Vogastapi (80m) hét fyrrum Kvíguvogabjarg og Kvíguvogastapi og er stundum kallaður Stapi.  Hann er á milli Voga og Njarðvíkur og þverhníptur í sjó fram.
StapabudUppi á Grímshóli, hæsta stað Stapans, er útsýnisskífa og útsýni gott á góðum degi.  Sorpi af Keflavíkurvelli var löngum ekið út á Stapa og sturtað niður í urðina.
Gamla Reykjanesbrautin liggur um undirhlíðar Stapans og enn þá verður næmt fólk, sem þar er á ferðinni, vart við eitthvað óhreint.  Fyrrum fóru sumir ferðamenn sér að voða á leiðinni og gengu jafnvel fyrir björg. Eftir að bílvegurinn var lagður hafa sprottið upp alls konar draugasögur, s.s. að farþegi hafi skyndilega verið kominn í aftursætið eða gangandi vegfarandi hafi verið tekinn með á Stapanum og hann skyndilega horfið úr bílunum.  Margir telja sig hafa séð þar mann á ferðinni með höfuðið undir hendinni.
Fiskislóðin Gullskista er undir Stapanum. Nafn hennar varð til vegna mikillar og góðrar veiði á þessum miðum.
Artalssteinn vid KerleingabudTil er þjóðsaga, sem segir frá göngum undir Reykjanes frá Gullkistu til Grindavíkur, þar sem fiskur gekk greitt á milli. Nokkrar verstöðvar voru undir Stapanum á dögum árabátaútgerðarinnar en ummerki þeirra eru óðum að hverfa. Meðal þessara verstöðva var Hólmabúð, sem kennd var við hólma skammt undan landi. Haraldur Böðvarsson hafði aðstöðu í þessum hólma, þegar hann byrjaði úrgerð sína á Suðurnesjum.
Bandaríski herinn byggði fullkomið sjúkrahús í suðurhlíðum Stapans í síðari heimsstyrjöldinni en hann brann skömmu síðar. Herinn byggði og rak líka mikilvæga fjarskiptastöð á Stapanum og tóttir þess húss standa enn þá.
Undir Stapanum má m.a. sjá tóftir bæjarins Brekku, Hólmabúðar, Stapabúðar og Kerlingarbúðar. Neðan þeirra síðastnefndu er ártalssteinn með áletruninni 1780.

Stapabúð

Stapabúð.