ástæðum), svo að loftsig er aUa leið niður í urðina þar neðan undir. Er þar einn hinna fáu, fremur smáu staða á allri strandlengju Krýsuvíkur sem vænta má að nokkuð reki á fjörurnar. Framan í Skriðunni er Ræningjastígur (hans er getið í þjóðsögum J.Á. og e.t.v. víðar). Stígur þessi er gangur einn sem myndast hefur í móberginu og liggur skáhallt ofan af bjargbrún og niður í flæðarmál.
Ræningjastígur hefur verið fær til skamms tírna en nú er sagt að svo mikið sé hrunið úr honum á einum stað að hann muni lítt fær eða ekki. Krýsuvík með hjáleigum sínum öllum hefur um langan aldur verið sérstök kirkjusókn og mun kirkja jafnari hafa haldist þar frá ómunatíð þar til nú fyrir fáeinum árum, nokkru fyrr en Hafnarfjarðarbær keypti Krýsuvíkurtorfuna, að kirkjan var lögð niður. Líklegt má telja að það hafi gerst í kaþólskum sið að Krýsuvíkurkirkja eignaðist jörðina Herdísarvík í Árnessýslu.
En eftir að kirkjan í Krýsuvík var lögð niður var ekkert því til fyrirstöðu að jarðirnar yrðu aðskildar eignir enda er nú svo komið. Herdísarvík hefur jafnan talist til Selvogshrepps og fólk þaðan átt kirkjusókn að Strandarkirkju. Sé Stóri-Nýibær talinn tvíbýlisjörð, eins og oftast mun verið hafa fram undir síðastiiðin aldamót, og því ennfremur trúað að einhvern tíma hafi verið byggð á Kaldrana, verða hjáleigur Krýsuvíkur 14 að tölu, þær sem menn vita nú um að byggðar hafi verið.
Heita þær svo: Stóir-Nýibær (austurbærinn), Stóri-Nýibær (vesturbærinn), Litli-Nýibær, Norðurkot, Suðurkot, Lækur, Snorrakot, Hnaus, Arnarfell, Fitjar, Gestsstaðir, Vigdísarstaðir, [B]Hali, Kaldrani.
Óvíst er og jafnvel ekki óklegt að hjáleigur þessar hafi á nokkrum tíma yerið allar í byggð samtímis. Þeir Arni Magnússon og Páll lögmaður Vídalín nefna Norðurhjáleigu og Suðurhjáleigu og má telja vafalítíð að það séu sömu hjáleigurnar og nú kallast Norðurkot og Suðurkot. Einnig nefna þeir Austurhús og Vesturhús og er hugsanlegt að Austurhús hafi verið þar sem nú er Lækur, en engum getum skal að því leitt hér hvar Vesturhús hafi verið.
Heimajörðin sjálf og allar hjáleigurnar, nema Vigdísarvellir og Bali, eru í daglegu tali kallað Krýsuvíkurhverfi, en þessar tvær hjáleigur eru suðaustan undir Núpshlíðarhálsi, sem oft er nefndur Vesturháls, og skilur Sveifluháls þær frá Aðalhverfinu.
En þar um slóðir er Sveifluháls einatt kallaður Austurháls eða „Hálsinn“. í Jarðabók sinni telja þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín að árið 1703 hafi 7 af hjáleigunum verið byggðar og er þá tvíbýli í Stóra-Nýjabæ. Þá geta þeir og þess, að Krýsuvíkin sé eign dómkirkjunnar í Skálholti og að kirkjan í Krýsuvík sé annexía frá Selvogsþingum. Telja þeir að 41 sála sé í söfnuðinum. En þess má geta hér að um miðbik 19. aldar voru um 70 manns í Krýsuvíkursókn. Ef treysta má því að þeim PáU og Árna hafi verið rétt skýrt frá sauðfjáreign þeirra Krýsvíkinganna, hefur hún verið næsta lítilfjörleg á slíkri afbragðs hagagöngujörð.
Hrossafjöldi er og af mjög skornum skammti en mjólkurkýr telja þeir vera 22. Sem hlunnindi telja þeir fuglatekju og eggver, einnig nefna þeir sölvafjöru og sé „sérhverjum hjáleigumanni takmarkað pláss til sölvatekju“. Þá geta þeir þess að á Selatöngum sé útræði fyrir hverfisbúa, „en lending þar þó merkilega slæm“. En þrátt fyrir þessa „merkilega slæmu“ lendingu mun þó útræði á Selatöngum hafa haldist fram um 1870, a.m.k. alltaf öðru hverju. Til er gömul þula þar sem taldir eru með nöfnum vermenn á Selatöngum og er þetta upphaf: „Tuttugu og þrjá Jóna telja má,“ o.s.frv. Þulan endar svona: „ Á Selatöngum sjóróðramenn, sjálfur guð annist þá“.
Gróður og nytjar
Ekki munu aðrar hjáleigur en þær sex sem hér eru fyrst taldar hafa átt rétt til fuglatekju í bjarginu og þó aðeins íþeim hluta þess sem kaUaður er Kotaberg. Er það miðhluti bjargsins, austan heimabergsins en vestan Strandarbergs. Þó leyfðist hverri hjáleigu ekki að taka fleiri egg en 150 pg ekki að veiða meir en 300 fugla (svartfugl, álku og lunda).
Ekki fylgdu heldur neinar engjar öðrum hjáleigum en þessum sex og hafði hver þeirra nokkrar skákir, ýmist á Vesturengjum eða Austurengjum.
Á flestum þessara 6 býla mátti fóðra tvær kýr, hesta eftir þörfum og um sauðfjáreign munu engin ákvæði hafa verið né þótt þurfa. Þegar Nýjulöndin (hið innra og fremra) lágu ekki undir vatni úr Kleifarvatni áttu og þessar sex hjáleigur (en ekki aðrar) tilkall til heyskapar þar. Átti þar höfuðbólið helming en hver hjáleiga tólfta hluta. Á góðu grasári gat hver hjáleiga fengið í sinn hlut af hvoru Nýjalandi um 50 hestburði af nautgæfu heyi. Vigdísarvellir og Bali höfðu sínar eigin engjar og nærtækar. Er og um nokkuð langan veg og einkar torsóttan að sækja þaðan á Krýsuvíkurengjar. Langt mun nú síðan Gestsstaðir voru byggðir en vel má það vera að ábúandinn þar hafi átt útslægjur bæði í Rauðhólsmýri og Hveradölum.
Árni Magnússson getur þessarar hjáleigu í handriti þeirra Páls lögmanns, en lauslega nokkuð. Snorrakot og Hnaus hafa verið smábýli ein, eða næstum því tómthús. Hið svokallaða Snorrakotstún er aðeins horn af Norðurkotstúni og skilur smálækur einn túnin. Getur horn þetta vart gefið meira af sér en 3 til 4 töðukapla þegar best lætur. Á Arnarfelli mun hafa verið búið fram um eða fram yfir 1870 en túnið þar var jafnan slegið frá höfuðbólinu fram undir 1890 og þá er túnið í rækt. Var talið að það gæfi af sér eitt kýrfóður. Má og vel vera að ábúandi Arnarfells hafi fengið leyfi til að heyja eitthvað á mýrum þeim sem kringum fellið eru (Stekkjarmýri, Bleiksmýri og Kúabletti). Á Fitjum voru nokkuð stæðilegar bæjartóftir fram yfir síðustu aldamót, þar var og safngryfja sem óvíða sáust merki til annars staðar í hverfinu. Túnstæði er nokkuð vítt á Fitjum og útslægjur hefði mátt hafa þaðan á Efri-Fitjum, á Lundatorfu eða í Selbrekkum. Eigi var og heldur heybandsvegur þaðan á Trygghólamýrina.
Utan þessa svæðis, sem hér er nefnt, má telja til gróðurlendis hina svonefndu Klofhinga í Krýsuvíkurhrauni, þar er sauðfjárbeit góð. Þá er Fjárskjólshraun sunnan í Geitahlíð austarlega, og hólmarnir tveir í Ögmundarhrauni, þeir Húshólmi og Óbrennishólmi. Er á öUum þessum stöðum lynggróður og dálítið kjarr, sprottið upp úr gömlum hraunum. Þá eru hjáleigurnar tvær austan við Núpshlíðarháls, Vigdísarvellir og Bali, með túnstæðum sínum og mýrarskikum í nágrenninu, og svo að lokum „Dalirnir“ og valllendisflatirnar fyrir Kleifarvatn ásamt grasbrekkum nokkrum sem ganga þar upp í hlíðarnar.
Strandlengja landareignarinnar frá Dagon á Selatöngum og austur í sýslumörk á Seljabót er 15-16 kílómetrar. Frá Dagon og á austurjaðar Ögmundarhrauns eru 5-6 km, er það óslitin hraunbreiða allt í sæ fram, að undantekinni Húshólmafjöru sem vart er lengri en 300-400 metrar.
Austan Ögmundarhrauns tekur við þverhnípt bjargið (Krýsuvíkurberg) og er það talið þrítugt eða fertugt að faðmatali. Ekki er ólíklegt að þessi áætlun um hæð bjargsins sé nokkuð rífleg, því á korti herforingjaráðsins eru sýndar tvær hæðarmælingar á bjargbrúninni og er önnur 33 en hin 36 metrar. Ef til vill gæti það átt við hér, það sem Páll Ólafsson kvað forðum: „Þeir ljúga báðir – held ég megi segja.“ Fyrir austan Eystri-Bergsenda tekur við Krýsuvíkurhraunið, allt austur á Seljabót, og þar fyrir austan Herdísarvíkurhraun. En þá er komið austur fyrir sýslumörk og skal því staðar numið í þá átt.“
Heimild:
-Dagblaðið-Vísir, 31. júlí 1989, Ólafur E. Einarsson, Höfuðbólið Krýsuvík og fjórtán hjáleigur þess, bls. 18.
-Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.