Tag Archive for: Grindavík

Arnarfell

Gengið var um Litlahraun sunnan undir Eldborgum sunnan við Geitahlíð. Í hrauninu eru m.a. minjar fjárbúskapar, s.s. yfirsetustaða, rétt, fjárskjól og rúst. Auk minjanna hefur þess sérstaklega verið getið að örn hafi verpt í hrauninu og lengur ofan við Herdísarvík. Tvö önnur forn arnarsetur eru í grennd; arnarhreiður á Arnarfelli að vestan og þekktur staður norð-austan við Hlíðarvatn að austan. Þá er arnarhreiður á Arnarþúfu í Ögmundarhrauni.

Örn

Örn.

Á göngunni var m.a. rifjuð upp umsögn Náttúrfræðistofnunar Íslands um Suðurstrandarveg frá 12. desember 2003. Í henni koma m.a. fram athugasemdir og ábendingar um mat á umhverfisárhifum.
Í umsögninni er m.a. fjallað um arnarvörp á Reykjanesi.
“Vegurinn mun að mestu leyti liggja um óbyggt svæði sem ekki hefur verið raskað með mannvirkjum. Hér er um að ræða afar viðamikla framkvæmd sem óhjákvæmlega mun setja mikið mark á umhverfi sitt. Á svæðinu, sem vegurinn fer yfir, eru m.a. tíu eða tólf hraun frá nútíma. Mikilvægt, er því í ljósi þeirra náttúrverndarhagsmuna sem í húfi eru, að vanda vel til verksins.

Arnarþúfa

Arnarþúfa á Arnarhól í Ögmundarhrauni.

Þremur af níu fornum arnarsetrum á sunnaverðum Reykjanesskaga er ógnað með framkvæmdinni; þegar hefur fjórum að auki verið raskað annarsstaðar á skaganum. Forsendur sem lagðar eru upp varðandi „ferðamannaveg“ falla um sjálfar sig ef vegurinn verður ekki felldur betur að landi og náttúruminjum en ráð er fyrir gert. Tillagan gerir ráð fyrir vegi milli tveggja óbrinnishólma í Ögmundarhrauni; Húshólma og Óbrennishólma. Hún sker þessa sérstöku landslagsheild í sundur, auk þess sem hætt er við að aukin umferð í Húshólma valdi spjöllum ef ekkert er að gert til að undirbúa aukinn ágang. Húsatóttir þar eru sennilega meðal merkilegustu fornminja á Reykjanesi. Athuga þarf betur hvar nýr vegur á að liggja yfir hrauntraðir sunnan við Eldborgir undir Geitahlíðum til að vernda þær sjaldséðu jarðminjar. Slíkar jarðminjar eru ekki algengar í Evrópu og eru sennilega ekki til utan Íslands og Ítalíu. Þótt hrauntraðir séu til á mörgum stöðum á landinu eru þær flestar fjær vegi en hér.

Örn

Örn.

Fram kemur í skýrslunni að tvö forn arnarsetur eru í grennd við fyrirhugaðan veg; óþekktur staður í Ögmundarhrauni og þekktur staður í Litla-Hrauni skammt sunnan Eldborga. Vegurinn mun liggja aðeins 275 m frá síðarnefnda setrinu. Þess má geta að viðmið varðandi umferð í grennd við arnarsetur er 500 m. Auk þess munu framkvæmdir hafa áhrif á þriðja arnarsetrið á þessum slóðum, norð-austan við Hlíðarvatn. Þar er gert ráð fyrir umfangsmiklum námagreftri í gamalli námu beint fyrir neðan fornan arnvarvarpstað.

Arnarfell

Arnarhreiður á Arnarfelli í Krýsuvík.

Ernir urpu á umræddum stöðum fram undir aldamótin 1900 (í Ögmundarhrauni og við Krýsuvík) og við Hlíðarvatn fram undir 1910. Þá var þeim útrýmt í þessum landshluta og hafa þeir ekki orpið á Reykjanesskaga síðan. Á Reykjanesskaga eru þekkt níu forn arnarsetur en meirihluta þeirra hefur verið raskað með framkvæmdum, einkum vegagerð og námavinnslu. Hér má nefna Arnarklett við Njarðvík, Gálga hjá Stafnesi, Stampa við Reykjanes og Arnarsetur við Grindavík. Þá má nefna Arnarfell í Krýsuvík og Arnargnýpu á Sveifluhálsi. Lagning Suðurstandarvegar og efnistaka í tengslum við þá framkvæmd gæti í einu vetfangi raskað þremur arnarsetrum til viðbótar. Það eru því eindregin tilmæli Náttúrufræðistofnunar Íslands að þeim verði þyrmt við röskun; einkum setrunum í Litla-Hrauni og við Hlíðarvatn.

Arnarnýpa

Arnarnýpa á Sveifluhálsi.

Arnarstofninn hefur smám saman verið að rétta úr kútnum á undanförunum árum og því má búast við að þeir setjist að í öðrum landshlutum er fram líða stundir. Í fyrra (2002) urpu ernir t.d. í fyrsta sinn í meira en 100 ár á Norðurlandi og þá á gömlu þekktu arnarsetri. Reynslan sýnir að ernir taka sér fyrst og fremst bólfestu á fornum varpsetrum. Það er því mikilvægt að tryggja vernd slíkra staða. Þess má geta að undanfarið ár hefur örn haldið til í Selvogi og m.a. sést í grennd við gamla setrið við Hlíðarvatn. Það er því einungis tímaspursmál hvenær ernir setjast aftur að á þessum slóðum, svo fremi þeir fái frið til þess.”

Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Örn

Örn.

Eldgos

Á nýlegri ferð FERLIRs um hraunin vestan Grindavíkur kom í ljós gata frá Stað upp í gegnum Lynghólshraun og óbrennishólma Lambahrauns áleiðis í Eldvörp. Þá er ljóst að gatan frá Stað upp á Prestastíginn ofan við Hrafnagjá hefur legið sunnar en áætlað hefur verið. Gatan er vörðuð að hluta og kemur inn á Prestastíginn áleiðis niður að Húsatóftum ofan við Sauðakróka.
Svæðið-5Ætlunin var að fara á ný inn í óbrennishólmann í Lambahrauni og fylgja götu upp frá honum í gegnum Eldvarpahraunið áleiðis upp í sunnanverð Eldvörp og síðan fyrrnefndri götu inn á Prestastíginn til baka áleiðis niður að Stað.
Lambahraunið er >4000 ára og <6000 ára. Sandfellshæðin er ~11500-13500 ára.

Sunnan undir Sandfellshæð er stakur gíghóll, Rauðhóll. Frá honum hefur runnið hraun til suðurs og suðvesturs og er Prestastígur milli hrauns og hlíðar, þ.e. liggur um slakkann þar sem Rauðhólshraunið rennur upp að Sandfellshæð. Rauðhólshraun er 2000-3000 ára.
Sunnan Rauðhóls eru nokkur hraun; Klofningshraun, Berghraun (Eldvarpahraun) og Lynghólshraun sem bera samheitið Rauðhólshraun.

Eldvorp

Austan við Rauðhól tekur við mosagróið apalhraun. Það er yngsta hraunið á svæðinu og rann árið 1226. Þá opnaðist liðlega 10 km löng gossprunga og nefnist hún Eldvörp. Meðal jarðfræðinga er hraunið nefnt einu nafni Eldvarpahraun en í tali heimamanna hétu einstök svæði þess ýmsum nöfnum, m.a. Sundvörðuhraun. Gígarnir í Eldvörpum eru fjölmargir og margir þeirra fallegir. Flestir eru gjall- eða klepragígar og eru nær allir óskertir og er gígaröðin ein af fáum á Reykjanesskaganum sem hefur verið hlíft við efnistöku. Um tveimur kílómetrum norðar en þar sem Prestastígur fer yfir gígaröðina er allnokkur jarðhiti og þar hefur verið borað á vegum Hitaveitu Suðurnesja. Eldsumbrotin á þrettándu öld yst á Reykjanesskaganum stóðu með hléum frá um 1210 til 1240. Mest gekk á árið 1226.
Eldvorp-2Þessi hrina er nefnd Reykjaneseldar af fræðimönnum.
Málfríður Ómarsdóttir hefur m.a. gert ritgerð (2007) um Eldvarpasvæðið. Þar segir m.a.: „Eldstöðvar eru ýmist dyngjur eða gjall og klepragígaraðir ásamt nokkrum gjósku- og sprengigígum. Telja má 26 dyngjur frá nútíma en ekki er vitað um heildarfjölda þeirra þar sem ummerki sjást ekki lengur. Elstu og minnstu dyngjurnar eru úr ólivín pikríti sem runnið er á miklu dýpi og nær yfir 80-200 km. Stærri og yngri dyngjurnar eru úr ólivín þóleíti og eru þær allt að 6-7 km3 hver. Aldur allra dyngjanna er yfir 4500 ár. Myndunartíminn gæti tengst hröðu landrisi eftir hvarf ísaldarjökulsins (Ari Trausti Í EldvorpumGuðmundsson, 2001).
Gígaraðir á Reykjanesskaga liggja á tveimur gosreinum og hafa sprungugos orðið á sitt hvorri þeirra, um þrisvar sinnum á síðustu 10.000 árum. Síðustu 2000 árin hefur gosvirknin þó takmarkast við vestari gosreinina sem liggur til sjávar við Kerlingarbás en það hefur ekki gosið á eystri gosreininni, sem liggur inn að hraundyngjunni Skálafelli, í 3000 ár. Skjálftavirkni er einnig einskorðuð við vestari gosreinina (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004). Gossprungur eru hátt á annað hundrað talsins ef hver sprunguhluti er talinn sér (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Neðansjávargos hafa verið allnokkur við Reykjanesið og má þar finna 11 gjóskulög úr slíkum gosum. Út frá þessum gjóskulögum má fá mikilvægar upplýsingar um gossögu eldstöðvakerfisins síðustu sex þúsund árin. Við langvarandi neðansjávargos þá myndast gjóskugígar en einnig getur gjóska myndast þegar goshrinur á landi verða og hraunið rennur til sjós. Þá verða miklar gufusprengingar (Magnús Á. Sigurgeirsson, 2004).
GöturnarVið Reykjanes hafa oft orðið til gígeyjar en þær eru einkar viðkvæmar fyrir rofafli sjávar og eyðast því fljótt en eftir standa sker og boð til vitnis um fyrrum tilveru þeirra. Sem dæmi um gígey má nefna Eldey sem er rétt suðvestur af Reykjanesskaganum.
Jarðfræðilega séð er Reykjanesskaginn enn að byggjast upp til suðvesturs og þó nokkur neðansjávargos hafa orðið suðvestur af honum á sögulegum tíma (Jón Jónsson, 1967). Á yngstu hraunflóðunum eru hvergi sprungur né misgengi sýnileg sem virðist benda til þess að tektónískar hreyfingar á þessu svæði gerast með ákveðnu millibili. Þetta gæti einnig átt við eldvirknina. Ekki er almennt vitað hvaða kraftar eru að baki sprungunum og misgengjunum og er vafasamt að áætla að það sé einungis spenna í jarðskorpunni sem orsaki það (Jón Jónsson, 1967).
Gata-10Það eru tvær gerðir af eldfjöllum á Reykjanesskaga, þ.e. dyngjur og gossprungur. Dyngjurnar eru eldri og hafa ekki gosið á sögulegum tíma, þ.e. síðan um 800 AD. Stærstu dyngjurnar eru Sandfellshæð og Langhóll. Þær hafa gosið gráu dólerít, ólivín basalti svipuðu og finnst á Miðnesi og á Vogastapa en þau mynduðust á hlýskeiði. Það er einnig mögulegt að dyngjurnar hafi byrjað sem gos á gossprungu því þær eru staðsettar á rekbelti. Það virðist jafnframt sem það hafi orðið breyting á eldvirkni á einhverju tímabili því dyngjur hættu að myndast og gos á sprungum tóku við. Nokkrar af gossprungunum hafa líklega verið virkar á sögulegum tíma eins og Eldvörp og Stampar. Gos á sprungum tengjast með beinum hætti plötuskilunum og sum staðar hefur hraunið einfaldlega runnið út án þess að mynda gíga.
Í Eldvorpum - 10Þar sem kvikan storknar og hleðst upp í kringum gosopið þá kallast það eldvörp og við endurtekin gos kallast það eldfjöll. Til eru margs konar eldvörp en flokkun þeirra fer eftir lögun gosops, gerð gosefna, tala gosa og magn og hættir gossins.
Dyngjur myndast við flæðigos þegar þunnfljótandi kvika rennur stanslaust upp um kringlótt gosop mánuðum eða jafnvel árum saman en einnig er líklegt að þær myndist við síendurtekin gos. Hlíðarhalli er oftast minni en 8°. Efst í dyngjunni er gígketill með lágum gígrimum. Eins og áður segir þá er einnig mögulegt að dyngjugos hafi fyrst myndast á sprungu en svo hafi eldvirknin færst á einn stað er leið Í Eldvorpum - 12á gosið.
Stærsta dyngja innan Reykjanes-eldstöðvarkerfisins er Sandfellshæð og er um 12500-13500 ára gömul. Skálafell og Háleyjar eru yngri en þó forsögulegar. Ofan á Skálafelli er lítil eldborg. Þráinsskjaldardyngja er flöt og breið dyngja og er um 12500-13500 ára eins og Sandfellshæð (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).
Eldborgir myndast í þunnfljótandi gosum á kringlóttu gosopi í stuttum gosum án kvikustrókavirkni. Umhverfis gosopið hleðst svo upp gígveggur úr örþunnum hraunskánum eftir að það skvettist úr kvikutjörn upp á vegginn. Hraun rennur hinsvegar um göng neðarlega í gígveggnum og streymir langar leiðir undir hraunhellu eða í tröðum á yfirborðinu. Umkringis eldvarpið verður til flöt hraunbunga úr apal- eða helluhrauni.
HrafnagjáÞegar kvikustrókavirkni verður á sprungugosum þá hlaðast gjallrimar eða eldvörp upp á stangli yfir sprungurásinni og mynda gígaraðir. Ef það kemur upp þunnfljótandi kvika stöku sinnum með millibili án kvikustrókavirkni þá verða til eldborgarraðir eins og Eldvörp og Stampar á Reykjanestánni. Algengast er að kvikustrókavirkni eða þeytigos samfara hraunrennsli úr sprungum myndi gjall- og klepragígaraðir. Eldvörpin eru þá samvaxin eftir sprungunni eða með mislöngum millibilum. Einstakir gjall- og klepragígar verða til við blönduð gos á kringlóttum gosopum. Upp þeytast svo hraunklessur sem annað hvort hálfstorkna í loftinu og fletjast svo út þegar þeir lenda og mynda sambrædda klepragígveggi eða þeir fullstorkna og mynda gjallhrúgöld.
Hrafnagjá sunnanverðEldkeilur myndast hins vegar við síendurtekin gos á kringlóttu gosopi en með mislöngum hléum á milli. Þau eru hlaðin upp úr hraun- og gosmalarlögum til skiptis. Erlendis eru eldkeilur algengastar allra eldfjalla en þær eru afar sjaldgæfar á Íslandi eða aðeins um þrjár talsins þ.e. Öræfajökull, Snæfellsjökull og Eyjafjallajökull. Efst á eldkeilu er stór gígur. Eldhryggir myndast þegar gos verður á sömu sprungunni oftar en einu sinni sem er frekar óvenjulegt. Þá myndast þeir eftir sprungustefnunni og strýtulaga þvert á hana. Þekktasti eldhryggurinn á Íslandi er Hekla (Þorleifur Einarsson, 1968).
Varða ofan StaðarFlest helluhraun á Reykjanesskaga eru frá fyrri hluta nútíma og eru flest komin frá dyngjum eins og Skálafell og Háleyjarbunga. Frá síðari hluta nútíma en fyrir landnám eru til dæmis Eldborg og Búrfell. Nokkur stór og viðamikil hraun hafa runnið á Reykjanesskaga eftir landnám.
Á meðan kristnitakan fór fram árið 1000 þá rann mikið hraun úr gossprungu á vestanverðri Hellisheiði og hefur það verið nefnt Kristnitökuhraun. Yst á Reykjanesi eru tvö hraun sem koma frá gígaröðunum Eldvörpum og Stömpum. Þau þekja stórt svæði milli Reykjanestár og Grindavíkur (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Ögmundarhraun vestan Krýsuvíkur er frá 1151 og rann í svokölluðum Krýsuvíkureldum (Sigmundur Einarsson, Haukur Jóhannesson & Árný Erla Sveinbjörnsdóttir, 1991). Hraunið rann úr gígaröðum rétt austan undir Núpshlíðarhálsi og er samanlögð lengd þessara gíga um 5 km (Jón Jónsson, 1983).
Refagildra ofan við StaðÍ Krýsuvíkureldum rann einnig Kapelluhraun, sunnan Hafnarfjarðar, sama ár og Ögmundarhraun. Þessi eldgosahrina er talin hafa komið úr Trölladyngjum og hefur henni lokið líklega árið 1188 með myndun Mávahlíðarhrauns (Sigmundur Einarsson o.fl., 1991). Oftast hefur þó gosið í sjó undan Reykjanesskaganum á sögulegum tíma. Síðast gaus þar 1879. Aðalgoshrinan í Reykjaneseldstöðvarkerfinu hófst sennilega í sjó árið 1211 og stóð til 1240 og nefnist hún Reykjaneseldar. Yngra-Stampahraunið rann í Reykjaneseldunum og mynduðust þar tvær eldborgir sem nefnast Stampar Yngri (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Yngra Stampagosið hefur sennilega orðið á 12-13. öld. Sérstætt við þetta gos er að gossprunga þess lá bæði í sjó og á landi og eru þeir yngsta myndunin á Reykjanesi og gígaraðirnar standa á um 4,5 km langri gossprungunni (Magnús Á. Sigurgeirsson, 1995).
SkollafingurStampar Eldri mynduðust í Eldra-Stampahrauni fyrir 1500-1800 árum. Það gos byrjaði sennilega í sjó (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldri Stampagígaröðin: Útbreiðsla og aldur hrauna sem runnu eftir landnám á Reykjanesskaga. Um 1227 aðeins austar við Stampa Yngri gaus í gígaröðinni Eldvörp. Þaðan rann Eldvarparhraun (Ari Trausti Guðmundsson, 2001). Eldvarparhraunið er talið vera um 2100 ára gamalt (Jón Jónsson, 1983).
Samkvæmt Jóni Jónssyni (1983) þá hefur gosið á Reykjanesskaga allt að 12-13 sinnum frá því að landnám hófst en eins og áður segir þá hefur oftast gosið í sjó (Ari Trausti Guðmundsson, 2001).“
Ganga um framangreint svæði staðfesti að um fjárgötur var að ræða. Varðaða leiðin ofan við Stað er og verður enn ráðgáta, a.m.k. um sinn.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild m.a.:
-Kristján Sæmundsson.
-Málfríður Ómarsdóttir, Reykjanesskagi – náttúrusaga og eldvörp, apríl 2007.

Eldvörp

Gengið um Eldvörp.

Hreindýrahorn

Lönguhlíðar takmarkast að austanverðu af Löngulíðahorni.
Svæðið innan (austan) við hornið, Lönguhlíðakrókur, ætti að mörgu leyti að vera áhugavert fyrir göngufólk, annars vegna vegna Stórkonugjáfegurðar ofanhlíðanna milli Hornsins og Kerlingarhnúka og hins vegar vegna Stóra-Bollahraunsins, sem rann þarna undir hlíðunum og inn fyrir Lönguhlíðahorn. Hraunið er apalhraun á þessu svæði, þakið þykkum hraungambra. Í kvosum og hvylftum leynist ýmislegt frá fyrri tíð, s.s. hreindýrahorn, hraunhellar, skjól og gamlar götur.
Stórkonusteinar nefnast nokkur móbergsbjörg í Lönguhlíðakróki, heldur nær Kerlingarskarði en Kerlingargili (sem er utan við Lönguhlíðarhorn). Samkvæmt gamalli munnmælasögu velti tröllskessa í Stórkonugjá björgunum niður af Lönguhlíðarfjalli þegar eftirreiðarmenn reyndu að fanga hana.
Stórihvammur eða Lönguhlíðarhvammur austan Lönguhlíðarhorns var mjög grösugur í eina tíð og gott beitiland, en sandburður hefur spillt undirlendinu. Þó má enn sjá gróin valllendi milli hrauns og hlíða. Hraunið er úr Bollunum í Skörðunum, sem fyrr sagði. Stóribolli er einn formfegursti gígur landsins og enn nær óraskaður. Ofan hvammsins eru tvö gil og upp af því vestara áberandi móbergsklettur, sem nefnist Stórahvamms-Stapi. Beggja vegna að ofanverðu eru háir móbergsveggir. Fíll verpir ofarlega í veggjunum.
Stórahvamms-StapiLönguhlíðarhorn skagar út úr hlíðinni líkt og Vatnshlíðarhornið norðan Lambhagatjarnar, Í því sunnanverðu er Kerlingagilið, ágæt gönguleið og greiðfær upp á Lönguhlíðar og áfram inn í Brennisteinsfjöll, eða þótt ekki væri fyrir annað en að skoða Mýgandagróf, hina litskrúðugu hvylft rétt innan við Lönguhlíðabrúnina.
Sagan segir að tröllskessa í Kerlingarhnúk hafi farið að heimta hvalreka á Hvaleyri ásamt systur sinni. Skiptin drógust vegna deilna um réttindi til hlutanna. Systirin hélt heim áleið um kvöldið ásamt fjölskyldu sinni, en skessan í Kerlingarhnúk ákvað að dvelja daginn eftir hjá vinkonu sinni í Hvaleyrahamri. Eins og alkunna er dagaði fjölskyldan fyrrnefnda uppi á Valahnúkum þegar sólin birtist þeim ofan við Grindarskörðin snemmmorguns.
LönguhlíðarkrókurTröllskessan úr Kerlingarhnúk dvaldi enn um sinn hjá vinkonu sinni. Tóku þær upp á ýmsu er hrekkti mennska menn á Hvaleyri. Varð svo mikið ónæði af skessunum saman að ábúendur ákváðu að fara gegn þeim. Söfnuðu þeir liði við sólsetur og kveiktu elda á hamrinum. Heimaskessan kærði sig kollótta, en vinkona hennar vissi ekki hvaðan á hana stóð veðrið. Ákvað hún að flýja ónæðið og halda heim á leið. Þegar tröllskessan var komin upp á Stórhöfða varð henni litið aftur. Sá hún þá háværan flokk manna með kyndla fylgja henni þétt eftir. Hélt hún þá för sinni áfram upp Stórahvammsgil (hét áður Stórkonuhvammsgil) í Undirhlíðum og alla leið upp á Lönguhlíðar um Stórkonugjá ofan við þar sem nú heitir Stórihvammur eða Lönguhlíðahvammur (-krókur).
LönguhlíðahvammurÞarna gætu örnefni hafa færst til, ekki síst vegna hraðans, sem á skessunni var. Eftirmenn fylgdu þétt á eftir. Þegar þeir voru komnir í Stórahvamm (sumir segja hann heita Stjórahvamm) bað fyrirliðinn þá nema staðar, enda tröllskessan þá kominn upp á efstu brúnir ofan gjárinnar. Það var líka vel af ráðið því nú tók tröllskessan til við að kasta í þá stórum steinum, hverjum á fætur öðrum. Fylgdarmenn forðuðu sér út úr seilingu og mun það hafa orðið þeim til lífs. Má enn sjá brunaför eftir þá í hrauninu neðan við hvamminn. Biðu þeir síðan af sér húmið. Skömmu fyrir birtingu hvarf tröllskessan í átt að Kerlingarhnúk og linnti þá látunum.
Til marks um atburðinn forðum má enn sjá svonefna Stórkonusteina undir Stórkonugli og er Stórahvamms-Stapi þeirra stærstur. Lækur rennur niður í Lönguhlíðarkrók frá Kerlingarskarði vestanverðu. Heitir hann Stórkonulækur.

Grindarskörð

Grindaskörð og Bollar. Helgafell nær.

 

Járngerðarstaðir

Þegar Vesturbraut í Járngerðarstaðahverfi í Grindavík var nýlega grafin upp vegna úrbóta  á varanlegri gatnagerð kom verktakinn niður á hlaðið garðlag. Sá hafði þegar uppi snör handtök, fjarlægði garðinn og mokaði yfir. Vitni urðu þó að atvikinu. Skv. Þjóðminjalögum hefði verktakanum borið að tilkynna fundinn til Fornleifaverndar ríkisins. Ekki er ólíklegt að ætla að þarna hafi verið um að ræða leifar heimagarðs gamla bæjarins á Járngerðarstöðum, þeim er kom við sögu „Tyrkjaránsins“. Af meðfylgjandi uppdrætti að dæma liggur Vesturbrautin í gegnum gamla veggstæðið. Eðlilegt er því að spyrja: „Í ljósi gildandi laga; hvers vegna var ekki gert ráð fyrir að minjar myndu finnast á þessu svæði áður og á meðan á framkvæmdunum stóð og hvers vegna var ekki fylgst með hvort svo væri?“
Járngerðarstaðir - grá lína er ætlaðir garðarÍ
Þjóðminjalögum, 2001 nr. 107, 31. maí segir: „12. gr. Hver sá sem verður var við að fornleifar liggi undir skemmdum skal gera Fornleifavernd ríkisins viðvart. Ef fyrirsjáanlegt er að minjastaður spillist vegna breyttrar landnotkunar eða framkvæmda skal viðkomandi sveitarfélag eða framkvæmdaraðili gera Fornleifavernd ríkisins viðvart með hæfilegum fyrirvara. Fornleifavernd ríkisins ákveður að höfðu samráði við Náttúruvernd ríkisins hvort rannsóknar er þörf, hvort friðlýsa beri viðkomandi stað eða hvort fornleifarnar megi víkja og þá með hvaða skilmálum.
13. gr. Nú finnast fornleifar sem áður voru ókunnar og skal finnandi þá skýra Fornleifavernd ríkisins frá fundinum svo fljótt sem unnt er. Sama skylda hvílir á landeiganda og ábúanda er þeir fá vitneskju um fundinn. Ef fornleifar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd uns fengin er ákvörðun Fornleifaverndar ríkisins um hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum.

Gamli bærinn á Járngerðarstöðum

14. gr. Nú telur landeigandi, ábúandi eða einhver annar, þar á meðal sá sem stjórnar opinberum framkvæmdum, að hann þurfi að gera jarðrask, svo sem vegna vegagerðar, veitulagnar, framræslu eða skógræktar, er haggað geti við fornleifum og skal hann þá skýra Fornleifavernd ríkisins frá því áður en hafist er handa við verkið. Lýst skal nákvæmlega breytingum þeim er af framkvæmd mundi leiða. Fornleifavernd ríkisins ákveður hvort og hvenær framkvæmd megi hefja og með hvaða skilmálum. Við allar meiri háttar framkvæmdir, svo sem vegagerð, virkjanaframkvæmdir, flugvallargerð, veitulagnir og skógrækt, skal sá sem fyrir þeim stendur bera kostnað af nauðsynlegum rannsóknum.
Kostnaður Fornleifaverndar ríkisins vegna athugunar á fornleifafundi sem gerð er í því augnamiði að staðfesta eðli og umfang fundarins skal greiddur af stofnuninni.
Framkvæmdaraðili greiðir kostnað vegna þeirra rannsókna á fornleifum sem Fornleifavernd ríkisins úrskurðar að séu nauðsynlegar vegna athafna hans
.“
Var bygginganefnd Grindavíkur í fríi? Þarf að fjölga byggingafulltrúum í bænum svo hægt verði að fylgjast með að fleiri fornleifum verði ekki spillt í framtíðinni? Mun verktakinn iðrast? Hvert verður frumkvæði Fornleifarverndar ríkisins? Spennandi tímar virðast vera framundan. Meira HÉR.

Járngerðarstaðir og Vesturbraut

Lágafellsleið

Í annarri frásögn hér á vefsíðunni má lesa um svonefnda Lágafellsleið, þ.e. forna leið milli Grindavíkur og Ósa um Lágafell og áfram yfir að verslunarstöðunum við Þórshöfn og Básenda. Í þeirri ferð tókst að rekja götuna frá Lágafelli niður í Ósabotna. Litlar vörður voru víða við þann kafla leiðarinnar. Núna var suðurhlutinn rakinn, frá Lágafelli að Árnastíg í norðvestanverðum Eldvörpum.

Lagafellsleid-22

„Á 14. öld varð skreið aðalútflutningsvara landsmanna og fiskveiðar munu hafa eflst mjög. Þar var Grindavík engin undantekning. Framan af var skreiðarverslunin í höndum norskra kaupmanna og miðstöð hennar var í Bergen. Þegar kom fram á 15. öld urðu Englendingar sífellt umsvifameiri á fiskimiðunum hér við land og í helstu verstöðvum. Í kjölfar þeirra fylgdu þýskir Hansakaupmenn sem brátt náðu yfirhöndinni í skreiðarversluninni af Norðmönnum. Hörð samkeppni ríkti milli Englendinga og annarra kaupmanna um íslensku skreiðina, og sló oft í brýnu með þeim.
Lagafellsleid-27Þegar kemur fram á 16. öld bundust valdsmenn innanlands og Hansakaupmenn samtökum um að reka Englendinga burt héðan. Þess má geta að umboðsstjórn konungs var um þetta leyti oftast í höndum þýskra manna. Englendingar höfðu aðalbækistöðvar sínar í Hafnarfirði, en voru hraktir þaðan 1518. Eftir það varð Grindavík þeirra aðalhöfn, en ekki sátu þeir lengi á friðarstóli þar. Englendingar stunduðu hér miklar fiskveiðar úr landi, og höfðu því fjölda innlendra manna í sinni þjónustu – eða allt þar til þeir voru hraktir af landi brott 1539.
Englendingar höfðu aðalbækistöðvar sínar í Hafnarfirði, en voru hraktir þaðan 1518. Eftir það varð Grindavík þeirra aðalhöfn, en ekki sátu þeir lengi á friðarstóli þar. Englendingar stunduðu hér miklar fiskveiðar úr landi, og höfðu því fjölda innlendra manna í sinni þjónustu – eða allt þar til þeir voru hraktir af landi brott 1539.
Árið 1640 hættu kaupmenn að sigla á Grindavík og tóku upp kaupskap á Básendum ís taðinn. Hefur þetta sjálfsagt verið vegna þess að ekki var óalgengt aðs kipum hlekktist á í höfninni og eitt sinn, skömmu eftir tilkomu einokunarinnar mun skip hafa farist þar. Grindvíkingar kvörtuðu sáran undan missi verlsunarinnar, enda var það þeim til mikil óhagræðis að þurfa að flytja afurðir og verslunarvörur sínar til og frá Básendum. Þá varð þetta til að fæla frá utanhéraðsmenn sem gerðu út á vertíðina. Þar var svo eftir að Brynjólfur Sveinsson biskup beitti sér í málinu að Grindavíkurhöfn var tekin upp aftur 1664.

Staðarvör

Staðarvör.

Var höfnin nú flutt í Staðarhverfi. Hélst verslun þar allt til 1745 að hún var aftur felld niður, og þurftu Grindvíkingar síðan að flytja vörur sínar á Básenda enn á ný. Var því nú borið við að höfnin væri að fyllast af sandi svo skipin tækju niðri. Til að bæta mönnum upp óþægindin var Grindvíkingum heitið flutningsgjaldi fyrir vörur sem þeir legðu inn hjá Básendakaupmanni. 

Lagafellsleid-24

Þrátt fyrir það voru þeir óánægðir með þetta ástand og stóð oft í stappi út af flutningsgjaldinu. Eftir 1745 var engin föst verslun í Grindavík í einaoghálfaöld. Sagt er að kaupmannshúsin færu í sjóinn í miklu flóði 1799. Þá brotnuðu einnig verslunarhúsin á Básendum í þessu sama flóði og féll verslun niður þar. Grindavík var ætíð með minnstu verslunarhöfnum á einokunartímanum. Hún var þó eftirsótt vegna fisksins sem þaðan kom. Jón Aðils segir í bók sinni um einokunarverslunina að Grindavík og Básendar saman hefðu verið leigð fyrir 743 ríkisdali á ári 1684, en leigan hækkað í 1150 ríkisdali 1689. Hafnirnar voru þá boðnar hæstbjóðendum. Kaupsvæði verslunarinnar náði aðeins um hreppinn, Grindavík og Krýsuvík, en öðru hvoru var verslun sótt þangað úr Höfnum, Selvogi og Ölfusi, meðan slíkt leyfðist á einokunartímanum.“
Lagafellsleid-34Í örnefnalýsingu Vilhjálms Hinriks Ívarssonar frá Merkinesi um Hafnahrepp má lesa eftirfarandi: „Svo sem 1/2 kílómetra norðaustar í gjánni er klapparhóll, sem lítið ber á, og heitir hann Gamli-Kaupstaður. Ekki er kunnugt um nafngift þessa nema ef vera kynni, að setja megi í samband við alfaraleið (hestagötu) úr Grindavík til Keflavíkur til forna og þarna hafi máske verið áningarstaður.“
Líklega á Vilhjálmur Hinrik við þessa götu þegar hann nefnir alfaraleiðina. Um er að ræða auðvelda reiðleið, tiltölulega slétta að Lágafelli. Ásinn, sem þar þarf að fara yfir, er aflíðandi, gróinn og mjög greiðfær. Norðan í hlíðinni sést gatan mjög vel.
Sem fyrr sagði var ætlunin að skoða þetta víðfeðmi betur fljótlega m.t.t. framangreinds. Lítið sést til gömlu leiðarinnar suðaustan undir Lágafelli (þ.e. milli Lágafells og Sandfells, en þegar komið er inn á Eldvarpahraunin þar sem þau eru sléttust um mið Eldvörpin, sést gatan glögglega þar sem hún er mörkuð í hraunhelluna, allt þar til hún sameinast Árnastíg við háa og myndarlega vörðu. Á meðfylgjandi korti (því neðra) er umrædd leið grænlituð.

Heimild:
-Hafnir (Hafnahreppur), Vilhjálmur Hinrik Ívarsson skráði; fæddur 12/8 1899, Eyvík, Grímsnesi, Árnessýslu; flytur að Merkinesi í Höfnum 1934.
-Ægir, 78. árg. 1985, 6. tbl. bls. 301-308.

Lágafell

Varða við Lágafellsleið.

Brúargjá

Skoðaður var óbrennishólmi inni í Lynghólshrauni (Berghrauni/Rauðhólshrauni) vestan við Grindavík. Áður hafði neðri hluti hraunsins, aðskilið, verið skoðar ofan við Lambagjá. Nú var ætlunin að skoða þennan hólma ofan við Brúargjá, sem Jón Jónsson, jarðfræðingur, lýsir í hraunaritgerð sinni. Þar segir hann m.a. um hraun þetta: „Það þessara hrauna, sem er næst elst kemur fram í viki því er verður milli Eldvarpahrauns að austan og Rauðhólshrauns vestan við Grænabergsgjá í landi Staðar, en auk þess í óbrennishólmum þar norður af. Ekki mun það hafa sérstakt nafn en vikið milli áður nefndra hrauna mun heita Moldarlág.

Svæðið-2

Hraun þetta er afar sérstætt að útliti. Það er nú talsvert gróið en sendinn jarðvegur og foksandslag í öllum lægðum. Aldur hraunsins má nokkuð marka af því að það er brotið um þvert af gjám og sprungum, og hefur því verið til áður en þær mynduðust. Sprungurnar sjást aðeins í tveim elstu hraununum þarna, en hvorki í Rauðhólshrauni né Eldvarpahrauni. Jafnframt er svo að sjá sem litlar eða engar hreyfingar hafi á þessu svæði orðið frá því að Rauðhólshraun rann. Það sem vekur undrun er ytra útlit þessa hrauns, en því verður trauðla með orðum lýst og jafnvel góðar ljósmyndir gera því ekki full skil. Það er þunnt, varla nema 5 – 6 m og auðvelt hefur reynst að grafa gegnum það, en þéttan bergkjarna virðist víðast hvar vanta. Þó sést hann á kafla ofan við Lambagjá. Hraunið samanstendur af misstórum og alla vega löguðum bergbrotum, flestum hellulaga, mest 15-25 cm þykkum og afar blöðróttum.
BrúargjáVíða má greina opnar rásir eftir hraunlænur eða gas. Nú horfa þær í allar áttir „eins og andarvana auga í sjálfs sín tómleik rýni“. Svo hefur þetta ekist saman í hrauka og hóla, sem sumir eru nokkurra metra háir og óreglulega dreifðir um svæðið. Eina skýringin sem mér er tiltæk á þessu útliti hraunsins er eitthvað á þessa leið: Hraunið hefur verið mjög heitt, þunnfljótandi, gasmikið og hefur runnið hratt. Eftir fyrstu og hörðustu goshrinu hefur nokkurt hlé orðið, nóg til þess að skorpa hefur náð að myndast á hrauninu, en það hefur að nokkru leyti runnið í rásum undir yfirborði. Næsta hrina í eldvarpinu verður til þess að skorpan brotnar upp og ýtist saman í hóla og hrúgöld. Sums staðar getur að líta hvernig hraunið úr síðari hrinunni (?) hefur vafist utan um brotin úr fyrstu skorpunni. Í heild er þessi myndun hin furðulegasta, og hef ég engan hennar líka séð. Upptök hraunsins eru ófundin, en hljóta að vera á því svæði, sem nú er hulið Eldvarpahrauni og/eða Rauðhólshrauni og geta ekki verið fjarri. Nyrst sést það í óbrennishólmum röskum kílómetra ofan við Lambagjá. Þar er það stórbrotnast og raunar ekki útilokað að þar séu upptök þess enda þótt ekki séu þar neinir dæmigerðir gígir. 

Gatan

Athyglisvert er að gjár, sem eru margra metra breiðar ganga gegnum þetta hraun, en næst undir því er hraun úr Sandfellshæð, eins og áður segir. Virðist því aldursmunur þessara tveggja hrauna ekki vera ýkja mikill. Í vestari óbrennishólmanum er Sandfellshæðarhraunið yfir 20 metra þykkt og grófstuðlað. Gegnum bæði hraunin gengur gjá, margra metra breið. Ég hef leyft mér að kalla hana Brúargjá sökum þess að yfir hana hefur myndast brú, steinbogi, úr Rauðhólshrauni. Að dæma af þeim staðreyndum, sem hér má lesa í landslaginu hafa gjárnar orðið til á tímabilinu frá því að Sandfellshæð var virk eldstöð til þess að Rauðhóll gaus. Aldursákvörðun þessara eldstöðva getur því varpað ljósi á hvenær gjárnar mynduðust á þessu svæði. Að samsetningu er hraunið dæmigert þóleiíthraun með ámóta miklu af plagíóklasi og pýroxeni, 4% ólivín og aðeins um 1% plagíóklasdíla.“
Ein gjáinÞegar gengið var inn í óbrennishólmann var komið inn á gamla götu, rudda að hluta, í gegnum hraunið beggja  vegna hans. Efst í hólmanum var fyrirhleðsla þar sem gatan fór upp úr honum og inn á nýrra hraunið, sem er allt umleikis hólmann. Brúargjá er neðst óbrennishólmanum. Bæði þar og ofan við hólmann, þegar komið er í Sandfellshæðarhraunið, má sjá hinu stórbrotnu gjár, sem hraunið hefur staðnæmst við á köflum. Efsti hluti gjárinnar heitir Hrafnagjá.
Reykjanesskagi er er allur eldbrunninn enda á milli. Fjallabálkur gengur eftir honum endilöngum og er uppistaðan í honum móbergsfjöll, sem myndast hafa við eldgos undir jökli á síðustu ísöldum. Láglendi eru nokkru meiri norðan á skaganum en sunnan, en þau eru þakin hraunum frá nútíma (frá lokum síðustu ísaldar og fram á sögulegan tíma) og grágrýtishraunum frá hlýskeiðum ísaldar.
GatanÚthafshryggurinn gengur á land á Reykjanestá (Mið-Atlanshafshryggurinn, Reykjaneshryggur) og mun það vera eini staðurinn á jörðinni, þar sem svo háttar til. Gosbelti gengur þaðan austur skagann (Reykjanesgosbeltið), allt austur í Selvog – Ölfus, en þar tengist það gosbelti, sem stefnir norðaustur og nær allt norður fyrir Langjökul (Langjökulsgosbeltið eða Vestara-gosbeltið). Eru Hellisheiði og Hengillinn á því. Gosfylki, eða eldstöðvakerfi, ganga á ská yfir gosbeltið og stefna norðaustur. Þau eru fjögur til átta, eftir því hvernig skilgreint er, og einkennast af móbergshryggja-kerfum og gossprunguknippum. Dyngjur og móbergsstapar frá ísöld (Fagradalsfjall, Langahlíð, grunnurinn undir Heiðinni há) eru tengd gosfylkjunum og eru staparnir mestir um sig af fjöllunum á skaganum. Sprunguskarar fylgja gosfylkjunum, með opnum sprungum og virkum misgengjum.
Þessar sprungur, margar hverjar djúpar og mikilfenglegar, má sjá í Sandfellshæðarhrauninu vestan við Grindavík. Nýrri hraun hafa runnið að og yfir gjárnar að hluta, en á stökum stað má sjá hluta af þeim elstu, stærstu og stórbrotnustu.
Fljótlega er ætlunin að fylgja götu, sem liggur upp úr óbrennishólma Lambahrauns að sunnanverðum Eldvörpum (FERLIR-1487).
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Jón Jónsson: Hraunið við Lambagjá, Náttúrufræðingurinn – 56. árg., 4. tbl. 1986, bls. 209-211.

Grindavík

Gengið um Grindavík og nágrenni.

Hleypt hefur verið af stokkunum Umbótakeppni í umdæmi Grindavíkur. Leikreglur eru þær að liðsheild tekur að sér umbætur í einhverju er telja má til gagns er lýtur að útivistar-, umhverfis- og/eða söguminjum í umdæmi Grindavíkur.

Efr-innsiglingarvarðan

Að þeim loknum skorar liðsheildin á aðra tiltekna að gera hið sama innan tilgreindra tímamarka og svo koll af kolli. Fylgst verður með áhuga og árangri viðkomandi liða og fjallað um hvorutveggja á vefsíðunni www.grindavik.is.
Keppnin hófts á því að FERLIR, félagsskapur um útivist,  umhverfi, sögu og  minjar á Reykjanesskaganum (sjá
www.ferlir.is) tók að sér að lagfæra skemmdir, sem orðið höfðu á Efri-innsiglingarvörðunni við Hóp, en vörðurnar eru og hafa verið eitt af meginsérkennum Grindavíkur frá því þær voru hlaðnar af sjófarendum inn í Hópið til leiðsagnar eftir að rás fyrir báta hafði verið grafin inn í það árið 1939.
Efri-innsiglingarvarðan, sem er um fimm metra há og fjórir metrar í ummál, hafði orðið fyrir hnjaski í jarðskjálfta tveimur árum fyrr og grjóthleðslan hrunið úr henni bæði að norðvestan- og austanverðu. Að sjá var toppurinn og við það að falla niður, auk þess sem varðan hafði öll að hluta gengið til. Um tvennt var að velja; að láta vörðuna afskiptalausa og leyfa henni að falla saman í grjóthrúgu (með það fyrir augum að hlaða hana frá grunni, þ.e. hlaða nýja vörðu) eða gera við skemmdina og reyna þannig að viðhalda hinu upprunalega mannvirki að svo miklu leyti sem það var hægt.

Efr-innsiglingarvarðan - 2

Í marsmánuði árið 2010 barst erindi til bæjarráðs Grindavíkur um nauðsyn þess að lagfæra þyrfti Efri-innsiglingarvörðuna, ekki síst vegna slysahættu er af hruninu stafaði. Erindinu var vísað til Umhverfisnefndar. Á 122. fundi nefndarinnar var vakin athygli á málinu og lagt til að leitað yrði tilboða í að færa vörðuna í upprunalegt horf. FERLIR sendi nefndinni erindi og bauðst til að taka að sér verkið – endurgjaldslaust. Nokkrir FERLIRsfélagar höfðu tekið þátt í grjóthleðslunámskeiði í Vogum árið áður og töldu sig geta framkæmt verkið án vandkvæða.
Á 123. fundi Umhverfisnefndar Grindavíkur 11. mars s.á. var málið tekið fyrir með afbrigðum: „Eins og fram kom í síðustu fundargerð eru töluverðar skemmdir á Efri Hópsvörðu og stafar af henni slysahætta. Ómar Smári Ármannsson hjá FERLIR hafði samband og bjóðast FERLIRsfélagar að taka að sér verkið endurgjaldslaust. Nefndin þiggur þetta höfðinglega boð fyrir hönd bæjarins og felur formanni nefndarinnar að vera FERLIR innan handar við framkvæmd verksins.“

Efr-innsiglingarvarðan - 3

Þann 8. apríl framkvæmdu FERLIRsfélagar verkið og má segja að Efri-innsiglingarvarðan við Hóp sé nú jafnsett og hún var fyrir skemmdirnar. Að vísu er varðan, sem hlaðin er í halla, gengin til að hluta líkt og sjá má á henni sunnanverði. Úr því verður ekki bætt nema rífa hana í sundur stein fyrir stein og endurhlaða að nýju. Ef ástæða þykir til þess síðar mun FERLIR fúslega taka að sér verkið, en eins og varðan er núna er sá hinn sami sómi að henni og áður var.
Í framhaldi af umbótunum á Efri-innsiglingarvörðunni í Grindavík skorar FERLIR á félaga í Björgunarsveit Grindavíkur (Þorbirni) að byggja göngubrú yfir Rásina ofan við Stóru-Bót og auðvelda þannig íbúum og gestum þeirra að nýta hið fagra og sagnaríka umhverfi Gerðisvallanna. Göngubrúna má gera á einfaldan hátt, t.d. með föstum járnlykkjum beggja vegna og tréstaur er lægi á milli þeirra og gæti mætt bæði fjöru og flóði. Sveitin hefur einn mánuð til að framkvæma verkið og að því loknu býðst henni að skora á hvern þann annan er getur auðveldlega án mikils tilkostnaðar látið gott af sér leiða til úrbóta v/útivist-, sögu- og minjar í umdæmi Grindavíkur. FERLIRsfélagar eru tilbúnir að aðstoða við framkvæmdina.
Eða eins og björgunarsveitarmaðurinn sagði: „Þetta er ekki spurning um hvað samfélagið getur gert fyrir þig heldur hvað þú getur gert fyrir samfélagið“.
Því miður daufheyrðist björgunarsveitarfólkinu í Grindavík við hugmyndinni.

Hópsvarða

Neðri Hópsvarðan 2021.

Nú er Neðri Hópsvarðan fallin. Hver tekur að sér viðgerð hennar; bæjarstjórinn? eða björgunarsveitarfólkið? Nei, það verður FERLIRsfólkið, sem mun láta að sér kveða við varðveislu þessara sögulegra minja í Grindavík – líkt og svo oft fyrrum…
Efr-innsiglingarvarðan - 5

Gerðavellir

Grindavíkurbær og Saltfisksetrið vígðu nýtt sögu- og örnefnaskilti á Gerðavöllum.
Af því tilefni var bæjarbúum og gestum boðið til gönguferðar um Vellina og næsta nágrenni. Á skiltinu er uppdráttur Virkiðaf svæðinu með öllum helstu minjum og örnefnum. Um er að ræða 6. skiltið í röð slíkra í Grindavík, sem einn FERLIRsfélaga hefur m.a. haft umsjón með. Sjöunda skiltið verður vígt við Hraun austan Grindavíkur í septembermánuði n.k. (2009). Með því hefur meginhluti þéttbýlishverfa Grindavíkur verið teiknaður upp m.t.t. sýnilegra og sögulegra minja í tengslum við helstu örnefnin. Hugmyndin er og að nýta svo efnið til útgáfu fyrir þá sem vilja eignast uppdrættina á kortunum svo og til kennslu í grunnskólum bæjarins.
Í fróðleik á skiltinu á Gerðavöllum segir m.a. (textinn er ónákæmari hér): „Á
Gerðavöllum og nágrenni má m.a. sjá leifar eftir svonefnda Junkara, sem hér voru við fiskveiðar á 14. og 16. öld. Sumir telja að gerðið geti verið enn eldra, frá fyrstu tíð verslunar á 13. öld eða jafnvel frá upphafi búsetu í Grindavík.
Þá eru örnefni er minna á Rásinsögusvið „Grindavíkurstríðsins“ árið 1532, s.s. Virkið og Engelskalág, en sá atburður breytti verslunarsögu landsins svo að segja á einni nóttu. Á svæðinu eru einnig minjar um búskap Járngerðarstaða-bænda frá fyrri tíð. Utar á kampinum er rétt á Skyggni. Í hana voru trippi rekin á vorin og þau klippt áður en þau voru rekin upp á Selsvelli. Gamla kirkjugatan yfir á Stað lá hér um til 1908 og  ekki má gleyma sjóskrímslunum er héðan hafa sést endrum og eins um aldir. Á landakorti frá 1590 eftir Gubrand Þorláksson, biskup, eru t.a.m. teiknuð inn mörg hafskrímsli, sem höfundur byggir líklega á eigin reynslu.
Utan í Stekkhól er stekkur og á hólnum er hlaðið, uppgróið, mannvirki, hugsanlega dys eða brenniker, þ.e. eldur var kveiktur á hólnum þegar vantaði skip af hafi eftir að myrkvaði enda útsýni af hólnum hvergi betra yfir Járngerðar- og Staðarsund. Í Bjarnagjá og Hrafnagjá er fjölbreytt lífríki sem og í fjörunni með strandlengjunni.
Meðfylgjandi uppdráttur er unnin upp úr örnefnalýsingum fyrir Járngerðarstaðahverfi eftir lýsingum þess fólks er best þekkir til staðhátta. Sérstakar þakkir eru færðar Lofti Jónssyni, Guðlaugi Tómassyni, Tómasi Þorvaldssyni, Gunnari Tómassyni og Guðjóni Þorlákssyni. Í textanum er auk þess vitnað í Þjóðsögur og ævintýri Einars Ól. Sveinssonar (1952), Öldina okkar 1518 og 1532, Sögu Grindavíkur eftir Jón Þ. Þór (1994) og fyrirlestra Jóns Böðvarssonar um Grindavíkurstríðið (2006).

Junkaragerði
LitbrigðiGerðavellir eru nefndir eftir gerði Junkaranna. Garðarnir sjást enn mjög vel þótt sjórinn hafi brotið af þeim að austanverðu. Einar Ól. Sveinsson segir svo frá í útgáfu sinni á Íslenskum þjóðsögum og ævintýrum: „Einhvern tíma í fyrri daga höfðu nokkrir menn – tólf eða átján – hafst við í óbyggðinni milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíka. Áttu þeir sitt skip í hverri þessari veiðistöð og höfðu þar rammgjört gerði til að geyma í skipið og það, er til þess heyrði. Enn heitir bær einn í Höfnum Junkaragerði, og gömul girðing, er leifar sjást af á Gerðavöllum milli Járngerðarstaða og Húsatófta í Grindavík, er líka kölluð Junkaragerði. Eiga þeir að hafa haldið sig þar, er þeir voru í Grindavík, og róið út úr Stóru-Bót, sem þar er hjá. Þar er að vísu ekki ræði, nema brimlaust sé og vindur standi af landi. En Junkarar reru heldur aldrei nema þar, sem Hóllvindur stóð af landi og þá er svo var hvasst, að aðrir reru ekki.
Þá er logn var, voru þeir á landi, komu þá til bæja og réðu einir öllu hjá konum, meðan karlmenn voru á sjó. Höfðu menn illan hug á þeim, en þorðu ekki á þá að ráða, því að þeir voru mestu garpar.
Og þó að menn kæmust í gerði þeirra, þá er þeir voru eigi þar, þorðu menn eigi að láta Junkara sjá þess nein merki; þá var við hefnd að búast. Menn vildu samt fyrir hvern mun ráða þá af dögum og leituðu ýmsra bragða til þess.
Einu sinni boruðu menn göt á skip þeirra upp við hástokk, þar sem ekkert bar á, fyrr en skipið var orðið hlaðið. Þá rann sjór inn um götin; en Junkarar flöttu þá fisk og lögðu fyrir þau og björgðust svo til lands.
Í annað sinn voru dregnir af keiparnir, keipanaglarnir sagaðir sundur til hálfs og keiparnir svo reknir á Stekkuraftur. Naglarnir brustu þá, er í land skyldi róa, því að þá var mótvindur. Þá reru Junkarar við hné sér til lands.
Í þriðja sinn voru skautarnir dregnir af árum þeirra, árastokkarnir svo sagaðir sundur til hálfs eða meira, skautarnir síðan negldir á aftur, svo að ekki bar neitt á neinu. Nú reru Junkarar, er vindur stóð af landi; en í það sinn komu þeir ekki að landi aftur. Sagt er, að hverjir fyrir sig; Grindvíkingar, Hafnamenn og Njarðvíkingar hafi lengi eignað sér það, að þar hafi Junkarar verið af dögum ráðnir.“
Í upphafi sögunnar er getið um stað í „óbyggðinni milli Grindavíkur, Hafna og Njarðvíkur“, sem Junkarar höfðust við í. Ekki er ólíklegt að hér geti verið átt við byrgin í Sundvörðuhrauni þar sem þeir hafi geymt byrgðir sínar. Hafa þeir getað flutt og falið þær þar og verið jafnlangt fyrir alla að sækja þangað aðdrætti.“

Verslun og fiskveiðar útlendinga
MarkhóllMeð Ensku öldinni er átt við þann hluta sögu Íslands þegar Englendingar öðrum fremur sigldu til Íslands til að veiða og kaupa skreið og aðra vöru (t.d. vaðmál og brennistein) í skiptum fyrir ensk klæðaefni, mjöl, bjór, vín og fleira. Hún hófst skömmu eftir að Svarti dauði herjaði á landið (1402 til 1404) og siglingar frá Noregi lögðust að mestu leyti af í kjölfarið.
Um 1500 voru í raun tveir “kaupstaðir” á Íslandi; Hafnarfjörður og Grindavík. Síðarnefndi staðurinn stóð betur að vígi því hann var aðalhöfn Skálholtssbiskups, sem hafði skip í förum. Bændur greiddu m.a. skatt sinn í osti, sem seldur var í Evrópu, en korn o.fl. flutt til landsins í staðinn. Grindavík var því mikil höfn um langan tíma og það löngu eftir að “Grindavíkurstríðinu” lauk. Um það má t.d. lesa á sambærilegu skilti í Staðarhverfi.

Bjarnagjá

Enska tímabilinu lauk með bardaganum og drápi Englendinga í virki Jóhanns breiða hér ofan við Stórubót í júní 1532. Þetta leiddi til þess að 16. öldin er stundum kölluð þýska öldin í Íslandssögunni. Elstu menn segja að enn megi sjá leifar virkisins sem og „Enskulágar“ eða „Engelskulágar“ þar sem hinir ólánssömu Englendingar voru grafnir. En sá bardagi átti sér langan aðdraganda.
Fram til 1300 veiddu Íslendingar aðallega við landið. Skömmu fyrir 1300 gjörbreyttist ástandið. Noregskóngur hafði einkaleyfi á veiðum við allar eyjar er tilheyrðu Noregi. Aðrir þurftu að fá leyfi til að veiða þar eða versla. Yfirleitt var slíkt leyfi ekki veitt. Síðast á 14. öld breyttist þetta ástand. Englendingar urðu fyrstir til að sækja á fiskimiðin við Ísland. Fram yfir 1380 voru fiskiskip yfirleitt lítil og yfirleitt ekki vel fallin til úthafssiglinga.

Hrafnagjá

Ný siglingatækni kom fram og Norðurlandabúar töpuðu forystunni á höfunum, en Englendingar tóku yfir; fyrst með tvímastra, þrímastra og jafnvel fjórmastra skipum. Fyrir 1400 voru Englendingar farnir að sigla á slíkum skipum hingað.
Fiskur var aðallega hertur. Árið 1432 kom þýskt fyrsta skipi hingað, en það var á vegum Hansakaupmanna. Noregskóngur hélt fast í einkaleyfi sitt til vöru-, veiði- og verslunarferða á sínum svæðum. En vegna þess að norsk skip gátu veitt nær markaðinum í Evrópu var hann ekki eins fastheldinn á þennan rétt sinn er fjær dró. Er Englendingar fóru að koma til Íslands bannaði Noregskóngur för þeirra til landsins. Englendingar og Íslendingar tóku ekki mark á því banni. Íslendingar ömuðust að vísu í fyrstu við fiskveiðum Englendinga, en fögnuðu vöruflutningum þeirra og verslun. En fyrir vöruflutninga Englendinganna fengu þeir “þol til fiskveiða”. Englendingar urðu loks sterkastir við landið og víða með aðstöðu.  Þjóðverjar, sem komu um 1430 urðu fljótlega vinsælli. Þeir keyptu fisk og skreið á allt að 70% hærra verði og seldu sína vöru ódýrari. Mikil eftirspurn var eftir fiski í Evrópu svo þeir gátu selt hann á margfalt hærra verði þar. Trúarbrögð, fastan, var aðalástæðan. Þjóðverjar voru einnig vinsælli en Englendingar vegna þess að hinir síðarnefndu stálu oft á tíðum fiski frá Íslendingum; fiski sem safnað hafði verið saman til sölu um vorið.

Katrínarvík

Þetta varð til þess að Englendingar töpuðu smám saman öllum höfnum sínum (sem að vísu voru ekki eiginlegar hafnir í okkar skilningi, heldur viðleguaðstaða). Englendingar höfðu haft Hafnarfjörð fyrir aðalhöfn (Grindavík var nr. tvö), en þeir sigldu jafnan til Straumsvíkur. Um 1480 ráku Þjóðverjar Englendinga frá Hafnarfirði og Straumsvík (Þýskabúð) og tóku sér fasta búsetu í Hafnarfirði. Englendingar fluttu sig til Grindavíkur, en Þjóðverjar til Básenda. Sú regla gilti að sú áhöfn sem fyrst kom að höfn að voru átti einkaaðstöðu þar það sumarið. Upp spratt verslunarstétt, nefnd “verslunarduggarar”. Þeir fóru að sigla til Íslands, ekki bara yfir sumarmánuðina, heldur alveg fram í nóvember. Íslendingar unnu hjá þeim og sáum um veiðar og vinnslu aflans, t.d. í Grindavík, á Básendum og í Hafnarfirði.

Junkaragerði

Eftir að Englendingar byrjuðu að sigla hingað komu þeir sér upp umboðsmönnum. Í Grindavík var það Marteinn Einarsson frá Stað. Stjórnaði hann verslun Englendinga hér. Eftir að Þjóðverjar lögðu undir sig Hafnarfjörð fóru þeir að herja á Englendinga annars staðar, t.d. á Básendum við Stafnes.
Hinrik VIII. var við völd í Englandi. Aðalhafnir Englendinga voru á Básendum og í Grindavík. Þegar Þjóðverjar komu til landsins 2. apríl 1532 fóru þeir ekki til Grindavíkur heldur inn á Básenda. Fyrirliði þeirra, Ludtkin Smith, hafði sagst ætla að vinna eina höfn af Englendingum, en hann mun hafa verið skyldur fyrirliða þeim er enskir hertóku við Straumsvík og færðu í þrældóm. Samkvæmt reglunni átti hann rétt á aðstöðunni (fyrstur að vori). Básendar var aðalhöfnin á Romshvalanesi. Keflavík var ekki einu sinni orðið þorp. 

Tóft

Skömmu síðar komu Englendingar að Básendum, réru í land og báðu um að fá að hafa þar aðstöðu. Ludtkin hafnaði beiðni þeirra, sagðist ætla að bíða eftir væntanlegu öðru þýsku skipi þangað. Englendingar virtust taka þessu furðu vel og réru til baka út í skip sitt. Skömmu síðar kom annað enskt skip þar að. Þá breyttist framkoma Englendinganna gagnvart Þjóðverjum. Annað skipið sigldi inn í höfnina og réðst á Þjóðverjana. Héldu Englendingar að þeir hefðu í fullu tré við þá. En þeir vissu ekki eitt, Bróðir Ludtkins, Hans Smith, hafði haft vetursetu á Básendum, varðveitt fiskistafla, sem ætlunin var að flytja út að vori, og vingast við heimamenn. Þegar Þjóðverjar sáu hvert stefndi, söfnuðu þeir liði, aðallega Íslendingum, og mikil orrusta verður með fylkingunum. Þjóðverjum og Íslendingum tókst að gersigra Englendinga. Öðru skipinu var sökkt, en Þjóðverjar náðu hinu.

Grindavíkurstríðið
brotÞá víkur sögunni hingað til Grindavíkur. Englendingarnir, sem tekið höfðu þátt í átökunum á Básendum, en var griður gefinn, flúðu til Grindavíkur. Tóku þeir allmikið af fiski til sín, sem tilheyrði m.a. Þjóðverjum. Um það leyti kom að landi í Grindavík John nokkur Braye, eða Jóhann Breiði, eins og landinn nefndi hann, á skipi sínu Peter Gibson. Lét hann þegar reisa virki á Járngerðarstöðum, ofan við Stóru Bót. Gerðust Englendingar bitrir út í Íslendinga vegna stuðnings þeirra við Þjóðverja á Básendum. Hótuðu þeir landanum og bönnuðu honum að selja þýskum fisk. Pyntaði Jóhann mann, hótaði öðrum og tók lömb og sauði frá manni sem sinnti ekki þessu verslunarbanni hans. Nam hann hest af manni og gerðist alldjarfur til kvenna. Flutti hann t.d. konu eina út í skip sitt og hélt eiginmanninum þar í böndum.

Kortið

Um þessar mundir var Diðrik af Minden fógeti á Bessastöðum. Skipaði hann þýskum og öðrum er hagsmuna áttu að gæta að finna sig við Þórðarfell ofan við Grindavík. Lofaði hann öllum þeim sem það gerðu mála í nafni konungs. Hafnarfjarðarkaupmenn tóku tilmælunum strax vel og safnaðist fljótt allnokkuð lið við Þórðarfell, eða um 280 menn (aðrar heimildir segja 180), þ.á.m. 8 skipshafnir frá Bremen, sveit Diðriks, liðsmenn frá Hafnarfirði, Njarðvíkum og frá Básendum. Diðrik lýsti Englendingana í Grindavík réttdræpa, en alla sem gegn þeim færu friðhelga að lögum. Ástæðuna fyrir aðförinni sagði hann m.a. virkisgerðina, sem hann taldi vera atlögu að sjálfum Danakonungi, auk yfirgangs Englendinganna og afbrota. Hér virtist því fyrst og fremst vera um nokkurs konar lögregluaðgerð að ræða.

Gengið um Junkaragerði

Margir Englendinganna voru á sjó þennan dag, 10. júní 1532. Jóhann Breiði, fálkatemjari konungs, og 13 aðrir Englendingar voru í virkinu. Aðfararnótt 11. júní, kl. 02.00, læddust Hafnfirðingar og Njarðvíkingar að virkinu, en Básendamenn og Þjóðverjarnir héldu í átt að skipunum sem lágu utan við Stórubót. Útsinningshraglandi var og úfinn sjór. Þegar menn nálguðust virkið var gert áhlaup á það með óhljóðum og látum. Vaknaði Jóhann Breiði og menn hans við vondan draum, en náðu ekki að verjast. Voru þeir allir drepnir, alls fimmtán manns. Náðist að kyrrsetja skip Jóhanns á legunni, en fjögur skip Englendinga lágu utar. Búðir annarra Englendinga voru þarna skammt frá og voru þeir, sem þar vorum, handteknir, átta talsins. Voru þeir látnir grafa félaga sínum undir virkisveggnum. Fjórum skipum tókst að leggja frá landi, en eitt fórst á grynningunum á leið út.

Skiltið

Diðrik sló upp veislu, en eftir nokkra daga gaf byr svo skipi Peter Gibson var siglt til Bessastaða, enda nú metið eign danska kóngsins. Herinn var um kyrrt í Grindavík í 10 daga, enda Englendingarnir þar til alls vísir. Margir þeirra höfðu verið á sjó þegar atlagan var gerð og þótti þeim aðkoman að landi heldur kuldaleg.
Með “Grindavíkurstríðinu” lauk svonefndri “Ensku öldinni” á Íslandi, en átökunum  lauk ekki, því fór fjarri. Það var upphafið að átökum stórþjóða. Með því hófst “styrjöld”, sem átti eftir að standa í langan tíma. Hinrik VIII. frétti fljótlega af átökunum. Svo virðist af skrifum hans um þetta mál að hann hafi verið mjög kunnugur hér á landi. Maximillian Þýskalandskeisari frétti einnig fljótlega af átökunum.

Kort

Í kjölfarið fylgdi þras og síðan friðasamningar á milli Dana, Englendinga og Þjóðverja.

Skrímsli
Á landakortum fyrri alda má oft á tíðum sjá, auk landa og örnefna, hinar ýmsu kynjaskepnur hafsins. Landakönnuðir og kortagerðamenn, sem vildu láta taka sig alvarlega, skráðu það eitt er þeir sjálfir sáu eða fengu staðfest eftir áreiðanlegustu heimildum. Af því að dæma ættu kynjaskepnurnar að hafa verið til á þeim tímum, þótt ekki hafi alltaf tekist fullkomlega að teikna þær af ítrustu nákvæmni, þ.e. hvað varðar lögun og lit. Stærðina höfðu menn þó jafnan á hreinu og voru ekkert að draga úr henni svo Sæskrímslineinu næmi. Oftar en ekki brá skepnunum einungis fyrir stutta stund og yfirleitt við verstu aðstæður, s.s. í myrkri, brábrimi eða þegar einhver var í sjávarháska. Vitað er, ef tekið er mið af steingervingum, sem fundist hafa, að til voru forsögulegar skepnur, bæði í sjó og á landi, er voru ægilegri og með annað svipmót en nú þekkist og miklu mun stærri, lengri og hærri. Margar frásagnir eru til af skrímslum hér á landi og enn eru að finnast kvikindi, sem ættu að vera útdauð fyrir löngu.“
Hið skemmtilegasta við framtakið er að verkið er unnið af öldnum Grindvíkingum, sem síðan hinir yngri geta nýtt sér í námi, bæði til fróðleiks og skemmtunar. Um 80 manns gengu um svæðið með leiðsögn.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.
Rétt

Grindarskörð

Sögn er um að þýsk flugvél hafi nauðlent undir Lönguhlíðum 1941 eftir að skotið hafði verið á hana í Öskjuhlíð. Áhöfnin, fjórir menn, eiga að hafa komist af. Þeir sprengdu flakið í loft upp og leifar þess eiga síðan að hafa verið fjarlægðar.
SvæðiðÞrátt fyrir að sagan öll sé með ólíkindum eru ummerki í Gráhrauni, nyrst í Rjúpnadyngjuhrauni, rétt utan við Reykjanesfólkvang. Þar neðan við er Skógarhlíð, efsti hluti Heiðmerkulands á Elliðavatnsheiði. Þrír krikar ganga inn á milli hrauntungna; Grenikriki vestast, þá Miðkriki og Skógarkriki austast. Ofan þeirra er svæðið, sem ætlunin var að skoða með hliðsjón af framangreindu.
Þá var og ætlunin við tækifæri að skoða svæðið á hraunsléttunni ofan við Kerlingargil ofan Lönguhlíða. Einnig var ætlunin að skoða undir og ofan við svonefndar Lönguhlíðar norðan við Þrengslin. Þar, innst í Hellum undir Sandfellum, voru lengi vel leifar af flugvél, m.a. hjólabúnaður. Neðar liggur gömul þjóðleið, Lakastígur um Lágaskrað og síðan Selsstígur niður að Kerlingarbergi ofan við Hraun í Ölfusi.
TóftFrásögnin sem slík er lyginni líkust og virðist vera hreinn uppspuni. En þótt ekki hafi beinlínis verið færðar sönnur á sannleiksgildi hennar, og beinum tilvitnunum í heimildir er ábótavant er samt sem áður ástæðulaust að fullyrða algerlega að hún sé að öllu leyti beinlínis röng – a.m.k. ekki fyrr en aðstæður allar og sennilegir möguleikar á öllum hugsanlegum stöðum hafa verið skoðaðir nánar. Sagnfræðingar vilja gjarnan festast í þeirri kenningu að ekkert sé til nema það hafi áður verið skráð og þá af fleiri en einum. Ef fara ætti þeirri formúlu væru t.d. fæstar minjarnar á Reykjanesskaganum til. Auk þess ber að hafa í huga að ekki er alltaf allt satt sem sagt hefur verið (eða skráð).
Engin ástæða er þó til að véfengja algerlega haldlitlar upplýsingar, jafnvel orðróm
. Sagnfræðin heimilar einungs staðfestu þess, sem þegar hefur verið skráð, en þegar heimildir urðu til var það án viðurkenningar fræðigreinarinnar. Hér er fjallað um efnið vegna þess að það er áhugavert og atburðir gerðust m.a. á Reykjanesskaganum.

Heinkel 111Eftirfarandi umfjöllun birtist í Lesbók Mbl 28. mars 2009 (hafa ber í huga að eldri lýsingar eru til af sama atviki, s.s. eftir Björn Tryggvason, en allar óstaðfestar m.t.t. fyrirliggjandi heimilda): Ævintýralegur flótti frá Íslandi – Ævintýraleg flóttasaga var opinberuð af Árna B. Stefánssyni lækni, sem rifjaði upp sögu þýsks flugstjóra í Lesbók 1994. Greinarhöfundur hefur rannsakað baksvið sögu flugstjórans enn frekar og segir hér frá því sem hann hefur komist að um einstæða flóttasögu þýskra hermanna frá Íslandi.
LögreglustjóriEkki gat Árna B. Stefánsson grunað að grein hans Stríðsleyndarmál afhjúpað er birtist í Lesbókinni 1994 var að mati þeirra þýskra í Freiburg brot á þarlendum læknaeiði um samband sjúklings og læknis. Í greininni rifjaði hann upp minnisblöð sín af viðtali sem hann átti við þýskan flugstjóra á hersjúkrahúsi. Saga flugstjórans var skilgreind sem þýskt ríkisleyndarmál. Ég lét snara þessari grein yfir á þýsku og sendi út til allra sem tengdust rannsóknarvinnu minni í að finna nafn flugstjórans, flugvélartegundina og flugsveitina sem hann þjónaði, en þetta vantaði í sögu Árna. Hér heima fékk ég sérstakt rannsóknarleyfi frá utanríkisráðu-neytinu og dómsmálaráðuneytinu til að grúska í gömlum pappírum en það stóð á rannsóknarleyfinu frá forsætisráðuneytinu. Það barst mér á þann sérstaka hátt að mér var vísað út af Þjóðskjalasafni Íslands í boði forsætisráðherra Íslands og ráðuneytisstjóra hans. Þá grunaði mig strax að eitthvað væri til í sögu þýska flugstjórans um ævintýri hans á Íslandi. Þetta var haustið 1994. Nú, 19. mars 2009, voru liðin 68 ár síðan þýski flugstjórinn nauðlenti flugvél sinni undir Lönguhlíð á Reykjanesi rétt við gömlu göngubrautina yfir Grindarskörð. Það var lögreglustjórinn í Reykjavík 1941 sem lét fjarlægja vélina, allt er horfið.“
Hafa ber í huga að Langahlíð nær ekki að Grindarskörðum. Margir telja þó Kerlingarskarð milli Grindarskarða og Lönguhlíðarhorns vera Grindarskröð. Lengi vel var hins vegar brak úr flugvél í Lönguhlíðum við Kerlingargil, sem er skammt vestan við Lönguhlíðarhorn. 

Frásögn Árna
He 111Frásögn Árna í Mbl 11. júní 1994 bar fyrirsögnina Stríðsleyndarmál afhjúpað. „Það var á Þorláksmessu fyrir réttum 15 árum að fundi okkar bar saman. Hann lá ekki á minni deild, hann lá á krabbameinsdeildinni, var í geislameðferð. Það hafði verið mikið að gera, ég nýbyrjaður á augndeildinni, þýskan hjá mér ekkert sérlega góð, eiginlega hafði ég ekki áhuga á að ræða við hann, eða að vera með einhverja Íslandskynningu. En nú voru að koma jól og auk þess hafði hann enn á ný látið liggja fyrir mér skilaboð um að hann vildi ræða við mig. Ég gekk fram í anddyrið, hann stóð það í reykjarsvælunni með sígarettu í munnvikinu, vel til hafður, góðlegur eldri maður, eins og afi í myndabók. Hann sagði „þú ert Íslendingur, er það ekki“, jú sagði ég, „ég verð að tala við þig“. Ekki jók það nú áhuga minn, en áhersla hans á „verð“ fannst mér þó dálítið óvenjuleg. Hvað vildi hann vita um Ísland svona rétt fyrir jólin? Skrýtið þetta „verð“, rétt svona flaug í gegnum hugann. Hann lagði höndina vingjarnlega á öxl mér og sagði „við skulum fara inn fyrir“. Honum var mikið niðri fyrir og hann sagði mér sögu:

Það eru liðin tæp 40 ár og þetta er ekki lengur stríðsleyndarmál,“ sagði hann og ég hugsaði, hann er eitthvað ruglaður. Augnabliki síðar varð ég ekkert nema eyru og skammaðist mín. Frásögn hans hefur oft leitað á mig, einnig var það ósk hans að ég segði frá þessum atburðum. Í raun var þetta hans hinsta ósk, við sáumst ekki meir, hann fór heim á aðfangadag og lést skömmu eftir áramót.

„Það veit þetta enginn, ég hef engum sagt frá þessu, en þar sem þú ert Íslendingur þá verð ég að segja þér frá þessu, þetta er hluti af sögu Íslands. Ég kom til Íslands fyrir tæpum fjörutíu árum,“ sagði hann. „Stríðsleyndarmál má reyndar ekki gera opinber innan fjörutíu ára, en ég hugsa að þetta sé allt í lagi.“ Síðan dró hann djúpt andann og hélt áfram. „Það var snemma sumars 1941 að ég var flugstjóri í þýskri vél í könnunarflugi yfir Reykjavík. Við tókum loftmyndir af Reykjavíkurflugvelli. Bretarnir voru þarna, það var lítið að óttast, þeir höfðu engar flugvélar til varnar, eða til eftirleitar, svona lagað var vonlaust eftir að Ameríkanar tóku við. Við fengum í okkur skot úr loftvarnabyssum í Öskjuhlíð. Vélin missti flug og við nauðlentum á hraunsléttu á hálendinu um 20 km austur eða suðaustur frá Reykjavík.“

JunkerHann lýsti þessu nákvæmlega og virðist þetta hafa verið á grágrýtissléttunni vestur eða suðvestur af skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Ég verð að játa að langt er um liðið, síðan hann sagði mér þetta og ekki get ég lengur munað hvort hann minntist á flugvélartegundina, Henkel minnir mig, Junkers voru hér þó aðallega. Þá er ég ekki viss um ártalið, 1940 eða 1941, Reykjavíkurflugvöllur virtist að mestu kominn. Þetta var ansi ótrúlegt, en svo hélt hann áfram. „Það var komið undir kvöld og sólin að setjast í vestri. Við komumst allir af og enginn slasaðist. Enginn virtist hafa orðið var við okkur. Við náðum talstöðvarsambandi við þýskt könnunarskip, sem reyndar sigldi undir spænsku flaggi. Lá það í Vestmannaeyjahöfn. Við tókum fjarskiptatækin og matarbirgðir úr flugvélinni og sprengdum hana síðan í tætlur. Síðan lögðum við af stað í austurátt. Við ferðuðumst á nóttinni og vorum fjóra daga á leiðinni. Ölfusárbrú var nokkurt vandamál, á henni var breskur vörður. Við ræddum hljóðlega saman og kinkuðum bara kolli til þeirra, þegar við fórum yfir og þeir kinkuðu til baka. Gekk það vel og við önduðum ansi mikið léttar. Síðan héldum við í austur, þar til við komumst á mót við Vestmannaeyjar. Þar tókum við bát traustataki, rerum yfir, komumst í skipið og þaðan til Þýskalands.

He 111Ég var orðlaus. „Ég varð að segja þér þetta, ég hef engum getað sagt frá þessu í tæp 40 ár, þetta er hluti af stríðssögu Íslands,“ sagði hann. Honum hafði greinilega létt mikið. Síðari hluta stríðsins dvaldi hann svo í Norður-Noregi við Tromsö og þjónaði í flugdeildinni, sem varði Tirpitz, systurskip Bismarck, sagði hann mér.

„Heyrðu,“ sagði hann að lokum, „svo þú getir sannað réttmæti frásagnar minnar ætla ég að skrifa nafn skipsins niður á blað.“ Sem hann og gerði: Juan Fernandez/Schiff 28.

DönitzÉg var uppveðraður af þessu og skrifaði strax heim, þeim manni, sem ég vissi fróðastan um þessi mál. Svarið var stutt og laggott, „þetta stenst ekki“. Reyndar tók hann dýpra í árinni en það. Mér mislíkaði svar þetta mjög og sárnaði fyrir hönd sögumanns míns.

Fáránlegt er að ætla að dauðvona maður láti sér detta í hug að segja einhverjum svona lygasögu. Það var og er óhugsandi í mínum huga. Eftir þessar undirtektir gat ég ekki fylgt þessu nánar eftir. Sögumaður minn var látinn og lítið að gera. Því miður láðist mér að taka niður nafn hans. Miðann með skipsnafninu setti ég inn í bók og hugðist fylgja þessu eftir þegar heim kæmi.

Fjórum árum síðar, stuttu eftir heimkomu úr námi, leitaði frásögnin á mig. Þrátt fyrir mikla leit var mér lífsins ómögulegt að finna miðann. Vegna þeirra undirtekta, sem ég áður hafði fengið, treysti ég mér ekki að birta frásögn sögumanns míns opinberlega án frekari sannanna.

Síðastliðið vor rakst ég svo loksins á nafnið, ég hafði skrifað það á öftustu síðu bókar einnar og hent miðanum, það var þannig engin furða að mér tókst aldrei að finna hann þrátt fyrir mikla leit.

GastergepoNú loksins get ég efnt loforðið, sem ég gaf gamla manninum á Þorláksmessu 1978. Loksins get ég komið þessu frá mér og get sjálfur andað léttar. Ég hef reynt að sannreyna þessa sögu, en ekki haft árangur sem erfiði. Hafnaskjöl Vestmannaeyja- hafnar 1940-­1941 eru annaðhvort týnd eða ekki aðgengileg. Hafnsögumaður í Vestmannaeyja- höfn frá þessum árum segir engin spænsk skip hafa legið þar í höfninni á þessum tíma. Hugsanlegt er að eitthvað komi út úr athugun, sem ég hef komið í gang á þýskum stríðsskjölum, ekki geri ég mér þó miklar vonir. Það er eins og þetta hafi gerst í gær. Fas gamla mannsins, einlæg og skilmerkileg frásögn hans, hve mjög honum létti við að deila þessu með einhverjum. Er þetta með eftirminnilegustu jólagöfum, sem ég hef fengið. Í raun er mér sama hver trúir og hver ekki, frásögnin er í mínum huga sönn.

Þetta er hetjusaga úr seinni heimsstyrjöld; málsstaður Þjóðverja, andstæðinga okkar, er aukaatriði. Flugstjóri þessi gerði það ómögulega, hann nauðlenti hér og kom áhöfn sinni úr landi, án Brakþess að nokkur yrði þess var, eða áttaði sig á því síðar. Sagan er svo lygileg að það tekur varla tali. Tvo til þrjá km suðvestur af Bláfjallaskálanum, rétt vestan við kantinn á Strompahrauni eru leifar flugvélar. Ekki veit ég hvort saga hennar er þekkt. Staðsetning þessi, eða önnur lík, fellur vel að frásögn gamla mannsins. Er það von mín að þið lesendur hafið af þessum línum mínum nokkra ánægju, nú þegar liðin er rétt rúmlega hálf öld frá því að atburðirnir áttu sér stað. Í mínum huga er þetta frásögn gamals manns af sérkennilegri heimsókn til Íslands á erfiðum tímum. Saga af hetjudáð.

Geti einhver ykkar lesenda staðfest sögu þessa þætti mér vænt um að sá hinn sami setti sig í samband við mig.“

Hafa ber í huga að brakið, sem Árni minnist á í jaðri Strompahrauns, er af „Bresku Gránu“.

Leyniförin
Guðbrandur heldur áfram. „Alexander Holle flugstjóri leggur af stað í Íslandsleiðangurinn um hádegið Brakhinn 19. mars 1941 á He 111 flugvél sem var sérútbúin í langflug með flugþol upp á 12 klst. Þeir fara frá Sola-flugvelli í Stavangri í Noregi sem Þjóðverjar höfðu þá lagað mikið síðan frá innrásinni. Það var búið að lengja flugbrautir og bæta alla aðstöðu. Flugvélin hefur verið yfirhlaðin í flugtaki með fjóra menn um borð og troðfull af bensíni. Það var ekkert smá peð sem Hitler hafði sent eða rekið út í þennan ævintýraleiðangur samkvæmt beiðni frá Karl Dönitz flotaforingja og yfirmanni kafbátadeildar, en yfirmaður hans, Raider flotaforingi, þvoði hendur sínar af aðgerðinni og afskiptum af herskipinu Bismarck. Sérfræðingur Adolfs Hitlers í þessum leiðangri var samkvæmt bestu heimild Íslandsvinurinn Wilhelm Canaris, flotaforingi og yfirmaður þýsku Abwehr-leyniþjónustunnar, sem var sá eini í leiðangrinum sem hafði komið áður til Íslands. Vinur hans var skrifstofustjóri hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu, þegar þetta gerðist. Aðrir um borð voru loftskeytamaður og siglingafræðingur, en annar þeirra slasaðist í nauðlendingunni og varð ógöngufær. Þeir nauðlenda flugvélinni rétt eftir kl 4.15 í miklu roki sem þá brast á. Neyðarkallið sem þeir senda út um kvöldið náði ekki mikið lengra en að Hellu á Rangárvöllum eða rétt rúmlega það, þaðan berst það símleiðis yfir á sérstakan fulltrúa Þjóðverja á Íslandi sem var konsúll Svíþjóðar og frá honum til lögreglustjórans í Reykjavík. Það er síðan 23. mars sem eigendur skipafélagsins Ísafoldar hf., eigendur skipsins m/s Eddu, fá fyrirmæli um að fara úr Reykjavíkurhöfn með fulllestað skip, til Hafnarfjarðarhafnar og sækja þangað tvo Þjóðverja, fara út á ytrihöfn Reykjavíkur og bíða. Hinir tveir voru sóttir á bíl við Þrengslaafleggjarann og selfluttir til skrifstofustjórans á Hellu og voru þar gestir fram til 30. mars, er þeir voru fluttir yfir til Vestmannaeyja. Annar þeirra var Wilhelm Canaris. Þeir eru í Eyjum til 5. apríl er S/S Spica kemur og flytur þá til Reykjavíkur og þannig sameinaðist áhöfnin um borð í m/s Eddu. Eddan fer frá Reykjavík til Spánar 6. apríl og er þýska áhöfnin komin um borð í kafbátinn U-98 hinn 11. apríl. Alexander Holle flugstjóri lét skrá þetta ævintýri sitt sem nauðlendingu á sjó við Noreg, bjargað úr gúmmíbát um borð í þýskan kafbát, eftir skotárás frá þeim ensku hinn 19. apríl 1941. Einn slasaður.

Flóttinn
Canaris„Hálfsögð er saga þá einn segir frá,“ segir í gömlu íslensku máltæki og á það við um flóttasögu Þjóðverjans sem er á þessa leið: ,,Það eru liðin tæp 40 ár, þetta er ekki lengur stríðsleyndarmál. Það veit þetta enginn, ég hef engum sagt frá þessu, en þar sem þú ert Íslendingur þá verð ég að segja þér frá þessu, þetta er hluti af stríðssögu Íslands. Ég kom til Íslands fyrir tæpum 40 árum, stríðsleyndarmál má reyndar ekki gera opinber innan fjörutíu ára, en ég hugsa að þetta sé allt í lagi. Það var snemma sumars 1941 að ég var flugstjóri á þýskri flugvél í könnunarflugi yfir Reykjavík. Við tókum loftmyndir af Reykjavíkurflugvelli. Bretar voru þarna, það var lítið að óttast, þeir höfðu engar flugvélar til varnar, eða til eftirleitar, svona lagað var vonlaust eftir að Ameríkanar tóku við. Við fengum í okkur skot úr loftvarnarbyssu í Öskjuhlíð. Vélin missti flug og við nauðlentum á hraunsléttu á hálendinu 20 km austur eða suð-austur frá Reykjavík. Það var komið undir kvöld og sólin að setjast í vestri. Við komumst allir af og enginn slasaðist. Enginn virtist hafa orðið var við okkur. Við náðum talstöðvarsambandi við þýskt könnunarskip, sem reyndar sigldi undir spænsku flaggi. Lá það í Vestmannaeyjahöfn.
Við tókum fjarskiptatækin og matarbirgðir úr flugvélinni og sprengdum hana Stríðsminjarsíðan í tætlur. Síðan lögðum við af stað í austurátt. Við ferðuðumst á nóttunni og vorum fjóra daga á leiðinni. Ölfusárbrú var nokkurt vandamál, á henni var breskur vörður. Við ræddum hljóðlega saman og kinkuðum bara kolli til þeirra, þegar við fórum yfir og þeir kinkuðu til baka. Gekk það vel og við önduðum ansi mikið léttar. Síðan héldum við í austur, þar til við komum til móts við Vestmannaeyjar. Þar tókum við bát traustataki, rerum yfir, komumst í skipið og þaðan til Þýskalands. Ég varð að segja þér þetta, ég hef engum getað sagt frá þessu í tæp 40 ár, þetta er hluti af stríðssögu Íslands. Heyrðu, svo þú getir sannað réttmæti frásagnar minnar ætla ég að skrifa nafn skipsins niður á blað: Juan Fernandez/Schiff 28.“ Í frásögn Árna kom einnig fram að flugstjórinn hafi verið í flugsveitinni sem varði orrustuskipið Tirpitz í Noregi en því skipi var sökkt haustið 1944. Mér þótti þessi flóttasaga frekar ótrúleg, hún gekk einfaldlega ekki upp. Ég fékk mikla skemmtan og fróðleik við það að hringja í alla bændur á svæðinu til að forvitnast um árabáta sem gátu verið til taks á svæðinu þarna um vorið 1941.

Gamla

Þarna voru ferjubátar, bátar til selveiða og stórir útróðrarbátar í Bakkafjöru og er einn þeirra á safninu hans Þórðar við Skóga. Ætli ég sé ekki eini maðurinn á Íslandi sem hefur tekist að æsa upp þennan rólyndismann, Þórð safnvörð í Skógasafninu, hann gafst alveg upp á mér og vísaði mér á bræður sem bjuggu á bænum Bakka við samnefnda fjöru. Þaðan fékk ég ævintýrasögur af hafnsögubátnum Létti frá Vestmannaeyjum sem kom þarna upp í fjöruborðið þegar færi gafst, setti út lítinn árabát sem sótti fólk upp á sand og flutti út í Létti og út til Eyja. Það var sama hvar ég spurði frétta, enginn bóndi á svæðinu kannaðist við að bát hafi verið stolið öll stríðsárin en bræðurnir á Bakka töldu ekki útilokað að þeir hafi verið fluttir út í Eyjar með hafnsögubátnum Létti. Fógetinn á Hvolsvelli kafaði djúpt í gömul skjöl embættisins en fann enga kæru um stolinn bát öll stríðsárin. Það var fyrst við rannsóknir á flóttaskipinu sem í ljós kom að Þjóðverjarnir fjórir höfðu skipt liði, tveir voru við Hafnarfjörð og þar flugstjórinn en tveir fóru austur að Hellu.

Flóttaskipin
VestmannaeyjarÞýska flóttaskipið í Vestmannaeyjahöfn, sem reyndar sigldi undir spænsku flaggi í frásögn þýska flugstjórans, varð nú að ráðgátu ef einhver sannleikskjarni var í frásögninni. Söfnunareðli landans kom nú að góðu gagni. Á Þjóðskjalasafni fann ég dagbækur tollgæslunnar í Vestmannaeyjum og síðan komst ég yfir vinnslu- og framleiðsluskýrslur á fiski með upplýsingum um til hvaða landa fiskurinn fór. Á þessum skýrslum voru upplýsingar um skip sem komu inn og út úr Vestmannaeyjahöfn, hvert þau fóru og hvaðan þau komu. Þau sem fóru til Evrópu fóru öll á England, síðan fóru skip til Ameríku en ekki frá Vestmannaeyjum heldur Reykjavík. Það var sigling m/s Eddu til Spánar í apríl 1941, frá Reykjavík með saltfisk og gotu, sem vakti furðu mína og undrun eins og ástandið var í mars og apríl 1941, en stuttu áður höfðu þýskir kafbátar sökkt þremur íslenskum fiskiskipum og Þjóðverjar lýst yfir hafnbanni á Ísland sem var yfirlýsing um árásir á öll íslensk skip. Lánið lék við mig er ég fann skipsdagbók m/s Eddu undir nafninu m/s Fjallfoss og síðan lögskráningarbók um áhöfn skipsins fyrir árið 1941. Með dagbók hafnsögumanna Reykjavíkurhafnar, fyrir sama tímabil, tókst að leysa gátuna.
Þetta var Tripizhreint ótrúlegt, Schiff 28 reyndist vera S/S Spica, norskt flutningaskip, þriggja mastra skúta með hjálparvél, systurskip S/S Arctic sem Fiskimálanefnd ríkisstjórnar Íslands átti. S/S Spica kemur til Vestmannaeyja og losar 55 tonn af áburði. Tekur Þjóðverjana tvo og flytur inn á Reykjavíkurhöfn, leggst þar utan á Edduna undir kolakrananum þar sem vitni mitt sér Þjóðverjana tvo fara úr Spica yfir í Edduna. Þar eru fyrir hinir tveir Þjóðverjarnir, en þeir höfðu komið um borð í Edduna í Hafnarfjarðarhöfn hálfum mánuði áður. Þær tvær vikur um borð í skipinu eru síðan ein ævintýraleg saga sem ekki verður sögð hér. ,,Juan Fernadez“ verður kallmerki fyrir m/s Eddu á siglingaleiðinni til Spánar eða þangað til kafbáturinn U-98 stöðvar Edduna og tekur um borð Þjóðverjana fjóra og flytur þá til Frakklands eftir 23 daga flótta í íslenskri lögsögu. Þegar Eddan kemur til Íslands úr þessari ferð er hún seld til Eimskipafélagsins og fær nafnið Fjallfoss.

Leitin að þýska flugstjóranum
Sögusviðið 1941Fyrstu vísbendingar um þýska flugstjóra og heimsóknir þeirra til Íslands á stríðsárunum fann ég hjá Landmælingum Íslands, en þar hafði safnast fyrir fróðleikur um þessar heimsóknir, aðallega myndir og lýsing á búnaði sem Þjóðverjar notuðu við loftmyndatökur. En þar var líka að finna mörg nöfn áhafnameðlima í þessum Íslandsleiðöngrum. Tveir hermannanna svöruðu bréfum mínum veturinn 1994 til 1995. Þá var veraldarvefurinn ekki kominn til sögunnar og allt gekk hægt fyrir sig. Þessi tvö sambönd reyndust sögunni dýrmæt því hér voru á ferðinni gamlir menn sem þjónuðu þýska flughernum út frá Noregi. Þeir voru í samtökum uppgjafahermanna í Þýskalandi sem hittust alltaf reglulega til að skála í bjór og gráta fallna félaga frá þessum árum. Þessum mönnum sendi ég nú frásögn Árna. Greinina fékk ég birta í málgagni þýskra uppgjafahermanna, „Kameraden“. Í frásögn Árna kemur fram að flugstjórinn þjónaði í flugdeildinni sem varði skipið Tirpitz úti í Noregi, en það sökk haustið 1944. Hafi frásögn þýska flugstjórans frá Íslandi verið ráðgáta þá voru ævintýri hans úti í Noregi ekki síður dularfull. Ég er búinn að liggja yfir skipulagi þýska flughersins árum saman til að finna flugsveitina sem hugsanlega gat hafa sent flugvél til Íslands í þennan leiðangur í mars 1941. Öll sambönd notuð, togað í alla strengi í Þýskalandi, en allt kom fyrir ekki.
Það auðveldaði ekki rannsóknina óvissan um Holleflugvélartegundina því flakið var horfið. Ég fékk sendar tjónaskýrslur yfir allar flugvélar sem saknað var árið 1941 en þar í var fyrirvari um að dagsetningar gætu verið rangar eða bókhaldið falsað, að gögn vantaði frá mörgum flugsveitum eða þeim eytt samkvæmt skipun að ofan. Íslandsvinirnir sem lent höfðu í ævintýrum við Ísland höfðu ekki setið auðum höndum í ellinni og ekki allir svarað kalli Foringjans um að eyða öllum gögnum um aðgerðir við óvininn á árunum 1938 til 1945. Einn þessara manna var Roman Gastager flugstjóri, sem á sinn hátt segir sögu könnunarflug- sveitarinnar sem flaug út á Atlantshaf frá Frakklandi. Flugsveit þessi var 1.(F)123, en F stendur fyrir þýska orðið Fernaufklarungsgruppe. Aðeins ein áhöfn lifði fram yfir árið 1945, eða fjórir menn. Werner Fehse flugstjóri segir sögu flugsveitarinnar 1.(F)124, sem var með bækistöð í Noregi frá 1940 til 1945. Þetta er greinargóð lýsing á skipulagi og aðgerðum flugsveitarinnar og hvernig þeir týndu tölunni frá ári til árs, áhöfn fyrir áhöfn, eða þangað til þær eru sameinaðar flugsveitinni 1. (F)120, en það er einmitt sú flugsveit sem er í reglulegu flugi til Íslands, en þó fyrst frá júní 1941. Þýska veðurstofan var með flugvélar í leiðöngrum til Íslands frá haustinu 1940. Þeir voru hér eins og gráir kettir en töpuðu aldrei flugvél á Íslandi svo vitað sé. Rudi Schmidt flugstjóri gefur út sögu flugsveitarinnar KG 26, sem einnig var með bækistöð í Noregi. Þetta var ekki könnunarflugsveit heldur árásarflugsveit sem notaði sprengjur og tundurskeyti. Yfirmaður þessarar flugsveitar hafði tvær He 111-flugvélar sem voru sérútbúnar til langflugs og það verður önnur þeirra sem nauðlendir á Íslandi í leynileiðangri fyrir Adolf Hitler og Carl Dönitz, yfirmann kafbátadeildar þýska flotans. Alexander Holle var þá flugstjóri en líka æðsti yfirmaður KG 26, sem hafði það hlutverk að finna skipalestir á leið frá Íslandi til Murmansk í Rússlandi og granda þeim. Þegar Holle segist vera að verja herskipið Tirptiz
 síðar í stríðinu þá hafði hann heldur betur hækkað í tign og var þá orðinn Oberst Holle, einn æðsti yfirmaður þýska flughersins í Noregi. Hann var fæddur í Bielefeld í Þýskalandi 27.2. 1898 en lést í München 16.7. 1978, áttræður að aldri.

Eftirmáli
He 111Við rannsókn þessa ótrúlega máls kom margt undarlegt upp sem freistandi er að skoða nánar. Þannig fékk ég vísbendingu um að skrifstofustjórinn á Hellu hefði verið myrtur ásamt tveimur nafngreindum Íslendingum úti í Þýskalandi eftir 1956, í kjölfar þess að háttsettum þýskum foringjum Hitlers var sleppt úr fangabúðum. Þetta var einhvers konar hefndaraðgerð háttsettra nasista. Það verða síðan tollverðir í Vestmannaeyjum sem fletta ofan af Arctic-málinu. Skip Fiskimálanefndar læðist út úr höfninni í Vestmannaeyjum í skjóli myrkurs fyrstu vikuna í desember 1941, án þess að Bretar skoði farm og farmskjöl. Ég bar þetta undir loftskeytamanninn á S/S Arctic í þessari ferð sem þá sagði að „þeir hefðu verið sendir með matvæli til Vigo, stærstu bækistöðvar þýskra kafbáta á Spáni“.

Hellan

Mínar heimildir herma að það hafi ekki bara verið áhöfnin á S/S Arctic sem var handtekin við komuna til Íslands í febrúar 1942, heldur einnig símamálastjórinn, lögreglustjórinn, stjórn og forstjóri Fiskimálanefndar og það hafi verið Kunigund,[kann að vera ranglega stafsett] ameríski sendifulltrúinn, sem fletti ofan af liðinu í nafni OSS, leyniþjónustu forseta Bandaríkjanna. Þetta var fyrsti og einn stærsti sigur á nasistum í Evrópu. Það verður síðan ameríska herverndarliðið á Íslandi sem hrekur Hermann Jónasson þáverandi forsætisráðherra frá völdum um vorið 1942 þegar málið upplýstist. Besta dulmálið í ævisögu er að finna í svari við spurningu söguritara Agnars K. Hansen, sem þá var flugmálastjóri Íslands en áður lögreglustjórinn í Reykjavík. Söguritarinn spyr Agnar ,,hvort hann ætli að segja sögu lögreglustjórans á stríðsárunum“. Agnar svarar: „Ef sú saga verður sögð verður hún á við bestu James Bond-söguna,“ en eins og allir vita var James Bond leyniþjónustumaður. Ég bíð nú eftir því að gögn um OSS, (Overseas secret service) leyniþjónustu forseta Bandaríkjanna, verði opnuð á amerískum skjalasöfnum. Þá kemur í ljós hvort Agnar lögreglustjóri var einfaldur eða tvöfaldur leyniþjónustumaður (agent or double agent) sem slapp undan hefndaraðgerðum þýskra nasista eftir 1956.“

Brak

Agnar var lögreglustjóri í Reykjavík frá 1940 til 1947, síðan flugvallastjóri ríkisins 1947 til 1951. Hann var ráðinn flugmálastjóri 1951 og gegndi því embætti til dauðadags 23. desember 1982.
Þýsk flugvél, sambærileg Heinkel 111, fórst í Svínadal í Esju eftir skotárás árið 1942.
Við skoðun á Gráhrauninu kom í ljós að grámosinn (hraungambrinn) er horfinn þar á stóru hringlaga svæði, ca. 30 m í ummál. Líklega hefur mosinn brunnið fyrir ca. 30-40 árum. Ekki er ósennilegt að eldingu hafi lostið þarna niður og eldur kviknað í mosanum. Eftir stutta stund hafi síðan gengið rigning inn á svæðið og slökkt eldinn. Ef það hefði ekki orðið hefði mosahraunið að öllum líkindum allt brunnið á stóru svæði. Engin ummmerki voru eftir utanaðkomandi hluti, s.s. flugvélahluti.

SvæðiðAðspurður nánar um slysstaðinn svaraði höfundur greinarinnar eftirfarandi: Brak úr vélinni fannst undir Lönguhlíð inn við Grindarskörð en brakið sjálft var fjarlægt af málmsöfnurum, tveir bræður frá Hafnarfirði sumarið 1941, vængir, hjólastell, mótórar og stél. Ég tel mig hafa verið á, í, við ætlaðan nauðlendingarstað skv. lýsingu sjónarvotts af vegsummerkjum en mikið álbrak var á svæðinu haustið 1941. Svæðið er austast í Lönguhlíðinni þar sem skemmst er á milli vegarins og skriðu sem þar rennur fram úr hlíðinni. Ég er hér að tala um Bláfjallaafleggjaran frá Hafnarfirði og upp í Bláfjöll. Brakið sést að hluta á loftmynd frá 1942.“

Ljóst er að að skoða þarf nánar svæðið „undir Lönguhlíðum inn við Grindarskörð“ með hliðsjón af því hvort þar kunni að leynast álpjötlur, skinnur, rær og/eða leiðslur úr flugvélinni. Hafa ber þó í huga að flugvél, sem var að flytja varahluti, fórst þarna á svæðinu á 5. áratug síðustu aldar. Brak úr henni sást lengi vel.

Huldur

Brak í Sveifluhálsi.

Sagnir um að flugvélahlutar eftir flugslys hafi síðar verið dregnir til Hafnarfjarðar eru nokkrar, t.d. flak Canson-vélar, sem fórst efst í Sveifluhálsi utan við Huldur. Brak úr henni fannst mörgum árum síðar í Hrútagjárdyngju. Það gæti hafa hent flugvélina undir Lönguhlíðum því brak er að finna í hrauninu norðvestan við meintan nauðlendingarstað. Á því braki má lesa stafina .032 ANRA. Skv. upplýsingum þess manns, sem best þekkir til flugslysasögunnar fyrrum, Eggerts Norðdahls, mun „.032“ vera þykktin á álinu, en ANRA gæfi til kynna að þarna gætu verið leifar breskrar Douglas flugvélar, sem fórst á hraununum suð-austan við Helgafell (átta mílur suð-suð-austur af Hafnarfirði 7. mars 1944. Flakið fannst fyrst 11. júní 1944). Á hlutum, sem þar fundust áður var einmitt áletrunin .032 AN eða .032 ANRA stimplað á plöturnar að innanverðu. „Hugsanlegt er að ANRA standi fyrir Army Navy Rolled Aluminium eða eitthvað álíka. Á öðrum hlutanum er merki Breska flughersins svo enginn vafi er á hvers þjóðar hún var„.
Sjá einnig meira um Flugvélaflök á Reykjanesskaganum.
Frábært veður. Gangan tók 3. klst og 3 mín.

Heimild:
-Lesbók mbl 28. mars 2009 – Guðbrandur Jónsson – gudbrandur@drangey.is
-Byggt á frásögn Árna B. Stefánssonar í mbl. 11. júní 1994.
-Eggert Norðdahl.

Lönguhlíð

Brak við Kerlingagil.

 

Eldvörp
Nýlega fundust nokkrir hellar á litlu svæði efst í Eldvörpum. M.a. var sagt frá sprungu, sem gengið er inn undir, hvelfingu, rauðleitri rás með litlu opi í þunnu gólfi. Undir væru líklega tvær hæðir. Aðrir smáhellar, lítt kannaðir, væru og á svæðinu með – litbrigðum í. Jafnframt fylgdi lýsingunni að járnkarl þyrfti til að rýmka lítið op í stærsta hellinum til að komast áfram niður á við.
EldvörpEldvarpahraunin eru nokkur. Bæði hafa þau runnið í gosum á mismunandi tímum og einnig hvert á fætur öðru í samfelldum goshrinum. Eins og flestum er kunnugt er um að ræða gos á sprungurein, en Eldvarpareinin er u.þ.b. 10 km löng (þ.e. sá hluti hennar sem er ofan sjávar), en hún nær frá Staðarbergi í suðri og í tvo smágíga ofan Lats í norðri. Gjall- og klepragígar í röðinni eru einstaklega fallegir og formfagrir með ótal jarðfræðifyrirbærum.
Eldvarpahraunin sum hver eru a.m.k. 2000 ára gömul en önnur frá því á 13. öld (1226). Arnarseturshraunin eru einnig fleiri en eitt þótt jafnan sé talað um hrunið, sem rann á svipuðum tíma (1226) undir því nafni. Eldra Afstapahraun er 4000-4500 ára og má sjá móta fyrir því á nokkrum stöðum þar sem það kemur undan nýrra hrauninu.
Arnarsetur er nafn á gígnum efst á hæðinni. Reyndar er nú búið að eyðileggja gíginn, sem hið forna arnarhreiður var á.
EldvörpÞegar gengið var í gegnum hraunin áleiðis að leitarsvæðinu var ýmist farið í gegnum helluhraun eða apalhraun, en vant fólk hélt sig á helluhrauninu.
Eitt af einkennum gosanna á þessu svæði Reykjanesskagans er svonefnd blandgos (eða blönduð gos). Þá ryður heit og þunnfljótandi kvikan sér í fyrstu upp á yfirborðið yfir gjóskudreif og myndar slétt helluhraun. Þegar líður á og kvikan kólnar rennur hún sem seigfljótandi grautur, hægt og sígandi, jafnvel langar leiðir. Við það mundast apalhraun, gróft og úfið. Í þeim festir gróður fyrr rætur, enda yfirleitt skjólgóð auk þess sem þau draga í sig hita frá sólinni og varðveita hann betur en slétt hraunhellan. Hellar eru hins vegar oftast í helluhraunum þar sem þunnfljótandi kvikan hefur runnið í rásum undir storknuðu yfirborðinu, líkt og neðanjarðarár. Þegar fóðrið minnkar lækkar í „ánni“ og holrúm myndast. Op verða þar sem þakið fellur niður eða þar sem uppstreymi gass og gosefna hefur orðið. Þetta er nú bara lýsing á hellamyndun í einföldustu mynd.
Þegar komið var inn á svæði Eldvarpahellanna efri kom í ljós að það er tiltölulega afmarkað, annars vegar af Gíghrauninu sunnan Þórðarfells og hins vegar af Arnarseturshrauni í austri og Illahrauni í suðri. Til suðvesturs, að granngígum Eldvarpa, virtist hraunið hins vegar samfellt.
Efstu gígarnir eru tveir (sýnilegir). Sá nyrðir er stærri, en sá syðri formfagurri. Leiðsegjandi dagsins, Grindavíkur-Björn, sagði þann syðri og minni mynna á kórónu. Því var tilvalið að nefna hann „Kórónna“, enda bar hún öll einkenni slíks grips.
EldvörpSunnan nyrstu Eldvarpagíganna er afmörkuð helluhraunslétta, Þangað virtist þunnfljótandi kvika haf runnið eftir rás úr megingígnum, sem suðaustan undir og við nyrsta gíginn, og komið þar upp, myndað kvikutjörn sem hefur risið hæst á börmunum. Þegar rásin fann sér leið áfram, sat storknað þakið eftir – það seig og barmarnir umhverfis urðu greinilegir á yfirborðinu. Handan við „tjörnina“, í hraunskilunum má sjá grónar hvylftir þar sem einir, lyng og jafnvel hvönn haf fest rætur. Á einum stað, sem er sérstaklega foritnilegur, gætu hugsanlega leynst mannvistaleifar undir gróðri. Til suðurs frá þeim stað virðist liggja stígur, sem nú er orðinn mosagróinn.
Skoðaðir voru smáhellar sunnan og við Eldvörpin efri. Ein rásin virtis nokkurra tuga metra löng, en lág.
Þá var tekist á við meginverkefni dagsins – komast niður í sprungu og jafnhenda járnkarl þar til áþjáns gólfinu. Þegar komið var niður í sprunguna virðist vera um kvikuuppstreymisop, eða -sprungu að ræða, þriggja metra háa. Innst í henni var gasuppstreymisop, formlaga lagað. Ef lýst var með ljósi niður mátti sjá niður í kjallara. Járnkarlinn, í æfðra manna höndum og þolgæddra, braut sig smám saman niður á við. Eftir því sem gatið stækkaði í gólfinu varð eftirvæntingin meiri. Þegar það var orðið nægilega rúmgott var skriðið niður.
Undir niðri var um 6 m ílangt herbergi, u.þ.b. tveggja metra hátt. Uppstreymisop, líku því að ofanverðu, var suðvestast í því – of lítið til að halda förinni áfram niður á við. Niðurstaðan var bæði í senn neikvæð og jákvæð. Hið neikvæða var að ekki skyldi vera þarna stór og merkileg rás er leitt gat til einhvers ennþá meira. Hið jákvæða var að rásin taldi því lögmál hellamanna er það að jafnaði skilar tuttugusta hvert gat slíkum árangri.
Skoðað var í nágrenni við gígana. Nokkrir smáhellar voru skoðaðir við gígana.
Þá var stefnan tekin upp í hrauntröðina miklu vestan Gíghæðar (Arnarseturs). Ætlunin var að berja Kubb í Arnarseturshrauni augum. Göngulínan var ákveðin í beina stefnu og gangan notuð til að leita í leiðinni þetta annars lítt gengna svæði. Víða voru hvylftir og lítil jarðföll, en engir hennar.
Eldvörp.Kubbur er í raun hluti af hrauntröðinni frá Arnarsetri. Að ofanverðu liggur hann inn undir hraunið stefnuliggjandi. Ef þeirri leið er fylgt verður loks komið að gati í gólfinu, er liggur niður í kjallara. Þessi rás er um 15 metra löng. Ef farið er inn í rásina að neðanverðu, er fljótlega komið inn í stórt jarðfall. Milli þess og ofanverða kaflans liggja undur Kubbsins. Komið er inn á neðri hæðin að neðanverðu. Fljótlega má sjá gatið á milli hæðanna. Inna við það á neðri hæðinni er gófið slétt og rásin heil. Hún er ekki löng, en áhugaverð. Sveigur er á rásinni til vinstri og hún endar fljótlega þar sem loft og gólf koma saman í storknuðum hraunmassa. Þessi hluti er u.þ.b. 50 metra langur (ef vel er teygt á snúrunni). Breiddin er um 5 metrar og lofthæðin að jafnaði um 2 metrar.
Ekki var kíkt á Hvalinn og fleiri nágrennishella Kubbsins að þessu sinni. Stefnan var tekin vestur hrauntröðina miklu. Nafnið Arnarsetur er sennilega komið frá Jóni Jónssyni, jarðfræðingi, en Grindvíkingar nefndu hæðina jafnan Gíghæð. Svo mun hafa verið raunin er gamli Grindavíkurvegurinn, sá er fyrst var gerður akfær rennireiðum, en hann lá einmitt um Gíghæðina. Verkstjórinn var úr Hafnarfirði, en verkamennirnir úr Grindavík. Þetta var um 1916.
Gengið var á ská niður hraunið með stefnu á upphafsstað.
Gangan og skoðun svæðisins tók 4 klst og 4 mín.

Kubbur

Op Kubbs.