Færslur

Festarfjall

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur má m.a. sjá pistil eftir ritstjórann, Óskar Sævarsson, um Silfru og Festarfjall. Þar segir:

Sifra

Silfurgjá.

“Silfurgjá heitir gjá ein í Grindavík, skammt frá Járngerðarstöðum. Gjáin ber nafn af kistum tveim er þar eiga að vera geymdar.
Skulu kistur þessar vera úr skíru silfri og að öllum líkindum ekki alveg tómar af öðru verðmæti. Kisturnar eru yfirskyggðar og ósýnilegar, en þær losna og koma í ljós ef bræður tveir frá Járngerðarstöðum sem báðir heita sama nafni ganga í gjánna, en samtímis verður dóttir bóndans á Hrauni, sem er austastaði bær í Þórkötlustaðahverfi, að ganga undir festina í Festarfjalli.

Festarfjall

Festarfjall og Hraunsvík.

Festarfjall heitir fjallið sem gengur þverhnýpt í sjó fram milli Hrauns og Ísólfsskála. “Festin” sem fjallið dregur nafn sitt af er í raun basaltgangur sem liggur í gegnum fjallið niður í sjó, en þó gegnt fyrir festarendann um fjöru.

Festarfjall

“Festin” í Festarfjalli.

Festin á í raun réttri að vera úr skíru silfri, þótt hún sé svona ásýndum og losnar hún ef stúlkan gengur undir hana á sömu stundu og piltarnir hverfa í gjána.
En sá galli er þó á gjöf Njarðar að þessi bóndadóttir frá Hrauni verður að heita sama nafni og tröllskessa sú sem kastaði festinni fram af fjallinu. En enginn veit hvað sú skessa hét eða heitir eða hvort hún er lífs eða liðin. Á þeirri stundur sem tröllskessan kastaði festinni fram af fjallinu hét þar Siglubergsháls sem fjallið er, en bergið Sigluberg þar sem festin liggur.

Festarfjall

“Festin” í Festarfjalli neðst.

Hér er þá komin hin forna sögn sem gengið hefur manna á millum í árhundruð hér í Grindavík. Staðirnir og örnefnin sem fram koma eru sem greypt í mannlífið og er skemmst frá því að segja að t.d. félgasheimlið okkar hét Festi, nokkur fyrirtæki hafa borið nöfn eins og Silfurhöllin, Festi h/f og Silfurberg sem voru útgerðarfyrirtæki.
Í gamali kálfskinnsbók (að öllum líkindum að finna á Írlandi) frá anno 400 post Cristum natum ritast; að Ísland hafi verið byggt Írum er hafi hingað út farið á 8 skipum og verið hér á landinu í 200 ár.

Festarhringur

Festarhringur.

Eftir það er mælt að niðjar þeirra er byggð áttu á Írlandi hafi hingað komið og séð hér yfir 50 elda og var þá útdautt hið gamla fólk (nefnt Troll í hinu gamla handriti).
Þar komur og fram örnefnið Siglubergsháls; ritast “Og við Sigubergsháls sem skuli hafa verið í Grindavík” skyldu ískir hafa fest skipum sínum, þá hingað komu og segja gamlir menn að um stórstraumsfjöru megi þar sjá járnhringa fasta í sjávarklöppum.”

Heimild:
-Sjómannadagsblað Grindavíkur 2022 – Silfra og Festarfjall, Óskar Sævarsson, bls. 103.

Silfra

Í Silfurgjá.

Hraun

Sögu- og minjaskilti var vígt við Hraun austan Þórkötlustaðahverfis í Grindavík. Þetta var sjöunda skiltið á jafnmörgum stöðum víðsvegar í Grindavík. Af því tilefni var efnt til gönguferðar um svæðið með leiðsögn.
Skiltið er staðsett við Ísólfsskálaveg á mörkum Hrauns og Þórkötlustaða. Á því er örnefna- og minjakort og auk þess má m.a. lesa eftirfarandi fróðleik:

Uppdráttur

“Molda-Gnúpur Hrólfsson nam land í Grindavík árið 934. Lítið sem ekkert er vitað um sögu Grindavíkur næstu aldir. Hrauns er getið í rekaskrá Skálholtsstaðar árið 1270.  Í Fitjaannál segir að árið 1602 hafi 24 piltar og 1 stúlka drukknað þegar stórt farmskip Skálholtsstaðar fórst utan við Hraun. Þau voru grafin við kirkjuna á Hrauni. Annað skip frá Skálholtsstóli fórst með allri áhöfn 8. mars árið 1700, auk þriggja annarra frá Grindavík.
Tvær hjáleigur voru í landi Hrauns árið 1703. Önnur var við heimabæinn en bar ekkert sérstakt nafn og hin var hjáleigan Vatnagarðar. Þriðja hjáleigan nefndist Garðhús. Ekki kemur fram hvar hún var. Um gæti verið að ræða býli við túngarðinn í svonefndu Draugagerði við Tíðahliðið. Um miðja 19. öld var heimræði frá Hrauni aflagt vegna erfiðra lendingarskilyrða og var eftir það aðallega róið úr Þorkötlustaðanesi.
Jón Jónsson bjó á Hrauni eftir 1822. Hann reisti m.a. þrjú stór og reisuleg timburhús á jörðinni. Voru það fyrstu timburhúsin í hreppnum.
Selstaða frá Hrauni fram til u.þ.b. 1900 var inn undir Núpshlíðarhálsi. Minjar þar sjást enn.
HraunSkammt austan við gamla bæjarhólinn, sem fjárhúsin eru nú, eru tóftir. Þar var áður sjóbúð ofan við Hraunsvörina. Ofan við hana var kirkjan.
Þegar kemur fram á 19. öld er Hraun orðið hið mesta myndarbýli. Þrjár hjáleigur eru þá á Hrauni, auk Vatnagarða; Hraunkot, Sunnuhvoll og Bakkar (Bakki).
Skammt ofar, milli Húsafells og Fiskidalsfjalls, var loftskeytastöð  hersins um og eftir miðjan síðasta áratug. Við Hraun hefur löngum verið eitt stærsta kríuvarp landsins.

Túngarður, brunnur og refagildra
VatnagarðurHlaðinn garður heimatúnanna sést enn. Honum hefur verið haldið við, enda fékk Jón bóndi „Dannebrogsorðuna” fyrir hleðslu garða við Hraun. Í þá tíð vildi Danakóngur hvetja þegna sína, ekki síst á Íslandi, til uppbyggingar og framþróunar á ýmsum sviðum – stundum með góðum árangri. Grjót úr görðunum var fyrir miðja síðustu öld tekið og notað undir Grindavíkurbryggjur.
Gömul hlaðin refagild
ra er ofar í hrauninu og önnur nær. Austar er Gamlibrunnur á Hraunssandi. Í hann sótti fólk úr Þórkötlustaðahverfi vatn í þurrkatíð.

Kapellulág

garður

Í Kapellulág (ofan Hrólfsvíkur) er þúst. Við hana er merki: „Friðlýstar minjar”. Á 6. áratug 20. aldar gróf Kristján Eldjárn, þáverandi þjóðminjavörður, þar upp kapellu og fann í henni ýmsa gripi. Síðan var sandi mokað yfir minjarnar. Talið er að kapellan sé frá því á 14. öld.

Dys

Kapellan

Þegar „Tyrkir“ rændu hér á landi árið 1627 gerðu þeir landgöngu í Grindavík.  Sagt er að þeir hafi komið upp á Járngerðarstöðum og söfnuðust menn saman og gengu móti þeim og varð bardagi í fiskigörðunum fyrir ofan varirnar.
„Þá bjó karl gamall á Ísólfsskála. Hann átti stálpaðan son; rauða meri átti hann líka. Karlsson heyrði talað um að Tyrkir væru í Grindavík. Hann bað föður sinn lofa sér að fara þangað til að sjá þá. Karl var tregur til þess, en sonurinn sókti fast eftir. Karl lét það þá eftir og setti hann á bak Rauðku og bað hann ríða hægt þangað til hann sæi Tyrkja og snúa þá aftur og flýta sér sem mest.
Hann fór nú og segir ekki af honum fyrr en hann sá Tyrkja þar sem þeir börðust við landsmenn. Þá stukku tveir strax og ætluðu að taka hann. Hann varð dauðhræddur, reið undan og barði á báða bóga, en Rauðka var ekki viljugri en svo að Tyrkjar voru alltaf í nánd við hana. Þó dróst svo austur á Hraunssand að þeir náðu henni ekki. Ofan til á miðjum sandi náðu báðir undir eins í taglið á henni, en hún sló aftur undan sér og setti sinn hóf fyrir brjóst hvorum Tyrkja svo þeir féllu niður dauðir, en Rauðka hljóp nú svo hart að karlssyni þótti nóg um og kom hann heill heim á Skála.”

„Tyrkirnir“ eru sagðir hafa verið settir í Dysina, sem er rétt við þjóðveginn.

Hellar
FiskigarðarVið Efri-Hellu sunnan undir Húsafelli er hellir. Um hellinn er sagt að í hann ætluðu Grindvíkingar að flýja kæmu „Tyrkir“ aftur. Var talið að hellirinn myndi rúma alla Grindvíkinga. Opið, eða öllu heldur opin, eru vandfundin.
Guðbjargarhellir er skammt ofan við Hraun. Í hann á samnefnd kona frá Hrauni að hafa flúið er hún vildi fá að vera í friði.

Festarfjall
Frá Hrauni blasir Festarfjall við í norðnorðaustri. Í miðju berginu er grá rák, berggangur upp í gegnum bergið, og nefnist Festin. Sagan segir að rák þessi sé silfurfesti sem tröllkona ein hafi einhvern tíma í fyrndinni hengt fram af berginu með þeim ummælum að þá er dóttir bóndans á Hrauni, sú sem bæri nafn hennar, gengi þar neðan undir þá skyldi festin detta niður og verða eign stúlkunnar. Því miður lét tröllkonan ekki nafns síns getið svo að ekki hefur verið auðvelt að láta heita eftir henni. Hangir festin því enn óhreyfð. 

Hnyðlingar

Dysin

Í Hrólfsvíkinni eru hnyðlingar; brot úr framandbergi. Brotin eru úr gígrás eða úr þaki kvikuþróar. Oft eru þau úr grófkornóttu djúpbergi og skera sig því greinilega úr fín- eða dulkornóttum bergmassanum. 

Gamlar götur
Frá Hrauni lágu fyrrum götur til vesturs yfir í Þorkötlustaðahverfi. Neðst (syðst) var Eyrarvegur (Randeiðarstígur), ofar Hraunkotsgata og Þorkötlustaðagata og efst Hraunsvegur. Leið lá einnig til austurs frá Hrauni um Siglubergsháls.

Fiskgarðar
SunnuhvollÍ Slokahrauni eru miklir fiskgarðar, svonefndir Hraunsgarðar, og -byrgi frá þeim tíma þegar fiskur var þurrkaður. Talið eru að þeir séu að hluta frá þeim tíma er Skálholtsstóll átti og gerði út frá Hrauni.

Kirkja
Bænahús eða kirkja var á Hrauni frá 1397 og fram yfir 1600. Þegar kirkjan var aflögð var hún flutt að Stað. Í lýsingu kirkjunnar að Stað segir m.a.: „Hún á tvær klukkur og þriðju sem kom frá Hrauni”.
Í Chorographica Islandica, sem rituð var um 1700, segir Árni Magnússon: „Á Hrauni í Grindavík hefur verið kirkja. Sér enn nú til kirkjugarðs og stendur þar nú í staðinn skemma. Þessi kirkja er úr fallin fyrir 100 árum.”

Þórkötlustaðagata

Skömmu eftir aldamótin 1900 hafði vertíðarfiskur verið saltaður í sjóhúsi við Hraunsbæinn. Um vorið fór pækillinn að renna úr stíunni út á túnið. Á Hrauni, eins og allsstaðar, var hvert strá dýrmætt í þá daga, og til þess að saltvatnið brenndi ekki grasið var tekið á það ráð að grafa holu utan við húsvegginn. Átti að veita pæklinum í hana. Við fyrstu skóflustunguna komu upp mannabein. Var þá fljótt hætt við gröftinn. Sýnt þótti, að hér var grafreitur hinnar fornu kirkju, þar sem Skálholtssveinar höfðu verið grafnir eftir sjóslysið mikla á þorranum 1602.
Á Hrauni má sjá signingarfont frá kaþólskri tíð. Sigurður Gíslason á Hrauni fann gripinn er hann var að grafa við framangreinda skemmu (nú fjárhús). SauðagerðiGætti Sigurður þess að halda honum til haga.

Cap Fagnet
Aðfaranótt 24. mars 1931 strandaði franski síðutogarinn Cap Fagnet á Hraunsfjörum utan við Skarfatanga í slæmu veðri. Áhöfnin, 38 menn, gátu ekki yfirgefið skipið á björgunarbátum togarans. Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík, sem stofnuð hafði verið tæpum fimm mánuðum áður, brást skjótt við. Fluglínutæki voru flutt á strandstað. Í fyrsta skipti var skotið úr línubyssu til björgunar á Íslandi. Skipbrotsmenn voru dregnir á land í björgunarstól og gekk allt að óskum. Ekki mátti tæpara standa með björgun skipverja því örfáum mínútum eftir að sá síðasti var kominn í land valt skipið enn meira á skerinu. Síðar um daginn brotnaði það í spón.

Steinn

Björgunin markaði tímamót og færði mönnum sannindi þess hversu öflugt björgunartæki línubyssan var og flýtti mjög fyrir útbreiðslu hennar. Alls eiga vel á þriðja þúsund íslenskir og erlendir sjómenn fluglínutækjum og björgunarsveitum á Íslandi lífið að launa.

Þakkir
Uppdrátturinn er byggður á örnefnalýsingum fyrir Hraun. Sigurði Gíslasyni frá Hrauni eru færðar sérstakar þakkir fyrir ómetanlegan fróðleik og vísan á örnefni og einstakar minjar. Þá er öðrum heimildarmönnum, Herði Sigurðssyni, Gísla Sigurðssyni, Árna Jóni Konráðssyni og Lofti Jónssyni, færðar þakkir.”

Skiltið er lokaþáttur í þriggja ára áætlun um gerð sögu- og minjaskilta í Grindavík – frá Skiltiðvestri til austurs. Líklega getur ekkert annað sveitarfélag á landinu státað af því að eiga heilstæðan uppdrátt af örnefnum og sýnilegum minjum í bæjarfélaginu. Verkefnið hefur, og mun verða, notað til kennslu í grunnskólum bæjarins. Uppdrættirnir eru þegar aðgengilegir íbúum og gestum þeirra í Saltfisksetrinu (fyrir sanngjarnt verð), auk þess sem ætlunin er að útbúa á næstunni handhægan bækling með öllum uppdráttunum, ítarlegri textum, teikningum og ljósmyndum af einstökum minjum og minjasvæðum í bæjarfélaginu.

Gengið um HraunÞað er FERLIR (ÓSÁ) sem hefur séð um upplýsinga- og heimildaöflun, texta, uppdrætti, ljósmyndir og teikningar á sögu- og minjaskiltum þessum. Martak hefur séð um hönnun og smíði standsins og Stapaprent um setningu og prentun. Saltfisksetur Íslands, Grindavíkurbær og Pokasjóður fjármögnuðu verkið og verkefnastjóri viðburðardagskrár Grindavíkurbæjar, Sigrún Jónsdóttir Franklín, hefur annast undirbúning, kynningar og framkvæmd sögugangna í tengslum við vígslu skiltanna. Aðstoðarfólk og heimildarmenn eru fjölmargir og eiga allir miklar þakkir skyldar.Hraun

Hraun

Vættir Íslands á skjaldarmerki Íslands standa á helluhrauni, sumir segja reyndar stuðlabergi, en hvað er stuðlaberg annað en hraunmyndun?
 Skjaldarmerki Íslands “Skjaldamerkið prýða hinir fjóru landvættir Íslands, einn fyrir hvern fjórðung: Griðungur (vestfirðir), Gammur (norðurland), Dreki (austfirðir) og Bergrisi (suðurland).” En hvað um Vesturland!? Þegar betur er að gáð kemur í ljós að fjórði landvætturinn, bergrisinn, opinberaðist á Reykjanesskaganum, en ekki Suðurlandi, eins og jafnan hefur verið talið.
Í Heimskringlu Snorra Sturlusonar, en þar segir svo: „Haraldur (Gormsson Dana) konungr bauð kunnugum manni at fara í hamförum til Íslands og freista, hvat hann kynni segja honum. Sá fór í hvalslíki. En er hann kom til landsins, fór hann vestur fyrir norðan landit. Hann sá, at fjöll öll ok hólar váru fullir af landvéttum, sumt stórt, en sumt smátt. En er hann kom fyrir Vápnafjörð, þá fór hann inn á fjörðinn ok ætlaði á land at ganga. Þá fór ofan eptir dalnum dreki mikill, ok fylgdu honum margir ormar, pöddur ok eðlur ok blésu eitri á hann. En hann lagðisk í brot ok vestr fyrir land, allt fyrir Eyjafjörð. Fór hann inn eptir þeim firði. Þar fór móti honum fugl svá mikil, at vængirnir tóku út fjöllin tveggja vegna, ok fjöldi annarra fugla, bæði stórir ok smáir. Braut fór hann þaðan ok vestr um landit ok svá suðr á Breiðafjörð ok stefndi þar inn á fjörð. Þar fór móti honum griðungr mikill ok óð á sæinn út ok tók at gella ógurliga. Fjöldi landvétta fylgdi honum. Brott fór hann þaðan ok suðr um Reykjanes ok vildi ganga upp á Vikarsskeiði. Þar kom í móti honum bergrisi ok hafði járnstaf í hendi, ok bar höfuðit hærra en fjöllin ok margir aðrir jötnar með honum. Þaðan fór hann austr með endilöngu landi – „var þá ekki nema sandar ok öræfi ok brim mikit fyrir útan, en haf svá mikit millim landanna,” segir hann, „at ekki er þar fært langskipum.”
Vikarskeið (Vikrarskeið) er sandfjaran austan við Þorlákshöfn og vestan við Hraunssand vestan Ölfusárósa.
Ströndin vestan ÖlfusárósaÁ fundi Alþingis, sem haldinn var 17. júní 1944 á hinum forna þingstað Þingvöllum við Öxará, var lýst yfir því að lýðveldi væri endurreist á Íslandi. Á ríkisráðsfundi, sem haldinn var sama dag á Þingvöllum, gaf nýkjörninn forseti, Sveinn Björnsson, út forsetaúrskurð um skjaldarmerki lýðveldisins og hljóðar hann þannig: „Skjaldarmerki Íslands er silfurlitur kross í heiðbláum feldi, með eldrauðum krossi innan í silfurlita krossinum. Armar krossanna skulu ná alveg út í rendur skjaldarins á alla fjóra vegu. Breidd krossmarksins skal vera 2/9 af breidd skjaldarins, en rauði krossinn helmingi mjórri, 1/9 af breidd skjaldarins. Efri reitirnir skulu vera rétthyrndir, jafnhliða ferhyrningar og neðri reitirnir jafnbreiðir efri reitunum, en þriðjungi lengri. Skjaldberar eru hinar fjórar landvættir, sem getur í Heimskringlu: Griðungur, hægra megin skjaldarins, bergrisi, vinstra megin, gammur, hægra megin, ofan við griðunginn, og dreki, vinstra megin, ofan við bergrisann.”
Reykjanesskagi er suðvesturhluti Íslands, sem skagar eins og ólögulegur fótur til vesturs út úr meginlandinu. Skaginn er sunnan Faxaflóa, sem er stærsti flói við Ísland. Jarðfræðilega er Reykjanesskagi allt svæðið austur að Ölfusá, Sogi, Þingvöllum og í Hvalfjarðarbotn. Hins vegar er í daglegu tali oftast átt við svæðið vestan (sunnan) Hafnarfjarðar og frá Krýsuvík og vestur (suður) úr, þegar talað er um Reykjanesskagann. Venjulega er talað um að fara suður þegar haldið er út skagann, en inn þegar farið er til baka. Suðurnesjamenn fara inn eftir til Reykjavíkur og eru þeir því einir landsmanna sem ekki fara suður til Reykjavíkur, heldur suður heim til sín. Ysti hluti skagans heitir Reykjanes (það er hællinn á fætinum).
Hraunreipi í helluhrauni (Kistuhrauni)Suðurnes er heiti sem haft er sem samheiti um þau byggðarlög sem eru á Reykjanesskaga sunnan Hafnarfjarðar, eða sunnan Straums eins og Suðurnesjamenn segja oft. Þessi byggðarlög eru Vatnsleysustrandarhreppur með þéttbýliskjarnann Voga, Reykjanesbær (sem var myndaður 1994 úr Innri- og Ytri Njarðvík, Keflavík og Höfnum en sameining var felld í öðrum byggðarlögum), Garður, Sandgerði og Grindavík. Jafnan hefur Grindavík þó ekki verið talin til eiginlegra Suðurnesja því hugtakið var lengi vel fyrst og fremst bundið við útvert Rosmhvalanesið. Á þessu svæði er landnám Steinunnar gömlu, frændkonu Ingólfs, en henni gaf hann Rosmhvalanes allt sunnan Hvassahrauns, eins og Landnáma kemst að orði. Einnig landnám Molda-Gnúps, sem nam Grindavík. Annars er frásögn Landnámu um þetta svæði mjög óljós.”
Dæmi um hellu- og apalhraun eru t.d. hraunin sem liggur yfir Suðurnesin. Hraun er jarðskorpa eða möttulefni (einnig kallað bergkvika) sem flæðir upp á yfirborð jarðar við eldgos. Hitastig sem getur verið frá 700 – 1200°C. Kvikan verður til vegna hitamyndunar í iðrum jarðar sem einkum stafar af niðurbroti geislavirkra efna. Kvikan er heit og því eðlisléttari en umhverfið, sem veldur því að hún tekur að stíga í átt til yfirborðs þar sem hún kemur upp í eldgosum og rennur sem hraun.  Hraun kólna eða storkna á yfirborði og mynda fast berg.
Snertifletir og yfirborð hrauna er oft gler- eða kargakennt. Berg sem myndast við hraunrennsli á yfirborði kallast gosberg.
Basísk hraun mynda venjulega annaðhvort hellu- eða apalhraun sem vísar að mestu til yfirborðsásýndar hraunanna. ApalhraunEnskt heiti þessara hraungerða eru “Aa-lava” (apalhraun) og “Pahoehoe” (helluhraun), en ensku nafngiftirnar eru komnar frá Hawaii eyjaklasanum, þar sem eingöngu renna basalthraun.
Jarðskorpa er ysta jarðlag steinplánetu. Jarðskorpa jarðarinnar (oft nefnd Jarðskorpan) skiptist í tvær gerðir jarðskorpna, meginlandsskorpu sem er 20-70 km þykk og hafsbotnsskorpu sem er um 6-7 km þykk.
Helluhraun (e. Pahoehoe; úr Hawai’isku) er nokkuð slétt hraun sem verða til við eldgos með þunnfljótandi basalt-kviku. Helluhraun eru að jafnaði auðveld yfirferðar og oft alsett hraunreipum sem myndast þegar efsta lag hraunsins storknar en massinn heldur áfram að hreyfast. Stærstu helluhraun heims eru á Hawaii en einnig eru helluhraun á Íslandi; svo sem Kistuhraun í Brennisteinsfjöllum.
Við mikið hraunrennsli getur myndast hraungöng yfir og undir yfirborðinu. Ef slík hraungöng tæmast myndast hellar og traðir sem standa eftir. Dæmi um slíka hella eru Raufarhólshellir og Búri.
Apalhraun (e. Aa, úr havaiísku) er úfið hraun sem verður til í þeim eldgosum þar sem er flæðigos með basískri hraunkviku. Í sumum gosum verða til blandhraun, líkt og sjá má í Arnarseturshrauni ofan við Grindavík. Hraunið, sem bergrisinn á að hafa staðið á, eitt af fjórum táknum skjaldarmerkisins, er hluti Leitarhrauns, sem mun hafa runnið fyrir u.þ.b. 5000 árum.

Heimildir m.a.:
-http://is.wikipedia.org/wiki/Hraun
-Stjórnarráð Íslands.

Hraun

Hraun – Tíðarhliðið,

Hraun

Eftirfarandi “Aldarminning” um Hafliði Magnússon bónda á Hrauni í Grindavík birtist í Þjóðviljanum 14. ágúst 1947. Greinin er eftir Elías Guðmundsson.
Haflidi Magnusson“Þegar við sem runnið höfum langleið æviskeiðsins og komnir erum á efri ár, stöldrum við á hinum ýmsu sjónarhólum og lítum um öxl, þá mun það oftast vera atvikaspursmál eða tilviljun hvar auga hugans nemur staðar. Það er sagt og mun rétt vera að þangað leitar augað sem eitthvað er að sjá, eitthvað sem ber af því hversdagslega eða gnæfir yfir það algenga.
Af sjónarhólnum mínum í dag er það hið gamla og mörgum kæra höfuðból Hraun í Grindavík í Gullbringusýslu sem augað staðnæmist á. En orsök þess er sú að þennan mánaðardag fyrir eitthundrað árum er hann fæddur maðurinn sem lengst dvaldi þar þeirra karlmanna sem ég hef þekkt.
Hraun er merkilegur staður, stórbýli á sinnar sýslu mælikvarða, dálítið afskekkt, sést naumast frá öðrum bæjum þó skammt sé á milli, stendur lágt, aðeins fá fet yfir sjávarmál, þar er gróðursnautt land þegar útfyrir túnið kemur eins og víðast á Suðurnesjum. Þó er þetta fegursti staður Gullbringusýslu, en sú fegurð liggur fyrst og fremst í þeirri stórfenglegu umgerð sem náttúran hefur lagt svo rausnarlega til efnið í og smíðað svo dásamlega úr gömlu goshrauni, himingnæfandi háfjöllum og dimmbláu hafi, oftast skreyttu hvítfölduðum holskeflum sem aldrei þreytast í áflogunum við nesin og tangana.

75 ára gamalt ástarævintýri
Það segir sig sjálft að staður sem Hraun í Grindavík á mikla sögu, sögu sem fyllt gæti margar bækur ef hún væri skráð, þó ekki væri á langdregnu skáldamáli. Á stað eins og Hrauni, þar sem dvöldu 30—sigridur jonsdottir40 manns að minnsta kosti á vetrarvertíðum, fólk á öllum aldri, karlar og konur, gerizt vitanlega mikill fjöldi ævintýra sem vert væri að bjarga frá gleymsku. En ég hugsa nú ekki hærra en það að minnast í fáum orðum og mjög lauslega á eitt ástarævintýri sem gerðist á Hrauni fyrir nálægt 75 árum.
Þá býr þar gamall búhöldur og bændahöfðingi, Jón Jónsson hreppstjóri og dannebrogsmaður, sem þar hafði þá búið um langan aldur við hina mestu rausn og talinn maður ríkur. Jóni er þannig lýst að nokkuð væri hann einrænn í háttum, kallaður sérvitur, en að ýmsu leyti afburða gáfum gæddur og svo fundvís á föngin í skauti Ægis að um hann mynduðust hinar furðulegustu kynjasögur. En hvað sem sannleiksgildi þeirra sagna líður, þær verða ekki raktar hér, þá er svo mikið víst að Jón á Hrauni bar af samtímamönnum sínum í Grindavík um sjósókn og aflasæld. Jón var tvíkvæntur, með fyrri konu sinni átti hann engin börn, en með þeirri síðari, Guðbjörgu Gísladóttur ættaðri undan Eyjafjöllum, sem hann sextugur giftist þrítugri. Átti hann 2 dætur er til fullorðinsára komust, Sigríði og Guðbjörgu, en aðeins önnur þeirra, Sigríður kemur hér við sögu.
Um þær mundir er Jón dannebrogsmaður á Hrauni kvæntist síðari konu sinni Guðbjörgu, fæddist á Járngerðarstöðum í Grindavík piltur er hlaut nafnið Hafliði, foreldrar hans vóru hjónin Margrét og Magnús er þá bjuggu þar. Hafliði ólst upp hjá foreldrum sínum á Járngerðarstöðum. Strax í bernsku hneigðist hugur Kafiiða að sjónum, og þótti hann þegar á ungum aldri liðtækur háseti í erfiðu skiprúmi.
Kristin haflidadottirRúmlega tvítugur að aldri réðist Hafliði vinnumaður til Jóns bónda á Hrauni, en þá er heima sætan Sigríður gjafvaxta og tvímælalaust einn álitlegasti kvenkostur á Suðurnesjum: Hugir þeirra Sigríðar og Hafliða hneigðust brátt saman, en það fannst vandamönnum dannebrogsmanns-dótturinnar allmikil fjarstæða að hún færi að eiga blásnauðan vinnupiltinn og lögðu ýmsar hindranir á leið þeirra. En Sigríður var á allt annarri skoðun, hún þverbraut allar hefðbundnar erfðavenjur í þessum efnum og gekk í hjónaband með Hafliða sínum hvað sem hver sagði. Þegar athugað er hve lítill var réttur og takmarkað frelsi kvenna hér á landi fyrir þremur aldarfjórðungum, verður það ljóst að þetta átak Sigríðar var meira en venjuleg kona var fær um að gera.
Blóðnætur eru hverjum bráðastar, var eitt sinn mælt og svo reyndist hér um tengdafólk Hafliða. Furðulega fljótt náði hann fullum sáttum við það allt og vann fyllsta traust þess, og reyndist dugnaður hans og manndómur með mörgum ágætum hæfileikum þar áhrifaríkt læknislyf.
Þegar hér er komið sögu var Jón bóndi svo ellimóður orðinn að hinn ungi tengdasonur varð að taka við bústjórn og formennsku og þótti það í mikið ráðizt af svo ungum manni að setjast í sæti slíks mikilmennis sem Jón var, en aldrei hefi ég heyrt annars getið en að Hafliði hafi skipað þennan sess með sóma og er það full sönnun þess að hann var enginn miðlungsmaður.
Hafliði á Hrauni, eins og hann var venjulega nefndur, var í meðallagi að vexti, fríður sínum, ennið hátt, kinnarnar rjóðar, augun dökkblágrá, vel sett, lýstu góðlátlegu glaðlyndi og spilandi fjöri, enda var honum svo létt um allar hreyfingar að lengst ævinnar færði hann sig naumast úr einum stað í annan öðruvísi en hlaupandi. Þrátt fyrir glaðlyndið og léttleikann var hann þó þéttur fyrir og hélt hlut sínum er hann átti áleitni éða andstöðu að mæta.
Þá skemmtun eina veitti Hafliði sér, aðra en lestur bóka og blaða að hann greip stundum í spil með piltum sínum á vetrum í landlegum og var þá sem ávalt hrókur alls fagnaðar, en ástríða varð honum spilamennskan eins og dæmi voru til um sómamenn. Tóbaks neytti Hafliði ekki, en vín mun hann aðeins hafa bragðað í hópi beztu vina en aldrei svo mikið að á honum sæi.

Fast þeir sóttu sjóinn
Það hef ég engan heyrt efast um að Hafliði á Hrauni hafi borið manna hæst merki aflamanna og sægarpa í Grindavík á síðari tugum síðustu aldar og það allt fram yfir síðustu aldamót. Hafði Hraun i grindavikGrindavík þó mannvali góðu á að skipa á þeim árum til sjósóknar og hefur það eflaust ennþá, mér er það ekki eins kunnugt í seinni tíð. I þeim sannmælum góðskáldsins um Suðurnesjamenn: „fast þeir sóttu sjóinn” hafa Grindvikingar ávalt átt sinn ríflega bróður part. Það eitt heyrði ég fundið að formennsku Hafliða á Hrauni að sumum hásetum fannst hann stundum um of þaulsætinn á sjónum, en trausts og virðingar naut hann alla sína löngu formennskuævi og aldrei skjátlaðist honum stjórnin þó fast væri sótt og öldur Grindavíkur oft háreistar.
Full 45 ár var Hafliði formaður á Hrauni en á miðri fertugustu og sjöttu vetrarvertíðinni kenndi hann nokkurrar vanheilsu, lét hann þá af formennsku en við henni tók Gísli sonur hans.
Óþarft er að taka það fram að skólamenntunar naut Hafliði vitanlega ekki, fremur en almennt gerðist á þessum árum, en hann var fús á að afla sér fróðleiks, bókhneigður, las mikið og naut þess vel því hann var gæddur óvenjulega traustu minni.
Í minningum mínum um það fólk er ég hef kynnzt verða þau Hraunshjón, Sigríður og Hafliði ávalt meðal hinna merkustu manna, en samlíf þeirra hjóna verður þó ávalt skemmtilegasti og fegursti þátturinn úr þeirra löngu og gæfuríku ævi.
Sigríður réri með bónda sínum
hraunhafAldrei munu konur hafa stundið sjóróðra í Grindavík svo teljandi sé nema Sigríður á Hrauni, sem reri með manni sínum á sumrin nokkuð fram eftir ævnni, en sjóinn sótti Hafliði hvern dag árið um kring þegar veður leyfði. Fiskiróðrar Sigríðar var mér sagt að hefðu endað á þann hátt að einn dag er verið var á sjónum með handfæri, þá kom stór hvalur upp á yfirborð sjávarins rétt við síðu bátsins, en þá var þannig ástatt um Sigríði að hún var komin langt á leið meðgöngutíma eins barns síns. Þetta varð hennar síðasti róður. Ekki mun Sigríður hafa verið margorð um þennan atburð, hún var ekki æðrugjörn.
Ungur að árum naut ég þeirrar ánægju að hafa náin kynni af þessum ágætu hjónum, Sigríði og Hafliða. Sá kærleikur, virðing og traust er þau báru hvort til annars, öll sín mörgu sambúðarár og sem aldrei féll á nokkur skuggi, eru eitt hið fullkomnasta sinnar tegundar sem ég hef kynnzt hjá hjónum.
Aldrei gerði Sigríður á Hrauni eldhúsverkin að aðalstarfi sínu. Ekki var hún heldur mjög fast bundin við umönnun barna sinna á meðan þau voru ung, um þau annaðist að miklu leyti Guðbjörg móðir hennar ásamt annarri góðri konu, Halldóru að nafni, er eins og fleiri vinnuhjú dvaldi lengi á Hrauni og lézt þar í elli. En synd væri að segja það að verkaskiptingin á Hraunsheimilinu væri á þennan veg af því að Sigríði hafi skort ástúð eða umhyggju börnum sínum til handa.
Sigríður var kona í stærra lagði á líkamsvöxt, þrekmikil, góðl. og staðfesta voru hennar sterkustu einkenni. Svo virðist sem henni léti betur útivinna en innisetur, og af því að hún var mikill dýravinur leiddi það eins og af sjálfu sér að skepnuhirðing varð hennar aðalstarf megin hluta ársins. Enda hefur það lengi verið venja á Suðurlandi, að þar sem bæði var sóttur sjór og stundaður landbúnaður þá önnuðust konur fénaðarhirðingu á meðan karlar unnu sjávarverk in. En segin saga var það að þegar Hafliði hafi lokið sjávarverkum, og þegar landlegur voru, gekk hann að hirðingaverkunum með Sigríði, en að þeim loknumog þegar í bæinn var komið, tók Sigríður rokkinn sinn eða prjóna eða aðra handa vinnu, en Hafliði bókina og las upphátt fyrir bæði og aðra þá er vildu hlýða. Af framansögðu er það ljóst að þegar Hafliði var ekki á sjónum voru þess varla dæmi að þau hjónin sæust öðruvísi en bæði á einum og sama staðnum.

Aldrei bjuggu þau Sigríður og Hafliði nema á hálfu Hraun; “Þar var alltaf tvíbýli frá því ég man fyrst eftir og er það ennþá. Lengst af var heimili þeirra stórt, um og yfir 20 manns að minnstakosti á vetrarvertíðum: Það var skemmtilegt heim að sækja Hrauns-hjónin og eiga samræður með þeim; konan var eigi síður en bóndinn góðum vitsmunum gædd, minnug og fróð. Í þeim efnum sem öðrum studdu þau hvort annað, enda áttu þau ávalt gnægðir umræðuefna, skemmtunar, fróðleiks og uppbyggingar.
Elias gudmundssonBezta lýsingu og sannasta mynd af Hafliða finnst mér vera að finna í tveimur formannavísum sem ortar voru um hann skömmu fyrir síðustu aldamót af hagyrðing einum er í Grindavík dvaldi á þeim árum. Að vísu orti sá maður um alla þáverandi formenn Grindavíkur, en vísurnar um Hafliða eru þessar: “Sínum knör af kappsemi, korða börinn heppnasti Hrauns úr vör hann Hafliði halda gjörir með liði. Aflamaður mesti þar, menntir hraður ástundar.
Innist glaður alstaðar að sér laðar þjóðirnar.” Sigríður og Hafliði eignuðust 7 börn sem náðu fullorðinsaldri; 3 syni og fjórar dætur, eitt barn misstu þau ungt. Börnin sem upp komust voru þessi, talin eftir aldursröð ofan frá, synirnir sér og svo dæturnar. Synir: Jón, Gísli og Magnús. Dætur; Þóra, Engilbert, Margrét og Kristín. Af þessum 7 systkinum eru nú aðeins 4 á lífi: Gísli og Magnús, bændur á ættaróðali sínu, Hrauni. Margrét húsfreyja á Stærribæ, Grímsnesi Árness. og Kristín, gift kona, býr á Barónsstíg 24 í Reykjavík.
Það má með sanni segja um Sigríði og Hafliða að þau höfðu barnalán í bezta lagi. Ráðvandara sómafólki hef ég ekki kynnzt.
Nú þegar við minnumst aldarafmælis Hafliða á Hrauri, veit ég að við öll sem höfðum kynni af honum í lifanda lífi sendum honum og Sigríði hugheilar þakklætiskveðjur í gegnum tjaldið ógagnsæja og hlökkum til samfundanna við þau í ókunna landinu. Mætti landi voru auðnast að fóstra mörg hjón þeim lík.”

Heimild:
-Þjóðviljinn 14. ágúst 1947, bls. 3.

Hraun

Signingasteinn (skírnarsteinn) við Hraun.

Hraun

Magnús Hafliðason, útvegsbóndi frá Hrauni í Grindavík, lézt 17. desember 1983, 92 ára að aldri.
Magnús var fæddur á Hrauni 21. nóvember 1891. Hann var sonur hjónanna Sigríðar Jónsdóttur og Magnus HaflidasonHafliða Magnússonar og ólst upp í stórum systkinahópi, aðallega við sjósókn. Fyrri kona hans var Katrín Gísladóttir frá Urriðafossi í Flóa og eignuðust þau fjögur börn, þrjár dætur og einn son. Soninn misstu þau er hann var um tvítugt, en dætur þeirra eru enn á lífi. Árið 1948 giftist hann öðru sinni, Önnu Þórdísi Guðmundsdóttir frá Kálfárvöllum í Staðarsveit á Snæfellsnesi, eftir að hafa misst fyrri konu sína. Magnúsi og Önnu varð ekki barna auðið. Magnús var þekktur, bæði í heimsveit sinni og víðar, fyrir sjómennsku, björgunarstörf og fleira. Sjóinn sótti hann allt fram á efri ár, er heilsa hans brast og hann og Anna Þórdís fluttust á Elli- og vistheimilið Grund í Reykjavík.

Í Morgunblaðinu 6. júní 1982 birtist eftirfarandi viðtal við Magnús.
„Mikið þótti mér alltaf gaman að róa á áraskipunum”, – segir Magnús Hafliðason sem reri frá Grindavík í byrjun aldarinnar. Þeir eru ekki margir í dag sem þekkja af eigin raun sjósóknina á opnu „skipunum” um aldamótin. Einn þeirra, Magnús Hafliðason, hittum við að máli á Minni-Grund við Blómvallagötuna. Þar býr hann nú ásamt síðari konu sinni, Önnu Guðmundsdóttur, kominn á tíræðisaldur. Þegar blaðamann ber að, býður Magnús til sætis og leggur frá sér bókina Menn og minningar eftir Gylfa Gröndal.
„Já, ég uni mér nú helst við lestur, því fæturnir eru hálf ónýtir að verða. Ég komst lítið á þeim um tíma en er nú farinn að hugsa mér til hreyfings aftur. Annars er best að tala varlega. Þið magnus haflidason-2blaðamennirnir hafið nefnilega orð á ykkur fyrir að ýkja, svona eitthvað smávegis að minnsta kosti,” segir Magnús og glettnin skín úr augum hans.
Magnús Hafliðason fæddist á Hrauni í Grindavík árið 1891 og bjó þar óslitið fram til ársins 1977 þegar hann, 85 ára gamall, fluttist að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík.
„Hérna er allt gert fyrir okkur og okkur líður alveg prýðilega. Við erum heppin að fá að vera hér. Þetta er besti staðurinn sem við gátum lent á fyrst við þurftum að hrökklast frá Hrauni. Mig langaði ekkert að fara frá Hrauni. Ég hefði viljað vera þar lengur, en hún Anna mín veiktist og þá var ekki um annað að ræða.”

magnus haflidason-3

Við báðum Magnús að segja okkur frá því umhverfi og þeim aðstæðum sem hann óx upp við. „Pabbi var útgerðarbóndi sem gerði út frá Hrauni. Heiman frá okkur var um hálftíma gangur í lendinguna. Það var oft napurt að ganga um hraunið í nóttinni með línuna á bakinu. Þetta var óttaleg vegleysa. Ég var yngstur sjö systkina, en eitt hafði dáið á fjórða ári. Þó að við fólkið á Hrauni værum vel bjargálna, þættum við líklegast fátæk í dag. Við höfðum bæði kindur og kýr en lifðum aðallega á sjónum, því það er engin hagbeit þarna í kring. Ég ólst upp við það að allir færu á sjó og það þótti sjálfsagt að menn gerðu það. Á þessum tíma voru öngvir skólar, aðeins einn kennari sem kenndi öllum hópnum á staðnum sex mánuði á ári.”
—  Getur þú rifjað upp fyrstu sjóferðina?
„Það get ég já, þó heldur væri það nú lítil sjóferð. Ég var sjö ára og pabbi reri með okkur rétt út fyrir vörina, þar sem ég dró þrjá þyrsklinga. Upp frá þessu fór ég að smáróa með færi og þetta ágerðist alltaf. Í þá daga voru allt áraskip, mestallt áttæringar, tírónir með ellefu manna áhöfn. Það var jafnan lagt upp mjög snemma og lent að kveldi. Lending þarna var vond og oft mjög brimasöm, þannig að í dag þættu þetta varla viðunandi aðstæður. Það var ekkert skjól því skipin voru alfarið opin og öngva hlýju að hafa nema af árinni. Og ekki var nú heldur langt róið, enda fiskurinn nærri. Við byrjuðum ævinlega að leggja línu strax á morgnana og sátum venjulega yfir í klukkustund eða svo, og sat þá hvur við sína ár.”
—  Hvernig var skipseign og aflaskiptingu háttað?
magnus haflidason-5„Sumir áttu skipin einir og aðrir í félagi. Pabbi gerði alltaf út sjálfur með sitt eigið skip, en síðan tókum við Gísli bróðir við af honum. Með okkur reru sveitamenn og aðrir aðkomumenn, en það var mjög algengt að á hvurju skipi væru aðeins tveir eða þrír heimamenn og síðan aðkomumenn. Fyrst reru þeir bara upp á hlut sem þeir verkuðu sjálfir, en síðan komu til sögunnar svokallaðir útgerðarmenn, sem í þá daga var notað um menn sem reru á vertíð upp á ákveðna peningaupphæð sem var alfarið óháð því hvurnig aflaðist. Ógæfu okkar í dag má rekja til þeirrar tilhögunar sem þarna hófst. Nú fara menn bara ekki til fiskjar nema þeir fái ákveðið verð fyrir, óháð öllum aðstæðum, og stofna sífellt til verkfalla. Ég held nú að okkur sé hollara að selja á því verði sem markaðurinn gefur fyrir fiskinn, þó oft sé bölvaður tröppugangur á honum blessuðum.
Þegar ég var að byrja til sjós sem ungur maður, var siður að lesa sjóferðabæn fyrir róður þegar komið var á flot. Þessu var hætt þegar vélarnar komu í skipin. Þá þurfti víst ekki að biðja fyrir sér Hraun 1924-2lengur því vélarnar þóttu svo traustar. Áður var ekki siður að róa á sunnudögum, en sá siður lagðist líka niður með tilkomu vélarinnar.
Þessi breyting varð um svipað leyti og ég kvæntist fyrri konu minni, Katrínu Gísladóttur, en hún lést árið 1945 eftir 25 ára hjónaband. Þetta var á árunum í kringum 1920 og ég mun hafa verið tæplega þrítugur að aldri. Við fengum frekar seint vél í okkar bát, eða ekki fyrr en 1928. Það voru allir svo hræddir við þetta vegna skrúfunnar og hjá okkur var vélin varhugaverðari sökum lendingarinnar sem var óvenju brimasöm. Vélarnar komu fyrr þar sem lendingin var góð.
Ég hef ekkert nema af góðum félagsskap að segja í sjómennskunni á þessum árum. En menn höfðu metnað til að koma skip um sínum sem fyrst á flot, það vantaði ekki. Okkur þótti nú karlmannlegra að vera með fyrri skipum, en svo komu einhver lög sem sögðu fyrir um hvunær mætti róa og hvunær ekki. Það var nú sosum prýðilegt að fá þau lög.”
— Margur á þínu reki hefur komist í’ann krappan um dagana.
Hraun-21„Uss, við lentum aldrei í neinu — aldrei ég. Ég hef ekki enn komist í’ann krappan. Það varð oft strekkingur og stormur. Ég minnist þess að í mars 1916 fóru 4 skip og 38 menn björguðust. Hann rauk bara upp úr hvítalogni á norðan. Þann dag þurftum við að lenda annarstaðar en vant var og sumstaðar drukknuðu menn víst. En ég hef haft mjög gaman af sjónum um dagana og mikið þótti mér alltaf gaman að róa á áraskipunum með samheldnum og góðum mannskap. Sjórinn var alltaf við túngarðinn og gekk oft upp í tún hjá okkur í brimaveðri, en hann var alltaf fallegur, sjórinn.”
— Hvernig líst þér á sjómennskuna í dag?

Hraun-loftmynd

„Þetta er ekkert líkt því sem var, væni minn, en samt verða slysin ekkert síður. Þau eru voðaleg, þessi slys. Ég reri einar fimmtíu vertíðir án þess að nokkuð sérstakt kæmi upp, svona sem blaðamatur, sjáðu. Það þurfti líka alltaf aðgæslu og það tíökaðist ekki að fjasa útaf smáslettum. Ég er ekki frá því að það sé einhver óstjórn á hlutunum í dag. Þeir skemmdu alveg vertíðina í vetur með einhverju banni og svo gefa þeir þá skýringu að sjórinn sé kaldur. Nú, hann hefur varla kólnað svo mjög frá því sem hann var á minni tíð. Og svo fjölga þeir bara skipunum þó þau séu alltof mörg og ráðherrann ræður ekki við neitt, enda hafa ráðherrarnir fæstir á sjó komið og vita ekki hvurnig þessu hagar til. Ég held þeir ættu frekar að reyna að nota eitthvað þessa fiskifræðinga okkar.”
— Gerir þú þér einhvern dagamun á sjómannadaginn?
„Nei, ég fer ekkert. Ég er bíllaus og kemst ekkert gangandi. Ég dúsa bara heima, enda er ég ekki lengur neinn sjómaður. Það lifir enginn upp aftur það sem hann er búinn að lifa. Mér þótti gaman á sjónum og langar alltaf aftur í huganum, en svona valtur á fótunum er ég engum til gagns. Annars er ekkert að mér nema þessi fótafúi.”

Heimild:
-Morgunblaðið 6. júní 1982, bls. 36-37.
-Morgunblaðið 24. desember 1983, bls. 3.

Hans Hedtoft

Magnús Hafliðason á Hrauni með björgunarhring Hans Hedtoft.

Staður

Eftirfarandi er skráð í tilefni af aldarafmæli gömlu Grindavíkurkirkjunnar í Járngerðarstöðum 26. september 2009.

StaðurÍ Chorographica Islandica tilgreinir Árni Magnússon (1663 – 1730) sjö bæi vestan Staðar, áður en nesið brann (1210-1240). Þeirra á meðal var kirkjustaðurinn á Skarfasetri, þar sem Árni segir kirkju Reyknesinga hafa staðið fyrir eldana, en þá hafi hún verið færð að Stað.

Elsta örugga heimildin, sem nefnir kirkju í Grindavík, er kirknaskrá Páls biskups (1195-1211) Jónssonar frá því um 1200. Þar er sagt  að prestskyld kirkja sé á Stað. Í máldaga Staðarkikrju, sem talinn er gerður árið 1397, segir m.a.: “Kirkja að Stað í Grindavík er vígð með Guði sælli Maríu og Jóni postula…”

AltaristaflaÞar sem kirkjan á Stað var helguð Blasíusi biskupu mætti halda að hann væri verndari fiskimanna og sæfara. en svo var þó ekki, heldur var á hann heitið af þeim, sem stunduðu landbúnað. Við biskup þennan er kenndur Blasíuboði í Reykjanesröst, “hættulegur jafnvel stærri skipum í þoku og brimi, þar á honumer yfrið grunnt um fjöru. Samt munu þar fáir hafa farist, segir í sóknarlýsingu Grindavíkur.

Í máldaga 1477 er allt Staðarland orðið kirkjueign. Biskup fékk allt forræði jarðarinnar og þeir, sem hana sátu, urðu landsetar Skálholtsdómkirkju, staðarhaldarar. Á miðöldum (í kaþólskri tíð) er lítt getið um kirkjuna, eða þangað til 1. maí 1519. Þá er Guðmundur Ingjaldsson, landseti, ásakaður um ólögmætan hvaldrátt er tilheyra átti Viðeyjarklaustri.
PredikunarstóllÁ dögum Stefáns biskups (1491-1518) var Staðarkirkju settur máldagi. Árið 1657 voru hjáleigur Staðar orðnar sjö; Krókur, Beinróa og Vestur-Hjáleiga, Krukka og þrjár aðrar kenndar við ábúendur.

Meðal merkisklerka á stað var síra Gísli Bjarnason (prestur á Stað 1618-1656). Hann var ósigldur, en þýddi m.a. Veðurfarsbók, sem er að stofni til Díarium eftir Jens Lauritzen, en aukin af sr. Gísla eftir “reynslu hans og þekkingu”. Þar kemur t.d. fram að þegar brimlaus sjór í logni gefur hljóð af sér, merkir það regn og storm í vændum. Ef bylgjur og brim vaxa í logni yfir eðli, boðar það storm og kulda. Ef sjór sýnist gruggugur og mórauður að lit með moski og ögnum í, boðar það storm. Óvenjulegt stórflóð í brimlausu fögru veðri boðar hafviðri. Sjái maður sjóinn óstilltan, gjálfmikinn og úfinn í góðu veðri og logni, er það víst erki til rosa og óstilltrar veðráttu. Ef þang frýs mjög í fjöru, eða frostgufa sést inni á fjörðum, boðar það mikinn kulda.

 

Staðarkirkja

Síra Rafn Ólafsson tók við af Gísla 1656. Kom fljótlega í ljós að hann virtist ekki með réttu ráði. Eftir stríð við söfnuð og fulltrúa kirkjunnar dröslaði hann prédrikunarstólnum norður í hraun og gróf kirkjuklukkurnar niður í kirkjugólfið fyrir framan altarið. Rafn var í framhaldinu sviptur öllum kennimannlegum réttindum og afhentur hinu veraldlega valdi og því treyst til þess að koma honum brott frá Grindavík. Í framhaldinu, vorið 1688, skipaði biskup hinn nafnkunna galdraklerk, sr. Eirík í Vogsóum, til að gera úttekt á Staðarkirkju.
Við brauðinu tók síra Stefán Hallkelsson. Í tíð hans hrakaði Stað og kirkjunni verulega.

Hraun

Ekki er vitað, hve margar kirkjur hafa verið á Stað í aldanna rás, en af vísitasíugerð frá árinu 1642 má sjá, að þá hafði síra Gísli Bjarnason nýlega látið reisa þar kirkju 1640. Hún er elsta Staðarkirkjan, sem eitthvað er vitað um að gagni, og var lýst í vísitasíugerðinni. Kirkjan hefur skv. lýsingu greinilega verið veglegt guðshús að þeirrar tíðar hætti. Hún hefur sýnilega verið torfkirkja líkt og fyrirrennarar hennar, en þiljuð innan, sem að öllum líkindum hefur verið hluti af reka staðarins. Í lýsingu kirkjunnar segir m.a.: “Hún á tvær klukkur og þriðju sem kom frá Hrauni”. Kirkjan á Hrauni var aflögð um aldamótin 1600 og hefur klukkan þá sýnilega verið flutt að Stað.

Enginn vafi leikur á því að kirkja var á Hrauni á miðöldum og allt fram yfir 1600, og virðist hún hafa gegnt mikilvægu hlutverki. Ekki er vitað með óyggjandi hætti hvenær kirkjan var reist, en líklegt má telja að hún hafi verið risin 1397 og vafalaust allnokkru fyrr. Engar heimildir eru um kirkjuna á Hrauni frá 15. og 16. öld. Árið 1602 skýtur henni skyndilega upp í annálum, en við það ár segir í Fitjaannál: “Þá drukknuðu á stóra farmaskipi Skálholtsstaðar 24 manneskjur með einni stúlku, fyrir framan Þorkötlustaði í Grindavík.. og voru þeir flestir jarðaðir í bænhúsinu í Grindavík á Hrauni.”

Signing

Í Chorographica Islandica, sem rituð var um 1700, segir Árni Magnússon: “Á Hrauni í Grindavík hefur verið kirkja. Sér enn nú til kirkjugarðs og stendur þar nú í staðinn skemma. Þessi kirkja er úr fallin fyrir 100 árum.” Þannig virðist kirkja (bænhús) hafa verið á Hrauni í u.þ.b. þrjár aldir.
Um 300 árum eftir sjóslysið, eða skömmu eftir aldamótin 1900, var skóflu stungið niður að Hrauni. Vertíðarfiskur hafði verið saltaður í sjóhúsi suðaustan við bæinn. Um vorið fór pækillinn að renna úr stíunni út á túnið. Á Hrauni, eins og allsstaðar, var hvert strá dýrmætt í þá daga, og til þess að saltvatnið brenndi ekki grasið var tekið á það ráð að garfa holu utan við húsvegginn. átti að veita pæklinum í hana. En þegar búið var að stinga fyrstu skóflustunguna komu upp mannabein. Var þá fljótt hætt við gröftinn. Sýnt þótti, að hér var grafreitur hins forna kirkju eða bænhúss, þar sem útróðrarmenn Skálholtsstaðar höfðu hlotið leg eftir sjóslysið mikla á þorranum 1602.
Á Hrauni má enn sjá signingarfont frá kaþólskri tíð. Sigurður Gíslason fann gripinn er hann var að grafa við framangreinda “skemmu”. Kom fonturinn þá upp og gætti Sigurður þess að halda honum til haga. Skammt þar frá er tóft er talin er hafa verið fyrrnefnd kirkja.
Í vísitasíugjörðum frá 1646 og 1652 kemur fram, að síra Gísli Bjarnason hefur haldið áfram að bæta kirkjuna og búnað hennar. Árið 1652 er þess getið að höfuðsmaðurinn Henrik Bjelke hafi gefið kirkjunni “málað spjald með olíufarfa, sem er crucifix. Var sá gripur í kirkjunni um 1800.
Gamla GrindavíkurkirkjanKirkjan hans síra Gísla virðist hafa staðið í tæpar tvær aldir, eða allt til ársins 1836, er timburkirkja var reist á Stað. Er kirkjan var vísiteruð árið 1769, var hún mikið farin að láta á sjá, og var ástandi hennar lýst svo að hún hafi nánast verið komin að falli. Kirkjan virðist hafa verið endurgjörð því biskupar gerðu aldrei umtalsverðar athugasemdir við hana á þrem síðustu áratugum 18. aldar.
Við vísitasíu 2. júlí árið 1800 virðist kirkjan á Stað hafa verið farin að ganga úr sér, enda kirkjan orðin gömul. Þegar prestaskipti urðu árið 1822 vísiteraði Árni Helgason, prófastur, Stað og tók þá út kirkjuna. Í hana vantaði þá glugga og dyr.
KirkjanRáðagerðir urðu til um nýja kirkju á Stað. Sumarið 1836 munu sóknarmenn í Grindavík hafa gefið umtalsvert af borðvið til kirkjunnar og fengið smiðinn Jörund Illugason til að  byggja nýja kirkju. Nam kostnaðurinn 716 ríkisdölum.

Í timburkirkjunni á Stað, sem reist var 1836 var m.a. 200 ára gamall prédikunarstóll með fögrum myndum, kirkunni gefinn af konungshöndlaninni. Altaristaflan átti sér all-merkilega sögu. Hún kom frá Laugarneskirkju, sem aflögð var 1794. Tafla þessi hafi kirkjunni verið gefin af Eggerti Ólafssyni og Bjarna Pálssyni sem þakklætisvott fyrir gistingu á rannsóknarferðum þeirra á árunum 1752-54. Gistu þeir þá jafnan á kirkjuloftinu.

Sálmaskjöldur

Fyrsta timburkirkjan á Stað varð ekki gömul. Þegar síra Geir Backmann lét af störfum í Staðarprestakalli árið 1850, var hin nýja kirkja þegar farin að láta á sjá. Hún stóð einungis í 22 ár því söfnuðurinn virtist ekki hafa áttað sig á að að nýja timurkirkjan þyrfti viðhald líkt og gömlu torfkirkjurnar.
Fyrir milligöngu síra Þorvalds Böðvarssonar var byggð ný kirkja sumarið 1858. Var hún svipuð þeirri fyrri, en nokkuð stærri, og “altimburhús” skv. lýsingu 25. júlí 1859. Þótti sérlega vandlega gengið frá þessari kirkju, þrátt fyrir að vera bláfátæk því skuldir hennar voru 586 ríkisdalir og 75 skildingar. Kirkjan stóð allt til ársins 1910. Árið 1979 segir svo um hana: “Litur innan á kirkjunni er farinn að skemmast og þiljur að gisna. listar að ytra börðum eru á stöku stað farnir að fúna eða gisna. Í loptglug 
ga vatnar 2 rúður og niðri í kirkjunni er ein brotin”.
AltaristaflanÁ safnaðarfundi í júni 1888 var rætt um, hvernig stuðla mætti að betri kirkjusókn. Töldu menn nauðsynlegt, að kirkjan yrði flutt í miðja sveit, og var fimm manna nefnd kosin til að athuga málið. Vorið 1900 voru allir nefndarmenn sammála um að láta gera við gömlu kirkjuna á Stað. Á almennum safnarfundi þremur árum síðar var hins vegar samþykkt með öllum atkvæðum að fá kirkjuna flutta sem allra fyrst. Í formlegri atkvæðagreiðslu safnaðarins árið 1906 var samþykktur flutningur Staðarkirkju í Járngerðarstaðahverfi.
Með prestakallalögum 1907 er Krýsuvíkursókn lögð til Staðarprestakalls í Grindavík. Loks er með stjórnarráðsbréfi 21. ok
tóber 1929 Krýsuvíkurkirkja lögð niður og sóknin sameinuð Grindavík.

Kirkjan

Í júní 1909 samþykkti sóknarnefndin að láta rífa gömlu kirkjuna á Stað þá um haustið og selja timbrið úr henni. Árið áður hafði verið samþykt að ný kirkja yrði reist á flötunni fyrir norðan barnaskólann (Templarann).  Lagt var til að vegur yrði gerður frá sjónum að skólahúsinu til að hægara yrði að flyta efniðvið að kirkjustæðinu. Hönnuðurinn var Rögnvaldur Ólafsson. Tryggvi Árnason, trésmiður úr Reykjavík, bauðst til að reisa kirkjuna og útvega allt efni til hennar að frádregnum ofni, málningu og málverki. Kostnaður yrði 44475 krónur. Verkið hófst um vorið 1909 og um haustið var kirkjuhúsið við Kirkjustíg tilbúið. Var kirkjan vígð af þáverandi biskupi, Þórhalli Bjarnasyni, þann 26. september 1909. Sonur hans, Tryggvi Þórhallsson, lék á orgel og stjórnaði kirkjusöng, og mun það eitt með öðru hafa sett eftirminnilegan svip á kirkjuvígsluna. Kirkjan þótti “einkar snotur” og bæði rismikil og björt. Var hún byggð úr timbri og klædd að utan með járni. Altaristafla úr Staðarkirkju, sem áætlað hafði verið að setja í nýju kirkjuna, var hins vegar flutt á “fornmenjasafnið”.  Einar Jónsson í Garðhúsum gaf t.a.m. 200 krónur til kaupa á nýrri altaristöflu. Fyrir valinu varð mynd eftir Ásgrím Jónsson er sýnir Krist stilla vind og sjó. Einar  G. Einarsson, kaupmaður í Garðshúsum, hét því og að gefa kirkjunni orgel. Hann stóð við orð sín og eignaðist hún orgelið árið 1912.
Grindavíkurkirkja“Þann 17. júlí 1910 urðu prófastur, prestur og sóknarnefnd ásátt um, að hin nýja kirkja sóknarinnar, er kom frá Staðarkirkju hinnar fornu og byggð hefur verið austur í Járngerðarstaðahverfi (1909), skuli heita Grindavíkurkirkja og sóknin þá Grindavíkursókn.”
Þegar Grindavíkurkirkja var vísteruð af prófasti vorið 1950, höfðu miklar viðgerðir farið fram á húsinu, og þótti prófasti kirkjan “í alla staði hið fegursta og vandaðsta guðshús vel hirt og vel um gengið”. Um 1960 var skipt um járnklæðningu á kirkjunni og hún máluð að utan og innan, settir í hana nýir gluggar og mátarviðir endurnýjaðir. En kirkjan var þá þegar orðin of lítil fyrir söfnuðinn.
Nú hefur ný kirkja úr steinsteypu verið vígð  í Grindavík horni Austurvegar og Ránargötu, vígð þann 26. september 1982. Undirbúningur að smíði nýju kirkjunnar hófst 1966 og var Ragnar Emilsson, arkitekt, fenginn til þess að teikna kirkjuna.

Grindavíkurkirkja

Fyrsta skóflustungan var tekin 1972. Byggingameistari var Guðmundur Ívarsson. Kirkjan er að grunnfleti 538 fermetrar og að auki er 49 fermetra kjallari. Kirkjuskipið sjálft er 255 fermetrar. Í kirkjuskipi eru þrjátíu bekkir úr oregonfuru og rúmast þar 240 manns. Í norðausturhorni kirkjunnar er skrúðhús. Safnaðarheimilið, 112 fermetrar að grunnfleti, kemur hornrétt á kirkjuna út úr suðurhlið hennar, þar geta kirkjugestir setið við fjölmennar athafnir.
Gamla kirkjan í Járngerðarstaðahverfi fékk um skeið hlutverk leikskóla og má sjá handbragð barnanna á inngarðsveggnum umhverfis hana. Nú, árið 2009, eru haldnir AA og FFO fundir í kirkjunni. Um þessar mundir stendur yfir viðhald á henni í tilefni að væntanlegu aldarafmælinu 26. september n.k.; hún verður m.a. máluð að utan og umhverfið fegrað.

Heimildir m.a.:
-Árni Magnússon: Chorographica Islandica. Safn til sögu Íslands og íslenzkra bókmennta. Annar flokkur, I.2. Reykjavík 1955.
-Geir Backmann; Lýsing Grindavíkursóknar 1840-41.
-Þ.Í. Kirknas. D 2 Gb. sóknarnefndar 1808-1926.
-Stjt. 1929 B. 305.
-Lesbók Mbl 11.02.1968, bls. 10-14 – Staðarkirkja og Staðarklerkar, sr. Gísli Brynjólfsson
-Jón Þ. Þór – Saga Grindavíkur, 1994.
-Staðhverfingabók, Mannfólk mikilla sæva, 1975.

Kirkjugatan

Hraunssel

Grindavíkurbær, Saltfisksetrið og FERLIR buðu upp á þjóðháttakynningu um seljabúskap á vettvangi. Mæting var við Ísólfsskála, u.þ.b. 7 km austur frá Grindavík á Krýsuvíkurleið. Gangan var liður í Menningar- og viðburðadagskrá Grindavíkur.
GönguleiðinFrá Ísólfsskála var haldið að Méltunnuklifi. Um það lá hin forna þjóðleið til Krýsuvíkur. Þaðan var gengið eftir nýlegri slóða á gömlu leiðinni um Leggbrjótshraun og inn með vestanverðum Núpshlíðarhálsi í Hraunsel millum Þrengsla.
Leiðin var greiðfær og tók um 3-4 klst með fræðslustoppum á völdum stöðum. Hraunsel var sel frá Hrauni í Grindavík og að öllum líkindum einnig frá Ísólfsskála, enda selstaðan í hans landi. Þarna eru þrjár selstöður auk eldri selstöðu og tilheyrandi mannvirki.. Selstaðan er með yngstu seljum á Reykjanesskaganum, en hún mun líklega hafa lagst af árið 1914. Í selinu má sjá heillegar tóftir selsmannvirkjanna; baðstofu, búr og eldhús. Í selinu var áð og nesti borðað.
Leiðsögn var um seljabúskapinn og það sem fyrir augu bar á leiðinni. Í bakaleiðini var gengið yfir Skolahraun eftir selstígnum, niður með austanverðu Sandfelli og eftir Höfðasandi að gömlu Krýsuvíkurleiðinni um Méltunnuklif.
Lítið hefur verið skrifað um sel og seljabúskap hér á landi og mjög lítið á Reykjanesskaganum öllum, þrátt fyrir að enn megi sjá þar fjöldamargar sýnilegar selstöður (eða 250 talsins). Á sama hátt og handritin eru áþreifanlegur vottur handbragðsins fyrrum tengja minjar seljanna okkur nútímafólkið beint við þá gömlu búskaparhætti, sem tíðkuðust um aldir eða allt fram á öndverða 20. öldina.
HraunFéð var yfirleitt haft í seli frá 6. – 16. viku sumars. Í seljum voru smalinn auk selráðsmatseljunnar. Þar voru gerðir ostar, skyr, smjör og sýra úr mjólkinni. Fólkið hélt lífinu í fénu og féð hélt lífinu í fólkinu.
Merki jarðarinnar Hrauns eru samkvæmt landamerkjabréfi dagsettu 17.06.1890 og þinglýstu hinn 20.06.1890, sem hér segir: “… úr miðjum ,,markabás” í fjöru er mark á klöpp er aðskilur land jarðarinnar frá landi jarðarinnar Þórkötlustaðir, þaðan liggja mörkin til heiðar vestan til við Húsafell og yfir Vatnsheiði, þaðan sem sjónhending ræður að Vatnskötlum fyrir norðan Fagradalsfjall, þaðan til austurs á Selvallafjall upp af Sogaselsdal, þá eftir Selsvallafjalli til suðurs samhliða landamerkjum jarðarinnar Krísuvíkur þar til að mið suður-öxl á Borgarfjalli ber í merktan klett við götuna á Móklettum. Skal sú sjónhending ráða merkjum frá landi jarðarinnar Ísólfsskála, þaðan til suðurs fram yfir festargnípu í fjöru …”

 

Hraunssel

Samkvæmt þessu má segja að Hraunssel sé á hornmörkum Hrauns og Ísólfsskála. Selstöður voru reyndar mjög gjarnan á landamerkjum, einkum frá fyrstu tíð. Ekki er ólíklegt að þessir bæir hafi samnýtt selstöðuna um tíma því hvergi er að finna selstöðu frá Ísólfsskála, sem verður að teljast óvenjulegt því um fjárríka jörð var jafnan um að ræða. Skýringarinnar gæti verið að leita lengra aftur, eða allt frá því að Hraun var kirkjustaður. Þá átti Skálholtsstóll jörðina og hún verið nýtt sem hjáleiga frá Hrauni. Lítið er til af skráðum heimildum frá þessum tíma (á tímabilinu frá 12. til 17. aldar).
Samkvæmt Landnámu nam Molda-Gnúpur Hrólfsson land í Grindavík og hafa verið að því færð rök að það hafi verið í lok landnámsaldar eða á fjórða tug tíundu aldar. Ekkert er vitað um sögu Grindavíkur næstu þrjár aldirnar. Hrauns er þó getið í rekaskrá Skálholtsstaðar árið 1270. Skálholtsstaður eignaðist jörðina á 15. öld. Árið 1673 bjó þar Hávarður Ólafsson, sem gerði samning við Brynjólf biskup Sveinsson um að hann fengi að halda hluta kirkjunnar í reka á fjörum og greiddi í staðinn eina vætt fisks. Tilefni þessa samkomulags hefur ugglaust verið það að ekki hafi verið hjá því komist að hýsa jörðina að nýju. Heimildir frá 18. öld benda til að Hraun hafi á þeim tíma verið lök jörð og landskuld af jörðinni var aðeins hálft þriðja hundrað árið 1703.
Stekkur í HraunsseliÍ upphafi átjándu aldar var heimræði frá jörðinni árið um kring, en lending voveifleg samkvæmt Jarðabókinni 1703.
Árið 1703 voru á bænum auk bóndans og konu hans og tveggja barna ungra fjögur vinnuhjú. Á búinu voru 4 kýr, 30 sauðfjár og þrjú hross. Jörðin var þá í eigu Skálholtsstóls skv. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns, þriðja bindi, bls. 9. Tvær hjáleigur voru í landi Hrauns árið 1703. Það gæti einnig skýrt fleiri en eina, eða allt að þrjár, selstöður í Hraunsseli.
Kirkja var á Hrauni allt frá miðöldum fram yfir 1600, en ekki er ljóst hvenær kirkja komst þar á. Í Fitjaannál 1602 segir frá því, að farist hafi með farmskipi Skálholtsstaðar utan við Þórkötlustaði 24 manneskjur og voru flestar jarðaðar í bænhúsinu á Hrauni. Kirkjan virðist hafa aflagst um það leyti.
Þegar kemur fram á 19. öld er sú breyting á orðin að Hraun er eitt mesta myndarbýlið í Grindavík og þar bjó sama fjölskyldan mestan hluta aldarinnar, sem var óvenjulegt í Grindavík.
SelstígurinnUm eða rétt eftir 1822 kom á jörðina Jón Jónsson og er hann í öllum heimildum talinn eigandi jarðarinnar. Hann var gildur bóndi. Hann reisti m.a. þrjú stór og reisuleg timburhús á jörðinni. Eru það fyrstu timburhúsin í hreppnum.
Í sóknarlýsingu 1840-1841 segir um Hraun: ,,Selstaða lángt frá en sæmilega góð.”
Í bókinni Handbók um hlunnindajarðir á Íslandi (1982) segir að meðal hlunninda að Hrauni árið 1932 séu reki og útræði.
Í sóknarlýsingu Geirs Bachmann um afréttarland Grindavíkur segir á bls. 144 um Grindavíkursókn: ,,Ekkert er hér afréttarland…” með þessu á presturinn við, að allt land innan sóknarmarkanna og þar með einnig hreppamarkanna sé háð einkaeignarrétti, en ekki fyrirfinnist upprekstrarland í óskiptri sameign bænda. Hann bætir því við að allt sauðfé sé rekið í selið og þar smalað á hverju máli. Þar sem eru sel, þar er land ekki afréttur í neinum skilningi.
Um landamerki
Ísólfsskála segir í landamerkjabréf dags. 20.06.1890, þinglýst 20.06.1890: “…, úr fjöru við festargnípu við svonefndan Skálasand liggja mörkin til norðurs að merktum kletti við götuna á Móklettum, þaðan til austurs sem sjónhending ræður á miðja suðuröxl á Borgarfjalli, þaðan sama sjónhending austur Selsvallafjall að landamerkjum jarðarinnar Krýsuvík, þaðan til suðurs eftir löngugörn meðfram sömu landamerkjum að Dágon kletti á kampinum fyrir vestan Selatanga, þaðan sama sjónhending fram í stórstraumsfjöruborð, einkennismerki markasteinsins er L.M……”

Hraunssel

Hraunssel.

Hér er landeigendur sammála um hornmarkið við Hraunssel og má leiða að því líkum að það hafi jafnan verið þrætulaust, enda enginn ágreiningur með Hrauns- og Ísólfsskálabændum um landamerki þeirra. Ágreiningur hefur hins vegar verið með Ísólfsskála- og Krýsuvíkurbændum um mörkin.
Um Hraun segir í Jarðabókinni 1703: ‚‚Selstaða langt í frá og þó sæmilega góð.“ Í örnefnalýsingu fyrir Ísólfsskála segir:
 “Austan við mitt Sandfell er götuslóði yfir hraunið austur í Hraunssel fremst. Inn með Núpshlíðarhálsinum að vestan eru tættur sem Hraunssel heita.”
Í örnefnalýsingu fyrir Hraun segir: “
Norðan við Höfðann, aðskilið af mjóu skarði, er Sandfell. Um þetta skarð liggur gata, sem lá um sunnanvert Þráinsskallahraun (Skolahraun) austur í svonefnd Þrengsli, en það er grasræma eða lægð, sem myndast milli Núpshlíðar að austan og hraunsins að vestan. í Þrengslum þessum eru rústir eftir Hraunssel. Þar var haft í seli endur fyrir löngu frá Hrauni.“
Gamla KrýsuvíkurleiðinÍ annarri örnefnalýsinu fyrir Hraun segir:
Á einum stað að sunnanverðu nær hraunið upp að fjalli og heitir þar Þrengsli. Þar fyrir sunnan eru tættur af gömlu seli frá Hrauni og heitir þar Hraunsel.”
Í Jarðamati 1849-1850 er minnst á sumarbeit við allar jarðir í Grindavíkur- og Vatns-leysustrandarhreppum, misjafnlega góða. Virðist yfirleitt miðað við að beitin sé í heimalöndum jarðanna, nema um Hraun í Grindavík segir: „Sumarbeit góð í seli upp til fjalla.“
Hraunssel voru skoðuð árið 2001: “Eftir að hafa skoðað stekkinn í hrauninu norðan selsins, sem eru þrjár heillegar tóftir undir Núpshlíðarhálsinum, kom í ljós ein tóft, greinilega elst þeirra, neðar og á milli tóftana og stekksins. Tóftin er orðin jarðlæg og mosi tekinn að vaxa í henni. Ekki er hægt að greina húsaskipan. Sunnan við hlaðna stekkinn er annar mun eldri. Verður því þetta seinna sel nefnt Hraunssel eldra, en þau sem ofar eru, undir hlíðinni, nefnd Hraunssel yngri. Selsstígur liggur frá selinu að suðurhlíð Hraunssels-Vatnsfells. Stök hús eru norðan við selið, sennilega kúaskjól að hluta.
Yngra selið geymir einar heillegustu tóftir á Reykjanesskaganum, enda heimildir um að það hafi að öllum líkindum verið síðast selja til að leggjast af. Veggir standa heilir og grónir. Grjóthleðslur sjást í veggjum. Stekkurinn er skammt vestar og sjást hleðslur hans og lögun mjög vel. Vatn er í grunnu gili sunnan við selið.
Eftir að hafa lýst minjunum og rifjað upp verklag í seli var selstígurinn fetaður til vesturs yfir Skolahraunið….
Gangan tók 4 klst. Frábært veður.

Hraunssel

Hraunssel- uppdráttur ÓSÁ.

 

Hrauntún

Hraun á Íslandi taka yfir 120 fermílur. Þau eru einkum um miðbik landsins, en hvorki á Austfjörðum né Vestfjörðum. Hraun eru öll fram komin við eldgos; af sumum hafa menn sögur, hvenær þau mynduðust, en flest hafa brunnið fyrir landnámstíð. Flest eru gróðurlítil eða gróðurlaus. Þau er myndast hafa síðan land byggðist eru flest enn þá graslaus, en aðeins hulin mosa hér og hvar, en sum hinna eru á einstaka stað grasi vaxin, þó óvíðast sé það svo, að það sé til gagns og nytsemdar fyrir landsbúa.
Sprunginn hraunhóll í ÞjófahrauniHraunin eru ýmisleg að lögun og ásigkomulagi, eftir því, hvernig þau hafa myndast. Sumstaðar eru þau slétt, með rákum og öldum eftir rennslið, þar sem hallinn hefir verið lítill, en sumstaðar, þar sem óslétt hefir verið eða brattlendi, eru þau ófær yfirferðar, því að þar er hraunspildum, gjalli, ösku og stórgrýti hrúgað svo saman, að það er engu líkara öðru en því, að stórsjór í hafróti og roki hefði allt í einu orðið að steini.
Efsta skánin á hrauni kólnar og storknar fyrst af loftkuldanum, en neðar rennur áfram miklu lengur brætt hraun. Þegar nú eldgosinu slotar, verður hraunskánin efsta oft á huldu og fellur sumstaðar niður, en sumstaðar myndast ýmislegir hellar og holur, en hér og hvar rifnar hraunið, er það kólnar og dregst saman, og verða þar stórar sprungur og gjár. Hraun eru eigi nein sérstök steintegund, heldur samanbrædd hella af ýmsum steinum og bergtegundum.
Reykjaneshraunin eru samanhangandi hraunfláki, er nær norðan frá Langjökli út á Reykjanestá. Það eru ótal smá og stór hraun í stórum spildum og kvíslum, og hafa komið frá ýmsum eldfjöllum, flest fyrir landnámstíð. Í þeim eru víða stórar sprungur og gjár, hverar og laugar. Merkasta hraun á þeim hraunfláka er Þingvallahraun.
Sprunginn helluhraunsflekiÁ sögulegum tíma hafa runnið a.m.k. 25 hraun á Reykjanesskaganum. Sjá má hvar þau hafa runnið yfir eldri hraun á afmörkuðum svæðum, fært ströndina utar, runnið niður í eldri sprungur, fyllt fyrrum lægðir, dali og eldri jarðmyndanir, hlaðið upp skjól o.s.frv. Og landmótunin mun halda áfram – og hugsanlega breytast á næstu árþúsundum.
Storknun tekur mjög mislangan tíma eftir ytri aðstæðum: Gjóska (eldfjallaaska, gjall og vikur) kólnar á fáeinum sekúndum, ekki síst ef gosið verður í vatni eða undir jökli. Hraun verða að “hörðum steini” á skömmum tíma þótt glóðin geti varað í 10 ár inni í hrauninu, eins og gerðist í Eldfellshrauninu í Vestmannaeyjum þar sem varminn í hrauninu var nýttur til húshitunar í áratug. Kvika sem er djúpt niðri í jörðinni tekur aldir að storkna. Stundum rennur nýtt hraun yfir jarðhitasvæði og nær þá undirliggjandi hitinn fljótlega upp úr nýmynduninni.
Hraun er bráðið berg eða möttulefni (einnig kallað bergkvika) sem flæðir upp á yfirborð jarðar við eldgos og storknar þar.  Bergkvika er seigfljótandi efni í iðrum reikistjarna, sem safnast fyrir í kvikuhólfum. Þar getur hún kristallast og myndað innskot eða borist til yfirborðs í eldgosi og storknað sem gosberg. Hitastig hraunbráðar getur verið frá 700 – 1200°C. Kvikan verður til vegna hitamyndunar í iðrum jarðar sem einkum stafar af niðurbroti geislavirkra efna (t.d. úrans og þóríums). Kvikan er heit og því eðlisléttari en umhverfið, sem veldur því að hún tekur að stíga í átt til yfirborðs þar sem hún kemur upp í eldgosum og rennur sem hraun.
HraunhveliBasísk hraun (eða mafísk) eru venjulega fremur kísilsnauð og eru því fremur þunnfljótandi. Þau koma oftast upp í gígaröðum eða dyngjum. Súr hraun (eða felsísk) eru yfirleitt kísilrík og seigfljótandi og mynda gjarnan straumflögótt berg. Þau koma oftast upp í megineldstöðvum.
Kísill er frumefni með efnatáknið Si og er númer fjórtán í lotukerfinu. Fjórgildur málmungur, kísill er ekki jafn hvarfgjarn og efnafræðileg hliðstæða þess, kolefni. Kísill er annað algengasta frumefnið í jarðskorpunni sem að samanstendur af 25,7% kísil ef mælt er eftir þyngd. Það finnst í leir, feldspati, kvars og sandi, þá aðallega í formi kísiltvíoxíðs (þekkt einnig sem kísl) eða sílikata (efnasambönd sem að innihalda kísil, súrefni og málma). Kísill er aðaluppistaða glers, sements, postulíns, flestra hálfleiðara, og silíkona (plastefni).
Hraun eru orðið að “hörðum steini” löngu áður en það er fullstorkið. Reynslan er sú að hörð skorpa myndast á glóandi hrauni eftir fáeinar sekúndur og fljótlega er hægt að ganga á hrauninu á góðum skóm vegna þess hve slæmur varmaleiðari (eða góður einangrari) berg er. Varminn frá 1200 stiga heitri kviku streymir sem sagt hægt út gegnum storknuðu skorpuna. Hraun kólna eða storkna á yfirborði og mynda fast berg.
Fasta bergið er samsett úr kristölluðum Urðarás í Hraunumsteindum, en kólnunarhraði hraunsins ræður mestu um það hversu grófgerðir kristallarnir verða. Þeim mun hægar sem hraun kólna þeim mun stærri verða kristallarnir. Stórir kristallar geta einnig myndast í kvikunni meðan hún er neðanjarðar og þá verður hraunið sem upp kemur dílótt. Snertifletir og yfirborð hrauna er oft gler- eða kargakennt, þar sem kólnun þessara flata er hraðari vegna snertingar við eldri og kaldari jarðmyndanir og andrúmsloft. Því ná kristallar ekki að myndast. Berg sem myndast við eldgos kallast einu nafni gosberg hvort sem um er að ræða hraun, gjóskuberg eða móberg.
Dyngja er breitt, aflíðandi og keilulaga eldfjall sem myndast í langvinnu eldgosi á hringlaga gosopi. Dyngjugos eru svo kölluð flæðigos þar sem hraunið er þunnfljótandi og flæðir langar leiðir. Eldvirkni í dyngjum getur varað mörg ár eða áratugi.

Apalhraun

Á Íslandi setja dyngjur mikinn svip á landslagið. Einna þekktastar eru Skjaldbreiður og Trölladyngja, hvor um sig um 600 metrar á hæð frá rótum. Aðrar eru flatari og ógreinilegri í landslaginu, s.s. Kjalhraun hjá Hveravöllum og Lyngdalsheiði. Stærsta fjall sólkerfisins, Ólympusfjall á Mars, er dyngja.
Basísk hraun mynda venjulega annaðhvort hellu- eða apalhraun sem vísar að mestu til yfirborðsásýndar hraunanna. Enskt heiti þessara hraungerða eru “Aa-lava” (apalhraun) og “Pahoehoe” (helluhraun), en ensku nafngiftirnar eru komnar frá Hawaii eyjaklasanum, þar sem eingöngu renna basalthraun.

Helluhraun

Helluhraun.

Helluhraun (e. Pahoehoe; úr Hawai’isku) er nokkuð slétt hraun sem verða til við eldgos með þunnfljótandi basalt-kviku. Helluhraun eru að jafnaði auðveld yfirferðar og oft alsett hraunreipum sem myndast þegar efsta lag hraunsins storknar en massinn heldur áfram að hreyfast. Í helluhraunum má oft sjá, auk hraunsléttunar, sprungna kolla. Þeir myndast þegar yfirborðsstorkið hraun rennur frá eftir að kvikan rann yfir hóla og hæðir eða sprungur myndast á sléttum afmörkuðumhraunflekum. Eftir standa svonefnd hraunhveli. Andstætt fyrirbæri eru urðarásar þar sem afmörkuð hraunsvæði brotna niður í kvosir, líklega vegna þess að undir voru hraunrásir eða -hvelfingar. Víða má sjá svipað fyrirbæri sem hraunbolla eða jarðföll.
Við mikið hraunrennsli getur myndast hraungöng yfir og undir yfirborðinu. Ef slík hraungöng tæmast myndast hellar og traðir sem standa eftir. Dæmi um slíka hella eru Surtshellir og Raufarhólshellir.
Apalhraun (e. Aa, úr havaiísku) er úfið hraun sem verður til í þeim eldgosum þar sem er flæðigos með basískri hraunkviku. Dæmi um apalhraun eru sum hraunin sem liggja yfir Suðurnesin. Oft getur verið um blandgos að ræða, þ.e. hraunin verða í fyrstu þunnfljótandi helluhraun, en breytast í úfin apalhraun þegar frá dregur upptökunum og kvikan kólnar.

Heimildir m.a.:
-wikipedia.org

Hraunreipi

Hraunreipi.

Járngerðarstaðir
Í Landnámu (Sturlubók) er þess getið að Molda-Gnúpur Hróflsson hafi numið Grindavík, líkleg aum 934, og Þórir haustmyrkur Vígbóðsson nam Selvog og Krýsuvík
Synir Molda-Gnúps voru Gnúpur, Björn, Þorsteinn og Þórður. Einkona Gnúps var Arnbjörg Ráðormsdóttir og Björn giftist Jórunni dóttur Arnbjargar og Svertings Hrolleifssonar (á Hrauni). Í annarri útgáfu Landnámu (Hauksbók) segir að Gnúpur hafi fallið ásamt 2 sonum sínum í átökum við Kaplagarða um veturinn. Hinir synirnir; Björn, Þórður og Þorsteinn, hafi hins vegar numið land í Grindavík.

Herósdes

Heródes- letursteinn.

Lítið er vitað um byggð í Grindavík fyrstu 300 árin. Má það teljast eðlilegt því á ofanverðum þeim tíma hefur byggðin líklega tæmst um tíma. Um 1150 byrjaði að gjósa austan við Grindavík og aftur um 1188. Mikið hraun rann. Um svipað leyti byrjaði að gjósa að austanverðu. Um 1211 færist goshrinan nær (Eldvörpin) og enn 1226 þegar Illahraun og Afstapahraun ógna byggðinni. Ekki er ólíklegt að fólk hafi þá verið búið að fá nóg og því flutt sig til öruggari staða, a.m.k. um tíma.
Líklegt má telja að Molda-Gnúpur Hrólfsson, eða synir hans, hafi sest að þar sem nú er Hóp (aðrir nefna Þórkötlustaði). Fyrrnefnda nafnið bendir til þess þar sem bæ sinn í Álftaveri þar veturinn áður hafði hann nefnt Hof er gæti hafa breyst í Hóp eftir að kristni var innleidd. Önnur vísbending eru aðstæður þær, sem verið hafa þar á þeim tíma. Ferskt vatn rann undan klöppunum, en það er óvíða að fá á þessu svæði, nema ef vera skyldi í Gerðisvallabrunnum vestan við Járngerðarstaði. Fjörubeit hefur verið góð, auk þess sem skipalagi hefur hvergi verið betra en í Hópinu.

Grindavík

Grindavík – Grafið inn í Hópið 1939.

Áður en opnað var inn í Hópið var þar fyrir ós, sem hægt var að komast um á flæði. Grasbleðill hefur og verið þarna við ströndina og tiltölulega greiðfært til fjalla þar sem nýleg hraun voru ofar. Ströndin, bæði að austanverðu og vestanverðu hafa verið allt annars eðlis og legið miklu mun lengra inn í skagann. Há björg hafa einkennt austurströndina, en litlar grónar víkur verið á milli Ísólfsskála og Krýsuvíkurbjargs. Gróið hefur verið í hlíðum Þorbjarnarfells (elsta fellið á svæðinu) og því vænlegt til selstöðu.

Hóp

Hóp – tóftir gamla bæjarins.

Synirnir voru fullvaxta er hér var komið sögu. Gnúpur hefur væntanlega fyrst tekið sér kvonfang og þurft búsílag. Hinn veraldarvani Molda-Gnúpur, sem fengið hafði viðurnefni (virðingarheiti) sitt frá fæðingarstað hans í Moldartúni á Norðmæri í Norðmæri í Noregi, hefur væntanlega viljað tryggja land sitt að austan, þar sem búið var í Hlíð við Hlíðarvatn í Selvogi. Hann hefur því væntanlega fengið syni sínum land þar sem áður var við Krýsuvík, á ystu mörkum þess tíma. Ofar er Gnúpshlíðarháls og Gnúpshlíðarhorn syðst. Ögmundarhraun rann síðar yfir byggðina um 1151, en hlífði austasta hluta hennar að hluta. Byggðin þar hafði þá náð að þróast í u.þ.b. 211 ár. Líklega hefur Þórir haustmyrkur og hans afkomendur lagt einhverju af sínu fólki til land vestast á landssvæði sínu, til mótvægis við byggð Grindarvíkurbóndans. Þær minjar, sem nú sjást í Húshólma og Óbrennishólma, gætu verið leifar þeirrar byggðar. Byggðin hefur legið vel við sjósókn, fuglar í björgum og greiðfært hefur verið til upplandsins til hrísöflunar eftir hálsunum.

Hóp

Hóp – gamli bærinn.

Venjan var sú að elsti sonurinn tæki bú eftir föður sinn. Björn hefur því væntanlega verið elstur því ýmislegt bendir til þess að hann hafi tekið við búinu að Hópi eða flust þangað sem nú eru Járngerðarstaðir. Ekki er ósennilegt að í heiðni hafi Björn fengið viðurnefnið Þór, þ.e. elstur og æðstur bræðranna, en með kristninni hafi Hafurs-viðurnefnið orðið ofan á, sbr. draumasögnina um bergbúann og geithafurinn er kom í framhaldi af því til hjarðar Björns. Sagt var að landvættir allir hafi fylgt honum og bræðrum hans til þings og veiða. Fellið Þorbjörn ofan við Grindavík (Hóp) mun heita eftir Hafur-Birni.
Líklegt er að Þórði hafi verið fengið land á austurmörkum hins byggilega hluta landnámsins, þ.e. í Staðahverfi. Þórðarfellið ofan við Staðahverfi gæti bent til þess, en sagt er að fellið hafi verið nefnt eftir honum.

Hóp

Hóp – loftmynd.

Þá er Þorsteinn einn eftir. Þar sem mest land við sjó, þar sem fiskur, fugl, reki, þang og þari þóttu hlunnindi, var að mestu frátekið þegar lengra var litið, var ekki um annað að ræða en líta nær eftir landkostum. Þá komu annað hvort núverandi Járngerðarstaðir eða Þórkötlustaðir til greina. Rannsókn sem gerð var við byggingu hlöðu við Vesturbæ í Þórkötlustaðahverfi, bentu til þess að þar hafi komið upp tóft landnámsskála (Brynjúlfur Jónsson).

Skír skírskotun til sagna, sbr. heiðnar dysjar Járngerðar og Þórkötlu, benda til fornra bæjarstæða á hvorum staðnum fyrir sig. Á báðum þessara staða hafa sjósóknarskilyrði verið góð, en þó mun betri á Þórkötlustöðum. Bæði hefur þar verið afmarkaðra land frá Hópi og nærtækara að sækja búbjörg í björgin þar austan við.

Hóp

Hóp – minjar gamla bæjarins, þ.á.m. hofstóft.

Fiskimiðin leggja og betur við og rekamöguleikar þar hafa verið umtalsverðir. Húsafjall og Fiskidalsfjall ofan við Þórkötlustaði (Hraun), benda einnig til ákjósanlegrar búsetu á því svæði.
Hinar fornu þjóðleiðir, sem sjá má djúpt markaðar í bergið, jafnt frá Hópi, Járngerðarstöðum og Staðahverfi, benda til mikillar umferðar til og að þessum stöðum lengi og alllöngum í gegnum aldirnar. Skógfellahraunið, sem Skógfellastígur ofan við Hóp, liggur um, er einna mest markaður, enda hraunið mun eldra en landnámið.

Þórkötlustaðir

Þórkötlustaðir – flugmynd. Fornaldarskáli er á milli húsanna.

Þórkötlustaðahverfið freistaði Skálholtsstóls þegar á 12. öld. Þar þar var ein mesta útgerð stólsins þegar á 14. öld og í raun undirstaða útflutningsverslunar hans fram eftir öldum.
Járngerðarstaðahverfið byggðist síðast upp fyrir alvöru af hinum þremur hverfum er mynda Grindavík í dag. Ljóst er þó að þar hefur verið orðið mannmargt þegar verslun Þjóðverja og Englendinga stóð sem hæst á 15. og 16. öld. Það var skreiðin, sem í rauninni var bitist um. Hún var svo verðmæt, að Englendingar telja skreiðarfarm geta numið allt að fjórum fimmtu hlutum af verði skips, öllum úthaldskostani þess í Íslandssiglingum og vörufarmi, er það flytur til Íslands.

Strýthólahraun

Strýthólahraun – fiskibyrgi.

Af þessu má sjá að það var til mikil að vinna, bæði hvað snerti verslun og fiskvinnslu. Þar gegndi Grindavík lykilhlutverki lengi vel. Minjar fiskverkunarinnar má sjá á nokkrum stöðum við Grindavík, s.s. á Selatöngum vestan gömlu Krýsuvíkur, Í Skollahrauni austan Ísólfsskála, í Slokahrauni austan Þórkötlustaðahverfis, í Strýthólahrauni á Þórkötlustaðanesi og ofan við Staðarhverfi.
Á Járngerðarstöðum hefur “Tyrkjunum” þótt vænlegt að lenda árið 1627 og þar hóf Einar Einarsson í Garðhúsum verslun sína fyrir 1890, en rekja má upphaf kaupstaðarins til þeirrar verslunar og athafnalífsins í kringum hana. Lengi vel voru aðeins tveir “kaupstaðir” á Reykjanesskaganum, Grindavík og Hafnarfjörður. Tilkoma hafnarinnar í Hópinu árið 1939 hleypti lífi í þorpið og stækkun hafnarinnar þar upp úr 1950 lífi í athafnalífið, en fólksfjölgun og virkt athafnalíf hefur jafnan farið saman í Grindavík í gegnum aldirnar.
Grindavík flaggaði 30 ára kaupstaðarafmæli árið 2004, en bærinn er sá staður á landinu, sem hvað mest ógn hefur staðið af landinu, en getur að sama skapi þakkað farsæld sína hafinu. Nú er bæjarfélagið hins vegar á þeim tímamótum að geta einnig gert innlandið að verðmætum, þ.e. jarðorkuna, náttúruna og hið nýmótaða umhverfi þess. Og ekki má geyma möguleikum ferðaþjónustunnar, en það er sú atvinnugrein, sem er í hvað mestum vexti hér á landi. Útgerðin er ekki síst uppruninn, þ.e. landnámið og sögulegar minjar. Af þeim er Grindavík æði rík.

Hóp

Hóp – uppdráttur ÓSÁ.

Þórkötlusdys

Eins og fram kom í lýsingu í FERLIR-822 (Klöpp) var gengið fram á slökkviliðsstjórann í Grindavík á Klappartúninu með fornleifaskrá fyrir Þórkötlustaðahverfi undir höndum. Þegar að var gáð stóð þar á einum stað um dys Þórkötlu; “Á túninu austan við bæinn [Klöpp] er hóll; Þórkötludys. Ekki er nákvæmlega vitað hvar hún er”.

Járngerðardys

Tómas Þorvaldsson við dys Járngerðar.

Kunnugt er að fornleifaskráningar eru ekki alltaf réttar (nokkur sárgrætileg dæmi sanna það), en þó er jafnan gengið út frá því að svo sé. Fram að þessu hefur jafnan verið horft á dys Þórkötlu í óslegnum hól í túninu austan við Hof. Þar hafa hinir elstu menn, sem vel þekkja til, talið hana hafa legið fram að þessu. Staðsetningin passar og við lýsinguna í sögunni þar sem segir að sú gamla hafi viljað láta grafa sig þar “sem hún sæi yfir Þórkötlustaðabótina.” Frá þeim stað sést vel yfir Bótina. Sambærileg sögn er um gröf Járngerðar sunnan við Járngerðarstaði. Slökkviliðsstjórinn hafði einmitt nýlega fjárfest í landsspildu þar sem nefnd dys á jafnan að vera. Þar ætlar hann að byggja sér hús, en skv. Þjóðminjalögum er svæðið friðað í a.m.k. 20 m fjarlægð frá fornleifinni.
Gengið var um Þórkötlustaðahverfið með framangreint í huga. Áður fyrr voru landshagir og staðsetning einstakra býla önnur en nú er. Hraunkot, sem var þurrabúð frá Klöpp, var t.d. í austurjarðri jarðarinnar. Nú eru rústir Hraunkots austan við Bjarmaland og Þórkötlustaði, en norðaustan við gamla Klapparbæinn. Þurrabúðamenn keyptur ekki jarðskikana, þeir áunnu sér þá með “hefðarrétti”.
Þjóðsaga Jóns Árnasonar segir að “Þorkatla hafi búið á Þorkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar voru þær giftar.
Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands. Þorkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þorkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og menn vita ekki til að þar hafi farizt skip á réttu sundi.

Þórkötludys

Sigurður Gíslason við dys Þórkötlu í Þórkötlustaðahverfi.

Það er að segja frá Járngerðar karli að hann drukknaði á Járngerðarstaðasundi. Þá varð Járngerður afar grimm og mælti svo um að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi. Segja menn að nú sé fyrir víst nítján drukknuð, en þá er eitt eftir og má búast við að það farist þá og þá. Á götu þeirri sem til skips var gengin frá Járngerðarstöðum er leiði Járngerðar.”
Í austur frá Þórkötlustöðum eru nú slétt tún að hraunjaðri Slokahrauns. Þar í túninu eru a.m.k. tveir hólar, óslegnir. Þeir voru gaumgæfðir, en komu varla til álita.
Í túninu á Klöpp er gróinn rúnaður klapparhóll. Hann virðist jafnan hafa verið nýttur. Er hann ílangur til suðurs og norðurs. Sjávarkamburinn er kominn svo til alveg að suðurenda hans. Hafa ber í huga að kamburinn hefur gengið a.m.k. 30 metra á land s.l. 30 árin. Fyrrum hefur kamburinn verið lægri því utan hans var löng sandfjara er náði a.m.k. 50 metra út frá ströndinni í lágfjöru. Um hana lá t.d. gamla sjávargatan, Eyrargata, frá Hrauni út á Þórkötlustaðanes.
Rætt var við Ísleif og Guðnýju Erlu Jónsbörn frá Einlandi, Benóný Benediktsson frá Þórkötlustöðum (sem seldi slökkviliðsstjóranum landsspilduna) og fleiri um hugsanlega staðsetningu Þórkötludysjar, en ekkert þeirra virtist hennar minnug.
Þá var rætt við Óskar í Hofi og loks Sigurð Gíslason frá Hrauni, þann núlifandi sem manna best veit um sögu og staðhætti í austanverðri Grindavík. Sigurður, sem nú er nær blindur, var ekki í neinum vafa, sagðist alltaf hafa heyrt af Þórkötlu undir stórri þúfu í túninu neðan við gamla Lambúskotið. Hann lýsti staðsetningu Þórköltudysjar þannig: “Hún er upp af Sólbakka, vestan við girðingu sem liggur í norður frá húsinu, austan og ofan við Hof. Þetta er stór þúfa í túninu, neðan við gamla Lambhúskotið í suðaustur – í neðra túninu. Óskar í Hofi slær blett frá Austurbænum, en þúfan tilheyrði Vesturbænum, talsvert neðan við Garðbæ, neðan og austar þar sem Lambhúskotið var.”

Grindavík

Grindavík – dys við Hraun.

Í framhaldi af þessu var Sigurður sóttur og gekk hann af öryggi að því búnu að dysinni. Þúfurnar eru tvær í túninu. Sigurður gekk að þeirri eystri. Áður hafði FERLIR verið bent á hina þúfuna ( Ól. Gamalíasson) sem hina meintu dys. Skýringin á henni er sögð vera sú að undir austari þúfunni hafi hundur Þórkötlu verið grafinn. Stutt er á milli þúfnanna.
Þar sem staðið var við dysina lýsti Sigurður staðháttum fyrrum: “Fjórar jarðir voru á Þórkötlustöðum; Tveir bæir voru í Vesturbæ, einn í miðbæ og tveir í Austurbæ. Þá voru Klöpp, Buðlunga og Einland á fjórðu jörðinni. Túnin náðu rétt upp fyrir dysina. Ofan við þau, í móunum, voru tómthúskotin, s.s. Lambhúskot og Hraunkot austast. Vestan við Sólbakka var kot sem hét Skarð. Þar kom Eyrargatan, sem nú er gleymd, upp úr fjörunni neðan við Buðlungu og Klöpp.

Klöpp

Klöpp – tóftir.

Gamli bærinn í Buðlungu var rétt vestan við Klapparbæinn. Nú má sjá í austurvegg hans sunnan við skemmuna. Skammt austar var Klöpp. Sjá má tættur bæjarins. Garður var milli bæjanna og sést hluti hans enn. Með honum að austanverðu lá sjávargatan. “Nýja” húsið í Klöpp stóð sunnan við gamla bæinn, þar sem nú er steypt þró. Austan við gamla bæinn var byggt hús er nefndist Teigur. Marel í Klöpp og Árni í Teigi byggðu síðan samföst hús uppi á Leiti, sem enn standa. Eyvindarkot hafi þá verið skammt frá Klöpp, en var fært undir Leitið þar sem nú er skólahúsið. Sjá má hleðslur af hænsnakofanum við götuna. Vestan við leiði Þórkötlu lá gatan á milli bæjanna. Landnámstóft, að því er talið var, hafi sést þegar grafið var fyrir hlöðu milli Miðbæjar og Vesturbæjar. Hlaðan er hofinn sem og Vesturbærinn. (Sigurður vísaði á staðinn). Þar undir eru hinar fornu minjar. Brynjúlfur Jónsson segir m.a. frá athugun á þessari tóft í fornleifalýsingum sínum.

Þórkötlustaðir

Garður ofan Þórkötlustaðahverfis.

Ofar má sjá mikla steingarða, ofan við Heimaland, Efraland og Þórsmörk (Hvamm). Þá hlóð Þorsteinn Þorsteinsson frá Einlandi um 1930. Þeir hafa haldist nokkuð vel, en verið haldið við. Þeir voru á á mörkum Einlands. Fyrir aldarmótin 1900 voru Þórkötlustaðir hjáleiga frá Hrauni, sem og Buðlunga. Afi hans, frá Járngerðarstöðum, átti jarðirnar áður en hann fluttist að Hrauni. Hraun væri allt að því landnámsjörð því sagan segir að þar hafi búið Iðunn, dóttir Molda-Gnúps, þess er fyrstur byggði í Grindavík, sem síðar bjó á Þjósti. Líklegra væri að bær hans hefði verið á Járngerðarstöðum en á Hópi. Iðunn átti fóstursson er Svertingur hét og Svartsengi er nefnt eftir. Hann hafi tekið bú að Hrauni að Steinunni genginni. (Í Landnámu segir m.a. að “Hafur-Björn átti (Jórunni, stjúpdóttur Gnúps bróður síns). Þeirra son var Svertingur”).
Austan við Hraun voru miklar tættur. Þær voru allar sléttaðar út eftir miðja öldina. Kristján Eldjárn hafði mikinn áhuga á þessum tættum, en ekki síst hafði hann áhuga á manngerðum hól að hluta vestan við Hraun, sem hann taldi vera heiðna dys. Þær væru fáar á Reykjanesi og þessi hafi því verið sérstaklega áhugaverð. Ekkert varð þó úr að hann rannsakaði hólinn.”
Sigurður lýsti því er hann var við smölun austan við Krýsuvík, dvaldi í köldum og vindasömum hellisskúta við réttina norðan við Kleifarvatn (Lambhagaskúta), gisti í tjaldi á Blesaflöt, hvernig Grindavíkurbændur nýttu Arnarfellsréttina sem vorrétt og Krýsuvíkurréttina undir Bæjarfelli sem rúningsrétt, útigöngu og innitöku fjárins um áramót þegar illa áraði, ferðum fólks um Skógfellastíginn o.fl., en þær lýsingar munu bíða annarra ferða.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.