Tag Archive for: Grindavík

Fagridalur

Á landakorti LÍ frá árinu 1977 sést dregin gata er fylgir Skógfellavegi frá Grindavík að Stóra-Skógfelli. Í stað þess að halda áfram að Litla-Skógfelli og síðan áleiðis í Voga, eins og þekkt er, er gatan dregin til norðausturs frá Stóra-Skógfellshorni og upp að Nauthólaflötum í Fagradal og áfram í Dalssel. Þessi gata er merkt sem „vörðuð leið“. Annað hvort er um misskilning að ræða eða þarna hafi fyrrum legið gata frá Skógfellavegi og upp í Dalssel, selstígur Þórkötlunga á meðan þeir nýttu Dalsselið.
Leiðbeiningum fylgtÍ von um að enn gætu vörðubrot sést þarna er gæfu leiðina til kynna var haldið inn á svæðið frá 
Arnarsetri, austur með norðanverðu Stóra-Skógfelli og áfram inn á Skógfellahraunið. Þar var stefnan tekin til norðausturs, áleiðis að Fagradal.
Þrátt fyrir erfið gönguskilyrði í byrjun (snjór þakti jörð) lék veðrið við þátttakendur – logn og blíða í fjallasal. Snjóhlífar og -þrúgur auðvelduðu sumum gönguna til muna.
Í Arnarsetri hefur verið gerð bragarbót. Í stað mikils magns efnis, sem tekið var á sínum tíma við endurbætur á Grindavíkurveginum, hefur nú verið ekið þangað efni af framkvæmdarsvæði Bláa lónsins, bæði með það fyrir augum að nota svæðið sem efnistipp og um leið að endurheimta fyrri ásýnd þess. Ef haldið verður skipulega áfram með verkið má vænta þess að gígsvæðið sjálft hafi nánast fengið fyrri mynd eftir u.þ.b. tvær aldir. Hafa ber í huga að verðmæti Arnarseturssvæðisins á eftir að margfaldast á næstu áratugum og hundruðum.

Skógfellastígur

Skógfellastígur.

Eftir að hafa fetað snævi þakið hraunssvæðið varlega, yfir hugsanlegar sprungur og gjár, þurfti að komast upp með Stóra-Skógfelli, sem hafði dregið að sér fannfergið. Við vörðu á norðausturhorni fellsins, við Skógfellastíginn, var áð og lagt á ráðin.
Meint gata af Skógfellavegi suðaustan við Stóra-Skógfell með stefnu í Fagradal gat auðveldlega legið þar inn í „dal“ þann er Sandakravegurinn liggur um millum Sandhóls og Skógfellavegs. Dalur þessi er mosavaxin hraunslétta (helluhraun), sem runnið hefur eftir að Skógfellahraunið rann. Það hraun hefur fyllt upp í sprungur, misfellur og jafnvel inn í eldri gíga á svæðinu. Dalurinn heitir Mosdalur. Ofan hans er fyrrnefndur Fagirdalur. H
raunið hefur það verið nefnt Dalaraun og þaðekki af ástæðulausu. Í  ljósi þessa er enn áhugaverðara að skoða ummerki hinna fornu gatna yfir hraunið – því víða eru þær djúpt markaðar í hraunhelluna. Það eitt gefur til kynna hina miklu umferð um þær á u.þ.b. 600 ára tímabili, eða allt til 1910 er ferðir fólks um þær voru að leggjast af.
Á áningarstaðnum var tilvalið að rifað upp ferðalýsingu um Skógfellastíginn er birtist í Lesbók Mbl árið 2000: „Þ
essi grein um Skógfellaveg birtist í Lesbók Mbl í septembermánuði árið 2000: „Á Suðvesturlandi eru margar áhugaverðar þjóðleiðir og hafa nokkrar þeirra öðlast fastan sess í huga útivistarfólks sem skemmtigönguleiðir svi sem Leggjabrjótur milli Þingvalla og Hvalfjarðar, Selvogsgata milli Hafnarfjarðar og Selvogs og Síldarmannagötur er nýlega voru varðaðar. Á Reykjanesskaga eru þjóðleiðir sem ekki eru eins nafnkunnar og áðurnefndar leiðir, en munu þó örugglega draga til sín göngufólk í vaxandi mæli.
Stóra-SkógfellNokkrar þeirra liggja til Grindavíkur og skal hér kynnt ein þeirra, en það er Skógfellavegur, gömul leið úr Vogum sem jafnframt er framhald þjóðleiðarinnar frá Hafnarfirði er nefnist Almenningsvegur.
Skógfellavegurinn er kenndur við tvö fell sem eru við leiðina og heita Litla- og Stóra-Skógfell er bendir til þess að svæðið hafi verið skógi vaxið fyrrum, en í nágrenni Litla-Skógfells er þó kjarrgróður með birkihríslum og víði. Grindvíkingar hafa líklega notað Skógfellaveginn sem alfararleið um stuttan tíma, en hann lagðist af um 1920 þegar akvegur var lagður milli Vogastapa og Grindavíkur. Af leiðinni liggur Sandakravegur neðan Stóra-Skógfells að Fagradalsfjalli og síðan austur á bóginn, en nafnið hefur upprunalega verið notað um alla leiðina frá Stapa.
Hér er greint frá Útivistargöngu um hluta þessarar leiðar s.l. sunnudag 3. september… frá Vogum. Landið sýnist ekki svipmikið á þessum slóðum, en þó leynist þarna margt og ekki síst þegar lengra dregur. Snorrastaðatjarnir eru suðvestan og vestan við leiðina og grilltum við aðeins í þær og einnig skátaskála sem reistur var nærri tjörnunum fyrir nokkrum árum. Ofan við tjarnirnar er Háibjalli, en hann og hæsta umhverfi er á náttúruminjaskrá og þar er nokkur skógrækt, en allt þetta blasti betur við ofan af Litla-Skógfelli sem gengið var um síðar.

Varða á leiðinni

Fyrsta spölinn mótar af og til fyrir gömlum götum, en vörður eru fáar og strjálar, en það átti eftir að breytast þegar lengra kom, en það sem einkennir leiðina eru gjár. Gjárnar eru ekki farartálmi og auðvelt að komast um þær, en sú fyrsta sem varð á vegi okkar nefnist Huldugjá, en austur með henni blasti við okkur fjárborg, sem heitir Pétursborg, en ekki var hún skoðuð nánar í þetta sinn. Skammt var að Litlu-Aragjá og gerðum við þar stuttan stans við stóra vörðu á gjárbarmi, en kaffistopp höfðum við hjá næstu gjá, Stóru-Aragjá sem á þessum slóðum nefnist Brandsgjá. Hún heitir eftir Brandi Guðmundssyni bónda á Ísólfsskála er var þarna á ferð á jólaföstu árið 1911, en lenti í ófærð og missti hestana ofan í gjána og þurfti að aflífa þá á staðnum. Brand kól á fótum og var á Keflavíkurspítala einhverja mánuðu eftir slysið. Við litum á gjárnar þarna og víðar og reyndust þær mjög djúpar þó vel sæist til botns svo ekki er að undra þó illa geti farið ef lent er utan leiðar að vetrarlagi og snjór gefur sig yfir gjánum.

Gígur við leiðina

Eftir góða áningu við Stóru-Aragjá var haldið áfram, enda auðvelt og vel vörðuð leið eftir helluhrauni, en þar og víðar eru hófaför vel mörkuð í klöppina. Litla-Skógefll er ekki hátt, aðeins 85 m.y.s. en það freistaði uppgöngu og hélt allur hópurinn upp norðvesturhornið og niður af því sunnanmegin. Af fellinu blasir við mestur hluti leiðarinnar, utan þess sem Stóra-Skógfell skyggir á í suðri, en á milli fellana er þétt röð varða.
Stóra-Skógfell er um 100 m hærra en Litla-Skógfell, en þó freistaði það ekki til uppgöngu í þetta sinn, utan eins þátttakaanda sem raunar gekk á öll fell sem urðu á vegi okkar og dásamaði hann mjög útsýnið.
SléttlendiðÞegar suður fyrir Stóra-Skógfell kom blasti við Sundhnúkagígaröðin sem mun vera um 8 km löng en frá henni rann hraunið hjá Grindavík fyrir um 2000 árum. Athygli okkar vakti sérkennileg hraunpípa utan í einum gígnum og vantaði lítið upp á að skríða mætti þar í gegn, en ekki hefði það farið vel með fatnað. Á þessums lóðum var okkar göngu um Skógfellaveg lokið þar sem áætlaður lokaáfangi göngunnar var Bláa lónið. Leið okkar lá inn á stikaða leið er tilheyrir Reykjaveginum, um Svartsengi norðan Svartsengisfells. Þar við gamlan steyptan pall, líklega undirstöðu danspalls. Rifjuðu nokkrir úr hópnum upp minningar frá útisamkomum er þar voru haldnar um skeið á vegum Grindvíkinga. Eftir tæpra 6 klukkustunda göngu vorum við loks komin að Bláa lóninu nýja sem fellur ótrúlega vel inn í hraunið, en bað í því er kærkominn endapunktur á goðri gönguferð.“

Sandhóll-innri

Þá var stefnan tekinn upp í „dalinn“ og honum fylgt til norðausturs. Varða sást á hraunnibbu áður en komið var inn á Sandakraveginn. Í rauninni var ekkert eðlilegra en framhalda göngunni eftir sléttu helluhrauninu áleiðis í Fagradal. Til að gera langa göngusögu stutta má segja að þessi leið er svo greiðfær að hægt væri að aka eftir henni á óbreyttum jeppa. Úfið hraun birtist framundan, en vestan þess lá slétt hraunlæna inn að Aurum vestan Nauthólaflata. Frá hraunjaðrinum var leiðin greið inn í Fagradal og að Dalsseli.

Sandakravegur

Sandakravegur – varða.

Á stöku stað var að sjá hellu ofan á hellu, en verksummerkin gætu þess vegna hafa verið eftir refaskyttur, er sóttu inn í hraunið. Ekki var að sjá að þeim hafi tekist að útrýma skolla á svæðinu því fótspor eftir hann sáust víða á leiðinni, ekki síst við Stóra-Skógfell. Augljóst má vera að víða leynast greni á þessu svæði, enda lágrennanlegar hraunrásir margar.
Þótt ekki hafi verið hægt að sjá augljóslega varðaða leið frá Stóra-Skógfelli áleiðis í Fagradal verður að telja víst að hún hefur verið farin, enda bæði stysta og greiðfærasta leiðin milli Járngerðarstaða og Dalssels. Til stendur að fara inn á svæðið þegar snjóa leysir og gaumgæfa það betur með hliðsjón af framangreindu.
Eitt stendur þó upp úr – umhverfið og útsýnið er stórbrotið.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimild m.a.:
-Kort frá Landmælingum Íslands 1977.
-Lesbók Mbl 16. sept. 2000 – Kristján M. Baldursson.

Fagradalsfjall frá Skógfellastíg

Fagridalur

Gengið var inn á Dalaleið, hina gömlu þjóðleið milli Kaldársels og Krýsuvíkur, í Fagradal, gatan rakin upp hlíðina og upp á og yfir næstum óendanlega Vatnshlíðina. Götunni var síðan fylgt þvert yfir Hvammahaunið auk þess skoðaður var hugsanlegur stígur vestar í hrauninu. Þar liggur kindagata/fjárgata um þykkt mosahraunið. Loks var gengið til baka með ofanverðri Vatnshlíðinni og niður Vatnshlíðarhorn þar sem gamla gatan austan við Sveifluháls var skoðuð og henni fylgt spölkorn í átt að Breiðdal. Við hana eru tóftir tveggja „smáhýsa“, sem ekki er gott að segja hvaða tilgangi hafi þjónað.

Gata upp úr Fagradal

Gamlar þjóðleiðir og fornir stígar liggja vítt og breitt um Reykjanesfólkvang. Þessar leiðir hafa gleymst eftir að ökuvegir voru lagðir og menn hættu að þræða gamlar slóðir á ferð sinni um Nesið. Flestar leiðirnar tengdu byggðahverfin gömlu við útverin á Suðurnesjum. Á milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur lágu t.d. Undirhlíðaleið, Dalaleið, Vatnaleið, Stórhöfðastígur og Hrauntungustígur. Frá Hraunabæjunum við Straumsvík og Hvassahrauni lágu Straumsselsstígur, Rauðamelsstígur og Mosastígur til Krýsuvíkur, að Selatöngum eða Grindavíkur. Með Núpshlíðarhálsi lágu Hálsagötur og milli Vatnsleysustrandar og Vigdísarvalla lá Þórustaðastígur, sem nefnist Drumbsdalastígur þar sem hann þræðir sig frá völlunum austur að Krýsuvík.
Dalaleiðin lá upp frá Kaldárseli um Kúastíg, sem enn er áberandi suðaustan sumarbúða KFUMogK, suður með Undirhlíðum, upp Kýrskarð, upp fyrir norðurhorn Gvendarselshæða, suður með þeim austanverðum og um Slysadali, Leirdal (áður hétu dalirnir báðir Leirdalir), framhjá vatnsstæðinu syðst undir Lönguhlíðum með stefnu inn Fagradal. Ef vel er að gáð má sjá mjög grónar tóftir norðvestan Leirdals og norðaustan Fagradals.
Hraunkarl Erfitt er að segja til um hvaða hlutverki þær hafa gegnt nema að undangenginni nákvæmri rannsókn. Í fjarlægð lítur svæðið út eins og bæjarhóll undir brattri hlíðinni.
Þeir, sem farið hafa þessa svonefndu Dalaleið um Fagradag hafa eflaust farið inn dalinn að norðanverðu. Þar er hann vel gróinn í vöngum, einkum á kjálkum. Dalurinn er aflíðandi og því auðveldur uppgöngu. Hrauntunga liggur ofan í dalinn, kominn alla leið úr Kistufellsgígunum. Fjárgata ligur með hraunkantinum að sunnanverðu. Uppi í dalsendanum sést gatan mjög vel þar sem hún liggur skáhallt upp hraunhlíðina til suðurs. Þegar gatan er gengin er ljóst að ekki hefur hún nú verið fjölfarin hestagata. Líklegt þykir að gatan hafi mest verið sótt af fé og tiltölulega fáu fólki, enda er hún miklu mun lengri en Undirhlíðavegurinn frá Kaldárseli með vestanverðum Undirhlíðum og Sveifluhálsi, upp á Ketilsstíg.
Uppi á brún greinist leiðin, annars vegar til suðurs og hins vegar til suðvesturs um veðurbarða og grýtta „hásléttuna“. Vörður eru ofan brúnar að norðvestanverðu. Ein þeirra, sem næst er, er landmælingavarða. Sú, sem nær er brúninni hefur líklega, líkt og aðrar vestar með henni, verið hlaðnar af fólki, sem afrekað hefur göngu þangað upp, fundist mikið til koma og viljað skilja eftir „minningu“ um afrekið. Fólk ætti frekar að skilja eftir miða eða jafnvel geymsluþolinn mat fyrir aðra, sem á eftir koma. Vörður voru leiðarmerki hér fyrrum og höfðu því ákveðinn tilgang. Með nýjum vörðum brenglast sú mynd, sem upphaflega var máluð á þjóðleiðum sem þessari.
Gata Til að spara tíma var stefnan tekin beint, ofan gilja á frosnum mosanum (sem var eins og teppi undir fótum), á suðurbrún hásléttunnar þar sem útsýnið var stórbrotið yfir Hvammahraunið og Krýsuvíkurfjöllin. Á leiðinni lét hraunkarl á sér kræla. Reyndar kom mjög á óvart að hann reyndist vera hraunkona. Dalaleiðin sást þaðan þar sem hún lá um mjósta hraunhaftið í Hvammahrauni, yfir í óbrennishólman, sem þar er. Hún var rakin í gegnum hraunið. Innkoman er breið og leiðin skiptist stuttu síðar í tvennt, en kemur saman að nýju við endann hinum megin. Báðar eru þær ógreiðfærar og líklega verið 98,8% notuð af fé og því fáu fólki – og þá nánast eingöngu að sumarlagi.
Ólíklegt er að farið hafi verið með hesta þarna yfir hraunið. Óbrennishólminn er að mestu úr sandi, en þómá sjá móberg og brotaberg á stangli. Hann er sennilegast hluti af gömlu gosi, líklega frá þarsíðasta ísaldarskeiði, á sömu sprungurein og fæddi Gullbringu og sandfjöllin sunnan hennar (vestan Kálfadala).
Að sunnanverðu var vatn í grónum bolla og hægt var að fylgja götunni áfram með hraunkantinum að Gullbringu. Þar greinist hún í tvennt; annars vegar til vinstri upp sandbrúnir austan „hólsins“ og hins vegar niður með honum að norðanverðu.
Miðvert Hvammahraunið var skoðað svolítið betur vegna hagstæðra aðstæðna (mosinn var frosinn). Fjárgata sást liggja yfir hraunið nokkru vestan leiðarinnar og eflaust er fleiri slíkar að finna víðsvegar um hraunið. Lílklegt þykir að fleiri götur leynist þarna yfir hraunið og þá vestar. Það verður skoðað betur síðar.
Gengið var að vestanverðri hraunbrúninni í norðanverðum Hvömmum. Sjá mátti hvar hraunið hafði runnið niður hlíðarnar. Þunnfljótandi hraun var austar í hlíðinum og undir úfnu apalhrauninu í dölunum, en grófara hraun vestar. Hið þunnfljótandi hraun hefur líklega komið úr Kistufellsgígunum, en grófara hraunið úr eldborginnii víðfeðmnu norðvestan Eldborgar í Brennisteinsfjöllum. Sjá mátti þessa lagskiptingu sumsstaðar ofan Vatnshlíðar.
Fagridalur Götu var fylgt upp með hraunbrúninni og á hásléttuna. Gatan var greinileg drjúgan spöl eða þangað til komið var niður í ílanga hvylft í hlíðina. Hún var vel gróin bæði efra og neðra (nær Kelifarvatni). Fjárgata lá í henni milli hinna grónu svæða. Þá sást gatan vel þar sem hún lá upp hlíðina að norðanverðu. Henni var fylgt áfram norður yfir hásléttuna, en ekki leið á löngu að hún hvarf sjónum þar sem rann saman gata og vindsorfið grjót.
Framundan og ofanvert (hægra megin) var varða, vandlega hlaðin hringlaga, en nýleg. Ofan hennar (austar) var varða á klapparhól, sem skoðuð hafði verið á suðurleiðinni. Í norðri sást til vörðu, sem og tveggja ofan brúnar norðvestar. Engin gata fylgdi með vörðunum svo spurning er í hvaða tilgangi þær hafi verið hlaðnar. Allar virtust þær tiltölulega nýlegar. Ein varðan gaf þó augljóslega til kynna hellisop í grunnri rás.
Þunnfljótandi helluhraun (það eldra sennilega frá Kistufellsgígunum) hafði runnið þarna niður eftir og síðan fram af brún Vatnshlíðar á mjög afmörkuðu svæði. Neðan frá er það hinn tilkomumesti hraunfoss á að líta.
Rjúpa sást á stangli, en einungis ein í hóp. Ofan við Vatnshlíðarhornið er nýlega hlaðin varða og önnur nær brúninni, við uppgönguna (eða niðurgönguna eins og í þessu tilviki). Landmælingavarðan ofan Fagradalsgötunnar sást í norðaustri.
Farið var fetið niður Vatnshlíðarhornið, skref fyrir skref, enda eins gott að fara varlega. Frosið var undir og yfirborðið laust í sér. Feykivindur úr norðri bætti um betur. Ekki þurfti mikið til að komast á skrið í miklum brattanum. Allt gekk þetta nú vel, sem betur fer.
Tóft Niðri var skoðaður grunnur, sem talinn er hafa verið af gamla veitingahúsinu norðan við Kleifarvatn. Það var í rekstri áður en vegurinn var lagður undir Helluna á fimmta áratug 20. aldar. Gamla þjóðleiðin sést enn ofan (norðan við grunninn), en húsið hefur kúrt undir fyrrum Vatnsskarði, í skjóli fyrir norðanáttinni. Vatnsskarð það sem nú er nefnt hefur áður að öllum líkindum heitir Markrakagil. Það færðist að einhverjum ástæðum nokkru norðar með Undirhlíðum. Ástæðurnar eru taldar hafa verið landamerkjalegs eðlis.
Ofan við grunninn eru a.m.k. fimm litlar tóftir af einhverju, sem ekki er vitað hvað var. Fróðlegt væri að fá einhvern sérfræðinginn til að skoða aðstæður. Ekki er þó raunhæft að ætla að tóftir þessar hafi tengst veitingarekstrinum og þá verið geymslur. Þjóðleiðin gamla var þá aflögð og kominn akvegur nokkru austar með hlíðunum, á þeim stað sem hann er nú.
Þegar gengið var yfir „hásléttuna“ og götur þar skoðaðar, var stungið upp á því að nefna „Dalaleiðina“ miklu fremur „Dalaleiðirnar“ því við nákæma skoðun virtust þær mun fleiri en ein. Auk þess mun seint koma fram staðreyndir um hvar hún hafi í rauninni legið, ef hún hefur þá yfirleitt legið á einhverjum einum tilteknum stað.
Eftir að hafa elt fjárgötur í svo langan tíma var einungis eitt framundan – ofnbakaðar kótilettur.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Fagridalur

Tóftir í Fagradal.

Hraunssandur

Gengið var frá Ísólfsskála og fyrir endann á Bjalla, klifið niður Lambastapa og haldið út með ströndinni undir Skálabergi, gengið eftir Skálasandi og Festarfjalli yfir á Hraunssand.

Festisfjall

Undirbúningurinn.

Aðeins er vitað um eina konu, eiginkonu Brands á Skála, sem gengið hefur þessa leið þurrum fótum og þótti mikið afrek. Dæmi er um að vaskir piltar hafi synt út fyrir Lambastapa er þeir voru að stytta sér leið að Skála. Það voru þeir Guðbergur Bergsson og Hinrik bróðir hans. Eftir þessa ferð bættist enn eitt Skálabarnið við; Erling Einarsson og eiginkona hans.

Svæðið er einstakt náttúru- og jarðfræðifyrirbæri, fuglalíf í bergi og hellum (teistan) er mikið og umhverfið stórbrotið. Berggangar sjást á nokkrum stöðum sem og bólstrabergs og móbergsmyndanir. Í daglegu tali var þetta svæði nefnt „Undir Festi“. Hrun er af og til úr fellinu svo hjálmar eru þarna þarfaþing.

Festisfjall

Festarfjall – undirbúningurinn.

Þjóðsaga er til um Festarfjall, en í henni segir að „austarlega í Grindavík, hér um bil miðja vegu milli bæjanna Hrauns og Ísólfsskála, er þverhnípt fell fram við sjóinn, sem heitir Festarfjall. Neðan undir felli þessu er hátt blágrýtisstandberg og ægisandur undir sem ganga má þurrum fótum með lágum sjó. Frá Hrauni blasir við í miðju berginu grá rák sem gengur þráðbeint upp í gegnum bergið og nefnist Festin.
Sagan segir að rák þessi sé silfurfesti sem tröllkona ein hafi einhvern tíma í fyrndinni hengt fram af berginu með þeim ummælum að þá er dóttir bóndans á Hrauni, sú sem bæri nafn hennar, gengi þar neðan undir þá skyldi festin detta niður og verða eign stúlkunnar. Því miður lét tröllkonan ekki nafns síns getið svo að ekki hefir verið auðvelt að láta heita eftir henni, enda hangir festin óhreyfð enn í dag.“
Undir Festarfjalli eru nokkrir skútar og sjávarhellar. Einn þeirra er sýnum stærstur. Inni í honum verpir teista og má sjá hana þar í flokkum þegar vel stendur á.

Festisfjall

Sjávarhellir undir Lyngfelli.

Á Hraunsandi var fyrrum unninn sandur og möl, enda má enn sjá leifar malarnámsins ofan við bergið. Fyrirtækið hét Ægissandur og töldu margir það daga nafn sitt af sandströndinni fyrir neðan.
Dunknahellir er undir berginu. Hellirinn hverfur af og til vegna sandburðar, en stutt er síðan hann opnaðist aftur. Nú er komið myndarlegt loftgat í hellinn.
Á kafla er stógrýtt undir bjarginu, en sandur á milli bergganga og -nefja, sem sjórinn leikur við, jafnvel í lágsjávuðu. Það getur því þurft lag til að komast yfir þá og jafnframt þarf að gæta þess vel að lokast ekki inni í básum á milli þeirra. Á leiðinni þurfti að klifra yfir tvær nípur er skaga út úr berginu; Eystri- og Vestarinípu. Að sögn Sigga á Hrauni eru landamerki Hrauns og Ísólfsskála um Eystrinípu. Oft væri ófært neðan við þær, allt eftir því hvernig stæði á sandinum.

Festisfjall

Sjávarhellir undir Festarfjalli.

“Í kringum 1890 fannst þarna á Hraunssandinum rekin á hvolfi frönsk fiskiskúta. Erfitt var að gera sér grein fyrir, hvort áhöfn hefði farist með skipi þessu. En með því að engan mann hafði rekið úr því, var frekar hallast að því, að skip þetta hafi verið yfirgefið, en skipshöfninni bjargað af öðru skipi, áður en það rak upp. Í þennan tíma var gert út frá Ísólfsskála. Þeir bræður, Hjálmar og Brandur Guðmundssynir frá Ísólfsskála, voru þar formenn, með sinn bátinn hvor. Dag nokkurn á vertíðinni voru þeir á sjó austur í Hælsvík. Þar var þá mikið af frönskum fiskiskútum. Ein skúta var þar, sem þeir veittu sérstaka athygli, vegna þess hve segl hennar voru mislit, líkast því sem þau væru bætt. Seinni part þessa dags gekk svo í hvassa s.a. átt með slyddubyl. Þeir bræður héldu til lands, þegar verðrið fór að versna.

Lambastapi

Lambastapi.

Um kvöldið eða nóttina gekk síðan í hvassa s.v. átt. Morguninn eftir, þegar þeir á Ísólfsskála komu niður að sjónum þar, tóku þeir eftir miklu rakaldi þar úti fyrir og eitthvað var í fjörunni. Það var þegar giskað á, að skip hefði strandað vestur á Hraunssandi eða þar í kring og var fljótlega sent af stað að líta eftir þessu. Á leiðinni frá Ísólfsskála og út að Hrauni er mikið af þverhníptum háum klettum meðfram sjónum og sums staðar illt að sjá greinilega niður í fjöruna, enda komust leitarmenn alla leið út að Hrauni, án þess að finna nokkuð.

Dunkshellir

Horft út um Dunkshelli.

Frá Hrauni var svo snúið við aftur sömu leið og bættust þaðan menn við í leitina. Þegar upp að Dunkshelli kom, fannst svo þetta strand, sem áður er getið. Og þeir Ísólfsskálamenn töldu sig þekkja þar aftur frönsku skútuna með bættu seglin, sem þeir sáu í Hælsvík deginum áður. Engan hefi ég hitt, sem kann nánar að segja frá strandi þessu, en nú hefir verið gert.
Fyrir innan Dunkshelli byrjar Hraunssandur og er hann í boga fyrir botni Hraunsvíkurinnar, hátt berg rís alls staðar upp af Hraunssandi, og aðeins á einum stað er hægt að komast niður á sandinn, þar sem klettarnir eru lægstir. Alveg fyrir botni Hraunsvíkur, þegar ströndin byrjar að beygja út að austanverðu, rís Festarfjall upp af sandinum.

Festisfjall

Festisfjall – berggangar.

Í Festi eru Vestri-Nípa og Eystri-Nípa, sem eru mörk milli Hrauns og Ísólfsskála, og frá Eystri-Nípu heitir sandurinn Skálasandur. Munnmæli eru um að í skerjum, sem heita Selasker og eru fram undan Eystri-Nípu, hafi í fyrndinni verið festiboltar fyrir skip og að þarna hafi þá verið skipalega. En miklar breytingar hafa orðið á landslagi þarna, hafi það nokkru sinni verið, því yfirleitt á öllum sandinum er sjaldan svo kyrrt, að hægt sé að lenda þar.
Upp úr 1890 hafði frönsk fiskiskúta siglt upp á Hraunssand og orðið þar til. Það var í besta veðri, svo margir bátar úr Þórkötlustaðahverfinu voru á sjó. Eftir hádegi kom “fransari” siglandi á þær slóðir, sem bátarnir héldu sig helst á, og virtist vilja hafa tal af þeim, því hann sigldi að hverjum bátnum eftir annan, og þeir héldu það vera skipstjórann sem var með köll og bendingar, en enginn á bátunum skildi, hvað hann vildi. Eftir að hafa siglt þannig á milli bátanna nokkra stund tók hann stefnu beint upp á Hraunssand og þar í strand.

Festarfjall

Festarfjall – sjávarhellir.

Magnús Hafliðason bóndi á Hrauni segist muna það, að faðir sinn, Hafliði Magnússon, sem lengi bjó á Hrauni, hafi oft minnst þess franska skips eða siglingu þess, þennan dag. Hann hafði verið í landi um daginn, en bátarnir voru svo nærri landi, að fljótlega var tekið eftir því, þegar franska skipið fór að sigla á milli þeirra, hvers af öðrum. Það þótti strax eftirtektarvert, því venja var að þegar “fransari” sigldi að báti, sem oft hafði komið fyrir, þá var erindið að biðja þá fyrir bréf í póst, eða að hafa viðskipti.

Festarfjall

Lyngfell – forn setlög.

Sérstaklega höfðu þeir frönsku sóst eftir sjóvettlingum. Allt, sem þeir keyptu, var aðallega borgað í kexi. Einstaka sinnum var gefið í staupinu, svo karlarnir höfðu stundum komið góðglaðir í land, berhentir en með kex, og það þótti alltaf góð hlutabót. Þeir frönsku þurftu því að jafnaði ekki að sigla milli margra báta til að fá afgreiðslu. Þess vegna var farið að veita siglingunni athygli, þegar svo skipið tók stefnu til lands. Beið heimafólk á Hrauni þess með eftirvæntingu, hvað skipið ætlaðist fyrir. En þegar svo að siglingin hvarf fyrir hamranefið, sem lengst skagar fram sunnan við Hraunssand, þar sem Dunkshellir er, var séð hvert stefndi.
Hafliði fékk orð fyrir að vera léttur á sér og fljótur á fæti allt fram á elliár, en það hafði hann sagt, að aldrei muni hann hafa verið fljótari uppá Hraunssand en í þetta skipti. En þótt hann væri fljótur, var skipið strandað og landsjórinn búinn að setja það þversum í fjöruna. Öllu verðmæti hafði verið bjargað úr skipi þessu og það svo liðast sundur þarna í fjörunni.

Festisfjall

Festisfjall – Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur, að störfum.

Magnús Hafliðason segir og, að Hraunssandur sé oft á mikilli hreyfingu, þannig að sjórinn hreinsi stundum allan sand af einum staðnum og flytji á annan, svo klappirnar verði berar, þar sem sandurinn hverfur. Í einu slíku umróti segir hann að gríðarstórt akkeri hafi sést í klöppunum, en sandurinn hafi hulið það svo fljótt aftur, en ekki hafi unnist tími til að ná því, svo að það týndist aftur. En akkeri þetta telur hann víst að sé af þessu franska skipi.”
Þessi leið, sem farin var, er ekki fyrir ókunnuga. Hún getur verið mjög varasöm, bæði vegna hruns úr berginu og ekki síður vegna óvæntra uppátækja Ægis. Hann á það til að rísa snögglega og óvænt upp og fyrir þá sem ekki þekkja kauða gæti það kostað ýmsar skrokkskjóður eða þaðan af verra.
Eftir gönguna var gengið fram á slökkviliðsstjórann í Grindavík á Klappartúninu með fornleifaskrá fyrir Þórkötlustaðahverfi undir höndum. Þegar að var gáð stóð þar á einum stað um dys Þórkötlu; „Á túninu austan við bæinn er hóll; Þórkötludys. Ekki er nákvæmlega vitað hvar hún er“. Einn göngumanna er jafnframt einn af eigendum Klappar svo þarna bar vel í veiði – Þórkatla gamla hvílir þá eftir allt saman í hól þar í túninu. En skráning þessi var þó tekin með fyrirvara, sjá FERLIR-826.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Heimildir m.a.:
-Guðsteinn Einarsson – “Frá Suðurnesjum – frásagnir frá liðinni tíð – Frá Valahnúk til Seljabótar”.
-www.reykjanesbaer.is/bokasafn

Hraunssandur

Klifrað niður á Hraunssand.

Hrútagjárdyngja

Gengið var frá Djúpavatnsvegi um Hrútagjá og Hrútagjárdyngju, kíkt í Kokið, farið um mikla hrauntröð út úr henni að norðanverðu, um hellasvæði norðvestan hennar og síðan norður með austanverðum Almenningum með viðkomu í Gininu og fjárskjóli með fyrirhleðslum og fallega hlaðinni fjárborg við Brunntorfur.

Hrútagjárdyngja

Gengið um Hrútagjárdyngju.

Eitt af stærstu hraununum í kringum Hafnarfjörð er komið úr Hrútagjárdyngju. Upptök þess eru nyrst í Móhálsdal. Á gígsvæðinu er allmikil gjá sem heitir Hrútagjá og við hana er dyngjan kennd. Dyngjan sjálf, fallega löguð, er nokkuð vestar og frá henni liggja myndarlegar hrauntraðir. Hraunið hefur að mestu runnið til norðurs og til sjávar og hefur myndað ströndina milli Vatnleysuvíkur og Straumsvíkur. Í daglegu tali gengur stærsti hluti hraunsins undir nafninu Almenningur. Öskulög í jarðvegi ofan á hrauninu benda til að hún hafi myndast fyrir 5000 árum.

Hrútargjárdyngja

Hrútargjárdyngja – hraunið er varð undirstaða Hraunabæjanna.

Samsetning hraunsins samkv. rannsóknum Jóns Jónssonar, jarðfræðings, að meðaltali er Plagioklas um 48,4% og Pyroxen um 32,7%. Ólivín er 11,4% og málmur um 7,3%.
Á leiðinni í gegnum dyngjuna, skammt suðvestan hennar var komið að djúpum sprungum, greinilega gasuppstreymi út frá gígnum. Var þeim gefið nafnið Kokið. Föngulegur hópur hellaáhugamanna var með í för og var tilefni ferðarinnar m.a. að skoða niður í þessar “gjár”. Hér er um að ræða 15-20 m djúpa „sprungu“ í hrauninu. Ekki er ólíkt því að horfa niður í kok á einhverri furðuskepnu og horfa þarna niður í sprunguna. Búið var að skoða hluta hennar áður með takmörkuðum búnaði, en nú var ætlunin að láta fagmennina líta á fyrirbærið.

Húshellir

Við Húshelli.

Sprungan er þröng og því best að skilja bjórvömbina eftir heima. Þrír hellamanna nudduðu sér niður og telst Kokið því fullkannað. Svo virðist sem bráðið hraun hafi runnið í sprungunni, því nokkuð er um hraunfossa, rennslistauma og 8-10cm hraunskán sem þekur allt yfirborð sprungunar. Hraunskánin myndast jafnt á lofti sem veggjum. Sprungan hefur framhald bæði að ofan og neðan, en vegna ofvaxtar hellamannanna varð ekkert úr frekari landvinningum.
Húshellir er í hraunbrekkunni norðan dyngjunnar. Hleðsla í hellinum hefur verið ráðgáta. Hins vegar kann að vera skýring á henni. Í gömlum sögnum segir af útilegumönnum á Selsvöllum, sennilega á 17. öld.

Hverinn eini

Hverinn eini.

Í heimildinni segir að útilegumennirnir hafi haldið til við Vellina, nálægt Hvernum eina, en herjað á Vatnsleysuströnd. M.a. hafi þeir stolið frá bóndanum í Flekkuvík. Eftir að þeir hafi flutt sig „norður með fjöllunum, í helli sem þar er“, hafi þeir áreitt og rænt ferðalanga. Yfirvaldið hafi safnað liði, handtekið þá og fært til Bessastaða þar sem dæmt var í máli þeirra. Stórhöfðastígur liggur þarna niður með. Hann sést vel vestan við Hrútargjárdyngju og áfram niður með henni norðvestanverðri, niður með Fjallinu eina og síðan áfram yfir hraunið austan við Sauðabrekkur, niður í Brunntorfur nálægt Bláfjallavegamótum og áfram yfir hraunið að horni Stórhöfða. Stígurinn sést þarna vel á kafla, en mosi og lyng hefur þakið hann að mestu í grónu hrauninu vestan við Fjallið eina.
Önnur skýring á hleðslunum getur verið sú að þar hafi menn á leið um gömlu þjóðleiðina viljað getað leitað skjóls undan verðum. Einnig að menn hafi haldið þar til við refaveiðar, en þarna ekki langt frá er hestshræ (beinin). Bein eru í hellinum og væri fróðlegt að reyna að finna út af hvaða skepnu þau hafi verið.

Húshellir

Í Húshelli.

Þetta er einn möguleikinn á tilvist hleðslanna í Húshelli, en taka þarf honum með þeim fyrirvara að annað kunni einnig að koma þarna til greina. T.d. vantar þarna eldstæði eða önnur merki um að menn hafi haldið til þarna um einhvern tíma.
Önnur saga segir að yfirvaldið hafi lokað helli útilegumannanna eftir handtökuna til að koma í veg fyrir að aðrir settust þar að. Einnig gæti þarna hafa verið athvarf fyrir þá er stunduðu hreindýraveiðar á Reykjanesinu (síðasta dýrið drepið á Hellisheiði 1901 eða 1904) eða annan veiðiskap. T.d. er hlaðin refagildra í Hrútagjáryngjunni. En þetta eru bara vangaveltur – gaman að velta þessu fyrir sér.

Húshellir

Í Húshelli.

Húshellir er í alfaraleið og er nokkur hundruð metra langur. Eftir að hafa gengið á sléttu helluhrauninu, hoppað yfir sprungur og sokkið í mosa, var komið að Gininu. Það fannst nokkur áður er FERLIRsfélagar voru að koma þarammani niður frá gígaröð norðan við Sauðabrekkur. Blasti opið skyndilega við þeim í annars sléttu hrauninu. Ginið er magnaður hellir og er án efa mest „töff“ hellafundur síðan Eldhraunshellarnir fundurst að mati hellaramanna. Ginið er um 10-15m djúpt, trektlaga og snjór er í botni þess. Á yfirborði er ekki að sjá greinileg ummerki um gjall eða klepra, og því stendur þetta gat út í auðninni eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Því miður vannst ekki tími til að skoða Ginið að fullu, en til að það sé hægt þarf að hafa klifurbúnað og góðan tíma. (Sjá aðar FERLIRslýsingu þar sem Ginið var sigrað).

Þorbjarnarstaðaborg

Þorbjarnastaðaborg.

Hraunspilda milli Kapelluhrauns og Afstapahrauns á Vatnsleysuströnd nefnist Almenningur. Var þar fyrrum skógi vaxið en hann eyddist af höggi og beit. Síðan um aldamót 19. og 20 . aldar hefur hraunið lítið verið breitt enda hefur það gróið nokkuð á ný. Norðan í honum er hlaðið fjárskjól í skútum. Norðvestan þeirra er Þorbjarnarstaðaborgin við Brunntorfur. Hún var hlaðin af börnum Þorbjarnarstaðahjónanna um aldamótin 1900, en stendur enn nokkuð heilleg rúmlega aldargömul. Sennilega hefur fjárskjólið einnig tilheyrt Þorbjarnastaðafólkinu og sennilega verið ástæðan fyrir gerð borgarinnar. Svo virðist sem hún hafi átt að verða topphlaðin, líkt og Djúpudalaborgin í Selvogi, en heimilsfaðirinn á Þorbjarnarstöðum var einmitt frá Guðnabæ í Selvogi.
Frábært veður – Gangan tók 3 klst og 33 mínútur.

Heimildir m.a.:
-Jarðfræði Hafnarfjarðar – flensborg.is
-speleo.is

Hrútagjárdyngja

Hrútagjárdyngja.

Sýlingafell

Gengið var um Svartsengi og með Svartsengisfelli að Sundhnúk. Sást vel hvernig hraunið hefur komi upp úr suðuröxl Svartsengisfels og runnið bæði til austurs og vesturs.
Vesturræman sést mjög vel frá Orkuverinu í Svartsengi þar sem það kemur sem foss niður vesturhlíð fellsins, ekki ólíkt því sem gerðist í Kálfadölum norðan Vegghamra.

Svartsengisfell

Svartsengisfell.

Norðan Sundhnúks er Sundhnúkagígaröðin að segja má ósnert. Gígarnir mynda röð út frá Sundhnúk og er hið mikla hraun vestan við þá runnið úr þeim, niður í Svartsengi. Auðvelt er að ganga upp að Gálgaklettum sunnan Sundhnúks. Gálgakletta er getið í þjóðsögunni um Ræningjana í Ræningjagjá (Þjófagjá) í Þorbjarnarfelli, handtöku þeirra á Baðsvöllum norðan fellsins og aftöku þeirra í klettunum. Þá var gengið upp á Svartsengisfell, er nefnist Sýlingafell frá sjó.

Svartengisfjall

Sólstafir ofan Svartsengisfjalls.

Þaðan er ágætt útsýni yfir umhverfið, m.a. yfir að Gálgaklettum og Hagafelli í suðri og Húsafell, Fiskidalsfjall, Festisfjall, Hrafnshlíð (Siglubergsháls) og Fagradalsfjall í austri. Í toppi fjallsins er allstór gígur. Haldið var niður norðurhlíð Svartsengisfells ofan við Svartsengi þar sem fjölmennir dansleikir voru haldnir hér áður fyrr. Sagan segir að engið heiti eftir Svarti, hrúti Molda-Gnúps, þess er fyrstur nam land í Grindavík (að því að talið er).

Sundhnúksröðin er á náttúruminjaskrá, þ.e. Sundhnúksgígaröðin öll, frá Melhól í vestur að hraunkantinum sunnan Þorbjarnarfells, með honum vestur og norður fyrir fellið, að háspennulínu sem er u.þ.b. 200 m vestan þjóðvegar.

Sundhnúkar

Sundhnúkar.

Mörkin fylgja síðan línunni til norðurs að stað 2 km norðan Arnarseturs og þaðan austur í horn landamerkjalínu við norðausturhorn Litla-Skógfells, síðan beina línu sem hugsast dregin til norðausturs í Kálffell. Þaðan liggja mörkin í Fagradals-Vatnsfell og því næst um beina línu sem dregin er til suðvesturs um Fagradalsfjall, Sandhól, Vatnsheiði og að lokum í Melhól. Í heildina er tæplega 9 km löng gígaröð kennd við Sundhnúk.
Fallegar hrauntraðir eru í suðvesturhlíð Hagafells, en Grindavíkurbær stendur á hrauni úr gígaröðinni.

Vatnshæð

Vatnsstæði í Vatnsheiði.

Skammt austar er Vatnsheiðin, þrjár dyngjur, en úr þeim rann t.d. það hraun er nú myndar Þórkötlustaðanesið/Hópsnesið. Í því miðju er stór og mikil hrauntröð. Ein dyngjanna, sú syðsta, opnaðist er jarðýtu var ekið um hann. Nefnist opið nú K9. Stiga þarf til að komast niður um gígopið, en fróðlegt væri að fara þangað niður og skoða hvað er í boði þar niðri.
Arnarseturshraunið er frá sögulegum tíma sbr. annála úr Skagafirði. Vallholtsannáll segir frá gosi 1661, en við rannsókn kom í ljós að landnámslagið (dökkt að ofan og ljóst að neðan) er undir hrauninu og Kötlulag (1495-1500) er ofan á því. Hraun við Svartsengi og Grindavík er ca 2400 ára. Án þess væri engin höfn í Grindavík.

Flekaskil

Flekaskil Norður-Atlantshafshryggjarins.

Suðvesturlandið einkennist af Reykjanesskaganum, en það er hér sem Atlantshafshryggurinn gengur á land. Mikið af hraunum eru á Reykjanesskaganum, sem bera vott um hina miklu eldvirkni. Atlantshafshryggurinn gengur í gegnum mitt landið og heitir hér Reykjaneshryggur, en fyrir norðan land nefnist hann Kolbeinseyjarhryggur. Þetta undur heimsins hefur mótað Ísland, ýtt Ameríku frá Afríku og um leið myndað Atlantshafið. Ísland stendur á flekaskilum en vesturhluti landsins tilheyrir Ameríkuflekanum, en austurhlutinn Evrasíuflekanum. Sumir vilja halda því fram að Grindvíkingar fylgi Evrópuhlutanum, en Keflvíkingar fylgi Ameríkuhlutanum.

Sýlingafell

Sýlingafell – sýlingurinn (gígur/hvylft/laut).

Í Svartsengi, þarna skammt frá, er orkuver Hitaveitu Suðurnesja á háhitasvæði sem nýtir heitan jarðsjó. Í þessum jarðsjó er mikið um efnaupplausnir sem tæra málma og því er honum ekki veitt beint inn á veitukerfin, heldur látin hita upp ferskt vatn fyrir veituna í varmaskiptum. Við þetta fellur til mikill jarðsjór sem streymir út í hraunið og myndar Bláa Lónið, sem frægt er sem heilsubað fyrir fólk með húðsjúkdóma. Svífandi kísilagnir og fleiri efni eru ástæða þess að vatnið litast blátt.

Sprungur

FERLIRsfélagar á ferð um sprungusvæði Reykjanesskagans.

Á Reykjanesi er einnig annað háhitasvæði sem er vestur undir Skálafelli og svokölluðum Stömpum sem brunnu fyrir yfir 1000 árum. Bjarmar jarðeldsins lýstu upp haf og land, en talið er að slíkt muni gerast aftur þó ekki sé hægt að segja til um tímsetningu.

Í ferðinni gaf Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri Hitaveitu Suðurnesja, ágætt yfirlit yfir jarðsögu Svartsengis, tilurð og þróun orkuvers Hitaveitunnar. Fram kom m.a. í máli hans að undir hraununum er gífurlegt vatnsmagn, undir því er mikið magn sjávar er seitlast hefur inn undir bergið. Ferska vatnið flýtur ofan á og því hefur verið dælt upp til neyslu og heitavatnsnotkunar. Gufan, um 240 °C heit, sem kemur fram er vatnið minnkar og leitar jafnvægis, er notuð til að hita kalda vatnið. Hún kemur um 160°C heit inn í orkuverið þar sem súrefnið og óæskileg efni eru unnin úr vatninu áður en það er leitt hæfilega heitt inn í hús neytenda á Suðurnesjum.

Svartsengi

Svartsengisvirkjun.

Æðar og sprungur í jarðskorpunni eru nokkurs konar svitaholur jarðar og út um þær leitar gufa og glóandi hraun er þannig stendur á. Eina slíka „svitaholu“ má sjá í toppi Svartengisfells og aðrar í Sundhnúkagígaröðinni, þarna skammt frá.
Fram kom í máli Alberts að við uppbyggingu orkuversins hafi mikil reynsla orðið til, m.ö.o. mörg mistök verið gerð er takast þurfti á við ný og óvænt vandamál, en án þeirra hefði ekki orðið nein þróun. Neysluvatnsnýtingin hafi þróast í heitavatnsnýtingu, hún í raforkunýtingu og heilsunýtingu og enn biðu ónýttir möguleikar, s.s. varðandi nýtingu umframorku og affalls, t.d. til líftækniðnaðar, vetnisiðnaðar og súrefnisiðnaðar. Affallsvarma væri t.d. hæg að nota til að hita upp golfvöll eða annað er þurfa þykir.

Svartengi

Svartsengi.

Miklu máli skiptir að menn séu frjóir í hugsun er kemur að hugsanlegri nýtingu þess ónýtta. Ljóst væri að við Reykjanesvirkjunina væri um 100 sinnum meiri vandamál að etja en þá sem fyrir er í Svartsengi, m.a. vegna útfellinga og sjávarseltu.
Albert taldi miklar framfarir hafa orðið í viðhorfi virkjunaraðila til umhverfismála. Nú væri jafnan reynt að samræma sjónarmið verndunar og nýtingar s.s. kostur væri. Umhverfi orkuversins bæri þess glöggt merki.
„Með Alberti fer maðr með reynslu“, hefði Molda-Gnúpur sagt ef hann hefði verið uppi nú á dögum.

Gálgaklettar

Gálgaklettar í Hagafelli.

Þorbjörn

Gengið var á Þorbjarnarfell (231 m.y.s) upp frá Eystri-Klifhól ofan við Klifhólahraun (sunnan fellsins). Stefnan var tekin upp suðurhlíð þess að Þjófagjá. Þjóðsagan segir að ræningjar hafi hafst þar við á 17. öld og herjað á bæjarbúa. Sama heimild kveður á um að enn megi sjá helli þeirra í gjánni.
Gönguleiðin„Miklir“ fréttasnjóar hafa herjað á Grindvíkinga undanfarna daga svo ætla má að einhverjir þeirra hafi nú safnast fyrir í Þjófagjánni. Ætlunin var að reyna að brjótast upp í gegnum gjána og síðan niður kafaldið að Hádegisgili (séð frá Baðsvallaseljunum) og halda síðan á snjóskriðu niður misgengið er einkennir miðju fellsins, allt niður á Baðsvelli, að fyrrum selstöðum Grindvíkinga. Þar má enn sjá rústir seljanna við Kvíalág og Stekkjarhól. Alvöru Grindjánar og aðrir bæjarbúar höfðu verið hvattir til þátttöku, en einungis þeir allra alvarlegustu létu sjá sig. Að sumu leiti var það skiljanlegt því lágrenningur þakti láglendið, en heiðríkja var ofan við einn metran. Þeir, sem ekki voru staðnir upp á tvo 
fæturna svo snemma, gátu varla hafa áttað sig á því. Þetta átti þó eftir að breytast.

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell. Þjófagjá efst, Klifhólar neðst t.h.

Annars reis „fréttasnjórinn mikli“ í Grindavík alls ekki undir nafni þegar betur var að gáð. Að vísu hafði verktökum tekist að moka honum upp í nokkra hrauka og ruðninga innanbæjar, en utar var aftur á móti hvergi torfæra vegna snjóa. Gangan að Þorbirni var því álíka auðveld og á vordegi.
Bæjarstjórinn vakir yfir GrindavíkFram hafði komið að 
FERLIRsfélagar kalli nú ekki allt ömmu sína og fullyrtu að yrði verði ekki til trafala, enda væri það snjómagn sem nú huldi grund eins og föl í samburði við snjómagn minninga frá fyrri tíð. Í þá tíð voru húsin að vísu lágreistari. Er mest snjóaði þurftu íbúarnir að moka sig út um snjógöng. Þegar út var komið sáust engin hús, einungis hvítdrifnir snjóskaflar eins langt og augu eygðu. Mannlífið var líka svolítið öðruvísu þá – eins og fram kemur í fyrsta kafla í óskrifuðu handriti um Gindavík og Grindvíkinga:

Þjófagjá efst

Rökkrið grúfir yfir láð og land. Tunglið guðar ofar skýjum. Í suðri, þar sem himinn og haf renna saman í eitt, líða öldurnar mjúklega inn litlu víkina undir skinrönd – uns þær lognast loks út af hvítfyssandi í fjöruborðinu. Snjór þekur jörð ofan við fjöruna. Grýtt ströndin næst sjónum er auð.
        Það er kalt í veðri og þrátt fyrir lygnuna g
nauðar vindurinn ámátlega utan við gluggann. Ofan sjávarbakkans liðast lágrenningurinn hægt með jörð­inni af suð­austri. Bjartar stjörnur glitra á himninum. Ekki er lifandi veru að sjá á ferli utan dyra.
      

Þórkötlustaðir

Grindavík.

Í fjarlægð má í skímunni greina fáeina kofa og nokkrar húsnefnur vestar með ströndinni. Þær snúa flestar mót opnu úthafinu. Sum húsanna virðast halla fram eins og þau væru að búa sig undir að þurfa að mæta enn máttugri hafáttinni.
        Í vestri sést ljósabaugur handan hæðar – í hverfinu. Þar er víðast ratljóst bæði utan dyra og innan. Hverfisfólkið býr í nýrri og betri híbýlum en þeim gömlu, sem fyrir eru hérna megin við Nesið.

Grindavík

Grindavík.

        Lágt Nesið skilur staðina að – bæði í tíma og rúmi. Margt er ólíkt með íbúunum. Fólkið austanvert við Nesið segir t.d. “alltaf” þegar íbúarnir vestanvert við það segja “aldrei” í sömu merkingunni. Þannig eru gæftir alltaf góðar hjá því á meðan þær eru aldrei slæmar hjá hinu og þótt sólin sjáist aldrei vestur í Hverfi er hún alltaf  á bak við skýin austan við Nesið.  Og það fólk játar jafnan þegar hitt neitar. Þá er eftir því tekið hversu íbúarnir austurfrá hafa tileinkað sér vel það sem ekki er til. Þeir eru nægjusamari og nærast frekar á væntingum – virða fortíðina og vænta mikils af framtíðinni á meðan þeir vesturfrá eru nokkuð fastheldnir á líðandi stund – nútíðina. Framfarirnar hafa orðið meiri þar en að austanverðu því fólkið hefur nýtt sér betur það sem upp á er boðið á hverjum tíma.
        Torfufólkið lét ekki myrkrið og ámátlegt ýlfrið í vindinum raska ró sinni. Þetta er harðgert fólk, sem hefur lifað tímana tvenna. Yngra fólkið vill frekar búa í nýrri húsunum handan við Nesið þar sem þægindin hafa í seinni tíð bæði verið meiri og sjálfsagðari.

Þjófagjá - án kafaldsbyls

Gengið var um Klifhólahraunið er liggur austan við Lágafell og að Klifhól eystri upp undir Þorbirni. Í örnefnalýsingu er þessu svæði, og öðru framundan, lýst þannig: „Sunnan í [Lágafelli] er Lágafellsbrekka en austan í því er Lágafellstagl. Vestur af Lágafelli eru Óbrynnishólar og norður frá þeim er Tæphella. Norður af Lágafelli er svo Skipsstígshraun.
Þorbjörn mun upphaflega hafa heitið Þorbjarnarfell en nú er það nafn alveg glatað. Hann rís upp hár og tignarlegur frá Grindavík séð yfir alla flatneskjuna. Toppur fjallsins er klofinn af stórri sprungu sem heitir Þjófagjá. Þar eiga að hafa haldið til þjófar og ræningjar er gerðu Grindvíkingum slæmar búsifjar. Lauk því svo að þeir fóru að þeim, handtóku þá og hengdu í Gálgaklettum sem eru í Hagafelli austur af Þorbirni. Við norðurenda Þjófagjár er dalmynduð kvos, Hádegisgil og Miðmundagil. Það eru eyktamörk frá seli er var á Baðsvöllum og síðar getur.

Gyltustígur

Gyltustígur (t.h.).

Klifhólar eru útrennsli úr Þorbirni en sunnan í Þorbirni er fyrst Eystri-Klifhóll. Ofar í Klifinu er Fiskitorfa. Neðar og vestar er Vestri-Klifhóll og þar ofar er Krókatorfa. Vestan við Klifhól, utan í fjallinu vestast, er Gyltustígur, eins konar hraunveggur. Hann er vestarlega í Þorbirni að sunnanverðu frá Lágafellstagli og upp úr. Vegghamrar  er lágur hraunhamraveggur suðaustan í Lágafelli og tengir það við Þorbjörn. Vesturhlið Þorbjarnar er brattar skriður sem heita Skjónabrekkur. Milli Klifhólanna er Klifhólatorfa niður af Krókatorfu sem nú er aðeins snepill.

Grindavík

Þorbjarnarfell og Baðsvellir. Selháls lengst t.v.

Ef farið er yfir Selháls sem er milli Þorbjarnar og Hagafells taka við sléttir vellir, Baðsvellir. Sagt er að þeir dragi nafn af því að þar hafi ræningjar baðað sig. Norðan í Þorbirni eru tvö gil grasivaxin. Eystra gilið er Hádegisgil en hitt er Miðmundagil. (Sjá meira um eyktarmörk).
GálgaklettarAlveg niður við hraun er hallandi graslendi. Þar er slétt laut sem heitir Kvíalág. Þar með hrauninu eru tvennar seltættur og hóll. Þar austan við heitir Stekkjarhóll. Norðan í Þorbirni er girðing sem á að verða skógræktarsvæði og hefur hlotið nafnið Selskógur. Norður frá Þorbirni breytir hraunið um svip og heitir eftir því Illahraun.“
Þegar komið var upp fyrir Klifhólatorfu skall á þvílíkur skafrenningur að hvergi eygði dökkan díl. Snjófjúkið varð slíkt að þátttakendur áttu erfitt með andardrátt. Þrátt fyrir þrálátalæti hunds, sem var með í förinni, var ákveðið að halda áfram, enda búnaðurinn eins og best var á kosið. Komist var með erfiðismunum upp fyrir eystri gjárbarminn og stefnan tekin þverleiðis á Þjófagjá. Þegar henni var náð kom í ljós að gjáin var full af snjó. Þarna var þá allur snjórinn, sem ekki hafði fests á láglendi utan Grindavíkurbyggðar. Hann hafði leitað skjóls í gjánni. Kafaldbylur rann lárétt fram af efribrúnum Þjófagjár, en féll síðan niður í hana sem lóðrétt snjókoma. Í suðri sveimaði bæjarstjórinn yfir byggðinni í lítili flugvél – svona til að kanna hvernig snómoksturinn hafði gengið fyrir sig.

Þjófagjá

Þjófagjá.

Einn FERLIRsfélaga hafði útbúið nýmóðins snjóþrúgur úr áli – og haft þær meðferðis. Þær voru nú dregnar fram, settar undir fætur og ferðinni haldið áfram upp gilið. Þrúgurnar reyndust vel á annars óþéttum snjónum. Efst í gjánni var sótt um einkaleyfi fyrir framtakinu.
Eftirleiðin reyndist auðveldari, enda hafði kafaldinu létt. Niðurundir að sunnanverðu hafði Grindavík dregið sig í kút í lágrenningnum. Komið var í dalverpið þar sem fyrrum braggahverfi hersetumanna var og síðan undanhallarennslið nýtt niður að Baðsvöllum.
Sjá meira um Þjófagjá og Gyltustíg. Einnig Baðsvelli.
Frábært ferð. Gangan tók 3 klst og 3 mín. (Ljósmyndum úr ferðinni er ekki til að dreifa úr Þjófagjánni því aðstæður þar voru álíka hvítar og sjá má að baki þessum skrifaða texta).

Baðsvallasel

Baðsvellir – Baðsvallasel; uppdráttur ÓSÁ.

 

Baðsvellir

Gengið var um Baðsvelli og leitað Baðsvallaselja.

Hópssel

Hópssel.

Ein tóft er vestur undir Hagafelli, alveg við Grindavíkurveginn að austanverðu og mun það hafa verið hluti sels frá Hópi, enda í Hópslandi. Önnur tóft því tengdu er í lægð undir Selshálsi og er vatnsstæði framan við hana. Stekkurinn er í hvylft skammt sunnar, undir Selhálsi.
Hitt selið, Baðsvallasel, er á Baðsvöllunum sjálfum sem og utan í hraunkantinum vestan þeirra. Þar eru bæði tóftir og a.m.k. tveir stekkir. Fjöldi stekkja í selstöðu segja jafnan til um fjölda selja.

Baðsvellir

Baðsvellir – tóftir.

Í umfjöllun Guðrúnar Gísladóttur um Sel og selstöður í Grindavík í ritinu “Söguslóðir”, afmælisriti helgað Ólafi Hannessyni sjötugum, 1979, segir hún m.a.: „Mönnum kemur eflaust margt fyrr í hug en græna selhaga og þriflegar selstúlkur, þegar minnst er á Grindavík, enda staðurinn frægari fyrir fisk undir hverjum steini en búkap. En Grindvíkingar hafa ekki lifað af fiski einum saman, og til skamms tíma þurftu þeir að sjá sér að mestu fyrir bújörðum sjálfir.“

Baðsvellir

Selstaða á Baðsvöllum.

Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1703 er m.a. getið um selstöður frá Grindavíkurbæjunum á Baðsvöllum. Frá Krýsuvík

voru tvær selsstöður á jörðinni; önnur til fjalls en hin nálægt sjó, báðar merkilegar góðar. Á Ísólfsskála er ekki minnst á selsstöðu. Frá Hrauni er selstaða langt frá og þó sæmilega góð. Þórkötlustaðir brúkaði selstöðu lengi í Krýsuvíkurlandi þar sem heitir á Vigdísarvöllum. Selstaðan var leigð frá Krýsuvík, en Krýsuvík fékk aftur skipsstöðu fyrir landi Þórkötlustaða. Selstaðan er góð, en langt og erfitt að sækja. Hóp þurfti að kaupa selstöðu, en hafði áður Selstöðu við Baðsvelli, sbr. Hópssel undir Selhálsi.

Baðsvallasel

Baðsvallasel.

Járngerðarstaðir brúkaði selstöðu á Baðsvöllum, sem fyrr segir, en „menn kvarta um að þar séu hagar of litlir og þröngir. Stórt mein var af vatnsleysi og þurfti fyrir þær sakir að kaupa selstöðu annars staðar.“ Járngerðarstaðamenn gerðu og tilkall til selstöðunnar í Fagradal norðan Fagradalsfjalls þar sem er Dalssel.
Það er athyglisvert, að selstöðunum er lýst sem sæmilega góðum, góðum eða merkilega góðum, nema Baðsvöllum.

Selsvellir

Gömlu selin á Selsvöllum.

Þar eru hagar sagðir litlir og vatnsból ófullnægjandi. Enda mun selstaðan snemma hafa verið færð upp á Selsvelli þar sem Grindavíkurbændurnir höfðu lengi í seli – eða allt frá á seinni hluta 19. aldar. Hraunsselið er þar skammt frá.
Önnur megintófin á Baðsvöllum er norðan við greniskóginn, sem þar hefur verið plantaður, en hin er inni í skóginum, um- og ásetin trjám, sem þyrfti að fjarlægja. Kvíar og stekkir eru með hraunkantinum.

Baðsvallasel

Baðsvallasel – uppdráttur ÓSÁ.

Sundhnúkur

Gjár, sigdældir og misgengi eru fjölmörg í og við Grindavík. Þessi jarðfræðifyrirbrigði sjást nánast einungis í eldri hraunlögum, en nánast öll ofanverð Grindavíkur er hulin nýlegum hraunum og því erfitt, ef ekki ómögulegt, að greina sprungur undir þeim í eldri jarðlögum.

Vatnsheiði

Vatnsheiði (dyngja).

Dyngjurnar, s.s. Sandfellshæð, Lágafell, Vatnsheiði og Festarfjall, skópu undirstöðu Grindavíkurhverfanna fyrir meira en 11 þúsund árum. Þórgötlustaðanesið er t.d. sköpun Vatnsheiðarinnar. Í lágfjöru má t.d. sjá móta fyrir hinum forna gíg Festarfjalls/Lyngfells í sjónum framan við fellin. Talið er að hann sé jafnvel frá því á fyrra ísaldarskeiði (KS). Fyrir ca. 5-3 þúsund árum, mótuðu stök eldvörp umhverfið, en síðustu tvö þúsund árin hafa gígaraðirnar smurt nýju „deigi“ sínu yfir gömlu „kökuna“ og þar með hulið stóran hluta af framangreindum jarðfræðifyrirbrigðum sjónum nútímans.
Hér á eftir verður lýst þeim nafngreindum gjám og sprungum í og við Grindavík, sem getið er um í örnefnalýsingum, frá vestri til austurs.

Staður:

Grænabergsgjá

Grænabergsgjá við Grindavík.

Sandgjá/Draugagjá: „Sandgjá, svört og dimm, liggur þvert yfir Hvirflana. Hún er kölluð Draugagjá. Nú er hún orðin nær full af sandi“.

Grænabergsgjá: „Austan við Grænaberg er Grænabergsgjá. Liggur hún í suðvestur til sjávar. Sést vel ofan í hana beggja megin við bílveginn, þar sem hann liggur yfir gjána á hafti“.

Lambagjá: „Austan við Reykjanesklif er hraunlægð, sem nær austur að Moldarlág, allmiklum, grýttum moldarflákum með smávegis gróðri. Upp af hraunlægðinni eru Klofningar eða Klofningshraun, sem ná austur að Lambagjá, en sú gjá er upp af Moldarláginni“.

Húsatóftir:

Húsatóftir

Baðstofa.

Baðstofa: „Norðaustur af Tóftatúni er Baðstofa, mikil gjá, 18 faðma djúp, þar af er dýpt vatnsins í botni hennar 9 faðmar. Töluverður gróður er á hamrasyllum í gjánni. í Baðstofu var oft sótt vatn, er brunnar spilltust í stórflóðum. Þótti vatn þar mjög gott. Svo sagði Lárus Pálsson hómópati, að hann tæki hvergi vatn í meðul annars staðar en í Baðstofu. Sögn er um, að Staðarprestar hafi fengið að sækja vatn í Baðstofu gegn því, aö Húsatóftabændur fengju að taka söl í landi Staðar“.

Hjálmagjá: „Vestast (efst) í túni Húsatófta byrjar gjá, grasi gróin í botninn. Vestri hamraveggurinn rís allmiklu hærra en sá eystri, og reyndar er enginn eystri veggur neðst. Gjá þessi heitir Hjálmagjá. Haft var eftir gömlu fólki, að það hefði oft séð hamrana upplýsta með dýrlegum ljósahjálmum, sem báru mjög af lýsiskollunum í mannheimi“.

Grindavík

Grindavík – eldgos í umdæmi Grindavíkur; blátt eru dyngjur (eldri en 5000 ára), grænt eru eldborgir (eldri en 3000 ára) og rautt eru gígaraðir (frá 3000 árum til nútíma).

Túngjá/Tóftagjá: „Framhald Hjálmagjár með túninu heitir Túngjá og síðan heitir hún Tóftagjá og er hún eina 2-3 km á lengd“.

Haugsvörðugjá

Haugsvörðugjá.

Haugsvörðugjá: „Á Hvirflum eru tvær vörður, Hvirflavörður. Neðri varðan er ofan við efsta flóðfar, hin um 150 m ofar. Vörðurnar eru leiðarmerki á Staðarsundi og landamerki milli Húsatófta og Staðar með stefnu um Skothól í Hauga við Haugsvörðugjá, en hún er á mörkum milli Húsatófta og Hafna“.

Skothólsgjá: „Vestast í Tóftakrókum er Skothóll í mörkum milli Húsatófta og Staðar, fast upp undir apalhrauninu (Eldborgahrauni). Skothólsgjá liggur eftir endi-löngum hólnum frá norðaustri til suðvesturs. Á Skothól hefur líklega verið legið fyrir tófu“.

Grýtugjá: „Um 1/2 km norður af Skothól er Grýtugjá. Allmikið graslendi er á þessu svæði. Um 1500 m norður af Grýtugjá er Sauðabæli, hár hóll“.

Klifgjá

Klifgjá.

Hrafnagjá: „Vestur af Grýtugjá, upp undir jaðri apalhraunsins, er Hrafnagjá. Hún liggur frá norðaustri til suðvesturs eins og allar gjár á þessu svæði og reyndar allar gjár á Reykjanesi. Frá Hrafnagjá er einstigi um hraunið frá Sauðabæli út í Óbrennishóla“.

Klifgjá: „Klifgjá er norðvestast í apalhrauninu, suðvestan við Þórðarfell, sbr. kortið. Gamli vegurinn frá Grindavík til Keflavíkur liggur austan við túnið á Húsatóftum, og liggur hann um Klifgjá vestast í jaðri hennar. Þar er svokallað Klif, snarbratt niður í gjána. Er það hálfgert einstigi og illt yfirferðar með klyfjahesta“.

Járngerðarstaðir:

Bjarnagjá

Bjarnagjá við Grindavík.

Bjarnagjá: „Vesturmerki Járngerðarstaða eru frá Markhól, sem er við sjó, um Bjarnagjá, þaðan í Hvíldarklett og úr honum sjónhending í Stapafellsþúfu um Þórðarfell. Bjarnagjá er norðaustur frá honum. Hún er stutt en í tveim hlutum og er efri partur hennar 18 faðma djúpur. Í Járngerðarstaðalandi eru allmargar gjár eins og Bjarnagjá, hyldjúpar og með söltu vatni“.

Hrafnagjá: „Markhól sem fyrr var getið. Fyrir ofan og austan hann er Stórhóll, sem áður er getið. Þar austur með er Hrafnagjá upp af Sandvikinu, en hún liggur til austurs. Stekkjarhólar eru rétt niður við kampinn“.

Silfurgjá: „Í utanverðri Grindavík eru margar hyldjúpar gjáarsprungur með vatni í, sem á yfirborði er að mestu ósalt, og flæðir og fjarar í þeim eins og sjónum.

Sifra

Silfurgjá.

Ein af þessum gjám heitir Silfurgjá, skammt fyrir ofan túngarðinn á Járngerðarstöðum. Í þessari gjá segir sagan að fólgin sé kista full af silfurpeningum. Hafa verið gerðar ýmsar tilraunir til þess að hefja þennan fjársjóð upp, en þær hafa strandað á því að þá er menn hafa náð kistunni upp á gjáarbarminn, þá hefir mönnum sýnst allt Járngerðarstaðarþorpið standa í björtu báli og hafa menn því jafnan sleppt kistunni aftur. Síðasta tilraunin sem á að hafa verið gjörð fór á þá leið að þeir slepptu ekki einungis kistunni heldur fylltu gjána upp með mold svo að nú er yfir kistunni grasi gróin brekka“.
„Skammt fyrir ofan þorpið er gjáin Silfra. Er sagt að í henni sé fólgin kista full af silfurpeningum. Gjá þessi er upp af Vatnsstæðinu“.

Stamphólsgjá

Grindavíkurhellir í Stamphólsgjá.

Stamphólsgjá: „Stamphólsgjá er ofan við byggð í Járngerðarstaðahverfi. Hún er einnig í Hópslandi að hluta“.

Gjáhúsagjá: „Svo er Gjáhúsagjá í túninu. Í öllum upptöldum gjám og svo í dalnum og Vatnsstæði var fram um aldamót töluvert af ál, en heldur var hann smár, stærstur í Silfru. Þó var hún lengst frá sjó. Þó var eg ekki viss um Stamphólsgjá, að áll væri þar. Um álaveiðar okkar strákanna á eg uppskrifað. Allar gjár stefna eins, frá norðaustri til suðvesturs. Í raun og veru má rekja þessa gjá (Stamphólsgjá) alla leið ofan úr Hópsheiði og gegn um allt: Krosshúsagjá, Gjáhúsagjá, Vallarhúsagjá og Flúðagjá, þetta er allt í sömu stefnu, þó höft séu heil á milli og endar út í sjó vestast á Flúðum“.

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðir og nágrenni.

Nautagjá: „Hún er í útjaðri á túninu Drumbar og kemur þar í stað girðingar á svo sem 20 faðma lengd. Ekki er hún breið, en þó stökkva hvorki menn né skepnur yfir hana. Öll talin er hún ekki lengri en 40-50 faðmar, og í hanni [svo] er hylur á einum stað nærri norðurenda. Hylji köllum við þar, sem ekki sést í botn, en þeir eru mjög misdjúpir. Í hana kemur Ræsirinn, það er rás úr Vatnsstæðinu. Stundum kom fyrir, að skepnur syntu þar inn á túnið, þegar þær sáu þar grængresið fyrir innan, en úthagar voru litlir“.

Grindavík

Járngerðarstaðir – gjár; uppdráttur ÓSÁ.

Magnúsargjá: „Magnúsargjá er í raun og veru sama sprungan. Hún var í sömu stefnu og svo sem 15 faðmar á milli endanna. (Allar gjár stefna frá norðaustri til suðvesturs.) Á þeirri leið var þó opin „gjóta“ með vatni í; þó var hún nafnlaus. Magnúsargjá var öll fremur grunn. Þar var enginn hylur, og á einum stað mátti stökkva yfir hana. Þar var hún svo sem einn og hálfur metri. Eg tel, að þessar gjár báðar hafi verið svo sem eitt hundrað og þrjátíu faðmar enda á milli, að meðtöldum þeim föðmum, sem á milli þeirra voru“.

Þjófagjá

Í Þjófagjá.

Þjófagjá: „Þorbjörn mun upphaflega hafa heitið Þorbjarnarfell en nú er það nafn alveg glatað. Hann rís upp hár og tignarlegur frá Grindavík séð yfir alla flatneskjuna. Toppur fjallsins er klofinn af stórri sprungu sem heitir Þjófagjá. Þar eiga að hafa haldið til þjófar og ræningjar er gerðu Grindvíkingum slæmar búsifjar. Lauk því svo að þeir fóru að þeim, handtóku þá og hengdu í Gálgaklettum sem eru í Hagafelli austur af Þorbirni“.

Hóp:
Vatnsgjá: „Austar á Kambinum var varða, sem nú er horfin, og hét hún Sigga. Rétt hjá Siggu ofan við Kambinn er Vatnsgjá. Í henni gætti flóðs og fjöru“.

Gjáhólsgjá: „Beint vestur af bænum Hópi austan við veginn er hraunhóll, sem heitir Stamphóll, og gjá inn með hrauninu frá Járngerðarstöðum, austur með veginum, heitir Stamphólsgjá. Austar er Gjáhólsgjá og Gjáhólsvatnsstæði. Milli tjarnanna er smáhraunrimi, breiður slakki með hamrabeltum beggja vegna. Slakkinn heitir Gjáhólsgjá. Austan við gjána er Gjáhóll. Þarna hafði herinn fylgsni í síðasta stríði“.

Þórkötlustaðir:

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Gjáin: „Gjáin ofanverð er framhald Vatnsgjárinnar. Efst við hana er Gjáhóll. Hjá Gjáhól er löng lægð en mjó frá norðri til suð-suðvesturs sem heitir Gjáhólsgjá“.

Hraun:
Ekki er getið um gjár í Hraunslandi, en vissulega má sjá misgengi í Borgarhrauni er liggur til norðausturs frá Hrafnshlíð að Einbúa.

Ísólfsskáli:
Hjálmarsbjalli: „Frá vikinu og austur í Skálabót er lágt berg sem heitir Hjálmarsbjalli og er eins og smátota fram í sjóinn. Bjallinn er misgengi.
Bjallinn er klettastallur og nær frá Hjálmarsbjalla og inn í Ból sem er undir fellinu Slögu vestast. Hæðarbunga vestan undir Slögu heitir Slögubringur“.

Heimildir:
-Örnefnalýsingar fyrir Stað, Húsatóftir, Járngerðarstaði, Hóp, Þórkötlustaði, Hraun og Ísólfsskála.
-Map.is

Grindavík

Grindavík – sýnilegar gjár, sprungur og misgengi.

Sundhnúkar

Jón Jónsson jarðfræðingur tók upp heitin „Sundhnúkagígar“ og „Sundhnúkahraun“ í grein í Náttúrufræðingnum árið 1974 og dró þau af gömlu örnefni, Sundhnúk, sem er hæsti gígurinn í Sundhnúkagígaröðinni. Strangt til tekið ætti því að tala um Sundhnúksgíga og Sundhnúkshraun. Hnúkurinn er gamalt leiðarmerki af sjó og dregur nafn sitt af því hlutverki. Merkir „sund“ þá tiltekna leið sem var fær fyrir báta, oft þröng siglingaleið milli skerja eða boða.

Hóp

Hóp – uppdráttur ÓSÁ.

Það er ljóst af lýsingum að það hefur verið vandasamt að ná landi heilu og höldnu í Grindavík en Sundhnúkur hefur verið eitt af mörgum mikilvægum leiðarmerkjum fyrir innsiglingu í svonefnt Járngerðarstaðasund. Þeir sem sóttu sjóinn þurftu að kunna skil á þessum merkjum, sem gátu verið hvort heldur manngerð eða náttúruleg, og geta lesið í landslagið og síbreytilegar sjónlínur milli merkja eftir því sem báturinn færðist nær landi.
Lýsing á Járngerðarstaðasundi frá 1931 þar sem Sundhnúkur kemur við sögu er svohljóðandi: „Varða ofan við húsin á Hópi á að bera í vörðu (Heiðarvörðu/Hópsheiðarvörðu), sem stendur uppi í Hópsheiði, og þær aftur í svokallaðan Sundhnúk, sem er ávalur hnúkur á bak við Hagafell. Stefnunni skal haldið á þessi merki, þangað til að Svíraklettur, sem er vestan við Hópsrifið, ber í Stamphólsvörðu, sem stendur á hraunbrúninni, að sjá á Þorbjörn. Er þá haldið á þau merki, þar til Garðhúsaskúr ber norðan til í vörina, þá er haldið á þessi merki, og inn í vör.“ Stamphólsvarðan er nú horfin vegna nýbyggðar.

Grindavík

Grindavík – neðri Hópsvarðan (innsiglingarvarða).

Varir Járngerðarstaðabænda voru vestan Hópsins, þ.e. Suðurvör, Skökk (Stokkavör), Norðurvör og Staðarvör. Hópsvörin var austan við Hópið.
„Skip Járngerðarstaðabænda reru úr [Norðurvör og Suðurvör], en fyrir innan þær var þriðja vörin og hét Staðarvör. Þaðan reru skip Skálholtsstóls á meðan enn var útræði á vegum stólsins í Grindavík. Dró vörin nafn af Skálholtsstað“, segir í Sögu Grindavíkur I.
1703: „Skip stólsins gánga hjer venjulega iii eða iiii, og hafa þeir verbúðir fyrir sig, sem stóllinn uppbyggir. En soðningu kaupa skipverjar. Hafa þessi skip stólsins verið so um lángar stundir, en alt þar til í tíð Mag. Brynjólfs var gefin til heimabóndans undirgift undir þau skip, sem fleiri voru en tvö af stólsins hendi. Og hýsti heimabóndi þá skipshöfn. En í tíð Mag. Brynjólfs var uppbygð önnur staðarins verbúð, sem síðan hefur viðhaldist, og engin undirgift verið frá stólnum lögð til bóndans…Átroðning líður jörðin mikinn af hestum þeirra manna, er róa á stólsins skipum…“JÁM III.

Hóp

Hóp – efri innsiglingarvarðan.

„Austan við Akurhúsanef er komið að gömlu lendingunum. Þar var kallaður Gamlisjór. Næst nefinu var Stokkavör, þá Suðurvör og síðan Norðurvör, sem hét öðru nafni Skökk. Næst austur af er Staðarvör“, segir í örnefnaskrá Ara Gíslasonar.
„Innan við Staðarvör tók við malarkampur, sem Staðarhúsakampur nefndist. Þar munu verbúðir Skálholtsstaðar hafa staðið á fyrri tíð. Þar fyrir innan var Svartiklettur …“ segir í Sögu Grindavíkur I.

Heiðarvarða

Heiðarvarða.

Stórgrýtt fjara neðan sjávargarðs og um 200 m austan við Suðurvör, verbúðirnar voru upp af henni. Engin ummerki um lendinguna eru nú greinileg. Skálholtsbyggingarnar voru upp af fjörunni þar sem síðar stóð löng bygging, Kreppa. Undir austurenda hennar voru tóftirnar frá Skálholti.
Þess má geta að þekking á leiðarmerkjum hefur ekki aðeins verið mikilvæg fyrir heimamenn, enda reru margir aðkomumenn frá Grindavík og þar var lengi aðalverstöð Skálholtsstaðar.

Heimild m.a.:
-Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum – https://www.facebook.com/arnastofnun/

Grindavík - kort 1751

Uppdráttur Christophs Klogs af Grindavíkurhöfn frá 1751, Staður og Húsatóftir vestast og Járngerðarstaðir og Hóp austast. Grynningar og sker sýnd með ýmsum táknum. Skjalið er varðveitt á Konunglega bókasafninu í Kaupmannahöfn.

 

Á ferð FERLIRs með vesturmærum Grindavíkur frá austanverðum Valahnúk um Sýrfell, Súlur og Stapafell áleiðis að Arnarkletti var m.a. gengið þvert á forna þjóðleið milli Lágafells og Ósabotna (Hafna/Keflavíkur).
LeidirLeið þessi er vörðuð litlum vörðum og eru sumar fallnar fyrir alllöngu, einkum norðan af.
Þegar fyrrnefnd leið var skoðuð frá sunnanverðu Lágafelli og henni fylgt niður að Ósabotnum kom í ljós að sumstaðar hafi verið kastað úr götunni, en mosi gróið yfir. Þannig sást hún t.d. greinilega suðvestan í Lágafelli, brú var hlaðin á Súlugjá og þá sást hún vel norðan Mönguselsgjár. Lægð er í landinu svo til alla leið að Mönguselsgjá. Gatan er vörðuð í lægðinni. Ljóst er að leið þessi hefur ekki verið farin um aldir og hún virðist flestum gleymd. Ekki er ólíklegt að leiðin hafi verið notuð fyrr á öldum jafnt fyrir ferðir frá Þórkötlu- og Járngerðarstöðum í Hafnir, að Básendum og í Keflavík. Ekki hefur enn verið fullkannað hvar gatnamótin eru, en það verður gert fljótlega, nú þegar búið er að kanna meginleiðina.
Í örnefnalýsingu Vilhjálms Hinriks Ívarssonar frá Merkinesi um Hafnahrepp má lesa eftirfarandi: „Svo sem 1/2 kílómetra norðaustar í gjánni er klapparhóll, sem lítið ber á, og heitir hann Gamli-Kaupstaður. Ekki er kunnugt um nafngift þessa nema ef vera kynni, að setja megi í samband við alfaraleið (hestagötu) úr Grindavík til Keflavíkur til forna og þarna hafi máske verið áningarstaður.“
Varda-30Líklega á Vilhjálmur Hinrik við þessa götu þegar hann nefnir alfaraleiðina. Um er að ræða auðvelda reiðleið, tiltölulega slétta að Lágafelli. Ásinn, sem þar þarf að fara yfir, er aflíðandi, gróinn og mjög greiðfær.
Sem fyrr sagði er ætlunin að skoða þetta víðfeðmi betur fljótlega m.t.t. framangreinds. Ekki er ólíklegt að ætla að hlöðnu fiskibyrgin undir Sundvörðuhrauni (við Árnastíginn) og í Eldvörpum (við Hafnaheiðaveginn) hafi verið staðsett með hliðsjón af þessa leið, sem eftirleiðis verður nefnd Lágafellsleið.

Heimild:
-Hafnir (Hafnahreppur), Vilhjálmur Hinrik Ívarsson skráði; fæddur 12/8 1899, Eyvík, Grímsnesi, Árnessýslu; flytur að Merkinesi í Höfnum 1934.

Lágafell

Varða við Lágafellsleið.