Herdísavíkursel

Haldið var niður frá Sýslusteini, eftir slóðanum með sýslugirðingunni, og staðnæmst við Gamla veg, er liggur þarna á milli hrauna, þvert á girðinguna. Önnur gömul gata, líklega angi af hinni, er þarna litlu norðar. Gengið var eftir veginum með hraunjaðrinum, líklega Krýsuvíkurhrauns, framhjá vatnsstæði og áfram niður og suður með austanverðum hraunkantinum. Þegar komið var að horni hans var beygt til vesturs og hraunkantinum og veginum fylgt áfram. Einn angi hans liggur þarna áfram til suðurs.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel.

Skammt vestan við hornið eru nokkrar tóttir Herdísarvíkursels. Fyrst er langur stekkur ofan við graslægð, annar minni stekkur vestan hans og ein tótt aðeins lengra til vesturs. Norðan þeirra er meginselið, tóttir með tveimur rýmum, en beggja vegna þess eru minni tóttir.

Seljabót

Í Seljabót.

Skammt vestan við selið, uppi í skjóli, eru hleðslur eða tótt undir steini. Enn vestar, handan gamallar girðingar, eru brunnar og skammt vestan girðingarinnar er skjól undir hraunrana.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel – byrgi refaskyttu. Geitahlíð fjær.

Niður við Seljabótanef er hlaðin rétt sunnan og innanundir því. Austan við nefið er skúti og gat ofan hans. Þessi skúti gæti verið svonefndur Seljabótahellir, sem m.a. Gísli Sigurðsson lýsir. A.m.k. passar lýsingin við staðsetningu skútans. Talsverður sandur hefur lekið inn í skútann. Hann virðist nú vera notaður sem greni. Austan skútans er lægð og í henni hraunrani. Í honum er einnig greni. Enn eitt grenið er norðan lægðarinnar, í hraunhól. Þar norðaustanvið er hlaðið skotbyrgi refaskyttu. Sunnan þess er einnig skúti er virðist hafa verið greni. Allnokkru austar með ströndinni má sjá hlaðin refabyrgi, ef vel er að gáð, en ágangur sjávar hefur leikið þær illa.
Gangan frá Sýslusteini niður í Seljabót tekur um 20 mínútur eftir aðgengilegum slóða með girðingunni. Frábært veður.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.