Litla-Skógfell

Af gefnu tilefni, í kjölfar nýlegra eldgosa á Reykjanesskaga ofan Grindavíkur, er rétt að minna hlutaðeigendur á rétt eigenda óskipts lands Þórkötlustaða ofan Grindavíkur. Þeir hafa hingað til ekki verið virtir viðlits er komið hefur að ákvörðunum um einstakar framkvæmdir á þeirra landi.

Ísleifur Jónnson

Ísleifur heldur á korti er staðfestir málstað hans.

“Þórkötlustaðir : Landamerkjabréf dags. 20.06.1890, þinglýst ………….
…..fyrir miðju Markalóni í fjöru, á Þórkötlustaðanesi, er mark á klöpp er aðskilur að land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Hóp, þaðan liggja mörkin til heiðar, sjónhending á toppinn á Stóra-Skógfelli, þá áfram sömu stefnu yfir Litla-Skógfell, að steini sem þar stendur við götuna (LM), þaðan að Kálffelli, þaðan að Vatnskötlum (Vatnsfelli) fyrir norðan Fagradal, (samkvæmt landamerkjum frá 1270, endurnýjuðum 28. júní 1620), þaðan yfir Vatnsheiði, þá áfram fyrir vestan Húsfell til sjávar í miðjan Markabás í fjöru, er aðskilur land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Hraun, er þar mark á klöpp. Einkennismark marksteinanna er LM.”…

Ísleifur Jónsson

Ísleifur á vettvangi.

FERLIRsfélagar fylgdu Ísleifi Jónssyni, rúmlega níræðum verkfræðingi, á fjórhjóli, inn á Skógfellastíginn.

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðir – óskipt land skv. uopinberu skrám.

Ísleifur taldi eindregið að landamerki Grindavíkur og Voga ættu að vera mun norðar en kortlögð höfðu verið – enda eðlileg framlenging m.v. fyrirliggjandi landamerkjalýsingar…

Skógfellavegur

Þórkötlustaðir – landamerki millum Litla-Skógfells og Kálffells.