Reykjanes – Hringferð 08 – Bláa lónið – Grindavík
8. Bláa lónið – Grindavík
-Bláa lónið
Bláa lónið (gamla) myndaðist vegna frárennslis frá orkuverinu í Svartsengi og var einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Ný þjónustumiðstöð, stærri og betri var tekin í notkun í júní 1999. Nokkur hundruð þúsunda gesta heimsækja það árlega og vegna sérstöðu sinnar nýtur það mikillar hylli fjölmiðlafólks um allan heim. Fljótlega eftir að fólk fór að sækja í Bláa Lónið kom í ljós, að vatnið í því virkar mjög vel til að lina þjáningar þeirra, sem þjást af húðsjúkdómum (psoriasis) og þar er sérstök aðstaða fyrir þá. Sjúklingarnir koma víða að úr heiminum til að njóta lækningarmáttar lónsins. Góð þjónusta er við ferðamenn við Bláa lónið og er þar gott hótel og veitingahús ásamt miðstöð upplýsinga og minjagripasölu.
Bláa Lónið hefur á örfáum árum þróast úr því aðvera tilfundinn baðstaður í það að vera einn af fjöl-sóttustu ferðamannastöðum landsins. Yfir 300 þús-und manns koma í Lónið ár hvert.Bláa Lónið er til komið sem affallsvatn frá orku-verinu í Svartsengi, sem verðugt er að skoða.Fljótlega kom í ljós lækningamáttur vatnsinsþegar fólk með psoriasis fór að lauga sig í lóni þvísem myndast hafði. Ný og glæsilega aðstaða hefurverið byggð á nýjum stað fyrir Bláa Lónið með veit-ingasölu og gjafavöruverslun. Í nágrenni Bláa Lónsins er að finna gott hótel og veitingahús. Bláa Lónið er kjörinn hvíldarstaður eftir góða skoðunarferð um Reykjanes áður en haldið er á gististað.
-Hitaveita Suðurnesja
Hitaveita Suðurnesja hf. er sameignarfyrirtæki sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Tilgangur Hitaveitu Suðurnesja hf. er vinnsla og nýting jarðvarma og hvers konar annarra orkuauðlinda, dreifing og sala raforku, orkugjafa og annarra afurða félagsins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins. Einnig iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi sem er ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.
Hitaveita Suðurnesja rekur orkuver í Svartsengi sem nýtir um 240 °C heitan jarðhitavökva, sem fenginn er úr borholum allt að 2000 metra djúpum. Jarðhitavökvann er ekki unnt að nota til beinnar upphitunar vegna seltu hans og því hversu ríkur hann er af uppleystum steinefnum. Vökvinn er því notaður til upphitunar á ferskvatni og til framleiðslu á rafmagni. Jarðhitavökvi um 80 °C heitur sem ekki er nýttur í orkuverinu er hleypt út á hraunbreiðuna. Jarðhitavökvi blandaður þéttivatni háhitagufunnar myndar Bláa lónið. Einstakt lífríki ásamt miklu magni af náttúrulegum steinefnum, kísl og sérstökum blágrænum þörungi mynda mjúkan hvítan leirinn í lóninu og gefa því sinn sérstaka bláa lit. Bláa Lónið hf. rekur baðstaðinn við Bláa lónið, göngudeild fyrir psoriasis sjúklinga og framleiðir húðverndarvörur undir merkinu Blue Lagoon.
-Tilurð lónsins og sérstaða
…svo sem – spa, nudd, vatnið í lóninu, efni í því, hitastig, kísill, minjagripir, veitingar, leigð handklæði og sundföt…
-Illahraun – aldur, gerð og fleira.
Illahraun er frá sögulegum tíma, sennilega frá 13. öld (1226).
-Hitaveita Suðurnesja
Hitaveita Suðurnesja hf. er sameignarfyrirtæki sveitarfélaganna á Suðurnesjum, Hafnarfjarðarbæjar og ríkissjóðs. Tilgangur Hitaveitu Suðurnesja hf. er vinnsla og nýting jarðvarma og hvers konar annarra orkuauðlinda, dreifing og sala raforku, orkugjafa og annarra afurða félagsins ásamt hverri þeirri starfsemi annarri sem nýtt getur rannsóknir, þekkingu eða búnað félagsins. Einnig iðnþróun og nýsköpun af hverju tagi sem er ásamt annarri viðskipta- og fjármálastarfsemi samkvæmt ákvörðun stjórnar hverju sinni.
Hitaveita Suðurnesja rekur orkuver í Svartsengi sem nýtir um 240 °C heitan jarðhitavökva, sem fenginn er úr borholum allt að 2000 metra djúpum. Jarðhitavökvann er ekki unnt að nota til beinnar upphitunar vegna seltu hans og því hversu ríkur hann er af uppleystum steinefnum. Vökvinn er því notaður til upphitunar á ferskvatni og til framleiðslu á rafmagni. Jarðhitavökvi um 80 °C heitur sem ekki er nýttur í orkuverinu er hleypt út á hraunbreiðuna. Jarðhitavökvi blandaður þéttivatni háhitagufunnar myndar Bláa lónið. Einstakt lífríki ásamt miklu magni af náttúrulegum steinefnum, kísl og sérstökum blágrænum þörungi mynda mjúkan hvítan leirinn í lóninu og gefa því sinn sérstaka bláa lit. Bláa Lónið hf. rekur baðstaðinn við Bláa lónið, göngudeild fyrir psoriasis sjúklinga og framleiðir húðverndarvörur undir merkinu Blue Lagoon. Nú er verið að opna þar sérstaka Húðlækningamiðstöð þar sem fyrir er hótelaðstaða fyrir 30 manns. Ætlunin er m.a. að bjóða þeim að nýta sér hið margbreytilega umhverfi Bláa lónsins.
-Sýlingarfell – Svartsengisfjall – Svertingsfell
Gígur uppi á fellinu.
-Gjáin
Í „Gjánni“ hefur verið komið upp sýningu um jarðfræði, jarðhita og vinnslu orku úr iðrum jarðar. Tæknibúnaður þar er mjög fullkominn og gjáin hljóðdeyfð þannig að unnt er sýna margar myndir og spila mismunandi hljóð samtímis. Myndskjáir eru 42″ plasmaskjáir í stærðarhlutfallinu 16:9 sem er hið nýja form fyrir sjónvarpsmyndir. Á myndskjánum eru sýndar tölvumyndir og kvikmyndir. Víðóms hljóðflutningur er með hverri mynd. Þar sem er þulartexti er hann bæði á íslensku og ensku.
Hljóðkerfi með stafrænum mögnurum er einnig í sjálfri gjánni og nýtist það m.a. fyrir ýmis hljóð sem tengjast gossprungu og jarðskjálftalíkani sem þar er komið fyrir. Þessi hljóð, auk annarra íslenskra náttúruhljóða, eru geymd á stafrænum hljóðspilurum sem stýrt er í samræmi við það sem er að gerast í gjánni á hverjum tíma.
Gjáin er opin almenningi alla virka daga og stundum um helgar.
-Þorbjörn
Skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn. Í toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá.
Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu.
Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu.
Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom
-Örlítið um Grindavík áður en komið er þangað
Grindavík er í dag 2800 manna bær og einn öflugasti útgerðarstaður landsins. Þar er grósku mikilútgerð og fjöldi báta. Þótt sjávarsókn brauðfæðiGrindavík er ferðaþjónusta mjög áberandi og örtvaxandi. Fjöldi veitingahúsa og nokkur gistihús eru í Grindavík og gott tjaldsvæði. Í Grindavík er einnigbílaleiga og hestaleiga. Byggð hefur verið ný kirkja í Grindavík þar sem sú er flutt var frá Stað var löngu orðin of lítil. Staðarkirkjan hefur nú fengið nýtt og sérstakt hlutverk – hún er nú barnaheimili. Grindavíkur er vel getið í sögu erlendra kaupmanna á Ís-Búrfellstraðir landi og oft vegna ófriðsamlegra aðgerða eins og 1532 þegar Íslendingar, Danir og Þjóðverjar sameinuðust gegn Englendingum. Tyrkir gerðu sigeinnig heimakomna í Grindavík öld síðar. Vert er að veita skrúðgarðinum Sólarvé sérstaka athygli en hann er við sundlaugina. Sólarvé er skipulag og hlaðið í fornum stíl og vitnar til horfinnar menningar landsins.