Tag Archive for: Grindavík

Álftanes - kort 1870

Eftirfarandi er yfirlit yfir sögu einstakra byggðalaga á Reykjanesskaganum vestanverðum:

Saga Reykjavíkur

Saga Reykjavíkur.

 -Anna Ólafsdóttir Björnsson: Álftanesnesið okkar. Kaflar úr sögu Bessastaðahrepps. Bessastaðahreppur 1998. 48 bls.

Þetta er kennsluefni í samfélagsfræði fyrir nemendur Álftanesskóla og er að nokkru stuðst við efni bókarinnar Álftanesssaga. Bessastaðahreppur – fortíð og sagnir. Efnið nær frá landnámi til loka 20. aldar.

-Anna Ólafsdóttir Björnsson: Álftanesssaga. Bessastaðahreppur – fortíð og sagnir. Reykjavík 1996. 311 bls.

Ritið skiptist í þrjá meginhluta. Sá fyrsti nefnist „Frá landnámi til 1800. Kotin og kóngsmennirnir“.

Álftanessaga

Álftanessaga.

Þar er m.a. lýsing Bessastaðahrepps, fjallað um landnám og fyrstu aldirnar, Lénharð fógeta, hvalreka, Bessastaðakirkju, skipskaða og ofviðri og hinstu ferð Appolloníu Swartzkopf. Auk þess eru fjórir undirkaflar sem skiptast á einstakar aldir, þá fimmtándu, sextándu, sautjándu og átjándu. Annar meginhluti kallast „Nítjánda öldin. Blómaskeið sjósóknar á Álftanesi“. Þar er m.a. fjallað um mannlíf á Álftanesi í upphafi aldarinnar, aldarfar og afkomu, skiptingu hreppsins, menntun og menningu, sjósókn og landbúnað. Þriðji meginhluti nefnist „Tuttugasta öldin. Búskapur og upphaf þéttbýlis“. Rætt er m.a um íbúaþróun, samgöngur, búskap, sjósókn og fiskvinnslu, landþurrkun og sjávarvarnir, veitumál, framfærslumál, skipulag, félagsstarfsemi og listir og atvinnulíf almennt.

Saga Hafnarfjarðar

Saga Hafnarfjarðar.

-Ásgeir Guðmundsson: Saga Hafnarfjarðar 1908-1983 I-III. Hafnarfjörður 1983-1984. 446 bls., 446 bls., 557 bls.
Verkið er efnisskipt:

Í fyrsta bindi er einkum fjallað um stjórnmál, skipulagsmál, fjármál, höfnina og atvinnumál almennt.
Í öðru bindi er rætt um veitustofnanir, slökkvilið og löggæslu, skóla- og íþróttamál, heilbrigðismál og kirkjumál.
Í þriðja bindi er sjónum beint að stéttarfélögum, félagsstarfsemi, menningarmálum, félags- og æskulýðsstarfsemi, húsnæðismálum, verslun og viðskiptum, vegamálum og samgöngum og loks er hugað að fáeinum bæjarstofnunum. Í ritinu er einnig æviágrip bæjarfulltrúa og bæjarstjóra.

Álftanes

Álftanes – örnefni og bæir. (ÓSÁ)

Bessastaðahreppur í hundrað og tuttugu ár. Afmælisrit. Umsjón með útgáfu Soffía Sæmundsdóttir. [Bessastaðahreppur] 1998. 36 bls.
Í ritinu er einkum að finna stuttar frásagnir af skólamálum, kirkjustarfi, kórstarfi og félagslífi.
Einnig eru ávörp og viðtöl við yngri og eldri íbúa Bessastaðahrepps.

-Bjarni Guðmarsson: Saga Keflavíkur I-III. Keflavík 1992, 1997, 1999. 302 bls., 371 bls., 448 bls.
Fyrsta bindið tekur til tímabilsins 1766-1890. Greint er frá upphafi þéttbýlis en meginhluti ritsins fjallar um verslun og sjávarútveg á ýmsum tímum, en jafnframt er rætt um íbúa og atvinnuhópa, alþýðuhagi og lífið í þorpinu sem og bjargræði af landi.

Saga Keflavíkur

Saga Keflavíkur.

Annað bindið fjallar um tímann 1890-1920 og skiptist í sautján ólíka kafla. Rætt er um strandsiglingar og vegasamband, umhverfi og bæjarland, fólksfjölgun og húsbyggingar, heimilishald, kaup og kjör launafólks, útgerð og fiskiskip, verslun og viðskipti, heilbrigðismál, trú og kirkju, skólahald, bindindismál, félagslíf og menningarstarf, sveitarstjórn og lífið í Keflavík í fyrri heimsstyrjöldinni.
Þriðja bindið nær yfir tímabilið 1920 til 1949 og skiptist í 23 meginkafla og hefur hver og einn að geyma nokkra undirkafla. Rætt er um íbúaþróun, rafmagnsmál, vatnsveitu, samgöngur og fólksflutninga, útgerð og fiskveiðar, áhrif kreppunnar í Keflavík, verkalýðsmál, bryggjur og hafnarmannvirki, iðnað, verslun, skipulag og húsbyggingar, vöxt þéttbýlisins, lög og reglu, símamál, samkomuhald, félags- og menningarlíf, íþróttir, félagsmál, heilbrigði og velferð, skólastarf, áhrif seinna stríðs og breytingar á sveitarfélaginu.

Seltirningabók

Seltirningabók.

-Heimir Þorleifsson: Seltirningabók. Seltjarnarnes 1991. 320 bls.
Bókin skiptist í sex meginhluta og spannar að mestu tímann frá því um 1800 til 1991. Hver meginhluti skiptist í fjölda undirkafla, en aðallega er fjallað um hreppinn og stjórnsýslu, jarðir og ábúendur á Framnesi, útgerð, Mýrarhúsaskóla, Framfarafélagið og annað félagsstarf og loks kirkjuna í Nesi.

-Jón Þ. Þór: Gerðahreppur 90 ára. 13. júní 1908-1998. Gerðahreppur 1998. 293 bls.

Ritið skiptist í níu meginhluta og er hver þeirra yfirleitt með nokkrum undirköflum. Í upphafi er sögusviðið kynnt. Síðan tekur við kafli þar sem er m.a. fjallað um landnám, mannfjölda í Garðinum fyrir 1908 og eignarhald á jörðum í Garði og Leiru. Því næst er rætt um Garðinn sem verstöð. Stofnun Gerðahrepps er því næst gerð að umtalsefni og þar næst fjallað um starfsemi í Gerðahreppi á árunum 1908 til 1939, mannfjölda þar og byggðaþróun, sjávarútveg, verslun, kirkju og skóla. Þá er kafli um málefni hreppsins á árum síðari heimsstyrjaldarinnar. Því næst er greint frá vaxtarskeiði og velmegun á árunum 1946 til 1998 og m.a. rætt um mannfjölda, sveitarstjórn, veitustofnanir, skipulag, hafnarmál, skólamál og samstarf við önnur sveitarfélög á Suðurnesjum. Að því búnu er kafli um atvinnulíf og loks er kafli um félagslíf.

Saga Grindavíkur

Saga Grindavíkur.

-Jón Þ. Þór: Saga Grindavíkur. Frá landnámi til 1800. Grindavík 1994. 282 bls.
Jón Þ. Þór og Guðfinna M. Hreiðarsdóttir: Saga Grindavíkur. Frá 1800 til 1974. Grindavík 1996. 386 bls.
Fyrri bókin greinist í tíu meginhluta og eru flestir með nokkrum undirköflum. Í upphafi er sögusviðið kynnt og sagt frá örnefnum. Því næst er fjallað um landnám í Grindavík og upphaf byggðar. Þá eru kaflar um mannfjölda, bólstaði og búendur og búskapar- og lífshætti í Grindavík fyrir 1800. Næst er fjallað um sjávarútveg, síðan tengsl Grindavíkurjarða og Skálholtsstóls og þar á eftir um verslun. Loks eru kaflar um Tyrkjaránið 1627 og sölu stóls- og konungseigna.

Grindavík

Grindavík 2023.

Seinni bókin skiptist í níu meginhluta og eru flestir með fjölda undirkafla. Greint er frá Grindavík á öndverðri 19. öld og fólkinu þar árið 1801 í fyrsta hluta. Í öðrum hluta er fjallað um mannfjölda í Grindavíkurhreppi 1801-1974. Því næst er rætt um hverfabyggð og þorpsmyndun. Fjórði meginhluti tekur til sveitarstjórnar. Sá fimmti fjallar um atvinnuvegi almennt og sá sjötti hefur að geyma þætti úr verslunarsögu. Í sjöunda meginhluta er rætt um menningar- og félagsmál en í þeim áttunda um skólamál. Loks er fjallað um kirkju og trúmál.

Saga Njarðvíkur

Saga Njarðvíkur.

-Kristján Sveinsson: Saga Njarðvíkur. Reykjavík 1996. 504 bls.
Ritið skiptist í sautján meginhluta og hefur hver hluti nokkra undirkafla. Rætt er um umhverfi, staðfræði og náttúrufar; landnám og fyrstu þekkta byggð; búsetu og hagi á fyrri öldum, fram um 1700; íbúa Njarðvíkur og afkomu þeirra á 18. öld; atvinnuhætti og byggðarþróun á 19. öld; menntunar-, félags- og heilbrigðismál á 19. öld; ómagaframfæri, efnahag sveitarsjóðsins og þróun fólksfjölda í Vatnsleysustrandarhreppi á 19. öld; Njarðvíkurhrepp 1889-1908; Njarðvík í Keflavíkurhreppi 1908-1942; fólksfjöldaþróun og atvinnumál 1942-1994; uppbyggingu hafnarmannvirkja; uppbyggingu almenningsfyrirtækja og ýmis verkefni sveitarfélagsins 1942-1994; skipulagsmál, íbúðabyggingar og gatnagerð 1942-1994; skóla og bókasöfn frá 1942; stjórnmál, stjórnkerfi og fjárhag sveitarfélagsins 1942-1994, Njarðvíkurkirkjur á 20. öld; félagsstarf, skemmtanalíf og íþróttir 1942-1994.

Saga Garðabæjar

Saga Garðabæjar.

-[Ragnar Karlsson]: Garðabær. Byggð milli hrauns og hlíða. Safn til sögu Garðabæjar. Umsjón með útgáfu Erla Jónsdóttir. Garðabær 1992. 73 bls.
Farið er nokkrum orðum um þróun byggðar í landi Garðabæjar í aldanna rás, rætt um náttúrufar og umhverfi, fjallað um jarðfræði Garðabæjar, greint frá kirkjustaðnum Görðum, Bessatöðum, Vífilsstöðum, fjallað um byggð og búsetu í Álftaneshreppi, rætt um upphaf Garðahrepps og breytinguna í kauptún, sveitarstjórnarmál, bæjarbrag og félags- og menningarmál.

-Ragnar Karlsson: Keflavíkurbær 1949-1989. Fjörutíu ára kaupstaðarréttindi. Stiklur úr sögu og byggðarþróun. Keflavík 1989. 60 bls.
Ritlingurinn hefur að geyma upplýsingar um bæinn í máli og myndum frá ýmsum tímum í sögu byggðarlagsins.

Kópavogur

Kópavogur – jarðir.

Saga Kópavogs. Frumbyggð og hreppsár 1935-1955. Safn til sögu byggðarlagsins-1955. Safn til sögu byggðarlagsins. Ritstjóri Adolf J. E. Petersen. Kópavogur 1983. 247 bls. Bókin var endurútgefin árið 1990.
Í ritinu eru greinar og viðtöl sem tengjast sögu Kópavogs á umræddu tímabili. Ein grein er langlengst, „Kópavogur 1936-1955“ eftir Lýð Björnsson. Í henni er sagt frá því helsta sem snertir uppbyggingu Kópavogs á þessum árum.

Saga Kópavogs. Þættir úr kaupstaðarsögunni 1955-1985. Safn til sögu byggðarlagsins-1985. Safn til sögu byggðarlagsins. Ritstjórar Andrés Kristjánsson og Björn Þorsteinsson. Kópavogur 1990. 271 bls.

Kópavogur

Kópavogur 1965.

Í ritinu er greint frá upphafi kaupstaðarsögu Kópavogs, sagt frá bæjarstjórum og bæjarriturum, fjallað er um kosningaúrslit og meirihlutasamstarf, kirkju og söfnuði, bókasafnið, skipulags- og byggingamál, heilbrigðismál, félagsmálastofnun, æskulýðs- og íþróttamál og skólamál. Einnig er greint frá listastarfi, almenningssamgöngum, hafnargerð, götuheitum og mannfjölda, löggæslu, tengslum við vinabæi, stórafmælum Kópavogs og kjörnum fulltrúum.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – herforingjaráðsuppdráttur 1903.

Sigurður Skúlason: Saga Hafnarfjarðar. [Hafnarfjörður] 1933. 707 bls.
Bókin spannar tímabilið frá 874 til 1933. Langur kafli er um sögu verslunarstaðarins en síðan koma sjö efnisskiptir kaflar; upphaf Hafnarfjarðarkaupstaðar, landeign og skipulag, stjórnmál sem er að mestu bæjarfulltrúa- og bæjarstjóratal, atvinnumál, heilbrigðismál, kirkjumál, skóla- og menningarmál. Loks er yfirlitskafli. Í upphafi bókarinnar er fjallað um umhverfi Hafnarfjarðar og hinar fornu bújarðir í Firðinum.

http://www.hi.is/~eggthor/thettbyli.htm#9

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður 1913.

Þórkötlustaðanes

Farið var í Kynnisferð um Vatnsleysustrandarhrepp og Grindavík. Meðal leiðsegjenda voru Viktor, sonur Guðmundar í Brekku, Kjartan, nýlega fyrrverandi forstöðumaður Saltfiskssetursins í Grindavík, og Sigfrjón.

Grindavíkurvegur

Vegavinnubúðir við Grindavíkurveg.

Hér á eftir er getið um helstu punkta, sem annað hvort var minnst á eða átti að minnast á í ferðinni. Auk þess voru allnokkur tilfallandi atriði tekin upp og heimfærð á vettvangi. Stapadraugurinn, sem birtist á Vogastapa, var t.d. óundirbúið atriði í ferðinni sem og það að hitta óvænt bæjarstjórann í Grindavík, Ólaf Örn, á göngu um Þórkötlustaðanesið. Hann var gripinn og fenginn til að kynna möguleika og vilja Grindvíkinga á sviði ferðaþjónustunnar. Svo er að heyra og sjá að bjartsýni og mikill áhugi sé einkennandi fyrir vilja Grindvíkinga til að styrkja og efla þjónustu við ferðamenn í umdæminu. Hellaferð í Dolluna var einnig óvænt uppákoma, en slíkar eru eitt einkenni FERLIRsferða um Reykjanesskagann.
Auk þessa verða síðar birtir nánari punktar um Kálfatjarnarkirkju, um fyrirtækið Sæbýli og fleira, sem fyrir augu bar og kynnt var í ferðinni.

Vatnsleysuströnd

Kálfatjörn

Kálfatjörn – Bakki og Litlibær fjær.

1. Vesturmörk Vatnsleysustrandarhrepps er við svonefnda Kolbeinsvörðu ofan við Innri-Skoru á Vogastapa. Varðan er horfin, segja menn, en landamerkin standa enn. Aðrir segja Kolbeinsvörðuna hér nær Keflavíkurveginum, en slíkt getur ruglað landamerkjum, svo ekki verður fjallað nánar um það. Sökkull slíkrar vöru er þar vel greinanlegur, en úr Kolbeinsvörðu eiga lendamerki hreppsins að liggga í Arnarklett vestan við Snorrastaðatjarnir, en hann sést vel frá Háabjalla, miklu misgengi á hægri hönd. Undir bjallanum er skógrækt þeirra Vogabúa.

Stapagata

Gengin Stapagatan um Reiðskarð.

2. Stapagatan – gamla þjóðleiðin yfir Vogastapa til Njarðvíkur og framhald Almenningsvegarins sem liggur úr Hafnarfirði og suður úr – Alfararleið. Annar armur götunnar er Sandakravegur (nú Skógfellavegur) liggur suður og upp heiðina í átt til Grindavíkur. Umferð um Stapagötuna hætti að mestu um 1912 þegar bílvegur var lagður til Keflavíkur. Ári seinna var byrjað á bílvegi frá Stapa áleiðis til Grindavíkur. Þeirri vegagerð lauk árið 1918 og munum við síðar í dag á leiðinni til Grindavíkur m.a. skoða hlaðin byrgi vegavinnumanna á Gíghæðinni í Arnarseturshrauni. Slík byrgi voru á u.þ.b. 500 metra millibili svo til alla leiðina til Grindavíkur, en nýi vegurnn krafðist fórna, eins og svo margar vegaframkvæmdir síðustu ára.

Stapagata

Stapagata.

Stapagatan liggur upp Reiðskarð á fjörubökkum Vogavíkur undir Vogastapa og munum við kíkja þangað í bakaleiðinni. Undir Stapanum eru merkar minjar bæjarins Brekku, Stapabúðar, Hómabúðar og Kerlingarbúðar, með elstu minjum á Reykjanesi, en sjórinn hefur nú tekið til sín að mestu. Síðastnefndu búðirnar heita svo vegna þess að sjómenn höfðu þar vinnukonukerlingu í matinn þegar hún neitaði að hlýða boðum þeirra. Gatan upp úr Reiðskarði er djúp og falleg þar sem hún liðast vestur eftir Stapanum, framhjá Grímshól þars em þjóðsagan um vermanninn að norðan á að hafa gerst. Viktor mun segja ykkur nánar frá því er við komum þangað. Á Grímshól er útsýnisskífa þar sem fjallasýnin er tíunduð með sjónrænum hætti. Gullkollurinn lifir m.a. góðu lífi undir Vogastapum við Reiðskarðið.

Hreppsgarður

Hreppsgarður á Stapanum.

3. Hreppsgarður – einn af þremur slíkum í Vatnsleysustrandarhreppi á seinni hluta 19. aldar. Við gerð þeirra og umhirðu var unnið í einhverskonar atvinnubótavinnu og einnig greiddu menn skuldir til hreppssjóðs með vinnu í görðunum. Garðurinn snýr mót suðri og liggur utan hjalla, sem nefndur er Kálgarðsbjalli.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

4. Um 140 sel og selstöður eru á svæðinu milli Suðurlandsvegar og Reykjanestáar, sem og öll mannvirki sem þeim tengdust, s.s. fjárskjól, stekkir, vatnsstæði, kvíar, húsatóftir, fjárborgir, réttir, vörður og selgötur. Þessi sel voru í notkun á mismunandi tímum, en líklet er talið að haft hafi verið í seli hér á þessu svæði allt frá því að land byggðist fram upp undir 1890, en síðasta selið, Flekkuvíkursel, lagðsit þá af. Síðasta selið, sem notað var hér á Reykjanesskaganum var Hraunsselið undir Vesturhálsi, en það var í notkun til 1914.
Venjulega var haft í seli frá 6. – 16. viku sumars. Ærnar voru þá værðar í selið og hafðar þar og mjólkin nýtt til smjör og skyrgerðar m.a. Afurðir voru færðar heim til bæja ca. 3. hvern dag, en vistir færðar upp í selin í staðinn. Þar var venjulega matselsdama og smali og stundum fleira fólk frá bæjunum. Dæmi eru og um að erfiðir unglingar hafi verið hafðir þar til ögunar. Segja má að lífið hér fyrr á öldum hafi meira og minna snúist um sauðkindina, þ.e. maðurinn lagði rækt við sauðkindana og reyndi allt hvað hann gat til að halda í henni lífi því hún hélt lífinu í manninum. Allmörg mannvirki og búskapaleifar á skaganum bera þessa glöggt vitni.

Brunnastaðasel

Brunnastaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Síðar í ferðinni munum við skoða minjar útvegsbændanna, en fjárhald og útvegur við ströndina hafa verið samofin um langan aldur; naust, varir, sjóbúðir, þurrkgarðar, verkunarhús, skiparéttir og þurrkvellir gefa okkur nokkra hugmynd um hvernig þeir lifnaðarhættirnir við sjávarsíðuna hafa verið.
Sem dæmi um sel má nefna Snorrastaðasel, Nýjasel, Gjásel, Vogasel, Brunnastaðasel (sést uppi í heiðinni), Knarrarnessel, Hlöðunessel, Hólssel, Fornasel, Flekkuvíkursel og Hvassahraunssel. Flest seljanna á Reykjanesskaganum eru í skjóli fyrir ríkjandi rigningarátt, suðaustanáttinni. Best er að finna þau með því að koma að þeim úr norðvestri, einkum á vorin þar sem þau grænka fyrr en umhverfið vegna fyrrum áburðar fjársins, sem þau njóta enn þann dag í dag. Og svo er sagt að sauðkindin nagi allan gróður. Reyndar eykur hún grasvöxt, en dregur úr kjarrvexti. Framvegis verður þessari fyrrum lífsbjörg markaður bás í afmörkuðum beitarhólfum – ófrjáls og án villibráðabragðsins (G. Þorsteinsson frá Hópi).

Kálffell

Kálffell – fjárskjól.

5. Kálffell – í Kálffelli var setið yfir sauðum um og eftir aldarmótin 1900. Frægasti sauðamaðurinn var án efa Oddur Stefánsson frá Gærnuborg (d. 1925). Í gígnum eru hlaðnir garðar og við hellaop ofan við gíginn eru einnig hleðslur sem líklega hafa átt að beina fé í skjól ef veður var vont.
Einn hellanna heitir Oddshellir og er í Brunnhól rétt sunnan við gígsskálina. Hóllinn dregur nafn sitt af lögun hellsins og eða “dyrum” hans. Opið er eins og brunnop. Til þess að komast niður þarf maður að stökkva niður á nokkra hellur sem hlaðnar hafa verið upp neðan við. Líklega hefur Oddur frá Grænuborg átt afdrep í þessum helli og af því er nafngiftin trúlega komin. Sagnir eru um að þegar mest var af sauðum í Kálffelli hafi þeir verið á annað hundrað.

Sprungur

Hrafnagjá – misgengi.

6. Hrafnagjá er hér rétt handan á hægri hönd. Hún liggur næst okkur þeirra gjáa sunnan vegarins, en við sjáum m.a. upp í Huldugjá, Aragjá og Stóru-Aragjá, en undir henni er Gjásel, sennilega eitt eista raðhús hér á landi.
Hrafnagjá nær alla leið niður á túnið á Vatnsleysu og er tilkomumikil á köflum. Hér ofan við voga er hún tilkomumikil með háu hamrabelti sem snýr til fjalla. Undir gjánni er fjölskrúðugur gróður, s.s. burknar, blágresi og brönugrös. Í gjánni verpir t.d. hrafn þar sem bergið er hvað hæst. Syðsti hluti Hrafnagjár er á Náttúruminjaskrá.

Þráinsskjöldur

Þráinsskjöldur – einn gíganna.

7. Þráinsskjaldarhraun (Vatnsleysuhraun). Skjaldlögun austan Fagradalsfjalls er dyngja. Dalur milli dyngnanna. Þar eru Afstapahraun (apal), áður nefnt Arnstapahraun. Eldra hraun undir, en þar er líka frá sögulegum tíma (landnámslagið er undir því). Það eru u.þ.b. 12 söguleg hraun á skaganum, en litlar skráðar heimildir eru til um tilurð þeirra. Ástæður eru meðal annars þær, að bækur hurfu úr Viðeyjarklaustri. Þeim var rænt og hurfu í flutningi á 17. öld (skipstapi). Þráinsskjaldarhraun rann við hærri sjávarstöðu skömmu eftir síðasta kuldaskeið. Það sést á rúlluðu grjóti ca 5m ofar núverandi sjávarstöðu (9000-12000 ára).
Á Vatnsleysuströnd eru elztu hraunin. Stöðugar og hægfara hreyfingar hafa valdið miklum sprungum í þeim. Nýrri hraun ofan á fela líka eldri sprungur.

Refagildra

Vatnsleysuheiði – refagildra.

8. Refagildra – hlaðin refagildra í vörðu. Til skamms tíma var talið að slíkar gildrur væru einungis á norðausturlandi, en a.m.k. 90 slíkar eru enn sjáanlegar hér á Reykjanesskaganum, þ.a. 4 á Vatnsleysuströndinni.

Breiðagerðisslakki

Brak í Breiðagerðisslakka.

9. Breiðagerðisslakki – í apríl 1943 hrapaði þýsk Junkers könnunarherflugvél niður í þennan slakka skammt norðaustan við Knarrarnessel eftir að hafa orðið fyrir skotárás bandarískrar orrustuflugvélar.Þrír fórust en loftskeytamaðurinn komst lífs af í fallhlíf lítið meiddur. Hann var fyrsti þýski flugliðinn sem bjargaðist úr flugvél sem skotin var niður yfir Íslandi og jafnframt sá fyrsti sem Bandarríkjamenn tóku höndum í seinni heimsstyrjöldinni. Lík þeirra sem fórust voru grafin í upphafi að Saurbæ á Kjalarnesi en eftir stríðið flutt í Fossvogskirkjugarð.
Nokkuð sést enn eftir af brotum úr flugvélinni og eru þau dreifð um stórt svæði um miðja vegu milli narrarnessels og Auðnasels.

Eldborgir

Eldborgir ofan Knarrarnessels.

10. Eldborgir – um 900 metra röð 11 gíga, sem gosið hafa litlu gosi á takmörkuðu svæði, einkennandi þó fyrir hin mörgu sprungureinagos á skaganum. Við þær eru nokkur greni, svonefnd Edborgagreni og hlaðin byrgi fyrir refaskyttur. Mörg slík mannvirki má sjá á Strandarheiðinni.

Þyrluvarða

Þyrluvarða 2008.

11. Þyrluvarða– í maí 1965 hrapaði Sikorsky bjrögunarþyrla frá varnarliðinu niður í lægðina en hún var að koma frá Hvalfirði á leið til Keflavíkurflugvallar. Þarna fórust fimm menn, þeirra á meðal yfirmaður flotastöðvar varnarliðsins, og var varðan reist í minningu þeirra.
12. Keilir – einkennisfjall Reykjanesskagans og víðfrægt mið af sjó. Í lýsingu Kálfatjarnarsóknar frá árinu 1840 eftir séra Pétur Jónsson segir að sjópfarnedur kalli Keili Sykurtoppinn. Líklega er þetta samlíking við keilulaga sykurstykki sem menn kölluðu sykurtoppa og voru á marjaðnum áður en strásyrkurinn kom til sögunnar. Keilri varð til við gos undir jökli og strýtumynduð lögunin kemur til af gígtappa íhonum miðjum sem ver hann veðrum. Fjallið er tiltölulega auðvelt uppgöngu ár sem farið er upp austanverða öxlina. Af fjallinu er ótrúlega víðsýnt.
13. Stóri Hafnhóll og Litli Hafnhóll – sagt er að í eina tíð hafi verið löggilt höfn í Vatnsleysuvík og af henni beri hólarnir nöfnin.

Vatnaborg

Vatnaborg – fjárborg ofan Vatnsleysustrandar.

14. Vatnaborg – fyrrum fjárborg, ein af u.þ.b. 80 á Reykjanesskaganum. Borgin er hirnglaga. Líklega hefur verið stekkur þartna eftir að borgin lagðist af enda geta heimildir um Vatnsbergsrétt og Vatnsbergsstekk og einnig Vatnsberg og Vatnaberg. Líklega er örnefnuð Vatnaborg það rétta yfir hólinn og nafnið jafnframt tengt vatnsstæðinu sem þarna er. Ofar í heiðinni er Gvendarborg, hlaðin af Guðmundi Hannessyni er seinast bjó á Ísólfsskála, en hann var fæddur árið 1830 og bjó m.a. í Breiðagerði á Ströndinni. Guðmudnur er sagður hafa skotið síðasta hreindýrið á Reykjanesskagnum um aldamótin 1900. Enn ofar Rauðhólssel, Oddafellssel og Sogasel. Fundum nýlega rústir neðan við Kolhóla, en þær virðast vera af enne inu selinu, sem ekki hefur verið skráð.

Almenningsleiðin

Almenningsleiðin ofan Kálfatjarnar.

15. Almenningsleiðin – sjá má hana liggja frá Kúagerði og framhjá Vatnsleysu.

Kúagerði

Aðhald í Kúagerði.

16. Akurgerði og Kúagerði – hraunið, Afstapahraun, sem rann á sögulegum tíma (1226), færði Akurgerði í kaf. Vegurinn var lagður yfir Kúagerði, fallega tjörn og áningarstað á ferðum fólks milli Útnesja og Innesja. Hægt að ganga upp hraunið um svonefndar Tóur.
17. Gamli Keflavíkurvegurinn eða Strandarvegurinn – lagður á árunum 1906-12 og lá hluti hans allfjarri byggðinni á sunnanverðri Vatnsleysuströnd, skammt vestan Kálfatjarnar, en um 1930 var sá hluti færður neðar. Gamli vegurinn var í upphafi hestvagnavegur, en um 1917 tóku bílarnir völdin.

Almenningsvegurinn

Almenningsvegurinn ofan Flekkuvíkur.

Almenningsvegurinn er elsta sjáanlega samgönguleiðin um hreppinn og liggur hún víðast hvar tiltölulega stutt frá byggðinni og þó yfirleitt ofan við Gamla Keflavíkurveginn. Í lýsingu séra Péturs Jónssonar af Kálfatjarnar- og Njarðvíkursókn frá árinu 1840 er þessari leið lýst þannig: “Vegur liggur gegn um heiðina frá Stóru-Vogum og beint að Breiðagerði, svo með bæjum við túngarðinn inn fyrir Kálfatjörn. Eftir þaðan frá gegn um heiðina inn hjá Vatnsleysu.”

Staðarborg

Staðarborg.

18. Staðarborg – borgin er stór og listilega velhlaðin fjárborg frá Kálfatjörn og virðist hún vera óskemmd með öllu. Hún er um 8 m í þvermál að innan og vegghæðin um 2 metrar. Þjóðsaga er til sem segir að hleðslumaðurinn hafi ætlað að hlaða borgina í topp en þá hafi prestur komið og stöðvað verkið svo borgin yrði ekki hærri en turn Kálfatjarnarkirkju. Staðarborgin er talin nokkur hundruð ára gömul og var friðlýst árið 1951. Þórustaðastígurinn liggur upp heiðina vestan borgarinnar, í gegnum Þórustaðafjárborgina, framhjá Keili og upp á Vigdísarvelli. Ein af mörgum leiðum upp heiðina. A.m.k. 7 fjárborgi eru í heiðinni milli Strandarvegar og núverandi Reykjanesbrautar.

Grindavík

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur á Stapanum 1921.

1. Grindavíkurvegurinn – horft frá Grímshól – útsýnisskífa – vegur til framtíðar. Velkomin til Grindavíkur. Alltaf sól á Suðurnesjum – stundum á bak við skýin. Hér er súrefnið hvað ferskast og ónotað er það kemur með vindum og golfstraumnum sunnan úr höfum. Höfum farið um 2000 ferðir um Reykjanesskagann, en einungis þrisvar fengið kærkomna rigningu á þeim ferðum. Reykjanesskaginn er sennilega ónýttasta útivistarsvæði landsins – í nálægð við u.þ.b. 200.000 neytendur, auk annarra áhugasamra Íslendinga, að ekki sé talað um nýtinguna skammstoppandi útlendingum til handa. Svæðið hefur upp á alt að bjóða, sem önnur fjarlægari svæði gætu boðið upp á – jarðfræðina, náttúruna, fegurðina, fjölbreytina, minjarnar, söguna og þjóðtrúna, helsta sérkenni okkar Íslendinga. Mikilvægt fyrir leiðsegjendur að vera jákvæða og uppbyggjandi – vera innblásturshvetjandi, frumlegir og leitandi að einhverju áður ókunnu.

Arnarklettur

Arnarklettur.

2. Mörkin að norðanverðu – í Arnarklett við Snorrastaðatjarnir og þaðan yfir í Setjörn (Selvatn) – í Þórðarfell og áfram niður í Valahnúkamalir við Reykjanestá. Austurmörkin eru í Seljabót þannig að landið, einkum ströndin, er víðfeðm.
3. Áður fyrr lágu fimm meginleiðir til Grindavíkur, sem um tíma var eitt helsta forðabúr Skálholtsbiskupsstóls þegar fiskurinn varð að útflutnings- og söluvöru og stóllinn lagði undir sig flestar sjávarjarðir á Reykjanesskaganum. Austast var leiðin frá Krýsuvík um Ögmundarhraun, þá Skógfellaleiðin frá Vogum, Skipsstígur frá Njarðvíkum og Prestastígur frá Höfnum. Reyndar á enn ein leið að hafa legið frá Rosmhvalanesi um svonefndan Gamlakaupstað ofan Ósabotna og áfram áleiðis til Grindavíkur um Sandfellshæð, en ekki sést móta fyrir henni í dag. Þó má merkja vörðubrot ofarlega á Hafnasandi.

Dollan

Dollan á Gíghæð.

4. Sagan – Landnámabók greinir frá því að landnámsmenn hafi komið til Grindavíkur í kringum árið 934. Landnámsmenn voru tveir. Þeir hétu Molda-Gnúpur Hrólfsson sem nam Grindavík og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson sem nam Selvog og Krýsuvík. En allt fram til 1946 náði Grindavíkurhreppur yfir tvær sóknir Staðarsókn og Krýsuvíkursókn. Synir Moldar-Gnúps settust að á þrem höfuðbólum sem hin 3 hverfi Grindavíkur heita eftir. Austast er Þórkötlustaðahverfi, þá Járngerðarstaðarhverfi, þar sem megin byggðin er í dag, en Staðarhverfi heitir vestast. Við munum í ferðinni m.a. skyggnast fyrir um mögulega landsetu höfðingjans á tilteknum stað á mörkum Járngerðarstaða- og Þórötlustaðahverfis.
Upphaf kaupstaðarins sem nú stendur má rekja til þess að Einar Einarsson í Garðhúsum hóf verslun í húsi sem hann byggði árið 1897 í Járngerðarstaðarhverfi.

Grindavík

Grindavíkurhöfn – ÓSÁ.

Árið 1939 var grafið skipalægi inn í Hópið og upp úr 1950 hófst alvöru hafnargerð. Grindavík fékk kaupstaðarréttindi 1974. Um aldamótin síðustu voru íbúar 357 talsins. Grindavík er öflugt sveitarfélag á suðurströnd Reykjanesskaga um 50 km frá Reykjavík. Íbúar voru 2.382 þann 1. desember sl. (nú um 2.500). Fallegt bæjarstæði við rætur Þorbjarnarfells, nálægð við gjöful fiskimið, ferðamannastaður og heilsulind eins og Bláalónið sem og öflugt íþróttastarf með ungu fólki, allt þetta hjálpast að við að skapa gott mannlíf í framsæknu bæjarfélagi. Nú hefur verið bætt við menninguna hérna í Grindavík og reist Saltfisksetur Íslands í Grindavík þar þar með hafa grindjánar eignast stórt og mikið menningarsetur sem notað verður í þágu Grindvíkinga jafnt sem annarra venjulegra Íslendinga.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

5. Njarðvíkursel – sunnan við Selvatn. Rústir og sennilega eitt nærtækasta sel á Reykjanesi – ekki nema u.þ.b. 50 mertar frá veginum. Skammt frá er hlaðin rétt og stekkur.
6. Eitt af viðfangsefnum góðra leiðsegjenda er að kynna sér vel sögu og örnefndi viðkomandi staðar. Í bók Guðfinns Einarssonar, “frá Valahnúk til Seljabótar” má lesa fjölmörg örnefni með allri strandlengjunni sem og sagnir af atburðum tengdum tilteknum stöðum. Þannig má þar lesa um Clamstrandið við Kirkjuvogsbás, Alnabystrandið utan við Jónsbás sem og aðra helstu sjóskaða fyrri tíma.
7. Helsta sögueinkenni Grindavíkur er útgerðarsagan, vertíðir og vermennska, en jafnframt útvegsbændamennskan, tilfærska byggðarinnar frá einum stað til annars eftir því sem ölög og aðstæður gáfu tilefni til og hið einkennandi viðhorf til náungans. Þannig var hver landbleðill nýttur til einhverra nota. Ef bóndinn þurft ekki endilega á honum að halda gat einhver annar, t.d. vermaður, fengð hann til afnota. Þannig byggðust upp þurrabúðir og grasbýli í hverfunum er síðar urðu að kotum og endurgerðum húsum.
GrindavíkÚtgerðarsagan er nátengt útlendingsversluninni, einkum Þjóðverja og Englendinga er endaði með bardaganum mikla í júní árið 1532 er á annan tug Englendinga voru drepnir á einni nóttu í Virkinu ofan við Stóru-Bót. Þangað munum við fara og rifja upp þennan örlagaríka atburð fyrir sögu lands og þjóðar. Þar skammt frá er Junkaragerði er þjóðsagan segir frá. Þjóðsagan er oft tengd tilteknum stað. Reynsla okkar Suðurnesjamanna er sú að yfirleitt er hægt að finna þeim tilvist, sbr. sagan af Herdísu og Krýsu, Þórkötlu og Járngerði, Tyrkjavörðunni, Silurgjá, ræningjunum í Ræningjagjá í Þorbjarnarfelli og fleirum.
Gíghæð – vegurinn lagður á árnum 1913 – 1918. Vegavinnubúðir með ca. 500 m millibili. Hestshellir og hús. Arnarseturshraunið rann 1226. Annars eru hraunin ofan við Grindavík og við Svartsengi er ca 2400 ára.

Dollan

Í Dollunni.

8. Dollan – kíkja í u,þ.b. 300 metra langan helli. Dæmigerður fyrir u.þ.b. 400 slíka á Reykjanesskaganum. Stærstir í Klofningum, neðan Grindarskarða og í Kistufelli í Brennisteinsfjöllum. Nokkrir hellar við Gíghæð, s.s. Kubburinn, Hnappurinn og Arnarseturshellir. Dátahellir skammt norðan búðanna í Gíghæð. Þar fannst beinagrind að dáta á sjöunda áratugnum að talið var, er orðið hafði úti allmörgum árum fyrr.
9. Skógfellahraun (1130) – Arnarseturshraun (1226). Hraun á söglegum tíma, sem og nokkur hraun nálægt Grindavík. Hópsnesið er t.d. myndað af gosi í Vatnsheiði (ár), en án þess væri varla svo góð höfn í Grindavík, sem raun ber vitni.

Baðsvallasel

Baðsvellir – Baðsvallasel; uppdráttur ÓSÁ.

10. Baðsvellir – sel Grindvíkinga um tíma – ofbeit – selstaða flutt uppá Selsvelli undir vestanverðum Vesturhálsi. Margar tóftir og minjar. Djúpt markaðir stígar. Hópssel við veginn.
11. Þorbjarnarfell – misgengi í gegnum fjallið – Sagnir um þjófa er herjuðu á íbúana. Ræningjagrá í fjallinu, Baðsvellir norðar og Gálgaklettar austar.
12. Hafið og Grindvikingar samofið í gegnum aldir.

Brim

Grindavíkurbrim.

En fiskur var ekki hið eina, sem hafið gaf. Af því höfðu menn margvíslegt annað gagn, svo sem fjörugróður ýmiss konar, sem notaður var til mann- og skepnueldis, en ekki síst til eldneytis.Flest árin bar brimið og reka á fjörur Grindvíkinga, matreka jafnt sem viðreka, og sést gagnsemi hans best á því, hve mikil sókn var í kvers kyns rekaítök.
13. Tyrkirnir komu til Grindavíkur 1627 – hertóku allmarga íbúa, en drápu engan skv sögunni. Þó segir sagan að tveir Tyrkir hafi látið lífið í atlögunni – sagan af Rauðku – dys á Hrauni.

Skipsstígur

Skipsstígur.

14. Skipsstígur milli Njarðvíkur og Grindavíkur – lýsa leiðinni um Rauðamel – Árnastígur vestar. Gíslhellir á leiðinni sunan Rauðamels.
15. Sögufrægir staðir, s.s. Selatangar og Húshólmi.
16. Kóngsverslunin neðan Húsatófta – krítarpípur – Festasker utar. Staðarvör, Stóra-Gerði, Staðarbrunnurinn (1914) sem verið er að endurgerða. Klukkan af Alnaby er strandaði um aldamótin 1900 í klukknaportinu í kirkjugarðinum. Ofar er Nónvarða eða “Tyrkjavarða”. Á meðan hún stendur mun ekkert illt henda Grindvíkinga. Ofan við Húsatóftir eru hlaðin þurrkbyrgi.
17. Sýlingarfell af landi (Svartsengisfjall – nefnt eftir sauði Molda-Gnúps).
18. Hópssel – tóftir.
19. Selsháls – Þorbjarnarfell – misgengi í gegnum mitt fjallið. Bækistöð Breta uppi á fjallinu.

Gálgaklettar

Gálgaklettar í Hagafelli.

20. Gálgaklettar ofan við Hagafell.
21. Skipsstígur utan í Lágafelli – Endurgerður á u.þ.b. 300 m. kafla utan við Lágafellið – Dýfinnuhellir. Við Skipsstíg er Gíslhellir.
22. Fornavör – sjávargatan – Járngerðarleiði.
23. Stóra-Bót – Junkaragerði.
24. Einisdalur – áning.
25. Hópsnesið – (1928-1942) – Guðjón Pétursson, skipstjóri, lýsti mannlífinu á Nesinu í Sjómannablaðinu 200 – Strýthólahraun – sandfuglinn (egg)

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.

26. Þórkötlustaðahverfi – dys Þórkötlu – Sloki – byrgi – garðar. Hraun – kapellan – Gamlibrunnur – Tyrkjadys – refagildrur – Tyrkjahellir.
37. Eldvörpin – útilegumannabyrgi – hellar með mannvistaleifum í – refagildra.

Tyrkjaránið – Grindavík
Í júlí 1627 segir í Öldinni okkar: „Víkingar frá Algeirsborg ræna fólki og myrða – námu brott allt að fjögur hundruð manns, myrtu fjörutíu og rændu miklum fjármunum. Brenndu auk þess og eyðilögðu mikil verðmæti.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – sögusvið „Tyrkjaránsins“ – uppdráttur ÓSÁ.

Geigvænlegir atburðir hafa gerst: Víkingar frá Norður-Afríku hafa gengið á land í Grindavík, Vestmanneyjum og víða á Austfjörðum, rænt fólki og fémæti og drepið fjölda manna. Meðal þeirra er sér Jón Þorsteinsson í Kirkjubæ í Eyjum. Minnstu munaði að víkingar þessir réðust einnig til atlögu að Bessastöðum, og tálmaði það fyrirætlan þeirra, að eitt skip þeirra tók niðri á boða á Skerjafirði.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir og nágrenni.

Víkingar þessir, sem flestir voru frá Algeirsborg, komu hingað til lands á fjórum skipum. Það er talið að þeir hafi drepið hér um fjörutíu manns, flesta í Vestmannaeyjum, sært nokra og haft á brottmeð sér hátt á fjórða hundrað Íslendinga og nálega tuttugu Dani, þar á meðal tvo Vestfjarðarkaupmenn. Fjögur kaupskip hremmdu þeir og höfðu tvö þeirra á brott með sér.
Í Grindavík voru teknir tólf Íslendingar og þrír Danir og þar að auki áhöfn duggu þeirrar, sem áti að fara til Skutulsfjarðar.
Fyrsta víkingaskipið kom til Grindavíkur 20. dag júnímánaðar og varpaði akkerum á grunninu úti fyrir höfninni. Var sendur frá því bátur, að dönsku kaupskipi, er þar lá, og létust víkingar vera hvalveiðimenn í þjónustu Danakonungs og báðust vista, en fengu ekki.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – uppdráttur ÓSÁ eftir ábendingum Guðjóns í Vík.

Grindavíkurkaupmaðurinn, Láritz Bagge, mannaði þá bát og lét róa út í skipið. Voru sendimenn þegar gripnir. Þessu næst greiddu víkingar atlögu, hremmdu kaupskipið og réðust til uppgöngu í kaupstaðinn.
Flúði kaupmaður á land upp með öllum þeim, sem hjá honum voru í kaupmannshúsunum, en víkingar hófu að ræna búðirnar og byggðarlagið. Flest fólk fór að dæmi kaupmanns, nema Járngerðarstaðafólk, er féll í hendur víkingum. Engan drápu víkingar þó í Grindavík og ekki hirtu þeim um að hafa þá á brott með sér, er lasburða voru og einskis verðir sem þrælar á markaði.

Túnakort

Járngerðastaðahverfi – túnakort 1918.

Þegar víkingar létu út frá Grindavík, sáu þeir kaupfar danskt á leið vestur með landinu. Var þetta Skutulsfjarðarduggan. Tókst þeim að blekkja skipstjórnarmenn á henni með danskri veifu og ná henni á sitt vald. Sigldu þeir síðan á tveimur skipum fyrir Reykjanes og Garðskaga og inn Faxaflóa og huguðst ganga þessu næst á land á Álftanesi.
Fréttir af ráninu í Grindavík bárust þegar til Bessastaða, þar sem hirðstjórinn, Holgeir Rósinkrans, var fyrir á herskipi, sem lá á Seylunni. Lét hann undir eins safna liði um Nesin og halda vörð nótt og dag. Kaupför þau, sem komin voru, sendi hann inn á Leirvog í Mosfellssveit, en bændur voru kvaddir til virkishleðslu í Bessastaðanesi og þangað dregnar fallbyssur, sem heima voru á Bessastöðum. Aðkomumenn komu, voru kyrrsettir, og vildi svo til, að meðal þeirra voru þrír Frakkar, sem kunnu með skotvopn að fara, og hinn íslenski ævintýramaður, Jón Indíafari, sem hefur verið skytta á herskipum Danakonungs.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – teikning dr. Bjarna Sæmundssonar 12. apríl 1895.

Víkingaskipin lögðu inn á Skerjafjörð laugardaginn 23. júní og stefndu á Seyluna. Steig þá hirðstjóri á hest með sveit manna, og reið flokkurinn fram og aftur með langar stengur, sem smíðaðar höfðu verið. Var það gert í því skyni, að víkingum virtist þar sveit altygjaðra hermanna.
Víkingar tóku að skjóta úr fallbyssum sínum, er þeir nálguðust, og var þeim svarað með fallbyssuskotum úrvirkinu og af hirðstjóraskipinu á Seylunni. Véku þá víkingar skipum sínum undan norður á fjörðinn, en við það tók stærra skipið niðri, þar sem heita Löngusker, og stóð þar fast.

Skansinn

Skansinn – uppdráttur ÓSÁ.

Lét hirðstjóri þá hætta skothríðinni, því að honum þótti ekki vogandi að egna víkingana til bardaga, ef vera kynni, að þeir létu sér strandið að kenningu verða. Hófu víkingar að flytja fanga og þungavarning úr hinu strandaða skipi yfir á hitt, en fleygðu því í sjóinn, er torveldast var viðfangs. Tókst þeim loks eftir hálfan annan sólarhring að ná skipinu af grynningunum og færðu skip sín þá utar, þar sem þeir voru óhultari. Þar selfluttu þeir fólk og varning á ný á milli skipanna, sigldu síðan brott og létu í haf með feng sinn.”
Árið 1628 komu nokkrir þeirra handteknu aftur heim. Þar á meðal voru tvo systkin frá Járngerðarstöðum við þriðja mann. Það var hollenskur kaupmaður sem leyst hafði Grindvíkingana út. Fólk þetta sagði þær fréttir að hinir herteknu væru flestir í ánauð í Algeirsborg, þeir sem ekki létust skömmu eftir komuna til Norður-Afríku.

Gíslavarða

Gíslavarða.

Á Suðurnesjum eru nokkrar minjar og sagnir tengdar komu Tyrkjanna. Má þar nefna Ræningjastíginn í Heiðnabergi í Krýsuvík, komu Tyrkjanna í Krýsuvíkurselið ofan við bjargið, samskipti séra Eríks á Vogsósum við þá og Ræningjadysin austan við Ræningjahól, Eiríksvarðan á Svörtubjörgum ofan við Selvog, „Tyrkjavarðan“ (Gíslavarða) vestan við Stað í Grindavík, sem ekki má raska og Fornavörin neðan við Járngerðarstaðahverfi, en þar er talið að Tyrkinn hafi varpað akkerum.

Tyrkjahellir

Í Tyrkjahelli (Efra-Helli) ofan Hrauns.

Einnig má nefna Blóðþyrninn (þistill) neðan við Sjólyst í Grindavík, hellir við Húsfjall ofan við Hraun, en þangað ætluðu Þórkötlustaðabúar að flýja ef Tyrkinn kæmi á ný, Dýrfinnuhellir, en sagan segir að þangað hafi samnefnd kona flúið með börn sín og dvalið meðan Tyrkir höfðust við í plássinu, byrgin undir Sundvörðuhrauni, en ein tilgátan er sú að þau hafi verið hlaðin til að veita fólki skjól ef Tyrkinn kæmi aftur til Grindavíkur og dysin á Hrauni, en þar eiga Tyrkir er Rauðka drap að hafa vera verptir skv. sögunni, svo eitthvað sé nefnt.
Það er alkunnugt að þegar Tyrkjar rændu hér á landi 1627 gjörðu þeir landgöngu í Grindavík. Segja menn þeir hafi komið upp á Járngerðarstöðum og söfnuðust menn saman og gengu móti þeim og varð bardagi í fiskigörðunum fyrir ofan varirnar.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Þá bjó karl gamall á Ísólfsskála. Hann átti stálpaðan son; rauða meri átti hann líka. Karlsson heyrði talað um að Tyrkjar væru í Grindavík. Hann bað föður sinn lofa sér að fara þangað til að sjá þá. Karl var tregur til þess, en sonurinn sókti fast eftir. Karl lét það þá eftir og setti hann á bak Rauðku og bað hann ríða hægt þangað til hann sæi Tyrkja og snúa þá aftur og flýta sér sem mest.
Hann fór nú og segir ekki af honum fyrr en hann sá Tyrkja þar sem þeir börðust við landsmenn. Þá stukku tveir strax og ætluðu að taka hann. Hann varð dauðhræddur, reið undan og barði á báða bóga, en Rauðka var ekki viljugri en svo að Tyrkjar voru alltaf í nánd við hana. Þó dróst svo austur á Hraunssand að þeir áðu henni ekki. Ofan til á miðjum sandi náðu báðir undir eins í taglið á henni, en hún sló aftur undan sér og setti sinn hóf fyrir brjóst hvorum Tyrkja svo þeir féllu niður dauðir, en Rauðka hljóp nú svo hart að karlssyni þótti nóg um og kom hann heill heim á Skála.

Hraun

Hraun – dys.

Leiði Tyrkjanna sést enn á Hraunssandi, hlaðið úr grjóti og lítið grasi vaxið ofan, næstum kringlótt, nálega einn faðm á hvurn veg. Slétt er fram á það því sandinum hallar, en undan brekkunni er það nálega tveggja feta hátt. Sumir kalla það Kapellu. Í bardaganum veitti landsmönnum miður. Særðu Tyrkjar suma, en tóku suma; þó féllu margir af Tyrkjum.
Helgi hét maður; hann barðist með kvíslarfæti og drap fimmtán Tyrkja, en var síðan tekinn. Hann var keyptur út löngu seinna og er sú sögn eftir honum höfð, að hann hafi drepið tvo eigendur sína, hvorn eftir annan, þá hann hlóð múrvegg, en þeir fundu að verkinu, og hafi hann hlaðið þeim í vegginn svo þeir fundust ekki og engan grunaði að Helgi hefði ollið hvarfi þeirra.

Þyrnir

Blóðþyrnir í Grindavík. Bakki fjær. (Því miður hafa Grindvíkingar vanrækt þetta svæði á síðari tímum).

Engin dys sést þar sem bardaginn var eða þar nálægt. En svo segja Grindvíkingar og fleiri að þar vaxi þyrnir síðan þar kom saman kristið blóð og heiðið, en það er raunar þistill, en ekki þyrnir.

Þórkötlustaðanesið

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – uppdráttur ÓSÁ.

Þórkötlustaðanesið í Grindavík er áhugaverður staður. Minjarnar, sem þar eru ofan við Nesvörina, eiga sér merka sögu mannlífs, atvinnuhátta; útgerðar og búskapar. Þar eru m.a. gamlir þurrkgarðar, þurrkbyrgi, fjárskjól, gerði og tóttir frá fyrri tíð, auk fiskhúsa, ískofa, lifrabræðslu, saltþróa, varar, bryggju, grunna og veggi íbúðarhúsa, beitningaskúra og innsiglingamerkja frá fyrri hluta síðustu aldar. Fróðlegt og friðsælt er að ganga um svæðið á góðum degi, anda að sér sjávaranganinni og skoða og rifja upp söguna. Pétur Guðjónsson, skipsstjóri fæddist í Höfn. Hann lýsir Nesinu svo:
„Á Þórkötlustaðanesinu voru auk Hafnar, húsin Arnarhvol og Þórshamar. Í Arnarhvoli, sem var vestan við Höfn, bjuggu Engelbert Jónsson og Jóhanna Einarsdóttir. Hafliði Jónsson og Gíslína Guðmundsdóttir bjuggu í Þórshamri, en húsið stendur að hluta til enn sunnan við Flæðitjörnina. Vatninu var safnað af húsþökum, en í þurrkatíð var dæmi þess að vatn væri sótt alla leið upp í Seltjörn. Kom þó sjaldan fyrir, sem betur fer. Hvergi var vatn að fá í hrauninu, en á veturnar og þegar mikið rigndi var vatn stundum sótt í polla handa fénu.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – Þórshamar neðst og bryggjan efst.

Útgerðaruppgangurinn byrjaði á árunum 1927-28. Byggð voru fiskhús ofan við vörina. Að staðaldri voru gerðir út 12-14 bátar þegar mest var. Þeir voru m.a. Hrauni, Þórkötlustöðum, Klöpp, Buðlungu, Einlandi og öðrum Þórkötlustaðahverfisbæjum. Aðalútgerðin stóð yfir frá miðjum febrúar og mars og síðan var vorvertíðin í maí.
Sumir réru líka héðan svo til allt árið, s.s. frá Hrauni, og þá á færi.

Þórkötlustaðanes

Bryggjan í Nesi.

Á sumrum var venjulega róið á minni bátum. Aflinn var bæði þurrkaður og saltaður. Stundum var seldur slægður og jafnvel óhausaður fiskur til Reykjavíkur. Það fór bara eftir aðstæðum á hverjum tíma. Sími var í Höfn, en símstöðin í Sólbakka uppi í hverfi. Öll verslunin fór í gegnum símann, einkum eftir að vörubílar fóru að fara á milli staða. Fólk kom víða að á vertíð, jafnvel frá Vestjörðum. Þetta fólk bjó á viðkomandi bæjum. Í Höfn var t.a.m.um 25 manns þegar mest var.

Þórkötlustaðanes

Athafnasvæðið í Nesinu – uppdráttur ÓSÁ gerður eftir Pétri Guðjónssyni í Höfn.

Áður lentu bátanir í Nessvörinni og var fiskurinn þá áður seilaður út á Bótinni, aflinn síðan dreginn í land og honum síðan skipt á skiptivellinum ofan við vörina. Hver varð síðan að bera sinn afla upp að skúrunum. Fyrsti skúrinn var byggður um 1928, sennilega af fólki frá Einaldi. Mörg handtökin voru við fiskinn eftir að honum hafði verið komið í land. Á meðan ég átti heima í Nesi var mest um að fiskurinn væri saltaður, enda bera saltþrærnar þess glögg merki. Allur þorskur og ufsi var t.d. flattur og saltaður. Einnig var eitthvað um að fiskur væri þurrkaður þegar vel veiddist. Miklir þurrkgarðar voru sem dæmi beint upp af bryggjunni, svonefndir Hraunsgarðar.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – bryggjan.

Bryggjan, um 70 metra löng og 10 metra breið steinbryggja, var síðan byggð um 1933 enda vélar þá komnar í flesta báta. Fiskinum var eftir það kastað upp á bryggjuna og af henni upp á bíla. Gamall Fordbíll var til í Höfn um tíma, en hann grotnaði síðar niður undir húsgaflinum. Þá var keyptur bíll í félagi útgerðarmannanna, nefndur “félagsbíllinn”. Á honum var fiskinum ekið upp í fiskhúsin.

Þegar snjóaði á vetrum hlupu menn út og veltu snjóboltum og rúlluðu inn í ískofana. Snjórinn var notaður í kæligeymslurnar, en þær voru tvöfaldir hólfaðir kassar. Hólfin, sem voru ca. 20 cm breið, voru fyllt af snjó og salti stráð í. Með því var hægt að halda bjóðum og beitu frosinni. Bætt var á snjó og salti eftir því sem bráðnaði.

Þórkötlustaðanes

Ískofi á Þórkötlustaðanesi.

Áður en bryggjan var byggð voru bátanir drengir á land upp á kambinn norðan hennar. Síðan, þegar stokkarnir voru byggðir um 1938-1939, skömmu áður en bryggjan var lengd, voru bátanir dregnir upp á þeim og raðað á kambinn ofan við þá. Spilið, sem enn sést, sá um það. Það var bensinvélarknúið með Ford-vél. Vélarhúsið við það er horfið. Járnkengir framan við spilið voru til að stýra uppsetninguni. Þá var blökk hengd í hvern kenginn á eftir öðrum og bátanir dregnir upp eftir því sem þeir komu að landi.
Þegar bryggjan var lengd voru ker forsteypt uppi á kambinum og þeim rennt niður stokkana og síðan sökkt ofan á sandpokahleðslur, sem búið var að raða undir þau af kaförum.

Þórkötlustaðanes

Vélspilið á Nesinu.

En eftir að grafið hafði verið inn í Hópið úti í hverfi árið 1939 og alvöru hafnargerð hófst þar innan við eftir 1944, voru flestir hættir að gera út hérna. Segja má að útgerðin hafi verið aflögð árið 1946. Höfn var flutt út í Járngerðarstaðahverfi árið eftir. Arnarhvol var svo flutt þangað árið eftir, en húsið hafði verið byggt í Nesinu um 1930. Það stendur nú að Arnarhrauni 2.
Jóhann vitavörður Péturssson bjó um tíma í Þórshamri, en húsið var byggt laust eftir 1930. Eftir að flutt var úr hinum húsunum í Nesinu var Jóhann eitthvað að breyta veggjum hjá sér. Varð það til þess að einn þeirra féll á hann og slasaði hann talsvert.

Strýthólahraun

Strýthólahraun – fiskibyrgi.

Fiskbyrgin og garðarnir fjölmörgu í Strýthólahrauni voru notaðir löngu áður en ég fæddist. Ekkert var þurrkað þar í minni tíð í Nesinu. Strýthólaranir eru syðst í hrauninu, en Leiftrunarhóll austast, suðaustan við Þórshamar.
Helsti hlífðarfantaður sjómanna voru stakkar, sjóhattar og klofstígvél. Ullavettlingar voru á höndum. Alltaf þurfti að eiga slatta af þeim því þeir þófnuðu og urðu fljótt of litlir, auk þess þeir áttu það til að harðna. Konurnar sátu við og prjónuðu á karlana. Sums staðar þurftu húsbændurnir að skaffa sjómönnunum vettlinga og jafnvel annan fatnað sem og kost. Útgerðarmennir uppi í hverfi og á Hrauni komu gangandi suður í Nes snemma á morgana þegar gaf og fóru síðan fótgangandi heim að kveldi.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – lifrabræðslan.

Flestar minjar í Nesinu eru gömlu hlöðnu ískofarnir, fiskhúsin, lifrabræðslan og grunnar beitningaskúranna. Lifrabræðslan var að mig minnir byggð um 1934-35. Öll lifrin var brædd. Guðmann Guðmundsson í lifrabræðslunni keypti alla gotu. Hann bjó í bræðslunni, í skúr nyrst í bræðslunni, kölluð kompan. Þar svaf karlinn á einum bedda. Seldi malt og appelsín.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – vegurinn að Þórshamri.

Grútartjörnin eða Grútarskotti var norðan við lifrabræðsluna. Hún þornaði á sumrum þegar ekkert var verið að vinna þar. Þá kom fyrir að grúturinn væri skorinn upp og hann notaður í eldinn. Hann var reyndar ekki notaður af fólkinu í Nesinu, en fólk kom utan úr hverfi og sótti grút í eldinn. Ég man sérstaklega eftir einum karli, sem það gerði.
Vegurinn náði að húsunum, en hestvagnsvegur var þá út að vita og síðan út að vörðunni Siggu á vestanverðu Hópsnesi. Vitinn hafði verið byggður á fyrstu árum aldarinnar. Ruddur slóði var út að honum, en hann var síðar lagaður. Nú er kominn hringvegur um Nesið.

Þórkötlustaðanes

Innsiglingarvarða og Þórshöfn á Þórkötlustaðanesi.

Innsiglingavörðurnar voru fyrir framan við Buðlungu, þar sem steypti veggurinn er nú, og önnur upp í heiðinni. Eftir þeim var siglt inn í djúpsundið. Síðan var vent til vesturs þegar komið var á móts við innsiglingavörðurnar ofan við Nesbryggjuna. Á þeirri siglingu braut yfirleitt á hlið á bátnunum, sem gat stundum verið slæmt. Að jafnaði var ekki mikið um brim inni á Bótinni. Hins vegar braut oft talsvert sitt hvoru megin, einkum ef eittvað var að veðri. Auðvitað komu hér líka mjög slæm veður. Ég man þó ekki eftir að bátur hafi brotnað á siglingu inn, en í miklum veðrum gekk sjórinn upp á og inn yfir kambinn. Og það kom fyrir að skip, sem þar stóðu, brotnuðu. Ég man eftir því er sjórinn braut hliðar í skúrum næst sjónum í afar vondu veðri.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – örnefni og minjar (ÓSÁ.)

Mikil hleðsla var ofan við uppsátrið. Hún var hirt upp á vörubíl, líkt og aðrar hleðslur og garðar í og við Grindavík þegar þegar verið var að gera bryggjuna í Hópinu. Við vegginn var hlaðinn djúpur brunnur, sem sjór var sóttur í fyrir fiskþvott. Við hann var dæla, sem notuð var til að dæla sjónum upp upp úr. Nú er búið að sturta yfir brunninn.
Allir urðu að hafa eitthvað fyrir stafni. Erfitt gat verið að sækja sjóinn, en þau voru líka mörg handtökin í landi. Þegar grafið hafði verið inn í Hópið breyttist allt. Þá lagðist allt af í Þórkötlustaðanesinu og atvinnulífið færðist út í Járngerðarstaðahverfið.
Þegar gengið er um Þórkötlustaðanesið og út á Hópsnesið má víða sjá upplýsingarskilti um strönd og skipsskaða og jafnvel brak úr bátum.
Þurrkgarðar eru frá fyrr tíð ofar á Nesinu sem og gömul þurrkbyrgi í Strýthólahrauni, skammt vestan við Þórshamar.
Nú standa minjarnar hér eftir sem tákn hins liðna – en eftirminnilega.“

ÓSÁ tók saman.

Þórkötlustaðanes

Gengið um Þórkötlustaðanes.

Húshellir

Spáð var rigningu og hvassviðri, en stjórn FERLIRs hafði áður samið um gott gönguveður á svæðinu. Það gekk eftir.

Hrútagjá

Hrútagjá.

Gengið var að Fjallinu eina norðan Hrútagjárdyngju. Á norðausturvegg gjáarinnar mátti sjá hversu hrikaleg átök hafa verið þarna í undanför mikillar goshrinu er fyllt hafði innanvert dyngjusvæðið mikilli hraunkviku eftir að landið umhverfis reis. Sjá má landrisið allt umhverfis dyngjuna sem afurðina neðanvert.

Hrútagjá

Í Hrútagjárdyngju.

Skammt frá Fjallinu eina, í Hrútagjár[dyngju]hrauni, eru nokkrir hraunhellar, s.s. Steinbogahellir (Hellirinn eini), Húshellir, Híðið og Maístjörnuna. Hellarnir fundust fyrst, svo vitað sé, árið 1989. Ætlunin var að leita að þessum hellum skv. lýsingum. Um er m.a. um að ræða dropasteinshella, 155-170 m langa. Steinbogahellir dregur nafn sitt af steinboga yfir hrauntröð framan við hellisopið. Híðið er vandfundið því hellismunninn er lítill og þröngur. Það er nyrstur hellanna, en hann er einn fegursti hraunhellir á Íslandi. Í honum eru nokkurra þúsund ára (˜4500) dropasteinar og því þurfti að fara þar mjög varlega.

Innanvert opið á Húshelli

Í Húshelli.

Innan við op Húshellis er hlaðið hús úr hraunhellum. Talið er að hleðslan sé mjög forn. Hellirinn greinist í tvennt er inn er komið. Heimildir eru um að útilegumenn hafi jafnvel hafst við í hellinum um tíma, en líklegra verður að telja að þarna hafi um tíma verið athvarf hreindýraveiðimanna. Til vinstri, þegar inn er komið, eru aðalgöngin og í þeim er talsvert af gripabeinum. Fyrst þegar komið var í hellinn mátti sjá þar hreindýrabein, en nú eru einungist eftir þar nokkur kindabein.

Hrútagjá

Hellir nálægt Selsvöllum.

Sagan segir að útilegumennirnir (á 18. öld) hafi áður verið við Selsvelli, en „flutt sig norður með fjöllunum“. Þar hafi þeir herjað á vegfarendur á leið um þjóðleið, „skammt frá Hvernum eina“, líkt og þjóðsaga og dómar fyrrum kveða á um. Sagt er í heimildum að yfirvaldið hafi lokað hellinum eftir handsömun þjófanna og „hefur hann ekki fundist síðan“. Það er hins vegar ekki allskuldar rétt..

Maístjarnan

Í Maístjörnunni.

Væntanlega hefur þakið á húsinu í hellinum verið reft, en fjalirnar forfærst ásamt öðrum verðmætum, sem þar kunna að hafa verið. Gólfið hefur verið þakið mosa, sem nú er orðinn að mold. Þegar á botninn er hvolft gæti þarna líka hafa verið afdrep fyrir hreindýraveiðimenn á meðan þau dýr léku hér lausum hala. Til að botna vangavelturnar um útilegumenninna, staðsetta við gamla þjóðleið, má geta þess að Stórhöfðastígurinn liggur þarna skammt norðar. Við hann, örlítið ofan hellisins er hraunhólshróf. Í miðju hans er hið ágætasta skjól með útsýni yfir þjóðleiðina niður með Sandfelli að Fjallinu eina. Næst götunni hefur verið lagað til í hrófinu, þar sem útsýnið er hvað best. Staðurinn gæti hafa tengst útilegumönnunum í Húshelli?

Maístjarnan

Op Maístjörnunnar.

Maístjarnan er í senn heillegur og stórbrotinn hraunhellir. Hann er sérstaklega viðkvæmur vegna dropsteina og viðkvæmra hraunmyndana, en litadýrðin og hraunrásirnar eru engu líkar. 
Til að gera langa sögu stutta þá fundust hellarnir með þolinmæði og eftir talsverða leit. En hvorutveggja var líka þess virði, enda fundust nokkrir áður óþekktir hellar við leitina, s.s. Aðventan og nokkur önnur op, sem enn hafa ekki verið könnuð. Aðventan hlaut nafn í tilefni dagsins sem og tveimur dropsteinum á stalli, nokkurs konar altari, sem í hellinum eru.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Húshellir

Hleðslur í Húshelli.

 

 

Grindavík

Tillaga að nokkrum stuttum gönguleiðum í umdæmi Grindavíkur:

Staðarhverfi

Staðarhverfi – kort ÓSÁ.

a. Staðarhverfi; Kóngsverslunin – Staður – Stóra-Gerði – Staðarvör – Staðarbrunnur – Hvirflar
b. Stóra-Bót: Virkið – Skyggnir – Junkaragerði – Fornavör – Sjávargatan – Járngerðardys
c. Sundvörðuhraun; “Tyrkjabyrgi” – “útilegumannahellir”
d. Eldvörp; jarðfræði – klepragígar – fagurt landslag – hrauntröð
e. Þorbjörn; Ræningjagjá – Camp Vail – Baðsvellir – Gálgaklettar
f. Hópsnes; Hóp – sjóbúðir – Sigga – skipsströnd

Þórkötlustaðanes

Sögu- og minjaskilti í Þórkötlustaðanesi – ÓSÁ.

g. Þórkötlustaðanes; Strýthólahraun – fiskibyrgi – Leiftrunarhóll – saga útgerðar á fyrri huta 20. aldar – tilfærsa byggðar – minjar ískofa – lifrabræðsla – spil – fjaran
h. Þórkötlustaðahverfi; Buðlunga – Klöpp – Slokahraun – þurrkgarðar – byrgi – varir
i. Hraun; dys – Gamlibrunnur – kapella – krossrefagildra – Guðbjargarhellir– forn skírnarfontur – Hraunssandur
j. Vatnaheiði; K9 – Skógfellavegur – vatnsstæði – myllusteinagerð – hellir (skjól fyrir Tyrkjum)

Húshólmi

Gamla Krýsuvík í Húshólma – uppdráttur ÓSÁ.

k. Hópsheiði; Jónshellir – Skógfellavegur – Gálgaklettar – Eldborgir
l. Arnarseturshraun; Arnarseturshellir – vegavinnubúðir – Dollan – Kubbur – Hestshellir – Hnappur
m. Skipsstígur; Dýrfinnuhellir – Gíslhellir – forn þjóðleið – Rauðhóll
n. Ísólfsskáli; Hrauntangi – þurrkgarðar – byrgi – Hraunsnes – Rekagata
o. Selatangar; forn verstöð byrgi – hús – garðar – refagildrur – Katlahraun – fjárskjól
p. Húshólmi; fornar minjar – garðar – selstaða – fjárborg – grafreitur
q. Litlahraun; selstaða – rétt – fjárskjól – tóftir
r. Klofningar; Argrímshellir (Gvendarhellir) – Bálkahellir
s. Seljabót; Herdísarvíkursel – gerði – Keflavík – Bergsendar

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Grindavík

Hér á eftir er fjallað um nokkur áhugaverð atriði er varða Grindavík. Fólk á leið í og um bæinn gæti nýtt sér þennan fróðleik til að upplifa hluta af sögu hans því flest það, sem minnst er á má sjá með berum augum ef vel er að gáð.

Þorbjörn

Þorbjörn.

1. Það er alltaf sól í Grindavík – stundum að vísu á bak við skýin. Hér er súrefnið hvað ferskast og svo til ónotað er það kemur með vindum og golfstraumnum sunnan úr höfum. FERLIR hefur farið um 1310 ferðir um Reykjanesskagann, en einungis þrisvar fengið kærkomna rigningu á þeim ferðum. Reykjanesskaginn er sennilega ónýttasta útivistarsvæði landsins – í nálægð við u.þ.b. 200.000 neytendur, auk annarra áhugasamra Íslendinga, að ekki sé talað um nýtingu skammstoppandi útlendingum til handa. Svæðið hefur upp á allt að bjóða, sem önnur fjarlægari svæði gætu boðið upp á – jarðfræðina, náttúruna, fegurðina, fjölbreytina, minjarnar, söguna og þjóðtrúna, eitt helsta sérkenni okkar Íslendinga.

Arnarklettur

Arnarklettur.

2. Mikilvægt er fyrir leiðfarendur að vera jákvæða og uppbyggjandi – vera innblásturshvetjandi, frumlega og leitandi að einhverju áður ókunnu. Nægan eldivið fyrir slíkt er að finna í Grindavík og nágrenni.
3. Mörk Grindavíkur að norðanverðu – Í Arnarklett við Snorrastaðatjarnir og þaðan yfir í Seltjörn (Selvatn) – í Þórðarfell og áfram niður í Valahnúkamalir við Reykjanestá. Austurmörkin eru í Seljabót þannig að landið, og ekki síst ströndin, er víðfeðmt.
4. Áður fyrr lágu fimm meginleiðir til Grindavíkur, sem um tíma var eitt helsta forðabúr Skálholtsbiskupsstóls þegar fiskurinn varð að aðalútflutnings- og söluvöru landsins og stóllinn lagði undir sig flestar sjávarjarðirnar á Reykjanesskaganum, ekki síst til að geta brauðfætt áhangendur biskups og skólasveina hans. Austast var leiðin frá Krýsuvík um Ögmundarhraun, þá Skógfellaleiðin frá Vogum, Skipsstígur frá Njarðvíkum og Prestastígur frá Höfnum. Reyndar á enn ein leið að hafa legið frá Rosmhvalanesi um svonefndan Gamlakaupstað ofan Ósabotna og áfram áleiði til Grindavíkur um Sandfellshæð, en ekki sést móta fyrir henni í dag. Þó má merkja vörðubrot ofarlega á Hafnasandi.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – teikning dr. Bjarna Sæmundssonar 12. apríl 1895.

5. Sagan segir (Landnámabók) að landnámsmenn hafi komið til Grindavíkur í kringum árið 934. Landnámsmenn voru tveir. Þeir hétu Molda-Gnúpur Hrólfsson sem nam Grindavík og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson sem nam Selvog og Krýsuvík. En allt fram til 1946 náði Grindavíkurhreppur yfir tvær sóknir Staðarsókn og Krýsuvíkursókn. Synir Moldar-Gnúps settust að á þrem höfuðbólum sem hin 3 hverfi Grindavíkur heita eftir. Afritum Landnámu ber þó ekki saman um fjölda sona Molda-Gnúps – meira um það á eftir. Austast er Þórkötlustaðahverfi, þá Járngerðarstaðarhverfi, þar sem megin byggðin er í dag, en Staðarhverfi heitir vestast. Við munum í ferðinni m.a. skyggnast fyrir um mögulega landsetu höfðingjans á tilteknum stað á mörkum Járngerðarstaða- og Þórötlustaðahverfis.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel.

6. Njarðvíkursel er sunnan við Selvatn. Rústir má sjá þar glögglega og sennilega er það eitt nærtækasta selið á Reykjanesi – ekki nema u.þ.b. 50 metra frá veginum – þó utan umdæmis Grindavíkur. Skammt frá er hlaðin rétt og stekkur.
7. Eitt af viðfangsefnum góðra ferðamanna er að kynna sér vel sögu og örnefndi viðkomandi staðar. Í bók Guðfinns Einarssonar, “frá Valahnúk til Seljabótar” má lesa fjölmörg örnefni með allri strandlengjunni sem og sagnir af atburðum tengdum tilteknum stöðum. Þannig má þar lesa um Clamstrandið við Kirkjuvogsbás, Alnabystrandið utan við Jónsbása sem og aðra helstu sjóskaða fyrri tíma. Þá tekur Saga Grindavíkur eftir Jón Þ. Þór á flestu hinum markverðasta um sögu og staðhætti í Grindavíkurumdæmi.

Þórkötlustaðanes

Lifrabræðslan á Þórkötlustaðanesi.

8. Helsta sögueinkenni Grindavíkur er útgerðarsagan, vertíðir og vermennska, en jafnframt útvegsbændamennskan, tilfærsla byggðarinnar frá einum stað til annars eftir því sem örlög og aðstæður gáfu tilefni til og hið einkennandi viðhorf til náungans. Eimir af því enn þann dag í dag í samskiptum fólksins. Hver landbleðill var nýttur til einhverra nota. Ef bóndinn þurfti ekki endilega á honum að halda gat einhver annar, t.d. vermaður, fengð hann til tímabundinna afnota. Sumir ílengdust. Þannig byggðust upp þurrabúðir og grasbýli í hverfunum er síðar urðu að kotum og endurgerðum húsum.

Járngerðarstaðir

Járngerðastaðahverfi í Grindavíkurhreppi – túnakort.

9. Útgerðarsagan er nátengt útlendingsversluninni, einkum Þjóðverja og Englendinga er endaði með bardaganum mikla í júní árið 1532 er á annan tug Englendinga voru drepnir á einni nóttu í Virkinu ofan við Stóru-Bót. Þangað er áhugavert að fara til að rifja upp þennan örlagaríka atburð fyrir sögu lands og þjóðar. Þar skammt frá er Junkaragerði og minjarnar þar er þjóðsagan segir frá. Þjóðsagan er oft tengd tilteknum stað. Reynsla Suðurnesjamanna er sú að yfirleitt er hægt að finna þeim tilvist, sbr. sagan af Herdísu og Krýsu, Þórkötlu og Járngerði, Tyrkjavörðunni, Silurgjá, ræningjunum í Ræningjagjá í Þorbjarnarfelli og fleirum.

Grindavíkurvegir

Ein búð vegagerðarmannanna við gamla Grindavíkurveginn á Gíghæð.

10. Á Gíghæð má sjá nokkur hús vegavinnumanna frá því að Grindavíkurvegurinn var lagður á árunum 1913 – 1918. Vegavinnubúðirnar hafa verið með ca. 500 m millibili. Hestshellir er þar í leiðinni sem og nokkur heilleg og hús. Arnarseturshraunið rann árið 1226. Mörg hraun, stór og smá, eru ofan og utan við byggðina í Grindavík. Annars eru hraunin ofan við Grindavík og við Svartsengi ca 2400 ára.
11. Dollan er um 130 metra hraunhellir – rás, er myndaðist er hraunskelin hrundi undan vegavinnutæki er nota var við vinnu nýja vegarins. Stuttan stiga þarf til að komast niður í hann um jarðfallið. Dæmigerður fyrir u.þ.b. fjöldann af slíkum hraunhellum á Reykjanesskaganum. Stærstir eru þeir í Klofningum, neðan Grindarskarða, ofan Stakkavíkurfjalls, í Bláfjöllum og í Kistufelli í Brennisteinsfjöllum. Nokkrir fleiri hellar eru við Gíghæð, s.s. Kubburinn, Hnappurinn og Arnarseturshellir. Dátahellir er skammt norðan búðanna í Gíghæð. Þar fannst beinagrind að dáta á sjöunda áratugnum að talið var, er orðið hafði úti allmörgum árum fyrr.

Skógfellastígur

Skógfellastígur.

12. Skógfellahraun er eldra en Arnarseturshraun. Hraun á sögulegum tíma eru nokkur hraun nálægt Grindavík. Hópsnesið er hins vegar eldra. Það er myndað af gosi í Vatnsheiði, en án þess væri varla svo góð höfn í Grindavík, sem raun ber vitni.
13. Á Baðsvöllum voru sel Grindvíkinga um tíma, en voru færð á Selsvelli vegna ofbeitar. Þar eru margar tóftir og minjar, djúpt markaðir stígar og vatnsstæði. Hópssel er hins vegar við veginn, visntra megin, rétt áður en komið er að Selhálsi milli Þorbjarnarfells og Svartsengisfjalls.
14. Þorbjarnarfellið er ekki síst merkilegt fyrir misgengið er liggur í gegnum fjallið. Sjá má hvernig miðja fjallsins hefur fallið niður og bergveggir stannda eftir beggja vegna. Sagnir um þjófa er héldu til í fjallinu og herjuðu þaðan á íbúana. Ræningjagja er í fjallinu, en Baðsvellir norðan þess og Gálgaklettar austar. Allir tengjast þessir staðir sögunni.

Hraun

Hraunsvör.

15. Hafið og Grindvikingar samofið í gegnum aldir. En fiskur var ekki hið eina, sem hafið gaf. Af því höfðu menn margvíslegt annað gagn, svo sem fjörugróður ýmiss konar, sem notaður var til mann- og skepnueldis, en ekki síst til eldneytis. Flest árin bar brimið og reka á fjörur Grindvíkinga, matreka jafnt sem viðreka, og sést gagnsemi hans best á því, hve mikil sókn var í kvers kyns rekaítök. Fátt er heilsusamlegra en að ganga rekann eða ráfa um fjörurnar í góðu veðri, anda að sér sjávaranganum og skoða aðfallslífið.

Grindavík

Grindavík.

16. Tyrkirnir komu til Grindavíkur 1627 – hertóku allmarga íbúa, en drápu engan skv. sögunni. Þó segir sagan að tveir Tyrkir hafi látið lífið í atlögunni – sagan af Rauðku er skildi eftir sig dys á Hrauni.
17. Skipsstígur liggur milli Njarðvíkur og Grindavikur, um Rauðamel og áfram þar sem hann klofnar í Árnastíg er liggur niður að Húsatóftum. Við Skipsstíg er m.a. Gíslhellir, skjól eða athvarf einhverra, sem þar vildu dvelja.
18. Sögufrægir staðir eru í umdæminu, s.s. Selatangar og Húshólmi. Á Selatöngum er gamalt útver með öllum þeim minjum, sem þeim fylgja, og í Húshólma eru með merkustu fornleifum landsins, líklega frá upphafi landnáms hér á landi.

Húsatóftir

Minjar dönsku einokunarverslunarinnar á Húsatóftum.

19. Kóngsverslunin var neðan Húsatófta. Þar má í dag m.a. sjá kítarpípur koma undan tóftunum, sem sjóinn er óðum að brjóta iður – Festasker eru utar. Þarna er hin flóraða Staðarvör, bærinn Stóra-Gerði, Staðarbrunnurinn (1914), sem nú er verið að endurgera, og Hvirflarnir, rústir ofan við gömlu bryggjuna í Staðarhverfi. Bjallan af Alnaby er strandaði um aldamótin 1900 við Jónssíðubás utan við Húsatóftir er í klukknaportinu í kirkjugarðinum. Ofar er Nónvarða eða “Tyrkjavarða”. Sagt er að á meðan hún stendur mun ekkert illt henta Grindvíkinga. Ofan við Húsatóftir eru hlaðin þurrkbyrgi.
20. Sýlingarfell er mið af sjó. Annars heitir það Svartsengisfjall – nefnt eftir sauði Molda-Gnúps. Á kolli þess er fallegur gígur.
21. Hópsselið er við veginn skömmu áður en komið er upp á Selháls.

Þorbjarnarfell

Camp Vail á Þorbjarnarfelli.

22. Á Þorbjarnarfelli var um tíma bækistöð Breta. Enn má sjá grunnam hleðslur og vegi uppi á fjallinu sem minjar þessa.
23. Gálgaklettar eru ofan við Hagafell. Þeir tengjast sögunni um ræningjana í Þorbjarnarfelli.
24. Skipsstígur hefur verið endurgerður að hluta utan í Lágafelli –Við hann er Dýfinnuhellir er tengist sögu af samnefndri konu er þangað flúði með börn sín eftir að Tyrkirnir stigu á land í Grindavík.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

25. Fornavör er neðan Járngerðarstaða. Frá bænum lá sjávargatan framhjá Járngerðarleiði, er nú má sjá í eitt hornið af undir veginum gegnt Hliði.
26. Stóra-Bót geymir Virki Jóhanns breiða og samlanda hans og stendur sem minnisvarði um lok ensku aldarinnar hér á landi. Þar er og Junkaragerðið, sem fyrr segir.
27. Einisdalur er fallegur áningastaður vestan Járngerðarstaða.
28. Hóp hefur af sumum verið talið vera landnámsjörð Molda-Gnúps. Hann átti þrjá sonu sbr. Hauksbók, en fjóra sbr. Sturlubók. Þeir hétu a.m.k. Björn (Hafur-Björn), Þorsteinn hrungnir og Þórður leggjandi, sem Þórðarfell er kennt við. Fjórði bróðirinn á að hafa verið Gnúpur er Gnúpshlíðarháls er kenndur við. Talið er jafnvel að landnámið hafi verið þar sem Hóp er nú. Getið er jarðarinnar Hofs í rekamáldaga Skálholtskirkju frá árinu 1270.

Hóp

Hóp – minjar gamla bæjarins, þ.á.m. hofstóft.

Engin jörð við Grindavík hefur borið það nafn á síðari öldum. Um misritun gæti hafa verið að ræða. Hof gæti líka hafa breyst í Hóp eftir að kristni af innleidd. Við Hóp er öruggt vatnsból, stutt sjávargata, góð lending og mikil fjörugæði. Þar er tóft, sem nefnd er Goðatótt og ekki hefur mátt hrófla við.

Þórkötlustaðanes

Sögusviðið í Þórkötlustaðanesi.

29. Í Þórkötlustaðahverfi má m.a. finna dys Þórkötlu, fiskbyrgi og -garða í Slokahrauni og við Hraun er 14. aldra kapella, Gamlibrunnur, Tyrkjadys, refagildrur og Tyrkjahellir.
30. Þórkötlustaðanesið er lifandi minjasafn um útgerð sjávarþorps á fyrri hluta 20. aldar, semnú er horfið. Eftir standa íshúsin, fiskkofarnir, garðarnir, uppsátrið, rústir lifrabræðslu og grunnar húsa, sem fjarlægð hafa verið og flutt í önnur hverfi – meira lifandi.

Grindavík

Grindavík.

Grindavík

Sagan
Landnámabók greinir frá því að landnámsmenn hafi komið til Grindavíkur í kringum árið 934.

Grindavík

Grindavík – kort.

Landnámsmenn voru tveir. Þeir hétu Molda-Gnúpur Hrólfsson sem nam Grindavík og Þórir haustmyrkur Vígbjóðsson sem nam Selvog og Krýsuvík. En allt fram til 1946 náði Grindavíkurhreppur yfir tvær sóknir Staðarsókn og Krýsuvíkursókn. Synir Moldar-Gnúps settust að á þrem höfuðbólum sem hin 3 hverfi Grindavíkur heita eftir. Austast er Þórkötlustaðahverfi, þá Járngerðarstaðarhverfi, þar sem megin byggðin er í dag, en Staðarhverfi heitir vestast.
GrindavíkUpphaf kaupstaðarins sem nú stendur má rekja til þess að Einar Einarsson í Garðhúsum hóf verslun í húsi sem hann byggði árið 1897 í Járngerðarstaðarhverfi. 1939 var grafið skipalægi inn í Hópið og upp úr 1950 hófst alvöru hafnargerð. Grindavík fékk kaupstaðarréttindi 1974. Um aldamótin síðustu voru íbúar 357 talsins. Grindavík er öflugt sveitarfélag á suðurströnd Reykjanesskaga um 50 km frá Reykjavík. Íbúar voru 2.382 þann 1. desember sl., en eru nú um hálft þriðjaþúsund. Fallegt bæjarstæði við rætur Þorbjarnarfells, nálægð við gjöful fiskimið, ferðamannastaður og heilsulind eins og Bláalónið sem og öflugt íþróttastarf með ungu fólki, allt þetta hjálpast að við að skapa gott mannlíf í framsæknu bæjarfélagi. Nú höfum við bætt við menningu okkar hérna í Grindavík og reist Saltfisksetur Íslands í Grindavík þar höfum við eignast stórt og mikið menningarsetur sem notað verður í þágu Grindvíkinga jafnt sem Íslendinga.

Atvinnulífið

Grindavík

Grindavík 1924.

Grindavík er einn öflugasti útgerðarbær landsins með fjölda báta og togara og sterkum sjávarútvegsfyrirtækjum. Meðal stærstu fyrirtækjanna má telja Þorbjörn-Fiskanes hf, Stakkavík,Vísir og Samherji/Fiskimjöl og Lýsi. Grindavíkurhöfn hefur lengi verið í hópi þeirra 4 – 5 hafna sem mestum afla skila á land á hverju ári. Þótt Grindavík hafi lengst af byggt afkomu sína á sjávarútvegi hefur á síðustu árum orðið verulegur samdráttur í vinnu landverkafólks og það ýtt undir leit að nýjum atvinnutækifærum. Aukin vinna við þjónustu kom með byggingu glæsilegrar langlegudeildar í Víðihlíð, dvalarheimili aldraðra í Grindavík. Deildin tilheyrir Sjúkrastofnun Suðurnesja í Keflavík.

Saltfisksetur

Í Satfisksetri Íslands.

Þá varð mikill uppgangur í þjónustu við ferðamenn með uppbyggingunni við Bláalónið og tilkomu Saltfiskseturs Íslands í Grindavík. Þar er verið að byggja hótel og meðferðaraðstöðu við Lónið á nýjum stað þar sem baðgestir eru alveg öruggir og öll aðstaða verður eins og best verður á kosið. Nú er hótel við Bláalónið, veitingastaður og einnig fer þar fram vinnsla á heilsuvörum sem unnar eru úr efnum úr Lóninu. Í bænum er öll nauðsynleg þjónusta heilsugæsla, tannlæknir, verslanir, löggæsla, skrifstofa Sýslumanns.

Ferðamenn velkomnir 

Járngerðardys

Tómas Þorvaldsson við dys Járngerðar.

Undanfarin ár hefur ferðamönnum fjölgað verulega í Grindavík, en það er aðallega ört vaxandi þjónustu að þakka. Hér eru nokkur veitingahús, gistihús, hótel og tjaldstæði, ný útisundlaug með heitum pottum, heilsuræktarsal og gufubaði, verslanir, bankar, bílaleigur og öll nauðsynleg þjónusta. Margt er hægt að gera sér til afþreyingar. Hér er hestaleiga, silungsveiði, góður 13 holu golfvöllur í skemmtilegu umhverfi við sjóinn. Hægt er að fara í sjóstangaveiði eða útsýnissiglingu.

Grindavík

Grindarvík – Sólarvé.

Þá spyr fólk gjarnan eftir Sólarvéinu sem staðsett er milli íþróttahússins og Félagsheimilisins Festi. Það er heiðið listaverk tileinkað sólinni. Margar merktar gönguleiðir eru í nágrenni Grindavíkur fyrir þá sem hafa gaman af göngu í fallegu og stórbrotnu landslagi. Í klettunum meðfram ströndinni á Reykjanestá er mjög fjölbreytt fuglalíf. Þaðan er gott útsýni að Eldey, en þar er einmitt mesta súlubyggð í heimi. Einnig er margt að skoða með ströndinni og tilvalið að ganga fjörurnar út frá höfninni.

Bláa lónið

Bláa lónið.

Bláa Lónið, sem er aðeins 5 km. fyrir utan Grindavíkurbæ, er vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á Íslandi, enda tilvalið að slaka á í ylvolgu lóninu en lækningamáttur þess hefur reynst vel á ýmsa húðkvilla. Saltfisksetur Íslands í Grindavík er tilvalið fyrir ferðamanninn að stoppa og kynna sér sögu saltfiskverkunnar í gegnum tíðina, er þetta eitt af þeim söfnum sem ferðamaðurinn getur ekki sleppt, þar kemst hann í nálægt við allt sem tengist verkunninni, lykt, hljóð og sjón.

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðahverfi.

Grindavík er skammt frá Keflavík og í aðeins 50km. fjarlægð frá Reykjavík. Grindavík er tilvalinn staður að heimsækja hvort heldur sem menn vilja fjölbreytta afþreyingu, eða njóta þess að slaka á í skemmtilegu umhverfi.

Upplýsingaskrifstofa fyrir ferðafólk er rekin allt árið í Saltfisksetri Íslands í Grindavík.

Umdæmið nær frá Valahnúk í vestri að Seljabót í austri.

Virkið

Virki Jóhanns breiða.

Nokkrir atburðir
Grindavíkurstríðið 1532
Tyrkjaránið 1627
Bátasendaflóðið 1799
Skipsskaðar; Alnaby, Clam, Skúli fógeti
Byggðaþróun – Staðarhverfi – Þórkötlustaðahverfi – Járngerðarstaðahverfi

Sagnir.
TYRKJAR Í GRINDAVÍK
Það er alkunnugt að þegar Tyrkjar ræntu hér á landi 1627 gjörðu þeir landgöngu í Grindavík. Segja menn þeir hafi komið upp á Járngerðarstöðum og söfnuðust menn saman og gengu móti þeim og varð bardagi í fiskigörðunum fyrir ofan varirnar.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Þá bjó karl gamall á Ísólfsskála. Hann átti stálpaðan son; rauða meri átti hann líka. Karlsson heyrði talað um að Tyrkjar væru í Grindavík. Hann bað föður sinn lofa sér að fara þangað til að sjá þá. Karl var tregur til þess, en sonurinn sókti fast eftir. Karl lét það þá eftir og setti hann á bak Rauðku og bað hann ríða hægt þangað til hann sæi Tyrkja og snúa þá aftur og flýta sér sem mest.

Hann fór nú og segir ekki af honum fyrr en hann sá Tyrkja þar sem þeir börðust við landsmenn. Þá stukku tveir strax og ætluðu að taka hann. Hann varð dauðhræddur, reið undan og barði á báða bóga, en Rauðka var ekki viljugri en svo að Tyrkjar voru alltaf í nánd við hana. Þó dróst svo austur á Hraunssand að þeir náðu henni ekki. Ofan til á miðjum sandi náðu báðir undir eins í taglið á henni, en hún sló aftur undan sér og setti sinn hóf fyrir brjóst hvorum Tyrkja svo þeir féllu niður dauðir, en

Grindavík

Grindavík – dys við Hraun.

Rauðka hljóp nú svo hart að karlssyni þótti nóg um og kom hann heill heim á Skála.
Leiði Tyrkjanna sést enn á Hraunssandi, hlaðið úr grjóti og lítið grasi vaxið ofan, næstum kringlótt, nálega einn faðm á hvurn veg. Slétt er fram á það því sandinum hallar, en undan brekkunni er það nálega tveggja feta hátt. Sumir kalla það Kapellu. Í bardaganum veitti landsmönnum miður. Særðu Tyrkjar suma, en tóku suma; þó féllu margir af Tyrkjum.

Þyrnir

Blóðþyrnir í Grindavík. Bakki fjær.

Helgi hét maður; hann barðist með kvíslarfæti og drap fimmtán Tyrkja, en var síðan tekinn. Hann var keyptur út löngu seinna og er sú sögn eftir honum höfð, að hann hafi drepið tvo eigendur sína, hvorn eftir annan, þá hann hlóð múrvegg, en þeir fundu að verkinu, og hafi hann hlaðið þeim í vegginn svo þeir fundust ekki og engan grunaði að Helgi hefði ollað hvarfi þeirra.
Engin dys sjást þar sem bardaginn var eða þar nálægt. En svo segja Grindvíkingar og fleiri að þar vaxi þyrnir síðan þar kom saman kristið blóð og heiðið, en það er raunar þistill, en ekki þyrnir.
(Jón Árnason)

ÞORKATLA OG JÁRNGERÐUR

Þórkötludys

Þórkötludys – Sigurður Gíslason á Hrauni við dysina.

Þorkatla bjó á Þorkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar voru þær giftar. Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands. Þorkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af.

Þá varð Þorkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og menn vita ekki til að þar hafi farizt skip á réttu sundi.
Það er að segja frá Járngerðar karli að hann drukknaði á Járngerðarstaðasundi. Þá varð Járngerður afar grimm og mælti svo um að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi. Segja menn að nú sé fyrir víst nítján drukknuð, en þá er eitt eftir og má búast við að það farist þá og þá. Á götu þeirri sem til skips var gengin frá Járngerðarstöðum er leiði Járngerðar.
(Jón Árnason)

FESTARFJALL

Festarfjall

Festarfjall og Hraunsvík.

Austarlega í Grindavík, hér um bil miðja vegu milli bæjanna Hrauns og Ísólfsskála, er þverhnípt fell fram við sjóinn, sem heitir Festarfjall. Neðan undir felli þessu er hátt blágrýtisstandberg og ægisandur undir sem ganga má þurrum fótum með lágum sjó. Frá Hrauni blasir við í miðju berginu grá rák sem gengur þráðbeint upp í gegnum bergið og nefnist Festin.
Sagan segir að rák þessi sé silfurfesti sem tröllkona ein hafi einhvern tíma í fyrndinni hengt fram af berginu með þeim ummælum að þá er dóttir bóndans á Hrauni, sú sem bæri nafn hennar, gengi þar neðan undir þá skyldi festin detta niður og verða eign stúlkunnar. Því miður lét tröllkonan ekki nafns síns getið svo að ekki hefir verið auðvelt að láta heita eftir henni, enda hangir festin óhreyfð enn í dag.
(Ruðskinna)

SILFURGJÁ

Sifra

Silfurgjá.

Í utanverðri Grindavík eru margar hyldjúpar gjáarsprungur með vatni í sem á yfirborði er að mestu ósalt og flæðir og fjarar í þeim eins og í sjónum. Ein af þessum gjám heitir Silfurgjá, skammt fyrir ofan túngarðinn á Járngerðarstöðum. Í gjá þessari segir sagan, að fólgin sé kista full af silfurpeningum. Hafa allar tilraunir til þess að hefja þennan fjársjóð upp strandað á því að þá er menn hafa náð kistunni upp á gjáarbarminn, þá hefir mönnum sýnzt allt Járngerðarstaðaþorpið standa í björtu báli og hafa menn því jafnan sleppt kistunni aftur.

Síðasta tilraunin fór á þá leið að þeir slepptu ekki einungis kistunni heldur fylltu gjána upp með mold. Svo að nú er yfir kistunni grasi gróin brekka.
(Rauðskinna)

GAMLA KIRKJAN

Grindavíkurkirkja

Grindavíkurkirkja.

Gamla Kirkjan hefur fengið nýtt hlutverk með nýjum tímum. Hún var reist árið 1909 og var byggingarefnið fengið að mestum hluta til úr gömlu kirkjunni að Stað sem hafði staðið frá 1858. Kirkjan þjónaði Grindvíkingum allt til 1982, frá árinu 1988 hefur verið starfrækt barnaheimili í kirkjunni. Í næsta nágrenni kirkjunnar eru mörg sögufræg hús, s.s. Krosshús en þar skrifaði Halldór Laxnes Sölku Völku, læknisbústaður Sigvalda Kaldalóns, læknis og tónskálds, Garðhús heimili Einars G. Einarssonar athafnamanns og fyrsta kaupmanns Grindavíkur, en þessi þrjú hús voru miklar menningarmiðstöðvar fram undir miðja öldina.

Nokkir staðir áhugaverðir staðir
Staðahverfi, Stórabót, Eldvörp, Hópsnes, Selatangar, Húshólmi, Krýsuvík, Klofningar, Krýsuvíurberg, Selalda, Selsvellir, Baðsvellir Gálgaklettar, Hraunsandur og Festisfjall.

Heimildir:
-grindavik.is
-Saga Grindavíkur
-Tómas Þorvaldsson – ævisaga
-Milli Valahnúka og Seljabótar – Guðfinnur Einarsson
-https://ferlir.is/grindavik-svavar-arnason/

Grindavík

Grindavík – Þórkötlustaðir.

https://ferlir.is/grindavik-innsiglingin/https://ferlir.is/grindavikurvegir/

Tyrkjaránið

Á skilti við Grindavíkurkirkju má lesa eftirfarandi texta um Tyrkjaránið. (Skiltið er reyndar óþarflega stórt því til hliðar eru önnur jafnsstór á fimm öðrum tungumálum (sem auðvelt ætti að vera að nálgast á Google translate (þýðingar)). Óþarfi er að vanmeta áhuga útlendinga á íslenskunni.

Tyrkjaránið – Árásin á Grindavík

Grindavík

Grindavík – upplýsingarskilti um Tyrkjaránið við Grindarvíkurkirkju.

Í júnímánuði á því herrans ári 1627 lá dönsk kaupmannsdugga í höfn í Grindavík og verslun var í fullum gangi. Bar þá svo við að óvænt byrtist þar annað skip, sýnu stærra. Af því komu í heimsókn í dugguna menn sem mæsltu á þýska tungu, sögðust vera menn Danakonungs og í birgðaleit. Ekki brást kaupmaður vel við því og fóru þeir þýðversku aftur til skips síns.

Nokkrir Grindvíkingar réru út í hið stærra skipið fyrir forvitni sakir en þegar um borð kom blasti við hópur manna, klæddir litskrúðugum fötum, þeldökkir flestir og gráir fyrir járnum.

Grindavík

Grindavík – upplýsingar um Tyrkjaránið við Grindavíkurkirkju.

Heimamönnum varð fljótt ljóst að Hund-Tyrkinn frá Afríkuströndum var kominn og það ekki í neinni kurteisisheimsókn. Aðkomumenn sendu bát að duggunni og létu þar greipar sópa áður en þeir héldu í land og fóru um plássið eins og logi yfir akur.

Á bænum Járngerðarstöðum beið húsfreyjan með öðrum milli vonar og ótta eftir heimsókn sjóræningjanna. Sumir heimamanna földu eigur sínar eða leituðu í fylgsni en húsfreyja beið þess sem verða vili. Vágestirnir rændu bæinn og hófu svo að reka fólkið til strandar. Húsfreyja sýndi mikinn mótþróa en var tekin og borin af sta. Bræður hennar þrír reyndu að koma henni til hjálpar en þeim var öllum misþyrmt illa.

Erlendu hrottarnir héldu svo til skips með bæði ránsfeng sinn og fólk það sem þeir höfðu hertekið. Tveimur mönnum var snúið aftur til lands fyrir aldurs sakir en 15 mann hópur var hrakinn niður í lestar skipsins.

Grindavík

Grindavíkurkirkja.

Að því búnu hugðust illmennin halda burt en sáu þá til ferða annars dansks kaupfars. Þeir sýnu á ný klækindi sín með því að draga að húni danska hornveifu sem þeir höfðu rænt í landi.

Þannig ginntu þeir skipið til sín og reyndist þeim auðvelt að hremma þessa nýju bráð, bæði farm og áhöfn.

Grindvíkingar urðu illa fyrir barðinu á þessum ránsmönnum en komu þó skilaboðum til annarra byggðalaga sem reyndu af veikum mætti að búa sig undir komu vágestanna.

Grindavík

Grindavík – sögu og minjaskilti við Járngerðarstaði. Sjá meira á ferlir.is.

Þeir fundir fóru ýmislega en sú saga verður ekki rakin hér frekar.

Í Grindavík hefur síðan gengið sú munnmælasaga að þar sem ræningjarnir og heimamenn börðust og blóð þeirra blandast hafi sprottið upp þyrnijurt. Þessa jurt má enn í dag finna á þremur stöðum í Grindavík. – (Matthías Kristiansen tók saman á grundvelli bókar Jóns Helgasonar – Tyrkjaránið, sem Setberg gaf út í Reykjavík 1963).

Þyrnir

Blóðþyrnir í Grindavík. Bakki fjær. (Því miður hafa Grindvíkingar vanrækt þetta svæði á síðari tímum).

Kind

Sólarvé Tryggva Gunnars Hansen í Grindavík ætti enginn að láta fram hjá sér fara sem ferðast um Reykjanesskagann. Í bænum má finna fleiri hleðslur eftir Tryggva, s.s. við Hrafnsbúð.

Tryggvi Gunnar Hansen

Höfundur verksins „Sólarvé“ er heiðinn og er gott að hafa hin fornu trúarbrögð í huga þegar Sólarvéið er skoðað. Hringlaga formin gefa í skyn samfélagsmyndina. Þau eiga rætur sínar að rekja til bronsaldar, tíma frjósemi og lífsgleði, þegar sólin og jarðgyðjan voru dýrkaðar. Hringurinn með eldinn og vatnið innan sinna vébanda er tákn frumþorpsins. Í gegnum mitt Sólarvéið liggur gjá en hún er í farvegi annarrar gjár og er hluti sprungukerfis sem liggur í gegnum Grindavík endilanga, allan Reykjanesskagann, landið og landgrunnið, en Ísland er á mótum tveggja fleka milli heimsálfanna Evrópu og Ameríku.

Í Morgunblaðiðinu 15. júlí 1994 er fjallað um „Sólarvé í Grindavík„: „SÓLARVÉ er nafn á útivistarsvæði sem var vígt í Grindavík 21. júní.
ÁGrindavík þeim degi á að vera lengstur sólargangur samkvæmt tímatali fornmanna og var nafnið valið með hliðsjón af því. Svæðið er við íþróttamannvirkin í Grindavík og var útfært og teiknað af þeim Tryggva Gunnari Hansen steinsmiði og Jóni Sigurðssyni bæjartæknifræðingi.
Vígsluhátíð fór fram með bálkesti og rímkveðskap. Blásarasveit lék undir stjóm Siguróla Geirssonar. Að vígslu lokinni var haldið á Þorbjöm og fylgst með miðnætursólinni og kveiktur varðeldur en að lokum var gestum boðið að baða sig í Bláa lóninu.“

Tryggvi Gunnar Hansen

Tryggvi Gunnar Hansen.

Í Glatkistunni 2018 fjallar Helgi J. um Tryggva Gunnar Hansen: „Tryggvi Gunnar Hansen (1956-); Fjöllistamaðurinn Tryggvi Gunnar Hansen á tónlistarferil að baki en á tíunda áratugnum kom hann að útgáfu þriggja platna.
Tryggvi er fæddur á Akureyri 1956 og bjó nyrðra lengi vel, þar hófst myndlistaferill hans og hann varð einnig þekktur fyrir grjóthleðslufærni sína en hann hefur komið að ýmsum grjóthleðsluverkefnum í gegnum tíðina. Þá hefur hann starfað sem dagskrárgerðarmaður í útvarpi, blaðaútgefandi og grafískur hönnuður.

Tryggvi Gunnar Hansen

Tryggvi Gunnar Hansen.

Tryggvi, sem var forðum öflugur í starfi ásatrúarmanna, hafði verið að kveða rímur frá unglingsárum og hóf síðar að vinna með bókmenntaarfinn með ýmsum hætti, m.a. með því að blanda saman rímnakveðskap og raftónlist. Það fyrsta sem fjölmiðlar fjölluðu um Tryggva sem tónlistarmann var þegar hann flutti Völuspá með aðstoð örtölvu árið 1982 og tveimur árum síðar kom hann nokkuð við sögu á safnkassettu sem bar titilinn Bani 1.

Mörgum árum síðar stofnaði hann tónlistarhópinn Seiðbandið (um miðjan tíunda áratuginn) sem sérhæfði sig í slíkum kokteil raftónlistar og forns kveðskaps.

Tryggvi Gunnar Hansen

Tryggvi Gunnar Hansen.

Um svipað leyti (1995) sendi Tryggvi frá sér sjaldséða snældu sem bar titilinn Seiður, þar sem hann sótti einnig í bókmenntaarfinn en að þessu sinni voru eddukvæðin atkvæðamest, einkum Völuspá og Hávamál.

Þremur árum síðar (1998) sendi Seiðbandið ásamt Tryggva (TH) frá sér plötuna Vúbbið er að koma: Íslensk raf og danskvæði. Sú plata hlaut ekkert sérstaka almenna athygli en fékk þokkalega dóma í Morgunblaðinu og DV. Það sama ár kom út önnur snælda með Tryggva einum en hún bar heitið Inuals dansar en þar var raftónlistarmaðurinn Biogen (Sigurbjörn Þorgrímsson) honum innan handar. Snældan fékk nokkuð jákvæða dóma í Morgunblaðinu.

Tryggvi Gunnar Hansen

Tryggvi Gunnar Hansen.

Lítið hefur spurst til tónlistariðkunar Tryggva eftir það, hann birtist sem gestur á plötu Hallvarðs Ásgeirsonar, Los Casas, og söng kvæðið um Ólaf Liljurós á samnorrænni safnplötu með flytjendum frá Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Lapplandi (World music from the cold seas) árið 2015 en að öðru leyti hefur hann lítt verið viðloðandi tónlist.
Tryggvi hefur hin síðustu ár verið þekktastur fyrir að búa í tjaldi í skóglendi í útjaðri höfuðborgarsvæðisins, sem er svolítið í anda lífsspeki hans.“ Þar hefur hann fengið að vera í friði fyrir áreiti.

Í Morgunblaðinu 11. nóv. 1994 er grein eftir Tryggva Gunnar Hansen; „Þjóðmenning – framlag til heimsmenningar„.

Grindavík

Grindavík – Sólarvé.

Þar segir m.a.: „Í Morgunblaðinu 28. október er grein undir fyrirsögninni „Trúfrelsi er fjöregg“ eftir Einar Sigurbjörnsson prófessor í guðfræði. „Tilefni skrifanna eru þær deilur sem upp hafa komið vegna hofbyggingar í Grindavík. Þar sem mér er málið skylt sé ég mig tilneyddan að leiðrétta nokkrar rangfærslur og misskilning sem fram kemur í grein prófessorsins og í umræðunni allri. Undarlegt verður raunar að teljast að prófessor við Háskóla Íslands skuli ekki afla sér betri upplýsinga áður en hann tjáir sig opinberlega um málið.

Grindavík

Grindavík – Sólarvé.

Enn og aftur verð ég að taka fram að Ásatrúarfélagið stendur ekki að byggingu hofsins. Á þjóðveldisöld voru engin ásatrúarfélög. Íslenskir bændur byggðu sín blóthús sjálfir. Eftir kristnitöku byggðu sjálfstæðir bændur einnig kirkjur á eigin kostnað. Þessi siður hefur haldist alveg fram á tuttugustu öld, þótt oftast séu kirkjur byggðar fyrir almannafé nú á seinni tímum.
Það skal einnig leiðrétt hér að umhverfíslistaverkið Sólarvé í Grindavík var ekki byggt á vegum Vors siðar og þaðan af síður Ásatrúarmanna. Var það unnið sem átaksverkefni í atvinnumálum að tilstuðlan Grindavíkurbæjar. Ég hannaði verkið og vann það með hjálp vaskra Grindvíkinga. Það var þing til samveru og helgað sólinni á sumarsólstöðum 21. júní, en Sólarvé er ekki trúarlegt mannvirki í sjálfu sér.

Grindavík

Grindavík – Sólarvé.

Þjóðmenning og Vor siður Hofið í Grindavík er byggt í nafni félags sem nefnist Vor siður og tveggja einstaklinga. Annar þeirra er höfundur hofsins og heiðinn maður, sá sem þetta ritar, hinn er kristinn. Innan vébanda Vors siðar eru fleiri Ásatrúarmenn en ég, en þeir eru þó ekki í meirihluta í félaginu. Vor siður er þjóðmenningarfélag, ekki trúfélag. Ásatrúarmenn styðja hins vegar byggingu hofs í Grindavík heils hugar. Ég held að flestir Ásatrúarmenn telji það af hinu góða að veita íslenskri menningu lið.

Grindavík

Grindarvík – Sólarvé.

Ég byggi heiðið hof. Það hús er listaverk, sem hefur nálgun við fornan skála, gert af stafverki eða rekaviðarsúlum. Fjórir 6 metra langir stórviðir bera þakið uppi en tólf stafir eru meðfram veggjum. Reft og tyrft yfir þakið með torfi. Þetta er einskonar jarðhýsi, svolítið aflangt, skipslaga, með eldi í miðju gólfi og brann undir hamri. Moldargólf. Stórt op er fyrir miðju gólfi yfir eldinum. Bekkir meðfram veggjum og þiljað að hluta við veggina Húsið er byggt til samveru, til þinghalds og dansa. Ég byggi yfir frjálsa afstöðu nútímamannsins, þar sem hver hefur sína persónulegu mynd af heiminum og ætlar engum að sjá sömu sýnir af þessari annars óskiljanlegu tilvist. Ég vil efla dansa og leika af ýmsu tagi, kveðskap og sönglistir, það helst sem eflir samkennd með fólki.“

Grindavíkurbrim

Grindavíkurbrim.

Það er meginatriði, segir Tryggvi Gunnar Hansen, að upplifa það sem er sérstakt við menningu þeirrar þjóðar, sem heimsótt er. Þannig getur Vor siður allt eins þýtt „það sem við erum vön að gera sarnan“. Önnur merking orðsins siður er tengd siðferði. Siður getur vissulega þýtt átrúnaður í fomri merkingu orðsins og er það vel, flestir meðlimir Vors siðar bera að vonum sína persónulegu trú í hjarta sínu.

„Svo virðist sem fólk haldi að ég ætli að neyða ferðafólk til að láta vígjast til heiðni í hofinu, ferðafólkinu alsendis að óvörum.

Grindavík

Grindavík.

Ég held að það sé ljóst að svona málflutningur er út í hött og ætti að vera fyrir neðan virðingu hins siðavanda guðfræðiprófessors. En heimsóknir ferðafólks í trúarleg samkomuhús eru vel þekkt fyrirbæri.

Reykjavík

Reykjavík – Hallgrímskirkja.

Eflaust rekast ferðamenn inn í Hallgrímskirkju við og við, hver veit hvers siðar það fólk er. Flestir ferðamenn reyna að heimsækja hin frægu Shinto-hof og Zen-garða er þeir heimsækja Japan og ekki nema gott eitt um það að segja að fólk fái að kynnast mismunandi siðum og viðhorfum. Trúarlegar stofnanir draga að sér forvitið ferðafólk eins og hvaðeina sem sker sig úr.

Hvernig tengist hofbygging ferðamenningu? Ferðamenning er í raun samskipti. Hugsjón ferðamennskunnar er að auka samskipti og skilning milli þjóða og menningarsvæða. Vera má að ferðamenning geti „læknað“ jarðarbúa af því hatri og ótta sem hvílir eins og mara á samskiptum manna eins og er.

Brim

Grindavíkursjór.

Það er meginatriði að ferðamenn fái að upplifa það sem er sérstakt við menningu þeirrar þjóðar sem þeir heimsækja. Þannig er þjóðmenningin framlag til heimsmenningarinnar. Okkar er því að leggja rækt við þekkingu og ærlegan skilning á arfleifðinni og veita öðrum aðgang að henni bæði í orði og á borði.

Ekki er nóg að segja sögur og leika leikrit heldur ættum við að kynnast því fólki sem sækir okkur heim. Ferðalög með tilgangi heitir þessi áætlun.

Grindavík

Grindavík – Jónsmessusólin.

Samskiptamunstur eins og söngvar, matarveislur við elda og dansar í gömlum stíl era í fullu gildi. Allt sem eflir bein samskipti fólks er af hinu góða. Ferðamaðurinn er ekkert öðruvísi en við sjálf — erum við ekki öll fólk á ferð?
Þess má að lokum geta að jafnvel þótt teikningar af hofinu hafi verið samþykktar, hafa bygginganefnd og bæjarstjórn í Grindavík ekki enn gefið leyfi fyrir því að hofið rísi á þeim stað þar sem byrjað er á því, hvort sem það er stífni af trúarlegum rótum eða af öðrum „persónulegum“ ástæðum. Vil ég því velta boltanum áfram og spyrja þá sveitarstjómar- og bæjarstjómarmenn, sem þessi orð lesa, að hugleiða hvort þeir hafi hug á nýskapandi aðgerðum í ferðaþjónustu í sínu sveitarfélagi. Vera má að ég gæti orðið að liði.“ – Höfundur er listamaður og
hofbyggjandi í Grindavík.

Heimildir:
-Morgunblaðið, 15. júlí 1994, Sólarvé í Grindavík, bls. 6.
-https://glatkistan.com/2018/04/19/tryggvi-gunnar-hansen-1956/
-http://www.sudurnes.net/frettir/faerdu-tryggva-hansen-skjolfatnad-og-stigvel/
-https://www.grindavik.is/ahugaverdirstadir
-Morgunblaðið 11. nóv. 1994, Þjóðmenning – framlag til heimsmenningar, Tryggvi Gunnar Hansen, bls. 28.
-http://www.visir.is/afkomandi-huldufolks-byr-i-skogarrjodri-vid-reykjavik/article/2015150928779

Tryggvi Gunnar Hansen

Tryggvi Gunnar Hansen.

Dátahellir

Dátahellir norðan í Gíghæð vestarlega í Arnarseturshrauni ofan Grindavíkur heitir eftir hermönnum sem fundu beinagrind af manni í hellinum 15. júlí 1967. Lögreglan í Hafnarfirði fór með beinin í Fossvogskapellu þar sem þau voru brennd. Lögreglan taldi manninn hafa orðið úti fyrir nokkur hundruð árum síðan. Nokkrum dögum síðar fundu hermennirnir beltisól, sylgju og hnífsblað skammt frá þeim stað sem beinin höfðu legið. Enn síðar fundu þeir svo fataleifar á steini í hellinum sem er um 40 metra langur.

Dátahellir

Sveinn Björnsson, lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði bendir á, að beinagrindin hlýtur að hafa verið af mjög stórum manni. Bandarísku sjóliðarnir eru frá v.: Jeffrey Haughton, Paul Gougeon og Lawrence Hampton. (Mynd: George Cates).

Í Morgunblaðið 19. júlí 1967 er sagt frá beinafundinum undir fyrirsögninni „Lá á bakinu með aðra höndina undir hnakkanum“ —Viðtal við einn Bandaríkjamannanna sem fann beinagrindina í hellinum við Grindavík.

„Beinafundurinn í hellinum skammt frá Grindavík hefur að vonum vakið mikla athygli, og í ráði er, að fornleifafræðingar frá Þjóðminjasafninu fari þangað innan skamms til þess að kanna hvort þar er einhverjar frekari leifar að finna. Hnífur og belti fundust einnig í hellinum og telur Gísli Gestsson, safnvörður, að þessir hlutir geti verið 4—500 ára gamlir.

Þeir lágu ekki við hlið beinagrindarinnar og því ekki víst að þeir hafi tilheyrt þeim sem þarna lét líf sitt.

Dátahellir

Sveinn Björnsson, lögregluvarðstjóri í Hafnarfirði skoðar hauskúpuna. Í horninu á myndinni má sjá beltissylgjuna og hnífinn, sem sjóliðarnir fundu. (Mynd George Cates).

Það voru þrír bandarískir sjóliðar sem fundu leifarnar, og Morgunblaðið hafði tal af einum þeirra, Paul Gougeon, í gær: „Við vinnum við radarstöðina hér í Grindavík og okkar besta tómstundaiðja er, að ganga út í hraunið og skoða hella sem við rekumst á. Við höfum farið margar ferðir og skoðað fjöldann allan af hellum og smágjótum. Það er ekki mikið að finna í þessum hellum og þetta er í fyrsta skipti sem við rekumst á eitthvað þessu líkt, en við höfum gaman að því engu að síður“.

„Hvað er hellirinn langt frá stöð ykkar í Grindavík?“

„Hann er eitthvað um sex mílur í burtu, í áttina til Keflavíkur.“

„Hvað er hellirinn stór?“

Dátahellir

Dátahellir.

„Það er erfitt að segja um það nákvæmlega. Við urðum að beygja okkur til að komast inn í hann, ég held að hann sé um fimm metra djúpur. Beinagrindin lá innst í hellinum. Okkur virtist þetta hafa verið mjög stór maður. Hann hafði legið á bakinu, með aðra hendina undir hnakkanum, eins og hann ætti sér einskis ills von. Ég get ekki ímyndað mér hvernig hann hefur fengið þetta gat á höfuðkúpuna, það lá að vísu stór steinn við aðra öxl hans, en okkur var sagt, að hann hefði fallið eftir að maðurinn var dáinn, og beinagrindin ein var eftir.“

„Funduð þið beltið og hnífinn hjá líkinu?“

Dátahellir

Í Dátahelli.

„Nei, hlutirnir voru framar í hellinum, nokkuð frá beinunum. Við erum ekki vissir um, að þetta hafi verið belti en teljum það mjög líklegt. Það var bara sylgja eftir og svo einhverjar druslur, sem við töldum vera belti. Hnífurinn var að sjálfsögðu illa farinn, en þó greinilega hægt að sjá að þetta er hnífur.“

„Sáuð þið nokkur merki um að þarna hafi verið mannabústaður, t.d. eldstæði eða eitthvað slíkt?“

Dátahellir

Dátahellir.

„Nei, við urðum þess ekki varir. Satt að segja leituðum við ekki mjög vandlega eftir að við fundum beinin og hnífinn. Íslenska lögreglan var strax látin vita, og þeir tóku málið í sínar hendur. Við höfum áhuga fyrir að fara þangað aftur og leita betur, en mér skilst að íslenskir fornleifafræðingar hafi hug á að kanna staðinn svo að þá er best fyrir okkur að vera ekki að róta við neinu, við gætum hæglega eyðilagt eitthvað, sem sérfræðingsaugað kynni að meta þótt við.“

Þjófagjá

Þjófagjá.

Af hverjum var beinagrindin? Hvernig voru höfuðáverkarnir til komnir og af hvers völdum? Gæti maðurinn hafa tengst ræningjunum í nálægri Þjófagjánni í Þorbjarnarfelli eða varð hann saklaus fyrir barðinu á þeim? Leitaði hann skjóls í hellinum á flótta eftir að hafa verið veittur áverki? Og þá undan hverju eða hverjum? Var maðurinn kannski fyrrum smali í Hópsseli utan í Selshálsi er gæti hafa orðið fyrir óhappi eða tengdist hann mögulega seljum Járngerðarstaðabænda á Baðsvöllum? Gat beltissilgjan gefið einhverja vísbendingu um manninn?
Hellirinn er í hrauni miðja vegu milli tveggja þjóðleiða fyrrum; Skógfellavegar og Skipsstígs. Langt er þeirra á millum. Vagnvegurinn frá Stapanum um úfið hraunið til Grindavíkur var lagður á þessum slóðum árið 1916. Í nágrenninu eru nokkrir hellar og skútar.
Öllum spurningum um dauða mannsins í Dátahelli er enn ósvarað. Hver var t.d. niðurstaða rannsóknar lögreglunnar í Hafnarfirði á dánarorsökinni og var einhver eða einhverjir grunaðir í málinu? Hver var niðurstaða nefnds fornleifafræðings varðandi aldur, aldurtila og dauðdag viðkomandi? Framangreindar niðurstöður hafa aldrei verið gerðar opinberar.

Dátahellir

Dátahellir – skýrsla.

FERLIR leitaði til Þjóðskjalasafnsins og óskaði eftir afriti af lögregluskýrslum um beinafundinn í Dátahelli. Starfsfólkið staðfesti að lögregluskýrslur frá þessum tíma væru í fórum safnsins, en þrátt fyrir ítrekaða nokkurrra mánaða leit hefðu skýrslur um þetta tiltekna mál ekki komið í leitirnar. Nokkrum mánuðum síðar kom eftirfarandi svar:

„Sæll,
Í viðhengi er afrit úr dagbók lögreglunnar í Hafnarfirði þar sem kemur fram að Lögreglan á Keflavíkurflugvelli tilkynni þeim um líkfund í hrauninu við Grindavík þann 15.7. og sama dag fóru tveir menn til Grindavíkur vegna málsins. Þeir sóttu beinin og fóru með þau í Fossvogskapellu. Daginn eftir tilkynnir varðsjórinn á Keflavíkurflugvelli að hermennn á vellinum hafi fundið belti, sylgju og hníf í sama helli og beinin fundust í. Varðstjórinn ætlar að koma mununum á varðstöðina um kvöldið, sem er svo gert, samkvæmt dagbókinni.

Dátahellir

Dátahellir – skýrsla 2.

Við erum búin að leita að lögregluskýrslu um málið bæði í skjalasafni frá lögreglunni í Hafnarfirði og Keflavík/Keflavíkurflugvelli. Einnig athuguðum við hvort að Ríkissaksóknari hafi fengið gögn um málið en svo sáum við ekki. Þá var leitað í mannskaðaskýrslum sem höfðu verið sendar Dóms- og kirkjumálaráðuneyti og Hagstofunni en án árangurs. Ekki fannst heldur dánarvottorð í gögnum frá Hagstofu.

Því miður verð ég að tilkynna þér að við finnum engar frekari gögn um málið en það sem er í viðhengi.“
kv. Helga Hlín

Svar:
Sæl Helga Hlín; „Þakka þér kærlega. Dáist af dugnaði þínum og eftirfylgni“.

Heimild:
-Morgunblaðið miðvd. 19. júlí 1967, bls. 28 og 20.

Dátahellir

Dátahellir – loftmynd.

Dýrfinnuhellir

Gengið var um Grindavík og m.a. hugað að Grindavíkurhelli og Dýrfinnuhelli við Skipsstíg í Skipsstígshrauni. Áhugasömum Grindvíkingum var boðin þátttaka. Upphafsstaður var í Kúadal suðvestan við Hesthúsabrekku.

Kúadalur

Kúadalur í Grindavík.

Við Kúadal er varða við gömlu leiðina frá Þórkötlustaðahverfi inn á Skipsstíg, hina gömlu þjóðleið milli Járngerðarstaða og Njarðvíkur. Frá henni var haldið yfir að Stamphólsgjá. Austan við gjána eru tvær aðrar vörður á sömu leið. Stamphólsgjá lá svo að segja í gegnum núverandi Járngerðarstaðahverfi, frá NA til SV. Hún var síðan fyllt upp eftir því sem byggðin óx. Nú sést gjáin einungs óskert á stuttum kafla efst í landinu norðan og ofan við byggðina, vestan íþróttasvæðisins. Á einum stað í gjánni er hægt að komast niður í hana. Því miður er niðurfallið fullt af rusli svo niðurgangurinn er lítt fýsilegur. Hægt er að komast inn undir hraunið í báðar áttir. Þrengsli eru í syðri hlutanum, en með lagni er hægt að feta sig áfram allnokkurn spöl. Einungis 30 metrar voru farnir að þessu sinni.

Grindavíkurhellir

Grindavíkurhellir.

Í 19. aldar ferðalýsingu er getið um Grindavíkurhelli. Hellinum er ekki lýst nánar en að hann sé alllangur. Slík lýsing gæti vel átt við svonefndan Gauahelli, sem áður var nefndur Jónshellir. Opið á honum er norðvestan við Stamphólsgjá. Fara þarf niður í gjána um op á hraunbólu. Í því er að sjá sem bólan sé þak á nýrra hrauni, rauðlituðu, en undir er eldra grágrýti.
Slæmt er að sjá hveru innopið hefur dregið að sér mikið af alls kyns drasli. Þegar inn er komið er hellirinn vel rúmgóður. Svo er að sjá sem gólfið hafi verið þakið viðarfjölum, sem nú eru farnar að fúna. Innar er stigi svo til lóðrétt niður í jörðina um sprungu í eldra hrauni.
Þegar niður er komið er fyrir rúmgóður hellir og hægt að fara suðvestur eftir gjánni. Áður fyrr var mögulegt að fara alllangt til suðvesturs og koma upp þar sem nú er félagsheimilið Festi. Opinu þeim megin var lokað þegar félagsheimilið var byggt.

Grindavíkurhellir

Grindavíkurhellir í dag – opið þakið rusli.

Fólk var jafnan varað við að fara um hellinn því hann er víða þröngur, auk þess sem dæmi eru um að menn hafi lokast inni í honum um tíma eftir jarðskjálfta. Segir sagan að tveir menn hafi verið í hellinum þegar jarðskjálfti reið yfir. Grunur lá á að hellirinn hafi þá verið notaður til brugggerðar um tíma líkt og Hesthellir í Arnarseturshrauni. Lokuðust mennirnir inni, en opnaðist aftur þegar annar jarðskjálfti fylgdi í kjölfarið. Töldu þeir sig heppna að komast út aftur. Sprungunni var ekki fylgt á leiðarenda að þessu sinni, einungis látið nægja að skoða innviðina næst opinu.

Þá var tekið hús á Tómasi Þorvaldssyni og hann spurður um staðsetningu Dýrfinnuhellis. Tómas tók vel á móti viðkomandi, rifjaði upp ferð sína um Skipsstíginn og lýsti opinu, hvorum megin við stíginn það væri og hversu langt frá honum.

Skipsstígur

Skipsstígur.

Þá var gengið yfir á Skipsstíg vestan Lágafells og honum fylgt áleiðis til norðurs. Stígurinn hefur verið endurgerður á kafla. Líklega hefur sú framkvæmd átt að þjóna vögnum eða bifreiðum. Þar sem kvöldsólin skein á stíginn og heillegar vörðurnar sást hvar hann liðaðist jafnbreiður í gegnum hraunið, vandlega gerður af mannanna höndum. Lítið sem ekkert er vitað um þessar úrbætur á Skipsstíg, sem lengst af var stysta leiðin milli Suðurnesjabyggðalaganna beggja vegna Reykjanesskagans. Það breyttist hins vegar með tilkomu Grindavíkurvegarins um Selháls og í gegnum Arnarseturshraun að Seltjörn og áfram upp á Keflavíkurveginn á Stapa á árunum 1913-1918. Skipsstígur er mjög fallegur á þessari leið þar sem hann liðast í gegnum hraunið.

Skipsstígur

Varða við Skipsstíg.

Norðan og vestan við Lágafellið er Dýrfinnuhellir. Segir Tómas Þorvaldsson frá því í einni bóka sinna að sögn hafi verið um að samnefnd kona hafi flúið þangað með börn sín eftir að „Tyrkirnir“ komu að Grindavík og fóru ránshendi um byggðalagið. Á hún að hafa hafst við í hellinum um tíma. Þá er ekki ólíklegt að vegavinnumennirnir á Skipsstíg hafi nýtt hellinn sem skjól. Gegnumgeng braggalaga hraunbóla er þarna skammt norðar, vinstra megin við stíginn. Hleðsla er við annan endann. Ekki er ólíklegt að ferðalangar og vegagerðamenn hafi einnig nýtt sér það sem skjól um tíma.

Dýrfinnuhellir

Dýrfinnuhellir.

Dýrfinnuhellir, skv. lýsingunni er stutt frá stígnum. Nokkrir hellar eða skútar eru einnig við hann eigi langt frá. Einn er vel manngengur og liðast undir hraunið. Dýrfinnuhellir er hins vegar rúmgóður, en ekki mjög hár til lofts. Hann hefur hins vegar veitt ágætt skjól þeim, sem í honum dvöldu. Þykkt lag af sandi er í gólfinu. Skammt frá honum er annar hellir, ekki síður ákjósanlegt skjól. Innhellar hans eru víða lágir. Sandur er í botninum.

Handan við stíginn, skammt frá er hins vegar mjög fallegur hellir, eða m.ö.o. stór hraunbóla. Botninn er alveg sléttur og hlaðið hefur verið upp í kantana. Opið er fremur lítið og að mestu þakið mosa. Mjög góður felustaður. Niðurstigið hefur verið lagað til. Þarna er mjög gott skjól fyrir marga menn.

Skipsstígur

Hellir við Skipsstíg.

Ef lýsingin hefði ekki verið svo nákvæm af staðsetningu Dýrfinnuhellis væri raunhæft að ætla að þarna hafi fólk getað hafst við um tíma og það með góðu móti. Hellir þessi verður skoðaður betur á næstunni.
Í göngunni villtist einn þátttakenda frá hópnum. En eins og jafnan er kynnt er ekki beðið eftir eða leitað að “eftirlegukindum”. Og þar sem þessi þátttakandi hafði ekki göngustað eða önnur verðmæti meðferðis var hann skilinn eftir. Vonandi ratar hann til byggða þá og þegar húmar að kveldi.

Gyltustígur

Gyltustígur (t.h.).

Í bakaleiðinni léku kvöldsólargeislarnir við Þorbjarnarfellið. Við það sást Gyltustígurinn upp vestanvert fellið mjög vel.
Hraunið er þarna víða mjög úfið, en inni á milli eru tiltölulega slétt apalhraun. Hraunkanturinn er u.þ.b. 6 metra hár og sést vel hvernig hann hefur stöðvast á graslendinu norðan Lágafells. Reykjavegurinn svonefndi liðast vestur með sunnanverðum hraunkantinum. Miðsvæðis sunnan við hann er sæluhús fyrir langþreytta ferðalanga.
Frábært veður.

Dýrfinnuhellir

Dýrfinnuhellir.