Tag Archive for: Grindavík

Bollar

Ætlunin var að ganga upp frá Geithöfðahálsi ofan Geithöfða með stefnu á sunnanverða Gullbringu norðan efri Kálfadala. Útsýni var niður í neðri Káldadali þar sem hrauntaumurinn Víti liggur niður með austanverðri hlíð dalsins. Fjær í suðri er Geitahlíðin með Æsubúðum efst.

 

GigarFetið var fótað með suðvestanverðum hlíðum hennar inn á heiðarhálsinn. Þaðan var stefnan tekin upp brúnir Kálfadalahlíða. Efst á þeim var ágætt útsýni inn að Vörðufelli til vinstri og Sandfelli til hægri. Gosgígar og eldborgir þar á millum nutu sín í kvöldsólinni.
Skv. kenningum er heil sýsla, Gullbringusýsla, kennd við þetta fjall. Meðan á göngunni stóð gafst gott tækifæri til að virða fyrir sér Sveifluhálsinn frá öðru sjónarhorni en þegar ekið er meðfram honum handan vatnsins og er hann ansi ábúðarmikill að sjá. Austan Gullbringu er hraunstraumur mikill sem rennur út í Kleifarvatn. Þetta hraun heitir Hvammahraun og er kennt við hvammana sem eru í kring þar sem það fellur út í vatnið.  Þessi hraunstraumur er einn af meginstraumum sem hafa komið hafa úr mikilli gígaröð í Brennisteins-fjallaeldstöðinni, kennd við Eldborg. Hinn straumurinn fellur niður í Herdísarvík, töluvert austar. Sá hraunstraumur kom úr tilkomumiklum Draugahlíðargígnum, eða Bláfeldi eins og gígurinn er gjarnan nefndur.
Gigur-2Í raun er „Eldborgin“ ekki rétt staðsett á landakortum. Á þeim er tekið mið af sýnilega efsta gígnum á sprungureininni, sem þar er. Reinin sú gaf af sér svolítinn hraunstraum, en meginstraumurinn kom úr „eldborg“ þeirri er viðurkenningu ætti að fá sem drottning Fjallanna. Borgin sést vel þegar komið er upp með vestanverðu Hvammahrauni. Hún er þá framan við hina kortlægu „Eldborg“. Þegar betur er að gætt má vel sjá hvernig „eldborgin“ hefur fætt af sér hinn mikla hraunstraum er liggur þarna niður hlíðina og niður í Hvamma. Síðasti hraunstraumurinn staðnæmdist í Kleifarvatni. Þar eru nú helstu hrigningarstöðvar silungs þess er sleppt var í vatnið á sínum tíma.
kalfadalir efriÞetta er í raun ekki svo ströng ganga. Sú litla hækkun sem verður er nokkuð róleg, en eitthvað er um upp og niður. Öll leiðin er greiðfær yfirferðar. Þegar komið er efst á frumbrúnir blasa „eldborgirnar“ við framundan. Þá, ef hraunið er fetað til hægri, er tiltölulega greiðfært áleiðis inn að „Eldborginni“
En hvers vegna heitir sýslan Gullbringusýsla? Ef nafnið er dregið af fjallinu Gullbringu, hvers vegna var það þá valið?
Gullbringusýsla er fyrst nefnd í skjali frá árinu 1535 og náði hún yfir hluta hins forna Kjalarnesþings. Gullbringa er sýnd á herforingjaráðs-kortum sem hæðarbunga við suðaustanvert Kleifarvatn (308 m).
Gullbringa-2Stefán Stefánsson sem kallaður var „gæd“ (af „guide“) taldi það þó hæpið, þar sem kunnugir menn á þessum slóðum hefðu jafnan kallað lyngbrekku þá sem er vestan í Vatnshlíðinni Gullbringu og nær hún niður undir austurströnd vatnsins.
Vilhjálmur Hinrik Ívarsson í Merkinesi sagði að grasbrekkur frá Hlíðarhorni vestra og austur að Hvannahrauni væru nefndar Gullbringur (Örnefnaskrá í Örnefnastofnun).
Jón Ólafsson úr Grunnavík taldi að nafnið Gullbringa nærri Geitahlíð væri frá Dönum komið sem hafi talið það fallegt og viðeigandi þar sem staðurinn lá nærri sýslumörkum við Árnessýslu. (Kristian Kålund: Íslenzkir sögustaðir I:51). Álitið er að staðurinn hafi fyrrum verið blómlegri en síðar hefur orðið vegna uppblásturs.

Gullbringa-3

Ekki virðast beinar heimildir um þinghald í eða við Gullbringu og er því margt á huldu um þessa nafngift. Gullbringur eru í Mosfellsheiði, en sýslunafnið getur ekki átt við þær þar sem þær eru ekki í sýslunni. Örnefnið Gullbringa eða -bringur er til víðar á landinu og virðist merkingin vera gróðursælt land.
Þegar horft er á jarðfræði svæðisins liggur ljóst fyrir að grunnbergið er móberg. Á jökulskeiðum hafa byggst upp móbergsfjöll, hryggir og stapar. Verulegur hluti þess er þakinn nútímahraunum. Þessi hraun liggja víða að móbergsfjöllunum og hafa að hluta eða öllu leyti kaffært þau. Munur er því á upphleðslu á jökulskeiðum annarsvegar og hlýskeiðum hinsvegar. Jökulskeiðsmyndanir eru yfirleitt brött fjöll meðan hlýskeiðsmyndanirnar eru dyngjur og hraunabreiður.

Eldvarp

Brennisteinsfjöllin og framhald þeirra til norðausturs, hryggur sem nær norður í Kristjánsdalahorn, eru móbergsmyndanir. Eldvirkni á nútíma hefur verið allmikil. Stóru dyngjurnar Heiðin há og Leitin tilheyra Brenni-steinsfjallakerfinu. Veruleg eldvirkni varð á fyrstu öldum Íslandsbyggðar og runnu þá m.a. hraun niður í Selvog og niður í átt að Heiðmörk auk þess sem Svínafellsbruni varð til. Mikil misgengi eru norðan
Brennisteinsfjalla.
Norðvestan „Eldborgar“ (vestan Elborgar) er hrauntröð. Norðvestar, þar sem hún endar, virðast skv. loftmynd vera nokkur hellavænleg göt. Greiðfærasta gönguleiðin þangað er norðaustan Gullbringu, upp með austanverðum hraunkanti Hvammahrauns og af brúnum efra neð stefnu á eldborgirnar þar efra. Stefnan verður tekin þangað fljótlega.
Frábært veður; sól og blíða. Gangan tók 3 klst og 3 mín.<


Heimildir m.a.:
-Magnús Tumi Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir – Hraun og móbergsmyndanir á svæðinu frá Brennisteinsfjöllum að Hengli -2004.
-http://visindavefur.hi.is

Brennisteinsnámur

Brennisteinsnámur í Brennisteinsfjöllum – uppdráttur ÓSÁ.

Borgarhóll

Eftirfarandi frétt birtist í Fréttablaðinu 22. sept. 2008 undir yfirskriftinni „Felldu ferðamannavörtur“.
Leiðsögumenn„Þetta er mikilvæg aðgerð sem miðar að því að vekja athygli á einu versta náttúrusóða- vandamáli síðari tíma,“ segir Ari Arnórsson leiðsögumaður, sem á föstudaginn stóð fyrir vörtuhreinsun meðfram Krýsuvíkurvegi.
Vörtur eru vörður sem ferðamenn hlaða á ferðamannastöðum. Þó að flestar þeirra séu í smærri kantinum var sú stærsta sem Ari og félagar felldu á föstudaginn einn og hálfur metri á hæð.
„Vörður og vörðubrot eru menningarverðmæti sem ekki má hrófla við en vörtur eru ómenningarlýti sem hreinsa þarf jafnóðum,“ segir Ari.
Umfjöllun Fréttablaðsins var í kjölfar fréttar á vef Félags leiðsögumanna þann 19. sept. 2008, sem hljóðaði svo undir yfirskriftinni „Leiðsögumenn felldu 1200 ferðamannavörtur“:

Ísólfsskálavegur

„Þetta er mikilvæg aðgerð sem miðar að því að vekja athygli á einu versta náttúrusóðavandamáli síðari ára,“ segir Ari Arnórsson leiðsögumaður sem í dag stóð fyrir vörtuhreinsun (vörðuhreinsun) á Krýsuvíkurvegi. Gott framtak, segir form. Félags leiðsögum.
„Vörturnar eru miklu meira og stærra vandamál í náttúru Íslands heldur en skógarhögg í leyfisleysi, rusl, hávaði og varðeldar,“ segir Ari. „Ég tók þátt í þessu þarfa náttúruverndarátaki vegna þess að mér þykir vænt um náttúruna eins og hún er og vil stuðla að góðri umgengni ferðamanna um náttúruna,“ segir Þórunn, eini þátttakandinn sem ekki er leiðsögumaður.
„Vörtur hlaðnar af ferðamönnum á ferðamannastöðum eru lýti í náttúrunni. Fyrir mér eru vörður í náttúrunni samskonar lýti og graff í borginni,“ segir Stefán. „Vörtur eru og hafa verið vandamál á ýmsum ferðamannastöðum víðsvegar um landið um langt skeið og of lítið að gert til að stemma stigu við þeim. Hins vegar trúi ég því að fagmenntaðir landverðir og fagmenntaðir leiðsögumenn upp til hópa fordæmi vörður ferðamanna og taki virka afstöðu með náttúrunni. Það er verðugt umhugsunarefni að ferðamenn hlaða vörður á ýmsum vinsælum ferðamannastöðum í meira mæli en áður, að því að mér virðist.“

Vörtur

„Í mínum huga eru ferðamannavörtur eins og krabbamein, þegar það er byrjað heldur það bara áfram,“ segir Rakel Jónsdóttir. Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags leiðsögumanna, fagnar framtaki Ara. „Það er sjálfsagt að vekja athygli á þessu vaxandi vandamáli. Mér finnst óþarfi að hlaða vörðum út um allar trissur. Reyndar finnst mér vörður  eiga rétt á sér á sumum stöðum, eins og til dæmis landamerki og leiðarvísar, en alls ekki hvar sem er. Vörðuvandamálið er að sumu leyti af sama meiði og þegar ferðamenn kasta smápeningum í gjár og hveri. Hvort tveggja finnst mér mikið líti í náttúru Íslands.“
Á vefsíðu reykjanesguide.is þann 20. mars 2007 sagði um „Vörðurnar á Borgarhól“: „Margir sem ferðast um Reykjanes reka upp stór augu þegar komið er að Borgarhóli við veginn milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur. Þar gefur að líta tugi, jafnvel hundruð misstórra steinvarða sem eru á víð og dreif um svæðið. Ekki er svo að þetta sé af náttúruvöldum, eða að þetta sé fornar minjar, heldur hafa þær skotið upp kollinum, ein af annari, síðustu 4-5 ár. Ferðalangar sem eiga leið þar hjá hafa sett saman litla vörðu til minningar um ferðir sínar og er nú svo komið að vart er þverfótandi fyrir vörðum. Að vísu var ein varða á Borgarhól en sú markaði svæði Reykjanesfólkvangs.

Vörtur

Engu að síður er gaman að koma á Borgarhól og þetta er skemmtileg sjón. Vitað er um einn svipaðan stað á landinu, en nálægt Vík í Mýrdal hafa ferðalangar reist sér litlar vörður og þykir það boða gæfu á ferð um svæðið.“
Í rauninni mætti segja fleira slæmt um þann gjörning að fella „vörturnar“ á Borgarhól en þá, sem þær hlóðu. Flestir geta verið sammála um að ekki eigi að hlaða vörður (sjá HÉR) einungis til minningar um að viðkomandi hafi komið þangað. Þannig hefur Borgarhóll orðið náttúrulegt altari ferðamanna, sem vildu votta hinu sérstæða umhverfi Krýsuvíkursvæðisins virðingu sína. Gjörningurinn hefur því orðið til af góðum hug, en ekki meðvituðu virðingarleysi fyrir umhverfinu.
VörturHér var ekki um eiginlegar vörður að ræða heldur einungis nokkra steina á steinum (vörtur) á mjög afmörkuðu svæði. Með tímanum hafði myndast á Borgarhól þyrping smávarða eftir ferðalanga um Ísólfsskálaveg, en leiðin er og hefur verið mjög vinsæl ferðamannaleið, ekki síst meðal útlendinga. Eftir að smávörðurnar komu til á annars eyðilegum hólnum hafa æ fleiri staðnæmst á honum og gefið umhverfinu gaum. Minnismerkin, sem má líta á sem nokkurs konar gjörning (listaverk) með þátttöku fjölda manns, hafa og orðið mörgum eftirminnilegt myndefni. Umhverfi hólsins hafði verið látið í friði, t.d. hlaðin forn fjárborg, sem er þar vestan í hólnum. Undir hólnum lá gamla gatan milli Krýsuvíkur og Húshólma. Á hólnum voru tvö vörðubrot til merkis um gömlu leiðina milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur (sjá HÉR). Þær höfðu fram til þessa verið látnar í friði – þangað til núna. Í „átaki“ leiðsögumanna varð þeim raskað, sem reyndar er bæði mikil synd og gæti hugsanlega varðað refsingu.

Vörtur

„Vörtur“ þær er hafa verið umfjöllunarefni hér að framan hafa ekki verið vandamál á Reykjanesskaganum og því óskiljanlegt að þar skuli hafa verið látið til skarar skríða í þeim efnum. Nær hefði verið að beina athyglinni að einstökum vörðum, sem fólk hefur verið að hlaða hingað og þangað í algeru tilgangsleysi, en leyfa ferðamönnum að hafa afmarkað svæði fyrir sig til að hlaða vörtur, líkt og verið hefur á Borgarhól. Ætla mætti, með þessum gjörningi, að leiðsögumönnum væri illa við að Reykjanesskaginn skuli njóta aðdráttarafls ferðamanna. Fyrst viðbrögðin voru þessi við litlum vörtum mætti spyrja; Hver ætli viðbrögðin hefðu verið ef ÞETTA mannvirki hefði verið reist á Borgarhól?
Leiðsögumönnum er vinsamlegast bent, vilji þeir beita sér á svæðinu, á mun nærtækara og mikilvægara viðfangsefni til að takast á við – utanvegaakstri með tilheyrandi umhverfisspjöllum.
Á vefsíðu leiðsögumanna er könnun með spurningunni: „Ég er mótfallin/n því að ferðamenn hlaði vörður“. Út frá viðbrögðum þátttakenda er síðan dregin ályktun um viðhorf þeirra sömu til fyrrnefndra „varta“, sem er bara allt annar hlutur. Og loks má benda leiðsögumönnum á að Borgarhóll er ekki við Krýsuvíkurveginn eins og lesa má út úr fréttinni.

Heimildir:
-frettabladid.is 22.09.2008, bls. 1
-http://www.touristguide.is/
-reykjansguide.is
-myndir; æbj á flickr.com/photos/purephotos/2599305140

Borgarhólaborg

Borgarhólaborg.

Brennisteinsfjöll

Gengið var upp í Brennisteinsfjöll (Fjöllin) með það fyrir augum að endurfinna op á hraunhellunni norðnorðvestan Kistufells og staðsetja það. Opið fannst fyrir nokkrum árum, en virðst síðan hafa lokast. Þrátt fyrir ítrekaðar leitir hefur það ekki fundist á ný.
Brennisteinsfjoll-128Á loftmynd mátti og sjá op er gæti verið áhugavert norðan megin-hrauntraðarinnar úr Kistufellsgígnum. Þá var og ætlunin að skoða niður í annað op, sem einnig fannst fyrir nokkrum misserum, en ekki hafði gefist tækifæri til að fara niður í fram að þessu vegna skort á viðeigandi búnaði. Um það átti að vera hægt að komast niður í mikið gímald. Þá var og ætlunin að skoða nánar nýfundið op, sem Guðni Gunnarsson, formaður HERFÍ og fleiri fundu á austurbrún Eldborgarhrauns fyrir skömmu. Til að komast niður í það þurfti einnig viðeigandi búnað. Að þessu sinni var haldið áleiðis upp Kerlingarskarð, beygt upp Þverdal og komið upp í Fjöllin um Miðskarð. Vesturskarð er ofar og vestar og Austurskarð hefur jafnan verið nefnt Kerlingarskarð. Á göngunni um Brennisteinsfjöllin var eftirfarandi um jarðfræði þeirra rifjuð upp: „
Jarðhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í 400–500 m hæð yfir sjó.
Brennisteinsfjoll-123Í eldstöðvakerfinu sem kennt er við Brennisteinsfjöll er skýrt afmörkuð gos- og sprungurein með stefnu NA-SV. Kjarninn í henni er á milli Heiðarinnar há og Bláfjalla að austan og Lönguhlíðar-stapans að vestan. Bláfjöll eru oft felld undir þetta sama eldstöðvakerfi sem sérstök gosrein með móbergshryggjum, dyngjum og fáeinum gígaröðum, mikilli gosframleiðslu, en furðulítið er þar um brot. Jarðhitasvæði er ekki sýnilegt í Bláfjallareininni. Í Brennisteinsfjallareininni eru sprungugos ráðandi, en dyngjur koma þar einnig fyrir og er Kistufell þeirra mest. Í fjallendinu er gos- og sprunguvirkni samþjöppuð á belti sem er einungis um 1200 metra breitt frá Eldborgum undir Geitahlíð uns kemur norður á móts við Bláfjöll að það víkkar og óljóst verður hvar mörk liggja, en þar er komið langt norðaustur fyrir jarðhitasvæðið. Allar bergmyndanir eru basalt og ekkert súrt eða ísúrt berg hefur fundist á yfirborði.
Brennisteinsfjoll-124Brennisteinsnám var stundað í fá ár eftir 1876 og fyrir 1883. Menjar þess eru námuskvompur í rúmlega 2000 ára gömlu hrauni og tveir tippar stærstir þar framan við. Jarðhitamerki er að finna miklu víðar en sýnt er á eldri kortum Jón Jónsson (1978), Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson (2001).
Á jarðhitakortinu er sýndur virki jarðhitinn og kaldar ummyndunarskellur, aðgreindar eftir því hvort um er að ræða mikla eða væga ummyndun. Mikil ummyndun einkennist af ljósum leirskellum, en væg fremur af rauðum leir, upplituðu bergi og minni háttar útfellingum. Væg ummyndun er fyrst og fremst bundin við jarðmyndanir frá ísöld, en nær þó einnig til hrauna í Brennisteinsfjoll-125Brennisteinsfjöllum sjálfum.
Yfirborðsmerki um jarðhita finnast á rein sem nær frá því á móts við Kerlingarskarð í norðaustri til suðvesturs á móts við Kistufell. Þessi rein er 4 km löng, um 1 km breið og öll í sprungubelti Brennisteinsfjalla. Virkur jarðhiti er á þrem blettum á litlu svæði: Í hinum fornu námum er gufuhver, við suðumark, með brennisteinútfellingu og gufur allt að 93°C heitar í námuskvompunum í kring. Í hraunbungu 200-300 m norðar eru gufur á dálitlu svæði og mestur hiti 60°C. Við hraunjaðar um 300 m norðaustan við námusvæðið er 22°C hiti í ljósri leirskellu, en sú sem meira ber á sunnar niðri í brekkunni upp af Hvamminum er köld.
Eldvirkni á Reykjanesskaga hefur sýnt sig að vera lotubundin sé litið á síðustu 3000 ár. Hver lota gengur yfir á um það bil 400 ára tímabili með gosum í nokkrum af eldstöðvakerfum skagans. Á milli líða um 800 ár þegar ekki gýs, en þess í stað kemur jarðskjálftavirkni með höggun á sniðgengjum.

Brennisteinsfjoll-126

Síðasta lota hófst fyrir landnám í Brennisteins / Bláfjallafjallakerfinu og lauk þar árið 1000. Eftir fylgdi Trölladyngjukerfið með gosvirkni á 12. öld og síðan Reykjanes- og Svartsengiskerfin með gosum á 13. öld. Líkt gekk til fyrir 2400-2000 árum. Vitað er að eldvirkni var á Reykjanesi, í Trölladyngju og Brennisteinsfjöllum fyrir rúmlega 3000 árum, en tímabilið þar á undan er miður þekkt. Goshlé á Reykjanesskaga hefur nú varað í rúmlega 750 ár.
Sprungureinin fyrrenfnda, sem kennd er við Brennisteinsfjöll, nær frá sjó í suðri og norðaustur á Mosfellsheiði og er svæðið eitt af fallegustu jarðeldasvæðum landsins og enn lítt spillt af mannavöldum. Ung brot, sem hreyfst hafa eftir ísöld, eru mörg og sum stór. Jarðskjálftar eru fremur tíðir í sprungureininni og geta verið kröftugir.

Brennisteinsfjoll-127

Jón Jónsson birti árið 1978 tímamótaskýrslu um jarðfræði Reykjanesskagans. Með skýrslunni eru kort í kvarða 1:25.000 og ná þau frá Reykjanesi austur í Ölfus. Þrátt fyrir þetta og þær rannsóknir sem hér er gert grein fyrir er margt í jarðfræði svæðisins sem þarfnast frekari rannsókna. Meðfylgjandi kort er í sama mælikvarða og kort Jóns, enda erfitt að sýna jarðmyndanir á korti í minni mælikvarða því sumar gosmyndanir hafa takmarkaða útbreiðslu.
Vegir ná ekki inn á svæðið og því tímafrekt að komast að og frá rannsóknarsvæðinu. Útivinna við rannsóknir var aðallega unnin að hausti til, en þótt svæðið sé nálægt Reykjavík gat verið erfitt að finna hentuga daga til rannsókna. Best er að ganga um svæðið í norðanátt, en í öðrum áttum liggur yfirleitt skýjabakki með þokum yfir fjöllunum.
Brennisteinsfjoll-129Síðustu ísöld lauk fyrir um 10.000 árum og er talið að síðasta jökulskeið hafi staðið yfir í um 100.000 ár. Á þeim tíma mun megnið af þeim jarðlögum sem byggja upp fjallabálkinn frá Lönguhlíð, um Bláfjöll og norður í Hengil hafa myndast. Megingerð jarðlaga er móberg, og þar sem gosstöðvar hafa náð upp úr jökli hafa runnið hraun og myndast stapar eða hraunahryggir. Mikið er um slíkar myndanir í Brennisteinsfjöllum. Ástæða þess að þarna hefur myndast hærra land en umhverfis er sú að við gos undir jöklum ná gosefnin ekki að renna sem hraun heldur hlaðast þau upp nálægt gosstöðvunum, sem móbergsfjöll. Á hlýskeiðum renna gosefnin aðallega sem hraun og mynda þunnar breiður sem fylla smám saman upp í dali og lægðir milli móbergsmyndana. Eldri hluti jarðmyndana var ekki kortlagður sérstaklega í þessari úttekt á svæðinu, enda einkum verið að kanna umhverfi jarðhitasvæðisins.

Brennisteinsfjoll-131

Allar bergmyndanir á rannsóknarsvæðinu í Brennisteinsfjöllum eru basalt. Ekkert súrt eða ísúrt berg hefur fundist á yfirborði og þar sem engar borholur eru á svæðinu er ekkert vitað um gerð berggrunnsins fyrir utan það sem sést í fjallahlíðum. Jarðmyndanir eru allar frá Brunhes segulöld, þ.e. eru yngri en 780.000 ára og sennilega talsvert yngri en það, en aldursgreiningar vantar til staðfestingar á aldri myndana. Dyngjur á Reykjanesi eru flestar fremur gamlar og liggja sumar á jöðrum eða utan eldstöðvakerfanna (Heiðin há, Leitin, Selvogsheiði).
Nútímahraun á Reykjanesi hafa verið kortlögð af Jóni Jónssyni (1977, 1978). Jón flokkaði hraun eftir aldri og gerð, og mældi í þeim hlutfall steinda. Síðan Jón vann sitt verk hafa bæst við nokkrar nýjar aldursgreiningar og aukin þekking á öskulögum hefur auðveldað aldursgreiningu jarðlaga. Í þessari skýrslu er númerum Jóns og heitum á hraunum og eldstöðvum haldið (Jón Jónsson 1978), enda ástæðulaust að breyta þeim. Kortlagninu Jóns á hraunum hefur fremur lítið verið breytt, en þó hafa jaðrar sumra hrauna verið dregnir dálítið öðruvísi.

Brennisteinsfjoll-130

Hraunum sem hefur verið skipt upp er sérstaklega getið. Á jarðfræðikortum af höfuðborgasvæðinu (í kvarða 1.25.000) sem gefin voru út 1993–2000 (Helgi Torfason o.fl 1993, 1997, 1999, 2000) var nöfnum hrauna breytt á nokkrum stöðum og sett ný auðkenni á hraunin í stað númeranna sem Jón notaði, og er þess getið þar sem það á við.
Gos á Brennisteinsfjalla-sprungureininni falla á tvær eða þrjár afmarkaðar skákir en Freysteinn Sigurðsson (1985) hefur greint þennan hluta í fjórar skákir (gosreinar) og þá austustu sem dyngjurein. Hér er þetta dálítið einfaldað og mynda nokkrar gossprungur vestustu skákina sem liggur frá Eldborgu við Geitahlíð norður að Þríhnúkum (tvær hjá FS 1985), en mið-skákin liggur frá Svartahrygg norður í norðurenda Rauðuhálsa í vesturhlíðum Bláfjalla. Þá liggur sakleysisleg skák um Heiðina há, Leitin austan Bláfjalla og í eldvarpið Eldborgu, þaðan sem Kristnitökuhraunið kom árið 1000 (dyngjurein hjá FS 1985).
Mest hafa gosin verið í vestustu skákinni. Ekki hefur gosið á vestara gosbeltinu á Brennisteinsfjoll-133sögulegum tíma norðar en í Eldborg austan Bláfjalla. Má leiða líkum að því að kvika hafi sest að í iðrum Hengils í stað þess að koma upp á yfirborð og er það ástæða hins mikla jarðhitasvæðis sem þar er.
Aldur (byggður á öskulaga-rannsóknum) og upptök margra hrauna á Brennissteinsfjallasvæðinu hefur verið ákvarðaður, sbr. meðfylgjandi:
H-138 – Selvogshraun – sunnan Kistufells – eldra en 1226
H-149 – Kóngsfellshraun – vestan Kóngsfells um 950 = Húsfellsbruni yngri
H-150 – Húsfellsbruni – Eldborg, við Drottningu um 950 = Húsfellsbruni yngri, Hólmshraun V
H-142 – Svartihryggur – Svartihryggur um 950 – sennilega sama gos og H-150
H-129 – Breiðdalshraun – Kistufell eftir 900
Brennisteinsfjoll-132H-130 – Kistuhraun  – Kistufell eftir 900 álíka gamalt og H-129
H-139 – Yngra Hellnahraun – í Grindarskörðum 875 eldra en H-138, e.t.v. 950 – Tvíbollahraun, Tvíbollar, Grindarskörð 875
H-140 – Stórabollahraun, Stóribolli dyngjuhraun, Skúlatúnshraun
H-203 – Við Tvíbolla – e.t.vv sama og H-140
H-127 – Vörðufellsborgahraun  – Vörðufellsborgir, 1300-1400
H-118 – H-123 – H-135 – Brennisteinshraun, yngra gígaröð vestan jarðhita vestan brennisteinsnáma
H-116 – Kálfadalshraun, norður af Geitahlíð > 2400-2600
H-146 – Þríhnúkahraun, yngra Þríhnúkarhraun við Kristjánsdalahorn
H-200 – vestan Draugahlíða
Brennisteinsfjoll-134H-202  -vestan Draugahlíða, undir H-200
H-136 – Brennisteinshraun, eldra Gígar norðan Kistufells vestan brennisteinsnáma
D-24   – Strompahraun, Strompar dyngjuhraun
H-137 – „Gamlahraun“, gömul gígaröð N Kistu
H-132 – NV Kistu > 3200-3400
H-143 – S Þríhnúka e.t.v. fleiri gos en eitt
H-141 – SA Grindarskarða
H-128 – Hvannahraun, Eldborg dyngjuhraun
H-121 – SV Vörðufells
H-123 – SV Vörðufells
H-125 – sunnan Vörðufells
H-115 – Sláttudalur
H-112 – Stóra Eldborg
H-126 – vestan Sandfjalla
D-16   – Herdísarvíkurhraun í Brennisteinsfjöllum dyngjuhraun
D-17   – Í Herdísarvík dyngjuhraun > 4500
Brennisteinsfjoll-135H-134  – Kistufellshraun Kistufell
H-204  – austan Kistufells hrauntætlur á móbergshálsi
H-201  – austan Stórabolla
D-23   – Heiðin há, Heiðin há dyngjuhraun
D-21   – Í Herdísarvík dyngjuhraun >9000

Dyngjurnar á Reykjanesskaga eru flestar gamlar. Þær einkennast af þunnum hraunstraumum sem runnið hafa á löngum tíma og oft langar leiðir. Bergið í dyngjuhraunum getur verið ýmist dílótt eða dílalaust og oft erfitt að rekja hraunstrauma frá þeim. D-16 Herdísarvíkurhraun kemur fram í tveimur óbrinnishólmum suðvestan við Kistu. Þetta er hraun frá gamalli dyngju sem Jón hefur rakið meðfram ströndinni til austurs. Sennilega er dyngjan sjálf í Brennisteinsfjöllum, e.t.v. norðan undir Vörðufelli. D-23.
Heiðin há er gömul dyngja, sú Brennisteinsfjoll-137stærsta frá nútíma á Reykjanesskaga (170 km2 og um 6,8 km3 að rúmmáli). Gígsvæðið er við Kerlingarhnúk og er gígurinn fylltur af hraunum, en hraunstrýtur (hornito) marka útlínur hans. Þessi dyngja er austarlega í sprungurein er tengist Brennisteins-fjallasvæðinu (eða annarri sem þá tengist Bláfjöllum, sbr. Leitin), og er hún nokkuð austan við megin-eldlínuna. Hraun frá Heiðinni há ná niður að Þorlákshöfn. Sumir hraunstraumanna eru plagíóklasdílóttir en aðrir dílalausir, sama gegnir um ólivín. Grafið var öskulagasnið niður á dyngjuna norðan við Svartahrygg og sást þar að hún er eldri en 3.000 ára, sennilega enn eldri. D-24 Strompar er dyngja rétt sunnan við skíðaskálana sem eru í Bláfjöllum. Í hrauninu frá Strompum eru fallegir hraunhellar, myndaðir í hrauná sem hefur runnið frá gígunum til norðurs. Þessi dyngja er í norðurhlíðum D23 og því er hún greinilega yngri og hefur Jón Jónsson lýst henni vel (1976, 1978). 

Brennisteinsfjoll-138

Eldvörpin eru 7 og eitt sýnu stærst og telur Jón að hraun við bæinn Hólm (Hólmshraun II) gæti verið komið frá þessari eldstöð. D-25 Leitahraun er eitt þekktasta hraun við Reykjavík og hefur runnið frá gíg austan við Bláfjöll og niður í Elliðavog fyrir um 5.000 árum. Leitahraun er dyngja og á austustu rein Brennisteinsfjallanna. Leitahraun er ekki á meðfylgjandi korti, en er úr þessarri sprungurein; upptök þess eru rétt austan við Bláfjöll.
Frá gossprungum renna yfirleitt apalhraun með greinilegar hraunbrúnir sem eru oft auðveldari viðfangs til að kortleggja en dyngjuhraunin, sem eru þunnfljótandi og oft erfitt að greina jaðra þeirra auk þess sem þau geta runnið mjög langar leiðir í ræfilslegum straumum. Þar sem gossprungur eru gjarnan langar og ekki gýs alltaf eftir þeim endilöngum getur verið mjög erfitt að sjá hvaða gos hafa orðið á sama tíma eða í sömu goshrinu.

Brennisteinsfjoll-139

Til þess að rekja sögu goshrina á svæðinu þarf mun ýtarlegri rannsóknir en fram hafa farið til þessa. Við aldursgreiningu hrauna var stuðst við öskulög í jarðvegi, innbyrðis afstöðu hraunanna og aldursgreiningar með geislakoli (C14) sem gerðar hafa verið á nokkrum stöðum. Vísað er til skýrslu Jóns Jónssonar (1978) varðandi lýsingar á hraununum.
Aldur hraunanna er lágmarksaldur í flestum tilvikum, því grafið var niður á hraunin og greind þau öskulög sem fallið hafa á hraunið eftir að það rann. Frekari rannsóknir munu geta fært aldur hraunanna aftar, en sjaldnar framar í tíma. Grafið var undir nokkur hraun til að sannreyna að þau væru söguleg, en slíkur gröftur er oft mikil og tímafrek vinna.
Brennisteinsfjoll-140Forsöguleg hraun eru mörg í þessari sprungurein, á bilinu 25–30 sem eru þekkt, en sennilega eru þau fleiri. Flest hafa þau komið af fjallshryggnum sem kenndur er við Brennisteinsfjöll og hafa þau runnið til beggja átta og út í sjó við suðurströndina. Nokkur hraun hafa runnið inn á næstu sprungurein vestanvið, kennda við Krýsuvík, og sum jafnvel yfir hana og til sjávar sunnan við Hafnarfjörð.
Eftirfarandi hraun eru talin úr öðrum gosum en Jón gerði ráð fyrir:
H-200 er nokkuð gamalt hraun sem komið hefur upp við móbergsháls, þar sem kemur upp úr vestasta “Grindarskarðinu”. Þetta hraun hefur runnið til norðurs niður á láglendi og hverfur undir H-139 (Tvíbollahraun).
H-201 er skammt austan við Tvíbolla og hverfur undir yngri hraun.
Brennisteinsfjoll-140H-202 er lítill hraunbleðill sem liggur undir H-200 og sést aðeins á litlum bletti.
H-203 er ungt hraun sem liggur við Tvíbolla og hefur verið talið hluti af því gosi. Landnámslagið er ofan á þessu hrauni og það því eldra en gosið í Tvíbollum. Þetta hraun gæti verið sama og H-140, úr Stórabolla. Stutt er milli þessara gosa og því erfitt að greina hraunin sundur þarna.
H-204 er lítið hraun norðaustan við Kistufell. Það hefur komið upp á móbergshálsi sem er mikið brotinn. Ekki náðist að skoða þetta hraun, en það virðist hverfa undir H-134 og er því gamalt. Erfitt er að greina sundur hraun við Þríhnúka, þar sýnir Jón Jónsson (1978) fleiri hraun en hér er gert. Þar sem erfitt getur verið að tengja saman gígaraðir langar leiðir getur verið að færri gos hafi verið í sprungureininni en hér er lýst.
Tvö hraunanna verið færð til sögulegs tíma. Annað er Kistuhraun (H-130) sem hefur gosið á sama Brennisteinsfjoll-142tíma og Breiðdalshraun (H-129) og hefur verið aldursgreint (Jón Jónsson 1978). Hitt er lítið hraun við gígaröð sem nefnist Svartihryggur og er einnig sögulegt. Landnámslagið frá 870–880 liggur undir báðum hraununum. Á þessari sprungurein hefur gosið a.m.k. 10 sinnum á síðastliðnum 1100 árum og er ekki ósennilegt að gosin hafi komið í hrinum eins og í Kröflueldum og sýnt hefur verið fram á að hafi gerst í Krýsuvík (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1988; Haukur Jóhannesson o.fl. 1991). Sennilega hefur verið goshrina á svæðinu um 950, en nákvæmari rannsóknir þarf til að greina gosin betur í sundur Brennisteinsfjöll eru eina háhitasvæðið í vestara gosbeltinu sem ekki hefur verið rannsakað með borunum og er óraskað. Nýting svæðisins getur því annað hvort orðið til útivistar eða til virkjunar jarðhitans, t.d. til framleiðslu á raforku.
Útivistarfólk telur yfirleitt að ekki fari saman nýting jarðhitasvæða til virkjunar og nýting til Brennisteinsfjoll-141útivistar. Þeir sem vilja nýta orkuna telja slíkt geta samrýmst og benda á að vegir auðveldi aðgengi inn á falleg og spennandi svæði. Gígaraðir og einstakir gígar, hrauntraðir og hraunhellar, niðurföll í hraunum og ólíkir hraunstraumar gera þetta svæði mjög sérstakt til rannsókna og skoðunar á slíkum myndunum (myndir 8 og 9). Þá er mikill kostur að gróður er lítill á svæðinu og jarðmyndanir skýrar. Slíkar minjar eru óvíða svo ósnortnar og nálægt byggð og svæðið því einstakt að því leyti. Sumar gosmyndanir á svæðinu eru einstakar, s.s. Þríhnúkagígur, Kistufell o.fl. Á brún Lönguhlíðar eru tveir stórir dyngjugígar frá síðustu ísöld og sá þriðji austan við Stórabolla. Þessir gígar eru skýrir og fallegir og er verndargildi þeirra hátt. Svona svæðum nálægt þéttbýli fækkar sífellt og með auknum ferðamannastraumi verða þau æ áhugaverðari og verðmætari þeim sem vilja njóta útivistar og kyrrðar náttúrunnar.
Brennisteinsfjoll-145Eldri myndanir sem liggja undir nútímahraunum sjást vel í jöðrum fjallanna. Við rannsóknir með borunum í Brennisteinsfjöllum þarf að fara varlega við vegalagningu, því erfitt mun er að leggja þar vegi sem ekki verða til mikilla lýta í landinu. Þá þarf að huga að því að erfitt verður að leggja rafmagnslínur eða aðrar leiðslur án verulegra spjalla á náttúrunnni. Ekki er unnt að leggja vegi inn á svæðið án þess að fara yfir hraun sem runnið hafa á sögulegum tíma eða gígaraðir nema úr vestri, eftir Lönguhlíð. Ef lagðir eru vegir inn á svæðið opnast það fyrir ökutækjum og aðgengi verður auðveldara, en um leið hverfur öræfakyrrðin og tign sú er hvílir yfir svæðinu. Þó ekki sé það tilgangur þessarar skýrslu að meta verndargildi svæðisins er nauðsyn að benda á það strax að um mjög sérstakt svæði er að ræða.“
Áður hafði verið gengið um sunnanverð Brennisteinsfjöllin og þeim verið gerð skil.
Frábært veður. Gangan tók 9 klst og 9 mín. Gengnir voru 24 km.

Heimildir m.a.:
-Helgi Torfason, Náttúrufræðistofnun Íslands, Magnús Á. Sigurgeirsson, Geislavörnum ríkisins, Brennisteinsfjöll – Rannsóknir á jarðfræði svæðisins, janúar 2002.

Brennisteinsfjöll

Kistufellsgígur.

Grindavíkurkirkja

Gamla Grindavíkurkirkja, við Kirkjustíg, varð aldargömul þann 26. september [2009].
Þennan dag árið 1909 var kirkjan vígð í Járngerðarstaðahverfi. Hönnuðurinn var Rögnvaldur Ólafsson. Hún þjónaði söfnuðinum allt þar til núverandi kirkja Grindavíkurkirkja um 1923tók við hlutverki hennar 26. september 1982. Áður hafði kirkjustaðurinn verið á Stað í Staðarhverfi. Elstu skráðar heimildir um kirkju þar eru frá 1640.

Í tilefni af afmæli gömlu Grindavíkurkirkju var gengin kirkjugatan frá Stað að gömlu kirkjunni í Járngerðarstaðahverfi. Álitlegt söguskilti, hannað af FERLIR og Martak, var sett upp við kirkjuna á þessum tímamótum að frumkvæði Grindavíkurbæjar og myndir af gömlum kirkjugripum var komið fyrir í kirkjunni. Auk þess var heitt á könnunni fyrir aðkomandi gesti í gömlu kirkjunni.

GunnlaugurÁ safnaðarfundi í júni 1888 var rætt um, hvernig stuðla mætti að betri kirkjusókn. Töldu menn þá nauðsynlegt, að kirkjan yrði flutt í miðja sveit. Á almennum safnarfundi þremur árum síðar að samþykkt var með öllum atkvæðum að fá kirkjuna flutta sem allra fyrst. Það var þó ekki fyrr en í formlegri atkvæðagreiðslu safnaðarins 23. nóvember árið 1906 að samþykktur var flutningur Staðarkirkju í Járngerðarstaðahverfi.
Í júní 1909 samþykkti sóknarnefndin að láta rífa gömlu kirkjuna á Stað þá um haustið og selja timbrið úr henni. Árið áður hafði verið ákveðið að ný kirkja yrði reist á flötunni fyrir norðan barnaskólann (Templarann). Lagt var til að vegur yrði gerður frá sjónum að skólahúsinu til að hægara yrði að flyta efniðvið að kirkjustæðinu. Grafreitur Grindvíkinga er ennþá í Staðarhverfi.

Grindavíkurkirkja

Tryggvi Árnason, trésmiður úr Reykjavík, bauðst til að reisa kirkjuna ásamt grindvískum smiðum, s.s. Guðjóni í Hliði og Engilbert á Hrauni, og útvega allt efni til hennar að frádregnum ofni, málningu og málverki. Kostnaðurinn átti að verða 44.475 krónur. Verkið hófst vorið 1909 og um haustið var kirkjuhúsið við Kirkjustíg tilbúið. Heildarkostnaður varð um 50.000 krónur. Var kirkjan vígð af þáverandi biskupi, Þórhalli Bjarnasyni, þann 26. september 1909. Sonur hans, Tryggvi Þórhallsson, lék á orgel og stjórnaði kirkjusöng, og mun það eitt með öðru hafa sett eftirminnilegan svip á kirkjuvígsluna. Fyrsta embættisverkið í kirkjunni var þegar Fanney Guðjónsdóttir frá Hliði (f: 13. júní 1909 d.1988) var skírð, við vígsluathöfnina. Guðjón Einarsson frá Hliði, faðir Fanneyjar, smiður og útgerðarmaður, tók m.a. þátt í byggingu kirkjunnar.
GrindavíkurkirkjaKirkjan þótti „einkar snotur“ og bæði rismikil og björt. Var hún byggð úr timbri og klædd að utan með járni. Altaristafla úr Staðarkirkju, sem áætlað hafði verið að setja í nýju kirkjuna, var hins vegar flutt á „fornminjasafnið“. Á því, nú Þjóðminjasafni Íslands, eru nú 16 gripir úr Staðarkirkju, s.s. textílar (höklar, altarisklæði og patínudúkur), altaristafla, predikunarstóll, ljóshjálmur, stjakar, söngtafla og skarbakki.

Orgelið

Einar Jónsson í Garðhúsum gaf t.a.m. 200 krónur til kaupa á nýrri altaristöflu. Fyrir valinu varð málverk eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Krist stilla vind og sjó. Hún var sett upp í kirkjunni árið 1910. Einar  G. Einarsson, kaupmaður í Garðshúsum, hét því og að gefa kirkjunni orgel. Hann stóð við orð sín og eignaðist hún orgelið, M. Hörügel, árið 1912. Það var síðan flutt upp í skóla og notað þar uns Ólafur Rúnar Þorvarðarson, kennari, kom því í geymslu um 1980 er til stóð að henda því, en því var bjargað af bílpallinum á síðustu stundu. Orgelið er nú á geymsulofti á bæjarskrifstofunum.
Dagbjartur Einarsson, bóndi á Velli, gaf kirkjunni rikkilín og hökkul og nokkrar konur í hreppnum tóku sig saman og gáfu kirkjunni altarisklæði. Tveir ljóshjálmar og sex vegglampar voru keypt fyrir samskot. Með tímanum var kirkjunni færðar fleiri veglegar gjafir, s.s. minningarspjald um Gísla Jónsson frá Vík, sem ekkja hans, Kristólína Jónsdóttir, gaf. Ramminn var gerður af Ríkharði Jónssyni. Um 19050 eignaðist kirkjan skírnarfont úr grárri marmarasteypu, gerðan af Ásmundi Sveinssyni, til minningar um hjónin Eyjólf Björnsson og Vilborgu Þorsteinsdóttur frá Krosshúsum. Nokkru síðar eignaðist kirkjan fagurlega útskorinn stól eftir Ríkharð Jónsson. Orgelin voru þrjú frá upphafi. Annað orgelið, rafmagnsorgel, var keypt nýtt árið 1951. Mun það „tvímálalaust verið eitthvert hið frábærasta hljóðfæri, sem til [væri] í kirkju hér á landi“. Árið 1968 eignaðist kirkjan svo vandað ellefu radda pípuorgel frá Þýskalandi. Flestir gripanna prýða nú hina nýrri kirkju Grindvíkinga.

Altaristaflan

Á safnaðarfundi árið 1933 lagði Sigvaldi Kaldalóns, læknir, til að kirkjan yrði máluð að innan, mislitar rúður settar í gluggana og blómum plantað í kringum hana.
Þann 17. júlí 1910 urðu prófastur, prestur og sóknarnefnd ásátt um, að hin nýja kirkja sóknarinnar skuli heita Grindavíkurkirkja og sóknin þá Grindavíkursókn. Um tíma var kirkjan kynnt með kolaofni og síðar olíuofni. Bar hún þess merki, skorstein ofan við gráturnar.
Þegar Grindavíkurkirkja var vísteruð af prófasti vorið 1950, höfðu miklar viðgerðir farið fram á húsinu, og þótti prófasti kirkjan „í alla staði hið fegursta og vandaðsta guðshús vel hirt og vel um gengið“. Á næstu tveimur árum var lóð kirkjunnar sléttuð og lögð grasþökum. Umhverfis var steypt vönduð girðing um 1956 og lögð breið gangstétt frá hliði að Kirkjutröppum. Seinna var sett blómabeð meðfram kirkjunni og þremur bekkjum komið fyrir á kirkjulóðinni. Um 1960 var skipt um járnklæðningu á kirkjunni og hún máluð að utan og innan, settir í hana nýir gluggar og máttarviðir endurnýjaðir.

En kirkjan var þá þegar orðin of lítil fyrir söfnuðinn. Íbúafjöldinn nálgaðist þúsund, og var nú svo komið, að við guðsþjónustur á stórhátíðum og ýmsar aðrar athafnir varð fólk að standa úti undir vegg og hlusta á það, sem fór fram inni, úr hátalara, sem komið var fyrir úti.
Hinn fyrsta nóvember Stóll1972 tók þáverandi sóknarnefndarformaður, Einar Kr. Einarsson, fyrstu skófustunguna að nýrri kirkju og um um haustið 1982 var byggingunni lokið. Sunnudaginn 12. september fór síðasta guðsþjónustan fram í gömlu kirkjunni, sem þá var formlega lögð niður sem sóknarkirkja, 73 þremur árum eftir að hún var fullbyggð.
Tíðarhlið var á kirkjugötunni frá Stað, skammt suðvestan Járngerðarstaða. Þar skiptu kirkjugestir m.a. um skó og geymdu aðra í litlum skúta.

Kirkjan var fastheldin á þjóna sína, þá séra Brynjólfur Gunnarsson (1909-1910), Brynjólfur Magnússon (1910-1947) og séra Jón Árni Sigurðsson (1947-1982). Sr. Örn Bárður Jónsson þjónaði nýju kirkjunni til 1990, Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, síðar bæjarstjóri, þjónaði frá 1990 til haustins 2007 er sr. Elínborg Gísladóttir var skipuð sóknarprestur. Séra Jónas Gíslason, leysti Jón Árna af í veikindum á áttunda áratugnum (Jónas fermdi t.d. í gömlu kirkjunni börn fædd 1960, vorið 1974).

Kirkjan var afhelguð við messu í henni 12. september 1982.

Einkarekið dagmæðraheimili, Kirkjukot, var í húsinu á árunum frá byrjun árs 1989 til febrúar 2001 þegar leikskólinn Krókur opnaði við Stamphólsveg.
Álfhildur H. Jónsdóttir var síðasti Grindavíkurkirkjaforstöðumaðurinn þegar dagmæðraheimili var starfrækt í gömlu kirkjunni. Hún færði Grindavíkurbæ nýlega gestabók úr Kirkjukoti frá 1993 þar sem stendur: ,,Í tilefni af miklum ferðamannastraum útlendinga sl. sumar sem koma að skoða Kirkjukot, þá var ákveðið að fá gestabók fyrir kotið. Við fáum líka Íslendinga hingað til okkar og allir eru mjög hrifnir af barnaheimili í kirkju.“
Álfhildur minnist þess að allt að 30 börn hafi verið samtímis í Kirkjukoti, allt frá því að þau byrjuðu að ganga til 6 ára aldurs. Tíminn með börnunum í kirkjunni var mjög ánægjulegur í alla staði.
AA-samtökin hafa haft athvart í kirkjunni með fundi sína sem og önnur félagsstarfsemi í bænum.
Karitas Una og Bjarný hafa unnið muna- og myndaskrá um munina, sem voru í Grindavíkurkirkjunni gömlu og hafa verið varðveittir í nýju kirkjunni. Hún er til sýnis í gömlu kirkjunni.
Gangan tók u.þ.b. klukkustund. Spáð hafði verið leiðindarveðri á göngutímanum, en Guð sá um sína. Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Jón Þ. Þór – Saga Grindavíkur.
-Staðhverfingabók.
-Ólafur Rúnar Þorvarðarson.
-Jóna Kristin Þorvaldsdóttir .

Upplýsingaskilti

Þórkötlustaðahverfi

Jörðin Þórkötlustaðir er kjarninn í austasta hverfi Grindavíkur. Hin tvö eru Járngerðarstaðahverfi og Staðarhverfi vestast.
ÞórkötlustaðahverfiðJörð þessi er eins og aðrar jarðir Grindavíkinga við sjó. Mikið af landi hennar er eldbrunnið, einkum óskipta landið ofan gróninga. Bæirnir standa austast og syðst í landareigninni við sjóinn. Þótt byggð hafi verið að mestu óslitin á svæðinu frá því á 13. öld hefur mikið breyst, bæði í sinni íbúanna og ekki síst afkomenda þeirra. Sumir töldu þá fyrrnefndu einkennilega í hugsun, en þeir höfðu þá ekki kynnst hinum síðarnefndu.
Fyrir utan Þórkötlustaðanesið, sem er að hálfu í Þórkötlustaðalandi, eru fjölmargar minjar á svæðinu er minna á fyrrum búsetu og búskaparhætti íbúanna um aldir. Á einum stað var t.a.m. komið niður á fornaldarskála er grafið var fyrir hlöðu um aldamótin 1900.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Fyrst skal huga að örnefnunum. Samkv. örnefnaskrá er „austast á merkjum móti Hrauni, niður við sjóinn, bás inn í klettana, og heitir hann Markabás. Utar er tangi fram í sjóinn, sem heitir Slok, og upp af honum er hraunspildan nefnd Slokahraun. Upp af Markabás er hóll milli bæjanna, Markhóll. Er hann upphlaðinn þar á hryggnum, sem nefndur er Leiti. Vestur frá Markabás eru smáhvilftir og kvosir með sjó, sem heita einu nafni Básar. Ná þeir vestur að svonefndri Stóruklöpp. Ofar eru tóftir bæjarins Klappar. Vestan hennar er aðallendingin, sem nefnd er Buðlungavör. Fram undan vörinni eru tveir boðar, sem heita Fjósi og sá ytri Lambhúsi. Sunnan þessara boða og víkin öll er nefnd Þorkötlustaðabót [Loftur Jónsson segir Þórkötlustaðabótina vera fjöruborðið en ekki sjóinn eða víkin], en Þorkötlustaðasund er sunnan boðanna.
Tóftir KlapparTúnið á Buðlunga liggur að vörinni og sundvarðan var þar neðst í túni. Þá er Svalbarði, sem er þar á túni. Vestar er það, sem kallað er Vötnin, en þar kemur ósalt vatn undan sjávarkambinum um fjöru hjá Þorkötlustöðum.

Hér vestur af gengur allmikið nes suður í sjó. Nes þetta heitir Þorkötlustaðanes. Mikill hluti af nesinu er í Þorkötlustaðalandi, en nokkuð í Hópslandi. Merkin eru um 60 metrum vestan við vitann, sem nú stendur. Þar var klöpp með áletrun, en hefur skolast undir brimgrjótið. Nes þetta er allt hrauni þakið. Sumt bendir á, að hraun það sé að minnsta kosti að einhverju leyti runnið eftir landnámsöld (sbr. Árb. Fornl.fél. 1903, 47).

Hópsnesviti

Hópsnesviti (Þórkötlustaðanesviti).

Í nesinu er vitinn, sem nefndur er Þorkötlustaðaviti. Austur af vitanum er hóll, sem heitir Leiftrunarhóll. Vestur af honum og austur af vitanum eru tveir hólar, sem heita Strýthólar. Milli þeirra og vitans er Tófuflatarhóll. Alllangt norður af vitanum er hár hraunhóll, sem heitir Gjáhóll. Suðaustur af vitanum er Stóra-Látraflöt, en Litla-Látraflöt er austar og liggur að Strýthólum. Þar austar er Leiftrunarhóllinn, og fram af honum er Stekkjarfjara. Við Leiftrunarhól er tangi, sem heitir Nestá. Upp af Stekkjarfjörunni er grasblettur nefndur Stekkjartún. Þá er komið að vík, sem heitir Drift, aðrir segja Dríli. Inn frá henni heita Þorkötlustaðavarir. Sunnan við varirnar upp frá víkinni eru Drílaklettar, háir klettar norður af Nestá, er verða sem sker um flóð.

Þórkötlustaðanes

Lending á Þórkötlustaðanesi.

Vestan við Drift er bryggja, og þar suðvestur af, beint upp af kampinum, er Flæðitjörn. Fyrir norðan varirnar er vík, sem heitir Herdísarvík, og upp af henni við sjó eru klettar, sem heita Kóngar. Þetta eru klettahólar, sem eru austur af Gjáhól, sem fyrr getur. Upp frá hólum þessum heitir hraunspildan Kóngahraun. Rétt norðan Kónga er flöt í hrauninu sem heitir Miðmundaflöt. Austur frá henni er Syðribót og Heimribót. Upp af þeim eru sandflatir nefndar Brunnflatir. Þá eru Miðmundaklettar, og milli þeirra og túns er Sandfjara. Niður af Brunnflötum var vatnsstæði, sem notað var til að vatna í skepnum.“
Hlaðinn garður í ÞórkötlustaðahverfiÞá hefur fjaran verið gengin. Ofar er óskipt land sex lögbýla, annars vegar Þórkötlustaðabæjanna þriggja og hins vegar Klappar, Buðlunga og Einlands. Sumir segja jarðarpartana hafa verið fjóra, en byggja þar einungis á þeirra hagstæðustu munnmælum. Í raun liggja ekki fyrir skriflegar og staðfestar upplýsingar um hlutdeild einstakra jarða og verður því að leggja þær að jöfnu uns annað kemur í ljós. „Land jarðarinnar er frekar mjótt, en nokkuð langt. Nær það til fjalls. Það svæði, sem næst tekur við fyrir ofan túnin er nefnt Hópsheiði, jafnt sá hluti þess, sem tilheyrir Þorkötlustöðum og Hópi. Þetta er hraunfláki allstór, sem nær upp á móts við Húsafjall. En í vesturenda hans eru merkin móti Hrauni og í Melhól, sem er þar vestur af. En aftur á móti er niðri í nesinu, á merkjum móti Hópi, svonefnt Markalón.

Vatnsheiði

Vatnsheiði.

Rétt vestur af Húsfjalli er smáhraunhóll, sem heitir Grenhóll. Þegar kemur upp fyrir Húsfjall, hækkar landið nokkuð og hraunið [mjókkar mikið], og nú tekur við landssvæði, sem heitir Vatnsheiði. [Harunið tengist síðan Beinvörðuhrauni og Skógfellshrauni og síðan Dalahrauni enn norðar (LJ)]. Dregur hún nafn af vatni, sem var þar vestur undir Sundhnúk [á hátoppi Innstuhæðar og eru þar landamerki á milli Hrauns og Þórkötlustaða (LJ], og þornar oft. Þar er lágur rimi, Lyngrimi, sem er vestan undir Vatnsheiði innst. Norður af Vatnsheiði er kallað Sprengisandur. Um hann lá gamli vegurinn, einnig um Lyngrima. Þá tekur við sama hraunið og nefnt var hjá Hrauni, og heitir það Dalahraun. Það hraun er frekar mishæðalítið, nema þar rís norðar allhátt fell, sem heitir Stóra-Skógfell. Austan þess er gamall vegur, nefndur Skógfellsvegur. Norðan þess er línan um Skógfellshraun, norður í Litla-Skógfell, sem er mikið lægra en hitt. Þá er komið þar á merki. Þar austar er svo annað lágt fell á merkjum, Kálffell. Þá segjum við, að lokið sé örnefnum í Þorkötlustaðahverfi. Þó er einhvers staðar til um meira land, sem ef til vill kemur síðar í leitirnar.“

Byrgi í StrýthólahrauniLoftur Jónsson gerði athugasemdir við framangreinda lýsingu. Hann taldi örnefnið Svalbarði „ekki rétt“. Þetta örnefni er einnig að finna hjá honum og á þá við hringmyndaða klöpp með lóni í miðju. Einnig kemur fram hjá Lofti að klofi út í Svalbarða skipti reka milli Buðlungu og Þórkötlustaða. Ofan við nöfnin Drift og Dríli sem eru tvö nöfn á vík hefur Loftur einnig ritað „ekki rétt“. Þessi nöfn er ekki að finna hjá Lofti en hann hefur nafnið Driti um klett í fjöruborðinu.
Loftur telur Sandfjöru ekki vera til sem nafn í landi Þórkötlustaða.
Í setningunni: „Það svæði sem næst tekur við fyrir ofan túnin er nefnt Hópsheiði, jafnt sá hluti þess, sem tilheyrir Þorkötlustöðum og Hópi“ hefur Loftur ritað fyrir ofan orðið Þorkötlustöðum „ekki rétt“. Hann segir að allt það sem kallað er Hópsheiði sé í landi Hóps. Líklega er það ekki rétt að sá hluti Hópsheiðar sem er í Þórkötlustaðalandi heiti svo þar. Í sömu málsgrein, næstu setningu, stendur: „Þetta er hraunfláki allstór, sem nær upp á móts við Húsafjall. En í vesturenda hans eru merkin móti Hrauni og í Melhól, sem er þar vestur af.“ Að sögn Lofts var Melhóll gamall eldgígur í hrauninu austan við Þorbjörn og núverandi Grindarvíkurveg. Þarna hefur hlaðist upp strýra úr hraungjalli en er nú alveg horfin. Hraungjallið var notað í Grindavíkurveginn og vegi og götur í Grindavík og víðar. Örnefnið Melhól er því ekki að finna í örnefnalýsingu Lofts. Þá segir hann að hann telji að Melhóll hafi verið landmark á milli Hóps og Járngerðarstaða.

Sundhnúkur

Sundhnúkur.

Að lokum skrifar Loftur að ekki hafi verið til vatn þar sem segir að það hafi verið vestur undir Sundhnúk og að Vatnsheiði dragi nafn sitt af því. Það er hins vegar rétt hjá Lofti því gott vatnsstæði er í Vatnsheiðnni austur undir Sundhnúk, en vestan Fiskidalsfjalls.
Á miða sem fylgir örnefnaskránni og spurt er um réttan rithátt nokkurra örnefna hefur Loftur strikað undir Buðlunga, Markhól og Miðmundakletta og strikað yfir hina valkostina sem eru Buðlungi, Markahóll og Miðmundaklettur.
Í annarri örnefnalýsingu fyrir Þórkötlustaðaland segir: „Suður úr Reykjanesskaganum gengur allmikið nes. Að vestanverðu við nes þetta er Járngerðarstaðavík en að austan er Hraunsvík. Nes þetta er allt þakið hrauni og sumt bendir til að hraun það sé að minnsta kosti að einhverju leyti runnið eftir landnámsöld (sbr. Árb. Fornlfél. 1903, 47). Að austanverðu heitir nesið Þórkötlustaðanes og er það í landi Þórkötlustaða en að vestan heitir það Hópsnes og er sá hluti í landi Hóps. Í daglegu tali er það eingöngu nefnt Nesið.
Vatnsstæðið á VatnsheiðiÁframhald af landi Þórkötlustaða nær inn á Reykjanesskagann og er fremur mjótt en langt. Mest allt landið er þakið hrauni. Bæirnir standa austast í landareigninni innan við nesið og niður við sjóinn.
Örnefni og kennileiti í landi Þórkötlustaða eru sem hér segir: Vestan við vita sem er í nesinu og heitir Hópsviti er vatnsgjá niður við sjávarkampinn. Þar beint niður undan í flæðarmálinu er stór steinn. Hann heitir Markasteinn og skilur hann lönd Þórkötlustaða og Hóps. Í hann eru klöppuð tákn L.M. um landamerki. Suðaustur af vitanum er grasflöt niður við kampinn; Stóra-Látraflöt, að mestu komin undir kamp. Austur af vitanum er grasi vaxinn hóll, nokkuð stór með grasflöt norður af; Tófuflatarhóll. Þar var tófugreni fyrr á tímum. Niður undan honum austan til var Litla-Látraflöt. Hún er nú komin undir grjót úr kampinum. Austan við Tófuflatarhól eru Strýthólar. Vestri-Strýthóll með tveimur þúfum en Eystri-Strýthóll niður við kampinn. Útfiri er töluvert og heitir fjaran Látur. Selalátur var þar áður fyrr. Hóll var fram undan Tófuflatarhól; Þanghóll, en hann er nú kominn undir kampinn. Hann skipti reka. Fyrir vestan eru Kotalátur. Þar eiga Einland, Buðlunga og Klöpp reka [hér er kveðið á um jafnan hlut jarðanna]. Austan Þanghóls eru Austurbæjarlátur. Austast í Nesinu að framanverðu er smátangi sem heitir Nestá. Norður af Nestá er stór hóll á kampinum; Leiftrunarhóll. Norður af honum er Stekkatún sem nær að Flæðitjörn. Hún er ofan við sjávarkampinn. Niður undan og norðan Leiftrunarhóls er Stekkjarfjara. Látragötur eru slóðar úr vesturenda Stekkatúns fram í Látur. Við enda Stekkjarfjöru er klettur í fjöruborðinu og er sem sker um flóð. Hann heitir Driti.

SkógfellavegurSíðan tekur við Vörin stundum kölluð Nesvör til aðgreiningar frá Buðlunguvör. Vararsker er sunnan við vörina, það fer í kaf á flóði. Tveir boðar eru framundan Vararskeri á Þórkötlustaðasundi; Fjósi á bakborða og utar er Lambhúsi á stjórnborða. Sundvarða við Buðlungu átti að bera í fjós og lambhús á túninu hjá Einlandi og þaðan eru nöfnin dregin.
Upp af Vörinni og norðan við Flæðitjörn er Sundvörðuhóll, þar stendur sundvarða. Vestan Flæðitjarnar eru hlaðnir grjótgarðar; Hraunsgarðar. Hraunsmenn þurrkuðu þar skreið þegar þeir lentu í Nesvör. Skotti er nokkuð stór pollur ofan kampsins, norðan Vararinnar og þar norður af er hóll, flatur að ofan með hlöðnum grjótgörðum, kallaður Krabbagerði. Fram undan Krabbagerði í flæðarmálinu og við syðri enda Herdísarvíkur eru háar klappir nefndar Draugur. Þar norður af er vík; Herdísarvík. Upp af henni við norðurenda eru klettahólar sem heita Kóngar. Upp af Kóngum tekur við Kóngahraun, sandorpið hraun, og inn undir miðju Nesi í norðvestur frá Kóngahrauni er hár hóll með grasþúfu í toppinn sem heitir Gjáhóll. Hjá Gjáhól er löng lægð en mjó frá norðri til suðsuðvesturs sem heitir Gjáhólsgjá. Rétt norðan við Kónga er grasflöt fram við kampinn; Miðmundaflöt og þar framan við eru Miðmundaklettar.
Gígur á SundhnúkaröðinniSíðan tekur Þórkötlustaðabót við og skiptist hún í tvo hluta. Fyrst Syðribót og síðan Heimribót. Norðaustan við klapparana sem skiptir bótunum eru klappir í flæðarmálinu; Hundaklettar. Upp af Heimribót eru sandflatir nefndar Brunnflatir. Neðst á Brunnflötum við kampinn var grafinn brunnur þar sem skepnum var vatnað áður en brunnur var grafinn hjá Þórkötlustöðum. Eftir Brunnflötum lá gata og sunnan við sandorpnar hæðir vestur af Brunnflötum, við norðurenda Gjáhólsgjáar, í átt að Rifinu (Eyri). Hét hún Eyrargata en litið markar fyrir henni nú. Önnur gata er norðar og liggur um Kirkjuhóla og fram hjá Hópi. Norður frá Heimribót er fremsti og vestasti hluti túnsins kallaður Sigla og þar í er Siglulaut.
Austur af Heimribót taka við Vötnin. Þar rennur fram ósalt vatn um fjöru og var þar þveginn og skolaður þvottur áður fyrr. Austur af Vötnunum, á klöppunum, er Stóralón og suður af því Kollóttasker. Upp af Stóralóni er Bakkinn; hár grasivaxinn bakki. Nokkuð austan Stóralóns er Buðlunguvör. [Að sögn Árna Guðmundssonar í Teigi (f:1891) var Buðlunguvör notuð á sumrin fram til 1929. Við hana má sjá för eftir kili bátanna.] Vestan hennar er hringmynduð klöpp með lóni í miðju. Hún heitir Svalbarði. Klofi út í Svalbarða skiptir reka og þangfjöru á milli Buðlungu og Þórkötlustaða. Fyrir ofan Buðlunguvör er slétt klöpp kölluð Skiptivöllur. Þaravaxin klöpp vestan og utan við vörina er kölluð Þangklöpp. Austan við vörina er Stóraklöpp og þar fram af er Vararsker. Það kemur upp á stórstreymisfjöru. Norðaustan við vörina er túnið í Buðlungu og kallað Buðlungudalur. Í suðvesturhorni þess er sundvarða og átti hún að bera í þríhyrnu á svonefndri Brunnskák þegar róið var inn sundið.

Dalssel í FagradalAustur af Stóruklöpp eru básar; Vestastibás, Þvottabás, Miðbás og Malarbás. Síðan taka við Slok og er austast Slokatá. Slokin draga nafn af áberandi soghljóði, sérstaklega undir austanátt. Vestan Slokatáarinnar er Lágafjara og síðan Vestrimölin og þar ofan kampsins er Klapparmói. Eystrimöl er neðan við kampinn að austan, ofan við Slokatá. Upp af Slokatánni ofan kampsins eru Hrossbeinalágar, nú komnar að mestu undir kampinn. Austan á Slokunum er bás sem heitir Markabás. Hann skiptir löndum og reka á milli Hrauns og Þórkötlustaða. Upp af honum ofan kamps er hraunhóll með grasþúfu í toppinn. Hann heitir Markhóll.
Randeiðarstígur er gata á milli Hrauns og Þórkötlustaða og var hann farinn áður fyrr er aðalumferðargatan lá fyrir neðan Þórkötlustaði og var þar komið á Eyrargötuna.
Eystraleiti (í daglegu tali nefnt Leiti) er smábunga á milli bæjanna. Vestraleiti er aftur önnur bunga í vestur þar sem skiptast lönd Þórkötlustaða og Hóps. Vestan undir há-Leiti er Kúakrókur, nú tún.

Skógfellavegur

Vegur af Skógfellavegia að Þórkötlustöðum.

Ofan við byggðina er geil í hraunið og byrjar þar gamli vegurinn frá Þórkötlustöðum til Voga og Hafnarfjarðar. Þar heitir Leynir (Þórkötlustaðaleynir til aðgreiningar frá Hraunsleyni) og nær hann inn á móts við Vatnsheiði. Gatan liggur samhliða hraunrima. Efst í Leyninum og austan við götuna er grasivaxinn hóll með hraunklöppum umhverfis og heitir hann Grenhóll. Norð-norðvestan við Grenhól við götuna er skjólsamt fyrir sauðfé og heitir þar Skítastaður.
Vatnsheiði eru þrjár gróðurlitlar, samvaxnar hæðir norður af Húsafelli og nær sú fremsta vestur fyrir og fram fyrir það. Þær heita Fremstahæð, Miðhæð og Innstahæð. Nafnið er dregið af vatnskötlum í Innstuhæð og þornar þar ekki nema í mestu þurrkum. Þar eru landamerki á milli Hrauns og Þórkötlustaða.
Í norðvestur frá Innstuhæðinni, í Vatnsheiði, er hæð eða smáhnúkur; Sundhnúkur og er hann á landamerkjum milli Þórkötlustaða og Járngerðarstaða. Þaðan í norður eru hraunhólar úr brunnu hraungjalli. Heita þeir Lyngrimi. Austan Svartsengis eru sléttar klappir með melum og vikri á milli og heitir þar Sprengisandur og lá gamli Vogavegurinn þar um. Skógfellshraun tekur við þar fyrir norðan og er það all úfið í hraunbrúninni að sunnan.
Siguður Gíslason hjá ÞórkötlustaðadysUpp úr Skógfellshrauni rís allhátt fell sem heitir Stóra-Skógfell. Litla-Skógfell er þar nokkru norðar en er allmikið lægra og skiptir það löndum á milli Voga og Járngerðarstaða. Stóra-Skógfell skiptir löndum á milli Járngerðarstaða og Þórkötlustaða og eru merkin í næsta hnúk. Vogavegurinn liggur austan Stóra-Skógfells og var nefndur þar Skógfellsvegur og tekur við af Sprengisandi. Mitt á milli Skógfella er svonefndur Hálfnunarhóll (í Járngerðarstaðalandi) og er þar talið hálfnað til Voga frá Þórkötlustöðum. Hraunið á milli Skógfella og Fagradalsfjalls heitir Dalahraun og nær það fram á móts við Kast. Það er lágt og víða sléttar klappir og mosaþembur.

Skógfell

Stóra-Skógfell – Sandhóll nær.

Úr Stóra-Skógfelli liggur markalínan í gjána í Kálffelli en það er lágt fell eða bunga sem er framarlega í Kálffellsheiði. Frá Kálffelli liggja landamerkin í vatnskatla í Fagradals-Hagafelli og þaðan í Innstuhæð á Vatnsheiði eins og áður segir. Samkv. þessu er Sandhóll sem er vestur af Kasti og Fagridalur sem er kvos inn í Fagradalsfjall austan við Aura í landi Þórkötlustaða. Fagradals-Vatnsfell sem er norðvesturöxl Fagradalsfjalls er sömuleiðis í landi Þórkötlustaða. Aurar heita melar innan við og austan Dalahraun og þar norður af eru grasflatir sem heita Nauthólaflatir. Þar var heyjað af bændum á Þórkötlustöðum. [Hér gleymist að Þórkötlustaðir (sumir segja Járngerðarstaðir) höfðu selstöðu í Dalseli í Fagradal, norðan Nauthólaflata]. Vesturhluti Beinavörðuhrauns nær vestur í land Þórkötlustaða. Slokahraun er á milli túnanna á Hrauni og Þórkötlustöðum.“

Fagridalur

Nauthólar Í Fagridal.

Aðrar heimildir kveða á um að Járngerðarstaðamenn hafi haft selstöðu í Fagradal. Bæði þeir og Hraunsmenn hafa viljað eigna sér svæðið milli Vatnskatla, Kálffells og Litla-Skógfells. Það hafa einnig Vogamenn viljað gera.

Tóftir Dalsels í Fagradal voru skoðaðar árið 2003. Þær eru á sunnanverðum uppþornuðum lækjarbakka norðan við Nauthóla og Nautaflatir. Sjá má móta fyrir húsum og stekk eða kví ofar. Veggir sjást grónir, en ekki er að sjá hleðslur í þeim. Erfitt er að greina nákvæma rýmisskipan.
Óskipt land Þórkötlustaðabúa er allt að því um 300 hektarar skv. framangreindu.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing – Loftur Jónsson, Grindavík 22. nóv. 1976.
-Guðmundur Benediktsson.
-Sigurður Gíslason.
-Þorsteinn Bjarnason frá Háholti.
-Árni Guðmundsson.
-Guðmundur Jónsson.
-Áslaug Theodórsdóttir.
-Kristborg Þórsdóttir.
-Guðbjörg Eyjólfsdóttir.
-Jón Eyjólfsson.
-Jón Daníelsson.

Við Þórkötlustaðarétt

Við Þórkötlustaðarétt.

Gvendarhellir

Tvö fjárskjól eru við Klofninga í Krýsuvíkurhrauni og það þriðja í Litlahrauni vestan þeirra.

Gvendarhellir

Gvendarhellir (Arngrímshellir).

Í austasta fjárskjólinu eru mikla hleðslur við innganginn og að því er virðist hlaðið „afhýsi“. Í miðfjárskjólinu, sem jafnan hefur verið nefnt Arngrímshellir eftir sögunni eða Gvendarhellir eftir Krýsuvíkur-Gvendi er á að hafa haldið þar fé um 1830. Þar eru tóftir húss við aðalmunnann og fyrirhleðslur, auk hlaðinna króa og flórað gólf að hluta. Vestasta fjárskjólið er í nálægð við gamla tóft auk þess sem hlaðið aðhald er þar við. Ekki er gott að segja til um með vissu hvert þessara fjárskjóla er hvað eða hvort Arngrímshellir og Gvendarhellir er sitthvor hellirinn eða einn og hinn sami.

Gvendarhellir

Gvendarhellir (Arngrímshellir) – tóft.

Sagan segir að Arngrímur hafi um aldarmótin 1700 haft fé sitt í helli í Klofningum í Krýsuvíkurhrauni. Við hellisopið byggði hann lítið fallegt hús úr rekavið. Fénu var beitt í Klofningana sem og í fjöruna, sem þó er all stórbrotin neðan þeirra. Arngrímur hélt 99 kindur og eina að auki frá systur sinni. Sú kind var grákollótt og nefnd Grákolla. Um jólaleytið gerði mikið óveður á þessum slóðum og hraktist féð fram af berginu. Arngrímur gafst upp á að reyna að bjarga fénu. Grákolla barðist þó gegn óveðri og reyndi Arngrímur þrívegis að kasta henni fram af bjarginu eftir hinu fénu. Jafnoft tókst henni að krafla sig upp aftur í snjónum og ákvað Arngrímur að láta þar við sitja. Komust þau bæði við illan leik í hellinn. Síðan er sagt að allt fé Krýsuvíkurbænda hafi verið af nefndri Grákollu komið.

Arngrímshellir

Arngrímshellir – Gvendarhellir.

Eftir aldarmótin var Arngrímur við sölvatöku í berginu undan Klofningum er jarðskjálfti reið yfir Suðurland. Féll bjarg á hann og lét hann lífið. Annar maður, sem með honum var, varð til frásagnar. Sá stökk undan fellunni í sjóinn og gat bjargað sér.
Hellirinn á að vera sínum stað ef sagan reynist sönn.

Gvendarhellir

Í Gvendarhelli.

Gengið var niður í Klofninga og þess freistað að finna helli Arngríms. Hellirinn hefur einnig gengið undir nafninu Gvendarhellir því 130 árum eftir Arngrím mun Krýsuvíkur-Gvendur hafa haldið fé sínu þar til haga. Segir og sagan að hann hafi jafnvel falið það þar er koma átti að fjárniðurskurði í sveitinni vegna fjárpestar.
Í ýtarlegri lýsingu Jóns Vestmanns af Gvendarhelli (Krýsuvíkur-Gvendi) frá 1840 segir: “ . . . en þar honum þótti langt að hirða það þar, byggði hann þar annan bæ, dásnotran sem hinn, með glergluggum, sængurhúsi, af- og al-þiljuðu, með 2 rúmum; í hinum karminum geymsluhús. Byggði hann hús þetta framan-við hellirsdyrnar og rak féð gegnum göngin útúr og inní hellirinn. Hlóð af honum með þvervegg, bjó til lambastíu með öðrum; gaf þeim þar, þá henta þótti, bjó til jötur úr tilfengnum hellum allt í kring í stærri parti hellirsins; gaf þar fullorðna fénu í innistöðum (sem verið mun hafa allt að 200 eftir ágetskun manna). Flutti þangað talsvert hey og smiðju sína, og mun hafa starfað þetta að mestu, ef ei öllu leyti, aleinn, á einu ári. Þarna var hann 10 vetur samfellt yfir kindum sínum, aleinn, en á sumrum heima. Loks gafst hann upp, yfir sjötugt, og sagðist hafa verið smali síðan hann hafði 6 ár að baki.“ Í þessari frásögn er fjáreignin áætluð um 200 fullorðið en samkvæmt tíundareikningum þess tíma átti hann 111 sauði og ær (lömb ekki meðtalin) þegar best lét í Krýsuvík.

Fjárskjólshraun

Fjárskjólið í Fjárskjólshrauni.

Komið var inn á gamla götu um miðja Klofninga. Henni var fylgt inn í hraunið og brátt mátti greina tóttir hússins við hellisopið sem og hleðslur inni í hellinum. Hluti gólfsins er flórað, hlaðið aðhald er inni í hellinum gegnt opinu með tóftinni framan við og fyrirhleðslur eru fyrir endum og umhverfis op miðsvæðis að sunnanverðu. Hellirinn er bæði bjartur og rúmgóður. Annar hellir skammt sunnar hefur einnig verið notaður í tengslum við aðhaldið. Í honum fannst rekaviður og fleira viðarkyns.
Engar sagnir eru til af Bálkahelli aðrar en þær að hann er nefndur nafni sínu í sögunni um Grákollu. Þá er hans getið í örnefnaslýsingu Þorsteins Bjarnason frá Háholti fyrir Krýsuvík. Þar segir: „Í Klofningum eru Gvendarhellir og Bálkahellir. Gvendarhellir ber nafn sitt af Guðmundi Bjarnasyni, er þar lifði einlífi yfir sauðfé sínu um 1840.“
Op Bálkahellis fannst þegar einn FERLIRsfélaga segja má datt niður um á kafi í snjó að vetrarlagi. Niðri reyndist vera um 250 metra langur hellir, vel manngengur, tvískiptur og dulúðlegur. Dropasteinar á gólfum og hraunstrá í loftum. Hraunbálkar eru með veggjum innan við efsta og stærsta opið. Hellirinn, fullkannaður, er í heild um 450 metra langur.

Bálkahellir

Í Bálkahelli.

Stóribolli

Gengið var á Stórabolla (Stórabollahnúk/Kóngsfell).
Lagt var af stað frá Bláfjallavegi neðan Storibolli-12Grindarskarða, gengið áleiðis upp í Kerlingarskarð og síðan vent til norðausturs upp mosahlíðina undir Bollunum með stefnu á gíginn (Stórabolla). Loks var haldið upp eftir vestanverðri gígskálinni ofanverðri og áfram upp á hnúkinn. Efsti hlutinn er tiltölulega greiðfær í aflíðandi sandmulningi uns komið er að stórri vörðu efst á kollinum. Þar sem staðið er í u.þ.b. 550 m.h.y.s. er útsýnið einkar tilkomumikið; til norðurs að Þríhnúkum, austurs Bláfjöllum og að Heiðinni há, suðurs að Hvalhnúk og Ásunum og vesturs Miðbolla, Syðstubollum og Brennisteinsfjöllum.
Storibolli-9Skoðum áður skráða leiðarlýsingu um svæðið er birtist í MBL árið 1980: „Ekið sem leið liggur áleiðs eftir veginum til Krýsuvíkur, en beygt út af honum til vinstri og stefnt til Bláfjalla og ekið eftir þeim vegi að neyðarskýli sem er skammt frá veginum á hægri hönd. Þar hefst gangan.
Um þessar slóðir liggur Selvogsgata, gömul þjóðleið, upp í gegnum Grindarskörð og niður í Selvog sem og Reykjavegurinn, leiðin frá Reykjanesvita til Nesjavalla. Grindarskörð eru mynduð af nokkrum gígum sem standa á hlíðarbrúninni og hafa verið kallaðir bollar. Lengst til hægri eru Syðstubollar, þá Tvíbollar eða Miðbollar og lengst til vinstri og þeirra stærstur er Stóribolli (551 m.y.s.) og þangað er ferðinni heitið að þessu sinni.

Storibolli-7

Frá bílastæðinu er haldið út á hraunið og stefnan tekin lítillega austur fyrir Stórabolla, um s.k. Kristjánsdali og sneiðingur tekinn upp hlíðina. Rétt er að veita athygli hrauninu sem gengið er um, en þar má víða finna e-ð sem gleður augað.
Þegar upp á hlíðarbrúnina er komið kemur í ljós að gígurinn Stóribolli er í raun samfastur við lítið fjall, sem stundum hefur verið nefnt Kóngsfell, en Stórabolla nafninu verið skellt á allan pakkann í tímanns rás.
Konungsfell

Kóngsfells-nafnið er á e-u flakki á kortum og ekki í vísan að róa hvort ætlað Kóngsfell sé Stóribolli, eða hvort lítið fjall skammt frá sem ýmist er nefnt Litla-Kóngsfell eða Kóngsfell, sé umrætt Kóngsfell. Stóra-Kóngsfell sem er rétt við Bláfjöllin fær þó að hafa sitt nafn í friði. Til fróðleiks má þó geta þess að á herforingjaráðskorti frá árinu 1910 er nafnið „Konungsfell“ sett á fjallið. Á það kort er reyndar Selvogsgatan (Suðurfararvegur) settur um Kerlingarskarð, sem jafnframt er nefnt Grindarskarð. Á kortinu eru öll landamerkin dregin í nefnt Konungsfell.
Rétt er að ganga upp á Stórabolla (Kóngsfell?) og berja augum útsýnið sem er yfir hraunið allt um kring. Hraun úr Stórabolla hafa runnið allt að Helgafelli og að Undirhlíðum.
Af Stórabolla er haldið vestur með Grindarskörðunum og að Selvogsgötu / Reykjaveginum og þeirri leið fylgt að niður þar sem gangan hófst. Á niðurleiðinni má ekki sjá ýmislegt sem gleður augað og rétt að benda á að víða markar fyrir götunni í hrauninu.“

Storibolli-8

Í Hellahandbókinni eftir Björn Hróarsson segir að illa gæti farið ef eldgos yrði í nágrenni Garðabæjar og Hafnarfjarðar. Spurning sé ekki hvort heldur hvenær hraun muni renna á ný til þessara bæja. Því megi telja það „undarlegan sofandahátt“ að ekki séu stundaðar alvöru rannsóknir á hraunrennslu á Íslandi. „Töluverðum fjármunum er varið í snjóflóðavarnir og jarðskjálftarannsóknir meðan rannsóknum á hraunrennsli hefur lítt eða ekki verið sinnt. Hætt er við að Hafnfirðingar muni dag einn vakna upp við vondan draum af þeim sökum,“ segir Björn í Hellahandbókinni.
Hættan er raunveruleg. Eldvirkni á Reykjanesskaga kemur í hrinum, oft með 500 ára virkni og 500 ára sem hún liggur niðri. Eldvirknin hefur nú legið niðri frá því  um 1477. Miðað við 500 ára regluna þá gæti farið að líða að næstu hrinu eldsumbrota. Þá er líklegt að hraun renni þar sem hraun er nú þegar. Búrfellshraun er 7.200 ára gamalt og ekki þar með sagt að þar geti ekki gosið á morgun en það getur líka liðið hundrað eða þúsundir ára.

Thrihnukar-21

Þá eru bullandi virk eldstöðvakerfi þarna í nágrenninu, í Stórabolla, Litlabolla og Þríhnúkum.
Eldgos urðu í Stórabolla og Litlabolla  fyrir 1.000 og 2.000 árum og runnu í þá átt þar sem hverfin í Garðabæ og Hafnarfirði eru nú. Eldgos getur orðið hvenær sem er og það getur orðið löng bið, það veit enginn.“
Hellnahraun er í raun tvö hraun sem hafa verið nefnd Yngra- og Eldra-Hellnahraun. Hraunin eru ákaflega lík að ytri ásýnd og nokkuð erfitt að greina þau að. Eldra-Hellnahraun er um 2000 ára gamalt og líkt og Yngra – Hellnahraun komið frá eldstöðvum í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur runnið svipaða leið til sjávar. Yngra – Hellnahraun hefur einnig verið nefnt Tvíbollahraun, en það hefur að öllum líkindum runnið í sömu goshrinu og Breiðdalshraunið á síðari hluta 10. aldar og komið úr Tvíbollum í Grindaskörðum (Sigmundur Einarsson o.fl. 1991).“

Staldrað við í Grindaskörðum

Sydstubollar-2

Fyrr á tímum lá aðalleiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogs, fyrir norðan Valahnúka, um Grindaskörð, Hvalskarð og þaðan til byggða í Selvogi. Í daglegu tali er þessi leið nefnd Selvogsgata. Hún er á ýmsan hátt torsótt. Meðfram henni er lítið sem ekkert vatn að finna, hún liggur að mestu um gróðurlaus brunahraun og í Grindaskörðum kemst hún í 400 m.y.s. Með breyttum samgönguháttum lagðist umferð um Selvogsgötuna niður að mestu og hin síðari ár hefur verið lítið um mannaferðir í Grindaskörðum. Þó munu gangnamenn eiga þar leið um vor og haust, rjúpnaskyttum bregður fyrir á haustin í leit að bráð og svo kemur fyrir að einstaka göngumaður sé þar á flakki sér til gagns og ánægju.

Midbolli

Um þessar mundir er unnið að vegargerð frá Krýsuvíkurveginum fyrir sunnan Hafnarfjörð áleiðis að skíðalöndunum við Bláfjöll. Vegurinn mun liggja rétt fyrir norðan skörðin og við það opnast aftur þetta svæði sem hefur til þessa verið falið fyrir svo mörgum.
Vegurinn nær nú ekki lengra en að Lönguhlíð og þar skiljum við bílinn eftir og tökum stefnuna á Grindaskörðin. Á vinstri hönd höfum við hraunið úfið og ógreiðfært en á hina hlíðar fjallsins þaktar lausum skriðum. En milli hrauns og hlíðar er gott að ganga. Þar eru harðir, sléttir og grasigrónir balar, sem ættu að reynast tilvalin tjaldstæði handa þeim, sem hafa hug á lengri dvöl. 

Storibolli-10

Eins og sjá má á korti eru Grindaskörðin milli Lönguhlíðar og Kristjánsdalahorns. Þar eru þrír hnúkar sem heita Stóribolli, Tvíbollar (á kortinu nefndir Miðbollar) og Syðstubollar. Á þessu svæði öllu hefur verið mikil eldvirkni áður fyrr og eru Stóribolli og Tvíbollar gamlir gígar, sem hafa lagt til megnið af því hrauni, sem þekur svæðið fyrir norðan og vestan skörðin. Fyrir ferðamanninn eru Tvíbollar einna forvitnilegastir og þangð tökum við stefnuna. Þegar komið er upp á gígbarminn kemur í ljós að gígskálarnar eru tvær. Unnt er að ganga brúnirnar allan hringinn, en þó er nokkuð laust undir fæti á stöku stað. Enginn hefur rannsakað þetta svæði betur er Jón Jónsson jarðfræðingur.
Álit hans er að meginhluti þeirra hrauna, sem þekja svæðið frá Grindaskörðum og norður að UStoribolli-11ndirhlíðum og Helgafelli, sé komið frá Stórabolla og Tvíbollum. Hann segir Stórabollahraunið eldra og liggi það víða undir Tvíbollahrauninu. Samkvæmt mælingum munu þessi hraun vera nokkurn veginn jafnstór, þekja um 18 ferkm. Hvort og vera um 0.36-0.37 km að rúmmáli. En þegar farið er að athuga aldur Tvíbollahrauns nokkru nánar, koma fram sterkar líkur til þess, að það hafi runnið eftir landnám norrænna manna hér á landi, því undir því hefur fundist á einum stað hið svokallaða landnámslag, en það er öskulag, sem talið er að sé frá því um 900.

Midbollar-2

Útsýnið af Bollunum er frábært í einu orði sagt. Hraunbreiðurnar til norðurs blasa við fyrir fótum manns, og gamla Selvogsgatan hlykkjast milli hraunhólanna í áttina að Valahnúkum. Og í einni sjónhending greinir maður byggðina á Innnesjunum, allt frá Hafnarfirði til Kjalarness. Og ekki spillir fjallasýnin með Snæfellsjökul sem útvörð í vesturátt. Þótt útsýnið til suðurs sé ekki eins tilkomumikið, hefur það samt glögga mynd af hinu gífurlega hraunhafi sem þekur þennan hluta Reykjanesskagans, enda telur Jón Jónsson að á sama tíma og Tvíbollahraunið rann, hafi á annan tug gíga við Grindaskörð og þar fyrir suðvestan, verið virkir.

Bollar-loftmynd-2

Þótt við höfum ekki farið lengra en upp í Grindaskörðin, er margt annað að sjá og skoða, sem athyglisvert er, þótt ekki hafi verið minnst á það hér. T.d. er margir fallegir og sérkennilegir hellar í hraununum fyrir norðan skörðin og má það nefna hellana í Dauðadölum og Kristjánsdölum. Við höldum til baka sömu leið að bílnum. Það hallar undan fæti og leiðin sækist greitt. Og þá er gott að rifja upp stutta sögn úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar: “Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefur verið seint á Landnámstíð, því fjölbyggt hefur verið orðið syðra eftir þeirri sögn, að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall. Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í það skarð, sem farið er úr Grindavík og upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík”.“

Storibolli-10

Þegar gengið var niður og norður eftir hrauntröð Stórabolla komu í ljós nokkur gróin jarðföll. Neðsta og minnsta jarðfallið vakti þó einna mesta athygli. Í því virðist vera op, sem gæti verið inngangur í hraunrás milli jarðfallanna. Könnun hennar bíður betri tíma.
Þá á enn eftir að skoða inn í lítið jarðfall neðst í rásinni, en í það liggja þröng göng.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild m.a.:
-Mbl dags. óviss 1980 júlí.

Stóribolli

Stóribolli.

 

Slaga

Grindavík lætur sér ekki nægja að eiga bróðurpartinn af öllum fjöllum á Reykjanesskaganum heldur eru í umdæminu merkilegustu jarðfræðifyrirbæri svæðisins. Er þar einkum átt við gosminjar frá sögulegum tíma. Og einnig í þeim efnum slær umdæmið öðrum svæðum við því að öllum líkindum er á hraunssvæðum bæjarins að finna elstu mannsvistarleifar landsins, þ.e. í Húshólma í Ögmundarhrauni. Slaga ofan Ísólfsskála eru bæði áþreifanlegur og merkilegur staðfestingarvottur þess sem óútskýrt hefur verið (sjá síðar). Segja má með sanni að berggangur í henni miðri, auk aldurslagskiptingar syllumyndana, sé kóróna hennar líkt og festin er Festisfjallinu, nágranna hennar.
Höfði og nágrenni - loftmyndÖgmundarhraun var löngum talið í skriflegum heimildum hafa runnið á tímabilinu frá 1150 til 1340, en nútímarannsóknir hafa sýnt fram á að hraunið rann um haustið 1151. (Í ljósi þess að háskólanemum er jafnan gert að geta heimilda í ritgerðarskrifum sínum má af þessu sjá að heimildir geta reynst rangar – jafnvel skriflegar – og hver er þá tilgangurinn? Af hverju ekki að byggja á eigindlegum rannsóknum – sem ætti jú að vera megintilgangur nútíma háskólanáms). Í sumum skrifum má sjá að Afstapahraun hafi runnið árið 1325 [m.a. á vef Útivistar], en rétt er að geta þess að einungis eitt eldgos varð á Reykjanesskaganum á 14. öld, þ.e. í Brennisteinsfjöllum (um 1340). Hins vegar hefur komið í ljós, sem ályktað var, að Afstapahraun er úr sömu goshrinu og Ögmundarhraun. Kapelluhraun er enn eitt hraunið úr þeirri sömu goshrinu. En svo er einnig um nokkur önnur nálæg hraun á svæðinu.
Til að upplifa myndunarsöguna var stefnan tekin upp að Höfða í Grindavíkurlandi. Fellið, fjallið, eða hæðin sú lætur ekki mikið yfir sér, en fæddi samt sem áður af sér eina stórbrotnustu hrauntröð svæðisins sem og sýnishorn af flestum öðrum jarðmyndunum er verða við gjósku-, klepra- og hraungos á sprungureinum. Allt hraunið er þakið hraungambra. Af augnyfirliti gróðurvæðingarinnar að dæma virðist hraunheildin öll vera frá svipuðum tíma.
Höfði er á sprungurein með Sandfelli, Hraunssels-Vatnsfelli og Oddafelli. Sú myndun var á síðasta ísaldarskeiði, undir jökli, líkt og hálsarnir beggja vegna; Fagradalsfjall, Vatnsfell og Hagafell í langvestri, Mælifell, Langihryggur, Stórihrútur, Kistufell, Litlihrútur, Litlikeilir og Keilir á millum og síðan Núpshlíðarháls (Vesturháls) og Sveifluháls (Austurháls) í austri.

Hrauntröðin mikla úr Höfða

Á milli þeirra hefur orðið gos á sprungurein frá sama tímaskeiði; Latfell og fjöllin inn að Móhálsadal og norður af (Hrútafell, Fjallið eina). Utan í fellunum eru síðan sprungugígaraðir frá því eftir að ísa leysti fyrir u.þ.b. 11.000 árum. Fyrst á eftir urðu dyngjurnar fyrstar til að móta landi, en eftir landnám má sjá 12-15 gos á sprungureinum á svæðinu. Áþreifanlegur vitnisburður um eina goshrinuna á sögulegum tíma má sjá utan í Höfða. Sunnan hans eru misgengi þar sem sjá má ísaldarbergið, en skammt vestar er Slaga. Lengi vel var talið að hún hafi myndast á síðasta jökulskeiði, en Jón Jónsson, jarðfræðingur, var sannfærður um að undirstaða hennar væri frá enn eldra jökulskeiði því í brúnunum má sjá jökulrákir undir nýrra hraunlagi. Annars er Slaga, líkt og nágrennishlíðar, dæmi um gamla sjávarhamra, áður en nýrri hraun fylltu undirlendið og færðu sjóinn utar og stækkuðu þar með landið. En af líkum lætur mun Ægir endurheimta umdæmi sitt – þótt síðar verði.
Spölkorn suðvestan við Núpshlíðarháls úti í hrauninu er einn fallegasti hraungígurinn á Reykjanesskaga, Moshóll. Því miður er búið að skemma hann með efnistöku og er það sorglegt dæmi um virðingarleysi í umgengni mannsins við náttúruna. Jón Jónsson taldi hann einn merkilegastan hraungíga á landinu því í honum mátti sjá þversnið sprungureinar. En sammsýnin skemmir oft það skemmtilegasta.
Gata yfir SkolahraunFjallað hefur verið hér að framan um hraun. En hvað er það? Hraun er jarðskorpa eða möttulefni (einnig kallað bergkvika) sem flæðir upp á yfirborð jarðar við eldgos. Hitastig sem getur verið frá 700 – 1200°C. Kvikan verður til vegna hitamyndunar í iðrum jarðar sem einkum stafar af niðurbroti geislavirkra efna (t.d. úrans og þóríums). Kvikan er heit og því eðlisléttari en umhverfið, sem veldur því að hún tekur að stíga í átt til yfirborðs þar sem hún kemur upp í eldgosum og rennur sem hraun. Tegundir hrauna eru að meginefni til tvenns konar; basísk hraun (eða mafísk) eru venjulega fremur kísilsnauð og eru því fremur þunnfljótandi. Felsísk (eða súr) hraun eru yfirleitt kísilrík og seigfljótandi og mynda gjarnan straumflögótt berg. Hraun kólna eða storkna á yfirborði og mynda fast berg. Fasta bergið er samsett úr kristölluðum steindum, en kólnunarhraði hraunsins ræður mestu um það hversu grófgerðir kristallarnir verða. Þeim mun hægar sem hraun kólna þeim mun stærri verða kristallarnir. Kristallar verða einnig stærri þeim mun lengur sem kvikan er í kvikuhólfi.
Hraunæðar utan í HöfðaSnertifletir og yfirborð hrauna er oft gler- eða kargakennt, þar sem kólnun þessara flata er hraðari vegna snertingar við eldri og kaldari jarðmyndanir og andrúmsloft. Því ná kristallar ekki að myndast. Berg sem myndast við hraunrennsli á yfirborði kallast gosberg.
Basísk hraun mynda venjulega annaðhvort hellu- eða apalhraun sem vísar að mestu til yfirborðsásýndar hraunanna. Enskt heiti þessara hraungerða eru „Aa-lava“ (apalhraun) og „Pahoehoe“ (helluhraun), en ensku nafngiftirnar eru komnar frá Hawaii eyjaklasanum, þar sem eingöngu renna basalthraun.
Helluhraun (e. Pahoehoe; úr Hawai’isku) er nokkuð slétt hraun sem verða til við eldgos með þunnfljótandi basalt-kviku. Helluhraun eru að jafnaði auðveld yfirferðar og oft alsett hraunreipum sem myndast þegar efsta lag hraunsins storknar en massinn heldur áfram að hreyfast. Stærstu helluhraun heims eru á Hawaii en einnig eru helluhraun á Íslandi; svo sem Hallmundarhraun og Eldhraun við Mývatn. Það síðarnefnda rann á árunum 1724 til 1729.
Við mikið hraunrennsli getur myndast hraungöng yfir og undir yfirborðinu. Ef slík hraungöng tæmast myndast hellar og traðir sem standa eftir.
Jarðýturuðningur eftir gamalli þjóðleið yfir LeggjarbrjótshraunApalhraun (e. Aa, úr havaiísku) er úfið hraun sem verður til í þeim eldgosum þar sem er flæðigos með basískri hraunkviku. Þau eru jafnan með kaldari hraunkviku og brotna því frekar upp en þunnfljótandi helluhraunin.
Og þá svolítið um aldurinn; Ögmundarhraun rann árið 1151. Talið er þó að eldgosahrinan á svæðinu hafi staðið í a.m.k. 30 ár. Rjúpnadyngjuhraun og Mávahlíðahraun eru talin vera frá 1188.
Þegar skoðuð er loftmynd af svæðinu má vel sjá hvernig hrauntaumarnir hafa runnið. Um hefur verið að ræða goshrinur báðum megin við Núpshlíðarháls. Að austanverðu liggur gígaröðin upp frá Skalla (Núpshlíðarhorni) með stefnu á Gvendarselsgíga utan í Undirhlíðum vestan Helgafells. Að vestanverðu liggur gígaröð upp frá Moshól, utan í Höfða og áfram inn að Eldborg undir Trölladyngu, um Mávahlíðar og um Sauðabrekkugíga. Hraunin, sem gígaröðin fæddi af sér heita að vísu ýmsum nöfnum, en þau breyta ekki tilurðinni.
Þegar gengið er upp í Höfða frá Méltunnuklifi við Ísólfsskálaveg má á stutti leið lesa fyrrgreind aldursskil jarðsögunnar. Á vinstri hönd eru ísaldarleifar og á þá hægri nútímahraun.

Méltunnuklif - gamla þjóðleiðin

Þess á millum má lesa sögu gróðureyðingar á svæðinu. Á 1100 ára tímabili hefur það gerbreyst, frá því að vera algróið frá fjöru til fjalls, til þess að verða nær örfoka. Einstaka gróðurtorfur eru enn til merkis um öfugþróunina. Stundum hefur sauðkindinni verði kennt um, en þegar upp er staðið og staðreyndir skoðaðar eru afleiðingarnar einungis mannsins.
Aðkoman að Höfða er tilkomumikil. Bæði má sjá minni gosgíga (hliðargosop) með tilheyrandi myndunum (hraunæðum, gúlpum og kleprum), feiknamikla hrauntröð og svo gíginn sjálfan. Þegar staðið er upp á gígbrúninni má sjá upp og yfir Skolahraunið og niður Leggjarbrjótshraunið, allt niður að Katlahrauni við Selatanga. Gígurinn er opinn til suðurs og úr honum rann glóandi hraunkvikan um hrauntröðina stóru uns hún safnaðist saman í kvikuþró ofan Kinnar. Þegar þróin fylltist hefur kvikan fundið sér leið áfram til suðurs. Loks hefur fóðrið skort og kvikan runnið undan og tröðin orðið eftir. Fyrst í stað hefur kvikan verið bæði heit og þunnfljótandi, en þegar frá dró upphafinu hefur hún orðið kaldari og grófmyndaðri. Þannig má sjá helluhraun undir apalhrauninu, en augljóst má telja að hvorutveggja hafi komið úr sömu goshrinuni; á mismunandi tíma. Vel má sjá hvernig frumkvikan hefur lagst yfir landið, fyllt upp lægðir og flætt niður á við, í átt til sjávar, og hrauntaumar á jöðrum og síðar komnir hafa brotnað upp og dagað uppi á leiðum sínum sömu leiðir.Rofabarð ofan við Höfðaháls - við Méltunnuklif
Þetta ferðalag varð enn betur áberandi þegar haldið var til suðausturs niður Skolahraunið. Kinn er há hraunbrún gegnt Línkrók í Núpshlíðarhálsi. Þar hefur þunnfljótandi helluhraunið runnið fram af og kvikan þar með náð meiri ferð á niðurleiðinni. Hraunið er yfirleitt einungis nokkurra sentimetra þykkt svo sjá má fyrir sér hvernig landið hefur legið þarna fyrrum. Í Kinninni eru jarðfræðimyndanir, sem einnig má sjá við neðanverða Selatanga; slétta hraunkolla (kleprakolla), en Dágon (landamerki Krýsuvíkur og Ísólfsskála) hefur verið einn slíkur. Þarna uppi eru kollarnir hins vegar óspjallaðir af ágangi rofaflanna. (Auðvitað eiga háskólagengnu sérfræðingar eftir að rannsaka hraunin, aldursgreina og samræma þau með meiri nákvæmni).
Leitað var að hellum og skútum í Kinninni, en í því var einungis að finna fáa slíka. Jafnan var um að ræða litla skúta og stuttar yfirborðsrásir, enda hefur hraunið þarna verið þunnt, sem fyrr sagði. Ólíklegt er að finna megi hraunrásir í eldra hrauninu undir því, en þó er ekkert útilokað í þeim efnum.
GöngusvæðiðLeggjarbrjótshraunið milli Línkróks og Höfðahálsar er í rauninni rangnefni því óvíða er greiðfærara yfir hraun á Reykjanesskaganum. Auðvelt er að rölta yfir það neðan við ennið og virða fyrir sér hinar stórbrotnu hraunmyndanir í hlíðinni. Auk þess liggur falleg og breið gata þvert yfir Leggjarbrjótshraunið undir Kinninni, með stefnu á vörðu á Höfðahálsinum sunnanverðum.
Í bakaleiðinni var gengið um gömlu þjóðleiðina um Mjöltunnuklif. Þarna lá þjóðleið um aldir (sem af undirlaginu má sjá). Árið 1932 greiddi Hlín Johnsen í Krýsuvík 100 kr. fyrir endurgerð götunnar svo komast mætti leiðina með vagna. Þá götu má sjá frá suðurenda Einihlíða að Klifinu, en kaflinn yfir Leggjarbrjótshraun hefur nú verið ruddur með nútíma tækjabúnaði; jarðýtu – illu heilli. Þó má enn sjá gömlu götuna norðan og ofan ruðningsins á köflum, auk þess sem gömlu vörðurnar standa enn. Um er að ræða hluta af hinum þjóðsagnarkennda Ögmundarstíg handan við hálsinn. Í klifinu sjálfu, sem Jón Guðmundsson (f: 1921) á Skála, einn vegavinnumannanna, þurfti að sprengja klett er skagaði út í götuna. Í dag má, ef vel er rýnt (hér að neðan), sjá þar andlit – anda klettsins. (Í umfjöllun um Méltunnuklif er jafnan birtar ljósmyndir af misgenginu nokkru sunnar, sem verður í besta falli að teljast misvísun).
Óvíða vaxa hrútaber jafn mörg á litlu svæði og undir Mjöltunnuklifsmisgenginu.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst. og 11 mín.
Méltunnuklif - Höfði fjær - gróðureyðingin sést vel

Stórhöfðastígur

Gengið var eftir Stórhöfðastíg frá Undirhlíðavegi að Stórhöfða.
Ólafur Þorvaldsson lýsir leiðinni í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48, reyndar frá Ási upp á Undirhlíðaveg. Þar segir hann að „Stórhöfðastíg fóru stundum lausríðandi menn frá Krýsuvík til Hafnarfjarðar. Fóru þá sem leið lá inn með hálsum, þar sem sú leið er allgóður reiðvegur, þar til kom á móts við þar sem Stórhöfðastígurinn lá vestur á milli Fjallsins eina og Sandfells. Sá stígur var stundum tekinn því að við það féll úr mikill krókur inn með Undirhlíðum um Kaldársel en hitt bein lína til Hafnarfjarðar. Þó að Stórhöfðastígur sé frekar slitróttur var gott að láta hestinn njóta ferðarinnar, en jafnsnemma komið til Hafnarfjarðar eða fyrr þrátt fyrir stirðari veg.“
Ólafur lýsir og stígnum þar sem hann liggur milli Sandfells og Fjallsins eina „og er þá Sandfellið á hægri hönd, allnærri“.
Stórhöfðastígurinn hefur nú verið stikaður að hluta, frá Undirhlíðavegi niður á Sléttuna.
Undirhlíðavegur sést vel í rótum móbergshróka Grænklofa ofan Djúpavatnsvegar – fast ofan Sandfellsklofa. Þar eru gatnamótin, í beygju á þjóðveginum, áður en komið er að bílastæðinu við Hrútagjá. Sjást þau vel. Þaðan liggur hann augljós niður með lágum grónum hraunhrygg austan utanverðrar gjáarbrúnarinnar.
Gjábrúnin er þarna bæði há og tilkomumikil. Auðvelt er að sjá í vegg hennar fyrrum hraunþakhelluna er lyfst hefur vegna mikils kvikuþrýstings undir niðri. Þegar kvikan síðan storknaði undir hélst veggurinn í rúmlega 45° halla. Endi gjárinnar sést í norðausturhorni „veggsins“, stór og mikilfenglegur. Hrútfell er þarna á hægri hönd. Stígurinn er augljós með rótum Sandfellsins. Reykjavegurinn hefur verið stikaður þarna eftir nýrri leið, en Stórhöfðastígurinn er svolítið norðaustan hans og liggur samhliða á nokkrum kafla. Hinar nýju stikur höfðu verið settar með Reykjaveginum, en voru nú færðar yfir á hinn eiginlega Stórhöfðastíg. Hann fylgir síðan rótum Sandfellsins að mikilli gjá. Sú liggur til norðurs með vestanverðu Sandfellinu og er jafnframt misgengi.
Á sumum kortum hefur þessi gjá, sem liggur alveg niður að gígaþyrpingu suðaustan við Sléttuna sunnan Krýsuvíkurvegar, nafnið Fjallgjá. Önnur gjá, með sömu stefnu, en nokkru vestar, hefur og verið nefnd því nafni. Einhvern veginn virðist Fjallgjárnafnið eðlilegra á þessari gjá því hún liggur upp með Sandfellinu vestanverðu og Fjallinu eina austanverðu, en hin kemur eiginlega hvergi að fjalli. En hvað um það. Stórhöfðastígur liggur þarna niður gróna hraunbrekku milli fellanna. Þar greinist hann í tvennt með hrauntungu. Sama er hvor leiðin er valin því þær koma saman neðan tungunnar. Þar fylgir stígurinn rótum Fjallsins eina og síðan gróinni vesturbrún gjárinnar. Bæði er skjólsælt þar fyrir austanáttinni (sem kom berlega í ljós í þessari ferð) og auk þess er fallegt að horfa til baka, upp eftir stígnum þar sem hann liggur á milli fellanna með Hrútargjána sem bakgrunn.
Einir er áberandi á þessu svæði og ekki spilltu nýtilkomnu haustlitirnir í birkilaufinu fyrir litadýrðinni. Hraunssvæðin eru engu lík við þessar aðstæður.
Þegar komið var skammt ofan við gígaþyrpinguna nafnlausu (hér er stungið upp á hún verði nefnd Ásar í höfuðið á Ásbirni þeim er hefur verið með þeim duglegri að rekja gamlar götur og leiðir á þessu svæði auk þess sem nafnið minnir á upphaf stígsins að norðanverðu) fer gatan beggja vegna við lága hraunhæð og síðan með henni að þyrpingunni vestanverðri. Neðan (norðan) hennar breytir hraunið bæði um svip og yfirbragð. Við tekur ógrónara, ósléttara hraun og mosavaxnara, án þess að í því séu hæðir og lægðir. Með fránum augum má sjá hvar stígurinn lá með stefnu í næsta hraunnef að vestanverðu. Austan við það kemur stígurinn aftur mjög glögglega í ljós. Smám saman „birtir“ meir og meir yfir honum á sléttri hraunhellu Sléttunnar. Á kafla greinist hann þar í tvennt, en kemur saman á ný skammt norðar. Þar liggur stígurinn yfir austurmörk Straumslands og inn á Ásland með vestanverði brún Brunans, framhjá og í gegnum fallegan „gróðurvog“ þar sem „Tvídrangar“, tveir háir hraunstöplar rísa upp úr Brunanum og halla sér hvor að öðrum. Þarna er einn af fáum stöðum í öllum hraununum þars em sjá má áþreifanlega kynjaskiptingu hraunsins. Yfirleitt er talað um það í hvorukyni, en á þessum stað er það bæði í karlkyni og kvenkyni. Því getur í raun enginn trúað nema líta það eigin augum. Undir hraunbrúninni má sjá mannanna verk á tveimur stöðum, þakin mosa. Annað gæti hafa verið skjól eða jafnvel hús og hitt aðhald fyrir hesta eða fé. Skammt norðar er fallin fyrirhleðsla yfir stíginn.
Stórhöfðastíg var fylgt með hraunkantinum að skógræktargirðingu við slóða vestan gatnamóta Krýsuvíkurvegar og Bláfjallavegar. Áður en komið er þangað virðist stígurinn hverfa á stuttum kafla, en þegar betur er að gáð má sjá hvar hann liggur yfir sléttan klapparhrygg og síðan áfram niður gróna lænu. Þar virðast vera gatnamót. Líklega eru þau til komin vegna þess að ferðalangar á leið suður Stórhöfðastíg gleymdu að taka þar vinstri beygju. Hafi þeir haldið áfram hefur leið þeirra legið um hæðir og lægðir uns komið var að þeirri Fjallgjá, sem vestari hefur verið nefnd. Með góðum vilja hefur verið hægt að fylgja henni upp með Fjallinu eina vestanverðu. Þar liggur reyndar gata, sem sumir hafa tekið sem Stórhöfðastíg, en er í raun eitt afsprengi hans.
Norðvestan slóðans liggur Stórhöfðastígur í gegnum skógræktargirðinguna á stuttum kafla, niður með henni utanverðri og beygir síðan til norðurs yfir Krýsuvíkurveginn skammt vestan gatnamóta Bláfjallavegar, niður í ofanverðar Brunntorfur (Brunatorfur/Brundtorfur). Þar sést hann greinilega. Stígurinn liggur framhjá fallega hlöðnu ferköntuðu gerði í góðu skjóli. Skjól þetta hefur væntanlega verið notað til tilhleypinga frá Straumi eða Þorbjarnastöðum. Brunntorfurnar (Brundtorfurnar) gætu hafa dregið nafn sitt af því. Markagirðing Straums og Áss er þarna skammt austar. Líklega má finna fleiri mannvirki á þessu svæði ef vel væri leitað. Áfram til norðurs liggur stígurinn í gegnum gróið hraun, vestan brunabrúnar. Frá henni liggur gata til austurs, inn í Snókalöndin. Skammt norðar eru gatnamót. Gata liggur af stígnum til suðurs og síðan vesturs, um grónar hraunlænu milli klapparhóla, yfir Krýsuvíkurveginn með stefnu á vörður handan hans. Að öllum líkindum er um að ræða leið að hlöðnu fjárskjóli, sem nú er innan svæðis Skógræktarinnar, og síðan áfram niður að Straumi. Þessi gata er sýnd á uppdrætti Ólafs, sem og mörkin.

Varða framundan segir til um hvar Stórhöfðastígur fer inn á brunann. Á og með brúninni er hlaðinn garður utan í henni, sennilega fyrirstaða þegar fé var rekið eftir stígnum. Í gegnum brunann er stígurinn augljós, bæði gróinn og greiðfær. Eftir stutta göngu rífa gamlar malargryfjur stíginn, en ef línu er fylgt beint yfir þær má sjá bút af honum handan við brúnina. Eftir göngu um þann hluta óskerta brunans er aftur komið að malargryfjum sem hafa tekið gamla Stórhöfðastíginn. Nú er nýbúið að slétta þar undir verðandi trönusvæði. Norðan þess er klettur. Vestan við klettinn er Stórhöfðastígur enn ósnertur. Hægt er að fylgja honum af öryggi áfram í gegnum hraunið að suðausturhorni Stórhöfða. Þaðan liggur stígurinn til norðvesturs vestan hans, áleiðis að Ási. Lengra var ekki farið að þessu sinni. Stígurinn um Hellnahraunin, yngra og eldra, verða geymd til betri tíma. Þá er og ætlunin að skoða Snókalöndin betur við fyrsta tækifæri.
Snókalöndin fyrrnefndu, austan Stórhöfðastígs og norðan núverandi Krýsuvíkurvegar vestan gatnamóta Bláfjallavegar, eru heimur út af fyrir sig. Ólafur segir frá Snókalöndunum í fyrrnefndri grein sinni: „Í nýja brunanum, spölkorn austur af stígnum, eru tveir dálitlir blettir eða hólmar, sem bruninn hefur ekki náð að renna yfir. Ekki ber þau hærra en umhverfið og sjást því ekki lengra til og helst ekki fyrr en að er komið. Hestfær götuslóð liggur norður í Snókalönd, nokkur austar en þar sem Stórhöfðastígurinn kemur suður úr brunanum. Ekki eru Snókalöndin jafnstór, það vestra nokkur stærra og slóð á milli. Hvað liggur til grundvallar þessu nafni veit víst enginn lengur en á tvennt mætti benda. Í fyrra lagi að þarna hafi vaxið villihvönn, snókahvönn – geitla. Í öðru lagi að blettir þessi, sem hafa verið miklu gróðurríkari en umhverfið, hafi fengið nafnið land af töngum þeim og hornum sem hinn ójafni brunakantur myndar þarna í grennd og gæti því þýtt „Krókalönd“. Í orðabók Blöndals segir að snókur sé angi eða útskiki út frá öðru stærra. Gætu því tangar þeir, sem út úr brunanum ganga, verið stofn að þessu nafni. Þó finnst mér fyrri tilgátan sennilegri. Líkur benda til að þarna hafi verið nokkur skógur og máske verið gert að kolum fyrrum.
Gatan út í Snókaköndin bendir á nokkra umferð þangað. Sökum fjarlægðar þessa staðar frá alfaraleið óttast ég að svo geti farið að hann gleymist og nafnið týnist þar sem þeir, er mest fóru þar um og héldu með því við mörgum örnefnum, voru fjármenn og smalar en þeim fækkar óðum um þessar slóðir sem víðar.“
Gatan, sem Ólafur nefnir, er enn greinileg. Vörður eru við hana. Hún liggur inn á brunann og inn í vestari Snókalöndin og úr þeim inn í þau austari.
Með grein Ólafs fylgir kort með fornum leiðum milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar. Á því er Stórhöfðastígur sýndur liggja frá Undirhlíðavegi ofan við Hrútagjá, niður með gjárbarminum að austan og norðanverðu, milli Sandfells og Fjallsins eina, niður með Fjallgjá, niður að Stórhöfða og áfram heim að Ási.
Ofan Snókalanda heldur Ólafur áfram að segja frá leiðinni: „Þegar suður úr brunanum kemur liggur stígurinn upp með suðvesturbrún hans og fylgir maður brunanum þar til komið er móts við Vatnsskarð í Undirhlíðum sem farið er þá að nmálgast. Úr því liggur stígurinn meira til suðurs þar til komið er að Fjallinu eina. Er það fremur lágt, hrygglaga fjall með klettaborg á suðurenda. Austan undir því liggur stígurinn og er þá Sandfell á vinstri hönd allnærri. Er nú stutt þar til komið er á Undirhlíðaveginn, skammt suður af Sandfellsklofa.“
Fyrr á öldum lágu margar leiðir milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur og voru það ýmist vegir, götur eða stígar. Sú leið sem mest var farin, og aðallega þegar farið var með hesta, lá úr Hafnarfirði öðru hvorum megin við Hamarinn upp yfir Öldur, þar sem nú er kirkjugarðurinn, framhjá Lækjarbotnum og upp í Kaldársel. Þaðan lá leiðin að Undirhlíðum og síðan ýmist norðan við Undirhlíðar eftir svonefndum Undirhlíðavegi eða sunnan við Undirhlíðar eftir svonefndri Dalaleið. Undirhlíðavegur var aðalvegurinn milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar og var oftast farinn á sumrin þegar farið var lausríðandi eða með lest. Var þessi leið talin vera um 8 stunda lestargangur. Þegar Undirhlíðavegur var valinn var farinn Ketilstígur yfir Austurhálsinn yfir í Krýsuvík, en ef Dalaleið var valin var farið með norðurströnd Kleifarvatns að Krýsuvík.
Gangandi menn fóru oft um tvo stíga, Stórhöfðastíg og nokkru vestar Hrauntungustíg, milli Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur, svo og ef farið var með fáa hesta að vetrarlagi.
Þegar ferðamenn ætluðu Stórhöfðastíg var farið frá Hafnarfirði upp hjá Jófríðarstöðum, umhlaðið í Ási, og oft gist þar ef menn komu t.d frá Reykjavík. Frá Ási var farið suður úr Skarði, yfir Bleiksteinsháls og suður yfir Selhraun að Stórhöfða og þaðan áfram að Fjallinu eina og komið inn á Undirhliðaveg við Norðlingaháls.
Ef menn völdu Hrauntungustíg var farið frá Ási um Skarð vestan Ásfjallsaxlar yfir hraunhaft milli Grísaness og Hamraness og stefnan tekin á Hrútafell, en skammt þar sunnan við er komið inn á Ketilstíg (Ólafur Þorvaldsson 1949).
Margir eiga erfitt með að átta sig á gömlum leiðum og víða eru þær fáfarnari að gróa upp og hverfa og þar af leiðandi er mikilvægt að halda þeim við með einum eða öðrum hætti. Hvort um höfuðleið, alfaraleið, sýsluveg eða hvað annað er að ræða er ekki aðal atriði. Þær leiðir sem lýsingar eru til af, t.d. frá Ólafi Þorvaldssyni, eiga jafn mikinn rétt á sér hvort sem hann hefur talið þær fáfarnar eða fjölfarnar. Greinina „Fornar slóðir…“ birti hann í Árbók Fornleifafélagsins 1943-1948 – og það er sú lýsing sem Ferðafélagið endurprentaði í sérriti. Með gömlu greininni fylgir ágætt kort af hinum gömlu leiðum, en í sérritinu var gerð tilraun til að merkja leiðirnar inn á kort, af mikilli ónámkvæmni vægast sagt. Sérritið kostar kr. 1000 og er það 999 kr. of mikið. Það er því varla krónu virði umfram gömlu prentunina.
Leiðir á þessu svæði hafa fyrst og fremst verið varðaðar með ókunnuleika ýmissa ferðalanga og vermanna í huga, á svipaðann hátt og sýsluvegirnir voru mjög vandlega varðaðir og breikkaðir um og eftir 1890, enda meginleiðir eða alfaraleiðir. Sama gildir um Selvogsgötuna, sem var ágætlega vörðuð, en er mun betur vörðuð í dag en hún var fyrir rúmlega einni öld. Ferðafélagsfólk tók sig til um miðja síðustu öld og bætti við fjölda varða sérstaklega í hrauninu milli Helgadals og Kerlingaskarðs, en vörðurnar á sjálfri heiðinni eru án efa mun eldri og hafa verið jafn þéttar og raun ber vitni vegna þess að þar getur verið erfitt að rata í þokuslæðingi og súldarsudda, sem skellur oft á með litlum fyrirvara þar efra eins og menn þekkja. Þá hefur líka verið nauðsynlegt að hafa leiðina vel varðaða á vetrum vegna snjóa sem sitja oft lengi í Leirdölunum og víðar.

Hrauntungustígur, Stórhöfðastígur og Straumsselsstígur voru ekki síður farnir af heimamönnum, íbúum á Innnesjum og Útnesjum og Krýsuvíkingum en þær leiðir sem í dag eru taldar hafa verið höfuðleiðir. Þessar leiðir voru varðaðar með allt öðru móti en alfaraleiðirnar. Vörðurnar eru smærri, jafnvel ekki annað en svonefndar þrísteinavörður, en með stöku stórum vörðum á milli á lykilstöðum. Stórhöfðastígurinn lá sannalega austan við Fjallið eina og sameinaðist Undirhlíðaleið við Grænklofa við brún Hrútadyngjuhrauns.
Þrátt fyrir þá fullyrðingu Ólafs Þorvaldssonar að vetraferðir með hesta milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar væru fátíðar, verður að hafa það í huga að hann bjó í Herdísarvík þegar byggð var að fara í eyði í Krýsuvík. Hans sýn miðast að sjálfsögðu við samtíð hans og það sem hann hefur numið af sér eldra fólki er hann var barn í Ási og seinna þegar hann var í vinfengi við fólkið í Stóra-Nýjabæ, sem voru síðustu ábúendur þar. Þetta fólk (og þar með Ólafur sjáflur) áttu það til að ná sér í aukatekjur með rjúpnaveiði og sölu á afurðunum fyrir jólin. Á þeirri tíð voru vetrarferðir næsta fátíðar á þessum slóðum. Engu að síður hefur Ólafur fyrir því að greina frá því að: “Ef snjó setti niður af austri eða norðaustri, t.d. meðan menn höfðu viðdvöl í kaupstaðnum, var venjulega snjóléttara á þessum leiðum (Hrauntungustíg og Stórhöfastíg) en með Undirhlíðum og Hálsum.”
Þar af leiðandi voru þessar leiðir farnar á hestum og gangandi, en á þeirri tíð þegar hestaferðir voru eingöngu tíðkaðar enda vagninn eða bíllinn ekki kominn til sögunnar. Ekki er gott að átta sig á því hvað voru tíðar eða fátíðar ferðir. Það eina sem er alveg á hreinu er að það var ekki ósjaldan farið með hesta milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar á vetrum. Og þá voru helstu leiðirnar Undirhlíðaleið og Hálsaleið (þegar snjóalög voru ekki til vandræða) eða Vatna- og Dalaleið (einkum þegar lágt var í Kleifarvatni) eins og sagan af Slysadalsnafninu ber með sér auk munnlegra heimilda afkomenda þeirra sem bjuggu í Krýsuvík. Það áttu samt ekki allir hesta, samanbera gamla konan sem hafði flutt til Hafnarfjarðar og fann að dauðinn nálgaðist. Hún tók sig til einn morguninn að vorlagi og hélt sína leið (þá stystu) um Hrauntungustíg til Krýsuvíkur, sótti sér vígða mold úr skjóðu og bar á baki sér heim í Hafnarfjörð. Hún vildi hafa sína mold úr Krýsuvík þegar rekunum var kastað.
Auðvitað hafa menn (og konur) ekki verið að flengjast þessa leið í erindisleysu. Undirhlíðaleiðin var örugglega oftar ófær á veturna vegna snjóa en nú er og þá hafa Stórhöfðastígur, Hrauntungustígur eða janfvel Straumsselsstígur eða Rauðamelsstígur verið betri kostur. Veðurlag og fleira réð ferðalögum í þá daga, bæði yfir sumartímann og á veturna. Þetta er haft eftir gömlu og frómu fólki. Jón “í Skuld” Magnússon var t.d. vanur að fara þessar leiðir á hestum ásamt föður sínum og bræðrum í æsku.
Þegar endanleg ganga um Stórhöfðastíg er næstum á enda við utanverðan Ás er komið að tóftarbroti á vinstri hönd, norðan Hádegisskarðs, þar sem Stórhöfðastígur og Hrauntungustígur lágu fyrrum á milli vestri Ásfjallsaxlar og Grísaness. Ólafur Þorvaldsson segir í grein sinni um leiðir þessar frá Hafnarfirði að: „Þegar ferðamenn ætluðu Stórhöfðastíg var farið frá Hafnarfirði upp hjá Jófríðarstöðum, um hlaðið á Ási, oft gist þar ef menn t.d. komu frá Reykjavík.
Frá Ási var farið suður úr Skarði, yfir Bleiksteinsháls, suður yfir Selhraun, vestan undir Stórhöfða, nokkurn spöl suðaustur með honum, lagt á hraunið frá suðurhorni hans, fyrst um gamalt klapparhraun þar til komið var á nýrra brunabelti sem á sínum tíma hefur runnið eða gata sem enginn veit hvenær ruddur hefur verið, annars með öllu ófær hestum.“
Nú er búið að undirbúa nýbyggingarsvæði í vestanverðum Dalnum þar sem Stórhöfðastígur og Hrauntungustígur lágu fyrrum til suðurs frá Hádegisskarði. Búið er að kroppa í þann sýnilega hluta gatnanna, sem enn var sýnilegur á þessum slóðum. Kroppið virðist hafa verið ónauðsynlegt vegna framkvæmdanna, en líklega vegna meðvitunarleysis skipulagsyfirvalda og verktaka hefur þarna farið forgörðum kærkomið tækifæri til að varðveita innan bæjarmarkanna hluta þeirrar sögu er hér að framan greinir.
Stikun stíga eins og Stórhöfðastígs undirstrikar í raun mikilvægi þess að halda hinum gömlu þjóðleiðum við, auka líkur á varanlegri verndun þeirra og efla vitund áhugafólks um nokun þeirra til heilsueflingar, fróðleiks, andgiftar og skemmtunnar. Um er að ræða leiðir, stíga og götur í svo mikilli nálægð við helstu þéttbýliskjarna landsins og það svo nærtæka að hjákátlegt er að sleppa því auðvelda tækifæri að notfæra sér möguleikann.
Sem fyrr segir var gerð sérstök ferð um Snókalöndin og er þeim lýst annars staðar á vefsíðunni. Þar er um að ræða hraunsvæði sem máttarvöldin, sem stóðu að jarðeldunum 1151 og skópu Nýjahraun (Kapelluhraun/Brunann) virtust hafa haft áhuga á að hlífa. Háir hraunhryggir hafa hlaðist upp með þeim og beint glóandi hrauninu frá. Eftir standa gróðurvinar þær er Ólafur lýsir.
Lagt var af stað í þessa Stórhöfðastígsgöngu síðdegis, eftir vinnu, að haustlagi. Dimman gerði að lokum vart við sig. Gangan tók 3 klst og 3 mín. Frábært veður – að ekki sé talað um sólsetrið yfir hraunbrúnini vestanverðri.

Heimildir m.a.:
-Alþýðublað Hafnarfjarðar, 7. tbl. 52. árg., 18. maí 1994.
-Ólafur Þorvaldsson 1949. Fornar slóðir milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1943-48. Bis. 81-95.
-Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson & Árný Erla Sveinbjörnsdóttir 1991. Krýsuvíkureldar II. Kapelluhraun og gatan um aldur Hellnahrauns. Jökull 41. 61-80.
-Jónatan Garðason.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

Ísólfsskáli

Viðtalið er við hjónin á Ísólfsskála, Agnesi Jónsdóttur og Guðmund Guðmundsson. Það birtist í Vísi árið 1967:

Isolfsskali-23„Á milli brattra gróðurlítilla hæða, skammt ofan við brimsorfna strönd nokkru austar en Grindavíkurþorp, stendur snoturt og vel umgengið býli sem heitir ísólfsskáli. Þangað hef ég nú lagt leið mína og notið til þess atbeina tveggja systkina, sem slitið hafa þar barnsskónum á bröttum brimlúðum mölum. Og í notalegri stofu, þar sem ég get hreiðrað um mig í mjúku hægindi, situr andspænis mér kona. — Já, víst er aldurinn orðinn hár, því nú á hún 90 ár að baki. — En hvort aldurinn segir alla sögu tel ég vafasamt og nú skulum við heyra stutta þætti úr lífssögu þessarar konu, og blik bjartra augna segir mér að þar á megi nokkurt mark taka — ennþá sé minnið trútt og dómgreindin óbiluð.
— „Ég heiti Agnes Jónsdóttir og er fædd á Þórkötlustöðum í Grindavík. Foreldrar mínir voru Jón Þórðarson og Valgerður Gamalíelsdóttir, sem þar bjuggu, og þar ólst ég upp.
— Það er sennilega orðin mikil breyting á frá þeim tíma?
— Já, það er meira millibilið. Þá voru bara nokkrar torfbaðstofur í Þórkötlustaðahverfinu, og öll útgerð á áraskipum. Veiðarfærin voru handfæri og lína. Afli var oft ágætur, einkum á vertíðinni, og fiskurinn gekk  mjög nærri landi. Þó brimlending sé í Grindavik og oft tvísýn landtaka kom mjög sjaldan fyrir að ekki væri fært Þórkötlustaðasund.
— Manst þú eftir mikilli fátækt í æsku þinni?
Isolfsskali-24— Ójá. Það höfðu nú margir lítið fyrir framan hendurnar. Flestir höfðu mjög fáar kindur, t. d. höfðu foreldrar mínir 11. Þegar ég var 23ja ára gömul fór ég frá foreldrum mínum og réðist til manns og var hjá honum í 11 ár og áttum við saman 6 börn. — En svo sundraðist það samband og fór ég þá aftur til foreldra minna og var hjá þeim um tíma. En svo vorið 1910 fór ég til hans Guðmundar míns, sem þá var lausamaður á Hrauni og þar vorum við í 6 ár, en fluttum þá hingað að ísólfsskála og höfum verið hér síðan eða 51 ár, þann 4. júní í vor.
— Hvernig var nú um að litast þegar þú komst hingað?
— Það var nú ekkert björgulegt. Jörðin hafði þá verið þrjú ár í eyði og fremur köld aðkoman. Baðstofan var lítil.
— Þú manst hörðu árin um 1880?
— Já. Þá var af skaplega mikill snjór, t.d. man ég það að grafa þurfti göng til að komast út úr bæjunum. Þeir voru að vísu ekki háreistir.
Isolfsskali - 25— Hvenær ert þú fædd?
— Þann 3. desember 1876.
— Þú ert þá orðin vaxin kona um aldamót?
— Já, og ég man eftir slysförum sem urðu hér á sjó aldamótaárið, það var úti á rúmsjó — ekki við land. Þetta var 28. október um haustið. Af þessum báti var einum manni bjargað en þrír fórust. Hann var þó ekki langlífur því á vertíðinni lézt hann. Og ævilok hans urðu þau, að hann fór fram í Þórkötlustaðanes, og hafði með sér byssu. Það var oft siður að skjóta fugl til bjargræðis heimilum. Skot hljóp úr byssunni. — Meðan við dvöldum á Hrauni hafði Guðmundur þar útgerð á stóru áraskipi, sem á voru 11 menn og höfðum við þá 18 manns í heimili. Fyrstu árin eftir að við fluttum hingaö hafði hann áfram útgerð á Hrauni yfir vertíðina, og þá var ég ein heima með krakkana. — En það, að við fluttum hingað orsakaðist nokkuð af því, að ég hygg, að Guðmundur er hér fæddur og uppalinn. Hann er nú 83 ára og við höfum átt saman 6 börn. Mín börn eru því 12 og af þeim 11 á lífi.
Isolfsskali-29— Þetta er orðið þó nokkuð ævistarf?
— Já, það hefur stundum orðið að taka til hendinni. Fyrst þegar við komum hér var aðeins örlítill túnblettur kringum húsið. En hér er nú orðin töluverð ræktun og mest unnin upp úr sandi.
— Hvað er þér nú sérstaklega minnisstætt frá þessari 50 ára veru hér í Ísólfsskála?
— Hér í skálanum hefur okkur liðið mikið vel. Aldrei orðið fyrir neinum óhöppum eða undan neinu að kvarta. Við vorum að vísu mjög fátæk fyrstu árin meðan börnin voru í æsku. Hjá okkur voru tvö börn mín frá fyrra sambandi og svo öll börn okkar Guðmundar. Auk þess tókum við tvö börn í fóstur.
– Bættuð við það sem lítið var?
— Já, þess var þörf vegna barnanna.
— Þú manst þá tíð þegar askar voru matarílát fólksins?
— Já, heima hjá pabba og mömmu var ætíð borðað úr öskum og með hornspónum, og á þá voru Isolfsskali-31grafin fangamörk eigendanna. Ljósabúnaður á heimilinu voru fýsislampar — kveikurinn í þá var snúinn úr ljósagarni. — Og fræðin mín — Helgakverið — lærði ég við lýsislampa. — Eldiviðurinn sem brennt var í eldhúsinu var mosi og þang. — Ég man mjög vel eftir því að ég var þar að lesa kverið mitt og þá féll sótkökkur úr mæninum niður á bókina.
— Fékkst þú tilsögn í skrift á þínum uppvaxtarárum?
— Já, ég var látin í skóla, sem þá starfaði í Garðhúsum og vorum við tvær systur þar sína vikuna hvor. – Og hérna getur þú séð skriftina mína, — og nú réttir hún mér bók sem er þannig frágengin að margur 70 árum yngri gæti verið hreykinn af. — Og þessi bók hefur að geyma mikinn og merkilegan fróðleik, í hana er skrifuð dagleg veðurlýsing síðustu 30 ára. — Og það virðist svo sem höndin sé þvi nær jafnstyrk á síðustu og fyrstu síðum bókarinnar.
Isolfsskali-30— Finnst þér minni þitt nokkuð farið að förlast?
— Nei, ekki held ég það, ennþá man ég flesta atburði sem nokkurs er um vert í lífshlaupi mínu — og ég get fylgzt með því sem fram fer í kringum mig og haft full not af blöðum og útvarpi.

Og nú er hér kominn bóndi Agnesar, Guðmundur Guðmundsson, en foreldrar hans, Guðmundur Hannesson og Guðrún Jóelsdóttir, bjuggu hér í Ísólfsskála í 20 ár — en þegar setjast undir svo stórar árar á þeim aldri?
— Jú, náttúrlega var það erfitt, og svo að setja skip og bera upp fiskinn. En skipin varð öll að setja af handafli, spil voru ekki komin fyrr en á síðustu sjófaraárum mínum, en þau voru nú fremur ófullkomin í fyrstu.
Hraun-91— Og hvað segir þú svo um fimmtíu ára samstarf ykkar hjóna hér á Ísólfsskála?
— Mér finnst það hafa verið gott og lífið hér ánægjulegt og boðið okkur marga góða kosti, þótt örðugt væri í fyrstu.
— Hefur þú aldrei róið héðan að heiman?
— Það er tæpast teljandi. Fyrstu árin reri ég frá Hrauni — lá þar við, en hún var ein heima með börnin og satt að segja var ég þá aldrei í rónni þegar vond voru veður. — En vorum að reyna að rétta okkur við þetta hlutskipti meðan við vorum að reyna að rétta okkur úr kútnum og börnin að komast á legg. — Öll innkaup varð að spara til að geta staðið í skilum og borgað allt upp einu sinni á ári — þá hlaut maður líka nokkra tiltrú í viðskiptum.
— Eru engin selalátur eða lagnir hér í nágrenninu?
— Jú, líklega hefur það nú verið, því hér framan við tána hérna er hóll, sem hét Nótarhóll. Svo hér fyrri — 1703 — var stunduð selveiði í látrum hér austur á Selatöngum — en þann veiðirétt áttu Krýsuvíkingar að nokkru.
Notarholl-2— Þú manst eftir byggð í Krýsuvík?
— Já, en hún var þó farin að dragast saman þá. Faðir minn bjó þar nokkur ár á Vígdísarvöllum.
— Hefur þú aldrei lent í neinum verulegum erfiðleikum á sjó, Guðmundur?
— Nei, ég hef nú verið formaður hér og svo líka verið austur á fjörðum, bæöi Borgarfirði, Seyðisfirði og Fáskrúðsfirði og reri út í Seley, en aldrei lent í neinu sem í frásögur er færandi og á sér ekki ótal hliðstæður í lífi íslenzkra sjómanna.
— En þú hefur oft aflað vel?
— Já, svona eftir mætti en mig skorti efni til að hafa nægilega góðan útbúnað hvað veiðarfæri snerti. Ég þurfti að fá allt að láni hjá kaupmanninum — Einari í Garðhúsum. Hann var svo sem ágætur ef maður stóð í skilum og eins og ég sagði áðan, þannig hafðist þetta. — En svo þurfti að byggja hér upp, þá fór ég til Tryggva Þórhallssonar og hann aðstoðaði mig við að fá til þeirra framkvæmda 6000 króna lán úr byggingar- og landnámssjóði.
— Voru það ekki talsverðir peningar þá?
— Jú, en það var nú sama. Það var nú ekki nóg.
— Tengst af ykkar búskap hér á Ísólfsskála, að frá teknum fyrstu árunum, hafið þið haft ykkar aðalframfæri af landbúnaði?
— Já, það hefur verið svo, en við höfum alrei haft stórt bú, til þess eru engin skilyrði,
Thorkotlustaðanes-305— Nei, en faðir minn gerði héðan út tvo báta einu sinni. Það var vegna þess að hann fékk ekki uppsátur úti i nesi. Þetta gekk nú ágætlega, það var í tvö skipti sem þeir hleyptu til út i nes. Annað skiptið fyrir brim — en annað skipti vegna þess að hann var svo hvass á norðan og þá börðu þeir upp í nesið.
— Hvernig lending er hér?
— Hún getur nú ekki talizt góð. Með landinu er alltaf geysilegur austanstraumur. Og þegar komið var úr róðri var aflinn allur settur á seilar utan við lendinguna, færi bundið við og dufl sett á, en færið var í hnykli í skipinu og rakti sig þegar tekinn var landróðurinn, um leið og lagið kom. Þegar
skipið kenndi grunns, stukku allir út og brýndu því undan sjó. Þurfti hér oft mikið snarræði og örugg handtök. Síðan voru seilarnar dregnar í land og bornar á bakinu hér upp á kambinn, þar sem aflanum var skipt. — Það var stórt atriði að formaðurinn væri öruggur.
— Þú hefur haft sauði?
— Já, ég held þeir hafi komizt upp í 40. Hvað sumarhaga snertir er hér mikið landrými.
Seltangar-905— Hér kemur ekki hafís?
— Aldrei hefur það komið fyrir svo langt sem við munum, en af því höfum við haft sagnir frá eldri tímum.
— Hvað gerði fólkið sér til skemmtunar á ykkar æskuárum?
— Það þætti nú held ég fábreytt núna. Gíslakeðja — Höfrungaleikur og feluleikur. — Fullorðna fólkið lagði sig í rökkrinu og þá fengu unglingarnir að leika sér með því móti að hafa ekki hátt.
— Þú segist ekki hafa gert út héðan?
– Það var gert út frá Seltöngum.
— Var þaðan útræði?
— Já, ég hef heyrt að fyrir Bátsendaflóðið hafi gengið þaðan 14 skip og ennþá sjást glögg merki verbúðanna.
— Já, það er margs að minnast frá fyrri árum, t.d. á haustin, þá var „þangað“ í fjörunni og reitt upp á fleiri hesta.
— Þangað? — Hvað kallarðu að þanga?
Mosi-4— Nú, þangið í fjörunni var tekið og reitt upp og svo þurrkað til eldiviðar. — Svo var reittur mosi. — Þetta var aðaleldsneytið, og svo dálítið af taði. Þetta var svo allt borið heim til bæjar á bakinu og þar var eina eldstóin hlóðir. t.d. þegar konan fór í mosatekju, þá bar hún hann heim í „fætli“ og prjónaði á leiðinni. — Svona var nú vinnumennskan þá.
— Er ekki hægt að fara með sjó úti í Grindavík?
— Nei. Það er ógengt, verður að fara hér efra — eins er það inn til Krýsuvíkur.
— Hvernig voru skiptin á þessum áraskipum hér?
— Væru 11 á þá var skipt í 14 staði. — Þrír hlutir dauðir, einn fyrir skipið og tveir fyrir veiðarfærin — formannshlutur þekktist ekki, enginn aukapartur fyrir það. — En nú skal ég segja þér nokkuð: — Einu sinni rauk hann upp í suðvestan veður að næturlagi, þeir fara allir ofan og þá er báturinn farinn en skipið komið á hliðina — Þeim tókst að bjarga því við illan leik. — En hvar heldurðu að bátinn hafi rekið? — Hann rak vestur á Hraunssand á móti þessu stórviðri

Guðmundur og Agnes

Guðmundur og Agnes á Skála.

— Svona sterkur er straumurinn. —
— Hve langa línu höfðuð þið?
— Það var nú dálítið misjafnt — stundum á vorin lögðu þeir 300 króka hérna í leirinn og fylltu bátana. Og eftir því man ég, að pabbi reri stundum á vorin með 60 króka skötulóð hérna austur á Mölvíkina — og það var oft skata á hverju einasta járni — kannski ber svona einn öngull. — Allt saman stór skata. — Það er góður matur vel verkuð skata. — Þá var svo mikið lifað á harðæti og bræðingi. Þetta kom mergnum í mann — sérstaklega bræðingurinn — en hann var búinn til úr bræddri tólg og sjálfrunnu þorskalýsi. — Hver útvegsbóndi varð að leggja háseta til eitt fat undir lifur og ég held einnig fjórðung af rúgi og fjórðung af fiski. — Svo fékk hver maður 50 pund af mjöli, sem átti að duga í kökumat yfir veturinn, og einn sauð, sem átti að duga í kæfu, hvort sem menn vildu heldur stykkjakæfu eða soðkæfu — svo tvo fjórðunga af tólg og einn af smjöri — eða þrjá af smjöri. — Þetta var matan. Soðninguna tóku menn af afla. Það voru tveir í hverju rúmi, þeir höfðu kastið Selatangar-923saman og tóku af því. — Fiskurinn var svo verkaður sem harðfiskur eöa skreið á þeirra tíma vísu, en með nokkuð ólíkum hætti og nú er gert. Salt var þá ekki fáanlegt.
-Ég tók eftir mjög vel hlöðnum grjótgörðum víða hér umhverfis túnið og niður við sjóinn. — Eru þeir þín verk?
— Já, flestir eru þeir hlaðnir eftir mig.
— Er ekki trjáreki hér?
— Jú, dálítill. T. d. get ég sagt þér að báturinn sem brotnaði hérna vestur á Hraunssandinum var smiðaður úr einu rekatré. Já, það er margt sem rifjast upp þegar litið er til baka um langan veg — og víst væri fróðlegt að heyra meira úr lífssögu þeirra Ísólfsskálahjóna — sem svo margt er frábrugðin þeirri sögu sem skráð yrði um hagi þeirra, sem nú eru ungir eða innan við miðjan aldur.
— Ungir? — Það er nú spurningin.
— Er það gamalt fólk, sem hér hefur talað? — ánægt með sitt hlutskipti — laust við andlega lífsþreytu, að vísu með rúnir áranna ristar í skurnið.
— Hver er ungur? „Oft hefur sjötugur fyrir tvítugs manns tær stigið“.

Heimild:
-Vísir, 12. júní 1967, bls. 16-17, Fimm tugir ára á bröttum kambi við brimlúðar flúðir, vital við Guðmund Guðmundsson og Agnesi Jónsdóttur á Ísólfsskála.

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli – uppdráttur ÓSÁ.