Færslur

Hólahjalli

Eftirfarandi spurning var send til FERLIRs þann 1. ágúst 2021. Sendandinn nefndi sig Björgvin.

“Góðan daginn.

Hólahjalli

Hólahjalli – göngustígur og skúr framundan.

Vitið þið söguna á geymslunni hjá rólóvellinum fyrir neðan Hólahjalla? – hnit: 64°06’31.3″N – 21°52’57.4″W.
Bestu kveðjur og takk fyrir fróðleikinn hérna inn á.”

FERLIRsfélagar fóru á vettvang og skoðuðu aðstæður. Þarna, neðan Hólahjalla og ofan Heiðarhjalla í Digraneshæð (-hlíð) í Kópavogi, er trjágróið svæði á milli. Lítill róluvöllur er á því vestanverðu. Göngustígur gengur langsum eftir því neðan og ofan húsaraðanna. Skammt austan og ofan við róluvöllinn eru læsta dyr á steyptum skúr þöktum torfi. Svo virtist sem skúrinn væru leifar af eldri byggð í hæðinni, en þarna voru á frumbýlisárum Kópavogs u.þ.b. 15 smábýli eða “blettir”.

Send var fyrirspurn til skipulags Kópavogsbæjar.
“Sæl, getið þið upplýst hvað mannvirki er hérna um að ræða – á grónu svæði neðan Hólahjalla (gulur hringur) – sjá meðfylgjandi mynd. Á það sér einhverja sögu?”
Ólíkt öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þegar sambærilegar fyrirspurnir eru sendar á vefföng þeirra, barst fljótlega svar frá Karlottu.

“Sæll FERLIR.
Skúrinn er á bæjarlandi og er læstur, það eru í raun einu upplýsingarnar sem ég hef fyrir þig núna en ég ætla að áframsenda fyrirspurn þína til garðyrkjustjóra Kópavogsbæjar sem kemur úr sumarfríi eftir helgi. Mér þykir líklegast að hann hafi upplýsingar um mannvirkið.”

“Sæl Karlotta,
og þakka viðbrögðin. Líklega er þarna um að ræða hluta af einu smáhýsanna 15 sem voru þarna í hlíðinni fyrrum, en voru látin víkja fyrir nýrri byggð. Spurningin er um hvort vitað sé hvaða smábýli það tilheyrði og á það sér einhverja skráða sögu fyrst þessi hluti fékk að standa óhreyfður?”

Friðrik Baldursson, garðyrkjustjóri, brást vel við:

Hólahjalli

Hólahjalli – skúrinn.

“Sæl verið þið.
Skemmtilega útgáfan er að þetta sé inngangur í neðanjarðabyrgi frá kaldastríðsárunum en raunveruleikinn er sá að þetta var víst byggt sem kartöflugeymsla af þeim sem þarna fengu úthlutað sk. ræktunarreit á fimmta áratug síðustu aldar, þar sem nú er Hólahjalli og Heiðarhjalli.”

“Sæll,
þakka kærlega fyrir upplýsingarnar. Getur þú nokkuð frætt okkur hverjum ræktunarbletturinn tilheyrði á meðan var?”

“Sæl aftur.

Hólahjalli

Uppdráttur frá 1990. Hús nr. 2 er Digranesblettur 73.

Sjá meðfylgjandi uppdrátt frá 1988 sem ég skannaði. Grunnurinn gæti samt verið eitthvað eldri því sum þessara húsa voru horfin 1988.
Þarna var Digranesblettur 73, kallaður Hraun, sem var 0,71 ha að stærð. Erfðafestusamningur var gerður um landið við Axel H. Sölvason 9. ágúst 1938.
Skv. grófmælingu stóð húsið þar sem rólan er núna og kartöflugeymslan hefur þá verið aftan við húsið.
Hér að neðan er svo annar uppdráttur gerður 1990, áður en gatnagerð hófst á svæðinu, þar sem gróður er innmældur. Hús merkt nr. 2 er Digranesblettur 73 og nr. 1 er Digranesblettur 61A.”

Kveðja,
Friðrik Baldursson.

FERLIR þakkar framangreindu fólki sérstaklega góð viðbrögð og fróðleikinn.
Skúrinn, sem spurt var um, er sem sagt hluti leifa af Digranesbletti 73, nefndur Hraun. Ef einhver lesandinn kann nánari skil á smábýlinu og því fólki, sem þar bjó, væri gaman að geta þess í framhaldinu. Veffangið er ferlir@ferlir.is.

Hólahjalli

Digranesblettir 73 – uppdráttur frá 1988.

Festarfjall

Í Faxa 1985 fjallar Ingvar Agnarsson um Festarfjall:

I
Útlit og myndun
Festarfjall
Lóðrétt rís Festarfjall upp frá flæðarmáli, þar sem öldur úthafsins brotna á ströndinni og skella á klettum fjallsins í fjöruborði og mynda sumstaðar hella og skúta.
Þetta sífellda gnauð hafsins við rætur fjallsins veldur því, að stöðugt hrynur úr því, og allt það efni sem niður hrynur, hreinsar hafið burt úr fjörunni og ber með sér út í djúpið, þar sem lygnara er. Skemmtilegt er að virða fyrir sér þetta stórbrotna fjall, skoða lögun þess og línur og reyna að gera sér nokkra grein fyrir myndunarsögu þess. Við sjáum í raun inn í miðju þessa fjalls, því eitt sinn var það miklu meira um sig. En sjórinn hefur mulið niður allan suðurhelming þess svo nú sjáum við þversnið af fjallinu allt frá tindi þess, sem er 193 m hár og niður að sjó. Og hér gefur á að líta: Fjallið er að mestu leyti móbergsfjall, og þá sennilega myndað við eldgos undir jökli. En ekki er hér um eindregna móbergsmyndun að ræða. Sýnist mér, að skipta megi myndun fjallsins í nokkra hluta eða þætti.
Festarfjall
Fyrst er þykkur móbergsstabbi frá sjó og upp undir þriðjung af hæð fjallsins, en þar gengur blágrýtislag lárétt frá austri og næstum þvert í gegnum fjallið, en endar þar snögglega við breiða gjá er gengur upp fjallið. Vantar aðeins spölkorn á, að það nái út úr því að vestanverðu. Undir þessu blágrýtislagi er lag af rauðri eldfjallaösku eða gjalli. Þetta hraunlag hlýtur að hafa runnið á hlýskeiði, og sennilega eftir að jökull hefur sorfið ofan af upphaflegri móbergsmyndun fjallsins, svo að það hefur verið orðið allt að því lárétt, a.m.k. á þessum kafla sem hraunlagið hefur runnið yfir. En þessi hluti móbergsins undir blágrýtislaginu er hluti af miklu víðáttumeira móbergssvæði, bæði austan og vestan við Festarfjall. Á einum stað gengur berggangur sem kallast Festi lóðrétt upp í gegnum móbergsstabbann frá fjöru og endar uppi við blágrýtislagið. Þessi gangur er um 1—1,5 m þykkur og er myndaður úr þunnum lóðréttum flögum, en ystu flögurnar, þær er snerta móbergsveggina beggja vegna eru þó dálítið stuðlaðar lárétt.

Kristján Sæmundsson

Kristján Sæmundsson, jarðfræðingur Íslands, í FERLIRsferð undir Festisfjalli/Lyngfelli. Uppgötvaði m.a. berggang Lyngfells í ferðinni.

Eftir myndun þessa hraunlags í neðri hluta fjallsins hafa jöklar aftur fært hér allt í kaf og á því ísaldarskeiði, líklega því síðasta, hefur svo aftur farið að gjósa á svipuðum slóðum og fyrra skiptið, og nú undir þessum nýja jökulskildi. Og hér hefur hlaðist upp móbergsfjall ofan á blágrýtislaginu og eldra móberginu, sem undir því liggur. Nú verður þessi nýi móbergsstabbi svo hár að hann nær alla leið upp úr jöklinum. Og eftir það getur hraunið, sem vellur upp úr gígnum, runnið óhindrað án þess að breytast í móberg í köldu jökulvatninu. Hin hraða kólnun gosefnanna á sér ekki lengur stað. Og blágrýtishetta myndast efst á þessu fjalli, sem nú hefur skotið kryppunni upp úr hinum mikla frera, tindur Festarfjalls ber þessu vitni enn í dag. Því efsti hluti fjallsins, sem reyndar er lítill um sig, er þakinn blágrýtishellu í nokkrum goslögum þó og undir henni er allþykkt lag af rauðu gjalli eða eldfjallaösku. Hér mun vera um svokallaða stapamyndun að ræða, en skv. kenningum Guðmundar Kjartanssonar, jarðfræðings, eru slík fjöll mynduð undir jökli (eða í vatni), nema efsti hlutinn, sem upp úr hefur komið.

Festarfjall

Festarfjall og nágrenni – loftmynd.

Nefna mætti ýmis stapafjöll, eins og t.d. Hrútfell, Herðubreið, Hrafnbjörg, Eiríksjökul og m.fl. sem talin eru mynduð undir jökli og Surtsey sem nýlega myndaðist í sjó.
Ef þessi tilgáta mín er rétt, um myndun Festarfjalls, þá er hér um að ræða eitt af þessum merkilegu fjöllum, sem myndast hafa á þennan sérstaka hátt, og sem svo mjög einkenna landslag á Íslandi.
Og ef Festarfjall hefur hlaðist upp í tveim aðaláföngum á tveim ísaldarskeiðum eins og hér var gert ráð fyrir þá mun hér vera um nokkra sérstöðu að ræða meðal íslenskra stapafjalla.

II.
Fjara og brim undir Festarfjalli

Festarfjall

Festarfjall – sjávarhellir.

Skemmtilegt er að koma í fjöruna undir Festarfjalli, þegar sól skín í heiði, enda eru margir farnir að leggja þangað leið sína á góðviðrisdögum á sumrum. Hjón koma þarna með börn sín, sem hlaupa glöð um sandinn. Og séð hef ég fólk steikja kjöt á grilltækjum sínum og nokkrar fjölskyldur safnast saman og halda einskonar útihátíð þarna undir gnæfandi björgunum, sem enduróma af undirleik öldunnar, þar sem hún freyðir við sandinn og leikur sér við að væta litla fætur, sem fara í eltingarleik við hana. En sá leikur er auðvitað ekki hættulaus og betra að gæta varúðar; í norðanátt er þarna ávallt logn, en nær aldrei mun vera bárulaust með öllu, og stundum duna öldurnar við ströndina með miklum gný, þótt logn sé um allan sjó. Þarna mætist hrikalegt landslag og stórbrotnar haföldur, og hefur landið orðið að láta undan síga í þeim átökum. Staðhættir allir bera þess ljós merki.

Festarfjall

Festarfjall – brim.

Ekki er hættulaust að ganga undir þessum hrikabjörgum. Varð ég vitni að því eitt sinn, er ég var þarna staddur, ásamt mörgu öðru fólki, að stórgrýtisskriða hrundi úr björgunum nálægt Festi, ganginum sem áður var lýst, og dreifðist um allstórt svæði í fjörunni með miklum gný. Rétt áður var þarna fólk á ferli, hjón frá Keflavík. Þau heyrðu drunur rétt fyrir aftan sig og varð heldur en ekki hverft við. Þarna munaði litlu að stórslys yrði.
Ekki veit ég hvort svona skriðuföll gerast oft. Helst mundi það vera í rigningu, því bergið er nokkuð laust í sér. En einnig er hér talsvert af sjófugli í klettunum og kunna þeir að koma grjóthruni af stað.

III.
Nauðsyn undirstöðuþekkingar í jarðfræði

Festarfjall

Festarfjall – sjávarhellir.

Þegar ferðast er um byggðir og óbyggðir landsins, er nauðsynlegt að þekkja helstu örnefni og setja á sig helstu útlitseinkenni og legu hins fjölbreytta landslags á hverjum stað. Þar er um að ræða aðalatriði landafræðinnar. Ekki er síður áhugavert, að kynna sér þá þætti landsins, sem tilheyra jarðfræðinni, myndun og þróunarsögu landslagsins á hverjum stað.
Í barnaskólum er snemma byrjað á að kenna landafræði, og er það vel. En ekki er síður mikilvægt að kunna nokkur skil á jarðfræðilegum atriðum. Þegar ferðast er um landið, mundi það mjög auka á ánægju hvers og eins að geta skoðað og hugleitt það sem fyrir augu ber, út frá jarðfræðilegum skilningi, og þeirri þekkingu sem þegar er fyrir hendi í þeirri grein, en þar hefur orðið um miklar framfarir að ræða, allt frá síðustu aldamótum. Kennslu um helstu atriði jarðfræðinnar þyrfti að taka upp í öllum skólum, miklu fyrr en nú er gert.” – IA

Í Lesbók Morgunblaðsins 06.11.1949 er í “Fjaðrafoki” vitnað í lýsingu Jóns Trausta á Fagradalsfjalli:

Festarfjall – nafnið

Festarfjall

Festarfjall – málverk.

“Eitt örnefni lærði jeg að minsta kosti á leiðinni frá Grindavík til Krýsuvíkur.
Það er Festarfjall, rjett innan við Grindavíkurbygðina. Mjer var sagt, að það drægi nafn af því, að einhvern tíma í fyrndinni hefði verið feiknamikil fuglatekja í bjarginu framan í fjallinu, en þá var landið auðvitað ekki bygt öðrum en tröllum og landvættum.
Frá þeim tíma hengi festar miklar framan í fjallinu ofan bjargið og væri ein þeirra úr gulli. Þegar jeg nálgaðist Festarfjall sá jeg undir eins festarnar og það langt til. Svo stendur á þeim, að fjallið, sem er úr fornu móbergi, hefur sprungið sundur við jarðrask einhvern tíma fyrir langa löngu og þá hefur bráðin eldleðja að neðan ollið upp í sprungurnar og storknað þar. Af því að þessar sprungur hafa verið mjög þröngar, eru gangarnir mjóir. Nú er sjórinn að smásverfa framan af fjallinu, og hefur verið að því síðan löngu fyrir landnámstíð. En af því að bergtegundin í sprungunum er harðari en hin, sem er í sjálfu fjallinu, slitnar hún seinna og liggja því upphleyptar bergraðir upp og ofan fjallið. Það eru festarnar.” – (Jón Trausti).

Í Rauðskinnu er sagan af festinni í Festarfjalli:

Festarfjall – þjóðsagan

Festarfjall

Festarfjall – berggangur.

“Austarlega í Grindavík, hér um bil miðja vegu milli bæjanna Hrauns og Ísólfsskála, er þverhnípt fell fram við sjóinn, sem heitir Festarfjall. Neðan undir felli þessu er hátt blágrýtisstandberg og ægisandur undir sem ganga má þurrum fótum með lágum sjó. Frá Hrauni blasir við í miðju berginu grá rák sem gengur þráðbeint upp í gegnum bergið og nefnist Festin.
Sagan segir að rák þessi sé silfurfesti sem tröllkona ein hafi einhvern tíma í fyrndinni hengt fram af berginu með þeim ummælum að þá er dóttir bóndans á Hrauni, sú sem bæri nafn hennar, gengi þar neðan undir þá skyldi festin detta niður og verða eign stúlkunnar. Því miður lét tröllkonan ekki nafns síns getið svo að ekki hefir verið auðvelt að láta heita eftir henni, enda hangir festin óhreyfð enn í dag.” – Rauðskinna I 45

Heimildir:
-Faxi, 6. tbl. 01.08.1985, Festarfjall – Ingvar Agnarsson, bls. 260 og 276.
-Lesbók Morgunblaðsins, 41. tbl. 06.11.1949, Fjarðrafok, bls. 508.
-Rauðskinna I 45.

Festarfjall

Festarfjall – sjávarhellar.

Hraun

Meðfylgjandi grein birtist í Morgunblaðinu 22. des. 1963 undir fyrirsögninni “Í stríði á Fagradalsfjalli”:

„Þarna í víkinni við kambinn er hrönn af vikri,” sagði Magnús. „Allt kemur þetta úr Surtsey. Það eru meiri ósköpin sem hún gýs frá sér. Það er eins og það sé dálítið móberg i vikrinum.”„

Langholl-221

En hvað er þetta?” spurði ég og benti á stóra, rauða belgi, sem lágu í fjörunni.
„Þetta eru rússablöðrur,” svaraði hann. „Þeir nota þær á reknetin.”
„Ætlarðu ekki að hirða þær?”
„Nei, það fæst ekkert fyrir þær.”
„Eigum við þá ekki að stinga á þeim og hleypa loftinu út?”
„Nei, það fer allt vestur í þessari átt. Það er nóg samt.”

Lois-221

Við stóðum í fjörunni fyrir neðan túnið og töluðum við Magnús Hafliðason á Hrauni, þann garp. Ég hafði komið hingað áður fyrir tveimur árum og átt samtal við Magnús sjötugan, en ætlaði nú að ganga með honum á Fagradalsfjall og skjóta rjúpur í jólamatinn; ætlaði þó að vísu ekki að skjóta sjálfur því eg er í Rjúpnafélagi Jónasar Hallgrímssonar, en langaði að sjá hvernig þessi nafntogaða skytta gengi til verks. Og svo voru fjöllin eins og segull í desemberskuggunum; veðrið eins og á vordegi, hlýr andvari af austri, þurrt en skýjað. Þar sem við stóðum í fjörunni og horfðum út á hafið fundum við glöggt, að við þurftum ekki að bera neinn kvíðboga fyrir því að hann mundi skella saman á fjallinu, öldurnar teygðu sig upp í vikurinn, engin þeirra hvít í föll, þetta var hroði. Ég rifjaði upp fyrir mér það sem Magnús hafði sagt mér um franska togarann sem hér straedaði 1931 ag spurði hann nú, hvar togarinn hefði lent. Það vatnaði yfir Skarfatanga beint út af Víkurkambinum:
„Þarna var það,” sagði hann og benti.
“Í túnfætinum?” spurði ég undrandi.
magnus Haflidason-21„Já. Það var engu líkara en þeir ætluðu að leggja honum hér í hlaðinu,” sagði Magnús og brosti í skeggið. Svo benti hann austur fjöruna, þar sem reis allmikið fjall og gekk í sjó fram. „Þetta er Festi,” sagði hann. „Bjarni Sæmundsson sagði að hún væri eitt sérkennilegasta fjall á landinu. Hún er laus í sér og kolbrunnin, það hrynur stanzlaust úr henni” — benti síðan í fjöruna nær túninu:  “Og þarna strandaði brezki togarinn Lois í ársbyrjun 1945, ef ég man rétt. Ég hef aldrei sagt þér frá því. í hitteð fyrra töluðum við bara um fransmanninn. Þegar hann strandaði var bræluvindur af landsunnan, en þegar Englendingurinn sigldi upp var logn þó brimið væri óskaplegt, eitt hið mesta sem ég man eftir. Hann sleit úr sér snjó, en samt virtist engin sérstök ástæða til að sigla upp í fjöru. En brimið var aftök. Það var frekar smástreymt, en sjórinn samt tekinn að falla uþp á tún með hálfföllnum sjó að, svo mikið var brimið. Kvöldið áður var ég einn heima, því dæturnar voru á barnaballi. Ég háttaði snemma og las í bók, en húsið skalf svo og nötraði að ég gat ekki lesið í köflum. Ég óttaðist um telpurnar, en þær komu heim um nóttina og einhvern veginn gátum við sofnað, þrátt fyrir veðrið. En svo blálygndi hann um hádegi næsta dag. Um níuleytið þá um kvöldið strandaði togarinn. Skömmu áður sagði ég við telpurnar: „Þið skuluð fara að hátta, þið vöktuð svo lengi fram eftir í nótt.” Stuttu síðar kemur Ingi björg dóttir mín upp með óvanalega miklu fasi má segja, því hún er heldur róleg, og segir: „Það er eitthvert ljós að sjá í Festi, og eins og verið sé að vagga því til.” Mér datt strax í hug að skip væri komið upp í fjöruna, gekk út og horfði austur með landi. Þá sá ég ljós og ekki um að villast að það var á skipi. Ég flýtti mér upp eftir að athuga hvað hafði gerzt og þegar ég kom á strandstaðinn heyrði ég köllin í körlunum.
Langihryggur-221Og þú hefðir átt að heyra skröltið í togaranum, þegar hann veltist á klöppinni. Áður en ég fór á strandstaðinn hafði ég gert björgunarmönnum í Grindavík aðvart, og komu þeir von bráðar. En þó logn væri, var brimið svo mikið að mér datt sem snöggvast í hug að enginn maður mundi komast heilu og höldnu gegnum rótið. Svo mikið var brimið að mannskapurinn varð að halda í tóið, því ekki var viðlit að binda það. En samt var öllum bjargað nema skipstjóranum, og voru þeir komnir heim í hús um miðnætti. Ég tel að skipstjórinn hefði átt að komast af eins og hinir, en það var eins og hann kærði sig ekki um það.
Sjórinn var mörg ár að vinna á togaranum. Við höfðum svolítið upp úr þessu strandi, gátum sótt okkur kol fram eftir vetri og kynt. Flestum finnst hlýjan góð, sama hvaðan hún kemur, en þó verð ég að segja að ég hef alltaf kunnað bezt við mig að vera dálítið þvalur.”
Langihryggur-222En ferðin að Hrauni var ekki farin í þeim tilgangi að standa í fjörunni og láta tímann ganga sér úr greipum. Við kvöddum nú frú Önnu, konu Magnúsar, sem alltaf er opinn faðmur hlýju og gestrisni þegar maður kemur í heimsókn, og lögðum af stað að Borgarhrauni. Magnús sagði okkur á leiðinni nokkur örnefni og væri tómt mál að rifja þau hér upp: Húsafell, Fiskidalsfjall, Tryppalágar, Þorbjörn — nei, ég hefði annars átt að nefna hann fyrstan, því hann heyrir frekar til leiðinni frá Keflavíkurvegi að Grindavík en þeirri sem við nú fórum. Þorbjörn er sterkt nafn, en óvanalegt á fjalli. Mér finnst fjall með því nafni hljóti að vera traust og innhverft.
Og áfram var haldið. Við skildum bílinn eftir við þjóðveginn, gengum yfir Borgarhraunið í átt til Fagradalsfjalls og fórum heldur hægt, því Magnús sagðist vera orðinn þessi veraldarinnar ræfill. Samt þótti okkur hann ganga nógu hratt, með byssu um öxl og prik í hendi, og áttum við fullt í fangi með að halda í við hann. Leiðin yfir hraunið er sæmilega greiðfær — og þó. Magnús stanzar, litast um og segir: „Þetta er nú heldur tuðrótt leið, hér hafa goðin einhvern tima reiðzt.” Pikkaði svo með prikinu í grænan mosann og leitaði að sprungu.
Kastid-221„Þær liggja allar frá útsuðri í landnorður,” sagði hann, „það eru meiri katlarnir, sem hér eru á hverju strái. Allt hefur þetta land logað á sinni tíð. Sagnir eru meira að segja til urri eldsumbrot á þessum slóðum eftir landnámsóld. Þegar snjór liggur yfir hrauninu, er víðast hvar autt yfir holunum af trekki og hlýju sem kemur neðan frá. Undir Reykjanesinu er ekkert nema holrúm og eldur, og þar hafa kyndararnir líklega nóg að gera. Þið ættuð að sjá eldgígina við Tófubrunna og Latshóla, ef þar er ekki eitthvað óhreint undir veit ég ekki hvar það ætti að vera. Og ég hef oft séð hvernig húðar yfir holurnar hér í hrauninu af þunnum vatnsklaka. Fyrir norðan Þorbjörn rýkur úr jörð, þar eru hverir. Hér rýkur þó ekki. Bezt gæti ég trúað því, að Surtur kæmi ekki að sunnan, heldur héðan að ofan.

Kastid-223

Hann hefur bara haft sig upp þarna suður frá í þetta sinn.” Hann leit norður um og benti með prikinu á Fagradalsfjall: „Hér var þoka í gær,” sagði hann, „og sá ekki í loft. En nú er veðrið eins og bezt verður á kosið. Þetta má kalla heppni. Það fer fínasti farðinn af svona ferðalagi þegar veðrið er vont.”
Síðan héldum við áfram og gengum fram hjá álitlegum grasflötum, sem Magnús nefndi Tryppalágar.
„Hvað hefurðu skotið flestar rjúpur á dag?” spurði ég.
„Sextíu,” svaraði hann.
„En á hausti?”
„O, ég hef komizt upp í fjögur hundruð. Það er svolítið starf að bera sextíu rjúpur þessa leið,” bætti hann við og benti á nyrztu brún Fagradalsfjalls: „Þarna er aftökustaður rjúpunnar,” sagði hann.
„Þú étur auðvitað oft rjúpur ?” spurði ég.
„Nei, mér þykir hún ekki góð. Það er of mikið grasbragð af henni. Svið eru betri. En beztir eru mávsungar. Þeir eru lostæti. En nú vantar líklega snjóinn. Hérna skeljaði um daginn, þegar fönn lá yfir hrauninu. Þá fórum við fimm saman og fengum tuttugu rjúpur, ég rakst af tilviljun á smáhóp og náði þeim öllum, þær voru tíu. Kristinn Stefánsson var óheppinn, hann fékk aðeins eina, þó er hann góð skytta. En Snorri læknir gat ekki komið, hann þurfti að fara utan á kongress. Mér líkar vel við þá báða, þeir eru prúðir og kurteisir eins og allir menntamenn eru nú á dögum, það er eitthvað annað en kaup mennirnir í gamla daga. Já, og svo þykir mér hangikjöt ágætt og miklu betra en rjúpur. En eigum við ekki að slá í, okkur miðar ekkert áfram með þessu móti. Áðúr var hún í stórum breiðum eins og fugl í bjargi. Þá kom hún á kvöldin niður í hraun, ef norðanátt var, en nú er eins og hún staldri ekkert við.”
Rjupa-221Hann tók nú á rás og engu líkara en hann hlypi, ég heyrði að hann muldraði í barm sér: „Þetta er meiri gangurinn, hálftuðrótt fyrir lassa eins og mig.”
Við litum til baka. Bíllinn var horfinn úr augsýn og fram undan blasti við fjallið og hækkaði eftir því sem nær dró. Magnús hafði þungar áhyggjur af landsmálum og talaði um pólitík meðan við gengum síðasta spölihn að fjallinu. Hann sagðist strax hafa gert sér grein fyrir því að uppbótakerfið mundi steypa landinu. „En maður skilur þetta víst ekki,” sagði hann mæðulega, „það er ljóti atvinnuvegurinn þessi stjórnmál. Þeir standa upp, kreppa hnefana, rífast, bera þungar sakir hver á annan, setjast aftur, ganga út í horn, takast í hendur, klappast á, og þá syngur hún annað bjallan hjá þeim. Og svo borgar landið brúsann.”
Fagradalsfjall-225Nú vorum við komnir í Selskál, sem er kriki við fjallsræturnar. Þaðan er gengið upp Görnina, sem svo er kölluð. Hún sker fjallið eins og renna, og þegar upp er komið liggur hún eftir því endilöngu, slétt og greiðfær með grösum og lyngi, en vestur úr henni rís Kast, allhátt fjall og bratt í rætur.
„Það var þægilegra að komast á Skálafell,” sagði ég á leiðinni upp Görnina.
„Jæja-já,” sagði Magnús.
„Ég fór í jeppa.”
„Það eru ófá jeppaförin í landinu,” svaraði hann. „Þú hefur auðvitað verið að leita að veiðibjöllueggjum?” bætti hann við.
„Nei, ég var að horfa yfir landið.”
„Það er mörg matarholan í landinu,” sagði hann. „En fyrst þú ert að hugsa um landið, þá er bjart í dag, og við verðum komnir upp áður en mistrið læðist yfir hraunið.” Ég var hættur að spyrja um rjúpuna, hún skipti ekki lengur máli. „Þessi fjöll eru banaþúfa margra vaskra drengja,” sagði hann þegar upp var komið.
„Nú hvers vegna?” spurði ég.
Magnus Haflidason-22Í vesturslakka Kastsins fórst flugvél Andrews, yfirhershöfðingja Bandaríkjanna í Evrópu í stríðinu. Ég kom ekki að flakinu fyrr en nokkru síðar. Í norðausturhorni Fagradalsfjalls, þar sem heitir Langhóll, fórst enskur flugbátur í stríðinu. Þangað hef ég síðar komið og skotið rjúpur í flakinu. Ekki hef ég orðið var við annað kvikt á þessum slysastöðum. Og hérna suðuraf heitir Langihryggur og gengur út úr Borgarfjalli, þar fórst enn ein flugvélin í stríðinu. Ég var með þeim fyrstu sem komu á staðinn. Það var ljót aðkoma. Það var eins og fjöllin hefðu gengið í lið með Þjóðverjunum og líkast því að þau hafi gert gyllingar til að ná sem flestum flugvélum bandamanna. En nú er farið að fyrnast yfir þessa atburði. Og sem betur fer ætti fáum að standa ógn af hálendinu, eins og tæknin er orðin, ja nema auðvitað blessaðri rjúpunni. Hún nýtur ekki góðs af tækninni, nema síður sé.”
Við báðum Magnús að segja okkur frá aðkomunni á Langahrygg. Hann sagði:
Langihryggur-228„Við Ísólfur í Ísólfsskála höfðum séð flakið tilsýndar, þar sem það lá norðaustan í hryggnum. Englendingar báðu okkur að koma með sér og við fórum í skriðdreka yfir hraunið, það var heldur svona tuðrótt. Þegar við komum að flakinu lágu tólf flugmenn, Bretar og Bandaríkjamenn, dauðir til og frá í brekkunni, brunnir eða limlestir.
Brezku hermennirnir höfðu ekki leyfi til að ganga að flakinu og biðu átekta eftir foringja sínum. En fyrst ég var kominn á staðinn vildi ég skoða brakið og vegsummerki. Ég sagði við sjálfan mig: Ef þeir reka mig burt, þá er ég farinn og læt þá um þetta. En þeir hreyfðu hvorki legg né lið til að koma í veg fyrir að ég gengi inn í brakið og virti fyrir mér þessa hörmulegu sjón. En það er bezt ég fari ekki út í að lýsa þessu nánar fyrir þér. Þú getur hvort eð er ekki birt það á prenti. Það er yfirþyrmandi. Alúminíum hafði runnið um brekkuna eins og lýsi og var nú storknað að sjá, fallhlífar lágu á víð og dreif, skór, Kastid-229fótur.
Líkin voru vafin inn í fallhlífarnar og flutt til byggða. Það voru þung spor. Nú er flakið horfið, fjallið byrjað að gróa upp og tíminn hefur grætt sárin. Og nú glottir aftur til.”
Þegar við gengum norður Görnina gerði hann svolitla kælu af austri. Engin rjúpa sjáanleg, enda höfðum við meiri áhuga á fjallinu, þar sem Andrews fórst með fylgdarliði sínu, og punktur var settur fyrir aftan einn kapítula styrjaldarsögunnar. Ekki vildi Magnús ganga á slysstaðinn. „Það er óartarkrókur,” sagði hann. Við stóðum nokkra stund og blíndum á fjallið, horfðum svo niður á hraunbreiðuna fyrir neðan okkur og undruðumst hvað flugvél hershöfðingjans hefur flogið lágt, þegar slysið varð. Engir þeirra höfðu komið áður til Íslands, þeir voru ókunnugir feigð þess og fjöllum. Í sumar voru liðin 20 ár frá því slysið varð. Ég rifjaði það upp með sjálfum mér. Ég hafði alltaf haldið að flugvél Andrews hefði lent á Keili.
Þess vegna hef ég oft litið hann hornauga, en nú varð mér ljóst að ég hafði haft hann fyrir rangri sök. Þannig leiðir tíminn staðreyndirnar í ljós, og nú finnst mér Andrews-221Keilir fallegri og tignarlegri en nokkru sinni fyrr. Ég mundi eftir jarðarför hershöfðingjans og manna hans, við drengirnir stóðum niður við Austurvöll, ef ég man rétt, og horfðum á líkkisturnar fjórtán, þar sem þær voru bornar út úr Dómkirkjunni, hlustuðum á sorgarlögin, virtum fyrir okkur heiðursvörðinn. Þannig eltum við stríðið, það er partur af lífi okkar, óljós minning, skuggi þeirrar sólar sem nefnd er æska.
Slysið varð mánudaginn 3. maí 1943, en vegna strangrar ritskoðunar var ekki skýrt frá því í íslenzkum blöðum fyrr en þremur dögum síðar. Þá hafði Morgunblaðið fengið fréttina frá Washington. Auk hershöfðingjans og fylgdarmanna hans fórst lútherski biskupinn Adna Wright Leonard, sem var á ferðalagi að heimsækja hersveitir Bandaríkjamanna um allan heim. Skömmu áður hafði Spellmann, þáverandi biskup en nú verandi kardináli, farið svipaða för á vegum kaþólsku kirkjunnar.

Andrews-memorial

Augljóst er af fyrirsögn fréttarinnar í Morgunblaðinu, að hún hefur verið öllum kunn, þegar hún loks var birt. Þar stendur: „Fjórtán (svo) manns voru í flugvjel Andrews hershöfðingja.” Hvorki í þessari fyrstu frétt af slysinu né nánari frásögn daginn eftir er sagt frá því, hvar flugvél hershöfðingjans hafi farizt og margt annað þykir manni nú vanta í frásögnina. Sá sem komst af hét George Eisel frá Colombia. Hann var afturskytta í Liberator-flugvél hershöfðingjans og sat fastur í stélinu í 26 klukkustundir. Hann hafði oft áður komizt í hann krappan, hafði t. d. bjargazt þegar flugvél hans var skotin niður yfir Túnis og þrír félagar hans farizt. Flugvélar hans höfðu gert loftárásir á borgir í Norður-Afríku, Þýzkalandi, Frakklandi og Ítalíu. í stuttu samtali sem Ívar Guðmundsson átti við hann segir hann m. a. um slysið:
„Við flugum meðfram ströndinni og yfir marga tanga, en svo kom að því að einn þeirra skagaði of langt upp í loftið og við rákumst á.” Hann telur að allir mennirnir hafi dáið um leið og vélin rakst á fjallið. Hann heyrði ekki til ‘Uokkurs manns og þó missti hann aldrei meðvitund þann tíma sem hann var í flakinu.

Kastid-331

Hann segir að skyggni hafi ekki verið nema um 12 metrar. Hann segir að eldur hafi komið upp í flugvélinni og hafi honum ekki dottið annað að í hug en hann mundi  brenna inni, „en þá kom hellirigning og kæfði eldinn í flugvélarflakinu.” Einhvern tíma hefði nú sú rigning verið talin til jartegna. Það tók leitarmennina klukkustund að ná Eisel úr stélinu, þar beið hann þyrstur og svangur. Magnús sagði okkur frá því að hann hefði heyrt, að Eisel hefði farizt nokkru síðar í flug slysi. Við gutum augum í síðasta sinn til slysabrekkunnar í Kasti, þá bætti Magnús við: „Það eru meiri vinnubrögðin þessi stríð.”
Við gengum nú upp úr Görninni, fylgdum bröttum skorningum og fikruðum okkur upp á nyrzta og hæsta hluta Fagradalsfjalls. „Ef hún er ekki við skaflana hér,” sagði Magnús, „þá er hún hvergi.”
„Er ekki vissara að hvísla?” spurði ég.
Hann hló. „Nei,” sagði hann og gekk enn hraðar upp hlíðina. Ég var einnig farinn að skimast um eftir rjúpu. Og mér fannst ég sjá hana alls staðar, í mosanum, við steinana, þeir voru margir með hvítum skellum. Mér fannst þeir hía á okkur. Eins og straumkast árinnar verður að narti fisks í eftirvæntingargómum laxveiðimannsins, þannig verða hvítskellóttir steinar að rjúpum í skimandi augum skyttunnar.
„Hefurðu nokkurn tíma séð fálka hér á fjallinu?” spurði ég.
„Já,” sagði Magnús, „ég hef séð fálka slá rjúpu hér á fjallinu, en það er sjaldgæft.” „Finnst þér þú ekki stundum vera í hlutverki fálkans?” „Það getur svo sem verið. Þegar fálkinn kemur sópast rjúpan í burtu, en það hefur engin áhrif á rjúpuna, þó ég komi. Hún heldur sig bara við skaflana og….” Prikið festist við grjóthnullung.
„Og hvað?” spurði ég.
„Og bíður, bíður. Er það ekki það sem við gerum öll.” Losaði prikið, hélt áfram og þagði.
„Við Ísólfur í Ísólfsskála sáum tvær arnir í haust, þegar verið var að leggja Krýsuvíkurveginn,” sagði hann svo upp úr þurru, eins og til að breyta um umræðuefni. „Önilur hafði komið á hverjum morgni og stefnt á Krýsuvíkurberg, og einn morguninn sáum við tvær saman. Líklega hafa þær verið að leita sér að æti.”
Kastid-frett-229Nú færðist brimmóða yfir landið og það fékk einhvern óræðan blámisturssvip, sem gerði það fjarlægara en áður. Það var ekki lengur fjallabjart yfir auðninni. Morguninn hafði verið rauður í skýjum, þetta var yndislegur dagur, magnaður af dul lands og sagna. Hamrabelti blöstu við norðan Kasts, þar eru Gálgaklettar. Þar voru hengdir ræningjar sem héldu til við Þorbjörn gamla.
Og enn fjölgaði hvítu skellunum á steinunum og ég fór að velta því fyrir mér hvort guð hefði svona fínan húmor eða hvort þetta grín væri bara tilviljun.
Magnús ymti að gömlum dögum. „Ég hef alltaf séð eftir árabátunum,” sagði hann, „og veiztu af hverju? Ég komst einu sinni yfir hundrað kíló. Þá brá mér kynju við. Ég fór að hugleiða hvað hefði valdið þessum ofvexti — jú. Við höfðum fengið vélbáta og lagt niður árarnar. Það var oft glatt á hjalla á gömlu árabátunum og gaman að sigla í góðu leiði. Fiskurinn var borinn upp klappirnar fyrir neðan bæinn, þeir voru í brókum upp undir hendur og skinnstökkum og bundið yfir um mittið til þess þeir yrðu ekki brókarfullir. Þeir báru tólf þorska í einu og enginn taldi eftir sér að bera upp fiskinn. Nú bykir allt erfitt. Skiptivöll ur heitir pa.rtur af túninu fyrir neðan Hraun. Þar deildu þeir út hlutunum. En það var ekkert upp úr þessu að hafa, þó við fiskuðum 500 skippund yfir vertiðina og gerðum að öllu Sjálfir. Þetta fór bara í kaupmennina og þeir voru eins og sjórinn. Lengi tekur sjórinn við.
En nú held ég að þorskurinn sé að ganga til þurrðar, það er ekki annað að formerkja. Áður fylltist allt af fiski, þegar sílin komu. Fyrst þegar ég byrjaði að róa fengum við oft á annað hundrað fiska í 15 möskva djúp net, en nú eru þeir með þetta 30—36 möskva djúp nælonnet og fá einhverja glefsu í eitt og eitt net. Nú sést ekki fiskur á þeim slóðum þar sem við veiddum mest. En fiskifræðingarnir trúa ekki að fiskurinn sé að ganga til þurrðar, það er aðalatriðið. Kannski við getum lifað á bjartsýni þeirra.”
„Var þetta ekki sæmilegt upp úr fyrri heimsstyrjöldinni?” spurði ég.
„Jú, það var miklu betra en síðar varð. Um 1930 súnkaði fiskurinn í verði og þá byrjaði kreppan.”
Við vorum varla komnir upp á fjallsbrúnina þegar Magnús stanzaði, bandaði til min hendi og sagði: „Þarna er ein —,” hlóð byssuna, miðaði og — bang.
Þegar Magnús kallaði sá ég dýrið dauðamóða teygja úr skaflhvítum hálsinum, tvö augu sem störðu á okkur í 30—40 metra fjarlægð. Þau báðu ekki um líf, þessi augu, nei horfðu Kastid-frett-3bara á okkur, spurðu. Og svarið kom. Þegar við komum að rjúpunni þar sem hún lá dauð í grænum mosa milli hraungrjóts, beygði Magnús sig niður og sagði: „Þetta er einhver síðgotungur, hún er enn með svartar fjaðrir.” Svo leit hann á mig og spurði glottaralega:
„Ekki sást þú hana á undan mér?”
Það var nú lítill munur orðinn á rjúpunni og hvítskellóttum steinunum. En blóðið golpaðist ekki upp úr þeim.
Við gengum skimandi vestur fjallið, en sáum ekki fleiri rjúpur. Þessari styrjöld lyktaði með ósigri þeirrar einu rjúpu, sem á fjallinu var þennan dag. Þegar við komum á móts við Kast á heimleið fórum við aftur að tala um flugslysin, enda voru þau ofarlega í hugum okkar. Og þá sagði Magnús: „Það er eins og allt sé fyrirfram ákveðið og hnitmiðað niður. Amma mín, Guðbjörg Gísladóttir frá Lambafelli undir Austur-Eyjafjöllum, sagði mér einhverju sinni frá harðduglegum fiskiformanni, sem alltaf gat sagt hásetum sínum fyrir um, hvað þeir mundu fá til hlutar. En svo einn vetur segist hann ekkert geta sagt þeim. Hann segir að sig hafi dreymt, að hann væri í úlpu með fjórtán hnepslum, en hnapparnir allir skornir af. Annað gæti hann ekki sagt þeim. Skip hans fórst í fyrsta eða öðrum róðri með allri áhöfn, fjórtán mönnum.
Með þetta dularfulla veganesti héldum við til byggða.” –
M.

Heimild:
-Morgunblaðið, 22. des. 1963, Í stríði á Fagradaldsfjalli, bls. 1, 3 og 5.

Magnús Hafliðason

Magnús Hafliðason – Fæddur 21. nóvember 1891, dáinn 17. desember 1983.

Hafnarfjörður

Í Fornleifaskrá Hafnarfjarðar II árið 2021 segir eftirfarandi um Miðbæ og Hraun:

“Miðbær Hafnarfjarðar er gróflega innan þess landsvæðis sem áður var Akurgerði. Nafn jarðarinnar bendir til þess að einhverntímann hafi verið reynt við akuryrkju á henni en undir hraunbrúninni við fjörðinn var mikil veðursæld og skjól fyrir norðanátt. Engar heimildir eru þó til fyrir þessari akuryrkju fyrir utan nafn jarðarinnar.

Hanarfjörður 1882

Hafnarfjörður 1882.

Fram til 1677 var Akurgerði hjáleiga frá Görðum á Álftanesi en það ár eignaðist Hans Nansen, Hafnarfjarðarkaupmaður, jörðina í makaskiptum fyrir hálfa Rauðakollsstaði í Eyjahreppi í Hnappadalssýslu. Við eignaskiptin fluttist verslunarstaðurinn, sem hafði verið í Hvaleyrarlandi, til Akurgerðis og eftir þau voru þar einungis þurrabúðir og eignarráð landsins í höndum
Hafnarfjarðarkaupmanna og saga jarðarinnar er þá í raun saga verslunarstaðarins.

Akurgerði

Akurgerði og klettar ofan þess.

Í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 var sagt að Akurgerði hafi verið eign Garðakirkju til forna og hjáleiga í Garðalandi. Hafnarfjarðarkaupmaður hafði þar eignarráð og að dýrleiki gömlu hjáleigunnar hafi verið óviss, þar sem hún stóð í óskiptu landi og tíundaðist ekki. Þar bjuggu Guðmundur Þórðarson og Þorleifur Sveinsson og greiddur þeir enga húsaleigu en voru í staðin skyldir til handarvika sem kaupmaðurinn þurfti á sumri og eftirliggjarinn á vetri. Þeir viðhéldu búðinni með styrk kaupmanna og héldu engan kvikfénað vegna þess að þar gat enginn kvikfénaður fóðrast, því túnstæðið var allt farið undir byggingar.
Í sýslu- og sóknalýsingum sagði séra Árni Helgason að „Enginn veit nú, hvað mikið land Akurgerði fylgdi, og þingsvitni, sem tekið var nálægt 1790, gat engu orkað, það hefir dankað sona, að kaupmenn, sem eiga Akurgerði, eigna sér ströndina frá Fiskakletti og inn að Hamarskotslæk, og prestar í Görðum hafa ei ákært. Á þessu petti eru nú þrjú höndulráðssetur, grossera Knutzons, Thomsens og Linnets. Bæði Thomsen og Linnet betala þeim fyrstnefnda eiganda lóðatoll.
Auk þessara höfuðbýla eru á sömu lóð meir en 20 tómthús og fleiri en ein familie í sumum. Enginn sem býr í þessum höndlunarstað, hefir grasnyt. Tómthúsin fjölga og nöfnin breytast, þegar nýir íbúar koma.“

Hraunin

Kaldársel

Kaldársel – tilgáta ÓSÁ.

Hraunahverfið í Hafnarfirði er á því svæði sem áður var í eigu Garða. Fyrstu heimildir um Garða eru frá árinu 1307 en það er skjal um rétt til rekafjöru í landi Garða:
1307 „ad stadur j Gördum a Alftanese ætte allan vidreka og hvalreka fra Ranganiogre ig (i) Leitu kvenna bása ad kalftiorninga fiouru.“
1367 var staðurinn metinn á 16 hndr. og átti kirkjan þá allt heimalandið. Í skjali frá 1558 var sagt að kirkjujörðin Hlíð var lögð til Bessastaða, en Garðar fengu í staðinn Vífilstaði.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá 1703 var sagt að Garðar væru kirkjustaður í eigu kirkjunnar. Þá var sagt að jarðadýrleiki hafi verið óviss allt til ársins 1697 en þá var staðarins getið og var hann metinn af sex mönnum sem valdir voru til matsins af prófastinum á Kjalarnesþingi og sýslumanninum í Gullbringusýslu eftir tilmælum frá amtmanninum.
Staðurinn var þá virtur að 60 hndr. að dýrleika. Ábúandinn var þá Sr. Ólafur Pétursson prófastur í Kjalarnesþingi, landskuld var engin og höfðu fyrrnefndir sexmenningar áætlað að leiga fyrir jörðina væri tveir hundruðustu. Kirkjan átti 20 kúgildi, þar af voru sum þeirra í leiguburði á kirkjunnar jörðum og líka á hjáleigum í kringum staðinn. Garðar voru með selstöðu í Kaldárseli, þar voru bæði hagar og vatnsból góð. Móskurður til eldiviðar var nægur en ef þurrt var fór hann og var erfiður. Heimræði var allt árið og lending góð. Róðrar voru fengsælir þegar fisk var að fá í Hafnarfirði.
Í Jarðabók Johnsens frá 1847 fékk jörðin númerið 185 og var kirkjujörð. Dýrleikinn var 40, landskuld 2 og kúgildi 1.
Árið 1912 gaf Jens Pálsson, prófastur í Görðum, Hafnarfjarðarbæ kost á að kaupa nokkuð af því landi sem bærinn stóð á með beitarlandi fyrir 52.000 kr. og heimilaði Alþingi þessi landakaup með lögum þann 22. október sama ár. Landsstjórninni veittist heimild til að selja Hafnarfjarðarkaupstaði land Garðakirkju sunnan og vestan þessara marka:
1. Bein lína úr Balaklöpp við vesturenda Skerseyrarmalar í veg inn frá Hafnarfirði til Reykjavíkur þar sem hann fer að fara lækkandi ofan af norðurbrún hraunsins.
2. Þaðan bein lína í Hádegishól, hádegismark frá Hraunholti, nálægt í hásuður frá bænum spölkorn frá hraunjaðrinum.
3. Úr Hádegishól bein lína í Miðaftanshól sem er gamalt miðaftansmark miðað frá Vífilsstöðum; – þá tekur við:
4. Urriðakotsland; þá
5. Setbergsland allt til Lækjarbotna og loks
6. Selvogsmanna- eða Grindaskarðsvegur.
Hamarskot var innifalið í þessum kaupum en Hamarskotstún innan girðingar og Undirhamarstúnsblettur voru undanskilin. Átti presturinn að hafa þar grasnytjar ef hann flyttist til Hafnarfjarðar.
Árið 1927 skoraði bæjarstjórn Hafnarfjarðar á þingmenn Gullbringu- og Kjósarsýslu að flytja frumvarp á næsta Alþingi um að Hafnarfjarðarkaupstaður fengi það land sem Garðakirkja ætti í miðjum bænum. Alþingi samþykkti frumvarp um söluna 1928 og bærinn keypti landið árið 1930 fyrir 12.000 kr.

Einarsreitur

Einarsreitur,

Einnig er vert að minnast á Einarssreit, saltfiskreit sem Einar Þorgilsson útgerðarmaður lét útbúa árið 1913 og var hann stækkaður árið 1929, en þetta er líklega eini fiskreiturinn á landinu sem hefur verið metinn til fjár. Í dómi frá 1994, í eignarnáms máli Hafnarfjarðarbæjar og Einar Þorgilsson & Co. HF., er reiturinn metinn á 9,4 milljónir króna.”

FERLIR saknar minja og heimilda í skráningunni, annarra en getið er um í tilvitnuðum og sumum hverjum gölluðum eldri skýrslum Byggðasafns Hafnarfjarðar um fornleifar í Hafnarfirði.

Heimild:
-Fornleifaskrá Hafnarfjarðar II; miðbær og Hraun, 2021; – Fornleifaskra-Hafnarfjardar-II-Midbaer-og-Hraun-2021.pdf (byggdasafnid.is)

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – loftmynd.

Kapelluhraun

Jónatan Garðason skrifaði grein í Morgunblaðið 1995 undir fyrirsögninni “Lýst er eftir hrauni – Finnandi vinsamlegast skili því til Hafnarfjarðar”:

Auðvinnanlegasta efnið er skafið ofan af, segir Jónatan Garðarsson, og landið skilið eftir í sárum.

Jónatan garðarson“Umhverfismál eru í brennidepli, landeyðing hér á landi er með því mesta sem þekkist í heiminum og stöðvun gróðureyðingar er afar brýnt verkefni. Þjóðin er að vakna til vitundar um ástandið, það sýnir áhugi almennings á hverskyns ræktun og uppgræðslu.
Mörg fyrirtæki hafa lagt lóð á vogarskálarnar, sala áburðarpökum gerir sitt gagn og ekki má gleyma fjölda félagasamtaka sem vinna þrotlaust starf á þessu sviði. í okkar harðbýla landi þarf lítið að fara úrskeiðis til að röskun verði á lögmálum náttúrunnar. Um aldir gekk þjóðin ótæpilega á gæði landsins eins og óþrjótandi nægtarbrunn. Það var því mikið gæfuspor þegar Skógrækt ríkisins var stofnuð samkvæmt lögum árið 1907. Hlutverk hennar er m.a. að vernda, friða og rækta skóga og skógarleifar, græða upp skóga þar sem henta þykir og leiðbeina um meðferð skóga og kjarrs svo nokkuð sé nefnt. Starfsemi skógræktarfólks hefur leitt til mikilla framfara í ræktunar- og uppgræðslumálum þjóðarinnar og víða hefur útliti landsins verið breytt úr auðn í græna reiti. Það skýtur því skökku við að í landi Skógræktar ríkisins í Kapelluhrauni á sér nú stað gríðarleg landeyðing. Fyrir nokkrum áratugum fékk skógræktin um 2.000 ha lands úr Kapelluhrauni að gjöf til ræktunar. Svæðið telst hluti af Almenningi og utan skipulags. Þar hefur ræktunarstarf skapað myndarlega lundi á fallegum reit sem á eftir að gleðja komandi kynslóðir. Í hluta gamallar hraunnámu á sömu slóðum var rallykross-braut komið fyrir uppúr 1990, með leyfi skógræktarinnar og bæjaryfirvalda í Hafnarfirði.
Náman átti að vera aflögð, en 6. febrúar 1992 gerði Skógrækt ríkisins samning við Borgartak og seldi fyrirtækinu 1.000.000 m3 (eina milljón rúmmetra) af hraunfyllingu í Kapelluhrauni. Vinnslusvæðið er í miðju hrauninu, sem er mosagróið apalhraun með stökum birkihríslum, burknum, lyngi og öðrum hraungróðri á stangli í skjólgóðum gjótum. Hraunið rann á sögulegum tíma, árið 1151, úr eldstöð í Undirhlíðum, yfir eldra hraun og er því stundum nefnt Nýjahraun. Þarna má lesa jarð- og gróðursögu á mjög glöggan og skýran máta.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – námusvæðið.

Samningurinn við Borgartak færði skógræktinni 12.000.000,- krónur í nettó tekjur eða kr. 12 án vsk. á rúmmetra. Borgartak selur síðan hvern m3 af unnu efni á 104 krónur án vsk. í ársbyrjun 1995 komu fram upplýsingar um að búið væri að vinna 1/4 efnisins eða 250.000 m3, en í maílok, aðeins 5 mánuðum síðar, kemur í ljós að Borgartak hefur nú þegar unnið helming umsamins efnis, 500.000 rúmmetra. Verktakinn hefur líkast til fjórfaldað kaupverðið og hagnast um tugi milljóna, enda gerði hann einkar hagstæðan samning við skógræktina. Ef eingöngu hefði verið unnið frekara efni úr gömlu námunni, hún t.d. dýpkuð og jarðefni unnin nokkra metra niður í hraunæðina hefði mátt réttlæta vinnsluna. En verktakinn er fyrst og fremst að yfirborðsvinna mosagróið hraun upp á eina milljón fermetra. Það er unnið hörðum höndum við að ryðja burt gróðurþekjunni á sem skjótastan hátt. Efsta laginu af grónu landi er rutt burt, en samkvæmt stefnumörkun bæjaryfirvalda í Hafnarfirði er alfarið lagst gegn slíkri yfirborðsvinnslu á óröskuðu hrauni. Þessu mikla jarðraski virðist ætlað að tryggja frekari námavinnslu þarna í framtíðinni. Aðeins er farið einn til tvo metra niður þar sem dýpst er unnið ofan í hraunæðina, auðvinnanlegasta efnið skafið ofan af og landið skilið eftir í sárum.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – námusvæðið sunnan Hafnarfjarðar.

Það kom íbúum Hafnarfjarðar í opna skjöldu að verið væri að aka tugþúsundum tonna úr. Kapelluhrauni á sama tíma og Umhverfisnefnd og bæjarverkfræðingur voru að móta stefnu um efnistökumál í bæjarlandinu. Samningurinn virðist hafa verið gerður án vitundar bæjaryfirvalda og komst málið nýverið í hámæli. Náttúruverndarráði Íslands var heldur ekki tilkynnt um þessar fyrirætlanir skógræktarinnar. Nú hefur ráðið blandað sér í málið og reynir að leita samninga, en tíminn vinnur með verktakanum. Á meðan heldur gegndarlaus efnistaka áfram af fullum krafti. Flest bendir til að reynt hafi verið að láta samningsgerðina fara hljótt.
Almennt var álitið að landspjöll vegna yfirborðsvinnslu hrauns heyrðu sögunni til. Í greinargerð sem Þóroddur F. Þóroddson jarðfræðingur vann fyrir bæjaryfirvöld 27. október 1986 um „Hagnýt jarðefni í landi Hafnarfjarðar” mælir hann eindregið gegn slíkri vinnslu í Kapelluhrauni og víðar: „Efnistaka úr apalhrauni er yfirleitt til mikilla lýta í landinu,” segir í greinargerðinni. Þá segir Þóroddur einnig: „Efnistaka eins og tíðkast hefur t.d. meðfram Krýsuvíkurvegi og Bláfjallavegi er óverjandi frá sjónarmiði umhverfisverndar. Mikið efni má fá af svæðum sem „búið” er að vinna með því að hirða upp hrúgöld og ganga betur frá námusvæðum.” Hraunvinnslu í bæjarlandinu var að mestu hætt þegar skýrslan kom fram, en um langt árabil hafði Landgræðslusjóður leyft umfangsmikla vinnslu í landi sínu sunnan Straumsvíkur og haft um 50 milljónir á núvirði í tekjur af efnissölunni. Hraunvinnsla á vegum Hafnarfjarðarbæjar var einnig að mestu aflögð á þessum tíma, en sú vinnsla var þó margfalt minni í sniðum en í landi Landgræðslusjóðs. Á þessum tíma var einhugur að skapast um að opna ekki nýjar námur til vinnslu, heldur nýta betur „gamlar námur” að undangenginni skipulegri úttekt á efnisgæðum námanna.

Kaspelluhraun

Kapelluhraun – gróðurvin í hrauninu.

Það hefur verið merkilegt að fylgjast með viðbrögðum Jóns Loftssonar skógræktarstjóra við málinu. í frétt sem birtist í DV 22. apríl sl. vegna mótmæla skotveiðimanna á malarnáminu í Kapelluhrauni er haft eftir Jóni: „Ég átta mig ekki á því hvað mennirnir eru að fara. Þarna var náma sem ekki var nógu vel gengið frá. Þá er gert ráð fyrir samkvæmt skipulagi að þarna rísi iðnaðarbyggð. Þess vegna var gengið til þessara samninga og gerðar strangar kröfur um frágang. Þegar þetta verður búið verða tilbúnar þarna lóðir og þá geta Hafnfirðingar tekið til við að byggja þarna einhverjar ljótar verksmiðjur.” Skógræktarstjóri heldur í það haldreipi að svæðið sé skipulagt fyrir iðnað og því þarft að ryðja það. Þetta er alrangt. Hið sanna í málinu er að árið 1990 var lögð fram tillaga að aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1988-2008. Þar var m.a. sýnt iðnaðarsvæði sem gæti komið til álita eftir 40-50 ár. Tillögunni var hafnað hjá skipulagsstjórn ríkisins og fór aldrei í kynningu og auglýsingu í samræmi við skipulagslög. Hún hefur því ekkert lagalegt gildi. Samkvæmt gildandi aðalskipulagi Hafnarfjarðar 1980-2000 er gert ráð fyrir framtíðariðnaðarbyggð einum kílómetra suður af núverandi iðnaðarsvæði eða um tvo kílómetra frá umræddu hrauntökusvæði. Það er því ljóst að ætlunin var alls ekki að hreyfa neitt við hrauninu í landi skógræktarinnar.
Í ársbyrjun 1992 sótti Skógrækt ríkisins til bæjaryfirvalda um leyfi til að skipuleggja iðnaðarbyggð á þessu svæði, en málið var ekki samþykkt. Þrátt fyrir það fór stórfelld jarðvinnsla í gang. Stærð vinnslusvæðisins sem skógræktin seldi er milljón rúmmetrar og jafnast það á við 150-200 fótboltavelli á stærð við Laugardalsvöllinn. Ef mið er tekið af íbúðarbyggð má reisa 15 einbýlishús á ha, en svæðið er 100 ha og gætu 1.500 einbýlishús rúmast á því. Samkvæmt núgildandi staðli búa 3,5 íbúar í hverju einbýlishúsi sem þýðir 5.200 íbúa byggð og mun það teljast eitt og hálft skólahverfi. Námaréttindi á þessu svæði seldi skógræktin fyrir 12 milljónir króna, sem er u.þ.b. verðgildi eins einbýlishúss.

Kapelluhraun

Kapelluhraun.

Skógræktin og Landgræðslusjóður hafa unnið mikið gagn við erfiðar aðstæður þrátt fyrir rýra sjóði. Það réttlætir samt ekki allar gerðir þeirra. Þeim hafa einfaldlega verið mislagðar hendur hin síðari ár í þessum efnissölumálum. Sjónarmiðin voru vissulega önnur á árum áður, þegar augu fólks voru lokuð fyrir málefninu. En svona vinnubrögð eiga ekki að tíðkast í dag.
Það er ekki óraunhæf krafa, að stjórnendur Skógræktar ríkisins og Landgræðslusjóðs ígrundi málin vel og leiti utanaðkomandi álitsgerða áður en ákvarðanir af þessu tagi eru teknar. Að sjálfsögðu verða þeim á mistök eins og öðrum, það er mannlegt. En tímarnir breytast stöðugt og kröfurnar með og þess vegna er nauðsynlegt að líta öðru hvoru yfir farinn veg og leiðrétta mistök sem kunna að hafa verið gerð. Þetta á jafnt við um menn og málefni, stofnanir og stjórnvöld.
Nú er Náttúruverndarár Evrópu og megináhersla er lögð á náttúruvernd utan friðlýstra svæða. „Tilgangur Náttúrverndarársins er að opna augu almennings, landeigenda, landnotenda, skipulagsyfirvalda og bæjar- og sveitarstjórna fyrir því að það er ekki nóg að vernda náttúruna á ákveðnum friðlýstum svæðum, svo sem þjóðgörðum, friðlöndum eða fólkvöngum. Eigi náttúruvernd að vera virk og árangursrík er jafnframt nauðsynlegt að hlúa að náttúrunni utan slíkra svæða,” segir Sigurðar Á. Þráinssonar, starfsmaður umhverfisráðuneytis, í grein sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl s.l. Í ljósi þessa er óskiljanlegt að skógræktarstjóri skuli reyna að verja gerð samningsins við Borgartak. Hann yrði maður að meiri ef hann viðurkenndi einfaldlega að um mistök hafi veriðað ræða, rifti samningnum og stöðvaði efnistökuna áður en meiri spjöll verða unnin á svæðinu. Hraunið tilheyrir fornum Almenningi Álftneshrepps, sem nú er með réttu í lögsögu Hafnarfjarðar, og ég leyfi mér að efast um rétt skógræktarinnar eða annarra aðila, til að selja, gefa eða ráðstafa þessu landi með einum eða öðrum hætti.
Skógræktarstjóri hefur slæman málstað að verja og framganga hans í málinu hingað til hefur aðeins grafið undan því trausti sem fólk hefur borið til Skógræktar ríkisins um áratugaskeið. Skógræktinni ber að bæta land, ekki eyða því eins og nú er verið að gera í Kapelluhrauni.”

Heimild:
-Morgunblaðið, 146. tbl. 01.07.1995, Lýst er eftir hrauni – Finnandi vinsamlegast skili því til Hafnarfjarðar, Jónatan Garðarsson, bls. 34.

Kapelluhraun

Kapelluhraun – Helgafell fjær.

Fagradalsfjall

Í 12. lið fundargerðar Bæjarráðs Grindavíkur þann 5. maí 2021 má lesa eftirfarandi um örnefnanefnu í Fagradalsfjalli:

“Nafn á nýju hrauni og gígum við Fagradalsfjall – 2103090.
Lögð fram umsögn Örnefndanefndar á heiti á nýju hrauni og gígum í mótun við Fagradalsfjall. Með vísan til laga nr. 22/2015 leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að nýtt hraun austan Fagradalsfjalls verði nefnt Fagradalshraun.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – Fagridalur efst til vinstri.

Skv. framangreindu virðast hlutaðeigendur ekki vera meðvitaðir um staðhætti í og við Fagradalsfjall. Fjallið er nefnt eftir Fagradal norðan þess. Dalurinn er óháður gosstöðvunum í Geldingadölum. Í Fagradal eru m.a. Nauthólar og Dalssel, fyrrum selstaða frá Þórkötlustöðum. Hún hvílir þar við uppþornaðan lækjarfarveg er áður myndaði Aurana neðar í dalnum.
Gígar hraunsins, er málið snýst um, urðu til á sprungu uppi í hlíðum Geldingadala – í miðju Fagradalsfjalli. Sunnar er Hrútadalur millum Einihlíða og Langahryggs og norðaustar eru Merardalir millum Merardalahnúka og Stóra-Hrúts. Afurð gíganna rann fyrst niður í Geldingadali, annars gróðurlitlar kvosir og kaffærði meinta dys Ísólfs á Skála, áður en hún tók upp á því að venda niður í Merardali.
Nefnt hraun hefur, a.m.k ekki hingað til, runnið niður í Fagradal. Til þess þyrfi það að fylla Gildingadalina upp fyrir neðanverðan Langhól eða Merardalina út fyrir Merardalahnúkana og síðan renna upp á við sunnan Þráinsskjaldar áður en það gæti náð rennsli milli Fagradalsfjalls og Fagradals-Vatnsfells og Fagradals-Hagafells.

Hraun

Hraun í Grindavík.

Í örnefnalýsingu fyrir Hraun segir m.a. um Fagradalsdalsfjall og nágrenni:
“Borgarfjall er eiginlega fremsti hluti Fagradalsfjalls en Fagradalsfjall er eitt stærsta fjall á Reykjanesskaga. Á milli Borgarfjalls og Mókletta er Borgarhraun. Vinkillaga flatlendi framan við Fagradalsfjall heitir Nátthagakriki. Einbúi er þar nokkuð stór stakur hóll. Selskál er grasbrekka framan í Fagradalsfjalli. Trippalágar er graslendi á milli Borgarhrauns og Beinavörðuhrauns og nær fram að Móklettum. Vestan við Trippalágar við hraunjaðarinn á Beinavörðuhrauni er Bleikshóll. Kast er fell sem gengur út úr Fagradalsfjalli að suðvestan. Görn heitir skarðið á milli og nær hún alla leið inn í Innstadal. Stóragil er uppi á fjallinu fyrir ofan Innstadal. Norður af Kasti eru allháir grasgeirar í fjallshlíðinni og heita Fremstidalur, Miðdalur og Innstidalur. Þetta eru ekki raunverulegir dalir heldur brekkur og kvosir.

Kastið

Kastið.

Hraunið vestur af Kasti heitir Beinavörðuhraun og nær fram að Hrafnshlíð, Fiskidalsfjalli og Vatnsheiði. Norður á móts við áður getinna er hraunið mikið sléttara með stórum mosaþembum og heitir þar Dalahraun. Í Dalahrauni eru tveir hólar með nokkru millibili og heita Innri-Sandhóll og Sandhóll sem er hærri og sunnar. Gömul gata inn með Fagradalsfjalli að vestan og allt til Voga heitir Sandakravegur. Norðan við hraunið eru Nauthólaflatir og ná þær upp að Fagradalsfjalli. Dalssel heitir innst með fjallinu fyrir norðan Nauthólaflatir. Austast á Nauthólaflötum er hóll sem heitir Nauthóll. Vestan flatanna er uppblásið land, nú aurmelar, kallað Aurar en hét áður fyrr Fagridalur og er svo nefnt á korti. Nyrsti hluti Fagradalsfjalls heitir Fagradalsvatnsfell og er í landi Þórkötlustaða. Þar norður af er Fagradalshagafell, lítt áberandi að norðanverðu. Vatnskatlar uppi á Fagradalshagafelli eru landamerki á milli Hrauns og Þórkötlustaða. Eitthvað af nefndum örnefnum vestan Fagradalsfjalls að innanverðu gætu verið í landi Þórkötlustaða.

Uppi á Fagradalsfjalli er hæsti hnúkur á norðausturhorninu og heitir Langhóll. Að suðaustan er annar hnúkur og heitir sá Stórhóll.

Drykkjarsteinn

Drykkjarsteinn í Drykkjarsteinsdal.

Austan undir Borgarfjalli og á milli þess og Langahryggs er Nátthagi. Þetta er nokkuð breitt skarð á milli fjallanna og við suðurenda þess er Drykkjarsteinsdalur. Austan undir Fagradalsfjalli og norðan við Nátthagaskarð og í austur frá Stórhól er smáás og heitir Nátthagaskarð. Þar norður af eru Geldingadalir. Smádalkvosir grónar nokkuð. Þar er sagt að Ísólfur, fyrsti ábúandi á Ísólfsskála, sé grafinn og hafi hann viljað láta grafa sig þar sem geldingarnir hans höfðu það best.

Fagradalsfjall

Fagradalsfjall – þverskorinn gígur ofan Fagradals.

Norðaustur frá Langhól er lítið fell fast við Fagradalsfjall sem heitir Kálffell. Norð-norðaustur af Langahrygg er Stóri-Hrútur og síðan þar norður af Meradalir. Þetta eru gróðurlitlar leirflatir. Þar norður af eru Meradalshlíðar og vestur frá þeim er Kistufell í austur frá Langhól. Norður af Meradalshlíðum er Litli-Hrútur og þar norður af er Litli-Keilir.

Þaðan í norðaustur er Keilir, alþekkt fjall. Austan undir Kistufelli er smáhryggur sem nefndur er Rjúpnahryggur. Þarna eru víðast hraun á milli fjallanna og örnefnalaust.

Suðaustan og framan í Langahrygg eru Lyngbrekkur og þar framan við er Stóri-Leirdalur. Austan við Langahrygg eru Einihlíðar. Þetta eru ávalar, gróðurlitlar bungur en hafa sjálfsagt verið vel grónar þegar þær hlutu nafn. Litli-Leirdalur er framan við Einihlíðar að vestan og hlíðin þar austur af, þar sem gamli Krýsuvíkurvegurinn liggur upp, heitir Brattháls (Skyggnir). Litli-Hrútur heitir nyrsti hluti Einihlíða. Þverbrekkur heita grasigrónar brekkur nyrst í Litla-Leirdal.

Dalssel

Dalssel í Fagradal.

Skarðið á milli Langahryggs og Einihlíða heitir Hrútadalur og við hann eru Hrútadalsbörð. Austan í Einihlíðum eru allmiklar grasigrónar kvosir og heita Bratthálskrókur sú fremri og Einihlíðarkrókur sú innri. Sandurinn þar norður af inn með Einihlíðum heitir Einihlíðasandur.

Geldingardalur

Geldingadalur – dys Ísólfs.

Örnefnanefnd og fulltrúar Grindavíkurbæjar virðast, skv. ofangreindu, fara villu vegar er þeir ákveða að nefna hið nýja hraun í Geldingadölum “Fagradalshraun“. Til álita kæmu hins vegar með réttu örnefnin “Fagrahraun”, “Fagradalsfjallshraun” eða “Geldingadalahraun”. En örnefnið “Fagradalshraun” til framtíðar litið er eins og út úr kú, a.m.k. að teknu tilliti til framangreindra örnefna. Fulltrúum Grindavíkurbæjar er þó fyrirgefið því flestir þeirra virðast vera aðkomnir, en ekki er vitað undan hvaða hól fulltrúar Örnefnanefndar hafa skriðið. Ef örnefnið verður að veruleika mun það verða sem myllusteinn um háls nefndarinnar um ókomna tíð…

Sjá meira um Fagradal HÉR.

Fagradalsfjall

Fagridalur – Nauthólar og Dalssel.

Sigurður Gíslason

Eftirfarandi er upprifjun, að gefnu tilefni, úr fyrrum FERLIRsferð frá Hrauni í Grindavík og nágrenni:

Hraun

Hraun – Gamli brunnur.

FERLIR gekk um sunnanverð Suðurnes s.l. laugardag. Tekið var hús á fjölfróðum merkismanni, Sigurði Gíslasyni, bónda á Hrauni austan Grindavíkur. Leiddi hann hópinn og sýndi honum m.a. fallega tilhöggvin stein, sem gæti verið forn skírnarfontur úr gömlu bænahúsi eða kirkju, sem hafði staðið þar skammt frá og getið er um í gömlum heimildum.

Hraun

Hraun – fontur.

Fonturinn er hinn merkilegasti gripur. Hann kom upp þegar verið var að grafa utan í fjárhús fyrir nokkrum misserum, en aftan þeirra átti bænahúsið að hafa staðið fyrrum. Fyrir stuttu var fonturinn síðan sóttur í gröftinn og komið á tryggari stað. Sigurður sýndi hópnum auk þess fallega hlaðinn brunn, Gamlabrunn, á söndunum ofan Hrólfsvíkur, en þangað sóttu íbúar Þórkötlustaða vatn á 19. og á framanverðri 20. öld. Brunnurinn hefur fallið í gleymsku og virðast fáir vita af tilvist hans nú orðið. Skammt austar er Kapellulág, en þar undir sandinum er kapella frá því á 15. öld, ein af gersemum svæðisins. Þá benti Sigurður á forna dys á hól vestan Hrauns, en í hana hafði Kristján Eldjárn áhuga að grafa, en entist ekki aldur til.

Hraun

Refagildra við Hraun.

Loks var skoðuð gömlu hlaðin krossrefagildra, líklega sú eina á landinu, svo vitað sé.
Sigurður sýndi hleðslur ofan Húsfells, sem og opin á “Tyrkjahellinum” á Efri-Hjalla.

Geldingadalur

Í Geldingadal – Dys Ísólfs.

Þá var gengið að Drykkjarsteini í Drykkjarsteinsdal, en hann stendur við gamla Sandakraveginn (Krýsuvíkurleiðina) þar sem hann liggur á bak við Slögu að Méltunnuklifi og áfram austur úr til Krýsuvíkur.

Krýsuvíkurleið

Krýsuvíkurleið.

Gatan (leiðin) er mjög greinileg. Hún var gerð ofan í vagnveginn, sem lagður var millum Ísólfsskála og Krýsuvíkur 1923 um  hinn forna Ögmundarstíg.
Þaðan var gengið um Nátthaga, upp skarðið og yfir að Stórahrút og að ofanverðum Merardölum. Þar var beygt yfir í Geldingadal og litið á dys Ísólfs gamla á Skála, en sagan segir að hann hafi látið dysja sig í dalnum þar sem sauðir hans undur hags sínum svo vel.

Borgarhraun

Borgarhraun – stekkur.

Gengið var auðveldlega upp úr dalnum að vestanverðu og þá komið niður í Selskál norðan Borgarfjalls, en í skálinni er talið að Ísólfsskálasel hafi verið. Engar tættur er þó þar, enda landeyðing þarna mikil í seinni tíð. Skammt vestar er stekkur í hraunkanti Borgarhrauns. Líklegt er að selstaðan hafi þar verið og þá heimasel.

Neðan Einbúa var komið að gömlu leiðinni norður að Stóra-Skógfelli, en við hana er gamalt hlaðið aðhald. Við það er hlaðið lítið skjól. Skammt vestan þess má sjá gamalt fallega staðsett refabyrgi og enn vestar, undir hraunhrygg, er forn stekkur. Þar við gæti hafa verið heimaselstaða til einhvers tíma.

Borgarhraunsrétt

Borgarhraunsrétt.

Sunnar er hlaðna Ísólfsskálaréttin (Borgarhraunsréttin) og Borgin forna (Viðeyjarborg) í Borgarhrauni, en hún gæti jafnvel verið frá þeim tíma er Viðeyjarklaustur nýtti staðinn því til handa.
Eins og sjá má er Reykjanesskaginn fjölbreytileg útivistarparadís – og það við hver fótmál. Stutt er í alla áhugaverða og fallegu staðina, hvort sem þeir tengjast merkilegum náttúrufyrirbrigðum, minjum eða sögu.

Drykkjarsteinn

Drykkjarsteinn í Drykkjarsteinsdal.

Selatangar

Í Morgunblaðiðinu 1967 er grein, sem segir frá Magnúsi Hafliðasyni á Hrauni, Eyjólfi J. Eyfells og Jóhannesi Kolbeinssyni af ferð þeirra á Seltanga.

Selatangar

“Við vorum á leið suður á Reykjanesskaga, ætluðum að koma við hjá Magnúsi Hafliðasyni á Hrauni, þeirri kempu. Ferðinni var heitið að Selatöngum, þar sem gamlar búðatóttir standa enn og vitna um lífsbaráttu fólks með seltu í blóði. Nú hafa þeir safnazt til feðra sinna, sem fundu kröftum sínum viðnám í Tangasundi. Magnús er þaulkunnugur á þessum slóðum. Það eru þeir reyndar einnig félagar mínir í bílnum, Eyjólfur J. Eyfells listmálari og Jóhannes Kolbeinsson smiður, sá vinsæli leiðsögumaður Ferðafélagsins.
Við höfðum áður komið saman að Selatöngum. Það var í fyrravor. Þá var bjart yfir sjó og landi og sæmilegt veður, en hann hryggjaði við ströndina.
Þegar við komum að Selatöngum rýndum við í búðartóttirnar og horfðum yfir sundið. Á meðan dró hann saman í vestrinu. „Hann er fljótur að drífa í”, sagði Jóhannes, og átti við að hann værl fljótur að hvessa. Jóhannes og Eyjólfur eru gamlir sjómenn.
Það má stundum heyra á tungutaki þeirra.
Þegar við ókum heim úr þessari ferð, fórum við fram hjá Hrauni og ákváðum þá að skreppa aftur suður eftir og taka Magnús með.
Nú vorum við aftur á leið að Selatöngum til að uppfylla gamalt loforð, sem við höfðum gefið sjálfum okkur.
SelatangarÍ upphafi ferðar spurði ég Jóhannes um Selatanga.
„Það er bezt að þú spyrjir Magnús á Hrauni um þá”, sagði Jóhannes”. „Ég gæti ímyndað mér að hann kunni skil á sögu þeirra.
Á Seiatöngum var verstöð frá því á 14. öld”, bætti hann þó við. „Þá rann Ögmundarhraun og eyðilagði lendinguna í gömlu Krýsuvík, sem nú heitir Húshólmi og er nokkru fyrir austan Selatanga. Þar má enn sjá gróðurbletti og bæjartóttir”.
Úti var nepjukaldi og það hafði snjóað. Eyjólfur, sem sat í framsætinu, pírði augun og sagði:
„Hann er daufur yfir Reykjanesfjallgarði”.
„Ætli snjói í Grindavík”, spurði ég.
„Ónei”, svöruðu þeir einum rómi.
„Kannski hefði ég átt að koma með koníakspela til að ylja ykkur”, spurði ég.
„Nei”, sagði Eyjólfur, „ég drekk ekki koníak nema í heitu.
Selatangar„Hann vill ekkert kuldaskólp”, sagði Jóhannes. Eyjólfur sagði: „Þegar Helgi lóðs kom eitt sinn fullur heim — hafið þið heyrt það — þá segir konan „Æ”, segir hún, „farðu nú að hátta, Helgi minn, og biddu guð fyrir þér”.
„Ha”, segir karlinn, „guð?
Nei. ég vil engan guð”. „Hann vill ekki einu sinni guð”, segir þá konan”.
Þar með var koníakið úr sögunni.
Jóhannes skimaði í allar áttir eins og gömlum sjómanni sómdi.
„Hann verður líklega hægur í dag”, sagði hann. „Hægur útsynningur, en kular í élinu.
Gæti orðið svolítið brim”.
„Þó það nú væri, þetta opna haf, sagði Eyjólfur.
„En hvað um Selatanga”, skaut ég inn í.
„Þar var útræði fram um 1880″, sagði Jóhannes. „Þá þótti staðurinn útúr og farið að brydda á nýjum tíma í Grindavík og víðar”.
„Ætli þar hafi orðið mikil slys?” spurði ég.
„Óljósar sagnir eru um slys”, sagði Jóhannes. „En ekki áreiðanlegar”.
„Hefurðu séð nokkuð þar, sem bendir til slysa”, spurði ég Eyjólf.
„Nei, ég heyrði bara délítinn söng úr einni tóttinni, þegar við vorum þar í fyrravor.
Já, reyndar hef ég alltaf heyrt söng úr einni tóttinni, þegar ég hef komið að búðunum. Þeir hafa sungið mikið í gamla daga.
En ég heyrði engan söng, þegar við Jóhannes fórum þangað í vor. Þá var eitthvað bölvað rifrildi í einni tóttinni”.
„Já, þú varst að tala um það”, sagði Jóhanrnes. „Ekki heyrði ég það”.
„Nei, þú heyrðir það ekki”, sagði Eyjólfur. „Ég heyrði það aðeins fyrst þegar við komum að tóttarbrotunum, en svo var eins og það dæi út. Ég kom fyrir mörgum árum í herbergi í húsinu Nýlendugötu 19. Húsráðendur, sem voru kunningjar mínir og vissu að ég só stundum ýmislegt, sögðu: „Sérðu ekki eitthvað?”
„Ojú, ekki get ég neitað því.
Selatangar
Ég sé einhvern slæðing”, segi ég. „Það er gömul kerling úti í horni, hún er að bogra yfir einhverju og öll í keng”.
Ég lýsti henni fyrir fólkinu, sem sagði að lýsingin stæði heima. „Þetta er hún Guðrún gamla í Stafnesi, hún átti heima hér og hafði prjónavélina sína í horninu því arna”. Það hefur orðið eitthvað eftir af henni þarna”.
„Orðið eftir”, endurtók ég.
„Já, tilveran er undarleg.
Hún skilar öllu. Þetta voru eftirstöðvar af Guðninu. Hún var þarna auðvitað ekki sjálf. Ég skynjaði engan persónuleika í mynd bennar. Hér sitjum við og tölum saman, og það geymist. En einhvern þeirra sér eða heyrir einhver til okkar. Þá verðum við kannski komnir langleiðina inn á astralplanið.”
Við hlustuðum á Eyjólf, þögðum. Nú talaði sá, sem hafði sjón og heyrn til tveggja heima. Bílstjórinn dró jafnvel úr ferðinni, og var farinn að leggja við hlustirnar. Eyjólfur átti leikinn.
„Það hefur verið mikill söngur í gamla Kleppsbænum”,
sagði hann. „Þegar ég kom fyrst að bænum, var hann yfirgefinn, en uppistandandi.
Þá heyrði ég sálmasöng. Þeir hafa líklega samvizkusamlega lasið húslestrana sína og sungið sálma, gæti ég trúað, kannski ekki veitt af”.
Það varð þögn.
“Hefurðu séð nokkuð”, gaukaði ég að Jóhannesi.
„Nei, ekkert”.
„Jú, hann hefur séð margt”, sagði Eyjólfur. „Hann hefur séð margt fallegt. Hann befur séð há ög tignarleg fjöll í öllum veðrum. Hann hefur hortft yfir öræfin og þekkir ótal örnefni. Hamn hefur séð það sem er etftirsóknarverðast, landið okkar í allri sinni dýrð”.
„Já”, sagði Jóhannes, „það hef ég. En maður þarf ekki að vera skyggn til þess”. „Þú varst að lýsa fyrir mér dularfullri reynslu, þegar við fórum suður eftir í fyrravor”, fullyrti ég.
„Ekki man ég það”.
Ögmundadys
„Þú varðst var við eitthvað í skálanum á Jökulhálsi” sagði Eyjólfur.
„Það var óvera”, sagði Jóhannes. „Ég sá eitthvað, en aðrir sáu það ekki síður. Það var atfarsterk fylgja. Maður, sem var dáinn fyrir 16 árum.
Hann hefur líklega verið að fylgjast með þessu ferðalagi okkar”.
„Kannski hann hafi ekki verið þarna sjálfur, ætli það hafi ekki bara verið hugur hans, sem fylgdist svona sterklega með ykkur”, sagði Eyjólfur.
„Jú, ætli það hafi ekki verið”, sagði Jóhannes. „Og hugur hans hefur þá umbreytzt í persónu hans”.
„Sá sem sézt annars staðar en hann er”, sagði Eyjólfur, „birtist venjulega í réttri mynd sinni. Við skiljuan svo lítið brot af tilverunni, skynjum aðeins yfirborð hennar og misskiljum flest. Við erum, þrátt fyrir góðan þroska á veraldarvísu, mjög ófullkomin”.
Jóhannes stóðst ekki freistinguna, en sagði: „Ég er fæddur og uppalinn að Úlfljótsvatni. Einhverju sinni um haust, eða um líkt leyti og nú — já, það var áreiðanlega í byrjun nóvember — var ég bak við hesthúsið að leysa hey handa beljunum. Það var kvöld og svartarnyrkur. Þá beyri ég að hundarnir gelta. Traðirnar lágu hein að hesthúsinu. Það hafði verið frost, en klökknaði þennan dag og holklakinn farinn að slakna.
Ég heyri að einhver ríður traðirnar heim að besthúsinu, stansar og fer af baki. Ég heyri hringlið í beizlisstöngunum, þegar taumarnir eru teknir fram af hestinum. Einhver gengur að dyrunum, ég legg víð hlustirnar —, maðurinn staðnæmist og kastar af sér vatni. Svo heyrist ekki meir og hundarnir hætta að gelta. Ég geng að hesthúsdyrunum og huga að því, hver geti verið þanna á ferð, en sé engan. Það var meiri ákoman”.
Þetta er nú meiri guðfræðin, hugsaði ég. Svo spurði ég Eyjólf:
„Er ekki sjaldgæft að menn séu að kasta af sér vatni hinu megin?”
Hann hristi sitt silfurgráa höfuð.
„Þú misskilur þetta allt”, sagði hann. „Það sem Jóhannes varð vitni að var ekki annað en gamalt bergmál. Hann upplifir af einhverjum ástæðum, að einhverjum hefur orðið mál fyrir mörgum öldum. Annað er það nú ekki. Ekkert í tilverunni er svo ómerkilegt að það týnist í glatkistuna. En hvernig eigum við, þessir líka maurar í mannsmynd, að skilja að það er ekkert til sem heitir fortíð, nútíð eða framtíð. Það er hægt að sýna kvikmynd eins oft og hver vill, þannig er einnig hægt að upplifa svipmynd þess sem var. Líf okkar geymist á dularfullan hátt”.
Ég sneri mér að Jóhannesi og spurði um dvöl hans á Úlfljótsvatni?
„Faðir minn var bóndi þar í 26 ár”, sagði hann. „Hann dó 25. marz sl. 94 ára gamall.
Hann hét Kolbeinn Guðmundsson. Hann lá ekki rúmfastur nema 3 vikur. Annað hvort voru menn í gamla daga ódrepandi eða ekki”, sagði Jóhannes og brosti.
„Heldurðu að Jóhannes eigi eftir að verða 94 ára”, spurði ég Eyjólf.
„Nei-i”, svaraði Eyjólfur dræmt.

Katlahraun

Kaltlahraun – Selatangar fjær.

„Heldurðu að hann eigi eftir að verða jafngamall og þú?”
„Það efast ég um:”
„Hvað ertu gamall”.
„Karlinn er orðinn 81 árs”.
„En ég, verð ég 94 ára?”
„Nei, þú verður ekki eins gamall og ég”, sagði hann ákveðið. Ég fór að reikna.
„En verð ég ekki sjötugur?” sárbændi ég hann.
„Maður skyldi ekki forsvara neitt”, sagði hann.
Ég sá að ekki dugði að freista Eyjólfs, svo að ég sneri mér að Jóhannesi.
„Þú manst auðvitað vel eftir Tómasi Guðmundssyni hinum megin við Sogið”, sagði ég.
Jóhannes hrökk við. Hann hefur líklega einnig verið að reikna, hugsaði ég. „Tómasi”, sagði hann, „jú—ojú, en við þekktumst ekki mikið. Hann var eldri en ég. Það bar við að ég kom heim til hans. Hann var ákaflega feiminn við ókunnuga og faldi sig, ef einhver kom. Ég vissi ekki þá, að hann ætti eftir að varpa svo miklum ljóma á Sogið og sveitina; að hann ætti eftir að verða stórskáld”.
Og Jóhannes varð hugsi.
„Tómas var talfár”, sagði hann. „Foreldrar hans voru gott fólk og höfðingjar. Ég fylgdist með því sem unglingur, þegar hann birti ljóð eftir sig i Heimilisblaði Jóns Helgasonar, þá var hann innan við fermingu. Hann orti um æskustöðvarnar, og þar eru Sundin blá”.

Selatangar

Selatangar – tóft.

„Heldurðu að hann eigi við þau — sundin við Sogið”, spurði Eyjólfur undrandi.
„Já, það hefði ég haldið”, svaraði Jóhannes viss í sinni sök. „Hvergi eru blárri sund en við Brúarey í Sogi. Þau blasa við æskuslóðum skáldsins”.
Nú vorum við komnir að kapellunni, hraunhleðslu norðan við húsaþyrpinguna, þar sem álfélagið hefur reist timburþorp til bráðabrigða.
„Hraunið heitir eftir kapellunni”, sagði Jóhannes og benti.

Hraun

Kapellutóft í Kapellulág austan við Hraun.

„Þeir grófu einhvern tíma í þetta og fundu líkneski, ég held frá kalþólskri tíð. Hér hefur verið eins konar sæluhús í miðju hrauninu, enda hraunið hættulegt yfirferðar ekki sízt fyrir hesta. Ósjaldan kom fyrir að þeir fótbrotnuðu og stundum hröktust ferðamenn út að ströndinni.
„Það var önnur kapella í hrauninu”, sagði Eyjólfur.
„Hún hefur farið forgörðum”, sagði Jóhannes.
Eitt sinn komum við Gísli Jónsson bílasmiður að henni og sá ég þá munkinn, en það var ekkert merkilegt. Hitt var merkilegt að Gísli sá hann líka.
„Þetta er furðulegt”, sagði hann, „Þetta hef ég aldrei séð áður. Hann taldi slíkt hégóma og hirti ekki um framhaldslífið. Hann sagðist ekki trúa því, að hægt væri að skyggnast inn í fortíðina og ekki beldur, að unnt væri að sjá framliðið fólk.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Seinna vorum við í veiðiferð saman austur á Baugsstöðum, það var um vor. Við sváfum í dálitilum heystabba, sem var eftir í hlöðunni. Um morgunin var Gísli eitthvað fálátur. Ég innti hann eftir því, hvort honum liði illa. „Í nótt sá ég draug í fyrsta skipti”, sagði hamn. „Hvernig atvikaðist það”, spurði ég. „Jú, ég vaknaði við það, að einhver gekk yfir stabbann og svo áfram í lausu lofti. Þá varð mér ekki um sel”.
Mér er nær að halda að Gísli hafi verið látinn sjá þetta til þess að lina hann í vantrúnni, enda var hann ekki eins stífur á meiningunni upp frá því.”
„Var munkurinn draugur”, spurði ég eins og barn.
„Nei, ég sagði Gísla sem var, að munkurinn væri bara gömul spegilmynd, eftirstöðvar frá liðnum tíma. Þannig skiljum við eftir mynd okkar einhversstaðar í tíma og rúmi, og kannski rekast einhverjir á hana, þegar við erum farnir. Ég fór einhvern tíma á fund hjá Hafsteini, þá kom Gísli upp að vanganum á mér og segir: „Heyrðu, Eyjólfur, heldurðu ekki að þú farir að koma?”
„Ég. Ó, ég veit ekki”, svaraði ég.
Hann var alinn upp í Hróarsholti í Flóa. Þar hefur hann alltaf verið með okkur Jóhannesi nema í sumar, þá varð ég hans í fyrsta skipti ekki var. Þó fannst mér eins og hann hugsaði til okkar. En það var allt og sumt. Hróarsholt er með fallegri bæjarstæðum. Sagt er, að þaðan hafi sézt nítján kirkjur.”

Þorbjörn

Þorbjörn – Klifhólahraun.

„Nú eru nokkrar þeirra úr sögunni”, minnti Jóhannes hann á. Og eitthvað þurftu þeir að bera saman bækur sínar um kirkjufjöldann.
Og nú vorum við komnir á Grindavíkurveginn.
„Þarna er Þorbjörn”, sagði Eyjólfur, „fjall þeirra Grindvíkinga”.
„Þá er nú Esjan tilkomumeiri”, sagði ég.
„Ég reri eina vertíð í Grindavík”, hélt Eyjólfur áfram, „þú varst þar líka, Jóhannes”.
„Já, ég reri þaðan eina vertíð. Það gekk ágætlega. Ég reri frá Nesi — það hefur verið 1927. Við höfðum útræði um Járngerðarstaðasund. Það gat verið varasamt á opnum árabátum”.
„Hvenær rerir þú frá Grindavík Eyjólfur?”
„Ég man það nú ekki, jú, það hefur líklega verið 1904.

Selatangar

Selatangar – þurrkbyrgi.

Ég reri úr Þórkötlustaðahverfinu”.
„Það var aldrei stórbrim þessa vertíð”, sagði Jóhannes.
„Ekki man ég heldur eftir því”, sagði Eyjólfur.
„Við sýndum ekki af okkur nein þrekvirki”, sagði Jóhannes. „Engin karlmennska eins og þegar Gunnlaugur sýslumaður á Barðaströnd stóð undir mæniás fjóssins og kom í veg fyrir að þekjan hryndi yfir beljuna: „Allþungt þetta hér”, sagði hann. Það var ekki verið að fjasa út af smámunum í þá daga”.
Eyjólfur sagði: „Ég þekkti vel Gísla, bróður Magnúsar á Hrauni, og Margréti konu hans Jónsdóttur frá Einlandi. Þetta var ágætisfólk.
Ég var heimilisvinur á Einlandi. Við strákarnir vorum allir skotnir í Möggu”.
„Þau eru bæði dáin”, sagði Jóhannes.

Einland

Í Einlandi.

„Já, þau Gísli eru bæði farin”, sagði Eyjólfur og bætti við: „Hún var glæsileg stúlka. Ég hélt að Margrímur Gíslason ætlaði að ná í hana. Hann varð seinna lögregluþjónn í Reykjavík, mesti myndarmaður. Þá datt engum í hug að keppa við hann. En hún giftist Gísla”.
Jóhannes sagði: „Þeir bjuggu báðir á Hrauni, bræðurnir Gísli og Magnús. Hafliði, faðir þeirra, var lengi formaður”.
„Hann var eftirminnilegur karl”, sagði Eyjólfur. „Eitt sinn þegar gefin voru saman hjón, bæði ósköp lítil fyrir mann að sjá, var Hafliði svaramaður.
Þegar prestur snýr sér að konunni og spyr, hvort hún vilji manninn, svarar hún ekki. Þá er sagt að Hafliði hafi hnippt í hana og sagt: „Segðu já — segðu já — segðu bara já”.
Og hún álpaðist til að segja já.
„Ætli þetta hafi verið Hákon í Bakka”, sagði Jóhannes: „Það var kot í túnjaðrinum á Hrauni. Ég held að rústirnar standi ennþá. Hákon reri hjá Hafliða og síðan hjá Magnúsi.
Ég held þeir hafi naumast róið nema Hákon væri með”.
Við vorum komnir að Hrauni.
Ég snaraðist út úr bílnum, gekk upp tröppurnar og bankaði. Magnús kom til dyra. Hann var ekki eins hress og oft áður. Þegar ég hafði hitt hann, var hann alltaf nýr eins og Passíusálmarnir.
„Nú erum við komnir”, sagði ég.
„Komnir, hverjir?”

Selatngar

Selatangar – fiskbyrgi.

“Ég er með tvo gamla sjómenn úr Grindavik, Eyjólf Eyfells og Jóhannes Kolbeinsson”.
„Jæja”, sagði Magnús.
„Við erum að fara að Selatöngum. Þú ferð með”.
„Það efast ég um. Það er víst einhver illska hlaupin í mig.
Læknirinn segir að það sé eitthvað í öðru nýranu”.
„Nú, finnurðu til”, spurði ég.
„Onei, ég hef aldrei fundið til”.
„Þetta eru skemmtilegir karlar”, sagði ég.
„Ha, já er það”, sagði Magnús og klóraði sér á hvirflinum.
Svo strauk hann yfirskeggið og fór í gúmmískóna.
Eyjólfur kom í gættina. Þeir heilsuðust. Magnús virti hann fyrir sér. Þeir tóku tal saman.
Það var selta í Eyjólfi, hann var ekkert blávatn. Það hefur Magnús fundið. Einu sinni munaði mjóu að Eyjólfur drukknaði í Loftsstaðasundi.

Grindavík

Grindavík – Magnús á Hrauni í vörinni.

Karlarnir gengu út í bílinn. Ég á eftir. Svo héldum við af stað.
„Ég var hrifinn af Margréti mágkonu þinni á Einlandi, þegar ég var á vertíð hér strákur”, sagði Eyjólfur.
„Hún hefur verið ung þá”, sagði Magnús.
„Já, um fermingu”, sagði Eyjólfur.
„Og varstu skotinn í henni strax”, sagði Magnús og hló.
Við ókum sem leið lá að Selatöngum.
„Ég sé ekki betur en þú sért sæmilegur til heilsunnar, Magnús”, sagði ég. Því að nú kjaftaði á honum hver tuska, ekki síður en okkur hinum.
„Ég er alveg stálhraustur”, fullvissaði hann okkur og sjálfan sig, „mér hefur aldrei orðið misdægurt. En ég á að fara í rannsókn til Snorra Hallgrímssonar. Það er gott að eiga góða menn að. Við höfum farið í rjúpu saman”.
„Þú varst oft á sjó með Hákoni á Bakka, sagði ég.
„Ojá”, sagði Magnús. „En af hverju dettur þér hann í hug?”
„Þeir muna eftir því, þegar hann var giftur”.
„Ha? Hann giftist aldrei”.
„Hvað segirðu?”
Og nú sperrtu Jóhannes og Eyjólfur eyrun.
„Nei, hann bjó með konu, en þau voru aldrei gefin saman í hjónaband”.
Eyjólfur segir honum nú söguna um giftingu litlu hjónanna. Magnús slær á lær sér:
„En þetta er ekki rétt. Það voru gift þarna hjón, en þau sögðu bæði nei”.
“Ha”.

Selatangar

Selatangar – minjar.

„Ég sagði að þau hefðu bæði sagt nei”.
„Nú, og hver voru þau”, spurði Eyjólfur.
„Það voru Einar Árnason póstur og Katrín Þorkelsdóttir”.
„Var sú gifting ekki ólögleg?”
„Nei, nei. Þetta var látið duga í þá daga. Menn voru ekki að gera veður út af öllum hlutum. Það þótti skrítið. En Hákon bjó með konu sem hét Guðmunda Gísladóttir, þau komust vel af”.
Fagradalsfjall blasti við okkur. Þangað höfðum við Magnús eitt sinn farið, gengið upp á fjallið, litazt um eins og landnámsmenn. Ég benti í áttina þangað.
„Það dregur undir sig”, sagði Magnús. „Þetta er lengri leið en maður heldur”.
Mig rak minni til þess.
„Einar póstur og Katrín, voru þau lítil”, spurði Eyjólfur hugsi.
„Já”, sagði Magnús.
„En Hákon og Guðmunda?”
„Guðmunda var há kona og snör. Hún var köttur þrifinn, og prýðilega útlítandi var baðstofan, þó hún væri lítil. En þau Einar bjuggu í moldarkofa”.
„Það hefur þá ekki verið Hákon”, sagði Eyjólfur. „Það hafa verið Einar og Katrín”.
„Það hafa verið þau”, sagði Magnús.

Selatangar

Selatangar – minjar.

„Er Einland uppistandandi?” spurði Eyjólfur.
„Já, þekkirðu ekki Ísleif Jónsson, verkfræðing í Reykjavík?”
„Við erum skyldir”, sagði Eyjólfur.
„Jæja”, sagði Magnús og virti Eyjólf fyrir sér. „Nú sé ég, að það er sami bjarti svipurinn.
Hann er að skinna Einlandið upp”, bætti hann við.
„Já, einmitt”, sagði Eyjólfur.
Við ókum fram hjá Ísólfsskála, Selatangar skammt þar fyrir austan. Á leiðinni töluðu þeir um sitthvað, og það var engu líkara en maður væri kominn hálfa öld aftur í tímann. Þeir töluðu um karl einn, sem „þótti gott að smakka það”, um fólk, sem „hafði orðið bráðkvatt”. Og margt fleira skröfuðu þeir, sem ómögulegt var fyrir ókunnugan að henda reiður á. Magnús minntist á konu, sem hafði átt hálfsystur, „og hún varð sama sem bráðkvödd líka”. Og síðan barst talið að Jóni heitnum á Einlandi, föður Margrétar, og hann varð einnig bráðkvaddur.
„Hann var dugandi sjósóknari”, sagði Magnús, „— áður en hann varð bráðkvaddur”.
„Já, og myndarmaður”, sagði Eyjólfur.

Selatangar

Seltangar – sjóbúðir.

„Og aðsækinn við sjó”, bætti Magnús við. „En viljið þið ekki sjá leiðið hans Ögmundar, sem hraunið er kennt við. Það stendur norðan við veginn”.
„Förum fyrst niður að Selatöngum”.
„Heyrðu Eyjólfur, lenturðu nokkurn tíma í Stokkseyrardraugnum”, spurði Magnús.
„Nei, ég var svo ungur. Þegar við strákarnir heyrðum fyrst af honum, treystum við á, að hann kæmist ekki yfir mýrarnar, því að þær voru á ís og flughálar”.
„Hvað ætli þetta hafi verið?” spurði Magnús.
„Þetta voru engir aumingjar, sem uðru fyrir barðinu á draugnum”, skaut Jóhannes inn í samtalið.
„Fólk var með margvíslegar skýringar”, sagði Eyjólfur.
„Sumir töluðu um kolsýrueitrun í andrúmsloftinu, en það veit enginn”.
„Það flýðu allir úr einni verbúðinni”, sagði Jóhannes, um leið og bíllinn stöðvaðist við Selatanga.
Við lituðumst um.
„Hvar er Magnús?”
„Hann skrapp niður á kampinn að tala við veiðibjölluna”, sagði Jóhannes. „Þeir þekkjast, mávurinn og Magnús. Hann er búinn að skjóta þá svo marga um dagana”.
„Honum er ekki fiskað saman”, sagði Eyjólfur. „Hann er líkur föður sínum, kempukarl”.

Selatangar

Seltangar – sjóbúðir.

Við skoðuðum tóttirnar af verbúðunum og fiskhjöllunum.
Í fyrravor var jörðin algræn, þar sem fiskurinn hafði legið við byrgin. Tólf til fimmtán menn hafa verið við hvern bát, hafði ég lesið mér til. Bragur er til um alla útróðrarmenn, sem eitt sinn voru á Selatöngum, og eru þeir taldir með nafni og hafa þá verið yfir 60. Tóttirnar eru litlar og ég gizkaði á, að þrír til fjórir hefðu verið í hverri verbúð. Þeir sögðu það hefðu minnsta kosti verið sjö, ef ekki fleiri. Af tóttarbrotunum að dæma er hver búð um fimm metrar á lengd og tveir á breidd. Sumar búðirnar hafa jafnvel verið minni. Kannski þeir hafi haft verbúðirnar svona litlar til að halda á sér hita, datt mér i hug. Þarna sáum við einnig hellisskúta. Jóhannes sagði, að hellarnir væru reyndar tveir og hefði annar verið kallaður sögunarkór, þar sem var smíðað, en hinn mölunarkór, þar var malað korn.
Selatangar eru skarð eða afdrep í Ögmundarhrauni. Þar fundu Krýsuvíkurmenn hentugt athafnasvæði eftir hraunflóðið mikla.
Dákon var hraunstandur uppi í kampinum á Selatöngum. Í honum voru landamerki milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur. Næst austan við Dákon er Vestrihlein, en þá Eystrihlein.
Sundið hefur líklega verið vestan undir Eystrihlein og uppsátrið þar beint upp af. Þar upp með hleininni voru bátarnir settir undan sjó. Vega lengdin fré Krýsuvík á Selatanga er um 6—7 km. og um þriðjungur þess vegar apalhraun, svo það hefur ekki verið skipsganga, sem kallað var, að fara þó leið kvöldið og morgnar. Þess vegna hafa verbúðirnar verið reistar þar. Og enn tala þær sínu máli.

Dágon

Dágon á Selatöngum.

Magnús var kominn í leitirnar. Við horfðum yfir kampinn og sundið. Ólög riðu yfir hleinarnar, en ekki á sundið. Það var hreint.
„Þeir þekktu sjóina, karlarnir”, sagði Magnús.
„Ungt fólk nú á dögum mundi líklega deyja af einni saman tilhugsuninni að eiga að sofa í svona hreysum”, sagði ég og virti fyrir mér tóttarbrotin.
„Manneskjan gerir það, sem hún verður að gera”, sögðu þeir.
„Verbúðirnar hafa verið vindþéttar”, sagði Eyjólfur.
Ég hryllti mig ósjálfrátt í herðunum.
„Þeir hafa sótt í þetta hey og mosa”, sagði Magnús.
Svo benti hann út á sundið. „Þeir hafa lent eitthvað eftir áttum”, sagði hann. „Í útsynningi hafa þeir lent vestar, en austar í landnyrðingum, Það er ekki milkil ló við hleinina núna. Þeir hefðu lent í svona sjó. Þarna er eystri hleinin og þarna sú vestri. Þeir lentu á milli hleinanna, í Tangasundi.
Og nú er Dákon horfinn.”
„Það er talvert brim núna”, sagði ég. „Þú segir að þeir hefðu lent í þessu.
„Ætli ekki það, þetta er svaði”, sagði Magnús. „Þeir kunnu svo sem að biða eftir lagi. En hafið þið ekki heyrt að hér átti að vera draugur”, og hann sneri sér að Eyjólfi.
„Jú”, sögðu þeir.

Selatangar

Selatangar.

„Hann var kallaður Tanga Tómas,” sagði Magnús.
„Hefurðu séð hann Eyjólfur? ” spurði ég.
„Nei”, sagði Eyjólfur, „séð hann — nei, nei.”
„Þú ættir að spyrja hann Þórarin Einarsson um hann”, sagði Magnús. „Hann býr í Höfða á Vatnsleysuströnd. Hann er sonur seinasta formannsins hér á Seljatöngum. Þórarinn er faðir Þorvalds Þórarinssonar, lögfræðings í Reykjavík, svo hann á ekki langt að sækja það, að vera þéttur fyrir. Einar, faðir Þórarins, var óbágur að segja frá Tanga Tómasi. Einu sinni var Einar að smíða ausur úr rótarkylfum hjá okkur á Hrauni, þá sagði hann okkur þessa sögu: Guðmundur, bróðir hans, svaf fyrir framan hann og lá með höfuðið útaf koddanum, en sneri sér við í svefnrofunum og færðist upp á koddann, en í sömu andránni kom vatnskúturinn, sem þeir höfðu með sér á sjóinn, en geymdur var í verbúðinni, aflagður þar sem Guðmundur hafði legið með höfuðið.
Þetta bjargaði auðvitað lífi hans.”
„Það var gott að draugurinn drap ekki Guðmund”, sagði Jóhannes. „Hann, átti eftir að eignast 18 börn.”
„Nei, það var ekki hann, þú átt við Guðmund í Nýja Bæ”, sagði Magnús.

Húshólmi

Húshólmi – sjóbúðartóft frá 1917.

„Já”, sagði Jóhannes, og áttaði sig. „Guðmundur í Nýja Bæ var Jónsson, hann reri 1917 úr Húshólma, en þeir urðu að lenda hér á Töngunum”.
„Guðmundur í Nýja Bæ var skírleikskarl”, sagði Magnús, „það var gaman að vera með honum einum. En þegar fleiri voru, varð hann öfgafullur. Lífsbaráttan varð honum þung í skauti, hann varð að treysta á útigang. Tvö barna hans dóu í vetur.”
Við vorum komnir upp á þjóðveginn aftur, og ætluðum sem snöggvast að skreppa að gröf Ögmundar. Á leiðinni þangað segir Magnús allt í einu: „Þessi klettur þarna í hrauninu heitir Latur.”
„Hvers vegna”, spurði ég.
„Það gekk erfiðlega að miða hann — hann gekk illa fyrir, eins og sagt var. Hann bar lengi í sama stað.”
Og nú blasti við Ögmundarhraun milli Latsfjalls og Krýsuvíkur-Mælifells og fyllir hálfan dalinn. Niður við sjó stóð bærinn Krýsuvík, en uppi í dalnum Vigdísarvellir, fjallajörð í hvammi með hlíðinni norð-vestan við Mælifell. Þar sjást tóttir.
„Ég man vel eftir byggð þar”, sagði Magnús. „Gömul sögn segir, að smali hafi, þegar hraunið brann, bjargazt upp á Óbrennishólma, sunnarlega í hrauninu, vestan við Húshólma”.
Jóhannes sagði að þjóðsagan um Ögmund væri á þá leið, að hann hafi átt að vinna sér það til kvonfangs að ryðja veg yfir hraunið, en var drepinn að verki loknu. Aðstandendur konunnar treystu sér víst ekki til að vinna á honum fyrr en hann var orðinn örmagna af þreytu. Þá hertu þeir upp hugann og drápu hann.

Ögmundardys

Ögmundardys austast við Ögmundarstíg.

„Ögmundur sofnaði við hraunbrún, þar sem leiðið er og þar drápu þeir hann”, bætti Magnús um frásögn Jóhannesar. „Nú er hrunið úr leiðinu. Þeir ættu að varðveita það betur. Ég er að vísu ekki fylgjandi því að raska ró þeirra dauðu, en það mætti vel ganga betur um leiðið.”
Ég ætlaði eitthvað að fara að minnast frekar á Ögmund, en þeir fóru þá að tala um sjómennsku í gamla daga og ég komst ekki upp með moðreyk. Það var eins og bíllinn breyttist skyndilega í gamlar verbúðir. Það er munur að róa nú eða áður, sögðu þeir.
„Þá var alltaf andæft á árunum”, sagði Magnús til að uppfræða mig. „Þá var línan tvö til þrjú pund og geysisterk og vont að draga hana. Einhverjum hefði minnsta kosti þótt það sárt í dag. Sumir fengu blöðrur.
„Betur á bak og báðum áfram”, var sagt þegar austanátt var og vesturfall, og þegar línan festist sló alltaf á bakborðið. Það þurfti alltaf manni meira á bakborða í andófi. Þess vegna var sagt; Betur á bak. Þá þurfti að nota árarnar til að róa að línunni.”
Og svona héldu þeir áfram að tala saman um löngu liðna daga. Ögmundur var gleymdur. Ég var að hugsa um að koma við hjá Þórarni gamla í Höfða.
Eyjólfur hafði, okkur öllum á óvart, komið með flösku af líkjör. Hann var farinn að hvessa, eða setja í, eins og karlarnir hefðu sagt. Ég sá verbúðirnar gömlu fyrir mér, og skinnklædda karlana. Ég hugsaði um það sem Magnús hafði sagt: „Það er ekki mikil lá við hleinina; það heitir öðru nafni: sogadráttur og þar er lending stórháskaleg. Ég mundi vel eftir lýsingum Magnúsar Þórarinssonar, sem oft kom niður á Morgunblað, á meðan hann var og hét. Hann var einbeittur og ákveðinn, með auga á hverjum fingri Hann var fyrsti mótorbátsformaður í Sandgerði. Það var eins og sjór og reynsla hefðu lagzt á eitt um að tálga persónu hans inn að hörðum kjarnanum.

Ögmundarhraun

Hin forna gata um Ögmundarhraun, áður en vagnvegurinn var lagður.

Magnús tók saman bók, sem heitir „Frá Suðurnesjum”. Merkisrit. Þar segir, að ef skip tók niður að framan, þegar mikil lá var, stóð það strax svo fast, að ómögulegt var að ýta því út aftur, svo þungu. Sogaði þá óðara undan, svo að skipið varð á þurru og lagðist á hliðina. Næsta aðsog fyllti þá skipið, og allt var í voða. Það varð því sífeilt að halda þeim á floti og ýta frá fyrir hvert útsog, en halda í kollubandið. Næsta ólag kom svo með skipið aftur, en þrekmennin settu axlirnar við, svo að ekki tæki niður; stóðu þeir oft í þessum stympingum, þó að sjór væri undir hendur eða í axlir, en ekkert bundnir voru þeir oftast, er þetta starf höfðu.
Þetta hugsaði ég um og myndin skýrðist í huga mínum. Ég sá karlana standa í kampinum á Selatöngum í brók og skinnstakk, hvorttveggja heima saumað úr íslenzkum skinnum. Brókin upp á síður, en stakkurinn niður á læri. Mátti vel svalka í sjó þannig búinn án þess að verða brókarfullur, eins og kallað var ef ofan í brókina rann.

Grindavík

Magnús á Hrauni í vör.

Stundum kom fyrir að láin var svo mikil að ólendandi var á venjulegan hátt. Þá var fiskurinn seilaður úti á lóninu, seilarnar bundnar saman og færi hnýtt við, en einum manni falið að gefa út færið og annast seilarnar að öllu leyti. Og svo var beðið eftir lagi til að lenda skipinu tómu, tóku þá allir til ára eftir skipun formanns, á þriðju stóröldunni, sem var jafnan hin síðasta í ólaginu, eftir hana kom délítið hlé á stórbrotum; var það kallað lag. Þá var róið með fullum krafti, árar lagðar inn í skipið í fljótheitum. Þegar krakaði niður, hlupu allir útbyrðis og brýndu skipinu upp úr sjó, áður en næsta ólag kæmi. Stundum komu aðrir, sem tækifæri höfðu og hjálpuðu til.
Þannig stóðu Selatangar mér fyrir sjónum. Hver myndin tók við af annarri, reis og hneig í huga mínum eins úthafsaldan við ströndina.
„Ég var oftast aðeins með eitt skinn”, sagði Magnús upp úr þurru.
„Jæja”, sagði Eyjólfur.
“Ég var oft holdivotur”, sagði Magnús.
„Það vorum við aldrei fyrir austan”, sagði Eyjólfur.
“Ojú, maður var oft þvalur. Þetta var helvítis vosbúð”, sagði Magnús.
Aftur hljóp í mig hrollur.
Ég var farinn að hlakka til að koma heim og leggjast eins og hundur við sjónvarpið.
Við höfðum ekið fram hjá Ísólfsskála á heimleið. Körlunum hafði ekki orðið orðs vant. Nú töluðu þeir um Guðmund á Háeyri.
Magnús sagði: „Róiegir drengir, ekki liggur mér á” sagði hann þegar var að verða ófært, hann vissi hvað það gilti.”
Eyjólfur sagði: „Guðmundur var kominn að Eyrarabakkasundi og búið að flagga frá, talið ófært. Þá sagði hann: „Við skulum stöðva snöggvast hér rétt utan við sundið”, og stendur upp og horfir þegjandi fram á brimgarðinn og segir svo enn: „Nei, sko andskotans brimið” — og rétt í sömu svifum: „Takið brimróður inn”, og þeir höfðu lífið. Hann umgekkst ólögin eins og leikföng. En þau voru það ekki fyrir óvana”, bætti Eyjólfur við og vissi af eigin reynslu, hvað hann söng.
Magnús sagði að Guðmundur hefði stundum hikað við að fara inn af ótta við að önnur skip kæmu kannski á eftir og mundu ekki hafa það. Þá segir Eyjólfur: „Jón Sturlaugsson á Stokkseyri hikaði stundusm líka, vegna þess að hann bjóst við að aðrir mundu fylgja sér eftir. Hann var einnig afbragðs sjómaður. Og honum var ekki heldur fisjað saman, honum Hafliða föður þínum. „Ó, þetta er bara þurraslydda, þurraslydda”, sagði hann . . .

Selatangar

Selatangar – Katlahraun.

„Þetta hefur þú heyrt”, sagði Magnús og glaðnaði við.
Svona göntuðust karlarnir, meðan myrkrið datt á. Þeir töluðu vm Berg í Kálfhaga og sögðu, að Guðmundur á Háeyri hefði haft hann handa körlunum sínum til að grínast með. Einhvern tíma segir Bergur, „það er óhætt upp á lífið að róa hjó Guðmundi é Háeyri, en aðköllin ósköpin.”
„Róðu nú Bergur, róðu nú Bergur, og róðu nú helvítið þitt Bergur”, sagði Guðmundur víst eitt sinn í róðri.
Og í annað skipti bar það til tíðinda, eins og oft var, að bóndi ofan úr sveit fékk að róa hjá Guðmundi til að fá í soðið fyrir heimili sirtt. Þegar þeir höfðu ýtt á flot var venja að taka ofan sjóhattinn og lesa sjóferðabæn. Bóndinn hafði bundið á sig hattinn og átti erfitt með að ná honum af sér. Þá kallar Guðmundur formaður og segir: „Ég held þú getir lesið Andrarímur eða einhvern andskotann, þó þú sért með helvítís kúfinn á hausnum”.

Hraun

Hraun.

Og nú blasir við Hraun.
Þarna á ströndinni hafa orðið Skipstapar. Magnús hefur áður sagt mér af þeim: Franska togaranum Cap Fagnet, sem strandaði sunnan undir Skarfatöngum aðfaranótt 24. marz. 1931, og St. Louis, enskum togara, sem strandaði snemma í janúar 1940 í Vondu fjóru. Öll skipshöfnin var dregin í land í björgunarstól nema skipstjórinn. Hann kom ekki út úr brúnni nærri strax. Björgunarmenn biðu eftir honum í allt að 10 mínútur áður en hann sást á brúarvængnum. Hann fetaði sig niður á dekkið og fram að vantinum. En þegar hann var kominn að björgunarstólnum, féll hann allt í einu aftur yfir sig og ofan í ólgandi brimlöðrið. Þar varð hann til.
Magnús á Hrauni hefur margt séð og margt lifað. Hann hefur marga fjöruna sopið.” – M.

Heimild:
-Morgunblaðið, 264, árg. 19.11.1967, Var munnkurinn draugur?, bls. 1-5.

Selatangar

Selatangar – uppdráttur ÓSÁ.

Eldgos

“Reykjanesskagi er hluti af gosbeltinu, sem liggur um Ísland þvert og er í beinu framhaldi af Reykjaneshryggnum, sem neðansjávar teygir sig langt suðvestur í haf og raunar er hluti af Atlantshafshryggnum mikla. Frá því að síðasta kuldaskeiði lauk hefur mikil eldvirkni verið á þessu svæði bæði ofansjávar og í hafi. Sú eldvirkni hefur á umliðnum öldum byggt upp Reykjanesskaga og verður ekki enn séð nokkurt lát á þeirri starfsemi, sbr. nýjasta eldgosið í Geldingadal í Fagradalsfjalli.

Kristnitökuhraun

Svínahraun.

Fyrsta heimild um gos á umræddu svæði er hin alkunna frásögn Kristnisögu: „Þá kom maðr hlaupandi ok sagði að jarðeldr var upp kominn í Ölfusi ok mundi hann hlaupa á bæ Þorodds goða” . Kristnisaga er talin vera „að stofni til frá 12. öld” og gæti því verið rituð rösklega öld eftir að atburðir þessir áttu sér stað. Hér er að sjálfsögðu látið liggja milli hluta hvort kristnitakan hafi verið árið 1000 eða 999. Lengi hefur verið fullyrt að gos þetta hafi verið í gígaröð austan við Hveradali.

Húshólmi

Í Húshólma í Ögmundarhrauni.

Síðari heimildir um eldgos á Reykjanesskaga eru með afbrigðum óljósar og torráðnar. Þannig er t. d. getið um gos í Trölladyngju eða Trölladyngjum 1151, 1188, 1340, 1360 og 1389-90 og um hraun, sem runnið hafi niður í Selvog 1340 . Líkur eru til að það, sem nú er nefnt Brennisteinsfjöll hafi áður fyrr verið nefnt Trölladyngjur, en sannanlega hefur þar verið eldvirkni mikil — og líka á sögulegum tíma og verður að því vikið síðar.
Ljóst er að Ögmundarhraun hefur runnið á sögulegum tíma þar eð það hefur runnið yfir bæ og hluti af rústum hans sést ennþá, en skráðar heimildir um það gos munu ekki vera fyrir hendi.

Gjóskusnið

Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.

Vafalaust hafa skráðar heimildir um ýmsa atburði á þessum landshluta, þar á meðal eldgos, glatast í aldanna rás. Má í því sambandi minna á afdrif bóka Viðeyjarklausturs .
Nú hefur, eftir mismunandi leiðum, verið mögulegt að sýna fram á, að a. m. k. 12 eða 13 eldgos hafa átt sér stað á Reykjanesskaga frá því að norrænt landnám hófst hér.  Einkum eru það tvö öskulög, sem hafa haft mikla þýðingu í þessu sambandi, en þau eru landnámslagið frá því um 900.

Bæði eru þessi öskulög auðþekkt séu þau á annað borð sæmilega greinileg. Landnámslagið er tvílitt, ljóst að neðan en svart að ofan. Öskulagið frá Kötlu er svart og þykkara en nokkurt annað öskulag í jarðvegssniðum á þessu svæði ofar en landnámslagið.

Aldursákvarðanir
Aðferðum, sem notaðar hafa verið til þess að flokka aldur hrauna á Reykjanesskaga má skipta í 4 flokka:
1) Sögulegar heimildir.
2) Geislakolsákvarðanir, C14.
3) Öskulög.
4) Afstaða til hrauna með þekktan aldur.

Eins og áður er sagt, eru sögulegar heimildir um eldgos á þessum landshluta bæði mjög fátæklegar og auk þess svo ruglingslegar að vant er að vita hverju má treysta.

Bæjarrústirnar í Ögmundarhrauni tala sínu máli, en þar með eru sannanir á þrotum. Um vitnisburð annála er áður getið. Ákvarðanir aldurs gróðurleifa (C14) hafa reynst notadrjúgar þar sem þeim verður við komið. Öskulög með þekktan aldur hafa einnig verið mjög til hjálpar.

Þegar Krýsuvíkureldar loguðu var aðalgosið árið 1151. Í því gosi opnaðist 25 km löng gossprunga, og rann hraunið til sjávar bæði sunnan og norðan megin á Reykjanesskaganum. Að sunnan er það Ögmundarhraun en að norðan Kapelluhraun. Þá tók af stórbýlið Krýsuvík sem stóð niður við sjávarbakkann.
Ögmundarhraun er runnið frá norðurhluta gígaraðar austan í Núpshlíðarhálsi og hefur meginhraunflóðið fallið milli Latsfjalls og Krýsuvíkur-Mælifells og allt suður í sjó og langleiðina austur undir Krýsuvíkurberg.

Hér á eftir má sjá nokkrar umfjallanir um afmörkuð hraun:

Svínahraun — Kristnitökuhraunið
Kristnitökuhraun
Sýnt hefur verið fram á að yngsta hraunið austan við Hveradali getur ekki verið frá gosi því, er Kristnisaga getur um, ekki heldur hraunið úr Eldborg undir Meitli, er runnið hefur þannig, að það stefnið á Hjalla í Ölfusi og kemur að því leyti vel heim við söguna. Hins vegar er landnámslagið
ofan á Eldborg, og mosakol undan hrauninu við Hveradali sýna að það er um 800 árum eldra en kristnitakan . Þetta leiddi til þess að gerðar voru athuganir á yngsta hrauninu milli Lambafells og Bláhnúks, en það er augljóslega yngra en það, sem talið var vera Kristnitökuhraunið. Kom brátt í ljós að landnámslagið er undir þessu hrauni, en Kötlulagið frá um 1495 ofan á því (. Endurteknar athuganir í óbrennishólmanum í Svínahrauni leiddu í ljós, að ekki verður greindur minnsti vottur af jarðvegi eða gróðurleifum milli öskulagsins og hraunsins. Það, sem hér er nefnt Svínahraun, er hraunið úr Nyrðri Eldborg, en hraunið úr Syðri Eldborg er nefnt Lambafellshraun. Það hraun er eitthvað yngra, en talið vera nær samtíma, þ. e. úr sömu goshrinu. Þó er þetta enn ekki sannað mál. Bæði þessi hraun ná yfir 11,9 km2 svæði) og teljast um 0,24 km Þetta eru ólivínþóleíthraun og innihalda rösklega 14% ólivín.

Rjúpnadyngnahraun

Rjúpnadyngjuhraun

Rjúpnadyngjuhraun.

Í nær miðjum Húsfellsbruna milli Þríhnúka og [Húsfells] er eldstöð, sem mjög lítið ber á, en nefnist Rjúpnadyngjur. Húsfellsbruni er örnefni, sem nær til margra hrauna, sem flest eru runnin fyrir
landnám, en einnig eru þar yngri hraun. Naumast verður það talið, að augljóst sé við fyrstu sýn, að Rjúpnadyngjur séu eldvörp. Þarna er óvenju stórbrotið hraun með djúpum sprungum og illfærum gjám. Eitt hringlaga niðurfall er á þessu svæði og er talið líklegast að það sé yfir uppvarpinu. Gjall kemur aðeins fyrir á litlum hól miðsvæðis. Við nánari athugun sést að þarna er um eldstöð og um dæmigert hraungos að ræða, en yngri hraun hafa runnið upp að henni sunnan frá og verið langt komin með að færa hana í kaf. Hraun frá Rjúpnadyngjum hefur runnið norður og norð-vestur.
Nyrsti tangi þess endar í allhárri brún rétt austan við Búrfell og hefur þar runnið út á Búrfellshraun. Leysingavatn hefur grafið dálítinn farveg meðfram hraunröndinni norðaustur af Búrfelli og þar reyndist mögulegt að grafa inn undir hraunið. Komu þá í ljós bæði öskulögin, sem áður var minnst á.
Landnámslagið liggur inn undir hraunið, en svarta Kötlulagið er ofan á því. Þar með er ljóst að þarna hefur gosið eftir 900. Annað, sem sannar þetta, er að hraunið hefur á einum stað runnið út á Tvíbollahraun, en það var áður aldursákvarðað (sjá síðar). Gróðurleifar undir þessu hrauni eru afar fátæklegar og því hefur enn ekki verið hægt að koma C14 athugunum við.

Kóngsfellshraun

Stóri-Bolli

Stóri-Bolli, Kóngsfellsgígur, í Kóngsfelli.

Vestan við Stóra Kóngsfell er stutt gígaröð, sem nær upp í fellið og er á sprungu, sem gengur gegnum það. Þarna hafa einkum tveir gígir verið virkir. Hraunið hefur runnið báðum megin við Kóngsfell norður og niður á við. Það hefur runnið upp að Rjúpnadyngjum og báðum megin við þær og er því yngra en sú gosstöð og þar með frá sögulegum tíma. Nánari aldursákvörðun á þessu gosi liggur ekki enn fyrir.

Breiðdalshraun

Breiðdalur

Breiðdalur.

Á Brennisteinsfjöllum er feiknamikil eldstöð. Það hraun, sem til norðurs rann, er dæmigert helluhraun. Unun er að ganga þessar svörtu klappir, sem bjóða upp á hin furðulegustu mynstur í formi straumgára, fellinga og hraunreipa. Það hefur runnið í fremur mjóum straumi norðvestur fjallið milli eldri hrauna og fallið í bröttum fossi ofan í Fagradal, þar sem það hefur hrifið með sér stór björg og steina úr brúninni og liggja þeir nú í tugatali ofan á hrauninu í dalnum, meðal grjóts sem síðar hefur hrunið úr fjallinu út á hraunið. Það hefur svo haldið áfram allt að Undirhlíðum og loks staðnæmst í Breiðdal og þekur allan dalbotninn með sléttu hrauni. Þar sem það fellur niður í dalinn austan við Breiðdalshnjúk er það örþunnt. Leysingavatn hefur þar grafið sér farveg meðfram því og nokkuð inn undir rönd þess. Þar má sjá jarðveg þann, sem hraunið rann yfir og finna leifar þess gróðurs, sem þar var þá og raunar liggja þær gróðurleifar í sjálfu landnámslaginu. Liggur því tvöföld sönnun fyrir aldri þessa hrauns, enda gaf C” ákvörðun um ár 910. Meðal gróðurleifa virtist vera beitilyng, víðir, bláberjalyng og einír, en þetta allt vex á staðnum enn í dag.

Gráfeldur á Draugahlíðum

Gráfeldur

Gráfeldsgígur í Draugahlíðum.

Skammt eitt austan við hina fornu brennisteinsnámu, sem raunar mun hafa gefið þessum fjallaslóðum nafn, rís á fjallsbrún hár og brattur gígur, nefnt Gráfeld. Hljóti það nafn viðurkenningu, skal hraun þetta Gráfeldshraun heita, Þessi gígur er á sprungu og smágígir eru vestan við hann. Auðsætt er að hann hefur þegar í upphafi tekið völdin og sent hraunflóð mikið niður í dalinn, þar sem fleiri hraun voru þegar fyrir og fylla hann nú fjalla milli. Meðal þeirra er áðurnefnt Breiðdalshraun, sem hverfur inn undir þetta hraun, sem þannig örugglega er yngra, enda yngst í dalnum og samkvæmt þessu frá sögulegum tíma. Annálar geta þess að hraun hafi runnið niður í Selvog 1340 og 1389 . Mjög trúlegt sýnist að Selvogshraun sé frá öðru hvoru þessu gosi, en vel gætu hafa orðið enn fleiri gos í Brennisteinsfjöllum á sögulegum tíma og vafalaust hafa bæði þessi gos orðið þar, en tímasetning er óljós. Hraunið hefur fallið fram af Herdísarvíkurfjalli við Hlíðarvatn, en staðnæmst neðan við brekkurætur aðeins norðan við núverandi þjóðveg. Hraun það er fallið hefur niður í Kleifarvatn sunnanvert og Hvammahraun nefnist er mjög ungt og gæti jafnvel verið frá sögulegum tíma.

Tvíbollahraun

Tvíbolli

Tvíbollar.

Við Grindaskörð eru gígaraðir á sprungubelti og hefur þar verið mikil eldvirkni. Meðal þessara gíga eru Tvíbollar, en það eru gígir tveir, sem gnæfa á norðurbrún fjallsins . Eins og nafnið bendir til eru gígir þessir samvaxnir og sést það vel neðan úr byggð. Aðalgígurinn er 40 – 60 m hár en minni gígurinn tæplega þriðjungur þess. Gígirnir eru hlaðnir úr gjalli og hraunkleprum og hraunstraumurinn hefur fallið norður og mest um undirgöng, sem enn má sjá. Lengst norður nær hraun þetta að Helgafelli og hefur runnið í örþunnum straumi vestur með því að sunnan en hverfur loks undir Gvendarselshraun við suðvesturhornið á fellinu. Rétt þar hjá hefur leysingavatn grafið fornan jarðveg undan hrauninu svo það hefur á kafla fallið niður. Kemur við það í ljós jarðvegslag, sem er rösklega 1,2 m þykkt og í því m. a. eitt ljóst öskulag, sem talið er að sé H3 (frá Heklu fyrir 2.800 árum), en næst hrauninu eru kolaðar gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar hafa verið og reynst 1075±60 C'4 ár, en það þýðir að hraunið gæti hafa runnið árið 875 og er því frá sögulegum tíma. Jafnframt fannst landnámslagið undir þessu hrauni, aðeins ofan við áðurnefnt niðurfall. Þrjú hraun hafa síðar runnið út á þetta hraun og eru því yngri, en þau eru Rjúpnadyngnahraun, Kóngsfellshraun og svo það litla hraun, sem næst verður fjallað um í þessari grein.

Gvendarselshraun

Gvendarselshæðargígar

Nyrstu Gvendarselshæðargígarnir norðvestan Helgafells.

Norðurendi Undirhlíða er nefndur Gvendarselshæð. Hún endar við Kaldárbotna. Austan í hæðinni gegnt Helgafelli er gígaröð, nefnt Gvendarselsgígi. Þeir eru á misgengi því, sem liggur eftir endilöngum Undirhlíðum, klýfur Kaldárhnúk, myndar vesturbrún Helgadals og klýfur Búrfellsgíginn um þvert og heldur áfram um Heiðmörk. Hraun frá þessari litlu gígaröð þekur allt svæðið milli
Gvendarselshæðar og Helgafells. Víðast er það dæmigert helluhraun. Það hefur runnið niður í Kaldárbotna að norðaustan í smátotu, sem hangir þar níður, en hefur staðnæmst neðan við hjallann. Annar straumur hefur fallið vestur um skarðíð milli Kaldárbotna og Hlíðarhorns og nær nokkuð vestur fyrir Kaldársel. Vestast er það svo þunnt að talsverða nákvæmni þarf til þess að rekja ystu mörk þess. Þriðja hraunkvíslin hefur svo fallið um Kýrskarð við suðurenda megin gígaraðarinnar, og út á Óbrinnishólahraun, og myndar smá hraunbleðil vestan undir hæðinni. Eins og áður er sagt hverfur
Tvíbollahraun inn undir Gvendarselshraun við suðurenda Helgafells. Gvendarselshraun er því yngra undir hraunið syðst og fundum þar bæði landnámslagið og gróðurleifar, sem aldursákvarðaðar hafa verið og reynst vera frá því um 1075.

Nýjahraun — Kapelluhraun

Kapelluhraun

Kapelluhraun – loftmynd.

Eins og áður er sagt bendir upprunalegt nafn þessa hrauns ótvírætt til þess að það hafi orðið til á
sögulegum tíma. Um aldur þess hefur að öðru leyti ekki verið vitað. Í sambandi við rauðamalarnám við gígina, sem hraunið er komið úr, opnaðist möguleiki til þess að komast að jarðvegslögum undir því og ná þar í kolaðar gróðurleifar. Þar voru tekin alls 3 sýni á jafnmörgum mismunandi stöðum. Aldursákvarðanir á þeim sýndu að gosið hafi þarna um 1005. Þrátt fyrir þær skekkjur, sem loða við
þessar aldursákvarðanir er með þeim staðfest að hraunið er frá sögulegum tíma og næsta ljóst að gosið hafi orðið snemma á 11. öld.

Ögmundarhraun

Latur

Latur í Ögmundarhrauni.

Ekki er kunnugt um uppruna nafnsins á hrauni þessu, en langt er síðan að ljóst var að það hafði runnið á sögulegum tíma. Það sanna rústir bæjar, sem eyðst hafði í gosinu. Ögmundarhraun er komið úr gígaröðum austan í og austanundir Vesturhálsi (Núpshlíðarhálsi). Samanlögð lengd þessara gígaraða er nær 5 km. Næsta ljóst er að allar hafa þær verið virkar aðeins í byrjun gossins, en fljótlega hefur hraunrennslið færst yfir í, einkum þrjá gígi, nálægt austurenda gígaraðarinnar og þaðan hefur megin hraunflóðið runnið suður dalinn milli Krýsuvíkurmælifells og Latsfjalls alla leið í sjó fram. Þarna hefur það farið yfir gróið land og eyðilagt a. m. k. eitt býli eins og rústirnar sanna, en vel gætu þau hafa verið fleiri og raunar ekki ólíklegt að svo hafi verið . Hraunið hefur fallið í sjó fram á um 7,5 km strandlengju og hugsanlegt gæti verið að þar hafi sú vík verið, sem Krýsuvík er kennd við — sé það á annað borð nauðsynlegt að skýra nafnið svo – og hafi hraunið
fyllt hana. Um þetta skal ekkert fullyrt. Lengi hefur því verið haldið fram að þetta gos hafi orðið árið 1340. Þetta ártal er komið frá Jónasi Hallgrímssyni, en ekki getur hann heimilda fyrir því.
Því má aðeins bæta við hér að engar mannvistarleifar er að finna í tveim smá óbrennishólmum ofar í hrauninu. Þess skal hér einnig getið að svo virðist sem Ögmundarhraun, Nýjahraun (Kapelluhraun) og Gvendarselshraun hafi öll orðið í einni goshrinu, sem þá hafi orðið á fyrri hluta 11. aldar. Því má svo bæta við, að vel gætu fleiri gos hafa orðið um svipað leyti eða samtímis víðar á Reykjanesskaga

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun

Arnarseturshraun.

Hraun þetta hefur komið upp í tveim gígum og ber sá þeirra sem hæstur er nafnið Arnarsetur. Hraunið hefur ótvíræða dyngjulögun, einkum séð vestan frá, en bergfræðilega er það skyldara sprunguhraunum. Þetta hefur verið allmikið gos. Hraunið þekur sem næst 22 km2 og telst samkvæmt því 0,44 km en sennilega er sú tala talsvert of lág því hraunið er greinilega mjög þykkt á stóru svæði kringum eldvarpið. Eldra hraun, sem aðeins sést í smá óbrennishólma bendir til þess að áður hafi gosið á þessum sama stað. Í sambandi við jarðfræðikortlagningu kom í ljós að Arnarseturshraun hlaut að vera yngst allra hrauna á þessu svæði. Það vakti grun um að það gæti verið frá sögulegum tíma.
Út frá þeím skráðu heimildum, sem til eru, virtist liggja beinast fyrir að ætla að gos þetta hafi orðið 1660 og sé það, sem getið er um í annál Gunnlaugs Þorsteinssonar fyrir árið 1661, Vallholtsannál, (Annálar 1400-1800) sem getur um eldgos í Grindavíkurfjöllum þetta ár.

Eldborg við Trölladyngju

Eldborg

Eldborg við Trölladyngju.

Þess skal og getið að gos það er orðið hefur rétt norðan við Trölladyngju og myndað gíginn Eldborg sýnist hafa orðið um líkt leyti og Afstapahraun rann.
Vel gætu þessi gos bæði hafa verið svo að segja samtímis og mætti þá raunar um það deila hvort um er að ræða eitt gos eða tvö. Einar Gunnlaugsson (1973) fann öskulag ofan við landnámslagið í Hörðuvallaklofa og er líklegt að það sé af þessum slóðum komið. Ekki verður hins vegar í það ráðið hvort það kann að vera úr Eldborg eða öðru eldvarpi í nágrenninu.

Traðarfjöll

Reeykjanes

Dásemdir Reykjanesskagans má í dag finna víða, þökk sé jarðvánni….

Í jarðfræði Reykjanesskaga (eftir Jón Jónsson 1978,) er eldstöðvum á þessu svæði nokkuð lýst og hraunið nefnt Traðarhraun, en réttara væri e. t. v. að nefna það Traðarfjallahraun. Þegar vegur var lagður gegnum Reykjanesfólkvang var hann skorinn inn í gíg sunnan í Traðarfjöllum. Við það kom í ljós allþykkt moldarlag undir gjallinu og reyndist þar auðvelt að
grafa fram jarðvegssnið, sem nær frá því og niður á fast berg, sem þarna er móberg. Undir gjallinu er fyrst 9 cm þykkt moldarlag en þá kemur ljósleitt (nánast gulleitt) öskulag, sem ekki getur annað verið en landnámslagið margumtalaða. Sýnir þetta að þarna hefur gosið, að líkindum þó nokkru eftir árið 900 þar eð um 9 cm jarðvegur hefur verið kominn ofan á öskulagið áður en gosið varð. Vel gæti þetta hafa verið um sama leyti og Ögmundarhraun rann, þótt ekkert sé um það hægt að fullyrða. Eins og teikningin sýnir er annað ljóst öskulag neðar í sniðinu og ætti það samkvæmt reynslu að vera H3. Ekki hefur enn gefist tími til að rekja útbreiðslu hraunsins frá þessu gosi, enda er það ekki auðvelt. Hitt er ljóst að með þessu bætist við enn eitt gos, sem örugglega hefur orðið á sögulegum tíma á Reykjanesskaga. Þykir þetta renna enn einni stoð undir það að meiriháttar goshrina hafi þar orðið snemma á landnámsöld. Ekki var mögulegt að greina neinar gróðurleifar undir gjallinu. Nægilega mikið loft hefur þarna komist að til þess að gras hefur brunnið til ösku en ekki kolast. Því má bæta hér við að þar eð svona þykkt jarðvegslag er komið ofan á landnámslagið, gæti þetta verið það gos sem Jónas Hallgrímsson talar um og Þorvaldur Thoroddsen (1925) vitnar í. Gæti þetta verið skýringin á því að ártalið 1340 hefur verið tengt Ögmundarhrauni.

Nöfn á hraunum á Reykjanesskaga.
1. Rjúpnadyngjuhraun
2. Húsfellsbruni
3. Tvíbollahraun (Hellnahraun eldra)
4. Grindaskarðahraun (Hellnahraun yngra)
5. Þríhnúkahraun
6. Þjófakrikahraun (Eyrahraun)
7. Kristjánsdalahraun
8. Hellur
9. Markrakahraun (Hellnahraun yngra)
10. Dauðadalahraun (Hellnahraun eldra)
11. Skúlatúnshraun (Hellnahraun eldra)
12. Búrfellshraun
13. Flatahraun (Búrfellshraun)
14. Selgjárhraun (Búrfellshraun)
15. Svínahraun
16. Urriðakotshraun (Búrfellshraun)
17. Vífilsstaðahraun (Búrfellshraun)
18. Stórakrókshraun (Búrfellshraun)
19. Garðahraun (Búrfellshraun)
20. Gálgahraun (Búrfellshraun)
21. Klettahraun (Klettar)
22. Mosar (Eldborgarhraun)
23. Smyrlabúðahraun (Búrfellshraun)
24. Gjárnar (Búrfellshraun)
25. Norðurgjár (Búrfellshraun)
26. Seljahraun
27. Gráhelluhraun (Búrfellshraun)
28. Lækjarbotnahraun (Búrfellshraun)
29. Stekkjahraun (Búrfellshraun)
30. Sjávarhraun
31. Hörðuvallahraun (Búrfellshraun)
32. Hafnarfjarðarhraun (Búrfellshraun)
33. Helgafellshraun (Stórabollahraun)
34. Kaldárhraun (Búrfellshraun)
35. Brunahryggur
36. Óbrinnishólabruni
37. Arnarklettabruni
38. Stórhöfðahraun (Hellnahraun yngra)
39. Kornstangarhraun
40. Selhraun (Eldra Afstapahraun)
41. Hellisdalshraun
42. Hellnahraun
43. Leynidalahraun
44. Hvaleyrarhraun (Hellnahraun eldra)
45. Hraunhólshraun
46. Nýjahraun
47. Háibruni
48. Bruni (Kapelluhraun/Nýjahraun)
49. Hrauntungur (Hrútagjárdyngjuhraun)
50. Brenna
51. Kapelluhraun (Nýjahraun/Bruninn)
52. Snókalönd (Hrútagjárdyngjuhraun)
53. Hrútadyngjuhraun
54. Almenningur (Hrútagjárdyngjuhraun)
55. Hólahraun
56. Sauðabrekkuhraun (Sauðabrekkugígar)
57. Fjallgrenshraun (Sauðabrekkugígar)
58. Brundtorfuhraun (Brunntorfuhraun)
59. Hafurbjarnarholtshraun (Hrútagjárdyngjuhraun)
60. Stórhólshraun
61. Eyjólfsbalahraun
62. Bringur (Hvammahraun)
63. Einihólshraun
64. Merarhólahraun
65. Rauðhólshraun (Kapelluhraun)
66. Tóhólahraun (Hrútagjárdyngjuhraun)
67. Þúfuhólshraun
68. Sléttahraun (Búrfellshraun)
69. Laufhólshraun (Hrútargjárdyngjuhraun)
71. Meitlahraun (Eldborgarhraun)
72. Bekkjahraun (Hrútargjárdynguhraun)
73. Brenniselshraun (Hrútagjárdyngjuhraun)
74. Katlar (Hrútagjárdyngjuhraun)
75. Draughólshraun (Hrútagjárdyngjuhraun)
76. Flár (Hrútagjárdyngjuhraun)
77. Rauðamelshraun (Hrútagjárdyngjuhraun)
78. Ögmundarhraun
79. Katlahraun (Moshólshraun)
80. Leggjabrjótshraun (Höfðagígahraun)
81. Beinavörðuhraun (Sunhnúkahraun)
82. Illahraun
83. Bræðrahraun og Blettahraun (Eldvarparhraun)
84. Eldvarparhraun
85. Stampahraun
86. Eldvörp
87. Þríhnúkahraun
88. Hellisheiðarhraun
89. Eldborgarhraun
90. Eldborgahraun
91. Hnúkahraun
92. Dauðadalahraun (Hnúkahraun)
93. Kistufellshraun
94. Draugahlíðahraun
95. Heiðin há
96. Leitarhraun
97. Þurárhraun
98. Astapahraun
99. Kálffellshraun

Heimild:
-https://redlion.blog.is/blog/redlion/

Eldgos

Eldgos á Reykjanesskaga – Geldingadalur mars 2021.

Faxi

Í Faxa 1977 fjallar Svavar Árnason um Grindavík undir yfirskriftinni “Landkostir rýrir en stutt á fengsæl fiskimið”.

Svavar Árnason

Svavar Árnason.

“Alþingi veitti Grindavík kaupstaðarréttindi með lögum nr. 18, 10. apríl 1974. Grindavíkurkaupstaður er því með alira yngstu kaupstöðum landsins. Saga hans er að vonum ærið stutt og naumast annálsverð enn sem komið er, en Grindavíkurhreppur, sem er eðliiegur undanfari kaupstaðarins, á sér aftur á móti langa og að ýmsu leyti merka sögu, sem rekja má allt til landnámsaldar. Þess er þó enginn kostur að rekja þá sögu í stuttu máli, aðeins skal lauslega minnst á minnisverða atburði og þá ekki síður þá atburði, sem minni eftirtekt hafa vakið í gegnum tíðina.
Um það hvernig Grindavík byggðist segir svo frá í Landnámabók: „Maður hét Hrólfur höggvandi. Hann bjó á Norðmæri, þar hét Moldatún. Hans synir voru þeir Vémundur og Molda-Gnúpur. Þeir voru vígamenn miklir og járnsmiðir. Vémundur kvað þetta, er hann var í smiðju:

Ek bar einn
af ellifu
banaorð.
Blástu meir.

Gnúpur fór til Íslands fyrir víga sakir þeirra bræðra og nam land milli Kúðafljóts og Eyjarár og Álftaver allt. Þar var þá vatn mikið og álftveiðar á. Molda-Gnúpur seldi mörgum mönnum af landnámi sínu, og gerðist þar fjölbyggt, áður jarðeldur rann þar ofan, en þá flýðu þeir vestur til Höfðabrekku og gerðu þar tjaldbúðir, er heitir á Tjaldavelli. En Vémundur, sonur Sigmundar kleykis, leyfði þeim eigi þar vist. Þá fóru þeir í Hrossagarð og gerðu þar skála og sátu þar um veturinn, og gerðist þar ófriður með þeim og vígfar. En um vorið eftir fóru þeir Molda-Gnúpur vestur í Grindavík og staðfestist þar. Þeir höfðu fátt kvikfjár. Þeir voru þá fulltíða synir Molda-Gnúps, Björn og Gnúpur, Þorsteinn hrungnir og Þórðu leggjaldi.

Hraustir menn og vígreifir víkingar

Grindavík

Grindavík og nágrenni.

Björn dreymdi um nótt, að bergbúi kæmi að honum og bauð að gera félag við hann, hann þóttist játa því. Eftir það kom hafur til geita hans, og tímkaðist þá svo skjótt fé hans, að hann varð skjótt vellauðugur. Síðan var hann Hafur-Björn kallaður. Það sáu ófreskir menn, að landvættir fylgdu Hafur-Birni til þings, en þeim Þorsteini og Þórði til veiða og fiskjar.
Af þessari lýsingu er bersýnilegt, að þeir sem námu land í Grindavík voru hraustir menn og vígreifir víkingar, sem létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna svo sem kviðlingur Vémundar ber vott um. Það er víst að Landnámsmennirnir hafa frá upphafi byggðar í Grindavík stundað jöfnum höndum landbúnað og fiskveiðar og farnast vel, enda til þess notið fulltingis landvættanna eftir því sem sagan segir.
Landafræðin kenndi okkur að Grindavík væri lítið og afskekkt sjávarþorp á sunnanverðum Reykjanesskaganum, umkringt hraunum og langt frá öðrum byggðum. Landkostir rýrir en stutt á fangsæl fiskimið. Úthafsaldan, ferleg og há, komin um óravegu sunnan úr höfum, brotnar hér við ströndina með háreisti og gný. Af því leiðir að Grindavík hefur ávallt verið talin brimveiðistöð.

Skipströnd og björgunarafrek

Skipsskaðar

Skipsskaðar við Grindavík.

Strandlengjan fyrir landi Grindavíkur nær frá Valahnúk á Reykjanesi, eða nánar tiltekið frá miðri Valahnúkamöl og austur að Seljabót, en þar tekur við Selvogur í Árnessýslu.
Á þessari strönd hefur mörg harmsagan gerst. Guðstéinn Einarsson hreppstjóri hefur í ágætri grein í bókinni Frá Suðurnesjum, skráð örnefnin og um leið fléttað inn í frásögnina viðburðaríkum atburðum af skipsströndum og björgunarafrekum, sem unnin hafa verið á þessari strandlengju, sem hann telur vera um 70 til 80 km. langa.
Fjallahringur upp til landsins umlykur Grindavík og gefur henni hlýlegt svipmót. Fjöllin eru fremur lág, en Þorbjörn er þeirra nálægastur byggðinni og nýtur mestrar virðingar innfæddra Grindvíkinga, þótt hann sé ekki nema 243 metrar á hæð. Þar skammt frá er- Hagafell” með Gálgaklettum og síðan kemur Svartsengi, sem nú er þekkt vegna háhitans, sem er á því svæði, og nú er virkjaður af Hitaveitu Suðurnesja í þágu íbúa á Suðurnesjum.

Útilegumenn hengdir í Gálgaklettum

Gálgaklettar

Gálgaklettar í Hagafelli.

Þar sem fjallið Þorbjörn rís upp úr hraunflákanum í allri sinni tign með klofinn toppin og myndar gjá, sem heitir Þjófagjá, þar eiga útilegumenn endur fyrir löngu að hafa átt skjól. Þjóðsagan segir að þeir hafi um síðir verið handsamaðir og færðir til hengingar í Gálgaklettum.
Lengra austur eftir Sakganum koma svo Húsafell í grennd við býlið að Hrauni, þá Fiskidalsfjall, Fagradalsfjall og Festi eða Festarfjall. Festi er fyrir botni Hraunsvíkur. Þar þykir skemmtilegt útivistarsvæði undir fjallinu á Hraunssandi við sjó fram. Ekki er þó þessi staður með öllu hættulaus vegna grjóthruns úr fjallinu og engan veginn er hættulaust að fara þar í sjóinn vegna strauma, sem liggja fram með ströndinni, og hafa gert færustu sundmönnum örðugt að ná landi aftur.
Býlið Hraun er austan við Þorkötlustaðahverfið, en austasti bærinn er ísólfsskáli og er yfir Hálsa að fara þangað. Austan við Ísólfsskála eru fjöllin Slaga og Skála-Mælifell og enn austar er svo Krýsuvíkur-Mælifell, en austast er Geitahlíð með Æsubúðir efst á tindi. Skammt austan við Ísólfsskála eru Selatangar. Þaðan var útræði frá Skálholti á fyrri tíð, og enn má sjá þar ummerki og tóftabrot, er minna á frumstæðan aðbúnað sjómanna í verbúðum þeirra tíma.

Járngerður og Þorkatla

Ísólfsskáli

Ísólfsskáli.

Grindavík hefur frá fornu fari verið skipt í þrjú hverfi, þ.e. Staðarhverfi vestast, þá kemur Járngerðarstaðahverfi og austast Þorkötlustaðahverfi, en auk hverfanna þriggja voru svo einstaka bæir svo sem Hóp — þar sem nú er höfnin — lífæð byggðarinnar —, Hraun og Ísólfsskáli og áður fyrr byggðarhverfi í Krýsuvík. — Í Krýsuvík er risinn myndarlegur skóli, sem sveitarfélögin í Reykjanesumdæmi, SASÍR, hafa barist fyrir að koma á fót, en kennsla er rétt óhafin.
Það er athyglisvert við nöfn hverfanna, Járngerðarstaðahverfi og Þorkötlustaðahverfi, að svo virðist sem “rauðsokkur” þeirra tíma hafi látið mikið til sín taka í Grindavík. Ekki greinir þó sagan frá jafnréttisbaráttu kvennanna þar, en víst má telja að konur þessar, Járngerður og Þorkatla, hafi verið hnir mestu skörungar og stórbrotnar að allri gerð. Þær sátu báðar jarðirnar, sem einnig bera þeirra nöfn. Báðar munu þær hafa átt útvegsbændur og framsækna fiskimenn, en gifta þeirra fylgdist ekki að. Járngerður missti bónda sinn í sjóinn á Járngerðarstaðasundi. Segja munnmæli að þá hafi Járngerður orðið myrk í skapi, og kveðið svo á, að 20 skip skuli farast á Járngerðarstaðasundi. Telja fróðir menn að þeirri tölu sé náð. Af Þorkötlu er aftur það að segja, að hún hafi látið svo ummælt, að aldrei skyldi skip farast á Þorkötlustaðasundi, ef rétt væri farið og fomann brysti ekki dáð og dug, og þykir það hafa farið eftir.

Oft var teflt á tæpasta vað
Grindavík
Landnámsmennirnir komu til Íslands á opnum skipum. Molda-Gnúpur og synir hans stunduðu sjóinn á opnum skipum að sjálfsögðu, og Grindvíkingar hafa löngum háð sína hörðu lífsbaráttu á opnum skipum — fyrst og fremst áraskipum — fram yfir árið 1926 og þar næst á opnum vélbátum, „trillum,” allt þar til að hafnarskilyrði sköpuðust í Hópinu fyrir stærri skip og báta, svo að sambærilegt er orðið við hvaða verstöð sem er á landinu.
Þeir einir, sem muna tímana tvenna og þær stórkostlegu breytingar, sem hafa orðið á aðstöðu allri til sjósóknar og fiskveiða í Grindavík síðustu 50 árin, hljóta að undrast það nú, að það skuli hafa verið mögulegt að stunda róðra á þessum litlu fleytum og bjóða þeim það sem þeim var boðið og ekki síður eftir að „trillurnar” komu til sögunnar. Þeir sóttu sjóinn fast, og tefldu oft á tæpasa vað. Lendingin var oft erfið og áhættusöm þegar komið var upp að Járngerðarstaðasundi og þurfti að liggja til laga eins og það var kallað. Þeir sem í landi voru, og fylgdust með þegar lagið var tekið, biðu í ofvæni og eftirvæntingu úrslitanna um það, hvort mætti sín meira, mannlegur máttur ræðaranna, eða hrammur holskeflunnar. Oftast tókst þetta vel, og formennirnir lærðu að finna rétta lagið — nákvæmlega rétta augnablikið — þegar lagt var á sundið í tvísýnu. Oft skall hurð nærri hælum og slysin urðu ekki umflúin, eins og hún Járngerður, og svo ótal margir fleiri hafa orðið að horfa upp á og þola. —

Áfram nú í Herrans hafni
Grindavík
En nú er allt orðið gjörbreytt til hins betra. Hætturnar leynast að vísu alls staðar, bæði á sjó og landi. Bátastærðin, öryggistækin og höfnin, allt ber það vott um þá stórkostlegu byltingu, sem átt hefur sér stað í þróun og vexti staðarins. —
Þegar þróunin verður skyndilega ör, vill það stundum gleymast að halda til haga ýmsum fróðleik varðandi atvinnusöguna og líf fólksins á viðkomandi stað. Hvert tímabil á sína sögu.
Ef við hugsum til þess að fram til ársins 1926 er svo til eingöngu róið á árabátum, þá er líklegt að ýmsir siðir og venjur, áhöld og tæki, sem þá voru notuð, séu nú lítt þekkt eða með öllu ókunn þeirri kynslóð, sem nú er að alast upp í landinu.
Við skulum leiða hugann að því að formaðurinn á áraskipinu fer árla dags á fætur, gáir til veðurs, því að þá er engin veðurþjónusta, fer síðar um kotin og kallar, þ.e. ræsir skipshöfnina. Hún bregður skjótt við og innan tíðar eru allir komnir til skips í nausti, hver maður skinnklæddur og kominn að sínum keip. Það fyrsta sem þeir gera, er að þeir taka ofan og signa sig. Þá er losað um skorður og formaðurinn segir: Áfram nú í herrans nafni. —
Samtaka ganga nú allir til verks og setja skipið á hlunnum fram í vörina, og þegar skipið flýtur, hoppa allir léttilega upp í, og setjast undir árar, en formaðurinn kemur fyrir stýri. —
Á vetrarvertíð voru skipin flest tíróin, kölluð teinæringar.
Þegar ýtt hefur verið úr vörinni er fyrst róið yfir Lónið á Járngerðarstaðavíkinni og fram á snúning, en það er hættulegasti staöurinn þegar brim er. Þegar snúningi er náð, er stefnan tekin út Víkina, en þá taka allir ofan, og halda þó róðrinum áfram, en um leið sameinast skipshöfnin í Ijóðlátri sjóferðabæn. Þegar bænin er á enda setja menn upp sjóhattinn á ný. Þannig hefst sjóferðin.

Og forða því frá öllu grandi
GrindavíkEf til vill er verið með línu, þá er hún lögð þegar komið er fram á mið, eða þá að verið er að vitja um netin.
Yfirleitt er hraði í öllum verkum og kostur þótt það að vera fljótur á sjó, því að á skammri stund skipast veður í lofti. — Glöggir formenn gerðu sér Hjótt grein fyrir því, hvort farið væri að brima eða ekki. Þeir sáu það á öldunni og það engu síður þótt í logni væri.
Þegar komið var að landi og sjóferðin var á enda var það venjan að tveir fremstu ræöararnir lögðu upp árarnar áður en komið var í vörina.
Þeir voru kallaðir framámenn og tóku sér í hönd „kolluband” og settust framan á kinnungin og höfðu það Þýðingarmikla og vandasama starf með höndum að taka skrið af skipinu þegar þeir sjálfir höfðu fengið fótfestu, og halda því á floti á meðan bskurinn var seilaður þ.e. dreginn UPP á snæri, sem kallað var seilaról, því að engin var þá bryggjan til að landa við. Seilaról var þannig gerð, að á öðrum endanum var tréspjald en á hinum endanum var lykkja. Lykkjan var þrædd í auga á seilarnál, sem venjulegast var tiltelgd úr hvalbeini.
Með seilarnálinni var svo fiskurinn seilaður upp á seilarólina og þegar allir höfðu lokið við það, voru seilarólarnar sameinaðar og bundnar við streng eða tóg, sem fesi var við klettanöf í fjöruborðinu. Á meðan þessu fór fram hafði formaðurinn nóg að gera við að halda skipinu í horfi í vörinni með sérstökum krókstjaka, sem til þess var ætlaður. Þannig unnu þeir saman formaðurinn og framámennirnir, að því að halda skipinu í réttu horfi og forða því frá öllu grandi. Var það oft erfitt verk og vandasamt, ef sogadráttur var í vörinni og mikil lá.

Hvort viltu heldur, sporð eða haus?

Grindavík

Þegar skipið hafði verið sett í naust var næsta verkefnið að bera aflann upp á bakinu, um annað var ekki að ræða. Fiskurinn var borinn upp á svokallaðri birðaról, einnig úr snæri, en miklu styttri en seilarólin. Hver maður bar það sem hann vildi í einu og var stundum keppni um það hve marga fiska var hægt að bera í einni ferð. Fiskurinn var borinn upp á svokallaðan skiptavöll og þar skipti formaðurinn aflanum í köst. Það var reyndar kallað að skipta í fjöru.
Í kastinu voru 2 hlutir. Síðan var dregið um köstin og þar sem 2 menn voru um kastið skiptu þeir á milli sín, og gerðu út um skiptin með því að annar sneri frá, en hinn spurði t.d. hvort viltu heldur sporð eða haus, lófa eða laska, skaft eða blað, hæl eða tá og sitt hvað fleira mátti nota til að gera út um skiptin. — Síðan gerði hver að sínum aflahlut.
Hér áður fyrr var talið að vetrarvertíð byrjaði 2. febrúar ár hvert og lokadagurinn var óumdeilanlega 11. maí. Í vitund fólksins var lokadagurinn mikill hátíðisdagur, sérstaklega ef vertíðin hafði verið gjöful og stórskaðalaus.
Á tímum áraskipanna var það mjög algengt, að ungir og frískir bændasynir austan úr sveitum og víðar að, fóru í verið út í Vík þ.e. Grindavík, og dæmin voru þess, að þeir komu ár eftir ár, sömu mennirnir og voru hjá sama formanninum og á heimilum þeirra og annara, sem að útgerðinni stóðu. Þessir menn voru á þeim tíma kallaðir útgerðarmenn þ.e. þeir voru gerðir út. Með þessum mönnum og heimamönnum var náið samstarf, sem leiddi oft til traustrar vináttu og samhjálpar í erfiðri lífsbaráttu. Og trúlega munu þeir menn enn finnast, sem eiga hugljúfar minningar um samveruna í verinu og kveðjustundirnar á lokadaginn 11. maí.”

Heimild:
-Faxi, 3. tbl. 01.08.1977, Grindavík – Landkostir rýrir en stutt á fengsæl fiskimið, Svavar Árnason, bls. 2-4.

Grindavík

Grindavík 1963.