Tag Archive for: Arnarfell

Arnarfell

Í göngu á og við Arnarfell í Krýsuvík voru rifjaðar upp fjórar þjóðsögur er tengjast fellinu. Annars var megintilgangur ferðarinnar að staðsetja nokkrar fornleifar, sem fornleifafræðingar höfðu ekki komið auga á, auk náttúruminja. Þá var svæðið myndað, bæði með upptökuvélum og stafrænum.

Arnarfell

Arnarfell.

Gengið var að hlaðinni brú vestan við Arnarfell. Hún er í skarði á innri heimagarðinum að sunnanverðu. Gamla þjóðleiðin að Krýsuvík að austan lá um brúna, annars vegar til norðausturs að Eystrilæk og hins vegar til vesturs með garðinum utanverðum. Sett var niður prik við brúna.
Þá var gengið að vörðum með gömlu leiðinni til austurs sunnan Arnarfells, utan garðs. Hún lá framhjá brunninum sunnan Arnarfells og skiptist síðan í tvennt; annars vegar til austurs yfir Bleiksmýrina og hins vegar niður að Arnarfellsvatni (Bleiksmýrartjörn).

Arnarfellsvatn

Arnarfellsvatn/–tjörn.

Vestan við tjörnina mótar fyrir rústum. Áningarstaður vermanna í verum á sunnanverðum Reykjanesskaganum og skreiðarflutningamanna var þarna við sunnanverða tjörnina. Þá var jafnan slegið upp tjöldum. Vörðurnar eru fallnar, en vel móta fyrir innleggi þeirra. Annars var óþarfi að hafa vörður við Arnarfell því það var jafnan hið ágætasta kennileiti ferðamanna til og frá Krýsuvík að austan.
Merkt var umhverfis hinar gömlu tóftir Arnarfells vestan bæjarhólsins og síðan haldið upp á fellið. Ofan við syðri útihúsatóftina í fellinu er skúti. Þeir eru reyndar tveir. Annar er ofar og austar. Þar er fjárskjól, en engar hleðslur. Hinn er ofan og sunnan við tóftina. Þar er hleðsla fyrir, gróin. Svo virðist sem tákn séu þar skráð á veggi, en þau gætu eins verið af náttúrlegum ástæðum.

Krýsuvík

Krýsuvík – garður frá Bæjarfelli yfir að Arnarfelli.

Eiríksvarða var barin augum. Varðan er greinilega gömul að hluta, en verið haldið við með því að bæta í hana. Sagan segir að séra Eiríkur á Vogsósum hafi látið hlaða vörðuna eftir komu Tyrkja til Krýsuvíkur (sjá þjóðsögu síðar) með þeim orðum að á meðan hún stæði óhreyfð væri byggðinni óhætt.
Gengið var niður skarðið og í Stínuskúta. Við hann var settur staur. Skútinn er með þeim fallegri í Krýsuvíkurfellunum.
Staur var sett við hlaðið og gróið skjól norðan undir stórum steini neðan við Stínuskúta. Þar gæti hafa verið kví og tengst stekknum þarna skammt vestar.
Loks var gengið að hinni gömlu þjóðleið milli Krýsuvíkur og Herdísarvíkur, er lá um Deildarháls. Þjóðleiðin sést enn mjög vel norðan við Eystrilæk. Þar liggur hún um mela, en því miður… Jarðýtustjóri er nú búinn að ýta duglega yfir hluta leiðarinnar. En verið róleg…

Arnarfell

Eiríksvarða á Arnarfelli.

Samkvæmt bestu heimildum á að færa allt í samt lag aftur að lokinni kvikmyndatöku, einnig gömlu þjóðleiðina. Fylgst verður gaumgæfulega með hvernig það verður gert.
Hið skemmtilega (eða hið leiðinlega) við þessa þjóðleið er að fulltrúi Fornleifaverndar ríkisins var sérstaklega spurður að því á fundi, sem haldinn var með nefndarfólki og öðrum í Hafnarborg (daginn áður en skipulags og byggingarráð tók ákvörðun sína) hvort hann væri handviss um að þjóðleiðin gamla lægi ekki um þær slóðir sem ætti að raska. Spyrjandi sagðist hafa lesið það í hans gögnum að þetta væri talinn gamall árfarvegur. Fulltrúi Forneifaverndar móðgaðist mjög, sagði að þetta væri örugglega gamall árfarvegur og engin ástæða væri til að efast um þekkingu hans. Þetta væri ekki gömul þjóðleið, en nú er annað komið í ljós. Mjög mikilvægt er að fólk, sem vinnur við mat og skráningu fornleifa skoði svæði sem þetta með opnum hug og nýti sér vel þær upplýsingar, sem fyrir eru, bæði um einstakar minjar sem og sögu svæðisins. Mikið magn upplýsinga er til um Krýsuvík og ábúð það fyrrum.

Selatangar

Selatangar – þurrkbyrgi.

Öryggisverðir reyndu að meina FERLIRsfélögum göngu um svæðið, en eftir að aðkomumenn höfðu rakið fyrir öryggisvörðunum helstu þjóðsögur, sem svæðið hefur að geyma, sagt þeim frá merkum minjum, lýst staðháttum og örnefnum, lagt út af sögu Krýsuvíkur í stuttu máli o.fl. o.fl. sáu þeir auðvitað að þarna fór ekki hættulegt fólk eða fólk, sem væri líklegt til að valda skemmdum á svæðinu. Það gekk því óáreitt á og umhverfis Arnarfell, eins og ætlunin var. Öryggisverðirnir sannfærðust líka um að það getur verið alvarlegt mál að hefta frjálsa för fólks í frjálsu landi, nema hafa til þess mjög ríkar ástæður, sbr. ákvæði hegningarlaga. Þær voru ekki fyrir hendi þarna, enda stafaði göngufólkinu engin hætta af umhverfinu og ekkert var á staðnum sem hægt var að skemma nema tveir kamrar, sem öryggisverðirnir hafa staðið dyggan vörð um og passað vandlega undanfarnar vikur. Þeir voru hins vegar ekki við Arnarfell, heldur við gömlu þjóðleiðina, sem nú var búið að skemma. Það vissu öryggisverðirnir að sjálfsögðu ekki.

Arnarfell

FERLIRsfélagar komnir í búðir kvikmyndafólks.

Öryggisverðirnir voru beðnir um að fygjast vel mannaferðum um svæði, einkum að kvöld- og næturlagi því skemmdir hafa verið unnar að undanförnu bæði á Krýsuvíkurkirkju og skátaskálanum Skýjaborgum undir Bæjarfelli. Þá væri og gott ef þeir, nærtækir, gættu þess vel að fólk væri ekki að ganga mikið til suðurs að Arnarfelli, því mýmörg hreiður væru enn í móanum milli vegarins og þess. Ljóst er því að heildarhlutverk öryggisvarðanna á svæðinu getur orðið til gangs þegar til alls er litið.
Hið skemmtilega var að annar öryggisvarðanna reyndi að telja FERLIRsfélögum trú um að girðingin um beitarhólfið hafi verið sett upp til að koma í veg fyrir að fólk færi um svæðið. Þá reyndi hann að telja hinum sömu trú um að straumurinn á henni gæti reynst varhugaverður. Hann vissi greinilega ekki við hverja hann var að tala.

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.

Fyrsta þjóðsagan um Arnarfell segir frá Beinteini, en svo var nefndur maður „suður í Krýsuvík, bjó hann að Arnarfelli. Eitthvert sinn var hann að smíða skip við sjó frammi, þar sem heitir á Selatöngum. Hafðist hann þar við í verskála. Þar hafði hann alltaf hjá sér hlaðna byssu. Hann lét einatt loga ljós í skálanum þegar kveldaði. Eitt kvöld, er hann hefur kveikt í skálanum, heyrir hann allt í einu mjög mikinn brest og skarkala í skáladyrum. Lítur hann þangað og sér þá að ógurlegt skrímsli treður sér inn úr dyrunum; það hafði brotið tréð úr þeim, hafði dyraumbúninginn á herðunum og tróð sér svo áfram. En þröngt varð um það á milli grjótveggjanna. Það var eins og maður neðan en mjög ófreskjulegt eða dýrslegt ofan. Beinteinn var harðfær maður og alleinbeittur. Hann þrífur því byssu sína, lætur sér ekki bilt við verða og hleypir af á ófreskjuna.

Selatangar

Selatangar – sjóbúðartóft.

Henni bregður hvergi og treður sér því meir áfram. Beinteinn hleður aftur byssuna og hleypir af. Þá stansar þetta en ekkert sér á því. Enda var það allt að sjá hulið skeljarögg utan. Beinteinn var í silfurhnepptri millifatapeysu. Hann man nú allt í einu að hann hefir heyrt sagt að þótt engin kúla vinni á skeljastakk skrímsla þá geri þó silfurhnappar það. Slítur hann því hnappana af peysunni sinni, hleður byssuna og hefur á fyrir högl eða kúlu og skýtur enn á skrímslið. Þá tók það snarpt viðbragð, reif sig út og hvarf til sævar. En Beinteinn hljóp út. Þá fyrst greip hann hræðsla. Tók hann til fóta og hægði eigi á sprettinum fyrr en heima við bæ, óður af hræðslu og nærri sprunginn af mæði og sagði söguna. Að morgni sáust aðgerðir skrímslisins en sjálft var það með öllu horfið.“

Selatangar

Á Selatöngum.

Önnur saga segir að „á Selatöngum var fyrrum verstöð og útræði mikið. Gengu þaðan m.a. biskupsskip frá Skálholti. Þar sér enn allmikið af gömlum búðartóftum og görðum, er fiskur og þorskhausar voru fyrrum hengdir á til herzlu. Hjá Selatöngum eru hraunhellar margir, en flestir litlir. Var hlaðið fyrir opið á sumum þeirra til hálfs og notuðu sjómenn þá til ýmissa hluta. Í einum höfðu þeir kvörn sína og kölluðu þeir þann helli Mölunarkór, í öðrum söguðu þeir og kölluðu hann því Sögunarkór o.s.frv.

Arnarfell

Bærinn Arnarfell undir Arnarfelli í Krýsuvík.

Reki var mikill á Selatöngum og færðu sjómenn sér það í nyt; smíðuðu þeir ýmsa gripi úr rekaviðnum, þá er landlegur voru, en þær voru ekki ótíðar, því að brimasamt var þar og því sjaldan róið á stundum.“
Þriðja sagan segir að „á síðara hluta 19. aldar bjó í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík maður sá, er Einar hét. Hann átti mörg börn, og er saga þessi höfð eftir tveim sonum hans, Einari og Guðmundi. Einar, faðir þeirra, var allt að 30 vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mæli, að reimt hefði verið á Selatöngum, og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tanga-Tómas. Hann gerði búðarmönnum ýmsar smáglettur, en var þó ekki mjög hamramur.

Arnarfell

Arnarfell – tilgáta.

Þá bjó á Arnarfelli í Krýsuvík maður sá, er Beinteinn hét. Var talið að Tómas væri einna fylgispakastur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mikill, smiður góður og skytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak hans: „Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini“.
Einu sinni varð Beinteinn heylítill, og flutti hann sig þá niður á Selatanga með fé sitt til fjörubeitar. Var hann þarna um tíma og hafðist við í sjóbúð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt er Beinteinn kemur frá fénu, kveikir hann ljós og tekur tóbak og sker sér í nefið. Tík ein fylgdi honum jafnan við féð og var hún inni hjá honum. Veit Beinteinn þá ekki fyrr en ljósið er slökkt og tíkinni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og skaut út úr dyrunum. Sótti draugsi þá svo mjög að Beinteini að hann hélzt loks ekki við í sjóbúðinni og varð að hröklast út í illviðrið og fara heim til sín um nóttina. Hafði Beinteinn skaröxi í hendi og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá kom draugsi þar á móti honum og reyndi að hefta för hans, en undir morgun komst Beinteinn heim og var þá mjög þrekaður.

Arnarhreiður Um viðskipti draugsa og Beinteins er ekki fleira kunnugt, svo að sögur fari af. Þess má geta, að þá er Beinteinn var spurður, hvað hann héldi, að um draugsa yrði, er sjóbúðin yrði rifin, þá svaraði hann:
„Og hann fylgir staurunum, lagsi“.
Nokkru eftir þetta bar svo við, að tveir áður nefndir synir Einars bónda í Stóra-Nýjabæ fóru niður á Selatanga á jólaföstunni og hugðu að líta til kinda og ganga á reka; jafnframt ætluðu þeir að vita, hvort þeir sæju ekki dýr, því að annar þeirra var skytta góð.
Þeir komu síðla dags niður eftir og sáu ekkert markvert; fóru þeir inn í þá einu búð sem eftir var þar þá og ætluðu að liggja þar fram eftir nóttinni, en fara á fætur með birtu og ganga þá á fjöru og vita, hvort nokkuð hefði rekið um nóttina.
Bálkar voru í búðinni fyrir fjögur rúm, hlaðnir úr grjóti, eins og venja var í öllum sjóbúðum og fjöl eða borð fyrir framan. Lögðust þeir í innri rúmbálkinn að vestanverðu og lágu þannig að Einar svaf við gaflhlaðið en Guðmundur andfætis. Þá er þeir höfðu lagzt niður, töluðu þeir saman dálitla stund og segir þá Guðmundur meðal annars:
„Skyldi þá Tómas vera hér nokkurs staðar?“
Kvað Einar það líklegt vera. Fella þeir svo talið og ætla að sofna en er þeir hafa legið litla stund heyra þeir að ofan af ytra bálkinum við höfuð Guðmundar stekkur eitthvað. Var það líkast því sem stór hundur hefði stokkið niður á gólfið; voru þeir þó hundlausir er þeir komu þangað, og búðin lokuð. Segir þá annar bræðranna:
„Þarna er hann þá núna“, en í sömu svipan er kastað tómu kvarteli sem hafði staðið á ytra bálkinum hinum megin, inn í gaflhlað beint yfir höfuð Einari. Sofnuðu þeir bræður ekki um nóttina, en fóru á fætur. Ekki lét draugsi neitt frekara til sín heyra.
Eftir 1880 lagðist útræði niður frá Selatöngum. Um það leyti var seinasta sjóbúðin rifin, og hafa menn eigi hafzt þar við síðan.“
SkjólFjórða sagan segir af Tyrkjum er „undir Krýsuvíkurberg og gengu upp þar sem síðan heitir Ræningjastígur. Þá var sel hjá Selöldu og fóru Tyrkjar þangað, drápu matseljuna, en eltu smalann heim að Krýsuvík. Það var sunnudagur og var Eiríkur prestur að messa í Krýsuvíkurkirkju.
Segja sumir að hann væri fyrir altarinu, en hitt mun sannara að hann væri í ræðustól er smalinn kom hlaupandi í kirkjuna og mælti hátt: ”Tyrkjar komu og drápu matseljuna og eltu mig hingað.”
Prestur mælti: ”Viljið ekki lofa mér að ganga fram í dyrnar góðir menn?”
Menn játtu því. Eiríkur gengur fram í dyr og lítur út og sér Tyrkja koma á túninu.
Hann mælti til þeirra: ”Farið nú ekki lengra! Drepið þarna hvur annan! Væri annar dagur eða ég öðruvís búinn, mundu þið éta hvur annan.”
Þar börðust þeir og drápust niður. Heitir þar síðan Orrustuhóll eða Ræningjahóll er þeir börðust, en Ræningjaþúfur þar þeir eru dysjaðir. Þar eftir hlóð Eiríkur vörðu á Arnarfelli og mælti fyrir henni sem hinni að meðan hún stæði skyldu Tyrkjar aldrei granda Krýsuvík.“
Fjórða sagan segir af Arnarfellslabba. „Í Arnarfelli skammt frá Krýsivík var draugur sá er Arnarfellslabbi var nefndur. Var

Þjóðleið

Gamla þjóðleiðin til austurs frá Krýsuvík. Henni var fórnað með samþykki Fornleifastofnunar í þágu kvikmyndarinnar“Flags of our Fathers“, sem kom innlendum nákvæmlega ekkert við.

hann svo kallaður af því að þeir er skyggnir voru gátu að líta strákhvelping með svartkollótta húfu staglaða með hvítu lopbandi koma ofan úr fellinu og á labbi þar umhverfis til og frá um Krýsivíkurmýrar, en þar var almennur áfangastaður og lágu menn þar með lestir, flestir nálægt Arnarfelli.
Labbi gjörði ferðamönnum þar ýmsar glettingar. Svipti hann stundum tjaldi ofan af mönnum eða hann þeytti farangri þeirra út í allar áttir eða fældi burt hestana úr haganum og helti suma. Fór enginn maður þann veg eða lagðist þar í áfanga svo að hann hefði ekki heyrt Labba getið. Hann hafði og helt og lamað fé og færleika fyrir Krýsivíkingum og þótti þeim hann sér ærið amasamur í nágrenni, en gátu þó ekki að gjört. Smalamaður Krýsivíkurbóndans hafði og orðið bráðdauður og var það eignað Labba.
Samkvæmt konunglegri tilskipun 1772 skar Björn sem aðrir bændur allt sitt sauðfé. Ætlaði hann nú að róa vetrarvertíðina og réði hann sér far suður í Garði. Býst hann nú í ákveðinn tíma með öðrum vermönnum; voru þeir nótt í Krýsivík. Bóndi kenndi Björn þegar því þeir voru kunningjar.
”Mörg ár held ég nú liðin síðan þú hefur róið út Björn minn,” segir bóndi; ”get ég að sauðleysið valdi því að þú ferð nú að róa.”
”Rétt getur þú til,” segir Björn, ”sveltur sauðlaust bú. Ég hef ekki róið síðan ég fór að búa, enda hef ég nú orðið litla lyst til sjóróðra.”
”Kaup vilda ég eiga við þig,” segir bóndi; ”vilda ég biðja þig að fyrirkoma Arnarfellslabba, en ég býst til að taka við færunum þínum og róa þér svo hlut.”
Þeir sömdu nú þetta með sér; reri bóndi honum hlut um vetrinn og fiskaði vel, en Björn varð eftir í Krýsivík. Fer hann nú að hitta Labba og er ekki sagt frá viðskiptum þeirra; hitt er ljóst að Björn kom Labba fyrir og varð aldrei framar vart við hann.“

Heimildir m.a.:
-SIGFÚS IV 39
-RAUÐSKINNA I. 41
-JÓN ÁRNASON I. 562
-JÓN ÁRNASON III 593

Arnarfell

Arnarfell.

Fáni
Gengið var um hinn óaðgengilegustu hluta Krýsuvíkur, skv. fréttalýsingum a.m.k.

Arnarfell

Í Arnarfelli.

Haldið var austur eftir vörslugarðinum við Krýsuvíkurbæina undir Bæjarfelli, framhjá Ræningjahól og tóftum Suðurkots og áleiðis yfir að Arnarfelli.
Fljótlega kom í ljós að starfsmaður Fornleifaverndar ríkisins hafði farið um svæðið og rekið niður áberandi hæla þar sem vænta mátti fornleifa. En alls ekki við þær allar, eins og í ljós kom á göngunni.
Vörslugarðurinn hafði verið markaður sem og hluti af tóftum Arnarfellsbæjarins. Gömlu tóftirnar voru enn óafmarkaðar. Brunnurinn hafði loks fengið náð starfsmannsins og nú loksins komist á blað fornleifaskráningarinnar. Hins vegar voru báðar vörðurnar ómerktar. FERLIR mun á næstunni merkja 9 minjar til viðbótar á svæðinu, sem horft hefur verið framhjá.
Gengið var upp á Arnarfellið að sunnanverðu. Táknrænt mátti þykta að á steini við brún fellsins lá hvítskeljuð hauskúpa kindar. Var eins og hún vildi minna á tilvist sína í þessu táknræna bústetulandslagi langs tíma aftur í aldir. En því miður virðast fáir nútímamenn þess umkomnir að skilja slíkt.

Arnarfell

Búðir kvikmyndafólks við Arnarfell.

Undir fellsbrúninni voru útihúsatóftir merktar, en helliskúti í fornleifaskránni fékk að vera ómerktur. Í honum eru hellaristur, sem skoða þyrfti nánar. Framan við hann eru hleðslur.
Uppi á Arnarfelli var Eiríksvarðan merkt tveimur stikum, en arnarhreiðrið ekki. Önnur stikan var því færð að hreiðrinu forna – svona til að spara sérfræðingum sporin.
Efst á fellinu var staldrað við og horft yfir sviðið. Jarðýta hafði rutt móann næst þjóðveginum. Þar á víst að reisa hljólhýsabúðir fyrir væntanlega útlendinga. Heyrst hafði í samtali að von væri á þremur fullhlöðnum skipum til landsins með hinn ýmsa búnað, s.s. tæki og tól. FERLIR mun fylgjast með upptökunum.

Arnarfell

Arnarfell – tjaldbúðir.

Þá hvíslaði fugl því að einhverjum að nýlega hefðu komið nýmóðins tæki með flugi til landsins er m.a.s. embættismenn töldu sig þurfa að gæta að. Öllu var komið í „örugga“ geymslu á tilteknum stað.
Hvað sem framangreindu líður hafa FERLIRsfélaga einungis áhuga á umhverfinu, minjum og sögu svæðsins. Flaggað var að því tilefni á arnarhreiðrinu á toppi Arnarfells með útsýni yfir Arnarfellsvatnið, er iðaði að fuglalífi þessa kvöldstund. Reyndar eru arnarlauparnir tveir á fellinu.
Haldið var niður Arnarfellið að austanverðu.

Stínuskúti

Stínuskúti.

Þar var kominn kaðall fyrir fótalúna, en vanir gengu niður um „klofið“ og beina leið niður í Stínuskúta. Þar er um að ræða fallegt fjárskjól með útsýni yfir suðausturhluta svæðisns. Því hefur verið haldið fram að engar fornleifar væru á því svæði, en það er rangt. Beint þarna neðan af er t.d. gróið hlaðið skjól undir kletti. Skammt vestar er stekkur. Gömul leið lá með lækjarfarvegi austur yfir heiðina. Yfir hana á að leggja veg.
Skoðað var rask jarðýtunnar við þjóðveginn. Það er orðið allnokkurt, en án efa mun það verða fært í samt lag á ný. Gamla þjóðleiðin liggur fast við mörkin, sem nú er verið að raska. Hún var merkt með steinum, svo fornleifafræðingar gætu komið auga á hana.
Gengið var að kömrum, sem öryggisvörður gætti. Hann virtist vakna við vondan draum þegar FERLIRsfélagar buðu gott kvöld að góðra manna sið. Sagðist hann einungis vera að gæta að jarðvegsdúk, sem þarna væri, en kamranir væru opnir öllum, gangandi sem akandi.

Fáni

Flaggað var við Eiríksvörðu á Arnarfelli á meðan á tökum „Flag of ours Fathers“ stóð.

Frá vörslustaðnum sást til fólks vera á ganga á Arnarfell, Líklegt er að þannig muni það verða á næstunni – hvað sem kvikmyndatökum áhrærir.
Í viðtali við öryggisvörðinn kom í ljós að glussarör í jarðýtunni hafði brostið um morguninn af óskiljanlegum ástæðum. Vildu menn jafnvel rekja það til álagasteins, sem reynt hafði verið að færa úr stað. Hann myndi nú fá að vera í friði. Hvorki virðast menn, skv. þessu, hafa tengt atburðinn grafhelginni í Krýsuvíkurkirkjugarði né Gullskinnu séra Eiríks frá Vogsósum. Líklegt má telja að ýmislegt óvænt, skrýtið og jafnvel óútskýranlegt, muni koma koma upp á á svæðinu á næstu dögum og vikum, en vonandi mun það þó allt ganga óhappalaust fyrir sig.

Arnarfell

FERLIRsfélagar í herbúðunum Eastwoods við Arnarfell.

Öryggisverðinum á 12 tíma vöktum virtist leiðast að þurfa að gæta öryggis jarðvegsdúksins, sem örugglega fáir virðast hafa áhuga á að færa úr stað. Hann virtist hins vegar engan áhuga hafa á ferðum fólks um svæðið, enda óheimilt, skv. fornum, en gildandi, lögum, að meina fólki för um land.
Öryggisvörðurinn hafði á orði að góður peningur hafi fengist fyrir gæsluna. Fyrirtækið geymi sprengiefnið, sem nota á á tilteknum stað, og fengið gæsluna sem ábót. Auðvitað virðist þetta sjálfsögð áhrifavirkun á atvinnumál svæðisins – svona í fljótu bragði. Jafnvel formaður einna ferðamálasamtaka svæðisns varð sleginn blindu þegar einhverjum peningaseðlum var veifað framan í hann á kostnað umhverfisins. Slíkt viðhorf hryggir marga, en eru þó skiljanleg.

Arnarfell

Byssubyrgi í Arnarfelli.

Í göngunni var bæði það auglósa og það nærtækasta skoðað. Auk sögulegra minja, jarðfræðiáhugaverðra fyrirbæra og náttúrueinkenna svæðisins var gefinn gaumur af fugla- og dýralífi þess. Víða mátti, með góðri yfirlegu og tíma, sjá fugla á hreiðrum. T.d. var tekið hús að þúfutillingi þar sem hann hafi verpt, sennilega öðru sinni, fimm eggjum undir þúfu. Lóan lá enn á eggjum sínum, en væntanlega munu ungarnir kúra sig um sinn undir börðum og bökkum, þ.e.a.s. ef jarðýtan sér ekki um að allur lífstilbúningurinn hafi verið tilgangslaus. Blindir menn á náttúruna og umhverfið sjá ekki slíka hluti – því miður.
Jarðýtur fóru síðast um þetta svæði árin 1944, þegar vegurinn var ruddur austur að Herdísarvík, og þegar þjóðminjavörður fyrirskipaði að rústir Krýsuvíkurbæjarins skyldu jafnaðar við jörðu. Fáum hefur orðið jafn mikil eftirsjá eftir litlu. Í rauninni er sorglegt til þess að vita hversu nútímamaðurinn, með ásókn sinni í sýndarveruleikann, er orðinn fjarlægur raunveruleikanum. Ástæða er til að hvetja áhugsamt fólk til að nota tækifærið og ganga á Arnarfell á næstunni, skoða minjarnar og virða fyrir sér umhverfið, sem er óvíða fagurrra hér á landi.
Frá fellinu má vel sjá yfir að Eldey, út með Stóru-Eldborg, upp yfir Vegghamra og Geitahlíð, upp yfir Rauðuskriður og í hinar stórbrotnu hraunár vestan við Geitarhlíð. Auk þess má af Arnarfelli, með lítilli fyrirhöfn, virða fyrir sér nær allt nærumhverfi Krýsuvíkur.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Arnarfell

Arnarfell.

Arnarfell
Gengið var til austurs frá bílastæðinu við skátasvæðið neðan við Skýjaborgir undir Bæjarfelli, suðvestan við Krýsuvíkurkirkju, meðfram Ræningjahjól, um tún Suðurkots og síðan var gamla túngarðinum fylgt sem lá lá í áttina að Arnarfelli.
Ræningjahóll er þar sem hæst ber, en skammt austan undir honum er Ræningjadys eða Ræningjaþúfur. Sagan segir að Tyrkir hafi komið að Heiðnabergi við Hælsvík. Gengu þeir upp þar sem síðan heitir Ræningjastígur. Þá var sel hjá Selöldu og fóru Tyrkjar þangað, drápu matseljuna, en eltu smalann heim að Krýsuvík.

Arnarfell

Arnarfell – tilgáta.

Það var sunnudagur og var Eiríkur prestur að messa í Krýsuvíkurkirkju. Segja sumir að hann væri fyrir altarinu, en hitt mun sannara að hann væri í ræðustól er smalinn kom hlaupandi í kirkjuna og mælti hátt:
„Tyrkjar komu og drápu matseljuna og eltu mig hingað.“
Prestur mælti: „Viljið ekki lofa mér að ganga fram í dyrnar góðir menn?“
Menn játtu því. Eiríkur gengur fram í dyr og lítur út og sér Tyrkja koma á túninu. Hann mælti til þeirra:
„Farið nú ekki lengra! Drepið þarna hvur annan! Væri annar dagur eða ég öðruvísi búinn, mundu þið éta hvur annan.“
Þar börðust þeir og drápust niður. Heitir þar síðan Orrustuhóll eða Ræningjahóll er þeir börðust, en Ræningjaþúfur þar þeir eru dysjaðir. Þar eftir hlóð Eiríkur vörðu á Arnarfelli og mælti fyrir henni sem hinni að meðan hún stæði skyldu Tyrkjar aldrei granda Krýsuvík.

Arnarfell

Arnarfell – varða.

Vörslugarðarnir umhverfis Krýsuvíkurbæina eru bæði úr grjóti og úr torfi. Grjóthleðslur eru við endana, þar sem þeir koma að fellunum beggja vegna, en á milli þeirra eru þeir úr torfi. Garðar þessi voru endurhlaðnir á 19. öld. Áður en komið var að Arnarfelli þurfti að fara yfir lítinn læk. Á honum eru leifar að hlaðinni brú þar sem garðurinn hefur legið. Skammt þar norður af, í mýrinni eru leifar húss eða stekks.
Undir suðurhlíð fellsins eru tóftir Arnarfellskotsins. Býlið er á 80x150m stóru svæði innan túngarðsins. Veggir eru úr torfi og grjóti. Sennilega eru 6 hólf í rústinni. Safnþró er framan við hana, líkt og fyrir framan Fitjabæinn undir Selöldu.

Krýsuvík

Krýsuvík – garður frá Bæjarfelli yfir að Arnarfelli.

Traðir eru undir fellinu, í grasi grónum hlíðum þess. Þær eru óljósar, en virðast hafa legið frá suðsuðvesturhorni bæjarins niður hlíðina og stefna síðan að Bæjarfellinu austan við túngarðinn. Beggja vegna traðanna má sjá grilla í lága garða sinn hvoru megin við þær. Traðirnar eru vel grónar. Beinteinn Sveinsson bjó síðastur að Arnarfelli, hagur maður á tré og járn. Hann byggði m.a. Krýsuvíkurkirkju árið 1857, en hún hefur þó síðan nokkrum sinnum gengið í gegnum endurnýjun lífdaga.
Fræg er viðureign Beinsteins við Tanga-Tómas, drauginn á selatöngum. Á síðara hluta 19. aldar bjó í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík maður sá, er Einar hét. Hann átti mörg börn, og er saga þessi höfð eftir tveim sonum hans, Einari og Guðmundi. Einar, faðir þeirra, var allt að 30 vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mæli, að reimt hefði verið á Selatöngum, og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tanga-Tómas. Hann gerði búðarmönnum ýmsar smáglettur, en var þó ekki mjög hamramur. Þá bjó Beinteinn á Arnarfelli í Krýsuvík. Var talið að Tómas væri einna fylgispakastur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mikill, smiður góður og skytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak hans:

Arnarfell

Arnarfell – Í Guðbjargarhelli.

„Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini“.
Einu sinni varð Beinteinn heylítill, og flutti hann sig þá niður á Selatanga með fé sitt til fjörubeitar. Var hann þarna um tíma og hafðist við í sjóbúð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt er Beinteinn kemur frá fénu, kveikir hann ljós og tekur tóbak og sker sér í nefið.
Tík ein fylgdi honum jafnan við féð og var hún inni hjá honum. Veit Beinteinn þá ekki fyrr en ljósið er slökkt og tíkinni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og skaut út úr dyrunum. Sótti draugsi þá svo mjög að Beinteini að hann hélzt loks ekki við í sjóbúðinni og varð að hröklast út í illviðrið og fara heim til sín um nóttina. Hafði Beinteinn skaröxi í hendi og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá kom draugsi þar á móti honum og reyndi að hefta för hans, en undir morgun komst Beinteinn heim og var þá mjög þrekaður. Lá hann rúmfastur næstu daga.

Arnarfell

Arnarfell – bæjarbrunnurinn.

Bæjarbrunnurinn er utan garðs, fallega hlaðinn. Fallin varða er við forna götu skammt frá honum.
Þegar búið var að skoða svæðið innan heimagarðsins, bæjartóftirnar og umhverfi þeirra, var haldið rangsælis umhverfis fellið eftir gamalli götu er lá áfram til austurs, yfir að Jónsbúð, sauðakofa austarlega á Krýsuvíkurheiði. Varða er við götuna ofan við Arnarfellsvatn (Bleiksmýrartjörn). Þaðan var ágætt útsýni yfir Bleiksmýrina, sem ræst var út um miðja 20. öldina. Vestan við vatnið eru gamlar rústir. Sunnan þess var fyrrum áningarstaður skreiðarflutningamanna á leið þeirra frá verstöðvunum við sunnanverðan Reykjanesskaga austur í sveitir. Einnig mátti vel sjá fyrir sér og hugsa til þeirra mörg hundruð vermanna sem tjölduðu í mýrinni á leið sinni til og frá veri. Neðar eru Trygghólar. U.þ.b. miðja vegu milli þeirra og Arnarfells, skammt vestar, er Arnarfellsréttin, nokkuð heilleg fjárrétt í lægð.

Krýsuvík

Bærinn Arnarfell í Krýsuvík.

Suðaustan við Arnarfell er fyrrum gróðurvana svæði, sem komið er vel á veg að gróa upp. Blóðberg, lambagras, geldingahnappur ásamt lyngi eru nú á góðri leið með að þekja fokjarðveginn.
Við austurhorn Arnarfell er stekkur, á grasi gróinni rein við fjallsræturnar, vestan megin við uppþornaðan lækjarfarveg. Hann er 5x5m. Veggir eru úr grjóti.
Gengið var austur og norður með fellinu. Við norðurhorn þess er stekkur undir steini. Stínuskúti er í fellinu skammt austar og ofar í því. Ekki er vitað um tilurð nafnsins, en þó er ekki ólíklegt að það sé til komið líkt og Guðbjargarhellir á Hrauni við Grindavík, þ.e. tímabundið skjól þeirra, sem það var nefnt eftir, líklega frá amstri dagsins.

Arnarfell

Arnarfell – Stínuskúti.

Um er að ræða mjög fallegan skúta, tvískiptan. Hægt er að ganga inn í hann að austanverðu, en að vestanverðu er líklegt að fé hafi legið. Svo virðist sem skútinn hafi myndast að tilstuðlan vatns, en það er hvergi að finna nú. Því virðist hér um nokkuð merkilegt jarðfræðifyrirbæri að ræða. Falleg, viðkvæm, móbergssúla skilur af hluta skútans.
Arnarfellið er í u.þ.b. 100 m hæð. Sjálft fellið er tæplega 100 metra hátt (93 m). Þegar gengið er upp gróna norðvesturhlíð þess sjást vel útihúsin frá bænum. Þar er rúst, stekkur og skúti ofan hans. Rústin er 4,5x7m. Veggir eru úr torfi og grjóti. Mjög stórir steinar eru í veggjum, sumir jarðfastir. Tvö hólf eru í rústinni og eru dyr á báðum. Stekkurinn er 5x10m. veggir eru úr grjóti og torfi. Tvö hólf eru í stekknum, líkt og almennt gerist með slík mannvirki á Reykjanesskaganum. Dyr eru ábáðum hólfum. Skútinn er 1,5x4m og 1,5m hár. Hann liggur skáhalt inn í áberandi hamar í fjallinu, nánast beint ofan við rústina og stekkinn.

Arnarfell

Arnarfell – Eiríksvarða.

Vestan við Arnarfell sést vel yfir að Læk þar sem Arngrímur bjó um tíma fyrir og eftir aldamótin 1700. Þekkt er þjóðsagan af Grákollu er tengdist honum og fjárhelli hans í Klofningum, sem eru í Krýsuvíkurhrauni þarna skammt austar.
Þegar upp á Arnarfell er komið blasir Eiríksvarða við á vestari toppi þess, en hún er kennd við Eirík prest (Magnússon) í Vogsósum sem þekktur er úr þjóðsögum fyrir fjölkyngi sína. Hann dó árið 1716. Hann þótti skrýtinn í ýmsu, eins og segir í örnefnalýsingu. Fellið er tiltölulega auðvelt uppgöngu að vestanverðu og þaðan er útsýni yfir Krýsuvíkurheiði og næsta nágrenni.

Arnarfell

Krýsuvíkurkirkja – horft af Arnarfelli.

Ef vel viðrar er hægt að sjá hvar Eldey rís úr hafi við sjóndeildarhring í vestri. Þegar horft er inn til landsins sést hvar Sveifluhálsinn teygir sig einn eftir Reykjanesinu með misháum móbergshnúkum sínum. Til norðurs er horft í áttina að Kleifarvatni og Vatnshlíð, en ofan hennar rísa Brennisteinsfjöll við himinn. Til norðausturs sér til Geitahlíðar og Eldborganna ásamt Selvogsheiðinni enn austar og suðurlands.
Á eystri toppi Arnarfells er fornt arnarsetur, enda dregur fellið nafn sitt af því. Hreiðrið er vel gróið og því ljóst að ernir hafa haft þar hreiðurstæði um langan tíma áður en þeir voru gerðir útlægir af svæðinu, enda þóttur þeir hinir mestu vágestir. Margar sagnir eru til af atferli þeirra, sumar reyndar verulega ýktar. Annað fornt arnarhreiður er þarna skammt frá, í austanverðu Ögmundarhrauni.

Arnarfellstjörn

Arnarfellsvatn.

Af fellinu sést vel yfir Arnarfellsvatn í suðaustri og mógrafir Krýsuvíkurbænda í norðri. Grafirnar, sem eru í mýri, eru a.m.k. fjórar talsins og misstórar, 3×4 til 6x8m. Allar eru þær fullar af vatni og hugsanlega eru eldri samanfallnar grafir allt í kring í kvosum og lægðum í næsta nágrenni. Þannig er líklegt að einungis yngstu mógrafirnar sjáist með berum augum, en þær eldri orðnar jarðlægar.
Þegar horft er til norðausturs sjást Vegghamrarnir vel. Ofan þeirra eru Kálfadalirnir. Niður í þann syðri rann hrauná, sem kallast Víti. Stórkostlegt er að standa ofan við strauminn, sjá hvernig hraunið hefur fossað niður hlíðina og storknað þar á leið sinni.

Kálfadalir

Kálfadalir – sviðmynd fyrstu leiknu íslenskrar kvikmyndar.

Skammt norðar er leiksvið einnar af fyrstu leiknu kvikmyndunum á Íslandi. Hluti hennar átti að hafa gerst á tunglinu og er landlagið ekki ólíkt því sem þar má ímynda sér. Geimfarar þeir, sem fyrstir stigu fæti sínum tunglið, skv. bestu heimildum, komu m.a. þangað til að aðlagast því sem við mátti búast. Svæðið er torfundið, en er ein af mestu náttúrperlum landsins.
Vakin er athygli á því að myndirnar, sem fylgja þessari vefsíðu, eru af minjum, sem hvergi er minnst á í fornleifaskráningu af svæðinu frá árinu 1998 og Fornleifavernd ríkisins hefur stuðst við í umsögn sinni um fyrirhugaða kvikmyndatöku við Arnarfell, en þó er síðasta myndin (af Eiríksvörðu) undanskilin. Þá hefur hvorki Landgræðsla ríkisins né Umhverfisstofnun tekið tillit til Arnarfellsins sjálfs þegar umsögn var gefin, einungis umhverfis þess. Í nefnda skráningu vantar a.m.k. 12 minjar, sem vitað er um á og við fellið.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Arnarfellsrétt

Arnarfellsrétt í Krýsuvík.

Arnarfell
Gengið var upp bröttustu hlið Arnarfells – svona í æfingarskyni.

Arnarfell

Arnarfell í Krýsuvík.

Arnarfell í Krýsuvík er 198 m yfir sjó (um 100 metra hátt). Bæjarfell, næsta fell að vestan er svolítið hærra, eða 218 m.y.s.
Arnarfellin eru nokkur á landinu öllu. Frægasta Arnarfellið, hingað til a.m.k., er sennilega það, sem stendur við Þingvallarvatn.
Fellið er eitt þeirra er ber dýraheiti, s.s. Geitafell, Grísafell, Hafursfell, Hestfjall, Hrútafjöll, Rjúpnafell og Sauðafell. Vitað er um a.m.k. sjö önnur örnefni á Reykjanesskaganum er borið hafa Arnarnafnið, s.s. Arnarnýpa og Arnarvatn á Sveifluhálsi, Arnarsetrið ofan við Grindavík, Arnarklettur við Snorrastaðatjarnir, Arnarhreiður í Ögmundarhrauni, Arnarklettur í Vatnsleysuvík og Arnstapi í Arnstapahrauni (Afstapahrauni).

Arnarfell

Arnarfell.

Arnarfell er með lögulegri fjöllum eða fellum á skaganum. Eystri nýpan á fellinu, grasi gróin, er fornt arnarhreiður. Vestari nýpan hýsir Eiríksvörðu. Sunnan undir fellinu eru tóftir gamla Arnarfellsbæjarins þar sem m.a. Beinteinn Stefánsson bjó ásamt fjölskyldu sinni. Beinteinn var hagleikssmiður og smíðaði m.a. núverandi Krýsuvíkurkirkju árið 1857, þótt hún hafi nokkrum sinnum verið endurbyggð síðan. Fræg er og sagan af viðureign Beinsteins við Tanga-Tómas, drauginn á Selatöngum. Beinteinn slapp frá honum við illan leik og þurfti að fara fótgangandi berfættur yfir hraunið á leið sinni heim að Arnarfelli. Þar lá hann rúmfastur nokkra dagana á eftir.

Arnarfell

Arnarfell – brunnur.

Auk tófta bæjarins má sjá móta fyrir vörslugarði Krýsuvíkurlandsins austan og sunnan við túngarðinn og nær hann til vesturs upp í hlíðar Bæjarfalls, skammt sunnan við fjárhelli, sem þar er. Hlaðin brú er yfir Vestari-Læk og skammt suðvestar er heilleg Arnarfellsréttin. Vörður liggja frá bænum niður á Trygghólana og þaðan niður að Heiðnabergi, framhjá tóftum hins gamla Krýsuvíkusels og bæjarins Eyri, sem stóð þar á fyrrverandi árbakka Eystri-Lækjar, sem nú hefur breytt um farveg. Tóftir sjö bæja eru á Krýsuvíkurtorfunni auk sjö annarra utan hennar, ásamt tilheyrandi mannvirkjum og minjum.

Arnarfellstjörn

Arnarfellsvatn.

Suðaustan við bæinn er Arnarfellsvatn (Bleiksmýrartjörn). Bleiksmýrin er austan fellsins, en hún var ræst út um miðja 20. öld. Á vatnið sækja allflestir sjófuglarnir í Krýsuvíkurbjargi og má oft sá flokka fugla fljúga fram og til baka milli bergsins og vatnsins. Vatnið er einnig áningarstaður fargesta, s.s. helsingja, á leið til Grænlands og Kanada. Tóftir eru vestan við vatnið, en við það eru grasi grónir balar. Að vatninu liggja gamlar þjóðleiðir yfir Krýsuvíkurheiði, enda var vatnið mikilvægur áningarstaður skreiðarflutningamanna á leið þeirra frá verstöðvunum við Suðurströnd Reykjanessins og sveitanna fyrir austan. Gömul varða er t.d. við eina götuna norðvestan við vatnið, skammt undan fellinu. Hlaðið byrgi, sennilega eftir refaskyttu, er rétt suðvestan við vörðuna.

Arnarfell

Flaggað á Arnarfellsvörðu.

Mikið er af mófugli á heiðinni undan Arnarfelli, auk þess sem hrafninn verpir í norðanverðu fellinu.
Í suðurhlíðum fellsins eru tóftir útihúsanna frá bænum. Sú efsta er ekki langt frá vestari toppi fellsins. Á honum trjónir Eiríksvarða. Hún var hlaðin eftir að séra Eiríkur frá Vogsósum, prestur í Krýsuvík, mætti Tyrkjum þeim, er komið höfðu upp Ræningarstíg í Heiðnabergi um miðjan júnímánuð 1627, vegið að tveimur stúlkum í Krýsuvíkurseli ofan við bergið og haldið síðan hiklaust áfram á eftir smala, sem varð var við þá, áleiðis að bæjunum undir Krýsuvíkurfellunum. Eiríkur mælti svo um að Tyrkirnir skyldu vega hvorn annan og gerðu þeir það. Þeir voru síðan dysjaðir í Ræningjadys undir Ræningjahól, sunnan við kirkjuna. Sagan segir að séra Eiríki hafi haft á orði að ef ekki hefði verið sunnudagur og hann ekki í prestsklæðum hefði hann og mælt svo fyrir að Tyrkirnir ætu hvorn annan lifandi.

Arnarfell

Krýsuvíkurkirkja – horft af Arnarfelli.

Í kirkjugarðinum við Krýsuvíkurkirkju er m.a. grafinn hinn ástsæli málari og lögreglumaður Sveinn Björnsson. Hann var einn þeirra manna í seinni tíð er kunni að meta Krýsuvíkursvæðið að verðleikum, enda birtist það oftlega í myndum hans.
Norðan við Arnarfell er hlaðinn stekkur og nafnfrægur skúti upp í norðausturhlíðum þess. Nú er ætlunin að taka Hollywoodkvikmynd við Arnarfell. Líkja á eftir stríðsátökum á eyjunni Iwo Jima í Kyrrahafi. Grafa á sprengigíga allt að 16 m í þvermál með tilheyrandi raski. Svíða á eina hlið fjallsins svo það virðist rjúkandi rúst á eftir.

Krýsuvík

Krýsuvík – uppdráttur ÓSÁ.

Ekki er vitað til þess að heilstæð fornleifaskráning hafi farið fram í Krýsuvík. Skráning, sem fram fór árið 1998, verður að teljast ófullnægjandi. Samt virðist Fornleifavernd ríkisins þess umkominn að geta gefið örugga umsögn án tillits til hugsanlegrar minjaeyðingar á svæðinu. Umhverfisstofnun virðist geta gefið heimild til gróðureyðingar og umhverfisröskunar við Arnarfell þrátt fyrir að stofnunina virðist skorta lagaákvæði því til stuðnings. Landgræðsla ríkisins virðist geta af léttúð talið sig geta lagfært hugsanlegar gróðurskemmdir og landsspjöll á a.m.k. 5 árum. Leitað hefur verið að skynsamlegum rökum í umræddum umsögnum, en þær enn ekki fundist.
Bæjarsjóður Hafnarfjarðar fær greiðslu fyrir afnot af svæðinu og umhverfisspjöllin, skv. upplýsingum frá starfsmanni bæjarins. Spurningin er; hvaða áhrif mun það hafa á skynsamlega ákvörðunartöku bæjarfulltrúa?

Arnarfell

Arnarfell – tilgáta.

Krýsuvík, sem heilstæð eining; umhverfi, náttúra, menning, saga og veðurfar, er í rauninni einstök náttúruperla. Það vita a.m.k. þeir, sem því hafa kynnst. Kyrrsetufólkið, með fullri virðingu fyrir því, kemur aldrei til með að geta kynnst neinu í líkingu við það. Samt virðist það vera fólkið, sem ráðskast á með framtíð þessa dýrmæta svæðis.
Stefán Stefánsson, leiðsögumaður, mælti svo fyrir um að ösku hans skyldi dreift yfir Kleifarvatn að honum látnum. Sú ákvörðun var tekin vegna hrifningar hans á Krýsuvíkursvæðinu. Öskunni var dreift af Ytri-Höfða, sem síðan þá hefur hafnan verið nefndur „Stefánshöfði“.
Gangan tók 12 mín. Frábært veður.

Stefánshöfði

Ytri-Stapi; Stefánshöfði.

Arnarfell

Gengið var um Litlahraun sunnan undir Eldborgum sunnan við Geitahlíð. Í hrauninu eru m.a. minjar fjárbúskapar, s.s. yfirsetustaða, rétt, fjárskjól og rúst. Auk minjanna hefur þess sérstaklega verið getið að örn hafi verpt í hrauninu og lengur ofan við Herdísarvík. Tvö önnur forn arnarsetur eru í grennd; arnarhreiður á Arnarfelli að vestan og þekktur staður norð-austan við Hlíðarvatn að austan. Þá er arnarhreiður á Arnarþúfu í Ögmundarhrauni.

Örn

Örn.

Á göngunni var m.a. rifjuð upp umsögn Náttúrfræðistofnunar Íslands um Suðurstrandarveg frá 12. desember 2003. Í henni koma m.a. fram athugasemdir og ábendingar um mat á umhverfisárhifum.
Í umsögninni er m.a. fjallað um arnarvörp á Reykjanesi.
“Vegurinn mun að mestu leyti liggja um óbyggt svæði sem ekki hefur verið raskað með mannvirkjum. Hér er um að ræða afar viðamikla framkvæmd sem óhjákvæmlega mun setja mikið mark á umhverfi sitt. Á svæðinu, sem vegurinn fer yfir, eru m.a. tíu eða tólf hraun frá nútíma. Mikilvægt, er því í ljósi þeirra náttúrverndarhagsmuna sem í húfi eru, að vanda vel til verksins.

Arnarþúfa

Arnarþúfa á Arnarhól í Ögmundarhrauni.

Þremur af níu fornum arnarsetrum á sunnaverðum Reykjanesskaga er ógnað með framkvæmdinni; þegar hefur fjórum að auki verið raskað annarsstaðar á skaganum. Forsendur sem lagðar eru upp varðandi „ferðamannaveg“ falla um sjálfar sig ef vegurinn verður ekki felldur betur að landi og náttúruminjum en ráð er fyrir gert. Tillagan gerir ráð fyrir vegi milli tveggja óbrinnishólma í Ögmundarhrauni; Húshólma og Óbrennishólma. Hún sker þessa sérstöku landslagsheild í sundur, auk þess sem hætt er við að aukin umferð í Húshólma valdi spjöllum ef ekkert er að gert til að undirbúa aukinn ágang. Húsatóttir þar eru sennilega meðal merkilegustu fornminja á Reykjanesi. Athuga þarf betur hvar nýr vegur á að liggja yfir hrauntraðir sunnan við Eldborgir undir Geitahlíðum til að vernda þær sjaldséðu jarðminjar. Slíkar jarðminjar eru ekki algengar í Evrópu og eru sennilega ekki til utan Íslands og Ítalíu. Þótt hrauntraðir séu til á mörgum stöðum á landinu eru þær flestar fjær vegi en hér.

Örn

Örn.

Fram kemur í skýrslunni að tvö forn arnarsetur eru í grennd við fyrirhugaðan veg; óþekktur staður í Ögmundarhrauni og þekktur staður í Litla-Hrauni skammt sunnan Eldborga. Vegurinn mun liggja aðeins 275 m frá síðarnefnda setrinu. Þess má geta að viðmið varðandi umferð í grennd við arnarsetur er 500 m. Auk þess munu framkvæmdir hafa áhrif á þriðja arnarsetrið á þessum slóðum, norð-austan við Hlíðarvatn. Þar er gert ráð fyrir umfangsmiklum námagreftri í gamalli námu beint fyrir neðan fornan arnvarvarpstað.

Arnarfell

Arnarhreiður á Arnarfelli í Krýsuvík.

Ernir urpu á umræddum stöðum fram undir aldamótin 1900 (í Ögmundarhrauni og við Krýsuvík) og við Hlíðarvatn fram undir 1910. Þá var þeim útrýmt í þessum landshluta og hafa þeir ekki orpið á Reykjanesskaga síðan. Á Reykjanesskaga eru þekkt níu forn arnarsetur en meirihluta þeirra hefur verið raskað með framkvæmdum, einkum vegagerð og námavinnslu. Hér má nefna Arnarklett við Njarðvík, Gálga hjá Stafnesi, Stampa við Reykjanes og Arnarsetur við Grindavík. Þá má nefna Arnarfell í Krýsuvík og Arnargnýpu á Sveifluhálsi. Lagning Suðurstandarvegar og efnistaka í tengslum við þá framkvæmd gæti í einu vetfangi raskað þremur arnarsetrum til viðbótar. Það eru því eindregin tilmæli Náttúrufræðistofnunar Íslands að þeim verði þyrmt við röskun; einkum setrunum í Litla-Hrauni og við Hlíðarvatn.

Arnarnýpa

Arnarnýpa á Sveifluhálsi.

Arnarstofninn hefur smám saman verið að rétta úr kútnum á undanförunum árum og því má búast við að þeir setjist að í öðrum landshlutum er fram líða stundir. Í fyrra (2002) urpu ernir t.d. í fyrsta sinn í meira en 100 ár á Norðurlandi og þá á gömlu þekktu arnarsetri. Reynslan sýnir að ernir taka sér fyrst og fremst bólfestu á fornum varpsetrum. Það er því mikilvægt að tryggja vernd slíkra staða. Þess má geta að undanfarið ár hefur örn haldið til í Selvogi og m.a. sést í grennd við gamla setrið við Hlíðarvatn. Það er því einungis tímaspursmál hvenær ernir setjast aftur að á þessum slóðum, svo fremi þeir fái frið til þess.”

Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Örn

Örn.

Arnarfell

Gengið var umhverfis Arnarfell í Krýsuvík. Skoðaðar voru tóftir Arnarfellsbæjarins sunnan undir fellinu, útihúsatóftir í fellinu miðju, litið á Arnarfellsvatnið suðaustan við fellið og síðan skúta og stekk norðan við það. Að Arnarfelli að vestanverðu liggja miklir garðar er tengast Suðurkoti og Læk. Frægastur ábúanda á Arnarfelli var Beinteinn Stefánsson, sá er byggði Krýsuvíkurkirkju þá er nú stendur, 1857.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja – tóftir gamla bæjarins framar.

Þegar gengið er frá kirkjunni er fyrst fyrir Ræningjahóll sunnan henar, handan þjóðvegarins. Hóllinn, sem og gróinn hóll austan hans, Ræningjadys, tengjast sögnum af Tyrkjunum er komu upp Ræningjastíg á Krýsuvíkurbergi og áleiðis að kirkjunni þegar þeir mættu séra Eiríki á Vogsósum, sem hafði verið þar við messu. Ræningjunum var komið fyrir í dysinni eftir að þeir höfðu vegið hvorn annan að áhrínan séra Eiríks.
Syðri vörslugarðinum, sem nær milli Bæjarfells og Arnarfells, var fylgt áleiðis yfir að síðarnefnda fellinu. Sunnan undir fellinu eru tóftir bæjarins.
Beinteinn var maður nefndur suður í Krýsuvík, bjó hann að Arnarfelli. Eitthvert sinn var hann að smíða skip við sjó frammi, þar sem heitir á Selatöngum. Hafðist hann þar við í verskála. Þar hafði hann alltaf hjá sér hlaðna byssu. Hannn lét einatt loga ljós í skálanum þegar kveldaði.

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.

Sagan segir að eitt kvöld, er hann hefur kveikt í skálanum, heyrir hann allt í einu mjög mikinn brest og skarkala í skáladyrum. Lítur hann þangað og sér þá að ógurlegt skrímsli treður sér inn úr dyrunum; það hafði brotið tréð úr þeim, hafði dyraumbúninginn á herðunum og tróð sér svo áfram. En þröngt varð um það á milli grjótveggjanna. Það var eins og maður neðan en mjög ófreskjulegt eða dýrslegt ofan. Beinteinn var harðfær maður og alleinbeittur. Hann þrífur því byssu sína, lætur sér ekki bilt við verða og hleypir af á ófreskjuna. Henni bregður hvergi og treður sér því meir áfram. Beinteinn hleður aftur byssuna og hleypir af. Þá stansar þetta en ekkert sér á því. Enda var það allt að sjá hulið skeljarögg utan.

Selatangar

Tanga-Tómas á Selatöngum með FERLIRsfélögum.

Beinteinn var í silfurhnepptri millifatapeysu. Hann man nú allt í einu að hann hefir heyrt sagt að þótt engin kúla vinni á skeljastakk skrímsla þá geri þó silfurhnappar það. Slítur hann því hnappana af peysunni sinni, hleður byssuna og hefur á fyrir högl eða kúlu og skýtur enn á skrímslið. Þá tók það snarpt viðbragð, reif sig út og hvarf til sævar. En Beinteinn hljóp út. Þá fyrst greip hann hræðsla. Tók hann til fóta og hægði eigi á sprettinum fyrr en heima við bæ, óður af hræðslu og nærri sprunginn af mæði og sagði söguna. Að morgni sáust aðgerðir skrímslisins en sjálft var það með öllu horfið.

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.

Sagan af viðureign Beinteins og Tanga-Tómasar á Selatöngu er mörgum kunn. Í Rauðskinnu, sem gefin var út 1929, var sagan eftirfarandi [með innskotum vegna mismunar í öðrum frásögnum af sama atburði]:
“Á Selatöngum, miðja vegu milli Grindavíkur og Krýsuvíkur, var fyrrum verstöð og útræði mikið. Gengu þaðan m.a. biskupsskip frá Skálholti. Þar sér enn allmikið af gömlum búðartóftum og göðrum, er fiskur og þorskhausar voru fyrrum hengdir á til herslu.

Selatangar

Sögunarkór í Katlahrauni.

Hjá Selatöngum eru hraunhellar margir, en flestir litlir. Var hlaðið fyrir opið á sumum þeirra til hálfs, og notuðu sjómenn þá til ýmissa hluta. Í einum þeirra höfðu þeir kvörn sína, og kölluðu þeir þann helli Mölunarkór, í öðrum söguðu þeir, og kölluðu hann því Sögunarkór o.s.frv. Reki var mikill á Selatöngum, og færðu sjómenn sér það í nyt; smíðuðu þeir ýmsa gripi úr rekaviðnum, þá er landlegur voru, en þær voru ekki ótíðar, því að brimasamt var þar og því sjaldan róið á stundum. Á Selatöngum mun ort hafa verið margt um manninn, eins og ráða má af vísu þessari um sjómenn þar:

Tuttugu og þrjá Jóna telja má,
tvo Árna, Þorkel, Svein,
fimm Guðmunda og Þorstein þá,
þar með Guðlaug, Freystein,
Einara tvo, Ingimund, Rafn,
Vilhjálmur Gesti verður jafn,
Selatanga sjóróðramenn;
sjálfur guð annist þá.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

[Hér er um að ræða stytt afbökun á vísunni. Hún mun vera til í nokkrum útgáfum]. Á síðara hluta 19. aldar bjó í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík maður sá, er Einar Sæmundsson hét. Hann átti mörg börn, og er saga þessi höfð eftir tveim sonum hans, Einari og Guðmundi. Einar, faðir þeirra, var allt að 30 vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mælt, að reimt hefði verið á Selatöngum, og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tanga-Tómas. Hann gerði búðarmönnum ýmsar smáglettur, en var þó ekki mjög hamramur.

Arnarfell

Tóftir Arnarfellsbæjarins.

Þá bjó á Arnarfelli í Krýsuvík maður sá, er Beinteinn hét. Var talið, að Tómas væri einna fylgispakastur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mikill, smiður góður og skytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak hans: “Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini”.
Einu sinni varð Beinteinn heylítill, og flutti hann sig þá niður á Selatanga með fé sitt til fjörubeita. var hann þarna um tíma og hafðist við í sjóbúð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt, er Beinteinn kemur frá fénu, kveikir hann ljós og tekur tóbak og sker sér í nefnið. Tík ein fylgdi honum jafnan við féð og var hún inni hjá honum. Veit Beinteinn þá ekki, fyrr en ljósið er slökkt og tíkinni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og skaut út úr dyrunum. Sótti draugsi þá svo mjög að Beinteini, að hann hélst loks ekki við í sjóbúðinni og varð að hrökklast út í illviðrið og fara heim til sín um nóttina.

Arnarfellsvatn

Arnarfellsvatn.

[Í annarri sögu af sama atviki kemur fram að þegar Beinteinn hafi ætlað að ganga til náða, gert krossmark fyrir dyrum, lagt hurðina aftur og stein fyrir svo Tanga-Tómas héldist úti, hafi draugsi rumskað, séð að hann hafði verið lokaður inni, ráðist á Beintein og þeir slegist úti sem inni. Hafi Beinteinn komist berfættur og við illan leik heim að Arnarfelli og þurft að liggja þar næstu daga til að jafna sig]. Hafði Beinteinn skaröxi í hendi, og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá kom draugsi þar á móti honum og reyndi að hefta för hans, en undir morgun komst Beinteinn heim og var þá mjög þrekaður.

[Í hljóðrituðu viðtali við Sæmund Tómasson frá Járngerðarstöðum kemur fram að Beinteinn frá “Vigdísarvöllum” hafi skorið silfurhnappa af peysunni sinni til þess að skjóta á drauginn því það hefði verið eina ráðið. Í enn annarri frásögn kemur hins vegar fram að silfurhnappar hefðu ekki dugað á Tanga-Tómas, einungis lambaspörð].

Arnarfell

Tóft í Arnarfelli.

Um viðskipti draugsa og Beinteins er ekki fleira kunnugt, svo að sögur fari af. Þess má geta, að þá er Beinteinn var spurður, hvað hann héldi, að um draugsa yrði, er sjóbúðin yrði rifin, þá svaraði hann: “Og hann fylgir staurunum, lagsi”.
Nokkuru eftir þetta bar svo við, að tveir áður nefndir synir Einars bónda í Stóra-Nýjabæ fóru niður á Selatanga á jólaföstunni og hugðu að líta til kinda og ganga á reka; jafnframt ætluðu þeir að vita, hvort þeir sæu ekki dýr, því að annar þeirra var skytta góð.
Þeir komu síðla dags niður eftir og sáu ekkert markvert; fóru þeir inn í þá einu verbúð, sem eftir var þar þá, og ætluðu að liggja þar fram eftir nóttunni, en fara á fætur með birtu og ganga þá fjöru og vita, hvort nokkuð hefði rekið um nóttina.
Bálkar voru í búðinni fyrir fjögur rúm, hlaðnir úr grjóti, eins og venja var í öllum sjóbúðum, og fjöl eða borð fyrir framan. Lögðust þeir í innri rúmbálkinn að vestanverðu og lágu þannig, að Einar svaf við gaflhlaðið, en Guðmundur andfætis. Þá er þeir höfðu lagst niður, töluðu þeir saman dálitla stund, og segir þá Guðmundur meðal annars: “Skyldi þá Tómas vera hér nokkurs staðar”? Kvað Einar það líklegt vera. Fella þeir svo talið og ætla að sofna, en er þeir hafa legið litla stund, þá heyra þeir, að ofan af ytra bálkanum við höfuð Guðmundar stekkur eitthvað, Var það líkast því sem stór hundur hefði stokkið niður á gólfið; voru þeir þó hundlausir, er þeir komu þangað, og búðin lokuð. Segir þá annar bræðranna: “Þarna er hann þá núna”, en í sömu svipan er kastað tómu kvarteli, sem hafði staðið á ytra bálkinum hinum megin, einn í gaflhlað beint yfir höfuð Einari. Sofnuðu þeir bræður ekki um nóttina, en fóru á fætur. Ekki lét draugsi neitt frekar til sín heyra.

Arnarfell

Arnarfellsrétt.

Eftir 1880 lagðist útræði niður frá Selatöngum. Um það leyti var seinasta sjóbúðin rifin, og hafa menn eigi hafst þar við síðan.”
Ofar í Arnarfelli eru tóftir útihúsa. Efst á því er Eiríksvarða, sögð hlaðin af séra Eiríki með þeim orðum að á meðan hún stendur munu Tyrkir ekki koma í Krýsuvík. Suðaustan við Arnarfell er Arnarfellsvatn. Vel gróið er við það sunnanvert. Þar munu hestalestarnar á leið austur yfir hafa áð fyrrum. Enn mótar fyrir tóftum við vestanvert vatnið. Nokkru suðvestar er Arnarfellsréttin.
Gengið var norður fyrir Arnarfell. Uppi í því norðaustanverðu er nafngreindur skúti, fremur lítill þó, kenndur við kvenmann frá bænum. Norðan fellsins er hlaðinn stekkur utan í grettistaki. Skammt vestar er hlaðinn garður er nær áleiðis að bænum Læk, austan á austanverðri Krýsuvíkurtorfunni. Honum var fylgt þangað og á leiðinni voru rifjaðar upp sagnir af Arngrími frá Læk og veru hans með fé sitt í fjárhellinum í Klofningum (sjá aðrar FERLIRslýsingar).
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Arnarfell

Arnarfell – uppdráttur ÓSÁ.