Haldið var í Sogin, þvergil er Sogalækur hefur myndað á u.þ.b. ellefu þúsund árum. Afurðin liggur að fótum fram; grasi grónir Höskuldarvellir og Sóleyjarkriki.
SoginLitli Sogalækurinn er ágætt dæmi um hversu lítilmagninn fær áorkað á löngum tíma. Hann ætlar sér að ná til sjávar í Kúagerði – og mun eflaust takast það eftir nokkur hundruð ár.
Sogin skilja nánast af Núpshlíðarháls og Dyngurnar (Trölladyngju og Grænudyngju). Þau eru 150-200 m djúp leirgil sem mikill jarðhiti hefur verið í fyrrum og aðeins eimir af enn. Þægilegt er að ganga niður í Sogin sunnan við Dyngjurnar og útsýnið er stórbrotið og litadýrðin mikil. Leirkenndur jarðvegurinn er rokgjarn, en drekkur í sig bleytu. Fallegur hver er í hlíðinni sunnan við Sogalæk. Svæðið er skammt frá höfðuborgarsvæðinu.
Sjá má myndir úr Sogunum HÉR.