Tag Archive for: Grindavík

Grindavík

Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Frá 11.mars 1973:

Tómas og hulda„Skammt þar frá sem vatnspósturinn stóð er annað apparat sem raunar er tengt líka en það er úrkomumælir Veðurstofunnar. Hvort sem þetta eru góð eða vond skipti stendur þessi mælir hjá glæsilegu húsi, fallega máluðu, og nýlegu og kannski mannst þú, Tómas, eftir fornfálegra húsi hér í þann tíð er vatnspósturinn var hér?“
„Ég man nú eftir þokkalegu byggðu húsi í gamla stílnum. Hér bjuggu Árni Björnsson og Guðbjörg. Árni var þekktur formaður, að vísu fyrir mína tíð, aflamaður mikill. Þau áttu eina dóttur, Jóhönnu, sem giftist Guðmundi Erlendssyni. Hann var, þegar ég var drengur, orðinn þekktur formaður og mikill aflamaður. Þau hjónin eignuðust tvo drengi. Guðmundur ferst 1932 á skipi er Óskar Björn hét. Aðeins einn maður bjargaðist. Þetta var á rúmsjó. Hann bjargaðist á þann hátt að öll skip voru kominn að landi og búið að setja þau í naust en seinni hluta dags var einum formanni, eftir að hafa hvílt sig eftir róðurinn um morguninn, var honum hugsað til veiðifæra sem hann átti í sjó og og fannst veður hafa skánað, setti skip sitt til sjávar og fer út á miðinn og þar sem hann varð var á sjónum var það eitt, ekki veiðifærin, heldur skip Guðmundar heitins, marrandi á kafi, og hann verður þess var að það er einn maður lifandi um borð og honum tókst að ná honum og líki Guðmundar heitins og í dag á þessari stundu er verið að jarðsetja gömlu vinkonu mína, Jóhönnu, hér á Stað í Grindavík.
VorhusÝmsar minningar eru tengdar þessu húsi, Neðri-Grund, það heitir húsið. Þetta fólk var skylt mér og var okkar vinafólk.
Hér rétt fyrir framan okkur er hús sem heitir Efri-Grund. Það var eins og Neðri-Grund, byggt í öðrum stíl þá. Líka byggt í gamla stílnum. Þar bjuggu gömul hjón, Kristján og Kartín. Þau áttu tvö börn. Annað var ég búinn að geta um, Guðmundur Kristjánsson, sá er bjargaðist af skipi Magnúsar heitins Guðjónssonar er hann fórst hér á sundinu, söngmaður mikill og hafði mikla rödd. Þetta hús stóð við barnaskólann, sem við komum að rétt bráðum. Við áttum það til að hlaupa yfir kálgarðinn hjá þeim og þá heyrðist stundum í gamla manninum. Mig undrar að samskiptin hafi ekki orðið verri en þau voru.
Hér er Vorhús og tengt brunninum sem við neGamli barnaskólinnfndum áðan. Brunnurinn hét Vorhúsabrunnur. Í glugganum er Ráðhildur Guðjónsdóttir, dóttir Guðjóns frá Hliði. Þegar ég var drengur bjuggu hér gömul hjón, Guðmundur og Sigurveig. Þá var Vorhúsabrunnurinn notaður fyrir templara.
Kippkorn í burtu er grá steinkumbaldi. Þetta hafði ekki ákveðið nafn, heldur fleiri en eitt. Fyrst var þetta byggt sem rafstöð og kallað Rafstöðin. Eiríkur Ormsson setti upp fyrir okkur Grindvíkinga rafal og það voru leiddar leiðslur um þetta pláss og það var veitt ljósi einmitt frá þessum steinkubalda. Lengi kölluðum við þetta Rafstöðina. Síðan eru komin ein 45 ár.

Karlsskáli

Þegar það leggst niður og verður ekki rekstrahæft á erfiðleikaárunum. Auka þurfti vélarkostinn, hann hafði gengið úr sér, og það hefur þurft að kaupa sennilega aðra ljósasamstæðu þarna inn og ekki var haft efni á því um 1930 og þetta lagðist alveg niður og við voru bara hér í myrkri og lifðum bara með olíulampa og engin útiljós allt þangað til rafmagnið kom 1946 og ‘7 kom. En í millitíðinni fær þetta hús annað nafn og kallað Smiðjan en þá var hér ungur maður frá Vík, Gunnar Gíslason. Hann lærði járnsmíði og setti hér upp smiðju. Þá var það kappsmál hjá okkur strákunum að fá að komast hingað inn og stíga smiðjubelginn og við voru fúsir að gera það fyrir ekki neitt því okkur fannst þetta nokkur virðing og virðin að fá að gera þetta. Hann var skemmtilegur og mjög spaugsamur við okkur krakkana og sagði okkur sögur á meðan.
Staldrað er við á dálitlu plani. Hér stóð hús og það var barnaskólinn þar sem við fengum alla okkar uppfræðslu utan okkar heimilis. Skólinn var byggður nokkuð fyrir 1930, man ekki áratalið, og var alveg fram í Seinni heimsstyrjöld, eini skólinn hér í byggðalaginu. Ég gekk ekki í annan skóla.

Kvenfélagshúsið

Margar minningar eru tengdar þessum skóla hjá aldursflokkum á mínu reki og eldri. En hann var orðinn allt of lítill og margsetinn, svo margsetinn þegar ég kom í hann að við gátum ekki verið í skólanum nema annan hvern dag. Okkur fannst það ágætt að leika okkur hinn daginn og sniglast þá í kringum sjóinn. En manni finnst það núna, kominn á þennan aldur, að hafa átt þess kost að vera á hverjum degi og læra heldur meira. Í grenndinni stóðu þessi hús hér í kring. Við áttum það til að angra þetta fólk, en mig furðar hversu lítið við urðum varir við það af þeirra hálfu. Fjær, austar, stendur Byggðarendi, en það var það langt frá að við máttum aldrei fara þangað. Þarna stóð annað hús þegar ég var ungur, öllu lágreistara og byggt með gömlu lagi, nokkurs konar baðstofustíl, en snéri eins og þetta er núna. Þá bhuggu þar Eiríkur Guðmundsson og Rósa Samúelsdóttir. Þau áttu mörg börn, allt dugnaðarfólk. Einn sonurinn hefur unnið með mér, bæði á sjó og á landi. Sumt flutti til Reykjavíkur og býr þar.
Ég minntist á Krosshúsanautið og maður tók það fegins hendi þegar maður fékk kjöt að borða. Krosshúsanautið var hluti af tilverunni eins og ég hef minnst á áður.
Grænmálað lítið hús stendur hér fyrir framan. Þetta er heitir Garðshorn, Tröð, Sjávarhóll og AkrahóllKarlsskáli. Karl Ágúst Guðmundsson og Guðrún Steinsdóttir kona hans byggðu húsið. Guðrún býr þartna ein núna, löngu orðin ekkja. Þau áttu mörg börn, drengirnir 5 og þrjár dætur. Drengirnir voru með okkur í skóla, ekki nema nokkrir metrar héðan í skólann. Ingibergur, einn drengjanna, drukknaði hér í innsiglingunni fyrir nokkrum árum. Ingólfur er hafnarstjóri núna og Karl stundar sjó og gerir út sinn bát.
Einar Kr. Einarsson, skólastjóri, kenndi hér í þessum skóla. Hann var kennari og skólastjóri í 43 ár. Hann byrjaði á mínum aldursflokk og ég held að það hafi verið á fyrstu kennsludögum hans þegar ég kom fyrst í skólann. Hann kenndi síðan í nýja barnaskólanum, sem stendur hér ofar í byggðalaginu. Okkur þótti ákaflega vænt um hann.
Hér er Hæðarendi skammt frá barnaskólanum. Það hefur tekið ýmsum breytingum en þegar ég man fyrst eftir mér bjuggu hér Ólafur og Kristín Snorradóttir ættuð neðan af Strönd en Ólafur var ættur af Akurhúsum. Stundum var eins og hugur var á undan framkvæmdum og skeði sumt spaugilegt í kringum það.

Þorvaldsstaðir

Gunnar Ólafsson var næsti liður og hann var sami hugmaðurinn, bæði til sjós og lands. Stundum kom fyrir að hann kom ekki heim heilu vikurnar. Nú er þriðji ættliðurinn þarna, Björgvin Gunnarsson, sem frægur er núna með Grindvíking, var lengi með Hrafn Sveinbjarnarson, mikill aflamaður. Ég man t.d. eftir því að Ólafur var spurður hver hefði verið fyrsta bylta sem hann hafði fengið, hann var dettinn ekki síst í myrkrinu hér í kring. Hann sagði að versta byltan sem hann hafði fengið á æfinni þegar yrðlingurinn hefði bitið hann. Svona voru nú tilsvörin. Það var smáloft uppi í húsinu. Gunnar hafði klöngrast þangað upp. Faðir hans kom þá inn og í flýtinum dettur hann niður og ofan á föður sinn. Þá sagði Ólafur: „Ætlarðu að drepa hann föður þinn?“ „Og nei, ekki var það nú meininginn“, svaraði hann.
Seinasta húsið sem við höfum hérna almennilega í augsýn frá gömlu skólalóðinni er Ás. Í því bjó Guðrún Þorvarðadóttir, fyrsti hvatamaður að stofnun Kvenfélagsins. Hún var kona mjög lág vexti og því mun fylgnari sér. Á veggjum Kvenfélagshússins hangir stór og mikil mynd af henni sem viðurkenning og þakklætisvottur frá kvenfélagskonum henni til handa. Klemens Jónason, afi minn, og Halldóra, amma mín, bjuggu þarna lengi svo margar minningar eru tengdar þessu húsi.

Ásgarður

Nú förum við í vestur, inn á Hellubraut. Til vinstri handar, þar sem nú er grænn blettur, stóð lengi vel hús, sem hét Holt. Það var síðan rifið og flutt til Njarðvíkur þegar við Grindvíkingar áttum svolítið erfitt uppdráttar í kringum frá 1930-1950 og íbúatalan fór niður á við, úr 502 árið 1930 í 498 árið 1950. Í þessu húsi bjuggu þegar ég man eftir mér Valgerður Jónsdóttir frá Akurhúsi og Sveinn ættaður úr Staðarhverfi. Sveinn var sjómaður og var einn af þeim er fórst með Guðjóni heitnum Magnússyni. Guðjón bjó í húsinu hér næst, Baldurshagi. Það var strax stórt og myndarlegt hús eins og það er í dag. Með Guðjóni fórust 9 vaskir menn. Í Baldurshaga hefur búið Jón Gíslason, einn af Víkurbræðrum, var lengi dugandi formaður, og Valgerður Jónsdóttir frá Akrahól, þau búa hér enn.
Þegar gerast sjóslys í Reykjavík og stærri bæjum er ekki að sjá en daglegt líf haldi áfram. En hér marka slík slys djúp spor í svona lítið byggðalag því þetta kemur inn á hvert einasta heimili. Lífið sjálft og starfð hélt áfram. Aðstoð og hjálpsemi milli manna var enn meiri og fólkið varð nátengdara eftri svona slys. Fólkið sótti styrk sinn í trúna og ég held að það lengi enginn vafi á að svo er enn þann dag í dag. Þegar allt leikur í lyndi köstum við fram af okkur beislinu, eins og aðrir þjóðfélagsþegnar.

Miðdagur

Nú er gengið eftir krákustíg og fornir mosagrónir grjótgarðar sem skipta landamerkjum milli þeirra húsa sem hér standa. Hér eru engin götunúmer. Túnblettirnir eru þau sömu en húsunum hefur verið gerð góð skil og byggð upp. Hér er Bjarg. Í minni tíð var hér torfbær. Hér bjuggu hér Einar og Guðrún. Frá þeim er komið margt fólk og gott. Einar var vel gefinn maður og átti gott með að kveða og yrkja; Vellir, Vík og Vallarhús, Vorhús, Gjáhús, Akurhús,  Byggðarendi, Bjarg og Hlið, best er að Krosshús fylgi með. Stundum fór þetta út í gáska. Bilað hafði í honum annað augað og hann átti erfitt með fótavist því hann var mjög þungur maður. Einhverju sinni var Eiríkur Tómasson frá Járngerðarstöðum að leika sér að kveðast á. Sá ungi maður sást eitt sinn á gangi með dömu hér út með sjó. Þá varð þetta til hjá Einari; í Gerðavalla grænum krók, garpur sást með Mundu. Unga manninum fannst hann þurft að borga fyrir sig; Einar ríkur rangindum, ratar líka miðin, Óðni líkur ásýndum, á sér strýkur kviðinn.
Síðan þegar Einar og Guðrún dóu bjuggu hér börn þeirra, Guðríður sem giftist Jóni Sigurðssyni. Guðríður var hér ljósmóðir og Jón sjómaður. Laufey var dóttir þeirra. Nú seinni árin hafa orðið hér mörg umskipti.“

Heimild:
-Jökull Jakobsson gengur með Tómasi Þorvaldssyni forstjóra um Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Frá 11.mars 1973.

Grindavík

Grindavík.

 

Hraun

Í mars 1931, tæpum 5 mánuðum eftir að slysavarnardeildin Þorbjörn í Grindavík var stofnuð, og aðeins viku eftir að heimamenn höfðu fengið tilsögn í meðferð fluglínutækja, strandaði skip skammt austan við Grindavík.
Cap Fagnet á strandstað 1931Aðfaranótt 14. mars 1931 varð heimilsfólk á Hrauni þess vart að togari hefði strandað þar framundan bænum. Skipið, sem hét Cap Fagnet og var frá Frakklandi, tók niðri alllangt frá landi en barst síðan yfir skerjagarðinn og festist skammt frá ströndinni. Skipverjar þeyttu eimpípu skipsins og gáfu þannig til kynna að þeir væru í nauðum staddir. Stormur var og mikið brim, sem gerði það að verkum að hvorki var hægt að koma báti frá skipinu né sigla að því. Það lá því ekki annað fyrir en að nota fluglínutæki hinnar nýstofnuðu deildar.
Maður var strax sendur frá Hrauni til Grindavíkur og slysavarnardeildin var kölluð út. Formaðurinn, Einar Einarsson í Krosshúsum, brá strax við og kvaddi sér menn til fylgdar, þá Eirík Tómasson, Járngerðarstöðum, og Guðmund Erlendsson, Grund. Fluglínutækin voru sett á flutningabifreið, sem sendiboðinn kom á, ásamt ljósum því dimmt var af nóttu, og haldið áleiðis að Hrauni. Ekki var bílfært alla leiðina á strandstað og varð því að bera tækin síðasta spölin.
Fluglínubyssan, sem notuð varÞegar var hafist handa við að taka upp bjargtækin og festa byssuna. Á meðan beðið var björgunar freistuðu skipverjar á Cap Fagnet þess að láta línu reka í land. en þær tilraunir mistókust og þótti skipverjum tvísýnt að takast mætti að koma sambandi milli skips og lands.
Um fimmleytið var undirbúningsstarfi lokið. Þá voru allmargir björgunarmenn komnir á vettvang er hjálpuðu við það sem þurfti. Nú var línunni skotið úr byssunni og tókst skotið mjög vel. Því hefur verið lýst svo: „Einar og Guðmundur verða sammála um miðunina. Allt er tilbúið fyrir skotið. Guðmundur …tekur í gikkinn. Hamarinn smellur fram og sprengir púðurskotið í byssunni. Á sama andartaki kveikir það í eldflauginni og hún þýtur af stað með háværu hvisshljóði. Í fyrsta skipti hefur verið skotið úr línubyssu til björgunar á Íslandi. Mennirnir fylgjast spenntir með eldflauginni þar sem hún klýfur loftið. Skotið heppnast prýðilega. Línan kemur yfir skipið, rétt fyrir framanstjórnpallinn. Það er auðvelt fyrir skipsmenn að ná til hennar. Þeir verða reyndar að sæta lagi að ná henni, en skjótt er hún í þeirra höndum. Samband er fengið við land.“
Björgun skipbrotsmannanna 38 af Cap Fagnet í björgunarstól í land gekk að óskum og var henni lokið um kl. 7. Allir voru þeir ómeiddir en gegnblautir. Vegna þess hve skipið ruggaði mikið í briminu þótti ekki ráðlegt að strengja björgunarlínuna eins og æskilegt hefði verið af ótta við að lína kynni að slitna. Skipsmenn drógusr því örðu hverju niður í sjóinn þegar skipið valt að landi. Blotnuðu þeir við það en sakaði ekki að öðru leyti.
Vegna brims og aðfalls, svo og vegna þess að skipið færðist nokkuð úr stað, varð að færa björgunartaugina meðan á björgun stóð og tafði það nokkuð.
Ekki mátti tæpara standa með björgun skipverja, því aðeins örfáum mínútum eftir að sá síðasti var kominn í land valt skipið enn meira á skerinu. Þá braut stöðugt á því og brátt fór yfirbyggingin að  brotna. Síðar um faginn skrikaði það út af skerinu og sökk og brotnaði brátt í spón. Ekki hefði þuft að spyrja að leikslokum ef hinna nýju fluglínutækja hefði ekki notið við.

Heimild:
-Einar S. Arnarlds – Mannslíf í húfi.

Cap Fagnet

Björgun áhafnar Cap Fagnet.

Dalssel

Gengið var frá Háabjalla að Snorrastaðatjörnum og þar að Snorrastaðaseli norðan við tjarnirnar. Þar mun hafa verið kúasel.

Dalssel

Tóft í Dalsseli.

Gengið var suður fyrir vatnið og inn á Skógfellagötuna austan þess. Götunni var fylgt upp yfir Litlu-Aragjá og áfram yfir Stóru-Aragjá þar sem er Brandsgjá, yfir hraunið norðan Mosadals, niður vestari Mosadalsgjá og yfir Mosana. Farið var út af þeim að austanverðu og haldið áfram upp á milli þeirra og Kálffells. Bent var á Odsshelli og haldið áfram áleiðis upp í Dalsel. Á leiðinni var komið við í fallegum hraunkötlum. Í einum þeirra (miðsvæðis) var gömul fyrirhleðsla. Gengið var upp með hæðunum norðan Fagradals og komið niður af þeim í Dalssel. Í selinu, sem er á lækjarbakka austan Nauthólaflata, er stekkur, kví og tóttir tveggja húsa. Selið er greinilega mjög gamalt. Notað var tækifærið og selið rissað upp.

Fagradals-Vatnsfell

Vatnsból í Fagradals-Vatnsfelli.

Frá Dalsseli var gengið upp með Fagradals-Vatnsfelli og upp á það að sunnanverðu. Þar er svonefndir Vatnskatlar, falleg vatnsstæði í gígum. Eystra vatnsstæðið var tómt, en nóg vatn í því vestara. Í suðri blöstu við Litli-Hrútur og Kistufell, auk Sandfells sunnar.

Selsvallaselsstígur

Selsvallaselsstígur.

Haldið var til austurs sunnan Fagradals-Hagafells og áfram á milli Þráinnskjaldar og Fagradalsfjalls. Gengið var norðan Litla-Hrúts og að norðanverðu Hraunssels-Vatnsfelli (nyrðra). Á því er myndarleg varða, hlaðin af Ísólfi á Skála. Austan við vörðuna er stórt vatnsstæði. Greinilegur stígur liggur niður hlíðar fellsins að austanverðu og áfram í gegnum Skolahraun að Selsvallaseljunum. Stígnum var fylgt í gegnum hraunið. Stígurinn er gersemi; djúp för í hann á nokkrum köflum, breiður á öðrum og greinilega mikið farinn. Hann kemur að seljunum skammt norðan þeirra og gæti legið suður með austanverðu Hraunssels-Vatnsfelli áleiðis til Grindavíkur. Ef svo væri, er þarna um gömlu selleiðina að ræða. Þarf að skoðast betur.

Selsvellir

Vogarétt á Selsvöllum.

Selin á Selsvöllum voru skoðuð, bæði selin á vestanverðum völlunum sem og eldri selin á þeim austanverðum. Sel þessi voru frá Grindavík. Nokkrar tóttir eru að vestanverðu, auk stekkja og réttar; Vogaréttar. Að austanverðu eru einnig tóttir nokkurra selja, mun eldri en þau að vestanverðu. Gengið var áfram austur vellina og komið að Sogagíg þar sem fyrir eru Sogaselin, sel frá Kálfatjörn og fyrrum Krýsuvík. Tóttir eru á þremur stöðum, auk þriggja stekkja. Sá stærsti er með norðanverðum gígbarminum.
Gangan tók rúmlega 7 klst. með hléum. Vegalengdin var rúmlega 20 km.

Dalssel

Dalssel – uppdráttur ÓSÁ.

Sundhnúkagígaröð

Sundhnúkahraun er um 1900 ára m.v. raunaldur (MÁS). Norðaustur af Hagafelli er áberandi hnúkur, sem heitir Sundhnúkur (innsiglingamerki) og þaðan er nafnið komið af reyndar röð lítilla gíga. Skógfellavegurinn liggur meðfram hluta eldvarpanna. Hraunin eru dreifð víða um Grindavíkursvæðið og m.a. byggt upp Þórkötlustaðanesið og myndað þannig brimbrjót fyrir Grindavík. Norðan við Sundhnúkahraunið er Skógfellahraun (>2800 ára) og Arnarseturshraun (779 ára), en austan við það er Dalahraun (>3200 ára).

Sundhnúkahraun

Hraunrás í Sundhnúkahrauni.

Sundhnúkaröðin, sem er um 9 km löng gígaröð, er á Náttúruminjaskrá. Eldborgirnar eru enn ósnertar og sýna vel hvernig gos á sprungureinum hefur myndast, en þau eru allnokkur á Reykjanesskaganum. Eflaust klæjar einhverjum gröfumanninum eða verktakanum í fingurnar þegar hann ber gígaröðina augum, líkt og þegar félagi þeirra bar Melhólinn og gígaþyrpinguna í kringum hann augum á sínum tíma, sælla minninga. Melhóllinn er í rauninni framhald af Sundhnúkaröðinni, en þó yngri. Frá honum kom mest af því hrauni er myndaði nýjasta hraunið ofan við Grindavík sem og hraunranann Slokahraun milli Þórkötlustaðahverfis og Hrauns.

Sundhnúkahraun

Sundhnúkahraun – hraunrás.

Gígarnir í Sundnúkaröðinni eru dæmigerðir sprungureinagígar. Best er að virða þá fyrir sér af austanverðu Stóra-Skógfelli í góðu skyggni (sem reyndar nýtur 364 daga ársins). Þaðan sést vel hvernig gosið hefur á reininni og gjall- og klepragígarnir hrígast upp. Í rauninni er þó um svonefnda blandgíga að ræða, þ.e. bæði gjall- og klepragíga, þótt gjallið spili þar aðalhlutverkið. Gjallgígur er bara gígur úr gjalli, grófstorknuðum gosefnum er þeytast afllítið stutta vegalengd og ná að storkna í millitíðinni, en klepragígur er gígur sem hleðst upp úr seigfljótandi kvikuslettum. Gjall- og klepragígar myndast í blandgosi. Gjallið er frauðkennd, basísk eða ísúr gjóska sem verður til í kvikustrókavirkni þegar kvikuslettur þeytast upp úr gígnum og storkna áður en þær lenda. Kleprar eru myndaðr úr seigfljótandi kvikuslettum sem slettast upp úr gígnum en ná ekki að storkna áður en þær lenda.

Sundhnúkur

Rásir í Sundhnúkahelli.

Ágætt dæmi um klepragíg er Eldborg undir Geitahlíð, en slíkir gígar verða að öllu jöfnu hærri en gjallgígar. Ekki er alltaf mikill munur á gjall- og klepragíg, en þó má vel sjá munin ef vel er að gáð. Flestir gígarnir í Sundhnúkaröðinni, einkum þeir smærri, virðast vera gjallgígar, en þeir stærstu blandaðir. Frá Stóra-Skógfelli má sjá yfir í Sundhnúk, megingígin austan Hagafells. Handan hans, í suðuröxl Hagafells eru gígar sem og einstaklega falleg hrauntröð. Síðan raða gígarnir sér til norðausturs. Á móts við Stóra-Skógfell virðist hafa orðið víxlverkun á sprungureininni og hún færst til austurs og síðan haldið áfram þaðan til norðausturs. Á norðanverðri sprungureininni hafa orðið til minni gígar, en einkar fallegir. Það er vel þess virði að rölta um svæðið dagsstund og skoða gersemirnar.

Sundhnúkahraun

Sundhnúkahellir.

Nú var hins vegar ætlunin að skoða eina afurð hraunsins; hellana og skútana. Björn Símonarson hafði lýst einum hellanna á eftirfarandi hátt: „Við rætur Svartsengis er hellir þar sem Sundhnúkahraunið kemur niður mesta brattann og út á flatlendið. Hann er ekki langur en heldur ekki fullkannaður. Opið er frekar djúpt og gólfið rennislétt, eftir um 20 metra endar aðalrásin. Um það bil miðsvæðis í hellinum er gat í mittishæð, um 40 x 40 cm og er þó nokkur rás þar fyrir innan, frekar lág og það er þessi hluti sem er ekki full kannaður.“
Byrjað var að skoða hraunið norðan Svartengisfells (Sýlingafells, en svo nefnist fellið frá sjó séð). Með í för var Björn Steinar Sigurjónsson, en hann ásamt félaga sínum, Guðmundi Árnasyni, skoðuðu svæðið fyrir u.þ.b. 20 árum og fundu þá nokkra hella.

Sundhnúkur

Klepragígur í Sundhnúkum.

Sundhnúkur er stærsti, eða öllu heldur hæsti, gígurinn í hinni löngu gígaröð. Hraunið hefur runnið niður hlíðina og myndað slétt helluhraun að norðanverðu. Þar neðarlega í hlíðinni er hellir sá, sem Björn Símonar skoðaði á sínum tíma. Einhverjir höfðu tekið sig til og hlaðið umhverfis stórt opið. Niðri var drasl, sem skilið hafði verið eftir. Gólfið er slétt. Lofthæðin er um 3 m breyddin um 7 metrar og lengdin um 20 metrar. Hann lækkar eftir því sem innar dregur. Til vinstri í rásinni er fyrrnefnt op. Það víkkar lítillega skammt innar, en svo er að sjá að það þrengist aftur. Það verður þó ekki ljóst fyrr það hefur verið skoðað að fullu, en það verður ekki gert nema af vel mjóvöxnum manni.
Holrúm virðist vera undir sléttu gólfinu vestast í hellinum. Fróðlegt væri að kíkja þar undir með aðstoð járnkarls.
Næsti hellir var u.þ.b. 25 metrum sunnan við fyrstnefnda hellinn. Hann er þar í jarðfalli. Rásin er tvískipt og um 50 metra löng.

Sundhnúkahraun

Karlinn í Sundhúkahrauni.

Í þriðja hellinum er rásin um 30 m löng. Tl hliðar í henni er hægt að fara upp í heila hraunbólu.
Fjórði hellirinn er með stórt op. Botninn er sendinn. Til hægri er rás. Úr henni er hægt að komast inn í lágan sal með rauðbrúnu sléttu gólfi.
Fimmti hellirinn býður upp á þrjár leiðir. Til suðurs er löng rás. Botninn er sendinn, en svo er að sjá að fínn sandur, sem fokið hefur upp frá Vatnsheiðinni, hafi náð að safnast í lægðir og þessa hella norðan í Sundhnúknum. Rásin er ókönnuð, en hún er a.m.k. 30 metra löng. Efri rásin er um 15 metra löng. Hún endar eftir að komið er upp úr fallegri og rúmgóðri rás. Í þriðju rásinni, einnig með sendinn botn, er op til vinstri. Liggur hún niður á við, í kjallara. Í honum liggur lág rás áfram inn undir hraunið. Hún er ókönnuð.
Sjötti hellirinn hafði að geyma þröngar rásir, en mjög fallegar. Þær eru ókannaðar.

Sundhnúkar

Sundhnúkahraun – loftmynd.

Svæðið vestan Sundhnúks er þakið rásum og hraunæðum. Í rásunum þeim eru margir hellar og skútar. Einn hellir, sem Björn lýsti, og hann hafi séð fyrir tveimur áratugum, á að vera með fallegum rauðum hraunfossi, auk margra litafbrigða. Opið er lítið og vandfundið, enda fannst hann ekki í þessari ferð. Það á að vera norðvestur af Sundhnúk. Líklegt má telja að fleiri ferðir verði farnar á þetta svæði á næstunni. Nauðsynlegt er að vera í góðum galla og með bæði vettlinga og húfu til hlífðar.

Sundhnúkur

Skúti við Sundhnúk.

Sandakravegur

Gengið var um Skógfellaveg, beygt út af veginum skammt ofan við Stóru-Aragjá (Brandsgjá) og haldið upp Mosadal vestan við Kálffellið, upp fyrir Mosadalsgjá og áfram um sandsléttur norðvestan Nauthóla. Síðan var slóðinni fylgt suður með Fagradalsfjalli allt að Drykkjarsteinsdal. Þaðan var götu fylgt til vesturs yfir hraunið og komið inn á Skógfellaveg skammt norðan við Stóra-Skógfell.

Sandakravegur

Sandakravegur.

Þegar farið var út af Skógfellaveginum ofan við Brandsgjá og haldið inn á tiltölulega slétt mosahraunið var erfitt að álykta hvar svonefndur Sandakravegur gæti hafa legið þar um.
Í hrauninu ofan við slóðann má sjá örla fyrir gömlum götum, en mosinn er víða búinn að færa þær í kaf. Þegar gengið var niður af brún Grindavíkurgjár var ekki auðvelt að sjá hvar gatan gæti hafa legið um, en þar er þó ekki erfitt að fara um, t.d. með hesta. Mosadalur ber nafn með réttu. Hann er nokkuð sléttur og greiðfær. Þegar komið var að Mosadalsgjá var leitað að hugsanlegri leið upp úr dalnum, en einnig þar var erfitt að greina hana við gjárbarminn. Ofar tekur við gróið hraun. Þar gæti vegurinn hafa legið svo til hvar sem er. Ekki var að sjá vörðubrot á þeirri leið. Enn ofar tekur við slétt sandslétta, alveg upp að Nauthólum. Þetta svæði ofanvert hefur verið vel gróið fyrrum, en mikil landeyðing hefur átt sér stað.

Dalssel

Dalssel.

Dalsselið kúrir þarna á grasbakka innst í Fagradal. Þegar dalnum sleppir er leiðjn nokkuð greiðfær milli Fagradalsfjalls og hraunsins vestan þess. Sums staðar í hrauninu, ofan við hraunbrúnina, mótar fyrir götum.
Vestan við Kastið sést gatan vel í hrauninu og einnig suðvestan við Einbúa. Þar sést hvar kastað hefur verið upp úr götunni á allnokkrum kafla.
Sumir segja, og hafa stutt það með seinni tíma kortum, að Sandakravegur hafi legið af Skógfellavegi rétt ofan við Brandsgjá, um Mosadali og Nauthólaflatir, með Sandholti innri, Sandhól, Kastið og Borgafjall og um Drykkjarsteinsdal. Aðrir segja að vegurinn liggi um Dalahraun, um Beinvörðuhraun norðan Hrafnahlíðar með stefnu í Drykkjarsteinsdal. Reyndar er gata þar yfir hraunið, mest áberandi vestan dalsins. Kemur hún inn á leið, sem sýnir Sandakraveg liggja til norðurs á kortunum.

Sandakravegur

Sandakravegur.

Á kortum og í örnefnaskrám er, sem fyrr sagði, getið um Sandakraveg eða Sandakradalsveg. Sú leið er sögð í seinni tíð kljúfa sig út úr Skógfellaleiðinni á brún Stóru-Aragjár (Brandsgjár), sveigja til suðausturs áfram suður úr upp að Fagradal og Fagradalsfjalli að vestanverðu yfir í Drykkjarsteinsdal.
Einnig liggur gata frá Drykkjarsteinsdal yfir hraunið að Stóra-Skógfelli og kemur inn á Skógfellaveg skammt norðan við fellið. Hún hefur einnig verið nefnd Sandakravegur. Þar er varða á hraunbrún, auk þess sem reistar hafa verið upp sléttar hellur með götunni á kafla. Í raun hefur greiðasta leiðin með hesta af Skógfellavegi inn að Drykkjarsteinsdal og þar með gömlu þjóðleiðina austur til Krýsuvíkur, verið um Mosadalina, upp úr þeim um sandsléttuna norðvestan Nauthóla og síðan með Fagradalsfjalli áleiðis að Drykkjarsteinsdal. Á þessari leið er kastað duglega upp úr götunni og þar er gerði fyrir hesta eða fé sunnan Einbúa. Ekki sést þó móta fyrir götu upp úr Mosadölum, en hún ætti að sjást enn á brúnunum. Hins vegar er hin leiðin, af Skógfellavegi norðan Stóra-Skógfells, mun styttri og greiðfærari, t.d. fyrir fótgangendur. Þar, sem og á þessum hluta Sandakaravegar, er gatan mörkuð djúpt í klöppina á löngum kafla.
Sandakravegur hefur einnig verið nefndur Sandhalavegur. Skýringin er sennilega sú að hólar voru stundum nefndir „halar“ sbr. Hrísahali (Hríshólar) ofan við Garð. Sandhólar eru við Sandakraveg og gætu þeir hafa verið nefndir „Sandhali“.
Hvað sem öllu líður er ljóst að báðar þessar leiðir hafa verið farnar fyrrum, en hver nöfnin á þeim hefur verið, verður væntanlega seint vitað með vissu.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 44 mín.

Sandakravegur

Sandakravegur.

Sól og skuggar

Kynningarfundur var haldinn á bæjarskrifstofunum í Grindavík fimmtudaginn 20. nóvember 2008.
Á fundinum kynntu fulltrúar Hitaveitu Suðurnesja (HS) hugmyndir sýnar um boranir og jarðvarmaorkuver í SvartsengiEldvörpum. Júlíus Jón Jónsson, forstjóri, Albert Albertsson, aðstoðarforstjóri og Guðmundur Ómar Friðleifsson, jarðfræðingur HS, kynntu áfromin. Þá kynnti fulltrúi VSÓ ferli og formsatriði slíkrar mannvirkjagerðar, bæði hvað varðar undirbúning, framkvæmd einstakra liða, öflun nauðsynlegra leyfa (sem eru 19 talsins) og gerð deili- og aðalskipulags fyrir svæðið. Hér á eftir er meginefni fundarins rifjað upp, auk þess sem getið er nokkurra mótvægisábendinga því hafa ber í huga, kannski af eðlilegum ástæðum, að málflutningur fulltrúa HS snýst einungis um möguleika á nýtingu Eldvarpasvæðisins til jarðhitanýtingar en ekkert annað þrátt fyrir að aðrir nýtingamöguleikar þess eru bæði margvíslegir og gætu gefið af sér margföld verðmæti umfram þau, sem reifuð voru á fundinum.
HS hefur nýtingarrétt á umræddu svæði næstu 70 árin (ca.), en ríkið á landið þótt það sé innan lögsagnarumdæmis Grindavíkur. Fyrirtækið hefur hins vegar ekki nýtingarleyfi. Fram kom þó að HS telji sig hafa rannsóknarleyfi bæði í Svartsengi og Eldvörpum, en skv. upplýsingum viðkomandi ráðuneytis virðist ekki vera um gilt leyfi í Eldvörpum að ræða.
Þar var boruð ein hola fyrir u.þ.b. 28 árum (vegurinn þangað var lagður fyrir u.þ.b. 30 árum), en hún hefur ekki verið nýtt þótt hún gefi ágætlega af sér. SprungusveimarÁ óvart hefði komið að holan reyndist vera á sama jarðhitasveim og Svartsengi, þ.e. að glögg vökvatengsl eru á milli vinnslusvæðisins í Svartsengi og geymisins í Eldvörpum (órofa jarðhitageymur). Nýting í Eldvörpum kemur því til með að bæta tiltölulega litlu við núverandi möguleika Svartsengissvæðisins.
Hafa ber í huga að Stefán Árnason, jarðfræðiprófessor við HÍ, telur nýtingarhlutfall Reykjanesvirkjunnar allt of mikla. Þar er verið að ganga stórlega á vatnsforða, sem safnast hefur upp á síðustu 10.000 árum. Hlutfallið ætti að vera um 130 wmw en er nú um 1000 wmw, sem mun að öllu óbreyttu þurrka upp forðann á skömmum tíma. Vegna ofnotkunnar og lítillar niðurdælingar hefur land á vikrjunarsvæðunum sigið. Hingað til hefur ekki verið skilgreint hversu mikið vatn og/eða gufu má nýta á hverjus væði, líkt og nú er t.d. gert á Nýja-Sjálandi. Viðbótarvirkjun á Svartsengissveiminn, þ.e. í Eldvörpum, mun stuðla að hinu sama. Tillögur eru og uppi að skábora holur norðan við Svartsengisfjall og í Arnarsetri. Þær holur eru þó fyrst og fremst hugsaðar til að skoða áhrif frekari orkuvinnslu á jaðar svæðisins. Hafa ber í huga að skáborun getur dregið u.þ.b. einn km út frá borstæðinu sjálfu, þ.e. ef lengd holunnar er nálægt 3 km.
Í Eldvörpum er fyrirhugað athafnasvæði HS Svæðiðgeysistórt, umfram það sem nú er í Svartsengi, eða um 750 hektarar. Til samanburðar má geta þess að Reykjanesvirkjunarsvæðið er um 150 he og Svartsengissvæðið er svipað að stærð. Svæðið, sem um ræðir, nær frá suðvestanverðum Þorbirni og vestur fyrir Eldvörp að sunnanverðu, upp í Sandfellshæð að norðvestanverðu, áleiðis upp í Sandfell að norðvestanverðu og austur fyrir Rauðhól að norðaustanverðu (í Illahrauni), þ.e. nánast að mörkum Svartsengissvæðisins (sjá gula svæðið á myndinni. Rauði reiturinn er tillaga að iðanaðarsvæði, m.a. í tengslum við orkuiðnaðinn). Í heildina er svæðið margfalt stærra en allt núverandi þéttbýlissvæði Grindavíkur. Innan þess er gert ráð fyrir fjórum borteigum, hverjum um 3500m2. Hver teigur á að bera fjórar borholur. Þær verða því sextán alls, skv. þessum fyrstu hugmyndum. Áætlað er að þær gefi af sér um 50 mw. Fróðir menn telja þó að svæðið í heild geti gefið allt að 200 mw, ef vel er leitað. Það myndi þýða 48 borholur til viðbótar á Eldvarpasvæðinu á 12 borteigum. Vel má ímynda sér hvernig svæðið muni líta út eftir þær framkvæmdir allar ef tekið er mið af fenginni reynslu annars staðar á virkjunarsvæðum! Virkjunin sjálf er hugsuð í sléttu Blettahrauni, vestan við Lágar og austan við Sundvörðuhraunið norðaustanvert. Þar er Árnastígur markaður í hraunhelluna, forn þjóðleið milli Húsatófta og Njarðvíkur, sem fulltrúi HS kallaði „göngustíg“.
Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að á þessum fundi var einungis fjallað og rætt um eina auðlind svæðisins, jarðvarmann. Ekkert var t.d. minnst á aðrar auðlindir, s.s. ósnerta náttúru og nýtingu hennar fyrir sívaxandi atvinnugrein, ferðamennskuna. Sá, sem sat fundinn, og hafði útsýni umfram „kassann“, gerði sér vel grein fyrir tvennu; þarna sat fólk, sem hugsaði einungis um eitt, en ljóst mátti vera sæmilega upplýstu fólki að möguleikar þessa einstaka náttúruminjasvæðis (er á náttúruminjaskrá) eru miklu mun meiri ósnortið til lengri tíma litið. Hafa ber í huga að líftími jarðvarmaorkuvers er takmarkaður við einn eða tvo mannsaldra.

Gígur

Ósnortið umhverfi, líkt og er í Eldvörpum, hefur ótakmarkaða nýtingu fyrir þær komandi kynslóðir, sem munu hafa vit á að nýta þær skynsamlegar en nú er áætlað. Hitt er svo annað mál að hófsöm nýting á núverandi jarðvarmaorku getur vel gengið, og er reyndar mikilvæg nútíma fólki, ef þess er sérstaklega gætt að raska alls ekki meiru en nauðsynlegt er á hverjum stað.
Ljóst mátti vera, að fulltrúar HS, gáfu þau svör, sem þeir töldu að viðstaddir vildu heyra. Við spurningunni um hina gífurlegu stærð vinnslusvæðisins var því svarað til að varlega væri farið af stað, ekki yrði neitt gert nema með samþykki bæjaryfirvalda og að sérhver framkvæmd þyrfti að fara í gegnum „nálaraugað“ áður en hafist yrði handa. Ekki var minnst á að að jarðýtur HS fóru um ósnortin mosahraun neðan við Sogaselsgíg fyrir örfáum misserum án vitneskju þeirra er samþykkja áttu slíkt og borvinnsla hófst þar án þess að tilskilin leyfi lágu fyrir frá hlutaðeigandi sveitarfélagsstjórn. Nú stendur þar eftir ónýtt borstæði með varanlegu sári í einu litskrúðugasta umhverfi Reykjanesskagans, Sogin.
Í máli Guðmundar Ómars kom það helst fram sem þegar er vitað um jarðfræði Reykjanesskagans; mörg nútímahraun, jarðvarmasveimir á rekbeltum og að grunnvatnsrennsli taki mið af legu berglaga og kælingu grunnvatns m.v. nýtingu, annars vegar án niðurdælingar upptökuvatns og hins vegar með niðurdælingu.
Nýjar upplýsingar fólust þó í tíðni eldgosatímabila (2000 ár) og færslu þeirra um Skagann. KynningGoshrinurnar hafa í gegnum árþúsundin færst vestar og óvíst hvar þær kunni að bera niður næst, þ.e. eftir eða innan ca. 100 ára. Ef sæmilega skynsamur maður skoðar annars vegar kort af goshrinunum og hins vegar staðsetningu þeirra má telja mjög líklegt að næsta samfellda goshrina á Reykjanesskaganum verði vestast eða vestan við Reykjanesið og, ef um myndarlega hrinu verður að ræða, stækka það á haf út.
Albert sagðist myndi verða stuttorður, en kunnugir vita að það orð þekkir sá ekki, enda varð raunin allt önnur á svo stuttum fundi, sem ætlunin var að halda. Orðum sínum fylgdi hann þó eftir með skriflegum drögum að „Undirbúningi virkjunar í Eldvörpum“.
Þá fjallaði Albert um „Auðlindagarða á Reykjanesskaga“ er eiga að snúast um heitt vatn og rafmagn. Albert virðist hafa fest höfuðið í einni borholunni því hann virtist hvorki sjá aðrar auðlindir á svæðinu eða hvernig mætti nýta þær til framtíðar.

Jarðmyndun

Ljóst er að deyjandi Svartsengisvirkjun sárvantar vara- og neyðarafl fyrir þjónustusvæði sitt, einkum Reykjanesbæ. Fyrirhuguð er bygging nýrrar dælustöðvar í Svartsengi til að mæta því. Um bráðaframkvæmd er að ræða. Þrátt fyrir að virkjunarmenn telji sig jafnan þurfa að horfa áratug fram í tímann hvað úrræði og kosti varðar, virðist einhverjir þeirra hafa sofið á verðinum, a.m.k. hvað varðar næstu framtíð.
Möguleikar jarðvamaorkuvers í Eldvörpum felst m.a. í framleiðslu metanols. Tiltölulega litla jarðvarmaorku þarft til slíkrar framleiðslu, sem líklega verður einn af orkumgjöfum framtíðarinnar. Nálægð slíkrar framleiðslu við hugsanlegt iðnaðarsvæði vestan Grindavíkur gæti gefið mikla möguleika á ýmsum orkutengdum iðnaði. Hafa ber í huga, að þetta lag hefur áður verið kyrjað, bara með öðrum texta á öðrum tíma.
Spurt var svolítið óþægilegar spurninga, s.s. um loftmengunarlag virkjunarsvæðisins? Svarið var stutt: „Ekki komið svo langt“. Spurt var; „Hvað um sjónmengun af gufunni frá borholum líkt og í Svartsengi?“ Svar: „Hún verður engin.“ Eldri Grindvíkingar vita þó að gufa sást einungis í Svarsengi þegar kaldast var, en í dag sést hún jafnvel á heitasta degi ársins – og það mikil. Ekki er óeðlilegt að bæjarbúar vilji vita hver ásýndin muni verða frá bænum. Spurt var: „Munu mannvirkin sjást frá bænum?“ Svar: „Nei, hæðardrag ber á milli“. Hvaða hæðardrag?
ÁrnastígurBorteigarnir verða vestan við Eldvörp, allt frá því móts við núverandi borholu til norðausturs að Lat, eða u.þ.b. 1.5-2.0 km leið. Það svæði er tiltölulega sléttlent, en ægifagurt í samhengi sprungureinarinnar og gígraðarinnar, sem þar er. Eina raskaða svæðið í Eldvörpum er í kringum núverandi borholu. Til gamans má geta þess að helstu rök virkjunarsinna fyrir ákvörðunum sínum eru jafnan þau að benda á að afsakanlegt sé að fara inn á slík svæði vegna þess að þeim hafi þegar verið raskað. Spurningin er hvort röskunin fyrir 30 árum hafi verið gerð vegna fyrirhugaðra framkvæmda síðar – og þá með hvaða heimild í upphafi? Minna má að hraun er runnið hafa á sögulegum tíma njóta sérstakrar verndar.
Fram kom að fyrirhugað virkjunarsvæði sé á vatnsverndarsvæði skv. gildandi skipulagi. Slíkt mun fela í sér mjög miklar takmarkanir til athafna. Sumir munu vilja minnka verndarsvæðið í þeim tilgangi að auka möguleika á virkjun. Þetta atriði, eitt sér, mun eflaust kost bæði orðsins átök og efnisleg, þ.e. í framkvæmd.
Í máli fulltrúa VSÓ kom m.a. fram lýsing á málsmeðferð rannsóknarborana á jarðvarmasvæðum. Beyta þarf deiliskipulagi í Grindavík, ef nýta á svæðið skv. óskum HS, ákveða og afgreiða þarf framkvæmdarleyfi og breyta þar aðalskipulagi. Líklegt má telja, m.v. undanfarna vakningu í umhverfismálum, að bæjaryfirvöldum muni verða það mjög torsótt. Allt þetta, og meira til, þarf að gera áður en byrjað verður að bora í Eldvörpum. Beiðni um þetta ferli frá HS hefur þegar borist bæjaryfirvöldum í Grindavík.
FornminjarÁ fundinum var verið að hluta til verið að fjalla um ómetanlega náttúruauðlind Eldvarpanna. Framsetning fulltrúa HS á umleitan þeirra verður því að taka með mikilli varúð.
Þess má geta í lokin að vitað er um marga fornminjastaði við eldvörpin og ljóst má vera að enn fleiri mannvistarleifar kunna að leynast í og við Eldörpin. Ekki eru t.d. liðin nema 3 ár síðan FERLIR fann áður óþekkt byrgi á svæðinu. Þau bíða rannsóknar. Að fenginni reynslu er líklegt að enn fleiri minjar séu þarna. Fornleifaskráning mun ekki upplýsa um þær allar, hversu kostnaðarsöm sem hún verður. Sem dæmi má nefna Suðurstrandarveginn svonefnda. Eftir að fornleifaskráningarskýrslu um svæði hans var skilað, bentu kunnugir á að um þriðja tug minja (sögu- og náttúruminja) vantaði í skrána. Ef ekki hefði orðið fyrir þeirra glöggskyggni má ætla að ýmis ómetanleg verðmæti gætu þar hafa farið forgörðum. Vonandi munu bæjarfulltrúar, skipulagsfulltrúi, byggingarfulltrúi og aðrir embættismenn Grindavíkurbæjar bera gæfu til að meta heilstætt öll þau verðmæti og auðlindir, sem svæðiið býr yfir, ekki einungis til næstu framtíðar heldur og til enn legri framtíðar.
HÉR má sjá nákvæma fornleifaskráningu fyrir Eldvörp.

Eldvörp

Í Eldvörpum.

 

Jarðfræði

Meginhálsar Reykjaneskagans eru tveir; Vesturháls og Austurháls, öðrum nöfnum Núpshlíðarháls og Sveifluháls. Báðir eru afurðir gosa á sprungureinum Norður-Atlantshafshryggjarins er ísaldarjökull þakkti landið. Meiri „hryggjarleifar“ eru á Reykjanesskaganum eftir gos á sprungureinum undir jökli, s.s. hluti Brennisteinsfjalla (Sandfell og Vörðufell) og Fagradalsfjall (og Vatnsfellin, Litli-Keilir og Keilir).

Sog

Í Sogum.

Hér er ætlunin að gefa svolitla mynd af Núpshlíðarhálsi. Syðsti hluti hans er einstakur hvað varðar gosmyndanir eftir að síðasta jökulskeiði lauk. Tvær gígaraðir á gossprungum liggja upp eftir honum í NA, allt inn að Djúpavatni austanverðu. Sjá má gígana utan í móbergshlíðunum. Ennþá áhugaverðara er að ganga eftir þeim og berja augum hinar einstöku jarðmyndanir og litbrigði. Gígarnir sunnan Vigdísarvalla eru einstaklega formfagrir, Slaga er austan Vallanna og gígur skammt norðaustar á sprungureininni virðist líkt og teygja sig út úr Fögruflatarhorni. Ketill austan Traðarfjalla og Djúpavatns er hluti af gígaröðinni.
Selsvellirnir vestan við Núpshlíðarháls eru eins og vin í eyðimörk, og þar var og er eftirsótt beitiland fyrir búfé. Selsvellir tilheyrðu Stað í Grindavík og notuðu Staðarprestar og hjáleigubændur þeirra selstöðuna. Um miðja nítjándu öld höfðu hér 6 bændur í seli ásamt prestinum á Stað og átti hver sitt selhús. Samtals voru þá um 500 fjár og 30 nautgripir á Selsvöllum. Við austanverða og suðvestanverða Vellina eru miklar tóftir frá selstöðunum.
Norðan Selsvalla taka aftur við hraun, mosavaxin víðast hvar, sunnan Einihlíða og Mávahlíða.
Núpshlíðarháls-loftmynd Spölkorn suðvestan við Núpshlíðarháls, úti í hrauninu sunnan við hann, er einn fallegasti hraungígurinn á Reykjanesskaga, Moshóll. Því miður er búið að skemma hann með umferð ökutækja og er það sorglegt dæmi um virðingarleysi í umgengni okkar við náttúruna. Hann er nyrsti gígurinn á gígaröð sem Afstapahraun nýrra er runnið úr. Það rann í norður og í sjó fram í Vatnsleysuvík, hjá Kúagerði, eftir að land byggðist. Úr suðurhluta sprungunnar er Leggjabrjótshraun runnið, sem fyrr er nefnt. Jarðhiti er á svæðinu á milli Sandfells og Oddafells.
Austan í sunnanverðum Núpshlíðarhálsi er gígaröð á sprungurein sem fyrr er lýst. Nær hún langleiðina upp fyrir Djúpavatn austanvert. Syðst er röðin tvískipt. Í henni austanverðri eru einstaklega fallegar gosmyndanir með mikilli litadýrð. Undir einum gíganna er hellir.
Alls hafa fundist tæplega 200 tegundir blómaplantna og byrkninga (burknar, elftingar, jafnar) í Reykjanesfólkvangi. Flestar tegundirnar eru algengar um land allt, en einstaka eru bundnar við Suðurland, t.d. grástör og gullkollur.
Við fyrstu sýn virðist svæðið hrjóstrugt á að líta, en ef betur er að gáð kemur í ljós margbreytilegt gróðurfar. Fyrst ber að nefna mosann sem klæðir hraunin á stórum svæðum eins og t.d. í Ögmundarhrauni og setur hann óneitanlega mikinn svip á landið. Grámosi(gamburmosi) er ríkjandi tegund og ræðst tilvist hans af hinu raka úthafslofti. Annars staðar er gróskumikill lynggróður, t.d. krækilyng, bláberjalyng, aðalbláberjalyng, sortulyng og beitilyng. Lítið er um kjarrlendi í Reykjanesfólkvangi.  Kjarrgróður er einkum norðanmegin á svæðinu, en ljóst er að núverandi kjarr eru leifar víðáttumeira kjarrlendis. Einna vöxtulegastur trjágróður er umhverfis Búrfell og Smyrlabúð. Birki er aðaltrjátegundin sem myndar kjarr, en á stöku stað má sjá allstóra gulvíðirunna. Undirgróðurinn er einkum lyng og grös, s.s. hálíngresi, ilmreyr, bugðupuntur, svo og blómplöntur, t.d. blágresi, brennisóley og hárdepla. Burnirót má finna í hlíðunum.

NúpshlíðarhálsStór hluti fjallgarðsins eru sandberg, bólstraberg, melar og bersvæði. Gróður er mjög strjáll á slíku landi og einungis harðgerðar tegundir þrífast þar, t.d. melskriðublóm, holurt, geldingahnappur og lambagras.
Þéttur valllendisgróður liggur víða undir fjallshlíðum með ríkjandi grastegundum; týtulíngresi, hálíngresi og blávingli. Flest eru valllendin tún fornra bæja eða selja eins og örnefnin gefa til kynna: Selvellir, Seltún og Vigdísarvellir.
Mýrargróður er helst að finna undir austanverðum hlíðunum miðjum, í Krókamýri. Þar vaxa algengar mýrarplöntur eins og mýrarstör, gulstör, klófífa, engjarós, mýrardúnurt og horblaðka.
Eitt af sérkennum í Núpshlíðarhálsi eru jarðhitasvæðin og þar eru nokkrar einkennisplöntur. Fjölskrúðugastur er gróðurinn á jarðhitasvæðinu í Sogunum og Sogadal. Þar vaxa tegundir svo sem laugasef, lindasef og lækjadepla. Einnig er margbreytilegur gróður í volgrunni sem rennur um norðanverða Selsvelli, t.d. sefbrúða og laugabrúða. Af sjaldgæfari tegundum má nefna ýmsar blómplöntur, t.d. fjalldalafífil. skógfjólu, geithvönn og jarðaberjalyng, sem einnig finnast í Geitahlíð.
GrænavatnseggjarFjallgarðurinn er á miðju virka gosbeltinu, sem liggur eftir Reykjanesskaga endilöngum. Gossaga skagans er tiltölulega vel þekkt. Eldvirknin hefur verið stöðug síðustu árhundruðþúsundin og virðast koma í hrinum sem koma á um 1000 ára fresti og stendur yfir í u.þ.b 200 ár. Sögulegur tími á Íslandi nær frá landnámsöld til okkar daga. Ein meiri háttar goshrina hefur átt sér stað á Reykjanesskaganum á þeim tíma. Þeirri hrinu má skipta í þrjú aðalgos. Það elsta eru Bláfjallaeldar sem hófust árið 930 og stóðu yfir í u.þ.b. 100 ár. Miðgosið er nefnt Krýsuvíkureldar. Aðalgos þeirra var árið 1151. Í gosinu opnaðist um 25 km löng sprunga og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan myndaðist Ögmundarhraun í þessu gosi en að norðan rann Nýjahraun sem flestir nefna Kapelluhraun. Í þriðju goshrinunni urðu Reykjaneseldar sem stóðu yfir frá 1210 til 1240. Það gos var yst á skaganum og hluti umbrotanna var í sjó þar sem Eldey reis upp úr sjónum.

Eldvirkni raðar sér á svokallaðar sprungureinar þar sem eru gosstöðvar og opnar gjár. Oft eru sigdalir eftir endilöngum Hrútaberjalyngsprungureinunum og gígaraðir. Sprungureinarnar eru yfirleitt 25-50 km langar og 5-7 km breiðar. Ein þeirra fer um Hálsana, þ.e Krýsuvíkurrein sem liggur frá suðvestri í norðaustur yfir Reykjanesskagann. Háhitasvæði er á sprungureinuninni, þ.e. í Sogunum og nágrenni við þau.
Jarðlögin í og utan við Núpshlíðarháls eru grágrýtishraun frá síðustu hlýskeiðum ísaldar, móberg og bólsturberg sem hafa myndast undir jöklum síðustu jökulskeiða og hraun runnin eftir að jökull hvarf af svæðinu. Í Núpshlíðarhorni, og þar suður af allt til sjávar, er grágrýti sem jöklar hafa sorfið og skafið. Austar eru væntanlega leifar af fornum dyngjum og hafa líklega myndast á síðasta hlýskeiði sem lauk fyrir 120 þúsund árum. Geitahlíð er t.d. gömul grágrýtisdyngja og grágrýtishella er líka vestan og austan af hálsinum. Sunnan, vestan og norðan Kleifarvatns er móberg og líkt og Núpshlíðarháls er Sveifluháls móbergshryggur sem hafa hlaðist upp undir jökli. Segja má að þessi jarðmyndum sé eitt af sérkennum Íslands. Á Reykjanesskaganum er þessar myndanir hvað mest áberandi, þar sem Norður-Atlantshafshryggurinn „gengur á land“. Landið gliðnar og meginlandsflekarnir, Ameríkuflekinn og Evrópuflekinn, og fjærjaðrarnir færast hægt og rólega frá hvorum öðrum. Á millum þeirra alast upp afkvæmi herra Elds og frú Kviku.

Heimildir m.a.:
-http://www.umhverfisstofa.is/reykjanesfolkvangur/
-http://www.utivist.is/greinar/
-http://www.umhverfisstofa.is/reykjanesfolkvangur/natturuf.htm

Sogin

Þórkötlustaðir

Álagasteinninn Heródes er vestan traðanna, innan garðs Vestari-Vesturbæjar í Þórkötlustaðahverfi.

Heródes

Áletrun á Heródesi.

Sagnir eru um að steininn egi hvorki færa né raska honum á nokkurn hátt. Talið var að fornar rúnir væru markaðar á hlið steinsins, en ef vel er að gáð í réttri birtu má sjá þar klappað á bókstafinn „S“, ferkantaðan.
Sú sögn hefur gengið mann af manni að þennan stein beri að umgangast af varfærni. Dæmi er um að illa hafi verið hirt um steininn og hefur þá hinum sama bæði liðið illa og gengið brösulega uns úr var bætt. Nú er löngu gleymt hvers vegna, en þó er ekki útilokað að einhver búi enn yfir þeirri vitneskju.Álagasteinar eru víða til og engin ástæða til annars en að taka ábendingar um þá alvarlega. Eflaust er einhver ástæða fyrir ábendingunni, s.s. grafstaður, staður þar sem sýn hefur birst, annað hvort í sjón eða draumi, sóttarstaður eða jafnvel tilbúningur. Hvað sem öllu líður er ekki hægt að útiloka að ábendingin sé af alvarlegum toga og því full ástæða til að fara varlega. Mörg dæmi eru þekkt þar sem menn hafa gengið gegn álögum og hlotið skaða af, einkum frá álfum.
Sjávargöturnar í Þórkötlustaðahverfi voru þrjár. Steinninn er skammt frá Mið-götunni. Ekki er ólíklegt að ætla að þar hafi sjómenn fyrrum gengið framhjá og signt sig á leið til skips, líkt og við Járngerðarleiðið við sjávargötuna milli Járngerðarstaða og Fornuvarar. Skammt neðar lá gamla gatan milli Hrauns og Ness (Þórkötlustaðaness).

Heródes

Heródes.

Skipsstígur er gömul þjóðleið milli Grindavíkur (Járngerðarstaða) og Njarðvíkur.
Í dag má sjá götuna Vegavinnuskjolmilli Sjónahóls ofan við Njarðvík að Nesvegi ofan Járngerðarstaða. Gatan er vörðuð alla leiðina og er Títublaðavarðan sú syðsta. Sagan segir að nafnið sé til komið annað hvort vegna þess að áhafnir hafi borið skip sín (árabáta) á milli byggðalaganna eftir því sem viðraðist eða að fiskimenn hafi gengið þessa götu milli staðanna til og frá skipi (veri).
Þegar nýi Grindavíkurinn (akvegurinn) hafði verið lagður 1918 lagðist umferð um Skipsstíg niður. Á a.m.k. tveimur stöðum má sjá kafla þar reynt hefur verið að laga gömu götuna og gera hana vagnfæra.
Báðir staðirnir heita lágar, þ.e. Lágafallslágar sunnan Heimastaklifs og Gísllágar sunnnan Vörðugjár. Þar hefur gatan verið unnin; hlaðið í kantana og fyllt á milli með möl og grús. Kaflinn í Lágafellslágum er heldur lengri. Báðir staðirnir hafa það sammerkt að við þá eru skjól, sem vegavinnumenn hafa hafst í.
GislhellirÍ Gíslhelli er mikil vegghleðsla í hraunrás og í syðra er aflangt hraunhveli, opið í báða enda. Svo virðist sem vegkaflarnir hafi verið valdir með hliðsjón af skjólum þessum. Þarna hafa vegavinnumen getað leitað afdreps í vondum veðrum, rigningu og sudda.
Talið er líklegt að vegaframkvæmdir þessar hafi verið þáttur í tímabundinni atvinnubótavinnu í kringum aldamótin 1900. Annað hvort hefur einungis lítilli fjárhæð verið varið til verksins af hálfu hreppsins eða það lagst af vegna þess að þátttakendur hafa fengið atvinnu við annað. Auk þess gerði tilkoma bílsins um þessar mundir það að verkum að gerð vagnvega varð óþörf því sjálfrennireiðin gerði kröfu til annars konar vegagerðar.

Gíslhellir

Við Gíslhelli við Skipsstíg.

 

 

Grindavík

Eftirfarandi er lýsing Geirs Barchmans, sóknarprests á Stað í Grindavík, á landamerkjum Grindavíkur. Hafa ber í huga að þegar þetta er skrifað hafði Geir verið u.þ.b. eitt ár í Grindavík og virðist ekki vel kunnugur öllum staðháttum.
Valahnukur„Fram til 1946 náði Grindavíkurhreppur yfir tvær kirkjusóknir, Staðarsókn í Grindavík og Krýsuvíkursókn. Staðarsókn sem nefnd var Grindavíkursókn, náði frá Valahnúk að vestan og austur að Selatöngum. Valahnúkur er landfastur klettur sem skilur að land og reka Grindavíkur og Hafna. Að austan, á Selatöngum, voru landamerki Grindavíkur- og Krýsuvíkursóknar miðuð við klett í fjörunni, sem Dágon nefnist. Skildi hann að land og reka Grindavíkur og Krýsuvíkur. Í norðri eiga Grindvíkingar hreppamörk með Njarðvíkingum, Vogamönnum og Strandarmönnum.“
Í sóknarlýsingum Geirs Bachmann frá 1835-1882 segir auk þess: „Skammt frá Valahnúk í landnorður er aðrísanda fell, Vatnsfell kallað og enn lengra í sömu átt, litla bæjarleið (sem er 3/4 úr mílu), liggur nokkuð hærra og ummálsmeira eins lagað fell, Sílfell, og eru landamerkin sjónhending milli þessarra þriggja punkta.
Af Sílfelli sést lengra Skogtil norðurs dalverpi, kallað Haugsvörðugjá, er hún bæði löng og breið, þó eigi sé fjarska djúp, með lágum klettum á sumum stöðum, en aftur upplíðanda sandflesjum á öðrum. Teygist hún með afleiðingum sínum fullkomna hálfa aðra mílu til landnorðurs, milli Sílfells og Súlna, og aðskilur land hreppanna og sóknanna, þ.e. Hafna og Grindavíkur. Súlur er bratt, einstakt fell, í kollinum aðskilið sem tvö fell færu, að austnorðanverðu með sléttri, lágri og stuttri hæð eður hálsi áfast við Stapafell, og eru Súlur, sem enn aðskilja nefndra hreppa land, eins og Stapafell, Njarðvíkurland og Grindavíkur. Stapafell er ekki eins hátt og Súlur, en ummálsmeira, og að ofanverðu í það dæld að endilöngu, svo lítur til austurs frá Stapafelli yfir hraun og ógöngur, sjónhending á lágt og lítið, einstakt fell, Litla-Skógfell, sem stendur í hrauni þessu. Aftur eru mörkin enn í austur í annað enn lægra fell eður stóra hæð, kallað Kálffell, og þaðan enn þá í austur beina stefnu í nyrðri rætur Fagradalshagafells.

Kongs

Er vegalengdin frá Stapafelli til síðst nefnds fells ef beint yrði farið, á að giska hér um þrjár mílur. Fagradalshagafell er að vísu ekki hátt fell, en getur þó vegna ummáls og hæðar talist sem eitt af fjöllum þeim, er liggur fyrir sunnan Keili, og afleiðinga af Lönguhlíðarfjöllunum fyrir ofan Hafnarfjörð, og þaðan sést í suðurátt. Að norðanverðu við nefnd markalínu (þ.e. úr Stapafelli í Fagradalshagafell), eiga Njarövíkingar og Vogamenn land móts við Grindvíkinga að sunnan. Enn eru takmörk sóknarinnar sjónhending fjallasýn úr Fagradalshagafelli til austurs landsuðurs í enn eitt fell, Hraunsselsvatnsfell, aftur í sömu átt þaðan í Framfell, en á Vigdísarvöllum Vesturfell kallað, og er þá að norðan og landnorðanverðu Strandarmanna land og hinn svonefndi Almenningur.
Úr Vesturfelli beygjast mörk sóknarinnar til suðurs réttsuðurs, niður í Hamradal kallaðan, og þaðan beint í Núphlíð, hvaðan þau eru sjónhending yfir Dagoófæruhraun á Selatanga. Vegalengdin úr Vesturfelli suður á Selatanga er á að giska 2 mílur, ef beint yrði farið.“
Í austri eiga Grindvíkingar land á móts við Krýsvíkinga. Grindavíkurhreppur átti landamörk með Strandahreppi í austri og voru þau við sjó í Seljubótarnefi en voru dregin þaðan í svonefndan Sýslustein sem stendur við þjóðveginn í Selvog. Við Sýslustein beygði landamarkalínan aðeins til austurs og þaðan bein lína í Litla-Kóngsfell og þaðan til fjalla sem nú heita Bláfjöll.
Land Grindavíkur er að mestu þakið hrauni sem runnið hefur eftir lok síðustu ísaldar. Sjóndeildarhringur Grindvíkinga takmarkast víða af fjöllum sem flest eru í landi Grindvíkur. Þau eru frekar lág en setja mikin svip á umhverfið. Þau eru öll talin vera gosmyndanir og eru frá því seint á síðustu öld.
Ströndin meðfram Grindavík liggur fyrir opnu úthafinu og er víðast hvar lág og lítið vogskorin. Nokkrar litlar víkur ganga inn í hana og eru Staðarvík, Járngerðarstaðarvík og Hraunsvík þeirra stærstar.“

Heimild:
-Geir Bachmann, sóknarlýsingar 1835-1882.

Sýslusteinn

Sýslusteinn.