Reynisvatnsheiði
FERLIRsfélaginn Jón Svanþórsson hefur löngum, ásamt Lucy, gengið um Reynisvatnsheiðina.
Réttin á ReynisvatnsheiðiÁ þessum ferðum þeirra hefur hann, fremur en hún, uppgötvað ýmislegt, sem öðrum hefur verið fjarrænt – jafnvel hulið. Ekki er langt síðan þau feðginin gengu þarna fram á leifar af gamalli hlaðinni fjárborg ofan skammt ofan skógræktarmarka, staðsettu vörðubrot og nánast jarðlæg landamerki, auk þess sem dóttirinn þefnæma staðnæmdist við leifar af rétt, aðhaldi eða stórri fjárborg á heiðinni. Hún, sem og aðrar minjar, t.a.m. leifar af hlöðnum stekk skammt neðan Grafarsels, gætu hafa verið hluti af selstöðunni. Þó er öllu líklegra að þetta tiltekna mannvirki hafi verið vorrétt (rúningsrétt) frá Hólmi og jafnvel fleiri nálægum fjárbæjum á síðari öldum.
Réttin er 12×10 m að stærð. Útveggir hafa verið gerðir úr torfi, en innveggir (dilkar) úr grjóti. Útveggirnir standa grónir og innveggir hafa verið einhlaðnir. Það bendir til fjárréttarnota.

Reynisvatn

Reynisvatn.