Tag Archive for: Grindavík

Jónsbásar

Í miklu hvassviðri veturinn 2007-2008 rak tunnulaga járnstykki upp af Jóns[síðu]bás[um]. Gunnar Tómasson var þarna á ferð fyrir skömmu með þeim bræðrum Guðjóni og Halldóri frá Vík þegar þeir komu auga á gripinn. Grunur er um að þarna kunni að vera komið brak úr breska togaranum Anlaby, sem strandaði utan við ströndina veturinn 1902. Öll áhöfnin, 11 menn, á að hafa farist. Slysið átti sér sögulegan aðdraganda, bæði í árum talið og klukkustundum sem og eftirmála.Neðri siglingarvarðan - við Tóftabrunna
Í örnefnaskrá segir að „Markhóll, gróinn hóll, sé austast á mörkum, en vestan við hann er Hvalvík. Vestan Hvalvíkurkletta er Jónsbás, u.þ.b. 80 m breiður. Vestan Jónsbáss er hár malarkambur, kallaður Stekkjatúnskambur. Tóftabrunnar, sjóvatnstjarnir, eru fast vestan við gamla veginn, vestan við Bjarnagjá, vatnsfyllta gjá fast austan við Markhól. Þá er Stekkjartúnsbarð og þá kemur Stekkjatún vestan þess. Ofan við Stekkjatún er Stakibrunnur. Þann 14. janúar 1902 sigldi enski togarinn Anlaby í strand við Stekkjartúnskamp og fórst öll áhöfnin.
Vestan við Stekkjartúnskamp eru klettabásar, nefndir Sölvabásar. Vestan við Sölvabása skagar tangi fram í sjó. Heitir hann Vörðunes, en er í daglegu tali nefndur Vörðunestangi. Beint upp af honum, u.þ.b. 1 km, er stór hlaðin varða. Tvær vörður með dálitlu millibili stóðu á bakkanum tæpum 200 [m] austan við Vatnslón. Vörður þessar heita Sundvörður.

Uppspretta við Vatnsstæðið/Tóftarbrunna

Efri varðan er um 800 m austan við bæjarhólinn á Húsatóptum, í uppgrónu hrauni.  Í örnefnaskrá segir að „þegar þær bar í háan hraunstand í háhrauninu og í Höskuld, hnjúk austan í Þórðarfelli, þá var verið á réttu Djúpsundi. Var því miði haldið, þar til Hvirflavörður bar saman á Snúningnum. Þá var sveigt til vinstri inn á Staðarvík, en þaðan var greið leið inn í Staðarvör og Tóptarvör, þótt brimhroði væri. Snúningur var nefnt, þar sem beygjan var tekin, og talað var um að vera komin á Snúning.“ Varðan er hlaðin úr hraungrýti og er um 2 m á hæð. Hún er mest um 1,5 m í þvermál og umför grjóts eru um tíu. Neðri varðan er skammt austan við þar sem hús fiskeldisins standa nú (suðvestar).
Þvottaklappir eru vestan við Vatnslónsvík, vestan við Vatnslónskletta. Á þeim eru daufar uppsprettur. Þær draga nafn sitt af því, að þegar lágsjávað var, rann þarna mikið vatn niður í fjöruna og var farið þangað með þvott frá Húsatóptum og hann skolaður. Var það kallað „að fara í Vötnin“. Vatnslónsvík er fyrir suðvestan fiskeldið.“

Siglingavörðurnar

Tóftarbrunnar eru sagðir skammt vestan við Bjarnagjá. Það er ekki rétt, en þar er ílöng tjörn ofan við kambinn, sem nefnist Brunnar. Gerðavallabrunnar eru norðaustan við þá. Tóftabrunnar eru hins vegar við svonefnt Vatnsstæði. Þegar skoðaðar voru aðstæður á svæðinu mátti enn greina mannvistarleifar frá því að vatnsstæðið, Tóftarbrunnar, ofan við Vatnslónsvík, var notað, bæði garðar og götur. Væn ferskvatnsuppspretta kemur þar undan hrauninu og rennur í vatnsstæðið. Þá standa siglingarvörðunar enn þótt kamburinn sé nú mun hærri en hann var þegar þær voru reistar. Hlaðinn garður er þar sem Bóndastekkatún var. Þar ofan við kemur vatn undan hrauninu, Stakibrunnur, en aflangur hraunhryggur skilur svæðið frá sjávaraðstreyminu. Jónsbásinn sjálfur er sennilega utan við millum Brunna og Tóftarbrunna, en fallegt vik er innan við þá. Á flóði má færa þar inn bát með góðu lagi. Þar innan við „lónið“ sést hlaðinn garður og e.t.v. fleiri mannvirki – ef leitað væri.

Leifar garðs við Bóndastekktún

Í örnefnalýsingu segir ennfremur: „Vestan Jónsbáss er hár malarkampur, sem kallaður er Stekkjartúnskampur. 14. janúar 1902 sigldi enski togarinn Anlaby í strand við Stekkjartúnskamp. Lenti hann í klappabás framan við kampinn og brotnaði i spón, og fórst öll skipshöfnin. Líkin voru grafin á Stað. Úr togaranum var hirt koparklukka, um 18 cm að þvermáli að neðan. Í ytra borð klukkunnar er steypt nafnið Anlaby Hull. Þessi klukka hefur verið höfð í klukknaporti Grindavíkurkirkjugarðs (líksöngsklukka) til þessa dags. Skipstjóri á Anlaby var Carl Nilson, sænskur maður, sá sami og drap tvo fylgdarmenn Hannesar Hafstein á Dýrafirði 1899. „Tunnulaga járnsstykkið fyrstnefnda er skammt ofan við kampinn, skammt austan við lón utan við Jónsbás[a]. Jónsbásar eru austan í Vörðunestanga. Ummál þess er um 1.20 m og lengd um 1.80 m. Sagnir hafa verið um að „gufuketillinn“ úr Anlaby væri undir Jónsbásum og sæist hann á útsoginu þegar lágfjara væri. Staðsetningin mun hafa verið svo að segja neðan og nálægt þeim stað þar sem stykkið kom upp. Stykkið bendir þó ekki til þess að hafa verið gufuketill, eins og þeir voru. Ekki er því ólíklegt að hafið sé þarna að skila einhverju öðru úr togaranum. Þá gæti það verið úr öðrum togurum og bátum, sem farist hafa við Staðarhverfisströndina, s.s. Skúli fógeti (10. apríl 1933 vestan við Staðarhverfi), sem og þýskur togari er siglt var svo til beint upp í Malarenda. Innan þeirra eru tjarnir. Þessi þýski togari, Schluttup, kom upp á Malarendana í ársbyrjun 1924. Sagan segir að fólkið í Móakoti og fleira fólk hafi verið að spila um þokukennt kvöldið þegar einhver hafi haft á orði að gott væri nú að fá svo sem eitt strand þarna fyrir utan. Um morguninn stóð togari í heilu lagi uppi á Mölunum fyrir neðan bæinn. Hafði honum verið siglt upp í fjöruna um nóttina. Varð að reisa planka með síðu hans til að ná skipstjóranum frá borði því feitari gerðust þeir varla í þá daga.
Þegar meðfylgjandi myndir birtast af „stykkinu“ við Bóndastekktún mun Gugga eflaust leggjast á Erling, afkomanda Einars í Garðhúsum (sjá hér á eftir), þrýsta á að hann fari á jeppanum þeirra og sæki gripinn – því myndarlegur er hann. Hafa ber þó í huga, ef um grip úr Anlaby er um að ræða., þá nýtur hann verndar Þjóðminjalaga, líkt og allir gripir 100 ára og eldri. Skv. því er „stykkið“ eign íslenska ríkisins – án þess að það hafi svo sem hugmynd um það, eða kæri sig yfirleitt kollótt um slíka eign – að fenginni reynslu af takmörkuðum áhuga þess af fornleifum á Reykjanesskaganum yfirleitt.
Í bókinni „Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók“ er m.a. fjallað um Anlaby-strandið:
„Það var nokkur fyrir jól 1901, að frú Helgu Ketilsdóttur Stykkiðdreymdi að knúnar væru hurðir á Stað. Var skjótt til dyra gengið. Úti fyrir beið hópur manna, 9 eða 10 að tölu. Þeir báðust gistingar. Frú Helga taldi nokkur vandkvæði á að hýsa slíkt fjölmenni. Hún væri ekki undir það búin að hafa rúm handa þeim öllum. Komumenn sögðu að það myndi ekki saka. Hann Einar mundi sjá fyrir því.
Svo liðu jólin og Staðhverfingar fögnuðu fyrstu áramótum aldarinnar. Að morgni þess 14. janúar var Björn Sigurðsson, vinnumaður Einars í Garðhúsum að ganga til kinda út með sjó. Veður fór lygnandi eftir hvassa hafátt. Þegar Björn var kominn út í Hvalvík sér hann alllmikið rekald í fjörunni og eitt lík skammt ofan við flæðarmálið. Virtist sá hafa komizt lifandi á land.
Björn gerði strax hreppstjóra, Einar Jónssyni á Húsatóftum, aðvart um fund þennan. Kom hann á vettvang að vörmu spori ásamt fleiri mönnum. Þegar hann hafði gert sér grein fyrir aðstæðum, skrifaði hann sýslumanni bréf og sendi mann með það til Hafnarfjarðar.
„Skip þetta hitti á svo vonda landtöku“ segir hreppstjóri í bréfi sínu, „að það spónbrotnaði – sést aðeins eftir nokkuð af skipsskrokknum að framan, en þó [er] ekki hægt að komast að því um fjöru. – Út frá skrokknum liggur reiðinn allur og þar innan um gufuketillinn, sem losnaður er við skipið. Töluvert er rekið úr skipinu af timburbraki, allt annað eyðileggst. – Líklegt þykir að mannskapurinn hafi farizt“.

Stykkið

Það reyndist rétt, sem hreppstjórinn sagði. Af skipi þessu höfðu allir farizt.
Það hét Anlaby, lítill, nýlegur togari frá Hull, sem strandaði þess skammdegisnótt á Jónsbásklettum skammt utan við Hvalvíkina.
Skipsstjórinn á Anlaby var alkunnur afbrotamaður úr sögu íslenzku landhelgisbáráttunnar, Carl Nilson, eða sænski Nilson, eins og hann var almennt kallaður. Hann hafði verið skipstjóri á togaranum Royalist frá Hull, sem varð tveimur mönnum að bana í Dýrafirði, þegar Hannes sýslumaður Hafsteinn vildi ráðast til upgöngu á skip hans á Haukadalsbót 10. okt. 1899. Fyrir það ódæði hafði skipstjórinn verið dæmdur í tveggja ára fangelsi í Danmörku. Er hann var búinn að taka út hegningu sína, hélt hann á Íslandsmið og hét því að nú skyldi hann ekki hlífa Íslendingum. (Sjá meira HÉR).

Næstu daga rak 9 lík af Anlaby. Lét Einar hreppstjóri bera þau í Staðarkirkju, þar sem þau voru lögð til inni í kórnum. Var þá kominn fram draumur frú Helgu, sem fyrr er getið.
Vik milli Brunna ofan við JónssíðubásaÞegar líkin höfðu þvegin og skráð einkenni og merki, sem á þeim voru til þess síðar væri hægt að nafngreina mennina.
Þann 23. jan. fór fram uppboð á skipinu og braki því, sem úr því hafði rekið. Voru það 69 númer, mest spýtur, sem seldust á 2-10 krónur. Skipsflakið með öllu, sem við það hékk og í því var; kolum, akkeri, maskínu o.fl., var slegið Einari í Garðhúsum á 301 krónu. Sr. Brynjólfur á Stað keypti mahogniborð á 7 krónur og 25 aura.
Daginn eftir uppboðið voru jarðsett fjörgur lík. Fleiri kistur hafa líklega ekki verið tilbúnar. Þrem dögum seinna, eða þann, 27., voru jarðaðir 5. Tíunda líkið rak eftir mánaðarmótin og var það greftrað 6. febrúar.
Alls munu hafa verið 11 manns á skipinu. Það sem vantaði var talið að verið hefði lík skipstjórans.
Flakið af Anlaby sást lengi út af Jónsbásklettum. Nú [1974] er það horfið með öllu nema ketillinn, sem kemur upp úr við útsog á stórstraumsfjöru. Úthafsaldan gnauðaði um það í næstum 4 áratugi. Þá voru síðustu leifar þess hirtar og seldar sem brotajárn. En við útfarir í Staðarkirkjugarði er ennþá hringt skipsklukkunni úr Anlaby yfir legstað Grindvíkinga.
Klukkan í klukknaportinu í StaðarkirkjugarðiSænski Nislon átti ekki afturkvæmt til Íslands eins og hann hafði þó ætlað sér. Brimaldan við Jónsbáskletta söng honum sitt dánarlag. En hann átti samt eftir að gera vart við sig á næsta eftirminnilegan hátt. Þennan vetur var vinnukona á Stað, sem ekki fór ein saman. Þegar kom fram á útmánuði fór hana að dreyma Carl Nilson, sem lét ótvírætt í ljós, að hann vildi vera hjá henni. Var ekki um að villast. Skipstjórinn á Anlaby var að vitja nafns. – Síðasta dag júlímánaðar ól vinnukonan son. Fimm dögum síðar var hann vatni ausinn og látinn heita Carl Nilson. “ Segir annars staðar að sá hafi orðið gæfumaður.
Þegar Helgi Gamalíelsson frá Stað var spurður um Anlaby-slysið, sem reyndar varð fyrir hans daga, varð hann sposkur á svipinn. Taldi hann ekki rétt að skrá sögu þess í Staðarhverfi því sumt því tengdu þyldi kannski ekki alveg dagsins ljós – fyrr en eftir ca. 100 ár eða svo. Á Húsatóftum var t.a.m. venjan að ganga rekann daglega. Vegna áveðurs var það ekki gert þennan dag. Ef svo hefði verið, hefði manninum, sem komst lifandi í land, hugsanlega verið bjargað. Það nagaði hugsun íbúanna löngu á eftir.
Lík skipstjórans fannst aldrei. Samt skilaði Ægir öllum öðrum áhafnameðlimunum fljótlega á land. Nú eru liðin ein öld og 6 ár. Er hugsanlegt að hann hafi komist lifandi í land, dulist meðal Staðhverfinga og eignast afkomanda? Stígvél fannst t.d. það langt ofan við básana að ekki hefur getað rekið þangað af sjálfdáðum. Í hverfinu er til sögn um ónafngreindan bæ, alþiljaðan. Staðarhverfi hefur löngum verið dulmagnaður staður  – mannfólks mikilla sæva.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Húsatóftir.
-Gísli Brynjólfsson, „Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók“, 1974, bls. 123-125.
-Helgi Gamalíelsson.

Stykkið - í nærmynd

Ísólfsskáli

„Ísólfsskáli er þar austast við sjó [frá Grindavík]. Getur Jarðabók þess (ár 1703), að vatnsból, sem þá er grafinn brunnur, sé háskalegt bæði mönnum og skepnum, enda sjórinn þá kominn svo nærri, að hætta sé á, að brunninn fylli af möl og grjóti, og þá jafnvel hætta á, að jörðin leggist í eyði af vatnsleysi.

isolfsskali-101

Svo illa hefur þó ekki farið. En að sjórinn hefur gengið upp í brunninn og fyllt hann, má sjá á því, að séra Geir Bachmann getur þess árið 1841 (Geir Bachmann: Lýsing Grindavíkursóknar 1840—41), að mikill vatnsskortur sé á Ísólfsskála og ekki annars kostur þar en fjöruvatna og sé það vatn haft bæði til neyzlu heimilisfólks og búpenings. En fjöruvötn eru nefndar þær uppsprettur, einatt aðeins seytlur, sem koma upp fyrir neðan flóðmál og ekki er hægt að ná til nema um fjöru. Líka getur séra Geir þess, að sjór brjóti land á Ísólfsskála og sandur frá sjónum sé farinn að berast upp í selalátur jarðarinnar undir Festarfjalli og spilla þeim. Frá Ísólfsskála eru 4—5 rastir til hinnar eiginlegu Grindavíkurbyggðar, því að björg eru með sjónum, svo að ekki verður farin stytzta leið, heldur verður að fara kringum Festarfjall.“

Isolfsskali-102

„Eitt örnefni lærði jeg að minsta kosti á leiðinni frá Grindavík til Krýsuvíkur. Það er Festarfjall, rjett innan við Grindavíkurbygðina. Mjer var sagt, að það drægi nafn af því, að einhvern tíma í fyrndinni hefði verið feiknamikil fuglatekja í bjarginu framan í fjallinu, en þá var landið auðvitað ekki bygt öðrum en tröllum og landvættum. Frá þeim tíma hengi festar miklar framan í fjallinu ofan bjargið og væri ein þeirra úr gulli. Þegar jeg nálgaðist Festarfjall sá jeg undir eins festarnar og það langt til. Svo stendur á þeim, að fjallið, sem er úr fornu móbergi, hefur sprungið sundur við jarðrask einhvern tíma fyrir langa löngu og þá hefur bráðin eldleðja að neðan ollið upp í sprungurnar og storknað þar.
Isolfsskali-111Af því að þessar sprungur hafa verið mjög þröngar, eru gangarnir mjóir. Nú er sjórinn að smásverfa framan af fjallinu, og hefur verið að því síðan löngu fyrir landnámstíð. En af því að bergtegundin í sprungunum er harðari en hin, sem er í sjálfu fjallinu, slitnar hún seinna og liggja því upphleyptar bergraðir upp og ofan fjallið. Það eru festarnar. (Jón Trausti).“

– Þegar hann er einu sinni lagstur í suðvestanátt er hætt við því að útsynningurinn verði þrautseigur hérna við ströndina, segir Ísólfur Guðmundsson, bóndi á Ísólfsskála við Grindavík, er blaðamann og ljósmyndara Nýs Helgarblaðs bar þar í hlað á dögunum. Þetta voru orð að sönnu. Heimamenn hafa orðið að fresta smalamennsku í Grindavíkurfjöllum um viku tíma sökum slagveðurs og þoku.
Festarfjall-101Ísólfsskáli er um margt sérstakur. Þrátt fyrir að jörðin sé skammt austan Þórkötlustaðarhverfis í Grindavík, er yfir slæmfæran fjallveg að fara – Festarfjall – til að komast á milli. Á Ísólfsskála er austasta byggð í landi Grindavíkur og óravegur er í næsta byggt ból austur með hrjóstugri suðurströnd Reykjanesskagans.
Ísólfsskáli er eina bújörðin á Reykjanesskaganum vestan Selvogs, þar sem ábúendur hafa framfæri sitt eingöngu af landbúnaði, en þar stunda þau Ísólfur og Herta kona
hans sauðfjárbúskap með hálft annað hundrað fjár.

– Við vorum með 300 kinda kvóta. í dag er þetta ekkert orðið, enda naumt skammtað af hálfu þeirra sem fara með stjórn landbúnaðarmála. Núna höfum við aðeins leyfi fyrir 165 ærgildum og fullnýtum þann kvóta. Maður getur harla illa framfleitt sér af þessu lengur, segir Ísólfur, – en svona er þetta orðið. Bændum eru allar bjargir bannaðar. Það er engu líkara en að við Íslendingar séum að taka upp sama skömmtunarkerfið og sömu miðstýringuna og þeir þarna austantjalds hafa verið að bagsa við að leggja niður. Sér er nú hver vitleysan. –
Isolfsskali-112Nei blessaður vertu. Það hefur ekki hvarflað að mér, segir Ísólfur, þegar hann er inntur eftir því hvort honum hafi aldrei komið til hugar í kreppudansi sauðfjárræktarinnar að reyna fyrir sér í loðdýrarækt. – Enda hefur það reynst óðs manns æði fyrir flesta að leggja út í þessar nýju búgreinar.
Á sínum tíma átti minnkurinn að leysa allan vanda íslensks landbúnaðar. Síðan varð lausnarorðið refaræktin, þá kom kanínuræktin og fiskeldið og nú hafa snillingarnir fundið upp að við eigum að lifa af skógrækt, segir Ísólfur og er auðheyrilega ekki par hrifinn.
– Svo er reynt að telja manni trú um það að skógræktin geti biessast vegna þess að einu sinni hafi landið verið skógi vaxið milli fjalls og fjöru. Þessi vitleysa tekur vart tali. Heldurðu að við fyndum ekk rætur af trjám ef svo hefur verið. Það sem menn eru að tala um að hafi verið skógur, hefur vart verið annað en venjulegt kjarr, segir Ísólfur.
Isolfsskali-113– Eftir skrifum DV að dæma er það eiginlega orðin þjóðarskömm að standa í þessu hokri. Nei, við sauðfjárbændurnir eigum ekki upp á pall í samfélaginu í dag, svo mikið er víst.
Nei, ég lét ekki ginnast. Það var einhver sérfræðingurinn sem ráðlagði mér að taka helminginn af fjárhúsunum og setja þar upp refabú. Ég væri svo vel settur hérna, skammt frá Grindavík þar sem nægt fóður fellur til frá fiskvinnslunni. Ég bað hann bara að átta sig á einu sem honum yfirsást. Yfir fjallið og til Grindavíkur, en nú eru hér hvorki hross né nautgripir. Það er því af sem áður var.
En hvað með uppblásturinn og landeyðinguna, skýtur blaðamaður inní.
– Það er ekki nóg að friða landið – það grær ekki upp sjálfkrafa. Ef ekkert er borið á sprettur ekkert. Þetta þekkjum við bændur fullvel. Ef ekki er borið á garða og bletti fer allt í órækt. Þeir hjá Landgræðslunni tala sýknt og heilagt um það að friða og friða og að girða fyrir lausagöngu búfjár.
Isolfsskali-114– Það er nú ein plágan til, segir ísólfur. – Menn eru að skrattast þetta hér um skagann og aðallega akandi vegleysur. För og skorningar eru upp um allt. Það segir sig sjálft að það er engin hollusta fólgin í því fyrir landið að um það sé ekið í mars, apríl og maí þegar gróður er hvað viðkvæmastur.
– Svo er verið að tala um ofbeit, meðan bæjarbúum þykir ekkert sjálfsagðara en andskotast eins og þeim sýnist út og upp um allt. Þegar maður minnist á þetta við þessa menn er viðkvæðið einatt: þú átt ekkert meira í landinu en við helvítið þitt. Í staðinn má ekki einu sinni kötturinn koma til þeirra svo allt ætli af göfl
unum að ganga.

Sauðkindin verður ekki ein dregin til ábyrgðar
Þegar blaðamaður beinir talinu að uppblæstri á Reykjanesskaga og spyr eins og álfur út úr hól hvort ekki sé ástæða til að koma alfarið í veg fyrir lausagöngu búfjár á skaganum, hleypur Ísólfi fyrst verulega kapp í kinn.
Isolfsskali-115– Það er ekki meiri ofbeit hér en víða annarsstaðar. Ef sauðféð er of margt, eins og alltaf er verið að tala um, þá þarf að fækka því til jafns allsstaðar á landinu. Menn eru látnir hokra við búskap víða við miklu verri skilyrði en hér, þar sem allt verður að leggja niður. Í dag er svo komið að það er eiginlega ekkert orðið eftir af skepnum á Reykjanesskaganum. Það eru eitthvað um tólf hundruð kindur á öllum Reykjanesskaganum. Áður fyrr var sauðfé hér milli tuttugu og þrjátíu þúsund og það gekk úti árið um kring. Ég minnist þess þegar ég var stráklingur, þá gengu í fjallinu hér tynr ofan um eitt hundrað hross. Á öllum kotum var hið minnsta einn hestur og ein til tvær sveitarfélaga á Suðurnesjum og íslenskir aðalverktar hafa verið að dreifa á landið lítilsháttar áburði og sá í það. Ég veit ekki betur en að austur við Strandakirkju hafi verið landgræðslugirðing í ein 60 ár. Ef eitthvað er, þá er ástand gróðurs innan þessarar girðingar verra núna en þegar var girt, enda hefur ekkert frekar verið að gert eftir að girðingin var sett upp. Uppblásturinn og landeyðingin hér stafar ekki af ofbeit. Þar er við veðráttuna að sakast. Það sjáum við skýrast þegar gerir miðsvetrarhláku. Þegar svörðurinn er frosinn og þurr og það gerir asahláku með vindbeljanda er, ekki að sökum að spyrja. 

Isolfsskali-116

Vatnselgurinn og sjávarseltan vinna þá auðveldlega á öllum gróðri. Það nægir bara að líta á suðurhlíðar Reykjanesfjallanna. Þau eru gróðurvana af þessum sökum. Svo mikið er víst að þar er ekki við sauðkindina eina að sakast, segir Ísólfur.
– Það er ekki ábætandi þegar menn eru akandi hér upp um fjöll of firnindi á torfærubílum og fjórhjólum, segir húsfrúin Herta, sem hefur ekki blandað sér til þessa í umræðurnar, enda verið önnum kafin við að taka til úr búri bakkelsi, heimabakaðar flatkökur og annað góðgæti, eins og góðra búkvenna er gjarnan siður er gesti ber að garði þessara jarðvöðla og fá birt í blöðunum.

Skotóðir bæjarbúar
En ábúendurnir á Ísólfsskála hafa orðið varir við annan og öllu óhuggulegri átroðning af hálfu þéttbýlisbúa.
– Við búum ekki afskekktara en það að hér koma menn og skjóta á allt sem hreyfist, segir Herta – og það dugar ekki til. Það hefur komið fyrir að skotið hefur verið á útihúsin og bæjarhúsið. Þannig að þið hafið verið höfð að skotspæni í eiginlegri merkingu þess orðs?
Isolfsskali-117– Já, það má segja það, segir Herta og bætir því við að eitt sumarið hafi lögreglan gert upptækar 18 byssur af skotveiðimönnum í landi Ísólfsskála.
– Öll meðferð skotvopna er óheimil hér við suðurströndina, frá Reykjanesi og allt austur að Ölfusá. Landeigendur á svæðinu tóku sig saman og bönnuðu alla skotveiði í landi þeirra. Það virðist þó koma fyrir lítið. Grimmdin er slík að fýllinn fær ekki einu sinni að vera í friði þegar hann er skríða á hreiðrin í fjallinu hér fyrir ofan, segir Ísólfur, er getur trútt um talað enda alvanur meðferð skotvopna eftir að hafa verið grenjaskytta um áraraðir.

Sjaldan bítur refur nærri greni
– Ég er búinn að vera viðloðandi þetta síðan ég var sextán eða sautján ára, segir Ísólfur um grenjaleitina.
– Það hafa verið mikil áraskipti í þessu. Sum árin vinnast mörg dýr, en færri önnur árin. í fyrra gekk grenjaskyttiríið vel. Þá náði ég 53 dýrum, en í vor hefur þetta gengið fremur illa. Það er töluvert um búref hérna á skaganum sem slapp út úr refabúinu í Krýsuvík á sínum tíma og það er alltaf talsvert um að maður nái búrtófu.
Isolfsskali-118Annars er útilokað að segja til um það hvaðan dýrin eru upprunnin. Ég veit dæmi þess að tófa sem slapp úr búinu í Krýsuvík hafi náðst austur undir Lómagnúp. Það er ekki nein smávegalengd. Hún er fljót í förum og fer hratt yfir. Hún fer þetta tuttugu og fimm til þrjátíu kílómetra í leit að æti. Eitt er víst að refur bítur aldrei nálægt greninu.
Ísólfur segist vita um ein 200 greni á Reykjanesskaga. Honum telst svo til að það þurfi að fara yfir 300 kílómetra til að komast á milli þeirra allra. – Sum grenin hef ég fundið sjálfur en vitneskju um önnur hef ég eftir tilvísun mér eldri manna.
En er skolli eins skæður og af er látið?
– Já, ef um bitdýr er að ræða. Ég hef fundið allt að tuttugu til þrjátíu lambshausa við greni. Við höfum þó náð að leggja að velli skæðustu bitdýrin. Eftir að rifflarnir komu til sögunnar varar refurinn sig ekki á því að það er hægt að skjóta hann af lengra færi en áður.
Það getur verið bölvað slark í grenjaleitum. Eg hef legið allt upp í fjóra sólarhringa úti. Skolli er bæði var um sig og getur verið ansi skæður.
Isolfsskali-119Mannfólkið getur lært margt af því að fylgjast með rebba, reyndar eins og fleiri skepnum. Það er gaman að sjá hvað yrðlingarnir eru eftirtektarsamir og vel uppaldir. Ungviðið er ekki látið komast upp með neitt múður eins og hjá okkur mannskepnunni, segir Ísólfur sem ber auðheyrilega engan kala til skolla. Ísólfur segir refinn vera afburða lyktnæman og heyra vel.
– En hann sér ekki vel. Það er orðið sáralítíð um bitdýr hérna á skaganum. Þessi refur sem er hér er aðallega í fuglinum, fýlnum og- mófuglinum og hann er ansi skæður. Núorðið sér maður varla mófugl. Það sagði mér grenjaskytta að hann hefði eitt sinn náð ref á Mosfellsheiði sem var með átján þrastarunga í kjaftinum. Refurinn er eins og ryksuga þegar því er að skipta. Hvað skyldi ísólfi finnast um þá skoðun að ástæða sé til að friða refinn?.
– Ef við friðum tófuna verður hún óviðráðanleg eins og minkurinn. Það er tómur kjánaskapur að halda þessu fram eða þá að um er að ræða fólk sem hefur engra hagsmuna að gæta við að stemma stigu við útbreiðslu rebba. Ef menn vilja friða tófuna þá eru menn um leið að kveða upp dauðadóm yfir öllu refur-101fuglalífi. Það er reyndar mikið verra að eiga við minkinn en tófuna. Minkurinn getur leynst í hrauninu. Það er eins og silunganet, hann smýgur allsstaðar í gegn. Það er minkur hérna meðfram öllum fjörum. Ég hef náð þetta einu og einu skotti. Hann hefur drepið hjá mér lömb heima við fjárhús Þannig var að ég setti tvö þriggja vikna lömb út í sól og blíðu. Seinna um daginn tek ég eftir því að annað lambið er búið að liggja hreyfingarlaust nokkra stund. Þegar ég athuga málið er það steindautt. Daginn eftir fór á sömu leið – hitt lambið liggur dautt þegar að var gáð. Herta fláði bæði lömbin og þá kom það sanna í ljós. Innanverður lærvöðvinn á þeim báðum var eins og gatasigti. Þar hafði minkurinn bitið og sogið úr lömbunum allt blóð og þrótt.

Tvítug og vegalaus
Á mæli Hertu má greina að hún er af erlendu bergi brotinn. Hún er nánar tiltekið þýsk. Við spyrjum Hertu um ástæður þess að hún er komin hingað upp.
– Ég kom til íslands árið 1949, þá um tvítugt. Ég kom hingað upp ásamr átta samlöndum mínum með togaranum Maí frá Hafnarfirði sem hafði verið í sölutúr til Cuxhaven, segir Herta, en þetta sama ár réðu Búnaðarsamtökin nokkur hundruð Þjóðverja til vinnumesku vítt og breitt um sveitir.
Isolfsskali-120– Ég er fædd í Pommern sem er austur undir pólsk
u landamærunum. Eftir stríðið var enga atvinnu að fá í Þýskalandi. Rauði herinn brenndi æskuheimili mitt og fjölskyldan hraktist til vesturhluta Þýskalands. Einn bróðir minn féll á Krímskaga, annar var í fangelsi á Krít eftir stríð og það sem eftir var af fjölskyldunni var á tvist og bast. Ég hafði því vart í nein hús að venda á þessum árum. Vissulega voru það mikil viðbrigði að koma hingað, en okkur var vel tekið. Það gerði gæfumuninn, segir Herta.

Hún segist hafa kunnað ljómandi vel við sig hér á landi. Fljótlega eftir að hún kom til landsins réði hún sig í vinnumennsku á Ísólfsskála hjá Guðmundi föður Ísólfs.
– Ég sé ekki eftir neinu. Ég held að ég gæti ekki sest aftur að í Þýskalandi eftir þetta langan tíma. Þar er allt orðið breytt frá því sem áður var þegar ég bjó þar. Þeir tímar koma reyndar stundum að maður hugsar heim til æskustöðvanna með ljúfsárum söknuði, en það nær ekkert lengra. Hér á ég heima. Ég hef enga ástæðu til að sýta mitt hlutskipti í lífinu, segir Herta.
– Í fyrra voru liðin fjörutíu ár frá því að við komum hingað upp. Við ætluðum að hittast og halda sameiginlegan gleðskap, en vegna heyanna og rysjótts tíðarfars varð ekkert úr, segir Herta aðspurð hvort Þjóðverjarnir sem komu hingað 1949 og eru enn búsettir hér á landi haldi hópinn.

Ekki á færi amlóða
Isolfsskali-121Ísólfur er fæddur og uppalinn á Ísólfsskála. Hann tók við búi af föður sínum, en þar á undan hafði afi Ísólfs búið á jörðinni eftir að hann fluttist frá Vígdísarvöllum.
– Afi var þrígiftur og átti aðeins þrjátíu og þrjú börn, þar af eitt á milli kvenna. Hann var heljarmenni að burðum. Hann var mikil hreindýraskytta og hann lá einnig á grenjum þegar svo bar við, segir Ísólfur. Þar á meðal segir Ísólfur eftirfarandi hreystisögu af afa sínum, sem honum hefur auðheyrilega fundist mikið til koma.
– Sjáðu þennan stein sem liggur hérna á flötinni fyrir utan stofugluggann. Hann er ekki nein smásmíði og það er ekki fyrir hvern sem er að taka hann upp. Ég er ekki að segja að þú sért neinn amlóði, en þennan stein tvíhenti gamli maðurinn á loft kominn vel á efri ár.
Tildrög þessa voru þau að pabbi sem var níu ára, að mig minnir, var að leika sér upp við rétt hérna undir fellinu sem verið var að hlaða. Afi var með kindur í réttinni sem hann kannaðist ekki við markið á. Hann biður pabba að gæta kindanna meðan hann skjótist heim í bæ til að sækja markabókina.
Isolfsskali-122Pabbi var eitthvað að rjátla vi
ð grjót undir hamraveggnum og allt í einu veit hann ekki meira af sér. Það hafði hrunið fylla ofan á hann. Piltungur sem var þarna líka, hleypur þá heim í bæ og hrópar: „Hann Gvendur er dauður“. Afi rauk í snarhasti upp eftir og tínir ofan af pabba grjótið og þar á meðal þennan stein. Pabbi fór illa. Höfuðleðrið rifnaði og hann tvíbrotnaði á öðrum handlegg. Þegar afi er að bera drenginn sinn inn um bæjardyrnar rekst hann í dyrastafinn og við það rankar lagsi við og öskrar: „Ætlarðu að drepa mig?“, en þá hafði brotið gengið út í vöðvann og strákur komist til meðvitundar út af sáraukanum. Á þessum tíma var næsti læknir í Keflavík. Afi reið í hendingskasti þangað til að sækja Þorgrím Þórðarson sem þá var þar þjónandi læknir. Þorgrímur saumaði ein 18 spor í höfuðið á pabba og spelkaði handlegginn. Eftir þriggja vikna tvísýna legu var pabbi kominn algóður á fætur sem má heita hreinasta kraftaverk. Pabbi sagði mér síðar að honum hefði ekki farið að batna fyrr en eftir að sér hafi fundist að til hans kæmi kona sem bæði hann að koma með sér, sem hann neitaði.

Líkið á Selatöngum
Selatangar-501Efir þessa sögu Ísólfs berst talið að dulrænum fyrirbærum og dulargáfum.
– Eg get ekki neitað því, segir Ísólfur þegar hann er inntur eftir því hvort hann verði var við svipi og dularfull fyrirbrigði í fámenninu.
– Það er ekki svo að skilja að hér sé eitthvað illt á kreiki, bætir hann við. Herta segist aftur ámóti aldrei verða vör við neitt  þótt hún gjarnan vildi.
– Ég skal segja þér eina sanna sögu. Er ég var 14 ára var ég sendur einhvern tíma í maí austur á Selatanga að sækja þangað dauða rollu sem hafði flætt. Eg fór ríðandi flóðfarið og er ég var kominn austur ríð ég þar fram á lík í flæðarmálinu, sem síðar reyndist vera af sjómanni af togara sem fórst við Eyrarbakka í marsmánuði. Ég varð skelkaður mjög en tek þó rolluna og held heim. Ég segi pabba strax frá því að ég hafi fundið dauðann mann. „Þvæla er þetta í þér drengur“, segir pabbi og vill í engu sinna málinu. Eftir miklar fortölur, fellst hann þó á að fara út að Selatöngum, en segist ætla að hlusta á kvöldfréttirnar í Selatangar-502útvarpinu fyrst. Þegar hann ætlar að kveikja á útvarpinu, snýst takkinn laus. Eftir að hann hafði fullvissað sig um það að útvarpið væri bilað og hann fengi ekkert hljóð út tækinu, afréð hann að skreppa með mér austur eftir. Þegar þangað var komið var farið að flæða undir líkið. Við bárum það upp úr flæðarmálinu og bjuggum um það. Líkið var síðan sótt daginn eftir og flutt til Grindavíkur. Þegar heim var komið um kvöldið fer pabbi aftur að fikta í útvarpinu og það er alveg sama, engu tauti var við það komandi. En viti menn næsta dag var allt í lagi með útvarpið. Hefðum við farið að hlusta á fréttirnar hefði flætt undir líkið og það tekið út, segir Ísólfur.
– Það hefur aldrei hvarflað að mér að bregða búi. Sagt er að þangað sæki klárinn sem hann er kvaldastur. Ætli það eigi ekki við um okur mennina líka. Við hímum flest þar sem við erum niðurkomin mestan part af okkar hundsævi, segir Ísólfur. Hvað skyldi nú ver
ða um Ísólfsskála í framtíðinni þegar þau ísólfur og Herta verða að láta af búskap fyrir aldurs sakir? Þau segjast engar áhyggjur hafa af jörðinni. Öllu verra sé að segja til um það hvort hún muni haldast áfram í byggð.

Hraun-501– Haft hefur verið eftir Einari Benediktssyni, stórskáldi, er átti Vatnsenda og fleiri stórbýli, að allar þær jarðir sem liggja nærri þéttbýli verða fyrr eða síðar gullnáma. En þegar Ísólfsskáli hækkar í verði verðum við náttúrulega margdauð, segir Ísólfur.“
Við þetta má bæta skemmtilegri sögu af nágrönnum Ísólfs; Manna  (Gamalíel) á Stað og Magnúsi á Hrauni: „Ég var 19 ára 1948. Það sumarið vann ég á jarðýtu er ryðja átti og breikka götuna frá Grindavík að Reykjanesvita. Farið var ofan í gömlu götuna, eins og hún hafði legið. Ég átti að gista á Stað þennan tíma. Einn daginn man ég eftir því að Manni og Magnús komu saman að Stað úr tófuleiðangri. Magnús var með yrðling í einum poka og dauða kollu í öðrum. Svo óheppilega vildi til að hrepsstjórinn kom í heimsókn á þessum tíma – akandi. Hann bauð Magnúsi far austur eftir að heimsókn lokinni, en hann færðist undan. Þegar hann loks þáði farið tók Magnús annan pokann, en ætlaði að skilja hinn eftir. Húsfreyjan á Stað varð hins vegar var við gleymskuna og rétti Magnúsi pokann svo nú ekkert aðkomið yrði þar eftir. Þetta bjargaðist þó þar sem hreppsstjórinn virtist ekki vera meðvitaður um pokakolluna í farangrinum, meðvitað eða ómeðvitað (Sigurður K. Eiríksson frá Norðurkoti – munnleg heimild 2012).
Hreimildir m.a.:

-Lesbók Morgunblaðsins 6. nóv. 1949, bls. 508.
-Náttúrufræðingurinn, 17. árg. 1947, 1. tbl., bls. 42-43.
-Þjóðviljinn 20. júlí 1990, bls. 15-16.
-Sigurður K. Eiríksson frá Norðurkoti í Fuglavíkurhverfi, f: 1929.

Isolfsskali-106

Festisfjall

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1955-1956 er m.a. fjallað um kapelluna í Kapellulág ofan Hrauns við Grindavík: „Austur frá Hrauni í Grindavík og allt til Festarfjalls heitir Hraunssandur, enda er þar mjög blásið og sér lítinn sem engan gróður á heilum flákum.
Kapellulag-1Þó sagði Gísli Hafliðason, gamall bóndi á Hrauni og átti þar heima alla ævi (d. 1956), að allt sé þarna heldur að gróa upp, sandurinn sé að festast, og mun það eflaust rétt athugað. Um Hraunssand hefur frá fornu fari legið vegur, og var um hann áður fyrri mikil umferð af mönnum austan úr sýslum, lestamönnum haust og vor og vermönnum um vetur. Frumstæður bílvegur liggur nú mjög þar sem gamli vegurinn var áður. Um það bil 1 km fyrir austan bæinn á Hrauni er lægðardrag allmikið í sandinum, hefst í hæðunum hið efra og nær niður að sjó, víkkar niður eftir og virðist myndað af rennandi vatni, þó að nú sé hvergi vatn á þessum slóðum. Lægð þessi heitir Kapellulág. Rétt neðan við bílveginn, sem nú liggur þvert yfir lægðina á sama stað og gamli vegurinn lá fyrrum, er töluvert áberandi þúst eða grjóthrúga, auðþekkt mannaverk í sandauðninni. 

kapellulag-2

Þessi grjóthrúga er í daglegu tali kölluð Dysin, og hermir Brynjúlfur Jónsson um hana eftirfarandi sögu: ,,Þá er Tyrkir rændu í Grindavík (1627), flýði drengur einn undan þeim, ríðandi á rauðri meri, og hleypti upp veg. Einn af Tyrkjum elti hann og var svo fljótur á fæti, að hann náði honum í Kapellulág. Þreif hann þá í tagl merarinnar. En hún sló báðum afturfótum fyrir brjóst honum svo hart, að hann lá dauður eftir. Var hann þar dysjaður, og á rústin að vera dys hans“. Á sjávarbakkanum um 200 m suðaustur frá dysinni er grasi gróinn hóll, sem heitir Hvalhóll. Menn taka mið af þessum hól, þegar hann ber í dysina frá sjónum séð, og heitir þetta mið Húsið. Í því nafni felst sjálfsagt réttari bending um uppruna þessa mannvirkis en í munnmælasögunni. Fleira er eftirtektarvert í umhverfi dysjarinnar. Fyrir austan hana er allmikil hæð, og af henni er skammt austur að sjó, þar sem Hraunsvík nær lengst inn undir Festarfjall. Þar er mjög hár sjávarbakki, og grefur sjór hella inn í móbergið. Þar var hellir, sem nú er mjög lítið eftir af, og hét Dúnknhellir.
kapellulag-3Á skerjum nokkrum undir Festi segja þeir á Hrauni, að áður hafi verið járnhringar til þess að festa skip, og hafi írar fest þar skip sín. Þessir járnhringar munu ekki sjást lengur, og enginn þeirra á Hrauni hafði sjálfur séð þá, en þeir þóttust þó vita fyrir yíst, að þessir hringar hefðu verið þarna. (Sbr. og Jón Þorkelsson, Þjóðsögur og munnmæli, Reykjavík 1899, bls. 1.)
Dysin í Kapellulág var rannsökuð dagana 13. og 14. maí 1954. Auk mín unnu við rannsóknina Gísli Gestsson safnvörður og Jóhann Briem listmálari fyrri daginn, en Gísli og Guðmundur Þorsteinsson frá Lundi seinni daginn. Báða dagana nutum við gestrisni Gísla Hafliðasonar á Hrauni og konu hans. Veður var gott báða dagana, skúrir þó seinni daginn, en vinnufriður sæmilegur. Brynjúlfur Jónsson lýsir dysinni svo árið 1903, að hún sé „dálítil grjótrúst, nokkuð grasgróin, svo sem 3 al. í þvermál að ofan, en fláir utan og virðist vera nokkuð hrunin. Naumast er hún yfir 1 al. á hæð“. Þessi lýsing á sæmilega við dysina, eins og hún leit út, áður en við byrjuðum að grafa í hana. Hún var að sjá eins og hver annar blásinn hóll, steinar oltnir út úr á allar hliðar, en nokkuð gróið á milli. Einkum var kollurinn vel gróinn, og vottaði þar ekki fyrir neinni laut eða lægð. Að ógröfnu mátti þó aðeins greina steinaraðir, sem stóðu upp úr þessum gróna kolli og virtust sýna innri brúnir veggja í litlu húsi.
Kapella-201Þegar við vorum búnir að mynda dysina, fórum við að grafa innan úr henni, eftir því sem þessar steinaraðir eða veggbrúnir sögðu til. Mold létum við sér og grashnausa sér til þess að geta komið öllu í sama fallega lagið aftur, þegar rannsókninni væri lokið. Efsta rekustungan eða vel það var eingöngu foksandur moldarblandinn. Í honum voru nokkur stórgripabein og fuglabein nýleg. Á hér um bil 50 sm dýpi varð vart við fyrstu mannvistarleifar, koladrefjar, sem ekki voru tilkomumeiri en það, að þær héngu ekki saman svo að lag myndaðist. Við hreinsuðum upp alla tóftina við þetta lag, gerðum uppdrátt og tókum myndir. Niðri við lagið eða um 45 sm frá yfirborði, inni undir húsgafli (þ. e. austurgafli), fundum við eina stappaða látúnsþynnu. Rétt fyrir neðan efstu mannvistarleifarnar, einkum við suðurhlið, en þó nokkuð um alla tóftina, var 1—2 sm þykkt lag af hreinlegum sjávarsandi með skeljamulningi í, en annars var allt hér fyrir neðan og niður á gólf tóftarinnar meira og minna blandað mannvistarleifum, þótt mest væri af leirlituðum foksandi með stærri og smærri steinum í.
Kapella-202Hér og hvar voru örlitlir öskublettir og viðarkolamolar, en eldstæði ekkert, og yfirleitt voru þessi eldsmerki smávægileg. Neðst var gul, leirkennd moldarskán, sem í vottaði fyrir morknum beinum og fúnum spýtum, og mun þetta eflaust vera gólf hússins, en í því voru engar eldsleifar, sem þó eru algengastar á gólfum. Neðan við þetta lag var hrein ísaldarmöl og engar mannvistarleifar.
Nú skal lýsa húskofa þessum, eins og hann kemur fyrir sjónir uppgrafinn. Það varð þegar í stað ljóst við rannsóknina, að við höfðum fyrir okkur lítið hús eða hústóft, sem var barmafull af mold, sandi og grjóti, innveggir lítið sem ekki hrundir, en útveggir mjög hrundir og steinar úr þeim skriðnir út á alla vegu. Af því skapaðist dysjarútlitið og þá einnig nafnið og loks munnmælasagan um Tyrkjann. 1 miðhafninu.

Kapella-203

Húsið hefur hins vegar geymzt sem minning um, að þetta hafði í upphafi verið hús. Það hefur verið ótrúlega lítið. 2,20 m að lengd og 1,20 m að breidd. Veggirnir eru hlaðnir úr grjóti í 1 m hæð ogstanda vel að innan, lítið eitt fláandi upp eftir, þ. e. hallast út. Veggjarþykktin hefur verið um 1 m, eftir því sem næst verður komizt. Húsið hefur snúið frá austri til vesturs, þó lítið eitt tifl norðvesturs. Vesturgafl hefur verið úr timbri og dyr á að norðan. Í þeim hefur verið eins konar stétt af smásteinum. Við syðri langvegginn lágu tvær stórar og myndarlegar hellur, og hefur hin fremri náð alveg fram undan þilstafninum, sem beinlínis virðist hafa hvílt á henni. Eitthvað virðist hafa hvílt á þessum hellum við suðurvegginn, t. d. borð eða bekkur. Fremri hellan er 15 sm þykk, og álíka hátt þrep er í dyrunum við hliðina á henni, enda er gólfið þetta lægra en hlaðið fyrir framan.
Fleira er varla nauðsynlegt að taka fram í lýsingu þessa húskrílis. Eftir rannsóknina fylltum við tóftina og færðum allt í samt lag aftur. Ég kom þar aftur í nóvember 1955, og var þá varla hægt að sjá, að nokkurn tíma hefði verið við henni rótað.“
Í „Skrá um friðlýstar fornleifar 1990“ má lesa eftirfarandi um Kapellulág: „
Hraun – undirritað af MÞ 25.10.1930. Þinglýst 15.11.1938. Lítil rúst í Kapellulág, við veginn upp á Siglubergsháls, sbr. Árb. 1903; 46-47.“

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 54. árg. 1955-1956, bls. 16-20.
-Skrá um friðýstar fornleifar 1990.

Kapella

Kapellan við Hraun.

Staðarhverfi

Grindavík á sér bæði merka og mikla sögu. Menningar- og sögutengd ganga var um Staðarhverfi, sögusvið verslunar-, kirkjustaðar- og útgerðar í Grindavík, mannfólk mikilla sæva. Gangan hófst ofan við kirkjugarð Grindvíkinga með vígslu á fjórða söguskiltinu sem sett hefur verið upp í Grindavík, og nú í Staðarhverfi, eitt af fjölmennustu hverfunum þremur í Grindavík.
Nokkrir þátttakenda nálgast söguskiltið á HoluhólGengið var frá Holuhól að Staðarbrunni, að gamla Staðarbænum, hinum nýrri, kirkjustæðinu í garðinum, klukknaporti, sem þar er og síðan haldið um Sandskörð, að Hvirflum og með ströndinni yfir að Stóragerði, Kvíadal og Krukku. Á leiðinni voru rifuð upp bæjarnöfn 28 bæja, staðsetningar þeirra og tilvist í tíma. Bæði gamlir Staðhverfingar mættu við þessa athöfn sem og afkomendur þeirra.
Kirkja var á Stað allt frá 13.öld til 1907. Í Staðarhverfi var konungsverslun á 18. öld, eða þangað til hún var flutt til Básenda. Árið 1703 var Staðarhverfið fjölmennast í Staðarsókn (Grindavík). Áttatíu árum seinna var þar orðið fámennast. Í dag er enginn íbúi skráður í Staðarhverfi, en þar má sjá tóftir tveggja lögbýla, eldri og nýrra á báðum stöðum, og 24 hjáleiga frá mismunandi tímum. Ýmislegt annað var skoðað, sem fyrir augu bar á leiðinni.
Í lok göngu var stefnt að því að hafa heitt á könnunni [að Stað] í Dúukoti.

Staðarhverfi

Horft yfir Staðarhverfi.

Á Holuhól var rifjuð upp tilurð skiltisins, þ.e. frumkvæði og aðkomu Saltfiskseturs Íslands að því verki, líkt og hinna þriggja, stuðningi Pokasjóðs og jákvæðni fulltrúa Grindavíkurbæjar og Grindvíkinga. Í raun má með þessu segja með allnokkrum sanni að þarna hefur bæjarfélagið í raun sýnt mikla framsýni og lagt varanlegri grunn að varðveislu helstu menningarminja þess sem og staðsetningu örnefna og kennileita. Íbúar bæjarfélagsins munu eiga auðveldara í framtíðinni að staðsetja slík kennileiti og það mun jafnframt gera þeim kleift að sjá hið sögulega samhengi í raunverulegra ljósi en margir aðrir.
Þetta virðist kannski ekki svo merkilegt nákvæmlega Staðarbrunnurinn, byggður 1914 - útihúsin á Stað og kirkjugarðurinn fjærnúna – þ.e. NÚNA, en mun án nokkurs vafa verða komandi kynslóðum ómetanlegt þegar fram líða stundir. Það gleymist stundum að gera ráð fyrir arfleifðinni í amstri og hita hverdagsins. Sagt hefur verið, að sá sem þekkir fortíðina eigi bæði auðveldara með að skilja nútíðina og spá í framtíðina.

Á Bringum, milli Holuhóls og Staðarbrunns, var ekki hægt að halda lengra án þess að þakka öllum þeim er komu að örnefnaskráningunni, staðsetningu þeirra sem og sýnilegra minja (sjá í lokaorðum á skiltinu), en þar höfðu Ólafur (heitinn) Gamalíelsson, Helgi, bróðir hans, og systir, Guðrún, hönd á plóginn. Loftur Jónsson hafði haldið utan um örnefnaþáttinn og staðið sig með mikilli prýði. Hafa ber í huga að það er ekki heiglum hent að rata rétt á alla slíka staði, sem jafnvel hafa getið tekið breytingum á hinum ýmsu tímum. Á örnefna- og minjaskiltinu stendur m.a. (og er þá vitnað m.a. í Sögu Grindavíkur, Staðhverfingabók, lýsingar Gísla Brynjólfssonar, Geirs Bachmann og Guðsteins Einarssonar):

Þú ert á Holuhól og horfir yfir Staðarhverfið.
Tóftir KvíadalsÁ kortinu sjást staðsetningar 28 bæja, hjáleiga og nýbýla, sem heimildir eru til um að hafi verið í Staðarhverfi, á mismunandi tímum. Öll býlin eru í eyði. Breytt samfélagsgerð og búskaparhættir höfðu þar mest áhrif.
Staður (9 og 10) var lögbýli og kirkjujörð. Kirkjan á Stað var innan kirkjugarðsins, en var flutt yfir í Járngerðarstaðahverfið 1908 og endurvígð þar ári síðar. Búið var á Stað fram til ársins 1964.  Eldri hjáleigur voru Krókur (1), Beinrófa (8), Sjávarhús (12), Krukka (6), Móakot eldra (2) og Blómsturvellir eldri (11). Þær fóru í eyði á 18. öld, síðast Sjávarhús í Básendaflóðinu 1799. Búseta á öðrum bæjum í Staðarlandi lagðist af sem hér segir; Móakot (3) árið 1945, Stóra-Gerði (15) 1918 (hafði byggst 1789), Kvíadalur (13) 1919 (hafði byggst 1789), Bergskot (5) 1927, Litla-Gerði (14) 1914, Nýibær (4) 1910, Merki (17) 1943, Lönd (16) 1946 og Melstaður (18) 1950.
Húsatóftir (25 og 26) fóru í eyði 1946. Fimm tómthúsbýli voru byggð í landi Húsatófta á árunum 1906-1934. Búseta á þeim lagðist af sem hér segir: Dalbær (21 og 22) árið 1946, Vindheimar (20) 1919, Hamrar (24) 1930 og Reynistaður (19) 1938. Í Jarðabókinni 1703 er getið um hjáleigurnar Garðhús (27) og Kóngshús (28). Ekki er vitað með vissu hvar Garðhús var.
Löndunarbryggja var byggð í hverfinu 1933. Ofan við hana má sjá leifar af fiskverkunar-, lifrabræðslu- og salthúsum. Auk örnefnanna má sjá ýmis gömul [og áður óskráð] mannvirki á kortinu.

Hverfin
Staðnmæst við gamla kirkjustæðið í StaðarkirkjugarðiMargt er á huldu um aldur og upphaf hverfanna þriggja í Grindavík, Þórkötlustaðahverfi austast, Járngerðarstaðahverfi í miðið og Staðarhverfi vestast. Sitthvað bendir til þess, að rekja megi hverfaskiptinguna allt aftur undir landnámsöld.
Þegar þungamiðja byggðar í landinu færðist nær sjónum og mikilvægi sjávarútvegs og útflutnings sjávarafurða jókst er hugsanlegt að byggð í hverfunum hafi breyst nokkuð, jafnvel strax á 13. öld, einkum þó í Staðarhverfi. Munnmæli herma, að Staðarhverfi hafi eitt sinn verið stærst allra hverfa í Grindavík.
Staðarhverfi hafði nokkra sérstöðu að því leyti, að þar var kirkjustaðurinn og grafreitur sveitarinnar, og því munu flestir Grindvíkingar hafa átt tíðari erindi að Stað en öðrum bæjum í sveitinni. Þá hafði Grindavíkurhöndlun lengi aðsetur í Staðarhverfi, og varð það enn til að auka mönnum erindi þangað.
Árið 1703 var íbúafjöldinn í Staðarsókn 214 (þar af 72 í Staðarhverfi). Árið 1762 var fámennast orðið í Staðarhverfi og íbúar þess aðeins 44. Árið 1783 hafði heimilum í Staðarsókn fækkað um tæpan fjórðung, og má telja næsta öruggt, að sú fækkun hafi að öllu leyti orðið með þeim hætti, að byggð hafi lagst af á hjáleigum og þurrabúðum, einkum í Staðarhverfi.

Staður
Hin flóraða StaðarvörStaður var önnur stóra jörðin í Staðarhverfi. Torfhús voru á Stað fram á 20. öld, en 1923 var byggt steinhús, sem var nýtt þangað til búi var brugðið (1964).
Prestsetrið Staður hafði takmarkaða landkosti og þurfti að sæta ágangi sjávar og sandfoks, en var samt ein hæst metna jörðin í sókninni. Heimræði var árið um kring, skammt að róa og mikinn afla að fá, þegar fiskur gekk á miðinn og gæftir voru góðar. Rekanum var skipt niður milli staðar og kirkju. Selstöðu fyrir búfénað hafði Staður á Selsvöllum undir Núpshlíðarhálsi.
Fyrr á öldum var fjörugrasa- og sölvatekja næg. Hrognkelsaveiði var allmikil alla tíð meðan hér var byggð. Beita, bæði sandmaðkur og skel, var drjúg. Sauðfénaður kunni vel að meta fjörubeitina. Á veturna var fjaran eina bjargræði hrossanna. Maríukjarni var skorinn fyrir kýrnar á ystu skerjum, látinn rigna, þurrkaður og geymdur í töðunni til vetrarins. Þá var eldsneytið, þang, sótt í fjöruna því hvorki var mór né skán í fjárhúsum fyrir að fara. Höfnin var kennd við prestsetrið Stað og ýmist nefnd Staðarvík, Staðarhöfn eða Staðarsund.
Geir Bachmann segir í lýsingu sinni árið 1840 að á Stað sé „mikið slétt og gróandi yfrið fögur tún; eru þau sandorpin afarmiklu sandfoki af öllum vindum frá útnorðri til landsuðurs, við hvað þau árlega skemmast og til þurrðar ganga. Af sjóar ágangi er túninu líka mikill skaði búinn að sunnanveðrum og brimi. Bera þau enn að sönnu menjar eftir mikla flóðið 1799.” Árið 1925 gekk sjór langt upp á Staðartún, flæddi næstum upp að kirkjugarði, braut stórt skarð í malarkambinn og gróf sig þar niður í mold.
Gamli torfbærinn var við norðvesturhorn kirkjugarðsins austan við steyptar rústir, sem þar eru. Grunnur og tröppur steinhússins (byggt 1938) sjást enn (1999) rétt norðan við núverandi kirkjugarð (endurbyggður 2005).
Brunnurinn á Stað var hlaðinn árið 1914[, 23 fet á dýpt og kostaði 300 kr]. Efsti hluti hans hefur verið endurhlaðinn (2006).

Kirkja
Klukkan af Anlaby í klukknaportinuHeimildir eru um kirkju á Stað í Vilkinsmáldaga 1397. Þá ber henni að gjalda til Skálholts „6 hundruð skreiðar hvert ár og flytja til Hjalla [í Ölfusi]“.
Allt fram til ársins 1836 var torfkirkja á Stað. Þá var reist timburkirkja, en hún stóð þó einungis í 22 ár. Sumarið 1858 var reist ný kirkja sömu gerðar, alþiljuð og traustleg, uns hún var flutt yfir í Járngerðarstaðahverfi (1908) og endurreist þar (1909). Trúlega hefur Staðarkirkja ávallt verið á þeim stað, sem síðasta kirkjan stóð, inni í kirkjugarðinum.
Í kirkjugarðinum er klukkuturn og í honum bjalla. Á hana er letrað; SS. Anlaby 1898 Hull. Það er skipsklukkan úr Anlaby, togara frá Hull, sem fórst með allri áhöfn (11 manns) við Jónsbásakletta aðfaranótt 14. janúar 1902.
Þekktir prestar á Stað voru t.d. séra Oddur V. Gíslason, brautryðjandi í slysavarnarmálum sjómanna, séra Geir Bachmann og séra Gísli Brynjólfsson.

Húsatóftir
Húsatóftir-neðriHúsatóftir (-tóptir/-tóttir) er hin stórða jörðin í Staðarhverfi. Árið 1703 voru Húsatóftir konungsjörð og lá til Viðeyjarklausturs skv. Jarðabókinni. „Selstöðu hefur jörðin lángvaranlega haft þar sem heitir á Selsvöllum”.
Árið 1840 lýsti Geir Bachmann Húsatóftum: „Mörgum þykir fallegt á bæ þessum því þar eru stór tún, slétt og fögur, þegar í blóma standa, eru þau og allvel ræktuð.“  Á túnkorti frá 1918 eru sýndar tvær húsaþyrpingar, en tvíbýli var á Húsatóftum. Tóftir gömlu bæjanna eru þar sem nýrra íbúðarhúsið stendur nú, uppi á brekkunni ofan vegarins.
„Frá þeim tíma [þ.e. verslunarinnar] er gólfið þar í bæjardyrunum steinlagt með tígulsteini. Er líklegt að Kaupmannshúsin hafi verið rifin þegar verzlunin lagðist niður, en svo aftur byggður bóndabær í „tóptum“ þeirra, og fengið þar af nafnið, sem hann hefur nú“, segir Brynjúlfur Jónsson í grein frá árinu 1903.
Hús voru byggð 1777 með „binding úr torfi og grjóti að utan en göflum úr timbri“. Einnig var þar íbúðarhús beykisins, byggt 1779, „með veggjum úr torfi og grjóti, en þaki úr timbri“. Eldra íbúðarhúsið sem nú stendur að Húsatóftum, byggt 1930, stendur neðar og vestar en tóftirnar. Þar er golfskáli Grindvíkinga.
Við gömlu sjávargötuna frá Húsatóftum, er lítill klettur (gróinn hóll), sem heitir Pústi. Þar hvíldu menn sig gjarnan, er sjófang var borið heim. Ofar eru gróningar, sem heita Háavíti og Lágavíti. Í þeim eru leifar grjótbyrgja. Þar eru og greinilegir grjóthlaðnir hleðslugarðar. „Þá notuðu m.a. Skálholtsmenn til að herða fisk sinn“, segir Þorvaldur Thoroddsen í Ferðabók sinni.

Vörður og leiðir
Hvirflavörður eru á Hvirflum. Syðsta sundvarðan er á sjávarbrúninni rétt vestan við bryggjuna. Hin er um 150 m Ein Nónvarðanna á Hæðumofar. Vörðunar eru leiðarmerki á Staðarsundi og landamerki milli bæjanna.
Nónvörður eru eyktarmark frá Húsatóftum. Vörðurnar standa á hárri ógróinni hraunbungu norðan við þjóðveginn. Fremsta varðan sést greinilega frá veginum. Sagan segir að „þegar Tyrkir komu til Grindavíkur 1627, lentu þeir skipi sínu við Ræningjasker í landi Staðar. Gekk þá Staðarprestur upp á efstu brún Hæðanna, hlóð þar þrjár vörður og mælti svo fyrir um, að Grindavík skyldi ekki verða rænd, á meðan í þeim stæði steinn yfir steini.“ Hefur það orðið að áhrínisorðum.
Árnastígur er austan við túnið á Húsatóptum, vel rudd braut um apalhraun. Gamli vegurinn milli Staðarhverfis og Keflavíkur lá um Árnastíg. Syðsti hluti stígsins var bæði kallaður Staðar- og Tóftarvegur. Norðan Stapafells, kom gatan inn á svonefndan Járngerðarstaðaveg [Skipsstíg] á landamerkjum Njarð- og Grindvíkinga. Leiðin er um 16 km löng.
Önnur gömul þjóðleið milli Húsatófta og Hafna var Prestastígur.

Verslun

Staðarhverfi

Staðarhverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Aðalaðsetur Grindavíkurverslunarinnar fyrr á öldum var á Húsatóftum. Jörðin virðst hafa komist að fullu í eigu Viðeyjarklausturs á 15. öld, og eftir siðaskiptin sló konungur eign sinni á hana eins og aðrar eigur íslensku klaustranna.  Verslun hófts á ný í Grindavík árið 1664, en hafði fram til 1639 verið í Járngerðarstaðalandi. Grindavíkurverslunin hafði bækistöð sína hér fram til 1742. Í Staðarhverfi var „sumarhöfn konungsskipsins“ segir Skúli Magnússon í lýsingu sinni um Gullbringu- og Kjósarsýslu. Þegar sigling  lagðist niður fluttu Grindvíkingar vörur sínar til Básendahafnar og úttekt sína frá henni sjóleiðis eða á hestum. Síðan versluðu Grindvíkingar í Keflavík áður en þeir fóru sjálfir að höndla á nýjan leik.
Lengi voru glögg ummerki eftir siglingu kaupskipanna í Arfadalsvík, þ.e. festarhringir á Bindiskerum. Höndlunarhúsin stóðu niður við sjó nálægt Hvirflum, en kaupmenn bjuggu á Húsatóftum.  Barlest, Kóngshella og Búðasandur eru örnefni er benda til verslunarinnar. Verslunarhúsið, sem reist var á Búðarsandi árið 1731, stóð allt framundir eða framyfir lok einokunar. Síðustu verslunarhúsin voru rifin 1806.

Við gerð uppdráttarins var m.a. stuðst við „Örnefni í Staðarhverfi“, sem séra Gísli Brynjólfsson skráði, Jarðabók ÁM 1703, örnefni skv. upplýsingum Guðsteins Einarssonar, hreppsstjóra, sóknarlýsingu Geirs Backmanns frá 1840, bókina „Mannfólk mikilla sæva – Staðhverfingabók“, lýsingar Gamalíels Jónssonar bónda á Stað, Árna Vilmundasonar og Þorsteins Bjarnasonar, Sögu Grindavíkur o.fl., auk örnefnalýsingar Lofts Jónssonar frá 1976.
Hafa ber huga að heiti túnbletta og einstakra húsa gætu hafa tekið breytingum frá einum tíma til annars.
Sérstakar þakkir eru færðar þeim Lofti Jónssyni, Helga Gamalíelssyni, Ólafi Gamalíelssyni, Guðrúnu Gamalíelsdóttur, Kristni Þórhallssyni og Kristínu Sæmundsdóttur fyrir aðstoðina við gerð uppdráttarins.“

Hermann í Stakkavík og féðÁ sérhverjum stað var staðnæmst og reynt að gera svolitlu af sögunni skil, sem og skyldu efni. Hermann Ólafsson í Stakkavík, sonur Gamalíelssonar, færði fínan fénað sinn fram fyrir börnin og gaf þeim kost á að fóðra féð á brauði. Nokkur léttfætt tryppi trítluðu umleikis.
Stóra-Gerði, sem fyrrum hét Gerði, er einstaklega heillegur 19. aldar bær að meginefni til. Enn má t.d. sjá bæjargöng milli vistarvera bakhúsa þar sem voru fjós og búr. Nálægt eru tóftir útihúsa, brunnur, fallega hlaðnir garðar, einstök heimtröð o.fl. Um er að ræða tóftir, sem stefna ætti að varðveita til lengri framtíðar. Auk þess mætti, til efla áhuga á svæðinu, reisa þar verstöð líkt og gert var við Bolungarvík.

Staðarhverfi

Staðarhverfi – loftmynd 1954.

Undirbúningurinn að söguskiltinu í Staðarhverfi hefur tekið allnokkurn tíma, eins og sjá má að hluta til  HÉR, og HÉR og HÉR, og ótaldar ferðir hafa verið farnar á umliðnum áratug með það að markmiði að safna upplýsingum og fróðleik um svæðið. Þá er rétt að hafa í huga að Gamalíel Jónsson, síðasti bóndinn í Staðarhverfi, fæddist í vitavarðahúsinu við Reykjanesvita í okt. 1908. Eiginkona hans varð Guðríður Guðbrandsdóttir. Þau eignuðust 5 mannvænleg börn, sem fyrr sagði. Í ár (2008) er því 100 ár frá fæðingu hans. Það var því vel við hæfi að setja þetta sögu- og örnefnaskilti upp í Staðarhverfi. Eftir er að setja upp 2 skilti til að tengja saman allan þéttbýliskjarna Grindavíkur sem og sögu og minjar hennar, þ.e. við Hóp (landnámsminjar og hafnagerð) og Stórubót (Grindavíkurstríðið og Junkarar í Grindavík). Hægt er að nálgast örnefna- og minjakortin í Saltfisksetrinu – gegn hóflegu gjaldi.
Gangan tók rúman  klukkutíma. Lögð hafði verið inn pöntun á gott veður þennan dag fyrir alllöngu síðan – og gekk það eftir. Frábært veður.
Við endurbyggt klukknaportið í Staðarkirkjugarði

Sandakaravegur
Sesselja Guðmundsdóttir þekkir vel til örnefna og minja í Vatnsleysustrandarhreppslandi – sem og víðar. Um Sandakraveg sagði hún m.a. þetta árið 2006:
Varða „Í upphafi heyrði ég Einar Egils hjá Útivist tala um Sandakraveginn fyrir tugum ára. Ég sá hann fyrst fyrir ca. 15 árum, en fann ekki nyrsta hluta hans fyrr en fyrir ca. 4 árum. Það sem ruglaði flesta í upphafi var að kort sögðu hann á röngum stað, t.d. kort frá 1910 og með því byrjaði villan. Ásgeir Sæmundsson (1915-1992) frá Minni-Vogum talar um þennan veg á segulbandsupptöku (segir hann mjög klappaðan), sem ég á, og Ísólfur á Skála líka. Greinin hans Gísla pól í Alþýðublaði Hafnarfjarðar 1972 nefnir þennan veg og kort Björns Gunnlaugssonar setja hann inn á réttan stað og sóknarlýsingar frá 1840. Þær lýsa honum nokkuð vel. Lárus á Brunnastöðum sem og gamlir malar sunnar í hreppnum könnuðust aldrei við veg frá Stóru-Aragjá og upp að Nauthólaflötum (líkt og kortiðf frá 1910 gaf til kynna).

Á bls. 46, 47, 54, 57, 128-132 í bókinni minni (Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi – 1995 (endurútg. 2007)) er fjallað um Sandakraveginn. Á bls. 47 segir: “Björn Gunnlaugsson skráði Sandakraveg inn á kort sín árið 1831 og 1844 og þar er vegurinn strikaður frá vesturenda Vogastapa yfr Skógfellahraunið að Litla-Skógfelli, þaðan að syðri enda Fagradalsfjalls Sandakravegurog síðan áfram suður úr.“

Einar Egils lét okkur leita nokkuð vestur yfir Skógfellahraunið sunnan Litla-Skógfells, en við fundum ekkert. Við leituðum aldrei út frá Snorrastaðatjörnum því hann taldi víst að þeir hefðu komið að Seltjörn. Nú er þetta allt orðið ljóst og vantar bara bútinn yfir tjarnirnar, eins og áður hefur verið getið.

Gunnar Ben., tannlæknir í Garðabæ, þrjóskaðist lengi við að halda að vegurinn lægi um Mosadalinn að Nauthólaflötum, en enginn merki sjást um veg þar. Það verður að hafa sönnun um mannaverk á þjóðleiðum, ekki nóg að hafa óljósan troðning. Sandakravegurinn er mjög djúpur, unnin og gamall yfir Bjallana en þegar kemur að Grindavíkurvegamótum er hann horfinn í uppblástur. Það rétta er að kalla veginn allan frá Drykkjarsteini og að Mörguvörðum Sandakraleið sem og hann hét samkv. gömlum heimildum. Það er líka nauðsynlegt að lesa heimildir og styðjast ekki eingöngu við nýjustu tækni, t.d. loftmyndir.“ (Skógfellavegur/-gata hefur kafli leiðarinnar og verið nefndur, jafnvel Vogavegur af Grindvíkingum, þ.e. sá hluti er lá millum Voga og Grindavíkur.

uppréttarRétt er að geta þess að frá Mörguvörðum ofan við Stapann liggur gömul gata svo til beint niður móana að Selbrekkum (Sólbrekkum), á ská niður þær og að Seltjörn (Selvatni). Gatan hefur eflaust haldið áfram til Grindavíkur, en nýi vegurinn liggur ofan á henni. Einungis vantar kaflann frá þessari götu og upp að Litla-Skógfelli til að tengja þessar leiðir saman.

Á Njarðvíkurheiðinni er stór vörðufótur. Þarna mun fyrrum hafa staðið myndarleg varða, að öllum líkindum landamerkjavarða af stærðinni að dæma, sem og skv. heimildum. Ólafur frá Knarrarnesi man eftir vörðunni þarna. Enda passar staðsetning hennar við „sjónhendingu“ úr Brúnavörðu ofan Stapabrúnar og Arnarkletts ofan við Snorrastaðatjarnir. Grjótið í vörðunni var tekið á fyrri hluta 20. aldar og sett undir bryggjuna í Vogum. Það að Vogamenn hafi tekið grjótið bendir til þess að efnið hafi verið í þeirra landi, a.m.k. helmingurinn. Ef þetta reynist rétt er núverandi „Hollywood“-stafaskilti Reykjanesbæjar innan landamerkja Voga. En þetta var nú bara svolítill útidúr.

Á skömmum tíma, ekki síst vegna áhuga og þrautseigju einstaklinga langt utan launaðra opinberra minjastofnana eða svæðisbundinna ferðamálasamtaka (sem standa ættu efninu nær), hefur tekist að staðsetja Sandakraveginn nokkuð nákvæmlega, enda gatan enn vel merkjanleg í landslaginu.

Sandakravegur

Genginn Sandakravegur.

 

Hetturvegur

Gunnar Benediktsson, áhugamaður um gönguslóðir, skrifar um „Hettustíginn“ í Morgunblaðið 7. júní 1988. Þar segir hann m.a.:
Gunnar Benediktsson„Örnefnin Hattur og Hetta eru til á Sveifluhálsi og er Hattur austar (norðaustar). Ber þar saman örnefnaskrá Krýsuvíkur og landabréfum. Á landabréfunum eru nöfnin mismunandi nákvæmlega sett, en röðin er jafnan sú sama. Hins er þá að geta að Hettuvegur liggur ekki milli Hatts og Hettu (eins og sagt er í kynningu Útivistar) heldur sunnan undir Hettutindi. Þar heitir skarðið Sveifla og má sjá þegar á uppdrætti Björn Gunnlaugssonar frá 1831 að þar merkir hann veg og ritar nafnið Sveifla meðfram honum. Þessi leið er á uppdrætti Björns merkt sem leið frá Krýsuvík vestur yfir hálsa til Grindavíkur og hefur legið um Vigdísarvelli og Stóra-Hamradal og áfram vestur hjá Skála-Mælifelli og Drykkjarsteini til Grindavíkur eða á Sandakraveg til Vogastapa.
Vegurinn fyrir suðurenda Sveifluháls og vestur um Ögmundarhraun er einnig merktur á uppdrátt þennan, en á sumum yngri uppdráttum Björns er honum sleppt. Ketilsstígur er og sýndur. Þá má vitna í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 þar sem sagt er: „Geststaðir skal hafa jörð heitið undir Móhálsum ausanverðum, þar allnærri er nú liggur almenningsvegur“.

Hettuvegur

Rústir Gestsstaða má enn sjá skammt suðvestan vistheimilis í Krýsuvík. Séra Jón Vestmann í Selvogsþingum segir af fornleifum árið 1818 frá vegaruðningum um Ögmundarhraun og þjóðsögunni um hann. Hann lýkur frásögninni á þessum orðum: „Er hér síðan alfara vegur, miklu skemmri, sem áður lá norður í Fjöllum nærri Hrauns upptökum.“ Sér Jón endurtekur þetta efnislega í sóknarlýsingu 1840. Unnt er að benda á fleiri tilvitnanir, er að þessu lúta.
Hér má segja að kominn sé mergurinn málsins: Áður en vermanna- eða þjóðleiðin var rudd yfir Ögmundarhraun var farin leið yfir fjöllin, innar á hálsunum, er þræddi fyrir upptöku hraunsins. Efstu aðalupptakagígir Ögmundarhrauns eru sem kunnugt er sunnan og suðaustan Vigdísarvalla. Þarna kemur í raun enginn annar vegur til greina en sá er Þorvaldur Thoroddsen gaf nafnið Hettuvegur. Hann hefur legið frá Krýsuvík undir Bæjarfelli, skammt suðvestan Gestsstaða, lagt á hálsinnn upp gjallbrekkurnar á móts við Gestsstaðavatnið mitt, upp í skarðið Sveiflu sunnan undir Hettutindi, ogniður á jafnlendi austur af Vigdíarvallahálsi.
Auðveldast er að finna leiðina þar með því að ganga á gilbrún, þar sem bílvegur nútímans um Móhálsadal liggurnæst Sveifluhálsi að vestan, syðst í eða sunnan Krókamýrar. Þar má við hagstæð birtuskilyrði sjá mannvirki á götunni í austurkinn gilsins auk þess sem glöggt mörkuð sporhella er í austurbrún þess. Ekki er gatan alls staðar greinileg um brekkur og hjalla upp undir Hettutind, en margir kaflar augljósir þeim, sem vanir eru göngum um grónar götur. Ekki skal láta það villa um fyrir sér að þar sem brattast er, ofan jarðhitasvæðisins vestan í Hettu (upp af Hettumýri), hefur jarðvegstorfa skriðið fram og skemmt leiðina þó að sauðfé og menn láti það ekki aftra sér. Hafa skal hugfast að götur hverfa mjög fljótt í gjallbrekkum, en hallinn í austurhlíð hálsins er hægur, sé rétt sneitt.
KortLeið þessi hefur, auk þess að vera alfaravegur til Grindavíkur, verið leið vermanna og annarra er niður fóru Þórustaðastíg á Vatnsleysuströnd.
Enn má geta þess að hverasvæðið í Krýsuvík, skarðið Sveifla, Vigdísarvellir, jarðhitasvæðið við Sandfell o.s.frv. eru öll á eða við belti það, er liggur eftir Reykjanesskaga endilöngum ogtalið er marka skil (og núningsflöt eða – kanta) jarðskoruflekanna, sem kenndir eru við Evrasíu og N-Ameríku. Þarna hefur því jörð skolfið – sveiflast – mjög oft. Þarna kann að vera skýring á örnefninu Sveifla. Þessu til frekari áréttingar má svo minna á margfallna bæina á Vigdísarvöllum vegna jarðskjálfta. Stefnu-breytingu eldgígaraðarinnar framan vallanna tengja sumir skilum þessum.
Ekki má rugla Hettustíg saman við Ketilsstíg norðar, og Drumdalaveg sunnar, sem ávallt eru merktir á landakort þessarar aldar, en Hettuvegur aldrei.
Til viðbótar framanritaðu má færa að því nokkur rök (sem hér er of langt að tekja) að vegurinn um Ögmundarhraun hafi ekki verið ruddur (a.m.k. ekki gerður hestfær) fyrr en um eða rétt fyrir 1750, en fyrsta gerð þjóðsögunnar um vegagerðina þar birtist í Ferðabók Sveins Pálssonar 1796.
Megi svo göngumönnum gróinna gatna vel farnast.“
Sjá meira HÉR, HÉR og HÉR. [Hafa ber í huga að gera þarf ákveðna fyrirvara við kort Björns, a.m.k. á nokkrum stöðum. Til dæmis er Selvogsgatan (Suðurfarargatan/Suðurferðaleiðin) fá Selvogi til Hafnarfjarðar dregin niður í Kaldársel með Kaldá þegar komið er framhjá Valahnúkum, en ekki niður með Smyrlabúðum og áfram niður með Setbergshlíðum eins og hún lá líka fyrrum.]

Heimild:-Gunnar Benediktsson, Morgunblaðið 7. júní 1988, bls. 4C.

Hetta

Hetta.

Jóhanna

Sagnfræðinemar við Háskóla Íslands fluttu stutt erindi um rannsóknir sínar á sögu Grindavíkur á 18. öld í Flagghúsinu (2009). Um var að ræða málstofu Landseta Skálholtsstóls um fólk og atvinnu í Grindavík á síðari hluta 18. aldar. Flutningur hvers erindis tók um 10-15 mínútur.

Sérstaða landbúnaðar í Grindavíkurhreppi á 18. öld
SelsvellirJón Torfi Arason sagði allar jarðir á þessum tíma hafa verið eign Skálholtsstóls, nema Húsatóftir, sem var konungsjörð. Árið 1703 voru 9 lögbýli í Grindavíkurhreppi, en jarðir stórlega úr sér gengnar og fokið yfir þær sandi eins og getið er um í heimildum þess tíma. Sérstaða Grindavíkurjarðanna hafi aðallega verið fólgin í tvennu; annars vegar fjörubeitinni og hins vegar selstöðubyggðinni. Í hinu fyrrnefnda hafi aðallega falist þang og beit fyrir skepnur, aðallega fé, og söl og murukjarni til manneldis. Við Faxaflóa sunnanverðan og ef til vill víðar er hann [::murukjarni] oft nefndur einu nafni ,,kjarni„, dæmi: „Fyrir Hópslandi [ […]] er nógur kjarni (::þáng, sem menn gefa kúum, og mjólka þær þar eftir (heimild: Jarðabókin 1703).“
FjörubeitUm hið síðarnefnda (selstöðu-byggðin) eru til litlar litlar heimildir en skilið eftir sig miklar mannvistarleifar. Um sel Grindvíkinga fjallaði Ómar Smári Ármannsson, nemi í fornleifafræði við Háskóla Íslands, m.a. skrifað BA-ritgerð. Ljóst er að 6 af 9 lögbýlum í Grindavíkurhreppi höfðu í seli 1703. Allt fé bændanna mun hafa verið haft í seli og auk þess stundum annar búpeningur.
Ferðabók Eggerts og Bjarna, sem undirbúin var 1743-’57, gefur til kynna að þeir félagar hafi verið á ferð um Grindavíkurhrepp 1755. Fannst þeim lítið til koma varðandi beit, telja sandinn jafnvel valda sandsótt og harðbýlt hafi þarna verið þá. [Sandsótt mun einnig nefnd sandvelta, en svo nefndist það ef hross urðu veik af því að bíta á sendinni jörð, bíta fjöruarfa eða eta hey í sandi.] Fannst þeim félögum harðbýlt á Grindavíkurjörðunum, gras lítið, en til nytja þang og þari.
Myndir af selsminjunum hafi m.a. vakið áhuga hans á Grindavíkursvæðinu, auk sjósóknar og fleira. Minjarnar væru áþreifanlegur vitnisburður um þennan mikilvæga þátt búsetuminjanna í arfleifð Grindvíkinga. Eins og fram kom er fátt um heimildir. Þó má sjá í riti Eggerts og Bjarna merki þess í orðum aðþeir hafi komið við á Selsvöllum undir Selsvallahálsi þar sem Grindvíkingar hafi haft í seli. Ekkert er hins vegar minnst á vinnu í seli eða annað um verklagið því tengdu.
Trjáreki hafi verið talinn til tekna, en hann hafi jafnan verið eigandans eign, sem var Skálholtsstóll. Kú hafi verið á sérhverri hjáleigu, en fátt var um hesta í umdæminu á þesu tímabili.

Kjör hjábúðarmanna í Grindavík á síðari hluta 18. aldar
MárMár Kristjónsson reyndi að áætla fjölda hjábúðarmanna á þessum tíma og hver staða og kjör þeirra hefðu verið. Til marks um hjáleigurnar mátti geta þess að frá Járngerðarstöðum hefðu verið 9 hjáleigur. Á öllum tímabulum var að meðaltali fleira fólks á hverju lögbýli en á hverri hjáleigu. Við fyrstu sýn virðist mega rekja það til fjölda vinnumanna frekar en til barnafjölda. Vinnuskylda hvíldi á hjáleigubændum, auk annarra kvaða margs konar, s.s. mannslán (róðrarkvöð), dagsláttukvöð og hríshestalánskvöð svo eitthvað sé nefnt.  

LögbýliMannfjöldi í Grindavíkurhreppi á árunum 1712 – ´62 voru 254- 242 manns, þ.e. fór heldur fækkandi. Árið 1789 voru þeir 194 og árið 1790 samtals 163. Grindvíkingum fækkaði því nokkuð á þessum árum. Á lögbýlum og hjáleigum voru gjarnan foreldrarnir með 1-3 börn að jafnaði, auk vinnufólks. Kjarnafjölskyldan var ríkjandi fyrirkomulag. Árið 1703 var hlutfall lögbýla 72.2% og hjáleigubænda 14.4%. Vinnufólk og aðrir voru því um 13.4%. Af hinum síðastnefndu voru 4.2% hjáleigubændur án grasnytjar og 9.2% vour húsfólk. Þurrabúðarfólk var gjarnan undir landeigandann sett, þ.e. Skálholtsstól. Tengdist það oft aðkomufólki á vertíðum, en um 400 slíkir einstaklingar komu til Grindavíkur frá öðrum landshlutum til tímabundinna starfa á þessum tíma.
ÞurrabúðLandsskuld var nokkurs konar ársleiga. Bændur greiddu landsskuld til eiganda jarðar. Hjáleigumenn greiddu landsskuld til bónda. Þegar getið er um „leigukúgildi“ er átt við skylduleigu á kú. Á hverri hjáleigu og hverju löggbýli fylgdu „leiguskilmálar“. Leigan fólst í kvöðum sem inna þurfti að hendi, landsskuld sem þurti að greiða og leigukúgildum. Mælikvarðinn var „landaurakerfið“, þ.e. kúgildið var samsvarandi 6 ám og 6 ær samsvöruðu 40 vættum. Aðrir leiguskilmálar voru að yfirleitt var leigt til eins árs í senn og mismunandi var hvaða hlunnindi fylgdu. Helstu hlunnindin á þessum tima var „viður til húsbóta“, reki og söl. Bág kjör hjáleigubænda í Grindavík birtast m.a. í bréfi til Landsnefndar (1770-1771) og umkvörtunum hjáleigubænda á þeim tíma. Segja má í stuttu máli að kjör hjáleigubænda hafi verið kröpp og að þeir hafi þurft að vinna mikið. Á þeim tíma var u.þ.b. bil annar hver maður í Grindavíkurhreppi hjáleigubóndi.

Verslun í Grindavík á síðari hluta 18. aldar
BjörnBjörn Rúnar Guðmundsson lagði út frá því hvaða áhrif fjárkláðinn hafi haft fyrir Grindavík, mætti sjá hans merki í versluninni? Eins og menn rekur minni til (og heimildir kveða á um) má rekja upphaf fjárkláðans að elliðavatni fyrir ofan Reykjavík árið 1761. Um tveimur árum síðar (1763) mun sýkin hafa breiðst til Grindavíkur. Annar mikilvægur áhrifavaldur á verslunarsöguna er hörfun Hörmungarfélagsins 1759 og upphaf konungsverslunar-innar 1760 til 1763.
Hugmyndin var að bera saman viðskipti Grindvíkinga við konungsverslunina fyrri á þessum árum. Kenningin væri sú að viðskiptin hafi dregist saman vegna fjárkláðans og að Grindvíkingar, sem og aðrir Íslendingar, hafi dregið saman seglin í viðskiptum við kaupmenn á þessum harðindaárum.
En hvað keyptu Grindvíkingar árin 1761 og 1673? Þegar bornar voru saman verslunarskýrslur sem finnast frá nokkrum völdum bæjum í Grindavík og viðskipti frá 4 bæjum; Járngerðarstöðum, Hópi, Vallarhúsi og Hústóftum, mátti sjá að heildarviðskipti hækkuðu frá árunum 1761-1763, skuldir lækkuðu og meira var eitt í brennivín og tóbak. Þrátt fyrir það var ekki jafn afgerandi munur á skuldum og heildarviðskiptum.
LeifarSegja má að fjárkláðinn, líkt og víðast annars staðar, hafi ekki haft svo mikil áhrif í Grindavík því fiskurinn var aðal undirstaðan í efnahag Grindvíkinga. Grindvíkingar höfðu fátt annað að velja en að leyfa sér munað þrátt fyrir sauðfjársýki. [Kannski að sandurinn og harðbýlið hafi stuðlað að minni áherslu á sauðfjárhaldið á þessum tíma og því hafi áhrif kreppu á því sviði haft minni áhrif en ella].
JóhannaAfgerandi breyting var meiri verslun með brennivín, þ.e. bændur þurftu, eða vildu, í auknum mæli taka það út hjá kaupmanni. Á þeim tíma voru 5 fiskar lagðir til jafns við 1 pott af brennivíni. Í verlsunarskrám má sjá að sumir lögbýlisbændur tóku hálft þriðja hundrað fiska út með þeim hætti. Má telja það vel í látið. Hugsanlega má rekja það til brúðkaupa eða stórafmæla á þeim bæjunum, en líklegra er þó að Gindavíkurbændur hafi annað hvort ekki átt aðra útektarmöguleika hjá kaupmanni eða honum og þeim hafi bara hugnast þau viðskiptin svona vel og þau tekið mið af velmeguninni.
Kaupmenn á þessum tíma voru ekki mjög velviljaðir háleigubændum eða höfðu lítið úrval þeim til handa. Dæmi er um að hjáleigubóndi einn hafi þurft spýtu á ljáinn. Gat hann einungis fengið of stutta spýtu, sem bóndi gat ekki notað. Hafa ber í huga að spýta á ljá var eitt að nauðþurftaráhöflum þess tíma.

Upphaf matjurtaræktar í Grindavík
ÞátttakendurJóhanna Þ. Guðmundsdóttir rakti matjurtaræktun Grindvíkinga á síðari hluta 18. aldar. Lagði hún út af áhuga og eftirfylgju séra Ara Guðlaugssonar frá Stað, sem var mikill áhugamaður um slíkt á árunum eftir 1770. Hann skrifaði m.a. um kálgarðsræktun árið 1777. En upphafið mætti rekja til átaks danskra stjórnvalda á þessum tíma. Átakið var liður í stærra verefni stjórnvalda sem var einskonar allsherjaráætlun um viðreisn atvinnuvegnna á Íslandi. Skriður komst síðan á matjurtarækt í Grindavík með dugnaði séra Ara á Stað.
Árið 1776 voru í Staðarsókn 43 heimili með 21 garð eða u.þ.b. helmingur heimilanna (sóknin náði þá yfir meginhluta Grindarvíkurhrepps). Segja má að það megi fyrst og fremst þakka áhuga og eftirfylgju prestins. Hvatti hann aðra bændur til að rífa, sá og rækta m.a. kartöflur, næpur og kál og lagði þeim auk þess hönd til verksins. Uppskeran varð hins vegar rýr og görðunum fækkaði. Til marks um það var engin garður í rækt árið 1799. Ástæðan mun m.a. hafa verið slæm veðrátta, ónýtt fræ til bænda, erfitt var að nálgast það og lélegrar verkunnáttu, auk þess sem eldgos og harðindi fylgdu í kjölfarið á þeim tíma.
Kartöflu- og kálrækt á Íslandi varð svo ekki algeng fyrr en á árunum 1807-1814, á tímum Napóleonstyrjaldanna, þegar skortur varð á innfluttri mjölvöru og öðrum nauðsynjum í landinu [hljómar kunnuglega m.v. ástandið í dag (2009)].

Ýmsar áhugaverðar spurningar voru lagðar fyrir flytjendur og var þeim svarað af öryggi. Framsögufólk á hrós skilið fyrir markvissa framsetningu og hófleg efnistök.

Grindavík

Grindavík.

Ætlunin var að ganga til norðurs eftir Núpshlíðarhálsi með það fyrir augum að skoða flugslysstað frá 1943 og staðsetja landamerkjapunkta á Núpshlíðarhorni, ofan við Gamlaveg með sjónhendingu í miðja öxl Borgarfjalls, Framfell, Selsvallaháls, Selsvallafjall og Sogadal.
Nupshlidarhals-loftmynd-21Miðað við gildandi landamerkjabréf lá markalínan eftir hálsinum frá Dágon á Selatöngum í vesturöxl Trölladyngju. Skv. því er Hraunssel vestan við línuna, eldri Selsvallaselin eru austan hennar en þau nýrri vestan og Sogasel á mörkunum. 
Í landamerkjabréfi Krýsuvíkur frá 1890 segir að mörk jarðarinnar séu „sjónhending úr Dágon (Raufarkletti) … í Trölladyngjufjallsrætur að vestan.”
Með því að draga beint strik milli punktanna (sjá meðf. kort) lendir markalínan um miðja Selsvelli og þá ætti hlutinn næst Selsvallahálsi að tilheyra Krýsuvík.
Forn markavarða er uppi á Núpshlíðarhorni (sjá mynd að ofan), gróin að mestu, en þó má enn sjá efstu hleðslulögin.
Víða eru skessukatlar uppi á brúnum hálsins. LM-merki var einungis að sjá á einum stað, þ.e. á Selsvallafjalli.
Gengið verður til baka til suðurs vestan hálsins með viðkomu í fyrrnefndum seljum.

Frábært veður. Gangan tók 6 klst og 6 mín.

Núpshlíð

Núpshlíðarhorn.

 

Blesaflöt

Til vefsíðunnar berst mikill fróðleikur frá lesendum, bæði til viðbótar upplýsingum sem fyrir eru eða nýjar (gamlar) um áður ókannað efni.
En þar sem viðfangsefni FERLIRs er einungis bundið við minjar, örnefni, sögu, náttúru og Vatnshlíðarhornumhverfi í fyrrum landnámi Ingólfs (Reykjanesskagann) þarf að leggja margan fróðleikinn til hliðar. Og þótt eindreginn vilji væri fyrir hendi myndu aðstandendur vefsíðunnar aldrei komast yfir nema brot af því sem áhugavert er að kanna nánar. Viðbrögðin gefa sterklega til kynna að sambærilegar vefsíður þyrftu að vera til í a.m.k. hverjum landshluta og jafnvel víðar á afmörkuðum svæðum. Hvert, sem leitað hefur verið, hvort sem um er að ræða einstaklinga, félög eða stofnanir, hefur leitendum jafnan verið vel tekið og allflestir hafa verið tilbúnir til að aðstoða, jafnvel fyrirvaralaust. Eldra fólk virðist hvað áhugasamast þegar til þess er leitað. Ánægjulegust, að öllum öðrum stofnunum ólöstuðum, hafa þó viðbrögð og þjónustulund Örnefnastofnunar verið. En til að segja hverja sögu eins og hún er verður að koma fram að til eru steinrunnar ríkis- og sveitarfélagsstofnanir á þessu sviði sem virðast hafa dagað hafa uppi líkt og náttröll einhvers staðar á vegferðinni.

Ein tóftin

Hér skal tekið dæmi um nýlegt aðsent efni.

„Góðan daginn. Ég heiti Magnús Hákon Axelsson. Var að skoða ferlir.is og datt í hug að benda ykkur á stað einn og afskaplega óljós munnmæli um hann (sjá meðfylgjandi kort). Þegar ekið er Krýsuvíkurveg gegnum Vatnsskarð er komið niður á eitthvað sem skv. mínu korti heitir Blesaflöt. Undir hlíðinni sem blasir við þegar komið er yfir hæðina í Vatnsskarði ku vera fornmannagrafir.  

Þetta hef ég annars vegar eftir móður minni sem hafði það hins vegar eftir fjölskylduvini sem hét Sigurður Skúlason og er nú látinn. Hann hafði það eftir einhverjum öðrum, sem við vitum ekki hver var. Að vísu er afar erfitt að staðfesta eitthhvað um þetta að mér vitandi. Mamma benti mér á þennan stað fyrir eflaust 15 árum síðan, og telur líklegt að hvaða minjar sem eru þarna séu nú horfnar undir skriður úr hlíðinni.  

Ein tóftin

Það væri gaman að komast að því hvort einhverjar sagnir eru til um bardaga eða búsetu geti passað við þennan stað – eða hvort eitthvað hefur verið rannsakað þarna. Það eina sem ég hef er að þarna hafi verið grafir, en ekkert um það hvort þær voru rannsakaðar eða hve margar. Áttu þær þó að hafa verið í fleirtölu. Ef áhugi er fyrir hendi má heyra í móður minni, Ingibjörgu Hermannsdóttur, mun það verða sjálfsagt. Það kann að vera að hún lumi á einhverjum meiri upplýsingum. Og svo er spurning hvort hægt væri að finna eitthvað með málmleitar tæki þarna? Ég er tilbúinn að mæta með skóflu ef þarf.“

Ein tóftinFramangreindar upplýsingar koma heim og saman við uppgötvun FERLIRs í einni ferðinni árið 2006 þegar gengið var um Vatnsskarð og hluta Dalaleiðarinnar svonefndu. Á þeirri leið var gengið fram á  fimm litlar tóftir, ca. 120x60cm, ofan við Blesaflöt, neðan við Vatnshlíðarhorn, sem erfitt var að útskýra í fljótu bragði. Hvergi er að sjá að þeirra sé getið í skráðum heimildum.
Eldri Hafnfirðingar geta þess jafnan að hið eiginlega Vatnsskarð sé undir og norðan við Vatnsshlíðarhornið þar sem fyrst sér til Kleifarvatns af gömlu götunni (sem er nokkru ofan við núverandi þjóðveg), en ekki þar sem skarðið er merkt nú yfir Sveifluhálsinn (Austurháls), enda ekkert vatn að sjá þaðan. Sumir telja reyndar að þar hafi Markrakagil verið fyrrum, en það verið fært norðar á hálsinn þar sem meira gil er að sjá á seinni tímum.
Gamla gatanFátt eitt hefur verið skrifað um Blesaflöt undir Vatnshlíðarhorninu.. Þó má sjá eftirfarandi í Tímanum 30. mars 1939 er getið um Blesaflöt í tengslu við vegargerðina um Vatnsskarð: Við Krýsuvíkurveginn vinna nú um fimmtíu manns, tuttugu og fimm að austanverðu og tuttugu og fimm að vestan, og hefir svo verið lengst af í vetur. Þó var hætt vinnu um tíma í vetur við hann að vestanverðu, þegar veður voru verst og óhagstæðust. Að vestan er nú vegurinn fullgerður frá Reykjanesbraut í Vatnsskarð. Er nú verið að vinna í Vatnsskarði og aðalfyllingu að mestu lokið, en eftir að ganga frá vegarköntunum og ofaníburði.
Sömuleiðis er verið að undirbúa vegargerðina suður að svonefndri Blesaflöt, nokkuð norðan við Kleifarvatn. Frá enda þess hluta vegarins, sem væntanlega verður lokið á þessu ári, er vel fært bifreiðum að sumri til alla leið að Kleifarvatni. Verður síðan byrjað að leggja veginn meðfram Kleifarvatni. Að austan var vegurinn lagður suður Ölfusið síðastliðið sumar og er nú verið að vinna í hrauninu norðan við Vindheima, móts við Grímslæk. Kemst vegurinn væntanlega að Vindheimum í sumar.“

Gamla gatan

Hér er Blesaflöt sögð gróna flötin beint neðan við Vatnshlíðarhornið, en ekki innan þess eins og sýnt er á kortum. Þessi flöt flæddi jafnan þegar hækkaði í Kleifarvatni og yfir þar sem nú er Nýjaland og fram yfir ásana við Grænavatn. Því má segja að Kleifarvatn hafi í gegnum tíðina bæði sýnt stórlæti og lítillæti, sbr. lækkun á yfirborði þess eftir jarðskjálfana árið 2000 .
Gengið var um Blesaflöt. Þar eru engar sýnilegar minjar; skriður úr hlíðinni og mosi hylja allar slíkar líklegar. Þó var ljóst að gamla þjóðleiðin greindist í gamla Vatnsskarði, annars vegar beint undir hlíðunum vestanverðum og niður í Breiðdal og hins vegar inn undir hlíðarnar innanverðar að austanverðu um utanverðan Fagradal áleiðis niður í Leirdal (seinni tíma úrvinnsla).
Og þá aftur að tóftunum fyrrnefndu. Af þeim að dæma kemur ýmislegt til greina; s.s. að þarna hafi vegagerðarmennirnir árið 1939 geymt áhöld sín eða matvæli í litlum skýlum eða þeir hafi haft þarna afdrep við Lóannauðþurftir, sem hafa verið færð til eftir þörfum. Þá gætu þeir hafa mokað þarna könnunarholur í leit að hentugu vegargerðarefni, en ekki litist á. Staðsetningin er þó ólíkleg til þessa.
Ef haft er í huga að tóftirnar eru á hálsi við gömlu þjóðleiðina milli Kaldársels (Hafnarfjarðar) og Krýsuvíkur má einnig með góðum vilja ætla að þarna kunni að vera dysjar óþekktra ferðamanna, sem orðið hafa úti á leiðinni. Þægilegra hefur verið að dysja þá við götuna en koma þeim með mikilli fyrirhöfn í kirkjugarð. En þá hafa annað hvort nokkrir orðið þarna úti samtímis á sama stað eða að óvenju margir hafa látist á nákvæmlega sama stað á lengri tíma, hugsanlega frá Svartadauða.
Hafa ber í huga að fornbýlið Skúlastaðir eru sagðir hafa verið eigi langt frá, auk þess sem sér móta fyrir fornum veggjum í innanverðum Breiðdal og tóftum í Fagradal, sem er innan örskotslengdar.
Ekki mun fást úr því skorið hvað undir er fyrr en farið verður á staðinn með pál og reku til að skoða undirlagið. Ólíklegt er þó að hinar steinrunnu stofnanir hafi áhuga á slíku, en það myndi áreiðanlega vekja þær af þyrnirósarsvefninum ef aðrir áhugasamir færu á stúfana með slíkt í huga.
Frábært veður. Og vorboðinn ljúfi gaf fagran tóninn á Blesaflöt fyrsta sinnið þetta vorið. Sá var nú ekki steinrunnin….
Til gamans má geta þess að lesendur vefsíðunnar voru um ein milljón á síðasta ári – og fer fjölgandi.

Heimildir m.a.:
-Magnús Hákon Axelsson.
-Tíminn, 30. mars 1939, forsíða.

Blesaflöt

Blesaflöt.

 

Ísólfsskáli

Gengið var um Ísólfsskála, verminjarnar á og við Nótarhól ofan við Gvendarvör austan Rangagjögurs neðan Skálabótar, og haldið með ströndinni um Tranta, Hattvík og Kvennagöngubása út í Hraunsnes. Þaðan var gengið um Veiðibjöllunef og Mölvík í Katlahraun uns staðnæmst var við fjárskjólið þar uppi í hrauninu.

Hraunsnes

Hraunsnes – jarðmyndun.

Hraunið ofan við Hraunsnes, austan Ísólfsskála, nefnist Skollahraun, en hraunið ofan við Mölvík nefnist Leggjarbrjótshraun. Austar er Katlahraun. Samheiti á hraunum þessum er Ögmundarhraun (sbr. landakort), en eins og af nöfnunum sem og útliti má sjá er Ögmundarhraun fleiri en eitt hraun.
Á leiðinni var m.a. ætlunin að huga að fallegum brimkatli við ströndina, gati, sem sjórinn hafði brotið sig upp um allnokkuð ofan við ströndina og kíkja í sprungu, sem opnaðist nýlega í Katlahrauni. Ketillinn og gatið sáust vel í nýlegu yfirlitsflugi FERLIRs.
Umhverfið er eitt, en veðrið annað. Athyglin og skynjunin tengja hvorutveggja saman í heildir. Að þessu sinni hafði verið samið um ásýnilega sjávarágjöf, hvítfryssandi háöldur og skynjanlegt samstuð sjávar og strandar (átök Gyms og móður Jarðar) – svona að til auka enn á áhrif umhverfis og veðurs.

Mölvík

Í Mölvík.

Göngunni er hér lýst upp í vindinn, rangsælis við leiðina, sem gengin var – upphafið var því við fjárskjólið í Katlahrauni og endirinn við Ísólfsskála – til þess að auðveldara væri að sjá það sem fyrir augu bar á leiðinni. Svæði þetta er ótrúleg náttúrusmíð – ekki síst þegar veðrið fær að leika lausum hala.
Tillaga frá Náttúrfræðistofnun Íslands árið 2002 og síðar Umhverfisstofnun frá árinu 2004 hefur legið fyrir um að koma svæðinu á náttúruminjaskrá. Í umsögn stofnananna um svæðið segir m.a. að þar séu “fallegar og óvenjulegar hraunmyndanir og einstakar mannvistarleifar, svo greinilega yfirbugaðar af eldvirkni landsins. Á svæðinu eru jarðmyndanir, vatnafar, plöntur, dýr, vistkerfi, vistgerðir, búsvæði, landslag, víðerni, menningar- og söguminjar og fágætar náttúruminjar. Sumar þeirra eru í hættu. Katlahraun, sem er vestan Ögmundarhrauns, hefur runnið í sjó fram. Katlahraun er talsvert eldra en hið eiginlega Ögmundarhraun. Sama má segja bæði um Leggjarbrjótshraun og Skollahraun. Þarna eru mikil hraunflæmi, sérkennilegar hrauntjarnir og hellar. Áhrifaríkt er að koma að fyrrum byggð Í Húshólma í Ögmundarhrauni og sjá þar húsatóttir, sem hraunið rann yfir (1151). Á Selatöngum eru hlaðnar rústir eftir útræði fyrri alda. Þar eru friðlýstar fornminjar, líkt og gildir um minjarnar í Húshólma.”

Hraunsnes

Hraunmyndun í Hraunsnesi.

Í Náttúruverndaráætlun Umhverfisstofnunar 2004-2008 er gert ráð fyrir að svæðið verði sett á náttúruminjaskrá. Í umsögn um umhverfismats um Suðurstrandaveg er þó látið sem svæðið sé allt á náttúrminjaskrá. Hvað sem því líður er hér í heild um bæði áhugavert og verðmætt svæði að ræða, einkum út frá framangreindum efnisþáttum.
Forstjóri Umhverfisstofnunar hefur sagt að eitt af mikilvægari verkefnum stofnunarinnar frá því að hún hóf starfsemi sína hinn 1. janúar 2003 sé m.a. að reka smiðshöggið á tillögu um náttúruverndaráætlun sem unnið hafði verið að um nokkra hríð í samræmi við lög nr. 44/1999, um náttúruvernd. Þar segir að
„maðurinn hefur nýtt sér auðlindir náttúrunnar frá örófi alda. Hann hefur reynt að móta náttúruna í viðleitni sinni til að brauðfæða sig og afkomendur sína. Athafnasaga mannsins er ekki samfelld sigurganga heldur endurspeglar hún, líkt og önnur saga mannsins, þróun þar sem mörg mistök hafa átt sér stað, þar sem menn hafa lent í blindgötu með framkvæmdir sínar, þær verið endurskoðaðar og nýjar leiðir reyndar þar til betri árangur náðist. Í upphafi var viðleitnin vanmáttug, en smám saman varð manninum meira ágengt við að móta náttúruna að sínu höfði. Margir telja að iðnbyltingin á miðri 19. öld marki upphaf þeirra gríðarlegu breytinga sem síðan hafa átt sér stað. En á síðustu öld varð nánast stökkbreyting þar sem saman fór gífurlega hröð fólksfjölgun og tæknibylting sem á sér enga hliðstæðu í sögu mannsins.

Hraunsnes

Í Hraunsnesi.

Í byrjun 21. aldar ræður maðurinn yfir verkfærum og þekkingu sem geta breytt og mótað náttúruna á örskömmum tíma með ófyrirsjáanlegum afleiðingum ef varúðar er ekki gætt, enda er tæknin orðin slík að auðvelt er að valda óbætanlegum skaða með vanhugsuðum aðgerðum. Það er eðlilegt þegar fólk sér þær breytingar sem hafa orðið á umhverfinu að margir vilji staldra við og spyrja um ávinning af þessum breytingum og hverju sé fórnað. Nýting náttúruauðlinda er undirstaða efnahagslegrar velferðar flestallra þjóða heims. Hins vegar eru það einnig eftirsóknarverð lífsgæði að mega njóta fjölbreyttrar náttúru.  Nýting náttúrugæða jarðar hefur margar hliðar. Síðarnefndu sjónarmiðunum hefur vaxið mjög ásmegin eftir því sem tækninni hefur fleygt fram, efni fólks hafa orðið meiri, og meiru hefur verið raskað. Það er hlutskipti þeirra sem sinna náttúruvernd að horfa til framtíðar og til þeirrar ábyrgðar sem við sem nú lifum berum á þeim heimi sem við skilum til komandi kynslóða. Óhjákvæmilega stangast hagsmunir annarrar nýtingar, fjárhagslegir eða félagslegir, stundum á við hagsmuni náttúruverndar. Þess vegna verða náttúruverndarmál oft átakamál. Það er ákaflega mikilvægt að rök, t.d. fyrir friðun lands, séu sett skilmerkilega fram og að þau séu aðgengileg almenningi jafnt og stjórnvöldum.“ Staðreyndin er því miður sú að of margt fólk hugsar lítið sem ekkert um umhverfi sitt og allt of margir hugsa yfirleitt ekki um nokkurn skapan hlut – nema kannski svolítið um þá sjálfa.

Mölvík

Í Mölvík.

Skoðuð voru hlaðin byrgi og garðar ofan við Gvendarvör. Um er að ræða svipaðar og hinar friðlýstu minjar og á Selatöngum, en þó minni í sniðum. Mannvirkin lýsa vel sögu fiskverkunarinnar, sem lýst er nákvæmlega í umfjöllun um skreið undir Fróðleikur hér á vefsíðunni (ath. megnið af fyrri vefsíðuskrifum er hulin um sinn).
Sker utan við ströndina skammt suðaustar nefnast Trantar og austan þeirra er Hattvíkin. Þar skammt austar eru Kvennagöngubásar, hin þokkalegasta lending. Þá tekur Hraunsnesið við, en það er smækkuð mynd af Dimmuborgum og Katlinum (Borgunum) í Katlahrauni. Þunnfljótandi hraun (Skollahraun) hefur runnið þar í „sjóketil“. Við það hafa myndast formfagrir hellulaga stöplar sem og hinar ótrúlegustu hraunmyndanir. Storknuð hraunhellan hefur síðan fallið niður og stöplarnir staðið eftir. Gerður hefur verið slóði út í nesið og hafa einhverjir verið að dunda sér við að fjarlægja hellurnar utan af stöplunum, sem er hin mesta eyðilegging á þessu fallega náttúrufyrirbæri, og nota í garða sína þar sem allt samhengi við þær skortir. Litbrigði og myndanir í klettum eru einstök í Hraunsnesi.

Mölvík

Mölvík – hellisgat.

Jón Guðmundsson frá Ísólfsskála sagði fyrir skömmu í samtali að áður hafi jafnan verið róið úr Gvendarvör og gert að á Nótarhól. Austan við hólinn eru rústir verkhúss. Trantar þar utan við væru í raun hrjúft hraun, sem stendur upp úr sjónum. Nafnið benti til þess að það hafi hrannast upp, tranað eða trantað sér upp og myndað strýtur. Austar væru Rangargjögur og Hattvík. Rangagjögur væri í raun stórmerkilegt. Best væri að skoða það á fjöru til að þá sjá megi það vel. Gjögrið er á milli Tranta og Hattvíkur. Bát rak þar inn í vitlausu veðri fyrir u.þ.b. 20 árum síðan, er Ísólfur bjó enn á Skála, og lenti inni í skorunni. Þar er bæði þröngt og hyldjúpt. Áhöfnin, einn maður, komst gangandi heim að bæ og bankaði upp á. Bátnum varð hins vegar ekki bjargað. Kista er kistulaga klettur vestarlega og miðsvæðis uppi í hrauninu. Frá Nótarhól sést vel yfir að Festarfjalli, Lambafelli, nær og Lambastapa neðan þess, niður við sjó. Ofan við Skála er Bjalli (Hjálmarsbjalli) og Lyngfellið ofan hans.
Heimastibás heitir þröngur klettabás skammt austar og Kvennagöngubásar eru þar austan við. Veiðibjöllunef, stundum nefnt Vondanef, var mið af sjó austan úr Hælsvík. Þá átti Veiðibjöllunef að bera í Langageira í Fiskidaldsfalli. Þessa lýsingu hafði Jón fengið frá Manga á Hrauni, en Jón gaf m.a. út rit um miðin utan við Grindavík á sínum tíma, en þau skrif voru bæði byggð á reynslu hans sjálfs og þeirra manna, sem þá voru þegar gengnir.

Mölvík

Mölvík.

Mölvíkin virðist ekkert sérstök, en fyrir fiskimennina var hún það svo sannarlega. Mölvíkurleirinn (slétt hraunið ofan við víkina) var afmarkaður af Skála-Mælifelli að vestan og með skoru upp í Lönguhlíð að austan. Utar, á sléttum botni, voru togmiðin, en góðan og mikinn fisk var að hafa á hrauninu í Mölvíkinni, einkum á veturna. Á sumrin var veitt alveg upp við fjöru (Þorskmið). Þar sem Geitarhlíð kemur í skarðið á Katlahrauni og hrauk í hrauninu ber í vestari Görnina á Núpshlíðar (lægð er liggur upp í grasi búna hliðina – undir Görninni er fjárból) er hraundrangur undir. Þar eru um 7 faðmar niður. Fiskurinn sest að við hraundranginn, sem er um hálfur annar metri á hæð, undir sjólínu. Fiskurinn sést og tók líka vel ef verið var að. Straumurinn leikur um dranginn og þar lá fiskurinn í vari (líkt og fé í hlíð).
Jón sagði að vörðurnar uppi í Skollahrauni, skammt frá þjóðveginum undir Slögu, austan við Löngukvos, nefndust Bárðarvarða, eftir gömlum einsetumanni á Skála er hélt þar til um vetur, og Bergsvarða (faðir Hinriks og Guðbergs). Í umsögn um Suðurstrandarveginn eru þær sagðar „gamlar vörður við forna þjóðleið“. Þær þjónuðu hins vegar ekki öðrum tilgangi en þeim að stytta byggjendunum stundir á og meðan var.

Selatangar

Gatvarða á rekagötunni við Selatanga.

Gengið var inn í Leggjarbrjótshraun með Mölvíkinni. Um er er að ræða fallegt útsýni út með ströndinni. Þegar komið var inn í Katlahraun var gengið niður í Borgirnar (Ketilinn) og þær bornar saman við myndun stöplana í Hraunsnesi. Um er að ræða nátengd fyrirbæri.
Haldið var norður um hraunið að hlöðnu fjárskjóli fólksins á Vigdísarvöllum. Féð þaðan vildi leita niður í fjörur Selatanga og var þá hlaðið fyrir skúta þarna í hrauninu því til skjóls. Helgi Einarsson, sem var með í för, sagði að skjólið hafi einnig verið notað eftir að forfeður hans frá Vigdísarvöllum flutti búferlum niður að Ísólfsskála. Helgi er mjög kunnugur örnefnum á svæðinu, auk þess sem hann hefur bæði gengið mikið um það og ástundað miðin út undan því.
Brimketillinn fannst ekki í særokinu, en gatið tilnefnda fannst skammt vestan við fallegan gatklett í Mölvíkinni. Rúmlega 20 metra langur sjávarhellir gengur inn undir ströndina, étið malbergið og hefur síðan brotið sér leið upp um grágrýtishelluna þegar sjórinn hefur ætt þar inn og þrýstingurinn verið orðinn of mikill. Þá var kíkt í sprunguna í Katlahrauni, en hún myndaðist í jarðskjálfta fyrir u.þ.b. tveimur árum. Hún hefur verið að stækka smám saman og er þegar orðin alldjúp. Hellir gæti leynst undir niðri. Ekki er ólíklegt að sjórinn leyti finni sér leið um síðar meir. Skoðaður var skúti í Katlahrauni skammt norðan við Rekagötuna, en svo virðist sem hlaðið hafi verið að hluta til fyrir opið. Skútinn rúmar vel nokkra menn.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Ísólfsskáli

Brimketill við Kvennagöngubása.