Tag Archive for: Grindavík

Básendar

Í Fornbréfasafninu, 287 og síðar, er m.a. fjallað um Grindavíkurstríðið 1532, aðdraganda og eftirmála:
287 – [Um 4. apríl 1532] – [Básendum]

Basendar-222

Básendar.

„Afrit af sættargerð milli Ludkens Schmidts og manna hans annars vegar og Roberts Leggde, Thomasar Hirlacks, Harije Fijtzerths og Bartrams Farors hins vegar. Þeir síðarnefndu koma til hafnar að Básendum á páskadag (þann 31. mars 1532), þar sem L. Sm. liggur fyrir, og spyrja hann, hvort hann muni þola þeim hafnarvist. Þeir fá það svar, að þeim sé óheimilt að koma inn í höfnina, sökum þess að L. Sm. hafi tilkynnt Hinriki nokkrum Berndes að hann mundi halda höfninni honum til handa. Þá fær Robert Legghe John Willers í lið með sér og freista þeir á miðvikudagsmorgun eftir páska (þann 3. apríl) að komast inn á höfnina með valdi, lögðu aftan og framan við skip L. Sm. og skutu og slógu hann og menn hans eftir beztu getu. Árásin mistekst, og gáfu árásarmenn upp skip og góss til að bjarga lífi sínu…“.

288 – 16. maí 1532, bls. 539

Basendar-223

Básendar.

„Óstaðsett viðurkenning Roberts Legghe og félaga hans á því, að þeir hafi afhent í skip Ludtkyns Smuthe fjörutíu lestir samkvæmt gerðum samningi og skulu það með lausir allra mála út af atburðunum á Básendum.“

290 – 18. júlí 1532 [Reykjavík], bls. 541-542
„Tylftardómur útnefndur af Erlendi Þorvarðarsyni lögmanni til þess að dæma um líflát Jóns Breens og manna hans í Grindavík. – Þar er borið, að Jón Breen hafi tekið með ofbeldi í Grindavík (góss) frá Katli Jónssyni og Þorgrími Halldórssyni, bundið þá og pínt, en hótað Þórði Guðmundssyni að höggva af honum höfuðið, ef hann léti nokkurn fisk af hendi við aðra en Jón og menn hans; einnig hefði hann gripið fisk frá þýzkum kaupmönnum, 20 lestir eða meir; einnig hefði hann hindrað með valdi, aðrir menn flytti fisk sinni burt, og dæmist Jón Breen eftir lögbókarinnar hljóðan ránsmaður og fyllilega af lífi tekinn ásamt fylgjurum sínum, en skip hans og góss fallið undir konung og umboðsmann hans Diðrik frá Mynden. Einnig eiga þeir að dæma um skip og góss, sem rak á land við Básenda í bardaga milli Lutken (Smith) og Joen Wyler og dæmist það fallið undir konung, ásamt öðru, sem bréfið greinir.“

bls. 544-545

Gerdavellir-222

Virki Jóhanns breiða á Gerðavöllum.

Um þessa atburði er nokkrum sinnum getið í íslenzkum heimildum; elzt mun frásögn biskupasagna talin frá því um 1593 (SJ Biskupasögur Bókmenntafélagsins II. b. bls. 237 og 240), merkt a), en textinn tekinn eftir ritgerð Jóns Gissurarsonar; þá kemur frásögn Jóns Egilssonar í Biskupaannálum frá því um 1605 merkt b) og að lokum annálsgrein Björns Jónssonar á Skarðsá frá Ps um 1639, hér merkt c).

a) Á þeim tima lá skip í hverri höfn fyrir sunnan og sums staða ij: þýzkir víðast, utan í Grindavík lágu engelskir. Það bar eitt sinn til á dögum biskups Ögmundar, að engelskir lágu eitt ár í Grindavík á fimm skipum og voru ómildir við íslenzka, svo fólk gat ekki það liðið; réði fólk engu sínu og fékk ekkert fyrir sitt; voru, fyrir mönnum þeirra ij Jónar, kallaður Eldri-Bragur og Yngri-Bragur. Tóku íslenzkir sig þá saman og riðu til Bessastaða, kröfðu höfuðsmanninn, Didrech van Minden, liðveizlu móti slíkum í mennum. Varð hann vel við og sendi strax í alla kaupstaði, því íslenzkir hefðu ella látið illa að honum sjálfum, ef hann hefði ekki við orðið; skipaði hann þýzkum að finna sig við Þórðarfell sem er hjá Grindavík.

Grindavikurhofn-222

Grindavík.

Komu þeir saman að kveldi dags í tilsettan tíma, Lxxx menn annars hundraðs og gengu þaðan í Víkina fyrir sólaruppkomu; höfðu engelskir búizt við og gjört sér virki um torf og grjót, en þeir höfðu lítið gagn af því. Hlupu þeir í skip sín, sem það gátu, og sigldu út með iiij skipum, fimmta gátu þeir þýzku náð og drápu xviij engelska, en vij létu þeir lifa og pilt. Fylgdu þeir engelska skipinu til Bessastaða með þeim þýsku sem á það voru látnir, en eitt af hinum fjórum forgekk í Víkinni strax í útsiglingunni, og sökk það þar strax, svo ekki neitt náðist af því.
Ritgjörð Jóns Gissurarsonar, Safn til sögu Íslands, I. b. bls.658, Biskupasögur gefnar út af Hinu ísl. bókmenntafélagi, II. b. Khöfn 1878, bls. 238—’39.
b) Á dögum biskups Ögmundar slógust þeir þýzkir og engelskir í Grindavík og unnu þeir þýzku, því hinir voru ekki við búnir og þýskir villtu fyrir þeim daginn og komu á þá óvart drukkna; þar féllu 14 engelskir, og hét sá Ríki-Bragi, sem fyrir þeim var. Þeir voru dysjaðir í virkinu.
Biskupsannálar Jóns Egilssonar, Safn til sögu Íslands, I. b. bls. 79.
c) Anno 1532. — Var hér á landi í Grindavík einn engelskur kaupmaður, hét Jóhann Breiði. Hann var missáttur við kóngsfóveta á Bessastöðum og vildi ekki gjalda honum toll, sem vera átti. Einninn kom misgreiningur í með þessum Jóhann og Hamborgurum, sem lágu til kaupskapar á Suðurnesjum, og keypti hann og hélt skreið nokkurri, er þeir áttu að hafa, og komu og komu orð með í hvorutveggjum um þessi efni. Gerði sagður Jóhann Breiði sér þá vígi eður virkisgarð skammt frá búðum á Járngerðarstöðum, sem enn sér merki, og gerði orð með spotti þeim Hamborgurum að sækja til sín skreiðina. Tóku þeir sig þá til hinir þýsku menn og Bessastaða fóveti og komu óvart um nótt upp í Grindavík, komust upp í virki Jóhanns og slógu hann til dauðs og alla hans menn, en tóku skip og góss og allt hvað þeir áttu. Þar sést kuml þeirra dysjar hjá virkisgarði.
Skarðsannáll, Annálar 1400—1800 I. b., bls. 92—93.)“

Gerdavellir-223

Fræðsluskilti um Grindavíkurstríðið á Gerðavöllum.

291 – 29. júlí 1532 [Lundúnum], bls. 545-546
Bréf öldurmanna kaupmannagildisins þýzka í Lundúnum (de Staalhof) til borgarstjóra og ráðs í Hamborg. Þeir segja, að á Síðasta ári hafi Englendingar kært fyrir Englandskonungi og ráði hans, að þýzkir sæfarar frá Hamborg og Brimum beittu sig ofbeldi á Íslandi, en af þeim sökum hafi þýskir kaupmenn í Englandi orðið fyrir óþægindum. Þeir fara þess á leit, að borgarstjórnin sjái til þess að Þjóðverjar, sem sigli til Íslands, ástundi friðsamleg samskipti við Englendinga. Nú segja þeir, að kæra hafi borist Englandskonungi á hendur Lutskenn Smith, William Kenet og Jóhanni Sowermer frá Biskups Lynn fyrir að hafa ráðist á skip frá Lynn, sært menn og drepið, rænt skipið, eyðilagt og sökkt því. Þeir senda Hamborgurum kæruskjal Englendinga og biðja þá að gera upptækt skip og góss L. Sm. og taka hann og menn hans höndum og senda Matthias van Emerszen, ritara sinn, til þess að fylgja fram máli sínu, auk annars sem bréfið greinir.“

Heimild;
Fornbréfasafn 287, bls. 537-546.

Skyggnisrétt

Skyggnisrétt á Gerðavöllum ofan Stóru-bótar.

 

Járngerðarstaðir
“Grindavíkurstríðið”
IV. hluti – 20. mars 2004.
Vettvangsferð.

Básendar

Básendar.

Farið var í vettvangsferð á Básenda og í Stóru-Bót undir leiðsögn Jóns Böðvarssonar og Reynis Sveinssonar. Í ferðinni komu m.a. fram eftirfarandi upplýsingar:
“Við erum nú á leiðinni í Sandgerði þar sem Reynir Sveinsson mun koma í bílinn til okkar og leiðsegja okkur um Básenda. Ég get sagt ykkur að Stafnes var eitt af höfðubólunum að fornu og þar var mikið útræði, en svo til engin selveiði. Þó segir sagan að nafngreind selskytta hafi verið á Stafnesi, farið jafnan út í Rósker, sem þar er skammt vestar, og setið fyrir selnum þar.
Um 1550-1760 var konungsútgerð á Básendum, en hún var bæði í Vestmannaeyjum og á Suðurnesjum. Ástæðan var mikil fiskimið út frá þessum landssvæðum. Konungsútgerðin var mikil tekjulind fyrir krúnuna. Aðallega var stunduð skreiðarverkun. Þegar útgerðin lagðist af seldu Danir skip sín. Dreifðust þau um Vesturlandið; flest fóru þó til Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafnarfjarðar. Má segja að íslensk þilskipaútgerð hafi komið í staðinn fyrir konungsútgerðina.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Þrír staðir á landinu voru svo til án landbúnaðar, en þar komu fiskveiðar í staðinn; Vestmannaeyjar, Suðurnes og Snæfellsnes. Á þessum svæðum var skreiðarverkun og skreiðarkaupmennska mikilvægust um langan tíma. Fiskveiðarnar voru stundaðar á grunnmiðum af Íslendingum, en lengra út frá landi af stærri skipum útlendinganna. Þar voru Englendingarnir atkvæðamestir, allt frá árinu 1420 og fram að Grindavíkurstríðinu árið 1532.

Básendar

Básendar – festarhringur.

Hægt er að rifja upp að atburðirnir á Básendum byrjuðu 2. apríl 1532 með komu Ludviks Smith. Þar reyndist stuðningur bróður hans og um 80 Íslendinga mikilvægur er kom til átaka milli þeirra og Englendinga, er bar að Básendum tveimur dögum síðar. Eru atburðirnir raktir nokkuð ítarlega hér að framan.
Á leiðinni út að Stafnesi var rifjað upp að Hallgrímur Pétursson hafi verið prestur í Hvalsnesi, en búið að Bolafæti í Njarðvíkum. Hafi hann jafnan þurft að fara yfir heiðina til messu. Núverandi steinkirkja að Hvalsnesi var vígð á jóladag 1887.

Til fróðeiks, svo þegar horft er á Miðnesheiðina þar sem á þriðja tug manna urðu úti á á sínum tíma á tiltölulega fáum áratugum (svo til allir á leiðinni frá kaupmanninum í Keflavík á leið heim til sín), má vekja athygli á því að orðið heiðingjar var í upphafi notað um heiðarbúa, fólks er bjó upp á heiðum. Síðan varð merking orðsins önnur. Svo er um mörg orð í íslenskunni. Má þar nefna orðið eldhús. Það var áður notað um stað þar sem eldur brann og matur var eldaður. Nú brennur enginn eldur í eldhúsi, en það heitir sama nafni eftir sem áður. En þetta var nú útúrdúr”.

Gengið var um Básenda, en þar eru nú engin ummerki þess tíma er átökin urðu þar árið 1532, einungs minjar eftir konungsverslunina og seinni tíma búskap (rétt, garðar, bæjartóftir, brunnur, götur og vör). Legan er þó enn á Básendavík (Brennutorfuvík) þótt landásýndin hafi verið þarna önnur en nú er. Bæði hefur sjórinn brotið talsvert land og þá hefur landið sigið frá því sem var (8mm á ári að jafnaði).
Gengið var um Stórubót og hóll þar barinn augum. Sagt er að hann sé leifar af virki Jóhanns breiða og hans manna. Sandlág er austan við hólinn. Mun þar vera Engelska lág skv. sömu sögnum. Vestar, sunnan Gerðisbrunnanna, eru garðar er þjóðsagan segir að sé svonefnt Junkaragerði, þ.e. aðsetur Þjóðverjanna.
Bæði þessi svæði “anga af sögu”.

ÓSÁ (lesið yfir af JG, VG og SJF).

Gerðavellir

Garður í Junkaragerði ofan við Stóru-Bót.

Þorbjarnarfell

Jón Tómasson skrifar um Grindavík í Faxa árið 1945 undir fyrirsögninni „Hvað er að gerast þar?“. Í upphafi greinarinnar er m.a. fjallað um einkennisfjall Grindvíkinga; Þorbjörn (Þorbjarnarfell):
thorbjorn-991„Hvað bíður manns bak við þetta gráa og úfna apalhraun? hugsar sjálfsagt margur, sem rennur fyrsta sinni inn í hið háa og hrikalega Grindavíkurhraun fyrir sunnan Seltjörn. Og ef það væri ekki þessi mjói mjúki vegur, sem brotinn var gegnum torfærurnar fyrir um 30 árum, og sem telja má allgóðan, þá væri vegfarandi ekki miklu betur settur heldur en þótt hann stæði í Ódáðahrauni. Þess má geta, að á meðan umferð var hófleg um þennan veg, var hann talinn með allra beztu vegum landsins.
Þegar komið er suður á Selháls, er meirihluti hraunsins að baki, Svartsengi og Hagafell ávöl og mild að frádregnum Gálgaklettum til vinstri — þar sem útilegumenn voru hegndir áður fyrr — og Þorbjörn með björtum og djörfum línum til hægri. Þó að Þorbjörn sé hvorki stór né hrikalegur, er hann elskaður og virtur af Grindvíkingum. Hann er fagur og heillandi. Hann býr yfir einhverju duldu og hann hefur laðað til sín frá því að hann var fyrst augum litinn. Útsýni af honum er ágætt, enda hefur hann hjálpað mörgu Grindvísku ungmenni til að víkka sjóndeildarhring sinn, og sýnt þeim fyrsta sinni Eyjafjallajökul, Vestamannaeyjar, Eldey og allt Reykjanes, Esjuna og Reykjavík, Snæfellsjökul og svo allt þarna á milli.

thjofagja-loftmynd

Og saga Þorbjörns er án efa einhver sú merkilegasta, sem nokkurt fjall á. En því miður kann ég ekki mikið af henni. Jarðfræðingarnir eiga sjálfsagt eftir að segja okkur eitthvað af henni. Öllum eru þó kunnug tröllin, sem til voru í gamla daga. Eitthvert þeirra hefur orðið ógurlega reitt við Þorbjörn litla og ætlað að sökkva honum í sjó eða kljúfa bann í herðar niður, og hann ber þess menjar ennþá.
Þjófagjá er glöggt merki þess, en hún gengur frá toppi og langt inn í iður fjallsins. Þegar maður er þar niðri, finnst manni maður vera svo nærri þessu óþekkta og furðulega, sem inni fyrir býr, að maður stendur á öndinni og væntir þess að heyra búktal jarðarinnar eða einhverjar annarlegar raddir, sem fræði menn um undur jarðarinnar. Og þó að maður standi þar á snjófönn, — en snjór er þar stundum langt fram eftir sumri, jafnvel allt árið, — þá finnst manni allt í einu sem hiti eða jafnvel sterkur straumur þjóti um mann, er maður hugsar til þess að sennilega hafi skorpa jarðarinnar opnast þarna endur fyrir löngu ag út hafi runnið glóandi grjót, sem eytt hefur gróðurlöndum Reykjanesskagans og orðið síðan að þessu erfiða hrauni.
Útilegumenn og þjófar héldu til í Þjófagjá og gerðu bændUm í nágrenninu búsifjar miklar. Þetta var, — en nú er ÞorbjÖrn ekki lengur þjófabæli og í margar aldir hefur verið hljótt um tröllin, ísöld og Gos, sem á’tt hafa sinn þátt í því, að Þorþjörn er einmitt svona. Sennilega á Þorbjörn vinsældir sínar að einhverju leyti því að þakka, að hann skýlir Grindvíkingum fyrir norðangjóstinum og dregur til sín hitageisla sólarinnar, og veldur því að Grindavíkin er hlýjasta og vinalegasta byggðarlag Suðurnesja.“

Heimild:
-Faxi, 5. árg. 1945, 8. tbl., bls. 1.

Þorbjörn

Þorbjörn (Þorbjarnarfell).

Þórkötlustaðahverfi

Gengið var um Þórkötlustaðahverfi í Grindavík.

Heródes

Heródes.

Árið 1703 voru Þórkötlustaðir eign Skálholtsstaðar. Bærinn hafði selstöðu í landi Krýsuvíkur, á Vigdísarvöllum. Hjáleigur voru; Eyvindarhús, Ormshús, Eingland, Klöpp, Buðlunga og tómthúsið Borgarkot. Ekki er vitað hvar Ormshús eða Borgarkot voru. Áður var hjáleigan kölluð Lundun. Árið 1847 hafði hjáleigan Lambúskot bæst við, en 8. ágúst 1787 og síðan 26. janúar 1791 voru Þórkötlustaðir komnir í þrjá hluta (austurparturinn, vesturparturinn og miðparturinn). Þríbýli var á Þórkötlustöðum lengst af á 19. öldinni. Heimræði var árið um kring (1703), en enga engjar. Sjórinn gekk á túnið og braut land að framan. Árið 1840 eru túnin stór og slétt, en hartnær þriðjungur þeirra kominn í móa fyrir órækt og hirðuleysi. Þar var og sæmilegt beitiland fyrir fáan fénað, en þar amar vatnsleysi sem víðar. Syðst á nesinu var fyrrum selalátur frá Þórkötlustöðum. Mikið af landinu er eldbrunnið og bæirnir stóðu austast í landareigninni við sjóinn. Land jarðarinna var frekar mjótt, en nokkuð langt. Lending var dágóð á Þórkötlustaðasundi og margvísleg hlunnindi voru í Nesinu.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi.

Nú eru Þórkötlustaðabæirnir tveir, Miðbær og Vestari-Vesturbær. Áður voru þarna einnig Vesturbær, sem stóð á milli Miðbæjar og Vestri-Vesturbæjar, og síðan Austurbær og Eystri-Austurbær, sem báðir stóðu austan við Miðbæinn.
Áður en Sigmundur Jónasson tók við búi á Þórkötlustöðum á 17. öld voru öll hús á jörðinni skoðuð og metin… „níu vistarverur innabæjar og skiptust í stóra skála, litlu og stóru baðstofu, vesturskála, „hornhús“, „hús innar af skála“ og eldhús. Útíhús voru fjós, hlaða, smiðja og skemma og loks tveir hjallar, annar heima við bæ, en hinn fram á nesinu. Öll voru húsin orðin gömul og hrörleg, og um sum var þess getið, að þau væru að hruni komin vegna elli og fúa. Útveggir voru flestir sagðir „trosnaðir“ og illa farnir, en innveggir virðast sumir hafa verið öllu skrár komnir. Mörg útihúsanna voru hurðarlausar og virðast hvorki halda vatni né vindi.“

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðir – flugmynd. Fornaldarskáli er á milli húsanna.

Í rannsókn sinni í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902 segir Brynjúlfur Jónsson að „á Þórkötlustöðum í Grindavík var byggð heyhlaða í bæjarhúsaröðinni. Þar komu menn niður á merkilegar byggingarleifar. Eldfjallaska ofan á gólfskálinni bendir til þess, að bærinn hafi lagst í eyði um hríð og tóftirnar staðið opnar fyrir öskufalli. Má vera að hraunið, sem myndar Þórkötlustaðanes og runnið hefur á báða vegu við túnið, sé yngra en bygging landsins, og verður þetta þá auðskilið.“ Samkvæmt hugmynd Brynjúlfs virðist þarna hafa verið um fornaldaskála að ræða. Nú hefur hlaðan verið rifin og svæðið stendur tilbúið til uppgraftar, þ.e.a.s. ef einhver hefur þá yfirleitt einhvern áhuga á að skoða undirlag svæðisins.

Klöpp

Klöpp – tóftir.

Tóftir eru skammt vestan við Sólbakka. Þær eru nýlegar fjárhúsleifar frá Hofi. Fjárhúsin suðvestan við Vestari-Vesturbæ voru áður fjárhús og fiskverkunarhús frá Vesturbænum. Þar áður voru þarna fiskhús frá Duus-versluninni í Keflavík og Lafollie-versluninni á Eyrabakka skammt vestar. Annars eru þarna gamlir kálgarðar allt um kring. Sunnan við Miðbæinn voru áður fjárhús og saltverkunarhús frá Miðbænum. Austan við þau voru fiskverkunar- og salthús frá Vestari-Austurbæ. Traðirnar liggja þarna niður að sjó milli bæjanna. Vestan í austasta kálgarðinum var fiskverkunar- og salthús frá Eystri-Austurbænum.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – Túnakort 1918.

Samkvæmt túnkorti frá 1918 var brunnur skammt (40 m) norðan við Miðbæ. Að honum lá gata frá Einlandi. Brunnurinn var notaður af öllum bæjunum. Nú sést móta fyrir brunninum í malbikuðum veginum framan við hliðið að Valhöll (áður en malbikið var endunýjað).
Á milli Valhallar og Miðbæjarins eru tvær bárujárnsklæddar skemmur. Sunnan í syðri skemmunni er hesthústóft. Nyrðri skemman er flór, skv. uppl. Margrétar á Hofi, en sú syðri var ýmist notuð sem fjós eða hesthús.
Kálgarðar eru víða í Þórkötlustaðahverfi, sem fyrr segir. Skv. túnakorti frá 1918 var t.d. kálgarður 50 m vestan við Lambúskot. Garðurinn var frá Eystri-Vesturbæ. Veggirnir hafa verið grjóthlaðnir, þ.e. uppkastið úr túnsléttunni notað til vegghleðslu. Oftast var grjóti, sem týnt var úr móanum, hlaðið í hrauka eða í garða ef því var við komið. Flestar túnbæturnar ofar í hverfinu eru tiltölulega nýlegar því ræktunarmörkin voru til skamms tíma rétt ofan við veginn í gegnum hverfið. Þá var t.a.m. Þórkötludys við mörkin.

Buðlunga

Buðlunguvör.

Klöpp var hjáleiga frá Þórkötlustöðum skv. Jarðabók JÁM 1703. Tóftirnar eru enn greinilegar. Þær eru tvær, báðar vel heillegar. Hleðslur eru úr torfi og grjóti. Grjótið er að einhverju leyti tilhöggvið. Sunnan bæjartóftanna er tröð, um 10 metra langar, suður á kampinn, sbr. síðargreint (austasta sjávargatan).
Móar voru norðan við Einland. Þar eru nú mikar hleðslur um afmarkaða kálgarða. Bærinn var syðst í görðunum. FERLIR mun fljótlega fara með heimamanni um tóftir Móa. Þá verður rústunum þar lýst bæði vel og skilmerkilega. Þegar Móastæðið er skoðað vakti hleðsla, lík sléttum hól, athygli. Hún er um 10 metrum sunnan við eystri kálgarðaþyrpinguna að Móum, í sléttuðu túni. Þar voru fjárhús.

Klöpp

Gamla Klöpp – uppdráttur ÓSÁ.

Fjárhústóftir eru í túninu austan við Buðlungu. Umhverfis tóftirnar er óslétt tún, en fast sunnan þeirra er stórgrýttur sjávarkambur. Um 6 m austan við tóftirnar er gjóthlaðinn túngarður í norður-suður. Sjávarkamburinn er kominn alveg upp að tóftunum að sunnanverðu.
Í örnefnaskrá AG segir: „Austast á merkjum mót Hrauni, niður við sjóinn, er bás inn í klettana, og heitir hann Markabás… Vestur frá Markabás eru smáhvilftir og kvosir með sjó, sem heita einu nafni Básar. Ná þeir vestur að svonefndir Stóruklöpp. Vestan hennar er aðallending, sem nefnd er Buðlungavör. Fram undan vörinni eru tveir boðar, sem heita Fjósi og sá ytri Lambhúsi“.

Guðsteinn Einarsson segir í lýsingu sinni að „austan við Bótina í klettunum niður af Þórkötlustaðabæjunum, er Buðlunguvör.

Þórkötlustaðanesi

Fiskigarðar ofan Kónga.

Meðan árabátaranir voru, var sú vör notuð, alltaf þegar fært vera, og áttu þeir Þórkötlustaðamenn því aflann eftir hverja vertíð á tveim stöðum. Þetta breyttist þegar vélar komu í bátana (trillur). Eftir það var eingöngu lent í Nesinu.“ Ef gengið er suður traðirnar milli Miðbæjar og Vestaði-Vesturbæjar, sem enn standa á Þórkötlustaðatorfunni, fram á kampinn og þá lítið eitt austar, gengur klöpp í suðsuðaustur fram í sjó. Austan við klöppina er lygnara en þar er lendingi í Buðlunguvör.“ Engin mannvirki eru þarna við sjóinn önnur en ryðgaðir festarboltar.

Þórkötlustaðahverfi

Sundvarða ofan Þórkötlustaða.

Sundvarðan ofan við Buðlunguvör var neðst í túninu, suðvestur frá húsinu. Sjórinn lagði vörðuna reglulega útaf, en hún var alltaf endurhlaðin á meðan lent var í Buðlunguvör [eða fram til 1929. Buðlunguvör var einkum notuð af Þórkötlustaðabæjunum að sumarlagi]. Nú hefur sjórinn hins vegar tekið vörðuna. Sundvarða í Buðlungu átti að bera í fjós og lambhús á túninu hjá Einlandi og þaðan eru nöfn boðanna dregin.
Fast norðan við bárujárnsskúr austan við Buðlungu er fjárhústóft, sem nú er orðin jarðlæg.
Randeiðarstígur var gata milli Hrauns og Þórkötlustaða og var hún farin áður fyrr, en aðalumferðargatan lá fyrir neðan Þórkötlustaði og var þar komið á Eyrargötuna“, segir í örnefnaskrá LJ.

Strýthólahraun

Strýthólahraun – fiskibyrgi.

Tóftir Hraunkots eru austast í túninu, við túngarðinn. Götur milli Hrauns og Þórkötlustaða lágu í austur-vestur í gegnum hraunið með stefnu á kotið. Það sér móta fyrir Hraunkotsgötu (sunnar) og Þórkötlustaðagötu (norðar) í hrauninu austan Hraunkots og best í landi Hrauns. Hins vegar eru þær horfnar í túninu vestan kotsins.
Austast á merkjum móti Hrauni er bás inn í klettna er heitir Markbás. Þar utar er tangi er gengur fram í sjó og heitir Slok og upp af honum er Slokahraun. Nafnið er tilkomið af slokrhljóðinu er báran skall undir hraunhelluna á tanganum. Þar ofar er Markhóll, smáhóll upphlaðinn á Leiti milli bæjanna. Þarna eru tveir hólar, grónir í toppinn, alveg á kampinum og er Markhól sá syðri af þeim. Girðing liggur þarna í suður frá Austurvegi með stefnu á hólinn. Umhverfis hólinn er úfið mosagróið hraun. Hann er um 7 m hár og sker sig greinilega frá umhverfinu.
Eyvindarhús voru um 100 m vestan við Búðir. Þar er nú steyptur grunnur á smá bungu í sléttuðu túni. Árið 1703 er getið um Eyvindarhús sem hjáleigu. Árið 1918 er einnig etið um Eyvindarstaði sem kot í norðvesturhorni Þórkötlustaðatúns. Þar stóð síðast timburhús, en það ásamt Miðhúsum var flutt í Járngerðarstaðahverfi um 1950.

Þórkötlustaðahverfi

Valhöll í Þórkötlustaðhverfi. Helgi Andersen stendur þar sem brunnurinn var.

Tómthúsið Borgarkot stóð fyrir norðan bæinn vestasta. Ekki er vitað hvar býlið var, sem fyrr segir, en líklegt er að það hafi staðið vestan við Valhöll, vestan við Brunnskákina svonefndu. Hún var ofan við Þórkötlustaðbrunninn, sem nú er undir malbikinu framan við hliðið að Valhöll. Hann var fallega hlaðinn, en var fylltur möl til að forðast slysum líkt og títt var um slíka brunna.
Tl fróðleiks má geta þess að þurrabúðir eða tómthús voru reist úr jörðum bæjanna, s.s. Hraunkot úr landi Klappar. Vermönnum var gjarnan leift að byggja sér hús í jarðri bæjanna ef það kom ekki niður á landkostum. Þeir ræktuðu skika umhvergis, endurgerðu húsakostinn og smám saman urðu húsin að kotum. Í rauninni eignaðist þurrabúðarfólkið aldrei skikana, en vegna afskiptaleysis afkomendanna má segja að þegjandi samþykki hafi fengist fyrir eignarhaldinu.
Slokahraun er á merkum Þórkötlustaðahverfis og Hrauns. Þar eru leifar fiskigarða og það mikið af þeim. Slokahraun er austan við sjávarkampinn frá Þórkötlustöðum. Það er mosagróið apalhraun.

Þórkötlustaðanes

Lending á Þórkötlustaðanesi.

Garðarnir eru hlaðnir úr hraungrýti og liggja þvers og kruss um hraunið án þess að mynda ákveðið munstur. Þeir eru mosagrónir, en misvel standandi. Hleðsluhæðin er milli 0,5-1,0 m. Garðarnir teygja sig allt austur að Markhól, en eru þá í Hraunslandi.
Á milli Vestari-Vesturbæjar og Miðbæjar eru traðir suður að sjávarkampi. Hlaðnir kálgarðar eru beggja vegna traðanna. Traðrinar eru 30 m langar og um 3 m breiðar, Hleðslurnar eru grjóthlaðnar, en allgrónar á köflum. Traðirnar, eða sjávargöturnar, í Þórkötlustaðahverfi voru þrjár. Sú austasta er beint neðan við elsta Klapparbæinn (flóruð), önnur er neðan við Miðbæ og sú vestasta er framangreind. Gamli Klapparbærinn stóð skammt sunnar og austan sjávargötunnar. Tóftir sjást enn.

Þórkötlustaðir

Heródes – áletrun.

Álagasteinninn Heródes er vestan traðanna, innan garðs Vestari-Vesturbæjar. Sagnir eru um steininn þann að hann megi hvorki færa né raska á nokkurn hátt. Talið var að fornar rúnir væru markaðar á hlið steinsins, en ef vel er að gáð í réttri birtu má sjá þar klappað á bókstaf eða tákn.
Nokkrir kálgarðar eru sunnan Þórkötlustaðabæjanna, flestir hlaðnir. Sunnan þeirra eru fjárhúsin.
Ef við færum okkur svolítið ofar í hverfið verður fyrir Gamla-rétt. Um 350 m norður af bæjarhól í hraunjaðrinum norðvestan við Efra-Land er grasbali inn í hraunið. Í honum, við túngarðinn, er hlaðin kró, sem nefnd er Gamla-rétt. Sunnan við balann er sléttað tún, en hraun norðan við hann. Um hraunið, fast norðan túngarðsins, liggur Austurvegur í austur-vestur. Vel má sjá hann liggja út frá gamla garðhliðinu vestan við Hraun.
Hvammur er um 100 m austan við Efra-Land, fast norðaustan við Þórsmörk.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – ískofi.

Hraunkot er austast við túngarðinn á Þórkötlustaðabæjunum, fast við fyrrnefndar hleðslur í Slokahrauni. Tóftirnar eru á litlum hól austast á túninu upp við túngarðinn. Efst og austast eru tvær tóftir. Grjóthlaðnar tröppur eru niður í garðinn. Vestan við garðinn miðjan er dálítil dæld í túninu. Hraunkot er ágætt dæmi um þurrabúð eða tómhús í Grindavík. Venjulega gekk það þannig fyrir sig að vermaður fékk leyfi til að byggja sér hús í jaðri jarðar, sem hann grjóthreinsaði í kringum, komst yfir hænu, kind eða kú, eignaðist konu, krakka og kött og allt óx þetta upp í kot. Í rauninni áttu hann aldrei blettinn undir húsinu eða í kringum það, en fékk að vera þar ef það truflaði ekki jarðeigandann. Afkomendurnir urðu hins vera ráðríkir á skikann, endurbætu híbýli og bættu við fé.

Þórkötludys

Þórkötludys – Sigurður Gíslason á Hrauni við dysina.

Þórkötlustaðahverfi væri lítils virði án Þórkötlu. Þjóðsagan segir að „Þorkatla hafi búið á Þorkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar voru þær giftar.
Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands. Þorkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þorkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og menn vita ekki til að þar hafi farizt skip á réttu sundi.

Járngerðardys

Tómas Þorvaldsson við dys Járngerðar.

Það er að segja frá Járngerðar karli að hann drukknaði á Járngerðarstaðasundi. Þá varð Járngerður afar grimm og mælti svo um að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi. Segja menn að nú sé fyrir víst nítján drukknuð, en þá er eitt eftir og má búast við að það farist þá og þá. Á götu þeirri sem til skips var gengin frá Járngerðarstöðum er leiði Járngerðar.“
Í örnefnalýsingum segir að „í túninu austur af bæ er sagt sé leiði Þórkötlu.“ Samkvæmt lýsingum elstu heimamanna, s.s. Sigurðar Gíslasonar á Hrauni, er það í öðrum (eystri) að tveimur grashólum í túninu austan við Hof. Staðsetningin passar vel við þá sögn að sú gamla hafi viljað láta dysja sig í túninu þar sem sæi yfir sundið (Bótina).

Eyrargata

Eyrargata.

Járngerðardysin mun vera undir veginum við Hlið og Þórkötludys mun vera á framangreindum stað. Sá, sem vildi raska þeirri sögu með einhverjum hætti, þætti hugaður í meira lagi, ef tekið er mið af þeim brögðum er slíkir menn hafa beitt í gegnum aldir.
Þegar litið er á upplandið er fróðlegt að huga að inum gömlu þjóðleiðum. Þar segir m.a. um Skógfellastig eða Vogaveg: „Norður af Vatnsheiði er kallað Sprengisandur. Um hann lá gamli vegurinn, einnig um Lyngrima… Dalahraun. Það hraun eru fremur mishæðalítið, nema þar rís norður allhátt fell, sem heitir Stóra-Skógfell. Austan þess er gamall vegur, nefndur Skógfellavegur, stundum nefndur Vogavegur. Austan Svartsengis eru sléttar klappir með melum og vikri á milli og heitir þar Sprengisandur og lá gamli Vogavegurinn þar um. Vogavegurinn liggur austan Stóra-Skógfells og var nefndur þar Skógfellsvegur og tekur við af Sprengisandi“, segir í örnefnaskrá LJ, „en afleggjari er af Skógfellavegi til Hóps og Járngerðarstaðahverfis.
Eyrargötunni var fylgt út á Þórkötlustaðanesið. Hún sést sumstaðar enn. Gömul gata, sem enn sést, liggur og áfram vestur af nesinu um norðanvert Strýthólahraun.

Austur af vitanum á Nesinu er Leiftrunarhóll. Framan af honum er Stekkjarfjara. Upp af Stekkjarfjörunni, á milli Leifrunarhóls og Þórshamars, er Stekkjartún… Það er gróið, en grýtt graslendi, mjög óslétt. Það nær að Flæðitjörn. Í Stekkjartúni eru nokkrar tóftir, einhverjar þeirra eru þó ungar frá því búið var Í Nesinu.

Þórkötlustaðanes

Fiskigarðar á Nesinu.

Vestan Flæðitjarnar eru hlaðnir grjótgarðar, Hraungarðar. Þeir eru í úfu hrauni, uppgrónu að hluta. Hraunsmenn þurrkuðu þar skreið þegar þeir lentu í Nesvör, segir í örnefnalýsingu. Garðarnir liggja þarna um allt og virðast ekki fylgja neinu ákveðnu mynstri. Þeir voru hlaðnir úr hraungrýti, fallnir að miklu leyti.
Skotti er nokkur stór pollur ofan kampsins, norðan Nesvarar, og þar noðrur af er hóll, flattur að ofan með hlöðnum grjótgörðum, kallaður Krabbagerði. Krabbagerði er um 70 m austan við rústir Hafnar, sem var nyrsti bærinn í Nesinu. Hóllinn sjálfur er gróinn og allt umhverfis hann, nema til austurs þar sem stórgrýttur kampurinn skríður inn í landið. Hleðslur eru alveg fallnar og virðist sem grjót hafi verið fjarlægt úr þeim. Af þeim má hins vegar sjá hvernig mynstrið var, þ.e. líklega sex aðskildir garðar í austur-vestur.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – örnefni.

Nesvör var niður og norðan við Leiftrunarhól, norðan Stekkjarfjöru. Nesvörin var svo nefnd til aðgreiningar frá Buðlungavör. Upp af Vörinni og norðan við Flæðitjörn er Sundvörðuhóll. Þar stendur Sundvarða. Nesvör er u.þ.b. í miðju Þórkötlustaðanesi austanverðu, um 100 m sunnan rústanna af Höfn, sem var nyrsti bærinn í Nesinu. Guðsteinn Einarsson segir m.a. um Nesið: „Meðan árabátarnir voru, var Buðlungavör notuð, alltaf þegar fært var, en í öllu misjöfnu var lent í Nesinu, sem kallað var. Þegar vélar komu í bátana var eingöngu lent í Nesinu. Þarna eru steyptar leifar bryggjunnar (reist 1932-3), nú uppfullar af grjóti, sem sjórinn hefur rutt upp í þær.
Látrargötur voru slóðar úr vesturenda Stekkjartúns í Látur. Slóðirnir liggja í grónu túni, en einnig móta fyrir þeim í hrauninu sunnan við túnið. Göturnar eru ekki sérlega djúpar, en afar greinilegar, allt að fjórir paldrar saman.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – örnefni.

Framundan Krabbagerði í flæðamálinu og við syðri enda Herdísarvíkur eru háar klappir, nefndar Draugar. Þar norður af er vík, Herdísarvík. Upp af henni í norðurenda eru klettahólar, sem heita Kóngar. Upp af Kóngum tekur við Kóngahraun og inn undir miðju nesi í norðvestur frá Kóngahrauni er hár hóll með grasþúfu í toppinn, sem heitir Gjáhóll. Hjá Gjáhól er lægð, sem heitir Gjáhólslægð. Síðan tekur Þórkötlustaðabót við og skiptist hún í tvo hluta. Fyrst Syðri-bót og síðan Heimri-bót. Upp af Heimri-bót eru sandflatir nefndar Brunnflatir. Eftir þeim liggur vegurinn um Nesið. Austur af Heimri-bót taka við Vötnin, svartar klappir. Þar rennur ósalt vatn um fjöru.

Látrargötur

Látrargötur.

Brunnflatir voru áður söndugar, en eru nú uppgrónar allt vestur í hraunið. Neðst á Brunnflötum við kampinn var grafinn brunnur, þar sem skepnum var vatnað áður en brunnur var grafinn hjá Þórkötlustöðum. Í norðurnenda Brunnflata, um 100 m sunnan hraðfrystihússins og um 50 m vestan kampsins, er gróin hringlaga gróp, um 1 m í þvermál. Umhverfis hana er talsvert af grjóti, gróið í svörðin. Óvíst er hvort þetta eru leifar brunnsins því skv. örnefnaskrá var hann við kampinn og má vera að hann sé löngu kominn undir hann. Eftir lýsingum elstu núlifandi manna virðist brunnurinn þó enn vera sjáanlegur ofan við kampinn.
Eftir Brunnflötum lá gata og sunnan við sandorpnar hæðir vestur af Brunnflötum, við norðurenda Gjáhólsgjáar, í átt að Rifinu (Eyri). Hét hún Eyrargata, en lítið markar fyrir henni nú.
Norðarlega í Þórkötlustaðanesi er pípuhlið á veginum sem liggur suður í Nesið. Kálgarðar eru í grónum grýttum tanga, sem gengur þar til austurs.

Þórkötlustaðanes

Þórkötlustaðanes – sundvörður.

Við bryggjuna í Nesvör í Þórkötlustaðanesi eru tvær sundvörður. Vörðurnar eru í grónu, en sósléttu og grýttu túni norðan við rústir Þórshamars, sem er sysða húsarústin í Nesinu. Eystri varðan er fast vestan við leindinguna í Vörina norðaustur af Þórshamri, fast við sjávarkambinn. Sú vestari er um 50 m vestsuðvestur.
Sunnan við Nesvör er gróið en grýtt tún, Stekkjatún. Sunnan og suðaustan við úfið mosagróið hraun. Í hrauninu eru ótal rústir hleðslubyrgja og hleðslugarða. Byrgin virðast vera um 2×2 m að stærð og er skammt á milli þeirra.
Pétur Guðjónsson, skipstjóri, lýsir vel mannvirkjum ofan við Nesvörð í Sjómannablaði Grindavíkur árið 2004. Þar er sérhver ískofi og beitningaskúr tíundaður, lifrabræðslan sem og saltkofar á svæðinu.

Þórkötludys

Þórkötludys.

Kálgarður er sunnan við Þórshamar. Þar er og skrúðgarður. Tóftir eru austan við húsið. Útishúsið stendur þar enn, nokkuð heillegt. Merkasta tóftin er gerði utan um manngerðan hól, sem óvíst er hvað hefur að geyma. Líklegt má telja að þessar minjar sem og þurrkbyrgin í Strýthólahrauni skammt vestar séu með elstu mannvirkjum á Nesinu.
Austnorðaustan við Þórshamar er Flæðitjörn. Meðfram henni sunnanverðir liggur heimreiðin, upphlaðin að hluta, á um 50 metra löngum kafla. Hleðslan er um 2 metra breið.
Minjarnar í Þórkötlustaðahverfi eru „óður um fátækt og óupplýst fólk, sem bjó yfir miklu viti og djúpum tilfinningum.“

Sjá meira undir Þórkötlustaðarhverfi II.

Heimildir m.a.:
-Saga Grindavíkur.
-Jarðabók ÁM 1703.
-Fornleifaskráning í Grindavík.
-Jón Árnason IV 231.
-Örnefnalýsing.

Við Þórkötlustaðarétt

Fé við Þórkötlustaðarétt.

Selatangar

Eftirfarandi fróðleik um „Verbúðarlífið á Selatöngum“ birtist í Dagblaðinu-Vísi 1983:
Selatangar-553„Rústir sjóbúða er að finna víðsvegar við strendur Íslands. Þessar búðir eru merkar fornleifar sem minna fólk á þá tíð þegar landsmenn sóttu til veiða á opnum bátum, oft við erfiðar og hættulegar aðstæður.
Hinar eiginlegu sjóbúðir — líka nefndar útver — voru reistar á þeim stöðum þar sem stutt var á miðin og heppilegt að sitja fyrir fiskgöngum á vissum tímum árs.
Misjafnlega margir bátar voru saman komnir á hverjum stað og voru áhafnir þeirra þar um kyrrt meðan á veiðum stóð enda höfðu þær þar ýmist hlaðnar verbúðir eða tjöld. Sjósókn úr þessum útræðum var þjóðinni ákaflega mikilvæg á fyrri öldum enda bætti hún hag hennar til muna frá því sem var þegar landsmenn höfðu varla úr öðru að moða en afurðum búfjárins.
Mikilvægi búðanna sést kannski best þegar talan hundrað fimmtíu og fjórir er nefnd, en hún segir einmitt til um þann fjölda útvera sem talið er að hafi verið reist við strendur landsins.
Ein heillegasta og best varðveitta sjóbúðin frá fyrri tíð er vafalitið útverið Selatangar á sunnanverðum Reykjanesskaga. Það er að finna — með öllum sínum fornlega blæ — þar sem Ögmundarhraun liggur út í sjó milli Hælsvíkur og Hraunsvíkur. Selatangar eru langt utan alfaraleiðar og er reyndar nokkuð erfitt að komast að útverinu landleiðina. Þessi einangrun búðanna hefur sennilega átt mestan þátt í því hvað þær hafa varðveist lengi og vel og hvað þær eru í rauninni ósnortnar af því sem heitir nútími. Hér á eftir verður lítillega skrifað um sögu útræðisins við Selatanga og almennt um verbúðamennsku landsmanna á fyrri öldum.

Sjötíu og þrjú mannanöfn í eina þulu fyrir mötu
Selatangar-564Selatangar voru syðsta verstöðin í Gullbringusýslu. Þaðan var einkum útræði Krýsuvíkurbæjar, en bænum Krýsuvík (sem er í um átta kílómetra fjarlægð frá Selatöngum) fylgdu lengi nokkrar hjáleigur. Til er gömul og allmerkileg þula sem telur sjötíu og þrjá menn við róðra frá útverinu. Ástæða fyrir þeim kveðskap er sögð vera sú að strákur einn hafi orðið mötustuttur í verinu. Buðust þá hásetar á skipum þeim sem þar reru að gefa honum mötu til vertíðarloka, ef hann kæmi nöfnum þeirra allra í eina þulu. Og strákur brá fyrir sig stílvopninu og orti:

Tuttugu og þrjá Jóna telja má,
tvo Árna, Þorkel, Svein.
Guðmunda fimm og Þorstein,
þá Þorvald, Gunnlaug, Freystein.
Einara tvo, Ingimund, Rafn,
Eyvind, tvo Þórða þar.
Vilhjálmur Gesti verður jafn
Vernharður, tveir Bjarnar,
Gissura tvo, Gísla, Runólf,
Grím, Ketil, Stíg, Egil.
Erlenda þrjá, Bernharð, Brynjólf,
Björn og Hildibrand til.
Magnúsar tveir og Markúsar
með þeim Hannes, tveir Sigurðar.
Loftur, Hallvarður, Hálfdán, senn
þar sezt hann Narfa hjá.
Á Selatöngum sjóróðramenn sjálfur Guð annist þá.

Draugurinn Tangar-Tómas gerir mönnum lífið leitt
Selatangar-555Á síðara hluta nítjándu aldar bjó í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík maður sá, er Einar Sæmundsson hét. Hann átti mörg börn, og er eftirfarandi saga frá Selatöngum höfð eftir tveimur sonum hans, Einar og Guðmundi. Einar, f aðir þeirra, var allt að þrjátíu vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mæli að reimt hefði verið á Selatöngum og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tangar-Tómas. Hann gerði búðarmönnum ýmsar smáglettur en var þó ekki mjög hamramur. Þá bjó á Arnarfelli í Krýsuvík maður sá er Beinteinn hét. Var talið að Tómas væri einna fylgispakastur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mikill, smiður góður og skytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak hans: „Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini.“
Einu sinni varð Beinteinn heylítill og flutti hann sig þá niður á Selatanga með fé sitt til fjörubeitar. Var hann þarna um tíma og hafðist við í einni sjóbúðinni þar. Kvöld eitt, er Beinteinn kemur frá fénu, kveikir hann ljós og tekur tóbak og sker sér í nefið.
Selatangar-556Tík ein fylgdi honum jafnan við féð, og var hún inni hjá honum. Veit Beinteinn þá ekki fyrr en ljósið er slökkt og tíkinni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og skaut út úr dyrunum. Sótti draugsi þá svo að Beinteini, að hann hélst loks ekki við í sjóbúðinni og varð að hrökklast út i illviðrið og fara heim til sín um nóttina. Hafði Beinteinn skaröxi í hendi, og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá kom draugsi þar á móti honum og reyndi að hefta för hans, en undir morgun komst Beinteinn þó heim, en var þó mjög þrekaður.
Um önnur viðskipti Beinteins og Tangar-Tómasar á Selatöngum er ekki vitað, svo að sögur fari af.

„Þarna er hann Tómas þá núna“
Selatangar-558En nokkru eftir þetta bar svo við, að tveir áðurnefndir synir Einars bónda í Stóra-Nýjabæ fóru niður á Selatanga á jólaföstunni og hugðu aö líta til kinda og ganga á reka; og jafnframt ætluðu þeir að vita, hvort þeir sæju ekki dýr, því að annar þeirra var skytta góð. Þeir komu síðla dags niður eftir og sáu ekkert markvert. Fóru þeir þá inn í eina sjóbúðina og ætluðu að liggja þar fram eftir nóttunni, en fara á fætur með birtu og ganga þá á fjöru og vita hvort nokkuð hefði rekið um nóttina. Bálkar voru í búðinni fyrir Hraunsnes-551fjögur rúm, hlaðnir úr grjóti, eins og venja var í öllum sjóbúðum, og fjöl eða borð fyrir framan. Lögðust þeir í innri rúmbálkinn að vestanverðu og lágu þannig, að Einar svaf við gaflhlaðið, en Guðmundur andfætis.
Þá er þeir höfðu lagst niður, töluðu þeir saman dálitla stund, og segir þá Guðmundur meðal annars: „Skyldi þá Tómas vera hér nokkurs staðar?“ Kvað Einar það líklegt vera. Fella þeir svo talið og ætla að sofna. En er þeir hafa legið litla stund, þá heyra þeir, að ofan af ytra bálkinum við höfuð Guðmundar stekkur eitthvað. Var það líkast því sem stór hundur hefði stokkið niður á gólfið. Voru þeir þó hundlausir, er þeir komu þangað og búðin lokuð. Segir þá annar bræðranna: „Þarna er hann þá núna,“ en í sömu svipan er kastað tómu kvarteli, sem hafði staðið á ytra bálkinum hinum megin, inn í gaflhlað beint yfir höfuð Einari. Sofnuðu þeir bræður ekki um nóttina, en fóru á fætur. Ekki lét draugsi neitt frekara til sín heyra.
Því eru þessar gömlu draugasögur rifjaðar upp hér, að Tangar-Tómas ku hafa hrættæði marga verbúðarmenn við Selatanga þann tíma sem þaðan var útræði. Má gera sér í hugarlund hvernig lífið hefur verið í búðunum, draug þessum samfara, og er næsta víst að það hefur verið viðburðaríkt, og jafnvel hættulegt þá er Tómas var í sem mestum ham.

Fólkið varð að sækja sjóinn sér til bjargar
Selatanga-559En hugum nú nánar að því hvernig vistin var fyrir verbúðarmenn í þessum sjóbúðum. Fyrst skal vikið að nauðsyn verferða fyrir þjóðina á næstliðnum öldum.
„Án stuðnings frá sjónum gat bændaþjóðfélagið ekki þrifist,“ segir Lúðvik Kristjánsson í þeirri gagnmerku bók sinni „Íslenskir sjávarþættir“. Verður hér á eftir stuðst nokkuð við umfjöllun hans um þetta efni.
Lúðvík heldur áfram: „Fiskmeti hefur um allar aldir verið mikilvægur þáttur í mataræði landsmanna, en þó öllu mestur meðan það kom að miklu leyti í staðinn fyrir kornvöru. Fjöldi bújarða var kostarýr og þess vegna engin tök á að hafa þar svo stóra áhöfn, að hægt væri að framfleyta meðalfjölskyldu. Kotabúskapur leiddi af sér mikinn straum manna í verstöðvar víðs vegar um land, en þó einkum á Suður- og Vesturlandi. Ef kotbóndinn fékk enga björg úr sjó, skorti hann ekki einungis fisk til heimaneyslu, heldur jafnframt gjaldgengan varning til greiðslu á erlendum vörum.
Selatangar-559Bændur á sæmilegum jörðum gátu fengið fisk í vöruskiptum og látið búvöru fyrir erlenda varninginn. En bústærðin fór eftir heyfengnum, sem ekki gat orðið mikill nema með töluverðum mannafla, því þúfnakargið var seinslegið. Bændur þurftu því, ef vel átti að heyjast, að hafa marga vinnumenn, en fyrir þá voru ekki nægileg störf við búin á vetrum, og þess vegna voru þeir þá margir sendir til sjávar. Fólkið í sveitunum hafði því náin kynni af lífi og starfi manna í verstöðvum. Margan ungling fýsti að komast úr einangrun dalabæjanna i margmenni við sjóinn og taka þátt í ævintýrum tengdum fiskveiðunum. Jafnskjótt og þeir komust í útversár, eins og Skaftfellingar orðuðu það, voru þeir víða, sökum brýnnar þarfar sendir til róðra í aðra landsfjórðunga.“

Vertíðin tók allt að sextán vikur
Upp úr nýári var farið að huga að færum manna, sem ætluðu í ver, en margir þeirra áttu langa og erfiða ferð fyrir höndum og burtveru ekki skemmri en fjórtán til sextán vikur. Vetrarvertíðin stóð að jafnaði á þessum árum frá þriðja febrúar til tólfta maí. Einyrkjar urðu að fela konu og börnum bústörfin og jafnvel allar voryrkjur. Þessi tvískipti barningur var eina leiðin til þess að bjarga fé og fólki fram á græn grös, en sem þó lánaðist misjafnlega. Stundum átti bóndinn ekki afturkvæmt eða aflinn brást og í annan tíma var horfellir sökum ónógra heyja og harðinda. En þótt fólk þekkti ekki til þess konar ófara nema af frásögnum var skuggi þeirra þó víða í augsýn, ekki síst um það leyti sem menn voru að leggja upp í verferð um heiðar og fjöll, meðan enn var stuttur dagur og allra veðra von.
Vermenn urðu að hafa með sér nesti, sem nægði til ferðarinnar, því oft var borin von að þeir gætu fengið beina á þeim bæjum sem þeir gistu. Sjálfsagt þótti að skera ekki nestið við nögl, því að þess voru dæmi að greiðsla fyrir gistingu kom sér best í matarbita.

selatangar-560

Vitaskuld voru heimili misjafnlega fær um að gera vermenn vel út með mat, en venja var að velja það besta sem til var. Nestið var einkum hangið sauðkjöt, brauð, smjör og kæfa. Það var haft í belg, svonefndum klakksekk. Viðbit til ferðarinnar var haft í dallskrínum. Dagana áður en ákveðið var að leggja upp voru vinir og nánustu venslamenn kvaddir. Áður en ferðin hófst létu margir lesa húslestur, einkum ef sjálfur heimilisfaðirinn var að kveðja. Þegar komið var út á hlað, tóku menn ofan, fóru með Faðir vorið og signdu sig. Að því búnu var gengið til hvers og eins á heimilinu og honum boðnar góðar stundir með kossi. Síðan hófst verferðin.

Ýmiss konar hjátrú tengd burtför vermanna
Selatangar-561Ýmiss konar hjátrú var tengd burtför vermanna. Engu af fötum þeirra, sem skilin voru eftir heima, mátti hreyfa við eða bleyta fyrr en eftir fullar þrjár vikur frá burtför. Það gat valdið drukknun þeirra. Þegar svo fötin voru þvegin, varð að velja bjart og gott veður til þerris. Þé mundi oft fötunum um í þvottinum. Það gat valdið villu á sjó. Rúm sjómanna skyldu óhreyfð í þrjár nætur eftir brottför, annars var óttast um afturkomu þeirra. Skó, sem urðu eftir heima, átti að hengja upp í eldhúsi og þurrka þar þó ónýtir væru. Þá þótti góðs viti, ef gestur kom stuttu eftir að vermenn kvöddu, helst sama daginn. Þá var talið víst að þeir ættu afturkvæmt, en brugðið gat til beggja vona ef enginn gestur lét sjá sig. Menn höfðu illan bifur á því, ef fyrsti gesturinn, sem kom þegar vermennirnir voru nýfarnir, var kona. Svona má lengi halda áfram með alla þá hjátrú sem fylgdi vermennskunni.

Byggingarlag sjóbúðanna og önnur hýsi við verin
Selatangar-563Svo sem gefur að skilja hafa menn þurft að gera sér einhvers konar skýli til þess að liggja í jafnsnemma og farið var að stunda útræði. Um þetta eru þó nánast engar heimildir í fornritunum. Í Fljótsdælasögu er þó getið um skála sem vafalaust hefur verið vermannaskáli og er Skálanes norðan Njarðvíkur kennt við hann. Í Grágás er svo getið um fiskibúð og fiskiskála. Önnur heiti á hýsi vermanna í útveri voru: sjóbúð, sjómannabúð, verbúð og vermannabúð, en ekkert af þessum nöfnum kemur þó fyrir í gömlum heimildum. Þá eru einnig til orðin búðarhús, búðarkofi og legukofi. Af þessum heitum voru sjóbúð og verbúð algengust. Líklegt er að verbúðir hafi í öndverðu verið sömu gerðar víðast hvar á landinu, en þegar kemur fram á nítjándu öldina verða þær dálítið mismunandi. Og þar eð við erum stödd í verbúðinni á Selatöngum í þessari grein, þá er eðlilegt að grein verði gerð fyrir helsta byggingarlaginu þar um slóðir.

Sjobud-562

Á Selatöngum sér enn fyrir tóftum nokkurra verbúða. Ein verbúðanna er þó heillegust. Dyr hafa verið á gaflinum sem snýr til sjávar. Inn af þeim hafa verið rösklega þriggja álna löng göng og er þá komið þar í búðina sem bálkarnir hafa verið en bilið milli þeirra er um einn metri. Bálkarnir eru næstum fjórir metrar á lengd en dálítið misbreiðir, annar nálega hálfur annar metri en hinn um einn metri, og kann það að stafa af missigi. Búð þessi hefur rúmað átta menn. Í framhaldi af rýminu á milli bálkanna eru rúmlega metra löng göng yfir í lítið hýsi sem hefur verið eldhús, um tveir metrar á breidd.

Selatangar-552

Hlóðirnar hafa verið hægra megin þegar inn er komið og sjást enn glögglega. Vafalaust hefur verið reykháf ur upp úr eldhusinu, en tilgáta er að tveir skjáir hafi verið beggja vegna á þekjunni. Slíkir hafa íverustaðir vermanna verið á Selatöngum. Fyrir utan þessar búðir á Selatöngum, sem að líkum voru allnokkrar að tölu, sjást einnig rústir ýmissa annarra bygginga, svo sem þeirra sem notaðar hafa verið undir áhöld og mat. Svo er þar víða hlaðna garða að finna en þeir voru notaðir til að þurrka þorskhausa meðal annars.
Þá eru hjá Selatöngum allmargir hraunhellar, en flestir litlir. Var hlaðið fyrir opin á sumum þeirra til hálfs, og notuðu sjómenn þá til ýmissa hluta. Í einum þeirra höfðu þeir kvöm sína og kölluðu þeir þann helli Mölunarkór.

Selatangar-565

Í öðrum söguðu þeir rekaviðinn sem barst að ströndum, og sá hellir var því kallaður Sögunarkór. Í framhaldi af þessu má geta að reki var mikill á Selatöngum á meðan útræði var þaðan, og færðu sjómenn sér það í nyt; smíðuðu þeir ýmsa gripi úr rekaviðnum, þá er landlegur voru, en þær voru ekki ótíðar, því að brimasamt var þar og því sjaldan róið á stundum.

„því flóin vildi sækja í rúm manna með slíku undirlagi“
Sjobud-555En víkjum aftur að för vermannanna til sjóbúðanna. Jafnskjótt og þeir komu í verið inntu þeir formann sinn eftir hvar hver þeirra ætti að liggja og hvaða rúmlagsmann hver ætti aö hafa. Að því búnu var farið að laga til í bálkinum eða rúminu og koma fyrir skrínum og öðru lauslegu.
Var það kallað búðun eða að búða sig. Að því hjálpuðust rúmlagsmenn — lagsmenn eða lagsar. Þar sem rúmstæðin voru bálkar varð að fá eitthvað til mýktar ofan á grjótið. Víða var haft hey. Á Suðurnesjum var gömul hefð að skipseigandi legði það til í fyrsta skipti sem sest var að í nýrri verbúð. En á bálkana voru ennfremur látnir hefilspænir og marhálmur. Í Grindavík bar það við að skeljasandur var látinn ofan á grjótið og þar ofan á þang eða marhálmur, en þó kusu menn fremur lyng vegna þess að fló vildi sækja í þangið og hálminn. Ofan á lyngið, þangið eða heyið lögðu sumir fyrst strigapoka eða jafnvel gæruskinn og þar ySjobud-556fir rekkjuvoð.
Flestir höfðu brekán sem yfirbreiðslu og þá stundum tvö. Síðasta verkið við að búða sig var að koma mötuskrínunum fyrir í bálkinum. Var önnur höfð í bríkarstað, en hin í höfðalagsstað. Einstaka maður hafði með sér skrifpúlt og var það haft upp við vegg fyrir miðjum bálki. Einnig bar við að hilla var fest á vegginn og þar geymt ýmislegt smávegis, til dæmis tálguhnífar, nafrar, hornspænir og því um líkt.
Skinnklæði, hvort sem þau voru þurr eða blaut, jafnvel nýlega mökuð með lifur, héngu á stoðum milli bálkanna. Verbúðarskyldur voru nokkrar og skipaði formaður fyrir í byrjun vertíðar hvernig þeim skyldi háttað. Rúmlagsmenn áttu einn dag í senn að sjá um að sækja vatn, hita kaffi og sópa búðina.
Þeir seSjobud-557m sváfu næst fyrir innan bálk formannsins byrjuðu og síðan koll af kolli sólarsinnis. Þá bar vermönnum að afla eldiviðar og sjé um matseldun og sama manni var falið að annast blöndukútinn, þar sem drykkur var hafður með á sjó. Kirna úr tré með trégjörð var í búðinni og tók um tuttugu potta. Hún var sameiginlegt næturgagn allra búðarmanna og stóð á miðju gólfi um nætur — kölluð kerald eða kjásarhald, oftast þó síöara heitinu. Það var skylda hvers búðarmanns að sjá um kjásarhaldið eina viku á vertíðinni. Hann varð að losa það og þrífa daglega og sjá um að það væri á sínum stað á kvöldin, og væri ekki til vansa, þó einhver kæmi ókunnuguri búðina.

Erfitt að treina matarbirgðirnar fram á vertíðarlok
Selatangar-notahellirHin eiginlega mata, öðrum nöfnum vermata, vertíðarmata, skrínukostur, eða það sem nú yrði kallaö nesti, var feitmeti (smjör, tólg, hnoðaöur mör) og kjöt (kæfa). En auk mötunnar fengu vermenn rúg (brauð og kökur), harðfisk, sýru og siðar kaffi, kaffibæti og sykur. öll þessi matföng voru kölluð útgerð eða útvigt, og hinn fastákveðni skammtur, sem var mismunandi eftir því hvar var á landinu, nefndist lögútgerð. Hún var ýmist miðuð við heila vertíð, mánuð, þrjár vikur, hálfan mánuð eða einungis viku. Eins og gefur að skilja þegar nesti er annars vegar, þá áttu vermenn misjafnlega erfitt með að treina sér skammtinn fram eftir vertíð. Þetta átti til dæmis við um smjörið, sem allir voru sólgnir í á þessum tíma en var dýrt. Eftirfarandi vísa var ort í sjóbúð þegar einn vermaður á miðri vertíð var svo til kominn í þrot með Seltangar-563smjörskammtinn:
Átta merkur á hann Jón
eftir í skrínu sinni,
má það heita mikið tjón,
á miðri vertíðinni.
Önnur vísa er þekkt um svip að efni: Smérið bráðast þrýtur þá þar til ráð má enginn sjá mör skal hrjáður hefnast á hitt fyrst áður þrot réð fá. Til er skemmtilegt orðatiltæki — tilorðið í verbúð — um það hlutskipti manna að verða uppiskroppa með smiör áður en vertíð lauk. Það voru Sunnlendingar sem höfðu þetta orðatiltæki að orði, en þeir sögðu um þá sem voru orðnir smjörlausir, að þeir þyrftu að „skyrpa á bitann“.
Sá sem kom vanbúinn af mötu í verið, var jafnan kallaður mötulítill, en sá sem var kominn í mötuþrot fyrir lok, mötustuttur. Þegar saxast tók á mötuna var sagt að komnar væru messur eða Maríumessur í skrínurnar, og olli það sumum vermönnum hugarangri sem einn þeirra lýsir þannig:
Selatangar-557Mín er útgerð orðin rýr
eykur sút því mæðan knýr
niðurlútur hjari óhýr
harmi þrútinn máls óskýr.
Kann ég ljúka upp kofforti
kámur strjúka af botni
áfram rjúka í ráðleysi
reiður brúka illyrði.
Og með þessum gagnorðu vísum um eymd höfundar í verbúðinni lýkur þessari lýsingu á verbúðum og verbúðarlífi á fyrri öldum.“

-SER tók saman. (Helstu heimildir: Íslenskir sjávarhættir II eftir Lúðvík Kristjánsson, Rauðskinna 1. bindi, safn frásagna eftir Jón Thorarensen, ýmis munnmæli og fleira).

Heimild:
-Dagblaðið-Vísir/Helgarblað, 136. tbl, 18. júní 1983, Verbúðarlífið á Selatöngum, bls. 2-5.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Básendar

Eftirfarandi lýsing var hraðskrifuð upp á námskeiði er Jón Böðvarsson hélt um Grindavíkurstríðið í Saltfisksetrinu í Grindavík. Hún er birt með fyrirvara – hugasanlega er þörf á einhverri leiðréttingu – eftir er að bera hana saman við skriflegar heimildir, s.s. í „Ensku öldinni„og „Tíu þorskastríð„, sbr. innihald texta:

“Grindavíkurstríðið”
III. hluti – 17. mars 2004.

“Filmurnar reyndust við leit vera á Þjóðskjalasafninu. Þær liggja hins vegar ekki á lausu.
Í Fornbréfasafninu (nr. 16, bls. 536-717) er heilmikið af skjölum og gögnum vegna eftirmála Grindavíkurstríðsins, langflest á latínu og þýsku, en örfá á íslensku. Friðarviðræðurnar fóru fram í bænum Bad Segenberg, skammt norðan borgarinnar Lübeck í Þýskalandi.
Þorskastríðin voru 10 talsins.
1.  1415-1425. Í lok þess varð Ísland opinn fiskmarkaður.
2.  1447-1449, en eftir það tengdist Ísland danska ríkinu.
3.  1467-1473. Björn Þorleifsson var drepinn og loks samið um óbreytt ástand.
4.  1484-1490. Englendingar fengu heimild Danakonungs til fiskveiða og verslunar við Ísland. Árið 1484 hófst flotavernd Englendinga á Íslandsmiðum. 1485 var orrustan við Bosworth. Á árunum 1485-1509 var Hinrik VII. við völd í Englandi og Hinrik VIII. á árunum 1509-1547.
5.  1532-1533 var Grindavíkurstríðið.
6.  1896-1897 voru firðir, víkur og flóar opnaðir öllum til veiða.
7.  1952-1956 var landhelgin færð út í 4 mílur til verndunar fiskistofnum.
8.  1958-1961 var hún færð út í 12 mílur. 1972-1973 var hún færð út í 50 mílur og loks
10. (1975-1977) út í 200 mílur.

Básendar

Húsgrunnur á Básendum.

Grindavíkurstríðinu sjálfu lauk í raun 21. júní er Þóðverjar létu úr höfn á Peter Gibson. Erlendur Þorvarðarson á Strönd og önnur stjórnvöld voru eindregið á því að líta á atburðina sem lögregluaðgerð gegn lögbrjótum, en stjórnvöld út í heimi voru hins vegar á öðru máli. Helstu borgir Þjóðverja voru þá Lübeck og Hamborg. Þýskaland var í raun mörg nokkuð sjálfstæð borgríki. Danir stóðu t.d. í stríði við Lübeck, en Hamborgarar voru hliðhollir Danakóngi. Danir vildu styrkja umboðsstjórn sína á Íslandi og víðar og þeim þótti því þægð í því að hafa þýskar skipshafnir hér, sér til halds og trausts. Danakóngur lék þó tveimur skjöldum því hann var tilbúinn til að semja við Englendinga ef þurfa þótti gegn því að þeir versluðu ekki hér á landi. Íslendingar vildu hins vegar fyrir alla muni halda í verslunina við Englendinga. Samkeppnin skapaði lægra verð fyrir innfluttan varning og hærra verð fyrir útflutninginn. Þetta kom berlega í ljós eftir að Englendingar fóru héðan því þá breyttust hlutföllin Íslendingum í óhag. Mikið var gert að því að prjóna sokka og vettlinga til að selja Englendingum, en Danir reyndu að banna alla slíka verslun. Þeim tókst þó ekki að framfylgja banninu. (Skv. vísindavef HÍ barst prjón fyrst til Íslands á fyrri hluta 16. aldar).
Enskir sjóræningar rændu bæði ensk og þýsk skip á þessum tíma. Hinrik VIII. samdi t.a.m. við þá um að ræna einnig spænsk skip. Talsverðar skærur hlutust af. Þegar enskir sökktu þýskum skipum brugðust Þjóðverjar ókvæða við og reyndu jafnan að hefna hatrammlega fyrir slíkt.
Í upphafi var litið á átökin á Básendum og í Grindavík sem sjóræningjaskærur. Þjóðverjar lögðu hald á enska skipið á Básendum og íslensk yfirvöld, Erlendur á Strönd og hirðstjóri Danakonungs, Diðrik af Minden, hikuðu t.d. ekki við að leggja hald á herfang sitt í Grindavík. Eitt skipanna fórst á skerjum á flóttanum, en þremur tókst að komast til Englands. Þar bar áhöfnin umsvifalaust fram kvörtun og kærur við Englandskonung.

Básendar

Brunnur á Básendum.

Í Hamborg voru margir Íslendingar á þessum tíma, s.s. Gissur Einarsson, fyrsti lútherski biskupinn á Íslandi. Líklegt er að þeir hafi verið Þjóðverjum til ráðgjafar vegna þess sem á eftir fylgdi. Yfirvöld hér á landi sendu Hinriki VIII. frekjulegt bréf og sögðust einungis hafa staðið í lögregluaðgerðum við Grindavík. Þjóðverjar í Hamborg skrifuðu einnig Hinriki VIII. bréf og töldu Englendinga á Íslandi hafa verið lögbrjótana, en ekki þá þýsku. Töldu þeir þar ýmislegt máli sínu til stuðnings, m.a. að Englendingar hefðu verið orðnir aðsópsmeiri við Ísland en Íslendingar sjálfir, lægju á djúpslóð og kæmu í veg fyrir fiskigengd í firði og víkur. Einnig að Englendingar neyddu Íslendinga til að afhenda sér fisk með illu og hefðu þar að auki á brott með sér fólk, settu það í land í Færeyjum eða hnepptu jafnvel í þrældóm. Þetta er kannski svolítið ýktar lýsingar hjá Þjóðverjum. Hið rétta er að fátækir bændur létu Englendinga stundum fá stráka um fermingu til að túlka fyrir þá. Þessir strákar fóru stundum út með þeim, ólust upp í Englandi og komu síðan með þeim sumir hverjir til landsins að vori þar sem þeir heimsóttu sitt fólk. Þá töldu Þjóðverjar upp að Englendingar ynnu leynt og ljóst gegn Danakonungi á Íslandi og teldu sig jafnvel eiga þar meiri rétt en aðrir. Stælu þeir fiski og jafnvel skatti frá Dönum.
Þjóðverjar ráku atvikin á Básendum í bréfi sínu til Hinriks VIII. og töldu síðan upp nokkur atvik um yfirgang Englendinga, sem þeir hefðu komist upp með fram að þessu vegna þess að ekkert lögregluvald væri til staðar í landinu, heldur “stjórnuðust viðbrögð af hefndum og gömlum vana”. Líklegt er að Gissur hafi hjálpað Þjóðverjum að semja bréfið til Hinriks VIII. Sá taldi hins vegar að þýskir hafi byrjað að skjóta á landsmenn sína og ritaði hástemmt bréf til baka og óskaði eftir samningaumræðum um skaðabætur og annað, sem tiltekið var. Friðrik II. Danakonungur svaraði hortugur fyrir sig og sagði sína þegna á Íslandi saklausa af öllum ásökunum Englendinga vegna lögregluaðgerðanna hér.
Hinrik VIII. vildi láta dæma Ludtkin Smith fyrir hans þátt í málinu, ekki síst fyrir að hafa haldið heljarinnar veislu í virkinu eftir drápin ofan við Stóru-Bót. Þjóðverjar svöruðu og bentu á að Englendingar hefðu nú áður ætlað að bjóða Íslendingum í “þjóðverjakjöt” eftir væntanlegan sigur þeirra yfir þýskum á Básendum. Englendingar reyndu þá að útskýra að þar væri um einhvern misskilning að ræða – kjöt frá Þjóðverjum hefði átt að vera þar í matinn.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir og Gerðavellir.

Hinrik VIII. sendi mann að nafni Thomas Lee til Danakonungs til viðræðna og samninga, en vegna tungumálaerfiðleika gekk hvorki né rak. Lee talaði einungis ensku og latínu. Úti í heimi voru átök um, verslun, trúarbrögð og stéttaskiptingu. Um var að ræða flókna blöndu. Hinrik VIII. var t.a.m. kaþólskur eins og meginþorri Evrópubúa, en Hansakaupmenn voru t.d. flestir lútherskir. Hinrik var studdur af borgarastéttinni, en lýðurinn bankaði á dyrnar. Inn í þett allt blönduðust kvennamál Hinriks.

Þannig stóðu málin við upphaf friðasamninga er fylgdu í kjölfarið. Fyrsti fundurinn var haldinn í Hamborg þann 30. janúar 1553. Hálfur mánuður fór í þýðingar gagna. Enski sendifulltrúinn var Thomas Lee. Hann skrifaði á latínu, en Þjóðverjar vildu hafa allt á þýsku. Kristján Friðriksson (Danakonungssonur) var einn fulltrúi Danakonungs. Hann hélt nokkuð vel á málstað Íslendinga, en þeir áttu sjálfir engan fulltrúa í viðræðunum.

Segeberg

Segeberg.

Nú kemur þar að er búið var að þýða öll gögn og undirbúningi lokið. Þá stóð í stappi um fundarstað. Varð úr að hann var fluttur til Segenbergs. Samningahöllin stóð þar sem nú er torg. Englendingar heimtuðu enn skaðabætur, en Þjóðverjar sögðust einungis hafa verið þátttakendur í lögregluaðgerðum. Lee dró þá upp drög að reglugerð um höndlun friðar vegna siglinga til Íslands. Þar sem minnst er á fiskveiðar í þeim eru þær taldar að hluta til jafngilda verslun. Annars var efni þeirra í megindráttum eftirfarandi:
1. Þeir sem fyrstir koma til hafnar á Íslandi mega ekki reka aðra er á eftir koma á brott, eins og verið hefur, heldur leyfa þeim að versla í friði.
2. Ef ekki er nægur fiskur á boðstólnum fyrir nógu mörg skip eiga þau forgang er fyrstir komu.
3. Sömu reglur gilda um öll skip.
4. Orðið viðskipti á einnig við um sölu á fiski.
5. Kaupmenn mega ekki sprengja upp verðið hver hjá öðrum.
6. Kaupmenn mega ekki merkja sér fisk áður en þeir greiða fyrir hann (flestar deilur milli kaupmanna höfðu stafað af því). Komi upp deildur eiga íslensk yfirvöld að fjalla um málið. (Hér er um merkilega viðurkenningu að ræða frá því sem var).
7. Skipstjórar skulu áminntir um að hafa ekki ofbeldismenn í áhöfn, einungis góða sjómenn.

Básendar

Letursteinn við Básenda.

Samningaviðræður hófust nú fyrir alvöru. Sáttarfundir stóðu í 3 daga, 15.-17. febrúar. Niðurstaðan varð sú að engar kröfur Englendinga voru teknar til greina. Þeir voru sagðir hafa sjálfir kallað yfir sig aðgerðirnar á Íslandi, auk þess sem Kristján hafði í hótunum um að svipta Englendinga öllum veiði- og verslunarheimildum á Íslandi. Lee varð auðsveipari og lofaði að Englendingar myndu ekki grípa til refisaðgerða gegn Þjóðverjum, en hann vildi í staðinn fá tryggingu fyrir áframhaldandi veiðiheimildum Englendingum til handa.
Skjöl og gögn frá viðræðunum eru varðveitt í ríkisbókasafninu í Hamborg. Björn Þorsteinsson er líklega eini Íslendingurinn (“Enska öldin – Fimm þorskastríð”) sem hefur skoðað þau. Friðarsamingurinn, sem loks var gerður, er þar í heild sinni. Í lok hans er samþykkt að “duggarasigling skipist burt undan landinu”, þ.e. að einungis verði leyft að fiskur verði keyptur hér, en ekki veiddur.
Að loknum samningum slógu Þjóðverjar upp mikilli veislu til heiðurs enska fulltrúanum, ekki síst vegna eftirlátssemi hans. Hann fór síðan til Englands mánuði síðar og í framhaldi af því skrifaði Hinrik VIII. Þjóðverjum bréf og þakkaði þeim beinan fulltrúa sínum til handa.

Englendingar höfðu haft 6 herskip tilbúin til Íslandssiglinga. Skotar voru um þessar mundir að hertaka ensk skip og ræna. Varð það til þess að verulega dró úr áhuga og getu Englendinga til siglinga til Íslands. Andstaðan gegn Englendingum hér var enn mikil eftir lætin fyrir og í kringum Grindavíkurstríðið og var ýmislegt fundið þeim til foráttu. Eymdi enn af fyrri reynslu. Kristján III. gerði loks erlenda fiskimenn brottræka af Íslandsmiðum.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Hinrik VIII. varð í raun til þess að bola Englendingum af Íslandsmiðum með aðgerðarleysi sínu. Völd þau er Englendingar höfðu haft á Íslandi með siglingum sínum voru ekki endurnýjuð. Kristján III. kvartaði enn yfir yfirgangi Englendinga við Hinrik VIII, einkum í Grindavík. Um 1539 hurfu Englendingar svo til af Íslandsmiðum. Danir voru þá orðnir staðráðnir í að ná undir sig versluninni til handa dönskum kaupmönnum. Á Alþingi 1545 voru eigur útlendra kaupmanna gerðar upptækar hér á landi. Englendingar urðu fyrir litlum skaða vegna þessa því þeir voru farnir frá öðrum stöðum en Vestmannaeyjum. Þær höfðu þeir fengið í spilaskuld frá Skálholtsbiskupi árið 1420, en urðu nú frá að víkja. Smám saman hröktu Danir einnig Þjóðverja frá landinu. Árið 1602 var einokun Dana til verslunar á Íslandi lögleidd.

Hafnarfjörður
Um 1500 voru í raun tveir “kaupstaðir” á Íslandi; Hafnarfjörður og Grindavík. Síðarnefndi staðurinn stóð betur að vígi því hann var aðalhöfn Skálholtssbiskups, sem hafði skip í förum. Bændur greiddu m.a. skatt sinn í osti, sem seldur var í Evrópu, en korn o.fl. flutt til landsins í staðinn. Grindavík var því mikil höfn um langan tíma og það löngu eftir að “Grindavíkurstríðinu” lauk. Enn má sjá minjar veru, sjósóknar og verslunar útlendra ofan við Stóru-Bót. Þar er hóll sem sagður er hafa verið virki Jóhanns breiða og manna hans og Engelska lág er þar undir hólnum þar sem enskir eru sagðir hafa verið grafnir af eftirlifandi félögum sínum. Vestar má sjá móta fyrir görðum Junkaragerðis. Á Kóngsklöppinni í Staðarhverfi, litlu vestar á nesinu, ráku Danir verslun eftir að þeir komu til landsins og tóku við af Þjóðverjum. Þar má enn sjá talsverðar minjar eftir þá verslun, m.a. tóftir húsa”.
Sjá IV. hluta.

Grindavík

Frá Grindavík.

Gerðavellir

Eftirfarandi lýsing var hraðskrifuð upp á námskeiði er Jón Böðvarsson hélt um Grindavíkurstríðið í Saltfisksetrinu í Grindavík. Hún er birt með fyrirvara – hugasanlega er þörf á einhverri leiðréttingu – eftir er að bera hana saman við skriflegar heimildir, s.s. í „Ensku öldinni„og „Tíu þorskastríð„, sbr. innihald texta:

“Grindavíkurstríðið”
II. hluti – 10. mars 2004.

Jón Böðvarsson

Jón Böðvarsson.

Jón sagðist í framhaldi af I. hluta hafa spurst fyrir um nefndar filmur. Ræddi hann m.a. við Heimi Stígsson. Sá sagðist muna eftir því að hafa fengið “langan” renning af filmu hjá Grindavíkurbæ og framkallað tvö eintök; Grindavíkurbær hefði fengið annað eintakið og Þjóðskjalasafnið hitt. Hann hafi síðan skilað filmunni. Mundi bara ekki hvort það hafi verið til Grindavíkur eða á Þjóðskjalasafnið. Jón sagðist hafa vitað til þess að Reykjanesbær hefði fengið hluta filmusafns Heimis að gjöf, en Heimir hafi aðspurður sagt að þessar filmur væru ekki þar. Nú væri verið að svipast um eftir þeim á nokkrum stöðum, m.a. í geymslum og á skrifstofu bæjarstjórans í Grindavík. Ekki væri enn vitað hvar eintak Grindavíkurbæjar væri niður komið.

“Í dag er ætlunin að fara betur yfir bardagana, bæði á Básendum og í Grindavík, en eftir viku yrði farið yfir friðarsamningana. Þeir höfðu gríðarleg áhrif á alla framvindu mála í Evrópu á þeim tíma. Hafa þarf í huga að eftir 1500 kom tími líkur þeim sem síðar kom á 20. öldinni. Ný heimsmynd varð til í kjölfar siglingar Kólumbusar til Ameríku. En gæta þarf vel að því að sú villa sem Ítalir og Spánverjar hafa reynt að koma inn hjá fólki að Kólumbus hafi fundið Ameríku væri algjör della. Í ævisögu Kólumbusar, sem skráð var af syni hans, kemur fram að hann hafi farið með sjómönnum frá Bristol til Íslands árið 1478. Hafi hann mest verið á Ingjaldssandi, en einnig í Hafnarfirði og í Reykjavík. Í Kólumbusarsafninu á Kanaríeyjum kæmi þetta einnig vel fram. Englendingar vissu bæði um Grænland og Norður-Ameríku á þessum tíma. Þeir stunduðu fiskveiðar við Grænland og Nýfundnaland.

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Kólumbus fór til Íslands gagngert til að afla upplýsinga um þessi óráðnu lönd í vestri. Gekk hann síðan á fund Ferdinands Spánarkóngs til að fá stuðning hans til siglinga þangað, en látið var liggja að því að hann ætlaði að sigla til Kína og þaðan til vesturs. Uppgötvanir lágu þá fyrir að jörðin væri hnöttótt, en ekki flöt. Markmið Spánverja var að hasla sér völl í Nýja heiminum í vestri, enda fór það svo að þeir flykktust þangað í stórum stíl eftir að uppgötvun hans varð ljós heima fyrir. Lögðu þeir m.a. undir sig lönd eins og Filippseyjar og aðrar eyjar í Kyrrahafi á meðan Portúgalar lögðust á Manhattansvæðið og Bretar á miðja Ameríku þar sem þeir strádrápu Indíánana.
Um 1500 voru Spánverjar um 10 milljónir talsins og drottnuðuá höfunum. Frakkar voru helmingi fleiri, eða 20 milljónir, en Englendingar hins vegar helmingi færri, eða 5 milljónir talsins. Nú eru á Bretlandseyjum tvöfalt fleiri íbúar en á Spáni. England, sem í raun var einungis Wales, var á þessum tíma nokkurs kona nýlenda. Hansakaupmenn stjórnuðu t.d. allri verslun í London og voru ráðandi afl í verslun í heiminum. Ítalar áttu og stjórnuðu námuréttindum í Englandi og Ítalir réðu yfir kirkjunni þar í landi. Fleiri ríki nutu og áhrifa í Englandi á þessum tíma. Spánverjar voru nýbúnir að reka Márana af höndum sér og í Austur-Evrópu sátu Tyrkirnir sem fastast þrátt fyrir grimmilega tilraunir þarlendra, s.s. Rúmverja, að reka þá af höndum sér.

Hverjar voru helstu þjóðirnar í Evrópu á þessum tíma? Í fyrsta lagi Spánn með Ferdinand og Ísabellu í broddi fylkingar, tengdaforeldra Hinriks VIII. Í öðru lagi var Maximillian Þýskalandskeisari með Habsborgaraveldið og í þriðja lagi Lúðvík XII Frakklandskonungur. Loks var það páfinn í Vatikaninu í Róm. Öll þessi ríki voru kaþólks, en sátu að svikráðum hvert við annað í stórum stíl. Frakkland vildi leggja undir sig England með aðstoð Skota, en Þýskalandskeisari spyrnti gegn því.

Um 1530 áttu Englendingar 440 hafskip. Af þeim stunduðu um 150 veiðar eða siglingar til Íslands. En hvað var það sem var þeim svona dýrmætt hér? Á þessum tíma lögðu kaþólikkar áherslu á föstna og að einungis væri á henni etinn fiskur. Hinrik VIII. framfylgdi því að farið yrði að föstulögum. Englendingar bæði veiddu og keyptu vorur hér á landi, einkum skreið og brennistein (í Hafnarfirði). Hann var notaður í púður og skotfæri og þótti einka mikilvægur í stríðunum er þá geisuðu í Evrópu.

Eftir að hirstjóri Danakonungs var niðurlægður og drepinn á Rifi lokuðu Danir dönsku sundunum og bönnuðu verslun Englendinga í ríki sínu. Hinrik VIII. (1485-1509) brást illa við. Lagði hann m.a. á stríðsskatta og efldi aðalinn. Honum datt þó ekki í hug að fara í stríð heldur notaði fjármunina til að byggja upp og smíða skip, efla siglingar og gera út landkönnuði. Kapphlaup var hafið til Ameríku eftir að fréttist af heimsálfunni eftir siglingu Kólumbusar. Frá Íslandi fengu þeir fisk og brennistein, eins og áður sagði. Leiðin til að verða stórveldi á þessum tíma var að leita auðs í Vesturálfu.

Hinrik VIII

Hinrik VIII.

Hinrik VII og síðar Hinrik VIII lögðu mikla áherslu á að tryggja og styrkja áhrif sín þar. Hinn síðarnefndi giftist Katrínu, dóttur Ferndinands Spánarkóngs, ekkju Arthurs, bróður hans. Fyrstu árin var hann greinilega undir áhrifum tengdaföðursins, en eftir að hann hafði safnað saman við hirðina fulltrúum breska aðalsins, sem haldið hafði til í köstulum sínum víða um landið og fór að bjóða honum í veislur jókst sjálfstæði hans til muna. Kom hann m.a. með því í veg fyrir hugsanlegar uppreisnir heima fyrir. Auk þess naut hann hylli fyrir sigra sína í Frakklandi. Þá notaði hann tækifærið til að taka krúnuerfingja af lífi í stórum stíl. Hótaði hann Katrínu skilnaði, enda orðinn hundleiður á henni þegar hingað var komið, efldi borgarastéttina og styrkti sjálfstæði borga, en á þeim tíma voru þjóðríkin m.a. í mótun í Evrópu. Buðu konungar víða borgarstéttinni hin bestu kjör til að afla fylgis. Katrín eignaðist mörg börn, en þau dóu kornung. Þegar Ferndinand dó gerði Hinrik VIII. bandalag við Frakkakonung. Katrín reiddist, en hann hótaði aðs kilja við hana og giftast Önnu Boleyn, en páfagarður bannaði það. Hinrik lét þá þingð samþykkja að bannað væri að taka mark á tilmælum páfa eða bera nokkuð undir hann. Yfirmaður ensku kirkjunnar í Kantaraborg var gerður að yfirmanni kirkjunnar þar í landi. Hinrik lét ógilda hjónaband hans og Katrínar. Með því komst kaþólska kirkjan í miklar hremmingar og greiddi fyrir aðgengi hins lútherska siðar í Evrópu. Hinrik giftist Önnu Boleyn. Eignaðist hún stúlku þremur mánuðum síðar er skírð var Elísabet (Elísabet I.). Páfinn bannfærði Hinrik VIII, en konungur bannaði lestur tilkynningarinnar. Síðar giftist hann þriðju konunni. Hún ól honum son, en hún dó af barnsburðinum. Sú næsta var ákærð fyrir hórdóm og lét Hirnik hálshöggva hana og alla, sem tengdust því máli. Giftist hann fjórum öðrum eftir það.

Afskipti Hinriks VIII. af Íslandi; Danakóngur sá að ekki var nokkur leið að koma Englendingum af Íslandsmiðum. Ákvað hann þá að þeir sem kæmu með ódýrar vörur til Íslands fengju þol til fiskveiða. Hinrik afnam lögin, sem bannað höfðu Englendingum takmarkaðar Íslandssiglingar. Árið 1528 komu 148 ensk skip til Íslands. Fimm árum síðar voru þau 85 talsins, að meðaltali um 84 lestir hvert.
Árið 1532 voru einungis Básendar og Grindavík aðsetur Englendinga hér á landi. Búið var að hrekja þá frá öðrum höfnum við Faxaflóann, m.a. Hafnarfirði. Öðru hverju voru Englendingar að gera þýskum skráveifur. Hertóku þeir m.a. þýskt skip í Straumsvík (1486), færðu það til Galloway á Englandi og seldu. Árið 1511 kom til átaka og 1514 tóku Englendingar þrjú Hansaskip og hirtu allt af þeim (Björn Þorsteinsson – Fimm þorskastríð). Árið 1528 réðst enskt skip á Hamborgarafar í höfninni á Rifi og hirtu úr því öll vopn. Árið 1529 sökkti Willys nokkur, enskur, Hamborgarafari í Eyjafirði.

Þann 31. mars (páskadagur) árið 1532 sigldi enskt 150 lesta skip, Anna, inn á mjótt lónið utan við Básenda, en fór ekki inn á leguna. Básendar höfðu þá verið verslunarstaður Englendinga um alllangt skeið. Þýskir höfðu hins vegar orðið á undan þeim (komu hingað 30. mars, á laugardegi) og nutu því þeirrar reglur að þeir sem fyrstir urðu í höfn að vori nytu þar forgangs um sumarið. Englendingarnir á skipunu vörpuðu akkerum, bátur var settur út og róið var í land. Þjóðverjar voru þá um 150 talsins í landi. Englendingarnir báðum um leyfi til að hafa aðstöðu á Básenum, en foringi Þjóðverja, Ludtkin Smith, hafnaði því. Hann sagði að allar aðrar hafnir stæðu þeim opnar, en sjálfur hefði hann nú forréttindi á Básendum, auk þess sem félaga hans væri von hvað úr hverju. Englendingar virtust ekki taka þessum viðbrögðum illa og réru út í skip sitt, en sýndu ekki á sér neitt fararsnið. Daginn eftir (mánudag) kom annað enskt skip (Thomas) með áðurnefndan Willys við stýrið. Margir kaupmenn voru um borð, en áhöfnin var um 160 manns. Skipin höfðu lagt samhliða úr höfn í Englandi, en orðið viðskila í hafi.

Básendar

Básendar – loftmynd.

Englendingarnir komu sér saman um að ráðast á Þjóðverjana í landi og drepa þá. Voru þeir það öruggir um yfirburði sína að þeir sendu boð til nálægra Íslendinga að koma í veislu þeirra að Básendum og þar sem yrði “þjóðverjakjöt á borðum til hátíðarbrigða”. Bróðir Ludtkins, Hans Smith, hafði verið ásamt fleiri Þjóðverjum á Básendum um veturinn og vingast við Íslendingana svo þeir voru heldur hliðhollir Þjóðverjum á þessari stundu. Þeir hunsuðu því boð Englendinganna. Á þriðjudag, 2. apríl, hélt annað enska skipið (Thomas) inn á höfnina á Básendum. Skutu skipverjar þess á þýska skipið. Löskuðu þeir bæði stafn þess og búlka. Áhöfn Önnu hóf þá skothríð, en skipið rak stjórnlaust eftir að þjóðverjar höfðu náð að höggva í sundur akkerisfestina. Rak það upp í fjöruna. Þjóðverjarnir, sem voru mun færri (30 og 80 að auki sem voru þar fyrir) virtust hafa betur. Þó var komið á vopnahléi. Á flóðinu reyndu Englendingar að losa strandaða skipið, en Þjóðverjar hófu þá árás og skoruðu á Englendinga að leggja niður vopn sín og afhenda góssið gegn griða. Því var hafnað og lögðu Þjóðverjar undir sig strandaða skipið, en héldu hinu í herkví. Áhöfnin á skipinu beið næsta flóðs, en komst ekki út vegna norðlægsstrenginsvinds. Anna var því um kyrrt í höfninni, auk þess sem skipið komst ekki út nema sigla framhjá Hamborgarafarinu, sem lá utan við það. Þótti það ekki fýsilegu kostur. Enski skipstjórinn, sem eftir lifði, fór yfir í þýska skipið, en Ludtkin skipaði honum að afhenda öll vopn. Var gengið að því, en er Þjóðverjarnir ætluðu út í enska skipið mættu þeir mikilli mótspyrnu. Hjuggu þeir þá gat á byrðinginn, drápu nokkra Englendinga, handtóku aðra og skildu þá eftir klæðalitla.

Eftir átökin sendi Ludtkin eftir Hansakaupmönnum til Hafnarfjarðar. Englendingum var í framhaldi af því gert að gjalda sektir með skreið, en fengu að sigla skipi sínu til Grindavíkur. Erlendur Þorvaldsson, lögmaður, setti Tylftardóm og réttlætti formlega haldlagningu á góssi því er Englendingar skildu eftir á Básendum, m.a. hið sjórekna skip, sem þótti allnokkurs virði, metið á 1000 sterlingspund.
Englendingar báru því síðar við í skýrslum sínum að hafa þurft að leita hafnar að Básendum vegna óveðurs, en Ludtkin hafi þá ráðist á þá. Báðir kenndu þannig hvorum öðrum um upphaf átakanna.

Víkur þá sögunni enn og aftur til Grindavíkur. Englendingarnir, sem tekið höfðu þátt í átökunum á Básendum, en var griður gefinn, flúðu þangað. Tóku þeir allmikið af fiski til sín, sem tilheyrði m.a. Þjóðverjum. Erlendur lét þá enn og aftur setja dóm og dæmdi Englendinga í sektir. Um það leyti kom að landi í Grindavík John nokkur Braye, eða Jóhann Breiði, eins og landinn nefndi hann, á skipi sínu Peter Gibson. Lét hann þegar reisa virki á Járngerðarstöðum, ofan við Stóru Bót. Gerðust Englendingar bitrir út í Íslendinga vegna stuðnings þeirra við Þjóðverja á Básendum. Hótuðu þeir landanum og bönnuðu honum að selja þýskum fisk. Pyntaði Jóhann mann, hótaði öðrum og tók lömb og sauði frá manni sem sinnti ekki þessu verslunarbanni hans. Nam hann hest af manni og gerðist alldjarfur til kvenna. Flutti hann t.d. konu eina út í skip sitt og hélt eiginmanninum þar í böndum meðan hann hafði einhver not af henni.
Um þessar mundir var Diðrik af Minden fógeti á Bessastöðum. Skipaði hann þýskum og öðrum er hagsmuna áttu að gæta að finna sig við Þórðarfell ofan við Grindavík. Lofaði hann öllum þeim sem það gerðu mála í nafni konungs. Hafnarfjarðarkaupmenn tóku tilmælunum strax vel og safnaðist fljótt allnokkuð lið við Þórðarfell, eða um 280 menn (aðrar heimildir segja 180), þ.á.m. 8 skipshafnir frá Bremen, sveit Diðriks, liðsmenn frá Hafnarfirði, Njarðvíkum og frá Básendum. Diðrik lýsti Englendingana í Grindavík réttdræpa, en alla sem gegn þeim færu friðhelga að lögum. Ástæðuna fyrir aðförinni sagði hann m.a. virkisgerðina, sem hann taldi vera atlögu að sjálfum Danakonungi, auk yfirgangs Englendinganna og afbrota. Hér virtist því fyrst og fremst vera um nokkurs konar lögregluaðgerð að ræða.
Margir Englendinganna voru á sjó þennan dag, 10. júní 1532. Jóhann Breiði, fálkatemjari konungs, og 13 aðrir Englendingar voru í virkinu. Aðfararnótt 11. júní, kl. 02.00, læddust Hafnfirðingar og Njarðvíkingar að virkinu, en Básendamenn og Þjóðverjarnir héldu í átt að skipunum sem lágu utan við Stóru-Bót. Útsinningshraglandi var og úfinn sjór. Þegar menn nálguðust virkið var gert áhlaup á það með óhljóðum og látum. Vaknaði Jóhann Breiði og menn hans við vondan draum, en náðu ekki að verjast. Voru þeir allir drepnir á nýðingslegan hátt og lík Jóhanns illa leikið. Fimmtán voru drepnir. Náðist að kyrrsetja skip Jóhanns á legunni, en fjögur skip Englendinga lágu utar. Búðir annarra Englendinga voru þarna skammt frá og voru þeir, sem þar vorum, handteknir, átta talsins. Voru þeir látnir grafa félaga sínum undir virkisveggnum. Fjórum skipum tókst að leggja frá landi, en eitt fórst á grynningunum á leið út.
Diðrik sló upp veislu, en eftir nokkra daga gaf byr svo skipi Peter Gibson var siglt til Bessastaða, enda nú metið eign danska kóngsins. Erlendur setti enn einu sinni Tylftardóm með það að markmiði að réttlæta gjörningin og leggja “löglega” hald á allt góss Englendinganna, auk þess að dæma þá í sektir. Herinn var um kyrrt í Grindavík í 10 daga, enda Englendingarnir þar til alls vísir. Margir þeirra höfðu verið á sjó þegar atlagan var gerð og þótti þeim aðkoman að landi heldur kuldaleg.

Í styrjöldinni höfðu fjórar þjóðir tekið þátt; auk Englendinga voru það Þjóðverjar, Danir og Íslendingar. Með “Grindavíkurstríðinu” lauk ekki átökunum, því fór fjarri. Það var upphafið að átökum stórþjóða. Með því hófst “styrjöld”, sem átti eftir að standa í langan tíma.
Hinrik VIII. frétti fljótlega af átökunum. Svo virðist af skrifum hans um þetta mál að hann hafi verið mjög kunnugur hér á landi. Maximillian Þýskalandskeisari frétti einnig fljótlega af átökunum. Allar skýrslur Englendinga, Þjóðverja og Dana um aðdraganda átakanna á Básendum og í Grindavík, eða Grindaveg eins og það er ritað á þeim tíma, um átökin eru 70-80 skjöl. Friðarsamningarnir, sem fylgdu í kjölfarið, eru 33 blaðsíður og feikna merkilegir. Í fylgiskjölunum eru miklar upplýsingar, en þau eru svo til öll á latínu, þýsku og örfá á íslensku. Þessi skjöl þyrfti öll að þýða yfir á íslensku.

Gerðavellir

Gengið um söguslóðir Grindavíkurstríðsins.

Þetta er eina stríðið á Íslandi sem gera þurfti sérstaka friðasamninga um á milli voldugustu þjóða Evrópu á þeim tíma. Samningarnir gefa einnig góða sýn á lífskjörin á þessum tímum, einkum á Suðurnesjum.

Hinrik VIII. gafst síðar upp, m.a. vegna átaka annars staðar sem og innbyrðis átaka hans í kvennamálunum. Tímabilið er ekki einungis áhugavert fyrir Suðurnesin heldur og Ísland allt. Alveg frá 1420 til 1602 gerðust fleiri merkilegir atburðir á Suðurnesjum en nokkurs staðar annars staðar á Íslandi. Eftir Grindavíkurstríðið byrjuðu Danir að þoka Þjóðverjum á brott héðan og tókst það loks árið 1602 með tilkomu einokunarverslunarinnar, sem er síðan kapítuli út af fyrir sig.
Næst verður fjallað um friðarsamningana. Stuðst verður við gögn og ljósrit.
Loks verður farin ferð um söguslóðir Grindavíkurstríðsins, s.s. á Básenda og Stóru Bót”.
Sjá III. hluta.

ÓSÁ tók saman – yfirlestur: JG – VG og SJF.

Gerðavellir

Gerðavellir í Grindavík, virki Jóhanns Breiða – kort ÓSÁ.

Kleifarvatn

Boðið var upp á siglingu um Kleifarvatn. Það er jú sitthvað að horfa yfir vatnið frá landi og að horfa á landið frá vatninu.
Jói Davíðs hafði fjárfest í bát með endurnýjuðum Skipsstjórinnvistvænum hreyfli og öllu tilheyrandi. Einhver kvóti fylgdi með pakkanum, en aflaheimildir lágu ekki ljósar fyrir því Fiskistofa hafði enn ekki úthlutað slíkum heimildum fyrir árin 2006, 2007 og 2008 (er sem sagt langt á eftir líkt og margar aðrar ríkisstofanir).
Eftir að hafa bakkað bátsvagninum út í vatnið svo langt sem jeppinn þoldi var hafist handa við að losa og fleyta bátnum út. Væntanlegir farþegar hjálpuðu til, hver og einn – með hugarorkunni frá landi. Að „vatnssetningu“ (sbr. sjósetningu) lokinni var  báturinn handfærður í haglega gert naust nær landi svo stíga mætti um borð þurrum fótum. Hver og einn sem og skipsstjórinn íklæddust flotvestum. Salernisaðstaða var m.a.s. til staðar, ef á þyrfti að halda. Aðstaðan var þannig úr garði gerð að hægt var umbreyta aðstöðunni í einu vetfangi, t.d. í veisluaðstöðu eða bara skjól fyrir veðrum, ef þurfa þótti.Á naglföstu löggildingarspjaldi  í bátnum mátti sjá hversu margir máttu vera um borð og hversu mikið í tonnum báturinn gat borið.  Skipstjórinn sýndi og útskýrði helsta búnað, hvernig ætti að bregðast við ef út af myndi bregða (sem auðvitað gat ekki gerst því með slíkan skipsstjóra þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur).
Ýtt var úr vör – og látið reka meðan skipstjórinn tengdi öll tól og tæki, ræsti hreyfilinn og tók stefnuna. Umhverfisvænt hljóðið í aflvélinni sameinaðist gáruhljóðinu á vatninu, hægum andvaranum og nálægum fuglasöng. Þegar gefið var inn hvaddi stefnið vatnsflötinn og myndarlegt kjalfar myndaðist aftan við bátinn. Dýptarmælirinn vaktaði botninn og allt þar á milli. M.a.s. hver einasti fiskur sást á mælinum.
Rödd skipstjórans rauf samofin umhverfishljóðin; „Kleifarvatn er stærsta vatnið á Reykjanesskaga og liggur á milli Sveifluháls og Vatnshlíðar. Það er þriðja stærsta vatnið á Suðurlandi, 9,2 km² (reyndar stundum 10.0 km² – fer eftir vatnshæðinni), og eitt af dýpstu vötnum landsins, 97m. Það hefur lítið aðrennsli en ekkert frárennsli, a.m.k. ekki ofanjarðar. Silungsseiði af bleikjustofni úr Hlíðarvatni í Selvogi voru sett í vatnið á sjötta áratugnum og þau hafa dafnað vel, þannig að veiði (er) var um tíma ágæt. Sumir telja að besti veiðistaðurinn er syðst í vatninu þar sem heitt jarðvatn frá hverasvæðum sytrar út í vatnið, en reyndir veiðimenn vita að besti veiðistaðurinn er undan norðanverðu Hvannahrauni (Hvammahrauni) austan við vatnið.

Myndanir

Kleifarvatn er mjög kalt frá náttúrunnar hendi, en volgrur þessar skapa bleikjunni ákjósanleg skilyrði. Eldbrunnið og hrjóstrugt umhverfi vatnsins er bæði sérstakt og fagurt, eins og sjá má.  Í jarðskjálftunum 17. og 21. júní 2000 opnuðust sprungur á vatnsbotninum og vatnsborðið lækkaði verulega, en byrjaði að hækka aftur árið 2004. Nú er vatnið komið á ný í „eðlilega“ stöðu. Segja má með nokkrum sanni að Kleifarvatns sé eins vístalan, gengisþróunin eða verðbólgan; hækkar og lækkar með án þess að ástæðan virðist augljós.“
Eftir að hafa fylgt vesturströndinni um tíma og skoðað bergmyndanir, veðranir og rof, upplýsti skipstjórinn eftirfarandi í stuttu máli: „Í Kleifarvatni er að sögn manna vatnaskrímsli. Ekki halla ykkur of langt út fyrir borðstokkinn. Allur er varinn góður. Árið 1755 t.d. sást undarleg skepna líkasta skötu að lit og lögun koma upp úr vatninu, yfirmáta stóra eins og öllum bar saman um að allar þær skepnur væru er menn þóttust sjá í þessu vatni; væru þær bæði stærri og lengur uppi en í Grænavatni. Árið 1750 þorði fólk eigi að veiða í Kleifarvatni þótt það væri fullt af fiski í uppivöðum vegna orms eða slöngu sem væri svört að lit og kæmi iðulega upp og léki sér í vatninu. Hún var að stærð við meðalhval, 30-40 metra löng.

Gullbringa

Maður nokkur kvaðst oft, bæði einn og með öðrum, hafa séð hana og aðgætt vel því hún hefði oft verið uppi tvær mínútur. Hann bætti því líka við að menn og konur sem voru að vinnu við vatnið í stilltu veðri og sólbjörtu 1749 í ágústmánuði hefði allt séð þennan orm miklu betur en nokkrir aðrir áður þegar hann skaut sér upp úr vatninu og skreið upp á mjóan tanga eða nes og lá þar hér um bil tvo tíma uns hann fór aftur í vatnið. Fólkið þorði eigi að líta af honum en flýði eigi heldur af því hann lá kyrr. Þó gat það eigi lýst hversu hann hreyfði sig frá og í vatnið, dróst saman og rétti úr sér á mis.“
Allt í einu tók dýptamælirinn við sér með skerandi són í kyrrðinni. Dýpið var um 15 metrar. Skammt utar sást bakki þar sem vatnið snardýpkaði niður 97 metrana. Milli botnsins og bátsins sást eitthvert rautt ferlíki (hitamynd), a.m.k. tvöföld lengd bátsins og eftir því breytt. „Hann er stór þessi“, sagði skipsstjórinn, sallarólegur. Allir góndu á hann og skjá mælitæksins til skiptis. Það sem á skjáinn kom hvarf hins vegar jafn skyndilega og það hafði komið.

Myndanir

„Hvað var þetta“, var spurt og allir horfðu á allt og alla, nema vatnið. Á það þorði enginn að líta. Högg kom á fleyið. Einhver greip andann á lofti og annar öskraði. Allt virtist vera að fara úr böndunum. Skýringin kom þó fljótlega í ljós þegar gaf á bátinn. Þetta var þá bara stærri alda á vatninu. Báturinn hafði komið fyrir tanga og vindurinn náði að blása upp streng utan við hann og ýfa vatnsborðið upp verulega. Skipstjórinn var snöggur upp á lagið, sló af og venti um 66° – lagði þvert á vindinn. „Líklega gamli landsímastrengurinn. Hann var lagður hér í vatnið fyrir Syðristapa og áfram út fyrir Innri-Stapa (Stefánshöfða)“. Af svipnum að dæma virtist hann vita betur. Fleyið vaggaði liðlega líkt og það væri að sofna. Kyrrðin öll varð skyndilega mínus 10%. Gullbringa baðaði sig fallega í sólinni handan vatnsins.
Framundan birtist falleg vík, eða víkur, n.k. Leynivíkur. Ótrúlegt að þær skyldu geta dulist þarna svona fyrir fótferðalöngum frá þjóðveginum, svo örskammt frá honum; sandfjörur, klettamyndanir og skútar, sem vatnið hefur mótað í aldanna rás.
Myndanir„Hér sjáið þið jarðmyndunina í þverskurn“, sagði skipsstjórinn. „Og rofmyndunina í kjölfarið“, bætti hann við. „Undirlagið er bólstraberg, enda má hér sjá margan bólstran, sem fáir hafa augum litið – fram að þessu. Ofan á hefur setmyndunin (móbergið) lagst. Bólstrabergið og móbergið mynduðust í gosi í sjó, líklega á síðasta jökulskeiði. Þá urðu hálsarnir til; Sveifluháls og Núpshlíðarháls auk fleiri fjallshryggjamyndana á þessu svæði. Gosið hefur tekið langan tíma og umbreyst er á leið hrinuna. Því má hér sjá bert bólstraberg, hreint móberg og loks blendna gosmyndun þar sem hraun og/eða bólstraberg umverpir móbergið á köflum. Líklega er hér um að ræða einstakar jarðmyndanir, a.m.k. sem sjá má með berum augum. Vatns- og vindrof hafa síðan sett sinn svip á heildarmyndina; mulið niður mýkri jarðlög, sorfið þau út milli þeirra harðari svo til hafa orðið skútar og rásir. Það eitt er ekki það merkilegasta, heldu hitt hversu hátt vatnið hefur náð upp í klettana við þessa iðju sína. Ef vel er að gáð má sjá vatnsrofið a.m.k. upp í 5-6 metra hæð. Það segir okkur bara eitt; vatnsyfirborð Kleifarvatns hefur á stundum verið miklum mun hærra en nú er. Enda eru til sagnir að vatnið hafi flætt um sunnanvert svæðið þar sem nú er Nýjaland og Innra-land, allt að Grænavatni.

Syðri-Stapi

Þar er affallsfarvegur, sem sýnir að vatn hefur runnið yfir ásana ofan við Stóra- og Litla-Nýjabæ og allt til sjávar. Austari-Lækur (Eystrilækur) hefur þá breytt um farveg og runnið mun vestar skammt norðan og ofan við Krýsuvíkurberg, líkt og sjá má á þurrum árfarvegi við Eyrarkot, fornar tóftir austarlega undir Selöldu.“
Og hann bætti við: „Sveifluhálsinn, sem þið sjáið hér ofan við vatnið, varð til við slíka myndun á sprungurein undir jökulhettunni. Jaðrana á þeim látum má sjá hér við Kleifarvatnið, þ.e. útskot frá megingosinu. Systurnar þrjár; vindar, vatn og vetur hafa síðan í u.þ.b. 11.000 ár hjálpast til við að ná lóðréttri jarðmynduninni niður á láréttan flöt. Allt leitar að lokum til hins lárétta“, sagði skipsstjórinn með stóískri ró og horfið yfir undrin – líkt og allt þetta mikla og stórkostulega náttúruundur væri bara jafn sjálfsagt og siglingin á vatninu.
Dýptamælirinn nákvæmi staðsetti nákvæmlega sérhvern fisk (og sérhverja furðuskepnu) á siglingaleiðinni. Hvorutveggja eru verkefnin framundan. En sjónumprýdda umhverfið var það sem gaf gildið þá stundina og mun varðveitast í augum sjáendanna meðan varir.
Frábært veður. Ferðin tók 2 klst og 2 mín. (Sjá fleiri myndir undir MyndirÝmsar myndir hér á vefsíðunni (sjá efst á stikunni.))
Fleyið

Grindavík

Mæting var við bæjarhliðið dýra við Grindavíkurveginn á móts við Seltjörn.
Þaðan var ekið að Reykjanesvita. Ætlunin var að rekja og ganga eftir vesturmörkum Grindavíkurlands milli Valahnúks á Sydri thufalandamerkjum Hafna og norðurmörkunum áleiðis að Arnarkletti á landamerkjum Voga (Vatnsleysu-strandarhrepps). Á mörkunum áttu að vera landamerkjavörður og önnur kennileiti er gefa á þau til kynna. Ljóst er að núverandi landakort eru að mörgu leyti villandi þegar mörkin eru annars vegar. Gangan varð 23.7 km og tók 7 klst og 7 mín. Á langri göngu bar fjölmargt áhugavert fyrir sjónir á leiðinni.
Landamerki Grindavíkur og Hafna annars vegar og Grindavíkur og Keflavíkur hinsvegar og Grindavíkur og Vatnsleysustrandarhrepps þversumvegar hafa jafnan verið ágreiningsefni, enda ástæða til. Að þessu sinni gengu FERLIRsfélagar eftir mörkunum frá austanverðum Valahnúk á Reykjanesi að Arnarkletti suðvestan Snorrastaðartjarna. Tilgangurinn var að leita uppi hugsanleg kennileiti að mörkunum með möguleg frávik í huga.
Gömul Varda-21kort voru höfð í farteskinu og auga haft með öllu hugsanlega markverðu. Jarðir Grindavíkurmegin er koma við fortíðarsögu eru Staður, Húsatóftir og Járngerðarstaðir. Aðrar staðalýsingar handan markanna voru og gaumgæfðar. Árið 1964 fór Staður með öllu í eyði og þar með Staðarhverfið. Staður og Staðarkirkja, (Staðarkirkjuland)
(Kalmarstjarnarlandsbréf til samanburðar). Landamerkjabréf jarðarinnar er dags. 11.06.1890, þinglýst 20.06.1890.
Í ljós kom að eftirnefndar landamerkjalýsingar einstakra jarða eru ekki þau sömu og hreppamörkin segja til um. Á leiðinni komu í ljós allmargar vörður er gáfu till kynna að vesturmörkin voru á milli Sýrfells og Súlna og norðurmörkin á milli Stapafells og Arnarkletts.

Varda-22

Fyrrnefnt bæjarhliðið dýra er nálægt markalínunni. En hvort línan liggi úr austurhlið Valahnúks, miðri Valahnúkamöl eða úr Syðri þúfu fremst á Valbjargagjá í Sýrfell skal ósagt látið. Ummerki eftir fyrrnefndu möguleikana voru þó greinileg.
….Landamerki Staðar: að norðvestanverðu er markalína frá austanverðum Valagnúp eftir Oddbjarnarkeldu á Reykjanesi í Haugsvörðugjá miðja og eftir henni austanvert, eða úr Sandfelli í Sýrfell og í sjó fram, samkvæmt áður þinglesnum landamerkjum milli Gálmatjarnar (á að vera Kalmannstjarnar og Staðar). Að suðvestan og sunnan takmarkar sjór land allt frá Valagnúp að vestan og að Hvirflum austur, vestanvert við Arfadali. Að norðan og norðaustan lína í miðjum Hvirflum, þar sem sundmerki á Staðarsundi bera saman, frá sjó, og sjónhending beina stefnu upp og norður hraun í línuna.
Eign og ítök Staðarkirkju: 1) Skógfell Stóra í Grindavík 2) Selsvellir að selstöðu og Varda-23hagagöngu. Samkomulag um merki Staðar og Kalmannstjarnar skjal nr.2404/79, dags. 16.01.1979, þinglýst 30.05.1979. Loftljósmynd fylgir.
….Hornrétt frá sjó á miðjan kamb Valahnúkamalar, þaðan í syðri þúfu í Valbjargagjá, þaðan beina línu í vörðu á tindi Sýrfells. Nánar tiltekið er Syðri þúfa á Valbjargagjá á barmi gjárinnar, 120 metra norðan við þann stað, þar sem endi Valhnúkamalar kemur í gjána. (Nyrðri þúfa á Valbjargagjá er 570 metra í hásuðri frá Reykjanesvita, á gjárbarminum á dálitlu horni á gjánni. 235 metrar eru á milli þúfnanna tveggja).
Húsatóptir : Landamerkjabréf dags. 01.06.1889, þinglýst 21.06.1889. …Vestur og NV-takmörk Húsatóptarlands eður landamerki milli Húsatópta og Staðar er lína sú, sem liggur frá sjó til norðurs-norðvestur gegnum hinar svonefndu Hvirflavörður, og svo sjónhending norður hraun í norðvestur-norður takmarkalínuna úr Sýrfelli að sunnan í Sandfell, Súlur og í þúfu á Stapafelli, sem aðskilur Húsatóptaland frá löndum Hafna og Njarðvíkna.

Varda-24

Austnorðaustur landamerki milli Húsatópta og Járngerðastaða frá sjó, og svo úr Bjarnagjá í þúfu á Stapafelli.
Járngerðarstaðir: Landamerkjabréf dags. 19.10.1823, þinglýst 21.06.1889. …..að vestan byrjuð: Frá Markhól við sjóinn beina stefnu í Stapafellsþúfu, þaðan í Arnarstein fyrir ofan Snorrastaðavatnsgjá, úr Arnarsteini í þúfuna á Skógfelli-litla, þaðan í þúfuna á Stagafelli, þaðan beint fram í Markalón á Hópsrifi…. Landamerkjalýsingu mótmælt af eigendum Hóps og Húsatópta…..
Jarðir í fyrrum Hafnarhreppi: Þegar jarðabók Árna og Páls er rituð 1703 voru sex lögbýli í Hafnarhreppi, en þrjú þeirra voru í eyði og höfðu verið lengi.

Varda-25

Merki Hafnarhrepps voru samkvæmt lýsingu Vilhjálms Hinriks Ívarssonar í Merkinesi frá árinu 1934 þessi: “frá Einbúavörðu, þaðan liggur línan sem næst í austur um Illaklif yfir öll nes og víkur í horn Djúpavogs, þaðan í grjóthól, sem er um 300 faðma upp frá botni Djúpavogs, heitir hann Beinhóll. Frá Beinhól er línan í Háaleitisvörðu (nú stendur þar flugskýli), sem var hornmark. Þaðan lágu mörkin suðvestur að suðri í Steindrang (hann er horfinn, en stóð nálægt því sem nú er varnargirðingarhliðið), sem er næst suðvestan Ásenda, en þeir eru í Njarðvík). Frá Steindrang er línan í stóran klofinn klapparhól, sem er nærri beinni stefnu í Stapafellsþúfu á Stapafelli (hún sést ekki lengur, þar sem búið er að fjarlægja fellið að miðju). Úr Stapafellsþúfu liggja mörkin um miðjar Súlur, næsta fell fyrir sunnan, nokkuð hátt með þremur hnjúkum, en þaðan beina línu í Hauga. 

Refagildra

Þaðan sjónhending í mitt Sýrfell og áfram beina línu í Valbjarnargjá- bergröðul sunnan túnsins á Reykjanesi – og þaðan í sjó fram.”
Staður í Grindavík á land að kröfusvæðinu að sunnan og kemur þar á móti jörðin Kalmannstjörn í fyrrum Hafnarhreppi (nú Reykjanesbæ). Samkomulag var gert um merki milli jarðanna þann 16.01.1979 og því þinglýst 30.05.1979, ásamt loftljósmynd. ….Hornrétt frá sjó á miðjan kamb Valahnúkamalar, þaðan í syðri þúfu í Valbjargagjá, þaðan beina línu í vörðu á tindi Sýrfells. Nánar tiltekið er Syðri þúfa á Valbjargagjá á barmi gjárinnar, 120 metra norðan við þann stað, þar sem endi Valhnúkamalar kemur í gjána. (Nyrðri þúfa á Valbjargagjá er 570 metra í hásuðri frá Reykjanesvita, á gjárbarminum á dálitlu horni á gjánni. 235 metrar eru á milli þúfnanna tveggja).

Varda-27

Samkvæmt merkjalýsingu 4/9 1889 milli Kirkjuvogs og Grindavíkurhrepps skulu merki vera frá veginum úr miðri Haugsvörðugjá og þaðan beina stefnu í þúfuna, sem er á innri endanum í Stapafelli. Í milli Kirkjuvogs og Njarðvíkur eru þessi merki: Frá áðurnefndri þúfu á innri enda Stapafell, þaðan beina stefnu í svonefndan Stóra-Klofning, úr honum í steindrang, úr Steindrang í Háaleitisþúfu.
Þann 5. febrúar 1954 var gert samkomulag um merki milli Húsatófta í Grindvík og Kirkjuvogshverfisjarða í Hafnarhreppi. Þau skulu vera lína úr Haugum á norðvesturbarmi Haugsvörðugjár beina stefnu á Stapafellsþúfu á norðausturenda Stapafells. Þegar þessar merkjalýsingar við Grindavíkurjarðir eru skoðaðar sést að vantar lýsingar á merkjum frá Sýrfelli að Haugum.
Merkjalýsing milli Kalmannstjarnar og Merkiness er frá 4/9 1889 og segir: “…Frá þúfunni í miðri Skiptivík upp í svonefndan Markhól, sem stendur í sandinum fyrir ofan Kalmannstjörn, þaðan beina línu í vörðuna, sem stendur við alfaraveginn á Haugsvörðugjáarbarmi.
Merkjalýsing milli Merkiness og Kirkjuvogstorfu er frá 31/3 1923 og hljóðar svo: “Lína skal tekin úr skeri því sem Markasker nefnist og verið hefur fjörumark á milli Kirkjuvogs og Merkiness, í vörðu þá er á bakkanum stendur og kölluð er Sundvarða, um Bræður, Torfhól og Arnarbæli, frá Arnarbæli í mitt Lágafell. Frá línu þessari á Merkines allt land til heiðar og fjöru suður að landi Kalmannstjarnar.”

Varda-26

Merkjalýsing milli Kirkjuvogstorfunnar og Stafnestorfunnar er í samræmi við Hæstaréttardóm frá 9/1 1925 og yfirlýsingar vegna dóms dags 13/6 1925: “Úr Gömlu þúfu á Háaleiti í Beinhól, sem liggur fyrir botni Djúpavogs, úr Beinhól í miðjan Djúpavogsbotn við stórstraums flóðmál hvar varanleg merki skal sett, auðkennt L.M. Þaðan bein lína um ósinn í vörðu þá er stendur í suðurenda Vörðuhólma, er skal auðkennd LM með varanlegu millimerki, er sett skal á Illaklif einnig auðkennt LM. Frá Vörðuhólma sunnan um Selsker og Hestaklett á sjó út.
Jarðir í fyrrum Njarðvíkurhreppi: Lýsing merkja Innri Njarðvíkurhverfis og Voga frá 25/6 1889. “…Úr miðri innri skoru á Stapa, beina línu í Arnarklett svokallaðan, sem stendur í hrauninu fyrir ofan Vatnsgjá, úr Arnarkletti beina línu suður í vörðu, sem er á Stapafelli, í Stapafellsgjá, þaðan beina línu í Vogshól, úr Vogshól beina línu í vörðu, sem stendur á svonefndum Grænás ofan Háubala á Njarðvíkurfitjum, úr Grænásvörðu til sjós í mitt Markasker, sem einnig skipta fjörulöndum.

Varda-28

Lýsing merkja milli Ytra Njarðvíkurhverfis og Vatnsness er frá 20/9 1889: “Landamerki á milli Ytra- og Innra Njarðvíkurhverfis eru úr miðju Merkiskeri, beint í Grænás, þaðan beint í Vogshól, þaðan upp í Stapafellsgjá og þaðan í hæsta hnjúk á austur enda Stapafells. Úr Stapafellshnjúk beina línu í Kirkjuvogsklofninga, þaðan í Þrívörður, þaðan beina sjónhending í Gömlu þúfu á Háaleiti og þaðan í Kólku, sem stendur á norður enda Háaleitis. Frá Kólku eru landamerkin beina línu ofan í Nærstrandargróf í Keflavík.” Önnur merkjalýsing var gerð 20/5 1922 og er hún nákvæmlega eins.
Einu almenningslöndin, sem Jarðabók ÁM fjallar um eru Suðurnesja-almenningar, en þeir almenningar byrja ekki fyrr en austarlega í Grindavík og Vatnsleysuströnd.

Baejarhlid grindavikur

Á göngunni var m.a. komið inn á götu í ofanverði Haugsvörðugjá er líklega verður að teljast gatan milli Árnastígs við Lágafell niður með Arnarbæli þar sem vera átti hinn forni Gamli-kaupstaður skv. örnefnalýsingum. Það var leið Grindvíkinga þegar verslunarstaðurinn var á Básendum. Ætlunin er að skoða þá götu fljótlega.
Á göngunni fannst auk þess enn ein hlaðin refagildran á Reykjanesskaganum, nú vestan Súlna, og hlaðið gerði efst í Haugsvörðugjánni austanverðri. Hennar er ekki getið í fornleifaskráningu fyrir raflínuna, sem þar liggur skammt frá. Vörðubrot er greinilegt á efstu brún Súlna, en fjallinu hefur verulega verið fórnað á altari nútímaþarfa mannanna.
Frábært veður. Gangan tók 7 klst og 7 mín., sem fyrr sagði.

 

Grindavík

Borgarhlið Grindavíkur.

 

Selatangar

„Rústir sjóbúða er að flnna víðsvegar við strendur Íslands. Þessar búðir eru merkar fornleifar sem mlnna fólk á þá tíð þegar landsmenn sóttu til velða á opnum bátum, oft við erfiðar og hættulegar aðstæður.
sjobud-991Hinar eiginlegu sjóbúðir — líka nefndar útver — voru reistar á þeim stöðum þar sem stutt var á miðin og heppilegt að sitja fyrir fiskgöngum á vissum tímum árs.

Misjafnlega margir bátar voru saman komnir á hverjum stað og voru áhafnir þeirra þar um kyrrt meðan á veiðum stóð enda höfðu þær þar ýmist hlaðnar verbúðir eða tjöld. Sjósókn úr þessum útræðum var þjóðinni ákaflega mikilvæg á fyrri öldum enda bætti hún hag hennar til muna frá því sem var þegar landsmenn höfðu varla úr öðru að moða en afurðum búfjárins.
Mikilvægi búðanna sést kannski best þegar talan hundrað fimmtíu og fjórir er nefnd, en hún segir einmitt til um þann f jölda útvera sem talið er að hafi verið reist við strendur landsins. Ein heillegasta og best varðveitta sjóbúðin frá fyrri tíð er vafalítið útverið Selatangar á sunnanverðum Reykjanesskaga. Það er að finna — með öllum sínum fornlega blæ — þar sem ögmundarhraun liggur út í sjó milli Hælsvíkur og Hraunsvíkur. Selatangar eru langt utan alfaraleiðar og er reyndar nokkuð erfitt að komast að útverinu landleiðina. Þessi einangrun búðanna hefur sennilega átt mestan þátt i þvi hvað þær hafa varðveist lengi og vel og hvað þær eru í rauninni ósnortnar af því sem heitir nútími.

selatangar-992

Ef draga má ályktanir af því, að skoðanir fil. dr. Sveinbjarnar Rafnssonar séu réttar eða nálægt sanni, má ætla að útróðrar frá Selatöngum hafi hafist seint á 15. öld eða nálægt aldamótunum 1600. Má þá slá því föstu að stöðugt útræði hafi verið þaðan um nærfellt þriggja alda skeið. Ekki er nokkur leið að sannreyna með nokkurri nákvæmni hvenær sjóróðrar hafi hafist þaðan. Aftur á móti er fullkomin heimild fyrir því, að þeir hafi verið stundaðir þaðan allar götur fram til ársins 1884.
Í bók Ólafs Þorvaldssonar Harðsporum segir: „Útræði mun hafa að mestu lagst niður á Selatöngum á síðari hluta nítjándu aldar og munu síðustu útgerðarmenn þar hafa verið þeir Beinteinn smiður í Arnarfelli og Sveinn ríki á Læk“. Þórarinn Einarsson frá Höfða á Vatnsleysuströnd skýrði Lúðvíki Kristjánssyni frá því á sínum tíma, að faðir hans, Einar, hafi verið þar við sjóróðra og að seinasta vertíð hans hafi verið 1884, en að þar með hafi líka sjóróðrar frá Selatöngum lagst niður. Einar faðir Þórarins fæddist og ólst upp í Nýjabæ í Krýsuvík og koma að sjálfsögðu tengslin við sjóróðrana þaðan.“
„Heimajörðin sjálf og allar hjáleigurnar, nema Vigdísarvellir og Bali, voru í daglegu tali kallað Krýsuvíkurhverfi, en þessar tvær hjáleigur voru suðaustan andir Núphlíðarhálsi, sem oft er nefndur Vesturháls, og skilur Sveifluháls þær frá aðalhverfinu, en þar um slóðir var Sveifluháls einatt kallaður Austurháls, eða aðeins Hálsinn.
Í jarðabók sinni telja þeir Árni Magnússon og Páll Vídalín, að árið 1703 hafi sjö af hjáleigunum verið byggðar og er þá tvíbýli í Stóra-Nýjabæ. Þá geta þeir og þess, að Krýsuvíkin sé eign dómkirkjunnar í Skálholti og að kirkjan í Krýsuvík sé annexía frá Selvogsþingum. Telja þeir, að 41 sála sé í söfnuðinum en þess má geta hér, að um miðbik 19. aldar var sjötíu manns í Krýsuvíkursókn. Ef treysta má því, að þeim Páli og Árna hafi verið rétt skýrt frá sauðfjáreign þeirra Krýsvíkinganna, Þá hefur hún verið næsta lítilfjörleg á slíkri afbragðs hagagöngujörð. Hrossafjöldi er og mjög af skornum skamti, en mjólkurkýr telja þeir vera tuttugu og tvær.
Sem hlunnindi telja þeir fuglatekju og eggver, einnig nefna þeir sölvafjöru og sé „sérhverjum hjáleigumanni takmarkað pláts til sölvatekju.“ Þá geta þeir þess, að á Selatöngum sé útræði fyrir hverfisbúa, „en lending þar þó merkilega slæm“.

selatangar-993

En þrátt fyrir þessa „merkilega slæmu“ lendingu, mun þó útræði á Selatöngum hafa haldizt fram um 1870, að minnsta kosti alltaf öðru hverju. Til er gömul þula, þar sem taldir eru með nöfnum vermenn á Selatöngum og er þetta upphaf: „Tuttugu og þrjá Jóna telja má.“ En endar svo: „Á Selatöngum sjóróðramenn, sjálfur guð annist þá.“
Á Selatöngum hafðist við um eitt skeið hinn nafnkunni Tangadraugur (Tanga-Tumi, sem talinn var hversdagslega fremur meinlítill, en þá er á hann rann jötunmóður, gat hann orðið svo fyrirferðarmikill að hann „fyllti út í fjallaskörðin“, að því er Beinteini gamla í Arnarfelli sagðist frá. Ekki munu aðrar hjáleigur en þær sex, sem hér eru fyrst taldar, hafa átt rétt til fuglatekju í bjarginu, og þó að eins í þeim hluta þess, sem kallaður er Kotaberg. Er það miðhluti bjargsins austan heimabergsins, en vestan Strandarbergs. Þó leyfðist hverri hjáleigu ekki að taka fleiri egg en hundrað og fimmtíu og ekki að veiða meir en þrjú hundruð fugla (svartfugl, álku og lunda. Ekki fylgdu heldur engjar öðrum hjáleigum en þessum sex og hafði hver þeirra nokkrar skákir, ýmist á Vesturengjum eða Austurengjum. Á flestum þessara býla mátti fóðra. tvær kýr, hesta eftir þörfum, en um sauðfjáreign munu engin ákvæði hafa verið né þótt þurfa. Þegar Nýjulöndin (hið innra og fremra) lágu ekki undir vatni úr Kleifarvatni, áttu og þessar sex hjáleigur (en ekki aðrar tilkall til heyskapar þar. Átti þar höfuðbólið helming, en hver hjáleiga einn tólfta hluta. í góðu grasári gat hver hjáleiga fengið í sinn hlut af hvoru Nýjalandi um fimmtíu hestburði af nautgæfu heyi.

Arnarfell-991

Vigdísarvellir og Bali höfðu sínar eigin engjar og nærtækar. Er og um nokkuð langan veg og einkar torsóttan að sækja þaðan á Krísuvíkurengjar.
Langt mun nú síðan Gestsstaðir voru byggðir, en vel má það vera, að ábúandinn þar hafi átt útslægjur, bæði í Rauðhólsmýri og Hveradölum. Árni Magnússon getur þessarar hjáleigu í riti þeirra Páls lögmanns, en lauslega nokkuð.
Snorrakot og Hnaus hafa verið smábýli ein eða næstum því tómthús. Hið svokallaða Snorrakotstún er aðeins horn af Norðurkotstúni og skilur túnin smálækur einn. Getur horn þetta vart gefið meira af sér en þrjá eða fjóra töðukapla, þegar bezt lætur.
Í Arnarfelli mun hafa verið búið fram um eða fram yfir 1870, en túnið þar var jafnan slegið frá höfuðbólinu fram undir 1390. Þá er túnið var í rækt, var talið, að það gæfi af sér eitt kýrfóður. Má og vel vera, að ábúandi Arnarfells hafi fengið leyfi til að heyja eitthvað á mýrum þeim, sem kringum fellið eru (Stekkjarmýri, Bleiksmýri og Kúabletti).
Á Fitum vorn nokkuð stæðilegar bæjartóftir fram yfir siðastliðin aldamót. Þar var og, safngryfja, sem óvíða sást merki til annars staðar i hverfinu. Túnstæði er nokkuð vítt á Fitum og útslægjur hefði mátt hafá þaðan á Efri-Fitum, Lundatorfu eða í Selbrekkum. Eigi var og heldur langur heybandsvegur þaðan á Trygghólamýrina.“
Arnar is 125Þegar gengið er um fjöru Selatanga má víða sjá brak úr báti. Um er að ræða brak úr Arnar ÍS 125, sem fórst þar fyrir utan í nóvembermánuði árið 1986. Um atvikið er m.a. fjallað í Ægi árið 1987: „Arnar ÍS 125 fór í línuróður frá Sandgerði um miðnætti aðfararnótt sunnudagsins 23. nóvember 1986.
Skipverjar, er voru tveir, töluðu við sjómenn á öðrum bátum um nóttina, síðast klukkan rúmlega 8 á laugardags-morguninn. Þeir voru þá skammt frá Selatöngum á sunnanverðu Reykjanesi. Annar sjómannanna var á svokallaðri baujuvakt og er ekki vitað annað en að þá hafi allt verið í lagi. Daginn eftir, sunnudaginn 23. nóvember, gengu tvær rjúpnaskyttur frá Hafnarfirði fram á björgunarbát í fjörunni við Selatanga og var „Arnar“ strandaður á grynningum um 100 metra frá björgunarbátnum. Kom í ljós að „Arnar“ hafði farið upp á grynningar og laskast töluvert á þeim og stöðvast um 40-50 metra frá fjöruborðinu. „Arnar“ var þá þegar mikið brotinn, stjórnborðssíðan var t.d. alveg farin úr honum ásamt hálfu dekkinu og stórt gat var einnig á bakborðssíðunni. Björgunarbátur „Arnars“ var uppblásinn en mannlaus.
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var kölluð út til leitar og þyrla Landhelgisgæslunnar TF-Sif kom einnig fljótlega á vettvang. Skipuleg leit hófst síðan mánudaginn 24. nóvember, en hún bar engan árangur.
Með „Arnari“ fórust: Jón Eðvaldsson, skipstjóri, Suðurgötu 28, Sandgerði, fæddur 20. janúar 1933, kvæntur og lætur eftir sig þrjú uppkomin börn og Jóhannes Pálsson, Suðurgötu 16, Sandgerði, fæddur 31. maí 1952, kvæntur og lætur eftir sig þrjú ung börn.“

Heimild:
-DV. 18. júní 1983, bls. 2.
-Lesbók Morgunblaðsins 25. nóvember 1989, bls. 9.
-Tíminn Sunnudagsblað 25, júní 1967, bls. 543 og 550.
-Ægir, 80. árg. 1987, 2. tbl., bls. 82.

Selatangar

Frá Selatöngum.