Tag Archive for: Grindavík

Björgunarsveit

Mánudaginn 28. des. 2009, frá kl. 18:00-20:00, var skipulögð dagskrá í sal Björgunarsveitarinnar Þorbjörns við Seljabót í Grindavík undir heitinu „Byggð bernsku minnar„.

Börgunarsveit

Merki Björgunarsveitar Þorbjarnar.

Yfirskriftin var vísan til fyrra bindis æviminninga Tómasar Þorvaldssonar, en dagskráin var tileinkuð 90 ára afmæli hans. Tómas fæddist 26. des. 1919. Hann lést 2.des. 2008.
Kristinn Þórhallson, Óskar Sævarsson og fleiri sögðu sögur af Tómasi og störfum björgunarsveitarinnar, en auk fjölþættra starfa á æfinni sinnti Tómas mörgum framfaramálum í sinni heimabyggð.
Sonur Tómasar, Gunnar, var með einkar áhugaverða myndasýningu og gömul björgunartæki voru til sýnis. Kvennadeildin var með fiskisúpu til styrktar björgunarstarfinu. Allir voru velkomnir. Samkoman var mjög vel sótt, enda húsfyllir.Hlífðarfatnaður
Tómas var fyrsti formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík 1947 og gegndi því starfi til ársins 1977. Þá tók hann við formennsku í Slysavarnadeildinni Þorbirni í Grindavík og sinnti henni til ársins 1987.
Í tilefni afmælisins færði Eiríkur Tómasson, f.h. fjölskyldunnar, björgunarsveitinni kr. 1.000.000- til styrktar starfseminni.
Samkoman var liður í Viðburða- og menningardagskrá Grindavíkurbæjar og Saltfisksetursins 2009.

Björgunartæki

Fyrsta fluglínubyssan hjá Þorbirni.

 

Arnarsetur

Birni Hróarssyni, hellafræðingi, barst nýlega (2009) upplýsingar um hellarásir í Arnarseturshrauni frá áhugasömu hellaskoðunarfólki, Christoph og Sarah Hess.
Þau hjónin höfðu verið að skoða undir Arnarsetursrásir VIIyfirborð hraunsins á svæði suðaustan við Hestshelli og norðvestan við Arnarseturshelli, eins og sjá má á eftirfarandi lýsingum: „Exploring the area. First (a) there were a cave with a VERY narrow entrance, we were inside this one, inside first a small hall 1,2m high, some passages in different directions, one needs to be crawled in (50 cm) but later higher, total length around 30m. I think there was another entrance on the tube. b) Seems to be quite long (just saw in the torchlight deep inside), but was not inside, a rather big entrance, a hall (around 1,2m high), with two or more passages in different directions, one seemed to be quite long. c) Can’t remember this one. d) Quite small, but did not go into, maybe not to be called hraunhellir as it maybe smaller than 20m. e) I think this was a rather big one, some big „bubble“ (diameter 15m) that broke in and is open air, but from this there were different cave passages at least one of them around 20m long and 1,5m high.

Arnarsetursrásir VI

It seems that there are hundreds of caves around this area. Maybe one is quite big and we will have another look at it even if it just beneath the surface and quite narrow. Two of them were already marked with a bunch of stones.“

Thank you again for the photos and the forwarded message. Unfortunately I forgot to take my camera with me into the cave, so I only have a photo of the cave entrance in the dark, when we came out. It is a hole (diameter 1 m), with a small cave (not possible to go to the left but you can crawl a bit to the left) and the entrance into the cave is a bit to the right in this hole. It is quite uncomfortable to get in, but this is nothing new for a speleologist and I had to take some stones out of the way to get in at all.

Benediktshellir

So I finished to redraw a small map of the cave – we did not measure a lot, so it is not accurate, but it should be sufficient.
Maybe your friend wants to take a look at the cave and wants to take some pictures. GPS coordinates for entrance of „Benediktshellir“ are? The other interesting hole we found is here? Maybe he can look at this, too. I totally forgot to take a picture here. But as it is quite big, I am sure you saw this before. As I said, unfortunately it is not possible to get in deep on both sides, just a little bit behind the „niðurfall“.

Svæðið var skoðað (mannskaðaveður með tilheyrandi úrhelli og varla stætt – ofan jarðar).

Í Benediktshelli

Hnitin voru staðsett. Þau eru öll nokkurn vegin í línu milli Hestshellis og Arnarseturshellis. Hnappurinn er á ofanverðu svæðinu lengra til suðurs. Allt eru þetta yfirborðsrásir (magaskrið) sem skoðaðar hafa verið áður. Litlar vörður eru við a, b og c (I, II og III), en d og e ( IV og V) eru á svo til sama svæðinu og í sömu rásinni skammt ofan við Hnapp. Þótt rásirnar séu stuttar, lágar og þröngar eru í þeim ágæt myndefni.
Á leiðinni til baka var skoðað í VI og VII. Sá fyrrnefndi hefur stórt op, en ekkert framhald. Litadýrðin er mikil. Hinn síðarnefndi er í grunnu jarðfalli, en skemmtilegt skjól á sléttum stalli (3 m á hæð, 7 á breidd og 10 m á lengd). Undir stallinum eru rauðgulir sveppir á smákafla, en þeir hafa ekki sést í helli áður (að vitað sé)

„Another trip: First we saw a big hole that broke in: 10 m diameter. I think someone else saw this Í Benediktshellicave before as it is so big. Unfortunately (as it is such a big broken tube, otherwise it might have been a great cave!) it was to crashed to go in further than 5m. If I have more time maybe I will walk around this thing some meteres, maybe there is another entrance into it and a bigger complete part?!
But we found another one yesterday. And this one seemed to be very interesting. And really the cave was interesting: I think worth to mention in another edition of one of your books 🙂
We called it Benediktshellir (as we are from Germany and the German pope’s name is Benedikt – though we are not catholic. Just to find a name….)
Small description:

Í Benediktshelli

It is a quite narrow entrance with red lava (like Hnappur and not black-gray like the other surfacial caves). So we expected it to be quite deep, especially as we felt a wind coming out of the cave. So I put some broken stones away to have more space to get in. Still it was narrow. and getting slightly down some 3-4 meters 45°. Down we were in a small room (width 3,5m, height 1,6m) with a tube to the right and one to the left, with some nice lava flow formations at the ground. The left one bows to the right after 5m and is going on for about 30m getting narrower, there is a room on the right side going up and the tube ends in a small room diameter 5m and height 0,8m. The ground of this tube is very rough, some stalagtites from the ceiling.

Í Benediktshelli

The right tube from the beginning has a long curve (10m) to the left and goes on for about 30m getting down for about 5m on this 30m, but there is a part where the ceiling broke and a very small hole (maybe someone smaller could get through, we decided not to go as it seems quite narrow and the broken stones not very stable), in the light of the torch I saw about 10m further behind these obstacle. Half the way there is a small bridge that divides the tube: a small tube beneath and a nice surface above. The overall color of the cave is red and has some stalagtites.
I drawed a simple map of the cave. The complete length seems to be something about 60m (without the part we did not explore), the average height is about 1,2m. It is a quite nice and interesting cave.“

Í Benediktshelli

Eftir nánari skoðun á svæðinu kom eftirfarandi í ljós v/framangreint: „Sá síðarnefndi er sami og merktur er Arnarsetursrásir VII. Rauðgulu separnir eru í honum (jarðfallinu) vestanverðum, en að austanverðu liggur þröng rás up með norðurveggnum. Farið var inn um 10 metra og var þá komið inn í rými (um 1.0 m á hæð). Úr því liggur þrengri rás til austurs að sunnanverðu. Ekki var farið þangað inn (magaskrið). Ólíklegt að þarna kunni að vera rás því komið er svo neðarlega í hraunið (þar sem það sléttast út. Annars er jarðfallið í VII svolítið skemmtilegt jarðfræðilega séð. Þarna hefur kvikan stöðvast um tíma í hraunrásinni og safnast hæglátlega saman, myndað tjörn, sem storknað hefur á yfirborði. Smám saman hefur góandi hraunkvikunni tekist að bræða sig niður og undir yfirborðið sem var um nýja þrönga rás. Við það hefur hólfið tæmst og myndað tómarúm. Þunn loftskelin hefur síðar fallið niður og hólfið þá opinberast að ofan. Á smábletti í henni hafa myndast rauðgular skófir, sem óvíða sjást hér á landi (að vitað sé).
Í BenediktshelliBendiktshellir var skoðaður. Rétt norðaustan við opið er falleg hraunrás (yfirborðsrás), stutt en víð (1.20 m á hæð. Opið á Benediktshelli (VIII) er sem fyrr er lýst. Af ummerkjum að dæma var einungis að sjá nýleg spor í mosanum og neðan við opið. Mjög líklega eru þau CH og SH þau fyrstu sem fara þarna niður. Opið virðist lítt áhugavert í fyrstu, jafnvel þegar niður er komið. Erfitt er að þrengja sér lengra niður á milli hvassra steinnybba. Þröng rás virðist áður vera á vinstri hönd, en henni má gleyma. Þegar niður er komið birtist rúmgóð rás, bæði til vinstri og hægri. Hæðin er um 1.60 m g breiddin um 5.0 m. Lýsingin er líkt og sjá má af uppdrættinum, nema hvað hellirinn er meira „afrúnaður“, er í meiri sveig en sýnt er. Uppdrátturinn gefur þó ágæta mynd af aðstæðum. Rásin var þurrr þrátt fyrir rigningartíð undanfarna daga.

 

Benediktshellir

Hún er á ca. 5.0 metra dýpi, sem er sú mesta sem er á hraunrásum á þessu svæði svo vitað sé. Önnur rás skammt ofar (VI) er greinilega hluti af sömu hraunrás. Þegar hún var skoðuð mátti sjá sömu liti í kvikunni og þarna. Vinstra megin inni við opið á þeim helli er rás, þröng í fyrstu, en opnast smám saman. Hana þyrfti að magaskríða og er ekki ólíklegt að hún nálgaðist VIII (Benediktshelli). VIII (Benediktshellir) er um 60 m langur (svona við fyrstu athugun). Þverrásir virðast hafa verið skammvinnar hliðakvikuþrær, sem hafa gengi til baka inn í meginrásina þegar losnaði um.

Hnappur er nokkuð suðaustan við þetta rásarsvæði. Lægð er á millum. Megingígar Arnarseturshrauns (hafa ber í huga að um gos á sprungurein er að ræða og sumir gígarnir því umverpst hrauninu) eru enn lengra í suðaustur (sunnan við Arnarseturshelli). Hraunið stallast þarna og er Bendiktshellir á miðstallinum. Þar eru einnig fleiri skemmilegar rásir, sem vert væri að skoða nánar.

Hnappur

Hnappur – opið.

Arnarsetur

Ætlunin var að skoða hluta Arnarseturshrauns norðvestanvið Arnarsetur. Þar er hraunið nokkuðs létt og mikið um yfirborðsrási, auk þess sem þar eru þekktir hellar, s.s. Hnappur og Hestshellir.
ArnarseturAfstapahraun er frá sögulegum tíma þrátt fyrir að í Vallholtsannáll segi frá gosi þarna 1661. Við rannsókn kom í ljós að landnámslagið (dökkt að ofan og ljóst að neðan) er undir hrauninu og Kötlulag (1495-1500) er ofan á því.
Í goshrinu um 1226 komu upp, auk Arnarseturshrauns, nokkur gos á Reykjanesi, s.s. Yngra Stampahraun, (Klofningahraun), Eldvarpahraun og Illahraun. Um þetta leyti félll svokallað Miðaldalag. Harðindi fylgdu í kjölfarið.
Arnarseturshraunsgosið var blandgos, en svo gos sem bæði mynda hraun og gjósku. Kvikan er þá seigari en í hraungosunum. Þegar gasið brýtur sér leið úr kvikunni veldur það kvikustrókavirkni og smásprengingum.
Gjall- og klepragígar geta ýmist verið á sívalri eða aflangri eldrás. Þeir myndast einkum í byrjun goss þegar kvikustrókar þeytast upp úr gígnum. Nái kvikusletturnar, sem þeytast upp úr gígnum, ekki að storkna áður en þær lenda á gígbarminum hleðst upp klepragígur úr seigfljótandi kvikuslettum. Storkni sletturnar hins vegar á flugi sínu úr gígskálinni lenda þær þyngstu sem gjall á gígbarminum og mynda gjallgíg umhverfis gosrásina. Kvikan frá blandgígum myndar yfirleitt apalhraun.
Í ArnarseturshrauniApalhraun [aa] kallast úfin hraun sem mynduð eru úr einu lagi. Yfirborðið er þakið gjallkenndu hraungrýti en neðar tekur við grófstuðluð samfelld hraunklöpp. Oft má greina stórgerða garða eða múga á yfirborðinu sem myndast þvert á rennslisstefnu hraunsins og kallast þeir svigður. Jaðar apalhraunanna er jafnan mjög brattur þegar þau skríða eða velta fram og hrynur þá laust gjall úr honum og lendir undir hrauninu. Þannig myndast botnlag úr gjalli undir hrauninu og er það einkennandi fyrir apalhraun.
Súr og ísúr kvika er ávallt seigfljótandi og myndar því jafnan mjög úfin apalhraun sem geta verið ugir metra á þykkt. Sem dæmi um slík hraun má nefna Laugahraun í Landmannalaugum og Hekluhraunin. Basísk kvika myndar einnig apalhraun einkum kvika sem rennur við blönduð gos á sprungum. Þegar líða tekur á gosin hafa hraunin oft náð mikilli útbreiðslu og er þá mestur hluti þeirra storknaður. Leitar kvikan þá í vissa farvegi á leið sinni út frá gígnum.
Í ArnarseturshrauniVið lok gossins tæmast farvegirnir oft og tíðum og kallast þeir þá hrauntraðir. Slíkar hrauntraðir sjást víða t.d. við Lakagíga, Þrengslaborgir og Búrfell ofan Hafnarfjarðar.
Helluhraun [pahoehoe] eru slétt og greiðfær yfirferðar. Þau myndast einkum þegar um hreint hraungos án kvikustrókavirkni er að ræða. Yfirborð hraunanna storknar oft og myndast þannig fremur þunn og seig skán sem sígur áfram með rennslinu á bráðnu undirlaginu. Við það gárast skánin þannig að yfirborðið verður alsett fíngerðum gárum sem líkjast helst kaðalhönk og kallast gárurnar því hraunreipi. Verði yfirborðsskánin þykkri brotnar hún oft upp í fleka við framskrið og hreyfingar á bráðnu undirlaginu. Við slíkar aðstæður myndast oft háir hólar í helluhraununum. Hólar og hæðir í helluhraunum stafa líka stafað af því að djúpir hraunstraumar kaffærðu hóla og hæðir sem fyrir voru í landslaginu. Mishæðirnar koma svo aftur í ljós þegar kvikan rennur undan storknaðri hraunskáninni í lok gossins. Kvika helluhraunanna kraumar oftast í kvikutjörn í gígnum. 

Í Arnarseturshrauni

Frá gígnum rennur hún yfirleitt úr hrauntjörninni um göng og oft langar leiðir undir storknu yfirborðinu uns hún flæðir upp um augu á hraunþekjunni. Þannig renna ótal hraunspýjur hver yfir aðra og því eru helluhraun, einkum ættuð frá dyngjum, mjög lagskipt og er ekki að finna gjall eða önnur millilög milli laganna. Hraungöngin tæmast oftast eins og hrauntraðirnar að gosi loknu og verða þá til hraunhellar sem geta orðið mörg hundruð metrar á lengd. Þekktastir slíkra hella eru Surtshellir í Hallmundarhrauni og Raufarhólshellir í Þrengslum. Oft eru fallegar myndanir dropsteina og hraunstráa í slíkum hellum.
Í ArnarseturshrauniSigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson skrifuðu skýrslu um aldur Arnarseturshrauns áruð 1989. Náttúrufræðistofnun Íslands gaf hana út fjölritaða. Í ágripi skýrslunnar kemur m.a. fram að aldur hraunsins hefði verið fundinn með könnun öskulaga undir og ofan á því.
Þá segir m.a.: „Milli Vogastapa og Svartsengisfells liggur Grindavíkurvegur að mestu í unglegu hrauni. Jón Jónsson (1978) hefur lýst hrauninu og kallar það Arnarseturshraun, en einn einn hólanna við stærstu gígana sem mynduðu hraunið heitir Arnarsetur. Jón telur að hraunið hafi runnið á sögulegum tíma. Einnig birti hann meðaltal af þremur efnagreiningum. 

Í Arnarseturshrauni

Arnarseturshraun er að mestum hluta komið úr um 400 m langri gígaröð sem liggur um 500 m austan Grindavíkurvegar á móts við Stóra-Skógfell. Í upphafi gossins hefur gíragörðin verið mun lengi eða a.m.k. um tveir km. Um einn km norðaustur af aðalgígunum sést hluti af gígaröðinni sem virk var í gosbyrjun. Hún er um 500 m löng en slitrótt. Gígarnir eru litlir, 4-6 m háir. Virknin þar hefur dvínað fljótlega og gosið dregist saman á um 400 m langa gossprungu. Frá henni er allt meginhraunið runnið en aðrir hlutar gígaraðarainnar hafa færst í kaf nema áðurnefndir gígkoppar. Ekkert er vitað um framhald gossprungunnar til suðurs en þar er hraunið mjög þykkt og gígar horfnir ef einhverjir hafa verið. Í lok gossins var gosvirkni einkum í þremur eða fjórum gígum. Nyrst og syðst var einkum hraunrennsli en á miðju gígaraðarinnar hlóðust upp gjallgígar. Nyrsti hluti gígaraðarinnar stefnir um N50A en aðalgígarnir stefna N40A. Upphaflega gossprungan hefur ekki verið í einni línu, heldur hefur hún verið skástíg og hliðrast til hægri, sem sést af því að nyrðri gígarnir eru ekki í beinu framhaldi af aðalgígunum.
Aðalgígarnir eru nálægt suðausturjaðri hraunsins. þeir eru nú rústir einar eftir gjallnám en virðast hafa risið allt að 25 m yfir hraunið. Fyrst hefur hraunið frá gígunum einkum runnið tilnorðurs en síðar aðallega til vesturs og suðvesturs. Hraunið er að miklu leyti helluhraun en í því eru apalhraunsflákar og sumstaðar hefur helluhraunið brotnað upp ogþar er hraunið  mjög úfið. Eins og títt er um sprunguhraun á Reykjanesskaga er harunið að jafnði þeim mun úfnara og verra yfirferðar er fjær dregur gígunum, en nærri þeim er það afar blöðrótt og fraukennt og brotnar undan fæti.
Í ArnarseturshrauniArnarseturshraun er yngsta hraunið á þessu svæði og liggja jaðrar þess alls staðar út yfir aðliggjandi hraunfláka. Suður- og suðausturjarðrar þess liggja út yfir hraun sem að mestu eru runnin frá unglegri gígaröð austan við Stóra-Skógfell og hefur hún verið kennd vuð Sundhnúk (Jón Jónsson 1973). Norðan til hefur Arnarseturshraun runnið út fyrir fornlegt og mikið sprungið dyngjuhraun, ættað frá stórri dyngju norðan undir Fagradalsfjalli og hefur hún af jarðfræðingum verið kölluð Þráinsskjöldur. Norðvesturjaðarinn liggur út yfir annað dyngjuhraun, ámóta fornlegt og sprungið. Það er komið frá dyngju sem kölluð hefurverið Sandfellshæð eftir dyngjuhvirflinum sem er um tvo km vestur af jarðhitasvæðinu í Eldvörpum. Hraun sem komin eru úr Eldvörpum og stórum stökum gíg skammt suður af Þórðarfelli hverfa inn undir suðvesturjaðar arnarsteurshrauns, en suðurjaðarinn liggur eins og austurjaðarinn út á Sundhnúkshraun.
Í ArnarseturshrauniEkki hafa neinar sprungur fundist í Arnarseturshrauni svo vitað sé en augljóst er að berggrunnurinn undir því er mjög sprunginn. Gliðnun eða umbrot virðast því ekki hafa átt sér stað á svæðinu eftri að hraunið rann. Illahraun, sem komið er úr gígum um fjóra km suðvestur af Arnarsetursgígunum, er einnig ósprungið og því hugsanlega frá svipuðum tíma. Rétt er að benda á að ekki er ljóst hvernig gosbeltið hegðar sér á svæðinu frá Reykjanesi að Fagradalsfjalli, þ.e. hvort líta beri á það sem eina sprungurein eða fleiri. Af þessum sökum er aðeins hægt að draga ályktanir af arnarseturs- og Illahraunsgosinu um næsta nágrenni en ekki sprungureinina í heild.
Jón Jónsson (1978, 1983) telur flatarmál Arnarseturshrauns vera um 21.84 km2.  Jón gerði ráð fyrir að norðurhluti gígaraðarinnar frá henni væri sérstök gosmyndun og er það því ekki meðtalið.
ArnarseturshraunJón Jónsson telur Arnarseturshraun eldra en Sundhnúkahraun, en því mun vera öfugt farið skv. jarðvegssniði. Ljóst er að Arnarseturshraunið hefur runnið skömmu eftir að Miðaldalagið féll, sem að líkindum var árið 1226 (Haukur Jóhannesson og Simundur Einarsson 1988b). Þetta er raunar sama niðurstaða og fékkst fyrir Illahraun. Ekki er hægt að segja til um aldursafstöðu þessara tveggja hrauna þars em jaðrar þeirra liggja hvergi saman. sennilegt er að þau hafi runnð í sömu goshrinu eða jafnvel samtímis. Ef Miðaldalagið hefur fallið árið 1226 þá hefur Arnarseturshrauni runnið í fyrsta lagi árið 1227 því einn vetur a.m.k. hefur liðið frá því að öskulagið féll uns hraunið rann.“
þegar gengið er um grágambramosað Arnarseturshraun má víða sjá í því grunnar litskrúðugar yfirborðsrásir, en einnig dýpri og stærri hella, s.s. Hnapp, Hestshelli og Kubb.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.:
-Sigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson – Aldur Arnarseturshrauns á Reykjanesskaga – 1989.

Arnarsetur

Arnarsetur – hrauntjörn.

Þórkötlustaðir

Ætlunin var að afhjúpa örnefna- og söguskilti í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík.

Skilti í Þórkötlustaðahverfi

Á árinu 2006 var afhjúpað sambærilegt skilti í Járngerðarstaðahverfi með sérstaka áherslu á sögusvið „Tyrkjaránsins“ 1627. Austustu einingu þeirra þriggja stoða er Grindavík hefur byggt afkomu sína á í gegnum aldir verður nú gerð skil í máli og myndum. Markmiðið er að áhugasömum bæjarbúum og gestum verði gert auðveldara um vik að rata skýrðar sagnaslóðir hverfisins og njóta þess sem íbúarnir hafa skapað frá upphafi landnáms. Ef vel er að gáð má vel greina landnámsskála, minjar um forna vætti, dysjar, dæmi um átrúnað, þjósagnakennda staði, gamlar markaðar götur, garða, útræði og búskap jafnt sem aðra landnotkun á þessu annars afmarkaða svæði í þjóðleið atvinnusköpunnar um aldir – allt til þessa dags.
Skiltið verið afhjúpuð kl. 11:01 að staðartíma við Þórkötlustaðaréttina. Í kjölfar þess mun verða gengið um hluta svæðins og staðhættir skoðaðir og kynntir af staðkunnugum.
Kort af ÞórkötlustaðahverfiSpáð hafði verið vonskuveðri, en því hafði verið breytt í blíðskaparveður í tilefni dagsins.
Byrjað var á upphafsstað, við örnefna- og söguskiltið, sem héðan í frá mun standa á Klapparhólnum austan við Þórkötlustaðaréttina. Á standinum má berja augum kort af svæðinu sem og stutt yfirlit um sögu þess. Í textanum stendur m.a.: „Þú stendur við réttina í Þórkötlustaðahverfi. Réttin var hlaðin um aldamótin 1900. Hún hefur síðan verið endurbætt. Fyrrum var fé Grindvíkinga vel á fjórða þúsund á vetrarfóðrum. Áður var lögréttin í Krýsuvík, suðvestur undan Arnarfelli. Hætt var að nota hana um 1950. Rétt suðaustan við Bæjarfellið í Krýsuvík var vorrétt. Áður en Þórkötlustaðaréttin kom til réttuðu bændur þar sem nú er grjótgarður vestast innan girðingar Efralands. Þar var Gamla-réttin.
Hér á eftir er að finna nánari upplýsingar um hús, örnefni og örlítið um þróun byggðar á svæðinu. Uppdrátturinn byggir á örnefnalýsingu Lofts Jónssonar, Garðbæ, frá árinu 1976, frásögnum hans sem og Ingeyjar Arnkelsdóttur, Buðlungu, Margrétar Sigðardóttur, Hofi, Ólafs Guðbjartssonar, Bjarmalandi, Sigurðar Gíslasonar, Hrauni, og fleirri er þekkja til staðhátta. Heimildir eru m.a. fengnar úr Sögu Grindavíkur, Jarðabók ÁM 1703, Fornleifaskráningu í Grindavík, Þjóðsögum JÁ og Landnámu. Hafa ber í huga að heiti túnbletta og einstakra húsa hafa tekið breytingum frá einum tíma til annars.
Þórkötlustaðahverfið

Gengið um söguslóðir Þórkötlustaðahverfis

Í Grindavík hefur verið hverfabyggð frá ómunatíð. Hverfin voru þrjú; Staðarhverfið er vestast og Járngerðarstaðahverfi í miðið. Það austasta er hér, Þórkötlusstaðahverfið. Í byrjun 19. aldar voru íbúar allra hverfanna 185 talsins.

Þjóðsagan segir að Þorkatla hafi búið á Þorkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. „Báðar voru þær giftar. Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands. Þorkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þorkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og menn vita ekki til að þar hafi farizt skip á réttu sundi.
Það er að segja frá Járngerðar karli að hann drukknaði á Járngerðarstaðasundi. Þá varð Járngerður afar grimm og mælti svo um að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi.” Segja fróðir menn að það hafi gengið eftir. Leiði kvennanna má sjá í hvoru hverfi. Þorkötluleiði mun vera á túninu austan Þórkötlustaðavegar nr. 11 sem og dysjar hunds og smala.

Þorkötludys

Í Landnámu (Sturlubók) er þess getið að Molda-Gnúpur Hrólfsson hafi numið Grindavík, líklega um 934. Lítið er vitað um byggð í Grindavík fyrstu 300 árin. Líklegt má telja að byggðin hafi horfið um tíma. Um 1150 var mikið gos austan (Ögmundarhraun) við Grindavík og aftur um 1188. Um svipað leyti byrjaði að gjósa að vestanverðu. Um 1211 færðist goshrinan nær (Eldvörpin) og enn 1226 þegar Illahraun og Arnarseturshraun ógnuðu byggðinni.
Þórkötlustaða er fyrst getið í heimildum í rekaskrá Skálholtsstaðar frá 1270. Staðsetningin freistaði stólsins einkum vegna nálægðar við góð fiskimið. Hér þar var ein mesta útgerð stólsins þegar á 14. öld og í raun undirstaða útflutningsverslunar hans fram eftir öldum. Minjar fiskverkunar má sjá á nokkrum stöðum við Grindavík, s.s. í Slokahrauni hér austan Þórkötlustaðahverfis og í Strýthólahrauni hér úti á Þórkötlustaðanesi. Landamerki Þórkötlustaða og Hrauns liggja um Slokahraun. Þar eru leifar margra fiskigarða (Hraungarðar). Garðarnir liggja þvers og kruss um hraunið án þess að mynda ákveðið mynstur. Hleðsluhæðin er milli 0,5-1,0 m.
 

Hermann gefur á garðann í Buðlungu

Í gömlum heimildum er getið um „gömlu Hraunsvör“. Á hún að hafa horfið er bænhús á Hrauni var lagt af skömmu eftir 1600. Kirkja mun hafa verið þar jafnvel frá því um 1200. Á 19. öld reru Hraunsmenn frá Nesi, en um 1840 hóf Jón Jónsson hreppsstjóri að láta gera vör sunnan undan túninu við bæinn. Enn má sjá hluta að gömlum hlöðnum túngörðum á Hrauni, en fyrir þá fékk Jón m.a. Dannebrogsorðuna.
Norðan vegarins ofan við Hraun er hóll og á honum hleðsla; Hraunsdysin. Þar segja kunnugir að hafi verið dysjaðir „Tyrkir” er drápust eftir að þeir gengu á land ásamt félögum sínum utan við Hraun 1627. Segir sagan að strákur frá Ísólfsskála hafi reynt að komast undan þeim á rauðri meri, þeir náð í taglið á henni en sú rauða þá sett hófana í þá með þeim afleiðingum að báðir drápust.

Árið 1703 voru Þórkötlustaðir enn eign Skálholtsstaðar. Bærinn hafði selstöðu í landi Krýsuvíkur, á Vigdísarvöllum. Hjáleigur voru; Eyvindarhús, Ormshús, Eingland (Einland), Klöpp, Buðlunga og tómthúsið Borgarkot. Ekki er vitað hvar Ormshús eða Borgarkot voru. Áður var hjáleigan kölluð Lundun. Árið 1847 hafði hjáleigan Lambúskot bæst við, en 1787 voru Þórkötlustaðir komnir í þrjá hluta (austurpart, vesturpart og miðpart). Þríbýli var á Þórkötlustöðum lengst af á 19. öldinni. Heimræði var árið um kring. Sjávargötunar þrjár (Traðirnar) liggja niður að sjó milli bæjanna. Lending var dágóð á Þórkötlustaðasundi og margvísleg hlunnindi voru í Nesinu, m.a. selalátur. Sjórinn gekk á túnin og braut land að framan. Árið 1840 náðu þau rétt upp fyrir Þórkötlustaðaveginn, sem nú er. Þorkötludysin var þá utan garðs. Flestar túnbæturnar ofar í hverfinu eru tiltölulega nýlegar.

Þórkötlustaðagata í Slokahrauni

Nú eru Þórkötlustaðabæirnir tveir, Miðbær og Vestari-Vesturbær. Áður voru þarna einnig Vesturbær, sem stóð á milli Miðbæjar og Vestri-Vesturbæjar, og síðan Austurbær og Eystri-Austurbær, sem báðir stóðu austan við Miðbæinn.
Þórkötlustaðbrunninn sést á túnakorti frá 1918, norðan Miðbæjar. Hann var fallega hlaðinn, en síðar fylltur möl.
Álagasteinninn Heródes er innan garðs Vesturbæjar. Sagnir eru um að steininn megi hvorki færa né raska á nokkurn hátt. Fornar rúnir eða tákn er markað á hlið steinsins.
Þórkötlustaðir - hinn forni bæjarhóllÍ rannsókn sinni í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902 segir Brynjúlfur Jónsson að á Þórkötlustöðum átti að byggja heyhlöðu í bæjarhúsaröðinni. Þar komu menn niður á merkilegar byggingarleifar. Eldfjallaska ofan á gólfskálinni benti til þess að bærinn hafi lagst í eyði um hríð og tóftirnar staðið opnar fyrir öskufalli. Samkvæmt hugmynd Brynjúlfs virðist þarna hafa verið um fornaldaskála að ræða. Nú er hlaðan horfin.
Tóftir bæja og gamlir kálgarðar eru allt um kring. Tóftir elstu Klappar og gömlu Klappar eru t.a.m. enn greinilegar.
Hleðslur úr torfi og grjóti sýna torfbæ eins og hann var allt fram á 20. öld. Tóftir Hraunkots eru austast í túninu, við túngarðinn. Mikið flóð 1925 tók af nokkur hús á svæðinu austast í Þorkötlustaðahverfi og voru bæirnir í framhaldi af því færðir ofar.
RanCap Fagnetdeiðarstígur (Eyrargata) var gata milli Hrauns og Þórkötlustaða með ströndinni. Ofar í Slokahrauni sést enn móta fyrir Hraunkotsgötu og Þórkötlustaðagötu. Hraunkot byggðist frá Hrauni og reri ábúandinn þaðan.

Við Skarfatanga hafa orðið tvö skipsströnd svo sögur fara af. Hinn 9. maí 1926 strandaði kútter Hákon frá Reykjavík norðan undir tanganum. Skipverjar björguðust. Franski togarinn Cap Fagnet strandaði þar aðfararnótt 24. mars 1932. Þá varð einnig mannbjörg, en strandið varð frægt í sögu björgunarsveitarinnar í Grindavík, vegna þess að þá voru í fyrsta skipti notuð fluglínutæki hér á landi. Þrjátíu og átta mönnum var bjargað í land.
Ofan hverfisins má sjá mikla steingarða til austurs. Þá hlóð að miklu leiti Þorsteinn Þorsteinsson frá Einlandi um 1930. Þeir hafa haldist nokkuð vel og verið haldið við.
Aðrar áhugaverðir minjastaðir eru og við hverfið, s.s. „Tyrkjahellir” utan í Vatnsheiði, hlaðnar refagildur ofan við Hraun, hlaðnir brunnar og kapella frá miðöldum á Þórkötlustaðabæirnir fyrr á 20. öldinniHraunssandi.“
Í ferðinni miðluðu nokkrir innfæddir Þórkötlustaðabúar af þekkingu sinni og reynslu. Ólafur Rúnar Sigurðsson sagði t.a.m. frá uppvaxtarminningum sínum í Austurbænum, þær stöllur Anna og Sólveig að Þórkötlustöðum 3 (vestari Vesturbænum) buðu gestum orkusnakk og leyfðu þeim að skoða álagasteininn Heródes sem stendur í garði þeirra. Fram kom í samtali stuttu síðar eftirfarandi fróðleikskorn. „Kunnugur á svæðinu kom einhverju sinni að Vesturbæ með tvo ferðamenn. Hann langaði til að sýna þeim Heródes. Áður
 hafði hann átt samræður við steininn, sem jafnan hafi sýnt honum inn í óorðna atburði. Þessu sinni þagði steinninn. Aðkomumaður vék frá, en kom aftur að steininum skömmu síðar. Þegar hann beygði sig niður að steininum og snart hann sá hann hvar hann hafði litla biblíu í brjótsvasanum. Tók hann bókina úr vasanum og náði þá þegar sambandi við steininn. Sagði sá að þá þegar hafi Hekla gosið. Þau undur og stórmerki áttu og að hafa gerst að gosið færði vatn það er átti að hafa verið á fjallinu upp með gosstróknum í heilu lagi svo sá undir botninn. Slíkur væri kraftur steinsins.

Heródes

Gamla ljósmyndin af Þórkötlustaðatorfunni er tekin á bilinu 1943-8. Fremst má sjá Austurbæinn, en austari Austurbærinn er til hægri og utan myndarinnar. Sjá má hrútakofann við enda bæjarins, gamla Miðbæinn og þá Miðbæinn, sem enn stendur. Þá tekur við Vesturbærinn, sem nú er horfinn og vestari Vesturbærinn. Að handan sést í Sólbakka. Milli hans og vestari Vesturbæjar (t.v.) er fjárhús frá Austurbæ. Þá bjuggu í Austurbænum þau Ólafur Þorleifsson og Ragnheiður Jónsdóttir. Fyrri kona Ólafs, Þórlaug, ljósmóðir, var þá látin. Þau áttu saman Láru, en börn Ólafs og Ragnheiðar voru Þórlaug, Kristinn og Jón. Ólafur, sonur Þórlaugar, kom einmitt þessari ljósmynd á framfæri við FERLIR, en hún er einstök fyrir margra hluta sakir; í fyrsta lagi sýnir hún gömlu Þórkötlustaðatorfuna utan austari Austurbæ og í örðu lagi sýnir hún aftakendur torfhúsa landans frá fyrstu tíð. Þau voru óeinöngruð, með einfalt gler í gluggum og segja má að baðstofumenningin fyrrum hafi verið flutt svo til óbreytt inn í þau nýju híbýli. Í húsunum var eldhús með kamínu þar sem fyrir var viður og hrossatað (og besta falli kol) til upphitunar, búr innan af (yfirleitt úr torfi og grjót) og síðan baðstofa sem sameinaði borðstofu, setustofu og svefnaðstöðu. Fólk sat áfram á fletum sínum og mataðist uns birtu þraut. Skepnukofar voru samfastir húsunum, svo sem heyra mátti dag og nótt.
Líklegt má telja að steinninn með tákninu tengist fyrrnefndum fornmannatóftum á bæjarhólnum að Þórkötlustöðum sem og Þórkötludysinni ofan garðs (fyrrum).
Loftur Jónsson lýsti örnefnum eins og hann væri að lýsa einföldum mataruppkriftum – svo vel þekkir hann til staðhátta á svæðinu, kvótakóngurinn og fjárbóndinn Dagbjartur Einarsson upplýsti viðstadda um heildarfjáreign Grindarvíkurbænda á vetrarfóðrum, en hún mun nú vera 524 um þessar mundir og er þá allt meðtalið. Erling Einarsson sagði frá fyrstu minningum sínum í kjallarnum á Eyvindarstöðum, sem nú hafa verið flutt í heilu lagi út í Járngerðarstaðarhverfi líkt og nokkur önnur hús á torfunni. Þá mátti litlu muna að hann missti ekki verri handlegginn í þvottavélavindunni, en ekki er langt um liðið að hann missti næstum betri handlegginn í kollbyltu á Selfjalli ofan við Brúsastaði í Þingvallasveit.
Hinir miklu túngarðar í ÞórkötlustaðahverfiLoftur sagði frá verslun Þórkötlustaðahverfinga; Kron og Kötlu sem og Pöntunarfélagi Hraðfrystihúss Þórkötlustaðahverfis og hversu áræðnir hverfingar voru að brjótast undan verslunaráhrifum Járngerðishverfinga. Á leiðinni bauð Hermann Ólafsson í Stakkavík þátttakendum í fjárhús sín við Buðlungu og fengu allir þeir er enn teldu sig vera börn að gefa uppáhöldunum brauð á garðann. Margir voru til kallaðir, enda fjárhúslyktin flestum hverfisbúum ómeðvitað í blóð borin. Þess má geta til gamans að talið er að fjárhirslan við Buðlungu sem og það, sem Stakkavíkurbændur eiga í Staðarhverfi, geti vel verið útibú frá Seðlabankanum. Lengi hefur verið leitað að fjárgeninu í bændum landsins, en líklega væri fljótvirkasta og vænlegasta leiðin að leita þess hjá Grindavíkurbændum.
Loftur, helsti ráðgjafi og þekkjari staðhátta á svæðinu, gat þess að lokum að jafnan hafi Grindavíkurbændur verið handgengnir útvegnum; sótt sjóinn, átt nokkrar kindur og 2-3 kýr. Þeir hafi jafnan unað glaðir við sitt og því væri varla frá miklu meira að segja, en hér hefur komið fram.
Að endalokum bauð Báruverslunar-Björn (afkomandi Hafur-Björns) og Didda til mikillar kjötsúpuveislu að Auðsholti, að gömlum réttardagslegum sið. Fyrir það ber að þakka.

Gangan tók 1 klst og 41 mín.

Þórkötlustaðahverfi

Kapelluhraun

Sigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson skrifuðu grein í Jökul árið 1991 um „Kapelluhraun og gátuna um aldur Hellnahrauns„:

Sigmundur Einarsson

Sigmundur Einarsson.

„Fjórir aðskildir hraunflákar mynduðust í Krýsuvíkureldum. Syðst er Ögmundarhraun sem nær frá Djúpavatni í Móhálsadal suður í sjó. Næst norðan við það er lítið hraun sem mnnið hefur út á Lækjarvelli og er það langminnst þessara hrauna. Þriðja hraunið er við Mávahlíðar, norðaustur af Trölladyngju, og liggur til hliðar við megingossprunguna. Nyrst er svo Kapelluhraun sem runnið hefur frá Undirhlíðum til sjávar.
Hraunin eru dæmigerð fyrir apalhraunin sem koma upp í gliðnunarhrinum á Reykjanesskaga. Hraunin eru þunnfljótandi og gasrík og mynda oft þunnt frauðkennt helluhraun næst gígunum. Algeng þykkt slíkra hrauna er um einn metri á sléttu landi og eru hraunaðrarnir oft ekki nema um hálfur metri á hæð. Þegar hraunin hafa runnið nokkur hundruð metra frá gígunum hefur verulegur hluti gassins verið rokinn úr hraunkvikunni, þannig að hún verður seigari og hraunið þykknar og breytist smám saman í apalhraun sem verður þeim mun úfnara sem fjær dregur gígunum. Hæstu hraunjaðrar af þessari gerð á Reykjanesskaga eru 10-15 m.

Ögmundarhraun

Haukur Jóhannesson

Haukur Jóhannesson.

Hraunið sem rann frá syðsta hluta gossprungunnar fyllti allan Móhálsadal sunnan Djúpavatns og rann í sjó fram á um 5 km breiðu belti. Hraunið fyllti allstóra vík sem að líkindum hefur verið hin forna Krýsuvík. Þessi hraunfláki er stærstur af þeim fjórum sem mynduðust í Krýsuvíkureldum. Hann gæti hafa myndast í tveimur gosum (en þó í sömu goshrinu). Sá hluti hraunsins sem kominn er frá gígunum við Djúpavatn hefur runnið til austurs og síðan til suðurs austan Traðarfjalla. Við suðurbrún Traðarfjalla leggst yfir það yngra hraun sem runnið hefur frá þeim hluta gígaraðarinnar sem liggur í skarðinu milli Traðarfjalla og Núpshlíðarháls. Hraunið er allúfið austan Traðarfjalla, enda hefur það runnið þar í nokkrum halla.

Syðri hluti hraunsins fyllir allan Móhálsadal sunnan Traðarfjalla. Þar er hraunið víðast slétt hellhraun en í dalnum ofanverðum er það að verulegu leyti horfið undir framburð lækja, sem er afar mikill á þessum slóðum.

Krýsuvíkureldar

Krýsuvíkureldar – hraunakort.

Móbergið í hálsunum í grennd er mikið ummyndað vegna jarðhita og því auðrofið. Jafnhliða ummynduninni þéttist bergið þannig að úrkoma hripar ekki beint niður, eins og víðast á Reykjanesskaga, heldur myndar læki sem renna á yfirborði. Þeir hverfa reyndar fljótlega niður í jörðina er þeir koma út fyrir ummyndaða svæðið. Af þessum sökum er ógerningur að segja til um þykkt hraunsins í dalnum. Meginhraunið hefur komið upp í dalnum sunnanverðum. Þegar hraunið fellur suður úr dalnum breytist það að mestu í úfið apalhraun, enda búið að renna alllangan veg frá gígunum. Hraunið hefur síðan runnið allt til sjávar og fyllt hina fomu Krýsuvík. Ætla má að á flatlendi sé hraunið víðast um 5-10 m þykkt og miklu þykkara þar sem það náði út í sjó. Í Móhálsadal er það eflaust nokkru þynnra og vart meira en 3-4 m þykkt, en slík tala er þó ágiskun ein. Flatarmál hraunsins er um 18,6 km2 og ef gert er ráð fyrir 7 m meðalþykkt er rúmmálið um 0,13 km3.
Norður af Djúpavatni liggur ungleg gígaröð til norðausturs eftir Móhálsadal, í beinu framhaldi af gígum Krýsuvíkurelda.

Hellnahraun

Hellnahraun

Mannvirki í Eldra-Hellnahrauni.

Helluhraunið sunnan og vestan við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði heitir Hellnahraun (Guðmundur Kjartansson hefur nefnt hraunið Hvaleyrarhraun þar sem hann minnist á það í sínum greinum og það nafn hefur hraunið fengið á kortum Landmælinga íslands. Flestir jarðfræðingar sem um það hafa fjallað hafa álitið hraunið mjög gamalt, án þess þó að færa fyrir því haldbær rök. Hraunið er dæmigert helluhraun, með ávölum sprungnum hraunkollum, að mestu gróðurlaust nema í gjótum og bollum og þess sjást engin merki að það hafi nokkum tíma verið gróið að marki. Allt var á huldu um aldur hraunsins þar til sumarið 1986, en þá tókst okkur að finna nothæft jarðvegssnið sem liggur inn undir hraunið, norðvestan við Stórhöfða. Þar kom í ljós að Landnámslagið liggur inn undir hraunið. Áður töldum við að Hellnahraun hefði runnið í sama gosi og Kapelluhraun og einnig að Hellnahraun og hraunið frá Óbrinnishólum væru eitt og sama hraunið (sbr. Kristján Sæmundsson og Sigmundur Einarsson 1980).

Selhóll

Selhóll í Eldra-Hellnahrauni, skammt vestan Hvaleyrarvatns.

Við nánari könnun á Óbrinnishólum sumarið 1989 kom í ljós að athuganir Jóns Jónssonar (1974) á þeim standa óhaggaðar. Þá var aðeins eftir að kanna mót Hellnahrauns og Óbrinnishólahrauns nánar, en á jarðfræðikorti Jóns Jónssonar (1978a) er Hellnahraunið talið eldra. Könnunin leiddi í ljós að vestur af Stórhöfða hefur Hellnahraunið augsýnilega runnið út yfir hraunið frá Óbrinnishólum og er því örugglega yngra. Að fenginni þessari niðurstöðu þótti ljóst að Hellnahraun hlaut að hafa komið upp nærri nyrsta hluta Undirhlíða. Þar er þó engum eldstöðvum til að dreifa nema Gvendarselsgígunum en hraunið frá þeim hefur greinilega runnið út yfir Hellnahraunið. Hægt er að ímynda sér að gígarnir hafi horfið undir Gvendarselshraun en sú skýring er ekki sennileg í ljósi þess hversu þunnt Gvendarselshraunið er. Einnig má hugsa sér að Hellnahraun hafi komið úr sjálfum Gvendarselsgígum í byrjun goss en sú skýring verður að teljast langsótt.

Hellnahraun

Eldra-Hellnahraun (svart), Yngra-Hellnahraun (grátt), Óbrinnihólabruni (ljósgrár) og Kapelluhraun (blátt). Fært inn á nútíma loftmynd.

Eftir allmiklar vangaveltur um uppruna Hellnahrauns fannst, eins og stundum vill verða, einföld og augljós skýring. Hraunið er einfaldlega ekki komið úr eldstöðvakerfi Trölladyngju, heldur eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla. Sunnan undir Helgafelli er allmikill helluhraunsfláki. Næst Helgafelli liggur ofan á honum tiltölulega mjór taumur af yngra helluhrauni sem hverfur inn undir Gvendarselshraun.
Jón Jónsson (1977) hefur fjallað um hraun þetta og telur það komið úr Tvíbollum í Grindaskörðum. Ekki verður annað séð en að Hellnahraun sé framhald Tvíbollahrauns til vesturs. Í Krýsuvíkureldum flæddi hraunið frá Gvendarselsgígum yfir hluta hrauntaumsins þannig að samhengið rofnaði og hefur það villt mönnum sýn. Hellnahraun er auk þess einsdæmi á Reykjanesskaga að því leyti að það hefur runnið þvert yfir eitt eldstöðvakerfi og langleiðina yfir í það næsta, þ.e.a.s. hraunið kemur upp í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla, rennur þvert yfir eldstöðvakerfi Trölladyngju og þar sem það liggur næst sjó við Hvaleyrarholt er það í aðeins um 5 km fjarlægð frá austustu sprungunum sem þekktar eru í eldstöðvakerfi Reykjaness.

Hellnahraun

Yngra-Hellnahraun ofan Hafnarfjarðar.

Þegar Hellnahraunið var kannað nánar sumarið 1991 kom ýmislegt nýtt í ljós. Sem fyrr segir liggur Hellnahraunið út á hraunið frá Óbrinnishólum vestur af Stórhöfða. Við könnun á neðri hluta hraunsins reyndist aldursafstaðan þveröfug, þ.e. Óbrinnishólahraunið hefur runnið út yfir Hellnahraun. Þegar betur er að gáð reynist Hellnahraun samanstanda af tveimur hraunum sem hér á eftir verða nefnd Yngra- og Eldra-Hellnahraun. Hraunin eru ákaflega lík í ytri ásýnd og var nokkrum erfiðleikum bundið að greina þau að, en það tókst. Aldur Eldra Hellnahraunsins er ekki þekktur að öðru leyti en því að það er eldra en hraunið frá Óbrinnishólum og yngra en Búrfellshraunið. Eftir útliti að dæma er það þó vart eldra en 3000-1000 ára. Hraunið er líkt og Yngra-Hellnahraunið komið frá eldstöðvum í eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla og hefur runnið svipaða leið í átt til sjávar.

Aldur Yngra Hellnahraunsins

Hellnahraun

Hellnahraun – gömul þjóðleið.

Jón Jónsson (1977) fann Landnámslagið undir Tvíbollahrauni og einnig kolaðarjurtaleifar sem hann lét aldursgreina. Taldi Jón hraunið hafa runnið á fyrstu árum Íslandsbyggðar. Árið 1988 tókum við sýni af koluðum jurtaleifum á sama stað og Jón hafði tekið sín sýni, við suðvesturhorn Helgafells. Einnig var tekið sýni af koluðum jurtaleifum undan Yngra Hellnahrauninu, í rústum af gömlum gervigíg, Rauðhól, skammt frá mótum Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar.
Frá eldstöðvakerfi Brennisteinsfjalla hefur á sögulegum tíma runnið annar helluhraunstaumur, sem minnir mjög á Yngra-Hellnahraunið. Hraunið kom upp sunnan við Kistufell í Brennisteinsfjöllum, rann til norðvesturs eftir Lönguhlíðarfjöllum og síðan fram af þeim niður í Fagradal og Breiðdal við Undirhlíðar. Þetta hraun hefur Jón Jónsson (1978a) nefnt Breiðdalshraun. Aldursgreining, sem Jón lét gera, bendir sterklega til að það hafi runnið í sömu goshrinu og Yngra-Hellnahraun. Líklegast hafa öll þessi hraun runnið á sama tíma á 9. eða 10. öld.
Vegið meðaltal greininganna gefur tækjaaldurinn 1100+35 BP. Mestar líkur eru á að hraunin hafi runnið annaðhvort á árunum 894-923 eða, sem er mun líklegra samkvæmt útreikningunum, á árunum 938-983.“

Þeir félagar, Haukur og Sigmundur, skrifuðu einnig grein í Náttúrufræðinginn árið 1998; „Hraun í nágrenni Straumsvíkur„:

Óbrinnishólabruni

Óbrinnishólabruni

Óbrinnishólabruni.

Fyrir um 1800 árum varð gos í Krýsuvíkurrein og voru nyrstu gosstöðvarnar í Óbrinnishólum við Bláfjallaveg (Jón Jónsson 1974). Hraunið frá þeim, sem að hluta heitir Óbrinnishólabruni, rann í mjóum taumi langleiðina niður undir Straumsvík. Gígarnir í Óbrinnishólum eru nú aðeins svipur hjá sjón því þeir hafa verið grafnir út.

Hellnahraunið yngra

Hellnahraun

Eldra-Hellnahraun í sjó fram sunnan Hvaleyrar.

Fyrir um eitt þúsund árum hófst goshrina á Reykjanesskaga (Sigmundur Einarsson o.fl. 1991). Hrinan hófst með gosum í Brennisteinsfjallarein á tíundu öld. Þá runnu m.a. Svínahraunsbruni frá Eldborgum við Lambafell (Kristnitökuhraun), stórir hraunflákar í Húsfellsbruna komu frá Kóngsfellsgígum og Eldborg í Bláfjöllum og mikil hraun runnu frá gígaröðum í Brennisteinsfjöllum; runnu þau m.a til sjávar í Herdísarvík. Þá gaus í Tvíbollum í Grindarskörðum og rann einn hrauntaumurinn nánast sömu leið og Skúlatúnshraun í átt til Straumsvíkur. Hrauntaumurinn endaði skammt frá Sædýrasafninu sáluga og átti þá ófarna um 300 m til sjávar.

Kapelluhraun

Kapeluhraun

Kapelluhraun – jarðfræðikort.

Yngsta hraunið á svæðinu er oftast nefnt einu nafni Kapelluhraun, þó svo að það heiti eigi í raun aðeins við nyrsta hluta þess. Syðri hluti hraunsins hefur gengið undir heitinu Nýibruni. Kapelluhraun er hluti af hraunum sem runnu í Krýsuvíkurrein árið 1151 (Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson 1989). Þá opnaðist gossprunga sem er alls um 25 km löng en þó slitin í miðjunni. Sunnan á skaganum rann Ögmundarhraun í sjó fram og tók það af gamla Krýsuvíkurbæinn. Norðan á skaganum rann Kapelluhraun, aðallega frá gígum við Vatnsskarð sem nú heyra sögunni til vegna gjallvinnslu. Hraunið rann til sjávar í Straumsvík. í sama gosi rann hraun frá röð minni gíga sem liggur meðfram Undirhlíðum og norður um Gvendarselshæð. Rann það m.a. niður í Kaldárbotna.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – hrauntröð.

Kapelluhraun er úfið apalhraun og hefur verið hinn versti farartálmi nýrunnið. Því hafa menn tekið það ráð að ryðja braut í gegnum það. Brautin hefur nú verið eyðilögð með öllu, að undanskildum um tuttugu metra kafla við svonefnda Kapellu sem er lítil rúst í hrauninu. Kristján Eldjárn rannsakaði kapellu þessa 1950 (Kristján Eldjárn 1956) og fannst þar m.a. lítið líkneski af heilagri Barböru sem er verndardýrlingur ferðamanna. Heilög Barbara var góð til áheita gegn eldsgangi hvers konar. Hún var einnig verndardýrlingur stórskotaliðsmanna, slökkviliðsmannna og námumanna og raunar einnig verkfræðinga og jarðfræðinga. Kapellutóftin er á fornminjaskrá.
Kapelluhraunið var ákaflega fallegt, úfið og mosagróið, en nú hefur karganum verið flett af yfirborði þess á stórum svæðum svo hörmung er á að líta. Álverið í
Straumsvík stendur á hrauninu.

Heimildir:
-Jökull, 1. tbl. 01.12.1991, Kapelluhraun og gátan um aldur Hellnahrauns – Sigmundur Einarsson og Haukur Jóhannesson, bls. 61-77.
-Náttúrufræðingurinn 3.-4. tbl. 01.05.1998, Hraun í nágrenni Straumsvíkur, Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson, bls. 171-177.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – jarðfræðikort Ísor.

Þórkötlusdys

Eins og fram kom í lýsingu í FERLIR-822 (Klöpp) var gengið fram á slökkviliðsstjórann í Grindavík á Klappartúninu með fornleifaskrá fyrir Þórkötlustaðahverfi undir höndum. Þegar að var gáð stóð þar á einum stað um dys Þórkötlu; „Á túninu austan við bæinn [Klöpp] er hóll; Þórkötludys. Ekki er nákvæmlega vitað hvar hún er“.

Járngerðardys

Tómas Þorvaldsson við dys Járngerðar.

Kunnugt er að fornleifaskráningar eru ekki alltaf réttar (nokkur sárgrætileg dæmi sanna það), en þó er jafnan gengið út frá því að svo sé. Fram að þessu hefur jafnan verið horft á dys Þórkötlu í óslegnum hól í túninu austan við Hof. Þar hafa hinir elstu menn, sem vel þekkja til, talið hana hafa legið fram að þessu. Staðsetningin passar og við lýsinguna í sögunni þar sem segir að sú gamla hafi viljað láta grafa sig þar “sem hún sæi yfir Þórkötlustaðabótina.” Frá þeim stað sést vel yfir Bótina. Sambærileg sögn er um gröf Járngerðar sunnan við Járngerðarstaði. Slökkviliðsstjórinn hafði einmitt nýlega fjárfest í landsspildu þar sem nefnd dys á jafnan að vera. Þar ætlar hann að byggja sér hús, en skv. Þjóðminjalögum er svæðið friðað í a.m.k. 20 m fjarlægð frá fornleifinni.
Gengið var um Þórkötlustaðahverfið með framangreint í huga. Áður fyrr voru landshagir og staðsetning einstakra býla önnur en nú er. Hraunkot, sem var þurrabúð frá Klöpp, var t.d. í austurjarðri jarðarinnar. Nú eru rústir Hraunkots austan við Bjarmaland og Þórkötlustaði, en norðaustan við gamla Klapparbæinn. Þurrabúðamenn keyptur ekki jarðskikana, þeir áunnu sér þá með „hefðarrétti“.
Þjóðsaga Jóns Árnasonar segir að “Þorkatla hafi búið á Þorkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar voru þær giftar.
Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands. Þorkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þorkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og menn vita ekki til að þar hafi farizt skip á réttu sundi.

Þórkötludys

Sigurður Gíslason við dys Þórkötlu í Þórkötlustaðahverfi.

Það er að segja frá Járngerðar karli að hann drukknaði á Járngerðarstaðasundi. Þá varð Járngerður afar grimm og mælti svo um að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi. Segja menn að nú sé fyrir víst nítján drukknuð, en þá er eitt eftir og má búast við að það farist þá og þá. Á götu þeirri sem til skips var gengin frá Járngerðarstöðum er leiði Járngerðar.”
Í austur frá Þórkötlustöðum eru nú slétt tún að hraunjaðri Slokahrauns. Þar í túninu eru a.m.k. tveir hólar, óslegnir. Þeir voru gaumgæfðir, en komu varla til álita.
Í túninu á Klöpp er gróinn rúnaður klapparhóll. Hann virðist jafnan hafa verið nýttur. Er hann ílangur til suðurs og norðurs. Sjávarkamburinn er kominn svo til alveg að suðurenda hans. Hafa ber í huga að kamburinn hefur gengið a.m.k. 30 metra á land s.l. 30 árin. Fyrrum hefur kamburinn verið lægri því utan hans var löng sandfjara er náði a.m.k. 50 metra út frá ströndinni í lágfjöru. Um hana lá t.d. gamla sjávargatan, Eyrargata, frá Hrauni út á Þórkötlustaðanes.
Rætt var við Ísleif og Guðnýju Erlu Jónsbörn frá Einlandi, Benóný Benediktsson frá Þórkötlustöðum (sem seldi slökkviliðsstjóranum landsspilduna) og fleiri um hugsanlega staðsetningu Þórkötludysjar, en ekkert þeirra virtist hennar minnug.
Þá var rætt við Óskar í Hofi og loks Sigurð Gíslason frá Hrauni, þann núlifandi sem manna best veit um sögu og staðhætti í austanverðri Grindavík. Sigurður, sem nú er nær blindur, var ekki í neinum vafa, sagðist alltaf hafa heyrt af Þórkötlu undir stórri þúfu í túninu neðan við gamla Lambúskotið. Hann lýsti staðsetningu Þórköltudysjar þannig: “Hún er upp af Sólbakka, vestan við girðingu sem liggur í norður frá húsinu, austan og ofan við Hof. Þetta er stór þúfa í túninu, neðan við gamla Lambhúskotið í suðaustur – í neðra túninu. Óskar í Hofi slær blett frá Austurbænum, en þúfan tilheyrði Vesturbænum, talsvert neðan við Garðbæ, neðan og austar þar sem Lambhúskotið var.”

Grindavík

Grindavík – dys við Hraun.

Í framhaldi af þessu var Sigurður sóttur og gekk hann af öryggi að því búnu að dysinni. Þúfurnar eru tvær í túninu. Sigurður gekk að þeirri eystri. Áður hafði FERLIR verið bent á hina þúfuna ( Ól. Gamalíasson) sem hina meintu dys. Skýringin á henni er sögð vera sú að undir austari þúfunni hafi hundur Þórkötlu verið grafinn. Stutt er á milli þúfnanna.
Þar sem staðið var við dysina lýsti Sigurður staðháttum fyrrum: „Fjórar jarðir voru á Þórkötlustöðum; Tveir bæir voru í Vesturbæ, einn í miðbæ og tveir í Austurbæ. Þá voru Klöpp, Buðlunga og Einland á fjórðu jörðinni. Túnin náðu rétt upp fyrir dysina. Ofan við þau, í móunum, voru tómthúskotin, s.s. Lambhúskot og Hraunkot austast. Vestan við Sólbakka var kot sem hét Skarð. Þar kom Eyrargatan, sem nú er gleymd, upp úr fjörunni neðan við Buðlungu og Klöpp.

Klöpp

Klöpp – tóftir.

Gamli bærinn í Buðlungu var rétt vestan við Klapparbæinn. Nú má sjá í austurvegg hans sunnan við skemmuna. Skammt austar var Klöpp. Sjá má tættur bæjarins. Garður var milli bæjanna og sést hluti hans enn. Með honum að austanverðu lá sjávargatan. „Nýja“ húsið í Klöpp stóð sunnan við gamla bæinn, þar sem nú er steypt þró. Austan við gamla bæinn var byggt hús er nefndist Teigur. Marel í Klöpp og Árni í Teigi byggðu síðan samföst hús uppi á Leiti, sem enn standa. Eyvindarkot hafi þá verið skammt frá Klöpp, en var fært undir Leitið þar sem nú er skólahúsið. Sjá má hleðslur af hænsnakofanum við götuna. Vestan við leiði Þórkötlu lá gatan á milli bæjanna. Landnámstóft, að því er talið var, hafi sést þegar grafið var fyrir hlöðu milli Miðbæjar og Vesturbæjar. Hlaðan er hofinn sem og Vesturbærinn. (Sigurður vísaði á staðinn). Þar undir eru hinar fornu minjar. Brynjúlfur Jónsson segir m.a. frá athugun á þessari tóft í fornleifalýsingum sínum.

Þórkötlustaðir

Garður ofan Þórkötlustaðahverfis.

Ofar má sjá mikla steingarða, ofan við Heimaland, Efraland og Þórsmörk (Hvamm). Þá hlóð Þorsteinn Þorsteinsson frá Einlandi um 1930. Þeir hafa haldist nokkuð vel, en verið haldið við. Þeir voru á á mörkum Einlands. Fyrir aldarmótin 1900 voru Þórkötlustaðir hjáleiga frá Hrauni, sem og Buðlunga. Afi hans, frá Járngerðarstöðum, átti jarðirnar áður en hann fluttist að Hrauni. Hraun væri allt að því landnámsjörð því sagan segir að þar hafi búið Iðunn, dóttir Molda-Gnúps, þess er fyrstur byggði í Grindavík, sem síðar bjó á Þjósti. Líklegra væri að bær hans hefði verið á Járngerðarstöðum en á Hópi. Iðunn átti fóstursson er Svertingur hét og Svartsengi er nefnt eftir. Hann hafi tekið bú að Hrauni að Steinunni genginni. (Í Landnámu segir m.a. að „Hafur-Björn átti (Jórunni, stjúpdóttur Gnúps bróður síns). Þeirra son var Svertingur“).
Austan við Hraun voru miklar tættur. Þær voru allar sléttaðar út eftir miðja öldina. Kristján Eldjárn hafði mikinn áhuga á þessum tættum, en ekki síst hafði hann áhuga á manngerðum hól að hluta vestan við Hraun, sem hann taldi vera heiðna dys. Þær væru fáar á Reykjanesi og þessi hafi því verið sérstaklega áhugaverð. Ekkert varð þó úr að hann rannsakaði hólinn.“
Sigurður lýsti því er hann var við smölun austan við Krýsuvík, dvaldi í köldum og vindasömum hellisskúta við réttina norðan við Kleifarvatn (Lambhagaskúta), gisti í tjaldi á Blesaflöt, hvernig Grindavíkurbændur nýttu Arnarfellsréttina sem vorrétt og Krýsuvíkurréttina undir Bæjarfelli sem rúningsrétt, útigöngu og innitöku fjárins um áramót þegar illa áraði, ferðum fólks um Skógfellastíginn o.fl., en þær lýsingar munu bíða annarra ferða.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Básar

Í sunnanverðri Háleyjabungu, ofan Háleyja á sunnanverðum Reykjanesskaga, milli Krossavíkur (Krossavík/Krossvík) og Sandvíkur, milli Grindavíkur og Reykjaness, er tóft. Hún er um 180×420 að innanmáli, hagalega hlaðin úr grjóti. Í dag er tóftin að mestu leyti fallin saman, en þó mótar enn fyrir rýminu og útlínum hennar. Dyr eru mót suðri. Elstu menn muna eftir því að gluggar voru á vestur- og austurvegg, en þeir eru nú vegggrónir.
haleyjar-toft-2014Vestan við tóftina er Krossavíkur, sem fyrr sagði. Vestan hennar er Krossavíkurberg innan við Krika. Í heimildum er þess getið að Garðakirkja á Álftanesi hafi átt rekaítök í Garðabás við Grindavík. Ef Garðar hafa átt þennan bás þá hlýtur það hafa verið vegna reka því ekki hafa þeir þurft á fisknum að halda því það er það eina sem þeir eiga heima fyrir, meira segja segir í jarðabókinni 1703; „útræði hið besta meðan fiskur var í Hafnarfirði. Rekavon í minsta lagi og nær engin..“!
Að sögn Helga Gamalíelssonar, fæddur á Stað árið 1947, kannaðist hann við örnefnin Básar (Hrófabás og Sölvabás) vestan Staðarbergs. Svæðið þar fyrir vestan væri honum minna kunnugt vegna fjarlægðar frá bænum. Þó fór hann oftlega um Básana og man vel eftir bátsflaki einu ofan Krossavíkur. Honum þætti ekki ólíklegt að kirkjan hafi nytjað rekann á þessu svæði allt frá tímum Skálholts og þangað til það færðist undir kirkjujörðina á Stað. Tóftin á Háleyjum væri það vel gert mannvirki að ekki væri ólíklegt að kirkjan hafi látið byggja hana á þessum stað og þá að öllum líkindum sem nytjastað, t.d. til að vinna rekaviðinn, sem þarna var drjúgur fyrrum. Innan við Háleyjar er gott bátalægi í sunnan og suðaustanstrengjum, en lendingin þar er slæm. Í fjörunni fann FERLIR, eftir lýsingu Helga, leifar af bátnum Helga frá Vestmannaeyjum (sjá http://ferlir.is/?id=4173).
krossavikurVið skoðun á tóftinni kom í ljós að nýlega hafði verið grafið í hana, þ.e. skurður inn um dyrna, þvert yfir gólfið og að útveggnum að norðanverðu. Hver það gerði er ekki vitað því ekki virðist liggja fyrir skýrsla um rannsóknina.

Í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags árið 1903 segir Brynjúlfur Jónsson eftirfarandi um tóftina á Háleyjum: „Á Krossvíkum er ekkert  örnefni á landi, sem bent geti á, að kross hafi staðið þar eftir að hraun var runnið yfir. Liggur því beint við að hugsa sér, að áður en hraunið rann, hafi þar staðið kross, en staðurinn sem hann stóð á, sé hrauni hulinn. Krossinn gerir ráð fyrir mönnum í nánd, — til hvers skyldi hann annars hafa verið reistur? — og bendir það til bygðar eða að minsta kosti til mannaferða. Nú er undantekning ef menn koma þar. Enn má nefna »Háleyjar« (eða Háleygjarr). Það er ágætur lendingarstaður, skamt vestur frá Krossvíkum, en á landi er þar hraun eitt og ekkert einkennilegt. Aðeins er þar ofurlítil rúst eftir sjóbúð, sem bygð var seint á 18. öld. Þá gjörði Grindvíkingur einn, er
krossavikur-21Jón hét bæ í Vatnsfelli, þar sem nú er bær vitavarðar, og hafði útræði frá Háleyjum. En það er langt frá Vatnsfelli, og gat hann ekki sótt sjó að heiman. Því bygði hann búðina. En honum reyndist ókleyft að lifa af þessu nýbýli sínu, og fór þaðan aftur eftir 2 ár. Síðan hefir Háleyjalending eigi verið notuð. Af hverju nafnið »Háleyjar« sé komið, get eg ekki vel hugsað mér. Þar eru engar eyjar; og þó svo væri, þá væri fyrri hluti nafnsins: »hál-« óskiljanlegur fyrir því. Helzt sýnist mér vit í að gera ráð fyrir, að »háleyskir« menn hafi sezt þar að í fornöld, og aðsetur þeirra verið kent við þá t. a. m. Háleygjabær (eins og Gaulverjabær), en svo hafi niðurlagi nafnsins verið slept, þegar bærinn (eða hvað það var nú) var ekki lengur til. En ekki er til neins að fara lengra út í þetta mál“.

Um framangreint má gera eftirfarandi athugasemdir; a) hraunið ofan við Krossvíkur rann um fimm þúsund árum fyrir landnám, b) í Háleyjum hefur varla verið góður lendingarstaður fyrir smábáta (stórgrýtt fjara) og vandfarin innsigling, c) Háleyjar eru austan við Krossvíkur, en ekki vestan, og d) ekkert bendir til annars en að sagan af „Jóni bónda á Vatnsfelli“ sé einber þjóðsaga því engar heimildir eru til um að búið hafi verið á Vatnsfelli áður en nýr bær vitavarðar var byggður þar árið 1878. Brynjúlfur segir jafnframt frá því í þessari frásögn sinni að byggð ku hafa verið ofan Krossavíkurbergs ([H]Rafnkelsstaðabergs) frá landnámi, en það er líkt með þeirri sögu og sögunni um „Jón bónda“, hvorki heimildir né minjar styðja þá lýsingu. Þá er hvergi í  næagrenninu að finna neinar leifar fiskvinnslu fyrrum, s.s. garða, þurrkbyrgi o.fl.
FERLIR hafði áður þaulleitað svæðið, en ekki enn fundið nein ummerki þessa (utan hlaðins skjóls í Skálafelli, sem er af öðrum toga).

krossaviku-25

Í Ægi árið 1916 kemur framangreint svæði m.a. í hrakningalýsingum sama árs, en hvergi er þó getið um tóftina, sem þá hefði átt að vera hið ágætasta skjól sjómönnum er lentu þar í sjávarháska og björguðust: „Hann mun verða mörgum Grindvíkingum minnisstæður föstudagurinn fyrsti i einmánuði (24. mars) 1916…
…Þorkötlustaðaskipunum hinum og einu úr Járngerðarstaðahverfi tókst að ná Staðarhverfi; engin hinna náðu landi fyrir austan Staðarberg og urðu þvi að leita lendingu á Víkunum og lánaðist það flestum, sem náðu best, lentu þar sem heitir Jögunarklettur (»Kletturinn«), og þau næstu nokkuru utar (vestar), þar sem heitir á Háleyjum (gömul verstöð?), og farnaðist þeim öllum vel, því að mönnum tókst að bjarga þeim með heilu og höldnu undan sjó, enda var þar mannafli nógur þegar fyrstu skipin voru lent. Þetta gerðist á fjórða tímanum. Tvö skip til, sem ætluðu að ná Háleyjum, en höfðu fatlast, urðu að lenda upp á von og óvon þar sem heitir á Krossvíkum og undir Hrafnkelsstaðabergi, austan á Reykjanestá, og brotnuðu í spón, af því að þar er stórgrýtt mjög og súgur var nokkur orðinn þar við land, en enginn maður meiddist.
krossavikur-28Eitt skip enn af þeim, sem ætluðu að ná Háleyjum, en braut eina ár, náði ekki lendingu austan við Skarfasetur (Reykjanestána eystri), en hleypti upp á líf og dauða upp í urðarbás einn vestan við Skarfasetur. Í sama bili og skipið steytti, skall yflr ólag, sem kastaði því flötu og skolaði 8 mönnum útbyrðis, en formaðurinn og annar maður til gátu haldið sér föstum og gengið þurrum fótum á land þegar út sogaði, en hinum öllum hafði sjórinn skolað upp ómeiddum, og mátti það heita furðulegt, en skipið brotnaði í spón. — Ef til vill hafa menn sloppið svo vel hjá öllum meiðslum og slysum undir þessum erfiðu kringumstæðum, af því að Grindvikingar eru
alvanir að bjarga sér í brotalá og illum lendingum.“

Í framangreindri lýsingu er getið um „gamla verstöð?“ með spurningarmerki, sem virðist mjög eðlilegt því þá höfðu menn ekki annað fyrir sér um slíka en þjóðsöguna um „Jón bónda“ á Vatnsfelli. Hins vegar er gaman að geta þess að vitavarðahúsið við Reykjanesvita er jafnan í heimildum sagt verða á Bæjarfelli, sem er ekki rétt. Það er á Vatnsfelli, en hóllinn sunnan þess (vegarins) heitir Bæjarfell. Undir því er niðurgengur brunnur (gerður 1878) og útihús vitavarðarins sem og túngarðar.

haleyjar-toft-2014-2

Í svonefndum Básum eru nokkrir rekabásar; austast eru Sölvabásar á Staðarbergi, Hrófabásar ofan við Brimketilinn, tvær ónefndar ofan við Sandvík, ein ofan við Háleyjar og ein, sú vestasta, ofan Krossavíkur (austan Krossavíkurbjargs). Auk búðarinnar/- nytjastaðarins utan í Háleyjarbungu má sjá leifar af föllnu húsi ofan rekabássins í Krossavíkum. Telja má líklegt að þar hafi verið nytjaaðstaða fyrrum. Það er staðurinn, sem Helgi Gam. telur líklegast að svonefndur Garðabás gæti hafa verið forðum.

Í örnefnalýsingu fyrir Stað segir m.a. um þetta svæði:
„Vestan við Klettinn er Sandvík. Niður í báðar víkurnar, Mölvík og Sandvík, er hægt að aka á bíl.- Skálholtsstaður átti fyrrum allan reka í Sandvík.
Gísli Brynjólfsson segir, að í Sandvík sé „talið, að hafi verið verbúð, jafnvel tvær, fyrir eina tíð, enda má þetta kallast ein af fáum „byggilegum“ stöðum á þessum auðnarslóðum.“
Sandvik-hledslurHvorki S.V.G né Á.V. kannast við að hafa heyrt talað um byggð í Sandvík.
Vestur af Sandvíkinni liggur lágur klettarani þar sem sjórinn hefur sorfið hvilftir og skot inn í bergið. Þar heita Sandvíkurbásar. Utan við þá hækkar bergið og heitir nú Háleyjaberg. Frammi við sjóinn er bergið 20-30 metra hátt og undir því stórgrýtt fjaran, Háleyjakampur. Út með honum, skáhallt frá landi, í suðvestur, gengur Háleyjahlein fram í sjó. Er hún um 400 metra langur klettahryggur. Dýpst er rétt innan við hleinina og ef farið er nógu nærri henni eru þarna góð lendingarskilyrði í sæmilega kyrrum sjó. Bungubreið dyngja skammt norður frá berginu nefnist Háleyjahæð. Er hún kúpumyndað eldfjall með stórum gíg í toppnum. -Allt svæðið, Háleyjahæð, Háleyjaberg, Háleyjakampur og Háleyjahlein, er einu nafni nefnt Háleyjar. Talið er, að á Háleyjum hafi fyrrum verið útræði. Til þess benda m.a. kofarústir framarlega á Háleyjabungu“.

Vestan við Háleyjahæð er smálægð. Framan við hana er Krossvíkin, en utar tekur við Krossvíkurberg, sem einnig er nefnt Hrafnkelsstaðaberg. (Ath.: í frb. var það oft haft Hrakkelsstaðaberg). Bendir nafnið til að þarna hafi einhvern tímann verið bær“.

Tóftin á Háleyjum er og hefur verið tilefni til vangaveltna um nokkurt skeið, bæði um tilefni hennar og notkun, en ekki síst um tilefni og niðurstöðu þeirrar rannsóknar, sem þar mun hafa átt sér stað nýlega.
Gunnar S. Valdimarsson vakti athygli FERLIRs á eftirfarandi: „Þar má benda á, þar sem þið haldið fram að engar heimildir séu til um neinn „Jón á Vatnsfelli“, að í inngangi Jóns Eiríkssonar að ferðabók Ólafs Ólavíusar (1. bindi, Rvk 1964) er getið um nýbýli á „eyðibýlinu Vatnsfelli í Gullbringusýslu“ á bls. 14. Þar kemur einnig fram að byggjendurnir hafi fengið verðlaun fyrir verkið, þar sem það var í samræmi við nýbýlatilskipunina frá 1776. Verðlaunin voru veitt árið 1778 og skv. Jóni Eiríkssyni birtist tilkynning um það í alþingisbókum en í tilvísuninni í ferðabókinni eru byggjendur reyndar ekki nafngreindir. Sé gert ráð fyrir að hér sé um Vatnsfell við Reykjanesvita að ræða kynni að vera meira til í sögu Brynjúlfs Jónssonar um Jón á Vatnsfelli en þið gefið í skyn. Ef annað býli með því nafni er í Gullbringusýslu er mér ókunnugt um það og bið þá forláts.“

Heimildir:
-Ægir, 9. árg. 1916, bls. 97-98
-Árbók Hins íslenzka fornleifafélags, Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið eftir Brynjúlf Jónsson – 18. árg. 1903, bls. 44.
-Örnefnalýsing fyrir Stað – Stofn lýsingar þessarar er í „Örnefni í Staðarlandi“, sem séra Gísli Brynjólfsson skráði og eru á bls. 25-34 í bók hans: Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók. Einnig eru fleiri upplýsingar fengnar úr þeirri bók. Heimildir Gísla hafa verið frásagnir kunnugra manna og örnefnalýsing Staðar eftir Ara Gíslason, þótt ekki geti Gísli þess. Lýsing Ara er geymd á Örnefnastofnun og er einnig höfð hliðsjón af henni við gerð þessarar lýsingar. Heimildarmenn Ara voru: Gamalíel Jónsson, bóndi á Stað (d. 1964), Guðsteinn Einarsson, hreppstjóri í Grindavík og Þorsteinn Bjarnason frá Háholti.
-Helgi Gamalíelsson frá Stað – fæddur 1947.

Háleyjar

Háleyjar – loftmynd.

 

Grindarskörð

Eftirfarandi grein um Grindarskörð birtist í MBL í júli 1980.
„Fyrr á tímum lá aðalleiðin milli Hafnarfjarðar og Selvogs, fyrir norðan Valahnúka, um Grindaskörð, GrindarskörðHvalskarð og þaðan til byggða í Selvogi. Í daglegu tali er þessi leið nefnd Selvogsgata. Hún er á ýmsan hátt torsótt. Meðfram henni er lítið sem ekkert vatn að finna, hún liggur að mestu um gróðurlaus brunahraun og í Grindaskörðum kemst hún í 400 m y.s. Með breyttum samgönguháttum lagðist umferð um Selvogsgötuna niður að mestu og hin síðari ár hefur verið lítið um mannaferðir í Grindaskörðum. Þó munu gangnamenn eiga þar leið um vor og haust, rjúpnaskyttum bregður fyrir á haustin í leit að bráð og svo kemur fyrir að einstaka göngumaður sé þar á flakki sér til gagns og ánægju.
Um þessar mundir er unnið að vegargerð frá Krýsuvíkurveginum fyrir sunnan Hafnarfjörð áleiðis að skíðalöndunum við Bláfjöll. Vegurinn mun liggja rétt fyrir norðan skörðin og við það opnast aftur þetta svæði sem hefur til þessa verið falið fyrir svo mörgum. Vegurinn nær nú ekki lengra en að Lönguhlíð og þar skiljum við bílinn eftir og tökum stefnuna á Grindaskörðin. Á vinstri hönd höfum við hraunið úfið og ógreiðfært en á hina hlíðar fjallsins þaktar lausum skriðum. En milli hrauns og hlíðar er gott að ganga. Þar eru harðir, sléttir og grasigrónir balar, sem ættu að reynast tilvalin tjaldstæði handa þeim, sem hafa hug á lengri dvöl.

Myndanir

Eins og sjá má á korti eru Grindaskörðin milli Lönguhlíðar og Kristjánsdalahorns. Þar eru þrír hnúkar sem heita Stóribolli, Tvíbollar ( á kortinu nefndir Miðbollar) og Syðstubollar. Á þessu svæði öllu hefur verið mikil eldvirkni áður fyrr og eru Stóribolli og Tvíbollar gamlir gígar, sem hafa lagt til megnið af því hrauni, sem þekur svæðið fyrir norðan og vestan skörðin. Fyrir ferðamanninn eru Tvíbollar einna forvitnilegastir og þangað tökum við stefnuna. Þegar komið er upp á gígbarminn kemur í ljós að gígskálarnar eru tvær. Unnt er að ganga brúnirnar allan hringinn, en þó er nokkuð laust undir fæti á stöku stað.
Enginn hefur rannsakað þetta svæði betur er Jón Jónsson jarðfræðingur. Álit hans er að meginhluti þeirra hrauna, sem þekja svæðið frá Grindaskörðum og norður að Undirhlíðum og Helgafelli, sé komið frá Stórabolla og Tvíbollum. Hann segir Stórabollahraunið eldra og liggi það víða undir Tvíbollahrauninu. Samkvæmt mælingum munu þessi hraun vera nokkurn veginn jafnstór, þekja um 18 ferkm. Hvort og vera um 0.36-0.37 km að rúmmáli.
LönguhlíðarhornEn þegar farið er að athuga aldur Tvíbollahrauns nokkru nánar, koma fram sterkar líkur til þess, að það hafi runnið eftir landnám norrænna manna hér á landi, því undir því hefur fundist á einum stað hið svokallaða landnámslag, en það er öskulag, sem talið er að sé frá því um 900.
Útsýnið af Bollunum er frábært í einu orði sagt. Hraunbreiðurnar til norðurs blasa við fyrir fótum manns, og gamla Selvogsgatan hlykkjast milli hraunhólanna í áttina að Valahnúkum. Og í einni sjónhending greinir maður byggðina á Innnesjunum, allt frá Hafnarfirði til Kjalarness. Og ekki spillir fjallasýnin með Snæfellsjökul sem útvörð í vesturátt. Þótt útsýnið til suðurs sé ekki eins tilkomumikið, hefur það samt glögga mynd af hinu gífurlega hraunhafi sem þekur þennan hluta Reykjanesskagans, enda telur Jón Jónsson að á sama tíma og Tvíbollahraunið rann, hafi á annan tug gíga við Grindaskörð og þar fyrir suðvestan, verið virkir.
TvíbollarÞótt við höfum ekki farið lengra en upp í Grindaskörðin, er margt annað að sjá og skoða, sem athyglisvert er, þótt ekki hafi verið minnst á það hér. T.d. er margir fallegir og sérkennilegir hellar í hraununum fyrir norðan skörðin og má það nefna hellana í Dauðadölum og Kristjánsdölum. Við höldum til baka sömu leið að bílnum. Það hallar undan fæti og leiðin sækist greitt. Og þá er gott að rifja upp stutta sögn úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar: “Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík. Það hefur verið seint á Landnámstíð, því fjölbyggt hefur verið orðið syðra eftir þeirri sögn, að fátækt fólk hafi flakkað í Selvog bæði utan með sjó og sunnan yfir fjall. Það þótti Þóri illt og setti því grindarhlið læst í Grindaskarð, en annað í það skarð, sem farið er úr Grindavík og upp á Siglubergsháls. Þar af skulu þessi örnefni vera dregin: Grindaskarð og Grindavík”.

Heimild:
-Mbl dags. óviss 1980 júlí.

Grindarskörð

Selvogsgatan efst í Grindarskörðum.

Gerðavellir

Haldið var inn á Gerðavelli ofan við Stóru-Bót í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík. Ætluninn var m.a. að skoða betur hið þjóðsagnakennda Junkaragerði. Garðarnir um gerðið sjást enn vel. Liggja þeir milli strandar og Brunnanna á Gerðavöllum. Einar Ól. Sveinsson segir svo frá því í útgáfu sinni á Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum:

Gerðavellir

Gerðavellir – flugmynd.

„Einhvern tíma í fyrri daga höfðu nokkrir menn – tólf eða átján – hafst við í óbyggðinni milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíka. Áttu þeir sitt skip í hverri þessari veiðistöð og höfðu þar rammgjört gerði til að geyma í skipið og það, er til þess heyrði. Enn heitir bær einn í Höfnum Junkaragerði, og gömul girðing, er leifar sjást af á Gerðavöllum milli Járngerðarstaða og Húsatófta í Grindavík, er líka kölluð Junkaragerði. Eiga þeir að hafa haldið sig þar, er þeir voru í Grindavík, og róið út úr Stóru-Bót, sem þar er hjá. Þar er að vísu ekki ræði, nema brimlaust sé og vindur standi af landi. En Junkarar reru heldur aldrei nema þar, sem vindur stóð af landi og þá er svo var hvasst, að aðrir reru ekki. Þá er logn var, voru þeir á landi, komu þá til bæja og réðu einir öllu hjá konum, meðan karlmenn voru á sjó. Höfðu menn illan hug á þeim, en þorðu ekki á þá að ráða, því að þeir voru mestu garpar.

Gerðavellir

Gerðavellir – flugmynd.

Og þó að menn kæmust í gerði þeirra, þá er þeir voru eigi þar, þorðu menn eigi að láta Junkara sjá þess nein merki; þá var við hefnd að búast. Menn vildu samt fyrir hvern mun ráða þá af dögum og leituðu ýmsra bragða til þess.
Einu sinni boruðu menn göt á skip þeirra upp við hástokk, þar sem ekkert bar á, fyrr en skipið var orðið hlaðið. Þá rann sjór inn um götin; en Junkarar flöttu þá fisk og lögðu fyrir þau og björgðust svo til lands.
Í annað sinn voru dregnir af keiparnir, keipanaglarnir sagaðir sundur til hálfs og keiparnir svo reknir á aftur. Naglarnir brustu þá, er í land skyldi róa, því að þá var mótvindur. Þá reru Junkarar við hné sér til lands.
Í þriðja sinn voru skautarnir dregnir af árum þeirra, árastokkarnir svo sagaðir sundur til hálfs eða meira, skautarnir síðan negldir á aftur, svo að ekki bar neitt á neinu.

Gerðavellir

Gengið um Gerðavelli.

Nú reru Junkarar, er vindur stóð af landi; en í það sinn komu þeir ekki að landi aftur. Sagt er, að hverjir fyrir sig; Grindvíkingar, Hafnamenn og Njarðvíkingar hafi lengi eignað sér það, að þar hafi Junkarar verið af dögum ráðnir.“
Í upphafi sögunnar er getið um stað í „óbyggðinni milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíkur“, sem Junkarar höfðust við í. Ekki er ólíklegt að hér geti verið átt við byrgin í Sundvörðuhrauni þar sem þeir hafi geymt byrgðir sínar. Hafa þeir getað flutt og falið þær þar og verið jafnlagt fyrir alla að sækja þangað aðdrætti þegar þurfa hefur þótt.

Heimild m.a.:
-Einar Ól. Sveinsson – Íslenskar þjóðsögur og ævintýri – 1952.

Gerðavellir

Gerðavellir – uppdráttur ÓSÁ.

Andrews

Andrews Theater opnaði 1959 og starfaði allan þann tíma sem herinn var með aðstöðu á Íslandi. Andrews Theater er nefnt eftir Frank M. Andrew hershöfðinga sem var yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna í Evrópu.
Frank M. Andrew hershöfðingi fórst í flugslysi á Reykjanesi 3. maí 1943. Andrews hershöfðingi var að koma með Andrews-2herflugvél frá Bretlandi ásamt 14 öðrum háttsettum mönnum í hernum þegar flugvélin lenti í dimmviðri og rakst á Fagradalsfjall á Reykjanesi og mölbrotnaði. Af þeim 15 mönnum sem voru í vélinni lifði  einungis einn slysið af,  George Eisel liðþjálfi. Auk Andrews hershöfðinga létust í þessu sorglega flugslysi háttsettir liðsforingjar í starfsliði hans og biskup meþodistakirkjunnar í Ameríku og flugliðar í áhöfn flugvélarinnar. Útför þeirra 14 sem fórust í flugslysinu var gerð frá Dómskirkjunni í Reykjavík og Landakotskirkju 8. maí. Embættismenn Bandaríkjanna og æðstu menn hersins á Íslandi báru kistu Andrews hershöfðinga úr kirkju. Kisturnar voru sveipaðar fána Bandaríkjanna og var ekið með þær í kirkjugarðinn í Fossvogi. Í Fossvogi voru viðhafðir hernaðarlegir útfararsiðir með trumbuslætti og viðhafnarskotum. Viðstaddir jarðarförina fyrir hönd Íslands voru Sveinn Björnsson ríkisstjóri, ráðherrar Íslands og biskup þjóðkirkjunnar.
Á stríðsárunum voru alls 202 Bandaríkjamenn jarðsettir í grafreiti þeirra í Fossvogskirkjugarði. Bein þeirra voru síðar flutt heim til Bandaríkjanna en liðsmenn annarra styrjaldarþjóða hvíla enn í sérstökum hermannagrafreitum í garðinum.

Kastið

Á slysstað í Kastinu.