Tag Archive for: Hafnarfjörður

Garðar

„Hvað heitir landið milli Kópavogs og Hafnarfjarðar? Garðahreppur, Garðakaupstaður, Garðabær eða Garðar? Setjið X við rétt svar.
gardabear-2Rétt svar var Garðahreppur, en hreppurinn öðlaðist kaupstaðarréttindi 1976, og heitir því Garðakaupstaður. Mikið var reynt til þess að fá fólk til að nota nafnið Garðar, en bæjarstjórnin og íbúar bæjarins vilja, og nota einungis nafnið Garðabær.
Byggð hefur verið á landsvæði Garðabæjar allt frá landnámstíð. Getur Landnáma tveggja landnámsjarða á svæðinu: Vífilsstaða, þar sem Vífill, leysingi Ingólfs Arnarssonar bjó, og Skúlastaða, þar sem Ásbjörn Özurarson bjó. Hafa verið leiddar að því líkur að nafn síðarnefnda bæjarins hafi síðar breyst í Garða. Þegar hin forna hreppaskipting var tekin upp, hét allur hreppurinn Álftaneshreppur, en var skipt árið 1878, í Garðahrepp og Bessastaðahrepp. Bæjarmörkum Garðabæjar hefur nokkrum sinnum verið breytt, m.a. þegar Hafnarfjörður var gerður að sjálfstæðu sveitarfélagi og fékk kaupstaðarréttindi árið 1908.
gardabear-3Garðabær nær yfir stórt flæmi lands og t.d. er stór hluti Heiðmerkur innan bæjarmarkanna svo og hluti Álftaness. Skilin milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar hafa ekki alltaf verið svo glögg, enda sveitarfélögin búin að skiptast oft á landspildum. Árið 1910 var íbúatala Garðabæjar 264.“
Hér má lesa frétt í Vísi 1983 um makaskipti bæjanna: „Nýlega hafa Hafnarfjarðarbær og Garðahreppur gert samkomulag um það, að Hafnarfjörður fái land, sem nú er innan marka Garðahrepps en Garðahreppur fái svæði, sem Hafnarfjörður hefur á leigu til ársins 2015. Samkomulag þetta mun færa Hafnarfirði 4200 hektara landsvæði fyrir sunnan bæinn en Garðahreppur mun fá ágætt byggingarland í Hraunsholtslandi.
gardabear-4Vísir átti tal við Hafstein Baldvinsson bæjarstjóra í Hafnarfirði um þetta mál. Hann sagði, að samkvæmt lögum frá 1936 hefði ríkisstjórninni verið heimilað að taka eignarnámi og afhenda Hafnarfjarðarbæ á leigu Hrauns holtsland gegn því að Hafnarfjarðarbær gefi eftir landssvæði fyrir sunnan Hafnarfjörð, svonefndar Hraunajarðir. Á grundvelli þessara laga hefði Hafnarfirði á árinu 1940 verið leigt umrætt land til ársins 2015 með því skilyrði að landið yrði aðeins til ræktunar en ekkert byggt á því. En land þetta er í rauninni innan lögsagnarumdæmis Garðahrepps.
Nú hefur Garðahreppur óskað eftir því að Hafnarfjörður gæfi eftir leigusamninginn gegn því, að Garðahreppur léti Hafnarfjörð í staðinn fá land úr sínu lögsagnarumdæmi sunnan Hafnarfjarðar. Hefur Hafnarfjörður samþykkt þetta með því skilyrði, að samþykkt verði ný lög um hið nýja lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar. Hafsteinn sagði, að ráðgert væri nú að bera fram frumvarp á alþingi um hin nýju mörk Hafnarfjarðarbæjar. Mundi Hafnarfjörður stækka um 4200 hektara en Hafnarfjörður er nú 6130 hektarar fyrir utan Krýsuvík en þar á Hafnarfjörður 4820 hektara.“

Heimild:
-Morgunblaðið 2. september 1983, bls. 12.
-Vísir, 2. maí 1964, bls. 1 og 6.

Flatahraun

Landamerki fyrrum – Hádegisvarða í Hafnarfjarðarhrauni.

Hafnarfjörður

Í Sjómannadagsblaðinu árið 1992 er m.a. fjallað um „Miklar hamfarir og erfiða fæðingu“ þar sem Hafnarfjörður var annars vegar.

Búrfellshraun

Búrfellshraun – kort. Hér má sjá hvernig hraunið mótaði umhverfi Hafnarfjarðar að austanverðu fyrir 5000 árum. Hvaleyrarhöfði er rúmlega helmingi eldri, mótaður af ísaldarjöklinum fyrir u.þ.b. 12000 árum.

„Það var ekki lítið, sem gekk á fyrir máttarvöldunum að búa til Hafnarfjörð. Í sinni eigin sköpun gekk það svo til fyrir hólmanum, sem fékk nafnið Ísland að á einu sínu aldursstigi var yfir honum blágrýtishella, sem síðan lagðist yfir ís, og ísinn bráðnaði og hólminn varð blómum skreyttur, og enn kom ísinn og lagðist yfir blómin, en ísinn átti sér svarinn óvin. Hann var eldurinn, sem braust um undir blágrýtishellunum og ísnum eins og tröll í fjötrum, og tók að sprengja helluna og bræða ísinn og þá tók hraunið að renna og hraunin kólnuðu í gjallhrúgur og hraunið rann í sjó fram og það tóku að myndast skagar útúr hólmanum og víkur inn í hann.
Allt gekk þetta með miklum seinagangi, því að í þennan tíma var ekki til mannskepnan, sem sífellt er að flýta sér og mælir allan tíma í hænufetum, sem hún kallar ár. Hún gefur og öllu sín nöfn, þessi mannskepna. Og þegar gjallhringarnir kólnuðu og urðu blágrýtis- og móbergshrúgur kallaði hún þau fjöll, og eitt fjallið nefndi hún Vífilsfell, en skagann, sem runnið hafði fram úr því fjalli eða þeim fjallaklasa og storknaði í hraunhellu, var gefið nafnið Romshvalanes, og hefur það nafn trúlega tekið til þess skaga alls, sem nú er nefndur Reykjanesskagi.
Vífilfell var heitið eftir fóthvötum náunga, sem bjó á Vífilsstöðum. Sá hafði hlaupið eftir endilangri suðurströnd hólmans í leit að framtíðar búsetursstað fyrir sinn húsbónda. Kannski vilja Hafnfirðingar sem minnst um þennan mann tala. Það var nefnilega hann sem fann Reykjavík. Vífill var svo fótfrár, að þegar hann vildi róa til fiskjar, hljóp hann frá bústað sínum uppá þetta fjall að gá til veðurs áður en hann reri. Hann rann þetta sem hind á sléttum velli, þó á 700 metra bratta væri að sækja og spottinn 10 km. eða svo í loftlínu. Síðan hljóp hann til skips að róa eða heim í rúm til kellu sinnar aftur. Margt barnið hefur orðið til um aldirnar, þegar menn hættu við að róa.
Í fyrrgreindum gauragangi í jarðskorpunni hafði Hafnarfjörður myndast, af Hvaleyrarhöfða á annan veginn, en Álftanesinu á hinn veginn, og varð hin mesta völundarsmíð af firði.

Hvaleyrarlón

Herjólfshöfn 2022.

Menn vita að vísu hvernig nafnið Hvaleyri varð til. Þeirri eyri gaf nafn hinn fyrsti fiskimaður hólmans, svo ákafur til veiðanna, að hann gætti ekki að afla heyja, og festist þessi veiðiáhugi með þeim, sem fylgdu í fótspor þessa náunga. Hann hafði í hrakningum rekizt inn á hinn skjólgóða fjörð og fundið þar hval rekinn á eyri, sem hann gaf þá nafnið Hvaleyri.
En þótt vitað sé gerla, hvernig nafnið Hvaleyri er tilkomið veit enginn hver gaf firðinum nafnið Hafnarfjörður, en fjörðurinn ber nafn sitt með sóma, hann er lífhöfn í öllum veðrum með góðri skipgengri rennu inná öruggt skipalægi.
Hafnarfjörður
Það mun áreiðanlega rétt, sem séra Árni Helgason segir að nafngiftin hefir upphaflega átt við fjörðinn milli Hraunsness og Melshöfða. Það er ólíklegt að víkin eða reyndar bara vogurinn milli Hvaleyrarhöfða og Skerseyrar hefði verið kölluð fjörður, á tíma íslenzku nafngiftarinnar. Það hefur gerzt hið sama með Hafnarfjörð og Ísafjörð. Kaupstaðir tóku nöfn sín af fjörðum, sem þeir stóðu við. Ísafjörður var upphaflega allur fjörðurinn milli Rits og Stiga. Fjarðarnafnið festist á þessum vog, þar sem kaupstaðurinn reis. Sigurður Skúlason segir að „gamlar skoðanir séu lítils virði í þessu efni“. Það er undarleg ályktun. Nafninu bregður fyrir í Hauksbókarhandriti um 1300 í sambandi við nafngift Flóka á Hvaleyri, en síðan ekki fyrr en í annálum á 15du öld.
Heitið „Fjörðurinn“ er síðara tíma heiti á Hafnarfirði í máli manna, og einkum bæjarbúa sjálfra og Reykvíkinga, og líklega eru engir landsmenn í vafa um um við hvað sé átt þegar sagt er að maður eigi heima í „Firðinum“, það á enginn fjörður nema Hafnarfjörður.
Hvaleyri
Líkt og það tók tímann að búa til Hafnarfjörð, reyndust seint búnir til Gaflarar, enda umhugsunarefni. Átti yfirleitt að búa til Krata. Það varð að ráði til jafnvægis í náttúrunni. Það er bókstaflega ekkert vitað, hvort í þessum forláta firði var nokkur sála búsett svo öldum skipti.

Hvaleyri

Hvaleyri er, sem fyrr er lýst, nefnd í Landnámu, og því nafni bregður fyrir, segir Sigurður Skúlason í sinni Hafnarfjarðarsögu, þrisvar sinnum á 14du öld, og þá fyrst árið 1343 í sambandi við skipsskaða. „Kristínarsúðin“ er sögð hafa brotnað við eyrina. Þar næst í kirkjugerningi 1391 og 1394 er sagt í annál að norskt skip hafi tekið þar land af hafi.
Nú er það ekki að efa að skipaferðir hafa verið um fjörðinn frá fyrstu tíð landnáms og eitthvert fólk þó nafnlaust sé, bollokað með rolluskjátur, lagt net í Hvaleyrartjörn og dorgað í firðinum fyrir fisk, en það er ekki svo mjög undarlegt að við fjörðinn festist engin byggð, sem sögur fari af fyrr en það verður að útlendingar gera garðinn frægan.
Hafnarfjörður
Fjörðurinn var einangraður, umkringdur hraunkarganum illum yfirferðar og engar búsældarlegar sveitir á næstu grösum og því um langan veg og torfæran að sækja kaupstefnur, ef skip hefði komið af hafi með varning, siglingamenn hylltust til að taka hafnir þar sem þeir lágu fyrir fjölmennum sveitum. Þá hefur og verið svo fámennt við fjörðinn að ekki hefur verið leitað þangað í liðsafnaði og hetjur ekki riðið þar um héruð til mannvíga. Það urðu sem sé útlendingar, sem leystu Hafnarfjörð úr álögum einangrunar og færðu staðinn inní landsöguna. Útlendingar hafa alla tíð verið hrifnir af þessarri höfn og komið mikið við sögu staðarins.
Hafnarfjörður
Þegar útlendingum verður leyft að landa hér afla, væri það ekki undrunarefni að þeir sæktu mikið til Hafnarfjarðar. Það er um það löng saga í Sögu Hafnarfjarðar hinni fyrri, þegar Ríkharður hinn enski valdi sér Hafnarfjörð fyrstur manna svo sögur fari af sem verzlunarstað 1412, en einmitt það ár hófust siglingar Breta hingað til kaupskapar og fiskveiða.
„Sumarið 1415 var mikil erlend sigling til Hafnarfjarðar. Þangað sigldi þá knör sá, er Árni Ólafsson Skálholtsbiskup hafði látið gera erlendis og komið síðan á út hingað. En þetta sumar er einnig sagt, að 6 skip frá Englandi hafi legið í Hafnarfirði. Gæti það bent til þess, að staðurinn hafi þá þegar verið orðinn miðstöð enskra siglinga hér við land. Skipverjar á einu þessarra ensku skipa rændu nokkurri skreið bæði á Romshvalanesi og í Vestmannaeyjum og var slíkt ekki eindæma um Englendinga, sem hingað komu á þessum tíma. Með einu þessarra skipa sigldi Vigfús Ívarsson, fyrrverandi hriðstjóri til Englands.“ Vigfús sigldi með fullt skip skreiðar en skreiðarverð var þá hátt í Englandi.Hafnarfjörður
En Englendingum reyndist ekki lengi friðsamt í Hafnarfirði. Bæði Hansakaupmenn og Hollendingar tóku að leita eftir bækistöð uppúr 1471. Stríðið um Hafnarfjörð stóð þá mest milli Þjóðverja og Englendinga og fóru Englendingar mjög halloka í þeim viðskiptum, en létu sig þó ekki, þeirri þjóð er ósýnt en að láta sig, og héldu Englendingar áfram að auka sókn sína hingað til lands og voru fjölmennir víða sunnanlands og vestan allt norður í Jökulfirði og suður í Vestmannaeyjar. Og ekki hefur Þjóðverjum tekizt að hrekja þá með öllu úr Firðinum fyrr en kom fram undir 1520. Eftir það sátu Þjóðverjarnir að höfninni og bjuggu vel um sig á Óseyri. Alls sóttu Þjóðverjar á 39 hafnir hér við land og er af því mikil saga hversu valdamiklir þeir voru orðnir á 16. öldinni og jafnvel svo að þeir létu orðið til sín taka störf og samþykktir Alþingis. Allt framferði Þjóðverjanna féll landsmönnum miklu betur en Englendinga og miklu betra skipulag var á verzlunarháttum, og var Hafnarfjörður þeirra aðal bækistöð, og þar fastir kaupmenn, sem reistu hús myndarleg og kirkju.
Hafnarfjörður
Veldi Hamborgara stóð með miklum blóma allt til 1543 að Danakonungur lét gera upptæka alla þýzka fiskibáta 40-50 skip, sem gengu frá Suðurnesjum og aðrar eignir Þjóðverja þar. Veldi Hamborgara fór að hnigna eftir þetta og með Einokun 1602, misstu Þjóðverjar verzlunarleyfi sitt (1603) í Hafnarfirði. En ekki var að fullu slitið sambandi Hamborgara og Hafnafjarðar fyrr en á þriðja tug 17du aldar.“

Heimild:
-Sjómannadagsblaðið, 1. tbl. 01.06.1992, Miklar hamfarir og erfið fæðing, bls. 59-61.
Hafnarfjörður

Óttarsstaðir

Eftirfarandi er hluti örnefnalýsingar Gísla Sigurðssonar um Óttarsstaði í Hraunum, neðan Reykjanesbrautar.
Lýsing Gísla Sigurðssonar var borin undir Gústaf Brynjólfsson frá Eyðikoti og síðan Eydikotsamin upp úr henni ný lýsing, sem hér fer á eftir. Gústaf er fæddur í Reykjavík 1906, en ólst upp í Eyðikotinu í Hraununum og var þar til 1937.
Óttarsstaðir eru í Hraununum svonefndu og tilheyrðu áður Garðahreppi, en land jarðarinnar var lagt undir Hafnarfjörð, þegar álverksmiðjan kom.
„Landamerki milli Óttarstaða og Lónakots byrja rjett fyrir ofan sjáfarkampinn, þaðan í Markhól, sem klappað er á: Ótta. Lón. – Frá Markhól í Sjónarhól, frá Sjónarhól í vörðu austanvert við Lónakotssel; frá þeirri vörðu í Miðkrossstapa.“ „Landamerki milli Óttarstaða og Hvassahrauns byrja í Mið-Krossstapa, frá Mið-Krossstapa í Klofningsklett, sem varða er hjá, sunnanvert við Einirhól. Frá Klofningskletti í Búðarvatnsstæði, frá Búðarvatnsstæði i Markhelluhól, sem er hornmark frá Óttarstöðum, Hvassahrauni og Krýsuvík; í hann er klappað: Ótta., Hvass., Krv.-“
Kerd„Landamerki milli Óttarstaða og Straums byrja við sjó, á Vatnaskersklöpp, og yfir miðjan Markhól. – Þaðan beint í Stóra-Nónhól, frá Nónhól í Gvendarbrunn, frá Gvendarbrunni í Mjósundavörðu , frá Mjósundavörðu í Klofaklett, suður og upp af Steinhúsi. Á Klofaklett er klappað: Ótta., Str., og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og upp af Eyólfshól; á þennan Markastein er klappað: Ótta., Str. – Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi.“
Löngum var tvíbýli á Óttarsstöðum. Voru býlin nefnd Efri-Óttarsstaðir eða Vesturbær og Neðri-Óttarsstaðir eða Austurbær. Bæirnir stóðu á Bæjarhól, nokkuð vestarlega í túninu. Vesturbærinn stendur enn þá, en Austurbærinn var rifinn fyrir aldamót. Var þá byggt nýtt hús nokkru austar og neðar í túninu, en gömlu bæjartóftirnar notaðar fyrir fjós og hlöðu. Túnið á Óttarsstöðum var allstórt og var því deilt milli bæjanna í Vesturbæjartún og Austurbæjartún. Kringum öll túnin var hlaðinn tvístæður túngarður, feiknamannvirki.
LitlikofiAustast í túninu á Efri-Óttarsstöðum var túnflöt, sem kölluð var Maríugerði. Rétt austur af húsinu, sem nú er á Neðri-Óttarsstöðum, var Eyðikotið, þurrabúð frá Óttarsstöðum. Það fór í eyði fyrir 30–40 árum, en bærinn stendur enn og er notaður sem sumarbústaður.
Niður við Óttarsstaðavörina var önnur hjáleiga eða þurrabúð, nefnd Kolbeinskot. Kot þetta fór í eyði rétt eftir aldamót. Síðasti ábúandi þar mun hafa heitið Kolbeinn, og mundi gamalt fólk enn eftir honum, þegar Gústaf var að alast upp. Túnið, sem lá áður undir Kolbeinskot, var alltaf nefnt Kotatún, en túnið ofan sjávarbakkans var kallað Bakkatún.
Vestur af Eyðikotinu var djúpt jarðfall, Eyðikotsker eða Kerið. Neðst í því var hlaðinn brunnur, og var vatnið jafnan tekið þar. Alltaf fylltist þetta af snjó á veturna. Hleðslan í brunninum sést enn. Frá Kerinu lá Brunnstígurinn heim til bæjar.
Ottarsstadir eystri-2Eyðikotinu tilheyrði sérstök vör, Eyðikotsvör, og lá svokölluð Sjávargata frá kotinu að henni.
Götuslóði lá af Keflavíkurveginum sunnan við Straumstúnið og út að Eyðikotshliði, þaðan heim túnið heim að bæjunum á Óttarsstöðum. Gatan er nú öll uppgróin.
Skammt frá Eyðikotinu, til hægri handar, þegar vestur var farið, var hóll, sem hét Litlakofahóll. Vestan í honum var kofi, sem kallaður var Litlikofi eða Tótukofi. Þórunn nokkur, systir konunnar á Óttarsstöðum, hafði kindur í þessum kofa.
Tíkarhóll er í túninu rétt vestur af Neðri-Óttarsstöðum. Lítið eitt norðar var svonefndur Strípur, hár og mjór klettur utan í hól.
Rétt norður af Neðri-Óttarsstöðum er lágur rani. Á endanum á honum er smátúnblettur með grjóthleðslu í kring. Er þetta nefnt Rúnugerði, kennt við Guðrúnu, dóttur Friðfinns, sem bjó á Óttarsstöðum skömmu fyrir aldamót.
StripurRétt austur af Rúnugerði er nokkuð stór hóll, sem kallaður var Fiskhóll. Uppi á þeim hól hafa verið breiðir grjótgarðar, sem enn sést vel móta fyrir, og þar hefur verið þurrkaður fiskur í gamla daga.
Alveg sunnan undir húsinu á Neðri-Óttarsstöðum var jarðfall, lítið um sig. Það var alltaf kallað Prettur, en ekki er vitað um orsök nafnsins. Brunnur var í jarðfallinu, og var alltaf nóg vatn í honum, en fylgdi flóði og fjöru.
Lengra vestur í túninu og nær sjónum voru fjárhús. Nefndist það efra Torfhús, en það neðra Langabakkahús. Langabakkahús var rifið, svo að veggir einir stóðu eftir, en þeir fóru alveg í stórflóði, líklega 1957.
Rétt fyrir ofan sjávarkampinn var hlið á vesturtúngarðinum, nefnt Fjárhlið, því að féð rann þar í gegn. Rétt fyrir sunnan hliðið var feiknamikið fjárgerði. Þangað lá götuslóði frá báðum bæjunum.
Nónhæð er sprunginn klapparhóll, nokkuð stór, rétt vestur af fjárgerðinu. Hæðin er nálægt suðvestri frá Óttarsstöðum og hefur því getað verið eyktamark þaðan.
Norðurtún var sameiginlegt nafn á túninu frá húsi niður að sjó.
Smiðjubali var rétt austur af kálgarðinum á Efri-Óttarsstöðum. Þar á að hafa verið smiðja.
pretturBrunnurinn á Efri-Óttarsstöðum var alveg í horninu á kálgarðinum, smáspöl frá bænum. Þangað lá gata, sem kölluð var Brunngata. Í gamla daga var þetta hlaðin steinstétt, en er nú gróin upp.
Hálfvöllur er stór lægð suður af Óttarsstaðahúsinu neðra. Mörkin milli bæjanna liggja eftir honum.
Kattarhryggur var langur bali rétt suðaustur af Vesturbænum. Sunnan við Kattarhrygginn var klettur margsprunginn, er nefndist Stólpi eða Álfakirkja. Bjó jafnan huldufólk í þessum klettum. Mátti því ekki hreyfa þar við strái, ekki vera í leik eða hafa mikinn hávaða.
Í túninu á Neðri-Óttarsstöðum, alveg við mörkin, var kofi, upphaflega smiðja, seinna hesthús. Rétt austur af tóftinni eru þúfur miklar, og töldu menn, að þar væru leiði.
Suður af bænum á Efri-Óttarsstöðum var hæð, sem kölluð var Bali, nú orðin slétt. Suður af honum er kvos, sem kölluð er Kvíadalur. Fráfærum var hætt löngu fyrir minni Gústafs. Fjárhús voru í Kvíadalnum. Þangað lá Fjárhússtígur. Svolítinn spöl austur af Balanum er túnrani. Við endann á þessum rana er svolítil lægð ofan í túnið, nefnd Leynir.
TorfhusVestur af Kvíadal og Balanum eru lægðir. Þar vestan við koma Brekkurnar svonefndu. Þar endar túnið að vestanverðu, og er túngarðurinn þar alveg við. Brekkurnar eru tvær og skarð á milli. Heitir önnur þeirra Þórhildarbrekka. Gamall götuslóði liggur um Brekkurnar vestur með sjónum að Lónakoti.
Norðvestur af Brekkunum er stakur hóll alveg niðri við fjörukamp. Hann heitir Náttmálahóll og var eyktamark frá Óttarsstaðabæjum. Fram af Náttmálahól er mikið sker og hátt, sem nefnist Arnarklettur. Þar fram af er lægra sker, sem kemur aðeins upp um fjöru. Er það nefnt Hrúðurinn. Svo sögðu menn, er þeir voru á leið inn fjörðinn, að gott væri að komast inn undir Hrúðurinn.
HesthusFyrir innan Hrúðurinn var austast Langibakki. Þar var hár kampur, sem nefndist Langabakkagrjót. Innan við það var Langabakkamöl. Sjórinn féll þarna inn á flóði, og var þetta góður baðstaður í hitum. Aðeins austar, rétt við kampinn, var lítil rétt, sem notuð var fyrir sláturfé á haustin. Hún var kölluð Langabakkarétt. Sjórinn tók hana og jafnaði við jörðu í sama flóði og Langabakkahúsið fór af.
Austan við Langabakkarétt eru stórir klapparhólar og sunnan við þá tjörn. Er þetta kallað Vatnsgjá. Þarna var kofi eða byrgi frá Eyðikotinu, og var þar geymdur harðfiskur í gamla daga. Veggirnir standa enn. Austur með kampinum, rétt austur af Vatnsgjánni, var lítið byrgi í klapparhól, kallað Litlabyrgi.
GrafstadurAustur af því, vestan við Eyðikotsvörina, er annað byrgi, sem var kallað Hjallbyrgi. Það var notað frá Eyðikotinu. Á því voru fisktrönur, og var þar hert grásleppa og annar fiskur. Sjórinn hefur gengið mjög á þetta land undanfarin ár. Vestan við Eyðikotsvör er allhár, stakur klettur í fjörunni, nefndur Snoppa.
Vestan við Hjallbyrgið var Gudduvör, aflögð fyrir löngu. Sá aðeins móta fyrir henni neðst um stórstraumsfjöru. Óttarsstaðavör er alveg niður undan verkstæðinu, sem nú er á Óttarsstöðum. Hún er enn alveg eins og hún var.
Ottarsstadir vestri-2Aðeins austur er gömul vör, sem sést aðeins móta fyrir neðst. Líklega hefur Kolbeinn í kotinu orðið að hafa kænuna sína þar.
Fyrir ofan Óttarsstaðavör var hleðsla á tvo vegu, veggur að sunnan og vestan, kölluð Skiparétt. Þar var bátunum hvolft á haustin og þeir látnir standa þar yfir veturinn. Skiparéttin er nú alveg horfin.
Sundið, sem róið var um inn í vörina, var einu nafni kallað Sund, en raunverulega voru sundin tvö, Suðursund og Norðursund. Boði var á milli þeirra, og braut á honum, þegar lágsjávað var.
Austan við Sundið eru tveir hólmar, Ytrihólmi og Innrihólmi. Alltaf sást votta fyrir grasrót efst á Innrihólmanum, og virðist hafa verið gras á honum í eina tíð. Utan við Ytrihólma er sker, sem nefnt er Kirkjusker. Munnmæli eru um, að þar hafi farizt bátur með fólki, sem var að koma frá kirkju í Görðum.
AlfakirkjaÚt af hólmunum er Rifið, en norður af því Hraunið. Þar var góð hrognkelsaveiði. Þá er komið töluvert langt út á fjörð.
Norður af Hrúðrinum var fiskimið, sem var kallað Hrúðurbrún. Þar vestur af er Helluleir.
Fyrir ofan hólmana er sund, sem nefnist Læma. Það þornar alltaf um fjöru. Austan við Læmu er stakur klapparhóll, sem er kallaður Kisuklettur.
Mörg sker eru í fjörunni á þessum slóðum. Utasta skerið, sem er langt úti í fjöru, er kallað Tíkarlónssker. Austan við þetta sker kemur vík, sem ber mikið á um fjöru, kallað Tíkarlón.
Ofan fjörunnar tók við Kotabótarkampur eða Kotabótarmöl. Austan við hana er hæð, sem endar úti í sjó. Þar sem hún kemur í kampinn, er kölluð Kothella. Frá hellunni út að túngarðinum er kölluð Kotabót. Innan við kampinn er Kotabótartjörn, þornar um fjöru.
KviadalurÞá er komið að klettum mörgum í fjörunni, sem einu nafni nefnast Vatnasker. Utast er Vatnaskersklettur, langt úti í sjó, allur sprunginn. Efsti kletturinn er með sléttri klöpp að ofan, kallaður Vatnaskersklöpp. Í hana eru mörkin milli Straums og Óttarsstaða. Áður var gras alveg fram á klöppina, en nú er skerið orðið eins og eyja og djúpt sund á milli þess og lands.
Frá Vatnaskersklöpp liggur landamerkjalínan upp í Markhól, sem er vestan við Jónsbúðartjörn. Þaðan liggur hún í Skiphólsþúfu, sem er grasþúfa á Skiphól, þaðan í Stóra-Nónhól.
Upp af Kotabótinni er Kotamói, kargaþýfður. Rétt við móann liggur gatan frá Óttarsstöðum upp á veg. Skammt suður af Kotamóanum er klöpp. Á henni stóð varða, sem nefnd var Karstensvarða, en hún hefur nú verið rifin.
StekkurVestur með götunni á vinstri hönd er Glaumbær, sumarbústaður og seinna barnaheimili (brann). Rétt þar fyrir norðan var jarðfall slétt í botn og réttarveggir hlaðnir á brúnunum. Rétt þessi var venjulega notuð á haustin, en hún hefur nú verið rifin niður.
Langt suður af þessu er klapparhæð, er nefnist Sigurðarhæð. Vestan í henni er hellisskúti, sem Sigurðarhellir heitir. Hleðsla mikil er við skútann og á einhver Sigurður að hafa haldið þar til í gamla daga, enda var alvanalegt, að flökkukarlar hefðust við í þessum hellum.
Suðvestur af þessu er mikill klapparrani og hár. Suðaustan í honum er feiknamikið jarðfall. Fyrir endanum á því eru hleðslur miklar, sem nefnast Kúarétt. Þar mun hafa verið nátthagi fyrir kýr.
Svonefnd Skógargata lá frá Eyðikotshliði upp að Óttarsstaðaseli. Þar sem hún lá yfir hæðirnar, var kallað Kotaklif. Skammt austur af því, á sömu hæðinni, er Eystraklif. Þar lá gatan frá Eyðikotinu upp í hraunið. Önnur gata lá yfir Eystraklifið upp í Nónhóla. Hún lá út af Skógargötunni rétt austan við Hrafnagjá, sem brátt verður nefnd.

Sandatjorn

Sunnan við túnið á Vesturbænum er Hádegishæð, eyktamark. Á henni var Hádegishæðarvarða. Hæðin var mjög sprungin og miklar gjár í henni. Suðaustar svolítið er feiknamikil hæð með sprungu, sem nefnist Hrafnagjá. Í henni var Fiskabyrgið. Þar var geymdur fiskur harður og geymdist vel. Sést fyrir byrginu enn þann dag í dag.
Vestur af Hrafnagjá er Miðmundahæð. Vestast á henni er stór varða, sem heitir Miðmundavarða, en vestan við hæðina er lægð, sem heitir Miðmundaskarð. Stígurinn frá Óttarsstöðum liggur upp úr því. Stóra réttin, sem fyrr var nefnd, var inni í krika vestan undir hæðinni. Þar er skúti stór með miklum hleðslum og þröngum dyrum. Hefur hann sennilega verið notaður sem fjárhús einhvern tíma í gamla daga.
MarkhollVestan við Fjárhliðið er stórgrýtisurð, en þar fyrir ofan er smágraslendi, sem kallast Stekkurinn.
Fram undan Fjárhliði er stakur, hár klettur, sem nefnist Pálsklettur. Ekkert er vitað um Pál þennan. Austur af Pálskletti í fjörunni gengur langur klettur fram í sjó, kallaður Langiklettur. Fram af honum er stakt sker úti í sjó, sem alltaf stendur upp úr, kallað Einbúi. Ekki var hægt að komast þangað nema á bát. Skammt suðaustur af Náttmálahólnum er mosavaxin klapparhella norðan í smáhól, kölluð Moshella. Þar var mið á Rifið, Keilir um Moshellu.
Vestan við Stekkinn koma klettar. Þar upp af er varða á hæð fram undir sjónum, en grasbakki fyrir framan, kölluð Miðaftansvarða. Hún hefur getað verið eyktamark frá Óttarsstöðum. Þar fram undan er klapparklettur sprunginn, kallaður Vondiklettur, því að þar flæddi fé oft. Þar skammt vestur af er töluvert stór grasblettur, sem var kallaður Bletturinn (108). Hann var alltaf grænn.
TungardurinnUppi í hrauninu, dálítið fyrir ofan þetta, er lægð, sem nefnist Leirlág, og kemur þar alltaf vatn upp með flóði.
Vestur af Kotakletti er stakur hóll, kringlóttur og sprunginn, nefndur Sigðarhóll. Skammt vestur af Miðmundaskarði er annar hóll sprunginn, sem nefnist Klofi.
Fyrir framan Blettinn er dálítið stór standklettur. Sjórinn fellur aldrei frá honum að framan. Þegar ylgja var í sjó, gat brimsúlan orðið eins og Geysisgos. Barst þá oft þari upp á Blettinn, og hefur hann gróið mikið upp af því.
Rétt vestan við Blettinn kom laut, og lá gatan í sveig fyrir hana. Nefndist þar Bogafar. Hér í gamla daga, þegar menn gengu milli bæja með olíuluktir, þá henti það í hvert sinn, sem farið var með slíka lukt um Bogafar, að ljósið drapst. Kenndu þar margir um einhverju dularfullu.
StraumsvikAllmiklu vestar liggur mikil klöpp fram í sjóinn, nefnd Björnshella. Fyrir ofan fjörukampinn var uppgróinn sandbakki, sem nefndist Sandar. Þar vestast eru landamerki milli Óttarsstaða og Lónakots. Ofan við Sanda er Sandatjörn, skiptist milli Óttarsstaða og Lónakots. Úr Söndum liggur landamerkjalínan í Markhól, sprunginn klapparhól skammt fyrir ofan kampinn. Þaðan liggur línan suðsuðaustur í Sjónarhól. Á honum er Sjónarhólsvarða, en suður frá honum er Sjónarhólshellir, fjárhellir stór inni í krika. Hann var áður yfirreftur, en nú er það dottið mikið niður. Skammt austur af Sjónarhól er stór hæð, sem er kölluð Vatnsstæðishæð. Gústaf hefur ekki séð þar vatnsstæði.
OttarsstadaborgRétt norður af Sjónarhól eru tvær vörður, er hétu Ingveldur og stóðu á Ingveldarhæð. Ekki er vitað, hvernig á Ingveldarnafninu stendur. Vestur og niður af Ingveldi voru kallaðir Tindhólar. Austur af Ingveldi er Jakobsvörðuhæð og á henni Jakobsvarða. Norðan undir hæðinni var eins og ævagamall stekkur eða rétt. Hæðin er suður af Klofa fyrrnefndum, við götuslóða, sem lá neðan frá Óttarsstöðum upp að fjárborg, sem er þarna miklu ofar.
Á háhæðinni á Kotaklifinu, við Skógargötuna, er Kotaklifsvarða. Þaðan liggur Skógargatan suður um hraunið.“
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimild:
-Gísli Sigurðsson, Örnefnalýsing fyrir Óttarsstaði (ÖÍ).

Óttarsstaðir

Óttarsstaðir – örnefni (ÓSÁ).

Hvaleyrarvatn

Í sumar (2022) standa yfir framkvæmdir í kringum Hvaleyrarvatn. Skv. upplýsingum á skilti, sem sett hefur verið upp á vesturbílastæðinu er ætlunin að betrumbæta bílastæðið og bæði lagfæra og fjölga göngustígum umhverfis vatnið.

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn – minjar (ÓSÁ).

Við upphaf framkvæmdanna spurðist fulltrúi FERLIRs fyrir um það hjá verktakanum hvort starfsmennirnir væru meðvitaðir um staðsetningu fornminja við vatnið. Hann hafði ekkert heyrt um neina fornminjar á svæðinu og virtist kæra sig kollóttan um hugsanlega tilvist þeirra. Nokkrum dögum síðar var búið að reka niður rauða hæla í tóftir Hvaleyrarsels og Ássels, en öðrum nálægum fornleifum hafði verið sleppt.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

Síðar vakti athygli að plastborði hafði verið strengdur umhverfis þrjár tóftir í seljunum tveimur. Þegar FERLIRsfulltrúinn spurðist fyrir um ástæðu þess að ekki væri búið að merkja aðrar nálægar fornleifar, s.s. stekkina neðan við bæði selin var svarið. „Hönnuðurinn virðist ekki hafa haft hugmynd um fornleifar við vatnið. Það kom honum a.m.k. mjög á óvart að spurst hafði verið um þær“.
Hafa ber í huga að upplýsingar um allar fornleifar við og nálægt Hvaleyravatns hafa verið aðgengilegar á vefsíðu FERLIRs í a.m.k. 20 ár. Ef hönnuðurinn kynni að „gúggla“ hefði hann ekki komist hjá því að fá nauðsynlegar upplýsingar um minjar við vatnið.
Nú þegar vitund hefur kviknað hjá a.m.k. einhverjum væri ekki úr vegi og taka upp þráðinn og merkja þær minjar, sem fyrir hendir eru, gangandi og hjólandi til fróðleiks…

Hvaleyrarvatn

Hvaleyrarvatn – upplýsingaskilti um framkvæmdirnar.

Alfaraleiðin

Hér er Alfaraleiðin rakin frá Kúagerði að Þorbjarnarstöðum í Hraunum við Hafnarfjörð. Þetta er austari hluti Almenningsvegarins frá Vogum, gamla þjóðleiðin millum Innnesja og Útnesja.
UpphafNæst er haldið frá Kúagerði upp fyrir Reykjanesbrautina og að austurjaðri Afstapahraunsins en þar mátti rekja götuna áfram en líklega er hún nú horfin undir nýbreikkaða brautina. Rétt við gamla Keflavíkurveginn á móts við Hvassahraun er Hvassahraunsrétt og þar finnst gatan aftur ofan vegarins. Hún liðast upp hólaklasann á milli Gamla-Keflavíkurvegarins og Reykjanesbrautarinnar. Innan við hólana hverfur hún síðan undir brautina rétt áður en vegirnir fara að liggja alveg samhliða austan Hvassahraunsbæjarr. Há uppfylling er þar sem Almenningsvegurinn kemur undan brautinni og þar er gatan mjög greinileg en vörður eru engar við hana á þessu svæði.
Handan Reykjanesbrautar kemur gatan í ljós skammt norðvestan við bifreiðaplan austan mislægra gatnamóta. Þar er hún vel greinileg, en vanrækt hefur verið að merkja „upphaf“ hennar þar. Þarna er kjörinn upphafsstaður ef fólk vill ganga leiðina áleiðis til Hafnarfjarðar, enda um þægilega göngu að ræða, ca. 1 1/2 – 3 klst.
Framundan er nokkuð hæðótt og gróið hraun þar sem vörður sjást  á stangli við götuna. Áberandi varða á hæð hægra megin götunnar er framundan. Þegar innar dregur liggur hún um nokkuð slétta, vörðulausa hraunfláka sem nefnast Sprengilendi. Í fyrstu er leiðin óljós en þegar komið er hálfa leið yfir „sléttuna“ skýrist hún verulega og hófför fara að sjást í klöppunum. Gatan liggur ofarlega á þessu svæði en þó aldrei meira en 3-400 m frá Reykjanesbrautinni. Varða er úleiðis hægra megin. Um er að ræða gamla hlaðna refagildru.

AlfaraleiðinInnan við Sprengilendið liggur slóðinn ofan við mjög klofinn og sérkennilegan hraunhól en ofan götunnar og hólsins er hæð sem heitir Taglhæð og á henni er merktur jarðsímastrengur. Þarna sveigir Almenningsvegurinn til austurs, hækkar dálítið og fjarlægist Reykjanesbrautina til muna. Næst er haldið yfir kennileitalítið svæði um nokkurn veg. Framundan til hægri við götuna og aðeins ofar er mjög sérkennilegur, stakur klettahóll sem er eins og hetta í laginu. Þessi hóll er mjög áberandi séður frá Reykjanesbrautinni þó hann sé ekki stór. Hér sjást lítil og fá vörðubrot við götuna. Nú fer útsýnið að víkka til muna og fljótlega sést í stóra sprungna klapparhæð í austurátt sem nefnist Smalaskálahæð[ir] og klapparhól í framhaldi af henni til suðurs. Stefna götunnar er fast hægra megin við hólinn í stefnu sem næst á Vífilfellið. Neðar sést í Kristrúnarborg, fallega heillega fjárborg frá Óttarsstöðum sem sögð er hlaðin um 1870 af Kristrúnu Sveinsdóttur húsfreyju á Óttarsstöðum og vinnumanni hennar. Handan borgarinnar er svo Smalaskálhæðir með fallegum jarðföllum sem gaman er að skoða. Í suðaustri sést varða í allnokkurri fjarlægð. Þar er selsvarðan ofan Lónakotssels. Selstígurinn liggur þarna yfir Alfaraleiðina þar sem tvær vörður eru við veginn.
Gvendarbrunnshæð heitir næsta hæð en sveigt er upp fyrir hana og farið um Löngubrekkur sem liggja utan í hæðinni ofanverðri. Nú sést í fjárskjól, Gvendarbrunnshæðarskjól, með hleðslum við op og er hellirinn í hæðinni við götuna. Fast austan við fjárskjólið er svo Gvendarbrunnurinn, gott vatnsból í klöpp en um brunninn þveran liggur gömul fjárgirðing á mörkum Straums og Óttarsstaða. Austar er komið að hárri og uppmjórri vörðu en hún er sú fyrsta af nokkrum fallegum vörðum sem standa við götuna frá Gvendarbrunnshæð að Kapelluhrauni. Nú taka Þrengslin við en þar liggur hún þröngt á milli hárra hraunhóla. Næsta kennileiti er hár og brattur klapparhóll með rismikilli vörðu sem sést víða að. Þar skammt frá liggur Rauðamelsstígur (Skógargatan/Óttarsstaðaselsstígurinn) yfir veginn. Norðar liggur svo vestari Straumsselsstígur yfir götuna, skammt vestan Miðmundarhæðar. Á hæðinni er há varða, Miðmundarvarða, eyktarmark frá Þorbjarnarstöðum. Neðan við Alfaraleidin-37hæðina er gatan mjög greinileg en frá hólnum uns hún hverfur loks undir háan hraunkantinn spöl fyrir ofan Gerði (starfsmannahús á vegum álversins). Þar  sem gatan lá upp á hraunið hét Brunaskarð syðra en það er nú með öllu horfið vegna rasks.
Framundan eru svo brunaruðningarnir á móts við álverið og að sjálfsögðu sést engin gata þar fyrr en komið er að Kapellunni sem stendur á hraunhól í miðju umrótinu rétt ofan við Reykjanesbrautina beint á móti álverinu. Kapellan er friðlýst lítið grjótbyrgi úr hraunhellum og snúa dyrnar í suðvestur en veggirnir eru tæplega mannhæðar háir. Kapellan er tileinkuð heilagri Barböru, dýrðlingi úr kaþólskum sið. Fyrir innan Kapelluna og allt til Hafnarfjarðar er gatan óljós eða með öllu horfin, en norðan Reykjanesbrautar, austan álversins, sést hún liðast um Hellnahraunið áleiðis að Hvaleyri. Þar er nú golfvöllur og stendur ein varðan innan um flatirnar. Skammt innan og norðan við hana stendur há og reisuleg markavarða.
Sjá MYNDIR.

Heimild m.a:
-Sesselja Guðmundsdóttir – Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi.

Ferðalangar

Selvogsgata

Í tilefni af því að FERLIRsferðirnar náðu tölunni 1800 laugardaginn 14. júlí var gamla Selvogsleiðin gengin frá Bláfjallavegi í Selvog. Leiðin er um 24 km.
Selvogsgata-603Eftirfarandi lýsing Gísla Sigurðssonar um gömlu Selvogsleiðina birtist í Þjóðviljanum árið 1973:
„Áður fyrr var álgengt, að farið væri í kaupstaðarferð til Hafnarfjarðar úr Selvogi. Gísli Sigurðsson, umsjónarmaður Minjasafns Hafnarfjarðar, fylgir okkur suður í Selvog eftir velheppnaða verzlunarferð í Firðinum. Gísli Sigurðsson, fyrrverandi lögregluþjónn, er margfróður um sögu Hafnarfjarðar og Reykjaness. Hann þekkir gamlar slóðir um Reykjanes eins vel og lófann á sér, og hefur gengið þær flestar margoft. Það er þess vegna ærin upplyfting að fara með honum í gönguför suður í Selvog. Seinna geta svo lesendur farið sjálfir af stað og látið þessa leiðarlýsingu Gísla vísa sér veginn.

Lagt af stað úr Firðinum Ein er sú gönguleið, sem ég tel með þeim skemmtilegri hér í nágrenni við höfuðborgina, það er Selvogsgatan eða Selvogsgata-604Selvogsleiðin, sem ég ætla að fara með ykkur um, og við skulum fylgja lestum þeirra Selvogsinga. Þeir hafa verið í kaupstaðarferð. Hafa búið vel upp á hesta sína. Þeir leggja upp frá plássinu, Akurgerði, og leiðin liggur suður yfir Hamarskotslæk suður á Mölina upp í Illubrekku, og sveigir til austurs neðan undir Austurhamri. Og þvi er nú til Selvogsgata í Hafnarfirði, að Selvogsingar fóru þessa leið. Við förum með lækjarsytru sem rennur með Hamarskotstúngarði upp á öldurnar þar ofan. Á leiðinni verða fyrir okkur nokkur móabörð og austasta barðið heitir Moldarbarð og er þar nú kirkjugarðurinn.
Mosahlíðin blasir nú við okkur, og við förum upp á Hrygginn, þaðan liggur leiðin niður undir Hraunið og yfir hraunrimann, og höfum við þá Lækjarbotnana á hvora hönd. A vinstri hönd eru Neðri-Lækjarbotnar þar sem tekið var vatnið i fyrstu Selvogsgata-605vatnsleiðsluna til Hafnarfjarðar.
En á hægri hönd eru Efri-Lækjarbotnar, nokkrar lautir i hrauninu með tæru vatni og fersku. Þegar yfir Hraunrimann er komið, er þar lækjarfarvegur, venjulega þurr nema á vetrum, og er þá Svinholt á vinstri hönd, en Gráhelluhraunið á hægri. Nokkru sunnar eru Moldir og er þá Setbergshlíð á vinstri hönd, allhá hlíð vaxin birkikjarri. Innar gengur fram svo kallað Háanef, en fyrir innan það hallar landinu móti okkur og er þar upp hraunbrekku að fara. Þar komum við að helli, sem heitir Kethellir. Suður af honum er hellir, sem mun hafa verið bæði í landi Setbergs og Hamarskots. Þarna var í eina tíð sel, að líkindum frá báðum þessum bæjum. Á tímum hraungosanna miklu úr Búrfelli hefur um þessa brekku runnið mikill hraunfoss. Við færumst fet fyrir fet upp brekkuna, en á brúninni komum við á grágrýtisklappir. Sléttuhlíðarhorn, og niður af þeim er þá Sléttahliðin á hægri hönd en Smyrilbúðarhraun á vinstri.

Selvogsgata-606

Svæðið, sem leiðin liggur um, kalla Selvogsingar Torfur og ná þær allt að gjá þeirri, sem er framhald af Hjöllunum. Gjáin er mjó en á þó sína sögu. Maður nokkur Kristján að nafni var þarna á ferð með folaldsmeri. Hann missti folaldið í gjána. Varð hann að fara til Hafnarfjarðar eftir mannhjálp til að ná folaldinu upp úr gjánni. Því kölluðu Hafnfirðingar gjána Folaldagjá, en Selvogsingar Stjánagjá. Frá Gjánni liggur leiðin suður eftir sléttu hrauni, sem heitir Helluhraun allt að okkar fagra Helgadal. Þar er gjá yfir að fara niður í dalinn. Leiðin upp úr dalnum liggur í troðningum tveim megin við rúst, sem ég hygg að sé fjárhúsarúst. Hún stendur nú undir vernd fornminjavarðar, allt frá því að Brynjólfur fræðimaður Jónsson frá Minna-Núpi var hér á ferð 1897.
En hraunriminn austur frá Helgadal geymir sína sögu. Í Setbergsannál segir svo frá við árið 1427: „Voru 12 þjófar í einu teknir syðra í helli einum í fjalli einu eða felli, þar sem nefnt er Húsfell. Voru allir hengdir um sumarið“. Í hraunrima þessum er hellir, og hygg ég, að þar sé hellir sá, sem um getur í annálum. Kannske getum við giskað á, hvar þjófar þessir voru réttaðir þegar við komum lengra.
Við höldum svo yfir Helgadalsás og niður af honum og austur um og förum þar eftir móbergsklöppum, og erum við þá komnir að Valahnúkum, norð-austan við Helgafell, okkar tignasta fell, sem ég trúi að margur Hafnfirðingur óski sér að deyja í og sitja þar að sumri og skrafa saman við langelda. Í Valahnúkum er Músarhellir. Þar sváfu eina nótt fjárleitarmenn á haustum, þeir sem smöluðu Norðurfjallið. Nú hefur helli þessum verið annað nafn gefið, heitir Valaból.
Og áfram höldum við og komum i grunnar dalkvosir sem heita Migludalir. Líklega hefur einhver áð þar á gæðing sínum, henni Miglu, sem skeiðaði allra hrossa mest. Nú liggur leiðin upp yfir hraunrima allbreiðan og er þar í gjá, sem nefnist Húsfellsgjá.

Selvogsgata-609

Þegar kemur upp fyrir hraunið taka við melhæðir með hraunrimum á milli. Svæði þetta heitir Strandartorfur, og segja munnmælin, að þar hafi Strandarkirkja átt skógaritak. Þar fer nú lítið fyrir skógi eða kjarri. Siðar hefur svæði þetta fengið nafnið Kaplatóur.
Þegar kemur suður fyrir taka við Hellurnar; er það helluhraun mikið og liggur upp undir Grindarskörð, sem blasað hafa við sjónum allt frá því, að við vorum hjá Músarhelli. Hér má sjá að um hafa farið langar lestir hesta, því víða eru gótur sorfnar í klappirnar. Hér hefur líka verið farið með rekstra, ekki sízt þegar aðalsláturhöfnin var i Hafnarfirði. Þegar við höfum farið um 10 mín. gang upp Hellurnar eru á hægri hönd klettar sem heita Gálgaklettar.
Mér er að detta í hug, að þegar Álftnesingar hafi verið búnir að fanga útileguþjófana í heimahögum sínum hafi þeir farið með þá að klettum þessum og hengt þá þar.

Selvogsgata-608

Þegar komið er eftir hellunum upp þar sem aðalbrekkan byrjar, er þar jarðafall mikið, þar í eru hellar nokkrir. 1927 eða 8 var einn þessara hella notaður af rjúpnaskyttum, sem stunduðu veiði upp um fjöllin og lágu þarna við nokkrar nætur. Þórðarhelli kalla ég þennan helli og kenni hann við Þórð nokkur Eyjólfsson, sem bjó á Brúsastöðum.
Þegar hér er komið taka við Mosarnir, og nokkru ofar er svæðið nefnt Flá, og er þá komið að örðugasta hjallanum, Kerlingarskarði. Þarna deildust vegir. Stígur lá upp hraunbungu á vinstri hönd, Grindarskarðastígur. Lá hann suður um austurenda Stórkonugjár upp að Heiðartoppi á Heiðinni há og austur áfram að Vindheimum í ölfusi.
Við höldum nú upp þennan örðuga hjalla. Brekkan er svo brött að kunnugir segja mér, að þeir hafi Selvogsgata-607orðið að hvila hestana minnsta kosti einu sinni áður en upp var komið. Svo komumst við á brekkubrúnina. Þá höfum við austan okkur Mið-Bolla, sem eru tveir, og vestan eru svo Þríbollar, sem Selvogsingar kalla Kerlingahnúka. Við hnúk næsta tökum við eftir stlg sem liggur yestur. Þetta er Námastigurinn og liggur vestur í Brennisteinsnámur. En við höldum áfram og liggur leiðin um austurenda Draugahliðar. Þar hefur bæði verið ruddur vegur og hlaðinn. Þegar niður kemur liggur leiðin yfir hraun, sem nefnist Skarðahraun, kennt við Grindaskörð. Þar förum við gegnum girðingarhlið og litið eitt austar eru svo tvær vörður, sem við köllum Tvívörður. Liggur nú leiðin austur og upp undir Kóngsfellið litla.
Í hrauntröðum, sem þar eru, blasir við okkur lítill skúti. Hann er kallaður Dauðsmannsskúti. Þar varð úti maður um 1860. Selvogsgata-441Skörðin búa yfir mikilli dul, þvi 1633 hvarf þarna maður og hefur ekkert af honum fengizt. Haldið var að tröll hafi heillað hann. Þorstanum svalað í Sælubunu Nú tekur leiðin á sig hlykk og stefnir vestur og liggur þar um svonefndan Grafning. Við Þrívörður eru vegamót. Þar niður eftir sléttu klapparhrauni liggur Stakkavíkurvegur, fyrir endann á vestari Hvalhnúk og slðan niður Fjallið niður um Selstig að Stakkavik og vestur að Herdísarvík. Annar stigur liggur nokkru austar niður Fjallið og heitir hann Hlíðarvegur, liggur í Hlíðarskarð og niður skarðið að Hlíð. Þessir vegir eru nú sjaldan farnir.
Þegar komið er niður úr Grafningi er komið I fagran dal, sem heitir Stóri-Leirdalur. Þar er grösugt og sléttar flatir norður með Hvalhnúknum. Úr Leirdal liggur leiðin upp í Hvalhnúkaskarð og niður úr því sunnan við gil, sem þar er.
Blasir nú við Fjallið, sem þeir kalla sSelvogsgata-442vo Selvogsingar, Herdísavíkurfjall, Stakkavíkurfjall og Hlíðarfjall,og er þetta afréttur þessara bæja í Selvogi. Þegar kemur fram úr Hvalhnúkaskarði liggur leiðin vestur undir hliðartöglum Heiðarinnar háu, er þar víða grösugt, og heita á vinstri hönd Hvalhnúkabrekkur.
Góðan spöl suður frá Skarðinu er hraunhóll mikill og heitir Þorvaldshóll. Þegar honum sleppir taka við móar og er gatan heldur ógreið um þá. Þá er komið í Litla-Leirdal, sem eiginlega er slakki utan í Heiðinni. Þar nokkru neðar er svo uppspretta og kringum hana flöt, og er þetta kallað Rituvatnsstæði. Nokkru neðar verða á vinstri hönd við okkur fell, sem heita Urðarfell. Þau eru tvö, Urðarfellið stóra og Urðarfellið minna. Þau eru aðskilin af gili er nefnist Kálfsgil. Í því er uppspretta nefnd Sælubuna. Gott vatn ungum sem gömlum.
Utan í Urðarfelli stóra er Strandardalur, en í Urðarfelli litla eru Hliðardalirnir tveir. Þá komum við i Katlana og Katlahraun. Við sniðskerum það vestur á við og erum þá komnir á fjallsbrúnina. Heita Selvogsgata-610hér Katlabrekkur þar sem leiðin liggur niður af fjallinu. Þar í grasivaxinni laut eru vegamót. Liggur ein leiðin þaðan út með Hlíðarfjalli og heitir þar Hlíðarvegur. Önnur leið er þarna og heitir Vogsósaleið. Liggur hún niður svæði sem kallast Rofin um Aldindal og Stekkjardali í Hlaupandahóla heim til Vogsósa.
Hópurinn dreifist En við skulum halda áfram ogstefna á byggðina. Leiðin liggur um Austur-Rofin,og sunnar er fell á vinstri hönd, sem heitir Vörðufell. Þar voru lögréttir þeirra Selvogsinga. En fell þetta er einnig frægt fyrir sinar mörgu vörður. Svo er mál með vexti, að þegar unglingar voru sendir að leita fjár eða annars búpenings, þá kom oft fyrir, að þeir fundu ekki gripina. Fóru þeir þá á Vörðufell, og ef þeir hlóðu vörðu brást það ekki að þeir fundu gripina.
Leiðin liggur þarna upp svo nefndar Eymu-Illhæðir eða Eymu-Hellhæðir, og svo er komið að Selvogsgata-611Kökhól og Skálinn er þar ekki langt frá. Austan leiðarinnar eru nokkrarhæðir, svo sem Strandarhæð og Strandarhellir, og þar skammt frá e r hellirinn Gapi, og enn sunnar er Bjarnarhellir. Á þessum stöðum eru rúmgóðir fjárhellar.
Nú erum við komnir niður á þjóðveginn og þar hittum við á vegamót. Við höldum svo niður í Klifið og eru þá Dalhólalágar á hægri hönd, en nokkru neðar á vinstri hönd eru Bjarnastaðahólar. Þeir sem byggja Þorkelsgerði fara nú í suð-vestur, en Bjarnastaðamenn og Nesmenn halda niður undir túngarð. Þar skilja enn leiðir, og halda Bjarnastaðamenn suður og heim, en Nesmenn austur með garði um slétta velli, sem heita Flatir, síðan í túngarðshliðið og heim til bæjar.
Við köllum þetta Selvogsleið eða Selvogsveg, en Selvogsingar kalla hana Suðurferðaleið, og er það einkennilegt, þvi leiðin liggur þvi sem næst i norður.

Selvogsgata-612

Þessi leið sem við höfum nú farið er ágæt gönguleið að sumri til. Tekur 6 klukkustundir að ganga hana þegar rólega er farið. Ráðlegg ég öllum sem vilja halda sér ungum að ganga hana tvisvar til þrisvar á sumri.“ Gísli Sigurðsson
Taka má undir orð Gísla að leiðin heldur eldrendum yngri. Sá hluti er nú var genginn, frá Bláfjallavegi í Selvog um Grindaskörð, er sem fyrr sagði, 24 km löng. Hér er Kerlingarskarðsleiðin látin liggja á milli hluta, hvort sem um er að ræða annan hluta Selvogsgötunnar eða tvískiptar götur Hlíðarvegar og Stakkavíkurvegar.
Selvogsgata-613Tvær vörður segja til um leiðina norðan Kerlingarskarðs-leiðarinnar.
Þær leiða göngufólk að neðanverðum Skörðunum. Neðarlega í þeim er leiðin nokkuð augljós. Úrbætur hafa verið gerðar á nokkrum stöðum á leið upp í öxlina norðan Konungsfells. Á seinni tímum hefur fellið fengið örnefnið „Stóri-Bolli“, en það stafar líklega af ókunnugleika. Samnefndur bolli er norðvestan í fellinu, all mikilfenglegar, en jafnframt mörgum duldar jarðminjar.
Þegar komið er yfir Skörðin skiptist Selvogsleiðin gamla í tvær leiðir, eða reyndar þrjár að meðtöldum Heiðarvegi. Tvær vörður gefa vísbendingu um gatnamótin. Heiðarvegurinn liggur þaðan að vestanverðum Bláfjallaenda, áfram niður með Kerlingarhnúk og niður í Ölfus. Frá Endanum er gatan vörðuð að mestu.
Hinar tvær leiðir Selvogsgötunnar eru annars vegar til vinstri niður með hraunbrúninni og hins vegar upp á hana og yfir. Leiðirnar koma saman skammt sunnar, milli Konungsfells og Litla-Kóngsfells. Vörður vísa leiðina. Síðarnefndin er öllu greiðfærari um slétt helluhraun.
Að þessu slepptu skýrir gatan sig nokkuð vel þegar gatnamótum (tvær vörður) Grindaskarðsleiðar annars vegar og Kerlingarskarðsleiðar hins vegar sleppir. Gatan getur að vísu verið torráðin á köflum, s.s. neðan Fossagils, neðan Hvalshnúkaskarðs og sunnan við Strandarmannahliðið. Að öðru leiti ætti leiðin að vera auðrakin þeim er kunna að lesa landið. Aðrir gætu lent í vanda á þessari leið.
Þess má geta að jafnan þegar auglýstar eru ferðir um „Selvogsgötuna fornu“, jafnvel af virtum ferðafélögum, er Hlíðarvegurinn jafnan genginn um Kerlingarskarð að Hlíðarskarði. Það verður að teljast alveg sérstaklega ódýr biti í hundskjaft, ekki síst ef tekið er tillit til hinnar sögulegu notkunar og þróunnar vega (leiða) millum Selvogs og Hafnarfjarðar. Minna má á, ekki síst vegna þessara leiða, að mikil makatengsl lágu fyrrum milli þessara byggðalaga og eiga afkomendurnir þeim miklar þakkir skyldar.
Frábært veður. Gangan tók 7 klst og 7 mín.

Heimild:
-Þjóðviljinn, 15. júlí 1973, Gísli Sigurðsson, Gamla Selvogsleiðin, bls. 6-7Selvogsgata-602

Kaldársel

Fróðlegt er að sjá skráningu Minjastofnunar á Kaldárseli. Skv. henni var selið vestan við fyrsta hús KFUM og K frá árinu 1925 þar sem fyrrum var hestagerði (stekkurinn).

Kaldársel 1932

Kaldársel 1932. Tóftir selsins hægra megin.

Á gömlum myndum, allt til 1936, sjást selstóftirnar vel austan við húsið. Daniel Bruun bæði teiknaði og ljósmyndaði selið um 1880. Ef vettvangurinn er skoðaður er augljóst hvar selið var, bæði má þar enn sjá garða og tóftir þess. Grjótið úr tóftunum fór undir gólf viðbyggingar hússins.
Fornleifaskráning þessi lýsir, líkt og svo margar aðrar, litlum metnaði hlutaðeigandi….

Kaldársel

Kaldársel – uppdráttur Minjastofnunar.

Þorbjarnastaðir

Tóftir Þorbjarnastaða eru síðustu heillegu minjar af íslenska torfbænum í umdæmi Hafnarfjarðar (áður Garðahrepps). Bærinn eru hluti af heilstæðu búsetulandslagi Hraunajarðanna ofan og utan Straumsvíkur og í þeim felast því mikil vanmetin menningarverðmæti.

Tóftir Þorbjarnastaða

Túngarðurinn við Þorbjarnarstaði er hlaðinn tvöfaldur. Ástæðan er tvíþætt; annars vegar er um útfærslu að ræða og hins vegar endurgerð. Bæjartóftirnar eru dæmigerðar fyrir bæjarstæði. Bærinn var úr torfi og grjóti, en nýjustu viðbyggingar og útihús voru með bárujárnsþaki. Tréþil stóðu mót suðri. Heimtröðin er milli gaflana og dæmigerðs matjurtargarðs í umgirtum hallanda. Brunngatan er til norðausturs að Tjörnunum. Þar, sem ferskt vatn kemur undan hrauninu, er hlaðinn brunnur svo og steinbrú. Á hana var ull og þvottur lagður eftir atvikum í þerrum.
Í landi Þorbjarnarstaða má finna allt það er tilheyrði gömlu bæjararfleifðinni; auk íbúðar- og útihúsa, hlaðinn túngarð, réttir, stekki, fjárskjól, götur og stíga, eyktarmörk, brunna, vatnsból, byrgi, selstöður, vörður og álagabletti.
Hafnarfjarðarbær á heimajörðina, en hefur langt í frá sýnt henni tilhlýðilega virðingu. Íslenska álfélagið keypti útjörðina af bænum fyrir nokkrum árum. Til stóð að selja hana alla, en nokkrir bæjarfulltrúar með skilningshjarta komu í veg fyrir það.
Stekkur við ÞorbjarnarstaðiÍ örnefnaskrá fyrir Þorbjarnarstaði má sem svolítið áþreifanlegt sýnishorn nefna Þorbjarnarstaðakerið. Það virðist hvorki merkilegt né áhugavert, er jafnvel ósýnilegt þeim sem ekki kunna að lesa landið, en er samt sem áður ágætt dæmi um hlutdeildina í hinu áðurnefnda ómetanlega búsetulandslagi.
„Úr skarðinu [á Kapelluhraunsbrúninni/Brunabrúninni] liggur alfaraleiðin vestur um Hraunin ofan eða sunnan garðs á Þorbjarnarstöðum. Þegar hér er komið, verður fyrir stígur, er liggur frá Gerðinu, nefnist Gerðisstígur. Lá stígur þessi suður með vesturbrún Brunans. Skammt sunnar lá stígurinn um Hólaskarð milli Brunans og Hólanna, og var hann því allt eins nefndur Hólaskarðsstígur. Rétt sunnan við Skarðið var vik í Brunann. Hér vestur af eru klettaborgir miklar; í lægð milli þeirra er Þorbjarnarstaðaker, djúpt jarðfall, og var þar hætta fyrir fé. Það komst ekki upp úr. Þorkell Árnason bóndi á Þorbjarnarstöðum hlóð tröppur upp, og eftir það var fé engin hætta búin. Lægðin nefndist Stóridalur. Skammt vestar var svo Litlidalur. 

Þorbjarnarstaðakerið

Ofan við Hólana allt frá Bruna og vestur að Óttarsstaðarauðamel liggur Seljahraun. Seljahraunsstígur liggur gegnum það upp með Brunanum. Seljatún nefndist lítil, gróin flöt norðan hraunsins.“
Þorbjarnarstaðakerið er vandfundið, líkt og önnur mannvirki í Hraununum. Það er þó þarna. Hleðslan er áþreifanlegur minnisvarði um Þorkel bónda – og burkninn, sem þar vex nú, er hinn ágætasti minnisvarði um þann ágæta mann. Þorkell, sem var frá Guðnabæ í Selvogi, og Ingveldur, dóttir Jóns Guðmundssonar hreppsstjóra á Setbergi (Guðmundar Jónssonar hins fjárglögga úr Tungunum), einnig þá í Garðahreppi, áttu 11 börn. Þorkell var löngum við róðra eða vinnumensku annars staðar, en Ingveldur annaðist bæði uppeldi barnanna og búreksturinn. Segja má því með sönnu að Ingveldur Jónsdóttir hafi verið dæmigerð móðir, dugnaðarkona og því verðug að minnast – ekki síst í ljósi síðari tíma krafna um jafnrétti versus ábyrgð og skyldur.

Thorbjarnarstadir

Áætlanir eru uppi um að „valta yfir“ menningarminjar í Selhrauni (Selhraunum) og nágrenni og gera þar akstursæfingasvæði. Slík framkvæmd, ef af yrði, væri hin mesta sóun menningarverðmæta í umdæmi Hafnarfjarðar á síðari árum – og er þó nóg komið af slíku síðustu ár og áratugi.
Hvorki Byggðasafn Hafnarfjarðar né menningarfulltrúi Hafnarfjarðar, hvað þá kjörnir bæjarfulltrúar, hafa svo sem lyft litlafingri til mótvægis við fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu. Nýleg fornleifaskráning á svæðinu er í einu orði sagt háðung. Og íbúarnir virðast algerlega ómeðvitaðir, og jafnvel áhugalausir, um verðmæti svæðisins til lengri framtíðar litið. Þarna er jú um að ræða eina vitnisburð og einu tengsl íbúanna við fortíðina, þá arfleifð er skilaði þeim til þessa dags – nútímans. Hana ber bæði að virða og heiðra – markvisst.
Sá einn sem fær tækifæri til að standa á barmi Þorbjarnarstaðakersins, staldra við og horfa niður á hleðslurnar og gróðurinn, veit hvaða mikilvægi fortíðin hafði fyrir nútíðina. Hleðsla Þorkels sést enn og er táknræn – henni var ætlað fyrir fé er rataði óvart niður í kerið í snjóum, en hefði ella orðið þar til. Fyrir tilstuðlan hleðslunnar komst það upp úr jarðfallinu – og lifði.

Thorbjarnarstadir

Þorbjarnastaðaborg.

Straumsselsstígur

Á vefsíðu Fjarðarfétta um Ratleik Hafnarfjarðar má lesa eftirfarandi um „þjóðleiðir„:

„Þjóðleiðir eru leiðir markaðar með fótsporum manna og dýra í gegnum aldrinar og víða má enn sjá greinileg ummerki þeirra.

Selvogsgata

Selvogsgata

Selvogsgata ofan Lækjarbotna.

Selvogsgata er þjóðleið milli Hafnarfjarðar og Selvogs í Ölfusi, um dagleið þegar hún er farin í einum áfanga.
Frá Setbergshverfi er Botnalæk fylgt framhjá Hlébergsstíflu að uppsprettunni í Lækjarbotnum. Sunnan Lækjarbotna liggur Selvogsgatan í slakkanum milli Setbergshlíðar og Gráhelluhrauns að Kethelli. Gatan er aðeins á fótinn þar til komið er að brún Smyrlabúðahrauns. Ferðalangar fyrri alda hafa mótað götuna sem liðast eins og farvegur á milli hrauns og Klifsholta. Við Smyrlabúð gengur nýleg reiðgata þvert á Selvogsgötu, sem liggur áfram yfir Folaldagjá og fylgir varðaðri slóð um Mosa að vatnsveitugirðingu og misgengi Helgadals. Girðingunni er fylgt um stund og farið yfir hana á blásinni sandöldu. Gengið er með Valahnúkum, um Mygludal, yfir Húsfellsgjá og línuveg að höfuðborgargirðingunni. Þar er hlið á girðingunni við austurenda Kaplatór. Slóðin liggur í gegnum Þríhnúkahraun, framhjá Strandatorfum, eftir varðaðri leið um Hellur og yfir Bláfjallaveg upp í Grindaskörð. Þegar komið er upp á fjallsbrún er hægt að þræða leiðina og fylgja vörðum alla leið austur í Selvog.

Undirhlíðaleið

Undirhliðarvegur

Undirhlíðarvegur.

Undirhlíðaleið hefst við Kaldársel og liggur norðan Undirhlíða yfir Bláfjallaveg að Vatnsskarði. Þar er farið yfir Krýsuvíkurveg og gengið með Sveifluhálsi um Norðlingasand og Sandfellsklofa upp að Hrútagjárhrauni, yfir Norðlingaháls um Stórusteinabrekku, framhjá Köldunámum, um Hofmannaflöt í áttina að Katlinum. Þar tekur Ketilstígur við og liggur yfir Sveifluháls framhjá Arnarvatni, að Seltúni þar sem heimalönd Krýsuvíkur taka við.

Rauðamelsstígur

Óttarsstaðasel

Rauðamelsstígur.

Rauðamelstjörn er í djúpri námu þar sem Rauðamelur var áður, við gamla Keflavíkurveginn sunnan við Straum. Frá námunni liggur leiðin vestan við Gvendarbrunn, suður um Mjósund að Óttarsstaðaseli. Þar er stefnan tekin á Trölladyngju og farið vestan undir Skógarnefjum, sunnan Einihlíða og norðan Lambafells að Bögguklettum. Þá er haldið áleiðis að Dyngjuhálsi austan Trölladyngju. Þegar komið er yfir hálsinn er farið um Hörðuvelli og suðurenda Fíflavallafjalls og yfir slétt helluhraun norðan Hrútafells í áttina að Hrúthólma. Þar liggur Rauðamelsstígur inn á Hrauntungustíg og fylgir honum í áttina að Ketilstíg.

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur liggur frá Áslandi um Hádegisskarð með Hamranesi og suður yfir Háabruna að Hrauntungum í Almenningi.

Hrauntungustígur

Hrauntungustígur.

Þaðan liggur leiðin milli Gjásels og Fornasels, hjá Hafurbjarnarholti upp í hæsta hluta Almennings að Sauðabrekkum. Farið er yfir Sauðabrekkugjá um Mosa vestur fyrir Fjallið eina að Hrútagjárdyngju. Stefnt er á Hrúthólma og farið um helluhraun að Hrútafelli og þá er stutt í Ketilstíginn, sem liggur yfir hálsinn til Krýsuvíkur.

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur

Stórhöfðastígur.

Stórhöfðastígur liggur frá Ástjörn um Hádegisskarð og Ásflatir, sniðhallt yfir Bleikisteinsháls að Hamranessflugvelli og út á Selhraun. Gengið er suður með Stórhöfða þar til Kaldársel blasir við, en þá hlykkjast leiðin á hraunhrygg að Bruna og í áttina að Snókalöndum. Þegar þangað er komið er farið yfir Krýsuvíkurveg í áttina að Brundtorfum og þrísteinavörðum fylgt að Fjallgjá. Gengið er með misgenginu að Fjallinu eina og austanverðum fjallsrótum fylgt að Hrútagjárdyngju. Þar mætast Stórhöfðastígur og Undirhlíðavegur sem fylgja norðanverðum Sveifluhálsi að Ketilstíg.

Alfaraleið

Alfaraleiðin

Alfaraleiðin.

Það er víða auðvelt að fylgja Alfaraleiðinni, en svo nefnist elsta leiðin á milli Innnesja og Suðurnesja. Gatan er víða vel mörkuð í hraunhelluna eftir aldalanga notkun, en hún lagðist af þegar vélknúin farartæki tóku við hlutverki hestanna.
Þegar komið er vestur fyrir tóftina í Kapelluhrauni liggur leiðin spölkorn suðaustan Þorbjarnastaðatúngarðs nærri Tókletti. Hún hlykkjast í áttina að Suðurnesjum um hraunlægðir sem nefnast Draugadalir. Á þessum slóðum er gatan vel vörðuð og auðvelt að fylgja henni að Gvendarbrunni og meðfram Löngubrekkum. Þegar komið er framhjá þeim fækkar vörðunum en slóðin sést ágætlega þar sem hún liggur hjá Taglhæð um Sprengilendi í áttina að Hvassahrauni. Þar skiptir leiðin um nafn og nefnist eftir það Almenningsvegur þar sem hann liggur um Kúagerði og Vatnsleysuströnd að Vogum. Við Vogastapa tekur Stapagatan við, en svo nefnist gamla leiðin sem liggur frá Vogum til Njarðvíkur.

Gerðisstígur

Gerðisstígur

Gerðisstígur.

Stígurinn liggur frá Gerði í Hraunum, með vesturbrún Brunans eða Kapelluhrauns í áttina að Gjáseli. Slóðin er vörðuð að litlum hluta og fyrir nokkrum árum var hún stikuð, af starfsmönnum Byggðasafns Hafnarfjarðar. Leiðin liggur að malarnámum þar sem áður var Þorbjarnarstaðarauðimelur í áttina að Efri-Hellum sem þekkjast á áberandi hraunkletti. Þar verður slóðin óljós þar sem hún liggur um Kolbeinshæð og Laufhöfðahraun að Gjáseli. Þegar þangað er komið er hægt að halda áfram yfir skógræktargirðingu að Fornaseli og þaðan liggur Hrauntungustígur í áttina að Krýsuvík.

Dalaleið

Vatns- og Dalaleið

Vatns- og Dalaleið.

Dalaleið liggur frá Kaldárseli um Kýrskarð í Undirhlíðum, suður fyrir Gvendarselshæð og um Bakhlíðar að Leirdalshöfða. Þar eru Slysadalir og farið er yfir Leirdalsháls, um Kjóadali sunnan Háuhnúka, norður með Breiðdalshnúk að Vatnshlíðarhorni yfir Blesaflatir að Kleifarvatni. Vatnsborði Kleifarvatns er fylgt undir Hellum og farið yfir móbergsklettana Innri- og Ytri Stapa í áttina að Vesturengjum í Krýsuvíkurlandi.

Straumsselsstígur

Straumsselstígur

Straumsselsstígur.

Straumsselsstígur liggur frá Straumi um hlað Þorbjarnarstaða, norðan Draughólshrauns um Flárnar ofan Katla í áttina að Straumsseli. Þaðan liggur leiðin um Straumsselshellnastíg framhjá Gömluþúfu í áttina að Sauðabrekkugjá þar sem stígurinn sameinast Hrauntungustíg. Leiðin liggur um Mosa, síðan norður með Hrútagjá og sunnan Mávahlíðar, framhjá Hrúthólma og Hrútafelli yfir hraunhellurnar að Ketilstíg.“

Texti: Jónatan Garðarsson – https://ratleikur.fjarðarfréttir.is/ratleikur

Selvogsgata

Gengið um Selvogsgötu.

Almenningur

Þær jarðir innan staðarmarka Hafnarfjarðar suð-vestur af kaupstaðnum voru nefndar áður einu nafni Hraun(a)jarðir, vestan Straumsvíkur, nú helsta kennileitis svæðisins. Minna fer nú fyrir minjum og rústum gömlu bæjanna. Þetta voru jarðirnar Stóri-Lambhagi, Þorbjarnarstaðir, Straumur, Óttarsstaðir, Lónakot og Svínakot. Jörðin Hvassahraun var ein af Hraun(a)-jörðunum, en hún var í Vatnsleysustrandarhreppi. Þessar jarðir voru allar í eigu Viðeyjarklausturs um tíma og urðu því kóngsjarðir með siðaskiptunum 1550. Ofan við jarðirnar (sunnan) er stór almenningur þar sem þessar jarðir áttu ítök, sem gert er grein fyrir í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns.

Straumssel

Straumssel.

“Eftir að kóngsjarðirnar í Hraununum höfðu verið seldar á árunum 1837-39 – Lambhagi var þó seldur 1827- reis fljótt upp ágreiningur um eignarheimildir á hinum svonefnda Almenningi. Eftir að þeir Magnús Árnason, Guðmundur Eyjólfsson, líklega í Stóra Lambhaga og Guðmundur Guðmundsson, þá á Þorbjarnarstöðum, höfðu skrifað stiftamtmanni 29. 10. 1847, fyrirskipaði hann sýslumanni að rannsaka málið. Stiftamtmaður taldi, að hugsanlegt væri, að Almenningurinn væri eftir sem áður kóngsland, þar sem jarðirnar í Álftaneshreppi ættu ítök þar til viðarhöggs og kolagjörðar, sbr. Kópíubók í Þjskjs. Samkvæmt þessu boðaði sýslumaður bréflega og með auglýsingu 18.5. 1848 til áreiðar, er fram átti að fara 2.6. þ.á., sbr. Kópíubók nr. 767-69. Áreiðin fór fram á tilsettum tíma og var gerðin bókuð í aukadómsmálabók, nú á Þjskjs. Gögnin voru send amtinu 10.6. (nr. 784). Amtið svaraði 15.6. og leyfði þá Hraunbæjarmönnum einum afnot óskert, sbr. Kópíubækur.

Í Straumsseli

Gerði í Straumsseli.

Í samræmi við þetta tilkynnti sýslumaður friðlýsingu skógarins innan tiltekinna marka 19.6. (nr. 789). Friðlýsingin var svo birt á manntalsþingi í Görðum næsta dag, 20.6. 1848, samkvæmt þingbók. En 24.1. 1849 tilkynnti sýslumaður stiftamtmanni, að það myndi ekki vera nauðsynlegt að láta Hraunabændur fá ný bréf fyrir jörðum sínum (nr. 930). Á manntalsþingi í Görðum 22.6.1849 birti sýslumaður auglýsingu Guðmundar Guðmundssonar “sem umsjónarmanns Almenningsskógarins viðvíkjandi takmörkun þessa skógarlands, reglulegri yrkingu sama og fleiru,” samkvæmt þingbók, en sjálf auglýsingin er færð í afsalsbréfabók Ltr. C no. 81.

Laufhöfðavarða

Laufhöfðavarða.

Sama dag voru samþykktar lögfestur Guðmundar fyrir jörðunum Óttarsstöðum og Straumi, Ltr. C no. 81 og 82.” Í skoðunar- og áreiðargerðinni er mörkum lýst með þessum hætti: “Að neðan byrjar það nyrst við Kolbeinshæð, gengur svo til vesturs niður að Markhólum fyrir neðan Lónakotssel, hvar skógurinn endar á móti suðri. Þó gengur skógartunga þríhyrnt niður frá alfaraveginum. Hennar botn eða breidd er að ofan og gengur frá Löngubrekkum til suðurs að Markhólum. Sporður skógarspildu þessarar endar í útnorðri við Brunnhólavörðu skammt fyrir ofan Lónakot. Að norðan gengur skógarlandið frá Kolbeinshæð til landsuðurs langs með Kaphelluhrauni og Brunanum upp að Stórhöfðastíg, þaðan til suðurs í Fremstahöfða langs með Brunanum suður að Fjallinu eina, þaðan til vesturs og útnorðurs í krókum og hlykkjum allt niður að Markhólum. Allt þetta land sem álíst að vera ein fermíla að stærð viðurkenna allir þeir sem mætt hafa að kallað sé með aðalnafni (gamalt) Almenningur.” Ein dönsk fermíla er nú ca. 7,5 x 7,5 km eða ca. 56 ferkílómetrar. Sá hluti sem er innan staðarmarka Hafnarfjarðar er 29,71 ferkílómetri.

Hvassahraunssel

Hvassahraunssel.

Töluverður hluti almenningsins er einnig innan staðarmarka Vatnsleysustrandarhrepps, aðallega upp af Hvassahrauni. Haft er í huga að almenningurinn verði skilgreindur með þeim hætti að hann fari með engu móti inn á eignarlönd Hraunjarðanna, sem eru eins og fram hefur komið Lónakot, Óttarsstaðir, Straumur, Stóri-Lambhagi, Þorbjarnarstaðir og Svínakot, heldur væri hann allur sunnan jarðanna. Í því sambandi má nefna aðalmenningur er í skoðunar- og álitsgjörðinni frá 2. júní 1848 sagður ná að Brunnhólavörðu sem er skammt fyrir ofan Lónakot. Í staðinn er almenningurinn skilgreindur varlega á þessu svæði og látið nægja að fara með norð-vesturmörk almenningsins að alfaraveginum sem er töluvert sunnan Brunnhólavörðu. Getið er um Markhóla í skoðunar- og áreiðargjörðinni. Þrír Markhólar eru í almenningnum, einn neðan Lónakotssels, annar nálægt Óttarsstöðum og sá þriðji við Straum. Þess ber að geta að Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá því um 1700 staðfestir að um gamlan almenning er að ræða. Verður nánar gerð grein fyrir því ígreinargerðinni sem síðar verður lögð fram. Merkjalýsing frá punkti í Markrakagil (Markagil), sem er í samræmi við varakröfu ríkisins, tekur mið af merkjalýsingu Garðakirkjulands samkvæmt landamerkjabréfi nr. 154, sem Þórarinn Böðvarsson prófastur í Görðum undirritaði 7. júní 1890 og þinglesið var á manntalsþingi í Görðum hinn 9. júní 1890, sbr. 3. lið. Verður nánari grein gerð fyrir lýsingunni í greinargerð. Landamerkjalýsingar á Hraunjörðunum sem þinglýst var 9. júní 1890 eru sérstaklega milli jarðanna.

Skjól við Gömlu-þúfu

Skjól við Gömlu-Þúfu.

Í þessum lýsingum er farið langt út fyrir hin eiginlegu eignarréttindi jarðanna til suðurs. Þessar landamerkjalýsingar eru milli eigenda Hraunajarðanna, þær eru einhliða gerðar og ekki samþykktar af öðrum aðilum sem tengjast málinu og hagsmuna hafa að gæta svo sem ríkinu og sveitarfélaginu. Hafnarfjarðarbær er þeirrar skoðunar að umræddur almenningur sé landsvæði utan eignarlanda þó að einstaklingar eða lögaðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignar-réttindi. Þær landamerkjaskrár sem gerðar voru á milli Hraunajarðanna og þinglýst var 9. júní 1890 og miðuðu við að afmarka þær jarðir breyta því engu um ofangreind mörk milli Hraunjarðanna annars vegar og almenningsins hins vegar. Að því leyti sem þær ná yfir almenninginn voru þær einungis gerðar að nafninu til, þar sem þær eru án samþykktar allra hlutaðeigandi. Landamerkjabréfin frá 1890 breyta því ekki efni þeirrar skoðunar- og áreiðargerðar frá 1848 sem gerð var með samþykki allra hutaðeigandi og fela því enn síður í sér sönnun um beinan eignarrétt yfir því landi sem fyrr var afmarkað sem almenningur. Gildi þessara landamerkjabréfa nær því eingöngu til marka milli Hraunjarðanna. Ljóst er að menn máttu ekki einhliða auka við land sitt eða annan rétt umfram það sem verið hafði. Tilvist þessara landamerkjabréfa breyta því engu um mörk almenningsins sem ákveðin voru með skoðunar- og áreiðargerðinni 2. júní 1848.
Þó að stiftamtmaður hafi heimilað Hraunabæjarmönnum einum afnot af almenningnum árið 1848 veitti það þeim ekki rétt til þess að útvíkka mörk jarða sinna með þeim hætti sem þeir gera með þeim samningum sín í milli sem þinglýst var 9. júní 1890.

Réttarklettar

Rétt við Réttarkletta.

Þessir þinglýstu samningar breyta engu um eignarheimildir eigenda Hraunjarðanna. Hafnarfjarðarbæ finnst rétt að þegar komi fram að þetta land sen ríkið gerir kröfu um að verði úrskurðað sem þjóðlenda er framtíðarbyggingarland bæjarins og litið er svo á að bærinn muni fá þetta land sem er innan staðarmarka Hafnarfjarðarbæjar frá ríkinu sem byggingarland. Rökin bæjarins fyrir því eru: 1) Með lögunum um þjóðlendur o.fl. nr. 58/1998 er ekki gert ráð fyrir því að skerða hagsmuni sveitarfélaga til lands, sem þýðir að land sem er á láglendi, nálægt þéttri byggð og er á skipulagi sem byggingarland sveitarfélags verður það áfram þrátt fyrir gildistöku nefndra laga um þjóðlendur. Þegar litið er til efnis laganna, greinargerðarinnar með frumvarpinu og umræðna á Alþingi er alveg ljóst að það samrýmist ekki nefndum lögum um þjóðlendur nr. 58/1998 að meina Hafnarfjarðarbæ að skipuleggja þetta land sem byggingarland. 2) Með samningi 28. apríl 1964 höfðu Hafnarfjörður og Garðahreppur (nú Garðabær) makaskipti á löndum. Í hlut Hafnarfjarðar kom sá hluti Garðahrepps sem lá sunnan við Hafnarfjörð. Þar var um að ræða umræddan almenning. Á móti féll Hafnarfjörður frá leigurétti sínum á ræktunarspildum úr landi jarðeignadeildar ríkisins á Hraunsholti og við Arnarnes samkvæmt leigusamningi, dagsettum 14. nóv. 1940.

Straumsvík

Straumsvík.

Í framhaldi þessara makaskipta samþykkti Alþingi frumvarp til laga um lögsagnarumdæmi Hafnarfjarðar og breyttust lögsagnarumdæmi sveitarfélaganna tveggja í samræmi við þennan makaskiptasamning. Samþykkti ríkið því með þeim lögum þennan makaskiptasamning sveitarfélaganna. Fær Hafnarfjörður skv. því almenninginn sem framtíðarbyggingarland og Garðabær, Hraunsholtið og Arnarnesmýrina sem Garðabær hefur nú úthlutað að stærstum hluta undir byggingarlóðir. 3) Hafnarfjarðarbær hefur þegar skipulagt þetta umrædda landsvæði að hluta sem byggingarland og hafa atvinnuhús verið byggð nyrst á þessu landi, eða því landi sem næst er álverinu í Straumsvík. Þetta land hefur að öðru leyti verið skipulagt, sbr. meðfylgjandi skipulagsuppdrátt fyrir aðalskipulag Hafnarfjarðar 1995 til 2015.
Þetta landsvæði ofan (sunnan) við Straumsvík er, eins og þegar hefur komið fram, framtíðarbyggingarland Hafnarfjarðar. Framlögð skjöl: 1) Uppdráttur 2) Staðfest ljósrit af samningi milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar dags. 28. apríl 1964 3) Aðalskipulagsuppdráttur fyrir Hafnarfjörð 1995-2015.
Hér er orðið fullljóst að markmið Hafnarfjarðarbæjar er að byggja þar sem nú er óraskað hraunið í Almenningi.
Sjá MYNDIR.

Heimild:
-Óbyggðanefnd.
-Guðmundur Benediktsson hrl. f.h. Hafnarfjarðarbæjar.
-Magnúsar Más Lárussonar fyrrverandi rektors Háskóla Íslands um merki Krýsuvíkurlands. bls. 26.

Í Almenningi

Í Almenningi.