Tag Archive for: Grindavík

Staðarhverfi

Farið var með Helga Gamalíassyni frá Stað áleiðis út að Héleyjabungu, en þar undir bungunni á að vera gömul klukka. Á leiðinni lýsti Helgi Litluvör og Stóruvöllum, litlum grasbölum suðvestan við farskiptamöstrin ofan við byggðina í Grindavík. Þar eru hleðslur er gætu einhverjar hýst refagildrur og það gamlar.

Staðarhverfi

Óli Gam. sýnir FERLIRsfélögum fornan brunn.

Vestan við kirkjugarðinn á Stað og sunnan við Staðarbrunninn er hóll í túninu. Í hólnum á að vera gamall bær er nefndist Krukka (Krubba). Hann var yfirgefinn í miklum sandstormi er gekk yfir fyrir einhverjum öldum síðan. Gamli Staðarbærinn var hins vegar vestan og fast við kirkjugarðinn. Honum var ýtt um koll þegar farið var að slétta túnin neðan við nýja húsið, sem stóð utan í hólnum norðvestan við garðinn. Helgi hafði gengið með þann draum í maganum að Staðarbrunnurinn, sem hlaðinn var 1914, yrði einhvern tímann hlaðinn upp og hafður áhugasömu fólki til sýnis, enda hið fallegasta mannvirki.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – klukkuport.

Í hól vestan Móakots, nálægt sjónum, voru flestir skipshafnarmeðlima færeyska kúttersins Anne fra Tofte (frá Austurey) lagðir til og síðan jarðaðir í kirkjugarðinum í Reykjavík (Hólavallakirkjugarði). Um tugur ungra manna fórst með bátnum þarna fyrir utan, austan Staðarbergs, flestir úr sömu fjölskyldunum. Atburðurinn var mikil harmsaga.

Í kirkjugarðinum á Stað er klukknaport. Í því er klukka úr Alnaby, sem strandaði austan við Stað, í Jónsbás, árið 1901. Mannskaði varð, en skipstjórinn, Nilson, kom við sögu í Dýrafjarðarmálinu svonefnda þegar Hannes Hafstein, sýslumaður, ætlaði ásamt heimamönnum að handsama þar landhelgisbrjóta í firðinum eins og frægt varð.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – klukkuport.

Þegar komið var út í Háleyjabungu benti Helgi á staðinn þar sem hann hafði síðast séð nefnda klukku. Ekki var nægilega fallið frá til þess að hægt væri að nálgast hana að þessu sinni, en svo til nákvæm staðsetning er komin á hana. Helgi sagðist hafa verið að eltast við mink þegar hann hafi allt í einu rekist á klukkuna í fjörunni. Þá hafi verið mjög lágsjávað. Hún er líkast til um 60 cm á hæð og virðist vera úr járni. “Ef hún hefði verið út kopar hefði einhver verið búinn að hirða hana fyrir löngu”, sagði Helgi og glotti. Brotið er úr henni á einum stað. Klukka þessi gæti verið fjörgömul, en enginn veit hversu lengi hún hefur legið á þessum stað.

Háleyjar

Tóft undir Háleyjarbungu.

Utan í Háleyjabungu er m.a. tóft af hlöðnu húsi. Enginn veit hvaða hlutverk það hefur þjónað. Þó er jafnvel talið að Skálholtskirkja hafi átt reka við Háleyjar og Krossavík, sem er skammt vestar. Ekki er ólíklegt að menn biskups hafi unnið reka og/eða setið um reka því hann þótti mikil hlunnindi áður fyrr. Aðal siglingaleiðin til landsins var þarna fyirr utan og og aldrei var að vita hvað kynni að gerast í vondum veðrum. Gat þá skipt miklu máli að vera til staðar þegar eitthvað bar út af. Hval gat líka rekið fyrirvarlalaust á land og var þá betra að geta brugðist fljótt og vel við.
Farið verður fljótlega aftur á staðinn við hentugri aðstæður og þess freistað að ná klukkunni á land.

Anlaby

Skipsklukka Anlaby í klukknapotrinu.

ísólfs

Dágon er klettadrangur á Selatöngum í Gullbringusýslu. Einnig er hóll með því nafni í túni í Stóru-Fellsöxl í Skilmannahreppi í Borgarfirði. Orðið merkir upphaflega „korn“ eða „lítill fiskur“.
Dágon á SelatöngumJón Guðmundsson frá Skála taldi Dágon geta merkt djöfull upp á dönsku er hann var á ferð með FERLIR um Selatanga, en taldi það þó ekki fullreynt. Aðrir hafa viljað halda því fram að um geti verið að ræða hljóðbreytingu úr dragon eða dreki. Alls ekki svo ólíklegt heldur.
Dágon er m.a. nefndur í landamerkjaskrá fyrir Krýsuvík, dags. 14. maí 1890 [og] lesinni á manntalsþingi fyrir Grindavíkurhrepp að Járngerðarstöðum hinn 20. júní 1890, Dágon (Raufarkletti). Hér er kletturinn einnig nefndur Raufarklettur.
Karlmannsnafnið Dágon kemur fyrir í Gamla testamentinu, 1 Samúel 5. Um var að ræða guð lífs og akuryrkju hjá Filisteum.
Hér á landi hefur heitið annars vegar notað um þann sem menn dást að, er í eftirlæti hjá e-m, t.d. „Hann er dágon allra í bænum“, og hins vegar á Orðabókin sunnlensk dæmi um merkinguna „gamall hattur“. Dagón eða dágón getur í ísl. því merkt  ‘karlmannshetta’ og gæti nafnið á Selatöngum verið dregið af líkingu við það fat, sem ekki virðist svo fjarri lagi.
Brim

Eldvörp

Milli Árnastígs og Skipsstígs lá gata til forna.
Þessi leið hefur gleymst eftir að fólk hætti að fara Varða við Langhólfótgangandi milli byggðalaga, auk þess sem hluti af leiðinni var girtur af þegar loftskeytastöðin við Eldborg var reist á Bjarnafangi. Ætlunin var að reyna að rekja götuna frá Árnastíg við Eldvörp, í gegnum Blettahraun, framhjá Langhól og áleiðis niður að Járngerðarstöðum. Gangan endaði við Flagghúsið þar sem skyrgámur (skyrjarmur) tók á móti þátttakendum við hæfi.
Gengið var þegar sólin var hvað lægst á lofti hér á norðurhjaranum; einungis þrír dagar þar til hún átti að byrja upprisu á ný, líkt og hún hefur gert síðustu milljónir ára.
Blettahraun og Bræðrahraun eru systkinahraun austan Eldvarpa. Þau komu undan í sömu goshrinunni, en hið síðarnefnda er ólíkt hinu að því leyti að það er úfnara (apalhraun). Þess mátti Varða við götunasjá glögg dæmi á göngunni.
Gatan liggur frá Árnastíg til suðausturs. Sjá má vörður og vörðubrot á leiðinni. Neðar beygir gatan til suðurs og síðan til suðvesturs, áleiðis að Húsatóftum. Annar angi hennar liggur áfram til suðausturs, áleiðis að Járngerðarstöðum. Tvær vörður eru við austanverðan Langhól. Gatan fer undir girðingu er umlykur loftskeytastöðina og kemur síðan aftur handan hennar.
Í lok göngu fengu ferðalangar góðar móttökur í Flagghúsinu.
Frábært veður í aðdraganda jóla. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Brauðstígur

Brauðstígur.

 

Gunnuhver

Fyrrum bjó maður einn á Kirkjubóli á Suðurnesjum, er Vilhjálmur hét. Á dögum hans skyldi hafa verið þar í koti hjá kona sú er Guðrún hét og var Önundardóttir. Hún átti að gjalda Vilhjálmi skuld að Kirkjubóli, en hafði það ekki, er gjalda skyldi. Er þá sagt, að Vilhjálmur hafi tekið pottinn hennar í skuldina.

Gunnuhver

Gunnuhver.

Litlu síðar kom Gunna heim að Kirkjubóli og bað um að drekka. Fólk sá, að henni var brugðið, og var henni fært helgað messuvín. Hún spyr, hvern þremilinn hún eigi að gjöra við þetta. Dembdi hún því niður, en greip vatnsfötu og s svo mikið, að fólk undraðist stórum. Gekk hún síðan heim. Maður sá, er hjá henni var, hafði róið þennan dag. En er hann kom heim, var Gunna dauð í bæli sínu. Var þá smíðað utan um hana og líkið fært til Útskálakirkju. En er þeir, sem báru líkið, komu miðja leið, þótti þeim kistan furðulétt. Þó var ekki athugað um það meira.

Gunnuhver

Við Gunnuhver á Reykjanesi.

En þegar verið var að taka gröfina, er sagt, að Gunna hafi sést á milli þangkastanna á Útskálum og sagt: „Ekki þarf djúpt að grafa, ekki á lengi að liggja.“
Eftir þetta lagðist sá orðrómur á, að mjög reimt væri á Skaganum.
Nokkru síðar var Vilhjálmur við samkvæmi á Útskálum. Var hann þar fram eftir kvöldinu og vildi þá heim. En þar eð þessi orðrómur lá á, var honum boðin fylgd. En hann var hugmaður og þá kenndur nokkuð og þá því ekki fylgdina, en kom ekki heim um kvöldið. Daginn eftir fannst hann í Hrossalág, illa útleikinn.
Var hann fluttur í bænahús á Kirkjubóli og fengnir tveir menn til að vaka yfir honum. Nær miðri nóttu komu þeir inn og fengust ekki til að fara út aftur.

Gunnuhver

Gunnuhver.

Aðra nótt voru aðrir tveir fengnir. Þeir vöktu að vísu þá nótt út, en fengust ekki til þess lengur. Var þá fenginn til þess presturinn frá Útskálum, og hafi hann sagt það þá örðugustu nótt, sem hann hefði lifað. Síðan var líkið Vilhjálms jarðað, og bar þá ekki á neinu.

En reimleikinn ágerðist eftir það, og sáu allir Gunnu bersýnilega. Reið hún húsum og fældi fénað. Síðan voru fengnir tveir menn hinir ötulustu og sendir til síra Eiríks í Vogsósum og hann beðinn hjálpar. Hann tók þeim stutt og veitti afsvör, unz þeir fengu honum átta potta kút af brennivíni, er þeir höfðu með sér. Hýrnaði hann þá í svari og fékk þeim síðan hnýti og seðil með tveimur hnútum og bað fá Gunnu. Þeir gerðu sem fyrir þá var lagt, og tók Gunna við og leysti af hnútana og leit á.

Gunnuhver

Gunnuhver. Hverinn færist fram og aftur um hverasvæðið.

Er sagt, að henni hafi orðið þetta að orði: „Á andskotanum átti ég von, en ekki á Vogsósakarlinum. En ekki tjáir við að standa.“
Hafi hún látið hnýtið renna fyrir, en elt það, þar til hún kom að hver, sem er á Reykjanesi. Hafi hún hlaupið þar sífellt í kring, uns hnýtið var endað, og þá stungist ofan í hverinn, og heitir þar síðan Gunnuhver.

Jón Árnason I 563

Gunnuhver

Gunnuhver.

Kvarnarsteinar hafa verið notaðir hér á landi frá fyrstu tíð, jafnvel fyrir norrænt landnám ef marka má frásögn Bjarna F. Einarssonar, fornleifafræðings v/landnámsskálann í Vogi, Höfnum – sjá umfjöllun í Víkurfréttum 19. mars 2010.
KvarnarsteinnKvarnarsteinn er úr kvörn, sem korn var malað í. Skiptir þá ekki máli hvort kornið, sem malað var með honum, var innflutt eða ekki. Kvarnarsteinar voru tveir, hvor ofan á öðrum, og var smíðaður um þá trékassi. Kornið var látið í gatið í miðjunni og efri steininum snúið. Þá malaðist kornið milli steinanna og sáldraðist ofan í kassann.
Á Efri-hellu ofan við bæinn Hraun í Grindavík, sunnan Húsafells, má enn sjá hraunhellusvæði þar sem kvarnarsteinar Grindvíkinga voru unnir fyrrum (mynd að ofan). Þótt mikið hafi verið fjarlægt af hraunhellum þarna síðari árin í garða og „sólarvé“ má þó enn sjá leifar handverksins á staðnum. Í raun ætti að friða staðinn m.t.t. þessa.

Knararnes

Minna-Knarrarnes – letursteinn; kvarnasteinn.

 

Saltfisksetur

Segja má með sanni að Saltfisksetur Íslands sé ein ein mest áberandi skrautfjörður Grindvíkinga um þessar mundir – ljóslifandi saga sjómennskunnar frá lokum hefðbundinnar verbúðarmennsku til þessa Þurrbyrgidags.
Eldri minjar fiskþurrkunar er víða að finna í umdæmi Grindavíkur, s.s. á Seltöngum, við Nótarhól við Ísólfsskála, í Slokahrauni í Þórkötlustaðahverfi, í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi, við Síkin á Hópsnesi, við Brunnana í Járngerðarstaðahverfi og á Hvirflum í Staðarhverfi.
„Þegar leið á 18. öldina, og þilskip tóku að leysa áraskipin af hólmi, vað saltfiskur aðalútflutningsvara Íslendinga. Fram að því höfðu vaðmál og skreið verið undirstaða utanríkisverslunar. Með tilkomu togaranna varð saltfiskverkun í raun að stóriðju og saltfiskur hefur æ síðan skipt verulegu máli fyrir afkomu þjóðarbúsins. Grindvíkingar hafa löngu verið drjúgir við saltfiskinn og sýning um sögu verkunar og sölu á saltfiski og þýðingu hans fyrir þjóðarbúið í gegnum tíðina á því vel heima í þessu ágæta sjávarplássi við suðurströndina, “ segir í kynningu á sýningu Saltfisksetursins í Grindavík, en þar er ekki aðeins farið yfir sögu saltfiskverkunar á Íslandi heldur fléttast saga sjómennsku og þróun skipa og veiða er rakin.

Saltfisksetrið

Sýningin er mjög forvitnileg fyrir erlenda ferðamenn, fróðleg fyrir skólafólk sem getur hér kynnt sér mikilvægasta atvinnuveginn, og ánægjuleg fyrir hinn almenna Íslending sem fer í helgarbíltúr með fjölskylduna.
Aðstæður hafa hagað því þannig að ekkert byggðasafn er staðsett í Grindavík. Saltfisksetrið var opnað árið 2002 og kemur því í stað safns og hefur verið miðpunktur margvíslegrar menningarstarfsemi heimamanna og að auki aðdráttarafl og upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn sem sækja staðinn heim.

Saltfiskverkun

Sýningarskálinn er 650 m2 að grunnfleti og sýningarsvæði á tveimur gólfum, alls 510 m2. Grindavíkurbær var leiðandi aðili við byggingu setursins í samstarfi við stofnendur þess og aðra styrktaraðila. Bygging hússins var í höndum Ístaks hf, en hönnuðir sýningarskálans voru Yrki s/f arkitektar. 

Salfiskssetur

Í Salfiskssetrinu.

Samningur var gerður við Björn G. Björnsson sýningarhönnuð um hönnun og uppsetningu sýningarinnar. Saga  salfisksins er sögð með stórum myndum, hnitmiðuðum texta og fáum en lýsandi munum. Gínur koma í staðinn fyrir fólk í leikmyndinni. Tæknin kemur við sögu þar sem notast er við sjónvörp á gólfum, sýningartjald á vegg, stærri sjónvörp og DVD spilara. Mörkuð er ákveðin leið í gegnum sýninguna og sagan þannig rakin í tímaröð.
Saltfisketrið er stór framkvæmdaraðili í Sjóarnum síkáta þar sem fjölmörg hátíðaratriði eru haldin í húsinu eins og fram kemur í veglegri dagskrá hátíðarinnar (menningarviðburðarskrá Grindavíkur).“
Segja má með nokkrum sanni að fáir aðfluttir Grindvíkingar virðast gera sér fullkomna grein fyrir þýðingu Salfisksetursins sem sögulegs minjasafns. Til áminningar má geta þess að á árum áður snart verkun þessi sérhvern fingur og sérhverja taug í líkama sérhvers íbúa þorpsins – svo nátengd var tilfinningin búsetunni að ekki var á milli skilið.

Heimild:
-Sjóarinn síkáti – fjölskylduhátíð í Grindavík 1.-3. júní 2007, bls. 4.

Saltfisksetrið

Stefánshöfði

Þann 2. nóvember 1984 birtist æsifengin frétt í DV er bar yfirskriftina „Skrímsli í Kleifarvatni.“ Þetta var í októberlok. Fréttin segir frá tveimur mönnum á rjúpnaveiðum er sáu ókennilegar skepnur í og við vatnið. Þeir sögðu að dýrin, sem voru tvö, hefðu verið dökkleit og hundsleg en bara mikið stærri. Förin eftir þau líktust hesthófum en voru talsvert stærri. Dýrin hurfu sjónum þeirra skömmu síðar.

Kleifarvatn

Stefán Stefánsson, hinn kunni leiðsögumaður, sagði í skrifum sínum fyrrum að “svo sem mörgum er kunnugt liggur Kleifarvatn í klauf þeirri, sem verður millum Sveifluháls og Vatnshlíðarinnar, og þegar komið er sunnan við vatnið, virðist sem fjöll þessi nái saman við norðurenda vatnsins. Hyggja því sumir, að vatnið dragi nafn sitt af klofa þessum. Í landamerkjalýsingu er m.a. talað um Kleifina norðan við vatnið og virðist átt við kleif þá er gengur upp á Vatnshlíðarhornið, sbr. Kleifarhorn. Um háttsemi þessa stóra stöðuvatns og misvöxt þess hafa ýmsir mætir menn skrifað margt og mikið nú á síðari árum, og skal því ekki farið út í þá sálma hér.“
Vatnsskarð er nefnd geil í Undirhlíðar er skilur þær frá Sveifluhálsi. Fyrrum var það nefnt Markraki, en Vatnsskarð þar sem Kleifarvatn birtist mönnum á ferð úr Kaldárseli um Dalaleiðina, neðan Vatnshlíðahorns.
KleifarvatnKleifarvatn er stöðuvatn á miðjum Reykjanesskaga milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Vatnið er þriðja stærsta stöðuvatn á Suðurlandi, um 10 km2 og eitt af dýpstu vötnum landsins, eða um 97 m þar sem það er dýpst. Það hefur lítilsháttar aðrennsli þar sem er Seltúnslækur og Sellækur í Litla-Nýjabæjarhvammi, en ekkert frárennsli nema gljúpan jarðveg. Töluverður jarðhiti er syðst í vatninu og einnig út af Innri stapa vestan við það.
Fyrir einhverjum árum síðan voru silungsseiði látin í vatnið og dafnar fiskurinn sæmilega, einkum á hraunslóðum að austanverðu þar sem Hvammahraun (Hvannahraun) rann út í vatnið.
Munnmæli herma að skrímsli hafi haldið sig við Kleifarvatn og sjáist þar endrum og eins, sbr. framangreint. Á þetta að hafa verið ormskrímsli, svart að lit og á við meðal stórhveli að stærð. Eldri sagnir eru og til um skrímsli þetta.
Grænavatn skammt frá Krýsuvík er ekki einvörðungu merkilegt fyrir sinn græna lit sem líklega orsakast af dýpt þess heldur einnig af því að margar sögur gengu af undarlegum skepnum sem komu stundum upp úr því. Einn maður fullyrti að hann hefði séð eina slíka skepnu, þó eigi mjög stóra, líkasta marsvíni. Hún hvarf fljótt.
Þá segir og enn af skrímsli í Kleifarvatni. Árið 1755 sást undarleg skepna, líkasta skötu að lit og lögun koma upp úr vatninu, yfirmáta stóra eins og öllum bar saman um, að allar þær skepnur væru er menn þóttust sjá í þessu vatni; væru þær bæði stærri og lengur uppi en í Grænavatni.
Fimm árum fyrr, eða árið 1750, þorði fólk eigi að veiða í Kleifarvatni þótt það væri fullt af fiski í uppivöðum vegna orms eða slöngu sem væri svört að lit og kæmi iðulega upp og léki sér í vatninu. Hún var að stærð við meðalhval, 30-40 metra löng.
KleifarvatnMaður nokkur kvaðst oft, bæði einn og með öðrum, hafa séð hana og aðgætt vel því hún hefði oft verið uppi í tvær mínútur. Hann bætti því líka við að menn og konur sem voru að vinnu við vatnið í stilltu veðri og sólbjörtu 1749 í ágústmánuði hefði allt séð þennan orm miklu betur en nokkrir aðrir áður þegar hann skaut sér upp úr vatninu og skreið upp á mjóan tanga eða nes og lá þar hér um bil tvo tíma uns hann fór aftur í vatnið. Fólkið þorði eigi að honum en flýði eigi heldur af því hann lá kyrr. Þó gat það eigi lýst hversu hann hreyfði sig frá og í vatnið, dróst saman og rétti úr sér á mis.
Það er því ekki að furða þótt fólk furði sig einstaka sinnum á furðufyrirbærum þeim er það telur sig verða vart við nálægt Kleifarvatni, líkum þeim er að framan greinir – og eiga eflaust eftir að birtast á ný. Fáir hafa þó trúað slíkum sögnum – jafnvel þótt sannar séu.
Sjá skrímslasögu HÉR.

Heimildir m.a.:
-http://bokasafn.reykjanesbaer.is/default.asp?cat_id=261
-http://www.reykjanes.is/Um_Reykjanes/Ahugaverdir_stadir
-Þorvaldur Thoroddsen – Ferðabók.

Kleifarvatn

Kleifarvatn.

Selatangar

Jökull Jakobsson gengur hér með Magnúsi Hafliðasyni, Hrauni, um Seltanga, Hraun og Þórkötlustaðanes í Grindavík. Viðtalið var tekið 1973. Um er að ræða úrdrátt.
Magnús Hafliðason„Við erum nú á Selatöngum með Magnúsi Hafliðasyni frá Hrauni. Hér var útræði mikið í gamla daga. Nú sést ekki mikið eftir af því nema búðarrústir, haglega hlaðnar. Það er ákaflega eyðilegt þar sem við erum staddir, en þó fallegt. Við höfum ferðast langan veg um úfið og svart apalhraun og niður að ströndinni þar sem úthafsaldan lemur sandinn. Við erum staddir við Tangarsund.
Þú rerir nú ekki héðan sjálfur Magnús, en þú þekktir menn, sem reru héðan.“
„Ég þekkti aðallega hann Einar Einarsson. Hann var aðkomumaður úr Krýsuvíkurhverfinu. Vermennirnir voru víðs vegar frá en aðallega úr Krýsuvíkurhverfinu. Ég heyrði að hér hafi verið yfir 70 manns mest, þ.a. 26 Jónar og 16 Guðmundar. A.m.k. 14 eða 16 skip gengu héðan, sennilega mest áttæringar. Útgerð lagðist af eftir Básendaflóðið [1799]. Húsin hafa verið vel hlaðin. Menn bjuggu hér á vertíðinni, frá því í febrúar til 11. maí, vetrarvertíðin.
Sennilega hafa verið um 8 menn í hverju húsi og eldhús. Matur hefur mest verið fiskur og skrínukostur. Ekki var mikið skemmtanalíf í þá daga. Fólkið hefur þó ekki þótt leiðinlegt því það þekkti ekkert annað.
Alls staðar átti að vera reimt. Það sagði mér maður, þessi Einar, að vatnskútur hafi verið framan við dyrnar. Guðmundur hafi sofið nær dyrum með höfuð í átt að þeim. Hann rumskaði og snéri sér við. Í því hafi kúturinn tekist á loft og lenti akkúrat þar sem höfuðið hafði verið áður en hann snéri sér við. Hann sagði okkur þetta svona.

Nesið

Þetta var afskaplega meinlaus draugur, hafi það verið einhvör. Þetta átti að hafa verið unglingur sem illa var farið með og menn höfðu verið beðnir fyrir. Einhver maður, sem þóttist vera skyggn, átti að hafa séð hann, hlaðið byssu sína og skorið silfurhnappa af treyju sinni, miðað og skotið í átt að honum. Þá hafi hann séð eldglæringar niður alla heiði og þá á hann að hafa farið hingað.
Einar var formaður hérna, en ég var svo ungur þegar hann var hjá okkur og var að segja okkur þetta. Vermennirnir létu vel yfir sér hér, smíðuðu ausur og klifbera í frístundum sínum.
Misjafnt var hversu róðrar voru langir, fór eftir veðri. Fóru í rökkrinu og komu að landi í myrkri. Allir voru þeir á handfærum. Alltaf var seilað, ef einhver fiskur var. Beinnálar voru á endanum. Ef vel fiskaðist var farið að landi og síðan róið út aftur, kannski einn maður skilinn eftir og hann bar fiskinn á bakinu upp. Fiskurinn var hertur á þessum görðum, sneri upp á morgnana og hvolft á kvöldin. Þeir dysjuðu hann í óþurrkatíð og sneru honum síðan upp þegar þornaði í veðri.
Stundum var seilaBryggjanð útá í vondum veðrum meðan andæft var og síðan sætt lagi til að lenda. Þá var skipið dregið upp á augabragði. Það var ekkert erfitt að seila.
Hér var aldrei saltað, bara hert og allt flutt á hestum. Ég tel ekki ráð að þeir hafi borið fiskinn, ekki að ráði. Vermenn komu allstaðar frá gangandi. Ég man eftir lestarmönnunum þegar þeir komu að sækja hausana í kringum jónsmessuna. Það var aðallega farið að salta þegar ég man eftir. Menn fengu sitt kaup, en það var lítið.“
„Nú erum við komnir heim til Magnúsar Hafliðasonar, heim að Hrauni. Okkur verður starsýnt á myndirnar á veggjunum í stofunni. Á einni myndinni er Magnús og einhverjir fleiri.“
Hraun í Grindavík„Þessi mynd er tekin eftir björgunina á Cap Fagnet. 38 mönnum var bjargað. Ég vaknaði um morgunin um kl. 03:00 við feiknarmikið píp. [Siggi Nonni (Sigurður Gíslason, f: 1923) á Hrauni sagði FERLIR að hann hefði vaknað um nóttina, heyrt flaut og vakið föður sinn, sem hafi barið í þilið hjá Magnúsi. Við það hafi Magnús vaknað og litið út um gluggann.]Þá hafði strandað togari hér úti. Það var látið vita. Þá var komið með björgunartækin og mönnum bjargað með línu. Þetta var í fyrsta skipti sem skotið var af línubyssu á Íslandi. Fyrir það fengum við medalíur.
Þegar bjargað var í Vondufjöru enskur togari fengum við líka medalíur. Þá var aftakabrim. Ég hringdi úti á stöð. Þá var slydduél. Svo fór ég upp eftir og það var ekki neinum blöðum að fletta að þetta var strand. Menn komu í einum hvelli. Allir björguðust nema skipstjórinn, hann drukknaði. [Togarinn Lois, 6. janúar 1947].
Dóttir mín fór út í fjós um kvöldið. Hún kom aftur inn með óvarlega miklu fasi þótt hún væri að jöfnu hæglát. Hún sagðist ekki skilja í ljósi úti á sjó. Ég fór út og sá strax hvers kyns var. Þetta var strand. Ég fór uppeftir með ljós og þá skutu þeir smáragettum í land. Glamrið í skipinu þegar sjórinn var að færa það til á klöppunum, það var mikið. Þegar ég kom heim á tún aftur drapst á ljósavélinni. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef dóttir mín hefði ekki séð ljósið akkúrat þarna.
CapÉg fór fyrst á sjó á sjötta ári. Þá fór pabbi með okkur bræður stutt út. Ég réri alltaf með færi á sumrin þegar róið var. Nú er ég 81 árs og reyni að róa enn. Áraskipin voru tíróin fyrst og síðan áttróin, stundum sexróin. Á Hrauni var um 60 manns, margt sveitarmenn úr öllum sveitum. Þá var gaman að lifa. Nú er af sem áður var.
Eftirminnilegur maður að norðan, Jón Bergmann, var hérna. Hann var lögregluþjónn í Hafnarfirði um tíma. Hann var vel hagmæltur. Haldið var uppi glímum í landlegum. Jón lagði þá alla.
Ég man ekki eftir að hér hafi verið sukksamt. Fólkið bjó í búðum, sjóbúðum svona. Vonda veðrið var 1916. Búið var að róa lengi í blíðuveðri. Svo kom þetta veður, eins og skot. Ekki var um annað að gera en grípa árarnar. Þetta var þegar Ester bjargaði fjórum skipshöfnum. Margir misstu skip. Þetta var voðaveður. Enginn maður fórst.
Haldið var út smávegis búskap samhliða útvegi. Svo komu opnu trillurnar, en mér fannst mest gaman af áraskipunum. Það voru góð skip. En það var öðruvísi að geta látið vélarnar koma sér í land. Og verkaskiptingin var önnur. Félagsskapurinn á áraskipunu var betri og allt miklu skemmilegra. Fiskverðið var svo lágt að ekkert hafðist upp í kostnað, á áraskipunum og trillunum lengi framan af.
Fyrir okkur krakkana var ekkert fyrir okkur að gera. Börnin hjálpuðu til við að snúa heyinu. Ég gekk einn vetur að nafninu til í skóla, 29 börn voru í skólanum og einn kennari. Það var úti í Járngerðarstaðahverfi. Svo gengum við til prestsins úti í Staðarhverfi. Ég lærði nú lítið í skóla, heldur smátt. Kennarinn hét Erlendur.
Á jólunum var lítið um að vera, það var kerti og unglingunum þótti gaman að spila þá. Fólk kom hvað til annars og krakkar ólust allir upp á heimilunum. Pabbi og Sæmundur Tómasson á HrauniðJárngerðarstöðum skiptust á heimsóknum um hátíðarnar sitthvort árið. Mikill kunningjaskapur var þarna á millum.“
„Þá erum við komnir út á Þórkötlustaðarnes. Hér hefur líka verið útræði eins og á Selatöngum. Og hér hefur verið bryggja og hér standa tóftir íbúðarhúsa og sitthvað fleira.“
„Hér reri ég alla mína tíð á vertíð. Þá var engin bryggja, bara lendingin þarna. Fiskurinn var borinn upp á þessa velli, hvör upp að sínum skúr og allur fiskur saltaður. Allir höfðu salthús hér.
Seinna kom hér bryggja og vélarnar komu í bátana. Þá var alltaf lent hér og allur fiskur saltaður. Hér í Þórkötlustaðahverfinu var fleira fólk, 6 eða 7 bátar, aðallega áttæringar og teinæringar. Allt gekk ágætlega. Þegar mótorbátarnir komu var ekki tiltækt að vera með bátana hér. Þeir voru fluttir út í Járngerðarstaðahverfi.
Ég var ekki formaður lengi. Pabbi var hér formaður og mikill fiskimaður, Benóný Benónýsson á Þórkötlustöðum, Hjálmar Guðmundsson sem síðar fluttist af Ísólfsskála, Jón Þórarinsson frá Einlandi, Guðmundur Benónýsson, einn af þeim yngri, og Kristinn Jónsson á Brekku og Árni Guðmundsson í Teigi tóku við af þeim eldri. Þetta voru feiknamiklir sjósóknarar og duglegir menn, stórir og hver með sínu móti, allt almennileika menn. Þeir ólust allir uppi við þessa harðneskju. Það þætti víst skrýtið núna, aðbúnaðurinn sem þá var.
Við beittum línuna austur á hrauni og urðum að bera bjóðin út á Nes á morgnana. Það var beitt hrognum og þau þoldu lítið frostið. Þau rifnuðu þá af krókunum þegar farið var að leggja. Þetta gengum við suðureftir á morgnana og heim á kvöldin.

Aldan

Byggðin lagðist af hér þegar mótorar komust í bátana. Þá fluttist útgerðin út í hverfi. Hér var allt fyrir opnu hafi. Allir vildu heldur vera á góðu bátunum.
Hann var voðalaga leiður hérna í vörinni [neðan við Hraun] ef var norðanrok og hátt í, ef var kvika, stóð upp á. Utan við nesið var Einlandssund, sem kallað var.
Ég man aldrei eftir að hafa verið hræddur á sjónum. Oft hefur kvenfólkið heima verið hræddara en þeir sem á sjónum voru. Það kom aldrei neitt fyrir hérna, nema í eitt skiptið. Þá fórust þrír menn í góðu veðri. Báturinn var lítill og þeir voru fimm á. Það sló í baksegl og bátinn hvolfdi, þrír drukknuðu. Það þótti mikið að missa þrjá bændur héðan.
Ekki verður lengur ýtt bát úr vör héðan.“

Heimild:
-Jökull Jakobsson gengur með Magnúsi Hafliðasyni, Hrauni, um Seltanga og Þórkötlustaðanes í Grindavík frá 1973.

Hans Hedtoft

Magnús Hafliðason á Hrauni með björgunarhring Hans Hedtoft.

Grindavík
Miðvikudaginn fjórtánda desember tvöþúsundogfimm, þremur dögum eftir að fyrsti jólasveinninn kom til bæja (flestir telja að jólasveinarnir dvelji á milli hátíða í Arnarseturshellum nálægt Grindavík, en það er hið næsta, sem tekist hefur að staðsetja þá hingað til), voru samræður við áhugasama Grindvíkinga og aðra höfuðborgarbúa landsins í Saltfisksetrinu um fornar minjar og náttúrufyrirbæri á Reykjanesskaganum frá kl. 20:00 til kl. 22:00.
GrindavíkNæstu daga á undan og allt fram að þeim tíma voru stöðugt sýndar 3233 ljósmyndir af 2005 slíkum stöðum á svæðinu á daglegum opnunartíma setursins.
Þetta tiltekna kvöld bauðst hins vegar tækifæri til að spyrja nánar um einstaka staði og einstök svæði eða koma með ábendingar, fróðleik eða umsögn um hvorutveggja – og allt þar á milli. Boðið var upp á frjálslegar samræður og skemmtan með kaffi- og piparkökubragði.
Sumir myndu telja að Grindavík væri ekki borg í þeim skilningi, þ.e. þessi vinarlegi bær með u.þ.b. 2700 íbúa, en íbúarnir vita að höfuðborgin er jafnan þar sem maður er hverju sinni. Þannig er Grindavík t.a.m. engu minni í sinni þeirra, sem þar búa, en t.d. íbúa eða gesta Reykjavíkur á meðan þeir dvelja í Grindavík.
GrindavíkÁ meðan fólk dvelur við þessa fallegu vík við Suðurströndina, þar sem súrefnið kemur fyrst ferskt og ónotað af hafi, hugsar það ekki einu sinni um víkina með nafni reykjanna í norðri. Og ekki dettur því heldur í hug að hugsa um aðra bæi á Reykjanesskaganum sem höfðuborg hans þá stundina. Hver segir líka að borg þurfi endilega að taka mið af umfangi og fjölda. Af hverju ekki að miða við viðhorf, vit og vitund.
Hér og nú, á þessum stað, er viðeigandi að velta fyrir sér jólasveinunum – jafnvel upplýsa leyndarmál. Þvörusleikir á skv. vísu Jóhannesar úr Kötlum að vera næstur jólasveina að drífa sig í vinnu. Stekkjarstaur, giljagaur og stúfur eiga þegar að hafa látið hendur standa fram úr ermum. Innfæddir Grindvíkingar, hver sem betur getur, vita hvar sveinar þeir hafa vetur- og sumarsetur. Þeir vita að hellar eru hvorki ákjósanlegar né heilsusamlegar vistarverur, jafnvel ekki fyrir jólasveina, þótt aðrir halda að svo sé. Engir þeirra hafa þó nokkru sinni séð rauðklædda karla með hvít skegg og í svörtum stígvélum spássera um á milli hátíða, hvorki í hellum né annars staðar. En hvar dvelja þeir þá frá 6. janúar til 11. desember ár hvert?
GrindavíkMálið er að jólasveinarnir eru einfaldlega meðal annarra Grindvíkinga þennan tíma; þeir klæðast eins og aðrir og eru í útliti ekki ólíkir öðru fólki í þessari litlu höfuðborg Reykjanesskagans. En þegar líða tekur að jólum bregða þeir sér, hver á fætur öðrum, í stígvél og vinnuföt og hverfa hljóðlega út í myrkrið. Grindvíkingar vita – og hafa vitað lengi – að sumir á meðal þeirra sjást þar aldrei í kringum jól og áramót. Þeir hafa sammælst að telja öðrum trú um að þeir fari til annarra landa, sem er að vísu að mörgu leyti rétt. Enginn hefur hins vegar hingað til spurt hvað þeir væru að gera þar.
Einn Grindvíkingurinn tók af allan vafa um framangrein þegar hann þurfti skyndilega að bregða sér í vinnuna, fór afsíðis og klæddist vinnugallanum – jólasveinabúningnum – og hvarf síðan hljóðlaust út í myrkrið.
Eitt stærsta sakamál seinni tíma í Grindavík var „Kjöthvarfið mikla“ – sjá HÉR. Mikið magn af haldlögðu heimaslátruðu kjöti hvarf skyndilega að næturlagi úr frystigámi, sem lögreglan hafði geymt það í, en heimaslátrun varð óheimil þetta árið skv. reglum þótt hún hafi tíðkast þarna allt frá upphafi landnáms. Ekki upplýstist hver eða hverjir tóku kjötið, en eitt er víst; kjötkrókur var lengi á eftir einstaklega vinsæll meðal foreldra hans og bræðra.
Nógu erfitt hefur verið að reyna að sannfæra fólk um að allt það, sem lýst er, sé í rauninni til á Reykjanesskagagnum. Myndirnar af einstökum minjum og náttúrufyrirbærum ættu að taka af allan vafa um að svo sé og undirstrika um leið verðmæti svæðisins, hvort sem er til útivistar, fróðleiks eða ánægju.
Maður er manns gaman – enda var mikið spjallað saman.

Grindavík

Grindavík – séð frá Þjófagjá.

Þegar FERLIR var á göngu um Reykjanesið, þ.e. frá Sandvík um Mölvík, Háleyjar, Krossavíkurberg, Krossavík, Rafnkelsstaðaberg og Reykjanestá áleiðis að Valbjargargjá og Valahnúkamöl var tækifærið notað til að rekja forna rekagötu um svæðið.
Grindavik - rekagata-1Engar heimildir eru til um götuna, en hún hefur af augljósum ástæðum legið frá Stað í Staðarhverfi ofan misgengisins að endimörkum landsins á Valahnúksmöl. Frá henni eru hliðargötur niður í fyrrnefndar víkur austan Háleyja. Gatan hefur s
íðar verið löguð fyrir mjóa vagna til að flytja rekann, unninn og óunninn. Tilvist hennar styrkir þá trú manna að landamerki Staðar og Hafnabæjanna hafi fyrrum verið a.m.k. um miðja Valahnúkamöl. 

Rekagatan er greinileg á köflum, bæði austan við Gunnuhver, ofan við Mölvík, Litlu-Sandvík og milli Staðarhverfis og Járngerðastaðahverfis, og síðan norðan við Reykjanesvita og ofan við ströndina að Stóru-Sandvík. Þá sést hún vel ofan við Gömlu-Hafnir og áfram áleiðis að Höfnum. Ofan við Háleyjar og í hrauninu ofan við Staðarberg.
Gatan hefur verið unnin á köflum, væntanlega sem vagnvegur, og sést þá eldri hluti hennar til hliðar við úrbæturnar. Milli Vatnsfells og Stóru-Sandvíkur er gatan vörðuð og hefur augljóslega verið unnin sem vagnvegur.

Reykjanes

Reykjanes – rekagatan er rauðlituð (ÓSÁ).