Tag Archive for: Grindavík

Járngerðarstaðir

Eftirfarandi lýsing var hraðskrifuð upp á námskeiði er Jón Böðvarsson hélt um Grindavíkurstríðið í Saltfisksetrinu í Grindavík. Hún er birt með fyrirvara – hugasanlega er þörf á einhverri leiðréttingu – eftir er að bera hana saman við skriflegar heimildir, s.s. í „Ensku öldinni„og „Tíu þorskastríð„, sbr. innihald texta:

“Grindavíkurstríðið”
I. hluti – 3. mars 2004.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir – uppdráttur ÓSÁ.

“Atvinnuvegir á Íslandi voru aðallega landbúnaður. Þó voru þrjú svæði undanskilin; 1. Vestmannaeyjar, 2. Reykjanesskaginn (mikil hraun – gróðurspildur með ströndinni) og 3. undir Jökli. Á Reykjanesskaganum var þó merkilegur landbúnaður í Grindavík, alveg fram til 1800, en það var garðyrkja, s.s. á Skála og á Hrauni.

Gerðavellir

Gerðavellir við Grindavík – uppdráttur ÓSÁ.

Fiskveiðar voru aðallega stundaðar á framangreindum svæðum. Fram til 1300 veiddu Íslendingar aðallega við landið. Skömmu fyrir 1300 gjörbreyttist ástandið. Noregskóngur hafði einkaleyfi á veiðum við allar eyjar er tilheyrðu Noregi. Aðrir þurftu að fá leyfi til að veiða þar eða versla. Yfirleitt var slíkt leyfi ekki veitt. Síðast á 14. öld breyttist þetta ástand. Englendingar urðu fyrstir til að sækja á fiskimiðin við Ísland, en af þessum eyjum Noregskóngs. Fram yfir 1380 voru fiskiskip yfirleitt lítil og yfirleitt ekki vel fallin til úthafssiglinga. Ný siglingatækni kom fram. Norðurlandabúar töpuðu forystunni á höfunum, en Englendingar tóku yfir; fyrst með tvímastra, þrímastra og jafnvel fjórmastra skipum. Fyrir 1400 voru Englendingar farnir að sigla á slíkum skipum hingað. Fyrstu frásagnir af siglingum Englendinga hingað eru frá 1396 er maður í Vestmannaeyjum var drepinn, en skv. frásögnum lágu 6 skip, útlensk, í höfninni þá nótt. Sextán árum síðar kom skip af Englandi er þá statt við Dyrhólaey. Róið var út að því. Reyndist skipið vera frá Englandi. Sögur af Ríkharði nokkrum komu skömmu síðar, en sá hafði “konungsbréf frá Noregskonungi” til siglinga hingað. Árið 1413 er til frásögn skipa enskra í Reykjavík.

Gerðavellir

Tómas Þorvaldsson við virki Jóhanns Breiða ofan við Stóu-Bót.

Fiskur var aðallega hertur. Árið 1432 kom fyrsta þýska skipið hingað, en það var á vegum Hansakaupmanna. Noregskóngur hélt fast í einkaleyfi sitt til vöru-, veiði- og verslunarferða á sínum svæðum. En vegna þess að norsk skip gátu veitt nær markaðinum í Evrópu var hann ekki eins fastheldinn á þennan rétt sinn er fjær dró. Er Englendingar fóru að koma til Íslands bannaði Noregskóngur för þeirra til landsins. Englendingar og Íslendingar tóku ekki mark á því banni. Íslendingar ömuðust að vísu í fyrstu við fiskveiðum Englendinga, en fögnuðu vöruflutningum þeirra og verslun. En fyrir vöruflutninga Englendinganna fengu þeir “þol til fiskveiða”. Englendingar voru sterkastir við landið og víða með aðstöðu, alveg frá Flatey á Breiðafirði og suður með vesturströndinni, en höfuðvígi þeirra var í Hafnarfirði. Réðu þeir uppsátrum og festarhælum í öllum höfnum.

Straumsvík

Straumsvík.

Þjóðverjar, sem komu um 1430 urðu fljótlega vinsælli. Þeir keyptu fisk og skreið á allt að 70% hærra verði og seldu sína vöru ódýrari. Mikil eftirspurn var eftir fiski í Evrópu svo þeir gátu selt hann á margfalt hærra verði þar. Trúarbrögð, fastan, var aðalástæðan. Þjóðverjar voru einnig vinsælli en Englendingar vegna þess að hinir síðarnefndu stálu oft á tíðum fiski frá Íslendingum; fiski sem safnað hafði verið saman til sölu um vorið. Þetta varð til þess að Englendingar töpuðu smám saman öllum höfnum sínum (sem að vísu voru ekki eiginlegar hafnir í okkar skilningi, heldur viðleguaðstaða). Englendingar höfðu haft Hafnarfjörð fyrir aðalhöfn (Grindavík var nr. tvö), en þeir sigldu jafnan til Straumsvíkur.

Básendar

Básendar.

Um 1480 ráku Þjóðverjar Englendinga frá Hafnarfirði og Straumsvík (Þýskabúð) og tóku sér fasta búsetu í Hafnarfirði. Reistu þeir kirkju og vöruskála. Staðinn nefndu þeir Flensborg. Árið 1480 kom stórt þýskt vöruflutningaskip og lá við landfestar við Straumsvík. Sex ensk herskip komu og tóku skipið, fluttu það út og seldu áhöfnina m.a. í ánauð. Englendingar fluttu sig til Grindavíkur, en Þjóðverjar til Básenda. Sú regla gilti að sú áhöfn sem fyrst kom að höfn að voru átti einkaaðstöðu þar það sumarið. Upp spratt verslunarstétt, nefnd “verslunarduggarar”. Þeir fóru að sigla til Íslands, ekki bara yfir sumarmánuðina, heldur alveg fram í nóvember. Íslendingar unnu hjá þeim og sáum um veiðar og vinnslu aflans, t.d. í Grindavík, á Básendum og í Hafnarfirði. Eftir að Englendingar byrjuðu að sigla hingað komu þeir sér upp umboðsmönnum. Í Grindavík var það Marteinn Einarsson frá Stað. Stjórnaði hann verslun Englendinga hér. Systir hans var gift Englendingi. Lærði Marteinn m.a. listmálun í Englandi. Eftir að Þjóðverjar lögðu undir sig Hafnarfjörð fóru þeir að herja á Englendinga annars staðar, t.d. á Básendum við Stafnes (sem hét Starrnes til forna).

Básendar

Básendar – uppdráttur ÓSÁ.

Árið 1532 varð Grindavíkurstríðið” eða “Fimmta þorskastríðið” (sjá Enska öldin og Tíu þorskastríð eftir Björn Þorsteinsson (tvær bækur)).
Fyrsta þorskastríðið var 1415-1425 að sögn Björns. Þá var öllu útlendingum bannað af Noregskóngi að sigla til Íslands. Jafnvel innlendum mönnum var það bannað. Siglingar Englendinga uxu þó heldur, enda tók Englandskóngur ekki undir ósk mágs síns, Danakóngs, um bannið. Ítrekaði einungis að hans menn mættu ekki sigla til Íslands, enda væri fyrir slíku ekki forn venja. Við þetta jókst Englendingum ásmegin. Hirðstjóri Dana og Norðmanna, Hannes Pálsson (danskur, en með íslenskt nafn), var handtekinn hér á landi og fluttur til Englands. Leyfi danska Noregskóngsins var þá skilyrt vöruflutningum með þá heimild til fiskveiða við landið “en bannað aðvífandi aðilum”.

1467-1449 var annað þorskastríðið. Danakóngur lét hertaka nokkur ensk skip á Breiðafirði. Englendingar lofuðu þá að stunda ekki siglingar nema að hafa til þess leyfi konungs. Eftir þetta stríð tengdust Íslendingar alveg Danakóngi.

Básendar

Básendar – festarhringur.

1449-1490 var þriðja þorskastríðið. Þeir, sem keyptu sér leyfi til Íslandsferða, voru í fullum rétti til siglinga til Íslands. Árið 1465 voru öll slík leyfi úr gildi felld. Englendingar létu ekki segjast. Björn Þorleifsson, hirðstjóri að Skarði, fór árið 1467 að Rifi og ætlaði að hindra verslun Englendinga þar, en þeir gerðu sér lítið fyrir, festu hann við staur og drápu. Kona hans, Ólöf hin ríka, gerðist þá hirðstjóri og sagði þau fleygu orð: “Ekki skal gráta Björn bónda, heldur safna liði og hefna hans”. Lét hún handtaka Englendingana og gerði þeim m.a. að leggja stétt eina mikla að Skarði.
Danir reyndu að hrekja Englendinga héðan, en hömpuðu þýskum. Diðrik Píning hrakti t.d. Englendinga frá Hafnarfirði. Englendingar töpuðu þá flestum höfnum sínum.
Hinrik VIII. var við völd í Englandi. Aðalhafnir Englendinga voru á Básendum og í Grindavík. Þegar Þjóðverjar komu til landsins 2. apríl 1532 fóru þeir ekki til Grindavíkur heldur inn á Básenda. Fyrirliði þeirra, Ludtkin Smith, hafði sagst ætla að vinna eina höfn af Englendingum, en hann mun hafa verið skyldur fyrirliða þeim er enskir hertóku við Straumsvík og færðu í þrældóm. Samkvæmt reglunni átti hann rétt á aðstöðunni (fyrstur að vori). Básendar var aðalhöfnin á Romshvalanesi. Keflavík var ekki einu sinni orðið þorp. Skömmu síðar komu Englendingar að Básendum, réru í land og báðu um að fá að hafa þar aðstöðu. Ludtkin hafnaði beiðni þeirra, sagðist ætla að bíða eftir væntanlegu öðru þýsku skipi þangað. Englendingar virtust taka þessu furðu vel og réru til baka út í skip sitt. Skömmu síðar kom annað enskt skip þar að. Þá breyttist framkoma Englendinganna gagnvart Þjóðverjum. Annað skipið sigldi inn í höfnina og réðst á Þjóðverjana. Héldu Englendingar að þeir hefðu í fullu tré við þá. En þeir vissu ekki eitt, Bróðir Ludtkins, Hans Smith, hafði haft vetursetu á Básendum, varðveitt fiskistafla, sem ætlunin var að flytja út að vori, og vingast við heimamenn. Þegar Þjóðverjar sáu hvert stefndi, söfnuðu þeir liði, aðallega Íslendingum, og mikil orrusta verður með fylkingunum. Þjóðverjum og Íslendingum tókst að gersigra Englendinga. Öðru skipinu var sökkt, en Þjóðverjar náðu hinu.

Skipsstígur

Skipsstígur ofan Grindavíkur.

Þá víkur sögunni til Grindavíkur. Englendingar voru þar, um 15 að talið var. Foringi þeirra er Joen Breen (Brier), nefndur Jóhann Breiði af heimamönnum. Líklega var hann fjarskyldur Englandskóngi. Annar mjög merkilegur Englendingur var þarna líka, en sá var yfirfálkatemjari Englandskóngs. Sennilega í þeim erindagjörðum að fanga hér fálka og temja, en þeir voru bæði konungasport og útflutningsvara. Þessi Englendingar reistu virki að Járngerðarstöðum. Svolítið öðruvísi var þá umhorfs þar en nú er. Sjórinn er búinn að “éta” mikið af landinu. Virkið var sennilega þar sem nú er Stóra Bót á Hellunum. Englendingar uggðu ekki að sér. M.a. vegna þess að í höfninni (líklega Stóru Bót eða austar) voru 5 ensk skip. Af einhverri ástæðu fréttu Þjóðverjar að til stæði að halda drykkjusvall hjá Englendingum í Grindavík. Þjóðverjar tryggðu sér þá stuðning danskra yfirvalda á Bessastöðum og söfnuðu liði frá Hafnarfirði og Njarðvíkum, auk áhafna átta þýskra skipa. Söfnuðust þeir saman við Þórðarfell ofan við Grindavík og skiptu liði. Um nóttina, aðfararnótt 11. júní 1532, og héldu sumir suður Árnastíg (Skipsstíg) að virkinu (Hafnfirðingar og Njarðvíkingar) og aðrir að skipunum. Voru 15 Englendingar drepnir í Virkinu, þ.á.m. Jóhann Breiði, en lík hans var illa leikið eftir átökin. Átta voru teknir höndum. Voru þeir látnir dysja félaga sína undir virkisveggnum, í svonefndri Engelsku lág. Fjórum skipum tókst að leggja frá landi, eitt strandaði og árásarliðið náði einu, Peter Gibson, skip Jóhanns Breiða.

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir og Gerðavellir.

Lagt var hald á skipin og aðrar eigur Englendinga. Frásagnir eru af þessum atburði í nefndri bók Björns Þorsteinssonar; “Enska öldin” og sú frásögn er tekin upp í “Sögu Grindavíkur” eftir Jón Þ. Þór. Í kjölfarið sigli þras og síðan friðasamningar á milli Dana, Englendinga og Þjóðverja. Með “Grindavíkurstríðinu” lauk svonefndri “ensku öld” á Íslandi.

Grindavík

Grindavík – Járngerðarstaðir.

Ólafur Ásgeirsson, núverandi þjóðskjalavörður, gerði gangskör í að fá skjöl varðandi átökin frá Hamborg til Íslands er til voru um nefnda atburði, a.m.k. afrit af þeim. Svar þýskra var út í hött í fyrstu, en síðar var Íslandi boðið að fá afrit af skjölunum ef það kostaði afritunina; um 500 arkir skjala (af þeim hafa um 30 verið þýdd). Þau eru flest á latínu, þýsku og 1-2 á íslensku. Engin fjárveiting var til svo Jón Bö. var sendur við annan mann til bæjarstjórans í Grindavík ( fyrir 15 árum) til að leita ásjár. Þeim var vel tekið og samþykkti bæjarstjórn að greiða kostnaðinn. Grindvíkingar fengu síðan filmur af skjölunum 500 og Þjóðskjalasafnið fékk afrit. Filmurnar eiga að vera til uppi á lofti í bæjarskrifstofunum, en enginn virðist vita hvað þær er nákvæmlega. Afrit af skjölunum er þó til á Þjóðskjalasafninu og mun Ólafur Ásgeirsson skýra þau nánar með Jóni í næstu fyrirlestrum. Tvö bréfanna eru undirrituð af Hinriki VIII., þ.á.m. skaðabótakrafan er fylgdi í kjölfar mannvíganna ofan við Stórubót þennan örlagaríka dag í júnímánuði árið 1532”.
Sjá II. hluta.

ÓSÁ skráði – yfirlestur JG – VG og SJF.

Grindavík

Grindavík.

Húsatóftir

Golfvellir á Reykjanes- skaganum eru allir byggðir á sögulegum minjasvæðum. Á, og við þá, eru bæði varðveittar minjar og einnig eyddar minjar.
Athyglin beinist að boltanum, en hvað um umhverfið...Líklega eru golfvellirnir þó nú best vernduðu svæðin á Skaganum því víðast hvar virðast þeir hafa notið betri skilnings og beinlínis forgangs þegar kom að varnargarðagerð vegna ágangs sjávar.
Svo virðist sem í upphafi hafi verið farið af stað með vallargerð á hverjum stað með lítilli fyrirhyggju hvað varðar gildi minjanna, en í seinni tíð má sjá hjá hlutaðeigandi vott af áhuga á merkilegheitunum til framtíðar litið. Dæmi þessa er ferð FERLIRsfélaga á Vallagerðisvöllinn við Sandgerði fyrir örfáum árum. Rétt er að geta þess í upphafi að FERLIR hefur haft það fyrir sið í mörg ár að fara eina golfvallaferð á ári. Flestir gætu látið sér detta í hug að um æfingaferðir væri að ræða, en svo er ekki. FERLIR hefur aldrei æft golf, einungis tekið þátt í mótum – einu sinni á ári. Þannig var því háttað á Vallagerðisvellinum umrætt sinn – holukeppni. Áhuginn beindist þó meira á keppnisleiðinni að nálægum sögulegum minjum en nýlega númeruðum holum, sem golfkúlunni var ætlað. Golfvöllurinn er nefnilega í landi Kirkjubóls, þess staðar er kom svo eftirmynnilega við sögu Jóns Gerrekssonar og síðar banamanna Takmarkinu náð - eða hvað...Jóns Arasonar, biskups (1550). Auk tófta bæjarins, grafreita og hins forna Skagagarðs í vallarfætinum var þar margt annað að sjá, s.s. staðar þess heiðna kumls er nú er undir gleri í gólfi Þjóðminjasafnsins. Hvaða heilvita golfari með snefils- menntun gæti mögulega látið eina litla hvíta kúlu villa sér sýn frá slíku minjasvæði þar sem sagan er svo að segja við hvert fótmál?
Til að gera langa sögu stutta breyttu staðarhaldarar stuttu síðar, eftir massíva ábendingu þátttakenda, nafni golfvallarins í Kirkjubólsvöll, enda betur við hæfi –  sögulega séð.
Vegna náinna tengsla golfvallanna við sögulegar minjar og þjóðsagnatengda staði, og eðlilega kröfu um varðveislu þeirra, hefur FERLIR ákveðið að lýsa nokkrum minjastöðum á hverjum stað – bæði til að auka líkur á varðveislu þeirra og jafnframt til að margfalda ánægju golfiðkanda er þeir fara „hringinn“. Hér á eftir verður lýst áhugaverðum stöðum við og á Húsatóftavelli við Grindavík, en þær verða ekki raktar nákvæmlega með hliðsjón af röð brauta – og þó. Hugmyndin er að einhvern tímann vakni áhugi viðkomandi á að setja upp aðgengilegan yfirlitsuppdrátt af svæðinu, líkt og Grindvíkingar hafa þegar byrjað á innanbæjar, svo upplýsa megi áhugasama golfiðkendur á hvað þar er að finna á leið þeirra um völlinn.
Pústi á HúsatóftarvelliByrjað verður á örnefnalýsingur fyrir Húsatóftir (Húsatóttir/- Húsatóptir): „
Upphaflega skráði Ari Gíslason örnefni samkvæmt upplýsingum Guðsteins Einarssonar hreppstjóra, Grindavík, og sóknarlýsingu frá 1840. Seinna bar Kristján Eiríksson lýsinguna undir bræður Guðsteins og samdi drög að endurskoðaðri lýsingu. Auk þess gerði hann skrá yfir spurningar, sem enn var ósvarað. Þessar spurningar voru seinna sendar bræðrunum, og vorið 1980 bárust svör við þeim, undirrituð af Einari Kr., Jóni og Þórhalli Einarssonum. Svörin voru að lokum felld inn í lýsingu Kristjáns.“
Byrjum austast að sunnanverðu: „
Svolítil vík, Vatnslónsvík, er vestan við Vatnslónskletta. Vestan hennar eru Þvottaklappir. Á þeim eru daufar uppsprettur. Þegar búið var að þvo og sjóða þvottinn, var farið með hann niður á klappir þessar og hann skolaður þar. Efst í Þvottaklöppum voru hlóðir, og var ullin soðin yfir þeim og hún síðan skoluð á klöppunum. Fram undan Þvottaklöppum eru klettar, sem fara í kaf á flóðum, og vildi fé flæða á Tóftir Hamraþeim. Voru þeir nefndir Flæðiklettar.“ Þennan stað má finna skammt austan golfvallarins.
Vestur frá Þvottaklöppum er nokkuð stór vík, sem heitir Arfadalsvík. Vestasti hluti hennar, beint niður undan Húsatóftum, milli Þvottaklappa og Garðafjöru, var í daglegu tali nefndur Vik. Upp af Arfadalsvík er Arfadalur, grasspilda. Vestan við Arfadalsvík er skerjatangi fram í sjó. Hann heitir Garðafjara. Norðan í henni er kúpumyndað sker, sem heitir Selsker. Syðst í Garðafjöru er skerjatangi, sem heitir einu nafni Barlestarsker. Þar munu verzlunarskipin fyrrum hafa tekið barlest. Upp af þeim er stór og mikil klöpp, sem heitir Kóngshella. Í einu af Barlestarskerjum var festarbolti gegnt öðrum í Bindiskeri í Vatnstanga í landi Staðar. Keðja mun hafa legið þvert yfir víkina milli festarboltanna og voru verzlunarskipin á dögum kóngsverzlunarinnar svínbundin við keðjuna, þar sem þau lágu á víkinni. (Ath. svínbinda: binda skipin bæði aftan og framan langsum á keðjuna, þannig að hliðin lægi að Tóftir Vindheimahenni.) Boltinn í Barlestarskerjum var stór, fleygmyndaður bolti með auga í efri endanum. Hann var lengi notaður sem hestasteinn á hlaðinu á Húsatóftum, en er nú týndur [en finna má samt jarðlægan í garði í Járngerðarstaða- hverfi, ef vel er að gáð]. Festarboltinn í Bindiskeri er enn á sínum stað.
Í víkinni á milli Garðafjöru og Vatnstanga í landi Staðar var fyrrum aðalverzlunarhöfnin á þessum slóðum. Á einokunartímabilinu kom t. d. öll sigling inn á þessa vík, en mun hafa lagzt endanlega af í tíð Hörmangara. (Ath.: nánar má lesa um þetta í Staðhverfingabók.) Í seinni tíð hafa dekkbátar stundum verið látnir liggja inni á víkinni og hefur lánazt ágætlega. Vík þessi hefur ekki verið nefnd neitt sérstakt i tíð núlifandi manna, en hefur e. t. v. áður verið nefnd Staðarvík, a. m. k. heitir Staðarsund inn á hana. Það er áll á milli Dalboða  að austan og Gerðistanga (í Staðarlandi) að vestan. Vörðunesboði rís upp af grynningunum fram af Vörðunestanga, og er Dalboði rétt utan hans á sama grynningahrygg. Ekki þurfti mikinn Tóftir konungsverslunarinnar fremstsjó til að bryti á boðum þessum, og í stórbrimum brýtur þvert fyrir víkina.
Búðarhella er upp af Kóngshellu og upp af henni Tóftaklöpp. Hún er stærst klappanna. Á henni stóðu fiskhjallar áður fyrr. Vestan hennar er Tóftavör vestast í Garðafjöru. Búðasandur tekur við af henni til vesturs.
Danska verzlunarhúsið stóð á litlum hól u.þ.b. 80 m upp af Tóftavör. Ennþá sést móta fyrir grunni þess.
Utan (vestan) við Búðasand eru Hvirflar, hæðardrag á mörkum Húsatófta og Staðar. Þar er vindasamt og einnig taka Hvirflar af útsýni á milli Húsatófta og Staðar. Á Hvirflum eru tvær vörður, Hvirflavörður. Neðri varðan er ofan við efsta flóðfar, hin um 150 m ofar. Vörðurnar eru leiðarmerki á Staðarsundi og landamerki milli Húsatófta og Staðar með stefnu um Skothól í Hauga við Haugsvörðugjá, en hún er á mörkum milli Húsatófta og Hafna.Nónvarða
Í Hvirflum, austan við Hvirflavörður, var gerð steinbryggja árið 1933. Er hún í landi Húsatófta.
Verður þá aftur lýst austan frá. Skammt fyrir ofan Bjarnagjá er hár hóll eða klettur, sem heitir Hvíldarklettur. Hann er skammt norðvestan við gömlu brautina milli Járngerðarstaða- hverfis og Staðarhverfis. Munu menn hafa lagt byrði sína af sér á klettinn til að hvíla sig.
Tvær vörður með dálitlu millibili stóðu á bakkanum tæpum 200 metrum austan við Vatnslón. Vörður þessar heita Sundvörður. Þegar þær bar í háan hraunstand í háhrauninu og í Höskuld, hnjúk austan í Þórðarfelli, þá var verið á réttu Djúpsundi (þ. e. ytra hluta Staðarsunds). Var því miði haldið, þar til Hvirflavörður bar saman á Snúningnum. Þá var sveigt til vinstri inn á Staðarvík, en þaðan var greið leið inn í Staðarvör og Tóftavör, þótt brimhroði væri. Snúningur var nefnt, þar sem beygjan var tekin, og talað var um að vera kominn á Snúning.
Hraunstandurinn, sem áður var nefndur, var alltaf kallaður Sundvarða og hraunið umhverfis hann Sundvörðuhraun.
Í Arfadal, neðan við túnið á Húsatóftum, eru Pípuklettar. Í frosthörkum urðu óvenjulöng grýlukerti niður úr þessum klettum. Neðan þeirra, með sjávargötu frá Húsatóftum, er lítill klettur eða hóll, sem Pústi heitir. Þar hvíldu menn sig gjarnan, er sjófang var borið heim.
Út undir Hvirflum eru klettar, sem heita Háavíti og Lágavíti. Í þeim eru mörg grjótbyrgi, og var fiskur þurrkaður í þeim, áður en söltun kom til.
Fimm tómthús voru í landi Húsatófta í línu frá Húsatóftum að Hvirflum: Hamrar, Blómsturvellir, Dalbær, Vindheimar og Reynistaður [leiðr. EKE, var “Reynivellir”]. U. þ. b. 1/2 km var á milli allra þessara húsa. Öll þessi tómthús nema Húsatóftir - gamla bæjarstæðiðDalbær voru byggð eftir 1910 og eru nú ásamt heima-jörðinni öll í eyði og nú aðeins rústir einar.
Reynistaður stendur enn (hús með kastalaþaki) og er nú nýttur sem sumarhús. Bærinn var þurrabúðarfjár- festing, byggður af Kristjáni Halldórssyni og Önnu Vilmundardóttur frá Löndum árið 1934. Bygging Reynistaða sýndi ótvírætt, að við þar framkvæmdir í hafnarmálum Staðhverfinga, sem bryggjan á Hvrirflum var, vöknuðu vonir um að í Hverfinu myndi byggðin ekki leggjast af, jafnvel fara vaxandi og haldast í hendur viuð fólksaukninguna í Grindavík í heild. Menn reiknuðu þá ekki með jafn örum vexti, sem hin góða hafnaraðstaða í Hópinu myndi skapa í Járngerðarstaða- hverfi. Við hana stóðst bryggjukrílið á Hvirflunum vitanlega hvorki samanburð né samkeppni. Og því fór sem fór.
Vindheimar voru reistir um 1911 er Árni Jónsson á Húsatóftum seldi Magnúsi syni sínum í hendur þriðjunginn af sínum parti á Tóftum. Síðar, líkt og Templarahúsið í Fiskibyrgi á Byrgishæð ofan HúsatóftaJárngerðarstaða- hverfið, varð Vindheimahúsið miðstöð Staðhverfinga. Að lokinni álfabrennu á þrettándanum og dansi í kringum hana uppi á barðinu austur af Stað, var hlaupið við fót heim að Vindheimum. Ljós voru tendruð, nikkan tekin á hné og danssporin stigin af ungum og öldnum. Á stundum var polkinn eða rællinn svo heillandi á Vindheimaballi, að pörin leiddust ekki til síns heima, fyrr en má var að skinnklæðast, hrinda fram skipinu og róa út á mið í skímu komandi dags. Vindheimar fóru í eyði 1934.
Dalbær var reistur 1906, fyrsta þurrabúðin að Húsatóftum. Elsie og Guðsteinn Einarsson, síðar hreppstjóri eftir föður sinn, bjuggu um tíma í Dalbæ. Bærinn fór í eyði 1946.
Blómsturvellir, þurrabúð, eru fyrst nefndir í manntali 1914, en samnefnt kot hafði áður verið í landi Staðarlandi. Flsut var úr húsinu 1922 og stóð það autt um skeið, en var síðan rifið og efniviður þess fluttur sjóleiðina með timburbát til Keflavíkur. Ekki varð þó úr að húsið yrði endurbyggt þar.
Húsatóftir - nýjasta húsið - nú golfskáliHamrar voru byggðri af Jóni vitaverði Helgasyni á Reykjanesvita. Hann fékk útmælda 900 ferfaðma lóð hjá Einari á Húsatóftum og byggði sér þar lítið, pappaklætt timburhús og kallaði á Hömrum. Það var aðeins 28 ferfaðma að flatarmáli, Fyrsta árið voru þar 11 manns í heimili. En hjartarúmið á Hömrum var nóg, ekki stóð á því. Árið 1930 fékk Jón Stað til ábúðar og fluttist þangað. Eftir hann kom enginn að Hömrum. Nokkrar sagnir eru til um samskipti Hamrabónda og hreppstjórans á Húsatóftum, en sá fyrrnefndi þótti stoltur mjög.
Vestur af Húsatóftum er landið nokkru hærra og heita þar Hæðir suðvestur af bænum. Á þeim eru Nónvörður, eyktamark frá Húsatóftum. Þegar Tyrkir komu til Grindavíkur 1627, lentu þeir skipi sínu við Ræningjasker í landi Staðar. Gekk þá Staðarprestur upp á efstu brún Hæðanna, hlóð þar þrjár vörður og mælti svo um, að Grindavík skyldi ekki verða rænd, á meðan í þeim stæði steinn yfir steini. Hefur það orðið að áhrínsorðum, enda Hjálmagjástanda Nónvörður að nokkru enn.
Sanda heitir hóll upp af Garðafjöru. Hann er skammt austan við hólinn, sem danska verzlunarhúsið stóð á. Er búizt var við brimi og flóðhæð, voru vertíðarskipin sett úr naustum upp á Söndu, sem var um 200 m vestur af naustunum og stóð nokkru hærra en þau.
Tóftakrókar eru heiðarland á svæðinu frá Tóftatúni og vestur að apalhrauninu, á breidd um það bil 2 1/2 km. Miðkrókar eru miðsvæðis i þessari heiði. Þar er Miðkrókagjáin, löng og djúp. Margar fleiri gjár eru í Tóftakrókum og liggja allar eins, frá norðaustri til suðvesturs, flestar djúpar og margar með vatn í botni. Um Tóftakróka lá vegurinn í Hafnir fast með Tóftatúni. Vestast í Tóftakrókum er Skothóll í mörkum milli Húsatófta og Staðar, fast upp undir apalhrauninu (Eldborgahrauni). Skothólsgjá liggur eftir endi-löngum hólnum frá norðaustri til suðvesturs. Á Skothól hefur líklega verið legið fyrir tófu. Um 1/2 km norður af Skothól er Grýtugjá. Allmikið graslendi er á þessu svæði. Um 1500 m norður af Grýtugjá er Sauðabæli, hár hóll. Landgott og skjólsælt var í kringum hann og hélt fé sig þar mikið. Gamli Hafnavegurinn úr Staðarhverfi liggur milli Sauðabælis og apalhraunsins.
Vestur af Grýtugjá, upp undir jaðri apalhraunsins, er Hrafnagjá. Hún liggur frá norðaustri til suðvesturs eins og allar gjár á þessu svæði og reyndar allar gjár á Reykjanesi. Frá Hrafnagjá er einstigi um hraunið frá Sauðabæli út í Óbrennishóla. Troðningur þessi eða einstigi er fær öllum, þótt slæmur sé. Í Óbrennishólum er töluvert graslendi og lyng og ekki eins hraunbrunnið land og í kring. (Ath.: Ekki hafa Jón og Einar heyrt þá nefnda Óbrynnishóla).
Vörðuð þjóðleið að HúsatóftumMiðkrókakriki teygist langt inn í apalhraunið úr vesturjaðri Tóftakróka. Í norðvestur af honum, úti í apalhrauninu, er dálítið sléttlendi og eru þar nokkur grjótbyrgi, er gefa til kynna, að þar hafi fólk hafzt við, er vildi fara huldu höfði. [Byrgin eru 9 talsins, ýmist einhlaðin eða tvíhlaðin [viðb. EKE]]. Byrgin eru vel falin í apalhrauninu, en frá staðnum ber Sundvörðuna í Gyltustíg í Þorbirni. Getgátur eru um, að þangað hafi menn flúið ¬- annaðhvort undan ræningjum eða drepsóttum eða þá að ófrjálsir menn hafi hafzt þarna við, en engar sagnir eru um mannvist þarna. Sléttar klappir eru þarna og er hraunið hátt umhverfis. Á klöppum þessum, nálægt miðju, eru þrjú byrgi í röð frá austri til vesturs. Auk þess er rúst af kofa norðaustast í þessari hvilft, undir hárri hraunnípu. Þröngum og djúpum hraunkrika vestan við rústina hefur verið lokað með grjótgarði og virðist þar hafa verið fjárrétt.
Vestan við Tóftatúnið eru Byrgjahólar. Eru þar mörg hlaðin byrgi frá þeim tímum, er allur fiskur var hertur. Byrgi þessi vHarðhaus og Dalurinn ofan við Húsatóftiroru yfirleitt kringlótt og hlaðin í topp. Á þeim voru lágar dyr, vafalaust til þess að stórgripir kæmust ekki inn í þau. Þau voru hlaðin úr stórgrýti, og blés vel í gegnum þau. Fiskurinn var hengdur á slár inni í byrgjunum. Aðeins eitt þessara byrgja er nú vel uppistandandi.
Vestast (efst) í túni Húsatófta byrjar gjá, grasi gróin í botninn. Vestri hamraveggurinn rís allmiklu hærra en sá eystri, og reyndar er enginn eystri veggur neðst. Gjá þessi heitir Hjálmagjá. Haft var eftir gömlu fólki, að það hefði oft séð hamrana upplýsta með dýrlegum ljósahjálmum, sem báru mjög af lýsiskollunum í mannheimi.
Framhald Hjálmagjár með túninu heitir Túngjá og síðan heitir hún Tóftagjá og er hún eina 2-3 km á lengd. Norðaustur af Tóftatúni er Baðstofa, mikil gjá, 18 faðma djúp, þar af er dýpt vatnsins í botni hennar 9 faðmar. Töluverður gróður er á hamrasyllum í gjánni. í Baðstofu var oft sótt vatn, er brunnar spilltust í stórflóðum. Þótti vatn þar mjög gott. Svo sagði Lárus Pálsson hómópati, að hann tæki hvergi vatn í meðul annars staðar en í Baðstofu. Sögn er um, að Staðarprestar hafi fengið að sækja vatn íBrunnur við Húsatóftir Baðstofu gegn því, aö Húsatóftabændur fengju að taka söl í landi Staðar.
Norðan Baðstofu er Baðstofugreni. Norðaustur af Baðstofu er Baðstofuhraun, en norður af því er Bræðrahraun. Það nær niður á milli Sundvörðuhrauns og Blettahrauns, sem er í landi Járngerðar-staða. Norðan við Tóftagjá er hár hóll, Skyggnir. Þar var skipt í leitir, er Tóftakrókar, Baðstofuhraun og Bræðra-hraun og landsvæðið upp af Vörðunesi var smalað.
Vestur af Eldborgahrauni er Sandfellshæð, mikil um sig. Í henni er Sandfellsdalur, gamall eld-gígur, einhver sá mikilvirkasti á Reykjanesi. Í botni hans eru margir stapar og gosop, nú gróin mosa og grasi. Framan við Sandfellshæð eru hólar, sem heita Einiberjahólar. Þeir ná vestur að Haugum við Haugsvörðugjá. Fram af hólunum er Hrossabeinagreni.“
Örnefni í túninu eru eftirfarandi: „Norðaustast í túninu [á Húsatóftum [viðb. EKE]] er lægð, er heitir Dans. Í leysingum á veturna fylltist hún oft af vatni. Þegar frost komu, varð þar ágætt skautasvell. Sást þá oft huldufólkið úr Hjálmagjá leika þar listir sínar á skautum í tunglsljósinu. Krían var áleitin...Mun lautin draga nafn sitt af því. Sunnan við Dans er Kvíalág og Fjósaskák sunnan hennar. Næst er Harðhaus. Þar hraktist aldrei hey. Í óþurrkatíð var Harðhaus sleginn til þess að fá þurrk. Þessi örnefni eru öll vestan og norðan gamla bæjarins og ná Fjósaskák og Harðhaus alveg heim að gamla bæ. Suðaustan við bæjarhlaðið eru gamlar veggtóftir, er nefndust Þanggarður (sbr. heygarður). Þar var þurrt þang geymt til vetrarins. Var því hlaðið þar upp og tyrft yfir það eins og hey. Á veturna var það svo notað til eldiviðar. Þangið var skorið í fjörunni, helzt þegar stórstreymt var, og reitt á hestum upp á sjávar-bakkann til verkunar. Þegar sterkur álandsvindur var, þá var þang oft skorið „undir straum“, vafið um það gömlum netariðli og með flóði fleytt í efsta flóðfar og þaðan reitt á hestum upp á þurrkvöll. Þá var breitt úr þanginu eins og heyi til þurrkunar. Nú var nauðsynlegt, að rigndi vel á þangið, svo úr því færi öll selta. Næst var þangið þurrkað vel, bundið í bagga eins og hey og flutt í geymslur til vetrarins. Oftast ...og eggiðvar þurru þanginu hlaðið í bing í eldhúsinu og brennt í hlóðum. Vel þurrt þang logaði vel, með snarki og neistaflugi, en heldur þótti það léttur eldiviður. Kom sér þá vel að hafa „rekaspýtu í augað“.
Litlatún er austasti jaðar Tóftatúns. Vestan þess eru lágir hólar, nefndir Hrygghólar. Munu þeir draga nafn af fiskhryggjum, en sjóslang var borið á þá. Vestan þeirra er slétt flöt, nefnd Veita. Ævafornar hleðslur eru sunnan hennar og norðan. Virðast þær hafa verið ætlaðar til að stöðva vatn á Veitu. Vestan Veitu er Hjálmatún, brekkan upp að Hjálmagjá.
Alllangt suðvestur af Tóftatúni, eins og það er nú, eru rústir gamalla grjótgarða. Munu það vera hin gömlu mörk Tóftatúnsins. Innan garðsins hefur myndazt uppblástur í túninu, sem á áratugum hefur teygt sig æ lengra inn í túnið, bar til uppblásturinn var stöðvaður á árunum kringum 1930 með því að gera sneiðingu í bakkann og græða sárið. Við þennan uppblástur í áratugi eða aldir myndaðist þessi lægð, Skipadalur, í suðvesturhorn Tóftatúns. Munu vertíðarmenn löngum hafa sett skip sín að lokinni vetrarvertíð upp í Skipadalinn.
Leifar seinni tíma saltfisverkunnar á KóngshelluÍ Sögu Grindavíkur (JJÞ-1994) segir m.a. um Húsatóftir: „Húsatóttir var eina lögbýlið í Staðarhverfi, að Stað undansyldum. Húsatóttum lýsir séra Geir Bachmann svo í lýsingu Grindavíkursóknar: „Var jörð þessi fyrrum Viðeyjarklausturs jörð, og höfðu Viðeyingar hér útræði. Jörðin er rúm 33 hndr. að dýrleika og 1836 (1837) seld með fleri kóngsjörðum þetta ár til þáverandi landesta þar, Jóns bónda Sæmundssonar… Svo er háttað á Húsatóttum, sem bærinn og túnið væri á afarbreiðum klettastalli, er það umgyrt að austan og vestanverðu með öflugum grjótgarði, en fær ekki frelsað það fyrir töluverðu sandfoki af allri vestanátt, því milli Staðar og Húsatótta eru graslausar sandflesjur á milli lágra hraunklappa. Mörgum þykir fallget á bæ þessym, því þar eru stór tún, slétt og fögur, þegar í blóma standa; eru þau allvel ræktuð. Héðan er og víðsýnast frá bæjum í sókninni, þó ei sé annað að sjá fyrir utan túnið en sand, sjó og brunnin hraun.“
Vindheimar - dæmigerð þurrabúðHúsatóttir komu að sönnu mikið við sögu Grindavíkur á fyrri öldum, ekki síst vegna þess að þar var aðalaðsetur Grindavíkurverslunar á 17. öld, og allt fram til 1742. Heimildir um Húsatóttir fyrir 1700 eru afar fáskúðugar. Viðeyjarklaustur hafði þar ítök í reka og öðrum fjörugæðum þegar á 13. öld, en að öðru leyti koma Húsatóttir lítt við sögu í skjalfestum heimildum fyrr en kemur fram á 18. öld. Jörðin virðist hafa komist að fullu í eigu Viðeyjarklausturs ekki síðar en á 15. öld, og eftir síðaskiptin sló konungur eign sinni á hana eins og á aðrar eigur íslensku klaustranna. Voru ábúendur á Tóttum því landestar klaustursins frá því á 15. öld og fram að siðaskiptum, en eftir það konungslandsetar allt fram til þess, er jörðin var seld 1837.
En þótt Húsatóttir hafi sannanlega verið í byggð frá því á 12. öld, og sennilega frá landnámsöld, er lítið vitað um ábúendur þar fyrir 1700.“ Krían og hreiðurgerð hennar hafa sett svip sinn á Húsatóftir um aldir – og nytin verið eftir því.
Klettar við Húsatóftatún„Merkilegar fornleifar hafa fundist á Húsatóttum. Það var veturinn 1872, að rústir af mörgum smáum kofum, hlöðnum úr grjóti, fundust af tilvilkun í hraunkvos skammt vestur af Sundvörðunni. Þorvaldur Thoroddsen skoðaði tóttirnar árið 1883 og sumarið 1902 kom Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi til Grindavíkur og skoðaði rústirnar. Hann birti lýsingu á þeim í skýrslu sinni í Árbók Fornleifafélagsins árið 1903 og taldi tóttirnar vera alls sjö, en of litlar til þess að menn gætu hafa dvalið þar nema skamman tíma í einu. Löngu síðar rannsakði Ólafur Brieum rústirnar, og taldi hann alls tíu tóttir. Lýsing Ólafs af tóttunum er ýtarleg, en ekki kemst hann, fremur en Brynjúlfur og Þorvaldur, að ákveðinni niðurstöðu um þaðm til hvers kofarnir hafa verið notaðir. Þar virðast einkum tveir möguleikar koma til greina; að þarna hafi útilegumenn hafst við skamma hríð, eða að byggðamenn hafi útbúið þarna fylgsni, sem flýja mætti í ef ófrið eða ræningja bæri að höndum. Væri því trúlegast að kofarnir hafi verið hlaðnir á 17. öld, eftir Vegur að Vindheimum - minjar konungsverslunarinnar fjærTyrkjaránið [1627].“ Þess má geta að um þessar fornleifar er fjallað annars staðar á vefsíðunni, þar sem komist er að þeirri niðurstöðu að minjarnar hafi verið fiskgeymsluhús, sem virðist jú nærtækasta skýringin m.v. stærð, lögun, staðsetningu og samanburð við önnur sambærileg í nágrenni Grindavíkur. Nákvæmlega eins byrgi, algerlega ósnert, fundust í einni FERLIRsferðinni árið 2006.
Ljóst er að verslunarhöfn var við Húsatóttir þegar árið 1665. Ekki þótti kaupmönnum ráðlegt að endurreisa gömlu verslunarhúsin við Járngerðarsund, sem lögðust af á hafísárinu 1639, en fluttu sig þess í stað vestur í Arfadal í landi Húsatótta. Þar var ráðist í umtalsverðar framkvæmdir. Verslunarhús var reist á staðnum 1731. Leifar alls þessa má enn sjá yst á golfvellinum, rétt ofan við sjávarbakkann. Árið 1745 hættu Hörmangarar skyndilega að sigla á Arfadalsvík, en stefndu skipum sínum þess í stað á Básenda.

Helga Kristinsdóttir

Helga Kristinsdóttir á Húsatóftum.

Einar Jónsson, hreppstjóri, andaðist 1933. Eftir lát hans bjó ekkja hans, Kristín, áfram með börnum sínum að Húsatóttum, en fluttist inn í Járngerðarstaðahverfi árið 1944.
Þótt hér að framan sé hlaupið yfir langa sögu margra kotbýla og höfuðbóls, er brauðfæddu fjölmargan manninn um aldir, þrátt fyrir allnokkur þrengsli og mikil takmörk, má vel heimfæra víðáttu hins 18 holna leikvallar til afraksturs þess – þ.e. fjölda afkomenda og blómlegra mannlífs – þar sem stundir gefast til leiks og afslöppunar frá striti hversdagsins.
Til að koma fyrir golfvelli á minjasvæðum verður ekki komist hjá því að eyðileggja sumar minjanna. Á Húsatóftum hafa aðallega hinir gömlu hlöðnu veggir farið forgörðum, gamlar götur og stígar, lending og matjurtargarðar. Þá hafa örnefnin verið að hverfa með tíð og tíma.
Húsatóftir og Staður eiga það sammerkt með nútíðinni að breytingar í atvinnuháttum leiða til byggðaröskunnar. Fólki fjölgaði á tímum verslunarinnar og einnig var verulega byggt í hverfinu þegar bjartsýnin á aukinni útgerð var sem mest, en þegar hún varð að engu flutti fólkið sig um set .
Helga Kristinsdóttir ólst upp á Húsatóftum. Hún gekk með FERLIRsfélögum um tóftir gamla bæjarins á Efri-Tóftum og útskýrði aðstæður þar, eins og þær voru þar í hennar tíð.
Fábært veður.

Heimildir m.a.:
-Jón Þ. Þór, Saga Grindavíkur 1994.
-Gísli Brynjólfsson, Mannlíf mikilla sæva – Staðhverfingabók 1975.
-Örnefnalýsing fyrir Húsatóftir – Örnefnastofnun Íslands.
-Óli Gam. frá Stað og Barði á Húsatóftum.

Húsatóftir

Húsatóftir – minjar og örnefni.

 

„Einu sinni bjó tröllskessa, Oddný, með Hróari tröllkarli sínum í Háleyjabungu á Reykjanesi; þau vóru nátttröll.
Þau áttu son Brimketillsem Sölvi hét. Manga var nágrenni þeirra í einum katli Staðarhrauns ofanverðu. Hún var eldri, vitrari og allra tröllkerlinga elst, enda eru mörg viðurkennd staðarnöfn í nágrenninu við hana kennd.

Eina nóttina leggur Oddný af stað og yfir þverar Víkur og Bása um Staðarberg og austur á syllu þar yrst á berginu er Ræningjasker heitir, og fann þar hvalkálf rekinn á land, bindur hann í bagga og færist undir fetla og gengur síðan af stað heimleiðis.
Er nú ekki getið ferða hennar fyrr en hún er komin inn eftir Staðarbergi fyrir innan Klaufar. Þar sest hún niður um stund til hvíldar og horfði til hafs. Þar sem enn var nokkur stund af annars kyrrlátri nóttu ákvað hún að baða sig í berglaug einni er þar var undir bergbrúninni; hvíldi sig þar um stund, lét líða úr sér og gleymdi þá bæði tíma og stað. Loks ákvað Oddný að halda ferð sinni áfram, en í sömu mund og hún steig upp fyrir bergbrúnina kom sólin upp við Mönguketil í Staðarhrauni – og varð hún þarna samstundis að steini. Lengi vel var hár bergdrangur á brúninni fyrir ofan laugina, fremst á berginu, en sjórinn hefur nú brotið hann smám saman niður svo varla markar fyrir lengur. Eftir stendur hins vegar enn staðföst laugin, nú nefnd Brimketill.
Nöfn básanna, milli laugarinnar og fyrrum heimilis þeirra í Háleyjabungu, bera arfleifð þeirra vitni; Oddnýjarlaug, Sölvabás og Hróarbás.“

Brimketill

Brimketill / Oddnýjarlaug.

 

Fáni
Gengið var um hinn óaðgengilegustu hluta Krýsuvíkur, skv. fréttalýsingum a.m.k.

Arnarfell

Í Arnarfelli.

Haldið var austur eftir vörslugarðinum við Krýsuvíkurbæina undir Bæjarfelli, framhjá Ræningjahól og tóftum Suðurkots og áleiðis yfir að Arnarfelli.
Fljótlega kom í ljós að starfsmaður Fornleifaverndar ríkisins hafði farið um svæðið og rekið niður áberandi hæla þar sem vænta mátti fornleifa. En alls ekki við þær allar, eins og í ljós kom á göngunni.
Vörslugarðurinn hafði verið markaður sem og hluti af tóftum Arnarfellsbæjarins. Gömlu tóftirnar voru enn óafmarkaðar. Brunnurinn hafði loks fengið náð starfsmannsins og nú loksins komist á blað fornleifaskráningarinnar. Hins vegar voru báðar vörðurnar ómerktar. FERLIR mun á næstunni merkja 9 minjar til viðbótar á svæðinu, sem horft hefur verið framhjá.
Gengið var upp á Arnarfellið að sunnanverðu. Táknrænt mátti þykta að á steini við brún fellsins lá hvítskeljuð hauskúpa kindar. Var eins og hún vildi minna á tilvist sína í þessu táknræna bústetulandslagi langs tíma aftur í aldir. En því miður virðast fáir nútímamenn þess umkomnir að skilja slíkt.

Arnarfell

Búðir kvikmyndafólks við Arnarfell.

Undir fellsbrúninni voru útihúsatóftir merktar, en helliskúti í fornleifaskránni fékk að vera ómerktur. Í honum eru hellaristur, sem skoða þyrfti nánar. Framan við hann eru hleðslur.
Uppi á Arnarfelli var Eiríksvarðan merkt tveimur stikum, en arnarhreiðrið ekki. Önnur stikan var því færð að hreiðrinu forna – svona til að spara sérfræðingum sporin.
Efst á fellinu var staldrað við og horft yfir sviðið. Jarðýta hafði rutt móann næst þjóðveginum. Þar á víst að reisa hljólhýsabúðir fyrir væntanlega útlendinga. Heyrst hafði í samtali að von væri á þremur fullhlöðnum skipum til landsins með hinn ýmsa búnað, s.s. tæki og tól. FERLIR mun fylgjast með upptökunum.

Arnarfell

Arnarfell – tjaldbúðir.

Þá hvíslaði fugl því að einhverjum að nýlega hefðu komið nýmóðins tæki með flugi til landsins er m.a.s. embættismenn töldu sig þurfa að gæta að. Öllu var komið í „örugga“ geymslu á tilteknum stað.
Hvað sem framangreindu líður hafa FERLIRsfélaga einungis áhuga á umhverfinu, minjum og sögu svæðsins. Flaggað var að því tilefni á arnarhreiðrinu á toppi Arnarfells með útsýni yfir Arnarfellsvatnið, er iðaði að fuglalífi þessa kvöldstund. Reyndar eru arnarlauparnir tveir á fellinu.
Haldið var niður Arnarfellið að austanverðu.

Stínuskúti

Stínuskúti.

Þar var kominn kaðall fyrir fótalúna, en vanir gengu niður um „klofið“ og beina leið niður í Stínuskúta. Þar er um að ræða fallegt fjárskjól með útsýni yfir suðausturhluta svæðisns. Því hefur verið haldið fram að engar fornleifar væru á því svæði, en það er rangt. Beint þarna neðan af er t.d. gróið hlaðið skjól undir kletti. Skammt vestar er stekkur. Gömul leið lá með lækjarfarvegi austur yfir heiðina. Yfir hana á að leggja veg.
Skoðað var rask jarðýtunnar við þjóðveginn. Það er orðið allnokkurt, en án efa mun það verða fært í samt lag á ný. Gamla þjóðleiðin liggur fast við mörkin, sem nú er verið að raska. Hún var merkt með steinum, svo fornleifafræðingar gætu komið auga á hana.
Gengið var að kömrum, sem öryggisvörður gætti. Hann virtist vakna við vondan draum þegar FERLIRsfélagar buðu gott kvöld að góðra manna sið. Sagðist hann einungis vera að gæta að jarðvegsdúk, sem þarna væri, en kamranir væru opnir öllum, gangandi sem akandi.

Fáni

Flaggað var við Eiríksvörðu á Arnarfelli á meðan á tökum „Flag of ours Fathers“ stóð.

Frá vörslustaðnum sást til fólks vera á ganga á Arnarfell, Líklegt er að þannig muni það verða á næstunni – hvað sem kvikmyndatökum áhrærir.
Í viðtali við öryggisvörðinn kom í ljós að glussarör í jarðýtunni hafði brostið um morguninn af óskiljanlegum ástæðum. Vildu menn jafnvel rekja það til álagasteins, sem reynt hafði verið að færa úr stað. Hann myndi nú fá að vera í friði. Hvorki virðast menn, skv. þessu, hafa tengt atburðinn grafhelginni í Krýsuvíkurkirkjugarði né Gullskinnu séra Eiríks frá Vogsósum. Líklegt má telja að ýmislegt óvænt, skrýtið og jafnvel óútskýranlegt, muni koma koma upp á á svæðinu á næstu dögum og vikum, en vonandi mun það þó allt ganga óhappalaust fyrir sig.

Arnarfell

FERLIRsfélagar í herbúðunum Eastwoods við Arnarfell.

Öryggisverðinum á 12 tíma vöktum virtist leiðast að þurfa að gæta öryggis jarðvegsdúksins, sem örugglega fáir virðast hafa áhuga á að færa úr stað. Hann virtist hins vegar engan áhuga hafa á ferðum fólks um svæðið, enda óheimilt, skv. fornum, en gildandi, lögum, að meina fólki för um land.
Öryggisvörðurinn hafði á orði að góður peningur hafi fengist fyrir gæsluna. Fyrirtækið geymi sprengiefnið, sem nota á á tilteknum stað, og fengið gæsluna sem ábót. Auðvitað virðist þetta sjálfsögð áhrifavirkun á atvinnumál svæðisins – svona í fljótu bragði. Jafnvel formaður einna ferðamálasamtaka svæðisns varð sleginn blindu þegar einhverjum peningaseðlum var veifað framan í hann á kostnað umhverfisins. Slíkt viðhorf hryggir marga, en eru þó skiljanleg.

Arnarfell

Byssubyrgi í Arnarfelli.

Í göngunni var bæði það auglósa og það nærtækasta skoðað. Auk sögulegra minja, jarðfræðiáhugaverðra fyrirbæra og náttúrueinkenna svæðisins var gefinn gaumur af fugla- og dýralífi þess. Víða mátti, með góðri yfirlegu og tíma, sjá fugla á hreiðrum. T.d. var tekið hús að þúfutillingi þar sem hann hafi verpt, sennilega öðru sinni, fimm eggjum undir þúfu. Lóan lá enn á eggjum sínum, en væntanlega munu ungarnir kúra sig um sinn undir börðum og bökkum, þ.e.a.s. ef jarðýtan sér ekki um að allur lífstilbúningurinn hafi verið tilgangslaus. Blindir menn á náttúruna og umhverfið sjá ekki slíka hluti – því miður.
Jarðýtur fóru síðast um þetta svæði árin 1944, þegar vegurinn var ruddur austur að Herdísarvík, og þegar þjóðminjavörður fyrirskipaði að rústir Krýsuvíkurbæjarins skyldu jafnaðar við jörðu. Fáum hefur orðið jafn mikil eftirsjá eftir litlu. Í rauninni er sorglegt til þess að vita hversu nútímamaðurinn, með ásókn sinni í sýndarveruleikann, er orðinn fjarlægur raunveruleikanum. Ástæða er til að hvetja áhugsamt fólk til að nota tækifærið og ganga á Arnarfell á næstunni, skoða minjarnar og virða fyrir sér umhverfið, sem er óvíða fagurrra hér á landi.
Frá fellinu má vel sjá yfir að Eldey, út með Stóru-Eldborg, upp yfir Vegghamra og Geitahlíð, upp yfir Rauðuskriður og í hinar stórbrotnu hraunár vestan við Geitarhlíð. Auk þess má af Arnarfelli, með lítilli fyrirhöfn, virða fyrir sér nær allt nærumhverfi Krýsuvíkur.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Arnarfell

Arnarfell.

Kistufell

Eftir ferð FERLIRs upp í Brennisteinsfjöll um Fagradal á dögunum kom í ljós að hellarás sú, sem skoðuð var í leiðinni, gæti verið með þeim lengstu á landinu, eða u.þ.b. tveggja til þriggja km löng.
Enn og aftur var haldið eftir gömlu götunni í vestanverðum Fagradal, gengið upp hraunsneiðinginn innst í dalnum og upp á brún hans að vestanverðu. Með í för var Björn Símonarson frá Hellarannsóknarfélaginu, en hann var einmitt með í för hóps er fann og rannsakaði efsta hluta hellakerfis Kistuhraunshellanna árið 2002. Hópurinn skoðaði þá op og rásir næst Kistugígnum, en fylgdi ekki rásinni niður Kistuhraunið, enda ekki hægt að gera allt á einum degi þegar Brennisteinsfjöllin eru annars vegar. Þá bættist við í hópinn Óskar Sævarsson, forstöðumaður Saltfiskseturs Íslands og útvörður Grindvíkinga ásamt húsfrú þarna á ystu mörkum bæjarfélagsins. Þarna er vel fylgst með öllu – utan sem innan.
Haldið var eftir götu austur með sunnanverðri brúninni uns komið var inn í slétt ómosavaxið helluhraun. Jón Jónsson, jarðfræðingur nefndi þetta hraun Kistuhraun, en þessi hluti þess hefur einnig verið nefnt Breiðdalshraun því endi þess rann niður að Breiðdal um Fagradal. Líkt og áður var haldið upp eftir sléttu helluhrauninu. Það hefur runnið að Kistufellshrauninu að austanverðu, en vestan þess hefur Eldborgarhraun runnið að því. Undir því er eldra Eldborgarhraun úr hinni eiginlegu ELDBORG Brennisteinsfjallanna. Sú eldborg er skammt norðan þeirrar eldborgar er hæst stendur á hryggnum og sést víðast hvar frá.
Nú sem fyrr var haldið lengra til vesturs að Eldborgarhraunskantinum. Þegar upp á neðstu brún hraunsins var komið, þriðjungi leiðarinnar ófarinnar, birtist skyndilega Brennisteinsfjallsgarðurinn framundan; Vörufell vestast, Eldborgir, Kista og Kisturfells austast. Enn austar mátti sjá Hvirfil, hæstu brún fjallgarðsins. Fögur sjón í stórkostlegu veðri. Frá þessum stað má virða fyrir sér flest þau kennileiti er prýða norðanverð Fjöllin.
Eftir göngu upp slétt helluhraunið kom neðsta opið á rásinni, sem ætla mætti að gæti verið samfelld rás ofan frá vestari gíg Kistu.
Byrjað var þó að kíkja inn í stutta, en heila, rásina skammt ofar. Þar inni í henni var box það sem áður var, í fyrri ferð, barið augum. Í því voru nokkrir númeraðir trékubbar og tveir tússpennar. Bamburstafur lá þar hjá ásamt grænni þríhyrndri veifu. Þrjár þunnar tréfjallir með áletrunum stóðu þar hjá. Svo virtist sem þar hafi þeir, eða þau, er þangað rötuðu, að skrifa númer og nafn sitt til staðfestingar einhverju. Líklega eru þetta leifar af ratleik skáta frá fyrri tíð, sem af einhverri ástæðu hefur dagað þarna uppi. Þessi hluti rásarinnar er heilleg og vel manngang. Utan í veggjum er dropsteinar.
Skammt neðar eru gróin jarðföll í rásinni. Beggja vegna í henni eru hliðarrásir; sú vestari u.þ.b. 10 metra löng og sú eystri u.þ.b. 50 metra löng.
Rásinni var fylgt niður á við til að byrja með. Við neðsta opið er rásin tvískipt, en hún rennur saman í eina um 100 metrum neðar. Í báðum hlutunum eru fallegir dropsteinar og hraunstrá og loftum. Eystri rásin greinist í tvennt. Efri hlutinn er þakinn dropsteinum svo ekki verður komist þar inn fyrir nema eyðileggja hluta þeirra. Neðri hlutinn er einnig þakin dropsteinum, en fara má með gát áfram niður rásina án þess að valda skaða. Þar rennur hún saman við vestari hlutann.
Í vestari rásinni eru einstaklega fallegir dropsteinar, flóknari og litskrúðugri en gengur og kynjamyndarlegri. Við efri enda hans eru nokkrir dropsteinar á stalli – vel við hæfi.
Ekki var að sjá að nokkur hafi komið þangað inn á undan forsporendum dagsins því forfæra þurfti grjóf við opið svo manngengt yrði.
Þegar gengið var upp eftir rásinni virtist hraunið tiltölulega þunnt, en rásinn stækkaði eftir því sem ofar dró. Nokkur op eru á henni neðarlega með grónum jarðföllum á milli.
Ofan við „boxhluta“ rásarinnar eru nokkur op á rásinni, en frá efsta opinu tók við alllöng hraunhella. Þegar farið var inn um eitt opið skammt ofar tók við löng heilleg rás. Ofarlega greindist hún í tvennt; annars vegar áfram upp á við. Þar þrengdist húnverulega svo skríða þyrfti á maganum áfram upp eftir henni. Það var ekki gert að þessu sinni. Hins vegar tók við hliðarrás til vinstri. Áður en að mótunum kom, eftir u.þ.b. 120 metra, sáust merkilegar „dellulengjur“ á gólfinu. Slíkt hefur ekki sést í hellum hérlendis áður. Um var að ræða „festislega“ röð af bólum af ætt dropsteina. Slík fyrirbæri voru víðar í rásinni. Í hliðarrásinni voru strýtulaga hraukar, einnig af ætt dropsteina. Þessar strýtur voru mjög svipaðar þeim er áður hafa fundist í innri hluta Bjargarhellis á Strandarhæð.
Einstaklega fallegar hraunmyndanir. Rásin beygði 90°, en eftir að hafa fylgt henni u.þ.b. 120 metra til hliðar og austan við fyrri rásina var ákveðið að bíða með frekari undirheimakannanir á þeirri leið.
Gengið var eftir yfirborðinu og reynt að fylgja rásinni áleiðis upp að Kistu. Neðan hennar eru nokkur op og rásin bæði stór og stutt milli jarðfalla. Hún liðast síðan upp með hlíðinni, upp á stall með nokkrum opum þar sem fyrir eru fallegir ráshlutar, jafnvel tvískiptir.
Efsta opið var einungis nokkra tugi metra frá vestari gíg Kistu. Svo virðist sem skoðað hafi verið heilstætt hellakerfi er ákvarðast af tiltekinni hraunrás úr Kistu, tveggja til þriggja km langt. Kerfið hefur ekki verið skoðað að fullu. Það verkefni bíður því annars leiðangurs.
Þegar neðri hluti rásarinnar var borinn saman við efri hlutann má með nokkrum sanni segja að þarna sé um einu og sömu hraunrásina að ræða. Ef satt er gæti þarna verið um eina lengstu slíka að ræða hér á landi.
Þá var stefnan tekin á hraunrásir austan við meginhrauntröð Kistufellshraunsrásarinnar – hinnar miklu. Austari hluti meginrásarinnar er gróin, en vestari hlutinn er hrikalegur, bæði djúpur og breiður. Við skoðun á hraunsvæðinu norðaustan hennar komu í ljós þrjú hellakerfi með mörgum opum og stuttum samfelldum rásum millum. Tvær syðri rásirnar hafa verið skoðaðar áður svo athyglinni var beint að nyrstu rásinni. Í henni, líkt og í hinum, komu í ljós stuttir ráshlutar með gróningum á millum. Allar virðast þessar rásir stefna í átt að meginhrauntröðinni miklu – nema sú nyrsta. Hún virtist hafa leikið sér að framhjáhaldinu.
Snyrtilegt op fannst á henni norðan vesturendar hrauntraðarinnar. Rásin virðist heilleg til austurs, en hrun hindrar umferð um hana til vesturs. Austurhlutinn, sem er vel manngengur, er enn ókannaður svo þar er og verður um að ræða enn eitt verkefnið fyrir FERLIR. Tröðinni var fylgt til vesturs og síðan til norðurs. Nokkur op eru á henni, en rásir stuttar.
Gengið var niður slétt austanvert helluhraun Kistu og kíkt í nokkra möguleika. Þeir reyndust takmarkaðir. Hins vegar var yfirborð hraunsins því áhugaverðara því einstakar hraunreipamyndanir leyndust þar á nokkrum stöðum. Sjámátti m.a. „kaðalmynstur“, „myndlistarmynstur“, „hringamynstur“, „litamynstur“ þar sem hús- og fuglaglæða léku sér að sjáaldrinu. Auk þess brá þar fyrir annað það kynjamynstur, sem augað gat greint í kvöldhúminu.
Kisturhraun-58(Árinu síðar var haldið upp Vatnshlíðina ofan Kleifarvatns og opnaður nyrsti hluti rásarinnar. Þar, líkt og fyrrum, blöstu við dropsteinar og falleg hraunstrá. Augljóslega mátti þó sjá að rásin langa var þarna að „syngja sitt síðasta“.)
Þegar komið var niður að brún Fagradals var stefnan tekin niður austlæga hlíðina og gengin sneiðingur niður mosabrúnina uns komið var niður á gömlu götuna, sem fyrrum var uppgengin. Útsýnið var bæði einstakt og litskúðugt.
Ljóst er að Brennisteinsfjallasvæðið býður upp á óendanlega möguleika til landkkönnunar – nú rúmlega 1100 árum eftir að fyrsti norræni landnámsmaðurinn, að talið er, settist að á svæðinu.
Til upplýsinga skal þess getið að um framangreint svæði er ætlunin, skv. áætlunum Hitaveitu Suðurnesja, að leggja veg til tilraunaborana í Brennisteinsfjöllum. Því mun fylgja ýmis konar rask á svæðinu öllu og umhverfi – sem og áður órannsökuðum náttúruminjum. Ef einhvern tímann hefur verið þörf fyrir umhverfisverndarsinna sem og meðvitund valdhafa um verðmæti náttúruverðmæta þá er það hér og nú. 

Kistuhraunshellir

„Almættið“ forði alvaldinu slíkt rask á annar ómetanlegum jarð- og náttúruverðmætum landsins.
Sérhver ferð sem farin hefur verið upp í Brennisteinsfjöll að undanförnu, án þátttöku launaðra opinberra starfsmanna, hefur falið í sér opinberun áður ómetviðra verðmætra. Engra þeirra er þó sérstaklega getið í lærðum skýrslum „sérfræðinga“ um svæðið.
Annars er fróðlegt að skoða aðgengi að svæðinu m.t.t. fótgangandi, sem í dag virðist mjög takmörkunum háð, en ætti í raun að vera þveröfugt…
Frábært veður – Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Kistuhraunsrásin

Kistuhraunsrásin.

Brennisteinsfjöll

Þegar horft er til Brennisteinsfjalla (sem sjást vel víðasthvar af Reykjanesskaganum) má með sanni segja að sjaldan hafi jafn merkilegu svæði verið jafn lítill gaumur gefinn. Á svæðinu er að finna merkar gosminjar sem nánast eru ósnortnar, t.d. gígar, hraun, sprungur og hellar.
Í Brennisteinsfjöllum er háhitasvæði sem er nánast ósnortið. Náttúrustofa Íslands telur að á svæðinu megi “rekja opnar jarðskjálftasprungur og misgengi. Eldvirkt svæði nær frá sjó norður í Rauðuhálsa ofan við Sandskeið. Víðáttumikil dyngjuhraun eru á svæðinu. Frá gíg sunnan í Draugahlíðum hefur runnið hraun niður að Hlíðarvatni. Gos hafa orðið þarna á sögulegum tíma, sbr. Kistuhraunið og Draugahlíðagígshraunið, sem neðst hefur fengið nafnið Stakkavíkurhraun. Stærð þessa svæðis er um 198,7 km.” Drög hafa verið lögð að því að friðlýsa hluta Brennisteinsfjallasvæðisins.
Á Brennisteinsfjallasvæðinu eru nánast ósnortnar og merkar eldgosaminjar, jarðskjálftasprungur og misgengi. Þar er og háhitasvæði. Það mun hafa alþjóðlegt náttúruverndargildi. Fjölbreyttur gróður er og á svæðinu. Eldgosaminjar eru og miklar í Brennisteinsfjöllum, s.s. opnar jarðskjálftasprungur og misgengi. Eldvirki hlutinn nær frá sjó og norður í Rauðuhálsa ofan við Sandskeið. Oft hefur gosið á þessari sprungurein og hafa hraunin runnið niður í Heiðmörk í vestri, á Sandskeið í norðri og suður til Herdísarvíkur. Austurhlutinn er markaður af Bláfjöllum og Vífilsfelli sem mynduðustu við gos á ísöld. Á heildarsvæðinu eru ummerki um 3-4 eldgos á sögulegum tíma. Mikið er um hrauntraðir, hrauntjarnir, niðurföll, hraunfossa, hraunhella og aðrar jarðminjar í eldstöðvakerfinu.
Kistufellsgígurinn er sérkennilegur, girtur háum hömrum og liggja nokkrar hrauntraðir frá honum til vesturs. Eldborg á Brennisteinsfjöllum er hæsti gígurinn í gígaröð sem kemur í beinu framhaldi af Kistufelli til suðvesturs. [Hér er reyndar um misvísun að ræða. Augað blekkir. Elborgargígurinn svonefndi stendur hæst eldborganna í Brennisteinsfjöllum, en Eldborgin (drottningin) sjálf er skammt vestan hennar, rislítil en með drjúgum stærri gígskál. Úr henni hefur meginhraunið runnið til vesturs].
Háhitasvæði í Brennisteinsfjöllum er nánast ósnortið. Merki um háhitann sjást ekki mikið á yfirborði. Umhverfið er þó stórbrotið, með ósnortnum gígum, eldhraunum og opnum sprungum. Leifar námuvinnslu eru enn til staðar, ef vel er að gáð. Ofninn í brennisteinsnámunum er falinn undir moldarbakka. Einungis þarf að skafa ofan af ofninum og þá kemur hann í ljós. Búðir námumann voru skammt ofar og sjást tóftir þeirra enn.
Ein af sérstökum plöntum Brennisteinsfjalla er Botrychium simplex. Hún er háplanta og mjög sjaldgæf. Vorstör er þarna (Carex caryophyllea), einnig sjaldgæf. Sandlæðingur hefur ekki fundist annar staðar en í Brennisteinsfjöllum. Vatnalaukur hefur og fundist í Fjöllunum, sem fyrr sagði.
Á vefsíðunni http://www.os.is/page/ald/orkuaudlindir má sjá umfjöllun um háhita. Þar segir m.a. um svæði í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og helstu virkjunarkosti á Reykjanesi: “Brennisteinsfjallasvæðið er fremur lítið og afmarkað.”
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur fjallað um Brennisteinsfjöll í tengslum við Herdísarvíkurfriðland. Þar segir m.a. “Á svæðinu eru háhitasvæði í Svartsengi, Krýsuvík, Brennisteinsfjöllum og Hengli. Innan þeirra er mikil eldvirkni og háhitasvæði tilheyrir hverri rein. Brennisteinsfjöll eru eina sprungureinin og háhitasvæðið sem enn er að mestu er ósnortið – öllum hinum hefur verið raskað að meira eða minna leyti vegna jarðhitanýtingar.
Í Brennisteinsfjöllum og nærliggjandi Í Brennisteinsfjöllumsvæði eru einstakar gos- og jarðminjar, þar á meðal stakir eldgígar (t.d. gígurinn í Þríhnjúkum), gígaraðir, dyngjugígar, eldborgir og a.m.k. níu nútímahraun oft með fallegum hrauntröðum og einstökum hraunfossum þar sem hraunin hafa flætt fram af fjöllunum til suðurs.
Brennisteinsfjöll og svæðið þar í kring eru síðasta ósnortna víðernið á Reykjanesi þangað sem þéttbýlisbúar á SV-horninu o.fl. geta sótt afdrep, innblástur og menntun – verðmæti ósnortinna útivistarsvæða sem þessa munu vafalítið aukast á næstu árum og áratugum. Umrætt svæði er nú þegar friðað að stærstum hluta innan Herdísarvíkurfriðlands. Í tillögum Umhverfisstofnunar að náttúruverndaráætlun 2004-2008 er lagt til að Herdísarvíkurfriðland verði stækkað verulega til vesturs og austurs til að tryggja vernd mikilvægra jarðminja og landslags.”
Náttúrufræðistofnun Íslands gerir ekki lítið úr gildi rannsókna en bendir á að fyrirhugaðar jarðhitarannsóknir í Brennisteinsfjöllum, eins og þeim er lýst í greinargerð, munu skaða náttúruminjar og ímynd hins ósnortna svæðis verulega. Við fyrirhugaðar rannsóknir, sem byggja á borunum, þarf að leggja vegi og slóða um úfin nútímahraun inn á svæðið, byggja 2–3 borplön (hvert um sig u.þ.b. 1 ha), bora eftir grunnvatni til skolunar því ekkert yfirborðsvatn er á svæðinu, farga skolvatni, flytja inn eða taka efni úr gígum og hraunum á svæðinu til ofaníburðar og byggingar borpalla.
Ef virkjanlegur jarðhiti finnst er stefnt að því að fjölnýta svæðið svipað og gert er í Svartsengi og á Nesjavöllum til framleiðslu á rafmagni, hitaveituvatni, grunnvatni, iðnaðargufu og til útivistar. Slík fjölnýting kallar á enn meiri mannvirki svo sem varanlega vegi og byggingar, hitaveituleiðslur og raflínur. Að mati Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa Brennisteinsfjöll og nærliggjandi svæði mikið verndargildi og eru til langs tíma mun verðmætari þjóðinni og þéttbýlinu á SV-landi ósnortin en sem fjölnýtt orkuvinnslusvæði. Í því sambandi má benda á að innan seilingar verða a.m.k. þrjú fjölnýtt orkuvinnslusvæði, þ.e. Svartsengi, Nesjavellir og Hengilssvæðið.
Eftir jarðhitarannsóknir, eins og fyrirhugaðar eru í Brennisteinsfjöllum, verður svæðið ekki lengur ósnortið og forsendur fyrir frekari vernd þess breyttar að sama skapi.
Rannsóknaleyfi jafngildir því stefnumörkun um framtíðarnýtingu. Þess vegna er brýnt, áður en farið er í að breyta friðlýsingu Herdísarvíkurfriðlands, að umhverfisyfirvöld marki stefnu um framtíð svæðisins m.a. hvort ástæða sé til að taka frá og friða a.m.k. eina sprungurein og háhitasvæði í vestra gosbeltinu.

Í Brennisteinsfjöllum

Í samtölum Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfisráðuneytis haustið 2003 í aðdraganda að gerð þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun 2004–2008 var spurt um forsendur fyrir vali á jarðfræðisvæðum á Reykjanesi – m.a. hvers vegna ákveðið hefði verið að velja Reykjanes fremur en Brennisteinsfjöll. Í svari ráðuneytisins kom m.a. fram að orkuvinnsla í Brennisteinsfjöllum væri framtíðarmál og nægur tími til ákvarðanatöku varðandi landnýtingu þar. Í ljósi þessa telur Náttúrufræðistofnun Íslands ekki tímabært að breyta friðlýsingu Herdísarvíkurfriðlands í þá veru að leyfa umræddar jarðhitarannsóknir.”
Í ritgerð fyrir meistaranám í umhverfis- og auðlindafræðum, Háskóla Íslands, er fjallað um Reykjanesskagann og Brenisteinsfjöll. “Reykjanesskagi er eldbrunninn og hrjóstrugur með fjölbreyttu landslagi sem minnir um margt á miðhálendið. Þar eru hraun, sandar, vötn, hverasvæði, móbergshryggir og stök fjöll en fuglabjörg við sjóinn. Landið er lítt til ræktunar fallið og byggð að mestu bundin við sjávarsíðuna. Stór hluti skagans er án mannvirkja s.s. uppbyggðra vega, bygginga eða háspennulína. Á skaganum eru tvö friðlýst útivistarsvæði, Bláfjallafólkvangur (84 km²) sem fyrst og fremst þjónar sem skíðaland höfuðborgarsvæðisins, og Reykjanesfólkvangur (300 km²). Reykjanesfólkvangur tekur m.a. yfir Kleifarvatn, Brennisteinsfjöll, Ögmundarhraun, Krýsuvík og Krýsuvíkurberg. Þrátt fyrir nálægð við mesta þéttbýli landsins eru víðáttumikil lítt snortin svæði innan fólkvangsins en Brennisteinsfjöll og nágrenni eru stærsta óbyggða víðernið á suðvesturhorni landsins.

Aðdráttarafl Reykjanesfólkvangs liggur ekki síst í fjölbreyttu og sérstæðu landslagi en lega fólkvangsins í útjaðri höfuðborgarsvæðisins eykur útivistargildi hans. Hvort tveggja gerir svæðið að áhugaverðum efnivið til rannsókna á landslagi. Landslag hefur á undanförnum áratugum fengið síaukið vægi í þjóðmálaumræðu og sem viðfangsefni rannsókna. Fimmtán þjóðir, þar á meðal allar Norðurlandaþjóðirnar nema Íslendingar, hafa undirritað evrópska landslagssáttmálann (frá árinu 2000) og þannig viðurkennt mikilvægi landslags sem þjóðararfleifðar og sem uppsprettu lífsgæða fyrir almenning. Kannanir sýna að sérstök og óspillt náttúra landsins, einkum í óbyggðum, er það sem dregur langflesta erlenda ferðamenn til landsins. Ákaflega litlar rannsóknir hafa þó enn farið fram á íslensku landslagi, einkennum þess og verðmætum.
Rannsóknum á landslagi má skipta í þær sem taka til náttúrufars (eðlisrænna þátta) annars vegar og upplifunar hins vegar. Kerfi til flokkunar á landslagi byggja fyrst og fremst á eðlisrænum þáttum en matskerfi þurfa að taka tillit til samspils eðlisrænna og huglægra þátta. Mörg flokkunarkerfi fyrir landslag eru til erlendis en fæst þeirra henta fyrir íslenskt landslag vegna þess hve óvenjulegt það er. Lítið hefur verið reynt að aðlaga þessi kerfi að íslensku landslagi eða vinna fræðilegan grunn að íslensku matskerfi. Slík vinna er þó brýn, m.a. til að meta verndargildi svæða, fyrir skipulagsvinnu tengda stórframkvæmdum, og vegna hagsmuna útivistar. Markmið þessarar rannsóknar er að greina og flokka helstu drætti og breytileika í landslagi innan Reykjanesfólkvangs. Byrjað verður á því að skilgreina helstu landslagsgerðir út frá kortum en sérkennum hverrar gerðar verða síðan lýst að loknum rannsóknum á vettvangi. Að lokum verður beitt mismunandi flokkunarkerfum (áströlsku, ensku, norsku, svo og matskerfi Rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma) til að flokka helstu landslagsgerðir en slík vinna gæti nýst sem grunnur að almennu kerfi sem hentar íslensku landslagi.”

Á 126. löggjafarþingi (2000–2001) er m.a. fjallað um Brennisteinsfjöll (Þskj. 816 — 520. mál). Þar segir m.a: að markmið Hitaveitu Suðurnesja er að: „– að stuðla að nýtingu jarðhitaauðlinda á Reykjanesskaga, þar með talið í Krýsuvík, við Trölladyngju, Brennisteinsfjöll og eftir atvikum víðar á landinu.“
Varabæjarfulltrúi í Reykjavík, Dofri Hermannsson, hefur fjallað einn fárra um Brennisteinsfjöll. Yfirskriftin er „Einkavædd stóriðjustefna“. „Inni á borði nýja ráðherrans bíða umsóknir um rannsóknarleyfi á 13 stöðum á landinu [m.a. í Brennisteinsfjöllum]. Þessir staðir bíða þess að ráðherra gefi leyfi til orkurannsókna. Einn hinna stóru banka hefur nýverið ráðið sér fyrrverandi ráðherra sem sérfræðiráðgjafa á sviði orkufjárfestinga. Hann kann þá list að krækja í álver en hann aðstoðaði þarsíðasta iðnaðarráðherra við að landa samningum við Alcoa fyrir austan.
Það er ljóst að margir bíða spenntir eftir að láta greipar sópa. Stóriðjustefnan hefur skotið rótum fyrir utan veggi ráðuneytisins og lifir nú sjálfstæðu lífi á hinum frjálsa markaði. Lagaramminn sem vernda á náttúruperlur Íslands er hins vegar engan veginn tilbúinn fyrir frelsið. Hann er líka ófær um að segja stopp vegna skuldbindinga Íslands um losun gróðurhúsalofttegunda. Það er ekki heldur kominn lagarammi sem kveður á um afnotagjald þeirra sem vinna orkuauðlindabingó ríkisstjórnarinnar.“ Orkuveitan reiknað með því að orka fáist í fyrsta lagi úr Brennisteinsfjöllum árið 2010, sbr. árskýrslu hennar árið 2002.

Í Brennisteinsfjöllum

Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson gerðu eftirfarandi grein fyrir svæðinu árið 2001: „Jarðhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í 40–500 m hæð yfir sjó. Virkur jarðhiti kemur fram sem gufur í um 450 m hæð, en köld ummyndun er á fjórum stöðum og vitnar um meiri virkni á fyrri tíð. Jarðhiti á yfirborði er óverulegur og miðað við útbreiðslu jarðhita og ummyndunar er svæðið um 3 km2. Viðnámsmælingar benda til þess að svæðið sé um 18 km2 á 700 m dýpi undir sjávarmáli, um 1200 m undir yfirborði þar sem jarðhita verður vart. Háhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í samnefndri sprungurein og hefur gosið þar a.m.k. 30–40 sinnum eftir að ísöld lauk. Brotalínur eru ungar á svæðinu frá sjó og norður á Mosfellsheiði og verða oft jarðskjálftar á um 5 km breiðu og um 40 km löngu belti. Jarðskjálftar í Brennisteinsfjöllum geta orðið nokkuð stórir. Megingerð jarðlaga er móberg, og þar sem gosstöðvar hafa náð upp úr jökli hafa runnið hraun og myndast stapar eða hraunahryggir. Allar bergmyndanir eru basalt og ekkert súrt eða ísúrt berg hefur fundist á yfirborði.“
Ljóst er að Brennisteinsfjöllin búa yfir miklum verðmætum, ekki síst náttúruverðmætum. En reynslan hefur sýnt að þegar ásókn í jarðvarma og von um arðsemi fjármagns er annars vegar mega gildi náttúruverðmætanna sín lítils.
Sjá meira um Brennisteinsfjöll HÉR, HÉR, HÉR, HÉR og HÉR.
Sjá MYNDIR.

Í Brennisteinsfjöllum

Brennisteinsfjöll.

Austurengjar

Í Viðauka 66 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 – Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar, er fjallað um Austurengjar í Krýsuvík. Í Viðaukanum segir m.a.:

Austurengjar

Austurengjar.

„Austurengjar er hluti af mjög stóru jarðhitasvæði sem kennt hefur verið við Krýsuvík. Frá 2006 hefur HS Orka haft rannsóknarleyfi á öllu svæðinu til 10 ára. Margs konar yfirborðsrannsóknum má heita lokið. Næsta skref rannsókna er borun djúpra rannsóknarholna, en holurnar eru nauðsynleg forsenda fyrir mati á orkugetu svæðisins og til að afla upplýsinga um eðliseiginleika sjálfs jarðhitakerfisins eins og hita, þrýsting og lekt.
Austurengjar voru flokkaðar í biðflokk í Rammaáætlun 2, valkostur nr. 67 sbr. kort Rammaáætlunar. Miðað við núverandi skilgreiningu biðflokks er ekki unnt að bora rannsóknarholur á svæðinu, sem kemur í veg fyrir frekari rannsóknir þess.

Austurengjar

Hveraummyndanir á Austurengjum.

HS Orka gerir ráð fyrir að nýta jarðvarma úr Austurengjum fyrir jarðvarmavirkjun til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni. Gert er ráð fyrir að svæðið verði virkjað í áföngum, byggt á niðurstöðum jarðfræði- og jarðeðlisfræðirannsóknum, rannsóknarborunum og auðlindamati. Áætlaðar helstu kennistærðir slíkrar virkjunar eru í töflu 1. Ef vilji er til þess af hálfu sveitafélags eða sveitarfélaga sem fara með skipulagsvald á svæðinu mætti gera ráð fyrir því í hönnun virkjunar að upphitun grunnvatns yrði möguleg fyrir staðbundna hitaveitu t.d. fyrir stóran notanda og/eða smærri notendur sem kysu nálægð við orkuver.

Jarðhiti

Viðnámsþversnið niður á 4 km dýpi frá Höskuldarvöllum, undir Trölladyngju, Móhálsadal, Sveifluháls og austur fyrir Kleifarvatn. Miðja háhitasvæðisins er undir Móhálsadal.

Umræða um heildstæða nýtingu Krýsuvíkursvæðisins hefur m.a. snúist um að á því væri unnt að byggja upp virkjanakerfi sem gæti framleitt heitt vatn fyrir notendur á höfuðborgarsvæðinu þ.e.a.s. því svæði sem Nesjavalla- og Hellisheiðavirkjun sjá fyrir heitu vatni. Með þessu fyrirkomulagi yrði afhendingaröryggi heits vatns aukið til muna komi t.d. til umbrota á Hengilssvæðinu.

Reykjanesskagi

Virkjanir og virkjanakostir á Reykjanesskaga.

Svæðið sem hér er kennt við Austurengjar er í lögsögu tveggja sveitarfélaga, Grindavíkur norðan til en Hafnarfjarðar sunnan til. Austurhluti svæðisins er undir Kleifarvatni sunnanverðu og þar suður af, undir Sveifluháls og Móhálsadal að Trölladyngjusvæðinu og þaðan suður af að mörkum þess svæðis sem við kennum við Sveifluháls. Krýsuvíkurvegurinn liggur með Sveifluhálsi austanverðum, fær hvers kyns farartækjum, en slóðar annars staðar.

Sveifluháls

Sveifluháls.

Sveifluháls er um 15 km langur goshryggur, samsettur úr nokkrum móbergshryggjum sem gusu undir jökli. Þeir elstu sýna lítilsháttar jarðhitaummyndun á yfirborði en þeir yngri ekki nema þar sem virkur eða nýlega kulnaður yfirborðshiti hefur leikið um móbergið. Hveravirkni er við og í Kleifarvatni sunnanverðu og í sprungurein þar suður af kenndri við Austurengjar. Vestan Sveifluháls er lítilsháttar jarðhitaummyndun sjáanleg í Köldunámum og Folaldadal, um 10 m2 99°C, heit hitaskella finnst út í hrauni þar vestur af. Vegslóði liggur frá Undirhlíðum suður um Móhálsadal að Djúpavatni. Slóðinn er rútufær en þarfnast styrkingar til að flytja stærri tæki, s.s. bor. Vatn til rannsóknarborunar vestan við Sveifluháls mætti sækja í Djúpavatn, og leita mætti eftir köldu grunnvatni með 150-200 m djúpum holum í Móhálsdal norðanverðum. Austan megin er skolvatn til borana auðsótt í Kleifarvatn.

Seltún

Seltún.

Austurengjar eru innan marka Reykjanesfólkvangs. Í reglum um Reykjanesfólkvang sbr. Stjórnartíðindi B, nr. 520/1975, segir m.a.: „Allt jarðrask er bannað innan fólkvangsins nema leyfi Umhverfisstofnunar komi til. Undanskilin er hagnýting jarðhita, t.d. í Krýsuvík, og mannvirkjagerð í því sambandi“.
Stjórn fólkvangsins hefur látið vinna ágætis lýsingar á almennri jarðfræði, gróðurfari, dýralífi, mannvistarleifum og fleira innan fólkvangsins og er vísað til þeirra hér (Sigrún Helgadóttir, 2004; Hildur A. Gunnarsdóttir, ritsj. 2008). Mýrlendið austan þjóðvegar suður af Kleifarvatni hefur þar nokkra sérstöðu hvað gróður, dýralíf og verndargildi varðar, enda eina mýrlendið á Reykjanesskaganum. Þar eru hross frá Sörla höfð í sumarbeit í afgirtu landi.

Austurengjahver

Austurengjahver.

Suðaustanvert við Kleifarvatn eru rofnir og hálfgrónir móbergshálsar og liggur slóði yfir þá næst Kleifarvatni. Vestan Kleifarvatns er norðurhluti móbergshryggjarins Sveifluháls mest áberandi, með háreista móbergskolla, skörðótta tinda, klettabelti og skriður, með stöku gróðurtorfum og lynghvömmum hér og þar. Vestan Sveifluháls í Móhálsadal er helluhraunsbreiða mest áberandi. Ekkert undirlendi er meðfram Kleifarvatni vestanverðu.
Í matsskyldufyrirspurn til Skipulagsstofnunar um borteig fyrir rannsóknarboranir neðan Hveradals er aðstæðum lýst á svæðinu og þar sem Austurengjar eru í nágrenni þess svæðis eiga lýsingar á ýmsum umhverfisþáttum í fyrirspurninni við um svæðið við Austurengjar. Greinargerð matskyldufyrirspurnar er fylgiskjal með innsendum gögnum HS Orku hf.

Móhálsadalur

Móhálsadalur.

Svæðið sem hér er kennt við Austurengjar nær yfir norðaustur hluta háviðnámskjarnans sem skilgreindur hefur verið með viðnámsmælingum á Krýsuvíkursvæðinu. Miðja svæðisins er í Móhálsadal.
Veruleg skjálftavirkni hefur verið á Krýsuvíkursvæðinu öðru hverju allt frá síðustu aldamótum og þaðan af fyrr. Umtalsvert landris og sig með miðju í Móhálsadal hefur komið fram. Skjálftarnir koma í hrinum sem vara í nokkra dag, en fjöldi þeirra hefur verið meiri austan til á svæðinu. Þar af voru nokkrir skjálftar yfir 5 að stærð. Nokkur virknibreyting hefur sést á hverasvæðunum, einkum ofan við Seltún, en jafnframt komu hverir við suðurenda Kleifarvatns undan vatni er vatnsborð Kleifarvatns lækkaði um nokkra metra í kjölfar aldamótaskjálftans. Ekki hefur tekist að tengja landris eða skjálfta við bráðið berg eða kvikuinnskot undir svæðinu.

Seltún

Seltún.

Rannsóknir og boranir á Krýsuvíkursvæðinu hafa verið talsverðar gegnum tíðina og er þeim lýst nánar í lýsingu HS Orku á Sveifluhálsi fyrir Rammaáætlun 3. Eitt af því sem einkenndi hitaferlana í mörgum þessara holna var viðsnúningur þeirra þ.e.a.s. holurnar voru heitastar á 200-500 m dýpi en kaldari þar fyrir neðan og því ekki fýsilegar til virkjunar. Mælingarnar benda til þess að jarðhitakerfið hitni aftur þegar neðar dregur, einkum nær miðju uppstreymisrása. Rannsóknaboranir munu gefa upplýsingar um á hvaða dýpi kerfið byrjar að hitna aftur og hversu hratt það hitnar og þar með skapast grundvöllur til þess að meta vinnslugetu svæðisins. Eins og sjá má í töflu 2 voru fyrstu 4 holurnar sem boraðar voru á sínum tíma innan Austurengjareinar, 1941-1945, og ein 816 m djúp hola 1971.

Austurengjahver

Austurengjahver.

Staðsetning og stefna 2-3 km djúpra rannsóknarholna HS Orku er ætlað að skera úr um hita og lekt á 1-3 km dýpi. Á Austurengjasvæðinu hefur HS Orka enn sem komið er einungis ráðgert boranir frá hugsanlegum borteigum fyrir stefnuboraðar rannsóknarholur, annar vegar við Kleifarvatn og hins vegar við Köldunámur. Skolvatn til borana yrði sótt í Kleifarvatn í fyrra tilvikinu. Algengt er að efstu 700-1000 m háhitasvæða séu fóðraðir af með steyptum stálfóðringum og að jarðhitavökvi sé unnin úr dýpri jarðlögum. Borun djúpra rannsóknarholna er frumforsenda hvers kyns orkunýtingar á Austurengjasvæðinu.

Austurengjar

Á Austurengjum.

Austurengjareinin sjálf er 5-6 km löng og um 1 km á breidd, eða um 6 km2 að flatarmáli í heild ef nýtanlegur jarðhiti væri eingöngu bundinn við þá rein. Óvissa er um stærðarmatið/orkugetuna án rannsóknarborana, en jarðhitaleit með borunum myndi þó klárlega beinast að reininni sjálfri fremur en jöðrum hennar. Vegna umhverfis- og verndarsjónarmiða væri auðveldast að skoða orkugetu Austurengjareinarinnar með því að teygja sig inn í reinina með stefnuboraðri holu frá vatnsbakka Kleifarvatns suður af Syðristapa. Vestan Sveifluháls væri eðlileg staðsetning fyrstu rannsóknarholu nærri Köldunámum.

Austurengjar

Stöðull á Austurengjum.

Nýtingarsvæði Austurengja liggur að áætluðum nýtingarsvæðum Sveifluháls í suðri og Trölladyngju í vestri. Iðnaðarsvæði og framkvæmdasvæði yrðu innan nýtingarsvæðisins og lega þeirra háð samþykki skipulagsyfirvalda. Ekki er hægt að afmarka framkvæmda- og iðnaðarsvæðið á þessu stigi þar sem það ræðst af niðurstöðum rannsóknarboranna.

Austurengjar

Minjar á Austurengjum.

Áður en vinnsla hæfist úr jarðhitasvæði Austurengja yrði gert reiknilíkan fyrir jarðhitakerfið, byggt á þeirri þekkingu sem þá liggur fyrir. Spár verða gerðar um þrýstingslækkun í jarðhitakerfinu fyrir áætlaða vinnslu. Þessar spár verða bornar undir leyfisveitendur eins og Orkustofnun varðandi gildandi kröfur, til dæmis um sjálfbærni. Mögulegar mótvægisaðgerðir yrðu reifaðar í mati á umhverfisáhrifum, umsókn um nýtingar- og virkjunarleyfi og samráð haft við leyfisveitendur.

Austurengjar

Austurengjar.

Jarðhitavökvi á Austurengjasvæðinu er líklegast ferskvatn að uppruna og samsvarar því þeim jarðhitavökva sem algengur er á öðrum jarðhitasvæðum inn til landsins, rannsóknaboranir munu staðfesta það. Vegna staðhátta á Austurengjasvæðinu verður að vanda til vals á niðurdælingarsvæði. Ekki verður myndað lón við Austurengjar, en mögulega þyrfti þró á iðnaðar- og framkvæmdasvæði virkjunar sem gæti tekið við affalli við stýringu, prófanir eða bilun virkjunar.

Austurengjar

Austurengjar.

Líklega verður orkuvinnsla byggð upp í áföngum og holufjöldi því algerlega háður stærð hvers áfanga. Hér er miðað við að hægt yrði að reisa allt að 100 MWe virkjun á nýtingarsvæðinu, því þyrfti að reikna með að bora þyrfti minnst 20 vinnsluholur og 3-4 niðurdælingarholur fyrir virkjun þessa afls. Ef gert er ráð fyrir að einhverjar holur geti ekki nýst virkjun gæti holufjöldinn í byrjun hækkað um 3-5 holur miðað við almenna tölfræði fyrir rannsóknarboranir á Íslandi. Ómögulegt er að segja fyrirfram til um fjölda uppbótarholna sem þyrfti til að halda fullu afli virkjunar yfir ætlaðan líftíma hennar því það byggir á rekstrarforsendum virkjunar og viðbrögðum viðkomandi jarðhitakerfis. Þannig útreikningar verða hins vegar gerðir þegar niðurstöður rannsóknarborana liggja fyrir, framkvæmdalýsing sett í mat á umhverfisáhrifum og sótt verður um nýtingar- og virkjanaleyfi.

Austurengjar

Stóri-Stampur (sprengigígur) við Austurengjar.

Framkvæmdasvæði getur stækkað nokkuð þegar fjarlægð að niðurdælingarsvæði eykst. Fyrir Austurengjar er reiknað með að borholur yrðu á nokkrum afmörkuðum borteigum sem dregur úr yfirborðsröskun, en á móti gæti komið aukin fjarlægð til niðurdælingaholna. Vegna þessa er hér áætlað að framkvæmdasvæði gæti orðið allt að 6 km2.

Heimild:
-Austurengjar í Krýsuvík: Viðauki 66 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 – Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar.
Austurengjar

Austurengjar og nágrenni – jarðhitasvæði í Krýsuvík.

Prestastígur

Ætlunin var að leita og finna hina fornu leið er farin var milli Hafna og Húsatófta fyrrum. Konungsverslunin var um tíma við Húsatóftir, s.s. örnefni og minjar gefa til kynna, og nálægur Staðarprestur þjónaði jafnt Stað og Höfnum. Hann og aðrir þurftu að fara þarna á millum.
Varða í HafnaheiðiEftir að verslunarhöfn í Grindavík lagðist af 1639 og Hörmagnarar hættu verslun í Arfadalsvík 1745 færðist hún yfir á Þórshöfn og Básenda, eða allt til 1799. Áður fóru yfrumsveitungar til Grindavíkur og til baka og omvent eftir það. Stundum var farin „bæjaleiðin“ (með ströndinni) og síðan vent upp úr Hundadal á Prestshól, yfir Haugsvörðugjá og þaðan að Rauðhól. En þeir, sem betur þekktu til og oftar þurfu að fara leiðina, fóru stystu leið um Hafnaheiði. Þegar upp á hábrúnina var komið greindist gatan niður að bæjunum. Þeir, sem austar fóru, fyrir Ósabotna eða til Keflavíkur eða annarra útbæja, fóru um Gamla kaupstað, jafnvel með með viðkomu í Miðseli (allnokkrar næstum jarðlægar tóftir þó enn sjáanlegar), Mönguseli, Merkinesseli eða Kirkjuvogsseli.
Það var ekki fyrr en síðar að farið var að ganga „Prestastíg“ líkt og nú er gert. Sá hluti leiðarinnar hefur verið endurvarðaður, en vörðurnar á hinni fornu leið um Hafnaheiði eru nú nær allar fallnar, þó ekki allar, en ágæt kennileiti eftir sem áður. Sandfellshæðin (dyngjugígurinn), bara eitt sér, er verðugt skoðunarefni.
Á kaflanum milli Rauðhóls og Húsatófta má m.a. skjól útilegumanna í hraunrásum, þekkt fiskgeymsluhús frá tímum Básendaverslunarinnar og önnur algerlega óþekkt (nema kannski 2-3 núlifandi mönnum). 

Ef skoðuð er örnefnalýsing fyrir þetta svæði má m.a. lesa eftirfarandi: „
Svo sem 1/2 kílómetra norðaustar í gjánni  [Súlnagjá] er klapparhóll, sem lítið ber á, og heitir hann Gamli-Varða í HafnaheiðiKaupstaður. Ekki er kunnugt um nafngift þessa nema ef vera kynni, að setja megi í samband við alfaraleið (hestagötu) úr Grindavík til Keflavíkur til forna og þarna hafi máske verið áningarstaður. Gren var í hól þessum áður fyrr, en aldrei í tíð núlifandi manna. Í norðaustur frá því, er við stöndum, er gríðarstór klapparhóll og mest áberandi, dyngjulagaður og mjög sprunginn. Hann heitir Grákolluhóll. Þar norðaustur af er hár, klofinn klapparhóll, Stóri-Klofningur. Dálítið ofar er annar hóll, líkur hinum, en minni, Litli-Klofningur. Báðir eru hólar þessir neðan við sjálfa heiðarbrúnina.
Nú ökum við til baka og tökum veginn, sem liggur til Hafna. Þegar kemur niður fyrir Bringa, sem áður eru nefndir, sjáum við litla tjörn á vinstri hönd, Vötn (í Vötnunum). Í leysingum getur verið þarna vatnsagi talsverður, því landi hallar þarna alls staðar að og verður stór slakki milli Arnarbælis að vestan og Selsins og Gjáhóla að austan. Ofarlega í hvilft þessari, sem er að mestu basaltklappir, eru þrír talsverðir hólar, og heita þeir einu Landamerki Grindavíkur og Hafnanafni Hvalhólar. Ef við horfum til Arnarbælis, sjáum við bríkur og brúnir, sem lækka til norðvesturs, Arnarbælisveggir, en lægðin kölluð einu nafni Kirkjuvogslágar.
Í nærri beinni línu frá Arnarbæli til norðvesturs eru þrír hólar. Hinn efsti heitir Sjónarhóll. Sá í miðið heitir Torfhóll og er hann þeirra stærstur, með rofhnubb uppi á toppnum. Neðst er strýtumyndaður, grasi vaxinn hóll, sem heitir Grænhóll.
Nú er rétt að keyra í Hafnir á afleggjarann, sem liggur til Reykjaness, og athuga kennileiti og örnefni þau, sem sjást og með veginum liggja. Fyrsta hæð, sem við förum yfir, eftir að húsum sleppir, heitir Lúðvíkshæð. Skammt suðvestar er hár, klofinn hóll og á sitthvorum barmi sprungunnar eru vörður. Þetta heita Bræður. Garðlag liggur á hægri hönd til sjávar í stefnu á þykka vörðu með dálitlu tré í. Þetta er Sundvarða fyrir Merkinessund, og skal hún bera í Bræður á aðalsundi.
Útsýni að Reykjanesvita og EldeyUpp af Lágunum við dálítið skarð í hæðarkinninni í vestur frá Norður-Nauthólum eru mjög gamlar rústir. Það heitir Gamla-Merkinessel (Miðsel). Augljóst er, að landkostir hafa daprazt og selið fært upp í Mönguselsgjána. Niður af Arnarbæli til vesturs eru hólar og graslautir og er það svæði nefnt Kúadalir.“
Þegar gengið var upp frá Kirkjuvogi í Höfnum virtist heiðin nokkuð flöt á fótinn framundan, sendin en hálfgróin. Myndarleg ferköntuð varða er áberandi í heiðinni. Á leiðinni að henni var gengið framhjá hlöðnum matjurtargarði vestan undir í lágum hól. Frá vörðunni sást vel upp í Torfhóla, en stefnan var tekin á heiðarbrúnina með stefnu á vestanvert Sandfell. Umhverfi hefur breyst þarna mikið í gegnum aldir, bæði vegna eldgosa fyrrum, síðan vegna mikils sandfoks upp úr Stóru-Sandvík og um heiðina og loks vegna markvissar landgræslu. Vörður og vörðubrot eru á leiðinni, misstórar. Efst á brúninni hefur verið myndarleg varða, nú hálffallin. Frá henni er ágætt útsýni niður að Höfnum og suður að Sandfellshæð. Hausgvörðugjá er á millum. Vörðubrotum var fylgt að gjárbrúninni og síðan áfram upp að mörkum Hafnar og Grindavíkur. Á þeim er varða.
Lokaáfanginn ofan við HúsatóftirGullkollur, fjalldrapi, lyn og einir eru áberandi í mosagróðurfari svæðisins sem nú tók við. Í vesturöxl Sandfellshæðar er varða. Hún virðist hafa verið kennileiti fyrir þá er voru á leið frá Húsatóftum og vildu taka stefnuna beint af Prestastíg áleiðis til Hafna. 
Norðan þessa er „Prestastígur“ lítt áberandi í landslaginu. Líklega er ástæðan sú að frá gatnamótunum hefur umferðin dreifst yfir Hafnaheiðina, enda ekki nema u.þ.b. 2 klst gangur til bæja.
Frá vörðunni var Prestastíg fylgt framhjá Rauðhól, yfir Eldvörp og að gatnamótum Staðargötu og Húsatóftagötu ofan Hjálmagjár. Síðarnefnda gatan var loks gengin til enda.
Rétt er að geta þess að gatnamót eru á Prestastíg norðan Rauðhóls. Þar liggur gata af honum til norðurs með stefnu á norðuröxl Sandfellshæðar. Vörðubrot er á hraunkolli utan í hæðinni og efst í henni norðvestanverðri er hlaðið gerði. Þaðan sést vel yfir austurhluta Hafnaheiðar. Þessi leið er sú stysta þegar fara átti fyrir Ósabotna.
Þessi leið er 18.1 km, svolítið styttri en ef farið væri frá Höfnum með ströndinni og síðan vent til vinstri í Hundadal eftir núverandi Prestastíg, enda beinni. Útsýni á leiðinni er stórbrotið, bæði til fjalla og stranda. Líklega hafa einungis örfáir menn gengið þessa leið á þessari öld.
Ætlunin er að fara þessa leið rangsælis við tækifæri og skoða þá betur það smáa er fyrir augu ber á göngunni.

Gangan tók rúmlega 4 klst, en alls varaði ferðin í rúmlega 6 klst með góðum hléum, enda veðrið frábært.Prestastígur

Brennisteinsfjöll

Nafnið Brennisteinsfjöll er tiltölulega ungt eða frá því á 18. öld. Áður var hryggurinn, sem myndar þau, nefndur Fjallaháls og jafnvel fleiri nöfnum. Hann er myndaður á sprungurein (oft talað um Brennisteinsfjallareinina) líkt og Sveifluháls (Austurháls) og Núpshlíðarháls (Vesturháls) undir jökli að hluta, en síðan gosið víða eftir honum á nútíma eins og sjá má hinum mörgu eldborgum og gígum. Kistufellsgígurinn er sá stærsti. Miklar hrauntraðir liggja frá gígunum og víða eru langar rásir undir hlaunhellunni. Vitað er að gos varð í Kistu árið 1000, en síðast er talið að hafi gosið í Brennisteinsfjöllum um 1340 Draugahlíðagígs- / Stakkavíkurhraunið).
Aðkoman að Brennisteinsfjöllum fer eftir því hvað á að skoða hverju sinni. Ef fara á beint að „kjarnanum“ miðsvæðis til að skoða vestursvæðið er best að ganga upp úr Fagradal með beina stefnu á Kistu, sem er á milli Eldborgar í suðri og Kistufells í norðri. Gangan þangað tekur u.þ.b. 3 klst með stoppi. Leiðin upp eftir er um slétta hraunbreiðu.
Ef halda á í Brennisteinsnámurnar austur undir Kistufelli (sunnan Draugahlíða) er styst að fara um Kerlingarskarð, beygja suður með vestanverðum Draugahlíðum og til austurs sunnan þeirra. Lítið vatn í gíg er við leiðina. Vel er gróið ofan við námurnar. Þar er tóft af húsi námumanna og lækur. Þessi leið er greiðfær. einnig er hægt að fara upp Kerlingargil með beina stefnu á Kistufell og ganga síðan vinstra megin niður með því – í námurnar.
Ef skoða á Vörðufellsborgir í sunnanverðum Fjöllunum er farið upp frá Lyngskyldi innan við Sýslustein, um Fálkagilsskarð í BrennisteinsfjöllHerdísarvíkurfjalli eða upp frá Gullbringu austan við Kleifarvatn. Allar þessar leiðir eru nokkuð greiðfærar. Eldborgir Vörðufells eru sjón að sjá.
Ef skoða á austanverð Fjöllin er styst að fara upp Nátthagaskarð eða Mosaskarð á Herdísarvíkurfjalli. Þegar komið er upp á brún liggja gamlar götur upp í gegnum hraunin, inn á óbrennishólma og áfram upp eftir. Leiðir eru tiltölulega greiðar, en betra að hafa kunnugan með í för til að spara tíma.
Þá er hægt að ganga í norðanverð Brennisteinsfjöll frá Bláfjöllum, en þá þarf ekki að fást við hæðamismun strax í upphafi ferðar. Hæðin á brúnum er jafnan nálægt 300 m.y.s. Hæsta fjallið er Hvyrfill (621), þá Kistufell (602), Eldborg (570) og Vörðufell (524). Reyndar er Eldborgin sjálf (drottningin) mun lægri því hún er neðar í hrauninu en háborgin á brúninni.

Brennisteinsfjöll

Í Brennisteinsfjöllum.

Að jafnaði þarf að gera ráð fyrir 3 klst hvora leið og síðan viðbótartíma eftir því hvað ætlunin er að skoða. Gönguferð í Brennisteinsfjöll tekur sjaldan styttri tíma en 9-12 klst. Hafa ber í huga að mörgum finnst niðurgangan erfiðasti hluti ferðarinnar, en þá getur reynt verulega á hnén. Það er því rétt að spara orkuna fyrri hluta ferðarinnar og nýta vel það sem eftir er í lokaáfangann.
Þoka getur skollið á fyrirvaralítið í Brennisteinsfjöllum og þá er betra að hafa vant fólk með í för. Fjölmörg skjól er þó að finna á svæðinu, m.a. tugi hella. Í bartviðri er hins vegar óvíða fallegra útsýni hér á landi en einmitt frá Brennisteinsfjöllum.

Brennisteinsfjöll

Brennisteinsfjöll – Kistufellsgígur.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall er móbergsfjall á Reykjanesskaganum vestanverðum. Það er talið vera vestasti hluti Reykjanesfjallgarðsins, en vestan þess eru stök fell. Fagradalsfjall er aflangt frá austri til vesturs, um 385 metrar á hæð og er þar með hæsta fjall á Reykjanesskaga. Það hefur orðið til á ísöld við gos undir jökli og er smáhraunlag á því Fagradalsleid-21ofanverðu, sem gefur til kynna að gosið hafi náð lítið eitt upp úr jöklinum. Fjallið flokkast því sem stapi.
Stapi (eða móbergsstapi) er sérstök gerð eldfjalla sem myndast í eldgosi undir jökli eða íshellu. Gosefnin hlaðast upp í því rými sem bráðnar undan hita gossins. Fyrst um sinn hleðst upp gjóska og bólstraberg en þegar gosið hefur hlaðið sig upp fyrir mörk jökulsins og gosrásin einangrast frá vatninu hefst hraungos. Þegar jökullinn hverfur stendur eftir reisulegt kringlótt fjall með bröttum hamrabrúnum og lítilli dyngju á annars flötum toppi.
Að minnsta kosti fjörutíu stapar eru á Íslandi. Þeir mynduðust á kuldaskeiðum ísaldar en ekki er vitað til þess að slíkur hafi myndast undir núverandi jöklum landsins.
Móberg er bergtegund, sem verður til við gos undir jökli eða vatni þar sem gosopið er nálægt eða rétt undir yfirborðinu, öfugt við bólstraberg, sem myndast djúpt undir vatni. Rétt undir yfirborðinu er þrýstingurinn ekki nægur til að halda kvikunni niðri heldur brýst hún upp á yfirborðið í gufusprengingum og verður að gosösku, sem er glersalli.
Oft hefjast neðansjávargos eða gos undir jökli Fagradalsfjall - Langhollmeð bólstrabergsmyndun ef gosopið er á nægilegu dýpi en þegar á líður grynnkast á opinu og gufusprengingar hefjast með samfarandi gjóskumyndun. Í móberginu má gjarnan finna bólstrabergsbrot eða framandsteina, sem kvikan hefur hrifið með sér á leið upp á yfirborðið. Ef gosopið kemst upp úr vatninu, þannig að gufuspreningum lýkur, hefst hraunrennsli og myndast þá stapar með hraunlagi ofan á móbergsmynduninni.

Móberg er algengt á Íslandi þar sem farið hefur saman eldvirkni og langvinnar jöklanir á kuldaskeiðum ísaldar. Oft má finna hraunhettur efst á móbergsfjöllum, en þær eru, eins og fyrr segir, til marks um að eldgosið hafi náð upp úr vatninu eða jöklinum þannig að hraun hafi byrjað að renna. Þannig má áætla þykkt ísaldarjökulsins út frá hæð hraunlaga í stöpum mynduðum á kuldaskeiðum ísaldar.
Móberg verður til þegar ný gosaska hleðst upp við eldstöð og þjappast saman. Vatn gengur svo í samband við öskuna og hún ummyndast og límist saman í fast móberg, sem tekur oft á sig rauðleitan blæ. Ummyndun gosösku á sér stað við jarðhita og gerist hratt og auðveldlega við tiltölulega lágan hita. Í rannsóknum á Surtseyjargosinu kom í ljós að í 80-100 °C heitum borholum hafði gosaska ummyndast í hart móberg á aðeins einu til tveimur árum en jafnvel enn hraðar við hærri hita.

Moberg - kort II

Ummyndunin verður þannig að ýmsar katjónir losna úr gosglerinu, svo sem kísill, ál, kalsín, natrín og magnesín, en í stað þeirra gengur vatn inn í glerið og járnið í því oxast úr tvígildu járni yfir í þrígilt járn. Járnið gefur móberginu rauðan blæ en katjónirnar, sem gengu úr gosglerinu, mynda holufyllingar, sem límir glerið saman í hart móberg.
Reykjanesskagi er skagi sunnan Faxaflóa og er í laginu eins og ólögulegur fótur til vesturs út úr meginlandi Íslands. Jarðfræðilega er Reykjanesskagi allt svæðið austur að Ölfusá, Sogi, Þingvöllum og í Hvalfjarðarbotn. Hins vegar er í daglegu tali oftast átt við svæðið vestan (sunnan) Hafnarfjarðar og frá Krýsuvík og vestur (suður) úr, þegar talað er um Reykjanesskagann. Venjulega er talað um að fara suður þegar haldið er út skagann, en inn þegar farið er til baka. Suðurnesjamenn fara inn eftir til Reykjavíkur og eru þeir því einir landsmanna sem ekki fara suður til Reykjavíkur, heldur suður heim til sín. Ysti hluti skagans heitir Reykjanes (það er hællinn á fætinum).
Gróft séð er skaginn um 50 km langur og 20 km breiður eða um 1000 ferkílómetrar, sem samsvarar lauslega reiknað 1% af landinu. Hann einkennist af fjöllum, sem eru flest frekar lág móbergsfjöll, mynduð við gos undir jökli á ísöld, og hraunum, sem runnið hafa bæði fyrir landnám og á sögulegum tíma.

Gos-21

Skaginn er frekar gróðursnauður en þó má finna þar ótrúlegan tegundafjölda ef vel er að gáð. Jarðfræðilega er svæðið mjög athyglisvert og ennfremur er það kjörið til útivistar og gönguferða.
Helstu fjöll á Reykjanesskaga vestanverðum eru Langahlíð (sem blasir við frá Reykjavík), Vatnshlíð (austan við Kleifarvatn), Sveifluháls og Núpshlíðarháls (sem einnig heita Austurháls og Vesturháls) og er norðurendi þess síðarnefnda Trölladyngja og Grænadyngja, Keilir, Fagradalsfjall, Þorbjörn (Þorbjarnarfell) og Festarfjall. Mörg fleiri mætti nefna, en þau eru smærri.
Jöklar þekja stóran hluta jarðar á ísöldum. Ísöld er jarðsögulegt tímabil þar sem þykkar jökulbreiður hylja stór landsvæði. Slík tímabil geta staðið í nokkrar milljónir ára og valdið miklum breytingum á yfirborði meginlanda.
Allnokkrar ísaldir hafa sett svip á sögu jarðarinnar. Sú elsta er kennd við svokallaðan forkambrískan tíma fyrir meira en 570 milljónum ára.
Síðasta tímabil mikilla Dalahraun - loftmynd IIjökulframrása er kallað Pleistósen tímabilið og er almennt talið hafa hafist fyrir um 2,6 milljónum ára og lokið fyrir 10 þúsund árum. Sumir telja að síðustu ísöld sé ekki lokið enn heldur sé nú hlýskeið ísaldar (líkt og tiltölulega hlýr vetrardagur).

Minna kuldakast og tímabil sem einkenndist af framrás jökla hefur verið nefnt litla ísöld, en hún hófst á 16. öld og var viðvarandi næstu þrjár aldir. Litla ísöld náði hámarki árið 1750 en þá voru jöklar í mestu framrás síðan á hinni Kvarteru ísöld.
Ekki er vitað með vissu hvað veldur ísöldum en meðal þess sem getur haft áhrif eru geislun sólar, Milankovic-sveifla sem er reglubundin breyting á afstöðu sólar og jarðar, breytingar á kerfi hafsstrauma og mikil tíðni eldgosa.
Eldgos kallast sá þáttur eldvirkni, þegar bergkvika brýtur sér leið upp úr jarðskorpunni, og gosið þá annaðhvort í formi hrauns eða ösku.
Jökull er massi íss sem ekki nær að bráðna milli árstíða. Þeir eru stærsta forðabúr jarðarinnar af ferskvatni og hegða sér líkt og hægfara ár sem hreyfist undan þyngdaraflinu. Stærsti jökull jarðar er á Suðurskautslandinu. Jöklar fyrirfinnast í öllum heimsálfunum. Jöklafræði nefnist sú fræðigrein sem rannsakar sérstaklega jökla.
Jöklar flokkast annars vegar til þíðjökla, sem eru nálægt frostmarki vatns, eða gaddjökla, sem ætíð eru neðan frostmarks vatns.
Skriðjöklar kallast þeir hlutar jökuls, sem renna hægt (þ.e. skíða) út frá meginjöklinum.

Heimild:
-Wikipedia.org

Fagradalsfjall

Í Fagradalsfjalli.