Færslur

Hraun

FERLIR grennslaðist fyrir um nýlegt niðurif gamla íbúðarhússins að Hrauni í Grindavík og sendi því byggingarfulltrúa bæjarins eftirfarandi fyrirspurn:

Hraun

Hraun í Grindavík. Gamla íbúðarhúsið handan “Sigurðarhúss”.

“Sæll, áttu afrit af nýlegu bréfi Minjastofnunar um íbúðarhúsið (1929) að Hrauni, sem nú hefur verið rifið. Kannski leynist þar gagnlegur fróðleikur um byggingarsögu hússins? sbr.

„Fundur 74.
Hraun 129179 – Umsókn um byggingarheimild Niðurrif – Flokkur 1, – 2304054.
Tekið er fyrir mál Harðar Sigurðssonar vegna einbýlishúss (N2092758) á jörðinni Hraun (L129179) meðumsækjendur eru Gísli Grétar Sigurðsson og Margrét Sigurðardóttir.

Hraun

Hraun í Grindavík.

Máli var frestað á síðasta fundi þar til niðurstaða minjastofnunar lægi fyrir.
Minjastofnun gerir ekki athugasemd við að húsið verði rifið.
Niðurrifsheimild er því veitt.“

Hverjir voru skráðir eigendur hússins (sem var tvískipt) áður en það var rifið?”
Svar barst um hæl;
“Sæll.
Sjálfsagt mál (sjá meðfylgjandi viðhengi).

Hraun

Hraun – svar Minjastofnunar v/ niðurrif íbúðarhússins að Hrauni.

Í bréfi Minjastofnunar má lesa eftirfarandi (leitt er þess að vita að ekki er hægt að nálgast bréf og erindi í opinberum fundargerðum bæjarfélagsins án þess að biðja um það sérstaklega. Það ætti það þykja sjálfsögð kurteisi að birta meðfylgjandi fylgiskjöl við tilfallandi erindum.

Svar: “Eigendur voru Hörður Sigurðsson, Gísli Grétar Sigurðsson, Margrét Sigurðardóttir”.

Innihald bréfs Minjastofnunar:

“Í tölvupósti dags 11. maí 2023 leitar Hörður Sigurðsson eftir áliti Minjastofnunar Íslands vegna íbúarhúss á Hrauni í Grindavík. Húsið hefur orðið fyrir vatnstjóni og nú er sótt um leyfi til að rífa húsið.
Gamla íbúðarhúsið á Hrauni er tvílyft bárujárnsklætt timburhús, kjallari og ris. Skv. Fasteignaskrá er það byggt árið 1929. Í lögum um menningarminjar nr. 80/2012 er eigendum húsa sem byggð voru 1940 eða fyrr skylt að leita álits Minjastofnunar ef þeir hyggjast breyta þeim, flytja eða rífa.

Hraun

Signingasteinn (skírnarsteinn) við Hraun. Gamla húsið v.m. og “Sigurðarhús” h.m.

Áfast húsinu er svonefnt Sigurðarhús, reist 1956. Eigendur búa í því og það mun standa áfram.
Húsið Hraun er stórt og reisulegt, greinilega byggt af metnaði. Það var reist af bræðrum og samanstendur af tveimur sambyggðum íbúðum undir einu þaki, austur- og vesturhluta. Húsið hefur varðveislugildi og ánægjulegt hefði verið að sjá það gert upp með vönduðum hætti.
Undirrituð skoðuðu húsið ásamt eigendum þann 13. júní s.l. Ljóst er að það er illa farið eftir að hafa staðið autt í nokkur ár og ekki síst eftir vatnstjórn þegar hitaveituofnar á fyrstu hæð þess sprungu árið 2021 en það uppgötvaðist ekki fyrr en eftir nokkurn tíma. Víða eru augljósar rakaskemmdir, stórir myglublettir og sterk saggalykt í húsinu.

Hraun

Hraun 2020.

Minjastofnun gerir ekki athugasemd við að húsið verið rifið. Til fyrirmyndar væri að endurnýta húshluti, innréttingar, glugga, hurðir, snerla, ljósrofa o.fl. og styðja þannig við hringrásarkerfið. Ef ekki reynist unnt að nýta hlutina á staðnum mætti auglýsa þá á samfélagsmiðlum eða koma þeim til Efnismiðlunar Sorpu eða Húsverndarstofu.”

Undir bréfið skrifa Þór Hjaltalín og María Gísladóttir.

Hraun

Hraun í Grindavík 2019.

Efnisinnihald bréfs Minjastofnunar verður að teljast rýrt, svo ekki sé meira sagt. Hvorki er getið um byggingasögu hússins, fyrrum eigenda þess, hönnuðar eða skýrskotun til byggingahefðar þess tíma.

Hraun er skammt austan við meginbyggðina í Grindavík. Alls eru eigendur Hraunsjarðanna, og þar með gamla íbúðarhússins að Hrauni, sem eru í svonefndu Þórkötlustaðahverfi, um 20 talsins. Lönd þeirra ná talsvert til norðurs inn á hásléttuna og þeim tilheyrir meðal annars Fagradalsfjall og Geldingadalir, þar sem eldgos hefur gert sig heimankomið undanfarin ár.

Hraun

Hraun – eftir niðurrifið.

Í Fasteignaskrá ríkisins eru engir eigendur tilgreindir að fasteigninni Hrauni. Þar er einungis getið um svonefnt “Sigurðarhús”, sem byggt var vestan við gamla íbúðarhúsið frá 1929 árið 1956. Gamla húsið var tvískipt og tilheyrði a.m.k. tveimur fjölskyldum, sem á síðustu árum töluðust ekki við vegna álitamála.
Skv. upplýsingum Þinglýsingardeildar Sýslumannsins á Suðurnesjum voru Hörður Sigurðsson og Valgerður Söring Valmundsdóttir skráðir eigendur að íbúðarhúsinu að Hrauni í júní 2023.

Árni Konráð Jónsson

Árni Konráð Jónsson.

Árni Jón Konráðsson var fæddur 16. september 1926 að Móum Grindavík. Hann lést á Hrafnistu 7. mars 2017. Foreldrar hans voru Sigríður Jónsdóttir, f. 1 september 1895 að Hrauni Grindavík, d. 27. júní 1957, og Konráð Árnason, f. 22. Árni átti austurhluta íbúðarhússins að Hrauni, þegar síðast var vitað, og afkomendur hans eftir hans dag.

Skv. Lögbýlaskrá 2018 voru 15 skráðir eigendur að landareigninni Hrauni. Þeir hafa þá án efa verið fleiri því eiginkvenna eigenda er þar ekki getið.

Hraun

Hraun – lögbýlaskrá 2018.

Kirkja var á Hrauni frá 1226. Að sögn Sigurðar Gíslasonar var hún á hólnum austan við íbúðarhúsið þar sem síðar var byggt fjós. Vestan við kirkjuna var kirkjugarður. Bein fundust við umrótið. Sigurður fann þarna handunninn signingarstein þegar grafið var í hólinn og færði hann vestur fyrir íbúðarhúsið þar sem hann er enn. Sigurði var umhugað um að steinninn færi ekki á flakk vegna tengsla hans við kirkjusöguna að Hrauni fyrrum.

Heimild m.a.:
-Bréf Minjastofnunar 19. júni 2023 (MÍ202306-0021/ 6.06/ 6673.

Hraun - kort

Hraun í Grindavík – uppdráttur ÓSÁ.

Herstöð

Bandaríkjaher rak á árunum 1953-1968 herstöð (sendistöð) í dalverpi milli Fiskidalsfjalls og Húsafjalla ofan Hrauns í Grindavík. Herstöðinni tilheyrðu tvö hús; sendistöðin, sem og íverustaður starfsmanna og birgðageymsla, auk mannvirkis milli fjallanna skammt ofar. Allnokkur járnmöstur (29) voru umleikis stöðina, en þau sem og byggingarnar eru nú horfnar. Einungis grunnar húsanna og steinstöplafestingar eru til vitnis um tilvist herstöðvarinnar.

Herstöð

Herstöðin ofan Hrauns um 1960. FE

Í Morgunblaðið 28. des. 1995 er grein eftir Skarphéðinn Hinrik Einarsson undir fyrirsögninni “Ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt”. Þar lýsir hann viðskilnaði Bandaríkjahers við fyrrum aðstöðu hans á Suðurnesjum og nágrenni, þ.á.m. í herstöðinni ofan Hrauns: “Umhverfismál hafa aldrei verið ofarlega á blaði hér á landi þegar Bandaríkjamenn hafa átt hlut að máli.
Það þarf að athuga mál í herstöðinni í Grindavík. Bandaríkjaher rak herstöð skammt frá Grindavík, austan Grindavíkur, í landi Hrauns. Þar hefur ekki verið hreinsað, og liggja þar ýmsir hlutir sem minna á þá stöð. Það eina sem hefur verið fjarlægt em möstur. Annað liggur þar.

Herstöð

Svæði herstöðvarinnar 2022. Leifar húsanna sjást efst á myndinni.

Landeigendurnir hafa verið friðaðir með peningum. Samningur hefur verið gerður við þá fram yfir aldamót, til ársins 2002 hef ég heyrt, og þeir fá fulla leigu fyrir það land, þó svo að starfrækslu mastranna hafí verið hætt 1968. Herinn og íslenska ríkisstjómin einfaldlega vilja ekki hreinsa það svæði af ótta við að þar gæti komi fram kröfur um háar bætur sökum hugsanlegrar mengunar, því að hvar sem Bandaríkjaher hefur verið í heiminum virðist hann hafa skilið eftir sig mengun.”…

Friðþór Eydal

Friðþór Eydal.

Eftirfarandi útdráttur er úr kaflanum “Fjarskipti varnarliðsins” í óbirtu handriti um sögu bandaríska varnarliðsins á Íslandi 1951–2006 eftir Friðþór Eydal:

Bandaríski flugherinn byggði á upphafsárum varnarliðsins fjarskipti sín á margskiptu kerfi Bandaríkjahers sem komið hafði verið upp á stríðsárunum og náði vítt um heiminn.
Fjarskiptastöðin Broadstreed við Vogastapa á Reykjanesi var ein slíkra stöðva og þjónaði m.a. flugupplýsingakerfi og öðrum langdrægum fjarskiptum varnarliðsins ásamt móttökustöð
í Camp Garrity skammt norðan við vesturenda austur-vesturflugbrautar Keflavíkurflugvallar.

Herstöð

Leifar húsanna 2023.

Uppbygging langdræga sprengjuflugflotans (SAC) og tuga nýrra bækistöðva hans víða um heim krafðist þess að komið yrði upp nýju, sjálfstæðu fjarskiptakerfi og hófst uppsetning þess árið 1951. Hlaut það heitið U.S. Air Force Global Communications System – GLOBECOM – og byggði á neti öflugra fjarskiptastöðva um heim allan með fjölrásatengingum á helstu tíðnisviðum, þ. á m. langbylgju með háum loftnetsmöstrum sem hentuðu þó illa í námunda við flugvelli.

Grindavík

Grindavík – loftskeytastöðin.

Var nýrri GLOBECOM-sendistöð því valinn staður við rætur Þorbjarnarfells ofan við Grindavík. Smíði stöðvarinnar hófst árið 1953 og var hún tekin í notkun árið eftir. Stöðin samanstóð af sendistöðvarbyggingu, rafstöð og íbúðar- og skrifstofuskála ásamt stuttbylgjuloftnetum af ýmsum gerðum og tveimur, 183 m (600 feta) og 244 m (800 feta) háum, langbylgjumöstrum sem gnæfðu yfir stöðinni og sáust víða að. Jafnframt var tekin í notkun ný fjarskiptamiðstöð og símstöð á Keflavíkurflugvelli. Var sendistöðinni í Broadstreet breytt í móttökustöð fyrir GLOBECOM-kerfið árið 1955 (USAF Strategic Receiver Station). Við þetta kerfi bættist síðan langdrægt talstöðvarsamband við flugvélar.

Herstöð

Herstöðin ofan Hrauns – loftmynd 1957.

Bandaríkjamenn unnu um þessar mundir að þróun loftskeytakerfa sem byggðu á svonefndri háloftabylgjuspeglun (e. inonospheric forward scatter) og veðrahvolfsbylgjuspeglun (e.
tropospheric scatter) sem annars vegar nýttu stefnuvirkt endurvarp af frjálsum rafeindum í 70–90 km hæð í jónahvolfinu, og hins vegar hita- eða rakaskilum í 2–5 km hæð í
veðrahvolfinu. Þótti ljóst að beiting háloftabylgjuspeglunar á VHF-tíðni hentaði vel til stuðnings við önnur tíðnisvið á norðurslóðum, t.d. milli herstöðva á Grænlandi, Íslandi og Bretlandseyjum, þar sem truflanir á stuttbylgjusendingum voru algengar.

Fjarskiptatæki

Fjarskiptatæki hersins.

Tæknin byggði á sendingu mjórra geisla sem tvístruðust við árekstur við frjálsar rafeindir í jónahvolfinu og spegluðust m.a. í litlum mæli til jarðar í sömu stefnu og hittu fyrir móttökuloftnet. Var slíkri sendistöð valinn staður við rætur Húsafells og Fiskidalsfjalls við Hraunsvík austan Grindavíkur undir heitinu Grindavik Extension, og móttökustöð skammt sunnan flugbrautanna á Keflavíkurflugvelli sem hlaut nafnið Picnic.
Tækjabúnaður samanstóð af 30 kW sendi og rafstöð ásamt tveimur stórum hornlaga netspeglum (e. corner reflector) sem héngu á níu stálmöstrum í þremur misháum röðum.

Herstöð

Leifar stöðvarinnar ofan Hrauns.

Skammt frá stóðu lítil vélarhús og íbúðarhús stöðvarinnar og hátt mastur með örbylgjuloftneti til samskipta við fjarskiptamiðstöðina á Keflavíkurflugvelli. Mun það hafa verið fyrsta örbylgjusambandið sem komið var á hérlendis. Tæknimenn bjuggu í stöðinni og önnuðust viðhald og stillingu tækjabúnaðarins en samskonar búnaður var í móttökustöðinni á Keflavíkurflugvelli.
Í árslok 1955 var háloftabylgjuspeglunarsambandi einnig komið á við flugbækistöðina BW-8 í Syðra-Straumfirði á Grænlandi og frá stöðinni austan við Grindavík til Bretlands.

Herstöð

Jarðstrengur við herstöðina.

Langbylgju- og stuttbylgjusendarnir í Globecom-fjarskiptastöðinni í Grindavík voru þá nærri fullbúnir til notkunar en langbylgjustöðin sendi út með 50 þúsund watta styrk.
Fjarskiptakerfi flughersins var tekið til endurskoðunar á árunum 1956–1957. Tæknibreytingar með tilkomu stefnuvirkrar háloftabylgjuspeglunar gerðu það að verkum að minni þörf var á langbylgjusendingum, t.d. fyrir skeytasendingar loftvarnakerfisins. Var móttökustöðin Broadstreet á Vogastapa lögð niður og móttökustöðinni í Camp Garrity á Keflavíkurflugvelli breytt með litlum tilkostnaði til þess að geta einnig þjónað hlutverki hennar. Sendistöð fyrir fjarskipti við flugvélar og milli landa var áfram í stöðvunum við Grindavík og Hraunsvík og móttökustöðvunum Garrity og Picnic á flugvallarsvæðinu.

Stafnes

Ratsjárskermar utan við Stafnes. Tóftir bæjarins á Básendum t.h.

Þegar ráðist var í uppsetningu öflugs trópó-kerfis um Grænland til Íslands, sem fjármagnað var af Bandaríkjunum, og þaðan um Færeyjar til Bretlandseyja. Stóð NATO straum af kostnaði við þann hluta leiðarinnar og nefndi North Atlantic Radio System (NARS). Risu tvær fjarskiptastöðvar með gríðarstórum íhvolfum loftnetsskermum ásamt stöðvarhúsum skammt neðan við Gálgaklett nærri Básendum á Reykjanesi og í ratsjárstöðinni á Stokksnesi. Skermarnir risu veturinn 1961–1962 og var stöðin á Reykjanesi tekin í notkun í júní 1962.

Herstöð

Undistöður eldsneytistanks við herstöðina.

Rekstur fjarskiptakerfis varnarliðsins var á hendi 1971th Airways and Air Communications Service Squadron (1971 AACS) bandaríska flughersins til ársins 1961. Árið 1961 tók Bandaríkjafloti við rekstrinum undir heitinu U.S. Naval Communication Station, Iceland (NAVCOMMSTA Iceland). Verkefni liðsveita varnarliðsins voru þá nokkuð breytt og aukin áhersla á stuðning við vaxandi starfsemi flotans í stað sprengjuflugvéla flughersins. Þjónustan sem flotinn tók við fól í sér rekstur almennra og sértækra fjarskiptaviðskipta og viðhald tækja á fjölbreyttu sviði vegna flugumferðar.

Broadstreet

Broadstreet 2023.

Háloftabylgjukerfinu var lokað fljótlega eftir að trópó-kerfinu var komið á og starfsemi Grindavik Extension lögð niður. Voru loftnetin tekin niður árið 1966 og landinu skilað tveimur árum síðar.”
Sjá meira um herstöðvar við Grindavík HÉR.

Heimildir:
-Morgunblaðið 28. des. 1995, bls. 43, “Ekki sem ég vil, heldur sem þú vilt”, Skarphéðinn Hinrik Einarsson.
-Útdráttur er úr kaflanum “Fjarskipti varnarliðsins” í óbirtu handriti um sögu bandaríska varnarliðsins á Íslandi 1951–2006 eftir Friðþór Eydal.

Herstöð

Leifar herstöðvarinnar ofan Hrauns 2023.

Hraun

Ari Gíslason skráði örnefni á Hrauni við Grindavík.

Hraun

Signingasteinn (skírnarsteinn) við Hraun.

Heimildarmenn hans voru Gísli Hafliðason, bóndi, Hrauni og ennfremur um hluta af landinu, Guðmundur Guðmundsson bóndi á Ísólfsskála.
Auk þess skráði Loftur Jónsson örnefni á jörðinni Hrauni. Haun í Grindavík á land að Ísólfsskála og Krýsuvík að austan, Vatnsleysuströnd að norðan og Þórkötlustöðum að vestan. Bærinn stendur við sjó utarlega við Hraunsvík að vestanverðu.
Hér eru einungis sett inn örnefni  með ströndinni m.v. örnefnalýsingarnar, en land Hrauns nær m.a. upp að Núpshlíðarhálsi…

Hraun

Hraun – örnefni.

Hraun

Gengið var frá Hrauni austan Þórkötlustaðahverfis í Grindavík í fylgd Péturs Guðjónssonar, fyrrverandi skipstjóra, uppalinn í Höfn á Þórkötlustaðanesi.

Hraun

Hraun – Festarfjall (t.v.) og Lyngfell (t.h.).

Byrjað var þó á því að kasta kveðju á Sigga á Hrauni. Hann benti m.a. á að skírnarfontur sá, sem fannst við gröft utan í hól austan við bæinn fyrir u.þ.b. ári síðan, hafi verið færður norður fyrir bæinn. Gat hann þess að Árni Magnússon hafi á sínum tíma sagt frá því í dönsku blaði að kirkja hafi verið á Hrauni frá 1226. Kapellan skammt austan við Hraun, ofan við Hrólfsvíkina, mun vera frá því á 15. öld. Kristján Eldjárn og fleiri grófu í hana um miðja 20. öld og fundu í henni nokkuð af munum, en síðan var hún orpin sandi að nýju.

Hraun

Hraun – signingarfontur (skírnarfontur).

Skírnarfonturinn er ekki ólíkur þeim sem er við Kálfatjarnarkirkju og er sagður vera úr kaþólskum sið. Einnig kemur til greina að þarna hafi verið um “stoðholustein” að ræða líkt og sjá má í gamla Herdísarvíkurbænum. Þá hefur komið fram tillaga að um steinninn gæti hafa verið drykkjarsteinn fyrir hesta, líkt og er við Glaumbæ í Skagafirði.*
Gengið var vestur með norðurgarðinum og staðnæmst við við gamla túnhliðið þar sem gatan út í hverfi og áfram út á Þórkötlustaðanes lá. Pétur sagði að áður hafi brekkan þar norðvestan við verið sandorpin og því stundum erfið yfirferðar, en nú er hún að mestu gróin, sennilega mest eftir kríuna.
Gengið var áleiðis út á Slokahraun. Fylgt var gamla grjótgarðinum. Pétur benti á fyrrum áningarstað hestamanna á leið þarna um, en síðan voru fiskbyrgin og garðarnir skoðaðir þarna í hrauninu. Þeir eru Hraunsmegin og hafa að mestu fengið að vera óáreittir. Minna á hina gömlu fiskverkunaraðferð.

Slokahraun

Sögunarhóll.

Vestan við Sögurnarhól mátti enn sjá brennivínsflöskuna frá fyrri ferðum. Hún er nú rúmlega hálffull. Gengið var um þurrkgarðana sunnan við Hraunkot og inn á Klappartúnið, því fylgt framhjá tóftum gamla Klapparbæjarins og yfir að Buðlungu. Þar var Ólafur Gamalíasson að bjástra við spýtur. Tekið var tal af honum. Fræddi hann viðstadda m.a. um hvaða stefnu Suðurstrandarvegsmálið hefði nú tekið með tilkomu orkuvers á Reyjanesi.

Klöpp

Klöpp.

Gamli bærinn í Klöpp lagðist af á fyrri hluta 20. aldar. Þar gistu áður margir mektarmenn, s.s. Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi. Timburhús, sem þá var byggt, flaut upp í óveðrinu 1925. Um 1930 var húsið Klöpp og Teigur sambyggð í brekkunni ofan við réttina.

Hóp

Hóp – kort ÓSÁ.

Gengið var niður að Buðlunguvör. Pétur sagði að áður hafi verið stór varða neðst í Buðlungutúninu og hefði hún borið í vörðu uppi á heiði. Það hafi verið stefnan inn á Bótina, en síðan hafi vörðurnar ofan við bryggjuna á Nesinu tekið við. Skoðaðar voru svonefndar Þvottaklappir þar sem ferskt vatn kemur undan klöppunum, litið á æðaregg, brúnleit hraunreipi, gæsarhreiður o.fl. á leiðinni neðan við fiskverkunarhúsin.
Eftir að hafa gengið yfir Kónga var stefnan tekin þvert á Þórkötlustaðanesið áleiðis yfir að Nesi Hópsnesmegin. Á leiðinni mátti sjá æðaregg, hrauntröðina miklu um þvert Nesið, en hún er í hrauninu er kom úr gígunum Vatnsheiðinni ofan við Húsfell (Húsafell).

Hópsnes

Hópsnes – þurrkgarðar.

Miklir þurrkgarðar eru Hópsnesmegin, sjóbúðartóft á grónum hól o.fl. Gengið var að Goðatóftinni neðan við Hóp og litið á hugsanleg ummerki eftir landsnámsbæ þar í túninu. Fróðlegt væri að fara með jarðsjá yfir túnin á þessum stað og kanna undirlagið. Mótar fyrir stórri tóft og hringlaga garði, auk fleiri tófta utar í túninu.
Loks var litið á blóðþyrnirinn á Tyrkjaflöt, en hann er sagður hafa vaxið upp af blóði kristinna manna og heiðinna þar sem mættust heimamenn og Tyrkir 1627. Talið er að þyrnir (þystill) þessi vaxi á tveimur stöðum á landinu.
Frábært veður – sól og hlýtt. (2 klst og 2 mín).

*Guðbjartur Kristófersson

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.

Selatangar

Jökull Jakobsson gengur hér með Magnúsi Hafliðasyni, Hrauni, um Seltanga, Hraun og Þórkötlustaðanes í Grindavík. Viðtalið var tekið 1973. Um er að ræða úrdrátt.
Magnús Hafliðason“Við erum nú á Selatöngum með Magnúsi Hafliðasyni frá Hrauni. Hér var útræði mikið í gamla daga. Nú sést ekki mikið eftir af því nema búðarrústir, haglega hlaðnar. Það er ákaflega eyðilegt þar sem við erum staddir, en þó fallegt. Við höfum ferðast langan veg um úfið og svart apalhraun og niður að ströndinni þar sem úthafsaldan lemur sandinn. Við erum staddir við Tangarsund.
Þú rerir nú ekki héðan sjálfur Magnús, en þú þekktir menn, sem reru héðan.”
“Ég þekkti aðallega hann Einar Einarsson. Hann var aðkomumaður úr Krýsuvíkurhverfinu. Vermennirnir voru víðs vegar frá en aðallega úr Krýsuvíkurhverfinu. Ég heyrði að hér hafi verið yfir 70 manns mest, þ.a. 26 Jónar og 16 Guðmundar. A.m.k. 14 eða 16 skip gengu héðan, sennilega mest áttæringar. Útgerð lagðist af eftir Básendaflóðið [1799]. Húsin hafa verið vel hlaðin. Menn bjuggu hér á vertíðinni, frá því í febrúar til 11. maí, vetrarvertíðin.
Sennilega hafa verið um 8 menn í hverju húsi og eldhús. Matur hefur mest verið fiskur og skrínukostur. Ekki var mikið skemmtanalíf í þá daga. Fólkið hefur þó ekki þótt leiðinlegt því það þekkti ekkert annað.
Alls staðar átti að vera reimt. Það sagði mér maður, þessi Einar, að vatnskútur hafi verið framan við dyrnar. Guðmundur hafi sofið nær dyrum með höfuð í átt að þeim. Hann rumskaði og snéri sér við. Í því hafi kúturinn tekist á loft og lenti akkúrat þar sem höfuðið hafði verið áður en hann snéri sér við. Hann sagði okkur þetta svona.

Nesið

Þetta var afskaplega meinlaus draugur, hafi það verið einhvör. Þetta átti að hafa verið unglingur sem illa var farið með og menn höfðu verið beðnir fyrir. Einhver maður, sem þóttist vera skyggn, átti að hafa séð hann, hlaðið byssu sína og skorið silfurhnappa af treyju sinni, miðað og skotið í átt að honum. Þá hafi hann séð eldglæringar niður alla heiði og þá á hann að hafa farið hingað.
Einar var formaður hérna, en ég var svo ungur þegar hann var hjá okkur og var að segja okkur þetta. Vermennirnir létu vel yfir sér hér, smíðuðu ausur og klifbera í frístundum sínum.
Misjafnt var hversu róðrar voru langir, fór eftir veðri. Fóru í rökkrinu og komu að landi í myrkri. Allir voru þeir á handfærum. Alltaf var seilað, ef einhver fiskur var. Beinnálar voru á endanum. Ef vel fiskaðist var farið að landi og síðan róið út aftur, kannski einn maður skilinn eftir og hann bar fiskinn á bakinu upp. Fiskurinn var hertur á þessum görðum, sneri upp á morgnana og hvolft á kvöldin. Þeir dysjuðu hann í óþurrkatíð og sneru honum síðan upp þegar þornaði í veðri.
Stundum var seilaBryggjanð útá í vondum veðrum meðan andæft var og síðan sætt lagi til að lenda. Þá var skipið dregið upp á augabragði. Það var ekkert erfitt að seila.
Hér var aldrei saltað, bara hert og allt flutt á hestum. Ég tel ekki ráð að þeir hafi borið fiskinn, ekki að ráði. Vermenn komu allstaðar frá gangandi. Ég man eftir lestarmönnunum þegar þeir komu að sækja hausana í kringum jónsmessuna. Það var aðallega farið að salta þegar ég man eftir. Menn fengu sitt kaup, en það var lítið.”
“Nú erum við komnir heim til Magnúsar Hafliðasonar, heim að Hrauni. Okkur verður starsýnt á myndirnar á veggjunum í stofunni. Á einni myndinni er Magnús og einhverjir fleiri.”
Hraun í Grindavík“Þessi mynd er tekin eftir björgunina á Cap Fagnet. 38 mönnum var bjargað. Ég vaknaði um morgunin um kl. 03:00 við feiknarmikið píp. [Siggi Nonni (Sigurður Gíslason, f: 1923) á Hrauni sagði FERLIR að hann hefði vaknað um nóttina, heyrt flaut og vakið föður sinn, sem hafi barið í þilið hjá Magnúsi. Við það hafi Magnús vaknað og litið út um gluggann.]Þá hafði strandað togari hér úti. Það var látið vita. Þá var komið með björgunartækin og mönnum bjargað með línu. Þetta var í fyrsta skipti sem skotið var af línubyssu á Íslandi. Fyrir það fengum við medalíur.
Þegar bjargað var í Vondufjöru enskur togari fengum við líka medalíur. Þá var aftakabrim. Ég hringdi úti á stöð. Þá var slydduél. Svo fór ég upp eftir og það var ekki neinum blöðum að fletta að þetta var strand. Menn komu í einum hvelli. Allir björguðust nema skipstjórinn, hann drukknaði. [Togarinn Lois, 6. janúar 1947].
Dóttir mín fór út í fjós um kvöldið. Hún kom aftur inn með óvarlega miklu fasi þótt hún væri að jöfnu hæglát. Hún sagðist ekki skilja í ljósi úti á sjó. Ég fór út og sá strax hvers kyns var. Þetta var strand. Ég fór uppeftir með ljós og þá skutu þeir smáragettum í land. Glamrið í skipinu þegar sjórinn var að færa það til á klöppunum, það var mikið. Þegar ég kom heim á tún aftur drapst á ljósavélinni. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef dóttir mín hefði ekki séð ljósið akkúrat þarna.
CapÉg fór fyrst á sjó á sjötta ári. Þá fór pabbi með okkur bræður stutt út. Ég réri alltaf með færi á sumrin þegar róið var. Nú er ég 81 árs og reyni að róa enn. Áraskipin voru tíróin fyrst og síðan áttróin, stundum sexróin. Á Hrauni var um 60 manns, margt sveitarmenn úr öllum sveitum. Þá var gaman að lifa. Nú er af sem áður var.
Eftirminnilegur maður að norðan, Jón Bergmann, var hérna. Hann var lögregluþjónn í Hafnarfirði um tíma. Hann var vel hagmæltur. Haldið var uppi glímum í landlegum. Jón lagði þá alla.
Ég man ekki eftir að hér hafi verið sukksamt. Fólkið bjó í búðum, sjóbúðum svona. Vonda veðrið var 1916. Búið var að róa lengi í blíðuveðri. Svo kom þetta veður, eins og skot. Ekki var um annað að gera en grípa árarnar. Þetta var þegar Ester bjargaði fjórum skipshöfnum. Margir misstu skip. Þetta var voðaveður. Enginn maður fórst.
Haldið var út smávegis búskap samhliða útvegi. Svo komu opnu trillurnar, en mér fannst mest gaman af áraskipunum. Það voru góð skip. En það var öðruvísi að geta látið vélarnar koma sér í land. Og verkaskiptingin var önnur. Félagsskapurinn á áraskipunu var betri og allt miklu skemmilegra. Fiskverðið var svo lágt að ekkert hafðist upp í kostnað, á áraskipunum og trillunum lengi framan af.
Fyrir okkur krakkana var ekkert fyrir okkur að gera. Börnin hjálpuðu til við að snúa heyinu. Ég gekk einn vetur að nafninu til í skóla, 29 börn voru í skólanum og einn kennari. Það var úti í Járngerðarstaðahverfi. Svo gengum við til prestsins úti í Staðarhverfi. Ég lærði nú lítið í skóla, heldur smátt. Kennarinn hét Erlendur.
Á jólunum var lítið um að vera, það var kerti og unglingunum þótti gaman að spila þá. Fólk kom hvað til annars og krakkar ólust allir upp á heimilunum. Pabbi og Sæmundur Tómasson á HrauniðJárngerðarstöðum skiptust á heimsóknum um hátíðarnar sitthvort árið. Mikill kunningjaskapur var þarna á millum.”
“Þá erum við komnir út á Þórkötlustaðarnes. Hér hefur líka verið útræði eins og á Selatöngum. Og hér hefur verið bryggja og hér standa tóftir íbúðarhúsa og sitthvað fleira.”
“Hér reri ég alla mína tíð á vertíð. Þá var engin bryggja, bara lendingin þarna. Fiskurinn var borinn upp á þessa velli, hvör upp að sínum skúr og allur fiskur saltaður. Allir höfðu salthús hér.
Seinna kom hér bryggja og vélarnar komu í bátana. Þá var alltaf lent hér og allur fiskur saltaður. Hér í Þórkötlustaðahverfinu var fleira fólk, 6 eða 7 bátar, aðallega áttæringar og teinæringar. Allt gekk ágætlega. Þegar mótorbátarnir komu var ekki tiltækt að vera með bátana hér. Þeir voru fluttir út í Járngerðarstaðahverfi.
Ég var ekki formaður lengi. Pabbi var hér formaður og mikill fiskimaður, Benóný Benónýsson á Þórkötlustöðum, Hjálmar Guðmundsson sem síðar fluttist af Ísólfsskála, Jón Þórarinsson frá Einlandi, Guðmundur Benónýsson, einn af þeim yngri, og Kristinn Jónsson á Brekku og Árni Guðmundsson í Teigi tóku við af þeim eldri. Þetta voru feiknamiklir sjósóknarar og duglegir menn, stórir og hver með sínu móti, allt almennileika menn. Þeir ólust allir uppi við þessa harðneskju. Það þætti víst skrýtið núna, aðbúnaðurinn sem þá var.
Við beittum línuna austur á hrauni og urðum að bera bjóðin út á Nes á morgnana. Það var beitt hrognum og þau þoldu lítið frostið. Þau rifnuðu þá af krókunum þegar farið var að leggja. Þetta gengum við suðureftir á morgnana og heim á kvöldin.

Aldan

Byggðin lagðist af hér þegar mótorar komust í bátana. Þá fluttist útgerðin út í hverfi. Hér var allt fyrir opnu hafi. Allir vildu heldur vera á góðu bátunum.
Hann var voðalaga leiður hérna í vörinni [neðan við Hraun] ef var norðanrok og hátt í, ef var kvika, stóð upp á. Utan við nesið var Einlandssund, sem kallað var.
Ég man aldrei eftir að hafa verið hræddur á sjónum. Oft hefur kvenfólkið heima verið hræddara en þeir sem á sjónum voru. Það kom aldrei neitt fyrir hérna, nema í eitt skiptið. Þá fórust þrír menn í góðu veðri. Báturinn var lítill og þeir voru fimm á. Það sló í baksegl og bátinn hvolfdi, þrír drukknuðu. Það þótti mikið að missa þrjá bændur héðan.
Ekki verður lengur ýtt bát úr vör héðan.”

Heimild:
-Jökull Jakobsson gengur með Magnúsi Hafliðasyni, Hrauni, um Seltanga og Þórkötlustaðanes í Grindavík frá 1973.

Hans Hedtoft

Magnús Hafliðason á Hrauni með björgunarhring Hans Hedtoft.

Hraun

Tekið var hús á Sigurði Gíslasyni á Hrauni við Grindavík.

Grindavík

Grindavík – dys við Hraun.

Gengið var með honum um svæðið. Þegar komið var að hleðslum á grónum hraunhól norðan þjóðvegarins skammt vestan heimkeyrslunnar að bænum sagði Siggi aðspurður að þar væri líklega um dys að ræða. Hann kvaðst ekki kunna frekari deili á dysinni, en sagði dr. Kristján Eldjárn hafa haft mikinn áhuga á að skoða hana. Þá hafi hann rætt við gamlan mann, fæddan á svæðinu. Sá sagði að dysin væri frá því í Tyrkjaráninu. Hennar væri getið í Þjóðsögum Jóns Árnasonar.

Hraun

Dysin við Hraun.

Sagan segir að bóndasonur á Hrauni (aðrir segja Ísólfsskála) hafi séð skip koma í Hraunsvíkina og ætlað að fagna komumönnum. Hafi hann lagt af stað á rauðri meri, en þegar hann sá hversu óvinveittir aðkomumenn voru, sneri hann þegar við hófum merinnar. Hún var hins vegar svo svifasein að Tyrkinn, sem fremstur fór, en svo munu þeir aðkomumenn hafa verið, hefði náð í taglið. En við það sama hafi merin sparkað aftur fyrir sig og kom höggið í Tyrkjann, sem drapst samstundis. Önnur saga segir að Tyrkirnir hafi verið tveir og merin sparkað þá báða til dauðs (Brynjúlfur Jónsson). Félagar Tyrkjans komu þá þar að, náðu bóndasyni og drápu. Hann var síðan dysjaður á hólnum. Brynjúlfur nefnir þó Dysina á Hraunssandi, sem staðinn þar sem þeim var komið fyrir, en við uppgröft þar á sjötta áratug 20. aldar kom í ljós kapellutóft.
Segja má að sagan sé alls staðar sýnileg – hvert sem litið er.

Hraun - kort

Hraun í Grindavík – uppdráttur ÓSÁ.

Efri-Hellir

Gengið var yfir Beinvörðuhraun að Húsafelli og leitað tveggja hella, sem þar áttu að vera þar skv. gömlum heimildum.

Hraun

Garðbjargarhellir.

Annar þeirra átti að geta hýst Grindvíkinga ef Tyrkirnir kæmu aftur, en hinn átti að hafa verið athvarf konu, Guðbjargar, frá Hrauni.

Mjög erfitt var að leita þeirra vegna víðfemrar lýsingar í annars erfiðu landslagi. Brugðið var því á það ráð að ganga að Hrauni og heimsækja Sigurð gamla, bónda, Gíslason. Hann tók FERLIRsfélögum vel og fylgdi þeim að Guðbjargarhelli, spottkorn ofan við veg gegnt heimkeyrslunni að bænum. Skútinn var ekki áfrýnilegur inngöngu, en þarna átti konuhróið að hafa leitað er hún vildi fá næði eða vera út af fyrir sig í friði og ró.

Tyrkjahellir

Í Tyrkjahelli (á Efri-hellu).

Þá fylgdi Sigurður hópnum upp að Efri-helli, eins og hann nefndi hellinn. Hann er í framjaðri suðuraxlarinnar á Húsafelli þegar fer að halla niður að hraunkantinum á Hópsheiði. Hellirinn hefur tvö op og er hægt að ganga í gegnum hann. Talið var að hann hefði áður getað hýst alla Grindvíkinga ef til ófriðar hefði komið að nýju.
Til marks um hversu erfitt er að finna opin má segja frá því að þegar umhverfi þeirra var skoðað kom í ljós að spor leitarmanna voru einungis í u.þ.b. tveggja metra fjarlægð frá öðru þeirra, en sá sem þau átti kom ekki auga á opið.
Sigurði var þökkuð aðstoðin, en hann er ágætt dæmi um þau dýrmæti, sem felast í hagvönum heimamönnum á vettvangi.

Tyrkjahellir

Í Tyrkjahelli (Efra-Helli) ofan Hrauns.

Hraun

Í mars 1931, tæpum 5 mánuðum eftir að slysavarnardeildin Þorbjörn í Grindavík var stofnuð, og aðeins viku eftir að heimamenn höfðu fengið tilsögn í meðferð fluglínutækja, strandaði skip skammt austan við Grindavík.
Cap Fagnet á strandstað 1931Aðfaranótt 14. mars 1931 varð heimilsfólk á Hrauni þess vart að togari hefði strandað þar framundan bænum. Skipið, sem hét Cap Fagnet og var frá Frakklandi, tók niðri alllangt frá landi en barst síðan yfir skerjagarðinn og festist skammt frá ströndinni. Skipverjar þeyttu eimpípu skipsins og gáfu þannig til kynna að þeir væru í nauðum staddir. Stormur var og mikið brim, sem gerði það að verkum að hvorki var hægt að koma báti frá skipinu né sigla að því. Það lá því ekki annað fyrir en að nota fluglínutæki hinnar nýstofnuðu deildar.
Maður var strax sendur frá Hrauni til Grindavíkur og slysavarnardeildin var kölluð út. Formaðurinn, Einar Einarsson í Krosshúsum, brá strax við og kvaddi sér menn til fylgdar, þá Eirík Tómasson, Járngerðarstöðum, og Guðmund Erlendsson, Grund. Fluglínutækin voru sett á flutningabifreið, sem sendiboðinn kom á, ásamt ljósum því dimmt var af nóttu, og haldið áleiðis að Hrauni. Ekki var bílfært alla leiðina á strandstað og varð því að bera tækin síðasta spölin.
Fluglínubyssan, sem notuð varÞegar var hafist handa við að taka upp bjargtækin og festa byssuna. Á meðan beðið var björgunar freistuðu skipverjar á Cap Fagnet þess að láta línu reka í land. en þær tilraunir mistókust og þótti skipverjum tvísýnt að takast mætti að koma sambandi milli skips og lands.
Um fimmleytið var undirbúningsstarfi lokið. Þá voru allmargir björgunarmenn komnir á vettvang er hjálpuðu við það sem þurfti. Nú var línunni skotið úr byssunni og tókst skotið mjög vel. Því hefur verið lýst svo: “Einar og Guðmundur verða sammála um miðunina. Allt er tilbúið fyrir skotið. Guðmundur …tekur í gikkinn. Hamarinn smellur fram og sprengir púðurskotið í byssunni. Á sama andartaki kveikir það í eldflauginni og hún þýtur af stað með háværu hvisshljóði. Í fyrsta skipti hefur verið skotið úr línubyssu til björgunar á Íslandi. Mennirnir fylgjast spenntir með eldflauginni þar sem hún klýfur loftið. Skotið heppnast prýðilega. Línan kemur yfir skipið, rétt fyrir framanstjórnpallinn. Það er auðvelt fyrir skipsmenn að ná til hennar. Þeir verða reyndar að sæta lagi að ná henni, en skjótt er hún í þeirra höndum. Samband er fengið við land.”
Björgun skipbrotsmannanna 38 af Cap Fagnet í björgunarstól í land gekk að óskum og var henni lokið um kl. 7. Allir voru þeir ómeiddir en gegnblautir. Vegna þess hve skipið ruggaði mikið í briminu þótti ekki ráðlegt að strengja björgunarlínuna eins og æskilegt hefði verið af ótta við að lína kynni að slitna. Skipsmenn drógusr því örðu hverju niður í sjóinn þegar skipið valt að landi. Blotnuðu þeir við það en sakaði ekki að öðru leyti.
Vegna brims og aðfalls, svo og vegna þess að skipið færðist nokkuð úr stað, varð að færa björgunartaugina meðan á björgun stóð og tafði það nokkuð.
Ekki mátti tæpara standa með björgun skipverja, því aðeins örfáum mínútum eftir að sá síðasti var kominn í land valt skipið enn meira á skerinu. Þá braut stöðugt á því og brátt fór yfirbyggingin að  brotna. Síðar um faginn skrikaði það út af skerinu og sökk og brotnaði brátt í spón. Ekki hefði þuft að spyrja að leikslokum ef hinna nýju fluglínutækja hefði ekki notið við.

Heimild:
-Einar S. Arnarlds – Mannslíf í húfi.

Cap Fagnet

Björgun áhafnar Cap Fagnet.

Lois

 Í blaði björgunarsveitarinnar Þorbjörns í tilefni af 60 ára afmæli hennar (árið 2007) “Útkall rauður” er m.a. fjallað um björgun áhafnarinnar á togaranum Lois frá Fleetwood. Byggt er á frásögn Tómasar (Todda) Þorvaldssonar:
Afmælisrit Þorbjörns í tilefbi af 60 ára afmælinuUm það leiti sem sveitin var stofnuð eða í byrjun ársins 1947 strandaði togarinn Lois frá Fleetwood á Hraunsfjöru utan við Hraun í Grindavík. Að kvöldi hins 5. janúar 1947 voru tvær stúlkur á leið í fjós til mjalta á bænum Hrauni, sem stendur við sjóinn ekki alllangt frá Grindavík.
Það var niðarmyrkur, sunnan stormur og haugbrim. Allt í einu heyra þær eimpípublástur frá skipi gegnum stormhvininn.
Á Hrauni bjuggu bræðurnir Gísli og Magnús Hafliðasynir, en þeir komu báðir við sögu, þegar skipshöfn franska togarans Cap Fagnet var bjargað í mars 1931 og hin nýstofnaða slysavarnardeild okkar hlaut eldskírn sína.
Stúlkurnar hraða sér aftur heim í bæinn og láta Magnús bónda vita, hvers þær hafa orðið áskynja. Þegar Magnús kemur út, heyrir hann feiknamikinn skruðning úr fjörunni fyrir neðan fjósið hjá sér. Það kastar éljum og er dimmt á milli, en þegar hann kemur niður kambinn fær hann staðfestingu á illum grun sínum. Hann sér skip veltandi í brimgarðinum.
Magnús hendist heim í hendingskast – hringir til Tómasar. Það er breski togarinn Lois frá Fleetwood, sem var í nauðum staddur. Hann hafði strandað við svokallaða Hrólfsvík milli klukkan átta og níu um kvöldið.
“Loftskeytastöðin í Reykjavík heyrði neyðarmerki frá skipinu klukkan 9:10, gerði Slysavarnarfélagi Íslands þegar viðvart, og þaðan var haft samband við hina nýstofnuðu björgunarsveit hér í Grindavík,” segir Tómas og bætir við að þá hafði björgunarsveitinni þegar borist vitneskja um strandið frá Magnúsi á Hrauni og voru í óða önn að búa sig udnir að leggja af stað.
Loftmynd af svæðinuAðstaða bar nokkuð erfið, en þó var bót í máli, að við gátum ekið bíl langleiðina með björgunartækin, en þurftum ekki að ebra þau um vegleysur, eins og við máttum oft reyna síðar. Við vorum komnir á strandstað rösklega hálfri klukkustund eftir að við féttum um skipbrotið, og það þótti skjót viðbrögð.
Við komumst sems agt auðveldlega að, en fjaran var grýtt og erfitt að fóta sig á hálum steinunum,” heldur Tómas áfram.
Skipið lá flatt fyrir í brimgarðinum og valt geysilega.
“Þegar við höfðum komið tækjum okkar fyrir, skaut Árni Magnússon af línubyssunni, hæfði skipið þegar í fyrsta skoti, áhöfn togarans heppnaðist að draga til sín líflínuna og hnýta hana fasta í frammastrið. Þar með gat björgunin hafist, og við drógum hvern skipverjann á fætur öðrum í land. Við beittum nýrri aðferð að þessu sinni, og hún reyndist vel; settum líflínuna aldrei fasta, heldur höfðum hana lausa og gátum því gefið eftri af henni ef með þurfti, þegar skipið valt,” segir Tóams.
“Ég stóð þarna framarlega í fjörunni og tók á móti þeim sem komu í land. Það vakti athygli mína, að tveir skipsbrotsmanna, sem ég ræddi lítilega við höfðu orð á hinu sama: Að svo hlyti að fara, þegar vínið væri annars vegar.
Björgun úr sjávarháskaÁ miðnætti höfðum við bjargað fimmtán mönnum af skipshöfn togarans. Þá var aðeins einn eftir – skipstjórinn, en hann hafði staðið í brúnni allan tímann, sem verið var að bjarga áhöfn hans. Við héldum stólnum lengi við skipshlið, en togarinn valt stöðugt og sjór gekk yfir hann.
Allt í einu sáum við, að skipstjórinn kemur út úr brúnni og gengur fram á dekk.
Við sjáum, að hann er kominn að stólnum, en í sama bili ríður ólag yfir skipið, hann hrasar og fellur útbyrðis. Það er ekki viðlit að koma honum til bjargar. Hann hvarf á svispstundu í ólgandi brimlöðrið,” segir Tómas.
Skipsbrotsmennrnir voru fluttir heim að Hrauni. Þeir voru allir þrekaðir og sumir svo máttfarnir, að þeir gátu naumast gengið óstuddir. Á bænum var þeim veitt góð aðhlynning, svo að þeir hresstust von bráðar.
Clam á strandstaðNóttina eftir björgunina færðist Lois töluvert nær landi, og daginn eftir var hægt að ganga þurrum fótum út að skipinu á fjöru. Það var bersýnilega mikið laskað, einkum stjórborðsíða þess, og ekki var gerð tilraun til að ná því af strandstað.
Síðar um daginn fannst lík skipstjórans  rekið uppundir Festi.
Nokkrum dögum seinna afhenti sendiherra Breta á Íslandi, G. Shephard, Ólafi Thors, forsætisráðherra, þakkarávarp vegna björgunarinnar. Ólafur afhenti Slysavarnarfélagi Íslands ávarpið, en það var svo hljóðandi: “Bresk stjórnvöld hafa kynnt sér atburð varðandi strand breska togarans Lois í sunnan stormi, 5. janúar, á hinni klettóttu strönd námunda við Grindavík, og kemur sú eftirgrennslan alveg heim við frásagnir blaðanna.

Jón Baldvinsson á slysstaðÖll þau íslensku samtök er að björguninni stóðiu sýndu sérstakt hugrekki, fórnfýsi og leikni. Björgunarsveitin var sérstaklega fljót á strandstað, örugg og viss í að skjóta björgunarlínu um biorð í skipið, og útbúa björgunarstól til skjótrar notkunar.
Þeir sem tóku á móti björgunarstólnum í brimgarðinum lögðu sig í mikla hættu á sleipum klettunum, meðan hinir, er tóku við skipbrotsmönnunum. eftir að þeir komu í land, spörðuðu ekkert til að hlynna að þeim eftir kuldann og sjóvolkið.
Það veitir mér alveg sérsakla ánægju að biðja yður, háttvirtur ráðherra, að koma á framfæri innilegu þakklæti og viðurkenningu frá skipsbrotsmönnunum og mér sjálfum til Íslendinga þeirra, sem hér eiga hlut að máli, og þá sérstaklega til deildar Slysavarnarfélags Íslands í Grindavík og húsbændanna á Hrauni, sem veittu skipsbrotsmönnunum hina bestu aðhlynningu.”
Einnig kom breski sendiherrann hingað til Grindavíkur og veitti okkur viðurkenningu.
Og Bretar gerðu það ekki endasleppt við okkur fyrir þessa björgun.
Útgeðarfélagið, sem átti togarann Lois, gaf okkur nýja línubyssu, sem gat skotið þrefalt sverari línu en okkar byssa og margfalt lengri leið. Hún var þannig útbúin, að hleypt var af henni með rafmagnsþræði, svi að skyttan gat staðið nokkra tugi metra frá. Henni fylgdi skotgrind og fótur, sem þurfti að bera grjót á til að hann stæði af sér titringinn, þegar hleypt var af.
Þetta var hin nýtískulegasta byssa, og við æfðum okkur oft á henni með ágætum árangri.
Tómas ÞorvaldssonEn einhvern veginn fór það svo, að við notuðum hana aldrei, þegar til kastann kom. Við treystum betur á gömlu byssuna.
Miklu meiri mannskaði varð hins vegar er breska olíuflutningaskipið Clam rak á land á Reykjanesi 28, febrúar 1950 eftir að hafa slitnað aftan úr dráttarbátnum Englishman. Í fyrstu var gugað að því aðs enda bát til móts við hið stjórnlausa skip, en frá því var horfið vegna brims. Því var farið til míts við skipið landleiðina út frá Reykjanesi en það tók land við Reykjanesvita. Um leið og skipið tók niðri fór hluti áhafnarinnar í skipsbáta.
Vegna sjógangs fyllti bátna á skammri stundu og fórust nær allir sem í þeim voru. Þá átti björgunarsveitin skammt ófarið að strandstaðnum en vitaðvörðurinn og aðstoðarmaður hans einir til hjálpar. 23 mönnum var bjargað af skipinu en 27 fórust og er almennt álitið að þeim hefði öllum mátt bjarga,e f þeir hefðu haldið kyrry fyrir í skipinu. Mikill ótti mun hafa rekið mennina í bátana því stöðugt braut yfir skipið á strandstað.
15. apríl sama ár tók björgunarsveitin þátt í að bjarga áhöfn breska togarans Preston North End er stranað haði á Georfuglaskerjum. Björgunarsveitarmenn úr Grindavík fengu Emil Jónasson skipsstjóra á mótorbátnum Fróða frá Njarðvík til að fara með sig út að hinu strandaða skipi, því ekki reyndist unnt að komast á bátum frá Grindavík. Þeir náðu síðustu sex mönnunum af togaranum með því að leggja sig í mikla hættu er vont var í sjóinn og mjög erfitt að athafna sig nærri strönduðu skipinu. Þykir björgunarsveitarmönnum þetta hafa verið einhver erfiðasta björgun sem þeira hafa átt hluta að.
Fjölmennasta áhöfn sem Þorbjörn hefur bjargað af einu skipi var áhöfn nýsköpunmartogarans Jóns Baldvinssonar, 42 menn. Það mun jafnframt vera stærsta björgun úr einu skipi sem björgunarsveit SVFÍ hefur framkvæmt með fluglínutækjum.
Þessi nýjasti togari flotans sigldi á land við Reykjanesvita 31. mars 1955, á svipuðum slóðum og Clam rak upp. Aðeins fáeinum stundum eftir að mönnunum hafði verið bjargað á land stóð aðeins botn hins glæsilega skips upp úr sjónum. Björgunin gekk greiðlega og tók aðeins um 2 stundir að ná allri áhöfninni frá borði.
Heimildir eru fengnar úr Árbókum SVFÍ nema annars sé getið.”

Heimild m.a.:
-“Útkall rauður – afmælisrit björgunarsveitar Þorbjörns 2007, bls. 36-28.Ský

Hraun

 Í blaði Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar 2007 í tilefni af 60 ára afmæli sveitarinnar (björgunarsveitin var stofnuð 1947, en áður hafði slysavarnardeildin Þorbjörn verið stofnuð árið 1930) má sjá eftirfarandi umfjöllun undir yfirskriftinni “Eldflaugin þaut af stað með háværu hvisshljóði – Tímamót í íslenskri björgunarsögu”:
Cap Fagnet á strandstaðAðfaranótt 24. mars 1931 varð þess vart að togari var strandaður undan bænum Hrauni við Grindavík. Tók skipið, sem var Cap Fagnet frá Fécamp í Frakklandi, niðri alllangt frá landi, en barst síðan yfir skerjagarðinn og festist skammt frá ströndinni. Þeyttu skipverjar eimpípu skipsins og gáfu þannig til kynna að þeir væru í nauðum staddir.
Frá Hrauni var maður strax sendur til Grindavíkur og björgunarsveitin kölluð út. Voru björgunartækin sett á bifreið og haldið áleiðis að Hrauni en ekki var bílfært alla leiðina á starndsstað og varð því að bera tækin síðasta spölinn. Á meðan beðið var björgunar freistuðu skipverjar á Cap Fagnet þess að láta línu reka í land en þær tilraunir mistókust og þótti skipverjum því tvísýnt að takast mætti að koma á sambandi milli skips og lands.
BjörgunUm hið fyrsta fluglínuskot til björgunar úr strönduðu skipi, segir í 1. bindi bókaflokksins “Þrautgóðir á raunastund”, björgunar- og sjóslysasögu Íslands.
“Einar og Guðmundur verða sammála um miðunina. Allt er tilbúið fyrir skotið. Hamarinn smellur fram og sprengir púðurskotið í byssunni. Á sama andartaki kveikir það í eldflauginni og hún þýtur af stað með háværu hvisshljóði. Í fyrsta skipti hefur verið skotið úr línubyssu til björgunar á Íslandi.
Mennirnir fylgjast spenntir með eldflauginni, þar sem hún klýfur loftið. Skotið heppnast prýðilega. Línan kemur yfir skipið, rétt framan við stjórnpallinn. Það er auðvelt fyrir skipsmenn að ná henni, en skjótt er hún í höndum þeirra. Samband er fengið við land.”
Björgun skipsbrotsmFluglínubyssan á sýningu bjsv. Þorbjörnsannanna 38 af Cap Fagnet gekk að óskum, en þó mátti ekki tæpara standa, því aðeins nokkrum klukktímum eftir björgunina hafði skipið brotnað í spón á strandstaðnum.
Þessi björgun færði mönnum heim sannindi þess hve mikilvægur björgunarbúnaður fluglínutækin voru og flýtti fyrir útbreiðslu þeirra. Leið ekki á löngu að slík tæki voru komin til allra deilda SVFÍ umhverfis landið.
Þann 24. mars árið 2006 voru 75 ár síðan slysavarnardeildin Þorbjörn bjargaði fyrrnefndri 38 manna áhöfn. Af því tilefni var fjallað um atburðinn: “Í dag eru 75 ár síðan fluglínutæki voru fyrst notuð til björgunar hér á landi. Fljótlega eftir stofnun Slysavarnafélags Íslands árið 1928 var hafist handa við stofnun slysavarnadeilda og björgunarsveita víða um land og voru fluglínutækin fyrstu eiginlegu björgunartæki margra þeirra. Fluglínutæki er búnaður til bjargar mönnum úr strönduðum skipum og kom fyrst fram á sjónarsviðið í Bretlandi í kringum 1850 í þeirri mynd sem við þekkjum í dag.
Aðfaranótt 24. mars 1931 strandaði franski síðutogarinn Cap Fagnet á Hraunsfjörum austan Grindavíkur. Um borð var 38 manna áhöfn. Slæmt veður var þegar togarinn strandaði og ljóst að ekki væri unnt að yfirgefa skipið á björgunarbátum togarans.
Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík, sem stofnuð hafði verið tæpum fimm mánuðum áður, brást skjótt við og tókst að bjarga allri áhöfn togarans með hinum nýja björgunarbúnaði. Björgunin markaði ákveðin tímamót og færði mönnum heim sannindi þess hversu öflug björgunartæki fluglínutækin voru og flýtti mjög fyrir útbreiðslu þeirra. Alls eiga vel á þriðja þúsund íslenskir og erlendir sjómenn fluglínutækjunum og björgunarsveitum á Íslandi líf sitt að launa.
Síðast voru fluglínutæki notuð við björgun þegar línuskipið Núpur BA strandaði við Patreksfjörð í Fluglinan var geymd í sérstökum trékassa, merkt slysavarnardeildinninóvember 2001. Björgunarsveitirnar Blakkur og Tálkni björguðu þá 14 manna áhöfn skipsins. Á síðustu árum hefur skipsströndum fækkað mikið, sem betur fer, og fluglínutækin því sjaldnar notuð við björgun. Þá hafa þyrlur og björgunarskip komið oftar að björgun úr strönduðum skipum og bátum, enda öflug björgunartæki.
Þrátt fyrir þetta eru fluglínutækin mikilvægur björgunarbúnaður og langt því frá að vera úrelt. Slæm veður geta gert þyrlur ónothæfar við björgun og þá geta fluglínutækin skipt sköpum.”
Á sýningu Björgunarsveitarinnar Þorbjörns þann 3. nóvember 2007, í tilefni af 60 ára afmæli björgunarsveitarinnar, voru ýmiss tæki, tól og munir til sýnis í aðalstöðvum hennar við Seljanót. Má þar m.a. nefna tvennt er tengist framangreindum atburði, auk ljósmynda af slyssstað. Utan við aðalinnganginn var stór svartmáluð skrúfa. Á henni var miði og á honum stóð: “Skrúfa þessi er af franska síðutogaranum CAP FAGNET sem strandaði við bæinn Hraun hinn 24. mars 1931.

Frá Fécamp - heimabæ áhafnar Cap Fagnet í Frakklandi

Slysavarnadeildin Þorbjörn, sem stofnuð hafði verið röskum fimm mánuðum áður, bjargaði 38 manna áhöfn togarans með fluglínutækjum, og var það í fyrsta skipti sem slíkur björgunarbúnaður var notaður hér á landi. Síðan þá hefur Slysavarnardeildinni Þorbirni og síðar björgunarsveit hennar, auðnast sú mikla gæfa að bjarga 205 íslenskum og erlendum sjómönnum úr strönduðum skipum með fluglínutækjum. Auk þess hefur björgunarsveitinni auðnast að bjarga 6 íslenskum og erlendum sjómönnum úr sökkvandi skipum með björgunarbátnum Oddi V. Gíslasyni. Björgunarsveitarmenn í Þorbirni náðu skrúfunni af hafsbotninum vorið 1998 og verður hún, með leyfi landeigenda að Hrauni, minnisvarði um þessa fyrstu björgun með fluglínutækjum á Íslandi.” [Líklega er hér um varaskrúfu togarans að ræða. Aðalskrúfan er enn á strandsstað og standa vonir til að hún verði sótt þótt síðar verði].

Cap Fagnet

Við fluglínubyssuna, sem einnig var til sýnis stóð eftirfarandi: “Línubýssa þessi er af Shermuly gerð og var notuð við fyrstu björgun með fluglínutækjum á Íslandi þegar franski togarinn CAP FAGNET strandaði við bæinn Hraun 24. mars 1931. Björgunarsveitin notaði þessa byssu til ársins 1977 en þá tók við ný tegund línubyssa, svokölluð tunnubyssa, þar sem rakettan og línan voru í einum pakka. Línubyssur eru skyldubúnaður um borð í skipum og bátum og koma að gagni víðar en við skipsströnd og má þá t.d. nefna þegar koma þarf dráttartógi milli skipa úti á rúmssjó. Þær tunnubyssur sem sveitin notar í dag eru einnig af Shermuly gerð.”

Heimildir m.a.:
-www.grindavik.is
-Útkall rauður – Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík 60 ára – 2007.

Skúfa Cap Fagnet við aðalstöðvar bjsv. Þorbjörns í Grindavík