Tag Archive for: Garðabær

Krókur

Krókur á Garðaholti er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923.
Bærinn er í dag með þremur burstum en árið 1923 var miðburst bæjarins reist og bæjarhúsin þá Krókur-2aðeins baðstofa og eldhús auk lítils skúrs við útidyrnar.
Um vorið 1934 hafði Þorbjörg Stefanía Guðjónsdóttir fenguð ábúð á Króki en maður hennar var Vilmundur Gíslason. Þau hjónin áttu fjögur börn og Guðrún Sveinsdóttir móðir Vilmundar bjó einnig hjá þeim. Afkomendur Þorbjargar og Vilmundar í Króki gáfu Garðabæ bæjarhúsin í Króki ásamt útihúsum og innbúi árið 1998 með því skilyrði að bærinn yrði endurbyggður.
Krókur er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti alþýðufólks á þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar og hefur því ótvírætt menningarlegt og sögulegt gildi. Í Króki er eitt herbergi sérstaklega ætlað sem vinnuaðstaða fyrir listamenn.

Krókur

Krókur.

 

Búrfellsgjá

Fjalla-Eyvindur er frægastur útilegumanna á Íslandi.

Hellir í Búrfellsgjá

Hellir í Búrfellsgjá.

Eyvindur er í rauninni ágætt (vont) dæmi um það hvernig yfirvöld þess tíma gerðu fátækan mann, sem hafði alla burði til að geta bjargað sér með heiðvirðum hætti, að varanlegum sakamanni. Athafnir þess, sem var “grunur um þjónað”, varð til þess að Eyvindur Jónsson frá Hlíð í Hrunamannhreppi, elstur systkina (tvíburi) varð að dvelja á fjöllum í 40 ár til að viðhalda “frelsi” sínu. Sú reynsla gerði hann að þeim mikla “Þekkingarbrunni” öræfanna er vegna skammsýni nýttist aldrei öðrum eftirlifandi.  Minnir málatilbúnaður yfirvaldins á 18. öld margt á það sem hefur verið að gerast hér á landi þremur öldum síðar.
Eyvindur fæddist árið 1713 eða ´14. Um aldamótin þau var Ísland ofurselt danskri einveldisstjórn og harðsvírðuðu verzlunarfyrirkomulagi. Aldrei hefur Ísland verið nær því að gefast upp við að halda lífi í þjóð sinni og aldrei hefur sorfið meir að norrænum kynstofni, utan þess er dó á Grænlandi á fimmtándu og sextándu öld. Síðasta hallærisárið af sjö í röð um aldamótin var árið 1701. Þá var fiskileysi um landi mest allt, að kalla mátti dauðan sjó. Um miðjan maí voru 50 menn fallnir úr hor í Þingeyjarsýslu einni og víða urðu menn fallnir úr hor af næringarskorti. Fólk við sjávarsíðuna lifði helzt á sölum og fjallagrösum. Um þetta leiti er talið að dáið hafi  milli níu og tíu þúsund manns hér á landi, en þeir, sem eftir lifðu voru margir hörmulega útleiknir og biðu þess aldrei bætur, sem lagt hafði verið á þá andlega og líkamlega.
“Maður að nafni Geirmundur Bjarnason frá Sviðholti á Álftanesi lá úti upp frá seljum Álftnesinga í þrjár vikur í júní 1704 og lifði eingöngu á súrum og grasi. Sama ár dó skáldið á Stapa á Snæfellsnesi, Guðmundur Bergþórsson, varla hefur hann dáið af of miklum mat eins og nú er eitt algengasta dauðamein hér.”
Enn má sjá ummerki eftir Geirmund í Búrfellsgjá – ef vel er að gáð.
Sjá meira um
Búrfellsgjá.

Heimild m.a.:
– Saga Fjalla-Eyvindar, Guðmundur Guðni Guðmundsson – 1970.

Búrfell

Búrfell.

Vífilsstaðir

Í Safni til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju árið 1856 er m.a. getið um eignaskipti á jörðunum Görðum og Vífilsstöðum:
Gardakirkja-221„Annis 1557 og 1558 var Knútur samt hér höfuðsmaður, og á þessu síðara ári út gaf hann á Bessastöðum, dag 4. júlí, Eggerti lögmanni Hannessyni bréf fyrirSnæfellsness- og Ísafjarðarsýslum. Og á sama ári og degi keypti hann, kóngsins vegna, Garða kirkjujörð Hlið á Álptanesi af séra Lopti Narfasyni, fyrir jörðina Vífilsstaði í Garðakirkju sókn, og skyldu prestarnir fá í kaupbætir eina mjöltunnu af kóngsins mjöli á Bessastöðum, og hélzt það við til þess óvild féll inn með höfuðsmanninum Einvold Kruse og séra Jóni Krákssyni, prófasti og presti að Görðum. Síðan hafa Garðaprestar farið hennar á mis.“

Heimild:
-Safn til sögu Íslands og íslenskra bókmennta að fornu og nýju. Hið íslenska bókmenntafjelag 1856, bls. 702.

Hlíð

Hlið (Hlíð).

Kúadalur

Kúadalsstígur er líklega stystur stíga hér á landi, þ.e. ef farið er eftir örnefnalýsingum.
Í Kuadalur-2örnefnalýsingu Svans Pálssonar fyrir Urriðavatnskot segir m.a.: „Suðsuðvestur af neðri enda Selgjár er holt vestan við Urriðakotshraun. Nefnist það Syðsta-Tjarnholt. Syðst á holtinu er stór klettur með grasþúfu uppi á. Hann nefnist Markasteinn og er á mörkum Urriðakots, Garðakirkjulands og Setbergs. Norður af Syðsta-Tjarnholti er Mið-Tjarnholt og Litla-Tjarnholt norðvestur af Mið-Tjarnholti. Tjarnholtin eru öll suðvestan hraunsins. Vestur af Litla-Tjarnholti er stór steinn og er annar steinn uppi á honum. Var það kallað Byrgi. Norðaustur af Byrginu er vik inn í hraunið, sem heitir Kúadalur. Þar liggur Kúadalsstígur inn í hraunið. Rétt austan við Kúadalsstíg, inni í hrauninu, er krosssprunginn hóll, Sprunguhóll. Vestur af Byrginu er grýttur hóll, Grjóthóll. Dalurinn niður af Grjóthól, en suðaustur af Urriðakotshálsi, sem áður var nefndur, heitir Urriðakotsdalur. Suðvestan hans er Hádegisholt, sem fyrr var nefnt.“
GrasteinsstigurLíklega nær Kúadalsstígur bæði í Kúadal um Urriðavatnskotsdali og upp úr honum inn á Urriðavatnskots-hraun. Þar sem hann liggur upp á hraunið og yfir hraunhaft inn á Flatahraun er einungis um einnar mínútu gönguleið að ræða. Hraunið er víðast hvar mjög úfið, en þarna er það bæði mjög slétt og því greiðfært. Þegar komið er inn á Flatahraun sameinast Kúadalsstígur Grásteinsstíg.
Í öðrum örnefnalýsingum er getið um „“Kúadali“ og „Kúadalastíg“. Þarf það ekki að koma á óvart því auðelt er að áætla Kúadalinn fleiri en einn ef tekið er mið af landslaginu umleikis.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing SP fyrir Urriðakot.

Urriðakot

Urriðakot.

 

Gálgahraun

Ólafur Sigurgeirsson skrifaði um „Gálgahraun“ í Morgunblaðið árið 1988:
„Einhver aðgengilegasti staður til útiveru og gönguferða hér í nágrenni Reykjavíkur er Gálgahraun, en það er sunnan við Arnarnesvog og er raunar nyrsti hluti Garðahrauns, en sker sig að nokkru úr vegna þess hvað það er úfið og sundur skorið af sprungum. Þessi hraun eiga upptök sín í Búrfellsgíg suðaustan Hafnarfjarðar og munu vera um 7200 ára gömul.
galgahraun-299Hér við hraunjaðarinn er skjólgott og mikill gróður, en utar þar sem ekki nýtur skjóls er gróður allur minni og er þar kríuvarp, sem varið er af mikilli atorku og er því betra að halda sig við hraunjaðarinn á varptíma. Þegar stutt er að Lambhúsatjörn verða á vegi okkar tvær litlar vörður í hraunjaðrinum, en þær vísa á gömlu þjóðleiðina sem liggur hér yfir hraunið. Þetta er rudd gata og hefur sýnilega verið mjög fjölfarin á öldum áður, enda er gatan merkt á uppdrætti Björns Gunnlaugssonar. Við skulum fylgja þessari götu yfír hraunið, en hún er furðu glögg þótt nú sé hún algróin. Þegar inn í hraunið er komið verður það allúfíð og sprungið og eru þar margar skjólgóðar lautir og bollar. Hér er gott að setjast niður og njóta útiverunnar. Sé sólskin má jafnvel fara í sólbað. Síðan höldum við göngunni áfram og þegar við erum komin í gegnum hraunið erum við stödd syðst við Arnarnesvoginn og höldum með sjónum til baka og komum við þá brátt að nesi sem heitir Eskines og skilur að Arnarnesvog og Lambhúsatjörn. Á fjöru er auðvelt að ganga út á nesið, en á flóði verður nesið að eyju og er landsig mjög áberandi hér, svo sem nafnið Lambhúsatjörn gefur til kynna, en Lambhúsatjörn er nú sjávarvogur.
eskines-221Kofatótt er við hraunjaðarinn upp af Eskinesi og á hún þá sögu að um 1870 hugðist Þórarinn Böðvarsson, prestur í Görðum, koma upp æðarvarpi á Eskineseyrum. Lét hann byggja kofann og setti þar niður karl og kerlingu og skyldu þau búa í haginn fyrir æðarvarpið með því meðal annars að halda hænsni, þar sem menn töldu að hænsn lokkuðu fulginn að með vappi sínu ásamt gali hanans. Þessi tilraun mistókst.
Hér í fjörunni er rekaþang víða í hrúgum, en það var áður notað til eldsneytis af Garðhverfingum og Hafnfirðingum, sem þurrkuðu það og báru síðan á sjálfum sér heim í kotin og tómthúsin, því erfitt var um eldivið á þessum slóðum.
Við höldum nú ferðinni áfram vestur með Lambhúsatjörn en förum varlega, því hér er hraunið mjög úfið og sprungið, en þegar við erum komin beint á móti Bessastöðum verða Gálgaklettar á vegi okkar. Gálgaklettar eru auðþekktir þar sem þeir rísa hærra en klettarnir í kring og eru brattir og sundur sprungnir svo auðvelt hefur verið að koma þar fyrir gálgatré. Það voru aðallega þjófar og umrenningar sem voru hengdir, og voru þeir yfirleitt dysjaðir nálægt aftökustað og munu mannabein hafa fundist í hraungjótum í grennd við klettana.“

Heimild:
-Morgunblaðið 25. júní 1988, bls. 12-13.

Gálgaklettar

Gálgaklettar – meintur grafreitur.

Bessastaðanes

Í Andvara árið 2005 má lesa eftirfarandi um Skothúsið á Bessastaðanesi:
„Rómantíska stefnan réð ríkjum í hugarheimi Bessastaðasveina og þarf ekki annað en lesa bréf Gísla Brynjúlfssonar til Gríms Thomsens þegar sá fyrrnefndi var í Bessastaðaskóla til að ganga úr skugga skothusid-221um það. Benedikt Gröndal skipaði sér ekki síður undir merki hennar. Hann var í hópi síðustu Bessastaða-stúdenta vorið 1846 og þeirra neðstur. Hann lýsir viðskilnaði sínum við skólann með þessum orðum: „Lesturinn minn á skólalærdóminum varð allur í molum eins og vant var, og þegar voraði, þá lá ég heila daga í fögru veðri úti í Bessastaðanesi uppi á skothússhólnum með byssuna mína og Hómer; ég horfði yfir landið og sjóinn; náttúran var svo mikil og fögur, að ég eins og ætlaði að gleypa hana alla; ég var fullur af löngun og ást: löngun eftir einhverju, sem ég ekkert vissi um, og ást á einhverju ósegjanlegu og ómælilegu; ég las Hómer og dreymdi vakandi drauma“. (Dægradvöl (1965), 100).“
Í „Reykjavík“ árið 1903 má auk þess lesa eftirfarandi:
Á Bessastaðanesi er „Skothúsið“, það er hóll eða hæð frammi á nesinu, og munu fálkarar hafa hafst þar við (eins og á Valhúsinu); þar er og Músarvík. Bessahólmi er þar sem Bessi á að vera grafinn (í miðri Bessastaðatjörn).

Heimild:
-Andvari, 130. árg. 2005, 1. tbl., Aðalgeir Kristjánsson, Bessastaðaskóli, bls. 73.
-Reykjavík, 4. árg. 1903, 42. tbl., bls. 1.

Bessastaðanes

Bessastaðanes – skothús.

Bessi

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1981 segir Kristján Eldjárn frá minjum og örnefnum næst íbúðarhúsunum á Bessastöðum:
Bessastadir-991„Heima við bæjarhúsin, norður af flötinni milli húss og kirkju, þar sem fánastöng stendur nú, er hóll með snarbrattri brekku norður af, og segir Benedikt Gröndal (og Björn Erlendsson) að þetta heiti Bessastaðahóll, og voru nýsveinar látnir velta þar niður heldur ómjúklega á dögum skólans. Á jökulruðningnum sem áður var nefndur er þetta greinilegasta hólmyndunin, og mundi það ef til vill segja sína sögu um nafn bæjarins. Frá kirkju og vestur að Lambhúsum var nefndur Langivöllur, og var það þó einkum sunnanmegin (Lambhúsatjarnarmegin), sunnan heimreiðar en nú er þetta nafn haft um allt vesturtúnið.
Í norður og norðaustur af Bessastaðahól, niðri við tjörnina, voru áður fyrri allmikil ummerki eftir ýmiss konar búsumstang, og lýsir Benedikt Gröndal því nokkuð, en ummerki þessi eru nú að mestu horfin, meðal annars af því að sjór hefur brotið þarna mikið land, og er því erfitt að marka nákvæmlega fyrir hvar hvað eina var. Traðir lágu ofan að smiðju og þar var Sjóbúðarflöt, og þar var Skevingstún, kennt við Hallgrím Scheving kennara á Bessastöðum.
Hjá Sjóbúðarflöt var tóft sem víst var kölluð Sjóbúð, og enn fremur mun bessastadir-993þarna hafa verið uppsátur, Bessastaðavör. Af öllu þessu sést aðeins votta fyrir leifum af gömlum garði sem sjór hefur brotið af meðan enn flæddi inn í tjörnina. Þessi nöfn mega nú heita óþekkt. Norður frá bílstjórahúsi (sem nú er) var hólmynd í túninu og nefndist Smiðjuhóli og minnir á smiðjuna, en sést ekki lengur. Þarna norður frá bústjórahúsi og bílstjórahúsi nær sjó heitir nú Prentsmiðjuflöt, sem er nafn frá dögum Skúla Thoroddsen, enda sér þar enn steyptan grunn undan prentsmiðjuhúsi hans.
Í Bessastaðatjörn er áðurnefndur hólmi þar sem æður verpur og nefnist hann Bessahólmi í landamerkjaskránni og það nafn nota bæði Benedikt Gröndal og Björn Gunnlaugsson. Það á því mikinn rétt á sér, en nú er hólminn stundum kallaður Bessi í daglegu tali og einnig heyrist nafnið Bessastaðahólmi, sem kynni að vera það upprunalegasta. Björn Erlendsson telur að Bessastaðahólmi sé algengast og hermir þau munnmæli, að Bessi bóndi á Bessastöðum sé heygður þar. Í tíð Ásgeirs Ásgeirssonar forseta var hólminn mikið stækkaður til suðurs með því að aka að honum grjóti og hnausum á ís. Lítill hólmi er nær Eyvindarstöðum og var hann einnig gerður að undirlagi Ásgeirs Ásgeirssonar, sem kallaði hann Kóra eftir fæðingar stað sínum, Kóranesi á Mýrum. Ásgeir lét einnig grafa skurð þvert yfir tangann norður af bílstjórahúsi og búa þannig til ey eða hólma, sem kallast Sandey, en nýtt er þetta nafn að sjálfsögðu. Allt hefur þetta verið gert vegna æðarfuglsins. Ósinn út úr tjörninni hét Dugguós, en hann er nú úr sögunni, síðan stíflan var gerð. Áður fyrri, meðan enn fjaraði í tjörninni, kom upp með fjöru klettahryggur eða brík frá tanganum áðurnefnda (nærri Prentsmiðjunni) og að Stekkjarmýrarhól í Breiðabólstaðalandi og var þessi leið oft farin, ekki síst ríðandi. Þetta var kallaður Steinboginn.“

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 78. árg. 1981, bls. 136-138.

Bessastaðatjörn

Bessastaðatjörn.

Bessastaðir

Í bókinni „Steinhúsin gömlu á Íslandi“ er m.a. fjalla um Bessastaðastofu. Þar segir m.a.: „Árið 1761 er hafist handa við nýja aðalbyggingu á Bessastöðum, embættissetri Magnúsar amtmanns Gíslasonar.
BessastaðastofaBessastaðir á Álftanesi nálægt Reykjavík eru einn af nafnkenndustu stöðum á Íslandi. Á 13. öld komst jörðin í eigu Snorra Sturlusonar og ef til vill hefur hann haft þar bú, þótt hann dveldist þar aldrei að staðaldri. Eftir dráp Snorra 1241 sló Hákon konungur Hákonarson eign sinni á Bessastaði og þannig urðu þeir fyrsta jörðin á Íslandi sem komst í konungseigu. Og þar settust höfuðsmenn konungs að á seinni hluta miðalda, en eftir að amtmenn komu til sögu 1688 varð staðurinn amtmannssetur og um leið bústaður landfógeta.

Bessastaðastofa 4

Húsakostur á Bessastöðum var illa niðurníddur þegar Magnús Gíslason varða amtmaður. Árið 1736 var bindingsverkshús á staðnum hlaðið með skánskum múrsteinum, kalkað og áreiðanlega með timburþaki. Þessi bindingsverksbygging hlýtur að hafa leyst af hólmi gamla húsið sem sést á teikningu frá 1720 og var fylgiskjal með skýrslu frá P. Raben stiftamtmanni um hryggilegt ástand staðarhúsanna.
Árið 1762 eru tveir trésmíðasveinar, Adam Weinbrenner og snikkari Ólafur Arngrímsson, sendir frá Danmörku til Íslands. Áttu þeir að vinna samtímis við byggingu Bessastaðastofu og Nesstofu. Húsbyggingin stóð yfir frá 1761 til 1766, því að allar hinar venjulegu tafir létu ekki á sér standa, skortu á verkamönnum til að brjóta uppgrjót og flytja það, seinagangur á sendingum frá Kaupmannahöfn, skemmdir á byggingarefnum á hinum löngu siglingum, og fleira og fleira.
Bessastaðastofa 5
Húsið var byggt eftir þeirri frá Kaupmannahöfn innkomnu teikningu án minnstu frávika, nema hvað lítill kjallari er undir einni stofu, þar eð hvergi annars staðar væri hægt að geyma matvæli án þess þau skemmdust. Það fyrsta ár eftir að múrsmiðrinir komu hingað til landsins gerðu þeir hreint ekkert við bygginguna á Bessastöðum, annað en að grafa fyrir undistöðu sem þeir urðu að leita eftir 8-9 álnir niður, svo að húsgrunnurinn gleyti eins mikið af grjóti og seinna fór í alla yfirbygginguna.“
Eftir andlát Magnúsar varð Ólafur Stefánsson eftirmaður hans í amtmannsembætti og jafnframt tengdasonur. Ólafur var fyrsti Íslendingurinn sem fékk æðstu stjórn landsins í sínar hendur.
Aðalbyggingin á Bessastöðum hefur breyst mikið frá þessum tíma. Hinir breiðu kvistir með fjórum guggaopum báðum megin á húsinu eru seinna tíma viðbætur. Húsið hefur ekki heldur verið Bessastaðastofa 2með beinum göflum alla leið upp úr, heldur hálfum sneiðingum, hálfvölmum. Litla klassisistíska forhýsið á framhliðinni og skúrbyggingin að húsabaki framan við eldh´suið eru einni seinni viðbætur. Þegar húsið var endurbætt 1941 voru hálfsneiðingarnir aftur settir á gaflana, en stóru kvistirnir látnir haldast. Þá var einnig byggt nýtt og stærra hús fyrir aðaldyrum eins og sést á ljósmynd frá árinu 1955.
Á Bessastöðum 1767 var, auk nýja steinhússins, torfhús byggt sumarið áður úr viðunum úr gamla amtmannshúsinu, þiljað innan, með torfveggjum og torfþaki, hin svokallaða gamla amtstofa sem notuð voru undir matvæli, skáli með torfveggjum og torfþaki, byggður á íslenskan máta, fjósið fyrir 6 kýr, smiðjuhús, uppbyggt á íslenskan máta, sjóbúð með torfveggjum og röftum undir torfþaki og að lokum hesthús þar sem torfveggirnir stóðu einir eftir.

Bessastaðastofa 6

Árið 1770 hafði Ólafur látið byggja upp torfhúsið og gert að pakkhúsi (þ.e. skemmu) með innistiga upp á loft. Sjóbúðin og smiðjan höfðu verið endurbyggð og sömuleiðis fjósið, sem nú var fyrir 16 kýr. Og ís taðinn fyrir moldarhrúguna hafði risið nýtt hesthús. Allt var þetta byggt á íslenskan máta. Allstór kálgarður var vestur af bænum, rétt fyrir sunnan kirkjugarðinn.
Árið 1805 fluttist lærði skólinn að Bessastöðum, sá eini sem þá var á Íslandi. En árið 1846 fluttist skólinn í nýtt hús sem reist hafði verið handa honum í Reykjavík. Ekki alllöngu síðar komust Bessastaðir í einkaeigu og voru það þangað til hinn gamli kóngsgarður varð eign íslenska ríksins. Árið 1941 voru gerðar víðtækar en nærfærnislegar endurbætur á aðalbyggingunni í þvís kyni að hún yrði aðsetur forseta Íslands (sem þá var aðeins ríkisstjóri).

Bessastaðastofa 7

Á tímabilinu 1944 til 1964 var svo í áföngum byggð viðbót við húsið, blómaskáli, móttökusalur og bókhlaða, auk þess sem aðrar byggingar staðarins voru byggðar upp.
Þannig er hið gamla og virðilega steinhús aftur komið til veg og virðingar sem embættisbústaður forseta Íslands.“
Bókin „Steinhúsin gömlu á Íslandi“; höfundar eru skráðir Helge Finsen og Esbjörn Hiort. Þó var handritið skrifað og ljósmyndir teknar af Finsen en hann dó frá verkinu 1976. Hiort lauk við handritið og kom því til prentunar. Kristján Eldjárn þýddi og bókaútgáfan Iðunn gaf út árið 1978.

Heimild:
-Steinhúsin gömlu á Íslandi, bls. 50-63.

Bessastaðir

Bessastaðir – leirtauið.

Bessastaðir

„Þegar viðgerðir og endurbætur hófust á Bessastaðastofu árið 1987, kom í ljós að undir henni voru allt að 3,5 m þykk mannvistarlög, sem hlaðist höfðu upp af eldri mannvistarleifum. Hófust þá á staðnum umfangsmestu fornleifarannsóknir sem enn hafa verið gerðar á Íslandi.
Bessastaðastofa 10Á árabilinu 1987 – 1996 var stór hluti bæjarhólsins á Bessastöðum rannsakaður og er rannsóknarsvæðið rúmlega fjögur þúsund fermetrar.
Aðeins er búið að vinna úr hluta rannsóknargagna og bíður fornleifafræðinga enn margra ára vinna við að tengja saman niðurstöður allra rannsóknarsvæðanna og rekja flókna þróunarsögu Bessastaða gegnum hinar þykku mannvistarleifar áður en endanlegar niðurstöður liggja fyrir. 

Byggð á 10. – 11. öld
Helstu niðurstöður rannsóknanna eru þó nokkuð ljósar: Á Bessastöðum hófst búseta að öllum líkindum þegar á síðari hluta 10. aldar, eða um tveimur öldum fyrr en ritheimildir nefna staðinn. Fundist hafa allmiklar minjar um þessa fyrstu búsetu, m.a. leifar af tveimur stórum skálum, búr og eldhús, jarðhús, útihús og garðar. Verður forvitnilegt að vinna nánar úr rannsóknum á þessari byggð og þróun hennar og bera hana t.d. saman við sambærilegar byggðaleifar sem fundist hafa í Reykjavík og Garðabæ.
Bessastaðastofa 12Bessastaðir virðast hafa verið allstórt býli frá upphafi og haldið þeirri stöðu um aldir. Bæjarhóllinn er einn sá stærsti á Íslandi, rúmlega 50 m breiður og 150 m langur. Bæjarhúsin hafa ekki alltaf verið á sama stað, heldur færst fram og aftur um bæjarhólinn. Gömul yfirgefin hús, hlaðin úr torfi og grjóti fengu að hrörna og falla saman. Ný hús voru reist skammt frá og gömlu húsin fóru smám saman á kaf í eldiviðarösku og sorpi, sem hent var í næsta nágrenni húsanna. Einni til tveimur öldum síðar voru þau algerlega hulin jarðvegi og þá var hægt að reisa ný hús ofan á þeim. Þannig byggðist bæjarhóllinn upp smám saman og hann hefur því að geyma allar áþreifanlegar upplýsingar um búsetu á Bessastöðum.
Ýmsar byggingaleifar aðrar hafa fundist frá miðöldum, en nánari greining á þeim liggur ekki enn fyrir.

Konungsgarður
Bessastaðastofa 11Undir Bessastaðastofu og á flötinni fyrir framan hana fundust margvíslegar leifar hinna ýmsu bygginga konungsgarðsins á Bessastöðum, sem stóðu á 17. og 18. öld. Forvitnilegt hefur verið að bera minjarnar saman við teikningar sem til eru af húsunum. Teikningarnar eru mikilvæg heimild um útlit viðkomandi húsa, en rannsóknin bendir til þess að þær séu ekki með öllu réttar og þurfi nokkurrar endurskoðunar við. Hægt hefur verið að fá nokkuð góða mynd af bæjar- og húsaskipan konungsgarðsins út frá fornleifarannsóknunum. Þær sýna að byggingarsaga konungsgarðsins er mun flóknari en áður var talið. Einnig kom í ljós að á Bessastöðum virðast hafa verið byggð hús með bindingsverki allt frá 15. – 16. öld, þ.e. húsagerð sem ekki tíðkaðist almennt á Íslandi.

Beinaleifar
Bessastaðastofa 13Rannsóknir á beinaleifum og skeljafundir benda til þess að að nautgriparækt og útgerð hafi skipt meira máli á Bessastöðum á fyrstu öldum, en að sauðfjárbúskapur hafi tekið yfirhöndina á síðari hluta miðalda.

Skordýr
Góð varðveisla á sumum elstu mannvistarlögum á Bessastöðum hefur varpað nýju ljósi á hvaða skordýr fluttust með landnámsmönnum til landsins. Mörg skordýr lifa í svo sérhæfðu umhverfi að þau geta gefið mikilvægar upplýsingar um nánasta umhverfi mannsins og ýmsar athafnir hans. Á Bessastöðum hafa fundist elstu eintök allmargra skordýrategunda, sem bárust til landsins með mönnum. Eitt stærsta og fjölbreyttasta safn fornvistfræðilegra gagna hér á landi hefur orðið til við rannsóknirnar á Bessastöðum.

Ýmsir munir
Bessastaðastofa 14Við fornleifauppgröftinn á Bessastöðum hafa fundist á annað þúsund gripa. Flestir þeirra eru brot af hversdagslegum búsáhöldum, sem hafa brotnað og verið hent. Nefna má fjölmörg leirkers- og postulínsbrot úr diskum og ílátum, kljásteina, fiskisleggjur, nagla, pottbrot, krítarpípur, brýni, kvarnarsteina o.s.frv.
Nokkra furðu hefur vakið hve fáir gripir hafa bent til þess að þarna var aðsetur helstu höfðingja landsins á sínum tíma. Þó má ráða af sumum fundanna að hér var ekki venjulegt bændabýli. Nefna má byssukúlur og byssutinnu, leifar af fallbyssu, myndskreyttar glerrúður og austurlenskt postulín, og síðast en ekki síst mikið magn af vínflöskum. Þá má líka nefna litla útskorna mannsmynd úr beini sem sýnir mann í embættisklæðnaði frá miðri 18. öld.“

Heimildir:
http://forseti.is/Bessastadir/Fornleifar/Bessastaðastofa 15

Hlið

Í Tímanum árið 1947 var m.a. fjallað um Nýtt hitaveitu svæði í nágrenni Hafnarfjarðar og Rvíkur – „Heitu vatni dælt upp úr borholu á túninu á Hliði á Álftanesi„.
Hlid-tunakrt-II„Hlið á Álftanesi var fyrir nokkrum áratugum frægt útvegssetur, og þar bjuggu lengi einhverjir harðskeyttustu útvegsbændurnir við Faxaflóa. Á seinni árum hefir verið hljóðara um höfuðból hinna gömlu sægarpa. Nú kann þó svo að fara, að athygli manna beinist aftur að þessum stað, þótt af öðrum ástæðum sé en fyrrum. Síðastliðinn laugardag kom nefnilega mikið af heitu vatni upp ur borholu, sem þar hefir verið gerð, og líkindi eru til, að þarna sé enn meira af enn heitara vatni. Hiti og vatnsmagn hefir þó eigi verið mælt enn.
Boranir þær, sem gerðar hafa verið á Hliði á Álftanesi, voru hafnar sumarið 1943. Hefir verið unnið að þeim síðan, eftir því sem ástæður hafa leyft. Munu þessar rannsóknir þegar hafa kostað yfir 140 þúsund krónur.
Á laugardaginn var fór Jón Einarsson, forstjóri Orku, sem fyrir nokkru hefir yfirtekið hitarannsóknirnar, út að Hliði og lét dæla lofti niður í borholuna, sem mun vera hátt á fjórða hundrað metra djúp. Hafði áður verið settur þar upp turn og pípum verið rennt um 80 metra niður í hana. Kom innan stundar upp gusa mikil af brennheitu vatni. Þegar á þessu hafði gengið um stund, fóru Jón og aðstoðarmenn hans heim að Hliði og drukku þar kaffi í makindum, en létu dæluna vera í gangi á meðan. Hélt vatnið áfram að streyma upp úr holunni meðan þeir voru inni og allt þar til dælan var stöðvuð.
Hlid-22Sigurður Jónasson forstjóri festi kaup á jörðinni Hliði árið 1943. Lét hann hefja þar vatnsboranir þegar samsumars. Var notaður til þessa fjögurra þumlunga bor, sem fenginn var að láni hjá Reykjavíkurbæ. Um 230 metra út frá túninu á Hliði, út af svonefndri Helguvík, er heitt vatn í skeri, sem nú orðið kemur ekki upp úr sjó nema um stórstraumsfjöru nokkrum sinnum á ári.
Dr. Trausti Einarsson og Helgi Sigurðsson, nú hitaveitustjóri, og fleiri höfðu mælt þar 80—85 stiga heitt vatn, sem kom upp úr augum og sprungum á skerinu, og virtist margt benda til þess, að þarna væri enn heitara vatn, þar eð sjór gjálpar alltaf við og við yfir hitasvæðið, svo að erfitt var að mæla hitann nákvæmlega. Þótti sérfræðingum þessi mikli hiti á þessum stað benda til þess, að jarðhiti myndi einnig vera undir túninu á Hliði.
Samkvæmt ráði dr. Trausta Einarssonar var byrjað að bora eftir jarðhita utarlega í túninu á Hliði, og kom það fljótt á daginn, að hiti var í jörðinni. Borunin gekk aftur á móti illa, þar eð spennan á rafstraumnum frá Sogsstöðinni var mjög lág á þessum árum. Enduðu þessar tilraunir að lokum með því, að borinn brotnaði, þegar búið var að bora hátt á fjórða hundrað metra niður í jörðina. Ekkert vatn hafði þá komið upp, en hitinn mældist um 80 stig niðri í holunni. Hafði hitinn aukizt um 42 stig við síðustu hundrað metrana, nokkurn veginn jafnt og þétt. Virtist allt benda til þess, að náðzt hefði yfir hundrað stiga hiti, ef unnt hefði verið að bora álíka djúpt og gert var með slíkum borum á Reykjum í Mosfellssveit, um 600 metra.
Hlid-23Árið 1945 kom þingað til lands á vegum hlutafélagsins Orku sænskur verkfræðingur, Sven Petterson að nafni, frá hinu heimskunna borfélagi, Svenska Diamantbergborrnings A/B. — Hann taldi, að þarna hlyti að vera heitt vatn, og lagði þau ráð til, að reynt yrði að dæla því upp. Árið 1946 voru fengin tæki frá sænska félaginu, sem Hafnarfjarðarbær hafði keypt til nota í Krýsuvík, en lánaði til tilraunanna á Hliði. Var hafizt handa á laugardaginn um að dæla upp vatninu, og gaf tilraunin góða raun, sem þegar hefir verið lýst, og má líklegt telja, ef dæma má eftir árangri þessarar fyrstu tilraunar, að þarna megi dæla upp miklu heitu vatni, þótt það flæði ekki upp af sjálfu sér.
Þetta nýja- hitasvæði, sem þarna virðist fundið, getur haft mikla þýðingu, ef vatnsmagn og hitamagn reynist þar nægjanlega mikið. Mestu máli skiptir, að ekkert hitasvæði hér á landi (að sundlaugunum í Reykjavík undanskildum) liggur jafn vel við þéttbýli eins og þetta hitasvæði þarna í túninu á Hliði og á ströndinni vestur af því. Þaðan eru aðeins rúmlega fimm kílómetrar til Hafnarfjarðar og rúmlega tólf kílómetrar til Reykjavíkur.“

Myndirnar eru teknar í skerinu út af Helguvík hjá Hliði á Álftanesi. Eins og segir í greininni um jarðhitann á Hliði, kemur skerið nú orðið aðeins úr sjó um stórstraumsfjöru, og voru myndir teknar, þegar svo stóð á sjó. Skerið er gróið þara og þörungum, en af þvi miðju leggur upp gufu mikla frá heita vatninu. Þetta heita vatn þarna í skerinu leiddi hug manna
að því, að víðar myndi jarðhiti á þessum slóðum. —
/ SKERINU UT AF HELGUVIK

Heimild:
-Tíminn 25. febrúar 1947, forsíða.

Hlið

Hlið á Álftanesi.