Tag Archive for: Grindavík

Brennisteinsfjöll

Brennistaeinsjallasvæðið“ hefur nú verið friðlýst. Því ber að fagna.
Verndarsvæðið er 123 ferkílómetrar að stærð og liggur í 400-500 metra hæð milli Kleifarvatns og Heiðarinnar há. Um er að ræða stærsta óbyggða víðerni sem eftir er í nágrenni höfuðborgarsvæðisins þar sem finna má ósnortnar gosminjar og minjar um brennisteinsnám en einnig kjarri vaxið svæði við Herdísarvík.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsnámurnar í Brennisteinsfjöllum.

Í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla er að finna skýrt afmarkaða gos- og sprungurein en einnig dyngjur og er Kistufell þeirra mest. Brennisteinsnám var stundað á svæðinu í nokkur ár milli 1876 og 1883 og sjást ummerki þess enn í hrauninu.

Kista

Kista í Brennisteinsfjöllum – samtal.

Með friðlýsingunni er háhitasvæði Brennisteinsfjalla verndað gegn orkuvinnslu yfir 50MW í varmaafli. Friðlýsingin nær ekki til annarra þátta en orkuvinnslu.

Brennisteinsfjöll

Útsýni yfir Reykjanesskagann til vesturs frá Bollum.

Kleifarvatn

Pálmi Hannesson skrifaði um „Kleifarvatn“ í Náttúrufræðinginn árið 1941. Þá skrifaði geir Gígja um vatnið í Sunnudagsblað Vísis sama ár:

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

„Sumarið 1930 rannsakaðii ég Kleifarvatn eftir tilmælum dr. Bjarna Sæmundssonar. Tilgangur rannsóknanna var sá að afla nokkurrar vitneskju um lífsskilyrði í vatninu, eðli þess og gerð, en það vex og minnkar til skiptis, eins og kunnugt er, og hafa menn verið harla ófróðir um orsakir þeirra breytinga.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Í þennan tíma var eigi bílfært nema skammt eitt suður frá Hafnarfirði, og gat ég því eigi komið við þeim tækjum, er ég hefði helzt kosið. Ég keypti norskan bát, fjórróinn, og lét flytja hann suður að vatninu með allmiklum erfiðismunum. Dvaldist ég við vatnið í vikutíma um miðjan júlímánuð, ásamt þeim kennurunum, Einari Magnússyni og Sveinbirni Sigurjónssyni, sem voru mér til aðstoðar. Bjuggum við í tjaldi í brekkukorni gegnt Lambhaga og höfðum yfirleitt allgott veður. Að lokum settum við bátinn á hellisskúta einn í Lambhaga, og sá lengi síðan nokkur merki þeirrar útgerðar.

DÝPTARMÆLINGAR.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Höfuðverkefni mitt var það að fá vitneskju um dýpi vatnsins og botnlag, enda hafði hvorugt verið nannsakað áður, svo kunnugt væri. Mældi ég dýpi á fjórum línum þvert yfir vatnið, en auk þess allvíða annars staðar, bæði út frá landi og úti á vatninu.

Niðurstaðan af mælingunum er í stuttu máli þessi: Vatnið er yfirleitt mjög djúpt eftir stærð og víðast mjög aðdjúpt, einkum undir Sveiflubálsi. Mest dýpi í vatninu, 87,5 m, mældist út frá Syðri-Stapa, aðeins 200 m frá landi. En þar er megindýpið mjóst, því að Stapinn þrengir að því sín megin, en frá hinu landinu gengur grunn lengra út en í mitt vatnið.

Fremri-Stapi

Stapi við Keifarvatn.

Sunnan við þessa mjódd breiðist megindýpið út, og er vatnsbotninn suður þaðan nokkuð regluleg skál með jöfnu aðdýpi og þó allmiklu, allt suður undir Geithöfða. Þó verður þar um 50 m. hár hamar, er gengur suður frá Syðri-Stapa nokkuð úti í vatninu.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Vatnsflöturinn er um 9,5 km2, og er þá mælt eftir uppdrætti herforingjaráðsins danska, sem gerður er samkv. mælingu frá 1908, en þá var mjög hiátt í vatninu. Árið 1930 var vatnið allmiklu minna. Þá var þurr fjara framan við Innri-Stapa, norðurvík vatnsins, Lambhagatjörn, þurr með öllu, svo að hvergi sá þar vatn, en að sunnan vatnaði aðeins inn fyrir tangana, sem afmarka víkina, er gengur upp að Nýjalandi. Telst mér svo til, að þá hafi flatarmál vatnsins verið um 8,65 km2 eða nærri 90 ha minna en þá, er mest er í vatninu.

BOTN.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – köfun.

Í öllu megindýpi vatnsins er leirbotn og raunar víðast þar, sem dýpi er 15 m eða meira. Út frá Syðri-Stapa eru þó hamrar og stórgrýti að minnsta kostá niður á 40 m dýpi. Leirinn á vatnsbotninum er límkenndur og mislitur, víðast gráblár eða grár, en sums staðar þó svartur, rauðleitur eða mógulur. Hann reyndist að langmestu leyti ólífrænn, enda mun hann vera veðrað móberg og hafa borizt í vatnið með vindi og í leysingum. Nokkuð er hann þó blandaður rotleifum (detritus) og eskilögnum (diatomea), og sunnan til í vatninu reyndist í honum vottur af brennisteini. Á grunnunum er sandur í botni, eða leir, en grjót næst landinu og sums staðar móibergsklappir alllangt úti. Ofan á sandinum er víðast mógrátt lag eða himna, og kveður þar mest að lífrænum efnum, rotleifum og eskilögnum. Í víkunum undir Sveifluhálsi er dökkur vikursandur, léttur og hvarflandi fyrir öldugangi. Við báða enda vatnsins og víkina sunnan við Lambhaga er kastmöl í fjörum og út þaðan í vatnið. Hefir öldurótið orpið henni upp í granda og malargarða.

FJARA.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Við suðvesturlandið er fjaran víðast föst, og er þar víðast grjót, en sums staðar klappir. Svo er og við stapana báða, Lambatanga, Geithöfða og Lambhaga, nema hvað þar eru hamrar víðast. Í víkunum beggja vegna við Syðri-Stapa er dökkur vikursandur mjög laus, en malarfjörur við vatnsendana, eins og áður getur.

HITI.

Kleifarvatn

Jarðhiti í og við Kleifarvatn.

Þá daga, er ég dvaldist við vatnið, neyndist yfirborðshiti þess um 10° C eða mjög hinn sami og meðalhiti loftsins í júlímán., enda breyttist hann með lofthitanum. Botnhiti á megindýpinu mældist 4,6° C, en á grunnunum tæp 9° C. Hitavarp (Sprungschicht) virtist eigi greinilegt, en þó lækkað hitinn mest á 20—30 m dýpi.
Tveir hverir að minnsta kosti koma upp í vatninu, báðir í því sunnanverðu, er annar skammt norður frá Lambatanga, en hinn austan við Geithöfða, nærri landi. Virðast þeir hafa hlaðið um sig hóla á vatnsbotninum og kemur allmikið vatn upp úr þeim.

Kleifarvatn

Hverir við Kleifarvatn.

Hita gætir þó eigi nema örskammt út frá þeim og aðeins í yfirborði, enda hafa þeir engin áhrif á hita vatnsins í heild. Sumarið 1930 vatnaði yfir hveri þessa, en þó eigi meira en svo, að báturinn flaut ekki yfir þann eystri, og rauk þar upp úr vatninu, þegar loft var kyrrt og rakt. Árið 1932 voru þessir hverir komnir upp úr vatninu.

AÐRENNSLI OG VATNSKOSTIR.

Svæði það, er veitir vatni til Kleifarvatns, er ca 30 km-, enda hefir vatnið ekkert fast aðrennsli ofan jarðar.

Seltún

Seltún – hverasvæði við Krýsuvík.

Lækjarkorn eitt rennur þó að jafnaði sunnan í það, en sumarið 1930 þornaði þessi lækur upp áður en hann næði vatninu. Hann kemur frá hverasvæðinu hjá Seltúni og er nokkuð mengaður brennisteinssamböndum.
Allt umhverfis vatnið má kalla gróðurleysur, nema að suðvestan, en þar liggja engjalönd frá Krýsuvík. Mjög lítið af áburðarefnum, einkum köfnunarefni, mun því berast í vatnið, enda er það ófrjótt. Sjóndýpi mældist ca 8 m norðanvert í vatninu, en ca 4,5 í því sunnanverðu, og hygg ég, að þar kenni brennisteinssambanda frá hverunum.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – uppdráttur.

GRÓÐUR OG DÝRALÍF.
Botnfastur gróður í vatninu er nær einvörðungu bundinn við grunnin, en þar eru talsverðar græður af þara allt út á 10 m dýpi.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Landnám 2002; Litla Grindavík numin.

Annarra plantna gætir lítið. Allstórir blettir eru þó á víð og dreif gróðurlausir með öllu, og yfirleitt eru plönturnar heldur þroskalitlar, enda mun köfnunarefni skorta. Grunnin og þeir aðrir hlutar vatnsins, þar sem botngróður getur þrifizt, munu varla vera meira en ca 180 ha, þegar ekki eru taldar víkurnar við vatnsendana, er þurrar voru vorið 1930.

Á grunnunum er allmikið um vatnabobba, einkum nærri landi, þar sem grýtt er. Mest virðist mér kveða að þeim sunnan til, og nálægt hverunum voru þeir mjög margir.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – sprengjuhluti a botni vatnsins.

Eigi fann ég önnur botndýr, en þó nokkuð af hömum og hýsum eftir skordýralirfur, bæði í vatninu sjálfu og vogrekum úr því. Aftur er mikil mergð hornsíla í vatninu og mörg stórvaxin. Mjög mörg þeirra voru með bandorm, svo að ég hefi hvergi annars staðar slíkt séð. Veltust þau hundruðum saman við fjörurnar dauðvona með orminn hálfan út úr kviðnum.
Heyrt hefi ég, að eitt sinn hafi lifandi silungur verið fluttur í vatnið, en hans sér nú engin merki. Svifdýr eru fá, einkum virðist einstaklingafjöldinn lítill í samanburði við önnur vötn, og eigi fann ég nema hinar algengustu tegundir.

Fjörubeltið er tiltakanlega lífsvana, og veldur þar vafalaust miklu, að vatnið vex og minnkar frá vori til hausts og ári til árs. Vikurfjaran niður frá Sveifluhálsi má heita aldeyða, og líku máli gegnir um malarfjöruna við vatnsendana. Helzt er líf að finna í fjörunni suðaustan við vatnið, enda er hún grýtt og föst. Nokkurt mý var við vatnið og fáeinar vorflugur. Sundfuglar dvöldust þar ekki að jafnaði, en nokkrar stokkendur komu þangað öðru hverju sem gestir.

VATNSHÆÐARMÆLINGAR.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – dýpt.

Það er gamalt mál, að í Kleifarvatni gæti flóðs og fjöru og komi hvorttveggja á 40 ára fresti þannig, að vatnið vaxi í 20 ár, en minnki í önnur 20. Tvenn merki höfðu menn til þessa. Annað er það, að Krýsvíkingar fóru með kaupstaðarlestir sínar fram með vatninu, þegar þar var fært með hesta, en þar er ófært talið nema fara megi fjöru framan við Innri-Stapa. Hitt merkið er engiland frá Krýsuvík, sem liggur sunnan við vatnið og fer í kaf, þegar hæst er í því. Má gera ráð fyrir því, að Krýsuvíkurmenn hafi gefið gaum að þessum merkjum, og er því líklegt, að munnmælin um vatnið hafi við rök að styðjast.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hverir.

Guðmundur Jónsson, sem síðastur bænda bjó að Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík, sagði mér það, sem hér fer á eftir: Árið 1880 fluttist Árni sýslumaður Gíslason að Krýsuvík. Var vatnið þá talið minnkandi, en þó mikið. Engjarnar voru komnar upp, en fífugróður þar svo mikill, að á Nýjalandi „fékkst vel á engjalest“, og bendir gróðurfar þetta til þess, að engjarnar hafi verið komnar undan vatni fyrir nokkrum árum, en þó blautar.
Árið 1895 fluttist Guðmundur að Nýjabæ. Var vatnið þá talið vaxandi, og ófært fyrir Stapann. Ekki vissi Guðmundur, hvenær vatnið hefði orðið minnst milli 1880 og 1895, en taldi þó, að það hafi alltaf verið fremur mikið á því tímabili og vafasamt, hvort þá hafi verið fært fyrir Stapann, enda var tíðarfar kalt og votviðrasamt á þeim árum.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Eftir 1895 óx vatnið jafnt og þétt, og fóru Krýsuvíkurengjar í kaf árið 1907 eða 1908. Telur Guðmundur, að vatnið hafi komizt hæst árið 1912, en tekið síðan að lækka, og árið 1916 komu engjarnar aftur upp úr. Eftir 1920, einkum eftir 1924, hyggur hann að mestu hafi munað um lækkunina, en ekki var þó farið fyrir stapann fyrri en 1929, en þá var komin þar allgóð fjara, svo að hann telur líklegt, að þar hafi verið fært 1—2 árum fyrr.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – hverir.

Á uppdrætti herforingjaráðsins er vatnsborðið talið 135,00 m yfir sjó árið 1908, en ekki mun sú ákvörðun alls kostar nákvæm. Eftir samanburðarmælingum, sem Jón Víðis hefir gert, stóð vatnið 132,44 m yfir sjó árið 1930, en 131,67 m árið 1932, þegar það var lægst. Samkvæmt þessu hefir vatnið staðið 3,33 m hærra árið 1908 en árið 1932, en eftir 1908 hækkaði það enn til 1911 eða 1912, og má því ætla, að munurinn á mestu og minnstu hæð þess hafi verið 4,0—4.5 m.
Árið 1926 tók Emil Jónsson, vitamálastjóri, mynd við vatnið, og mátti af henni marka hæð vatnsins þá með mikilli nákvæmni. En síðan 1930 hefir vatnshæðin verið mæld árlega og sum árin oftar en einu sinni. Mælingarnar annaðist Emil Jónsson frá 1932 —1938, en vegamálastjórnin eftir það.

Kaldrani

Kleifarvatn.

Það gefur að skilja, að þessar mælingar séu of fáar til þess, að af þeim megi draga miklar ályktanir um breytingar vatnsins, hversu þær gerist eða hve lengi hver umferð (cyclus) standi. Þó sýna þær, að vatnið hefir ekki vaxið jafnt hin síðari ár, heldur í stökkum með kyrrstöðu á milli eða jafnvel afturhvarfi. Þannig hækkaði vatnsborðið um 212 cm frá 1932—1934, stóð svo í stað til 1935, en lækkaði síðan á næsta ári um 107 cm. En heimildir þær, sem hér hefir verið getið, benda til þess, að hið síðasta breytingaskeið vatnsins hafi verið um 40 ár, eins og munnmælin herma, og má því ætla, að þau styðjist við athuganir. Að minnsta kosti má telja víst, að vatnið hafi orðið mest árið 1911 eða 1912, en farið síðan minnkandi til 1932.

ORSAKIR VATNSBORÐSBREYTINGA.

Reykjanesskagi

Kleifarvatn.

Ýmsar tilgátur hafa komið upp um það, hvað valda muni þessum breytingum á vatninu, og mun sú almennust, að það hafi afrennsli neðanjarðar gegnum gjár eða hella, er ýmist teppist eða lokist einhverra orsaka vegna. Sumir hugsa sér þetta afrennsli sem einhvers konar sogpípu, er taki að verka, þegar vatnið er hœst, en fyllist lofti, þegar í því lækkar. Ekki virðast mér þessar skýringar næsta sennilegar, og kennir þar raunar misskilnings á eðli stöðuvatna. Mun því rétt að ræða þetta mál nánar og freista þess að finna skýringu, er við megi hlíta, að minnsta kosti sem undirstöðu frekari rannsókna.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – kort herforingjaráðsins.

Kunnugt er, að Kleifarvatn vaxi á vetrum, en minnki á sumrum, hvað sem hinum langvarandi breytingum líður. Guðmundur í Nýjaibæ sagði mér, að þegar hátt væri í vatninu, gengi það hærra á Krýsuvíkurengjar á vetur en sumar, og er fjara tæki. Kæmu engjarnar upp úr að sumrinu aðeins, en hyrfu undir vatn á veturna fyrst í stað.
Sumarið 1931 mældum við Emil Jónsson lækkun vatnsborðsins frá efstu fjörumörkum um vorið til 15. júlí, og nam hún 70 em. Síðari mælingar sýna og, að vatnið minnkar frá vori til hausts. Þannig lækkar vatnsborðið um 20 cm frá 18. maí til 25. nóv. árið 1938, en árið 1936 lækkar það um 20 em frá 16. júlí til 16. ágúst, eða nærri því um 0,6 cm á sólarhring að meðaltali. Kleifarvatn er ekkert einsdæmi að þessu leyti, heldur eiga öll afrennslislaus vötn sammerkt í því, og er munurinn á vatnsborðinu vor og haust sums staðar miklu meiri, t. d. í ýmsum smávötnum á hálendinu. Þar hefi ég mælt fulla 6 m frá vatni að efstu fjörumörkum ársins.

Grænavatn

Grænavatn í Krýsuvík.

Skýringin á þessum árlegu vatnshæðarbreytingum virðist mér í stuttu máli þessi: Afrennslislaus stöðuvötn eru hluti af jarðvatninu og verða þar, sem jarðvatnið liggur ofar en yfirborð jarðar. Vatnsborð þeirra er því raunar jarðvatnsborðið sjálft. Nú nærist jarðvatnið á úrkomunni, þeim hluta hennar, sem ekki gufar upp eða rennur fram ofanjarðar. Jarðvatnsyfirborðið hækkar því í úrkomum, en lækkar í þurrkum. Sama máli gegnir þá um afrennslislaus vötn. Þau hækka því að jafnaði yfir veturinn, en lækka yfir sumarið. Á hálendinu verður þessi árstíðamunur meiri en á láglendinu, því að þar geymist vetrarúrkoman að mestu sem snjór, er leysir á skömmum tíma á vorin. Vötnin verða því mest, er leysingum lýkur.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vatnsborð eftir árum.

Hver er þá orsök hinna langvarandi vatnsborðsbreytinga?
Samkvæmt þeirri skoðun, sem hér hefir verið lýst, verður að ætla, að þær stafi af langvarandi breytingum á úrkomu. Ekki er mér kunnugt um, að slíkar úrkomubreytingar hafi verið rannsakaðar hér á landi, en svo ber við, að erlendir fræðimenn hafa fært að því veigamikil rök, að þær eigi sér stað.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Kleifarvatn liggur í djúpri dalkvos milli brattra hlíða. Beggja vegna við það hlýtur því jarðvatnsborðið að liggja allmiklu hærra en vatnsflöturinn og halla að honum. Jarðvatnið hlýtur því að streyma stöðugt til vatnslægðarinnar, en aðstreymi þess er ekki svo mikið, að það nægi til þess að fylla hana svo, að vatnið fái framrás ofanjarðar. Hins vegar hallar svo stóru svæði að vatninu, að óhugsanlegt er, að uppgufun frá vatnsfletinum hamli á móti aðrennslinu. Vatnið hlýtur því að hafa afrennsli neðan jarðar, og það afrennsli er rennsli jarðvatnsins. Nú getur jarðvatnið ekki fremur en annað vatn runnið þangað, sem hærra vatnsborð er fyrir, en þannig er háttað beggja megin við Kleifarvatn, eins og áður segir. Hæð Grœnavatns og Gestsstaðavatns sýnir, að sama máli gegnir um lægðina suðvestur frá vatninu. Afrennsli vatnsins hlýtur því að vera til norðausturs, undir skarðinu, sem verður milli Lönguhlíðar og Sveifluháls. Í Kleifarvatni öllu er því straumur til norðausturs — straumur jarðvatnsins.

Lambhagatjörn

Lambhagatjörn.

Þegar vatnið er svo hátt, að Lambhagatjörn sé þurr, liggur afrennslið undir botni hennar. En ef vatn er í tjörninni, rennur fyrst inn í hana úr aðalvatninu, en síðan aftur út úr henni um norðausturfjöruna. Í ósnum hlýtur straumurinn að vera mestur, og þar má mæla afrennslið. Mjög væri fróðlegt að fá úr því skorið, hvort þetta afrennsli er jafnt eða ekki. Í miklum þurrkum er trúlegt, að uppgufunin úr vatninu verði meiri en aðrennsli þess, og ætti þá að renna úr tjörninni inn í vatnið, að minnsta kosti ætti straumurinn í ósnum að verða mjög lítill. Í júlí 1930 mældi ég vatnshæðina daglega, og virtist mér bún fara mjög eftir veðri.

Arnarvatn

Arnarvatn í Krýsuvík.

Mest var lækkunin 0,9 cm á sólarhring, og var þá hinn glaðasti þurrkur. Samkvæmt því hafa á þessum tíma horfið úr vatninu um 778 500 smálestir og svarar það til nærri 9 m3  rennslis á sekúndu. Er næsta ótrúlegt, að aðrennslið nemi svo miklu.
Jarðvatnsborðinu hallar alls staðar að Kleifarvatni, nema að norðaustan, og hallinn er víðast mikill. Úrkomuaukning á því greiða leið að vatninu. Aftur liggur afrennsli þess gegnum þröngt skarð og eykst því ekki svo mjög, þó að vatnsborðið hækki, heldur stendur það fyrir líkt og stífla. Er ekki ósennilegt, að þetta skýri það, að Kleifarvatn virðist hækka og lækka meira en önnur vötn.“

Geir Gígja skrifaði um „Leyndardóm Kleifarvatns„:

Kleifarvatn

Kleifarvatn – loftmynd.

I.
Kleifarvatn hefir lengi verið mönnum ráðgáta. Fá vötn, sem ekkert gefa í aðra hönd, hafa vakið eins mikla athygli hjá alþýðu manna og einmitt það.

Kleifarvatn

Kleifarvatn um Stapana.

Aðalástæðan til þessa eru breytingar þær, sem verða á yfirborðshæð vatnsins og hafa valdið tjóni á engjum í Krýsuvík, sem liggja að vatninu að sunnan. Einnig er leiðin um fjörurnar, fram með vatninu að vestan, ófær, þegar hátt er i því. Kleifarvatn hefir lítið verið rannsakað vísindalega fram til ársins 1940, að Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans lét gera nákvæmar rannsóknir á því í samráði við Hafnarfjarðarbæ, sem kostaði þær að mestu leyti. Við dr. Finnur Guðmundsson unnum að rannsóknum þessum.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Rannsökuðum við vatnið á 32 stöðum, þannig, að við mældum dýpi þess, hita við botn og yfirborð með samanburði við lofthita og tókum jarðefni á vatnsbotninum og sýnishorn af gróðri hans og dýralífi. Einnig tókum við sýnishorn af svifi við yfirborð vatnsins og sýnishorn af vatninu sjálfu til efnarannsókna. Við athuguðum og fjörurnar fram með vatninu, gróður þeirra og dýralíf og jarðmyndanir í umhverfi vatnsins. Sá, sem þetta ritar, hefir auk þess gert nokkrar athuganir í sambandi við hækkun og lækkun á yfirborði Kleifarvatns, og verða hér birtar í fáum dráttum helztu niðurstöður af þeim.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vatnshæðarmælir.

En áður en farið er út í það, skal geta um nokkra fræðimenn, er hafa athugað vatnið og sumir þeirra getið þess í ritum sínum. Þorkell Vídalín segir t. d., að Kleifarvatn hafi breytzt við jarðskjálfta árið 1663. Þorvaldur Thoroddsen lýsir umhverfi vatnsins og skýrir frá ferð sinni fram með því 1883. Segir hann, að vatnið hækki og lækki til skiptis og getur þess, að svo hátt hafi verið í því, þegar hann var þar, að ekki hafi verið fært fyrir Stapann.
Árið 1930 lét Emil Jónsson vitamálastjóri setja merki við Kleifarvatn til þess að sjá, hvernig hækkun og lækkun í vatninu væri háttað. Hefir svo afstaða merkjanna til vatnsyfirborðsins verið athuguð árlega síðan. Sama ár athugaði Pálmi Hannesson rektor vatnið og mældi dýpi þess, en ekkert hefir hann birt um þær rannsóknir.

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Í Árbók Ferðafélags Íslands árið 1936 ritar dr. Bjarni Sæmundsson grein, er hann nefnir „Suðurkjálkann“. Segir þar meðal annars: „Kleifarvatn er þriðja stærsta vatn á Suðurlandi, 6—7 km. langt frá NA til SV, og 2 km. breitt og auðsjáanlega orðið til við landsig milli Sveifluháls og vesturhlíða Lönguhlíðarhásléttunnar. Liggur vatnið þarna allniðurgrafið á milli hamraveggja Sveifluháls og snarbrattra skriðna Vatnshlíðarinnar, afskekkt og lítið þekkt eins og óbyggðavatn, enda þótt það hafi hingað til verið nálægt byggð og árlega heyjað á bökkum þess, og má það furðulegt heita, þegar þarna er um eitt merkasta stöðuvatn heimsins að ræða, enda þótt umhverfið sé hrjóstrugt í meira lagi.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vatnshæðamælingar á vegum Orkustofnunar.

Vatnið hefir lítilsháttar aðrennsli, en ekkert sýnilegt frárennsli. Það er stórmerkilegt vegna þess,að yfirborð þess,sem að jafnaði er ca. 135 m.y.h. hækkar ca. 4 m. á fáum árum og lækkar svo smám saman aftur á ca. 30 árum, án þess menn viti neitt um, hvernig á því stendur.“ Dr. Bjarni hafði þekkt Kleifarvatn um langt skeið, að minnsta kosti af afspurn, því að hann var alinn upp í Grindavík og sjálfur hafði hann séð vatnið. Er því óhætt að fullyrða að það, sem hann segir hér um það, er það réttasta, sem vitað var um það á þeim tíma.

Árið 1938 athugaði Ólafur Friðriksson rithöf. Kleifarvatn og lét í ljósi þá skoðun, að hækkunin og lækkunin í því stafaði af breytingu á afrennsli þess neðan jarðar. Ekkert hefir hann birt á prenti um þessar athuganir sínar.

Kleifarvatn

Eyja, „Litla-Grindavík“, kom upp úr vatninu fyrir nokkrum árum. FERLIRsfélagar helguðu sér hið nýja land.

Árni Óla blaðamaður getur um Kleifarvatn í Lesbók Morgunblaðsins árið 1932 og 1940. Í síðari greininni, þar sem hann ræðir um hækkun og lækkun í vatninu, kemst hann að þeirri niðurstöðu, að vatnið fái afrennsli um sprungur, er opnist við jarðskjálfta, en sígi svo saman og smáfyllist af sandi.

II.

Lambhagatangarrétt

Lambhagatangarrétt.

Hér á undan hefi eg drepið á það helzta, sem gert hefir verið til þess að auka þekkingu manna á Kleifarvatni, sérstaklega með tilliti til hækkunar og lækkunar í vatninu, og skal nú fara um það nokkrum orðum.
Menn virðast helzt hafa hallazt að þeirri skoðun, að breytingarnar á yfirborði vatnsins væru jarðfræðilegs eðlis. Þorkell Vídalín getur um lækkun í vatninu við jarðskjálfta, Ólafur Friðriksson álítur orsökina breytilegt niðurrennsli og Árni Óla telur breytingarnar á vatninu stafa af jarðskjálftum.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Það þarf ekki annað en að koma að Kleifarvatni og sjá jarðlögin í Sveifluhálsinum til þess að ganga úr skugga um, að miklar byltingar af völdum jarðskjálfta hafa átt sér þar stað, enda mun vatnið aðallega myndað við landsig. Og það er ekki ósennilegt, að enn geti jarðhræringar valdið breytingum á vatninu. Eg hefi þó ekki getað aflað mér neinna upplýsinga, sem benda tilþess, að svo hafi orðið undanfarna áratugi. Magnús Ólafsson, sem hefir átt heima í Krýsuvík um hálfa öld, telur, að engar sýnilegar breytingar hafi orðið á vatninu, þegar hinn mikli gufuhver — Austurengjahver — breyttist í sína núverandi mynd árið 1924, eða endranær, þegar jarðhræringar hafa verið þar syðra. Breytingunum á vatninu er heldur ekki þann veg háttað, að líkur séu til að þær eigi yfirleitt rætur sínar að rekja til jarðskjálfta.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Það sem dr. Bjarni Sæmundsson segir um breytingarnar á vatnshæðinni i Kleifarvatni, er í aðaldráttum i samræmi við það, sem eg hefi heyrt eftir mönnum, sem átt hafa heima í Krýsuvík fyrr eða síðar, og hafa orðið að veita þessu nána athygli vegna þess að vatnið flæðir fljótt yfir meira eða minna af engjunum, þegar hækkar í því. Hæð vatnsborðsins snerti þvi beinlínis afkomu manna þar, og því hlutu þeir að fylgjast með öllum stærri breytingum, sem urðu á því.
Hin síendurtekna hækkun og lækkun i vatninu, getur ekki að öllu leyti stafað af niðurrennsli um vatnsbotninn, enda hefir engum tekizt enn þá að finna eðlilegt samband þar á milli. Eg mun síðar í þessari ritgerð sýna fram á, að aðalorsakirnar eru líka allt aðrar, nefnilega, tímabilaskipti í úrkomunni. En með því er ekki sagt, að niðurrennsli eigi sér ekki stað, þó að í því sé ekki að finna skýringuna á aðalbreytingunum á vatnsborðinu.

Lambhagatjörn

Lambhagatjörn.

Nokkrar líkur eru fyrir því, að Kleifarvatn hafi frárennsli neðan jarðar í Lambhagatjörn, en það lítur út fyrir að vera svo takmarkað, að það geti ekki tekið á móti nema vissu vatnsmagni, þyi að það virðist ekki hafa yeruleg áhrif á breytingar vatnsins, eins og síðar mun sýnt fram á. En það, sem bendir til þess, að vatnið hafi þarna afrennsli, er sífellt innstreymi í tjörnina úr Kleifarvatni. Þann 23. ágúst i sumar kom i ljós við nákvæmar mælingar, að úr Kleifarvatni og inn í Lambhagatjörn runnu 282,5 lítrar á sek., en í vatnið runnu samtals (lindir og lækir) 234,75 lítrar á sek. eða 47.75 lítrum minna en úr því. Ef niðurrennsli, sem enginn hefir enn séð, á sér stað úr Lambhagatjörn, getur það haft nokkur áhrif á lækkun vatnsins ásamt uppgufuninni, gagnstætt úrkomunni, sem er aðalgerandinn í hækkun þess.

Kleifarvatn

Hellir í Fremri-Stapa.

III.
Til þess að fá úr því skorið, hvaða orsakir lægju til breytinganna á Kleifarvatni, hefi eg í fyrsta lagi fylgst með hækkun og lækkun vatnsborðsins að undanförnu, í öðru lagi gert samanburð á vatnshæð Kleifarvatns og Rauðavatns, sem er hér austan við Reykjavík, og í þriðja lagi hefi eg gert samanburð á vatnshæð Kleifarvatns og úrkomu á Eyrarbakka.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Það sem vakti fyrst athygli mína, þegar eg fór að fylgjast með breytingunum á vatnshæðinni i Kleifarvatni, var það, að þegar þurrviðri gengu, lækkaði stöðugt i vatninu og gat lækkað nm 2 cm. á sólarhring og stundum meira. En þegar úrkomur voru, lækkaði hins yegar minna í því, stóð í stað eða jafnvel hækkaði, eftir því hvað úrkoman var mikil, Eg sá á þessu, að úrkoma og uppgufun áttu mikinn þátt í breytingunum á vatnshæðinni eða voru aðalástæðurnar.
Syðst í vatninu er og nokkur jarðhiti, sem hefir ef til vill örfandi áhrif á uppgufun þess. Svo þegar hátt er í vatninu og það gengur upp á engjarnar í Krýsuvík, myndast þar grynningar, sem hafa tiltölulega meiri uppgufun en vatnið sjálft. Þá er Lambhagatjörn norðan við vatnið með miklu flágrynni, en ekki djúp. Tjörnin er enn þá inniluktari en vatnið, því að hár höfði, Lambhagi, er á milli. Á tjörninni er stundum hlýtt og „sléttur sjór“, þó að kul og alda sé á vatninu. Þar ætti því einnig að vera talsverð uppgufun og tiltölulega meiri en úr vatninu. Þá vinnur og niðurrennsli, ef á sér stað, að lækkun í vatninu eins og uppgufunin, svo sem fyrr er greint.

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

IV.

Hér á undan hefi eg leitast við að sýna fram á, að hækkun og lækkun í Kleifarvatni stafaði aðallega af úrkomu og uppgufun, og það væri úrkoman, sem aðalbreytingunum ylli.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Það ætti því að vera vaxandi úrkoma, sem veldur því, að Kleifarvatn fer smáhækkandi ár frá ári um langt skeið, þó að stundum smálækki á milli, og svo aftur minnkandi úrkoma, sem veldur þvi, að vatnið fer lækkandi um mörg ár, unz hækkun hefst að nýju, og svo koll af kolli. Til þess að geta gengið úr skugga um þetta, vantaði enn tilfinnanlega úrkomumælingar frá KIeifarvatni, eða fjallgarðinum þar í grennd, úrkomumælingar, sem næðu yfir marga tugi ára, helzt tvö eða fleiri tímabil að jafnlengd við þau, sem Kleifarvatn á að þurfa til þess að hækka og lækka, svo að bera mætti saman, hvort nokkur slík sambærileg hækkunar og lækkunar tímabil væru í úrkomunni.

Kleifarvatn

Hellir við Kleifarvatn.

V.
Vegna þess, hvað vatnshæðarmælingar á Kleifarvatni ná skammt aftur í tímann, hefi eg aflað mér upplýsinga hjá mönnum, kunnugum vatninu, um breytingarnar á yfirborði þess fyrr á tímum.

Jón Magnússon, sem bjó i Krýsuvik á árunum 1907—14 hefir tjáð mér, að þegar Árni Gíslason sýslumaður fluttist þangað um 1880, hafi verið að koma slægja á Nýjalandi, en svo heitir engjaflæmi, sem Krýsuvík á við suðurenda Kleifarvatns, og vatnið flæðir yfir að meira eða minna leyti, er hátt er í því.

Nýjaland

Nýjaland.

Nýjaland kvað hafa gefið af sér um 600 hesta, þegar bezt var. Jón segir og, að árið 1907, þegar hann fluttist þangað, hafi verið síðasta árið, sem hægt var að heyja á Nýjalandi um langt skeið, vegna þess hvað þá var orðið hátt í vatninu, og hafi aðeins kragi af Nýjalandi verið upp úr, enda ekki heyjaðir nema um 100 hestar það ár. Sama ár er haft eftir Guðmundi, sem þá bjó í Nýjabæ og hafði búið að undanförnu, að hann hefði aldrei séð vatnið eins mikið og þá, en þó segir Jón Magnússon, að hækkað hafi í því eftir það.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – vegurinn undir Hellunni.

Um 1912 kvað svo hafa verið hæst i vatninu á þeim tíma, sem Jón Magnússon var í Krýsuvík, og mun það þá hafa flætt hér um bil yfir Nýjaland. Skömmu síðar fór svo vatnið að lækka og hefir yfirleitt farið lækkandi fram til ársins 1932, en úr þvi fór það svo að hækka aftur, sem kunnugt er, og hefir farið hækkandi í stórum dráttum síðan.
Í þau sjö ár, sem Jón Magnússon bjó i Krýsuvík, var ófært fyrir Stapann. Þess má og geta, að árið 1908, þegar herforingjaráðið danska vann að landmælingum við Kleifarvatn, hafði vatnið flætt upp á Nýjaland, samkvæmt því sem kortið eftir þessum mælingum sýnir. Um 1880 er að koma slægja á Nýjaland, af því að yfirborð vatnsins hefir farið lækkandi að undanförnu.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Nú koma ár, þegar Nýjaland gefur af sér nokkur hundruð hesta, og það hefir verið snemma á þessu tímabili. En árið 1907 er orðið svo hátt i vatninu, að það er síðasta árið, sem þar er heyjað um langt skeið. Og þá hefir Guðmundur í Nýjabæ heldur aldrei fyrr séð vatnið svona hátt. Það átti þó enn eftir að hækka og úrkoman í Vestmannaeyjum er einnig miklu hærri árið eftir. Um 1912 var svo hæst í vatninu að sögn Jóns Magnússonar, og flæddi það þá um það bil yfir Nýjaland.

VI.

Kleifarvatn

Við Kleifarvatn.

Það, sem eg hefi viljað sýna fram á í þessari ritgerð og færa rök að, er þetta: Að hækkunin og lækkunin í Kleifarvatni, sem telja má reglubundna, en ýmsir hafa álitið að stafaði af breytilegu niðurrennsli um vatnsbotninn, eigi aðalorsakir í tímabilaskiptum í úrkomunni.

Sjá Myndir.

Heimildir:
– Náttúrufræðingurinn 3.-4. tölublað (01.10.1941) – Pálmi Hannesson: KLEIFARVATN, bls. 256 – 168.
-Sunnudagsblað Vísis, 29. okt. 1941, Geir Gígja; Leyndardómur Kleifarvatns, bls. 1,2,3 og 7.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanesið í Grindavík er áhugaverður staður. Minjarnar, sem þar eru ofan við Nesvörina, eiga sér merka sögu mannlífs, atvinnuhátta; útgerðar og búskapar. Þar eru m.a. gamlir þurrkgarðar, þurrkbyrgi, fjárskjól, gerði og tóttir frá fyrri tíð, auk fiskhúsa, ískofa, lifrabræðslu, saltþróa, varar, bryggju, grunna og veggi íbúðarhúsa, beitningaskúra og innsiglingamerkja frá fyrri hluta síðustu aldar.
Innsiglingavörður ofan við vörina á Þórkötlustaðanesi
Fróðlegt og friðsælt er að ganga um svæðið á góðum degi, anda að sér sjávaranganinni og skoða og rifja upp söguna. Fyrir skömmu var gengið um Nesið á milli Kónga og Strýthóla í fylgd Grindvíkingsins Péturs Guðjónssonar, en hann fæddist í einu húsanna, sem þar voru.
Pétur skýrði svo frá:

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðahverfi.

“Jú, það er rétt. Ég fæddist í Höfn árið 1931 og er alinn upp á Þórkötlustaðanesinu fram yfir fermingu. Foreldrar mínir voru Guðjón Jónsson og Guðbjörg Pétursdóttir, bæði úr Þórkötlustaðahverfinu. Hann var frá Einlandi og hún frá Valhöll. Þau höfðu flutt út á Nesið árið 1928. Húsið, sem þau nefndu Höfn, höfðu þau byggt árið áður. Systkini mín voru fimm; fjórir strákar og ein stelpa. Haukur var elstur, en hann er látinn, síðan Guðmundur sem býr nú í Höfn við Túngötuna, þá ég og Jón Elli. Sjálfur bý ég við Hvassahraun, en Elli býr í Grafarvogi. Systir okkar heitir Guðjörg, kölluð Stella. Hún býr við Litluvelli í Grindavík.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – Arnarhvol 2020.

Á Þórkötlustaðanesinu voru auk Hafnar, húsin Arnarhvol og Þórshamar. Í Arnarhvoli, sem var vestan við Höfn, bjuggu Engelbert Jónsson og Jóhanna Einarsdóttir. Hafliði Jónsson og Gíslína Guðmundsdóttir bjuggu í Þórshamri, en húsið stendur að hluta til enn sunnan við Flæðitjörnina.

Þórkötlustaðanes

Pétur Guðjónsson við Höfn í Þórkötlustaðanesi.

Fólkið mitt á Höfn hélt skepnur; 2-3 beljur, 50-60 kindur, 5-6 hesta og 12-15 hænur, líkt og á öðrum bæjum á Nesinu og úti í hverfi. Engar skepnur voru þó Arnarhvoli, en fé var í Þórshamri. Alltaf var eitthvert stúss í kringum dýrin. Við krakkanir sáum aðallega um gjöfina. Fjárhúsið okkar var sunnan við Arnarhvol. Síðan var byggður skúr, hestús og fjárhús fyrir gemlinga heima við húsið. Við þurftum að bera hey og vatn í þetta daglega. Vatninu var safnað af húsþökunum, en í þurrkatíð var dæmi þess að vatn væri sótt alla leið upp í Seltjörn. Kom þó sjaldan fyrir, sem betur fer. Hvergi var vatn að fá í hrauninu, en á veturnar og þegar mikið rigndi var vatn stundum sótt í polla handa fénu.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – Höfn 2020.

Ekkert rafmagn var í Nesinu. Það kom ekki til Grindavíkur fyrr en 1947. Þangað til voru gasluktirnar mest notaðar, bæði við beitningu og annað sem til þurfti. Bölvað stúss í kringum það.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – Höfn; kjallari. Hæðin var flutt yfir í Járngerðarstaðahverfi.

Umstangið gat verið erfitt hjá okkur eins og öðrum. En þrátt fyrir barninginn var alltaf nóg að bíta og brenna. Eðlilega var mest um fiskmeti yfir vertíðina. Þá var rauðmagi bæði sóttur í Bótina og hirtur upp í fjörunni. Ég er ekki frá því að rekni rauðmaginn hafi bara bragðast betur eftir að hafa veltst þarna um í þanginu. Fugl var skotinn, bæði mávur og skarfur. Einkum var mávarunginn hirtur. Allt var þó nýtt til hins ýtrasta. Oft var soðið úr þessu hin fínasta kjötsúpa. Hún fæst ekki betri í dag, en það væri varla hægt að bjóða pizzufólkinu slíkt í dag. Það komu alltaf einhverjir utan úr hverfi á skytterí í Nesinu. Þeir röðuðu sér suður kambinn út undir vita og skutu á allt sem hreyfðist. Sjálfur fór ég á skytterí 13 ára gamall.
ÞórshamarÁ meðan við bjuggum í Nesinu var hér mikil útgerð. Nesvörin þar sem bryggjan er nú var vel nýtt. Hér var líka alltaf landað þegar ekki var hægt að landa í Buðlunguvör. Útgerðaruppgangurinn byrjaði á árunum 1927-28. Byggð voru fiskhús ofan við vörina. Að staðaldri voru gerðir út 12-14 bátar þegar mest var. Þeir voru m.a. Hrauni, Þórkötlustöðum, Klöpp, Buðlungu, Einlandi og öðrum Þórkötlustaðahverfisbæjum. Aðalútgerðin stóð yfir frá miðjum febrúar og mars og síðan var vorvertíðin í maí. Sumir réru líka héðan svo til allt árið, s.s. frá Hrauni, og þá á færi.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – Þórshöfn.

Á sumrum var venjulega róið á minni bátum. Aflinn var bæði þurrkaður og saltaður. Stundum var seldur slægður og jafnvel óhausaður fiskur til Reykjavíkur. Það fór bara eftir aðstæðum á hverjum tíma. Sími var í Höfn, en símstöðin í Sólbakka uppi í hverfi. Öll verslunin fór í gegnum símann, einkum eftir að vörubílar fóru að fara á milli staða. Þá var hringt í Höfn og krakkarnir síðan látnir hlaupa eftir formönnunum og sækja þá í símann. Það voru þegar fiskkaupmennirnir sem voru að panta. Þessi hlaup lentu yfirleitt á Stella systur minni. Einar Þorgilsson í Hafnarfirði keypti t.d. talsverðan fisk af þeim.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – Þórshamar 2020.

Fólk kom víða að á vertíð, jafnvel frá Vestjörðum. Þetta fólk bjó á viðkomandi bæjum. Í Höfn var t.a.m.um 25 manns þegar mest var. Hér var því mannmargt í litlu húsi.
Fornar minjar í StrýthólahrauniÁður lentu bátanir í Nessvörinni og var fiskurinn þá áður seilaður út á Bótinni, aflinn síðan dreginn í land og honum síðan skipt á skiptivellinum ofan við vörina. Hver varð síðan að bera sinn afla upp að skúrunum. Fyrsti skúrinn var byggður um 1928, sennilega af fólki frá Einaldi. Mörg handtökin voru við fiskinn eftir að honum hafði verið komið í land. Á meðan ég átti heima í Nesi var mest um að fiskurinn væri saltaður, enda bera saltþrærnar þess glögg merki. Allur þorskur og ufsi var t.d. flattur og saltaður. Einnig var eitthvað um að fiskur væri þurrkaður þegar vel veiddist. Miklir þurrkgarðar voru sem dæmi beint upp af bryggjunni, svonefndir Hraunsgarðar.

Þórkötlustaðanes

Lending á Þórkötlustaðanesi – bryggjan.

Bryggjan, um 70 metra löng og 10 metra breið steinbryggja, var síðan byggð um 1933 enda vélar þá komnar í flesta báta. Fiskinum var eftir það kastað upp á bryggjuna og af henni upp á bíla. Gamall Fordbíll var til í Höfn um tíma, en hann grotnaði síðar niður undir húsgaflinum. Þá var keyptur bíll í félagi útgerðarmannanna, nefndur “félagsbíllinn”. Á honum var fiskinum ekið upp í fiskhúsin.
Þegar snjóaði á vetrum hlupu menn út og veltu snjóboltum og rúlluðu inn í ískofana. Snjórinn var notaður í kæligeymslurnar, en þær voru tvöfaldir hólfaðir kassar. Hólfin, sem voru ca. 20 cm breið, voru fyllt af snjó og salti stráð í. Með því var hægt að halda bjóðum og beitu frosinni. Bætt var á snjó og salti eftir því sem bráðnaði.
Spilið á NesinuÁður en bryggjan var byggð voru bátanir drengir á land upp á kambinn norðan hennar. Síðan, þegar stokkarnir voru byggðir um 1938-1939, skömmu áður en bryggjan var lengd, voru bátanir dregnir upp á þeim og raðað á kambinn ofan við þá. Spilið, sem enn sést, sá um það. Það var bensinvélarknúið með Ford-vél. Vélarhúsið við það er horfið. Járnkengir framan við spilið voru til að stýra uppsetninguni. Þá var blökk hengd í hvern kenginn á eftir öðrum og bátanir dregnir upp eftir því sem þeir komu að landi.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – lifrabræðslan.

Þegar bryggjan var lengd voru ker forsteypt uppi á kambinum og þeim rennt niður stokkana og síðan sökkt ofan á sandpokahleðslur, sem búið var að raða undir þau af kaförum.
En eftir að grafið hafði verið inn í Hópið úti í hverfi árið 1939 og alvöru hafnargerð hófst þar innan við eftir 1944, voru flestir hættir að gera út hérna. Segja má að útgerðin hafi verið aflögð árið 1946. Höfn var flutt út í Járngerðarstaðahverfi árið eftir. Arnarhvol var svo flutt þangað árið eftir, en húsið hafði verið byggt í Nesinu um 1930. Það stendur nú að Arnarhrauni 2.
Bára á BótinniJóhann vitavörður Péturssson bjó um tíma í Þórshamri, en húsið var byggt laust eftir 1930. Eftir að flutt var úr hinum húsunum í Nesinu var Jóhann eitthvað að breyta veggjum hjá sér. Varð það til þess að einn þeirra féll á hann og slasaði hann talsvert.
Fiskbyrgin og garðarnir fjölmörgu í Strýthólahrauni voru notaðir löngu áður en ég fæddist. Ekkert var þurrkað þar í minni tíð í Nesinu. Strýthólaranir eru syðst í hrauninu, en Leiftrunarhóll austast, suðaustan við Þórshamar.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – örnefni.

Helsti hlífðarfantaður sjómanna voru stakkar, sjóhattar og klofstígvél. Ullavettlingar voru á höndum. Alltaf þurfti að eiga slatta af þeim því þeir þófnuðu og urðu fljótt of litlir, auk þess þeir áttu það til að harðna. Konurnar sátu við og prjónuðu á karlana.

Strýthóll

Efri Strýthóll.

Sums staðar þurftu húsbændurnir að skaffa sjómönnunum vettlinga og jafnvel annan fatnað sem og kost. Útgerðarmennir uppi í hverfi og á Hrauni komu gangandi suður í Nes snemma á morgana þegar gaf og fóru síðan fótgangandi heim aftur á kvöldin.
Flestar minjar í Nesinu eru gömlu hlöðnu ískofarnir, fiskhúsin, lifrabræðslan og grunnar beitningaskúranna. Lifrabræðslan var að mig minnir byggð um 1934-35. Öll lifrin var brædd. Guðmann Guðmundsson í lifrabræðslunni keypti alla gotu. Hann bjó í bræðslunni, í skúr nyrst í bræðslunni, kölluð kompan. Þar svaf karlinn á einum bedda. Seldi malt og appelsín.

Grútartjörnin eða Grútarskotti var norðan við lifrabræðsluna. Hún þornaði á sumrum þegar ekkert var verið að vinna þar. Þá kom fyrir að grúturinn væri skorinn upp og hann notaður í eldinn. Hann var reyndar ekki notaður af fólkinu í Nesinu, en fólk kom utan úr hverfi og sótti grút í eldinn. Ég man sérstaklega eftir einum karli, sem það gerði.

Þórkötlustaðanes

Athafnasvæðið í Nesinu – uppdráttur ÓSÁ gerður eftir Pétri Guðjónssyni í Höfn.

Aðvitað man maður eftir nokkrum minnistæðum einstaklingum í útgerðinni. Sumir þóttu gamansamir. Gísli á Hrauni var einn þeirra. Hann sagði í seinni tíð um hvað gera ætti við fiskinn. Eitt sinn þegar hann kom inn skúr Sveinbjörns nokkurs, svipti hann upp hurðinni og fylgdi því eftir með eftirfarandi orðum: “Það á að hausa hann Sveinbjörn”. Margar sögur eru til sem gaman væri að rifja upp síðar.
Vegurinn náði að húsunum, en hestvagnsvegur var þá út að vita og síðan út að vörðunni Siggu á vestanverðu Hópsnesi.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – örnefni.

Vitinn hafði verið byggður á fyrstu árum aldarinnar. Ruddur slóði var út að honum, en hann var síðar lagaður. Nú er kominn hringvegur um Nesið.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – minjar á Kóngum. Höfn fjær t.h.

Innsiglingavörðurnar voru fyrir framan við Buðlungu, þar sem steypti veggurinn er nú, og önnur upp í heiðinni. Eftir þeim var siglt inn í djúpsundið. Síðan var vent til vesturs þegar komið var á móts við innsiglingavörðurnar ofan við Nesbryggjuna. Á þeirri siglingu braut yfirleitt á hlið á bátnunum, sem gat stundum verið slæmt. Að jafnaði var ekki mikið um brim inni á Bótinni. Hins vegar braut oft talsvert sitt hvoru megin, einkum ef eittvað var að veðri. Auðvitað komu hér líka mjög slæm veður. Ég man þó ekki eftir að bátur hafi brotnað á siglingu inn, en í miklum veðrum gekk sjórinn upp á og inn yfir kambinn. Og það kom fyrir að skip, sem þar stóðu, brotnuðu. Ég man eftir því er sjórinn braut hliðar í skúrum næst sjónum í afar vondu veðri, t.d. á skúr afa þíns, hans Árna í Teigi.
Minjar á NesinuHeilmikil útgerð var líka við Flæðitjörnina norðan við Þórshamar. Aðalleiksvæði barnanna var við tjörnina og þar var verið öllum stundum, ýmist við róðra, veiðar og aðgerð. Bóklærdómurinn fór því oft fyrir lítið. Ef ekki var verið við tjörnina var farið niður á bryggju eða út með ströndinni.
Mikil hleðsla var ofan við uppsátrið. Hún var hirt upp á vörubíl, líkt og aðrar hleðslur og garðar í og við Grindavík þegar þegar verið var að gera bryggjuna í Hópinu. Við vegginn var hlaðinn djúpur brunnur, sem sjór var sóttur í fyrir fiskþvott. Við hann var dæla, sem notuð var til að dæla sjónum upp upp úr. Nú er búið að sturta yfir brunninn.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – leifar lifrabræðslunnar.

Þetta voru ágætis ár þrátt fyrir erfiða tíma á stundum. Allir urðu að hafa eitthvað fyrir stafni. Erfitt gat verið að sækja sjóinn, en þau voru líka mörg handtökin í landi.
Þegar grafið hafði verið inn í Hópið breyttist allt. Þá lagðist allt af í Þórkötlustaðanesinu og atvinnulífið færðist út í Járngerðarstaðahverfið.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes/Hópsnes – uppdráttur ÓSÁ.

Nú standa minjarnar hér eftir sem tákn hins liðna – en eftirminnilega.

-Ómar Smári Ármannsson skráði. (Birtist í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 2003).

Vitinn á Þórkötlustaðanesi

Vitinn á Þórkötlustaðanesi. Vitinn hefur einnig verið nefndur „Hópsviti“. Nesið skiptist í tvennt; annars vegar Hópsnes að vestanverðu og Þórkötlustaðanes að austanverðu. Mörkin liggja um Markalón við Markastein í fjörunni u.þ.b. 60 m vestan við vitann og þaðan í Hagafell. Vitinn er því allur í Þórkötlustaðanesi.

Krýsuvík

Þessi grein um Krýsuvík, „Landið og framtíðina„, birtist í Skinnfaxa árið 1951 og er byggð á upplýsingum Jens Hólmgeirssonar, bústjóra í Krýsuvík, varðandi gróðurhús og búskap, og Valgarðs Thoroddsen rafveitustjóra í Hafnarfirði. varðandi boranir, en hann veitir borunum og raforkuframkvæmdum í Krýsuvík forstöðu:
„Myndirnar 3 af húsum í Krýsuvík eru teknar núna í marz, en óvenju mikill snjór hefur verið þar í vetur.

Krýsuvík

Á síðari árum hefur margt og mikið verið rætt og ritað um framkvæmdir Hafnarfjarðar-kaupstaðar í Krýsuvík. Verður hér stuttlega skýrt frá því, sem þegar hefur verið gert þar og helztu fyrirætlunum. Krýsuvík liggur um miðbik Reykjaness að sunnanverðu, milli Grindavíkur og Herdísarvíkur, en suðvestan við Kleifarvatn. Fyrr á tímum var þar höfuðból með sex hjáleigum, og um síðustu aldamót lifðu þar um 40 manns. Var sauðf járræktin undirstaða búskaparins þar og sömuleiðis sjósókn. — Síðan tók fólki stöðugt að fækka og byggðin að eyðast. Olli því að sjálfsögðu breyttir búskaparhættir og þjóðarhættir, og auk þess samgönguleysi. Kom þar að lokum, að aðeins einn maður dvaldi í Krýsuvík, og hafðist hann við í leifum af kirkjunni. Leið þó ekki nema einn vetur, að mannlaust væri í Krýsuvík, áður en starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar settist þar að.

Krýsuvík

Krýsuvík 1906 – herforingjaráðskort.

Hafnarfjarðarbær fékk eignarrétt á ræktunarlandi og hitasvæði í Krýsuvík árið 1937. Undirstaða framkvæmda þar hlaut að teljast vegarlagning þangað, en lög um Krýsuvíkurveg höfðu verið samþykkt á Alþingi árið 1936. Síðan sá vegur tengdist Suðurlandsundirlendinu, hefur hann komið í góðar þarfir á vetrum, — ekki hvað sízt á síðastliðnum vetri. — Milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur eru 25 km.
Framkvæmdir í Krýsuvík eru þríþættar, og hafa þessir þrír þættir frá upphafi verið aðskildir, þótt á síðasta ári hafi tveir þættirnir verið sameinaðir undir eina stjórn. Þessir þrír þættir eru: Ræktun í gróðurhúsum, grasrækt og kúabúsframkvæmdir og boranir eftir jarðhita.

A. Gróðurhús.

Krýsuvík

Vinnuskóladrengir við vinnu í gróðurhúsi í Krýsuvík (HH).

Vegna jarðhitans eru skilyrði til ræktunar í gróðurhúsum ótakmörkuð í Krýsuvík. Nú eru gróðurhúsin orðin fjögur, og eru ca. 1600 ferm. undir gleri. Tvö þessara gróðurhúsa (600 ferm.) voru tekin í notkun vorið 1949, en hin tvö er verið að ljúka við. 1 gróðurhúsunum eru einkum ræktaðir tómatar, agúrkur, gulrætur og blóm. Í sambandi við gróðurhúsin er auk þess hálfur hektari útiræktar, þar sem gert er ráð fyrir að rækta alls konar grænmeti. Jarðhitinn, sem gróðurhúsin eru hituð með, er gufa, og er hún leidd í þró, þar sem katli hefir verið komið fyrir, og hitar gufan þannig vatnið í hitakerfi gróðurhúsanna, en það er venjulegt miðstöðvarkerfi.
Í sambandi við gróðurhúsin hafa verið reist tvö íbúðarhús, ca. 360 ferm. að grunnflatarmáli, fyrir bústjóra og starfsfólk. Eru í húsunum öll þægindi, vatnsleiðsla, skólpræsi og rafmagn frá dieselrafstöð.

B. Búskapur.
Í Krýsuvík eru ca. 300 ha. ræktanlegt graslendi, en auk þess melar, sem e.t.v. mætti rækta með sérstakri aðferð. Kom fljótt til tals að setja þarna á fót stórt kúabú, er jafnan gæti séð Hafnfirðingum fyrir ferskri og góðri barnamjólk. Á þessum grundvelli hafa verið hafnar allmiklar búskaparframkvæmdir, þótt enn megi þær teljast á byrjunarstigi. Þegar hafa verið brotnir um 30 ha. lands, en vinnslu er misjafnlega langt á veg komið. Meginhlutann mætti þó fullvinna undir grasfræssáningu á þessu vori. Grafnir hafa verið 8 km langir, opnir skurðir til landþurrkunar, en ca. 45 km löng lokræsi (kílræsi). Tveir súrheysturnar hafa verið reistir. Eru þeir 5 m í þvermál og 14 m háir. Fjós fyrir 154 kýr og tilheyrandi ungviði er komið undir þak.

Krýsuvík

Krýsuvík – fjósið 2021.

Hér er komið að framkvæmdum í búskaparmálum í Krýsuvík, en um framhaldið verður ekki sagt á þessu stigi málsins. Það er rétt að geta þess, að í Krýsuvík er mjög votviðrasamt, og verður því naumast gerlegt að vera háður náttúrunni með verkun á heyi. Gera má ráð fyrir, að þarna mætti hafa um 300 kýr. Öll mannvirki, sem hingað til hafa verið reist í Krýsuvík, bæði vegna ræktunar í gróðurhúsum og fyrirhugaðs búskapar, eru hin vönduðustu og af fullkomnustu gerð.

C. Boranir eftir jarðhita.

Krýsuvík

Borað í Krýsuvík um 1950.

Í Krýsuvík er eitt mesta jarðhitasvæði á landinu, enda ber Reykjanesskaginn allur ljósar menjar mikilla jarðumbrota og eldgosa. — Festi Hafnarfjarðarbær ekki hvað sízt kaup á Krýsuvík vegna jarðhitans, enda hafa jafnan miklar vonir til hans staðið og standa enn.
Fyrstu jarðboranir í Krýsuvík voru framkvæmdar af rannsóknarráði ríkisins árið 1941 og 1942. Var þá borað við suðurenda Kleifarvatns. Þetta var aðeins gert í rannsóknarskyni til þess að kynnast jarðlögum. Festust borarnir tíðum, og engin gufa kom. Næst var borað 1945. Rafmagnseftirlit ríkisins hafði þær boranir með höndum, einnig í tilraunaskyni. Borað var við svonefndan Austurengjahver og í Seltúni. Jarðhorar voru grannir. Nokkurt gufumagn kom þó, en þar sem holurnar voru þröngar, stífluðust þær fljótt, enda var hér um rannsókn að ræða.
Haustið 1946 var Ólafur Jóhannsson úr Hveragerði fenginn til að bora eftir gufu vegna væntanlegra gróðurhúsa. Þá voru boraðar 3 holur, ein með allgóðum árangri, og er íbúðarhús starfsfólks gróðurstöðvarinnar hitað með gufu þaðan.
Um áramótin 1946—47 tók til starfa í Krýsuvík nýr jarðbor, sem Hafnarfjarðarbær hafði keypt, en Rafveitu Hafnarfjarðar var falið að annast rekstur hans. Þessi bor er fallbor, en fram til þessa höfðu verið notaðir snúningsborar. Fallborar geta borað víðari holur en snúningsborar, þótt vélaorkan, sem knýr þá, sé hin sama. Ennfremur er minni festuhætta fyrir þá gerð, en áður hafði það tafið mikið, hve horar vildu festast.

Krýsuvík

Borað á hlaðinu í Krýsuvík um 1950.

Með fallbornum var fyrst borað vegna gróðurstöðvarinnar, skammt frá henni. Sú borhola mistókst. Var þá borinn fluttur i svonefnt Seltún og byrjað að bora með tilliti til væntanlegrar raforkuvirkjunar. Meðan á því stóð, var aftur fenginn bor frá rafmagnseftirliti ríkisins til þess að bora uppi í fjallinu ofan við gróðurstöðina, í svonefndum Hveradölum. Voru þær boranir vegna gróðurhúsanna og gáfu nægjanlegt gufumagn fyrir þau, eins og þau voru þá. — Þessar holur hafa þó stíflazt, og hefur fallborinn þá verið fluttur upp í Hveradalina til þess að bora upp þessar stíflur. Ennfremur hafa víðari holur verið boraðar með fallbomum í Hveradölum, sem heppnazt hafa, og gefa þær samtals um 10 tonn af gufu á klst. Gufumagn, sem fyrir hendi er úr borholum í Hveradölum, er þref alt meira en gróðurstöðin þarfnast, eins og hún er nú. Í Seltúni hafa boranir gengið upp og ofan, enda er jarðvegur í Krísuvík sérstaklega erfiður viðfangs fyrir jarðboranir. Með fenginni reynslu tókst þó að endurbæta svo borvélina á síðastliðnu ári, að borun hefur gengið mun greiðar en áður. Hefur nú tekizt að bora allt að 13 m á dag, en stundum áður varð ekki komizt nema nokkra centimetra niður á degi hverjum.
Það var 12. sept. síðastl., að verulegur árangur varð af borunum i Seltúni. Þá kom skyndilega gos úr holu, sem verið var að bora, og orðin var 229 m djúp. Hola þessi er fóðruð með 8 tommu víðum járnpípum 100 m niður. Gosið hefur sífellt haldið áfram, síðan það byrjaði, og kemur úr holunni allvatnsblönduð gufa. Hefur magnið verið mælt við mismunandi mótþrýsting, þ.e. þrengt hefur verið mismunandi mikið að gosinu. Gufa sú, sem úr holunni kemur, mun geta framleitt um 5000 kílóvött rafmagns. En auk þess koma úr holunni um 30 1 af 100° heitu vatni á sekúndu, sem nota mætti í hitaveitu eða til annars. — Til samanburðar má geta þess, að Hafnarfjarðarbær notar nú 3000 kílóvött rafmagns. Gos kemur úr 5 holum alls, þótt gosið úr fyrrnefndri holu sé langmest, en heildargufan úr öllum holunum er 60 tonn á klst. Í ráði er að virkja þarna í Seltúni, og hefur ýmsum fyrirtækjum i Evrópu og Bandaríkjunum verið send greinargerð um þelta efni og óskað eftir tilboðum um vélar og tæki.

Krýsuvík

Borað í Krýsuvík um 1950.

Komið hefur í ljós, að ítölsk og svissnesk fyrirtæki ein telja sig geta sinnt svo sérstæðu verkefni, sem hér um ræðir. Stendur Rafveita Hafnarfjarðar nú í sambandi við ítölsk fyrirtæki varðandi þessi mál. Bráðabirgðaáætlun sýnir, að slík gufuvirkjun yrði nokkru ódýrari en samsvarandi vatnsvirkjanir. Stendur rafveitan i sambandi við ítölsk orkuver, sem reynslu hafa af gufuvirkjunum. Hafa Ítalir gufuorkuver, sem framleiða 300 þús. kílóvött rafmagns.  Til samanburðar má geta þess, að nýja Sogsvirkjunin, eins og hún er nú áætluð, mun framleiða 31 þús. kílóvött.
Borunum er að sjálfsögðu haldið áfram í Krýsuvík.“ – S.J.

Heimild:
-Skinfaxi – 1. tölublað (01.04.1951), Landið og framtíðin: Krýsuvík, S.J., bls. 17-23.

Krýsuvík

Krýsuvík.

Bollar

Jón Jónsson, jarðfræðingur, skrifar í Náttúrufræðinginn 1977 um „Tvíbolla og Tvíbollahraun„:

Inngangur

Kerlingarskarð

Við Grindarskörð er röð af hnúkum, sem bera við himin norðan frá séð og flestir munu nefna Bolla, Stóra-Bolla, Mið-Bolla eða Tví-Bolla og loks Þrí-Bolla. Að minnsta kosti tvö þessara nafna eru notuð um móbergshnúka, sem harla litla bollalögun hafa, og er raunar með ólíkindum að nöfn þessi hafi þeim nokkru sinni verið gefin eða ætluð.

Tví-Bolli

Tví-bolli og nágrenni.

Gildir þetta um Stóra-Bolla og Þrí-bolla en öðru máli gegnir um Mið-Bolla eða Tví-Bolla, sem hér verða nú gerðir að umtalsefni. Ekki dettur mér í hug að efast um að Bolla-nöfnin eigi við gígi þá og gígskálar, sem þarna eru, en í einhverju undarlegu hugsunarleysi hafa þau verið færð yfir á þann hluta landslagsins, sem er mest áberandi, séð úr byggð. Stóri-Bolli er einna besta dæmið um þetta. Hann er geysistór gígskál norðan í móbergshnúk, sem vel mætti heita Bollatindur en engan veginn Bolli. Raunar er svo að sjá sem allmikill nafnaruglingur hafi hér átt sér stað. Í dagbók Guðmundar G. Bárðarsonar, sem dr. Finnur Guðmundsson hefur góðfúslega lánað mér, stendur eftirfarandi ritað 18. ágúst 1931: „Bolli mikill framan í Kongsfelli (leturbr. J.J.), hefur frá honum fallið mikið hraun, sem hefur myndað ávala bungu neðan við gíginn – Kongsfell er úr móbergi.“

Bollar

Í Bollum

Af þessum ummælum Guðmundar sýnist mér fullljóst að hnúkurinn, sem Stóri-bolli er norðan í, sé hið raunverulega (litla) Kongsfell en ekki sá lítt áberandi gígur við Stór-konugjá og Selvogsgötu, sem nú er látinn bera það nafn. Skal svo ekki meira um þessi örnefni fjallað. Stóri-Bolli hefur úr sér hellt miklu hrauni, sem nær allt norður að Undirhlíðum en láti sér nægja að spýta hraungusum upp á móbergshnúkinn, sem stolið hefur nafni hans.

Tví-Bollar
GrindarskörðÍ stað Mið-Bolla nota ég nafnið Tví-Bollar, því bæði er að það er til (Sigurðsson, 1976), og svo er það í fyllsta máta réttnefni. Gígirnir eru nefnilega tveir saman og mætti sannarlega kalla þá Litla og Stóra, því litli gígurinn nær hinum varla í „mitti“ og er honum á hægri hlið sé horft í norður. Báðir eru gígirnir brattir, hlaðnir úr gjalli og gjallkleprum og mjög unglegir. Stærri gígurinn er um 35—40 m hár yfir umhverfið og í um 480 m hæð yfir sjó. Hann er opinn mótí norðvestri og þá leið hefur hraunið runnið, fyrst í bröttum fossi en síðan að mestu í neðanjarðarrásum og hellum, sem hafa kvíslast á ýmsa vegu þegar neðar dró.

Stóri-Bolli

Stóri-Bolli og nágrenni.

Hinir svo nefndu Dauðadalahellar, sem margir kannast við, eru í þessu hrauni. Það hefur runnið yfir hraunið úr Stóra-Bolla. Mjó kvísl hefur runnið meðfram Lönguhlíð og kvíslast þar á ýmsa vegu en meginhraunið hefur fallið í breiðum fossi allt norður að Helgafelli. Loks hefur það sent mjóan straum vestur með Helgafelli að suðvestan. Má þar víða sjá að það hefur fallið ofan í sprungur í eldra hrauni, því sem Gullkistugjá er í og ég tel að komið sé úr Stóra-BoIIa. Það hefur þar, niðri á sléttlendinu, belgst upp í háar bungur og ávala garða. Út frá þeim hafa svo hér og þar komið undanhlaup, sem eru svo þunn að talsverða aðgæslu þarf til að fylgja brúnum hraunsins. Hraunið sjálft er plagioklasdílótt en dílarnir eru mun færri og smærri en í hrauninu frá Stóra-Bolla, og er yfirleitt vandalaust að þekkja þau á því einu.

Grindarskörð

Stóri-Bolli.

Samsetning Tvíbollahrauns reyndist vera á þessa leið:
Plagioklas 51,8%
Pyroxen 31,2%
Ólivín 7,3%
Málmur 9,0%
Dílar:
Plagioklas 10,3%
Ólivín 0,6%
Tala punkta 455
Nokkuð er um allstóra plagioklasdíla í hrauninu og talsvert um minni díla. Þeir eru mjög beltaðir ,,zoneraðir“, fjölmyndaðir (twinned) og mikið um gler innan í þeim en dílarnir með heila skarpa kanta. Einstaka allstórir ólivíndílar koma fyrir í hrauninu.

Aldur hraunsins
Bollar
Nokkur ár eru nú liðin frá því að ég fyrst frétti um að jarðvegslag væri sýnilegt undir hrauni við Helgafell. Gísli Sigurðsson varðstjóri í Hafnarfirði, sem er mikill náttúruskoðari og náttúruunnandi, hafði fundið þennan stað. Hann bauð mér fylgd sína þangað og fórum við upp að Helgafelli og fundum staðinn). Hraun hefur þarna runnið yfir gróið land, en síðar hefur leysingavatn skorið sér farveg meðfram hraunröndinni og grafið sig inn undir hana og má þar sjá þverskurð af jarðvegslaginu undir hrauninu. Athyglisvert er að ljóst öskulag er í sniðinu nær miðju en svart öskulag nokkru ofar og annað svart öskulag neðar. Hraunið er þarna aðeins 0,5—0,75 m þykkt.

Skúlatún

Skúlatún í Tvíbollahrauni.

Í jarðvegstorfu ofan á hrauninu er eitt svart öskulag allþykkt. Ekki var mér Ijóst fyrr en alllöngu síðar að þarna var um tvö hraun að ræða og það var undir yngra hrauninu, sem jarðvegslagið var.
Við nákvæma athugun kemur í ljós að örþunn hraunlæna úr Tvíbollahrauni hefur runnið upp að Helgafelli, vestur með því að sunnan og beygt norður á við við norðvesturhorn fellsins þar sem áðurnefndur farvegur hefur grafist inn undir hraunið. Örlitlu norðar hefur það mætt Gvendarselshrauni, sem komið er upp austan í Gvendarselshæð og fyllir svæðið milli hennar og Helgafells. Mót þessara tveggja hrauna eru afar ógreinileg en líklegt að Tvíbollahraun sé yngra.

Skal nú vikið að jarðvegssniðinu og því, sem það hefur að segja. Ekki er mér kunnugt um nema 2 ljós öskulög á þessu svæði og hefur Einar Gunnlaugsson (1973) fundið þau á nokkrum stöðum, m. a. við Vatnsskarð og Djúpavatn. Eldra lagið er frá Heklu, H 3 , og samkvæmt niður stöðum Sigurðar Þórarinssonar (1971) er það um 2900 ára gamalt. Hitt lagið er hið svokallaða landnámslag og talið vera frá því um 900 (Þórarinsson, 1968). Tók ég þarna sýni árið 1973 og sendi til Uppsala í Svíþjóð þar sem Ingrid U. Olsson núverandi prófessor annaðist aldursákvörðun á þeim. Niðurstöður voru á þessa leið:
Helmingunartími 5570 ár,
aldur 1075 + 60 Ci * ár.
Helmingunartími 5730 ár,
aldur 1105 + 60 C^ ár.
Séu þessar tölur teknar eins og þær koma fyrir og helmingunartíminn 5570 notaður kemur í ljós að hraunið hafi runnið árið 875 eða árið eftir að Ingólfur Arnarson nam hér land. Einhverjum kann að finnast nóg um þessa tilgátu, en hún hefur nú hlotið nánari staðfestingu.


Nýlega  héldum við Sigmundur Einarsson til nánari rannsókna á Tvíbollahrauni. Sunnan undir Helgafelli nokkru austan við áðurnefndan stað er jarðvegstorfa lítil við hraunkantinn og þar er hraunið svo þunnt að auðvelt er að brjóta það upp með handverkfærum. Þarna tókum við gryfju og er ekki að orðlengja það að þarna fundum við landnámslagið með sínum þekktu einkennum og var auðvelt að rekja það inn undir hraunið þar sem efri hluti þess hverfur í kolaða lagið næst hrauninu. Smásjárathuganir á öskunni sýna að ljósbrot glersins og plagioklassins passa vel við það, sem Jens Tómasson (1967) gefur upp, og er því ekki ástæða til að efast um að þarna sé landnámslagið komið.

Selvogsgata

Kerlingarskarð framundan.

Af ofangreindum staðreyndum má því ráða, að hvað sem nákvæmni C1 4 aldursákvarðananna viðvíkur þá hefur þetta gos orðið á þeim tíma þegar landnám norrænna manna á Íslandi var að hefjast eða nýhafið. Því kann að vera að gosið í Tví-Bollum við Grindarskörð hafi verið fyrstu eldsumbrot, sem forfeður vorir litu augum hér á landi.
Af þessum niðurstöðum leiðir ennfremur að fleiri hafa eldgos orðið á Reykjanesskaga á sögulegum tíma heldur en fram til þessa hefur verið vitað, en í þessari grein skal það ekki rakið.
Sjá meira um það HÉR.

Heimild:
-Náttúrufræðingurinn 1977, 47. árgangur 1977-1978, 2. tölublað, „Tví-Bollar og Tvíbollahraun, Jón Jónsson, bls. 103-109.

Tvíbolli

Tvíbolli (Miðbolli).

Selskógur

Þorbjarnarfell (Þorbjörn) er hæst 243 m.y.s.
Fellið er bæði merkilegt út frá jarðfræði og þjóðsögum. Norðan undir hlíðum þess eru Thorbjarnarfell IIIminjar fornra búskaparhátta og skógræktar frá síðustu öld. Auðvelt er að ganga umhverfis fellið. Vegarlengdin er 5.0 km. Auk þess er fyrirhafnarlítið hægt að ganga á fellið frá bílastæðunum umhverfis það. Hringganga, ef vegarslóðanum er fylgt og komið niður Klifhóla, er 3.0 km.
Jónsmessuhátið Grindvíkinga hefur í seinni tíð verið haldin hátíðleg á Þorbirni – og er það vel við hæfi, enda mun siðurinn vera frá heiðni kominn (þótt hann hafi í seinni tíð verið eignaður Jóni (Jóhannesi) skírara upp á kristinn sið.

Thorbjarnarfell IIÞægilegt er að ganga upp á Þorbjörn eftir aðlíðandi vegi, sem liggur upp á fellið að austanverðu eða ganga upp svonefndan Gyltustíg á suðvesturhorni þess, frá veginum um Lágafell og frá bílastæði við Selskóg norðan þess.

Thorbjorn-223

Möstrin efst á Þorbirni tilheyra Símanum annars vegar og Flugþjónustunni hins vegar. Stóra mastrið, ca, 40 m hátt, er frá Flugþjónustunni og önnur frá Símanum. Nýjasta mastrið [2009] þjónar gsm-sambandi Símans. Auk þess er þarna endurvarp frá Útvarpinu.

Þegar gengið er vestur ofan við suðvesturhlíð fellsins blasa við háir klettadrangar er marka brúnina á kafla. Frá þeim er hið ágætasta útsýni yfir hraunin, Illahraun, Eldvarpahraunin (Bræðrahraun og Blettahraun) Skiptsstígshraun og Arnarseturshraun norðar. Ágætt útsýni er til norðvesturs að Þórðarfelli, Sandfelli, Sandfellshæð, Eldvörpum og allt að Eldey í vestri.
Frá sunnanverðum Þorbirni er líka hið fegursta útsýni yfir óumdeilanlega fallegasta byggðalag suðurstrandar Reykjanesskagans, Grindavík.

Thorbjorn-224Á vef Örnefnastofnunar Íslands segir þetta um örnefnið Þorbjörn: „Þó að þess séu dæmi, að nöfnin sem gætu verið mannanöfn séu til í samsetningum með orðunum fell eða fjall, t.d. Þorbjarnarfell, er ekki hægt að segja, að öll þessi nöfn séu þannig til komin, að þau séu styttingar. Upprunalega nafnið gæti allt eins verið Þorbjörn og orðinu felli bætt við sem merkingarauka (epexegese) til nánari skýringar. Algengt hefur verið á Norðurlöndum að gefa fjöllum nöfn eftir persónutáknunum, þar sem mönnum hefur fundist vera líking með þeim. Þetta hefur líka tíðkast hér. Nægir þar að nefna fjallanöfn, þar sem orðin karl og kerling koma fyrir, t.d. Karl úti fyrir Reykjanesi og Kerling í Eyjafirði. Nöfn með maður, strákur og sveinn vísa til hins sama. Þegar fjalli er valið nafnið Surtur, er verið að vísa til jötuns, og er þá líklegt að fjallið sé svart, af því að allir þekkja þá merkingu orðsins. Þegar það er athugað, að nöfnin Karl og Sveinn geta verið hrein mannanöfn, og að ýmis fjallanöfn geta líka verið mannanöfn, en einnig haft aðra merkingu, er það e.t.v. orðinn álitlegur hópur fjalla, sem ber Thorbjorn-226mannanöfn. Þegar þetta er orðinn útbreiddur nafnsiður, og ýmis fjöll bera einnig nöfn dýra, þá verður ekki fráleitt að nota hvers konar mannanöfn um fjöll, án þess að útlit þeirra þurfi að ráða þar nokkru um. Þá verður það tilviljun hvaða nafn er gefið fjalli, eins og það getur verið tilviljun hvaða nafn maður hlýtur. Útlit ræður því ekki hvort maður heitir Njáll eða Þorfinnur. Útlit fjalls getur tæpast ráðið því, að það fái nafnið Gunnhildur, Hálfdan, Jörundur, Njáll eða Ölver. Að líkindum urðu þessi nöfn til hér sem fjallanöfn í upphafi byggðar, m.a. vegna þess að menn vildu heiðra landnámsmennina með því að kenna fjöll eða tinda við þá.“

Þorbjörn

Þorbjarnarfell.

Til mun vera önnur skráð söguskýring á örnefninu „Þorbjörn“. Gamlir Grindvíkingar vísuðu jafnan á „Þorbjörn karlinn“ þegar komið var til Grindavíkur bæði eftir SKipsstíg og síðan Grindavíkurveginum frá Gíghæð. Þá blasir við höfuð bergrisans utan í vestanverðu fellinu, líkt og hann hefði lagt sig þar um stund og notað vesturöxl fellsins sem svæfil.

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell (Þorbjörn).

Aðrir hafa viljað tengja nafnið við Hafur-Björn, son fyrsta landnámsmannsin [930], Morlda-Gnúps, en sú tenging þykir langsótt. Fornafnið „Þor“ er Þórsskírskotun, þess allra heiðnasta. Nafnið virðist því vera frá fyrstu tíð landnáms hér á landi því kristni varð eigi lögtekin hér fyrr en árið eitt þúsund. Heitið „Björn“ gæti hins vegar, aldursins vegna, verið komið frá nefndum Birni er bæði Landnáma og þjóðsögur Jóns Árnasonar kveða á um. Hann hefur þá mögulega geta verið nefndur, á rauntíma, eftir herraguði ásanna (Þórs-Björn), sem með kristninni hefði getað breyst í „Þorbjörn“. Þjóðsagan hefur síðan lifað af hvorutveggja og hann þá nefndur „Hafur-Björn“ – slíkt er bæjarmerki Grindarvíkur nú grundvallast á.

Þorbjarnarfell 
Thorbjorn-228Í daglegu tali er Þorbjarnarfell nefnt Þorbjörn. Tvennum sögum fer af nafngiftinni. Fellið er stakt móbergsfell (243 m.y.s) og varð til að hluta á fyrra ísaldarskeiði og hinu síðasta. Það er því með eldri fjöllum, eða fellum, á Reykjanesskaganum. Af fellinu er mikið útsýn yfir mikinn hluta Reykjanessfjallgarðsins. Norðvestan við fellið er mikil jarðhitamyndun (Bláa lónið og Svartsengi) og norður og norðaustur af því er einnig allvíðáttumikið jarðhitasvæði.

Þorbjörn

Þorbjarnarfell.

Í jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn merkilegt fyrirbæri. Hann er hluti af Atlandshafshryggnum mikla, sem liggur um þvert Ísland og er eini staðurinn þar sem hægt er að skoða hann ofansjávar. Sköpunarsaga landsins verður hér ljóslifandi. Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanesskaga síðan land byggðist.
Það nýjasta sennilega á 14. öld. Eftir að jökul leysti af skaganum fyrir um 12-15 Thorbjorn-2291þúsund árum, hafa um 200 eldstöðvar í fjórum eldstöðvakerfum, verið virkar á svæðinu og úr þeim runnið um 42 rúmkílómetrar af hrauni, sem þekur yfir 1000 ferkílómetra landsvæði. Má þar á meðal finna allar helstu gerðir íslenskra eldstöðva. Hraunin norðan og vestan Þorbjarnar eru flest frá 13. öld.

Eftir Atlantshafshryggnum ganga sprungureinar frá SV til NA. Á þeim eru nokkur stórbrotin misgengi og gjár. Eitt stórbrotnasta misgengið gengur þvert í gegnum Þorbjarnarfellið.

Þorbjörn

Þorbjarnarfell.

Þegar komið er upp fyrir norðurbrúnina og á efri hluti fellsins má vel sjá hvernig fellið hafði fallið niður í miðjunni þannig að austur- og vesturveggirnir standa eftir og ofar. Um er að ræða sigdæld (misgengi) í gegnum fellið. Ástæðan er sú að Þorbjarnarfell varð til á tveimur gostímabilum á tveimur síðustu ísaldarskeiðum. Hluti þess myndaðist á fyrra ísaldarskeiðinu og þegar aftur urðu jarðhræringar á síðasta ísaldarskeiði urðu þessar miklu umbreytingar í fellinu. Ekki komu afgerandi gosefni upp í seinna skiptið því bólstraberg frá fyrra gosinu eru ráðandi hvert sem litið er.

Þjófagjá
Thorbjorn-230Þjófagjá er stór misgengissprunga er klífur topp Þorbjarnarfells. Klettasprungan er með grasi grónum botni. Hún er um 10 m breið, en allt að 80 m djúp. Þrönngur skúti er í sprungunni vestarlega. Einstigi er um Þjófagjá og leiðin greið, ef rétt er að farið. Víða í klettaveggnum má sjá fallega bólstra.
Þjóðsagan segir að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu. Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja. Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu. Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.
Norðan gjárinnar er dalverpi. Þar var braggabyggð hernámsliðsins í Seinni-heimstyrjöldinni. Enn má sjá leifarnar af þeim.

Baðsvellir
Tóftir Baðsvallaseljanna eru norðan undir Þorbirni. Auk þess eru tóftir vestan undir Hagafelli; sel frá Thorbjorn-231Hópi, enda í Hópslandi. Önnur tóft því tengdu er í lægð undir Selshálsi og er vatnsstæði framan við hana. Hin selin, Baðsvallaselin, eru á Baðsvöllunum sjálfum sem og utan í hraunkantinum vestan þeirra. Þar eru bæði tóftir og a.m.k. tveir stekkir. Fjöldi stekkja í selstöðu segja jafnan til um fjölda selja.

Í umfjöllun Guðrúnar Gísladóttur um Sel og selstöður í Grindavík í ritinu “Söguslóðir”, afmælisriti helgað Ólafi Hannessyni sjötugum, 1979, segir hún m.a.: „Mönnum kemur eflaust margt fyrr í hug en græna selhaga og þriflegar selstúlkur, þegar minnst er á Grindavík, enda staðurinn frægari fyrir fisk undir hverjum steini en búkap. En Grindvíkingar hafa ekki lifað af fiski einum saman, og til skamms tíma þurftu þeir að sjá sér að mestu fyrir bújörðum sjálfir.“
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er m.a. getið um selstöður frá Grindavíkurbæjunum á Baðsvöllum.

Thorbjorn-232

Járngerðarstaðir brúkaði selstöðuna á Baðsvöllum, en „menn kvarta um að þar séu hagar of litlir og þröngir. Stórt mein var af vatnsleysi…“ Járngerðarstaðamenn gerðu og tilkall til selstöðunnar í Fagradal norðan Fagradalsfjalls þar sem var Dalssel.
Það er athyglisvert, að selstöðunum er lýst sem sæmilega góðum, góðum eða merkilega góðum, nema Baðsvöllum. Þar eru hagar sagðir litlir og vatnsból ófullnægjandi. Enda mun selstaðan snemma hafa verið færð upp á Selsvelli þar sem Grindavíkurbændurnir höfðu lengi í seli – eða allt frá á seinni hluta 19. aldar.
Önnur megintófin á Baðsvöllum er norðan við greniskóginn, sem þar hefur verið plantaður, en en hin er inni í skóginum, um- og ásetin trjám. Kvíar og stekkir eru með hraunkantinum.

Selskógur
Thorbjorn-233Selskógur er afurð Skógræktarfélags Grindavíkur í norðurhlíðum Þorbjarnarfells (Þorbjarnar) ofan Grindavíkur. Stofnun Skógræktarfélags Grindavíkur má rekja aftur til ársins 1939. Þá varð Ingibjörg Jónsdóttir sextug og kvenfélagskonur stofnuðu sjóð henni til heiðurs. Ingibjörg ákvað að verja honum til þess að koma upp skógrækt í Grindavík. Fékk hún landið í norðurhlíðum Þorbjörns og þegar hún plantaði fyrstu hríslunum, vorið 1957, gaf hún svæðinu nafnið Selskógur. Skógræktarfélag Grindavíkur var síðan stofnað um haustið. Félagið lagðist í dvala árið 1988 en það var svo vaskur hópur skógræktaráhugafólks sem tók sig til og endurvakti félagið 2006. Frá því 2006 hafa verið gróðursettar um 6000 plöntur á svæðinu.

Þorbjörn

Þorbjarnarfell.

Hugmyndir eru uppi um að byggja upp dæmigerða selstöðu á Baðsvöllum, en selin gegndu stóru hlutverki í búskaparsögu svæðisins í meira en 1000 ár. Selstaðan yrði fulltrúi 286 slíkra, sem enn má sjá í fyrrum landnámi Ingólfs.

Ljóðið Grindvíkingur
Örn Arnarson skáld lýsir Þorbjarnarfelli í ljóði sínu Grindvíkingur:
Við skulum yfir landið líta,
liðnum árum gleyma um stund,
láta spurul unglingsaugu aftur skoða strönd og sund.
Sjá má enn í Festarfjalli furðuheima dyragátt.
Þorbjörn klofnu höfði hreykja himin við í norðurátt“
(Jón Böðvarsson, 1988:128).

-ÓSÁ tók saman.

Grindavík

Grindavík – séð frá Þjófagjá.

Krýsuvíkurkirkja

Á Vísindavefunum má lesa eftirfarandi svar við spurningunni; „Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík?“:

Dysjar

FERLIRsfélagar skoða dysjar kerlinganna Herdísar og Krýsu og smalans neðan Kerlingadals.

Í heild hljóðar spurningin svona:
Hvort er réttara að skrifa Krýsuvík eða Krísuvík? Báðar útgáfur af þessu orði koma fyrir í fræðiritum og bókum.
Í Landnámu (Íslensk fornrit I:392 og víðar) og fornbréfum er nafnið ritað Krýsuvík. Uppruni þess er óviss. Alexander Jóhannesson taldi að forliður nafnsins gæti verið Crisa, fornháþýskt kvenmannsnafn (Über den Namen Krýsuvík. Mittelungen der Islandfreunde 1929, bls. 36-37). Líklegra er þó að nafnið sé dregið af germanskri rót sem merkir ‘beygja’ og hafi vísað til lögunar víkurinnar (Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, bls. 510 og 512).

Húshólmi

Húshólmi – skáli í gömlu Krýsuvík þar sem nú er Húshólmi.

Engin vík heitir nú Krýsuvík þar sem Ögmundarhraun rann yfir bæinn Gömlu-Krýsuvík og í víkina. Næsta vík austan við er nefnd Hælsvík en ekki er vitað hversu gamalt það nafn er eða hvort hún var hluti Krýsuvíkur.
Miðað við elsta rithátt nafnsins í Landnámu þykir mér því réttara að skrifa Krýsuvík. Þjóðsagan um Krýsu eða Krýsi og Herdísi í Þjóðsögum Jóns Árnasonar (2. útg. I:459-461) er vafalítið til orðin út frá nöfnum víkanna. Þjóðsöguna má lesa með því að smella HÉR.

Heimild:
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=6532

Krýsuvík

Krýsuvíkurtorfan – uppdráttur ÓSÁ.

Eldgos

Í Tímanum 1995 fjallar Ari Trausti Guðmundsson um „Eldgos á Reykjanesskaga“ í fjórum liðum. Hafa ber í huga að skrif Ara Trausta eru árfjórðungstug áður en raunin varð á eldgosinu í Geldingadölum Fagradalsfjalls árið 2021:

I.

Ari Trausti Guðmundsson

Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur.

„Stundum kviknar umræða um jarðskjálfta og eldgos nálægt byggð og oftast fjarar hún jafn skjótt út. Um daginn vakti Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur upp slíka umræðu með því að minna á að skjálftar á stærðarbilinu 6-7 geta orðið á Reykjanesskaga og ennfremur að þar geta orðið eldgos skammt frá bæjum eða frá Reykjavík.

II.
Árin 1929, 1933 og 1968 urðu jarðskjálftar á Reykjanesskaga á bilinu 6,0-6,3 á Richterskvarða. Á 10., 12. og 13. öld gengu eldgosahrinur yfir á skaganum, síðast gaus þar á 14. öld. Hrinurnar urðu í þremur af fjórum eldstöðvakerfum skagans; allar röð fremur lítilla sprungugosa. Reyndar féll töluverð gjóska úr sumum þeirra, vegna þess að þau urðu í sjó undan Reykjanesi, og hraun náðu allvíða, vegna þess aö eldsprungur opnuðust í skástígum og löngum reinum. Það rann m.a. til sjávar milli Krýsuvíkur og Grindavíkur og við Straumsvík. Núverandi byggð er sumsstaðar nærri eldstöðvum eða innan kerfanna, t.d. Grindavík, en annars staðar kynni hraun að ná inn í eða að byggð, t.d. í Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Hveragerði og Reykjavík. Víða eru mannvirki í hættu, svo sem skíðamannvirki, vegir, stök hús, raflínur og vatnslagnir utan byggðanna.

III.

Stóra-Eldborg

Stóra-Eldborg.

Ragnar minnti réttilega á þessi atriði og það hafa aðrir jarðvísindamenn oft gert, þ.á m. höfundur pistilsins; og stundum fengið bágt fyrir. Enginn, hvorki sérfræðingarnir né almenningur, má sýna of mikla viðkvæmni í þessu efni; hún skemmir fyrir réttum viðbrögðum.

Grindavík

Þrjú eldgos ofan Grindavíkur á árunum 2023 0g 2024.

„Auðvitað er hættan ekki ekki mjög mikil, en hún er raunveruleg og eykst með hverjum áratug sem líður frá síðasta stóra skjálfta eða síðustu goshrinu (sbr. 500-600 árin). Svo ber að gæta að því að sprungugos, sem framleiða 100-300 milljónir rúmmetra af gosefnum, valda seint miklu tjóni (vegna stærðar skagans) nema ef sprungur opnast mjög nálægt byggð. Því er vart svo farið á þessum slóðum, nema ef vera skyldi næst Grindavík.
Gos af umræddri stærð á Bláfjallasvæðinu ylli væntanlega litlu sem engu tjóni í þéttbýli skagans; fyrst og fremst á mannvirkjum á 20-50 ferkílómetra svæði hið næsta gosstöðvunum, ef svo bæri undir.“
Skjálfti í Bláfjöllum nærri 7,0 að stærð gæti hins vegar valdið nokkru tjóni á mannvirkjum og lögnum á miklu stærra svæði.

IV.

Eldgos

Eldgos í Geldingadölum 2021.

Ummæli Ragnars er í raun enn ein óbein beiðnin um að gerð verði vönduð úttekt á vá vegna eldgosa og jarðhræringa á öllum Reykjanesskaga. Samhliða þarf að útbúa upplýsingar um viðbrögð almennings og treysta þau viðbrögð og viðbúnað sem Almannavarnir hafa þegar undirbúið á landsvæðinu.

Jarðskjálftar

Jarðskjálftar á Reykjanesi í júlí 2004.

Skjálftahrinurnar á Hengils- og Hellisheiðarsvæðinu geta boðað meiri virkni, en þó ekki endilega. Gliðnun lands er samt óhjákvæmileg þar sem og innan hinna sprungukerfanna þriggja, og kvika er í nægu magni undir skaganum. Við megum ekki álykta annað og vera óviðbúin hristingi eða eldsumbrotum á hálendi skagans. Nú þarf að setja saman lag- og samhentan starfshóp.“

Faxi

Faxi – forsíða 2020.

Í Faxa 2020 skrifar Dagný Maggýjar um að „Reykjanesið skelfur – Lifandi tilraunastöð jarðfræðinnar„:
„Reykjanesið minnti hressilega á sig á liðnu ári með töluverðum jarðhræringum svo mönnum þótti nóg um. Það má því segja að Reykjanesið sé lifandi tilraunastofa jarðfræðinnar enda skaginn einstakur á heimsvísu og viðurkenndur UNESCO Global Geopark.

Sérstaða Reykjaness felst í flekaskilunum á Mið-Atlantshafshryggnum sem ganga í gegnum Reykjanesskagann endilangan. Á flekaskilunum eiga sér stað bæði jarðskjálftar og eldgos sem er afleiðing kvikuhreyfinga þegar Norður-Ameríku- og Evrasíuflekinn færast í sundur, að jafnaði um tvo sentimetra á ári. Það eru þessir flekar sem eru grunnurinn að vinsælum áfangastað ferðamanna á Reykjanesi er kallast Brú milli heimsálfa en þar er hægt að ganga á milli Ameríku og Evrópu, svona hugmyndafræðilega séð.

Reykjanes

Reykjanes – flekaskilin!? Stóra-Sandvík fjær.

Sýnileiki flekaskilanna gerir Reykjanes einstakt á heimsvísu og varð það til þess að það hlaut inngöngu í alþjóðlegt netjarðvanga, Global Geoparks Network og European Geoparks Network en samtökin eru studd af UNESCO (United Nations Educational, Scientific and Cultural Organization). Reykjanes Geopark er annar jarðvanga á Íslandi og er hann samstarfsvettvangur sem byggir á því að nýta sérstöðu svæðisins til verðmætasköpunar.

Fagradalsfjall

Jarðskjálftar í og við Fagradalsfjall.

Í janúar hófst skjálftahrina á Reykjanesi sem ekki sér fyrir endann á og gefur til kynna mikla spennulosun á Reykjaneshryggnum. Hún er sú öflugasta sem mælst hefur á Reykjanesi frá því að stafrænar mælingar hófust árið 1991 og hefur hún mælst frá Eldey og að Krýsuvík. Velta menn því fyrir sér hvort kominn sé tími á eldgos á Reykjanesi en sagan virðist styðja það. Stóra spurningin er hins vegar hvenær?

Land fer að rísa

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell – misgengi.

Upptökin voru við bæjarfjall Grindvíkinga, Þorbjörn, um 2 km austur af Svartsengisvirkjun en þar mældust margir skjálftar yfir þrá að stærð og land fór að rísa sem þótti gefa tilefni til þess að fylgjast sérstaklega náið með framvindu á svæðinu.

Svartsengi

Svartsengisvirkjun.

Vegna nálægðar við Grindavík, Svartsengi og Bláa lónið olli það þó nokkrum áhyggjum og var boðað til borgarafundar vegna málsins og óvissustig almannavarna virkjað. Íbúar í Grindavík voru að vonum nokkuð skelkaðir en ef til eldgoss kæmi gæti þurft að flytja allt að fimm þúsund manns á brott, það er íbúa Grindavíkur og starfsmenn Svartsengisvirkjunar og Bláa lónsins, að ógleymdum ferðamönnum á svæðinu. Það lýsti vel ástandinu að margir íbúar voru með ferðatösku í skottinu sem dugði fjölskyldunni nokkra daga fjarri heimilinu ef til eldgoss kæmi og fólk þyrfti að flýja í skyndi. Landrisið mældist á flekaskilum og innan eldstöðvakerfis Svartsengis sem er ýmist talið sjálfstætt eldstöðvakerfi eða talið vera hluti stærra kerfis sem kennt er við Reykjanes. Að mati sérfræðinga gat það mögulega stafað af kvikuinnskoti sem svo framkallaði umtalsverða jarðskjálftavirkni á svæðinu norðan við Grindavík.

Orkuöryggi Suðurnesja í uppnámi

Svartsengi

Svartsengi.

Ljóst varð að tryggja þurfti orkuöryggi Suðurnesja ef Svartsengisvirkjun yrði óstarfhæf um lengri eða skemmri tíma og reisa þyrfti viðeigandi mannvirki til að verja byggðina í Grindavík fyrir hraunstraumi. Var mælst til þess að grípa ætti til slíkra ráðstafana fyrr en síðar.

Kleifarvatn

Kleifarvatn vestanvert.

Spennulosunin á Reykjanesi færði sig úr stað um sumarið en þann 19. júlí reið stór skjálfti yfir að stærðinni 5 og voru upptök hans sex kílómetra vestan við Kleifarvatn. Í kjölfar hans fylgdu mörg hundruð eftirskjálftar, þar af að minnsta kosti tveir yfir 4 stig en upptök þeirra voru vestar á Reykjanesi. Ekki urðu slys á fólki og eignatjón var smávægilegt.
Suðurnesjamenn eru vanir jarðskjálftum á Reykjanesi enda eru þeir alltíðir og má rekja það til þess að jarðfræði skagans er sérstök að mörgu leyti. Þar eru engar hefðbundnar megineldstöðvar heldur liggur brotabelti eftir skaganum endilöngum með mikilli skjálftavirkni sem markar skil milli jarðskorpuflekanna. Sú skjálftavirkni kemur í hrinum með nokkurra áratuga millibili en sumstaðar, eins og nærri Krýsuvík og á Reykjanesi, er jarðskjálftavirkni nánast viðvarandi.

Er Reykjanesið komið á tíma?

Gunnuhver

Gunnuhver á Reykjanesi.

Þótt að tímabil jarðskjálfta hafi áður gengið yfir Reykjanes hafa eldstöðvarnar látið lítið á sér kræla undanfarnar aldir, en hugsanlega er að verða breyting þar á.
Rannsóknir benda til þess að á síðustu árþúsundum hafi skipst á eldgosaskeið sem standa með hléum í fáeinar aldir en síðan komi um 700–800 ára hlé. Síðustu eldgos á Reykjanesskaga urðu fyrir um 800 árum og má því ætla að Reykjanesið sé komið á tíma. Talið er að eldgosaskeiðin hefjist austarlega á skaganum og færist síðar til vesturs og miðað við gossöguna síðustu árþúsundin mætti því álykta að líkur færu vaxandi á upphafi nýs eldgosaskeiðs á næstu áratugum eða öld. Slíkar ályktanir byggja þó ekki á langri reynslu og telja sérfræðingar varhugavert að taka of mikið mark á þeim þótt þær gefi vísbendingar.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – sveimar.

Á Reykjanesskaga eru nokkur eldstöðvakerfi sem raðast eftir skaganum endilöngum. Vestast er Reykjaneskerfið, þá Svartsengi, síðan Fagradalsfjall, þá Krýsuvík, Brennisteinsfjöll og yfir skaganum gnæfir svo Hengillinn sem er stórt og öflugt eldfjall. Eldgos á Reykjanesskaga geta orðið á sprungusveimumsem teygja sig frá suðvestri til norðausturs og þar getur gosið hvar sem er. Yngstu hraunin hafa runnið á sögulegum tíma, eftir landnám, og sum þeirra ná niður í byggð, til dæmis í Grindavík og Vallahverfi í Hafnarfirði.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Stóri skjálftinn í júlí þótti boða tíðindi um fleiri stóra skjálfta í framhaldi. Sú spá rættist þann 20. október þegar einn stærsti skjálfti sem mælst hefur á Reykjanesi reið yfir en hann var 5 stig að stærð og fannst víða. Að þessu sinni voru upptök hans austan við Kleifarvatn sem þótti boða tíðindi því þar segir skjálftasagan okkur að skjálftar geti orðið öflugri en þeir sem eru vestan við Kleifarvatn.
Þar hafa stórir skjálftar átt upptök sín eins og skjálftinn í Brennisteinsfjöllum árið 1968 sem var af stærðinni 6 og enn stærri skjálfti reið yfir 1929 sem var 6,5 að stærð og olli þó nokkrum skemmdum í höfuðborginni.

Reykjanesskagi

Kleifarvatn.

Ekkert orsakasamband virðist vera á milli jarðskjálftanna stóru í júlí og október og goshættu í fjallinu Þorbirni við Grindavík að mati sérfræðinga. Þykja harðir jarðskjálftar í nágrenni Krýsuvíkur engin sérstök vísbending um yfirvofandi eldgos heldur eru þeir taldir vera hluti af sífelldri og langvarandi virkni á svæðinu. Slíkir skjálftar koma á nokkurra áratuga fresti og tengjast hreyfingum jarðskorpuflekanna.

Illahraun

Gígur í Illahrauni ofan Svartsengis.

Síðast gaus á Reykjanesi á 13. öld en þá urðu nokkur eldgos með hléum á tímabilinu 1210-1240 og voru kölluð Reykjaneseldar. Hins vegar eru litlar líkur taldar á sprengigosi á Reykjanesi þótt þau séu algengust á Íslandi en þó er Krýsuvík undanskilin en þar er jarðskorpan þynnri en víðast annars staðar á landinu.

Þorvaldur Þórðarson

Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur.

Mikilvægt að meta hættuna sem getur fylgt gosi. Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, hefur sagt að eldgos gæti orðið hvað úr hverju á Reykjanesskaga en hann hefur rannsakað náttúruvá á svæðinu undanfarin ár ásamt samstarfsfólki sínu í Háskóla Íslands. Þorvaldur segir mikilvægt að meta hættuna sem fylgir yfirvofandi gosi svo hægt sé að bregðast við því viðbragðsaðilar munu aðeins hafa nokkra klukkutíma til stefnu eftir að eldgos hefst en byggðalög á Reykjanesskaga eru nær öll í grennd við „heit svæði“.

Mosahraun

Mosahraun á Reykjanesskaga.

Í því skyni hefur eldgosa- og náttúruvárhópur jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands unnið að reiknilíkani fyrir jarðvá á Reykjanesi. Þar eru jarðfræðileg gögn notuð til að vinna áhættumat fyrir ákveðin svæði og reynt að meta hvar á svæðinu sé líklegast að gjósi.

Eldgos

Svartsengi austanvert.

Þannig er hægt að vinna áætlun um viðbrögð fari að gjósa og eins er hægt að hafa upplýsingarnar til hliðsjónar þegar unnið er skipulagt fyrir byggð í kring. Unnin hafa verið hermilíkön sem hægt er að nota til að spá fyrir um hvert hraunið muni flæða, hvert gjóska dreifist og hvernig gas breiðist út. Þannig verði hægt að gera viðbragðsáætlun í samræmi við upplýsingarnar. Flugsamgöngur niðri og mengað drykkjarvatn En hvernig skyldum við vera undirbúin undir eldgos ef af verður? Hraunflæði, öskufall og brennisteinsmengun gæti valdið skaða og óþægindum og þá myndu flugsamgöngur að öllum líkindum liggja niðri enda eru stærstu flugvellir landsins, Keflavíkur- og Reykjavíkurflugvöllur innan áhættusvæðisins. Þá getur eldgos haft áhrif á grunnvatnsgeyma og mengað drykkjarvatn.

Grindavík

Eldgos ofan Grindavíkur 8. febrúar 2024.

Eldgos á Reykjanesi er því efni í æsispennandi hamfaramynd, með Bruce Willis í aðalhlutverki.
En hvað það verður, veit nú enginn eins og segir í kvæðinu og engin leið að spá fyrir um eldgos. Að mati sérfræðinga má vera að styttist í næstu goslotu en aðdragandinn gæti þess vegna verið tugir eða hundruð ára, sem er kannski ekki langur tími í jarðfræðiárum.
En það er óhætt að segja að Reykjanesið hafi minnt allverulega á sig á liðnu ári og haldið okkur á tánum, eins og vera ber. Ég vona bara að það haldi í sér áður en Faxi kemur út svo þessi grein verði ekki hjákátleg.“ – Dagný Maggýjar.

Heimildir v/grein Dagnýjar:
-Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga – jardvis.hi.is – Páll Einarsson, prófessor í jarðfræði.
-RÚV 20.10.2020, Enn líkur á jarðskjálfta allt að 6,5 að stærð.
-RÚV 27.1.2020. Tími kominn á eldgos á Reykjanesskaga. Ármann Höskuldsson, eldfjallafræðingur.
-Vefur Háskóla Íslands. Kortleggur jarðvá á Reykjanesi.
-Viljinn 27. Janúar 2020. Reykjanesið er eldbrunnið frá fjöru til fjalla. Halldór Geirsson jarðeðlisfræðingur.
-RÚV 21.10.2020. Meiri virkni eftir því sem austar dregur. Þorvaldur þorvaldsson eldfjallafræðingur.
-Vísir 5. október 2018. Reykjanesið komið á tíma og búast má við eldgosi hvenær sem er. Magnús Tumi Guðmundsson.
-DV 27.1.2020. Eldgos ekki það líklegasta í stöðunni.
-DV 20.10.2020. Magnús Tumi róar þjóðina – það er ekki að fara að gjósa.
-Yfirlit um jarðfræði Reykjanesskaga. Samantekt frá Kristjáni Sæmundssyni jarðfræðingi ÍSOR, birt árið 2010, teikningar uppfærðar í janúar 2020.

Heimildir um framangreindar greinar:
-Tíminn, 124. tbl. 07.07.1995, Eldgos á Reykjanesskaga, Ari Trausti Guðmundsson, jarðeðlisfærðingur, bls. 6.
-Faxi, 1. tbl. 2020. Reykjanesið skelfur – Lifandi tilraunastöð jarðfræðinnar, Dagný Maggýjar, bls. 30-33.

Brennisteinsfjöll

Í Brennisteinsfjöllum.

Reykjanes

Stefán Einarsson krifaði um „Áttatáknanir í íslensku nú á dögum“ í Skírni árið 1952:

Reykjanesskagi - gömlu þóðleiðirnar

Reykjanesskagi – gömlu þjóðleiðirnar; ÓSÁ.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – örnefni.

„Bjarni Sæmundsson hefur af venjulegri nákvæmni lýst áttunum í sinni sveit, „Suðurkjálkanum“, í Árbók F.l. 1936, 22—53, og skal eg tilfæra það, sem hann segir um þetta.
„Eina leiðin af Inn-nesjum og úr Hafnarfirði til þeirra byggða Suðurkjálkans, sem liggja að Faxaflóa, er, ásamt byggðunum sjálfum, í daglegu tali nefnd „suður með sjó“ (t. d. fer maður suður með sjó, til þess að finna mann, sem býr einhvers staðar „Suður með sjó“), en um hinar byggðirnar er sagt „suður í“. Hinsvegar fara menn úr öllum sveitum kjálkans (að Krýsuvík meðtaldri) „inn“ í Hafnarfjörð og Reykjavík og til Inn-nesja yfirleitt, og margt er þarnaa suður um skagann, eins og víðar, skrítið í stefnutáknun manna, þegar farið er í aðrar sveitir, og erfitt fyrir ókunnuga að átta sig á því….“ (bls. 27).

„Úr Grindavík liggja gamlir vegir „út“ eða „suður“ í Hafnir, „suður“ eða „niður“ í Njarðvíkur (Skipstíg), „suður“ eða „út“ í Leiru og Garð og „út“ á Nes, „niður“ eða „inn“ í Voga (Skógfellavegur), „inn“ á Vatnsleysuströnd o. s. frv., en úr öllum þessum byggðum er farið „upp“ í Grindavík. Úr „Víkinni“ er farið „inn“ í eða „upp“ í Fjall, Móhálsa, og „upp“ að Krýsuvík og austur í Herdísarvík, Selvog („Vog“) o. s. frv. Eru þessar áttatáknanir æði torskildar fyrir ókunnuga, sumar hverjar, eins og t. d. suður í Njarðvikur, sem er nærri í norður úr Grindavík. En það er viða margt skrítið í þessu tilliti“ (bls. 42).

Grindavíkurvegir

Varðaðar leiðir til og frá Grindavík frá fyrstu tíð.

Þótt áttatáknanir þessar séu ærið torskildar fyrir „ókunnuga“, þá skýrist málið fljótt, ef litið er á kort af Reykjanesi.

Tvennt verða menn líka að hafa í huga, það fyrst, að á veginum milli Garðs og Hafnarfjarðar eftir norðurströnd Reykjaness eru andstæðurnar suður:inn, og það annað, að milli norður- og suðurstrandar Reykjaness eru andstæðurnar niður:upp (= N:S). Grindvíkingurinn gengur þannig fyrst niður, þar til hann kemur á veginn, sem liggur suður og inn með norðurströndinni. Þurfi hann þá að ganga suður til þess að komast í áfangastað, er kallað, að þeir staðir liggi suður frá Grindavík. Þurfi hann aftur á móti að ganga inn með ströndinni, liggja þeir staðir allir inn frá Grindavík.“

Heimild:
-Skírnir – 1. tölublað (01.01.1952), Stefán Einarsson, Áttatáknanir í íslensku nú á dögum, bls. 11-12.

Reykjanes

Reykjanes – örnefni og áttarhugtök.

Grindavíkurvegur

Hrauntunga úr sprungurein eldgoss ofan Sundhnúks er hófst að morgni dags 8. febrúar 2024 tók að renna til vesturs sunnan Stóra-Skógfells í átt að gatnamótum Grindavíkurvegar og Norðurljósavegar að Bláa lóninu og Svartsengisvirkjun.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur – vegavinnubúðir við Norðurljósaveg.

Hraði þunnfljótandi rennslisins var um 500-1000 m á klst. Um kl. 10.30 náði það að gatnamótunum, rann yfir Grindavíkurveg og til vesturs eftir Norðurljósavegi þar sem hægði á því í rýmilegri hraunkvos sem þar er á milli Illahrauns og Arnarseturshrauns.
Við gatnamótin var eitt af skjólum vegavinnumanna er lögðu fyrsta vagnveginn frá Stapanum (Suðurnesjavegi) til Grindavíkur á árunum 1914-1918. Skammt sunnan við gatnamótin voru tvö önnur byrgi, sem nú er komin undir hraun. Uppi á hrauninu skammt sunnan kvosinnar er hlaðið hringlaga skjól símamanna er lögðu jarðstreng til Grindavíkur á svipuðum tíma.
Sjá meira um Grindavíkurveginn HÉR, HÉR og HÉR.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur – skjól símamanna.