Færslur

Helgadalur

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1908 skrifar Brynjúlfur Jónsson m.a. um Skúlatún og tóftir í Helgadal undir fyrirsögninni “Rannsóknir fornleifa sumarið 1907”:

Skúlatún
skulatun-221Í Árbók fornleifafélagsins 1903, bls. 33—34, hefi eg getið þess, að nafn Skúlastaða, — þar sem Ásbjörn landnámsmaður Özzurarson bjó, — sé nú týnt, og jafnframt, að eg hefði síðan heyrt sagt frá því, að hrauni umgirtur grasblettur uppi undir Lönguhlíð væri nefndur Skúlatún. Kom mér í hug að það væri stytt úr Skúlastaðatún; þar hefði bærinn verið og orðið undir hraunflóði, en túnið, eða nokkur hluti þess, hefði staðið upp úr hrauninu. Auðvitað gerði eg mér eigi háar vonir um að finna þar fornleifar, einkum eftir að eg hafði séð, að dr. Þorvaldur Thoroddsen hafði komið þar, á ferðinni um Reykjanesskagann, og álitið tvísýnt að þar hefði bær verið. Samt þótti mér ófróðlegt að sjá ekki þenna stað, og fór eg þangað í sumar.
Landslagi er svo háttað, að hraunfláki mikill fyllir víðlenda dæld sunnan frá Lönguhlíð norður að ásahrygg þeim, er gengur frá Námahálsinum vestan við Kleyfarvatn (inn frá Krýsuvík) alt inn á milli Kaldársels og Helgafells. Allur er hraunflákinn sléttur ofan, vaxinn grámosa og eigi gamallegur útlits. Hann er hallalítill, og mun dældin, sem hann hefir fylt, hafa verið nokkuð djup með mishæðóttu láglendi, sem nú er ekki hægt að gera sér ákveðna hugmynd um. Ekkert sést af hinu forna yfirborði láglendisins, nema toppurinn á hæsta hólnum; hann stendur upp úr hraunbreiðunni hérumbil miðri. Það er Skúlatún. Eigi er hann raunar toppmyndaður, heldur flöt bunga nokkuð aflöng frá norðvestri til landsuðurs og er lengd hans nál. 110 fðm., en breidd nál. 60 faðm. Hæstur er hann í landsuður-endann og er þar bratt ofan. Næsthæsti staður á honum er norðvestantil. Suður þaðan er og bunga á honum. Á öllum þessum þrem stöðum er einkennilegt stórþýfi, ólíkt því þýfi sem að öðru leyti er á öllum hólnum, er fremur má kalla smátt. Gæti eg trúað, að stórþýfið á þessum þrem stöðum væri myndað úr byggingarleifum; en fullyrða skal það ekki. Og engan vott mannaverka gat eg séð þar neinstaðar. En yfirum vesturhorn hólsins var að sjá sem götutroðninga, er virtust ærið gamlir og höfðu ekkert framhald í hrauninu, hvorugu megin. Sunnanmegin voru þeir dreifðari og óglöggvari, en norðanmegin þéttari og glöggvari. Hygg eg að þar hafi verið heimreið til bæjar, og mun hann hulinn hrauni norðvestan-undir hólnum. Hefir hann ef til vill staðið á lægra framhaldi af þessum hól, sem upprunalega hefir víst verið talsvert hár. Þó hefir túnið náð yfir hann allan. Því eigi gat eg betur séð, en að hann bæri merki gamallar ræktar. Alstaðar á honum er moldin mjög svartleit og þvöl, og víðast hvar vex töðugresi milli þúfnanna, loðnara en í vor var á útjörð annarstaðar. Þar á móti var i þúfnakollunum meiri og minni grámosi, og hér og hvar utanmeð var krækiberjalyng farið að færa sig upp eftir hólnum. Auðvitað eru nú þetta svo veikar líkur, að þær dyljast fyrir manni í fljótu bragði. En samt eru þær nógar fyrir mig til þess, að eg er ekki í efa um, að hér heflr verið bær og tún. Og þá virðist nafnið »Skúlatún«, gefa nægilega bendingu um, að þessi bær hafi einmitt verið Skúlastaðir.

Helgadalur
helgadalur-221Helgadalur er skamt fyrir neðan Helgafell. Það er ofurlítil dalkvos, er þar gengur inn í austurenda Undirhlíða. Gengur melhóll norður úr hlíðinni, austanmegin við upptök Kaldár, myndar sá melhóll vesturhliðina á dalkvosinni. En að austan beygist hliðin lítið eitt að sér. Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tvær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. Er hvor tóft nál. 10 faðm. löng og nál 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða. Dyr sjást á vesturhliðvegg suðurtóftarinnar við suðurgaflinn. Á norðurtóftinni sá ógjörla til dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Eústin er öll óglöggvari norðantil; sér að eins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverja frá annari, né ákveða lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið. Eg dró upp mynd af rústinni.
Hraunið, sem nú var getið, hefir breitt sig yfir alt láglendi norður og vestur frá enda Undirhlíða og nær til sjávar við Hafnarfjörð. Holtin ein standa upp úr. Er feykilegt landflæmi byrgt undir hraunflákum þeim. Er þar ærið rúm fyrir marga bæi. Og þar eð víst má telja að það hafl verið kostaland, þá hafa þar óefað verið allmargir bæir, sem nu eru hrauni huldir. Eigi verður sagt nær hraun þessi hafa brunnið, heldur en önnur hraunin á Reykjanesskaganum, er þó hafa brunnið eftir landnámstíð og eyðilagt meiri eða minni bygðir svo sem fornu Krýsuvík o. fl. (Sbr. Árb. fornl.- fél. 1903 bls. 43—44 og 47—50). Vegur Selvogsmanna til Hafnarfjarðarkaupstaðar, (Grindaskarðavegur) liggur um Helgadal hjá rústinni. Er eigi allskamt þaðan til Hafnarfjarðar.”

Garðaflatir
gardaflatir-223Í Gráskinnu hinni meiri lýsir Friðrik Bjarnason Garðaflötum. Hann segir að svo sé sagt “að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi veri flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður”.
Einnig segir: “Maður

nokkur var eitt sinn við slátt á Garðaflötum. Þúfurnar, sem hann var að slá, sýndist honum líkjast leiðum í kirkjugarði. Ein þúfan var stærst, og hugsaði hann með sér, að gaman væri nú að vita, hver lægi undir þessu leiði. Syfjar hann þá bráðlega og getur ekki varist svefni. Hann dreymir, að maður tígulegur kemur til hans og segir: “Fyrst þig langar til að vita, hver hér liggur, hét sá Þórður og var prestur hér. Síðasta verk hans var að jarðsyngja sjö manneskjur”. Sú tilgáta fylgir sögunni, að þetta hafi verið í svartadauða. Ýmis merki má sjá, enn þann dag í dag, að byggð hafi verið á Garðaflötum; þar eru garðahleðslur miklar, og víða sjást húsarústir og sumar mjög stórar um sig. Hlaðinn brunnur kvað og hafa sést til skamms tíma”.
Auk sagnanna er vitað að Garðar höfðu í seli í og við Búrfellsgjá. Þá voru Garðavellir notaðir til skemmtana á meðan Gjáarréttin var og hét. Þær skemmtanir þóttu stundum keyra úr hófi fram og frá þeim er t.d. komið orðið “gjálífi”.
Engar rústir hafa sést á Garðaflötum um langan aldur. Þeirra er heldur ekki getið í örnefnalýsingu Garðabæjar. Og ekki er vitað til þess að nokkur núlifandi haft orð á að þar kynnu nokkrar slíkar að leynast.”

Heimildir:
-Árbók Hins íslenka forleifafélags, 23. árg. 1908, bls. 9-11.
-Gráskinna hin meiri.

Helgadalur

Tóftir í Helgadal (lengst til hægri).

Rauðshellir

Farið var í Rauðshelli norðan Helgadals. Á leiðinni þangað, rétt eftir að komið var niður af misgenginu norðan við hellinn, var gengið fram á greinilega mjög gamlan tvískiptan stekk. Mjög líklega hefur stekkurinn verið í tengslum við hellinn því sagnir eru um að Rauðshellir hafi verið notaður sem fjárhellir, enda vart til ákjósanlegri hellir til slíkra nota. Hvergi hefur verið minnst á þennan stekk svo vitað sé.

Rauðhellir

Í Rauðshelli.

Leitað var að ummerkjum, letri eða rúnum í og við Rauðshelli, en án árangurs. Á einum stað, ofan og norðan við miðopið, gat þó verið áletrun því svo virtist sem stafurinn C eða G hafi verið klappaður þar, á stærð við undirskál. Gengið var í gegnum hellinn, sem er um 80 – 100 metra langur í heild. Hægt er að ganga í gegnum nyrsta hlutann. Þá er komið í jarðfall þar sem fyrirhleðslur eru fyrir opum í báðar áttir, stærri og meiri þó að sunnanverðu. Þar er aðalskjólið og lengsti hluti hellisins innan við breiða hraunsúlu. Hann lokast í hinn endann. Á milli opa í forsal eru sléttar grasi vaxnar syllur, sem gæti mögulega hafa verið bæli. Þar hefur birtu notið hvað lengst. Sunnar er enn eitt opið og þar eru tvískiptar rásir lengra til suðurs.

Smyrlabúð

Smyrlabúð.

Þar sem enn naut birtu þennan daginn var ákveðið að skoða betur garðhleðsluna undir Smyrlabúðahrauni. Hún liggur þar í hálfboga og virðist vera hlaðin utan í hraunkant. Innan garðsins eru sléttur skjólgóður bali. Þegar staðurinn er skoðaður er ekki með öllu útilokað að þarna kunni að hafa verið Smyrlabúð. Garðurinn hefur sigið allnokkuð, en hann sést enn vel. Hann gæti hafa verið aðhald fyrir hesta og jafnvel fé á leið Selvogsmanna að og frá Hafnarfirði. Bollinn er skjólgóður og þar hefur auðveldlega verið hægt að slá upp búðum því ekki var alltaf gistingu að fá í bænum. Góð beit er þarna ofan og út með með hraunkantinum. Varða er á holti sunnar. Þarna gætu menn hafa gist nóttina áður en þeir héldu í kaupstað og jafnvel á bakaleiðinni ef svo bar undir. Giskað er á að staðurinn hafi gleymst í seinni tíð og nafnið þá færst yfir á fjallshólinn þar austur af, við suðurjaðar Smyrlabúðahrauns. Þarna eru allavega ummerki um mannvirki á ákjósanlegum áningastað um Selvogsgötu.

Garðaflatir

Tóft á Garðaflötum.

Um Smyrlabúð segir Gísli Sigurðsson, fyrrv. lögreglumaður, í leiðarlýsingu sinni um Selvogsgötu: “Þegar brunann þrýtur, til vinstri, er hæð eða ás með aflíðandi halla móti vestri, að austan eru brattar skriður en hamrabelti með smápöllum hið efra. Þetta er Smyrlabúð. Nokkuð hefur verið um þetta nafn deilt, eða réttara sagt nafn á þessari hæð, og hafa þar ýmsir haldið fram nafninu Smillibúð. Út úr því nafni hef ég aldrei getað fundið og hef eindregið haldið á lofti nafninu Smyrlabúð. Ekki skal ég fullyrða hvað liggur þessu nafni til grundvallar…..”.

Garðaflatir

Garðaflatir – minjar.

Þess skal og getið að í sögnum um Garða á Garðaflötum er talað um Smyrlabúð svo áningastaðurinn, ef rétt er, gæti verið mjög gamall. Ef haldið er áfram með umleitun Gísla gæti búðin hafa heitið Millibúð og hraunið dregið nafn sitt af henni – Millibúðahraun. Síðar, þegar staðurinn gleymdist, og nafnið færðist á hæðina hefur þótt betur viðeigandi að nefna hana Smyrlabúð. Dæmi er um að nöfn hafi breyst í gegnum tíðina, s.s. Nærvík varð að Njarðvík, Arnstapi varð Afstapi og þannig mætti lengi telja.
En þetta eru nú bara vangaveltur. Hins vegar er garðlagið þarna og slétt kvosin innan þesss. Þar gætu leynst fleiri minjar.
Frábært veður – Gangan tók 3 klst og 2 mín.

Garðaflatir

Garðaflatir – uppdráttur ÓSÁ.

Garðaflatir

 Í Gráskinnu er sagt að “Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir sunnan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt þegar hraunið rann. Sagan segir að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður.

Garðaflatir

Tóft á Garðaflötum.

Ýmis merki megi sjá þar enn í dag að byggð hafi verið á Garðaflötum; þar eru garðahleðslur miklar og víða sjást húsarústir og sumar mjög stórar um sig. Hlaðinn brunnur kvað og hafa sést til skamms tíma. Skammt fyrir neðan

Garðaflatir er stórt holt, sem nefnt er Smyrlabúð.” Þessa staðs er hvergi annars staðar getið í heimildum.
Smyrlabúð er 125 m há hæð syðst í Smyrlabúðarhrauni. Leitað var í kringum Smyrlabúð. Á einum stað, uppi í hlíðinni að vestanverðu, mótaði fyrir hleðslu. Trúlegra er þó að garðar og hús hafi verið á völlunum fyrir neðan. Þar er talsvert gras og nokkrir vellir, sem hraunið hefur runnið að, en skilið þá eftir hluta þeirra á milli þess og grágrýtisholtanna austan Sléttuhlíðar. Gamla Selvogsgatan liggur þarna með hraunkantinum og yfir þessa velli, sem hugsanlega hafa einhvern tímann heitið Garðavellir, en Garðakirkja átti land þarna fyrrum, skv. sögunni.

Garðaflatir

Garðaflatir – minjar – ÓSÁ.

Garðaflatir eru hins vegar nefndir í örnefnaskrám og öðrum lýsingum ofan og austan við Búrfellsgjá. Þar hefur FERLIR fundið nokkrar tóftir utan í hæð. Þær eru greinilega mjög gamlar. Þeirra er þó ekki getið í örnefnaskrá fyrir Garðabæ.
Þá hefur fundist hlaðið gerði utan í Smyrlabúðarhrauni, utan um slétta gróna kvos. Selvogsgatan gamla liggur með garðinum. Grjótið hefur greinilega verið tekið úr holtinu þar skammt frá og notað í garðinn. Hvort þar sé komið hin gamla Smyrlabúð, sem getið er um og hraunið er nefnt eftir, skal ósagt látið. Dæmi eru þó um að hraun hafi verið nefnd eftir mannvirkjum, sem í þeim hefur risið, sbr. Fjárskjólshraun.
Ekki er ólíklegt að Selvogsbúar og aðrir á leið sinni í Hafnarfjörð hafi staldrað þarna við, slegið upp tjaldi og dvalið yfir nótt með það fyrir augum að komast árla til til að versla við kaupmanninn í kaupstaðnum. Gerðið gæti hafa verið fyrir hesta eða fé.
Þótt aðrir hafi ekki rekið augun í gerðið utan í Smyrlabúðarhrauni(og einnig tóftirnar á Garðaflötum) er ekki þar með sagt að það hafi aldrei verið til.
Frábært veður – gangan tók 1 klst og 11 mín.

Garðaflatir

Garðaflatir – uppdráttur ÓSÁ.

Helgadalur

Löngum hafa menn talið að fornar rústir kynnu að leynast í Skúlatúni og í Helgadal ofan við Hafnarfjörð. Fáir vita hins vegar hvar rústirnar eru. Enn færri vita um rústir undir Leirdalshöfða, í Fagradal og við Garðaflatir, jarðlæga garða í Breiðdal eða stekkjarmynd við Rauðshelli. Allt myndar þetta samfellda búsetuheild er gæti verið frá því áður en Hellnahraunið-yngra rann um 950, eða allt frá fyrstu árum landnáms hér á landi.

Helgafell

Skúlatún og Helgafell.

Í Árbók hins íslenska fornleifafélags 1908 ritar Brynjúlfur Jónsson um rústirnar í Skúlatúni og Helgadal undir heitinu “Rannsóknir fornleifa sumarið 1907 – Gullbringusýsla”. Um Skúlatún skrifar hann eftirfarandi:
“Í Árbók fornleifafélagsins 1903, bls. 33 – 34, hefi eg getið þess, að nafn Skúlastaða, – þar sem Ásbjörn landnámsmaður Özzurarson bjó, – sé nú týnt, og jafnframt, að eg hefði síðan heyrt sagt frá því, að hrauni umgirtur grasblettur uppi undir Lönguhlíð væri nefndur Skúlatún. Kom mér í hug að það væri stytt úr Skúlastaðatún; þar hefði bærinn verið og orðið undir hraunflóði, en túnið, eða nokkur hluti þess, hefði staðið upp úr hrauninu. Ásetti eg mér að nota fyrsta tækifæri til að koma á þennan stað. En í þeirri ferð, sem eg var þá í, var það um seinan, er eg heyrði Skúlatúns getið. Auðvitað gerði eg mér eigi háar vonir um að finna þar fornleifar, einkum eftir að eg hafði séð, að dr. Þorvaldur Thoroddsen hafði komið þar, á ferðinni um Reykjanesskagann, og álitið tvísýnt að þar hefði bær verið. Samt þótti með ófróðlegt að sjá ekki þenna stað, og fór eg þangað í sumar.

Skúlatún

Skúlatún. Helgafell að handan.

Landslagi er svo háttað, að hraunfláki mikill fyllir víðlenda dæld sunnan frá Lönguhlíð norður að ásahrygg þeim, er gengur frá Námahálsinum vestan við Kleyfarvatn (inn frá Krýsuvík) allt inn á milli Kaldársels og Helgafells. Norð-vesturhliðin á ásahrygg þessum kallast Undirhlíðar, liggur inn með þeim forn vegur, er kemur saman við Hafnarfjarðarveginn gamla milli Elliðavatns og Lækjarbotns. Þar hét Tröllabotn og var áfangastaður áður en bær var gjör í Lækjarbotni.

Skúlatún

Skúlatún.

Suðausturhliðin á ásahryggnum, sú er veit að Lönguhlíð og hraunflákanum áðurnefnda, kallast Bakhlíðar, og eru þær lægri en Undirhlíðar, þar er hraunflákinn er hærri en hraunin fyrir neðan ásahrygginn. Þaðan til Lönguhlíðar er þvervegur hraunflákans og hygg ég hann hátt upp í mílu, en langvegurinn er frá Helgafelli og Grindaskarða hraunbálkinum út að botninum í Breiðdal, sem er fyrir norðan Kleifarvatn, og hygg eg hann yfir mílu.
Allur er hraunflákinn sléttur ofan, vaxinn grámosa og eigi gamallegur útlits. Hann er hallalítill, og mun dældin, sem hann hefir fylt, hafa verið nokkuð djúp með mishæðóttu láglendi, sem nú er ekki hægt að gera sér ákveðna hugmynd um. Ekkert sést af hinu forna yfirborði láglendisins, nema toppurinn á hæsta hólnum; hann stendur upp úr hraunbreiðunni hérumbil miðri. Það er Skúlatún. Eigi er hann raunar toppmyndaður, heldur flöt bunga nokkuð aflöng frá norðvestri til landsuðurs og er lengd hans nál. 110 faðm., en breidd nál. 60 faðm. Hæstur er hann í landsuður-endann og er þar bratt ofan. Næsthæsti staður á hornum er norðvestantil. Suður þaðan er og bunga á honum. Á öllum þessum þrem stöðum er einkennilegt stórþýfi, þvílíkt þýfi sem að öðru leyti er á öllum hólnum, er fremur má kalla smátt. Gæti eg trúað, að stórþýfið á þessum þrem stöðum væri myndað úr byggingaleifum; en fullyrða skal það ekki. Og engan vott mannaverka gat eg séð þar neinstaðar. En yfrum vesturhorn hólsins var að sjá sem götutroðninga, er virtust ærið gamlir og höfðu ekkert framhald í hrauninu, hvorugu megin.

Helgadalur

Tóft í Helgadal.

Sunnanmegin voru þeir dreifðari og óglöggvari, en norðanmegin þéttari og glöggvari. Hygg eg að þar hafi verið heimreið til bæjar, og mun hann huldinn hrauni norðvestan-undir hólnum. Hefir hann ef til vill staðið á lægra framhaldi á þessum hól, sem upprunalega hefir víst verið talsvert hár. Þó hefir túnið náð yfir hann allan. Því eigi gat eg betur séð, en að hann bæri merki gamallar ræktar. Alstaðar á honum er moldin mjög svartleit og þvöl, og víðasthvar vóx töðugresi milli þúfnanna, loðnara en í vor var á útjörð annarstaðar. Þar á móti var í þúfnakollunum meiri og minni grámosi, og hér og hvar utanmeð var krækiberjalyng farið að fær sig upp eftir hólnum.
Auðvitað eru nú þetta svo veikar líkur, að þær dyljast fyrir manni í fljótu bragði. En samt eru þær nógar fyrir sig til þess, að eg er ekki í efa um, að hér hefir verið bær og tún. Og þá virðist nafnið “Skúlatún”, gefa nægilega bendingu um, að þessi bær hafi einmitt verið Skúlastaðir.”
Hér er Brynjúlfur að lýsa hugsanlegum mannvirkjum frá því fyrir árið 950. Ekki er ólíklegt að mögulegar minjar í Skúlatúni tengist minjum sunnan við Leirdalshöfða, jarðlægum vegghleðslum í vestanverðum Breiðdal og tóft í Fagradal. Allar gætu þessi mannvirki hafa verið í notkun fyrir þann tíma er að framan greinir og þá mun svæðið allt væntanlega hafa verið nýtt, enda vel gróið undir hlíðunum og nægt vatn, skógur nærtækur og fugl í hlíðunum.
Hellnahraun yngra umlykur Skúlatún. Það kemur eins og Hellnahraunið eldra úr Brenni­steins­fjallakerfinu og er talið hafa runnið fyrir 1000 árum. Hraunið kom frá Tví­bollum í Grinda­skörðum, var mikið og fór víða, enda bæði mjög slétt og þunnt.
Þess má geta að Kristintökuhraunið er frá sömu goshrinu. Nákvæmasta tímasetning á Yngra Hellnahrauninu (Breiðdalshraun og Tvíbollahraun) er sú að það hafi runnið á árunum 938-983 (Haukur, Sigmundur og Árný – 1991).

Helgadalur

Tóft í Helgadal.

Eldra-Hellnahraunið mun hafa myndað stíflu fyrir dal þann er Ástjórn dvelur nú í sem og Hvaleyrarvatn. Hraunin eru ákaflega lík að ytri ásýnd og nokkuð erfitt að greina þau að. Eldra- Hellnahraun er um 2000 ára gamalt og líkt og Yngra – Hellnahraun komið frá eldstöðvum í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur runnið svipaða leið til sjávar. Út frá þessu má ætla að Hvaleyrarvatn og Ástjörn hafi orðið til fyrir u.þ.b. 2000 árum.
Þá er athyglisvert í texta Brynjúlfs að hann minnist á hinn “forna veg, er kemur saman við Hafnarfjarðarveginn gamla milli Elliðavatns og Lækjarbotns. Þar hét Tröllabotn og var áfangastaður áður en bær var gjör í Lækjarbotni.” Hér er hann að lýsa leið er lagðist af mjög snemma. Selstöður voru nokkrar við Lækjarbotna og átti m.a. Örfirisey selstöðu þar. Líklegt þykir að í eða nálægt Lækjarbotnum hafi verið gatnamót gömlu þjóðleiðanna, annars vegar frá Reykjavík og hins vegar til Hafnarfjarðar. Enn má greina hluta hennar frá Helgadal, yfir Búrfellsgjá, með Löngubrekkum vestan Hnífhóls og í gegnum Strípshraun. Þar greinist gatan, annars vegar norður að Þingnesi og hins vegar með norðanverðu Hólmshrauni í Lækjarbotna.
Brynjúlfur vissi ekki um aldur hraunanna, hefur jafnvel talið þau eldri en landnám og því ekki viljað fullyrða of mikið. Hann vissi heldur ekki af minjunum sunnan við hraunið, en hann hafði heyrt af rústum í Helgadal, nokkru norðar. Einnig vissi hann af rústum á Garðaflötum, enn norðar, en allar þessar minjar gefa vísbendingu um talsverða byggð undir hlíðunum fljótlega eftir landnám. Auk þess má greina mannvistarleifar við op Rauðshellis og hlaðinn stekk, gróinn, þar skammt frá.

Fagridalur

Tóft í Fagradal.

Brynjúlfur ritaði jafnframt um Helgadal. Í Árbókinni 1908 segir hann m.a.:
“Í sama skiptið sem mér var bent á Skúlatún, var þess getið um leið, að skamt þaðan héti Helgadalur og sæist þar til rústa. Skoðaði eg því þann stað, og reyndist þetta rétt. Helgadalur er skamt fyrir neðan Helgafell. Það er ofurlítil dalkvos, er þar gengur inn í austurenda Undirhlíða. Gengur melhóll norður úr hlíðinni, austanmegin við upptök Kaldár, myndar sá melhóll vesturhliðina á dalkvosinni. En að austan beygist hlíðin lítið eitt að sér. Hraunflóð hefir runnið ofan fyrir austan enda Undirhlíða, og er það framhald hraunflákans, sem nú var getið að lægi kringum Skúlatún. Það hefir breitt sig vítt út og runnið út með Undirhlíðum. Liggur það þvert fyrir neðan dalkvosina yfir að melhólnum og byrgir þannig fyrir hana. Þar hefir það sprungið og myndað gjáhamar, sem snýr móti dalbrekkunni og heldur inni vatni, sem þar kemur upp, svo af því verður ofurlítil tjörn. Rústin er ofantil í miðri brekkunni. Það eru tær tóftir, er hver gengur af enda annarar frá suðri til norðurs, eða því sem næst. Er hvor tóft 10 faðm. löng og nál. 2 faðm. breið út á veggjabrúnirnar; en þær eru raunar óglöggar víða.
Á norðurtóftinni sá ógjörla til dyra og sama er að segja um miðgaflinn. Rústin er öll óglöggvari norðantil; sér að eins fyrir ummáli hennar. Þeim megin hefir verið húsaþyrping á hlaðinu. Eru þar útflettar rústir, sem ekki er hægt að greina hverja frá annari, né ákveðna lögun þeirra húsa, sem þar hafa verið. Eg dró upp mynd af rústinni.

Garðaflatir

Tóft á Garðaflötum.

Hraunið sem nú var getið, hefir breitt sig yfir alt láglendi norður og vestur frá enda Undirhlíða og nær til sjávar við Hafnarfjörð. Holtin ein standa upp úr. Er feykilegt landflæmi byrgt undir hraunflákum þeim. Er þar ærið rúm fyrir marga bæi. Og þar eð víst má telja að það hafi verið kostaland, þá hafa þar óefað verið allmargir bæir, sem nú eru hrauni huldir. Eigi verður sagt [hve]nær haun þessi hafa brunnið, heldur en önnur hraunin á Reykjanesskaganum, er þó hafa brunnið eftyir landnámstíð og eyðilegat meiri eða minni bygðir svo sem fornu Krýsuvík o.fl. (sbr. Árb. fornl.fél 1903 bls. 43-44 og 47-50). Vegur Selvogsmanna til Hafnarfjarðarkaupstaðar (Grindaskarðsvegur) liggur um Helgadal hjá rústinni. Er eigi allskamt til Hafnarfjarðar.”
FERLIR hefur skoðað rústirnar í Helgadal. Í rauninni liggur fátt annað fyrir en að hefja þar fornleifauppgröft með það fyrir augum að aldursgreina þær sem og setja þær í samhengi við aðrar sýnilegar minjar á svæðinu.

Heimildir m.a.:
-Brynjúlfur Jónsson, Árbók hins íslenska fornleifafélags, 1908, bls. 9 – 12.
-http://www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/H_YNGRA.HTM
-Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson og Árný Erla Sveinbjörnsdóttir – Krýsuvíkureldar II – Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns, er birtust í Jökli nr. 41 1991.
-http://www.ust.is/media/fraedsluefni/Astjorn__textiGT.pd
-Daniel Bruun, Íslenskt þjóðlíf (1987), bls. 26.

Búrfellsgjá

Í Gráskinnu er sagt að “Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt þegar hraunið rann.

Tóftir við Garðaflatir

Tóft á Garðaflötum.

Sagan segir að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður. Ýmis merki megi sjá þar enn þann dag í dag að byggð hafi verið á Garðaflötum; þar eru garðahleðslur miklar og víða sjást húsarústir og sumar mjög stórar um sig. Hlaðinn brunnur kvað og hafa sést til skamms tíma. Skammt fyrir neðan Garðaflatir er stórt holt, sem nefnt er Smyrlabúð”.

Smyrlabúð

Minjar við Smyrlabúð.

Smyrlabúð er 125 m há hæð syðst í Smyrlabúðarhrauni. Leitað var í kringum Smyrlabúð. Á einum stað, uppi í hlíðinni, mótaði fyrir hleðslu. Trúlegra er þó að nefndir garðar og hús hafi verið á völlunum fyrir neðan. Þar er talsvert gras og nokkrir vellir, sem hraunið hefur runnið að, en skilið þá eftir á milli þess og grágrýtisholta. Gamla Selvogsgatan liggur þarna með hraunkantinum og yfir þessa velli, sem hugsanlega hafa einhvern tímann geta heitið Garðaflatir, en Garðakirkja átti land þarna fyrrum. Telja verður þó líklegra að nefndar flatir hafi verið þar sem þær eru nú merktar á landakort.

Fornar tóttir finnast á Garðaflötum.

Rústir við Garðaflatir

Garðaflatir – uppdráttur ÓSÁ.

Í Gráskinnu hinni meiri lýsir Friðrik Bjarnason Garðaflötum. Hann segir að svo sé sagt “að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi veri flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður”.
Einnig segir: “Maður nokkur var eitt sinn við slátt á Garðaflötum. Þúfurnar, sem hann var að slá, sýndist honum líkjast leiðum í kirkjugarði. Ein þúfan var stærst, og hugsaði hann með sér, að gaman væri nú að vita, hver lægi undir þessu leiði. Syfjar hann þá bráðlega og getur ekki varist svefni. Hann dreymir, að maður tígulegur kemur til hans og segir: “Fyrst þig langar til að vita, hver hér liggur, hét sá Þórður og var prestur hér. Síðasta verk hans var að jarðsyngja sjö manneskjur”. Sú tilgáta fylgir sögunni, að þetta hafi verið í svartadauða. Ýmis merki má sjá, enn þann dag í dag, að byggð hafi verið á Garðaflötum; þar eru garðahleðslur miklar, og víða sjást húsarústir og sumar mjög stórar um sig. Hlaðinn brunnur kvað og hafa sést til skamms tíma”.

Garðaflatir

Garðaflatir – minjar.

Auk sagnanna er vitað að Garðar höfðu í seli í og við Búrfellsgjá. Þá voru Garðavellir notaðir til skemmtana á meðan Gjáarréttin var og hét. Þær skemmtanir þóttu stundum keyra úr hófi fram og frá þeim er t.d. komið orðið “gjálífi”.
Engar rústir hafa sést á Garðaflötum um langan aldur. Þeirra er heldur ekki getið í örnefnalýsingu Garðabæjar. Og ekki er vitað til þess að nokkur núlifandi haft orð á að þar kynnu nokkrar slíkar að leynast”.

Garðaflatir

Garður við Garðaflatir.

Með framangreinda sögu að leiðarljósi var ákveðið að leita svæðið og kanna hvort þar væru einhverjar minjar að finna. Vetrarsólin var lágt á lofti þótt um miðjan dag væri. Við leit fundust a.m.k. fimm tóttir, þar af einn mjög stór og garður, langur. Fundurinn gefur framangreindri sögu byr undir báða vængi. Nú þarf bara að kanna svæðið betur og aldursgreina rústirnar.
Ósennilega er örnefnið “Garðaflatir” tengt bæjarnafninu Görðum á Álftanesi. Líklegra er að þær hafi tekið nafn sitt af hinum miklu nálægu görðum er umlykja svæðið.
Frábært veður.

Gjáarrétt

Gjáarrétt í Búrfellsgjá.

Rjúpa

Gengið var um Heykrika, Svartakrika, Grenikrika, Miðkrika, Vatnsendakrika, Réttarkrika, Kolhólskrika, Einihlíð/ar, Löngubrekkur og Tungu niður á Garðaflatir. Á leiðinni var ætlunin að gefa gaum mannvistarleifum, sem Heykrikiku leynast á svæðinu. Réttarkriki tekur t.d. nafn af búsetuminjum og á Garðaflötum mótar enn fyrir húsum, sem þjóðsaga segir að hafi verið hinir fornu Garðar. Hinn ægilegi Húsfellsbruni liggur um göngusvæðið ofanvert. Elsti- og miðhluti þess rann um árið 950.
Í Áföngum, ferðahandbók hestamannsins segir m.a. um upphafssvæðið: “
Riðið er um Heykrika og áfram að Kolhól. Þegar komið er að reiðhliði á Heiðmerkurgirðingunni verður fyrir við hliðið lítil hlaðin rétt eða aðhald í hraunbrúninni. Það gerði Guðmundur Magnússon í Engjabæ í Laugardal í Reykjavík árið 1949. Í réttinni má auðveldlega byrgja tíu hesta með því að loka með vír og grindum í girðinguna til norðurs. [Væri vel við hæfi að nefna stað þennan Réttarkrika.]
Við Kolhól er Kolhólskriki. Nöfnin benda óneitanlega til þess að þar hafi verið stunduð kolagerð. VarðaHeimildir eru um mikla kolagerð í löndum Vatnsenda og Elliðavatns fyrr á öldum og jafnframt að nærri hafi verið gengið landinu.
Hinn mikilfenglegi gígur Búrfells blasir við. Við sneiðum því næst niður Búrfellsháls og niður á Garðaflatir. Flatir þessar eru allstórar og ná nokkuð norður með hraunbrún, sem liggur að Búrfellsgjá að austanverðu.”
Þjóðsagan segir eftirfarandi um Garðaflatir: “
Sagt er, að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður.”

Vatnsból Kópavogsbúa

Einnig segir sagan að “maður nokkur var eitt sinn við slátt á Garðaflötum. Þúfurnar, sem hann var að slá, sýndist honum líkjast leiðum í kirkjugarði. Ein þúfan var stærst, og hugsar hann með sér, að gaman væri nú að vita, hver lægi undir þessu leiði. Syfjar hann þá bráðlega og getur ekki varizt svefni. Hann dreymir, að maður tígulegur kemur til hans og segir: “Fyrst þig langar til að vita, hver hér liggur, þá hét sá Þórður og var prestur hér. Síðsta verk hans var að jarðsyngja sjö manneskjur.”
Sú tillgáta fylgir sögunni, að þetta hafi verið í svartadauða. Ýmis merki þess ma sjá, enn þann dag í dag, að byggð hafi verið á Garðaflötum; þar eru garðahleðslur miklar, og víða sjást húsarústir og sumar mjög stórar um sig. Hlaðinn brunnur kvað og hafa sézt til skamms tíma.”
Eflaust hefur áður fyrr verið heyjað í fyrrnefndum krikum. Réttarkriki er nú innan við vatnsverndarsvæði Tóft í HeiðmörkKópavogs í Heiðmörk. Há og ókleif girðing umlykur svæðið á þrjá vegu. Að austanverðu er gamla Heiðmerkurgirðingin, fallin að hluta, enda til einskis nýt nú orðið. Haldið var inn á vatnsverndarsvæðið um Heiðmerkurgirðinguna og hraunkantur Húsfellsbruna gaumgæfður. Svæðinu við hraunkantinn hefur verið talsvert raskað, svo mikið að líklegt verður að telja að umræddri rétt hafi verið eytt. Hafi einhver vitneskju um annað væru upplýsingar um slíkt vel þegnar.
Í Umhverfisskýrslu Kópavogsbæjar vegna fyrirhugaðrar vatnstöku í Vatnsendakrika er ekkert um fornleifaleit, sem verður að teljast til vankanta. Í l
ögum um náttúruvernd segir og að “Eldhraun falla undir sérstaka vernd skv. 37. gr. laga um náttúruvernd og ber að forðast að raska þeim”. Brunnsvæðið í Vatnsendakrikum nær að hluta til yfir slíkar jarðmyndanir. Eldhraun frá nútíma njóta því sérstakrar verndar skv. 37. gr. laga um náttúruvernd. “Brunnsvæðið í Vatnsendakrikum nær að hluta til yfir slíkar jarðmyndanir. Það er talið hafa óveruleg áhrif að leggja vatnsvernd yfir svæði sem njóta einnig verndar skv. lögum um náttúruvernd.” Samt sem áður virðist sem lögin hafi verið hunsuð að hluta.

Vatnsverndarsvæði

Til frekari upplýsinga má geta þess að Vatnsendakrikar eru um 3 km sunnan við Elliðavatn, “við jaðar hrauns sem kallað hefur verið Húsfellsbruni og er talið hafa runnið skömmu eftir landnám eða í kringum árið 950. Umhverfi Vatnsendakrika einkennist af mosagrónum hraunum frá nútíma. Fyrirhuguð vatnstaka er við hraunjaðar sem er nokkuð sléttur en er úfnari er austar og norðar dregur. Víða um kring má finna lautir og hraunbolla með trjágróðri og blómlendi. Í Heiðmörk er fjölskrúðugt dýralíf. Þar lifa refir, minkar og hagamýs og þar er kjörlendi fyrir margskonar fuglalíf.
Gengið var um gróninga Einihlíða og ofan Löngubrekkna, framhjá Hnífhól og niður á nefndar Garðaflatir. Leið þessi er bæði greið og tiltölulega slétt. Á Hnífhól er markavarða á línunni upp í Kolhól (170 m.y.s.).
Á Garðaflötum mótar vel fyrir grónum tóftum. Hús er suðvestast á svæðinu, en norðan þess mótar fyrir gerði, eins og sjá má á myndinni hér neðst.

Hnífhóll

Neðar er hin tilkomumikla Búrfellsgjá. Búrfell og Búrfellsgjá eru þarna í einungis örskotsfæri frá höfuðborgarsvæðinu; við suðausturenda Vífilsstaðahlíðar. Þetta er ein af mörgum perlum í Heiðmörk, einu vinsælasta útivistarsvæði landsins. Þegar gengið er um svæðið norðan Búrfellsgjáar er Búrfellið jafnan mest áberandi kennileitið. Fellið er í raun eldgígur í um 7 km fjarlægð suðaustur af Hafnarfirði og Garðabæ. Fellið er nánast hringlaga og hæsti gígbarmurinn er í um 179 m.y.s. en dýptin á sjálfum gígnum er 58 m miðað við hæsta barm, en 26 m þar sem hann er lægstur. Ummál gígsins er 140 m þar sem hann er breiðastur. Búrfell og nærliggjandi hraunsvæði eru á misgengisbroti sem hefur sigið talsvert eftir gos. Þegar horft er af gígbrún Búrfells blasir Helgadals sigdældinni við í vestri en Hjallamisgengið í norðri.

Markavarða

Búrfellshraun varð til í einu flæðigosi fyrir um 7200 árum, samkvæmt aldursgreiningu á mó sem fannst undir hrauninu við Bala í Garðahverfi. Stórbrotið apalhraunið hefur myndað mikið landflæmi þegar það rann fram í tveimur megin hraunstraumum eftir dalkvosum og fyllti voga og víkur. Vestari hraunrásin nefnist Lambagjá en nyrðri rásin Búrfellsgjá. Líklega hefur vestasti hlutinn horfið undir yngri hraun og mikið landbrot hefur átt sér stað við strandlengjuna á sjö öldum. Erfitt er að reikna nákvæmlega út hvert heildarflatarmál hraunsins hefur verið en núverandi flatarmál Búrfellshrauns er um 18 ferkílómetrar. Það myndar stóran hluta þess landsvæðis sem byggðirnar í Hafnarfirði og Garðabæ standa á.

Búrfellsdalir

Nafnið Búrfellshraun er tiltölulega nýtt og nær yfir heildarfláka þess hrauns sem kom frá gígnum. Áður en jarðfræðingar fóru að kanna svæðið skiptist hraunið í marga mismunandi hluta sem báru margbreytileg nöfn. Suður, vestur og norður af gígnum eru t.d. Kringljóttagjá, Helgadalshraun, Smyrlabúðarhraun, Gjárhraunin og Sléttuhlíðarhraun. Nær Hafnarfirði eru Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjahraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og Hafnarfjarðarhraun, sem nefnist Balahraun norðvestast. Garðabæjarmegin eru Garðaflatir, Búrfellsgjá og Selgjá. Næst eru Svínahraun, Vífilsstaðahraun, Urriðakotshraun, Flatahraun, Hraunholtshraun, Engidalshraun, Klettahraun (Klettar) og Gálgahraun.
Búrfellsgjá er rómuð fyrir fegurð og þar er vinsælt útivistarsvæði. Gjáin sjálf er 3,5 km löng og þrengst rétt neðan við gíginn þar sem hún er ekki Gjáarrétt - Selvogsdilkurnema 20-30 m breið. Gjáin breikkar eftir því sem fjær Búrfelli dregur og er um 300 m breið þar sem Gjáarrétt og Réttargerðið eru. Framhald Búrfellsgjár er Selgjá sem stendur miklu hærra í landinu vegna misgengisins sem liggur þvert á hrauntröðina. Víða slúta gjárveggirnir bogadregnir inn yfir gjána og mynda skúta. Hlaðið hefur verið fyrir flesta skútana sem voru nýttir sem fjárskjól þegar vetrarbeit var enn stunduð í upplandinu. Stærsti skútinn er í Réttargerðinu og þar skammt frá er fallega hlaðin fjárrétt á sléttum traðarbotninum sem nefnist Gjárétt, en líka nefnd Gjáarrétt og var fjallskilarétt Álftaneshrepps hins forna. Vatnsgjá er þar skammt undan í missgengissprungu. Allar mannvistarminjar s.s. réttin, gerðið og hleðslur við skúta eru friðlýstar.
Þegar komið var niður að réttinni var m.a. kíkt á dilk Grindvíkinga og Selvogsbúa, austast í henni.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-Áfangar – ferðahandbók hestamannsins, 1986 – Þorkell Jóhannesson og Óttar Kjartansson.
-Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi.
-Jónatan Garðason.

Garðafaltir

Garðaflatir

Í Gráskinnu hinni meiri lýsir Friðrik Bjarnason Garðaflötum. Hann segir að svo sé sagt “að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi veri flutt, þegar hraunið rann á.

Garðaflatir

FERLIRsfélagar ofan við tóft á Garðaflötum.

Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður”.
Einnig segir: “Maður nokkur var eitt sinn við slátt á Garðaflötum. Þúfurnar, sem hann var að slá, sýndist honum líkjast leiðum í kirkjugarði. Ein þúfan var stærst, og hugsaði hann með sér, að gaman væri nú að vita, hver lægi undir þessu leiði. Syfjar hann þá bráðlega og getur ekki varist svefni. Hann dreymir, að maður tígulegur kemur til hans og segir: “Fyrst þig langar til að vita, hver hér liggur, hét sá Þórður og var prestur hér. Síðasta verk hans var að jarðsyngja sjö manneskjur”. Sú tilgáta fylgir sögunni, að þetta hafi verið í svartadauða. Ýmis merki má sjá, en þann dag í dag, að byggð hafi verið á Garðaflötum; þar eru garðahleðslur miklar, og víða sjást húsarústir og sumar mjög stórar um sig. Hlaðinn brunnur kvað og hafa sést þar til skamms tíma”.

Garðaflatir

Garðaflatir – minjar – ÓSÁ.

Auk sagnanna er vitað að Garðar höfðu í seli í og við Búrfellsgjá, í Helgadal, Kaldárseli og í Selgjá. Þá voru Garðavellir notaðir til skemmtana á meðan Gjáarréttin var og hét. Þær skemmtanir þóttu stundum keyra úr hófi fram og frá þeim er t.d. komið orðið “gjálífi”.

Engar rústir hafa sést á Garðaflötum um langan aldur. Þeirra er heldur ekki getið í örnefnalýsingu Garðabæjar. Og ekki er vitað til þess að nokkur núlifandi hafi skráð fund eða haft orð á hvar tóftir kynnu þar að leynast.

Garðaflatir

Garðaflatir – hluti af minjunum.

FERLIR var nýlega á ferð á Garðaflötum. Með framangreinda sögu að leiðarljósi var ákveðið að leita svæðið og kanna hvort þar væru einhverjar minjar að finna. Vetrarsólin var lágt á lofti þótt um miðjan dag væri. Við leit fundust a.m.k. fimm tóttir, þar af ein mjög stór, sem og garður umleikis. Stærsta tófin er syðst, norðan hennar virðist vera gerði og garður út frá því. Innar eru minni tóftir.
Fundurinn gefur sögunni byr undir báða vængi. Nú þarf bara að kanna svæðið betur og aldursgreina minjarnar.

Garðaflatir

Garðaflatir – uppdráttur ÓSÁ.

Garðaflatir

Gengið var um Búrfellsgjá, sem er í rauninni ekki gjá heldur hrauntröð. Mesta breidd hennar er um 300 metrar, en mjóst er hún 20-30 metrar. Lengd gjárinnar er um 3 og ½ km.

Gjáarrétt

Gjáarrétt og Gerðið.

Góður stígur liggur í gjána. Nyrst í henni er Gjáarrétt, nokkuð heilleg og fallega hlaðin. Þessi fjallaskilarétt var byggð 1839. Hún var lögrétt Garðhreppinga, Bessastaðahreppsbúa og Hafnfirðinga fram til 1920 er hún var flutt niður í Gráhelluhraun (Hraunrétt) og síðan Kaldársel. Hraunréttin er nú horfin, en hún var þar sem nú er skeiðvöllur Sörla. Við Gjárrétt hittist fólk í réttum og gerði sér síðan glaðan dag á Garðavöllum. Gleðskapurinn var slíkur að frá honum er sprottið hugtakið “gjálífi”. Presturinn á Görðum hafði það orð um hegðan fólksins þarna á þessum tíma. Ekki ósvipað útihátíðunum í dag. Austan í gjánni, gegnt réttinni má sjá fallegan gamlan veg upp úr gjánni. Sú leið var nefnd Vatnsendavegur eða Elliðavatnsvegur. Urriðakotsvegur lá að Urriðakoti. Varð það annað heiti á Gjáarréttarvegi, sem lá niður að Vífilsstöðum.

Búrfellsgjáarrétt

Búrfellsgjáarrétt.

Vestan við réttina er Réttargerðið, skeifulaga hvilft, hömrum girt. Hlaðinn garður er fyrir anddyri hennar og hlið þar á. Fjársafnið var geymt í gerðinu um nóttina áður en réttað var. Innst í gerðinu, þar sem hamraveggurinn er hæstur, er hlaðið byrgi. Að hluta til er það fjárbyrgi, en að hluta til notuðu réttarmenn byrgið sem skjól og til gistingar. Það er enn nokkuð heillegt, en farið að láta á sjá.

Garðaflatir

Tóft á Garðaflötum.

Frá réttinni var gengið til suðausturs upp á Garðaflatir. Þar hafði FERLIR nýlega fundið tóft og var ætlunin að skoða svæðið betur. Flatirnar tilheyrðu hinu forna landi Garðakirkju á Álftanesi. Ýmsar sagnir eru til um þær. Ein er sú að þar hafi verið hinu fornu Garðar, en þeir verið færðir er “hraunið” rann. Átti fólkið að hafa flúið með logandi lukt undan hrauninu með áheiti um að nýr bær skyldi reistur þar sem ljósið slokknaði. Þar munu vera núverandi Garðar. Önnur sögn er um að Garðar hafi haft þar vetrarbeit. Þá eru til sagnir af seljum í Búrfellsgjá og minjar staðfesta selstöðusagnir Garðabæja á ellefu stöðum í Selgjá. Ekkert er minnst á þessar tilteknu tóttir á Garðaflötum í Örnefnaskrá Garðabæjar.

Fyrst var gengið að tóttinni, sem fannst nýlega. Hún er greinileg undir hæð austan við flatirnar. Austan hennar virðist vera nokkurn vegin kringlótt gerði og norðvestur frá því forn garður. Austar í kvos undir sömu hæðum virðist vera tótt og önnur skammt norðar. Norðan við þessar tóttir virðist og vera ferningslaga tótt. Ofan hennar á holti eru hleðslur. Allt bendir til þess að þarna geti verið fornar tóttir að ræða, sem ástæða er til að skoða nánar.
Veður var ágætt – sól og logn á hreyfingu.

Garðaflatir

Garðaflatir – uppdráttur ÓSÁ.

Garðaflatir

“Skemmtilegar sagnir um Garða hafa spunnist um örnefnið Garðaflatir í hinu forna afréttarlandi Álftaneshrepps og birtust hjá Sigurði Nordal og Þórbergi Þórðarsyni í Gráskinnu árið 1928:

Gardaflatir - yfirlit

Garðaflatir – uppdráttur ÓSÁ.

“Sagt er að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður. […] Maður nokkur var eitt sinn við slátt á Garðaflötum. Þúfurnar, sem hann var að slá, sýndist honum líkjast leiðum í kirkjugarði. Ein þúfan var stærst, og hugsar hann með sér, að gaman væri nú að vita, hver lægi undir þessu leiði. Syfjar hann þá bráðlega og getur ekki varizt svefni. Hann dreymir að maður tígulegur kemur til hans og segir:

gardaflatir - minjar

Garðaflatir; eldhús?

“Fyrst þig langar til að vita, hver hér liggur, þá hét sá Þórður og var prestur hér. Síðasta verk hans var að jarðsyngja sjö manneskjur.”
Sú tilgáta fylgir sögunni, að þetta hafi verið í svartadauða. Ýms merki þess má sjá, enn þann dag í dag, að byggð hafi verið á Garðaflötum; þar eru garðahleðslur miklar, og víða sjást húsarústir og sumar mjög stórar um sig. Hlaðinn brunnur kvað og hafa sézt til skamms tíma.”
Í sagnaþáttum sínum árið 1951 telur Ólafur Þorvaldsson einnig að umgetnar flatir hafi fengið nafn af Görðum en skýring hans er þó
jarðbundnari: “Allt land þarna umhverfis og langt út frá er hið forna land Garðakirkju á Álftanesi […] Ekki er ósennilegt, þegar stórt var búið í Görðum fyrr á tímum, að Garðaprestar hafi notað nokkuð þá ágætu vetrarbeit, sem er um þessar slóðir, til dæmis framan af vetri, og látið halda fé þarna efra, því að nóg er þar góðra skjóla í hellum og öðrum afdrepum”. Ólafur segir auk þess frá því að fólk sem komið var til réttar hafi skemmt sér og dansað á Garðaflötum.”

Heimild:
Ragnheiður Traustadóttir og Rúna Knútsdóttir, 2004. Garðahverfi – Fornleifaskráning 2003. Bls. 29-30.

Garðaflatir

Garðaflatir – minjar.

 

Búrfellsgjá

Gengið var um Búrfellsgjá, litið á Gjáarrétt og síðan gengið upp á Garðaflatir austan gjárinnar, norðan Búrfells.

Búrfellsrétt

Búrfellsrétt. Gerðið fjær.

Búrfell er eldstöð frá nútíma og þaðan hefur runnið mikið hraun sem þekur um 18 km2 lands. Búrfellsgjáin sjálf er mikil hrauntröð úr gígnum að vestanverðu, um 3,5 km löng. Hún er meðal bestu dæma um hrauntraðir frá nútíma.
Afurðir Búrfells, Búrfellshraun, tilheyrir eldstöðvakerfi kennt við Krýsuvík. Búrfell er hringlaga nálægt gígur úr hraunkleprum. Gígurinn er 179 metrar yfir sjó þar sem hann er hæstur og 140 metrar að þvermáli milli barmanna. Dýptin hefur mælst 58 metrar frá hæsta og 26 metrar frá lægsta barmi. Mismunurinn á barmi gígsins stafar af misgengi sem átti sér stað eftir að eldvarpið hlóðst upp.
Búrfell gaus einu sinni, það var flæðigos og framleiðslan var fyrst og fremst Búrfellshraunið. Meginuppistaðan í eldvarpinu eru kleprar, þeir eru lagskiptir og hallar lögunum bratt niður í gíginn. Rofist hefur ofan og utan úr Búrfelli og hefur myndast hvasst egg á toppi fjallsins sem er úr lausri gosmöl.
Búrfellshraun er bæði innan marka Garðabæjar og Hafnarfjarðarbæjar. Tveir megin hraunstraumar hafa komið frá Búrfelli. Það sem aðgreinir þessar kvíslir er Helgadalshraun. Búrfellið gengur undir ýmsum nöfnum eftir því hvar það er. Sá hraunstraumur sem er Hafnarfjarðarmegin hefur eftirfarandi nöfn: Næst Búrfelli hleðsla í gerði Gjáarréttarer Smyrlabúðahraun, Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og vestar heitir það Flatarhraun. Garðabæjarmegin er fyrst Garðahraun, Urriðakotshraun, Vífilstaðahraun, Hraunholtshraun, Gálgahraun og Balahraun. Hraunið er stórbrotið apalhraun og meðalþykkt þess er ekki undir 20 metrum. Samkvæmt aldursákvörðun á mó sem kom í ljós hjá Bala á Álftanesi er það um 7240±130 C14 ára.
Í hrauninu út með Vífilsstaðahlíð grynnkar hrauntröðin og hverfur. Sá endi Búrfellsgjár nefnist Selgjá. Hún er grynnri, en breiðari. Segir það nokkuð um hraunmagnið, sem um hana rann. Hæðarmismunurinn á gjánum stafar af misgenginu, sem fyrr er lýst. Á köflum eru gjárveggirnir hrauntraðarinnar í heild þverhníptir og mynda sums staðar grunna hellisskúta sem eru með snarhöllu þaki. Barmar, veggir og botn hrauntraðarinnar er allt úr Búrfellshrauni. Niðri í Búrfellsgjánni stendur fjárrétt sem nú er friðlýst. Í Selgjánni eru minjar 11 selja frá Görðum. Norðvestan endimörk hennar eru allnokkrir hellar, m.a. fallega hlaðin fjárskjól.
Búrfell og Búrfellsgjá eru með stórkostlegustu náttúruminjum höfuðborgarsvæðisins er gígurinn Búrfell og hrauntröð hans, farvegur hraunsins úr gígnum, Búrfellsgjá. Gjáin er mögnuð gönguleið um land sem vart á sér líka. Steindepillishjónin, sem áttu sér hreiður í gjánni, voru áreiðanlega sama sinni. Söngur þeirra gaf annan tón í annars magnaða fuglahljómhviðuna.
Gjárétt er ævagömul. Hún er hlaðin úr hraungrjóti og er mjög stílhrein. Hún var lögð af sem skilarétt Hafnarfjarðar, Garðahrepps og Bessastaðahrepps um 1920 og er nú friðlýst af þjóðminjaverði.
SteindepillSkammt vestan við réttina er sex metra djúp misgengissprunga sem nefnist Vatnsgjá, og niðri í henni er uppspretta. Vatn er eðlilega mjög torfundið á þessum slóðum, allt hripar það niður í hraunið og hverfur augum vegfarenda. Skýrist þar valið á réttarstæðinu og líklega hefur fé verið haldið þar um tíma áður fyrr, sbr. söguna af Krýsuvíkur-Gvendi.
Veggir Búrfellsgjár eru fimm til tíu metra háir og víða eru hellisskútar í þeim. Greinilega má sjá hvernig hraunið hefur runnið. Taumar gjárveggjanna vitna um það.
Mjög fróðlegt er að skoða gjánna þar sem hún er þrengst, nær því efst uppi við sjálfan gíginn. Þar eru stórkostlegar hraunmyndanir, hraunið er víða lagskipt, sjá má hvernig litlir hrauntaumar hafa lekið niður vegginn og oft má finna lítil op inn í veggina og þar inni eru fallegir litir.
Tóft við GarðaflatirGjáarétt er fjallskilarétt í vesturenda Búrfellsgjár og var lögrétt fram til 1920. Smalað var til hennar fram yfir 1940. Réttin er hlaðin úr hrauni og þrátt fyrir að hún hafi verið endurgerð bera veggirnir ummerki eftir afleiðingar jarðskálfta, sem jafnan eru tíðir á svæðinu, enda stendur réttin á þéttri hraunhellu. Gjáarétt er á fornminjaskrá. Skammt norðan réttarinnar er Vatnsgjá, sem fyrr er lýst. Var hún meginvatnsból réttarinnar og selja í grenndinni. Gjáin er alldjúp gjá eða sprunga í hraunbotni gjárinnar. Hún er þröng og um 5-6 m á dýpt. Löguð hafa verið steinþrep niður í hana þar sem vatnsbólið var.
Gjárétt (eða Gjáarétt) mun hafa verið fjallskilarétt (lögrétt) til 1920 en þá var hún flutt niður í Gráhelluhraun og nefndist Hraunrétt. Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 kveður Árni Helgason gjárétt hafa verið hlaðna steinrétt er þjónaði sem fjallskilarétt Álftaneshrepps frá 1840.
Tóft við GarðaflatirÞað hefur verið sagt um Krýsuvíkur-Gvend að úr Krýsuvíkurhverfi hafi hann hafa farið inn í Garðahrepp, líklega að Setbergi, því öllum ber saman um það, að hann hafi haldist við í Gjáarrétt með fé sitt og sér enn merki þess. Einnig var hann um tíma með féð uppi í Bakhlíðum og sér þar votta fyrir byrgi sem við hann er kennt, Gvendarbyrgi. Og enn er þess að geta að Guðmundur var um stundarsakir í Straumsseli í Hraunum, þá líklega búlaus. Þaðan seldi hann sauði sína í Bessastaðaskóla. Guðmundur Bjarnason var talinn sérkennilegur í mörgu: einrænn og dulur í skapi, en kjarkmaður og einbeittur, skýr í hugsun og þrekmikill, og sumir töldu hann fjölkunnugan. Í norðaustanverðri Búrfellsgjá má sjá myndarlega fyrirhleðslu við aflangan skúta. Lítið er eftir af hleðslunni, enda hafa kvikmyndagerðarmenn og aðrir farið höndum um grjótið síðan mannsmynd var á fyrirhleðslunni. Syðst í henni má þó enn sjá hlaðinn innganginn.
Tóft við GarðaflatirSagt er, að Garðar og Garðakirkja hafi einu sinni verið á Garðaflötum, sem eru skammt fyrir innan Hafnarfjörð, en hafi verið flutt, þegar hraunið rann á. Sagan segir, að fólkið í Görðum hafi flúið undan hrauninu með ljós í hendi, en svo hafi verið um mælt, að kirkjuna skyldi reisa þar, sem ljósið slokknaði, en það var þar, sem nú er kirkjan og Garðastaður.
Auk gamalla sagna um bústað og minjar á Garðaflötum er vitað að Garðar höfðu í seli í og við Búrfellsgjá. Þá voru Garðavellir notaðir til skemmtana á meðan Gjáarréttin var og hét. Þær skemmtanir þóttu stundum keyra úr hófi fram og frá þeim er t.d. komið orðið “gjálífi”. Svo virðist sem minjarnar á Garðavöllum hafi fallið í gleymskunnar dá – a.m.k. þar til fyrir nokkrum árum.
Í umsögnum um svæðið hefur gjarnan verið sagt að “engar rústir hafa sést á Garðaflötum um langan aldur. Þeirra er heldur ekki getið í örnefnalýsingu Garðabæjar. Og ekki er vitað til þess að nokkur núlifandi hafi haft orð á að þar kynnu nokkrar slíkar að leynast.”
Lóuhreiðir við GarðaflatirSvonefndar Garðaflatir liggja við austurbrún Löngubrekka, norðvestan við Búrfell og Búrfellsháls. Hermt er að þar hafi Garðakirkja staðið fyrr á tímum. Í ritinu Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar (bls. 90) er vitnað til sagnaþátta Ólafs Þorvaldssonar, þar sem segi: „Þetta var á svonefndum Garðaflötum, sem liggja norðvestur frá Búrfelli. Allt land þarna umhverfis og langt út frá er hið forna land Garðakirkju á Álftanesi, og tel ég líklegt, að umgetnar flatir hafi fengið nafn af jörðinni Görðum. Ekki er ósennilegt, þegar stórt var búið í Görðum fyrr á tímum, að Garðaprestar hafi notað nokkuð þá ágætu vetrarbeit, sem er um þessar slóðir, til dæmis framan af vetri, og látið halda fé þarna efra, því að nóg er þar góðra skjóla í hellum og öðrum afdrepum“. (Ólafur Þorvaldsson 1951:50-51). Kemur einnig fram í frásögn Ólafs, að fólk sem komið var til réttar hafi skemmt sér og dansað á Garðaflötum.
Undir norðaustanverðum brekkubrúnum Garðaflata má sjá tóftir, m.a. húss, gerðis og garðs. Enn ofar má sjá þar tóftir tveggja minni bygginga, líklega fornra topphlaðinna fjárborga. Lóuhreiður var utan í garðinum – með fjórum eggjum.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.ust.is/media/skyrslur2003/Burfell.pdf
-http://2www.flensborg.is/sisi/hafnarfj/burfellshraun
-http://www.gardabaer.is/upload/files/Gardab_kortab_bak.pdf

Burfell