Færslur

Kleifarvatn

“Sum vötn eru dularfull. Þeim er öðruvísi farið en öðrum vötnum, og enginn botnar í afbrigðilegri háttsemi þeirra. Slíkt vatn var og er Kleifarvatn. Um þess konar vötn myndast sögur, og þannig er því líka einmitt farið um Kleifarvatn.
Þar herma gamlar sagnir, að kleifarvatn-321sézt hafi skrímsli, en það hefur líklega ekki verið nógu athafnasamt skrímsli, sem bjó í Kleifarvatni, því að það hefur einhvern veginn lognazt út af í þjóðtrúnni, þó að Lagarfljótsormurinn lifi enn bezta lífi við slíka ástsæld austan lands, að fólk þar vill með engu móti missa hann. Hitt hefur aftur á móti haldið uppi frægð Keilfarvatns, að mikill áramunur er að því, hversu hátt er í því. Þeir, sem kunnugir voru á þessum slóðum, töluðu um tuttugu ára sveiflur. En eins og kunnugt er hefur Kleifarvatn enga afrás, nema hvað áll er í tengslum við litla tjörn (sem ekki hefur heldur neitt afrennsl) & meðan allhátt er í því. En þau árin, sem lágt er í vatninu, þornar þessi tjörn með öllu.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Ytri-Stapi.

Með því að við erum öll fædd á öld vísindanna, hafa menn ekki látið sér nægja alþýðlegar skýringar á fyrirbærinu nú hina seinni áratugi. Vísindamenn hafa farið á stúfana til þess að svipta hulunni af leyndardómum Kleifarvatns, svo að naktar staðreyndir geti komið í stað trúarlærdóma um hegðun þess Meðal þeirra, sem hafa gefið sig að slíkri könnun, eru þeir Geir Gígja, Guðmundur Kjartansson og Pálmi Hannesson, svo að nefnd séu nöfn, sem koma í hugann, þegar hann beinist að dulúð Kleifarvatns. Ef ég man rétt, þá er skýring vísindamanna sú, að vatnsborðið hækki þau árin (eða kannski öllu heldur eftir þau ár), er úrkoma er í meira lagi á svæðinu umhverfis Kleifarvatns, en lækki, þegar úrkoma er í minna lagi. Vatnsbúskap Kleifarvatns er með öðrum orðum svo háttað, að halli er á honum, þegar aðrennsli er í minna lagi, því að þá síður meira niður í hraunið, sem undir því er, heldur en í það bætist, en svo mjótt er á mununum, að hraunið hefur ekki undan að fleyta vatninu burt, þegar öllu meira berst að.
kleifarvatn-322Og ætli við verðum þá ekki að hafa það svo, úr því að vísindin hafa talað. En hitt getum við haldið okkur þeim fastar við, að það er ekki neitt fleipur, að miklu getur munað á vatnsborðinu. Það sýna myndirnar tvær, sem þessum línum fylgja, teknar á sama stað með átta ára millibili.
Árið 1931 var lágt í Kleifarvatni, og frá því ári er þessi mynd. Allra lægst mun þó vatnsborðið hafa verið árið 1932. Síðan fór hækkandi í vatninu. Það var ekki kreppan þar á þeim árum.
Svo fór Kleifarvatn að búa betur. Þessi mynd sýnir, að það hefur heldur hækkað vatnsborðið árið 1939. Drangurinn er hinn sami og sést á hinni myndinni, og nú varð ekkl aldeilis gengið út að honum þurrum fótum.

Kleifarvatn

Kleifarvatn – Indíaninn 2023.

Eins og nú standa sakir er hátt í Kleifarvatni, en ekki skal fullyrt, hvort heldur vatnsborðið fer hækkandi eða lækkandi þessi misserin. En víst er það, að lítið hefur verið lagt inn í bankareikning þess hjá náttúrunni þessar síðustu vikur, er sólskinið hefur oftast bakað brunafjöll Reykjanesskagans. Það kemur einhvern tíma fram sem yfirdráttur, eins og það heitir á bankamáli, nema himininn bæti það upp með því að opna gáttir sínar þeim mun rösklegar, þegar kemur fram á sláttinn, en það er ekki dæmalaust hér á Suðurlandi eins og einhverjir kunna að minnast. (Að minnsta kosti erum við hér sannfærð um, að Benedikt frá Hofteigi er það fast í minni.) Og eftir sumar kemur haust, og svo hressilegar eru haust rigningarnar oft, að þær geta hæglega jafnað metin á skömmum um tíma, ef landsynningarnir leggja sig fram. Þannig eiga veðurguðirnir marga leiki á borði til þess að bæta hag Kleifarvatns.”

Heimild:
-Tíminn Sunnudagsblað, 20 júní 1971, bls. 538-539 – (ljósmyndir; Stefán Nikulásson).

Kleifarvatn

Kleifarvatn 2021.

ísólfs

Gengið var um Selatanga.

Selatangar

Selatangar – fisbyrgi (nú horfið).

Fyrst var haldið til veturs yfir í Katlahraunið. Á leiðinni var nyrsta refagildran skoðuð. Hún líkist vörðubroti, en ef nánar er að gáð má sjá fallhelluna og opið á gildrunni. Hún er ein af fjórum, sem enn má sjá heillegar á Töngunum.
Gengið var eftir Vestari Lestareiðinni í gegnum Borgir (Ketil) yfir að Smíðahelli. Í honum skýldu vermenn á Selatöngum sér í landlegum og dunduðu við að smíða nytjahluti, s.s. ausur, spón og hrífur úr rekavið, sem þeir drógu að sér undan reka Kálfatjarnarkirkju.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Komið var í eldhúshellinn og gengið þaðan yfir að syðstu refagildrunni utan við gerðið. Á leiðinni var komið við í skúta, sem notaður var sem tímabundinn bústaður fyrr á öldum. Efsta refagildran er svo til alveg heil. Lítið vantar annað en að hengja upp fallhelluna og egna fyrir skolla.
Haldið var austur að hesthúsinu og vestasta sjóbúðin síðan skoðuð. Í henni er, auk vistarvera, eldhús og hlóðir. Sjávarmegin við þær er vestasta

fiskibyrgið af þremur. Stendur það mjög heillegt á hæð, en neðan þess er klettur með krossmarki á. Neðan hans eru tveir klettar, alveg niður við fjöruborð. Sá austasti og minnsti, er Dágon, landamerkjasteinn Krýsuvíkur og Ísólfsskála.
Þaðan var haldið um byrgin og búðirnar, hverja á fætur annarri, og staðnæmst við skiptivöllinn, uns komið var að Smiðjunni.

Selatangar

Selatangar – Jón Guðmundsson frá Skála með í för.

Sunnan hennar eru austustu búðirnar á Selatöngum. Í þeim eru einnig eldhús og hlóðir.
Utan í Selalágum, austan tanganna eru fjórir skútar. Hlaðið er fyrir þrjá þeirra. Sá þriðji frá sjó var notaður sem vistarverur. Einnig eru hleðslur fyrir neðan þann fjórða.
Í bakaleiðinni var gengið um byrgin ofan á töngunum og þau skoðuð, uns komið var að Brunninum, en hann var forsenda þess að hægt var að gera út frá Selatöngum. Ofan hans eru tjarnir og gætir sjávarfalla bæði í þeim og brunninum.

Brunnurinn var mannhæða djúpur, að sögn Jóns Guðmundssonar frá Skála, en var fylltur upp er rolla fannst dauð ofan í honum anno 1930. Ekki var vart við Tanga-Tómas á Töngunum að þessu sinni.

Selatangar

Brunnurinn.

Selatangar eru ágætt dæmi um útver. Margar minjanna eru enn heilar, en líklegt má telja að flestar þeirra séu yngri en frá því um 1800. Þó eru sagnir um útver á Selatöngum allt frá því á 12. öld. Krýsuvík og Ísólfsskáli skiptu með sér verinu, en auk þess hafa verið þar uppkomubátar með hlutaskiptum. Verstaða við ströndina kvað á um sérstaka tímabundna menningu, sem vert er að gefa gaum. Hún lítur ekki síst að sagnaskemmtuninni, hefðinni í matarkosti, tignarskipan og fyrirkomulagi róðra og verkunnar.
Á SelatöngumÆgir hefur brotið mikið af ströndinni á umliðnum öldum og árum. Þannig er skiptivöllurinn nú horfinn með öllu, en var vel sýnilegur einungis fyrir nokkrum árum síðan. Líklegt má telja að allar elstu mannvistarleifarnar á Selatöngum séu löngu horfnar og að einungis þær yngstu standi þar nú.
Selatangar eru eitt af merkilegri útverum, sem enn má sjá merki og minjar um, með ströndum Íslands.
Veður var frábært – þægilegur andvari. Gangan tók 2 klst og 2 mín

Selatangar

Á Selatöngum.

Arnarseturshraun

FERLIR fór í sína árlegu jólagönguferð s.l. laugardag, 11. desember. Eins og kunnugt er hefur hópurinn verið duglegur að leita uppi fornar minjar á Reykjanesskagagnum og staði, sem flestum eru gleymdir. Þessi ferð var engin undantekning, nema nú var ætlunin að finna þann stað, sem jólasveinarnir halda sig jafan á milli jólahátíða.

Skógfellastígur

Skógfellastígur.

Hvar búa jólasveinarnir? Sagnir hafa verið um að þeir, móðir og faðir ásamt jólakettinum, búi í einhverju fjallinu á milli hátíða?
Fremstu, og jafnframt hæfustu, rannsakarar sem til eru, voru settir í það verkefni að reyna að staðsetja dvalarstað jólasveinanna. Þeir skoðuðu öll hugsanleg fjöll, sem til greina komu, en niðurstaðan voru vonbrigði. Fullyrt var að hvorki jólasveinar né önnur sambærileg fyrirbæri gætu búið í fjöllum, hvað þá á fjöllum. En hvar þá?
Rannsakararnir komust að því að undirheimarnir væru einna líklegastir. Jólasveinarnir virtust alltaf eiga nóg af gjafadóti, þeir voru hvergi á launaskrá, virtust ekki hafa neinar tekjur, sáust aldrei milli 6. janúar og 12. dag desembermánaðar og notuðu ekki síma, en þurftu að búa við tiltölulegar mildar aðstæður og auðvelt væri um aðdrætti. Auðvitað þyrftu jólasveinar ýmislegt smálegt af og til allt árið auk þess þeir þurftu að geta dregið sér allt efni í gjafir og því var alveg nauðsynlegt að nærliggandi íbúar væru sammála sem einn maður að þegja um dvalarstaðinn. En hvar voru íbúar, sem gátu þagað yfir leyndarmáli?

Arnarseturshellar

Í Arnarseturshellum.

Hvar lá fiskur undir steini? Þægilegir undirheimar, milt svæði, láglendi, auðvelt með aðdrætti, hreindýramosi og traustsins verðir nágrannar? Rifjað var upp Stóra heimaslátrunarmálið!!! Einungis einn staður gat komið til greina. En svæðið var stórt. En undirheimar þess voru þó á takmarkaðir.
Lagt var af stað inn í norðanvert Skógfellahraun og gegnið áleiðis að Litla-Skógfelli. Fetaður var stígur í gegnum hraunið upp að fellinu. Á því er lítil varða.
Gamla þjóðleiðin um Skógfellaveg liggur sunnan við fellið frá Vogum og áfram áleiðis til G

Jól

Jólasveinn.

rindavíkur. Hún er mikið klöppuð í hraunhelluna. Gæti það m.a. hafa verið eftir hreindýr jólasveinanna til langs tíma?
Gatan var rakin framhjá gatnamótum Sandakravegar og síðan beygt til hægri að Stóra-Skógfelli. Framundan var Arnarseturshraunið, sem er talið hafa runnið í Reykjaneseldunum um 1226. Líklegt er að jólasveinarnir hafi flust á milli svæða, en þetta svæði er enn volgt – undir niðri – og því kjörlendi þeirra, sem vilja dyljast svo til allt árið.
Ef jólasveinarnir væru þarna einhvers staðar væri best að koma þeim á óvart með því að koma úr þeirri átt, sem síst væri von mannaferða á þessum tíma. Gengið var hljóðlega inn á hraunkantinn og áleiðis að mikill hrauntröð austan við eldgígana. Þegar stutt var eftir í tröðina sást hvar rauð húfa stóð upp úr skjannahvítum snjónum. Þegar þátttakendur nálguðust reis skyndilega upp jólasveinn undir húfunni og virtist hann hálf ringlaður og undrandi. Hann, sem er vanur að finna fók, átti greinilega ekki átt von á að fólk finndi hann.

Arnarseturshellar

Í Arnarseturshellum.

Hikandi gekk hann á móti FERLIRsfélögum, staðnæmdist í hæfilegri fjarlægð og kastaði kveðju á liðið. Það var ekki síður undrandi þótt búast megi nú við hverju sem er í FERLIRsferðum, eins og dæmin sanna.
Eftir svolitla stund hvarf feimnin af honum og hann bauðst til að fylgja FERLIR í hellinn, en einungis inn í anddyrið því annars yrði Grýla alveg brjáluð, eins og hann orðaði það. Auk þess væru hinir bræður hans enn sofandi, en sjálfur ætti hann að leggja af stað til byggða um kvöldið. Þau vildu ekki fá of marga gesti því þá væri hætta á að ekki yrði ráðið við strauminn og því enginn friður lengur.
Í ljós kom m.a., í annars dimmum hellinum, að jólakötturinn var ekki köttur,

Arnarsetur

Jólasveinn í Arnarseturshellum.

heldur hundur. Það er greinilega ekki allt satt sem sagt er.
Stekkjastaur, en það sagðist jólasveinnin heita, bauð upp á góðgæti að hætti jólasveina, sagði sögu, flutti gamanmál og vildi síðan heyra fólkið syngja jólasöngva. Þegar sungið var “Jólasveinar ganga um gólf” þurfti hann að leiðrétta texta mannanna, sem notaður var, því auðvitað er farið upp á hól en engin kanna sett upp á stól. Af hólnum var litið til manna, eins og hann sagðist sjálfur oftast gera.
Þegar sveinki var spurður af því hvers vegna sungið væri: “Jólasveinar einn og átta, ofan koma af fjöllunum…”, svaraði hann því til að auðvitað væri með þetta eins og annað; hreppstjórinn í Grindavík hafi fyrir nokkrum mílárum handtekið fjóra ræningja, sem haldið höfðu til í gjá uppi á Þorbirni og hengt þá í Gálgaklettum þarna rétt hjá. Einhver fjölmiðill hafi síðar talið þá vera “jólasveina” og sett þá vitleysu á prent fyrir langalöngu, en hún enn ekki fengist leiðrétt. Þess vegna vissi fólk ekki betur og tryði vitleysunni, eins og svo oft vill verða. “En ekki láta þetta rugla ykkur”, sagði hann, “við erum níu og reyndar fjórum betur. Og auðvitað komum við af fjöllum á leið okkar um og yfir þau með gjafirnar. Hjá því verður ekki komist, a.m.k. ekki hérna á Íslandi.”
“En áttu ekki að vera í íslenskri lopapeysu eða rollukápu?”, spurði snáðinn í hópnum.
“Ekki á jólunum. Þá klæðumst við sparifötunum, þessum hérna”, svaraði jólasveinninn og togaði með annarri hendinni í rauðu treyjuna. “Allshvunndags erum við nú bara í lopanum og skinninu”, lambið mitt. Það hefur reynst okkur best hér á þessum slóðum.”

Arnarseturshellir

Í Arnarseturshelli.

“En segið mér eitt”, bætti jólasveinninn við og lækkaði róminn. “Hafið þið heyrt nokkurn tala um rýrnunina á skreiðinni í trönunum hérna rétt hjá?” Hann benti í suður. Allir komu af fjöllum. Ekkert svar.
“Nú, það er svo. Þá þarf ekki fleiri orð um það – ekki meira um það”, sagði sveinki og leit flóttalega í kringum sig.
Fljótlega þurfti Stekkjastaur að hverfa til skyldustarfa, greip með sér langan lista og stóran hvítan poka, snaraði honum á bak sér, kvaddi þátttakendur og hvarf út í miðhúmið.
Einn úr hópnum, sem virtist nú fyrst vera að átta sig, leit á hina og spurði með undrunarsvip: “Hver var þetta, hver lék jólasveininn?”.
Hinir litu á hann, brostu síðan og svörðuðu einum rómi. “Þetta var sjálfur jólasveinninn, ekta jólasveinn, sástu það ekki, maður”.

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun – kort.

Einhverjir eltu jólasveininn út úr hellinum til að sjá hvers konar farartæki hann notaði, en allt kom fyrir ekki. Hann var horfinn með það sama. Jólasveinar virðast öðlast einhvern yfirnáttúrlegan mátt þegar að þeirra tíma kemur. FERLIR virðist því hafa verið á réttum stað á réttum tíma, rétt áður en máttur Stekkjastaurs varð virkur – ef ekki ofvirkur.

Auðvitað eiga Grindvíkingar jólasveinana, eins og svo margt annað á Reykjanesskaganum. Þeir eiga líka flest hraunin og svo til öll fjöllin og ef Hafnfirðingar hefðu ekki beitt brögðum til að ná til sín Krýsuvík á sínum tíma, ættu þeir nær allt, sem merkilegt getur þótt á skaganum – eða það segja Grindvíkingar a.m.k. Var ekki alþingismaðurinn kra(f)tlegi sem flutti tillögu um að afhenda Hafnfirðingum Krýsuvík jafnframt bæjarfulltrúi Hafnfirðinga? Hvað gátu hinir hógværu og kurteisu Grindvíkingar gert í þeirri pólitísku refskák á þeim tíma? “Pólitíkin er rúin allri kurteisi” – eða það viðurkennir Gunnar Birgisson a.m.k. núna.

Kjöthvarfið

“Kjöthvarfið mikla”- myndin er úr eftirlitsmyndavél.

Áður en Stekkjastaur kvaddi var hann beðinn um góðar gjafir þátttakendum og öðrum til handa, einkum þó gnægð kærleika, hamingju, góðar heilsu og nægan tíma, ef hann gæti eða mætti miðla einhverju af því sem hann ætti af slíku. Veraldlegar gjafir voru afþakkaðar (þótt góðir gönguskór komi sér nú alltaf vel).

Til fróðleiks má upplýsa hér að Stóra heimaslátrunarmálið snérist um haldlagningu á miklu magni af heimaslátruðu kindakjöti hjá Grindavíkurbændum. Því var síðan stolið úr fórum yfirvalda og virtist hafa horfið af yfirborði jarðar. Íbúarnir þögðu allir sem einn. Utanaðkomandi sögðu þó að eigendurnir hefðu einungis fært það tímabundið á milli frystigáma og læst á eftir því til að tryggja betur geymslu þess, en aðrir vildu halda því fram að “einhverjir jólasveinar” hefðu tekið það ófrjálsri hendi. En engin trúði hinum síðarnefndu að sjálfsögðu. Að einu má þó ganga sem vísu; það er löngu búið að eta öll sönnunargögnin.
Frábært veður – stilla og logn. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Arnarseturshellir

Arnarseturshellir.

Selatangar

Gengið var um Katlahraun frá Moshólum. Jón Jónsson, jarðfræðingur, gaf hólunum þetta nafn. Taldi hann þá með merkilegri jarðfræðifyrirbrigðum landsins því í þeim mátti sjá þverskorinn eldgíg (gjall- og klepragíg) sem átti sér fá fordæmi í heiminum. Ekki leið þó á löngu að vegagerðarmenn komust í gíginn og eyðilögðu merkilegheitin.
MoshólarMoshólar eru leifar af eldri gígaröð en þeirri er nálægt hraun, Ögmundarhraun, kom frá árið 1151. Frá þeim liggur falleg hrauntröð til suðurs, áleiðis að Katlinum (Borginni) í Katlahrauni (Borgarhrauni). Katlahraun er á náttúruminjaskrá.
Áður en haldið var í Katlahraun var leitað fararnestis hjá Kristjáni Sæmundssyni, jarðfræðingi Íslands nr. eitt. Kristján brást vel við að venju:
“Ég á svo sem ekki mikið um hraunið. Veit þó um aldurinn, en hann er um 2000 ár. Niðri undir sjó skammt vestan við Selatanga (byrgin) er heilmikið jarðfall í hrauninu. Áður en það myndaðist hefur orðið fyrirstaða í rennslinu og hraunið bunkast upp. Yfirborðið hefur storknað og hraunbráðin síðan hlaupið fram undan bungunni. Klóruför sjást hér og þar, þar sem yfirborðshellan hefur strokist við innveggi jarðfallsins.
Ketillinn í KatlahrauniÞetta er fágæt hliðstæða við Dimmuborgir nema þar er meira gjall í bungunni. Innar á hrauninu, norðvestur af jarðfallinu, eru minni dokkir, en þær held ég að hafi ekki myndast við undanhlaup, heldur við írennsli í hraunið sem áður var storknað efst og neðst, en tjakkaðist við það upp, og dældir urðu til þar sem það var gegnstorkið.”
Við þetta bætti svo Kristján: “Smáviðbót við Katlahraun. Moshólar eru suðvesturstu gígarnir á langri gossprungu sem nær norðaustur í Trölladyngju (í vesturhlíðinni). Afstapahraun kom upp í þessu sama gosi úr gígnum skammt vestan við Hverinn eina. Mig minnir að aðalgígurinn þar heiti Melhóll [Moshóll]. Afstapahraun var lengi talið hafa runnið eftir landnám, en það er ekki svo.
Katlahraun - standurÉg gróf víða á því í fyrrasumar og landnámsöskulagið (frá 871) er ofan á hrauninu sem og annað lag um 1400 ára gamalt. Fékk svo Magnús Sigurgeirsson (aðalsérfræðinginn í öskulögum á Reykjanesskaga) til að skoða með mér. Hann staðfesti.”
Framangreindar upplýsingar Kristjáns eru fyrir marga hluta áhugaverðar. Í fyrsta lagi upplýsir hann um aldur Katlahrauns, en þær upplýsingar hafa ekki legið á lausu hingað til. Í öðru lagi segir hann frá myndun Ketilsins og nálægra jarfræðifyrirbæra. Í þriðja lagi upplýsir hann í fyrsta skipti um raunaldur Afstapahrauns. Í fjórða lagi getur hann um uppruna hraunsins og í fimmta lagi kynnir hann samhengi Moshóla við aðrar eldstöðvar, alveg upp undir suðvesturrætur Trölladyngju. Allur þessi stutti, en mikli, fróðleikur gerir svæðið ennþá áhugaverðara til skoðunnar.
KatlahraunsskjólÞegar gengið var um Katlahraun mátti vel bæði sjá og finna hversu slétt helluhraunið er. Kvikan hefur verið þunnfljótandi og runnið í átt til sjávar líkt og vatn. Hin minnsta fyrirstaða hlóð upp tjörnum, sem kvikan bræddi sér leið framhjá. Þess vegna má víða sjá litla katla, sem myndast hafa við þessar aðstæður. Miklar hrauntraðir liggja frá Moshólum áleiðis niður í Ketilinn. Nýrra hraun (apalhraun) hefur runnið ofan frá og umleikið Moshóla. Hraun þetta virðist vera úr gíg undir Höfða og inn undir Selsvöllum. Leggjarbrjótshraun og Skolahraun eru hluti af þeim.
Aðspurður um framangreint svaraði Kristján: “Það er verið að vinna í nýju korti af þessu hrauni. Það verður klárað í næsta mánuði [jan. 2010].
Það er gamalt hraun á smábletti ofan við Moshóla.
HöfðiNA-framhald gossprungunnar í Moshólum er utan í Höfða að austan. Hraunið úr þeim gígum hefur runnið fram milli Núphlíðar og Moshóla. Það nær langleiðis niður að Selatöngum.
Næsti kafli gossprungunnar er austan við Sandfell. Þaðan eru Leggjabrjótshraun (vestan við Höfða) og Skolahraun (austan við Sandfell).
Gossprungan heldur svo áfram inn úr og liggur nærri Selvallafjalli þar til kemur að Selvöllum. Þá víkur hún vestur og er vestan við Vellina. Sá kafli hennar endar í Melhól.
Innsti kafli hennar er svo utan í Trölladyngju (nær reyndar suður fyrir Sogalækinn) og endar loks í Eldborg.
Þessir gígar og hraun er allt af svipuðum aldri, um 2000 ára.
Ég á von á C14-aldursgreiningu á kvistum undan hrauni við Trölldyngju neðst, aðeins sunnar en þar sem vegurinn frá Oddafelli þverbeygir suðvestur með henni.
Það hraun tilheyrir þessu sprungugosi.”
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Selatangar

Gengið um Katlahraun og nágrenni.

 

Grindavík

Megi minning um góðan mann lifa.
JárngerðarstaðirTómas Þorvaldsson lést þann 2. desember s.l. (2008). Hann bjó lengst af að Gnúpi í Grindavík, fæddist að Eiði í Grindavík 26. desember árið 1919. Foreldrar hans voru Þorvaldur Klemensson, bóndi á Járngerðarstöðum í Grindavík (1891-1967) og Stefanía Margrét Tómasdóttir (1893-1969). Systkini Tómasar voru Margrét (1917), Halldóra (1921), Guðlaugur (1924-1996) og Valgerður (1927). Hálfsystir hans var Lovísa (1913-2000).
Tómas kvæntist Huldu Björnsdóttur frá Kjalvararstöðum í Reykholtsdal í Borgarfirði (1931-2008). Þau eignuðust Eirík (1953), Gunnar (1954), Stefán Þorvald (1956) og Gerði Sigríði (1960). Hálfsystir þeirra var Stefanía Kristín (1939-1948).
Tómas, eða Toddi eins og hann var jafnan nefndur meðal heimamanna, kynntist snemma sjómennskunni. Hann gekk jafnan ásamt öðrum sjómönnum eftir sjávargötunni árla morguns, staðnæmdist við leiði Járngerðar, tók ofan og fór með sjóferðarbæn áður en haldið var áfram stíginn niður að bátnum er beið sjósetningar ofan við Norðurvör. Hann réð sig fyrst sem hálfdrætting til sjós á “Járngerðarstaðaskipinu” sem svo var nefnt í daglegu tali, en hét reyndar Björgvin GK 35, opinn bátur gerður út frá Járngerðarstöðum í Grindavík.

Tómas

Þetta var árið 1934. Áður hafði hann setið yfir ánum í Stekk[jar]hrauni þar sem hann þekkti hverja þúfu. Áður lauk hverri sjóferð á árabátnum með því að leggja á seilar. Næstu árin stundaði hann sjóinn á ýmsum vélskipum og bátum sem veiddu og lögðu upp afla allt í kringum landið. Með tilkomu vélbátanna var tekist á við að skapa varanlega hafnagerð í Grindavík. Tómas lagði þar sitt af mörkum við erfið skilyrði. Á stríðsárunum stjórnaði hann vinnuflokkum sem unnu við að byggja upp flugvelli og braggahverfi fyrir breska hermenn. Eftir stríðið gerðist hann bílstjóri hjá Hraðfrystihúsi Grindavíkur. Tómas var virkur í félagsmálum bæði til sjós og lands. Hann var í stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur í nokkur ár. Tómas var í fyrstu stjórn Íþróttafélags Grindavíkur og formaður félagsins 1948 til 1963. Tómas var fyrsti formaður Björgunarsveitarinnar Tómas og HuldaÞorbjarnar í Grindavík 1947 og gegndi því starfi til ársins 1987. Hann stofnaði ásamt þremur félögum sínum útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækið Þorbjörn hf í Grindavík árið 1953 og var framkvæmdarstjóri þess fram til ársins 1985. Tómas var í stjórn Þorbjarnar til ársins 2000 eða í 47 ár. Hann var mjög virkur í öllu félagsstarfi í sjávarútvegi anna sinn starfsaldur. Hann var í stjórn Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda árið 1959, fyrstu tvö árin sem varaformaður og síðan stjórnarformaður til ársins 1981. Hann sat í stjórnum Landssambands íslenskra útvegsmanna, Fiskifélagsins, Fiskveiðisjóðs og Verðjöfnunarsjóðs. Hann var varaformaður Viðlagasjóðs þegar hann var stofnaður í Vestmannaeyjagosinu 1973. Þegar hafist var handa við byggingu heimilis aldraða í Grindavík, Víðihlíð, var hann í byggingarnefnd heimilisins. Þar dvaldi hann síðustu mánuðina áður en hann lést.
Tómas Þorvaldsson var börnum sínum góður faðir og mikill vinur vina sinna. Honum var eðlislægt að bregðast jákvætt við bónum fólks, ekki síst þess er minna mátti sín. Þannig kom hann mörgum Grindvíkingnum til aðstoðar þegar mest á reyndi. Sá er þetta ritar minnist Todda, allt frá því að hann ók honum lífakstur árið 1959, illa slösuðum eftir bílslys, í aftursæti drossíunnar um harðtenntan Grindavíkurveginn og krókóttan Keflavíkurveginn að anddyri Landspítalans, og allt til þeirra daga er sá hinn sami naut fylgda Todda um umdæmið þar sem hann miðlaði af ómetanlegri þekkingu sinni um menningu, minjar og sögu Grindavíkur.

Hjónin 1981

Nú, eftir fráfall hans, hafa þau verðmæti margfaldast að andlegu verðgildi, þökk sé honum. Sumt hefur verið skráð og annað geymt, en engu gleymt. Bækur hans um sögulegt lífshlaupið eru nú sem fyrr ómetanleg heimild um þróun Grindavíkur á tímamótum er hið forna samfélag var að nútímavæðast og byrja kapphlaupið mikla við umheiminn – í seinni tíð meira af kappi en forsjá. Þegar rætt  var við Tómas símleiðis fyrir u.þ.b. viku hafði hann á orði að menn hefðu betur tekið mið af þeirri einföldu fyrirhyggju Einars verslunarmanns í Garðhúsum að góður væri geymdur aur. Hafa ber í huga að Einar var eini kaupmaðurinn á Suðurnesjum er lifði af kreppuna miklu 1930 af þeirri einföldu ástæðu að hann gætti þess að eiga jafnan fyrir sínum skuldum.

Toddi

Sumt af því er Tómas miðlaði má sjá hér á vefsíðunni, s.s. fróðleik um Dýrfinnuhelli, Járngerði og Þórkötlu, Skips[s]tíg sem og um staðháttu fyrrum og örnefni í Grindavík.
Margir munu á næstunni skrifa mörg orð um ágæti Tómasar, nú að honum gengnum. Greinarhöfundi finnst þó, á þessari stundu, mest um vert að hafa getað sagt Tómasi sjálfum frá viðhorfi hans til alls þess merkilega er hann hafði lagt af mörkum um ævidagana – ekki síst mjög meðvitaðrar varðveislu menningarverðmæta er hann hafði þá þegar skilað áfram til komandi kynslóða.
FERLIR þakkar Todda samfylgdina á liðnum árum. Systrum og afkomendum Tómasar eru vottuð innileg samúð. Megi þau nýta sér það besta er hann gaf þeim þá er hann lifði.
Tómas

Selalda
Stefnan var tekin á austanverða Selöldu. Þegar komið er yfir hálsinn blasir við gróin brekka suðvestan undir honum. Mikið landrof hefur orðið þarna í gegnum tíðina, en þó markar enn fyrir hleðslum neðst í brekkunni er gætu hafa verið mjög gamall stekkur.
Selalda

Selalda – uppdráttur ÓSÁ.

Einhvern tímann hefur allstór lækur runnið austast vestur með sunnanverðri Selöldunni. Vestar með hlíðunum er grasigróið svæði og tóttir. Hér er  að Krýsuvíkursel hafi verið. Í Jarðabókinn frá 1703 er sagt að Krýsuvík hafi bæði haft í seli til fjalla og fjöru. Hitt selið var á Seltúni undir Sveifluhálsi. Skammt vestan við tóftirnar er stór steinn. Við hann er talsvert gróið og líklegt er að þar hafi verið stekkur suður undir honum. Ummerki benda til þess.
Skammt suðvestar við selið eru margar tóftir og sumar heillegar. Hér er talið að bærinn Eyri hafi staðið, rétt ofan við lækjarfarveginn. Bærinn fór í eyði árið 1775.

Eyri

Eyri.

Frá tóftunum ætti að vera best að ganga áfram vestur með Selöldunni, en ef gengið er frá þeim til suðurs kemur nokkuð merkilegt í ljós. Á grashól eru miklar hleðslur, greinileg fjárborg. Hennar er hvergi getið og verður því hér nefnd Neðri-Eyrarborg. Vestan í henni er stekkur eða löng og mjó hústótt. Ofar, til austurs, er önnur fjárborg, svolítið minni. Verður hún nefnd Efri-Eyrarborg.
Vestast í sunnanverðri Selöldunni, á Strákum, eru miklar hleðslur undir móbergskletti. Þetta er fjárhús og eru veggir þess svo til alveg heilir. Suðvestan undir Strákum eru svo heillegar tóttir gamals bæjar, er nefndist Fitjar.
Frábært veður.

Eyri og Krýsuvíkursel

Eyri undir Selöldu – uppdráttur ÓSÁ.

Hraun

Tekið var hús á Sigurði Gíslasyni á Hrauni við Grindavík.

Grindavík

Grindavík – dys við Hraun.

Gengið var með honum um svæðið. Þegar komið var að hleðslum á grónum hraunhól norðan þjóðvegarins skammt vestan heimkeyrslunnar að bænum sagði Siggi aðspurður að þar væri líklega um dys að ræða. Hann kvaðst ekki kunna frekari deili á dysinni, en sagði dr. Kristján Eldjárn hafa haft mikinn áhuga á að skoða hana. Þá hafi hann rætt við gamlan mann, fæddan á svæðinu. Sá sagði að dysin væri frá því í Tyrkjaráninu. Hennar væri getið í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.

Hraun

Dysin við Hraun.

Sagan segir að bóndasonur á Hrauni (aðrir segja Ísólfsskála) hafi séð skip koma í Hraunsvíkina og ætlað að fagna komumönnum. Hafi hann lagt af stað á rauðri meri, en þegar hann sá hversu óvinveittir aðkomumenn voru, sneri hann þegar við hófum merinnar. Hún var hins vegar svo svifasein að Tyrkinn, sem fremstur fór, en svo munu þeir aðkomumenn hafa verið, hefði náð í taglið. En við það sama hafi merin sparkað aftur fyrir sig og kom höggið í Tyrkjann, sem drapst samstundis. Önnur saga segir að Tyrkirnir hafi verið tveir og merin sparkað þá báða til dauðs (Brynjúlfur Jónsson). Félagar Tyrkjans komu þá þar að, náðu bóndasyni og drápu. Hann var síðan dysjaður á hólnum. Brynjúlfur nefnir þó Dysina á Hraunssandi, sem staðinn þar sem þeim var komið fyrir, en við uppgröft þar á sjötta áratug 20. aldar kom í ljós kapellutóft.
Segja má að sagan sé alls staðar sýnileg – hvert sem litið er.

Hraun - kort

Hraun í Grindavík – uppdráttur ÓSÁ.

Lóa

Gengið var eftir Rauðamelsstíg. Vikið var út af stígnum til suðurs og komið við í Bekkjum, þar sem skoðaður var mikið fjárskjól á fallegum stað. Komið er að því í gegnum klofinn hól og birtast þá hleðslurnar skyndilega framundan.

Álfakirkja

Álfakirkjan – fjárskjólsop t.v.

Þá var haldið til norðvesturs og komið við í Brenniselshæðum. Norðan hæðanna eru mikla hleðslur á tveimur stöðum og tótt framan við þá stærrii. Talið er að þarna hafi verið kolagerðarvinnsla á öldum fyrrum.
Gengið var á ská upp að Álfakirkunni og skoðaður fjárhellir, sem er norður undir henni. Álfakirkjan gæti jafnframt hafa verið þriðji Krosstapinn, sem er að finna á þessu svæði.
Haldið var til norðurs og þá komið að gömlum tóftum í lág.
Í henni hafa verið hleðslur og sennilega ein tvö hús. Þessar hleðslur eru eldri en þær sem er að finna í Brenniseli. Alveg er gróið yfir þær og nær ógjörningur að finna þær að sumarlagi.

Bekkjarskúti

Bekkjarskúti.

Litið var á Bekkjaskútann, mikið fjárskjól í bakka jarðfalls, og loks á Sveinsskúta í grunnu jarðfalli nokkru ofar. Við op eru fyrirhleðslur úr þunnum hraunhellum. Allar eru þessar minjar vestan Rauðamelsstígs (Skógargötu). Gatnamót eru á stígnum skammt þar frá, sem fyrst var vikið út af honum. Annars vegar liggur stígurinn áleiðis upp í Óttarstaðasel og hins vegar til suðurs áleiðis upp í Skógarnef. Þar greinist hann annars vegar í átt að Mosunum við Böggukletta og hins vegar áfram upp í gegnum nefið áleiðis upp að Búðarvatnsstæði. Gatan er vörðuð frá gatnamótnum við Rauðamelsstíg.

Brennisel

Brennisel í Almenningum.

Eftir Almenningsgönguna var haldið í Arnarseturshraun og leitað fyrstu vegavinnumannabúðanna, sem reistar voru þegar Grindarvíkurvegurinn var lagður 1914 til 1918. Þarna eru miklar hleðslur og hús. Þá var leitað endabúða vegagerðarmannanna, og fundust þær skammt norðan Grindavíkur. Þar með hafa sennilega allar búðir vegagerðarmannanna fundist við Grindavíkurveginn, en þær eru á tólf stöðum og hafa búðirnar að öllum líkindum verið með um 500 metra millibili í gegnum hraunið.

Sigurgeir Gíslason

Sigurgeir Gíslason.

Á öllum stöðunum eru heilleg hús og/eða hleðslur, auk skjólveggja og garða. Vegavinnubúðunum er lýst annarss staðar. Þá liggja fyrir talsverðar upplýsingar um aðdraganda, undirbúning og framkvæmd við lagningu vegarins. Verkstjóri var Sigurgeir Gíslason, Hafnfirðingur, en víða má enn sjá vegi, einkum í kringum Hafnarfjörð, sem hann tók þátt í að leggja í upphafi 20. aldar. Sigurgeir bjó lengi á Vífilsstaðatúni.
Ávallt gaman að fylgja eftir verkum frumkvöðla fyrri kynslóða.
Frábært veður.

Álfakirkja

Álfakirkja.

Sveifluháls

Gengið var frá Seltúni um Ketilsstíg upp að Arnarvatni og síðan suður með vestanverðu vatninu um Sveifluveg.

Hettustígur

Hettustígur.

Útsýni af veginum var stórkostlegt yfir að Vígdísarvöllum og Bleikingsdal er sólageislarnir leituðu niður fyrir skýin og dönsuðu um velli og dali. Og ekki var útsýnið síðra yfir Arnarvatn og umhverfi þess.
Genginn var Hettuvegur suður fyrir Hettu og síðan haldið á Hettu fyrir ofan Krýsuvíkurbæina. Útsýnið var fegurra en orð fá lýst. Af Hettu var gengið með hverasvæðinu á Sveifluhálsi aftan við Hnakk, norður með austanverðu Arnarvatni og inn á Ketilsstíg aftur. Var hann genginn til baka að Seltúni.
Leitað var selja á túninu, en engin fundust í þetta sinnið.
Þá var litið að Kaldrana, elsta bæ í Krýsuvík. Þar átti að gerast hluti þjóðsögunnar um Krýsu og Herdísi eftir að sú síðanefnda lagði á og mælti að allur silungur í Kleifarvatni myndi verða að loðsilungi og banvænn öllum sem hann ætu. Fólkið á Kaldrana át silunginn og hlaut bana af, allt nema ein vinnustúlkan, sem átti að matast á eftir heimilisfólkinu. Á því sannaðist að þeir síðustu vera fyrstir – eða öfugt. Kaldrani liggur undir brekku við suðvesturhorn Kleifarvatns. Enn má sjá hluta tóftanna.
Veður var hið ágætasta – hlýtt og stillt.

Hetturvegur

Hettuvegur.

Krýsuvíkurbjarg

Haldið var niður í Krýsuvíkurhraun. Ætlunin var að skoða ströndina vestan Seljabótar, en hún er ein sú fáfarnasta á landinu, þrátt fyrir nálægðina við höfðuborgarsvæðið.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurbjarg (-berg).

Þegar gangan var farin voru samningar lögreglumanna lausir og lítið dregið saman með aðilum. Umhverfið minnti þátttakendur á launasamninganefnd ríkisins og fulltrúa Landssambandsins. Hafið, óráðið og óendanlegt, ólagandi og óviðræðuhæft annars vegar og stórbrotnir klettarnir með ströndinni hins vegar, standandi vörð um landið, óhagganlegir, áreiðanlegir, en vanmetnir.

Krýsuvíkurbjarg

Krýsuvíkurberg (-bjarg).

Ströndin er fjölbreytileg og útsýni með henni víða mjög fagurt. Sjá mátti berar hraunæðar, sem sjórinn hafði sorfið, djúpa svelgi og mikla hraunhella inn undir bjargið. Hrauná rann fram af því á einum stað og annars staðar mátti sjá skrautlegt hraungrýti sem myndi sóma sér vel sem stáss í hvaða stofu sem er.
Veður var með ágætum þrátt fyrir þungan himninn með fjöllunum. Leiðin niður að ströndinni er 2.2 km um rollulaust hraunið, sem allt er að koma til eftir ofbeit liðinna ára.

Krysuvikurbjarg-802

Krýsuvíkurbjarg.