Tag Archive for: Garðahraun

Gálgaklettar

Listasafn Reykjavíkur efndi til gönguferðar um Gálgahraun og Klettahraun að kvöldi 14. júní 2012 í tengslum við sýninguna „Gálgaklettur og órar hugans“ sem stendur yfir á Kjarvalsstöðum um þessar mundir.
Kjarval-221Þar eru m.a. sýnd um 30 
málverk sem Jóhannes Sveinsson Kjarval málaði í Klettahrauni, sem er hluti Garðahrauns, en hann nefndi myndirnar ýmist úr Bessastaðahrauni, úr Gálgahrauni eða jafnvel Gálgaklettur þó svo að hann hafi ekki málað Gálgakletta enda komst hann aldrei nálægt þeim stað þar sem þeir klettar standa.
Ólafur Gíslason listheimspekingur og sýningarstjóri hefur lagt út af málverkum Kjarvals og hvernig hann nálgaðist viðfangsefnið á afskaplega fjölbreyttan hátt í fyrirlestrum sínum í Listaháskólanum og víðar. Á sýningunni eru verk eftir fjölda annarra listamanna og talaði einn þeirra Halldór Ásgeirsson um nálgun sína við viðfangsefnið þegar komið var að Kjarvalsflöt og Kjarvalsklettum eins og farið er að nefna klettana sem Kjarval heillaðist svo mjög af og málaði aftur og aftur.
Kjarval-222Jónatan Garðarsson fór fyrir göngu um svæðið og byrjaði á að ganga um Vatnagarða í áttina að Gálgaklettum. Þar var staldrað við í bíðskaparveðri á meðan rætt var um staðinn og þá atburði sem talið er að þar hafi átt sér stað á meðan fógetavaldið var á Bessastöðum. Síðan var förinni heitið að Kjarvalsklettum og gengið frá Gálgahrauni, um Flatahraun milli Stóra-Skyggnis og Garðastekks í áttina að Klettum. Staldrað var við á nokkrum stöðum á leiðinni og rætt um það sem fyrir augu bar.
Göngufólk var ánægt með framtakið og ekki spillti veðrið fyrir en það var um 16 stiga hiti og sannkölluð rjómablíða. Hér eru tvær myndir af svæðinu, bæði nú og fyrrum af þeim mótífum sem Kjarval málaði á þeim aldarfjórðungi sem hann sótti sér efnivið á þessar slóðir.
Svo er hægt að skoða nokkur málverka Kjarvals og ljósmyndir sem teknar eru á sömu stöðum og hann málaði á 25 ára tímabili undir lok starfsferilsins.

Kjarvalsklettur

Kjarvalsklettur í Garðahrauni.

Garðahraun

Gengið var um Garðahraun. Við fyrstu sýn virðist hraunið erfitt yfirferðar, en ef rétt er farið er hvergi auðfarnara utan gangstétta Garðabæjar.
MálverkÞegar gengið er inn á hina fornu leið Fógetastíg að austanverðu inn á hraunbrúnina og henni fylgt spölkorn inn á slétt hraunið er tilvalið að venda til hægri, áleiðis að klettaborgum innan seilingar. Ofan við þær eru leifar af lítilli fjárborg (ævagamalli) og fyrirhleðslum. Augljóst er að þarna hefur verið setið yfir fé fyrrum. Hraunbollar eru grösugir og víða má sjá gróin vörðubrot, garðleifar og lítil skjól. Hið 8000 ára gamla hraun ber aldurinn vel. Í tilefni hans var boðið upp á allt sem alvöru gömul hraun geta boðið upp á; grónar sprungur, háa klapparkolla, innfelldar hraunæðar og alls kyns kynjamyndir. Á þessu svæði eru mannvistarleifar á grónum hól ofan við Eskines (sjá meira HÉR). Utar er hleðsla í sprungu, líklegt aðhald eða nátthagi. Þegar gengið var upp (suðvestur) hraunið birtust fleiri kynjamyndir og hraunstandar. Enn ofar sléttist hraunið og auðvelt er að fylgja yfirborðinu til suðurs. Á hægri hönd er svo „ógurlegt“ Gálgahraunið. Á stöndum þess stóðu gráðugar veiðibjöllur og biðu eftir bráð vorsins, eggjum mófuglanna.

Fyrirmynd

Garðahraunið er ótrúlega fljótfarið enda á millum. Fyrirvaralaust komust tvífætlingarnir upp undir suðurbrún þess, að svonefndu „Kjarvalskletti“ eftir að hafa lagt lykkju á leiðina til að komast niður í eina myndarlegustu klettagjána. Hvarvetna á leiðinni mátti sjá hvar fyrirmyndirnar að verkum meistarans biðu léreftsáfestingar. En líftími mannsins er bara svo skammur þegar horft er til líftíma hraunsins – nema maðurinn breyti því til hins verra. Það er nefnilega svo auðvelt og það tekur svo skamman tíma að skemma viðvarandi fegurð ef ekki er að gætt. Stundarskemmarverk (sbr. stundarbrjálæði) getur svipt komandi kynslóðir ánægjunni af fá að njóta fyrrum dásemda. Þær sá meistari Kjarval í hrauninu og þær sjá allir aðrir er hafa næmt auga fyrir fegurð landsins. Auðvitað getur sú skynjun tapast í ölduróti annarra hagsmuna, s.s. kröfu til aukinna lífsgæða og þörf á landrými undir íbúðir og vegi.

Móslóði

Ætlunin var m.a. að skoða eina af fyrirmyndum Kjarvals. Með afrit af málverki við hendina fannst staðurinn. Umhverfis voru miklar klettaborgir, en fyrirmyndin virtist léttvæg þar sem hún var þarna í hinu tilkomumikla landslagi. En af einhverri ástæðu valdi Kjarval þennan stað, enda hafði hann næmt auga fyrir myndefninu.
Austan við þennan stað og vestan við annan stað, sem hann málaði einnig á, liggur gata; Móslóði.
KjarvalÍ örnefnalýsingu segir að eftir 
honum var farið með klyfjahesta og reiddur mór úr Hraunsholtsmýri, áður en akvegur kom til sögunnar. Slóðanum var fylgt til norðurs. Áður en langt var komið varð gróin varða á leiðinni. Frá henni lá gatan áleiðis yfir slétt gróið hraunið og síðan undan halla þess, áleiðis niður að uppruna Fógetastígs (þar sem hann kemur inn á Garðahraunið). Gatan er vel greinileg alla leiðina, allt þar til hún mætir Fógetastíg. Þar er mosavaxin varða er gefur til kynna hvar gatnamótin eru.
Frábært veður. Gangan um Garðahraunið tók 2 klst og 2 mín.

Garðahraun

Litir eftir Kjarval í Garðahrauni skammt frá Móslóða.

 

Garðahraun

Í tilefni af því að nú virðist vera fyrir hendi áhugi að afmá hluta Fógetastígs var ákveðið að ganga götuna enda á millum þar sem hún er enn greinileg (2009).
VarðaGengið var um stíginn yfir Garðahraun áleiðis að Garðastekk og áfram áleiðis að Bessastöðum. Í leiðinni var hugað að Móslóða í Garðahrauni og Garðagötunni (-veginum) áleiðis um norðanvert Garðaholt að Görðum. Fógetastígur er hin forna leið í gegnum hraunið á leiðinni millum Reykjavíkur og Álftaness (Bessastaða). Garðagata liggur um Garðaholt frá Görðum, inn á Garðahraun við Garðastekk og sameinast Fógetastíg inni í hrauninu. Móstígur er austlægari, liggur frá Fógetastíg nyrst þar sem hann kemur inn á Garðahraun og síðan í suðlæga stefnu áleiðis að Engidalshrauni.
Í fornleifaskráningu fyrir Garðahraun segir m.a.: „Gamli vegurinn (götuslóði) úr Reykjavík út á FógetastígurÁlftanes lá yfir Hraunsholtslæk og út með ströndinni. Hann greinist í tvo slóða í Hraunviki. … Hinn götuslóðinn úr Hraunviki hefur vestlæga stefnu, og hefur hann verið alfaraleið á liðnum öldum. Víða sjást djúpir troðningar og hófaför í klöppunum. Hann greinist um mitt hraunið. Liggur annar í Garðahverfið, en hinn út á Álftanes. Rétt sunnan við, þar sem vegirnir skiptast, er Skyggnir, stór, einstæður klettur.“ segir í örnefnalýsingu. Troðningar sjást meðfram fjörunni í Hraunviki og upp með hraunbrúninni vestan við vikið, en um 50 m frá flæðarmáli, þar sem lítið vörðutyppi er á brúninni liggur gatan upp á hraunið og er þar geil í brúnina. Hraunið er allslétt um 400 m bein vestur frá Hraunviki og liggur leiðin um það slétta svæði og skiptist gatan sumstaðar í fleiri en eina rás en er allsstaðar mjög skýr. Hún liggur síðan í hlykk fram hjá hraunklettum þar sem hraunið er einna hæst og beygir til norðvesturs vestan við klettana. Þar sem gatan beygir er hraunið allslétt og gætu troðningar legið þaðan til suðurs og suðvesturs en ekki eru þeir skýrir. Frá beygjunni liggur gatan beint í um 300 m – og er þar samsíða fyrirhuguðu vegarstæði, sumstaðar innan við 20 m frá því, en fer undir veglínuna við hæl sem merktur er 1660 m. Þar beygir gatan til vesturs og liggur síðan niður úr hrauninu á móts við hleðsluna.
TóftÍ flagmóunum vestan við hraunið má rekja götuna áfram til vesturs og hefur hún nokkuð beina stefnu á Selskarð. Þar sem gatan nálgast fjörumál í Lambhústjörn eru götupaldrar á stuttum kafla en síðan hverfur hún alveg í mýri og flög. Vestan við Selskarð sést framhald götunnar en þar hefur verið gerður malarvegur, nú aflagður. Líklegt er að gatan hafi klofnað við Selskarð og austari grein legið út á Bessastaði en hin á vesturhluta Álftaness. Á móts við núverandi Garðaholtsveg liggur annar slóði upp í hraunið, um 100 m norðan við Garðastekk og liggur til norðausturs og sameinast aðalgötunni eftir um 250 m. Þetta mun vera gatan sem lá í Garðahverfi. Sú gata er mun ógreinilegri en aðalgatan út á Álftanes.
Í hrauninu er gatan víðast alldjúp geil, allt að 1 m djúp og 1-2 m breið, algróin. Brotnað hefur af götunni á einum stað við Lambhústjörn. Þessi leið hefur verið notuð fram á síðustu ár 19. aldar en sumarið 1873 var lagður vegur yfir Flatahraun frá Sjónarhóli í Engidal, og framhald á honum áleiðis á Hraunsholtið 1879. Endanleg vegtenging við Reykjavík kom þó ekki fyrr en 1897-99. Eftir það mun aðalleiðin á Álftanes hafa fylgt hinum uppbyggða vegi milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur og beygt útaf honum í Engidal.“
VarðaUm Móslóðan segir skráningin: „Stígur úr Garðahverfi, lá meðfram Garðaholti og yfir Flatahraun og svo yfir hraunið inn að Arnarnesvogi, en þar tóku Garðhverfingar upp mó. Troðningur þessi var nefndur Móslóði. (Ath.: G.S. nefnir hann Gálgahraunsstíg syðra, en ekki kannast Guðmann við það nafn, og mun það rangt. … Gamli vegurinn (götuslóði) úr Reykjavík út á Álftanes lá yfir Hraunsholtslæk og út með ströndinni. Hann greinist í tvo slóða í Hraunviki. Hefur annar suðvestlæga stefnu nokkurnveginn á [Garða]holtsendann (þar sem sandnámið var. Hann var við líði fram um 1920, en er nú að mestu uppgróinn. 

Varða

Er þetta hinn fyrrnefndi Móslóði. Eftir honum var farið með klyfjahesta og reiddur mór úr Hraunsholtsmýri, áður en akvegur kom til sögunnar“, segir í örnefnalýsingu. Þessi stígur hefur verið sá austasti af þeim sem lágu yfir hraunið milli Garða og Hraunsholts. Hann hefur af lýsingunni að dæma legið upp í hraunið á svipuðum slóðum og Álftanesvegur kemur nú niður úr því að sunnan, og þaðan legið til norðurs uns hann sameinaðist Fógetagötu í miðju hrauninu. Víða sjást troðningar á þessum slóðum en hvergi er hægt að rekja ákveðna götu alla þessa leið. Þessi leið hefur verið ívið greiðfærari með reiðingshesta heldur en aðalleiðin sem lá norðar.“
GarðastekkurUm Garðastekk segir: „Krummaklettar eru fyrsta örnefnið á hægri hönd, þegar farið er norður hraunbrúnina norðan Álftanesvegar. Hefur hraunskelin brotnað þar niður og myndað klettana. … Rústir af gamalli fjárrétt, Garðastekk, eru u.þ.b. 150 metrum norðan við Krummakletta, á móts við Garðaholtsveg, þar sem hann kemur á Álftanesveg. Rétt þessi var notuð fram yfir 1930.“ segir í örnefnalýsingu. Tveir túnbleðlar eru sunnan undir hraunbrúninni á móts við Garðaholtsveg. Norðan við austurendann á vestari blettinum er stekkurinn, grjóthlaðin rétt með 4 hólfum og vestan við hana gróin tóft.
Réttin er hlaðin utan í hraunkant og hefur stekkjartún verið í kring. Það hefur nú verið ræktað. Fjær eru stórgrýttir flagmóar. Réttin skiptist í fjögur hlaðin hólf en Gerðimilli hennar og hraunsins myndast einnig tvö hólf til viðbótar. Þá sjást leifar af fimmta hólfinu nyrst. Sunnan við það er 11×9 m hólf með dyrum á vesturvegg og eru hleðslurnar allar bogadregnar í þessu hólfi. Sunnan við það er stærsta hólfið og er ekki gengt á milli. Það er 19×6 m og er aðeins gegnt úr því í annað af tveimur minni hólfum sem eru áföst við það sunnanvið. Þau eru bæði um 5×5 m með dyr á suðurvegg. Í krikanum sem myndast vestan við stekkinn er grasi gróin tóft, 10×4 m að utanmáli og mögulega kró eða smátóft aftan úr henni að austan. Gæti verið hinn eiginlegi stekkur.“ Ekki er minnst á leifar fjárborgar ofan við Garðastekk, sem verður að þykja allmerkilegar mannvistarleifar. Og ekki heldur er minnst á mun fleiri minjar, sem er að sjá á og við Fógetastíg.
FógetastígurHér skal byrjað á byrjuninni; á austurenda Fógetastígs. Hann kemur upp á hraunbrúnina eins og áður hefur verið lýst. Stígurinn er mjög greinilegur þar sem hann liggur gróinn í sveig upp brúnina. Fyrir innan hana er gatan nokkuð slétt. Vörðuleifar eru á vinstri hönd. Heilleg varða er framundan á vinstri hönd. Áður en að henni er komið greinist gatan. Aðalgatan liggur áfram til vinstri, áleiðis að vörðunni, en hjáleið liggur til hægri. Fylgjum hjáleiðinni; hún er alls ekki ógreiðfærari, en beinni. Vörðubrot er á henni við lágan hól áður en gatan beygir og liggur svolítið niður á við. Þaðan liggur hún með brún upp á við og beygir til vinstri, að áberandi stökum klettastandi, framhjá honum og þá til hægri. Síðan liggur þessi hluti upp hraunið uns hann kemur saman við aðalgötuna allnokkru ofar. Vörðubrot er á leiðinni. Sennilega hefur þessi hluti Fógetastígs verið notaður af kunnugum því hann styttir leiðina svolítið. Ástæðan gæti líka verið sú að af þessarai leið liggur þvergata stystu leið niður í Gálgakletta. Hana gætu menn því hafa farið er átt hafa þangað erindi. Sú gata er enn vel greinileg ef rétt er farin.
KjarvalsverðugheitOg þá aftur inn á aðalleið Fógetastígs. Engar vörður eða vörðubrot sjást á þessari leið allt þangað til komið er að fyrrnefndum gatnamótum. Þar fer gatan í gegnum hraunskarð og er undirlagið hnoðað af manna og dýra fótum. Þarna beygir gatan til vestnorðvesturs. Skammt þar frá má greina að því er virðist forn tóft, ca. 3×6 m., hægra megin götunnar. FRá henni liggur gata til vinstri, áleiðis að Garðastekk austanverðum. Þar er Garðagatan. Aðra slíka tóft má sjá stuttu lengra, vinstra megin götunnar. Frá henni liggur gata til vesturs og kemur hún niður af hraunbrúninni inn í hlaðið gerði norðvestan við Garðastekk. Þegar lengra er haldið eftir aðalleiðinni má sjá vörðubrot. Þar liggur gatan til vinstri í sveig niður af hraunbrúninni, í gróinn hvamm. Þá liggur hún niður með hraunkantinum og inn á móana áleiðis að Bessastöðum. Stuttu eftir að gatan kemur niður af hraunbrúninni má sjá hleðslur utan í hrauninu, sennilegt skjól, enda er líklegt að kvosin hafi verið áningarstaður fyrrum.
KletturÞá var haldið til baka eftir Fógetastígnum inn að gatnamótum götu er liggur vestur af hraunbrúninni norðvestur af Garðastekk. Eftir að hafa skoðað stekkinn var fjárborg (sjá mynd hér efst) litin augum á hraunbrúninni ofan við stekkinn. Einhverra hluta vegna hafa fornminjar þær ekki verið skráðar. Suðaustan við stekkinn er gróin kvos inn í hraunkantinn. Í henni eru hlaðin gerði á tveimur stöðum. Í kvosinni sjálfri eru leifar af tóft, sennilega undan bragga eða seinni tíma húsi. Innan við hana liggur gata upp á hraunið. Fylgja má henni nokkurn spöl, en þar greinist hún í tvennt; annars vegar til suðurs, áleiðis inn á Móslóða og hins vegar inn að stórbrotnum hraunmyndunum, sem gætu jafnvel fyllt meistara Kjarval minnimáttarkennd.
TóftÞá var haldið aftur að gatnamótum Garðavegar og Fógestastígs og hinum síðarnefnda fylgt að upphafsreit. Á leiðinni fer hann í gegnum hraunskarðið fyrrnefnda, en skammt innan við það eru gatnamót Fógetastígsleiðanna, sem áður var lýst. Auðvelt er að fylgja Fógetastígnum því hann er bæði gróinn og auk þess hefur hann verið unninn á köflum. Víða er stígurinn djúpt markaður í jörðina og vel gróið umleikis. Hann er jafnan á nokkuð sléttu plani og því auðveldur eftirferðar. Ef aðalleiðinni er fylgt má áætla ca. 15-20 mín. á milli hraunbrúna. Ef vilji er til að fara báðar göturnar, sem fyrr hefur verið lýst, er um að ræða ca. hálfrar klukkustundar rólega göngu – reyndar í stórbrotnu, síbreytilegu og ógleymanlegu hraunumhverfi. Hafa ber í huga að standi vilji til að skoða og upplifa þessar fallegustu hraunmyndanir landsins til langrar framtíðar þarf einungis að bregða sér spölkorn út af stígnum og berja þær augum.

Garðahraun

Garðahraun – götur. ÓSÁ.

Í leiðinni var ákveðið að skoða austurhluta Garðahrauns. Við þá skoðun fundust hlaðin gerði á a.m.k. þremur stöðum. Öll eru þau við legu fyrirhugaðs Vífilsstaðavegar yfir Garðahraun – og væntanlega óskráð sem fornleifar.
Benda má áhugasömu fólki um hreyfingu og útivist að gefa sér, þótt ekki væri nema einu síðdegi, til að skoða Garðahraun. Tryggja má, með loforði um óafturkræfan skilafrest, að vitund þess og áhrif af þessu nánasta umhverfi þéttbýlismyndunar-innar mun verða sú sama og Kjarvals fyrrum.
Gangan var notuð til hnitskrá götur í Garðahrauni eins og sjá má á meðfylgjandi loftmynd. Ástæðan var einkum sú að fyrirhugað er að leggja nýja vegi yfir Garðahraunið austanvert, þ.e. Álftanesveg og Vífilsstaðaveg.
AlftanesvegurÞótt FERLIR sé að öllu jöfnu á móti röskun forn- og náttúruminja er viðlagið jafnan það að skoða aðstæður nánar áður en upp úr er kveðið. Tvennt hefur þá komið í ljós; annars vegar að takmarkaður áhugi og vilji til að láta fara fram rannsóknir á tilteknu svæði og að fornleifaskráningu (ef hún err yfirleitt framkvæmd) er stórlega ábótavant. Oftar en ekki er verktakinn búinn að fara yfir svæðið á jarðýtu og aka óvart yfir hugsanlegar minjar, sem þyrfti að skrá. Ef svo óheppilega vildi til að verktakinn missti af hugsanlegum minjum á leið sinni, en fornleifafræðingar uppgötvuðu þær við leit, hafði hinn fyrrnefndi óvart rennt yfir það á skriðtækinu sínu um það leiti er skýrsla hins síðarnefnda birtist. Svona er lífið…
Frábært veður. Gangan tók 1. klst og 11. mín.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar.
-Fornleifaskráning.

Fógetagata

Fógetagata.

 

Garðahraun

Jóhannes Sveinsson Kjarval málaði nokkur málverka sinna í Garðahrauni þar sem hraunmyndanir voru notaðar sem fyrirmyndir (,,Kjarvalssvæði“). Árið 1955 var haldin yfirlitssýning á verkum Kjarvals í Listasafni Íslands. Um 25.000 manns sóttu sýninguna. Þá hafði hann uppgötvað Gálgahraun á Álftanesi og hafði málað þar oft, stundum nokkrar myndir af sömu fyrirmyndinni. Þrátt fyrir verðmætin, sem í verkum Jóhannesar felast, eru mótvív hans, þ.e. hraunmyndanirnar, ekki síður verðmætar.
KjarvalJóhannes Sveinsson Kjarval fæddist í Efriey í Skaftafellssýslu árið 1885. Fjögurra ára var hann sendur í fóstur til frændfólks síns í Geitavík í Borgarfirði eystra og ólst þar upp.
Þegar Kjarval var 17 ára fluttist hann til Reykjavíkur. Hann hafði lengi verið áhugasamur um myndlist og einsetti sér að mennta sig og taka framförum á listabrautinni. Vann hann fyrir sér með sjómennsku og ýmsum störfum í landi en teiknaði og málaði þegar tími vannst til.
Kjarval var ljóst að til að ná árangri í myndlist yrði hann að fara utan. Síðla árs 1911 sigldi hann með togara til London með það að markmiði að komast inní Konunglega listaháskólann. Ekki fékk Kjarval skólavist en hann notaði tímann í London til að skoða söfn og mála. Næsta vor hélt hann til Kaupmannahafnar. Að loknu árs teikninámi við tækniskóla fékk hann inngöngu í Konunglega listaháskólann. Þar stundaði hann nám næstu árin og brautskráðist í árslok 1917.
KjarvalskletturÁ námsárunum kom Kjarval oftast heim á sumrin og málaði. Að loknu náminu í Kaupmannahöfn ferðaðist hann um Norðurlönd og dvaldist einnig um hríð á Ítalíu.
Kjarval fluttist til Reykjavíkur við upphaf 20. aldar. Þá var höfuðstaðurinn mjög frábrugðinn því sem nú er. Um aldamótin bjuggu í Reykjavík tæplega 7000 manns, flestir í torf- eða timburhúsum. Fyrsta myndlistarsýningin á Íslandi var haldin árið 1900. Þá sýndi Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) málverk sín. Þórarinn var fyrsti íslendingurinn sem fór til útlanda gagngert til þess að læra listmálun, en Ásgrímur Jónsson (1876-1958) varð fyrstur íslendinga til að gera myndlistina að aðalstarfi sínu. Kjarval naut tilsagnar beggja þessara manna.
KjarvalÁ fimmtugsafmæli Kjarvals 1935 var haldin yfirlitssýning á verkum hans í Menntaskólanum í Reykjavík. Með þeirri sýningu festi hann sig í sessi sem einn ástsælasti og virtasti málari þjóðarinnar. Vinsældir hans jukust og fjárhagurinn batnaði. Árið 1945 sýndi hann 41 mynd í Listamannaskálanum. Af þeim seldust 38 strax fyrsta klukkutímann. Á hálfum mánuði sáu um 14 þúsund manns sýninguna, eða um þúsund gestir á hverjum degi. Þessi mikli áhugi endurspeglaði ekki aðeins aukinn áhuga á list Kjarvals heldur einnig breytingu sem var að verða á íslensku samfélagi.
KjarvalskletturEftirfarandi tilvitnanir lýsa vel viðhorfi Kjarvals til náttúrunnar, lífsins og listarinnar: „Það er svo mikill vandi að vera manneskja. Það hefur alltaf verið erfitt fyrir mig. Við höfum margs að gæta, náttúran leikur við mannseðlið og ef við gætum okkar ekki á leik náttúrunnar verður engin list til. Og við verðum að hugsa um steinana. Við megum ekki alltaf láta þá liggja undir skugganum okkar, við eigum stundum að klappa þeim og hlusta á þá og heyra hvað þeir hugsa.“
Kjarval málaði víða um land. Fram til 1939 fór hann aðallega á Þingvöll og aðra staði í nágrenni Reykjavíkur. Bágur efnahagur takmarkaði möguleika hans til ferðalaga. Eftir 1939 ferðaðist Kjarval meira um Samalandið. Staðir sem hann fór oft á að mála voru: Þingvellir, Svínahraun, Álftanes, Snæfellsnes, Skagaströnd, Vestur-Skaftafellssýsla og Borgarfjörður eystri.
Í útvarpsviðtali frá 1957 segir Kjarval um verk sín: „Listin mín er innifalin í mótívinu og á mörgum myndum af sama mótívi ef mér finnst það vera það gott að það sé hægt að búa til margar myndir af því úr sama stæði, ekki kóperuð mynd af mynd, heldur standa og sjá mótívið í mismunandi veðri.“
Oft er talað um að með landslagsmyndunum sem Kjarval málaði á síðari hluta ævinnar hafi þjóðin lært að sjá og meta fegurðina sem býr í íslenskum mosa og hraungrjóti. Áður var náttúrufegurð einkum talin felast í tignarlegum fjöllum, birkihríslum og grænum túnum.
MálningHér er ekið dæmi í Garðahrauni (Gálgahrauni), sem Kjarval festi á striga, stundum nefndur Kjarvalsklettur. Sjá má hleðslu í skjóli undir klettavegg þar sem hann hefur setið og málað klettinn. Ofan við skjólið eru litir þar sem hann hafði skolað úr penslum sínum. Þessi ummerkri sjást enn á vettvangi:
Þótt staðir sem Kjarvalsfyrirmyndir teljist ekki til fornleifa og eigi því ekki að vaðveitast sem slíkir er engu að síður ástæða til að umgangst þá af virðingu því það kom ekki af engu að listamaður með svo næmt auga fyrir fegurð umhverfisins taldi ástæðu til að festa þá á striga svo aðrir mættu njóta þess með honum til framtíðar.

Heimild:
-www.listasafnreykjavikur.is

Garðahraun

Kjarvalsklettur í Garðahrauni.

Garðahraun

Nú (apríl 2009) eru síðustu forvöð að líta á fornminjar og kletta sem Kjarval málaði margsinnis um miðja síðustu öld. Ástæðan er fyrirhuguð lagning nýs Álftanesvegar um hraunin. Að öllu óbreyttu munu framkvæmdir hefjast við veginn innan fárra daga.

Ófeigskirkja

Jónatan Garðarson hefur fjallað um þennan hluta hraunsins. „Árið 1996 komu fram fyrstu hugmyndir um færslu Álftanesvegar norður í Garðahraun á rúmlega 1 km kafla. Margt hefur verið skrifað og skrafað um þessa hugmynd og ýmsar leiðir verið skoðaðar. Nú virðist stefna í að framkvæmdir muni hefjast þar innan skamms og hefur veginum verið valin leið í gegnum hraunið á stað sem margir eru mjög ósáttir við. Veginum er ætlað að liggja frá Engidal um Flatahraun mjög nærri nýju húsunum,  rétt norðan við klettana þar sem Kjarval málaði margar af merkustu myndum sínum, og um Klettahraun nærri Gálgahrauni á milli Fógetagötu og Garðastekks. Vegurinn mun koma niður af hrauninu mjög nærri Garðastekk og liggja í áttina að núverandi vegstæði í Selskarðslandi.

Minjar

Fornleifakönnun var gerð á svæðinu mili Selskarðs og Engidals árið 1999. Þessi könnun ber með sér að minjar í námunda við Engidal hafa annaðhvort farið framhjá þeim sem könnina gerðu eða ekki talist nógu merkilegar. Það stendur beinum orðum í könnuninn að ekki sé vitað um neinar fornleifar í Engidal. Merkasti minjastaðurinn nærri Engidal er Grænhóll sem er með greinilegri tóft og þar er einnig Engidalsstígurinn sem sést ágætlega á köflum.

Allt hraunsvæðið sem vegurinn mun liggja um tilheyrir Búrfellshrauni sem rann fyrir um 7-8000 árum úr eldgígnum Búrfelli. Búrfellshraun er samheiti sem jarðfræðingar hafa gefið öllum hraunmassanum sem þekur í dag um 18 ferkílómetra, en var mun víðfeðmari á sínum tíma. Búrfellshraun skiptist í fjölmarga minni hraunfláka sem hver og einn hefur borið sitt eigið nafn frá fornu fari. 

vörðubrot

Hraunið er víða gróið fjölbreyttum plöntum úr íslenska jurtaríkinu og áhugavert að fara um það á sumrin þegar allt er í blóma. Hraunið sjálft er margbreytilegt og skiptist í nokkuð flata hraunvelli og grasgefnar lautir, úfna og ógreiðfæra fláka og klettótt belti með hrikalegum hraundröngum, djúpum gjótum og sprungreinum. Það er leitun að eins fjölbreyttu hraunlandslagi svo nærri mesta þéttbýli landsins enda hefur hraunið orðið skáldum að yrkisefni og listmálurum uppspretta myndsköpunar. Áður fyrr gegndi hraunið hlutverki beitilands búsmalans, þar var kjarrviður sem bændur sóttu í til kolagerðar, lyngrif var stundað í hraunin og mosinn nýttur til upphitunar.

Skjól

Berjalandið hefur jafnan verið gjöfult á haustin og á víð og dreif mátti finna ágæta slægjuteiga þegar öll grös voru nýtt til hins ítrasta. Fjölmargir slóðar og götutroðningar lágu um hraunið sem voru sumir fjölfarnir en aðrir næsta fáfarnir. Ein merkasta gatan var Fógetagata eða Álftanesgata sem var meginleiðin til og frá kóngsgarðinum á Bessastöðum.

Grænhóll og Engidalsstígur sem verður fórnað ef nýr Álftanesvegur verður lagður. Á Grænhól er tóft sem ekki hefur verið rannsökuð. Aðrar leiðir eru líka kunnar eins og  Sakamannastígur sem var líka nefndur Gálgastígur, Móslóði, Álftanesstígur, Engidalsstígur, Flatahraunsgata og Alfaraleið eða Fjarðargata sem var helsta leiðin í kaupstaðinn við Hafnarfjörð. Á þessum leiðum voru ýmis kennileiti sem vert er að hafa í huga og jafnvel manngerð hús eða skjól eins og á Grænhól.
NátthagiTóftin á Grænhól hefur verið svipuð að ummáli og Kapellan í Kapelluhrauni en engar sagnir eru þekktar um það til hvers Grænhólstóftin var notuð. Það má vel vera að þar hafi verið reist lítið skýli til að veita ferðamönnum í slæmum veðrum. Það getur líka verið að þar hafi upphaflega verið bænhús sem fékk annað hlutverk við siðaskiptin. Tóftin hefur ekki verið rannsökuð og þar af leiðandi ekki hægt að segja með neinni vissu hverslags mannvirki þetta var. Verði af lagningu Álftanesvegar er algjörlega nauðsynlegt að rannsaka hólinn áður en framkvæmdir hefjast því hann mun að öllum líkindum lenda í miðju vegstæðinu. Það er því ekki seinna vænna að rannsaka hann, áður en hann hverfur með öllu.

Grænhólstóft

Ófeigskirkju er getið í gömlum sögnum en ekki er alveg á hreinu hverskonar klettur þetta er að öðru leyti en því að hann er sagður klapparhyrna á Flatahrauni. Samkvæmt orðanna hljóðan trúði fólk að um hulda kirkju væri að ræða og álagablett sem ekki mátti raska. Þegar örnefnalýsing var gerð fyrir þetta svæði á sínum tíma áttuðu menn sig ekki á umfangi Flatahrauns og gerðu þar af leiðandi ráð fyrir að Ófeigskirkja væri horfin. Sagt er í örnefnalýsingum að kletturinn hafi verið brotinn niður þegar Álftanesvegurinn var lagður og örnefnið færst til yfir á gervigíg við Álftanesveg. Þar hefur nýlega verið sett upp spennistöð fyrir nýjan hverfið í Garðahrauni.

Engidalsvegur

Þrátt fyrir það sem stendur í örnefnalýsingunni hefur Ófeigskirkju ekki enn verið raskað, enda hefði engum heilvita manni dottið í hug að leggja til atlögu við hana þegar Álftanesvegur var lagður 1908. Örnefnalýsingin greinir einnig frá því að Grænhóll hafi verið hraunhóll neðan við Ófeigskirkju og þegar betur er að gáð stendur Grænhóll enn á sínum stað og Ófeigskirkja sömuleiðis. Það er engu líkara en þeir sem tóku að sér örnefnaskráninguna hafi blandað saman tveimur nöfnum og talið að Grenishóll og Grænhóll væru einn og sami hóllinn. Ófeigskirkja er álagaklettur sem ekki má raska. Grenishóll er hæðarhryggur til norðurs sem er norðan Álftanesvegar þar sem Flatahraunið endar í norðvestri. Þar var síðast unninn refur 1870 af Magnúsi Brynjólfssyni, hreppstjóra á Dysjum. Grænhóll er hinsvegar skammt frá Ófeigskirkju í suðausturjaðri Flatahrauns, langt frá Grenishól. Ruglingurinn er skiljanlegur því í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar stendur: ,,Þessi hóll er á austanverðu Flatahrauni. Framan við Flatahraun var klettur, sem hét Ófeigskirkja, en hann fór í veginn. Hann var þar sem gjóturnar byrjuðu. Vestan við Flatahraun er Engidalur, sem er skemmtistaður Hafnfirðinga við Hafnarfjarðarveg”.

Garðastekkur

Gamla Engidalsgatan mun eyðileggjast ef Álftanesvegur verður lagður. Engidalsstígur og Flatahraunsstígur voru mjög nærri Ófeigskirkju og við þann stíg stendur Grænhóllinn sem ekki er tilgreindur í rannsókn þeirri sem unnin var af fornleifafræðingum fyrir Vegagerðina 1999. Þessi stígar voru hluti af stíganetinu sem lá til Bessastaða og eru þeir enn mjög greinilegur í landinu þó þeir séu fyrir löngu orðnir vel grónir. Enn er tími til að þyrma þessum fornu minjum sem njóta verndar samkvæmt þjóðminjalögum og láta söguna og náttúruna njóta sannmælis.“

Fjárborg

Við þetta má bæta að hraunmyndanir í Garðahrauni eru einstakar þegar horft er á nálægð þeirra við þéttbýlið. Óvíða má nálgast slíkar kynjamyndir eins auðveldlega – og ekki spillir litadýrðin fyrir.
Í matsskýrslu um vegaframkvæmdina segir þó m.a.: „Verndargildi hraunsins og fagurfræðilegt gildi þess aukist eftir því sem hraunið sé úfnara og jarðmyndanir stórkostlegri. Ljóst sé að lagning nýs Álftanesvegar, ásamt hringtorgi, muni hafa í för með sér töluvert rask á hrauninu og rof á vestanverðum hraunkantinum.

Myndanir

Fyrirhuguð  vegarstæði muni þó ekki fara yfir jarðmyndanir sem eiga engan sinn líka annars staðar í hrauninu eða öðrum hraunum á Íslandi. Fram kemur að skv. lögum um náttúruvernd séu eldhraun runnin á nútíma á borð við Garðahraun-/Gálgahraun skilgreind sem landslagsgerðir sem skuli njóta sérstakrar verndar.“
Hér kemur fram að vegna þess að hraunmyndanir eru ekki sérstæðari og stórkostlegri en í öðrum sambærilegum hraunum væri ekki ástæða til að vernda þær, þrátt fyrir að þær njóti sérstakrar verndar skv. náttúruvernd. Skondinn rökstuðningur þetta!
GarðahraunÍ raun er Garðahraun ein samfelld kynjamynd eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmyndum.
Eins og fram kemur hér að framan eiga ekki, skv. fornleifaskráningu, að vera fornminjar í eða við fyrirhugað vegstæði. Sú fornleifaskráning hlýtur í besta falli að vera lélegur brandari því ekki þarf annað en að ganga svæði tið að sjá margar minjar við fyrstu sýn. Til að mynda er Grænhólstóftin fornleif. Neðan við hana er hlaðið skjó undir klettavegg. Skammt norðar má sjá leifar af ferhyrndu mannvirki, uppgróið. Enn norðar eru hleðslur í nátthaga. Fallin varða er við það. Og þá liggur Engidalsgatan eftir hrauninu endilöngu. Ef þetta eru „engar“ fornleifar þá er himininn líka grænn.
ÓfeigskirkjaÞað verður því miður að segja frá hverjum hlut eins og hann er. Reynslan af útgefnum fornleifaskýrslum af einstökum svæðum Reykjanesskagans er vægara sagt mjög slæm. Samt sem áður hafa hlutaðeigandi yfirvöld tekið þær góðar og gildar þegar ákvarðanir eru teknar um einstakar framkvæmdir sem Álftanesveg. Ofar en ekki eru staðsetningar fornleifa rangar, þeim er lýst á ófullnægjandi hátt, komist er hjá að leggja mat á þær og það sem vert er; nær alltaf vantar margar fornleifar í skrárnar, stundum nálægt 2/3 hluta þeirra, sem auðveldlega mæti greina eða heimildir segja til um.

Tóftin

Einhver gæti sagt að þetta væru stór orð, en því miður – þetta er reynsla þeirra, sem gerst þekkja, hafa skoðað svæðin og skráð minjar. Eitt dæmi um algera handvömm er skýrsla um fornleifar á tilteknu afmörkuðu svæði, en þegar innihaldið var skoðað nánar reyndist skrásetjarinn hafa verið á öðru svæði, en hann í raun og veru átti að skrá. Þegar gerðar eru athugasemdir við slíkar skráðar skýrslur virðast fulltrúar yfirvalda bara leggjast í fúlheit. Geta má þess að sá, sem þetta skrifar, fékk t.a.m. einkunnuna 10.0 fyrir fornleifaskráningu í fornleifafræði við Háskóla Íslands (svo hann telur sig hafa a.m.k. svolítgið vit á efninu, auk þess sem hann hefur leitað og skoðar minjar á svæðinu um áratuga skeið).
Við skoðun á tóftinni á Grænhól er ljóst að um fornleif er að ræða, en hún virðist hafa verið smalaskjól (um einn fermeter að innanmáli) eða búr fyrir smalann, en tóftin er ekki ómerkilegri fyrir það.
Eins og fram hefur komið hefur engin fornleifarannsókn verið Hraunstandurframkvæmd á henni. Það, hversu sjaldan fornleifarannsókn er framkvæmd á viðkvæmum svæðum, er svo efni í aðra umfjöllun. Með viðkvæmum svæðum er ekki átt við sögustaði, s.s. Þingvöll, Hóla eða Skálholt, heldur staði sem jafnan eru hluti af heilstæðri búsetumynd um langt skeið eða svo sérstök að ástæða væri að nota tækifærið og rannsaka hið óþekkta. Frumkvæði á slíkum rannsóknum hefur jafnan komið frá áhugafólki um einstakar minjar, en ekki minjayfirvöldum þessa lands þótt svo að lokum hafi þau þurft að hafa fyrir framkvæmdinni.
Í raun er löngu kominn tími til að leggja mat á fyrirkomulag minjaverndar í landinu, frumkvæði hennar og áhuga á viðfangsefninu. Hafa ber í huga að áhugasviðið þarf að vera víðtækara og snúast um annað og meira en bara innihaldið. Umgjörðin og tengslin við fólkið skiptir ekki minna máli, eigin rannsóknarvinnu og frumkvæði á áhugaverðum viðfangsefnum. Ef takmarkað fjármagn hamlar mögulegum árangri mætti virkja áhugafólk með áhrifaríkari hætti.
Undir Grænhól er mikið graslendi í hraunlægðum og bollum. Í þeim má m.a. sjá fyrrnefndan nátthaga, garðbrot á tveimur stöðum, annað skjól undir hraunvegg, vörðubrot o.fl. Þarna virðist því hafa verið setið yfir fé fyrrum. Ekki er ólíklegt að þarna megi finna leifar af stekk ef nánar er skoðað. Götur sjást á milli staðanna og frá þeim upp á meginleiðirnar, s.s. Fógetastíg og Engidalsveg. Þá eru greinileg tengsl millum þessa svæðis og fjárhaldsminjanna við Garðastekk.
Tilgangurinn með vettvangsferðinni var ekki að fornleifaskrá svæðið, það geta þeir gert sem það eiga að gera lögum samkvæmt.
Njótið á meðan er. Sjá umfjöllun RUV.

Heimild m.a.:
-Jónatan Garðason.
Litadýrð

Hádegishóll

Búrfellshraun kemur úr gígnum Búrfelli sem er um það bil 7 km austan við Hafnarfjörð. Búrfell tilheyrir eldstöðvakerfi kennt við Krýsuvík.
HraunsholtshraunBúrfell er hringlaga gígur úr hraunkleprum. Gígurinn er 179 metrar yfir sjó þar sem hann er hæstur og 140 metrar að þvermáli milli barmanna. Dýptin hefur mælst 58 metrar frá hæsta og 26 metrar frá lægsta barmi. Mismunurinn á barmi gígsins stafar af misgengi sem átti sér stað eftir að eldvarpið hlóðst upp.
Búrfell gaus einu sinni, það var flæðigos og framleiðslan var fyrst og fremst Búrfellshraun. Meginuppistaðan í eldvarpinu eru kleprar, þeir eru lagskiptir og hallar lögunum bratt niður í gíginn. Rofist hefur ofan og utan úr Búrfelli og hefur myndast hvasst egg á toppi fjallsins sem er úr lausri gosmöl.
Búrfellshraun er innan marka Garðabæjar og Hafnarfjarðarbæjar. Tveir megin hraunstraumar hafa komið frá Búrfelli. Það sem aðgreinir þessar kvíslir er Helgadalshraun. Búrfellið gengur undir ýmsum nöfnum eftir því hvar það er. Sá hraunstraumur sem er Hafnarfjarðarmegin hefur eftirfarandi nöfn: Næst Búrfelli er Smyrlabúðahraun (kennt við fuglinn smyril sem gerði sér hreiður þarna), Gráhelluhraun, Lækjarbotnahraun, Stekkjarhraun, Sjávarhraun, Arnarhraun og vestar heitir það Flatarhraun. Garðabæjarmegin er fyrst Garðahraun, Urriðakotshraun, Vífilstaðahraun, Hraunholtshraun, Gálgahraun og Balahraun.
Hraunið er stórbrotið apalhraun og meðalþykkt þess er ekki undir 20 metrum. Hraunsholtshraun-4Samkvæmt aldursákvörðun á mó sem kom í ljós hjá Bala á Álftanesi er það um 7240±130 C14 ára. Stærð þess er 18 km2.
Þegar gengið var um Hraunsholtshraun mátti bæði sjá mannvistarleifar eftir girðingar og ekki síst fyrirhugaða járnbrautarlagningu milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Flatahraun er skammt norðvestar, en er sjaldan getið í upptalningu hraunnefna Búrfellshrauns.

Búrfellshraun

Búrfellshraunin.

 

Gálgahraun

Gengið var um Grástein á Álftanesi, framhjá Selskarði, skoðuð steinbrú yfir Skógtjörn og haldið austur með suðurjarðri Gálgahrauns að Garðastekk.

Gálgahraun

Gálgahraun – skófir.

Skammt frá vegamótum Suðurnesvegar og Norðurnesvegar er sá merki steinn Grásteinn, sem er álagasteinn. Í honum eru för sem sýna að reynt hefur verið að færa steininn úr stað en eitt sinn er það var reynt sýndist mönnum Eyvindarstaðir standa í björtu báli og hættu við flutninginn. Skyggnt fólk segja álfa búa í steininum. Þeim er illa við að fólk fari með gassagangi framhjá honum. Sé það gert reyna þeir að gera því fólki glettu. Þeir láta fólks hins vegar í friði fari með friðsemd.
Gengið var með Álftanesvegi áleiðis að Gráhelluhrauni. Selskarð er þar á vinstri hönd, skammt austan heimkeyrslunnar að Bessastöðum.

Garðastekkur

Í Garðastekk.

Á leiðinni var skoðuð gömul göngu- og reiðleið um Álamýri við Skógtjörnina. Leiðin lá fyrrum um steinbrú, „stíflurnar“ yfir jarðar tjarnarinnar og stytti það leiðina yfir í Garðahverfi. Brúin var þó hrunin á nítjándu öld, að minnsta kosti þegar Benedikt Gröndal skrifaði Dægradvöl. Benedikt segir brúna „allmikið verk, en illa gert“.

Guðmann Magnússon, bóndi á Dysjum í Garðahverfi, lýsti helstu leiðum, sem farnar voru út á Álftanes um aldamótin.

Skógartjörn

Skógartjörn – brú.

Austur úr hafi tvær leiðir með sjónum í gegnum hraunið. Önnur í vestæga stefnu um Garðastekk, en þaðan hafi sú leið skiptst í tvennt og ein leið legið meðfram sjónum og út á Álftanes (Bessastaðasókn), en önnur í Garðahverfi.

Þetta getur vel passað við Fógetagötuna annars vegar og Garðaveg/-götu hins vegar, en hún liggur upp á Garðaholt, svo til í beina stefnu á Garðakirkju. Álftanesgatan gæti síðan hafa tekið við frá gatnamótunum, áleiðis að Bessastöðum.
Selskarði hefur verið mikið raskað, þrátt fyrir viðurkennt fornleifagildi. Það er í rauninni ágætt dæmi um hvernig á ekki að umgangast fornminjar og ætti því að geta orðið víti til varnaðar.

Fógetagata

Fógetagatan um Garðahraun.

Gísli Sigurðsson nefnir nafnið Selsgarðar. Í jarðabók ÁM og PV segir að Garðar hafi brúkað þar (í landi Hausastaða) skipsuppsátur. Álftanesgata (Fógetagata) hafi legið á vatnaskilum (þurrlendi) sunnan Selskarðsbæjar gamla.
Gálgahraun er fremsti hlutinn af hrauninu norðvestan Álftanesvegar. Þar lá vegurinn til Bessastaða allt fram á nítjándu öld. Gálgahraun þótti mjög gjöfult.

Ólafur Þorvaldsson segir í enduminningum sínum að “þeir , sem fóru til aðdrátta í Gálgahrauni, voru aðallega Garðhverfingar, svo eitthvað Hafnfirðingar, og var það þang og marhálmur, sem þangað var sótt, og ver það bæði rekaþang og skorið þang.

Garðastekkur

Garðastekkur.

Betra þótti rekaþang til brennslu en þang það, sem skorið var, aðallega fyrir það að minna salt virtist í því og þornaði því fyrr.
Þegar þangið var orðið þurrt báru menn það oftast heim á sjálfum sér, í stórum byrðum eða sátum, þar eð fæstir þurrabúðarmenn áttu hesta. Gálgahraun lætur ekki mikið yfir gróðri þeim, sem það býr yfir, en hann er meiri heldur en flesta grunar. Gálgahraun fæddi og fóstraði marga sauðkindina, meðan menn hagnýttu sér útibeit. Þó var beitin þar ekki með öllu áhættulaus. Gálgahraun, sem er nyrsti hluti Garðahrauns, á sér engin ákveðin mörk að sunnan í hrauninu.

Gálgahraun

Gálgahraun – kort.

Gálgahraun býður upp á stórbrotna náttúru. Hraunið, sem kemur úr Búrfelli um Búrfellsgjá, um 10 km leið og er um 18 ferkílómetrar. Hraunið er talið vera um 7200 ára. Heitir það ýmsum nöfnum á leiðinni. Í því eru fjölbreyttar tjarnir, fjörur og grunnsævi með auðugu lífríki. Gálgahraun er tilkomumikið nútímahraun með lífauðugum sjávarfitjum.

Hluti þessa svæðis hefur verið friðlýstur. Í matsskýrslu fyrir nýjan Álftanesveg kemur fram að hin forna þjóðleið, Fógetastígur, hafi verið leið um Gálgahraun. Stígurinn þykir mjög óvenjulegur þar sem óvíða hafi umferð á Íslandi verið það mikil fyrr á öldum að rásir hafi klappast í hraun. Stígurinn er þannig minnisvarði um mikilvægi Bessastaða sem miðstöðvar stjórnsýslu á Íslandi og efnahagslífs við Faxaflóa um aldur. Þykir stígurinn “meðal allra merkustu fornleiða á höfðuborgarsvæðinu og hefur ótvírætt varðveislugildi”.

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Gálgahraun er nefnt eftir Gálgunum nyrst í hrauninu. Þar var aftökustaður. Sakamannastígur liggur frá Álftanesgötu (Fógetastíg/-götu) yfir að Gálgaklettum.
Gengið var að Garðastekk. Garðastekkur er gömul fjárrétt. Mikilvægt er að varðveita stekkinn, enda teljst hann til menningarminja. Í hrauninu, ofan við stekkinn, er gömul fjárborg, sem ekki er getið um í örnefna- eða fornleifalýsingum.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar – 2002.
-Álftanessaga – Anna Ólafsdóttir Björnsson.

Gálgaklettar

Gálgaklettar – meintur grafreitur.

Hagakot

Í ritinu „Listin að lifa“ frá árinu 2007 skrifar Sigurður Björnsson greinina „Gengið um Garðabæ“. Umfjöllun Sigurðar birtist annars staðar á vefsíðunni, en í greininni minnist hann m.a. í stuttu máli á Hagakot í Garðabæ. Nefnt kot, eða öllu heldur ábúendur þess, skyldi eftir sig allnokkrar minjar í Hafnarfjarðarhrauni, auk þess sem Hagakotsstígurinn, þ.e. hinn forni selsstígur frá Hofstöðum að seli bæjarins að Urriðavatni, lá um Hagakot.

Hagakot

Hagakot – Tjarnarflöt 10.

„Suður frá Hofsstöðum stóð býlið Hagakot. Bærinn stóð þar sem nú er Tjarnarflöt 10. Gatan dregur nafn sitt af seftjörn, sem fyrrum var í ofanverðu túninu.“
Í manntalinu 1703 eru 5 íbúar skráðir í Hagakoti; 1703: „hálflenda so kölluð, því það hefur ekki fyrirsvar nema til helmings á móts við lögbýlisjarðir.“
Konungseign. JÁM, III, 225.
1703: „Engjar litlar.“ JÁM, III, 226.
Túnakort ekki til.

Hagakotsstígur

Hagakotsstígur. Urriðavatn framundan.

Hagakotsbær: „Býli í Garðahreppi, fyrrum Álftaneshreppi. Er nú í eyði [1964]. Átti sitt eigið tún, en beit í óskiftu Garðastaðalandi, fyrir fénað þann sem túnið framfleytti. Munmæli herma svo: Hagakot á utan túns, beit fyrir kýr í hafti og hest í stokk. Hagi er býli þetta nefnt í fornum bréfum Viðeyjarklausturs…Hagakotsbærinn: Stóð í túninu miðju, þar sér nú aðeins rústirnar,“ segir í

Hagakot

Hagakot – loftmynd 2023.

Skrá yfir örnefni og fiskimið. ,,Hagakot var jörð í Garðakirkjulandi…. Bæjarrústirnar eru horfnar með öllu.
Bæjarstæði Hagakots var þar sem nú er Tjarnarflöt 10″ segir í Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar. ,,Á móts við Brekkutögl liggur stígur út í hraunið, sem nefnur var Hagakotsstígur. Um hann var farið milli Urriðakots og Hagakots, en Hagakot var skammt norðan við Vífilsstaðalæk, en suður af Hofsstöðum“, segir í örnefnaskrá SP yfir Urriðakot.
Þar sem Hagakotsbærinn var áður er nú þétt og gróin byggð. Tjarnargata 10 er einbýlishús og bílskúr og er mikið af trjágróðri á lóðinni. Ekkert markar fyrir bæjarstæði Hagakots á yfirborði, þó leifar þess kunni að leynast undir sverði.“
2001: Bæjarrústir með öllu horfnar, þar er nú Tjarnarflöt 10. GRG, 102.

Í Tímanum 1970 segir frá Birni Konráðssyni, oddviti í Garðahreppi í nær þrjá áratugi. Í viðtali við hann segir Björn m.a. frá Hagakoti og nágrenni:

Björn Konráðsson

„Björn Konráðsson er seztur í helgan stein eftir langt og mikið dagsverk, rúmlega 75 ára að aldri, ern og hress í anda með hugann fullan af áhugamálum um Garðahreppsbyggðina og sístarfandi að hugðarefnum. Hann hefur haft fingurinn á slagæð þessarar byggðar allt hið hraða vaxtarskeið hennar og man tímana tvenna. Fáir hafa orðið vitni að og átt ríkari þátt í slíkum umskiptum sveitar sinnar.
Björn er Skagfirðingur að ætt, lagði ungur að árum leið sína til Noregs og kom þaðan búfræðingur frá Ási og réðst ráðsmaður að ríkisbúinu á Vífilsstöðum.
—Hvenær komst þú í Vífilsstaði, spyr ég Björn, þegar við erum setztir inn í stofu.
—Það var 1923. Berklahælið var þá tekið til starfa, sem kunnugt er og ríkisbúið við það stofnað, en lítið var farið að rækta. Þúfnabaninn frægi hafði þó komið þangað og ráðizt á mýrina vestan við bæjarásinn. Þetta er gamall vatnsbotn, mýrin mjög seig, og þurfti að ræsa hana fram. Það var ekki gert til hlítar í öndverðu, en síðar bætt um það.
Það kom í minn hlut að rækta tún úr umbroti þúfnabanans, og þetta varð gott tún, hefur gefið af sér margan hestburðinn. Það kól aldrei fyrr en 1952, en náði sér fljótt aftur, enda sáði ég í kalið.

Vífilsstaðir

Vífilsstaðir og nágrenni 1954.

— Hve stórt var búið á Vífilsstöðum, þegar þú tókst við, Björn?
— Bústofninn var einar 16 kýr og túnið gaf af sér um 200 hesta af íöðu. Síðar gáfu túnin af sér um 3 þús. hesta og auk þess voru tún ræktuð til beitar. Á þeim bletti, sem þetta hús stendur nú á hér á Flötunum, var einmitt kúabeit frá Vífilsstöðum framan af árum. Hér var kóngsjörð lítil, nefnd Hagakot. Þar var hætt búskap um 1920. Einnig var landið upp með læknum ræktað til beitar.

Hagakot

Hagakot – auglýsing 1895.

Mest varð búið hjá mér um 70 kýr mjólkandi, auk geidneyta, svo að nær hundrað var í fjósi stundum. Ég fékk mjaltavélar 1928.
Bústofninn var lítið annað en kýrnar, aðeins lítið eitt af svínum og hænsn.
— En óræktað land Vífilsstaða, var það beitt?

— Nei, það var snemma friðað, og síðan hefur mikið verið gróðursett af trjám í hlíðinni. Gróðurinn þar og í hrauninu hefur tekið ótrúlega miklum stakkaskiptum, og nú er hraunið orðið sannkallaður unaðsreitur með birkikjarri sínu, skjólbollum og hraunmyndum. Þessa lands getur fólkið hér í byggðinni nú notið, en ég treysti því til þess að verja það og vernda.
— Hve lengi hefur þú verið oddviti, Björn?
— Ég var kjörinn í hreppsnefnd hér 1931, og fer úr henni á þessu herrans ári 1970, svo að nú geturðu reiknað. Eru það ekki nær 40 ár? Oddviti var ég í 28 ár.“

Í Ísafold 1895 er Hagakot auglýst til leigu:

Hagakot

Hagakot – auglýsing 1896.

„Umboðsjörðin Hagakot í Garðahreppi, 8,3 hndr. að dýrleika eptir mati nýju mati, er laus til ábúðar í næstkomandi fardögum. Eptirgjaldið er; landskuld 40 álnir og leigur 20 álnir eptir smjörverði.
Umboðsmaður í Kjósar- og Gullbringusýslu, 14. desember 1895 – Franz Siemsen“

Í Ísafold 1896 er Hagakot aftur auglýst til útleigu:

„Umboðsjörðin Hagakot í Garðahreppi er laus til ábúðar í næstkæmandi fardögum. Eptirgjaldið er; landskuld 40 álnir og leigur 20 pd. smjörs.
Þeir, sem óska að fá ábúð á jörðu þessari, snúi sjer sem fyrst til mín sem umboðsmanns tjeðrar jarðar.
Skrifst. Kjósar- og Gullbringusýslu 17 des. 1896 – Franz Siemsen“

Í Ísafold 1898 er enn ein auglýsingin um leigu á Hagakoti:

„Hagakot í Garðahreppi, að dýrl. 8,3 hdr. n.m. Landskuld 40 álnir, leigur 20 pd. smjörs.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu 23. janúar 1898 – Franz Siemsen“

Hagakot

Hagakot – herforingjakort 1919.

Lítill áhugi virðist vera á jörðinni enda ræktað landrými takmarkað. Svo fór, líkt og Björn lýsti, að jörðin lagðist í eyði um 1920.

Í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar segir um Hagakot:

„Hagakot, býli í Garðahreppi, fyrrum Álftaneshreppi. Hagi er býlið nefnt í skjali frá gömlum tímum.

Hagakot

Hagakot – stekkur.

Hagakotsbær stóð í Hagakotstúni því nær miðju, en það mun hafa fóðrað þrjár kýr eða þar um bil. Hagakotstúngarðar lágu að því austan, norðan og vestan. Hagakotstraðir lágu frá bænum vestanvert upp túnið í alfaraleiðina, sem lá rétt ofan við túnið. Hali eða Ranghali nefndist vesturhluti túnsins. Ofan eða bak við bæinn var Hagakotstjörn. Þangað var stundum sótt vatn. Á sumrum var hún gróin fergini. Hagakotsmýri lá neðan túnsins niður að Hagakotslæk, eins og lækurinn var kallaður, meðan hann rann meðfram landi býlisins. Beint niður undan bænum var vatnsbólið og vatnsgatan ofan frá bæ og þangað niður. Vestan túns var Vaðið yfir lækinn, þar sem hann nefndist Djúpilækur. Suðaustur frá túninu var Steinbrúin eða Stiklurnar yfir lækinn.

Hagakot

Hagakot – Hagakotshellir.

Austan túns var barð, og þar var mótekja, nefndist Móbarð. Hagakotsmelar lágu vestan, ofan og austan túns, og þar um lá alfaraleiðin. Austan túns niður undan melunum var Torfmýrin. Um hana var talið, að lægi landamerkjalínan milli Hagakots og Vífilsstaða. Þar upp af var lægð, Grófin. Ofar í holtinu var Sérstakaþúfa, eða eins og hún var kölluð frá Hagakoti, Syðriþúfa. Aðrir töldu, að landamerkin lægju nokkru innar um svonefnda Nautalind eða Nautadrykk og þá um Mýrarblettinn.

Hagakot

Hagakot – loftmynd 1954.

Hagakotsstígur lá frá Vaðinu suður um hraunið, Svínahraun, að Urriðakoti. Því var stígurinn allt eins nefndur Urriðakotsstígur. Spölkorn úti í hrauninu var Hagakotshellir, lítill skúti, en þó skjól fyrir fé. Þar lengra úti á hrauninu var Hagakotshóll eða (?) Hádegishóll, eyktamark frá Hagakoti.

Þjóðjörðin Hagakot í Garðahreppi á tún sitt, hefur eftir fornri venju notað mýri fyrir neðan túnið og mótak í barði austur af túninu og beit í Garðakirkjulandi fyrir fénað þann, sem framfleytist af mýrinni og túninu.“

Öllu umhverfis túnstæði Hagakots fyrrum hefur nú verið umverft undir þarfir nútímans…

Heimildir:
-Listin að lifa, 2. tbl. 01.06.2007, Gengið um Garðabæ, Sigurður Björnsson, bls. 46.
-Manntalið 1703.
-Tíminn, 113. tbl. 24.05.1970, Hann var oddviti í Garðahreppi nær þrjá áratugi – Björn Konráðsson, bls. 14 og 22.
-Ísafold, 96. tbl. 21.12.1895, auglýsing, bls. 884.
-Ísafold, 89. tbl. 23.12.1896, auglýsing, bls. 858.
-Ísafold, 6. tbl. 02.02.1898, auglýsing, bls. 24.
-Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi, 7; GRG, 102; Ö-Urriðakot SP, 4.
-Örnefnalýsing, Hagakot – Gísli Sigurðsson.
-Garðahraun Efra- Fornleifaskráning- og skýrsla. Antikva 2018.

Hagakot

Hagakot og nágrenni – herforingjakort 1919.

Gálgaklettar

Við hraunjaðar Garðahrauns, skammt frá Garðastekk, er skilti um Gálgahraun. Þar segir í texta:

„Gálgahraun tilheyrir víðáttumiklu hrauni sem rann frá Búrfellsgíg fyrir um 8.000 árum. Búrfellshraun ber nokkur mismunandi nöfn og heita nyrstu hlutarnir Flatahraun, Klettar og Gálgahraun en sameiginlegt nafn þeirra er garðahraun. Gálgahraun var friðað  samt fjörum og grunnsvævi Skerjafjarðar 6. október 2009. Friðunin spannar 1.0815 km2 svæði sem samsvarar 108 kekturum.

Áhugaverðar gönguleiðir í Gálgahrauni:

Fógetagata (Álftanesgata)

Fógetagata

Fógetagata.

Gatan var alfaraleið Álftnesinga áður en vagnfær vegur var lagður snemma á 20. öld. Þeir sem áttu erindi til bessastaða kölluðu leiðina Fógetagötu á meðan fulltrúar konungs sátu staðinn. Leiðin var greiðfær í björtu en gat verið þungbúin í dimmviðri og vetrarhríð. Gatan sést greinilega þar sem hún hefur grópast ofan í hraunhelluna í aldanna rás. Að austan liggur hún um grunnt skarð við Hraunvik og kvíslast í Nyrðri Fógetagötu og Syðri Fógetagötu við Litla Skyggni. Hún Sameinast á smákafla nærra Stóra Skyggni áður en hún skiptist aftur í Garðastíg sem tengist kirkjustaðnum Görðum og Álftanesgötu sem liggur út á Álftanesið.

Móslóði

Gálgahraun

Gálgahraun – kort.

Á meðan mór var notaður til að viðhalda glóðinni í eldstæðum þeirra sem bjuggu í kotnum á Álptaneshreppi hinum forn var hann tekinn í Hraunsholtsmýri, Lágumýri og Arnarnesmýri. leiguliðar Garðakirkju sem bjuggu í Hafnarfirði og Garðahverfi fóru ófár ferðir um Móslóða til að sækja mó í mýrarnar. Ennþá er hægt að sjá hvar vegslóðinn lá milli mýtranna og Vegamóta við Álftanesveg. Þar komu leiðirnar frá Garðahverfi, Hafnarfirði og Álftanesi saman.

Gálgaklettsleið

Gálgaklettar

Gálgaklettar – horft af Gálgaklettsleið.

Gálgaklettsleið sveigir út af Fógetagötu í miðju Gálgahrauni skammt frá Stóra-Skyggni. Auðvelt er að rata með því að taka stefnuna til norðurs og miða við Bessastaði. Nokkrar djúpar götur eru sunna Gálgakletta og hægt að fara austan eða vestan þeirra áður en komið er að Gálgaflöt.

Sakamannastígur

Gálgaklettar

Gálgaklettar – meintur grafreitur.

Sakamannastígur er í hraunjaðrinum sunnan Lambhúsatjarnar. leiðin var einnig nefnd Gálgastígur eða Aftökustígur og gefa nöfnin til kynna hvað þarna fór fram. Stígurinn virðist hafa verið fjölfarinn en hann liggur fram hjá Litla-Gálga áður en komið er að Gálgaklettum. Þokkaleg lending er við Gálgaflöt, líklega voru sakamenn stundum ferjaðir yfir Lambhústjörn frá Bessastöðum. þei sem hefja göngu við Hraunvik geta nálgast Gálgakletta með því að fylgja strandlengjunni. leiðin liggur framhjá Eskinesi og smátjörnum Vatnagarða áður en komið er að Gálgaklettum.

Helstu staðir í Gálgahrauni:

Gálgaklettar

Gálgaklettar

Gálgaklettar.

Gálgaklettar sem heita allt eins Gálgar eru þrír talsins; Vestur Gálgi, Mið Gálgi og Austur Gálgi. þeir virðast vera dekkri yfirlitum en klettarir umhverfis þá og nafnið hefur nægt til að skjóta fólki skelk í bringu í aldanna rás. Staðkunnugir kölluðu klettana einu nafni Gálgaklofning þar sem þetta var upphaflega einn klettur sem klofnaði í þrjá hluta. Samkvæmt munnmælum voru sakamenn hengdir í Gálgaklettum, en ekki eru til ritaðar heimildir sem staðfesta þetta. Samt sem áður hafa mannabein fundist nærri Gálgaklettum. Þau styðja þessar sagnir.

Eskines

Eskines

Eskines – tóftir.

Eskines er sá hluti Búrfelshrauns sem lengst nær frá eldstöðinni Búrfelli. Ysti hluti Eskiness er í 12 km fjarlægð frá miðhluta Búrfellsgígs. Nærri hraunarðrinum er kofarúst frá seinni hluta 19. aldar þegar Þórarinn Böðvarsson prestur að Görðum ætlaði að koma þar upp æðarvarpi. Hann lét byggja kofann og fékk vinnuhjú til að búa þar með hænsni yfir sumartímann, en æðarvarpið misheppnaðist. Eskines er nánast flæðisker sem hefur sigið í aldanna rás og drukknuðu þar 40-50 kindur í eina tíð. Huga þarf að sjávarföllum ef farið er út á nesið, einkum á stórstraumi. Ofan Eskineseyra eru Eskinesklettar.

Garðastekkur

Garðastekkur

Garðastekkur.

Garðar var einn ríkasti kirkjustaður landsins um aldir og umhverfis prestsetrið var fjöldi hjáleiga sem nefndust einu nafni Garðahverfi. Garðakirkja átti miklar lendur. Á veturnar var búsmalanum haldið til beitar í Garðahrauni og Garðastekkur gegndi mikilvægu hlutverki. Vestur af honum eru hústóftir og á hraunrana hraunin fjárborg. Þessar minjar vitna um horfna búskaparhætti.

Kjarvalsklettar

Garðahraun

Kjarvalsklettur í Garðahrauni.

Listmálarinn Jóhannes Sveinsson Kjarval var heillaður af hraunslandsagi og fór á sömu staðina á mismunandi árstímum til að mála. Ákveðnir drangar í Klettahrauni urðu honum hugleiknir en hann málaði einng aðra kletta sem finna má í grenndinni. Kjarvalsklettar í Garðahrauni koma fyrir í nokkrum tugum málverka meistarans. Kjarval nefndi þessi málverk ýmist Hraun, Úr Gálgahrauni, Úr Bessastaðahrauni eða Frá Álftanesi.“

Taka þarf framangreindar lýsingar, sem og meðfylgjandi uppdrátt, með hæfilegum fyrirvara.

Gálgahraun

Fiskigarðar í Gálgahrauni.

Tag Archive for: Garðahraun