Tag Archive for: Fjara

Fjara

 Nærtækastu útivistarsvæði Grindavíkur, sem og allra annarra sjávarbyggðalaga á Reykjanesskaganum, eru fjaran annars vegar og heiðar og fjöllin hins vegar. Hér er ætlunin að gera fjörunni svolítil skil.
Fullt tunglFjara er nafnið á breytilegum mörkum lands og sjávar. Þar sem sjávarfalla gætir verður þessi ræma ýmist breiðari eða mjórri en ella. Sjávarföll sjást mjög greinileg í sjó.
Sjávarföll eru afar regluleg. Þegar sjávarmálið er hæst eru flóð, háflóð eða hásjávað. Þegar sjórinn tekur að lækka verður fjara eða sé útfall. Um sex klukkustundum og fimmtán mínútum eftir að útfall byrjar stendur sjórin lægst, þá er fjara, háfjara, lágfjara eða lágsjávað. Sjávarföll breytast einnig reglulega eftir því hvernig stendur á tungli. Þau eru einna mest á tveggja vikna fresti þegar tunglið er fullt eða nýtt. Þá er sagt að stórstreymt sé. Minnst eru svo sjávarföllin um viku eftir stórstreymi, og er þá sagt að sé smástreymt. Aðdráttarafl tungls og sólar á jörðinia valda sjávarföllum, og hefur tunglið mun meira að segja. Þessir hnettir toga í jörðina, og fer það eftir afstöðu þeirra hvar togkrafturinn verkar mest.
ÞangUmhverfið í fjörunni er á margan hátt sérstakt og gerir hana að einstæðu búsvæði fyrir lífverur. Hún liggur á mörkum tveggja ólíkra heima og ber einkenni beggja. Sá umhverfisþáttur sem fyrst og fremst breytist þegar haldið er niður eftir fjörunni eða upp eftir henni er auðvitað vætan, eða með öðrum orðum það hversu oft og hversu lengi í senn fjaran er á kafi eða á þurru. Lífríki fjörunnar er mikið en ætla mætti að það fyndist álíka mikið af sjávarlífverum og landverum en svo er ekki, sjávarlífverur ráða ríkjum í fjörunni. Sumar þeirra lifa helst ekki nema í fjörunni sjálfri, fjaran er aðalkjörlendi þeirra
Umhverfi fjörunnar er mjög misjafnt, sumstaðar er sandur og möl en svo er sumar fjörur þaktar brimnúnum hnullungum. Þannig að fjörunum er skipt niður í ákveðna flokka eftir hvernig þær eru gerðar.
Þangfjörur eru einn af þessum flokkum og eins og nafnið gefur til kynna þá er það þangið sem setur svip sinn á þessar fjörur. Þangfjörur finnum við helst þar sem brim er ekki mikið og þar sem fjörubeðurinn er klappir eða nokkuð stórir hnullungar. Þangfjörur eru ein útbreiddasta fjörugerðin hér við land, en þó er lítið um þangfjörur við suðurströnd landsins. 

Fjörugrjót

Þangfjörur eru mjög auðugar af lífi, þar þrífast margar tegundir þörunga og dýra. Hrúðukarlafjörur er þar sem brim er mikið og undirlagið klappir en við þessar aðstæður er hrúðukarlinn það sem mest ber á. Hann situr vel fastur og þarf ekki að óttast það að brimið slíti hann upp. Fáar aðrar tegundir þola þetta. Fjörusvertan lætur þó brimið ekki á sig fá og litlar klappir svartar ofan við hrúðukarlana, og í sprungum þar leynast klettadropar. Fjörur af þessu tagi má kalla hrúðurkarlafjörur. Hnullungafjörur fyrir opnu hafi eru þær fjörur sem innihalda hnullunga sem eru brimnúnir og hafa skarpar brúnir máðst af á löngum tíma. Öldurótið hreyfir hnullungana nema þá stærstu. Ef brim er ekki því meira geta þörungar vaxið á stærstu steinunum, helst ofarlega á þeim þar sem ekki er hætta á því að fá högg frá smáum steinum sem brimið hreyfir. Búsvæði fyrir dýr í þessum fjörum finnast á milli hnullunga langt undir yfirborðinu.
Skjóllitlar sandfjörur eru þar sem fjaran er fyrir opnu hafi. Í þessum Skeljar og hrúðurfjörum er oft mikið brim og sandurinn því á mikilli hreyfingu. Þessar fjörur sýnast alveg lífvana, en við þær má oft sjá seli. En við nákvæma skoðun kemur í ljós ótrúlega mikið af örsmáum dýrum sem hafast á milli sandkorna. Í sandfjörum fyrir opnu hafi er það mikil endurnýjun á sjónum milli sandkornanna að til súrefnisskorts kemur varla. Kræklingsleirur myndast þar sem er sandur eða möl og gott skjól, við þessar aðstæður verður kræklingu oft mjög áberandi. Þessar fjörur eru yfirleitt sléttar og flatar og mjög stórar um sig. Fjörufuglar sækja mikið í kræklingsleirur. Beðurinn í kræklingsleirum er stundum svo gljúpur að sum dýr geta grafið sig ofan í hann og komið sér þar fyrir. Sandmaðksleirur myndast þar sem skjól er gott og beðurinn mjög fíngerður, fínn sandur eða möl, en við þessar aðstæður verður sandmaðkurinn sú lífvera sem mest ber á. Sandmaðksleirur eru rennisléttar og flatar og mjög stórar um sig. Mestar eru þær innst í fjörðum og vogum. Oft er mikið af fuglum á sandmaðksleirum. Sjávarfitjar myndast ofarlega í fjörum, þar sem skýlt er, og hefur jarðvegur með háplöntugróðri sums staðar náð að myndast. Gróðurinn er fábreyttur. Sjávarfitjungurinn svonefndi, sem er grastegund, er oftast ríkjandi. Á sjávarfitjum er oft mikið af smátjörnum.

Fjaran

Lífríki þessara tjarna er nokkuð sérstætt, en misjafnt en það er seltumagnið sem ræður hvers konar plöntur og dýr finnast þar. Sjávarfitjar mynda aðeins hluta fjörunnar á hverjum stað, því neðan við þær taka aðrar fjörugerðir við, þangfjörur eða leirur. Árósar og sjávarlón eru svæði sem bæði hafa fjörur. Árósar er það svæði þar sem sjór og ferskt vatn mætast. Lífríki árósa er að mestu leyti ættað úr sjónum. Sjávarlónin eru svæði sem sumpart líkjast árósum. Þetta eru vötn eða vogar sem tengjast sjónum, en þessi tengsl eru takmörkuð miðað við það sem gerist í opnum árósum. Lífríkið er mjög fábreytt vegna lítillar seltu

Fjörudýr
Kræklingurinn er eitt allra algengasta dýr fjörunnar hérlendis eins og víða erlendis. Þó er hann enn algengari neðan fjörunnar. Hann gerir raunar óvenju litlar kröfur til umhverfisins. Í fjörum er hann bæði að finna í klettafjörum fyrir opnu hafi þar sem brim er oft mikið, í venjulegum þangfjörum og við árósa. Það má oft sjá þess merki að kræklingurinn kann sérlega vel við sig þar sem ferskt vatn rennur til sjávar, við lækjarsprænur í fjörunni eða við árósa. Kræklingurinn situr fastur við við undirlag sitt með sérstökum þráðum sem hann spinnur. Kræklingurinn er í hópi svonefndra síara, en það eru dýr sem sía örlitlar fæðuagnir úr sjónum með sérstökum líffærum.

Aða

Kræklingurinn er mikið lostæti að mati manna og ýmissa dýra. Margir fuglar eru gráðugir í krækling, ekki síst æðarfuglinn, en einnig ýmsir vaðfuglar og máfar. Þótt kræklingurinn sé eitt algengasta fjörudýr hér við strendur er það þó svo að langmest af þeim kræklingi sem Íslendingar leggja sér til munns á síðari árum er erlend, niðursoðin vara.
Marflær eru krabbadýr sem eru mjög algeng í fjörum og af þeim eru margar mismunandi tegundir. Algengastar eru svokallaðar fjöruflær, en þarna eru á ferð eina átta tegundir sem eru svo líkar innbyrðis að það er aðeins á færi sérfræðinga að greina þær í sundur. Þegar lágsjávað er safnast fjöruflær fyrir undir steinum, þangi eða reköldum. Þar helst raki, en fjöruflærnar þola þurrt loft aðeins í skamman tíma. Sumar marflær í fjöru ganga um á réttum kili, en skríða ekki á hliðina eins og fjöruflærnar.
Bogkrabbinn er dæmi um sjávardýr sem er að finna bæði í fjörunni sjálfri og á sjávarbotni neðan fjöru. Það eru einkum smáir krabbar sem halda til í fjörunni, og eingöngu að sumri til. Þegar haustar halda allir bogkrabbar niður úr fjörunni. Bogkrabbinn er rándýr eins og flestir aðrir krabbar. Hann grípur bráð sína með klónum á gripfótunum og heldur henni að munninum, þar sem sterkir kjálkar aðrir munnlimar vinna á henni. Bogkrabbar hafa tíu fætur, þar með taldir hinir stóru gripfætur fremst á bolnum sem eru raunar ekki notaðar til gangs.

Krossfiskar eru flokkaðir í tvo flokka, stórkrossa og roðakrossa. Stórkrossinn verður fimmtán sentimetrar eða meira í þvermál, en roðakrossinn vart meira en átta sentimetrar. Báðir krossfiskarnir eru fimm-arma, en algengt er þó að rekast á krossfiska með færri arma. Krossfiskar eru búnir fjölmörgum smáum sogfótum á neðra borði. Þeir hreyfa sig úr stað með þessum sogfótum, en eru mjög hægfara. Krossfiskar eru rándýr, sem einkum leggjast á samlokur. Þeir skríða yfir bráð sína, festa sogfætur við báða skeljahelminga og taka síðan til við að toga skeljarnar í sundur.

Fjaran er allt árið

Ásamt þessum dýrategundum má nefna svona helstu tegundir sem finnast við íslenskar fjörur eins og hrúðukarla, slöngustjörnur, skollakroppur og þangflugur.
Fjörur eru margvíslegar að gerð til dæmis eftir gerð undirlags, halla og brimasemi, seltu, hitastigi sjávar. Það eru klettafjörur, malarfjörur, hnullungafjörur, sandfjörur og leirur.
Brim og undirlag hefur líklega langmest áhrif á hvers konar lífríki er að finna í fjörunni.
Skjólsælar fjörur geta verið með leir eða fíngerðum sandi. Þær virðast snauðar við fyrstu sýn en ofan í leirnum leynist oft fjölskrúðugt lífríki. Vaðfuglar hópast í leirfjörur í leit að æti vor og haust.
Bóluþang er brúnþörungur. Plantan er 40 til 90 cm há. Blöðin eru 1 til 2 cm breið með greinilegri miðtaug. Blöðin kvíslgreinast með tiltölulega reglubundnum hætti. Á bóluþanginu eru hnöttóttar loftfylltar blöðrur sem eru tvær og tvær (stundum þrjár) saman, sín hvorum megin miðtaugarinnar. Blöðrurnar eru oftast ofan til á þanginu en stundum er þær í þéttum röðum niður eftir allri plöntunni. Bóluþangið er brúnt en stundum grænleitt eða brúnleitt.
Fjörugrös eru rauðþörungar, 5 til 20 cm há. Upp af festuflögu, sem festir þau við klappir og stóra steina, vex flatur stilkur sem breiðist út í blævængslaga plöntu. Fjörugrösin eru kvíslgreind með sléttum greinum sem eru 0,5 til 1 cm á breidd og eru greinarendarnir oftast bogadregnir. Þau eru dökkrauð, oft næstum svört á lit, sérstaklega neðri hluti plöntunnar. Þar sem þau vaxa í mikilli birtu verða efri hlutar plöntunnar gulleitir eða grænleitir.
Útlit og stærð fjörugrasa er talsvert breytilegt eftir því hversu brimasöm fjaran er þar sem þau vaxa. Í brimasömum fjörum vaxa þau stundum mjög þétt, eru lágvaxin og mynda þekju sem líkist grófri mosaþekju. Stundum slær af þeim ljósbláum bjarma sem stafar af ljósbroti í greinunum. Talið er að fjörugrös geti orðið að minnsta kosti 6 ára gömul. Hugsanlegt er að festurnar séu enn eldri en nýjar plöntur geta vaxið aftur og aftur upp af sömu festunni.
Önnur tegund rauðþörunga, sjóarkræða, getur líkst fjörugrösunum en hana má greina frá fjörugrösum á því að greinar hennar eru rennulaga.
Kólgugrös eru 5 til 25 cm langir, óreglulega greinóttir rauðþörungar. Oftast er einn stofn sem er þéttvaxinn hliðargreinum sem greinast aftur. Ystu greinarnar eru holar að innan en stofngreinarnar stinnar og gegnheilar. Stofngreinarnar eru dökkrauðar eða svartar en ytri greinarnar rauðar. Á vorin og sumrin upplitast ytri greinarnar og verða gul- eða grænleitar.
SkúfþangKólgugrös eru fjölær. Fyrsta árið vex upp ein grein. Næsta ár verður hún að stofngrein en aðrar greinar vaxa út úr henni neðan til. Síðan bætast enn við greinar árið þar á eftir. Talið er að kólgugrös geti orðið þriggja til fjögurra ára gömul.
Marhálmur er grastegund sem vex í sjó, er oftast 30 til 70 cm á lengd en getur orðið meira en einn metri. Ofan í botnleirnum vaxa jarðlægir stönglar og upp af þeim blaðþyrpingar með reglulegu millibili. Blöðin eru löng og bandlaga og bogadregin fyrir endann. Þau eru 2 til 4 mm á breidd og með einum til þremur æðastrengjum. Blöð marhálms eru dökkgræn á litinn en jarðlægu stönglarnir eru hvítir eða ljósgrænir. Marhálmur er fjölær, vex aðallega á vorin og blómgast um mitt sumar. Fræaxið er í fræhulstri á hulsturblaði sem lítur að öðru leyti eins út og laufblöðin. Marhálmur missir megnið af blöðunum í byrjun vetrar en ný blöð fara að vaxa aftur upp af jarðstönglunum snemma vors. Talið er að marhálmur geti lifað í meira en 50 ár.
Marhálmur er fjölær, vex aðallega á vorin og blómgast um mitt sumar. Fræaxið er í fræhulstri á hulsturblaði sem lítur að öðru leyti eins út og laufblöðin. Marhálmur missir megnið af blöðunum í byrjun vetrar en ný blöð fara að vaxa aftur upp af jarðstönglunum snemma vors. Talið er að marhálmur geti lifað í meira en 50 ár.
Maríusvunta er blaðlaga grænþörungur sem er 5 til 15 cm á lengd og 3 til 10 cm á breidd. Maríusvunta getur þó orðið miklu stærri eða allt að 60 cm í þvermál, helst verður hún svo stór á mjög lygnum stöðum. Hún festist við klappir og grjót með lítilli skífulaga festu og upp af henni er mjög stuttur stilkur. Eitt heilt blað situr á stilknum. Það er bylgjótt og heilrennt, fagurgrænt á litinn og glansar þegar ljósið fellur á það. Þegar blaðið eldist slitnar það, étin eru á það göt og blaðið verður óreglulegt í lögun.
Maríusvunta er lík nokkrum öðrum tegundum af grænum himnum sem vaxa í fjörunni, m.a. grænhimnu og marglýju. Þær eru báðar talsvert þynnri en maríusvunta og við smásjárskoðun á þversneið af blaðinu sést að maríusvunta er gerð úr tveimur frumulögum en hinar einungis úr einu.
Skúfþang er blaðlaga brúnþörungur. Blöðin eru kvíslgreind og slétt, með fremur ógreinilegri miðtaug. Skúfþangið getur verið mjög breytilegt í útliti. Algengasta afbrigðið er 30 til 90 sm langt með 1 til 2 cm breiðum, sléttum blöðkum. Afbrigði sem vex í skjólsælum fjörum er breiðara og er með stórum aflöngum loftblöðrum sem liggja tvær og tvær saman, sín hvorum megin miðtaugarinnar. Annað afbrigði sem lifir í fjörupollum efst í fjörunni í fremur brimasömum fjörum er um 20 til 40 cm langt og hefur mjóar greinar, sem eru um og innan við ½ cm á breidd. Á klöppum í mjög brimasömum fjörum er enn eitt afbrigði skúfþangs sem hefur tiltölulega stóra og kröftuga festu, þykkan stilk og er lágvaxið.
Söl eru rauðþörungar. Plantan hefur lítinn stilk sem er sjaldan lengri en 5 mm. Upp af stilknum vex oftast eitt en stundum fleiri blöð (stofnblöð). Út úr jöðrum stofnblaðsins vaxa hliðarblöð sem eru aflöng og þynnri en stofnblaðið. Heildarlengd sölva er venjulega 20 til 30 cm. Söl eru dökkrauð á lit þar sem þau vaxa í fullsöltum sjó. Söl sem vaxa í fjörunni geta hins vegar upplitast og orðið gul eða græn. Sérstaklega ber á því ef þau lenda í sterku sólarljósi eða ef þau vaxa í seltulitlum sjó, til dæmis nálægt árósum. Neðsti hluti plöntunnar er þó alltaf rauður.
SölSöl vaxa aðallega snemma á vorin. Algengast er að þau vaxi upp af brotum af gömlum stofnblöðum, sem hafa orðið eftir frá fyrra ári (sölvamóðir). Söl byrja að þroskast seinni hluta mars og eru venjulega fullsprottin í lok maí eða byrjun júní. Lítill vöxtur er síðan yfir sumarið en þá safna sölin í sig forðasykrum. Um haustið byrja plönturnar síðan að slitna. Fyrst falla hliðarblöðin af en smám saman slitnar einnig af stofnblaðinu og lifir aðeins hluti af því yfir veturinn. Næsta vor vaxa ný hliðarblöð aftur út frá jöðrum gamla stofnblaðsins. Þannig getur hver planta lifað í nokkur ár. Eftir að vöxtur hættir í byrjun sumars, fara ýmsar ásætur, dýr og plöntur að taka sér bólfestu á sölvunum og er venjulega mest um ásætur á blöðunum í lok sumars.
Klettafjörur og stórgrýtisfjörur er helst að finna þar sem nokkurs brims gætir og þar sem fjaran er fyrir opnu hafi. Þar er fjölbreytt líf bæði dýra og þörunga.
Brim og undirlag hefur líklega langmest áhrif á hvers konar lífríki er að finna í fjörunni.
Þar sem brim er mikið eru flestar lífverur fastar við botninn en hreyfanlegar lífverur geta þó þrifist þar í skjóli undir þanginu. Eftir því sem brimið minnkar eykst fjöldi hreyfanlegra lífvera í fjörunni.
Dvergþang er smávaxinn brúnþörungur. Það er 5 til 10 cm hátt, ljósbrúnt á lit eða gulleitt. Greinarnar eru 1 til 4 mm breiðar, rennulaga og án miðtaugar. Greinarnar kvíslgreinast. Dvergþang er fest við botninn með lítilli, skífulaga festu. Enginn stilkur er á dvergþangi.
Dvergþang vex hægt eða 3 til 4 cm á ári þegar vöxtur er mestur. Talið er að dvergþangið geti orðið 4 ára gamalt.
Allra efst í fjörunni ofan við þörungana eru grjót og klappir iðulega þaktar skófum sem oft eru svartar og líkjast tjöruskán á steinunum. Skófirnar geta þó verið margvíslegar á litinn, grænar, gráar, appelsínugular eða hvítar. Oft mynda þær skorpur á steinunum en geta einnig verið smáar fíngerðar hríslur eða blaðlaga og festar við steininn með stilk.
Til eru allmargar tegundir skófna sem lifa efst í fjörunni en flestar þeirra er einnig að finna annars staðar. Þó eru til tegundir eins og fjörusverta (Verrucaria maura) sem bundin er við efri hluta fjörunnar og myndar þar þunna svarta skán á klöppunum. Græna flæðaskófin (Verrucaria mucosa) lifir um alla fjöruna niður að neðstu fjörumörkum og er eina tegund skófna sem lifir í neðri hluta fjörunnar hér við land. Hún er dökkgræn á litinn.
FlétturSkófir, sem eru einnig kallaðar fléttur, eru í raun ekki sjálfstæðir einstaklingar heldur sambýli svepps og þörungs. Sveppurinn í hverju sambýli er einstakur og er ekki að finna nema í einni fléttutegund. Þörungurinn er hins vegar ekki eins trygglyndur og getur sama þörungategundin fundist í mörgum fléttutegundum.
Í sambýlinu sér þörungurinn alfarið um ljóstillífun og nýmyndun lífræns efnis. Sveppurinn nærist á forðanum sem þörungurinn myndar. Á móti ver hann þörunginn fyrir beit, of sterku ljósi og heldur honum rökum.
Klapparþang er blaðlaga brúnþörungur sem er 10 til 30 cm hár. Það er fest við botninn með skífulaga festu. Upp af festunni er sívalur stilkur sem endar í greinóttum blöðum. Blöðin eru ½ til 1 cm breið með greinilegri miðtaug. Þau eru kvíslgreind og eru sjaldan með loftblöðrum sem eru aflangar, tvær og tvær saman sín hvorum megin miðtaugarinnar. Greinar klapparþangsins eru uppsnúnar og er það greinilegast á efstu greinunum. Klapparþangið er brúnt eða gulbrúnt á litinn en getur orðið rauðleitt eftir langvarandi þornun. Það er fjölært og getur orðið a.m.k. 5 ára gamalt.
Klóþang er að stofni til kvíslgreint, sem sést vel ef maður skoðar endagreinarnar, en vegna hliðarsprota sem vaxa út úr stofninum virðist plantan fljótt á litið óreglulega greinótt. Greinarnar eru flatvaxnar. Loftfylltar bólur eru með mismiklu millibili á greinunum. Bólurnar eru venjulega þéttastar nálægt endum greinanna en gisnari eftir því sem neðar dregur. Á hverju ári myndast ein ný loftbóla rétt neðan við enda greinanna. Greinar klóþangs verða um einn cm á breidd og plantan sjálf er oftast 0,5 til einn metri á lengd en getur orðið allt að tveimur metrum. Á vorin vaxa litlir uppblásnir belgir út úr hliðum greinanna. Það eru æxlunarfærin sem detta af þegar plantan æxlast um sumarið.
Klóþang er oftast gulbrúnt á að líta, þar sem það liggur í fjörunni, en ef því er velt við sést að neðstu hlutar þess, sem eru í skugga, eru ólífugrænir. Talið er að klóþang geti orðið meira en 100 ára gamalt.
Kóralþang er kalkkenndur rauðþörungur. Það er oftast 3 til 8 cm langt en getur orðið 12 cm. Plantan vex upp af skorpulaga festu sem hefur óreglulega lögun og getur verið allt að 7 cm í þvermál. Hún er greinilega liðskipt, gerð úr stuttum kalkkenndum, sívölum liðum. Greinarnar eru gagnstæðar og og sitja þétt eins og fanir á fjöður. Þær eru lengstar neðst, næst festunni en styttast eftir því sem nær dregur toppi. Litur kóralþangs er fjólublár, rauður eða bleikur, oftast þó hvítur á endum greina og við liðamót. Æxlunarfærin eru perulaga og sitja á endum greinanna. Það eru æxlunarfærin sem detta af þegar plantan æxlast um sumarið.
Kóralþang er fjölær planta. Þegar vöxtur er hraðastur vex hún um 0,2 til 1 mm á mánuði. Heildarársvöxturinn er þó sennilega sjaldan meiri en 1 til 3 mm við það hitastig sem ríkir hér við land.
Sagþang er fremur stórvaxinn brúnþörungur. Það er oftast 40 til 70 cm hátt en getur orðið meira en einn metri á hæð. Það er fest við klappir eða steina í fjörunni með heilli, óreglulegri festuflögu. Upp af henni vex sívalur stilkur sem flest út í greinótt blöð sem eru 2 til 3 cm á breidd. Sagþangið er oftast kvíslgreint en er stundum með víxlstæðar greinar. Greinileg miðtaug er í blöðunum og beggja vegna hennar eru blöðin með litlum, hvítum hárskúfum sem sjást vel þegar blaðið þornar. Jaðar blaðanna er áberandi sagtenntur, með tennur sem vísa upp. Sagþang þekkist vel af tönnunum. Það er gulleitt, ljósbrúnt eða ólívugrænt. Á greinunum eru engar loftfylltar bólur. Sagþang er fjölær planta sem lifir í 2 til 5 ár Hún vex um 4 til 12 cm á ári.
Sjóarkræða er rauðþörungur sem er 5 til 10 cm á hæð með greinum sem eru um 0,4 til 0,8 cm á breidd. Hún vex upp af skífulaga festu. Sjóarkræða er óreglulega kvíslgreind og eru greinarnar rennulaga. Þegar sjóarkræðan er fullvaxin eru separ á greinunum og eru flestir þeirra inni í rennunni. Greinarnar eru stinnar og geta verið uppundnar eða hlykkjóttar. Sjóarkræða er dumbrauð, svört eða rauðbrún á litinn. Ef hún lendir í sterku sólarljósi getur hún upplitast og orðið ljósrauð eða gulleit. Þar sem sjóarkræða vex mjög þétt líkist hún samfelldri mosaþembu.
Önnur tegund rauðþörunga, fjörugrös, líkist sumum afbrigðum sjóarkræðunnar. Munurinn á tegundunum felst í að greinar sjóarkræðunnar eru rennulaga en fjörugrasanna flatar. Separnir á blöðum sjóarkræðunnar afhjúpa einnig tegundina.
Eins og sjá má hefur fjaran upp á fjölmargt að bjóða – engu síður en fjöllin.

Heimildir m.a.:
-http://nams.is/hafid/+fjaran
-http://fa.is/deildir/Liffraedi/VIS/VIS/hafid/fjaran.

Fjaran

Sölvahrútur

Jafnfætlur eru þó kunnugastar sem fjörudýr. Víða á sunnanverðu landinu má finna sölvahrút (Ligia oceanica) en hann er ein stærsta jafnfætlan hér við land.
SölvahrúturSölvahrútur getur orðið meira en 3 cm á lengd og finnst efst í fjörunni, oftast innan um sjávarfitjung. Undir steinum efst í fjörunni má oftar en ekki finna fjörulýs sem eru smáar, aðeins um 3-5 mm á lengd.

Alls hafa fundist sjö tegundir af gráloddum á Íslandi. Þær eru allar áþekkar í útliti þó þær tilheyri sex mismunandi ættum. Þær finnast einna helst við jarðhita og í og við gróðurhús. Einnig má rekast á þær í húsagörðum þar sem gróður er þéttvaxinn og gróskumikill. Ein tegund, sölvahrútur, finnst efst á sjávarströndum, á sjávarfitjum og klettum við sjó. Hún er í raun tengiliður þanglúsa í fjöru og grálodda á landi.

Fjaran er jafnan spennandi athugunar- og viðfangsefni þeirra er kunna að líta sér nær.
Fyrir utan Frostlyftingmargsmáþætt dýralífið er umhverfið í heild ekki síður áhugavert; ólíkar steinafurðir Ægis frá mismunandi bergmyndunum í tímans rás, endurspeglun litbrigða himinsins, ásýnd sólar, innskot gróðurs og margvíslegar leifar mannanna – allt skapar þetta síbreytilega, en jafnframt forvitnilega, ásýnd hversdagsins…

Fjara

Í fjörunni.

 

 

Fjara

Strandirnar eru ein af perlum Álftaness, reitir sem sveitastjórnin hefur lýstur sem friðland. Þar er ríkt af fugli í fjörum og selir úti í skerjum  Áður var þar mikið kríuvarp við litla tjörn á ströndinni.
Þótt fuglamergðin á Álftaneslandinu hafi verið Strönd og haf mætastmeiri á árum áður og land verið hækkað að hluta með uppfyllingu, þá eru fjörurnar óbreyttar og skerin sannkallaður ævintýraheimur fyrir forvitið fólk á öllum aldri. Grjótið er iðandi af lífi og síbreytilegt. Tilfallandi sæbúar frá dýpri sjó verða hér á vegi fjörulallanna og þeir endurnýjast í ölduróti sem oft er ægifagurt á að líta.
Vorið 2004 var samþykkt á Alþingi þingsályktunartillaga náttúruverndaráætlun fyrir tímabilið 2004-2008 sem fól umhverfisráðuneytinu að vinna að friðlýsingu 14 nýrra svæða á landinu auk þess að stofna Vatnajökulsþjóðgarð. Markmiðið var að stuðla að traustari verndun íslenskrar náttúru, meðal annars með því að mynda net verndarsvæða til þess að vernda líffræðilega fjölbreytni landsins. Helmingur þessara svæða eru vel þekkt og mikilvæg fuglasvæði og auk þess vinsælir ferðamannastaðir eða útivistarsvæði. Tvö þeirra hafa mikla þýðingu fyrir fjölda farfugla sem heimsækja landið vor og haust þ.e. Álftanes og Skerjafjörður.
Álftanesfjaran síðdegisStrandlengja höfuðborgarsvæðisins er löng og er vinsæl til útivistar. Nýtur fjöldi fólks gönguferða sem og fugla- og náttúruskoðunar við ströndina. Sums staðar hafa framkvæmdir í gegn um tíðina leitt til verulegrar breytinga á umhverfi strandarinnar hér við höfuðborgarsvæðið. Slíkt leiðir til vitanlega til þess að fæðu- og búsvæðum margra tegunda lífvera meðal annars fugla raskast. Það hefur einnig leitt til þess að hlutar fjörunnar eru nú óaðgengilegri sem útivistarsvæði. Hins vegar, þrátt fyrir alla þá byggðaþróun og fjölgun sem orðið hefur á örfáum áratugum hér á Innnesjum, má segja að sveitarstjórnir og skipulagsyfirvöld hafi reynt að vera framsýn í störfum sínum. Þótt ströndunum hafi víða verið raskað, sérstaklega næst þéttbýlinu, er enn verulegur hluti strandarinnar frá Gróttu suður í Hafnarfjörð að hluta til óraskaður. Í því eru fólgin ómetanleg verðmæti fyrir íbúa þessa landshluta. Það eru mikil lífsgæði fólgin í því fyrir þéttbýlisbúa að eiga þess kost að njóta náttúrugæða og umhverfis sem er ómanngert að mestu leyti. Nú eru á vegum einhverra sveitarfélaga hér á höfuðborgarsvæðinu fyrirhugaðar umfangsmiklar breytingar á ströndinni og grunnsvæi meðal annars með auknum landfyllingum. Við undirbúning og ákvarðanatöku um slíkar landfyllingar er mikilvægt að hugað sé að umhverfisþáttum og þeim áhrifum sem framkvæmdirnar hafa á lífríkið og aðgengi almennings að náttúrulegum svæðum.
Mikilvægt er að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi samráð og samvinnu um verndun strandsvæða höfuðborgarsvæðisins og hvernig best megi varðveita náttúrulegt ástand og yfirbragð strandsvæðanna og eyja svæðisins. Mikilvægt er að sveitarfélögin taki höndum saman um að friðlýsa það svæði við Skerjafjörðinn sem er á náttúruverndaráætlun til þess að vernda náttúrufar svæðisins til framtíðar og skapa samfellt útivistarsvæði meðfram strandlengjunni. Að sjálfsögðu þarf í þessu ferli að ræða um mismunandi nýtingu og mismunandi verndarstig.
Mikilvægt er að meta hvaða svæði eru mikilvægust út frá Fjaran í návígináttúrufari og hvernig best megi viðhalda ásýnd og eðli þeirra. Það þarf jafnframt að sjá til þess að breytingar á svæðum sem minni þýðingu hafa fyrir líffræðilega fjölbreytni, jarðfræði eða vegna útivistar rjúfi ekki heildarsýn og samfellu svæðisins eða skerði útivistargildi þess.
Fyrir nokkrum árum var haldin hér á landi alþjóðleg ráðstefna um tengsl náttúru og friðlýstra svæða við heilsu, vellíðan og útivist. Þar kom skýrt fram hjá fyrirlesurum frá öllum Norðurlandanna að útivist á náttúrulegum svæðum hefur margháttuð jákvæð áhrif á fólk, s.s. heilsufar og lífsánægju, dregur úr streitu, eykur tengsl við náttúruna og bætir skilning á tengslum og stöðu mannsins í náttúrunni. Það skiptir miklu fyrir lífsgæði fólks í þéttbýli að menn hafi góðan aðgang að friðlýstum og náttúrulegum svæðum sem næst heimili sínu sem gengið er um af varúð og viðingu. Það er meðal annars af þessum ástæðum sem það skiptir miklu máli að vernda þá fjöruhluta, sem enn er óraskaðir á Reykjanesskaganum.
Fjaran utan við Álftanes er einstaklega aðgengileg fólki. Góður göngutúr um hana sannfærir viðkomandi ekki einungis um mikilvægi hennar fyrir lífríkið heldur og fyrir hinu jákvæðu áhrif, sem hún hefur fyrir þá er hennar fá að njóta.
Fjaran síðdegis

Kuðungur

Í sérprenti Ferðafélags Íslands 1985 fjallar Agnar Ingólfsson um fjörur á Suðrvesturlandi.
„Fjaran er hér talin vera nokkurn veginn sú landspilda, sem nær frá stórstraumsfjörumörkum hið neðra að stórstraumsflóðmörkum hið efra, og er þá miðað við meðalstraum. Útbreiðslumörk tegunda færist ofar, eftir því sem Agnarbrim er að jafnaði meira. Er þetta afleiðing af því, að áhrif sjávar ná því ofar í landið, sem brim er meira.
Þeir umhverfisþættir, sem einkum hafa áhrif á gerð fjörunnar, lífríki hennar og notagildi, eru eftirfarandi: Undirlag (beður), brim, sjávarföll, hiti og selta.
Klappir og stórgrýtisurð eru víða ríkjandi undirlagsgerð á sunnanverðum Reykjanesskaga, en einnig eru slíkar fjörur hér og þar annars staðar, t.d. við Helguvík og Vogastapa og sums staðar á Kjalarnesi. Fíngerðari hnullungafjörur eru útbreiddar umhverfis Reykjavík svo og í Hvalfirði. Afbrigði af þessum fjörum eru hraunfjörur, þar sem hraun runnin eftir ísöld mynda fjörubeðinn. Þessa fjörugerð er að finna á svæðinu milli Voga og Álftaness, og einnig í Ósum við Hafnir. Þar sem brim er meira verður sums staðar stórgrýtisurð, þar sem hraun hafa runnið til sjávar, eins og á Reykjanesskaganum sunnanverðum. Sandflákar eru víða í fjörum á svæðinu. Á miðnesi er algengasta gerð fjöru víðáttumiklar fjörur með mörgum skerjum og smáhólmum, en sandflákum á milli. Minni svæði af slíkri gerð er einnig að finna t.d. austan Voga, á Álftanesi g seltjarnarnesi.
Í Hvalfirði eru einnig fjörur sem svipar til þessarar gerðar, þótt ekki séu þær Bláskelvíðáttumiklar. Fínkornóttar, víðáttumiklar leirur eru víða á svæðinu. Miklar leirur eru í Botnsvogi, Brynjudalsvogi og Laxárvogi og einnig í Kollafirði og Skerjafirði. Sjávarfitjar má telja afbrigði af leirum, en þetta eru svæði í fjöru þar sem beðurinn er jarðvegskenndur og háplöntugróður er ríkjandi. Víðáttumestu fitjarnar á svæðinu eru við innanverðan Leiruvog, en mjög víða eru smærri skikar.
Brimið er langmest við sunnanverðan Reykjanesskaga, og einnig er mikið brim á skaganum utanverðum sunnan Hafna. Á svæðinu norðan Hafna á Reykjanesskaganum utanverðum eru grynningar, sem draga mjög úr áhrifum brimsins. Þau svæði, sem afur á móti eru í mestu skjóli fyrir úthafsöldunni, eru fjörurnar í Skógtjörn og Ósum svo og leirusvæðin í innanverðum Hvalfirði, Kollafirði og Skerjafirði.
Sjávarföll eru veruleg á svæðinu. Munur fljóðs og fjöru á meðalstórstreymi er yfirleitt á bilinu 3.3 – 3.8 m. Hin miklu sjávarföll stuðla að því að gera fjöruna víðáttumikla. Mestar eru fjörurnar þar sem leirur eru, en minnstar við suðurströnd Reykjanesskaga, þar sem klappir og stórgrýtisurð ráða ríkjum.
Hiti sjávar við svæðið er hár. Meðalhiti í ágúst, sem er hlýjasti mánuðurinn, er nálægt 11°C og verður sumarhotinn hvergi meir hér við land svo nokkru nemi. Í köldustu mánuðum ársins, janúar og febrúar, er meðalhiti sjávar við Reykjanesskaga utan- og sunnanverðum um 4.0 – 5.8 °C og verður hvergi hærri hér við land bema sums staðar við suðurströndina, og munar litlu. Við sunnanverðan Faxaflóa virðist hitastig í febrúar vera eitthvað lægra, eða um 2.5 °C. Hið háa hitastig sjávar veldur því, að ýmsar tegundir dýra og plantna er að finna í fjörum suðvestanlands, en hvergi annars staðar við landið.
ÞangSelta sjávar við svæðið er jafnan um 35 prómill. Í fjörunni sjálfri er seltan þó víða lægri vegna frárennslis fersks vatns frá landi. Mest er seltulækkunin við árósa í Brynjudalsvogi, Botnsvogi, Laxárvogi, Leiruvogi og Elliðaárvogi. Þá er mikið um ísaltar tjarnir á svæðinu. Eftirfarandi tjarnir eru stærstar: Tjörnin í reykjavík, Bakkatjörn á Seltjanarnesi og Bessastaðatjörn á Álftanesi, svo og nokkrar tjarnir milli Ósa og Garðskaga. Fjölmargar smærri tjarnir eru á svæðinu, einkum í hrauninu á skaganum norðanverðum. Smálækir valda að auki mjög víða takmarkaðri seltulækkun.
Þar sem undirlag er stórgert og brim er ekki mikið að jafnaði eru stórvaxnir brúnþörungar yfirleitt mjög áberandi; þangfjörur. Þetta er langútbreiddasta fjörugerð á svæðinu. Sunnan Ósa er þó lítið af þangfjörum. Þangið í þessum þangfjörum þekur fjörurnar oft því nær alveg, nema efsta hluta þeirra.
SendlingurUm er að ræða eftirfarandi tegundir; dvergþang, klapparþang, bóluþang, skúfþang og sagþang. Af áberandi þörungategundum í fjörum þessum má nefna þangskegg, söl, fjörugrös, sjávarkræður og kóralþang. Allar síðarnefndu tegundirnar eru rauðþörungar. Neðst í þangfjörum er einnig stundum dálítið af þara, bæði beltisþara og hrossaþara. Ýmsir grænþörungar eru einnig algengir í þangfjörum, s.s. maríusvunta, marglýja og slavak. Ofan við þangbeltið vaxa oft ýmsir smávaxnir grænþörungar, sem mynda slikju eða ló á steinunum, en sú planta, sem er einna mest áberandi ofan þangbeltisins er fjöruskófin. Myndar hún svarta skán og er oft svo samfelld að fjaran virðist svört tilsýndar á nokkru svæði ofan þangsins.
Dýrin í þangfjörunum eru mikluminna ábernadi en gróðurinn. Flest þeirra eru falin undir steinum eða þörungum, a.m.k. þegar lágsjávað er. Ofan þangbeltisins geta klettadoppur og hrúðukarlar verið mjög áberandi. Kræklingur eða bláskel er einnig stundum áberandi í þangfjörum, einkum þar sem ferks vatns gætir.

Nákuðungur

Víða í hraunfjörum á norðanverðum Reykjanesskaganum má sjá bláar skellur hér og þar af völdum kræklingsins, þar sem ferskt vatn seytlar. Nákuðungurinn getur einnig á stundum verið alláberandi í þangfjörum. Í þanginu er oft urmull af þangdoppum, mærudoppum, kúfstrútum, þarastrútum og gljáslifrum í þörungunum. Oft er mikið af baugasnotrum undir steinum, og talsvert getur verið af olnbogaskeljum ofan á þeim. Allir þessir sniglar eru þörungaætur. Mæruskel, þanglús og fjörulýs eru þörungaætur. Margar tegundir marflóa eru algengar í þangfjörum. Efst í þanginu eru tvær tegundir stökkmarflóa algengar. Talsvert getur verið af burstaormum í þangfjörum, t.d. pípuorminum.
Geysileg mergð örsmárra dýra innst í fjörunni. eru þessi dýr lítt könnuð hérlendis, en um er að ræða t.d. krabbaflær, þráðorma og sjómaura. 

Kúfskel

Framangreind dýr eiga uppruna sinn í sjónum. En í fjörunni eru einnig landrænar tegundir dýra, s.s. fjörujötunuxinn, fjörukóngulóin og fjörurykmýið. Villt hryggdýr má einnig finna í fjörunni, s.s. sprettfiskar, hrognkelsaseiði, hornsíli, ufsaseiði, keilubræður og sogfiskar.
Fremur fátt er um fugla í þangfjörum. Sendlingar leita þó þangað í ætisleit, þegar lágsjávað er, en minna er yfirleitt af öðrum vaðfuglum. Á flóðinu eru æðafuglar í þangfjörunni og á seinni árum er orðið algengara að rekast á minka í fæðileiu í fjörum svæðisins.
Fjörur koma manninum að notum á margan hátt, beint eða óbeint. Almennt má segja, að fjörður gegni mikilvægu hlutverki, bæði þegar vistkerfi sjávar og lands eiga í hlut. Gróska fjörugróðurs er mikil. Framleiðsla gróðursins á lífrænum efnum er svo undistaða hins auðuga dýralífs fjörunnar. Að auki sækja fuglar og önnur landdýr mikla fæðu í fjöruna og flytka þannig orku, sem bundist hefur fyrir tilstilli fjörugróðurs, upp á land.

Marfló

Sjófuglar, eins og æðarfugl, svo og fiskar, flytja á hliðstæðan hátt orku úr fjörunniá haf út. Að aukis litna þörungar úr fjörunni í nokkrum mæli, og skolast bæði upp á land og á haf út, þar sem ýmsar lífverur, bæði gerlar, sveppir og dýr nýta sér þá. Mikil líf verður t.d. oft í þörungum, sem hrannast hafa upp rétt ofan fjöru í brimi. Smádýralífið í hrönnum þessum, ekki síst lirfur og púpur þangflugunnar er mikilvæg fæða ýmissa fugla, m.a. spörugla.
Fjörur eru á margan hátt hentugar sem útivistarsvæði. Fyrir náttúrskoðara er fjaran góssenland, þar sem hægt er að komast í snertingu við hið fjölbreyttasta líf, bæði gróður, smádýralíf og fugla. Lífríkið í fjörunni leggst ekki í dá að vetrinum að sama skapi og gerist uppi á landi, og jafnvel um hávetrartímann er mikið um að vera þar.“
Sjá meira HÉR og HÉR.

Heimild:
-Agnar Ingólfsson, Fjörur á Suðvesturlandi, sérprent úr Árbók FÍ 1985.

Þari

Þari.

Hrúðukarl

„Fjara er nafn á mjórri ræmu á mörkum lands og vatns. Vatnið getur verið stöðuvatn eða sjór. Þar sem sjávarfalla gætir verður þessi ræma mun breiðari en ella. Sjávarföll sjást varla í stöðuvötnum, en yfirleitt mjög greinileg í sjó, þótt þau séu mjög óveruleg í sumum innhöfum, til dæmis Eystrasalti og Miðjarðarhafi. Annars eru sjávarföll mjög mismikil.
KríanSjávarföll eru afar regluleg. Þegar sjávarmálið er hæst segjum við að sé flóð, háflóð eða hásjávað. Síðan tekur sjórinn að lækka. Við segjum að það sé fjara eða sé útfall. Um sex klukkustundum og fimmtán mínútum eftir að útfall byrjar stendur sjórin lægst, þá er fjara, háfjara, lágfjara eða lágsjávað. Sjávarföll breytast einnig reglulega eftir því hvernig stendur á tungli. Þau eru einna mest á tveggja vikna fresti þegar tunglið er fullt eða nýtt. Þá er sagt að stórstreymt sé. Minnst eru svo sjávarföllin um viku eftir stórstreymi, og er þá sagt að sé smástreymt. Aðdráttarafl tungls og sólar á jörðinia valda sjávarföllum, og hefur tunglið mun meira segja. Þessir hnettir toga í jörðina, og fer það eftir afstöðu þeirra hvar togkrafturinn verkar mest.
Umhverfið í fjörunni er á margan hátt sérstakt og gerir hana að einstæðu búsvæði fyrir lífverur. Hún liggur á mörkum tveggja ólíkra heima og ber einkenni beggja. Sá umhverfisþáttur sem fyrst og fremst breytist þegar haldið er niður eftir fjörunni eða upp eftir henni er auðvitað vætan, eða með öðrum orðum það hversu oft og hversu lengi í senn fjaran er á kafi eða á þurru. Lífríki fjörunnar er mikið en ætla mætti að það fyndist álíka mikið af sjávarlífverum og landverum en svo er ekki, sjávarlífverur ráða ríkjum í fjörunni. Sumar þeirra lifa helst ekki nema í fjörunni sjálfri, fjaran er aðalkjörlendi þeirra.

Fjörugerðir
KuðungurUmhverfi fjörunnar er mjög misjafnt, sumstaðar er sandur og möl en svo er sumar fjörur þaktar brimnúnum hnullungum. Þannig að fjörunum er skipt niður í ákveðna flokka eftir hvernig þær eru gerðar. Þangfjörur eru einn af þessum flokkum og eins og nafnið gefur til kynna þá er það þangið sem setur svip sinn á þessar fjörur. Þangfjörur finnum við helst þar sem brim er ekki mikið og þar sem fjörubeðurinn er klappir eða nokkuð stórir hnullungar. Þangfjörur eru ein útbreiddasta fjörugerðin hér við land, en þó er lítið um þangfjörur við suðurströnd landsins. Þangfjörur eru mjög auðugar af lífi, þar þrífast margar tegundir þörunga og dýra. Hrúðukarlafjörur er þar sem brim er mikið og undirlagið klappir en við þessar aðstæður er hrúðukarlinn það sem mest ber á. Hann situr vel fastur og þarf ekki að óttast það að brimið slíti hann upp. Fáar aðrar tegundir þola þetta. Fjörusvertan lætur þó brimið ekki á sig fá og litlar klappir svartar ofan við hrúðukarlana, og í sprungum þar leynast klettadropar. Fjörur af þessu tagi má kalla hrúðurkarlafjörur. 

Kuðungur

Hnullungafjörur fyrir opnu hafi eru þær fjörur sem innihalda hnullunga sem eru brimnúnir og hafa skarpar brúnir máðst af á löngum tíma. Öldurótið hreyfir hnullungana nema þá stærstu. Ef brim er ekki því meira geta þörungar vaxið á stærstu steinunum, helst ofarlega á þeim þar sem ekki er hætta á því að fá högg frá smáum steinum sem brimið hreyfir. Búsvæði fyrir dýr í þessum fjörum finnast á milli hnullunga langt undir yfirborðinu. Skjóllitlar sandfjörur eru þar sem fjaran er fyrir opnu hafi. Í þessum fjörum er oft mikið brim og sandurinn því á mikilli hreyfingu. Þessar fjörur sýnast alveg lífvana, en við þær má oft sjá seli. En við nákvæma skoðun kemur í ljós ótrúlega mikið af örsmáum dýrum sem hafast á milli sandkorna.

Marglitta

Í sandfjörum fyrir opnu hafi er það mikil endurnýjun á sjónum milli sandkornanna að til súrefnisskorts kemur varla. Kræklingsleirur myndast þar sem er sandur eða möl og gott skjól, við þessar aðstæður verður kræklingu oft mjög áberandi. Þessar fjörur eru yfirleitt sléttar og flatar og mjög stórar um sig. Fjörufuglar sækja mikið í kræklingsleirur. Beðurinn í kræklingsleirum er stundum svo gljúpur að sum dýr geta grafið sig ofan í hann og komið sér þar fyrir. Sandmaðksleirur myndast þar sem skjól er gott og beðurinn mjög fíngerður, fínn sandur eða möl, en við þessar aðstæður verður sandmaðkurinn sú lífvera sem mest ber á. Sandmaðksleirur eru rennisléttar og flatar og mjög stórar um sig. Mestar eru þær innst í fjörðum og vogum. Oft er mikið af fuglum á sandmaðksleirum. Sjávarfitjar myndast ofarlega í fjörum, þar sem skýlt er, og hefur jarðvegur með háplöntugróðri sums staðar náð að myndast. Gróðurinn er fábreyttur. Sjávarfitjungurinn svonefndi, sem er grastegund, er oftast ríkjandi. Á sjávarfitjum er oft mikið af smátjörnum. Lífríki þessara tjarna er nokkuð sérstætt, en misjafnt en það er seltumagnið sem ræður hvers konar plöntur og dýr finnast þar. Sjávarfitjar mynda aðeins hluta fjörunnar á hverjum stað, því neðan við þær taka aðrar fjörugerðir við, þangfjörur eða leirur. Árósar og sjávarlón eru svæði sem bæði hafa fjörur. Árósar er það svæði þar sem sjór og ferskt vatn mætast. Lífríki árósa er að mestu leyti ættað úr sjónum. Sjávarlónin eru svæði sem sumpart líkjast árósum. Þetta eru vötn eða vogar sem tengjast sjónum, en þessi tengsl eru takmörkuð miðað við það sem gerist í opnum árósum. Lífríkið er mjög fábreytt vegna lítillar seltu.

Fjörudýr
SvampurKræklingurinn er eitt allra algengasta dýr fjörunnar hérlendis eins og víða erlendis. Þó er hann enn algengari neðan fjörunnar. Hann gerir raunar óvenju litlar kröfur til umhverfisins. Í fjörum er hann bæði að finna í klettafjörum fyrir opnu hafi þar sem brim er oft mikið, í venjulegum þangfjörum og við árósa. Það má oft sjá þess merki að kræklingurinn kann sérlega vel við sig þar sem ferskt vatn rennur til sjávar, við lækjarsprænur í fjörunni eða við árósa. Kræklingurinn situr fastur við við undirlag sitt með sérstökum þráðum sem hann spinnur. Kræklingurinn er í hópi svonefndra síara, en það eru dýr sem sía örlitlar fæðuagnir úr sjónum með sérstökum líffærum. Kræklingurinn er mikið lostæti að mati manna og ýmissa dýra. Margir fuglar eru gráðugir í krækling, ekki síst æðarfuglinn, en einnig ýmsir vaðfuglar og máfar. Þótt kræklingurinn sé eitt algengasta fjörudýr hér við strendur er það þó svo að langmest af þeim kræklingi sem Íslendingar leggja sér til munns á síðari árum er erlend, niðursoðin vara.
Marflær eru krabbadýr sem eru mjög algeng í fjörum og af þeim eru margar mismunandi tegundir. Algengastar eru svokallaðar fjöruflær, en þarna eru á ferð eina átta tegundir sem eru svo líkar innbyrðis að það er aðeins á færi sérfræðinga að greina þær í sundur.
Þegar lágsjávað er safnast Marflófjöruflær fyrir undir steinum, þangi eða reköldum. Þar helst raki, en fjöruflærnar þola þurrt loft aðeins í skamman tíma. Sumar marflær í fjöru ganga um á réttum kili, en skríða ekki á hliðina eins og fjöruflærnar.
Bogkrabbinn er dæmi um sjávardýr sem er að finna bæði í fjörunni sjálfri og á sjávarbotni neðan fjöru. Það eru einkum smáir krabbar sem halda til í fjörunni, og eingöngu að sumri til. Þegar haustar halda allir bogkrabbar niður úr fjörunni. Bogkrabbinn er rándýr eins og flestir aðrir krabbar. Hann grípur bráð sína með klónum á gripfótunum og heldur henni að munninum, þar sem sterkir kjálkar aðrir munnlimar vinna á henni. Bogkrabbar hafa tíu fætur, þar með taldir hinir stóru gripfætur fremst á bolnum sem eru raunar ekki notaðar til gangs.
Krossfiskar eru flokkaðir í tvo flokka, stórkrossa og roðakrossa. Stórkrossinn verður fimmtán sentimetrar eða meira í þvermál, en roðakrossinn vart meira en átta sentimetrar. Báðir krossfiskarnir Krossfiskureru fimm-arma, en algengt er þó að rekast á krossfiska með færri arma. Krossfiskar eru búnir fjölmörgum smáum sogfótum á neðra borði. Þeir hreyfa sig úr stað með þessum sogfótum, en eru mjög hægfara. Krossfiskar eru rándýr, sem einkum leggjast á samlokur. Þeir skríða yfir bráð sína, festa sogfætur við báða skeljahelminga og taka síðan til við að toga skeljarnar í sundur.
Ásamt þessum dýrategundum má nefna svona helstu tegundir sem finnast við íslenskar fjörur eins og hrúðukarla, slöngustjörnur, skollakroppur og þangflugur.

Fjörugróður
ÞariDvergþang er fremur smávaxinn brúnþörungur sem eingöngu vex mjög ofarlega í fjörunni. Dvergþang vex þar sem sjórinn er sæmilega hlýr. Dvergþang vex oftast á grjóti eins og annað þang, en einnig finnst það stundum á jarðvegi á sjávarfitjum innan um gras. Dvergaþang þolir þurrk betur en flestir aðrir fjöruþörungar. Það getur lifað af þótt það komist ekki í snertingu við sjó vikum saman. Þegar flæðir yfir það drekkur það í sig vökvann og verður á skömmum tíma sem nýtt, rís upp frá dauðum. Dvergþangið þolir hins vegar ekki að vera á kafi í sjó of lengi í senn, og er það óvanalegt fyrir fjöruþörungar.
Þari er samheiti yfir nokkrar tegundir stóvaxinna brúnþörunga. Þarinn vex aðallega neðan fjörunnar þar sem hann myndar víða mikla þaraskóga. Þar er líf fjölskrúðugt og mikið, og á það bæði við dýr og þörunga. Þarinn sem vex í fjörunni er alltaf fremur smávaxinn miðað við þarann í skógunum neðan fjörunnar. Flest þau dýr sem berast með þaranum upp í fjöruna eru dauðadæmd. Þau verða að vera stöðugt í kafi í sjó til þess að halda lífi.
Söl eru með stærstu rauðþörungum sem hér vaxa í fjöru, þótt þau séu minni en margir algengir brúnþörungar. Sölin eru fræg fyrir að vera gómsæt bæði mönnum og skepnum. Söl vaxa neðarlega í fjörunni, oft svo lágt að ekki næst til þeirra nema á stórstraumsfjöru. Þau eru ekki vandlát með setstað, og vaxa bæði á grjóti og oft á öðrum þörungum, til dæmis þara, og jafnvel stundum á þéttu leirseti.
Eins og með dýrin og fjörunni þá eru tegundir einnig margar af fjörugróðrinum og má þá nefna helst marhálm, sagþang, klóþang, purpuruhimnu og steinskúf.“
Sjá meira um fjörur HÉR og HÉR.

Þari

Þari.

 

Laxvogur

Í endurminningum Erlendar Björnssonar frá Breiðabólstöðum á Álftanesi er m.a. fjallað um beitufjöru:
„Ef ekki var stórstraumur og kræklingur til í byrjun vorvertíðar, þá var róið alveg eins og venjulega á síðustu dögum vetrarvertíðarinnar með handfæri og beitt ræksnum. Var þannig róið fyrstu vikuna eða um það bil, eftir því sem stóð á straumi.
En að því loknu bjuggu menn sig undir beituferðir.
Kræklingur á vettvangiÍ beitufjötu var farið eftir að straumur var hálfstækkaður, en aðallega í fyrsta stórstraumi eftir lokin. Menn fóru á sexmannaförum með alla skipshöfn. Menn fóru í sínum venjulegu sjóklæðum, alskinnklæddir. Maturinn var smjör, sem drepið var niður í íslenskar öskjur, tveggja punda, og eitt rúgbrauð og tveir harðfiskar. – Þetta var skammturinn fyrir hvern mann. Svo var kaffi og sykur sameiginlegt fyrir alla skipshöfnina, og var það eitt pund af brenndu og möluðu kaffi og eitt stykki af kaffibæti og um þrjú pund af kandíssykri.
Lagt var af stað á ýmsum tímum, en aðallega var miðað við það, að maður hefði hörku aðfall með sér inn Hvalfjörðinn, alla leið frá Kjalarnestöngum og inn eftir. Frá Álftanesi og inn í Laxvog, sem var fyrsti staðurinn, þar sem von var á beitu, var fjögra tíma róður.
Skulu nú taldi upp allir helztu beitustaðir í Hvalfirði sunnan frá.
Laxvogur var fyrstur. Fjörðuborðið þar var mikið, sem út féll af, og var vogurinn allur slétt leira. Þótti hvergi betra að taka krækling en þar, því hann lá í kerfum eða klösum laus á leirbotninum. Voru skeljarnar hreinar að utan og því léttari til flutnings, kræklingurinn sjálfur yfirleitt feitur, og þótti því beita úr Laxvogi alltaf drjúg og góð.

Kræklingur í nærmynd

Stampar voru næsti staður, að norðanverðu við bæinn Háls. Lá kræklingurinn þar á lágum, sléttum flúðum. Hann var stór og feitur og talinn ákaflega góð beita. – Voru það einkum vinir húsbóndans á Hálsi, sem fengu leyfi til þess að fara þarna í beitifjöru. Þarna var kræklingurinn seintekinn, því að ætíð varð að kafa eftir honum, en að sama skapi var hann drjúgur, en hann var alltaf hreinn og grjótlaus. En þar sem kræklingur var á malarkenndum botni, vildi smámöl verða föstu við hann, þar sem hann fannst í krefum eða klösum.
Næsti staður var Hvammsvík, næst fyrir innan Stampa, að norðanverðu við Reynivallaháls. Var kræklingurinn þar á staksteinóttum leirbotni. Var beita þaðan talin frekar rýr, en laus og fljóttekin, þó að kafa yrði djúpt þar eins og annars staðar. Varð yfirleitt víðast að kafa eftir kræklingnum, ef ekki hittist á gapastórstraum.
Næsti staður var Hvítanes, rétt fyrir innan Hvammsvík. Var þar malarbotn og kræklingur þar horaður, enda þótt beita væri þar tekin.
Því næst kom Fossá. Þar var malarbotn, kræklingur frekar góður, en mikið af smámöl hékk við hann.
Þá kom Brynjudalsvogur. Voru þar svipaðir staðhættir og í Laxvogi, en lítil beita, en góð, ef hún náðist.
Þá kom næst Botnsvogur, og voru staðhættir þar líkir. Er þá komið innst í Hvalfjörð, Kræklingurinn lá þar á leirbotni, en lítið var þar um beitu.
Þá kom Þyrill. Þar lá kræklingurinn á malarbotni, og þótti beita þaðan góð.
Þá kom næst Litlisandur. Þangað var oft farið í fjöru. Þá kom næst Miðsandur. Þar voru aðstæður alveg eins, malarbotn.

Ónýttur kræklingur í Laxvogsfjöru

Þá kom Brekka. Var þar forláta beita, er lá á flúðum og skerjum. Hún var mjög seintekin, en alveg hrein og að sama skapi stór og feit. Var hálffermi af beitu frá Brekku eins gott og hleðsla frá Söndunum. En staðurinn var mjög fjöruvandur, en beitan mjög fengsæl.
Laxvogur, Stampar og Brekka voru öndvegisstaðirnir í þessum beituferðum, og var talið, að fiskur brygðist varla, ef honum bauðst beita frá þessum stöðum.
Þá kom næst Bjarteyjarsandur. Var þar malarbotn og beitan eins og á hinum Söndunum.
Loks er að geta Kalastaða. Þar var hnullungs möl með leirbollum á milli. Þótti beita þaðan góð, ef hún náðist.
Eru þá upp taldir allir staðir í Hvalfirði, sem höfðu þessa miklu þýðingu fyrir útveginn fyrrum, og var þar oft margt um manninn. eitt sinn, er ég var í beitufjöru í Laxvogi, taldi ég 30 skip stór og smá, er voru þá í Laxvogi einum.

Ræktaður kræklingur

Vorið 1892 fjórum dögum eftir lokin fór ég t.d. í beitufjöru upp í Hvalfjörð á sexmannafari. Við fórum upp að Brekku. Gekk ferðin vel, og vorum við þrjár fjörur þar á staðnum, og fengum við hleðslu í skipið. Lögðum við af stað í blíðviðri. En þegar við komum á móts við Laxvog, fórum við að mæta skipum, sem voru að fara í beitufjöru. Og þegar við vorum komnir út fyrir Andrésey, þá höfðum við mætt og talið 88 skip, er öll voru á leið inn í Hvalfjörð í beitufjörur. Þetta voru sexmannaför og fjögramannaför. Sýnir þessi skipafjöldi, hve ferðirnar í beitufjörurnar voru mikill þáttur í sjómennsku þeirra tíma.
Var þessi skipafjöldi frá Seltjarnarnesinu og Engey og öllum verstöðvum við Faxaflóða þaðan talið og suður að Garðskaga.
Allt er þetta eins og svo margt annað, er gert var fyrrum, fallið í gleymskunnar djúp, en minningarnar lifa enn meðal þeirra, sem nú eru elztir, um þessi ferðalög.
Þá er að geta þeirra samninga, sem formenn gerðu við landeigendur í Hvalfirði vegna beitunnar. Fyrir fjögramannafar vour greiddar tvær krónur fyrir hleðsluna, fjórar krónur fyrir sexmannafar og sex krónur, ef um áttæring var að ræða. Var farið eftir landaurum, og var hundraðið af verkuðum og hertum þorskhausum metið á fjórar krónur, eða smátt hundrað af siginni grásleppu, sem gilti það sama, eða þá þriðjungur vættar af harðfiski.
Flestir formenn borguðu með þorskhausum eða grásleppu, og fylgdi þessari borgun það, að landeigandinn hitaði kaffi fyrir skipshöfnina, meðan hún dvaldist þar.“
Eins og hér hefur komið fram hefur kræklingur frá fornu fari verið notaður til beitu hérlendis og þóttu góðar beitufjörur í Hvalfirði. Í lok 18. aldar var kræklingatekja á 13 stöðum í firðinum (Lúðvík Kristjánsson 1985). Á árunum 1940-1950 var villtur kræklingur úr Hvalfirði soðinn niður í niðursuðuverksmiðju S.Í. F. (Sigurður Pétursson 1963) og þegar best lét voru tekin mörg bílhlöss af kræklingi á dag (Högni Torfason 1987).
 

Heimild:
-Erlendur Björnsson, endurminningar, Sjósókn (Jón Thorarensen), 1945, bls.81-84.Hvalfjörður - kræklingamið

Tag Archive for: Fjara